Title
stringlengths
13
130
Text
stringlengths
820
5.11k
Summary
stringlengths
208
1.5k
Innkalla tvær gerðir af snuðum vegna köfnunarhættu
Tvær gerðir af snuðum hafa verið innkallaðar úr verslunum hér á landi eftir að prófanir leiddu í ljós að þau geta valdið köfunarhættu hjá börnum. Markaðsgæsluyfirvöld á Norðurlöndunum létu gera öryggisprófanir á 15 tegundum af snuðum sem þar eru á markaði. Komu í ljós alvarlegir gallar á þremur gerðum: Baby Nova, Pussy Cat og Stera. Tvær fyrrnefndu tegundirnar hafa verið seldar í verslunum hér á landi en ekki er vitað til þess að sú þriðja sé á markaði hér, að sögn Fjólu Guðjónsdóttur, hjá markaðsgæsludeild Löggildingarstofu. "Í einu tilviki, hvað varðar Baby Nova-snuðin, losnaði túttan af sem er mjög alvarlegt því það getur valdið köfnunarhættu. Snuðhaldan losnaði hins vegar af Pussy Cat-snuðunum sem er ekki eins slæmt þar sem hún er svo stór að hún á ekki að komast ofan í kok barna yngri en þriggja ára. Hættan er þó að sjálfsögðu alltaf fyrir hendi og því ákveðið að innkalla þessa gerð," segir Fjóla.
Tvær gerðir af snuðum hafa verið innkallaðar úr verslunum hér á landi. Prófanir leiddu í ljós að þau geta valdið köfunarhættu hjá börnum. Markaðsgæsluyfirvöld á Norðurlöndunum létu gera öryggisprófanir á 15 tegundum af snuðum. Komu í ljós alvarlegir gallar á þremur gerðum: Baby Nova, Pussy Cat og Stera. Tvær fyrrnefndu tegundirnar hafa verið seldar í verslunum hér á landi.
Hús Fiskimjöls og lýsis ónýtt eftir brunann
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að hús Fiskimjöls og lýsis í Grindavík sé ónýtt eftir stórbruna þar í dag. Ljóst sé að það verði ekki notað meira í vetur, hvað sem síðar kunni að verða, að því er Þorsteinn Már sagði við blaðamann Morgunblaðsins á brunastaðnum. Eldur kviknaði í húsinu á fjórða tímanum eftir að sprenging varð í katli við mjölþurrkara í verksmiðjunni. Þorsteinn Már sagðist ekki treysta sér til þess að meta tjón af völdum brunans. Fram hefur komið að Sigurður Ágústsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Grindavík, hafi haft eftir forsvarsmönnum verksmiðjunnar, að tjónið gæti numið um 1½ milljarði króna en verðmæti í verksmiðjuhúsinu felst aðallega í tækjabúnaði. Slökkvistarf við húsnæðið hefur gengið vel að sögn blaðamanns á staðnum. Slökkvilið er enn að störfum en reykur yfir svæðinu hefur minnkað mjög mikið. Norðurhús verksmiðjunnar, sem er í eigu Samherja, stóð í björtu báli rétt eftir sprenginguna sem varð í katli við þurrkhús. Starfsmenn, sem voru við vinnu sína, flúðu strax út úr húsinu og engan sakaði. Slökkvilið Grindavíkur var kallað til og komu 15-20 liðsmenn þess strax á vettvang. Það óskaði síðan eftir liðsauka bæði frá Brunavörnum Suðurnesja í Reykjanesbæ og slökkviliði Keflavíkurflugvallar.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að hús Fiskimjöls og lýsis í Grindavík sé ónýtt eftir stórbruna þar í dag. Eldur kviknaði í húsinu á fjórða tímanum eftir að sprenging varð í katli við mjölþurrkara í verksmiðjunni. Fram hefur komið að Sigurður Ágústsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Grindavík, hafi haft eftir forsvarsmönnum verksmiðjunnar, að tjónið gæti numið um 1½ milljarði króna. Slökkvistarf við húsnæðið hefur gengið vel að sögn blaðamanns á staðnum. Starfsmenn, sem voru við vinnu sína, flúðu strax út úr húsinu og engan sakaði.
Mannskæðasta námuslys í Kína í 63 ár
Að minnsta kosti 203 létu lífið í gassprengingu í kolnámu í Kína í gær. Er þetta mannskæðasta námuslys í Kína síðan stjórn kommúnista tók við völdum árið 1949. Sprengingin varð í Sunjiawan-námunni í Liaoning-héraði en 22 eru slasaðir og 13 lokaðir inni í námunni, að því er ríkisfréttastofan Xinhua greindi frá. Verið er að rannsaka tildrög slyssins en sprengingin varð 242 metra ofan í jörðinni. Hu Jintao forseti og fleiri leiðtogar landsins sögðu að "allt yrði gert til að bjarga þeim sem eru lokaðir inni í námunni" og að settar yrðu "strangar reglur" til að koma í veg fyrir að slys af þessu tagi endurtaki sig. AFP-fréttastofan greinir frá því að yfirvöld hafi sett fréttabann á slysið, engir fjölmiðlar fái aðgang að svæðinu til að flytja fréttir, eingöngu ríkisfréttastofan Xinhua má segja fréttir af því. "Áróðursmálaráðuneytið skipaði fyrir um þetta. Ég veit ekki hvers vegna," sagði blaðamaður á Shenyang Evening News. Sprengingin varð um 10 mínútum eftir að jarðskjálfti varð á svæðinu. Námuslys í Kína eru tíð en um 6.000 manns létu lífið í námum í fyrra, vegna flóða, sprenginga og elda. Er þetta mannskæðasta slysið síðan kommúnistar tóku við stjórn landsins 1949. Árið 1942 varð versta námuslys sögunnar í Kína en þá létust 1.549 námuverkamenn í Mansjúríu, svæði sem Japanir höfðu hertekið í seinni heimstyrjöldinni.
Að minnsta kosti 203 létu lífið í gassprengingu í kolnámu í Kína í gær. Er þetta mannskæðasta námuslys í Kína síðan stjórn kommúnista tók við völdum árið 1949. 22 eru slasaðir og 13 lokaðir inni í námunni. AFP-fréttastofan greinir frá því að yfirvöld hafi sett fréttabann á slysið. Eingöngu ríkisfréttastofan Xinhua má segja fréttir af því. Sprengingin varð um 10 mínútum eftir að jarðskjálfti varð á svæðinu.
Framtíð Wallau Massenheim í óvissu
Óvissa ríkir um framtíð þýska handknattleiksfélagsins Wallau Massenheim, sem Einar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, leikur m.a. með. Svo kann að fara að félagið geti ekki lokið leiktíðinni vegna fjárhagsóreiðu og ekkert bendir til þess að því lánist að leggja fram trúverðuga fjárhagsáætlun vegna næstu leiktíð en það er grundvöllur þess að gefið verði út keppnisleyfi hjá þýska handknattleikssambandinu. Slík áætlun þarf að liggja fyrir 10. mars nk. Framkvæmdastjóri félagsins, Bülent Aksen, var leystur frá störfum í vikunni og eigandi 70% hlutar í félaginu, Volkmar Rohr, á undir högg að sækja ásamt framkvæmdastjóranum. Hafa þeir verið sakaðir um sviksamlegt athæfi við reksturinn á síðustu misserum. Fljótlegra virðist að telja upp það sem þeir ekki sakaðir um að hafa brotið af sér varðandi reksturinn heldur en það sem þeir eru sakaðir um. Aksenog Rohr hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem þeir ætla að gera hreint fyrir sínum dyrum. Einar Örn Jónsson, leikmaður Wallau, sagði í samtali við Morgunblaðið að væru fregnir í dagblöðum í Frankfurt réttar mætti alveg eins eiga von á að félagið lognaðist út af áður en leiktíðin væri á enda. Eigendur minnihluta hlutfjár í Wallau reyna þessa dagana að klóra í bakkann m.a. með því að endurheimta þau 70% hlutafjár sem þeir seldu fyrir nokkrum misserum. Tilgangurinn er að bjarga því sem bjargað verður á yfirstandandi leiktíð. Óvíst er hvort það tekst og er rætt um það í Þýskalandi að yfirvofandi sé eitt stærsta hneykslismál sem komið hafi upp í þýskri handknattleikssögu. Wallau er nú um miðja 1. deild, í líkri stöð og síðustu ár.
Óvissa ríkir um framtíð þýska handknattleiksfélagsins Wallau Massenheim. Ekkert bendir til þess að því lánist að leggja fram trúverðuga fjárhagsáætlun vegna næstu leiktíð. Það er grundvöllur þess að gefið verði út keppnisleyfi hjá þýska handknattleikssambandinu. Framkvæmdastjóri félagsins, Bülent Aksen, var leystur frá störfum í vikunni og eigandi 70% hlutar í félaginu, Volkmar Rohr, á undir högg að sækja ásamt framkvæmdastjóranum. Hafa þeir verið sakaðir um sviksamlegt athæfi við reksturinn. Er rætt um það í Þýskalandi að yfirvofandi sé eitt stærsta hneykslismál sem komið hafi upp í þýskri handknattleikssögu.
Velta Samskipa tvöfaldast við kaup á hollensku flutningafyrirtæki
Samskip hafa keypt hollenska flutningafyrirtækið Geest North Sea Line og verður rekstur þess sameinaður gámaflutningastarfsemi Samskipa í Evrópu undir nafni Geest. Kaupverð er ekki gefið upp en Samskip segja að nærri láti að velta fyrirtækisins tvöfaldist milli ára og verði um 45 milljarðar íslenskra króna á þessu ári. Geest North Sea Line og breska matvælafyrirtækið Geest, sem Bakkavör Group vinnur nú að yfirtöku á, voru stofnuð af sömu fjölskyldunni á síðustu öld. Geest North Sea Line verður rekið sem dótturyfirtæki Samskipa og verður eitt stærsta gámflutningafélag í siglingum innan Evrópu. Um 60% af heildarveltu Samskipa verður vegna starfsemi utan Íslands og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, verður stjórnarformaður Geest. Fram kemur í tilkynningu, sem dreift var á blaðamannafundi nú síðdegis, að eftir kaupin á Geest séu Samskip með 24 skip í föstum áætlunarsiglingum og 15 skip í öðrum verkefnum þ.á.m. frystiflutningum, auk fjölda leiguskipa í tímabundnum verkefnum. Gámaeign Samskipa ríflega tvöfaldist og verði heildarflutningamagn félagsins um 800 þúsund gámaeiningar á ári. Starfsmönnum fjölgi um fimmtung og verði hátt í 1200 talsins, þar af um 500 erlendis. Skrifstofum félagsins fjölgar um 12 og verða 45 talsins í 19 löndum, auk þess sem umboðsmenn eru starfandi um allan heim. Tilkynnt var um kaupin á Geest samtímis í Hollandi og á Íslandi í dag. Í tilkynningunni er haft eftir Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Samskipa, að með kaupunum rætist draumur Samskipamanna um að styrkja verulega rekstragrundvöll félagsins á hinum kröfuharða Evrópumarkaði því starfsemi félaganna passi mjög vel saman og skörunin sé sáralítil. Fyrir kaupin var heildarvelta Samskipa áætluð um 26 milljarðar króna á þessu ári og velta Geest um 18 milljaðar króna. Segja Samskip að ljóst sé að velta Samskipa aukist verulega, en heildarvelta félagsins árið 2004, heima og erlendis, var 23 milljarðar króna. Eftir kaupin á Geest eru Samskip orðin þriðja stærsta gámaflutningafyrirtækið með vöruflutninga til og frá höfninni í Rotterdam, stærstu vöruflutningahöfn Evrópu. Geest North Sea Line er með höfuðstöðvar í Rotterdam og rekur alls 12 skrifstofur á meginlandi Evrópu, í Bretlandi og á Írlandi og eru starfsmenn 200 talsins. Flutningakerfið samanstendur m.a. af níu gámaskipum í föstum áætlunarsiglingum milli Rotterdam, Bretlandseyja, Írlands og Spánar og hátt í 6000 gámum, sem fluttir eru jöfnum höndum með skipum, lestum, fljótaprömmum og trukkum, allt eftir því hvað þjónar best hagsmunum viðskiptavinanna. Viðskiptabanki Samskipa í Hollandi, Fortis Bank, sá um ráðgjöf og fjármögnun vegna kaupanna á Geest North Sea Line. Einnig verða kaupin fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafjár í Samskipum. Geest North Sea Line var stofnað formlega á sjöunda áratug síðustu aldar en það á rætur að rekja til áranna eftir seinni heimsstyrjöld þegar þrír hollenskir garðyrkjubændur, van Geest bræður, sem voru að hasla sér völl í viðskiptum í Bretlandi, hófu siglingar yfir Ermarsund með varning sinn. Tveir bræðranna settust þar að en sá þriðji sinnti starfseminni heima fyrir. Í áranna rás þróuðust matvælaframleiðsla Geest fjölskyldunnar og skipasiglingarnar í ólíkar áttir og endanlega var skilið á milli starfseminnar þegar Geest matvælafyrirtækið var skráð á verðbréfamarkað í Englandi árið 1986. Eignuðust þá synir bróðurins í Hollandi skipafélagið. Það er einn þeirra, Jakob van Geest, stjórnarformaður Geest North Sea Line, og sá sem rekið hefur fyrirtækið á umliðnum árum sem er að selja Samskipum reksturinn.
Samskip hafa keypt hollenska flutningafyrirtækið Geest North Sea Line og verður rekstur þess sameinaður gámaflutningastarfsemi Samskipa í Evrópu undir nafni Geest. Eftir kaupin á Geest séu Samskip með 24 skip í föstum áætlunarsiglingum og 15 skip í öðrum verkefnum þ.á.m. frystiflutningum, auk fjölda leiguskipa í tímabundnum verkefnum. Með kaupunum rætist draumur Samskipamanna um að styrkja verulega rekstragrundvöll félagsins á hinum kröfuharða Evrópumarkaði því starfsemi félaganna passi mjög vel saman og skörunin sé sáralítil. Fyrir kaupin var heildarvelta Samskipa áætluð um 26 milljarðar króna á þessu ári og velta Geest um 18 milljaðar króna. Segja Samskip að ljóst sé að velta Samskipa aukist verulega, en heildarvelta félagsins árið 2004, heima og erlendis, var 23 milljarðar króna. Eftir kaupin á Geest eru Samskip orðin þriðja stærsta gámaflutningafyrirtækið með vöruflutninga til og frá höfninni í Rotterdam, stærstu vöruflutningahöfn Evrópu.
Watai segist ætla að flytja til Íslands með Fischer
Miyoko Watai, heitkona Bobbys Fischers, sagði í Tókýó í morgun að hún áformaði að flytja til Íslands með Fishcer þegar hann yrði látinn laus. "Við munum skoða síðar hvort við giftum okkur á Íslandi en því ferli hefur verið frestað," sagði hún og bætti við að Fischer hefði orðið afar glaður við að heyra fréttir af íslenskum ríkisborgararétti sínum. Stuðningshópur Fischers hélt blaðamannafund í Tókýó í dag og til að fagna íslenskum ríkisborgararétti hans með táknrænum hætti var sett nafnspjald með nafni Fischers á háborðið í þeirri von að Fischer gæti verið viðstaddur. "Loks fengum við ríkisborgararétt fyrir Bobby," sagði Watai en hún fór að heimsækja hann í Ushiku útlendingabúðirnar í dag. Stuðningsmenn Fischers segja að hann hafi grennst og sé úfinn og tættur eftir nærri 9 mánaða vist í búðunum. Hann hefur tvívegis verið settur í einangrun í búðunum eftir að hafa lent í átökum við fangaverði. "Hann hefur horast og hann hefur elst mjög hratt," sagði Watai. "Ég hugsa að ykkur bregði þegar þið sjáið hann." Masako Suzuki, lögmaður Fischers, sagði að þegar hún færði honum þau tíðindi í morgun að hann væri orðinn Íslendingur, hefði hann svarað: "Það er gott." Sagðist Suzuki nú ætla að fara fram á það við íslenska sendiráðið í Tókýó að það gefi út íslenskt vegabréf fyrir Fischer. Sagðist hún búast við að Fischer yrði látinn laus í þessari viku nema eitthvað óvænt gerðist.
Miyoko Watai, heitkona Bobbys Fischers, sagði í Tókýó í morgun að hún áformaði að flytja til Íslands með Fishcer þegar hann yrði látinn laus. "Við munum skoða síðar hvort við giftum okkur á Íslandi en því ferli hefur verið frestað," sagði hún. Stuðningshópur Fischers hélt blaðamannafund í Tókýó í dag og til að fagna íslenskum ríkisborgararétti hans. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, sagði að þegar hún færði honum þau tíðindi í morgun að hann væri orðinn Íslendingur, hefði hann svarað: "Það er gott." Sagðist Suzuki nú ætla að fara fram á það við íslenska sendiráðið í Tókýó að það gefi út íslenskt vegabréf fyrir Fischer. Sagðist hún búast við að Fischer yrði látinn laus í þessari viku nema eitthvað óvænt gerðist.
Leit að Brasilíumanni hafin að nýju við Eyrarbakka og Stokkseyri
Leit er hafin að nýju að 28 ára Brasilíumanni sem leitað var að í gærkvöldi og fram á nótt á og við Stokkseyri og Eyrarbakka. Beinist leitin að strandlengjunni og útihúsum í nágrenni þorpanna tveggja. Fjölmennt lið björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar leitar í dag og hefur sér til fulltingis sporhund og 8 víðavangsleitarhunda. Aðstoðarbeiðni barst sveitunum um klukkan 20 í gærkvöldi. Hóf um 30 manna flokkur fljótlega leit á og við Stokkseyri og Eyrarbakka en henni var hætt á fimmta tímanum í morgun meðan hún yrði skipulögð að nýju. Hófst leit á ný um klukkan ellefu. Maðurinn sem leitað er að er frá Brasilíu og er dökkur yfirlitum, um 170 cm á hæð og í ljósum buxum og jakka en með dökka húfu. Hann er 28 ára og talar aðeins portúgölsku. Maðurinn hefur verið gestkomandi á Stokkseyri skamma hríð. Seinast er vitað um hann á Stokkseyri um klukkan 10 í gærmorgun en þá ætlaði hann í stutta gönguferð. Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem telja sig hafa upplýsingar um ferðir mannsins að hafa samband.
Leit er hafin að nýju að 28 ára Brasilíumanni sem leitað var að í gærkvöldi og fram á nótt á og við Stokkseyri og Eyrarbakka. Fjölmennt lið björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar leitar í dag. Maðurinn sem leitað er að er frá Brasilíu og er dökkur yfirlitum, um 170 cm á hæð og í ljósum buxum og jakka en með dökka húfu. Hann er 28 ára og talar aðeins portúgölsku. Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem telja sig hafa upplýsingar um ferðir mannsins að hafa samband.
Handtóku Bandaríkjamann sem grunaður er um hrottalegt morð í Kaupmannahöfn
Danska lögreglan handtók í dag bandarískan ríkisborgara sem er einn tveggja mann sem grunaðir eru um að hafa framið hrottalegt morð á leigubílstjóranum Torben Vagn Knudsen í Kaupmannahöfn í mars. Lík fórnarlambsins hafði verið skorið í sjö hluta sem fundust víðs vegar um borgina síðustu helgina í mars. Hinn grunaði heitir Jared Heller og er 34 ára. Hann hafði verið eftirlýstur af dönsku lögreglunni og Interpol í viku en í morgun hringdi hann í lögregluna og gaf sig fram og var þá handtekinn í íbúð við Amagerbrogade í Kaupmannahöfn. Heller hefur búið í Kaupmannahöfn um nokkurt skeið en hann er giftur danskri konu og á með henni barn. Dómari mun í dag úrskurða hvort hann verður settur í gæsluvarðhald eins og saksóknarar hafa farið fram á. Heller, sem er meðstofnandi hipp-hopp útgáfufyrirtækis í Philadelphiu og plötusnúður, sást með Vagn um klukkan sjö á laugardagsmorguninn um þar síðustu helgi þar sem Heller yfirgaf bar. Vagn sást aldrei á lífi eftir það. Lögreglan leitar einnig annars manns í tengslum við rannsókn málsins. Sá heitir Ahmad Numan Isaac Rahma, frá Súdan. Hann er 27 ára gamall og er vinur Hellers.
Danska lögreglan handtók í dag bandarískan ríkisborgara sem er einn tveggja mann sem grunaðir eru um að hafa framið hrottalegt morð á leigubílstjóranum Torben Vagn Knudsen í Kaupmannahöfn í mars. Lík fórnarlambsins hafði verið skorið í sjö hluta sem fundust víðs vegar um borgina síðustu helgina í mars. Hinn grunaði heitir Jared Heller og er 34 ára. Hann hafði verið eftirlýstur af dönsku lögreglunni og Interpol í viku en í morgun hringdi hann í lögregluna og gaf sig fram. Lögreglan leitar einnig annars manns í tengslum við rannsókn málsins. Sá heitir Ahmad Numan Isaac Rahma, frá Súdan.
Baráttukona innan kirkjunnar segir kjör nýs páfa vonbrigði
Hinn nýkjörni páfi og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Benedikt XVI, hefur "takmarkaðan" skilning á málefnum kvenna, segir einn leiðtogi þeirra sem barist hafa fyrir auknum réttindum kvenna innan kirkjunnar. "Ef ég á að vera heiðarleg ... á svona stundu eru einu mögulegu viðbrögðin að vona," segir Joan Chittister, nunna í benediktarreglunni. "Þessi páfi hefur takmarkaðan skilning á konum," segir hún og vísar til bréfs sem Ratzinger, sem þá var hugmyndafræðilegur kenningsmiður kirkjunnar, sendi biskupum í júlí á síðasta ári. í bréfinu sem var "um samvinnu karla og kvenna í kirkjunni og heiminum" mótmælti hann hugmyndum um að konur gætu orðið prestar og sagði að það að segja að enginn munur væri á körlum og konum hefði haft "banvæn áhrif" sérstaklega á fjölskylduna. "Við getum ekki gefið nítjándu aldar svör við 21. aldar spurningum ef kirkjan á að vera heilbrigð," sagði Chittister, sem er vel þekkt innan enskumælandi hluta kaþólsku kirkjunnar fyrir gagnrýni sína á stefnu hennar í félagsmálum. Hún býr í Pennsylvaniu og er dálkahöfundur í vikublaðið National Catholic Reporter. "Hann telur feminista vera karlhatara og leitast eftir skiptingu á milli karla og kvenna fremur en jafnrétti."
Hinn nýkjörni páfi og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Benedikt XVI, hefur "takmarkaðan" skilning á málefnum kvenna, segir einn leiðtogi þeirra sem barist hafa fyrir auknum réttindum kvenna innan kirkjunnar. "Þessi páfi hefur takmarkaðan skilning á konum." "Hann telur feminista vera karlhatara og leitast eftir skiptingu á milli karla og kvenna fremur en jafnrétti."
5 ungir menn dæmdir fyrir að ráðast í félagi á mann
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fimm menn, sem eru á aldrinum 17-22 ára, til að borga 75.000 krónu sekt hver í ríkissjóð fyrir að hafa í félagi barið og sparkað í 19 ára mann af tilefnislausu á Selfossi í september 2003. Árásin átti sér stað á bifreiðastæði við Gesthús á Selfossi en fórnarlamb árásarinnar er fætt 1985 en gerendur á árunum 1983-87. Þeir voru og ákærðir fyrir að hafa skemmt bifreið mannsins með grjótkasti. Því neituðu mennirnir staðfastlega og taldist því grjótkastið ekki nægilega sannað. Vitni sáu mennina sparka í bifreiðina en þar sem þeir voru ekki ákærðir fyrir að sparka í bílinn voru þeir sýknaðir af þessum lið ákærunnar. Við ákvörðun refsingar var haft í huga að mennirnir voru fimm saman og frömdu brotið í félagi. Fórnarlambið hafi því engan veginn mátt við margnum. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp mánudaginn 11. apríl en birtur í dag, segir að afleiðingar árásarinnar hafi ekki verið alvarlegar. Greiði mennirnir ekki sekt sína þarf hver um sig að sitja í fangelsi í 16 daga í staðinn. Þeim var og gert að greiða verjendum sínum 80.000 krónur hver.
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fimm menn, sem eru á aldrinum 17-22 ára, til að borga 75.000 krónu sekt hver í ríkissjóð fyrir að hafa í félagi barið og sparkað í 19 ára mann af tilefnislausu á Selfossi í september 2003. Við ákvörðun refsingar var haft í huga að mennirnir voru fimm saman og frömdu brotið í félagi. Fórnarlambið hafi því engan veginn mátt við margnum. Greiði mennirnir ekki sekt sína þarf hver um sig að sitja í fangelsi í 16 daga í staðinn.
Líkamsárás á 17 ára pilt á Akureyri upplýst
Lögreglan á Akureyri hefur að undanförnu rannsakað alvarlega líkamsárás er átti sér stað að kvöldi föstudagsins 11. mars sl. Það kvöld tilkynnti 17 ára gamall piltur að hann hafi verið lokkaður upp í bifreið til manna sem hann þekkti lítið og í kjölfarið var honum misþyrmt. Pilturinn sagði lögreglu að hann hefði það eitt unnið til sakar að hafa boðið systur eins brotamannanna upp í bíl sinn og segir lögregla að hinir grunuðu hafi staðfest það. Pilturinn var eins og áður sagði lokkaður upp í bíl. Var honum síðan skipað að fara ofan í farangursgeymslu bílsins og var ekið út fyrir bæinn þar sem bíllinn var stöðvaður. Út komu tveir menn sem slógu piltinn í andlitið þar sem hann lá í myrkri niðri í farangursgeymslunni. Einnig ógnaði annar maðurinn honum með kúbeini. Síðan var ekið til baka að svæði við Kalbaksgötu þar sem nokkur verkstæði eru til húsa. Þar var farangursgeymslan aftur opnuð og pilturinn sleginn. Þá var honum kippt upp úr skottinu og sparkað í andlit hans meðan hann stóð uppi og trampað ofan á höfði hans eftir að hann féll niður á planið. Bolur sem hann klæddist var rifinn utan af honum. Hann var rifinn úr skóm og sokkum og buxurnar slitnar af honum. Pilturinn var svo dreginn ber eftir malarlögðu planinu sem var að hluta til þakið snjó. Eftir að hafa bæði barið og sparkað í piltinn tóku árásarmennirnir föt hans, peninga og síma og óku á brott. Pilturinn stóð þá einn eftir í kulda og myrkri með stórt svöðusár á baki. Eftir þetta komst hann við illan leik hálfnakinn og berfættur upp í miðbæ Akureyrar þar sem hann var að sæta færis til að komast inn á leigubifreiðastöðina BSO þegar skólafélagi hans kom þar að fyrir tilviljun og veitti honum aðstoð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri áttu alls fimm manns aðild að árásinni og hafa þeir allir komið við sögu í fíkniefnamálum í bænum. Þrír höfðu sig mest í frammi. Ekki er um að ræða sömu menn og voru að verki þegar 12 kúlum var skotið úr loftbyssu á annan 17 ára pilt á Akureyri nýlega. Lögreglan segir, að árásarmennirnir hafi nú viðurkennt að hafa sammælst um að gefa rangan framburð af málsatvikum þegar þeir voru fyrst yfirheyrðir hjá lögreglu, en skriður komst á málið í tengslum við rannsókn fíkniefnamála sem lögreglan á Akureyri hefur unnið að á undanförnu. Segir lögreglan málið teljast nánast fullrannsakað og verði það sent ríkissaksóknara eftir helgi.
Lögreglan á Akureyri hefur að undanförnu rannsakað alvarlega líkamsárás er átti sér stað að kvöldi föstudagsins 11. mars sl. Það kvöld tilkynnti 17 ára gamall piltur að hann hafi verið lokkaður upp í bifreið til manna sem hann þekkti lítið og í kjölfarið var honum misþyrmt. Hann hefði það eitt unnið til sakar að hafa boðið systur eins brotamannanna upp í bíl sinn. Eftir að hafa bæði barið og sparkað í piltinn tóku árásarmennirnir föt hans, peninga og síma og óku á brott. Áttu alls fimm manns aðild að árásinni og hafa þeir allir komið við sögu í fíkniefnamálum í bænum. Árásarmennirnir hafi nú viðurkennt að hafa sammælst um að gefa rangan framburð af málsatvikum þegar þeir voru fyrst yfirheyrðir hjá lögreglu.
'Samfylkingin vinnur að úttekt á landsfundi: vel staðið að framkvæmd kosninga'
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, sem vinnur að úttekt á framkvæmd landsfundar flokksins sem haldinn var í maí síðastliðnum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að vel hafi verið staðið að framkvæmd kosninga á landsfundinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni. Þar kemur fram að við skoðun á málinu hafi meðal annars verið rætt við framkvæmdastjóra flokksins, sem hafði yfirumsjón með kosningum á landsfundinum, og fleiri sem sáu um skipulagningu fundarins. "Jafnframt hefur málið verið rætt í framkvæmdastjórn flokksins á fundum hennar í maí og júní," segir í tilkynningunni. Sérstaklega vel fylgst með varaformannskjörinu Þá segir þar að fullyrða megi að sjaldan hafi verið eins gott eftirlit á landsfundi með innskráningum og afhendingu gagna. Almenn ánægja sé með það kosningakerfi sem notað var á fundinum, en kosningin var rafræn. Reynt hafi verið að hafa eins gott eftirlit með rafrænu kosningunni og kostur var og var fylgst sérstaklega með ef menn voru lengur að kjósa en eðlilegt gat talist. "Samkvæmt því sem starfsmenn á fundinum segja var fylgst sérstaklega vel með því sem fram fór í varaformannskosningunni vegna þess að það var fyrsta kosningin á fundinum og þ.a.l. skipti máli að vel tækist til og allt gengi vel fyrir sig. Voru um 15 manns í eftirliti og umferðarstjórn í þeirri kosningu. Ekkert tilvik kom upp í varaformannskjörinu þar sem reynt var að kjósa fyrir aðra,," segir í tilkynningunni.
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, sem vinnur að úttekt á framkvæmd landsfundar flokksins sem haldinn var í maí síðastliðnum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að vel hafi verið staðið að framkvæmd kosninga á landsfundinum. Sjaldan hafi verið eins gott eftirlit á landsfundi með innskráningum og afhendingu gagna. Almenn ánægja sé með það kosningakerfi sem notað var á fundinum, en kosningin var rafræn. "Ekkert tilvik kom upp í varaformannskjörinu þar sem reynt var að kjósa fyrir aðra,,"
86 börn sem notuð voru við kameldýrakappreiðar flutt heim til Pakistan
Komið var með 86 börn heim til Pakistan í dag en þeim hafði verið smyglað til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem þau voru látin vera knapar á kameldýrakappreiðum. Er þetta annar hópurinn sem komið er með á minna en tveimur viku. Tuttugu pakistanskir karlar og konur sem talið er að hafi farið með börnin til Sameinuðu arabísku furstadæmanna voru handtekin og færð til yfirheyrslu, að sögn lögreglu. "Forgangsmál okkur er að finna foreldra þeirra og koma þeim aftur til þeirra," sagði Faiza Asghar, yfirmaður barnaverndarembættisins í Pakistan. Yfirvöld telja að um 2.800 erlend börn séu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem hafi verið flutt þangað til að ríða kameldýrum í veðreiðum. Íþróttin er afar hættuleg fyrir börnin en er mjög vinsæl í landinu. Fátækum foreldrum í Pakistan er borgað fyrir börnin sem síðan er smyglað til ríkja landa við Persaflóa þar sem þau eru notuð við kamelreiðar. Oft er farið mjög illa með þau. Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru að íhuga að nota vélmenni í staðinn fyrir börn við kamelreiðar í eyðimörkinni. Börnin voru flutt aftur til Pakistan á grundvelli samnings Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF og stjórnvalda í báðum löndunum.
Komið var með 86 börn heim til Pakistan í dag en þeim hafði verið smyglað til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þau voru látin vera knapar á kameldýrakappreiðum. Yfirvöld telja að um 2.800 erlend börn séu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem hafi verið flutt þangað til að ríða kameldýrum í veðreiðum. Íþróttin er afar hættuleg fyrir börnin en er mjög vinsæl í landinu. Börnin voru flutt aftur til Pakistan á grundvelli samnings Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF og stjórnvalda í báðum löndunum.
Blair segir Írak notað sem afsökun fyrir hryðjuverkum
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að hryðjuverkamenn noti stríðið Írak sem afsökun en að ekkert réttlæti gjörðir þeirra. Heitir hann því að "ekkert verði gefið eftir" í baráttunni við hryðjuverkamennina. Blair viðurkenndi að Íraksstríðið væri notað til að fá menn til liðs við hryðjuverkasamtök en sagði að rætur öfgahyggju lægju mun dýpra, að því er fram kemur í frétt BBC. Hann sagði að 11. september 2001 hefði "vakið" alþjóðasamfélagið "upp af svefni" en að sumir hefðu "síðan snúið sér á hina hliðina og farið aftur að sofa." Þetta sagði Blair við blaðamenn eftir að hafa rætt við leiðtoga Frjálslynda demókrataflokksins og Íhaldsflokksins um aðgerðir gegn hryðjuverkum. Spurði hann hvernig menn sem sprengdu sig í loft upp í hópi íraskra barna gætu haft hagsmuni Íraks að leiðarljósi. "Ég lýsi hneykslan minni á fólki sem segir að það sé umhyggja fyrir Írak sem leiði þá út í hryðjuverk. Ef það er umhyggja fyrir Írak hvers vegna keyra þeir bílsprengju inn í hóp barna og drepa þau?" Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins,sagði að Blair væri að íhuga af alvöru að leyfa að símahleranir yrðu notaðar sem sönnunargögn fyrir rétti. Þeir munu einnig hafa rætt um að lengja tímann sem hafa má grunaða í haldi án ákæru. Blair sagði enn fremur í ræðu sinni að Lundúnabúar hefðu gengist undir prófraun 7. júlí þegar 52 létu lífið í sprengjuárásum á þrjár neðanjarðarlestir og einn strætisvagn, og í sprengjuárásunum sem mistókust 21. júlí. Viðbrögð Lundúnabúa hefðu verið "stórkostleg."
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að hryðjuverkamenn noti stríðið Írak sem afsökun en að ekkert réttlæti gjörðir þeirra. Heitir hann því að "ekkert verði gefið eftir" í baráttunni við hryðjuverkamennina. Blair viðurkenndi að Íraksstríðið væri notað til að fá menn til liðs við hryðjuverkasamtök en sagði að rætur öfgahyggju lægju mun dýpra. Spurði hann hvernig menn sem sprengdu sig í loft upp í hópi íraskra barna gætu haft hagsmuni Íraks að leiðarljósi. Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins,sagði að Blair væri að íhuga af alvöru að leyfa að símahleranir yrðu notaðar sem sönnunargögn fyrir rétti.
'Viðræðunefnd um R-lista: Málið fer nú aftur til flokkanna'
Fundi viðræðunefndar um samstarf undir merkjum Reykjavíkurlistans sem fram fór í húsnæði Framsóknarflokksins við Hverfisgötu lauk nú á sjöunda tímanum. Viðræðunefndinni tókst ekki að ná samstöðu um samstarf flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Páll Halldórsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í viðræðunefndinni sagði við fréttamenn þegar fundinum lauk að málið færi nú aftur til flokkanna. "Þeir (fulltrúar flokkanna í nefndinni) fara með niðurstöður þessara viðræðna eins og þær liggja fyrir og leggja fyrir flokkana til þess að taka endanlega afstöðu til málsins," sagði Páll. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, sagði við fréttamenn að viðræðurnar hefðu strandað á jafnræðisreglunni. "Það sem gerðist á þessum fundi var að Samfylkingin lagði fram tillögu þar sem jafnræðisreglan var ekki höfð í heiðri, en það er sú grundvallarforsenda sem við höfum lagt af stað með frá fyrsta fundi í apríl," sagði hún. "Við lítum svo á að viðræðunefndin hafi lokið sínum störfum og komist ekki lengra að svo stöddu," sagði Svandís og bætti því við að félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík muni taka afstöðu til framhaldsins á fundi á mánudag. Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, sagði að framsóknarmenn hefðu gengið til viðræðnanna af algjörum heilindum. "Við áttum að athuga hvort við næðum saman um R-lista. Við höfum reynt það eins vel og við mögulega gátum," sagði Þorlákur og bætti því við að því miður hefði nefndin ekki náð saman. "Það voru þarna andstæð sjónarmið sem ekki náðu saman," sagði Þorlákur. Hann sagði enn fremur að ágreiningur hefði staðið um það hvað jafnræði milli flokkanna þýddi og um það hvernig menn skilgreindu opið prófkjör; hverjir vildu opið prófkjör og þá hvernig.
Fundi viðræðunefndar um samstarf undir merkjum Reykjavíkurlistans sem fram fór í húsnæði Framsóknarflokksins við Hverfisgötu lauk nú á sjöunda tímanum. Viðræðunefndinni tókst ekki að ná samstöðu um samstarf flokkanna þriggja sem standa að R-listanum. Páll Halldórsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í viðræðunefndinni sagði við fréttamenn þegar fundinum lauk að málið færi nú aftur til flokkanna. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, sagði við fréttamenn að viðræðurnar hefðu strandað á jafnræðisreglunni. Þorlákur Björnsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, sagði að framsóknarmenn hefðu gengið til viðræðnanna af algjörum heilindum.
Ræddu ástand fiskistofna á hafsvæðum Íslands og Danmerkur
Árni M. Mathiesen og Hans Christian Schmidt matvælaráðherra Danmerkur hafa í gær og í morgun átt fundi um sjávarútvegsmál. Í fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að ráðherrarnir hafi rætt um ástand fiskistofnanna á hafsvæðum þjóðanna og stöðu greinarinnar innan landanna. "Í því samhengi var einnig rætt um niðurgreiðslur í sjávarútvegi og að þjóðirnar myndu vinna að afnámi þeirra innan WTO. Ráðherrarnir voru sammála um að taka þyrfti sérstaklega á ólöglegum fiskveiðum (IUU) á alþjóðlegum hafsvæðum og voru sammála um að samhæfa krafta sína á alþjóðlegum vettvangi í þeim tilgangi að koma í veg fyrir veiðar af þessu tagi," segir í tilkynningunni. Þar segir að Hans Christian hafi einnig gert grein fyrir afstöðu Danmerkur í tengslum við mótun stefnu Evrópusambandsins um málefni hafsins. "Taldi hann mikilvægt að Íslendingar gætu með einhverjum hætti komið að þeirri vinnu." Þá fóru ráðherrarnir yfir stöðu mála er snúa að kvótasetningu kolmunna, veiðum á Norsk-íslensku síldinni og loðnuveiðum í íslensku lögsögunni. gerði Árni sérstaklega grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda í Svalbarðamálinu en Evrópusambandið hefur einnig mikilla hagsmuna að gæta þar, segir í tilkynningunni. "Ráðherrarnir voru sammála um að ekki kæmi til greina að beita alþjóðlegri fiskveiðistjórnun á miðum einstakra ríkja heldur væri svæðisbundin stjórnun mun líklegri til þess að skila árangri."
Árni M. Mathiesen og Hans Christian Schmidt matvælaráðherra Danmerkur hafa í gær og í morgun átt fundi um sjávarútvegsmál. ráðherrarnir hafi rætt um ástand fiskistofnanna á hafsvæðum þjóðanna og stöðu greinarinnar innan landanna. "Ráðherrarnir voru sammála um að taka þyrfti sérstaklega á ólöglegum fiskveiðum (IUU) á alþjóðlegum hafsvæðum". "Ráðherrarnir voru sammála um að ekki kæmi til greina að beita alþjóðlegri fiskveiðistjórnun á miðum einstakra ríkja heldur væri svæðisbundin stjórnun mun líklegri til þess að skila árangri."
Beit mann í nefið
Lögreglu í Keflavík var á fjórða tímanum í nótt tilkynnt um slagsmál utan við skemmtistaðinn Paddýs á Hafnargötu í Keflavík. Í ljós koma að til handalögmála hafði komið milli tveggja útlendinga sem voru að skemmta sér á staðnum. Átökin áttu sér stað bæði inni á skemmtistaðnum og fyrir utan hann. Slagsmálin enduðu með því að annar aðilinn beit hinn í nefnið þannig að skurður hlaust af. Að sögn lögreglu var sá sem varð fyrir áverkunum fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Haft var upp á gerandanum og viðurkenndi hann aðild sína að málinu. Báðir mennirnir eru á fertugsaldri og starfa á Suðurnesjum. Þá mældi lögreglan ökumann í nótt á 139 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Auk þess að vera á þessum hraða er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Í gærkvöldi voru fjórir ökumenn að auki kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu. Tveir á Garðvegi og tveir á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var mældur á 143 km á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km.
Lögreglu í Keflavík var á fjórða tímanum í nótt tilkynnt um slagsmál utan við skemmtistaðinn Paddýs á Hafnargötu í Keflavík. Til handalögmála hafði komið milli tveggja útlendinga sem voru að skemmta sér á staðnum. Slagsmálin enduðu með því að annar aðilinn beit hinn í nefnið. Var sá sem varð fyrir áverkunum fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Þá mældi lögreglan ökumann í nótt á 139 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur.
Lítið um lundapysjur í Vestmannaeyjum
Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins í Vestmannaeyjum, segir sárlítið um að komið sé með lundapysjur í vigtun í tengslum við pysjueftirlitið en nú stendur svonefnt pysjutímabil sem hæst í Eyjum. Þá eru þær pysjur, sem komið er með til vigtunar, mun léttari en þær ættu að vera eða um 130 grömm að jafnaði í stað 250-300 gramma. "Ég held að pysjur sem eru mikið undir 200 g eigi litlar lífslíkur þó þær komist á sjóinn vegna þess að fituvörnina vantar," segir Kristján við Eyjafréttir.is "Þetta virðist algjört hrun og áhyggjuefni því þessi pysja á að koma inn í veiðina eftir tvö ár. Þetta er ekki einsdæmi hér því ástandið virðist vera svipað annars staðar. Ég hitti Hálfdán á Kvískerjum fyrir u.þ.b. viku og hann sagði skúminn ekki hafa komið upp unga og kríuvarp virðist hafa misfarist í Vík í Mýrdal." Fram kemur í Eyjafréttum, að Halldór Hallgrímsson gerði sér ferð út í Ystaklett síðasta laugardag og á leiðinni upp í kofa sá hann á milli 40 og 50 dauðar pysjur. "Þær viðast hafa verið það máttfarnar að þær hafa ekki komist framaf brúninni. Það vantaði örugglega lítið uppá en greinilegt að það vantaði æti í sumar t.d. vantaði sandsílið og ætisfuglinn var að bera glærátu og seiði í pysjuna. Það var líka óvenjulegt hvað lundinn fór snemma en hann var að mestu farinn um 10. ágúst," er haft eftir Halldóri. Eyjafréttir
Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins í Vestmannaeyjum, segir sárlítið um að komið sé með lundapysjur í vigtun í tengslum við pysjueftirlitið. Þá eru þær pysjur, sem komið er með til vigtunar, mun léttari en þær ættu að vera. "Þetta virðist algjört hrun og áhyggjuefni". Halldór Hallgrímsson gerði sér ferð út í Ystaklett síðasta laugardag. Á leiðinni upp í kofa sá hann á milli 40 og 50 dauðar pysjur. "Greinilegt að það vantaði æti í sumar t.d. vantaði sandsílið".
Segir aðhald í ríkisfjármálum ekki nægt
Greining Íslandsbanka segir, að ráða megi af fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006, sem lagt var fram í gær, að aðhald ríkisfjármála verði áfram lítið og hagstjórn að mestu leyti á herðum Seðlabankans. Samkvæmt frumvarpinu verður ríkissjóður rekinn með 14,2 milljarða króna tekjuafgangi á næsta ári. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir, að tekjur ríkissjóðs hafi aukist hratt undanfarið, ekki síst vegna mikillar neyslu landans sem skili miklum virðisaukaskatti og vörugjöldum í ríkiskassann. Í slíku árferði komi ekki á óvart þótt afgangur verði af rekstri ríkissjóðs. Því sé vafasamt að benda á stöðu ríkiskassans og horfur í næstu framtíð sem vísbendingu um aukið aðhald. Ýmsir sjálfvirkir þættir séu að verki, sem tengi afkomu ríkissjóðs við hagsveifluna. Auk tekna af veltusköttum lækki bótagreiðslur í góðæri og tekjuskattar hækki með launahækkunum almennings. Þegar verr ári í hagkerfinu eigi hið gagnstæða sér stað og þá geti staða ríkissjóðs versnað býsna hratt. "Skattalækkanir án samsvarandi niðurskurðar á útgjöldum eru óheppilegar á þenslutímum þar sem þær auka við neyslu almennings og draga úr því svigrúmi sem ríkið annars hefur til slíkra lækkana og/eða aukningar í framkvæmdum þegar gefa fer á bátinn efnahagslega. Væri ríkisstjórninni verulega í mun að beita ríkisfjármálum til þess að mýkja hagsveifluna myndi fara betur á því að bæði yrði beitt tekju- og útgjaldahlið ríkisfjármálanna í því skyni, en ekki aðeins haldið í við útgjaldahliðina. Aðhald það sem birtist í útgjaldahlið frumvarps til fjárlaga mun að líkum ekki duga til þess að draga úr ójafnvægi í hagkerfinu svo neinu nemi, og fyrir bragðið er útlit fyrir að Seðlabankinn finni sig knúinn til að auka aðhald peningamála enn frekar á næstunni," segir síðan í Morgunkorni. Þar er hagspá fjármálaráðuneytisins, sem birt var í gær, einnig gagnrýnd, og sagt að afar hæpið sé að reikna með því að lending hagkerfisins eftir uppsveifluna verði jafn mjúk og þar sé gert ráð fyrir.
Greining Íslandsbanka segir, að ráða megi af fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006, sem lagt var fram í gær, að aðhald ríkisfjármála verði áfram lítið og hagstjórn að mestu leyti á herðum Seðlabankans. Samkvæmt frumvarpinu verður ríkissjóður rekinn með 14,2 milljarða króna tekjuafgangi á næsta ári. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir, að tekjur ríkissjóðs hafi aukist hratt undanfarið, ekki síst vegna mikillar neyslu landans sem skili miklum virðisaukaskatti og vörugjöldum í ríkiskassann. Í slíku árferði komi ekki á óvart þótt afgangur verði af rekstri ríkissjóðs. Því sé vafasamt að benda á stöðu ríkiskassans og horfur í næstu framtíð sem vísbendingu um aukið aðhald. Ýmsir sjálfvirkir þættir séu að verki, sem tengi afkomu ríkissjóðs við hagsveifluna. Auk tekna af veltusköttum lækki bótagreiðslur í góðæri og tekjuskattar hækki með launahækkunum almennings. Þegar verr ári í hagkerfinu eigi hið gagnstæða sér stað og þá geti staða ríkissjóðs versnað býsna hratt.
Didier Zokora fer hvergi í bráð
Didier Zokora, miðvallarleikmaður St Etienne, mun spila með liðinu út tímabilið samkvæmt stjórnarformanni franska liðsins en Manchester United er talið hafa mikinn áhuga á að kaupa hann. Zokora er 24 ára miðvallarleikmaður og sumir stuðningsmenn United sjá hann fyrir sér sem hugsanlegan arftaka Roy Keane en Keane hefur sagt að hann muni líklegast yfirgefa United næsta sumar. Zokora hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu í Frakklandi og hann er álitinn af mörgum vera einn af bestu miðvallarleikmönnum í Evrópu um þessar mundir. "Við höfum ekki fengið nein tilboð í Didier Zokora en það kemur hvort sem er ekki til greina að við seljum hann í vetur. Við erum með frábæra miðvallarleikmenn, þá bestu í Frakklandi ásamt kannski Lyon. Við viljum ekki missa einn okkar besta leikmann en við höfum lofað Zokora því að hann má fara til annars félags í júní. Við munum standa við það ef eitthvað félag er tilbúið til þess að borga það sem við förum fram á," sagði Bernard Caiazzo stjórnarformaður St Etienne en Zokora er metinn á um 8 milljónir punda. Sjá einnig enski.is
Didier Zokora, miðvallarleikmaður St Etienne, mun spila með liðinu út tímabilið samkvæmt stjórnarformanni franska liðsins. Manchester United er talið hafa mikinn áhuga á að kaupa hann. Sumir stuðningsmenn United sjá hann fyrir sér sem hugsanlegan arftaka Roy Keane. Zokora er álitinn af mörgum vera einn af bestu miðvallarleikmönnum í Evrópu um þessar mundir. Zokora er metinn á um 8 milljónir punda.
Níu blindum farþegum vísað frá borði flugvélar Ryanair
Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gæti átt málsókn yfir höfði sér eftir að níu blindum farþegum var vísað frá borði einnar flugvélar flugfélagsins. Atvikið átti sér stað á Stansted flugvelli í Lundúnum fyrir nokkrum vikum síðan, en fólkið var á leið til Ítalíu. Skömmu fyrir flugtak sagði flugstjóri vélarinnar fólkinu að það þyrfti að fara frá borði vegna þess að samkvæmt reglum félagsins mættu einungis 4 "fatlaðir" farþegar vera um borð í hverju flugi. Einn hinna níu farþega segist hafa hringt í flugfélagið með nokkurra mánaða fyrirvara og fengið staðfestingu á því að ekkert stæði í vegi fyrir því að fólkið færi saman í flugvél. Talsmaður Ryanair segir að ekkert slíkt hafi átt sér stað, að því er fram kemur á fréttavef Times . Talsmaðurinn segir að öryggismál félagsins séu af svipuðum toga og hjá öðrum flugfélögum og hafi hlotið samþykki samtaka fatlaðra. Flugstjórar verði að vera vissir um að farþegar geti yfirgefið vélina snögglega ef með þyrfti. Breska blindrafélagið íhugar nú málsókn vegna atviksins.
Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gæti átt málsókn yfir höfði sér eftir að níu blindum farþegum var vísað frá borði einnar flugvélar flugfélagsins. Samkvæmt reglum félagsins mættu einungis 4 "fatlaðir" farþegar vera um borð í hverju flugi. Einn hinna níu farþega segist hafa hringt í flugfélagið með nokkurra mánaða fyrirvara og fengið staðfestingu á því að ekkert stæði í vegi fyrir því að fólkið færi saman í flugvél. Talsmaður Ryanair segir að ekkert slíkt hafi átt sér stað.
Geir H. Haarde fékk 94,3% atkvæða í formannskjöri
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í dag. Alls greiddu 1188 atkvæði. Geir fékk 1083 atkvæði af 1148 gildum atkvæðum eða 94,3%. Auðir seðlar voru 40 en 23 aðrir hlutu samtals 65 atkvæði. Geir sagði, þegar formannskjörinu hafði verið lýst, að hann væri þakklátur fyrir það traust sem honum hefði verið sýnt. Sagði hann að landsfundarfulltrúar hefðu falið sér risavaxið verkefni, að stýra Sjálfstæðisflokknum fram að næsta landsfundi. Sagðist Geir myndu leggja sig allan fram um að reyna að rísa undir þessu mikla trausti en hann hefði verið lengi í Sjálfstæðisflokknum og vissi að því fylgdi gríðarlega mikil ábyrgð að vera formaður flokksins, enda væri það eitt ábyrgðarmesta verkefni í þjóðfélaginu. Því hljóti hann að ganga til verksins af auðmýkt. Geir sagðist hafa verið í samstarfi og vináttu við Davíð Oddsson í 35 ár og eitt það ríkulegasta vegarnesi, sem hann hefði í þetta verkefni væri það samstarf og allt sem hann hefði lært af Davíð. Davíð sagði að félagar Geirs, stuðningsmenn og vinir væru hrærðir og stoltir af hinu glæsilega kjöri hans. "Það er afar þýðingarmikið að þér vegni vel, ekki bara þín vegna, heldur einnig flokksins og þjóðarinnar því þegar Sjálfstæðisflokknum hefur vegnað best hefur þjóðinni vegnað best," sagði Davíð. "Vegna þessa get ég nú í bókstaflegri merkingu horfið glaður og keikur af hinu pólitíska sviði og það geri ég nú." Að svo mæltu gekk Davíð niður af sviðinu í Laugardalshöll og út í sal þar sem hann settist meðal annarra fulltrúa.
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í dag. Alls greiddu 1188 atkvæði. Geir fékk 1083 atkvæði af 1148 gildum atkvæðum eða 94,3%. Geir sagði, þegar formannskjörinu hafði verið lýst, að hann væri þakklátur fyrir það traust sem honum hefði verið sýnt. Sagði hann að landsfundarfulltrúar hefðu falið sér risavaxið verkefni, að stýra Sjálfstæðisflokknum fram að næsta landsfundi. Sagðist Geir myndu leggja sig allan fram um að reyna að rísa undir þessu mikla trausti. Geir sagðist hafa verið í samstarfi og vináttu við Davíð Oddsson í 35 ár og eitt það ríkulegasta vegarnesi, sem hann hefði í þetta verkefni væri það samstarf og allt sem hann hefði lært af Davíð.
Dæmdur í fangelsi fyrir að leggja með hnífi til lögreglumanna
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 39 ára gamlan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir að leggja með hnífi til tveggja lögreglumanna, og hóta barnsmóður sinni og fjölskyldu hennar líkamsmeiðingum og lífláti. Þetta gerðist í júní í fyrra. Fram kemur í dómnum, að atlaga mannsins gagnvart lögreglumönnunum og þá sérstaklega öðrum þeirra hafi verið stórháskaleg, en lag hans með flugbeittum hnífi beindist að svæði þar sem stórar slagæðar séu grunnt undir húð. Hafi brotið því verið sérstaklega hættulegt og virðist tilviljun hafa ráðið því að ekki hlytist mikið líkamstjón af. Fram kemur í dómnum, að maðurinn þjáist af geðhvarfasýki og einkennist sjúkdómurinn af alvarlegum geðsveiflum. Gögn beri með sér að maðurinn hafi verið ósáttur við að fá ekki að umgangast börn sín tvö, en svo virðist sem slíkt hafi ekki verið talið ráðlegt með hliðsjón af geðsjúkdómi hans. Í dómnum segir að ákvæði laga þyki ekki standa því í vegi að manninum verði dæmd refsing í málinu en vísað er til þess að samkvæmt lögum um fullnustu refsinga skuli fangar njóta viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur og þess að fangelsismálastofnun geti, um stundarsakir eða allan refsivistartímann, heimilað að fangi sé vistaður á sjúkrahúsi eða annarri stofnun svo að hann fái notið sérstakrar meðferðar ef slíkt er talið henta vegna heilsufars hans.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 39 ára gamlan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir að leggja með hnífi til tveggja lögreglumanna, og hóta barnsmóður sinni og fjölskyldu hennar líkamsmeiðingum og lífláti. Atlaga mannsins gagnvart lögreglumönnunum og þá sérstaklega öðrum þeirra hafi verið stórháskaleg. Fram kemur í dómnum, að maðurinn þjáist af geðhvarfasýki. Í dómnum segir að ákvæði laga þyki ekki standa því í vegi að manninum verði dæmd refsing í málinu. Vísað er til þess að samkvæmt lögum um fullnustu refsinga skuli fangar njóta viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur.
Hyggst skoða verðtryggingu neytendalána nánar
Skoða á hvort verðtrygging neytendalána fer gegn hagsmunum og réttindum neytenda, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. Hann segir að efnt verði til samráðs hagsmunaaðila í málinu og að bráðabirgðaniðurstöður fáist vonandi á fyrri hluta næsta árs. Gísli flutti erindi á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri sl. miðvikudag en þar kynnti hann niðurstöður stefnumótunar- og forathugunar eftir tveggja mánaða samráðsferli við neytendur, almannasamtök, stjórnsýsluaðila og fleiri sem starfa að neytendamálum. Í erindinu upplýsti Gísli hvaða neytendamál hann teldi brýnast að taka til meðferðar, en embætti talsmanns neytenda tók til starfa í júlí. Gísli segir að komi í ljós að verðtryggðu lánin fari gegn hagsmunum eða réttindum neytenda muni hann gera tillögur til úrbóta. Hann ætli að kanna þessi lán vegna ábendinga sem um þau hafi borist og einnig vegna þess að um sé að ræða sérstakt fyrirbæri hér á landi sem þekkist óvíða annar staðar í sama mæli. Þá segir Gísli að aðrar eftirlitsstofnanir hafi ekki skoðað þessi mál, en um sé að ræða mikið hagsmunamál fyrir neytendur. Kannað hvort önnur lán séu í boði Gísli segir að bankar, sparisjóðir og lánastofnanir hafi mörg bæði verðtryggingu, sem sé sjálfkrafa tenging við verðbólguna og breytilega vexti. "Ég ætla einnig að kanna hvort önnur lán séu í boði en verðtryggð og meta hvort eðlilegt sé að hinn almenni neytandi beri alfarið áhættuna af almennum verðbreytingum," segir Gísli. Hann segir að gengisflökt og fleiri þættir geti haft áhrif. Þá þurfi að kanna hvernig lánveitendur fjármagni sig, hvort þeirra skuldbindingar séu verðtryggðar með sama hætti eða hvort það sé breytilegt. Hann segir að það sjónarmið hafi komið fram að bankar og fjármagnseigendur hafi ekki hagsmuni af því að halda verðbólgu niðri nema þeirra skuldbindingar séu einnig verðtryggðar. Seðilgjöld skoðuð Meðal annarra mála sem embætti talsmanns neytenda mun taka til skoðunar á næstunni eru gjöld í tengslum við greiðslu reikninga og bankaviðskipti, svosem seðilgjöld og vanskilagjöld. Þessi gjöld hafi verið nokkuð í umræðunni og vegna þess kostnaðar sem lagður er á neytendur komi til álita að meta réttmæti þessa fyrirkomulags.Þá muni embættið skoða markaðssókn gagnvart börnum og unglingum. Þar er um að ræða samstarfsverkefni með umboðsmanni barna og hugsanlega fleiri aðilum. Gísli leggur áherslu á að málsmeðferð sé ekki hafin í neinu málanna og að víðtækt samráð verði haft við hagsmunaðila um mat á efni málsins.
Skoða á hvort verðtrygging neytendalána fer gegn hagsmunum og réttindum neytenda, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. Gísli segir að komi í ljós að verðtryggðu lánin fari gegn hagsmunum eða réttindum neytenda muni hann gera tillögur til úrbóta. Þá segir Gísli að aðrar eftirlitsstofnanir hafi ekki skoðað þessi mál, um sé að ræða mikið hagsmunamál fyrir neytendur. Gísli segir að bankar, sparisjóðir og lánastofnanir hafi mörg bæði verðtryggingu, sem sé sjálfkrafa tenging við verðbólguna og breytilega vexti. "Ég ætla einnig að kanna hvort önnur lán séu í boði en verðtryggð". Meðal annarra mála sem embætti talsmanns neytenda mun taka til skoðunar á næstunni eru gjöld í tengslum við greiðslu reikninga og bankaviðskipti, svosem seðilgjöld og vanskilagjöld.
Talið að ríkisstjórn Kanada muni falla í kjölfar vantrauststillögu
Búist er við því að ríkisstjórn Paul Martins, forsætisráðherra Kanada, muni riða til falls í kjölfar þess að vantrauststillaga verði samþykkt í kvöld. Í framhaldinu munu þingkosningar þurfa að fara fram í landinu. Þrír stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir, sem hafa yfir flestum þingsætum að ráða, segjast ætla að kjósa gegn Martin í kjölfar hneykslismáls. Stjórnarandstæðingarnir segja að hneykslismálið, sem tengist spillingu, hafa gert það að verkum að Frjálslyndi flokkurinn, sem Martin leiðir, sé siðferðilega óhæfur til þess að leiða Kanada. Þetta myndi leiða til þess að kjósa þurfti um öll 308 þingsætin í Kanada og er talið líklegast að kosningarnar færu fram 23. janúar nk. Búist er við því að Martin hitti Michaelle Jean, landsstjóra Kanada, á morgun til þess að rjúfa þing með formlegum hætti og ákveða dagsetningu fyrir kosningarnar. Ráðherrar hans myndu þó halda sínum völdum þar til kosningarnar yrðu afstaðnar. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna þvinguðu fram vantrauststillögu eftir að Martin neitaði að verða að kröfum þeirra og rjúfa þing í janúar og halda kosningar fyrr í febrúar.
Búist er við því að ríkisstjórn Paul Martins, forsætisráðherra Kanada, muni riða til falls í kjölfar þess að vantrauststillaga verði samþykkt í kvöld. Í framhaldinu munu þingkosningar þurfa að fara fram í landinu. Þrír stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir segjast ætla að kjósa gegn Martin í kjölfar hneykslismáls. Segja að hneykslismálið hafa gert það að verkum að Frjálslyndi flokkurinn, sem Martin leiðir, sé siðferðilega óhæfur til þess að leiða Kanada. Búist er við því að Martin hitti landsstjóra Kanada á morgun til þess að rjúfa þing með formlegum hætti.
Yfirtökunefnd vill sjá afleiðusamninginn
Yfirtökunefnd hefur óskað eftir því við Landsbankann að fá að sjá afrit af afleiðusamningi þeim sem gerður var vegna kaupa bankans á samanlagt 10% hlut Oddaflugs og Baugs Group í FL Group. Þetta staðfestir Viðar Már Matthíasson, formaður nefndarinnar, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um framhald málsins. Afleiðusamningurinn var gerður í kjölfar álitsgerðar yfirtökunefndarinnar sem birt var á miðvikudagsmorguninn en kynnt aðilum málsins degi áður. Samkvæmt samningnum bera félögin tvö, Oddaflug og Baugur, fjárhagslega áhættu og njóta fjárhagslegs ávinnings af umræddum hlutabréfum í FL Group en atkvæðisréttur bréfanna er aftur á móti hjá Landsbankanum. Hömlur í Bandaríkjunum Hjá Fjármálaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að eftirlitið myndi taka þessa álitsgerð, eins og öll önnur álit yfirtökunefndar, til skoðunar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru samningar af þessari tegund, sem þarna um ræðir, svokallaðir "contract for difference" samningar, yfirleitt staðlaðir og algengir í sumum löndum en hafa ekki verið algengir hér á landi. Þeir eru þó ekki heimilir í Bandaríkjunum þar sem bandaríska fjármálaeftirlitið hefur sett hömlur á afleiðuviðskipti.
Yfirtökunefnd hefur óskað eftir því við Landsbankann að fá að sjá afrit af afleiðusamningi þeim sem gerður var vegna kaupa bankans á samanlagt 10% hlut Oddaflugs og Baugs Group í FL Group. Samkvæmt samningnum bera félögin tvö, Oddaflug og Baugur, fjárhagslega áhættu og njóta fjárhagslegs ávinnings af umræddum hlutabréfum í FL Group. Atkvæðisréttur bréfanna er aftur á móti hjá Landsbankanum. Hjá Fjármálaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að eftirlitið myndi taka þessa álitsgerð, eins og öll önnur álit yfirtökunefndar, til skoðunar.
Ekki gerð sérstök refsing fyrir að ráðast á afgreiðslukonu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að 18 ára pilti skuli ekki gerð sérstök refsing fyrir að ráðast á afgreiðslukonu í söluturni og slá hana þrívegis í andlit og líkama með þeim afleiðingum að hún marðist í andliti, á handlegg og tognaði á hálshrygg. Pilturinn var hins vegar dæmdur til að greiða konunni 145 þúsund krónur í bætur auk málskostnaðar. Lögreglan var kvödd í söluturn í Reykjavík í apríl á síðasta ári. Þar sagði afgreiðslukona frá því að hún hefði haft afskipti af ungum manni, sem hugðist spila í spilakassa í söluturninum og spurt hann að aldri, en hann brugðist illa við. Konan hefði rekið piltinn út, en þá hefði hann ráðist að henni. Félagi piltsins var enn í söluturninum þegar lögreglan kom á vettvang en afgreiðslukonan læsti hann þar inni. Hann hringdi í félaga sinn, sem viðurkenndi að hafa orðið reiður er honum var gert að yfirgefa söluturninn. Hann neitaði hins vegar að hafa barið konuna. Dómari taldi hins vegar sannað að pilturinn hefði gerst sekur um árás eins og rakið væri í ákæru. Í dómnum kemur fram að pilturinn er fæddur árið 1987 og var því 16 ára þegar þetta gerðist. Hann hefur tvívegis hlotið sekt fyrir brot gegn hegningarlögum og fíkniefnalögum.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að 18 ára pilti skuli ekki gerð sérstök refsing fyrir að ráðast á afgreiðslukonu í söluturni. Pilturinn var hins vegar dæmdur til að greiða konunni 145 þúsund krónur í bætur auk málskostnaðar. Félagi piltsins var enn í söluturninum þegar lögreglan kom á vettvang en afgreiðslukonan læsti hann þar inni. Í dómnum kemur fram að pilturinn er fæddur árið 1987 og var því 16 ára þegar þetta gerðist. Hann hefur tvívegis hlotið sekt fyrir brot gegn hegningarlögum og fíkniefnalögum.
Heildstæða stefnu vantar innan heilbrigðiskerfisins
Stjórnendum Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH) gekk allvel að halda kostnaði við rekstur spítalans niðri á tímabilinu 1999–2004. Þá náðist ágætur árangur í að auka afköst hans og flytja þjónustu af legudeildum til dag- og göngudeilda. Samanburður við átta bresk sjúkrahús bendir einnig til þess að spítalinn standi sig ágætlega þegar horft er til afkasta og gæða. Það má hins vegar telja bagalegt fyrir spítalann að íslensk stjórnvöld hafa enn ekki mótað heildstæða stefnu um verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar "Landspítali-háskólasjúkrahús. Árangur 1999–2004" kemur fram að raunkostnaður LSH stóð nánast í stað á árunum 1999–2004 þegar tekið er mið af launavísitölu opinberra starfsmanna og bankamanna og vísitölu neysluverðs á tímabilinu. Þá fækkaði stöðugildum við spítalann um 3%, einkum ófaglærðra starfsmanna. Háskólamenntuðum starfsmönnum fjölgaði aftur á móti nokkuð og m.a. þess vegna hækkuðu laun á hvert stöðugildi 5% meira en nemur meðaltalshækkun launa opinberra starfsmanna og bankamanna. Ríkisendurskoðun telur þó að stjórnendum spítalans hafi tekist ágætlega að halda kostnaði í skefjum og að þróunin hefði líklega orðið önnur ef ekki hefði orðið af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 1999. Þrátt fyrir færri stöðugildi jukust afköst LSH um 9% á tímabilinu ef horft er til fjölda meðferða. Þetta er nokkuð meira en nemur fjölgun íbúa á landinu öllu (5,2%) og á höfuðborgarsvæðinu (7,2%) og sýnir að sjúkrahúsið hefur haldið hlutdeild sinni í heilbrigðisþjónustunni og vel það. Þá náðist verulegur árangur í því að flytja þjónustu af legudeildum til dag- og göngudeilda. Auk þess sem þetta hefur leitt til hagræðingar og sparnaðar er það í samræmi við almenna þróun í þeim löndum sem hafa hvað skilvirkast heilbrigðiskerfi. Þetta kann einnig að vera ein ástæða þess að hægt hefur á vexti þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga hér á landi úr 18% milli 1999 og 2002 í 3% milli 2002 og 2004. Þó að raunkostnaður LSH hafi staðið í stað frá 1999–2004 var meðalkostnaður spítalans á hvert sjúkrarúm töluvert hærri en hjá átta breskum sjúkrahúsum sem Ríkisendurskoðun tók til samanburðar og munaði 21,3%. Þá var kostnaður við einstakar meðferðir að meðaltali 14% hærri en á bresku sjúkrahúsunum. Á þessu eru tvær meginskýringar. Annars vegar voru laun starfsfólks í heild um 26% hærri á LSH en á bresku sjúkrahúsunum. Hins vegar var meðallegutími tæplega hálfum degi lengri á spítalanum en á bresku sjúkrahúsunum þegar lengstu og stystu legurnar eru undanskildar. Ekki teljandi munur á afköstum Ekki reyndist teljandi munur á afköstum starfsfólks LSH og bresku sjúkrahúsanna og LSH kom einnig vel út þegar legutími 10 algengustu meðferða spítalans var athugaður. Vegna fimm meðferða var legutími styttri á LSH en á bresku samanburðarsjúkrahúsunum en lengri vegna þriggja. Þá kom LSH mjög vel út þegar borin er saman dánartíðni eftir nokkrar tegundir meðferða og eftir sérgreinum. Önnur úrræði vantar Í skýrslu sinni gagnrýnir Ríkisendurskoðun að stjórnvöld skuli enn ekki hafa mótað heildstæða stefnu um verkaskiptingu innan íslenska heilbrigðiskerfisins þar sem staða LSH er skilgreind. Þetta er sérstaklega bagalegt þegar hafðar eru í huga viðamiklar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa í landinu á undanförnum árum, svo sem efling dag- og göngudeilda á kostnað legudeilda. Auk þess dregur þetta úr möguleikum spítalans til að efla og bæta þjónustu sína. Þá þarf einnig að leysa svonefndan fráflæðis- eða útskriftarvanda spítalans, þ.e. vanda þeirra sjúklinga sem eru í raun tilbúnir til útskriftar en skortir annars konar úrræði, einkum á öldrunar- eða hjúkrunarheimilum. Ríkisendurskoðun bendir að lokum á að LSH þurfi að leggja enn meiri áherslu en gert hefur verið á að skrá upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er á spítalanum, enda er slíkt mikilvægur þáttur í gæðastjórnun og nauðsynleg forsenda þess að unnt sé að bera þjónustu ólíkra spítala saman. Þá hefur skortur á upplýsingum um kostnað LSH vegna kennslu m.a. orðið til þess að ekki hefur verið hægt að ganga endanlega frá samningi spítalans við Háskóla Íslands vegna kennslu, skilgreina kostnað vegna hennar sem menntakostnað og sjá til þess að fjárveitingar til hennar komi frá menntamálaráðuneyti en ekki heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti eins og nú er. Skýrslan í heild
Stjórnendum Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH) gekk allvel að halda kostnaði við rekstur spítalans niðri á tímabilinu 1999–2004. Bagalegt fyrir spítalann að íslensk stjórnvöld hafa enn ekki mótað heildstæða stefnu um verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að raunkostnaður LSH stóð nánast í stað á árunum 1999–2004. Tekið er mið af launavísitölu opinberra starfsmanna og bankamanna og vísitölu neysluverðs á tímabilinu. Þá fækkaði stöðugildum við spítalann um 3%, einkum ófaglærðra starfsmanna. Þrátt fyrir færri stöðugildi jukust afköst LSH um 9% á tímabilinu. Var meðalkostnaður spítalans á hvert sjúkrarúm töluvert hærri en hjá átta breskum sjúkrahúsum sem Ríkisendurskoðun tók til samanburðar. Ekki reyndist teljandi munur á afköstum starfsfólks LSH og bresku sjúkrahúsanna.
Bandaríski unglingurinn kominn heim frá Írak
Farris Hassan, bandaríski unglingurinn sem fór í jólafrí í desember til Bagdad í Írak án þess að segja foreldrum sínum frá því, sneri aftur til síns heima í Fort Lauderdale í Flórída í gærkvöldi eftir þriggja vikna dvöl í föðurlandi foreldra sinna. "Guði sé lof að hann er á lífi," sagði móður hans, Shatha Atiya í samtali við bandarísku sjónvarpsfréttastofuna CNN . Farris, sem er 16 ára, lenti á alþjóðaflugvellinum í Miami skömmu fyrir klukkan 7 að staðartíma í gærkvöldi. Hann hitti móður sína á flugvellinum en neitaði að ræða við fjölmiðla um ferð sína. Drengurinn ætlaði upphaflega að fara til Íraks ásamt foreldrum sínum næsta sumar. Hann gat hins vegar ekki á sér setið og eyddi sparifé sínu til að kaupa flugmiða. Hann sagði foreldrum sínum ekki frá ráðabrugginu fyrr en eftir að hann kom til Kúvæt 11. desember síðastliðinn. Það gerði hann með tölvupóstskeyti. Hann sagði þeim hins vegar ekkert um ferðaáætlun sína. Foreldrar Farris eru fædd í Írak en fluttust búferlum til Bandaríkjanna fyrir mörgum árum síðan. Hann talar ekki arabísku og eftir misheppnaða tilraun til að panta leigubíl frá Kúvæt til Íraks dvaldist hann í rúma viku hjá ættingjum sínum í Líbanon. Að sögn CNN komst Farris að lokum til Bagdad en þar bjó hann á hóteli. Í síðustu viku kom hann svo inn á skrifstofu fréttastofunnar Associated Press , AP, í borginni og bauðst til þess að gerast fréttaritari. Starfsfólk AP hafði samband við sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad og komu hermenn skömmu síðar og náðu í drenginn. Patrick Quinn, fréttaritari AP segir drenginn hafa engan veginn hafa gert sér grein fyrir þeim hættum sem hann stóð frammi fyrir í borginni. "Farris kom inn í hættulegustu borg í heimi. Hún er sérstaklega hættuleg Bandaríkjamönnum, svo maður tali ekki um ungling sem talar ekki arabísku," sagði hann. Í ritgerð sem Farris skrifaði skömmu áður en hann lagði upp í för sína tjáði hann löngun sína til að koma íbúum Íraks til hjálpar. Þá kom einnig fram að hann skammaðist sín fyrir að búa í stóru húsi í Suður-Flórída, aka um á fínum bíl og njóta lífsins með vinum sínum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af sjálfsmorðssprengjumönnum. Móðir hans sagði í samtali við CNN á föstudag í síðustu viku að hann hefði beðið um leyfi til að fara til Íraks til að upplifa ástandið. "Hann langaði til að heyra álit fólksins á lýðræði og heyra viðhorf þess til stríðsins," sagði hún og bætti við að þegar hún hefði neitað bón hans hefði hann tekið málin í sínar hendur. Bandarískir borgarar varaðir við ferðum til Íraks Stjórnvöld í Bandaríkjunum vara Bandaríkjamönnum við því að fara til Íraks en á vefsíðu bandaríska utanríkismálaráðuneytisins segir að mikil hætta sé á að þeim verði rænt eða myrtir. "Árásir gegn hermönnum og óbreyttum borgurum halda áfram, þar á meðal á Græna svæðinu," segir á vefsíðunni.
Farris Hassan, bandaríski unglingurinn sem fór í jólafrí í desember til Bagdad í Írak án þess að segja foreldrum sínum frá því, sneri aftur til síns heima í Fort Lauderdale í Flórída í gærkvöldi. Drengurinn ætlaði upphaflega að fara til Íraks ásamt foreldrum sínum næsta sumar. Hann gat hins vegar ekki á sér setið og eyddi sparifé sínu til að kaupa flugmiða. Eftir misheppnaða tilraun til að panta leigubíl frá Kúvæt til Íraks dvaldist hann í rúma viku hjá ættingjum sínum í Líbanon. Í ritgerð sem Farris skrifaði skömmu áður en hann lagði upp í för sína tjáði hann löngun sína til að koma íbúum Íraks til hjálpar. Stjórnvöld í Bandaríkjunum vara Bandaríkjamönnum við því að fara til Íraks. Mikil hætta sé á að þeim verði rænt eða myrtir.
Antti Niemi búinn að skrifa undir samning við Fulham
Markvörðurinn, Antti Niemi hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Fulham en Fulham þarf að greiða Southampton um eina milljón punda fyrir hann. Niemi, sem er 33 ára gamall finnskur landsliðsmaður, var keyptur til Southampton frá skoska liðinu Hearts árið 2002 fyrir tvær milljónir punda en hann spilaði 123 leiki með Southampton. Niemi mun líklega vera í byrjunarliði Fulham gegn Newcastle á laugardaginn. "Antti Niemi hefur fyrir löngu síðan sannað að hann er mjög góður markvörður og hann mun styrkja Fulham," sagði Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham. "Ég hlakka til þess að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni. Fulham er mjög gott félag og ég mun njóta lífsins hjá liðinu. Ég er samt leiður yfir því að þurfa að yfirgefa Southampton. Ég átti frábær ár hjá félaginu en það var vissulega leiðinlegt að falla úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Ég kveð Southampton í góðu og ég vona að liðinu gangi vel í 1. deildinni," sagði Antti Niemi. Sjá einnig enski.is
Markvörðurinn, Antti Niemi hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Fulham. Fulham þarf að greiða Southampton um eina milljón punda fyrir hann. Hann spilaði 123 leiki með Southampton. Niemi mun líklega vera í byrjunarliði Fulham gegn Newcastle á laugardaginn.
City lagði United í slagnum um Manchester
Manchester City sigraði Manchester United, 3:1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Borgarleikvanginum í Manchester, heimavelli City, í fyrsta leik dagsins. Þar með komst City upp i 8. sæti deildarinnar en Manchester United tapaði dýmætum stigum í baráttunni um efstu sætin. Trevor Sinclair skoraði fyrra mark City á 31. mínútu og Darius Vassell bætti öðru marki við a 39. mínútu. Vangaveltur voru uppi um hvort um rangstöðu hefði verið að ræða í fyrra markinu. Sinclair var þá rangstæður þegar boltinn var sendur fyrir markið. Hann fékk boltann rétt á eftir, var þá réttstæður, og skoraði. Litlu munaði að United jafnaði metin á milli markanna en þá komst Wayne Rooney í opið færi. David James, markvörður City, varði vel. Cristiano Ronaldo hjá Manchester United fekk rauða spjaldið á 66. mínútu fyrir háskalega tæklingu. Manni færri náði United að laga stöðuna en Ruud van Nistelrooy skoraði á 76. mínútu, 2:1, Það var síðan Robbie Fowler sem innsiglaði sigurinn þegar þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma með þrumuskoti eftir sendingu frá Vassell. Hann kom inná sem varamaður í seinni hálfleiknum. Sjá einnig enski.is</a
Manchester City sigraði Manchester United, 3:1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Borgarleikvanginum í Manchester, heimavelli City. Þar með komst City upp i 8. sæti deildarinnar. Manchester United tapaði dýmætum stigum. Það var Robbie Fowler sem innsiglaði sigurinn þegar þrjár mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.
Fá umbeðin gögn af tölvu Jóns Geralds
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Samkomulag hefur náðst milli verjenda sakborninga í Baugsmálinu og ákæruvaldsins um afhendingu á frekari gögnum af tölvu Jóns Geralds Sullenberger, fyrrum viðskiptafélaga Baugsmanna. Um er að ræða tölvupóst Jóns Geralds og sakborninga og annarra vitna í málinu, sem hafði af lögreglu ekki verið skilgreindur sem rannsóknargögn. "Öll vandamál eru leyst og það er engin ágreiningur í gangi lengur um [gögnin]," segir Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu. Á fundi í gær fóru verjendur sakborninga yfir með Sigurði hvaða gögn þeir teldu sig þurfa. "Þeir gáfu til kynna hvaða gögn þeir vildu fá og síðan verður unnið að því að láta þá fá gögnin á rafrænu formi." Áður var búið að leggja fram öll gögn í málinu, en verjendur kröfðust þess að fá gögnin sem nú hefur náðst samkomulag um til viðbótar, enda töldu þeir hugsanlegt að þau tengdust málinu, að sögn Sigurðar. Hann segir að þetta þurfi ekki að þýða að umrædd gögn teljist nú til rannsóknargagna málsins. "Gögnin verða skoðuð með tilliti til þess að [verjendur] telji eitthvað bitastætt í þeim." Verjendur fá þó ekki aðgang að öllum gögnum af hörðum diski Jóns Geralds. Aðspurður um hvað langt sé hægt að ganga hvað varðar afhendingu slíkra gagna segir Sigurður: "Það þarf að skera á milli hvað er forsvaranlegt að afhenda með tilliti til friðhelgi vitnis sem leggur fram gögn til lögreglu. [...] en auðvitað þarf að sýna verjendunum ákveðið traust líka." Sigurður álítur því að nú standi ekkert út af borðinu hvað varðar gögn í málinu, í það minnsta eins og stendur. "Eins og sakir standa tel ég að það sé enginn ágreiningur um gögn," segir Sigurður. Aðspurður um næsta skrefið í Baugsmálinu af hálfu ákæruvaldsins segist Sigurður sem minnst vilja segja um það á þessari stundu. "Það er ekki búið að boða til þinghalds í málinu aftur en það hafa verið óformlegar þreifingar um það hvenær aðalmeðferðin geti farið fram." Uppástungur hafi komið frá dómara hvað varðar tímasetningar þinghaldsins en eftir eigi að fastsetja þær.
Samkomulag hefur náðst milli verjenda sakborninga í Baugsmálinu og ákæruvaldsins um afhendingu á frekari gögnum af tölvu Jóns Geralds Sullenberger, fyrrum viðskiptafélaga Baugsmanna. Um er að ræða tölvupóst Jóns Geralds og sakborninga og annarra vitna í málinu, sem hafði af lögreglu ekki verið skilgreindur sem rannsóknargögn. Á fundi í gær fóru verjendur sakborninga yfir með Sigurði hvaða gögn þeir teldu sig þurfa. Áður var búið að leggja fram öll gögn í málinu, en verjendur kröfðust þess að fá gögnin, enda töldu þeir hugsanlegt að þau tengdust málinu. Verjendur fá þó ekki aðgang að öllum gögnum af hörðum diski Jóns Geralds.
Ríkisstjórn Bretlands styður aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum
Breska lögreglan hefur fullan stuðning ríkisstjórnarinnar til að beita sér gegn mótmælendum, sem hvetja til ofbeldis gegn Vesturlandabúum vegna birtingar skopteikninga af Múhameð spámanni í dagblöðum. Þetta sagði Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, á breska þinginu fyrir stundu, og lagði áherslu á að stangist aðgerðir lögreglunnar á við lög vegna mótmælanna muni hún njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar. Þá sagði hann að hátterni nokkurra mótmælenda fyrir utan sendiráð Dana í Lundúnum á föstudag í síðustu viku hefði verið óviðunandi. Skopteikningarnar birtust fyrst í danska dagblaðinu Jyllands-Posten í septemberlok á síðasta ári og hafa á síðustu vikum verið endurprentaðar í fleiri dagblöðum í Evrópu og Miðausturlöndum. Ein myndanna sýnir Múhameð spámann með vefjahött sem líkist sprengju. Breska sjónvarpstöðin Sky sýndi beint frá ræðu ráðherrans. Clarke sagði jafnframt að árásir á Dani og aðra Evrópubúa væri óásættanlegt. Styðja yrði við tjáningarfrelsisákvæðið en hins vegar yrði að beita því af nærgætni. Hundruð manna tóku þátt í mótmælum fyrir utan sendiráð Dana í Lundúnum á föstudag í síðustu viku og var m.a. hvatt til þess að þeir sem hefðu móðgað múslíma með þessum hætti verði hálshöggnir.
Breska lögreglan hefur fullan stuðning ríkisstjórnarinnar til að beita sér gegn mótmælendum, sem hvetja til ofbeldis gegn Vesturlandabúum vegna birtingar skopteikninga af Múhameð spámanni í dagblöðum. Þetta sagði innanríkisráðherra Bretlands, á breska þinginu fyrir stundu. Lagði áherslu á að stangist aðgerðir lögreglunnar á við lög vegna mótmælanna muni hún njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar. Hundruð manna tóku þátt í mótmælum fyrir utan sendiráð Dana í Lundúnum á föstudag í síðustu viku. Var m.a. hvatt til þess að þeir sem hefðu móðgað múslíma með þessum hætti verði hálshöggnir.
Um 600 sýni verða tekin úr fuglum á næstu mánuðum
Minnst 600 sýni verða tekin úr villtum fuglum og alifuglum víða um land á næstu mánuðum í því skyni að leita að fuglaflensusmiti. Ekki er þó víst að alifuglar smitist af fuglaflensu, berist hún með farfuglum hingað til lands. Góðar varnir eru á stærstu búunum og viðbragðsáætlun liggur fyrir. Þá telja sérfræðingar ólíklegt að menn smitist af fuglaskít eða af gæludýrum sem hafa átt við fuglshræ. Þeir sem hafi smitast af fuglaflensu eigi sameiginlegt að hafa verið í miklu návígi við sýkta fugla. Fuglaflensuveiran hefur ekki greinst í sýnum úr villtum fuglum á Íslandi, en lögð er áhersla á að veiran greinist um leið og hún berst hingað. Að mati Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis er vandinn nú að ekki er hægt að rannsaka sýnin hér, heldur þurfi að senda þau til Bretlands þannig að greining taki tvo daga. Sala á alifuglakjöti hefur ekki dregist saman, en hins vegar óttast alifuglabændur að það kunni að gerast, sérstaklega nú þegar sjúkdómurinn hefur greinst í nágrannalöndum. Matthías H. Guðmundsson, formaður Félags kjúklingabænda, segir því mikilvægt að almenningur sé upplýstur um sýkingarhættu og viðbrögð. "Við erum miklu betur sett en margar aðrar þjóðir," segir Matthías um smitvarnir á kjúklingabúum. Á vegum Landbúnaðarstofnunar hefur hópur unnið að áætlun um viðbrögð komi upp grunur eða staðfesting á fuglaflensusmiti í alifuglabúum. Verða búin einangruð og öllum fuglum líklega fargað í sérbúnum gámum, sem óskast hafa keyptir. Fuglaflensuveiran drepst hratt við mikinn hita og lifir mest í 35 daga við fjögurra gráðu hita. Því er engin hætta á að hún varðveitist í jörðu eins og miltisbrandsgró.
Minnst 600 sýni verða tekin úr villtum fuglum og alifuglum víða um land á næstu mánuðum í því skyni að leita að fuglaflensusmiti. Þá telja sérfræðingar ólíklegt að menn smitist af fuglaskít eða af gæludýrum sem hafa átt við fuglshræ. Fuglaflensuveiran hefur ekki greinst í sýnum úr villtum fuglum á Íslandi, en lögð er áhersla á að veiran greinist um leið og hún berst hingað. Sala á alifuglakjöti hefur ekki dregist saman. Hins vegar óttast alifuglabændur að það kunni að gerast, sérstaklega nú þegar sjúkdómurinn hefur greinst í nágrannalöndum.
Hagnaður Opinna kerfa 215 milljónir
Hagnaður Opinna kerfa samstæðunnar eftir skatta var 215 milljónir króna 2005, en var á fyrra ári 225 milljónir króna, með Skýrr og Teymi. Eiginfjárhlutfall félagsins er 30% og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli 15,5% en var 12,5% á fyrra ári. Fjöldi starfsmanna er um 440. Heildarvelta Opin Kerfi Group á árinu 2005 var 11.516 milljónir króna, samanborið við 14.763 milljónir króna á fyrra ári. Þegar Skýrr og Teymi eru ekki tekin með var velta árið 2004 12.470 milljónir króna. Mikið af samdrættinum skýrist af sterkari stöðu íslensku krónunnar gagnvart þeirri sænsku og dönsku en 70% teknanna eiga nú uppruna sinn í erlendri starfsemi félagsins, að því er segir í tilkynningu. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 379 milljónir króna, samanborið við 386 milljónir króna árið áður, án Skýrr og Teymis, og vex sem hlutfall af tekjum á milli ára. Niðurstaðan er engu að síður undir áætlun og er það að mestu vegna verulegra frávika í vörusölu hjá Kerfi AB í Svíþjóð. Tilkynning til Kauphallar Íslands
Hagnaður Opinna kerfa samstæðunnar eftir skatta var 215 milljónir króna 2005, en var á fyrra ári 225 milljónir króna, með Skýrr og Teymi. Eiginfjárhlutfall félagsins er 30% og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli 15,5% en var 12,5% á fyrra ári. Heildarvelta Opin Kerfi Group á árinu 2005 var 11.516 milljónir króna, samanborið við 14.763 milljónir króna á fyrra ári. Mikið af samdrættinum skýrist af sterkari stöðu íslensku krónunnar gagnvart þeirri sænsku og dönsku.
Ákært vegna samtals rúmlega 119 milljóna kr.
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is AÐALMEÐFERÐ í máli fyrirtækja tengdra Frjálsri fjölmiðlun hófst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, og er búist við að réttarhöldin muni standa það sem eftir er vikunnar. Sakborningar í málinu eru alls tíu, en ákært er í samtals níu ákæruliðum. Í átta tilvikum vegna brots á lögum um skil á vörslusköttum, en í einu vegna umboðssvika. Ákært er vegna brota í starfsemi alls átta fyrirtækja sem utan eitt tengjast á einn eða annan hátt Frjálsri fjölmiðlun ehf., sem tekið var til gjaldþrotaskipta í júlí 2002. Meint brot áttu sér stað á árabilinu 2000 til 2003, en félögin sjálf hafa öll verið lýst gjaldþrota. Ákært er vegna samtals rúmlega 119 milljóna króna. Þar af eru um 57,7 milljónir vegna brota á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, um 36,7 milljónir vegna brota á lögum um virðisaukaskatt, og 24,8 milljónir vegna umboðssvika. Brotin eru ýmist talin varða við almenn hegningarlög, lög um virðisaukaskatt og/eða lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, og eru yfirleitt fleiri en einn ákærðir vegna hvers ætlaðs brots. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær leiðrétti Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, nokkrar upphæðir sem ákært er vegna, en við það lækkaði heildarupphæðin um liðlega 10 milljónir króna. Fimm sakborninga í málinu gáfu í gær skýrslu fyrir dómi, ásamt tveimur vitnum. Svavar Ásbjörnsson, sem í ákæru er sagður hafa verið fyrrverandi fjármálastjóri Visir.is ehf., reið á vaðið, en hann er ásamt Eyjólfi Sveinssyni ákærður fyrir umboðssvik. Svavar neitar sök. Talið er að Svavar hafi millifært samtals liðlega 24,8 milljónir króna í 24 færslum af reikningi Visir.is á reikninga annarra fyrirtækja á tímabilinu frá 29. apríl til 27. maí 2002, sem yfirdró reikninginn um ríflega 23,9 milljónir króna. Engin yfirdráttarheimild var fyrir hendi á reikningnum, sem var í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Jón H. Snorrason saksóknari spurði Svavar um starf sitt hjá Visir.is, en fyrirtækið rak samnefndan vef, og var nátengt Fréttablaðinu ehf., sem á þeim tíma gaf út Fréttablaðið . Hann sagðist hafa starfað sem rekstrarstjóri Visir.is frá júlí 2001 til áramóta 2001-2002, og hafi starf hans heyrt undir Eyjólf Sveinsson. Eftir að hann hætti hjá Visir.is fluttist starf hans til Fréttablaðsins, þar sem hann gegndi svipuðu starfi, og sagði Svavar að þar hefði Eyjólfur líka verið sinn yfirmaður. Auk þess hefði Gunnar Smári Egilsson, þáverandi ritstjóri Fréttablaðsins, "haft puttana í öllu sem gerðist", svo sem auglýsingasölu, innheimtu og ritstjórn. Í raun hefði fjármálastjórn skipst á milli sín, Eyjólfs og Gunnars Smára. Svavar sagði að yfirdrátturinn á umræddum reikningi hefði komið þannig til að eftir að Visir.is var seldur til Femin ehf. hefði hann átt von á greiðslum að upphæð samtals 60 milljónir króna. Hann hefði vitað að fyrst væri von á 12 milljónum króna og síðar 18 milljónum króna, en afgangurinn kæmi síðar. Sjá ítarlega umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.
AÐALMEÐFERÐ í máli fyrirtækja tengdra Frjálsri fjölmiðlun hófst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, og er búist við að réttarhöldin muni standa það sem eftir er vikunnar. Ákært er vegna brota í starfsemi alls átta fyrirtækja sem utan eitt tengjast á einn eða annan hátt Frjálsri fjölmiðlun ehf., sem tekið var til gjaldþrotaskipta í júlí 2002. Ákært er vegna samtals rúmlega 119 milljóna króna. Fimm sakborninga í málinu gáfu í gær skýrslu fyrir dómi, ásamt tveimur vitnum. Svavar Ásbjörnsson, sem í ákæru er sagður hafa verið fyrrverandi fjármálastjóri Visir.is ehf., reið á vaðið, en hann er ásamt Eyjólfi Sveinssyni ákærður fyrir umboðssvik. Talið er að Svavar hafi millifært samtals liðlega 24,8 milljónir króna í 24 færslum af reikningi Visir.is á reikninga annarra fyrirtækja á tímabilinu frá 29. apríl til 27. maí 2002. Hann sagðist hafa starfað sem rekstrarstjóri Visir.is frá júlí 2001 til áramóta 2001-2002, og hafi starf hans heyrt undir Eyjólf Sveinsson. Eftir að hann hætti hjá Visir.is fluttist starf hans til Fréttablaðsins, þar sem hann gegndi svipuðu starfi, og sagði Svavar að þar hefði Eyjólfur líka verið sinn yfirmaður. Auk þess hefði Gunnar Smári Egilsson, þáverandi ritstjóri Fréttablaðsins, "haft puttana í öllu sem gerðist".
Matarbirgðir Alþjóðamatvælastofnunarinnar í Kenýa að klárast
Matarbirgðir Alþjóðamatvælastofnunarinnar, sem ætlað er að brauðfæða um 3,5 milljón manna í Kenýa, munu brátt klárast vegna þess að stofnunin hefur aðeins fengið um einn tíunda af því fé sem stofnunin þarf á að halda, að sögn talsmanns stofnunarinnar. Mikill skortur hefur verið á mat í Kenýa vegna mikilla þurrka. Stofnunin á nóg af kornmenti sem dugar fram í apríl, en birgðir af hlutum sem skipta minna máli, eins og matarolía og belgávextir, munu klárast undir lok þess mánaðar. Að sögn talsmanns stofnunarinnar, Peter Smerdon, skortir stofnunina um 197 milljónir dala vegna mataráætlunar hennar í Kenýa. Alþjóðamatvælastofnunin þarf 225 milljónir dala fram til febrúar á næsta ári ef hún ætlar að kaupa um 30.000 tonn af mat í hverjum mánuði. Stofnunin hefur hingað til aðeins fengið um 28 milljónir dala. "Ef við fáum ekki meiri mataraðstoð þá mun þetta verða stórslys [...] Við erum þegar á ystu nöf vegna þess að maturinn er að klárast og við eigum að vera að mata fólk fram til febrúar á næsta ári," segir Smerdon. Hann segir að vannæring muni aukast mikið dragi mjög úr aðstoðinni. Yfirmaður stofnunarinnar, James Morris, mun heimsækja bæinn El Wak í Kenýa seinna í þessum mánuði. Umræddur bær er talinn vera lýsandi fyrir það ástand sem ríkir í landinu vegna viðvarandi þurrkar á þessu svæði í Afríku. Talið er að um 11,5 milljón manns þurfi á mataraðstoð að halda á þessu svæði í Afríku.
Matarbirgðir Alþjóðamatvælastofnunarinnar, sem ætlað er að brauðfæða um 3,5 milljón manna í Kenýa, munu brátt klárast. Stofnunin hefur aðeins fengið um einn tíunda af því fé sem stofnunin þarf á að halda. Mikill skortur hefur verið á mat í Kenýa vegna mikilla þurrka. Skortir stofnunina um 197 milljónir dala vegna mataráætlunar hennar í Kenýa. Alþjóðamatvælastofnunin þarf 225 milljónir dala fram til febrúar á næsta ári ef hún ætlar að kaupa um 30.000 tonn af mat í hverjum mánuði. "Ef við fáum ekki meiri mataraðstoð þá mun þetta verða stórslys".
Eldur kom upp í skipi í eigu Ísfélags Vestmannaeyja í Póllandi
Eldur kom upp í skipinu Guðmundi VE í gær, sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja, en skipið er statt í skipasmíðastöð Póllandi. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra félagsins, kom eldur upp í aftari frystilest skipsins um kvöldmatarleytið í gær. "Það voru heilmiklar skemmdir á framskipinu; semsagt uppi á millidekki og vinnsludekki," sagði Eyþór. Hann segir að svo virðist sem að afturhluti skipsins hafi sloppið. Eyþór segir að skipið sé nýkomið til Póllands, en það kom sl. laugardag. Þar átti það að vera í 12 vikur. Hinsvegar sé nú ljóst að sá tími mun lengjast eitthvað vegna og tefja þar með fyrirhugaðar veiðiáætlanir skipsins. "Það er allt í athugun núna hvað þetta eru miklar skemmdir og hvað þetta tekur mikinn tíma að koma því stand aftur. Væntanlega mun þetta trufla plönin eitthvað verulega," sagði Eyþór í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins . Aðspurður segist hann ekki vita að svo stöddu hver eldsupptökin séu. Unnið er að því rannsaka það.
Eldur kom upp í skipinu Guðmundi VE í gær, sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja, en skipið er statt í skipasmíðastöð Póllandi. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra félagsins, kom eldur upp í aftari frystilest skipsins um kvöldmatarleytið í gær. "Það voru heilmiklar skemmdir á framskipinu; semsagt uppi á millidekki og vinnsludekki," sagði Eyþór. Hann segir að svo virðist sem að afturhluti skipsins hafi sloppið. Aðspurður segist hann ekki vita að svo stöddu hver eldsupptökin séu.
Hugsanlegt að NATO-ríki skiptist á að hafa hér herflokka?
Ein hugsanleg lausn á varnarmálum Íslands er að NATO-ríki skiptist á um að hafa herflokka hér á landi. Þetta hefur AP fréttastofan eftir bandarískum embættismanni, sem vill ekki láta nafns síns getið vegna þess að hann hafi ekki leyfi til að gefa yfirlýsingar um málið í ljósi þess hve það er viðkvæmt. AP hefur eftir Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, að hann hafi rætt málið í Hvíta húsinu í Washington í gærkvöldi og einnig við Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann hafi síðan hringt í Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra. De Hoop Scheffer segist ætla að ræða við fleiri íslenska embættismenn en ljóst sé, að ákvörðun Bandaríkjamanna um að flytja flugvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli sé endanleg. Scheffer sagðist á blaðamannafundi í gærkvöldi vera viss um að lausn sem allir sættust á fyndist á þessu máli. Hann sagðist ekki vilja útiloka það að Atlantshafsbandalagið muni axla einhverja ábyrgð og koma að málum með einhverjum hætti.
Ein hugsanleg lausn á varnarmálum Íslands er að NATO-ríki skiptist á um að hafa herflokka hér á landi. Þetta hefur AP fréttastofan eftir bandarískum embættismanni, sem vill ekki láta nafns síns getið. AP hefur eftir Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, að hann hafi rætt málið í Hvíta húsinu í Washington í gærkvöldi og einnig við Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann hafi síðan hringt í Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra. Scheffer sagðist á blaðamannafundi í gærkvöldi vera viss um að lausn sem allir sættust á fyndist á þessu máli.
Rice kveðst ekki hafa áhyggjur af framgangi Íransmálsins
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst í dag vera bjartsýn á að samkomulag náist á milli Vesturlanda annars vegar og Rússa og Kínverja hins vegar um það hvernig best sé að þrýsta á Írana um að þeir hætti auðgun úrans. "Stundum taka samningaviðræður svolítinn tíma en við erum að vinna í málinu af miklum krafti," sagði Rice í dag. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur af því þótt öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi frestað umfjöllun um málið. Markmiðið með því að vísa málinu til ráðsins hafi alltaf verið að finna "leið fyrir alþjóðasamfélagið til að senda Írönum skýr skilaboð um það að þeir eigi engra annarra kosta völ í málinu en að snúa aftur að samningaborðinu. "Við munum finna leið til þess. Ég er viss um það. Við eigum enn vinnu fyrir höndum. Það er þannig sem samningaviðræður ganga fyrir sig. Ég hef ekki áhyggjur af því þótt það taki svolítið lengri tíma," sagði hún. Umfjöllun öryggisráðsins um málið var frestað um nokkra daga í gær vegna harðrar andstöðu Rússa og Kínverja við drög Breta og Frakka að harðorðri ályktun um málið.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst í dag vera bjartsýn á að samkomulag náist á milli Vesturlanda annars vegar og Rússa og Kínverja hins vegar um það hvernig best sé að þrýsta á Írana um að þeir hætti auðgun úrans. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur af því þótt öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi frestað umfjöllun um málið. Umfjöllun öryggisráðsins um málið var frestað um nokkra daga í gær vegna harðrar andstöðu Rússa og Kínverja við drög Breta og Frakka að harðorðri ályktun um málið.
Ekki gert ráð fyrir samkynhneigðum
Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir dæmi um það að í kennslustundum í skólanum sé ekki gert ráð fyrir að nokkur samkynhneigður nemandi sé í salnum. "Svo dæmi sé tekið þá var ekki fyrir löngu fjallað um samkynhneigð í námskeiði í læknisfræði. Þá spurðu kennararnir nemendahópinn: "Þekkið þið nokkurn samkynhneigðan?" Nemendur áttu ekki til orð, því það voru samkynhneigðir stúdentar í nemendahópnum. Kennurunum datt ekki til hugar að einhver í hópnum væri samkynhneigður, heldur var talað framhjá hópnum og gert ráð fyrir því að allir væru gagnkynhneigðir," segir Baldur. Hann segir ennfremur að nemendur hafi komið að máli við hann eftir atvikið, því þeim hafi fundist þetta óþægilegt. Margir séu fastir í hinni gagnkynhneigðu orðræðu þar sem gert sé ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. Hann segir það sama geta átt við um fatlaða og fólk af erlendum uppruna og því miður geri kennarar ekki alltaf ráð fyrir því að fatlaðir nemendur eða af erlendum uppruna séu í nemendahópnum. Hann leggur þó áherslu á að þarna sé um ákveðin undantekningartilvik að ræða en ekki meðvitaða hegðun hjá viðkomandi kennurum. Þeir ætli sér ekki að meiða tiltekna einstaklinga eða hóp. Í febrúar síðastliðinn hélt Baldur erindi um stefnu Háskóla Íslands gegn mismunun. Hann segir þetta vera fyrstu stefnuna af slíkum toga hér á landi sem sé fyrst og fremst ætlað að vera fyrirbyggjandi og vekja til umhugsunar en ekki að draga þá sem gerast brotlegir fyrir dóm. Þar séu tekin af öll tvímæli um að ekki megi mismuna vegna: Aldurs, fötlunar, heilsufars, kyns, kynhneigðar, trúarbragða og stjórnmálaskoðana, auk þjóðernis, uppruna, litarháttar og menningar. "Þjóðfélagið hefur breyst mikið á síðustu árum. Fyrir 10-15 árum talaði einstaka kennari um kynvillu í tímum. Þetta hefur hinsvegar breyst en enn má gera betur og mikilvægt er að gert sé ráð fyrir öllum þeim ólíku hópum sem tilheyra háskólasamfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir dæmi um það að í kennslustundum í skólanum sé ekki gert ráð fyrir að nokkur samkynhneigður nemandi sé í salnum. Margir séu fastir í hinni gagnkynhneigðu orðræðu þar sem gert sé ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. Hann segir það sama geta átt við um fatlaða og fólk af erlendum uppruna. því miður geri kennarar ekki alltaf ráð fyrir því að fatlaðir nemendur eða af erlendum uppruna séu í nemendahópnum. Í febrúar síðastliðinn hélt Baldur erindi um stefnu Háskóla Íslands gegn mismunun. Hann segir þetta vera fyrstu stefnuna af slíkum toga hér á landi. Fyrst og fremst ætlað að vera fyrirbyggjandi og vekja til umhugsunar en ekki að draga þá sem gerast brotlegir fyrir dóm.
ASÍ segir allar líkur á að kjarasamningar verði í uppnámi þegar líður á árið
Hagdeild ASÍ hefur sent frá sér spá um þróun helstu hagstærða á þessu ári og því næsta. Er þar gert ráð fyrir því að hagvöxtur aukist um 4,3% á þessu ári og 3,1% á því næsta, verðbólga verði 4,8% í ár og 4,2% árið 2007 og hratt dragi úr viðskiptahalla og hann verði 5% árið 2007. ASÍ segir að spáin markast af miklu ójafnvægi og óvissu í efnahagslífinu. Gengissveiflur eru miklar, viðskiptahalli í sögulegu hámarki, einkaneysla mikil og fjárfestingar miklar. Samt sem áður geri spáin ráð fyrir að hagvöxtur á yfirstandandi ári og því næsta verði ágætur og að atvinnuleysi verði lítið. En spáð sé mikilli verðbólgu sem verði, ef spáin gengur eftir, langt yfir efri vikmörkum Seðlabankans, bæði í ár og á því næsta. Allar líkur séu því á að kjarasamningar verði í uppnámi þegar líður á árið. "Núverandi hagstjórn, þar sem ríkisfjármálin styðja ekki við aðgerðir Seðlabankans, leiðir til of hárra vaxta og gengis. Slík hagstjórn dugar ekki til að treysta og undirbyggja nauðsynlegan stöðugleika. Sveiflur í afkomuskilyrðum fólks og fyrirtækja eru of miklar til að það geti samrýmst meginmarkmiðum stöðugleikastefnunnar. Framvinda efnahagsmála í þeirri óvissu sem nú ríkir mun því ráðast mikið af trúverðugleika hagstjórnarinnar næstu mánuði og misseri," segir á heimasíðu ASÍ. Hagspá ASÍ
Gert ráð fyrir því að hagvöxtur aukist um 4,3% á þessu ári og 3,1% á því næsta, verðbólga verði 4,8% í ár og 4,2% árið 2007. Hratt dragi úr viðskiptahalla og hann verði 5% árið 2007. ASÍ segir að spáin markast af miklu ójafnvægi og óvissu í efnahagslífinu. Gengissveiflur eru miklar, viðskiptahalli í sögulegu hámarki, einkaneysla mikil og fjárfestingar miklar. Spáð sé mikilli verðbólgu sem verði, ef spáin gengur eftir, langt yfir efri vikmörkum Seðlabankans. Allar líkur séu því á að kjarasamningar verði í uppnámi þegar líður á árið.
Fleiri árásir sagðar í undirbúningi á Sínaí
Ísraelsk öryggisyfirvöld hafa varað við því að hryðjuverkamenn vinni þegar að undirbúningi fleiri hryðjuverkaárása á Sínaí-skaga í Egyptalandi, enda sé skaginn ákjósanlegt skotmark í augum íslamskra öfgamanna vegna fjölda ísraelskra og vestrænna ferðamanna þar og mikilvægis ferðamannaiðnaðarins þar í efnahag Egyptalands. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz. "Ströndin sameinar alla þá þætti sem eru skotmörk, sérstaklega í "hinu alþjóðlega heilaga stríði", segir Elkana Har-Nof, yfirmaður í hryðjuverkavarnadeild ísraelska forsætisráðuneytisins, og vísar þar til hugtakanotkunar íslamskra öfgamanna. Þá segir hann alþekkt að erlendir hryðjuverkamenn hafi fengið hirðingja á svæðinu til liðs við sig gegn greiðslu. "Í dag vitum við ekki hvaða hirðingjar hafa gengið til liðs við hið alþjóðlega heilaga stríð," segir hann. "Fái hann nóg af peningum verður góði hirðingi dagsins í dag hins vegar hryðjuverkahirðingi morgundagsins." Har-Nof segir yfirvöld í Egyptalandi vissulega hafa náð árangri í baráttunni við hryðjuverkamenn, en að þau eigi þó litla möguleika á að uppræta hryðjuverkastarfsemi á svæðinu. "Ég held ekki að þeir hafi náð þeim öllum, auk þess sem nýir menn hafa verið kvaddir til og því er Sínaí áfram skotmark," segir hann. "Ég get ekki séð að vandinn gufi upp og hverfi á næstunni. Eftir þessa árás eru þeir þegar farnir að undirbúa þá næstu."
Ísraelsk öryggisyfirvöld hafa varað við því að hryðjuverkamenn vinni þegar að undirbúningi fleiri hryðjuverkaárása á Sínaí-skaga í Egyptalandi. "Ströndin sameinar alla þá þætti sem eru skotmörk, sérstaklega í "hinu alþjóðlega heilaga stríði", segir Elkana Har-Nof, yfirmaður í hryðjuverkavarnadeild ísraelska forsætisráðuneytisins. Har-Nof segir yfirvöld í Egyptalandi vissulega hafa náð árangri í baráttunni við hryðjuverkamenn, en að þau eigi þó litla möguleika á að uppræta hryðjuverkastarfsemi á svæðinu. "Ég get ekki séð að vandinn gufi upp og hverfi á næstunni."
Setuverkfall ófaglærðra hófst á ný á miðnætti
Ófaglærðir starfsmenn á sex hjúkrunarheimilum fyrir aldraða felldu í gær launatilboð Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) og hófu á miðnætti í nótt vikulangt setuverkfall. "Ég hef miklar áhyggjur af þessari stöðu vegna þess að deilan snýr að umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilum. ég vona því að þetta mál leysist sem farsællegast sem fyrst," segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og tekur fram að hún hafi fylgst náið með gangi mála að undanförnu. Stjórn SFH ákvað sl. mánudag að jafna kjör ófaglærðra starfsmanna við þann samning sem Reykjavíkurborg gerði á síðastliðnu ári þannig að tveir þriðju hækkunarinnar komi til framkvæmda frá og með 1. maí nk., 4% hækkun verði 1. september og laun gerð að fullu sambærileg hinn 1. janúar 2007. Á þriðjudag sömdu stjórnarmenn Eirar og Skjóls við starfsfólk sitt á þeim nótum að samskonar hækkanir komi að fullu til framkvæmda fyrir 1. nóvember nk. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna, var mikil óánægja með hversu seint launahækkanirnar áttu að skila sér auk þess sem hún undrast að Eir og Skjól geti boðið eitthvað sem starfsfólki annarra stofnana standi ekki til boða. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jóhann Árnason stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH), það vonbrigði að forsvarsmenn eirar og Skjóls skyldu hafa valið að kljúfa sig út úr samstarfi SFH Ekki klofið sig úr samstöðu Aðspurður segðist Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri á hjúkrunarheimilunum Eir og Skjól, alls ekki líta svo á að menn þar á bæ hafi klofið sig út úr samstöðu með SFH. Bendir hann jafnframt á að ljóst hafi orðið í síðustu viku að ríkisvaldið væri búið að samþykkja kröfur ófaglærðs starfsfólks. "Okkur er einfaldlega falið að framfylgja þeim og við gerum það það á þann veg sem við höldum að sé best," segir Sigurður. "Við höfum fylgst með þessum samningum hjá SFH, enda er þjónustan sem þessi fyrirtæki veita fjármögnuð af ríkinu. Það hafa hins vegar ekki verið teknar neinar ákvarðanir um hvað verður gert," segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og vísar því á bug að fyrir liggi vilyrði ríkisvaldsins þess efnis að það muni standa straum af launahækkunum ófaglærðs starfsfólks. "Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það, en hins vegar munu við fara yfir þessi mál með forsvarsmönnum fyrirtækjanna þegar niðurstaða um rekstrarforsendur liggur fyrir," segir Árni. Eftir Silju Björk Huldudóttur.
Ófaglærðir starfsmenn á sex hjúkrunarheimilum fyrir aldraða felldu í gær launatilboð Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH). Hófu á miðnætti í nótt vikulangt setuverkfall. Stjórn SFH ákvað sl. mánudag að jafna kjör ófaglærðra starfsmanna við þann samning sem Reykjavíkurborg gerði á síðastliðnu ári. Tveir þriðju hækkunarinnar komi til framkvæmda frá og með 1. maí nk., 4% hækkun verði 1. september og laun gerð að fullu sambærileg hinn 1. janúar 2007. Á þriðjudag sömdu stjórnarmenn Eirar og Skjóls við starfsfólk sitt á þeim nótum að samskonar hækkanir komi að fullu til framkvæmda fyrir 1. nóvember nk. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna, var mikil óánægja með hversu seint launahækkanirnar áttu að skila sér. Sagði Jóhann Árnason stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH), það vonbrigði að forsvarsmenn eirar og Skjóls skyldu hafa valið að kljúfa sig út úr samstarfi SFH
Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli tekur yfir flugtengdan rekstur þar
Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli mun samkvæmt nýju frumvarpi, sem utanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi, yfirtaka þann flugtengda rekstur á Keflavíkurflugvelli sem varnarliðið hefur annast til þessa. Gert er ráð fyrir að frumvarpið taki gildi 1. júní. Áætlað er að útgjöld ríkisins aukist um 1,4 milljarða króna vegna þessa. Í bráðabirgðaákvæði er kveðið á um að eftir því sem við verður komið skuli bjóða því starfsfólki störf hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar, sem unnið hafi á árinu 2006 hjá eftirtöldum deildum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli: Slökkviliði, snjóruðnings- og brautadeild, rafeindadeild, voltadeild og verkfræðideild. Flugvallarstjórinn á Keflavíkurvelli undirbýr og annast ráðningar í þessi störf hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar í samráði við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Embætti Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar skiptist nú niður í fjögur svið, þ.e. flugvallarsvið, öryggissvið, flugumferðarsvið og almenna skrifstofu. Yfir sviðunum er einn flugvallarstjóri. Alls starfa þarna í dag um 62 starfsmenn. Varnarliðið hefur verið vinnuveitandi slökkviliðs, snjóruðnings- og brautadeildar, rafeindadeildar, voltadeildar og verkfræðideildar á Keflavíkurflugvelli. Starfsmenn slökkviliðsins og framangreindra deilda eru um 150 talsins og allir íslenskir. Lauslega áætlað munu starfsmenn Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar því við þessar breytingar verða um 200 talsins.
Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli mun samkvæmt nýju frumvarpi yfirtaka þann flugtengda rekstur á Keflavíkurflugvelli sem varnarliðið hefur annast til þessa. Áætlað er að útgjöld ríkisins aukist um 1,4 milljarða króna vegna þessa. Eftir því sem við verður komið skuli bjóða því starfsfólki störf hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar, sem unnið hafi á árinu 2006 hjá eftirtöldum deildum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli: Slökkviliði, snjóruðnings- og brautadeild, rafeindadeild, voltadeild og verkfræðideild. Embætti Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar skiptist nú niður í fjögur svið, þ.e. flugvallarsvið, öryggissvið, flugumferðarsvið og almenna skrifstofu.
Slösuðu mennirnir komnir til byggða
Mennirnir þrír, sem slösuðust á Hvannadalshnjúki í dag þegar snjóflóð féll á þá, eru komnir til Hornafjarðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með þá á Höfn í Hornafirði um klukkan 17. Syn, Fokkerflugvél Landhelgisgæslunnar, lenti einnig á flugvellinum og flytur mennina til Reykjavíkur. Er gert ráð fyrir að flugvélin lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 18:30. Neyðarkall barst í dag klukkan 12:30 frá fimm mönnum, sem höfðu lent í snjóflóði í suðurhlíðum Hvannadalshnjúks milli Dyrhamars og hnjúksins. Munu mennirnir hafa runnið um 300 metra með flóðinu. Þrír mannanna slösuðust og var einn talinn ökklabrotinn, annar viðbeinsbrotinn og snúinn á ökkla og sá þriðji meiddist í andliti. Tveir sluppu hins vegar ómeiddir. Sigmaður í áhöfn Lífar, þyrlu Landhelgisgæslunnar, seig niður á slysstaðinn og sótti mennina þrjá sem slösuðust en lengi vel hamlaði slæmt skyggni því að þyrlan gæti athafnað sig yfir fjallinu. Fjórir fallhlífabjörgunarmenn úr Flugbjörgunarsveitinni, sem voru um borð í Syn, stukku í fallhlíf úr vélinni á slysstaðinn til að aðstoða mennina og mun það vera í fyrsta skipti hér á landi, sem þannig er staðið að björgun. Verið er að koma fallhlífarstökkvurunum og mönnunum tveimur, sem ekki slösuðust, niður af jöklinum og sjá björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði sem sjá um það. Lögreglan á Höfn og lögreglan á Kirkjubæjarklaustri unnu að málinu í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörgu, Landhelgisgæsluna og samhæfingarstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík, sem var einnig mönnuð starfsmönnum Neyðarlínunnar og fjarskiptamiðstöðvar lögreglu.
Mennirnir þrír, sem slösuðust á Hvannadalshnjúki í dag þegar snjóflóð féll á þá, eru komnir til Hornafjarðar. Neyðarkall barst í dag klukkan 12:30 frá fimm mönnum, sem höfðu lent í snjóflóði í suðurhlíðum Hvannadalshnjúks. Þrír mannanna slösuðust og var einn talinn ökklabrotinn, annar viðbeinsbrotinn og snúinn á ökkla og sá þriðji meiddist í andliti. Fjórir fallhlífabjörgunarmenn úr Flugbjörgunarsveitinni, sem voru um borð í Syn, stukku í fallhlíf úr vélinni á slysstaðinn til að aðstoða mennina. Mun það vera í fyrsta skipti hér á landi, sem þannig er staðið að björgun.
Umhverfisspjöll á Arnarvatnsheiði
Einn meðlima í ferðaklúbbnum 4x4 átti leið um Arnarvatnsheiði um helgina og hefur vakið athygli á umhverfisspjöllum sem þar virðast hafa verið unnin þar. Svo virðist sem slóðinn sem liggur frá Helluvaði í Norðlingafljóti upp að Krókavatni á sunnanverðri heiðinni hafi verið endurbættur og á köflum lagður nýr slóði og efni til þess verks hefur verið tekið þar sem verða vill á leiðinni og svöðusár verið skilin eftir í jarðveginum. "Þegar ég ók þarna um og var búinn að sjá nokkuð mörg svona svöðusár ofbauð mér svo að ég steig út og tók þessar myndir," sagði meðlimur í Ferðaklúbbnum 4x4 sem vildi ekki láta nafns síns getið. Dagur Bragason, sem er í umhverfisnefnd klúbbsins, sagði að málið væri í athugun þar. Hann sagði að það liti út fyrir að þarna væri ný vegagerð við hlið slóðans. "Ég kannaði þetta aðeins í gær og komst að því að það hafa ekki verið neinar opinberar framkvæmdir á þessum slóðum síðan 2004," sagði Dagur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Telja klúbbmeðlimir að hugsanlegt sé að þarna hafi skipulagslög verið brotin. Heimasíða 4x4
Einn meðlima í ferðaklúbbnum 4x4 átti leið um Arnarvatnsheiði um helgina og hefur vakið athygli á umhverfisspjöllum sem þar virðast hafa verið unnin. Svo virðist sem slóðinn sem liggur frá Helluvaði í Norðlingafljóti upp að Krókavatni á sunnanverðri heiðinni hafi verið endurbættur. Dagur Bragason, sem er í umhverfisnefnd klúbbsins, sagði að málið væri í athugun þar. Telja klúbbmeðlimir að hugsanlegt sé að þarna hafi skipulagslög verið brotin.
Slakað á öryggisreglum í FLE eins fljótt og auðið er
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að reynt yrði að slaka á öryggisreglum í Leifsstöð eins fljótt og auðið er, en hertar reglur um handfarangur og vopnagæslu gengu þar í gildi í gær. "Það er unnið hörðum höndum að því að létta á þessum öryggisreglum og sýslumannsembættið, í samráði við flugvallarstjóra, vonast til að innan mjög fárra daga, eftir að menn hafa stillt saman strengi við nágrannaflugvelli, verði hægt að slaka á reglum frá því sem nú er," sagði Jóhann. Samkvæmt frétt Financial Times munu takmarkanir á handfarangri flugfarþega, sem hafa verið í gildi síðustu daga í Bretlandi, líklega verða til frambúðar. Engar grundvallarbreytingar á reglum um handfarangur Ráðherrar í Bretlandi hafa samkvæmt frétt FT sagt við rekstraraðila flugvalla að þeir sjái ekki fyrir sér neinar grundvallarbreytingar á þeim nýju reglum sem takmarkað hafa handfarangur þeirra tugmilljóna flugfarþega sem fara í gegnum alþjóðaflugvelli Bretlands um eina handtösku, minna en helming þess sem áður var leyfilegt. Aðrar reglur eru þær sömu og eru hér á landi, óleyfilegt er að fara með vökva í gegnum vopnaeftirlit en allur handfarangur þarf að komast fyrir í tösku eigi stærri en 45x35x16 sentimetrar að rúmmáli, en það er á við tösku sem rúmar ferðatölvu. Þessar fréttir þýða endalok þess tíma sem viðskiptafólk ferðaðist einungis um með tösku fyrir jakkaföt og skjalatösku í handfarangur, nú þurfa allir að innrita farangur sinn. Þessar takmarkanir munu einnig eiga við um farþega sem tengjast öðru flugi í gegnum breskar flugstöðvar.
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að reynt yrði að slaka á öryggisreglum í Leifsstöð eins fljótt og auðið er. Hertar reglur um handfarangur og vopnagæslu gengu þar í gildi í gær. Munu takmarkanir á handfarangri flugfarþega, sem hafa verið í gildi síðustu daga í Bretlandi, líklega verða til frambúðar. Ráðherrar í Bretlandi hafa samkvæmt frétt FT sagt við rekstraraðila flugvalla að þeir sjái ekki fyrir sér neinar grundvallarbreytingar á þeim nýju reglum. Aðrar reglur eru þær sömu og eru hér á landi, óleyfilegt er að fara með vökva í gegnum vopnaeftirlit en allur handfarangur þarf að komast fyrir í tösku eigi stærri en 45x35x16 sentimetrar að rúmmáli.
Byggja á 200 íbúðir fyrir eldri borgara í Reykjavík
Í ræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra, á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí í dag, kom meðal annars fram að Reykjavíkurborg stefnir að því að undirrita fljótlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu um það bil 200 þjónustu- og öryggisíbúða fyrir eldri borgara. Þessar íbúðir verði tengdar þjónustukjörnum á tveimur stöðum í borginni, og er verið að kanna rækilega byggingu annars vegar um 100 íbúða við Spöngina í Grafarvogi og hins vegar um 100 íbúða við Sléttuveg. Í tilkynningu kemur fram að borgarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem hefur átt sér stað í sumar. "Efnt hefur verið til formlegs samráðs við samtök eldri borgara um það hvernig borgin getur betur sinnt þjónustu við þennan mikilvæga hóp og er stefnt að því að samráðsnefndin hittist a.m.k. fjórum sinnum á ári. Á Velferðarsviði er nú unnið að tillögum um útfærslu á skipulögðum heimsóknum til eldri borgara en þannig er hægt að vinna gegn félagslegri einangrun og að auki hafa verið gerðar nauðsynlegar breytingar á akstursþjónustu aldraðra. Skipaður hefur verið stýrihópur sem vinnur að auknum og bættum búsetuúrræðum fyrir eldri borgara og hefur umsjón með framkvæmdum í þágu aldraðra. Þá hafa Félagsbústaðir endurskoðað áætlanir sínar um framboð félagslegra leiguíbúða og þjónustuíbúða og verður þeim fjölgað verulega eins og komið hefur fram." Borgarstjóri minntist í ræðu sinni á áhugaleysi fyrrverandi meirihluta í málefnum eldri borgara en þann 1. júlí í sumar voru 347 aldraðir einstaklingar á biðlista eftir þjónustuíbúð hjá Velferðarsviði, 19 voru á biðlista eftir heimaþjónustu og 271 var á biðlista eftir hjúkrunarrými.
Í ræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra, á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí í dag, kom meðal annars fram að Reykjavíkurborg stefnir að því að undirrita fljótlega viljayfirlýsingu um uppbyggingu um það bil 200 þjónustu- og öryggisíbúða fyrir eldri borgara. Er verið að kanna rækilega byggingu annars vegar um 100 íbúða við Spöngina í Grafarvogi og hins vegar um 100 íbúða við Sléttuveg. "Á Velferðarsviði er nú unnið að tillögum um útfærslu á skipulögðum heimsóknum til eldri borgara en þannig er hægt að vinna gegn félagslegri einangrun."" "Þá hafa Félagsbústaðir endurskoðað áætlanir sínar um framboð félagslegra leiguíbúða og þjónustuíbúða og verður þeim fjölgað verulega eins og komið hefur fram."
Forsætisráðherra Ástralíu hvetur múslíma til að fordæma hryðjuverk
John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hvatti hófsama múslíma til þess í dag að herða andstöðu sína við hryðjuverkastarfsemi. Howard sagði í ræðu, sem hann hélt í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum, að enginn heiðarlegur og sanntrúaður múslími gæti stutt hryðjuverk. Múslímar hafa brugðist ókvæða við ummælunum og sagt rangt af ráðherranum að tengja alla múslíma við hryðjuverkastarfsemi með þessum hætti. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Howard sagði einnig í ræðu sinni að hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafi verið árás á þau gildi sem séu í hávegum höfð um allan heim. "Við komum saman til að sýna skuldbindingu okkar, bæði sem vinir og samherjar bandarísku þjóðarinnar en einnig sem heimsborgarar, við baráttuna gegn hryðjuverkum," sagði hann. "Í stað þess að benda í sífellu á múslíma ætti hann að leita leiða til að efla samstöðu," segir Keysar Trad, formaður samtakanna Islamic Friendship Association. Tvær vikur eru frá því Howard var gagnrýndur fyrir ummæli sín um að múslímskir innflytjendur í Ástralíu legðu sig ekki nógsamlega fram við að aðlagast áströlsku samfélagi. "Við erum ekki að ráðast á múslíma almennt en það verður að kalla hryðjuverkastarfsemi réttu nafni. Það er hreyfing sem skírskotar á algerlega guðlausan og ólögmætan hátt til Íslam til að réttlæta gerðir sína " sagði Howard í blaðaviðtali sem birt var í morgun. Þá sagði hann að hófsamir múslímar þyrftu að koma fram og gagnrýna hryðjuverkastarfsemi.
John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hvatti hófsama múslíma til þess í dag að herða andstöðu sína við hryðjuverkastarfsemi. Enginn heiðarlegur og sanntrúaður múslími gæti stutt hryðjuverk. Múslímar hafa brugðist ókvæða við ummælunum. Rangt af ráðherranum að tengja alla múslíma við hryðjuverkastarfsemi með þessum hætti. "Í stað þess að benda í sífellu á múslíma ætti hann að leita leiða til að efla samstöðu," segir formaður samtakanna Islamic Friendship Association. "Við erum ekki að ráðast á múslíma almennt en það verður að kalla hryðjuverkastarfsemi réttu nafni," sagði Howard í blaðaviðtali sem birt var í morgun.
Glitnir gefur út víkjandi skuldabréf í Bandaríkjunum
Glitnir gaf í gær út víkjandi skuldabréfa í Bandaríkjunum að fjárhæð 250 milljónir Bandaríkjadala eða sem samsvarar um 18 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan telst til eiginfjárþáttar A (e. Tier 1) og er án gjalddaga en með innköllunarákvæði eftir 10 ár af hálfu Glitnis. Kjörin eru 265 punktar yfir ávöxtunarkröfu 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa, sem samsvarar 208 punktum yfir millibankavöxtum (LIBOR). Miðað við eiginfjárstöðu bankans í lok júní þá hækkar eiginfjárþáttur A í um 10,2% og CAD hlutfall í um 15,3%. Kaupendur skuldabréfanna voru að langstærstum hluta bandarískir fagfjárfestar, að því er segir í tilkynningu frá Glitni. "Mikil umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum en alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa fyrir 1,3 milljarða bandaríkjadala, eða sem samsvarar 93 milljörðum íslenskra króna. Credit Suisse og UBS Investment Bank höfðu yfirumsjón með útgáfunni en auk þeirra komu Barclays Capital, Deutsche Bank og Wachovia Securities að útgáfunni. Þetta er í fyrsta sinn sem Glitnir gefur út víkjandi skuldabréf til eiginfjárþáttar A í Bandaríkjunum og undirstrikar mikilvægi Bandaríkjamarkaðar fyrir Glitni," að því er segir í tilkynningu. "Það er ánægjulegt að sjá hve góðar viðtökur þessi útgáfa hlýtur," segir Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis, í fréttatilkynningu. "Útgáfan styrkir enn frekar eiginfjárstöðu bankans, sem gerir hann betur í stakk búinn til að takast á við sveiflur á markaði og halda áfram uppbyggingu á starfsemi hans. Mikil eftirspurn fjárfesta var langt umfram væntingar okkar og stór og breiður hópur fjárfesta tók þátt í útgáfunni, eða alls 43. Markmið okkar á þessu ári hafa verið að styrkja enn frekar lausafjárstöðu og auka fjárhagslegan styrk bankans. Þessi útgáfa sýnir glöggt trú fjárfesta á viðskiptamódeli bankans og stefnu hans."
Glitnir gaf í gær út víkjandi skuldabréfa í Bandaríkjunum að fjárhæð 250 milljónir Bandaríkjadala eða sem samsvarar um 18 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan telst til eiginfjárþáttar A (e. Tier 1) og er án gjalddaga en með innköllunarákvæði eftir 10 ár af hálfu Glitnis. Miðað við eiginfjárstöðu bankans í lok júní þá hækkar eiginfjárþáttur A í um 10,2% og CAD hlutfall í um 15,3%. Kaupendur skuldabréfanna voru að langstærstum hluta bandarískir fagfjárfestar. "Útgáfan styrkir enn frekar eiginfjárstöðu bankans, sem gerir hann betur í stakk búinn til að takast á við sveiflur á markaði og halda áfram uppbyggingu á starfsemi hans."
Danir spá illa fyrir íslensku krónunni
Danskir fjármálasérfræðingar segjast ekki geta ráðið neinum að nýta sér það að vextirnir á Íslandi séu nú orðnir 14% og ávaxta peningana á Íslandi þar sem hættan sé mikil á því að gengi íslensku krónunnar hrynji. "Við getum ekki mælt með slíkri spákaupmennsku vegna þess að íslenska hagkerfið er í afar miklu ójafnvægi. Þess vegna má á endanum búist við umfangsmikilli leiðréttingu sem endar annað hvort með því, að íslenska hagkerfið hrynur saman eða á því hægist verulega, eða þá að íslenska krónan hrynur saman," hefur Berlingske Tidende í dag eftir Lars Christensen, aðalhagfræðingi Danske Bank. Blaðið segir, að lækki gengi krónunnar verulega gæti hagnaðurinn af 14% vöxtum horfið eins og dögg fyrir sólu. Blaðið bendir hins vegar á, að gengi krónunnar hafi styrkst á undanförnum mánuðum og segir það vera vegna spákaupmanna, sem taki lán í Japan, þar sem vextirnir eru aðeins 0,25% og kaupi íslensk ríkisskuldabréf fyrir. Þar greiði Seðlabankinn 14% vexti sem komi á endanum úr vösum íslenskra skattgreiðenda. "Gengishækkun íslensku krónunnar er ekki til marks um að það sé að draga úr ójafnvæginu heldur þvert á móti," segir Lars Christensen við Berlingske. . Hann vísar til þess, að viðskiptahallinn sé nú 26% af vergri landsframleiðslu. "Það ríkir mesta ójafvægi í heiminum á Íslandi og þess vegna krefjast fjárfestar hárrar áhættuþóknunar," segir Christensen og bætir við að væntanlega muni íslensku vextirnir hækka enn meira á næstunni.
Danskir fjármálasérfræðingar segjast ekki geta ráðið neinum að nýta sér það að vextirnir á Íslandi séu nú orðnir 14% og ávaxta peningana á Íslandi þar sem hættan sé mikil á því að gengi íslensku krónunnar hrynji. "Við getum ekki mælt með slíkri spákaupmennsku vegna þess að íslenska hagkerfið er í afar miklu ójafnvægi." Lækki gengi krónunnar verulega gæti hagnaðurinn af 14% vöxtum horfið eins og dögg fyrir sólu. "Gengishækkun íslensku krónunnar er ekki til marks um að það sé að draga úr ójafnvæginu heldur þvert á móti." "Það ríkir mesta ójafvægi í heiminum á Íslandi og þess vegna krefjast fjárfestar hárrar áhættuþóknunar."
Haniyeh segir þjóðstjórnarviðræðum ekki hafa verið hætt
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Hamas-samtakanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna, hefur vísað því á bug að Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hafi stöðvað viðræður um myndun þjóðstjórnar Hamas og Fatah hreyfingarinnar á svæðunum. Segir Haniyeh að viðræðunum hafi einungis verið frestað á meðan Bandaríkjaferð Abbas stendur yfir. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz. "Ég fullvissa alla aðila um það að það er ekkert bakslag. Það er samkomulag á milli mín og Abbas forseta um það að halda áfram viðræðum þegar hann kemur til baka," sagði Haniyeh í dag en fyrr í morgun sögðu aðstoðarmenn Abbas að viðræðum hefði verið hætt vegna andstöðu Hamas við það að viðurkenna þá samninga sem fyrri stjórnir Palestínumanna hafi gert við Ísraela. Ghazi Hamad, talsmaður heimastjórnarinnar, tók í sama streng og Haniyeh í morgun. "Okkur greinir á um ákveðna hluti en almennt ganga hlutirnir greiðlega og vel," sagði hann. "Við erum alls ekki komnir í blindgötu þó við þurfum aðeins lengri tíma til að ná samkomulagi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gert Abbas grein fyrir því að bandarísk yfirvöld muni ekki fallast á að hömlum á fjárstreymi til sjálfstjórnarsvæðanna verði aflétt nema þjóðstjórnin fordæmi ofbeldisverk, viðurkenni tilvistarrétt Ísraelsríkis og þá samninga sem Palestínumenn hafa þegar gert við Ísraela. Haniyeh hefur lýst því yfir opinberlega að stjórnin muni ekki viðurkenna tilvistarrétt Ísraels. Ahmed Youssef, pólitískur ráðgjafi hans, bar það þó til baka í síðustu viku og sagði að stjórnin myndi virða alla skjalfesta samninga en þó aðeins þá sem þjóni hagsmunum Palestínumanna.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Hamas-samtakanna, hefur vísað því á bug að Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hafi stöðvað viðræður um myndun þjóðstjórnar Hamas og Fatah hreyfingarinnar á svæðunum. Viðræðunum hafi einungis verið frestað á meðan Bandaríkjaferð Abbas stendur yfir. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gert Abbas grein fyrir því að bandarísk yfirvöld muni ekki fallast á að hömlum á fjárstreymi til sjálfstjórnarsvæðanna verði aflétt nema þjóðstjórnin viðurkenni tilvistarrétt Ísraelsríkis og þá samninga sem Palestínumenn hafa þegar gert við Ísraela. Haniyeh hefur lýst því yfir opinberlega að stjórnin muni ekki viðurkenna tilvistarrétt Ísraels. Pólitískur ráðgjafi hans bar það þó til baka í síðustu viku.
Rætt um að skapa evrópsk refsiréttarsvæði
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra flutti ræðu við upphaf málþings Lögfræðingafélags Íslands á Hótel Sögu í dag um tillögur að frumvarpi til laga um meðferð sakamála. Ráðherra ræddi alþjóðlega þróun á sviði refsiréttar og sagði þunga í umræðum innan Evrópusambandsins um að skapa evrópsk refsiréttarsvæði. Taldi ráðherra líklegt, að til yrði slíkt svæði sambærilegt við evrusvæðið, þau ríki, sem vildu ganga lengst til samstarfs myndu gera það en önnur standa þar fyrir utan. Íslendingar hefðu kynnst stigbundnu samstarfi af þessu tagi með aðild að Schengensamningnum. Ráðherra vék að skýrslu sérfræðinga Evrópusambandsins um hryðjuverkavarnir á Íslandi, en þeir teldu hér skorta heimildir til forvirkra aðgerða af hálfu lögreglu, það er að íslensk lögregla gæti ekki rannsakað mál, án þess að um væri að ræða rökstuddan grun um afbrot. "Ýmsar leiðir eru færar til að ná þeim markmiðum, sem sérfræðingar Evrópusambandsins lýsa. Ákveða þarf skipulag og yfirstjórn þeirra lögreglusveita, sem hefðu heimildir til forvirkra aðgerða. Setja þarf í lög ákvæði um efnislegar heimildir þessara lögreglumanna og síðan þarf að lögbinda eftirlit af hálfu alþingis með störfum þeirra. Danir hafa tekið á þessum álitaefnum í réttarfarslögum sínum en Norðmenn hafa sett sérstök lög um öryggisþjónustu lögreglunnar," sagði Björn Bjarnason í ræðu sinni. Ræða Björns Bjarnasonar í heild
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra flutti ræðu við upphaf málþings Lögfræðingafélags Íslands á Hótel Sögu í dag um tillögur að frumvarpi til laga um meðferð sakamála. Ráðherra ræddi alþjóðlega þróun á sviði refsiréttar og sagði þunga í umræðum innan Evrópusambandsins um að skapa evrópsk refsiréttarsvæði. Taldi ráðherra líklegt, að til yrði slíkt svæði sambærilegt við evrusvæðið. Ráðherra vék að skýrslu sérfræðinga Evrópusambandsins um hryðjuverkavarnir á Íslandi. Þeir teldu hér skorta heimildir til forvirkra aðgerða af hálfu lögreglu.
Útfararstjóri með eigin rekstur á ný
Fyrsta fyrirtækið með leyfi samkvæmt nýrri reglugerð um útfararþjónustu hefur nú tekið til starfa, Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Stofnendur þess og starfsmenn eru Davíð Ósvaldsson útfararstjóri og Óli Pétur Friðþjófsson framkvæmda- og fjármálastjóri. Starfi Davíðs hjá Útfararmiðstöðinni er því lokið. Útfararþjónusta Davíðs á meira en aldargamlar rætur, því föðurafi hans Eyvindur Árnason hóf slíkan rekstur 1899 og faðir Davíðs, Ósvald Eyvindsson, hélt áfram frá fjórða áratug síðustu aldar þar til Davíð tók við fyrir um 40 árum. Aðkoma Óla Péturs rekur sig til áhuga hans á að fást við þessa þjónustu eftir áratugastörf á markaðssviði og í félagsstarfi, lengi í Oddfellow. Afi hans Árni Nikulásson rak fyrstu rakarastofuna í Reykjavík frá 1901 en sonur hans Óskar og síðan Friðþjófur og Haukur Óskarssynir voru þekktir í faginu í áratugi. Starfsleyfi Útfararþjónustu Davíðs Ósvaldssonar ehf. er sem fyrr segir það fyrsta sem gefið er út samkvæmt nýrri reglugerð, af dóms- og kirkjumálaráðherra, en því fylgdi jafnframt að félagið gekkst undir siðareglur Evrópusambands útfararstofnana.
Fyrsta fyrirtækið með leyfi samkvæmt nýrri reglugerð um útfararþjónustu hefur nú tekið til starfa, Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Stofnendur þess og starfsmenn eru Davíð Ósvaldsson útfararstjóri og Óli Pétur Friðþjófsson framkvæmda- og fjármálastjóri. Útfararþjónusta Davíðs á meira en aldargamlar rætur. Aðkoma Óla Péturs rekur sig til áhuga hans á að fást við þessa þjónustu eftir áratugastörf á markaðssviði og í félagsstarfi.
Allt að 40% fjölgun gesta í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík
Sumarið í ár var metsumar í ferðaþjónustu í Reykjavík og gríðarleg aukning á gestakomum í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ingólfsnausti við Aðalstræti. Því stefnir allt í að árið í ár verði enn eitt metárið í heimsóknum gesta í miðstöðina en heildarfjöldi gesta í miðstöðina í fyrra var um 187.000 en fjöldi gesta fyrstu níu mánuði ársins 2006 er þegar orðinn ríflega 200.000. Í ágúst komu 40% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Tölur frá Ferðamálastofu sýna að erlendum ferðamönnum sem heimsækja Ísland fjölgar umtalsvert en einnig er skýringanna að leita í breyttri hegðun fólks við skipulagningu á ferðalögum, að því er segir í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu. Sífellt algengara er að flug og gisting séu bókuð fyrirfram á netinu en afþreying, dagsferðir og bílaleigubílar eru iðulega bókaðir þegar komið er á staðinn. Til að mæta þessari þróun hefur bókunarþjónusta í miðstöðinni verið stórefld og erlendir ferðamenn geta jafnframt fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti í miðstöðinni. Þessi þjónusta er sögð mikilvægur liður í því að efla innlenda verslun erlendra ferðamanna, sem eru líklegir til að nýta endurgreiðsluna áður en þeir fara úr landi. Samkvæmt niðurstöðu könnunar Rannsóknar og ráðgjafar ferðaþjónustunnar fyrir Höfuðborgarstofu nýliðið sumar er þorri þeirra erlendu ferðamanna sem koma í Upplýsingamiðstöðina (92%) að leita sér upplýsinga en um fjórðungur nýtir sér bókunarþjónustu, og hefur fjöldi þeirra sem nýta sér bókunarþjónustuna tvöfaldast síðan sumarið 2004. Starfsmenn Upplýsingamiðstöðvarinnar merkja að auki greinilega fjölgun íslenskra gesta í miðstöðina en þeir sækja í auknum mæli hagnýtar upplýsingar að sumarlagi áður en lagt er í ferð um landið. Einnig sækja þeir mikið í stöðina til að verða sér úti um upplýsingar í tengslum við viðburði og menningu í borginni, svo sem dagskrár viðburða og fleira.
Sumarið í ár var metsumar í ferðaþjónustu í Reykjavík og gríðarleg aukning á gestakomum í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ingólfsnausti við Aðalstræti. Árið í ár verði enn eitt metárið í heimsóknum gesta í miðstöðina. Í ágúst komu 40% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Erlendum ferðamönnum sem heimsækja Ísland fjölgar umtalsvert en einnig er skýringanna að leita í breyttri hegðun fólks við skipulagningu á ferðalögum. Sífellt algengara er að flug og gisting séu bókuð fyrirfram á netinu. Starfsmenn Upplýsingamiðstöðvarinnar merkja að auki greinilega fjölgun íslenskra gesta í miðstöðina.
Andstæðingur Hillary Clinton segist ekki hafa sagt hana vera ljóta
John Spencer, sem keppir við Hillary Clinton um sæti í öldungadeild Bandaríkjanna í þingkosningum síðar í mánuðinum, segist ekki hafa sagt við blaðamann að Clinton hefði verið óaðlaðandi á sínum yngri árum og hefði væntanlega eytt milljónum dala í fegrunaraðgerðir. Blaðamaður New York Daily News hafði þessi ummæli eftir Spencer í dag og sagði að hann hefði látið þau falla um borð í flugvél á föstudag. Spencer viðurkenndi í dag, að hafa rætt við blaðamanninn en sagðist ekki hafa viðhaft þau ummæli sem höfð voru eftir honum. "Þetta er uppspuni. Ég myndi aldrei segja að Hillary Clinton væri ljót," sagði Spencer við AP fréttastofuna. "Þetta er fáránlegt. Ég gerði það ekki." Blaðamaðurinn, Ben Smith, sagði við AP, að hann hefði setið í flugvélinni ásamt Spencer og eiginkonu hans og þá hefði frambjóðandinn viðhaft þessi ummæli. Smith sagðist ekki hafa tekið samtalið upp á segulband en skrifað hjá sér minnispunkta. "Hefur þú séð gamla mynd af henni. Vá, ég veit ekki hvers vegna Bill giftist henni," hafði The Daily News eftir Spencer um Hillary. Þá segir blaðið, að Hillary hafi litið öðru vísi út þá og sagði að hún hefði greinilega eytt milljónum dala í endurbætur á andlitinu. "Hún lítur vel út núna," hefur blaðið eftir Spencer. Hillary Clinton sagði í kvöld, að Spencer væri á leið út í kviksyndi með ummælum sínum. "Það er óheppilegt að þegar menn hafa lítið jákvætt að segja um málefnin lendi menn út í kviksyndi," sagði Clinton á framboðsfundi með eldri borgurum. Howard Wolfson, aðstoðarmaður Hillary Clinton sagði, að Clinton hefði aldrei gengist undir lítaaðgerðir eða aðrar aðgerðir til að breyta útliti sínu. "Því miður eru þetta aðeins enn ein móðgandi ummælin, sem John Spencer hefur viðhaft á ferli sínum og það er sorglegt, að hann hafi kosið að byggja kosningabaráttu sína á persónulegum árásum," sagði Wolfson. Samkvæmt skoðanakönnunum mun Clinton vinna auðveldan sigur á Spencer í New York. Í kappræðum, sem þau áttu á sunnudag, sagði Spencer að honum líkaði vel við Clinton og hún yrði frábær forsetaframbjóðandi þótt hann myndi aldrei kjósa hana. Hillary Clinton verður 59 ára á fimmtudag. Þau Bill áttu nýlega 31 árs brúðkaupsafmæli.
John Spencer, sem keppir við Hillary Clinton um sæti í öldungadeild Bandaríkjanna í þingkosningum síðar í mánuðinum, segist ekki hafa sagt við blaðamann að Clinton hefði verið óaðlaðandi á sínum yngri árum og hefði væntanlega eytt milljónum dala í fegrunaraðgerðir. Blaðamaður New York Daily News hafði þessi ummæli eftir Spencer í dag. Sagði að hann hefði látið þau falla um borð í flugvél á föstudag. Hillary Clinton sagði í kvöld, að Spencer væri á leið út í kviksyndi með ummælum sínum. Howard Wolfson, aðstoðarmaður Hillary Clinton sagði, að Clinton hefði aldrei gengist undir lítaaðgerðir. Samkvæmt skoðanakönnunum mun Clinton vinna auðveldan sigur á Spencer í New York.
Spánverjar, Frakkar og Ítalir kynna tillögur um frið í Miðausturlöndum
Spánverjar, Frakkar og Ítalir kynntu í dag fimm þrepa áætlun um frið í Miðausturlöndum þar sem ofbeldið í Ísrael og Palestínu er sagt óásættanlegt og að Evrópuþjóðir eigi að vera í lykilhlutverki um að leysa deiluna þar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kynnti áætlunina í dag ásamt Jaques Chirac, forseta Frakklans. Zapatero er sagður vonast til að Bretar og Þjóðverjar taki þátt í verkefninu auk annarra Evrópuþjóða og stendur til að halda fund í Brussel í desember nk. Aðspurður um hvort hópurinn þyrfti ekki stuðning Bandaríkjamanna og Ísraela svaraði Zapatero því að eðlilegt væri að þeir þrír aðilar sem stærsta þáttinn ættu að friðargæsluliðinu í Líbanon beittu sér fyrir friði. Einhver verður að taka af skarið", sagði forsætisráðherrann spænski. Áætlunin er í fimm liðum, og er sögð að mörgu leyti svipuð tillögum sem Palestínumenn hafa lagt til við Ísraela. Kveðið er á um tafarlaust vopnahlé, myndun samstarfsstjórnar í Palestínu sem samþykkt verði af alþjóðasamfélaginu, fangaskipti, friðarviðræðna milli forseta Palestínu og forsætisráðherra Ísraels og alþjóðlegs friðargæsluliðs í Gaza. Tekið er fram að lausn hermannanna þriggja, sem verið hafa í haldi palestínskra öfgamanna síðan í sumar, sé hluti af tillögum um fangaskipti. Zapatero minntist ekki beinlínis á nauðsyn þess að Hamas viðurkenndi tilvistarrétt Ísraelsríkis, en tregða Hamas-hreyfingarinnar til þess hefur staðið myndun samstarfssjórnar fyrir þrifum.
Spánverjar, Frakkar og Ítalir kynntu í dag fimm þrepa áætlun um frið í Miðausturlöndum þar sem ofbeldið í Ísrael og Palestínu er sagt óásættanlegt og að Evrópuþjóðir eigi að vera í lykilhlutverki um að leysa deiluna þar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kynnti áætlunina í dag ásamt Jaques Chirac, forseta Frakklans. Zapatero er sagður vonast til að Bretar og Þjóðverjar taki þátt í verkefninu auk annarra Evrópuþjóða. Aðspurður um hvort hópurinn þyrfti ekki stuðning Bandaríkjamanna og Ísraela svaraði Zapatero því að eðlilegt væri að þeir þrír aðilar sem stærsta þáttinn ættu að friðargæsluliðinu í Líbanon beittu sér fyrir friði.
Vilja að lögbann verði sett á för íslenskra ráðherra á NATO-fund
Fulltrúar Samtaka herstöðvarandstæðinga (SHA) hyggjast mæta á fund Sýslumannsins í Reykjavík kl. 14 í dag til að fara fram á að lögbann verði sett á för íslenskra ráðherra á fund Atlantshafsbandalagsins sem fram fer í Riga í Lettlandi í næstu viku. Fram kemur í tilkynningu frá SHA að ætla megi að á ráðherrafundinum verði rætt um skipulag hernaðaraðgerða NATO í Afganistan, "en það er rökstutt mat SHA að hernaðurinn þar í landi stangist á við alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist og undirstöðu almennra mannréttinda, réttinn til lífs, sem tryggður er í íslensku stjórnarskránni," segir í tilkynningunni. Þá segir að lögbannsbeiðnin sé rökstudd með vísunum í alþjóðlega mannréttindasáttmála, íslensk lög, dómafordæmi frá hinum Norðurlöndunum og álitsgerð virtra mannréttindasamtaka. "Það er von SHA að orðið verði greiðlega við þessari beiðni og þannig komið í veg fyrir þátttöku íslenskra ráðamanna í fundi þar sem ætla má að lagt verði á ráðin um lögbrot."
Fulltrúar Samtaka herstöðvarandstæðinga (SHA) hyggjast mæta á fund Sýslumannsins í Reykjavík kl. 14 í dag. Fara fram á að lögbann verði sett á för íslenskra ráðherra á fund Atlantshafsbandalagsins. Ætla megi að á ráðherrafundinum verði rætt um skipulag hernaðaraðgerða NATO í Afganistan. Lögbannsbeiðnin sé rökstudd með vísunum í alþjóðlega mannréttindasáttmála, íslensk lög, dómafordæmi frá hinum Norðurlöndunum og álitsgerð virtra mannréttindasamtaka.
'Í einu ógnarstóru síldarkasti Guðmundar Ólafs ÓF 91 náðust 1.350 tonn af síld úr Fjallasjó: Hafa ekki heyrt um stærra síldarkast'
Skipstjórinn á Guðmundi Ólafi ÓF 91 fékk gríðarstórt síldarkast á föstudag en hvorki meira né minna en 1.350 tonn komu í nótina í einu kasti. Maron Björnsson skipstjóri sagði við Morgunblaðið að fróðir menn sem hann hefði rætt við hefðu aldrei heyrt um svo stórt síldarkast við Íslandsstrendur. Aflinn mikli náðist á svonefndum Fjallasjó, austur af Vestmannaeyjum en þar sem síldin veiddist er dýpi aðeins um 20-25 faðmar og sandbotn. Það var lygnt og ládauður sjór þegar nótinni var kastað fyrir ofan gríðarstóra síldartorfu, en aðeins brot af henni rataði í nótina. "Þetta voru kjöraðstæður til að ná hugsanlega svona stóru kasti," sagði Maron. Um 1.000 tonnum var dælt um borð í Guðmund Ólaf en þá komst ekki meira fyrir og var restin sett í Hugin VE. Aflanum var síðan landað á Neskaupstað og að sögn Marons fást um 20-25 milljónir fyrir þá síld sem náðist í þessu eina kasti. "Við höfum aldrei séð svona stórt kast. Ég held að þetta sé með því stærsta sem fengist hefur við Ísland," sagði Maron og bætti við að reyndur skipstjóri í síldarflotanum sem hann ræddi við hefði sagt að þetta væri einsdæmi. Áður fyrr hefði það þótt góður sumarafli að fá jafnmikla síld og náðist í kastinu á föstudag.
Skipstjórinn á Guðmundi Ólafi ÓF 91 fékk gríðarstórt síldarkast á föstudag. Hvorki meira né minna en 1.350 tonn komu í nótina í einu kasti. Maron Björnsson skipstjóri sagði við Morgunblaðið að fróðir menn sem hann hefði rætt við hefðu aldrei heyrt um svo stórt síldarkast við Íslandsstrendur. Aflinn mikli náðist á svonefndum Fjallasjó, austur af Vestmannaeyjum. Fást um 20-25 milljónir fyrir þá síld sem náðist í þessu eina kasti.
Karzai segir Pakistana vilja gera Afgana að þrælum sínum
Hamid Karzai, forseti Afganistans, gagnrýndi herlið Atlantshafsbandalagsins NATO harðlega í dag fyrir það mannfall meðal almennra borgara sem orðið hefur í aðgerðum þess. Þá sakaði hann Pakistana um ofbeldisverk á landamærum ríkjanna og sagði þá vilja gera Afgana að þrælum sínum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Karzai sagði er hann heimsótti skóla í Kandahar í dag að Pakistanar bæru enn þá von í brjósti að gera Afgana að þrælum sínum en að það væru þó ekki almennir borgarar í Pakistan heldur ríkisstjórn landsins sem sýndi Afgönum harðræði. Sérfræðingar í málefnum Afganistans segja vísbendingar um það að liðsmenn talibana sem hafast við á landamærum ríkjanna njóti vaxandi stuðnings í landamærahéraðinu Waziristan í Pakistan. Pakistönsk yfirvöld vísa hins vegar á bug fullyrðingum afganskra ráðamanna um að þau gætu gert mun meir til að stemma stigu við uppgangi talibana á svæðinu. "Vandamál Afgana eiga sér að mestu rætur innan Afganistans og þau þarf að leysa þar. Talibanar hafast að mestu við innan Afganistans," sagði Tasnim Aslam, talsmaður pakistanska utanríkisráðuneytisins er ummæli Karzai voru borin undir hann.
Hamid Karzai, forseti Afganistans, gagnrýndi herlið Atlantshafsbandalagsins NATO harðlega í dag fyrir það mannfall meðal almennra borgara sem orðið hefur í aðgerðum þess. Þá sakaði hann Pakistana um ofbeldisverk á landamærum ríkjanna. Karzai sagði er hann heimsótti skóla í Kandahar í dag að Pakistanar bæru enn þá von í brjósti að gera Afgana að þrælum sínum. Sérfræðingar í málefnum Afganistans segja vísbendingar um það að liðsmenn talibana sem hafast við á landamærum ríkjanna njóti vaxandi stuðnings í landamærahéraðinu Waziristan í Pakistan.
Opinberir starfsmenn líta á áminningu sem mannorðsmissi
Starfsmannamál vógu þungt í umræðum á fræðslu- og umræðufundum sem haldnir voru með ráðuneytum og forstöðumönnum ríkisstofnana, samkvæmt fréttabréfi fjármálaráðuneytisins. Bar þar hæst óánægja með lagaskilyrði fyrir uppsögn starfsmanna. Í máli þeirra kom fram að formleg áminning væri í hugum starfsmanna og stéttarfélaga þeirra mannorðsmissir sem berjast bæri gegn með öllum tiltækum ráðum. Gagnrýndu forstöðumenn ríkisstofnana og ráðuneyta fyrst og fremst að þeim tilvikum þegar starfsmenn ná ekki fullnægjandi árangri í starfi eða samstarfsörðugleikar við þá hamla starfi stofnunar, eða ef starfsmenn brjóta af sér í starfi, þ.e. tilfelli sem rekja má til óviðunandi framgöngu starfsmanna. Í máli þeirra kom fram að formleg áminning væri í hugum starfsmanna og stéttarfélaga þeirra mannorðsmissir sem berjast bæri gegn með öllum tiltækum ráðum. Forstöðumennirnir töldu að það væri slíkt áfall fyrir starfsmenn að fá áminningu að nánast útilokað væri að byggja upp eðlilegan starfsanda og trúnað á ný og þar með gefa starfsmanninum tækifæri til að bæta ráð sitt. Áminning er því að þeirra mati óraunhæft úrræði, fyrir utan formkröfur og rannsóknarskyldu sem dómstólar og umboðsmaður Alþingis væru sífellt að auka við. Niðurstaða þeirra var sú að úrræðið væri ónothæft sem slíkt, áralöng fræðsla um aðferðafræðina breytti þar engu um. Að þeirra mati þurfa forstöðumenn að geta ráðið fram úr málum starfsmanna sem ekki stæðu sig í vinnu með einfaldari og árangursríkari hætti en með áminningarferli og hugsanlegri uppsögn síðar með sama ferlinu endurteknu, að því er segir í fréttabréfi fjármálaráðuneytisins.
Starfsmannamál vógu þungt í umræðum á fræðslu- og umræðufundum sem haldnir voru með ráðuneytum og forstöðumönnum ríkisstofnana. Gagnrýndu forstöðumenn ríkisstofnana og ráðuneyta fyrst og fremst að þeim tilvikum þegar starfsmenn ná ekki fullnægjandi árangri í starfi eða samstarfsörðugleikar við þá hamla starfi stofnunar, eða ef starfsmenn brjóta af sér í starfi, þ.e. tilfelli sem rekja má til óviðunandi framgöngu starfsmanna. Í máli þeirra kom fram að formleg áminning væri í hugum starfsmanna og stéttarfélaga þeirra mannorðsmissir. Niðurstaða þeirra var sú að úrræðið væri ónothæft sem slíkt.
'"Leita eftir staðreyndum"'
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Herbalife vegna umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu: "Vegna frétta um Herbalife í sjónvarpinu og Morgunblaðinu vill fyrirtækið taka fram: Við fullvissum viðskiptavini Herbalife um að vörur okkar eru öruggar. Herbalife-vörur hafa verið seldar á Íslandi sjö undanfarin ár með fullu samþykki Lyfjaeftirlits ríkisins. Hjá okkur er í fyrirrúmi að neytendur treysti vörunum og áhrifamætti þeirra. Fulltrúi Herbalife hitti Magnús Jóhannsson prófessor í apríl 2006. Magnús Jóhannsson lýsti þeirri skoðun sinni að sumar vörur kynnu að hafa innihaldið eitt eða fleiri af níu jurtaefnum sem hann taldi áhyggjuefni, þ.e. birkiösku, býflugnafrjóduft, drottningarhunang, Gingo Biloba, Jóhannesarjurt, kvöldvorrósarolíu, sólhatt, ginseng og efedra/efedrín beiskjuefni. Herbalife staðfesti í bréfi til Magnúsar Jóhannssonar að þau 32 fæðubótarefni Herbalife, sem væru skráð hjá Lyfjaeftirliti ríkisins til sölu á Íslandi, innihéldu ekki ofangreindar jurtir fyrir utan Male Factor 1000 sem í eru tvenns konar ginseng-efni. Að auki staðfesti nánari ran°jnbvnsókn á blöndunum að engin vara innihéldi neinar jurtir sem vísindamenn hafa talið hafa hugsanleg eitrunaráhrif. Þar sem viðskiptavinir okkar bera fullt traust til vara okkar, leituðum við einnig að mengunarefnum í þeim, svo sem þungmálmum eða leifum af skordýraeitri, en fundum ekkert slíkt. Herbalife fór því fram á styttar sjúklingaupplýsingar frá Magnúsi Jóhannssyni til að skilja betur möguleikana á undirliggjandi sjúkdómseinkennum. Enn höfum við ekki fengið þessar upplýsingar en höldum áfram að leita eftir staðreyndum þessa máls til að geta framkvæmt viðeigandi rannsóknir. Í þeim fáu fyrirspurnum, sem fyrirtækið hefur fengið undanfarin 26 ár og tengjast lifrarsjúkdómum, hefur í flestum tilvikum komið í ljós að þeir tengjast fyrirliggjandi orsökum eins og veirusýkingu vegna áfengisneyslu, sykursýki, offitu, lifrarbólgu, fitulifrarsýki, öðrum heilsufarsástæðum eða lyfjatöku. Þessi fáu tilfelli sem athygli okkar hefur verið vakin á, hafa verið könnuð af læknum okkar í ráðgjafarnefnd Herbalife og óháðum lifrarsérfræðingum sem allir hafa komist að þeirri niðurstöðu að engin bein eða eiginleg eitrun sé af völdum Herbalife-vara eða innihaldi þeirra. Jurtaefni í vörum Herbalife eru öll vel þekkt og notuð víða um heim. Öryggi þeirra og áhrif hafa margsinnis verið prófuð og á Íslandi hafa öll efni okkar verið heimiluð af hálfu Lyfjaeftirlits ríkisins. Þeirra er óhætt að neyta."
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Herbalife vegna umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu: "Við fullvissum viðskiptavini Herbalife um að vörur okkar eru öruggar." "Magnús Jóhannsson lýsti þeirri skoðun sinni að sumar vörur kynnu að hafa innihaldið eitt eða fleiri af níu jurtaefnum sem hann taldi áhyggjuefni." "Herbalife staðfesti í bréfi til Magnúsar Jóhannssonar að þau 32 fæðubótarefni Herbalife, sem væru skráð hjá Lyfjaeftirliti ríkisins til sölu á Íslandi, innihéldu ekki ofangreindar jurtir fyrir utan Male Factor 1000." "Leituðum við einnig að mengunarefnum í þeim, svo sem þungmálmum eða leifum af skordýraeitri, en fundum ekkert slíkt." "Jurtaefni í vörum Herbalife eru öll vel þekkt og notuð víða um heim."
Eldpipar etinn með gleði
Nemendafélagið Framtíðin í Menntaskólanum í Reykjavík stóð í dag fyrir árlegum fjáröflunarviðburði undir yfirskriftinni Gleði til góðgerða. Í gær var safnað áheitum og í dag reyndu nemendur að standa við stóru orðin. Ágóðinn rennur til barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sem einnig skráðu heimsforeldra í MR í dag. Að sögn Svanhvítar Júlíusdóttur, forseta Framtíðarinnar, liggur ekki fyrir hvað mikið safnaðist en ljóst sé að upphæðin sé hærri en í fyrra þegar um 300 þúsund króna var aflað. Þá sagði hún að margir hefðu skráð sig sem heimsforeldra hjá Unicef. Þær þrautir, sem nemendur unnu, voru af ýmsu tagi. Sumir ákváðu að tala ekkert í dag, aðrir að syngja allt sem þeir vildu segja og enn aðrir drukku misholla drykki eða borðuðu misgóðan mat, eins og Óli, sem meðfylgjandi mynd er af en hann borðaði upp úr einni krukku af eldpipar. Svanhvít sagðist ekki vita betur en að Óla hafi liðið þokkalega á eftir enda stór og sterkur.
Nemendafélagið Framtíðin í Menntaskólanum í Reykjavík stóð í dag fyrir árlegum fjáröflunarviðburði undir yfirskriftinni Gleði til góðgerða. Ágóðinn rennur til barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef. Ljóst sé að upphæðin sé hærri en í fyrra þegar um 300 þúsund króna var aflað. Þær þrautir, sem nemendur unnu, voru af ýmsu tagi.
Uppselt á Viðskiptaþing á morgun
Metþátttaka verður á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands, eða hátt í 500 manns og er þegar uppselt á þingið. Meðal gesta verða lykilmenn í íslensku viðskiptalífi, ráðherrar, þingmenn, fræðimenn, erlendir sendiherrar og embættismenn, að því er segir í tilkynningu. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: "Ísland, best í heimi?" og er tileinkað alþjóðlegu orðspori og ímynd Íslands. Erindi munu flytja Geir H. Haarde forsætisráðherra, Simon Anholt einn helsti sérfræðingur heims í ímynd þjóða, Erlendur Hjaltason forstjóri Exista og formaður Viðskiptaráðs og Halla Tómasdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Þá mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, afhenda námsstyrki Viðskiptaráðs. Þátttakendur í umræðum verða Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs, Lýður Guðmundsson stjórnarformaður Bakkavarar og Exista, Róbert Wessman forstjóri Actavis og Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík. Fundarstjóri verður Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, en Eva María Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður, mun stýra umræðum. Viðskiptaráð átti frumkvæði að því að fyrir nokkrum mánuðum hófst sameiginleg vinna atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar um ímyndarmál Íslands. Starfshópur, sem starfaði undir stjórn Simon Anholt, var skipaður forsætisráðherra, utanríkisráðherra, viðskiptaráðherra, menntamálaráðherra auk fulltrúum Viðskiptaráðs. Í ræðu sinni mun Simon segja frá þeirri vinnu auk niðurstöðu rannsóknar um ímynd Íslands, í samanburði við önnur ríki, sem gerð var meðal hátt í 30 þúsund manna í 35 löndum. Tvær skýrslur verða gefnar út í tilefni af þinginu. Önnur ber nafnið "Iceland's Advance", en í henni er útrás íslenskra fyrirtækja á árunum 2001 – 2006 kortlögð. Sú seinni ber nafnið "Anholt Nation Brands Index: Iceland 2006" og eru þar birtar niðurstöður framangreindrar rannsóknar, að því er segir í tilkynningu.
Metþátttaka verður á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands, eða hátt í 500 manns og er þegar uppselt á þingið. Meðal gesta verða lykilmenn í íslensku viðskiptalífi, ráðherrar, þingmenn, fræðimenn, erlendir sendiherrar og embættismenn. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: "Ísland, best í heimi?" og er tileinkað alþjóðlegu orðspori og ímynd Íslands. Fundarstjóri verður Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, en Eva María Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður, mun stýra umræðum. Viðskiptaráð átti frumkvæði að því að fyrir nokkrum mánuðum hófst sameiginleg vinna atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar um ímyndarmál Íslands. Tvær skýrslur verða gefnar út í tilefni af þinginu.
3,6 milljarða króna tap á rekstri Símans
3,6 milljarða króna tap varð á rekstri Símans á síðasta ári, samanborið við 4 milljarða króna hagnað árið 2005. Hagnaður á síðari helmingi ársins var 2,8 milljarðar króna. Fyrirtækið segir, að afkoman á árinu öllu skýrist að miklu leyti af gengisþróun krónunnar og nam gengistapið um 5,8 milljörðum króna en hluti skulda Símans er í erlendri mynt. Byrnjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að árið 2006 hafi verið Símanum að mestu hagstætt. Rekstur félagsins hafi gengið vel, framlegð aukist um 17% og sala um 16%. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir hafi aukist um 13%. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 8,7 milljarðar en hins vegar hafi óhagstæð gengisþróun krónunnar töluverð áhrif á rekstrarniðurstöðuna, eins og hjá fleiri innlendum fyrirtækjum. Sölutekjur Símans á síðari helmingi ársins 2006 námu 13.276 milljónum króna og jukust um 14,7% á milli ára. Salan fyrir allt árið 2006 nam 25.030 milljónum króna samanborið við 21.641 milljónir árið áður, sem er 15,7% aukning. Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir var 8443 milljónir á árinu 2006, miðað við 7454 milljónir fyrir árið 2005, sem er 13,3% aukning.
3,6 milljarða króna tap varð á rekstri Símans á síðasta ári, samanborið við 4 milljarða króna hagnað árið 2005. Hagnaður á síðari helmingi ársins var 2,8 milljarðar króna. Byrnjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að árið 2006 hafi verið Símanum að mestu hagstætt. Sölutekjur Símans á síðari helmingi ársins 2006 námu 13.276 milljónum króna og jukust um 14,7% á milli ára.
Ekkert þýskt lið vill fá Jens Lehmann
Þýska blaðið Bild komst að því að ekkert lið í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu vill fá Jens Lehmann, landsliðsmarkvörð Þýskalands í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabil. Samningur Lehmanns við Arsenal rennur út í sumar og líkurnar á að hann verði áfram þar virðast ekki miklar. Bild ræddi við fulltrúa allra 18 liðanna í þýsku 1. deildinni og spurði þá um markmannsstöðuna og hvort til greina kæmi að fá Lehmann til sín í sumar. Svörin voru á einn veg, öll liðin eru með sín markmannsmál á hreinu og sjá ekki Lehmann fyrir sér sem kost til næstu ára, enda þótt menn séu sammála um að hann sé markvörður í hæsta gæðaflokki. Lehmann er orðinn 37 ára gamall. Þá tóku sumir fram að hann væri of dýr. Andreas Müller, framkvæmdastjóri toppliðsins Schalke sagði að Lehmann væri frábær markvörður og frábær persónuleiki, en hann væri of dýr. Árslaun hans hjá Arsenal eru talin nema um þremur milljónum evra, um 270 milljónum króna. "Ég hef átt góð og hreinskilin samtöl við okkar knattspyrnustjóra, Arsene Wenger. Auk Arsenal hef ég áhuga á að spila í Þýskalandi og á Spáni en meira get ég ekki sagt um þetta," sagði Lehmann við Bild.
Ekkert lið í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu vill fá Jens Lehmann, landsliðsmarkvörð Þýskalands í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabil. Samningur Lehmanns við Arsenal rennur út í sumar. Líkurnar á að hann verði áfram þar virðast ekki miklar. Andreas Müller, framkvæmdastjóri toppliðsins Schalke sagði að Lehmann væri frábær markvörður, en hann væri of dýr.
Fyrrum stjórnarflokkar Ítalíu ganga að skilyrðum Prodis
Þeir flokkar sem áttu aðild að stjórn Romano Prodis, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, hafa samþykkt tólf skilyrði hans fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi en Prodi baðst lausnar í gær eftir að hafa tapað atkvæðagreiðslu um utanríkismál í efri deild ítalska þingsins. Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, mun hins vegar ákveða, eftir fundi með fulltrúum allra flokka ítalska þingsins í dag hvort hann felur Prodi umboð til stjórnarmyndunar að nýju eða hvort hann boðar til kosninga. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. "Við höfum allir samþykkt skilyrðin þannig að hann mun halda áfram að stjórna," sagði Silvio Sircana, talsmaður Prodis eftir fundi hans með fulltrúum allra stjórnarflokkanna seint í gærkvöldi. Á meðal skilyrðanna sem Prodi setur er að stjórnarflokkarnir fylgi allir utanríkisstefnu hans undantekningalaust og að komi upp ágreiningur hafi hann síðasta orðið en ágreiningurinn sem felldi fyrri stjórn hans snérist m.a. um áform um að senda ítalska hermenn til Afganistans og stækkun herstöðvar Bandaríkjahers á Ítalíu.
Þeir flokkar sem áttu aðild að stjórn Romano Prodis, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, hafa samþykkt tólf skilyrði hans fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Prodi baðst lausnar í gær eftir að hafa tapað atkvæðagreiðslu um utanríkismál í efri deild ítalska þingsins. Forseti Ítalíu mun hins vegar ákveða hvort hann felur Prodi umboð til stjórnarmyndunar að nýju eða hvort hann boðar til kosninga. Á meðal skilyrðanna sem Prodi setur er að stjórnarflokkarnir fylgi allir utanríkisstefnu hans undantekningalaust
McLarenmenn ráða ferðinni í Barein
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren og liðsfélagi hans Lewis Hamilton réðu ferðinni við bílprófanir í Barein í dag. Alonso setti besta brautartímann en besti hringur Hamiltons var aðeins sekúndubroti lakari. Lengra bil var í næstu menn; Ferrariþórana Felipe Massa og Kimi Räikkönen. Þeir síðarnefndu óku í löngum lotum til að reyna á þolrif Ferrarimótorsins. Ennfremur líktu þeir eftir keppni og æfðu þjónustustopp í leiðinni. Jafnframt prófaði liðið sig áfram með mismunandi uppsetningar bílanna og samanburð á íhlutumum í gangverki bílsins. Räikkönen varð fyrir því að gírkassi bilaði. Hann var ekki sá eini sem leið fyrir bilun í dag því Alonso varð einnig að stoppa á miðri braut vegna olíuleika. Og stuttu seinna bilaði mótor hjá Hamilton. Í lok dagsins sagðist Alonso ánægður með æfingar síðustu daga, liðið hefði nú fullan skilning á virkni MP4-22 bílsins við heitar aðstæður. Einnig hefðu verið prófaðar ýmsar nýjungar í bílinn sem aukið hefðu getu hans. Tæknibilanir hrelltu einnig BMW-liðið. Mótorinn sprakk í bíl Nick Heidfeld og skipta varð um mótor í bíl Roberts Kubica vegna olíukerfisbilunar. Sá síðarnefndi gat þó lokið verkefnum dagsins sem snerust m.a. um prófanir á mismunandi uppsetningu dempara og nýjum loftaflsbúnaði sem liðið segir til bóta. Jenson Button varð einnig að fá nýjan mótor um miðjan dag í Hondabílinn, einnig David Coulthard sem varð auk þess að fá nýjan gírkassa líka. Félagi Buttons, Rubens Barrichello, ók flesta hringi en þó aðeins þremur meira en Anthony Davidson á millibíl Super Aguri. Aðrir sem óku yfir 100 hringi í dag voru Nelson Piquet hjá Renault og Franck Montagny hjá Toyota. Þróunarstjóri Renault, Christian Silk, sagði æfingalotuna í Barein hafa sannað endingartraust bílsins og hann hafi svarað öllum breytingum á uppsetningum vel. Niðurstaða aksturins varð sem hér segir: Röð Ökuþór Bíll Tími Hri. 1. Alonso McLaren 1:30.994 73 2. Hamilton McLaren 1:31.094 53 3. Massa Ferrari 1:31.718 52 4. Räikkönen Ferrari 1:31.867 100 5. Kovalainen Renault 1:32.032 86 6. Barrichello Honda 1:32.115 129 7. Button Honda 1:32.137 78 8. Coulthard Red Bull 1:32.220 73 9. Piquet Renault 1:32.334 102 10. Heidfeld BMW 1:32.451 65 11. Kubica BMW 1:32.475 95 12. Davidson Super Aguri 1:32.553 126 13. Montagny Toyota 1:32.917 110 14. Webber Red Bull 1:33.034 73 15. Trulli Toyota 1:33.062 104 16. Speed Toro Rosso 1:33.255 60
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren og liðsfélagi hans Lewis Hamilton réðu ferðinni við bílprófanir í Barein í dag. Alonso setti besta brautartímann en besti hringur Hamiltons var aðeins sekúndubroti lakari. Lengra bil var í næstu menn; Ferrariþórana Felipe Massa og Kimi Räikkönen. Räikkönen varð fyrir því að gírkassi bilaði. Alonso varð einnig að stoppa á miðri braut vegna olíuleika. Í lok dagsins sagðist Alonso ánægður með æfingar síðustu daga, liðið hefði nú fullan skilning á virkni MP4-22 bílsins við heitar aðstæður. Tæknibilanir hrelltu einnig BMW-liðið.
Umfangsmiklar skoðanakannanir í aðdraganda þingkosninganna
Vikulegar skoðana- og fylgiskannanir verða gerðar í aðdraganda komandi alþingiskosninga, er verða 12. maí, samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag milli Capacent Gallup, Ríkisútvarpsins og Morgunblaðsins. Síðustu vikur fyrir kosningar verða niðurstöður birtar daglega. Einnig verða gerðar sérstakar kannanir í hverju kjördæmi í apríl. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu nú síðdegis. Niðurstöður úr vikulegum könnunum verða birtar á föstudögum í hverri viku og ýmislegt ítarefni næstu daga þar á eftir. Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, sagði í dag að góðar og vel unnar skoðanakannanir væru hluti af lýðræðislegri umræðu og upplýsingu. "Við teljum mikilvægt að tryggja ítrustu fagmennsku og að fylgt sé viðurkenndri aðferðafræði við gerð slíkra kannana. Við teljum líka skipta máli að fjölmiðlarnir séu ekki sjálfir að vinna slíkar kannanir. Við erum best í að flytja fréttir, þar á meðal af skoðanakönnunum, og efna til umræðu um niðurstöðurnar. Aðrir eru sérfræðingar í að gera skoðanakannanir og við hlökkum til samstarfsins við Capacent Gallup."
Vikulegar skoðana- og fylgiskannanir verða gerðar í aðdraganda komandi alþingiskosninga, er verða 12. maí, samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag milli Capacent Gallup, Ríkisútvarpsins og Morgunblaðsins. Síðustu vikur fyrir kosningar verða niðurstöður birtar daglega. Einnig verða gerðar sérstakar kannanir í hverju kjördæmi í apríl. Niðurstöður úr vikulegum könnunum verða birtar á föstudögum í hverri viku og ýmislegt ítarefni næstu daga þar á eftir.
Fjölmiðlar hrósa dönsku lögreglunni
Lögreglunni í Kaupmannahöfn er hrósað í leiðurum danskra dagblaða í dag fyrir frammistöðu sína vegna rýmingar Ungdómshússins svokallaða í gær og segir m.a. í dagblaðinu Berlingske Tidende að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar með það fyrir sjónum að sem minnst meiðsl yrðu á fólki og störf lögreglu hafi verið óvenjulega vel unnin þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Þá skrifar Politiken að ofbeldi mótmælendanna í gær hafi gert lítið úr málstað þeirra og sé bæði tilgangslaust og óásættanlegt. Segir að samúðin með öðruvísi lífsstíl og lifandi umhverfi með tónlist, gleðskap og samveru hverfi fyrir andúð á því að kasta lífshættulegum aðgerðum á borð við að kasta brúarsteinum, skemmdarverkum og áreiti við saklausa vegfarendur og nágranna Ungdómshússins. Jyllands-Posten vill að foreldrar taki ábyrgð á gjörðum barna sinn og segir að foreldrar hvetji bersýnilega börn sín til að fremja skemmdarverk mog auðgunarbrot og ráðast á löggæslu með brúarsteinum. B.T. segir svo að þrátt fyrir að ringulreið hafi virst ríkja í bænum mestallan dagin þá hafi lögregluaðgerðirnar gengið eftkr bókinni, en að það svari ekki þeirri spurningu hvar eigi að finna danskri neðanjarðarmenningu heimili.
Lögreglunni í Kaupmannahöfn er hrósað í leiðurum danskra dagblaða í dag fyrir frammistöðu sína vegna rýmingar Ungdómshússins svokallaða í gær. Segir m.a. í dagblaðinu Berlingske Tidende að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar með það fyrir sjónum að sem minnst meiðsl yrðu á fólki. Störf lögreglu hafi verið óvenjulega vel unnin þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Jyllands-Posten vill að foreldrar taki ábyrgð á gjörðum barna sinn og segir að foreldrar hvetji bersýnilega börn sín til að fremja skemmdarverk mog auðgunarbrot og ráðast á löggæslu með brúarsteinum.
14 ákærðir fyrir innherjasvik á Wall Street
Bandaríska fjármálaeftirlitið (The Securities and Exchange Commission, SEC)hefur ákært fjórtán manns fyrir meinta aðild að fimmtán milljón dala, um einn milljarður íslenskra króna, innherjasvikum. Samkvæmt upplýsingum frá SEC er þetta eitt stærsta innherjasvikamál sem hefur komið upp í Bandaríkjunum í tuttugu ár en bæði velþekktir lögfræðingar og fjármálafyrirtæki blandast inn í málið. Yfirmaður rannsóknar SEC, Linda Thomsen, segir í viðtali við BBC að það sé varla til það fyrirtæki á Wall Street sem ekki tengist málinu að einhverju leyti. Málið snýst um að starfsmenn banka á Wall Stret hafi lekið út upplýsingum um stór viðskipti sem í vændum eru. Samkvæmt upplýsingum frá SEC þá hafi innherjar hjá Morgan Stanley og UBS Securities stolið leynilegum upplýsingum frá fyrirtækjunum. Eða eins og Thomsen orðaði það: hér er ekki verið að fjalla um einhver vafasöm verðbréfafyrirtæki heldur helstu fjármálafyrirtækin á Wall Street. Jafnframt er verðbréfamiðlari hjá Banc of America Securities kærður fyrir að hafa stolið peningum og tveir fyrrum starfsmenn Bear Stearns eru ákærðir fyrir að hafa náð í leynilegar upplýsingar frá UBS. Þrír vogunarsjóðir blandast inn í málið en svo virðist sem þeir hafi hagnast mest á svikunum.
Bandaríska fjármálaeftirlitið (The Securities and Exchange Commission, SEC)hefur ákært fjórtán manns fyrir meinta aðild að fimmtán milljón dala innherjasvikum. Samkvæmt upplýsingum frá SEC er þetta eitt stærsta innherjasvikamál sem hefur komið upp í Bandaríkjunum í tuttugu ár. Yfirmaður rannsóknar SEC segir að það sé varla til það fyrirtæki á Wall Street sem ekki tengist málinu að einhverju leyti. Málið snýst um að starfsmenn banka á Wall Stret hafi lekið út upplýsingum um stór viðskipti sem í vændum eru. Þrír vogunarsjóðir blandast inn í málið en svo virðist sem þeir hafi hagnast mest á svikunum.
Endurfjármögnun og uppgangur hjá Iceland
Breska blaðið Guardian segir í dag að stærstu hluthafar í verslunarkeðjunni Iceland fái um 60 milljónir punda, jafnvirði um 8 milljarða króna, í sinn hlut í kjölfar nýrrar 300 milljóna punda endurfjármögnunar verslunarkeðjunnar. Hafa fjárfestarnir, sem keyptu Iceland í febrúar 2005, þá fengið til baka sexfalda þá upphæð, sem þeir lögðu fram í upphafi. Blaðið segir, að rekstur Iceland hafi verið snúið við með ótrúlegum hætti eftir að Baugur Group og fleiri fjárfestar keyptu Iceland í tengslum við kaup á verslunarkeðjunni Big Food Group, móðurfélagi Iceland. Er Malcolm Walker einkum þakkað þetta. Walker stofnaði Iceland árið 1970 en var bolað frá fyrirtækinu árið 2000. Baugur fékk hann síðan til að taka á ný við stjórnartaumunum hjá Iceland árið 2005. Eftir að Baugur keypti Big Food Group var fyrirtækinu skipt á ný upp í einingarnar Iceland, Booker og Woodward. Guardian segir, að fyrirtækið hafi hins vegar verið verr statt en Baugur taldi og raunar rambað á barmi gjaldþrots. Walker gerði strax breytingar á rekstri Iceland og verslunum fyrirtækisins breytt í lágvöruverslanir á ný. Þá var matvælaframleiðslan endurskoðuð og starfsfólki á aðalskrifstofu fyrirtækisins var fækkað úr 1300 í 500. Nú hefur rekstarhagnaður margfaldast og nálgast nú 90 milljónir punda á ári en var kominn niður undir 20 milljónir. Guardian segir, að viðsnúningurinn á rekstri Iceland sé táknrænn fyrir velheppnuð kaup Baugs á Big Food Group og að Baugur telji þessa fjárfestingu vera besta dæmið um hvernig sú stefna, að kaupa verslunarkeðjur og byggja þær upp, virki. Hefðbundnir fjárfestar myndu nú bjóða fyrirtækið til sölu á ný, en Baugur ætli að halda áfram að efna verslunarkeðjuna og nota hagnaðinn sem kemur frá rekstri hennar til að fjármagna frekari fjárfestingar. Baugur hefur einnig náð að snúa rekstri Booker við en þar ræður ríkjum Charles Wilson, sem kom til Booker frá Marks & Spencer. Einnig hefur rekstur Woodward batnað en það fyrirtæki sameinaðist keppinautnum DBC og er nú þriðja stærsa matvælaþjónustufyrirtæki Bretlands. Sölutekjur þess eru nú um 400 milljónir punda á ári og búist er við um 9 milljóna punda rekstarhagnaði. Guardian segir að endurfjármögnun Iceland muni færa Baugi um 100 milljónir punda í sjóð og vangaveltur séu um að það fé verði notað til að gera tilboð í matvælafyrirtækið Brakes. Baugur vill hins vegar ekki tjá sig um það.
Breska blaðið Guardian segir í dag að stærstu hluthafar í verslunarkeðjunni Iceland fái um 60 milljónir punda, jafnvirði um 8 milljarða króna, í sinn hlut í kjölfar nýrrar 300 milljóna punda endurfjármögnunar verslunarkeðjunnar. Hafa fjárfestarnir, sem keyptu Iceland í febrúar 2005, þá fengið til baka sexfalda þá upphæð, sem þeir lögðu fram í upphafi. Blaðið segir, að rekstur Iceland hafi verið snúið við með ótrúlegum hætti eftir að Baugur Group og fleiri fjárfestar keyptu Iceland í tengslum við kaup á verslunarkeðjunni Big Food Group, móðurfélagi Iceland. Er Malcolm Walker einkum þakkað þetta. Walker stofnaði Iceland árið 1970 en var bolað frá fyrirtækinu árið 2000. Baugur fékk hann síðan til að taka á ný við stjórnartaumunum hjá Iceland árið 2005. Baugur hefur einnig náð að snúa rekstri Booker við en þar ræður ríkjum Charles Wilson, sem kom til Booker frá Marks & Spencer.
Segist hafa sagt Íransforseta til syndanna
Faye Turney, eina konan í hópi bresku sjóliðanna 15 sem Íranar handtóku á Persaflóa í mars, segir í viðtali við blaðið The Sun í dag, að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sé grunnhygginn og að hún hafi sagt honum til syndanna fyrir að handtaka Bretana. Sjóliðunum var sleppt úr haldi í Íran fyrir páska eftir 13 daga fangavist. Að sögn Turney voru sjóliðarnir leiddir fyrir forsetann skömmu eftir að hann tilkynnti að þeir yrðu látnir lausir. Hún var sú fyrsta, sem kynnt var fyrir Ahmadinejad að viðstöddum írönskum fréttamönnum. "Hvernig hefur dóttir þín það?" segir hún að forsetinn hafi sagt gegnum túlk. "Ég hef ekki séð hana í 13 daga, þú manst eftir því?" svaraði hún á móti. Ahmadinejad sagði: "Jú jú. En hefur þú ekki fengið að hringja í hana?" "Aldeilis ekki," svaraði Turnay. Hún segir, að forsetanum hafi nú orðið orða vant en tautað á endanum: "Jæja, ég óska þér alls góðs í framtíðinni." "Ég hafði á tilfinningunni, að hann sæi eftir að hafa hitt okkur og væri að reyna að segja: Ekki erfa þetta við okkur," segir Turnay síðan. "Þetta sýndi hvernig hann er, grunnur. Það er óhætt að segja, að ég er ekki mikill aðdáandi hans." The Sun segir, að frásögn Turnays skýri hvers vegna íranskar sjónvarpsstöðvar sýndu myndir af fundi forsetans og sjóliðanna án hljóðs. Turney sagði í viðtali, sem birtist í gær, að hún hafi óttast að sér yrði nauðgað eða hún yrði tekin af lífi í Íran. Sér hefði verið haldið í einangrun og hótað að hún fengi aldrei að sjá dóttur sína aftur.
Faye Turney, eina konan í hópi bresku sjóliðanna 15 sem Íranar handtóku á Persaflóa í mars, segir í viðtali við blaðið The Sun í dag, að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sé grunnhygginn og að hún hafi sagt honum til syndanna fyrir að handtaka Bretana. Sjóliðunum var sleppt úr haldi í Íran fyrir páska eftir 13 daga fangavist. Að sögn Turney voru sjóliðarnir leiddir fyrir forsetann skömmu eftir að hann tilkynnti að þeir yrðu látnir lausir. The Sun segir, að frásögn Turnays skýri hvers vegna íranskar sjónvarpsstöðvar sýndu myndir af fundi forsetans og sjóliðanna án hljóðs.
Yfirvöld í Ísrael ræða viðbrögð við flugskeytaárásum Palestínumanna
Varnarmálayfirvöld í Ísrael eru nú að yfirfara hugsanleg viðbrögð Ísraela við fyrstu flugskeytaárásum Palestínumanna yfir landamæri Ísraels í fimm mánuði og yfirlýsingu hernaðararms Hamas-samtakanna um að vopnhlé samtakanna við Ísraela sé ekki lengur í gildi. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Amir Peretz varnarmálaráðherra og æðstu yfirmenn Ísraels eru á meðal þeirra sem sitja fundinn. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz. "Við lítum svo á að okkur sé nú frjálst að gera hluti sem við höfum forðast að gera undanfarna mánuði. Þeir sem reyna okkur munu fá það sem þeir eiga skilið," sagði Ephraim Sneh, aðstoðarvarnarmálaráðherra í útvarpsviðtali fyrir fundinn. "Við höfum ekki í hyggju að stuðla að átökum en munum gera það sem nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi." Ísraelsk yfirvöld hafa marglýst því yfir á undanförnum mánuðum að þau muni ekki láta það viðgangast að Hamas samtökin og önnur samtök herskárra Palestínumanna nýti vopnhléð til að safna vopnum og styrkja stöðu sína.
Varnarmálayfirvöld í Ísrael eru nú að yfirfara hugsanleg viðbrögð Ísraela við fyrstu flugskeytaárásum Palestínumanna yfir landamæri Ísraels í fimm mánuði og yfirlýsingu hernaðararms Hamas-samtakanna um að vopnhlé samtakanna við Ísraela sé ekki lengur í gildi. Ísraelsk yfirvöld hafa marglýst því yfir á undanförnum mánuðum að þau muni ekki láta það viðgangast að Hamas samtökin og önnur samtök herskárra Palestínumanna nýti vopnhléð til að safna vopnum og styrkja stöðu sína.
Rússneskur skólastjóri notaði stolinn hugbúnað
Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag skólastjóra í rússnesku þorpi sekan um að hafa haft stolinn hugbúnað frá Microsoft í tölvum sem nemendur hans síðan notuðu. Dómstóllinn hefur dæmt manninn til þess að greiða 5.000 rúblna sekt (sem jafngildir um 12.500 kr.). Réttarhöldin yfir Alexander Ponosov hafa víða vakið mikla athygli, en honum er gert að sök að hafa brotið gegn höfundarréttarlögum en í ljós kom að sjóræningjaútgáfur af Windows-stýrikerfinu og Office-hugbúnaðinum inn á skólatölvurnar. Fjölmiðlar í Rússlandi hafa sýnt málinu mikinn áhuga og setja það upp sem baráttu heiðarlegs manns við öflugt risafyrirtæki. Microsoft hefur hinsvegar margítrekað að það hafi ekkert með málið að gera, en málið er í höndum rússneskra saksóknara í Úralfjöllum þar sem skóli Ponosovs er. "Rússnesk yfirvöld hófu málaferlin gegn Ponosov í samræmi við rússnesk lög," sagði í yfirlýsingu sem Microsoft sendi frá sér í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar. "Microsoft er hvorki upphafsmaður málsins né hyggst grípa til aðgerða gegn Ponosov." Ponosov hefur hinsvegar lýst yfir sakleysi sínu. Hann segir að hugbúnaðurinn hafi verið til staðar í tölvunum þegar skólinn fékk þær. Lögmaður skólastjórans hefur sagt að hann muni áfrýja úrskurðinum. "Hann vissi (að hann væri að brjóta lögin) og nota þessi forrit ólöglega í tölvufræðitímum," sagði saksóknarinn Natalya Kurdoyakova í viðtali við fjölmiðla. Ponosov var fundinn sekur um að hafa ollið Microsoft tjóni sem nemur 266.000 rúblum (sem jafngildir um 640.000 kr.). 5.000 rúblna sektin samsvarar mánaðarlaunum skólastjórans.
Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag skólastjóra í rússnesku þorpi sekan um að hafa haft stolinn hugbúnað frá Microsoft í tölvum sem nemendur hans síðan notuðu. Dómstóllinn hefur dæmt manninn til þess að greiða 5.000 rúblna sekt (sem jafngildir um 12.500 kr.). Réttarhöldin yfir Alexander Ponosov hafa víða vakið mikla athygli, en honum er gert að sök að hafa brotið gegn höfundarréttarlögum. Fjölmiðlar í Rússlandi hafa sýnt málinu mikinn áhuga og setja það upp sem baráttu heiðarlegs manns við öflugt risafyrirtæki. Microsoft hefur hinsvegar margítrekað að það hafi ekkert með málið að gera. Ponosov hefur hinsvegar lýst yfir sakleysi sínu.
'Mörður Árnason: "Hundfúll"'
"Ég er hundfúll yfir því að detta út af Alþingi, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég taldi mig eiga erindi inn á þing og var orðinn býsna góður þingmaður, fyrir minn málstað og mitt fólk. Þegar maður tekur þátt í þessum leik verður maður þó að búast við því að svona geti farið," segir Mörður Árnason sem nú fellur af þingi. Aðspurður hvort hann sé sáttur við stöðu Samfylkingarinnar á landsvísu svarar hann neitandi en bendir á að kosningabaráttan hafi verið afrek hjá flokknum. "Við byrjuðum undir 20% og komum okkur upp í 27% á skömmum tíma, með mikilli vinnu. Mörður segist ekki sjá að ríkisstjórnin haldi velli og telur eðlilegast að Samfylkingin og Vinstri grænir taki höndum saman í stjórnarmyndunarviðræðum við Framsóknarflokk eða Sjálfstæðisflokk. "Þannig geta vinstri flokkarnir myndað saman einingu sem hefur mun meiri slagkraft til þess að koma sínum málum á framfæri en ef flokkarnir vinna einir og sér. Ég tel stjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ekki góðan kost." Hvað eigin framtíð varðar segir Mörður að það að maður detti af þingi með þessum hætti þýði ekki sjálfkrafa að hann sé hættur afskiptum af pólitík. "Ég hef unnið við íslensk fræði, í blaðamennsku og við útgáfu og geri ekki ráð fyrir að verkefni skorti á þessu sviði."
"Ég er hundfúll yfir því að detta út af Alþingi," segir Mörður Árnason sem nú fellur af þingi. Aðspurður hvort hann sé sáttur við stöðu Samfylkingarinnar á landsvísu svarar hann neitandi en bendir á að kosningabaráttan hafi verið afrek hjá flokknum. Mörður segist ekki sjá að ríkisstjórnin haldi velli og telur eðlilegast að Samfylkingin og Vinstri grænir taki höndum saman í stjórnarmyndunarviðræðum við Framsóknarflokk eða Sjálfstæðisflokk. Segir Mörður að það að maður detti af þingi með þessum hætti þýði ekki sjálfkrafa að hann sé hættur afskiptum af pólitík.
Deilu vegna listaverka vísað frá dómi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli, sem höfðað var vegna deilu um þrjú listaverk eftir Magnús Kjartansson, sem eru lokuð inni í vinnustofu í Álafosshúsinu. Ekkja Magnúsar krafðist þess að eigandi hluta hússins bryti niður vegg svo hægt væri að ná listaverkunum út því hafnar húseigandinn. Um er að ræða þrjú stór verk, sem Grafarvogskirkja falaðist m.a. eftir að fá að sýna um síðustu páska en það var ekki hægt þar sem ekki tókst að ná þeim út úr vinnustofunni. Ekkja listamannsins krafðist innsetningar í málverkin. Í dómnum segir, að óumdeilt sé að ekkjan hafi umráð málverkanna en geti ekki komið þeim út úr húsi eins og aðstæður séu. Dómurinn segir, að tilgangur beinna aðfarargerða sé er að fullnægja skýlausum rétti eigenda til að öðlast umráð yfir eign sinni. Kröfugerð þurfi þó að vera ákveðin og ljós og eins og krafan í þessu máli sé sett fram beinist hún að lausafjármunum sem viðkomandi hafi þegar full umráð yfir. Því sé ógerlegt að fallast á kröfuna og er henni því vísað frá.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli, sem höfðað var vegna deilu um þrjú listaverk eftir Magnús Kjartansson, sem eru lokuð inni í vinnustofu í Álafosshúsinu. Ekkja Magnúsar krafðist þess að eigandi hluta hússins bryti niður vegg svo hægt væri að ná listaverkunum út því hafnar húseigandinn. Ekkja listamannsins krafðist innsetningar í málverkin. Í dómnum segir, að óumdeilt sé að ekkjan hafi umráð málverkanna en geti ekki komið þeim út úr húsi eins og aðstæður séu.
Ný ríkisstjórn tekin við völdum - lagt á djúpið í herrans nafni
Ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hófst á Bessastöðum í kl. 14 í dag en þar tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Áður en að fundurinn hófst rituðu sjö nýir ráðherrar, sex frá Samfylkingu og einn frá Sjálfstæðisflokknum, nafn sitt í gestabók Bessastaða. Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra, sagði í tilefni dagsins að nú hafi ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi lagt á djúpið í því herrans nafni "með einlægan samstarfsvilja sem byr í okkar segl". Um klukkan þrjú í dag tóku nýju ráðherrarnir við lyklavöldum af þeim fráfarandi í sínum ráðuneytum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við utanríkisráðuneytinu af Valgerði Sverrisdóttur. Össur Skarphéðinsson tók við iðnaðarráðuneytinu af Jóni Sigurðssyni. Þórunn Sveinbjörnsdóttir tók við umhverfisráðuneytinu af Jónínu Bjartmarz. Björgvin G. Sigurðsson tók við viðskiptaráðuneytinu af Jóni Sigurðssyni. Guðlaugur Þór Þórðarson tók við heilbrigðisráðuneytinu af Siv Friðleifsdóttur. Kristján L. Möller tók við samgönguráðuneytinu af Sturlu Böðvarssyni. Loks tók Jóhanna Sigurðardóttir við félagsmálaráðuneytinu af Magnúsi Stefánssyni.
Ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hófst á Bessastöðum í kl. 14 í dag. Þar tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Áður en að fundurinn hófst rituðu sjö nýir ráðherrar, sex frá Samfylkingu og einn frá Sjálfstæðisflokknum, nafn sitt í gestabók Bessastaða. Um klukkan þrjú í dag tóku nýju ráðherrarnir við lyklavöldum af þeim fráfarandi í sínum ráðuneytum.
Meirihluti landsmanna hlynntur nýjum Kjalvegi samkvæmt könnun
Capacent hefur unnið viðhorfskönnun fyrir Norðurveg um afstöðu gagnvart nýjum hálendisvegi um Kjöl. Um var að ræða símakönnun og var úrtakið 3200 manns. Þegar spurt var á landsvísu kom í ljós að 52,6% eru frekar eða mjög hlynnt að lagður veðri heilsársvegur um Kjöl. 41% er mjög eða frekar andvíg framkvæmdinni. Um 45% aðspurðra töldu að ferðum þeirra milli áfangastaða á Norður- og Suðurlandi myndi fjölga með framkvæmdinni en 55% töldu að þeim myndi ekki fjölga. Í tilkynningu kemur fram að stuðningur við framkvæmdina er mestur á Akureyri og nágrenni eða 67% og aðeins 24% á móti. Hann er næst mestur á Árborgarsvæðinu eða 65% með framkvæmdinni en 26,8% á móti. Það er einnig meirihlutastuðningur við framkvæmdina á höfuðborgarsvæðinu eða 51,4% en 41,3% á móti. Konur eru hlynntari framkvæmdinni en karlar og þeir sem yngri eru, eru hlynntari framkvæmdinni en þeir sem eldri eru. Þeir sem þurfa að fara hvað oftast milli Norður- og Suðurlands eru hlynntari framkvæmdinni en þeir sem sjaldnar fara. Í fréttatilkynningu segir Halldór Jóhannsson stjórnarformaður Norðurvegar ehf. þetta ekki koma sér á óvart og þessi niðurstaða sé hvatning fyrir stjórn félagsins til þess að halda ótrauð áfram í því að vinna málinu framgang. "Stuðningur við verkefnið á okkar nærsvæði sem og á Suðurlandi er yfirgnæfandi. Næstu skref verða að koma verkefninu á endurskoðaða samgönguáætlun og væntum við góðrar samvinnu við nýjan samgönguráðherra um það mál," að því er segir í tilkynningu.
Capacent hefur unnið viðhorfskönnun fyrir Norðurveg um afstöðu gagnvart nýjum hálendisvegi um Kjöl. Um var að ræða símakönnun og var úrtakið 3200 manns. Þegar spurt var á landsvísu kom í ljós að 52,6% eru frekar eða mjög hlynnt að lagður veðri heilsársvegur um Kjöl. 41% er mjög eða frekar andvíg framkvæmdinni. Stuðningur við framkvæmdina er mestur á Akureyri og nágrenni eða 67% og aðeins 24% á móti. Segir stjórnarformaður Norðurvegar ehf. þetta ekki koma sér á óvart og þessi niðurstaða sé hvatning fyrir stjórn félagsins til þess að halda ótrauð áfram í því að vinna málinu framgang.
Kajakræðarar fundnir heilir á húfi
Kajakfólkið sem leitað hefur verið að síðan í gær fannst heilt á húfi við Sjöundá á Rauðasandi. Kajakfólkið, kona og karl, hafði tjaldað við bæinn og amaði ekkert að því og var það mjög undrandi á öllu umstanginu, en um tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá þriðja tug björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar höfðu leitað þeirra. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að mikill viðbúnaður hefur verði hjá björgunarsveitum og Landhelgisgæslunni en Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar var nýlögð af stað til leitar þegar fólkið fannst. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar var við leit í margar klukkustundir í gær auk sjómælingabátsins Baldurs og mikill viðbúnaður var í vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu kom fólkið, þýsk kona og bandarískur karlmaður, í land á milli bæjanna Sjöundár og Melaness á Barðaströnd um klukkan 09:30 eftir að hafa róið yfir Breiðafjörð. Um 45 mínútum síðar fundu björgunarsveitarmenn af Barðaströnd kajakræðarana þar sem þeir höfðu nýlokið við að reisa tjald sitt. Ræðararnir lögðu upp frá Garðskaga á laugardagsmorgun, að því er best er vitað, og ætluðu yfir Faxaflóa að Snæfellsnesi. Búist var við þeim þangað í fyrrakvöld eða gærmorgun, en þegar þeir skiluðu sér ekki bað tengiliður þeirra í landi um aðstoð. Sjöundá er afskekkt eyðibýli innst á Rauðasandi. Árið 1802 var þar tvíbýli og Bjarni Bjarnason og Steinunn Sigurðardóttir myrtu maka sína, Guðrúnu Eigilsdóttur og Jón Þorgrímsson, til að geta verið saman án afskipta þeirra. Bjarni og Steinunn voru dæmd til pyndinga og dauða. Bjarni var sendur til Danmerkur til aftöku 1804 en áður lézt Steinunn í fangelsinu á Arnarhóli. Hún var dysjuð á Skólavörðuholti, þar sem dys hennar (Steinkudys) sást fram á 20. öld, þegar beinin voru færð í vígðan reit. Skáldsagan Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson byggist á þessum atburðum.
Kajakfólkið sem leitað hefur verið að síðan í gær fannst heilt á húfi við Sjöundá á Rauðasandi. Kajakfólkið, kona og karl, hafði tjaldað við bæinn og amaði ekkert að því og var það mjög undrandi á öllu umstanginu, en um tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá þriðja tug björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar höfðu leitað þeirra. Ræðararnir lögðu upp frá Garðskaga á laugardagsmorgun, að því er best er vitað, og ætluðu yfir Faxaflóa að Snæfellsnesi. Búist var við þeim þangað í fyrrakvöld eða gærmorgun, en þegar þeir skiluðu sér ekki bað tengiliður þeirra í landi um aðstoð. Sjöundá er afskekkt eyðibýli innst á Rauðasandi.
Skerpa þarf reglur um 50% veiðiskyldu segir sjávarútvegsráðherra
Handhafar aflaheimilda hafa frjálsar hendur um framsal aflaheimilda og þegar þær hækka í verði þá fara þær frá heimamönnum. Þetta kom fram í máli Kristins H. Gunnarssonar, Frjálslyndum, í utandagskrárumræðum á Alþingi um áhrif framsals aflaheimilda í sjávarbyggðum landsins. Segir hann að það eigi allir að sjá að eftir síðustu atburði í þessum málum að núverandi ástand gangi ekki lengur. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að það megi ekki gleyma því að sjávarútvegurinn verði að geta keppt við aðrar atvinnugreinar sem herja á sjávarútveginn hvað varðar vinnuafl ofl. Segir Einar að framsal aflaheimilda dragi til að mynda úr kostnaði. Segir hann að byggðakvóti sé til þess að bregðast við neikvæðum hliðum framsals aflaheimilda. 50% veiðiskyldan er ekki að virka sem skyldi og það þarf að endurskoða hana, segir sjávarútvegsráðherra. Einar segist vera þeirrar skoðunar að það eigi að vera ákveðin veiðiskylda í gangi. Slíkt séu flestir sammála um og var 50% reglan þess vegna tekin upp með lögum frá Alþingi. Hann telur að það þurfi að gera þessa reglu skarpari þannig að vilji Alþingis með lagasetningunni komi skýrt fram. Hann sagði einnig að það þyrfti að skoða hvernig hægt sé að styrkja forkaupsrétt heimamanna hvað varðar framsal aflaheimilda. Karl V. Matthíasson, Samfylkingu, segir að ástandið á Flateyri sýni að grípa verði til bráðaaðgerða í málefnum sjávarbyggða landsins. Hann segir að sjávarútvegurinn sé undirstöðuatvinnugrein en að fleiru verði að hyggja. Svo sem samgöngum og öðrum atvinnugreinum. Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki, segir að hvað varðar framsali á aflaheimildum sé mögulegt að takmarka það frekar. Hins vegar megi ekki gleyma því að róttækar breytingar hafi mest áhrif á kvótalausa báta. Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokknum, segir að byggðakvóti upp á 140 tonn í einhver sveitafélög geri ekki nokkurn skapaðan hlut. Slíkt geti einn bátur veitt á einni viku. Það þurfi að taka sjávarútveginn til gagngerar endurskoðunar. Ekki bara kerfið heldur einnig Hafrannsóknarstofnun og vinnubrögð hennar. Segir hann með ólíkindum að forstjóri Hafró geti haldið því fram að brottkast skipti ekki máli ef það er svipað ár frá ári. Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, segir að ekki verði fram hjá því horft að núverandi kerfi hafi skipt sköpun í sjávarútveginum undanfarin ár. Vandi sjávarbyggða er ekki bara fólgin í framsali aflaheimilda. Störfum við hefðbundinn sjávarútveg hefur farið fækkandi. Auðvitað segir þetta til sín í byggðaþróun segir Illugi.
Handhafar aflaheimilda hafa frjálsar hendur um framsal aflaheimilda og þegar þær hækka í verði þá fara þær frá heimamönnum. Þetta kom fram í máli Kristins H. Gunnarssonar, Frjálslyndum, í utandagskrárumræðum á Alþingi. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að það megi ekki gleyma því að sjávarútvegurinn verði að geta keppt við aðrar atvinnugreinar sem herja á sjávarútveginn. Segir Einar að framsal aflaheimilda dragi til að mynda úr kostnaði. Segir hann að byggðakvóti sé til þess að bregðast við neikvæðum hliðum framsals aflaheimilda. 50% veiðiskyldan er ekki að virka sem skyldi og það þarf að endurskoða hana, segir sjávarútvegsráðherra. Einar segist vera þeirrar skoðunar að það eigi að vera ákveðin veiðiskylda í gangi.
Fjórir Jemenar látnir lausir í Guantánamo fangabúðunum
Fjórir Jemenar hafa verið fluttir úr Guantánamo fangabúðunum á Kúbu til síns heima. Mennirnir höfðu verið í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo frá árinu 2002 en þeir voru grunaðir um að tengjast al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Bandarísk stjórnvöld hafa staðfest að mennirnir hafi verið fluttir til Jemen á þriðjudag en ekki hefur verið gefið upp hverjir þeir eru. Alls hafa tólf Jemenar verið fluttir heim úr fangabúðunum, samkvæmt upplýsingum AP fréttastofunnar. Tæplega 100 Jemenar eru enn í haldi í Guantánamo fangabúðunum. Eru Jemenar fjölmennastir fanga í búðunum. Samkvæmt heimildum AP er Ali Saleh Muhsin einn fjórmenninganna. Hefur fréttastofan eftir öryggisverði í búðunum að Muhsin eigi við geðræn vandamál að stríða án þess að skilgreina það nánar. Allt frá því að Guantánamo fangabúðirnar voru settar á legg árið 2002 hafa Bandaríkjamenn látið 405 fanga lausa. Um 80 af þeim föngum sem enn eru í haldi bíða þess að vera látnir lausir þar sem ákvörðun þar að lútandi hefur verið tekin.
Fjórir Jemenar hafa verið fluttir úr Guantánamo fangabúðunum á Kúbu til síns heima. Þeir voru grunaðir um að tengjast al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Alls hafa tólf Jemenar verið fluttir heim úr fangabúðunum. Eru Jemenar fjölmennastir fanga í búðunum. Allt frá því að Guantánamo fangabúðirnar voru settar á legg árið 2002 hafa Bandaríkjamenn látið 405 fanga lausa.
Ölframleiðendur lítið hrifnir af rigningunni
Það er ekki nóg með að væntingar um vaxtahækkanir dragi úr eyðslulöngun Breta heldur virðist veðrið skipta þar miklu. Varla hefur sést til sólar í heilan mánuð og nánast rignt upp á dag. Svo virðist sem Bretar haldi sig heima og sleppi því að koma við á kránni og fá sér öl. Að minnsta kosti hefur brugghúsið Scottish & Newcastle, sem er stærsti ölframleiðandi Bretlands, sent frá sér afkomuviðvörun vegna samdráttar í sölu. Í breska dagblaðinu Independent í dag er fjallað um veðrið og áhrif þess á neysluvenjur Breta. Þar kemur fram að Scottish & Newcastle, sem meðal annars framleiðir Fosters, Kronenbourg og John Smiths, hafi sent afkomuviðvörun til Kauphallarinnar í Lundúnum í gær. Þar kemur fram að salan hafi minnkað um 5% á fyrri hluta ársins í Bretlandi og er slæmu veðri kennt um. Segir jafnframt í afkomuviðvöruninni að útlit sé fyrir að afkoman verði óviðunandi á fyrri hluta rekstrarársins og mun verri heldur en á sama tímabili í fyrra þegar sól skein í heiði í Bretlandi og HM í knattspyrnu var haldið í Þýskalandi. Efnislítill sumarfatnaður óhreyfður í hillum tískuvöruverslana Tískuvöruverslanir hafa ekki farið varhluta af rigningunni þar sem lítil eftirspurn er eftir efnislitlum sumarklæðnaði. Því hafa verslanir brugðið á það ráð að flýta útsölum til þess að koma út tískufatnaðinum. Hins vegar seljast regnhlífar og regnfatnaður betur en oft áður. Eins rjúka bækur, geisladiskar og mynddiskar út, samkvæmt frétt Independent.
Það er ekki nóg með að væntingar um vaxtahækkanir dragi úr eyðslulöngun Breta heldur virðist veðrið skipta þar miklu. Varla hefur sést til sólar í heilan mánuð og nánast rignt upp á dag. Svo virðist sem Bretar haldi sig heima og sleppi því að koma við á kránni og fá sér öl. Hefur brugghúsið Scottish & Newcastle, sem er stærsti ölframleiðandi Bretlands, sent frá sér afkomuviðvörun vegna samdráttar í sölu. Salan hafi minnkað um 5% á fyrri hluta ársins í Bretlandi og er slæmu veðri kennt um. Tískuvöruverslanir hafa ekki farið varhluta af rigningunni þar sem lítil eftirspurn er eftir efnislitlum sumarklæðnaði.
Á sundi í meira en 15 tíma
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Benedikt Hjartarson sundkappi var hársbreidd frá því að synda óstuddur yfir Ermarsund í gærkvöldi. Síðustu mílurnar við Frakkland þykja sérlega erfiðar og eru kallaðar "grafreitur draumanna". Þar skiptir tímasetning höfuðmáli. Eftir fjórtán tíma átök lenti Benedikt í sterkum straumum sem báru hann af leið og barðist við þá um sinn. Ákveðið var að hætta sundinu þegar ljóst var að hann næði ekki landi á tanga einum, en við það lengdist leiðin til muna. Eyjólfur Jónsson lenti í svipuðum aðstæðum þegar hann reyndi sama afrek árið 1958, en tókst ekki. Hálftíma seinkun að kenna Tal náðist af Benedikt þegar hann var kominn um borð í bát og var að jafna sig. Hann var þá nokkuð kaldur en ágætlega haldinn. "Það er alveg hrikalega leiðinlegt að hafa ekki komist í gegnum þetta útstreymi. Það er svo þungt að maður á ekki möguleika. Það varð hálftímatöf hjá okkur í morgun því skipstjórinn var seinn fyrir. Ef við hefðum lagt af stað á réttum tíma hefði þetta sennilega lukkast," sagði Benedikt. Margt gerðist á leiðinni, en Benedikt lenti í nokkrum vandræðum með þara sem flæktist fyrir honum og þurfti einnig margoft að þræða fyrir vöður af marglyttum. Ein þeirra náði honum þó og brenndi hann lítillega í andliti. "Ég veit ekki hvort ég reyni aftur, kannski fer maður sér rólega á næstunni. En við sjáum bara til," sagði hann að lokum. Í hnotskurn » Fyrri hluti sundsins gekk mjög hratt og vel fyrir sig, en sterkir straumar gerðu út af við vonirnar þegar 2-3 sjómílur voru eftir. » Marglytta kom við andlit Benedikts á miðju sundi. » Benedikt synti í minningu átta ára bróðurdóttur sinnar, Emmu Katrínar Gísladóttur, sem lést í maí vegna veikinda. Nefndi hann sundið Emmusund eftir henni.
Benedikt Hjartarson sundkappi var hársbreidd frá því að synda óstuddur yfir Ermarsund í gærkvöldi. Eftir fjórtán tíma átök lenti Benedikt í sterkum straumum sem báru hann af leið. Ákveðið var að hætta sundinu þegar ljóst var að hann næði ekki landi á tanga einum. Benedikt lenti í nokkrum vandræðum með þara sem flæktist fyrir honum. Þurfti einnig margoft að þræða fyrir vöður af marglyttum. Ein þeirra náði honum þó og brenndi hann lítillega í andliti.
Minni leki í Hálslóni en búist var við
Minna lekur úr Hálslóni en gert var ráð fyrir í hönnun þess. Að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Kárahnjúkavirkjunar, er þó erfitt að meta heildarlekann þar sem vatni er hleypt í gljúfrin norðan við Kárahnjúkastíflu. "Hann er þó undir þeim skekkjumörkum sem gert var ráð fyrir af hönnuðum," segir Sigurður. Beðið er eftir að lónið fyllist og segir Sigurður að þá verði hægt að meta lekann með betri hætti. Brugðist er þó við þeim lekum sem komið hafa í ljós. M.a. hefur verktakinn Suðurverk séð um að flytja efni að litlum lekum sem í ljós hafa komið við Sauðárdalsstíflu. Fyrir nokkrum vikum kom í ljós að vatnið í Hálslóni leitaði í gegnum jarðveginn á Kárahnjúki en Sigurður Arnalds segir að lítil lind leiti útúr hnjúknum og að menn hafi auga með henni. "Þetta eru bara nokkrir lítrar á sekúndu og ekkert til að hafa áhyggjur af. Reynslan af öðrum jökulárvirkjunum sýnir að setið úr lóninu mun líklega fylla upp í þær glufur sem eru í jarðveginum og stöðva leka eins og þennan." Telja framkvæmdaaðilar það því ekki svara kostnaði að fylla upp í lekann með sementi líkt og gert hefur verið á ýmsum stöðum við stífluna.
Minna lekur úr Hálslóni en gert var ráð fyrir í hönnun þess. Þó erfitt að meta heildarlekann þar sem vatni er hleypt í gljúfrin norðan við Kárahnjúkastíflu. Brugðist er þó við þeim lekum sem komið hafa í ljós. Fyrir nokkrum vikum kom í ljós að vatnið í Hálslóni leitaði í gegnum jarðveginn á Kárahnjúki.
Þyrla flutti flugvélabrak úr hrauninu
Brak flugvélarinnar sem hrapaði í hrauninu sunnan við álverið í Straumsvík var í gær flutt í flugskýli Rannsóknarnefndar flugslysa. Þar sem vélin brotlenti um 6 km frá veginum þurfti þyrlu til að flytja brakið að vörubíl sem keyrði það svo í flugskýlið. Að sögn Braga Baldurssonar, sem stýrir rannsókninni á slysinu, var vélin svo illa löskuð að stélið hékk naumlega við framhluta vélarinnar. Ljóst var að ekki væri mögulegt að flytja vélina í heilu lagi þannig að ákveðið var að skera stélið frá. Bragi segir það ekki hafa áhrif á rannsókn slyssins en flakið var fullrannsakað á vettvangi. Hann segir það eina sem eftir sé að kanna séu ratsjárgögn frá Flugstoðum en það verði gert í vikunni. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugmaður sá um að flytja hlutana tvo að veginum. Það var þó hægara sagt en gert þar sem farmurinn var, að sögn Jóns Kjartans, afar óstöðugur og stór. "Sökum vænghafs og roks var ekki hægt að fljúga með framhlutann á mikilli ferð þar sem hann gat farið að snúast og láta illa." Sleppa þurfti frampartinum á miðri leið og á meðan beðið var eftir að lægði var stélið sótt og flutt að vörubílnum. Eftir það var framhlutinn sóttur og brakið keyrt til Reykjavíkur.
Brak flugvélarinnar sem hrapaði í hrauninu sunnan við álverið í Straumsvík var í gær flutt í flugskýli Rannsóknarnefndar flugslysa. Þar sem vélin brotlenti um 6 km frá veginum þurfti þyrlu til að flytja brakið að vörubíl sem keyrði það svo í flugskýlið. Að sögn Braga Baldurssonar, sem stýrir rannsókninni á slysinu, var vélin svo illa löskuð að stélið hékk naumlega við framhluta vélarinnar.
Fá samtals 1,6 milljarða í bætur fyrir vatnsréttindi
Matsnefnd, sem var skipuð samkvæmt samningi Landsvirkjunar og flestra landeigenda við Jökulsá á Dal, Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá, hefur komist að þeirri niðurstöðu að landeigendur við Jökulsá í Dal skuli fá samtals 1,2 milljarða króna fyrir vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar og landeigendur við Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá samtals 410 milljónir. Úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp á Hótel Héraði á Egilsstöðum í dag. Hægt verður að fara með niðurstöður nefndarinnar fyrir dómstóla, sætti aðilar sig ekki við úrskurðinn. Vatnsréttarhafar fóru fram á um 60 milljarða króna bætur gegn Landsvirkjun, sem mat slíkar bætur á 375 milljónir hið hæsta. Krafa landeigenda byggðist á eingreiðsluuppreikningi 15% árgreiðslu af brúttótekjum Kárahnjúkavirkjunar, í samræmi við verðmyndun sem orðið hefur á vatnsréttindum eftir gildistöku raforkulaga frá 2003. Á þeim grundvelli var þess krafist að heildarvatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar verði metin á u.þ.b. 60 milljarða en af þeim vatnsréttindum eiga einkaaðilar einungis hluta og er þar um að ræða eigendur allt að 60 jarða.
Matsnefnd, sem var skipuð samkvæmt samningi Landsvirkjunar og flestra landeigenda við Jökulsá á Dal, Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá, hefur komist að þeirri niðurstöðu að landeigendur við Jökulsá í Dal skuli fá samtals 1,2 milljarða króna fyrir vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar og landeigendur við Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá samtals 410 milljónir. Hægt verður að fara með niðurstöður nefndarinnar fyrir dómstóla, sætti aðilar sig ekki við úrskurðinn. Vatnsréttarhafar fóru fram á um 60 milljarða króna bætur gegn Landsvirkjun, sem mat slíkar bætur á 375 milljónir hið hæsta.
Útsendingum frá nautaati hætt í spænsku ríkissjónvarpi
Spænska ríkissjónvarpið hefur ákveðið að hætta að sjónvarpa nautaati á þeim forsendum að hinn blóðugi bardagi nauts og nautabana, sem nær alltaf lýkur með ósigri nautsins, sé of ofbeldisfullur fyrir unga áhorfendur. Mikil hefð er fyrir þessari þjóðaríþrótt Spánverja og hefur nautaati verið sjónvarpað allt frá því að tilraunaútsendingar hófust á Spáni árið 1948, meira að segja var nautaat í Madrid allra fyrsta efnið sem sent var út í tilraunaskyni. Stjórnarandstæðingar í miðju-íhaldsflokknum PP hafa gagnrýnt ákvörðunina, sem tekin var af ríkisstjórn sósíalista í landinu. Hún er þó raunar fremur talin táknræn en róttæk, því útsendingum ríkissjónvarpsins frá nautaati hefur fækkað undanfarin ár, og stóð aðeins til að senda út um tylft bardaga í vetur, af þeim hundruðum sem fram fara á hverju ári. Úrvalið er hins vegar nóg á einkasjónvarpsstöðvum, og verður enn um sinn. Þrátt fyrir að fæstir Spánverjar sæki nautaat reglulega þá virðist ekki hafa myndast víðtæk samstaða um að hætta íþróttinni, sem mörgum þykir afar grimmdarleg. Spánverjar líta svo á að nautaatið sé hluti af menningu þjóðarinnar, þótt þeim sé ekki öllum vel við það.
Spænska ríkissjónvarpið hefur ákveðið að hætta að sjónvarpa nautaati. Hinn blóðugi bardagi nauts og nautabana sé of ofbeldisfullur fyrir unga áhorfendur. Stjórnarandstæðingar í miðju-íhaldsflokknum PP hafa gagnrýnt ákvörðunina, sem tekin var af ríkisstjórn sósíalista í landinu. Úrvalið er hins vegar nóg á einkasjónvarpsstöðvum, og verður enn um sinn. Þrátt fyrir að fæstir Spánverjar sæki nautaat reglulega þá virðist ekki hafa myndast víðtæk samstaða um að hætta íþróttinni. Spánverjar líta svo á að nautaatið sé hluti af menningu þjóðarinnar, þótt þeim sé ekki öllum vel við það.
Telur sig ekki vanhæfan
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, telur ekki eðlilegt að forsætisnefnd þingsins taki upp einstök mál sem séu uppi á borðum hjá Ríkisendurskoðun, enda séu þau mál til meðferðar hjá fjárlaganefnd sem hafi það hlutverk með höndum á vegum þingsins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, sagði í Morgunblaðinu í gær að hún teldi eðlilegt að forsætisnefnd ræddi framkvæmd fjárlaga í ljósi þeirrar deilu sem upp er komin um framlög vegna Grímseyjarferju og var Sturla spurður hvort hann teldi sig vanhæfan til að koma að því máli í ljósi þess að hann var samgönguráðherra þar til í vor. "Hins vegar tel ég eðlilegt að Ríkisendurskoðun geri forsætisnefnd grein fyrir þeim deilumálum sem upp hafa komið um framkvæmd fjárlaga," sagði Sturla og bætti við að hann sæi ekki að hann væri vanhæfur sem forseti Alþingis til að koma að umfjöllun um þau mál almennt á vettvangi forsætisnefndarinnar. Hann benti einnig á að í gildi væru lög um framkvæmd fjárlaga og hugsanlega þyrftu að koma til skoðunar lagabreytingar í þeim efnum með það að markmiði að bæta samskipti löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins að þessu leyti. Fundur forsætisnefndar Alþingis hefur verið boðaður á mánudag og þriðjudag í næstu viku og verða þar til umfjöllunar þingstörfin í vetur og ýmis mál þeim tengd. Til þess fundar mæta fulltrúar Ríkisendurskoðunar og umboðsmaður Alþingis eins og venja er á þessum tíma árs.
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, telur ekki eðlilegt að forsætisnefnd þingsins taki upp einstök mál sem séu uppi á borðum hjá Ríkisendurskoðun. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, sagði að hún teldi eðlilegt að forsætisnefnd ræddi framkvæmd fjárlaga í ljósi þeirrar deilu sem upp er komin um framlög vegna Grímseyjarferju. Var Sturla spurður hvort hann teldi sig vanhæfan til að koma að því máli í ljósi þess að hann var samgönguráðherra þar til í vor. Hann sæi ekki að hann væri vanhæfur sem forseti Alþingis til að koma að umfjöllun um þau mál almennt á vettvangi forsætisnefndarinnar.
Eignaðist þríbura í annað sinn
Hjónin Victoría og Tim Lasita eignuðust þríbura fyrir fjórum árum og ákváðu að eigin sögn að "bæta einu við" en ekki öðru setti af þríburum eins og raunin varð í gær er Victoría sem er 39 ára eignaðist þríbura í annað sinn eftir 34 vikna meðgöngu. Lasita hjónin eignuðust börn sín með eðlilegum hætti og notuðust ekki við neina frjósemismeðferð. Tölfræðin segir að líkurnar á að kona eignist þríbura án aðstoðar frjósemismeðferðar eru um það bil einn á móti átta þúsund og að hún geri það í tvígang er einn á móti 64 milljónum. "Ætli ég hefði ekki átt að vera nákvæmari og sagt eitt barn til viðbótar en ekki eitt sett af þríburum til viðbótar," sagði Victoría við blaðamenn á sjúkrahúsinu í Cincinnati. Að þessu sinni eignuðust Lasita-hjónin þrjá drengi, Casey Alexander, Caden Bradley og Carson Charles sem vógu á bilinu 1,8 og 2,2 kíló. Drengirnir voru teknir með keisaraskurði og voru 18 læknar og hjúkrunarliðar viðstaddir. Heima bíða þau Jessica, Jillian og Brian sem verða 4 ára í desember. Foreldrarnir sögðu að viðbótin við barnaskarann þýddu að á heimilinu verður skipt um 300 bleyjur og útbúnir verða um 168 pelar á viku. "Maður tekur við því sem guð réttir manni," sagði móðirin og bætti við að hann hefði líklegast ákveðið að þau gætu séð fram úr þessu. Viktoría og Tim hafa verið gift í sex ár og eiga þrjú uppkomin börn frá fyrri hjónaböndum.
Hjónin Victoría og Tim Lasita eignuðust þríbura fyrir fjórum árum og ákváðu að eigin sögn að "bæta einu við" en ekki öðru setti af þríburum eins og raunin varð. Lasita hjónin eignuðust börn sín með eðlilegum hætti. Líkurnar á að kona eignist þríbura án aðstoðar frjósemismeðferðar eru um það bil einn á móti átta þúsund og að hún geri það í tvígang er einn á móti 64 milljónum. Að þessu sinni eignuðust Lasita-hjónin þrjá drengi. Drengirnir voru teknir með keisaraskurði og voru 18 læknar og hjúkrunarliðar viðstaddir.
3.784 erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins fyrstu 6 mánuði ársins
Fyrstu sex mánuði ársins fluttust 3.784 erlendir ríkisborgarar til landsins. Þetta er álíka há tala og undanfarin tvö ár. Aftur á móti eru brottfluttir útlendingar heldur fleiri nú en verið hefur eða 1.138 talsins. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands um búferlaflutninga til og frá landinu. Í íbúaskrá eru færðir þeir útlendingar sem fá dvalarleyfi hér á landi í sex mánuði eða meira. Rétt er að hafa í huga að nokkur töf getur orðið á því að útlendingar sem fá dvalarleyfi séu skráðir í íbúaskrá og að sama skapi getur dregist að þeir einstaklingar sem flytjast af landi brott séu felldir úr íbúaskrá. Fremur litlar breytingar hafi orðið á umfangi búferlaflutninga innanlands. Hinsvegar hafa orðið miklar breytingar á búferlaflutningum til og frá Íslandi á undanförnum misserum. Flutningstíðni í millilandaflutningum er nú afar há, hvort sem litið er til reynslu annarra landa eða til fyrri tímabila hér á landi, að því er segir á vef Hagstofu Íslands.
Fyrstu sex mánuði ársins fluttust 3.784 erlendir ríkisborgarar til landsins. Þetta er álíka há tala og undanfarin tvö ár. Aftur á móti eru brottfluttir útlendingar heldur fleiri nú en verið hefur eða 1.138 talsins. Fremur litlar breytingar hafi orðið á umfangi búferlaflutninga innanlands. Hinsvegar hafa orðið miklar breytingar á búferlaflutningum til og frá Íslandi á undanförnum misserum.
Finnar setja viðvaranir á áfengisflöskur
Finnsk stjórnvöld hafa ákveðið að setja viðvörunarmiða á áfengisflöskur en áfengi er helsta banamein Finna. Verða viðvörunarmiðar settir á bjór, léttvín og sterkt áfengi. Reglunar taka gildi árið 2009 og samkvæmt þeim verður að standa VAROITUS, sem þýðir viðvörun á finnsku, í hástöfum á hverjum miða auk þess sem þar á að koma fram að áfengi stofnar lífi fósturs og heilsu fólks í hættu. Textinn verður bæði á finnsku og sænsku enda er 6% hluti finnsku þjóðarinnar sænskumælandi. Talið er að miðarnir muni hækka verð á innfluttu áfengi og bjór um að minnsta kosti eina evru á flösku. Fyrr í dag greindu finnsk heilbrigðisyfirvöld frá því að áfengi er helsti orsakavaldur slysa í landinu þar sem 25% slysa megi rekja til áfengisnotkunar. Um helgar eru um 50% þeirra sem leita til slysadeilda undir áhrifum áfengis. Í Finnlandi má rekja 17% dauðsfalla karlmanna á aldrinum 15-64 ára til misnotkunar á áfengi og er það í fyrsta skipti sem fleiri látast vegna misnotkunar á áfengi heldur en úr hjartasjúkdómum í landinu. Konur eru heldur ekki undanskildar því 10,5% dauðsfalla kvenna má rekja til misnotkunar á áfengi. Er það svipað hlutfall og þær sem látast úr brjóstakrabbameini Finnsk stjórnvöld hafa markviss reynt að stemma stigu við áfengisvandamálinu í landinu meðal annars með því að einungis er heimilt að selja léttvín og sterkt áfengi í áfengisverslunum ríkisins. Árið 2004 voru hins vegar álögur á áfengi lækkaðir verulega til þess að koma í veg fyrir verslunarferðir Finna til Rússlands og Eistlands þar sem áfengi er mun ódýrara.
Finnsk stjórnvöld hafa ákveðið að setja viðvörunarmiða á áfengisflöskur en áfengi er helsta banamein Finna. Reglunar taka gildi árið 2009. Talið er að miðarnir muni hækka verð á innfluttu áfengi og bjór um að minnsta kosti eina evru á flösku. Áfengi er helsti orsakavaldur slysa í landinu þar sem 25% slysa megi rekja til áfengisnotkunar. Í Finnlandi má rekja 17% dauðsfalla karlmanna á aldrinum 15-64 ára til misnotkunar á áfengi. Konur eru heldur ekki undanskildar því 10,5% dauðsfalla kvenna má rekja til misnotkunar á áfengi.
Segja engin vandræði framundan
Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Íslensku viðskiptabankarnir munu ekki lenda í neinum vandræðum með fjármögnun sína fyrir næsta ár þótt vissulega geti hún orðið dýrari. Að sögn Guðna Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra fjárstýringar Kaupþings, hefur aðgengi að fjármagni á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum opnast á ný en eins og fram hefur komið var nánast ómögulegt að nálgast fjármagn fyrir aðeins nokkrum vikum síðan. Þá var mikil ólga á mörkuðum í kjölfar þess að markaðurinn með ótrygg veðlán í Bandaríkjunum sprakk en nú hefur öldurnar að miklu leyti lægt. Vissulega hefur skuldatryggingarálag á íslensku bankana hækkað síðan fjármálaóróinn hófst en það á við um alla banka, um allan heim. Í Vegvísi Landsbankans í gær kemur þó fram að ITRAXX Financials-vísitalan, sem mælir skuldatryggingarálag banka heimsins, hefur farið lækkandi að undanförnu og það hefur skuldatryggingarálag Glitnis og Landsbankans einnig gert. Athygli vekur að álag Kaupþings sé enn eins hátt og raun ber vitni en í Vegvísi er bent á að Kaupþing hefur ekki gefið út skuldabréf um töluvert langt skeið og því hafi ekki reynt á þau kjör sem bankanum bjóðast. Nægt lausafé Guðni segir Kaupþing eiga nægt lausafé til þess að halda starfseminni úti í eitt ár og það gefi svigrúm til þess að fylgjast með þróuninni og bíða þess að skuldatryggingarálagið muni lækka. "Maður veit ekki hversu lengi þetta ástand varir en fyrr en síðar er ljóst að álagið mun taka að lækka." Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis, segir að líkt og Kaupþing eigi bankinn nægt lausafé til þess að halda starfseminni gangandi um langt skeið. "Reynslan frá því í fyrra, þegar íslensku bankarnir gengu í gegnum mikinn óróa, kemur okkur til góða núna," segir hann. Ingvar bendir á að nýlegri skuldabréfaútgáfu bankans á Bandaríkjamarkaði hafi verið afar vel tekið og túlkuð sem mikið styrkleikamerki að geta náð í háar fjárhæðir við núverandi markaðsaðstæður. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, tekur í sama streng og þeir Guðni og Ingvar og segir bankann vera í mjög góðri stöðu hvað fjármögnun varðar. "Á síðasta ári fórum við út í ýmis konar aðgerðir til þess að efla fjármögnun bankans, þar af er þekktast innlánaform okkar Icesave í Bretlandi. Þar af leiðandi er lausafjárstaða okkar sterk og við þurfum ekki að leita á markað." Sigurjón segir það engu að síður mjög líklegt að bankinn muni leita á markað eftir langtímafjármagni fyrr en síðar. Það sé þó mjög þægileg staða að vera í að þurfa ekki að leita út á markað.
Íslensku viðskiptabankarnir munu ekki lenda í neinum vandræðum með fjármögnun sína fyrir næsta ár þótt vissulega geti hún orðið dýrari. Að sögn framkvæmdastjóra fjárstýringar Kaupþings hefur aðgengi að fjármagni á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum opnast á ný. Þá var mikil ólga á mörkuðum í kjölfar þess að markaðurinn með ótrygg veðlán í Bandaríkjunum sprakk en nú hefur öldurnar að miklu leyti lægt. Vissulega hefur skuldatryggingarálag á íslensku bankana hækkað síðan fjármálaóróinn hófst en það á við um alla banka, um allan heim. Kemur þó fram að ITRAXX Financials-vísitalan hefur farið lækkandi að undanförnu og það hefur skuldatryggingarálag Glitnis og Landsbankans einnig gert. Framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis segir að líkt og Kaupþing eigi bankinn nægt lausafé til þess að halda starfseminni gangandi um langt skeið. Bankastjóri Landsbankans tekur í sama streng og segir bankann vera í mjög góðri stöðu hvað fjármögnun varðar.
Hætt við fyrirlestur vísindamanns eftir að hann lét umdeild ummæli flakka
Vísindasafnið í Bretlandi hefur hætt við fyrirlestur erfðafræðings eftir að hann fullyrti að þeldökkir einstaklingar væru ekki eins gáfaðir og hvítt fólk. Dr. James Watson, sem hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir þátt sinn í að uppgötva uppbyggingu DNA-erfðaefnisins, átti að halda fyrirlesturinn á morgun. Safnið hefur hinsvegar hætt við viðburðinn. Forsvarsmenn safnsins segja að skoðanir Watson gangi langt út fyrir það sem ásættanlegt er. Watson er staddur í Bretlandi til þess að kynna nýja bók sína. Í viðtali við breska blaðið The Sunday Times , sagði Watson, sem er 79 ára, að hann væri mjög svartsýnn á framtíðhorfurnar í Afríku "vegna þess að allar félagslegar stefnur okkar byggja á þeirri staðreynd að þeir séu jafngáfaðir okkur - en allar rannsóknir segja annað". Hann bætti því við að hann vonaðist til þess að allir væru jafnir en að "fólk sem þarft að glíma við svarta starfsmenn kemst að því að þetta er ekki rétt". Þetta kemur fram á vef BBC. Talsmaður Vísindasafnsins segir að vitað sé að þekktir vísindamenn eigi það til að segja eitthvað sem þykir vera umdeilt. Hann segir jafnframt að safnið komi sér ekki hjá því að taka á umdeildum umræðuefnum. "Okkur finnst hinsvegar að Watson hafi farið yfir strikið í ásættanlegri umræðu og af þeim sökum höfum við hætt við fyrirlesturinn." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Watson segir eitthvað mjög umdeilt. Hann hefur t.d. látið hafa eftir sér að konur eigi að hafa rétt til þess að láta eyða fóstri ef rannsóknarniðurstöður sýna fram á að barnið verði samkynhneigt.
Vísindasafnið í Bretlandi hefur hætt við fyrirlestur erfðafræðings eftir að hann fullyrti að þeldökkir einstaklingar væru ekki eins gáfaðir og hvítt fólk. Forsvarsmenn safnsins segja að skoðanir Watson gangi langt út fyrir það sem ásættanlegt er. Watson er staddur í Bretlandi til þess að kynna nýja bók sína. Sagði Watson, sem er 79 ára, að hann væri mjög svartsýnn á framtíðhorfurnar í Afríku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Watson segir eitthvað mjög umdeilt.
'Ingibjörg: Eðlilegt að Rússar komi að þróun öryggismála á norðurslóðum'
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði eftir fund sinn með utanríkisráðherrum Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs í Ósló í Noregi í morgun að þrátt fyrir að aukin áhersla sé nú lögð á samvinnu Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum sé einnig vilji og þörf fyrir samstarf við Rússa í öryggismálum á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ingibjörg sagði Rússa eiga augljósra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og að það sé því eðlilegt að þeir eigi aðkomu að öryggismálum á svæðinu. "Við skilgreinum Rússa sem samstarfsaðila en ekki sem andstæðinga í þessum málum. Það er hugmyndafræði kalds stríðsins og hún á að vera liðin undir lok," sagði hún. Þá sagði hún mikinn samstarfsvilja ríkja innan Norðurlandanna varðandi þróun öryggismála á Norður-Atlantshafssvæðinu. Þetta eigi sérstaklega við um Íslendinga, Dani og Norðmenn enda snerti málið þá með öðrum hætti en Svía og Finna. Þeir taki þó einnig virkan þátt í þessari umræðu og séu meðvitaðir um að hún geti ekki takamrkast við landamæri. Spurð um viðhorf þessara þjóða til fjárframlaga til þróunar öryggismála á svæðinu sagði hún slíka umræðu ekki hafna fyrir alvöru. Menn séu enn að skilgreina hagsmuni sína og mynda sér framtíðarsýn. Þó sé ljóst að yfirvöld á Norðurlöndunum öllum hafi skilning á þeim breytingum sem séu að verða og telji málið raunverulega koma sér við.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði eftir fund sinn með utanríkisráðherrum Norðurlandanna að þrátt fyrir að aukin áhersla sé nú lögð á samvinnu Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum sé einnig vilji og þörf fyrir samstarf við Rússa í öryggismálum á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ingibjörg sagði Rússa eiga augljósra hagsmuna að gæta á norðurslóðum og að það sé því eðlilegt að þeir eigi aðkomu að öryggismálum á svæðinu. Þá sagði hún mikinn samstarfsvilja ríkja innan Norðurlandanna varðandi þróun öryggismála á Norður-Atlantshafssvæðinu.
Skilorðsbundið fangelsi vegna slagsmála
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í mánaðar skilorðsbundið gæsluvarðhald fyrir líkamsárás og dæmt hann til að greiða öðrum manni 120 þúsund krónur í bætur. Annar maður var sýknaður í sama máli, sem höfðað var í kjölfar slagsmála, sem brutust út á veitingahúsi á Húsavík í september. Lögreglan fékk tilkynningu um fjöldaslagsmál fyrir framan skemmtistaðinn Gamla Bauk í september og kom fram í tilkynningunni að brotist hefðu út slagsmál á milli erlendra farandverkamanna og einhverra heimamanna. Haft er eftir lögreglu í dómnum, að á að giska 20-30 manns hafi tekið þátt í slagsmálunum þegar lögreglumenn bar að og mikil múgæsing hafi myndast. Menn hafi barið hver á öðrum og einhverjir verið að reyna að skilja þá að. Einn maður fótbrotnaði í átökunum. Í niðurstöðu dómsins segir, að slagsmálin virðist hafa verið milli farandverkamanna af mismunandi þjóðernum annars vegar og heimamanna hins vegar. Sé síður en svo ljóst, að útlendingarnir hafi átt upptökin en hins vegar liggi ekki annað fyrir en að heimamenn hafi einir orðið fyrir áverkum. Sá sem dóminn hlaut hafði dvalið hér á landi. Hann var dæmdur fyrir að slá tvo menn í andlitið og sparka síðan í annan þeirra. Félagi mannsins var einnig ákærður en sýknaður þar sem sakargiftir þóttu ekki sannaðar.
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í mánaðar skilorðsbundið gæsluvarðhald fyrir líkamsárás og dæmt hann til að greiða öðrum manni 120 þúsund krónur í bætur. Lögreglan fékk tilkynningu um fjöldaslagsmál fyrir framan skemmtistaðinn Gamla Bauk í september. 20-30 manns hafi tekið þátt í slagsmálunum þegar lögreglumenn bar að. Í niðurstöðu dómsins segir, að slagsmálin virðist hafa verið milli farandverkamanna af mismunandi þjóðernum annars vegar og heimamanna hins vegar.
Íslenska tilboðið það hæsta í filippseyska orkufyrirtækið
Tilboð sem Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest stóðu að ásamt filippseyska félaginu First Gen Corp. í filippseyska orkufélagið PNOC Energy Development, var það hæsta sem barst, að sögn þarlendra stjórnvalda. Hljóðaði tilboðið, sem var í 60% hlut ríkissjóðs Filippseyja, upp á 58,5 milljarða pesóa, jafnvirði tæplega 85 milljarða króna, en lágmarksverð ríkisins var rúmir 45 milljarðar pesóa. "Við trúum á þetta fyrirtæki," hefur blaðið Manila Times eftir Francis Giles Puno, aðstoðarforstjóra og fjármálastjóra First Gen. "Við erum afar ánægðir með að hafa náð þessum áfanga." Að sögn fréttaveitunnar Thomson bárust þrjú önnur tilboð í orkufélagið. Næsthæsta tilboðið var frá FDC Geo-Energy Holdings Inc. sem fjárfestingarfelagið Filinvest Development Corp. fór fyrir. Það tilboð hljóðaði upp á 48,5 milljarða pesóa. Tilboð frá Panasia Energy hljóðaði upp á 39 milljarða pesóa en lægsta tilboðið barst frá Aboitiz Power Corp og Mighty River Power, 33,165 milljarðar pesóa. Tilboð GGE, REI og First Gen var lagt fram undir nafninu Red Vulcan. First Gen er í eigu First Philippine Holdings Corp, eignarhaldsfélags fjölskyldu sem hefur fjárfest í orkuvinnslu og byggingariðnaði og á einnig hlut í fjölmiðlum og orkudreifingarfyrirtæki. Thomson hefur eftir Antonio Cailao, forstjóra filippseyska ríkisolíufélagsins, móðurfélags PNOC-EDC, að tilkynnt verði á morgun hvort tilboði Red Vulkan verði tekið eftir að farið hefur verið yfir tilboðsgögnin. Ekki hefur verið upplýst hver hlutur íslensku fyrirtækjanna er í tilboði Red Vulcan. Cailao segir við Manila Times , að salan sé á heppilegum tíma fyrir stjórnvöld á Filippseyjum í ljósi mikils áhuga fjárfesta og ólíklegt er að jafn hátt verð myndi fást fyrir fyrirtækið síðar. Blaðið segir, að PNOC-EDC sé annað stærsta fyrirtæki af þessu tagi í heimi og framleiðslugetan sé 1150 megavött. Hafliði Helgason, talsmaður Reykjavik Energy Invest, segir búast megi við því að það liggi fyrir í nótt að íslenskum tíma hvaða tilboði verði tekið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um tilboðið þar sem það væri ekki heimilt á þessari stundu.
Tilboð sem Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest stóðu að ásamt filippseyska félaginu First Gen Corp. í filippseyska orkufélagið PNOC Energy Development, var það hæsta sem barst, að sögn þarlendra stjórnvalda. Hljóðaði tilboðið, sem var í 60% hlut ríkissjóðs Filippseyja, upp á 58,5 milljarða pesóa, jafnvirði tæplega 85 milljarða króna Lágmarksverð ríkisins var rúmir 45 milljarðar pesóa. Bárust þrjú önnur tilboð í orkufélagið. Næsthæsta tilboðið var frá FDC Geo-Energy Holdings Inc. Tilboð GGE, REI og First Gen var lagt fram undir nafninu Red Vulcan. Salan sé á heppilegum tíma fyrir stjórnvöld á Filippseyjum í ljósi mikils áhuga fjárfesta. Hafliði Helgason, talsmaður Reykjavik Energy Invest, segir búast megi við því að það liggi fyrir í nótt að íslenskum tíma hvaða tilboði verði tekið.
Viðræðum við landeigendur við Þjórsá haldið áfram
Landsvirkjun segir, að athugasemdir Ríkisendurskoðunar við samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 9. maí breyti ekki því meginatriði sem felist í samkomulaginu, að Landsvirkjun hafi heimild til að ræða og semja við landeigendur á grundvelli Títan-samninganna. Á heimasíðu sinni segir Landsvirkjun að nauðsynlegt sé að þær samningaviðræður verði leiddar til lykta því sveitarstjórnir vestan Þjórsár hafi óskað eftir því, að áður en komi til staðfestingar á aðalskipulagi liggi fyrir samkomulag við þá jarðeigendur sem hagsmuna eiga að gæta vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Nýting Landsvirkjunar á vatnsaflinu í neðri hluta Þjórsár, þegar þar að komi, sé hins vegar háð er því að ríkið hafi heimildir til að ráðstafa vatnsréttindunum. Samningaviðræður við landeigendur hafa m.a. farið fram á grundvelli samkomulags Landsvirkjunar við íslenska ríkið, sem er eigandi vatnsréttinda og tilheyrandi landsréttinda samkvæmt svokölluðum Títan-samningum. Landsvirkjun segir, að samkomulagið frá 9. maí 2007 hafi fyrst og fremst miðað að því að ríkið veitti Landsvirkjun ótvíræða heimild til að koma fram sem viðsemjandi um nýtingu landsréttinda vegna virkjunar á grundvelli Títan-samninganna og gæti haldið áfram virkjunarundirbúningi. Landsvirkjun segist alltaf hafa gert sér grein fyrir því að ekki sé um varanlegt framsal vatnsréttinda að ræða í samkomulagi fyrirtækisins við íslenska ríkið. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar sé sú að afla þurfi sérstakrar lagaheimildar til þess að ráðstafa vatnsréttindum ríkisins í neðri hluta Þjórsár og að á meðan slíka heimild skorti sé samkomulagið ekki bindandi fyrir ríkissjóð. Landsvirkjun stefnir að því að sækja um virkjunarleyfi á næsta ári fyrir áformaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár og segir, að fáist þau verði gengið til samninga við ríkið um yfirtöku vatnsréttinda og greiðslu endurgjalds fyrir þau. Nú þegar séu hafnar viðræður við aðra vatnsréttareigendur, sem eru eigendur um 8% vatnsréttinda við Urriðafossvirkjun. Fyrirtækið segir, að næg eftirspurn sé eftir orkunni og standi viðræður yfir m.a. við Becromal Iceland sem hreinsar kísil í sólarrafala og Verne Holding sem hyggst byggja upp netþjónabú hér á landi.
Landsvirkjun segir, að athugasemdir Ríkisendurskoðunar við samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 9. maí breyti ekki því meginatriði sem felist í samkomulaginu, að Landsvirkjun hafi heimild til að ræða og semja við landeigendur á grundvelli Títan-samninganna. Segir Landsvirkjun að nauðsynlegt sé að þær samningaviðræður verði leiddar til lykta. Sveitarstjórnir vestan Þjórsár hafi óskað eftir því, að áður en komi til staðfestingar á aðalskipulagi liggi fyrir samkomulag við þá jarðeigendur sem hagsmuna eiga að gæta vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar sé sú að afla þurfi sérstakrar lagaheimildar til þess að ráðstafa vatnsréttindum ríkisins í neðri hluta Þjórsár. Á meðan slíka heimild skorti sé samkomulagið ekki bindandi fyrir ríkissjóð. Landsvirkjun stefnir að því að sækja um virkjunarleyfi á næsta ári fyrir áformaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Fáist þau verði gengið til samninga við ríkið um yfirtöku vatnsréttinda og greiðslu endurgjalds fyrir þau.
'"Alveg ósammála niðurstöðunni"'
"Ég er gjörsamlega ósammála þessari niðurstöðu. Ég er mjög ósammála því að Eimskip hafi verið í markaðsráðandi stöðu," segir Ingimundur Sigurpálsson, fyrrverandi forstjóri Eimskips, um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Það lagði í fyrradag 310 milljóna króna sekt á Eimskip vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum á árunum 2001 og 2002. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Eimskip hefði, í skjóli markaðsráðandi stöðu sinnar, reynt með skipulögðum aðgerðum, að koma aðalkeppinaut sínum, Samskipum, út af markaðnum. Staða fyrirtækisins ágæt Ingimundur var forstjóri Eimskips í rúm þrjú ár. Hann tók við starfi forstjóra í ágúst árið 2000 og gegndi því fram í desember árið 2003. Hann segir að þann tíma sem hann var hjá Eimskipi hafi menn ekki talið að fyrirtækið væri í ráðandi stöðu á markaði, þótt menn hafi gert sér grein fyrir "að staða fyrirtækisins væri ágæt". Menn hafi verið með stöðu fyrirtækisins á bak við eyrað í öllum markaðsaðgerðum. Lögð hafi veri áhersla á að menn tækju tillit til ákvæða laga. Haldin hafi verið námskeið til að fara í gegnum þessi mál, enda hafi verið faglega unnið hjá Eimskipi. Ingimundur bendir á að sjálfur hafi hann ekki haft aðkomu að málinu síðustu þrjú árin. Hann hafi ekki verið kallaður fyrir Samkeppniseftirlitið né til ráðgjafar við Eimskip vegna málsins frá því hann hætti störfum þar. Öll vinna sem unnin hafi verið hjá Eimskipi á þeim tíma sem hann var forstjóri hafi tekið mið af þeirri miklu samkeppni sem þá var á markaði. "Þar af leiðir að ég er ósammála þeim meiningum sem Samkeppniseftirlitið lætur frá sér í þessu máli. Þær byggjast á viðtengingarhætti og huglægu mati," segir hann. Aldrei markmiðið að afmá Samskip af markaðnum Sem dæmi megi nefna þá fullyrðingu eftirlitsins að það hafi verið markmið Eimskips að afmá Samskip af markaðnum. "Það var aldrei í mínum huga eða huga þeirra sem ég ræddi við á sínum tíma um markaðsmál Eimskips. Því síður að það hafi verið rætt um það að hækka gjaldskrá félagsins í kjölfar aðgerða. Þetta eru algerlega hugarórar þeirra starfsmanna Samkeppniseftirlitsins sem um þetta hafa fjallað." Aðgerðir Eimskips á sínum tíma hafi fyrst og fremst miðað að því að ná þeirri markaðshlutdeild sem menn hafi verið með, enda hafi Samskip verið búin að kroppa í hana. Markaðurinn galopinn Ingimundur segir það jafnframt liggja í augum uppi að það sé fáránlegt að ætla að Eimskip geti verið eitt á flutningamarkaði. "Þetta er galopinn markaður og það myndu þá aðrir koma inn á hann, eins og dæmin hafa sýnt," segir Ingimundur. Í ákvörðun sinni studdist Samkeppniseftirlitið meðal annars við tölvupósta og minnisblöð frá Eimskipi. Þar er meðal annars talað um að setja Samskip "á hælana". Ingimundur segir að tölvupóstar og orðræða hafi gengið á milli manna, það hafi allt legið fyrir. Menn hafi verið sér meðvitandi um að þetta væru opinber gögn ef til þess kæmi. "Það þarf að skoða þetta í því samhengi að fólk sem vinnur í sölu- og markaðsmálum er í keppni. Það er að keppast um ákveðna hluti. Menn nota ýmis orð til að hvetja sitt lið," segir Ingimundur Sigurpálsson. Þeir Benedikt Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips, og Hörður Sigurgestsson, sem var forstjóri Eimskips til ársins 2000, vildu ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið leitaði eftir því. Í hnotskurn » Samkeppniseftirlitið ákvað í fyrradag að sekta Eimskip um 310 milljónir króna vegna brota á samkeppnislögum á árunum 2001 og 2002. » Eimskip er sagt hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu til að reyna að koma aðalkeppinaut sínum, Samskipum, út af markaðnum. » Samkeppniseftirlitið segir að gerð hafi verið "markaðsatlaga" til að ná viðskiptavinum Samskipa til Eimskips. » Þá hafi verið gerðir ólögmætir einkakaupasamningar við viðskiptamenn Eimskipa.
"Ég er mjög ósammála því að Eimskip hafi verið í markaðsráðandi stöðu," segir Ingimundur Sigurpálsson, fyrrverandi forstjóri Eimskips, um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Það lagði í fyrradag 310 milljóna króna sekt á Eimskip vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum á árunum 2001 og 2002. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Eimskip hefði, í skjóli markaðsráðandi stöðu sinnar, reynt með skipulögðum aðgerðum, að koma aðalkeppinaut sínum, Samskipum, út af markaðnum. Ingimundur bendir á að sjálfur hafi hann ekki haft aðkomu að málinu síðustu þrjú árin. Hann hafi ekki verið kallaður fyrir Samkeppniseftirlitið né til ráðgjafar við Eimskip vegna málsins frá því hann hætti störfum þar. Öll vinna sem unnin hafi verið hjá Eimskipi á þeim tíma sem hann var forstjóri hafi tekið mið af þeirri miklu samkeppni sem þá var á markaði. Sem dæmi megi nefna þá fullyrðingu eftirlitsins að það hafi verið markmið Eimskips að afmá Samskip af markaðnum. "Þetta eru algerlega hugarórar þeirra starfsmanna Samkeppniseftirlitsins sem um þetta hafa fjallað." Ingimundur segir það jafnframt liggja í augum uppi að það sé fáránlegt að ætla að Eimskip geti verið eitt á flutningamarkaði.