35 - a56ed5af-6381-4415-bab7-79f21c209429

Go back

1 Hver á að byrja?
2 Það kemur spurning hérna: Hver er uppáhalds sundlaugin þín?
3 Ó, já, uppáhalds sundlaugin,
4 ætli það sé ekki bara, Akureyrarsundlaug?
5 Mér fannst svo gaman þar.
6 Varstu oftar þegar þú varst krakki, eða? Já, þannig.
7 Nei nei, bara þegar ég var að
8 heimsækja Akureyri bara í gegnum tíðina og svona. Já, já.
9 Hefurðu farið oft?
10 Ég hef oft farið til Akureyrar og stundum í sundlaugina.
11 Já, ég man ekkert eftir þessari sundlaug. Ó.
12 Nei, þú hefur sjálfsagt ekkert verið, þetta hefur verið bara fyrir þína tíð sko.
13 Þú verður að athuga það að ég var orðin svolítið gömul þegar ég átti þig.
14 Já, satt. Ég myndi segja að mín væri bara Grafarvogssundlaug.
15 Hún er líka góð.
16 Mér finnst rennibrautin svo skemmtileg.
17 Svo fór ég líka í Kópavogssundlaug með, með barnabarnið,
18 elsta barnabarnið og hérna,
19 já, og ég hef farið svolítið oft með hann þangað af því að
20 honum finnst svo gaman að fara með ömmu þangað og renna í rennibrautinni og hann lét mig renna líka og svona. Ég var næstum því bara búin að reka hausinn í á leiðinni niður.
21 Oh my. Stressandi
22 Það var svolítið scary. Já,
23 ömmu líf. Bíddu, Kópavogi, er það ekki þarna?
24 já, svolítið stressandi ömmulíf.
25 Þar sem að pabbi þinn var að byggja.
26 Já, er ekki ótrúlega stór rennibraut þar, eða hátt upp?
27 Jú sko, hann fór í þessa sem er lokuð. Ég fór í hina sem er opin af því að mér finnst svo vont að fara í svona, eða sko hún var hálfopin þessi sem ég fór í en hann fór í lokaða.
28 Já.
29 Ég fór ekki í það sem betur fer.
30 Og hvað, bara flaugstu næstum því úr sundlauginni?
31 Nei, sko þegar þú veist, þegar maður, af því ég sko
32 sat svona hálfvegis uppi til þess að fara ekki of hratt að
33 þá hausinn næstum því lentur í þarna efri
34 Já.
35 kantinum á þessu röri sem ég var inni í.
36 Mér fannst ég svolítið í hættu stödd sko. Já, jú, þetta er svona rör, inni á milli er það, já það var að vísu svona úr plasti en, en það, það var ekki, hefði ekki verið gott að reka sig í það sko.
37 Já, er ekki eitthvað járn sem kemur upp inni á milli?
38 Já, maður þarf eiginlega að liggja alveg aftur en þá fer maður,
39 Þá fer ég allt, allt of hratt. Já,
40 þá fer maður ótrúlega hratt.
41 Oh, týpískt. Ég,
42 ég held ég hafi farið þangað þegar ég var lítil en ég man ekkert eftir því, ég man hvernig hún lítur út að utan, sundlaugin.
43 já, ókei,
44 En ég man ekkert meira. Já, eða kannski er ég óvart að tala um hana, það gæti verið.
45 en manstu eftir sundlauginni í Kópavogi þar sem er rétt hjá hérna
46 vini þínum?
47 Já, það var, það, sú sundlaug er ný en þessi sem ég er að meina er gamla sundlaugin sko. Hún er eldgömul.
48 Hvað er hún gömul?
49 Hún hefur bara verið gerð upp sko, gerð svo skemmtileg.
50 Hún er alveg frá því að Kópavogur byggðist sko, í gamla daga. Örugglega.
51 Hvenær var það? Nítján hundruð tuttugu og eitthvað? Nei, allavega
52 Ég veit ekki hvenær Kópavogur er byggður. Já, einmitt, það gæti verið tuttugu og eitthvað sko, fyrir hundrað árum.
53 gamli Kópavogur er mjög gamall.
54 Vá.
55 Hún er náttúrulega ný þannig, hún er alltaf gert, gerð upp og svoleiðis. Það er ekki það.
56 Það var rosalega góð sundlaug. En þessi
57 sem hin sem þú varst að tala um þarna hinum megin í Kópavoginum, það er Salasundlaug, Salalaug held ég. Já, alveg í nýja hverfinu bara á milli systur þinnar og vinar þíns
58 Hinum megin í Kópavoginum. Ó.
59 Já.
60 í Salahverfinu sko.
61 Salahverfi, ég man sko engin nöfn.
62 Það er á milli, manstu ekki eftir Nettóbúðinni sem var lítil búð þarna rétt hjá þar sem við vorum stundum að fara þegar við vorum heima hjá honum. Ofboðslega lítil Nettóbúð.
63 Jú, var svona varla kósý.
64 Mjög nett.
65 Algjörlega og hún, sundlaugin er við hliðina á þessum búðum eða þessari húsi.
66 Já, já,
67 ég man smá eftir henni en ég held ég hafi ekki farið í hina sundlaugina.
68 Nei, held ekki sko, ekki með mér allavegana. Árbær, já Árbær. Það var nú alveg, í gamla daga, alveg bara,
69 Ég man ég fór nokkrum sinnum með Hilmi í Árbæjarsundlaug. Reyndar ekki oft.
70 rosalega vorum við oft þar.
71 Ég man svo vel eftir innilauginni út af því það eru svo kósý plöntur, það er svo mikið af plöntum inni. [UNK].
72 Ég man ekki eftir því, ég man bara eftir inni í Grafarvogslauginni, innilaugin þar.
73 Já, já, þar eru svona flísar í loftinu og búið að búa til svona myndir úr þeim. [UNK].
74 Já, og svo er eitthvað svona gúmmídót sem maður getur hent sér af svona einhverjar fígúrur. Leikið, alveg rétt.
75 Já, skólasundið var eiginlega bara alltaf þar.
76 Já, inni.
77 Já, ég held það.
78 Ég man eftir því einu sinni fór ég að fylgjast með skólasundinu og þá varstu úti. Þá var ég bara í heita pottinum, með eitthvað svona eitthvað.
79 Já ókei, það er blandað bara.
80 Sérð þú spurninguna sem kemur upp? Það stendur myndir þú
81 Nei, ég myndi sko ekki þora því.
82 kaupa sjálfkeyrandi bíl?
83 Ef hann myndi bila sko, hvað þá?
84 Keyra bara út af. [UNK].
85 Ég myndi ekki þora því.
86 Vissirðu að nýju Teslurnar geta keyrt sjálfar?
87 Nei, ég hugsa ekki. Eða jú, var ekki, var ekki einhver búinn að segja mér það?
88 En ég hef allavegana heyrt að það er bara autopilot takki. Þá bara
89 keyrir bíllinn fyrir þig, ég myndi ekki treysta því.
90 Ég myndi vera hrædd um það myndi bara klikka sko,
91 Já, og líka ef einhver hleypur inn á veginn eða eitthvað og ég sé það frá ákveðinni fjarlægð, ég sé þau koma að veginum og þá get ég byrjað að hægja á mér en bíllinn myndi kannski ekki fatta það. Hann myndi bara fatta það þegar þau eru komin nálægt, eða ég veit það ekki.
92 Þetta hlýtur að vera ótrúlega vel hannað, fyrst það er
93 en samt, það er svona atriði eins og til dæmis
94 ef þú sérð einhvern keyra
95 svona eins og hann sé drukkinn, nálægt þér
96 í umferðinni þá myndirðu svona, þá myndi ég allavegana reyna að forðast að vera nálægt honum. En það er ekkert víst að þessi sjálfstjórn myndi fatta það.
97 Ekki.
98 Eða þá ef að lítið barn væri að koma hlaupandi eftir bolta.
99 Já, [UNK].
100 Þú veist.
101 Og tekur eftir og fattar hvað er í gangi sko.
102 Já, eins og maður sér kannski einhverja krakka vera að leika nálægt veginum og hægir á sér bara just in case þannig að
103 Já. Já, eitthvað
104 ef einhver hleypur inn á veginn.
105 svoleiðis. Já, ég vil frekar stjórna mínum bíl sjálf, þakka þér kærlega fyrir.
106 Bíllinn þinn er svo þægilegur, þó að hann sé beinskiptur þá þarna er svo þægilegt að keyra hann.
107 Það er alveg satt.
108 Hann er svo mjúkur. Mér finnst hann eiginlega bara skipta um gír fyrir mann.
109 Eitthvað annað en minn bíll,
110 algjör ristavél.
111 Já,
112 Svo stífur gírinn.
113 já, er ekki hægt að setja olíu, liðka það eitthvað til?
114 Jú, örugglega eitthvað en hann er bara, hvernig hann er byggður er,
115 enginn lúxus.
116 Hann er bara frekar stífur yfir höfuð.
117 Já. Oh boy, allt annað sko.
118 Ef ég keyri nýja bíla þá finn ég hvað þeir eru mjúkir.
119 Já, þegar kemur að öllu.
120 Eins gott að þú ert ekki að vinna við útkeyrslur í þessum bíl.
121 Hræðilegt. Algjörlega.
122 Heyrðu, það minnir mig á það, ég þarf að fara með minn bíl í skoðun.
123 Einhvern tímann. Ég veit það ekki alveg.
124 Hvenær? Er það ekki ágúst?
125 Nei, september já já. Er það ekki seinasta talan sem að skiptir máli?
126 September, ókei. Endar hann á níu?
127 Já, já, þá er það september. Þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur.
128 Nógan tíma.
129 Kannski fínt að bara vera bara búin að því.
130 Ég held ég geri þetta bara í júlí, áður en ég fer, annaðhvort áður eða eftir að ég fer til Spánar.
131 Ó.
132 Ertu þá ekki búin í öllum bólusetningunum?
133 Jú, seinni bólusetningin, við erum að vonast til þess að mega, tek hana þegar við erum búin að vera átta vikur
134 bólusett og þá eru akkúrat tvær vikur þangað til förum í ferðina þannig við ættum að geta fengið svona skjal inni á Heilsuveru og prentað út.
135 Vottorð um að við séum búin að fá báðar bólusetningarnar og haft það bara með okkur þegar við förum út og sýna á ensku náttúrulega eða spænsku, ég veit ekki alveg.
136 Já.
137 Það verður að hafa svona vottorð.
138 En veist þú hvenær þú færð þína bólusetningu?
139 Ég var eitthvað að heyra það að
140 konur fæddar níutíu og sjö, að þær fái bólusetningu, eitthvað átjánda júní, þá vikuna.
141 Það er bara í, eftir tvær vikur.
142 Já, það er ótrúlega stutt þangað til. Mér finnst það skrýtið út af því ég er svo ung.
143 Ég hélt að það væri.
144 Er verið að taka bara þú veist random aldurshópa núna til þess að dreifa meira úr bólusetningunni?
145 Getur það verið já,
146 já, af því að sko Díana er nýbúin að fá, hún er sjötíu og þrjú módel.
147 Já,
148 Það munar svolítið. Já einmitt.
149 Tuttugu og eitthvað árum sko.
150 Já, þetta er ábyggilega eitthvað svona.
151 Verið að dreifa eitthvað sitt á hvað, ég veit það ekki annars.
152 Já þessu.
153 já, sérstaklega út af það var sagt konur fæddar þetta ár.
154 Já, já, já, já, þú meinar, ekki karlmenn.
155 Eitthvað spes að þú veist taka fram konur.
156 Já, eða ég las það allavega, kannski las ég það vitlaust. Mbl. Bara á netinu.
157 En hvar lastu þetta?
158 Já, bara Morgunblaðinu.
159 Þú ert svo klár.
160 Hvernig er hægt að vera svona klár? Já, til að byrja með þá getur getur maður. [UNK].
161 Já, ég ætla að fara að bera á mig svona brúnkukrem til að fá aðeins brúnku á mig áður en ég fer til Spánar.
162 Já, ætlarðu ekki að fá brúnku á Spáni?
163 Jú, ég vona það, en ég er að meina sko af því að það er svo leiðinlegt að vera alveg glær,
164 ofboðslega snjóhvítur.
165 Já, þú reyndar ert með smá lit í húðinni náttúrulega.
166 Eitthvað annað en ég.
167 Ég er svolítið rauð.
168 Eins og rauður karfi. Það sé ástand.
169 [UNK]. Nærð þú alveg að fá einhverja brúnku þegar þú ferð í sólbað?
170 Já, það er hérna, það kemur smá en ég er voða lengi að fá brúnku á lappir og svoleiðis. Þess vegna,
171 Já, lappirnar alltaf ótrúlega lengi að koma.
172 Þær eru bara, þær vilja ekki skipta um lit.
173 Skrítið hvað það er mismunandi eftir líkamspart, hversu vel húðin tekur við lit.
174 Já.
175 Maginn á mér tekur strax við lit.
176 Er það? Heppinn.
177 Já. Spes. [UNK]. Alltaf að vera í magabol.
178 Minn er bara snjóhvítur. Já, þegar þú talar um maga, ég var að segja Þorgeiri frá því að ég er með smá, eða svolítið feitan maga sko núna.
179 Sýna, segja Þorgeiri. Já, þetta er svolítið hættuleg fita sem er með hérna akkúrat framan á maganum. Það er fita sem getur valdið krabbameini.
180 Já þarna, erfiða fitan sem er neðst á maganum. [UNK]
181 Já, hún er hættuleg, sko. Þess vegna var ég að segja við hann ég þarf eiginlega að losa mig við hana sko.
182 Ef ég gæti það.
183 Allavegana hreyfa mig meira, nú var verið að setja mig í skammarkrókinn í leikfiminni. Ég var ekkert of sein eða ég gerði ekkert af mér.
184 Ha, varstu sett í skammarkrók?
185 Já, í leikfimi þá er það svoleiðis að ef maður mætir ekki í tímann sem maður var búinn að panta eða mætir of seint, þá er maður settur í
186 skammarkrók í viku þannig að maður getur ekki pantað sér tíma í heila viku. Ég kvartaði og sagði, ég, ég kom í tímann og maður lætur vita af sér í afgreiðslunni frammi og það var ungur maður sem skrifaði, sagði, já þetta er í lagi.
187 Ég sagði hvað ég hét, hvert ég var að fara.
188 Samt var ég sett í sama skammarkrók.
189 Þá er nú eins gott að ég bara noti vikuna til að reyna að hreyfa mig á annan hátt, fara út í labbitúra. Já, þetta er svona í World Class.
190 Spes.
191 Er erfitt að afbóka?
192 En sko,
193 hvað segirðu?
194 Er erfitt að afbóka tíma eða? Ha, af hverju [UNK]?
195 Nei, nei, maður gerir það bara í tölvunni.
196 Það er ekkert erfitt, en það er bara málið er að ef maður mætir ekki í tíma og afbókar ekki þá fer maður skammarkrókinn en ég mætti í tímann sko, og hann merkti við.
197 Ég kvartaði en samt eru þeir ekki að laga það.
198 Mér finnst það svolítið lousy.
199 Þeirra mistök, sko, að ég þurfi að, jæja,
200 en ég er ekki að kvarta af því að ég þarf hvort eð er
201 að hugsa um aðra. Það er svo mikið að gera í bókhaldinu og starfinu og svona. Fer bara í labbitúr.
202 Já. Ég er með spurningu.
203 Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
204 Bíómyndir, það er Blondie þarna númer eitt, Legally Blonde.
205 Legally Blonde. Hún er líka á topp þrjú hjá mér sko.
206 En hver er númer eitt hjá þér?
207 Ég er með nokkrar uppáhalds. Mér finnst mjög erfitt að setja eina,
208 Já, það er voða erfitt.
209 sko topp þrjú eða fjögur, það er
210 Monsters University
211 Ó.
212 og Legally Blonde
213 og Pride and Prejudice og líka Coco, sem er Pixar mynd.
214 Það eru líka æðislega bíómyndir.
215 Hvað segirðu? Ha? Nei.
216 Það eru, það eru alveg fleiri, ég bara man ekki akkúrat núna.
217 Eru ekki örugglega komnar tíu mínútur?
218 Jú, þetta á að vera í kringum hálftíma.
219 Eigum við að röfla í hálftíma?
220 Jæja, þá er best að við röflum eitthvað meira, alveg.
221 Við erum búnar með meira en helming.
222 Meira en korter sko.
223 Gæti trúað því.
224 Hérna, mér finnst svo gaman af þessum myndum sem að, eru hérna,
225 hvað heitir þetta? Ha?
226 Myndirnar sem þú tókst.
227 Já, myndir sem [UNK]. Það er blóm af, það er mynd af blómi sem ég gaf Díönu og það þrífst svo vel í glugganum hjá henni. Það bara blómstrar og blómstrar.
228 Já, ég er með hana hérna í símanum og, og blómið er þú veist, það er eitthvað
229 Var hún að senda þér mynd?
230 svo fallegt og þú veist það er bara eitthvað svo
231 heilbrigt og mér finnst svo gaman að horfa á það. [UNK].
232 Hvaða blóm?
233 Hvað tegundin heitir eða?
234 Nei, ég man ekki hvað tegundin heitir. Þetta er bara pottablóm,
235 og það er bara svo fallegt, finnst mér.
236 Er hún með svona græna putta?
237 Það hlýtur að vera en sko, glugginn hennar snýr út í norður þannig að maður myndi halda að það væri ekki nóg. En það er alveg nóg birta bersýnilega.
238 Er það ekki suðurglugginn sem var oftast með mesta sól? [UNK].
239 Jú, en
240 það er eiginlega of mikið fyrir venjuleg blóm,
241 Já, það er. Já.
242 kaktusar kannski eru í lagi þar. Það er rosalega mikið hiti og sól í, af því að þarna
243 bara steikjandi sko.
244 Já, brennur bara laufblöðin.
245 Já, allt of mikil sól.
246 Eru ekki einhverjar plöntur sem fíla það í botn samt?
247 Hvað segirðu?
248 Eru ekki enhverjar plöntur sem fíla það alveg í botn? [UNK].
249 Jú, það eru hérna kaktusar, manstu ekki [UNK], voru með kaktusa í stóra glugganum. Já, eða hún erfði þá eftir pabba eða hún hafði nú eiginlega ræktað þá flesta, held ég,
250 og þeir lifðu góðu lífi þarna, alveg bara plumuðu sig alveg eins og þeir væru í Mexíkó eða eitthvað.
251 Já, ég man eftir þessum kaktusum. Ég hélt að afi ætti þá. Ég hélt að afi átti þá.
252 Já [UNK], var að sko
253 rækta þá en
254 Ó. Ég hélt að þetta var bara skraut.
255 núna heyri ég að afinn er kominn heim.
256 [UNK]. Með voffa. [UNK].
257 Hundurinn eltir.
258 Ég ætla að fara að fá mér eitthvað að borða og svo ætla ég að fara í bókhaldið.
259 Hvað ert þú oftast lengi með svona bókhald?
260 Já, sko, undirbúningsvinnan sem ég er í, það er að raða pappírunum í
261 möppuna.
262 Ég var alveg í einn og hálfan tíma í gær og ég á eftir að vera í hálftíma, það eru svona tveir tímar í allt og svo að, að hérna
263 pikka þetta inn í tölvuna, það tekur líka tvo tíma.
264 Já, þarf maður þá að raða upp eftir dagsetningu fyrst?
265 Já, það er alveg helmingurinn af vinnunni. Já, já,
266 Er þetta allt bara eiginlega í rugli þegar þú byrjar að raða þessu upp?
267 bara eitthvað alls konar drasl, ég er að taka upp alls konar pósta þarna og sumt af því er ekkert sem á að fara í bókhaldið. Maður lifandi bara.
268 Nóg að gera. Það er önnur
269 Það er svolítið svoleiðis. Hvað?
270 spurning komin upp. Hvar sérð þú þig eftir fimm ár?
271 Í nýjum heimi
272 eða á Spáni [UNK] þá er það
273 Í sólinni.
274 Spánn.
275 Með barnabörnin í kringum mig.
276 Já, þau eigið eftir að njóta sín mikið, eða ég held það.
277 Já, ég hugsa það, það verður gaman að fara í heimsókn þangað.
278 Er ekki svæðið sem að íbúðin er á, er þetta ekki svona strandarsvæði?
279 Nei, það er bara sundlaug, það er ekki strönd. [UNK],
280 Maður er svona tuttugu mínútur að labba niður á strönd.
281 En ef maður er á svona hlaupahjóli eins og við ætlum að kaupa,
282 já, já, bara svona rafmagns sem að eru uppi á gangstéttum sko.
283 Eins og er niðri í bæ.
284 Af því við kannski ef við þekkjum ekki umferðina og það nógu vel líka. Þá er maður ábyggilega stutt, enga stund sko. Já, já. En hérna.
285 Það er ótrúlega sniðugt.
286 Drífa sig á ströndina.
287 Af því að það er svo heitt. Manni verður alveg, maður er gersamlega held ég ef það er
288 heitt sko að labba í sól, það er bara ekkert grín.
289 Já.
290 Eða taka bílaleigubíl, það er líka hægt. Já.
291 En það, þá já þarf
292 alltaf að vera einhver driver sko.
293 Eru leigubílar dýrir á Spáni?
294 Ég veit það ekki,
295 ég hef enga reynslu af því. Já, er það? Já. Nei?
296 Ég man að í Bretlandi er svo ódýrt að taka taxa.
297 Og, náttúrulega, mig minnir að það sé alveg ódýrara að taka strætó.
298 En það var ekkert það dýrt að taka leigubíl.
299 Eitthvað annað en hérna.
300 Já. Já, já, mikið af fólki.
301 Aðeins dýrara.
302 Þegar ég var í .arna Edinborg,
303 og það er svo mikið af fólki sem býr þar og Glasgow. Það er bara allar gangstéttir eru troðfullar af fólki,
304 maður er bara.
305 Mér fannst það svo yfirþyrmandi eitthvað, það var allt of mikið fyrir mig.
306 Já, þetta var eitthvað svo óþægilegt að vera að versla allan daginn í einhverri mannþröng.
307 Þá er nú betra að vera á netinu og panta bara þar. Já, þær geta verið mjög skemmtilegar, ég er sammála þér, ég fór inn í eina svoleiðis í Barselóna.
308 Eða finna einhver svona kósý bæ eða eitthvað. Fara í einhverjar pinkulitlar, einkareknar búðir.
309 Það var svona fatabúð og konan sem afgreiddi var svona fatahönnuður en hún seldi líka sínar vörur líka [UNK]. Keypti þetta þú veist fjólubláa, nei þarna,
310 mussuna sem er með fiðrildinu framan á, þú sagðir að ég væri eins og indversk.
311 Já. Það er ótrúlega skemmtilegt.
312 Keypti hann. Já, það er svo skemmtileg búð.
313 Já, er það eitthvað sem hún hannaði bara?
314 Og líka keypti líka frá öðrum, það var svo lítið að gera, það var eiginlega bara ég, kannski einn eða tveir aðrir þarna inni í búðinni.
315 Var það í einhverju svona litlu svæði?
316 Það var bara inni í Barselóna, einhverju miðsvæði. Við hliðina á einhverri kirkju, þau vildu endilega skoða kirkjuna, Matti og,
317 eða hinir sem voru með mér segi ég.
318 Ég nennti því ekki. Bara að utan smá.
319 Þá bara sá ég þessa búð og fór þarna inn. Og keypti,
320 ég held ég hafi keypt svolítið af svona mussum, mig minnir það. Já.
321 Heitir þetta mussur?
322 Fyndið nafn.
323 Fyndið að það er ekki notað í dag heyri ég.
324 Ég held að bara þetta snið af klæðnað er ekkert mikið til í dag,
325 allavegana ekki hjá yngri kynslóðinni.
326 Mussur eru ekki í tísku. [UNK]. Múmú? Já, mussur eru ekki kjólar, það er kannski bara við buxur sko en, en þær, þær voru allavegana þannig að ég var alltaf í mussu þegar ég var unglingur, þarna frá tólf ára upp í fjórtán já. Ég var bara alltaf í sömu mussunni alveg.
327 Heitir muumuu á ensku.
328 Muumu. Já, það er svona stórt, stór víður kjóll með einhverjum myndum.
329 Grænni úr einhverju svona
330 austurlensku efni. Voða flott. Ég held að mamma hafi saumað hana fyrir mig.
331 [UNK].
332 Mamma, hún var klár að sauma já.
333 Mig langar svo að kunna að sauma en ég er með enga náttúrulega hæfileika á því sviði.
334 Þú bara kannt þetta víst.
335 Sko. Ég prófaði að læra það og ég bara var ekki að ná þessu.
336 Heilinn minn vill ekki virka á þessa vegu.
337 En já, mér finnst ekkert mál að teikna og mála og
338 eitthvað í þá áttina. Ég gæti hannað föt. Ég gæti teiknað fötin en svona [UNK].
339 Já,
340 láta einhvern annan [UNK].
341 Að svona reikna út sniðin og hvernig á að sauma kjól.
342 Já, það. Það er hérna að reikna sko það er, þá ertu klæðskeri. Ég geri það ekki, ég hérna bara tek sniðin og sauma eftir þeim.
343 Já.
344 En að búa til snið,
345 Það er hægt að náttúrulega kaupa [UNK].
346 það er önnur ella sko. Ég kann,
347 ég held ég kunni það nú voða illa. [UNK].
348 Er ekki hægt að kaupa bækur sem eru með sniðum í?
349 Jú, jú, það er það sem maður kaupir sko. Úti í bókabúð
350 Já, kaupirðu það bara úti í föndurbúð eða?
351 geturðu keypt svona eða einhverjum búðum, [UNK], það er hægt að kaupa, bókabúðum líklega, svona blöð sem heitir Burda og svoleiðis
352 Já,
353 og þar er svona hægt að lesa.
354 Þá er hægt að sauma, þá eru myndir af fötum sem hægt er að sauma, svo er bara, svo er inni í blaðinu sniðið. Maður þarf samt að taka það upp á, á
355 svona pappír eins og maður notar. Já.
356 bökunarpappír.
357 Taka í gegn sko. Fyrst bökunarpappírinn ofan á,
358 tekur í gegn
359 og klippir það út bökunarpappírinn og setur það á efnið og festir, gerir eftir því á efnið.
360 Já. Heyrðu, er ekki bara kominn hálftími?
361 Það er eitthvað smá eftir.
362 Borða eitthvað, orðin svo svöng. [UNK].
363 Það er ekki mikið eftir.
364 Tölum þá um hvað þú ætlar að borða.
365 Já, ég er að hugsa um að fá mér sko ristað brauð
366 og ég ætla bara að hafa,
367 Já, ætlarðu bara að fá þér snarl?
368 já eitthvað svoleiðis. Hvaða dingl var þetta?
369 Já,
370 Ég rakst í glasið.
371 ég verð að sýna þér myndina af blóma, blóminu sem ég gaf henni Díönu. Það er mjög fallegt.
372 Monsteran mín
373 sem að er niðri í stofu, hún er bara alveg dauð.
374 Hún er bókstaflega dottinn úr pottinum.
375 Hver er það? Monstera?
376 Já, hún er dottin út pottinum.
377 Þannig að, þarna, það er bara hola ofan í moldinni, það er eins og hún hafi bara hoppað upp úr.
378 Nei, niðri í stofu.
379 Inni á hvaða stofu?
380 Já, niðri í stofu, já, ég tók eftir því að það var bara farið blómið.
381 Hún bara hljóp úr pottinum.
382 Ætli það hafi ekki verið þegar pabbi þinn var að
383 vesenast með þetta tæki þarna.
384 Gott að það virkar fyrir hann. Ég er voða fegin og líka fegin að hann sé með stóra ferðatösku og geti tekið með til Spánar, hann verður tíu daga þar eða eitthvað svoleiðis.
385 Ó je, [UNK].
386 Já. Nei, [UNK] þegar hann sefur sko.
387 Það væri ógeðslega fyndið ef þú værir í sólbaði með eitthvað tæki alveg.
388 Nei, thank you very much.
389 Hvað er eiginlega heitt á Spáni? Já. Mér finnst svo fyndið hvað það þarf að vera með loftkælingar í heitum löndum, en hérna heima þá erum við með ofna til þess að hita húsið.
390 Ég þori ekki að hugsa um það.
391 Það er ábyggilega alveg ógeðslega, ógeðslega heitt. Kæli, inni eða svona loftkæling inni í íbúðinni.
392 Já,Matthías segir að þessi loftkæling virki þannig að á veturna er hægt að nota hita, láta hann hita.
393 Já. Já, hægt að nota á báða vegu?
394 Þannig að það er ágætt. Þá bara,
395 Mér [UNK].
396 þá gerirðu það.
397 Ég man úti í útlöndum þegar ég var í einhverri verslunarferð, þá var svo ótrúlega heitt úti
398 og alltaf þegar maður fór inn í einhverja búð þá var ótrúlega kalt inni í búðinni, það var svo þægilegt.
399 Já,
400 Andstætt vandamál miðað við það sem ég upplifi oft hérna. Svona á veturna.
401 já,
402 og líka þegar maður er að ná svona [UNK], og fer inn í svona mold, þá getur bara verið kalt þar inni. Maður þarf virkilega, bara
403 verða ekki kvefaður.
404 Já. Ég man þegar öll fjölskyldan fór til Flórída og það var svo svakalega köld loftræsting á einhverjum veitingastað sem var bara að blása beint á okkur að helmingurinn af hópnum fékk kvef og vorum bara kvefuð alla ferðina. Út af loftræstingu.
405 Ekki hægt. Nei, þetta er nú ekki hægt sko. Fáránlegt.
406 Þau voru bara að drepast úr kulda á veitingastaðnum.
407 Það er svo margt spes við Bandaríkin, eða mér fannst það allavegana þegar ég fór.
408 Já, já, það er svolítið margt spes.
409 Það sem mér fannst mest spes var hvað loftkælingin var extreme. Svona of mikil.
410 Ég man að einu sinni þegar við Matti vorum á Portúgal,
411 þá var svo rosalega heitt og við löbbuðum inn í eina búð bara til þess að kæla okkur.
412 Já, heyrðu þetta var svona,
413 selja svona teppi á rúm, keyptum rúmteppi þar sem ég notaði í mörg ár.
414 Þannig að þeir sem eru með þessar kælingar þeir fá kúnna inn sko. [UNK].
415 Það var svona mynd í glugganum, það er rosa kalt inni hjá okkur.
416 Já, mér fannst líka svo spes við Bandaríkin svona tax.
417 Ef maður var að kaupa eitthvað þá þurfti maður alltaf að borga aukalega skatt.
418 Það var ekki reiknað með í verðinu strax.
419 Nei, mér fannst það svo pirrandi út af því að ég var búin að reikna verðið út áður en ég fór á kassann og svo þurfti ég að borga meira þegar ég var komin að kassanum og ég átti ekki nóg. Bara, hvernig á ég að reikna svona hratt prósentureikning?
420 Það finnst mér líka rosa pirrandi.
421 Alveg ógeðslega pirrandi. [UNK].
422 Mér fannst það fyndnast þegar ég fór í dollar store og þú veist, þá er hver einasti hlutur þarna inni kostar einn dollara,
423 og við tókum nokkra hluti og reiknuðum hvað það væri mikið, þú veist. Segjum að þetta hafi verið fimm hlutir. Þannig að þetta átti að vera fimm dollarar, svo fórum við á kassann og þá var það sex og hálfur eða eitthvað, út af þessum skatt. Þannig að dollar tree er bara lygi.
424 Já, það er bara ekki satt þá.
425 Já. Mér fannst þetta svo fáránlegt, að geta ekki borgað með bara einum dollara ef þú ert í dollar store, þú þarft að borga aukalegt.
426 Það er bara algjör synd.
427 Skrítið, borgar fólk ekki skatt þarna?
428 Jæja, er ekki kominn hálftími?
429 Það eru tvær mínútur eftir.
430 Þú færð ristað brauð eftir smá. Jú.
431 Ég fer bara og læt
432 krem á andlitið á meðan,
433 á meðan ég tala við þig, er það ekki allt í lagi?
434 Jú, jú.
435 Sleikja á sér loppuna.
436 Já. Hann er alltaf að snyrta sig.
437 [UNK] svo mikið krútt, hann er svo mikið kúrukisi.
438 Ó, já, kúra og kela svona, en svo kemur hann inn með fugla í kjaftinum, þá er ég nú ekki eins hrifin af honum.
439 Oj. [UNK].
440 Vondur kisi segi ég þá og Matthías skrifaði svona, wanted, dead or alive.
441 Hann notaði svo fyndna mynd af kisa líka. Kisi var eins og einhver panther á myndinni, hann var ógeðslega illilegur á svipinn. Ég var bara oh my.
442 Alveg eins og hann væri að fara að veiða.
443 Hver voru verðlaunin? Fimm þúsund dollarar.
444 Fimm þúsund dollarar.
445 Dead or alive. Þetta er, og svo bjuggu þeir til,
446 úr pappakössum bjuggu þeir til jail, það er að segja fangelsi fyrir svona kisur.
447 Ég vildi ekki leyfa þeim að setja kisuna inn af því að
448 Sheriff office.
449 kisan veit náttúrulega ekki. Hún er bara að fara eftir eðlinu.
450 Dýrin.
451 Jú, núna er tímínn kominn. Takk sömuleiðis, takk fyrir, takk fyrir.
452 Takk fyrir spjallið. Á ég þá að slökkva á símanum eða hvað?
453 Já. ég slekk á upptökunni. Bæ.
454 Já, heyrðu, þú gerir það, takk fyrir.
Go back