23 - 69079ee1-3a9c-42d0-af21-6bfadfe2ba8a

Go back

1 Já, sælir. Þú heyrir í mér.
2 Blessaður.
3 Ég heyri í þér.
4 Jább, jess, jámm.
5 Ókei, geggjað.
6 Heyrðu, við ætlum að spjalla um eitthvað skemmtilegt. Heyrðu, ég sé hérna skemmtilegt topic.
7 Hver er uppáhalds sundlaugin þín, ferð þú eitthvað í sund eða?
8 Já, stundum, uppáhalds sundlaugin mín er örugglega bara Salalaug í Kópavogi.
9 Nú, ókei. Já.
10 Eða gamla Kópavogslaugin, mögulega gamla Kópavogslaugin.
11 Ég fer aldrei í sund.
12 En ég fer samt ekkert oft í sund, bara, bara þegar maður var einhvern tíma í ræktinni þá fór maður alltaf í sund.
13 Algjörlega, þar er ég sko.
14 Ef að mér líst vel á hvernig ég lít út.
15 Þá fer ég í sund, annars er ég bara eitthvað, nope. En sundlaug, ef það er sundlaug sem ég væri til að fara aftur í, þá væri það örugglega, sko hérna,
16 Nope.
17 emm,
18 Já, ætli það sé ekki bara Laugar.
19 Laugardalslaug, já mér finnst hún,
20 Laugar já,
21 Laugardalslaug, já. En, er hérna, Bláa lónið og Sky lagoon tekið með
22 næs, fyrir utan alla túristana.
23 sem sundlaug?
24 Sko, það er náttúrulega, bara eitthvað high end sundlaugar.
25 En þessi þarna nýja þarna, hún er náttúrulega klikkuð.
26 Ertu búinn að fara?
27 Ég er ekki búinn að fara, ég er bara búinn að sjá myndir af þessu. Ókei,
28 Ég er búinn að fara. Og það var alveg gaman, sko.
29 þú ert búinn að prufa hana.
30 Já, það var tilboð sem að við nýttum okkur.
31 Ókei, hvernig tilboð var það?
32 Þetta var, sem sagt,
33 það var eitthvað ódýrara út af því að það voru, þú veist, út af kóvid eða eitthvað, held ég,
34 og ég man ekki hvað við borguðum mikið. En það var alveg, það var samt alveg nóg.
35 Já.
36 En þú veist, alveg nóg til þess að maður sé ekkert að fara alltaf þarna, en, þetta var.
37 Mé finnst líka bara að Íslendingar eigi að fá þetta ódýrara heldur en túristar.
38 Já, já,
39 en síðan, hérna já, þetta var mjög næs sko.
40 Það er,
41 skemmtilegast er sko, það er svona
42 eimbað eða gufuherbergi, sem er með
43 þvílíkt, þú veist, útsýni þarna út.
44 Það er svo fallegt.
45 Já, og svo svona infinity pool fílingur.
46 Já, ókei.
47 En, en þetta er samt sko. Þetta er meira finnst mér eins og sundlaug heldur en, þú veist, Bláa lónið af því að Bláa lónið er með alla þessa drullu og allt þetta dót.
48 Já, það er ekkert svoleiðis.
49 Það er ekkert svoleiðis þarna.
50 Nei.
51 Já.
52 Mér finnst,
53 sko það skipti sem ég, eða þú veist, það skipti sem ég
54 fór í bláa lónið, það eru alveg mörg ár síðan sko.
55 En þá var ekki búið að þrífa lónið, allavegana botninn, í einhvern sko, örugglega
56 einhvern svaka tíma og, þú veist, maður var að stíga í einhver mann, önnur mannahár og eitthvað svona,
57 ég get ekki sagt að það hafi verið geggjað, sko.
58 Og ég er með svo mikla klígju fyrir öllu svona sko. Þannig að,
59 Já, þetta er náttúrlega,
60 það var, það var ekki góð upplifun fyrir mig, segi ég.
61 nei, þetta er náttúrulega bara hvað, gróðrarstía fyrir eitthvað ógeð af því að er svo mikið af fólki sem fer þarna.
62 Gríðarlegt magn af fólki sem að fer, í bláu lónin.
63 Akkúrat.
64 Ógeðslega mikið af fólki.
65 Líka, já.
66 En það er, það er samt held ég búið að þrífa þetta allt núna. Jú, líka búið að vera að bæta
67 Það er [UNK]
68 já örugglega, þetta er náttúrulega búið að vera lokað alveg lengi. Er það ekki?
69 bæta og
70 búa til meira eitthvað.
71 Já, eitthvað svona, gera eitthvað meira úr þessu.
72 Já, einhverja meiri upplifun.
73 Já,
74 mun meiri upplifun.
75 Ert þú búinn að fara upp að eldgosinu?
76 Heyrðu nei, ég er ekki búinn að fara upp að eldgosinu, ég er búinn að vera að tala um það við félaga mína um að fara þangað.
77 Og kærastinn minn, og
78 hann er bara eitthvað, nei ég bara, sé þetta, ég sé þetta á myndum og það er nóg fyrir mig.
79 [UNK]
80 Ég bara eitthvað, nei come on, förum og skoðum þetta.
81 Já, já,
82 mig langar sko, en svo er ég bara eitthvað, ég þarf
83 kannski að labba í dálítinn tíma og ég er í engu formi.
84 Nei, þú veist, ég er heldur í engu formi. En þetta er samt svona once in a lifetime að fá að sjá þetta sko.
85 Já, sennilega sko.
86 Já, við skellum okkur bara, ha, ég meina.
87 Já, maður verður að gera það. Systir mín var að reyna að fá mig til þess að koma eitthvað eitt kvöldið og ég eitthvað svona, eh.
88 Ég þarf alveg heilan dag í þetta sko, til að mana mig líka að fara af stað sko.
89 Í kringum klukkutíma. Já ókei, þá er þetta bara eins og eitthvað, ég veit ekki, Hóla og fjalla ferð eitthvað [HIK:keyr], labba upp á Esju eða eitthvað.
90 En þetta er ekki svona mikið eins og þetta var, það er alveg búið að stytta þetta alveg svakalega, ég held að gangan að gosinu sé í kringum klukkutíma.
91 Já, maður verður bara að vera klæddur og
92 vera með nesti og svona.
93 Já.
94 Ég held að þetta sé ekkert, svona, svakalegt sko, ég held að við getum þetta, þó svo að við séum ekkert eitthvað.
95 Ég meina, það er náttúrulega,
96 eldra fólk sem er örugglega í verra formi heldur við, er að fara þarna, sko.
97 Já, nákvæmlega. Ég held að við gætum alveg, alveg labbað þetta sko.
98 Þetta er bara einhver leti sko.
99 Leti og aumingjaskapur í okkur, ha? Eitthvað svoleiðis.
100 Mig langar að sjá þetta.
101 Sérstaklega einmitt, að kvöldi til. Þá held ég að þetta sé geggjað.
102 Já, mig líka.
103 Jámm.
104 Það náttúrulega er ekkert kvöld núna á sumrin.
105 Nei, nei, nei, en það er kannski bara líka geggjað að fara. Þú veist kannski svona
106 en náttúrulega, það er ekkert kvöld en, en þú veist
107 kannski seinna, aðeins seinna eða eitthvað.
108 Þú veist, það er kvöld en það verður ekki myrkur.
109 Nei, einmitt.
110 Það er alveg eiginlega, eiginlega alveg farið, sko.
111 Já,
112 talandi um svona, tíðaranda, ertu, ertu búinn að fá, hérna, sprautu?
113 Heyrðu, mér er boðið í sprautu á morgun, klukkan tíu þrjátíu.
114 Á morgun?
115 Glæsilegt.
116 Já,
117 Jansen.
118 Jensen, er það ekki bara ein?
119 Það er bara ein sprauta og ég er svo skíthræddur við þessar sprautur sko.
120 Fínt að.
121 Og líka út af því að, maður er búinn að heyra svo mikið, það, þessi sprauta er búin að vera á eitthvað hold, út af
122 út af hérna, storknun í blóði, og eitthvað.
123 Já, já,
124 Þannig að ég er bara eitthvað ó my, fuck my life, sko, á ég að bíða með þetta eða, þú veist?
125 Þú veist, þekkir þú ekki einhvern sem hefur verið sprautaður með Jensen?
126 Ekki?
127 Ég held ég viti um alla vega einn eða eitthvað hjá mér.
128 Og ég var að skoða þetta, það er nefnilega ekkert,
129 það er ekkert mikið af fólki búið að vera sprautað Jansen miðað við hinar sprauturnar sko.
130 Út af því að þær eru búnar að vera á hold.
131 Já,
132 já, en þetta er svona spurning. Sko, hvort maður
133 eigi að fá ekki að, þú veist, hvort er verra þetta eða Covid skilur þú?
134 Mhm.
135 En það sem er, hérna, öðruvísi við þessa sprautu, er það að
136 hún er svona, þetta er svona, próteinsprauta eitthver. Og, þú veist, ég var eitthvað að lesa,
137 Já,
138 að þessi, þetta, innihaldið í sprautunni.
139 Það á að haldast svona í öxl, í vöðvanum í öxlinni. Og ef það, en ef að
140 þetta fer í blóð hringrásina, þá getur það í svona rare case-um, þú veist
141 búið til svona storknun í blóði, eða eitthvað, út af því að þetta er svona prótein dæmi,
142 og sama og er í covid sko.
143 já, þetta er, þetta er alveg scary sko. Ég, ég er alveg sammála því sko,
144 maður veit ekkert, af því það er ekkert,
145 en en svo að sama skapi skilur þú, þú veist, eins mikið maður þráir að hlutirnir fari kannski í eðlilegra horf, til dæmis að fara að ferðast og eitthvað svoleiðis.
146 Já, félagi minn er er svo að fara í sprautuna tuttugu mínútna eftir mér, í sömu sprautu sko.
147 Góður félagi minn.
148 Já, það má,
149 Við erum í sama árgangi sko.
150 Og hérna, hann er bara eitthvað, nei mér er skítsama, ég ætla að fara í þessa sprautu,
151 Já ókei.
152 ég ætla að komast út, ég ætla að fara að ferðast,
153 mér bara, mig langar að þetta bara sé over.
154 Ég, ég þarna, ég held að ég fari ekki fyrr en eftir tvær vikur eða eitthvað, en svo eru einmitt nokkrir sem ég þekki sem eru búnir að vera sprautaðir.
155 Einn þeirra var, ég man ekki hvað hann fékk, en hann var alveg svona, hann og bróðir hans fóru.
156 Þeir voru alveg svona pínu, slappir eftir á, sko.
157 Já, það er alveg eðlilegt,
158 Já,
159 þú verður alltaf slappur eftir svona, yfirleitt verður þú slappur eftir svona, eftir bólu, svona
160 bóluefni sko.
161 [UNK].
162 En, já, ég svona, ég er enn þá að hugsa þetta hvort ég eigi að mæta eða ekki á morgun sko.
163 Ef þú mætir ekki. Geturðu ekki þá, eða missir þú bara þitt eða, eða þú veist?
164 Nei, ég er búinn að lesa mér til um þetta.
165 Já, ókei.
166 Þetta er þannig að, ef þú afþakkar sprautuna, þá getur þú fengið hana aftur.
167 Það verður að vera sama sprautan, Jansen sem sagt.
168 Já,
169 já.
170 Þegar þinn árgangur fær aftur
171 úthlutun og eða þú getur líka fengið sprautu þegar það er til nóg í landinu, og þá getur þú
172 Úthlutun, já.
173 beðið um [HIK:ann], aðra týpu ef þú vilt það sko.
174 Já, þú meinar.
175 Já, já það, já, náttúrulega.
176 En þú getur ekki hafnað, og, út af því að þú vilt
177 Nei, einmitt.
178 frá öðru fyrirtæki sko,
179 ekki fyrr en það verði, þú veist, nóg eftir handa öllum.
180 Þetta er bara þú veist, þú færð það sem þér er dílað einhvern veginn.
181 Þetta er bara svolítið þannig, sko.
182 Já, þetta er, já.
183 Scary sko.
184 Já, og
185 mér finnst þetta vera svolítið svona, annaðhvort tekur þú þessa sprautu eða ekki, ha,
186 og þú þarft að díla við það.
187 Já,
188 þú hefur eiginlega ekkert val náttúrulega af því að þú veist, það er kannski líka bara
189 Nei,
190 takmarkað, náttúrulega.
191 auðvitað er náttúrulega takmarkað sko.
192 Það er náttúrulega úthlutun í gangi, og ég meina.
193 Ég veit ekki.
194 Ég er alls ekki anti-vaccer, ef þú ert að spá í því sko.
195 Nei, ekki ég heldur sko, ekki ég heldur. Þetta er bara, ég skil alveg, þú veist, hvað þú átt við
196 Ég,
197 sko, af því að maður veit ekkert að fyrra bragði, það er ekkert alltaf endilega galdralausnir, sko.
198 Nei, maður náttúrulega skilur alveg að þetta sé þróað á mettíma. Og þarf að fara
199 sprauta þetta í fólk og eitthvað,
200 en mér finnst alveg, líka frekar scary, þegar hlutir
201 eru þróaðir svona fljótt og ekki
202 nægilega vel testaðir, sko.
203 Nei, einmitt
204 algerlega sko,
205 En ég, en ég hef alltaf verið bólusettur og svona, þannig að þú veist.
206 já, ég líka sko, ég náttúrulega maður,
207 náttúrulega maður, og þú veist, er ekki anti
208 Nei, alls ekki, sko.
209 bólusetningarsinni.
210 Ef ég ætti börn og svona, þá yrði þau öll bólusett.
211 Já, nákvæmlega, sama hér.
212 En svo er náttúrulega spurning, sko, hvort er þetta ekki líka bara, þú veist, það eru sumir sem fá ekki, er það ekki?
213 Þú veist, það eru ekki allir að fara í árgangnum áttatíu og sjö? Er það nokku'?
214 Mig minnir einhvern veginn að ég hafi lesið það, að þú veist,
215 það er náttúrulega bara handahófskennt,
216 hverjir fá bólusetningar og hverjir ekki? Er það ekki rétt hjá mér?
217 Nei, það er dregið árganginn, er það ekki, þá er bara allur
218 sá árgangur sem að fær. Ég held það já.
219 Það er bara, allur sá árgangur? Já ókei, ókei.
220 Ég myndi halda það.
221 Mig minnir að ég hai, já, mig minnir að hafi lesið einhvers staðar að, sérstaklega þegar kærastan mín, henni langar að vera bólusett sko, að hún var með áhyggjur af því að hún mögulega yrði ekki bólusett af því að hún yrði kannski ekki dregin út. En ef það eru allur árgangurinn þá svo sem meikar það alveg sens.
222 Já, hún þarf náttúrulega bara að passa sig á því að vera skráð með símanúmeri og email inni á Heilsuveru. Annars fær hún ekki
223 tilkynninguna.
224 Já, já,
225 Já ókei, það er flott.
226 Þá ætti nú það.
227 nei einmitt, já já hún er með það allt sko,
228 hún fer meira að segja held ég í sömu viku og ég, sem er eftir tvær vikur eða eitthvað.
229 Eruð þið fædd á sama ári, eða?
230 Nei, nei, hún er níutíu og fjögur,
231 Ókei, þið eruð svo mikið beibí.
232 já, klárlega, maður.
233 Ég er náttúrlega átta níu.
234 Já, ég er áttatíu og fjögur sko.
235 En svo,
236 Ég er vel lifaður maður.
237 fullorðinn maður.
238 Já,
239 Það er líka já, svo er náttúrulega, [HIK:f] fólk svona,
240 [HIK: ma] maður þekkir fólk á mismunandi aldursbili, það eru náttúrulega allir ekkert að fara sama tíma, sko.
241 Nei, einmitt.
242 En hvernig verður það þá? Þú veist, af því að það hefur alltaf verið eitthvað svona skemmtiatriði basically.
243 Einhver dí dsjei
244 eru þeir þá að fara á svona kynslóðaskipt eitthvað?
245 Þeir sem eru frá árgangi áttatíu og upp og eitthvað svona. Þeir fá bara svona
246 eitís tónlist. Ha, við fáum bara hérna,
247 Já, einmitt, einmitt.
248 hvað, hvað á ég að segja,
249 Duran Duran, og eitthvað svona.
250 Wham, eitthvað svona skemmtilega eitís tónlist.
251 og þú eitthvað svona, næntís, er það ekki?
252 Jú, örugglega eitthvað, eitthvað gröns bara eða eitthvað, eða ég veit það ekki.
253 Nei samt ekki, ég þú veist, það var
254 löngu fyrir, þú veist,
255 Nei, þú færð, þú færð bara Spice Girls og og og, [UNK] teknó, þá yrði það.
256 og hérna, já, pottþétt og eitthvað svoleiðis.
257 Hvað heitir hann aftur, þarna?
258 Já, Tiesto eða eitthvað svoleiðis, já
259 Tiesto eða eitthvað. Já.
260 nákvæmlega.
261 Og.
262 Nákvæmlega.
263 Já. Það er alveg gaman að sjá
264 hvað gerist. Ég, ef ég mæti á morgun, ég er ekki enn þá búinn að ákveða sko.
265 Æ, ég meina.
266 Það er bara,
267 þú ræður bara sjálfur, þú hefur, já þú hefur valið.
268 Jájáá. Náttúrulega minn líkami.
269 Ég ræð því auðvitað, en auðvitað [HIK:lang], mig langar að vera bólusettur, þú veist bara, over it.
270 Já,
271 já, nákvæmlega, en en
272 ekkert endilega kannski þetta. En ég meina, það eru náttúrulega allir áttatíu og sjö þá, eða þú veist
273 á svipuðu reiki þarna sem eru að fá þessa sprautu, þá er það ekki?
274 Jú jú, fullt af fólki, ég held að það sé hvað, níu þúsund manns eða eitthvað.
275 Ég veit ekki.
276 Heyrðu, hvaða pláneta er mest þú úr [HIK:s] í sólkerfinu okkar.
277 Nei, sko, ég veit ekki hvað ég myndi svara, Mars af því ég er fæddur í mars.
278 Heyrðu, sama hér, ég, ég ætlaði að segja Mars sko. Ég er fæddur í mars.
279 Er það ekki, bara Mars.
280 Ert þú hrútur líka?
281 Já ég líka, nei, ég er fiskur þá.
282 jaaá, þú,
283 ókei, þú nærð ekki, ná [UNK] hrútnum.
284 Hann er tuttugasta mars og upp.
285 Nei, ég er fimmtándi.
286 Fimmtándi mars? Já, pabbi minn er fiskur
287 Já, já,
288 líka, hann er tuttugasta og fimmta febrúar.
289 Hvert myndir þú fara ef þú gætir farið hvert
290 sem er?
291 Já, já.
292 bara í heiminum, á jörðinni?
293 Ég myndi örugglega fara til Japans.
294 O, það hljómar geðveikt.
295 Mig langar að fara þangað.
296 True.
297 Mig langar að ferðast í Suður-Ameríku.
298 Já, það er reyndar góður punktur.
299 Held að það sé ógeðslega gaman. Heitt og
300 fallegt og svona.
301 Já, það er geggjað örugglega.
302 Félagi minn, hérna, einn af
303 bestu vinum mínum, hann er sem sagt, hann var skiptinemi í í Suður-Ameríku.
304 Hvar, veistu hvar?
305 Og hann ætlar að fara,
306 Já, geggjað.
307 hann var í Argentínu.
308 Hann ætlar að fara núna. Hann er að reyna að fara aftur, hann hefur ekki farið í þú veist, hvað, tuttugu ár eða eitthvað.
309 Hann ætlar að fara aftur á næstu, bara strax eftir Covid. Þá er hann búinn að plana það að fara
310 í ferðalag.
311 Það er geggjað sko.
312 Hann talaði um það að það væri geggjað að vera þarna sérstaklega í Argentínu og svo bara ferðast út um allt.
313 Ferðast um þarna í Suður-Ameríku, er örugglega svo ógeðslega
314 gaman. Það verður gaman þegar fólk getur farið að ferðast á fullu aftur.
315 Já, það verður, það verður stemmari.
316 Það er reyndar líka alveg samt held ég búið, eins og núna þegar er opnað landið það er fullt af fólki að koma til Íslands.
317 Það er alveg bara fullbókað, sem er náttúrulega gott fyrir, þú veist, allan þennan, þú veist, allar þessar þjónustur sem að hafa ekkert verið að gera núna í meira en ár.
318 Já, það er náttúrulega, ég var í atvinnuviðtali einhvern tímann, áður en ég fékk sumarvinnuna hér hjá HR.
319 Þá, hérna fór ég í atvinnuviðtal hjá
320 já,
321 hóteli.
322 Og þau voru fullbókuð, allt hótelið. Æi Hilton hótelið,
323 þau voru fullbókuð
324 en þau voru líka með allt liðið, þarna sem var á
325 rafmótinu,
326 sem voru um daginn.
327 Ja, já niðri í Laugardal þarna League of Legends mótið.
328 Já, það er geggjað.
329 Já, einmitt.
330 voru með það allt lið sko, en þau voru, þau voru að segja sko, að það bara væri komið svo mikið af túristum, að þau eru bara fullbókuð og það er bara brjálað að gera hjá þeim.
331 Þeir eru einmitt.
332 Já,
333 sem er fínt, en svo er einmitt bara, þú veist, sum
334 hótel sem er bara búið að loka, þú veist.
335 Já, það er bara búið að loka. Og svo er bara verið að,
336 verið að byggja, fullt af hótelum líka.
337 Já, nákvæmlega.
338 Þetta er ótrúlegt.
339 Mig hefur alltaf langað að prufa að vinna á hóteli úti á landi.
340 Já, ég held að það sé næs.
341 Þar sem þú ert bara með aðstöðu og eitthvað svona, og vinnur vonandi með skemmtilegu fólki.
342 Ég hef unnið á hóteli niðri í bæ, í tvö ár, tvö þrjú ár.
343 Og það var svona lítið og kósí hótel, sko, en samt svona high end hótel líka, þú veist.
344 Já,
345 já, já, ókei.
346 Þannig að það var ekki eitthvað svona, bara eitthvað, þú veist.
347 Þetta var, er mjög flott hótel sko.
348 En [UNK] ég get ekki sagt að mig langi aftur að vinna á hóteli sko, í bænum.
349 Nei, það er kannski, já, en enn og aftur, þjónustustarf, hundrað prósent þjónustustarf.
350 [UNK] Jessss.
351 Díla við fólk sem að, kannski er með ógeðslegar leiðinlegar þarfir eða eitthvað.
352 Ójá. Þetta er,
353 þú þarft vera svolítið svona,
354 góður í mannlegum samskiptum, á hóteli sko.
355 En kannski að reka sitt eigið hótel bara úti á landi frekar. Það gæti verið gaman.
356 Já, það er, það gæti verið gaman.
357 Kannski hérna, í framtíðinni.
358 Hótel XXX,
359 Já kannski, hver veit?
360 Djöfull, nei!
361 Nei, þú sagðir nafnið mitt. Það er allt í lagi
362 Það er allt í lagi, það verður blípað.
363 Er ekki hægt að kötta þetta út?
364 Nei, það verður bara blípað.
365 Hótel, hótel úti á landi.
366 Djöfull, heyrðu, við bara köttum þetta.
367 Er það ekki? Jú, við erum komnir
368 Erum við búnir eða?
369 á góðan tíma.
370 Já ókei, átján mínútur frábært, takk fyrir, heyrumst bæ bæ.
371 Ókei, takk sömuleiðis, bæ.
Go back