22 - 66ccf3bc-8bf2-44f0-98a6-ac69f0543f49

Go back

1 Þá er þetta byrjað. Hvað segirðu gott? Já. Það er svoleiðis.
2 Já, byrjar maður á,
3 ég segi allt gott, jafna mig eftir flensu en þetta fer nú vonandi allt að,
4 maður fer allur að skríða saman vonandi, úr þessu.
5 Um leið og, um leið og covid, hérna hægist á
6 covid þá fara flensurnar af stað aftur þegar fólk fer að hittast. Já, akkúrat.
7 Þegar maður, þarna, búinn að vera
8 halda ofnæmiskerfinu sínu [UNK].
9 Fólk hefur umgengist miklu minna en þau gerir alla jafna og núna, núna
10 fer það að breytast vonandi, og sem betur fer og
11 þá hérna, þá fara svona
12 kvef og pestir að, að hérna, af stað í samfélaginu aftur, sem er reyndar líka gott. Við þurfum að, maður þarf að fá pest reglulega til að halda ónæmiskerfinu við bara á meðan það er ekki,
13 meðan hún er ekki of slæm. J´, já.
14 Veðrið er bara ljómandi gott, það er stafalogn og reyndar gengur á með smá rigningarskúrum.
15 Búið að vera já, í gær var líka svona, gekk á með, það var reyndar, rigndi svolítið mikið seinni partinn í gær en svo er veðurspáin þannig að nú á bara að fara að kólna hérna fyrir norðan og, og bara fara alveg niður í eins, tveggja stiga hita jafnvel
16 [UNK].
17 og rigningu. Hér á að grána í fjöll og spáð slyddu og þeir sem eru á leiðinni norður held ég
18 á föstudag og svo á sunnudag að keyra fjallvegi gætu bara lent í hálku jafnvel.
19 En það getur bara gerst á Norðurlandi í öllum mánuðum ársins.
20 Þannig er nú bara Ísland.
21 Ég ætla, við ætluðum bræðurnir að sameinast, [UNK].
22 Já,
23 skynsamlegt,
24 Leggjum af stað um hálf þrjúleytið, eitthvað svoleiðis.
25 hljómar vel.
26 Hvernig er veðrið í Reykjavík?
27 Voða svipað og þú lýstir. Það er svolítið grátt yfir.
28 Já. Já, einmitt. Ég var einmitt að spá í hvað ég ætti að hafa í matinn á föstudagskvöld.
29 Ég finn eitthvað gott þegar ég fer inn á Akureyri.
30 Ég gleymdi alveg að spá, kom upp einhver spurning hjá þér þá eða?
31 Hvað eldar þú þegar þú ert að gera vel við þig og þína? Þá mundi ég eftir því að ég ætti eftir að. Mundi eftir þessu. Já, já, og líka versla inn fyrir jarðsetninguna.
32 Já, já, það. Ætlarðu að versla á Akureyri?
33 Það spáir allavega þurru veðri á laugardaginn, þannig að
34 Þetta lúkkaði eins og að, það leit út fyrir að þetta yrði mjög fallegt veður.
35 það verður gott.
36 Bjart og kalt.
37 Já, kalt en fallegt. Já.
38 Jú.
39 Maður tekur bara með sér úlpu, er það ekki? Bara dúnúlpu, ​þykka. Er það ekki? Ég get alveg komið með eitthvað fyrir þig.
40 Reikna með. Ég tók ekki neitt sko svoleiðis
41 en maður gæti einmitt þurft á því að halda, já það
42 gæti orðið bara ansi kalt. Jú. Gæti alveg farið svo. Ég er ekki með neina svoleiðis yfirhöfn sko. Kannski, kannski já, ég allavega spái í
43 þetta til morguns. Gæti alveg borgað sig.
44 Ætlar þú að segja eitthvað, varstu búinn að ákveða það? Halda einhverja tölu?
45 Já, ég ætla að gera það.
46 Ja, svona bara, byggir svolítið bara á því sem var, því sama og var sagt við jarðarförina.
47 En meira svona bara, [hik:teng], tengja það staðnum og,
48 og hérna já, aðallega tengja það staðnum.
49 En hérna já já, kemur í ljós hvernig ég hef það, ég nota
50 seinnipartinn á morgun til að undirbúa það.
51 Spenntur að koma.
52 Já, þetta verður stutt stopp reyndar.
53 Þið komið suður hvenær?
54 Við komum suður á föstudaginn í næstu viku, ég þarf reyndar að koma á mánudagskvöld,
55 fljúga vestur á miðvikudag fram og til baka og svo aftur til baka á miðvikudagsmorguninn.
56 Já, alveg rétt.
57 Verkefni sem kom upp í vinnunni.
58 Rétt kem og, rétt kem og bara sef blá, sitthvora
59 blánóttina áður en ég fer aftur til baka. Ég er bara búinn að
60 Nú fæ ég spurninguna: Hversu oft ferðu út að hreyfa þig? Ertu búinn að vera að hlaupa eitthvað fyrir norðan?
61 liggja í bælinu með þessa flensu. Ég er bara,
62 Já, þetta kom bara stuttu eftir að þú mættir náttúrulega.
63 ég var úti um,
64 já, ég var jú, við vorum úti við um helgina. Það var
65 yndislegt veður hérna á laugardaginn, þá var maður úti við og hérna,
66 byrjaði svona en bara er ég búinn að liggja, vaknaði á, við vorum úti á sunnudaginn líka. Svo vaknaði ég bara á
67 mánudagsmorguninn og er búinn að vera inni síðan, ég hef ekki farið út fyrir hússins dyr. Nema ég fór í covid test
68 í gærmorgun,
69 Alveg rétt. Varstu bara á bátnum?
70 bara til að vera viss um það að þetta væri ekki covid, af því að maður er að fara að
71 hitta fullt af fólki, já.
72 Það gekk fljótt og vel.
73 Erum við ekki bara öll að koma, eru ekki bara allir að koma þarna með hálf átta á morgun?
74 Jú, nema að ég held að Heimir verði enn þá seinni, ég held að hann sé að vinna til sjö.
75 Nei, hann, hann ætlar að hætta tvö.
76 Já, ég átti víst ekki að nefna nöfn. Já já.
77 Já, allt í lagi, þetta er bara fornafn.
78 Nei, nei, allavega
79 En þetta verður síðan, þetta verður bara merkt.
80 jú, já, ég veit ég ekki með hvort að bróðir minn nær hálf átta. Alla vega í fyrsta lagi. Eldri bróðir minn.
81 Svo eru bara allir að koma,
82 já, þarna annað kvöld og svo, og svo eru allir að fara til baka á, á sunnudag,
83 Um það leyti.
84 allavega langflestir. Ekki alveg allir en flestir. Já.
85 Ég var einmitt að,
86 við vorum að spjalla í gær. Ég var að telja heillengi uppi í búð. Alveg langt fram á kvöld.
87 Hann ætlaði, hann ætlaði held ég að hætta tvö.
88 Þá er hann bara á svipuðu róli og restin, þá er það bara gott.
89 Já og já, það er fátt leiðinlegra.
90 Var vörutalning hjá ykkur? Já, já.
91 Það er fátt leiðinlegra.
92 Hvað segirðu,
93 ég get ímyndað mér það, þá er bara verið að telja og tékka á því að lagerstaðan í tölvukerfinu sé sú sama, ekki satt?
94 Sumar eru alveg örugglega ekki akkúrat, en bara uppfæra það.
95 Hvert einasta sokkapar.
96 Já, já, já. Eru sokkapör notuð svona til þess að, til þess að hérna,
97 blíðka viðskiptavini eða gefa þeim auka afslátt eða? Eru sokkapör notuð sem skiptimynt til þess að svona gera aðeins betur? Já, já. Þá gleymist kannski stundum að skanna? Já, akkúrat. Já, það myndi ég gera.
98 Já, líka bara, bara selt sko en já, stundum svona hendir maður einu með.
99 Talningin gæti verið skrýtin.
100 Myndir þú kaupa sjálfkeyrandi bíl?
101 Það er náttúrulega komin, Teslan er sjálfkeyrandi þannig að það er hægt að kaupa í dag en hann ræður ekki við mjög mikið af íslenskum aðstæðum enn sem komið er.
102 En hvernig, hversu langt eru þeir samt komnir?
103 Það er ennþá. Þú getur það alveg.
104 Hann getur keyrt sko, hann getur alveg
105 keyrt sjálfur sko á, og skipt um akreinar og passað alla umferð í kringum sig og, og, og allt svoleiðis, farið á milli staða bara samkvæmt sko, samkvæmt hérna
106 kortinu í bílnum og ef þú velur bara áfangastað þá getur hann keyrt eftir því.
107 Er hann þá með þú veist einhvern svona, þú veist, fimmtíu metra fjarlægðar
108 skynjara skilurðu í allar áttir eða?
109 Já, já, bara eins og margir bílar eru komnir með, svona nálgunarvara. Margir bílar náttúrlega bara bremsa ef þú ferð of nálægt afturenda á næsta bíl og eitthvað svoleiðis. Og ég held að þetta sé bara,
110 [UNK].
111 þetta er að gerast rosalega hratt, þetta er að gerast
112 rosalega hratt og ég held að um leið og
113 sjálfkeyrandi bílar sko, það á eftir að þróa þá mjög mikið. Sjálfkeyrandi bílar kunna til dæmis ekki að keyra á malarvegum.
114 Nei, þegar að þeir verða tilbúnir þá verður lítið eftir af malarvegum.
115 Þeir þurfa, þeir þurfa hvíta, þeir þurfa hvítar línur og svona en
116 þróunin er svo hröð að ég held sko að um leið og þetta er orðið nokkuð svona, um leið og
117 sjálfkeyrandi bílar eru farnir að ráða við
118 svona flestar aðstæður. Til dæmis
119 að ráða við skafrenning á Íslandi þar sem þú sérð ekki línurnar og jafnvel sérð ekki veginn og hvað ætlar þú að gera þá? Stoppar þá bara bíllinn? Þegar að maðurinn getur keyrt áfram.
120 Eða hvort þú getur alltaf tekið við, skilurðu.
121 Já, já, já, já. En svo þegar þetta verður bara orðið, alla vega innan borg, í borgum, bara orðið bara, bara sjálfkeyrandi bílar, þá held ég að þú hættir að eiga bíl. Nei. Annaðhvort kaupirðu þér bara áskrift að bíl þegar þú þarft á að halda eða þegar þú getur bara pantað með fyrirvara. Þá geturðu sagt: Ókei,
122 Já, þú meinar það að fólk eigi ekki sína eigin. Áskrift eða eitthvað, já.
123 ég er að fara í viku ferðalag, ég ætla að panta bílinn, svona stóran bíl í viku.
124 Og svo þegar maður sér lengra fram í tímann þá verður það bara þannig, að þegar það, á
125 venjulegum vinnudögum,
126 þá, þá hleypurðu bíla-, sjálfkeyrandi bílafyrirtækinu, að, gefurðu því aðgang að dagatalinu þínu og merkir bara við hvaða fundi þú þarft bíl á ef að, nema kerfið geti fundið það sjálft út ef það er á öðrum stað en þar sem þú vinnur, eða þar sem þú ert staddur.
127 Bara sóttur.
128 Og þá kemur bara bíll og sækir þig og hann er mögulega þá að samnýta ferðina með öðrum
129 og, og hérna
130 þú kannski staðfestir já ég þarf bíl, eða nei, ég þarf ekki bíl. Og svo,
131 á nóttinni og um helgar, þegar það er minni þörf fyrir bíla.
132 Þá fara þessir bílar bara á einhver, í einhver bílastæðahús fyrir utan borgina.
133 Ekki bara hlaða sig. Þeir verða bara
134 teknir út úr borginni þannig að bílarnir séu ekki að taka stæði eða,
135 Já, þú meinar allir byggingarreitirnir verða þá bara fleiri og.
136 þá, já, þá þarftu ekki lengur, þá þarftu ekki lengur sko, að reikna með því að allir bílar þurfi stæði eða bílskúr eða bílastæðahús. Bílarnir
137 koma bara inn í borgirnar eftir þörfinni og fara svo bara út úr borgum, rétt út fyrir borgina, eða einhver geymslusvæði eða eitthvað svona. Ég held að þetta
138 [UNK].
139 muni þróast þannig.
140 Þá gjörbreytist.
141 Já, þú átt eftir að upplifa þetta.
142 Ég hef stundum velt því fyrir mér
143 hvort að, hvort að barnabörnin mín muni taka bílpróf.
144 Kannski gera þau það en, þau munu, já næsta kynslóð mun nota bíla á einhverjum svona nótum
145 eins og ég er búinn að vera að lýsa. Þau munu ekki nota bíla eins og við notum þá. Enda í rauninni er það fáránlegt ef maður hugsa út í það, þú kaupir þér bíl
146 og hvað [hik:sit], hvað er hann í notkun stóran hluta af sólarhringnum?
147 Já, einmitt.
148 Þetta er, það er notað mikið af alls konar málmum og svona jarðefnum, jarðunnum efnum í bíla.
149 Þetta er mjög dýrt, þetta er mjög mikið kolefnisspor, þetta er mikil mengun, bara við að framleiða bílinn
150 og svo er hann í gangi, þú veist,
151 tvo tíma á dag, ekki það. Í Reykjavík
152 innan við klukkutíma á dag, hver einasti bíll.
153 Já, en samt eiga allir bíl.
154 Samt eiga allir bíl og margir eiga tvo bíla og sumir eiga þrjá bíla.
155 Þetta er breyting sem ég held að muni, þetta á eftir að
156 gjör-, gjörbreytast. Það að eiga bíl.
157 Þetta er byrjað sko, ég meina. Þó það sé
158 fyrir löngu byrjað erlendis er að byrja hérna heima sko, bara nú leigir fólk bíl í staðinn fyrir að kaupa bíl. Það er bara upphafið
159 að þessu. Af hverju þarftu að leigja bíl og hafa hann alltaf hjá þér? Af hverju leigirðu ekki bara bíl þegar þú þarft á honum að halda?
160 Ég var einmitt að pæla, við erum komin, pæla í að kaupa bíl.
161 Spurning hvort að.
162 Já,
163 Mér finnst ennþá einhvern veginn, ennþá ekki alveg nógu lógískt að eiga bíl.
164 nei, sko, það er tiltölulega dýrt, sko af því að þú leigir þá yfirleitt nýjan eða mjög nýlegan bíl.
165 Sem er kosturinn því að þá veistu bara, það kostar þig ex
166 krónur á mánuði og það er allt innifalið fyrir utan eldsneytið, tryggingarnar og viðhaldið og allt saman. Gallinn við
167 að eiga bíl er það að þá koma svona stökk í kostnaði, þegar þú ert að borga tryggingu þá geturðu alveg dreift því, en
168 svo kemur stökk, þú veist hann bilar og hann fer á verkstæði og kostar kannski bara hundrað þúsund kall.
169 Og bara þú veist, [UNK].
170 Þá, þá,
171 já,
172 já, ég man eftir þegar ég var í námi erlendis og við áttum bíl og svo bilaði hann. Þá krossaði maður bara puttana, maður var svo skíthræddur um að viðgerðin yrði, yrði dýr, hvort maður myndi eiga efni á viðgerðinni
173 þann mánuðinn sko.
174 Fór alveg eftir því hvort að námslánin voru komin. Hvenær þau yrðu borguð út. Það á margt eftir að breytast í framtíðinni, alveg ótrúlega mikið.
175 Bara það sem hefur breyst frá því þegar ég var strákur er
176 svo mikið og þetta er að breytist, þetta á eftir að breytast miklu meira og miklu hraðar á næstu fimmtíu árum
177 heldur en það hefur gert síðastliðin fimmtíu ár.
178 [UNK].
179 Já, já já, já já. Og þetta voru malarvegir og einbreiðir
180 og, já og núna brennirðu þetta á fjórum, fjórum og hálfum, eða fjórum og hálfum klukkutíma
181 og allt á malbiki
182 og,
183 Kannski tíu ár þangað til að þú sest bara upp í bíl.
184 og svo, já svo fara að koma.
185 Já, það er kannski eftir tíu ár, já, sest ég upp í bíl sem ég pantaði og bara sagði, ég þarf svona, nú þarf ég stærri bíl í viku af því að ég er fara í ferðalag, en svo dugar mér bara lítil púdda í bænum þess á milli.
186 Þá er nú líka að koma upp. Þá munu koma upp mál þegar ef að ég er of seinn að panta með stóra bílinn og allir hinir eru búnir að taka hann frá af því að allir eru að fara í sumarfrí á sama tíma og ég.
187 En, en. En samt mér finnst mjög, æi þú veist, bílar eru svo mikið svona, tákn fyrir suma.
188 Maður sér þetta bara eins og í.
189 Já, svona stöðutákn.
190 Já, já,
191 það er bara alveg eins og fyrir suma eru hús stöðutákn eða föt eða hvað það nú er sko, en
192 í rauninni er bara fáránlegt að
193 það sé það. Hvað,
194 hvað segirðu?
195 Það heyrist dálítið illa í þér. Það er eins og þú hafir
196 Já, nei, ég er að rölta hérna um. Ég er með heyrnartól.
197 fjarlægst eitthvað aðeins.
198 Já, einmitt. Já, það passar, nú varstu kominn of langt frá tölvunni. Ég var næstum því staðinn,
199 Kannski er míkrófónninn í tölvunni en ekki í þarna,
200 já, ég skal þá sitja hérna.
201 sennilega, nú heyrist mjög vel í þér sko.
202 Hérna, kannski ég prófi að standa upp og labba í burtu. Ég held að míkrafónninn sé hérna, breytist það nokkuð hjá mér?
203 Já.
204 Jú, aðeins.
205 Aðeins? Já, ókei. Þá er það bara þegar að.
206 Hvar ertu núna?
207 Nú er ég bara svona tvo metra frá tölvunni.
208 Hann er eitthvað tengdur í tölvuna.
209 Þetta á að vera, míkrafónninn er í
210 Já, ég hélt að það væri þannig hjá mér. Já, það hljómar samt eins og míkrófónninn sé bara í tölvunni sko. Það gæti líka alveg verið með að,
211 heyrnartólunum í eyrunum.
212 Það getur bara vel verið að fade-i aðeins eða minnki aðeins þegar
213 að þegar að hérna, fjarlægist af því að þá
214 er bara orðið lengra fyrir bluetooth
215 að tengja þetta. Það getur vel verið að þetta sé eitthvað svoleiðis.
216 þetta forrit skuli sækja hann þangað.
217 Nei, ég er að nota, ég
218 er alveg örugglega að nota hljóðnemann.
219 Hljóðnemi.
220 Á maður ekki að segja hljóðnemi?
221 Skoða hérna uppsetninguna hjá mér, þá er.
222 Ég veit það ekki. Ég er allavega búinn að vera að rölta hérna um öll gólf.
223 Ég gerði það nefnilega líka þegar að þú, þú fórst.
224 Já, ég heyri muninn, sko. Ég skil
225 Ef það væri bara í tölvunni þá myndirðu ekki heyra í mér ef ég væri kominn hérna í stofuna.
226 ekki alveg af hverju, þetta hlýtur samt
227 að vera. Nei, og líka þegar maður er að nota þetta með síma eða, maður er oft með símann bara í vasanum, þá myndi enginn heyra í manni.
228 En eru svona upptökur eins og við erum að gera núna, eru þær nýttar í rauninni bara til þess að halda áfram að þróa gervigreindina í að skilja mismunandi raddir og mismunandi áherslur og mismunandi talsmáta og allt þetta?
229 Já, já, þetta verkefni sem ég er að hjálpa til við núna, er annars vegar að safna gögnum og leiðrétta gögn fyrir talgervla og svo talgreini. Þetta, þetta er þá, tengist talgreini.
230 Að búa, að búa til texta úr þessu.
231 Já, þetta er þá.
232 Svo fer þetta inn í forrit sem býr til texta.
233 Sem er þá bara svona.
234 En er ekki hægt að nota þetta í báðar áttir? Getur þá ekki talgervillinn síðan tekið textann og lesið hann og borið saman við upptökuna?
235 Já. Nefnilega sko að, það er alveg magnað. Maður náttúrulega hefur alveg, veit alveg hvað þeir eru komnir langt á ensku þú veist. Þú getur bara skrifað hvað sem er og fengið einhvern til að segja það
236 og skilur flest allt. [UNK] Komin helvíti langt. Ef maður talar,
237 ef ég tala svona nokkuð skýrt og greinilega þá mun hún alveg ná allri þessari setningu,
238 en það er svona, en það er samt ástæðan fyrir því að við erum að, það er ástæðan fyrir því að við erum að spjalla sko.
239 Já, en
240 um leið og maður fer að muldra eitthvað eða tala hraðar eða eitthvað svoleiðis þá verður það erfiðara. En þegar við tölum svo báðir í einu, það hlýtur að vera svolítið flókið. En, en talgreinirinn þarf samt að ráða við það að heyra í tveimur í einu.
241 Já, til þess að.
242 Já, það er það, en við erum á tveimur rásum.
243 Þannig að þetta verður greint í sitthvoru lagi.
244 En ég held að það sé nefnilega einmitt.
245 Já, ég held að þetta tengist eitthvað, ég veit sko voða lítið.
246 Ég held einmitt að, þetta er á tveimur rásum en hann. Það er verið að þjálfa líka í að sko greina á milli raddanna.
247 Já, já, splitta röddunum upp í tvær rásir sennilega. Eitt er að greina, en annað sko já eins og þú segir,
248 Já.
249 Það er rosa auðvelt fyrir hann núna. En það þarf að þjálfa hann í hinu sko.
250 skýrt, talað hægt, þú veist, stoppa við punkta og allt svona. Hitt er að skilja einhvern svona.
251 Þegar þú talar við, ætlar að biðja um eitthvað í símann þinn eða hvað sem er. Þá ertu.
252 Getur alveg.
253 Þá þarftu ekki, viltu ekki endilega þurfa að skipta yfir í einhverja
254 þarna þægilega rödd fyrir hann, eða skilurðu, þú ættir bara að geta sagt eins og þú myndir tala.
255 Og bara eins og þú hugsaðir ef þú veist
256 bara
257 maður sér fyrir sér
258 verkefni eins og, er ekki í svona lögfræðisölum alltaf svona ritarar.
259 Þá verða þeir bara tilgangslausir. Alþingi er byrjað að nota þetta forrit sem að þau eru að þróa hérna, sem við erum að vinna í.
260 Þeir eru byrjaðir á því.
261 Já já já já, já, í rauninni til þess að skrá niður fundargerðir eða það sem sagt er í þingsölum.
262 Já. Annars sko, hingað til hefur þetta allt verið tekið upp og svo er fólk sem hlustar á upptökurnar og skrifar allt niður, allar umræður. Já, en, en sko,
263 Ég held að það sé svolítið erfitt að fullkomna svona tölvu.
264 En við getum þjálfað hana helvíti, svo getum við náttúrulega látið hana kenna sjálfri sér.
265 [UNK].
266 nákvæmlega, það er það sem er svo magnað,
267 þegar þessi gervigreindartækni,
268 þegar hún kemst af stað. Þegar hún er búin að ná grunninum þá er hún svo ógeðslega fljót að læra.
269 Ýta undir hana til þess að hún geti síðan bara haldið áfram sjálf. Fyrirgefðu, nennirðu að endurtaka þig aðeins.
270 Ég var að lesa þarna
271 hvað heitir það ekki deep blue? Nei, nei, það heitir
272 ekki deep blue, það er eitthvað miklu eldra
273 það er eitthvað verkefni frá IBM.
274 Sem þau eru komin mjög langt í, þar sem þeir eru að nota gervigreind til þess að greina
275 upplýsingar úr rannsóknum um
276 krabbamein, greina sem sagt hvaða krabbamein er á ferðinni með því að fara í gegnum niðurstöður úr blóðsýnum og,
277 og kerfið sem sagt mælir síðan með krabbameinsmeðferðinni.
278 Ég var að lesa grein.
279 Það er búið að búa til gervigreindarkerfi sem að, sem að sem sagt greinir krabbamein. Mismunandi
280 Myndum og eitthvað.
281 tegundir krabbameina, byggt á rannsóknarniðurstöðum, blóðsýnum og einhverju fleiru. Ja, ekki myndum. En og það, í níutíu og átta prósent tilvika var
282 kerfið að greina rétt krabbamein í samanburði við færasta krabbameins læknateymi í Bandaríkjunum.
283 En svo kom óvænt í ljós að kerfið og síðan var kerfinu kennt að mæla með meðferðinni, og það mældi í áttatíu, níutíu og átta prósent með réttri meðferð
284 en síðan bættist við í einhverjum þrjátíu eða fjörutíu prósentum tilvika kom kerfið, fór kerfið að koma með tillögur að öðrum
285 Ókei.
286 meðferðum sem læknunum hafði ekki dottið í hug.
287 Þú ert bara að kenna. Já og
288 Það er þá vegna þess að þegar kerfið var orðið svo fljótt að læra.
289 Ég held að það séu birtar þrjúþúsund greinar um krabbameinsrannsóknir í heiminum á dag og það er enginn læknahópur sem getur lesið brot af þessu, en kerfið les þær allar.
290 þær lesa þær allar.
291 Og bara, tætir þetta í sig og greinir þetta og notar þetta og nú er verið að kenna kerfinu að einmitt að lesa
292 röntgenmyndir.
293 Kerfið getur náttúrulega horft sko á pixel fyrir pixel í myndinni.
294 Hvert einasta.
295 Kerfið sér örlítinn skugga af, getur
296 séð sem sagt þegar að
297 æxlið er að byrja að myndast löngu áður en mannsaugað sér það á mynd. Af því að, já, kerfið, í rauninni, bara fer í gegnum hvern einasta pixel í myndinni en mannsaugað horfir bara á myndina og rýnir í hvort það séu einhvers staðar skuggar.
298 Já, og hann náttúrulega gæti auðveldlega misst af einhverju.
299 Annað eins hefur nú gerst.
300 Já,
301 það gerist bara alltaf.
302 Síðan nú birtist hérna: Hvert fórstu? Hvert fórst þú síðast þegar þú varst að ferðast innanlands. Við vorum einmitt að reyna að plana að fara eitthvað innanlands í sumar. Ég var byrjaður að skoða gistingar, þær eru töluvert mikið dýrari en á síðasta sumri
303 Já, maður getur trúað því.
304 og ef þú ætlar að fara svo á þessi betri hótel eins og þið fóruð á í fyrra þegar að hérna,
305 fyrir austan.
306 Í há, um hásumarið, það kostar svona sextíu þúsund kall fyrir tvo. [UNK].
307 Eins og, þetta er ekki eins og þegar við fórum, fórum og þarna, það var rigning, svo við hringdum bara eitthvert.
308 Það var náttúrlega allt laust, maí í fyrra.
309 Fengum svítu,
310 fundum einhverja svítu í.
311 Fengum einhverja svítuíbúð samdægurs á tíu þúsund kall.
312 En já, núna í júlí er bara, það er megnið orðið bara upppantað í júlí, já.
313 Það var náttúrulega mjög óeðlilegt ástand og kemur ekki aftur, skulum við vona, því það er
314 ekki gott fyrir hagkerfið þegar að allt er
315 Það er gott að maður náði að gera, nýta þetta eitthvað samt.
316 meira og minna lamað.
317 Það gerist, það gerist.
318 Eru ekki farnir að hrannast inn útlendingar?
319 Já, nú er eftirspurnin miklu meiri,
320 sem betur fer.
321 Maður er farinn að taka aðeins eftir því í búðinni líka.
322 Jú jú, ferðamennirnir eru farnir að koma,
323 aðallega frá Bandaríkjunum en líka frá öðrum löndum. Já, en ég var að
324 lesa einhverja spá frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
325 Það samt reiknar með því sko, að ferðaiðnaður í heiminum verði
326 allavega fjögur ár í viðbót að ná sér,
327 miðað við það sem það var tvö þúsund og nítján. Já, það eru svo ofboðslega margir líka bara sem misstu vinnuna og hafa verið tekjulausir og eiga bara ekkert efni á því að ferðast.
328 Já, bara verið tekjulaus í langan tíma.
329 Ég hugsa að, að þetta verði svolítið fyndið hérna,
330 Já. Gerir þetta svo miklu flóknara.
331 Ísland í kannski október, ég hugsa bara að það verði enginn hérna.
332 Fari bara allir. Já, af Íslendingum.
333 Næstkomandi október.
334 Já, ég hugsa svona þegar sumarið er búið þá muni fólk alveg,
335 Já, þú meinar að Íslendingarnir fari erlendis.
336 Íslendingar eru náttúrulega byrjaðir að fara heilmikið til Spánar og Tenerife og.
337 já.
338 Já, já,
339 enn þá náttúrulega allir að bíða eftir að fá, eða mjög margir
340 Já, ég keyrði þarna framhjá. Alveg galið.
341 að bíða eftir að fá seinni bólusetninguna eins og sýndi sig
342 í gær
343 þegar biðröðin við Laugardalshöllina náði bara einhvers staðar lengst upp á Suðurlandsbraut.
344 Ég ætla einmitt að vera. Ég ætlaði að vera vakandi í dag. Það var auglýst að það gætu orðið einhverjir afgangs
345 skammtar af þarna, Jansen.
346 Ég vona að ég fái sms-ið í dag.
347 Já, já,
348 Ég er eftir einhverjar tvær vikur.
349 já. Ertu komin, er það komið niður í þinn aldurshóp? Er þinn árgangur núna?
350 Þrjár vikur. Ég er í síðasta, síðustu vikunni, sem að.
351 Bara einhvern tímann í lok sumars.
352 Já, ég á líka eftir að fá seinni sprautuna. Fólkið, allir sem fóru af stað í gær, og þess vegna var þessi örtröð, fór af stað til að fá seinni sprautuna í rauninni of snemma því að það var búið að sýna fram á það að virknin er best þegar það líða tveir til þrír mánuðir á milli.
353 Var þetta ekki af því að það voru komnar einhverjar fjórar vikur.
354 Þetta var örugglega fólk sem fór á svipuðum tíma og þú fórst.
355 [UNK]. Ég skil ekki af hverju fólki lá svona á.
356 Jú, ég held það. Já, já.
357 Já, nýta tækifærið.
358 Er það ekki bara dæmigert fyrir Íslendinga, þeir ætla allir af stað til útlanda og eitthvað svoleiðis.
359 Ég hugsa það. Já, einmitt. Já, við erum það.
360 Heyrðu, ég þarf að, þarf að fara að undirbúa fund sem ég á eftir nokkrar mínútur.
361 Já, það væri óskandi.
362 Ég vona að kerfið nái að læra eitthvað af þessu spjalli okkar. Ókei.
363 Takk fyrir þetta.
364 Segjum það. Þá stöðva ég hér upptökuna.
365 Takk sömuleiðis, bara gaman. Bless.
Go back