1 |
Og
▶ |
2 |
jæja, karlinn. Og svo já svo fær maður svona tillögur að umræðuefnum. Já.
▶ |
3 |
Nú?
▶ |
4 |
Vantar þig eitthvað til að spjalla um?
▶ |
5 |
Ég meina, þú kallaðir mig hingað,
▶ |
6 |
Við höfum nóg um að spjalla.
▶ |
7 |
Ég get til að mynda sagt þér að það er bongó hérna í Hollandi og búið að vera. Hvernig er hjá ykkur?
▶ |
8 |
já, já, hérna
▶ |
9 |
éttu úldinn hund.
▶ |
10 |
Það er bara svona grámygla og svona rigning.
▶ |
11 |
Já, já, já, já, já,
▶ |
12 |
En þú veist þetta er ekki kalt.
▶ |
13 |
Þannig að þetta er bara íslenskt eitthvað
▶ |
14 |
venjulegt sko.
▶ |
15 |
aðeins.
▶ |
16 |
Já, þarna
▶ |
17 |
Þetta ku vera raunin hérna líka. Það var hellirigning áðan en annars er bara búið að vera eitthvað tuttugu og sex stiga hiti og allir að svitna.
▶ |
18 |
Með glugga opna.
▶ |
19 |
síðan verður, verður þetta svona
▶ |
20 |
ofan á í þessari rannsókn
▶ |
21 |
að bara fólk á Íslandi raunverulega tali bara um veðrið.
▶ |
22 |
Ég meina, þetta skiptir mjög miklu máli. Ég er eiginlega ekki búinn að tala um neitt annað síðan við komum hingað,
▶ |
23 |
Bara við nokkurn mann?
▶ |
24 |
já, bara í búðinni og
▶ |
25 |
Já. Sem stoppaði þig?
▶ |
26 |
fólk úti á götu.
▶ |
27 |
Það var manneskja sem stoppaði mig úti á götu og spjallaði við mig núna áðan á leiðinni heim úr búðinni sem ég hef ekki lent í,
▶ |
28 |
já sem sagt, sem hérna var að leita, hún sagði eitthvað: Sorry, do
▶ |
29 |
you know where is the housing?
▶ |
30 |
Ég bara
▶ |
31 |
gat ekki sagt neitt.
▶ |
32 |
Já, bara núna þegar ég var á leiðinni heim.
▶ |
33 |
Var hún með spænskan hreim? Já, ég myndi segja það.
▶ |
34 |
Ókei, fyndið, Sóla segist hafa heyrt í henni tala við einhverja aðra.
▶ |
35 |
Var hún, hún var nokkuð hérna með svona myndarleg kona á okkar aldri,
▶ |
36 |
ýtandi á undan sér tómri innkaupakerru og mögulega með headphone?
▶ |
37 |
Nei,
▶ |
38 |
Nei ókei.
▶ |
39 |
Nei, það nefnilega, það er svona
▶ |
40 |
í Kringlunni þarna í þú veist einhver ár.
▶ |
41 |
Það er sem sagt kona og ég hef séð hana síðan ég hætti, sem eru komin mörg ár síðan,
▶ |
42 |
sem að bara mætir í Kringluna og gengur um Kringluna með innkaupakerru úr Hagkaup sem ekkert er í venjulega og bara svona
▶ |
43 |
talar við loftið. Og hún augljóslega bara
▶ |
44 |
ekki er heil á geði
▶ |
45 |
svoleiðis
▶ |
46 |
ég.
▶ |
47 |
Og þetta er bara það sem hún gerir, hún mætir í Kringluna og gengur um og talar svona
▶ |
48 |
mjög hátt og að mér heyrðist alltaf á spænsku.
▶ |
49 |
Hérna þú veist þannig ég skildi ekkert allt sem hún var að tala um endilega. Eins og hún væri að eiga rosalega svona
▶ |
50 |
áhugaverðar og merkilegar samræður.
▶ |
51 |
Æi, vonandi bara var hún að því.
▶ |
52 |
Já, veistu
▶ |
53 |
ég vona það bara.
▶ |
54 |
Maður getur víst ekki vonast eftir miklu öðru en að bara fólki líði vel þegar maður sér það svona.
▶ |
55 |
En já náttúrulega þú veist hún
▶ |
56 |
mér finnst hún færa, fara bara
▶ |
57 |
halda þessu áfram. Þá væntanlega stendur, það stafar engin ógn af henni allavega. Þannig að.
▶ |
58 |
Nei, einmitt.
▶ |
59 |
Segðu, ég er ekki, maður ætti kannski ekki að,
▶ |
60 |
sástu fréttirnar um manninn þarna með, sem sagt
▶ |
61 |
í Kringlunni eða Smáralind, annaðhvort í dag eða í gær.
▶ |
62 |
Það var handtekinn fyrir þjófnað.
▶ |
63 |
Nei, ég missti af því.
▶ |
64 |
Það er greinilega einhver mjög veikur.
▶ |
65 |
Það sem vakti athygli var að sem sagt lögregla handtók hann og hann streittist á móti með því að nota eigin saur, eins og það var orðað í fréttinni,
▶ |
66 |
Vá.
▶ |
67 |
þannig að þetta er eitthvað rosalegt.
▶ |
68 |
Já en bíddu hvernig, var hann þá með eigin saur tilbúinn?
▶ |
69 |
Rosalegt ástand.
▶ |
70 |
Það fylgdi ekki sögunni, hvort þetta hefði sem sagt
▶ |
71 |
Nei, af því það er mikilvægt sko. Af því ég meina hvernig tekst manni bara svona að, að, að, að
▶ |
72 |
að útvega þetta svona snöggvast?
▶ |
73 |
já svona snögglega þannig
▶ |
74 |
áður en einhverjum tekst að, að stoppa?
▶ |
75 |
Nei,
▶ |
76 |
hann hefur annaðhvort sko, lögreglan gefið honum aðeins of mikinn fyrirvara til að athafna sig
▶ |
77 |
eða þá hann hefur verið með þetta einhvern veginn á sér.
▶ |
78 |
Taktu höndina úr buxunum. Nei, nei, nei, taktu hana úr buxunum
▶ |
79 |
nei, nei, ekki ekki henda þessu ekki, ekki henda þessu.
▶ |
80 |
Æi.
▶ |
81 |
Alveg grátlegt sko.
▶ |
82 |
Ég vona að honum muni einhvern tímann líða betur.
▶ |
83 |
Já, svo var náttúrulega ég veit ekki ég horfði á fréttirnar í gær.
▶ |
84 |
Nei. Það var sem sagt í fréttum í gær að hérna
▶ |
85 |
að sem sagt Kleppur er í rauninni bara algjörlega vanhæft húsnæði fyrir þessa starfsemi. Það er að segja sjá um geðveikt fólk.
▶ |
86 |
Það voru innan sem sagt það voru svipmyndir innan úr hérna
▶ |
87 |
innan úr Kleppi sem ég hef aldrei séð
▶ |
88 |
hvernig lítur þarna út að innan og þetta er náttúrulega ég meina þetta er byggt
▶ |
89 |
fyrir meira en hundrað árum síðan þannig kannski svo sem
▶ |
90 |
engin furða að þetta sé beint eitthvað upp á nútíma standard en.
▶ |
91 |
Þetta er í rauninni ekkert nema bara ógeðslega þröngir gangar og eru eiginlega það þröngir að þröngir eiginlega tveir geta ekki mæst á ganginum og gluggalaust og svo er ekkert nema bara svona hvítt og svo svona skær gulur litur alls staðar.
▶ |
92 |
Ókei.
▶ |
93 |
Sem er víst bara samkvæmt einhverjum rannsóknum er bara svona versti liturinn sem þú getur haft
▶ |
94 |
í þessu umhverfi.
▶ |
95 |
Hann þykir bara ertandi og svona ergjandi.
▶ |
96 |
Bara allt frekar óhaginn.
▶ |
97 |
Þetta hefur sjálfsagt verið byggt á einhverjum rosalegum vísindum árið nítján hundruð og tíu eða eitthvað,
▶ |
98 |
En svo þú veist
▶ |
99 |
maður spáir í sko
▶ |
100 |
margar svona hugmyndir
▶ |
101 |
um nítján hundruð og tíu og eitthvað svona þú veist
▶ |
102 |
fyrir öld og tveimur síðan, að þetta er ekkert
▶ |
103 |
þú veist þetta var bara einhver gaur iðulega sem bara eitthvað svona ályktaði:
▶ |
104 |
Já heyrðu nei þetta meikar sens fyrir mér. Og svo bara
▶ |
105 |
myndast einhver heil stefna í kringum það en það er ekki byggt á neinu. Þetta er bara einhver gaur.
▶ |
106 |
Þetta er bara eitthvað svona ákveðið: Já þetta er bara lógískt. Eins og þú veist hérna
▶ |
107 |
ég man ekki hvað hann hét gæinn sem að ákvað
▶ |
108 |
þetta var einhver hérna
▶ |
109 |
stefna í bara mannfræði eða svona uppeldisfræði að sem sagt, að börn ættu bara
▶ |
110 |
sem fyrst að vera aðskilin móður, það ætti helst ekki að vera hérna að
▶ |
111 |
knúsa þau eða kjassa að þannig myndirðu bara
▶ |
112 |
kalla í þeim aumingja
▶ |
113 |
og svona draumur þessa manns, þessa ágæta mans sem ég man ekki hvað heitir var bara
▶ |
114 |
já,
▶ |
115 |
börn [UNK] aðskilin frá foreldrum og myndu alast upp á einhverjum svona barnabúum
▶ |
116 |
já,
▶ |
117 |
og þú veist
▶ |
118 |
og þetta er ekki byggt á neinum rannsóknum, þetta er bara eitthvað svona sem
▶ |
119 |
einhverjum gaur datt í hug og hann var sálfræðingur eitthvað og þetta fannst honum lógískt og þá
▶ |
120 |
kom bara einhver svona stefna
▶ |
121 |
þar sem að fullt af fólki tók þetta gott og gilt og meðal annars hér á landi þetta hérna var
▶ |
122 |
í fréttunum fyrir ekkert svo löngu síðan.
▶ |
123 |
Þetta þarna Arnarhól sem er úti á landi sem einmitt bara eitthvað þessi stefna virðist hafa verið í hávegum höfð út af
▶ |
124 |
það er fullt af fólki notið ekki góðs af
▶ |
125 |
talaði um í QI um daginn um einhverja
▶ |
126 |
barnabók frá nítján hundruð og sextíu eða eitthvað þar sem einmitt,
▶ |
127 |
einhver gaur sem sagt sagði að
▶ |
128 |
það ætti að láta börn gráta.
▶ |
129 |
Það ætti ekki að sem sagt skipt sér af þegar þau fara að gráta, eitthvað reyna að hugga þau,
▶ |
130 |
leyfa þeim að gráta þar til þau hætta því.
▶ |
131 |
Af því að annars elur maður upp kommúnista.
▶ |
132 |
Ja nei,
▶ |
133 |
viljum ekki alveg kommúnista það er.
▶ |
134 |
Versta martröð hvers foreldris.
▶ |
135 |
Jájá, algjörlega,
▶ |
136 |
Hjálp, barnið mitt er
▶ |
137 |
kommúnisti.
▶ |
138 |
já, heyrðu,
▶ |
139 |
þú hefur mínútu til að segja mér
▶ |
140 |
Bíddu, hvað segirðu, til að segja þér?
▶ |
141 |
hvar þú sérð þig eftir fimm ár. Hvar þú sérð þig eftir fimm ár, þú
▶ |
142 |
hefur núna fimmtíu sekúndur. Ertu að þjala á þér neglurnar eða hvaða hljóð er þetta eiginlega?
▶ |
143 |
Ég veit ekki hvar ég sé mig eftir fimm
▶ |
144 |
vikur. Það eru alltaf að breytast hjá okkur plön.
▶ |
145 |
Æ sorrí er hljóð? Er hljóð?
▶ |
146 |
Ég er að skera fíkjur.
▶ |
147 |
Ég sendi þér skilaboðin áðan, svo var ég eitthvað, hann svarar ekki
▶ |
148 |
alveg strax, ég gæti allt eins byrjað að preppa kvöldmatinn aðeins
▶ |
149 |
Já ókei.
▶ |
150 |
og svo bara svaraðirðu en þú veist
▶ |
151 |
ég get alveg skorið fíkjur og talað við þig á sama tíma, fannst mér.
▶ |
152 |
Ég meina svo sem þetta var bara skrítið hljóð. Ha?
▶ |
153 |
Argasti dónaskapur? Ég veit það ekki.
▶ |
154 |
Ég er allavega búinn að skera fíkjurnar. Þannig að,
▶ |
155 |
já, ég vona það.
▶ |
156 |
Bíddu, hvað, eru fíkjur í kvöldmatinn sem sagt?
▶ |
157 |
Sko, fíkjur eru in season
▶ |
158 |
í Hollandi akkúrat núna. Það voru fíkjur í matinn í gær.
▶ |
159 |
So hot right now.
▶ |
160 |
Og það verða fíkjur í matinn í kvöld.
▶ |
161 |
Þær eru já. XXX segir: Þær eru fokking góðar. Hvað er vandamálið?
▶ |
162 |
En
▶ |
163 |
Þetta er svona eins og ef ég myndi segja: Já, það er appelsína í kvöldmatinn.
▶ |
164 |
það eru að sjálfsögðu ekki eintómar, það er reyndar líka appelsína í kvöldmatinn, ég fór og keypti. Það er salat, það er svona ferskt sumarsalat í matinn í kvöld.
▶ |
165 |
Með fíkjum og fetaosti og kjúklingabaunum og spínati og ruccola og appelsínu.
▶ |
166 |
Geggjað.
▶ |
167 |
Og í gær gerðum við sem sagt snilldar pítsu sem var með fíkjum og miklu af því sama, fíkjum og fetaosti og tómötum og rauðlauk sem að XXX sko karamellísar-seraði eða svona balsamik.
▶ |
168 |
Þú vandaðir þig furðu mikið miðað við hversu illa tókst að segja þetta orð.
▶ |
169 |
Það er bara story of my life sko.
▶ |
170 |
Það verður seint sagt um mig að ég hafi ekki vandað mig rosalega vel.
▶ |
171 |
Í öllu því sem mér misfórst í lífinu.
▶ |
172 |
En já, þannig að við erum að nýta eitthvað svona. Við keyptum aðeins of mikið af fíkjum í gær þannig að það er fíkjusalat núna í kvöld
▶ |
173 |
og valhnetur og eitthvað namm, namm, namm.
▶ |
174 |
Og þetta er þetta eru ferskar fíkjur í þessu samt ekki eins og við kaupum í poka úti í búð í bónus.
▶ |
175 |
Kaupir maður fíkjur alveg í poka í bónus?
▶ |
176 |
Jájá en þær eru svona þurrkaðar.
▶ |
177 |
Já nei, nei, nei, nei. Blessaður vertu, þetta er bara
▶ |
178 |
beint af kúnni sko.
▶ |
179 |
Beint af kommúnistanum.
▶ |
180 |
Af hverju sagðirðu?
▶ |
181 |
Það hljómaði eins og kommúnisti þegar þú sagðir þetta
▶ |
182 |
Ég sagði kúnni.
▶ |
183 |
Það er gott að orðið kommúnisti verði vel dokúmenterað í þessum gögnum hérna.
▶ |
184 |
Hérna útskýrðu fyrir mér þú veist hvað, hvað, hvað erum við að gera nákvæmlega?
▶ |
185 |
Já, XXX segðu mér hvað í fokkanum ég er að gera.
▶ |
186 |
Bara svona í lífinu?
▶ |
187 |
Sem sagt, við erum að safna. Sko, ég kem ekki nálægt þessu verkefni. Þetta er bara, þetta var sent út á alla sem eru að vinna í máltæknibransanum og það er verið að smala fólki í. Þetta er sem sagt sama dæmið og var sem sagt. Það var eitthvað svona átak og fólk var hvatt til að taka upp sjálft sig að lesa einhverjar setningar, og það var
▶ |
188 |
ekkert mál, en svo var erfiðara að fá fólk til að gera þetta, eitthvað
▶ |
189 |
ræða tvö og tvö saman
▶ |
190 |
en það er verið að safna upptökum af bara venjulegu talmáli, venjulegum íslenskum röddum
▶ |
191 |
og til að búa til svona gagnabanka því og svo held ég að einhver sé mögulega dikta upp allt sem við erum að segja,
▶ |
192 |
þannig að það verði svona, til svona gögn
▶ |
193 |
þar sem eru svona hliðstæður af ritmáli og talmáli.
▶ |
194 |
Bíddu.
▶ |
195 |
Er einhver að fara að skrifa upp allt sem við erum að segja?
▶ |
196 |
Mögulega verður þetta gert sjálfvirkt. Ég veit það ekki alveg.
▶ |
197 |
Mér dettur það í hug.
▶ |
198 |
Nema það sé bara verið að, nema þau séu með það einhvers staðar annars staðar og svo þetta bara til
▶ |
199 |
að þjálfa en sem sagt meiningin er að tölvurnar læri að þekkja
▶ |
200 |
hvernig
▶ |
201 |
raddir hljóma og hvað, hvað þau eru í raun að segja í textum þegar
▶ |
202 |
þau eru að tala.
▶ |
203 |
Þannig sem sagt hvernig svona hljóð
▶ |
204 |
og ritaður texti parast saman.
▶ |
205 |
Af því þá er hægt að, þá er hægt að hérna
▶ |
206 |
gera ýmislegt töff eins og hann tala við símann eða leyfa símanum [UNK].
▶ |
207 |
Já, að láta Siri tala íslensku?
▶ |
208 |
Já,
▶ |
209 |
það er svona já, það.
▶ |
210 |
En til þess þarf bara slatta af svona upptökum.
▶ |
211 |
Já algjörlega. Þetta er cool.
▶ |
212 |
Þetta er svolítið kúl. Við erum náttúrulega þannig sko. Það er bara beðið um tíu mínútur í senn þannig að við erum
▶ |
213 |
komin með fjórtán mínútur.
▶ |
214 |
Já, þú ert með klukkuna,
▶ |
215 |
þannig að ég get pásað þetta og þá get ég sagt þér sko djúsí slúðrið af því þá.
▶ |
216 |
Já, ókei,
▶ |
217 |
ég einmitt var að hugsa sko hvort það hefði bara, þetta slúður og hefði bara verið eintóm tálbeita.
▶ |
218 |
Ég er náttúrulega alveg líklegur til þess, vissulega.
▶ |
219 |
Jú, jú, jú, jú, jú, jú.
▶ |
220 |
Ég ætla að prófa að ýta á stopp og gá hvort það hafi ekki allt verið í lagi.
▶ |
221 |
En bíddu hérna áður en þú ýtir á stopp þá hérna
▶ |
222 |
þá langar mig að segja eitthvað eins og svona
▶ |
223 |
grá fíkjur fúskari flabbaðist í flymsingum
▶ |
224 |
fyrst og fremst
▶ |
225 |
fyrir þá fávitans
▶ |
226 |
sakir.
▶ |
227 |
Takk fyrir, takk fyrir.
▶ |
228 |
Bara þannig að einhver vesalingur muni þurfa að skrifa þetta upp meinarðu?
▶ |
229 |
Já, já mögulega ef að hérna.
▶ |
230 |
Ef það virkar þannig [UNK].
▶ |