1 Allt í lagi,
2 hvert fórst þú síðast þegar þú varst að, þegar þú varst að ferðast innanlands?
3 Hveragerði? Já,
4 þú varst að taka þátt í íþróttaviðburði, ekki satt?
5 Hveragerði?
6 Hvort ég var. Jú, passar.
7 Hengill, ekki satt?
8 Hljóp þar fimmtíu og þrjá kílómetra.
9 Já, það er, það er ógeðslega klikkað.
10 Já, fimmtíu og þrír kílómetrar er mjög langt.
11 Já, það er
12 ég hef aldrei labbað það langt sko.
13 Ekki ég heldur.
14 Hérna, já, þetta var steypa.
15 Mesta svona sem ég hef gert var að hjóla í Grindavík og til baka
16 frá Keflavík,
17 á bara hjólið sem ég átti þegar ég var í tíunda bekk.
18 Það er langt.
19 Já,
20 og það líka var alveg mikið meiri vindur en við gerðum ráð fyrir af því að þetta var ég og
21 og vinur minn sem var alveg jafn vitlaus og ég.
22 Já.
23 Við vorum bara með tösku með nesti og that's it sko,
24 Já, það er, það hljómar eins og svona strákapara vitleysa.
25 já,
26 Reyndar átti hann kærustu í Vogum og hafði oft hjólað þangað
27 þannig að hann var töluvert
28 vanari þessu en ég.
29 Já.
30 En samt þetta var, þetta var algjör þvæla, náttúrlega.
31 Hvernig heldur þú að heimurinn verði eftir hundrað ár? Já.
32 Heimurinn verður eftir hundrað ár,
33 bara heitari, aðallega
34 eða þú veist ég veit það ekki maður.
35 Þú ert, þú ert ekki á dómsdagsbuxunum?
36 Nei,
37 ekkert en nei,
38 eða ég vona ekki þú veist
39 er með svona svona.
40 En jájá þú veist við, það verður eitthvað
41 sem þarf að, sem þarf að eiga við
42 varðandi þessa hluti og
43 en þú veist ég held að við aðlögumst alveg sko.
44 En já, það gæti orðið smá strembið þarna í tíma.
45 Já, það gæti orðið það.
46 En svona á meðan
47 Golfstraumurinn fer ekki alveg í rugl
48 þá ættum við að vera góð hér, svona nokkuð góð miðað við annars staðar.
49 Það er ótrúlega fyndið.
50 Nú tel ég mig ekkert heimskan mann en Golfstraumurinn er eitthvað sem ég veit bara hvað heitir.
51 Nei,
52 já, já, ég er mjög lítinn skilning á því. Sko, bara bara eitthvað sem að þú veist ég las í bók þegar ég var í áttunda bekk eða eitthvað.
53 Þetta tengist eitthvað þarna Suður-Ameríku eitthvað.
54 Segðu mér eitt því ég hef sterkar skoðanir á þessu.
55 Hver er uppáhalds sundlaugin þín?
56 Sko
57 ég myndi segja
58 æ ég veit það ekki við förum bara mest í Laugardagslaug, held ég, núna,
59 en ég heyri að það sé klikkuð sundlaug í Keflavík núna,
60 þar sem ég ólst upp en hef ekki farið þangað síðan síðan hún varð betri.
61 En já, bara Laugardalslaug örugglega
62 af því það er uppáhaldslaug sonar míns aðallega
63 Mín er, hérna, Flosalaug í Svínafelli.
64 Hvar er Svínafell?
65 Heyrðu, það er rétt hjá þar sem ég fór í eitthvað, eitthvað ferðalag í tíunda bekk
66 já,
67 og hún er alveg hringlaga.
68
69 þannig að þú getur verið eins og eldislax
70 Ég var nákvæmlega þannig.
71 Nei, við sem sagt, það sem svo gaman var að því að þú nærð niður á botn þá gastu labbað bara í hringi
72 og þegar allur hópurinn labbaði hringi þá myndaðist svona sog í miðjuna.
73 Þú sást alveg þú veist, þú, hefðirðu verið í miðjunni þá hefðirðu getað snert bara botninn þurran sko. Já.
74 það er klikkað,
75 Síðan hættum við að að labba í hringi og þá fóru bara allir með straumnum sem hafði myndast í lauginni og síðan var náttúrulega líka alveg ógeðslega fallegt þarna í kring.
76 já,
77 já, það er svo mikið af góðum sundlaugum úti á landi.
78 Já, enda er þetta líka, bær er ekki bær ef það er ekki sundlaug, sko.
79 Já, það er rétt,
80 það er til dæmis mjög góð sundlaug í Vestmannaeyjum.
81 Ég hef ekki komið í hana. Ég þarf eiginlega að fara þangað.
82 Það er rosalega gott system.
83 Eða sem sagt kerfi sem að
84 sem sagt, einn gæi sem ég þekki sem ég hitti
85 á þjóðhátíð hann var með kærustunni sinni þarna.
86 Þarna og
87 þau voru alveg að drekka og allt en þau vöknuðu alltaf á morgnana og fóru beint í sund og komu síðan aftur.
88 Þau voru alltaf ferskasta fólkið á svæðinu.
89 Þetta er það sem maður gerði á Eistnaflugi, líka
90 vaknaðir í ástandi,
91 fórst í sund bara í sundlauginni í Neskaupstað
92 og síðan labbaðirðu niður í Egilsbúð og fékst þér pítsu.
93 Ógeðslega stóra pizzu.
94 Já.
95 Vá, ég væri til í að fara í Egilsbúð. Er hún ennþá til eða?
96 Ég held það.
97 Ég heyrði einhvern tímann að það væri eitthvað svona rekstrarerfiðleikar og ég eitthvað. Nei
98 Það er nátturlega bara bara ástæða til þess að bara brenna á Neskaupstað, ekki það. Ég væri alveg til að vera á Neskaupstað á morgun.
99 Þá vera bara,
100 þeir spá að það gæti alveg farið upp í tuttugu og níu stiga hita.
101 Já, já hvað er þá? Já, já það.
102 Það er
103 stundum gott, stundum ekki.
104 Ég þarna
105 á svo erfitt með hita stundum.
106 Mér finnst eiginlega best þegar það er bara skýjað og þú veist tíu stiga hiti.
107 Mér finnst það eiginlega langþægilegast bara
108 Já,
109 ég er svona eiginlega sammála þér,
110 ég er þannig. Mér líður best á veturna, sko.
111 Það fellur svo mikil ró yfir allt,
112 Já, nákvæmlega,
113 við fórum alltaf út í Varmaland
114 þegar ég var úti í sveit þegar ég var lítill, var sendur út í sveit af því
115 foreldrar mínir fengu nóg af mér
116 og já, fórum alltaf út í Varmaland í sund þar. Þar er klikkuð sundlaug.
117 Hún var klikkuð allavegana þegar ég var lítill. Hún er örugglega pínkulítil.
118 já,
119 en síðan er það málið, að það skiptir ekki máli hvort hún sé stór,
120 Já, já,
121 það er bara gaman.
122
123 nákvæmlega,
124 Bara, það er gaman í sundi.
125 já, já,
126 Og hef aldrei kunnað að synda neitt vel.
127 En það er ekkert það sem þú varst að gera þarna.
128 Nei,
129 maður þarf ekki að kunna að synda vel til þess að fara að kaffæra vinum sínum
130 og pissa í laugina.
131 Ég var einu sinni með vini mínum úti í sumarbústað.
132 Þá fórum við í Hveragerðislaug held ég. Vorum í sumarbústað þar.
133 Og hann hoppaði af svona
134 svona bretti sem alveg skoppaði
135 Já.
136 og nema eitt skipti þá hoppaði hann ekki alveg nógu langt.
137 og brettið, þú veist,
138 mætti honum farandi í öfuga átt við hann í með hornið í rófubeinið á honum.
139 Hann grét svo lengi og hann gat ekki hreyft sig sko.
140 Þetta var svo sárt, allur líkamsþunginn hans fór beint á hornið
141 með rófubeinið
142 og rann síðan af því.
143 Þetta er svo vont.
144 Ég lenti í því einu sinni
145 þegar ég var í skóla að
146 þá héldum við eitthvað svona fótboltamót
147 já,
148 og ég ætlaði að gera eitthvað rosalega flott spark
149 já,
150 og ég hoppaði eitthvað upp í loftið
151 með,
152 ég sem sagt sparka með hægri fætinum og ég fer eins og svona næstum því karatespark sko,
153 já,
154 en ég lendi á vinstra hnénu með hælinn á rófubeininu mínu
155 Ah! Já, ég hef gert svipað.
156 og ég spilaði restina af af fótboltaleiknum látandi eins og það væri allt í lagi þegar það var bara ekki.
157 Já, ég hef
158
159 lenti í svipað þegar það var sópað undan mér löppunum í júdó
160 já, þá einhvern veginn settist ég á löppina á sjálfum mér og beyglaði mig allan.
161 Ég var eins og
162 eins og einhver garnflækja þarna á gólfinu.
163 Fáránlegur.
164 Hversu oft ferð þú út að hreyfa þig?
165 Ekki mikið þessa dagana.
166 Nei,
167 Ég er að koma úr meiðslum
168 en fyrir það
169 þá fór ég á hverjum degi.
170 já.
171 Hengill
172 aðeins að, aðeins að rugla í þér.
173 Já, ég er ennþá að að borga fyrir hann.
174 Já, ég reyni alltaf að fara fimm sinnum í viku í World Class.
175 World rass, eins og ég kalla það.
176 Þar sem
177 svona ég er ekki alveg
178 með straumnum í menningunni þar endilega en þú veist þetta er bara svo góð stöð og mikið af tækjum og mikið að gera að það er erfitt að,
179 nenna að fara eitthvað annað þegar þú ert búinn að fara þangað.
180 Já, ég meina, við fórum þarna saman
181 Já,
182 síðasta vetur.
183 Já, þetta er reglulega flott stöð, sko.
184 já,
185 en þú veist, það er líka.
186 En það er líka meira af svona rosalega
187 í tísku liði þarna sko sem að
188 mikið af förðuðum konum.
189 En annars staðar
190 Og mikið af svona nýjustu fötum, nýjustu hinu og þessu
191 og hóptímarnir snúast
192 mikið um hvernig rassinn á þér lítur út.
193 Þetta er rosalega svona barn síns tíma á ákveðinn hátt
194 að ég held,
195 þú veist, þetta hlýtur að taka enda einhvern veginn
196 Ég held að það komi bara bylgjur í þessu eins og bara í öllu öðru þegar kemur að bara útliti og tísku.
197 já,
198 Núna virðist vera í tísku að vera með stóran rass og og stórar mjaðmir og og
199 ég veit það ekki, ég hérna
200 Ég lít kannski ekki út fyrir það en ég hérna reyni að pæla mjög lítið í þessu.
201 já, já,
202 það er líka, sumar af þessum stelpum, þú veist maður,
203 ég hugsa ég hugsa oft um það þegar ég sé eitthvað svona af því þú veist allur klæðnaðurinn einhvern veginn er hannaður til að þú horfir á rassinn á henni.
204 Og þú veist það er svona smá bil þannig að þú sérð smá í magann eitthvað og, en þú veist það er,
205 þetta er allt einhvern veginn teygjurnar og allt, þetta er allt þannig að þú standir alveg með rassinn úti
206 og þú veist ég pæli oft þú veist
207 ef maður myndi taka fötin í burtu, hvort hvort það væri eins mikið eins og hún væri með stóran rass eða ekki.
208 Já,
209 þetta,
210 þetta er, þetta er skrýtin þróun.
211 Já, þetta er skrítið
212 og fáum þetta lánað frá svörtu fólki held ég
213 sem að byrjuðu með tónlistarmyndbönd og svona.
214 Ja, sennilega já,
215 Þau virðast
216 ákvarða mikið fyrir okkur
217 hvað er cool og hvað ekki,
218 sem er fine.
219 já,
220 ég er bara ekkert sérstaklega kúl
221 Já, nei, ekki ég heldur.
222 og hérna
223 finn mig ekki einhvern veginn eins og ég þurfi að eltast við þetta.
224 Ég reyndar er
225 þannig blessaður að ég lít út eins og ég gæti alveg borið barn, sko.
226 Með stóran rass, stórar mjaðmir,
227 ég væri mikill fengur ef ég væri kona.
228 En síðan,
229 hinn hlutinn af því er að þjálfa lappir og rass og svona, þú veist, þetta er með þeim betri vöðva hópum sem þú getur svona
230 miðað á þannig séð.
231 Algerlega.
232 Ég meina, þetta er skárra, finnst mér, heldur en en að taka bara efri líkamann.
233 Já, eða þú veist ef að stelpu magavöðvar væru trendið, mér finnst þetta skárra en það líka.
234 Þú getur ef þú fókuserar rosalega mikið þá geturðu meira að segja gert svona
235 ójafnvægi í rauninni
236 þannig að togar þig svolítið fram
237 eins og eins og eins og þig langi meira til að beygja þig þegar þú ert með svona vöðva
238 frekar en að
239 að vera með góða bakvöðva líka á móti alveg hinum megin á mjóbakinu
240 Já, þetta virðist mjög oft gleymast þegar fólk talar um þessa kjarnavöðva
241 að halda að það séu bara magaæfingar.
242 Þess vegna,
243 þess vegna er ég mikill réttstöðumaður.
244 Það bara,
245 það gerir svo ógeðslega mikið.
246 Já, ég hefði átt að gera meira af því fyrir
247 Hengilinn. Meira af kjarnaæfingum,
248 ég fann mikið fyrir því þegar ég kom í mark, bara hvernig mér leið í bakinu.
249 Já, er það?
250 Já, bakinu maganum, þú ert að hlaupa í alls konar ójöfnu þannig að þú ert með þessa kjarnavöðva spennta allan tímann
251 já,
252 og þú tekur ekki eftir því af því að þú ert að einbeita þér að því að hlaupa og og
253 og passa upp á næringuna þína og vatnið og allt það.
254 Þú tekur ekki eftir því að þú ert búinn að vera þú veist eins og ég, ég kláraði á,
255 ja, næstum því tíu tímum,
256 já,
257 búinn að vera tíu tíma með spennta magavöðva.
258 Maður verður svolítið þreyttur í bakinu á því. Já.
259 Já, það er klikkað.
260 Já, það er líka bara svona,
261 svona æfingar gleymast oft þegar þú veist,
262 fólk vill fá magavöðva og svona, alveg
263 þú veist þá er bara eru þeir bara á gólfinu að sitja upp mikið.
264 En,
265 Já,
266 og gleyma í rauninni svona aðal orrustunni, sko,
267 til þess að búa til flotta magavöðva, hún náttúrulega gerist ekki í magaæfingunum, hún gerist í eldhúsinu, sko.
268 já, einmitt
269 einmitt svona, já, það er náttúrulega alltaf verið að gera grín að þessu
270 en hér kemur ein góð. Hvað finnst þér best við að búa þar sem þú býrð?
271 Já.
272 Sem getur þýtt Sandgerði
273 eða Ísland eða Reykjanes?
274 Mér finnst, það sem mér finnst gott við að búa á Reykjanesinu
275 er að það er einhver svona ákveðinn sjarmi yfir því hvað landslagið er kalt
276 og miskunnarlaust.
277 Já, ég, ég kannast við þetta.
278 Það er svona, á veturna, það er bara,
279 það er bara hraun hérna, rok
280 og sjórinn allur úfinn.
281 Já,
282 Og það er skafrenningur. Og vertu bara inni.
283 Já, við höfum farið með hundana í þessu veðri
284 bara í kraftgöllum og
285 þú veist alveg, það er
286 náttúran þarna sýnir svo vel að það er hættulegt að fara eitthvað út fyrir slóðina og þetta er allt hættulegt bara.
287 Já, þetta er svona, já, miskunnarlaust.
288 Já,
289 en síðan ógeðslega flott á sama tíma því að þú veist þegar er heiðskírt og skítkalt þá sérðu bara yfir til Reykjavíkur og Akraness og allt þetta og yfir á jökul.
290 Já,
291 Hvað er það, Snæfellsjökul?
292 já, þú sérð náttúrulega Snæfellsjökul mjög vel héðan
293 Já og bara
294 og
295 þetta er svo hrikalegt
296 það er í rauninni bara besta lýsingin þótt við séum ekki með
297 fjöll eða eða neitt þannig að neinu ráði,
298 já,
299 sérstaklega þegar þú ert á, þú veist,
300 nálægt Reykjanesbæ og annað. Það eru engin fjöll hérna, þetta er bara flatlendi.
301 já, já,
302 Þetta er hrikalegt.
303 Það er allt svo,
304 gott dæmi.
305 Ég var að hlaupa um daginn og ég hljóp út á Miðnesheiði
306 í átt að Stafnesi
307 og þar hljóp ég fram á
308 refagreni.
309 Og ég hugsaði það einmitt, uppi á miðri Miðnesheiði, sem er síðast þegar ég vissi mannskæðasta heiði á landinu,
310 búa þessi grey
311 og maður hugsaði bara: vá, hvað þetta þarf að vera hart af sér til þess að búa hér. Það er ekkert skjól.
312 já,
313 Það er ekkert skjól hérna, það er ekki. Það eru ekki tré, það eru engin fjöll, það er,
314 engar háar byggingar, ekkert til þess að skýla þér frá
315 rokinu og kuldanum og svona saltþurrkinum sem er hérna.
316 já, nákvæmlega
317 Ég elska það.
318 Fyrir mig myndi ég segja bara,
319 núna bý ég í Reykjavík en ég ólst upp í
320 Keflavík,
321 að svona
322 eiginlega bara þjónustan hérna, sko,
323 af því það er bara mikið þægilegra að fara á spítala hérna.
324 Það er mikið þú veist ég er með tveggja ára strák núna,
325 Já.
326 þú veist, það er náttúrulega allt frítt og allt en líka þegar ég fer. Þá er alveg ljósmóðir og þegar þegar við vorum í því þá var ljósmóðirin ógeðslega góð og þú veist allt bara handan við hornið
327 og þú veist ef að ég hringi á sjúkrabíl þá er hann töluvert fljótari að koma en hann myndi gera í Keflavík örugglega bara því Keflavík er að eiga við
328 svo mikið mikið stærra svæði.
329 Eftir því hvað er í gangi.
330 Já bara, ég er ekki hrifinn af heilbrigðisstofnununum
331 í Keflavík. Nei, bara enga góða reynslu af þeim.
332 Ég hef eina.
333 Já,
334 Ég upplifði það að
335 nú er konan mín ófrísk
336 já,
337 og að fara á mæðraverndina inn í Keflavík er eins og að vera kominn á annað sjúkrahús.
338 já,
339 já, ókei,
340 Það er bara ekki það sama.
341 Við komum þarna,
342 vorum þarna eina nótt
343 já,
344 eða svona aðeins fram eftir nóttu
345 og það var bara eins og ég segi,
346 þetta var eins og vera á allt öðru sjúkrahúsi.
347 Ég er ekki sá eini sem segir þessa sögu frá fólki fólk sem hefur farið þar í gegn líður ofsalega vel með það sko
348 en ég
349 ég til dæmis sæki heilbrigðisþjónustu annars staðar.
350 Ég sæki hana inn í Reykjavík frekar heldur en hér.
351 já, þetta
352 þetta er bara ekki í lagi þarna sko,
353 það er bara ekki nógu mikill peningur og ekki nógu góð þjónusta þarna sko.
354 Já og síðan eru þeir að að að fara að byggja annað sjúkrahús þegar þeir geta ekki einu sinni viðhaldið því sem er hérna.
355 Já, er það? Ég hafði ekki frétt af því.
356 Það er alla vega það sem ég heyrði sko að það væri verið að byggja annað sjúkrahús hérna, stefnd, stefnt að því að byggja annað sjúkrahús hérna í staðinn fyrir að viðhalda því sem að er
357 af því að það er, þetta er ekki lítið sjúkrahús.
358 Nei, alls ekki.
359 Það er bara sá kafli af því sem við förum inn á er bara já,
360 í rauninni bara sýnishorn.
361 Já, já, já, Keflavík,
362 það er fullt af svona hlutum við Keflavík að, þú veist, mig langar ekki
363 sérstaklega mikið að búa í Keflavík aftur.
364 Nei, ekki ég heldur.
365 Það má margt bæta þar.
366 Ég náttúrlega bjó uppi í Ásbrú þar sem þú veist það er allt of dýr leiga þar fyrir hvað þú ert að fá og og bara
367 það eru alls konar hlutir í gangi við Ásbrú,
368 þú veist það eru einhver leigufélög búin að kaupa þetta allt upp í staðinn fyrir að ég veit ekki nota þetta undir námsmenn eins og þeir ætluðu að gera og
369 alls konar svona kjánalegar ákvarðanir sem að maður skilur ekki alveg,
370 eða þú veist maður skilur ekki alveg. Það er bara spilling örugglega eða eitthvað, einhver að græða á þessu.
371 Þetta er,
372 ég mun ekki flytja aftur þangað
373 en aðrar ástæður fyrir því, ég bara,
374 mér líður betur í í minni sveitarfélögum. Þegar ég elst upp í Keflavík, þá er Keflavík náttúrulega mikið mikið minni
375 og allt svona
376 mikið nær þér, maður gat farið og verslað hérna einhvers staðar og og aðilinn sem þú verslaðir við
377 þekkti foreldra þína eða eitthvað, átti barn á þínum aldri eða eitthvað, og var allt saman svona mikið nær og vinalegra, sko.
378 Já,
379 síðan er
380 síðan er eitthvað viðloðandi við Keflavík ennþá þar sem þar sem það er bara meira af ofbeldi þar á
381 á djamminu en annars staðar
382 sem að hékk bara eftir að við vorum alltaf að slást við
383 Kanana sem að voru rétt hjá okkur eða eða hvað það var sko þetta,
384 voðalega kjánaleg menningarþróun.
385 Já, sem að
386 mér finnst í sjálfu sér ekkert eiga neitt mikinn rétt á sér akkúrat núna.
387 Að þetta orðspor því að þetta er bara einfaldlega ekki
388 bærinn lengur.
389 Já.
390 Þetta er
391 mikið meiri ró og og þetta er náttúrulega orðið eins og Reykjanesbær orðið annað stærsta sveitarfélag landsins
392 sem segir okkur það að það er svona,
393 hreinræktað fólk er í minnihluta núna, sko.
394 Já,
395 og það er bara svo stutt síðan þetta var í gangi líka að það, þetta er ennþá að hristast af eitthvað.
396 já, já,
397 Og síðan er náttúrulega gerist þetta endrum og eins og það kemst alltaf í fréttirnar þegar það gerist þannig að
398 það heldur því við líka.
399 já,
400 En síðan er náttúrlega, eins og er að koma í ljós miðborg höfuðborgarinnar alveg langverst núna.
401 já,
402 Sá sýnishorn af því,
403 Alltaf myndbönd líka sem fylgja, sem mér finnst svolítið skemmtilegt.
404 já,
405 Maður fær alltaf svona,
406 smá svona þórðargleði
407 þegar
408 maður er að sjá einhvern láta illa og alveg láta einhvern valta yfir sig,
409 já,
410 sérstaklega ef það kemur smá saga með því,
411 já,
412 Hann getur lesið. Það er svo, það er svo gaman að, að fá svona skemmtilega sögu af nágranna sínum eða eitthvað.
413 þú veist, einhver með þér í skóla fer í fangelsi eða eitthvað.
414 Ég er að standa mig aðeins betur en þessi gæi.
415 Já, þetta er,
416 það eru einhver svona, já
417 Ég held að við förum nú bara að kalla þetta gott
418 svo við förum nú ekki yfir.
419 ok.
420 Bara vertu blessaður, góðar stundir.
421 Góðar stundir.
Go back