38 - b107d272-73c7-45d2-af9e-9ded79697fd3

Go back

1 Jæja, hvað segirðu?
2 Ég er nokkuð góður en þú?
3 Ég segi bara allt fínt sko, hvað ég sá að þú varst að koma úr búðinni.
4 Já, ég fór í Bónus áðan og var að kaupa inn hérna, fyrir fjölskylduna.
5 Já, stór fjölskylda.
6 Nei, ég myndi nú ekki segja það, við erum náttúrulega bara tvö.
7 Já, og hvað hérna,
8 ertu búinn að setja upp grill á svölunum eða?
9 Ég er ekki búinn að því en hérna það styttist í það. Það eru, það var náttúrulega gott veður í gær og svona þannig að, við förum bráðum í að, að, að kaupa þetta grill.
10 Ertu búinn að koma þér fyrir hérna, hvað varstu aftur með úti á svölum þarna um daginn?
11 Varstu kominn með svona, ætlaðirðu ekki að setja svona pallflísar eða þannig?
12 Jú, það verða líklega einhverjar pallflísar þarna, settar nýjar jafnvel sko, það eru einhverjar gamlar núna. Og svo kemur örugglega bara einhvers konar hérna, einhvers konar patio eins og sagt er.
13 Já, líst vel á það.
14 Já, einmitt, ég grillaði í gær sko, ég reif grillið hérna fram og, og hérna, grillaði bara pulsur.
15 Hversu margar? Yes. Ég trúi þér.
16 Ég, þetta var alveg, hvað er í pakka, eru ekki tíu? Þannig að þetta hafa verið átta stykki.
17 Það var rosalegt sko.
18 En það var ekki til hérna, ég er mjög svekktur af því það var ekki til, hérna, svona pulsusinnep í búðinni, þú veist.
19 Svona klassískt.
20 Svona íslenskt [HL: íslenskur]. Nei, einmitt. Ókei, ég vissi það ekki.
21 Já, sem er ekki sinnep sko.
22 Það nefnilega er ekkert sinnep í pulsusinnepi.
23 Þetta er bara hveiti og bragðefni eða eitthvað þannig.
24 Oj maður, hvað er maður búinn að vera að borða hérna öll þessi ár. Já, já, já, já. Já [UNK] Ég frétti af því.
25 sem er frekar ógeðslegt.
26 Já, það er frekar ógeðslegt.
27 En síðan, síðan er að styttast í að hérna,
28 að við getum keypt okkur hérna íbúð,
29 Geggjað, geggjað.
30 sótt um hérna, sótt um lán í morgun bara, meira að segja.
31 og hvað, hvernig, hvenær fáið þið að vita?
32 Einmitt.
33 Ég veit það ekki, ég þarf eiginlega bara að fara aftur inn á
34 á netið eða vefinn þarna og hérna
35 tékka á lánunum, sjá hvernig staðan er,
36 Frábært að heyra maður, ha.
37 af því að núna er þetta bara á netinu, það er svona pínu creepy. Þið, þið gerðuð það væntanlega líka þannig líka.
38 Já, við gerðum þetta svolítið mikið í gegnum.
39 Eða þurftuð þið að tala við einhverja manneskju í bankanum eða? Já.
40 Við fórum einu sinni held ég, fórum á einhvern fund og hérna, en ekkert í rauninni eitthvað sem að tók eitthvað langan tíma. Við vorum aðallega í gegnum síma og á netinu bara. Þetta var náttúrlega þegar Covid var í, í, í hæsta [HIK: flug] hæsta flugi sko, þannig að.
41 Já [UNK]
42 Það er, það er nefnilega var þannig að, eða þú veist, ég var að gera þetta í gegnum netið. Ég var næstum því búinn að bara,
43 klára að sækja um umsóknina fyrir hérna
44 láninu sko, þú veist bara tekið öll boxin og velja lán og allt það.
45 Svo hugsa ég bara, þú veist, á maður ekki að tala um við einhvern eða?
46 Af hverju, af hverju er hann þá að fara að gera þetta
47 og hérna án þess að tala við
48 manneskju í bankanum um sko, þú veist ég var náttúrulega búinn að tala við einhvern þarna út af greiðslumatinu en
49 en um, [HIK: u], um, út af hérna, þú veist um lánin skilurðu. Þú veist bara hvort þetta sé sniðugt eða hvað þeir myndu mæla með og svona. Það er svolítið skrítið að það sé hægt að gera þetta bara þú veist.
50 Já, já bara í, í tölvunni sko. Ég, við, við, við vorum á því sama sko. Nema hérna, nema að skal ég þér segja við vorum, vorum
51 svolítið lengi að fatta það að við gátum bara séð um þetta allt sjálf líka sko og manni finnst nú svo óþægilegt með þetta sko
52 af því manni finnst þetta vera svo stórt skref sko.
53 Já, einmitt sko, ég bara þú veist af [UNK] tikkað í eitthvað box bara eitthvað, viltu skuldsetja þig um, þú veist, tugi milljóna. Bara eitthvað, já já.
54 Já, ekki málið.
55 Það er svolítið skrítið sko, en, en hérna, en ég sko pantaði sem sagt bara þá í staðinn fyrir að klára þetta í gær, þá pantaði ég bara tíma
56 sem að var þá í morgun sko. Þú veist, bara svona símtal.
57 Já, einmitt, einmitt.
58 Og hérna, það var mjög gott sko, en þú veist, það var samt bara að staðfesta hluti sem maður var búinn að komast að sjálfur en, en það er alltaf gott að fá að heyra það samt sko.
59 Já, það var nákvæmlega sama hjá mér, ég veit ekki, veit ekki hversu mörg símtöl ég pantaði og var síðan í rauninni bara að heyra hluti sem ég vissi alveg sjálfur sko. Þetta var alveg bara upp á staðfestinguna eins og þú segir sko. Þannig að,
60 þetta gerðist tiltölulega hratt hjá okkur sko, svona allt þetta prósess og áður en við vissum af einhvern veginn vorum við bara komin með þessa íbúð eftir að hafa boðið í hana bara daginn áður sko. Þannig að, [HIK: e] ekki eitthvað sem að við bjuggumst við sko. Já, þannig að þetta gekk svona svolítið hratt einhvern veginn allt fyrir sig sko. En hérna, já, geggjað.
61 Já. Já.
62
63 Já. Einmitt. Já við buðum í þetta bara. Hvenær var það? Það er nú orðið dálítið síðan. Vika eða eitthvað.
64 Eða, það var nú í síðustu viku.
65 Jæja. Já, já. En þú veist það verður ekkert afhent fyrr en sko, í sumar einhvern tímann.
66 Ég veit það ekki, eitthvað um mitt [HIK: sum], um mitt sumarið sko.
67 Já, þannig að þið þurfið að bíða í einhverja x mánuði náttúrulega. Já. Einmitt.
68 Já, en það er allt í lagi. Við getum hangið hér, það er ekkert mál.
69 En, en það bara, hérna,
70 Af því að fólkið sem á heima þarna
71 Já, ókei, ókei.
72 Ég held að þau séu að fara að flytja erlendis. Þannig að,
73 það getur verið dálítið gott sko, af því það eru fastir skápar, eða svona drasl á [HIK: hillö], nei á, á veggjunum.
74 Já, já.
75 Þá gæti verið dálítið öflugt að hérna
76 þurfa ekki að taka þær niður sko ef þú veist hvað ég meina.
77 Já, þá getið þið bara átt þetta, tala um það?
78 við erum að spá í að tala við þau, sko. Spyrja [HIK: hva], hversu mikið þau ætla raunverulega að drösla með sér
79 Já, [HIK: úm] um að gera sko.
80 þangað sem þau eru að fara sko.
81 af því að það er,
82 þú veist það eru líka ísskápar þarna og svona sem passar.
83 Já, hann hlýtur nú að fylgja með.
84 er inni í innréttingunni. [HL: naaa] ég veit ekki, ég meina fólk er að fara.
85 Sko flestir sem að, ef þú værir að flytja eitthvert annað,
86 taka ekki flestir ísskápinn og svoleiðis með sér?
87 Ég held það sé misjafnt sko, það eru einhverjar reglur sem segja til um að ákveðnir hlutir fylgja með sko og eiga að gera það samkvæmt lögum sko.
88 Allavega á Íslandi er það þannig, er það ekki?
89 Við vorum óviss hvort það væri til dæmis, þú veist, ísskápur og eitthvað svoleiðis. En það var allt skilið eftir þarna hjá okkur, til dæmis [UNK] og, ísskápur, meira að segja uppþvottavél, sem ég held að sé nú ekki hlutur sem að eigi að fylgja með samkvæmt lögum sko.
90 En
91 og líka ofninn og náttúrulega helluborðið og allt það skilurðu. Þú veist maður spyr sig, hvar hvar endar endar sú lína sko sem á, á dótinu sem á að fylga með sko.
92 Já.
93 Ég hef nefnilega haft á tilfinningunni að það sé einmitt sko
94 bara eiginlega bara ísskápur og svo þvottavél og þurrkari sem að er svona, fólk tekur með sér sko
95 og svo einhvern veginn, en síðan veit ég að fólk er líka að taka sko, uppþvottavélar og annað úr innréttingunum sko.
96 Já, já, ég skil þig. Ég, ég, ég hélt alltaf sko að þetta væri bara allt saman sko. Þú veist í, í hérna. Þú veist af því þetta er keypt þannig eins og þú segir sko.
97 Mér finnst það bara svolítið fyndið, sko af því að þú veist,
98 innréttingar eru svo
99 hvað heitir það, þú veist þær eru svo einstakar, eða þú veist þær geta verið sérstakar,
100 það er svolítið, kannski svolítið ólíklegt að þú finnir akkúrat, eða lendir akkúrat á innréttingu sem að þú veist, passar fyrir vélina sem passar akkúrat í hina innréttinguna, gömlu.
101 Ég veit það ekki.
102 Þannig að ég hélt að þetta væri allt hlutir alltaf sem að myndu fylgja með í svona kaupum og svona.
103 Já, í Bandaríkjunum þá er það þannig sko, eða þú veist
104 þegar þú ert að leigja þá ertu með
105 þvottavél og þurrkara í íbúðinni sem að
106 sem að voru skilin eftir, eða þú veist þau tilheyrðu bara íbúðinni, sko og, og ísskápurinn líka
107 og hérna. En, og mér fannst það skrítið þá, sko. Þú veist, þannig að
108 þetta var, það var alltaf lenskan, allavega á Íslandi, að þú veist, taka þetta dót með sér skilurðu.
109 Eins og við áttum ísskáp,
110 þegar við bjuggum hérna í Reykjavík og svo tókum við hann með okkur þegar við fluttum í Hafnarfjörð.
111 Og þú veist.
112 [HIK: umm]
113 Já, ég held að það sé, [HIK: eageetta] þetta er bara misjafnt sko.
114 Náttúrulega öðruvísi á leigumarkaðinum þegar að, þegar að þú reynir að finna þér náttúrulega deal sem að er með sem mestu innifalið fyrir þig líka sko.
115 Eins og til dæmis, þú veist, fylgir, fylgir svona með eða ekki og, og allt það sko.
116 Já. Já, einmitt.
117 Því það þarf ekkert endilega alltaf að vera.
118 Já, já ég, við ætlum að kanna það næst ef að þetta fer í gegn.
119 Þú veist, [UNK]
120 tala við eigendurnir og sjá hvað þau ætla að skilja eftir og, og hérna,
121 reyna,
122 Já, um að gera maður, um að gera, líka bara, ég meina, spyrjið þið bara með alls konar húsgögn, maður. Þú veist, ef að þau eru að fara út, bara eitthvað, að þá, þá getur vel verið að þau vilji líka selja ykkur eitthvað á, lægra verði en það væri í boði á úti í úti í búð sko, þannig að
123 reyna að spara okkur, reyna að spara okkur eitthvað. Já.
124 það er [HIK: ei] eitthvað sem okkur var boðið hérna með ákveðna hluti og, og ég meina við vorum komin með ákveðna aðra hluti, hluti inn sko bara af því við vorum með gott fólk í kringum okkur sem að gat reddað okkur hinu og þessu sko.
125 Já,
126 En, en annars hefðum við örugglega sagt já við, já við því sko. Þannig að ekkert að því að taka upp þú veist, einmitt kannski einhverja, einhverja þvottavél eða whatever skilurðu inn í, inn í, inn í jöfnuna svona sko.
127 Er það ekki?
128 já, algjörlega sko.
129 Algjörlega, ég hérna, við fáum.
130 Ég veit að það er fólk í fjölskyldunni sem var að losa sig við, við hérna, við sófa.
131 Snilld.
132 Þannig að við fáum, fáum svoleiðis.
133 Og svo er
134 ýmislegt sem þú veist um sem að
135 Já, já. Einmitt.
136 er búið að losa úr ákveðinni íbúð,
137 það er er alveg eitthvað, eitthvað þar sem að
138 Það hljómar mjög vel.
139 sem að við ætlum að [HIK: bl] blokka upp sko.
140 Og hérna, já, þannig að það er góð redding og þú veist,
141 Nú verður bara, maður verður [HIK: da] banka á timbrið hérna sko.
142 Já.
143 Sjö, níu, þrettán, sko,
144 þetta er bara í,
145 þessi lán eru í vinnslu sko. Ég ætla ekki alveg að vera að jinx-a þetta hérna.
146 Þetta getur verið prósess. Þetta getur verið, tekið náttúrulega mjög langan tíma sko. Maður getur ekki.
147 Ég meina, við vorum mjög lengi að leita sko, ef ég á að vera hreinskilinn við þig. Við vorum einmitt þú veist, komin [HIK: okk] okkur fannst við vera komin langleiðina með eitt skilurðu án þess að vera búin að gera eitthvað fyrir alvöru en, en, en svo bara er þetta svo fljótt að fara líka sko. En ég vona að, ég vona að þetta gangi upp hjá ykkur sko með þetta.
148 Já,
149 Hljómar eins og þetta sé málið.
150 já,
151 Þau eru allavegana búnir að samþykkja
152 þú veist, það er komið samþykkt kauptilboð og allar græjur og þá er þetta bara hvort að bankinn sé til í að [HIK: ley-lá] lána manni peninga sko.
153 Já, ókei. Já, þetta er alveg komið þangað, geggjað.
154 Það, það hljómar mjög vel. Já.
155 Já, já.
156 Já, það bara, þannig þetta er bara svona.
157 Það er spennandi, þetta verður, það verður mikið að gera í sumar sko.
158 Þú veist hvar ég á, hvar ég á heima. Þú getur alltaf hringt í mig líka ef þig vantar hjálp.
159 Maður er líka að reyna.
160 Já einmitt, ef ég ætla að hringja í þig, þarf ég þá ekki að vita númerið þitt? Það hjálpaði mér ekkert að vita hvar þú átt heima [UNK], ætla að hringja í þig.
161 Ertu ekkert fyrir gamla mátann og þú getur bara komið og bankað upp á, kemur bara, sækir mig.
162 Já, já, nákvæmlega. Ég er löngu hættur að nota síma.
163 Jú, mæta bara og er svo brjálaður ef að þú ert ekki heima, skil ekkert í því.
164 Það er hérna.
165 Já, það eru sumir sem eru búnir að fara úr snjallsímanum í gömlu Nokia símana, en þú ferð bara alla leið.
166 Já. Nei, ég, ég var nú kannski aðeins að ýkja þar en ég er reyndar hættur á Instagram ef þú vildir vita það.
167 Þannig, engin samskiptatækni.
168 Já.
169 Kominn með nóg af því.
170 Já. Já, er það? Ókei.
171 Þetta, já, þetta er bara eitthvað eitur,
172 Ég held að þetta sé nú ekkert, ég held þetta sé nú ekkert eitur fyrir alla en ég fann það að þegar tíminn minn var farinn að snúast einhvern veginn of mikið að mínu mati í eitthvað svona forrit að þá svona í grunninn ákvað ég bara að segja, segja þetta gott í bili. En svo getur maður alltaf náð í þetta aftur ef maður vill vera á þessu sko.
173 eitthvað fen.
174 Já.
175 Algjörlega sko, þetta er alltaf þarna sko.
176 Já, þessi forrit eru ofboðslega skrýtin sko, svo þegar þú hættir á svona forriti að þá, af því að þetta er svo ávanabindandi fyrir marga og ávanabindandi hérna í rauninni hefur verið ávanabindandi fyrir mig líka. Það er ástæðan af hverju mér líkar þetta ekki. Ein ástæðan.
177 Og þú veist, það er, þetta er [HIK: ekk], getur verið algjör tímasuga samt sko.
178 En svo
179 gera þau eitt einmitt og eru að þú veist ég, ég hérna eyði [UNK] þessum aðgangi þarna og, og þá halda þau þér, gefa þér tíma til þess að koma aftur.
180 Segir ókei, hérna, svona eins og dópsali sko. Þú veist. Segja við þig sko já hérna, þú vilt delete-a, flott það er móttekið, ef að þér snýst hugur þá hefurðu tíma til þess að sækja þennan aðgang aftur til fimmta maí.
181 Og ég er búinn að vera með, ekki búinn að vera með þetta í sko einhvern, örugglega mánuð núna þannig að þú sérð hvað þetta er langur tími. Sem þau eru að reyna, reyna að fá mann aftur sko inn í loop-una sko.
182 Þetta er alveg rosalegt sko. Og þú veist að, [HIK: og], og af því þú veist það eru náttúrulega þessar auglýsingar,
183 auglýsingar og annað sem birtist í þessu, svona sérsniðið að þér sko.
184 Þú veist, hérna inni í feed-inu, þá fá, þau vilja fá þína augnbolta sko, á auglýsingarnar.
185 Þá græðir platform-ið.
186 Og hérna, mér finnst líka svolítið fyndið að það er svona,
187 svona Facebook,
188 eitthvað Facebook hate sko, og svo er náttúrulega Instagram, er Facebook sko, eða þú veist, Facebook á Instagram.
189 Gleymist sko.
190 Sérstaklega hjá þessari ungu kynslóð sko.
191 Sem að segir að, að til dæmis Facebook er ekki lengur hipp og kúl og svo er það á Facebook allan daginn og áttar sig ekki á því.
192 Það gleymist sko.
193 Þetta er rosalega fyndið. En það er, en þetta er svona að verða alltaf meira og meira, einhvern veginn
194 þú veist alltaf, á færri og færri, hérna,
195 valdið er í, alltaf í höndum
196 færri einstaklinga eða færri fyrirtækja.
197 Þetta er eins og með media bara þú veist, alla, eins og þú veist ljósvakamiðla, hvað sem þetta kallast. Þú veist, media
198 fyrirtækið sko.
199 Þá er þú veist, Disney núna á alveg geðveikt mikið af,
200 eru nýbúnir að vera að kaupa bara síðustu árin sko fullt af fyrirtækjum,
201 til dæmis eins og
202 þú veist þeir keyptu E S P N,
203 og bara A B C.
204 Keyptu, hérna núna nýlega þarna, hvað heitir það þarna
205 Pixar og allt sko.
206 Já, einmitt.
207 Já og líka þarna,
208 twentieth century fox.
209 Þannig að þess vegna media control, og hver átti Rupert Murdoch. Hann átti síðan Fox News og Sky og eitthvað.
210 Þú veist, þannig að þetta vill alltaf, þetta [HIK]
211 Þetta hallar alltaf í þessa átt,
212 Einokun á markaði.
213 virðist vera, þú veist þarna svona,
214 þetta er svona
215 já, já, já akkúrat. Svona monopoly ástand sko.
216 Ég veit ekki alveg hvernig menn brjóta það upp sko með valdi kannski.
217 Þú veist með lögum og öðru sko.
218 sem er í rauninni bara vald.
219 Eða þú veist, ef þú ert frá sjónarhóli þess sem er bisnesskarl, þú veist þá er þetta bara þú veist,
220 Já, já, þá ertu kominn í, í, í samfélagslegar umræður eins og, eins og kapítalisma versus, versus þarna sósíalisma og kommúnisma í rauninni því að hérna, hversu langt ætlarðu að taka einmitt svona löggjöf í, í, í svona [HIK: kapítalist] kapítalísku [samflagi] samfélagi sko, þannig að.
221 Þá þegar að það kemur einhver svona löggjöf þá er bara þú veist, þá er það bara kúgun sko.
222 Ef að ég ætla að gerast of djúpur en ég ætla að sleppa því núna kannski. Nei, það er ekki gott að fara of djúpt.
223 Já, það er ekki gott sko.
224 Það er ekki málið sko.
225 [UNK]
226 Já,
227 en það er gott sko.
228 Heyrðu hérna já. Heyrðu, ég held að þetta verði mjög,
229 ég held þetta verði mjög busy sumar, þú veist, það, maður ætlar líka að reyna að ferðast eitthvað skilurðu.
230 Ætlið þið að reyna að ferðast eitthvað innanlands þá eða?
231 Svo er maður kannski að fara eitthvað að flytja og eitthvað og,
232 og reyna að klára allt sem maður er að gera núna.
233 Já,
234 við ætlum að reyna að taka
235 sko helgina, nei vikuna fyrir verslunarhelgi
236 þá langar mig rosalega að taka bara þú veist, þá viku, þú veist bara,
237 Einhvers staðar úti á landi, bara. Já, einmitt.
238 vera bara ekki á svæðinu sko.
239 já, þú veist bara í nokkra daga og kannski helgina sitthvoru megin.
240 [HIK: eru þi], eruð þið með einhver svona plön eða, eruð þið að hugsa, ekki eruð þið að hugsa út fyrir landsteinana.
241 Nei, ég sko, við erum að reyna, við erum að safna fyrir góðri útlandaferð einhvern tímann.
242 Eruð þið svona djörf?
243 En hvort sem það verður í [HIK: sss] það verður líklega ekkert í sumar, þar sem við gerum það.
Go back