45 - deb42548-02ba-4717-b844-32c28b4c54a1
Go back
1 |
Já, sæl. Heyrðu,
▶ |
2 |
Hæ.
▶ |
3 |
ég var að hugsa, þegar að við erum búin að eiga þetta samtal, hvort að það sé ekki upplagt
▶ |
4 |
að kíkja í sund?
▶ |
5 |
Jú, mig langar mjög mikið í sund.
▶ |
6 |
Flott, ætlarðu að taka einhverjar ferðir í sundinu? Eða ætlarðu bara að slaka á í pottinum eða?
▶ |
7 |
Ég hugsa að ég nenni ekki að synda í kvöld.
▶ |
8 |
Nei, nei, ég hugsa að ég taki heldur ekki á mig að synda í kvöld. Ég var að
▶ |
9 |
gera hnébeygjur í ræktinni ég hefði kannski alveg gott af því að
▶ |
10 |
synda smá en ég
▶ |
11 |
hugsa að ég tsjilli bara sjálfur með þér.
▶ |
12 |
Já, vel gert. Ég tók axlir í morgun,
▶ |
13 |
Ú, fórstu í ræktina?
▶ |
14 |
já,
▶ |
15 |
ég hætti við að hlaupa, Begga,
▶ |
16 |
hún hætti við á seinustu stundu.
▶ |
17 |
Ókei, hvað, var vinkona þín að beila á þér eða hvað?
▶ |
18 |
Já, hérna hún var bara eitthvað,
▶ |
19 |
átti eitthvað erfitt með að vakna. Eða þú veist, hún vill frekar hittast eftir vinnu en ég er alltaf að vinna aðeins lengur en hún þannig að það gengur eiginlega ekki.
▶ |
20 |
Hvert fórstu að æfa?
▶ |
21 |
Bara World Class.
▶ |
22 |
Í Laugum eða? Já, ókei, næs.
▶ |
23 |
Já,
▶ |
24 |
Já, og hvað hérna,
▶ |
25 |
hvað söng í Maríu, þú varst með henni, er það ekki?
▶ |
26 |
jú,
▶ |
27 |
bara allt gott,
▶ |
28 |
hún var bara mjög indæl og þakkaði mér alveg ótrúlega mikið fyrir að hafa keypt blóm og eitthvað, en hérna.
▶ |
29 |
Ég keypti svona gul blóm. Ég veit ekki hvaða týpa þetta er en,
▶ |
30 |
en já, einhver gul blóm og keypti eitthvað súkkulaði með núggati í og og skrifaði svo lítið kort.
▶ |
31 |
Skemmtilegt, skrifarðu lítið kort?
▶ |
32 |
Já, já maður, ég negldi þetta.
▶ |
33 |
Vá. Hún hefur verið sjúklega ánægð með þetta.
▶ |
34 |
Já, ég vona.
▶ |
35 |
Ég er ansi hræddur um að hún fari núna að leita eftir ástæðu til þess að lána þér kæliboxið sitt.
▶ |
36 |
Já einmitt, það var líka. Þeir voru með poka með lime í, í kæliboxinu.
▶ |
37 |
Hverja helgi: Þurfið þið ekki á kæliboxinu að halda?
▶ |
38 |
Ég var að hafa einhverjar aðeins svona áhyggjur af því, þú veist, ég þreif hann en
▶ |
39 |
lét hana vita.
▶ |
40 |
En lyktin var bara frekar góð, kom á óvart.
▶ |
41 |
Já, eða þú veist, var þá einhver svona lime lykt eða eitthvað? Já, ókei.
▶ |
42 |
Já.
▶ |
43 |
Samt var það í poka sko.
▶ |
44 |
Það bara, þú veist, kæliboxið heldur svo vel.
▶ |
45 |
Þú veist kannski bara ef ég hefði skilið eftir opið í tvær mínútur þá hefði það farið.
▶ |
46 |
Já, já María á samt einhverjar svona
▶ |
47 |
þrifnaðargræjur, hún getur örugglega eitrað þetta, þessa lykt
▶ |
48 |
út úr, úr þessu boxi sko, ég hef engar áhyggjur af því.
▶ |
49 |
Ég hugsa að það þurfi ekki að eitra þetta samt sko. Já ég skil þig.
▶ |
50 |
Varla, varla þarf að eitra. Ég kalla þetta eitur, ég veit ekkert hvað
▶ |
51 |
er viðeigandi að kalla svona dót.
▶ |
52 |
Já heyrðu hérna, á morgun þá er ég að fara í jóga
▶ |
53 |
Nice.
▶ |
54 |
klukkan hálffimm.
▶ |
55 |
Ég veit ekki hvort þú viljir koma með en ég er allavega að fara,
▶ |
56 |
ég hef ekki farið í jóga í alveg
▶ |
57 |
tvær vikur,
▶ |
58 |
ég lenti sko í skammarkróknum hjá World Class um daginn
▶ |
59 |
og ég er svona
▶ |
60 |
fimm sinnum búinn að biðja þau um að afskrá úr
▶ |
61 |
hérna skammarkróknum.
▶ |
62 |
En ég tók svona siðræna ákvörðun
▶ |
63 |
um að, um að láta þau ekki taka mig af núna vegna þess að ég sannarlega
▶ |
64 |
mætti ekki í tímann sem ég skráði mig í
▶ |
65 |
og þetta var í byrjun júní sko
▶ |
66 |
þannig ég hef ekki mætt í einhverjar tvær vikur í jóga.
▶ |
67 |
Ég er orðinn mjög spenntur fyrir því að, að kíkja á morgun.
▶ |
68 |
Já geggjað, ég væri alveg til í að reyna, nei ég get það ekki. Vá, ég hefði verið ótrúlega til í það eða bíddu, það er í klukkutíma, sko. Nei, ég get það ekki á morgun. Ég er nefnilega, ég er að hugsa að reyna kannski að fara í hádeginu á morgun að gera eitthvað því að
▶ |
69 |
Já, já,
▶ |
70 |
ég þarf að vera uppi í vinnu milli fimm og tíu.
▶ |
71 |
já.
▶ |
72 |
Við erum að taka á móti
▶ |
73 |
sófa og það er enginn annar sem getur gert það.
▶ |
74 |
Þannig að
▶ |
75 |
já,
▶ |
76 |
þannig að ég þarf að vera uppi í vinnu.
▶ |
77 |
Ert þú að fara að taka á móti sófa? Ein?
▶ |
78 |
Geturðu? Hérna, ætlarðu að bera hann ein? Ókei, ókei.
▶ |
79 |
Ég var að segja það, já. Það er gæi sem kemur samt með hann.
▶ |
80 |
Nei, hann hjálpar mér að bera hann upp líklega, gæinn.
▶ |
81 |
Næs.
▶ |
82 |
Það er nú hellings hreyfing í því að bera sófa.
▶ |
83 |
Einmitt jájá, ég ætla bara að vinna fram eftir, svo er sjónvarp þarna þannig að ég get horft á leikina og
▶ |
84 |
Ertu eitthvað?
▶ |
85 |
ég borða bara eitthvað þarna.
▶ |
86 |
Ertu eitthvað hérna, ertu eitthvað
▶ |
87 |
að horfa á leikina út af þessu veðmálakerfi þarna? Ertu eitthvað?
▶ |
88 |
Já, ég er búin að vera að ég var að horfa, var að horfa í dag sko á Pólland,
▶ |
89 |
Já, já,
▶ |
90 |
já, Pólland maður.
▶ |
91 |
það var bara svo svekkjandi.
▶ |
92 |
Vont að fá á sig rautt spjald og lenda svo undir. Það eru ekki góðar líkur sko.
▶ |
93 |
En við höfum tröllatrú á Spánverjum og á morgun eru
▶ |
94 |
Portúgalir að keppa.
▶ |
95 |
Við höfum tröllatrú á þeim, þeir hljóta að vinna Ungverjaland sko.
▶ |
96 |
Ég, já, ég eiginlega
▶ |
97 |
eins og þú veist þá er ég, þá veðja ég að Portúgal vinni þetta mót sko.
▶ |
98 |
Þeir unnu síðast sko, þeir unnu síðasta Evrópumótið.
▶ |
99 |
Í Frakklandi,
▶ |
100 |
tóku Frakka í úrslitum.
▶ |
101 |
Okkar allra besti Eder skoraði
▶ |
102 |
eina mark leiksins,
▶ |
103 |
bara blálokin bara upp úr þurru í uppbótartíma held ég.
▶ |
104 |
Það var, það var næs.
▶ |
105 |
Ég reyndar var ekki með neinn pening á leiknum þá en,
▶ |
106 |
en ætla augljóslega ekki gera sömu mistök aftur.
▶ |
107 |
Ég segi svona.
▶ |
108 |
Fyndna er að fólk mun sko, sem sagt
▶ |
109 |
krakkarnir sem eru að vinna með mér í HR núna,
▶ |
110 |
þau eru að fara að hljóðrita þetta spjall sko.
▶ |
111 |
Ert þú ekki bara að leiðrétta þetta spjall?
▶ |
112 |
Það þarf ekkert endilega að vera sko.
▶ |
113 |
Sorrí að ég lét þig nú ekki vita, ég hefði nú átt að vara þig kannski við en hérna.
▶ |
114 |
Við erum búin að tala um svo hérna, já einmitt.
▶ |
115 |
Svona ótrúlega innileg málefni eins og fótbolta en hérna,
▶ |
116 |
en það sést kannski best hvað maður fer illa með þá sem standa manni næst sko.
▶ |
117 |
Ha? Nú skil ég ekki.
▶ |
118 |
Nei, bara að ég hafi ekki sagt þér, þetta er náttúrulega helber dónaskapur.
▶ |
119 |
Og alveg ólíðandi sko. En hérna,
▶ |
120 |
það var svolítið skemmtilegt áðan,
▶ |
121 |
það var spurning
▶ |
122 |
hvað er uppáhalds listaverkið þitt?
▶ |
123 |
Einfalt, Rauð nótt eftir Kristínu.
▶ |
124 |
Hvað segirðu? Rauð nótt?
▶ |
125 |
Eftir Kristínu?
▶ |
126 |
Hvað er það?
▶ |
127 |
Það er listaverk.
▶ |
128 |
Skilurðu, segðu mér eitthvað frá því,
▶ |
129 |
ég þú veist, ég veit ekkert hvað þú veist er þetta,
▶ |
130 |
Já ókei ókei, já.
▶ |
131 |
er þetta stytta eða er þetta málverk eða hvað er þetta?
▶ |
132 |
Ertu samt ekki ánægður með mig hvað ég var fljót að svara? Vissi þetta alveg nákvæmlega.
▶ |
133 |
Já,
▶ |
134 |
það var reyndar mjög impressive svona að því sögðu sko.
▶ |
135 |
Þetta er, hérna, þetta er málverk sem að er nakin kona og bak við hana er rauður himinn með stjörnum á. Þetta verk var alltaf uppi á Kjarvalsstöðum þegar mamma var að vinna þar þegar ég var lítil
▶ |
136 |
og mér fannst þetta bara það fallegasta sem ég hef séð,
▶ |
137 |
Kristín Guðmunds,
▶ |
138 |
ég held hún sé Guðmundsdóttur, en hún er alla vega enn þá bara ein af mínum uppáhalds
▶ |
139 |
listamönnum.
▶ |
140 |
Og hún hefur gert.
▶ |
141 |
Hún aðallega var að gera í byrjun, hún lærði út í úti að gera svona líkön gylli Jesú Maríu myndir
▶ |
142 |
Já,
▶ |
143 |
og hérna og fór svo
▶ |
144 |
að gera píkumyndir.
▶ |
145 |
já, sú sú gella?
▶ |
146 |
Já, já, já, þetta er konan sem að fór og hélt listasýningu inni á dekk, inni á bílaverkstæði, og gerði, setti píkumyndir út um allt. Það var,
▶ |
147 |
Já, þú varst búin að segja mér eitthvað frá þessu,
▶ |
148 |
hún er, hún er geggjuð.
▶ |
149 |
hún er, hún er alvöru femínisti.
▶ |
150 |
Mamma er örugglega
▶ |
151 |
með nokk.
▶ |
152 |
Ég veit ekki hvað þú átt við með því en
▶ |
153 |
Nei, bara svona þú veist, hún er svona kona sem að er
▶ |
154 |
á ótrúlega skemmtilegan hátt, svona öðruvísi hátt, að
▶ |
155 |
fagna kvenmönnum. Ég veit ekki, ég er bara að segja þetta af því það er verið að taka þetta upp,
▶ |
156 |
ég vil bara hljóma vel, skilurðu?
▶ |
157 |
Þú veist basically. En hérna,
▶ |
158 |
úff, hérna.
▶ |
159 |
en í alvörunni samt, í alvörunni líka.
▶ |
160 |
Þú veist að hérna, þetta er alveg töff concept.
▶ |
161 |
Hún er geggjuð sko. Hún ögrar norminu. Og hennar helsta líkan sem er svona guðlegt líkan var mynd af
▶ |
162 |
konu,
▶ |
163 |
ótrúlega þreyttri með tvo Bónuspoka í hendinni og þetta er geggjuð mynd sem var svona
▶ |
164 |
að gera hina þreyttu mömmu að einhvers konar
▶ |
165 |
guðlegri veru. Það var.
▶ |
166 |
Það er geggjuð mynd. Mamma á alveg þó nokkrar myndir eftir hana.
▶ |
167 |
Mér finnst hún okkar fremsti.
▶ |
168 |
Hvað kallar maður þetta?
▶ |
169 |
Málara listamaður.
▶ |
170 |
Já,
▶ |
171 |
flestir málarar eru listamenn.
▶ |
172 |
Eða þú veist. Hvað kallarðu þetta? Listamaður sem málar.
▶ |
173 |
Er það ekki bara málari?
▶ |
174 |
Er það samt ekki eitthvað annað orð? Málari hljómar eins og einhver iðnaðarmaður.
▶ |
175 |
Já, já, málari.
▶ |
176 |
Eða þú veist nei. Þú getur líka talað um iðnaðarmenn sem málara þannig að það er ekki alveg rétt.
▶ |
177 |
Loka glugganum, ég vona að það sé ekki fullt af umhverfishljóðum allan tímann á meðan ég er að spjalla, það yrði frekar mikill bömmer.
▶ |
178 |
En góða samt við þetta er að sko
▶ |
179 |
þitt tal og mitt tal
▶ |
180 |
vistast í tvær mismunandi rásir.
▶ |
181 |
Þannig að þú veist þetta eru tvö skjöl sem eru transcribe-uð, þú annars vegar og ég hins vegar sko. Það er líka allt í lagi sko.
▶ |
182 |
Já, ókei, það er mjög jákvætt. Ég var að hugsa að við værum að tala ofan í hvort annað aðeins,
▶ |
183 |
Punkturinn er sá að gervigreindin geti líka skilið spjall. Þess vegna erum við þú veist inni á spjallvettvanginum skilurðu.
▶ |
184 |
Þetta er annað kerfi heldur en
▶ |
185 |
restin sko.
▶ |
186 |
Þannig að við megum tala yfir hvort annað aðeins sko. Og það er augljóslega leyst með því að hafa bara tvær mismunandi
▶ |
187 |
rásir sko.
▶ |
188 |
einmitt, svo lengi sem við erum ekki óþarflega mikið fram í fyrir hvort öðru.
▶ |
189 |
Einmitt, einmitt eins og við. En við erum nú alveg frekar góð í því að tala ekki yfir hvort annað allt of mikið.
▶ |
190 |
Hérna. Sko, ef ég má svara minni spurningu, spurningunni þá er uppáhalds
▶ |
191 |
listaverkið mitt
▶ |
192 |
og það fyrsta sem mér datt í hug er eðlilega hérna tveggja tíma tónverkið eftir uppáhalds, hljómsveitina mína Above and Beyond.
▶ |
193 |
Þarna á og BBC Radio 1 en það er í alvörunni ég meina það er allavega sú list sem ég hef örugglega mest neytt yfir ævina án gríns sko.
▶ |
194 |
En hérna, ég var actually að sjá sjúklega áhugaverða wikipedia síðu í dag.
▶ |
195 |
Og hún er um eldgos sem gerðist árið átján hundruð og fimmtán
▶ |
196 |
og þetta gerðist sem sagt hérna
▶ |
197 |
í Indónesíu.
▶ |
198 |
Þú hefur kannski heyrt um þetta,
▶ |
199 |
hvellirnir úr sko sprengingunni, af því þetta var sprengigos,
▶ |
200 |
heyrðust einhverjar þú veist tólf hundruð mílur frá
▶ |
201 |
allt annars staðar í Asíu sko
▶ |
202 |
og hérna og gosmökkurinn var svo agalegur að
▶ |
203 |
að það sko
▶ |
204 |
mörg tugi þúsunda ferkílómetra svæði,
▶ |
205 |
sem var bara þakið ösku,
▶ |
206 |
og alveg þú veist tólf hundruð mílum frá var enn þá aska skilurðu,
▶ |
207 |
sem var eins sentimetra þykk þú veist, alveg fáránlegt gos.
▶ |
208 |
Þetta er stærsta gos í hérna
▶ |
209 |
svona á skráðum tímum þú veist frá því að við fórum að skrifa.
▶ |
210 |
Og
▶ |
211 |
ástæðan fyrir að ég er að minnast á þetta er sú að þetta hafði bara geigvænleg áhrif um allan heim.
▶ |
212 |
Þú veist bara á plantekrur og veðurfar og allt þetta dót sko.
▶ |
213 |
Og
▶ |
214 |
þetta hafði svo mikil áhrif að þetta hafði áhrif á myndlist þessa tíma.
▶ |
215 |
Og það er mynd eftir einhvern breskan
▶ |
216 |
myndlistarmann,
▶ |
217 |
málara,
▶ |
218 |
sem heitir Turner.
▶ |
219 |
Og þar er einhver mynd af einhverri svona landslagssenu sem er máluð af einhverju sumarlandslagi.
▶ |
220 |
Og þar er himinninn svona gulleitur
▶ |
221 |
sem hann var árið átján hundruð og fimmtán í Bretlandi
▶ |
222 |
og mér fannst þetta stórmerkilegt þú veist hvað þetta er
▶ |
223 |
þú veist hvað þetta er ótrúlegt gos og þetta var alveg,
▶ |
224 |
fáránlega þú veist. Ég var nefnilega að skoða sko Fagradalsfjall. Hvað komu margir
▶ |
225 |
rúmmetrar af hrauni úr því
▶ |
226 |
og Fagradalsfjall núna er þú veist,
▶ |
227 |
það er eitthvað þúsund sinnum eða hundrað sinnum minna en hérna
▶ |
228 |
Lakagígar.
▶ |
229 |
Og það er alveg miklu minna heldur en þetta
▶ |
230 |
Tambora eldgos,
▶ |
231 |
þú veist þetta var bara ógurlegt sko þú veist það var hundrað og sextíu rúmkílómetrar af efni
▶ |
232 |
og ég held að Fagradalsfjall sé sko núll komma núll sex ferkílómetrar. Þú veist 100%
▶ |
233 |
Það er hægt að spjalla líka, lítið eldgos.
▶ |
234 |
en engu að síður þegar maður kemur þangað þá er það alveg mikilfenglegt, skilurðu?
▶ |
235 |
En þú veist miðað við eyjar bara sem er nú gos sem margir muna eftir þá er það bara mjög lítið, er það ekki?
▶ |
236 |
Jú, það er minna en Eyjar sko enn þá, það er enn þá minna en eyjar.
▶ |
237 |
Og líka ég reyndar,
▶ |
238 |
þegar Eyjafjallajökull jökull gaus
▶ |
239 |
fór mamma með þyrlu yfir. Það var líka þú veist
▶ |
240 |
Já, það var svipað stórt og Eyjar.
▶ |
241 |
miklu, miklu stærra sko,
▶ |
242 |
ég hefði verið til í að sjá það sko.
▶ |
243 |
Sástu samt manninn sem var að klifra á gosinu og þurfti að hlaupa í burtu. Frá
▶ |
244 |
Já,
▶ |
245 |
það var viðtal við hann á mbl.is
▶ |
246 |
þú veist, hvað var hann að gera?
▶ |
247 |
sko
▶ |
248 |
ég skimaði yfir viðtalið við hann,
▶ |
249 |
Brenglaða dæmi sko.
▶ |
250 |
en þú veist hann, hann bara eitthvað fullyrðir að þetta sé ekkert jafn hættulegt og fólk heldur
▶ |
251 |
og ég meina ef við eigum að stíga aðeins út fyrir það sem kannski almannavarnir segja sem að er samt alveg rétt hjá þeim þú veist að vara fólk við. Eðlilega maður vill ekki að allir séu að príla ofan á hrauninu skilurðu.
▶ |
252 |
En hraun er þú veist, það snöggkólnar alveg
▶ |
253 |
rosalega mikið hratt sko.
▶ |
254 |
Þú veist, það helst ekki fáránlega heitt í marga daga
▶ |
255 |
og þú veist og þetta er alveg gegnheilt, bara gegnheill steinn skilurðu þannig að hann var bara eitthvað hlaupandi á því.
▶ |
256 |
Þetta myndband er svolítið skrítið, það er spilað hraðar heldur en þú veist
▶ |
257 |
raunveruleikinn.
▶ |
258 |
Þú veist það spilar svona á tvöföldum hraða eða eitthvað.
▶ |
259 |
Í alvöru? Vá hvað það er fyndið
▶ |
260 |
Og þá lítur þetta geðveikt illa út
▶ |
261 |
en svo hægt þarna undir lokin og þá lítur þetta bara út eins og
▶ |
262 |
eitthvað sjúklega hægfljótandi hraun skilurðu.
▶ |
263 |
Vá, hvað það er sturlað að þeir hafi gert myndbandið hraðara.
▶ |
264 |
Það lítur verr út.
▶ |
265 |
Já, já, já, bara æsifréttamennska at its finest.
▶ |
266 |
Fyrirgefðu.
▶ |
267 |
Fyndið, þeir voru einmitt að tala um það hérna Gulli og hérna Kristófer niðri í vinnu áðan að hérna
▶ |
268 |
að þeir eru náttúrlega með athugasemdakerfið inni á mbl
▶ |
269 |
og það var einhver svona
▶ |
270 |
clickbait
▶ |
271 |
þú veist æsifréttamennsku fyrirsögn
▶ |
272 |
og þeir fengu bara svona mestu viðbrögð sem þeir hafa fengið í einhvern mánuð eða eitthvað inni á [UNK] kerfinu.
▶ |
273 |
Það var mjög fyndið.
▶ |
274 |
Já ókei.
▶ |
275 |
Hvað var greinin, veistu það?
▶ |
276 |
Morð skekur Færeyjar.
▶ |
277 |
Þetta var bara um einhvern sjónvarpsþátt.
▶ |
278 |
Já ókei, já það var ekki alvöru morð?
▶ |
279 |
Nei, þess vegna er þetta svona fáránleg.
▶ |
280 |
Það er ógeðslega fyndið.
▶ |
281 |
Þú veist þetta er alveg fáránlega fyndin fyrirsögn.
▶ |
282 |
En hundrað prósent æsifréttamennska.
▶ |
283 |
Já,
▶ |
284 |
er sjúklega sniðugt
▶ |
285 |
djöfulsins meistari þessi gæi sem skrifaði þessa grein.
▶ |
286 |
Já, ég meina,
▶ |
287 |
við fórum líka að tala um að það er ekkert fyrr en internetið kemur þar sem fólk er orðið rosa viðkvæmt fyrir þessu en
▶ |
288 |
Sjúklega vel gert.
▶ |
289 |
fólk er búið að vera að gera svona fyrirsagnir,
▶ |
290 |
síðan að dagblöð þú veist
▶ |
291 |
fóru að líta dagsins ljós.
▶ |
292 |
Ég meina ef þú skoðar gömul dagblöð úr New York eða þú veist Bandaríkjunum.
▶ |
293 |
Já,
▶ |
294 |
Þá sérðu svona fáránlega uppblásnar fyrirsagnir um eitthvað
▶ |
295 |
mjög venjulega atburði.
▶ |
296 |
voða lítið um það, ég þekki það voða lítið,
▶ |
297 |
var ekki að lesa blöð þá.
▶ |
298 |
Nei, þú veist, rámar í
▶ |
299 |
ég hef séð einhverjar svona gamlar fyrirsagnir.
▶ |
300 |
Var að skima í gegnum eitthvað gamalt efni
▶ |
301 |
fyrir svona eiginlega rannsókn sem ég var að gera í [UNK]. Ég byggi þetta ekki á miklu.
▶ |
302 |
Heyrðu, talandi um að kíkja í sund.
▶ |
303 |
Áhugavert. Góð spurning. Þú mátt byrja núna.
▶ |
304 |
Það er spurning hérna: Hver er uppáhalds sundlaugin þín?
▶ |
305 |
Þetta er bókstaflega það fyrsta sem kemur upp í hausinn á mér
▶ |
306 |
en það er bara laugin í Vestmannaeyjum.
▶ |
307 |
Ég veit ekki hvort það sé satt en mér skilst að megi ekki keppa í henni vegna þess að það er svo mikið salt í henni eða var svo mikið salt í henni.
▶ |
308 |
Því þeir notuðu þú veist einhvern hluta
▶ |
309 |
um hundraðshluta þriðjung eða eitthvað þar á milli af sko
▶ |
310 |
sjávarvatni í henni.
▶ |
311 |
En ég veit ekki hvort það sé satt enn þá en hún er víst mjög saltrík.
▶ |
312 |
Og hérna sem gerir fólki auðveldara að synda í henni eða fljóta náttúrulega.
▶ |
313 |
Þá er hún ekki keppnishæf sko.
▶ |
314 |
Ég á sælar minningar þar, amma fór svo oft með mig í sund sko.
▶ |
315 |
Ég man ekki, fórum við í sund þegar við vorum í Vestmannaeyjum?
▶ |
316 |
Já, við fórum manstu, vorum að horfa á börnin.
▶ |
317 |
Vá, hvað það hljómar illa.
▶ |
318 |
Vá, bíddu ég man samt ekki eftir því, vá hvað ég er grilluð.
▶ |
319 |
Við fórum í vaðlaugina og þú veist það voru einhverjir
▶ |
320 |
krakkabjánar að
▶ |
321 |
svamla í kringum okkur og eitthvað að leika sér og
▶ |
322 |
og okkur fannst það geðveikt fyndið.
▶ |
323 |
Já, jú, jú, jú, jú, jú, jú, jú, jú, ég man eftir henni, ég fór líka í hana þegar ég hljóp þarna tíu kílómetrana.
▶ |
324 |
Jú, ég hef farið í hana tvisvar, ég var alveg farin. Já, það er góð laug sko.
▶ |
325 |
Ég bara vel valið.
▶ |
326 |
Fyndið, ég ólst upp sko í Laugardalslauginni.
▶ |
327 |
Hún er stærst og best svona tæknilega séð einhvern veginn,
▶ |
328 |
Hún er geðveik.
▶ |
329 |
af því það er hægt að gera mest í henni. Og laugar eru geggjaðar.
▶ |
330 |
En ég hérna,
▶ |
331 |
ég tengi hana samt líka alltaf aðeins við að hitta alla og að fara í skólasund, það eru líka neikvæðar minningar.
▶ |
332 |
Ekki það, ég var alveg góð í skólasundi og
▶ |
333 |
Þú veist er vont að hitta alla?
▶ |
334 |
eða þú veist. Það er bara, það verður, svo maður fer í sund
▶ |
335 |
til að slappa af og hafa geggjað næs
▶ |
336 |
og svo hérna er þetta gamla hverfið mitt.
▶ |
337 |
Þannig að það er bara önnur hver manneskja sem er: Nei blessuð. og maður er bara eitthvað já spjalla! Og ég er svo meðvirk. Að ég get ekki sagt við fólk,
▶ |
338 |
Láttu mig í friði.
▶ |
339 |
ég get ekki sagt eða þú veist
▶ |
340 |
Ég held að flestir,
▶ |
341 |
já, ég, ég get ekki er alltaf bara hæ, gaman að sjá þig!
▶ |
342 |
ég hugsa að flestir geri það líka samt.
▶ |
343 |
Og ég bara
▶ |
344 |
Ekkert ógnvægilegur við fólk í sundi.
▶ |
345 |
já, ég,
▶ |
346 |
þú veist, það er líka bara, maður er bara líka eitthvað vulnerable, maður er bara eitthvað á bikiníinu og ómálaður af því maður var að synda og eitthvað og svo hittir maður alla og það eru allir bara eitthvað: oh my god langt síðan ég hef séð þig! Og svo bara eitthvað.
▶ |
347 |
Eiginlega var þetta einhvern veginn þannig á tímabili að ég var óvart bara einhverja fjóra klukkutíma í sundlauginni af því að ég bara hitti alltaf einhvern og var svo meðvirk að ég náði aldrei að segja bless og var alltaf á leiðinni upp úr að fara þegar einhver annar kom og var bara eitthvað
▶ |
348 |
já ókei eitthvað.
▶ |
349 |
Nei, ég var einmitt að hugsa þetta er týpískt, týpískt þú held ég sko.
▶ |
350 |
Ég hugsa að þetta kannski tengist sundlauginni ekki neitt og kannski bara þarf ég bara í einhver meðvirknispor,
▶ |
351 |
ekki frekar en að frekar sé eitthvað laugin þá kannski var þetta bara tækifæri fyrir mig til að
▶ |
352 |
vinna í mér.
▶ |
353 |
Ef ég fæ að klára.
▶ |
354 |
Ég verð samt líka að viðurkenna að
▶ |
355 |
sundlaugin þarna úti á Nesi,
▶ |
356 |
mér fannst alltaf gaman að fara með þér í hana sko. Hún er frekar næs.
▶ |
357 |
Mér finnst Vesturbæjarlaugin ógeðslega skemmtileg.
▶ |
358 |
Ég hugsa,
▶ |
359 |
já, ég hugsa samt að Árbæjarlaugin sé uppáhaldslaugin mín.
▶ |
360 |
Bíddu, Árbæjarlaugin? Ég hef ekki farið í hana svo lengi. Af hverju er hún góð?
▶ |
361 |
Já,
▶ |
362 |
Ég veit það ekki, hún er bara, hún er uppáhaldslaugin mín.
▶ |
363 |
Ég fíla þarna innisvæðið.
▶ |
364 |
bíddu, er
▶ |
365 |
Það er ógeðslega nice að fara með krakka þar og.
▶ |
366 |
er það þessi laug sem að maður labbar svona í gegnum
▶ |
367 |
eitthvað út?
▶ |
368 |
Æi það er þú veist, það er einhver sundlaug.
▶ |
369 |
Ég skil ekki alveg hvað þú átt við.
▶ |
370 |
Sem þú labbar svona í gegnum eitthvað út,
▶ |
371 |
Ég er að meina, það er svona smá hólf ofan í lauginni
▶ |
372 |
þú veist, eitthvað getur verið bara hurð eða.
▶ |
373 |
þú veist eða svona hurð ofan í lauginni sem að maður fer í gegnum og það er svona plastfilmur skilurðu sem að skilja að út og inn.
▶ |
374 |
Hanga niður, já,
▶ |
375 |
Já,
▶ |
376 |
þú veist, laugin byrjar inni og þú ferð ekki á einmitt.
▶ |
377 |
er það ekki Árbæjarlaugin?
▶ |
378 |
Já, einmitt, einmitt, mér fannst hún alltaf svo undursamleg,
▶ |
379 |
ég man ég fór í hana einhvern tímann fyrst þegar ég var þú veist á einhverju
▶ |
380 |
pollamóti þú veist í fótbolta
▶ |
381 |
og mér fannst það svolítið undursamleg.
▶ |
382 |
Kópavogslaug er líka góð.
▶ |
383 |
Við Óli fórum þangað um daginn,
▶ |
384 |
hún er reyndar bara allt í lagi, pottarnir eru allt í lagi bara.
▶ |
385 |
Mér þykir hún allt í lagi,
▶ |
386 |
sundlaugin sjálf er fín, það er gaman að synda þar, en mér finnst restin allt í lagi bara, persónulega.
▶ |
387 |
Hún var kannski meira en allt í lagi þegar það er ótrúlega gott veður,
▶ |
388 |
Já, sól hefur líka áhrif ef maður hefur bara að fara í einhverja laug þegar það er geðveikt veður.
▶ |
389 |
Þá auðvitað er minningin af lauginni bara eitthvað Gucci dæmi.
▶ |
390 |
hundrað prósent, hundrað prósent.
▶ |
391 |
Trúirðu á álfa? Tröll eða drauga? Ekki?
▶ |
392 |
En
▶ |
393 |
já, ég veit ekki alveg, nei, ekki neitt, nei því miður.
▶ |
394 |
Ég veit ekki,
▶ |
395 |
ekki ég heldur ekki í svona hefðbundnum skilningi.
▶ |
396 |
Ekki í hefðbundnum skilningi? Ókei.
▶ |
397 |
Ókei, ókei, gott,
▶ |
398 |
Sko ég sagði rosalega oft við hérna túristana sem ég fór með
▶ |
399 |
hvað áttu við?
▶ |
400 |
á Suðurland.
▶ |
401 |
Af því Eyjafjöllin, þau líta svo út eins og það er fullt af einhverjum tröllum sem hafa þú veist skilurðu breyst í stein þarna og þú veist það er fullt af einhvers konar svona steinum bara á
▶ |
402 |
einhverjum miðjum akri þú veist, sem bara duttu úr fjallinu og enduðu einhvers staðar bara á algjöru flatlendi, skilurðu.
▶ |
403 |
Og þetta er náttúrulega kallað álfasteinar og ég meina verurnar í fjöllunum oft svona tröll
▶ |
404 |
skilurðu og meina Grýla og Leppalúði eru svona tröllkarl og kerling, skilurðu, sem að búa uppi í fjallinu í hellunum og mér finnst Eyjafjöllin alltaf einhvern veginn svona minna mig á þetta. Þessar sögur sko.
▶ |
405 |
Og hérna
▶ |
406 |
þegar ég er í skapi til þess þá tala ég oft um það svona hvað
▶ |
407 |
álfar eru
▶ |
408 |
og tröll og ég meina líka svona í fjölgyðistrú allt þetta.
▶ |
409 |
Þetta er svona persónugerving á náttúruöflunum sko.
▶ |
410 |
Ég meina til dæmis ef þú, ef þú
▶ |
411 |
Hvað áttu við? Hvernig þá? Útskýrðu.
▶ |
412 |
þegar þú horfir á
▶ |
413 |
fjallshlíðarnar
▶ |
414 |
að þá oft sérðu bara andlit eða eyra eða nef eða einhvers konar verur skilurðu.
▶ |
415 |
Í heilu.
▶ |
416 |
Hvað eru álfar? Þannig að tröll eru grjót. En hvað eru álfar?
▶ |
417 |
Þú veist álfar náttúrlega ef þú skoðar hvernig álfar hegða sér þú veist þeir hérna
▶ |
418 |
Ef þú ætlar að segja að þetta sé nátttröllin.
▶ |
419 |
þeir eru oft, ha? Hvað segirðu?
▶ |
420 |
Stela börnum?
▶ |
421 |
Stela börnum, já ég meina
▶ |
422 |
Stela börnum.
▶ |
423 |
og ég hugsa að jólasveinarnir séu svona ákveðið svona
▶ |
424 |
blanda af álfum og tröllum sko og jólasveinarnir náttúrulega.
▶ |
425 |
Þeir tákna svolítið svona náttúruöflin og og þeir eru oft svona allegóría fyrir veturinn held ég, þú veist eins og,
▶ |
426 |
já, já,
▶ |
427 |
Já, ég er sammála því, þeir eru hundrað prósent
▶ |
428 |
og ég hugsa að það hafi verið góð leið til að segja krökkunum, þú veist, þú vilt ekkert vera að segja við krakkana þína:
▶ |
429 |
við munum svelta.
▶ |
430 |
við bara erum búin að renna út af mat. Pulsurnar eru búnar nei, Bjúgnakrækir kom, hann stal öllum pulsunum og og mér finnst þetta sorglegt og ég las einmitt einhvern tímann einhverja geðveika grein um þetta og þá einmitt var ég sagði þetta líka við túristana mína sko, þegar ég tók jólasveinana, þá tók ég einmitt þennan líka og og og
▶ |
431 |
Nákvæmlega.
▶ |
432 |
Já.
▶ |
433 |
Kertasníkir kom seinastur er ótrúlega ljóðrænt.
▶ |
434 |
Þá klárast seinasta kertið og það er ekki hægt að kynda í kofanum lengur
▶ |
435 |
Og þú veist og líka, og líka
▶ |
436 |
líka bara að þú veist sólin þú veist hverfi handan sjóndeildarhringsins í rauninni sko. Þú veist það má taka það jafnvel enn þá lengra sko.
▶ |
437 |
og hvað segirðu við börnin? Hvað áttu við?
▶ |
438 |
Því kerti er náttúrulega líka bara myndgerving fyrir ljós, sko.
▶ |
439 |
Já,
▶ |
440 |
ég allavega, mér fannst þetta, það var einhver. Ég las einhvern tímann einhverja grein eftir einhvern sálfræðing sem
▶ |
441 |
að var að tala um þetta út frá því að fólk væri að, létta lundina hjá börnunum sínum af því það væri allt klárast í búinu
▶ |
442 |
að búa til einhverja skemmtilegri, einhvern skemmtilegri raunveruleika heldur en var í rauninni.
▶ |
443 |
Algerlega.
▶ |
444 |
Nei, það, það er svo sem örugglega hægt að gera einhverja greiningu á því.
▶ |
445 |
En það útskýrði samt ekki köttinn.
▶ |
446 |
Það er jú
▶ |
447 |
jú. Jú, reyndar var annað, það var hérna,
▶ |
448 |
af því ef þú færð ekki föt
▶ |
449 |
þá nær jólakötturinn þig
▶ |
450 |
þá verður þér kalt,
▶ |
451 |
þú vext upp úr fötunum og verður úti. Það var eitthvað,
▶ |
452 |
þú verður að fá föt af því annars
▶ |
453 |
En sko hérna með álfana,
▶ |
454 |
verður þú úti, það var eitthvað.
▶ |
455 |
ef maður skoðar þú veist eins og flestar sögur sem ég hef heyrt um álfa, ein sem er kannski svona fyndin það er til dæmis
▶ |
456 |
ef þú pissar á álfastein
▶ |
457 |
þá verður þér illt í tittlingnum í mörg ár.
▶ |
458 |
En líka frændfólk mitt sem að.
▶ |
459 |
Það er, það er mjög fyndið sko.
▶ |
460 |
Ég vissi það ekki, vá hvað það er fyndið.
▶ |
461 |
En líka þú veist ef þú til dæmis byggir of nálægt álfahólum eða vanvirðir álfastein þú veist, færir þá til eða annað slíkt, að þá leggja þeir á þig bölvun
▶ |
462 |
sko,
▶ |
463 |
og hérna og ég meina þú veist
▶ |
464 |
náttúrlega Ólafur Liljurós, hann hittir álfamær og hún býður honum að ganga í björg og bú með oss eins og svo segir í laginu manstu? Einmitt.
▶ |
465 |
En þú söngst það svo fallega fyrir mig um daginn
▶ |
466 |
Að þú veist þannig að, að sko
▶ |
467 |
álfarnir, þeir, þeir
▶ |
468 |
klárlega tákna svona
▶ |
469 |
virðingu fyrir náttúruna því þeir eru náttúrulega bara allegóría fyrir ýmiss konar
▶ |
470 |
svona hættu, hættuþætti í náttúrunni og þú veist það að við eigum að virða náttúruna og vera ekki skeytingarlaus gagnvart náttúrunni sko.
▶ |
471 |
Og það er eflaust meira ég meina þeir náttúrulega tengjast líka þessum írska þarna
▶ |
472 |
álfi sem að er
▶ |
473 |
á pott af gulli við enda regnbogans sko.
▶ |
474 |
Íslenskir álfar líkjast mjög mikið honum.
▶ |
475 |
En en já,
▶ |
476 |
mér finnst, mér finnst. Ég veit ekki af hverju við fórum að tala um þetta en hérna. Já, já, alveg rétt, það bara
▶ |
477 |
Þú fórst að tala um þetta af því að
▶ |
478 |
þú varst að segja, þú spurðir mig hvort ég trúði á álfa.
▶ |
479 |
vefsíðan lagði þetta til.
▶ |
480 |
En hérna ókei.
▶ |
481 |
Það var rosalega gaman að spjalla við þig,
▶ |
482 |
ég vona að við fáum tækifæri til að spjalla mikið meira saman. Heldurðu að það sé séns á því eða?
▶ |
483 |
Heldurðu að það sé séns á því? Þú ert frekar fastur með mér allavega í einhvern tíma.
▶ |
484 |
Heyrðu hérna, takk fyrir spjallið.
▶ |
485 |
Takk sömuleiðis. Bæ.
▶ |
486 |
Bless bless.
▶ |