1 Ókei
2 hérna
3 ég hlakka rosa mikið til að fá þig aftur til landsins. Það verður gaman að sjá þig.
4 Já, ég hlakka mjög mikið til líka, það verður gott að hitta ykkur karlana.
5 Hvað hérna, hvað verður þú lengi í sóttkví?
6 Fimm daga til fimmtudagsins fimmtánda.
7 Ókei, áttu, þú sagðir mér þú ættir von á því að fá kannski seint að heyra.
8 Þegar ég var á landinu um jólin,
9 þá fór ég í seinna próf fimm dögum seinna og ég fékk svar úr því held ég klukkan tíu um kvöldið,
10 þannig að ég er ekkert vongóður um að ég losni á fimmtudaginn. Frekar þá að ég verði laus á föstudaginn.
11 Ókei
12 Ókei
13 Ókei
14 En þið eruð hvað, að fara að vera uppi í sveit?
15 Já, fáum lánað húsnæði hjá ættingja.
16 Já ókei, nice.
17 Já ókei. Hvað hérna, hvað er á döfinni þegar þú kemur?
18 Þú náttúrulega ætlar að kíkja í afmæli hjá félaga okkar er það ekki á föstudeginum?
19 Jú, ef allt gengur eftir þá kíkjum við þangað
20 Ókei.
21 og
22 það er svona ennþá óákveðið hvernig skipulagið verður á okkur, ég er bara fyrst að hugsa að við myndum verða fimm daga í sveitinni og svo fimm daga í bænum.
23 En ef við erum að fara að kíkja í bæinn út af þessu afmæli þá er spurning hvort við tökum bæinn fyrst og svo sveitina.
24 Og
25 Einmitt. Ertu þá að meina eftir sóttkvíina?
26 Já, ókei.
27 já,
28 og svo erum við, við ætlum að fara vestur að heimsækja ættmenni þar líka. Það verður einn til tveir dagur.
29 Ókei, geggjað!
30 Og svo er ég búinn að staðfesta
31 við minnsta kosti þrjá vini að við ætlum að kíkja í heimsókn eða mat og svona og þá kynni ég
32 nýja kvonfangið fyrir vinunum í fyrsta skiptið.
33 Já, geggjað. Er hún ekki spennt fyrir að koma?
34 Hún er mjög spennt, hún er líka svolítið stressuð.
35 Hvað er hún, hverju er hún stressuð fyrir?
36 Þetta byrjaði sem eitthvað grín að ef þið mynduð ekki samþykkja hana þá myndi ég líklegast bara henda henni út, sko.
37 Já, já.
38 Sem var náttúrulega bara meint þannig að ef þið væruð með einhver komment þá myndi ég auðvitað taka tillit til þess og reyna að meta það ef þið sæjuð eitthvað sem ég sæi ekki.
39 Ég er með eina athugasemd fyrir þig.
40 En já,
41 Bara þú veist, ef þú ert, ef þú ert hamingjusamur með henni
42 að þá, þá erum við bara nokkuð sáttir sko. Við viljum bara sjá þig ánægðan með þetta sko.
43 já, ég held að það sem hún hugsi er að, ef einhver kemur ekki vel við hana, þá verði það eitthvað vesen.
44 Ég hef enga trú á því og það er ekki kvarði sem ég met,
45 Já.
46 þú veist, hversu vel þetta gengur.
47 Einmitt, nei ég meina þú veist
48 og, og í sjálfu sér er það líka alveg í lagi sko, ég hugsa að þú veist, ég er ekki allra, þú veist mín kona er, er ekki allra.
49 Það verður aldrei þannig að, að þín kona sé allra. Kannski verður hún allra í okkar svona nánasta vinahópi en hún er
50 eðli málsins samkvæmt ekkert allra. Og það er bara eins og það er.
51 Já ég myndi ekki hafa [HIK: mik] miklar áhyggjur af því.
52 Nei, það er ekki,
53 ekki eitthvað sem ég er að stressa mig á, alls ekki. Já.
54 Hérna
55 með Fimmvörðuháls.
56 Þið eruð þá að fara kannski að taka seinni fimm dagana í þá törn.
57 Það er alveg, ég meina, það er alveg smá séns þarna er það ekki í vikunni eftir helgina?
58 Er það ekki?
59 Ég hugsa það núna já, fyrst ég er að hugsa að skipta þessum áætlunum,
60 þá verði það kannski frekar vikuna nítjánda til tuttugasta og fjórða. Að það verði hægt að fara þá.
61 Ókei, þú veist það væri náttúrulega bara algjörlega brilljant en annars líka
62 ef að, ef að við getum ekki meldað okkur saman í einhverja slíka ferð
63 að þá náttúrlega kannski leikum við bara eftir eyranu og sjáum hvernig veðrið verður.
64 Já.
65 En þú veist, þá væri alveg gaman að, ég veit ekki, kíkja í sund eða kíkja á upp á Esjuna eða, eða
66 gera eitthvað, skilurðu?
67 Þó svo að við hittumst vissulega í þessu afmæli
68 það væri gaman að hittast líka eitthvað.
69 Ég verð mjög til í það. Þess vegna er ég mjög spenntur fyrir að ef við náum Fimmvörðuhálsi saman, ég myndi njóta þess mjög mikið.
70 Já, það væri geðveikt! Sérstaklega ef að við fáum eitthvað gott veður, það yrði ógeðslega gaman.
71 Já,
72 við erum líka búin að vera að undirbúa, við erum búin að vera að taka göngur hérna upp í tuttugu og fimm kílómetra til þess að undirbúa okkur.
73 Ókei, ókei. Vá, bíddu, bíddu nei ha?
74 Upp í tuttugu og fimm kílómetra? Eruði uppi á Mars eða?
75 Nei, lengd, tuttugu og fimm kílómetra. Við erum ekki búin að ganga neitt upp í móti.
76 Ókei, ókei en það er samt, það er samt
77 djöfulsins ganga, tuttugu og fimm kílómetrar.
78 Já, ég er mjög ánægður með það. Það er góður gönguhópur hérna.
79 [UNK] hvað eruð þið bara, þú veist,
80 nú skil ég ekki, labbið þið bara tuttugu og fimm kílómetra í einum vettvangi?
81 Já, eða ein góð ganga sem er þá kannski sex tímar eða eitthvað svo. Kringum stöðuvatn sem er hérna fyrir utan bæinn eða litla tinda sem bæjarfélagið er búið að gera út á að sé hægt að ganga á. Já.
82 Vá, ókei [UNK].
83 Vá, það er alveg. Það er alveg
84 mjög [HIK: lang], löng ganga sko.
85 Jesús.
86 Já, ókei. Ég er ekki alveg viss um að ég nenni að labba með ykkur tuttugu og fimm kílómetra en ég skal, ég skal labba með ykkur tólf kílómetra.
87 Svo náttúrulega líka sko
88 aldrei að vita nema gosið fari aftur að, að spýta í lófana og, og, og fari að hérna gjósa að einhverju viti. Ég veit nú ekki hvort það sé enn þá að gjósa.
89 Já, það var einmitt hugsunin, eitthvað kvöldið, ég hugsa að það sé skemmtilegra að fara um kvöld að skoða þetta.
90 Já, sko það náttúrulega
91 það er varla hægt að tala um, um kvöld orðið lengur sko.
92 [UNK] það er svo bjart sko.
93 En hérna, en það, það er alveg þess virði og sérstaklega, sérstaklega ef að þú
94 nærð að sjá eitthvað sko. Þannig að við, það er líka eitthvað sem við þurftum líka kannski að leika,
95 leika bara eftir, eftir tóninum sko.
96 Já, við fórum einmitt um daginn,
97 ég,
98 og XXX og forritunarfélagi minn, okkar og, og, og konan hans hans ásamt systur, systur hans.
99 Nú er ég að reyna að nefna ekki nein nöfn sko, þetta er náttúrulega háleynilegt sko.
100 Og þá náðum við alveg helluðu,
101 helluðum ljósaskiptum, eða hvað sem það kallast á, á íslensku þegar sólin er svona alveg við það að setjast.
102 Ja, það er geðveikt.
103 Og hérna, hún
104 var eiginlega bara svona í jafnri hæð við sko
105 við eldgosið og við hérna strókinn sem kom upp úr því. Það var svolítið fallegt og skemmtilegt. Það var ógeðslega, ógeðslega gaman að fara.
106 Það er geðveikt, ég væri mjög mikið til í að ná einhverju þannig.
107 Já.
108 En ókei, hérna, sko hérna er spurt sko:
109 hvert myndir þú fara ef þú gætir farið hvert sem er?
110 Einhvers sta'ar annars staðar en hér þar sem ég er akkúrat núna, ég,
111 sólin er að gera út af við svefninn minn og það er búið að vera þrjátíu gráður og raki í síðustu fimm daga, ég er búinn að sofa að meðaltali fimm tíma um nóttina síðustu fjóra daga.
112 Vá, damn.
113 Og hvað hérna,
114 þú færð væntanlega enga sko, þú færð, færð
115 enga lausn frá því hérna á Íslandi sko.
116 Ekki við ljósinu en hitastigið verður betra. Viðráðanlegra.
117 Út í hött.
118 Já, já er alveg [UNK] það eru alveg þrjátíu gráður hjá þér? Það er frekar mikið sko.
119 Vá, Jesús.
120 Það er maður á deildinni minni sem er frá Rúanda
121
122 og hann er að kvarta yfir því að það sé of heitt hérna.
123 Einmitt. Jesús.
124 Og hvernig er kærastan að takast á við þetta? Er hún alveg líka bara lömuð yfir þessu eða?
125 Hún, hún, hún kvartaði í allan vetur yfir hvað það er kalt og mikill snjór þarna inn og
126 nú þorir hún ekki að láta upp úr sér að það sé of heitt. Þannig að,
127 Eðlilega ekki. Já.
128 hún er líka í Suður-Svíþjóð núna
129 með öðrum vinnufélögum í ferðalagi, þannig að það er
130 aðeins skárra veður hjá henni.
131 Ókei, hvað er hún að gera? Er hún í siglingum eða er hún borgarferð, borgarferð eða eitthvað?
132 Borgarferð
133 og ströndin og
134 ég veit ekki hvað þetta heitir á Íslensku. Glassblowing.
135 Glergerð.
136 Já, já, já, já.
137 Ætli það sé ekki bara glerblástur eða?
138 Já, glerblástur.
139 Já, ókei. Og hvað, þetta er væntanlega ekki, bíddu, Suður-Svíþjóð, þetta er þá ekki,
140 hvorki Gautaborg né Stokkhólmur.
141 Nei, þetta er akkúrat mitt á milli.
142 Skánn.
143 Já, ókei, ókei.
144 En bíddu, er strönd þar?
145 Er þetta við ströndina bara syðst eða?
146 Já.
147 Nei, ég lýg, ókei, þetta er fyrir vestan. Þetta er rétt hjá Kalmar.
148 Já, já, já.
149 Þetta er sunnar heldur en Stokkhólmur, töluvert. Já.
150 Bíddu ókei, þannig þú ert actually að segja að það er staður sem heitir Kalmar?
151 Getur það virkilega verið staðurinn sem Kalmarsbandalagið eða sambandið var kennt við?
152 Ég held að það sé bara nákvæmlega sá staður. Fallbyssu.
153 Vá!
154 Bíddu, nú, nú man ég ekki.
155 [HIK: mi] mig minnir sko að við höfum lært það í sögunni í emm err að Eystrasaltið hafi verið sko
156 lokað af Dönum og Svíum með sko, hérna,
157 kanónum hvað heitir aftur, hvað er cannon á íslensku?
158 Fallbyssum. Lærðir þú þetta í emm err?
159 Ég man að við lærðum um Kalmarbandalagið, það var fyrsta sameining Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur.
160 Já.
161 Einmitt, einmitt.
162 Og það hrundi svo í sundur, held ég, eftir fyrsta kónginn. Þetta er rétt svo það sem ég man.
163 Já, já, já, já. Já.
164 Djöfull, djöfull kann ég enga sögu sko.
165 Já, ókei.
166 En ég ætlaði líka að segja þér að ástæðan fyrir því að ég er að stressa mig núna.
167 Já, ég, ég ætlaði reyndar að spyrja þig
168 líka. Hvað? Hvað er í gangi?
169 Heyrðu, ég átti bókað í dag klukkan sex í PCR-próf því að þú þarft neikvætt PCR-próf áður en þú kemur til landsins.
170 Já.
171 Einmitt.
172 Það er albókað með þriggja tíma fyrirvara af því að hjúkrunarfræðingurinn sem átti að taka sýnin mætti bara ekki í vinnu eða eitthvað
173 Ókei, áhugavert.
174 og út af því að ég bý í svo miklu krummaskuði, þá er ekki hægt að fá
175 Ókei.
176 neitt próf hérna sem gefur niðurstöður á innan við þrjátíu og sex tímum.
177 Þú veist, það er það besta sem ég get fengið, niðurstöður á þrjátíu og sex tímum,
178 þannig að ég er að reyna að bóka eitthvað svona snöggpróf á flugvellinum í Stokkhólmi
179 sem kostar tvöfalt meira og ég náði samt ekki að bóka það tveimur tímum fyrir flug af því að það var allt bókað, þannig að
180 ég sendi þeim bara tölvupóst um hvernig staðan er á mér
181 og ef það er ekki hægt ætla að leysa það, þá þarf ég að taka lest á morgun og vera mættur snemma upp á flugvöll til þess að geta tekið þetta próf.
182 Bíddu, hvenær ertu að fljúga hingað?
183 Laugardaginn.
184 What? Ókei, þannig að þú ert alveg á bara síðasta séns að fá þetta?
185 Já.
186 Ókei! Og hvað, er kærastan búin að fara í próf eða?
187 Já, hún tók ferð til Kalmarborgar og lét prófa sig í dag.
188 Ég skil ókei.
189 En ég meina, ertu ekki þá bara að fara að fara á morgun bara eitthvað, þú veist?
190 Og láta taka prófið? Eða?
191 Ég er búinn að hringja á alla staði en þeir, út af því að það er ekki prófað sýnin hér, þau eru send til Stokkhólms og prufuð þar, þannig að þeir segja: við getum komið með svarið eftir þrjátíu og sex klukkustundir
192 Sem er of seint.
193 og ef ég fer, sem er of seint.
194 Ókei, en þú getur ekki beðið á flugvellinum í Reykjavík eða í Keflavík
195 eftir niðurstöðunni?
196 Það, af því sem ég les á heimasíðunni, þá
197 þarf prófið að vera tilbúið fyrir brottför frá Stokkhólmi.
198 What? Ókei, og hvað, ég meina, þú veist,
199 hversu
200 ég [HIK: ski] nú bara er ég að reyna að átta mig á því hversu líklegt það er að þú lendir í alvörunni í veseni.
201 Þannig að þetta,
202 vesenið virðist vera það að ég þurfi að taka lest á morgun í staðinn fyrir að fljúga á laugardaginn til Stokkhólms.
203 Ókei, en þá, en það ætti að redda því? Ókei.
204 Það reddar því, þá get ég tekið próf sem er komið á tveimur tímum og þá er ég með próf sem er gilt.
205 En ertu þá ekki bara að fara að gera það?
206 Þú veist, jú jú,
207 En lest, það er lítið um lestarpláss og það bætir örugglega þrjátíu fjörutíu þúsundkalli á kostnaðinn.
208 Það er frábært!
209 Það er frábært.
210 Ókei, en ég meina, þú ert
211 í öllum, í öllum tilfellum ertu samt sem áður að fara að komast til Íslands að því gefnu að þú sért með neikvætt pé sé próf. Ókei.
212 Já.
213 Ókei, ég meina
214 það er bara ákveðinn skellur!
215 Já, svona gerist.
216 En, en, en hvað, ertu búinn að pakka öllu niður eða?
217 Ég er að pakka núna, ég held ég sé svona
218 meira en hálfnaður. Já, einmitt.
219 Ókei, já, já, ég myndi nú ekkert, þetta, þetta reddast allt fyrir rest sko. Það versta er bara að þú ert að missa smá
220 pening þarna ef þú þarft að fara.
221 En þú verður fljótur að vinna það upp, þú ert náttúrulega svo,
222 þú ert alveg þjóðþekktur fyrir það hvað þú
223 ert sparsamur sko, þannig að ég hef engar áhyggjur af þér.
224 Já já, hefur skánað núna en mætti vera betra.
225 Já, en ókei. Hérna og ég meina þú og þú segir bara þegar að þú hefur alls ekkert meiri tíma en, en hérna, hérna er spurt sko, trúir þú á álfa, trölla eða drauga? [UNK].
226 Nei, það trúi ég ekki á.
227 Ókei, en þú veist. Hefurðu þú veist, hvað finnst þér um þessar sögur?
228 Ég meina hvað, hver er skilningurinn þinn á þessum sögum? Þú veist, hvaðan koma þessar sögur?
229 Einmitt.
230 Ég hugsa að fólk finni útskýringar á einhverjum fyrirbrigðum sem er ekki augljóst hvað er. Einhver furðuleg hljóð úti í móa eða furðulegt steinhrap eða eitthvað svona
231 og út frá þessu spinnst einhverjar sögur. Ég get jafnvel ímyndað mér að þetta væru krakkar að stríða öðrum krökkum eða koma með einhverjar svona sögur
232 því að það virðist vera mjög létt fyrir bara litlar sögur eða litla orðróma að spinna upp á sig hrikalega mikið, sérstaklega í samfélögum fyrir, þú veist, mörg hundruð árum.
233 Einmitt, já.
234 Sko ég nefnilega, þú ert náttúrulega vísindamaður.
235 Já,
236 En hérna.
237 Það sem ég ætlaði að segja en ekki þegja sko, tengdapabbi minn var að segja mér um daginn
238 að það var einhver prestur
239 á sautjándu öld eða eitthvað, nú man ég ekki
240 já hvort hann hafi ekki, hvort hann hét ekki Ambrose.
241 Og hann, hann var bara þjóðþekktur
242 fyrir það að geta sko
243 lesið í hljóði.
244 Hvað þýðir það?
245 Skilur þú? [UNK]
246 Bara að [HIK: le], þú veist að lesa texta
247 en ekki upphátt heldur í hljóði.
248 Skilurðu, það þótti bara stórkostlega merkilegt og við vorum einmitt að tala um þú veist, við vorum að tala um svona, hvernig fólk var og, og hugsaði þú veist fyrir, þú veist bara í, þarna í kringum tímann þar sem að
249 fjöldaprentun á rituðu máli fer að, að detta í gang.
250 Fyrir tíma svona nútímavísinda og þar fram eftir götum.
251 Vegna þess, eins þú og segir sko, þessar skýringar,
252 þær eru ekkert endilega augljósar en þær virka kannski miklu augljósari ef að, þú veist
253 ef þú lærir frá mjög ungum aldri rosalega margt um vísindi og, og, og, og um þú veist
254 heiminn út frá einhverju líffræðilegu eða eðlisfræðilegu eða stjarnfræðilegu sjónarmiði.
255 [UNK] hvernig útskýrir þú þá helming hlutanna sem er að gerast þarna, skilurðu?
256 Já, með þá,
257 þú veist, þá er heimurinn það flókinn og þetta er bara galdrar
258 hvort eð er.
259 Basically sko.
260 En, en mér fannst það líka svolítið áhugavert sko að þú veist, að hérna
261 meira að segja, meira að segja bara svona
262 einfaldur hlutur eins og að lesa,
263 að fyrir kannski ekkert svo löngu að þá hafði fólk til dæmis bara allt öðruvísi hugmynd um, um lestur heldur en til dæmis það hefur í dag. Og já þú veist og
264 í rauninni sko ástæðan fyrir því að hann, hann minntist á þennan prest var sú sko að, að, að hann
265 las einhvers staðar að, að, sko
266 á árum áður þegar að fólk kannski hafði aðeins meira fyrir lífinu og tilverunni,
267 að þá var sko rými til þess að hugsa
268 og bara þú veist að hugsa innra með sér
269 og pæla í hlutunum, pæla í framtíðinni og pæla þú veist í eðli heimsins og annað slíkt
270 var bara ekki jafn algengt og í dag. Þú veist, auðvitað er ekkert hægt að sanna þetta. Þetta eru svona getgátur, skilurðu.
271 En eins og, eins og þetta fyrirbæri þú veist, að hann hafi getað lesið án þess að lesa upphátt.
272 Að það var einhvern veginn óskiljanlegt því þá var spurningin sko þú veist hvernig heyrði hann
273 textann?
274 Skilurðu? Hvernig skynjaði hann textann? Og þá voru margir sem sögðu bara: ja,
275 þú veist, það er bara Guð sem er að þú veist
276 varpa textanum í hausinn á, í hausinn á honum sko í rauninni.
277 Huga hans. Og fólk kenndi svona þú veist að
278 það sem ég hugsa í dag við myndum kalla eitthvað svona óhlutbundna hugsun.
279 Það, fólk kenndi það bara við sko einhver, einhver, einhverja, einhverja sko, uppljómun Guðs, skilurðu?
280 Já,
281 Ég veit það ekki, mér finnst það, mér finnst það, mér finnst það sérstakt.
282 Ég veit ekki af hverju ég fór að spá í þessu í kringum álfa og tröll, en hvað um það.
283 Já, já.
284 Það, svipuðum nótum, mér finnst einmitt líka, sem er kannski á svipuðum nótum en kannski aðeins öðruvísi,
285 Já.
286 Einmitt.
287 ef þú ert með einhvers konar geðveiki og einhverjar svona ofskynjanir eða ranghugmyndir, þá eru margir sem tengja það mjög mikið við guð eða engla að segja að ef hann gerir eitthvað,
288 Já,
289 sem ég hef heyrt, að sko,
290 algjörlega.
291 Einmitt.
292 nú til dags er fólk gjarnan með einhverjar hugmyndir um að lögreglan eða erlend leyniþjónusta sé að njósna um þau.
293 Þetta er eitthvað svona vald sem er að valda þessum tilfinningum eða þessum hugsunum hjá þér og áður en við gátum sett það á erlends ríkisöfl eða eitthvað þannig, þá var það eiginlega bara guð sem var svona yfirnáttúrulegt og gat valdið öllu svona.
294 Já.
295 Einmitt, það er áhugavert, en mér finnst líka áhugaverur punktur eins og þú veist maður hefur heyrt um þetta þú veist
296 þegar einstaklingar verða virkilega manískir
297 eða þegar þú ert með einhvern einstakling sem hefur [HIK: scschizo] þjáist af schizophreniu eða eitthvað svoleiðis sko.
298 Að hérna, þá fá þeir einmitt bara einhverja svona, svona messíasarkomplexa.
299 Eða eins og þú segir að þú veist það eru einhverjir djöflar eða englar að tala við þau. En svo veit maður aldrei sko, hvort að, hvort að þetta sé sko
300 verði fyrir einhverjum áhrifum þú veist af umhverfinu. Þú veist, þú, við, þú veist.
301 Fólk hefur einhvers konar hugmynd um fyrirbærið englar og djöflar og svona messías og Jesú Kristur og allt þetta dót sko.
302 Og maður veit ekki hversu mikið af þeim hugmyndum er bara varpað inn á þessa geðsjúkdóma sko.
303 Ég las eða ég var að horfa á myndband þar sem geðlæknir var að fjalla um þetta og var að koma með hugmyndir um hvað hvað veldur svona svona hugsunarbrestum. Eða svona
304 hver mekanísminn er á bak við þetta,
305 og hann benti á, með þessa kenningu, að
306 þú veist, þú hefur kannski upplifað það að finnast einhver vera að fylgjast með þér
307 eða svona, er svona yfirnáttúruleg tilfinning, það er eitthvað er að fylgjast með mér, það er eitthvað
308 bara yfir mér basically
309 og þessi tilfinning verður sterkari og sterkari og þú byrjar kannski að leita og sérð, já heyrðu,
310 myndavélin á tölvunni minni er opin, set lím fyrir hana,
311 og það slaknar aðeins á tilfinningunni. En svo kemur hún aftur kannski næsta dag, er ennþá einhver að fylgjast með mér?
312 Og ef tilfinningin er svona sterk,
313 þá,
314 ef þú ert þannig settur, þá trúirðu tilfinningunni frekar en að þú hafir rangt fyrir þér og flækir og flækir stigið um að það geti eitthvað verið að fylgjast með þér, byrjar á að loka gluggunum af því að einhver er kannski að kíkja inn um gluggana.
315 Tilfinningin fer ekki burt, það er ennþá verið að fylgjast með þér.
316 Þannig að þú býrð til ýktari og ýktari útskýringar
317 Ókei.
318 af því að þú ert svo viss um bara þessa tilfinningu.
319 Þess vegna færðu fólk sem er svona að, það er verið að njósna um þá, fara í gegnum dótið þeirra, finnur öll merki sem staðfesta þessa tilfinningu sem er
320 í upphafi.
321 Ég velti því fyrir mér hvort að, og nú er ég náttúrulega bara algjör svona sófasálfræðingur sko.
322 Já, ég líka.
323 En, en þú veist, en maður veltir fyrir sér hvort þetta sé,
324 nú vil ég vil ég ekki nota enska orðið. En, en það er eins og þetta sé svona ákveðinn svona skortur á því að geta samið við raunveruleikann um það hvað sé raunverulega satt og ekki.
325 Þú veist, þú veist af því.
326 Ég meina, það sem hlýtur að vera óeðlilegt þarna er ekki bara tilfinningin heldur það að maður þráist við það að upphefja tilfinninguna sem einhvern svona ófrávíkjanlegan sannleik.
327 Já,
328 Af því, af því ég fæ fullt af ranghugmyndum
329 bara þú veist, á hverjum degi. Maður kannski fer í eitthvað matarboð með ókunnugu fólki. Og maður er eitthvað
330 Guð ég sagði eitthvað rosa dónalegt eða ég kannski var ekki nógu brosandi og maður fer að halda að fólk kannski hafi einhverja hugmynd um mann.
331 En svo þú veist ef að maður fær einhver sönnunargögn um það actually mín upplifun af þessu matarboði var bara algerlega á skjön við það [HIK: se], sem
332 fólki fannst eða sem var í raun og veru í gangi.
333 Að þá verður maður að vera tilbúinn svona að, að sætta sig við það að raunveruleikinn er ekki hvernig maður hélt að hann væri.
334 Eða þú veist, eins og ef maður fer í atvinnuviðtal þá heldur maður að maður sé kannski sjúklega fær en svo actually kemst maður bara að því
335 að maður, maður er bara glataður og hefur engan veginn hæfileikann til þess að sinna starfinu
336 og þá þarf maður einhvern veginn að sætta sig við það.
337 Já.
338 Já.
339 Einmitt.
340 Einmitt. Já, já en þú veist.
341 Já, það fer eitthvað úrskeiðis að brjóta niður tilfinninguna þegar raunveruleikinn er að reyna að sýna þér gögn á móti tilfinningunni og þetta þarf ekki bara að vera geðsjúkdómur, þú getur ímyndað þér fólk með átröskun eða, þú veist, fólk sem notar stera og finnst það ekki vera orðið nógu stórt
342 eða fólk sem á enga vini og upplifir að allir séu að gera grín að þeim og gera lítið úr þeim bak við þá.
343 Þetta er einhver svona innbyggður mekanismi sem fer úrskeiðis.
344 Og [UNK] og eflaust eru bara, eru til skýringar á þessu líka sko út frá þróunarfræðilegu sjónarmiði.
345 Já,
346 En þú veist þetta hlýtur að vera
347 einhvers konar svona skammhlaup þú veist því, því það að gera þetta
348 er, er örugglega einhver aðlögun í einhverjum tilfellum sko.
349 já, ég trúi því.
350 Þannig að þú veist, þetta er ekki. Þetta er ekki hegðun. Ja, þetta er ekki hegðun sem er í sjálfu sér slæm. En, en hún svona, hún fer með suma út í gönur sko, sumir
351 taka hana allt of langt sko.
352 já,
353 [UNK] bara borða ógeðslega mikið af mat. Þar [HIK: ti], þar til þú
354 verður offeitur skilurðu?
355 Það er klárlega aðlögun að vilja fá meiri kalóríur en það getur farið algjörlega úrskeiðis ef þú ert algerlega hömlulaus í því.
356 [UNK]
357 Einmitt.
358 Líka bara, það er
359 kerfi í okkur sem sækir í dópamín og hefur örugglega mótast mjög vel þegar við vorum bara einhverjir veiðimenn á steinöld.
360 Og núna erum við með allt sem við getum viljað við, þú veist, tölvuna okkar.
361 Þannig að það er mjög auðvelt að koma þessu kerfi úr skorðum, gjörsamlega.
362 Já.
363 Hundrað prósent en fyndið sko, sjúkraþjálfarinn minn sagði mér um daginn þú veist
364 ókei, eðlilega eins og í dag við erum öll að sitja ógeðslega mikið og þess vegna er ótrúlega algengt að menn eru að fá bakverki og verki í mjaðmirnar og annað slíkt sko.
365 En það er enginn að segja mér, segir hann, að þessir frumbyggjar hafi ekki líka stundum verið að fá í bakið.
366 Já,
367 Skilurðu þú veist, það hefur alveg líka verið thing sko.
368 Því náttúrulega í þessu eins og öllu öðru
369 við, við manninn og lífið og tilveruna er að þróun er náttúrulega ekki sko, þróun sem ferli
370 er ekki sko að hámarka, hún er ekki að hámarka aðlögun eða þú veist hún er ekki að fullkomna líkamsgerð okkar. Hún, hún er að, hún er að
371 hámarka sko,
372 hérna,
373 færni manns til þess að afrita genin sín sko.
374 já,
375 Sem er [UNK], sem er ekkert það sama og að hámarka lífsgæði eða hámarka líkamslega eiginleika eða gera okkur fullkomin sko. Það er bara allt annað ferli sko.
376 Engan veginn, það eru ótrúlega mörg dýr sem sko
377 búa til einhver þúsund egg sem kannski hundrað lifa af. Það er bara kerfi sem virkar fyrir þessi dýr.
378 Einmitt. Já, og hámarka líkurnar á að koma genunum sínum til næstu kynslóðar.
379 Já.
380 Já, þetta er áhugavert. Þú ert ógeðslega mikill vísindamaður.
381 Já,
382 Þú ert rosa mikill [HIK: grú] þú grúskar rosalega mikið í þessu. Það er alltaf gaman að spjalla við þig um svona hluti sko.
383 já, ég er sammála, mér finnst það
384 gaman líka þegar ég hitti á þig með svona, þú hefur,
385 þú hefur gaman af þessu líka og það er gaman að varpa þessum hugmyndum við þig.
386 Algjörlega.
387 Algjörlega.
388 Nei, þetta er líka bara, ég veit ekki, ég hef rosa, ég hef rosa gaman af, sérstaklega sko þú veist ég hef gaman af öllum þessum, þessum umræðuefnum þú veist. Þróun, sálfræði, öllu þessu sko.
389 En eins og við vorum að ræða áðan um geðsjúkdóma sko með sálfræðina áður en við klárum þetta samtal.
390 Að sko sálfræðin sem vísindagrein,
391 hún er líka rosa mikill sko ólíkt sko, ólíkt kannski svona eðlisfræði og þeim vísindum. Þetta á kannski aðallega við um eðlisfræði.
392 En þá í grunninn er sálfræði sko þjónn mannsins.
393 Markmið sálfræðinnar og skilgreining geðsjúkdóma er
394 út frá einhvers konar svona hugmyndum um lífsgæði og hvað er sannarlega gott fyrir mann. Þú veist af því
395 öll þessi viðbrögð eru alveg eðlileg en ef þau leiða þig út í gönur
396 þá er það, þá er það geðsjúkdómur og gönurnar er bara, þú veist, það miðast út frá velferð manna sko.
397 Já,
398 mér finnst það líka bara bundið svo við kerfið sem er við lýði á hverri stund. Ég ætla að segja fyrir hundrað, hundrað og fimmtíu árum,
399 Algjörlega.
400 þá var kona sem vildi kjósa bara flokkuð sem geðveik
401 bara af því að þú ert ekki að gera það sem konur eiga að gera,
402 eignast börn og vera heima. Þetta er mjög,
403 Algjörlega, algjörlega.
404 enska orðið er adaptive, ég veit ekki hvernig maður íslenskar það.
405 Bara þú veist, aðlagandi eða? En.
406 Já,
407 og við getum hugsað okkur bara eins og ef það eru til sálfræðingar í Mið-Austurlöndum, hvernig þeir
408 Já.
409 takast á við, ég veit ekki, þunglyndi eða kvíðaröskun eða eitthvað svona,
410 Eða samkynhneigð eða whatever. Einmitt.
411 eða samkynhneigð,
412 Nei, nei og þú veist og líka bókstaflega sko a pé a samtökin hérna
413 sálfræði, amerísku sálfræðisamtökin.
414 Þau bókstaflega skilgreina geðsjúkdóma.
415 já,
416 Og bara þú veist taka suma þú veist eins og það að vera transmaður eða kona
417 bara fyrir ekkert svo löngu var skilgreint sem geðsjúkdómur
418 og er það ekki lengur, bara samkvæmt skilgreiningu sko.
419 Þannig að þetta er mjög, þetta er mjög svona
420 skilgreiningin á geðsjúkdómum er kvik upp að einhverju marki sko.
421 Ég var í góðum áfanga á síðustu önn, síðustu haustönn,
422 sem hét philosophy of science, heimspeki vísinda,
423 og þar var verið að fjalla um hvað eru vísindin nákvæmlega
424 því að það er mjög sterk hugmyndafræði,
425 hvað skyldi til vísinda og hvað sterk vísindi eru. Þetta hefur fengið mig mjög mikið til að hugsa um, af því að það er gjarnan til þessi kvarði þar sem eðlisfræði er á lengsta endanum og svo efnafræði og líffræði og eitthvað svona
426 og svo mýkri vísindi sem eru þá kannski sálfræði og svona.
427 Einmitt. [UNK] líffræði líka að einhverju marki eða sumar undirgreinar líffræðinnar.
428 Já, akkúrat, og tólin sem er að vinna með þar, þau bara geta ekki verið jafn nákvæm af því að þú ert gjarnan að taka einhver hópúrtök og eitthvað. Já.
429 Já, líka bara þú veist eins og þú veist
430 segðu mér hvernig einhver lífvera mun þróast.
431 [UNK] það er ekki einu sinni hlutverk líffræðinnar skilurðu.
432 En hvernig stjörnur þróast er mjög mikilvægt að vita og er eiginlega undirstöðuatriði í eðlisfræði eða skilurðu, stjarneðlisfræði.
433 Og ég hef verið að detta svolítið inn á þetta með hagfræði,
434 og ég hef verið að hringja í menn og spjalla við þá aðeins um þetta, af því að
435 Já.
436 ég er að fá svona tilfinningu, því meira og meira sem ég les hvað hagfræði er mikilvæg, hvað einhvern veginn allt, allur heimurinn byggir á hvernig hagfræðin gengur, eða bara hvernig ríkisafkoma ríkja er,
437 Já.
438 og ég er að skoða, svona,
439 ástæður fyrir því að það virðast vera deilur í hagfræði er, ég veit ekki hvort ég eigi að kalla það, mismunandi vísindaleg nálgun á hagfræði, á hagfræðilegt kerfi?
440 Algjörlega. Nei algjörlega.
441 Og að einhverju leyti sko líka bara mismunandi heimspeki sem er til grundvallar sko.
442 Já,
443 og bara að kerfið bregst við, hvernig það er verið að vinna á það. Ef ríkið gerir einhverja aðgerð sem á kannski að minnka vexti eða eitthvað, nú er ég að bulla bara eitthvað,
444 þá verður fólk ótrúlega hrætt um sparnaðinn sinn og gerir eitthvað þannig að það verða öfug áhrif,
445 bara út af því það veit hvað er að gerast.
446 Algjörlega.
447 Já, já og þú veist og þú ert alltaf með þessi sko,
448 þú veist, þú ert alltaf með þessi víxláhrif eða víxláhrif?
449 Þú veist, þetta er svipað eins og þú veist ef þú ferð í einhvern dal og fjarlægir alla úlfana. Að þú veist
450 þá mun, þá mun hérna,
451 þá mun fjölgun í einhverjum, í einhverjum
452 nagdýrum aukast og það mun valda mjög miklum gróðurskemmdum og það mun raska vistkerfinu og þú veist og þá, þú veist
453 rebalance-ast það einhvern veginn. Þú veist, þú ert alltaf með einhver svona
454 action og reaction sko. Þú veist að.
455 En fyndna með eins og vexti og svona er að sko vextir og verðbólga eru svona tvö fyrirbæri sem bara þar sem væntingar eru ráðandi þátturinn eiginlega sko
456 frekar en eitthvað annað.
457 En hérna
458 en við getum rætt hagfræðina kannski frekar þegar þú ert kominn heim. Ég hugsa að við séum bókstaflega bara að renna út á tíma.
459 Já, ég sé það.
460 Við alveg tókum bara góðan hálftíma þannig bara þú ert að hjálpa mér sjúklega mikið.
461 já,
462 Ég, ég heyri í þér hinum megin ég kannski bjalla í þig rétt stutt og leyfi þér svo halda áfram að pakka niður. Thank you sir.
463 Jess. Já, takk fyrir.
Go back