1 |
Er
▶ |
2 |
Já.
▶ |
3 |
ókei, þá bara erum við byrjuð að spjalla.
▶ |
4 |
já.
▶ |
5 |
Heyrðu, við eigum bæði hunda.
▶ |
6 |
já, passar.
▶ |
7 |
Það er ekki, það er ekki hérna mikið aldursmunur á þeim.
▶ |
8 |
Nei, þinn er mánuði eldri og þú ert með labradorhund, og ég er með dalmatíuhund.
▶ |
9 |
Þú veist svo mikið um hunda, þú veist.
▶ |
10 |
Þú ert búin að kynna þér svo mikið um hunda. Hefur alltaf gert. Þú varst alltaf að, þú varst alltaf að hérna gramsa í, í hérna stóru hundabókinni. Já.
▶ |
11 |
Já,
▶ |
12 |
já,
▶ |
13 |
já, ég man eftir henni.
▶ |
14 |
Og það er örugglega ennþá fullt af svona exum og, eða svona krossum og punktum og eitthvað.
▶ |
15 |
já, við þá hunda sem að þér fannst vera. Já.
▶ |
16 |
Sem ég var alltaf að krota í.
▶ |
17 |
Flottastir og já.
▶ |
18 |
Svona punktur sem var svona allt í lagi. Kross var rosa flott og. Nei.
▶ |
19 |
Ókei. Ég man reyndar ekki eftir þessu. Já, þetta er sniðugt.
▶ |
20 |
Já.
▶ |
21 |
Og hver var svo hérna uppáhalds hundurinn?
▶ |
22 |
Já. Já. Er þessi hundabók ennþá til? Já. Nei.
▶ |
23 |
Ætli það hafi ekki bara verið.
▶ |
24 |
Ég man það ekki alveg. Gæti verið scharfer af því að við áttum schaefer-blöndu í Danmörku.
▶ |
25 |
Þetta byrjaði samt alveg áður en við fluttum til Danmörku held ég.
▶ |
26 |
Bara mjög ung. Fyrir tíu ára. Gæti verið að mamma eigi hana ennþá.
▶ |
27 |
Mig grunar það, ég er samt ekki alveg viss.
▶ |
28 |
Nei.
▶ |
29 |
Ertu eitthvað að koma við míkrófóninn þinn? Það heyrist svolítið í honum, honum held ég.
▶ |
30 |
Nú heyrist smá svona skruðningur stundum þegar þú ert að tala.
▶ |
31 |
Já ókei.
▶ |
32 |
Þetta?
▶ |
33 |
Ég kom, já ég kom við snúruna á honum okei. Ég skal ekki koma við snúruna.
▶ |
34 |
Já, ókei.
▶ |
35 |
Já ég, ég heyrði eitthvað svona skrítið hljóð.
▶ |
36 |
A, snúran sko liggur ofan á löppinni og svo setti ég hendina ofaná löppina. Er þetta hljóðið eða?
▶ |
37 |
Já, þetta er hljóðið.
▶ |
38 |
Já, ókei. Ég var að koma við snúruna.
▶ |
39 |
Já ókei, þetta er bara snúran þá.
▶ |
40 |
Já.
▶ |
41 |
Já segðu mér eitthvað svona um [UNK], um hérna dalmatíuhund. Nú eru þeir svolítið sérstakir.
▶ |
42 |
Já, heyrðu, þetta er sem sagt nýtt á Íslandi, þeir hafa ekki verið í fimmtán ár þessi tegund. Já.
▶ |
43 |
Ha. [UNK]
▶ |
44 |
Já, þeir hafa ekki [UNK].
▶ |
45 |
Það voru dalmatíuhundar en svo hafa þeir ekki verið í gangi í fimmtán ár og það eru komnir sem sagt, komin þrjú fullorðin pör og það eru komin tvö got.
▶ |
46 |
Og þetta er got númer tvö sem sagt hundurinn eða sem sagt hvolpurinn sem ég á. Já. Já.
▶ |
47 |
Ókei. Got númer tvö á Íslandi bara?
▶ |
48 |
Ókei. [UNK] mjög fágætt hérna á Íslandi þá.
▶ |
49 |
En þið heppin. Já.
▶ |
50 |
Já.
▶ |
51 |
Já, svo veit ég að það er verið að plana annað got frá öðru ræktanda jafnvel.
▶ |
52 |
En þessi got eru náttúrlega svolítið stór, það komu þrettán hvolpar.
▶ |
53 |
Já, það er rosalega mikið.
▶ |
54 |
Þannig að þeir verða fljótir að dreifa sér. Já.
▶ |
55 |
Það, það held ég.
▶ |
56 |
En það verður ekkert mikið um að velja, þú veist, [HIK: aðr] aðra hunda þú veist.
▶ |
57 |
Til þess að para.
▶ |
58 |
Já, það, það var sem betur fer eru sem sagt þrjú pör? Þannig að.
▶ |
59 |
Ég var að segja það, en það eru samt systkini er það ekki?
▶ |
60 |
Nei, þetta er allt mismunandi, já.
▶ |
61 |
Nei, ókei.
▶ |
62 |
Þau eru mismunandi, ókei. Úr öðru goti.
▶ |
63 |
Já, sem sagt bara innfluttir hundar úr. Þannig að. Já, nákvæmlega. Algjörlega.
▶ |
64 |
Já já já, ókei.
▶ |
65 |
Einmitt, það væri nú svolítið skrítið að para systkinin sín.
▶ |
66 |
Já, það væri mjög fyndið.
▶ |
67 |
Það væri svolítið fyndið, margir gallar sem gæti komið út frá því. Já.
▶ |
68 |
Já, bara eins og með mannfólkið sko. Díses.
▶ |
69 |
Eins og til dæmis með dalmatíuhundinn að það er mjög algengt að það sé heyrnarleysi í þessari tegund af því að svo mikið hvítt gen.
▶ |
70 |
Já, hvíta kynið. Já.
▶ |
71 |
Já.
▶ |
72 |
Og eins og úr fyrra goti þá því miður kom einn heyrnarlaus. Það var mjög vont.
▶ |
73 |
Já, ég heyrði eitthvað um það ef að [HIK: a] [HIK: a] að hérna það má ekki para saman tvo hunda sem eru með hvítt gen.
▶ |
74 |
Já ókei, æ, æ, æ. Kom heyrnarlaus hvolpur?
▶ |
75 |
Já, má heldur ekki para aftur eins og nú paraði hún með einhverjum öðrum karli, karlhundi og hún hefur ekki búin að para með honum aftur af því að það kom heyrnarlaus hvolpur.
▶ |
76 |
Þannig að nú valdi hún sem sagt annan karlhund sem hún paraði með. Já, úr [UNK].
▶ |
77 |
Af hverju heyrist svona mikið skruðningshljóð?
▶ |
78 |
Kannski er bara, má ég sjá. Færa snúruna eitthvað þannig að ég sé ekkert að rekast utan í hana.
▶ |
79 |
Ég veit ekki alveg, þetta er örugglega eitthvað mjög léleg snúra eða eitthvað.
▶ |
80 |
Já, kannski.
▶ |
81 |
Svona, vonandi.
▶ |
82 |
[HIK: þa] Það er eins og þú sért sko. Það er eins og þú sért að hérna krassa í borð.
▶ |
83 |
Já ókei, það getur líka verið stóllinn, það ískrar svolítið í honum.
▶ |
84 |
Nei, þetta er ekki ískurhljóð.
▶ |
85 |
Það er eins og það sé eitthvað svona að, að hérna krassast saman.
▶ |
86 |
Ókei.
▶ |
87 |
Já ég hérna mér leiðist svo mikið, ég sit hérna og klóra í borðið svona eins og hundurinn. Þegar hann vill komast út. Klórar.
▶ |
88 |
Einmitt. Er ekkert svona að, að rekast í míkrófóninn?
▶ |
89 |
Já, ég heyri það.
▶ |
90 |
Já. Og núna er ég að koma við snúruna. Já.
▶ |
91 |
Já, þetta er snúran sko.
▶ |
92 |
Ókei, ég skal einhvern veginn [HIK: rey] reyna, reyna.
▶ |
93 |
Bíddu, færa hana. Og vera alveg grafkyrr. Svona?
▶ |
94 |
Já, geggjað.
▶ |
95 |
Þetta er alveg pínu pirrandi hljóð. Allt í lagi.
▶ |
96 |
Alveg eins og myndastytta. Sorrí.
▶ |
97 |
Já, já. Heyrðu.
▶ |
98 |
Yes.
▶ |
99 |
Já.
▶ |
100 |
Þetta er, já.
▶ |
101 |
Ég er með eina. Hvað er uppáhalds listaverkið þitt?
▶ |
102 |
Af hverju ekki? Nú.
▶ |
103 |
Listaverk? Nú er ég ekki mikið fyrir listaverk.
▶ |
104 |
Ég veit það ekki. Ég er ekkert svona inni í svona listadóti.
▶ |
105 |
Nei, en mér finnst gaman að mála sjálf.
▶ |
106 |
Mér finnst gaman að mála.
▶ |
107 |
[UNK]. Hefurðu eitthvað verið að mála?
▶ |
108 |
Já, ég svona.
▶ |
109 |
Já. Um daginn þá keypti ég mér svona akrýlliti og svona leika mér að mála á blað. Voru nú ekki. Búin að vera að gúggla einhverjar svona myndir og, og svona reyna að herma.
▶ |
110 |
Nú ókei.
▶ |
111 |
Og hvernig gengur það?
▶ |
112 |
Það kom bara ágætlega út sko, svo bara, já.
▶ |
113 |
Já, búið að hengja það upp á vegg? Já.
▶ |
114 |
Þetta er ekki alveg það flott.
▶ |
115 |
Maður sér alveg augljóslega að þetta var svona byrjandi. Þetta var líka bara svona venjulegt a fjórir blað.
▶ |
116 |
Þetta var ekki þetta, þessi venjulegu málningarblöð. Þannig að.
▶ |
117 |
Þau eru svo fljót að verða beygluð og krumpuð út af bleytu.
▶ |
118 |
Hvað, ertu þá bara að lita með krökkunum og svona?
▶ |
119 |
Já. Litaði mála kúlu. Mála kúlur. Jólakúlur í fyrra.
▶ |
120 |
Já, á tréð? Já.
▶ |
121 |
[UNK]. Já, þá keypti ég svona jólakúlur sem voru bara svona glærar og eitthvað, svo var ég að mála með akrýlmálningu á þær og svona reyna að búa til jólatré og eitthvað á þær. Eitthvað svona dund.
▶ |
122 |
Og allir að dunda saman.
▶ |
123 |
Já, svona eitthvað föndur.
▶ |
124 |
Já, það er gaman.
▶ |
125 |
Og settirðu það á tréð? Auðvitað.
▶ |
126 |
Já, auðvitað.
▶ |
127 |
Mér líður eins og ég sé í frúin í Hamborg.
▶ |
128 |
Já, auðvitað.
▶ |
129 |
Frúin í Hamborg, já við fórum oft í þann leik. Það er mjög fyndið.
▶ |
130 |
Já.
▶ |
131 |
Bannað að, bannað að segja svart og hvítt og já og nei. Já.
▶ |
132 |
Já, sérstaklega þegar maður var sko í löngum ferðum í bílnum, þá leiddist manni svo mikið.
▶ |
133 |
Já, þá fór maður alltaf í frúin í Hamborg.
▶ |
134 |
Þú veist, þá var náttúrulega ekkert einhverjir hérna snjallsímar sem maður gat verið í, eða iPad.
▶ |
135 |
Nei, alls ekki.
▶ |
136 |
Nei, það var annaðhvort bara við að rífast og slást eða þá fara í einhverja svona leiki.
▶ |
137 |
Já. Já, einmitt. Pældu í því hvað þessi hérna tækni í dag er að hjálpa svo mörgum fjölskyldum.
▶ |
138 |
Reyna að halda okkur frá því að rífast og slást.
▶ |
139 |
Að halda ró í börnunum.
▶ |
140 |
Já.
▶ |
141 |
Bara henda spjaldtölvunum í krakkana, bara hérna, verið bara í þessu.
▶ |
142 |
Algjörlega.
▶ |
143 |
Geðveikt þægilegt.
▶ |
144 |
Ógeðslega þægilegt.
▶ |
145 |
Já. En aftur á móti í dag er heimurinn orðinn svona eins og einhverjir róbótar, [HIK: lab] fólk labbar á götunni og sér bara höfuðið horfa á skjá.
▶ |
146 |
Já, rosa mikið þannig.
▶ |
147 |
Mikið um það. Líka bara, maður stólar svo mikið á tæknina sko, hvert maður á að fara og svona. Þú veist.
▶ |
148 |
Já.
▶ |
149 |
Já, algjörlega.
▶ |
150 |
Í gamla daga var maður bara með svona gamalt kort. Já.
▶ |
151 |
Já allir bara með kort úti um allt.
▶ |
152 |
Maður sér það varla í dag sko.
▶ |
153 |
Þetta er bara allt Google Maps og bara já gúglar allt einhvern veginn.
▶ |
154 |
Nei, það var mjög sjaldgæft. Já.
▶ |
155 |
Það er líka bara þægilegt. Þægilegt að hafa það bara allt á einum stað.
▶ |
156 |
Nákvæmlega.
▶ |
157 |
Já.
▶ |
158 |
Notum við bara hundana látum þá þefa leiðina, nei djók.
▶ |
159 |
Gerum bara, gerum hundana að einhverjum sporhundum. Minn liggur einmitt hérna á parketinu bara í sólinni.
▶ |
160 |
Já, þetta er. Minn, minn er sporhundatýpa. Þannig að.
▶ |
161 |
Já, aðeins að baða sig. Já.
▶ |
162 |
Já, er það ekki?
▶ |
163 |
Sóla sig.
▶ |
164 |
Það er einhver sól já greinilega.
▶ |
165 |
O er komin sól? Það er engin sól hér.
▶ |
166 |
En það, það er alveg skýjað, en það er að koma sól inn um gluggann.
▶ |
167 |
Svo svona aðeins skýjað en, já.
▶ |
168 |
Já, næs.
▶ |
169 |
Hann er að nýta sér það. Já, svo þægilegt, liggur alveg hérna kylliflatur á gólfinu.
▶ |
170 |
Já, minn einmitt liggur alltaf í sólinni meðan það er einhver sól. Þá er alveg bara liggur hann í sólbaði.
▶ |
171 |
Já, já.
▶ |
172 |
Algjörlega.
▶ |
173 |
Heyrðu já hérna, [HIK: hva] hvað er langt síðan þú fórst í bíó?
▶ |
174 |
Já.
▶ |
175 |
það var fyrir einhverjum mánuðum síðan á myndina þarna, með drekunum.
▶ |
176 |
Með drekunum.
▶ |
177 |
Já, dragon wars eða eitthvað.
▶ |
178 |
How to train your dragon.
▶ |
179 |
Nei, þetta var svona mynd um fólk sem að fór óvart í gegnum einhvern heim og endaði í einhverjum heim. Og þú máttir ekki stíga einhvers staðar af því þá kom einhver dreki og át þig, já þau voru eitthvað að reyna að komast út úr þessum heim aftur og óvart opnuðu heiminn.
▶ |
180 |
Já, já, þetta er byggt á tölvuleik.
▶ |
181 |
Þetta er hérna. Þetta heitir.
▶ |
182 |
Já, ókei.
▶ |
183 |
Ég hef spilað þennan leik sko.
▶ |
184 |
Já.
▶ |
185 |
Nú ókei.
▶ |
186 |
Ég vissi það ekki, mér fannst bara treilerinn líta svo vel út að við fórum bara ákváðum að fara í bíó loksins. Við förum bara í bíó ef við sjáum að þetta sé svona einhver virkilega spennandi, góð mynd, annars.
▶ |
187 |
Já, þetta er hérna. Þetta er leikkonan sem leikur í öllum hérna Resident Evil myndunum.
▶ |
188 |
Míla eitthvað.
▶ |
189 |
Ó.
▶ |
190 |
En hérna.
▶ |
191 |
Já, djók.
▶ |
192 |
Hún var alveg mjög skemmtileg þessi mynd sko, hún var fín.
▶ |
193 |
En ég man ekki hvenær hún kom út, það eru einhverjir mánuðir síðan.
▶ |
194 |
Já, einmitt.
▶ |
195 |
En ég horfði síðast á bíómyndina þarna Cruella.
▶ |
196 |
Já, ég er búinn að sjá hana. Hún var mjög fín sko, hún kom alveg á óvart.
▶ |
197 |
Ég hélt fyrst að þetta yrði algjört flopp. En hún var bara ágæt skemmtun sko.
▶ |
198 |
Já, algjörlega.
▶ |
199 |
Já, hún kom mér nefnilega á óvart, ég hélt að þetta yrði örugglega bara eitthvað, eins og þú segir eitthvað lélegt.
▶ |
200 |
Já.
▶ |
201 |
Ég er alveg ánægður hvað Disney gerði hana bara alveg frekar dark sko.
▶ |
202 |
Hún kom [HIK: mj] kom mjög vel á óvart.
▶ |
203 |
Nei, ekkert of dark sko. Hún var alveg flott sko.
▶ |
204 |
Já, en hún var samt ekkert það dark heldur.
▶ |
205 |
En ég meina þetta er ekkert besta myndin frá þeim.
▶ |
206 |
Nei, já.
▶ |
207 |
En, en alveg fín.
▶ |
208 |
nei, nei, alls ekki.
▶ |
209 |
Seinasta mynd sem ég horfði á er The Conjuring, the devil made me do it. Hún er góð, ég mæli með henni.
▶ |
210 |
Já.
▶ |
211 |
Já.
▶ |
212 |
Já, ég náði í hana í gær, ég á eftir að horfa á hana.
▶ |
213 |
[HIK: hel] [HIK: hel] heldurðu að XXX þori að horfa á svona, þori að horfa á hana?
▶ |
214 |
Já ég held að hann þori að horfa á hana af því að þetta er, hún er ekkert eitthvað ógeðslega scary.
▶ |
215 |
Hún er ekki eins og hinar tvær myndirnar. Hinar tvær eru miklu meira scary.
▶ |
216 |
Ókei
▶ |
217 |
En þessi er svolítið [HIK: öð] öðru vísi frá hinum myndunum af því að hún er svolítið svona um andsetu.
▶ |
218 |
Nú, ókei.
▶ |
219 |
Á meðan hinar eru meira svona þú veist reimt hús og brjálæðislegur [HIK: dr] draugagangur sko.
▶ |
220 |
Já.
▶ |
221 |
Já.
▶ |
222 |
En [HIK: þess] þessi er ekki þannig alveg.
▶ |
223 |
Já.
▶ |
224 |
En jú jú. Það eru alveg einhver scary móment í henni en ekki svona eins og í hinum myndunum og ég held að það myndi alveg. Þú veist XXX gat horft á, nei ég horfði ekki á hana XXX.
▶ |
225 |
Ókei.
▶ |
226 |
Ah úps.
▶ |
227 |
Ég var einmitt að hugsa ef XXX gæti það þá gæti XXX það.
▶ |
228 |
Hérna nöfn XXX. Djöfull.
▶ |
229 |
Já, já.
▶ |
230 |
Nei.
▶ |
231 |
Allt í lagi.
▶ |
232 |
Já, já. Heyrðu, þetta verður bara köttað út. Allt í góðu.
▶ |
233 |
En, en [HIK: sag] en ég sagði ekki nafn, ég sagði gælunafn.
▶ |
234 |
Já, ókei.
▶ |
235 |
En hérna?
▶ |
236 |
Já, nei, nei, hann horfði ekki á hana sko.
▶ |
237 |
Allt í góðu. Nei.
▶ |
238 |
En ég horfði á hana með félögum mínum. Þú veist alveg hvaða félaga ég er að tala um sko. Og þeir samt. Já, já, þeir geta horft á hvað sem er sko. En, en hérna annar þeirra, hann er alveg svona frekar þú veist alveg hræddur við svona hluti sko.
▶ |
239 |
Já.
▶ |
240 |
Jú, jú.
▶ |
241 |
Gé og há.
▶ |
242 |
Já.
▶ |
243 |
En hann gat alveg horft á þetta allt.
▶ |
244 |
Þetta var bara skemmtilegt.
▶ |
245 |
Já.
▶ |
246 |
Ókei.
▶ |
247 |
Já.
▶ |
248 |
Ég allavega náði í hana og ég ætla svona jafnvel að plata hann í að horfa á þetta, sjá til.
▶ |
249 |
Já, já. Hann fær sér einn eða tvo hérna bjóra á undan eða eitthvað, það aðeins svona róar niður taugarnar.
▶ |
250 |
Nákvæmlega.
▶ |
251 |
Nú? Söngmynd?
▶ |
252 |
Svo náði ég í þessa söngmynd sem er líka þarna torrent.
▶ |
253 |
Einhver svona söngleikjamynd?
▶ |
254 |
Já, mér fannst. Já, mér fannst sko ég, [HIK: stun] eða þú veist mér finnst þessar myndir allt í lagi svona söngmyndir en mér fannst einhvern veginn treilerinn á þessum lúkka svolítið svona skemmtilega.
▶ |
255 |
Nei, ég sá samt auglýst einhvern tímann um daginn hérna.
▶ |
256 |
En svo var svona grín söng. Veistu hvaða mynd ég er tala um? Hún heitir. Hún heitir. The.
▶ |
257 |
In the hates.
▶ |
258 |
In the hates. Já
▶ |
259 |
Ég sé enga mynd sem heitir in the hates.
▶ |
260 |
In the hates.
▶ |
261 |
Nú? Hún er inni á [UNK] síðunni?
▶ |
262 |
Við skulum bara sleppa öllu svoleiðis sko.
▶ |
263 |
Má ég kannski ekki segja það heldur? Ókei. In the hates.
▶ |
264 |
En. Sjá.
▶ |
265 |
Ef ég fer inn á i emm dé bé. In the hates.
▶ |
266 |
Há, e, i, gé, há, té, ess.
▶ |
267 |
Ó, heights XXX.
▶ |
268 |
Ó, In The Heights. Sorrí.
▶ |
269 |
Þetta er einhver svona latino. Já.
▶ |
270 |
Djók.
▶ |
271 |
Já ég, já ég sá einmitt þessa auglýsta sko.
▶ |
272 |
Já. Svona eitthvað svona, jafn. Já, þetta er svona jafnvel eitthvað sem [HIK: kak] krakkar gætu haft gaman af, og líka.
▶ |
273 |
Hún fær alveg, fær alveg. Já.
▶ |
274 |
Hún fær alveg ágætis dóma þessi mynd sko.
▶ |
275 |
Já, mér fannst nefnilega treilerinn lúkka ágætlega, þú veist. Ég er yfirleitt svona söngmyndir og eitthvað. A nje, svona þessi [Bollywo] Bollywood eitthvað er ekki alveg ég.
▶ |
276 |
Nei, ég er ekki mikið fyrir söngleikjamyndir sko.
▶ |
277 |
En svo skoðaði ég treilerinn svona [HL: hmm] já gæti verið eitthvað svona húmor í þessu en við sjáum til. Þarf bara aðeins að. Já.
▶ |
278 |
Já, já. Það er allt vert að athuga. Skoða hana. Awake.
▶ |
279 |
Já algjörlega.
▶ |
280 |
Svo horfðum við á Awake um daginn.
▶ |
281 |
Awake, já.
▶ |
282 |
Ó.
▶ |
283 |
Þau geta ekki sofnað.
▶ |
284 |
Og allt er að verða geðveikt þarna í bænum af því að það getur enginn sofnað og þú veist bara því meiri minni svefn þú færð þá náttúrulega verður þú meira ruglaður í hausnum.
▶ |
285 |
Já, ókei. Ókei. Já.
▶ |
286 |
Og þau eru að reyna að gera allt til þess að geta sofnað, orðin geðveikt desperate. Og svo dóttir konunnar, hún getur sofið. Og þá eru allir eitthvað eftir henni til að reyna að rannsaka hana, hvað þau geta gert. Af hverju getur hún sofið? Og vilja nátttúrulega stela henni, til þess að reyna.
▶ |
287 |
Hún er með undir fimm á i emm dé bé, það lofar nú ekki góðu.
▶ |
288 |
Já, fá.
▶ |
289 |
Þetta er nú ekki heldur stærsta leikkonan í heimi, þetta er hún þarna. Æi, hún leikur í þarna virgin þarna þáttunum. Og eitthvað meira.
▶ |
290 |
Já. Ég.
▶ |
291 |
Já, ég horfði á örugglega verstu mynd ársins um daginn. Já.
▶ |
292 |
En æ, hún var samt, hún var allt í lagi svo sem. En hún var öðruvísi en. Já. Nú?
▶ |
293 |
Nýju hérna Spiral myndin nýja Saw myndin.
▶ |
294 |
Hún var hræðilega léleg.
▶ |
295 |
Já af því að Chris Rock sem er alltaf í [HIK: öll] öllum gamanmyndum.
▶ |
296 |
Já.
▶ |
297 |
Hann var sko aðalhetjan í myndinni og hann var svo óþolandi.
▶ |
298 |
Er það? Já. Ókei. Sumir eru bara þannig sko.
▶ |
299 |
Hann á bara að halda sér við grínmyndir. Já.
▶ |
300 |
Já. Af því bara [HIK: su] sumir bara fitta ekkert í svona hlutverk sko.
▶ |
301 |
Eins og þegar ég sé mister bean eða eitthvað í svona einhverju alvarlegu hlutverki, ég er bara eitthvað, o æi.
▶ |
302 |
Já. Ég veit ekki af hverju hvað er verið að troða sumum leikurum í einhver hlutverk sem að þau eiga bara ekkert heima í sko.
▶ |
303 |
Nei. Þú veist hann á bara að vera fyndinn. Hann.
▶ |
304 |
Það skemmdi alveg myndina.
▶ |
305 |
Af því að það voru alveg senur í henni sem voru alveg svona frekar svona já, ógeðslegar. Eins og Saw myndirnar eru sko.
▶ |
306 |
Já sammála.
▶ |
307 |
Já.
▶ |
308 |
Já eins og Saw myndirnar bara.
▶ |
309 |
Já, úps kom við snúruna. Æi ég kom óvart við snúruna. Kom ekkert klórhljóð hjá þér?
▶ |
310 |
Ha? Já. Nei, það kom ekkert núna.
▶ |
311 |
Jæja, já.
▶ |
312 |
Svo er maður alltaf að bíða eftir þarna, það eru að fara að koma myndir í bíó þarna.
▶ |
313 |
Já. Ég horfi aldrei á þær.
▶ |
314 |
Nei, en svo eru [HIK: all] allir í kringum mig sem horfa á þessar myndir sko.
▶ |
315 |
Marvel myndirnar og eitthvað.
▶ |
316 |
Í alvöru? O, strákarnir eru svo hrifnir af þessu.
▶ |
317 |
En þú veist ég fíla alveg Batman og þú veist, það.
▶ |
318 |
Já ókei. Já. Æi eins og þarna.
▶ |
319 |
En ég horfi ekki á eins og hérna. Hvað eru þeir að horfa á?
▶ |
320 |
Avengers eða eitthvað svoleiðis.
▶ |
321 |
Já, nákvæmlega. Ég hef ekki komið mér inn í þessar myndir.
▶ |
322 |
Já Avengers, þá er þarna Hulk og þú veist. [UNK]. Æ úps núna kom ég við mækinn. Já.
▶ |
323 |
En þær eru ógeðslega vinsælar, sjúklega vinsælar.
▶ |
324 |
Nei. Þú veist ég sækist ekkert eitthvað mikið í þetta, en.
▶ |
325 |
Já, þetta er alveg spennandi, er það ekki?
▶ |
326 |
Já, þær eru alveg.
▶ |
327 |
Var hún góð?
▶ |
328 |
Svo þegar maður byrjar að horfa þá er þetta alveg skemmtilegt sko.
▶ |
329 |
Ég held að hún sé svona síst. Já
▶ |
330 |
Já þú veist. Við horfðum á Wonder Woman um daginn og eitthvað svona.
▶ |
331 |
Það er alveg allt í lagi. Já, allt í lagi.
▶ |
332 |
Og kom ekki Wonder Woman nítján hundruð og áttatíu og fjórir eða eitthvað svoleiðis?
▶ |
333 |
Já, hún er síst af þeim sko.
▶ |
334 |
Var ekki einhver Wonder Woman nítján hundruð og áttatíu og fjórir?
▶ |
335 |
Ha?
▶ |
336 |
Jú. Kom út í fyrra.
▶ |
337 |
Ég man það ekki alveg. Má ég sjá.
▶ |
338 |
Já.
▶ |
339 |
Já, bara eitthvað svoleiðis.
▶ |
340 |
Jú, jú, það er alveg fullt af myndum á leiðinni sko.
▶ |
341 |
Bíddu, svo eru einhverjar fullt af einhverjum nýjum myndum að fara að koma líka, er það ekki? Svona stórar myndir.
▶ |
342 |
Hellingur af alls konar.
▶ |
343 |
Sem að maður er spenntur fyrir sko.
▶ |
344 |
Bíddu, ég samt man ekki eftir einhverri mynd núna sem að ég er að bíða geðveikt mikið eftir. Það er örugglega.
▶ |
345 |
Já.
▶ |
346 |
Jú bíddu við, ég get örugglega bara séð inn á kvikmyndir punktur is.
▶ |
347 |
Þar er alltaf.
▶ |
348 |
Bíddu, jú.
▶ |
349 |
Þar er alltaf svona væntanlegt í bíó. Það er.
▶ |
350 |
Já. Já.
▶ |
351 |
Já. Bíddu nú við. Ég er búin að sjá þetta. Sko.
▶ |
352 |
Það var einhver mynd sem að mig langaði að sjá.
▶ |
353 |
Já Escape Room tvö.
▶ |
354 |
Ertu búin að sjá númer eitt?
▶ |
355 |
Já mér líka, ég er ekki að muna það.
▶ |
356 |
Hún var alveg fín sko.
▶ |
357 |
Hlakka til að sjá númer tvö. Ég er búinn að horfa á treilerinn, lúkkar alveg vel sko. Og líka, líka.
▶ |
358 |
Já.
▶ |
359 |
Já.
▶ |
360 |
Já.
▶ |
361 |
Bíddu, ég horfði sko. Ertu að meina, bíddu má ég aðeins sjá. Escape Room.
▶ |
362 |
O, ég var að horfa á einhverja Escape Room þætti eða eitthvað inni á, inni á hérna, inni á Netflix. Þeir voru mjög skemmtilegir, öðruvísi. Nei.
▶ |
363 |
Já, það er ekki það sem ég er að tala um. Svo er það líka Don't Breathe tvö, hún lúkkar alveg vel sko, eða númer eitt var ógeðslega spennandi.
▶ |
364 |
Ef þú ert ekki búin að horfa á Don't Breathe, náðu þá í hana.
▶ |
365 |
Hún var mjög góð. Og Candyman, hún er að koma út.
▶ |
366 |
Má ég sjá, Don't Breathe. Don't Breathe. Númer eitt.
▶ |
367 |
Nýja Candyman. Manstu ekki eftir Candyman?
▶ |
368 |
Ef þú segir Candyman fyrir framan spegilinn þrisvar, þá birtist hann eða eitthvað svoleiðis.
▶ |
369 |
Candyman já.
▶ |
370 |
Hann er svona býflugnagaur með krók.
▶ |
371 |
Ég kannast við þetta nafn alveg. Næs.
▶ |
372 |
Þetta er um krakka sem að hérna brjótast inn í hús sem þau halda að sé autt.
▶ |
373 |
Já, já, já, já, já.
▶ |
374 |
Hvað er þetta Don't Breathe? Um hvað er þetta?
▶ |
375 |
Eða, eða einhver sé sofandi eða eitthvað. Ég man ekki alveg hvernig hún var hundrað prósent. En þau vita eitthvað þú veist um að það er einhver þú veist, það er hægt að stela einhverju verðmætu í húsinu, eða eitthvað.
▶ |
376 |
Ég man það ekki. Svo kemur í ljós að inni í húsinu er maður sem er blindur en heyrir ógeðslega vel.
▶ |
377 |
Já, voru þeir ekki bresk og eitthvað? Töluðu svona, með svona english.
▶ |
378 |
Og er þú veist eitthvað, þú veist, hérna góður í bardaga eða eitthvað svoleiðis.
▶ |
379 |
Já, ókei. Já.
▶ |
380 |
Og heyrir í þeim og er að leita að þeim í húsinu.
▶ |
381 |
En er samt blindur skilurðu? Hún er ógeðslega spennandi.
▶ |
382 |
Hún er svona öðruvísi en aðrar myndir.
▶ |
383 |
Kúl, ég ætla að ná í hana.
▶ |
384 |
Sjá.
▶ |
385 |
Hún var alveg mjög spennandi. Ég mæli með henni.
▶ |
386 |
Já.
▶ |
387 |
Já, við fílum alveg svoleiðis [HIK: vi] við. Við, við.
▶ |
388 |
Ertu bara að ná í hana?
▶ |
389 |
Það er bara þannig.
▶ |
390 |
Væntanlega löglega, er það ekki.
▶ |
391 |
Já. Bíddu, hérna er hún. Ég ætla bara að ná í hana.
▶ |
392 |
Auðvitað. Nei. Heyrðu, hérna.
▶ |
393 |
Já, ég er bara hérna í tölvunni.
▶ |
394 |
Jú, jú, jú, jú, ég geri allt löglegt hérna.
▶ |
395 |
Ekki til neitt ólöglegt á mínu heimili.
▶ |
396 |
Hvar sérð þú þig eftir fimm ár? Mér finnst þetta svolítið skemmtilegt.
▶ |
397 |
A.
▶ |
398 |
Nei, þetta var ekki það.
▶ |
399 |
Já.
▶ |
400 |
Eftir fimm ár. [UNK]. Æi ég veit það ekki. Kannski bara á svona sama stað eiginlega.
▶ |
401 |
Hvað langar ykkur að gera í húsinu?
▶ |
402 |
Kannski búin að gera meira í húsinu.
▶ |
403 |
Var ekki líka pallurinn? Þurfti ekki að gera eitthvað fyrir hann?
▶ |
404 |
Klára bílskúrinn og herbergið.
▶ |
405 |
Kannski liggjum við á einhverri sólarströnd.
▶ |
406 |
Er búið að klára pallinn alveg? Nú. Já, ókei.
▶ |
407 |
Jú, við erum búin að gera pallinn og, og allar hliðarnar á honum.
▶ |
408 |
Já, við eigum bara eftir að, ég var reyndar að smíða hliðið í hann og svo eigum við eftir að girða garðinn.
▶ |
409 |
Frábært.
▶ |
410 |
Já. Meira segja já yfir fertugt. Já.
▶ |
411 |
En bíddu eftir fimm ár, eftir fimm ár þá er ég orðin fertug sko. Þetta er svolítið svona.
▶ |
412 |
Ellismellirnir ha.
▶ |
413 |
Yfir fertugt, fjörutíu og eins.
▶ |
414 |
Já, nei, slétt fertug ég verð þrjátíu og sex núna.
▶ |
415 |
Já en það, það er náttúrulega ákveðinn aðili sem að á afmæli núna í október og hann ætlar að halda upp á afmælið sitt. Hann verður fjörutíu, fjörutíu ára. Hann verður fjörutíu ára á þessu ári.
▶ |
416 |
Fjörutíu og eins já.
▶ |
417 |
Já, þarna. Það verður örugglega ekkert stórmerkilegt skeð, kannski verðum við gift.
▶ |
418 |
Já.
▶ |
419 |
Þannig að það er búið að leigja sal.
▶ |
420 |
Það er búið að leigja skemmtikraft, ákveðinn söngvara.
▶ |
421 |
já, já, alveg rétt.
▶ |
422 |
Já. Nú. Ú, oh my god.
▶ |
423 |
Já, það verður ákveðinn söngvari allavegana sem mun mæta. Svo verður náttúrlega fullt af áfengi. Og eitthvað að borða og svona örugglega.
▶ |
424 |
Alveg pottþétt sko.
▶ |
425 |
Já, auðvitað verður ykkur boðið.
▶ |
426 |
Þannig að ég þarf að fara að vinna í því að finna pössun?
▶ |
427 |
Já, okkar verður náttúrlega bara einn heima sko.
▶ |
428 |
Mamma bara tekur, tekur þetta að sér.
▶ |
429 |
Pössun bæði fyrir hundinn og fyrir krakkana. Haha.
▶ |
430 |
Nei.
▶ |
431 |
Já.
▶ |
432 |
Labrador hundurinn okkar hann þú veist hann getur alveg verið einn heima.
▶ |
433 |
Með báða hundana. Úff.
▶ |
434 |
Það er kannski bara börnin ykkar.
▶ |
435 |
Já, já okkar líka sko.
▶ |
436 |
Hann er alveg farinn að geta verið, hans bara um.
▶ |
437 |
Nema hann hérna, nema hann geti passað XXX . Nema hann geti passað, elsti.
▶ |
438 |
Um leið og hann er kominn inn í búr þá leggst hann alltaf niður og fer bara að sofa. Bara rólegur.
▶ |
439 |
Já, frekar það.
▶ |
440 |
Ef ef að þið treystið, treystið ykkur í það.
▶ |
441 |
Já, já,
▶ |
442 |
Annars er yngri, hann er svo sprækur sko.
▶ |
443 |
Það er alveg möguleiki.
▶ |
444 |
Algerlega.
▶ |
445 |
Já.
▶ |
446 |
Já, já, hann fer bara til mömmu og.
▶ |
447 |
Snýst ekkert alltaf um það. Já. Bara hafa gaman.
▶ |
448 |
Og hérna, við getum þess vegna bara mætt og, og, og kíkt og sleppt því að drekka. Haft bara gaman eins og ég, ég drekk hvort sem er eiginlega ekkert.
▶ |
449 |
Nei, bara haft gaman.
▶ |
450 |
Já ókei, þá er þetta tilvalið hérna að nýta í það. Ha.
▶ |
451 |
Annars á ég alveg ennþá gjafabréf, hótelgistingar, sem ég er ekki ennþá búinn að ná að nýta útúr þessu kovidi.
▶ |
452 |
Það er náttúrlega geggjað að fara bara í bæinn og, og, og fá að gista á hóteli. Ha.
▶ |
453 |
Já, algerlega. Ég held.
▶ |
454 |
Já, það er nú eitthvað eftir af þessu ári.
▶ |
455 |
Hvað, fékkstu þetta í jólagjöf eða?
▶ |
456 |
Já, þetta náttúrulega renna út á þessu ári gjafabréf.
▶ |
457 |
Ókei.
▶ |
458 |
Já, já, já. Nefnilega.
▶ |
459 |
Nei. Við fengum þetta í fyrirtækinu mínu.
▶ |
460 |
Af því að við vorum búin að standa okkur svo vel að fyrirtækið vildi gefa frontline starfsfólkinu sínu svona einhvern pakka.
▶ |
461 |
Þannig að gáfu okkur tvö gjafabréf svo máttum velja á milli þriggja hótela, við fengum gjafabréf í svona geosea spa, við fengum gjafabréf út að borða. Við fengum pening, við fengum. Þetta var svona einhver risa pakki með alls konar verðlaunum fyrir starfsfólkið.
▶ |
462 |
Ókei, það er bara frábært.
▶ |
463 |
Það er gott að eiga svoleiðis. Þá er bara að muna að nýta sér þetta.
▶ |
464 |
Alls konar gjafabréf. Já
▶ |
465 |
Það var bara mjög næs. Algerlega.
▶ |
466 |
Sjóbað. Ókei.
▶ |
467 |
Já.
▶ |
468 |
Ég var einmitt að muna að í, ég á ennþá eitt gjafabréf sem er tveir fyrir einn í eitthvað sjóbað þarna einhvers staðar.
▶ |
469 |
Já, er þessi nýja þarna? Já, var einhverjir hérna, var ekki ný laug, var ekki einhver ný svona, svona náttúrulaug að opna inni í bænum? Eða nálægt bænum?
▶ |
470 |
Já, hvort það var einhvers staðar þarna Húsavík eða eitthvað. Æi það er svona náttúru baðlaug eða eitthvað. Man ekki.
▶ |
471 |
Já.
▶ |
472 |
Það er reyndar geosea í Húsavík. Þetta var held ég hérna.
▶ |
473 |
En hvað annars staðar?
▶ |
474 |
Er ekki búið að opna? Er það ekki? Ég veit það ekki. Ég hef ekki farið.
▶ |
475 |
Jú, er það ekki? Er ekki þarna í Hvalfirðinum sem er verið að hugsa um að opna eitthvað?
▶ |
476 |
Eitthvað ógeðslega kúl.
▶ |
477 |
Eða er ég að rugla? Veit það ekki. Það getur vel verið. Ég, nei ekki ég heldur.
▶ |
478 |
Sko ég náttúrlega er að klára námið mitt í tölvunarfræði.
▶ |
479 |
Já. En hvar sérð þú þig eftir fimm ár?
▶ |
480 |
Og ef allt gengur upp þá er útskrift næstu önn.
▶ |
481 |
Já, á bara þrjá áfanga eftir.
▶ |
482 |
Já.
▶ |
483 |
Bara geggjað. Maður er búinn að komast lengra en maður hélt að myndi komast sko.
▶ |
484 |
Já, sem er geggjað.
▶ |
485 |
Geðveikt. Já.
▶ |
486 |
Þakka þér fyrir. Og svo bara er ég að vonast til þess að fá einhverja góða vinnu, eitthvað tengt náminu, í rauninni. Mig langar bara að fara á vinnumarkaðinn og fá góðar tekjur. Eða þú veist.
▶ |
487 |
Já. Mér finnst það flott, mér finnst það frábært, mér finnst þú standa þig geðveikt vel.
▶ |
488 |
Já.
▶ |
489 |
Almennilegar tekjur.
▶ |
490 |
Og já.
▶ |
491 |
Já.
▶ |
492 |
Ég veit það eiginlega ekki. Svo bara reyna að safna mér upp fyrir hitt og þetta.
▶ |
493 |
Ferðast og svona, hafa tíma fyrir svoleiðis hluti.
▶ |
494 |
Já.
▶ |
495 |
Já, maður hefur aldrei haft einhvern veginn tíma til að ferðast almennilega og svona. Það væri alveg gaman.
▶ |
496 |
Já, hljómar vel.
▶ |
497 |
Nú, af hverju Þýskalands?
▶ |
498 |
Nákvæmlega.
▶ |
499 |
Langar svo að fara núna þegar covid er búið, þá langar mig svo að fara með krakkana til Þýskalands.
▶ |
500 |
Ókei, [HIK: ein] einhver svona hérna, einhver svona garður?
▶ |
501 |
Af því að ef þú gúglar, það heitir hérna Euro Park.
▶ |
502 |
Europa Park.
▶ |
503 |
Já. Þetta er risa skemmtigarður með öllum heimsálfunum. Meira að segja Ísland er inni í Europa Park.
▶ |
504 |
Ókei. Þannig að þetta er líka svona smá lærdómur í leiðinni. Já já.
▶ |
505 |
Það er sem sagt Íslandsheimurinn, það er Frakklandsheimurinn. það er Þýskalandsheimurinn.
▶ |
506 |
Ókei, vá.
▶ |
507 |
Já algjörlega og það er talað um að þú þarft helst að eyða sko þrem dögum, tveim til þrem dögum til þess að þræða allt sem er að gerast þarna. Ef þú vilt skoða allt. Já.
▶ |
508 |
Það er svakalega mikið.
▶ |
509 |
Það er bara.
▶ |
510 |
Já, þetta er bara svipað og að fara í Disneyland, þá þarftu alveg meira en þrjá daga til þess að geta skoðað allt Disneyland.
▶ |
511 |
Já, mig langar svo að fara svona skemmtilega [HIK: fe] ferð með krökkunum í svona einhverja rússíbana og svona dóterí.
▶ |
512 |
Nei, veistu það þetta er líka fyrir eldri krakka. Ég á. Ég á vini á mínum aldri sem eiga sko árskort í Disneyland.
▶ |
513 |
Já. Það er nefnilega það. Maður hefur heyrt svipað með það. Það væri líka gaman til Disneylands nema náttúrulega eldri krakkinn er orðinn svo gamall að hann fílar örugglega ekkert, æi ég veit það ekki.
▶ |
514 |
Já, já, já, þetta er fyrir fullorðið fólk líka. Það er. Það er Star Wars land þarna og ég veit ekki hvað sko.
▶ |
515 |
Út af, út af því að Star Wars hérna. Disney keypti Star Wars.
▶ |
516 |
Nei, í alvöru? Næs.
▶ |
517 |
Já.
▶ |
518 |
Ó, geðveikt.
▶ |
519 |
Þetta er alveg geðveikt, meina Disney á svo margt sko.
▶ |
520 |
Já, það var nefnilega einhver að segja mér einhvern tímann að, að Disney væri bara eitthvað [UNK]. Væri ekkert gaman að fara og væri [HIK: eitt] eitthvað lélegt.
▶ |
521 |
Það er allavegana í sko Flórída.
▶ |
522 |
Hérna, já,
▶ |
523 |
Já. Og bíddu, er ekki Disney líka í þrem löndum eða er ég að rugla?
▶ |
524 |
Alla vega tveim, já og svo.
▶ |
525 |
Ég, ég. Það er eini staðurinn sem ég veit hvar hann er sko. Hann er örugglega líka á fleiri stöðum.
▶ |
526 |
Bíddu nú við, [HIK: þa] það var Flórída og. [UNK]
▶ |
527 |
Flórida er í Bandaríkjunum sko.
▶ |
528 |
Það er líka til í Tókýó. Og.
▶ |
529 |
Hann er í Bandaríkjunum líka. Anaheim.
▶ |
530 |
Djók.
▶ |
531 |
Þetta, þetta er alveg á [HIK: fleir]. Já, ég held að þetta séu alveg nokkrir staðir sko.
▶ |
532 |
En svo er.
▶ |
533 |
Það er líka þú veist jú náttúrlega Universal Studios.
▶ |
534 |
Já.
▶ |
535 |
Hérna Wikipedia, hún veit allt.
▶ |
536 |
Já, ég sé Tókýó Disneyland og er Hong Kong Disneyland eitthvað.
▶ |
537 |
Já.
▶ |
538 |
Já.
▶ |
539 |
Hong Kong og Tókýó.
▶ |
540 |
Má ég sjá.
▶ |
541 |
Já.
▶ |
542 |
Það er Disney California Adventure Park. Svo er.
▶ |
543 |
Já.
▶ |
544 |
Já, það var Frakklandi líka. Já. Já. Ókei. Alóha.
▶ |
545 |
Af hverju?
▶ |
546 |
What countries have Disneyland, það er Anaheim California svo er París, Frakkland alveg rétt.
▶ |
547 |
Já, svo Tókíó, Hong Kong, Sjanghæ í [HIK: kí] Kína.
▶ |
548 |
Já, það er alveg gaman örugglega að kíkja aðeins í Disneyland en ég held samt sko, ég, ég svona meira fyrir þessa garða eins og.
▶ |
549 |
Og svo, Álaný Disney resort og spa í Hawaii. Alóha.
▶ |
550 |
Hvað heita þeir? Four flags? Eða eitthvað.
▶ |
551 |
Ég man það ekki. Í Bandaríkjunum, þar er fullt af rússíbönum. Og, og svona skemmtitækjum, svona tryllitækjum.
▶ |
552 |
Já.
▶ |
553 |
Við [HIK: fó], við fórum í four flags þegar við fórum til Flórída.
▶ |
554 |
Hvað, tvö þúsund og fimmtán, held ég. Já.
▶ |
555 |
Já.
▶ |
556 |
Sjáum.
▶ |
557 |
Nei, eitthvað flags eitthvað jú four flags amusement park.
▶ |
558 |
Nei six flags. Þetta heitir six flags.
▶ |
559 |
Ég hef bara aldrei farið í svona nema bara í Danmörku.
▶ |
560 |
Já, hann á það til að gera þetta stundum.
▶ |
561 |
[UNK]
▶ |
562 |
Við fórum í six, hérna six flags í Flórída og ég fór í einhvern turn þar og ég hef bara aldrei verið jafn hræddur á ævi minni.
▶ |
563 |
Já, var þetta hundurinn þinn að gelta?
▶ |
564 |
Já, minn gerir þetta þegar hann klórar sér.
▶ |
565 |
Sá sem ég fór með. [HIK: ha] Hann sagði við mig bara: XXX, þú talar rosalega mikið en þetta er svona í fyrsta skiptið sem að það er svona alveg hljótt í þér.
▶ |
566 |
Já, ókei.
▶ |
567 |
Á leiðinni upp þú veist í turninn minn.
▶ |
568 |
Ég sagði ekki eitt stakt, ég sagði ekki stakt orð, ég var svo skíthræddur.
▶ |
569 |
Já. Já
▶ |
570 |
Já, ég er ógeðslega lofthræddur. Ég skil ekki hvernig ég þorði þessu.
▶ |
571 |
Oh my god, ég mundi örugglega vera það líka, ég er mjög lofthrædd sko.
▶ |
572 |
Nei. Eða þetta var svona fall, þetta var svona fallturn sko. Og það sem var öðruvísi við þennan er það að þegar öll sætin eru komin upp þá fara sætin svona á hlið þannig að þú veist, maginn þinn er svona eins og hann, það er eins og þú sért að detta niður, nei þú veist, andlitið niður í jörðina.
▶ |
573 |
Nei, ég einmitt sko. Gullni turninn bara í Kaupmannahöfn þarna, sem dettur niður, ég skil ekki hvernig ég þorði upp í hann. Bara, yfirhöfuð.
▶ |
574 |
Og svo bara, allt í einu bara. Skellist allt niður.
▶ |
575 |
Fleygiferð. Jæja, það var nú helvíti gaman sko, mig langar samt ekkert að fara aftur.
▶ |
576 |
Oh my god.
▶ |
577 |
Þetta var alveg nóg að gera þetta einu sinni.
▶ |
578 |
Já ókei.
▶ |
579 |
Oj bara.
▶ |
580 |
Nei.
▶ |
581 |
Já, ég trúi því.
▶ |
582 |
Það stendur þarna Europa Park, [UNK] bigger than hundrað og fimmtíu football fields over hundrað attractions [HIK: bre] breathtaking show and unique hotels.
▶ |
583 |
Já þetta er huge. Þetta er rosalega stórt, maður verður alveg í meira en þrjá daga að reyna að ná öllu sko.
▶ |
584 |
Þetta er alveg huge.
▶ |
585 |
Já, algjörlega. Ég var að horfa á einhvern svona jútúbara. Og hann var einmitt að segja frá þessu, hann var að fara þarna. Hann var búinn að vera í tvo daga. Hann var einmitt að segja bara þið verðið að taka tvo þrjá daga í þetta, bara ef ykkur langar að fara bara skoða allt, þá bara þú veist verður maður að gera það?
▶ |
586 |
En við verðum samt að enda þetta spjall út af því að við erum komin í hámarkið.
▶ |
587 |
Heyrðu, þetta var geggjað gaman, ég bara gleymdi mér alveg í smástund þarna. Ha.
▶ |
588 |
Heyrðu, takk fyrir þetta.
▶ |
589 |
Ekki fara neitt samt.
▶ |
590 |
Já. Geggjað, vei.
▶ |
591 |
Já, já.
▶ |
592 |
Kúl.
▶ |
593 |
Minnsta mál. Nei.
▶ |