1 Við erum byrjuð,
2 af því að um daginn vorum við að tala um litlu frænku þína,
3 Jámm
4 Já, já
5 hérna, og þú veist, ertu eitthvað með þeim um, þú veist, jólin eða áramótin eða eitthvað svona?
6 já, við sem sagt, það er svona, það er alltaf svona [HIK:stórfjö], já ókei ekki stórfjölskyldu. En það er alltaf matarboð sem sagt á jóladag
7 þar sem að ég og systkini mín og amma og afi og við komum öll í mat heima hjá mömmu.
8 Eru krakkarnir þá mikið að tala um, þú veist jólagjafirnar sínar og eitthvað?
9 Já, ég meina, þetta er náttúrlega bara daginn eftir aðfangadag,
10 þannig að þá eru þau oft eitthvað oh, ég fékk þetta! [HL:ba ba ba] eitthvað.
11 Já, af því ég, þú veist.
12 Ókei, mig langar í börn og ég er svo spennt að fá að upplifa þetta.
13 Af því að það tala svo margir um það svona, þú veist.
14 Maður er kannski, ég veit það ekki, tólf, þrettán, fjórtán eða eitthvað, þegar maður svona
15 missir jólaandann smá, eða þú veist, ég man alveg eftir því þegar jólin voru bara einhvern veginn það sérstakasta í heimi
16 Já,
17 já, sama hér.
18 og mig langar alltaf svo að endurupplifa það. En það einhvern veginn kemur aldrei alveg aftur eins og þegar maður var barn.
19 Nei, maður getur, já maður kannski svona nær að upplifa það að hluta til aftur í gegnum sitt eigið barn. Þegar maður er að, þegar maður er að plata það.
20 Já, þú veist, ég er einmitt svo spennt fyrir því
21 Já, ég fatta hvað þú meinar.
22 en, þú veist, ég held að maður geti alveg líka séð það í gegnum yngri systkini eða lítil frændsystkini og svona.
23 Já, já, pottþétt,
24 já, hún þarna,
25 systir mín hún, ég var þú veist í heimsókn hjá henni um daginn og hún var einmitt svona að segja mér hvað
26 hún væri að gera fyrir krakkana, hún keypti eitthvað svona.
27 Æ þetta er eitthvað, þetta þarna, Elf on a Shelf dótið.
28 [UNK]
29 [UNK]. Hún keypti þannig álf sem að
30 heitir víst Nilli.
31 Ég veit ekki af hverju, en hún keypti hann og var að útskýra þetta fyrir mér að, alltaf á hverri nóttu þá fer hann og gerir eitthvað skrítið,
32 Einhver svona prakkarastrik.
33 eitthvað prakkarastrik og krakkarnir þurfa að finna hann daginn eftir og
34 og þú veist. Hugmyndin er að hann sé svona aðstoðarmaður jólasveinanna eða, eða eitthvað í þá áttina
35 og já systir mín
36 var allavega bara að tala um hvað, sem sagt litli frændi minn hann. Hann er alveg búinn að fatta sko að, að jólasveinninn er ekki til og eitthvað da da da.
37 En hann er samt rosa góður í að, sko leika með fyrir, fyrir litlu systur sína.
38 Það er mjög krúttlegt.
39 En fær hann samt ekki enn þá í skóinn?
40 Jú, jú, jújújú,
41 ef hann fengi ekki, hann er náttúrlega, hann er pinkulítill enn þá en, þú veist,
42 En [HIK: mé], mér finnst hann svo lítill enn þá eða svona, þú veist.
43 sko náttúrlega, í fyrsta lagi myndi það,
44 það myndi svolítið svona, skemma fyrir, eða þú veist,
45 ef litla frænka mín myndi byrja að sjá, bara: „Ha, af hverju ert þú ekki að fá í skóinn? Brósi.“
46 Þá, þá myndi,
47 þá myndi þetta vera uppljóstrað
48 og svo líka ég meina eins og ég, ég, þú veist, var einhvern tímann,
49 ég veit ekki nákvæmlega hvenær en einhvern tíma búinn að fatta að þetta væru mamma og pabbi að setja gjafir í skóinn minn
50 en ég ætlaði ekkert að leyfa þeim að hætta því.
51 Einmitt, nákvæmlega.
52 Já, ég fæ alltaf gjöf frá Kertasníki enn þá, mér finnst það mjög gaman.
53 Jámm, [UNK], það er.
54 Þá fæ ég oft svona snakk og kók og eitthvað,
55 Ahh, namm
56 það er geggjað, og sjampó og eitthvað svona sem maður getur notað líka,
57 mér finnst það geðveikt.
58 Já, ég einmitt, [HIK:mé], mér finnst það geggjað að fá, að geyma, eða þú veist hafa bara síðasta, að því að sko, [UNK]
59 þrettán litlar gjafir er svo mikið.
60 Það er mjög mikið, já.
61 Já.
62 Ég fríka út að reyna að finna, þú veist, gjöf einu sinni á ári,
63 það að þurfa að finna gjöf þrettán daga í röð er algjör martröð.
64 Já,
65 en náttúrlega þegar maður er yngri, þá er alveg,
66 Já, manni finnst allt geggjað.
67 já, einmitt, þú veist,
68 maður kannski fékk mandarínu og Smarties, eða
69 ég fékk einu sinni, svona, rúllu af kreppappír til að gera músastiga, oh mér fannst það geðveikt.
70 Já, það er geggjað.
71 Ég er svona, líka föndurkona eins og þú veist.
72 Já, já já,
73 Ég, já, ég er líka bara að hugsa núna, sko
74 hversu stressandi þetta sé fyrir foreldrið að því að,
75 eins og ég, ég sko, skrifa alltaf, þú veist, á lítil bréf.
76 Svona: „Mig langar að fá, geturðu gefið mér þetta núna? Ég er búinn að vera rosa þægur!“ og setti bréfið í skóinn.
77 en, þú veist, það er ekki eins og mamma og pabbi vakni á nóttunni, fari, kíkja á bréfið, fari þá út í búð til þess að kaupa rétta hluti,
78 Nei, nákvæmlega.
79 þannig að þau þurfa, þau þurfa að fatta, að þú veist, spyrja fyrir, annaðhvort, þú veist daginn fyrir eða einhverjum dögum fyrr: „hvað ætlar þú að biðja þennan jólasveininn um?“ svo segir maður þeim það, og þá eru þau eitthvað: „ókei, ókei við þurfum að fara út í búð og.“
80 Já, einmitt,
81 já,
82 þau þurfa að vera svolítið lúmsk, en það er auðvitað alveg hægt að,
83 þú veist, það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að sami jólasveinninn komi með gjöfina, þá nóttina, þú veist það er kannski meira svona. Hann lætur næsta jólasvein vita.
84 Já, já, það var líka, mig minnir að það sé útskýring sem ég hafi oft fengið.
85 En ég held að þetta svona, [UNK], ég held þetta mengist líka svolítið af sko, svona [UNK] allar jólamyndirnar og eitthvað sem við sjáum eru náttúrlega frá Bandaríkjunum
86 Já,
87 og þar er einhvern veginn alltaf eins og jólasveinninn sé með svona risastóran sekk með bara öllum mögulegum gjöfum.
88 já, einmitt.
89 Þannig að þá, þá ímyndar maður sér sko sem krakki að ef hann er mættur og sér mig að mig langar í þetta þá sé hann með það í pokanum.
90 Já, nákvæmlega, algjörlega.
91 En íslensku jólasveinarnir eru alveg eins miklir kapítalistar og ameríski jólasveinninn kannski.
92 Nei, nei,
93 nei, nei, nei.
94 Coca-Cola jólasveinn, þeir eru reyndar allir komnir á samning hjá Coca-Cola sýnist mér en.
95 Já, íslensku jólasveinarnir.
96 Já,
97 Já.
98 Við erum svo
99 Ameríkuvænn, náttúrulega.
100 já,
101 En mér finnst einmitt pínu skemmtilegt núna,
102 eins og ég sá á Facebook að litli frændi minn var svo áhyggjufullur,
103 að hann vissi ekki hvort jólasveinarnir kæmust út af Covid
104 A, æi,
105 og ég var náttúrlega ekkert búin að pæla í því af því að ég er fullorðin, eða á að vera það.
106 en nei, já já,
107 En mér finnst svo, ég elska þegar börn pæla ótrúlega skynsamlega í einhverju svona ævintýradóti
108
109 og hérna, en mamma hans sagði honum að það væri allt í lagi af því að þeir myndu bara nota spritt og svona.
110 Og grímur örugglega líka, ég meina, þá er það allt í lagi.
111 Æ, það er ótrúlega,
112 það er ótrúlega krúttlegt.
113 Já, mér finnst það svo sætt.
114 Hundurinn var að koma.
115 En hérna.
116 Já, ég ætlaði að spyrja
117 af því þú varst að tala um þarna, jólaboðið á jóladag.
118 Jámm, jámm,
119 Hvað borðið þið?
120 sko, ókei,
121 í því boði, á jóladag, þá er alltaf strangt, hangikjöt, laufabrauð, uppstúfur. Sko, það.
122 Já, það er svolítið þannig hjá okkur líka, á jóladag, eða þú veist,
123 vanalega, það svona má vera
124 hamborgarhryggur eða hangikjöt, þú veist
125 það má alveg svissa, hvort það sé jóladagur eða aðfangadagur,
126 það skiptir ekki máli.
127 Ég skil þig.
128 [UNK]
129 Já, ég veit ekki einmitt hvenær en það var einhvern tíma, þegar ég var krakki. Þá byrjaði ég að uppgötva að jólahefðir annarra voru svolítið öðruvísi en heima hjá mér. Mér fannst það algjör skandall!
130 eins og til dæmis þegar ég uppgötvaði það að sumir, og meira að segja bara mjög margir,
131 borða hangikjöt á aðfangadag,
132 Já, ég hef alveg gert það.
133 [UNK], og mér finnst það bara út í hött.
134 Já, mér finnst
135 mér finnst passa betur að hafa hamborgarhrygg á aðfangadag og hangikjöt á,
136 æi, ég veit það samt ekki,
137 mér finnst bara bæði passa af því við höfum gert bæði.
138 Já, mér finnst hamborgarahryggur á aðfangadag líka út í hött.
139 Já, þú ert náttúrulega með rjúpur.
140 Já, mér finnst allt nema rjúpur, á aðfangadag vera út í hött,
141 Fáránlegt, já.
142 ja, nema, einmitt, þú veist
143 það voru þarna þessi tvö jól einhvern tímann þegar að rjúpuveiðar voru bannaðar,
144 [HIK:þa], þá,
145 annað af þeim skiptum þá vorum við með kalkún. Ég man ekki hitt, það var pottþétt hamborgarahryggur.
146 mér finnst kalkúnn vera, bara áramótamatur.
147 Vá, ókei, ég er nefnilega, ég er ekki með neinn sérstakan áramótamat, það er bara svona,
148 þú veist, Já, ég er með mjög fast, aðfangadagur verður að vera rjúpa, jóladagur verður að vera, þarna,
149 hangikjöt og svo annar í jólum, þá er alltaf sko eiginlega sama boð, nema heima hjá ömmu og afa.
150 Og þá er eiginlega alltaf sko
151 lambafille og, og hugsanlega afgangar af hamborgarahrygg,
152 Bíddu, hver er með jóladagsboðið?
153 mamma,
154 Mamma, já mamma þín, þannig að þið hittist heima hjá ykkur?
155 já, já, já, já.
156 Já, ókei,
157 Og, [UNK], svo er það allt sama liðið, sem fer sko í boðið næsta dag nema það er heima hjá ömmu og afa,
158 já, vá, það er alveg mikið.
159 þetta er mjög stíf, þetta er mjög stíf hefð, en svo eru áramótin alltaf bara svona eitthvað.
160 Þú veist, við erum bara einhvers staðar, við svissum mjög oft upp heima hjá hverjum við erum,
161 maturinn er bara svona eitthvað sem okkur dettur í hug.
162 Nefnilega ekki mikið að fara í jólaboð.
163 Það var kannski verið hjá afa og konunni hans. En
164 annars ekki jú, reyndar amma mín á afmæli á Þorláksmessu.
165 Þannig að mér finnst alltaf gaman að fara til hennar þá.
166 En svona milli jóla og nýárs er ekki mikið, endilega
167 Já ókei, það er alltaf, það er alltaf einmitt sko, alltaf stíft jóladagur og annar í jólum er stíft prógramm
168 eitthvað svona, stíft á hverju ári.
169 og náttúrulega aðfangadagur, það eru þrír dagar þarna í röð og fjórir ef þú telur Þorláksmessu og mamma og pabbi reyna að draga mig í skötuboð,
170 En svo,
171 já, mér finnst mjög gaman að fara í skötuboð, mér finnst það svona
172 alveg upplifun, en ég hef aldrei smakkað skötu sjálf.
173 sko, ég fór í fyrsta skipti á ævinni í skötuboð í fyrra
174 og og ég, það tók mig nokkrar tilraunir að ganga inn í húsið af því að ég kúgaðist bara á lyktinni.
175 Já, það var, það var svakalegt sko, ég veit ekki
176 þú veist, ég er bara ekki nógu vanur þessu af því að loka mig alltaf inni í herbergi á Þorláksmessu.
177 Þannig að já, það tók mig nokkrar tilraunir að komast inn en svo þegar ég komst inn á þá, þú veist, ég pantaði mér einhverja eitthvert
178 hvað var það? Ég held að það hafi verið lúðupiparsteik
179 [UNK]
180 sem sagt, í staðinn fyrir skötu og ég fékk að smakka skötu bara hjá bróður mínum. Allt í lagi, það var allt í lagi, fannst mér ekki jafn vond og lyktin
181 og svo voru allir líka með bjór og það hjálpaði rosamikið.
182 Ég trúi því.
183 En hérna, já ég ætlaði að segja að, áramótin eru alveg frekar mikil hefð hjá mér.
184 Það er yfirleitt með frænku minni, sem sagt, systur mömmu og fjölskyldur hennar.
185 Það er svona partí, og svo, þú veist eftir miðnætti koma kannski fleiri.
186 Já, já
187 Ég hef líka oft verið með afa mínum og konunni hans.
188 já,
189 En hérna, já, og þú veist,
190 Þannig að það verður alveg pínu [HIK: skr], eða mér finnst mjög skrýtið að í ár
191 verðum við bara fjölskyldan
192 en hérna,
193 en mamma er alveg mjög jákvæð með þetta og er bara eitthvað svona: "Já við höfum þetta bara kósí, og," þannig að þú veist.
194 Það er líka allt í lagi þó að það sé einu sinni öðruvísi.
195 já,
196 já, það er einmitt já, það er eiginlega sko, síðan hjá mér er það þannig að þú veist, það er einmitt bara, við gerum bara eitthvað. En síðan, síðan sem sagt, krakkar systur minnar fæddust, þá höfum við eiginlega alltaf verið með þeim
197 og sama hvort við erum hérna heima hjá okkur eða heima hjá, heima hjá þeim eða í bústað eða eitthvað,
198 þannig að þú veist, það er já, það er svona eiginlega eina sem er hefð hjá okkur.
199 Mér finnst það reyndar alveg mjög, skemmtileg tilhugsun að fara í bústað.
200 Já, við höfum gert það, kannski svona tvisvar,
201 þrisvar. Það er, það er mjög gaman.
202 [HIK:Þa] það er svona öðruvísi, af því þú veist, af því að, af því að mér finnst mjög gaman að vera í borginni og vera umkringdur fáránlega mikið af sprengingum.
203 Já, ég skil það reyndar alveg.
204 En það er líka gaman að vera.
205 Við vorum einhvers staðar [UNK] , ég man ekki nákvæmlega hvar við vorum, einhvers staðar þarna á Suðurlandi
206 og maður gat alveg séð svona. Já, þarna er svona þyrping af sprengingum að koma upp. Þarna eru Flúðir og þarna er Laugarvatn og
207 [UNK], sjá svona, það var alveg þétt náttúrulega yfir byggðunum.
208 Svo þurftum við að, þú veist,
209 við þurfum eitthvað að tala við bóndann sem var á bóndabænum við hliðinni á bústaðnum til þess að fá leyfi til að skjóta upp af því að hann var með hesta og eitthvað.
210 Ég held að það geti verið rosalegt, með svona dýr. Maður þarf að passa það vel, en hundurinn minn er reyndar,
211 eiginlega ekki hræddur við neitt,
212 honum er svo sama.
213 Jæja, ókei, vá,
214 Já, eða þú veist,
215 það var allavega það sem pabbi sagði, ég svona pældi ekkert mikið í
216 en hann var bara: "Já, hann var bara geðveikt rólegur og pældi ekkert í þessu og."
217 En þú veist, hann hefur líka alltaf verið svona
218 eins og þegar hann var hvolpur, þá var hann bara strax farinn að fara upp og niður stiga, sem er víst ekki alltaf þannig hjá hvolpum.
219 já ókei,
220 [HIK:mé], mér finnst hann alltaf vera eitthvað svo taugatrekktur þannig að ég hefði haldið að
221 hann myndi stressast yfir sprengingunum, en jæja.
222 Já, eða þú veist, hann er alveg æstur og langar að fara út og eitthvað svona.
223 En hann er ekki oft hræddur við eitthvað.
224 Hoh, [UNK]
225 Ertu búinn að kaupa allar jólagjafir?
226 Já, ég er en nþá að spá í að kaupa þarna, það sem þú stakkst upp á daginn fyrir mömmu og pabba,
227 Já, einmitt.
228 ég held að væri næs,
229 Ég held ég ætli að gefa eitthvað svipað líka.
230 en annars er ég svona, kominn með flestallt
231 Það er reyndar alveg næs af því að,
232 ég ætla að vera,
233 við ætlum að gefa saman ég og systur mínar
234 og svo kærasti eldri systur, eða sem sagt
235 jájá
236 mið, miðsystur hennar, já
237 miðsysturinnar
238 þar sem ég er elst,
239 og svo verður kærastinn minn líka með í því.
240 Þannig að það er mjög næs að gefa svona, þá getur maður gefið aðeins stærri gjöf.
241 Guð já, ég
242 já, ég
243 Það er erfitt að vera einhleypt einkabarn.
244 sko ég náttúrlega, treð mér alltaf inn í, bara allar gjafir sem ég get,
245 þannig að.
246 Ég held, eða þú veist já, þegar ég segi að ég sé búinn að kaupa allar jólagjafir þá er ég að meina, ég er búinn að rotta mér inn í gjafirnar sem mamma er búin að kaupa handa systkinum mínum og börnum þeirra
247 Það er samt alveg, þú veist,
248 mér finnst oft betra að gefa stærri gjafir.
249 já, ég er sammála
250 Og að það séu bara fleiri með í því.
251 já, já, klárlega stærri gjafir eru líka bara skemmtilegri en minni gjafir, þá er hægt að gefa eitthvað meira svona, vá!
252 Já, nákvæmlega, og
253 mér finnst við líka bara vera, eða mér finnst ég allavega vera
254 á þeim aldri að ég á eiginlega allt.
255 Og ef mig langar virkilega í eitthvað þá kaupi ég það mér það sjálf,
256 Já,
257 já, nákvæmlega,
258 þannig að ég vil frekar fá kannski bara gjafabréf eða eitthvað sem ég get nýtt mér.
259 já, klárlega. Það eina einmitt mamma spurði hvort að ég hefði eitthvað svona á jólagjafalistanum í ár og það eina sem ég gat sagt var
260 þráðlaus heyrnartól af því að ég týndi mínum,
261 þú veist, það er það eina.
262 Bíddu, áttir þú þráðlaus?
263 Já, svona Bluetooth
264 Já, ókei, hérna
265 Bose eða?
266 Ókei, nei ég er bara að spá.
267 man ekki, ég allavegana týndi þeim í strætó.
268 O vá, það er fúlt.
269 En ég var samt að fatta eitt, bara út af lyktinni hérna inni hjá mér. Ég er með pizzu í ofninum,
270 Já, ókei.
271 búinn að vera með allan þennan tíma,
272 Ó, ókei.
273 þannig að
274 við skulum bara slútta upptökunni.
275 Gaman að spjalla við þig.
276 Sömuleiðis.
Go back