27 - 826b4d3d-0df9-428a-b821-928f5a9a8d92
Go back
1 |
Já, sjálfkeyrandi bílar.
▶ |
2 |
Já, færð þú aðra setningu en ég?
▶ |
3 |
Já, það gæti verið, já.
▶ |
4 |
Já, það er sniðugt, hvað fékkst þú?
▶ |
5 |
Hvort við myndum kaupa sjálfkeyrandi bíl?
▶ |
6 |
Ójá, get ekki beðið eftir að þurfa ekki að keyra lengur.
▶ |
7 |
Já, ókei,
▶ |
8 |
Neipp, það er eitt af því leiðinlegasta sem ég geri.
▶ |
9 |
ja, hérna.
▶ |
10 |
Ja, þetta sé leiðinlegt að keyra en mér finnst það reyndar svolítið skemmtilegt. En ég er samt með kannski einhverjar á, sko, efasemdir um ágæti þessara bíla
▶ |
11 |
svona við aðstæður sem að maður, þeir kannski ráða ekki við.
▶ |
12 |
Jú algjörlega, það er hérna, það getur það og svo er alls konar,
▶ |
13 |
Gæti, gæti endað illa.
▶ |
14 |
alls konar vandamál sem koma upp eftir því hvaða, hvaða
▶ |
15 |
ákvörðun, þótt þeir séu með fullkomnar ákvarðanir. En hvaða ákvarðanir eiga þeir að taka er oft spurning líka, sko.
▶ |
16 |
Já,
▶ |
17 |
það er reyndar eitt sem ég hef sérstakar áhyggjur af, að það eru svona, má eiginlega segja,
▶ |
18 |
samskipti bílanna við aðra vegfarendur, af því að, hérna, það
▶ |
19 |
er, sko, ég veit ekki hvort þú tekur eftir því en ef þú ert til dæmis að bara fara yfir götu
▶ |
20 |
að þá svona ósjálfrátt þá horfum við oft á bílstjórann.
▶ |
21 |
Já.
▶ |
22 |
Við, við horfum á manneskjuna við stýrið
▶ |
23 |
til þess að sjá hvort hún hafi nú ekki örugglega tekið eftir okkur, þegar við stöndum svona við vegarbrúnina. Og svo kemur bíllinn náttúrlega æðandi og þá tökum við ákvörðun sem gangandi vegfarendur eða einhverjir eða hjólandi hvort að við treystum þessum bíl til að stoppa
▶ |
24 |
Akkúrat, akkúrat það sem ég get, já.
▶ |
25 |
Nei, akkúrat.
▶ |
26 |
eða sjáum að það er þarna verið að bregðast við okkar, svona,
▶ |
27 |
já, bara við okkur
▶ |
28 |
og ef við sjáum ekki nein viðbrögð þá náttúrulega þorum við kannski ekki að gera neitt.
▶ |
29 |
En ef við sjáum viðbrögð, þá eru svona dálítið fram og til baka svolítið á milli þín og bílstjórans. Já, ókei, ég ætla að hægja á mér,
▶ |
30 |
ég er að fara að hleypa þér núna.
▶ |
31 |
Ég fylgist með þér alla leiðina yfir. En þessir
▶ |
32 |
sjálfkeyrandi bílar, ef þeir eru ekki með
▶ |
33 |
andlit, þá veit ég ekki hvar þessi samskipti eiga eftir að taka, eiga sér stað.
▶ |
34 |
Já akkúrat, það, náttúrlega bílarnir, munu sjálfir tala saman með
▶ |
35 |
er það ekki fimm gé sem átti að breyta því öllu.
▶ |
36 |
Nákvæmlega.
▶ |
37 |
En það var ekkert talað um þetta, sko, það er.
▶ |
38 |
Já.
▶ |
39 |
Já, ókei.
▶ |
40 |
Já.
▶ |
41 |
En fólkið, fólkið, sem er að bíða eftir svona einhverjum merkjum,
▶ |
42 |
og ég tók rosalega eftir þessu á Indlandi þar sem að náttúrlega er
▶ |
43 |
svakaleg umferð.
▶ |
44 |
Og það er svolítið svona, sko svona í fyrstu sýn þá virkar það svolítið svona mikið sem
▶ |
45 |
kaos, bara alger óreiða, allir að ryðjast og allt, allir að troðast en svona, svo tekur maður smám saman eftir því að þetta
▶ |
46 |
gengur upp
▶ |
47 |
hjá þeim af því að það eru svo rosalega mikil samskipti á milli allra sem eru að keyra
▶ |
48 |
og alla sem eru að stýra. Að það er stöðugt verið að
▶ |
49 |
horfa hvor á annan sko, reyna að finna svona ókei sko þú veist. Ég hleypi þér núna hérna,
▶ |
50 |
þú ferð hérna á undan, ég kem hérna á eftir og það er, náttúrulega, verið að flauta og tala og hrópa og allt þetta. En þetta miðar allt að því að þetta er svona samstarfsverkefni og ég get ímyndað mér, sko, ef það eru ekki nein svona samskipti kannski á milli einstaklinga og þarna er náttúrlega líka rosalega mikið af gangandi fólki
▶ |
51 |
og fólki á hjólum og.
▶ |
52 |
Já, mér skilst að gangandi, ég hef ekki verið þarna, en þeir bara eigi að labba
▶ |
53 |
á, hérna, jöfnum hraða og treysta því að bílstjórarnir, bara, séu að fylgjast með og hérna
▶ |
54 |
keyra í kringum þá.
▶ |
55 |
Já, maður vonar það. En það getur líka verið svolítið svakalegt á sumum stöðum.
▶ |
56 |
Já, það er örugglega mjög hérna, scary í byrjun, sko.
▶ |
57 |
Já.
▶ |
58 |
Já.
▶ |
59 |
Já, þessi samskipti sem ég, og ég held að þetta gæti verið áhugavert viðfangsefni að,
▶ |
60 |
að skoða samskipti við sjálfvirka, sjálfvirk ökutæki,
▶ |
61 |
og svona umhverfið, ég held að. Jafnvel bara það að setja mjög stór augu framan á bílinn,
▶ |
62 |
sem að sýna okkur hvar bíl, bíllinn er að greina upplýsingar, hvert fókusinn á tölvusjóninni er hverju sinni og
▶ |
63 |
að hún sýni að hún hafi nóg, hún hafi merkt okkur sem gangandi vegfarenda með því að lyfta brúnum kannski og brosa, þú veist,
▶ |
64 |
þegar hún sér okkur.
▶ |
65 |
Já, eða bara hafa gangbrautarljós alls staðar, ef það væri það.
▶ |
66 |
Já, já, bara stoppa, doppa umferðina.
▶ |
67 |
Já, nei, já, það er spurning sko.
▶ |
68 |
Jájájájá.
▶ |
69 |
Já.
▶ |
70 |
Ég hélt alltaf að þetta yrði svona miklu staðlaðra, kannski ekki alveg lestarteinar, en hérna,
▶ |
71 |
það þyrfti bara að gera göturnar upp á nýtt, en það er.
▶ |
72 |
Náttúrlega það, sú breyting hefði, þarf að vera miklu, sko,
▶ |
73 |
bara svona allt í einu. En leiðin sem að þetta er að fara eða virðist vera
▶ |
74 |
að fara núna, sko.
▶ |
75 |
Þannig að þá þyrfti, þú veist, eiginlega að taka hina bara úr umferð nánast á sama tíma og hinir væru að koma.
▶ |
76 |
Það náttúrlega gengur ekki alveg.
▶ |
77 |
Já, það er rétt, þetta, það væri eitthvert tímabil þar sem að þessu ægir öllu saman.
▶ |
78 |
Já, það eru líka öll þessi
▶ |
79 |
önnur farartæki, mismunandi farartæki
▶ |
80 |
sem að, þú veist, ég meina, ég veit ekki,
▶ |
81 |
það verður sennilega ekki
▶ |
82 |
sjálfkeyrandi, kannski,
▶ |
83 |
allar mögulegar tegundir af svona vinnu, vinnuvélum og
▶ |
84 |
vinnubílum.
▶ |
85 |
Sjálfkeyrandi, hérna, hlaupahjól.
▶ |
86 |
Já, svo þau líka.
▶ |
87 |
Það er nú kannski óþarfi.
▶ |
88 |
Ég veit það ekki.
▶ |
89 |
Ertu með einhverjar spurningar?
▶ |
90 |
Já, spurningar, já.
▶ |
91 |
Ja, hérna, þú ert með, fékkst eitthvað annað?
▶ |
92 |
Ég fékk, hérna.
▶ |
93 |
Já, hver er uppáhalds bíómyndin þín? Nei, já,
▶ |
94 |
þetta breytist.
▶ |
95 |
Já, já, það má alveg ræða um það líka, sko.
▶ |
96 |
Viltu kannski byrja?
▶ |
97 |
Já,
▶ |
98 |
já, bíómynd þar er reyndar erfitt að, erfitt að,
▶ |
99 |
ákveða bara eina, sko.
▶ |
100 |
Lord of the Rings eða Hringadróttinssaga er náttúrlega hátt á listanum,
▶ |
101 |
Jájá, þú hefur enst alveg alla lengdina á
▶ |
102 |
eins og hjá mörgum.
▶ |
103 |
Já, alveg.
▶ |
104 |
og bara ekki, ekkert, ekkert svona, engin ládeyða?
▶ |
105 |
Nei, og meira að segja bara, erfitt að velja hver er best, sko. Nei, fyrsta er kannski, kannski best eins og, en hinar alveg.
▶ |
106 |
Jájá, og hvað með þá Hobbit?
▶ |
107 |
En þar klikkuðu þeir algjörlega nefnilega.
▶ |
108 |
Já, ókei, þú náttúrlega, já einmitt.
▶ |
109 |
Jájá.
▶ |
110 |
Mér finnst bókin, Hobbitabókin er sú besta, finnst mér,
▶ |
111 |
í þessari seríu.
▶ |
112 |
En myndirnar eru alveg, alveg,
▶ |
113 |
hræðilegar. Að maður átti von á náttúrlega svo miklu og einhverju svipuðu en svo var þetta bara orðið allt annar pakki.
▶ |
114 |
Já, það er nefnilega það.
▶ |
115 |
Ég man nú ekkert rosalega mikið eftir, mér finnst ég alveg örugglega hafa skemmt mér ágætlega samt.
▶ |
116 |
Jú, jú, akkúrat þær væru svona þannig, sko.
▶ |
117 |
En já, einmitt.
▶ |
118 |
Já.
▶ |
119 |
Jájájájá.
▶ |
120 |
En svo það vantaði bara alla svona,
▶ |
121 |
af því þeir skiptu náttúrlega einni bók þarna í þrjár myndir. Þannig að,
▶ |
122 |
það vantaði risið á fallið og svona venjulega sögu arc
▶ |
123 |
í, hérna, í í myndirnar.
▶ |
124 |
Síðasta myndin byrjaði á því að, hérna,
▶ |
125 |
drekinn dó, sem er þú veist eitt af því, aðalhlutunum sem gerist.
▶ |
126 |
Já, akkúrat já, síðasta var nú eitthvað, eitthvað undarleg.
▶ |
127 |
Já, þannig að hún byrjaði á einhverjum algerum hápunkti og svo var bara allt, hérna, niður á við eftir það.
▶ |
128 |
Já, akkúrat.
▶ |
129 |
Já, það er nefnilega það já, af hverju, ég var nefnilega eiginlega bara búinn að gleyma þessu nefnilega.
▶ |
130 |
En ég alveg hérna, horfði á allar þrjár Hringadróttinssögu myndirnar á hverjum einustu jólum í mörg ár, sko.
▶ |
131 |
Já, hvað segirðu?
▶ |
132 |
Vá, það er ekkert smá.
▶ |
133 |
Svo þegar lengri útgáfurnar komu þá, reyndar náði,
▶ |
134 |
maður ekki kannski öllum, sko, allavega ekki á sama degi.
▶ |
135 |
Nei, einmitt.
▶ |
136 |
En svona fantasíumyndir, eldri. Það er náttúrlega það,
▶ |
137 |
það var einhver svona, voru þarna einhverjar gamlar klassískar myndir
▶ |
138 |
sem að voru kannski svona, já, tveim áratugum fyrr á ferðinni.
▶ |
139 |
Varst, hefur þú eitthvað verið að, horfir þú eitthvað á það, eða?
▶ |
140 |
Það er kannski, þú veist, það er svolítið erfitt kannski að bera það saman? Nei.
▶ |
141 |
Nei, þekki það allavega ekki eins vel.
▶ |
142 |
Já, þær eldast ekki vel.
▶ |
143 |
Nei, ég veit ekki, já, hérna,
▶ |
144 |
Star Wars náttúrlega það var, það var alveg
▶ |
145 |
tíu til fimmtán árum á undan, er það ekki?
▶ |
146 |
Jájá,
▶ |
147 |
Og, Indiana Jones þær eru náttúrlega líka góðar, sko, eða skemmtilegar.
▶ |
148 |
ég var hugsa um eins og hérna
▶ |
149 |
Willow var á sínum tíma rosalega stór svona fantasíumynd.
▶ |
150 |
Þekki hana ekki.
▶ |
151 |
Já, nei.
▶ |
152 |
Þannig að og það, ég man sko þetta, en mér fannst á þeim tíma að, þú veist, það var svolítið talað um hana svolítið eins og er talað síðan um Lord of the Rings, þegar þær koma út.
▶ |
153 |
Það var bara svona, allir yrðu að sjá þetta stórvirki en kannski eldist hún ekkert rosalega vel.
▶ |
154 |
Eins og fyrsta Star Trek, eða fyrstu Star Trek [UNK] seríurnar kannski?
▶ |
155 |
Ja, meina fyrstu, já meinarðu bara fyrsta serían?
▶ |
156 |
Já.
▶ |
157 |
Hún er reyndar rosalega skemmtileg að mörgu leyti
▶ |
158 |
og svona skemmtilegar pælingar, sko.
▶ |
159 |
Að, akkúrat, það er reyndar málið, ég horfði á hérna T N T fyrst,
▶ |
160 |
af því að þar var grafíkin eða sem sagt svona,
▶ |
161 |
myndin orðin betri bara,
▶ |
162 |
en svo þegar ég var búinn með það þá fór ég í fyrstu og, hérna, búningarnir og allt svona var náttúrlega bara hræðilegt miðað við standardinn sem við erum með í dag.
▶ |
163 |
En, sagan og þættirnir sjálfir voru nefnilega mjög, mjög, skemmtilegir, sko.
▶ |
164 |
Já. Já, nú er þetta allt á Netflix núna, eiginlega allt.
▶ |
165 |
Já, já.
▶ |
166 |
Já, einmitt, já ég, ég alveg að segja að sko, eða þetta er sama hjá mér af því að ég sá ekki þessa fyrstu þætti nema ég var, ég reyndar byrjaði á, á Voyager.
▶ |
167 |
Já, það var byrjað að sýna reyndar þarna Deep Space Nine eitthvað en ég einhvern veginn fattaði ekki alveg hvað þetta var þegar að það byrjaði.
▶ |
168 |
En síðan þegar ég var, var í Bandaríkjunum að þá var á SciFi Channel, að þá var Voyager akkúrat að byrja og við, þá horfði maður bara á allt Voyager.
▶ |
169 |
Síðan svona seinna hefur maður aðeins kíkt á eitthvað á Next Generation en síðan, hérna,
▶ |
170 |
eiginkona mín, eiginkona mín var mjög áhugasöm um um fyrstu seríuna. Þá byrjar maður að horfa á það líka.
▶ |
171 |
Það, já, það fannst mér bara, það kom svolítið á óvart, í rauninni.
▶ |
172 |
Já, bíddu nú við, en er ekki Star Trek er samt að detta út þar.
▶ |
173 |
Nú er það? Æi, æi, ég er ekki búinn með helminginn af því.
▶ |
174 |
Já, það er að fara að hverfa, sko.
▶ |
175 |
Þannig að ef maður nær ekki alveg að horfa, já, einmitt maður bara, grípa tækifærið.
▶ |
176 |
Já, og nýja Star Trek-ið, ég byrjaði eitthvað á því það var, það fór svo það, var svipað og Hobbitinn, það er eiginlega það sama, það fór meira í svona spennu og drama og hérna,
▶ |
177 |
þannig dót heldur en gömlu þættirnir voru í og minna af, minna af, svona heimspekilegar pælingar,
▶ |
178 |
Já, já, en ertu þá að tala um Discovery?
▶ |
179 |
sem var það skemmtilegasta við Star, Star Trek fannst mér.
▶ |
180 |
Já, akkúrat.
▶ |
181 |
Já, það var svona, okkur fannst það svona alveg
▶ |
182 |
alveg ágætt, sko. Það var, það voru náttúrlega ansi djúpar pælingar í Discovery með allt þetta svona,
▶ |
183 |
þetta er svona,
▶ |
184 |
ja eiginlega bara rosa stórar spurningar um lífið og tilveruna og svona
▶ |
185 |
áhrif af, hvernig maður hefur áhrif á framvindu heimsins.
▶ |
186 |
Það var svolítið skemmtilegt en, það var, jú, jú það var náttúrlega helling af einhverju action líka.
▶ |
187 |
Já, jú, reyndar þegar þú segir það, en.
▶ |
188 |
Já, það náttúrlega það var svona hnitmiðað í hinum þáttunum, að var allt svona, hver þáttur með sína sögu, en hérna.
▶ |
189 |
Já, það er það, einmitt, jú, það er rétt, þegar þetta er komið svona að
▶ |
190 |
draga úr, eða svona lengja einhvern veginn
▶ |
191 |
Já, og til, og bæta aksjóninu þá inn á milli, sko, óþarfi að, óþarfi að flækja þetta eitthvað.
▶ |
192 |
í þessu öllu saman, já, það er rétt.
▶ |
193 |
Já, já.
▶ |
194 |
Nei, akkúrat.
▶ |
195 |
Já, það er ekki nein, maður kemst, það er ekki svona, það er ekki svona röð af einhverjum svona litlum dæmisögum.
▶ |
196 |
Þannig var það líka með Picard og þá
▶ |
197 |
var það líka svolítið þannig að maður þurfti eiginlega einhvern veginn að bara að horfa á allt saman og horfa á
▶ |
198 |
þetta allt saman í einhverjum svona, til þess að, einhvern veginn, átta sig á því hvað þetta var eiginlega um, að fjalla um.
▶ |
199 |
En, já hérna myndir svona já, ég, maður.
▶ |
200 |
Já, átt þú einhver uppáhalds?
▶ |
201 |
Ja, það var allavegana, svona, til mjög lengri tíma þá allavegana
▶ |
202 |
talaði ég allavegana um að, að
▶ |
203 |
Brazil væri mín uppáhaldsmynd allra tíma.
▶ |
204 |
Þú kannast eitthvað við hana? Brazil.
▶ |
205 |
Brazil? Nei, nei já, nei, ég þekki hann ekki.
▶ |
206 |
Þetta er ekki um Brasilíu.
▶ |
207 |
Heldur er slatti tími síðan ég sá þetta síðast.
▶ |
208 |
En þetta er svona dystópía
▶ |
209 |
og ég er nokkuð viss um að þetta var Terry Gilliam,
▶ |
210 |
og, en þetta var svona,
▶ |
211 |
ádeila á, á til dæmis skrifræðið
▶ |
212 |
á mjög skemmtilegan hátt, og það voru svona atvik í þessari mynd sem bara þú veist eru alveg brennd í minnið
▶ |
213 |
eins og þú veist svona,
▶ |
214 |
eins og á einhverjum tímakafla var einhver að ganga bara um götuna og, og það var svona
▶ |
215 |
fjúkandi pappír úti um allt.
▶ |
216 |
Það var svona eitthvað að hvessa, og eitthvað svona, og
▶ |
217 |
pappírinn var alltaf einhvern veginn að lenda á manneskjunni og svona hún var eitthvað að hrista pappírinn af sér og,
▶ |
218 |
þá bara kom meiri pappír fljúgandi í vindinum og, og lenti á manneskjunni. Og hún var eitthvað að reyna að hrista af sér og gekk eitthvað illa og svo kom alltaf meiri og meiri pappír og, og að lokum að þá var persónan orðin þakin pappír og, og var eitthvað svona að, að veifa höndunum og svo smám saman bara fauk síðan allur pappírinn út í veður og vind og
▶ |
219 |
ekkert, ekki sást tangur né tetur af manneskjunni.
▶ |
220 |
Þetta var svona eitthvað, mjög, mjög
▶ |
221 |
öflugt hérna bara já, fólk að drukkna í pappír og líf bara hreinlega hverfa
▶ |
222 |
í einhverja svoleiðis súpu og. Og svo er þarna einn sem var að starfa hjá bákninu og fékk
▶ |
223 |
skrifstofu
▶ |
224 |
og hérna, fór inn og settist við skrifborðið og
▶ |
225 |
fannst nú reyndar eitthvað skrifborðið svona heldur lítið og, og,
▶ |
226 |
og mjótt eitthvað og var svona að reyna að lagfæra,
▶ |
227 |
eða svona hagræða skrifborðinu aðeins og sá að það væri hægt að, hægt að toga það svolítið úr, út úr veggnum til að, til að
▶ |
228 |
fá aðeins meira pláss.
▶ |
229 |
Svo hann gerði það og var rosalega ánægður, sko, nú er ég kominn með aðeins meira pláss og en þá allt í einu dróst skrifborðið aftur inn í vegginn.
▶ |
230 |
Já.
▶ |
231 |
Svo bara heyrðu hvað er? Og togaði aftur út og svo kom í ljós að það var önnur skrifstofa hinum megin sem deildi skrifborðinu.
▶ |
232 |
Þar er einhver annar að toga á móti bara, heyrðu hvað? Skrifborðið mitt, þetta
▶ |
233 |
Þannig að það var annar þar eða?
▶ |
234 |
Já.
▶ |
235 |
var pakkað svo rosalega þétt.
▶ |
236 |
Það var alls konar svona, en þetta, en þetta var alveg, var alveg rosalegt sko.
▶ |
237 |
Þetta var fyndið en alltaf á sama tíma alveg gríðarlega
▶ |
238 |
dökk ádeila á, á allt, allt svona og svona
▶ |
239 |
manneskjan skiptir rosalega litlu máli í einhverju, einhverri stórri maskínu.
▶ |
240 |
Já. Það hljómar áhugavert.
▶ |
241 |
Já ætli það ekki, síðan náttúrlega hefur verið eitthvað ýmislegt síðan sko, svo sem þetta er náttúrlega orðin eitthvað
▶ |
242 |
frekar gömul mynd, man ekki einu sinni alveg hvenær hún kom út.
▶ |
243 |
Já, ég var að skoða einhverjar myndir á meðan þú varst að tala um þetta, það var nítján hundruð áttatíu og fimm, já,
▶ |
244 |
Já, kom Brazil út þá, já svei mér þá.
▶ |
245 |
samkvæmt Google.
▶ |
246 |
Já.
▶ |
247 |
En ég held að hún hljóti að endast vel.
▶ |
248 |
Ég, það eru reyndar örugglega komin tíu ár síðan ég sá hana síðast.
▶ |
249 |
Spurning hvernig, hérna, svona,
▶ |
250 |
visual effektin eru, eru í henni, enn þá eða hvort að það, það.
▶ |
251 |
Já, ég nefnilega man,
▶ |
252 |
Já.
▶ |
253 |
Jú, passaði.
▶ |
254 |
þetta var svo rosalega bara over the top sko allt saman, bara svona
▶ |
255 |
sviðsmyndir sko, bara smíðaðar sviðsmyndir. Ég man ekki eftir rosalega miklu af einhverjum tæknibrellum, en þetta var bara svona,
▶ |
256 |
þetta eru svona fáránleg smíði á öllu, og, og.
▶ |
257 |
Er þetta ekki Terry Gilliam?
▶ |
258 |
Þannig að þú veist, allt sem hann gerir náttúrlega er bara í einhverju svona
▶ |
259 |
rosalega miklu svona, svona
▶ |
260 |
leik, leikhúsdrama, í rauninni og, og, og
▶ |
261 |
það er rosalega mikið. svona fýsískt í þessu.
▶ |
262 |
Já, já, þá náttúrlega það er, getur verið ágætt þá. Eins og Star Wars er
▶ |
263 |
enn þá mjög töff finnst mér þar voru þeir svo mikið með módel og
▶ |
264 |
Já.
▶ |
265 |
þannig dót, þannig brellur, frekar en að hérna,
▶ |
266 |
og gerði það rosalega vel, sko.
▶ |
267 |
Já.
▶ |
268 |
Það er magnað.
▶ |
269 |
Já.
▶ |
270 |
Já, algjörlega.
▶ |
271 |
Þannig fékk maður í rauninni fyrst áhuga á svona brellum fyrir alvöru, maður sá.
▶ |
272 |
Ég man bara, ég man bara eftir sko Star Wars, hérna
▶ |
273 |
þá er það New Hope bara, kom út þá,
▶ |
274 |
þá bara ætlaði maður ekki að trúa þessu, að þetta væri hægt og fljótlega held ég bara eftir, ætli það hafi, kannski var það Empire Strikes Back, sennilega, sennilega þegar hún kom út, þá, þá var
▶ |
275 |
líka búin til mynd sérstaklega um brellurnar, og það var hægt að leigja þessa mynd, um brellurnar, það var hægt að leigja hana úti í vídeóleigu og, og maður leigði hana aftur og aftur, þessa brellumynd. Bara þú veist maður vildi sýna vinum sínum þetta og allt sjáið bara hvernig þetta er gert er, þetta er ótrúlegt.
▶ |
276 |
Öll þessi litlu pínulitlu líkön af öllum, hérna,
▶ |
277 |
flaugunum og stöðvunum.
▶ |
278 |
Þá einhvern veginn.
▶ |
279 |
Það var eiginlega bara þarna sem maður eiginlega ákvað að maður skyldi fara í eitthvað svona, bara búa til, fara
▶ |
280 |
að sannfæra fólk um að eitthvað sé fyrir alvöru.
▶ |
281 |
Sé bara einhver gervigreind eða sýndarumhverfi eða hvað sem það er.
▶ |
282 |
Áttu einhverja uppáhalds, sundlaug?
▶ |
283 |
Ekkert, sko, rosalega mikið verið á ferðinni í sundlaugum.
▶ |
284 |
Það er náttúrlega.
▶ |
285 |
Ja, það má kannski segja, hérna, Ártúnsholtið.
▶ |
286 |
Við fórum náttúrulega mikið með krakkana okkar þangað, það var gaman að vera með krakka þar.
▶ |
287 |
Árbæjarlaugin þá?
▶ |
288 |
Það er já, það er Árbæjarlaug, já, einmitt Árbæ fyrirgefðu, já.
▶ |
289 |
En já. Það er svona sem, sem laug sem að, sem maður kannski sækist í þá væri það, væri það hún kannski. En síðan er náttúrlega bara hverfislaugin er hérna Vesturbæjarlaugin og það er náttúrulega, er með bara, það er svona meiri
▶ |
290 |
Já.
▶ |
291 |
nostalgía kannski í kringum það, að fara þangað.
▶ |
292 |
Jájá.
▶ |
293 |
Já, það er, er svipað hjá mér,
▶ |
294 |
annars fer ég bara í það sem er hentugast eiginlega, ég hef ekki
▶ |
295 |
engan, enga sérstaka laug sem ég fer eða svona, þarf að fara í eða vil heldur fara í, það er bara hvað er þægilegt.
▶ |
296 |
Já.
▶ |
297 |
Ég get kannski bara spurt einhverra spurninga utan þessara spurninga. Hefurðu búið annars staðar í heiminum?
▶ |
298 |
Já.
▶ |
299 |
Já, ég bjó í Svíþjóð, þegar ég var í meistaranámi,
▶ |
300 |
undan því var ég í Frakklandi reyndar bara eitt ár, já, í París.
▶ |
301 |
Í Frakklandi?
▶ |
302 |
Jájájájá.
▶ |
303 |
Vá hvað er, hvað lengi varstu þar?
▶ |
304 |
Pabbi minn var að kenna í Sorbonne háskólanum.
▶ |
305 |
Jájájá.
▶ |
306 |
Bara eitt ár.
▶ |
307 |
Þegar ég var fimmtán ára.
▶ |
308 |
Já, í bara þá í svona
▶ |
309 |
eiginlega grunnskóla, eða þú veist
▶ |
310 |
gagnfræðaskóla eða menntaskóla?
▶ |
311 |
Jájá.
▶ |
312 |
Jájájájá.
▶ |
313 |
Já, það heitir lycée þar, sem er svona eiginlega.
▶ |
314 |
Já, eiginlega fyrsta stigið af menntaskóla, í rauninni eftir því sem ég best veit.
▶ |
315 |
Ég get eiginlega ímyndað mér að þetta hafi verið svolítið svona áhrifarík upplifun, eða svona.
▶ |
316 |
Já, hvernig var eiginlega, hvernig var sú reynsla?
▶ |
317 |
Já, algjörlega það var, hérna, svona mjög sérstakt, ég náttúrlega skildi ekki neitt, og hérna.
▶ |
318 |
Nei, nákvæmlega.
▶ |
319 |
Jájájájá.
▶ |
320 |
Ekki mikill tungumálamaður, sko, þannig að ég var mjög lengi að læra, eða lærði mjög hægt frönskuna,
▶ |
321 |
lærði hana aldrei almennilega, bróðir minn hins vegar, tveimur árum yngri,
▶ |
322 |
hann var orðinn mjög góður þegar, hérna, við fluttum til baka.
▶ |
323 |
Þannig að þetta var mjög áhugavert allt.
▶ |
324 |
Var þetta einhvers staðar svona fyrir miðju í borginni eða
▶ |
325 |
sagðirðu ekki Sorbonne?
▶ |
326 |
Þá er hún þarna í miðjunni en, en nema það séu þá einhverjir aðrir campus-ar?
▶ |
327 |
Jú, já, það.
▶ |
328 |
Jájá.
▶ |
329 |
Já, það er, það eru alveg nokkrir kampusar, ég man ekki nákvæmlega hvar,
▶ |
330 |
við vorum í fimmta hverfi lengi og áttunda hverfi bjuggum við líka.
▶ |
331 |
Jájájájá.
▶ |
332 |
Já.
▶ |
333 |
En alveg hérna sem sagt í í París sjálfri, voru.
▶ |
334 |
Og svo, já þegar ég var í Svíþjóð, þá hérna, fór ég í skiptinám til Kóreu og var þar í eina önn. Það var mjög gaman.
▶ |
335 |
Vá!
▶ |
336 |
Já, það hlýtur að vera, já það hefur verið algjört,
▶ |
337 |
þar aftur kannski tungumálið komið inn í sem ákveðin áskorun.
▶ |
338 |
Já.
▶ |
339 |
Já.
▶ |
340 |
Já, akkúrat, hérna, krakkarnir í skólanum töluðu náttúrlega margir ensku en alls ekki allir, sko. Sumir, hérna,
▶ |
341 |
ekkert mjög góðir í henni og fólk bara svona almenningur var, hérna,
▶ |
342 |
kunni mjög lítið í ensku, sérstaklega eldra fólkið, náttúrlega.
▶ |
343 |
Og svo náttúrlega eru þeir með annað, annað letur,
▶ |
344 |
en, hérna, maður er svo sem ekki lengi að læra það.
▶ |
345 |
Bara skoða það,
▶ |
346 |
hérna því það er mjög, það er nokkuð einfalt, það er ekki eins og kínverska og japanska, hérna.
▶ |
347 |
Jájá.
▶ |
348 |
Jájájájá.
▶ |
349 |
Heldur er þetta bara einhver svona, man ekki, milli tuttugu og þrjátíu tákn og svo er þrem til fjórum eða tveim til fjórum blandað saman til að mynda sem sagt atkvæði.
▶ |
350 |
Þannig að það, það er mjög töff hvernig þeir gera það, það var meira að segja.
▶ |
351 |
Hvað kom til að þú ákvaðst að fara þangað?
▶ |
352 |
Ó, vá!
▶ |
353 |
Jájá.
▶ |
354 |
Já.
▶ |
355 |
Eiginlega hérna bæði,
▶ |
356 |
en sko, fyrst áhuginn kviknaði í rauninni fyrst gegnum Star Craft tölvuleikinn.
▶ |
357 |
Af því að þar var hann spilaður og keppt í honum, það var alveg í
▶ |
358 |
stórum mótum og svona, hérna,
▶ |
359 |
tölvuleikjasportið
▶ |
360 |
má segja að það hafi, hérna, byrjað í Kóreu eða orðið alla vega, þar varð það fyrst svona stórt.
▶ |
361 |
Þannig að það, þar kviknaði áhuginn og svo er þetta, bara mjög, hérna
▶ |
362 |
áhugaverður staður og já, mig langaði að prófa að fara eitthvert,
▶ |
363 |
Já, vá!
▶ |
364 |
búinn að ferðast um Evrópu mjög mikið,
▶ |
365 |
en hérna, hafði aldrei áður farið svona langt í burtu [UNK].
▶ |
366 |
Þannig að það var líka.
▶ |
367 |
Nei, einmitt.
▶ |
368 |
Hvar og,
▶ |
369 |
hvar, hvar var, hvað hérna
▶ |
370 |
StarCraft, hvar og hvenær kynntistu StarCraft?
▶ |
371 |
Í menntaskólanum hér heima, þá vorum við í honum í hádegishléunum.
▶ |
372 |
Jájájá,
▶ |
373 |
þá fyrsta leiknum?
▶ |
374 |
Já, eða Brood War, sem er þarna, já, hérna, aukapakki fyrir [UNK].
▶ |
375 |
Já, akkúrat.
▶ |
376 |
Það varð náttúrlega svona official, hérna, keppnispakkinn eiginlega.
▶ |
377 |
Já, akkúrat.
▶ |
378 |
Já.
▶ |
379 |
Nei, aldrei, nei.
▶ |
380 |
Já, ég nefnilega ég man vel eftir því þegar hann kom út, sko.
▶ |
381 |
Og ég hafði ekkert, sko, ekkert verið að fylgjast með greinilega, en það var samnemandi minn eða, já, sem bara gaf mér StarCraft,
▶ |
382 |
hérna sem hann hafði keypt handa mér sko, því að hann vildi spila á móti mér.
▶ |
383 |
Þannig að ég átti þennan kassa og setti hann í gang og bara já, þetta er svolítið kúl.
▶ |
384 |
Það var svona eiginlega, akkúrat þegar þetta var svona, þú veist þá var í rauninni, þá var
▶ |
385 |
hafði maður enga hugmynd um það hvað þetta yrði stórt, hvað þetta yrði alveg svakalega stórt, sko.
▶ |
386 |
Svo hérna, það er náttúrlega annar leikur reyndar, en stærsta tölvuleikjamót í heimi
▶ |
387 |
að koma, koma hingað til Íslands. Það er mjög spennandi.
▶ |
388 |
Já, það er líka mjög magnað, en þú veist.
▶ |
389 |
Já, ég bara, en er, var, og var það ekkert,
▶ |
390 |
var það ekkert svona,
▶ |
391 |
erfitt í rauninni kannski að sjá fyrir sér að það myndi koma fólk hingað?
▶ |
392 |
Svona í ástandinu og öllu?
▶ |
393 |
Jú, mér fannst þetta mjög, þegar ég heyrði þetta fyrst þá trúði ég því varla, sko, af því þetta er svo risastórt mót, sko.
▶ |
394 |
Einmitt.
▶ |
395 |
Jájájájá.
▶ |
396 |
En já, það er kannski, þeir voru með mót um daginn, svona eitthvað, hérna,
▶ |
397 |
sem var hér og það hefur bara gengið greinilega, nógu vel eða kannski betur en þeir héldu.
▶ |
398 |
En já, en þú, hefur þú búið einhvers staðar?
▶ |
399 |
Já, ég hef búið, já það, ég var, bjó í ellefu ár í Bandaríkjunum. Þannig að það já þannig.
▶ |
400 |
Kom fram áðan, Bandaríkjunum, eitthvað, ekki?
▶ |
401 |
Já.
▶ |
402 |
Ég man, sko, þegar að það var orðið, sko, þá
▶ |
403 |
einn þriðji á ævinni eða eitthvað svoleiðis, sko.
▶ |
404 |
En það, það hefur minnkað síðan, þetta er ekki jafn stórt hlutfall núna.
▶ |
405 |
En þegar ég var búinn að vera í Bandaríkjunum, þá hafði þetta, þá hafði ég eytt í rauninni, einum þriðja af ævinni þar.
▶ |
406 |
Já, akkúrat.
▶ |
407 |
Það var í rauninni, hvað segirðu?
▶ |
408 |
Varstu í, varstu í skóla þangað og varst lengur eða hvernig?
▶ |
409 |
Já, ég fór í, ég fór í meistaranám
▶ |
410 |
þegar ég var búinn með með B S hérna á Íslandi.
▶ |
411 |
Eftir B S-inn tók ég eitt ár, bara í að vinna.
▶ |
412 |
Og fór síðan í meistaranám út og svo þegar meistaranámið var búið þá var svona ákveðin pressa á mann bara að halda áfram.
▶ |
413 |
Þannig að þá hélt því áfram á sama stað í doktorsnám.
▶ |
414 |
Það tók sex ár doktorsnámið í viðbót við meistaranámið.
▶ |
415 |
Já, akkúrat.
▶ |
416 |
Þá voru komin átta ár bara í, í sömu skrifstofu,
▶ |
417 |
Já, ókei.
▶ |
418 |
Vá.
▶ |
419 |
Nú, já er það?
▶ |
420 |
Já, akkúrat.
▶ |
421 |
ég flutti aldrei úr skrifstofunni minni.
▶ |
422 |
Á meðan allir voru að flytja í kringum mig, þetta var voðalega fyndið. Mér fannst eins og öll byggingin væri einhvern veginn þarna að hreyfast í hring en ég var einhvern veginn bara fastur þarna í gluggalausri skrifstofu í miðri byggingu. En eftir það fór ég síðan til, hérna
▶ |
423 |
Kaliforníu, eða sem sagt þetta var í Boston en síðan fór ég í vinnu í Kaliforníu í Los Angeles í þrjú ár.
▶ |
424 |
Þannið að ég svona, prófaði báðar strendur, þetta er nú svolítið eins og sitt hvort landið.
▶ |
425 |
Er það ekki? Jú, ég hérna, ég hef aldrei verið á Vesturströndinni þannig að hérna.
▶ |
426 |
Já, einmitt.
▶ |
427 |
Og mér fannst það, sko, til að byrja með kannski ekkert
▶ |
428 |
rosalega spennandi að fara til Los Angeles en
▶ |
429 |
eftir að hafa verið í smá tíma að þá einhvern veginn byrjaði maður bara alveg að fíla þennan stað, sko, eða svona.
▶ |
430 |
þegar maður fer að fatta í rauninni hvað staðurinn býður upp á og svona sjá alla litlu, öll litlu samfélögin
▶ |
431 |
sem að þrífast innan borgarinnar.
▶ |
432 |
Nei, maður fann ekkert
▶ |
433 |
þannig fyrir eða ég man ekkert sérstaklega eftir hitanum, þetta er svolítið leiðinlegt veður að vera alltaf bara í, í sól.
▶ |
434 |
En, en við bjuggum á ströndinni og þá kom svona köld þoka inn af sjónum.
▶ |
435 |
Og, það byrjuðu oft dagarnir þannig að maður var bara í í blindþoku og svona bara í svona svölum andvara, einhvern veginn að það var bara mjög fínt.
▶ |
436 |
En svona ef maður fór kannski aðeins inn í landið. Bara þess vegna bara tvö, þrjú hverfi að þá var maður kominn bara alltaf í þessa sömu sól.
▶ |
437 |
Þannig að það skipti svolitlu máli, held ég, að vera þarna
▶ |
438 |
og svo var náttúrlega var fannst mér líka annað alveg kom rosalega á óvart að maður sá, að maður sá alveg náttúruna, þú veist.
▶ |
439 |
Við vorum í L A nánast miðri þarna og en samt út um stofugluggann sá maður bara upp í fjöll hinum megin við borgina.
▶ |
440 |
Og þar snjóaði á veturna, þannig að maður horfði bara upp í, í snjóinn sko.
▶ |
441 |
Sem mér fannst alveg magnað, það var náttúrlega ekkert snjór í borginni.
▶ |
442 |
En, en maður bara einhvern veginn bjóst ekki við þessu, að maður hefði þetta útsýni þarna. Síðan þurfti maður náttúrlega bara að keyra í kannski klukkutíma eða eitthvað, þá ertu bara kominn upp í fjöll.
▶ |
443 |
Já, er hérna, nú er náttúrlega ekki eins þéttbyggt þarna megin og eins og í New York, er það? Eða hvernig? Eru samfélögin þá?
▶ |
444 |
Nei, þetta, algörlega, þetta dreifist rosalega stórt svæði, mikið flæmi.
▶ |
445 |
Og náttúrlega gengur allt út á að koma sér upp að hraðbraut, og svo skjótast eftir henni á milli hverfa.
▶ |
446 |
Þannig að þetta er alveg stöðugt, maður náttúrlega bara er alltaf á bíl, sko, keyra. Það þýðir ekkert að vera að nota almenningssamgöngur.
▶ |
447 |
Þær koma þér yfirleitt ekki hratt á staðina eða milli staða. Það er ekkert, ekkert lestarkerfi til að tala um.
▶ |
448 |
Já, nei, akkúrat, eru varla til eða hvað?
▶ |
449 |
Þannig að, já, þetta er rosalega dreift en, en þessar hraðbrautir eru alveg svakalegar og hérna.
▶ |
450 |
Þær gera manni kleift að komast út úr borginni, líka mjög hratt.
▶ |
451 |
Ég var að segja að það var kannski klukkutími upp í fjöllin þarna í grenndinni. Og svo var það tveir klukkutímar, ef þú keyrir tvo klukkutíma þá ertu kominn bara út í miðja eyðimörk.
▶ |
452 |
Þá sér maður hvergi, sko, byggt ból.
▶ |
453 |
Já, akkúrat já.
▶ |
454 |
Já, það er eiginlega magnað að það hafi
▶ |
455 |
Já, og það er alltaf verið að benda á það, að þú veist. Það er ekkert náttúruleg vatnsuppspretta þarna.
▶ |
456 |
myndast svona stór borg þarna, sko.
▶ |
457 |
Já.
▶ |
458 |
Já.
▶ |
459 |
Þannig að það er bara alltaf verið að vökva, alltaf, og það bara kemur einhver svaka skammtur af vatni að norðan sem að heldur þessu gangandi.
▶ |
460 |
Þetta voru einu, já, þannig að Bandaríkin eru eina landið sem ég hef beinlínis búið í. Síðan hef ég bara ferðast og heimsótt aðra staði.
▶ |
461 |
Svo já hvenær, af hverju ákvaðstu að flytja aftur til Íslands?
▶ |
462 |
Já.
▶ |
463 |
Það var nú, ja, í rauninni var það fyrst og fremst vegna þess að ég hafði eiginlega alltaf lofað fjölskyldu minni, að ég myndi nú einhvern tímann koma til baka.
▶ |
464 |
Og ég átti hérna, þú veist, afa og ömmu og þau voru alltaf að spyrja, þú veist, ertu ekki að fara að koma og svo voru þau orðin rosalega, svona, náttúrlega farin að eldast ansi mikið og maður einhvern veginn
▶ |
465 |
sá fram á að það, að það væri, að maður myndi aldrei fyrirgefa sér að ef maður væri bara ekki á landinu svona síðustu árin þeirra.
▶ |
466 |
Þannið að bara gagngert flutti maður heim til þess að, að eyða tíma með eldri kynslóðinni.
▶ |
467 |
Já, akkúrat.
▶ |
468 |
Já, já, flott.
▶ |
469 |
Og það tókst. Ég er rosalega ánægður með það að hafa fengið þann tíma, sko.
▶ |
470 |
Já, það eru komnar þrjátíu og tvær mínútur.
▶ |
471 |
Já, ég held að við séum komnir með. Jepp. Ég ýti á stopp.
▶ |
472 |
Ert þú þá að fara að senda þetta inn?
▶ |