Title
stringlengths 43
45
| Keywords
stringlengths 3
239
| Summary
stringlengths 73
7.24k
| Text
stringlengths 778
682k
|
---|---|---|---|
Mál nr. 128/2016 | Kærumál Farbann | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áfram farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 2. mgr. 95. gr. sömu laga. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir
Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason og Guðrún Erlendsdóttir settur
hæstaréttardómari.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með
kæru 16. febrúar 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar.
Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. febrúar 2016, þar sem varnaraðila
var gert að sæta áfram farbanni allt til þriðjudagsins 15. mars 2016 klukkan
16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð
sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði
felldur úr gildi, en til vara að farbanninu verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða
úrskurðar.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar
verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms
Reykjaness 16. febrúar 2016.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur
krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að X, fæddur [...], skuli sæta farbanni, allt
til þriðjudagsins 15. mars 2016, kl. 16:00.
Í greinargerð lögreglustjóra segir að hann
hafi haft til rannsóknar stórfellt fíkniefnalagabrot er varðar
innflutning á sterkum fíkniefnum hingað til lands.
Þann 22.
september sl. hafi meðkærði Y komið hingað til lands ásamt erlendri konu á
bifreiðinni [...] með ferjunni Norrænu. Lögreglan hafi haft eftirlit með
bifreiðinni þar sem henni hafi verið ekið til Reykjavíkur og þaðan til
Keflavíkur á tímabilinu 22. – 25. september. Föstudaginn 25. september hafi
meðkærði Y farið með flugi frá Íslandi, en hann hafi skilið bifreiðina eftir á
bifreiðastæði við Keflavíkurflugvöll. Meðkærði Y hafi komið aftur til landsins
28. september og sótt bifreiðina. Kærði hafi einnig komið með flugi til
landsins þennan sama dag og hafi þeir ekið á sitt hvorri bifreiðinni sem leið
lá inn í [...] að gistiheimili við [...] í [...]. Þar hafi hann hitt meðkærða Y
og þeir báðir verið handteknir af lögreglu stuttu eftir komu þeirra í
húsnæðið. Bifreiðin sem meðkærði Y hafi
ekið hafi verið haldlögð af lögreglu og við leit í henni hafi fundist rúmlega
19,5 kg af amfetamíni og rúmlega 2,5 kg af kókaíni sem hafi verið búið að fela
í bifreiðinni. Alls hafi fjórir aðilar verið handteknir vegna málsins og hafi
þeir allir sætt gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar þess.
Kærði hafi neitað
sök við fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hafi nú játað það að hafa tekið
þátt í því að flytja inn ofangreinda bifreið en hann kvaðst ekki hafa vitað að
í bifreiðinni væru falin fíkniefni. Hann hafi lýst fyrir lögreglu hvernig skipulagningu
innflutningsins hafi verið háttað og að hann hafi áður tekið þátt í
sambærilegum innflutningi. Hann hafi greint lögreglu frá því að tveir
Hollendingar hafi átt þátt í skipulagningu innflutningsins. Aðspurður hafi hann
sagt hlutverk sitt hafa verið að koma til landsins, fjarlægja það sem hafi
verið í bifreiðinni og afhenda aðila við [...]. Hann hafi síðan átt að fá
skilaboð varðandi peningagreiðslu fyrir sinn þátt. Hann hafi einnig upplýst
lögreglu um það að hann hafi nokkrum sinnum hitt samverkamenn sína á fundum í
Hollandi, áður en haldið hafi verið til Íslands, þar sem ferðin hafi verið
skipulögð.
Kærði þyki vera
undir sterkum grun um aðild að broti sem geti varðað allt að 12 ára fangelsi.
Að mati lögreglu er meint aðild kærða mikil en hún er talin tengjast
skipulagningu og flutningi fíkniefnanna hingað til lands. Um mjög mikið magn
hættulegra fíkniefna sé að ræða. Hið ætlaða brot kærða þyki mjög alvarlegt og
þess eðlis að rétt hafi verið talið að tryggja að kærði gengi ekki laus á meðan
mál hans er til meðferðar. Telja verði að ef sakborningur, sem orðið hefur
uppvís að jafn alvarlegu broti og kærði sé látinn laus áður en máli lýkur með
dómi þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings.
Metur lögregla það svo að skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð
sakamála sé fullnægt í því máli sem hér um ræðir en staða kærða þyki sambærileg
stöðu sakborninga í öðrum svipuðum málum, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr.
736/2015, 152/2013, 149/2013, 269/2010, 164/2010 og 91/2010, þar sem
sakborningum hafi verið gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli
almannahagsmuna þegar legið hafi fyrir sterkur grunur um beina aðild að
innflutningi að miklu magni fíkniefna í ágóðaskyni.
Kærði hafi sætt
gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins frá 29. september, nú síðast með
úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R-[...]/2015, en sá úrskurður hafi
verið staðfestur með dómi Hæstaréttar. Þar sem kærði hafi sætt gæsluvarðhaldi í
12 vikur án þess að mál hafi verið höfðað á hendur honum hafi lögregla talið, í
samræmi við 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, að ekki væri unnt að úrskurða
hann áfram í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í samræmi við það hafi verið farið fram á og kærði verið í
kjölfarið úrskurðaður í farbann og sá úrskurður verið staðfestur með dómi
Hæstaréttar. Því sé farið fram á að kærði verði úrskurðaður í
áframhaldandi farbann á grundvelli 100. gr. laga nr. 88/2008 en á því sé byggt
að skilyrði 2. mgr. 95. gr. séu uppfyllt. Jafnframt telur lögregla að fyrir
hendi séu skilyrði til að úrskurða kærða í farbann á grundvelli b-liðar 1. mgr.
95. gr. laga nr. 88/2008. Kærði sé erlendur ríkisborgari og hafi engin sérstök
tengsl við landið. Sæti hann ekki farbanni megi ætla að hann reyni að komast úr
landi til að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar. Að mati lögreglu sé
brýnt að tryggja nærveru kærða á meðan mál hans er til meðferðar fyrir
yfirvöldum hér á landi og því nauðsynlegt að honum verði gert að sæta farbanni
þar til mál hans er til lykta leitt.
Rannsókn lögreglu
hafi að hluta til verið unnin í samstarfi við erlend yfirvöld þar sem óskað
hafi verið eftir húsleitum og skýrslutökum. Rannsóknin sé nú á lokastigi og
verði málið sent héraðssaksóknara á næstu dögum.
Til rannsóknar sé
ætlað brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ásamt síðari
breytingum, sem geti varðað allt að 12 ára fangelsi. Um heimild til að úrskurða
kærða í farbann sé vísað til b-liðar 1.
mgr. 95. gr. og 2. mgr. 95. gr. sbr. 100. gr. laga um meðferð sakamála nr.
88/2008. Með vísan til alls framangreinds og framlagðra gagna málsins sé þess
beiðst að krafa lögreglustjóra um farbann nái fram að ganga.
Með
dómi Hæstaréttar 21. janúar 2016 í máli nr. 49/2016 var kærða gert að sæta
farbanni til dagsins í dag á grundvelli 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr.
95. gr. sömu laga. Er ekkert fram komið í málinu sem leiðir til þess að ekki
séu lengur fyrir hendi skilyrði til að kærða verði gert að sæta farbanni, en
rannsókn málsins, sem hefur verið mjög umfangsmikil, er á lokastigi og verður málið
sent héraðssaksóknara á næstu dögum. Með vísan til framangreinds er fallist á
kröfu lögreglustjóra um áframhaldandi farbann, eins og nánar greinir í
úrskurðarorði.
Úrskurð þennan kveður upp Sandra
Baldvinsdóttir héraðsdómari.
Úrskurðarorð:
Kærði, X, skal sæta farbanni allt til
þriðjudagsins 15. mars 2016, kl. 16:00.
|
Mál nr. 122/2016 | Kærumál Vitni Skýrslugjöf | Hæstiréttur taldi að uppfyllt væru skilyrði b. liðar 1. mgr. 59. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til að tekin yrði skýrsla af A fyrir dómi. Var ekki talið skipta máli þótt hún hefði áður gefið skýrslu hjá lögreglu, enda færi sönnunarfærslan fram fyrir dómi, sbr. 1. og 2. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008. |
Dómur
Hæstaréttar
Mál þetta dæma Benedikt Bogason hæstaréttardómari og
Guðrún Erlendsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settir hæstaréttardómarar.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14.
febrúar 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður
er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 12. febrúar 2016 þar sem hafnað var kröfu
sóknaraðila um að tekin yrði skýrsla fyrir dómi af A. Kæruheimild er í f. lið
1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sóknaraðili krefst þess
að umbeðin skýrslutaka verði heimiluð.
Varnaraðili hefur ekki látið
málið til sín taka.
Eins og greinir í hinum kærða
úrskurði eru til rannsóknar hjá lögreglu ætluð ofbeldisbrot varnaraðila gegn
eiginkonu sinni. Með tölvupósti 11. febrúar 2016 óskaði verjandi varnaraðila
eftir afriti af gögnum málsins og þá sérstaklega skýrslutökum, en brotaþoli gaf
skýrslu hjá lögreglu 9. sama mánaðar. Þeirri beiðni hafnaði sóknaraðili að svo
stöddu með tölvupósti sama dag á þeim grundvelli að það gæti skaðað rannsókn
málsins, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt þessu er fullnægt
skilyrðum b. liðar 1. mgr. 59. gr. laganna til að leiða brotaþola fyrir dóm til
skýrslugjafar. Skiptir þá engu þótt hún hafi áður gefið skýrslu hjá lögreglu,
enda fer sönnunarfærslan fram fyrir dómi, sbr. 1. og 2. mgr. 111. gr. laganna.
Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að
taka skýrslu af brotaþola.
Dómsorð:
Hinn
kærði úrskurður er felldur úr gildi og er lagt fyrir héraðsdóm að taka skýrslu
af A.
Úrskurður Héraðsdóms
Suðurlands 12. febrúar 2016.
Héraðsdómi Suðurlands hefur borist krafa
lögreglustjórans á Suðurlandi, dagsett 11. febrúar sl., móttekin sama dag, þess
efnis að tekin verði skýrsla fyrir dómi af A, kt. [...], vegna rannsóknar
lögreglustjórans á Suðurlandi á máli lögreglu nr. 318-2016-[...]. Fram kemur að
um sé að ræða rannsókn á meintu ofbeldi gegn áðurnefndri konu og að kærður sé
X, kt. [...]. Segir í kröfu lögreglustjóra að lögregla telji skýrslutökuna
nauðsynlega áður en verjandi í málinu fái aðgang að rannsóknargögnum, auk þess
sem það sé talið æskilegt með tilliti til hagsmuna brotaþola. Lögreglustjóri
vísar til b- og c-liðar 1. mgr. 59. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála
kröfu sinni til stuðnings.
II.
Í máli þessu óskar lögreglustjóri eftir
skýrslutöku fyrir dómi og vísar til b-, og c-liðar 1. mgr. 59. gr. laga nr.
88/2008. Meðal gagna sem fylgdu kröfu lögreglustjóra eru tölvupóstsamskipti
milli verjanda kærða og fulltrúa lögreglustjóra þar sem verjandi óskar meðal
annars eftir aðgangi að gögnum máls lögreglu nr. 318-2016-[...]. Í svari
lögreglustjóra til verjanda þann 11. febrúar sl., kemur fram að fyrstu
skýrslutökur í málinu hafi farið fram 9. febrúar sl. Þá hafnar lögreglustjóri
beiðni verjanda um aðgang rannsóknargögnum málsins með vísan til 1. mgr. 37.
gr. laga nr. 88/2008.
Samkvæmt b-lið 1.
mgr. 59. gr. laga nr. 88/2008 fer skýrslutaka meðan á rannsókn máls stendur
fram fyrir dómi af sakborningi, brotaþola eða öðrum vitnum ef lögregla telur
það nauðsynlegt til þess að upplýsa mál áður en verjandi fær aðgang að
einstökum skjölum eða öðrum gögnum þess. Í máli þessu liggur fyrir að brotaþoli
hefur nú þegar gefið skýrslu hjá lögreglu og er því vandséð hvað það er sem
lögregla ætlar að upplýsa með skýrslutöku af brotaþola fyrir dómi. Þá verður
ekki annað ráðið af áðurgreindum tölvupósti fulltrúa lögreglustjóra til
verjanda kærða en að honum hafi nú þegar verið neitað um aðgang að gögnum
málsins en fulltrúi lögreglustjóra vísar í svari sínu til 1. mgr. 37. gr. laga
nr. 88/2008, þar sem segir að lögregla geti neitað verjanda aðgang að einstökum
skjölum eða öðrum gögnum í allt að þrjá
vikur frá því gögnin komu í vörslu lögreglu
Samkvæmt
c-lið 1. mgr. 59. gr. laga nr. 88/2008 fer skýrslutaka meðan á rannsókn máls
stendur fram fyrir dómi af brotaþola eða öðrum vitnum ef þau neita að mæta til
skýrslutöku hjá lögreglu eða neita að svara spurningum hennar, ætla má að þau
komist ekki fyrir dóm við meðferð málsins eða það er talið æskilegt með tilliti
til hagsmuna þeirra, svo sem ef um börn er að ræða. Í kröfu lögreglustjóra er í
engu rökstutt af hverju æskilegt er með tilliti til hagsmuna brotaþola að hún
komi fyrir dóm og gefi skýrslu meðan á rannsókn þessa máls stendur. Þá verður
ekki fram hjá því litið í þessu sambandi að brotaþoli hefur nú þegar gefið
skýrslu hjá lögreglu í framangreindu máli, en samkvæmt samantekt þeirrar
skýrslutöku mætti brotaþoli til skýrslutökunnar hjá lögreglu daginn eftir að
hún tilkynnti um ætlað heimilisofbeldi.
Þá
uppfyllir krafa lögreglustjóra ekki fyrirmæli 4. málsliðar 1. mgr. 103. gr.
laga nr. 88/2008, en í 1. mgr. greinarinnar segir að telji lögreglustjóri þörf
atbeina dómara til aðgerða samkvæmt 1. mgr. 102. gr. laganna skuli hann leggja
fram skriflega og rökstudda kröfu um hana fyrir héraðsdómara. Segir í 4.
málslið að þess skuli jafnframt getið hvort sá sem hana gerir krefjist þess að
hún sæti meðferð fyrir dómi án þess að sakborningur eða annar sá sem hún
beinist að verði kvaddur á dómþing, sbr. 1. mgr. 104. gr. laganna.
Samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga nr. 88/2008 er
það meginregla að lögregla taki skýrslur af sakborningi og vitnum meðan mál er
til rannsóknar. Í undantekningartilvikum er þó gert ráð fyrir að tekin sé
skýrsla fyrir dómi af þeim sem við mál eru riðnir, sbr. 59. gr. laganna, en
ákvæðið er frávik frá einni af meginreglum sakamálaréttarfars, þ.e. reglunni um
milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi, sbr. 2. mgr. 111. gr. laganna.
Samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 88/2008 skal dómari gæta að því hvort krafa
um skýrslutöku fyrir dómi fullnægi ákvæðum 59. gr. laganna. Að öllu framansögðu
virtu þykir lögreglustjóri ekki hafa sýnt fram á skilyrðum 59. gr. laga nr.
88/2008 sé fullnægt í máli þessu.
Kröfunni er því hafnað.
Ragnheiður Thorlacius héraðsdómari kveður
upp þennan úrskurð.
Úrskurðarorð:
Kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um skýrslutöku
fyrir dómi af A er hafnað.
|
Mál nr. 126/2016 | Kærumál Farbann | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áfram farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 2. mgr. 95. gr. sömu laga. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi
I. Jónsson og Benedikt Bogason og Guðrún Erlendsdóttir settur
hæstaréttardómari.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með
kæru 16. febrúar 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar.
Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. febrúar 2016, þar sem varnaraðila
var gert að sæta áfram farbanni allt til þriðjudagsins 15. mars 2016 klukkan
16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð
sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði
felldur úr gildi, en til vara að farbanninu verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða
úrskurðar.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar
verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. febrúar 2016.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur
krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að X, kt. [...], skuli sæta áframhaldandi farbanni, allt til þriðjudagsins 15. mars 2016, kl. 16:00.
Í greinargerð lögreglustjóra segir að hann
hafi haft til rannsóknar stórfellt fíkniefnalagabrot er varðar
innflutning á sterkum fíkniefnum hingað til lands. Þann 28. september sl. hafi
lögreglan lagt hald á rúmlega 19,5 kg af amfetamíni og rúmlega 2,5 kg af
kókaíni sem hafi fundist í bifreið sem hafi verið staðsett við gistiheimili að
[...] í [...]. Tveir erlendir aðilar hafi verið handteknir inni í húsnæðinu
grunaðir um aðild að innflutningi fíkniefnanna hingað til lands en annar þeirra
hafi komið með bifreiðina til landsins með ferjunni Norrænu þann 22. september
sl. Lögreglan hafi verið með eftirlit með bifreiðinni sem innihélt fíkniefnin í
nokkra daga. Við það eftirlit hafi lögreglan ítrekað orðið vör við aðra bifreið
sem virtist fylgja hinni eftir. Við frekari skoðun lögreglu hafi komið í ljós
að um var að ræða bílaleigubifreiðar sem kærði X hafi verið skráður leigutaki
að. Kærði hafi verið handtekinn skammt frá gistiheimilinu á bifreiðinni [...]
og lögreglan fundið í henni sjónauka, lambhúshettu og rúmlega 15.600 evrur, sem
svari til rúmlega 2,2 milljóna íslenskra króna. Lögregla telur að kærði hafi
þar verið að fylgjast með meðkærðu og bifreiðinni. Við rannsókn lögreglu hafi
einnig komið í ljós að kærði hafi verið staðsettur á Seyðisfirði sama dag og
Norræna kom til landsins þann 22. september.
Kærði hafi neitað
sök við skýrslutöku hjá lögreglu. Framburði kærða beri ekki saman við þau gögn
sem lögreglan hafi undir höndum, framburð meðkærða og vitna. Kærði hafi að öðru
leyti lítið kosið að tjá sig hjá lögreglu eða kveðst ekki muna eftir atvikum
máls. Í framburðum meðkærðu hjá lögreglu hafi komið fram að erlendir aðilar
hafi tekið þátt í skipulagningu innflutningsins og þeir verið í samskiptum eða
í samstarfi við aðila hér á landi sem fylgdust með ferðum bifreiðarinnar. Það
er ætlun lögreglu að kærði og meðkærði Y hafi verið samstarfsmenn þessara aðila
hér á landi.
Með heimild
Héraðsdóms Reykjaness hafi lögreglan skoðað síma og fjármálagögn kærða. Við þá
skoðun hafi margt komið fram sem styrki grun lögreglu. Ljóst sé að kærði hafi
nokkuð fjármagn í höndunum og virðist vera sem mikið fjármagn sé að fara á
milli kærða og meðkærða Y hér á landi og erlendis. Meðkærði Y segi þó mjög
lítil fjárhagsleg tengsl vera á milli þeirra og kærði neiti að tjá sig um það.
Við skoðun á fjármálagögnum kærða og meðkærða Y hafi komið í ljós að á
tímabilinu frá 22. júlí til 10. september hafi verið lagðar rúmlega 9 milljónir
inn á 30 Ikort, en 25 þeirra hafi fundist á heimili kærða. Þá megi sjá að
rúmlega 8 milljónir hafi verið teknar út af þessum kortum í hraðbönkum í Evrópu
á tímabilinu frá 22. júlí til 17. september. Lögreglan telur að þessir peningar
hafi verið notaðir til að fjármagna fíkniefnainnflutninginn. Kærði hafi neitað
að tjá sig um það í hvaða tilgangi hann lagði inn þessa peninga og hver eða hverjir
hafi tekið út þessar fjárhæðir og í hvaða tilgangi. Þá hafi lögreglan undir
höndum gögn sem sýni það að kærði hafi á þessu tímabili tekið nokkrar bifreiðar
til leigu. Bifreiðunum hafi verið ekið yfir 2000 km á meðan kærði hafði umráð
yfir þeim og hafi komið í ljós að þrisvar sinnum á þessu sama tímabili hafi
kærði verið staðsettur á Seyðisfirði. Í framburðum meðkærðu hafi komið fram að
erlendir aðilar hafi tekið þátt í skipulagningu innflutningsins og þeir verið í
samskiptum eða í samstarfi við aðila hér á landi sem fylgdust með ferðum
bifreiðarinnar. Við leit á heimili og í bifreið meðkærða Y hafi fundist kassar
utan af Blackberry símum. Einn kassinn hafi verið utan af síma sem kærði hafi
verið með við handtöku og telur lögreglan að sá sími hafi verið notaður í
samskiptum við erlenda samverkamenn. Við rannsókn lögreglu á þessum síma hafi
komið í ljós að símtækið hafi eingöngu verið hægt að nota í þeim tilgangi að
eiga dulkóðuð texta samskipti, en kærði neiti að tjá sig um það. Þá hafi komið
í ljós að meðkærði Y hafi ítrekað keypt flugferðir fyrir kærða á þessu ári, en
aðspurðir hafi þeir neitað að tjá sig um það hjá lögreglu.
Kærði
þyki vera undir sterkum grun um aðild að broti sem geti varðað allt að 12 ára
fangelsi. Að mati lögreglu þykir meint aðild kærða mikil en hún sé talin
tengjast skipulagningu og flutningi fíkniefnanna hingað til lands. Þá sé einnig
lagt til grundvallar kröfu að um mjög mikið magn hættulegra fíkniefna sé að
ræða. Hið ætlaða brot kærða þyki mjög alvarlegt og þess eðlis að talið hafi
verið að tryggja ætti að kærði gengi ekki laus á meðan mál hans er til
meðferðar. Telja verði að ef sakborningur, sem orðið hefur uppvís að jafn
alvarlegu broti og kærði sé látinn laus áður en máli lýkur með dómi, þá valdi
það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings. Metur lögregla það
svo að skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sé
fullnægt í því máli sem hér um ræðir en staða kærða þyki sambærileg stöðu
sakborninga á öðrum svipuðum málum, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 736/2015,
152/2013, 149/2013, 269/2010, 164/2010 og 91/2010, þar sem sakborningum hafi
verið gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna þegar legið hafi
fyrir sterkur grunur um beina aðild að innflutningi að miklu magni fíkniefna í
ágóðaskyni.
Kærði
hafi sætt gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins frá 29. september, síðast
með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R-[...]/2015, en sá úrskurður
hafi verið staðfestur með dómi Hæstaréttar. Þar sem kærði hafi sætt
gæsluvarðhaldi í 12 vikur án þess að mál hafi verið höfðað á hendur honum hafi
lögregla talið, í samræmi við 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, að ekki væri
unnt að úrskurða kærða áfram í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í
samræmi við það hafi verið farið fram á og kærði í kjölfarið verið úrskurðaður
í farbann og sá úrskurður verið staðfestur með dómi Hæstaréttar. Því sé farið
fram á að kærði verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann á grundvelli 100. gr.
laga nr. 88/2008 en á því er byggt að skilyrði 2. mgr. 95. gr. séu uppfyllt,
eins og áður er rakið. Jafnframt telur lögregla vera fyrir hendi skilyrði til
að úrskurða kærða í farbann á grundvelli b-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr.
88/2008. Kærði sé íslenskur ríkisborgari en sé búsettur á [...]. Hann eigi von
á barni með [...] unnustu sinni sem einnig sé búsett erlendis. Sæti hann ekki
farbanni megi ætla að hann reyni að komast úr landi til að komast undan málsókn
eða fullnustu refsingar. Að mati lögreglu er brýnt að tryggja nærveru kærða á
meðan mál hans er til meðferðar fyrir yfirvöldum hér á landi og því nauðsynlegt
að honum verði gert að sæta farbanni þar til mál hans er til lykta leitt.
Rannsókn lögreglu
hafi að hluta til verið unnin í samstarfi við erlend yfirvöld þar sem óskað
hafi verið eftir húsleitum og skýrslutökum. Rannsóknin sé nú á lokastigi og
verði málið sent héraðssaksóknara á næstu dögum.
Til
rannsóknar sé ætlað brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940
ásamt síðari breytingum, sem geti varðað allt að 12 ára fangelsi. Um heimild
til að úrskurða kærða í farbann sé vísað til b-liðar 1. mgr. 95. gr. og 2. mgr.
95. gr. laga um meðferð sakamála nr.
88/2008. Með vísan til alls framangreinds og framlagðra gagna málsins sé þess
beiðst að krafa lögreglustjóra um farbann nái fram að ganga.
Með
dómi Hæstaréttar 21. janúar 2016 í máli nr. 50/2016 var kærða gert að sæta
farbanni á grundvelli 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr. 95. gr. sömu
laga. Er ekkert fram komið í málinu sem leiðir til þess að ekki séu lengur
fyrir hendi skilyrði til að kærða verði gert að sæta áframhaldandi farbanni, en
rannsókn málsins, sem hefur verið mjög umfangsmikil, er á lokastigi og verður
málið sent héraðssaksóknara á næstu dögum. Með vísan til framagreinds er
fallist á kröfu lögreglustjóra, eins og nánar greinir í úrskurðarorði.
Úrskurð þennan kveður upp Sandra
Baldvinsdóttir héraðsdómari.
Úrskurðarorð:
Kærði, X, kt. [...], skal sæta farbanni allt
til þriðjudagsins 15. mars 2016, kl. 16:00. |
Mál nr. 125/2016 | Kærumál Farbann | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áfram farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 2. mgr. 95. gr. sömu laga. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir
Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason og Guðrún Erlendsdóttir settur
hæstaréttardómari.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. febrúar
2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður
Héraðsdóms Reykjaness 16. febrúar 2016, þar sem varnaraðila var gert að sæta
áfram farbanni allt til þriðjudagsins 15. mars 2016 klukkan 16. Kæruheimild er
í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili
krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til
vara að hann haldi frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu.
Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann
staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. febrúar 2016.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur
krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að X, kt. […], skuli sæta áframhaldandi farbanni, allt til þriðjudagsins 15. mars 2016, kl. 16:00.
Í greinargerð lögreglustjóra segir að hann
hafi haft til rannsóknar stórfellt fíkniefnalagabrot er varðar
innflutning á sterkum fíkniefnum hingað til lands.
Þann 28.
september sl. hafi lögreglan lagt hald á rúmlega 19,5 kg af amfetamíni og
rúmlega 2,5 kg af kókaíni sem hafi fundist í bifreið sem hafi verið staðsett
við gistiheimili að […] í […]. Tveir erlendir aðilar hafi verið handteknir inni
í húsnæðinu grunaðir um aðild að innflutningi fíkniefnanna hingað til lands en
annar þeirra hafi komið með bifreiðina til landsins með ferjunni Norrænu þann
22. september sl. Lögreglan hafi verið með eftirlit með bifreiðinni sem
innihélt fíkniefnin í nokkra daga. Við það eftirlit hafi lögreglan ítrekað
orðið vör við aðra bifreið sem virtist fylgja hinni eftir. Um hafi verið að
ræða bílaleigubifreiðar sem meðkærði Y hafi verið skráður leigutaki að. Þá hafi
lögreglan einnig borið kennsl á kærða í bifreiðinni. Kærði hafi verið
handtekinn þennan sama dag ásamt fleirum og sætt gæsluvarðhaldi í þágu
rannsóknar málsins.
Kærði hafi neitað
sök við skýrslutöku hjá lögreglu. Framburði kærða beri ekki saman við þau gögn
sem lögreglan hafi undir höndum, framburð meðkærða og vitna. Í framburðum
meðkærðu hjá lögreglu hafi komið fram að erlendir aðilar hafi tekið þátt í
skipulagningu innflutningsins og þeir verið í samskiptum eða í samstarfi við
aðila hér á landi sem fylgdust með ferðum bifreiðarinnar. Það er ætlun lögreglu
að kærði og meðkærði Y hafi verið samstarfsmenn þessara aðila hér á landi.
Við skoðun á þeim
gögnum sem haldlögð hafa verið í málinu hafi margt komið fram sem styrki grun
lögreglu um aðild kærða að innflutningnum. Við leit á heimili kærða hafi
fundist myndavél og við skoðun á henni hafi fundist minniskort sem notað hafi
verið í farsíma hans. Á því korti hafi fundist myndir frá því fyrr í sumar af
ferjunni Norrænu áður en henni er lagt að bryggju á Seyðisfirði og myndir sem
sýni akstur bifreiða frá Norrænu sem og umhverfið í kringum skipið. Við leit á
heimili og í bifreið kærða hafi fundist kassar utan af Blackberry símum. Einn
kassinn hafi verið utan af síma sem meðkærði Y hafi verið með við handtöku og
telur lögreglan að sá sími hafi verið notaður í samskiptum við erlenda
samverkamenn. Við rannsókn lögreglu á þessum síma hafi komið í ljós að símtækið
hafi eingöngu verið hægt að nota í þeim tilgangi að eiga dulkóðuð texta
samskipti. Kærði kannist ekkert við það að hafa átt eða keypt slík símtæki. Í
bifreið kærða hafi einnig fundist blað þar sem fram komi upplýsingar sem
lögreglan telur tengjast ofangreindum innflutningi fíkniefnanna hingað til
lands, en þar hafi m.a. verið kortanúmer á Ikortum sem lögreglan ætlar að hafi
verið notuð til að fjármagna innflutninginn. Þá hafi þar verið að finna
upplýsingar um flutning á bifreið frá Hollandi til Íslands.
Með heimild
Héraðsdóms Reykjaness hafi lögreglan skoðað síma og fjármálagögn kærða. Við þá
skoðun hafi margt komið fram sem styrki grun lögreglu. Ljóst sé að kærði hafi
nokkuð fjármagn í höndunum og virðist vera sem mikið fjármagn sé að fara á
milli kærða og meðkærða Y hér á landi og erlendis. Kærði segi þó mjög lítil
fjárhagsleg tengsl vera á milli þeirra Y. Við skoðun lögreglu á fjármálagögnum
kærða og meðkærða Y hafi komið í ljós að á tímabilinu 21. ágúst til 25. ágúst
hafi kærði lagt inn rúmlega 4,3 milljónir króna á Ikort. Alls hafi verið lagðar
rúmlega 9 milljónir króna inn á 30 Ikort á tímabilinu frá 22. júlí til 10.
september. Þá hafi rúmlega 7 milljónir verið teknar út af kortunum í hraðbönkum
erlendis. Lögreglan hafi í höndum gögn sem sýni úttektir af Ikortum í hraðbönkum
í Hollandi dagana 12.-17. september sl. en fíkniefnin hafi komið hingað til
lands þann 22. september. Kærði hafi neitað að tjá sig um það hver eða hverjir
hafi tekið út þessa peninga sem hann lagði inn á Ikortin. Við leit í bifreið
kærða hafi einnig fundist símanúmer, en það símanúmer hafi verið notað til að
virkja hluta þeirra Ikorta sem lögreglan hafi lagt hald á. Lögreglan telur að
þessir peningar hafi verið notaðir til að greiða fyrir fíkniefnasendinguna. Þá
hafi komið í ljós að kærði hafi ítrekað keypt flugferðir fyrir meðkærða Y, en
aðspurðir hafi þeir neitað að tjá sig um það hjá lögreglu.
Kærði
þyki vera undir sterkum grun um aðild að broti sem geti varðað allt að 12 ára
fangelsi. Að mati lögreglu þykir meint aðild kærða mikil en hún sé talin
tengjast skipulagningu og flutningi fíkniefnanna hingað til lands. Þá sé um
mjög mikið magn hættulegra fíkniefna að ræða. Hið ætlaða brot kærða þyki mjög
alvarlegt og þess eðlis að talið hafi verið rétt að tryggja að kærði gangi ekki
laus á meðan mál hans er til meðferðar. Telja verði að ef sakborningur, sem
orðið hefur uppvís að jafn alvarlegu broti og kærði sé látinn laus áður en máli
lýkur með dómi þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund
almennings. Metur lögregla það svo að skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr.
88/2008 um meðferð sakamála sé fullnægt í því máli sem hér um ræðir en staða
kærða þyki sambærileg stöðu sakborninga á öðrum svipuðum málum sbr. dóma
Hæstaréttar í málum nr. 736/2015, 152/2013,
149/2013, 269/2010, 164/2010 og 91/2010, þar sem sakborningum hafi verið gert
að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna þegar legið hafi fyrir
sterkur grunur um beina aðild að innflutningi að miklu magni fíkniefna í
ágóðaskyni.
Kærði
hafi sætt gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins frá 29. september, nú síðast
með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R-[...]/2015, þar sem úrskurðað
hafi verið gæsluvarðhald á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, en sá
úrskurður hafi verið staðfestur með dómi Hæstaréttar. Þar sem kærði sætti
gæsluvarðhaldi í 12 vikur án þess að mál hafi verið höfðað á hendur honum hafi
lögregla talið, í samræmi við 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, að ekki væri
unnt að fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í
samræmi við það hafi verið farið fram á og kærði í kjölfarið verið úrskurðaður
í farbann. Því sé farið fram á að kærði verði úrskurðaður í áframhaldandi
farbann á grundvelli 100. gr. laga nr. 88/2008 en á því sé byggt að skilyrði 2.
mgr. 95. gr. laganna séu uppfyllt. Þá telur lögregla að jafnframt megi líta til
b-liðar 1. mgr. 95. gr. en verði kærði sakfelldur fyrir þau brot sem hann er
grunaður um eigi hann yfir höfði sér þungan dóm. Því megi ætla að kærði kunni
að reyna að komast úr landi eigi hann þess kost. Að mati lögreglu
er brýnt að tryggja nærveru kærða á meðan mál hans er til meðferðar fyrir
yfirvöldum hér á landi og því nauðsynlegt að honum verði gert að sæta farbanni
þar til mál hans er til lykta leitt.
Rannsókn lögreglu
hafi að hluta til verið unnin í samstarfi við erlend yfirvöld þar sem óskað
hafi verið eftir húsleitum og skýrslutökum. Rannsóknin sé nú á lokastigi og
verði málið sent héraðssaksóknara á næstu dögum.
Til
rannsóknar sé ætlað brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940
ásamt síðari breytingum, sem geti varðað allt að 12 ára fangelsi. Um heimild
til að úrskurða kærða í farbann sé vísað
til b-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 95. gr. sbr. 100. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Með
vísan til alls framangreinds og framlagðra gagna málsins sé þess beiðst að
krafa lögreglustjóra um farbann nái fram að ganga.
Með
dómi Hæstaréttar 21. janúar 2016 í máli nr. 51/2016 var kærða gert að sæta
farbanni til dagsins í dag á grundvelli 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr.
95. gr. sömu laga. Er ekkert fram komið í málinu sem leiðir til þess að ekki
séu lengur fyrir hendi skilyrði til að kærða verði gert að sæta farbanni, en
rannsókn málsins, sem hefur verið mjög umfangsmikil, er á lokastigi og verður
málið sent héraðssaksóknara á næstu dögum. Með vísan til framangreinds er
fallist á kröfu lögreglustjóra um áframhaldandi farbann, eins og nánar greinir
í úrskurðarorði.
Úrskurð þennan kveður upp Sandra
Baldvinsdóttir héraðsdómari.
Úrskurðarorð:
Kærði, X, skal sæta farbanni allt til
þriðjudagsins 15. mars 2016, kl. 16:00. |
Mál nr. 123/2016 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. | Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma Helgi I. Jónsson
hæstaréttardómari og Guðrún Erlendsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settir
hæstaréttardómarar.
Varnaraðili skaut málinu til
Hæstaréttar með kæru 15. febrúar 2016 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum
degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. febrúar 2016 þar sem
varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 14. mars 2016
klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um
meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að
hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi.
Sóknaraðili krefst staðfestingar
hins kærða úrskurðar.
Með vísan til forsendna hins kærða
úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. febrúar 2016.
Héraðssaksóknari hefur krafist
þess að Héraðsdómur
Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi áfram
allt til mánudagsins 14. mars 2016 kl. 16.
Í greinargerð kemur fram að Héraðssaksóknari
gaf út ákæru á hendur X, 29. janúar sl., fyrir tvær tilraunir til nauðgana,
aðfaranótt sunnudagsins 13. desember 2015 í miðbæ Reykjavíkur. Málin hafi
borist héraðssaksóknara til ákærumeðferðar þann 15. janúar sl. að lokinni
rannsókn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Í fyrri lið ákærunnar er ákærða gefið að sök
að hafa veist með ofbeldi að A, fæddri [...], í því skyni að hafa við hana
samræði eða önnur kynferðismök, en ákærði hafi veitti A eftirför, þar sem hún
hafi gengið einsömul eftir Tjarnargötu til suðurs um Vonarstræti og áfram eftir
Tjarnargötu, og er A hafi stansað hafi hann gengið fram fyrir hana og til hægri
inn á lóð húss nr. [...] og beiðið uns A gekk þar hjá og stöðvað þá för hennar,
gripið í hana, skipað henni að láta hann hafa farsíma, sem hún hafi verið að
tala í en kastaði frá sér, hent henni í götuna, tekið í hár hennar og setti
hönd fyrir munn hennar, skipað henni að hrópa ekki, ýtt henni upp að mannlausri
bifreið og andliti hennar upp að vegg, rifið hægri skálm buxna hennar frá klofi
niður að hné, reynt að setja trefil sem hún hafi verið með um hálsinn fyrir
munn hennar, þrengt treflinum að hálsi hennar með því að strekkja á endum hans,
og ekki látið af háttseminni fyrr en hann hafi orðið var við mannaferðir í
kjölfar þess að A hafi tekist að hrópa á hjálp, en þá hafi ákærði hlaupið af vettvangi.
Af árásinni hafi A hlotið skrapsár á enni vinstra megin og fyrir ofan hægra
auga og mar undir augað, tvö skrapsár á vinstri hendi og bólgu og þrota á
löngutöng hægri handar.
Í seinni lið ákærunnar sé ákærða gefið að sök
að hann hafi veist með ofbeldi að B, fæddri
[...], í því skyni að hafa við hana
samræði eða önnur kynferðismök, en ákærði hafi veitt B eftirför austur
Austurstræti frá Pósthússtræti, um Lækjargötu og austur Bankastræti og gripið
um axlir B aftan frá er hún hafi gengið fram hjá Þingholtsstræti, ýtt henni
ákveðið inn Þingholtsstrætið með því að halda með báðum höndum um hana aftan
frá, tekið um andlit hennar er hún hafi reynt að hrópa á hjálp, skellt henni
utan í mannlausa bifreið þannig að höfuð hennar hafi lent á bifreiðinni og hún
fallið á hnén, togað í hana og ýtt henni niður á bakið á götuna og staðið
klofvega yfir henni, og ekki látið af háttseminni fyrr en bifreið hafi komið
akandi norður Þingholtsstrætið, en þá hafi ákærði hlaupið af vettvangi. Af árásinni
hafi B hlotið klórför undir vinstra auga og framan á nefbrodd hægra megin,
bólgur á hnjám, eymsli og bólgu á hægri framhandlegg, eymsli þvert yfir enni,
aftan á hnakka og niður eftir hálshrygg, á herðasvæði, í mjóbaki og löngutöng
hægri handar.
Séu brot ákærða
samkvæmt báðum ákæruliðum talin varða við 1. mgr. 194. gr., sbr. 20. gr.
almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og þess krafist að ákærði verði dæmdur til
refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Sakamálið hafi verið
þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. febrúar sl. Ákærði neitaði sök og
ákveðið hafi verið að aðalmeðferð málsins muni fara fram miðvikudaginn 30. mars
nk., eins og fram komi í þingbók máls nr. S-[...]/2016.
Kærði hafi sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins
frá 18. desember sl. Fyrst hafi hann sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli
rannsóknarhagsmuna, þ. e. a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, sbr.
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli R-[...]/2015 og dóm Hæstaréttar í máli
nr. 848/2015. Frá 23. desember sl. hafi kærði sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli
almannahagsmuna, þ. e. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, sbr. úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur í málum R-[...]/2015 og R-[...]/2016, sem báðir hafi verið
staðfestir af Hæstarétti, sbr. dóma í málum nr. 854/2015 og 52/2016.
Með vísan til framangreinds og
rannsóknargagna málsins, sem ákæran byggist á, er ákærði að mati
héraðssaksóknara undir sterkum grun um að hafa framið ofangreind brot, með því
að hafa ráðist fyrirvaralaust með ofbeldi á tvær konur í miðborg Reykjavíkur,
með nokkurra mínútna millibili umrædda nótt, og gert tilraunir til að nauðga
þeim. Samkvæmt framburðum brotaþola og vitna hafi það orðið brotaþolunum til
bjargar í bæði skiptin að ákærði hafi orðið fyrir utanaðkomandi truflun.
Refsing fyrir brot gegn ákvæðinu sem ákærði sé ákærður fyrir að hafa brotið
varði fangelsi frá 1 ári og allt að 16 árum. Sakarefni málsins sé alvarlegt og
standi ríkir almannahagsmunir til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo
stendur á. Að mati héraðssaksóknara séu skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr.
88/2008 uppfyllt og hafi dómstólar í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að
skilyrðunum sé fullnægt í máli þessu.
Með vísan til framangreinds, framlagðra
gagna og 2. mgr. 95. gr. laga 88/2008 um meðferð sakamála sé þess krafist að
krafan nái fram að ganga.
Niðurstaða
Skilyrði þess að gæsluvarðhaldi verði beitt
samkvæmt ákvæði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, er að sterkur grunur sé um að
viðkomandi hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda
sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til
almannahagsmuna.
Með vísan til þess
sem fram kemur í rannsóknargögnum málsins þykir vera kominn fram sterkur grunur
um að ákærði hafi gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 194. gr., sbr. 20. gr.,
almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem varðar allt að 16 ára fangelsi. Ákærði
hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 18. desember sl., fyrst á grundvelli
rannsóknarhagsmuna en frá 23. desember á grundvelli almannahagsmuna. Með dómum Hæstaréttar Íslands í máli nr. 854/2015
og 52/2016, er lagt til grundvallar að fullnægt sé skilyrðum 2. mgr. 95. gr.
laga nr. 88/2008 til þess að ákærði sæti gæsluvarðhaldi, þar á meðal því að
brot sé þess eðlis að ætla megi að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til
almannahagsmuna. Að mati dómsins er ekkert komið fram sem breytir þeim
forsendum sem lagðar eru til grundvallar í dómum Hæstaréttar.
Í ljósi þess sem hér
hefur verið rakið verður fallist á með Héraðssaksóknara að skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga 88/2008 séu uppfyllt og ekki eru
því efni til að fallast á kröfur verjanda. Er krafa um áframhaldandi
gæsluvarðahald því tekin til greina eins og nánar greinir í úrskurðarorði.
Kjartan Bjarni
Björgvinsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð:
X,
kt. [...], skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 14.
mars 2016 kl. 16.
|
Mál nr. 113/2016 | Kærumál Vitni Skýrslugjöf | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu A um að skýrslutaka yfir henni færi fram í Barnahúsi. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi
I. Jónsson og Karl Axelsson og Guðrún Erlendsdóttir settur hæstaréttardómari.
Brotaþoli skaut málinu til Hæstaréttar með kæru
12. febrúar 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður
er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. febrúar 2016, þar sem hafnað var kröfu brotaþola
um að skýrslutaka af sér færi fram í Barnahúsi. Kæruheimild er í n. lið 1. mgr.
192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Brotaþoli krefst þess að
framangreind krafa nái fram að ganga.
Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða
úrskurðar.
Sóknaraðili hefur ekki uppi kröfur í
málinu.
Í máli þessu eru ekki fyrir hendi þær
aðstæður að brotaþoli komist ekki á þingstað vegna veikinda eða svipaðra
ástæðna, sbr. 3. mgr. 116. gr. laga nr. 88/2008. Þá á heimildarákvæði 9. gr.
sömu laga hér heldur ekki við. Standa lög ekki til annars en að um skýrslutökuna
fari eftir 1. mgr. 116. gr. laganna. Samkvæmt þessu verður niðurstaða hins
kærða úrskurðar staðfest.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12.
febrúar 2016.
Með
ákæru útgefinni 22. september 2015, höfðaði ríkissaksóknari sakamál á hendur X,
kennitala [...], [...], Kópavogi, „fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni, með
því að hafa á tímabilinu frá byrjun árs 2013 til 14. mars 2013, í fjögur
skipti, haft samræði og önnur kynferðismök við [A], kennitala [...], og káfað
innanklæða á brjóstum hennar og kynfærum, utandyra í Kópavogi og í bifreið á
vegum [...] í Kópavogi sem ákærði ók, og við það notfært sér að hún gat ekki
spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar.“
Kolbrún
Garðarsdóttir hdl. var skipaður réttargæslumaður brotaþola þann 21. október
2015. Í fyrirtöku þann 9. desember sl., óskaði réttargæslumaður eftir því að
skýrslutaka af brotaþola færi fram í Barnahúsi. Fært var til bókar að sækjandi
drægi í efa að lagaheimild stæði til þess en lagði það undir dóminn til
ákvörðunar. Aðalmeðferð málsins var ákveðin 8. febrúar sl. Með tölvupósti þann
25. janúar sl. tilkynnti dómurinn að ákvæði 116. gr. laga nr. 88/2008, gætu
staðið því í vegi að skýrslutakan færi fram í Barnahúsi. Réttargæslumaður lagði
þá fram formlega kröfu um sama efni 8. febrúar sl. og krafðist úrskurðar.
Sækjandi
lýsti því yfir að ákæruvaldið gerði ekki neinar kröfur að svo stöddu. Verjandi
ákærða krafðist þess að kröfunni yrði hafnað á þeim forsendum að skilyrði
skorti í lögum til þess að heimila skýrslutöku í Barnahúsi. Fara yrði að
almennum reglum um skýrslutökur fyrir dómi samkvæmt sakamálalögum. Var málið
tekið til úrskurðar eftir að réttargæslumanni, sækjanda og verjanda ákærða
hafði gefist kostur á því að tjá sig stuttlega um kröfuna.
Í
kröfu réttargæslumanns segir að aðstæður í réttarsal séu ekki sniðnar fyrir
þarfir fatlaðs fólks og nauðsynlegt sé þegar tekin verði skýrsla af brotaþola
að með henni verði manneskja sem hún treysti og þekkir auk þess sem umhverfið
ætti að vera rólegt, þægilegt og öruggt. Vísaði réttargæslumaður til ákvæða 9.
gr., og 2. og 3. mgr. 116. gr. laga 88/2008, um heimild fyrir dómara til að
ákveða að skýrslutakan fari fram með umbeðnum hætti, auk 13. gr. samnings
Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Fyrir
liggur taugasálfræðilegt mat og geðrannsókn B geðlæknis. Í niðurstöðum matsins
kemur fram að brotaþoli sé á ýmsan hátt barnaleg og eigi við sértækar
minnistruflanir að stríða. Greindarvísitala hennar sé í kringum 70 og sé hún
með töluverða skerðingu á minni. Í kröfu réttargæslumanns segir að
ummönnunaraðilar brotaþola telji þroska hennar vera á við 6 – 7 ára gamalt
barn. Brotaþoli er [...] ára og óumdeilt er að hún á við þroskaskerðingu að
stríða.
Ákærði
hefur samþykkt að víkja úr dómsal á meðan brotaþoli gefur skýrslu. Þinghald er
lokað skv. a. lið 10. gr. sakamálalaga, en fallist hefur verið á að
réttindagæslumaður fatlaðra og systir brotaþola, sem jafnframt mun vera
kunnáttumaður á sviði fatlaðra, verði brotaþola til halds og trausts í dómsal,
án þess þó að hún hafi milligöngu um spurningar og/eða svör brotaþola. Hefur
því verið reynt að koma til móts við þarfir brotaþola, um þægilegt og öruggt
umhverfi, án þess þó að víkja frá ákvæðum sakamálalaga nr. 88/2008, um
fyrirkomulag skýrslutöku af vitnum.
Brotaþoli
gaf skýrslu hjá lögreglu þann 22. mars 2013 og var þá með henni Elva Dögg
Ásudóttir hdl. Liggur endurrit skýrslunnar fyrir í málinu ásamt mynddiski sem
dómari málsins hefur skoðað. Verður ekki séð að í þeirri skýrslutöku hafi
brotaþoli átt í erfiðleikum með að tjá sig um málið.
Meginregla
sakamálalaga er sú að öllum sem eru orðnir 15 ára er skylt að koma fyrir dóm
samkvæmt 1. mgr. 116. gr. sakamálalaga og gefa skýrslu á dómþingi. Samkvæmt 3.
mgr. 116. gr. sömu laga er þó heimilt að vitni gefi skýrslu á öðrum stað ef
vitni kemst ekki á þingstað vegna veikinda eða svipaðra ástæðna. Jafnframt er í
9. gr. sömu laga heimilað að taka skýrslu af barni yngra en 15 ára í sérútbúnu
húsnæði.
Á
það má fallast að heppilegra gæti verið að sértæk úrræði væru í sakamálalögum
varðandi skýrslugjöf brotaþola fyrir dómi, eins og í tilviki því sem hér um
ræðir. Hins vegar er það mat dómsins að allar undantekningar frá meginreglunni
um skýrslugjöf vitna fyrir dómi beri að skýra þröngt, sérstaklega þar sem
úrslit máls geta ráðist af framburði vitnis. Ekki er að finna heimild í
sakamálalögum til þess að haga skýrslutöku af brotaþola með þeim hætti sem
réttargæslumaður hefur krafist. Verður því að hafna framkominni kröfu um að
skýrslutaka af brotaþola fari fram í Barnahúsi.
Bogi
Hjálmtýsson héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð.
Úrskurðarorð:
Hafnað
er kröfu réttargæslumanns brotaþola um að skýrslutaka yfir brotaþola fari fram
í Barnahúsi. |
Mál nr. 114/2016 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
|
Dómur
Hæstaréttar.
Mál
þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir, Helgi I. Jónsson og Karl
Axelsson.
Varnaraðili skaut málinu til
Hæstaréttar með kæru 12. febrúar 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15.
sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. febrúar 2016, þar
sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í
máli hans, en þó ekki lengur en til föstudagsins 11. mars 2016 klukkan 16. Kæruheimild
er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði
úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði
markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða
úrskurðar.
Með dómi Hæstaréttar 19. janúar 2016 í
máli nr. 40/2016 var komist að þeirri niðurstöðu að fullnægt væri skilyrðum til
að varnaraðili sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr.
88/2008. Af hálfu varnaraðila hafa engin rök verið færð fram sem fá þeirri
niðurstöðu breytt. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur á þann hátt sem í
dómsorði greinir.
Dómsorð:
Varnaraðili, X, skal sæta
gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til
föstudagsins 11. mars 2016 klukkan 16.
Úrskurður Héraðsdóms
Reykjaness 12. febrúar 2016.
Héraðssaksóknari hefur krafist þess
fyrir dóminum í dag að ákærða, X, kt. [...], með
lögheimili að [...] í Reykjavík, verði gert að sæta áframhaldandi
gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans, þó eigi lengur en til
föstudagsins 11. mars nk. kl. 16:00.
Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að mál þetta hafi
borist héraðssaksóknara frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 7. janúar
sl. og með ákæruskjali, útgefnu 15. janúar 2016, hafi verið höfðað sakamál á
hendur ákærða X, ásamt tveimur meðákærðu, fyrir rán sem framið hafi verið í
skartgripaverslun [...] við [...] í Hafnarfirði 22. október 2015. Ákærði X sé
einnig ákærður fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar, en til
vara hættubrot, brot gegn valdstjórninni, lögreglulagabrot, vopnalagabrot og
brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni að kvöldi 22. október 2015 utandyra við
[...] í Reykjanesbæ, er lögregla hugðist hafa afskipti af ákærða vegna ránsins.
Þá sé ákærði ákærður fyrir umferðarlagabrot í kjölfar ránsins og ennfremur
fyrir þjófnað að morgni 26. september 2015. Um málavaxtalýsingu er að öðru
leyti vísað til ákæruskjals.
Brot ákærða séu heimfærð undir 252. gr., 1. mgr. 106. gr., 2. mgr. 218.
gr., sbr., 20. gr., og 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ákvæði lögreglulaga,
vopnalaga, laga um ávana- og fíkniefni og umferðarlaga. Ákæran, ásamt
rannsóknargögnum málsins, hafi verið send Héraðsdómi Reykjaness með bréfi,
dagsettu 15. janúar sl. og við fyrirtöku málsins 27. janúar sl. hafi ákærði
neitað sök samkvæmt ákæru, en kannast við að hafa verið á vettvangi
ránsbrotsins samkvæmt fyrsta ákærulið ákærunnar. Aðalmeðferð málsins sé
fyrirhuguð mánudaginn 29. febrúar nk.
Ákærði hafi sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 23. október sl., fyrst á
grundvelli rannsóknarhagsmuna, en frá 6. nóvember sl. á grundvelli
almannahagsmuna, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Í dómi Hæstaréttar nr. 40/2016
frá 19. janúar sl. hafi verið fallist á að skilyrði gæsluvarðhalds á grundvelli
almannahagsmuna væru uppfyllt og hafi ákærði verið dæmdur til að sæta
gæsluvarðhaldi til dagsins í dag og hafi ekkert komið fram í málinu sem breyti
þessu mati, að mati ákæruvaldsins.
Að mati héraðssaksóknara sé ákærði undir sterkum grun um að hafa framið
ofangreind brot og geti þau varðað allt að 16 ára fangelsi. Með hliðsjón af
alvarleika sakarefnis og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn
gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að ákærða verði gert að
sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum.
Með vísan til framangreinds, framlagðra
gagna og 2. mgr. 95. gr. laga 88/2008 um meðferð sakamála sé þess krafist að
krafan nái fram að ganga.
Eins og
að framan greinir hefur ákærði setið í gæsluvarðhaldi frá 23. október sl.,
fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en frá 6. nóvember sl. á grundvelli 2.
mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Gefin hefur verið út ákæra á hendur ákærða ásamt
tveimur meðákærðu þar sem ákærða er gefið að sök að hafa framið rán
og gert tilraun til
sérstaklega hættulegrar líkamsárásar, en til vara að hafa framið hættubrot. Þá
er ákærða gefið að sök brot gegn valdstjórninni, lögreglulagabrot,
vopnalagabrot, brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlagabrot og
þjófnað. Í ákærunni eru brot ákærða heimfærð undir 252. gr., 1. mgr. 106. gr.,
2. mgr. 218. gr., sbr., 20. gr., og 244. gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940, ákvæði lögreglulaga, vopnalaga, laga um ávana- og fíkniefni og
umferðarlaga. Aðalmeðferð í máli ákærða er fyrirhuguð mánudaginn 29. febrúar
nk., en ákærði neitaði sök við þingfestingu málsins.
Framangreind
háttsemi ákærða getur
varðað allt að 16 ára fangelsi. Með tilliti til almannahagsmuna er á það
fallist að brot ákærða sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að tryggja að hann gangi
ekki laus á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómi. Er skilyrðum fyrir
áframhaldandi gæsluvarðhaldi ákærða því fullnægt og verður krafa
héraðssaksóknara tekin til greina svo sem í úrskurðarorði greinir, en ekki
þykir ástæða til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en krafist er.
Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari kveður
upp úrskurð þennan.
Úrskurðarorð:
Ákærði, X, sæti
gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, en þó ekki lengur en til
föstudagsins 11. mars nk. klukkan 16.00. |
Mál nr. 115/2016 | Kærumál Vistun á stofnun | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram vistaður á viðeigandi stofnun á grundvelli 2. mgr. 95. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og Karl
Axelsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.
Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. febrúar 2016, sem
barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður
Héraðsdóms Reykjavíkur 12. febrúar 2016, þar sem varnaraðila var gert að sæta
vistun á viðeigandi stofnun meðan mál hans er til meðferðar hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur en þó ekki lengur en til föstudagsins 11. mars 2016 klukkan 16. Kæruheimild
er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili
krefst þess að honum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í stað vistunar á
viðeigandi stofnun.
Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða
úrskurðar.
Með vísan til forsendna hins kærða
úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn
kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. febrúar 2016.
Lögreglustjórinn
á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að
ákærða X, kennitala [...], [...], Reykjavík, verði gert að sæta áfram vistun á
viðeigandi stofnun meðan mál hans er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
en þó ekki lengur en til föstudagsins 11. mars 2016, kl. 16:00.
Í
greinargerð saksóknara kemur fram að með útgáfu ákæru 14. janúar 2016 hafi
ríkissaksóknari höfðað mál á hendur X þar sem honum sé gefið að sök manndráp
með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 22. október 2015, að [...], Reykjavík,
veist að A, fæddum [...], með hnífi og stungið hann margsinnis í líkamann, en
ein stungan hafi gengið inn í hjartað og önnur í lifur, allt með þeim
afleiðingum að hann hlaut bana af. Sé brotið í ákæru talið varða við 211. gr.
almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Starfsmenn
búsetukjarna fyrir geðfatlaða að [...], Reykjavík, kölluðu til lögreglu eftir
að hafa komið að ákærða þar sem hann kraup yfir brotaþola með hníf í hendinni í
herbergi þess síðarnefnda. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu hafi verið greinilegt
að brotaþoli hafði verið stunginn ítrekað í líkamann að framanverðu, þ.e. í
brjóst, búk, læri og nára. Ákærði hafi upplýst lögreglu á vettvangi að hann
hafi afhent starfsmanni búsetukjarnans hnífinn. Brotaþoli hafi verið látinn er
sjúkraflutningamenn hafi komið á vettvang.
Ákærði
hafi í yfirheyrslum hjá lögreglu játað að hafa af ásettu ráði banað A. Þá hafi
komið fram í framburði hans að hann hafi lagt á ráðin um verknaðinn og orðið
sér úti um morðvopnið með nokkrum fyrirvara. Við rannsókn málsins hafi lögregla
óskað eftir mati geðlæknis á sakhæfi ákærða. Samkvæmt niðurstöðu álitsgerðar
hans, dags. 4. nóvember 2015, sé ákærði haldinn mjög alvarlegri geðveiki sem að
mati geðlæknisins hafi leitt til þess að hann hafi verið „alls ófær til að
stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem hann framkvæmdi verknaðinn hinn 22.
október síðastliðinn.“
Við
þingfestingu málsins þann 25. janúar sl. hafi ákærði játað sök. Í fyrirtöku
málsins þann 5. febrúar sl. hafi tveir matsmenn verið dómkvaddir til að meta
sakhæfi ákærða og skulu þeir ljúka matinu svo fljótt sem verða má og eigi síðar
en 18. mars 2016.
Ákærði
hafi sætt gæsluvarðhaldi frá 23. október 2015, fyrst á grundvelli
rannsóknarhagsmuna skv. a. lið 1. mgr. 95. gr. sakamálalaga nr. 88/2008
(úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. R-[...]/2015), en frá 5.
nóvember sl. hefur ákærði verið vistaður á viðeigandi stofnun skv. 2. mgr. 95.
gr. sbr. 100. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, sjá úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur í málum nr. R-[...]/2015, R-[...]/2015, R-[...]/2015 og
R-[...]/2016 og dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. [...]/2015.
Að
mati ríkissaksóknara sé ákærði samkvæmt ofangreindu undir sterkum grun um að
hafa framið brot það sem greinir í ákæru. Brot gegn ákvæði 211. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940 getur varðað allt að ævilöngu fangelsi. Samkvæmt
álitsgerð geðlæknis sé hugsun ákærða mjög trufluð, hann haldinn miklum
ranghugmyndum og iðrast ekki gjörða sinna. Með hliðsjón af ætluðum verknaði
ákærða og ástandi hans sé það mat ríkissaksóknara að ákærði sé hættulegur
umhverfi sínu og að nauðsynlegt sé með tilliti til almannahagsmuna að hann
gangi ekki laus. Með vísan til niðurstöðu geðlæknis sé talið að forsendur séu
til þess að í stað gæsluvarðhalds verði ákærða gert að sæta vistun á viðeigandi
stofnun þar sem unnt er að meðhöndla veikindi hans. Vísast til 2. mgr. 95. gr.
laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, sbr. 100. gr. sömu laga. Ennfremur til
dóms Hæstaréttar og fyrri úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald og
vistun ákærða.
Niðurstaða
Með vísan til þess sem fram hefur
komið fyrir dómi er á það fallist að sterkur grunur leiki á því að ákærði hafi
gerst sekur um brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að
hafa banað A að kvöldi fimmtudagsins 22. október sl. Brot gegn ákvæði þessu
getur varðað allt að ævilöngu fangelsi. Að þessu leyti er skilyrðum 2. mgr. 95.
gr. laga nr. 88/2008 fullnægt. Þá er á það fallist að brotið sé þess eðlis að
fullnægt sé því skilyrði greinarinnar að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti
til almannahagsmuna.
Ákærði mótmælir niðurstöðu
geðrannsóknar B geðlæknis frá 4. nóvember 2015 og telur sig vera sakhæfan.
Óskar hann eftir því að sæta gæsluvarðhaldi í stað vistunar á viðeigandi stofnun.
Í fyrrgreindri geðrannsókn eru færð rök fyrir því að ákærði sé haldinn
aðsóknargeðklofa og að hugsun hans sé mjög trufluð. Telur geðlæknirinn að
ákærði sé haldinn alvarlegri geðveiki sem að hans mati hafi orðið til þess að
hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma er brotið átti
sér stað. Í þessu ljósi er á það það fallist að ákærði verði í stað
gæsluvarðhalds vistaður á viðeigandi stofnun eins og farið er fram á af hálfu
ríkissaksóknara. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila eins og í úrskurðarorði
greinir.
Ásmundur
Helgason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Ákærði, X, kt. [...], skal áfram
vistaður á viðeigandi stofnun meðan mál hans er til meðferðar fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur en þó ekki lengur en til föstudagsins 11. mars 2016, kl. 16:00. |
Mál nr. 98/2016 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
|
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma Helgi I. Jónsson
hæstaréttardómari og Guðrún Erlendsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settir
hæstaréttardómarar.
Varnaraðili skaut málinu til
Hæstaréttar með kæru 10. febrúar 2016 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum
degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. febrúar 2016 þar sem
varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 2. mars
2016 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um
meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður
verði felldur úr gildi, til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími,
en að því frágengnu að varnaraðila verði gert að halda sér á ákveðnum stað eða
innan ákveðins svæðis.
Sóknaraðili krefst staðfestingar
hins kærða úrskurðar.
Með vísan til forsendna hins
kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Varnaraðili, X, skal sæta áfram
gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 2. mars 2016 klukkan 16.
Úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur 10. febrúar 2016.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur
gert þá kröfu að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði X, kt. [...], verði gert að
sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 2. mars nk. kl. 16:00.
Í greinargerð sækjanda kemur fram að klukkan 15:50
föstudaginn 5. febrúar sl. hafi mætt á lögreglustöðina [...], A, kt. [...],og tilkynnt að hún hefði fyrr
um daginn orðið fyrir árás og frelsissviptingu af hálfu kærða, X, sem sé
sambýlismaður hennar, á heimili þeirra að [...].
Í skýrslutöku hafi A lýst því að hún væri búin að vera
í sambúð með kærða um nokkurra mánaða skeið. Hann hafi beitt hana miklu
líkamlegu og andlegu ofbeldi bróðurpartinn af þeim tíma eða frá því í október
en þá hafi komið upp annað mál sem tilkynnt hafi verið til lögreglu. ( Mál
lögreglu nr. 007-2015-[...]). Hann hafi slegið hana, sparkað í hana m.a. í höfuð hennar, hárreitt
hana, kýlt í síðuna á henni af og til á þessu tímabili eða fram til dagsins í
dag. Hafi hann framkvæmt þetta þannig að ekki sæist á henni. Kvað hún börn sín
oft hafa orðið vitni að ofbeldinu. Kvað hún hann síðustu daga hafa vænt hana um
að vera í liði með mönnum sem væru að leita að honum. Þegar einn af mönnunum
hafi mætti heim til hennar að leita að kærða hafi hún hringt í kærða og látið
hann ræða við manninn. Kvaðst hún kærða hafa orðið mjög reiðan vegna þess og
vænt hana um að vera í sambandi við umrædda menn og hafi hann í kjölfarið
krafist þess að fá aðgang að fésbókarsíðu hennar sem hún hafi orðið við. Kærði
hafi jafnframt haldið því fram að hann hafi séð nektarmyndir af henni á netinu
en það ætti sér enga stoð. Um hádegisbilið föstudaginn 5. febrúar hafi hann
byrjað að hafa í líflátshótunum við hana og ráðist á hana. Kvað hún hann hafa
kýlt hana með hnefanum í síðuna og höfuðið mörgum sinnum og í eitt skiptið hafi
jaxl brotnað. Síðan hafi hann sparkað í síðuna og lappirnar þar sem hún hafi legið
á gólfinu. Hann hafi síðan sagt henni að setjast á stól en í hvert skipti sem
hún hafi sest hafi hann sparkað í stólinn þannig að hún féll í gólfið. Hann
hafi öskrað á hana að hún ætti að setjast þegar hann segði henni að setjast. Í
eitt skiptið sem hún gerði tilraun til þess að flýja út úr íbúðinni hafi hann
náð henni áður en hún komst út og haldið ofbeldinu áfram. Hafi hann sagt henni
að ef hún reyndi að flýja myndi hún hafa enn verra af. Hann hafi svo haldið
áfram að kýla hana í andlitið og höfuðið auk þess að rífa mikið í hárið á henni. Hún kvaðst svo hafa náð að
komast út úr íbúðinni en hann hefði þá náð henni á pallinum fyrir framan og
gert sig líklegan til þess að kasta henni fram af svölunum þar. Hann hafi síðan
dregið hana á hárinu aftur inn í íbúðina hent henni á bekk í forstofunni og
kýlt hana. Hann hafi síðan sagt henni að setjast í sófann og segja sannleikann
annars myndi hann brjóta myndaramma á höfðinu á henni. Þá hafi hann hótað að
setja stóra eldhúspönnu í gegnum höfuðið á henni ef hún hlýddi honum ekki.
Hann hafi síðan skipað henni að fara í sturtu því hann
gæti ekki farið með henni út svona útlítandi og að hún ætti að gera síg fína.
Þá hafi hann sagt henni að falsa umboð til þess að hægt væri að sækja bifreið
sem skráð er á föður hans á lögreglustöðina
í [...]. Kærði hafi síðan farið út
meðan hún hafi verið í sturtu að skipta um dekk á bifreiðinni hennar en þegar
hann hafi komið aftur inn hafi hann
orðið brjálaður þar sem hún hafi ekki verið búin að gera umboðið. Hann hafi
einnig verið mjög æstur yfir því að vinkona hennar, B, sem hafi átt að skutla
þeim að ná í startkapla væri ekki komin og hafi endalaust verið að biðja hana
að hringja í hana. Kærði hafi síðan sagt að A yrði að spyrja B hvort hún gæti
skutlað henni [...] með
falsaða umboðið til þess að sækja bílinn fyrir hann. Þarna kvaðst A hafa séð
flóttaleið. B hafi ekki tekið vel í það að skutla henni en hún hafi náð að gera henni grein fyrir
alvarleika málsins og hún þá fallist á það. Áður en B hafi komið hafi kærði
farið með hana inn í herbergi þar sem hann vildi fá sönnun fyrir því að
framangreind nektarmynd á netinu væri ekki af henni. Hafi hann skipað henni
að girða niður um sig og vildi skoða
hvort rassinn á henni væri eins og á stelpunni á myndinni. Hann hafi tekið myndir af rassi hennar og
kynfærum og vildi meina að þetta væri eins. Hún hafi sagt við hann að það væri
ekki rétt þar sem hún hafi rifnað við
fæðingu sonar síns. Hann hafi þá skoðað kynfæri henni með vasaljósi sem henni hafi
fundist svo óþægilegt að hún fór að gráta. Hann hafi síðan beðið hana að hafa
við sig við munnmök en hún bent honum á að hann hafi brotið í henni jaxl og
henni væri mjög illt í munninum vegna þess og í hálsi eftir hálstak. Honum hafi
verið alveg sama um það, ýtt henni niður og neytt hana til að framkvæma munnmök gegn vilja sínum. Hún
hafi reynt að fá hann ofan af því að stunda kynlíf en það hafi ekki gengið.
Vegna þess hve illt henni hafi verið í munninum hafi hún beðið hann að klára
með „hefðbundnum kynmökum“. Aðspurð
sagðist hún ekki hafa viljað neitt kynlíf en af tvennu illu við þessar aðstæður
hafi hún frekar viljað hefðbundið kynlíf en munnmök. Hann hafi hins vegar
heimtað að klára með endaþarmsmökum og hún gefið eftir með það til þess að
losna úr aðstæðunum. Eftir þetta hafi hann skipað henni að fara í sturtu.
Kvaðst hún hafa reynt að halda ró sinni þangað til B kæmi og hún kæmist undan
kærða. Kvað hún kærða hafa haldið sér inn í íbúðinni og beitt sig framangreindu
ofbeldi frá hádegi til rúmlega þrjú þegar B kom. Kvað hún [...] ára son sinn hafa orðið vitni
að ofbeldinu og grátið allan tímann.
Vitnið B hafi borið í skýrslutöku hjá lögreglu að A
hefði hringt í hana um tíuleytið föstudaginn 5. febrúar 2016. Hún hafi beðið B
um að hjálpa sér að fá start á bílinn. Kvaðst hún hafa ekki getað sinnt þessu
strax þar sem hún þurfti að gera annað. Kvaðst hún svo hafa fengið smáskilaboð
frá A kl. 14.07 þar sem A bað hana um að koma eins fljótt og hún gæti heim til
hennar að [...].
Kvaðst hún hafa brugðist strax við þar sem hún þekkti ástandið á heimlinu en
skv. vitninu hafði A ítrekað orðið fyrir ofbeldi af hálfu kærða. Er hún hafi
komið að heimilinu hafi A og kærði komið strax út að bílnum hennar. A hafi haldið
á [...] árs syni sínum og hafi komið
honum strax fyrir í bílstól í bíl hennar. Hafi hún tekið það sem vott um að
eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir A. Kærði hafi beðið hana um að skrifa sem
vottur undir umboð til þess að mega sækja bíl hans á lögreglustöðina [...]. Fram hafi komið hjá vitninu
að um falsað umboð væri að ræða þar sem kærði hefði verið búinn að skrifa nafn
föður síns á umboðið.
B kvað að þau hefðu öll farið í bílinn til hennar og
hún hefði ekið kærða á smurstöð í [...] þar sem hann hafi fengið lánaða startkapla. Þau hafi
svo farið tilbaka þar sem kærði hefði yfirgefið bílinn en hafði áður fengið
loforð hjá þeim að þær myndu sækja bílinn á lögreglustöðina [...].
B kvaðst strax hafa áttað sig strax á að eitthvað mikið
gengi á þar sem ástand A hafi verið hrikalegt. Hún hafi svo ekið að að [...]lauginni þar sem A hafi sagt
henni frá því að kærði hefði kýlt hana í aðra kinnina, þar sem hún hélt á syni
sínum. Höggið hafi verið svo fast að jaxl í munni hennar brotnaði. Hann hafi
svo tuskað hana til með höggum og spörkum og látið hana setjast á stól og
sparkað stólnum undan henni.
B hafi sagt að A hefði einnig sagt að kærði hefði
ásakað hana um að hafa sett nektarmynd af sjálfi sér á netið, sem hún hafði
neitað. A hafi sýnt henni umrædda mynd af síma sínum. Myndin hafi verið af
nakinni konu. Myndin hafði verið tekin aftan á konuna þannig að rass, kynfæri og
bak konunnar blöstu við. A hafi sagt að kærði hefði skipað henni að fara úr
fötunum, stilla sér upp í sömu stöðu og konan á myndinni og tekið myndir af henni
þannig á síma hennar. A hafi svo sagt frá því að kærði hafi þvingað hana til
munnmaka þrátt fyrir að hún hefði mótmælt og meðal annars sagt að hún gæti
þetta ekki þar sem hann væri nýbúinn að brjóta jaxl í munni hennar. Aðspurð
sagði B að A hefði verið marin og með sár á enninu. Hún hafi jafnframt verið
öll lemstruð, bæði í síðunni og á hendinni.
B kvað hún hafi svo ekið A beint á lögreglustöðina [...]. Hún hafi sjálf tekið að sér
son A og kvað hún barnið hefði sagt henni að kærði hefði slegið hann og og
verið að lemja mömmu hans.
A hafi farið í skoðun neyðarmóttöku fyrir þolendur
kynferðisofbeldis. Skv. vottorði þaðan lýsti hún atburðum þar á sama hátt og
hún hefur gert í skýrslutöku hjá lögreglu. Í vottorði komi fram að hún sé með
mar á höfði, bæði enni og hársverði og brotinn jaxl í efri góm vinstra megin.
Þá sé hún með eymsli víða um líkamann sem samsvari lýsingum um barsmíðar.
Við rannsókn lögreglu á vettvangi að [...] hafi A bent lögreglu á hvar
brot úr tönn sem kærði hafði slegið úr henni væri að finna. A hafði sett brotið
á hillu í eldhúsinu. Meðal gagna málsins sé mynd úr síma A sem tekin hafi verið
síðastliðinn föstudag kl. 12:29 og sýnir rass og læri og hendi sem er að glenna
sundur rasskinnarnar. Þá var önnur mynd í símanum sem hafði verið send í hann
þann 4. febrúar sl. kl. 20:42. Sú mynd
hafi sýnt beran kvenmann að aftan þannig að sást í rass, kynfæri og
bakhluta.
Kærði hafi neitað sök í skýrslutökum. Í fyrri skýrslu
kvað hann að einhverjir menn væru á eftir honum, aðallega vegna mála er
tengjast fíkniefnum. Kvaðst hann hafa frétt að mennirnir hefðu komið heim til
hans og A að leita að honum. Kvað hann þá hafi komið er hann var að tala við A
í síma aðfaranótt síðastliðins föstudags og hefði A þá afhent þeim símann og
þeir rifið kjaft við hann. Kvað hann A hefði látið menn lemja sig nokkrum
sinnum vegna þess að hún væri afbrýðisöm og héldi oft að hann væri að halda
fram hjá henni. Kvaðst hann hafa ætlað að ræða um þess menn við A síðastliðin
föstudag en bara í góðu. Kvaðst hann hafa spurt A út í mennina en hún hefði þá
farið mikla vörn og byrjaði að öskra á hann. Kærði sagði að A hafi orðið mjög
æst og ráðist á hann þar sem hann sat í sófa inn í stofu. Að sögn kærða var
sonur A á milli þeirra þegar hún réðst á hann. Kærði sagði lögreglu að hann
hafi náði að halda A frá sér en hafi síðan tekið hana og hent henni af sér með
þeim afleiðingum að hún lenti á dyrakarminum á herberginu þeirra. Eftir þetta
hafi hún ætlað að hlaupa út en hlaupið á útidyrahurðina.
Eftir þetta kvað hann þau hafa farið inn í herbergi og
reynt að ræða málin í rólegheitum. Kærði kvað að A hafi farið að gráta en tók
fram að það hefðu ekki sést neinir áverkar á henni þegar þau komu inn í
herbergið fyrir utan smá kúlu á höfði eftir hún hljóp á útidyrahurðina. Eftir
smá stund hafi þau ákveðið að leggjast í rúmið og talað þar saman og í framhaldi
af því stundað kynlíf. Kærði kvað að kynlífið hafi verið með hennar samþykki.
Kærði kvað að hann hefði farið í sturtu eftir kynlífið og einnig A. Stuttu
seinna hafi B vinkona A komið og skutlað kærða á N1 til að útvega startkapla.
Því næst hafi B, A og sonur A farið og hann hafi svo reynt að ná í A í síma en
án árangurs.
Aðspurður um hvort A hefði meitt sig þegar hann henti
henni þannig að hún lenti á dyrakarmi svaraði kærði því játandi. Hann hann ekki
getað lýst því nánar en sagði að hún hefði öskrað eitthvað. Aðspurður um hvort
þau hafi rætt um nektarmynd sem hann sá á netinu kvað hann það hafa verið
umræðuefni þeirra aðfaranótt síðastliðins föstudags. Kvað hann A næstum hafa
haldið að myndin væri af henni. Kærði hafi alfarið hafnað lýsingum A á atburðum
og tók fram að tönnin sem hafi brotnað hafi verið ónýt fyrir.
Í síðari skýrslutöku af honum hélt hann sig við fyrri
framburð. Er framangreind mynd úr síma A hafi verið borin undir hann þá hafi
hann neitað að hafa tekið hana en viðurkennir að hann hafi verið einn heima með
A er myndin hafi verið tekin ásamt ungum syni hennar.
Lögregla hafi annað mál til rannsóknar þar sem kærði
sé undir sterkum grun um að hafa ráðist á A, mál lögreglu nr. 007-2015-[...]. Þann 29. október sl. var
lögregla kölluð að heimili kærða og A þar sem tilkynnt var um átök þar og að
konan væri komin með hamar í hendi til þess að verja sig. Á vettvangi hafi A
borið að kærði hefði ráðist á sig, rifið í hár hennar, haldið henni og kýlt
hana nokkrum sinnum í andlitið. Kvaðst hún hafa reynt að klóra og slá frá sér
til að losna en síðan náð í hamar til þess að verja sig gegn kærða. Vitni sem
statt hafi verið á vettvangi kvaðst hafa vaknað við að A kallaði á hjálp.
Vitnið hefði svo komið að þar sem kærði hélt A niðri á hárinu og A hefði verið
með hamar í hendi. Í skýrslu lögreglu sé
tekið fram að blóðblettir hafi verið á gólfinu í íbúðinni og að A hafi verið
með skurð sem blæddi mikið úr á hægri hlið höfuðs í hársverðinum auk þess að
vera áberandi marin og bólgin á nefi og enni. Kærði hafi verið blóðugur á báðum
höndum og klóraður á hálsi og aftan við eyra.
Kærði hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á
grundvelli rannsóknarhagsmuna með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þann 7.
febrúar sl.
Það sé mat lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að
lagaskilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt, enda er kærði undir
sterkum grun um að hafa framið brot sem varðað getur allt að 16 ára fangelsi og
er þess eðlis að almannahagsmunir krefjast gæsluvarðhalds. Telja verði að umrætt
brot sé í eðli sínu svo svívirðilegt að gangi kærði frjáls ferða sinna myndi
það valda hneykslan í samfélaginu og særa mjög réttarvitund almennings.
Rannsókn málsins sé á lokastigi. Beðið sé eftir
skýrslum tæknideildar vegna málsins. Verði málið sent embætti héraðssaksóknara
eins fljótt og unnt sé.
Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og 2.
mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sé þess krafist að krafan nái
fram að ganga.
Niðurstaða:
Með vísan til þess sem rakið er í greinargerð
sóknaraðila og fram kemur í rannsóknargögnum málsins er á það fallist að kærði
sé undir sterkum grun um að hafa svipt sambúðarkonu sína frelsi sínu og beitt
hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi þannig að það geti varðað við 1. mgr.
194. gr., 1. mgr. 218. gr. og 226. gr. almennra hegningarlaga. Þau brot sem
kærði er undir sterkum grun um að hafa framið varða meira en 10 ára fangelsi.
Þá er á það fallist að brot þessi séu þess eðlis að varðhald sé nauðsynlegt með
tilliti til almannahagsmuna. Skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 er því
fullnægt og verður því fallist á kröfu sóknaraðila um að kærði sæti
gæsluvarðhaldi eins og í úrskurðarorði greinir.
Ásmundur Helgason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.
Ú R S K U R Ð A R O
R Ð
Kærði, X, kt. [...] , skal áfram sæta
gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 2. mars nk. kl. 16:00.
|
Mál nr. 157/2015 | Skaðabætur Slysatrygging Sjómaður Líkamstjón Örorka Miski Uppgjör Fyrirvari Almannatryggingar Gjafsókn | A krafði V hf. um greiðslu bóta vegna líkamstjóns sem hann hlaut í starfi sínu sem háseti. Höfðu aðilar samið um bætur vegna slyssins á grundvelli matsgerðar í maí 2010 og var eingreiðsluverðmæti fullra bóta frá almannatryggingum og lífeyrissjóði A dregið frá örorkubótunum. Tók A við bótunum með fyrirvara um niðurstöðu örorkumats og frádrátt. Í desember 2010 var A tilkynnt að SÍ teldu hann ekki eiga rétt á lífeyri frá almannatryggingum og voru honum greiddar eingreiðslubætur vegna örorku. Greiddi V hf. því A mismun hinna eingreiddu bóta og þess eingreiðsluverðmætis örorkubóta frá almannatryggingum sem dregið hafði verið frá í uppgjöri aðila. Deildu aðilar í málinu um við hvaða miskastig og örorku skyldi miða og hvort V hf. væri heimill framangreindur frádráttur, sbr. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um að leggja til grundvallar matsgerðir dómkvaddra manna frá árinu 2013 sem mátu miska og örorku A hærri en miðað hafði verið við í uppgjörinu árið 2010. Í dómi réttarins kom fram að tjónþola bæri að takmarka tjón sitt, sbr. 2. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Hefði V hf. ítrekað skorað á A að leita endurskoðunar á ákvörðun SÍ án þess að brugðist hafi verið við því. Hefði V hf. því aflað matsgerðar árið 2013 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að A ætti rétt á örorkubótum lífeyristrygginga almannatrygginga ef hann sækti um þær og var hún lögð til grundvallar. Þar sem V hf. hefði þegar greitt A bætur og dregið frá eingreiðsluverðmæti réttar A til greiðslna frá almannatryggingum í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms var talið að V hf. hefði gert upp tjón A að fullu. Var V hf. því sýknaður af kröfu A. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason
og Guðrún Erlendsdóttir settur hæstaréttardómari.
Aðaláfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 9. janúar 2015. Ekki
varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 25. febrúar sama ár og áfrýjaði hann
öðru sinni 27. sama mánaðar. Hann krefst sýknu af kröfu gagnáfrýjanda og
málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar fyrir sitt leyti 11. maí 2015.
Hann krefst þess aðallega að aðaláfrýjanda verði gert að greiða sér 135.991.840
krónur með 4,5% ársvöxtum af 5.334.819 krónum frá 5. nóvember 2007 til 5. apríl
2009 og af 135.991.840 krónum frá þeim degi til 11. nóvember 2011, en
dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum eftirfarandi
greiðslum, samtals að fjárhæð 40.846.129 krónur: 22. júlí 2008 að fjárhæð
700.000 krónur, 9. september sama ár að fjárhæð 300.000 krónur, 29. janúar 2009
að fjárhæð 500.000 krónur, 18. febrúar sama ár að fjárhæð 1.500.000 krónur, 24.
apríl sama ár að fjárhæð 500.000 krónur, 22. maí sama ár að fjárhæð 200.000
krónur, 2. október sama ár að fjárhæð 300.000 krónur, 27. október sama ár að
fjárhæð 1.000.000 krónur, 25. nóvember sama ár að fjárhæð 500.000 krónur, 8. desember
sama ár að fjárhæð 500.000 krónur, 6. janúar 2010 að fjárhæð 400.000 krónur,
20. janúar sama ár að fjárhæð 500.000 krónur, 2. febrúar sama ár að fjárhæð 200.000
krónur, 8. mars sama ár að fjárhæð 3.000.000 krónur, 9. sama mánaðar að fjárhæð
997.560 krónur, 28. maí sama ár að fjárhæð 1.500.000 krónur, 9. júní sama ár að
fjárhæð 12.496.194 krónur, 5. október 2011 að fjárhæð 14.424.207 krónur, 16. október
2012 að fjárhæð 1.075.635 krónur, 17. sama mánaðar að fjárhæð 252.533 krónur og
12. desember 2014 að fjárhæð 14.662.769 krónur. Til vara krefst hann staðfestingar
héraðsdóms. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til
gjafsóknar sem honum hefur verið veitt.
I
Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi var gagnáfrýjandi háseti á […], er
hann slasaðist við vinnu sína 5. nóvember 2007. Kröfu sína reisir hann á
samningi útgerðar skipsins og aðaláfrýjanda um slysatryggingu áhafnarinnar þar
sem kveðið er á um að greiða skuli bætur, sem svari til skaðabóta samkvæmt
skaðabótalögum nr. 50/1993, leiði það til hærri heildarbóta en samkvæmt 172.
gr. siglingalaga nr. 34/1985. Ekki er um það deilt að í þessu tilviki nema
heildarbætur hærri fjárhæð en samkvæmt 172. gr. siglingalaga. Bótauppgjör í málinu
fer því eftir reglum skaðabótalaga.
Aðilar málsins sömdu um bætur vegna slyssins á árinu 2010 á grundvelli
matsgerðar, sem þá lá fyrir og þeir öfluðu sameiginlega. Samkvæmt þeirri
matsgerð var varanlegur miski metinn 35 stig og varanleg örorka 50% og var
eingreiðsluverðmæti fullra bóta frá almannatryggingum og lífeyrissjóði
gagnáfrýjanda dregið frá örorkubótunum. Gagnáfrýjandi tók við bótunum með
fyrirvara um niðurstöður örorkumats og uppgjör og frádrátt á rétti sem frádreginn
var í uppgjörinu.
Með mati dómkvaddra manna árið 2013 var varanlegur miski gagnáfrýjanda
metinn 40 stig og varanleg örorka 60%. Matinu var skotið til yfirmats að því er
varanlega örorku varðaði og var hún þar metin 65%. Þessum matsgerðum hefur ekki
verið hnekkt og ber því að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um að miskinn sé 40
stig og varanlega örorkan 65%. Þá er einnig staðfest niðurstaða héraðsdóms um
að hafna beri kröfuliðunum öðru fjártjóni, sjúkrakostnaði og
framtíðarsjúkrahúskostnaði þar sem gagnáfrýjandi gerði ekki fyrirvara um þá
liði í uppgjöri aðila árið 2010.
II
Eins og að framan greinir fer um bótauppgjör í máli þessu eftir reglum
skaðabótalaga og því gilda við uppgjörið frádráttarreglur samkvæmt 4. mgr. 5.
gr. skaðabótalaga eins og þau voru á slysdegi 5. nóvember 2007, er
skaðabótakrafa gagnáfrýjanda á hendur aðaláfrýjanda stofnaðist.
Gagnáfrýjanda var tilkynnt 1. desember 2010 að Sjúkratryggingar Íslands
teldu hann ekki eiga rétt á lífeyri og voru honum greiddar eingreiðslubætur
vegna örorku. Aðaláfrýjandi greiddi gagnáfrýjanda mismun hinna eingreiddu bóta
og þess eingreiðsluverðmætis örorkubóta frá almannatryggingum, sem dregið hafði
verið frá í uppgjörinu árið 2010. Á það verður ekki fallist með gagnáfrýjanda
að aðaláfrýjandi sé bundinn við það uppgjör og geti ekki borið fyrir sig að
gagnáfrýjandi eigi frekari rétt til bóta úr almannatryggingum.
Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. skaðabótalaga og með vísan til ólögfestra
meginreglna skaðabótaréttar ber tjónþola að takmarka tjón sitt, sbr. dóm Hæstaréttar
14. febrúar 2008 í máli nr. 307/2007 og dóm réttarins 11. september 1997 sem
birtur er í dómasafni réttarins á bls. 2312 það ár. Aðaláfrýjandi hefur ítrekað
skorað á gagnáfrýjanda að leita endurskoðunar á framangreindri ákvörðun Sjúkratrygginga
Íslands, án þess að brugðist hafi verið við því af hálfu gagnáfrýjanda.
Aðaláfrýjandi fékk því dómkvaddan mann til að meta örorku gagnáfrýjanda
samkvæmt reglum um almannatryggingar vegna slyssins og hvaða greiðslum hann
ætti rétt á samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar. Skilaði hann
matinu 9. ágúst 2013 og var þar komist að þeirri niðurstöðu að örorka
gagnáfrýjanda samkvæmt reglum lífeyristrygginga almannatrygginga væri að
minnsta kosti 75% og ætti hann því rétt á örorkubótum ef hann sækti um þær.
Matsgerð þessari hefur ekki verið hnekkt og verður hún því lögð til grundvallar.
III
Í héraði lágu fyrir útreikningar tryggingastærðfræðings á
eingreiðsluverðmæti bóta frá almannatryggingum. Var annars vegar miðað við
greiðslu frá stöðugleikapunkti 8. apríl 2009 og hins vegar greiðslu frá 4.
september 2011, en þá var talið að gagnáfrýjanda hefði mátt vera ljóst að hann
væri óvinnufær til langframa. Í hinum áfrýjaða dómi var komist að þeirri
niðurstöðu að ekki væri unnt að miða við að gagnáfrýjandi fengi greiðslur frá
almannatryggingum frá fyrra tímamarki en frá dagsetningu matsgerðarinnar 9. ágúst
2013. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagður nýr útreikningur
tryggingastærðfræðings, sem miðar við þessa niðurstöðu héraðsdóms.
Aðaláfrýjandi hefur nú greitt gagnáfrýjanda bætur með vöxtum í samræmi
við niðurstöðu héraðsdóms að því undanskildu að hann hefur miðað innborganir
sínar við greiðsludag þeirra eins og óumdeilt er með aðilum. Þá hefur hann dregið
frá eingreiðsluverðmæti réttar gagnáfrýjanda til greiðslna frá
almannatryggingum miðað við þann dag sem héraðsdómur lagði til grundvallar.
Verður byggt á útreikningi aðaláfrýjanda þar að lútandi sem ekki hefur verið
hnekkt. Samkvæmt þessu hefur aðaláfrýjandi gert að fullu upp tjón gagnáfrýjanda
og verður hann því sýknaður.
Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað verða staðfest.
Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, en
gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda greiðist úr ríkissjóði svo sem í dómsorði
greinir.
Dómsorð:
Aðaláfrýjandi,
Vátryggingafélag Íslands hf., er sýkn af kröfu gagnáfrýjanda, A.
Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og
gjafsóknarkostnað eru staðfest.
Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.
Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir
Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns
hans, 600.000 krónur.
Dómur
Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 2014.
Mál þetta var höfðað
með stefnu birtri 18. nóvember 2010, og framhaldsstefnu sem þingfest var 11.
nóvember 2011, af A, […]Akureyri, á hendur Vátryggingafélagi Íslands hf., Ármúla 3,
Reykjavík. Málið var dómtekið 19.
september sl.
Stefnandi krefst þess aðallega að stefndi verði
dæmdur til að greiða stefnanda 135.991.840 krónur ásamt 4,5% ársvöxtum, af þjáningarbótum og miskabótum,
5.334.819 krónum. frá 5. nóvember 2007 til 5. apríl 2009, en af 135.991.840
krónum frá þeim degi til 11. nóvember 2011, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1.
mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim
degi til greiðsludags.
Allt
að frádregnum neðangreindum greiðslum, samtals 40.846.129 krónum:
1 22.
júlí 2008
700.000
2 9. september 2008 300.000
3 29. janúar 2009
500.000
4 18. febrúar 2009 1.500.000
5 24. apríl 2009 500.000
6 22. maí 2009
200.000
7 2. október 2009 300.000
8 27. október 2009 1.000.000
9 25. nóvember 2009 500.000
10 8. desember 2009 500.000
11 6. janúar 2010 400.000
12 20. janúar 2010 500.000
13 2. febrúar 2010
200.000
14 8. mars 2010 3.000.000
15 28. maí 2010 1.500.000
16 9. júní 2010
7.924.061
17 9. mars 2010 997.560
18 9. júní 2010 3.064.075
19 9. júní 2010 1.508.058
20 5. október 2011 12.032.123
21 5. október 2011 1.163.587
22 5. október 2011 1.228.497
23 16. október 2012 1.000.000
24 16. október 2012
75.635
25 17. október 2012 252.533
Til vara krefst
stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða 90.147.956 krónur ásamt 4,5% ársvöxtum af þjáningar og
miskabótum, frá 5. nóvember 2007 til 5. apríl 2009, en af 90.147.956 krónum frá
þeim degi til 11. nóvember 2011, og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.
laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádregnum sömu innborgunum og í
aðalkröfu.
Þá krefst stefnandi
málskostnaðar að skaðlausu eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en honum var
veitt gjafsókn 11. apríl 2013.
Stefndi krefst
aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar að mati dómsins. Til vara krefst hann þess að stefnukröfur
verði lækkaðar og honum tildæmdur
málskostnaður.
Stefnandi var háseti á
[…]. Hann slasaðist um borð í skipinu
þann 5. nóvember 2007 er ljósbauja féll úr nokkurri hæð og lenti á hálsi og
höfði hans.
Í útdrætti úr
skipsdagsbók segir svo um slysið: Mánudagskvöldið 05 nóvember var […] að
veiðum utanvið Þorlákshöfn þegar baujan sem hangir við pokaendann á nótinni fór
með aftur í skúffu og vissu strákarnir aftur í nótaskúffu ekki um það, þegar
baujan fór yfir nótaleggjarann féll hún aftan á hálsinn á A og ældi hann fyrst
á eftir og versnaði síðan verkur í hálsi eftir það. Hann sagði yfirmönnum ekki
frá þessu atviki fyrr en komið var í land.
Stefnandi hélt áfram
vinnu en fór á slysadeild þegar skipið kom til hafnar viku eftir óhappið, 13.
nóvember 2007. Hann var talinn hafa
tognað í hálshrygg og fékk almennar ráðleggingar. Stefnandi leitaði síðan læknis á
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) 16. nóvember
2007. Samkvæmt vottorði B læknis á HSA kvartaði stefnandi einkum um verki í
baki, hálsi og hnakka en í byrjun árs 2008 vöknuðu grunsemdir um taugaskemmdir. Samkvæmt vottorði C læknis frá 23. maí 2008
kom stefnandi á Endurhæfingardeild Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri. Þá kemur fram að niðurstaða segulómunar af hálsi og hálshrygg hafi verið eðlileg.
Líðan stefnanda sé eins og áður en hann kom á
endurhæfingardeildina: Almennt versnandi
og hann sé ómögulegur í öllum skrokknum en verstur sé höfuðverkur, suð fyrir
eyrum, truflun á bragðskyni og veruleg truflun á svefni. Auk þess
úthaldsleysi og stöðug þreyta. Viðkvæmur fyrir birtu og hávaða, minnisleysi og einbeitingarleysi. Við meðferð hafi tekist að draga talsvert úr
óþægindum hans í hálsi og herðum en hann hafi samt mjög lítið þrek og úthald og sé langt frá því að vera vinnufær.
Þann 14. maí 2008 fór
stefnandi í taugasálfræðilegt mat hjá D taugasálfræðingi. Hún taldi stefnanda hafa orðið fyrir
meðalalvarlegum heilaskaða. Við endurmat í desember 2008 taldi taugasálfræðingurinn að flokka mætti
heilaskaða stefnanda sem alvarlegan og varanlegan. Engar líkur væru á því, að stefnandi kæmist
aftur til vinnu á sjó. Stefnandi dvaldi með hléum á Reykjalundi í endurhæfingu
á tímabilinu febrúar til apríl 2009.
Þegar stefnandi
slasaðist var hann ásamt öðrum skipverjum tryggður slysatryggingu sjómanna hjá stefnda. Slysatrygging þessi er
með þeim skilmálum að greiddar skulu bætur sem svari til skaðabóta samkvæmt skaðabótalögum nr. 50/1993 með
síðari breytingum. Stefnandi og stefndi
óskuðu sameiginlega eftir mati E, sérfræðings í heila- og taugasjúkdómum og F,
sérfræðings í bæklunarskurðlækningum, á afleiðingum
slyssins. Samkvæmt matsgerð þeirra frá
5. nóvember 2009 hlaut stefnandi þungt höfuðhögg og hnykk á háls- og
brjósthrygg við slysið. Töldu matsmenn
að varanlegar afleiðingar slyssins væru heilaskaði (með vægri vitrænni skerðingu, persónuleikabreytingu og skerðingu á
bragð- og lyktarskyni), eftirstöðvar tognunar í háls-
og brjósthrygg og vítahringur langvinnra verkja og kvíða. Stöðugleikapunkt töldu þeir vera 8. apríl
2009, þegar stefnandi útskrifaðist af Reykjalundi. Matsmennirnir töldu að varanlegur miski væri
35 stig, en við það mat kváðust þeir taka tillit til fyrra heilsufars. Loks töldu þeir varanlega örorku stefnanda af
völdum slyssins hæfilega metna 50%.
Að fenginni matsgerð
gengu aðilar frá bótauppgjöri í samræmi við niðurstöðu hennar. Uppgjörið er dags. 28. maí 2010, en
undirritað af lögmanni stefnanda 9. júní sama ár. Við uppgjör þetta var reiknað til frádráttar
eingreiðsluverðmæti bóta frá Tryggingastofnun ríkisins og frá
lífeyrissjóði. Var þessi frádráttur reiknaður
af G tryggingastærðfræðingi, starfsmanni stefnda. Var í uppgjörinu miðað við að stefnandi nyti óbreyttra bóta, örorkulífeyris, allt til 67 ára aldurs, bæði frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóðnum Gildi. Lögmaður stefnanda gerði svohljóðandi fyrirvara við uppgjörið: Samþykkt
með fyrirvörum um niðurstöður örorkumats og uppgjör og frádrátt á rétti sem
frádreginn er í uppgjöri og að hann fái í framtíð þessar greiðslur sem reiknað
er með frá TR og lífeyrissjóði.
Skömmu síðar leitaði stefnandi til annars lögmanns og hófst sá handa
um gagnaöflun. Taldi hann að meta yrði á
ný bæði miska stefnanda og varanlega örorku.
Hann óskaði ekki dómkvaðningar matsmanna, en höfðaði þetta mál með
stefnu í nóvember 2010 eins og áður segir.
Verða nú rakin helstu
gögn um heilsufar stefnanda sem fram hafa komið eftir þingfestingu.
Þann 1. desember 2010
tilkynntu Sjúkratryggingar Íslands stefnanda að stofnunin mæti varanlega slysaörorku 35%. Jafnframt var stefnanda tilkynnt um eingreiðslubætur frá stofnuninni samkvæmt 5. mgr. 34. gr.
laga nr. 100/2007, að fjárhæð 2.366.111 krónur.
Matsgerðar H lögfræðings og I bæklunarskurðlæknis, dags. 17. október 2011, aflaði
lögmaður stefnanda einhliða með vísan til 10. gr. skaðabótalaga.
Í matsgerð þessari er
fjallað um heilsufar stefnanda fyrir slysið, áverka stefnanda í slysinu 5.
nóvember 2007 og afleiðingar þess, þ.e. bæði varanlegan miska og örorku samkvæmt 4. og 5. gr. skaðabótalaga, sjúkrakostnað og annað fjártjón, auk þess sem
óskað hafði verið eftir að miski stefnanda yrði metinn eftir dönsku miskatöflunum.
Matsmenn töldu að
stefnandi hefði almennt verið heilsuhraustur fyrir slysið. Þeir töldu að stefnandi hefði í slysinu hlotið
heilaskaða og tognað í hálsi, brjóstbaki og mjóbaki. Stoðkerfiseinkennin hefðu lítið gengið til baka með tímanum og stefnandi glímdi
við afleiðingar heilaskaða með vægri vitrænni skerðingu, persónuleikabreytingu og skerðingu á lyktar- og bragðskyni. Enn fremur ákveðnum tjáskiptaörðugleikum, s.s. stami, og erfiðleikum með að finna orð,
breytingu á geðslagi, úthaldsleysi, viðkvæmni fyrir birtu og hávaða o.fl.
Varðandi varanlegan miska töldu matsmenn að ekki væri hægt að sjá að einkennin sem stefnandi kvartaði um við fyrra mat hjá E og F
hefðu versnað mikið.
Tognunareinkenni í hálsi og brjóstbaki virðist þó hafa versnað nokkuð,
séu frekar viðvarandi í stað þess að vera álagsbundin. Þá hafi ekki verið tekið tillit til tognunareinkenna
í mjóbaki í fyrri matsgerð Varanlegur
miski stefnanda sé rétt metinn 50 stig.
Sundurliða þeir niðurstöðu sína þannig að tognunareinkenni í hálsi séu metin til 8 stiga, tognunareinkenni
í brjóstbaki til 5 stiga, tognunareinkenni í mjóbaki til 7 stiga og einkenni
heilaskaða samanlagt til 30 stiga (vitræn skerðing 15 stig, minnkun á lyktar-
og bragðskyni 5 stig, tjáskiptaörðugleikar 5 stig og andleg einkenni 5
stig)
Varanlega örorku töldu
matsmenn vera 65%.
Litu þeir til þess að stefnandi gæti ekki unnið við líkamlega krefjandi
störf vegna afleiðinga slyssins, auk þess sem gera yrði ráð fyrir því að úthald
hans til vinnu væri töluvert skert. Það
ætti jafnvel við í líkamlega léttri vinnu, einkum vegna heilaskaðans, en þó
einnig vegna stoðkerfiseinkenna. Þá hafi stefnandi litla sem enga menntun,
starfsreynsla hans liggi í líkamlega krefjandi vinnu, hann búi á svæði þar sem framboð vinnu sé minna en á
höfuðborgarsvæðinu og aldurinn vinni ekki með honum.
Matsmenn töldu alla
endurhæfingu stefnanda fullreynda. Þó
væri líklegt að hann þyrfti af og til að leita til sjúkraþjálfara til að halda
í horfinu. Þá yrði ekki þörf á miklum lyfjakaupum.
Þegar þessi matsgerð
lá fyrir var þingfest framhaldsstefna 11. nóvember 2011.
J, trúnaðarlæknir Lífeyrissjóðsins Gildis, hefur metið örorku stefnanda gagnvart sjóðnum. Hefur hann ætíð talið að örorka til fyrri
starfa teljist 100% frá 23. nóvember 2007.
Síðasta mat fór fram 16. apríl 2014 og skal næsta endurmat fara fram í
maí 2017.
K, sérfræðingur í
heila- og taugasjúkdómum skoðaði stefnanda og er greinargerð hans dags. 9.
desember 2011. Hann taldi að stefnandi
hefði hlotið heila- og hnykkáverka við slysið.
Um sé að ræða varanlegt ástand og miski sé ekki minni en 70 stig eftir
miskatöflum skaðabótalaga og örorka sé meiri en 75%.
Stefnandi hefur átt í
erfiðleikum með þvaglát. Í
aðgerðarlýsingu L læknis, dags. 2. desember 2013
segir að hann sé „með dysfunctional volding, tæmir blöðru illa, líklega með
hypotone eða jafnvel atoniska blöðru.
Þetta er mjög líklega af neurogen uppruna, þ.e.a.s. secunder vegna heilaáverka
og einnig gætu bakverkirnir spilað þarna inn í þannig hann fær ekki normal
þvagláta-reflex.“
Stefndi mótmælti
framangreindri matsgerð þeirra H og I. Voru því að
kröfu stefnanda dómkvaddir matsmenn þann 8. nóvember 2012 til að svara því
hvaða læknisfræðilegu áverka, andlega og líkamlega, stefnandi hefði hlotið í
slysinu. Þá var þeim og falið að meta
miska hans og varanlega örorku, sbr. 4. og 5. gr. skaðabótalaga.
Matsmennirnir, M heila- og taugaskurðlæknir og N
hæstaréttarlögmaður skiluðu matsgerð þann 11. mars 2013. Þeir höfðu frumkvæði að því að stefnandi fór
til athugunar hjá O, taugasálfræðingi.
Er skýrsla hans dags. 30. janúar 2013.
Þar segir m.a.:
Við
prófun nú komu fram skýrar vísbendingar um skert úthald og erfiðleika tengda
máltjáningu. Árangur á mállegum þáttum
greinarprófs var í meðallagi. Að öðru
leyti komu fram merki um erfiðleika á flestum prófum. Í niðurstöðum prófa komu fram vísbendingar um
taugasálfræðilega veikleika tengda máltjáningu og málskilningi, sjónrænni úrvinnslu og rúmáttun, skipulagi og
hraða í hugarstarfi og vinnubrögðum, heyrnrænum og sjónrænum minnisþáttum,
vinnsluminni, einbeitingu og úthald og fínhreyfifærni handa. Einnig komu fram merki um tilhneigingu til
þrálætis. Svo
virðist sem ríkjandi hönd (hægri) sé ekki eins sterk og sú víkjandi.
Líkur
eru til þess að þeir taugasálfræðilegu veikleikar, sem vísbendingar eru um í
niðurstöðum prófa nú, séu að verulegu leyti áunnir og afleiðing ofangreinds
heilaáverka. Er það í samræmi við
niðurstöður annarra taugasérfræðinga, sem lýst hafa því áliti sínu, að A takist
á við víðtækar afleiðingar heilaskaða eftir höfuðhöggið sem hann hlaut í nóvembermánuði 2007.
A mun
hafa sinnt störfum til sjós í nokkra daga eftir að hafa hlotið þungt höfuðhögg
og sýnt merki um heilaáverka. Mælt er með því að fólk forðist líkamlegt og
andlegt álag fyrstu dagana eftir heilaáverka.
Rannsóknir benda til þess að of mikið álag fyrstu dagana og vikurnar
eftir heilaáverka geti seinkað bata og aukið líkur á þálátum afleiðingum til
lengri tíma.
Ekki
hafa sést merki um heilaskaða á myndum af heila, en hafa verður í huga að
heilasneiðmynd og hefðbundin segulómun af heila eru ekki næmar á skaða á taugafrumum (axonal damage), sem valdið getur
hugrænum (cognitive) einkennum og haft áhrif á aðlögun og atferli.
Í niðurstöðum
matsgerðarinnar segir að stefnandi hafi hlotið vægan heilahristing, en umtalsverðar tognanir í hálshrygg og
brjósthrygg og að verkjaástand í
mjóbaki hafi versnað. Heilahristingurinn og eftirfylgjandi greiningar hafi skaðað stefnanda umtalsvert og
spillt meðferð hans. Við mat á
varanlegum miska kveðast matsmenn taka tilliti til fyrri einkenna og
heilsufars. Telja þeir að afleiðingar
slyssins hafi ekki sérstaka erfiðleika í för með sér umfram það sem metið sé
samkvæmt miskatöflum. Meta
þeir miskann 40 stig. Varanlega örorku
töldu þeir hins vegar umtalsvert hærri og mátu hana 60%.
Þann 7. maí 2013 voru
dómkvaddir yfirmatsmenn til að meta varanlega örorku stefnanda vegna áverka er
hann hlaut í umræddu slysi.
Matsmennirnir, P
geðlæknir, R prófessor og S prófessor, luku við yfirmatsgerð sína 26. október
2013. Þar segir m.a.:
Hér verður því horft til þess að
atburðurinn, sem tjónþoli lendir í, er til þess fallinn að valda miklum
líkamlegum skaða, hann fær óumdeilt mikið höfuðhögg og í beinu framhaldi er
lýst heilahristing og síðan eru staðfest merki um tognun á háls og brjósthrygg
með versnun á tognunareinkennum frá mjóbaki.
Engin merki um brjósklos og skaða á úttaugar er lýst í beinu framhaldi
slyssins og verða því brjósklos sem tjónþoli hefur síðar fengið ekki rakin til
slyssins. Í fyrri matsgerðum er deilt um hvort að hann hafi hlotið
heilaskaða eða ekki. Ljóst er að höggið
er af þeirri stærðargráðu að það í sjálfu sér er líklegt til þess. Hann lýsir í framhaldinu truflun á bragði og
lyktarskyni sem er nokkuð óvænt miðað við eðli höggsins, en hér ber að hafa í
huga að nákvæmni lýsingar á innkomu bauju á höfuð tjónþola getur skeikað og
ráðið nokkru um hvort þessi niðurstaða er möguleg. Vegna tímanlegra tengsla við höggið og
staðfestingu þessa vanda við skoðun þá líta matsmenn á að þetta tengist
slysinu.
Hvað varðar heyrnartruflun telja
matsmenn það ólíklegt að hún stafi af högginu, en aðrar ástæður, s.s. vinna í
hávaða og notkun á byssum er líklegri skýring.
Þá horfa matsmenn til þess að í kjölfar slyssins hefur hann glímt við
breytingu á persónuleika, með depurð, kvíða, einbeitingar- og minnistruflunum,
flogalíkum köstum, svima, sjóntruflunum, stami eða auknu stami auk vítahrings
verkja og vanlíðunar með þreytu og driftarleysi. Hvort þessi einkenni stafi af beinum
heilaskemmdum eða séu geðræn/sállíkamleg, skiptir ekki máli fyrir matsgerð
þessa, enda þekkt að eftir áverka sem þessa geta þau komið fram og haft á sér
báðar þessar skýringar. Nú eru liðin
tæplega 6 ár frá slysinu og ljóst að varanleiki framangreindra einkenna er
umtalsverður. Til hliðsjónar verður
einnig að hafa að tjónþoli hefur leitað sér meðferðar og þannig reynt að
takmarka tjón sitt. Þá er horft til þess
að tjónþoli hefur ekki notið sértækrar meðferðar vegna stams og gera matsmenn
ráð fyrir að hægt sé að bæta það umtalsvert.
Í ljósi þessa verður að ætla að tjónþoli geti vegna tognunar í
hálsi, brjóst og lendhrygg ekki lengur unnið erfiðsvinnustörf. Þá verður að gera ráð fyrir að vegna
geðeinkenna, hvort sem þau stafi af heilaskemmd eða séu af geðrænum ástæðum,
verði honum ókleyft vegna afleiðinga slyssins að vinna störf þar sem mikið er
um snögg áreiti, og sértæks frumkvæðis, driftar eða úthald er krafist. Ætla verður þó að til framtíðar geti tjónþoli
þrátt fyrir slysið, hamli ekki aðrar ástæður, unnið störf undir verkstjórn
annars, þar sem ofangreindar aðstæður eru ekki til staðar. ...
Ekki verða öll líkamleg einkenni
yfirmatsbeiðanda í dag með vissu rakin til afleiðinga slyssins 5. nóvember
2007. Yfirmatsmenn hafna þeirri túlkun tjónþola að miða beri við heilsufar hans
í dag, enda leiðir það af orðalagi 5. gr. skaðabótalaga að miða beri við þá
skerðingu sem verður á aflahæfi tjónþola í viðkomandi tjónsatviki. Í þessu sambandi má einnig vísa til
matsspurningar í yfirmatsbeiðni: ,,Hver er varanleg örorka tjónþola/stefnanda
vegna þeirra áverka sem tjónþoli/stefnandi varð fyrir í slysinu þann 5. 11.
2007 um borð í […], skv. 5. grein skaðabótalaga."
Nýtt vottorð T
þvagfæraskurðlæknis styður ekki að vandamál yfirmatsbeiðanda við þvaglát verði
rakin til meints heilaskaða í nefndu slysi, enda hefðu einkennin þá átt að koma
mun fyrr fram eins og fram kemur í vottorðinu. Er því hafnað að einkenni þessi
séu afleiðingar slyssins. Sömu sögu er að segja af núverandi leiðsluverkjum
tjónþola frá baki niður í fætur. ...
Með vísan til alls framanritaðs
er það niðurstaðan að um verulega varanlega örorku sé að ræða vegna slyssins.
Helgast það bæði af skertri líkamlegri færni vegna eftirstöðva tognana í hálsi,
brjósthrygg og lendarhrygg en ekki síður vegna vitrænna og andlegra einkenna.
Verður ekki séð að yfirmatsbeiðandi eigi raunhæfa möguleika á að valda nema
léttustu störfum. Ytri aðstæður kunna einnig að reynast yfirmatsbeiðanda
erfiðar, sem og stöðugir verkir sem hann glímir við. Í slíku verkjaástandi verða bæði líkamleg færni og athygli
verulega skert. ...
Líkamleg skerðing yfirmatsbeiðanda
vegna slyssins er umtalsverð, einkum í hálsi, brjóstbaki og mjóbaki. Er
óumdeilt að hann er 100% ófær til fyrri starfa á sjó og 100% ófær um að sinna
öllum störfum er krefjast líkamlegs atgervis. Einföld störf í rólegu umhverfi,
þar sem ekki reynir á líkamlegt þrek eða afl, ættu hins vegar almennt að vera á
færi tjónþola. Hin hæga hugsun, einbeitingarskortur og skert athygli, setja þó
starfsvali skorður. Á færi tjónþola ættu þó t.d. að vera einföld störf.
Starfsvalið er einangrað við einföld störf í rólegu umhverfi, sbr. t.d.
samantekt K, taugalæknis, dags. 5.09.2011, en yfirmatsmenn fallast að nokkru á
þá lýsingu sem þar er gefin. Við þessar aðstæður yrði matsþoli alltaf í lægsta
launaflokki, enda eingöngu ófaglærð, einföld störf á hans færi að mati yfirmatsmanna.
Á sama tíma og tjónþoli var með
atvinnutekjur um 550.000 - 716.000 kr. á mánuði voru lægstu heildartekjur
ófaglærðs starfsmanns skv. Hagstofu Íslands við störf sem lagermaður eða
afgreiðslustörf á kassa í stórmarkaði, á bilinu 160.000-260.000 kr. á mánuði.
Liggur því nærri að hið fjárhagslega tjón sem tjónþoli verður fyrir vegna
slyssins sé u.þ.b. 2/3 af hans heildartekjum. Er varanleg örorka hans því rétt
metin 65% af hundraði.
Í yfirmatsgerðinni er sagt að stefnandi hafi á
stundum getað spilað fótbolta eftir slysið og farið í veiðiferðir. Fyrir dómi sagðist stefnandi ekki hafa spilað
fótbolta, hvorki fyrir né eftir slysið.
Þá hefði hann ekki treyst sér til að fara í veiðiferðir síðustu
árin.
Eins og áður segir breyttu Sjúkratryggingar Íslands mati sínu á örorku stefnanda. Eingreiðsluverðmæti
örorkulífeyris frá stofnuninni hafði verið dregið frá í áðurnefndu
bótauppgjöri, en uppgjörinu var breytt og voru stefnanda greiddar 2.366.111 krónur.
Aðilar deila enn um þennan frádrátt, en stefnandi hefur ekki leitað
eftir endurnýjuðu örorkumati hjá Sjúkratryggingum, þrátt fyrir áskoranir
stefnda.
Að kröfu stefnda var dómkvaddur matsmaður þann 29. maí
2013 til að meta hver örorka stefnanda væri samkvæmt reglum um almannatryggingar og jafnframt segja til um hvaða
greiðslum hann ætti rétt á samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar.
Í matsgerð U
bæklunarskurðlæknis, dags. 9. ágúst 2013, er komist að þeirri niðurstöðu að
örorka stefnanda samkvæmt reglum lífeyristrygginga almannatrygginga væri a.m.k.
75%. Þá taldi matsmaðurinn að stefnandi
ætti rétt á örorkubótum lífeyristrygginga almannatrygginga, enda sækti hann um
þær. Gerir hann þann fyrirvara að niðurstaða
hans skuldbindi ekki Sjúkratryggingar.
U
sagði fyrir dómi að afleiðingar slyssins sem um er fjallað í þessu máli dygðu
einar og sér til að stefnandi ætti að fá örorkulífeyri.
Málsástæður
og lagarök stefnanda
Stefnandi byggir
kröfur sínar á samningi stefnda og […] hf., útgerðarmanns […], um slysatryggingu áhafnar skipsins. Slysatrygging þessi sé samkvæmt úrskurði
gerðardóms frá 30. júní 2001.
Stefnandi byggir á því
að hann eigi rétt á að fá bótakröfu sína óskerta, en 4. mgr. 5. gr.
skaðabótalaga gildi eingöngu um hreinar skaðabótakröfur. Það eigi ekki við hér. Krafa stefnanda sé
um samningsbundnar réttindabætur, en þær séu framlenging á launþegatryggingunni samkvæmt 172. gr. siglingalaga. Stefnandi byggir á því að hið stefnda félag
leggi á útgerðir í landinu iðgjöld, sem byggð séu á tjónareynslu, sem útgerðin haldi síðan eftir af hlut
viðkomandi sjómanns og greiði til félagsins.
Þar af leiðandi geti stefndi ekki knúið stefnanda til að krefja aðra
aðila um þær bætur, sem félagið hafi tekið að sér að greiða. Segir hann að gerður hafi verið sérstakur
slysatryggingarsamningur. Ekki sé
hefðbundið í slíkum samningum að bætur séu takmarkaðar eða að fyrir hendi sé
sérstök ábyrgðartakmörkun. Því sé
ábyrgðartakmörkun í formi frádráttar, sbr. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga,
óheimil. Telur stefnandi að túlka verði
vátryggingarsamninginn sér í vil. Vísar hann til laga nr. 14/1995, sbr. og 1.
mgr. 36. gr. b í samningalögum nr. 7/1936 með
síðari breytingum.
Stefnandi segir að
stefndi beri sönnunarbyrði fyrir öllum hugsanlegum frádrætti frá bótakröfu hans. Einungis komi til greina að beita
frádrætti vegna greiðslna sem hann fái vegna þeirra áverka sem hann hlaut í
umræddu slysi. Hann vísar hér enn fremur
til 2. mgr. 24. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga.
Stefnandi
mótmælir útreikningi G á eingreiðsluverðmæti örorkubóta. G sé starfsmaður stefnda. Stefnda hafi borið að fá dómkvaddan matsmann
til að reikna þetta eingreiðsluverðmæti.
Þá liggi ekki fyrir hve lengi stefnandi muni njóta bóta frá
lífeyrissjóði. Loks bendir hann á að
útreikningur G liggi ekki fyrir, einungis niðurstöðutala.
Þá
telur stefnandi ekki hægt að miða við að hann njóti bóta frá Tryggingastofnun. Stofnunin hafi tekið ákvörðun um að hann ætti
ekki rétt á bótum og hafi ekki breytt þeirri ákvörðun. Hann mótmælir matsgerð U. Það hafi ekki verið tekin stjórnsýsluleg
ákvörðun um bætur stefnanda til framtíðar hjá Tryggingastofnun. Verði slík ákvörðun tekin eftir að lög nr.
53/2009 tóku gildi 1. maí 2009, geti hún ekki leitt til þess að örorkubætur frá
stofnuninni komi til frádráttar. Skipti
þá engu þótt stefnandi hafi slasast á árinu 2007, miða beri við það hvenær hin
stjórnsýslulega ákvörðun sé tekin.
Byggir stefnandi enn fremur á því að þessar greiðslur skuli ekki draga
frá fyrr en þær verði greiddar. Ekki sé
heimild í lögum til að færa þær til stöðugleikapunkts.
Verði
talið heimilt að draga örorkubætur Tryggingastofnunar frá bótakröfunni ber
stefnandi það fyrir sig að einungis skuli draga frá bætur fram til gildistöku
laga nr. 53/2009. Það bryti gegn
jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að gera hér mun á mönnum eftir því hvort þeir
slasist fyrir eða eftir 1. maí 2009.
Stefnandi
byggir á því að bætur samkvæmt 18. gr. laga um almannatryggingar séu
framfærslubætur, sem eigi að gera stöðu þeirra sem þeirra njóti sem jafnasta
stöðu þeirra sem ekki glími við fötlun.
Því njóti bætur almannatrygginga sérstakrar verndar stjórnarskrár, sbr.
76. gr. Ekki megi því skerða þessar
bætur með því að samsama þær bótum frá samningsbundinni tryggingu eða
skaðabótum samkvæmt grundvallarreglum vátryggingaréttar.
Þá
segir stefnandi að með því að draga ætlaðar bætur úr almannatryggingakerfinu
og frá lífeyrissjóðum frá bótum fyrir varanlega örorku, séu bætur Tryggingastofnunar
samsamaðar bótum frá tryggingafélögum.
Það sé óheimilt samkvæmt grundvallarreglum vátryggingaréttar og lögum um
vátryggingastarfsemi. Vísar hann til 1.
mgr. 5. gr. laga nr. 60/1994, sbr. nú lög nr. 56/2010. Vátryggingaáhættan sem hið stefnda félag hafi
tekið að sér, liggi í raun ekki hjá því, þar sem það greiði einungis lítinn
hluta af bótum stefnanda fyrir varanlega örorku. Vitnar stefnandi til 1. gr. laga nr. 56/2010
og skýrgreininga í 9. gr. laganna. Þá
vitnar hann til þeirra tilskipana Evrópusambandsins sem innleiddar hafi verið
í íslenskan rétt með lögum nr. 60/1994, nr. 56/2010 og nr. 30/2004. Loks vísar hann til 5. gr. laga nr.
14/1995.
Auk
þeirra lagaákvæða sem vísað er til hér að framan vitnar stefnandi í frumstefnu
til 1. og 7. gr. skaðabótalaga, til réttarreglna varðandi kjarasamninga og til
eignarverndar- og jafnræðisákvæða stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála
Evrópu. Þá vísar hann til þeirrar reglu
stjórnsýsluréttar að stjórnvaldsákvörðun verði að byggjast á þeim lögum sem í
gildi séu og að réttaráhrif ákvörðunar fari einnig eftir þeim lögum sem þá séu
í gildi.
Í framhaldsstefnu er því lýst að líðan og vinnugeta
stefnanda hafi farið versnandi frá því að málið var þingfest. Styður hann þetta við matsgerð þeirra H og I. Fyrsta matsgerðin
hafi verið þeim annmörkum háð að áverkar hafi ekki verið færðir undir
miskatöflur, en um fjöláverka hafi verið að ræða. Því kveðst stefnandi ekki hafa getað séð
hvernig miskinn var metinn. Hafi sér
verið nauðugur sá kostur að biðja um að áverkarnir
yrðu færðir undir miskatöflur og miski þannig metinn í
samræmi við 4. grein skaðabótalaga, en með því móti hafi hann getað séð hver miski hans sé.
Stefnandi
krefst miskabóta miðað við 50 stiga mat þeirra H og I. Segir hann að mat þeirra sé nákvæmlega
rökstutt og miskinn sundurliðaður.
Aðilar eru sammála um aðra þætti miskabótakröfunnar en miskastigið.
Stefnandi
krefst bóta vegna varanlegrar örorku eins og hún sé 100%. Aðilar eru sammála um árslaunaviðmiðun,
9.109.500 krónur, og aldursstuðul, 14,11900.
Þá málsástæðu sína að örorka sé 100% byggir stefnandi á ástandi sínu
allt frá slysi og matsgerða trúnaðarlæknis lífeyrissjóðsins Gildis, sem hafi
metið hann óvinnufæran til allra starfa.
Þá vísar hann til matsgerðar U.
Aðilar
eru sammála um fjárhæð þjáningabóta.
Stefnandi
krefst bóta fyrir það sem hann kallar annað fjártjón og sjúkrakostnað. Krefst hann þess að þessi liður verði metinn
að álitum. Hann hafi margoft þurft að
fara til Reykjavíkur vegna læknisskoðana, matsfunda o.fl.
Þá
krefst hann fjárhæðar til að bæta sjúkrakostnað til framtíðar. Hann bendir á að hann sé enn undir
læknishendi og verði það áfram. Innan
tíðar muni hann leggjast inn á Kristnesspítala til lækninga. Þessi liður byggist eins og annað fjártjón og
sjúkrakostnaður á 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga.
Aðalkrafa
sundurliðast samkvæmt þessu:
1 Miskabætur (8.754.500
x50 stig) kr. 4.377.250
2 Varanleg örorka (9.109.500x14,119x100%) kr. 128.617.030
3 Þjáningabætur kr. 997.560
4 Annað fjártjón og sjúkrakostnaður kr. 1.500.000
5 Framtíðarsjúkrakostnaður kr. 500.000
Samtals
kr. 135.991.840
Í varakröfu sinni miðar
stefnandi við miska samkvæmt niðurstöðu í matsgerð N og M og í matsgerð U,
samtals 40 stig. Segir hann að það sé 5
stiga hækkun frá fyrra mati. Krefst hann
þess að fá 5 miskastig miðað við lánskjaravístitölu í mars 2013, sem var 7963, þe.
4.000.000x7963/3282=9.705.000. Vísar
stefnandi um þetta til 2. mgr. 15. gr. skaðabótalaga.
Kröfu
um bætur fyrir varanlega örorku byggir stefnandi á niðurstöðu yfirmatsmanna um að
varanleg örorka stefnanda vegna þeirra áverka sem hann fékk í slysinu sé 65%, þ.e. að stefnandi hafi 35% vinnugetu. Miðað er við sömu tölulegu forsendur og í aðalkröfu.
Aðrir
liðir varakröfu eru þeir sömu og í aðalkröfu.
Varakrafa
sundurliðast svo:
1a Miskabætur: (8.754.500 x 35 stig) kr. 3.064.075
1b Miskabætur (9.705.000 x 5 stig) kr. 485.252
2 Varanleg örorka (9.109.500 x 14,119 x 65%) kr. 83.601.069
3 Þjáningabætur kr. 997.560
4 Annað fjártjón og
sjúkrakostnaður kr. 1.500.000
5 Framtíðarsjúkrakostnaður kr. 500.000
Samtals kr. 90.147.956
Stefnandi
krefst þess að ofangreindar innborganir verði dregnar frá miðað við
greiðsludag.
Stefnandi krefst dráttarvaxta
frá þingfestingu framhaldsstefnu, 11. nóvember 2011.
Málsástæður
og lagarök stefnda
Stefndi mótmælir því
að matsgerð þeirra I og H hafi sönnunargildi.
Hennar hafi verið aflað einhliða af stefnanda án þess að gætt hafi verið
að reglum IX. kafla laga um meðferð einkamála.
Sýknukröfu byggir
stefndi á því að stefnandi hafi þegar fengið allt tjón sitt bætt. Þáverandi lögmaður stefnanda hafi samþykkt
uppgjörið frá 9. júní 2010 með fyrirvara um niðurstöður örorkumats og uppgjör
og frádrátt, með fyrirvara um að stefnandi fengi í framtíðinni þær greiðslur
sem reiknað hafi verið með frá Tryggingastofnun og
lífeyrissjóði. Þessi fyrirvari stefnanda
við uppgjörið frá 9. júní 2010 hafi verið gerður með það í huga að á þessu kynnu að verða breytingar við endurmat á örorku
stefnanda. Hins vegar hafi ekki af hálfu stefnanda verið gerðar athugasemdir við
örorkumatið frá 5. nóvember 2009 sem slíkt eða hæfi þeirra sem matsmanna, og
heldur ekki við útreikninga
tryggingastærðfræðingsins og hæfi hans.
Stefndi segir að ekki
hafi verið gerður neinn fyrirvari við miskabótagreiðslu í uppgjörinu. Því geti stefnandi ekki krafist hærri bóta
fyrir miska.
Stefndi mótmælir því
að greiða eigi bætur miðað við 100% varanlega örorku. Engu skipti í þessu sambandi þótt
lífeyrissjóður og Tryggingastofnun reikni með hærri örorku. Um örorku gildi aðrar reglur hjá Tryggingastofnun
og Lífeyrissjóðnum Gildi, en samkvæmt skaðabótalögum. Þá segir hann að hinir dómkvöddu
matsmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi hafi ekki hlotið
heilaskaða í slysinu. Þetta atriði og
læknisfræðileg örorka hafi ekki verið endurskoðuð í yfirmati.
Þá mótmælir stefndi
þeirri málsástæðu stefnanda að örorkumatsgerð þeirra E og F frá 5. nóvember
2009 sé ógild vegna tengsla F við stefnda.
Segir stefndi að aðilar hafi orðið sammála um að leita til F og E og
stefnandi ekki gert neinar athugasemdir við hæfi F. Þá hafi hann við uppgjörið ekki gert neina athugasemd við örorkumat þeirra eða fyrirvara um hæfi. Matsgerð þeirra hafi því fullt
sönnunargildi.
Stefndi mótmælir
þeirri málsástæðu stefnanda að félagslegar bætur skuli ekki koma til frádráttar
þar sem reglur 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga eigi einungis við um
skaðabótakröfur, en stefnandi krefjist bóta úr slysatryggingu sjómanna. Stefndi segir að bætur úr þessari
slysatryggingu skuli ákvarða eins og skaðabótakröfur eftir reglum skaðabótalaga. Því verði einnig að beita frádrætti samkvæmt
4. mgr. 5. gr. laganna. Vitnar stefndi
hér einnig til fordæmis í dómi Hæstaréttar í máli nr. 706/2009.
Stefndi mótmælir því
að nauðsynlegt hafi verið að afla mats dómkvadds matsmanns á eingreiðsluverðmæti örorkubóta til
frádráttar. Segir hann að þetta sé
einfaldur útreikningur byggður á fyrirliggjandi og óumdeildum staðreyndum.
Stefndi bendir á að
hann hafi haft samráð við þáverandi lögmann stefnanda um að fá G til verksins.
Útreikningurinn hafi verið kynntur þáverandi lögmanni stefnanda og legið fyrir
við bótauppgjörið. Lögmaður stefnanda
hafi ekki gert neinar athugasemdir eða fyrirvara við útreikninginn sem slíkan
eða við það að G hafi séð um
útreikninginn. Fyrirvarar stefnanda hafi
lotið að öðru eins og áður sagði. Stefnandi geti því ekki nú véfengt útreikning
G á þeim forsendum að stefndi hafi aflað útreikningsins einhliða hjá
starfsmanni sínum. Þá liggi fyrir
óbreytt endurmat lífeyrissjóða á örorku stefnanda þannig að frádráttur vegna
bóta frá lífeyrissjóðum breytist ekki. Ekki sé grundvöllur til frekari bóta
fyrir varanlega örorku.
Þá ítrekar stefndi að
miða skuli frádrátt framtíðarbóta frá Tryggingastofnun við
stöðugleikatímapunkt, en ella ekki við síðara tímamark en við gildistöku laga
nr. 53/2009 þann 1. maí 2009. Það sé
meginregla í íslenskum rétti að lög virki ekki aftur fyrir sig. Það brjóti ekki gegn jafnræðisreglu
stjórnarskrár þótt ný lög breyti fyrri réttarstöðu eða fyrra réttarástandi. Skýr fordæmi segi að hér skuli miða við
stöðugleikapunkt. Þá segir stefndi að
margdæmt sé að frádráttarreglur skaðabótalaga séu ekki í andstöðu við
stjórnarskrá, mannréttindasáttmála, tilskipanir Evrópusambandsins eða önnur lagaákvæði.
Stefndi mótmælir
kröfum um annað fjártjón, sjúkrakostnað og framtíðarsjúkrakostnað. Þessar
kröfur hafi ekki verið gerðar við bótauppgjörið 9. júní 2009, eða gerður
fyrirvari um slíkar bætur, þótt fullnaðaruppgjör hafi fram. Þá hafi stefnandi ekki sannað neitt tjón sem
skylt væri að bæta samkvæmt þessum liðum.
Stefndi mótmælir
vaxtakröfu með því að lögmæltir vextir á bætur stefnanda hafi þegar verið
greiddir. Komi til frekari bótagreiðslna
mótmælir stefndi dráttarvöxtum fyrr en frá einum mánuði
eftir þingfestingu, en þá fyrst hafi stefnandi sett fram sundurliðaða
bótakröfu.
Loks mótmælir stefndi
því sérstaklega að bótagreiðslur gangi til annarra kröfuliða en þeim hafi verið ætlað að bæta, en það sé
meginregla kröfuréttar að skuldari ráði því hvaða kröfuliði hann greiði.
Varðandi
málskostnaðarkröfu stefnanda bendir stefnandi á að kröfur stefnanda verði
einungis teknar til greina að litlu leyti.
Þá hafi hann ekki hirt um að leita eftir því að fá viðurkenndan rétt
sinn til örorkulífeyris og þannig þvingað stefnda til að leggja í kostnað við
öflun matsgerðar U.
Niðurstaða
Aðila greinir ekki á
um að stefnda beri að greiða stefnanda bætur
vegna slyss þess sem hann varð fyrir hinn 5. nóvember 2007. Krafan er reist á samningi útgerðar […] og
stefnda um slysatryggingu áhafnar skipsins með þeim skilmálum að greiða skuli
bætur sem svari til skaðabóta samkvæmt skaðabótalögum nr. 50/1993 með síðari
breytingum. Eins og fram
kemur í stefnu byggir þessi skipan á úrskurði gerðardóms frá árinu 2001, sem
breytti skipan slysatryggingar sjómanna í þetta horf. Þar sem um er að ræða fjárhæð sem svarar til
skaðabóta samkvæmt skaðabótalögum nr. 50/1993 með síðari breytingum, verður að
reikna bæturnar til hlítar eftir reglum skaðabótalaga. Því verður að beita frádrætti samkvæmt 4.
mgr. 5. gr.
Augljóst
er að bætur stefnanda samkvæmt skaðabótalögum eru hærri en bætur samkvæmt 172.
gr. siglingalaga. Því verður ekki
fallist á það með stefnanda að bætur hans séu skertar með einhverju móti. Ákveðnar skulu fullar skaðabætur samkvæmt
lögum. Meginreglur vátryggingaréttar eða
einstök ákvæði laga um vátryggingastarfsemi eða laga um vátryggingarsamninga
hagga ekki þessu fyrirkomulagi. Þá
brýtur það ekki í bága við stjórnarskrárvarin mannréttindi stefnanda.
Mál þetta var höfðað á
árinu 2010 og ekki dómtekið fyrr en nú í september 2014. Eins og áður er lýst var aflað viðamikilla
gagna eftir þingfestingu, þ.á m. tveggja matsgerða og yfirmatsgerðar.
Áður en aðilar gengu
frá bótauppgjöri á árinu 2010 öfluðu þeir matsgerðar F og E. Stefnandi mótmælir matinu nú með þeim rökum
að F hafi gegnt störfum fyrir stefnda Vátryggingafélag Íslands. Þessi mótmæli eru alltof seint fram
komin. Stefnandi samþykkti sjálfur að F
stæði að matinu og gekk frá bótauppgjöri sem byggðist á matsgerðinni. Þegar af þeirri ástæðu verður að hafna þessum
mótmælum.
Stefnandi
og stefndi sömdu um bætur vegna þessa sama slyss á árinu 2010. Lögmaður undirritaði þann 9. júní það ár
fullnaðaruppgjör vegna slyssins. Í
athugasemd sem hann skrifaði á skjalið segir að uppgjörið sé samþykkt „með
fyrirvörum um niðurstöður örorkumats og uppgjör og frádrátt á rétti sem
frádreginn er í uppgjöri og að hann fái í framtíð þessar greiðslur sem reiknað
er með frá TR og lífeyrissjóði“.
Án
þessa fyrirvara hefði uppgjörið verið endanlegt, nema fullnægt væri skilyrðum
11. gr. skaðabótalaga til endurupptöku.
Þetta ákvæði laganna er samkvæmt orðanna hljóðan bundið við ákvörðun um
bætur fyrir varanlegan miska eða örorkubætur.
Skilyrði ákvæðisins um ófyrirsjáanlegar breytingar og að miskastig eða
örorkustig sé verulega hærra en áður eru ekki uppfyllt hér. Fyrirvarinn sem gerður var við uppgjörið
lýtur að örorkumati og frádráttarliðum.
Þannig gat stefnandi leitað endurskoðunar bæði á mati á varanlegum miska
og varanlegri örorku, svo og öllum frádráttarliðum í uppgjörinu. Hann gerði hins vegar ekki fyrirvara um annað
tjón og verður þegar af þeirri ástæðu að hafna kröfuliðunum öðru fjártjóni og sjúkrakostnaði og framtíðarsjúkrakostnaði.
Matsgerðar
þeirra H og I aflaði stefnandi einhliða. Vegna þessa og þar sem aðilar hafa síðar
aflað mats dómkvaddra matsmanna og yfirmats kemur niðurstaða þessarar
matsgerðar ekki til skoðunar.
Niðurstöðu
um miska stefnanda og varanlega örorku verður að byggja á matsgerð og yfirmati
í samræmi við almennar reglur um sönnun.
Niðurstöðu matsgerðar um miska hefur ekki verið hnekkt með tækum
gögnum. Þá getur það margítrekaða álit
trúnaðarlæknis lífeyrissjóðsins Gildis að stefnandi sé óvinnufær til allra
starfa ekki hnekkt niðurstöðu yfirmatsmanna um varanlega örorku, þrátt fyrir að
nú sé sá tími kominn samkvæmt samþykktum sjóðsins að meta skuli hæfni stefnanda
til almennra starfa, en ekki til sjómannsstarfsins.
Dómurinn
getur ekki framkvæmt eigin rannsókn á örorku eða miska stefnanda vegna
slyssins. Niðurstaða dómsins verður að
byggjast á þeim sönnunargögnum sem lögð eru fram og eru í samræmi við fyrirmæli
laga nr. 91/1991, fyrst og fremst matsgerðum dómkvaddra matsmanna. Eins og áður segir kemur matsgerð H og I ekki
til álita við sönnunarmat. Matsgerð
þeirra N og M hefur verið endurskoðuð að hluta til af yfirmatsmönnum, en
miskastig verður að miða við niðurstöðu þeirra, enda hefur henni ekki verið
hnekkt. Dómurinn telur raunhæfa þá
niðurstöðu yfirmatsmanna að varanleg örorka sé 65% vegna afleiðinga
slyssins. Hér verður að líta til þess að
engar myndrannsóknir hafa sýnt fram á alvarlega áverka eins og brot eða heilablæðingar,
heldur er hér um að ræða tognanir með verkjum, vægan heilaáverka eða
heilahristing samkvæmt skilgreiningu á heilaáverkum með vægri skerðingu á
vitrænni getu auk andlegra einkenna.
Telur dómurinn ósannað að stefnandi hafi hlotið miðlungs alvarlegan
áverka, hér komi aðrir þættir til eins og fram kemur í matsgerð undirmatsmanna. Engin ástæða er til þess að heilaskaði versni
nema einhver annar sjúkdómur eða skaði komi til. Hins vegar geta ýmis andleg einkenni, verkir,
lyfjanotkun og fleira haft hér áhrif.
Þá er ósennilegt að einkenni sem komu fram nokkrum árum eftir slysið eins og brjósklos og erfiðleikar
með þvaglát megi rekja til slyssins, þótt þau eigi sinn þátt í samanlagðri
örorku stefnanda. Erfiðleikar með
tjáskipti, eða stam, verða fremur raktir til sállíkamlegra einkenna en skaða á
heila. Óvinnufærni stefnanda verður ekki
að öllu leyti rakin beint til afleiðinga slyssins og verður ekki fallist á að
áverkar er stefnandi hlaut í slysinu leiði til 100% varanlegrar örorku.
Ekki
verður fallist á þau andmæli stefnda að leggja verði niðurstöðu undirmatsmanna
til grundvallar þar sem sérfræðiþekking matsmannsins M varði beint áverka
stefnanda. Yfirmatsmenn voru dómkvaddir
og vali þeirra var ekki mótmælt.
Miskabætur
ber því að greiða samkvæmt niðurstöðu matsgerðarinnar um að miskinn sé 40
stig. Miskann ber að reikna allan með
sömu fjárhæð, en bæturnar bera vexti frá viðmiðunardegi.
Bætur
fyrir varanlega örorku ber eins og áður segir að reikna miðað við að örorka
stefnanda sé 65% eins og yfirmatsmenn telja.
Aðilar eru sammála um önnur atriði um ákvörðun bótanna.
Krafa
um þjáningabætur er óumdeild.
Stefnandi
mótmælir frádrætti vegna framtíðarlífeyris frá lífeyrissjóði og örorkulífeyris
frá Tryggingastofnun.
Um
frádrátt vegna lífeyrisgreiðslna Gildis lífeyrissjóðs er þess að gæta að
samkvæmt grein 12.1 í samþykktum sjóðsins er örorkulífeyrir greiddur ef orkutap
er 50% eða meira. Orkutap stefnanda
hefur verið metið algert af trúnaðarlækni sjóðsins, en þetta mat sætir
reglubundinni endurskoðun. Með hliðsjón
af mötum trúnaðarlæknisins og niðurstöðu yfirmatsmanna, sbr. og fordæmi í dómi
Hæstaréttar í máli nr. 706/2009, verður að reikna með að stefnandi muni til
frambúðar njóta örorkulífeyris eins og hann hefur gert á undanförnum árum. Kemur því til frádráttar reiknað eingreiðsluverðmæti
örorkulífeyris stefnanda úr lífeyrissjóðnum, 29.386.220 krónur. Verður hér byggt á útreikningi G, en
niðurstaða hans hefur ekki verið véfengd með gögnum eða nýjum útreikningi.
Í
dómi Hæstaréttar í máli nr. 113/2010 fjallaði rétturinn um svipaðar aðstæður og
í þessu máli varðandi frádrátt bóta frá Tryggingastofnun ríkisins. Fram til þess að lög nr. 53/2009 tóku gildi
gilti sú regla að frá skaðabótakröfu vegna líkamstjóns
skyldu dragast greiðslur sem tjónþoli fengi frá almannatryggingum. Hafði ákvæði 4. mgr. 4. gr. skaðabótalaga nr.
50/1993 verið orðað svo með lögum nr. 37/1999.
Í þessum dómi taldi Hæstiréttur að um ákvörðun skaðabóta skyldi beita
þeim reglum sem giltu þegar skaðabótakrafa stofnast. Skaðabótakrafa vegna líkamstjóns stofnast við
slysið, í þessu máli þann 5. nóvember 2007.
Verður því um frádrátt að fara eftir lögum þeim sem þá voru í
gildi.
Stefnanda var tilkynnt þann 1.
desember 2010 að Tryggingastofnun teldi hann ekki eiga rétt á
örorkulífeyri. Þessi ákvörðun hefur ekki
verið endurskoðuð. Stefndi hefur skorað
á stefnanda að leita endurkoðunar, en hann hefur ekki orðið við því. Skýringar hefur hann ekki gefið á þeirri
afstöðu sinni. Stefndi hefur með mati U
sannað að stefnandi ætti rétt á örorkulífeyri, ef hann sækti um hann.
U lauk við matsgerð sína í ágúst
2013 og byggði á skoðun á matsfundi 15. júlí sama ár. Matsmaðurinn lýsir ekki áliti um annað en
ástand stefnanda á þeim tíma. Því getur
matsgerðin ekki stutt það álit að stefnandi hafi átt rétt á örorkulífeyri fyrr
en á þessum tíma.
Framlagðir útreikningar á
eingreiðsluverðmæti greiðslna Tryggingastofnunar miðast annars vegar við
stöðugleikapunkt, 8. apríl 2009, hins vegar við 4. september 2011. Þar sem ekki er sannað að hann hafi átt rétt
á þessum greiðslum frá þeim tíma, er ekki hægt að notast við þessa
útreikninga. Málið er heldur ekki reifað
svo að dómurinn geti sjálfur ákveðið þetta eingreiðsluverðmæti. Verður þegar af þessari ástæðu að hafna því
að bætur Tryggingastofnunar komi hér til frádráttar.
Samkvæmt þessu verður krafa
stefnanda viðurkennd með 58.714.209 krónum sem sundurliðast svo:
Bætur fyrir varanlegan miska
(8.754.500x40) kr. 3.501.800
Varanleg örorka 83.601.069
Frádráttur vegna greiðslna
lífeyrissjóðs (29.386.220) kr
54.214.849
Þjáningabætur kr. 997.560
Krafan verður því dæmd með
þessari fjárhæð, allt að frádregnum innborgunum, samtals að fjárhæð 40.846.129 krónur. Vextir
dæmast eins og stefnandi krefst af 4.499.360 krónum frá 5. nóvember 2007 til 5. apríl 2009, en af 58.714.209 krónum frá
þeim degi. Dráttarvextir samkvæmt 1.
mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 reiknast af þjáningabótum frá
11. nóvember 2011, af bótum fyrir varanlegan miska frá því er mánuður var
liðinn frá dagsetningu undirmats, en af bótum fyrir varanlega örorku frá því er
mánuður var liðinn frá dagsetningu yfirmatsgerðar.
Stefnandi hefur gjafsókn. Með hliðsjón af umfangi málsins verður
málflutningsþóknun lögmanns hans ákveðin með virðisaukaskatti 2.700.000
krónur. Útlagður kostnaður nemur samkvæmt
framlögðum gögnum 3.203.420 krónum. Stefndi
verður dæmdur til að greiða hluta kostnaðarins, 4.000.000 króna, til
ríkissjóðs.
Að framangreindri niðurstöðu
standa meðdómendurnir Barbara Björnsdóttir héraðsdómari og Guðrún Karlsdóttir,
sérfræðingur í endurhæfingarlækningum.
Jón Finnbjörnsson héraðsdómari er sammála niðurstöðunni um annað en
bætur fyrir varanlega örorku. Vill hann
gera þessar athugasemdir:
Allir þeir sem um hafa fjallað
telja að stefnandi muni ekki halda áfram fyrra starfi á sjó. Hann hefur heldur ekki enn aflað tekna með vinnu
í landi eftir slysið. Yfirmatsmenn töldu
að stefnandi gæti unnið létt störf.
Nánari útskýringar komu ekki fram í matsgerðinni eða í skýrslum
yfirmatsmanna, nema í skýrslu P. Hann
lýsti í dæmaskyni því að hann teldi stefnanda geta unnið við afgreiðslu í
sérverslunum. Dómarinn telur hins vegar
að skert hreyfifærni og stam myndi gera stefnanda erfitt fyrir við slík
störf. Því sé ekki sanngjarnt í
skilningi 2. mgr. 5. gr. skaðabótalaga að gera ráð fyrir að hann vinni slík
störf, einnig þegar litið er til þess að stefnandi var sjómaður áður en hann
slasaðist. Þá sér dómarinn ekki fyrir
sér önnur störf sem stefnandi myndi ráða vel við og væri sanngjarnt að ætlast
til að hann legði fyrir sig.
Þá telur dómsformaður einnig að
líta verði til matsgerða J fyrir Gildi lífeyrissjóð, sem telur stefnanda enn
vera ófæran til allra starfa, en við það mat á nú samkvæmt samþykktum sjóðsins
að meta hæfni til almennra starfa. Af
matsgerðunum og læknisvottorðum sem liggja frammi má einnig draga þá ályktun
að stefnandi muni alltaf af og til þurfa að leita til sjúkraþjálfara og jafnvel
til endurhæfingar á sjúkrastofnunum.
Myndi það trufla vinnu hans á almennum vinnustöðum. Þá er árangur af endurhæfingu stefnanda
óviss. Að öllu þessu athuguðu telur dómsformaður að gögn um
heilsufar stefnanda beri þess svo órækt vitni að stefnandi sé ófær til starfa
sem með sanngirni verði ætlast til að hann leggi fyrir sig, að reikna verði
bætur til hans fyrir 100% varanlega örorku, þótt yfirmatsmenn hafi komist að
annarri niðurstöðu.
Mál þetta dæma héraðsdómararnir
Jón Finnbjörnsson og Barbara Björnsdóttir og Guðrún Karlsdóttir, sérfræðingur
í endurhæfingarlækningum. Dómsformaður
fékk málið til meðferðar 13. febrúar 2014.
D ó m s o r ð
Stefndi,
Vátryggingafélag Íslands hf., greiði stefnanda, A, 58.714.209 krónur með 4,5% ársvöxtum af 997.560 krónum
frá 5. nóvember 2007 til 11. nóvember 2011, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1.
mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, með 4,5%
ársvöxtum af 3.501.800 krónum frá 5. apríl 2009 til 11. apríl
2013, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim
degi til greiðsludags, og með 4,5% ársvöxtum af 54.214.849
krónum frá 5. apríl 2009 til 26. nóvember 2013, en með dráttarvöxtum samkvæmt
1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, allt að
frádregnum 40.846.129 krónum.
Gjafsóknarkostnaður
stefnanda greiðist úr ríkissjóði, útlagður kostnaður 3.203.420 krónum og
málflutningsþóknun lögmanns hans. 2.700.000 krónur.
Stefndi
greiði 4.000.000 króna í málskostnað í ríkissjóð. |
Mál nr. 382/2015 | Fjármálafyrirtæki Slit Riftun Óvenjulegur greiðslueyrir Endurgreiðsla | Í janúar 2010 gaf S hf. út skuldabréf til H ehf. að fjárhæð 1.560.000.000 krónur. Í desember sama ár gerðu aðilarnir samning um kaup H ehf. á kröfum í eigu S hf. samkvæmt sex lánssamningum. Í samningnum kom fram að samanlögð fjárhæð þessara krafna væri 1.746.245.864 krónur, en kaupverði þeirra, 1.043.621.412 krónur, skyldi ráðstafað til niðurfærslu á kröfu H ehf. samkvæmt skuldabréfinu, þar á meðal 960.068.761 krónu sem innborgun á höfuðstól þess. Í maí 2012 var S hf. tekinn til slita og í málinu leitaði hann riftunar á greiðslu sinni til H ehf. samkvæmt samningnum frá desember 2010, svo og endurheimtu á fjárhæðinni sem gekk inn á höfuðstól skuldarinnar. Talið var að um hefði verið að ræða óvenjulegan greiðslueyri í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og að greiðslan hefði ekki verið venjuleg eftir atvikum. Ekki var fallist á með H ehf. að S hf. hefði verið gjaldfær í skilningi 2. mgr. sömu greinar. Var því fallist á kröfu S hf. um riftun greiðslunnar. Að virtum ákvæðum samningsins frá desember 2010 var litið svo á að kröfuréttindin samkvæmt lánssamningunum sex hefðu í skilningi 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 komið H ehf. að notum sem greiðsla á 1.043.621.412 krónum. Þá hefði S hf. með framsali þessara kröfuréttinda farið á mis við tilkall til greiðslu á sömu fjárhæð og orðið þannig fyrir tjóni sem því svaraði. Var H ehf. látinn bera halla af því að hafa ekki sýnt fram á að ekki hafi verið unnt að fá meira greitt en samtals 220.871.512 krónur upp í kröfurnar samkvæmt lánssamningunum. Var H ehf. því gert að endurgreiða S hf. 960.068.761 krónu. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur
Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.
Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. júní 2015. Hann krefst þess
að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um riftun greiðslu sinnar á
1.043.621.412 krónum til gagnáfrýjanda, en gagnáfrýjanda verði gert að greiða
sér 960.068.761 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.
38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. ágúst 2010 til greiðsludags. Þá krefst
hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 5. júní 2015. Hann
krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, til vara að hann
verði sýknaður af kröfum aðaláfrýjanda, en að því frágengnu að hafnað verði kröfu
aðaláfrýjanda um greiðslu eða fjárhæð hennar lækkuð. Í öllum tilvikum krefst hann
málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Málið á rætur að rekja til þess að aðaláfrýjandi, sem þá hét Saga Capital
Fjárfestingarbanki hf., gaf út skuldabréf 29. janúar 2010 til gagnáfrýjanda að
fjárhæð 1.560.000.000 krónur sem taka átti breytingum eftir vísitölu neysluverðs
frá nóvember 2009. Átti skuldin að bera 13% ársvexti frá 31. október 2009 og
skyldu þeir greiðast árlega, en standa átti skil á höfuðstól skuldarinnar og lokagreiðslu
vaxta í einu lagi 31. október 2015. Aðaláfrýjanda var þó heimilað hvenær sem er
á lánstímanum greiða upp skuldina að hluta eða öllu leyti að fengnu samþykki
Fjármálaeftirlitsins. Í skuldabréfinu var kveðið á um að krafa samkvæmt því
skyldi víkja fyrir öðrum skuldum aðaláfrýjanda, en við slit á honum eða
gjaldþrotaskipti á búi hans nyti krafan stöðu í réttindaröð eftir 4. tölulið
114. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Aðilarnir gerðu samning 6.
desember 2010 um kaup gagnáfrýjanda á kröfum í eigu aðaláfrýjanda samkvæmt sex
nánar tilgreindum lánssamningum. Í samningnum kom fram að samanlögð fjárhæð
þessara krafna væri 1.746.245.864 krónur, en kaupverð þeirra, 1.043.621.412
krónur, skyldi „innt af hendi með niðurfærslu á víkjandi kröfu kaupanda á
hendur seljanda“ samkvæmt framangreindu skuldabréfi. Uppgjör á þessum kaupum
átti að miða við 1. júlí 2010 og verja 83.552.651 krónu af kaupverðinu til að
greiða áfallna vexti, en mismuninum, 960.068.761 krónu, átti að ráðstafa sem
innborgun á höfuðstól skuldabréfsins með áföllnum verðbótum. Með úrskurði
Héraðsdóms Norðurlands eystra 16. maí 2012 var aðaláfrýjandi tekinn til slita
eftir ákvæðum XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Í málinu
leitar hann riftunar á greiðslu sinni til gagnáfrýjanda samkvæmt samningnum frá
6. desember 2010, svo og endurheimtu á fjárhæðinni sem gekk inn á höfuðstól
skuldarinnar, 960.068.761 krónu. Krafa um riftun er aðallega reist á 134. gr.,
en til vara 141. gr. laga nr. 21/1991.
Samkvæmt skrá, sem slitastjórn aðaláfrýjanda lagði fram á kröfuhafafundi
16. ágúst 2012, nam heildarfjárhæð lýstra krafna á hendur honum 2.297.813.055
krónum, en meðal þeirra voru eftirstöðvar kröfu gagnáfrýjanda samkvæmt
skuldabréfinu frá 29. janúar 2010, 876.803.883 krónur. Í yfirliti slitastjórnar
27. febrúar 2014 kom meðal annars fram að heildareignir aðaláfrýjanda hafi á
því tímamarki numið 228.500.000 krónum. Þótt slitastjórn hafi eftir gögnum
málsins ekki enn tekið afstöðu til allra lýstra krafna eru ekki í þessu ljósi
efni til að hnekkja því mati slitastjórnar, sem kom meðal annars fram á
fyrrnefndum kröfuhafafundi 16. ágúst 2012, að það yrði að „teljast afar
ólíklegt“ að eignir aðaláfrýjanda kæmu til með að nægja fyrir skuldbindingum
hans. Að þessu virtu verður að hafna aðalkröfu gagnáfrýjanda um að málinu verði
vísað frá héraðsdómi, en fyrir henni hafa ekki að öðru leyti verið færð haldbær
rök.
Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða
hans um að rifta greiðslu aðaláfrýjanda til gagnáfrýjanda 6. desember 2010 á
1.043.621.412 krónum, sbr. 134. gr. laga nr. 21/1991.
Fyrir Hæstarétti hefur gagnáfrýjandi fallið frá varakröfu, sem hann gerði
í héraði, um að mælt yrði fyrir í dómi um heimild hans til að standa
aðaláfrýjanda skil á endurgreiðslu vegna riftunar með því að afhenda honum á ný
kröfuréttindin sem gagnáfrýjandi fékk með samningnum 6. desember 2010, sbr.
144. gr. laga nr. 21/1991. Stendur því eftir krafa gagnáfrýjanda um að kröfu
aðaláfrýjanda um endurgreiðslu verði hafnað eða fjárhæð hennar lækkuð. Um þessa
kröfu hefur gagnáfrýjandi einkum vísað til þess að hann hafi fram að flutningi
málsins hér fyrir dómi fengið greiddar samtals 220.871.512 krónur af kröfum
samkvæmt lánssamningunum, sem samningur aðilanna 6. desember 2010 tók til, en
að öðru leyti hafi ekki verið unnt að innheimta þessar kröfur, meðal annars
vegna gjaldþrotaskipta á búum skuldara, og hafi þær verið afskrifaðar. Um
þessar röksemdir gagnáfrýjanda verður að gæta að því að í samningnum 6.
desember 2010 sagði meðal annars eftirfarandi: „Hvorki liggur fyrir markaðsverð
lánssamninganna eða víkjandi skuldabréfsins sem endurgjalds. Kaupverð
lánssamninganna er í samræmi við bókfært virði seljanda á lánunum samkvæmt
reikningum seljanda sem endurskoðaðir hafa verið af endurskoðanda hans.
Kaupandi lýsir því yfir að ... honum er ljóst að staða þeirra fyrirtækja sem
eru útgefendur og greiðendur af ofangreindum lánssamningum er ótrygg, að mikil
óvissa er um hvort heimtur verði í samræmi við kaupverð lánssamninga og jafnvel
lögmæti samninganna sem lánssamninga í erlendum myntum. Kaupandi lýsir því yfir
að hann mun sjálfur bera alla þá áhættu sem af þessu leiðir og metur áhættuna
ásættanlega í ljósi kaupverðs lánssamninganna, sem reitt er af hendi í formi
lækkunar á víkjandi kröfu kaupanda á hendur seljanda.“ Líta verður svo á að
gagnáfrýjandi hafi með þessum samningsákvæðum gengist undir að líta mætti svo á
að kröfuréttindin að nafnvirði samtals 1.746.245.864 krónur, sem hann fékk
afhent, kæmu honum í skilningi 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 að notum sem
greiðsla á 1.043.621.412 krónum. Þá verður einnig að miða við að aðaláfrýjandi
hafi með framsali þessara kröfuréttinda farið á mis við tilkall til greiðslu á
sömu fjárhæð og orðið þannig fyrir tjóni sem því svarar. Í málinu liggja aðeins
fyrir yfirlýsingar gagnáfrýjanda um hvað hann hafi fengið greitt af þessum
kröfum og hefur ekkert verið lagt fram til skýringar á því að þær séu að öðru
leyti verðlausar eða af hvaða ástæðu svo sé. Óhjákvæmilegt er að gagnáfrýjandi
verði látinn bera halla af því og verður hann af þeim sökum dæmdur til að
greiða aðaláfrýjanda 960.068.761 krónu. Samkvæmt gögnum málsins beindi
aðaláfrýjandi yfirlýsingu um riftun og fjárkröfu af því tilefni til gagnáfrýjanda
fyrst með bréfi 25. september 2013. Með því að málið var höfðað innan mánaðar
frá þeim degi með ódagsettri yfirlýsingu gagnáfrýjanda á héraðsdómsstefnu um
birtingu hennar verður að dæma dráttarvexti af kröfu aðaláfrýjanda frá
þingfestingardegi málsins í héraði, svo sem í dómsorði greinir, sbr. 3. og 4.
mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001.
Ákvæði héraðsdóms um málskostnað verður staðfest. Gagnáfrýjanda verður
gert að greiða aðaláfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og segir í
dómsorði.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður um riftun á greiðslu aðaláfrýjanda, Saga
Capital hf., til gagnáfrýjanda, Hildu ehf., 6. desember 2010 á 1.043.621.412
krónum.
Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda 960.068.761 krónu með dráttarvöxtum
samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10.
október 2013 til greiðsludags.
Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað.
Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda 800.000 krónur í málskostnað fyrir
Hæstarétti.
Dómur
Héraðsdóms Norðurlands eystra 22. maí 2015.
Mál þetta er höfðað 10. október
2013 og var dómtekið 27. mars sl.
Stefnandi er Saga Capital hf.
Hafnarstræti 91, Akureyri. Stefnda er Hilda ehf., Kalkofnsvegi 1, Reykjavík.
Dómkröfur stefnanda í málinu eru
þær að staðfest verði með dómi riftun greiðslu skuldar stefnanda til stefndu að
fjárhæð 1.043.621.412 krónur og að stefnda verði dæmd til að endurgreiða
stefnanda 960.068.761 krónu ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.
38/2001 frá 1. ágúst 2010. Þá er krafist málskostnaðar.
Stefnda krefst þess að verða
sýknuð af öllum kröfum stefnanda.
Til vara krefst stefnda þess að
viðurkennt verði að sér sé heimilt að skila stefnanda kröfum á hendur Gufunes
Holding ehf., Íslenska gámafélaginu ehf. og Við Eyrarbakka ehf. í samræmi við
ákvæði 144. gr. laga nr. 21/1991.
Til þrautavara krefst stefnda
þess að endurgreiðslukröfu stefnanda verði hafnað, eða hún lækkuð verulega.
Í öllum tilvikum krefst stefnda
málskostnaðar úr hendi stefnanda.
Kröfu stefndu um frávísun var
hafnað með úrskurði 3. desember sl.
I
Stefnandi var tekinn til
slitameðferðar með úrskurði upp kveðnum 16. maí 2012. Frestdagur við
slitameðferðina er 24. ágúst 2011.
Stefnandi mun hafa skuldað
Seðlabanka Íslands (SÍ) tæpa 20 milljarða króna vegna veðlánaviðskipta við
setningu svokallaðra neyðarlaga haustið 2008.
Mun skuldin hafa stofnast þannig að stefnandi tók lán hjá SÍ og keypti
skuldabréf útgefin af Glitni hf. og Kaupþingi hf. Veðsetti stefnandi skuldabréfin SÍ til tryggingar
lánunum. Við setningu svokallaðra neyðarlaga haustið 2008 rýrnaði verðmæti
veðanna umtalsvert og stóð stefnandi frammi fyrir því að þurfa að setja
viðbótartryggingar.
Krafa SÍ á hendur stefnanda mun
hafa verið framseld íslenska ríkinu í árslok 2008.
Stefnandi segir að í byrjun
febrúar árið 2009 hafi SÍ lagt til að veðlánunum yrði skuldbreytt í verðtryggt
lán til 7 ára á 2% vöxtum. Mánuði síðar,
16. mars 2009, hafi verið gerðir tveir lánasamningar til skuldbreytingar. Heildarfjárhæð þeirra hafi verið
19.668.664.668 krónur. Lánin hafi verið
til sjö ára og átt að endurgreiðast með fimm jöfnum afborgunum, fyrst 27.
desember 2011 og síðast 27. desember 2015.
Vextir skyldu greiðast árlega í lok árs.
Stefnandi segir að viku eftir að
þetta samkomulag var gert hafi komið fram efasemdir hjá Fjármálaeftirlitinu um
að stefnanda væri heimilt að færa eigið fé vegna tekjufærslu í kjölfar
samkomulagsins sem lögbundið eigið fé.
Hafi stefnandi byrjað aftur viðræður við fjármálaráðuneytið í lok mars
um mögulega uppgreiðslu á skuldinni og/eða breytingu á henni í víkjandi kröfu
eða hlutafé. Gert hafi verið samkomulag 11. september 2009. Samkvæmt því hafi verið stofnað nýtt félag,
Saga eignarhaldsfélag, sem yrði móðurfélag stefnanda. Hafi félagið átt að taka yfir skuld stefnanda
og fá sem endurgjald eignir að verðmæti 14,1 milljarð króna, m.a. allar þær
eignir sem hefðu verið veðsettar til tryggingar skuldinni og allt hlutafé
í stefnanda. Fjármálaeftirlitið hafi gert nánar greinda
athugasemd við samkomulagið. Vegna þess
hafi Sögu eignarhaldsfélagi verið skipt upp og stofnað til stefndu. Stefnda hafi yfirtekið skuld stefnanda við
ríkissjóð og fengið sem endurgjald þær eignir sem hefðu verið veðsettar til
tryggingar skuldinni, auk tæplega 10% hlutar í stefnanda og víkjandi skuldabréf
sem stefnandi hafi gefið út, að fjárhæð tæplega 1,6 milljarðar króna. Saga
eignarhaldsfélag hafi eignast 90% hlut í stefnanda, sem hafi verið veðsettur
ríkissjóði til tryggingar skuld stefndu við ríkissjóð. Stefnda og Saga
eignarhaldsfélag hafi verið í eigu hluthafa í stefnanda. Hafi verið gengið endanlega frá
endurskipulagningunni með yfirtöku stefndu á skuldinni við ríkissjóð þann 23.
febrúar 2010.
II
Stefnandi gaf þann 29. janúar
2009 út framannefnt víkjandi skuldabréf til stefndu, að fjárhæð 1.560.000.000
krónur, vísitölutryggt og með 13% ársvöxtum, sem áttu að greiðast árlega. Greiða átti skuldabréfið upp 31. október
2015, en ákvæði er í því um heimild til framlengingar, til 31. október 2020. Ákvæði er í skuldabréfinu um að við slit eða
gjaldþrot stefnanda greiðist það á eftir öllum almennum kröfum og eftirstæðum
kröfum samkvæmt nánar greindum ákvæðum laga nr. 21/1991, öðrum en kröfum um
endurgreiðslu hlutafjár. Þá er tekið
fram að óheimilt sé að greiða af láninu eða greiða af því vexti ef
eiginfjárkrafa útgefanda sé undir lágmarkskröfu samkvæmt 1. mgr. 84. gr. laga
nr. 161/2002, eða greiðsla valdi því að hún fari undir það lágmark.
Stefnandi segir skuldina hafa
verið sér íþyngjandi í rekstri. Stefnda
tekur fram að hinn 12. júní 2010 hafi verið sett lög nr. 75/2010 um breytingu á
lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Hafi m.a. verið breytt reglum um útreikning eigin fjár
fjármálafyrirtækja. Fyrir stefnanda hafi
breytingarnar þýtt að eigið fé stefnanda hafi lækkað um 1.875 milljónir króna í
einu vetfangi, forsendur sem hafi verið gengið út frá við endurskipulagningu
hans hafi brostið að töluverðu leyti og stærstu áhættuskuldbindingar hans sem
hlutfall af eiginfjárgrunni hafi farið yfir leyfileg mörk.
Hafi hann óskað eftir heimild Fjármálaeftirlitsins
til að greiða inn á víkjandi lánið frá stefnda, með kröfum sem honum hafi í
raun verið óheimilt að eiga. Var heimildin veitt þann 2. desember 2011.
Með samningi aðila 6. desember
2010 greiddi stefnandi 1.043.621.412 krónur inn á víkjandi lánið með framsali
nánar greindra sex krafna til stefndu.
Segir í samningnum að uppgjör miðist við 1. júlí 2010 og að verðbótum og
vöxtum greiddum greiðist inn á höfuðstól 918.806.567 krónur. Segir einnig í samningnum að fyrir liggi
samþykki Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. og Fjármálaeftirlitsins.
Er hér um að ræða þá greiðslu sem
stefnandi krefst að verði rift, að því er tekur til greiðslu inn á höfuðstól
skuldarinnar.
Þann 21. september 2011 óskaði
stefnandi eftir heimild til nauðasamningsumleitana. Hljóðaði frumvarpið um lágmarksgreiðslu að
fjárhæð 11.000.000 króna, 1% af skuldum yrði breytt í hlutafé og 99% yrðu
greiddar með skuldabréfi, sem yrði greitt að fullu í júní 2012. Víkjandi láninu yrði breytt í hlutafé, sem
nyti forgangs til arðgreiðslna. Í
greinargerð með frumvarpinu var tekið fram að í árslok 2010 hefði bókfært eigið
fé stefnanda numið 823 milljónum króna.
Eignir væru metnar á 1,7 milljarða króna, en ótryggðar almennar skuldir
væru um 817 milljónir króna, auk venjulegra viðskiptakrafna. Ekki væri talið að ráðstafanir undanfarna
mánuði kynnu að vera riftanlegar. Fallið
var frá þessum nauðasamningsumleitunum.
Bú stefnanda var tekið til
slitameðferðar 16. maí 2012 eins og áður segir, að kröfu Fjármálaeftirlitsins,
sem hafði þann 28. september 2011 svipt stefnanda starfsleyfi sem
fjárfestingarbanki.
III
Stefnandi vísar til 4. mgr. 103.
gr. laga nr. 161/2002, þar sem segir að ef ekki sé sýnt að eignir
fjármálafyrirtækis muni nægja til að efna skuldbindingar þess að fullu megi krefjast
riftunar eftir sömu reglum og gilda um riftun ráðstafana við gjaldþrotaskipti,
en málshöfðunarfrestur sé þó 30 mánuðir. Kveðst hann telja að almenn skilyrði
riftunar séu fyrir hendi. Aukist
möguleikar kröfuhafa á að fá fullnustu krafna, ef riftun nái fram að ganga, og
einnig sé ljóst að greiðslan til stefndu hafi ekki verið í samræmi við
greiðslur til annarra kröfuhafa og því leitt til mismununar milli kröfuhafa.
Stefnandi kveðst byggja á því að
greiðsla inn á víkjandi lánið sé riftanleg með vísan til 1. mgr. og 2. mgr.
134. gr. laga nr. 21/1991.
Stefnandi kveður í fyrsta lagi
vera uppfyllt skilyrði um að greidd hafi verið skuld. Sé bersýnilegt að greidd
hafi verið skuld sem hafi stofnast milli aðila áður en greiðslan var innt af
hendi og hún gengið til lækkunar á skuldinni.
Þá hafi greiðslan verið innt af
hendi á síðustu 24 mánuðum fyrir frestdag. Samkvæmt 2. mgr. 134. gr. laga nr.
21/1991 megi krefjast riftunar greiðslu samkvæmt 1. mgr., ef hún sé innt af
hendi til nákominna sex til tuttugu og fjórum mánuðum fyrir frestdag, nema
leitt sé í ljós að þrotamaður hafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir
greiðsluna. Aðilar séu nákomnir í
skilningi 3. gr. laga nr. 21/1991. Stefnda
hafi verið stofnað af Saga eignarhaldsfélagi, sem hafi verið stofnað af stefnanda. Stefnda og móðurfélag stefnanda, Saga
eignarhaldsfélag, hafi verið í eigu sömu aðila og að auki hafi stefnda átt 10%
hlut í stefnanda. Aðilar málsins hafi
hvor um sig lotið sömu 5 manna stjórn og áheyrnarfulltrúi, skipaður af
Eignasafni SÍ hafi átt rétt til setu á stjórnarfundum beggja. Framkvæmdastjóri
stefndu hafi auk þess verið framkvæmdastjóri áhættustýringar stefnanda. Greiðslan hafi verið innt af hendi 6.
desember 2010 og frestdagur við skiptin sé 24. ágúst 2011. Skilyrði um tímamark sé því uppfyllt.
Greitt hafi verið fyrr en
eðlilegt hafi verið. Gjalddagi höfuðstóls hafi verið 31. október 2015. Hafi því
verið greitt tæpum fimm árum fyrir gjalddaga.
Þá hafi greiðslan skert
greiðslugetu stefnanda verulega. Eigið fé hans hafi í lok árs 2010 verið talið
nema um 800.000.000 króna. Megi nærri
geta að greiðsla skuldar að fjárhæð 1.043.621.412 hafi verið til þess fallin að
skerða greiðslugetu stefnanda verulega.
Enn fremur hafi verið greitt með
óvenjulegum greiðslueyri. Megi hér vísa
til langvarandi dómvenju og óumdeildrar túlkunar 134. gr. laga nr.
21/1991. Venjulegur greiðslueyrir sé
almennt peningar. Greiðsla með
lánasamningum sé hvorki venjuleg almennt séð, né verði séð að slíkir
greiðsluhættir hafi áður tíðkast eða verið venjulegir milli aðila.
IV
Stefnandi kveðst einnig byggja
riftunarkröfu sína sjálfstætt á 141. gr. laga nr. 21/1991. Greiðslan hafi verið
ótilhlýðileg sem slík, m.a. vegna grandsemi stefndu um ógjaldfærni stefnanda,
sem hafi verið ógjaldfær þegar hún hafi verið innt af hendi og að stefnda hafi
vitað eða mátt vita um ógjaldfærni stefnanda þá og þau atvik sem hafi gert að
verkum að hún hafi verið ótilhlýðileg.
Um ógjaldfærni kveðst stefnandi
vísa til skýrslu Ernst & Young ehf. frá 22. maí 2103, þar sem komi fram það
mat endurskoðenda að stefnandi hafi orðið ógjaldfær við fall viðskiptabankanna
haustið 2008. Hafi þá þegar verið ljóst
að eigið fé stefnanda hafi verið uppurið og hann gæti ekki staðið við
skuldbindingar sínar. Þá hafi endurskoðendurnir gert viðbótarskýrslu að beiðni
stefnanda um þróun gjaldfærni hans frá árslokum 2008 og fram á árið 2011, með
sérstakri áherslu á það hvort stefnandi hafi verið gjaldfær í desember 2010,
þegar greiðslan til stefndu hafi verið innt af hendi.
Í ljósi tengsla aðila sé ljóst að
stefndu hafi verið fullkunnugt um ógjaldfærni stefnanda og þau atvik sem hafi
gert það að verkum að greiðslan hafi verið ótilhlýðileg.
V
Stefnandi kveðst reisa kröfu sína
um endurgreiðslu á 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 að því leyti sem
riftunarkrafan sé reist á 134. gr. laganna, en á 3. mgr. 142. gr. að því leyti
sem hún sé reist á 141. gr.
Kröfufjárhæðin svari til þeirrar fjárhæðar sem hafi komið stefndu að
notum til lækkunar á kröfu sinni gagnvart stefnanda, að teknu tilliti til þess
sem hafi átt að koma til greiðslu í október 2010. Fjárhæðin sem hafi komið stefndu að notum
svari til verðmætis þeirra eigna sem greitt hafi verið með og aðilar hafi verið
sammála um hvert væri. Tjón stefnanda
nemi verðmæti þeirra eigna sem hafi verið greitt með og séu ekki lengur til
staðar til greiðslu til almennra kröfuhafa.
Dráttarvaxta sé krafist frá þeim degi sem stefnda hafi notið
greiðslunnar, eða frá 1. janúar 2011.
VI
Stefnda byggir sýknukröfu sína á
því að ekki séu uppfyllt skilyrði riftunar á grundvelli 134. gr. laga nr.
21/1991. Hafi greiðsla til stefndu ekki verið innt af hendi fyrr en eðlilegt
hafi verið. Hafi útgefanda verið heimilt
að greiða hvenær sem væri inn á skuldina án sérstaks uppgreiðslugjalds, að
tilteknum skilyrðum uppfylltum. Geti
ekki talist óeðlilegt að stefnandi hafi viljað nýta þessa heimild, sérstaklega
þegar haft sé í huga að lögum um fjármálafyrirtæki hafi verið breytt með þeim
afleiðingum að eiginfjárgrunnur stefnanda lækkaði verulega og einstakar
áhættuskuldbindingar hækkuðu þannig langt umfram leyfileg mörk.
Þá mótmælir stefnda því að
greiðslan hafi skert greiðslugetu stefnanda verulega. Með henni hafi stefnandi
haldið eiginfjárhlutfalli sínu í betra horfi en ella og losnað við stærstu
áhættuskuldbindingarnar, sem hafi í raun verið ólöglegar eftir fyrrnefnda
lagabreytingu. Hefði þess ekki verið
langt að bíða að Fjármálaeftirlitið myndi gera athugasemdir og hefja
viðurlagaferli, sem hefði vafalítið haft neikvæð áhrif á fjármögnun og þar með
greiðslugetu stefnanda. Þá hefðu slík
viðurlög haft verulega neikvæð áhrif á verkefnastöðu stefnanda, en hann sem
fjárfestingarbanki hafi fengið mest af tekjum sínum í gegnum ráðgjafarverkefni,
frekar en með vaxtamun á útlánum, líkt og viðskiptabanki. Með greiðslunni hafi
stefnanda verið forðað frá slíkum aðgerðum. Þá sé óumdeilt að greiðslan hafi
átt sér stað tæpu ári eftir fjárhagslega endurskipulagningu stefnanda, þar sem
öllum skuldum hafi verið skuldskeytt til stefndu. Stefnandi hafi því ekki borið
aðrar skuldir en víkjandi lánið, hefðbundnar rekstrarskuldir og skuldir vegna
stöðutöku. Greiðsla skuldarinnar hafi
því ekki skert greiðslugetu stefnanda, þar sem hann hafi engar aðrar
greiðsluskuldbindingar haft. Jafnvel þótt svo yrði talið, eða jafnvel litið svo
á að uppgreiðsla samkvæmt uppgreiðsluheimild sem kveðið sé á um í texta
skuldabréfs sé óeðlileg, telji stefnda í þriðja lagi ekki skilyrði til að
fallast á riftun, þar sem greiðslan hafi verið eðlileg og raunar nauðsynleg,
eftir atvikum. Lagabreyting hafi verið helsta ástæða greiðslunnar. Hún hafi haft
þau áhrif á efnahagsreikning stefnanda að eiginfjárþáttur A, samkvæmt 5. mgr.
84. gr. laga nr. 181/2002 hafi lækkað um 1.250 milljónir króna og þar með hafi
eiginfjárþáttur B lækkað um 825 milljónir króna, þar sem hann megi að hámarki
vera 50% af eiginfjárþætti A, sbr. 4. mgr. 84. gr. laganna. Eftir lagabreytinguna hafi þáttur A verið um
890 milljónir króna og því hafi ekki nema 445 milljónir króna af víkjandi
láninu nýst sem lögbundið eigið fé.
Hefði lagabreytingin ekki verið samþykkt hefði víkjandi lánið nýst sem
eigið fé að fjárhæð 1.070 milljónir króna. Lækkun lögbundins eigin fjár hafi
einnig leitt til þess að einstakar áhættuskuldbindingar hafi hækkað mikið sem
hlutfall af eigin fé. Stærst þeirra hafi
verið á Gufunes Holding ehf. og numið tæpum 50% af eiginfjárgrunni stefnanda
eftir lagabreytinguna, en samkvæmt 30. gr. laga nr. 161/2002 megi einstök
áhættuskuldbinding nema að hámarki 25% af eiginfjárgrunni. Hafi lagabreytingin þannig orðið til þess að
ólögmætt ástand hafi skapast hjá stefnanda, sem honum hafi borið að bæta úr,
auk þess sem hún hafi valdið því að ein helsta grunnforsendan fyrir víkjandi
láninu, sú að hún nýttist sem eigið fé, hafi að mestu verið brostin. Með greiðslunni, sem Fjármálaeftirlitið hafi
samþykkt, hafi verið bætt úr þessum atriðum báðum. Eftirstöðvar víkjandi
lánsins hafi þannig nýst að mestu sem eigið fé og einstakar
áhættuskuldbindingar hafi verið innan lögákveðinna marka eftir greiðsluna.
Telur stefnda að að öllu þessu virtu verði að líta svo á að greiðslan hafi verið
eðlileg eftir atvikum.
Þá kveðst stefnda hafna því að
skilyrði 2. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 séu uppfyllt. Þótt aðilar hafi verið
nákomnir í skilningi 3. gr. laganna, sé því með öllu hafnað að stefnandi hafi
verið ógjaldfær eða orðið það vegna greiðslunnar. Stefnandi hafi nýlokið fjárhagslegri
endurskipulagningu, þar sem nær öllum skuldum hans hafi verið skuldskeytt til
stefndu. Hann hafi því verið sem næst
skuldlaus á þeim tíma sem hann hafi greitt inn á hið víkjandi lán og því verið
vel greiðslufær á þessu tímabili. Skýrslur Ernst og Young ehf. hafi ekki
sönnunargildi um þetta. Séu þær skýrslur
,,hlutdrægra sérfræðinga stefnanda“, sem uppfylli ekki kröfur IX. kafla laga
nr. 91/1991 og fjalli auk þess um eiginfjárkröfur samkvæmt lögum nr. 161/2002,
en ekki greiðslugetu í skilningi laga nr. 21/1991. Þá kveðst stefnda benda á
framangreint nauðasamningsfrumvarp, þar sem fram komi að í september 2011, 10
mánuðum eftir greiðsluna, að eignastaða stefnanda sé jákvæð og þar sé fullyrt
að hægt sé að greiða allar kröfur kröfuhafa.
Sé þetta í samræmi við skrá um kröfuhafa í slitabú stefnanda, þar sem
komi fram að allir kröfuhafar fái greitt að fullu. Enn megi benda á málflutning stefnanda sjálfs
við meðferð kröfu um slitameðferð, þar sem hann hafi haldið því fram að ekki
væri nauðsyn á henni vegna hagsmuna kröfuhafa og að stefnandi væri gjaldfær.
Hann hafi því verið gjaldfær í desember 2010 og sé því ekki heimilt að rifta
greiðslunni á grundvelli 2. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Beri því að sýkna stefndu.
VII
Stefnda kveðst mótmæla því að
skilyrði 141. gr. laga nr. 21/1991 fyrir riftun séu uppfyllt. Kveðst stefnda
vísa til umfjöllunar sinnar í næsta kafla hér að framan, en einnig benda á að
stefnandi byggi hér á einhliða mati Ernst & Young ehf., sem eins og áður
segi hafi ekki sönnunargildi. Kveðst
stefnda hafna því alfarið að greiðslan hafi verið sér til hagsbóta eða verið
ótilhlýðileg. Stefnanda hafi verið
nauðsynlegt að grípa til ráðstafana vegna þeirra lána sem hafi verið framseld
stefndu, þar sem þau hafi verið of há miðað við eiginfjárgrunn eins og að
framan greinir. Hefði stefnandi ella
þurft að þola sektir, sbr. 110. gr. laga nr. 161/2002, auk þess sem brot á
reglum hefðu getað leitt til fangelsisrefsingar fyrir stjórnendur, sbr. 112.
gr. b sömu laga. Hefði því verið
ótilhlýðilegt að ráðstafa þessum lánum ekki til stefndu. Hafi greiðslan verið samþykkt af
Fjármálaeftirlitinu, sem hafi gefið báðum aðilum væntingar um að hún væri
eðlileg, í samræmi við lög og hefði góð áhrif á eiginfjárstöðu stefnanda.
Þá sé bent á að til að riftun nái
fram að ganga á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991 þurfi ráðstöfun að hafa
verið stefndu til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa og að hafa leitt til
þess að eignir yrðu ekki til reiðu til fullnustu öðrum kröfuhöfum. Eins og
rakið hafi verið séu engir aðrir kröfuhafar í slitameðferð stefnanda sem ekki
fái að fullu greitt. Hafi greiðslan því
síður en svo mismunað kröfuhöfum.
Þá sé ítrekað að ósannað sé að
stefnandi hafi verið ógjaldfær. Hafi útreikningar á eigin fé ekkert að gera með
sönnun á ógjaldfærni. Stefnandi hafi farið í gegnum fjárhagslega
endurskipulagningu og henni hafi lokið með samkomulagi 13. nóvember 2009. Kveðst stefnda telja að Fjármálaeftirlitið
hefði ekki samþykkt hana nema vegna þess að það hafi talið að með henni væri
rekstrarhæfi og gjaldfærni stefnanda tryggt til framtíðar. Hafi það enda komið á daginn og eigi
stefnandi nægar eignir til að gera upp almennar kröfur. Eigi það ekki að koma á óvart, enda hafi bú
hans verið tekið til slitameðferðar vegna þess að hann hafi misst starfsleyfi,
en ekki vegna þess að hann væri ógjaldfær.
Öll þessi atriði geri það að verkum að stefnda hafi ekki vitað, eða mátt
vita, um ógjaldfærni stefnanda er greitt var.
Verði greiðslunni því ekki rift á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991.
VIII
Stefnda krefst þess, verði
fallist á riftun að einhverju leyti eða öllu, að fá að skila greiðslum í
samræmi við ákvæði 144. gr. laga nr. 21/1991.
Stefnda hafi fengið framseldar kröfur á þrjú tiltekin félög og sé ekkert
því til fyrirstöðu að þær verði framseldar stefnanda. Kröfur á hendur Við Eyrarbakka ehf. og
Íslenska gámafélaginu ehf. hafi ,,farið í gegnum endurskipulagningu“, en
stefnanda hafi verið kunnugt um þær aðgerðir, enda sé upplýst um nauðsyn þeirra
í samningi aðila. Þriðja félagið, Gufunes Holding ehf. hafi verið tekið til
gjaldþrotaskipta. Virði krafnanna sé af þessum sökum hið sama og þegar stefnda
hafi fengið þær framseldar, en rýrnun á verðmæti þeirra hafi átt sér stað löngu
áður en stefnda hafi fengið þær í hendur.
Hafi rýrnun átt sér stað eftir framsal sé hún ekki á ábyrgð stefndu eða
vegna saknæmra eða ólögmætra athafna hennar.
IX
Þá er þess krafist, verði að
einhverju leyti fallist á riftun, að endurgreiðslukröfum stefnanda verði hafnað
eða þær lækkaðar verulega. Samkvæmt 1.
mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 skuli sá sem hefur hag af riftanlegri ráðstöfun
samkvæmt 131. gr. – 138. gr. laganna greiða þrotabúinu fé sem greiðsla
þrotamannsins hafi orðið honum að notum, þó ekki hærri fjárhæð en nemi tjóni
þrotabúsins. Kveður stefnda greiðsluna ekki hafa komið sér að notum eða að það
hafi auðgast vegna hennar. Heimtur
stefndu af lánasamningunum séu með öllu óvissar, en ljóst að verðmætin séu
hvergi nálægt stefnufjárhæð málsins. Sé
engin auðgun fólgin í því að lækka kröfur á hendur stefnanda gegn því að fá í
staðinn óvissar kröfur á hendur öðrum. Að sama skapi sé tjón stefnanda ósannað.
Telji stefnda hann hafa hagnast mjög á viðskiptunum. Hann hafi sloppið undan
sektargreiðslum, sem Fjármálaeftirlitið hefði hugsanlega lagt á hann,
eiginfjárgrunnur hans hafi hækkað og ósannað sé að kröfur sem framseldar voru
hafi verið 960.068.781 krónu virði. Yrði
fallist á endurgreiðslukröfu stefnanda sé ljóst að hann myndi njóta óeðlilegrar
auðgunar á kostnað stefndu.
Með sömu rökum kveðst stefnandi
hafna öllum bótagreiðslum samkvæmt 3. mgr. 142. gr. laganna.
Þá sé dráttarvaxtakröfu
sérstaklega mótmælt. Sé ósamræmi milli
kröfugerðar hans um þá vexti og reifunar í málsástæðum. Megi fyrst dæma
dráttarvexti frá þingfestingardegi, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001.
X
Við aðalmeðferð málsins gáfu
skýrslur Haukur C. Benediktsson, stjórnarformaður stefndu og vitnið Hersir
Sigurgeirsson. Með dómi Hæstaréttar
Íslands 9. mars sl. var hafnað kröfu stefnanda um að leiða endurskoðanda sem
ritaði framangreindar skýrslur Ernst & Young ehf. fyrir dóminn sem vitni.
Stefnandi krefst í þessu máli
riftunar greiðslu inn á víkjandi lán frá stefndu, sem fram fór með framsali sex
lánasamninga til stefndu. Verður að
fallast á að hér hafi verið um að ræða óvenjulegan greiðslueyri í skilningi 1.
mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Þótt
fyrir liggi að með greiðslunni tókst stefndu að bæta eiginfjárgrunn sinn, svo
sem rakið er í VI kafla hér að framan, verður ekki á það fallist með stefndu að
greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum.
Ekki er deilt um að aðilar hafi
verið nákomnir. Má því krefjast riftunar
með heimild í 2. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991, að því tilskildu að ekki sé
leitt í ljós þrotamaður hafi verið gjaldfær er greiðslan fór fram og það þrátt
fyrir hana.
Stefnda mótmælir því að stefnandi
hafi verið ógjaldfær á þessum tíma.
Hér að framan er rakið hvernig
stefnandi lenti í verulegum fjárhagsörðugleikum við fall viðskiptabankanna
haustið 2008 og hvernig leitast var við að koma fjármálum hans á réttan
kjöl. Þær ráðstafanir sem gerðar voru í
því skyni reyndust þó ekki duga lengra en svo að stefnandi óskaði eftir heimild
til nauðasamningsumleitana í september 2011. Segir í greinargerð með frumvarpi
að nauðasamningi að stefnandi hafi tapað 1.777 milljónum króna eftir skatta á árinu
2010. Í byrjun ágúst 2011 hafi verið
ljóst að ekki tækist að styrkja eiginfjárstöðu með hlutafjárútboði. Þá segir í greinargerðinni að eftir standi
ótryggðar skuldir að fjárhæð 817 milljónir króna, sem allar falli í gjalddaga
fyrir 20. janúar 2012. Laust fé sé um
600 milljónir króna til að greiða þær, en afla þurfi 200 milljóna króna með
innheimtu krafna og sölu eigna.
Samkvæmt því sem fram kemur í
úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra 16. maí 2012 var nauðasamningsumleitunum
hætt eftir að fulltrúi Eignasafns SÍ tilkynnti að frumvarp að nauðasamningi
yrði ekki samþykkt.
Í skýrslu Ernst & Young ehf.
sem getið er um hér að framan, um mat á gjaldfærni stefnanda segir í
niðurstöðukafla að á haustmánuðum ársins 2010 hafi verið farið að ræða
hlutafjáraukningu og hagræðingaraðgerðir.
Í desember 2010 hafi aðilar haft verulegar áhyggjur af starfsemi
stefnanda. Fyrirsjáanlegt hafi verið að
auka yrði hlutafé, selja eignir, selja hluta af starfseminni eða hana jafnvel
alla, til að stefnandi gæti talist greiðslufær og að eigið fé héldist yfir
lögbundnu lágmarki. Ekki hafi legið fyrir fyrr en í apríl 2011 að stefnandi
gæti talist ,,tæknilega greiðslufær“ í árslok 2010, sem hann hafi í raun ekki
verið.
Þótt þessarar skýrslu hafi verið
aflað einhliða af stefnanda, sem rýrir sönnunargildi hennar, þykir í ljósi
þeirrar vísbendingar sem hún gefur, svo og þess sem ráðið verður af öðrum
gögnum um viðvarandi fjárhagserfiðleika stefnanda, eins og rakið var hér næst
að framan, hefur stefnda ekki axlað sönnunarbyrði um að stefnandi hafi verið
gjaldfær í skilningi 2. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 þegar greiðslan fór
fram.
Ekki verður ráðið af skrá um
kröfuhafa í slitabú stefnanda að allir kröfuhafar fái greitt að fullu.
Samkvæmt þessu verður fallist á
að greiðslan sé riftanleg samkvæmt 134. gr. laga nr. 21/1991. Þykir þá ekki
þurfa að taka sérstaklega afstöðu til þess hvort einnig mætti rifta henni á
grundvelli 141. gr. laganna.
XI
Í yfirlýsingu stefndu í samningi
um kaup hennar á lánasamningunum segir að hvorki liggi fyrir markaðsverð
lánasamninganna né víkjandi skuldabréfsins sem endurgjalds. Kaupverð samninganna sé í samræmi við bókfært
virði stefnanda á þeim samkvæmt reikningum stefnanda, sem hafi verið
endurskoðaðir af endurskoðanda hans. Stefndu sé ljóst að staða fyrirtækja sem
séu útgefendur og greiðendur af samningunum sé ótrygg, mikil óvissa sé um hvort
heimtur verði í samræmi við kaupverð lánasamninga og jafnvel lögmæti þeirra sem
lánasamninga í erlendum myntum. Stefnda muni sjálf bera alla áhættu sem af
þessu leiði og meti áhættuna ásættanlega í ljósi kaupverðs samninganna, sem
reitt sé af hendi í formi lækkunar á víkjandi kröfu stefndu á hendur stefnanda.
Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu
þykir ekki unnt að líta svo á að tjón stefnanda nemi sjálfkrafa þeirri fjárhæð
sem aðilar komu sér saman um við framsalið.
Stefnda hefur lagt fram
yfirlýsingu löggilts endurskoðanda síns dagsetta 16. janúar 2015, þar sem fram
kemur að endurskoðendur stefndu hafi skoðað endurheimtur á þeim lánum sem
stefnandi framseldi til stefndu. Við yfirtöku Eignasafns SÍ á stefndu á árinu
2011 hafi uppreiknuð staða lánanna verið 825.865.491 króna samkvæmt bókhaldi
stefndu. Kemur fram að þeir hafi greint
innborganir að fjárhæð samtals 139.686.189 krónur vegna þessara lána á árunum
2012 og 2013 samkvæmt bókhaldinu. Í lok árs 2013 hafi jafnframt eftirstöðvar
lána til eins skuldarans numið 81.185.323 krónum með áföllnum vöxtum og
verðbótum, en önnur lán hafi verið afskrifuð.
Greiðsla stefnanda kom stefndu að
notum í skilningi 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 með þeirri fjárhæð sem
aðilar sömdu um í öndverðu, þar sem það fékk með henni greiddan hluta víkjandi
lánsins. Til hins verður að líta að
samkvæmt ákvæðinu ber stefndu ekki að greiða hærri fjárhæð en nemur tjóni stefnanda. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að hann hafi
orðið fyrir meira tjóni af framsali samninganna en nemur þeim fjárhæðum sem
stefnda hefur náð að innheimta og ekki þurft að afskrifa, sem samtals nemur
220.871.512 krónum, samkvæmt framangreindri yfirlýsingu endurskoðanda stefnda. Verður stefnda dæmd til að greiða stefnanda
þá fjárhæð.
Samkvæmt 144. gr. laga nr.
21/1991 skal að kröfu aðila skila greiðslum í þeim mæli sem þær eru ennþá
til. Ber að fallast á
viðurkenningarkröfu stefndu þess efnis, að því er varðar þau verðmæti sem ennþá
eru til samkvæmt framansögðu. Er þar um
að ræða lánasamninga við Við Eyrarbakka ehf.
Verður því viðurkennt að stefndu sé heimilt að inna greiðsluna af hendi
að hluta með framsali þeirra til stefnanda.
Ekki liggur fyrir hver staða þeirra er nú, en framangreind fjárhæð
miðast við árslok 2013. Verður stefnanda
ekki gert að taka við henni á hærra verði en þar er greind, þannig að ekki
verði skert endurgreiðsla peninga sem stefnda hefur náð að innheimta.
Fallist verður á það með stefndu
að rétt sé að dæma dráttarvexti frá þingfestingardegi, 10. október 2013.
Eftir þessum málsúrslitum verður
stefnda dæmd til að greiða stefnanda málskostnað, sem ákveðst 1.500.000 krónur.
Gætt var ákvæðis 1. mgr. 115. gr.
laga nr. 91/1991.
Erlingur Sigtryggsson
héraðsdómari kveður upp dóminn.
Ástráður Haraldsson
hæstaréttarlögmaður flutti málið af hálfu stefnanda, en Einar Ingimundarson
héraðsdómslögmaður af hálfu stefndu.
DÓMSORÐ:
Rift er greiðslu stefnanda, Sögu
Capitals hf., til stefndu, Hildu ehf., að fjárhæð 1.043.621.412 krónur.
Stefnda greiði stefnanda
220.871.512 krónur ásamt dráttarvöxtum
samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 10. október 2013 til greiðsludags
og 1.500.000 krónur í málskostnað.
Viðurkennt er að stefndu sé
heimilt að inna allt að 81.185.323 krónur af tildæmdri greiðslu af hendi með
því að skila stefnanda kröfum á hendur Við Eyrarbakka ehf. |
Mál nr. 393/2015 | Gjaldþrotaskipti Greiðsla Riftun | M ehf. rak fiskvinnslu og lagði bátur S hf. félaginu til afla. Í málinu krafðist þrotabú M ehf. þess að viðurkennd yrði riftun á nánar greindum greiðslum M ehf. til S hf. og að félagið yrði gert að endurgreiða sér samanlagða fjárhæð þeirra. Talið var að þrotabúið hefði engin haldbær rök fært fyrir því að greiðslurnar hefðu verið inntar af hendi fyrr en eðlilegt var. Á hinn bóginn var fallist á að greiðslurnar hefðu skert greiðslugetu M ehf. verulega svo sem fjárhag þess hefði verið háttað og að því leyti farið í bága við 1., sbr. 2. mgr., 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Aftur á móti yrði að taka tillit til þess að S hf. hafði lagt M ehf. til fé í formi skammtímalána og fisk til vinnslu sem ekki hafði verið greitt fyrir að fullu. Voru greiðslur M ehf. taldar venjulegar eftir atvikum og var því ekki fallist á riftun þeirra með vísan til 134. gr. laga nr. 21/1991. Loks var ekki séð að greiðslurnar hefðu á ótilhlýðilegan hátt verið S hf. til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa né að öðrum skilyrðum 141. gr. sömu laga væri fullnægt svo riftun yrði viðurkennd. Var S hf. sýknað af kröfu þrotabús M ehf. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar
Már Matthíasson, Eiríkur Tómasson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar
11. júní 2015. Hann krefst þess að viðurkennd verði riftun frá 14. maí 2014 á
19 nánar greindum greiðslum Marmetis ehf. til stefnda á tímabilinu frá 18.
apríl 2013 til 4. nóvember sama ár samtals 90.500.000 krónur og að stefnda
verði gert að greiða sér þá fjárhæð með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.
laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. júní 2014 til greiðsludags. Þá
krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms
og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
I
Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða
dómi. Ágreiningslaust er að stefndi og Marmeti ehf. voru nákomnir í skilningi
5. töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Bátur stefnda,
Örn KE 14, landaði afla hjá Marmeti ehf., sem hóf rekstur fiskvinnslu í febrúar
2013. Félagið keypti einnig afla á fiskmarkaði fyrir vinnslu sína. Bátur
stefnda landaði fyrst afla hjá Marmeti ehf. 18. febrúar 2013 og mun hafa gert
það síðast um miðjan október sama ár. Stefndi gerði Marmeti ehf. reikning
um mánaðamót vegna fisksölu undangengins
mánaðar og kom fram á hverjum reikninganna hver gjalddagi hans væri og
jafnframt eindagi, sem tilgreindur var sjö dögum eftir gjalddaga. Af gögnum
málsins má sjá að Marmeti ehf. greiddi reikningana ekki á eindaga, heldur innti
óreglulega af hendi hlutagreiðslur til stefnda. Þá lagði stefndi Marmeti ehf.
til rekstrarfé sem hann kveður hafa verið skammtímalán til félagsins. Voru
fjárhæðir þessara framlaga verulegar. Vegna vanskila Marmetis ehf. á greiðslum
reikninga fyrir landaðan fisk og áðurgreindra framlaga stefnda var félagið í skuld við hann allt frá því í febrúar 2013.
Sú skuld hækkaði fljótlega en samkvæmt viðskiptamannabókhaldi stefnda var skuldin
í lok febrúar 9.500.789 krónur, í lok
mars 40.627.900 krónur, í lok apríl 60.227.518 krónur, í lok maí 64.776.872
krónur, í lok júní 44.276.872 krónur, í lok júlí 66.576.872 krónur, í lok ágúst
82.176.872 krónur, í lok september 91.503.177 krónur, í lok október 77.656.973
krónur og loks um miðbik nóvember er viðskiptum lauk 79.156.973 krónur.
II
Krafa áfrýjanda um riftun tekur til 19
af þeim 23 greiðslum sem Marmeti ehf. innti af hendi til stefnda á tímabilinu
frá janúar til nóvember 2013. Reisir hann kröfu sína bæði á því að þær
greiðslur hafi verið inntar af hendi fyrr en eðlilegt var og að þær hafi skert
greiðslugetu félagsins verulega. Séu greiðslurnar því riftanlegar samkvæmt 1.
mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 2. mgr. sömu greinar, þar sem um greiðslur
milli nákominna var að ræða. Þá reisir hann riftunarkröfu sína einnig á 141.
gr. sömu laga svo sem rakið er í héraðsdómi.
Hið gjaldþrota félag innti greiðslur
sínar af hendi eftir eindaga þeirra reikninga sem um ræðir, oft löngu síðar og
þá einungis með hlutagreiðslum. Ekki kom fram á greiðsluskjölum, að frátöldu
einu tilviki, hvort verið væri að greiða inn á reikninga vegna fiskkaupa eða
endurgreiða skammtímalán, sem stefndi kveðst sem fyrr segir hafa veitt
félaginu. Þá ber einnig að líta til þess, sem að framan er lýst, að Marmeti
ehf. var jafnan í verulegri skuld við stefnda og fóru innborganir félagsins
aldrei á tímabilinu nærri því að greiða að marki niður skuldina. Hefur
áfrýjandi engin haldbær rök fært fyrir því að greiðslurnar hafi verið inntar af
hendi fyrr en eðlilegt var.
Á hinn bóginn verður fallist á að
greiðslur Marmetis ehf., sem um ræðir, hafi skert greiðslugetu félagsins
verulega svo sem fjárhag þess var háttað og að því leyti farið í bága við 1.,
sbr. 2. mgr., 134. gr. laga nr. 21/1991. Á þetta einkum við um þær greiðslur
sem félagið innti af hendi til stefnda í október 2013, en er leið á þann mánuð
hætti stefndi að mestu reglulegri starfsemi sinni. Síðasta löndun Arnar KE 14
hjá Marmeti ehf. mun hafa verið 13. þessa mánaðar. Aftur á móti verður að taka tillit
til þess að stefndi lagði Marmeti ehf. til fé og hélt því áfram í október og
byrjun nóvember þetta ár, samtals 16.500.000 krónur í þeim tveimur mánuðum. Auk
þess nam reikningur vegna löndunar í september 13.726.305 krónum og í október
3.153.796 krónum eða samtals 16.880.101 krónu. Þótt sjá megi af gögnum málsins
að skuld Marmetis ehf. við stefnda hafi lækkað frá 2. október úr 98.003.177
krónum í 79.156.973 krónur 16. nóvember, þegar félagið var hætt rekstri að
mestu, ber að líta til þess að skuldin var 20. september þetta ár 77.776.872
krónur en hækkaði svo í byrjun október, vegna áðurnefnds reiknings fyrir
landaðan fisk í september og framlaganna frá stefnda, í þær 98.003.177 krónur
sem áður greinir. Af framangreindu er ljóst að skuld Marmetis ehf. við stefnda
var nánast hin sama 16. nóvember 2013 og hún var 20. september sama ár.
Samkvæmt framanröktu verða greiðslur
þær sem áfrýjandi krefst riftunar á taldar venjulegar eftir atvikum og verða
ekki metnar sjálfstætt án tillits til reikninga frá stefnda fyrir landaðan afla
báts hans og framlaga hans í formi skammtímalána til rekstrar hins gjaldþrota
félags. Þótt eingöngu væri miðað við reikninga vegna landaðs afla Arnar KE 14
liggur fyrir að skuld Marmetis ehf. vegna þess, að teknu tilliti til allra
greiðslna félagsins til stefnda, var um 16.000.000 krónur þegar yfir lauk. Með
vísan til alls framangreinds verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um að hafna
því að greiðslurnar séu riftanlegar á grundvelli 134. gr. laga nr. 21/1991.
Þá verður hvorki talið, með vísan til
þess sem áður greinir, að greiðslurnar hafi á ótilhlýðilegan hátt verið stefnda
til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa né að öðrum skilyrðum 141. gr. laga
nr. 21/1991 sé fullnægt svo riftun verði viðurkennd. Skiptir máli í því
sambandi að stefndi tapaði 79.156.973 krónum á viðskiptum sínum við Marmeti
ehf. þá tíu mánuði sem þau stóðu og hefur sú krafa verið samþykkt sem almenn
krafa í þrotabúið. Er það næst hæsta krafan í þeim flokki í kröfuröð á eftir
kröfu móðurfélags Marmetis ehf., Unga ehf., sem nam 361.725.284 krónum. Samkvæmt
gögnum málsins eru samþykktar almennar kröfur í þrotabúið 599.011.192 krónur
auk 115.191 evru.
Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn
áfrýjaði dómur staðfestur.
Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað
fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur skal vera
óraskaður.
Áfrýjandi, þrotabú Marmetis ehf.,
greiði stefnda, Sólbakka hf., 700.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Reykjaness 2. júní 2015.
Mál
þetta var höfðað með birtingu stefnu 17. október 2014 og tekið til dóms 7. maí
sl. Stefnandi er þrotabú Marmetis ehf., Skólavörðustíg 12, Reykjavík, en
stefndi er Sólbakki hf., Hafnargötu 90, Sandgerði.
Dómkröfur
stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að þola
riftun hinn 14. maí 2014 á eftirtöldum greiðslum sem inntar voru af hendi frá
Marmeti ehf. til stefnda: Hinn18. apríl
2013 að fjárhæð 20.000.000 króna, hinn 14. maí 2013 að fjárhæð 2.000.000 króna,
hinn 24. maí 2013 að fjárhæð 6.000.000 króna, hinn 7. júní 2013 að fjárhæð
25.000.000 króna, hinn 4. júlí 2013 að fjárhæð 200.000 krónur, hinn 4. júlí
2013 að fjárhæð 500.000 krónur, hinn 27. ágúst 2013 að fjárhæð 400.000 krónur,
hinn 20. september 2013 að fjárhæð 1.500.000 krónur, hinn 20. september 2013 að
fjárhæð 2.900.000 krónur, hinn 4. október 2013 að fjárhæð 6.500.000 krónur,
hinn 15. október 2013 að fjárhæð 3.000.000 króna, hinn 15. október 2013 að fjárhæð 3.000.000 króna, hinn
16. október 2013 að fjárhæð 1.000.000 króna, hinn 16. október 2013 að fjárhæð
4.000.000 króna, hinn 17. október 2013 að fjárhæð 3.000.000 króna, hinn 17.
október 2013 að fjárhæð 4.000.000 króna, hinn 23. október 2013 að fjárhæð 3.000.000 króna, hinn 24.
október 2013 að fjárhæð 2.000.000 króna og hinn 4. nóvember 2013 að fjárhæð
2.500.000 krónur.
Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda
90.500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um
vexti og verðtryggingu frá 14. júní 2014 til greiðsludags.
Loks gerir stefnandi þá kröfu að
stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að mati dómsins eða
samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi með inniföldum áhrifum 25,5%
virðisaukaskatts á málflutningsþóknun.
Stefndi krefst sýknu í málinu og
málskostnaðar að skaðlausu.
I
Bú Marmetis ehf, stefnanda í máli þessu, var tekið til gjaldþrotaskipta með
úrskurði sem kveðinn var upp 18. febrúar 2014. Sama dag var skiptastjóri
skipaður í þrotabúinu. Frestdagur í búinu er 30. janúar 2014. Innköllun var
gefin út og birtist í fyrsta sinn 27. febrúar 2014 og lauk kröfulýsingarfresti
27. apríl 2014.
Aðaleigandi stefnda með 60% hlutafjár er Örn
Erlingsson. Eigandi stefnanda, með 100% hlutafjár, er Ungi ehf. og
stjórnarformaður félagsins er Örn Erlingsson. Eigandi Unga ehf. með 100%
hlutafjár er einnig Örn Erlingsson. Ekki er deilt um í málinu að aðilar málsins
eru nákomnir í skilningi ákvæða 5. tl. 3. gr. laga nr. 21/1991 um
gjaldþrotaskipti o.fl.
Málavextir eru að öðru leyti þeir að Marmeti
ehf. var stofnað 30. mars 2012. Á árinu 2012 og í byrjun árs 2013 byggði
félagið upp fiskvinnsluhús í Sandgerði og hóf rekstur. Stefndi á bátinn Örn
KE-14 og aflaði hann hráefnis fyrir Marmeti ehf. og seldi félaginu en auk þess
keypti Marmeti ehf. hráefni á fiskmarkaði. Landanir Arnar KE-14 hjá Marmeti
ehf. hófust 18. febrúar 2013. Marmeti ehf. hætti kaupum á afla í október 2013
og síðasta löndum bátsins hjá Marmeti ehf. var 13. október 2013. Marmeti ehf.
hætti rekstri fljótlega upp úr því.
Stefnandi segir að við skoðun á reikningum þrotabúsins hafi komið í ljós
millifærslur þar sem fjármunir höfðu verið færðir af reikningum stefnanda yfir
á reikning stefnda, sem stefnandi telur riftanlegar, samtals að fjárhæð
90.500.000 krónur. Af hálfu stefnda er því haldið fram að þessar greiðslur hafi
allar verið vegna fiskkaupa Marmetis ehf. af stefnda og að þær séu ekki
riftanlegar.
II
Stefnandi byggir kröfu sína á því að
ofangreindar greiðslur hafi verið reiddar af hendi fyrr en eðlilegt var og að
fjárhæðin sem reidd var af hendi hafi skert greiðslugetu þrotabúsins verulega.
Aldrei hafi verið samið um ákveðnar endurgreiðslur, aðrir kröfuhafar hafi auk
þess ekkert fengið í sinn hlut og því hafi greiðslurnar falið í sér mismunun á
kröfuhöfum.
Skilyrði
fyrir riftun séu því óumdeilanlega fyrir hendi en um það vísar stefnandi til
134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Greitt hafi verið fyrr en
eðlilegt var, auk þess sem fjárhæðin hafi skert greiðslugetu þrotabúsins
verulega. Skilyrði 134. gr. séu sjálfstæð og nægi að einu þeirra sé fullnægt
svo að riftun megi ná fram að ganga svo fremi að greiðslan teljist ekki
venjuleg eftir atvikum. Á engan hátt geti umræddar greiðslur talist venjulegar
eftir atvikum.
Varðandi
það að greitt hafi verið fyrr en eðlilegt var megi benda á að hvorki hafi verið
samið um endurgreiðslur né ákveðna gjalddaga milli Marmetis ehf. og stefnda.
Hefði því verið nær að kröfur með umsamda gjalddaga hefðu verið greiddar á
þessum tíma.
Um
dagsetningar greiðslnanna vísist til 2. mgr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga en
þar segi að krefjast megi riftunar á greiðslum til nákominna sex til tuttugu og
fjórum mánuðum fyrir frestdag en stefnandi og stefndi séu nákomin félög í
skilningi 5. tl. 3. gr. laga nr. 91/1991.
Um
fjárhagsstöðu Marmetis ehf. á þessum tíma sé ljóst að eigendur og
fyrirsvarsmenn stefnda, sem jafnframt voru eigendur og fyrirsvarsmenn Marmetis
ehf., máttu gera sér grein fyrir að þær fjárhæðir, sem greiddar voru, skertu
greiðslugetu félagsins verulega og að greiðslurnar voru ekki eðlilegar því að á
sama tíma greiddi félagið ekki öðrum kröfuhöfum. Félagið hafi því ekki verið
gjaldfært. Þeim hafi því verið fullljóst að þessar ráðstafanir voru á
ótilhlýðilegan hátt stefnda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa félagsins
og leiddu til þess að eignir félagsins voru ekki kröfuhöfum þess til reiðu til
fullnustu krafna þeirra. Greiðslurnar hafi því verið öðrum kröfuhöfum til
tjóns. Því sé riftunin jafnframt byggð á 141. gr. laga nr. 21/1991 um
gjaldþrotaskipti o.fl.
Stefnandi
bendir á að lýstar kröfur í þrotabúið séu 1.115.000.000
króna. Þar sem félagið hafi aðeins verið rekið í um átta mánuði, eða frá
febrúar til október 2013, sé ljóst að umræddar greiðslur hafi verið reiddar af
hendi á sama tíma og háar kröfur mynduðust á hendur félaginu sem ekki voru
greiddar.
Endurgreiðslukrafa
stefnanda eigi sér stoð í 142. gr. laga nr. 21/1991. Dráttarvaxta sé krafist
frá því mánuði eftir að stefndi var sannanlega krafinn um endurgreiðslu á
umræddum greiðslum en vísað sé í reglur III. kafla laga um vexti og
verðtryggingu nr. 38/2001. Um málskostnað vísar stefnandi til ákvæða 129. og
130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafan um virðisaukaskatt
byggist á ákvæðum laga nr. 50/1988 þar sem lögmönnum sé gert skylt að innheimta
skattinn af þjónustu sinni. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur aðili og
því beri honum nauðsyn til að tekið sé tillit til skattskyldunnar við ákvörðun
málskostnaðar. Varðandi varnarþing vísar stefnandi til 33. gr. laga nr.
91/1991.
III
Stefndi bendir á að allar greiðslur, sem stefnandi krefst
riftunar á í máli þessu, hafi verið innborganir Marmetis ehf. á viðskiptaskuld félagsins við stefnda vegna afurðakaupa Marmetis
ehf. af stefnda á tímabilinu febrúar til október 2013.
Óumdeilt sé að Marmeti ehf. keypti
og fékk afla af skipi stefnda á tímabilinu febrúar til og með október 2013.
Kaupverð þess afla komi fram á framlögðum reikningum stefnda og hafi verið
skuldfært á viðskiptareikning Marmetis ehf. hjá stefnda. Gjalddagar þeirra skuldfærslna komi fram á framlögðum
reikningum. Allar greiðslur Marmetis ehf. til stefnda séu færðar sem innborganir á viðskiptareikning Marmetis
ehf. hjá stefnda og lækki þar með viðskiptaskuld Marmetis
ehf. við stefnda í samræmi við það. Þessar greiðslur Marmetis
ehf. til stefnda nái þó aldrei að greiða upp
viðskiptaskuld Marmetis ehf. vegna
fiskkaupanna. Þannig komi fram í gögnum málsins að skuld Marmetis
ehf. við stefnda hafi verið liðlega 79.000.000 króna
þegar reikningnum var lokað. Á rekstrartímabilinu hafi stefndi aðstoðað Marmeti
ehf. með samtals 63.000.000 króna greiðslu og ógreidd
skuld Marmetis ehf. vegna
fiskkaupa Marmetis ehf. af stefnda á
tímabilinu hafi numið 16.000.000 króna.
Stefndi byggir á að það sé skilyrði riftunar greiðslna
samkvæmt 134. grein laga nr. 21/1991 að greitt hafi verið með óvenjulegum
greiðslueyri. Stefnandi geti þess ekki sérstaklega að hann byggi riftunarkröfu
sína á því skilyrði lagaákvæðisins en til öryggis tekur stefndi fram að
greiðslur Marmetis ehf. til stefnda hafi farið fram með peningagreiðslum.
Annað skilyrði ákvæða 134. greinar laga nr. 21/1991 sé að
skuld hafi verið greidd fyrr en eðlilegt var. Af hálfu stefnda er byggt á því
að gjalddagar afurðakaupa Marmetis ehf. hjá stefnda hafi verið útgáfudagur reiknings stefnda hverju sinni í lok
mánaðarlegra úttekta. Eindagi hvers einstaks reiknings hafi verið sjö dögum
seinna. Gjalddagar og eindagar hvers einstaks reiknings komi skýrt fram á
reikningunum sjálfum. Marmeti ehf. hafi
aldrei náð að greiða skuld sína á eindaga reikningsskuldarinnar á hverjum tíma
og ennfremur ekki náð að greiða skuld sína vegna fiskkaupanna að fullu.
Marmeti ehf. hafi þannig aldrei á öllu
viðskiptatímabilinu náð að greiða skuld sína vegna fiskkaupanna að fullu.
Það liggi fyrir í málinu samtíma skjalleg gögn sem sanni
á ótvíræðan hátt að tilteknir gjalddagar og eindagar hafi verið ákveðnir í
umræddum viðskiptum og greiðslur Marmetis ehf. til stefnda hafi verið fjarri því að vera nokkru sinni greiddar fyrr en
eðlilegt var. Fyrir liggi að þær greiðslur, sem krafist sé riftunar á í málinu,
hafi í öllum tilvikum farið fram eftir eindaga reikninganna. Þær greiðslur hafi
allar gengið til lækkunar á skuld Marmetis ehf. við stefnda vegna fiskkaupanna en ekki náð að greiða skuldina að fullu.
Skilyrði ákvæða 134. greinar laga nr. 21/1991 um að Marmeti
ehf. hafi greitt stefnda einhverja eða allar umræddar
greiðslur fyrr en eðlilegt var eigi því ekki við um viðskipti þessi.
Síðasti þáttur 1. mgr. 134 gr. laga nr. 21/991 um
skilyrði riftunar fjalli um að greidd hafi verið fjárhæð sem hafi skert
greiðslugetu þrotamannsins verulega, nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir
atvikum. Stefnandi byggi mál sitt á því að þessi skilyrði 134. greinar hafi
verið fyrir hendi og bæti reyndar í og fullyrði í stefnu að aðrir kröfuhafar
hafi auk þess ekkert fengið í sinn hlut og að greiðslurnar hafi falið í sér
mismunun á kröfuhöfum.
Sú fullyrðing í stefnu að aðrir kröfuhafar hafi ekki
fengið neitt í sinn hlut sé röng. Þessi fullyrðing stefnanda stangast á við
gögn málsins. Þar komi fram að rekstur félagsins hafi verið í fullum gangi á
þessu tímabili. Auk viðskipta við fjölmarga aðila og greiðslna til þeirra á
umræddu tímabili hafi Marmetis ehf. keypt
afla af nokkrum aðilum sem allir hafi fengið þau afurðakaup að fullu greidd.
Stefndi hafi verið eini seljandi afla til Marmeti ehf. á þessu tímabili sem ekki hafi fengið að fullu greitt.
Það sé markmið riftunarreglna XX. kafla laga nr. 21/1991
að tryggja jafnræði kröfuhafa þrotamanns þannig að enginn þeirra hagnist á
ráðstöfunum hans í aðdraganda gjaldþrots umfram aðra kröfuhafa. Það sé
ágreiningslaust í málinu að stefndi seldi Marmeti ehf. afla af skipi sínu Erni KE 14 frá febrúar til október 2013, afla sem Marmeti
ehf. nýtti sér í rekstri sínum. Þau viðskipti hafi leitt
til þess að mynda og auka afurðatekjur stefnanda sem aftur hafi orðið til þess
að auka greiðslugetu stefnanda í stað þess að skerða hana eins og stefnandi
haldi nú fram. Það hafi bæði verið umsamið og fyllilega eðlilegt að Marmeti
ehf. greiddi kaupverð aflans sem Marmeti
ehf. keypti af stefnda.
Í málatilbúnaði stefnanda sé þess ekki getið að Marmeti
ehf. keypti afla af öðrum á sama tíma og félagið keypti
afla af stefnda. Þess sé heldur ekki getið að kaupverð þess afla hafi að fullu
verið greitt allan tímann. Frekar hafi hallað á stefnda í þessum viðskiptum en ekki öfugt. Til þessa beri að líta samkvæmt grundvallarreglum
gjaldþrotaskiptaréttar um mat á aðstæðum. Stefndi hafi notið tengsla sinna við
eiganda Marmetis ehf. umfram aðra
kröfuhafa á neikvæðan hátt fyrir stefnda þegar dráttur varð á greiðslu
kaupverðs afla af stefnda fram yfir eindaga og haldið var áfram að afhenda Marmeti
ehf. afla þrátt fyrir það. Greiðslur þær sem inntar voru
af hendi, bæði fjárhæð greiðslna og greiðsludagur, beri það með sér að stefndi
hafi verið aftarlega, ef ekki aftast, í forgangsröð móttakenda greiðslna hverju
sinni allt umrætt tímabil.
Engan efnislegan rökstuðning sé að finna í stefnu eða
gögnum fyrir því að greiðslur þær, sem greiddar voru til stefnda hverju sinni,
hafi verið óeðlilegar eða óvenjulegar miðað við aðstæður hverju sinni. Þess
utan sé engin tilraun gerð til þess að tengja greiðslur frá stefnda til Marmetis
ehf. við atvik máls þessa. Peningagreiðslur stefnda til Marmetis
ehf. hafi verið gerðar til stuðnings uppbyggingu
rekstrar Marmetis ehf.á hliðstæðan hátt og gert hafi verið af öðrum fyrirtækjum tengdum eiganda Marmetis
ehf. á þeim tíma, greiðslur sem allar sjáist samþykktar
á framlögðu kröfuyfirliti. Þrátt fyrir þessa aðstoð við uppbyggingu félagsins
hafi eigendur Marmetis ehf. og stefnda
enga ástæðu haft til að ætla að Marmeti ehf. stefndi í greiðsluþrot eða gjaldþrot. Það hafi ekki verið fyrr en í lok
janúarmánaðar 2014 sem þær aðstæður hafi komið upp sem leiddu til
gjaldþrotabeiðni Marmetis ehf. Allt
til þess tíma hafi verið unnið markvisst að því að styrkja stoðir rekstrar Marmetis
ehf. Innborgun stefnda til Marmetis
ehf. hinn 16. nóvember 2013 sé gott dæmi þar um.
Af hálfu stefnda er á því byggt að Marmeti
ehf. hafi verið gjaldfært allt til loka janúarmánaðar 2014
í skilningi ákvæða 2. mgr. 134. greinar laga nr. 21/1991 og það þrátt fyrir
greiðslurnar sem riftunarkrafan nær til. Sú lagagrein eigi því ekki við í máli
þessu og þegar af þeirri ástæðu komi ekki til framlengingar þar greinds frests.
Af því sem að framan er rakið sjáist að skilyrði ákvæða
134. greinar laga nr. 91/1991 séu ekki fyrir hendi. Það leiði til sýknu stefnda
af kröfum stefnanda í málinu.
Stefnandi byggi mál sitt einnig á ákvæðum 141. greinar
laga nr. 21/1991. Framangreindar málsástæður stefnda fyrir sýknukröfu riftunar
á grundvelli ákvæða 134. gr. eigi einnig við um 141. gr.
Í málinu hafi verið lagður fram rekstrarreikningur Marmetis
ehf. frá janúar 2013 til loka október 2013. Þar komi
fram að söluverðmæti afurða félagsins hafi numið 522.000.000 króna frá febrúar
til október árið 2013. Þannig hafi rekstur félagsins að mörgu leyti gengið vel
í upphafi rekstrar. Í þessum reikningi komi þó fram að tap hafi orðið á
rekstrinum í heild þennan tíma og hafi þá þegar verið hugað að endurbótum og
endurskipulagningu á honum. Það hafi hins vegar komið í ljóst seinni hluta árs
2013 að tveir af stærri viðskiptamönnum Marmetis ehf. brugðust þegar á leið árið, auk þess sem lægra skilaverð fékkst fyrir
afurðir verksmiðjunnar frá þessum viðskiptamönnum en gert hafði veri ráð fyrir
í upphafi. Háar greiðslur frá þeim viðskiptamönnum hafi einnig dregist úr hófi
þegar á leið árið 2013. Ekki hafi komið í ljós fyrr en í desember 2013 að þær
greiðslur fengjust ekki án málshöfðunar. Innheimtuaðgerðir Marmetis
ehf. hafi hafist þá þegar og hafi skiptastjóri tekið við
meðferð þeirra mála. Þessar aðstæður hafi af augljósum ástæðum alls ekki verið
fyrir hendi við upphaf rekstrar stefnanda. Umfang þessa og afleiðingar hafi
ekki komið í ljós fyrr en eftir lok rekstrar Marmetis ehf. Eigandi Marmetis ehf. hafi talið
allt til enda janúar 2014 að unnt væri úr að bæta. Stefndi byggir á því að gögn
málsins sýni og sanni ótvírætt að Marmeti ehf. hafi ekki orðið ógjaldfært í skilningi ákvæða 141. greinar laga nr. 21/1991
fyrr en í lok janúar 2014 þegar tilraunir eiganda félagsins til að
endurskipuleggja efnahag þess í samstarfi við Íslandsbanka hf. náðu ekki fram
að ganga. Stefnda kemur á óvart að því sé nú haldið fram í stefnu máls þessa að
eigendum stefnda og Marmetis ehf., sem
lögðu Marmeti ehf. til fé án
vaxtafærslna allt til loka nóvember mánaðar 2013, óveðtryggða fjárhæð samtals
að fjárhæð 440.000.000 króna, hafi verið það fulljóst, svo notað sé orðalag
stefnu, að þeir væru að gera öðrum kröfuhöfum einhverjar ótilhlýðilegar
ráðstafanir þeim til tjóns í upphafi rekstrar Marmetis ehf. og eða á rekstrartíma stefnanda.
Af því sem að framan er rakið, þ. á m. undir umfjöllun um
ákvæði 134. greinar laga nr. 21/199,
sjáist að skilyrði ákvæða 141. gr. laganna til riftunar greiðslna Marmetis
ehf. til stefnda séu ekki fyrir hendi. Það leiði til
sýknu stefnda af kröfum stefnanda í málinu.
Verði krafa stefnanda tekin til greina, að hluta til eða
öllu leyti, krefst stefndi skuldajafnaðar kröfu hans á hendur stefnanda við
kröfu stefnanda á grundvelli ákvæða 1. mgr. 100. greinar laga 21/1991, sbr.
ákvæði 28. grein laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Varðandi ákvörðun dómsins um málskostnað sé vísað til
ákvæða c liðar 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála vegna þess að
stefnandi hafi haft uppi efnislega rangar staðhæfingar um lykilþætti máls þessa
svo sem að framan sé rakið. Máli sínu til stuðnings vísar stefndi til ákvæða
laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991, 134. gr., 141. gr., 1. mgr. 99. gr.
og 1. mgr. 100. gr. Þá er ennfremur vísað til 28. gr. laga nr. 91/1991 um
meðferð einkamála, almennra reglna kröfuréttar um skuldajöfnuð og fleira og
almennra reglna gjaldþrotaskiptaréttar. Krafa um málskostnað byggist á ákvæðum
129., 130. og c lið 131. greinar laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
IV
Bú Marmetis ehf. var
tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði 18. febrúar 2014 og var frestdagur í
búinu 30. janúar 2014. Þrotabúið höfðar mál þetta til riftunar á greiðslum til
stefnda að fjárhæð samtals 90.500.000 krónur sem greiddar voru á tímabilinu 18.
apríl 2013 til 4. nóvember 2013.
Stefnandi reisir kröfu
sína um riftun aðallega á 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.
en einnig á 141. gr. laganna. Ekki
er ágreiningur um að aðilar málsins eru nákomnir í skilningi 5. tl. 3. gr. laga
nr. 21/1991.
Marmeti ehf. byggði
upp fiskvinnsluhús í Sandgerði og hóf rekstur í byrjun árs 2013. Samið var um
milli aðila að bátur í eigu stefnda, Örn KE 14, aflaði Marmeti ehf. hráefnis en
auk þess keypti Marmeti ehf. fisk á fiskmarkaði. Landanir bátsins hjá Marmeti
ehf. hófust 18. febrúar 2013 og síðasta löndun var 13. október 2013. Samkvæmt
gögnum málsins virðist Marmeti ehf. hafa hætt rekstri fljótlega upp úr því. Í
málinu er deilt um greiðslur Marmetis ehf. til stefnda sem stefnandi heldur fram
að séu riftanlegar en stefndi telur eðlilegar og venjulegar greiðslur vegna
hráefniskaupa Marmetis ehf. af stefnda.
Í málinu hefur verið
lögð fram útprentun úr viðskiptamannabókhaldi stefnda þar sem fram kemur
viðskiptareikningur Marmetis ehf. hjá stefnda fyrir tímabilið 7. janúar 2013
til 16. nóvember 2013. Á þessum reikningi má sjá að stefndi lánaði Marmeti ehf.
fé til rekstursins á framangreindu tímabili, rúmlega 63.000.000 króna. Hefur
komið fram í málinu að það var vegna náinna tengsla félaganna en Örn Erlingsson
á 60% hlutafjár í stefnda og var einn eigandi stefnanda í gegnum
einkahlutafélagið Unga ehf. Framangreint lán var liður í fjármögnun Marmetis
ehf.
Á
viðskiptamannareikningi Marmetis ehf. hjá stefnda koma einnig fram útgefnir
reikningar stefnda vegna afurðakaupa Marmetis ehf. hjá stefnda. Eru þeir
samtals að fjárhæð 97.050.331 króna,
dagsettir á tímabilinu 27. mars 2013 til 31. október 2013.
Loks sýnir
viðskiptamannareikningur Marmetis ehf. hjá stefnda millifærslur frá Marmeti ehf. til stefnda á tímabilinu 18. apríl
2013 til 4. nóvember 2013, samtals að fjárhæð 90.000.500 krónur sem deilt er um
í málinu.
Stefndi heldur því
fram að framangreindar millifærslur hafi allar verið greiðslur vega fiskkaupa
Marmetis ehf. af stefnda. Fyrsta greiðsla að fjárhæð 20.000.000 króna, dags.
18. apríl 2013, er í millifærslukvittun skýrð út sem greiðsla á fiski. Allar
aðrar millifærslur eru hins vegar án skýringa. Vitnið Guðni Þór Gunnarsson,
löggiltur endurskoðandi, sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að við færslu
bókhalds Marmetis ehf. hafi verið litið svo á að umkrafðar greiðslur hefðu
verið greiðslur vegna fiskkaupa Marmetis ehf. af stefnda.
Í máli þessu eru
málavextir sérstakir að því leyti að fiskverkunarfyrirtækið Marmeti ehf.
starfaði aðeins í um átta mánuði á árinu 2013. Félagið byggði fiskvinnsluhús í
Sandgerði og eru aðilar sammála um að það hafi verið mjög fullkomið.
Fjárfesting Marmetis ehf. í tækjabúnaði á árinu 2012 og 2013 nam samtals
817.000.000 króna samkvæmt bókhaldi félagsins. Fyrirtækjasvið KPMG vann
viðskipta- og fjárhagsáætlun fyrir félagið fyrir árin 2013 til 2017. Félagið
naut fjármögnunar frá Íslandsbanka hf. Í framlögðum gögnum má sjá að félagið
var á árinu 2013 í uppbyggingu og verið var að fjármagna það á þessu tímabili.
Frá júní 2013 og fram í nóvember 2013 studdi stefndi Marmeti ehf. með
lánveitingu samtals að fjárhæð rúmlega 63.000.000 króna. Þessi fjárveiting
stefnda til Marmetis ehf. var liður í að byggja fyrirtækið upp og fjármagna
það. Á svipuðu tímabili fóru hin umdeildu viðskipti fram.
Stefnandi reisir
kröfur sínar um riftun greiðslna til stefnda á 134. gr. laga nr. 21/1991 og
heldur því fram að ofangreindar greiðslur hafi verið reiddar fram fyrr en
eðlilegt var og að þær hafi skert greiðslugetu þrotabúsins verulega. Ekki hafi
verið samið um ákveðnar endurgreiðslur og aðrir kröfuhafar hafi ekkert fengið í
sinn hlut. Greiðslurnar geti því ekki talist venjulegar eftir atvikum.
Nægjanlega er komið
fram í málinu að hinar umdeildu greiðslur voru greiðslur Marmetis ehf. vegna
fiskkaupa af stefnda og gefnir voru út reikningar vegna kaupanna. Á
reikningunum voru tilgreindir gjalddagar og eindagar. Marmeti ehf. greiddi
aldrei á umsömdum tíma, heldur ætíð eftir á með samtals 19 innborgunum á
tímabilinu 18. apríl 2013 til 4. nóvember 2013. Við gjaldþrot Marmetis ehf.
stóð félagið enn í skuld við stefnda vegna hráefniskaupa. Því fær sú málsástæða
stefnanda ekki stoð í gögnum málsins að greitt hafi verið fyrr en um var samið
og ekki hafi verið samið um ákveðnar endurgreiðslur.
Stefndi útvegaði
Marmeti ehf. hráefni til vinnslu í fiskvinnsluhúsi sínu. Með því jók Marmeti
ehf. verðmæti aflans sem væntanlega hefur komið öðrum kröfuhöfum til góða.
Marmeti ehf. greiddi stefnda fyrir aflann eins og öðrum sem félagið keypti fisk
af. Umkrafðar greiðslur Marmetis ehf. til stefnda voru því venjulegar eftir
atvikum í skilningi 134. gr. laga nr. 21/1991.
Í öðru lagi styður
stefnandi riftunarkröfu sína sjálfstætt við 141. gr. laga nr. 21/1991 og byggir
á að ráðstöfunin hafi skert greiðslugetu Marmetis ehf. verulega. Greiðslurnar
hafi ekki verið eðlilegar eftir atvikum því á sama tíma hafi Marmeti ehf. ekki
greitt öðrum kröfuhöfum. Félagið hafi því ekki verið gjaldfært.
Fyrirsvarsmönnum þess hafi verið fullljóst að þessar ráðstafanir voru á
ótilhlýðilegan hátt stefnda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa og leiddu
til þess að eignir félagsins voru ekki kröfuhöfum þess til reiðu til fullnustu
krafna þeirra. Greiðslurnar hafi verið kröfuhöfum til tjóns og um það hafi
fyrirsvarsmenn Marmetis ehf. vitað.
Hér að framan er það
rakið að Marmeti ehf. starfaði aðeins í um átta mánuði á árinu 2013. Félagið
var því í uppbyggingu þegar umkrafðar greiðslur til stefnda áttu sér stað. Enda
þótt Marmeti ehf. hafi samkvæmt efnahagsreikningi 31. október 2013 og rekstrarreikningi
janúar til október 2013 verið rekið með umtalsverðu tapi var samt sem áður
verið að reyna að styrkja reksturinn, m.a. með fjárframlögum stefnda, um
63.000.000 króna, alveg fram í nóvember 2013. Ekki verður því fallist á með
stefnanda að umkrafðar greiðslur Marmetis ehf. til stefnda tengist gjaldþroti
félagsins og vitneskju fyrirsvarsmanna Marmetis ehf. um að vera kynni að
félagið stefndi í gjaldþrot, enda bera greiðslurnar ekki keim af því að
tilgangur þeirra hafi verið að mismuna kröfuhöfum, heldur ætlaðar til að greiða
fyrir hráefni sem væntanlega nýttist öðrum kröfuhöfum í meiri verðmætum þegar
aflinn hafði verið unninn. Á sama tíma greiddi Marmeti ehf. öllum öðrum sem
félagið keypti fisk af. Verður því ekki
fallist á með stefnanda að ráðstafanir Marmetis ehf. hafi á ótilhlýðilegan hátt
verið stefnda til hagsbóta á kostnað annarra eða að öðrum skilyrðum 141. gr.
laga nr. 21/1991 sé fullnægt í málinu.
Stefndi verður því
sýknaður af kröfum stefnanda í málinu og eftir þeim málsúrslitum verður stefnandi
dæmdur til að greiða stefnda 1.000.000
króna í málskostnað. Ekki hefur þá verið tekið tillit til reglna um
virðisaukaskatt.
Gunna Aðalsteinsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
Dómsorð
Stefndi, Sólbakki hf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda,
þrotabús Marmetis ehf., í máli þessu.
Stefnandi greiði stefnda 1.000.000 króna í málskostnað. |
Mál nr. 305/2015 | Fasteign Sameign Gjaldtaka Lögbann Einkahlutafélag | Í málinu kröfðust D o.fl. þess að L ehf. væri óheimilt að innheimta gjald fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúk í landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi. Reistu þau kröfu sína einkum á því að samþykki allra sameigenda að jörðinni þyrfti til gjaldtökunnar, en fyrir lá að D o.fl. ættu tæp 30% hlut í jörðinni sem var að mestum hluta í óskiptri sameign eigenda hennar. Með hliðsjón af samþykktum L ehf. og tilgangi þess var ekki talið að sameigendur jarðarinnar hefðu afsalað til félagsins rétti til þess að taka ákvarðanir um sameignina sem teldust meiriháttar eða óvenjulegar, enda hefði þurft að orða slíkt afsal með ótvíræðum hætti. Þá var ekki fallist á með L ehf. að eigendur jarðarinnar hefðu samþykkt gjaldtökuna á vettvangi félagsins. Ákvörðun um að hefja gjaldtöku af ferðamönnum og mynda þannig tekjur af sameigninni hefði falið í sér breytingu á nýtingu hennar sem væri meiriháttar. Samkvæmt reglum um sérstaka sameign þyrfti til hennar ótvírætt samþykki allra sameigenda og nægði því ekki það hlutfall atkvæða sem hafði samþykkt tillögu stjórnar L ehf. á hluthafafundi árið 2014. Ákvörðun um gjaldtökuna hefði samkvæmt framansögðu ekki mátt taka á vettvangi L ehf. og var hún þess vegna talin ógild frá upphafi. Voru því ákvæði um málshöfðunarfrest í 2. mgr. 71. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög ekki talin eiga við. Að öllu þessu gættu var fallist á með D o.fl. að umrædd gjaldtaka hefði verið ólögmæt. Loks var einnig staðfest lögbann sem hafði verið lagt á gjaldtöku L ehf. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Eiríkur
Tómasson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 28. apríl 2015. Hann krefst sýknu
af kröfum stefndu. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti
óskipt úr hendi þeirra.
Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir
Hæstarétti.
Sú breyting hefur orðið á aðild málsins frá því sem var í héraði að einn
stefnenda, Jón Illugason, lést 1. ágúst 2014 og hefur stefndi Finnur Sigfús
Illugason nú leyst til sín hlut hans í jörðinni Reykjahlíð.
I
Á jörðinni Reykjahlíð í Skútustaðahreppi eru nokkur lögbýli, en mestur
hluti lands jarðarinnar er í óskiptri sameign eigenda hennar. Meðal þeirra eru
stefndu í málinu, sem samanlagt teljast eiga 29,6528% í jörðinni. Í málinu
liggja fyrir fundargerðir vegna sameiginlegra funda eigenda á árunum 2000 og
2001 þar sem einkum var fjallað um og ráðið fram úr málum sem vörðuðu
sameiginlega hagsmuni þeirra vegna jarðarinnar. Allir eigendur Reykjahlíðar
stofnuðu 6. apríl 2002 með sér einkahlutafélagið Landeigendur Reykjahlíðar,
áfrýjanda málsins. Í stofnsamningi og samþykktum félagsins var tilgangi þess
lýst svo, að hann væri ,,nýting náttúruauðlinda í landi Reykjahlíðar,
eignaumsýsla, kaup og rekstur fasteigna og lausafjár, lánastarfsemi og annar
skyldur rekstur.“ Í 13. grein samþykktanna kom fram að á hluthafafundi þyrfti
atkvæði hluthafa, sem réðu ,,minnst 2/3 hlutum af heildarhlutafé félagsins nema
öðruvísi sé fyrir mælt í landslögum eða samþykktum þessum.“ Jafnframt sagði að
samþykki allra hluthafa þyrfti til nánar tilgreindra ákvarðana, meðal annars til
,,að breyta tilgangi félagsins að verulegu leyti“. Frá stofnun hefur áfrýjandi
farið með sameiginleg hagsmunamál félagsmanna.
Samkvæmt gögnum málsins gerðu stefndu landleigusamninga við áfrýjanda 31.
desember 2011. Í þeim sagði í 1. grein: ,,Leigusali leigir leigutaka eignarhlut
sinn ... úr jörðinni Reykjahlíð ... Landið er leigt ásamt öllum gögnum og
gæðum. Framleiga eða hvers konar önnur eðlileg nýting er heimil innan
leigutímans, enda liggi fyrir samþykki leigusala.“ Landleigusamningar þessir
voru ótímabundnir en með gagnkvæmum tólf mánaða uppsagnarfresti.
Í hinum áfrýjaða dómi er meðal annars gerð grein fyrir umræðum á
hluthafafundum í áfrýjanda á árinu 2013 sem lutu að greiðslu ferðamanna á náttúruverndargjaldi
í landi Reykjahlíðar. Málefnið var á dagskrá aðalfundar í félaginu 10. maí það
ár. Í fundargerð þess fundar sagði meðal annars: ,,Fyrir liggja hugmyndir og
áætlun um ,,náttúruverndargjald“ í Reykjahlíðarlandi, austan Námafjalls,
Leirhnjúk og Dettifoss. Þetta hefur verið kynnt fyrir samtökum fyrirtækja í
ferðaþjónustu ... Til greina kemur að gjaldið verði eingöngu á sumrin, m.a. til
að örva ferðamennsku yfir vetrarmánuðina. ÓHJ fór yfir rekstrarmódelið og
skýringar með því. Samþ. til formanns að kynna málið út á við.“ Á hluthafafundi
28. september 2013 var fjallað um gjaldtökuna undir dagskrárliðnum ,,Kynning og
umræða til ákvörðunar um ,,Náttúruverndargjald“ ... frá 1.6.2014.“ Fram kom að
formaður stjórnar hafi kynnt hugmyndir hennar um gjaldtökuna og fjallað meðal
annars um kostnaðar- og tekjuáætlanir. Þá var bókað: ,,Landeigendur eru sammála
um gjaldtökuna, aðeins sé spurning um tímasetningu hennar og þá staði sem verða
í fyrsta áfanga. Stefnt er að því að hefja gjaldtökuna 1.6.2014.“ Á
hluthafafundi 31. janúar 2014 var fyrsti dagskrárliður um:
,,Náttúruverndargjald í Reykjahlíð á árinu 2014, lokaútfærsla til ákvörðunar.“ Samkvæmt fundargerð fór formaður stjórnar
ítarlega yfir stöðu málsins, meðal annars nýja útreikninga og hvert gjaldið
skyldi vera fyrir hvern ferðamann. Á fundinum lagði formaður fram eftirfarandi
tillögu: ,,Fundurinn leggur til að tekin verði upp gjaldtaka að þremur
náttúruperlum í landi Reykjahlíðar, ígildi náttúruverndargjalds ... og að
áætluð gjaldtaka hefjist eigi síðar en 1. júní 2014. Stjórn ... er falin
framgangur málsins um leið og fjármögnun liggur fyrir.“ Tillaga þessi var
samþykkt með atkvæðum 87,3% þeirra eignarhluta sem mætt var fyrir á fundinn, en
12,7% voru á móti. Einn fundarmanna fékk bókað að hann myndi ekki samþykkja
neinar framkvæmdir á óskiptu landi jarðarinnar heldur teldi hann rétt að bíða
eftir því hvað gert yrði ,,á landsvísu í gjaldtökumálum vegna ferðamanna.“ Á
stjórnarfundi í áfrýjanda 1. mars 2014 var fjallað um síðastgreinda samþykkt og
var bókað í fundargerð að í samræmi við samþykktina fæli stjórnin formanni „að
koma nú þegar í framkvæmd þeirri áætlun um gjaldtöku, helst ekki síðar en 1.6.2014.“
Hluthafafundur var haldinn í félaginu 16. apríl 2014 að beiðni einstakra
hluthafa til þess að fjalla um fyrirhugaða gjaldtöku. Af fundargerð verður
ráðið að rætt hafi verið um málefnið og hvort áfrýjandi hefði heimild til þess
að ráðast í gjaldtökuna. Tillaga umboðsmanns fyrir eigendur 29,6528% hluta í
félaginu um að fresta fyrirhugaðri gjaldtöku var felld með atkvæðum eigenda
67,2222% hluta. Á aðalfundi í áfrýjanda 25. apríl 2014 var enn fjallað um töku
gjaldsins og kynnti formaður stjórnar stöðu málsins. Var bókað að líflegar
umræður hafi orðið um málið og að ekki væri ,,einhugur um framkvæmdina.“
Stefndu rituðu áfrýjanda og nokkrum landeigendum bréf 23. maí sama ár þar sem
krafist var að áfrýjandi léti af áformum um gjaldtöku af ferðamönnum og
framkvæmdum sem henni tengdust. Í bréfinu kom meðal annars fram að áfrýjandi
hefði ekki ,,eignarheimildir yfir landinu til að geta staðið fyrir framkvæmdum
eða gjaldtöku.“ Þá var bent á að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir og gjaldtaka
samrýmdust ekki tilgangi áfrýjanda og því væri félaginu óheimilt að stunda
slíka starfsemi.
Eins og gerð er grein fyrir í hinum áfrýjaða dómi hóf áfrýjandi 18. júní
2014 gjaldtöku af ferðamönnum á tveimur af þeim þremur svæðum sem áætlað var,
en fallið var frá áformum um gjaldtöku við Dettifoss. Lögbann var lagt við
gjaldtökunni 21. júlí sama ár.
II
Ágreiningslaust er að reglur um
sérstaka sameign gildi um óskiptan hluta lands Reykjahlíðar, meðal annars þess
hluta þar sem gjaldtaka áfrýjanda af ferðamönnum fór fram. Ljóst er að sameigendur
geta við slíkar aðstæður stofnað félag og framselt til þess heimildir til að
fara með umráð sameignarinnar, til dæmis til að taka ákvarðanir eins og þær sem
hér um ræðir. Í málinu er ágreiningur um hvort slíkt framsal eignarheimilda
hafi farið fram með stofnun áfrýjanda. Í samþykktum félagsins segir meðal
annars að tilgangur þess sé „nýting náttúruauðlinda í landi Reykjahlíðar“.
Þessi lýsing á tilgangi félagsins ber ekki með sér að stefndu hafi afsalað sér
rétti til þess að fara sjálf með þær heimildir eignarréttar síns til landsins
sem lúta að ráðstöfunum sem telja verður meiriháttar eða óvenjulegar, enda
hefði þurft að orða slíkt afsal með ótvíræðum hætti. Áfrýjandi fór því samkvæmt
samþykktum sínum ekki með vald til þess að taka ákvarðanir um slíkar
ráðstafanir. Áfrýjandi heldur því fram að eigendur jarðarinnar hafi samþykkt
gjaldtökuna á vettvangi félagsins. Það hafi verið gert á hluthafafundi í
félaginu 31. janúar 2014 þar sem samþykkt hafi verið tillaga stjórnar um
gjaldtökuna með atkvæðum eigenda 85,9375% eignarhluta lands Reykjahlíðar í
óskiptri sameign. Sá fjöldi atkvæða sé langt umfram það sem áskilið sé í 13. grein
samþykkta félagsins, sem lúti sérstaklega að minnihlutavernd. Auk þess hafi
engar athugasemdir komið fram á fundinum um að afgreiðsla tillögu um gjaldtökuna
hafi ekki fallið innan ramma samþykktanna. Eins og fyrr greinir höfðu stefndu
ekki afsalað til áfrýjanda rétti til þess að taka ákvarðanir um sameignina sem
teljast meiriháttar eða óvenjulegar. Ákvörðun um að hefja gjaldtöku af
ferðamönnum og mynda þannig tekjur af sameigninni, ekki aðeins til að standa straum
af kostnaði við gjaldtökuna heldur einnig til arðs fyrir eigendur í stað þess
að landsvæðin stæðu öllum opin án endurgjalds, fól í sér breytingu á nýtingu
sameignarinnar sem var meiri háttar. Samkvæmt reglum um sérstaka sameign þurfti
til hennar ótvírætt samþykki allra sameigenda og nægði því ekki það hlutfall
atkvæða sem áður greinir. Ákvörðun um gjaldtökuna mátti samkvæmt framansögðu ekki
taka á vettvangi áfrýjanda og var hún þess vegna ógild frá upphafi. Eiga því
ekki við ákvæði um málshöfðunarfrest í 2. mgr. 71. gr. laga nr. 138/1994 um
einkahlutafélög.
Að öllu þessu gættu verður staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að fallast á
með stefndu að umrædd gjaldtaka áfrýjanda hafi verið ólögmæt. Þá er með vísan
til forsendna héraðsdóms staðfest lögbann það sem lagt var við gjaldtökunni 21.
júlí 2014.
Áfrýjandi greiði stefndu hverju fyrir sig, sbr. 2. mgr. 132. gr. laga nr.
91/1991 um meðferð einkamála, málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem
ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað.
Áfrýjandi, Landeigendur Reykjahlíðar ehf., greiði
stefndu, Daða Lange Friðrikssyni, Finni Baldurssyni, Finni Sigfúsi Illugasyni, Héðni
Sverrissyni, Reynihlíð hf. og Sólveigu Illugadóttur, hverju fyrir sig samtals 1.000.000
krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Dómur
Héraðsdóms Reykjavíkur 22. apríl 2015.
Mál
þetta, sem var dómtekið 12. mars sl., var höfðað 25. júlí 2014.
Stefnendur
eru Finnur Sigfús Illugason, Bjargi, Mývatni, Sólveig Illugadóttir, Sólgörðum,
Mývatni, Jón Illugason, Helluhrauni 15, Mývatni, Reynihlíð hf., Reynihlíð,
Mývatni, Finnur Baldursson, Lynghrauni 5, Mývatni, Daði Lange Friðriksson,
Skútahrauni 15, Mývatni og Héðinn Sverrisson, Geiteyjarströnd 1, Mývatni. Eftir að málið var höfðað lést stefnandi, Jón Illugason, og hefur
dánarbú hans tekið við aðild að málinu í hans stað.
Stefndi
er Landeigendur Reykjahlíðar ehf., Lágmúla 5, Reykjavík.
Stefnendur
krefjast þess að staðfest verði lögbann sem sýslumaðurinn á Húsavík lagði 21.
júlí 2014 við því að stefndi, starfsmenn hans eða aðrir aðilar eða persónur á
hans vegum, innheimti gjald fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki
í landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi. Stefnendur krefjast þess einnig að
dæmt verði að stefnda sé óheimilt að innheimta gjald fyrir aðgang að Hverum við
Námafjall og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi. Þá krefjast
stefnendur málskostnaðar úr hendi stefnda.
Stefndi
krefst sýknu af kröfum stefnenda og að synjað verði kröfu stefnenda um
staðfestingu lögbanns sem sýslumaðurinn á Húsavík lagði 21. júlí 2014 við því
að stefndi, starfsmenn hans eða aðrir innheimti gjald fyrir aðgang að Hverum
við Námafjall og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi. Þá krefst
stefndi málskostnaðar úr hendi stefnenda óskipt.
I
Jörðin
Reykjahlíð í Skútustaðahreppi samanstendur af lögbýlunum Bjargi, Reykjahlíð 1,
Reykjahlíð 2, Reykjahlíð 3, Reykjahlíð 4, Reynihlíð og Víðihlíð. Stærstur hluti
jarðarinnar er í óskiptri sameign eigenda lögbýlanna. Nánar tiltekið er
eignarhaldi jarðarinnar Reykjahlíðar háttað með þeim hætti sem hér greinir:
Bjarg – landnúmer 153542; eigendur:
Jón Illugason (3,125%)
Finnur Sigfús Illugason (6,25%)
Sólveig Illugadóttir
(3,125%)
Reykjahlíð 1 – landnúmer 153588; eigandi:
Guðrún María Valgeirsdóttir
(25%)
Reykjahlíð 2 – landnúmer 153591; eigendur:
Finnur Baldursson (7,7778%)
Sigurður Baldursson
(7,7778%)
Sigurður Jónas Þorbergsson
(17,7778%)
Reykjahlíð 3 – landnúmer 153594; eigendur:
Bryndís Jónsdóttir
(8,3333%)
Kristín Ólafsdóttir
(4,16665%)
Arnar Ólafsson (4,16665%)
Reykjahlíð 4 – landnúmer 153595; eigendur:
Finnur Baldursson
Sigurður Baldursson
Reynihlíð – landnúmer 153596; eigendur:
Reynihlíð hf. (6,25%)
Víðihlíð – landnúmer 153612; eigendur:
Héðinn Sverrisson (1,5625%)
Daði Lange Friðriksson
(1,5625%)
Kristín Þ Sverrisdóttir
(1,5625%)
Gísli Sverrisson (1,5625%)
Stefnendur
eru samkvæmt þessu eigendur að 29,6528% af landi Reykjahlíðar og samsvarandi
hlut hins óskipta sameignarlands. Á jörðinni eru svæðin Hverir við Námaskarð og
Leirhnjúkur, sem mál þetta lýtur að, og er óumdeilt að þessi svæði eru vinsælir
viðkomustaðir ferðamanna.
Hinn
6. apríl 2002 stofnuðu allir þáverandi eigendur Reykjahlíðar félagið
Landeigendur Reykjahlíðar ehf., sem er stefndi í máli þessu. Eigendur
jarðarinnar eru eigendur stefnda í hlutföllum sem eru þau sömu og
eignarhlutdeild þeirra í jörðinni. Samkvæmt fundargerð fundar landeigenda
Reykjahlíðar 6. apríl 2002 las fundarstjóri upp samþykktir stefnda sem voru
samþykktar samhljóða með atkvæðum allra fundarmanna. Samkvæmt samþykktum
stefnda er tilgangur hans ,,nýting náttúruauðlinda í landi Reykjahlíðar,
eignaumsýsla, kaup og rekstur fasteigna og lausafjár, lánastarfsemi og annar
skyldur rekstur“. Sama skýring á tilgangi stefnda kemur fram í stofnsamningi
stefnda og tilkynningu til fyrirtækjaskrár um stofnun stefnda en
,,Aðalstarfsemi“ er í tilkynningunni sögð vera ,,nýting náttúruauðlinda í landi
Reykjahlíðar“.
Í
viðauka við 25. hluthafafund stefnda, 25. janúar 2013, er í 5. tölulið komið
inn á að vinna hafi verið hafin við ,,gerð heildstæðrar nýtingaráætlunar fyrir
land Reykjahlíðar“, þeirri vinnu verði haldið áfram á árinu 2013 ,,og þá
vonandi með niðurstöðu sem allir geta sætt sig við“. Í 12. tölulið viðaukans
var komið inn á að málefni ferðamanna ,,í okkar landi [sé] verkefni sem
landeigendur þurfa að koma sér saman um …“ og tengist það vinnu í 5. tölulið. Í
fundargerð 26. hluthafafundar 10. maí 2013 var rætt um ,,Náttúruverndargjald í
landi Reykjahlíðar 2013-2014“. Farið hafi verið yfir rekstrarmódel og skýringar
með því, og samþykkt hafi verið að formaður kynnti málið út á við. Á næsta
hluthafafundi 28. september 2013 fór fram ,,kynning og umræða til ákvörðunar“
um náttúruverndargjald frá 1. júní 2014. Fram kom að landeigendur væru sammála
um gjaldtöku en aðeins væri spurning um tímasetningu hennar. Næsti
hluthafafundur fór fram 31. janúar 2014. Þar var m.a. tekið fyrir málið
,,Náttúruverndargjald í Reykjahlíð á árinu 2014, lokaútfærsla til ákvörðunar“.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram: ,,Fundurinn leggur til að tekin verði upp
gjaldtaka […] inn á svæðin við Hveri austan Námafjalls, við Dettifoss að
vestanverðu og við Leirhnúk og að áætluð gjaldtaka hefjist eigi síðar en 1.
júní 2014. Stjórn LR ehf. er falin framgangur málsins um leið og fjármögnun
liggur fyrir.“ Tillagan var samþykkt með atkvæðum 85,9375% hluthafa, eða 87,3%
þeirra eignarhluta sem mætt var fyrir á fundinn. Þeir sem greiddu atkvæði gegn
tillögunni voru stefnendurnir Jón Illugason, Finnur Sigfús Illugason og Sólveig
Illugadóttir. Sú breyting hefur orðið á eignarhaldi jarðarinnar og stefnda að
stefnandinn Reynihlíð hf. er orðinn eigandi að eignarhlut Péturs Gíslasonar. Á
stjórnarfundi í stefnda 1. mars 2014 var ákveðið að hrinda fyrrnefndri tillögu
í framkvæmd. Á stjórnarfundi í stefnda 19. sama mánaðar var farið yfir útgjöld
og framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku. Næsti hluthafafundur var haldinn
16. apríl 2014. Á fundinum var m.a. borin upp tillaga um að fyrirhugaðri
gjaldtöku yrði frestað þar sem undirbúningi væri ábótavant og lagaóvissa til
staðar. Tillagan var felld með 67,2222% atkvæða. Gjaldtakan var rædd á
hluthafafundi 25. apríl 2014 og kom fram í fundargerð að ekki væri einhugur um framkvæmdina.
Stefnendur
kröfðust þess með bréfi, dags. 23. maí 2014, að stefndi léti af áformum um
gjaldtökuna og framkvæmdir á jörðinni. Hinn 18. júní 2014 hóf stefndi að
innheimta gjald fyrir aðgang að svæðunum við Hveri og Leirhnjúk. Stefnendur
kröfðust þess 7. júlí 2014 að sýslumaðurinn á Húsavík legði lögbann við því að
stefndi, starfsmenn hans eða aðrir aðilar eða persónur á hans vegum, innheimti
gjald fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar.
Sýslumaður varð við lögbannskröfu stefnenda 21. sama mánaðar eftir að
stefnendur höfðu lagt fram tryggingu að fjárhæð 40 milljónir króna.
Fyrir
dóminum gáfu skýrslu stefnendurnir Finnur Sigfús Illugason og Daði Lange
Friðriksson, Guðrún María Valgeirsdóttir, fyrirsvarsmaður stefnda og vitnin
Sigurður Jónas Þorbergsson, Gísli Sverrisson, Birkir Fanndal Haraldsson, Garðar
Finnsson og Ólafur H. Jónsson.
II
Stefnendur
byggja kröfu sína um að dæmt verði að stefnda sé óheimilt að innheimta gjald
fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar í
Skútustaðahreppi, á því að gjaldtakan sé ólögmæt og brjóti gegn lögvörðum rétti
stefnenda.
Stefnendur
telji að samþykki allra sameigenda þurfi til gjaldtökunnar. Ákvörðun stefnda um að taka upp innheimtu gjalds á óskiptri
sameign í landi Reykjahlíðar feli í sér brot gegn stjórnarskrárvörðum
eignarrétti þeirra yfir sameigninni. Slík ákvörðun sé svo meiri háttar og
óvenjuleg að samþykki allra sameigenda þurfi til.
Sem eigendur að 29,6528% hinnar sérstöku sameignar njóti
stefnendur beins eignarréttar yfir sameignarlandinu. Þessi eignarréttindi
stefnenda séu varin af 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.
Í beinum eignarrétti stefnenda felist meðal annars réttur til að sameignin
verði ekki hagnýtt og/eða til að koma í veg fyrir að aðrir hagnýti sameign
þeirra eða ráðstafi henni. Í óskiptri sameign felist að eigendur hennar
eigi eignina saman, þannig að eignin í heild sinni sé samtímis eign þeirra
allra í sameiningu. Þá sé hver þeirra um sig meðeigandi að allri eigninni í
heild sinni og enginn einn þeirra eigi út af fyrir sig nokkurn afmarkaðan hluta
af henni. Eignarhlutföll hafi þó þýðingu að ýmsu leyti, svo sem við
ákvarðanatöku um ráðstöfun og afnot hinnar sérstöku sameignar. Teljist
afnot eða ráðstafanir bagalegar, verði ekki leiddar af tilgangi við stofnun
sameignar eða séu ekki nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skemmdir á hinni
sérstöku sameign, þurfi samþykki meirihluta sameigenda eða þeirra allra.
Í fyrsta lagi telji stefnendur að með engu móti verði
litið svo á að hagnýting stefnda af sameigninni teljist þeim bagalaus. Með
gjaldtökunni sé brotið gegn lögvörðum réttindum stefnenda til að hagnýta og/eða
hagnýta ekki sameignarland sitt, sem sé ekki í samræmi við upphaflegan tilgang
hennar. Stefnendur hafi stundað ýmsa þjónustu við gesti og gangandi í landi
Reykjahlíðar og í Mývatnssveit áratugum saman, þar með talið gisti- og
veitingaþjónustu og sé hætt við að gjaldtaka stefnda hafi neikvæð áhrif á þá
starfsemi til framtíðar með tilheyrandi tekjumissi. Innheimta gjalds inn á
svæðið og afnot vegna þess séu stefnendum bagaleg vegna þeirrar stefnu og venju
sem tíðkast hafi á Íslandi um aðgang ferðamanna og almennings að náttúruperlum
landsins.
Í öðru lagi sé augljóst að tilgangurinn með stofnun
sameignarinnar hafi ekki verið að hefja innheimtu gjalds að henni eða tilteknum
svæðum innan hennar.
Í þriðja lagi sé útilokað að litið verði svo á að
þessi ráðstöfun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir skemmdir á sameigninni.
Gjaldtaka stefnda sé ekki til þess fallin að koma í veg fyrir skemmdir eða tjón
á hinni sérstöku sameign heldur sé um að ræða hagnýtingu sameignarinnar í þeim
tilgangi að afla stefnda tekna. Stefndi sé með engu móti skyldugur til að verja
þeim fjármunum sem komi til vegna gjaldtökunnar í að varðveita umrædd svæði eða
byggja þau upp. Í þessu sambandi bendi stefnendur á að samkvæmt yfirlýsingum
stefnda, t.a.m. á vefsvæði hans www.natturugjald.is, muni þessum tekjum einkum
verða „varið til uppbyggingar á þjónustuhúsum með salernum, veitingaaðstöðu
o.fl.“. Þetta gefi til kynna að tekjum af innheimtu gjaldsins verði fyrst og
fremst varið í að byggja upp aðrar tekjulindir fyrir stefnda og í hans þágu.
Í öðrum tilvikum en að framan greini þurfi annað
hvort samþykki meirihluta sameigenda eða samþykki þeirra allra til nýtingar eða
ráðstöfunar sameignar. Sú meginregla gildi að samþykki allra sameigenda þurfi
til óvenjulegra ráðstafana og ráðstafana sem séu meiri háttar þótt venjulegar
geti talist. Upptaka gjalds á hinni sérstöku sameign og sú uppbygging sem henni
fylgi teljist meiri háttar og óvenjuleg ráðstöfun í skilningi óskráðra reglna
um sérstaka sameign. Það leiði til þess að samþykki allra sameigenda þurfi
til.
Stofnun stefnda sem einkahlutafélags og
ákvörðunartaka annarra landeigenda innan vébanda stefnda hafi engin áhrif á
lögvarin réttindi stefnenda. Tilvist slíks félags skerði með engu móti
stjórnarskrárvarinn rétt einstakra sameigenda, samkvæmt óskráðum reglum um
óskipta sameign, til að vera á móti einstökum ráðstöfunum eða hagnýtingu sameignar.
Tilgangur stefnda taki ekki til jafn umfangsmikillar
íhlutunar um sameignarlandið eins og að ráðstafa aðgangi að því með gjaldtöku.
Ákvæði 3. gr. samþykkta stefnda sé staðlað tilgangsákvæði, sem finna megi í
flestum hlutafélögum, að frátöldum orðunum „nýting náttúruauðlinda“. Svona
almennt orðað tilgangsákvæði verði ekki túlkað þannig að með því hafi
félagsmenn afsalað sér ákvörðunarrétti til félagsins um málefni, sem útheimti
samþykki allra samkvæmt réttarreglum um sérstaka sameign. Tilgangsákvæðið verði
ekki túlkað sem heimild til félagsins að takmarka aðgang að fasteign í eigu
þriðja aðila án samþykkis hans, einkum fari takmörkunin jafnframt gegn
almannarétti samkvæmt náttúruverndarlögum. Við túlkun á tilgangi félagsins og
valdheimildum félagsins í þessu sambandi verði að hafa í huga að gjaldtaka á
ferðamannasvæðum hafi ekki verið til umræðu meðal félagsmanna eða í
þjóðfélaginu almennt þegar það hafi verið stofnað árið 2002 og slíkt því ekki
tilætlun félagsmanna á sínum tíma.
Stefnendur byggi einnig á því að stefnda skorti með
öllu eignarheimildir til að standa að aðgerðum eins og gjaldtöku. Stefndi sé
ekki einn sameigenda hinnar óskiptu sameignar og hafi því hvorki sjálfstæð
réttindi á svæðinu né geti tekið ákvarðanir um umferð eða gjaldtöku. Ákvörðun
um að taka upp gjald á aðgang og umferð um landið sé aðeins á færi þeirra sem
fari með bein eignarréttindi yfir landinu. Engu breyti þótt hluti eigenda
sameignarlandsins sé jafnframt eigendur stefnda. Af framangreindu leiði að
gjaldtaka stefnda feli í sér óheimila hagnýtingu sameignar stefnenda og gangi
gegn lögvörðum rétti þeirra. Með innheimtu gjalds af ferðamönnum sé stefndi að
afla sér tekna af eign sem hann eigi engin réttindi yfir og engin skylda hvíli
á til að ráðstafað verði til verndar svæðinu eða til eigenda þess.
Hvorki stefnendur né aðrir eigendur hinnar sérstöku
sameignar hafi framselt afnota- eða ráðstöfunarrétt sinn að sameigninni til
stefnda. Samkvæmt þinglýsingarvottorði frá sýslumanninum á Húsavík, dags. 26.
júní 2014, hafi slíkum eignarheimildum ekki verið þinglýst á fyrrnefnd lögbýli.
Þá séu meiri háttar eða óvenjulegar ákvarðanir um hagnýtingu sérstakrar
sameignar einungis á færi þeirra sem njóta beinna eignarréttinda yfir sameign.
Þeir sem njóti óbeinna eignarréttinda, svo sem afnotaréttar, geti ekki tekið
slíkar ákvarðanir um hagnýtingu sameignar.
Jafnvel þótt á framangreint verði ekki fallist og
einhverjir sameigendur hafi gert eða muni gera slíka samninga við stefnda geti
þeir ekki með slíkri ráðstöfun gengið inn á rétt annarra sameigenda til
sameignarlandsins, svo sem stefnenda. Slíkt framsal réttinda breyti því ekki að
samþykki allra sameigenda hinnar óskiptu sameignar þyrfti til svo óvenjulegra
og meiri háttar ráðstafana.
Þá telja stefnendur að innheimta stefnda á gjaldi
fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar sé
jafnframt ólögmæt þar sem hún feli í sér brot gegn lögum nr. 44/1999 um
náttúruvernd. Stefnendur hafi lögvarða hagsmuni af að fá dóm um bann við því að
slík ólögmæt aðgerð fari fram á landi þeirra.
Í III. kafla laganna sé fjallað um svokallaðan
almannarétt, sem hafi verið skilgreindur sem réttur sá sem almenningi sé
áskilinn til frjálsra afnota af landi og landsgæðum, til umferðar um land og
vötn o.fl., samkvæmt ákvæðum í náttúruverndarlögum og víðar. Í þeim rétti sem almenningi sé
veittur til að ferðast um eignarlönd til að njóta útiveru og náttúrunnar felist
takmörkun eða skerðing á eignarréttindum þeirra sem eiga viðkomandi land.
Almennt myndi þessi skerðing falla undir það sem kallað er almennar takmarkanir
eignarréttar. Verði eigendur slíkra landssvæða því jafnan að þola slíka
takmörkun bótalaust.
Takmörkun eignarréttar á grundvelli almannaréttar
samkvæmt náttúruverndarlögum fari eftir því um hvers konar landssvæði sé að
ræða. Samkvæmt lögunum sé almannarétturinn breytilegur eftir því hvort um er að
ræða ræktað eignarland, óræktað land eða afgirt óræktað eignarland í byggð. För
um ræktað eignarland sé háð samþykki eiganda þess eða rétthafa samkvæmt 2. mgr.
14. gr. náttúruverndarlaga. Almenningur þurfi því að afla samþykkis slíks aðila
til að fara um og dvelja í ræktuðu landi. Sama gildi um skógræktarsvæði í byggð
sem ekki séu í eigu eða umsjá ríkis eða sveitarfélaga. Ræktað land sé skilgreint í 9.
tölulið 1. mgr. 3. gr. laganna. Ágreiningslaust sé að landssvæðið sem stefndi hafi ætlað að taka gjald
fyrir aðgang að teljist ekki ræktað eignarland. Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 14.
gr. náttúruverndarlaga þurfi ekki samþykki landeiganda eða rétthafa til að fara
um óræktað land og dveljast þar. Hugtakið óræktað land hafi verið skilgreint
með neikvæðum hætti, þ.e. land sem ekki teljist ræktað. Landeigandi geti því
ekki bannað eða takmarkað för almennings um slík landssvæði í sinni eigu.
Gjaldtaka myndi falla undir að vera slík takmörkun á för almennings, sama
hversu lág fjárhæðin væri.
Samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 14. gr.
náttúruverndarlaga sé eigendum eða rétthöfum heimilt að takmarka eða banna
umferð manna um afgirt óræktað eignarland í byggð. Landeiganda sé því aðeins
heimilt að takmarka rétt almennings til frjálsrar farar um óræktað
eignarlandssvæði með merkingum um að svæðið sé afgirt og í byggð. Með hliðsjón af landfræðilegri
legu og fjarlægð frá byggð manna sé augljóst að hvorki Hverir né Leirhnjúkur
teljist vera í byggð. Svæðin liggi ofar afréttarlínu austur afréttar
Reykjahlíðar og hafi stefndu ekki hnekkt því að svæðin séu ekki í byggð. Enn
síður sé því skilyrði ákvæðisins fullnægt, að landið sé afgirt. Í íslenskri
orðabók sé orðið „afgirt“ skilgreint sem að „gera girðingu um“ eitthvað. Í
umræddum tilvikum sé það ekki svo og auðvelt að ganga til hliðar við
kaðlagirðingarnar, sem séu þannig meira táknrænar en að þær þjóni tilgangi
eiginlegra girðinga.
Af þessu leiði að gjaldtaka stefnda og
aðgangshindranir að landinu séu honum óheimilar samkvæmt náttúruverndarlögum og
mögulega refsiverðar samkvæmt 76. gr. laganna. Þar að auki sé ljóst að flestir
sem verði fyrir innheimtu stefnda á aðgangsgjaldi séu erlendir ferðamenn, sem
ekki þekki rétt sinn. Þannig sé gestum mismunað eftir þjóðerni.
Hyggist stefndi afgirða landið í þeim
tilgangi að uppfylla framangreint skilyrði 2. málsliðar 1. mgr. 14. gr.
náttúruverndarlaga sé skýrlega kveðið á um það í 10. gr. girðingarlaga nr.
135/2001 að sé land í óskiptri sameign geti einn eða fleiri landeigendur því
aðeins girt á því landi að allir sameigendur séu samþykkir girðingunni. Fyrir
liggi að stefnendur séu með öllu mótfallnir slíkum framkvæmdum. Þá myndu slíkar
athafnir engu breyta um að svæðin séu ekki í byggð. Sú staðreynd að samþykki
allra sameigenda þurfi til að girða land af styðji enn frekar að gjaldtakan sé
meiri háttar ákvörðun sem allir sameigendur þurfi að sammælast um, enda verði
ekki takmörkuð umferð að óræktuðu landi sem ekki sé afgirt.
Stefnendur byggi kröfu sína um staðfestingu lögbanns
á því að öllum lagaskilyrðum 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 fyrir álagningu
lögbanns hafi verið fullnægt og því hafi sýslumaðurinn á Húsavík réttilega lagt
lögbann við athöfnum stefnda.
Hvað
varði fyrsta skilyrðið um yfirvofandi eða byrjaða athöfn leiki ekki vafi á um
það að stefndi og starfsmenn hans hafi þegar hafið þá athöfn sem lögbanns hafi
verið beiðst við. Óumdeilt sé að stefndi hafi 18. júní 2014 hafið að innheimta
gjald af þeim sem vilji skoða og ganga um svæðin við Hveri og Leirhnjúk. Ágreiningslaust
sé að stefndi hafi komið á ákveðnu ástandi sem unnt hafi verið að stöðva með
lögbanni að uppfylltum öðrum skilyrðum 1. mgr. 24. gr.
Eins
og greini að framan sé gjaldtaka við Hveri og Leirhnjúk ólögmæt og brjóti gegn
lögvörðum rétti stefnenda. Hafi sýslumanninum á Húsavík því verið rétt að
leggja lögbann við athöfnum stefnda til að tryggja að ekki yrði brotið gegn
rétti stefnenda.
Varðandi
þriðja skilyrðið byggi stefnendur á því að útilokað hafi verið að þeir hefðu
getað tryggt hagsmuni sína með öðrum hætti og að réttindi þeirra hefðu farið
forgörðum eða orðið fyrir teljandi spjöllum, ef ekki hefði verið fallist á
lögbannsbeiðni þeirra. Skilyrði 1. mgr. 24. gr. séu því uppfyllt hvað þetta
varði.
Með
lögbanninu hafi stefnendur verið að verjast skerðingu á stjórnarskrárvörðum
eignarrétti sínum og koma þannig í veg fyrir óheimil afnot og ráðstafanir
annarra sameigenda á eign þeirra. Fyrir hafi legið að innheimta gjaldsins væri
til þess fallin að skaða framtíðarafnot og hagsmuni stefnenda af svæðinu og
hafi, þegar lögbannsbeiðnin hafi verið lögð fram, verið byrjuð að skaða ímynd
og orðspor svæðisins og landeigenda þess varanlega eða um langa framtíð. Þannig
hafi ferðamenn verið farnir að hverfa frá svæðinu, öllum eigendum þess til
tjóns. Einnig hafi ferðamenn verið farnir að fara inn á svæðið á nýjum stöðum
til þess að komast hjá gjaldtöku og hafi byrjað að myndast nýir troðningar og
slóðir til tjóns fyrir allt svæðið.
Sú
vernd sem reglur skaðabótaréttar veiti hafi ekki verið til þess fallin að tryggja
hagsmuni stefnenda nægilega enda verði að telja verulegum annmörkum háð, að
öllum líkindum ómögulegt, fyrir stefnendur að sýna fram á að skilyrðum
skaðabótaskyldu stefnda sé fullnægt. Enn fremur verði ekki séð að réttarreglur
refsiréttarins verndi lögvarða hagsmuni stefnenda, enda hefði hin ólögmæta
háttsemi getað haldið áfram um langa hríð með tilheyrandi skerðingu á hagsmunum
stefnenda ef þeim hefði borið að reiða sig á þær reglur í stað lögbanns.
Hagsmunir
stefnda af því að innheimta gjald af ferðamönnum inn á umrædd svæði séu ekki
verulegir, enda innheimta slíks gjalds á svæðinu og almennt hér á landi nýmæli.
Þá séu hagsmunir stefnda eingöngu fjárhagslegir og þá sé unnt að tryggja að
fullu með tryggingu, komi í ljós að stefnendur hafi ekki haft lögmætar
forsendur fyrir gerðinni. Því séu hagsmunir stefnenda af að verjast skerðingu á
stjórnarskrárvörðum eignarrétti sínum stórfellt meiri en fjárhagslegir
hagsmunir stefnda af því að taka gjald af gestum svæðisins. Jafnframt hafi
legið fyrir að stjórnvöld hyggist bregðast á heildstæðan hátt við ágangi
ferðamanna á viðkvæm landsvæði. Þess megi geta þess að Framkvæmdasjóður
ferðmannastaða hafi nýlega veitt 10.000.000 króna til uppbyggingar við Hveri í
gegnum Skútustaðahrepp.
Þá
hafi lögbannið verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ófremdarástand sem
byrjað hafi verið að skapast á svæðinu. Ljóst hafi verið að gjaldtakan hafi
ekki haft þau áhrif að stýra og bæta aðgang ferðamanna að svæðinu, heldur hafi
leitt til þess að ferðamenn hafi farið að leita nýrra leiða fjarri
gjaldtökuhliðum til að skoða svæðin. Nýir troðningar og slóðir hafi þegar
byrjað að myndast þar sem ekki hafi verið ætlast til umferðar ferðamanna og
þannig valdið tjóni á landinu og slysahættu fyrir ferðamenn.
Stefnendur
byggi kröfu um staðfestingu lögbanns á 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 um
kyrrsetningu, lögbann o.fl. Að öðru
leyti styðjist höfðun staðfestingarmáls þessa við ákvæði 36. gr. laga nr.
31/1990. Varðandi kröfu um að stefnda verði bannað að innheimta gjald fyrir
aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar í
Skútustaðahreppi vísi stefnendur til 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands
nr. 33/1944, meginreglna eignarréttar um sérstaka sameign, 12. og 14. gr. laga
nr. 44/1999 um náttúruvernd og 10. gr. girðingarlaga nr. 135/2001. Krafa
um málskostnað byggist á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála
og um varnarþing sé vísað til 1. mgr. 33. gr. sömu laga.
III
Stefndi
byggir á því, hvað varðar kröfu stefnenda um að dæmt verði að stefnda sé
óheimilt að innheimta gjald fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki
í landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi, að hann eigi einn rétt til ákvörðunar
um tekjuöflun af þeim hlutum jarðarinnar sem landeigendur eigi í óskiptri
sameign, þar á meðal umræddrar gjaldtöku af gestum sem heimsækja Hverasvæðið
við Námafjall og Leirhnjúk.
Sá
réttur stefnda byggi á framsali þess réttar allra eigenda jarðarinnar til
stefnda við og með stofnun félagsins. Réttur til umræddrar gjaldtöku hafi verið
hluti þess að bera ábyrgð á, annast um, vernda og reka hlunnindi jarðarinnar,
sem séu í óskiptri sameign eigenda hennar í þágu allra landeigenda, sem þá hafi
verið framseldur til stefnda. Allir landeigendur hafi þá samþykkt að stefndi
skyldi bera ábyrgð á fjárreiðum öllum þar að lútandi, gera fjárhags-, rekstrar-
og framkvæmdaáætlanir fyrir þann rekstur árlega, samhliða gerð ársreiknings
félagsins sem leggja skyldi fyrir aðalfund félagsins. Arður af þessum rekstri
félagsins gengi til hluthafa félagsins í hlutfalli við eignarhlut þeirra í
félaginu. Sérstaklega hafi verið áréttað og formlega samþykkt á hluthafafundi
6. apríl 2002 að allar sameiginlegar tekjur af jörðinni skyldu renna til
stefnda sem greiddi þær síðan til landeigenda að frádregnum kostnaði. Allir
eigendur jarðarinnar hafi samþykkt þessa skipan mála við og með stofnun
félagsins, þ. á m. eigendur þeirra jarðarhluta sem stefnendur eigi í dag. Á
þessu hafi engin breyting orðið síðan, en til slíks þyrfti að breyta samþykktum
stefnda eða leggja félagið niður.
Við
stofnun stefnda hafi verið sett ákvæði í 2. mgr. 13. gr. samþykkta félagsins,
þess efnis að á hluthafafundum þyrfti atkvæði tveggja þriðju hluta alls
hlutafjár til samþykktar mála. Það fæli annars vegar í sér ákveðna
minnihlutavernd og hins vegar myndi það tryggja að mál sem nytu stuðnings hins
aukna meirihluta yrðu ekki stöðvuð af aðilum sem nytu aðeins eins þriðja hluta
atkvæða félagsmanna eða minna. Allir eigendur jarðarinnar hafi samþykkt að
engin breyting yrði gerð á ákvæðum um rétt félagsins, samkvæmt samþykktum
tilgangi þess, án samþykkis allra hluthafa þess, sbr. c-lið 2. mgr. 13. gr.
samþykktanna. Þá hafi allir landeigendur samþykkt að ef einhver eða einhverjir
félagsmanna vildu breyta þessari skipan mála eða slíta félaginu, og þar með
samstarfi þessu alfarið, þyrfti til þess aukinn meirihluta félagsmanna, sbr.
23. gr. samþykktanna. Engar breytingar hafi verið gerðar um þetta efni á
samþykktum frá stofnun stefnda.
Allur
réttur til alls rekstrar, umsjónar og verndunar allra hlunninda í óskiptri
sameign eigenda jarðarinnar, þ. á m. hlunninda jarðarinnar við Námafjall og
Leirhnjúk, sé í höndum stefnda, en að engu leyti í höndum stefnenda málsins
persónulega nema sem hluthafa í stefnda. Eignarhald stefnenda á hlutum
jarðarinnar í óskiptri sameign með öðrum landeigendum breyti þeirri réttarstöðu
á engan hátt. Grandsemi allra jarðeigenda, þar á meðal stefnenda, sem séu
jafnframt allir hluthafar í stefnda, um þessa skipan mála blasi við. Kynning
þeirrar stöðu komi fram í opinberum tilkynningum um stofnun stefnda og þarfnist
ekki sérstakrar þinglýsingar. Á þessu öllu hafi engin breyting orðið frá
stofnun stefnda til þessa dags.
Allir
stefnendur, eða þeir sem þeir leiði rétt sinn frá, hafi gert sérstaka
landleigusamninga við stefnda um framkvæmd stefnda á nýtingu og leigu allra
þeirra hlunninda jarðarinnar sem þeir eigi í óskiptri sameign og skiptingu og
greiðslu tekna af þeim til landeigenda, þ. á m. þeim sem um er fjallað í máli
þessu. Þessir samningar sýni óumdeilanlega framsal rekstrar hlunnindanna til
stefnda. Samningarnir séu allir gerðir 31. desember 2011 og séu ótímabundnir og
enn í fullu gildi. Enda þótt samningarnir hafi eingöngu verið gerðir af
hluthöfum stefnda að teknu tilliti til ábendinga skattayfirvalda um skattskyldu
tekna af hlunnindum jarðarinnar til stefnda og landeigenda, staðfesti þeir að
fullyrðing stefnenda, um að þeir hafi ekki framselt afnota- eða ráðstöfunarrétt
sinn að sameigninni til stefnda, sé röng. Þessara samninga sé hvorki getið í
stefnu né lögbannsbeiðni.
Allt
frá stofnun stefnda hafi hann annast allan rekstur, tekjuöflun og greiðslu
kostnaðar af þeim hlunnindum Reykjahlíðar sem eigendur eigi í óskiptri sameign,
þ. á m. af þeim eignum sem um sé fjallað í þessu máli. Hreinar tekjur af þeim
rekstri hafi ætíð verið greiddar til allra landeigenda persónulega, þar á meðal
stefnenda. Þetta staðfesti að stefnendur fari með rangt mál þegar þeir fullyrði
að þeir hafi ekki ,,framselt afnota- eða ráðstöfunarrétt sinn að sameigninni
til stefnda“.
Ákvörðun
um umrædda gjaldtöku hafi verið tekin á hluthafafundi 31. janúar 2014 sem boðað
hafi verið til með þeirri dagskrá að taka skyldi endanlega ákvörðun um
gjaldtökuna. Tillaga um gjaldtökuna hafi verið samþykkt á fundinum með atkvæðum
85,9% alls hlutafjár í stefnda. Allir stefnendur hafi tekið þátt í þeirri
atkvæðagreiðslu. Fjórir af sjö stefnendum hafi samþykkt tillöguna. Allir
stefnendur hafi tekið þátt í ákvarðanatöku málsins á fundinum án athugasemda
eða fyrirvara um lögmæti þess að sú ákvörðun væri endanlega tekin með þeim
hætti á þeim vettvangi. Meðal annars með því hafi stefnendur staðfest lögsögu
stefnda varðandi umrætt málefni. Stefnendur hafi enn fremur viðurkennt og
staðfest lögsögu stefnda með því að höfða mál þetta eingöngu gegn stefnda en
ekki öllum sameigendum þeirra.
Enginn
stefnenda hafi höfðað mál á grundvelli 1. mgr. 71. gr. laga nr. 138/1994 um
einkahlutafélög innan þriggja mánaða frá því að stefndi hafi tekið umrædda
ákvörðun 31. janúar 2014. Ákvörðun stefnda sé því gild samkvæmt ákvæðum 2. mgr.
sömu greinar. Mál þetta sé ekki höfðað til ógildingar ákvörðunar stefnda á
grundvelli a-liðar 3. mgr. 71. greinar laganna þótt ein af málsástæðum
stefnenda sé sú að gjaldtaka sé almennt ólögleg, jafnvel með samþykki allra
hluthafa. Það lagaákvæði komi því ekki til álita í þessu máli og ákvörðunin
haldi gildi sínu.
Fyrir
liggi skráðar samtímaheimildir um framsal ákvarðanatöku um hlunnindi
jarðarinnar í óskiptri sameign og gjaldtöku af þeim til stefnda við stofnun
félagsins. Í fundargerðum stefnda séu nákvæmlega þessi og hliðstæð málefni tekin
til endanlegrar afgreiðslu á félagsfundum, þ. á m. af stefnendum sjálfum.
Ákvarðanataka um að leggja í kostnað við að vernda þau svæði sem um sé rætt í
þessu máli hafi verið fjarri því að teljast til meiri háttar eða óvenjulegra
ákvarðana. Umfjöllun og ákvarðanataka þar um hafi verið árleg verkefni stjórnar
og hluthafafunda stefnda allt frá stofnun félagsins, mismunandi mikið eftir
aðstæðum hverju sinni. Í gjaldskrá stefnda frá 1. janúar 2014 sé sérstakt
ákvæði um gjaldtöku af gestum sem komi til að kvikmynda náttúruundur
jarðarinnar. Þetta sýni að hluta til fjölbreytileika verkefna stefnda varðandi
rekstur hlunninda jarðarinnar auk þess að sýna hliðstætt tilvik við álitaefni
þessa máls, gjaldtöku fyrir heimsókn gesta á ákveðna staði.
Það
sé bæði æskilegt og fullkomlega lögmætt að eigendur jarðarinnar njóti arðs af
hlunnindum hennar. Ljóst sé að umrætt gjald muni einkum ganga til greiðslu
kostnaðar við viðhald svæðanna og verndun ásamt uppbyggingu mannvirkja á
svæðunum til móttöku hins ört vaxandi fjölda gesta á svæðin.
Rætt
hafi verið á fundum í stefnda að nauðsynlegt væri að grípa strax til frekari
aðgerða til að framkvæma þær umbætur og lagfæringar sem nauðsynlegar væru til
að svæðið gæti tekið á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem þangað kæmu.
Þannig hafi þurft að loka svæðinu við Leirhnjúk 16. júní 2013. Þær aðgerðir sem
hafi talist óumflýjanlegar á árinu 2014 hafi verið verðsettar og þær kostnaðar-
og framkvæmdaáætlanir hafi verið kynntar öllum hluthöfum stefnda á
hluthafafundum athugasemdalaust, þ. á m. öllum stefnendum, að frátalinni
athugasemd eins stefnenda á fundinum 31. janúar 2014. Á þeim fundi hafi allar
kostnaðar- og framkvæmdaáætlanir stjórnar verið samþykktar efnislega og stjórn
falið að vinna að framgangi þeirra.
Verndaraðgerðir
náttúrugæða sem stefndi eigi að annast og varðveita séu ekki aðeins heimilar.
Lagaskylda hvíli á stefnda til þess að sinna því verkefni þar sem við eigi, sem
og að afla fjár til þeirra framkvæmda á sérhvern lögmætan hátt, sbr. t.d. 12.
grein laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Gjaldtaka af ferðamönnum sem vilji koma
á svæðin til greiðslu þess kostnaðar sem af hljótist sé fullkomlega heimil og
eðlileg hér á landi. Fordæmi séu fyrir slíkri gjaldtöku hér á landi með sölu
aðgangs að Silfru á Þingvöllum, Vatnshelli á Snæfellsnesi, sögualdarbænum Stöng
í Þjórsárdal, Þríhnjúkagíg, Kerinu í Grímsnesi og Hellisheiðarvirkjun, auk þess
sem íslenska ríkið áformi að taka upp sérstakan „náttúrupassa“ þar sem stefnt
sé að sölu aðgangs að ýmsum náttúruperlum landsins til söfnunar í sjóð, úr
hverjum fé verði úthlutað. Auk þess sé gjaldtaka á umrædd svæði stunduð af
fjölda aðila, ferðskrifstofum, rútubílafyrirtækjum og fleirum. Einnig megi vísa
til ákvæða í 22. og 32. gr. laga nr. 44/1999 um gjaldtökuheimildir á vissum
stöðum til samanburðar og ákvæða 13. gr. sömu laga um takmarkanir á
almannarétti.
Skýrt
komi fram í ákvæðum III. kafla náttúruverndarlaga nr. 60/2013 um almannarétt,
útivist og umgengi að virða beri landið og náttúru þess í hvívetna og henni
megi ekki spilla. Jafnframt sé brýnt fyrir ferðamönnum að fara að lögum í því
sambandi og þeim gert skylt að virða rétt landeigenda og aðgerðir þeirra á
landi sínu. Í þessu máli sé ekki amast við rétti ferðamanna til neyslu berja,
sveppa og/eða fjallagrasa á vettvangi. Tilvitnun stefnenda í ákvæði 10. gr.
girðingarlaga nr. 135/2001 eigi ekki við um álitaefni þessa máls. Allar
aðgerðir stefnda í þessu máli felist í aðgerðum við að bregðast við miklum
fjölda gesta á umrædd svæði, verndun svæðanna og aðgerðum til þess að forða svæðunum
frá skemmdum, sem og að tryggja öryggi gesta á svæðunum, jafnt utan sem innan
sérstaklega girtra svæða.
Það
sé fullkomlega óraunverulegt að bera saman rétt einstaklinga til þess að
ferðast um ósnortin heiðarlönd við atvik þessa máls þar sem tugir ef ekki
hundruð þúsunda manna komi saman á þeim svæðum sem um sé fjallað í málinu á
stuttum tíma í skipulögðum ferðum ferðaþjónustuaðila. Sá mikli fjöldi
ferðamanna sem heimsæki tilgreind svæði á þessum stutta árlega ferðatíma sé
slíkur að hann eyðileggi svæðin á stuttum tíma verði ekkert að gert, auk þess
sem svæðin séu í dag hættuleg þessum mikla ferðamannafjölda sem heimsæki þau án
fullnægjandi móttökuskilyrða, eftirlits og leiðbeininga.
Verði
þrátt fyrir framangreint talið að til skoðunar komi meginreglur eignarréttar um
ákvarðanatöku sameigenda lands í óskiptri sameign byggi stefndi á því aðallega
að af þeim reglum, og eðli þeirra ráðstafana sem undir séu í þessu máli, leiði
að hver og einn sameigenda hefði mátt ráðast í umrædda gjaldtöku, án samþykkis
annarra sameigenda. Það leiði af þeirri staðreynd að gjaldtakan sé nauðsynleg
til að koma í veg fyrir skemmdir á sameigninni og leiði þessi réttur af
meginreglum eignarréttar. Verði ekki fallist á það verði í allra mesta lagi að
líta svo á að meirihluti sameigenda, eða í versta falli 2/3 þeirra, hafi getað
tekið umrædda ákvörðun. Fyrir liggi að 85,9% sameigenda hafi staðið að
ákvörðuninni. Undir engum kringumstæðum sé unnt að líta svo á að samþykki allra
sameigenda hafi þurft til ákvarðanatökunnar enda geti hún aldrei talist hafa
verið svo óvenjuleg og meiri háttar að til slíks hefði þurft að koma.
Óumdeilt
markmið umræddrar gjaldtöku sé greiðsla kostnaðar við verndun svæðanna og
mannvirkjagerð til móttöku og öryggis þeirra fjölmörgu gesta sem þau heimsæki.
Stefnendur telji sig eiga rétt til þess að ákveða, hver um sig og/eða allir
sameiginlega, hvenær sem er, hvort eða hvernig sameigendur þeirra vilji vernda
svæðin eða framkvæma eitthvað á þeim, jafnvel þó um sé að ræða framkvæmdir sem
njóti samþykkis 85,9% eigenda. Uppgefin ástæða þessarar afstöðu er það álit
stefnenda að umrædd gjaldtaka kunni að hafa neikvæð áhrif á persónulega
ferðaþjónustustarfsemi þeirra. Horft sé fram hjá því að gjaldtakan hafi verið
samþykkt til að kosta mannvirkjagerð til að vernda svæðið og öryggi gesta.
Óumdeilt sé að svæðin þarfnast verndaraðgerða. Komi ekki til þeirra hætti
svæðin að verða eftirsóknarverð og gestum fari verulega fækkandi, ef gestakomur
falli ekki alveg niður.
Umrædd
gjaldtaka gangi ekki gegn meintum rétti stefnenda til landsvæðanna á grundvelli
ákvæða 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Réttur stefnenda til gjaldtöku
af ferðamönnum á svæðin, ýmist í formi sölu gistiþjónustu og/eða gjaldtöku
fyrir sölu á skipulögðum ferðum á svæðin, girði ekki fyrir eða hafi áhrif á
rétt annarra eigenda svæðanna fyrir gjaldtöku á þau með þeim hætti og í þeim
tilgangi sem gert hafi verið með samþykkt hluthafafundar stefnda 31. janúar
2014.
Hvað
varði kröfu stefnenda um staðfestingu lögbanns uppfylli hvorki efni
lögbannsbeiðni né gagna sem beiðendur hafi aflað og lagt fram undir rekstri
málsins skilyrði laganna til þess að fallist yrði á lögbannsbeiðni. Úrskurður
sýslumannsins á Húsavík um álagningu lögbanns sé efnislega rangur og ekkert sem
fram komi í máli þessu uppfylli skilyrði 1. mgr. 24. greinar laga nr. 31/1990
um kyrrsetningu, lögbann o.fl. um álagningu lögbanns.
Sönnunarbyrði
samkvæmt 24. gr. laga nr. 31/1990 hvíli á stefnendum. Stefnendur hafi ekki
höfðað mál til staðfestingar á þessum meinta rétti sínum né hafi stefndi
viðurkennt þann rétt. Sýslumaðurinn á Húsavík hafi tekið afstöðu til þessa
skilyrðis 1. mgr. 24. gr. og tekið allar málástæður stefnenda gildar án
efnislegrar athugunar á andmælum stefnda og án efnislegrar umfjöllunar um þau
gögn sem stefnendur hafi lagt fram með gerðarbeiðninni. Stefnendur hafi enga
grein gert fyrir því hvaða meint réttindi kynnu að fara forgörðum, hvaða
réttindi kynnu að verða fyrir spjöllum eða hvaða fjárhagslegir hagsmunir væru
þar í húfi.
Þá
byggi stefndi á því að ákvæði 1. töluliðar 3. mgr. 24. gr. laganna standi
lögbanni í vegi. Til þessa atriðis taki sýslumaður ekki rökstudda afstöðu.
Verði talið að athæfi stefnda hafi verið ólögmætt og valdið stefnendum tjóni sé
hægur vandi að reikna út það tjón þeirra. Stefnendur hafi á engan hátt rökstutt
að ekki sé hægt að reikna út tjón þeirra. Um þetta atriði beri stefnendur
sönnunarbyrði. Þegar af þessari ástæðu verði að sýkna stefnda af þeirri kröfu
stefnenda að staðfesta lögbannið.
Ákvæði
2. töluliðar 3. mgr. 24. gr. standi lögbanni einnig í vegi. Stefndi hafi sannað
fjárhagslegt tjón sitt af lögbanni á gjaldtöku hans. Það tjón nemi 250
milljónum króna á tveggja ára tímabili samkvæmt þeim áætlunum. Kostnaðar- og
tekjuáætlun hafi verið samþykkt á hluthafafundi stefnda 31. janúar 2014 og ætti
því að vera óumdeild. Stefnendur hafi ekki lagt fram tölur um fjárhæð hagsmuna
þeirra. Sýslumaður hafi áætlað sjálfur hverjir hagsmunir stefnenda í þessum
samanburði væru og sagt að hagsmunir stefnda væru ekki stórfelldir í samanburði
við hagsmuni stefnenda. Þessu hafni stefndi og telji hagsmuni sína stórfellda
og að stórfelldur munur sé á þeim hagsmunum og hagsmunum stefnenda.
Sýslumaður
hafi fallist á þá útlistun stefnenda að unnt sé fyrir stefnda að takmarka tjón
sitt með því væntanlega að slá verndaraðgerðum á frest og sýslumaður lækki með
þeim rökum tryggingakröfu stefnda í 40 milljónir króna. Sýslumaður hafi ekki
tekið mark á málatilbúnaði stefnda um að frestun samþykktra verndaraðgerða gæti
falið í sér algjöra eyðileggingu svæðanna.
Stefndi
vísi til 24., 36. og 1. mgr. 41. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann
o.fl. Stefndi byggi á almennum meginreglum samningaréttar um sameign og
sérstaka sameign, meginreglum um framsal afnota- og nýtingarréttinda óskiptrar
sameignar í fasteign, meginreglum félagaréttar, ákvæðum laga nr. 138/1994 um
einkahlutafélög, ákvæðum X. kafla þeirra laga um hluthafafundi, einkum 55., 67.
og 71. gr. auk ákvæða XIII. kafla um félagsslit, ákvæðum III. kafla laga nr.
44/1999 um náttúruvernd, ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þ. á m.
ákvæðum VI. kafla um almennar reglur um sönnun. Krafa um málskostnað byggist á
129. og 130. gr. laga nr. 91/1991.
IV
Stefnendur
byggja kröfu sína um að dæmt verði að stefnda sé óheimilt að innheimta gjald
fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar í
Skútustaðahreppi, fyrst og fremst á því að samþykki allra sameigenda að
jörðinni þurfi til gjaldtökunnar, en það leiði af reglum um óskipta sameign.
Landsvæði
það sem er til umfjöllunar í málinu, jörðin Reykjahlíð í Skútustaðahreppi
samanstendur af sjö lögbýlum og er stærstur hluti jarðarinnar í sérstakri
sameign eigenda lögbýlanna. Stefnendur eiga samtals 29,6528% af landi
Reykjahlíðar.
Eigendur
allra framangreindra lögbýla stofnuðu með sér félag, stefnda, 6. apríl 2002, og
skyldi tilgangur þess vera „nýting náttúruauðlinda í landi Reykjahlíðar,
eignaumsýsla, kaup og rekstur fasteigna og lausafjár, lánastarfsemi og annar
skyldur rekstur“.
Um
sérstaka sameign gildir það að aðilum er heimilt að semja um það hvernig taka
skuli ákvarðanir, en þegar því og lögum sleppir gilda almennar reglur
eignarréttar. Samkvæmt þeim gildir sú almenna regla um sérstaka sameign að
samþykki allra sameigenda þarf til óvenjulegra og meiri háttar ráðstafana.
Stefndi
telur að hann eigi einn rétt til ákvörðunar um tekjuöflun af þeim hluta
jarðarinnar sem landeigendur eiga í óskiptri sameign. Hann hafi tekið ákvörðun
með lögmætum hætti sem sé bindandi fyrir stefnendur. Stefndi byggir á því að
hann hafi fengið framselt vald frá landeigendum til ákvarðanatökunnar og því
hafi honum verið rétt að taka ákvörðun í samræmi við samþykktir sínar.
Stefnendur telja hins vegar að stefnda skorti eignarheimildir og hann geti því
ekki tekið ákvörðun um gjaldtöku á svæðunum, en slíkt sé aðeins á færi þeirra
sem fari með bein eignarréttindi yfir landinu.
Stefndi
er félag sem stofnað er af öllum eigendum landsins Reykjahlíðar. Af stofngögnum
þess, samþykktum, fundargerðum og framburði fyrir dóminum verður ráðið að
félaginu hafi verið ætlað það hlutverk að koma fram fyrir hönd landeigenda og
fara með ýmsa umsýslu fyrir þeirra hönd. Samkvæmt 9. gr. jarðalaga nr. 81/2004
er eigendum jarða og annars lands sem lögin gilda um, ef þeir eru fleiri en
þrír fjárráða einstaklingar eða lögaðili, skylt að tilnefnda fyrirsvarsmann sem
hafi umboð til þess að koma fram fyrir hönd
annarra eigenda jarðarinnar við úrlausn mála sem lúta að réttindum og skyldum
eigenda, taka ákvarðanir um daglegan rekstur og hagsmunagæslu vegna
sameignarinnar, minni háttar viðhald og viðgerðir, svo og bráðnauðsynlegar og
brýnar ráðstafanir sem ekki þola bið. Í athugasemdum með frumvarpi því
er varð að framangreindum lögum segir meðal annars um framangreint ákvæði að gert sé ráð fyrir því að þessi félög verði með svipuðu
formi og húsfélög, en félagsmenn geti valið um félagsform.
Meðal
gagna málsins eru landleigusamningar milli stefnenda, annarra en Reynihlíðar
hf., sem leigusala, við stefnda, sem leigutaka. Einnig er lagður fram
landleigusamningur milli Péturs Gíslasonar sem leigusala og stefnda sem
leigutaka. Samningarnir eru allir dagsettir 31. desember 2011 og eru samhljóða.
Þar kemur fram í 1. gr. að leigusali leigi leigutaka eignarhlut sinn í umræddri
jörð, ásamt öllum gögnum og gæðum. Framleiga eða hvers konar önnur eðlileg nýting
sé heimil innan leigutímans, enda liggi fyrir samþykki leigusala. Í 2. gr.
segir m.a. að komi til ,,framleigu leigutaka á afnotarétti eða hagnýtingar á
náttúrurauðlindum“ vegna viðskipta leigutaka við þriðja aðila skuli greiða
landeigendum til viðbótar við leigufjárhæð tiltekið hlutfall af tekjum nýrra
samninga að frádregnum kostnaði vegna viðkomandi samninga. Samningarnir eru
samkvæmt 3. gr. ótímabundnir en með gagnkvæmum 12 mánaða skriflegum
uppsagnarfresti, nema aðilar semji um annað. Upphaf leigutíma er 1. júní 2011.
Samkvæmt samningum þessum er því þörf samþykkis landeigenda fyrir framleigu eða
hvers konar annarri nýtingu landsins.
Af
framangreindu verður ekki ráðið að stefndi sé handhafi eignarréttinda að
umræddum landsvæðum, heldur tilheyra eignirnar félagsmönnum hans í samræmi við
hlutdeild þeirra í félaginu.
Ágreiningur
er með aðilum um efni samþykkta stefnda. Tvö eintök af samþykktum stefnda í
ljósriti eru meðal gagna málsins og lagði stefnandi bæði eintökin fram við
þingfestingu málsins. Í öðru eintakinu kemur fram að samþykktirnar séu þannig
samþykktar ,,á stofnfundi félagsins í Reykjahlíð, 6. apríl 2002“ og þar koma
fram tíu undirritanir. Í skjalaskrá stefnanda kemur fram að þetta séu
samþykktir stefnda ,,dags. 6. apríl 2002 (útgáfa lögð fyrir sýslumann af
stefnda)“. Í hinu eintakinu kemur fram að samþykktirnar séu ,,Breyting samþykkt
á hluthafafundi félagsins í Reykjahlíð, 4. nóvember 2005“. Í skjalaskrá
stefnanda kemur fram að þetta séu samþykktir stefnda, ,,dags. 4. nóvember 2005
(sótt til Fyrirtækjaskrár)“. Eintökin tvö eru samhljóða, fyrir utan 10., 12.,
13., 16. og 22. gr.
Nokkur
munur er á framlögðum eintökum af samþykktum stefnda sem kemur fram í 12., 13.
og 22. gr. Í 2. mgr. 12. gr. samþykktanna, dags. 6. apríl 2002, kemur fram að
hluthafafundur sé lögmætur, sé hann löglega boðaður og hann sæki hluthafar eða
umboðsmenn þeirra sem hafi yfir að ráða 2/3 hlutafjár í félaginu að minnsta
kosti, en í 2. mgr. 12. gr. samþykktanna, dags. 4. nóvember 2005, kemur fram að
hluthafafundur sé lögmætur, sé hann löglega boðaður og hann sæki hluthafar eða
umboðsmenn þeirra sem hafi yfir að ráða helmingi hlutafjár í félaginu að
minnsta kosti. Í 2. mgr. 13. gr. samþykktanna, dags. 6. apríl 2002, kemur fram
að á hluthafafundi þurfi atkvæði hluthafa sem ráði minnst 2/3 hlutum af
heildarhlutafé félagsins, en í 2. mgr. 13. gr. samþykktanna, dags. 4. nóvember
2005, kemur fram að á hluthafafundi ráði afl atkvæða. Í báðum samþykktunum er
tekið fram í sömu grein að samþykki allra hluthafa þurfi til eftirfarandi ráðstafana:
(a) að skylda hluthafa til að leggja fram fé í félagsþarfir fram yfir
skuldbindingar sínar; (b) að takmarka heimild manna til meðferðar á hlutum
sínum; (c) að breyta tilgangi félagsins að verulegu leyti eða (d) að breyta
ákvæðum samþykktanna um hlutdeild manna í félaginu eða jafnrétti þeirra á
milli. Þá kemur einnig fram í báðum samþykktum að tillögur um breytingar á
samþykktum félagsins megi ekki taka til meðferðar á fundum þess nema þess hafi
verið getið í fundarboði. Í 22. gr. samþykktanna, dags. 6. apríl 2002, kemur
fram að samþykktunum megi breyta á lögmætum aðalfundi eða aukafundi með
atkvæðum hluthafa sem ráða minnst 2/3 hlutum af því hlutafé í félaginu sem
farið er með atkvæði fyrir á fundinum. Í 22. gr. samþykktanna, dags. 4.
nóvember 2005, kemur fram að samþykktunum megi breyta á lögmætum aðalfundi eða
aukafundi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða, svo og með samþykki hluthafa sem
ráða yfir að minnsta kosti 2/3 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er
með atkvæði fyrir á fundinum.
Í
fundargerð fyrir 5. hluthafafund 10. október 2003 var m.a. bókað að rætt hefði
verið um breytingu á samþykktum stefnda. Fram hefðu komið ,,áhyggjur um að
verið væri að afsala sér neitunarvaldi“. Í fundargerð 6. hluthafafundar 8. maí
2004 var m.a. bókað að umræður hefðu orðið um stefnda sem slíkan og ,,rétt
einstakra eigenda jarðarinnar“. Fram hafi komið hjá lögmanni stefnda að
eignarrétti hafi ekki verið ráðstafað en að stefndi fari með ,,nýtingarrétt og
hagsmuni eigenda. [Lögmaðurinn telji] að heimildir félagsins þurfi að vera það
rúmar að félagið geti starfað á eðlilegan hátt […] Almennt neitunarvald í öllum
málum [sé] óheppilegt.“ Þá er bókað að samþykkt sé að leita leiða með
lögmanninum til að ná sameiginlegum skilningi um heimildir stefnda.
Samkvæmt
fundargerð 8. og 9. hluthafafunda voru þeir fundir haldnir 29. og 30. apríl
2005 annars vegar og 21. janúar 2006 hins vegar. Ekki verður séð að neinn
hluthafafundur hafi verið haldinn 4. nóvember 2005. Þá verður ekki ráðið af
bókunum á hluthafafundum stefnda að rætt hafi verið frekar um réttindi stefnda
og einstakra landeigenda á fundunum, að öðru leyti en því að á 22.
hluthafafundi 4. febrúar 2012 var bókað að umræður hefðu verið um
,,lýðræðislegar afgreiðslur einstakra mála hjá LR ehf., hvar eiga mörkin að vera?“,
en ,,engin lýðræðisleg niðurstaða fékkst“. Á 12. hluthafafundi 20. október 2007
voru bókaðar athugasemdir stefnandans Finns Sigfúsar, þar sem m.a. kemur fram
að hann krefjist þess að staðið verði við loforð sem hafi verið farið yfir
margsinnis fyrir stofnun stefnda, en talað hafi verið um að ,,neitunarvaldið
yrði í gildi eins og verið hefði en talað um að það yrði ekki notað nema í
algerri neyð. Frekar yrði málum frestað og þau rædd í þaula.“
Í
framburði fyrir dómi kom fram hjá stefnendum og aðilum þeim tengdum að samþykki
allra hefði þurft til ákvarðanatöku í félaginu, en hjá þeim sem setið hafa í
stjórn stefnda að meirihluti hafi ávallt ráðið. Þá kom fram hjá Gísla
Sverrissyni landeiganda, sem kvaðst hlutlaus í deilu aðila, að samþykki allra
hafi þurft til ákvarðana um sameignarlandið.
Af
framangreindu verður það helst ráðið að nokkur óvissa hafi ríkt um það hvernig
standa þyrfti að ákvörðunum um framangreint landssvæði. Verður ekki fallist á
það með stefnda að hann hafi sýnt fram á að ákvæði samþykkta hans frá 6. apríl
2002 um samþykki 2/3 hluta landeigenda hafi gilt um ákvörðunina. Þá verður að
líta til þess sem fram kemur í athugasemdum með frumvarpi því er varð að
jarðalögum um ákvæði sem varð 9. gr. að félögum
landeigenda sé skylt að setja sér samþykktir, en efni þeirra megi þó ekki brjóta
í bága við ákvæðið eða önnur ákvæði laga. Jafnframt sé miðað við að heimildir
fyrirsvarsmanns til að taka ákvarðanir og framkvæma tilteknar ráðstafanir fyrir
félagið verði svipaðar þeim ráðstöfunum sem húsfélagi sé heimilt að takast á
hendur með samþykki einfalds meirihluta, en samþykki allra sameigenda þurfi til
annarra ráðstafana sem teljist meiri háttar, t.d. ráðstafana á eignarhlutum
annarra sameigenda, ákvarðana sem hafa í för með sér verulegan kostnað, umfang
eða óþægindi og ráðstafana sem fela í sér kvaðir eða takmarkanir á hagnýtingu
jarðarinnar, t.d. ef ráðstafa eigi jörðinni eða hluta hennar til ábúðar eða
leigu en þá þurfi samþykki allra sameigenda. Slíkt leiði af meginreglum um
sérstaka sameign. Í ljósi framangreinds verður litið svo á að almennar
reglur eignarréttar gildi um ákvarðanatöku um framangreint landssvæði.
Stefndi
telur að hver og einn landeigenda hefði mátt ráðast í gjaldtöku á svæðinu, án
samþykkis sameigenda sinna, það sem hún sé nauðsynleg til þess að koma í veg
fyrir skemmdir á sameigninni. Samkvæmt almennum reglum um sérstaka sameign er
sameiganda heimilt að koma í veg fyrir skemmdir upp á sitt eindæmi ef hættan á
þeim er yfirvofandi. Ráðstöfun hans verður þá að miða að því að afstýra
hættunni og ekki vera umfangsmeiri en þörf er á. Óumdeilt er að þörf er á því
að vernda þau landssvæði sem um er deilt í málinu, en þau hafa verið undir
miklu álagi af völdum ferðamanna. Stefndi hefur hins vegar ekki sýnt fram að
gjaldtaka inn á svæðin hafi verið nauðsynleg til þess að forða frekari skemmdum
og er þá m.a. litið til þess í hvað gjaldinu skyldi varið og þess að ýmsum
styrkjum hefur verið úthlutað til uppbyggingar á svæðinu.
Eins
og að framan greinir gildir sú almenna regla um sérstaka sameign að samþykki
allra sameigenda þarf til óvenjulegra ráðstafna og meiri háttar ráðstafana,
þótt venjulegar geti talist. Stefnendur telja framangreinda ákvörðun hafa verið
bæði óvenjulega og meiri háttar. Hér að framan var lýst því markmiði stefnda
sem felst í nýtingu náttúruauðlinda í landi Reykjahlíðar, eignaumsýslu, kaupum
og rekstri fasteigna og lausafjár, lánastarfsemi og öðrum skyldum rekstri. Það
verður ekki leitt af framangreindum tilgangi stefnda að það sé hlutverk hans að
leggja gjald við komu á tiltekin svæði og óumdeilt er það hefur ekki áður verið
gert í landi Reykjahlíðar. Slík gjaldtaka tíðkast almennt ekki hér á landi,
þótt finna megi dæmi um það. Þá er um verulega breytingu að ræða á hagnýtingu
landssvæðisins, með því að takmarka aðgang að svæðum sem ávallt hafi verið opin
almenningi án endurgjalds á þann hátt að krefjast gjalds af þeim sem þangað
koma. Jafnframt er ljóst að miklir fjármunir eru í húfi. Verður í ljósi
framangreinds að telja að ákvörðun um gjaldtöku inn á svæðin sé meiri háttar
ákvörðun í skilningi óskráðra reglna eignarréttarins um sérstaka sameign og
gildir þá einu hvort hún teljist venjuleg eða óvenjuleg. Af þessu leiðir því að
samþykki allra sameigenda þarf til slíkrar ákvörðunar, en slíkt samþykki liggur
ekki fyrir.
Stefndi
telur að stefnendum hafi verið skylt að höfða mál á grundvelli 71. gr. laga nr.
138/1994 um einkahlutafélög til þess að fá framangreindri ákvörðun um gjaldtöku
hnekkt. Þar sem það hafi ekki verið gert haldi ákvörðunin gildi sínu. Samkvæmt
1. mgr. 71. gr. laga nr. 138/1994 getur hluthafi,
stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri höfðað mál vegna ákvörðunar hluthafafundar
sem hefur verið tekin með ólögmætum hætti eða brýtur í bága við lögin eða
samþykktir félagsins. Samkvæmt 2. mgr. skal höfða slíkt mál innan þriggja
mánaða frá því að ákvörðun var tekin, en ella telst hún gild. Samkvæmt 3. mgr.
á ákvæði 2. mgr. ekki við m.a. þegar krafist er samþykkis allra eða tiltekinna
hluthafa til þess að ákvörðun öðlist gildi og slíkt samþykki er ekki fengið.
Lagaákvæðið gerir ekki þann áskilnað að kröfugerð sé með þeim hætti að
beinlínis sé krafist ógildingar ákvörðunar. Í kröfugerð stefnenda, um að
stefnda sé óheimilt að innheimta gjaldið, felst í raun að ákvörðunin verði
ógilt. Þykir kröfugerðin því samrýmast 71. gr. laga nr. 138/1994.
Með
hliðsjón af öllu framangreindu verður fallist á kröfu stefnenda um að viðurkennt verði
að stefnda sé óheimilt að innheimta gjald fyrir aðgang að Hverum við Námafjall
og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi.
Stefnendur
krefjast einnig staðfestingar lögbanns sem sýslumaðurinn í Húsavík lagði við
gjaldtökunni, sbr. 36. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 31/1990 má leggja
lögbann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn einstaklings eða fyrirsvarsmanns
félags eða stofnunar ef gerðarbeiðandi sannar eða gerir sennilegt að athöfnin
brjóti eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans, að gerðarþoli hafi þegar
hafist handa um athöfnina eða muni gera það og að réttindi hans muni fara
forgörðum eða verða fyrir teljandi spjöllum verði hann knúinn til þess að bíða
dóms um þau. Í 3. mgr. 24. gr. kemur fram að lögbann verði ekki lagt við athöfn
ef talið verður að réttarreglur um refsingu eða skaðabætur fyrir röskun
hagsmunanna tryggi þá nægilega og ef sýnt þykir að stórfelldur munur sé á
hagsmunum gerðarþola af því að athöfn fari fram og hagsmunum gerðarbeiðanda af
því að fyrirbyggja hana, enda setji gerðarþoli eftir atvikum tryggingu fyrir
því tjóni sem athöfnin kunni að baka gerðarbeiðanda.
Ágreiningslaust
er að sú athöfn sem lögbann var lagt við var hafin og til stóð að halda henni
áfram, en gjaldtaka inn á svæðið hófst 18. júní 2014 og var lögbannið lagt á
21. júlí sama ár. Þegar hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan
hafi ekki verið heimil þar sem samþykki allra sameigenda hafi skort. Er því
uppfyllt það skilyrði að gjaldtakan brjóti gegn lögvörðum rétti stefnenda. Þá verður fallist á það með stefnendum að réttindi
þeirra til yfirráða yfir eign sinni fari forgörðum meðan stefndi innheimtir gjaldið og meinar fólki aðgang að svæðinu nema það
greiði gjaldið.
Ljóst
er að aðgerðir lögreglu geta í þessu tilviki ekki komið að sama haldi og
lögbann og réttarreglur um refsingu munu því ekki nægja til tryggingar
hagsmunum stefnenda. Þá er það einnig skilyrði að skaðabætur geti ekki tryggt
hagsmunina nægjanlega. Stefndi telur að skaðabætur geti bætt hugsanlegt tjón
stefnenda, en þeir hafi ekki rökstutt að svo sé ekki. Í dómaframkvæmd hefur
staðfestingu lögbanns einungis verið hafnað á þessum grundvelli þar sem
augljóst er að skaðabætur geta bætt tjón að fullu. Þykir ekki vera sýnt fram á
það í málinu að skaðabætur muni tryggja hagsmuni stefnenda nægilega.
Stefndi
telur jafnframt að stórfelldur munur sé á hagsmunum hans
af því að gjaldið verði innheimt og stefnenda af því að svo verði ekki. Stefndi
telur tjón sitt nema 250 milljónum króna á tveggja ára tímabili, en það byggist
á samþykktri tekjuáætlun. Stefnendur telja hagsmuni sína hins vegar vera
eignarréttarlega og telja þá stórfellt meiri en fjárhagslega hagsmuni stefnda.
Ljóst er að erfitt er að meta hagsmuni stefnenda, af því að gjaldtakan fari
ekki fram, til fjár. Hagsmunir þeirra byggjast fyrst og fremst á eignarrétti
þeirra yfir svæðinu. Þá hafa þeir vísað til þess að gjaldtakan hafi leitt til
þess að nýir troðningar og slóðir hafi byrjað að myndast sem leitt geti til
tjóns og valdið slysahættu. Þykir ekki sýnt fram á að hagsmunir stefnda af
gjaldtökunni séu stórfellt meiri en hagsmunir stefnenda af því að innheimta
gjaldsins fari ekki fram.
Samkvæmt öllu framangreindu
verður staðfest lögbann það sem sýslumaðurinn á Húsavík lagði 21. júlí 2014
við því að stefndi, starfsmenn hans eða aðrir aðilar eða persónur á hans vegum,
innheimti gjald fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki í landi
Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi.
Með vísan til 1. mgr. 130. gr.
laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnda gert að greiða stefnendum
málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 5.000.000 króna.
Dómsuppkvaðning hefur dregist fram yfir frest samkvæmt
1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómari og aðilar töldu ekki þörf á því að
málið yrði flutt að nýju.
Barbara
Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm.
D Ó M S O R Ð:
Viðurkennt er að
stefnda, Landeigendum Reykjahlíðar ehf., sé óheimilt að innheimta gjald fyrir
aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar í
Skútustaðahreppi.
Staðfest er
lögbann sem sýslumaðurinn á Húsavík lagði 21. júlí 2014 við því að stefndi,
starfsmenn hans eða aðrir aðilar eða persónur á hans vegum, innheimti gjald
fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar í
Skútustaðahreppi.
Stefndi greiði
stefnendum, Finni Sigfúsi Illugasyni, Sólveigu Illugadóttur, dánarbúi Jóns
Illugasonar, Reynihlíð hf., Finni Baldurssyni, Daða Lange Friðrikssyni og Héðni
Sverrissyni, óskipt 5.000.000 króna í málskostnað. |
Mál nr. 333/2015 | Vinnusamningur Laun Kjarasamningur Varnarsamningur | S krafði I ohf., en til vara Í, um greiðslu vangoldinna launa vegna frítökuréttar sem hann taldi sig hafa áunnið sér í starfi sínu hjá slökkviliði varnarliðsins. Kröfunni til stuðnings vísaði S til tveggja nánar tilgreindra kjarasamninga en hann taldi sig hafa notið sömu kjara og þar var mælt fyrir um í starfi sínu hjá varnarliðinu. Hélt S því jafnframt fram að síðari vinnuveitendur hans hefðu yfirtekið þær skyldur og hefði því átt að gera upp við hann uppsafnaðan frítökurétt þegar hann hætti störfum hjá I ohf. Í dómi Hæstaréttar kom fram að varnarliðið hefði ekki átt aðild að kjarasamningum og hefði farið um kjaramál íslenskra starfsmanna þess eftir úrskurðum kaupskrárnefndar. Í slökkviliði varnarliðsins hefði verið unnið á 24 tíma vöktum en það fyrirkomulag hefði ekki samræmst fyrrgreindum kjarasamningum þar sem kveðið var á um að vinnutími skyldi ekki vera lengri en 13 klukkustundir. Hefði því þurft að leggja af sólarhrings vaktir ef starfsfyrirkomulagið hefði átt að samrýmast þeim samningum. Af því leiddi að S öðlaðist ekki sjálfkrafa frítökurétt eftir öðru og ólíku fyrirkomulagi en því sem greiðslur hjá varnarliðinu hefðu tekið mið af. Voru I ohf. og Í því sýknaðir af kröfum S. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson og
Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 8. maí 2015. Hann krefst þess að
stefnda Isavia ohf., en til vara íslenska ríkinu, verði gert að greiða sér
aðallega 12.552.120 krónur, en til vara 8.782.200 krónur, í báðum tilvikum með
dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu frá 1. apríl 2013 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar
í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndu krefjast aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir
Hæstarétti, en til vara að krafa áfrýjanda verði lækkuð og málskostnaður
felldur niður.
I
Eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi starfaði áfrýjandi um langt
skeið í slökkviliði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, en þar gegndi hann síðast
stöðu aðstoðarslökkviliðsstjóra. Þegar varnarliðið hvarf af landi brott árið
2006 var áfrýjanda, eins og öðrum innlendum starfsmönnum þess, sagt upp störfum
og honum send tilkynning þess efnis 12. september það ár. Í kjölfarið var
áfrýjandi með samningi 19. sama mánaðar ráðinn í sömu stöðu á flugvellinum af
Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar frá 1. október 2006. Við stofnun
Keflavíkurflugvallar ohf. árið 2008 tók það félag við starfseminni á Keflavíkurflugvelli,
en það félag sameinaðist síðar Flugstoðum ohf. árið 2009 í aðalstefnda.
Áfrýjandi lauk störfum hjá honum með samkomulagi 28. september 2012 um
starfslok 1. apríl 2013.
Áfrýjandi reisir málatilbúnað sinn á því að við starfslok sín hjá aðalstefnda
hafi hann áunnið sér frítökurétt vegna starfa sinna í slökkviliði varnarliðsins
frá árinu 1997 þar til hann lauk starfi hjá því í lok september 2006. Til
stuðnings þessu vísar áfrýjandi til kjarasamnings Reykjavíkurborgar,
fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Landssambands slökkviliðsmanna, með
gildistíma frá 1. maí 1997 til 31. október 2000, og kjarasamnings Launanefndar
sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, með
gildistíma frá 1. apríl 2001 til 31. desember 2005. Telur áfrýjandi sig hafa
notið sömu kjara og mælt er fyrir um í þessum samningum í starfi sínu hjá
varnarliðinu. Jafnframt byggir hann á því að síðari vinnuveitendur hafi
yfirtekið þær skyldur á grundvelli laga nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna
við aðilaskipti að fyrirtækjum. Þennan uppsafnaða frítökurétt hafi því átt að
gera upp við hann við starfslokin hjá aðalstefnda. Verði ekki talið að
frítökuréttur hafi færst frá varnarliðinu til síðari vinnuveitenda áfrýjanda
telur hann að varastefnda beri að svara til skuldbindingarinnar á grundvelli
ábyrgðar sem hann beri sökum þess að málsókn varð ekki beint að varnarliðinu
vegna úrlendisréttar sem það naut hér á landi.
II
Varnarliðið átti ekki aðild að kjarasamningum og fór um kjaramál
íslenskra starfsmanna þess eftir úrskurðum kaupskrárnefndar, sbr. 6. gr. laga
nr. 82/2000 um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna
og áður 4. tölulið 6. gr. viðbætis 8. maí 1951 við varnarsamning milli Íslands
og Bandaríkjanna frá 5. sama mánaðar, sbr. lög nr. 110/1951. Meðal málsgagna er
yfirlýsing formanns kaupskrárnefndar 3. apríl 1991, en þar kom fram að
kaupskrárnefnd hefði hafnað því að láta hækkun á álagsgreiðslum til
slökkviliðsmanna í Reykjavík leiða sjálfvirkt til hækkunar á launum
slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Einnig var tekið fram að laun
slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli væru ákveðin út frá grunnlaunum
slökkviliðsmanna í Reykjavík en á þann grunn væri greitt ákveðið álag út frá
mati á störfum og starfsfyrirkomulagi. Þá er ágreiningslaust með málsaðilum að
kaupskrárnefnd felldi ekki úrskurð um frítökurétt vegna vaktafyrirkomulagsins
hjá varnarliðinu.
Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi var unnið á 24 tíma vöktum í
slökkviliði varnarliðsins. Það fyrirkomulag samræmdist ekki þeim kjarasamningum
sem áfrýjandi vísar til en þar var tekið fram að óheimilt væri að skipuleggja
vinnu þannig að vinnutími væri lengri en 13 klukkustundir. Hefði þurft að
leggja af sólarhrings vaktir ef starfsfyrirkomulagið átti að samrýmast þeim
samningum. Af þessu leiðir að áfrýjandi öðlaðist ekki sjálfkrafa frítökurétt eftir
öðru og ólíku starfsfyrirkomulagi en því sem greiðslur hjá varnarliðinu tóku
mið af. Þegar af þessari ástæðu eru kröfur hans á hendur stefndu haldlausar og
verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur.
Eftir þessum úrslitum verður áfrýjanda gert að greiða stefndu málskostnað
fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Áfrýjandi, Stefán Björnsson, greiði stefndu, Isavia ohf. og íslenska
ríkinu, hvorum um sig 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur
Héraðsdóms Reykjavíkur 19. febrúar 2015.
Mál
þetta höfðaði Stefán Björnsson, Heiðarhorni 5, Keflavík, með stefnu birtri 23.
október 2013, á hendur Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, og fjármálaráðherra f.h.
íslenska ríkisins. Málið var dómtekið að
lokinni aðalmeðferð 7. janúar sl.
Stefnandi
krefst þess að stefndi Isavia, til vara íslenska ríkið, verði dæmdur til að
greiða honum, aðallega 12.552.120 krónur, til vara 8.782.200 krónur, í báðum
tilvikum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1.
apríl 2013 til greiðsludags. Þá krefst
stefnandi málskostnaðar að mati dómsins.
Aðalstefndi
Isavia krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar að mati
dómsins.
Varastefndi
íslenska ríkið krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda, til vara lækkunar á
stefnukröfum. Þá krefst hann
málskostnaðar að mati dómsins.
Stefnandi
var lengi slökkviliðsmaður í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Lengst af var hann starfsmaður
varnarliðsins. Frá 1. október 2006 til
ársloka 2008 var hann starfsmaður Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar, sem
var opinber stofnun. Frá 1. janúar 2009
var stefnandi starfsmaður Keflavíkurflugvallar ohf., sem var opinbert
hlutafélag stofnað samkvæmt sérlögum.
Stefnandi varð síðan starfsmaður stefnda Isavia þegar
Keflavíkurflugvöllur ohf. og Flugstoðir ohf. sameinuðust. Hann hætti störfum 1. apríl 2013.
Um
kjaramál íslenskra starfsmanna varnarliðsins gilti sú tilhögun að kjör voru
ákveðin af kaupskrárnefnd, sem starfaði samkvæmt 6. gr. laga nr. 82/2000, áður
4. tl. 6. gr. laga nr. 110/1951.
Í
málinu er ágreiningur um hvort stefnandi hafi áunnið sér frítökurétt í starfi
sínu eftir gerð kjarasamninga á árinu 1997 fram til þess að varnarliðið fór frá
landinu 2006, en þá var vaktafyrirkomulagi slökkviliðsmanna breytt.
Vaktakerfi
slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli var lengst af skipulagt þannig að þeir
unnu á 24 tíma vöktum þriðja hvern sólarhring.
Unnu þeir 96 klukkustundir á hverju tveggja vikna tímabili. Vaktakerfi þetta var lagt af eins og áður
segir 1. október 2006 þegar Flugmálastjórn tók við rekstri slökkviliðsins.
Í
kjarasamningi Reykjavíkurborgar, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands
slökkviliðsmanna, sem undirritaður var 21. maí 1987, var sagt í lið 2.4.1 að
starfsmaður skyldi fá a.m.k. 11 stunda samfellda hvíld á hverjum
sólarhring. Óheimilt væri að skipuleggja
vinnu þannig að vinnutími yrði lengri en 13 stundir. Í lið 2.4.2 var heimilað, við sérstakar
aðstæður, að lengja vinnulotu upp í 16 stundir.
Í 2. mgr. þessa liðar sagði orðrétt:
„Í þeim tilvikum að sérstakar aðstæður gera það óhjákvæmilegt að víkja
frá daglegum vinnutíma gildir eftirfarandi:
Séu starfsmenn sérstaklega beðnir að mæta til vinnu áður en 11 klst
hvíld er náð er heimilt að fresta hvíldinni og veita síðar, þannig að
frítökuréttur, í klst (dagvinna), safnist upp fyrir hverja klst sem hvíldin
skerðist.“ Í 4. mgr. liðarins sagði að
uppsafnaður frítökuréttur skyldi koma fram á launaseðli. Hann skyldi veittur í heilum og hálfum dögum
utan annatíma.
Svipað
ákvæði um frítökurétt var að finna í kjarasamningi sömu aðila frá 1. apríl
2001.
Stéttarfélag
stefnanda var ekki aðili að þessum kjarasamningum og þeir giltu ekki samkvæmt
efni sínu um slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli. Eins og áður segir voru ekki gerðir
kjarasamningar við íslenska starfsmenn varnarliðsins, heldur voru laun þeirra
ákveðin af kaupskrárnefnd. Stefnandi
hefur ekki lagt fram í þessu máli neinar ákvarðanir kaupskrárnefndar sem teknar
voru eftir gerð kjarasamningsins 1997.
Er þannig ekki að finna í skjölum málsins neina tilvísun nefndarinnar
til þessa frítökuréttar. Í stefnu er
sagt að kaupskrárnefnd hafi ætíð miðað laun og önnur kjarasamningsbundin
réttindi við kjarasamning slökkviliðsmanna í Reykjavík.
Stefnandi
hefur lagt fram nokkur skjöl sem stafa frá kaupskrárnefnd. Í fyrsta lagi er yfirlýsing formanns
nefndarinnar, dags. 3. apríl 1991. Þar
er skýrð sú ákvörðun nefndarinnar að hafna því að láta hækkun álagsgreiðslna
til slökkviliðsmanna í Reykjavík leiða sjálfvirkt til hækkunar á launum
slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli.
Þá er bréf nefndarinnar, dags. 8. september 1994, þar sem ákveðnar voru
tilteknar breytingar á kjörum slökkviliðsmanna í kjölfar gerðar kjarasamnings
fyrir slökkviliðsmenn á Íslandi. Í
bréfinu segir m.a.: „Þá telur
Kaupskrárnefnd rétt að almenn ákvæði samingsins, sem ekki snert launakjör,
gildi eftir því sem við getur átt.“
Við
brottför varnarliðsins var gerður kjarasamningur við fjármálaráðherra vegna
slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Í
bókun nr. 7 með þessum kjarasamningi segir:
„Í tengslum við ákvæði þessa samnings er sátt um að ágreiningur um launasetningu
fyrir gildistöku hans sé lokið og ekki verði um frekari kröfur að ræða á hendur
fyrri rekstraraðila eða íslenska ríkinu.“
Lögmaður
Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ritaði varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins bréf, dags. 26. september 2011, þar sem reifuð eru
sjónarmið sambandsins um það að slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli hefðu
áunnið sér frítökurétt og er óskað eftir viðræðum við ráðuneytið um málið. Erindi þessu var hafnað með bréfi
ráðuneytisins, dags. 23. október 2012.
Stefnandi
og stjórnendur stefnda Isavia undirrituðu samkomulag um starfslok stefnanda
þann 28. september 2012. Þar er ekki
vikið að þeim frítökurétti sem deilt er um í þessu máli. Í samningnum segir orðrétt: „Með samningsefndum skv. því sem að ofan
greinir fer fram fullnaðaruppgjör allra starfstengdra greiðslna sem eiga rætur
að rekja til ráðningarsambands aðila.“
Skömmu
eftir að stefnandi lét af störfum skrifaði lögmaður hans og fjögurra
samstarfsmanna hans bréf til stefnda Isavia, þar sem gerð er athugasemd við að
frítökuréttur þeirra hefði ekki verið gerður upp. Bréf þetta er dags. 8. maí 2013, en því var
svarað með bréfi dags. 21. júní sama ár, þar sem kröfum slökkviliðsmannanna var
hafnað.
Málsástæður og lagarök stefnanda
Stefnandi
byggir á því að ákvæði í kjarasamningum slökkviliðsmanna í Reykjavík hafi gilt
um sig og aðra slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli. Hann vísar til yfirlýsingar kaupskrárnefndar
frá 3. apríl 1991 þar sem segi að laun slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli
væru ákveðin út frá grunnlaunum slökkviliðsmanna í Reykjavík. Þetta hafi haldist óbreytt allt til 1.
október 2006. Þá vísar hann til
tilkynningar formanns kaupskrárnefndar frá 8. september 1994 til varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins þar sem fram komi að nefndin telji sér skylt að taka mið
af gildandi kjarasamningum við ákvörðun almennra launakjara slökkviliðsmanna á
Keflavíkurflugvelli. Þá telji nefndin
rétt að almenn ákvæði samningsins, sem ekki snerti launakjör, gildi eftir því
sem við geti átt. Loks bendir stefnandi
á að samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 séu kjarasamningsbundin réttindi
lágmarkskjör. Í tilkynningu
kaupskrárnefndar 8. september 1994 segi að kjarasamningur slökkviliðsmanna í
Reykjavík taki til slökkviliðsmanna varnarliðsins. Því sé frítökurétturinn lágmarkskjör þeirra
slökkviliðsmanna sem unnu hjá varnarliðinu.
Kaupskrárnefnd hafi ekki tekið þennan rétt af þeim eins og hún hefði
getað með beinni ákvörðun.
Stefnandi
segir að hann hafi unnið sér inn frítökurétt eins og hér verður rakið.
Frá
1. maí 1997 til 1. apríl 2004 hafi verið í gildi kafli 2.4 um hvíldartíma í
kjarasamningi Reykjavíkurborgar o.fl. og Landssambands slökkviliðsmanna. Þar hafi gilt sú regla að veitt skyldi 11
klukkustunda hvíld eftir hverja 16 klukkustunda vinnulotu. Væri það ekki gert skyldi hver klukkustund á
því 11 stunda tímabili veita eina klukkustund af frítökurétti. Ónýttan frítökurétt skyldi gera upp við
starfslok. Stefnandi kveðst hafa unnið
24 stunda vaktir á gildistíma þessa samnings og því áunnið sér 8 stunda
frítökurétt á hverri vakt. Á tímabilinu
hafi hann unnið 264 vaktir og því áunnið sér 2.112 stunda frítökurétt.
Á
tímabilinu frá 1. apríl 2004 til 1. október 2006 hafi gilt sambærileg regla og
á fyrra tímabilinu, þó þannig að á hverju 24 stunda tímabili mátti ekki vinna
umfram 13 stundir og frítaka í eina og hálfa klukkustund fylgdi hverri unninni
stund umfram 16 klukkustundir. Á þessu
tímabili kveðst stefnandi hafa áunnið sér 4.920 stunda frítökurétt.
Í
kjarasamningi sem gilti á þessu tímabili hafi sagt að ótekinn frítökurétt
skyldi gera upp við starfslok og að þessi réttur fyrndist ekki.
Stefnandi
byggir á því að stefndi Isavia beri ábyrgð á vangoldnum greiðslum vegna
frítökuréttarins. Hann segir að reglur
laga nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum
gildi um skiptin þegar Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar tók við starfsemi
flugvallarins af varnarliðinu. Hafi
íslenska ríkið þá tekið yfir réttindi og skyldur stefnanda sem launamanns
samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laganna, þ. á m. uppsafnaðan frítökurétt. Telur hann að lögin gildi hér og að þau taki
til almennrar atvinnustarfsemi, þótt hún sé ekki rekin af fyrirtæki í
hagnaðarskyni. Undantekningarregla
a-liðar 2. mgr. 1. gr. laganna eigi hér ekki við.
Stefnandi
færir fram ítarleg rök fyrir þessari málsástæðu sinni. Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli hafi
ekki verið opinberir starfsmenn fram til 1. október 2006. Hér sé ekki um að ræða flutning verkefna
milli innlendra stjórnvalda. Stefnandi
telur að nefnd undantekning eigi ekki við þegar íslensk stjórnvöld taki yfir
starfsemi erlendra stjórnvalda.
Starfsemi slökkviliðsins hafi ekki breyst mikið þegar aðilaskiptin
urðu. Þá verði að túlka
undantekningarregluna þröngt.
Stefnandi
telur að ráðningu sinni sem slökkviliðsmaður hafi ekki verið slitið við
aðilaskiptin. Ef talið yrði að honum
hafi verið sagt upp, þá sé sú uppsögn ekki lögmæt í skilningi 1. mgr. 4. gr.
aðilaskiptalaganna.
Stefnandi
beinir kröfu sinni að Isavia ohf. þar sem hann hafi verið í starfi hjá því
félagi þegar hann hætti störfum.
Frítökurétt hafi átt að gera upp við starfslok. Rekur hann í þessu sambandi þær breytingar
sem gerðar hafa verið á yfirstjórn flugvallarins frá því að varnarliðið fór af
landi brott og raktar voru stuttlega í atvikalýsingu hér að framan. Þar sem þetta atriði er óumdeilt í málinu
þarf ekki að rekja það nánar.
Verði
ekki fallist á að lög nr. 72/2002 eigi við hér, byggir stefnandi á því að
íslenska ríkið beri ábyrgð á vanefndum á greiðslum til hans vegna
frítökuréttarins og að sú krafa sé ekki fyrnd.
Stefnandi
bendir á að varnarliðið hafi á sínum tíma notið úrlendisréttar og ekki hafi
verið unnt að stefna því fyrir dómstóla.
Af 4. tl. 6. gr. varnarsamningsins, sbr. lög nr. 110/1951 hafi leitt að
hann geti krafið íslenska ríkið um vangoldnar greiðslur vegna frítökuréttarins. Þetta byggir hann einnig á dómvenju, en hann
vísar til nokkurra hæstaréttardóma þar sem viðurkennt hafi verið að íslenska
ríkið ætti aðild að launakröfu á hendur varnarliðinu. Loks vísar hann um þetta til 5. og 6. gr.
laga nr. 82/2000.
Þar
sem frítökurétt hafi átt að gera upp við starfslok sé krafan ekki fyrnd. Þá komi einnig fram að krafan fyrnist
ekki. Þá mótmælir hann því að hann hafi
sýnt af sér tómlæti um kröfuna. Ekki
hafi verið tilefni til að halda henni á lofti fyrr en hann hætti störfum.
Enn
fremur byggir stefndi á samningi milli Íslands og Bandaríkjanna um brottflutning
hersins frá tilteknum varnarsvæðum o.fl., dags. 29. september 2006. Þar segi í VI. grein að Ísland skuli gera
Banaríkin skaðlaus af hvers konar kröfum sem kunni að verða hafðar uppi í
tengslum við fyrri rekstur varnarsvæða og mannvirkja.
Stefnandi
reiknar aðalkröfu sína með því að leggja saman allan áunninn frítökurétt á
tímabilinu frá 1. maí 1997 til 1. október 2006, en varakröfu miðar hann við
tímabilið frá 1. apríl 2001 til 1. október 2006. Frítökuréttur í klukkustundum er margfaldaður
með tímakaupi stefnanda á þeim tíma er hann lét af störfum, sem hafi verið
1.785 krónur. Í aðalkröfu er byggt á því
að frítökuréttur stefnanda nemi 7.032 klukkustundum, þannig að krafan sé að
fjárhæð 12.552.120 krónur. Í varakröfu
er frítökuréttur talinn nema 4.920 klukkustundum, þannig að krafan nemi
8.782.200 krónum. Hann krefst
dráttarvaxta frá þeim degi er hann hætti störfum, sem hafi verið gjalddagi
kröfunnar.
Málsástæður og lagarök stefnda
Isavia ohf.
Stefndi
byggir á því að hann hafi hvorki samkvæmt lögum né samningum tekið yfir þau
launakjör sem stefnandi hafi notið hjá varnarliðinu. Lög nr. 72/2002 hafi ekki átt við þegar
stefnandi hafi verið ráðinn til Flugmálastjórnar. Þessari afstöðu til stuðnings byggir hann á
því að starfsemi varnarliðsins geti ekki talist fyrirtæki í skilningi 1. mgr.
1. gr., sbr. 3. tl. 1. mgr. 2. gr. laganna.
Ákvæðið eigi ekki við um opinbera aðila nema um atvinnurekstur sé að
ræða. Rekstur herliðsins geti ekki
talist atvinnurekstur.
Þá
teljist starfsemi varnarliðsins ekki fara fram innan Evrópska efnahagssvæðisins
í skilningi laganna. Starfsemi
varnarliðsins hafi notið úrlendisréttar hér á landi eins og á öllu Evrópska
efnahagssvæðinu og því gildi lögin ekki um starfsemi þess.
Þá
telur stefndi að ekki sé fullnægt því skilyrði laganna að orðið hafi aðilaskipti
á efnahagslegri einingu sem hafi haldið einkennum sínum. Varnarliðið hafi haft hér mikil
hernaðarumsvif, en þau hafi lagst af.
Varnarliðið hafi sagt öllum sínum starfsmönnum upp störfum. Í kjölfarið hafi verið sett lög um
Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar og slökkviliðsmönnum boðin vinna í nýju og
breyttu starfi. Efnahagsleg eining innan
varnarliðsins hafi ekki haldið einkennum sínum.
Um
þýðingu laga nr. 72/2002 í þessu sambandi bætir stefndi við að Hæstiréttur hafi
skýrt lögin svo í dómi í máli nr. 375/2004 að vanefndir flyttust ekki yfir til
nýs vinnuveitanda. Því hafi ekki verið
hægt að krefja nýjan vinnuveitanda um launaskuldir hins fyrri. Þessari reglu hafi nú verið breytt með lögum
nr. 81/2010, sem tóku gildi 1. júlí 2010.
Þessi lög séu ekki afturvirk. Því
hafi launaskuldir ekki getað færst frá varnarliðinu til Flugmálastjórnar
Keflavíkurflugvallar.
Stefndi
bendir á að með lögum nr. 34/2006 hafi verið ákveðið að Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar
tæki yfir hluta af þeim verkefnum sem varnarliðið hafði annast. Hafi Alþingi markað þá stefnu að bjóða skyldi
öllum starfsmönnum ákveðinna deilda varnarliðsins starf hjá hinu nýja félagi. Þeir hafi ekki flust sjálfkrafa til nýs
vinnuveitanda.
Stefndi
vísar til kjarasamnings ríkisins og Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna frá 14. september 2006.
Þar segi í bókun 7 að sátt sé um að „ágreiningur um launasetningu fyrir
gildistöku hans sé lokið og að ekki verði um frekari kröfur að ræða á hendur
fyrri rekstraraðila eða íslenska ríkinu“.
Stefndi telur að skilja megi þessa bókun svo að fullnaðaruppgjör hafi
farið fram við slökkviliðsmenn og að þeir ættu ekki frekari kröfur á
varnarliðið. Eigi að skýra bókunina á
annan veg verði stefnandi að sýna fram á það.
Verði
fallist á að lög nr. 72/2002 gildi í þessu tilviki byggir stefndi á því að ekki
hafi verið sýnt fram á að vinnufyrirkomulagið hafi verið andstætt þeim ákvæðum
kjarasamninga sem varnarliðinu hafi borið að fylgja. Varnarliðið hafi ekki verið bundið af öðrum
ákvæðum kjarasamninga en þeim sem kaupskrárnefnd ákvað að skyldu gilda. Nefndin hafi ekki tekið ákvörðun um að
slökkviliðsmenn skyldu fá sérstakar viðbótargreiðslur vegna vaktakerfisins,
eftir að ákvæði um sérstakan frítökurétt komu inn í kjarasamninga 2001. Vísar stefndi hér sérstaklega til
yfirlýsingar nefndarinnar, dags. 3. apríl 1991, þar sem segi að umsamin kjör í
kjarasamningum flyttust ekki sjálfkrafa yfir til varnarliðsins.
Stefndi
byggir á því að stefnandi og aðrir starfsmenn hafi haft aðgang að sérstakri
svefnaðstöðu og því hafi þeir fengið næga hvíld. Stefnandi rökstyðji ekki hvers vegna
hvíldartími skuli talinn vinnutími í skilningi hvíldartímaákvæða
kjarasamninga.
Stefndi
byggir enn fremur á því að krafa stefnanda sé ósönnuð. Þegar stefnandi hætti störfum hjá
varnarliðinu hafi laun verið gerð upp.
Stefndi kveðst ekki hafa nein gögn um laun stefnanda hjá varnarliðinu. Hann geti því ekki staðreynt fullyrðingar
stefnanda um vinnutíma. Ekkert liggi
fyrir um það hvort varnarliðið hafi veitt viðbótarhvíld eða greitt sérstaklega
fyrir meinta skerðingu hvíldar.
Verði
fallist á að stefnandi hafi eignast kröfu eins og hann lýsi, hafi hann glatað
henni með tómlæti.
Stefndi
segir það andstætt kjarasamningum að frítökuréttur safnist upp. Hann hafi verið grandlaus um hugsanlegan
frítökurétt stefnanda og því hafi stefnanda verið skylt að leita eftir því að
taka út frí vegna þessa réttar.
Frítökuréttar hafi aldrei verið getið á launaseðlum, en fullt tilefni
hefði verið fyrir stefnanda til að gera athugasemd um það.
Stefndi
byggir á fullnaðaruppgjöri sem aðilar hafi gert með sér vegna starfsloka
stefnanda, dags. 28. september 2012.
Loks
byggir stefndi á því að hugsanleg krafa stefnanda sé nú fyrnd, fyrningu verði
hér að reikna frá því að stefnandi hætti störfum hjá varnarliðinu. Fyrningartími sé fjögur ár, sbr. 2. tl. 3.
gr. laga nr. 14/1905, sbr. 28. gr. laga nr. 150/2007.
Stefndi
mómælir upphafstíma dráttarvaxta, en skilgreindar kröfur hafi fyrst verið
lagðar fram með stefnu birtri 23. október 2013.
Málsástæður og lagarök
varastefnda íslenska ríkisins
Varastefndi
mótmælir því að frítökuréttur hafi getað stofnast með kjarasamningi
slökkviliðsmanna og Reykjavíkurborgar 1997.
Það hafi fyrst getað hafa verið í kjarasamningi þessara aðila 1. apríl
2001.
Varastefndi
byggir á því að allur útreikningur stefnanda byggist á forsendum sem hann geti
ekki sannreynt og séu ósannaðar.
Varastefndi
byggir á því að krafa stefnanda sé fyrnd.
Hann hafi hætt störfum hjá varnarliðinu 1. október 2006 og
fyrningarfrestur sé fjögur ár, sbr. 2. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905, sbr. 28.
gr. laga nr. 150/2007. Þegar
ráðningarsambandi stefnanda við varnarliðið lauk hafi óuppgerðar
vinnuréttarkröfur orðið að almennum fjárkröfum, sem lúti reglum um
fyrningu.
Varastefndi
byggir á því að stefnandi hafi glatað hugsanlegum kröfum með tómlæti sínu. Hann hafi ekki gert athugasemd um þennan rétt
við starfslok hjá varnarliðinu 2006.
Stéttarfélag stefnanda hafi fyrst hreyft þessu máli fimm árum
síðar. Stefnandi sjálfur hafi fyrst
komið fram sjö árum síðar, er stefna í máli þessu var birt.
Varastefndi
byggir á því að stefnandi hafi aldrei eignast frítökurétt vegna vinnuskipulags
hjá varnarliðinu. Þessi frítökuréttur
hafi aldrei verið ákveðinn af kaupskrárnefnd.
Nefndin hafi oft fjallað um laun slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli,
en engar heimildir séu til um ætlaðan frítökurétt þeirra. Þá hafi málefni þetta aldrei verið borið upp
við nefndina og engin dæmi finnist um að frítökuréttur hafi verið gerður upp
við slökkviliðsmann á Keflavíkurflugvelli.
Bendir hann á það sem hann telur misræmi í málatilbúnaði stefnanda, en
hann vísi til bréfs formanns kaupskrárnefndar dags. í september 1994, en segi
jafnframt að frítökuréttur hafi fyrst komið í kjarasamningi 1997.
Varastefndi
mótmælir því að lög nr. 72/2002 eigi við í þessu tilviki. Bandarísk stjórnvöld sem njóti úrlendisréttar
uppfylli ekki skilyrði 1. gr. laganna um að teljast fyrirtæki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Lögin hafi ekki gilt um ráðningarsamband
stefnanda og varnarliðsins. Því
ráðningarsambandi hafi verið slitið 30. september 2006. Daginn eftir hafi stofnast nýtt
ráðningarsamband við Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar.
Varastefndi
byggir á því að íslenska ríkið beri ekki að lögum ábyrgð á kröfum innan
samninga, þrátt fyrir ákvæði 4. tl. 6. gr. viðbætis við varnarsamninginn, sbr.
lög nr. 110/1951. Þá hafi lög nr.
82/2000 nú verið felld úr gildi.
Varastefndi
byggir á því að stefnandi hafi fallið frá hugsanlegum kröfum með
starfslokasamningi sínum við aðalstefnda í september 2012. Þá vísar hann, eins og aðalstefndi, til
bókunar nr. 7 við kjarasamning slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, dags.
14. september 2006, sem rakin er hér að framan.
Varastefndi
byggir á því að hann eigi með réttu ekki aðild að málinu. Yrði fallist á málatilbúnað stefnanda um
órofið vinnuréttarsamband, væri aðalstefndi einn ábyrgur fyrir öllum kröfum
stefnanda. Meðstefndi hafi yfirtekið
alla skyldur gagnvart stefnanda með lögum nr. 76/2008.
Varastefndi
mótmælir því að skaðleysisábyrgð ríkisins samkvæmt varnarsamningnum eigi við
hér.
Loks
byggir varastefndi á því að ákvæði kjarasamnings um frítökurétt hafi samrýmst
því vaktafyrirkomulagi sem tíðkast hafi hjá varnarliðinu. Hefði verið ætlunin að taka upp ákvæði um
frítökurétt hefði vaktaskipan verið breytt.
Sérstök hvíldar- og svefnaðstaða hafi verið þar sem slökkviliðsmenn hafi
getað notið lágmarkshvíldar á hverri vakt.
Niðurstaða
Stefnandi
krefst peningagreiðslu í stað frítökuréttar sem hann telur sig hafa safnað á
tímabilinu frá 1. maí 1997 til 30. september 2006. Hann byggir kröfu sína á ákvæðum í
kjarasamningum sem giltu ekki beint um vinnustað hans, en telur að skírskotun
kaupskrárnefndar til kjarasamninga slökkviliðsmanna í Reykjavík hafi þau áhrif
að vinnutímaskipulagið leiði til þess að hann hafi safnað jafnt og þétt
frítökurétti, þar sem vaktir voru lengri en heimilt var samkvæmt þessum
kjarasamningum.
Nú
hefur stefnandi að vísu ekki lagt fram nema lítið sýnishorn af ákvörðunum
kaupskrárnefndar. Hann heldur því ekki
fram að nefndin hafi beinlínis ákveðið að greind ákvæði kjarasamnings LSS um
hámarksvinnutíma og frítökurétt hafi verið tekin orðrétt upp í ákvörðun
kaupskrárnefndar. Byggir hann á almennri
skírskotun nefndarinnar til ákvæða kjarasamningsins, sem í ákvörðun frá 8.
september 1994 er takmörkuð með fyrirvaranum „eins og við getur átt“.
Með
vaktaskipulagi hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli var vikið í meginatriðum
frá þeim reglum sem ákveðnar voru í kjarasamningi slökkviliðsmanna í
Reykjavík. Þannig var hver vakt 24
stundir, sem var óheimilt samkvæmt kjarasamningnum. Ákvæðið um frítökurétt verður að skilja svo
að það hafi átt að taka til þeirra undantekningartilvika sem upp gætu komið og
krefðust þess að einstakir slökkviliðsmenn ynnu lengur en almennt var
heimilt. Á Keflavíkurflugvelli var hver
vakt ákveðin 24 stundir og verður að skilja málflutning aðila svo að aldrei hafi
verið gerðar athugasemdir við þá skipan af hálfu slökkviliðsmanna eða
stéttarfélags þeirra. Var þessi skipan
hluti ráðningarkjara. Þegar ákveðið
hafði verið með þessum hætti að regla um hámarkslengd vakta gilti ekki, geta
starfsmenn ekki byggt kröfu um sérstaka aukagreiðslu á reglu sem gildir um allt
annað vaktafyrirkomulag. Stefnandi átti
því ekki rétt á sérstakri frítöku vegna vaktaskipulagsins. Verður þegar af þessari ástæðu að hafna
kröfum hans og sýkna báða stefndu. Þar
sem komist er að þeirri niðurstöðu að réttur sá sem krafið er um hafi ekki
stofnast, þarf ekki að leysa úr öðrum málsástæðum aðila.
Þrátt
fyrir þessa niðurstöðu er rétt að málskostnaður falli niður.
Jón
Finnbjörnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsuppkvaðning hefur dregist mjög vegna
anna, en lögmenn og dómari töldu endurflutning óþarfan.
D
ó m s o r ð
Stefndu,
Isavia ohf. og ríkissjóður, eru sýknaðir af kröfum stefnanda, Stefáns
Björnssonar.
Málskostnaður
fellur niður. |
Mál nr. 396/2015 | Sveitarfélög Ráðningarsamningur Uppsögn Stjórnsýsla Stjórnarskrá Tjáningarfrelsi | Ágreiningur aðila laut að því hvort A hefði með lögmætum hætti sagt S upp störfum sem grunnskólakennari vegna ummæla um samkynhneigð sem hann lét falla á vefmiðli. Með vísan til 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 réðust réttindi og skyldur S í starfi af ákvæðum kjarasamnings, sem hafði verið í gildi þegar S var veitt áminning í febrúar 2012 og síðar sagt upp störfum í júlí sama ár. Litið var svo á að ákvæði kjarasamningsins um heimildir vinnuveitanda til að áminna starfsmann og segja upp ráðningarsamningi vegna ávirðinga, sem ekki gæfu þó tilefni til fyrirvaralausrar brottvikningar, væru bundnar við atriði sem sneru að framferði starfsmannsins í starfi. Þau ákvæði kjarasamningsins um skyldur starfsmanns, sem gætu að nokkru tekið til háttsemi hans utan starfs, væru á hinn bóginn ekki tengdar við heimildir vinnuveitanda til áminningar eða uppsagnar. Talið var að gæta yrði að því að A væri sem stjórnvald bundinn af þeirri meginreglu að lagaheimildar væri þörf fyrir gerðum hans. A hefði beitt áminningu og uppsögn til að bregðast við ummælum sem S hafði látið falla opinberlega utan starfs síns og án tengsla við það. A hefði því vegna ákvæða 2. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þurft ótvíræða stoð fyrir slíkum viðbrögðum í kjarasamningnum. Þar sem að slík stoð hefði ekki verið fyrir hendi var uppsögn S talin ólögmæt. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús
Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Áfrýjandi skaut málinu til
Hæstaréttar 15. júní 2015. Hann krefst þess að
felldur verði úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins 4. apríl 2014, þar sem
ákvörðun hans 12. júlí 2012 um að segja stefnda upp starfi kennara í Brekkuskóla
á Akureyri var metin ólögmæt. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og
fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og
málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið
veitt.
Réttargæslustefndi krefst málskostnaðar fyrir
Hæstarétti.
I
Eins og lýst er í hinum áfrýjaða dómi gerði
áfrýjandi samning 9. ágúst 2001 við stefnda um ráðningu hans í fullt starf
grunnskólakennara við Brekkuskóla frá 1. sama mánaðar að telja. Í niðurlagi
samningsins var tekið fram að um réttindi aðilanna og skyldur færi eftir lögum
um grunnskóla og lögum um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda
grunnskóla að því leyti sem ekki væri kveðið á um annað í kjarasamningum eða
ráðningarsamningnum. Samhliða starfi á grundvelli samningsins var stefndi
safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri.
Á fundi 8. október 2010, sem skólastjóri
Brekkuskóla kvaddi stefnda til og haldinn var að viðstöddum fræðslustjóra og
bæjarlögmanni áfrýjanda, var stefnda samkvæmt fundargerð greint frá því að
skólanefnd hafi „rætt um meiðandi ummæli hans um samkynhneigð“, sem hann hafi
látið falla á opinberum vettvangi, en í málinu liggur ekki nánar fyrir hver
þessi ummæli hafi verið. Var haft eftir stefnda að „hann ræddi skoðanir sínar
um samkynhneigð aldrei í skólastofunni“, en hann gæti „ekki hugsað sér að láta
af því að ræða opinberlega um samkynhneigð.“ Í lok fundargerðar var tekið fram
að stefnda hafi verið kynnt að kæmi til þess að hann ræddi „aftur opinberlega á
meiðandi hátt um samkynhneigða geti komið til þess að málið fari í
áminningarferli.“
Í tilefni af umfjöllun í fjölmiðli 29. janúar 2012
um að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hafi látið til sín taka réttarstöðu
samkynhneigðra í ríkjum Afríku, þar sem kom meðal annars fram að
mannréttindasamtök hafi kennt „evangelískum prestum um aukið hatur í garð
samkynhneigðra“, birti stefndi 30. sama mánaðar á vefmiðli pistil, sem hófst á
orðum um að enn hafi komið „upp árekstrar milli samkynhneigðra og
evangelískra.“ Kjarninn í sjónarmiði þeirra síðarnefndu væri „að samkynhneigðin
telst vera synd“, en laun syndarinnar væru „dauði og því grafalvarleg.“ Á öðrum
vefmiðli birtist frétt 1. febrúar sama ár undir fyrirsögninni: „Snorri: Verður
eflaust flokkað sem hatursáróður en samkynhneigð er synd og launin eru dauði“ og
voru þar í stuttu máli rakin nokkur atriði sem fram komu í fyrrgreindum pistli
stefnda. Degi síðar boðaði skólastjóri Brekkuskóla stefnda bréflega til fundar
„vegna meints brots í starfi sem er til skoðunar“, en um það var vísað til
síðastnefndrar fréttar „þar sem þú viðhefur meiðandi ummæli um samkynhneigða.“
Yrði stefnda gefinn kostur á að bera upp andmæli í framhaldi af fundinum, sem
„gæti verið undanfari áminningar í starfi“, en á grundvelli hennar gæti komið
til uppsagnar ef um yrði að ræða „ítrekuð brot“. Að fram komnum andmælum
stefnda veitti skólastjórinn honum skriflega áminningu 13. febrúar 2012, þar
sem sagði meðal annars að niðurstaðan hafi orðið „sú að þú hafir sýnt af þér
brot utan starfs, sem samrýmist ekki því starfi sem þú gegnir“, en stefnda væri
gefinn kostur á að bæta ráð sitt „með því að ítreka ekki það brot og þau samskipti
af því tagi sem lýst er hér að framan, ellegar kann þér að verða sagt upp
störfum.“ Samhliða þessu beindi skólastjórinn tilkynningu til stefnda um að
ákveðið hafi verið að „bjóða“ honum launað leyfi frá störfum til loka
yfirstandandi skólaárs, en tekið var fram að leyfið væri „veitt til að lægja
þær öldur sem risið hafa í kjölfar ummæla þinna á bloggi.“
Aftur lét stefndi frá sér fara pistil á vefmiðli
20. apríl 2012 undir fyrirsögninni: „Gildum er hægt að breyta!“ Í hinum
áfrýjaða dómi er ítarlega greint frá efni þessa pistils. Í honum lagði stefndi
meðal annars út af því að eftir orðum Biblíunnar væri líkami manns „ekki fyrir
saurlífi heldur fyrir Drottinn“, svo og að hjónabandið væri heilagt „því Guð út
bjó það þar sem karl og kona ganga saman gegnum lífið“, en ekki „tveir karlar
saman og ekki tvær konur saman heldur karl og kona.“ Ekki er að sjá af gögnum
málsins að áfrýjandi hafi brugðist sérstaklega við þessum pistli, en með bréfi
20. júní 2012 boðaði skólastjóri Brekkuskóla stefnda til fundar degi síðar, þar
sem honum yrði „kynnt niðurstaða í yfirstandandi áminningarferli vegna meints
brots.“ Í málinu liggur fyrir óundirritað skjal með fyrirsögninni „samkomulag
um starfslok“, sem var dagsett 21. júní 2012, en í því var ráðgert að stefndi
léti af störfum sem kennari við skólann 1. ágúst sama ár, meðal annars með þeim
skilmála að hann héldi fullum launum í eitt ár. Um fundinn, sem boðað var til
samkvæmt framansögðu, liggur ekkert frekar fyrir í skjölum málsins, en með
bréfi 29. júní 2012 til skólastjórans, svo og fræðslustjóra og bæjarlögmanns
áfrýjanda, lýsti stefndi því að hann hafnaði „tilboði ykkar dags. 21. júní, um
starfslokasamning“, enda teldi hann ekkert tilefni til að ýta sér úr starfi
vegna skrifa sinna eða skoðana.
Degi áður en stefndi ritaði síðastnefnt bréf
birtist eftir hann á vefmiðli pistill með fyrirsögninni: „Leiðrétting?“ Þar
lýsti hann meðal annars þeirri skoðun að nú hafi „orðið leiðrétting fengið
alveg nýja merkingu“ með því að þegar drengur, sem fæddist drengur, gengist undir
„kynskiptiaðgerð“ væri það nefnt leiðrétting. Hér væri um að ræða
„merkingarbrengl“, því þetta væri „kynbreyting en ekki leiðrétting.“ Hafi Guð
gert karl og konu, sem skyldu bindast, stofna heimili og verða einn maður, en
ef það ætti að „gera karl að konu og/eða konu að karli þá er um að ræða
breytingu eða afbökun en ekki leiðréttingu.“ Frá kristnu sjónarmiði skyldi sá,
sem skapaður væri karlmaður, vera það til æviloka og væri það sama að segja um
konuna, sem væri „fædd kvenvera til að vera slík til æviloka.“
Eftir að pistill þessi hafði birst boðaði
skólastjóri Brekkuskóla stefnda 29. júní 2012 skriflega til fundar 3. júlí sama
ár „vegna meints brots utan starfs“ sem væri til skoðunar með tilliti til þess
hvort stefndi hafi sýnt af sér háttsemi sem væri ósamrýmanleg starfi kennara og
gæti leitt til uppsagnar ráðningarsamnings hans. Vísaði skólastjórinn til
framangreindra skrifa stefnda 20. apríl og 28. júní 2012, þar sem hann viðhefði
„meiðandi ummæli um samkynhneigða og transfólk“, svo og „gildandi áminningar
... vegna meiðandi bloggskrifa í garð samkynhneigðra, en sú framkoma og athöfn
þótti ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi þínu sem kennari.“ Á fundinum,
sem fræðslustjóri áfrýjanda stýrði í fjarveru skólastjórans, var stefnda
veittur frestur til að koma fram andmælum, en að þeim fengnum beindi
fræðslustjórinn til stefnda 12. júlí 2012 skriflegri uppsögn úr starfi
grunnskólakennara.
Stefndi kærði 26. september 2012 til
innanríkisráðherra ákvörðun áfrýjanda um að segja sér upp starfi. Til þessarar
kæru tók innanríkisráðuneytið loks afstöðu með úrskurði 4. apríl 2014, þar sem
komist var að þeirri niðurstöðu að ákvörðun áfrýjanda um uppsögn stefnda hafi
verið ólögmæt. Áfrýjandi höfðaði mál þetta 20. júní 2014 til að fá þann úrskurð
felldan úr gildi.
II
Stefndi beindi fyrrnefndri kæru til
innanríkisráðherra á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í 3.
mgr. þeirrar lagagreinar kemur fram að heimilt sé á þennan hátt að bera undir
ráðherra ákvörðun sveitarfélags um uppsögn starfsmanns sem eigi rætur að rekja
til brota hans í starfi, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, athafna í starfi
eða utan þess, sem þyki ósamrýmanlegar starfinu, eða annarra sambærilegra
ástæðna. Samkvæmt 117. gr. sömu laga getur sveitarfélag, sem ekki vill una
úrskurði ráðuneytis um slíka kæru, borið mál af því tilefni undir dómstóla, en
tekið er þar fram að leiði almennar reglur ekki til þess að máli verði beint að
ráðherra skuli honum stefnt til réttargæslu. Vegna ákvæða síðastnefndrar
lagagreinar verður að játa áfrýjanda heimild til að höfða mál þetta án tillits
til þess að ákvörðun hans um uppsögn stefnda 12. júlí 2012 var ekki felld úr
gildi með úrskurði innanríkisráðuneytisins 4. apríl 2014, heldur lýst
„ólögmæt.“ Samkvæmt sama lagaákvæði hefur áfrýjandi jafnframt réttilega stefnt
íslenska ríkinu til réttargæslu í málinu.
Í 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga er mælt fyrir
um að starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga fari eftir
ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ráðningarsamninga, en samhljóða regla í
57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 var í gildi þegar áfrýjandi og stefndi
gerðu ráðningarsamning 9. ágúst 2001. Þegar atvik máls þessa gerðust að öðru
leyti höfðu lög nr. 72/1996 um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda
grunnskóla, sem höfðu í VI. kafla að geyma ákvæði um skyldur starfsmanna, verið
felld úr gildi með 4. mgr. 23. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda
við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, en í síðarnefndu lögunum eru ekki
fyrirmæli um réttindi og skyldur slíkra starfsmanna sveitarfélaga. Vegna þessa
réðust réttindi og skyldur stefnda í starfi, að því leyti sem hér skiptir máli,
af ákvæðum kjarasamnings milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara frá 14. maí 2011, sem
var í gildi þegar stefnda var veitt áðurnefnd áminning 13. febrúar 2012 og áfrýjandi
sagði upp ráðningarsamningi þeirra 12. júlí sama ár.
Í grein 14.8 í
kjarasamningnum voru ákvæði um áminningu og sagði þar eftirfarandi í 1.
málsgrein: „Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra
vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða
óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið
ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því þykja að öðru leyti
ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar
eða fyrirtækis veita honum skriflega áminningu.“ Í grein 14.9 voru fyrirmæli um
uppsögn og frávikningu. Í fyrstu þremur málsgreinum hennar var einkum kveðið á
um form uppsagnar og fresti, en í 4. málsgrein sagði: „Ef fyrirhugað er að
segja starfsmanni upp störfum vegna ávirðinga þá þarf uppsögnin að grundvallast
á skriflegri áminningu samkvæmt gr. 14.8.“ Í framhaldi af þessu voru ákvæði um
fyrirvaralausa frávikningu úr starfi sem heimilað var að beita ef starfsmaður
hafði með dómi verið sviptur rétti til að gegna því, játað að hafa gerst sekur
um refsiverða háttsemi, sem mætti ætla að hefði slíkar afleiðingar í för með
sér, eða orðið uppvís að grófu broti í starfi. Þá er þess að geta að í grein
14.11 voru ákvæði um skyldur starfsmanna, þar sem sagði meðal annars:
„Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt af alúð og samviskusemi í hvívetna.
Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast
að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess, sem er honum til vanvirðu
eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann
vinnur við.“
Kjarasamningur þessi hafði
ekki að geyma frekari ákvæði en að framan greinir um áminningu starfsmanns eða
uppsögn vinnuveitanda á ráðningarsamningi vegna ávirðinga á hendur starfsmanni.
Líta verður til þess að í 1. málsgrein greinar 14.8 og 4. málsgrein greinar
14.9 voru heimildir vinnuveitanda til að áminna starfsmann og segja upp
ráðningarsamningi vegna ávirðinga, sem gáfu þó ekki tilefni til
fyrirvaralausrar brottvikningar, bundnar við atriði sem sneru að framferði
starfsmannsins í starfi. Við áðurgreind ákvæði í grein 14.11 um skyldur
starfsmanns, sem gátu að nokkru tekið til háttsemi hans utan starfs, voru á
hinn bóginn ekki tengdar heimildir vinnuveitanda til áminningar eða uppsagnar. Áfrýjandi
hefur ekki borið því við í málinu að stefndi hafi í starfi sínu sem kennari við
Brekkuskóla sýnt af sér háttsemi sem hefði getað leitt til áminningar og
uppsagnar eftir þessum ákvæðum greina 14.8 og 14.9 í kjarasamningnum. Þegar
metið er hvort áfrýjandi kunni á grundvelli annarra heimilda en þessara ákvæða
kjarasamningsins að hafa mátt veita stefnda áminningu og segja upp
ráðningarsamningi þeirra vegna háttsemi hans utan starfs verður að gæta að því
að áfrýjandi var sem stjórnvald bundinn af þeirri meginreglu að lagaheimildar
var þörf fyrir gerðum hans. Að því verður ekki síður að gæta að áfrýjandi
beitti hér áminningu og uppsögn til að bregðast við ummælum, sem stefndi hafði
látið falla opinberlega utan starfs síns og án tengsla við það, og hefði því
vegna ákvæða 2. mgr. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þurft ótvíræða stoð
fyrir slíkum viðbrögðum í kjarasamningnum, sem réði réttindum og skyldum
stefnda í starfi samkvæmt 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga. Slík stoð var
ekki fyrir hendi. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest.
Áfrýjanda verður gert að
greiða málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Fer jafnframt
samkvæmt því, sem þar segir, um gjafsóknarkostnað stefnda hér fyrir dómi.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Áfrýjandi, Akureyrarkaupstaður, greiði í ríkissjóð 1.000.000 krónur í
málskostnað fyrir Hæstarétti. Þá greiði áfrýjandi jafnframt réttargæslustefnda,
íslenska ríkinu, 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Allur gjafsóknarkostnaður stefnda, Snorra Óskarssonar, fyrir Hæstarétti
greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans,
1.000.000 krónur.
Dómur
Héraðsdóms Norðurlands eystra 10. apríl 2015.
Mál þetta, sem dómtekið var að
lokinni aðalmeðferð 13. febrúar 2015, er höfðað 23. júní 2014 af
Akureyrarkaupstað, Geislagötu 9, Akureyri, á hendur Snorra Óskarssyni, kt. [...],
Skógarhlíð 35, Hörgársveit. Til réttargæzlu er stefnt innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu
7, Reykjavík.
Dómkröfur
Stefnandi krefst þess að felldur
verði úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins frá 4. apríl 2014 í
stjórnsýslumáli nr. IRR12100058, þar sem ákvörðun stefnanda, dags. 12. júlí
2012, um að segja stefnda Snorra upp starfi kennara við Brekkuskóla, var metin
ólögmæt. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda.
Stefndi krefst sýknu af kröfum
stefnanda. Þá krefst hann málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda eins og
hann nyti ekki gjafsóknar. Hann krefst þess að gjafsóknarkostnaður greiðist úr
ríkissjóði, þar með talin laun lögmanns hans.
Réttargæzlustefnda krefst
málskostnaðar úr hendi stefnanda.
Málavextir
Stefndi er grunnskólakennari og
hafði starfað sem slíkur nær allar götur frá árinu 1973 þar til honum var sagt
upp störfum hinn 12. júlí 2012. Hann var ráðinn kennari við Brekkuskóla á
Akureyri hinn 1. ágúst 2001. Kennslugreinar hans voru íslenzka og danska. Á
skólaárinu 2002 til 2003 mun hann hafa gegnt starfi skólastjóra við skólann um
nokkurra mánaða skeið, í leyfi þáverandi skólastjóra.
Stefndi starfar jafnframt í
Hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri og hefur þar starfsheitið safnaðarhirðir. Þá er
hann notandi vefsíðunnar snorribetel.blog.is, sem er svo nefnd „bloggsíða“.
Hinn 6. október 2010 boðaði
Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri Brekkuskóla stefnda til fundar á
skrifstofu bæjarlögmanns Akureyrar „vegna ummæla um samkynhneigða sem birst
[hefðu] í fjölmiðlum og á bloggsíðu“ stefnda. Fundurinn var haldinn tveimur
dögum síðar og viðstödd auk þeirra tveggja voru fræðslustjóri og bæjarlögmaður
stefnanda. Í fundargerð er bókað að fræðslustjóri hafi upplýst stefnda um að
skólanefnd hafi „rætt um meiðandi ummæli hans um samkynhneigð“. Stefnandi líti
svo á að „það samrýmist illa stöðu hans sem grunnskólakennari að vera jafnframt
að ræða opinberlega um samkynhneigð sbr. tilvísun til frétta sem birst hafa á
visir.is og pressan.is og á bloggi hans, þar sem m.a. er rætt um að
samkynhneigð sé synd.“ Innan grunnskólans séu samkynhneigð börn og unglingar
eða börn og unglingar sem eigi samkynhneigða aðstandendur og ummæli stefnda séu
meiðandi. Í fundargerðinni er haft eftir stefnda „að hann ræddi skoðanir sínar
um samkynhneigð aldrei í skólastofunni.“ Jafnframt er haft eftir honum að hann
hafi ekki í hyggju að hætta að tjá sig opinberlega um samkynhneigð. Loks segir
að honum sé kynnt „að komi til þess að hann [ræði] aftur opinberlega á meiðandi
hátt um samkynhneigða geti komið til þess að málið fari í áminningarferli.“
Hinn 29. janúar 2012 birtist á
fréttavefnum mbl.is frétt undir fyrirsögninni „Afríkuríki standi vörð um
réttindi samkynhneigðra“. Er í fréttinni sagt frá því að aðalritari Sameinuðu
þjóðanna hafi hvatt leiðtoga Afríkuríkja til að virða mannréttindi
samkynhneigðra og meðal annars rakið að í mörgum ríkjum Afríku sé samkynhneigð
ólögleg. Verst sé ástandið í Úganda, þar sem nýlega hafi verið lagt til á þingi
landsins að heimilt yrði að dæma þá til dauða sem brjóti gegn banni við
samkynhneigð, eftir nánari skilyrðum sem talin eru upp í fréttinni. Eru svo
greinaskil en þar á eftir lýkur fréttinni á orðunum: „Mannréttindasamtök kenna
evangelískum prestum um aukið hatur í garð samkynhneigðra í Úganda.“
Á umræddum fréttavef gefst
lesendum, sem jafnframt eru notendur skráðrar „bloggsíðu“ á léninu blog.is,
kostur á því að skrifa sjálfir veffærslur sem birtast á hinni sjálfstæðu síðu
þeirra, og er færslan þá tengd upphaflegri frétt. Er þetta nefnt að „blogga um
fréttina“. Þetta gerði stefndi um umrædda frétt hinn 30. janúar 2012, undir
yfirskriftinni: „Er hatur hjá evangelískum?“. Færsla stefnda hljóðar svo: „Enn
eina ferðina koma upp árekstrar milli samkynhneigðra og evangelískra. Sagt er í
greininni: „Mannréttindasamtök kenna evangelískum prestum um aukið hatur í garð
samkynhneigðra“. Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að bæta þessum
orðum við í umræðunni. Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að
samkynhneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg.
Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg. Sennilega verður ekki hægt að
finna einhverja „sáttarleið“ í þessu máli. Þannig hafa árekstrarnir við
samkynhneigðina verið allsstaðar eins, milli hins Evangelíska orðs og svo
„mannréttinda“. Það var víst Guð sem sætti heiminn við sig með fórnardauða Jesú
en ekki öfugt. Maðurinn er ekki enn búinn að sættast við Guð og fá
fyrirgefningu. Við steytum hnefann á móti miskunnsömu almætti og heimtum
„mannréttindi“! Þetta stutta innlegg mitt verður eflaust flokkað sem
„hatursáróður“ – kannski bara vegna þess að ég tek Evangelíska afstöðu til
málsins? Allsstaðar veldur þetta efni sundrungu og deilum. Hið versta er að við
getum séð ávöxtinn af græðginni sem er líka synd. Nú þurfa fjölskyldurnar á
Íslandi að lifa við þröngan kost vegna græðginnar. Syndin sem nú er barist
fyrir að verði „mannréttindi“ kemur einnig með sinn ávöxt! kær kveðja Snorri í
Betel.“
Hinn 2. febrúar 2012 boðaði
Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri Brekkuskóla stefnda til fundar í ráðhúsi
bæjarins daginn eftir. Var tekið fram í fundarboðinu að auk skólastjórans yrðu
á fundinum bæjarlögmaður og fræðslustjóri, en boðað væri til fundarins „vegna
meints brots í starfi sem [væri] til skoðunar.“ Var vísað til vefritsins
pressan.is en þar hefði daginn áður birzt frétt „þar sem þú viðhefur meiðandi
ummæli um samkynhneigða.“ Þá er í bréfinu „vísað til fundar dags. 8. október
2010 þar sem þér var gefin skrifleg aðvörun að viðlagðri áminningu [ef] þú
opinberlega ræðir aftur á meiðandi hátt um samkynhneigða.“ Á fundinum yrði „hið
meinta brot reifað frekar og lögð fram gögn“ og stefnda gefinn frestur til að
koma með andmæli. Fundurinn „gæti verið undanfari áminningar í starfi.
Réttaráhrif áminningar getur verið uppsögn ef um ítrekuð brot er að ræða á
gildistíma áminningar.“
Fundurinn var haldinn hinn 3.
febrúar og auk stefnda og þeirra sem talin voru upp í fundarboði, sat fundinn
Björn Sverrisson, trúnaðarmaður kennara í Brekkuskóla. Fundargerð fundarins
liggur fyrir í málinu og ber hún yfirskriftina „Fundargerð vegna meints brots
Snorra Óskarssonar Opinber meiðandi ummæli um samkynhneigða“. Segir í fundargerðinni
að fundurinn sé haldinn „vegna meints brots [stefnda], utan starfs, sem
samrýmist ekki því starfi sem hann gegnir, sem kennari hjá Brekkuskóla.“ Þá
segir að stefnandi hafi á fundinum lagt fram nokkurar réttarheimildir, sem
talið sé að meint brot geti varðað við, en útdráttur réttarheimildanna fylgi
með í sérstakri greinargerð sem sé hluti fundargerðarinnar. Eru í
greinargerðinni taldar upp Mannauðsstefna Akureyrarbæjar, þar sem fram komi að
framkoma og athafnir utan vinnustaðar verði að samrýmast starfinu sem
starfsmenn gegni; lög nr. 91/2008 um grunnskóla og er sérstaklega vísað til 1.
mgr. 12. gr. og 24. gr.; Sjöundi kafli „Náms og kennslu“, þar sem segi að í
grunnskóla eigi allir nemendur rétt á að stunda nám við sitt hæfi og skuli
tækifæri þeirra að vera jöfn óháð atgervi og aðstæðum hvers og eins;
Aðalnámskrá, þar sem segi að nemendur verði í daglegu lífi að tileinka sér ýmsa
þætti til þess að verða virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi, þar á meðal
samskiptahæfni, virðingu, umburðarlyndi og skilning á uppbyggingu lýðræðislegs
þjóðfélags; Reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila
skólasamfélagsins í grunnskólum, þar sem segi meðal annars í 3. gr. að
starfsfólk skóla skuli ávallt bera velferð nemenda fyrir brjósti og leggja sig
fram um að tryggja nemendum öryggi, vellíðan og vinnufrið til að þeir geti
notið skólagöngunnar. Þá skuli starfsmenn sýna nærgætni og gæta virðingar í
framkomu sinni gagnvart nemendum, foreldrum og samstarfsmönnum, og loks þriðja
grein siðareglna Kennarasambands Íslands, þar sem segi meðal annars að kennari
vinni gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verði fyrir.
Í fundargerð segir svo að af
hálfu stefnanda sé „talið að umrætt blogg og frétt geti verið brot á
mannauðsstefnu [stefnanda], grunnskólalögum og framangreindri reglugerð.“ Er
stefnda veittur vikufrestur til að „koma að sínum sjónarmiðum gagnvart hinum
meintu ávirðingum“ og er bókað að stefndi hyggist koma að skriflegum andmælum
fremur en að sitja annan fund. Er honum tjáð að verði honum veitt áminning
„geti ítrekað brot á gildistíma áminningar leitt til uppsagnar.“
Með bréfi til stefnanda, dagsettu
föstudaginn 10. febrúar 2012, hafnar stefndi því að hann hafi brotið af sér.
Hann segir í bréfinu að ekki geti verið á skjön við mannauðsstefnu stefnanda að
tjá sig um trúarleg og siðferðisleg málefni samtímans og væri stjórnarskrárbrot
að meina honum þátttöku í þjóðmálaumræðu. Þá hafi engin dæmi verið nefnd um að
hann hafi brotið gegn grunnskólalögum, aðalnámskrá, reglugerð eða siðareglum
Kennarasambandsins. Í lok bréfsins kveðst stefnandi hafa í hyggju að vinna
áfram störf sín og „rækja [sitt] trúfrelsi“. Hann muni ekki samþykkja skerðingu
á tjáningarfrelsi sínu til að „þóknast“ stefnanda, en halda áfram að boða að
menn eigi opna hjálpræðisleið sem sé trúin á Jesúm Krist. Bætir hann svo við:
„En ef þið viljið vera sanngjörn þá er ég til viðræðu um starfslokasamning en
hann þarf að ná til þess tíma að ég taki eftirlaun úr lífeyrissjóði LSR.“
Nýr fundur var haldinn í
ráðhúsinu mánudaginn 13. febrúar 2012 og sátu hann þau sömu og hinn fyrri. Í
fundargerð er meðal annars bókað að stefnda hafi verið „kynnt sú niðurstaða að
þrátt fyrir andmæli hans verði honum veitt áminning, enda hafi andmælin ekki
brugðið neinni birtu á málið sem leitt geti til þess að málinu ætti að ljúka án
áminningar. [Stefnda] er kynnt að honum sé veitt áminning skv. grein 14.8 í
Kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna
Félags grunnskólakennara [...], að viðlagðri uppsögn ef til ítrekaðs brots kemur
skv. grein 14.9 í sama kjarasamningi.“ Er þá bókað eftir stefnda, að samkvæmt
lögfræðingi Kennarasambandsins „gildi grein 14.8. ekki um áminningu þessa.“ Í
fundargerðinni segir svo að stefnda sé afhent „skriflegt áminningarbréf dags.
13. febrúar 2012.“ Þá sé honum tilkynnt að frá og með sama degi sé honum veitt
leyfi á launum það sem eftir sé skólaársins. Á meðan á leyfinu standi haldi
hann launum og réttindum en einnig öllum skyldum, „þ.m.t. með vísan til allra
þeirra réttarheimilda sem liggja til grundvallar áminningu.“. Loks er bókað
eftir stefnda að hann hyggist halda áfram að „blogga“ og njóta
tjáningarfrelsis.
Umrætt áminningarbréf til stefnda
er undirritað af Jóhönnu Maríu Agnarsdóttur skólastjóra Brekkuskóla. Segir í
bréfinu að stefnandi telji að „með því að skrifa og tjá [sig] opinberlega á
meiðandi hátt um samkynhneigð [hafi stefndi] brotið svo af [sér] að réttlæti
viðbrögð af hálfu [stefnanda].“ Í áminningarbréfi skólastjórans segir að orð
stefnda, „samkynhneigð telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því
óæskilegt. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg“, séu „til þess fallin
að vera meiðandi, m.a. gagnvart nemendum og ganga gegn lögum, reglum,
samþykktum og skólastefnu.“ Þá sé „vísað til fjölmargra opinberra ummæla
[stefnda] í fjölmiðlum undanfarna daga.“ Vísað sé til 1. mgr. 12. gr.
grunnskólalaga nr. 91/2008 þar sem fram komi að kennarar skuli sýna nærgætni
gagnvart börnum og foreldrum, og til 24. gr. laganna þar sem segi að markmið
náms, kennslu og starfshátta skuli vera þannig að komið sé í veg fyrir
mismunun, meðal annars vegna kynhneigðar. Þá sé vísað til 7. kafla aðalnámskrár
þar sem segi að tækifæri nemenda skuli vera óháð meðal annars kynhneigð og að
meðal grundvallarréttinda nemenda sé að hafa vinnufrið í skólanum þannig að
þeir geti náð sem beztum tökum á náminu og kennsla nýtist þeim sem bezt. Því
þurfi að leggja áherzlu á að skapa jákvæðan skólabrag í hverjum skóla og góðan
vinnuanda í einstökum bekkjardeildum og námshópum. Þá er vísað til 3. gr.
reglugerðar nr. 1040/2011 með sambærilegum hætti og gert var í greinargerð
þeirri er fylgdi fundargerð frá 3. febrúar. Þá er í áminningarbréfinu vísað til
3. gr. siðareglna Kennarasambands Íslands, með sama hætti og í greinargerðinni.
Segir í áminningarbréfinu að af þessum heimildum megi ráða að
grunnskólakennarar „beri ríkar samfélagslegar skyldur með vísan til laga og
reglna, ekki bara innan veggja skólans heldur einnig utan hans.“ Þannig beri
þeim að virða „stefnu vinnustaðar síns og lög og reglur sem [varði] grunnskóla
og sé óheimilt að ganga gegn þeim í ræðu og riti, á þann hátt sem [stefndi
hafi] gert með meiðandi ummælum um samkynhneigða.“ Loks segir í
áminningarbréfinu, með undirstrikun áminnanda: „Með vísan til alls framanritaðs
og aðvörunar sem þér var gefin skriflega á fundi dags. 8. október 2010 er þér
hér með veitt áminning. Vísað er til greinar 14.8 í kjarasamningi þar sem
segir: „Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu,
óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í
starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að
starfi eða framkoma hans eða athafnir í því þykja að öðru leyti ósæmilegar,
óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar eða
fyrirtækis veita honum skriflega áminningu.[“] Með áminningarbréfi þessu er
þér gefinn kostur á að bæta ráð þitt með því að ítreka ekki það brot og þau
samskipti af því tagi sem lýst er hér að framan, ellegar kann þér að verða sagt
upp störfum.“
Í málinu er bréf til stefnda,
undirritað af Jóhönnu Maríu Agnarsdóttur skólastjóra, dagsett 13. febrúar 2012.
Þar segir: „Ég undirrituð, hef ákveðið að bjóða þér launað leyfi frá störfum
þínum sem grunnskólakennari við Brekkuskóla út skólaárið 2011-2012. Leyfið er
veitt til að lægja þær öldur sem risið hafa í kjölfar ummæla þinna á bloggi. Á
meðan á leyfi stendur munt þú halda fullum launum og réttindum og jafnframt
bera þær skyldur sem á þig eru lagðar sem grunnskólakennari skv. þeim lögum,
reglum og samþykktum sem við eiga.“
Sama dag sendi stefnandi frá sér
fréttatilkynningu undir fyrirsögninni „Akureyrarbær bregst við meiðandi ummælum
um samkynhneigð“. Í fréttatilkynningunni segir: „Síðustu daga hefur verið hávær
umræða í fjölmiðlum um ummæli grunnskólakennara á Akureyri sem birtist á bloggi
hans um samkynhneigð. Akureyrarbæ hefur verið legið á hálsi að bregðast ekki
við ummælunum. Það skal upplýst að árið 2010 brugðust skólayfirvöld við ummælum
umrædds kennara um samkynhneigð þar sem honum var gert að láta af slíkum
meiðandi ummælum. Því var brugðist umsvifalaust og hart við þeim ummælum sem nú
eru til umræðu. Var málið þegar sett í það lögformlega ferli sem
starfsmannaréttur og stjórnsýslulög gera ráð fyrir hjá hinu opinbera.
Starfsmannamál eru trúnaðarmál og því getur Akureyrarbær ekki gert opinbert
hver niðurstaða málsins er en þess skal getið að umræddur starfsmaður hefur
verið sendur í tímabundið leyfi frá störfum. Akureyrarbær getur ekki og mun
ekki tjá sig frekar í fjölmiðlum um mál þessa einstaka starfsmanns sem hér um
ræðir.“
Á umræddum tíma var í gildi
kjarasamningur milli Sambands íslenzkra sveitarfélaga og Kennarasambands
Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Svo sem rakið er í áminningarbréfinu
til stefnda segir meðal annars í grein 14.8 í þeim samningi: „Ef starfsmaður
hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð
eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð
fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans
eða athafnir í því þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða
ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar eða fyrirtækis veita honum
skriflega áminningu.“
Í sama kjarasamningi, grein 14.9,
er fjallað um uppsögn starfsmanns. Þar segir meðal annars: „Ef fyrirhugað er að
segja starfsmanni upp störfum vegna ávirðinga þá þarf uppsögnin að grundvallast
á skriflegri áminningu samkvæmt gr. 14.8.“
Hinn 20. apríl 2012 birti stefndi
grein á „bloggsíðu“ sinni undir fyrirsögninni „Gildum er hægt að breyta!“. Þar
segir, með leturbreytingum stefnda: „Er Anders ekki einmitt að segja satt
varðandi umbreytingu gildanna. Norskir hermenn læra að líta á
andstæðingana í Afganistan sem eitthvað annað en manneskjur og Talibanar kenna
sínum að líta á hina kristnu sem réttdræpa heiðingja? Þannig hafa styrjaldir
verið háðan í gegnum aldirnar að andstæðingurinn er gerður að ómenni.
Hvað með þá öll illmenni veraldar? Breyttu þeir ekki gildismati sínu? Er ekki
saga gyðinga einmitt sönnun þess hvernig þeir voru gerðir að „rottum
samfélagsins“, afætum og með svínablóð í æðum“? Sjónarmið kristinnar trúar eru
þau að maðurinn getur bætt hegðun sína og það er einmitt nauðsynlegt að
hann taki inn heilbrigt gildismat. Grunnþáttur kristinna gilda er að Guð er
til. Hann skapaði manninn í sinni mynd! Við höfum því ekki rétt á að eyða
mönnum hvorki á Utöja né í fóstureyðingum. Næsta er: „að líkami okkar
er musteri heilags anda“. Þess vegna höfum við ekki rétt á að fara með
líkama okkar eins og hverju okkar lystir. Því sá sem eyðir musteri heilags anda
mun Guð eyða! Þannig gerum við okkur sek við Guð og tilskipun hans. „En
líkaminn er ekki fyrir saurlífi heldur fyrir Drottinn [svo] og Drottinn fyrir
líkamann.“ (1.Kor 6:13) Þannig verður hjónabandið heilagt því Guð út bjó það
þar sem karl og kona ganga saman gegnum lífi[ð]. Ekki tveir karlar saman og
ekki tvær konur saman heldur karl og kona. Svo er: „Hver er þá náungi minn“?
Þar komum við að „Miskunnsama Samherjanum“ sem leggur hinum þjáða lið og
greiðir ekki bara lágmarkslaun sem duga ekki einu sinni fyrir framfærslu á
Íslandi. Þessi „miskunnsami“ skilur að auðurinn er skapaður af öllum sem
starfa við fyrirtækið og þeira allir eiga því réttlátan hlut í framleiðninni.
Þessi hugsun er varðveitt í því að náungi minn er jafningi minn,
skapaður í Guðs mynd á sama hátt og ég. Þá má nefna gildin um fjölskylduna.
Makar elski og börnin alist upp í heimili elsku og trausts. Hjörtu feðra
snúist til barna og óhlýðnir fái hugarfar réttlátra. Þessum gildum hafnaði
Anders Breivik en ná þau til okkar á Íslandi? Við hrósum happi yfir því að vera
ekki eins og þessi „tollheimtumaður“ en ef kristin gildi vantar í okkar þjóðfélag
er þá ekki aðeins stigsmunur og [svo] okkur og honum en ekki eðlismunur? Eða
hvernig getum við látið framhjá okkur fara 900 fóstureyðingar á Íslandi ár
hvert án þess að spyrna við fótum. Jú með því að líta ekki á fóstrin sem
manneskjur – Og Breivik sá ekki samborgara sína sem „Musteri heilags anda“! Æ,
það er gott að B[r]eivik er ekki hér! Snorri í Betel“.
Í málinu liggur skjal sem nefnt
er „samkomulag um starfslok“, dagsett 21. júní 2012. Skjalið er ekki
undirritað. Í skjalinu eru ýmis samningsákvæði og þar á meðal að stefndi ljúki
„ráðningarsambandi sínu við Brekkuskóla miðað við 1. ágúst 2012.“ Hann fái
eftir það greidd föst mánaðarlaun í tólf mánuði. Eftir gerð samkomulagsins eigi
hvorugur aðila kröfu á hinn og hvorugur muni eiga frumkvæði að umræðu um
starfslokasamninginn og aðdraganda starfslokanna. Jafnframt liggur í málinu
bréf stefnda til skólastjóra Brekkuskóla, fræðslustjóra stefnanda og
bæjarlögmanns, dagsett 29. júní 2012. Þar segist stefndi hafna tilboði um
starfslokasamning, dags. 21. júní. Segist stefndi „ekki tilbúinn að loka á
dómstólaleiðina né umræðu í fjölmiðlum með því að samþykkja rýran
starfslokasamning af engu tilefni.“
Hinn 28. júní 2012 birti stefndi
á „bloggsíðu“ sinni færslu sem hann nefndi „Leiðrétting?“. Þar segir, með
leturbreytingum hans: „Ég hef unnið lengi við að leiðrétta ritgerðir og stíla.
Þá er gjarnan stuðst við ákv. reglur sem eru stafsetningarreglur í íslensku.
Þær eru ekki hinar sömu í ensku og þýsku. Bretar og Þjóðverjar hafa sínar
stafsetningar[r]eglur. En kennarar leiðrétta ranga stafsetningu, röng svör eða
röng viðbrögð. Leiðréttingar eru einnig mikið notaðar í siglingafræðinni hvort
sem um skip eða flug er að ræða. Menn taka tillit til segulskekkju, vinda og
strauma. Það er kallað leiðrétting af því að menn ætla að ná réttum áfangastað.
Nú hefur orðið leiðrétting fengið alveg nýja merkingu. Drengur sem fæddist
„drengur“ og hefur xy-kynlitning fer í kynskiptiaðgerð. Það er kallað „leiðrétting“.
Hvaða merkingarbrengl er virkilega komið í [í]slenskt tungumál? Þetta tiltekna
ætti að vera kynbreyting en ekki leiðrétting. Því frá náttúrunnar
hendi er drengurinn karlkyns vera, hvað svo sem honum finnst eða við álítum.
Guð gjörði þau karl og konu og þau tvö skulu bindast, stofna heimili og verða
einn maður. Ef menn ætla síðan að breyta þessum atriðum og gera karl að konu
og/eða konu að karli þá er um að ræða breytingu eða afbökun en ekki
leiðréttingu. Sál mannsins er hvorki karlkyns- né kvenkynsvera nema af því að
hún er í líkama karls og líkama konu. Þetta er ekki hægt að leiðrétta heldur
breyta og afbaka. Íslenskt samfélag þarf að fá þessa leiðréttingu og rifja upp
hve frábær tungan okkar er, hún er svo gagnsæ og skír. Hin kristnu sjónarmið
eru þau að karlinn er skapaður karl og til að vera karlmaður til æviloka. Sama
er að segja um konuna, hún er fædd kvenvera til að vera slík til æviloka.
Snorri í Betel“.
Daginn eftir ritaði skólastjóri
Brekkuskóla stefnda bréf og boðaði hann til fundar í ráðhúsinu hinn 3. júlí. Í
fundarboði segir meðal annars: „Til fundarins er boðað vegna meints brots utan
starfs, og sem er til skoðunar hvort er ósamrýmanlegt starfi þínu sem kennari
og leitt getur til uppsagnar. Vísað er til bloggfærslu á mbl.is frá 20. apríl
2012 undir heitinu Gildum er hægt að breyta! og bloggfærslu frá 28. júní 2012
undir heitinu Leiðrétting?, þar sem þú viðhefur meiðandi ummæli um
samkynhneigða og transfólk. Vísað er [til] gildandi áminningar dag. 13. febrúar
2012 sem þér var gefin [...] vegna meiðandi bloggskrifa í garð samkynhneigðra,
en sú framkoma og [athöfn] þótti ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi þínu
sem kennari. Þá er vísað til fundar dags. 8. október 2010, þar sem þér var
gefin skrifleg aðvörun að viðlagðri áminningu [ef] þú opinberlega ræddi[r]
aftur á meiðandi hátt um samkynhneigða. Á fundinum verður hið meinta brot
reifað frekar og lögð fram gögn.“
Samkvæmt fundargerð sátu þennan
fund þau sömu og sátu fundina 10. og 13. febrúar sama ár. Í fundargerðinni er
vísað til „bloggs“ stefnda frá 20. apríl 2012 og vitnað til orðanna: „Næsta er:
„að líkami okkar er musteri heilags anda“. Þess vegna höfum við ekki rétt á að
fara með líkama okkar eins og hverju okkar lystir. Því sá sem eyðir musteri
heilags anda mun Guð eyða! Þannig gerum við okkur sek við Guð og tilskipun
hans. „En líkaminn er ekki fyrir saurlífi heldur fyrir Drottinn og Drottinn
fyrir líkamann.“ (1.Kor 6:13) Þannig verður hjónabandið heilagt því Guð út bjó
þar þar sem karl og kona ganga saman gegnum lífi[ð]. Ekki tveir karlar saman og
ekki tvær konur saman heldur karl og kona.“ Þá er í fundargerðinni vísað til
eftirfarandi orða í „bloggi“ sem bar fyrirsögnina Leiðrétting?: „Nú hefur orðið
leiðrétting fengið alveg nýja merkingu. Drengur sem fæddist „drengur“ og hefur
xy-kynlitning fer í kynskiptiaðgerð. Það er kallað „leiðrétting“. Hvaða
merkingarbrengl er virkilega komið í íslenskt tungumál? Þetta tiltekna ætti að
vera kynbreyting en ekki leiðrétting. Því frá náttúrunnar hendi eru drengurinn
karlkyns vera, hvað svo sem honum finnst eða við álítum. Guð gjörði þau karl og
konu og þau tvö skulu bindast, stofna heimili og verða einn maður. Ef menn ætla
síðan að breyta þessum atriðum og gera karl að konu og/eða konu að karli þá er
um að ræða breytingu eða afbökun en ekki leiðréttingu. Sál mannsins er hvorki
karlkyns- né kvenkynsvera nema af því að hún er í líkama karls og líkama konu.
Þetta er ekki hægt að leiðrétta heldur breyta og afbaka.“ Í fundargerðinni
segir að stefnandi vísi „til eftirfarandi réttarheimilda, sem talið [sé] að
meint brot geti [varðað] við“, og eru svo talin upp Mannauðsstefna stefnanda,
þar sem segi að framkoma og athafnir utan vinnustaðar verði að samrýmast því
starfi sem menn gegni, lög um grunnskóla og sérstaklega vísað til 1. mgr. 12.
gr. og 24. gr., „Nám og kennsla“ og þar sérstaklega vísað til 7. kafla, aðalnámskrá,
reglugerð nr. 1040/2011 og þar sérstaklega vísað til 3. gr., og siðareglur
Kennarasambands Íslands. Segir svo að stefnandi telji að „umrædd blogg geti
verið brot á mannauðsstefnu [stefnanda], grunnskólalögum og framangreindri
reglugerð ásamt fleiri réttarheimildum.“ Með fundargerðinni fylgir greinargerð
sama efnis, undirrituð af fræðslustjóra og bæjarlögmanni.
Í málinu liggur skjal, undirritað
af stefnda og stílað á fræðslustjóra, bæjarlögmann og skólastjóra Brekkuskóla.
Skjalið er ódagsett en vísað er til fundarins 3. júlí. Í bréfinu hafnar stefndi
því að „blogg“ sitt, „Gildum er hægt að breyta“, hafi verið meiðandi. Þar hafi
hann fjallað um hið „glæpsamlega athæfi Breiviks í Noregi“, en Breivik hafi
upplýst að hann hefði, áður en hann hefði framið óhæfuverk sín, hafið „vinnu í
sjálfum sér til að réttlæta óhæfuverkin“. Stefndi hafi vitnað til Biblíunnar
sem segði líkama mannsins vera „musteri heilags anda“ og „sá sem eyðir musteri
heilags anda mun Guð eyða!“. Þá kvaðst stefndi hafa frá Kristi að hjónaband
væri heilagt og aðeins fyrir karl og konu, og vísaði um það nánar til
Matteusarguðspjalls. Þá segir stefndi í bréfinu að það ætti „að segja sig
sjálft að leiðrétting skv. ísl. orðabók þýðir: „rétta, gera rétt: l. skekkju,
lagfæra, bæta úr villu(,); l. stíla.““ og geti stefndi því ekki tekið undir að
færsla sín frá 28. júní 2012 flokkist undir meiðandi ummæli. Segir stefndi að
allt bendi til að „málflutningur ykkar og áklögur [byggist] á vanþekkingu bæði
á Biblíunni og Íslensku“, og eigi það bæði við um þessar athugasemdir sem hinar
fyrri.
Í málinu liggur ódagsett skjal,
undir heitinu „Umboð“. Það hljómar svo: „Ég undirrituð Jóhanna María
Agnarsdóttir skólastjóri Brekkuskóla, framsel hér með heimild til Gunnars
Gíslasonar, fræðslustjóra Akureyrarbæjar að segja Snorra Óskarssyni upp störfum
í kjölfar uppsagnarferils, ef andmælaréttur hans leiðir til þess að ekki verði
komist hjá uppsögn hans í starfi. Heimild Gunnars Gíslasonar gildir meðan ég er
í sumarfríi frá 2. júlí til 17. júlí 2012.“ Undir skjalið rita Jóhanna María
Agnarsdóttir og Gunnar Gíslason.
Með bréfi til stefnda, dagsettu
12. júlí 2012, var honum tilkynnt um uppsögn úr starfi grunnskólakennara.
Uppsögnin var í bréfinu sögð eiga „rót að rekja til brota utan starfs sem
samrýmist ekki starfi [hans] sem grunnskólakennari.“ Bæði mannauðsstefna
Akureyrarbæjar og kjarasamningur grunnskólakennara boði að starfsmenn skuli
gæta þess að framkoma og athafnir utan vinnustaðar samrýmist starfinu sem þeir
gegni. Þá segir í bréfinu að andmæli stefnda hafi ekki brugðið „birtu á neina
þá þætti í málinu sem tilteknir [hafi verið] í greinargerð og fundargerð með
vísan til þeirra réttarheimilda sem [liggi] til grundvallar í málinu.“ Telji
stefnandi að „með því að skrifa og tjá sig opinberlega á meiðandi hátt um samkynhneigð
og transfólk [hafi stefndi] brotið svo af [sér] að réttlæti viðbrögð af hálfu
bæjarins.“ Vísað er til tveggja „blogga“ stefnda. Annars vegar þess frá 20.
apríl 2012, og sagt að þau ummæli úr því, sem vitnað var til í fundargerð frá
3. júlí, væru „meiðandi í garð samkynhneigðra“, og annars vegar til „bloggs“
frá 28. júní, og sagt að þau orð þess, sem einnig voru til tekin í sömu
fundargerð, væru „meðandi í garð transfólks“. Uppsögnin sé byggð á þessum
skrifum og þeirri áminningu sem stefnda hafi verið veitt 13. febrúar, en að
baki henni hafi verið „bloggskrif“ hans 31. janúar. Segir í uppsagnarbréfinu að
stefnandi vísi, máli sínu til stuðnings, til 1. mgr. 12. gr. grunnskólalaga þar
sem meðal annars komi fram að kennari skuli sýna nærgætni gagnvart börnum og
foreldrum þeirra og 24. gr. sömu laga þar sem segi að markmið náms, kennslu og
starfshátta skuli vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun, meðal annars
vegna kynhneigðar. Einnig sé vísað til 7. kafla aðalnámskrár þar sem segi meðal
annars að tækifæri nemenda skuli meðal annars vera óháð kynhneigð og í
aðalnámskrá segi einnig að meðal grundvallarréttinda nemenda sé að hafa
vinnufrið í skólanum þannig að þeir geti náð sem beztum tökum á náminu og því
þurfi að leggja áherzlu á að skapa jákvæðan skólabrag í hverjum skóla og góðan
vinnuanda í einstökum bekkjardeildum og námshópum. Þá er í bréfinu vísað til 3.
gr. reglugerðar nr. 1040/2011 þar sem segir að starfsfólk skóla skuli ávallt
bera velferð nemenda fyrir brjósti og leggja sig fram um að tryggja þeim
öryggi, vellíðan og vinnufrið til að þeir geti notið skólagöngunnar. Þá segi að
starfsmenn skuli sýna nærgætni og gæta virðingar í framkomu sinni gagnvart
nemendum, foreldrum og samstarfsmönnum. Þá sé vísað til markmiða
reglugerðarinnar þar sem segi meðal annars að nemendur eigi að geta notið
bernsku sinnar í skólastarfi. Loks er vísað til 3. gr. siðareglna
Kennarasambands Íslands þar sem segi meðal annars að kennari vinni gegn
fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verði fyrir. Í uppsagnarbréfinu
segir að af þessum heimildum megi ráða að grunnskólakennarar beri „ríkar
samfélagslegar skyldur með vísan til laga og reglna, ekki bara innan veggja
skólans heldur einnig utan hans. Þannig [beri] þeim að virða stefnu vinnustaðar
síns og lög og reglur er [varði] grunnskóla, jafnt innan sem utan skóla og [sé]
óheimilt að ganga gegn þeim í ræðu og riti, á þann hátt sem [stefndi hafi] gert
með meiðandi ummælum um samkynhneigða og transfólk.“ Með vísan til alls þessa,
og viðvörunar sem stefndi hafi fengið á fundi 8. október 2010 og áminningar 13.
febrúar 2012, sé honum sagt upp störfum sem kennari við Brekkuskóla. Ljóst sé
að „eftir framangreinda áminningu [hafi stefndi] ekki bætt ráð [sitt], er
[varði] það framferði að skrifa opinberlega á meiðandi hátt um samkynhneigð.“
Undir bréfið ritar, fyrir hönd stefnanda, Gunnar Gíslason fræðslustjóri.
Úrskurður
innanríkisráðuneytisins
Með stjórnsýslukæru er barst
innanríkisráðuneytinu hinn 2. október 2012 kærði stefndi þá ákvörðun stefnanda
að segja sér upp starfi við Brekkuskóla. Í niðurstöðu ráðuneytisins segir að í
málinu sé meðal annars deilt um gildi áminningar þeirrar er stefnda var veitt í
febrúar 2012, en í úrskurðinum kemur fram að stefndi byggði í kæru sinni meðal
annars á því að áminning yrði ekki veitt vegna athæfis utan starfs, á
grundvelli greinar 14.8 í gildandi kjarasamningi. Þá segir einnig meðal annars:
„Þegar tekið er mið af orðalagi ákvæðis 14.8 í kjarasamningnum telur ráðuneytið
alveg ljóst að það veitir sveitarfélögum fyrst og fremst heimild til að áminna
grunnskólakennara vegna háttsemi í starfi. Gildissvið ákvæðisins er að þessu
leyti þrengra en hliðstætt ákvæði 21. gr. laga um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 þar sem er að finna heimild til að áminna
starfsmann ef athafnir hans utan starfs þykja ósæmilegar, óhæfilegar eða
ósamrýmanlegar starfinu. Í því ljósi telur ráðuneytið að leggja verði til
grundvallar að grunnskólakennarar njóti að þessu leyti meiri verndar heldur en
t.d. starfsmenn ríkisins og hefur ráðuneytið þar ekki síst í huga að um
samningsbundin réttindi er að ræða, þ.e. samkomulag á milli Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Verður að telja að kjarasamningurinn
mæli þannig í grundvallaratriðum fyrir um lágmarksréttindi grunnskólakennara, sem
samningsaðilar hafa sammælst um, og að þau réttindi verði ekki takmörkuð af
öðrum, eftir atvikum einhliða, stefnuyfirlýsingum sveitarfélaga svo sem
mannauðs- eða starfsmannastefnu.“ Þá segir í úrskurðinum að þrátt fyrir þetta
telji ráðuneytið ekki útilokað að unnt sé að veita grunnskólakennara áminningu
vegna háttsemi hans eða athafna utan starfs, en til að svo megi verði, sé
nauðsynlegt að athafnir hans eða háttsemi hafi bein áhrif á stöðu hans innan
viðkomandi grunnskóla, með þeim hætti sem lýst sé í ákvæði 14.8 í
kjarasamningnum. Beri sveitarfélaginu að sýna fram á það, og gæta þá að
viðeigandi réttarreglum stjórnsýsluréttar, svo sem rannsóknarreglu,
réttmætisreglu og meðalhófsreglu.
Þá segir í úrskurði ráðuneytisins
að hvorki í áminningarbréfi stefnanda til stefnda né í greinargerð stefnanda
til ráðuneytisins sé því haldið fram að ummæli stefnda hafi með beinum hætti
haft áhrif á störf stefnda innan Brekkuskóla, þannig að fallið gæti undir
ákvæði 14.8 í kjarasamningnum, og ekki sé að finna vísbendingar í gögnum
málsins um að svo hafi verið. Sé þannig ekkert í gögnum málsins sem gefi til
kynna að upp hafi komið vandamál tengd kennsluháttum stefnda eða hann hafi
látið skoðanir sínar hafa áhrif á störf sín innan skólans eða framkomu gagnvart
nemendum. Sé alveg ljóst að áminning stefnda hafi eingöngu byggzt á því mati
stefnanda að ummæli hans væru almennt til þess fallin að vera meiðandi, án þess
að leiddar hefðu verið að því líkur að þau hefðu haft raunveruleg áhrif á störf
hans sem grunnskólakennari. Slíkar almennar ástæður sem varði athafnir eða
háttsemi grunnskólakennara utan starfs geti ekki talizt nægilegur grundvöllur
áminningar samkvæmt kjarasamningsákvæði nr. 14.8. Hafi áminning sú, er stefnda
var veitt, ekki verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum og verið ólögmæt. Geti
tilvísanir stefnanda til annarra réttarheimilda, eða eigin mannauðsstefnu,
aðalnámskrár eða siðareglna Kennarasambandsins ekki breytt þeirri niðurstöðu,
enda sé þar ekki heldur að finna fullnægjandi grundvöll til að áminna grunnskólakennara
af þeim ástæðum sem stefnandi hafi vísað til. Þá segir ráðuneytið í úrskurði
sínum að í uppsagnarbréfi stefnanda til stefnda sé því ekki haldið fram að
háttsemi hans hafi haft bein áhrif á störf hans innan skólans og þá verði ekki
séð að slíkar aðstæður, sem falli undir ákvæði 14.8 í kjarasamningnum hafi
risið á tímanum frá áminningu og til brottrekstrar. Ákvörðun stefnanda um
uppsögn stefnda hafi ekki verið tekin á grundvelli lögmætrar áminningar og
vegna þess, sem og þess að ekki hafi að öðru leyti verið forsendur fyrir
uppsögn hans, sé ákvörðun stefnanda um uppsögn stefnda úr starfi ólögmæt. Er
þetta úrskurður sá, sem stefnandi krefst að verði úr gildi.
Málsástæður
og lagarök stefnanda
Stefnandi segist byggja á því að
sér hafi verið heimilt að áminna stefnda og segja honum upp störfum vegna
skrifa hans á vefsíðunni snorribetel.blog.is. Kveðst stefnandi byggja þetta á
nokkurum skráðum réttarheimildum. Stefnandi kveðst vísa til mannauðsstefnu
sinnar, þar sem sérstaklega sé vísað til kafla um almennar skyldur og réttindi
starfsmanna og meðal annars sagt að starfsmenn skuli vinna eftir stefnu
vinnustaðar síns af heilindum og trúmennsku, hlíta lögmætum fyrirmælum
yfirmanna sinna, sinna starfi sínu af samvizkusemi, sýna kurteisi, lipurð og
réttsýni og starfa fyrst og fremst í þágu bæjarbúa, sem leggi þeim þá skyldu á
herðar að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og gæta þess að framkoma og
athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu sem þeir gegni. Þá kveðst
stefnandi vísa til laga nr. 91/2008 um grunnskóla þar sem meðal annars segi í
1. mgr. 12. gr. að starfsfólk grunnskóla skuli rækja starf sitt af fagmennsku
alúð og samviskusemi. Það skuli gæta kurteisi, nærgætni og lipurð með framkomu
sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki og þá kveðst
stefnandi vísa til 24. greinar grunnskólalaga þar sem segi að markmið náms og
kennslu og starfshættir skuli vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun
vegna uppruna, kyns, kynhneigðar, búsetu, stéttar, trúarbragða, heilsufars,
fötlunar eða stöðu að öðru leyti. Þá segist stefnandi vísa til sjöunda kafla
Náms og kennslu, þar sem segi að í grunnskóla eigi allir nemendur rétt á að
stunda nám við sitt hæfi. Tækifærin eigi að vera jöfn óháð atgervi og aðstæðum
hvers og eins. Þess sé því gætt að tækifærin ráðist ekki af því hvort nemandi
sé af íslenzku bergi brotinn eða af erlendum uppruna. Þau séu óháð því hvort um
drengi eða stúlkur sé að ræða, hvar nemandi eigi heima, hverrar stéttar hann
sé, hvaða trúarbrögð hann aðhyllist, hver kynhneigð hans sé, hvernig heilsufari
hans sé háttað eða hvort að hann búi við fötlun. Þá segist stefnandi vísa til
aðalnámskrár þar sem segi að nemendur þurfi að tileinka sér í daglegu lífi ýmsa
þætti til þess að vera virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi, þar á meðal
samskiptahæfni, virðingu, umburðarlyndi og skilning á uppbyggingu lýðræðislegs
þjóðfélags. Nemendur þurfi að læra að umgangast hver annan og allt starfsfólk
skóla í sátt og samlyndi og taka ábyrgð á eigin framkomu og hegðun og virða
skólareglur. Leggja þurfi áherzlu á námsaga og sjálfsaga nemenda. Til þess að
svo megi verða beri starfsfólki í skóla í hvívetna að stuðla að góðum
starfsanda og gagnkvæmri virðingu allra í skólanum í samstarfi við nemendur,
foreldra og starfsfólk. Efla skuli félagsfærni nemenda með því að skapa þeim
tækifæri til virkrar þátttöku í skólastarfi. Jákvæður skólabragur sé í eðli
sínu forvarnarstarf og geti dregið úr neikvæðum samskiptum svo sem einelti og
öðru ofbeldi. Meðal grundvallarréttinda nemenda sé að hafa vinnufrið í skólanum
þannig að þeir geti náð sem beztu tökum á náminu og kennslan nýtist þeim sem
bezt. Því þurfi að leggja áherzlu á að skapa jákvæðan skólabrag í hverjum skóla
og góðan vinnuanda í einstökum bekkjardeildum og námshópum. Stefnandi segist
vísa til reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila að skólasamfélagi í grunnskólum
nr. 1040/2011, þar sem segi meðal annars í 3. gr., að starfsfólk skóla skuli
ávallt bera velferð nemenda fyrir brjósti og leggja sig fram um að tryggja
nemendum öryggi, vellíðan og vinnufrið til þess að þeir geti noti skólagöngu
sinnar. Þá segi að starfsfólk skuli sýna nærgætni og gæta virðingar í framkomu
sinni gagnvart nemendum, foreldrum og samstarfsfólki. Þá sé vísað til markmiðar
reglugerðar þessarar þar sem segi meðal annars að nemendur eigi að geta notið
bernsku sinnar í skólastarfi. Stefnandi segist vísa til siðareglna
Kennarasambands Íslands en þar segi meðal annars að kennari vinni gegn
fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verði fyrir.
Þá segist stefnandi byggja á
ýmsum óskráðum meginreglum vinnuréttar, meðal annars vammleysisskyldunni, að
forðast að hafast nokkuð það að í starfi eða utan þess sem starfsmanni sé til
vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað geti rýrð á starf sitt eða starfsgrein;
hlýðniskyldunni, að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt,
hollustu- og trúnaðarskyldum, að taka tillit til hagsmuna stofnunar í starfi og
utan starfs. Stefnandi segir að vammleysisskyldan sé ólögfest meginregla í
vinnurétti. Reglan hafi verið lögfest í 28. gr. laga nr. 79/1996 um réttindi og
skyldur kennara og skólastjórnenda þar sem hafi sagt að starfsmanni væri skylt
að rækja starf sitt með alúð og samvizkusemi í hvívetna, hann skyldi gæta
kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu og hann skyldi forðast að hafast
nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem væri honum til vanvirðu eða
álitshnekkis eða varpað gæti rýrð á það starf eða starfsgrein sína. Lögin hafi
verið felld úr gildi með lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og
skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og ákvæði um
réttindi og skyldur færð í kjarasamninga. Reglurnar sé nú að finna í ákvæði
14.11 í kjarasamningi grunnskólakennara.
Stefnandi segir að þótt
vammleysisskyldu utan starfs sé ekki að finna í ákvæði 14.8 í kjarasamningi, þar
sem talin séu upp tilvik og hegðun sem leitt geti til áminningar, gildi almenna
meginreglan um vammleysisskyldu utan starfs enda séu aðilar vinnumarkaðarins
ekki í stöðu til að semja sig undan almennum meginreglum vinnuréttar.
Meginreglan um vammleysi utan starfs sé enda í mannauðsstefnu stefnanda sem
samþykkt hafi verið í bæjarstjórn stefnanda 17. marz 2009 og gildi um stefnda.
Þar segi í kafla um almennar skyldur og réttindi starfsmanna stefnanda að um
réttindi og skyldur starfsmanna fari eftir gildandi lögum og samþykktum svo og
kjarasamningum á hverjum tíma. Þá segi að til viðbótar hafi starfsmenn skyldum
að gegna sem taldar séu upp í kaflanum, meðal annars að þeir gæti þess að
framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu sem þeir gegni.
Hæstiréttur hafi dæmt eftir starfsreglum og starfsmannastefnu vinnustaða sem
meðal annars byggi á almennri vammleysisskyldu utan starfs, sbr. dóm í máli nr.
220/2007.
Stefnandi segir að í 56. gr.
samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar nr. 99/2003 segi að um
starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna fari eftir ákvæðum kjarasamninga
hverju sinni, ákvæðum um ráðningarsamninga, reglum um ábyrgðarmörk,
mannauðsstefnu og jafnréttisstefnu. Samþykktin sé sett samkvæmt ákvæðum 9. og
18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og hafi verið staðfest af
innanríkisráðuneytinu. Áður hafi samskonar ákvæði verið í eldri samþykktum nr.
895/2003, en þar hafi komið fram heitið starfsmannastefna sem síðar hafi
breytzt í umrædda mannauðsstefnu árið 2009. Í þeirri mannauðsstefnu sé ákvæði
um vammleysi utan starfs. Segist stefnandi því mótmæla lögskýringu
innanríkisráðuneytisins sem byggt hafi niðurstöður sínar á því að aðilar hafi í
kjarasamningi þrengt heimild til áminninga og einskorði þær við atriði sem gerist
í starfi. Þótt ákvæði um áminningu og uppsagnir vegna ítrekunarbrota sé í
kjarasamningi séu réttarreglurnar einnig byggðar á samspili almennra reglna
vinnuréttar og ákvæðum stjórnsýslulaga. Stefnandi segist gera ríkar kröfur til
starfsmanna sinna um að þeir sýni framkomu utan starfs sem samrýmist starfinu
og til þess hafi stefnandi fullt vald og heimildir með vísan til
sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Það sé mat stefnanda að brot utan starfs
geti réttlætt stjórnsýsluleg viðurlög eins og aðvaranir, áminningu og uppsögn.
Stefnandi segist einnig byggja á
því að sér hafi borið skylda til að gæta sérstaklega að réttindum barna sem
skylt sé að lögum að sækja grunnskóla. Því hafi sér verið skylt að bregðast við
háttsemi stefnda. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 91/2008 sé skólaskylda á
Íslandi í 10 ár og samkvæmt 1. mgr. 5. gr. sömu laga beri sveitarfélög ábyrgð á
rekstri grunnskóla. Í 2. gr. sömu laga komi fram að það sé hlutverk
grunnskólans að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi
sem sé í sífelldri þróun. Starfshættir skuli meðal annars mótast af
umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi. Stefnandi
segist einnig vísa til þess að í 29. gr. laga nr. 19/2013 um samning Sameinuðu
þjóðanna um réttindi barnsins, komi fram að menntun barns skuli meðal annars
beinast að því að móta með því virðingu fyrir mannréttindum og málfrelsi og
grundvallarsjónarmiðum þeim er fram koma í sáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Samkvæmt þessu sé ljóst að stefnandi hafi að lögum skyldu til að tryggja börnum
menntun þar sem þeim sé kennt umburðarlyndi og virðing fyrir öllum mönnum.
Börnum á skólaskyldualdri sé uppálagt að bera virðingu fyrir kennurum sínum og
fara að fyrirmælum þeirra. Foreldrar eigi að geta treyst því að skólarnir ræki
hlutverk sitt af samvizkusemi. Það geti því vart verið ásættanleg niðurstaða að
sveitarfélög geti ekki gert athugasemdir og beitt starfsmenn stjórnsýslulegum
viðurlögum verði þeir berir að opinberum yfirlýsingum sem gangi þvert gegn
þessum markmiðum, og haldi því áfram eftir aðfinnslu og áminningu
vinnuveitenda, þvert á hlýðniskyldu þeirra.
Stefnandi segir að í 73. gr.
stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994
sé fjallað um tjáningarfrelsi einstaklingsins. Þar komi fram að sérhver maður
eigi rétt til tjáningarfrelsis og því verði aðeins settar skorður með lögum,
meðal annars til að tryggja réttindi eða mannorð annarra enda séu þær
nauðsynlegar í lýðræðisþjóðfélagi. Stefnandi segir að trúfrelsi og
tjáningarfrelsi stefnda hafi aldrei verið heft. Hins vegar hafi honum verið
gert ljóst að ummæli hans gætu haft afleiðingar fyrir hann í starfi. Hann hafi
aldrei verið beðinn um að tjá ekki trúarskoðanir sínar heldur aðeins að skrifa
ekki á meiðandi hátt um samkynhneigða með vísan til þess að hann væri
grunnskólakennari. Þegar stefndi hafi haldið uppteknum hætti hafi stefnandi
veitt honum áminningu og sagt honum loks upp þegar ljóst hafi verið að hann
hefði ekki látið sér segjast. Þetta hafi verið eðlileg vinnubrögð vinnuveitanda,
sbr. það sem áður hafi verið sagt um lagaumhverfi grunnskólans,
vammleysisskylduna og hlýðniskyldu vinnuréttar. Sé einnig vísað til þess að
stefnandi hafi sérstakar skyldur til að vernda börn í grunnskólum og gæta
hagsmuna þeirra. Stefnandi segist vísa til þess að samkvæmt tölfræði sé næsta
víst að í Brekkuskóla hafi verið samkynhneigðir nemendur, nemendur sem væru að
velta fyrir sér kynhneigð sinni, og/eða ættu samkynhneigða ættingja. Ljóst sé
að þessi tími reynist mörgum þeirra erfiður og sýna þurfi þessum hópi sérstaka
nærgætni. Stefnda hafi því borið að gæta hagsmuna þeirra sérstaklega og gæta
þess að nemendur þyrftu ekki að draga óhlutdrægni hans í efa vegna kynhneigðar
eða skoðana þeirra á samkynhneigð. Þær rannsóknir hafi sýnt að samkynhneigðir unglingar
eigi á brattann að sækja og umhverfisáhrif geti verið þeim skaðleg og þau geti
átt við svokallaða minnihlutastreitu að glíma, sbr. rannsókn dr. Sigrúnar
Sveinbjörnsdóttur, dr. Þórodds Bjarnasonar og fleiri. Samkvæmt tölvupósti sem
stefnda hafi borizt frá dr. Þóroddi Bjarnasyni prófessor, dagsett 9. febrúar
2012, sem gagn í starfsmannamálum stefnda, þá sé ljóst að samkynhneigðir
nemendur séu tólffalt líklegri til ítrekaðra sjálfsvígshugleiðinga og
tuttuguogfimmfalt líklegri en aðrir íslenzkir unglingar til að hafa gert margar
sjálfsvígstilraunir. Stefnandi segist byggja á því að opinber umfjöllun stefnda
á „bloggi“ stefnda hafi verið meiðandi fyrir samkynhneigða og transfólk og
gengið gegn lögum, reglum, samþykktum og skólastefnu. Þá hafi framkoma og
athafnir stefnda utan starfs verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi
hans sem grunnskólakennari. Stefnandi segist hafa litið til þess að umfjöllun
stefnda um að samkynhneigðir væru syndugir og þeim yrði refsað með dauða eða
þeim yrði eytt væri mjög meiðandi ummæli í garð samkynhneigðra, fjölskyldna
þeirra og ekki sízt grunnskólabarna sem ættu erfitt með að bera hönd fyrir
höfuð sér eða verjast slíkum ummælum og gætu tekið þau bókstaflega. Stefnandi
hafi því ekki lengur treyst því að stefndi gætti jafnræðis við meðferð barnanna
óháð kynhneigð þeirra eða aðstandenda þeirra. Stefnda hafi verið kynnt mat
stefnanda á fundum hinn 3. febrúar 2012 og 3. júlí 2012 þar sem matið hafi
verið reifað. Sjónarmið stefnda gagnvart því mati hafi einungis verið að hann
væri að vitna í texta Biblíunnar.
Stefnandi segist byggja á því að
í umræddu „bloggi“ stefnda hafi falizt hatursáróður en Mannréttindadómstóll
Evrópu hafi skilgreint hatursáróður þannig að um sé að ræða tjáningu sem
dreifi, hvetji til, stuðli að eða réttlæti hatur sem byggist á skorti á
umburðarlyndi. Segist stefnandi byggja á því að slíkur áróður verði ekki
réttlættur með vísan í Biblíuna.
Stefnandi segir að til
skilgreiningar á hatursáróðri megi vísa til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu
frá 9. febrúar 2012 þar sem fjallað hafi verið um hatursáróður vegna
kynhneigðar í framhaldsskóla. Þar hafi áróður innihaldið þrjár
meginfullyrðingar sem dómstóllinn hafi talið til hatursáróðurs. Í fyrsta lagi
að samkynhneigð væri afbrigðileg kynferðisleg hneigð. Í öðru lagi að hún hefði
siðferðilega skemmandi áhrif á þjóðfélagið og í þriðja lagi að hún bæri ábyrgð
á þróun alnæmis. Jafnvel þótt innihaldið hefði ekki verið bein hvatning um að
fremja „hatursfulla verknaði“ hafi dómstóllinn talið tjáninguna innihalda alvarlegar
og fordómafullar staðhæfingar. Dómstóllinn hafi lagt áherzlu á að mismunun á
grundvelli kynhneigðar væri jafnalvarleg og mismunur á grundvelli kynþáttar,
uppruna eða litarháttar.
Þá segist stefnandi mótmæla
þeirri staðhæfingu að skoðanir og umfjöllun stefnda hafi ekki haft áhrif á
nemendur eða starf hans sem kennara. Þá sé ljóst að stefndi sjálfur hafi vitað
að skoðanir hans og umfjöllun á „bloggi“ hafi haft áhrif á starf hans og
nemendur og foreldra ólögráða barna í skyldunámi. Þannig hafi stefndi verið
ítrekað færður til innan skólans og hafi ítrekað þurft að hætta að kenna
bekkjardeildum. Þá kveðst stefnandi telja að af dómaframkvæmd megi ráða að
þegar dæmt hafi verið fyrir skort á umburðarlyndi, sem Mannréttindadómstóll
Evrópu skilgreini sem hatursáróður, hafi ekki þurft að sýna fram á að
einstaklingur hafi meiðzt heldur nægi að tiltekinn hópur sé afmarkaður. Kveðst
stefnandi þessu til stuðnings vísa til dóms Hæstaréttar í máli nr. 461/2001 þar
sem maður hafi verið dæmdur til refsingar fyrir brot gegn 233. gr. a, almennra
hegningarlaga með ummælum sem beinzt hafi gegn hópi ónafngreindra manna vegna
þjóðernis, litarháttar og kynþáttar.
Stefnandi segist byggja á því að
samkvæmt framansögðu þurfi að meta niðurstöðu innanríkisráðuneytisins til
samræmis við úrskurði Mannréttindadómstólsins og Hæstaréttar Íslands, en
ráðuneytið segi í úrskurði sínum að það sé ljóst að áminning stefnda hafi
eingöngu byggzt á því mati stefnanda að þau ummæli er hann hafi birt á
„bloggsíðu“ sinni væru almennt til þess fallin að vera meiðandi, án þess þó að
sveitarfélagið hafi leitt að því líkur að þau hefðu haft raunveruleg áhrif á
störf hans sem grunnskólakennara. Stefnandi segist einnig byggja á því að við
matið sé nægilegt að réttmæt ástæða sé til að draga óhlutdrægni stefnda í efa
en ekki nauðsyn að stefndi brjóti á einstökum tilteknum nemanda.
Þá segir stefnandi hafa haft til
hliðsjónar við mat sitt lagalega réttarstöðu og mannréttindi samkynhneigðra með
hliðsjón af „bloggi“ stefnda. Á síðustu árum hafi orðið mikil þróun á réttarstöðu
samkynhneigðra í þjóðfélaginu hvort sem sé á sviði löggjafar eða í
samfélagslegu samhengi. Mikil breyting hafi orðið á viðhorfum almennings og
töluvert hafi dregið úr fordómum í garð samkynhneigðra. Miklir lagalegir
ávinningar hafi átt sér stað og gildismat þjóðarinnar gagnvart samkynhneigð
hafi tekið miklum breytingum. Réttarstaða samkynhneigðra sé bundin í lögum og
ályktunum. Skemmst sé að minnast ályktunar Alþingis um málefni samkynhneigðra
frá 19. maí 1992 þar sem Alþingi hafi lýst yfir vilja sínum til þess að tryggja
að misrétti gagnvart samkynhneigðum ætti sér ekki stað. Eitt stærsta skrefið í
réttindabaráttu samkynhneigðra hafi verið tekið árið 2010 þegar Alþingi hafi
samþykkt að ein hjúskaparlög skyldu gilda um alla, en lögin gildi um hjúskap
tveggja einstaklinga en ekki karls og konu eins og áður. Lögin gildi því um
hjúskap allra, óháð kyni og kynhneigð. Stefndi hafi í ræðu og riti talað gegn
framangreindum réttindum samkynhneigðra sem séu bundin í lög.
Stefnandi segist hafa farið í
einu og öllu eftir reglum stjórnsýslulaga við meðferð máls stefnda. Stefnandi
hafi rannsakað málið áður en meðferð þess hafi hafizt, með vísan til
stjórnsýslulaga, boðað stefnda á fundi með vísan til 14. gr. stjórnsýslulaga
þar sem málefni funda hafi komið fram, leiðbeint stefnda bæði í fundarboðum og
á fundum með vísan til 7. gr. stjórnsýslulaga, meðal annars að hann gæti komið
með aðstoðarmann á fundi og hver væru réttaráhrif ef tiltekin ákvörðun yrði
tekin. Stefnandi hafi lagt fram gögn með vísan til 15. gr. stjórnsýslulaga þar
með taldar greinargerðir og réttarheimildir og hafi reifað mál sitt á fundum,
veitt stefnda andmælafrest með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga og tekið
afstöðu til andmæla hans áður en ákvörðun hafi verið tekin með vísan til 10.
gr. stjórnsýslulaga. Þá hafi stefnandi litið til efnisreglna stjórnsýsluréttar
við töku ákvörðunar. Þannig hafi stefnandi haft meðalhófsreglu 12. gr.
stjórnsýslulaga í heiðri og varað stefnda fyrst við og veitt honum síðan
áminningu áður en gripið hafi verið til uppsagnar, en áður en stefnda hafi
verið sagt upp hafi stefnandi boðið stefnda starfslokasamning sem stefndi hafi
ekki þegið.
Stefnandi segir að stefnda hafi
mátt vera ljóst, eftir aðvörun sem honum hafi verið veitt, eftir viðvörun sem
honum hafi verið veitt í október 2010 þess efnis að stefnandi teldi hann brjóta
ýmis ákvæði í lögum sem varði grunnskóla auk hinnar almennu ólögfestu
vammleysisskyldu og ákvæði 14.11 í kjarasamningi, að stefnandi myndi ekki láta
þar við sitja. Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu og dómur Hæstaréttar um
hatursáróður styðji það mat stefnanda að grípa hafi þurft til þess
stjórnsýslulega úrræðis að áminna stefnanda. Það stjórnsýslulega úrræði sé eina
heimild stefnanda gagnvart stefnda til að gæta hagsmuna barna og leyfa þeim að
njóta vafans þegar réttmæt ástæða hafi verið til að draga óhlutdrægni stefnda í
efa vegna meiðandi ummæla hans á opinberum vettvangi um samkynhneigða.
Stefnandi segist byggja á því að
hann hafi tekið ákvörðun um viðvörun, áminningu og uppsögn á grundvelli lögmætra
og málefnalegra sjónarmiða. Það lögmæta og lögbundna markmið hans hafi verið að
verja grunnskólabörn gegn meiðandi ummælum um samkynhneigð af hendi
grunnskólakennara og tryggja að nemendur og forráðamenn þeirra gætu treyst því
að kynhneigð hefði ekki áhrif á framkomu og viðhorf kennara til nemenda.
Stefnandi segist byggja á því að þær réttarheimildir sem vísað sé til geri ráð
fyrir að starfmaður þurfi að una því að hendur hans geti verið bundnar með
vísan til starfsins sem hann gegni og athafnir utan starfs geti leitt til þess
að hann teljist hafa brotið af sér sem geti réttlætt aðgerðir af hálfu
yfirmanns. Stefndi hafi brotið þannig af sér að réttlætt hafi verið viðvörun,
áminning og uppsögn og því beri að fella úrskurð innanríkisráðuneytisins úr
gildi.
Stefnandi segist vísa til 1. mgr.
78. gr. og 73. stjórnarskrár lýðveldisins nr. 33/1944 og 10. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994, laga nr. 91/1940 um
grunnskóla, stjórnsýslulaga nr. 37/1993, mannauðsstefnu Akureyrarbæjar sbr.
samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar nr. 99/2013, sbr. og
sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, ólögfestra meginreglna vinnuréttar,
vammleysisskyldu, hlýðniskyldu, trúnaðar- og hollustuskyldna, laga nr. 19/2013
um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 233. gr. a almennra
hegningarlaga nr. 19/1940, sjöunda kafla Náms og kennslu, aðalnámskrá
grunnskóla, reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í
grunnskólum nr. 1040/2011, siðareglna Kennarasambands Íslands, kjarasamnings
Sambands íslenzkra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags
grunnskólakennara, barnalaga nr. 76/2003 og barnaverndarlaga nr. 80/2002. Vegna
kröfu um málskostnað kveðst stefnandi vísa til XXI. kafla laga nr. 91/1991.
Vegna varnarþings, að því er varðar íslenzka ríkið, sé byggt á 1. mgr. 42. gr.
laga nr. 91/1991 sömu laga.
Málsástæður
og lagarök stefnda
Stefndi segir að sér hafi verið
bolað úr starfi á grundvelli ólögmætra sjónarmiða. Í raun sé viðurkennt í
stefnu að að látið hafi verið undan óréttmætum kröfum foreldra í þeim efnum.
Megi ráða þetta bæði af gögnum málsins sem og stefnunni sjálfri. Í e lið 38.
gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sé gert
ráð fyrir því að á vinnustöðum sé unnið að aðgerðum gegn einelti. Á þeim
grundvelli hafi verið sett reglugerð nr. 1000/2004 um aðgerðir gegn einelti á
vinnustað. Í a lið 3. gr. hennar sé einelti skilgreint svo að það sé ámælisverð
eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, athöfn eða hegðun sem sé til þess
fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda
vanlíðan þess sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða
líkamlegt ofbeldi falli þar undir. Hér sé ekki átt við skoðanaágreining eða
hagsmunaárekstur sem kunni að rísa á vinnustað milli stjórnenda og starfsmanns
eða tveggja og fleiri starfsmanna, enda leiði slíkur skoðanaágreiningur eða
hagsmunaárekstur ekki til þeirrar háttsemi sem þarna hafi verið lýst. Í
reglugerðinni sé ýtarlega fjallað um skyldur atvinnurekenda til að koma í veg
fyrir einelti, en í þessu máli hafi hann sjálfur lagt stund á það og þá hoggið
sá er hlífa skyldi. Sé þetta mjög ámælisvert. Megi ráða af lestri stefnu og
annarra gagna að afstaða einstakra foreldra og stefnanda sjálfs til stefnda og
skoðana hans einkennist af töluverðum fordómum.
Stefndi segir að í stefnu sé lýst
rógburði í sinn garð um að hann hafi rætt við nemendur um skaðsemi
samkynhneigðar og fyrir slíku bornar Gróusögur. Við þeim Gróusögum hafi
stefnandi brugðist með því að færa stefnda til í starfi og láta hann stunda
svonefndan „yndislestur“ á bókasafni. Þetta hafi verið mjög niðurlægjandi fyrir
stefnda sem hafi um áratugaskeið verið farsæll kennari og þar að auki
skólastjóri yfir Brekkuskóla skólaárið 2002-2003. Það að færa fólk til í starfi
að ófyrirsynju sé talið skólabókardæmi um einelti á vinnustað. Þótt rót þessa
hafi ef til vill verið hjá foreldrum hafi skólayfirvöld ákveðið að taka þátt í
því með foreldrunum fremur en að fá þá á móti sér og hafi því gengið í lið með
þeim. Hafi skólayfirvöld þannig orðið vond fyrirmynd börnum sem kennt sé að
gera ekki slíkt. Næst hafi það gerst að foreldrar hafi kvartað yfir viðhorfum
stefnda en ekkert hafi hins vegar komið fram um að hann hafi látið nein viðhorf
í ljós sem kennari, ekkert liggi fyrir í málinu um það. Hafi á ný verið brugðið
á það ráð að halda eineltinu áfram. Hafi þá verið ákveðið að tilteknir árgangar
myndu ekki hitta stefnda á bókasafninu. Sé þetta dæmigert þegar um einelti sé
að ræða.
Stefndi segir að í stefnu segi að
„málefni stefnda vegna meiðandi ummæla hans sem grunnskólakennari um
samkynhneigð [hafi] verið til formlegrar stjórnsýsluskoðunar hjá Akureyrarbæ
frá árinu 2010“. Engu að síður hafi stefnandi ekki lagt fram nein gögn um þessa
formlegu stjórnsýsluskoðun. Stefndi hafi fengið viðvörun á fundi hinn 8.
október 2010 en skjöl þar um séu lítt upplýsandi um annað en að amazt sé við
skoðunum stefnda um að samkynhneigð sé synd og lögð áherzla á að þær skoðanir
hans megi ekki fréttast. Stefndi segist skora á stefnanda að leggja fram gögn
um að þessi formlega stjórnsýsluskoðun hafi farið fram.
Stefndi segir að næsti liður í
því einelti sem hann hafi verið beittur sé áminningarferli þar sem snúið hafi
verið út úr öllu því sem stefndi hafi sagt og það afbakað á mjög særandi og
meiðandi hátt í garð stefnda þar sem hann hafi verið sakaður um glæp,
hatursáróður, en enginn fótur sé fyrir þeim ásökunum. Hafi stefnanda ekki
tekizt að grafast fyrir um hvað stefndi hafi sagt með bloggi sínu heldur lagt
það út á þann veg að sérstakur dauði myndi bíða samkynhneigðra. Sé mjög
alvarlegt að eigna öðrum mönnum slík ummæli að ósekju. Að afbaka allt sem menn
segi og snúa út úr því á versta veg sé enn annað skólabókardæmi um einelti.
Stefndi segir að enn hafi aukizt
einelti í sinn garð þegar hann hafi verið settur í tímabundið leyfi á launum.
Slíkt sé niðurlæging en ekki frí á silfurfati. Stefndi sem hafi við góðan
orðstír stýrt skólanum í eitt ár í leyfi skólastjóra hafi fyrst mátt þola að
vera tekinn úr kennslu, því næst settur á bókasafn, síðan hafi hann ekki fengið
að hitta ákveðna árganga og loks ekki fengið að mæta í skólann.
Stefndi segir að enn hafi
eineltið aukizt því úr „bloggi“, sem hann birti hinn 20. apríl 2012, hafi
stefnandi búið til einhvers konar brot, án þess að efni textans gæfi minnsta
tilefni til þess. Hafi verið brugðið á það ráð að boða stefnda niður í ráðhús á
fund með fræðslustjóra og bæjarlögmanni. Þar hafi stefndi verið látinn vita að
stefnandi vildi losna við hann með starfslokasamningi en stefndi hafi hafnað
slíkum samningi. Stefndi segist hafa bloggað að nýju og aftur hafi menn, án
nokkurs tilefnis, búið til afbrot úr því og hafi það verið tekið með sem ástæða
uppsagnar. Þarna hafi stefndi verið rekinn frá þeim skóla sem hann hafi starfað
við. Stefndi hafi getað sagt sér það sjálfur að hann fengi ekki vinnu í öðrum
grunnskólum stefnanda, og við þessar aðstæður ekki getað búizt við að fá vinnu
neins staðar annars staðar, að minnsta kosti ekki í nágrenni Akureyrar. Kveðst
stefndi ekki hafa getað starfað við kennslu eftir þetta.
Stefndi segir að framinn hafi
verið á sér grafalvarlegur verknaður sem sé brot á ýmsum réttarreglum.
Stefndi segir að brotið sé gegn
ákvæðum vinnuverndarlaga nr. 46/1980. Segist hann sérstaklega vekja athygli á
e-lið 38. gr. og reglugerð nr. 100/2004 en vísa einnig til a liðar 1. gr. en
skaðlegt geti verið andlegri og líkamlegri heilsu manna að búa við einelti á
vinnustað. Þá segist hann vísa til 13. gr. um góðan aðbúnað og hollustu á
vinnustað en einelti sé í mikilli andstöðu við þau markmið. Stefndi segir að
brotið sé gegn reglum grunnskólalaga nr. 91/2008. Kveðst hann einkum vísa til
30. gr. og byggja á því að samkvæmt framangreindu hafi hann orðið fyrir andlegu
og félagslegu ofbeldi í skólastarfi með sífelldum athugasemdum um hvernig hann
iðki prestsstarf sitt og tjáningarfrelsi, með tilhæfulausum ásökunum um að
ummæli hans séu hatursfull og mannskemmandi, með því að taka hann úr kennslu og
gera hann að upplesara á bókasafni í skóla þar sem hann hafið áður verið
skólastjóri um tíma. Framangreint lagaákvæði nái jafnt til nemenda sem annarra
starfsmanna skólans. Þá fari hegðun stefnanda í andstöðu við 2. gr. laganna. Í
stað þess að efla börn til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi þá sé haft fyrir þeim
einelti og útskúfun þegar menn iðki tjáningarfrelsið og láti sannfæringu sína í
ljós. Starfshættir grunnskóla skuli mótast af umburðarlyndi og kærleika en
þarna hafi þveröfugt verið gert. Reyndar megi segja að 1. mgr. greinarinnar
hafi verið virt að vettugi. Mikilvægt sé að efla víðsýni hjá nemendum en þarna
hafi verið iðkuð þröngsýni og aðeins tiltekin sannfæring talin mega koma
nemendum fyrir sjónir í stað þess að kenna nemendum opna umræðu um öll mál. Í
stað þess að efla færni nemenda í íslenzku máli hafi kennari verið rekinn úr
starfi vegna áhuga síns á því. Í stað þess að stuðla að færni nemenda í sögu
þjóðfélagsins og sérkennum þá hafi stefndi verið rekinn úr starfi fyrir það sem
skólastjórnendur hafi talið sérkenni hans. Slíkt sé ekki til þess fallið að
efla sjálfstæða hugsun nemenda eða þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
Megi segja að gerðir stefnanda séu í andstöðu við það sem stefnt sé að með
grunnskólalögum.
Stefndi segist byggja á því að
stefnandi hafi tekið við rógburði um sig og síðan rægt hann sjálfur til þess að
réttlæta gerðir sínar gagnvart honum. Allt sé þetta vegna trúarbragða hans.
Vísar stefndi vegna þessa meðal annars til 233. gr. a almennra hegningarlaga.
Stefndi segist vísa til
leiðbeininga um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og
einelti á vinnustöðum Akureyrarbæjar í samræmi við jafnréttisstefnu stefnanda
sem samþykkt hafi verið í júlí 2008. Einnig til kafla um áreitni og einelti í
starfsmannahandbók stefnanda. Þar komi fram yfirlýsing stefnanda um að hann
beri ábyrgð á að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir einelti. Kveðst
stefndi byggja á því að þetta loforð hafi stefnandi brotið gegn sér. Kveðst
hann skora á stefnanda að viðurkenna í málinu að hann sé bundinn við þessa
yfirlýsingu.
Stefndi segir ljóst að stefnandi
hafi misbeitt valdi sínu til að losna við stefnda úr starfi vegna þess að
stefnanda hafi þótt óþægilegt að hafa hann í starfi, en ekki vegna þess að lög
hafi staðið til slíkra gerða. Grundvöllurinn fyrir aðgerðum stefnanda sé allt
of veikur til þess. Séu gerðir stefnanda ólögmætar og sjónarmiðin ólögmæt og
óréttmæt.
Stefndi segist byggja á því að
brotið hafi verið gegn rétti sínum til að hafa sannfæringu, tjá hana og standa
á henni og sé það í andstöðu 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu.
Stefndi segir að stefnandi hafi
brotið gegn ákvæðum 73. gr. stjórnarskrárinnar. Í dómum Mannréttindadómstóls
Evrópu og Hæstaréttar Íslands hafi tjáningarfrelsið verið talið mest þegar menn
tjá sig um brýn þjóðfélagsmál. Breyting á stöðu samkynhneigðra við
endurskilgreiningu hjónabandsins, breyting á réttindum þeirra til að ættleiða
börn og ekki sé gerður munur á sambandi karls og konu og sambandi fólks af sama
kyni, feli í sér gríðarlegar þjóðfélagsbreytingar. Hvorki 73. gr.
stjórnarskrárinnar né mannréttindasáttmáli Evrópu heimili að þaggað sé niður í
röddum sem andæfi breytingunum. Frelsi stefnda til að láta í ljósi skoðanir
sínar og hafa eigin sannfæringu sem hann tjái, verði ekki tekið af honum með
rangtúlkunum stefnanda á lögum, kjarasamningum og eigin mannauðsstefnu.
Stefnandi hafi í stefnu sinni sett fram þá nýstárlegu kenningu að stefndi sé
frjáls skoðana sinna og sannfæringar en missi þá aðeins vinnuna. Hann fái síðan
ekki vinnu við sitt fag í bæjarfélaginu þar sem hann eigi heima. Þessar
skoðanir stefnanda á tjáningarfrelsi, sem fram komi í stefnu, séu nokkuð
óvenjulegar svo ekki sé fastara að orði kveðið.
Stefndi segir að hafa verði í
huga að réttur manna til að stofna trúfélög njóti ríkari réttar en um félög
almennt. Sé það vegna meira en tvö þúsund ára gamallar áráttu í vestrænni
menningu til að amast við trúarsannfæringu annarra. Allir hafi gert sig seka um
slíkt, veraldleg yfirvöld, einstaklingar, félög, stofnanir og kirkjur. Mál
þetta sé dæmi um slíkt. Réttur samkvæmt 63. gr. stjórnarskrárinnar verði ekki
einu sinni takmarkaður með lögum heldur aðeins af góðu siðferði og
allsherjarreglu. Stefndi segist byggja á því að gerðir stefnanda séu brot gegn
63. gr. stjórnarskrárinnar sem heimili mönnum að stofna trúfélög og iðka trú
sína í samræmi við sannfæringu sína. Að reka stefnda úr starfi fyrir kenningar
sínar sem forstöðumaður skráðs trúfélags, þegar hann verjist ásökunum um að
taka þátt í hatursmorðum, sé meðal annars brot gegn þessu ákvæði. Sama sé um
það að fá ekki að ritskýra Biblíuna opinberlega í samræmi við trú safnaðarins.
Á því sé byggt að með því að svipta stefnda starfi sínu hafi verið brotið gegn
64. gr. stjórnarskrárinnar þar sem hann hafi einnig misst af réttindum til að
starfa sem kennari vegna trúarbragða sinna. Þá hafi hann misst umtalsverð
lífeyrisréttindi. Stefndi segist byggja á því að 65. gr. stjórnarskrárinnar
hafi verið brotin með því að hann hafi ekki fengið að njóta þeirra sjálfsögðu
mannréttinda að vinna fyrir sér í samræmi við menntun sína, vegna trúarbragða
sinna og skoðana. Þá byggi stefndi á því að 75. gr. stjórnarskrárinnar hafi
verið brotin, en í reynd hafi verið lagður steinn í götu stefnda að stunda þá
atvinnu er hann kjósi. Hafa verði í huga að stefnandi einn starfræki grunnskóla
á Akureyri og gerðir stefnanda og uppsögn stefnda fæli aðra í nágrenni frá því
að taka hann í vinnu og þótt víðar yrði leitað.
Stefndi segist trúa því að
Biblíuna beri að nálgast af auðmýkt. Hann líti svo á að hún sé handbók okkar í
lífinu af Guði gefin. Með það í huga skoði hann hvað hún segi og prediki að
mönnunum beri að fylgja boðskap hennar. Stefndi skilji boðskap Biblíunnar á
þann hátt sem hann setji fram í ræðu og riti. Í ritum sínum vísi hann í reynd
til orða Biblíunnar en ekki sinna eigin. Hann nálgist Biblíuna með öðrum orðum
eins og lögfræðingar lögin, með ritskýringum og túlkunum þar sem reynt sé að
finna efni textans og fylgja honum síðan. Fyrir þessa sannfæringu hafi stefndi
misst vinnu sína.
Stefndi segir að verði ekki
fallizt á framangreint sé byggt á að áminningin og uppsögnin séu í andstöðu við
kjarasamning. Í lið 14.9 segi „óheimilt er að segja starfsmanni upp án
málefnalegra ástæðna“. Í lið 14.8 sé heimilað að áminna starfsmann fyrir brot í
starfi. Óumdeilt sé í málinu að stefndi hafi ekki brotið af sér í starfi og
allar sakir sem á hann séu bornar hafi átt sér stað utan starfs. Á því sé og
byggt að ekkert af því sem nefnt sé í lið 14.8 eigi við um orð og gerir stefnda.
Að öðru leyti kveðst stefndi vísa til úrskurðar innanríkisráðuneytisins.
Áminningin hafi því ekki getað orðið forsenda uppsagnarinnar. Íþyngjandi
heimildir til áminningar og uppsagnar beri að skýra þröngt og allan vafa
starfsmanni í hag.
Stefndi segir að stefnandi beri á
hann þær sakir að í orðum hans hafi falizt eitthvað sem alls ekki hafi í þeim
falizt. Hann hafi því verið áminntur, ekki á grundvelli þess sem hann hafi sagt
heldur á grundvelli fordóma og fullrar afbökunar stefnanda á orðum hans. Stefndi
hafi því aldrei fengið áminningu fyrir það sem í orðum hans hafi falizt, heldur
eitthvað allt annað, sem ekki hafi verið látið uppi á sínum tíma. Forsenda
áminningarinnar sé því röng og hafi hún því ekki þau réttaráhrif að geta orðið
forsenda uppsagnar síðar. Staðhæfingar stefnanda um stefnda séu hins vegar
óréttmætar og meiðandi. Af þessu leiði að aldrei hafi verið forsenda fyrir því
að segja stefnda upp störfum. Af framangreindu leiði einnig, að það sem stefndi
eigi að hafa verið áminntur fyrir og ástæður uppsagnarinnar falli ekki saman á
þann hátt að stefndi teljist hafa gert nokkuð sem hann hafi áður verið áminntur
fyrir. Sama gildi þótt miðað sé við orð stefnda óafbökuð.
Stefndi segist vekja athygli á
því að þegar að hann hafi verið ráðinn til starfsins hafi skoðanir hans verið
þekktar sem og það að hann lægi ekki á þeim. Engin breyting hafi orðið þar á og
því með öllu ólögmætt að fara síðar að áminna hann og reka úr vinnu af þeim
sökum.
Stefndi segir að meirihluti
evangelískra kirkna sé sama sinnis og hann. Breyti engu þótt þjóðkirkjan gefi
saman samkynhneigt fólk. Í 2. mgr. 22. gr. laga nr. 31/1993 og samkvæmt
gagnályktun frá 1. mgr. sé gert ráð fyrir að prestar geti vikizt undan að gefa
fólk saman vegna trúarsannfæringar sinnar. Í athugasemdum komi sérstaklega fram
að það geti einmitt átt við þegar að gefa eigi saman samkynhneigt fólk.
Löggjafinn hafi þegar tekið ákvörðun um að slíka trúarsannfæringu beri að virða
og því geti stefnandi ekki rekið prest úr vinnu fyrir að tjá slíka sannfæringu
þegar að honum sé vegið með því að bendla hann og skoðanabræður hans við
hatursmorð í Afríku.
Stefndi segir að aðalatriði þessa
máls sé ekki hvort stefndi hafi réttan eða rangan skilning á helztu trúarritum
kristinna manna og evangelískrar-lútherskrar kirkju, heldur hvort hann megi tjá
sannfæringu sína.
Stefndi segist mótmæla því að
stefnandi geti byggt á öðrum réttarheimildum en settum lögum. Tilvísanir í
allskyns stefnumótunarskjöl hafi enga þýðingu fyrir úrlausn málsins. Íþyngjandi
stjórnvaldsákvörðunum á borð við áminningu og uppsögn verði ekki beitt með
vísan til slíks og alls ekki á grundvelli fjörugrar túlkunar stefnanda á slíkum
heimildum.
Stefndi segir að verði ekki
fallizt á að ákvörðunin sé haldin efnislegum annmörkum sé einnig á því byggt að
á henni séu formgallar.
Stefndi segist byggja á því að
stefnandi hafi farið fram með látum og hvorki hafi þurft að grípa til
tilfærslna í starfi, áminningar né uppsagnar til að ná fram markmiðum um gott
skólastarf. Mótmælt sé sem röngu og út í hött að ummæli stefnda geti haft slæm
áhrif á ungdóminn. Hafi eitthvað í ummælum stefnda getað misskilizt á versta
veg hafi stefnanda verið hægur vandi að óska eftir því við stefnda að hann
setti réttan skilning sinn fram með skýrum hætti þannig að engar ranghugmyndir
yrðu uppi um það sem sagt var. Hefði stefndi án vafa tekið því vel. Kveðst
stefndi hér vísa til 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Þá segist stefndi byggja á því að
stefnandi hafi ekki grennzlast fyrir um efni ummæla stefnda og þar með hrapað
að ákvörðunum sem byggðar hafi verið á hugaræsingi og fordómafullum skilningi á
því sem frá stefnda hafi komið, og fjörugu ímyndunarafli um það hvað í orðum
stefnda hafi falizt. Með þessu hafi rannsóknarregla stjórnsýslulaga verið
brotin, sbr. 10. gr. laga nr. 37/1993.
Stefndi segist byggja á því að
stefnandi hafi ekki gert stefnda ljóst hvernig hann skildi ummæli hans, því
hafi hann ekki fengið færi á raunverulegum andmælum. Stefnandi hafi ekki
greinilega skýrt skilning sinn á ummælum stefnda, sem leitt hafi til
áminningar, fyrr en með greinargerð sinni til innanríkisráðuneytisins. Hann
hafi í raun ekki ennþá gert rækilega grein fyrir skilningi sínum og öðrum
ummælum stefnda og sé það bagalegt. Kveðst stefndi hér vísa til 13. gr. laga
nr. 37/1993.
Að öllum framangreindum málsástæðum
frátöldum kveðst stefndi byggja á því að skólastjóra hafi ekki verið heimilt að
framselja vald sitt til uppsagnarinnar til fræðslustjóra. Að því frágengu sé
byggt á því að í fundarboði hinn 29. júní 2012 hafi skólastjóri staðhæft að
stefndi hafi viðhaft „meiðandi ummæli um samkynhneigða og transfólk.“ Þetta
hafi skólastjóri fullyrt áður en stefndi hafi neytt andmælaréttar og hafi
skólastjórinn þannig verið búinn að taka afstöðu í málinu áður en formlegri
meðferð þess hafi verið lokið. Með þessu hafi hann gert sig vanhæfan og ekki
mátt fjalla um málið frekar og hefði þurft að setja nýjan skólastjóra ad hoc
til að fjalla um þetta. Sé hér vísað til 3. og 4. gr. laga nr. 37/1993.
Stefndi kveðst að lokum byggja á
því að ekki hafi verið getið um kærurétt í áminningarskjalinu eins og borið
hafi að gera. Það ásamt öðru leiði til þess að áminningin hafi verið ólögmæt og
þar með uppsögnin. Í stjórnsýslurétti leiði formgalli sem þessi einn og sér
almennt ekki til ógildingar stjórnvaldsákvörðunar. Hér hátti hins vegar öðru
vísi til. Áminning sé af dómstólum talin svo alvarleg að varði miskabótum ef
hún hafi ekki átt rétt á sér. Áminning getur leitt til uppsagnar manna úr
starfi. Í þessu tilviki hafi stefnandi einn starfrækt grunnskóla í bæjarfélagi
stefnda. Hefði stefnda verið bent á kærurétt hefði hann nýtt hann. Þá hefði
hann verið í annarri réttarstöðu ef til uppsagnar hefði komið. Hér sé slíkur
formgalli, þegar komi að áminningu opinberra starfsmanna, að ekki verði fram
hjá honum litið og eigi hann einn og sér að leiða til þess að áminning teljist
ógild. Kveðst stefndi vísa hér til 3. mgr. 20. gr. laga nr. 37/1993. Stefndi
bætir við að hefði hann verið búinn að kæra áminninguna til æðra stjórnvalds
hefði komið til álita að fresta réttaráhrifum hennar, sbr. 3. mgr. 29. gr. laga
nr. 37/1993.
Stefndi segir að stefnandi hafi
misskilið sig með dæmalausri túlkun á orðum hans og hafi hann því ekki getað
ráðið af áminningarskjali fyrir hvað hann hafi raunverulega verið áminntur.
Skorti skjalið því allan nauðsynlegan skýrleika að þessu leyti.
Stefndi segist mótmæla
málatilbúnaði stefnanda svo og því að hann hafi gerzt brotlegur við nokkrar af
þeim réttarheimildir sem stefnandi segist byggja mál sitt á. Því sé sérstaklega
mótmælt að heimilt hafi verið að víkja stefnanda úr starfi á grundvelli
túlkunar stefnanda á ummælum hans. Stefnandi leggi út á versta veg hvað stefndi
eigi að hafa sagt og nýti síðan þá útleggingu sína gegn stefnda. Stefndi segist
mótmæla því að hann hafi mismunað börnum eftir kynhneigð. Engin gögn gegn 1.
mgr. 12. gr. laga nr. 91/2008 hafi átt sér stað. Stefndi segist mótmæla því að
hann hafi nokkuð það aðhafzt sem dragi úr vammleysi sitt í starfi. Kröfur
stefnanda séu ekki kröfur um vammleysi heldur tilraun til skoðanakúgunar. Undan
henni vilji stefndi ekki láta.
Stefndi segist vísa til
stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, einkum 62. -65. gr., 73. -75. gr. og 79.
gr. Þá kveðst stefndi vísa til almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 233.
gr. a; höfundalaga nr. 73/1972, einkum 43. gr.; laga nr. 46/1980 um aðbúnað og
hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum 38. gr.; stjórnsýslulaga nr.
37/1993, einkum 3. -4. gr., 10.-13. gr., 3. mgr. 20. gr. og 3. mgr. 29. gr.;
laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, einkum 10. gr.; grunnskólalaga
nr. 91/2008, einkum 2. gr., 1. mgr. 12. gr. og 30. gr.; hjúskaparlaga nr.
31/1993 einkum 2. mgr. 22. gr.; reglugerðar nr. 1000/2004 og dóma Hæstaréttar
Íslands í málum nr. 72/2000 og 371/2003.
Eins og áður segir krefst
réttargæzlustefnda innanríkisráðuneytið þess að sér verði dæmdur málskostnaður
að skaðlausu. Vísar það til málavaxtalýsingar í úrskurði sínum. Þá segir það að
í stefnu lýsi stefnandi málavöxtum þannig að veturinn 2009 til 2010, þegar
stefndi hafi verið umsjónarkennari áttunda og níunda bekkjar, hafi farið að
bera á því að foreldrar barna væru mjög ósáttir við að stefndi talaði við
nemendur um skaðsemi samkynhneigðar. Síðan segi stefnandi að veturinn eftir
hafi verið hafið yfir vafa að stefndi gætti ekki hlutleysis gagnvart nemendum
vegna yfirlýsinga sinna um skaðsemi samkynhneigðar og gæti því ekki lengur
verið umsjónarkennari. Kveðst réttargæzlustefnda vekja athygli á því, að
málavöxtum hafi ekki verið lýst með þessum hætti þegar málið hafi verið rekið á
stjórnsýslustigi. Að öðru leyti vísi það til þeirra sjónarmiða og raka sem fram
hafi komið í úrskurði þess.
Réttargæzlustefnda segir að
málsástæður stefnanda séu ekki byggðar á því að annmarkar hafi verið á
málsmeðferð ráðuneytisins. Ekkert tilefni hafi verið til að stefna ráðuneytinu
í málinu. Verði því að dæma stefnanda til að greiða málskostnað.
Eiríkur Björn Björgvinsson
bæjarstjóri stefnanda og stefndi gáfu skýrslu í málinu. Þá báru vitni Gunnar
Gíslason fv. fræðslustjóri, Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri og Björn
Sverrisson fv. trúnaðarmaður kennara.
Niðurstaða
Í máli þessu er tekizt á um
lögmæti þeirrar ákvörðunar sveitarfélags að segja starfsmanni sínum,
grunnskólakennara, upp starfi. Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr.
138/2011 fer um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga eftir
kjarasamningum og ráðningarsamningi. Þau réttindi, sem sveitarfélag veitir
starfsmönnum sínum með kjarasamningi og ráðningarsamningi, getur það ekki
einhliða af þeim tekið, svo sem með eigin samþykktum eða stefnuskrám.
Sú háttsemi stefnda, sem að mati
stefnanda kallaði á áminningu og síðar brottrekstur hans úr starfi, var öll
viðhöfð utan starfs hans.
Á þeim tíma sem stefnandi tók
ákvörðun um áminningu og síðar brottrekstur stefnda úr starfi var í gildi
kjarasamningur milli Sambands íslenzkra sveitarfélaga og Kennarasambands
Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Er ljóst að sá samningur gilti um starf
stefnda hjá Brekkuskóla.
Í kjarasamningnum segir í grein
14.9 að svo unnt sé að segja starfsmanni upp vegna ávirðinga verði uppsögnin að
grundvallast á áminningu samkvæmt grein 14.8 í samningnum. Efni greinar 14.8 að
þessu leyti hefur verið rakið og tekur það til tiltekinnar háttsemi starfsmanns
í starfi sínu, en ekki utan starfsins. Þegar greinar 14.8 og 14.9 eru skoðaðar
í samhengi virðist ljóst að samið hafi verið um að starfsmanni verði ekki sagt
upp starfi vegna ávirðingar, nema uppsögnin sé grundvölluð á áminningu sem
starfsmanninum hafi verið veitt vegna gjörða sinna í starfi.
Þrátt fyrir þetta verður ekki
talið að sveitarfélaginu sé fortakslaust ómögulegt að áminna starfsmann vegna
háttsemi hann hann hefur viðhaft utan starfs síns. Sé háttsemin slík, að ljóst
sé að hún muni óhjákvæmilega hafa í starfi hans þau áhrif sem lýst er í grein
14.8, verður að játa sveitarfélaginu svigrúm til að veita honum áminningu allt
að einu. Við mat á þessu hverju sinni verður að hafa í huga að meginreglan er
skýr, að áminning, sem getur orðið undanfari brottrekstrar, verður að jafnaði
eingöngu veitt vegna háttsemi innan starfs. Er hér um að ræða samningsbundin
réttindi, sem sveitarfélag hefur veitt tiltekinni stétt launafólks. Heimildir
til áminningar, sem ætlazt er til að geti orðið undanfari brottvikningar, vegna
háttsemi sem ekki hefur verið höfð í frammi í starfi, verður samkvæmt
framansögðu að túlka þröngt. Ber sveitarfélagið þar fulla sönnunarbyrði af því
að háttsemi starfsmanns, utan starfs, hafi í raun þau áhrif í starfinu að
fyllilega verði jafnað til þess sem tiltekið er í ákvæði 14.8 í
kjarasamningnum. Er sveitarfélagið þar bundið af meginreglum stjórnsýsluréttar,
svo sem rannsóknarreglu, meðalhófsreglu og andmælarétti. Að því er varðar
andmælarétt verður hér að hafa í huga að stjórnsýslumálið hefst að frumkvæði
sveitarfélagsins og leggur það ríkari skyldur en ella á herðar þess að kynna
starfsmanninum þau gögn, sem teljast honum í óhag og líkur eru á að hafa muni
verulega þýðingu við úrlausn málsins. Hafa verður í huga, við mat á
undirbúningi ákvörðunar af þessu tagi, að hún er að jafnaði afar þungbær fyrir
þann starfsmann sem á í hlut og getur, auk álitshnekkis, haft í för með sér að
hann missi atvinnu sína. Í því máli sem hér um ræðir háttar auk þess svo til að
málefni stefnda urðu til opinberrar umræðu áður en stefnandi tók ákvarðanir
sínar og stefnandi sendi á einu stigi málsins út opinbera fréttatilkynningu um
aðgerðir sínar í málinu, þótt nafn stefnda hafi að vísu ekki verið nefnt í
tilkynningunni.
Hafi sú háttsemi, sem stjórnvald
vill byggja áminningu sína á, eingöngu falizt í því að starfsmaður lýsti skoðun
eða hugsun sinni um tiltekið málefni, kemur auk þess til skoðunar hvort og
hvaða heimildir yfirmenn opinberra stofnana hafa, í skjóli stjórnunarheimilda
sinna, til að takmarka tjáningarfrelsi starfsmanna sinna, þegar meðal annars er
horft til 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar.
Stefndi var boðaður til fundar
með tilteknum embættismönnum stefnanda í október 2010. Af fundargerð er ljóst
að fundurinn hefur verið haldinn þar sem stefndi hefði opinberlega viðhaft
ummæli um samkynhneigð, sem stefnandi hefur talið meiðandi. Í fundargerðinni er
bæði haft eftir stefnda að hann ræði slík mál aldrei í skólastofunni og að hann
hafi ekki í hyggju að hætta að ræða þessi mál á opinberum vettvangi. Frá því
þessi fundur var haldinn og þar til stefnandi veitti stefnda áminningu og síðar
sagði honum upp starfi vegna ummæla á opinberum vettvangi, leið um hálft annað
ár, þar sem stefndi var við störf við Brekkuskóla.
Við undirbúning ákvörðunar um áminningu og
síðar brottrekstur stefnanda var ekki svo séð verði byggt á neinum gögnum, sem
stefnda gafst kostur á að tjá sig um og andmæla, um áhrif sem opinber ummæli
stefnda hefðu í raun haft í starfi hans. Við mat á réttmæti umræddra ákvarðana
stefnanda verður að horfa til þeirra gagna sem stefnandi byggði
stjórnsýsluákvarðanir sínar á, og stefnda máttu vera ljós. Gögn, sem síðar kann
að hafa verið aflað, veita þegar teknum ákvörðunum ekki lögmæti.
Í fundargerð þess fundar sem
haldinn var hinn 3. febrúar 2012, þegar til skoðunar var hvort stefndi yrði
áminntur, kemur ekki fram að talið sé að háttsemi stefnda hafi tiltekin áhrif á
starf hans, en vísað til þess að í mannauðsstefnu stefnanda segi að framkoma
utan vinnustaðar verði að samrýmast starfinu sem þeir gegni. Í greinargerð sem
lögð var fram á fundinum og tekið fram að væri hluti fundargerðar segir að hún
sé sett saman vegna meints brots stefnda utan starfs en ekki sérstaklega tekið
fram að byggt sé á því að brotið hefði áhrif á framkvæmd starfs hans.
Eins og áður segir liggur fyrir
að stefndi viðhafði háttsemi sína utan starfs en ekki innan þess. Við töku ákvarðana
um áminningu og síðar brottvikningu var ekki byggt á neinum gögnum sem leiddu í
ljós að háttsemi hans hefði haft eða myndi óhjákvæmilega hafa áhrif á starf
hans. Var stefndi raunar í leyfi frá starfi þegar hann birti ummæli sín að
fenginni áminningu.
Stefndi hafði kennt við
Brekkuskóla í um áratug þegar honum var veitt áminning og honum síðar sagt upp
starfi. Við undirbúning og töku þeirra ákvarðana sinna byggði stefnandi ekki á
neinum gögnum um að stefndi hefði á þeim tíma verið hlutdrægur í garð nemenda
sinna eftir kynhneigð þeirra, kynhneigð aðstandenda þeirra eða af öðrum
ástæðum. Fyrir dómi sagði vitnið Björn Sverrisson, fyrrverandi trúnaðarmaður
kennara við Brekkuskóla, að hann hefði aldrei heyrt um að stefndi ræddi
samkynhneigð í kennslustundum. Tók vitnið fram að það hefði einnig starfað sem
umsjónarkennari og sem slíkur tekið þátt í foreldraviðtölum, og þar hefði
aldrei verið nefnt við sig „að þar hefði neitt misjafnt átt sér stað“. Stefndi
hefði verið mjög vel liðinn sem kennari og sér hefði fundizt börnin „jafnvel
dýrka hann, svona innan vissra marka.“ Þá sagði vitnið að árið 2002 hefði
stefndi verið fenginn til að gegna starfi aðstoðarskólastjóra í forföllum en
sér sem trúnaðarmanni hefði fundizt að fremur bæri að velja kennara með lengri
starfsaldur, en fengið þau svör að stefndi hefði verið valinn „fyrst og fremst
fyrir áeggjan foreldra, því þau vildu endilega fá hann í þessa stöðu“. Á hinn
bóginn sögðu vitnin Gunnar Gíslason og Jóhanna María Agnarsdóttir að á því
hefði borið á síðustu árum fyrir áminningu og brottvikningu að foreldrar
kvörtuðu við skólann vegna „bloggfærslna“ stefnda, þeir óttuðust að sömu
viðhorfa hans gætti í kennslu og óskuðu þess að stefndi myndi ekki kenna þeirra
börnum. Við slíku hefði verið reynt að verða. Ekki verður hins vegar séð að
áminning stefnda eða uppsögn hafi verið byggð á gögnum um þetta eða að stefnda
hafi verið kynnt að slík gögn kynnu að verða veigamikil við úrlausn málsins. Í
greinargerð sinni til innanríkisráðuneytisins, við meðferð kærumálsins, getur
stefnandi ekki um þessar kvartanir og óskir foreldra. Að öllu samanlögðu verður
ekki talið að við meðferð málsins hafi verið sýnt fram á að af umræddum
„bloggfærslum“ stefnda verði ráðið að svo mikil hætta hafi verið á hlutdrægni
og mismunun af hendi stefnda í garð nemenda, að réttlætt hafi brottrekstur hans
úr starfi.
Eins og áður hefur verið rakið
byggði stefnandi ákvarðanir sínar um áminningu og brottrekstur ekki á gögnum um
að háttsemi stefnda hefði haft áhrif á starf hans eða myndi óhjákvæmilega gera það.
Í greinargerð sinni til innanríkisráðuneytisins vísar stefnandi ekki heldur til
slíks. Þau orð sem stefndi ritaði á „bloggsíðu“ sína, eftir að honum hafði
verið veitt áminning, og stefnandi vísaði til er hann sagði stefnda upp
störfum, lúta fyrst og fremst annars vegar að þeirri skoðun stefnda, að
„heilagt“ hjónaband geti aðeins verið milli karls og konu, samkvæmt því sem
hann telji Guð hafa skipað, en hins vegar að hann telji rangt að nota orðið
„leiðréttingu“, um kynleiðréttandi aðgerð, sbr. 2. tl. 3. gr. laga nr. 57/2012
um réttarstöðu fólks með kynáttunarvanda, sem tóku gildi 25. júní 2012. Hér sé
að mati stefnda í raun ekki um leiðréttingu að ræða heldur breytingu eða
afbökun. Þessi orð stefnda, sem hann setti fram utan starfs síns, þykja ekki vera
svo viðurhlutamikil að hægt sé að fullyrða að stefnandi hafi, án sérstakra
gagna eða könnunar, axlað sönnunarbyrði sína af því að þau hljóti óhjákvæmilega
að hafa slík áhrif á störf stefnda sem tiltekin eru í grein 14.8 í
kjarasamningi þeim sem þá var í gildi. Áður hefur verið rakið að í ljósi
kjarasamnings eru þröngar heimildir til að áminna grunnskólakennara vegna
háttsemi utan starfs og ber sveitarfélag sönnunarbyrðina af því að háttsemin
hafi óhjákvæmilega sömu áhrif í starfinu og tiltekin eru í grein 14.8.
Þegar á allt framanritað er horft
verður ekki talið að stefnandi hafi lagt viðhlítandi grunn að þeirri ákvörðun
sinni að segja stefnda upp starfi. Eru því ekki efni til þess í málinu að fella
úrskurð innanríkisráðuneytisins úr gildi. Verður því að taka sýknukröfu stefnda
til greina. Gjafsóknarkostnaður stefnda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin
2.480.000 króna málflutningsþóknun lögmanns hans, Einars Gauts Steingrímssonar
hæstaréttarlögmanns, og er virðisaukaskattur innifalinn. Hvorki verður séð að
stefnanda hafi verið nauðsyn að stefna innanríkisráðuneytinu til réttargæzlu né
því að láta málið til sín taka. Verður málskostnaður milli þeirra felldur
niður. Stefnanda verður gert að greiða tvær milljónir króna í ríkissjóð í
málskostnað. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991.
Þorsteinn Davíðsson kveður upp
dóm þennan.
D
Ó M S O R Ð
Stefndi, Snorri Óskarsson, er
sýkn af kröfu stefnanda, Akureyrarkaupstaðar, í máli þessu.
Gjafsóknarkostnaður stefnda
greiðist úr ríkissjóði, þar með talin 2.480.000 króna málflutningsþóknun
lögmanns hans, Einars Gauts Steingrímssonar hæstaréttarlögmanns.
Málskostnaður milli stefnanda og
réttargæzlustefnda innanríkisráðuneytisins fellur niður.
Stefnandi greiði í ríkissjóð tvær
milljónir króna í málskostnað. |
Mál nr. 326/2015 | Skaðabætur Miski Varanleg örorka Endurupptaka bótaákvörðunar Matsgerð Málflutningsyfirlýsing | Ágreiningur aðila laut að því hvort sú ófyrirsjáanlega breyting sem hafði orðið á heilsu H frá því að upphaflega var lagt mat á varanlegan miska hans og varanlega örorku af völdum slyss, sem hann varð fyrir árið 2005, væri þess eðlis að miska- og örorkustig væri verulega hærra þannig að hann ætti samkvæmt 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 kröfu til frekari skaðabóta. Fyrir lá að H hafði fengið greiddar bætur á grundvelli matsgerðar frá árinu 2006 þar sem varanlegur miski hans vegna slyssins var metinn 13 stig og varanleg örorka 10%. Samkvæmt niðurstöðu matsgerðar tveggja dómkvaddra manna, sem hafði verið aflað eftir uppkvaðningu héraðsdóms, var miski H metinn 27 stig og varanleg örorka 25%. Ekki var fallist á með L ehf. og T hf. að yfirlýsing H í þinghaldi í héraði, um að málið væri „nægjanlega upplýst án þess að matsgerðar væri aflað“, hefði falið í sér ráðstöfun á sakarefni samkvæmt 45. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, heldur hefði hún lotið að sönnunarfærslu sem aðilar einkamáls hefðu forræði á, sbr. 1. mgr. 46. gr. sömu laga. Af þeim sökum var ekki talið að H hefði með yfirlýsingunni fyrirgert rétti til að afla frekari sönnunargagna til stuðnings kröfu sinni í málinu eftir uppkvaðningu héraðsdóms, þar á meðal matsgerðar dómkvaddra manna. Með hliðsjón af því að matsgerðir dómkvaddra manna hefðu almennt ríkt sönnunargildi og að niðurstöðum matsgerðarinnar hefði ekki verið hnekkt, hvorki með yfirmatsgerð né á annan hátt, var talið að skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga um endurupptöku fyrri ákvörðunar væri fullnægt. Var L ehf. því gert að greiða H frekari bætur.
|
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Eiríkur
Tómasson og Greta Baldursdóttir.
Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 20. febrúar 2015. Ekki
varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 8. apríl sama ár og áfrýjaði hann öðru
sinni 5. maí 2015. Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða
sér 3.435.009 krónur með 4,5% ársvöxtum frá 7. nóvember 2009 til 7. desember
2013, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann aðallega
málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að málskostnaður falli
niður, án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt.
Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir
Hæstarétti.
I
Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi, þar á meðal er þar vísað til
matsgerðar Leifs N. Dungal læknis og Birgis G. Magnússonar lögmanns 4. nóvember
2006 þar sem varanlegur miski áfrýjanda vegna slyssins, sem hann varð fyrir 19.
nóvember 2005, var metinn 13 stig og varanleg örorka hans 10%. Einnig er í
héraðsdómi gerð grein fyrir efni matsgerðar læknanna Leifs N. Dungal og Gísla
Ólafssonar 28. janúar 2013 og álitsgerðar örorkunefndar 15. október sama ár þar
sem lagt var að nýju mat á sömu atriði og áður greinir. Niðurstaða matsmanna
var að varanlegur miski áfrýjanda vegna slyssins væri 18 stig og varanleg
örorka hans 15%, en örorkunefnd komst að þeirri niðurstöðu að varanlegur miski
væri „18%“ og varanleg örorka sömuleiðis 18%.
Málsaðila greinir ekki á um að ófyrirsjáanleg breyting hafi orðið á
heilsu áfrýjanda frá því að upphaflega var lagt mat á varanlegan miska hans og
varanlega örorku af völdum slyssins. Aftur á móti deila þeir um hvort
breytingin sé þess eðlis að miskastig og örorkustig sé verulega hærra en talið
var í matsgerðinni 4. nóvember 2006 þannig að áfrýjandi eigi samkvæmt 11. gr.
skaðabótalaga nr. 50/1993 kröfu til frekari skaðabóta úr hendi stefnda en hann
fékk greiddar frá réttargæslustefnda á sínum tíma.
Meðal gagna málsins er vottorð Björns Péturs Sigurðssonar, sérfræðings í
bæklunar- og handarskurðlækningum, sem gerði að áverkum á vinstri hendi
áfrýjanda í kjölfar slyssins sem hann varð fyrir. Í vottorðinu 27. október 2012
lýsti læknirinn fjórum aðgerðum sem áfrýjandi gekkst undir á árunum 2009, 2010
og 2012 vegna þrálátra verkja í hendinni. Í lok þess sagði: „Undirritaður hefur
á ferli sínum líklega ekki sinnt neinum, sem búið hefur við jafn mikil einkenni
og [áfrýjandi] í kjölfar stúfhöggs á fingrum. Undirritaður er þess vegna
þeirrar skoðunar, að við mat á miska þyrfti að hafa í huga miklar, langvinnar
og í raun enn ófyrirséðar afleiðingar slyssins á færni og heilsu [áfrýjanda] og
að þau áhrif séu og hafi verið meiri en alla jafna við sambærilega áverka.“
Með hliðsjón af lögskýringargögnum verður 1. mgr. 10. gr. skaðabótalaga
skýrð á þann hátt að liggi fyrir sérfræðilegt álit um örorku- og miskastig
tjónþola, svo sem matsgerð sérfróðra manna, geti hvor um sig, tjónþoli eða sá
sem krafinn er bóta, leitað álits örorkunefndar um þau atriði, sbr. fyrri
málslið málsgreinarinnar. Að fenginni matsgerðinni 28. janúar 2013 átti
áfrýjandi því rétt á að óska einhliða eftir álitsgerð nefndarinnar eins og hann
gerði 4. september sama ár. Af þeim sökum hefur álitsgerð örorkunefndar 15.
október 2013 fullt sönnunargildi í máli þessu.
II
Eftir að hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp voru samkvæmt beiðni
áfrýjanda dómkvaddir tveir sérfróðir menn, Magnús Páll Albertsson læknir og
Ingvar Sveinbjörnsson lögmaður, til að meta þau atriði sem áður hafði verið
lagt mat á. Í matsgerð þeirra 26. maí 2015, sem lögð hefur verið fyrir
Hæstarétt, var fjallað á ítarlegan hátt um þær varanlegu afleiðingar sem matsmenn
töldu að slysið hefði haft í för með sér fyrir áfrýjanda. Niðurstaða þeirra um
varanlegan miska áfrýjanda af þess völdum var að miskinn væri „hæfilega metinn
27 stig þegar litið er til þess slyss einvörðungu.“ Þá var varanleg örorka
áfrýjanda vegna slyssins talin „rétt metin 25%.“
Við meðferð máls þessa í héraði hafði áfrýjandi 31. mars 2014 lagt fram
beiðni um dómkvaðningu matsmanna. Í þinghaldi 15. maí sama ár var því lýst yfir
af hans hálfu að hann félli frá þeirri beiðni og teldi „málið nægjanlega
upplýst án þess að matsgerðar verði aflað.“ Stefndu halda því fram að við þessa
yfirlýsingu sé áfrýjandi bundinn samkvæmt 45. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð
einkamála og beri því að dæma málið á grundvelli þeirra matsgerða sem legið
hafi fyrir þegar hún var gefin. Áfrýjandi mótmælir þessu og telur sig hafa
gefið yfirlýsinguna í trausti þess að héraðsdómur yrði byggður á fyrirliggjandi
álitsgerð örorkunefndar. Þar sem sú hafi ekki orðið raunin hafi forsendur fyrir
henni brostið.
Ekki verður fallist á með stefndu að umrædd yfirlýsing áfrýjanda hafi
falið í sér ráðstöfun á sakarefni, sem fjallað er um í áðurnefndri lagagrein,
heldur hafi hún lotið að sönnunarfærslu, sem aðilar einkamáls hafa forræði á,
sbr. 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991. Af þeim sökum verður ekki talið eins og
atvikum var háttað að áfrýjandi hafi með henni fyrirgert rétti til að afla
frekari sönnunargagna til stuðnings kröfu sinni í málinu eftir uppkvaðningu
héraðsdóms, þar á meðal matsgerðar dómkvaddra manna.
III
Samkvæmt 2. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991 skulu aðilar kvaddir á dómþing þar
sem matsbeiðni er tekin fyrir og gefst matsþola þar með færi á að andmæla því að dómkvaðning fari fram á grundvelli beiðninnar
og jafnframt að koma að athugasemdum við hæfi þess eða þeirra sem dómari hefur
í hyggju að kveðja til matsstarfa. Þá er í 2. mgr. 62. gr. laganna kveðið á um
að aðilum skuli tilkynnt með sannanlegum hætti hvar og hvenær verður metið svo
að þeim gefist kostur á að tjá sig um matsatriði og gögn á matsfundi. Meðal
annars af þessum sökum hefur matsgerð dómkvaddra manna að öðru jöfnu ríkt
sönnunargildi um það sem þeir hafa lagt mat á.
Eins og áður greinir liggur fyrir Hæstarétti matsgerð dómkvaddra manna,
sem áfrýjandi aflaði að héraðsdómi gengnum, og bera endurrit úr þingbók þar sem
dómkvaðning fór fram og matsgerðin sjálf það með sér að í hvívetna hafi verið
gætt áðurgreindra ákvæða laga nr. 91/1991. Hefur niðurstöðum matsgerðarinnar
ekki verið hnekkt, hvorki með yfirmatsgerð né á annan hátt. Með skírskotun til
þessa og efnis matsgerðarinnar, svo og með hliðsjón af öðrum gögnum málsins,
verður sú niðurstaða hennar lögð til grundvallar að varanlegur miski áfrýjanda
vegna slyssins 19. nóvember 2005 sé 27 stig þegar litið er til þess slyss
einvörðungu, sbr. 4. gr. skaðabótalaga. Einnig að varanleg örorka hans af þess
völdum sé 25%, sbr. 5. gr. laganna. Samkvæmt því er fullnægt skilyrðum 11. gr.
þeirra um endurupptöku fyrri ákvörðunar um þau atriði. Þar sem bótakrafa
áfrýjanda, sem reist er á álitsgerð örorkunefndar, er miðuð við lægra miskastig
og minni varanlega örorku en að framan greinir verður hún að fullu tekin til
greina.
Miðað við þau gögn, sem lágu fyrir
héraðsdómi þegar hinn áfrýjaði dómur var upp kveðinn, verða ákvæði hans um
málskostnað og gjafsóknarkostnað staðfest.
Samkvæmt áðurgreindum málsúrslitum
verður stefnda gert að greiða málskostnað hér fyrir dómi sem renni í ríkissjóð eins
og í dómsorði greinir. Þá fer um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fyrir Hæstarétti
eftir því sem þar segir.
Dómsorð:
Stefndi, Löndun ehf., greiði áfrýjanda, Hans
Aðalsteini Gunnarssyni, 3.435.009 krónur með 4,5% ársvöxtum frá 7. nóvember
2009 til 7. desember 2013, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.
38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags.
Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð.
Stefndi greiði 2.630.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti sem rennur
í ríkissjóð.
Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr
ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns áfrýjanda, 1.500.000 krónur.
Dómur
Héraðsdóms Reykjavíkur 21. nóvember 2014.
Mál þetta sem dómtekið var þann
28. október 2014 var höfðað 5. nóvember 2013 af hálfu Hans Aðalsteins
Gunnarssonar, Sogavegi 74, Reykjavík á hendur Löndun ehf., Kjalarvogi 21,
Reykjavík til greiðslu bóta og á hendur Tryggingamiðstöðinni hf., Síðumúla 24,
Reykjavík, til réttargæslu.
Endanleg dómkrafa stefnanda er að stefndi verði dæmdur til að greiða
honum bætur að fjárhæð 3.435.009 krónur, ásamt 4,5% ársvöxtum frá 7. nóvember
2009 til 7. desember 2013 samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1993, en ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr.
38/2001 af stefnufjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags. Þá er
krafist málskostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi, þar er með talinn
kostnaður stefnanda af 25,5% virðisaukaskatti og allur útlagður kostnaður
stefnanda af því að færa fram sönnur á tjón sitt, allt eins og mál þetta væri
eigi gjafsóknarmál, en stefnanda hefur verið veitt gjafsóknarleyfi til reksturs
málsins.
Stefndi krefst þess að verða
sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Þá krefjast stefndi og
réttargæslustefndi þess að stefnanda verði gert að greiða þeim málskostnað
samkvæmt samkvæmt mati dómsins.
Yfirlit
málsatvika og ágreiningsefna
Stefnandi var starfsmaður stefnda
Löndunar ehf. við uppskipun í Reykjavík þann 19. nóvember 2005 þegar hann
klemmdist illa við það að keðja vafðist utan um vinstri hönd hans og sködduðust
við það þrír fingur handarinnar allmikið.
Í læknisvottorði Björns Péturs
Sigurðssonar, sérfræðings í bæklunarskurðlækningum og handarskurðlækningum á
Landspítala − háskólasjúkrahúsi, segir m.a. að komið hafi verið með stefnanda í
sjúkrabíl á slysa- og bráðadeild LSH í Fossvogi og hafi aðgerð verið gerð sama
kvöld. Sjúklingur hafi verið með ferska áverka á vinstri löngutöng, baugfingri
og litlafingri vinstri handar. Hann hafði misst strax framan af löngutöng og
síðar, vegna blóðþurrðar, tæplega hálfan baugfingur og tæplega hálfan
litalfingur. Horfur sjúklings voru taldar þær að auk augljóss lýtis myndi
vinstri höndin nýtast honum verr í framtíðinni vegna veikara grips og skerts
þols við áreiti og kulda.
Til að meta afleiðingar slyssins
voru upphaflega fengnir þeir Leifur N. Dungal læknir og Birgir G. Magnússon
lögfræðingur. Með matsgerð 4. nóvember 2006 var varanlegur miski stefnanda
metinn 13 stig og varanleg örorka hans 10%. Stöðugleikapunktur, þegar ekki var
von á frekari bata, var talinn 19. mars 2006. Réttargæslustefndi viðurkenndi
bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu stefnda Löndunar ehf. og var tjón stefnanda
gert upp á árinu 2006. Tók stefnandi við bótum úr hendi réttargæslustefnda á
grundvelli þessa mats án fyrirvara. Stefnandi var enn fremur metinn af Reyni
Arngrímssyni, lækni Tryggingastofnunar, og mat hann varanlega örorku stefnanda
13% 8. maí 2007.
Stefnandi gekkst undir fjórar
læknisaðgerðir á árunum 2009–2012 hjá Birni Pétri Sigurðssyni
bæklunarskurðlækni. Skurðaðgerðir þessar leiddu til brottnáms á stúfum
baugfingurs og litlafingurs og til mjókkunar vinstri handar. Réttargæslustefndi
féllst af þessu tilefni á beiðni stefnanda um að afleiðingar slyssins yrðu
metnar að nýju. Til þess að meta hvort fyrir hendi væru skilyrði 11. gr.
skaðabótalaga um endurupptöku, að ófyrirséðar breytingar hefðu orðið á heilsu
tjónþola frá því fyrra matið fór fram árið 2006 og hvort afleiðingar slyssins
væru meiri en áður var talið, voru fengnir til matsstarfa læknarnir Leifur N. Dungal
og Gísli Ólafsson.
Stefnandi átti að baki nokkra
slysasögu, en hann lenti í umferðarslysum 11. apríl 1996 og 5. apríl 2001.
Varanleg örorka vegna fyrra slyssins var metin engin en miski 2 stig, varanleg
örorka og miski voru metin 15% vegna seinna slyssins. Stefnandi var því ekki
með fulla starfsorku þegar hann varð fyrir slysi því sem óskað var mats á. Auk
þessara slysa hafði stefnandi þegar til endurmatsins kom lent í umferðarslysi
7. mars 2008 og var varanlegur miski og varanleg örorka vegna þess slyss metin
10%. Í matsgerð 28. janúar 2013 kemur fram að áður en endurmat læknanna fór
fram hafi stefnandi verið metinn til 40 stiga varanlegs miska og 35%
varanlegrar örorku. Þar eru meðtaldar afleiðingar vinnuslyssins samkvæmt fyrra
mati, 13 miskastig og 10% varanleg örorka. Matsmennirnir komust að þeirri
niðurstöðu að verkjaferli og aðgerðir í kjölfar slyssins 19. nóvember 2005
hefðu með engu móti verið fyrirsjáanleg við fyrri matsgerðina. Matsmennirnir
töldu því rétt að meta varanlegan miska og varanlega örorku á nýjan leik.
Varanlegur miski var nú metinn til 18 stiga og varanleg örorka 15%.
Í niðurstöðukafla matsgerðar
læknanna þann 28. janúar 2013 segir svo:
Það
slys sem hér er til umfjöllunar gerðist 191105 þegar Hans skaddaðist illa á
vinstri hönd í vinnuslysi í Reykjavíkurhöfn. Tæpu ári eftir það slys var hann
metinn til 13 stiga varanlegs miska og 10% varanlegrar örorku. Á matsfundi í
ágúst 2006 kvartaði Hans um mikla viðkvæmni í stúfum baug- og litlafingurs en
minni óþægindum í löngutöng. Gert hafði verið stúfhögg á tveimur fyrrgreindu
fingrunum en framan af löngutöng hafði klemmst hluti í slysinu sjálfu. Matsmenn
fundu mikla viðkvæmni í stúfum vinstri handar og þykknun á stúfendum.
Vegna
þrálátra einkenna frá vinstri hönd reyndi Björn Pétur Sigurðsson
handarskurðlæknir aðgerð í tvígang á árunum 2009 og 2010 þar sem taugahnoð voru
fjarlægð og flutt til úr fingurgómum. Þessar aðgerðir skiluðu Hans litlum
árangri. Því gerði BPS þriðju aðgerðina 060112 þar sem hann fjarlægði vinstri
litlafingursstúf og miðhandarbein hans að hluta. Einnig stytti hann stúf
baugfingurs. Óþægindi Hans frá litlafingurssvæði rénuðu nokkuð eftir þetta en
áfram bjó hann við verulega verki frá baugfingri. Vegna þessa gerði BPS enn
aðgerð 221012, þar sem baugfingursstúfur var brottnuminn. Allgóður árangur
virðist hafa náðst með þeirri aðgerð, dregið hefur úr verkjum en í staðinn
hefur reyndar réttigeta vísifingurs og [löngutangar] skerst.
Við
skoðun er að finna vel gróið ör eftir mjókkun á vinstri hönd, búið er að
fjarlægja litlafingursstúf og miðhandarbein að hluta, einnig hefur baugfingur
verið fjarlægður. Eymsli eru talsverð á
stúfhöggssvæði, örberði og skyntruflun, svo sem vænta mátti. Skerðingu á réttigetu má væntanlega rekja til
örmyndunar.
Ljóst
er að þetta verkjaferli og aðgerðir í kjölfarið voru með engu móti
fyrirsjáanlegar við fyrri matsgerð. Búið er að skerða vinstri hönd nokkuð
umfram það sem þá var lýst og ljóst að viðmið úr miskatöflum örorkunefndar þá
eiga ekki lengur við. Meðferðarlæknir lýsir óvissum horfum um farnað þessarar
handar í mjög greinargóðu vottorði sínu.
Matsmenn
telja því að meta skuli varanlegan miska og varanlega örorku á nýjan leik. Með hliðsjón af miskatöflum örorkunefndar
telst varanlegur miski nú eðlilega metinn 18 stig.
Ljóst
er að notagildi vinstri handar hefur minnkað enn frá því sem áður er lýst. Höndin nýtist Hans lítið til grips en hann
getur þó haft af henni verulegt gagn til stuðnings. Þannig takmarkar þessi
áverki á höndina allmikið starfsval hans og gerir honum erfitt fyrir með öll
þyngri störf. Varanleg örorka telst í þessu ljósi rétt metin 15%.
Lögmaður stefnanda krafðist þess
með bréfi 25. febrúar 2013 að réttargæslustefndi gengi til uppgjörs skaðabóta á
grundvelli matsgerðarinnar. Réttargæslustefndi hafnaði kröfunni með bréfi 6.
mars 2013, þar sem félagið gat ekki fallist á að skilyrði 11. gr. skaðabótalaga
væru uppfyllt.
Með matsbeiðni 4. september 2013
fór lögmaður stefnanda fram á að örorkunefnd léti í té skriflegt og rökstutt
álit um afleiðingar vinnuslyssins. Réttargæslustefndi stóð ekki að matsbeiðni
en undirritaði hana með þeirri skýringu að hún væri á ábyrgð og kostnað
tjónþola. Í álitsgerð örorkunefndar frá 15. október 2013 var varanlegur miski
stefnanda metinn 18 af hundraði og varanleg örorka hans 18%.
Í álitsgerð örorkunefndar segir
svo í niðurstöðukafla:
Tjónþoli
klemmdist illa á vinstri hendi í vinnuslysi 19. nóvember 2005. Hann fór
samdægurs í bráðaaðgerð á Slysadeild LSH í Fossvogi. Útlitið var slæmt, baug-
og litlafingri varð ekki bjargað. Þeir voru aflimaðir í fjærenda á miðkjúkum
(phalanx media) þann 9. desember 2005.
Vegna
verkja, þegar frá leið voru þann 9. júní 2009 fjarlægð taugahnoð (neuroma) úr
stúfum baugfingurs og litlafingurs og stúfur baugfingurs var styttur. Taugahnoð
í stúfi baugfingurs var aftur til vandræða og 26. mars 2010 varð að færa
taugahnoðið úr stúfnum inn í lófa.
Enn
komu verkir í stúf baugfingurs og taugahnoð voru að myndast í stúfi
litlafingurs. Því var höndin mjókkuð í
aðgerð 6. janúar 2012. Fjærhluti fimmta hnúaleggs (metacarpus V) var fjarlægður
og einnig stúfur litlafingurs. Stúfur baugfingurs var styttur í sömu aðgerð en
hann var samt áfram til vandræða. Verkir voru áfram í honum og því var hann 22.
október 2012 fjarlægður og taugahnoð við ölnarhlið fjórða hnúaleggs líka.
Tveimur dögum síðar varð tjónþoli að leita á bráðadeild vegna mikilla
taugaverkja og var hann þá settur á öflugt taugaverkjalyf. Handarskurðlæknirinn
telur ekki möguleika á frekari aðgerðum, því taugar, sem hafa verið til
vandræða verða ekki klipptar ofar án meiri og alvarlegri skaða.
Tjónþoli
er mjög viðkvæmur í fingurstúfum og öllum miðlægum hluta vinstri handar. Hann er alltaf með verki, sem versna við
minnsta álag. Það er minni viðkvæmni í löngutöng. Aðgerðin 6. janúar 2012 bætti
ástandið og einkenni frá litlafingri en hann fær þó af og til draugaverki þar
en ekki frá baugfingri. Hann lagaðist enn nokkuð við síðustu aðgerðina 22.
október 2012 og verkir minnkuðu. Tjónþoli kveðst lítið sem ekkert geta beitt
vinstri hönd við vinnu en hún sé þó talsvert til stuðnings. Hann segir kraft
lítinn í hendinni og lykilgrip sé veiklað. Hann segir virka réttigetu hafa
minnkað í vinstri vísifingri og löngutöng. Tjónþoli hefur áður verið metinn til
samtals 27% miska.
Að
öllum gögnum virtum, með hliðsjón af fyrri miska og eftir að hafa talað við
tjónþola og skoðað hann þykir miski hans vegna afleiðinga slyssins 19. nóvember
2005 hæfilega metinn 18% -átján af hundraði.
Tjónþoli
var 24 ára á slysdegi. Tjónþoli starfaði þá við uppskipun en hóf nám eftir
slysið og hefur nú lokið skriflegu námi í bílamálun og stefnir á að fara í
sveinspróf. Telur hann að það starf
henti sér. Örorkunefnd telur að tjónþoli geti sinnt því starfi og geti a.m.k.
verið við slík störf í hlutastarfi. Tjónþoli hefur áður verið metinn til 25%
varanlegrar örorku vegna þriggja slysa. Örorkunefnd telur að afleiðingar
slyssins muni draga úr möguleikum tjónþola til að afla sér atvinnutekna og er
varanleg örorka hans vegna þess 18% -átján af hundraði.
Óumdeilt er í málinu að uppfyllt
er það skilyrði 11. gr. skaðabótalaga til að ákvörðun um bætur verði
endurupptekin, að ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsu tjónþola frá
því afleiðingar slyssins voru metnar og bætur greiddar árið 2006. Ágreiningur
aðila snýst um það hvort uppfyllt sé einnig það skilyrði ákvæðisins að ætla
megi að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður var talið. Stefnandi
telur svo vera og krefst frekari bóta, en stefndi telur skilyrðið ekki
uppfyllt.
Við aðalmeðferð málsins kom
stefnandi fyrir dóm og nefndarmenn í örorkunefnd báru vitni og staðfestu
álitsgerð sína.
Málsástæður
og lagarök stefnanda
Það sé
málsástæða stefnanda að kröfugerð hans um viðbótarbætur feli jafnframt í sér
kröfu um viðurkenningu á heimild til að taka upp að nýju ákvörðun um bætur
fyrir varanlegan miska og varanlega örorku og viðurkenningu á því að
endurupptökuskilyrði 11. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993, teljist vera uppfyllt.
Vinnuveitandi stefnanda, stefndi
Löndun ehf., hafi verið með gilda ábyrgðartryggingu hjá réttargæslustefnda,
Tryggingamiðstöðinni hf., þegar stefnandi hafi orðið fyrir vinnuslysi þann 19.
nóvember 2005. Tjón stefnanda hafi verið gert upp án fyrirvara þann 21.
nóvember 2006. Nú hafi komið fram mun alvarlegri afleiðingar vinnuslyssins en
áður hafi verið talið eða búast hafi mátt við. Stefnandi telji skilyrði
endurupptökuákvæðis 11. gr. skaðabótalaga uppfyllt. Ófyrirséðar breytingar hafi
orðið á heilsu hans sem rekja megi til vinnuslyssins og miskastig og örorkustig
hafi verið metin verulega hærri en áður hafi verið ætlað. Stefnandi byggi á því
að afleiðingar vinnuslyssins hafi orðið mun alvarlegri en áður hafi verið
talið; í stað 13 stiga (13%) varanlegs miska áður, sé miskinn nú metinn 18% og
í stað 10% varanlegrar örorku áður, sé örorkan nú metin 18%, sbr. álitsgerð
örorkunefndar 15. október 2013. Þannig hafi miskinn hækkað um 5 stig, eða um
38,5%, og örorkan hækkað um 8 stig, eða um 80%, frá því sem metið hafi verið
árið 2006.
Þegar borin séu saman nýleg
vottorð Björns Péturs Sigurðssonar bæklunar- og handarskurðlæknis um ástand
vinstri handar stefnanda nú og eldri læknisfræðileg gögn, sem verið hafi til
staðar þegar afleiðingar vinnuslyssins hafi verið metnar fyrra sinni árið 2006,
þá telji stefnandi að fram séu komnar ófyrirséðar breytingar til hins verra á
heilsu hans sem afleiðingar af slysinu, þannig að ætla megi að miskastig eða
örorkustig sé verulega hærra en áður hafi verið talið. Ekki aðeins hafi fingur
verið styttir heldur sé grip og kraftur handarinnar nú einnig mun minni. Þá
hafi máttur í vinstri handlegg einnig skerst til muna frá því sem áður hafi
verið og hann rýrnað. Matsmennirnir og læknarnir Leifur N. Dungal og Gísli
Ólafsson staðfesti í matsgerð sinni 28. janúar 2013, að ófyrirséðar breytingar
hafi orðið til hins verra á vinstri hönd stefnanda og ljóst sé að miskatafla
örorkunefndar eigi þá ekki lengur við.
Vegna breytinga á vinstri hönd
stefnanda, þar sem fingur hafi verið fjarlægðir og stúfar styttir frekar, séu
matsmenn nú að vinna með aðra þætti í miskabótatöflum örorkunefndar en áður.
Þegar meta eigi hvort miskastig skuli talið verulega hærra verði að horfa til
þessa. Matsmenn hafi orðið, vegna ófyrirséðra breytinga, að horfa til nýrra
áverkaviðmiða við mat á miskatjóni. Allar slíkar breyttar matsáherslur vegna
eðlisbreytinga áverka verði að teljast verulegar í skilningi 11. gr.
skaðabótalaga.
Ekki sé hægt að fallast á þau
sjónarmið sem réttargæslustefndi færi fyrir synjun á kröfu stefnanda um
endurupptöku og birtist í bréfi 6. mars 2013. Þannig verði að horfa til þess
sérstaklega, þegar metið sé hvort miskastig og/eða örorkustig sé verulega
hærra, hvort um sé að ræða ófyrirséða breytingu til hins verra á að öðru leyti
óbreyttu líkamlegu ástandi tjónþola sem verið hafi til staðar við hið fyrra
mat, þannig að hið nýja mat myndi rúmast innan sömu viðmiða í miskatöflum, áverkar
væru sama eðlis en einkenni verri, eða hins hvort verulegar breytingar hafi
orðið á líkamlegu ástandi tjónþola sem meta skuli, t.a.m. sökum aflimunar,
þannig að þeir þættir í viðmiðunartöflum sem stuðst hafi verið við vegna fyrra
mats eigi ekki lengur við. Þetta hljóti að skipta máli þegar metið sé hvort
skilyrði endurupptöku séu fyrir hendi.
Það síðarnefnda hafi gerst í
tilviki stefnanda. Þegar fingur og kjúkur hafi verið fjarlægðar og lögun
handarinnar breytt í fjórum bæklunarskurðaðgerðum, sem allar hafi talist vera
nauðsynlegar, hafi matsmenn ekki lengur getað stuðst við fyrri viðmið í
miskatöflunni, heldur hafi þeir orðið að finna orðnum breytingum á lögun og
útliti handarinnar annan stað í viðmiðunartöflum fyrir miska. Þetta skipti máli
við mat á endurupptökuákvæði 11. gr. skaðabótalaga, að verið sé að meta hönd
með gjörbreyttu útliti og aðra virkni en metin hafi verið 2006. Þá hafi
matsmenn ekki órað fyrir þeim breytingum sem yrðu á vinstri hönd stefnanda og
Björn Pétur Sigurðsson handarskurðlæknir vísi einnig til þess í læknisvottorði
sínu 27. október 2012 að hann hafi líklegast aldrei á ferli sínum sinnt neinum
sem búið hafi við jafn mikil einkenni og stefnandi í kjölfar stúfhöggs.
Stefnandi hafi ekki talið
útilokað að afleiðingar handaráverkans hafi að nokkru verið vanmetnar í
matsgerð þeirra Leifs N. Dungal og Gísla Ólafssonar, þó svo að mat þeirra hafi
leitt til verulegrar hækkunar á miskastigi og örorkustigi. Um þetta vísist
einnig til læknisvottorðs 27. október 2012 þar sem Björn Pétur Sigurðsson
segist vera þeirrar skoðunar að við mat á miska þyrfti að hafa í huga miklar,
langvinnar og í raun enn ófyrirséðar afleiðingar slyssins á færni og heilsu
stefnanda og að þau áhrif séu og hafi verið meiri en alla jafna við sambærilega
áverka. Því hafi verið farið fram á álit örorkunefndar á afleiðingum slyssins,
sem komist hafi að þeirri niðurstöðu að stefnandi hefði hlotið 18% (18 stiga)
varanlegan miska og 18% varanlega örorku af völdum slyssins, sbr. álitsgerð 15.
október 2013. Styðji stefnandi kröfugerð sína í málinu um viðbótarbætur við
álit örorkunefndar um afleiðingar slyssins.
Fjárkrafan sé reiknuð út samkvæmt
skaðabótalögum nr. 50/1993, en gerð var grein fyrir þeim útreikningi í stefnu.
Kröfugerðin byggi á því að stefnandi hafi orðið fyrir frekara tjóni vegna
vinnuslyssins en áður hafi verið talið, eins og fram komi í álitsgerð
örorkunefndar. Krafa stefnanda um frekari bætur en áður hafi verið greiddar,
eða vegna 5 stiga (5%) viðbótarmiska og 8% viðbótarörorku, sundurliðist þannig:
Annað fjártjón skv. 1. gr. 237.009
krónur
Varanlegur miski skv. 4. gr.
(4.000.000*8198/3282*5/100) 499.500
krónur
Varanleg örorka skv. 5-7. gr.
(2.214.902*15,229*8/100) 2.698.500
krónur
Samtals 3.437.218 krónur
Vaxta samkvæmt 16. gr.
skaðabótalaga sé krafist frá 7. nóvember 2009 til 7. desember 2013, en
dráttarvaxta af stefnufjárhæðinni frá þeim degi skv. III. kafla laga 38/2001 um
vexti og verðbætur, en þá hafi mánuður verið liðinn frá því stefndi hafi
sannarlega haft vitneskju um kröfuna, sbr. 6. gr. sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001,
og sé þá miðað við þingfestingardag.
Stefnandi byggi kröfu sína á því
að endurupptökuákvæði 11. gr. skaðabótalaga teljist vera uppfyllt. Þá séu
kröfur stefnanda reistar á ólögfestri meginreglu íslensks skaðabótaréttar um
ábyrgð vinnuveitanda á skaðaverkum starfsmanna, húsbónda- eða
vinnuveitendaábyrgðarreglunni svokölluðu. Þá sé byggt á lögum nr. 46/1980 um
aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Stefnandi styðji kröfur um
málskostnað við lög nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. Krafa um
virðisaukaskatt á málskostnað sé reist á l. nr. 50/1988, sbr. og reglugerð nr.
562/1989. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur og beri honum því nauðsyn
til að fá dóm fyrir þessum skatti úr hendi stefnda.
Málsástæður
og lagarök stefnda
Samkvæmt 11. gr. skaðabótalaga
nr. 50/1993 sé að kröfu tjónþola heimilt að taka að nýju ákvörðun um bætur
fyrir varanlegan miska eða örorkubætur. Skilyrði endurupptöku sé að
ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsu tjónþola þannig að ætla megi að
miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður hafi verið talið.
Fyrir liggi fjórar matsgerðir í
málinu og sé í öllum tilvikum verið að meta afleiðingar slyssins 19. nóvember
2005. Í seinni matsgerðinni, sem unnin hafi verið samkvæmt sameiginlegri beiðni
aðila, komi fram að matsmenn telji ljóst að verkjaferli og aðgerðir sem
framkvæmdar hafi verið eftir fyrra matið hafi með engu móti verið
fyrirsjáanlegar þegar sú matsgerð hafi verið unnin. Stefndu hafi því fallist á
að annað skilyrði 11. gr. skaðabótalaga um endurupptöku hafi verið uppfyllt,
þ.e. að ófyrirsjáanlegar breytingar hafi
orðið á heilsu stefnanda.
Seinna skilyrði endurupptöku um
að miskastig eða örorkustig sé verulega
hærra en áður hafi verið talið sé hins vegar ekki til staðar. Samkvæmt fyrri
matsgerðinni sem aðilar hafi staðið sameiginlega að hafi varanlegur miski verið
metinn 13 stig og varanleg örorka 10%. Með seinni matsgerðinni hafi varanlegur
miski verið metinn til 18 stiga og varanleg örorka 15%. Varanlegur miski hafi
hækkað um 5 stig úr 13 stigum í 18 stig og varanleg örorka úr 10% í 15%.
Stefnandi hafi, með matsbeiðni
16. september 2013, óskað eftir mati örorkunefndar á afleiðingum slyssins, er
taki til þeirra bótaþátta sem tilgreindir séu í lögum nr. 50/1995. Stefndu hafi
ekki verið aðilar að matsbeiðninni og hafi hún því verið á ábyrgð og kostnað
stefnanda. Samkvæmt 10. gr. skaðabótalaganna geti matsbeiðnir til örorkunefndar
borið að með tvennum hætti. Í fyrsta lagi geti hvor um sig, tjónþoli eða sá sem
krafinn sé bóta, borið undir örorkunefndina sérfræðilegt álit sem þegar liggi
fyrir. Í öðru lagi sé heimilt að óska álits örorkunefndar án þess að fyrir
liggi sérfræðiálit, standi málsaðilar sameiginlega að slíkri beiðni.
Matsbeiðni stefnanda beri ekki
með sér að verið sé að bera fyrra sérfræðiálit undir nefndina heldur virðist
vera óskað eftir enn einu mati. Til þess að það kæmi til þá þyrftu báðir aðilar
að standa að matsbeiðni en svo sé ekki í þessu máli. Það sé mat stefndu að
matsgerð sú sem stefnandi hafi einhliða aflað verði hvorki lögð að jöfnu við
matsgerð matsmanna sem aðilar stóðu saman að né geti hin fyrrnefnda gengið
þeirri síðarnefndu framar, enda hafi hún engum annmörkum verið háð, sem áhrif
geti haft á sönnunargildi hennar. Sjá hér til hliðsjónar Hrd. 20/2013.
Hæstiréttur hafi í dómum sínum,
sbr. t.d. Hrd. 516/2009 og Hrd. 614/2007, komist að þeirri niðurstöðu að þegar
þurfi mat á því hvort miska- eða örorkustig væri verulega hærra en áður væri
talið í merkingu 11. gr. skaðabótalaga væri nærlægast að skýra ákvæðið svo að
líta bæri til þess hvort breyting frá fyrra mati væri veruleg í stigum talið
miðað við þann 100 stiga mælikvarða sem lagður sé til grundvallar við matið og
það án tillits til þess hvort sú breyting væri ofarlega eða neðarlega í
stiganum. Við matið yrði því ekki litið til þess hversu miska- eða örorkustig
hefði hækkað hlutfallslega frá því sem lagt hafi verið til grundvallar við
upphaflega bótaákvörðun. Hækkun á varanlegum miska og varanlegri örorku um fimm
stig sé að mati Hæstaréttar ekki veruleg hækkun. Sjá hér til hliðsjónar Hrd. 411/2002, Hrd. 514/2002 og Hrd. 199/2003.
Dómafordæmi
Hæstaréttar séu skýr og ótvíræð og með skírskotun til þeirra og alls
framanritaðs sé þess krafist að stefndu verði sýknaðir af öllum kröfum
stefnanda í máli þessu.
Stefndu vísi máli sínu til
stuðnings til skaðabótalaga nr. 50/1993 og laga um vátryggingarsamninga nr.
30/2007. Enn fremur vísi stefndu til meginreglna skaðabótaréttarins sem og
almennra reglna kröfuréttar. Málskostnaðarkrafa stefndu byggist á 130. gr., sbr.
129. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Niðurstaða
Í máli þessu er, svo sem fram er
komið, deilt um það hvort sú breyting hafi orðið á heilsufari stefnanda frá því
að hann fékk á árinu 2006 greiddar bætur vegna vinnuslyss, sem hann varð fyrir
19. nóvember 2005 og stefndi ber bótaábyrgð á, að fullnægt sé því skilyrði 11.
gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, að ætla megi að miskastig eða örorkustig sé
verulega hærra en áður var talið, þannig að taka megi upp að nýju ákvörðun um
bætur fyrir varanlegan miska eða örorkubætur.
Heilsufar stefnanda hefur verið
metið með tilliti til varanlegrar örorku og miska bæði fyrir og eftir uppgjör
bóta og vísast til þess sem að framan er rakið um efni matsgerða, álits og
læknisvottorða. Varanleg örorka stefnanda vegna vinnuslyssins var metin 10% og
miskastig 13 af hundraði tæpu ári eftir slysið og í matsgerð sex mánuðum síðar
var varanleg örorka metin 13%. Fyrir liggur að stefnandi hefur fengið nokkurn
bata með þeim aðgerðum sem gerðar voru á árunum 2009-2012 á þeim einkennum sem
hrjáðu hann eftir slysið. Aðgerðirnar leiddu jafnframt til breytinga á útliti
og virkni handarinnar þar sem fingur voru meðal annars fjarlægðir. Þegar
afleiðingar slyssins eru metnar eftir aðgerðirnar eru það því ekki alfarið sömu
atriði sem telja til stiga í miska og örorku og áður.
Stefnandi telur að það eigi að
hafa áhrif þegar metið er hvort skilyrði endurupptöku séu fyrir hendi að verið
sé að meta hönd með gjörbreyttu útliti og aðra virkni en metin hafi verið 2006
og að allar slíkar breyttar matsáherslur vegna eðlisbreytinga áverka verði að
teljast verulegar í skilningi 11. gr. skaðabótalaga. Í ljósi hins skýra
orðalags lagaákvæðisins um skilyrði endurupptöku verður ekki fallist á það með
stefnanda, að eðlisbreytingar á áverka hafi þessi áhrif, nema þær
ófyrirsjáanlegu breytingar leiði jafnframt til verulegrar hækkunar á miskastigi
eða örorkustigi.
Aðilar stóðu saman að því að afla
matsgerðar læknanna Leifs N. Dungal og Gísla Ólafssonar. Í matsgerð þeirra frá
28. janúar 2013 kemur fram að ófyrirséðar breytingar hafi orðið á heilsu
tjónþola frá fyrra mati. Varanlegur miski er, með hliðsjón af miskatöflum
örorkunefndar í matsgerðinni, metinn 18 stig og varanleg örorka er metin 15%
með þeim rökstuðningi að ljóst sé að notagildi vinstri handar hafi minnkað enn
frá því sem áður var. Sagði í matsgerðinni að þessi áverki á höndina takmarki
allmikið starfsval stefnanda og geri honum erfitt fyrir með öll þyngri störf.
Höndin nýtist honum lítið til grips en hann geti þó haft af henni verulegt gagn
til stuðnings.
Stefnandi vill í málinu byggja á
álitsgerð örorkunefndar frá 15. október 2013, gegn andmælum stefnda og
réttargæslustefnda sem mótmæla því að byggt verði á álitsgerð, sem stefnandi
stóð einn að því að óska eftir. Nefndarmenn í örorkunefnd gáfu skýrslur fyrir
dómi og staðfestu álitsgerð sína. Staðfestu þeir jafnframt að nefndin hefði
talið skilyrðum fullnægt til að hún tæki málið til meðferðar að beiðni
stefnanda, en leita má álits nefndarinnar einhliða þegar fyrir liggur
sérfræðilegt álit um örorku og/eða miskastig tjónþola, sbr. 10. gr.
skaðabótalaga. Það var því lögbundin forsenda þess, eins og á stóð, að nefndin
gæti veitt álit í málinu, að fyrir lægi sérfræðilegt álit um örorku og
miskastig stefnanda og var í beiðni stefnanda gerð grein fyrir fyrirliggjandi
matsgerð læknanna Leifs N. Dungal og Gísla Ólafssonar frá 28. janúar 2013.
Í áliti örorkunefndar er varanleg
örorka stefnanda metin 18% með þeim rökstuðningi að afleiðingar slyssins muni
draga úr möguleikum hans til að afla sér atvinnutekna. Í álitinu er ekki að
finna rökstuðning um það hvað hafi ráðið því að hún meti varanlega örorku um
þrjá af hundraði hærri en hún var metin í fyrirliggjandi matsgerð, en það er
munurinn á niðurstöðu nefndarinnar og matsmanna. Ástæða þessa skýrðist ekki fyrir dóminum, en þar báru allir
nefndarmenn efnislega á sömu lund um það að þeir hefðu ekki yfirfarið mat
annarra matsmanna sérstaklega og hefðu komist að sjálfstæðri niðurstöðu óháð
fyrirliggjandi matsgerð. Þeir hefðu reiknað örorkustig stefnanda í samræmi við
viðteknar matsreglur og þá sérstaklega með hliðsjón af þeirri örorku sem þegar
hefði verið metin vegna annarra slysa sem stefnandi hafi orðið fyrir, bæði
fyrir og eftir vinnuslysið sem þetta mál snýst um. Álitsgerð nefndarinnar, sem
andmælt er af hálfu stefnda, felur samkvæmt þessu ekki í sér endurskoðun á
fyrirliggjandi matsgerð og hnekkir ekki rökstuðningi matsmanna fyrir mati
þeirra á örorkustigi stefnanda.
Dómurinn tekur, við úrlausn málsins, mið af matsgerðinni, sem aðilar stóðu
saman að því að afla og ekki hefur verið hnekkt með yfirmati eða með öðrum
hætti, enda er hún engum annmörkum
háð, sem áhrif gætu haft á sönnunargildi hennar.
Stefnandi kom fyrir dóm og skýrði
frá því að hann starfi nú sem handlangari og við tölvuinnslátt hjá fyrirtæki
sem sérhæfi sig í fjarskiptabúnaði, en hefði áður starfað við bílamálun. Með
hliðsjón af því sem fram kom hjá stefnanda fyrir dóminum, m.a. um það hvernig
höndin nýtist honum, taka hinir sérfróðu meðdómendur undir rökstuðning læknanna
Leifs N. Dungal og Gísla Ólafssonar í matsgerðinni frá 28. janúar 2013 og telja
varanlegan miska stefnanda og varanlega örorku hans þar hæfilega metna. Það er
álit þeirra að ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á varanlegum miska
stefnanda frá uppgjöri bóta, frá 13 stigum í 18 stig, með minni háttar
ófyrirséðri breytingu á varanlegri örorku, sem ekki nemi meiri hækkun en um
fimm af hundraði.
Að öllu framangreindu virtu og
með hliðsjón af þeirri dómvenju sem stefndi vísar til og skapast hefur um mat á
því hvenær telja megi að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður var
talið, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 411/2002, er það niðurstaða
dómsins að skilyrði 11. gr. skaðabótalaga um verulega hækkun sé ekki fyrir
hendi í máli þessu.
Lagaskilyrði skortir því til þess
að ákvörðun um bætur fyrir varanlegan miska eða örorkubætur vegna slyss
stefnanda 19. nóvember 2005 verði tekin upp að nýju. Getur stefnandi ekki á
þeim grundvelli átt kröfu um frekari bætur úr hendi stefnda vegna slyssins en
þegar hafa verið greiddar og mótteknar án fyrirvara. Verður því fallist á kröfu
stefnda og hann sýknaður af dómkröfu stefnanda um frekari skaðabætur vegna
slyssins, en eftir atvikum þykir mega ákveða að málskostnaður falli niður.
Stefnandi hefur gjafsókn í málinu
og greiðist allur gjafsóknarkostnaður hans því úr ríkissjóði, þar með talin
málflutningsþóknun lögmanns hans, Jóhannesar Alberts Sævarsonar hrl., sem þykir
með hliðsjón af umfangi málsins hæfilega ákveðin 690.000 krónur að meðtöldum
virðisaukaskatti.
Dóminn kveða upp
Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari ásamt sérfróðu meðdómsmönnunum Yngva
Ólafssyni, yfirlækni og bæklunarlækni, og Jóhanni Róbertssyni,
aðstoðaryfirlækni og sérfræðingi í handarskurðlækningum.
D Ó M S O R Ð
Stefndi, Löndun ehf., er sýkn af
kröfum stefnanda, Hans Aðalsteins Gunnarssonar.
Málskostnaður fellur niður.
Allur gjafsóknarkostnaður
stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns
hans, Jóhannesar Alberts Sævarsonar hrl., 690.000 krónur að meðtöldum
virðisaukaskatti. |
Mál nr. 344/2015 | Lausafjárkaup Skaðabætur Matsgerð | V ehf. keypti bát og gaf B út afsal honum til handa fyrir bátnum en kaupverðið var 300.000 krónur. Afsalaði B síðar bátnum á nýjan leik til S ehf. sem tók hann úr vörslum V ehf. að honum forspurðum. Krafðist V ehf. skaðabóta úr hendi B vegna sölunnar til S ehf. Hafði V ehf. byggt kröfu sína í héraði á matsgerð þar sem lagt var mat á verðmæti bátsins en talið var að hún væri haldin slíkum göllum að hún yrði ekki lögð til grundvallar sönnunarfærslu í málinu. Fyrir Hæstarétti lagði V ehf. fram nýja matsgerð þar sem lagt var mat á „endurkaupsverð“ bátsins. Við munnlegan málflutning kom fram að í fyrri matsgerðinni hefði verið miðað við markaðsvirði bátsins en þeirri síðari enduröflunarverð hans. Var talið að með síðari matsgerðinni hefði V ehf. freistað þess að leggja nýjan grundvöll að kröfu sinni sem fæli jafnframt í sér nýja málsástæðu. Fengist hún ekki komist að í málinu, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekki var talið sýnt fram á að það verð sem V ehf. hafði greitt fyrir bátinn hefði verið undir markaðsvirði á þeim tíma. Þá lægi fyrir að fyrirsvarsmaður V ehf. hefði lýst því yfir við skýrslugjöf í héraði að engu frekar en kaupverði hefði verið kostað til bátsins af hans hálfu. Loks var ekki talið að V ehf. hefði sýnt fram á að markaðsvirði bátsins hefði hækkað frá því að V ehf. festi kaup á honum þar til að hann var seldur til S ehf. en V ehf. miðaði bótakröfu sína við síðargreint tímamark. Var B því gert að greiða V ehf. 300.000 krónur.
|
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma Karl Axelsson hæstaréttardómari og Guðrún Erlendsdóttir og
Ingveldur Einarsdóttir settir hæstaréttardómarar.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 15. maí 2015. Endanlegar dómkröfur
hans eru þær að stefnda verði gert að greiða sér 4.000.000 krónur ,,ásamt
lögmæltum dráttarvöxtum“ af 3.000.000
krónum frá 23. janúar 2011 og af 1.000.000 krónum frá 1. janúar 2014 til
greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir
Hæstarétti.
I
Á árinu 2008 keypti Árni Kópsson bátinn Áka SU, skipaskrárnúmer 6753 af
stefnda. Umræddur Árni seldi síðan áfrýjanda bátinn á árinu 2009 og gaf stefndi
út afsal honum til handa 15. október það ár en um ástæður þeirrar tilhögunar er
nánar fjallað í hinum áfrýjaða dómi. Er ágreiningslaust með aðilum að
kaupverðið hafi numið 300.000 krónum. Í stefnu er því haldið fram að eftir að
áfrýjandi eignaðist bátinn hafi hann lagt í verulegan kostnað við endurbætur
hans, kaup á tækjabúnaði o.fl. Aðspurður fyrir dómi svaraði fyrirsvarsmaður áfrýjanda,
Sighvatur Sigurðsson, spurningu um þann kostnað sem áfrýjandi hefði lagt út í
af þessu tilefni „Ekki frá minni hendi, eitt eða neitt, ég hef ekki skipt mér
af þessum hlutum.“ Stefndi afsalaði bátnum á nýjan leik 16. desember 2010 til Stampa ehf. fyrir 20.600 krónur og tók sá
aðili bátinn úr vörslum áfrýjanda að honum forspurðum í ársbyrjun 2011. Stampar
ehf. seldu síðan VPH fasteignum ehf. bátinn 12. maí 2012 fyrir 1.500.000
krónur. Lýsti fyrirsvarsmaður VPH fasteigna ehf., Viðar P. Hafsteinsson,
ástandi bátsins á því tímamarki svo „það eru engin tæki, enginn vélbúnaður,
hann er í svona má segja mjög döpru ástandi sko.“ Þá kom enn fremur fram hjá
Viðari að báturinn „sé búinn að standa og standa óhreyfður í einhver ár, að
mínu mati sko.“
Áfrýjandi leitaði réttar síns gegn stefnda og með dómi Héraðsdóms
Reykjaness 9. október 2013 var stefndi dæmdur skaðabótaskyldur vegna þess tjóns
sem áfrýjandi hefði orðið fyrir vegna sölu á bátnum til Stampa ehf. 16.
desember 2010. Var þeim dómi ekki áfrýjað af hálfu stefnda og að beiðni
áfrýjanda var dómkvaddur maður, Knútur Þórhallsson endurskoðandi, til þess að
meta hvert verið hafi verðmæti bátsins og vagns sem hann stóð á 16. desember 2010. Jafnframt var honum falið að meta missi hagnaðar áfrýjanda
af því að reka bátinn sem fiskiskip svo sem það var nánar útlistað í
matsbeiðni. Matsgerðin er dagsett 7. júlí 2014 og eru niðurstöður hennar á þá
leið að verðmæti bátsins og vagnsins hafi verið 3.000.000 krónur og misstur
hagnaður 1.000.000 krónur. Að fenginni matsgerðinni höfðaði áfrýjandi mál þetta
og var í stefnu eingöngu vísað til hennar um grundvöll skaðabótakröfunnar. Með
hinum áfrýjaða dómi var komist að þeirri niðurstöðu að matsgerðin væri haldin
slíkum göllum að hún yrði ekki lögð til grundvallar sönnunarfærslu í málinu
Undir áfrýjun málsins fékk áfrýjandi á ný dómkvaddan mann, Einar S.
Valdimarsson löggiltan skipa- og fasteignasala, og var honum falið að meta
hvert væri „endurkaupsverð báts hinn 16. desember 2010, sambærilegum bátinum
Áka SU, skipaskrárnúmer 6753 og flutningsvagns sambærilegum þeim sem hann stóð
á.“ Í matsgerð hans 25. ágúst 2015, kom fram að verðmæti sambærilegs báts og Áki SU var 16. desember 2010 hefði verið 2.400.000 krónur
en verðmæti umrædds vagns 550.000 krónur. Hefur matsgerð þessi verið lögð fram
fyrir Hæstarétti sem nýtt gagn og byggir áfrýjandi kröfur sínar nú meðal annars
á henni. Um málavexti vísast að öðru leyti til hins áfrýjaða dóms.
II
Svo sem rakið er hér að framan byggði áfrýjandi dómkröfu sína í héraði á
matsgerð Knúts Þórhallssonar, 7. júlí 2015 þar sem metið var hvert verið hefði verðmæti
bátsins Áka SU 16. desember 2010. Í matsgerð Einars S. Valdimarssonar, 25.
ágúst 2015, sem aflað var sem fyrr segir undir áfrýjun málsins, var hins vegar
við það miðað að metið væri „endurkaupsverð“ bátsins. Við munnlegan flutning
málsins fyrir Hæstarétti skýrðist þessi grundvöllur frekar og þá á þá leið að í
fyrri matsgerðinni væri horft til markaðsvirðis umrædds báts á nefndum degi en
í þeirri síðari væri miðað við svokallað
enduröflunarverð bátsins. Með hliðsjón af því verður við það miðað að með
síðari matsgerðinni freisti áfrýjandi þess að leggja nýjan grundvöll að skaðabótakröfu
sinni sem feli þá jafnframt í sér nýja málsástæðu af hans hendi, en stefndi
mótmælir þýðingu síðari matsgerðarinnar á þeim grundvelli. Sú málsástæða að
meint tjón áfrýjanda beri að meta á grundvelli enduröflunarverðs bátsins fær af
þeim ástæðum ekki komist að í málinu, vegna skilyrða 2. mgr. 163. gr. laga nr.
91/1991 um meðferð einkamála.
Ekki hefur verið sýnt fram á að verð það sem greitt var fyrir bátinn Áka
SU í viðskiptum stefnda og Árna Kópssonar 2008 og síðar Árna og áfrýjanda hafi
verið undir markaðsverði á þeim tíma. Þá liggur fyrir, svo sem fyrr greinir, að
við skýrslugjöf við aðalmeðferð málsins í héraði lýsti fyrirsvarsmaður
áfrýjanda því yfir að engu frekar en kaupverði hefði verið kostað til bátsins
af hans hálfu. Loks hefur áfrýjandi ekki fært fyrir því fullnægjandi sönnun að
markaðsverð bátsins hafi hækkað frá síðarnefnda tímamarkinu fram til 16.
desember 2010 en við þann dag miðar áfrýjandi kröfu sína um greiðslu bóta. Að
þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður
hann staðfestur.
Eftir þessum málsúrslitum verður áfrýjanda gert að greiða stefnda
málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.
Áfrýjandi, Viking Fish ehf., greiði stefnda, Byggðastofnun, 400.000 krónur
í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur
Héraðsdóms Reykjaness 17. febrúar 2015.
I.
Mál þetta, sem tekið var til dóms
20. janúar sl., er höfðað með birtingu stefnu 22. ágúst 2014.
Stefnandi er Viking Fish ehf.,
kt. 700305-1630, Súðarvogi 7, Reykjavík.
Stefndi er Byggðastofnun, kt.
450679-0389, Ártorgi 1, Sauðárkróki.
Dómkröfur stefnanda eru þær að
stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 4.000.000 króna
ásamt lögmæltum dráttarvöxtum af 3.000.000 króna frá 16. desember 2010 til
greiðsludags og af 1.000.000 króna frá 1. janúar 2013 til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist að stefndi verði dæmdur
til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt málskostnaðaryfirliti stefnanda.
Stefndi
krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda gegn greiðslu 300.000 króna, en
til vara er krafist verulegrar lækkunar á stefnukröfum. Þá krefst stefndi
málskostnaðar úr hendi stefnanda að viðbættum virðisaukaskatti.
II.
Málsatvik
eru þau að á árinu 2008 tókust samningar um kaup Árna nokkurs Kópssonar á
bátnum Áka SU, skipaskrárnúmer 6753, af stefnda. Að sögn stefnanda sótti Árni
bátinn ásamt Guttormi Sigurðssyni, sem síðar kemur við sögu, um áramótin
2008-2009 þar sem hann lá í höfninni í Hvammstanga, og kom honum fyrir á
athafnasvæði Kópavogshafnar. Greiddi Árni stefnda umsamið kaupverð bátsins,
200.000 krónur, 5. júní 2009. Af hálfu stefnda var gefið út afsal til Árna 2.
júlí 2009.
Bátinn
seldi Árni síðan stefnanda á 300.000 krónur og til að einfalda eigendaskiptin
fór hann fram á það við stefnda að stofnunin gæfi út nýtt afsal til stefnanda,
sem þá kæmi í stað eldra afsals til hans. Nýja afsalsbréfið er útgefið 15.
október 2009. Ekki var afsalsbréfinu þinglýst því að afsalshafi, stefnandi
þessa máls, lét það farast fyrir.
Stefnandi
kveður að sumarið 2009 hafi hann hafist handa við að gera bátinn Áka SU,
skipaskrárnúmer 6753, upp og endurbæta þar sem hann hafi staðið á athafnasvæði
Kópavogshafnar. Keypt hafi verið vél og gír og siglingatæki, svo sem
sjálfstýring, radar o.fl., í bátinn. Báturinn sé úr plasti og hafi farið fram
umtalsverð plastvinna til endurbóta á honum. Í desember 2010 hafi báturinn
verið fluttur af athafnasvæði Kópavogshafnar á athafnasvæði
Hafnarfjarðarhafnar. Þaðan hafi hann horfið aðfaranótt 5. janúar 2011. Þá hafi
verið hafin leit að honum og hafi hann fundist á geymslusvæði Lýsingar hf. í
Hafnarfirði. Forráðamenn stefnanda hafi nokkru síðar fengið spurnir af því að
stefndi hefði hinn 16. desember 2010 gefið út nýtt afsal fyrir bátnum til
einkahlutafélagsins Stampa ehf. Því afsali var þinglýst 23. desember 2010.
Í ljós
hafi komið að menn á vegum Stampa ehf. höfðu tekið bátinn Áka SU,
skipaskrárnúmer 6753, þar sem hann var í vörslu stefnanda á athafnasvæði
Hafnarfjarðarhafnar.
Með
bréfi lögmanns stefnanda 6. janúar 2011 til stefnda hafi verið vakin athygli á
ofangreindu og þess krafist að stefnda gerði gangskör að því að ólöglegt afsal
fyrir bátnum til Stampa ehf. yrði afturkallað og bátnum komið aftur í vörslur
stefnanda. Sú málaleitan hafi reynst árangurslaus og hafi stefnandi því höfðað
mál á hendur stefnda fyrir Héraðsdómi Reykjaness til að fá staðfest með dómi að
stefndi hefði valdið honum skaðabótaskyldu tjóni. Málið hafi fengið númerið
E-252/2013 og í því hafi verið kveðinn upp dómur 9. október 2013 þar sem m.a.
hafi verið viðurkennt að stefndi væri skaðabótaskyldur gagnvart stefnanda vegna
þess tjóns sem stefnandi hefði orðið fyrir vegna sölu stefnda á áðurgreindum bát
til Stampa ehf. 16. desember 2010.
Stefndi
hafi ekki áfrýjað dóminum til Hæstaréttar og greitt tildæmdan málskostnað.
Stefnandi kveðst hafa leitað eftir samkomulagi við stefnda um fjárhæð
skaðabóta, en sú viðleitni hafi reynst árangurslaus. Hafi stefnandi því beiðst
þess hinn 6. janúar 2014 að dómkvaddur yrði matsmaður til að framkvæma mat á
því hvert hefði verið verðmæti bátsins Áka SU, skipaskrárnúmer 6753, hinn 16.
desember 2010, og vagnsins sem hann stóð á. Einnig skyldi matsmaður meta hver
væri misstur hagnaður matsbeiðanda af rekstri bátsins sem fiskiskips við
strandveiðar, eins og þær sem báturinn hefði verið notaður til, eftir að hann
komst í hendur núverandi eiganda.
Mótmæli
stefnda gegn matsbeiðninni hafi ekki verið tekin til greina og hafi Knútur
Þórhallsson, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi, verið dómkvaddur
til að framkvæma hið umbeðna mat hinn 24. febrúar 2014.
Hinn
dómkvaddi matsmaður hafi lokið matsgerð sinni 7. júlí 2014. Er niðurstaða
matsmanns sú að verðmæti bátsins Áka SU, skipaskrárnúmer 6735, hinn 16.
desember 2010, og vagnsins sem hann stóð á, hafi verið 3.000.000 króna og að
misstur hagnaður stefnanda af rekstri bátsins sem fiskiskips við strandveiðar
árin 2011 og 2013 sé hæfilega áætlaður 1.000.000 króna.
Stefndi kveður að áður en
áðurgreindur dómur Héraðsdóms Reykjaness gekk í fyrra dómsmáli aðila og ítrekað
eftir það hafi stefndi reynt að komast að samkomulagi við stefnanda um uppgjör.
Fyrir hafi legið að stefnandi hafði keypt umræddan bát á 300.000 krónur og hafi
honum verið boðin endurgreiðsla á því fé, auk vaxta og áfallins kostnaðar.
Stefnandi hafi talið þetta víðsfjarri raunverulegu tjóni sínu þar sem hann
hefði lagt mikla fjármuni í bátinn eftir kaupin, svo sem kaup á tækjum og
kostnað við plastviðgerðir á bátnum, en skrokkur hans sé úr plasti. Kallað hafi
verið eftir upplýsingum og gögnum um þennan kostnað en fátt hafi orðið um svör
og í ljós hafi komið við rekstur málsins að þessar fullyrðingar stefnanda voru
beinlínis rangar og væntanlega settar fram í blekkingarskyni. Það eina sem
eftir hafi staðið hafi verið fullyrðing um að einhverjar plastviðgerðir hefðu
átt sér stað á bátnum en engin gögn hafi verið lögð fram um það, þrátt fyrir
ítrekaðar áskoranir. Sé stefnandi þó bókhaldsskyldur aðili.
Þegar stefnandi hafi ekki getað
lagt fram nein gögn um það hvað hann hefði lagt í bátinn eftir kaupin hafi hann
séð að ekki mundi málið ganga fram sem hann vildi. Hafi þó ekki staðið á
stefnda að reyna að leysa málið ef réttar upplýsingar fengjust. Hafi stefnandi
þá óskað eftir dómkvaðningu matsmanns til að leggja mat á „annars vegar
endurheimtuvirði bátsins og vagnsins sem hann stóð á, þ.e. hvað það mundi kosta
hann að kaupa annan bát í líku ásigkomulagi í stað þess sem hann missti ásamt
flutningsvagni, og hins vegar misstan hagnað af rekstri bátsins sem fiskiskips
við strandveiðar, eins og þær sem hann hefði verið notaður til eftir að hann
komst í hendur núverandi eiganda.
Stefndi kveðst hafa gert
athugasemdir við beiðnina um dómkvaðningu og talið að matsgerð, miðað við lýsingu
málavaxta eins og þeir hafi verið settir fram í beiðninni, væri tilgangslaus
sem sönnunargagn í málinu. Einnig hafi stefndi gert athugasemd við að óljóst
væri hvað það væri sem ætti að meta. Dómari hafi síðan kvatt til matsmann til
að svara því „hvert var verðmæti bátsins Áka SU, skipaskrárnúmer 6753, þann 16.
desember 2010, og vagnsins sem hann stóð á. Matsmaður skal einnig veita svör
við því hver sé misstur hagnaður matsbeiðanda af rekstri bátsins sem fiskiskips
við strandveiðar, eins og þær sem báturinn hefur verið notaður til, eftir að
hann komst í hendur núverandi eiganda.“
Stefndi kveðst hafa sent
matsmanni athugasemdir þar sem ítrekað hafi verið að verðmæti bátsins ætti að
meta miðað við 16. desember 2010, í því ástandi sem hann hefði þá verið. Þá
hafi verið bent á að vagn, sem væri sagður hafa verið undir bátnum, hefði
stefndi ekki selt, hvorki í fyrra né síðara skiptið, og væri hann máli þessu
alveg óviðkomandi. Þá hafi verið vakin athygli matsmannsins á að ekkert lægi
fyrir í málinu um að stefnandi uppfyllti skilyrði til að fá leyfi til
strandveiða fyrir bátinn, jafnvel þótt hann fengi útgefið haffærisskírteini
fyrir hann.
Í framlagðri matsgerð taki
matsmaður fram að hann hafi ekki skoðað bátinn og að hann teldi að skoðun á
bátnum, þremur og hálfu ári eftir þann dag sem matsgerðin ætti að miða við og
eftir að núverandi eigandi bátsins hefði endurbyggt hann, kæmi að engu gagni
til að finna út verðmæti bátsins í árslok 2010. Þá komi fram hjá matsmanni að
hann hefði margsinnis kallað eftir gögnum/kostnaðarskjölum yfir það sem bátnum
hafi átt að hafa verið gert til góða eftir að stefnandi keypti hann en engu
slíku hefði verið framvísað og því væri hæpið „að taka tillit til þess að
matsbeiðandi hafi verið búinn að leggja í verulegan kostnað við bátinn“.
„Verðmæti þess vagns sem báturinn
stóð á er nokkur ráðgáta ...“ segi matsmaður í matsgerðinni en segi svo að hann
leggi ekki mat á verðmæti hans sundurliðað heldur meti hann verðmæti bátsins og
„vagnsins sem hann stóð á“ á 3.000.000 króna.
Stefndi kveðst hafa beint þeirri
spurningu til matsmanns í tölvuskeyti, þegar hinn 7. júlí, hvert hann teldi
verðmæti vagnsins vera í heildartölunni, 3.000.000 króna, og hafi matsmaður
svarað því um hæl að í hans útreikningum „þá gerði ég ráð fyrir að vagninn væri
um kr. 300.000“.
Um svipað leyti og mál þetta hafi
verið höfðað hafi stefnda borist afrit af afsali sem Stampar ehf. gáfu út fyrir
bátnum til VPH-fasteigna ehf. hinn 12. maí 2012. Í afsalinu komi fram að
kaupverð hans sé 1.500.000 krónur. Tekið sé fram að enginn búnaður fylgi
bátnum.
Stefndi kveður rétt að skýrlega
komi fram að margnefndur bátur hafi ekki verið fiskibátur heldur skel af
skemmtibát þá er stefndi seldi hann, en báturinn hafi áður verið notaður til
hvalaskoðunar.
Eftir höfðun málsins hafi stefndi
enn reynt að ná samkomulagi um lausn þess við lögmann stefnanda, en án
árangurs.
Fyrirsvarsmaður
stefnanda, Sighvatur Sigurðsson, kom fyrir fyrir dóminn og gaf aðilaskýrslu. Þá
komu fyrir dóminn sem vitni, Knútur Þórhallsson, endurskoðandi og dómkvaddur
matsmaður, og Viðar Páll Hafsteinsson.
III.
Stefnandi
kveðst byggja á því að dómur Héraðsdóms Reykjaness 9. október 2013 í máli nr.
E-252/2013 teljist vera bindandi úrslit sakarefnis málsaðila hvað bótaskyldu
stefnda varðar, sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Stefndi
hafi greitt dæmdan málskostnað og tekið upp samningsumleitanir við stefnanda um
fjárhæð skaðabóta.
Stefndi
hafi gerst aðili matsmáls, sem rekið hafi verið fyrir Héraðsdómi Reykjaness,
nr. M-1/2014, og haldið uppi málflutningi fyrst fyrir héraðsdóminum og síðan
fyrir hinum dómkvadda matsmanni. Stefndi hafi ekki vefengt niðurstöðu hins
dómkvadda matsmanns.
Að þessu
öllu athuguðu kveðst stefnandi telja að stefndi hafi skuldbundið sig til að
hlíta niðurstöðu matsgerðarinnar og sé lagalega skylt að inna af hendi
matsfjárhæðina ásamt matskostnaðinum með dráttarvöxtum til greiðsludags.
IV.
Stefndi kveður bótaskyldu sína óumdeilda. Hins vegar sé deilt um hvert
raunverulegt tjón stefnanda sé, en stefndi telji matsgerðina í málinu ónothæfa
til sönnunar á því og séu til þess margar ástæður.
Það sé meginregla skaðabótaréttar að sá sem telji sig hafa orðið fyrir
fjárhagstjóni, sem annar aðili beri skaðabótaábyrgð á, verði að færa sönnur á
fjárhæð tjónsins. Þetta sé misauðvelt að gera og fari eftir aðstæðum í hverju
og einu máli. Ein leið til sönnunarfærslu sé að afla matsgerðar á grundvelli
heimilda í IX. kafla l. nr. 91/1991. Gerðar séu ríkar kröfur til vinnubragða og
gagnaöflunar matsmanna, þegar svo beri undir. Matsgerð sé eins og hvert annað
sönnunargagn í máli, þ.e. dómari leggi sjálfstætt mat á sönnunargildi hennar
þegar hann leggur dóm á málið.
Fram komi í framlagðri matsgerð að hinn dómkvaddi matsmaður hafi ekki
skoðað bátinn og engin gögn haft til að styðjast við um ástand hans í árslok
2010. Hafi matsmaðurinn engin gögn haft um kostnað við þær endurbætur sem á
honum hafi verið gerðar til að gera hann að fiskibáti. Þá hafi matsmaður enga
tilraun gert til að meta bátinn til verðs í núverandi ástandi og síðan reynt í
framhaldinu að leggja mat á endurbæturnar og draga þær frá til að fá út
mismuninn. Hafi honum þó borið að afla gagna um þessi atriði af sjálfsdáðum.
Matgerðin sé því handónýt sem „mat“ á virði bátsins í árslok 2010. Framlögð
matsgerð sé ekki byggð á neinum tölulegum forsendum og/eða skoðun á andlaginu
heldur sé um tómar tilgátur að ræða, enda komi það fram í matsgerðinni sjálfri.
Það hafi þó verið brýnt að matsmaðurinn beitti þeirri aðferðarfræði sem
getið sé hér að framan því að sérkunnátta hans liggi á svið reikningsskila.
Ekki liggi fyrir upplýsingar um að matsmaðurinn hafi sérþekkingu á verðmyndun
báta/skipa á markaði, en stefndi hafi vakið athygli á því við dómkvaðningu
matsmannsins.
Af framangreindu sé ljóst að matsmaðurinn hafi hvorki nýtt sérþekkingu
sína né aflað gagna með öðrum hætti um verðmæti bátsins né hafi hann framkvæmt
á honum skoðun. Hafi þannig ekki verið staðið að matsgerðinni með þeim hætti
sem fyrirskrifað sé í lögum nr. 91/1991 og dómvenja standi til. Sé matsgerðin
að þessu leyti haldin slíkum göllum að hún verði ekki lögð til grundvallar sem
sönnunargagn í málinu. Eftir standi þá að eina vitneskjan um verðmæti bátsins
sé upphaflega kaupverðið, 300.000 krónur, sem stefndi hafi margsinnis boðist
til að endurgreiða stefnanda. Þrátt fyrir ótal áskoranir hafi engin gögn verið
lögð fram um það að einhverjar endurbætur hafi verið gerðar á bátnum eða
einhverju hafi verið skeytt við hann. Hafi stefnanda þannig ekki tekist að sýna
fram á að tjón hans nemi hærri fjárhæð en umræddum 300.000 krónum, en sönnunarbyrðin
um tjónið hvíli á stefnanda.
Í matsbeiðni hafi matsbeiðandi/stefnandi upphaflega óskað eftir mati á
„endurheimtuvirði bátsins og vagnsins sem hann stóð á ...“ eins og þar standi.
Matsbeiðandi/stefnandi hafi fallið frá þessari ósk við fyrirtöku málsins 10.
febrúar 2014 og breytt orðalaginu í þá veru sem fram komi í úrskurði héraðsdóms
frá 24. febrúar 2014, þ.e. að meta skyldi „hvert var verðmæti bátsins Áka SU,
skipaskrárnúmer 6753, þann 16. desember 2010, og vagnsins sem hann stóð á.“ Af
þessu tilefni kveðst stefndi vekja athygli á því að með þessari yfirlýsingu
hafi stefnandi ráðstafað sakarefninu, hvað sem öðru líði. Þá kveðst stefndi
telja að samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar og dómvenju eigi stefnandi
ekki rétt til enduröflunarverðs bátsins, enda liggi ekkert fyrir um það hvert
það sé, ef það er annað en ætlað markaðsverð, samanber það sem rakið sé að
framan.
Niðurstaða matsmanns varðandi „misstan hagnað matsbeiðanda af rekstri
bátsins sem fiskiskips við strandveiðar ...“ eins og þar standi, sæti líka
furðu og því sé algerlega mótmælt að niðurstaða matsmanns um það efni verði
látin standa og séu til þess margar ástæður. Fyrst sé þó rétt að vekja athygli
á því að ekkert liggi fyrir um að stefnandi hafi uppfyllt lagaskilyrði til að
öðlast rétt til strandveiða. Stefnandi sé lögaðili og þegar þannig standi á
skuli einn af eigendum lögaðilans vera lögskráður á skipið. Samkvæmt ársskýrslu
stefnanda sé eini hluthafi félagsins Sighvatur Sigurðsson og liggi ekkert fyrir
um það að hann uppfylli skilyrði til að fá lögskráningu á bátinn. Sé því
ósannað að stefnandi hefði getað haldið bátnum til fiskveiða.
Í annan stað kveðst stefndi benda á að matsmaður, sem hafi óumdeilanlega
sérþekkingu á sviði reikningsskila, hafi komist að þeirri niðurstöðu í matsgerðinni
að enginn hagnaður hafi orðið af rekstri bátsins árin 2012 og 2013, heldur hafi
verið tap á rekstri hans. Sama niðurstaða fáist með því að taka meðaltalstölur
frá öllum strandveiðibátum vegna áranna 2011 og 2012, þ.e. tap hafi orðið á
rekstri þeirra. Þrátt fyrir að hafa reiknað sig fram í þessa niðurstöðu telji
matsmaðurinn að misstur hagnaður matsbeiðanda/stefnanda fyrir árin 2011, 2012
og 2013 sé hæfilega áætlaður að fjárhæð 1.000.000 króna. Þessi niðurstaða
standist enga skoðun og eigi sér ekki forsendur í útreikningum matsmannsins
sjálfs. Sé matsgerðin að þessu leyti ónothæf sem sönnunargagn í þessum lið
einnig.
Eftir standi varðandi þennan kröfulið að stefnandi hafi ekki getað sýnt
fram á að hann hafi orðið fyrir neinu tjóni vegna ætlaðs missis hagnaðar og
beri að sýkna stefnda alfarið af stefnukröfum varðandi þennan lið.
Hvað varði varakröfu stefnda um lækkun stefnukröfunnar megi benda á það,
að í matsgerðinni sé einhver „vagn“ metinn með bátnum. Enginn vagn hafi fylgt
bátnum í kaupunum, hvorki í fyrra né seinna skiptið sem báturinn hafi verið
seldur, og sé þessi vagn stefnda algerlega óviðkomandi. Matsmaður hafi metið
vagninn á 300.000 krónur, samanber skýrslu hans fyrir dóminum. Í annan stað
megi geta þess að í viðskiptum með bátinn á árinu 2012, hugsanlega eftir
einhverjar viðgerðir, hafi báturinn verið seldur á 1.500.000 krónur. Þetta hafi
verið viðskipti milli aðila sem ekki tengist máli þessu og verði að telja þau
endurspegla markaðsvirði bátsins í því ástandi sem hann hafi verið þá, þ.e. á
árinu 2012. Tjón stefnanda geti aldrei orði hærra en það.
Stefndi kveðst mótmæla vaxtakröfu stefnanda sérstaklega. Fyrir það fyrsta
sé vaxtakrafa stefnanda ekki sett fram með lögmæltum hætti, heldur krafist
stefnufjárhæðar „ásamt lögmæltum dráttarvöxtum“. Kröfugerð með þessum hætti sé
andstæð lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 og beri því að sýkna af
vaxtakröfunni. Til vara sé bent á það að mál þetta sé rekið sem skaðabótamál og
fari þá um vexti svo sem fyrir sé mælt í 8. og 9. gr. laga nr. 38/2001.
Stefndi kveðst á umliðum árum margítrekað hafa reynt að fá stefnanda til
viðræðna um skynsamlega lausn á þessu máli. Slíkum málaleitunum hafi stefnandi
ætíð hafnað, en aldrei lagt fram gögn til stuðnings kröfum sínum, þrátt fyrir
eftirgangsmuni, svo taka mætti afstöðu til þeirra. Þess í stað hafi hann gert
kröfur sem séu víðsfjarri raunveruleikanum. Sem dæmi megi nefna skeyti, sem
stefnandi hafi sent starfsmanni stefnda 4. desember 2013, eftir að dómur hafði
gengið í héraði í fyrra málinu. Þar sé stefnandi enn með vísvitandi ranga
kröfugerð varðandi tjón sitt og megi lesa það út úr kröfugerðinni að hann sé að
krefjast 40 milljóna króna í skaðabætur. Þegar matsgerðin hafi legið fyrir hafi
síðan verið stefnt fyrir 4 milljónum króna. Stefndi geti með engu móti borið
ábyrgð á þessum óstöðugleika í kröfugerð stefnanda og geri því kröfu til þess
að allur kostnaður af málinu verði lagður á stefnanda, en til vara að
málskostnaður verði felldur niður.
Stefndi kveðst byggja málskostnaðarkröfu sína á 131. gr. laga nr. 91/1991,
en til vara á 3. mgr. 130 gr. sömu laga.
V.
Eins
og fram hefur komið er skaðabótaskylda stefnda óumdeild, en með dómi Héraðsdóms
Reykjaness 9. október 2013 í máli nr. E-252/2013 var stefndi dæmdur
skaðabótaskyldur gagnvart stefnanda vegna þess tjóns sem stefnandi hefði orðið
fyrir við sölu stefnda á bátnum Áka SU, skipaskrárnúmer 6753, til Stampa ehf.
hinn 16. desember 2010.
Mál þetta snýst því eingöngu um fjárhæð þess tjóns, sem
stefnandi varð fyrir við sölu stefnda á bátnum.
Eins og fram hefur komið var Knútur Þórhallsson,
viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi, dómkvaddur að ósk stefnanda til
að leggja mat á verðmæti bátsins Áka SU, skipaskrárnúmer 6753, hinn 16.
desember 2010. og vagnsins sem hann stóð á. Einnig skyldi hann leggja mat á hver
væri misstur hagnaður stefnanda af rekstri bátsins sem fiskiskips við
strandveiðar, eins og þær sem báturinn hefði verið notaður til eftir að hann
komst í eigu núverandi eiganda.
Matsgerð hins dómkvadda matsmanns er dagsett 7. júlí
2014. Niðurstaða matsmannsins er annars vegar sú að verðmæti umrædds báts hinn
16. desember 2010 og vagnsins sem hann stóð á hafi verið 3.000.000 króna, og
hins vegar að misstur hagnaður af rekstri bátsins sem fiskiskips við
strandveiðar árin 2011 og 2013 sé hæfilega áætlaður 1.000.000 króna.
Fram kemur í matsgerðinni að matsmaður skoðaði ekki
bátinn, enda hafi hann talið að skoðun á bátnum þjónaði ekki tilgangi við matið
þar sem langt væri um liðið frá viðmiðunardagsetningunni 16. desember 2010 og
þá hefðu nýir eigendur endurbyggt bátinn eftir að hann komst í þeirra eigu.
Þá kemur fram í matsgerðinni að hann hafi engin gögn
fengið úr bókhaldi stefnanda um útlagðan kostnað vegna kaupa á tækjum í bátinn
og viðgerða á honum þrátt fyrir að hafa margsinnis óskað eftir þeim. Kemur fram
að matsmaður byggði mat sitt á verðmæti bátsins hinn 16. desember 2010 á
umsögnum ýmissa aðila um að verðmæti hans hafi á þessum tíma verið hærra en
300.000 krónur og nefnir matsmaður sérstaklega skýrslu Guttorms Sigurðssonar um
þátttöku hans í kaupum og endurbótum á bátnum. Þá segir í matsgerðinni að þar
sem ekki liggi fyrir nein kostnaðarskjöl af hálfu matsbeiðanda þyki hæpið að
taka tillit til þess að matsbeiðandi hafi lagt í verulegan kostnað við bátinn.
Samt sem áður hafi verið færð ágætis rök fyrir því að unnið hafi verið að því
að útbúa bátinn til veiða og segir í matsgerðinni að „eðli máls samkvæmt verður
að taka tillit til þess.“ Þá segir að verðmæti þess vagns sem báturinn stóð á
sé nokkur ráðgáta, en ætla megi að virði hans hafi verið einhver hundruð
þúsund. Að svo búnu kemst matsmaðurinn að þeirri niðurstöðu að samanlagt
verðmæti bátsins hinn 16. desember 2010 og vagnsins sem hann stóð á hafi verið
3.000.000 króna.
Fyrirsvarsmaður stefnanda,
Sighvatur Sigurðsson, kom fyrir dóminn og gaf skýrslu. Hann kvaðst hafa látið
fyrirtæki sitt, stefnanda máls þessa, kaupa umræddan bát fyrir vin sinn og
félaga, Guttorm Sigurðsson, sem ekki hafi haft efni á að kaupa bátinn. Kvað
hann Guttorm hafa legið á sjúkrabeði eftir slys á þessum tíma og verið lengi að
ná sér. Hann sagði að báturinn hefði ekki verið bókaður í ársreikningum
stefnanda og kvað hann stefnanda engan kostnað hafa haft af því að gera bátinn
upp. Kvaðst hann ekkert hafa skipt sér af viðgerðum eða endurbótum á bátnum og
eingöngu hafa aðstoðað vin sinn við kaup á honum.
Þá gaf skýrslu í gegnum síma
vitnið Viðar Páll Hafsteinsson fyrirsvarsmaður VBH fasteigna ehf., sem keypti
bátinn af Stömpum ehf. í maí 2012. Hann sagði að báturinn hefði verið í lélegu
ástandi þegar fyrirtæki hans keypti bátinn og í raun hefði aðeins verið um
bátsskelina að ræða. Engin tæki eða vélbúnaður hefði fylgt bátnum. Hann sagði
að svo hefði virst sem báturinn hefði staðið óhreyfður í einhver ár. Kvaðst
vitnið vera bátasmiður og því hafa góða innsýn í slíkt.
Með vísan til þess sem að
framan greinir þykir ljóst að hinn dómkvaddi matsmaður skoðaði ekki bátinn og
hafði ekki önnur gögn að styðjast við um ástand hans í árslok 2010 en „umsagnir
ýmissa aðila“ eins og það er orðað í matsgerðinni og skýrslu manns sem komið
hefur fram að er raunverulegur eigandi bátsins. Þá hefur komið fram að
stefnandi hefur engan kostnað borið af viðgerðum eða endurbótum á bátnum.
Einnig bar matsmaðurinn um það fyrir dóminum að hann hefði enga reynslu af því
að meta báta eða skip til verðs á markaði. Verður ekki séð af matsgerðinni að
niðurstaða matsmannsins um verðmæti bátsins í desember 2010, og vagnsins sem
hann stóð á, sé byggð á tölulegum forsendum, heldur virðist mat hans eingöngu
byggt á tilgátum.
Að því er varðar mat á misstum
hagnaði stefnanda af rekstri bátsins sem fiskiskips við strandveiðar liggur í
fyrsta lagi ekkert fyrir um það að stefnandi hafi uppfyllt lagaskilyrði til að
öðlast rétt til strandveiða og er því ósannað að stefnandi hefði getað haldið
bátnum til fiskveiða. Þá kemur fram í matsgerðinni að matsmaður hafi annars
vegar reiknað misstan hagnað út frá þeim veiðum sem stundaðar hefðu verið á
bátnum hjá núverandi eiganda og hins vegar út frá opinberum upplýsingum frá
Hagstofu Íslands um afkomu strandveiðibáta árin 2011 og 2012. Þrátt fyrir að
matsmaðurinn hafi komist að því í matsgerðinni að tap hafi verið á veiðunum út
frá báðum framangreindum forsendum kemst hann að þeirri niðurstöðu að misstur
hagnaður stefnanda af rekstri bátsins sem fiskiskips við strandveiðar á árunum
2011 til 2013 sé hæfilega áætlaður 1.000.000 króna. Þykir þessi niðurstaða
matsmannsins með öllu órökstudd og í andstöðu við þær forsendur sem hann lagði
til grundvallar matinu.
Samkvæmt framangreindu er
matsgerðin haldin slíkum göllum að hún verður ekki lögð til grundvallar sem
sönnunargagn í málinu, sbr. 2. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991.
Engin gögn hafa verið lögð fram
í málinu sem renna stoðum undir það að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna
missts hagnaðar af rekstri bátsins sem fiskiskips við strandveiðar á árunum
2011 til 2013 og þykir slíkt tjón ósannað.
Þá er með öllu ósannað að
endurbætur af nokkru tagi hafi verið gerðar á bátnum eftir að hann var keyptur
af stefnanda og þar til honum var afsalað til Stampa í desember 2010. Þá þykir
ljóst af gögnum málsins að við sölu stefnda á bátnum fylgdi enginn vagn. Er því
ósannað að stefndi hafi valdið stefnanda tjóni vegna sölu á honum.
Stefnandi heldur því fram að
hann hafi keypt umræddan bát af Árna Kópssyni á 300.000 krónur þrátt fyrir að í
afsali til stefnanda sé kaupverðið tilgreint 200.000 krónur. Hefur þessu ekki
verið mótmælt af hálfu stefnda. Í málinu liggur ekkert annað fyrir um verðmæti
bátsins í desember 2010 en upphaflegt kaupverð hans, sem stefnandi kveðst hafa
innt af hendi til fyrrgreinds Árna rúmu ári fyrr. Verður stefndi því dæmdur til
að greiða stefnda þá fjárhæð í skaðabætur vegna sölu á bátnum.
Kröfugerð stefnanda um
dráttarvexti er hagað með þeim hætti að stefnandi hefur látið hjá líða að vísa
til lagaákvæða þar um, sbr. 11. gr. laga nr. 38/2001. Samkvæmt d-lið 80. gr.
laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skal í stefnu greina svo glöggt sem verða
má dómkröfur, þar á meðal um vexti. Þar sem dráttarvaxtakrafa stefnanda er
hvorki mörkuð með því að tilgreina ákveðinn vaxtafót né með vísun til 1. mgr.
6. gr. laga nr. 38/2001 verður ekki hjá því komist að vísa henni frá dómi án
kröfu.
Með hliðsjón af
atvikum þykir rétt að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu.
Ragnheiður
Bragadóttir héraðsdómari kveður upp dóminn.
Dómsorð:
Stefndi, Byggðastofnun, greiði
stefnanda, Viking Fish ehf., 300.000 krónur.
Málskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 72/2016 | Kærumál Kæra Frávísun frá Hæstarétti | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli Ó á hendur Í var vísað frá dómi. Í kæru Ó var getið hins kærða úrskurðar en á hinn bóginn var hvorki gerð krafa um breytingu á honum né gerð grein fyrir þeim ástæðum sem kæran var reist á. Var hún því ekki í samræmi við 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Voru slíkir brestir á kærunni að málinu var sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta
Baldursdóttir, Benedikt Bogason og Karl Axelsson.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar
með kæru sem barst héraðsdómi 22. janúar 2016, en kærumálsgögn bárust réttinum
5. febrúar sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. janúar 2016
þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild
er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í kæru
sóknaraðila er ekki að finna dómkröfur sem lúta að endurskoðun hins kærða
úrskurðar.
Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða
úrskurðar og kærumálskostnaðar.
Samkvæmt 1. mgr. 145. gr. laga nr.
91/1991 skal í kæru til Hæstaréttar gera grein fyrir þeirri dómsathöfn,
sem er kærð, kröfu um breytingu á henni og ástæður, sem kæran er reist á. Í
fyrrgreindri kæru sóknaraðila er getið hins kærða úrskurðar. Þar er á hinn
bóginn hvorki gerð krafa um breytingu á honum né gerð grein fyrir þeim ástæðum
sem kæran er reist á. Eru því slíkir brestir á kærunni að málinu verður
sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti.
Sóknaraðila verður gert að greiða
varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði.
Dómsorð
Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
Sóknaraðili, Óskar Karl Guðmundsson, greiði
varnaraðila, íslenska ríkinu, 350.000 krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. janúar 2016.
Mál þetta, sem tekið var til
úrskurðar um frávísunarkröfu stefnda 11. desember 2015, er höfðað 18. maí 2015
af Óskari Karli Guðmundssyni, Hofgörðum 2, Seltjarnarnesi á hendur íslenska
ríkinu.
Dómkröfur stefnanda eru:
„Krafist er ógildingar á
úrskurði dags. 9. júní 2009 frá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi nú RSK um
endurákvörðun opinberra gjalda stefnanda, gjaldárin 2004, 2005, 2006, 2007 og
2008 skv. dómskjölum nr. 11 og 2, bls. 4-10 vegna ágreinings um rekstrarárin
2003, 2004, 2005, 2006 og 2007, þar er allt löglegt endurmat fellt niður, eftir
leiðréttingu mína í bréfi 8. apríl 2009, sjá dómskjöl nr. 3 bls. 14-16 og 4
bls. 32-65, einnig er þess krafist að verðmæti af aflahlutdeildum sem féllu
niður fiskveiðiárið 2004 til 2005 færist á rekstrarkostnað en ekki er tekið
tillit til þess af RSK sjá dómskjal nr. 5 bls. 69-74. Krafist er ógildingar
vegna ágreinings á úrskurðum skattstjórans í Reykjanesumdæmi 25. maí 2004 á
söluhagnaði og yfirskattanefndar 4. maí 2005, sjá dómskjöl nr. 8, 9, 10 og
dómskjal nr. 6 bls. 77-86. Þetta eru
dómkröfur: samkv. köflum I til IX.
Krafist er endurgreiðslu af
stefnda vegna ofgreiddra skatta kr. 10.937.004 lög nr. 29/1995
I.
Árið 2003 var rekstrarkostnaður lækkaður + álag + vsk og vextir, kr. 354.689
II.
Árið 2003 löglegt endurmat fellt niður + 25% álag, kr. 881.416
III.
Árið 2004 löglegt endurmat fellt niður + 25% álag, kr. 1.987.796
IV.
Árið 2005 löglegt endurmat fellt niður + 25% álag, kr. 2.125.238
V.
Árið 2006 löglegt endurmat fellt niður + 25% álag, kr. 2.895.227
VI.
Árið 2007 löglegt endurmat fellt niður +25% álag, kr. 2.072.931
VII.
Vegna tvísköttunar 2007 á úrskurðum: 2004 og 2005 + 25% álag, kr. 553.394
VIII.
Verðbætur á 10% keypta kröfu, kr. 66.313
I-VII
samtals, kr. 10.937.004
IX.
Þá er þess krafist að aflahlutdeildir sem felldar voru niður fiskveiðiárið 2004
til 2005, á rekstrarárinu 2005, færist á rekstrarkostnað hjá stefnanda skv. 31.
gr. sérreglu skattalaganna og með lagastoð í lögum nr. 74/2004 að verðmæti kr.
5.656.967.“
Stefnandi krefst þess
einnig: „…að fá greiddan málskostnað úr
hendi stefnda og krefst dráttarvaxta Seðlabankans á málskostnað 16 daga eftir
hverja greiðslu.
Krafist er dráttarvaxta á
peningalega kröfu úr hendi stefnda frá 1. ágúst 2009 til 23. maí 2014 og frá
24. sep 2014, sbr. 2. gr. lög nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta.
Varakrafa er að málskostnaður
falli niður.“
Í þessum þætt krefst stefndi
frávísunar málsins og málskostnaðar, auk álags á málskostnað.
Stefnandi krefst þess að
frávísunarkröfu stefnda verði hafnað sem og kröfum hans um málskostnað og álag á málskostnað.
I
Með úrskurði skattstjóra Reykjanesumdæmis, dags. 9.
júní 2009, voru opinber gjöld stefnanda og eiginkonu hans endurákvörðuð vegna
gjaldáranna 2004, 2005, 2006, 2007 og 2008. Með úrskurðinum voru gerðar ýmsar
breytingar á rekstrarframtölum stefnanda, m.a. voru fyrningar lækkaðar,
hækkanir á bókfærðu verði eigna felldar niður og rekstrarkostnaður lækkaður. Þá
var virðisaukaskattur endurákvarðaður. Þann 16. júlí 2009 greiddi stefnandi hin
endurákvörðuðu gjöld í samræmi við úrskurðinn. Samkvæmt gögnum málsins virðist
stefnandi ekki hafa kært úrskurð skattstjóra til yfirskattanefndar.
Með úrskurði, dags. 25. maí 2004, endurákvarðaði
skattstjórinn í Reykjanesumdæmi opinber gjöld stefnanda gjaldárið 2003. Með
úrskurðinum var stefnanda færður til tekna söluhagnaður vegna sölu
aflahlutdeildar, sem myndaðist á árinu 2000 og frestað hafði verið að
skattleggja samkvæmt þágildandi heimild í 6. mgr. 14. gr. laga nr. 75/1981 um
tekjuskatt og eignaskatt. Yfirskattanefnd staðfesti þann úrskurð 4. maí 2005
með þeim rökum að skilyrðum 6. mgr. 14. gr. laga nr. 75/1981, sbr. nú 6. mgr.
15. gr. laga nr. 90/2003 um endurfjárfestingu hefði ekki verið fullnægt
varðandi grásleppuleyfi sem stefnandi keypti á árinu 1996.
Mál þetta er fram sett með sambærilegum hætti og 10
mál sem stefnandi hefur áður höfðað gegn stefnda og varða sama sakarefni. Hafa
sex þessara mála sætt frávísun en önnur hafa verið felld niður og í nokkrum
tilvikum í kjölfar þess að lagt var fyrir stefnanda að leita aðstoðar lögmanns,
sbr. heimild í 6. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991.
II
Stefnandi virðist reisa efnislegar kröfur sínar m.a.
á því að skattstjóri hafi án heimilda í lögum lækkað rekstrarkostnað hans
rekstrarárið 2003. Skattstjóri hafi fellt niður lögmætt endurmat á Sigrúnu RE
rekstrarárin 2003-2007 með vísan í frumlög 50. og 51. gr. laga nr. 133/2001,
23. og 25. gr. laga nr. 144/1994, staðal IAS16 og reglur RSK. Þá hafi
skattstjóri tvískattlagt tekjur rekstrarárið 2007 með því að taka til
umfjöllunar að nýju mál frá 25. maí 2004 með endurákvörðun gjalda á söluhagnaði
rekstrarárið 2002 og úrskurði yfirskattanefndar 4. maí 2005. Þá telur stefnandi
að skattstjóri hafi með því að fella niður gjaldfærða aflahlutdeild í þorski,
ýsu og ufsa fiskveiðiárið 2004-2005, að verðmæti 5.656.967 krónur, „brotið gegn
sérreglu 3. hluta 3. mgr. 38. gr. laga nr. 90/2003 sem rétthærri en almenn lög
nr. 2003 og með lagastoð í lögum nr. 74/2004 (skýringar í dómskjal nr. 5 bls.
68 og 74)“.
Stefndi telur kröfugerð stefnanda svo óljósa og
málatilbúnað hans svo vanreifaðan að varði frávísun málsins frá dómi, sbr. d-,
e-, f- og g-liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Telur
stefndi að málavaxtalýsingu skorti í stefnu og erfitt sé að henda reiður á
málsástæðum og lagarökum sem stefnandi byggi dómkröfur sínar á og samhengi
þeirra. Vísað sé á rangan og ófullnægjandi hátt til lagaákvæða án rökstuðnings.
Því sé erfitt að átta sig á málatilbúnaði stefnanda og taka með viðhlítandi hætti
til varna.
Stefnandi krefst þess að frávísunarkröfu stefnda verði
hrundið. Hann telur dómkröfur sínar skýrar og hafnar öllum málsástæðum stefnda.
Dómkröfur séu útskýrðar í dómskjölum sem stefnandi hafi lagt fram og að þar
komi fram allar nánari skýringar á kröfugerð hans.
III
Í d-lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð
einkamála segir að í stefnu skuli greina svo glöggt sem verða má dómkröfur
stefnanda, svo sem fjárhæð kröfu í krónum, vexti ef því er að skipta,
viðurkenningu á tilteknum réttindum, ákvörðun á eða lausn undan tiltekinni
skyldu, málskostnað o.fl. Samkvæmt e-lið 1. mgr. 80. gr. sömu laga skal í
stefnu greina glöggt málsástæður sem stefnandi byggir málsókn sína á, svo og
önnur atvik sem þarf að greina til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst og
í f-lið ákvæðisins er áskilið að stefnandi geri grein fyrir helstu
lagasjónarmiðum sem liggja til grundvallar kröfu hans.
Í stefnu í máli þessu er að óverulegu leyti gerð grein
fyrir því hvaða atvik valdi því að fella beri úr gildi breytingar þær sem
skattstjóri Reykjanesumdæmis gerði á skattframtölum stefnanda, með úrskurði upp
kveðnum þann 9. júní 2009. Hið sama er að segja um úrskurð skattstjóra, dags.
25. maí 2004, sem staðfestur var með úrskurði yfirskattanefndar frá 4. maí 2005.
Enn fremur er óljóst og jafnvel útilokað að greina á hvaða lagarökum stefnandi
byggir málsókn sína. Þess í stað er í stefnunni vísað vítt og breitt til hinna
ýmsu lagaákvæða án nánari rökstuðnings. Kröfur stefnanda um endurgreiðslu
oftekinna skatta eru sama marki brenndar þannig að torsótt er að gera sér grein
fyrir á hvaða atvikum, málsástæðum eða lagarökum þær eru í raun reistar.
Málatilbúnaður stefnanda er því í brýnni andstöðu við framangreind ákvæði laga
um meðferð einkamála og telst málið því vanreifað.
Eins og fyrr er rakið hefur stefnandi margsinnis áður
freistað þess að bera sakarefni málsins undir dómstóla. Virðist hann iðulega
hafa lagt málið upp sjálfur en stundum hefur hann eftir áskoranir þar um leitað
aðstoðar lögmanna en í kjölfarið hafa málin verið felld niður. Ekkert þessara mála hefur hlotið
brautargengi eða talist tækt til efnismeðferðar og hafa mál hans einnig verið
felld niður eftir að dómari hefur gefið honum fyrirmæli um að leita sér
lögmannsaðstoðar með vísan til 6. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991 og hann ekki
orðið við því.
Eftir að hafa farið yfir málatilbúnað stefnanda í
máli þessu og hafa hlustað á málflutning hans varðandi frávísunarkröfu er það
mat dómsins að stefnanda geti ekki talist hæfur til að flytja mál sitt sjálfur.
Það er þó mat dómara að ekki þjóni tilgangi að gefa stefnanda færi á því nú að
ráða sér lögmann enda er málatilbúnaður hans í því horfi að ekki verður talið
að úr verði bætt undir rekstri þess.
Með vísan til þess sem að framan er rakið er það mat
dómsins að því fari fjarri að stefna í máli þessu sé þannig úr garði gerð að
málið geti fengið efnismeðferð og er málatilbúnaður allur í brýnni andstöðu við
reglur 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál sem og meginreglur
einkamálaréttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað. Eru því ekki efni til
annars en að fallast á kröfu stefnda um frávísun málsins.
Krafa stefnda um að honum verði úrskurðað álag á
málskostnað með vísan til 131. gr. laga nr. 91/1991 var ekki gerð í greinargerð
og kemur þegar af þeirri ástæðu ekki til athugunar.
Stefnanda verður gert að greiða stefnda málskostnað
sem þykir hæfilega ákveðinn sú fjárhæð sem greinir í úrskurðarorði.
Halldór Björnsson
héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.
ÚRSKURÐARORÐ:
Máli þessu er vísað frá dómi.
Stefnandi, Óskar Karl Guðmundsson, greiði stefnda,
íslenska ríkinu 300.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 411/2015 | Fasteign Stjórnvaldsákvörðun Framkvæmdaleyfi Rannsóknarregla | Í málinu kröfðust E o.fl. þess að ógilt yrði framkvæmdaleyfi V og L sem samþykkt var af sveitarstjórn R í september 2010 vegna enduruppbyggingar á flóðavarnargarði við Þórólfsfell í R sem varð fyrir skemmdum af völdum flóða í Markarfljóti í apríl sama ár. Fyrir lá að endurbygging varnargarðsins lauk í nóvember 2010 og var hann endurreistur í breyttri mynd frá því sem áður var. E o.fl. töldu að sú breyting hefði þau áhrif að Markarfljótið félli frekar að jörðum þeirra og ylli þar spjöllum á landi sem gróið hefði upp í tíð eldri varnargarðs. Reistu þeir kröfu sína einkum á því að ekki hefði verið gætt ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við undirbúning að veitingu leyfis til framkvæmdanna, auk þess sem brotið hefði verið gegn nánar tilgreindum lögum. Ekki var fallist á með R o.fl. að tilgangur varnargarðsins hefði einungis verið sá að vernda vegarstæði við fljótið en ekki jafnframt að einhverju marki að verja lönd E o.fl. fyrir ágangi þess. Var talið sannað að Markarfljótið bryti með öðrum hætti á garðinum eftir breytinguna en áður. Hefðu R o.fl. ekki leitt líkur að því að yfirvofandi hætta á frekari flóðum hefði réttlætt breytinguna og var lagt til grundvallar að tilgangur breytinga á legu garðsins hefði verið sá að breyta rennsli fljótsins frá því sem það var fyrir flóðin í apríl 2010 og einnig að spara fé við frekara viðhald á honum. Þá var ekki séð að R hefði sinnt ábendingum E o.fl. á mögulegum afleiðingum þess að endurreisa varnargarðinn í breyttri mynd, meðal annars með nauðsynlegum athugunum. Hefði R því ekki upplýst málið í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga áður en hann tók ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis. Var fallist á kröfu E o.fl. um ógildingu leyfisins. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Greta
Baldursdóttir, Karl Axelsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már
Matthíasson.
Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 19. júní 2015. Þau krefjast þess
að ógilt verði framkvæmdaleyfi stefndu Vegagerðarinnar og Landgræðslu ríkisins
sem samþykkt var af sveitarstjórn stefnda Rangárþings eystra 19. september 2010
og gefið út 30. sama mánaðar vegna viðgerðar og enduruppbyggingar á
flóðavarnargarði við Þórólfsfell í Rangárþingi eystra. Þá krefjast þau
málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi stefndu.
Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir
Hæstarétti óskipt úr hendi áfrýjenda.
I
Á árinu 1946 var reistur varnargarður við norðurbakka Markarfljóts þar
sem það rennur til vesturs við Þórólfsfell. Garðurinn var reistur til suðurs
þvert á straumstefnu fljótsins og er yfirleitt kenndur við fjallið en mun þó af
sumum kallaður Streitnagarður. Vestan garðsins og í skjóli hans varð til
uppgræðsla sem nefnd er Grasagarður og er það land í eigu stefnda Rangárþings
eystra. Varnargarðurinn hefur í tímans rás tekið nokkrum breytingum en byggður
var við hann nýr garður með stefnu austur-vestur með einum straumbeini. Enn
síðar var bætt við öðrum straumbeini. Þórólfsfellsgarðurinn er hluti viðamikils
kerfis varnargarða á vatnasviði Markarfljóts. Nokkru neðar en þó ofan vegar er
Þórólfsárgarður. Næst neðan hans er svokallaður Barkarstaðagarður og enn neðar
Háamúlagarður en þeir eru reistir fyrir löndum áfrýjenda að Markarfljóti ofan
síðastnefnds garðs.
Með gosi á Fimmvörðuhálsi 20. mars 2010 hófust eldsumbrot í
Eyjafjallajökli. Megingosið hófst aðfaranótt 14. apríl 2010 og stóð samfleytt
til 22. maí það ár. Gosinu fylgdu flóð, meðal annars í Markarfljóti er rufu
varnargarða og vegi. Runnu veruleg jökulhlaup fyrstu tvo daga gossins um
Gígjökul, norðan í Eyjafjallajökli og út í Markarfljót. Talsverðar skemmdir
urðu á varnargörðum við Markarfljót og einkum fór Þórólfsfellsgarðurinn illa.
Ekki urðu umtalsverð hlaup eftir 16. apríl 2010, þótt töluverðir vatnavextir
hafi orðið í lok mánaðarins og byrjun þess næsta. Eftir að gosvirkni lauk 22.
maí 2010 var kyrrt um tæplega tveggja vikna skeið, en þá tók sig upp
minniháttar sprengivirkni sem stóð til 17. júní sama ár og mun hafa verið talin
stafa hætta af mögulegu hlaupi úr Gígjökli og í Markarfljót. Í minnisblaði
Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands 15. júní 2010 voru
horfur metnar á eftirfarandi hátt: „Sem stendur eru varla meira en 0,5 milljón
rúmmetrar af vatni í gígnum. Nái vatnsborð að hækka um 20 metra frá því sem nú
er myndu hafa safnast um 3 milljón rúmmetrar í gíginn. Hlaup kæmi niður
Gígjökul og reynslujöfnur um flóð vegna stíflubrots benda til þess að slíkt
flóð gæti náð hámarksrennsli 1500-2000 rúmmetrar á sekúndu. Þetta væri svipaður
eða heldur lægri flóðtoppur en í flóðum sem urðu 14. apríl, á fyrsta degi
gossins.“ Í júlí 2010 var vatnssöfnun orðin mjög hæg og talið að vatnsborðið
hefði jafnvel lækkað eitthvað á ný. Eigi að síður var áfram óvissa síðsumars og
haustið 2010 um hvort vatnssöfnun hæfist á ný með þeim afleiðingum að hlypi úr
Gígjökli í farveg Markarfljóts og yfir það svæði er garður við Þórólfsfell áður
varði.
Áfrýjendur héldu fund 3. maí 2010 þar sem sammælst var um að vegna
verulegrar hættu á nýju hlaupi væri brýnt að grípa til viðeigandi ráðstafana
„og væri fyrsta skrefið að endurgera og lagfæra þá garða sem brustu í flóðunum,
jafnframt því sem augljós nauðsyn væri á frekari varnargörðum.“ Skipuðu þeir
starfshóp sem sendi stefndu Vegagerðinni og Landgræðslu ríkisins tölvubréf 5.
maí 2010 með kynningu á niðurstöðu fundarins, jafnframt því sem óskað var eftir
fundi. Að tilhlutan stefnda Rangárþings eystra áttu fulltrúar stefndu,
Búnaðarsambands Suðurlands og almannavarnanefnda Rangárvalla- og Vestur
Skaftafellssýslu fund 28. maí 2010 þar sem metin var hættan vegna flóða með
tilliti til mannvirkja og lands. Voru menn sammála um að afar brýnt væri að
hefja framkvæmdir við Þórólfsfellsgarð sem allra fyrst en jafnframt var „rætt
um að sveigja garðinn undan straumstefnunni þar sem skemmdir eru ... u.þ.b. á
miðjum upphaflega garðinum.“ Upplýsti fulltrúi stefnda Vegargerðarinnar að hún
myndi „hefja allra brýnustu lagfæringar strax eftir helgina – þó framtíðarlausn
biði hönnunar og fjármagns.“
Hinn 14. júní 2010 var haldinn fundur, sem fulltrúar stefndu sóttu, um
„fyrirhleðslumál og varnargarða“ þar sem fjallað var um Þórólfsfellsgarð og
aðra varnargarða við Markarfljót. Hinn 20. júlí 2010 munu hafa verið opnuð
tilboð í framkvæmdir við garðinn, nokkuð breyttan frá því sem áður var, til
samræmis við það sem rætt hafði verið á fyrrgreindum fundi 28. maí og fól í sér
að sveigja garðinn undan straumstefnunni.
Framkvæmdir við endurbyggingu Þórólfsfellsgarðs munu hafa hafist 9. ágúst
2010. Tveimur dögum síðar var á ný haldinn fundur vegna fyrirhleðslumála í
Fljótshlíð. Auk fulltrúa stefndu Vegagerðarinnar og Rangárþings eystra mættu
fulltrúar jarðeigenda í Fljótshlíð, þar á meðal áfrýjenda og Afréttarfélags
Fljótshlíðinga. Bókað var: „Ábúendur á Barkarstöðum og fulltrúar Afréttarfélags
Fljótshlíðinga óskuðu eftir fundinum til að koma að sjónarmiðum sínum og
mótmælum við þær breytingar sem mun standa til að gera á Þórólfsgarðinum og
hann verði byggður upp eins og hann var fyrir hlaup, enda hafði hann þjónað tilgangi
sínum í yfir 60 ár. Telja þeir að þessar breytingar hafi það í för með sér að
Markarfljótið muni koma af fullum þunga í átt að efstu bæjum í Fljótshlíð með
tilheyrandi landsskemmdum. Þá telja þeir jafnframt að þetta hafi í för með sér
aukningu á foki á lausum efnum af svæðinu. Jafnframt telja þessir aðilar
óásættanlegt að farið verði í þessar framkvæmdir án þess að framkvæmdaleyfi
sveitarfélagsins hafi áður verið gefið út, en um er að ræða breytingu á aðalskipulagi
sveitarfélagsins.“ Fundur með íbúum svæðisins var haldinn 26. ágúst 2010 þar
sem stefndu Vegagerðin og Landgræðsla ríkisins kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir.
Samkvæmt frásögn héraðsfréttablaðs af fundinum mun hafa verið samstaða um að
ljúka viðgerð á garðinum sem fyrst og „jafnframt gera nákvæmar hæðarmælingar á
farvegi fljótsins vegna hönnunar á nauðsynlegum varnargörðum í innanverðri
Fljótshlíð.“ Þá sýnist óumdeilt að á grundvelli þess sem fram kom á fundinum,
meðal annars athugasemda fulltrúa áfrýjenda, hafi fyrirliggjandi hönnun
garðsins verið breytt nokkuð.
Með tölvubréfi fulltrúa áfrýjenda 7. september 2010 til stefnda
Rangárþings eystra var komið á framfæri andmælum vegna þess að ekki hefði verið
tekið tillit til athugasemda áfrýjenda og framkvæmdir heimilaðar við
Þórólfsfellsgarð án undangenginnar meðferðar í samræmi við ákvæði þágildandi skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997. Var tiltekið að með breytingum á garðinum myndi
Markarfljóti verða beint annan veg en áður með tilheyrandi gróðureyðingu. Hinn
15. september 2010 sendi skipulags- og byggingafulltrúi tölvubréf til
fyrirsvarsmanna stefndu þar sem fram kom að honum hafi „borist til eyrna að
framkvæmdir standi yfir við lagfæringu og breytingu á varnargörðum neðan við
Þórólfsfell.“ Vakti hann athygli á því að hann teldi lögskylt að leita
framkvæmdaleyfis og „meðan ekki liggur fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi, skal
framkvæmdum hætt við varnargarðinn.“
Hinn 16. september 2010 sótti stefndi Vegagerðin um framkvæmdaleyfi. Í
umsókninni kom fram að starfsmenn stefndu Vegagerðarinnar og Landgræðslu
ríkisins hafi verið í „góðri trú“ um ekki hefði þurft slíkt leyfi því „þó svo
að lega nýs garðs sé ekki nákvæmlega sú sama og á eldri garði en það helgast af
því að legan á eldri garði var mjög þvert á fljótið og beindi því yfir á suðurbakka
fljótsins, þar sem það hefur verið að naga úr landinu. Mesta frávik frá
staðsetningu frá eldri garði er nálægt 50 m sem verður að teljast óverulegt.“
Þá sagði svo um helstu upplýsingar um framkvæmdina: „Verkið felst í hækkun, styrkingu og lengingu
á 1.200 m löngum varnargarði með grjótvörn við Þórólfsfell ... Uþb. helmingur
þess garðs sem fyrir var skemmdist í flóðinu og er um að ræða viðgerð á þeim
hluta. Endi garðsins verður nokkurn veginn á sama stað og endi eldra garðs en
lega garðsins á milli enda verður með mýkri boga en áður til að reyna að sporna
við því að fljótið leiti þvert yfir farveginn og yfir á suðurbakka fljótsins
fyrir ofan Merkurbæi, þar sem það hefur valdið miklu landrofi. Helstu magntölur
eru: fyllingar 27.000 m3 sem ýtt er upp úr farvegi Markarfljóts. Grjótvörn
7.100 m3. Grjót hefur verið losað í opinni námu á Klöppum rétt vestan
Markarfljóts um 7 km ofan við varnargarðinn við Þórólfsfell.“
Stefndi Rangárþing eystra beindi 17. september 2010 erindi til
Umhverfisstofnunar þar sem leitað var umsagnar „vegna umsóknar Vegagerðarinnar
varðandi endurbóta-, viðgerða- og nýframkvæmda við varnargarð við Þórólfsfell í
Fljótshlíð með vísan í Aðalskipulag Rangárþings eystra 2003-2015.“ Var þess
óskað að umsögn yrði veitt sem allra fyrst vegna aðstæðna á vettvangi. Síðar
þennan sama dag barst umsögn Umhverfisstofnunar, þar sem fram kom að ekki væru
gerðar athugasemdir við umrædda framkvæmd, sökum þess að „litlar líkur“ væru á
að þær „valdi töluverðu tjóni enda er eðli garðsins að vernda land og gróður
gegn ágangi flóðavatns.“ Sama dag var umsóknin tekin fyrir á fundi
skipulagsnefndar Rangárþings bs. og eftirfarandi bókað: „Samkvæmt aðalskipulagi
Rangárþings eystra 2003-2015, skal leita eftir umsögn Umhverfisstofnunar vegna
útgáfu framkvæmdaleyfa fyrir varnarvirki. Fyrir liggur umsögn
Umhverfisstofnunar, þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að litlar líkur
séu á að framkvæmdir valdi töluverðu tjóni, enda sé hlutverk varnargarðsins að
vernda land og gróður gegn ágangi flóðavatns. Skipulagsnefnd telur að umræddur
varnargarður hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna á Markarfljótsaurum. Þá
liggur fyrir að enn getur verið hætta á flóðum úr Eyjafjallajökli og vegna
mikilla rigninga. Skipulagsnefnd telur, að með tilliti til almannahagsmuna og
óvissu vegna hættu á flóðum úr Eyjafjallajökli, mikilvægt að gefa
framkvæmdaleyfi fyrir viðgerðum og enduruppbyggingu varnargarðsins við
Þórólfsfell.“
Hinn 19. september 2010 hélt sveitarstjórn stefnda Rangárþings eystra
fund til kynningar á umsókninni. Fundinn sóttu nokkrir fulltrúar áfrýjenda og
komu fram andmæli af þeirra hálfu sem grundvölluðust á því að breytingar á
garðinum væru verulegar og myndu leiða til þess að Markarfljót kæmi til með að
fara áfram meðfram garðinum en ekki leita til suðurs eins og áður. Samkvæmt
fundargerð lét skipulagsfulltrúi uppi það álit að ráðast ætti „í endurskoðun á
aðalskipulagi og að varnarmannvirki eigi skilyrðislaust að vera inni á
aðalskipulagi, en sú er ekki raunin í dag.“ Þá sagði: „Niðurstaða fundarins er
sú að fundarmenn eru sammála um að gríðar mikilvægt sé að framkvæmdum við
lagfæringu/breytingu garðsins við Þórólfsfell verði haldið áfram strax. Unnið
verði í samræmi við þá tillögu sem komist var að samkomulagi um á
kynningarfundi 26. ágúst s.l. Skilja þurfi þó eftir efni í viðbótarrana við
garðinn ef reyndin yrði sú að þörf væri á frekari viðbótum við hann. Ítrekað er
mikilvægi þess að varnargarðakerfi við Markarfljót verði þannig byggt upp að
fljótið renni sem næst miðjum farvegi en brjóti ekki land beggja megin. Í framhaldinu
vinni sveitarstjórn af fullum krafti að því að tekið verði upp í endurskoðað
aðalskipulag heildarskipulag varnargarða við Markarfljót þar sem fljótið er
beislað til framtíðar í samræmi við framangreint.“
Síðar þennan sama dag hélt sveitarstjórn stefnda Rangárþings eystra fund
þar sem tekin var fyrir og einróma samþykkt framangreind umsókn um
framkvæmdaleyfi. Fram kom að leyfið væri veitt með tilliti til almannahagsmuna
og óvissu vegna hættu á flóðum í Markarfljóti. Í fundargerð sagði: „Sveitarstjórn
er sammála um að gríðar mikilvægt sé að framkvæmdum við lagfæringu/breytingu
garðsins við Þórólfsfell verði haldið áfram strax. Unnið verði í samræmi við þá
tillögu sem komist var að samkomulagi um á kynningarfundi 26. ágúst s.l. Skilja
þurfi þó eftir efni í viðbótarrana við garðinn ef reyndin yrði sú að þörf væri
á frekari viðbótum við hann. Ítrekað er mikilvægi þess að varnargarðakerfi við
Markarfljót verði þannig byggt upp að fljótið renni því sem næst í miðjum
farvegi en brjóti ekki land beggja megin. Sveitarstjórn mun taka upp í
endurskoðuðu aðalskipulagi heildarskipulag varnargarða Markarfljóts og
uppgræðslu eldri farvega svo koma megi í veg fyrir jarðvegsfok.“
Í samræmi við þessa samþykkt veitti stefndi Rangárþing eystra
framkvæmdaleyfi 30. september 2010. Í því sagði meðal annars:
„Framkvæmdalýsing: Viðgerð og endur-uppbygging á flóðavarnargarði við
Þórólfsfell ... Með vísan í bókun sveitarstjórnar dags. 19. sept. vegna
umsóknar framkvæmdaraðila um framkvæmdarleyfi, er farið fram á að Vegagerðin og
Landgræðslan taki tillit til óska sveitarstjórnar um að lager af aukaefni verði
til staðar ef til þess komi að lengja þurfi garðinn eða setja á hann
frákasts-legg.“
Framkvæmdum við endurbyggingu varnargarðsins við Þórólfsfell mun hafa
lokið í nóvember 2010 og hefur efni það sem haft var til staðar við garðinn
ekki verið nýtt til frekari framkvæmda.
Af gögnum málsins má ráða að áfrýjendur hafi þegar vorið 2011 talið að
fram væru komnar varasamar afleiðingar af breyttri hönnun Þórólfsfellsgarðsins
sem fælust í því að Markarfljót félli nú til norðurs að Fljótshlíð með
gróðureyðingu og spjöllum á landi þeirra. Áttu sér stað allnokkur samskipti
vegna þessa þá um sumarið. Var meðal annars ráðist í lengingu varnargarðs við
Barkarstaði.
Í tölvubréfi landgræðslustjóra 11. júlí 2012 til eins af fulltrúum
áfrýjenda, ýmissa starfsmanna stefnda Landgræðslunnar og stefnda
Vegagerðarinnar, sem og til sveitarstjóra stefnda Rangárþings eystra, var um
tilefni til frekari framkvæmda við Þórólfsfellsgarðinn vísað til skýrslu verkfræðistofunnar
Vatnaskila frá júní 2012. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að viðameiri
varnargarður samkvæmt framkomnum tillögum áfrýjenda „væri afar óæskilegur með
tilliti til heildarhagsmuna landvarna við Markarfljót og myndi hafa í för með
sér víðtækar afleiðingar“. Kom fram í lok bréfsins að „ekki er gert ráð fyrir
breytingum á legu þeirra garða sem fyrir eru, né byggingu neinna nýrra
varnargarða.“
Áfrýjendur höfðuðu mál þetta 11. og 12. júní 2013 og gekk hinn áfrýjaði
dómur 24. mars 2015. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð fram ýmis ný gögn um
staðhætti og útreikninga á rennsli Markarfljóts.
II
Eins og að framan er rakið skemmdist Þórólfsfellsgarður verulega við
hamfaraflóð í apríl 2010. Var garðurinn endurreistur í breyttri mynd frá því
sem áður var þannig að hann var gerður um það bil einum metra hærri en náði á
hinn bóginn um 50 metrum styttra inn á aura Markarfljóts, jafnframt því sem
hann var gerður straumlínulagaðri með sveigju til vesturs við enda hans. Þá
voru ekki endurreistir eldri straumbeinar sem legið höfðu meira þvert á
straumstefnu fljótsins. Ágreiningslaust er að framkvæmdir þessar voru háðar
leyfi stefnda Rangárþings eystra.
Ágreiningur málsaðila snýst einkum um afleiðingar þess á rennsli
Markarfljóts að Þórólfsfellsgarður var endurreistur í breyttri mynd og hvort
gætt hafi verið nægilega að ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við undirbúning
að veitingu leyfis til framkvæmdanna, auk þess sem áfrýjendur byggja á því að
brotið hafi verið gegn nánar tilgreindum ákvæðum þágildandi skipulags- og byggingarlaga,
vatnalaga nr. 15/1923, laga nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti, laga nr.
61/2006 um lax- og silungsveiði, laga nr. 27/1932 um samgöngubætur og
fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts og laga nr. 44/1999 um náttúruvernd.
Meðal ágreiningsefna málsins er hvort breyting á gerð varnargarðs við
Þórólfsfell árið 2010 hafi haft þau áhrif að Markarfljót falli frekar að löndum
áfrýjenda í Fljótshlíð og valdi þar spjöllum. Áfrýjendur byggja á því að svo sé
og að skemmdir hafi orðið á landi sem gróið hafði upp í tíð eldri varnargarðs. Stefndu
hafna því að svo sé. Markarfljót hafi alla tíð slegið sér til og frá á aurunum.
Náttúruhamfarir árið 2010, með gríðarlegum aurframburði, hafi án efa haft áhrif
á hegðun og legu fljótsins síðan og þá miklu fremur en minniháttar breyting á
hönnun varnargarðsins.
Stefndu hafa meðal annars á því byggt að tilgangur með gerð varnargarðs
við Þórólfsfell hafi aldrei verið sá að verja lönd áfrýjenda. Samskipti
málsaðila, sem rakin eru hér að framan, bera þó með sér að talin var þörf á að
kynna áfrýjendum fyrirhugaðar framkvæmdir og gefa þeim kost á að gera
athugasemdir vegna þeirra. Komu þegar fram andmæli af hálfu áfrýjenda um að breyttur
garður myndi valda tjóni á löndum þeirra. Var tekið tillit til þessara
athugasemda að nokkru og fyrir liggur að framkvæmdaleyfi fyrir gerð garðsins
var ekki að öllu leyti í samræmi við upphaflegar hugmyndir stefndu um endurgerð
hans. Vísa stefndu raunar til þess að samkomulag hafi náðst milli þeirra og
fyrirsvarsmanna áfrýjenda um breytta gerð garðsins. Ekkert slíkt samkomulag er
í gögnum málsins og hafa stefndu hvorki lýst hvað í samkomulaginu hafi falist
né hefur verið sýnt fram á umboð þeirra sem að því eiga að hafa staðið af hálfu
áfrýjenda. Samkvæmt þessu verður gegn andmælum áfrýjenda ekki talið að
samkomulag hafi komist á milli málsaðila um framkvæmdirnar. Framburður
sveitarstjóra stefnda Rangárþings eystra fyrir héraðsdómi verður heldur ekki
skilinn á annan veg en þann að tilgangur garðsins hafi einnig verið sá að
vernda jarðir áfrýjenda, en sveitarstjórn hefði treyst faglegu áliti framkvæmdaraðila
á gerð garðsins. Vegna þess að landeigendur hefðu haft áhyggjur af afleiðingum
breyttrar gerðar garðsins hafi verið reynt að ná sáttum í málinu með því að
mæla fyrir um í framkvæmdaleyfinu að aukaefni yrði til staðar ef til þess kæmi
að lengja þyrfti garðinn eða setja á hann frákastslegg. Þá kemur allvíða fram í
gögnum málsins að Þórólfsfellsgarður hafi upphaflega haft nokkra þýðingu til
verndar löndum áfrýjenda fyrir ágangi fljótsins. Verður samkvæmt framansögðu
ekki fallist á með stefndu að tilgangur garðsins hafi einungis verið sá að
vernda vegarstæði við fljótið en ekki jafnframt að einhverju marki að verja
lönd áfrýjenda fyrir ágangi þess. Styðst sú niðurstaða jafnframt við meginreglu
1. mgr. 7. gr. vatnalaga sem felur í sér að við sérhverja framkvæmd við
straumvatn sem áhrif kann að hafa á legu þess beri að gæta að hagsmunum þeirra
fasteignareigenda sem land eiga neðar að viðkomandi vatnsfalli.
Stefndu andmæla jafnframt þeim fullyrðingum áfrýjenda að breytingar á
legu varnargarðsins hafi meðal annars haft þann tilgang að breyta rennsli
Markarfljóts og að vegna þeirra falli fljótið meira til vesturs og að
norðurbakka þess og skaði lönd áfrýjenda. Í framangreindri umsókn um
framkvæmdaleyfi 16. september 2010 kom fram að breyting á legu nýs garðs við
Þórólfsfell „helgast af því að legan á eldri garði var mjög þvert á fljótið og
beindi því yfir á suðurbakka fljótsins, þar sem það hefur verið að naga úr landinu“
og með því að hafa mýkri boga við enda garðsins sé verið „að reyna að sporna
við því að fljótið leiti þvert yfir farveginn og yfir á suðurbakka fljótsins
fyrir ofan Merkurbæi, þar sem það hefur valdið miklu landrofi.“ Í framburði
landgræðslustjóra fyrir héraðsdómi kom fram að á samráðsfundi sérfræðinga stefndu
Vegagerðarinnar og Landgræðslu ríkisins nokkrum mánuðum fyrir jökulhlaup hafi
verið rætt um „vandræðahönnun á Þórólfsfellsgarðinum og það væri líka ástæða
til þess að skoða hreinlega að sveigja hann meira undan straumstefnunni“. Kvað hann
slíka breytingu hafa í för með sér minna viðhald á garðinum. Þá kom fram í
greinargerð verkfræðings þess sem hannaði hinn breytta garð að hönnunin hafi
ennfremur miðast við „að lágmarka viðhald á mannvirkinu, en straumbeinarnir á
eldri garðinum þurftu töluvert viðhald og virkuðu ekki sem skyldi sem vörn
fyrir Grasagarðinn sökum þess að vatnið gróf sig inn á milli straumbeinanna.“
Samkvæmt framanrituðu er fram komið að Markarfljót brýtur með öðrum hætti
á garðinum nú en áður. Hafa stefndu ekki leitt líkur að því að yfirvofandi
hætta á frekari flóðum hafi réttlætt þá breytingu sem um ræðir, heldur lýtur
rökstuðningur þeirra fyrst og fremst að því að fljótið myndi í framtíð renna frekar
eftir miðjum áraurunum, en hvorki renna meira til vesturs né kastast frekar að
norðurbakka þess frá því sem áður var. Því verður lagt til grundvallar að
tilgangur breytinga á legu garðsins hafi verið sá að breyta rennsli fljótsins
frá því sem það var fyrir flóðin í apríl 2010 og einnig að spara fé við frekara
viðhald á honum.
Áfrýjendur byggja meðal annars á því að brotið hafi verið gegn
rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga við undirbúning og í aðdraganda þess að
framkvæmdaleyfi var veitt 30. september 2010. Eins og fyrr er rakið tilkynnti
sveitarstjóri stefnda Rangárþings eystra á fundi með landeigendum 19. sama
mánaðar að áður en til þess kæmi að framkvæmdaleyfi yrði veitt myndi liggja
fyrir könnun um hvort breyttur garður myndi beina fljótinu inn á miðjan aurinn
eins og stefnt væri að í stað þess að fljótið rynni niður með garðinum. Í
skýrslu fyrir héraðsdómi kvaðst sveitarstjórinn ekki geta sagt hvort sú athugun
hefði farið fram áður en framkvæmdaleyfið var veitt.
Í vitnaskýrslu verkfræðings stefnda Vegagerðarinnar, sem kom að
undirbúningi og framkvæmdum vegna garðsins, kom fram að hann ræki hvorki minni
til þess að fram hefðu farið mælingar með tilliti til þess hver hæðin hafi
verið á miðjum áraurunum né að slíkar mælingar hefðu síðar verið gerðar. Gæti
hann ekki sagt til um hvort kannað hefði verið eða reiknað út hver áhrif yrðu
af færslu garðsins.
Í gögnum málsins er minnisblað Eflu verkfræðistofu frá 12. júní 2015 um
„athugun á breyttri legu varnargarðs á rennsli Markarfljóts“. Þar kom meðal annars
fram að eftir að framkvæmdum lauk hafi kom í ljós að Markarfljót legðist meira
að löndum áfrýjenda „í stað þess að færast að og yfir miðju auranna og að
suðurbakka fljótsins eins og var fyrir gos. Landeigendur annars vegar og
Vegagerðin og Landgræðslan hins vegar eru ekki sammála um hvort breytt lega
garðsins valdi þessu ... Búið er að afla gagna til að geta metið aðstæður og
hvað geti valdið þessum breytingum á rennsli fljótsins. Loftmyndir fengust frá
Rangárþingi eystra ... Aurarnir voru mældir með GPS tæki 29. apríl 2015 ...
Hæðarlínukort var gert og sést þar hversu jafn halli er á aurunum og að hann er
hæstur í miðjunni og hallar til suðurs og norðurs. Nákvæm hæðarlega af aurunum fyrir
framkvæmdir er ekki til.“ Loks sagði í minnisblaðinu „að þessi breytta lega
varnargarðsins við Þórólfsfell sé líkleg til að valda breytingum á farvegi
fljótsins þannig að það falli meira til vesturs og að norðurbakka fljótsins.“
Loks er meðal gagna málsins skýrsla Veiðimálastofnunar frá júlí 2015 sem
ber heitið „Innflæði Markarfljóts til Þórólfsár í Fljótshlíð. Áhrif á lífríki í
vatni og veiðinytjar“. Þar kom meðal annars fram að frá því að varnargarðurinn
var endurbyggður hafi rennsli Markarfljóts „átt greiða leið til farvegar
Þórólfsár sem hefur valdið þar miklum breytingum.“ Fyrir liggur að stefndu
leituðu ekki umsagnar Fiskistofu áður en ráðist var í framkvæmdina, sbr. 33.
gr. laga nr. 61/2006.
Samkvæmt framansögðu verður ekki séð að farið hafi fram nauðsynlegar
rannsóknir, meðal annars með hæðarmælingum eða öðrum athugunum, á því hverju
það kynni að varða að endurreisa Þórólfsfellsgarð í breyttri mynd. Við undirbúning
framkvæmda var þannig ekki vissa um hvaða áhrif breytt lega garðs myndi hafa á
farveg Markarfljóts. Eins og að framan
er rakið vöktu áfrýjendur á öllum stigum við undirbúning framkvæmda athygli á
mögulegum afleiðingum þess að hafa garðinn með öðru sniði en áður var og
nauðsyn þess að hefjast ekki handa fyrr en að undangenginni veitingu
framkvæmdaleyfis eftir lögboðnu ferli. Þá verður ekki ráðið að stefndi
Rangárþing eystra hafi sinnt þeim ábendingum þannig að málið yrði upplýst í
samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga áður en hann tók ákvörðun um veitingu
framkvæmdaleyfis. Hefur ekki verið sýnt fram á að bráð hætta af yfirvofandi
hlaupi hafi réttlætt það að ekki var ráðist í nægar undirbúningsrannsóknir.
Vegna þessara ágalla er það stefndu að sýna fram á að breytt lega
Þórólfsfellsgarðs hafi ekki haft þau áhrif að Markarfljót færðist í vestur og
norður á aurnum og hafi af þeim sökum valdið tjóni á löndum áfrýjenda. Hefur sú
sönnun ekki lánast og verður þegar af þeirri ástæðu fallist á dómkröfu
áfrýjenda um ógildingu leyfisins.
Eftir þessum úrslitum verða stefndu dæmdir til að greiða áfrýjendum
málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem ákveðinn verður í einu lagi eins
og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Ógilt er framkvæmdaleyfi stefndu Vegagerðarinnar og Landgræðslu ríkisins
sem gefið var út af stefnda Rangárþingi eystra 30. september 2010.
Stefndu greiði óskipt áfrýjendum, Einari Sigurþórssyni, Eyvindarmúla
ehf., Guðjóni Stefáni Guðbergssyni, Jóni R. Kristinssyni, Laugardælum ehf.,
Lögmannsstofu SS ehf., Múlakoti 1 Fljótshlíð ehf., dánarbúi Runólfs
Runólfssonar, Sigríði Hjartar, Unni Tómasdóttur og Þórunni Jónsdóttur, hverju
um sig samtals 400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Suðurlands þriðjudaginn 24. mars 2015.
Mál
þetta, sem tekið var til dóms að lokinni aðalmeðferð 30. janúar 2015, er höfðað
með stefnu birtri 11. og 12. júní 2013.
Stefnendur
eru Einar Sigurþórsson, kt. [...], Háa-Múla, Rangárþingi eystra; Eyvindarmúli ehf., kt. [...], Jakaseli 14,
Reykjavík; Guðjón Stefán Guðbergsson, kt. [...], og Sigríður Hjartar, kt. [...],
bæði til heimilis að Múlakoti 2, Rangárþingi eystra; Jón R. Kristinsson, kt. [...],
Grundarlandi 14, Reykjavík; Laugardælur ehf., kt. [...], Laugardælum 1,
Flóahreppi; Lögmannsstofa SS ehf., kt. [...], Hamraborg 10, Kópavogi; Múlakot 1
Fljótshlíð ehf., kt. [...], Bjarmalandi 17, Reykjavík; Runólfur Runólfsson, kt.
[...], Fljótsdal 2, Rangárþingi eystra; Unnur Tómasdóttir, kt. [...],
Keldulandi 13, Reykjavík, og Þórunn Jónsdóttir,kt. [...], Hraðastaðavegi 9,
Mosfellsbæ.
Stefndu
eru Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, kt. [...], Stóragerði 2a,
Hvolsvelli, f.h. Rangárþings eystra, kt. [...], Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli;
Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, kt. [...], Silungakvísl 33, Reykjavík, f.h.
Vegagerðarinnar, kt. [...], Borgartúni 5-7, Reykjavík og Sveinn Runólfsson,
landgræðslustjóri, kt. [...], Gunnarsholti, Rangárþingi ytra, f.h. Landgræðslu
ríkisins, kt. [...], Gunnarsholti, Rangárþingi ytra.
Stefnendur
krefjast þess að ógilt verði með dómi framkvæmdaleyfi stefndu Vegagerðarinnar
og Landgræðslunnar sem samþykkt var af sveitarstjórn stefnda Rangárþings eystra
19. september 2010 og gefið var út 30. september 2010 vegna viðgerðar og
enduruppbyggingar á flóðavarnargarði við Þórólfsfell í Fljótshlíð í Rangárþingi
eystra.
Þá
gera stefnendur kröfu um að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða
stefnendum málskostnað að skaðlausu, að meðtöldum virðisaukaskatti á
málflutningsþóknun.
Allir
stefndu krefjast sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnenda.
Í
upphafi gerðu stefnendur fleiri dómkröfur en að ofan greinir og kröfðust
stefndu allir frávísunar. Var málinu öllu vísað frá dómi með úrskurði 26. mars
2014 að undangengnum málflutningi um frávísunarkröfurnar. Með dómi Hæstaréttar
Íslands 13. maí 2014 var felld úr gildi frávísun héraðsdóms á ofangreindri
kröfu stefnenda.
Aðalmeðferð
málsins frestaðist nokkuð m.a. vegna veikindaforfalla.
Þann
29. janúar 2015 gekk dómari á vettvang ásamt lögmönnum.
Við
aðalmeðferð gáfu aðilaskýrslur Sveinbjörn Sveinbjörnsson fyrirsvarsmaður
Lögmannsstofu SS ehf., Haraldur Þórisson fyrirsvarsmaður Laugardæla ehf., Einar
Sigurþórsson, Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra og Sveinn
Runólfsson Landgræðslustjóri. Þá voru teknar skýrslur af vitnunum Önnu
Runólfsdóttur, Svani Bjarnasyni og Ólafi Arnari Jónssyni.
Fyrir
uppkvaðningu dóms var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991.
Málavextir
Ágreiningur
aðila í máli þessu á rætur sínar að rekja til varnargarðs, sem kenndur er við
Þórólfsfell, er varð fyrir skemmdum í flóði sem rann niður Markarfljót vegna
eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010. Eiga stefnendur máls þessa allir land að
umræddu Markarfljóti.
Fyrir liggur að
framkvæmdir hófust að lagfæringu garðsins í ágúst 2010, þó framkvæmdaleyfi hafi
fyrst verið gefið út 30. september 2010. Þá liggur fyrir að framkvæmdunum var
lokið í nóvember sama ár.
Stefnendur
kveða áðurnefndan varnargarð hafa varið lönd þeirra, allt frá árinu 1946 er
hann hafi verið reistur, fyrir ágangi Markarfljóts og gert landeigendum kleift
að rækta upp landsvæði sem áður hafi verið ill- eða ónýtanleg. Eftir flóðin er
ollu skemmdum á garðinum, hafi landeigendur á afmörkuðu svæði í Fljótshlíð,
innan svokallaðs Háamúlagarðs, fundað sín á milli og rætt til hvaða aðgerða
skyldi grípa. Í kjölfarið hafi landeigendur, þ. á m. stefnendur haft samband
við stefndu í því skyni að þrýsta á viðgerðir á garðinum. Hafi þá komið í ljós
að stefndu Landgræðslan og Vegagerðin hafi þegar hafið hönnunarvinnu að
breyttri legu garðsins. Hafi stefnendur, sem og aðrir landeigendur mótmælt
þessum breytingum, enda hafi garðurinn reynst vel og breytingar á honum myndu
valda því að fljótið myndi í auknum mæli herja á land jarða á umræddu svæði.
Þrátt fyrir þetta hafi hinn nýi garður verið reistur.
Kveða
stefnendur að vorið 2011 hafi Markarfljót breytt farvegi sínum og flæmst yfir
hundruð hektara svæði, með tilheyrandi eyðileggingu á grónu og hálfgrónu landi
stefnenda. Í kjölfarið hafi verið boðað til fundar með fulltrúum stefndu þar
sem samstaða hafi náðst um að reynt yrði að finna viðunandi lausn í samstarfi
aðila. Vinnuhópur hafi verið settur saman í þessum tilgangi, og hafi
landeigendur skilað tillögum að nýrri legu Þórólfsfellsgarðsins til
sveitastjórnar. Ekki hafi garðurinn þó verið lagfærður eða komið í fyrra horf,
þrátt fyrir ítrekaðar óskir landeigenda. Þá kemur fram í stefnu að stefnendur
telji að ekki hafi verið gerðar breytingar á umræddum garði, heldur hafi hann
verið endurbyggður að hluta á öðrum stað en hann hafi áður verið, með fyrrgreindum
afleiðingum.
Hafi
svo farið að lögmaður stefnenda hafi með bréfi, dags. 4. september 2012, farið
fram á það við stefndu að legu umrædds varnargarðs yrði komið í fyrra horf og
tjón stefnenda, sem hlotist hefði af hinum nýja garði yrði bætt að fullu. Þessu
hafi stefndu hafnað.
Af
hálfu stefndu er því haldið fram að garðurinn, eins og hann er í dag, eftir
lagfæringar sem á honum voru gerðar á haustmánuðum 2010, sé sterkari, hærri og
betur í stakk búinn efnislega og hönnunarlega til að verjast mögulegum flóðum.
Hafi ákvörðun um að endurbyggja garðinn ekki í sömu mynd, heldur sleppa
straumbeinum og þess í stað gera garðinn ávalari og hærri, verið tekin að
fenginni reynslu, þar sem viðhald straumbeina hafi verið talsvert, auk þess sem
garðurinn yrði öflugri. Ennfremur hafi samráð verið haft við landeigendur sem
og aðra aðila vegna framkvæmdanna. Þá kveða stefndu að garðinum sé og hafi
verið ætlað að verja vegi og slóða í innanverðri Fljótshlíð og inn á
Fljótshlíðarafrétt, auk þess sem honum hafi í seinni tíð verið ætlað að verja
svokallaðan Grasagarð, sem nýttur hafi verið fyrir afréttarfé. Aftur á móti
hafi garðinum hvorki nú né áður verið ætlað að verja lönd neðar við fljótið,
enda sé þar um að ræða flóðafarvegi sem Markarfljót flæmist um þegar svo hátti
til frá náttúrunnar hendi. Þá kveða stefndu að fyrir mistök hafi láðst að sækja
um framkvæmdaleyfi áður en upphafleg framkvæmd hófst. Úr þessu hafi hins vegar
verið bætt og hafi framkvæmdaleyfi verið gefið út 30. september 2010, eftir að
það hafði verið samþykkt af hálfu skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings
eystra, þann 17. september 2010 og af sveitarstjórn 19. september 2010, og
eftir að haldinn hafi verið fundur með landeigendum í Fljótshlíð sama dag.
Málsástæður og lagarök stefnenda
Aðild sína að málinu
styðja stefnendur þeim rökum að þeir séu eigendur jarða er eigi land að
Markarfljóti á því svæði sem farið hafi undir vatn vegna athafna stefndu. Sé
annars vegar um að ræða land í eigu jarðarinnar Barkarstaða og hins vegar
landsvæði milli Barkarstaða og Háamúlagarðs, er nefnist Múlatorfa, sem sé í
óskiptri sameign jarðanna Fljótsdals, Háa-Múla, Árkvarnar, Eyvindarmúla og
Múlakots 1 og 2. Eigendur jarðarinnar Barkarstaða séu stefnendurnir
Lögmannsstofa SS ehf. og Laugardælur ehf., sem keypt hafi jörðina í árslok
2011, og fengið framseldan og afsalaðan allan rétt og kröfur á hendur stefndu
vegna jarðarinnar. Eigendur þeirra jarða sem eiga óskipt land í Múlatorfu séu
aðrir stefnendur málsins. Kveða stefnendur athafnir og framkvæmdir stefndu hafa
valdið því að fljótið falli nú yfir nytjaland stefnenda. Þá hafi veiði í öðrum
ám fyrir landi þeirra einnig orðið fyrir áföllum. Hafi stefnendur því ekki
aðeins lögvarða hagsmuni af kröfum sínum, heldur sé ljóst að þeir hafi orðið
fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna aðgerða stefndu.
Stefnendur byggja á því
að þær breytingar sem gerðar voru á varnargarðinum við Þórólfsfell hafi verið
ólögmætar. Byggja stefnendur á því að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir útgáfu
framkvæmdaleyfisins 30. september 2010, og því hafi útgáfa þess verið ólögmæt.
Af því leiði að þær framkvæmdir sem fram fóru á grundvelli leyfisins hafi
einnig verið ólögmætar.
Stefnendur byggja hins
vegar til vara á því að umræddar framkvæmdir hafi verið ólögmætar, hvort heldur
sem framkvæmdaleyfið hafi verið ólögmætt eða ekki. Byggja stefnendur á því að
báðar fyrrgreindar kröfur skapi grundvöll fyrir kröfum þeirra um skyldu stefndu
til að færa varnargarðinn við Þórólfsfell í það horf að Markarfljótið falli í
sinn forna farveg, sem og kröfu þeirra um viðurkenningu á bótaskyldu stefndu.
Eins og að framan greinir
krefjast stefnendur ógildingar á framkvæmdaleyfi útgefnu 30. september 2010.
Beinist krafan að stefnda Rangárþing eystra, sem útgefanda hins umþrætta
framkvæmdaleyfis, og stefndu Vegagerðinni og Landgræðslu ríkisins sem handhafa
þess. Byggja stefnendur kröfu þessa á því að ákvörðun stefnda Rangárþings
eystra um að samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis stefndu Vegagerðarinnar og
Landgræðslu ríkisins, hafi gengið gegn lögum og sé því ógildanleg. Af því leiði
jafnframt að framkvæmdaleyfið sjálft sé ógildanlegt.
Í
fyrsta lagi kveða stefnendur skilyrði skipulags- og byggingarlaga ekki
uppfyllt. Kveða stefnendur að þar sem stefndu Landgræðslan og Vegagerðin hófu
framkvæmdir sínar áður en sótt hafði verið um framkvæmdaleyfi hafi
byggingarfulltrúa borið, ekki aðeins að stöðva framkvæmdirnar, heldur hafi
stefndu einnig verið skylt að afmá allt jarðrask vegna þeirra framkvæmda sem
fram höfðu farið í óleyfi, sbr. 2. mgr. 56. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997. Þetta hafi hins vegar ekki verið gert og hafi stefnda Rangárþingi
eystra þá þegar af þeirri ástæðu verið óheimilt að gefa út leyfi fyrir
framkvæmdunum.
Í
öðru lagi hafi útgáfa framkvæmdaleyfis verið í andstöðu við gildandi aðalskipulag.
Kveða stefnendur að samkvæmt ákvæði 1. mgr. 27. gr. þágildandi laga nr.
73/1997, hafi verið skylt að afla framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar vegna
meiriháttar framkvæmda sem hefðu áhrif á umhverfið og breyttu ásýnd þess. Þá
hafi öll efnistaka einnig verið háð slíku leyfi, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Í
samræmi við þetta hafi stefndu Landgræðslan og Vegagerðin óskað eftir útgáfu
framkvæmdaleyfis vegna framkvæmda sinna við flóðavarnargarðinn við Þórólfsfell,
en þó ekki fyrr en framkvæmdirnar höfðu verið stöðvaðar af byggingarfulltrúa.
Stefnendur byggja hins vegar á því að skilyrði fyrir leyfinu hafi ekki verið
uppfyllt og því hafi sveitarstjórn verið óheimilt að samþykkja útgáfu þess.
Þannig hafi, samkvæmt 4. mgr. 27. gr. laga nr. 73/1997, framkvæmd orðið að vera
í samræmi við skipulagsáætlanir til að heimilt væri að gefa út framkvæmdaleyfi
fyrir þeim. Leiði raunar það sama af öðrum ákvæðum laganna og rétthæð
skipulagsáætlana, en samkvæmt 9. gr. laga nr. 73/1997 hafi landið allt verið
skipulagsskylt og skyldu byggingar húsa og annarra mannvirkja, sem og aðrar
aðgerðir sem áhrif hefðu á umhverfið og breyttu ásýnd þess, vera í samræmi við
skipulagsáætlanir. Í aðalskipulagi Rangárþings eystra fyrir árin 2003-2015,
hafi þó ekki verið gerð grein fyrir flóðavarnargörðum, hvorki við Markarfljót
né annars staðar. Í greinargerð skipulagsins sé tekið fram að ekki sé gerð
grein fyrir varnarvirkjum vegna landbrots í aðalskipulagi, en gerð þeirra sé
heimil þar sem þeirra sé þörf að höfðu samráði við Umhverfisstofnun og með framkvæmdaleyfi
sveitarstjórnar. Hins vegar sé í engu gerð grein fyrir varnarmannvirkjum á
aðalskipulagsuppdrættinum. Telja stefnendur af framangreindu ljóst að ekki
verði gengið til jafn umfangsmikilla framkvæmda og þeirra flóðvarnargarða sem
um er deilt í máli þessu, nema skýrlega sé gert ráð fyrir þeim í aðalskipulagi,
bæði á aðalskipulagsuppdrætti og greinargerð. Telja stefnendur að þar sem ekki
sé skýrlega gert ráð fyrir hinum umþrætta varnargarði í aðalskipulagi sé ljóst
að sveitarstjórn hafi brostið heimildir til útgáfu leyfisins, sbr. 4. mgr. 27.
gr. laga nr. 73/1997.
Í
þriðja lagi kveða stefnendur álit Skipulagsstofnunar ekki hafa legið fyrir við
útgáfu framkvæmdaleyfisins, líkt og áskilið sé í 4. mgr. 27. gr. laga nr.
73/1997. Benda stefnendur í því sambandi á að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr.
106/2000 um mat á umverfisáhrifum, séu þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í 1.
viðauka við lögin, ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum. Í 17. tölulið nefnds
viðauka séu taldar upp stíflur og önnur mannvirki eða breytingar á árfarvegi
til að hemja og/eða miðla vatni þar sem 3 km2 lands eða meira fari undir vatn
eða rúmtak vatns sé meira en 10
milljónir m3. Telja stefnendur með vísan til þessa að umræddar framkvæmdir við
flóðavarnargarðinn við Þórólfsfell hafi verið háðar mati á umhverfisáhrifum.
Verði ekki fallist á þetta hafi í öllu falli verið um að ræða framkvæmdir sem
falla undir 2. viðauka laganna, sbr. t.d. e. lið 10. töluliðar og a. lið 13.
töluliðar viðaukans. Hafi því hvort heldur sem er borið að leita álits
Skipulagsstofnunar á framkvæmdunum, sbr. 6. gr. laga nr. 106/2000. Kveða
stefnendur óumdeilt að álits Skipulagsstofnunar hafi ekki verið leitað áður en
hið umþrætta framkvæmdaleyfi var gefið út og því ljóst að útgáfa þess hafi ekki
verið heimil, skv. 4. mgr. 27.gr. laga nr. 73/1997. Skipti í þessu sambandi
engu máli hvort niðurstaða Skipulagsstofnunar hefði verið sú að ekki væri
ástæða til að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum, enda sé um lögbundna
álitsumleitan að ræða og því hafi verið skylt að afla álits stofnunarinnar,
óháð því hvort sveitarstjórn hefði farið eftir þeirri niðurstöðu eða ekki.
Í
fjórða lagi kveða stefnendur útgáfu framkvæmdaleyfisins hafa farið í bága við
ákvæði vatnalaga nr. 15/1923. Benda stefnendur í því sambandi á að samkvæmt 1.
mgr. 7. gr. laganna skulu öll vötn renna sem að fornu hafa runnið. Þá sé
óheimilt samkvæmt 2. mgr. 7. gr. sömu laga, nema lagaheimild standi til, að
breyta vatnsföllum eða veita vatni af einni fasteign yfir á aðra. Hátti hins
vegar svo til að farvegur breytist af öðrum orsökum en af mannavöldum sé landeiganda hverjum, sem mein verður af
breytingunni, heimilt samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laganna, að koma farveginum í samt lag. Telja
stefnendur að af þessu leiði að óheimilt hafi verið að gefa út leyfi fyrir
framkvæmdum við Þórólfsgarðinn, enda geti sveitarstjórn ekki samþykkt útgáfu
framkvæmdaleyfis vegna framkvæmda sem stríði gegn lögum. Hafi framkvæmdirnar
enda haft í för með sér verulega breytingu á farvegi Markarfljóts, líkt og áður
hafi verið rakið, með byggingu hins nýja garðs. Þá telja stefnendur að þau
lagaákvæði sem heimila gerð fyrirhleðslna,
veiti einungis þar til bærum aðilum slíkar heimildir og þá að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir ágang vatns á ræktuðu og
grónu landi. Þá verði að gera mjög ríkar kröfur til lagaheimilda sem heimili
það sérstaklega að farvegi fallvatna sé breytt, einkum þegar slík breyting hafi
í för með sér eyðileggingu á landi í einkaeigu. Þá byggja stefnendur á því að
stefnda Rangárþing eystra hafi ekki getað stutt ákvörðun sína við 1. mgr. 8.
gr. laga nr. 15/1923, þar sem ákvæðið veiti aðeins landeigendum heimild til að
fella vatn í fornan farveg. Sé þá horft framhjá því að Markarfljót hafi með
hinu umdeildu framkvæmdum ekki verið fellt aftur í fornan farveg heldur nýjan,
þvert gegn ákvæðum laga nr. 15/1923. Þá vísa stefnendur til þess að óumdeilt sé
að Markarfljót hafi runnið með sama hætti á greindu svæði í um 60 ár fyrir
flóðin vorið 2010, en samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 15/1923 teljist farvegur
vera svo sem að fornu hafi verið, hafi sama ástand haldist í 20 ár eða lengur.
Þá telja stefnendur að ef hið stefnda sveitarfélag hafi grundvallað útgáfu
framkvæmdaleyfisins á 2. mgr. 75. gr. vatnalaga, hefði það verið háð leyfi
Orkustofnunar. Slíks leyfis hafi ekki verið aflað og því geti hið stefnda
sveitarfélag ekki skýlt sér að baki ákvæðinu.
Í
fimmta lagi telja stefnendur að ekki hafi verið haft lögbundið samráð við þá í
aðdraganda útgáfu framkvæmdaleyfisins og vísa til laga nr. 91/2002 um varnir
gegn landbroti því til stuðnings. Er sérstaklega vísað til 1. mgr. 6. gr.
laganna, sem kveði á um skyldu stefnda Landgræðslu ríkisins um að hafa samráð
við eiganda lands þess sem fyrirhleðslu sé ætlað að verja. Hljóti slíkt samráð
að vera áskilið þegar sveitarstjórn veiti framkvæmdaleyfi vegna
fyrirhleðslugarða, sbr. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, er kveði á um
andmælarétt. Ekkert samráð hafi hins vegar verið haft við stefnendur áður en
framkvæmdaleyfi hafi verið veitt.
Í
sjötta lagi kveða stefnendur að óheimilt hafi verið að veita stefnda
Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. Um þetta vísa stefnendur til 3. mgr. 4. gr. laga
nr. 91/2002, sem kveði á um að stefndi Landgræðsla ríkisins teljist ávallt vera
framkvæmdaaðili þegar unnið sé að fyrirhleðslum samkvæmt lögunum. Samkvæmt því
hafi stefnda Rangárþingi eystra verið óheimilt að veita stefnda Vegagerðinni
framkvæmdaleyfið ásamt stefnda Landgræðslunni, en óumdeilt sé að stefnda
Vegagerðin hafi annast að mestu um framkvæmdirnar. Með þeirri ákvörðun sinni að
samþykkja framkvæmdaleyfið, ekki aðeins til handa stefnda Landgræðslunni,
heldur einnig stefnda Vegagerðinni, hafi stefnda Rangárþing eystra verið að
veita röngu stjórnvaldi heimild til framkvæmda við fyrirhleðslur við
Markarfljót, þvert gegn ákvæðum laga nr. 91/2002.
Í
sjöunda lagi byggja stefnendur á því að lögbundnum tilkynningum um
framkvæmdirnar hafi ekki verið sinnt. Vísa stefnendur í þessu sambandi til 1.
mgr. 6. gr. laga nr. 91/2002, sem kveði á um skyldu til að tilkynna það stjórn
viðkomandi veiðifélags eða Matvælastofnun, ef ekki er starfandi veiðifélag, ef
framkvæmd kunni að hafa áhrif á veiði eða fiskrækt. Veiðifélagi Markarfljóts
hafi þó í engu verið tilkynnt um að til stæði að gefa út leyfi fyrir
framkvæmdum við fljótið. Þá hafi í engu verið kannað hvort fyrirhugaðar
framkvæmdir myndu hafa áhrif á veiði eða lífríki í öðrum fallvötnum á svæðinu,
en veiði í bæði Bleiksá og Þórólfsá muni hafa orðið fyrir skaða vegna
framkvæmdanna. Hafi stefnda Rangárþingi eystra ekki verið stætt á því að gefa
út leyfi fyrir framkvæmdunum fyrr en áhrif þeirra á veiði og lífríki á svæðinu
hefðu verið könnuð og þar til bærum aðilum tilkynnt um framkvæmdirnar. Vísa
stefnendur ennfremur til 2. mgr. 33. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og
silungsveiði, sem kveði á um að álit viðkomandi veiðifélags og umsögn
sérfræðings á sviði veiðimála um hugsanleg áhrif framkvæmdar á lífríki
veiðivatns skuli liggja fyrir áður en
Fiskistofa gefi leyfi fyrir framkvæmdum. Engin slík álit hafi hins vegar legið
fyrir í því tilviki sem hér um ræði, enda hafi leyfis Fiskistofu ekki heldur
verið aflað.
Í
áttunda lagi byggja stefnendur á því að lögbundins leyfis Fiskistofu hafi ekki
verið aflað. Um þetta vísa stefnendur til 1. mgr. 33. gr. áðurgreindra laga nr.
61/2006, þar sem kveðið sé á um að sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt
að 100 metrum frá bakka, sem áhrif geti haft á fiskigengd þess, afkomu
fiskistofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, sé háð
leyfi Fiskistofu. Þetta hafi ekki verið gert áður en umsókn um hið umþrætta
framkvæmdaleyfi hafi verið samþykkt af hinu stefnda sveitarfélagi.
Í
níunda lagi byggja stefnendur á því að lögbundinn andmælaréttur þeirra hafi
verið virtur að vettugi. Kveða stefnendur stefnda Rangárþing eystra hafi brotið
gegn mýmörgum ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við ákvörðun sína um að
samþykkja útgáfu hins umþrætta framkvæmdaleyfis til handa stefndu Vegagerðinni
og Landgræðslunni. Vísa stefnendur um þetta til 13. gr. laganna og kveða
andmælaréttar samkvæmt ákvæðinu hafa í engu verið gætt við meðferð málsins, og
hafi leyfið verið gefið út án þess að sjónarmið stefnenda kæmust að. Hafa verði
í huga að um hafi verið að ræða útgáfu leyfis fyrir framkvæmdum er snertu
stjórnarskrárvarin eignarréttindi stefnenda, sbr. 72. gr. stjórnarskrár
lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, og því ríkari nauðsyn en ella að þeim væri
gefinn kostur á að neyta andmælaréttar síns.
Í
tíunda lagi byggja stefnendur á því að stefnda Rangárþing eystra hafi brotið
gegn lögbundinni rannsóknarskyldu sinni. Stefnendur vísa til þess að stefnda
Rangárþing eystra hafi í engu sinnt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt 10. gr.
laga nr. 37/1993, og hafi málið verið fjarri því nægilega upplýst áður en
framkvæmdaleyfið var veitt. Þannig hafi engar rannsóknir farið fram á áhrifum
þess að breyta legu Þórólfsfellsgarðsins og hvaða áhrif það hefði á
nærliggjandi lönd og lífríki. Þá hafi þess ekki heldur verið gætt að öll
lagaskilyrði fyrir framkvæmdinni væru uppfyllt líkt og áður hefur verið rakið.
Stefnendur, sem landeigendur, hafi í engu verið inntir eftir afstöðu sinni til
fyrirhugaðra framkvæmda, líkt og áður hafi komið fram, en stefnendur telji að
fáir hafi verið betur til þess fallnir að upplýsa um afleiðingar af breyttri
legu varnargarðsins, enda séu landeigendur gjörkunnugir aðstæðum á svæðinu og
hafi þekkt þá hættu sem falist gæti í breyttri legu garðsins. Þá vísa
stefnendur sérstaklega til þess að stefnda Rangárþingi eystra hafi borið að
kanna hvaða áhrif breytt lega garðsins kynni að hafa í för með sér, sbr.
áðurgreint ákvæði 10. gr. laga nr. 37/1993. Hafi hinu stefnda sveitarfélagi í
öllu falli borið að óska slíkra upplýsinga frá stefndu Landgræðslunni og
Vegagerðinni, en í engu hafi verið greint frá slíku í umsókn stefndu um
framkvæmdaleyfi.
Í
ellefta lagi kveða stefnendur útgáfu framkvæmdaleyfis hafa brotið gegn
meðalhófsreglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og hafi umræddrar reglu í engu
verið gætt við meðferð málsins. Vísa stefnendur til þess að framkvæmdaleyfið
hafi verið gefið út án þess að í nokkru væri kannað hvort unnt væri að ná
markmiði því sem að var stefnt með öðru og vægara móti. Hafi stefnda
Rangárþingi eystra verið í lófa lagið að binda hið umþrætta framkvæmdaleyfi
skilyrðum eða takmarka það með öðrum hætti, t.d. við lagfæringar á eldri görðum
en ekki byggingar á nýjum.
Í tólfta lagi byggja
stefnendur á því að ákvörðunin um útgáfu framkvæmdaleyfisins hafi brotið gegn
almennum meginreglum íslensks stjórnsýsluréttar. Vísa stefnendur auk
ofangreindra ákvæða laga nr. 37/1993,
til almennra meginreglna stjórnsýsluréttarins sem ofangreind ákvæði byggi á, og
hafi víðtækara gildissvið en ofangreind ákvæði, sbr. 1. gr. laganna.
Í þrettánda lagi byggja
stefnendur á því að ákvörðun um útgáfu framkvæmdaleyfis hafi brotið gegn
lögmætisreglu íslensks stjórnsýsluréttar. Vísa stefnendur til þess að samkvæmt
lögmætisreglunni verði ákvarðanir stjórnvalda að eiga sér stoð í lögum og þá sé
þeim jafnframt óheimilt að aðhafast nokkuð sem er í andstöðu við lög. Með vísan
til þess ofangreindra málsástæðna stefnenda telji þeir ljóst að hið stefnda
sveitarfélag hafi gengið gegn þessari meginreglu með útgáfu hins umþrætta
framkvæmdaleyfis, enda hafi útgáfa þess gengið gegn lögum að fleiri en einu
leyti líkt og áður hafi verið lýst.
Í
fjórtánda lagi byggja stefnendur á því að ákvörðun um útgáfu framkvæmdaleyfis
hafi brotið gegn réttmætisreglu íslensk stjórnsýsluréttar, enda hafi ákvörðunin
ekki byggt á málefnalegum sjónarmiðum. Vísa stefnendur til þess að stefnda
Rangárþing eystra hafi hvorki gætt að því að framkvæmdaleyfið væri í samræmi
við skipulag né að lögmælts álits Skipulagsstofnunar og Fiskistofu yrði aflað
áður en umsóknin um framkvæmdaleyfið var samþykkt, líkt og að ofan greinir. Með
því hafi sveitarstjórnin byggt ákvörðun sína á ómálefnalegum sjónarmiðum. Þá
hafi í engu verið sýnt fram á að nokkrar málefnalegar ástæður hafi staðið til
þess að breyta legu varnargarðsins við Þórólfsfell.
Í
fimmtánda og síðasta lagi byggja stefnendur á því að stjórnarskrárvarinn
eignarréttur þeirra hafi í engu verið
virtur. Stefnendur byggja á því að hinar umþrættu framkvæmdir hafi falið í sér
bótaskylda skerðingu á stjórnarskrárvörðum eignarréttindum þeirra. Vísa þeir
jafnframt til þess að það hafi ekki aðeins staðið upp á stefndu Vegagerðina og
Landgræðsluna að gæta þeirra reglna sem um slíkar skerðingar gilda, heldur
einnig stefnda Rangárþing eystra sem veitti hið umþrætta framkvæmdaleyfi. Byggja
stefnendur á því að stefnda Rangárþingi eystra hafi hvað sem öðru líður ekki
verið stætt á því að veita framkvæmdaleyfið nema hafa áður fengið fullvissu
sína fyrir því að tryggt væri að stjórnarskrárvarin réttindi stefnenda yrðu
ekki skert bótalaust, svo sem þó hafi að endingu orðið raunin.
Um lagarök vísa
stefnendur m.a. til ákvæða vatnalaga nr. 15/1923, einkum 1., 7., 8., 9., 75.,
80., 139., 140. og 141. gr. laganna. Þá vísa stefnendur til ákvæða laga nr.
61/2006 um lax- og silungsveiði, sbr. einkum 1., 33. og 36. gr. laganna.
Stefnendur vísa og til ákvæða laga nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti, sbr.
einkum 1., 3., 4., 6., 8. og 9. gr. laganna, sem og til laga nr. 27/1932 um
samgöngubætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts, einkum 1.,
3., 4., 5., 6. og 7. gr. Stefnendur vísa ennfremur til ákvæða laga nr. 106/2000
um mat á umhverfisáhrifum og viðauka þeirra laga. Stefnendur vísa jafnframt til
stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 1., 2., 7., 10., 11., 12. og 13. greinar
laganna, sem og til almennra meginreglna stjórnsýsluréttarins, þ. á m.
lögmætisreglu og réttmætisreglu. Þá vísa stefnendur til ákvæða þágildandi
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, einkum 9. og 27. gr., sem og til
samsvarandi ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 160/2010 um
mannvirki. Þá vísa stefnendur aukinheldur til ákvæða laga nr. 44/1999 um
náttúruvernd, sem og til gildandi aðalskipulags Rangárþings eystra. Stefnendur
vísa einnig til almennra meginreglna íslensks skaðabótaréttar. Þá vísa
stefnendur til ákvæða laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 114. gr, en
málskostnaðarkrafa stefnenda styðst við XXI. kafla þeirra laga. Um
virðisaukaskatt af málflutningsþóknun vísast til laga nr. 50/1988 um
virðisaukaskatt.
Málsástæður og lagarök stefndu
Málsástæður og lagarök stefnda Rangárþings eystra
Þessi stefndi svarar
málsástæðum stefnenda í þeirri röð sem þær eru settar fram í stefnu og mótmælir
þeim öllum sem röngum og þýðingarlausum.
Ógilding framkvæmdaleyfis
1. Ekki hafi verið skylt að afmá allt jarðrask vegna fyrri
framkvæmdar
Stefndi kveðst ekki
fallast á það að þar sem meðstefndu hafi upphaflega hafið framkvæmdir við
varnargarð án framkvæmdaleyfis hafi byggingarfulltrúa stefnda Rangárþings
eystra ekki aðeins borið að stöðva þær framkvæmdir heldur hafi borið að afmá
allt jarðrask sem farið hafi fram í óleyfi og eigi þetta að valda ógildingu
leyfis þess sem veitt var.
Í fyrsta lagi hafi verið
um að ræða framkvæmd sem hafi fallið undir 27. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997 en ekki IV. kafla laganna. Tilvísað ákvæði þágildandi 2. mgr. 56.
gr. laga nr. 73/1997 hafi einungis kveðið á um að ef framkvæmd, sem féll undir
IV. kafla laganna, var hafin án þess að leyfi væri fengið fyrir henni og hún
braut í bága við skipulag eða framkvæmd var hafin með byggingarleyfi sem braut
í bága við skipulag, bæri byggingarfulltrúa að stöðva framkvæmdina tafarlaust
og síðan skyldi hin ólöglega bygging, eða byggingarhluti, fjarlægð, jarðrask
afmáð eða starfsemi hætt. Í 1. mgr. 56. gr. hafi verið fjallað um viðbrögð við framkvæmd
skv. 27. gr. sem hafin var án leyfis, og hafi þá verið heimilt að beita
stöðvun, svo sem gert hafi verið.
Í öðru lagi bendir
stefndi á að þó litið hafi verið svo á að upphafleg framkvæmd hafi verið hafin
án formlegs framkvæmdaleyfis, hafi hún ekki brotið í bága við skipulag, sbr. og
síðar. Í gildandi aðalskipulagi hafi ekki verið gerð grein fyrir einstökum
varnarvirkjum sérstaklega en kveðið á um að gerð þeirra væri þó heimil þar sem
þeirra væri þörf að höfðu samráði við Umhverfisstofnun og með framkvæmdaleyfi
sveitarstjórnar. Framkvæmdin hafi þannig ekki brotið í bága við skipulag þó svo
að formskilyrðum sem kveðið var á um í aðalskipulagi hafi ekki verið fullnægt,
sbr. og nánar hér á eftir. Sé málsástæða þessi því haldlaus fyrir stefnendur.
2. Útgáfa framkvæmdaleyfis sé ekki í andstöðu við gildandi
aðalskipulag
Í aðalskipulagi stefnda
Rangárþings eystra fyrir árin 2003 – 2015 sé kveðið á um nauðsyn varnargarða
við Markarfljót og endurhleðslu þeirra. Þar segi jafnframt að Landgræðsla
ríkisins hafi það lögbundna hlutverk að hindra landbrot og spjöll á nytjalandi af
völdum vatna með fyrirhleðslum og lagfæringum á árfarvegum, auk þess sem
Landgræðslan eigi í samstarfi við Vegagerðina við uppbyggingu varnargarða.
Gríðarlega umfangsmikil verkefni vegna landbrots fallvatna væru í
sveitarfélaginu og þá helst vegna Markarfljóts. Þannig hafi þar verið unnið að
fyrirhleðslum í nær heila öld, eingöngu í byggð en mikil verkefni séu auk þess
framundan. Þá segi jafnframt í aðalskipulagstillögu að landbrot sé verulegt með
nær öllum ám undir Eyjafjöllum og víða miklar gróðurskemmdir ofan og neðan
þjóðvegar. Mikið landbrot sé frá Hvanná og Krossá inn í Þórsmörk. Ekki sé gerð
grein fyrir varnarvirkjum vegna landbrots í aðalskipulagi en gerð þeirra þó
heimil þar sem þeirra er þörf að höfðu samráði við Umhverfisstofnun og með
framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar. Fyrir útgáfu framkvæmdaleyfisins hafi verið
leitað álits Umhverfisstofnunar, sem ekki hafi lagst gegn umræddri framkvæmd.
Framkvæmdaleyfið hafi verið í fullu samræmi við afdráttarlausa afmörkun í
aðalskipulagi, sem ekki hafi sætt andmælum stefnenda sem landeigenda við
Markarfljót. Hafi framkvæmdaleyfið því að öllu leyti verið veitt lögum
samkvæmt. Ekki sé fallist á að afdráttarlaust sé skylt að gera grein fyrir
varnargörðum í aðalskipulagi, en eðli máls samkvæmt verði m.a. varnargarðar að
taka mið af breytilegri náttúrulegri þróun á hverjum tíma, en breytingar að því
leyti til geti verið fyrirvaralitlar. Fengi ekki staðist að fara þyrfti í
flókið og tímafrekt breytingaferli aðalskipulags í hvert sinn við slíkar
aðstæður. Meginatriði sé þó að leyfisveitingin hafi verið í fullu samræmi við
gildandi aðalskipulag, sem hlotið hafi kynningu og verið staðfest lögum
samkvæmt. Verði framkvæmdaleyfið því ekki ógilt af framangreindum ástæðum, sbr.
og einnig hér á eftir.
3. Óskylt að leita umsagnar Skipulagsstofnunar
Í 4. mgr. 27 gr.
þágildandi laga nr. 73/1997 hafi verið kveðið á um að við útgáfu
framkvæmdaleyfis skyldi sveitarstjórn fjalla um og taka afstöðu til þess hvort
framkvæmd væri í samræmi við skipulagsáætlanir. Jafnframt hafi verið kveðið á
um að óheimilt væri að gefa út leyfi fyrir framkvæmd samkvæmt lögum nr.
106/2000 um mat á umhverfisáhrifum fyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á
umhverfisáhrifum lægi fyrir eða ákvörðun stofnunarinnar um að framkvæmd sé ekki
matsskyld. Kveðst stefndi ekki fallast á að umrædd framkvæmd hafi fallið undir
lög nr. 106/2000. Í því sambandi sé mótmælt að 17. tölul. 1. viðauka við lögin
taki til þessarar framkvæmdar, en auk þess sé ekkert sem bendi til þess að
stærðar- og magnviðmiðanir töluliðarins eigi hér að nokkru leyti við. Í því
sambandi sé á það bent að að jafnaði hafi verið ráðgert að tilfærsla
varnargarðsins væri einungis u.þ.b. 50 metrar. Að því er varði tilvísun
stefnenda til 2. viðauka, þar sem ekki sé skylt að afla umhverfismats, þá sé
því mótmælt að skortur á álitsumleitan hjá Skipulagsstofnun leiði til
ógildingar útgefins framkvæmdaleyfis. Framkvæmdin hafi hvorki verið á
verndarsvæði né hafi henni verið ætlað að hemja eða miðla vatni umfram það sem
áður hafi verið. Þá hafi hún heldur ekki talist sérstök breyting eða viðbót sem
ætlað hafi verið að hafa umtalsverð áhrif á umhverfi. Bendir stefndi á að
ráðist hafi verið í umrædda framkvæmd í kjölfar þess að fyrri garður hafi
stórskemmst í hamfaraflóði. Óbreytt staða hafi skapað almannahættu, ógnað
mannvirkum og skapað umtalsverða hættu á landsspjöllum. Hafi m.a. landeigendur
í Fljótshlíð lagt mikla áherslu á að ráðist yrði í framkvæmdir án tafar. Kveður
stefndi með öllu fráleitt að byggja á því nú, eins og hér standi á, að ráðast
hafi átt í gerð umhverfismats, eða að líkur hafi verið á að Skipulagstofnun
hefði kveðið á um slíka skyldu. Beri í því sambandi einnig að líta til umsagnar
Umhverfisstofunnar. Áður en umrætt framkvæmdaleyfi hafi verið veitt af hálfu
stefnda hafi verið haft samráð við Umhverfisstofnun sem hafi metið aðstæður svo
að litlar líkur væru á því að framkvæmdir gætu valdið verulegu tjóni, enda
hlutverk varnargarðsins að vernda land og gróður gegn ágangi flóðavatns og hafi
Umhverfisstofnun ekki talið þörf á því að gera athugasemdir við fyrirhugaðar
framkvæmdir. Stefnda hafi því verið rétt og skylt að veita framkvæmdaleyfi í
ljósi aðstæðna. Ítrekar stefndi að
frávik frá fyrri garði hafi verið minniháttar og kveður með öllu ósannað að þau
hafi þau áhrif á rennsli eða farvegi Markarfljóts sem á sé byggt í málinu af
hálfu stefnenda, sbr. og hér að framan.
4. Vatnalög nr. 15/1923 hafi ekki verið brotin
Stefndi vísar til þess að
þar sem um hafi verið að ræða aðgerð sem teljist til varna gegn landbroti falli
hún undir ákvæði laga nr. 91/2002, um varnir gegn landbroti, sem teljist sérlög
(lex specialis) að þessu leyti og gangi framar ákvæðum annarra laga að því er
slíka framkvæmd varði. Ákvæði vatnalaga nr. 15/1923 víki því fyrir sérákvæðum
laga nr. 91/2002, sem auk þess séu nýrri lög, en sérstaklega bendir stefndi á
að ákvæði 2. mgr. 7. gr. laga nr. 15/1923 geri beinlínis ráð fyrir því að
breyta megi rennsli vatnfalls ef „sérstök heimild eða lagaleyfi [er] til þess“,
sem ljóslega sé í lögum nr. 91/2002.
5. Leyfisveiting í samræmi við lög nr. 91/2002
5.1. Samráð við
landeigendur
Stefndi hafnar því að
ekki hafi verið haft viðeigandi samráð við landeigendur, þ.e. stefnendur, í
tengslum við veitingu umrædds framkvæmdaleyfis. Í 1. mgr. 6. gr. laganna sé
kveðið á um að hafa skuli samráð við eiganda lands sem fyrirhleðslu sé ætlað að
verja. Ljóst sé af gögnum málsins að margvíslegt samráð hafi verið haft við
landeigendur í Fljótshlíð auk þess sem ljóst sé að sá hópur sem hafi látið sig
málið varða hafi komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Bendir stefndi t.a.m. á
kynningarfund sem hafi verið haldinn 26. ágúst 2010. Sé því ljóst að umrætt
skilyrði um samráð hafi verið uppfyllt. Hér beri þó einnig að líta til þess að
svæði það sem næst garðinum liggi, svonefndur Grasagarður, sé í eigu stefnda
sjálfs.
5.2. Veiting leyfisins
til réttra aðila
Samkvæmt 3. mgr. 4. gr.
laga nr. 91/2002 teljist Landgræðsla ríkisins ávallt framkvæmdaaðili þegar
unnið sé að fyrirhleðslum samkvæmt lögunum. Í 7. gr. laganna sé kveðið á um að
ef fyrirhugaðar eru umfangsmiklar framkvæmdir skuli Vegagerðin hafa umsjón með
verkfræðilegum undirbúningi og framkvæmdum. Umsjónaraðili verksins hafi leitað
framkvæmdaleyfis hjá stefnda Rangárþingi eystra f.h. beggja aðila,
Vegagerðarinnar og Landgræðslu ríkisins og hafi framkvæmdaleyfið verið veitt
báðum aðilum. Sé þessi málsástæða stefnenda því haldlaus með öllu.
5.3. Tilkynning til
veiðifélags og Fiskistofu
Í 1. mgr. 6. gr. laga nr.
91/2002 sé kveðið á um að ef framkvæmd kann að hafa áhrif á veiði eða fiskirækt
skuli tilkynna það stjórn viðkomandi veiðifélags. Af hálfu stefnda Rangárþings
eystra sé ekki fallist á sjónarmið stefnenda um ógildingu framkvæmdaleyfis af
þessu tilefni. Aðdragandi veitingar leyfisins hafi verið að forða frekara tjóni
en þegar hafi verið fyrirsjáanlegt eftir að fyrri garður hafi skyndilega
stórskemmst. Hafi verið talin almannahætta til staðar ef ekki yrði að gert.
Framkvæmdinni hafi því ekki verið ætlað að hafa áhrif á veiði eða fiskirækt í
skilningi 1. mgr. 6. gr. laganna, þ.e. að aukið yrði við slíka hættu miðað við
það ástand sem þegar hafi verið. Hafi því ekki borið sérstaka skyldu til að
tilkynna hana til veiðifélags. Beri
jafnframt að hafa í huga að hagsmunaaðilar hafi á fundi 19. sept. 2010 talið
„gríðarlega mikilvægt að ...framkvæmdum við lagfæringu/breytingu garðsins við
Þórólfsfell [yrði] haldið áfram strax“, í samræmi við kynningarfund 26. ágúst
sama ár. Sé fráleitt að hagsmunir sem tengist veiðifélagi hafi getað leitt til
annarrar niðurstöðu á umræddum tíma. Verði framkvæmdaleyfi því fráleitt ógilt
af þessum ástæðum. Eigi sama við um tilvísun stefnenda til ákvæða laga um lax-
og silungsveiði, nr. 61/2006.
6. Andmælaréttur virtur
Stefndi hafnar því að
ekki hafi verið gætt að viðeigandi andmælarétti stefnenda, eða landeigenda í
Fljótshlíð, sem málið hafi varðað. Áréttar stefndi aðdraganda að útgáfu
framkvæmdaleyfisins og að um hafi verið að ræða endurnýjun varnargarðs sem hafi
orðið fyrir tjóni. Hafi legið fyrir að ef ekkert yrði að gert væri stórfelld
almannahætta fyrir hendi og umtalsverð landspjöll fyrirsjáanleg. Ljóst hafi
verið að garðurinn sem slíkur drægi verulega úr þeirri hættu. Samráð hafi verið
haft við hagsmunaaðila og ljóst að þeir hafi komið sjónarmiðum sínum á framfæri
áður en framkvæmdaleyfið var samþykkt 19. september 2010. Vísar stefndi til
fundargerðar samráðsfundar sem m.a. fulltrúar sveitarstjórnar og landeigenda,
stefnenda, hafi sótt. Skýrlega verði ráðið af gögnum að öll sjónarmið þau sem
teflt sé fram í dómsmáli þessu hafi komið fram og legið fyrir þegar umrædd
ákvörðun var tekin. Þegar af þessum ástæðum sé ljóst að útgefið framkvæmdaleyfi
teljist því ekki ógilt á grundvelli þessarar málsástæðu stefnenda.
7. Rannsóknarskylda virt
Með sömu rökum og stefndi
vísar til að því er varðar andmælarétt hafnar hann því einnig að stefndi hafi
ekki sinnt viðeigandi rannsóknarskyldu. Þvert á móti sé ljóst að sveitarstjórn
hafi verið upplýst um afstöðu landeigenda til legu umrædds varnargarðs. Engin
sjónarmið hafi komið fram í málinu sem ekki hafi legið fyrir við undirbúning
veitingar framkvæmdaleyfisins. Ljóst sé að skv. lögum nr. 91/2002 sé það
meðstefnda Landgræðsla ríkisins sem teljist framkvæmdaraðili en Vegagerðin beri
ábyrgð á verkfræðilegum undirbúningi og framkvæmdinni sem slíkri. Að teknu
tilliti til aðdraganda framkvæmdarinnar, þeirrar almannahættu sem talin hafi
verið fyrir hendi, athugasemda landeigenda sem þegar hafi legið fyrir og
samráðsfundar sem haldinn hafi verið, hafi verið ljóst að öll meginsjónarmið
hafi legið þegar fyrir er framkvæmdaleyfið var veitt. Við slíkar aðstæður hafi
tilvísun til rannsóknarskyldu ekki þýðingu.
8. Meðalhófs gætt
Stefndi hafnar því að
ekki hafi verið gætt að viðurkenndum meðalhófsreglum við töku ákvörðunar um
veitingu framkvæmdaleyfisins og vísar um það til framangreindra sjónarmiða um
aðdraganda leyfisveitingarinnar. Þá bendir stefndi sérstaklega á að í umræddu
framkvæmdaleyfi hafi verið tekið fram að framkvæmdaraðilar, meðstefndu, tækju
tillit „til óska sveitarstjórnar um að lager af aukaefni [yrði] til staðar ef
til þess [kæmi] að lengja [þyrfti] garðinn eða setja á hann frákasts-legg“.
Vísar stefndi hér til bókunar sveitarstjórnar á aukafundi 19. september 2010,
þar sem leyfið hafi verið bundið því skilyrði að skilið yrði eftir viðbótarefni
í viðbótarrana „ef reyndin yrði sú að þörf væri á frekari viðbótum við hann“. Í
því sambandi hafi einnig verið vísað til
mikilvægis þess að varnargarðakerfi við Markarfljót væri þannig upp byggt að
„fljótið renni því sem næst í miðjum farvegi en brjóti ekki land beggja megin“.
Sé því alfarið hafnað að sveitarstjórn
hafi ekki gætt að viðeigandi meðalhófi í ákvörðunartöku sinni í umrætt sinn. Þá
ítrekar stefndi að hann fallist ekki á það, sbr. nánar málatilbúnað og
forsendur meðstefndu, að endanleg gerð varnargarðsins á árinu 2010 hafi verið
líkleg til að hafa áhrif á rennsli Markarfljóts vestan við garðinn, enda ráðist
það rennsli af náttúrulegum breytingum á vatnsfallinu en ekki af minniháttar
breytingum á fyrirkomulagi garðsins. Svo hafi og verið í gegnum tíðina.
9. Önnur stjórnsýslusjónarmið
Stefndi hafnar því að
brotið hafi verið gegn ólögfestum sjónarmiðum stjórnsýsluréttarins, lögmætis-
eða réttmætisreglum. Stefndi kveður sjónarmið stefnenda um þetta að meginstefnu
vera studd sömu sjónarmiðum og lýst hafi verið hér að framan. Ítrekar stefndi
mótmæli sín við þeim, en að öðru leyti kveður stefndi þessi sjónarmið stefnenda
vanreifuð. Af hálfu stefnda er á því byggt að reglum stjórnsýsluréttar hafi
verið framfylgt með viðeigandi hætti. Byggir stefndi á því að skipulagsnefnd
stefnda hafi talið varnargarðinn gegna mikilvægu hlutverki á Markarfljótsaurum.
Þá hafi legið fyrir að enn gæti verið hætta á flóðum úr Eyjafjallajökli og því
hafi verið talið mikilvægt, með tilliti til almannahagsmuna, að veita
framkvæmdaleyfi til viðgerðar og enduruppbyggingar varnargarðsins við
Þórólfsfell og hafi landeigendur verið fyllilega sammála því að nauðsynlegt
væri að hefja framkvæmdir tafarlaust. Hvorki verði auk þess séð að landeigendur
hafi gert reka að því að fá ofangreindu framkvæmdaleyfi hnekkt né framkvæmdir
stöðvaðar á sínum tíma, þvert á móti hafi þeir talið mikilvægt að framkvæmdir
hæfust þegar í stað.
10. Stjórnarskrárbundinn réttur virtur
Stefndi vísar til þess
sem áður hefur komið fram af hans hálfu hér að framan og mótmælir málsástæðum
stefnenda með öllu. Beri í þessu efni sérstaklega að hafa í huga að þegar
meðstefndu hafi sótt um framkvæmdaleyfi hafi fyrri varnargarður verið farinn
forgörðum. Hafi verið ljóst að ef ekkert yrði að gert væri umtalsverð hætta á
frekara tjóni, m.a. á hagsmunum stefnenda. Ósannað sé annað en að gerð
varnargarðsins sem slíks hafi tekið mið af ofangreindu. Sé því ljóst að gerð
hans geti ekki hafa skaðað stjórnarskrárvarin réttindi stefnenda. Ábyrgð á
fyrirkomulagi garðsins sem slíks og framkvæmd viðgerðarinnar hafi samkvæmt
lögum nr. 91/2002 legið hjá meðstefndu. Af gögnum málsins megi ráða að við
veitingu leyfisins hafi legið fyrir það mat meðstefndu að aðgerðin væri líkleg
til að halda vatnsflaumi Markarfljóts sem næst miðjum farvegi, til að koma í
veg fyrir meiriháttar landsspjöll beggja megin fljótsins. Að teknu tilliti til
þessara lögmætu sjónarmiða, og fyrirvara sem gerðir hafi verið við
leyfisveitinguna, verði alls ekki fallist á að ákvörðuninni hafi verið ætlað að
skerða eignarrétt stefnenda, eða að hún hafi gert það í raun, nema síður væri.
Stefndi tekur fram að
hann taki undir málatilbúnað og málsástæður meðstefndu, að því marki sem þær
samrýmist málatilbúnaði stefnda.
Um lagarök vísar stefndi
m.a. til ákvæða þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, ákvæða
stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem og meginreglna stjórnsýsluréttar. Málskostnaðarkröfu sína styður stefndi við
ákvæði 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Málsástæður og lagarök stefnda Landgræðslunnar
Stefndi svarar
málsástæðum stefnenda í þeirri röð sem þær kom fyrir í stefnu, en tekur
jafnframt fram að þeim sé öllum mótmælt sem röngum og/eða þýðingarlausum.
Stefndi byggir á því að
framkvæmdaleyfi vegna viðgerða á varnargarði þeim við Þórólfsfell er
stórskemmdist í hamfaraflóði hafi verið lögum samkvæmt. Lagaskilyrði hafi verið
fyrir útgáfu leyfisins og það, og framkvæmdin sjálf því lögmæt.
1. Ekki brotið gegn ákvæðum skipulags-
og byggingarlaga:
Stefndi kveðst ekki
fallast á að þar sem Landgræðslan og Vegagerðin hafi hafið framkvæmdir án þess að framkvæmdaleyfi hafi
verið gefið út hafi byggingarfulltrúa ekki aðeins borið að stöðva framkvæmdir
heldur einnig að gera þeim aðilum skylt að afmá allt jarðrask vegna þeirra
framkvæmda.
Í 2. mgr. 56. gr.
þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 komi fram að ef
byggingarframkvæmd, sem fellur undir IV. kafla laganna, sé hafin án þess að
leyfi sé fengið fyrir henni og hún brýtur í bága við skipulag eða framkvæmd er
hafin með byggingarleyfi sem brýtur í bága við skipulag beri byggingarfulltrúa
að stöðva framkvæmdir tafarlaust og síðan skuli hin ólöglega bygging, eða
byggingarhluti, fjarlægð, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt.
Eins og fram komi í
ákvæðinu taki það einungis til framkvæmda sem hafi fallið undir IV. kafla
laganna. Ákvæði um framkvæmdaleyfi hafi verið í 27. gr. og því í III. kafla
laganna og þegar af þeirri ástæðu eigi 2. mgr. 56. gr. ekki við um 27. gr. Um
framkvæmdir skv. 27. gr. sé hins vegar fjallað í 1. mgr. 56. gr. en þar komi
m.a. fram að sé slík framkvæmd hafin án þess að leyfi sé fengið fyrir henni
geti skipulagsfulltrúi/byggingarfulltrúi stöðvað slíka framkvæmd tafarlaust.
Ekki sé þess getið í ákvæðinu að framkvæmdina skuli fjarlægja.
Þess utan hafi
framkvæmdin ekki brotið í bága við skipulag eins og krafist sé í 2. mgr. 56.
gr. laganna þannig að afmá skuli ummerki hennar.
2. Útgáfa framkvæmdaleyfisins ekki í
andstöðu við gildandi aðalskipulag:
Stefndi mótmælir því sem
röngu að viðgerð á varnargarðinum við Þórólfsfell hafi ekki verið í samræmi við
skipulagsáætlanir. Í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra, 2003-2015, sé
sérstaklega kveðið á um varnargarða við Markarfljót. Um þetta segi í skipulaginu:
„Núverandi varnarvirki vegna
vatnsflóða eru annars vegar við vegi og brýr sunnan jökla og hins vegar til
þess að hindra landbrot af völdum Markarfljóts og beina því eftir núverandi
farvegi til sjávar. Ekki er gerð grein fyrir slíkum varnarvirkjum í aðalskipulagi.“
Á öðrum stað segi:
„Gríðarlega umfangsmikil verkefni
vegna landbrots fallvatna eru í sveitarfélaginu. Þar ber helst að nefna
Markarfljót. Þar hefur verið unnið að fyrirhleðslum í nær heila öld, eingöngu í
byggð, en mikil verkefni eru framundan. Landbrot er verulegt með nær öllum ám
undir Eyjafjöllum og víða miklar gróðurskemmdir ofan og neðan þjóðvegar. Mikið
landbrot er frá Hvanná og Krossá inn í Þórsmörk. Ekki er gerð grein fyrir
varnarvirkjum vegna landbrots í aðalskipulagi og er gerð þeirra heimil þar sem
þeirra er þörf að höfðu samráði við Umhverfisstofnun og með framkvæmdaleyfi
sveitarstjórnar.“
Kveður stefndi að
afmörkun varnarvirkja í aðalskipulagi Rangárþings eystra sé fullnægjandi enda
sé ekki hægt að segja til um það í skipulagi sem gilda skuli í fjölda ára hvaða
varnargarða verði nákvæmlega þörf á því tímabili. Jökulvötn breyti sífellt
farvegi og ógerlegt sé að segja fyrir um náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra
á fallvötn. Nauðsyn hafi verið að bregðast hratt við og lagfæra varnargarðinn
við Þórólfsfell. Því sé mótmælt að nauðsynlegt hafi verið að fara í þungt og
tímafrekt ferli til breytinga á aðalskipulagi fyrst, enda sé eðli fallvatna
þannig að oft gefist ekki tíma til þess ef koma eigi í veg fyrir tjón sem hafi
verið yfirvofandi.
3. Ekki skylt að leita álits
Skipulagsstofnunar.
Stefndi mótmælir því sem
röngu að sveitarstjórn hafi verið óheimilt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrr en
álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum lægi fyrir eða ákvörðun
stofnunarinnar um að framkvæmd væri ekki matsskyld. Framkvæmdin hafi hvorki
verið matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 né heldur
tilkynningarskyld samkvæmt þeim lögum.
Stefndi vísar til þess að
stefnendur byggi á því að viðgerð á varnargarðinum falli undir ákvæði 17.
töluliðar 1. viðauka laganna er fjalli um stíflur og önnur mannvirki eða
breytingar á árfarvegi til að hemja og/eða miðla vatni þar sem 3km² lands eða
meira fara undir vatn eða rúmtak vatns er meira en 10 milljónir m3. Ekkert
bendi hins vegar til að þessum viðmiðunartölum sé náð. Auk þess eigi ákvæðið
ekki við sökum þess að endurgerð Þórólfsfellsgarðsins hafi ekki verið til þess
ætluð að hemja eða miðla vatni umfram það sem áður hafði verið.
Stefndi vísar til þess að
stefnendur byggi á því að framkvæmdin hafi fallið undir 2. viðauka laga nr.
106/2000. Annars vegar e-lið 10. töluliðar þar sem fjallað sé um stíflur og
önnur mannvirki eða breytingar á árfarvegi til að hemja og/eða miðla vatni á
verndarsvæðum. Kveðst stefndi mótmæla þessu enda framkvæmdin hvorki á
verndarsvæði, né til þess fallin að hemja eða miðla vatni umfram það sem áður
hafi verið. Hins vegar a-lið 13. töluliðar en þar undir falli breytingar eða
viðbætur við framkvæmdir skv. 1. eða 2. viðauka sem hafi þegar verið leyfðar,
framkvæmdar eða séu í framkvæmd og kunni að hafa umtalsverð umhverfisáhrif.
Stefndi mótmælir því að ákvæði þetta eigi við.
Þá mótmælir stefndi því
að meintur skortur á mati á umhverfisáhrifum eða álitsumleitan geti leitt til
ógildingar framkvæmdaleyfis. Sé ljóst að allir aðilar hafi haft hag af því að
verkið yrði unnið hratt og vel enda yfirvofandi hætta á frekari flóðum.
Hugleiðingar um meint hlutverk Skipulagsstofnunar geti ekki haft áhrif hér enda
ekkert sem bendi til þess að sú stofnun hefði átt að koma að málinu eða að sú
stofnun hefði talið að um væri að ræða framkvæmd sem væri matsskyld samkvæmt
ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum.
4. Útgáfa framkvæmdaleyfis ekki í bága
við vatnalög
Stefndi mótmælir því að
framkvæmdin hafi breytt rennsli Markarfljóts frá því sem að fornu hafi verið.
Kveðst stefndi mótmæla því að útgáfa framkvæmdaleyfisins hafi brotið gegn
ákvæðum vatnalaga nr. 15/1923 og reglunni um að öll vötn skuli renna sem að
fornu hafa runnið, sbr. 1. mgr. 7. gr. og að óheimilt sé, nema lagaheimild standi
til, að breyta vatnsföllum eða veita vatni af einni fasteign yfir á aðra. Enn
síður standist það að með endurgerð garðsins hafi vatni verið veitt af einni
fasteign yfir á aðra. Annars vegar vegna stærðar og umfangs fljótsins og eðlis
þess að flæmast um í farvegum sínum og hins vegar með vísan til flóðanna í
apríl 2010 sé útilokað að halda því fram að smávægileg breyting á hönnun
varnargarðs hafi orðið til þess að fella það úr sínum forna farvegi. Eins og
áður hafi komið fram sé meint breytt rennsli Markarfljóts mun frekar afleiðing
hamfarahlaups en breyttrar hönnunar umrædds varnargarðs.
Stefndi kveður að viðgerð
á varnargarðinum hafi fremur verið til þess fallin að halda Markarfljóti á
svipuðum stað og áður, þ.e. í sínum „forna farvegi“ m.ö.o. í svipuðum farvegum
og áður, heldur en að fella það í nýjan farveg. Ekkert hafi komið fram um það
að stefnda hafi borið skylda til að endurbyggja varnargarðinn við Þórólfsfell
yfir höfuð, hvað þá að byggja hann nákvæmlega í sömu mynd og fyrir flóðin. Því
sé mótmælt sem röngu að framkvæmdirnar hafi haft í för með sér verulega
breytingu á farvegi Markarfljóts, enda breytingin á varnargarðinum smávægileg í
ljósi ægivalds fljótsins.
Sérstaklega kveðst
stefndi mótmæla því að Markarfljót hafi runnið með sama hætti á greindu svæði í
um 60 ár fyrir flóðin vorið 2010. Eins og sjá megi í gögnum málsins hafi
fljótið oft áður runnið inn í Krika á allra síðustu áratugum með ekki ólíkum
hætti og stefnendur haldi fram að gerst hafi eftir árið 2010. Hafi þetta t.d.
gerst árið 1995 en það sé þá innan 20 ára frá 2010 en við það skuli miða sem
fornan farveg, sbr. 2. mgr. 8 gr. vatnalaga. Verði talið að Markarfljót hafi
ekki runnið á greindu svæði í 60 ár, þrátt fyrir loftmyndir í gögnum málsins,
sé hins vegar jafn ljóst að það sé ekki vegna endurhönnunar
Þórólfsfellsgarðsins heldur væntanlega annarra aðstæðna í náttúrulegri hegðan
Markarfljóts í kjölfar náttúruhamfara. Þessu til stuðnings kveðst stefndi benda
á myndir í gögnum málsins þar sem megi sjá að smám saman hafi Þórólfsfellsgarðurinn
verið lengdur til vesturs og settir á hann straumbeinar. Það hafi ekki verið
fyrr en undir 1990 sem garðurinn hafi verið kominn í endanlegt horf og meint
áhrif hans til landvarna hjá stefnendum því a.m.k. síðri fyrir þann tíma en sá
garður sem nú hafi verið endurhannaður og byggður.
Þá tekur stefndi það
sérstaklega fram að ef talið verði að með lagfæringu varnargarðsins hafi vatni
verið veitt á jarðeignir stefnenda þá byggi stefndi á að það hafi a.m.k. verið
í samræmi við vatnalög. Í 1. tölulið 2. mgr. 7. gr. sé gert ráð fyrir að breyta
megi rennsli vatnsfalla ef sérstök heimild eða lagaleyfi sé til þess. Slíkt
lagaleyfi sé í lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002.
5. Samráð við landeigendur fullnægjandi
Stefndi mótmælir því og
hafnar að ekki hafi verið haft samráð við landeigendur áður en ráðist hafi
verið í framkvæmdir við Þórólfsfellsgarðinn. Liggi fyrir í gögnum málsins að
stefnendur hafi verið upplýstir um málið og þeir komið að sínum ábendingum í
hönnunar- og undirbúningsferli verksins. Hönnun garðsins hafi verið lítillega
breytt í kjölfar ábendinga þeirra í hönnunarferlinu. Þá hafi verið haldnir
fundir um málið. Samráðsskyldan hafi því verið uppfyllt.
Þess utan hafi
Þórólfsfellsgarðinum aldrei verið ætlað að verja lönd stefnenda, til þess sé
hann allt of langt í burtu. Í 1. mgr. 6. gr. segi einungis að samráð skuli hafa
við eigendur/umráðahafa mannvirkja eða lands sem fyrirhleðslu sé ætlað að
verja. Þórólfsfellsgarðinum sé ætlað að verja vegi í innanverðri Fljótshlíð og
síðar einnig Grasagarðinn, en það land sé í eigu sveitarfélagsins og fullt
samráð hafi verið haft við það.
6. Ekki óheimilt að veita Vegagerðinni
framkvæmdaleyfi
Stefndi mótmælir því að
óheimilt hafi verið að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi ásamt Landgræðslunni,
sökum þess að í 3. mgr. 4. gr. laga nr. 91/2002 segi að Landgræðsla ríkisins
skuli ávallt vera framkvæmdaaðili þegar unnið er að fyrirhleðslum samkvæmt
lögunum.
Í 7. gr. laganna komi
fram að þegar fyrirhugaðar séu umfangsmiklar framkvæmdir við fyrirhleðslur
skuli Vegagerðin hafa umsjón með verkfræðilegum undirbúningi og framkvæmdum í
samráði við Landgræðslu ríkisins. Beinlínis sé gert ráð fyrir því að Vegagerðin
komi að framkvæmdum, sem hafi orðið raunin. Þá komi fram í 2. mgr. 8. gr. að
þegar fyrirhleðslu sé bæði ætlað að verja samgöngu- og/eða veitumannvirki og
land skuli kostnaður við framkvæmdirnar og undirbúning þeirra skiptast milli
Landgræðslunnar og þess aðila sem viðkomandi mannvirki heyri undir. Hafi þannig
verið fullkomlega eðlilegt að framkvæmdaleyfi væri gefið til beggja aðila.
Hvergi sé þess getið í
lögum að óheimilt sé að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi enda sé sú stofnun
bær til þess að eiga réttindi og bera skyldur. Framkvæmdaleyfið hafi verið
veitt Landgræðslu ríkisins, ásamt Vegagerðinni og hafnar stefndi því að þetta
geti valdið ógildingu leyfisins.
7. Lögbundnum tilkynningum sinnt
Stefndi mótmælir því að
nauðsynlegt hafi verið að tilkynna fyrirhugaðar framkvæmdir til stjórnar
viðkomandi veiðifélags sbr. 2. tölulið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 91/2002. Kveður
stefndi einungis áskilið að sú tilkynning eigi sér stað ef framkvæmd kunni að
hafa áhrif á veiði eða fiskrækt. Endurgerð Þórólfsfellsgarðsins eftir flóðin
2010 hafi ekki haft áhrif á veiði eða fiskrækt. Hafi garðurinn haft áhrif megi
ætla að þau hafi verið til góðs og geti það ekki valdið ógildingu
framkvæmdaleyfisins. Þá mótmælir stefndi því að endurgerð garðsins hafi valdið
skaða á veiði í Bleiksá og/eða Þórólfsá, enda engin gögn fram komin um það
atriði.
8. Ekki nauðsynlegt að afla leyfis
Fiskistofu
Stefndi mótmælir því að
áður en ráðist var í framkvæmdir hafi verið nauðsynlegt að afla leyfis
Fiskistofu í samræmi við 1. mgr. 33. gr. laga um lax- og silungsveiði nr.
61/2006, þar sem fram komi að sérhver framkvæmd í eða við veiðivatn, allt að
100 metrum frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd, afkomu fiskistofna,
aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins sé háð leyfi stofnunarinnar.
Framkvæmdin hafi ekki haft áhrif á þá þætti sem nefndir séu í greininni. Hafi
garðurinn haft áhrif megi ætla að þau hafi eingöngu verið til góðs og síst geti
það valdið ógildingu framkvæmdaleyfisins.
Þá kveður stefndi að
næstu málsástæðum í stefnu, þ.e. sem þar séu merktar með númerunum 9-15,
virðist beint að meðstefnda Rangárþingi eystra.
Um lagarök vísar stefndi
m.a. til almennra reglna eignaréttar, meginreglna um eignarráð
fasteignareigenda, vatnalaga nr. 15/1923, lax- og silungsveiðilaga nr. 61/2006,
laga um varnir gegn landbroti nr. 91/2002, laga um mat á umhverfisáhrifum nr.
106/2000, þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, stjórnsýslulaga
nr. 37/1993 og meginreglna stjórnsýsluréttar, sem og almennra reglna
skaðabótaréttar. Þá er af hálfu stefnda vísað til laga um samgöngubætur og
fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts nr. 27/1932, náttúruverndarlaga
nr. 44/1999 sem og er vísað til gildandi aðalskipulags fyrir Rangárþing eystra.
Að því er málskostnaðarkröfu varðar er byggt á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um
meðferð einkamála.
Málsástæður stefnda Vegagerðarinnar
Stefndi
skiptir málsástæðum sínum í almenn atriði og sérstakar málsástæður og verður
þeirri skiptingu haldið hér.
Almenn atriði
Um málsatvik vísar
stefndi til greinargerða meðstefndu, Rangárþings-Eystra, og Landgræðslunnar til
fyllingar eftirfarandi umfjöllun.
Hlutverk
varnargarðsins við Þórólfsfell
Stefndi mótmælir því að
varnargarðurinn við Þórólfsfell hafi varið lönd stefnenda frá því að hann hafi
verið gerður á árinu 1946. Í fyrsta lagi hafi varnargarðurinn ekki verið í
óbreyttri mynd allan þann tíma sbr. loftmyndir sem lagðar hafi verið fram í
málinu. Í annan stað hafi með garðinum ekki tekist á undanförnum árum að varna
því að Markarfljótið renni vestur með Fljótshlíðinni og inn í Krikann við
Háamúlagarð, sem sjáist vel á loftmyndum. Í þriðja lagi bendir stefndi á það að
vegna fjarlægðar geti garðurinn ekki hafa verið til þess fallinn að verja lönd
stefnenda. Til þess þurfi varnir neðar við fljótið nær jörðum stefnenda.
Endurbygging
varnargarðsins við Þórólfsfell
Stefndi kveður það hafa
verið hlutverk sitt og meðstefnda, Landgræðslunnar, að meta hvernig bregðast
ætti við því ástandi sem upp hafi verið komið þegar varnargarðurinn við
Þórólfsfell skemmdist í hamfaraflóði í kjölfar eldsumbrota í Eyjafjallajökli.
Vísar stefndi hér til ákvæða laga nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti, sem og
ákvæða vegalaga nr. 80/2007 varðandi hlutverk stefnda sem veghaldara þjóðvega.
Endurbygging
varnargarðsins við Þórólfsfell hafi verið nauðsynleg aðgerð sem þrýst hafi
verið á um af hálfu landeigenda, sveitarstjórnar og annarra hagsmunaaðila, sbr.
t.d. bréf landeigenda til stefnda, og önnur gögn málsins þar að lútandi. Hafi
verið brýnt að ráðast í framkvæmdir eftir að varnargarðurinn hafi stórskemmst.
Yfirvofandi hafi verið skemmdir á landi og mannvirkjum vegna flóða í
Markarfljóti. Grasagarðurinn, þ.e. gróið land á bak við garðinn sem
Þórólfsfellsgarður hafi varið, hafi getað legið undir skemmdum í vatnavöxtum í
fljótinu. Vegamannvirki hafi verið í hættu. Hafi endurbygging garðsins þannig
verið til þess fallin að verja brýna hagsmuni og fyrirbyggja tjón.
Varnargarðurinn hafi
verið endurbyggður sem næst á sama stað og eldri garður, en megingarðurinn hafi
þó verið endurbyggður innar á farveginum, fjær Fljótshlíðinni, eða til móts við
þar sem tveir af þremur þvergörðum (straumbeinum) eldri garðs hafi endað. Lítilsháttar
tilfærsla sé á legu garðsins en hún fari ekki yfir 50 m. Breytt hönnun með
ávalari lögun sé mögulega talin til þess fallin að fljótið brjóti síður land á
suðurbakkanum. Garðurinn sé einnig a.m.k. jafn vel til þess fallinn með
breyttri hönnun að beina fljótinu frá norðurbakkanum og Fljótshlíðinni.
Varnargarðurinn hafi verið hækkaður um 1 metra og sé því betur til þess fallinn
en áður að verjast flóðum í ánni.
Stefndi vísar til
greinargerðar Guðrúnar Þóru Garðarsdóttur verkfræðings hjá stefnda, þar sem
lýst sé legu garðsins eins og hann hafi verið endurbyggður og forsendum fyrir
hönnun hans.
Hinn forni farvegur
Markarfljóts
Stefndi kveður
málatilbúnað stefnenda byggja á einföldun á því hvert sé eðli og hegðun
jökulfljóta eins og Markarfljóts. Svo virðist sem stefnendur telji að
Markarfljótið hafi runnið með sama hætti um 60 ára skeið. Eins og sjáist á
loftmyndum í málinu flæmist fljótið um og hafi á undanförnum áratugum haft
undir sig stórt svæði. Í raun megi segja að fljótið renni í mörgum farvegum eða
álum og kvíslum.
Hafi Markarfljót neðan
Þórólfsfells á liðnum áratugum breitt úr sér yfir áreyrnar á milli
Merkurbæjanna og Fljótshlíðar. Það sé svigrúmið sem fljótið þurfi og allar
tilraunir til að þrengja að þeim farvegi svo nokkru nemi séu vandkvæðum bundnar.
Fljótið hafi í gegnum tíðina flæmst um eftir því hvar það hafi borið undir sig
framburð hverju sinni. Þegar botn hækki á einum stað vegna framburðar færi
fljótið sig og grafist niður annars staðar. Hluti áreyranna hafi náð að gróa
a.m.k. tímabundið en það þýði ekki að tryggt sé að það ástand haldist.
Árbotninn breytist í sífellu vegna hins mikla framburðar sem áin beri undir
sig. Bendir stefndi á loftmyndir um þau áhrif sem þetta hafi á fljótið sem
flæmist um og sé mjög breytilegt í áranna rás.
Fljótið beri stöðugt
undir sig gríðarlegt magn af aurframburði og aukist framburðurinn vegna mikils
rofmáttar jökulvatnsins. Líklegt sé að milljónir rúmmetra af gosefni hafi
borist með vatni frá Eyjafjallajökli í eldgosinu árið 2010 niður í farveg
Markarfljóts. Þegar fljótið breiði úr sér í farvegi sínum sunnan við
Fljótshlíðina hægi á straumhraða og efni setjist til botns. Árfarvegurinn
breiði úr sér við þessar aðstæður af náttúrulegum ástæðum án tillits til
aðgerða stefndu Vegagerðarinnar og Landgræðslunnar.
Loftmyndir sýni að
varnargarðurinn við Þórólfsfell hafi ekki komið í veg fyrir að fljótið slægi
sér til vesturs með Fljótshlíðinni og rynni inn í Krikann við Háamúlagarð.
Loftmynd frá árinu 1995 sýni að þá hafi nær allt fljótið runnið inn í Krikann
og gróðureyðing þar orðið töluverð. Fyrir liggi að a.m.k. s.l. 20 ár hafi
farvegur Markarfljóts verið meðfram landi Barkarstaða og að ætla megi að
fljótið hafi runnið þar um aldir.
Áhrif endurbyggingar
Þórólfsfellsgarðs á fornan farveg Markarfljóts
Stefndi mótmælir því sem
ósönnuðu og órökstuddu að Markarfljót renni ekki lengur í sínum forna farvegi,
sem og því að endurbygging varnargarðsins við Þórólfsfell hafi fellt
Markarfljótið úr sínum forna farvegi. Stefndi telur ómögulegt að fella
Markarfljót úr fornum farvegi sínum með því einu að gera lítilsháttar breytingu
á hönnun við endurbyggingu varnargarðsins við Þórólfsfell.
Náttúruhamfarir og
áhrif þeirra
Þórólfsfellsgarður hafi
að stórum hluta sópast burt í flóðbylgju bræðsluvatns úr Gígjökli þann 15.
apríl 2010. Svo miklar skemmdir hafi orðið á garðinum að hann hafi ekki lengur
þjónað hlutverki sínu. Gríðarlegt magn framburðar hafi borist niður ána með
bræðsluvatni frá jöklinum. Gosefni hafi einnig borist í þverár og aukið mjög
framburð fljótsins. Þetta geti hafa breytt farvegi fljótsins en ekki liggi
fyrir að fljótið hafi runnið úr sínum forna farvegi. Verði á því byggt að
Markarfljót hafi farið úr fornum farvegi sínum megi rekja það til
náttúruhamfara og náttúrulegra aðstæðna en ekki aðgerða stefnda og meðstefnda
Landgræðslunnar.
Þá
gerir stefndi grein fyrir málsástæðum sínum gagnvart málsástæðum stefnenda eins
og þær eru fram settar í stefnu, en blandar saman málsástæðum gagnvart
endanlegri kröfu stefnenda um ógildingu framkvæmdaleyfisins og
viðurkenningarkröfu um ólögmæti framkvæmdanna svo að ekki verður sundur greint.
Stefndi
byggir kröfu um sýknu einnig á málsástæðum sem fram koma í greinargerðum
meðstefndu að því leyti sem þær eru samrýmanlegar málsástæðum stefnda.
Stefndi byggir á því að
viðgerð og endurbygging varnargarðsins við Þórólfsfell hafi verið nauðsynleg
til varnar vegamannvirkjum og grónu landi en hætta á landbroti hafi verið
yfirvofandi. Framkvæmdin styðjist við gilt framkvæmdaleyfi og sé í samræmi við
gildandi aðalskipulag meðstefnda Rangárþings eystra. Stefndi og meðstefndi,
Landgræðslan, hafi sameiginlega ráðist í framkvæmdir í samræmi við hlutverk
sitt skv. lögum nr. 91/2002 en stefndi hafi auk þess skyldu sem veghaldari
þjóðvega til að varna skemmdum á vegamannvirkjum.
Stefndi
byggir á því að það hafi verið hlutverk stefnda og meðstefnda að meta með hvaða
hætti gera ætti við og endurbyggja varnargarðinn við Þórólfsfell en óumdeilt sé
að það hafi verið nauðsynlegt.
Lítilsháttar breyting á hönnun garðsins hafi byggst á málefnalegum og faglegum
sjónarmiðum. Stefnendur hafi sem landeigendur átt þess kost að koma að sínum
sjónarmiðum á þeim stutta tíma sem gefist hafi til undirbúnings framkvæmda.
Tekið hafi verið tillit til þeirra sjónarmiða en endanleg ákvörðun um hönnun garðsins
hafi hlotið að vera stefnda og meðstefnda.
1. Framkvæmdir í
samræmi við skipulag
Stefndi mótmælir því að
framkvæmdir hafi verið ólögmætar þar sem þær hafi verið í ósamræmi við skipulag
og byggir á því að framkvæmdir hafi verið í samræmi við skipulag og gilt
framkvæmdaleyfi meðstefnda, Rangárþings-eystra. Stefndi vísar til málsástæðna í
greinargerð meðstefnda og gerir þær að sínum.
2. Framkvæmdir í
samræmi við ákvæði vatnalaga nr. 15/1923
Stefndi
mótmælir því sem röngu og ósönnuðu að með framkvæmdum hafi stefndi og
meðstefndi Landgræðslan veitt vatni yfir á aðra fasteign í andstöðu við ákvæði
vatnalaga nr. 15/1923. Málsókn stefnenda sé byggð á misskilningi og hafi
endurbygging Þórólfsfellsgarðs ekki
verið til þess fallin að fella Markarfljót úr sínum forna farvegi og liggi ekki
annað fyrir en að Markarfljót renni í sínum forna farvegi. Hafi fljótið brotist
úr fornum farvegi sínum megi fremur rekja það til náttúrulegra aðstæðna en
endurbyggingar varnargarðsins við Þórólfsfell.
Stefndi
og meðstefndi Landgræðslan hafi haft fulla heimild til þess að gera við og
endurbyggja varnargarðinn við Þórólfsfell, enda sé það hlutverk þessara
stofnana að meta með hvað hætti bregðast eigi við landbroti og hættu á
vegskemmdum vegna ágangs Markarfljóts. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 91/2002 um
varnir gegn landbroti sé það tilgangur laganna að draga úr eða koma í veg fyrir
landbrot eða annað tjón á landi og mannvirkjum. Samkvæmt 3. gr. laganna fari
Landgræðslan með yfirstjórn mála skv. lögunum en Vegagerðin fari með verkfræðilega
umsjón þegar um stærri framkvæmdir er að ræða skv. 7. gr. laganna.
Stefndi
mótmælir því að endurbygging varnargarðsins við Þórólfsfell hafi brotið í bága
við ákvæði vatnalaga. Vísar stefndi til 2. mgr. 7. gr. laganna sem geri ráð
fyrir því að heimilt sé með sérstöku leyfi eða lagaheimild að reisa mannvirki í
vatni, m.a. varnargarða, en ákvæði laga nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti
feli stefnda og meðstefnda Landgræðslunni að vinna að vörnum gegn landbroti með
mannvirkjagerð í og við vötn. Heimild til byggingar garðsins byggi á hlutverki
stofnananna skv. umræddum lögum. Þá sé stefndi veghaldari þjóðvega samkvæmt 1.
mgr. 13. gr. vegalaga nr. 80/2007 og hafi sem slíkur heimild til hvers konar
mannvirkjagerðar sem nauðsynleg sé til varnar vegamannvirkjum og til að tryggja
varanleika þeirra. Ekki sé það umdeilt í málinu að brýna nauðsyn hafi borið til
að ráðast í viðgerð og endurbyggingu varnargarðsins við Þórólfsfell sem bæði sé
ætlað að verja gróið land, Grasagarðinn, og vegamannvirki í Fljótshlíð og á verksviði
stefnda og meðstefnda að annast það verk.
Umræddur
varnargarður við Þórólfsfell hafi verið endurbyggður á sem næst sama stað með
tilfærslu að hámarki um 50 m. Breytt hönnun hafi einungis falist í því að gera
garðinn ávalari og sleppa þvergörðum, eða straumbeinum, sem hafi verið á eldri
garði. Megingarðurinn hafi verið færður sunnar og því ekki síður til þess
fallinn að bægja fljótinu frá landi og vegamannvirkjum Fljótshlíðarmegin. Engin
rök standi til þess að með endurbyggingu garðsins með breyttri hönnun hafi
Markarfljóti verið veitt á lönd stefnenda.
3. Leyfi Orkustofnunar
til framkvæmda ekki til staðar
Stefndi
kveður 75. gr. laga nr. 15/1923 um skyldu til að afla leyfis Orkustofnunar áður
en gengið er til framkvæmda skv. 1. mgr. greinarinnar, ekki hafa kveðið á um
skyldu til að afla leyfis Orkustofnunar á þeim tíma sem garðurinn var
endurbyggður. Ekki hafi verið unnt að sækja um leyfi til Orkustofnunar vegna
framkvæmdanna enda engin lagaskylda til þess.
4. Ákvæðum laga nr.
91/2002 í hvívetna fylgt við framkvæmdir
Stefndi
mótmælir því að samráðsskylda hafi verið til staðar gagnvart stefnendum eða
viðkomandi veiðifélagi, sbr. 6. gr. laga um varnir gegn landbroti nr. 91/2002.
Þórólfsfellsgarðinum
hafi verið ætlað að verja gróið land sem sé bak við garðinn, þ.e.
“Grasagarðinn”, og nálæg vegamannvirki. Varnargarðurinn standi á landi
meðstefnda Rangárþings-Eystra og verji land þess. Áhrifasvæði garðsins nái ekki
svo langt niður eftir fljótinu að hann geti varið lönd stefnenda. Aðrir garðar
séu til þess sem séu neðar við fljótið og megi þar nefna Barkarstaðagarðinn og
Háamúlagarðinn. Stefnendur hafi því ekki átt rétt á sérstöku samráði vegna
framkvæmda. Viðgerð og endurbygging varnargarðsins hafi ekki verið til þess
fallin að hafa áhrif á veiði og því hafi engin þörf verið á samráði við
veiðifélagið.
Hvað
sem öðru líður hafi stefndi og meðstefndi Landgræðslan haft samráð við
landeigendur við undirbúning að gerð garðsins. Áform um breytta hönnun hafi
verið kynnt landeigendum og hagsmunaaðilum og brugðist við athugasemdum þeirra.
Samráð hafi verið haft við landeigendur á svæðinu í aðdraganda framkvæmda og
hugmyndir að breytingum á garðinum hafi verið kynntar strax í upphafi
undirbúningsvinnu og haldnir samráðsfundir.
Með
tölvubréfi þann 5. maí 2010 hafi Vegagerðinni verið greint frá áhyggjum bænda
og landeigenda innstu jarða í Fljótshlíð vegna yfirstandandi hamfara. Með bréfi
dags. 12. maí 2010 til fulltrúa landeigenda hafi meðstefndi Landgræðslan boðið
landeigendum til viðræðna um endurhönnun á legu Þórólfsfellsgarðs og aðrar
aðgerðir. Þann 28. maí 2010 hafi verið haldinn fundur í samráðshópi stefndu,
Landgræðslunnar, almannavarna, sveitarstjórnar o.fl. Þann 14. júní sama ár
hafi, í Gunnarsholti, verið haldinn samráðsfundur stefnda og meðstefndu, sýslumanns
og fulltrúa landeigenda í Fljótshlíð þar sem fjallað hafi verið um
Þórólfsfellsgarð. Einnig hafi verið haldinn fundur með landeigendum þann 11.
ágúst á skrifstofu Rangárþings eystra.
Hafi
afstaða landeigenda til málsins legið fyrir í öllum meginatriðum við vinnslu
tillagna um breytta hönnun við endurbyggingu Þórólfsfellsgarðs og töku
ákvarðana um breytta hönnun endurbyggingar garðsins. Hafi verið tekið tillit
til framkominna athugasemda og lega megingarðsins færð sunnar og frá
Fljótshlíðinni en upphaflegar hugmyndir hafi gert ráð fyrir.
Ákvarðanir
og aðgerðir stefndu hafi verið réttmætar og í samræmi við það markmið að verja
land fyrir ágangi Markarfljóts og stuðla að því að fljótinu verði beint frá
Fljótshlíðinni og mannvirkjum sem ætlunin hafi verið að verja. Það hafi verið á
forræði stefnda og meðstefnda að meta hvaða aðgerðir hentuðu best í ljósi
fenginnar reynslu og að málefnaleg rök hafi staðið til breytinga á hönnun
garðsins.
Samráð
við viðkomandi veiðifélag hafi ekki verið nauðsynlegt þar sem endurbygging
Þórólfsfellsgarðs hafi ekki verið til þess fallin að hafa áhrif á veiði eða
fiskirækt.
Stefndi
mótmælir því sem röngu að hann hafi annast framkvæmdir án lagaheimildar og
farið út fyrir verksvið sitt, sbr. það sem áður segi um hlutverk og verksvið
stefnda varðandi nauðsynlegar varnir gegn hættu á vegskemmdum af völdum
vatnavaxta. Stefndi byggir á því að hann sé veghaldari þjóðvega skv. þágildandi
ákvæðum 5. gr. vegalaga nr. 80/2007 og hafi samkvæmt þeim heimild og beri
skylda til að grípa til aðgerða til varnar vegamannvirkjum sem teljist til
þjóðvega. Vegurinn inn Fljótshlíð sé í tölu þjóðvega, Fljótshlíðarvegur (261)
og Emstruleið (F261).
Stefndi
vísar jafnframt til þess að skv. 7. gr. laga nr. 91/2002 um varnir gegn
landbroti skuli stefndi annast verkfræðilegan undirbúning og framkvæmdir við
meiriháttar fyrirhleðslur í samráði við meðstefnda Landgræðsluna. Stefnda hafi
því verið heimilt að annast umrædda framkvæmd í samstarfi við meðstefnda.
Varnargarðurinn við Þórólfsfell sé í sameiginlegri umsjá Landgræðslunnar og
Vegagerðarinnar þar sem garðurinn verji bæði gróið land og vegamannvirki.
Kostnaði af gerð og viðhaldi hans sé skipt á milli stofnananna.
5. Leyfis Fiskistofu
ekki aflað
Stefndi byggir á því að
umrædd framkvæmd hafi ekki verið til þess fallin að hafa áhrif á lífríki
Markarfljóts og því hafi ekki verið þörf á leyfi Fiskistofu fyrir framkvæmdum,
en samkvæmt 1. mgr. 33. gr. laga nr. 61/2006 skuli leita leyfis Fiskistofu
þegar um framkvæmd er að ræða í eða við veiðivatn, innan 100 m frá bakka, sem
haft geti áhrif á fiskgengd, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiði eða hafi á
annan hátt áhrif á lífríki þess. Stefndi kveður stefnendur í engu skýra á engan
hátt hvernig þeir telji endurbyggingu varnargarðs við Þórólfsfell hafa haft eða
verið til þess fallna að hafa þau áhrif sem greinir í umræddu ákvæði. Kveðst
stefndi því hafna þessari málsástæðu stefnenda.
6. Staðhæfing
stefnenda að lögbundinn andmælaréttur hafi ekki verið virtur
Stefndi
kveðst byggja á því að stefnendur hafi ekki átt andmælarétt á grundvelli ákvæða
stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vegna umræddra framkvæmda.
Við undirbúning
framkvæmda hafi verið gætt samráðs og sjónarmið landeigenda komið fram í málinu
eins og að framan hafi verið rakið. Andmæli stefnenda hafi því legið fyrir
þegar lokið hafi verið við hönnun á endurbyggingu garðsins og ráðist í
framkvæmdir.
Þá hafi legu garðsins
hafi ekki verið breytt til óhagræðis fyrir stefnendur, a.m.k. liggi ekkert
fyrir um það að garðurinn í núverandi mynd sé á neinn hátt íþyngjandi fyrir
stefnendur. Ekkert bendi til að garðurinn verji land Fljótshlíðarmegin síður en
áður. Breyting á hönnun garðsins hafi ekki áhrif á varnir lands stefnenda sem
eigi land fjarri garðinum og öðrum varnargörðum sé ætlað að verja land þeirra.
7. Ekki brotið gegn
rannsóknarskyldu
Stefndi
kveðst byggja á því að ekki hafi hvílt á honum rannsóknarskylda skv.
stjórnsýslulögum nr. 37/1993 við byggingu umrædds garðs og málsástæða stefnenda
því þýðingarlaus hvað varði lögmæti framkvæmda.
Þá
kveður stefndi að vandað hafi verið til hönnunar og gerðar garðsins eins og
unnt hafi verið miðað við skamman tíma sem talinn hafi verið til stefnu en
brýnt hafi verið að bregðast skjótt við þeim skemmdum sem orðið hafi á garðinum
til að forða frekara tjóni. Hafi mjög verið þrýst á um það af hálfu landeigenda
á svæðinu, sveitarstjórnar meðstefnda og almannavarna að gripið yrði til
aðgerða til varnar ágangi Markarfljóts sem allra fyrst.
Þá
vísar stefndi jafnframt til þess að endurbygging garðsins á því sem næst sama
stað með minniháttar breytingum á hönnun hans hafi fyrirsjáanlega ekki verið
til þess fallin að breyta farvegi Markarfljóts svo neinu næmi. Í ljósi þess að
minniháttar breytingar hafi verið gerðar á hönnun garðsins hafi ekki verið
tilefni til að fram færi frekari skoðun á forsendum fyrir hönnun garðsins og
áhrifum hans á farveg Markarfljóts.
8. Ekki brotið gegn
meðalhófsreglu
Stefndi
mótmælir því að meðalhófsregla 12. gr. stjórnsýslulaga eigi við um framkvæmdir
stefnda og meðstefnda. Stefndi kveðst mótmæla málsástæðu stefnenda um þetta sem
þýðingarlausri hvað varðar lögmæti framkvæmda stefnda.
Þá
bendir stefndi á að ekki hafi nægt að lagfæra garðinn þar sem stórum hluta
garðsins hafi skolað burtu í flóðinu. Það sem eftir hafi verið af garðinum yrði
ekki lagfært ef ná ætti fram einhverri vörn fyrir gróið land og vegamannvirki
sem garðinum hafi verið ætlað að verja. Óhjákvæmilegt hafi verið að endurbyggja
garðinn.
Stefndi
kveður stefnendur byggja á að stefndi og meðstefndi Landgræðslan “könnuðu í
engu hvort unnt væri að ná því markmiði sem að var stefnt með vægari aðgerðum”.
Ekki sé skýrt hvað átt sé við með “vægari aðgerðum” og því sé þessi málsástæða
stefnenda þýðingarlaus vegna óskýrleika. Kveður stefndi að endurbygging
Þórólfsfellsgarðsins með breyttri hönnun hafi ekki falið í sér íþyngjandi
aðgerð gagnvart stefnendum og hafi breytt hönnun garðsins ekki verið til þess
fallin að valda stefnendum tjóni. Ekkert liggi fyrir sem styðji fullyrðingar
stefnenda um það.
9. Meginreglum
stjórnsýsluréttarins fylgt
Stefndi
kveður stefnendur halda því fram að stefndi og meðstefndi Landgræðslan hafi
farið gegn lögmætisreglu og réttmætisreglu stjórnsýsluréttar við framkvæmd
endurbyggingar Þórólfsfellsgarðs. Vegna þessa kveðst stefndi vísa til
framangreindrar umfjöllunar sinnar þar sem rakið sé að bæði stefndi og
meðstefndi hafi það hlutverk að lögum að vinna að vörnum gegn landbroti.
Stefndi hafi það hlutverk að tryggja öryggi og viðhald vegamannvirkja sem séu
hluti þjóðvegakerfisins. Umrædd framkvæmd hafi verið liður í því að verja land
og vegamannvirki fyrir ágangi Markarfljóts.
Þá
vísar stefndi til þess að stefnendur byggi á því að málefnalegar ástæður hafi
ekki legið því til grundvallar að breyta legu Þórólfsfellsgarðsins. Vegna þess
byggir stefndi á því að við endurbyggingu garðsins hafi legu hans verið breytt
lítillega og þá með þeim hætti að færa megin garðinn lengra inn á farveg
Markarfljóts og fjær Fljótshlíð. Auk þess hafi garðurinn verið hannaður án
þvergarða eða straumbeina en mat stefnda og meðstefnda Landgræðslunnar sé að sú
hönnun sé ekki síður til þess fallin að verja land og vegamannvirki
Fljótshlíðarmegin við Markarfljót heldur en eldri garður. Hins vegar sé talið
að breytt hönnun garðsins leiði til þess að hann standist fremur ágang
fljótsins og verði auðveldari í viðhaldi. Stefndi kveður þessi sjónarmið
fyllilega lögmæt og málefnaleg.
Stefndi
kveður að markmið með endurbyggingu Þórólfsfellsgarðs hafi verið að verja land
og vegamannvirki Fljótshlíðarmegin við Markarfljót, sem eldri garður hafi áður
varið. Þar sé um að ræða gróið land á bak við garðinn, “Grasagarðurinn”, og
þjóðveginn inn með Fljótshlíðinni. Stefndi bendir á að garðurinn sé
endurbyggður um það bil 1 metra hærri en eldri garður. Sé garðurinn byggður
innar í farveginum og fjær hinu gróna landi og vegamannvirkjum. Veiti þetta
ákveðnar líkur fyrir því að garðurinn muni verja land og vegamannvirki a.m.k.
jafn vel og eldri garður en það hafi verið markmiðið með framkvæmdum. Ekki sé
komin næg reynsla á það hvort garðurinn muni standast betur ágang Markarfljóts og
hlaup í ánni en tíminn verði að leiða það í ljós.
10. Framkvæmdir á
engan hátt skert stjórnarskrárvarin eignarréttindi stefnenda
Stefndi
mótmælir því að hann og meðstefndi Landgræðslan hafi skert stjórnarskrárvarin
eignarréttindi stefnenda með endurbyggingu Þórólfsfellsgarðs. Bendir stefndi á
að garðurinn sé í landi meðstefnda Rangárþings eystra og hafi honum aldrei
verið ætlað að verja land stefnenda sem liggi fjarri garðinum og áhrifasvæði
hans. Aðrir varnargarðar hafi það hlutverk að leitast við að verja land
stefnenda. Þá bendi ekkert til þess að endurbygging Þórólfsfellsgarðs hafi haft
þau áhrif á land stefnenda að geti jafngilt eignarnámi eða bótaskyldum
eignarskerðingum.
Stefndi
kveður stefnendur byggja á því að Markarfljót hafi flætt yfir land þeirra sökum
hinnar nýju staðsetningar varnargarðsins við Þórólfsfell. Vísar stefndi til
fyrri umfjöllunar um þetta atriði og mótmælir staðhæfingum stefnenda um þetta
sem ósönnuðum og órökstuddum. Kveður stefndi að gögn málsins og þekktar
staðreyndir um aðstæður í farvegi Markarfljóts styðji ekki þessar staðhæfingar.
Landbrot sé þekkt og hafi verið viðvarandi í Fljótshlíð um aldir og ekki orðið
lát þar á eftir byggingu Þórólfsfellsgarðs. Hafi landbrot skyndilega aukist
umfram það sem verið hafi séu náttúrulegar aðstæður mun líklegri skýring en
endurbygging varnargarðsins við Þórólfsfell.
Stefndi
kveður stefnendur ekki hafa leitt að því líkur að hin breytta hönnun
varnargarðsins við Þórólfsfell hafi haft áhrif langt niður eftir fljótinu og
leitt til þess að Markarfljót hafi flætt yfir lönd þeirra fremur en verið hafi
undanfarna áratugi. Ekki sé reynt að lýsa því í stefnu hvaða land stefnendur
telji fljótið brjóta í dag sem ekki hafi áður sætt ágangi fljótsins. Stefndi
vísar til loftmynda í málinu sem sýni að Markarfljót hafi flæmst niður með
Fljótshlíðinni allt niður í Krikann við Háamúlagarð á undanförnum áratugum
þannig að ef um landbrot sé að ræða á því svæði á landi stefnenda sé ekki unnt
að rekja það til endurbyggingar á Þórólfsfellsgarði árið 2010.
Stefndi
ítrekar að ekkert liggi fyrir um að eignarnám eða bótaskyld skerðing
eignarréttinda hafi orðið við endurbyggingu Þórólfsfellsgarðs árið 2010 og
mótmælir því að bótaákvæði laga um landbrot nr. 91/2002, lax- og silungsveiði
nr. 61/2006, vatnalaga nr. 15/1923 o.fl. sem vitnað sé til í stefnu eigi við í
málinu.
11. Brýnir
almannahagsmunir hafi legið til grundvallar viðgerð og endurbyggingu
varnargarðsins sem verji land og vegamannvirki
Stefndi
kveðst mótmæla sem röngum og þýðingarlausum staðhæfingum stefnenda um að þeir
hafi orðið fyrir bótalausri eignaskerðingu vegna endurbyggingar varnargarðsins.
Stefndi
byggir á því að endurbygging Þórólfsfellsgarðsins hafi verið í þágu varna gegn
landbroti og til þess fallin að verja þjóðvegamannvirki. Hvort tveggja teljist
til mikilvægra almannahagsmuna. Með breyttri hönnun garðsins hafi verið leitast
við að styrkja varnir gegn landbroti. Það hafi verið gert með hækkun garðsins
um ca. 1 metra, með færslu út í farveginn og með því að gera garðinn ávalari og
þannig betur til þess fallinn að standast ágang fljótsins.
Kveðst
stefndi vísa til fyrri umfjöllunar varðandi brýna nauðsyn sem talin hafi verið
á því að ráðast í framkvæmdirnar. Hefðu stefndi og meðstefndi Landgræðslan ekki
ráðist í viðgerð og endurbyggingu varnargarðsins hefði verið hætta á að gróið
land og þjóðvegamannvirki yrðu fyrir skemmdum.
Þá
kveðst stefndi mótmæla því sem röngu og ósönnuðu að framkvæmdir stefnda og
meðstefnda Landgræðslunnar hafi haft í för með sér landmissi eða aðrar
eignaskerðingar fyrir stefnendur.
12. Ekkert tilefni til
þess að gæta almennra og formlegra eignarnámsreglna
Stefndi
mótmælir því að um eignarnám eða bótaskylda eignaskerðingu hafi verið að ræða
gagnvart stefnendum. Þegar af þeirri ástæðu kveðst stefndi mótmæla því sem
röngu og þýðingarlausu með öllu að stefnda og meðstefnda Landgræðslunni hafi
láðst að taka formlega ákvörðun um eignaskerðingu og fylgja þeim reglum sem um
slíkar ákvarðanir gilda. Engin slík eignaskerðing liggi fyrir gagnvart
stefnendum.
Til
stuðnings kröfum stefnda um málskostnað vísar hann til 129. og 130. gr. laga
nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Forsendur og niðurstaða
Stefnendur
vísa til þess að skylt hafi verið að afmá allt jarðrask vegna framkvæmda sem
gerðar voru áður en framkvæmdaleyfi var fengið. Þar sem það hafi ekki verið
gert hafi verið óheimilt að gefa út leyfi fyrir framkvæmdunum. Vísa stefnendur
hér til 2. mgr. 56. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Í tilvitnaðri 2. mgr. 56.
gr. nefndra laga sagði að „Ef
byggingarframkvæmd, sem fellur undir IV. kafla laga þessara, er hafin án þess
að leyfi sé fengið fyrir henni og hún brýtur í bága við skipulag eða framkvæmd
er hafin með byggingarleyfi sem brýtur í bága við skipulag ber
byggingarfulltrúa að stöðva framkvæmdir tafarlaust og síðan skal hin ólöglega
bygging, eða byggingarhluti, fjarlægð, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt.“ Umræddur IV. kafli laganna hafði fyrirsögnina
„Mannvirki“, en í 1. mgr. 36. gr. laganna, sem var upphafsákvæði kaflans, sagði
að ákærði kaflans tækju til hvers konar bygginga ofan jarðar og neðan. Í
lögunum var að vísu ekki skilgreint hugtakið „bygging“, en allt að einu liggur
ekki fyrir og hafa stefnendur ekki sýnt fram á að umrædd framkvæmd hafi fallið
undir nefndan IV. kafla laganna. Verður því ekki séð að samkvæmt umræddu ákvæði
hafi borið að afmá allt jarðrask eftir að framkvæmdir voru stöðvaðar og getur
þá þessi málsástæða stefnenda ekki orðið til þess að fella beri úr gildi hið
umþrætta framkvæmdaleyfi.
Stefnendur vísa til þess
að útgáfa framkvæmdaleyfis hafi verið í andstöðu við gildandi aðalskipulag. Í
aðalskipulagi stefnda Rangárþings eystra 2003-2015, frá ágústmánuði 2005, segir
að varnarvirki vegna vatnsflóða séu annars vegar sunnan jökla og hins vegar til
að hindra landbrot af völdum Markarfljóts og beina því eftir „núverandi“
farvegi til sjávar. Þá segir að ekki sé gerð grein fyrir slíkum varnarvirkjum í
aðalskipulagi. Segir jafnframt að gerð varnarvirkja vegna landbrots sé heimil
þar sem þeirra sé þörf að höfðu samráði við Umhverfisstofnun og með
framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar. Þegar af þessari ástæðu getur framkvæmdaleyfið
ekki hafa verið í andstöðu við aðalskipulag, en fyrir liggur í málinu að haft
var samráð við Umhverfisstofnun. Verður framkvæmdaleyfið því ekki ógilt á
þessum grundvelli.
Stefnendur byggja á því
að álit Skipulagsstofnunar hafi ekki legið fyrir við útgáfu framkvæmdaleyfis
líkt og áskilið sé í 4. mgr. 27. gr. laga nr. 73/1997, en skv. 1. mgr. 5. gr.
laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum hafi verið skylt að afla slíks
mats. Í síðastnefndu ákvæði segir að framkvæmdir skv. flokki A í 1. viðauka séu
alltaf háðar mati á umhverfisáhrifum. Í 17. tölulið 1. viðauka, eins og hann
var þegar framkvæmdaleyfið var gefið út, var talað um „stíflur og önnur mannvirki eða breytingar á árfarvegi til að hemja
og/eða miðla vatni þar sem 3 km2 lands eða meira fara undir vatn eða rúmtak
vatns er meira en 10 milljónir m3.“ Að mati dómsins hafa stefnendur ekki
sýnt fram á að þetta eigi við um þá framkvæmd sem um ræðir. Bæði er að orðalag
ákvæðisins á fremur við um lón en rennsli, en aukin heldur hafa stefnendur ekki
sýnt fram á að magntölur ákvæðisins séu uppfylltar.
Þá vísa stefnendur til
þess að í öllu falli hafi verið um að ræða framkvæmdir sem falli undir 2.
viðauka síðastnefndra laga sbr. t.a.m. e-lið 10. töluliðar og a-lið 13.
töluliðar og hafi því borið að leita álits Skipulagsstofnunar á framkvæmdunum
sbr. 6. gr. laga nr. 106/2000, en í 2. mgr. 6. gr. var kveðið á um að „framkvæmdir sem tilgreindar eru í 2.
viðauka við lög þessi skulu háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í
för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar.“ Í
e-lið 10. töluliðar er vísað til stíflna og annarra mannvirkja eða breytinga á
árfarvegi til að hemja og/eða miðla vatni á verndarsvæðum. Ekki hafa stefnendur
vísað til þess og ekki liggur fyrir að um sé að ræða verndarsvæði. Í a-lið 13.
töluliðar er vísað til allra breytinga eða viðbóta við framkvæmdir skv. 1. eða
2. viðauka „sem hafa þegar verið leyfðar,
framkvæmdar eða eru í framkvæmd og kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif.“ Hafa
stefnendur hvorki fært fyrir því líkur eða röksemdir að þetta eigi við um hina
umdeildu framkvæmd, né heldur að álitsumleitan hefði einhverju breytt. Verður
framkvæmdaleyfið því ekki ógilt í krafti þessarar málsástæðu stefnenda.
Stefnendur byggja kröfu
sína á því að útgáfa framkvæmdaleyfisins hafi farið í bága við ákvæði vatnalaga
nr. 15/1923. Er í því efni vísað til 1. og 2. mgr. 7. gr. laganna. Að mati
dómsins hafa stefnendur ekki sýnt fram á að með byggingu umrædds garðs hafi
verið breytt farvegi Markarfljóts frá fornu fari og ekki heldur frá því sem
var, síðustu 20 ár, áður en fyrri garður skemmdist í flóðum í kjölfar eldgoss í
Eyjafjallajökli. Þá er til þess að líta að í lögum nr. 91/2002 um varnir gegn
landbroti eru sérstakar lagaheimildir til fyrirhleðslna. Jafnframt hafa
stefnendur ekki fært að því sönnur að með endurbyggingu umrædds garðs hafi
vatni Markarfljóts verið beint eða veitt á land þeirra.
Þá vísa stefnendur til
þess að ekki hafi verið haft við þá lögbundið samráð skv. 1. mgr. 6. gr. laga
nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti. Þá vísa stefnendur að þessu leyti
jafnframt til 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um andmælarétt, sem þeir hafi
ekki fengið notið. Vegna andmælaréttar síns kveða stefnendur að enn frekari
ástæða hafi verið til að gæta hans þar sem um hafi verið að tefla framkvæmdir
sem snertu eignarréttindi þeirra sem varin séu af 72. gr. stjórnarskrárinnar
nr. 33/1944. Í téðu ákvæði laga nr. 91/2002 er kveðið á um að stefndi,
Landgræðsla ríkisins, skuli hafa samráð við eigendur/umráðahafa mannvirkja eða
lands sem fyrirhleðslu sé ætlað að verja. Fyrir liggur að það land sem næst er
umræddum garði, þ.e. svokallaður Grasagarður, er í eigu stefnda Rangárþings
eystra. Við aðalmeðferð kom það fram hjá fyrirsvarsmanni stefnanda
Lögmannsstofu SS ehf., Sveinbirni, að garðurinn verji ekki land innhlíðinga. Í
framburði Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra kom fram að breyting sú sem
gerð hafi verið á umræddum garði skipti engu fyrir land stefnenda sem væri
langt neðan við áhrifasvæði garðsins, en jafnframt gat landgræðslustjóri þess
að ástæða þess að alls væru 42 garðar við fljótið væri sú að hver garður hefði
stutt áhrifasvæði. Þá kom fram hjá honum að tilgangur garðsins í upphafi hafi
ekki verið sá að vernda land, heldur hafi tilgangurinn einkum verið sá að verja
samgöngur. Vitnið Svanur Bjarnason, verkfræðingur og starfsmaður stefnda
Vegagerðarinnar, gat þess í framburði sínum að hlutverk gamla garðsins hafi
verið að verja veginn og Grasagarðinn. Það hlutverk sé óbreytt og að breytingin
sem gerð hafi verið á enda garðsins hafi engin áhrif á það. Hafi umrædd
breyting þau áhrif að beina fljótinu frekar niður eftir miðjum farvegi, en allt
að einu verði Markarfljóti ekki mikið stýrt af mönnum og athöfnum þeirra. Hefur
þannig að mati dómsins ekki verið sýnt fram á að garðinum hafi sérstaklega
verið ætlað það hlutverk að verja lönd stefnenda. Þá verður ekki litið fram hjá
því að þó stefnendum hafi ekki með formlegum hætti verið boðið að gera andmæli
við fyrirhugaðri endurbyggingu margnefnds varnargarðs, þá liggur þó fyrir að
ítrekað komu sjónarmið þeirra fram á fundum. Þannig kom það t.a.m. fram í
framburði Haraldar Þórarinssonar, fyrirsvarsmanns stefnanda Laugardæla ehf., að
á fundum 26. ágúst og 19. september 2010 hafi öll sjónarmið landeigenda komið
fram og hafi þau ekki breyst síðan. Verður því ekki litið svo á að ekki hafi
verið gætt réttrar stjórnsýslu og málsmeðferðar að þessu leyti.
Þá byggja stefnendur á
því að óheimilt hafi verið að veita stefnda Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. Um
þetta vísa þeir til 3. mgr. 4. gr. laga nr. 91/2002 þar sem segir að stefndi, Landgræðsla
ríkisins, teljist ávallt vera framkvæmdaraðili þegar unnið sé að fyrirhleðslum
samkvæmt lögunum. Hafi þannig framkvæmdaleyfið verið veitt röngu stjórnvaldi,
en jafnframt sé ljóst að stefndi Vegagerðin hafi að mestu annast
framkvæmdirnar. Að áliti dómsins getur þetta ekki orðið til þess að fallist
verði á kröfur stefnenda í málinu. Það er óumdeilt að stefnda Landgræðslunni
var veitt umrætt framkvæmdaleyfi, jafnvel þó að skv. orðalagi
framkvæmdaleyfisins sjálfs hafi því jafnframt verið beint að stefnda
Vegagerðinni. Ekki þykir fært að draga af umræddu lagaákvæði þá ályktun að
óheimilt hafi verið að veita framkvæmdaleyfið á þann hátt sem gert var, en ekki
hefur verið sýnt fram á að tilgangur ákvæðisins sé sá að framkvæmdaleyfi skuli
einungis veitt stefnda Landgræðslunni.
Stefnendur byggja á því
að lögbundnum tilkynningum um framkvæmdirnar hafi ekki verið sinnt. Vísa
stefnendur hér til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 91/2002 um skyldu til að tilkynna
til stjórnar viðkomandi veiðifélags eða Matvælastofnunar ef framkvæmd kunni að
hafa áhrif á veiði eða fiskrækt. Þá vísa stefnendur líka til 2. mgr. 63. gr.
laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði um að álit viðkomandi veiðifélags eða
sérfræðings á sviði veiðimála skuli liggja fyrir áður en Fiskistofa gefi leyfi fyrir
slíkum framkvæmdum. Engin slík álit hafi hér legið fyrir, enda leyfis
Fiskistofu ekki verið aflað. Í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 91/2002 er kveðið á um
það að kunni framkvæmd að hafa áhrif á veiði eða fiskrækt skuli tilkynna það
stjórn viðkomandi veiðifélags eða Matvælastofnun ef ekki er starfandi
veiðifélag, sbr. lög um lax- og silungsveiði og lög um fiskrækt. Þá er kveðið á
um það í 1. mgr. 33. gr. laga nr. 61/2006 að sérhver framkvæmd í eða við
veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif getur haft á fiskigengd
þess, afkomu fiskstofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti,
skuli háð leyfi Fiskistofu. Stefnendur hafa á hinn bóginn ekki fært fyrir því
viðhlítandi gögn að þessi ákvæði eigi hér við, þ.e. ekki hefur verið sýnt fram
á það af hálfu stefnenda að við útgáfu leyfisins eða undirbúning þess hafi það
legið fyrir að framkvæmdin kynni að hafa áhrif á fiskgengd eða fiskrækt, afkomu
fiskistofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, en fyrir
þessu hafa stefnendur sönnunarbyrði.
Stefnendur byggja á því
að hið stefnda sveitarfélag, Rangárþing eystra, hafi brotið gegn lögbundinni
rannsóknarskyldu sinni skv. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hafi málið
alls ekki verið nægilega upplýst áður en framkvæmdaleyfið hafi verið veitt.
Sérstaklega hafi borið að kanna hvaða áhrif breytt lega garðsins kynni að hafa.
Í þessu efni vísa stefnendur jafnframt til þess að ekki hafi verið leitað
viðhorfa landeigenda sem þó séu gjörkunnugir staðháttum. Jafnframt vísa
stefnendur í þessu samhengi til tengsla rannsóknarreglunnar og
andmælaréttarins. Að ofan hefur verið lýst því að dómurinn telur ekki að brotið
hafi verið gegn andmælarétti stefnenda við töku ákvörðunar um útgáfu
framkvæmdaleyfis vegna umrædds garðs. Liggur fyrir í málinu að afstaða
landeigenda hafði komið fram sem og athugasemdir þeirra. Liggur jafnframt fyrir
að legu enda garðsins var breytt nokkuð til samræmis við þær athugasemdir. Hvað
varðar málsástæður stefnenda um að ekki hafi verið farið að rannsóknarskyldu
við töku ákvörðunarinnar er þess að geta að ekki gera stefnendur sérstaklega
grein fyrir því hvaða afleiðingar þeir telja að þetta hafi haft, að frátöldum
fullyrðingum um að fljótið hafi farið inn á land þeirra, en ekki liggur
sérstaklega fyrir um það og hafa stefnendur ekki gert grein fyrir hvaða land
það er og hvort um sé að ræða land sem þeir eigi allir eða hvort þetta gildi um
lönd þeirra allra.
Fyrir liggur að áður en
garðurinn var endurbyggður þá var garður nánast á sama stað, en sem skemmdist
mjög í umræddu flóði vegna eldgossins. Að áliti dómsins eru þær breytingar sem
gerðar voru á legu garðsins frá eldri garði, smávægilegar. Ekki verður að mati
dómsins talið að ástæða hafi verið til að rannsaka sérstaklega hvaða áhrif
allur garðurinn hefði, að virtu því að reynsla var af fyrri garði. Þá verður að
telja þá breytingu, sem gerð var, svo smávægilega að ekki hafi verið ástæða til
að kanna sérstaklega hvaða áhrif hún hefði gagnvart löndum stefnenda sem liggja
mun neðar en ekki hefur verið sýnt fram á að sú breyting hafi haft nokkur áhrif
gagnvart löndum stefnenda eða rennsli fljótsins þar. Verður því ekki fallist á
að ógilda beri umrætt framkvæmdaleyfi á þeirri forsendu að gengið hafi verið
gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.
Stefnendur byggja á því
að við útgáfu framkvæmdaleyfis hafi verið gengið gegn meðalhófsreglu 12. gr.
stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kveða stefnendur að ekki hafi hið stefnda
sveitarfélag kannað hvort unnt væri að ná því markmiði sem að var stefnt með
vægara móti. Skilyrði þess að nefnd meðalhófsregla eigi við er að um sé að ræða
ákvörðun sem sé íþyngjandi fyrir viðkomandi. Að mati dómsins hefur ekki verið
sýnt fram á það í málinu að útgáfa umrædds framkvæmdaleyfis hafi verið
íþyngjandi fyrir stefnendur. Þá hafa stefnendur í engu sýnt fram á að einhverju
hefði breytt fyrir þá að takmarka framkvæmdaleyfið eða binda það skilyrðum, sem
raunar hefur ekki verið sagt hver hefðu átt að vera, umfram það skilyrði sem
sett var og laut að því að aukaefni yrði til staðar ef til þess kæmi að lengja
þyrfti garðinn eða setja á hann frákastslegg. Er að mati dómsins óljóst til
hvaða vægari aðgerða hefði átt að grípa að mati stefnenda. Verður þessi
málsástæða stefnenda því ekki til þess að fallist verði á kröfur þeirra í
málinu.
Þá hafa stefnendur byggt
á því að ákvörðun um útgáfu framkvæmdaleyfisins hafi brotið gegn almennum
meginreglum íslensks stjórnsýsluréttar. Nefna stefnendur í því samhengi að
rannsóknarregla, andmælaregla og meðalhófsregla stjórnsýslulaga byggi á
óskráðum meginreglum sem hafi víðara gildissvið heldur en samsvarandi ákvæði
laganna. Ekki geta stefnendur þess þó á hvaða hátt það leiði til þess að ógilda
beri hið umþrætta framkvæmdaleyfi og hvort og þá hvernig framkvæmdaleyfið sé í
andstöðu við umræddar óskráðar meginreglur, umfram þann rökstuðning sem áður
greinir og sem þegar hefur verið tekin afstaða til af hálfu dómsins. Verður
framkvæmdaleyfið ekki ógilt á grundvelli þessar málsástæðu stefnenda.
Stefnendur vísa til þess
að ákvörðun um framkvæmdaleyfið hafi brotið gegn lögmætisreglu stjórnsýsluréttar,
þar sem ákvarðanir stjórnvalda verði að eiga sér stoð í lögum og þá sé þeim
óheimilt að að aðhafast nokkuð sem sé í andstöðu við lög, en umrædd ákvörðun
hafi á margan hátt gengið gegn lögum samanber aðrar málsástæður stefnenda. Á
þetta verður ekki fallist. Er til þess að líta að þegar hefur verið hafnað
framangreindum málsástæðum stefnenda þar sem þeir byggja á að útgáfa
framkvæmdaleyfisins hafi verið lögum andstæð, en að öðru leyti er málsástæða
þessi óskýr enda ekki gerð sérstök grein fyrir því að hvaða leyti útgáfa
leyfisins var lögum andstæð að öðru leyti. Þá verður að auki að telja að hin
umþrætta leyfisveiting hafi átt sér stoð í lögum nr. 91/2002 um varnir gegn
landbroti.
Þá hafa stefnendur vísað
til þess að ákvörðun um útgáfu framkvæmdaleyfisins hafi brotið gegn
réttmætisreglu íslensks stjórnsýsluréttar. Sú regla leggi þá skyldu á
stjórnvöld að byggja ákvarðanir sínar á málefnalegum sjónarmiðum. Hvorki hafi
hið stefnda sveitarfélag gætt þess að framkvæmdaleyfið væri í samræmi við
skipulag né að lögmælts álits Skipulagsstofnunar og Fiskistofu væri aflað. Þar
sem framkvæmdaleyfið hafi verið gefið út allt að einu hafi hið stefnda
sveitarfélag byggt ákvörðun sína á ómálefnalegum sjónarmiðum og þar með brotið
gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Hvað sem öðru líður hafi ekki verið sýnt
fram á nokkrar málefnalegar ástæður til að breyta legu umrædds varnargarðs.
Stefnendur bera sönnunarbyrði fyrir því að ekki hafi verið byggt á málefnalegum
sjónarmiðum við töku ákvörðunar um veitingu framkvæmdaleyfisins. Að mati
dómsins hafa stefnendur ekki risið undir þeirri sönnunarbyrði og getur þessi
málsástæða ekki orðið til þess að hið umþrætta leyfi verði ógilt.
Að lokum byggja
stefnendur á því að stjórnarskrárvarinn eignarréttur þeirra hafi ekki verið
virtur. Framkvæmdir þær sem unnar hafi verið á grundvelli leyfisins hafi falið
í sér bótaskylda skerðingu á stjórnarskrárvörðum eignarrétti stefnenda. Á þetta
er ekki unnt að fallast. Að mati dómsins hafa stefnendur ekki sýnt fram á að
þær framkvæmdir sem unnar voru, eða sú ákvörðun sjálf að veita
framkvæmdaleyfið, hafi valdið spjöllum eða skerðingu á eignum þeirra. Liggur
ekki fyrir hverjar þær skemmdir eru sem stefnendur þó byggja á að hafi orðið,
en ekki hefur heldur verið sýnt fram á orsakasamhengi milli framkvæmda og
útgáfu framkvæmdaleyfis annars vegar og ætlaðra spjalla á eigum stefnenda hins
vegar. Verður því þessari málsástæðu hafnað.
Samkvæmt framansögðu
verða stefndu sýknaðir af öllum kröfum stefnenda í málinu.
Að fenginni þessari
niðurstöðu er rétt að dæma stefnendur til að greiða stefndu málskostnað sbr.
130. gr. laga nr. 91/1991. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 265/2014 var kveðið
á um það að hver aðilanna skyldi bera sinn kostnað af rekstri þess þáttar
málsins í héraði. Stendur þá aðeins eftir málskostnaður vegna þess þáttar sem
nú er dæmt um. Þykir rétt að stefnendur greiði in solidum stefnda Rangárþingi
eystra kr. 1.000.000 í málskostnað, en kr. 700.000 til stefnda Vegagerðarinnar
og kr. 700.000 til stefnda Landgræðslu ríkisins.
Sigurður G. Gíslason héraðsdómari
kveður upp dóm þennan.
D ó m s o r ð :
Stefndu,
Rangárþing eystra, Vegagerð ríkisins og Landgræðsla ríkisins skulu vera sýkn af
öllum kröfum stefnenda, Einars Sigurþórssonar, Eyvindarmúla ehf., Guðjóns
Stefáns Guðbergssonar, Jóns R. Kristinssonar, Laugardæla ehf., Lögmannsstofu SS
ehf., Múlakots 1 Fljótshlíð ehf., Runólfs Runólfssonar, Sigríðar Hjartar, Unnar
Tómasdóttur og Þórunnar Jónsdóttur.
Stefnendur
greiði in solidum stefnda Rangárþingi eystra kr. 1.000.000 í málskostnað, en
greiði in solidum stefnda Vegagerð ríkisins kr. 700.000 í málskostnað og in
solidum stefnda Landgræðslu ríkisins kr. 700.000 í málskostnað. |
Mál nr. 253/2015 | Fjármálafyrirtæki Slit Riftun Endurgreiðsla Tómlæti | Fjármálafyrirtækið SV, sem síðar sameinaðist sparisjóðnum SK, gaf út skuldabréf sem greiða átti í einu lagi á gjalddaga í mars 2010, en F var kröfuhafi bréfsins. Í mars 2009 keypti SK bréfið af F og sama dag gerðu aðilar samning um að innlausnarverð þess, ásamt öðrum fjármunum, skyldi lagt á innlánsreikning hjá sparisjóðnum, en á þessum tíma var lausafjárstaða SK erfið. Í apríl 2010 tók Fjármálaeftirlitið yfir vald stofnfjáreigendafundar SK og skipaði honum bráðabirgðastjórn. Jafnframt tók eftirlitið ákvörðun um ráðstöfun tilgreindra eigna sjóðsins og skuldbindinga hans vegna innlána og tiltekinna ábyrgða til nýs sparisjóðs, SpK. Samkvæmt 7. tölulið ákvörðunarinnar átti SpK ekki að yfirtaka innlánaskuldbindingar SK sem stofnað hefði verið til með þeim hætti að kröfueigandi samkvæmt skuldabréfi hefði fengið kröfu sína greidda fyrir gjalddaga en á sama tíma stofnað til innláns hjá SK, enda væri um riftanlegan gerning að ræða. Þrátt fyrir orðalag ákvörðunarinnar var áðurnefnd innstæða F skráð í kerfum SpK og að fyrirmælum F greiddi SpK honum út allt innlánið með vöxtum í júní 2010. Bú SK var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember 2010 og lauk skiptunum í september 2013 án þess að nokkuð fengist upp í lýstar kröfur. Þá tók Fjármálaeftirlitið yfir vald stofnfjáreigendafundar SpK í mars 2011 og samkvæmt ákvörðun eftirlitsins tók L hf. yfir allar eignir og skuldbindingar sjóðsins. Með samkomulagi L hf. og íslenska ríkisins í mars 2012 skuldbatt sá fyrrnefndi sig til þess að krefja F um endurgreiðslu áðurnefnds innláns. Í dómi Hæstaréttar kom fram að skuld SK við F hefði verið greidd í mars 2009, réttu ári fyrir gjalddaga hennar. Samkvæmt skýrum orðum ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá apríl 2010 hefði SpK ekki átt að taka yfir umrætt innlán F, enda hefði verið um að ræða riftanlega ráðstöfun samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Vegna þessara mistaka hefði stofnast krafa SpK á hendur F um endurgreiðslu innlánsins, en sú krafa komst síðar í hendur L hf. á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins í mars 2011. Hæstiréttur vísaði á hinn bóginn til þess að þegar í október eða nóvember 2010 hefði legið fyrir vitneskja um atvik að baki kröfu L hf. á hendur F, en hvorki yrði séð að F hafi viðurkennt skyldu sína til endurgreiðslu né að hann hefði fengið skýra tilkynningu um að kröfunni yrði haldið upp á hann. Þá hefði L hf. skuldbundið sig með samningnum við íslenska ríkið í mars 2012 til að innheimta þessa tilteknu kröfu. Eigi að síður sendi L hf. ekki kröfu til F um greiðslu fjármunanna fyrr en í október 2013, löngu eftir að kröfulýsingarfresti lauk í þrotabú SK og eftir að skiptum á búinu var lokið, en með þessu kom hann í veg fyrir að krafa F kæmist að gagnvart sparisjóðnum. Að öllu þessu virtu komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að L hf. hefði glatað fyrir tómlæti kröfunni á hendur F og var sá síðarnefndi því sýknaður.
|
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Greta
Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.
Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 7. apríl 2015. Hann krefst
þess að gagnáfrýjanda verði gert að greiða sér 101.810.048 krónur, aðallega með
vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá
14. júlí 2010 til 1. mars 2012 og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu
laga frá þeim degi til greiðsludags, en til vara með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8.
gr. laganna frá 14. júlí 2010 til 11. nóvember 2013 og dráttarvöxtum samkvæmt
1. mgr. 6. gr. þeirra frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann
málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Gagnáfrýjandi áfrýjaði fyrir sitt leyti 11. júní 2015. Hann krefst
staðfestingar hins áfrýjaða dóms um annað en málskostnað, sem honum verði
dæmdur í héraði og fyrir Hæstarétti.
I
Eftir gögnum málsins mun lausafjárstaða Sparisjóðsins í Keflavík hafa
verið erfið frá því um mitt ár 2008 og 10. mars 2009 sótti hann um
eiginfjárframlag úr ríkissjóði, en um það leyti var eiginfjárstaða hans undir
lögbundnum mörkum. Dagana 11. og 12. mars 2009 áttu sér stað samskipti milli
framkvæmdastjóra gagnáfrýjanda og forstöðumanns fjármálasviðs sparisjóðsins um
mögulega umbreytingu skulda sjóðsins við gagnáfrýjanda samkvæmt skuldabréfum
yfir í innlánsskuldbindingar hjá sjóðnum. Í samræmi við samskipti þessi keypti sparisjóðurinn
19. sama mánaðar skuldabréf af gagnáfrýjanda, sem Sparisjóður Vestfirðinga
hafði gefið út og greiða átti í einu lagi á gjalddaga 15. mars 2010, en vegna
sameiningar sjóðanna í lok árs 2007 var Sparisjóðurinn í Keflavík orðinn
skuldari bréfsins. Innlausnarverð þess var 88.677.120 krónur, en bréfið hafði
verið að nafnverði 60.000.000 krónur, bundið vísitölu neysluverðs og borið 7%
ársvexti. Sama dag og innlausn skuldabréfsins fór fram gerðu gagnáfrýjandi og
Sparisjóðurinn í Keflavík jafnframt samning um að innlausnarverðið ásamt öðrum
fjármunum, samtals 118.444.220 krónur, skyldi lagt á innlánsreikning hjá
sparisjóðnum. Var innlánið með 12% ársvöxtum og bundið til eins árs. Undir
samninginn rituðu forstöðumaður fjármálasviðs sparisjóðsins og framkvæmdastjóri
gagnáfrýjanda. Á þeim tíma átti gagnáfrýjandi 6,7% stofnfjár í sparisjóðnum og
sat einn stjórnarmaður gagnáfrýjanda jafnframt í stjórn sparisjóðsins.
Vegna stöðu sparisjóðsins skipaði Fjármálaeftirlitið sérfræðing 4. júní
2009 til að hafa sértækt eftirlit með honum. Á grundvelli VI. ákvæðis til
bráðabirgða í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. IV. ákvæði til
bráðabirgða í lögum nr. 44/2009 um breyting á fyrrgreindum lögum, tók
Fjármálaeftirlitið 22. apríl 2010 yfir vald stofnfjáreigendafundar
Sparisjóðsins í Keflavík, vék stjórn hans frá og skipaði honum
bráðabirgðastjórn. Jafnframt tók eftirlitið ákvörðun um ráðstöfun tilgreindra
eigna sparisjóðsins og skuldbindinga hans vegna innlána og tiltekinna ábyrgða
til nýs sjóðs, Spkef sparisjóðs. Um þetta sagði meðal annars í 7. tölulið
ákvörðunarinnar: „Spkef sparisjóður yfirtekur skuldbindingar Sparisjóðsins í
Keflavík vegna innlána frá fjármálafyrirtækjum, Seðlabanka Íslands og öðrum
viðskiptavinum. ... Spkef sparisjóður yfirtekur þó ekki innlánaskuldbindingar
Sparisjóðsins í Keflavík sem stofnað hefur verið til með þeim hætti að
kröfueigandi samkvæmt skuldabréfi og/eða öðru sambærilegu skuldaskjali hefur
fengið kröfu sína greidda fyrir gjalddaga en á sama tíma hefur verið stofnað
til innláns hjá Sparisjóðnum í Keflavík enda sé um riftanlegan gerning að ræða
skv. lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991.“
Þrátt fyrir framanritað varð framkvæmd ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins á
þann veg að innlánsskuldbinding samkvæmt fyrrgreindum samningi gagnáfrýjanda
við Sparisjóðinn í Keflavík frá 19. mars 2009 var í heild skráð sem innstæða í
kerfum Spkef sparisjóðs. Að fyrirmælum gagnáfrýjanda greiddi Spkef sparisjóður
23. júní 2010 honum út allt innlánið með vöxtum, 135.985.604 krónur, og færði á
tilgreindan reikning gagnáfrýjanda hjá sjóðnum. Sættu fjármunir þessir síðan
millifærslum af þeim reikningi á aðra reikninga gagnáfrýjanda á tímabilinu 24.
júní til 14. júlí 2010.
Störfum bráðbirgðastjórnar Sparisjóðsins í Keflavík lauk 23. júlí 2010 með
því að hann var tekinn til slita og honum skipuð slitastjórn samkvæmt XII.
kafla laga nr. 161/2002. Frestdagur við slit sparisjóðsins var 25. maí 2009, en
bú hans var síðan tekið 1. nóvember 2010 til gjaldþrotaskipta sem lauk 2.
september 2013 án þess að nokkuð fengist upp í lýstar kröfur.
Fram er komið í málinu að í október eða nóvember 2010 áttu þáverandi
sparisjóðsstjóri Spkef sparisjóðs og starfsmaður í bókhaldsdeild sjóðsins fund
með framkvæmdastjóra gagnáfrýjanda þar sem meðal annars hafi verið rætt um að
fyrrgreindur flutningur á innláni gagnáfrýjanda til sjóðsins hafi verið tekinn
til athugunar. Í tengslum við þetta sendi starfsmaðurinn í bókhaldsdeild tölvubréf
27. október 2010 til stjórnarformanns sparisjóðsins með afriti til sparisjóðsstjórans.
Í bréfinu, sem var undir yfirskriftinni „skoðun á innlánum“ sagði: „Í framhaldi
af ákvörðun Sparisjóðabankans um tilboðið til kröfuhafa Sparisjóðsins í
Keflavík var ákveðið að skilanefnd sparisjóðsins framkvæmdi skoðun á tilurð
innlána og þá sérstaklega hvort skuldabréfum sparisjóðsins hafi verið breytt í
innlán. Við fórum yfir þetta sjálfir og eftirfarandi þarf nánari skoðunar við
og gæti þessum færslum verið rift og þurft að bakfæra þær ... og einnig er búið
að hafa samband við Festu lífeyrissjóð.“ Í lok bréfsins voru talin upp nokkur
tilvik af þessum meiði og var þar meðal annars getið um að skuldabréfi í eigu
gagnáfrýjanda hafi 20. mars 2009 verið „breytt í innlán að fjárhæð 88 m.“
Fjármálaeftirlitið tók yfir vald stofnfjáreigendafundar Spkef sparisjóðs
5. mars 2011. Samhliða tók eftirlitið ákvörðun um að aðaláfrýjandi tæki frá 7. sama
mánaðar við rekstri, eignum og skuldbindingum sparisjóðsins.
Aðaláfrýjandi tilkynnti gagnáfrýjanda með bréfi 1. febrúar 2012 að hann
teldi að til innláns, sem fært var af reikningi gagnáfrýjanda hjá Spkef sparisjóði
23. júní 2010, hefði verið stofnað með riftanlegum gerningi og í ljósi
ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins 22. apríl sama ár hefði skuldbindingin aldrei
átt að flytjast milli sparisjóðanna.
Aðaláfrýjandi og íslenska ríkið gerðu með sér samkomulag 27. mars 2012
„vegna afmarkaðra þátta tengda ágreiningi aðila um uppgjör vegna samruna“ Spkef
sparisjóðs og aðaláfrýjanda. Í 4. gr. samkomulagsins var fjallað um „riftanleg
innlán til hækkunar á kröfu Landsbankans“ en þar sagði: „Eftirfarandi innlán
hefur verið metið af aðilum sem riftanleg ráðstöfun sem ekki hefði átt að
færast frá Sparisjóðnum í Keflavík ... til Spkef sparisjóðs samkvæmt ákvörðun
FME: 1. Reikningur nr. ... innlán Festa Lífeyrissjóðs að fjárhæð þann 20. mars
2009 kr. 88.677.120. Landsbankinn hefur tilkynnt ofangreindum innlánseiganda að
innlán þetta hafi ekki átt að færast frá þrotabúi Sparisjóðsins í Keflavík til
Spkef sparisjóðs. Fjárhæðin var hinsvegar tekin út af reikningi innlánseiganda
í tíð Spkef sparisjóðs áður en hann var yfirtekinn af Landsbankanum.
Landsbankinn skuldbindur sig til þess að gera kröfu um að fjárhæðin verði
endurgreidd, enda ber Festu að gera kröfu um greiðslu innlánsins til þb.
Sparisjóðsins í Keflavík. Komi til þess að fjárhæðin verði endurgreidd í heild
eða að hluta, skuldbindur Landsbankinn sig til þess að lækka skuld ríkisins við
bankann“.
Aðaláfrýjandi sendi 11. október 2013 greiðsluáskorun til gagnáfrýjanda
sem hafnaði greiðsluskyldu með bréfi 4. nóvember sama ár. Höfðaði aðaláfrýjandi
mál þetta 13. janúar 2014.
II
Skuld Sparisjóðsins í Keflavík við gagnáfrýjanda samkvæmt áðurgreindu
skuldabréfi var greidd 19. mars 2009, réttu ári fyrir gjalddaga þess, og
andvirðið fært á innlánsreikning gagnáfrýjanda hjá sjóðnum. Samkvæmt skýrum
orðum í framangreindum 7. tölulið ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 22. apríl
2010 var því ekki um að ræða innlánsskuldbindingu sem Spkef sparisjóður átti að
taka yfir að því leyti sem hún átti rætur að rekja til uppgreiðsluverðs
skuldabréfsins, enda var þar um að ræða riftanlega ráðstöfun samkvæmt 1. mgr.
134. gr. laga nr. 21/1991. Allt að einu var innlán gagnáfrýjanda flutt í heild
til Spkef sparisjóðs sem greiddi það síðan út til gagnáfrýjanda 23. júní 2010.
Verður að líta svo á að þetta hafi gerst vegna augljósra mistaka. Samkvæmt meginreglum
fjármunaréttar eiga þeir, sem fá fyrir mistök greitt fé sem þeir ekki eiga rétt
til, að endurgreiða það, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 13. september 2007 í
máli nr. 32/2007. Stofnaðist þannig krafa Spkef sparisjóðs á hendur
gagnáfrýjanda um endurgreiðslu og komst krafa þessi síðar í hendur
aðaláfrýjanda á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins 5. mars 2011. Að því
verður á hinn bóginn að gæta að annar
samningsaðili getur glatað rétti til að bera fyrir sig vanefnd eða annað
réttarbrot viðsemjanda síns ef athugasemdum er ekki hreyft af slíku tilefni án
ástæðulauss dráttar eða krafa er ekki höfð uppi innan hæfilegs tíma.
Við mat á því hvort aðaláfrýjandi hafi glatað rétti til
að krefjast endurgreiðslu úr hendi gagnáfrýjanda verður að líta til þess að aðaláfrýjandi
er fjármálafyrirtæki sem eignaðist kröfu þessa 7. mars 2011 þegar annað
fjármálafyrirtæki, Spkef sparisjóður, rann saman við hann. Aðaláfrýjandi gat
ekki öðlast betri rétt gegn gagnáfrýjanda en mátti leiða af rétti Spkef
sparisjóðs. Framangreind samskipti starfsmanna sparisjóðsins og
framkvæmdastjóra gagnáfrýjanda í október eða nóvember 2010 bera með sér að þá
þegar lá fyrir vitneskja um atvik að baki kröfu aðaláfrýjanda á hendur
gagnáfrýjanda, en hvorki verður séð að gagnáfrýjandi hafi viðurkennt skyldu
sína til endurgreiðslu né að hann hafi fengið skýra tilkynningu um að kröfunni
yrði haldið upp á hann. Til viðbótar þessu skuldbatt aðaláfrýjandi sig með fyrrgreindum
samningi við íslenska ríkið 27. mars 2012 til að innheimta þessa tilteknu
kröfu. Eigi að síður sendi hann gagnáfrýjanda ekki kröfu um greiðslu fyrr en
löngu eftir að kröfulýsingarfresti lauk í þrotabú Sparisjóðsins í Keflavík eða 11.
október 2013, en þá hafði skiptum á búinu þegar verið lokið. Með þessu kom aðaláfrýjandi
jafnframt í veg fyrir að krafa gagnáfrýjanda kæmist að gagnvart sparisjóðnum.
Að öllu framangreindu virtu er óhjákvæmilegt að líta
svo á að aðaláfrýjandi hafi glatað fyrir tómlæti kröfunni á hendur
gagnáfrýjanda sem mál þetta varðar. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms því
staðfest.
Eftir þessum úrslitum er rétt að aðilarnir beri hvor sinn málskostnað
fyrir Hæstarétti.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.
Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.
Dómur
Héraðsdóms Reykjaness 7. janúar 2015.
Mál þetta, sem var höfðað 13.
janúar 2014, var dómtekið 11. desember 2014. Stefnandi er Landsbankinn hf.,
Austurstræti 11, Reykjavík. Stefndi er Festa lífeyrissjóður, Krossmóum 4a,
Reykjanesbæ.
Dómkröfur stefnanda eru aðallega
þær að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 122.862.102 kr., með
dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. mars 2012 til
greiðsludags. Til vara er þess krafist að stefndi verði dæmdur til þess að
greiða stefnanda 144.864.384 kr., með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.
laga nr. 38/2001 frá 11. nóvember 2013 til greiðsludags. Til þrautavara er gerð
krafa um að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 101.810.048 kr.,
með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 23. júní 2010 til 1.
mars 2012, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá
þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst þess til þrautaþrautavara að
stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 101.810.048 kr., auk
skaðabóta að álitum dómsins, vegna þess tjóns sem stefnandi hafi orðið fyrir
frá 23. júní 2010, og að samanlögð fjárhæð beri dráttarvexti samkvæmt 1. mgr.
6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. mars 2012 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi
þess í öllum tilvikum að stefndi verði auk þess dæmdur til að greiða stefnanda
málskostnað.
Stefndi krafðist þess aðallega í greinargerð sinni að máli þessu
yrði vísað frá dómi, en til vara að stefndi yrði sýknaður af öllum kröfum
stefnanda. Í báðum tilvikum var krafist málskostnaðar.
Frávísunarkröfu stefnda var
hafnað með úrskurði 7. júlí 2014.
I.
Í
stefnu er málsatvikum lýst þannig að stefndi hafi átt skuldabréf upprunalega
útgefið af Sparisjóði Vestfirðinga, sbr. markaðspöntun 19. mars 2009.
Skuldabréfið hafi verið með auðkennið SPVF 03 1 og nafnverð þess verið
60.000.000 kr. Skuldabréfið hafi borið 7% vexti og höfuðstóll þess bundinn
vísitölu neysluverðs. Skuldabréfið hafi verið á gjalddaga 15. mars 2010 og átt
að greiða höfuðstólinn í einu lagi þann dag ásamt vöxtum og verðbótum.
Sparisjóður Vestfirðinga hafi sameinast Sparisjóðnum í Keflavík í árslok 2007
og með því hafi Sparisjóðurinn í Keflavík tekið yfir réttindi og skyldur
Sparisjóðs Vestfirðinga samkvæmt umræddu skuldabréfi sem útgefandi og þar með
skuldari skuldabréfsins.
Með neyðarlögunum svokölluðu nr.
125/2008, sbr. og lög nr. 44/2009, hafi innlánum verið veitt staða
forgangskrafna við slit fjármálafyrirtækja. Í kjölfar falls stóru bankanna
þriggja í október 2008 hafi borið nokkuð á því að skuldabréf sem útgefin voru
af smærri fjármálafyrirtækjum hafi verið gerð upp fyrir gjalddaga þeirra en
innlán hærri fjárhæðar stofnað í staðinn og með sama binditíma og upphaflega
skuldabréfið. Hagsmunir beggja aðila hafi staðið til þessa að vissu leyti, enda
hafi slík aðgerð tryggt kröfuhöfum stöðu framar í kröfuröð og þar með auknar
heimtur ef til slitameðferðar útgefanda kæmi. Reyndar hafi heimtur verið
tryggðar að fullu samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands sem áréttuð var 6.
október 2008 og ítrekuð með yfirlýsingu 3. febrúar 2009. Fyrir
fjármálafyrirtækið hafi þetta hins vegar verið leið til að afla frekara
fjármagns.
Hinn 19. mars 2009 hafi
Sparisjóðurinn í Keflavík keypt skuldabréfið af stefnda. Kaupverð bréfsins hafi
verið 88.677.120 kr., miðað við gengið 1,47795200. Þann sama dag hafi verið
gerður samningur milli Sparisjóðsins í Keflavík og stefnda um að kaupverð
skuldabréfsins skyldi lagt inn á innlánsreikning stefnda hjá Sparisjóðnum í
Keflavík nr. 1109-26-24000, auk frekari fjármuna af hálfu stefnda (samtals
118.444.220 kr.) Samkvæmt samningnum hafi binditími innlánsins verið frá 19. mars
2009 til 19. mars 2010. Innlánið hafi verið óverðtryggt og vaxtakjör miðast við
12% fasta vexti ofan á höfuðstól. Umræddir fjármunir hafi verið lagðir inn á
umræddan reikning í tveimur greiðslum þennan sama dag, annars vegar greiðslu að
fjárhæð 88.677.120 kr. og hins vegar greiðslu að fjárhæð 29.767.100 kr. Þetta
hafi verið gert þrátt fyrir að tveimur dögum áður hefði Fjármálaeftirlitið
(FME) tekið ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda frá Straumi-Burðarási
fjárfestingabanka (Straumur-Burðarás) til Íslandsbanka, þar sem m.a. hafi verið
kveðið á um það að Íslandsbanki tæki ekki yfir innlánsskuldbindingar
Straums-Burðaráss sem stofnað hefði verið til með framangreindum hætti.
Stefndi sé lífeyrissjóður og
teljist því til fagfjárfesta samkvæmt a-lið 9. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr.
108/2007 um verðbréfaviðskipti og hafi þar af leiðandi yfirgripsmikla þekkingu
og reynslu af fjármála- og verðbréfamarkaði á hverjum tíma. Stefnandi heldur
því fram að stefndi hafi þekkt sérstaklega vel til málefna Sparisjóðsins í Keflavík,
enda hafi þessir aðilar verið í sama húsi og talsverður samgangur milli
starfsmanna þeirra. Á þessum tíma hafi Sparisjóðurinn í Keflavík verið talsvert
í fréttum vegna bágrar fjárhagsstöðu sjóðsins og hafi eiginfjárstaða sjóðsins
verið undir lögbundnum mörkum frá lokum mars 2009. Vegna þess hafi FME veitt
sjóðnum ítrekaðan frest til að koma við raunhæfri endurskipulagningu á
fjárhaginn og auka eiginfjárgrunn sjóðsins þannig að lágmarki samkvæmt 84. gr.
laga um nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 4. mgr. 86. gr. laganna, yrði
náð.
Með ákvörðun 22. apríl 2010, um
ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðsins í Keflavík til SpKef sparisjóðs
(SpKef), hafi FME skipað Sparisjóðnum í Keflavík bráðabirgðastjórn með heimild
í 100. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 4. gr. laga nr.
44/2009. Störfum bráðabirgðastjórnarinnar hafi lokið 23. júlí 2010 er
Héraðsdómur Reykjaness hafi skipað Sparisjóðnum í Keflavík slitastjórn samkvæmt
heimild í 4. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 5. gr. laga nr. 44/2009.
Frestdagur við slit Sparisjóðsins í Keflavík hafi verið 25. maí 2009. Í
inngangi ákvörðunar FME hafi verið getið um bága fjárhagsstöðu sjóðsins og að
eiginfjárstaða hans hafi verið undir lögbundnum mörkum frá lokum mars 2009.
Samkvæmt ákvörðun FME skyldi
nánar tilteknum eignum og skuldum Sparisjóðsins í Keflavík ráðstafað til SpKef.
Samkvæmt 7. tölul. ákvörðunar FME skyldi SpKef yfirtaka skuldbindingar
Sparisjóðsins í Keflavík vegna innlána frá fjármálafyrirtækjum, Seðlabanka
Íslands og öðrum viðskiptavinum. Ákveðnar innlánsskuldbindingar hafi þó verið
undanþegnar yfirfærslu til SpKef, sbr. 4. málsl. 7. tölul. ákvörðunarinnar:
Spkef sparisjóður yfirtekur þó
ekki innlánaskuldbindingar Sparisjóðsins í Keflavík sem stofnað hefur verið til
með þeim hætti að kröfueigandi samkvæmt skuldabréfi og/eða öðru sambærilegu
skuldaskjali hefur fengið kröfu sína greidda fyrir gjalddaga en á sama tíma
hefur verið stofnað til innláns hjá Sparisjóðnum í Keflavík enda sé um
riftanlegan gerning að ræða skv. lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. ...
Innlánsskuldbindingum sem stofnað
hafi verið til með framangreindum hætti hafi því að lögum ekki verið ráðstafað
frá Sparisjóðnum í Keflavík til SpKef og þar með ekki til stefnanda við samruna
stefnanda og SpKef. Þetta hafi m.a. átt við um innlánsskuldbindingu
Sparisjóðsins í Keflavík gagnvart stefnda á innlánsreikningi stefnda hjá
Sparisjóðnum í Keflavík nr. 1109-26-24000, að þeim hluta hennar sem hafi verið
að rekja til uppgreiðsluverðmætis fyrrgreinds skuldabréfs, þ.e. 88.677.120 kr.
ásamt áföllnum vöxtum af þeirri fjárhæð.
Sökum mistaka við framkvæmd
ákvörðunar FME hafi umrædd innlánsskuldbinding hins vegar að öllu leyti verið
skráð í kerfum SpKef. Um ranga skráningu í kerfum Sparisjóðsins í Keflavík og
SpKef hafi því verið að ræða, sem hafi orsakast m.a. af því að SpKef tók yfir
alla starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík í einu lagi, þ. á m. aðild
Sparisjóðsins í Keflavík að hvers konar greiðslukerfum samkvæmt 5. tölul.
ákvörðunar FME.
Stefndi hafi beint fyrirmælum til
SpKef 23. júní 2010 um að greiða út umrædda innlánsskuldbindingu að öllu leyti
ásamt áföllnum vöxtum til útgreiðsludags, samtals 135.985.604 kr. Að beiðni
stefnda hafi umræddir fjármunir því verið millifærðir af reikningi nr.
1109-26-24000 yfir á reikning stefnda nr. 1109-26-2006. Þaðan virðist
fjármunirnir síðan hafa verið millifærðir af hálfu stefnda yfir á reikning
stefnda nr. 552-26-200010, með millifærslu 24. júní 2010 að fjárhæð 40.000.000
kr., millifærslu 25. júní 2010 að fjárhæð 40.000.000 kr. og millifærslu 14.
júlí 2010 að fjárhæð kr. 50.000.000 kr. (samtals millifærslur að fjárhæð
130.000.000 kr.) sem og reikning stefnda nr. 1175-26-040003, með millifærslu 7.
júlí 2010 að fjárhæð 12.000.000.
Í október 2010 hafi stefnda verið
gerð grein fyrir því af hálfu SpKef að umrædd innlánsskuldbinding Sparisjóðsins
í Keflavík gagnvart stefnda, sem stefndi hafði þá tekið út frá SpKef, væri til
skoðunar hjá slitastjórn Sparisjóðsins í Keflavík, enda hafi SpKef þá talið
málið vera á forræði slitastjórnarinnar samkvæmt ákvörðun FME. Sparisjóðurinn í
Keflavík hafi síðan verið tekinn til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms
Reykjaness, dags. 1. nóvember 2010, og SpKef þá talið að forræði á málinu
færðist til skiptastjóra.
Í bréfi fjármálaráðuneytisins til
FME, dags. 5. mars 2011, komi fram að Bankasýsla ríkisins hefði kynnt þann 3.
mars 2011 fyrir fjármálaráðuneytinu að það væri niðurstaða starfshóps
Bankasýslunnar að leggja til að leitað yrði eftir því að sameina SpKef og
stefnanda (sem bar þá heitið NBI hf.) í stað þess að fjármagna hann sem
sjálfstæðan sparisjóð. Í bréfinu hafi enn fremur sagt að fjármálaráðuneytið
hefði á grundvelli tillögu Bankasýslu ríkisins leitað eftir samningi við
stefnanda um yfirtöku og samruna við SpKef. Samningur þessa efnis hafi verið
undirritaður 5. mars 2011, sbr. og ákvörðun FME um þetta efni sem tekin var
þann sama dag. Í meginatriðum hafi samningurinn falið í sér að stefnandi hafi
tekið yfir rekstur, eignir og skuldbindingar SpKef, með þeim hætti að sjóðurinn
hafi verið sameinaður stefnanda. Því hafi verið um að ræða samruna án
skuldaskila, þannig að SpKef hafi verið algerlega sameinaður stefnanda með
yfirtöku eigna og skulda (samruni með yfirtöku) og SpKef slitið. Á þessum tíma
hafi stefnandi talið málið enn á forræði skiptastjóra þrotabús Sparisjóðsins í
Keflavík og af þeim sökum ekkert aðhafst í málinu.
Í ljósi þess að enginn framgangur
hafi virst vera í vinnslu málsins hafi stefnandi talið réttast að ýta á eftir
málinu með því að senda bréf til stefnda, dags. 1. febrúar 2012, þar sem gerð
hafi verið grein fyrir atvikum málsins. Sama dag hafi stefnandi jafnframt sent
bréf til skiptastjóra þrotabús Sparisjóðsins í Keflavík, í því skyni að minna á
og vekja frekari athygli hans á málinu. Stefndi hafi svarað bréfi stefnanda með
bréfi 22. maí 2012 og öllum sjónarmiðum stefnanda verið hafnað. Að lokum hafi
það einnig farið svo að skiptastjóri hafi ekkert aðhafst í málinu og skiptum
lokið á þrotabúinu 2. september 2013.
Sökum alls þessa hafi stefnandi
sent stefnda bréf 11. október 2013, þar sem krafist hafi verið greiðslu, ásamt
almennum vöxtum og dráttarvöxtum, samtals að fjárhæð 132.059.473 kr. Greiðslan
hafi ekki verið innt af hendi af hálfu stefnda og hafi stefnanda því verið
nauðsynlegt að höfða mál þetta til heimtu kröfu sinnar.
II.
Við
aðalmeðferð málsins gaf skýrslu Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri stefnda. Hann
var spurður út í tölvupóstsamskipti við Sparisjóðinn í Keflavík, sem fyrir
liggja í málinu, hinn 11. og 12. mars 2009, og sagði hann að á þessum tíma hafi
Sparisjóðurinn í Keflavík sífellt verið að óska eftir því að sjóðurinn kæmi með
frekari innlán í sparisjóðinn. Út úr umræðu í téðum tölvupósti hafi spunnist
samkomulag um innlán upp á um 480 milljónir króna. Þá útskýrði hann að með
yfirskrift tölvupóstsamskiptanna, „svap í innlán“ hafi verið átt við að
skuldabréfum væri umbreytt í innlán, en samhliða hafi sparisjóðnum verið færð
aukin innlán, þ.e. samhliða þessum viðskiptum. Skuldabréfin hafi ekki verið
gjaldfallin á þessum tíma. M.a. hafi verið gerður innlánssamningur, dags. 19.
mars 2009, um vaxtakjör á bundnum innlánsreikningi stefnda hjá sparisjóðnum, að
höfuðstól 118.444.220 kr., í upphafi binditíma, sem var 12 mánuðir, eða frá 19.
mars 2009 til 19. mars 2010. Að baki höfuðstólum hafi verið tvö skuldabréf,
annars vegar að fjárhæð 88.677.120 kr. og hins vegar 29.767.100 kr.
Samningurinn hafi verið framlengdur fram á sumarið 2010, enda hafi vextir verið
12%. Hinn 23. júní 2010 hafi lánið verið tekið út og enginn fyrirvari eða
athugasemd verið gerð við úttektina. Þá greindi hann frá því að formleg
tilkynning hefði borist frá stefnanda, þegar stefnandi hafi verið búinn að
yfirtaka SpKef, í byrjun febrúar 2012 vegna umrædds innláns. Áður, eða í
nóvember 2009, hafi komið til umræðu að innlán væru til skoðunar í sparisjóðnum,
þ.e. hvort þau hafi ekki átt að færast yfir í SpKef, en hann hefði aldrei
fengið niðurstöðu um það. Það hafi verið annað og stærra innlán sem hafi verið
til skoðunar, en ekki það innlán sem um ræðir í máli þessu. Í framangreindum
tölvupóstsamskiptum hafi skuldabréf að baki umræddu innláni ekki verið til
umræðu, heldur hafi önnur skuldabréf verið tilgreind. Jafnframt sagði hann að
það hefði aldrei borist athugasemd frá slitastjórn eða skiptastjóra um að lánið
væri riftanlegur gerningur. Það hefði ekki verið fyrr en með bréfi 11. október
2013 sem stefnandi hafi haft uppi endurgreiðslukröfu á hendur stefnda.
Spurður
hvernig samskiptum stefnda hafi verið háttað við Sparisjóðinn í Keflavík á
árunum 2009 og 2010 greindi hann frá því að þau hefðu verið eins og við aðrar
fjármálastofnanir. Á árinu 2006 hafi verið klippt á eignastýringu sjóðsins en
stefndi haft innlán hjá sparisjóðnum og sparisjóðurinn séð um innheimtu
skuldabréfa sjóðfélaga. Einn stjórnarmaður stefndu hafi verið í stjórn
sparisjóðsins. Þá hafi stefndi og sparisjóðurinn ásamt fleiri aðilum rekið
fasteignafélag um fasteign sem þeir voru til húsa í. Stefndi átti stofnfjárbréf
í sparisjóðnum, sem hafi fram til ársins 2006 og 2007 verið 16% en lækkað eftir
það í 5%. Jafnframt sagði hann að stefndi hefði ekki haft neinar aðrar
upplýsingar um fjárhagsstöðu Sparisjóðsins í Keflavík en aðrir á markaði. Innri
málefni sparisjóðsins, eða fjárhagsstaða sparisjóðsins, hafi ekki verið rædd
meðal starfsmanna stefnda og starfsmanna sparisjóðsins.
Inntur eftir því af hverju
Sparisjóðurinn í Keflavík hafi óskað eftir því, í mars 2009, að sjóðurinn kæmi
með frekari innlán í sparisjóðinn, sagði hann að eins og fram komi í
rannsóknarskýrslum hafi sparisjóðirnir þurft að fjármagna sig með innlánum.
Hann var þá spurður hvort stefnda hafi á þessum tíma verið kunnugt um
lausafjárerfiðleika sparisjóðsins og svaraði hann því til að það hefði verið
síðar. Spurt hvort stefndi hefði fylgst með málefnum annarra lífeyrissjóða
sagði hann að það hefði verið gert eftir bestu getu og einnig greindi hann frá
því að stefndi hefði átt hlutabréf í Straumi-Burðarási, en það hefði verið afar
lítill hlutur. Jafnframt hafi stefndi átt eitt eða tvö skuldabréf hjá
Straumi-Burðarási en það hefðu verið afar litlar eignir miðað við það sem
stefndi hafi átt hjá öðrum fjármálastofnunum. Þá kom fram að honum hafi verið
kunnugt um ákvörðun FME hinn 22. apríl 2010, um ráðstöfun eigna og skulda
Sparisjóðsins í Keflavík til SpKef. Stefnda hefði fyrst verið kunnugt um að
Sparisjóðurinn í Keflavík hefði verið undir lögbundnum viðmiðum FME þegar
ársreikningur var birtur í apríl 2009 og umræða hefði verið um þetta í
fjölmiðlum. Einnig kom fram að stefndi hafi áður breytt skilmálum skuldabréfa
og lengt í lánum eða keypt fyrir gjalddaga. Í því tilviki sem um ræðir í máli
þessu hafi verið að lengja í öðru bréfinu en ekki stytta í því. Stefndi hafi
velt á þessum tíma um sjö milljörðum króna á ári og viðskiptin með umrætt
innlán því verið mjög lítill hluti af starfsemi stefnda. Heildareignir stefnda
hafi verið um 60 milljarðar króna, þar af hafi skuldabréf verið um 75%. Þá
greindi hann frá því að stefndi hefði ekki gert neina varúðarfærslu í bókhaldi
sínu vegna þessa innláns. Það hefði komið til tals eftir að stefna í máli þessu
var birt stefnda, í janúar 2014, en ekki hafi komið til þess að það væri
gert.
Vitnið
Gunnlaugur Harðarson, sem var fulltrúi í bókhaldi hjá Sparisjóðnum í Keflavík
og síðar SpKef, nú sérfræðingur í reikningshaldi hjá stefnanda, greindi frá því
fyrir dómi að það hefði framkvæmt færslur í bókhaldi vegna umrædds innláns
samkvæmt samningi 19. mars 2009, að fjárhæð 118.444.220 kr. Vitnið var innt
eftir því hvort það hefði komið fram skýring í bókhaldinu á því að innlánið
væri að rekja til þess að greidd hefði verið upp skuldabréf. Vitnið sagði að
það sem hefði verið lagt inn á reikninginn sem tilgreindur er í samningnum,
1109-26-24000, hafi verið andvirði skuldabréfa sem Sparisjóðurinn í Keflavík
hafi verið greiðandi að og stefndi átti. Það hefði verið fært í bókhaldi til
lækkunar á skuld sparisjóðsins, s.s. í verðbréfaútgáfu, og síðan hafi verið
lagt inn á reikninginn á móti. Það hafi alveg verið ljóst í bókhaldinu að
uppruni þessa innláns hafi verið úr skuldabréfum. Þetta hafi verið í sömu
færslunni í bókhaldinu.
Vitnið
Angantýr Valur Jónasson, sem var starfsmaður SpKef en nú starfsmaður stefnanda,
skýrði frá því fyrir dómi að það hefði greint Gylfa Jónassyni, í lok október
2009, ásamt Gunnlaugi Harðarsyni, frá því að samkvæmt áliti KPMG væri umrætt
innlán riftanlegur gerningur.
III.
Stefnandi
byggir aðild sína á því að stefnandi hafi tekið yfir rekstur, eignir og
skuldbindingar SpKef þegar sjóðurinn var sameinaður stefnanda, sbr. samning
þess efnis 5. mars 2011. Um hafi verið að ræða samruna án skuldaskila, þannig
að SpKef hafi algerlega verið sameinaður stefnanda með yfirtöku eigna og skulda
(samruni með yfirtöku) og SpKef slitið. Í ljósi samrunans og eftirfarandi slita
SpKef sé ljóst að stefnandi sé réttur eigandi dómkrafnanna.
Aðalkröfu sína byggir stefnandi á
því að stefndi hafi með úttekt sinni á fjármunum að höfuðstólsfjárhæð
88.677.120 kr. og áföllnum vöxtum að fjárhæð 13.132.928 kr. (samtals
101.810.048 kr.) frá SpKef 23. júní 2010 valdið stefnanda tjóni sem stefndi
beri ábyrgð á gagnvart stefnanda á grundvelli sakarreglunnar. Háttsemi stefnda
hafi verið orsök tjóns stefnanda, sem svari til stefnufjárhæðarinnar, og hafi
tjónið verið sennileg afleiðing af háttsemi stefnda. Stefnda beri að bæta
stefnanda tjónið með greiðslu skaðabóta sem svari til stefnufjárhæðarinnar.
Í 4. málsl. 7. tölul. ákvörðunar
Fjármálaeftirlitsins frá 22. apríl 2010, um ráðstöfun tiltekinna eigna og
skulda Sparisjóðsins í Keflavík til SpKef, hafi verið tekið sérstaklega fram að
innlánsskuldbindingum sem orðið höfðu til með þeim hætti að skuldabréf voru
gerð upp fyrir gjalddaga þeirra og uppgreiðsluverðmæti þeirra notað til þess að
stofna í staðinn til innlána á sama tíma skyldi ekki ráðstafað frá Sparisjóðnum
í Keflavík til SpKef.
Í 1. mgr. 134. gr. laga nr.
21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. segi að krefjast megi riftunar á greiðslu
skuldar á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri,
fyrr en eðlilegt var eða greidd var fjárhæð sem hefur skert greiðslugetu
þrotamannsins verulega, nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum.
Umrætt skuldabréf stefnda hafi
verið með auðkennið SPVF 03 1 og verið á gjalddaga 15. mars 2010. Þegar
Sparisjóðurinn í Keflavík keypti bréfið af stefnda 19. mars 2009 hafi
skuldabréfið því ekki verið fallið í gjalddaga. Samkvæmt meginreglu
fjármunaréttar falli krafa niður við það að réttindi og skyldur komist á sömu
hendi. Með kaupum á skuldabréfinu hafi Sparisjóðurinn í Keflavík því greitt
kröfur stefnda á hendur sér, án tillits til þess að í skiptum þeirra hafi orðum
verið hagað þannig að Sparisjóðurinn í Keflavík hafi þá keypt af stefnda
skuldabréf sem Sparisjóðurinn í Keflavík var útgefandi að. Sparisjóðurinn í
Keflavík hafi þannig greitt þessa skuld sínar við stefnda fyrr en eðlilegt var
í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.
Frestdagur við slit Sparisjóðsins
í Keflavík hafi verið 25. maí 2009, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002 og
1. mgr. 2. gr. laga nr. 21/1991. Sparisjóðurinn í Keflavík hafi greitt umrædda
skuld sína við stefnda 19. mars 2009. Samkvæmt því hafi skuldin verið greidd á
síðustu sex mánuðum fyrir frestdag.
Gripið hafi verið til
framangreindrar ráðstöfunar þrátt fyrir að tveimur dögum áður, eða 17. mars
2009, hefði Fjármálaeftirlitið (FME) tekið ákvörðun um ráðstöfun eigna og
skulda frá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka (Straumur-Burðarás) til
Íslandsbanka, þar sem m.a. hafi verið kveðið á um það að Íslandsbanki tæki ekki
yfir innlánsskuldbindingar Straums-Burðaráss sem stofnað hefði verið til með
framangreindum hætti. Í ljósi stöðu Sparisjóðsins í Keflavík á þessum tíma sem
og stöðu stefnda, sem sé lífeyrissjóður og teljist því til fagfjárfesta
samkvæmt a-lið 9. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 108/2007 um
verðbréfaviðskipti, og hafi þar af leiðandi yfirgripsmikla þekkingu og reynslu
af fjármála- og verðbréfamarkaði á hverjum tíma, dregur stefnandi mjög í efa að
þessi ráðstöfun hafi verið forsvaranleg, einkum og sér í lagi að virtum
hagsmunum annarra kröfuhafa Sparisjóðsins í Keflavík.
Stefnandi kveður að kaup
Sparisjóðsins í Keflavík á umræddu skuldabréfi virðist hafa átt sér stað að
frumkvæði stefnda. Í því sambandi telur stefnandi einnig mikilvægt að halda því
til haga að þennan sama dag, 19. mars 2009, hafi Sparisjóðurinn í Keflavík
einnig keypt annað skuldabréf af stefnda sem þá hafi heldur ekki verið fallið í
gjalddaga. Um hafi verið að ræða skuldabréf í flokki með auðkennið SPK 02 2,
upphaflega að nafnvirði 250.000.000 kr. Bréfin hafi borið 6,75% vexti og
höfuðstóll þeirra verið bundinn vísitölu neysluverðs. Bréfin hafi verið með 25
gjalddögum, hinum fyrsta 1. apríl 2003 og þeim síðasta 1. apríl 2027.
Sparisjóðurinn í Keflavík hafi greitt stefnda 356.222.750 kr. Þann sama dag
hafi uppgreiðsluverðmæti skuldabréfsins verið lagt inn á innlánsreikning
stefnda hjá Sparisjóðnum í Keflavík samkvæmt sérstöku samkomulagi milli
Sparisjóðsins í Keflavík og stefnda. Í samningnum komi m.a. fram að binditími
innlánsins væri frá 19. mars 2009 til 19. mars 2014 og bæri það 6,8%
verðtryggða vexti.
Að þessu virtu telur stefnandi
ljóst að ekki hafi verið um eitt afmarkað tilvik umbreytingar skuldabréfakröfu
í innlánskröfu að ræða, heldur markvissar aðgerðir Sparisjóðsins í Keflavík og
stefnda, að því er virðist að frumkvæði stefnda.
Samkvæmt því sem nú hefur verið
rakið telur stefnandi ljóst að það geti engan veginn talist venjulegt að
stórfelldum og ógjaldföllnum skuldum samkvæmt skuldabréfum sé breytt í innlán,
sem bundin séu til umsamins gjalddaga skuldabréfa með hærri vöxtum en þau hefðu
borið, hvað þá þegar atvikum er að auki þannig háttað að kröfuhafi skuldbindi
sig til þess að leggja til frekara lánsfé og öðlist um leið forgangsrétt fyrir
allri kröfu sinni gagnvart öðrum lánardrottnum. Ráðstafanir Sparisjóðsins í
Keflavík og stefnda hafi að sönnu ekki leitt til þess að fé gengi að svo komnu
úr höndum Sparisjóðsins í Keflavík, en þær hafi á hinn bóginn miðað að því að
stefndi fengi forgangsrétt gagnvart hliðsettum lánardrottnum, sem stefndi hefði
annars ekki notið.
Í ljósi framangreinds telur
stefnandi ljóst að skilyrðum 1. mgr. 134. laga nr. 21/1991 hafi verið fullnægt.
Á grundvelli þessa hafi þannig verið mögulegt að rifta kaupum Sparisjóðsins í
Keflavík á skuldabréfinu. Um riftanlegan gerning í samræmi við 4. málsl. 7.
tölul. ákvörðunar FME hafi því verið að ræða þegar Sparisjóðurinn í Keflavík
keypti umrætt skuldabréf af stefnda og stefndi lagði andvirði þess inn á
innlánsreikning hjá Sparisjóðnum í Keflavík.
Samkvæmt framangreindu hafi
stefndi því fengið kröfu sína samkvæmt umræddu skuldabréfi greidda fyrir
gjalddaga og sú ráðstöfun verið riftanleg. Sama dag og stefndi hafi fengið
kröfu sína greidda hafi andvirði þeirrar greiðslu verið lagt inn á
innlánsreikning hjá Sparisjóðnum í Keflavík, auk frekari greiðslna inn á
innlánsreikninginn. Því hafi verið stofnað til innlánsskuldbindingarinnar á
sama tíma og uppgreiðsla skuldabréfsins hafi átt sér stað, eins og áskilið sé í
4. málsl. 7. tölul. ákvörðunar FME frá 22. apríl 2010.
Á grundvelli þessa telur
stefnandi ljóst að samkvæmt 4. málsl. 7. tölul. ákvörðunar FME hafi þeim hluta
innlánsskuldbindingar Sparisjóðsins í Keflavík gagnvart stefnda, sem stofnað
var til með framangreindum hætti, að lögum ekki verið ráðstafað frá Sparisjóðnum
í Keflavík til SpKef. Þetta verði ljóslega ráðið af ákvörðun FME. Stefnda hafi
og verið eða mátt vera ljóst efni og réttaráhrif ákvörðunar FME, m.a. í ljósi
stöðu stefnda sem lífeyrissjóðs, sem starfi á grundvelli laga nr. 129/1997 um
skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og beri réttindi og
skyldur sem slíkur, stöðu stefnda sem fagfjárfestis samkvæmt a-lið 9. tölul. 1.
mgr. 2. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti sem og vegna nýfallinna
dóma Hæstaréttar frá 16. apríl 2010 í málum nr. 162/2010 (Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins gegn Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka hf.) og 163/2010
(Gildi lífeyrissjóður gegn Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka hf.), þar sem
staðfest hafi verið riftun á fullkomlega sambærilegum ráðstöfunum og í þessu
máli. Gera verði ríkar kröfur til stefnda sem lífeyrissjóðs og fagfjárfestis,
sem hafi eðli málsins samkvæmt yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af fjármála-
og verðbréfamarkaði á hverjum tíma, m.a. á grundvelli sjónarmiða íslensks
skaðabótaréttar um sérfræðiábyrgð. Samkvæmt ársreikningum stefnda fyrir
reikningsárin 2009 og 2010 virðist og sem stefndi hafi sjálfur ekki litið svo á
að innlánsskuldbindingum Sparisjóðsins í Keflavík gagnvart stefnda hefði verið
ráðstafað til SpKef.
Samkvæmt framangreindu telur
stefnandi einsýnt að stefnda hafi verið ljóst eða mátt vera ljóst efni og
réttaráhrif fyrrgreindrar ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 22. apríl 2010.
Eðli málsins samkvæmt hafi stefnda jafnframt verið ljós tilvist, efni og tilurð
innlánsskuldbindinganna og hafi stefndi raunar haft mun betri vitneskju um þau
atriði en einstakir starfsmenn slitastjórnar og endurskoðendafyrirtækja, sem
önnuðust framkvæmd ákvörðunar FME og fengnir voru til þess að meta eignir og
skuldir Sparisjóðsins í Keflavík, og hvað þá heldur einstakir starfsmenn SpKef.
Í því efni bendir stefnandi sérstaklega á að 30. apríl 2013 hafi fjöldi
innlánsreikninga hjá SpKef verið 90.246 og reikningarnir skipst á 34.289
kennitölur. Framangreindir starfsmenn hafi því þurft að huga að öllum þessum
fjölda innlánsreikninga á meðan stefndi hafi einungis þurft að huga að sínum
örfáu reikningum.
Sökum mistaka við framkvæmd
ákvörðunar FME hafi innlánsskuldbindingin gagnvart stefnda í kjölfar
ákvörðunarinnar verið ranglega skráð, þannig að innlánsskuldbindingin hafi að
öllu leyti verið skráð í kerfum SpKef, en með réttu hafi einungis átt að vera
skráður sá hluti innlánsskuldbindingarinnar, sem ekki féll undir 4. málsl. 7.
tölul. ákvörðunar FME. Hafa beri í huga að þegar ákvörðun FME var hrint í
framkvæmd 22. apríl 2010 hafi öll greiðslukerfi og gagnagrunnar Sparisjóðsins í
Keflavík verið færðir í einu lagi til SpKef, sbr. 5. tölul. ákvörðunar FME.
Ekki hafi þannig þurft að grípa til neinna sérstakra aðgerða við færslu
innlánsskuldbindinga, heldur þurft að færa til baka þær innlánsskuldbindingar
sem ekki hafi átt að ráðstafa til SpKef.
Þetta hafi ekki verið gert að því er innlánsskuldbindingar af þessum toga
varðar. Framkvæmd ákvörðunarinnar, sem fulltrúar FME, bráðabirgðastjórnar og
endurskoðunarfyrirtækja hafi annast, hafi því leitt til rangrar skráningar í
kerfum SpKef, sem m.a. hafi mátt rekja til yfirtöku SpKef á aðild Sparisjóðsins
í Keflavík að hvers konar greiðslukerfum. Þrátt fyrir að um ranga skráningu
hafi verið að ræða sé hins vegar ljóst að innlánsskuldbindingunni hafi að lögum
ekki verið ráðstafað frá Sparisjóðnum í Keflavík til SpKef að því leyti sem hún
féll undir 4. máls. 7. tölul. ákvörðunar FME.
Stefnandi telur að með því að
millifæra umrædda fjármuni á annan reikning hafi stefndi hagnýtt sér þau mistök
sem hafi orðið við framkvæmd ákvörðunar FME með saknæmum og ólögmætum hætti og
tekið út fjármunina frá SpKef gegn betri vitund. Samkvæmt skýru orðalagi
ákvörðunar FME telur stefnandi ljóst að innlánsskuldbindingunni hafi ekki verið
ráðstafað að lögum til SpKef að öllu leyti og að stefndi hafi ekki verið eða
ekki átt að vera í neinum vafa um þá staðreynd. Hafi stefndi hins vegar verið í
nokkrum vafa hafi honum borið skylda til þess að ráðfæra sig við SpKef áður en
hann gaf fyrirmæli um eða krafðist útgreiðslu fjármunanna frá SpKef. Í kjölfar
þess að fjármunirnir hafi verið millifærðir inn á reikning stefnda nr.
1109-26-2006 virðist sem stefndi hafi markvisst unnið að því að koma
fjármununum frá SpKef, með millifærslum að fjárhæð samtals 142.000.000 kr. á
tímabilinu frá 24. júní 2010 til 14. júlí 2010. Þá hafi stefnandi fengið
óstaðfestar upplýsingar um það að stefndi hafi gripið til sérstakrar
varúðarniðurfærslu í bókhaldi eða annarra svipaðra aðgerða í tengslum við
úttekt umræddra fjármuna frá SpKef og/eða þær ráðstafanir sem gripið hafi verið
til af hálfu Sparisjóðsins í Keflavík og stefnda 19. mars 2009 varðandi
umbreytingu fyrrgreindra skuldabréfakrafna stefnda gagnvart Sparisjóðnum í
Keflavík í innlánskröfur. Stefnandi skorar í stefnu málsins á stefnda að
upplýsa stefnanda um þetta.
Stefnandi telur ljóst að mistök
við framkvæmd ákvörðunar FME hafi ekki getað orðið til þess að umræddum
innlánsskuldbindingum Sparisjóðsins í Keflavík gagnvart stefnda hafi verið
ráðstafað að lögum frá Sparisjóðnum í Keflavík til SpKef, þvert gegn bindandi
ákvörðun FME. Með hinum svokölluðu neyðarlögum nr. 125/2008 og síðar lögum nr.
44/2009 hafi FME verið veittar umfangsmiklar valdheimildir sem ekki séu dæmi um
að íslensku stjórnvaldi hafi áður verið fengnar í hendur. Á grundvelli þeirra
hafi það verið á valdi FME að taka ákvarðanir eins og fyrrgreinda ákvörðun um
ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðsins í Keflavík til SpKef svo bindandi yrði
fyrir eldri sparisjóðinn, þann yngri og viðsemjendur þeirra, þ. á m. stefnda.
Allir þessir aðilar hafi því að lögum verið bundnir við ákvörðun FME og ekki
haft vald til þess að breyta henni. Mistökin við framkvæmdina hafi ekki eðli
málsins samkvæmt getað haggað efnislegu og lagalega bindandi inntaki
ákvörðunarinnar. FME hafi að lögum verið eitt til þess bært. Til þessa dags
hafi FME ekki breytt þessari ákvörðun sinni.
Stefnandi telur ljóst að með
þessari ólögmætu og saknæmu háttsemi hafi stefndi valdið SpKef tjóni. Eignir
SpKef hafi rýrnað þannig að þessu leyti sem nemi þeirri fjárhæð
innlánsskuldbindingarinnar, sem með réttu hafi tilheyrt Sparisjóðnum í
Keflavík, en ekki SpKef, samkvæmt ákvörðun FME. Tjón SpKef hafi annars vegar
falist í þeim fjármunum sem greiddir hafi verið stefnda 23. júní 2010
(101.810.048 kr.) og hins vegar missi ávöxtunar fjármunanna frá þeim degi.
Stefnandi byggir kröfu sína á því að umræddir fjármunir hafi komist í hendur
stefnda vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefnda, og vegna saknæmrar og
ólögmætrar háttsemi stefnda í kjölfarið, m.a. með ólögmætum vörslum
fjármunanna, hafi stefnandi orðið fyrir tjóni vegna missis ávöxtunar
fjármunanna. Lögvarðir hagsmunir SpKef hafi þannig verið skertir. Við
útreikning fjárhæðar þess tjóns telur stefnandi eðlilegt að taka mið af
lögákveðnum meðalhófsbótum, þ.e. birtum dráttarvöxtum Seðlabanka Íslands samkvæmt
1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 á tjónstímabilinu, sem í aðalkröfu miðist að
þessu leyti við tímabilið frá 23. júní 2010 til 1. mars 2012, þ.e. þegar
stefnandi sendi bréf sitt til stefnda. Samkvæmt því reiknist bótakrafa
stefnanda á umræddu tímabili 21.052.054 kr. Á grundvelli framangreinds nemi
heildarbótakrafa stefnanda því 122.862.102 kr. (101.810.048 + 21.052.054), sem
svari til stefnufjárhæðar í aðalkröfu.
Verði hins vegar ekki talið að
miða eigi við dráttarvexti við útreikning fjárhæðar tjónsins á tímabilinu frá
23. júní 2010 til 1. mars 2012 telur stefnandi í öllu falli að miða eigi
útreikninginn við vexti á útlánum hjá lánastofnunum samkvæmt 4. gr. laga nr.
38/2001. SpKef og síðar stefnandi hafi enda farið á mis við þann möguleika að
lána fjármunina út til viðskiptavina. Stefndi beri ábyrgð á tjóni stefnanda að
þessu leyti á grundvelli sakarreglunnar og hafi hin saknæma og ólögmæta
háttsemi stefnda orsakað þetta tjón stefnanda og sé tjónið sennileg afleiðing
þeirrar háttsemi. Gera verði ríkar kröfur til stefnda sem lífeyrissjóðs og
fagfjárfestis, sem hafi eðli málsins samkvæmt mikla reynslu og þekkingu á
verðbréfa- og fjármálamarkaði.
Samkvæmt framangreindu telur
stefnandi að öllum skilyrðum sakarreglunnar sé fullnægt. Ljóst sé að stefndi
beri skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda vegna framangreinds tjóns stefnanda,
sem nemi stefnufjárhæðinni.
Stefnandi byggir í öðru lagi á
því að stefnda beri að greiða stefnanda þá fjármuni sem stefndi hafi tekið út
23. júní 2010 frá SpKef (101.810.048 kr.) á grundvelli ólögfestrar meginreglu
fjármunaréttar um endurgreiðslu ofgreidds fjár. SpKef hafi enda greitt stefnda
þá fjármuni án nokkurrar skyldu, þar eð innlánsskuldbindingu Sparisjóðsins í
Keflavík gagnvart stefnda á innlánsreikningi stefnda hjá Sparisjóðnum í
Keflavík nr. 1109-26-24000 hafi að lögum ekki verið ráðstafað frá Sparisjóðnum
í Keflavík til SpKef og síðar stefnanda, að því leyti sem hún féll undir 4.
málsl. 7. tölul. fyrrgreindrar ákvörðunar FME frá 22. apríl 2010. Stefnda beri
því að endurgreiða stefnanda fjármunina.
Líkt og áður hefur verið rakið
telur stefnandi einsýnt að stefnda hafi verið ljóst eða mátt vera ljóst efni og
réttaráhrif ákvörðunar FME. Stefnda hafi þar af leiðandi verið ljóst eða mátt
vera ljóst að innlánsskuldbindingu stefnda hjá Sparisjóðnum í Keflavík á
innlánsreikningi nr. 1109-26-24000 hafi ekki verið ráðstafað að öllu leyti til
SpKef. Stefndi hafi þannig verið grandsamur um að langstærstur hluti
innlánsskuldbindingarinnar væri ennþá hjá Sparisjóðnum í Keflavík og ætti stefndi
þar af leiðandi ekki lögmæta kröfu á hendur SpKef um greiðslu innlánsskuldbindingarinnar
að öllu leyti. Engu að síður hafi stefndi hagnýtt sér að eigin frumkvæði mistök
við framkvæmd ákvörðunar FME og tekið fjármuni út úr SpKef sem svöruðu til
allrar innlánsskuldbindingarinnar ásamt áföllnum vöxtum. Þetta hafi stefndi
gert þvert gegn bindandi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins og gegn betri vitund um
að hluti innlánsskuldbindingarinnar væri ennþá hjá Sparisjóðnum í Keflavík og
SpKef því ekki lagalega skuldbundinn til þess að greiða stefnda fjármunina að
öllu leyti. Eðli málsins samkvæmt hafi stefnda verið kunnugt um tilvist, efni
og tilurð innlánsskuldbindingarinnar og hafi verið í betri aðstöðu en
fulltrúar FME, bráðabirgðastjórnar/slitastjórnar Sparisjóðsins í Keflavík og
endurskoðunarfyrirtækja, sem fengnir hafi verið til þess að hrinda ákvörðun FME
í framkvæmd, og hvað þá einstakir starfsmenn SpKef. Í tengslum við framangreint
tekur stefnandi fram að stefndi hafi verið í miklum mun betri stöðu en einstakir
starfsmenn SpKef til þess að leggja mat á tilvist og efni kröfunnar. Þar að
auki flokkist stefndi sem fagfjárfestir og hafi því mikla reynslu og þekkingu
af verðbréfa- og fjármálamarkaðnum. Engin atvik hafi átt sér stað sem hafi
verið til þess fallin að veita stefnda ástæðu til þess að ætla að kröfu um
greiðslu innlánsskuldbindingarinnar skyldi fremur beint að SpKef en
Sparisjóðnum í Keflavík í kjölfar ákvörðunar FME, heldur þvert á móti hafi
stefndi ekki haft ástæðu til annars en að ætla að innlánsskuldbindingin væri að
langstærstum hluta hjá Sparisjóðnum í Keflavík.
Á grundvelli alls þessa telur
stefnandi ljóst að SpKef hafi ofgreitt stefnda umrædda fjármuni, án nokkurrar
skyldu. Með vísun til meginreglu íslensks réttar um endurgreiðslu ofgreidds
fjár telur stefnandi að stefndi beri skyldu til þess að endurgreiða honum
fjármunina.
Stefnandi byggir í þriðja lagi á
því að stefnda beri að greiða stefnanda stefnufjárhæðina á grundvelli
ólögfestrar meginreglu kröfuréttar um óréttmæta auðgun. Á grundvelli þeirra
sjónarmiða sem rakin hafi verið hér að framan hafi úttekt stefnda á
fyrrgreindum fjármunum frá SpKef (101.810.048 kr.) leitt til óréttmætrar
auðgunar stefnda á kostnað stefnanda. Á úttektardeginum 23. júní 2010 hafi
stefndi auðgast á kostnað stefnanda með
óréttmætum hætti og nemi auðgunin ávöxtun stefnda á fjármununum á tímabilinu.
Af þessum sökum sé stefnanda nauðsynlegt að skora á stefnda að gera grein fyrir
ávöxtun fjármunanna allt frá úttekt þeirra 23. júní 2010. Auðgun stefnda og
tjón stefnanda svari a.m.k. til stefnufjárhæðarinnar og á grundvelli
fyrrgreindrar auðgunarreglu beri stefnda að standa stefnanda skil á þessum
fjármunum.
Stefnandi krefst þess að
stefnufjárhæðin beri dráttarvexti frá 1. mars 2012 til greiðsludags, þ.e. að
liðnum mánuði frá því að stefnandi sendi bréf sitt til stefnda, sbr. 3. mgr. 5.
gr. og 9. gr. laga nr. 38/2001. Verði hins vegar ekki fallist á að
stefnufjárhæðin beri dráttarvexti frá þeim tíma krefst stefnandi þess á sama
lagagrundvelli að upphafstímamark dráttarvaxta miðist við 11. nóvember 2013,
þ.e. að mánuði liðnum frá öðru bréfi stefnanda til stefnda. Verði hins vegar
ekki fallist á það krefst stefnandi þess að upphafstímamark dráttarvaxta miðist
við stefnubirtingardag, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001.
Stefnandi sundurliðar aðalkröfu
sína, að fjárhæð 122.862.102 kr., með eftirfarandi hætti:
I. Útteknir fjármunir 23. júní 2010 (101.810.048
kr.).
88.677.120 kr.
Um sé að ræða uppgreiðsluverðmæti skuldabréfa í
flokki með auðkennið SPVF 03 1, lagt inn á innlánsreikning stefnda hjá
Sparisjóðnum í Keflavík 19. mars 2009 samkvæmt samningi stefnda og
Sparisjóðsins í Keflavík sama dags.
13.132.928 kr.
Um sé að ræða áfallna vexti á
þann hluta innstæðuskuldbindingarinnar sem hafi verið að rekja til uppgreiðslu
skuldabréfanna, sbr. lið 1, á tímabilinu frá 19. mars 2009 til 23. júní 2010
(þ.e. áfallnir vextir á umræddu tímabili af 88.677.120 kr.). Samkvæmt
fyrirliggjandi reikningsyfirliti hafi greiddir áfallnir vextir verið samtals
17.541.384 kr. (7.106.654 kr. + 3.592.808 kr. + 394.813 kr. + 3.324.821 kr. +
3.122.288 kr.). Áfallnir vextir af 88.677.120 kr. hafi því samtals verið
13.132.928 kr. (88.677.120 kr. / 118.444.220 kr. (74,87%) af 17.541.384
kr.).
II. Missir ávöxtunar (21.052.054 kr.).
21.052.054 kr.
Um sé að ræða bætur vegna missis ávöxtunar sem svari
til fjárhæðar dráttarvaxta af 101.810.048 kr. á tímabilinu frá 23. júní 2010
til 1. mars 2012. Athuga beri að þar sem um útreikning bóta sé að ræða, en ekki
útreikning dráttarvaxta, hafi engar fjárhæðir verið lagðar við höfuðstól á 12
mánaða fresti til nýs útreiknings.
Þar að auki krefst stefnandi þess
að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda dráttarvexti, svo sem
nánar er rakið í kafla 1.4 að framan.
Stefnandi krefst þess til vara að
stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 144.864.384 kr., með
dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 11. nóvember 2013
til greiðsludags. Varakrafa stefnanda byggist á öllum þeim sömu málsástæðum og
aðalkrafa. Stefnandi vísar því til og byggir á öllu því sem áður hefur verið
rakið í tengslum við hana. Varakrafa stefnanda sé einungis frábrugðin aðalkröfu
að því leyti að verði ekki fallist á að krafa stefnanda beri dráttarvexti frá
1. mars 2012, heldur fremur talið að krafa stefnanda skuli bera dráttarvexti
frá 11. nóvember 2013, byggir stefnandi á því að tjónstímabilið vegna missis
ávöxtunar vari frá úttektardeginum 23. júní 2010 til 11. nóvember 2013.
Uppreikna beri fjárhæð tjóns stefnanda miðað við það, en í samræmi við þær
forsendur útreikningsins sem gerðar eru í aðalkröfu. Varakrafa stefnanda miðist
þannig við að auk úttektarfjárhæðarinnar (101.810.048 kr.) hafi stefnandi orðið
fyrir tjóni á tímabilinu frá 23. júní 2010 til 11. nóvember 2013 vegna missis
ávöxtunar sem svari til útreiknaðra dráttarvaxta á því tímabili, án nokkurrar
höfuðstólsfærslu, samtals 43.054.336 kr.
Stefnandi krefst þess til
þrautavara að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 101.810.048
kr., með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 23. júní 2010 til
1. mars 2012, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til
greiðsludags. Þrautavarakrafa stefnanda byggist á öllum þeim sömu málsástæðum
og aðalkrafa og varakrafa. Stefnandi vísar því til og byggir á öllu því sem
áður hefur verið rakið í tengslum við þær. Þrautavarakrafa stefnanda sé
einungis frábrugðin aðalkröfu og varakröfu að því leyti að verði ekki fallist á
kröfur stefnanda um greiðslu bóta vegna missis ávöxtunar frá 23. júní 2010, á
grundvelli framangreindra sjónarmiða, byggir stefnandi á því að samkvæmt 1.
mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 skuli stefnufjárhæðin í þrautavarakröfu (fjárhæð
þeirra fjármuna sem teknir voru út af hálfu stefnda með saknæmum og ólögmætum
hætti 23. júní 2010) bera almenna vexti frá 23. júní 2010, þ.e. frá og með þeim
degi sem hið bótaskylda atvik átti sér stað, og dráttarvexti samkvæmt 1. mgr.
6. gr. frá 1. mars 2012, þ.e. að liðnum mánuði frá bréfi stefnanda til stefnda,
sbr. og 3. mgr. og 9. gr. laga nr. 38/2001. Verði ekki fallist á það
upphafstímamark byggir stefnandi á því að stefnufjárhæðin beri dráttarvexti
a.m.k. frá 11. nóvember 2013, þ.e. að liðnum mánuði frá öðru bréfi stefnanda
til stefnda.
Stefnandi krefst þess til
þrautaþrautavara að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda
101.810.048 kr., auk skaðabóta að álitum dómsins, vegna þess tjóns sem
stefnandi hafi orðið fyrir frá 23. júní 2010, og að samanlögð fjárhæð beri
dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. mars 2012 til
greiðsludags. Þrautaþrautavarakrafa stefnanda byggist á öllum þeim sömu
málsástæðum og aðalkrafa, varakrafa og þrautavarakrafa. Stefnandi vísar því til
og byggir á öllu því sem áður hefur verið rakið í tengslum við þær.
Þrautaþrautavarakrafa stefnanda sé einungis frábrugðin aðalkröfu, varakröfu og
þrautavarakröfu að því leyti að verði ekki fallist á kröfur stefnanda um
greiðslu bóta vegna missis ávöxtunar frá 23. júní 2010 eða greiðslu almennra
vaxta á tímabilinu frá þeim degi til 1. mars 2012, á grundvelli framangreindra
sjónarmiða, krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða
stefnanda bætur að álitum dómsins vegna þess tjóns sem stefnandi varð fyrir á
því tímabili vegna missis ávöxtunar þeirra fjármuna sem stefndi tók út 23. júní
2010, enda sé stefnanda þá ekki fært að sýna fram á fjárhæð tjónsins.
Tjónstímabilið miðast við að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda
dráttarvexti frá 1. mars 2012, þ.e. að mánuði liðnum frá bréfi stefnanda til
stefnda. Verði hins vegar ekki fallist á það upphafstímamark dráttarvaxta
krefst stefnandi þess að upphafstímamarkið miðist við 11. nóvember 2013, þ.e.
að mánuði liðnum frá öðru bréfi stefnanda til stefnda. Verði hins vegar ekki
fallist á það telur stefnandi ljóst að miða beri upphafstímamark dráttarvaxta
við stefnubirtingardag, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Verði
upphafstímamark dráttarvaxta þannig ekki miðað við 1. mars 2012 krefst
stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda bætur að
álitum dómsins fyrir umrætt tjón stefnanda á tímabilinu frá 23. júní 2010 og
allt fram til upphafstímamarks dráttarvaxta.
Stefnandi krefst þess í öllum
ofangreindum tilvikum að stefndi verði auk þess dæmdur til þess að greiða
stefnanda málskostnað samkvæmt framlögðu málskostnaðaryfirliti eða samkvæmt
mati dómsins. Málskostnaðarkrafa stefnanda byggist í öllum tilvikum á 130. gr.
laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
IV.
Stefndi
byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að stefnandi
eigi ekki þá hagsmuni sem hann leitar dóms fyrir og því sé um að ræða
aðildarskort sem leiða eigi til sýknu. Í öðru lagi byggir stefndi á því að
skilyrði sakarreglunnar séu ekki uppfyllt og því sé hann ekki skaðabótaskyldur
gagnvart stefnanda. Í þriðja lagi byggir stefndi á því að stefnandi hafi ekki
ofgreitt honum fé og því sé ekki hægt að krefjast endurgreiðslu úr hendi
stefnda. Þá mótmælir stefndi því að hann hafi auðgast á ólögmætan hátt. Í
fimmta lagi byggir stefndi á því að ef talið verður að stefnandi hafi átt kröfu
á stefnda um greiðslu fjármuna hafi stefnandi með aðgerðarleysi sínu fyrirgert
öllum þeim rétti sem hann kynni að hafa átt. Loks byggir stefndi á því að
stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni.
Málsástæða
um aðildarskort er byggð á því að stefnandi eigi ekki þá hagsmuni sem hann
leitar dóms fyrir og því sé um að ræða aðildarskort sem leiða eigi til sýknu á
grundvelli 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sú innstæða,
sem deilt er um í málinu, hafi verið laus til útgreiðslu 19. mars 2010 samkvæmt
samkomulagi Sparisjóðsins í Keflavík og stefnda. Samkomulag um innlánið hafi
hins vegar verið framlengt í þrjá mánuði eða fram í júní 2010. Á því þriggja
mánaða tímabili, eða þann 22. apríl 2010, hafi FME tekið ákvörðun um að taka
yfir vald hluthafafundar í Sparisjóðnum í Keflavík og skipa bráðabirgðastjórn
yfir honum. Samhliða hafi FME tekið ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda
Sparisjóðsins í Keflavík til SpKef. Við framkvæmd FME á þeirri ákvörðun hafi
innlán stefnda verið flutt frá Sparisjóðnum í Keflavík til SpKef. Að loknum
framlengdum binditíma innlánsins 23. júní 2010 hafi innlánið svo verið
millifært af hinum bundna reikningi yfir á annan innlánsreikning í eigu stefnda
hjá SpKef. Tæpum níu mánuðum eftir að innlánið var tekið út af bundnum reikningi
hjá SpKef sparisjóði, eða þann 5. mars 2011, hafi SpKef verið sameinaður stefnanda með ákvörðun FME
frá 5. mars 2011. Við sameininguna hafi samningur aðila um hið umdeilda innlán
verið að fullu efndur af beggja hálfu og því hafi engin réttindi eða skyldur
samkvæmt þeim samningi getað flust yfir til stefnanda. Því sé ljóst að
stefnandi hafi aldrei átt kröfu á stefnda, enda hafi hinu umdeilda
samningssambandi verið lokið þegar stefnandi tók yfir rekstur SpKef. Því geti
stefnandi ekki verið réttur aðili að málinu. Á grundvelli framangreinds krefst
stefndi sýknu á grundvelli aðildarskorts stefnanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga
nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Stefndi
telur að ekki geti komið til skaðabótaábyrgðar á grundvelli sakarreglunnar nema
skilyrðum reglunnar sé fullnægt, en þau séu að tjóni sé valdið með saknæmum og
ólögmætum hætti, að tjónið sé sennileg afleiðing af hegðun þess sem ber
skaðabótaábyrgð á því, að raskað sé hagsmunum sem verndaðir eru með
skaðabótareglum og að sérstakar huglægar afsökunarástæður eigi ekki við um
tjónvald. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að framangreindum skilyrðum sé
fullnægt, enda verður ekki séð að stefndi hafi sýnt af sér saknæma eða ólögmæta
háttsemi. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að meint tjón sé sennileg afleiðing af
hegðun stefnda.
Til
að hægt sé að beita sakarreglunni þurfi að liggja fyrir háttsemi sem sé
óforsvaranleg eða ólögmæt og þurfi háttsemin að hafa verið viðhöfð af ásetningi
eða gáleysi og þar með vera saknæm. Stefndi hafi ekki að neinu leyti sýnt af
sér ólögmæta hegðun og er fullyrðingum í stefnu um það vísað á bug. Þvert á
móti hafi stefndi að öllu leyti farið að þeirri framkvæmd sem FME, opinber
stofnun sem fer með eftirlit með fjármálafyrirtækjum, viðhafði við ráðstöfun
eigna og skulda Sparisjóðsins í Keflavík á grundvelli ákvörðunar stofnunarinnar
frá 22. apríl 2010.
Þann
19. mars 2009 hafi Sparisjóðurinn í Keflavík keypt skuldabréf af stefnda að
nafnvirði 60.000.000 kr. og kaupverðið verið 88.677.120 kr. Sama dag hafi verið
undirritað samkomulag milli aðila um vaxtakjör á bundnum innlánsreikningum
stefnda hjá Sparisjóðnum í Keflavík og verið samið um binditíma innlána í eitt
ár. Eins og sést af gögnum málsins hafi tölvupóstur gengið milli aðila frá 11.
mars 2009 þar sem umrædd viðskipti hafi verið rædd. Á þessum tíma hafi mörg
fjármálafyrirtæki boðið viðskiptavinum sínum upp á að gera slíka gerninga og
hafi stefndi verið í góðri trú varðandi viðskiptin.
Stefndi
mótmælir því sem látið er liggja að í stefnu um að stefndi hafi ekki verið í
góðri trú sökum þess að tveimur dögum áður en stefndi stofnaði til umrædds
innláns hjá Sparisjóðnum í Keflavík hafi FME tekið ákvörðun um ráðstöfun eigna
og skulda frá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf. (Straumi) til
Íslandsbanka hf., þar sem m.a. hafi verið kveðið á um það að Íslandsbanki tæki
ekki yfir innlánsskuldbindingar sem stofnað hefði verið til með þeim hætti að
Straumur greiddi upp kröfur samkvæmt skuldabréfunum fyrir gjalddaga gegn því að
greiðslan yrði lögð á innlánsreikninga. Stefndi vill árétta að hann hafi ekki
haft vitneskju um umrædda ákvörðun þegar stofnað var til innlánsins. Stefndi
hafi engin innlán átt hjá Straumi og því enga ástæðu haft til að fylgjast með
ákvörðunum FME sem snertu Straum.
Stefndi
mótmælir því að stefndi hafi þekkt sérstaklega vel til málefna Sparisjóðsins í
Keflavík vegna þess að þessir aðilar hafi verið til staðar í sama húsi og að
talsverður samgangur hafi verið milli starfsmanna þeirra. Þrátt fyrir að hafa
haft skrifstofur í sama húsi og Sparisjóðurinn í Keflavík hafi stefndi ekki
haft meiri upplýsingar um málefni og fjárhagsstöðu umrædds fjármálafyrirtækis
en aðrir. Þá hafi enginn sérstakur samgangur verið á milli starfsmanna stefnda
og starfsmanna Sparisjóðsins umfram samskipti stefnda við starfsmenn annarra
fjármálafyrirtækja. Hið rétta sé að á miðju ári 2006 hafi stefndi sagt upp
eignastýringarsamningi við Sparisjóðinn í Keflavík sem hafi verið í gildi milli
Sparisjóðsins í Keflavík og Lífeyrissjóðs Suðurlands, áður en Lífeyrissjóðurinn
sameinaðist stefnda. Eftir það hafi viðskipti stefnda við Sparisjóðinn í
Keflavík aðallega verið í formi innlána, en einnig hafi Sparisjóðurinn séð um
innheimtu skuldabréfa sjóðfélaga sjóðsins. Það sé því fjarri lagi að stefndi
hafi þekkt sérstaklega vel til málefna Sparisjóðsins í Keflavík.
Þá
mótmælir stefndi því að við stofnun innlánsins hafi stefndi átt að vita um bága
stöðu Sparisjóðsins í Keflavík. Þegar stofnað var til innláns þess sem deilt er
um í málinu, þann 19. mars 2009, hafi engin umræða átt sér stað um
eiginfjárhlutfall sjóðsins. Sú umræða hafi ekki farið af stað fyrr en nokkru
eftir að stofnað var til umrædds innláns eða í kjölfar birtingar ársuppgjörs
Sparisjóðsins í Keflavík 4. apríl 2009. Þann 5. apríl 2009 hafi síðan verið
fjallað um það í fjölmiðlum að eiginfjárhlutfall sparisjóðsins væri undir
lögbundnum mörkum, eða 7,06%. Frestur sem FME veitti Sparisjóðnum í Keflavík
til að auka eiginfjárgrunn sinn að lágmarki samkvæmt 84. gr. laga um
fjármálafyrirtæki hafi fyrst verið veittur 25. maí 2009 og síðan 13 sinnum
eftir það, síðast 29. mars 2010. Þetta megi sjá í ákvörðun FME frá 22. apríl
2010. Því hafi stefndi engar upplýsingar haft um bága fjárhagsstöðu
Sparisjóðsins í Keflavík þegar stofnað var til innlánsins.
Einnig
mótmælir stefndi því að stefnda hafi mátt vera ljóst að hluta
innlánsskuldbindinga hans hafi ekki verið ráðstafað frá Sparisjóðnum í Keflavík
til SpKef. Í þessu sambandi áréttar stefndi að innlán lífeyrissjóðsins hafi
verið færð yfir til SpKef á grundvelli ákvörðunar FME og stefndi verið í góðri
trú um þá aðgerð. Eins og áður var rakið hafi stefndi engin innlán átt hjá
Straumi og því ekki haft sérstaka ástæðu til að fylgjast með dómum Hæstaréttar
sem snertu Straum. Þá bendir stefndi á að dómar sem stefnandi vísar til hafi
gengið ári eftir að stofnað hafi verið til innlánanna og rúmum mánuði eftir að
stefndi, í góðri trú, hafi framlengt umræddan innlánssamning um þrjá mánuði, en
árs binditíma innlánsins hafi lokið 19. mars 2010. Stefndi hafi enga ástæðu
haft til annars en að treysta framkvæmd FME á ákvörðun stofnunarinnar, enda
hafi enginn gert athugasemd við færslu innlánsins frá Sparisjóðnum í Keflavík
til SpKef fyrr en nær tveimur árum eftir að binditíma þess lauk og það var
greitt út. Þannig hafi hvorki Sparisjóðurinn í Keflavík né SpKef gert athugasemdir við umrætt innlán né aðrir sem á
þessum tíma hafi farið ítarlega og nákvæmlega yfir allar eignir og skuldir,
m.a. hafi stefnandi sjálfur látið gera ítarlega skoðun á eignum og skuldum, án
þess að gera athugasemdir við innlánið. Stefndi hafi, eins og áður segir, verið
í góðri trú varðandi stofnun umrædds innláns í mars 2009, framlengingu samnings
um það í mars 2010 og útgreiðslu þess í júní 2010 og talið samning aðila og
framkvæmd FME á eigin ákvörðun frá 22. apríl 2010 að öllu leyti í samræmi við
ákvæði laga og reglna. Verði því ekki séð að stefndi hafi sýnt af sér saknæma
eða ólögmæta háttsemi í tengslum við umrætt innlán.
Jafnframt
segir stefndi að það sé skilyrði fyrir stofnun skaðabótaábyrgðar á grundvelli
sakarreglunnar að orsakatengsl séu á milli háttsemi og þess tjóns sem bóta er
krafist fyrir. Því verði sá sem tjóni veldur að vera viðriðinn þá atburðaráðs
sem leiðir til tjóns og þarf tjónið að vera sennileg afleiðing af hegðun þess
sem ber skaðabótaábyrgð á því. Í stefnu
sé fullyrt að meint tjón stefnanda sé sennileg afleiðing af háttsemi stefnda,
en fullyrðingin sé ekki studd neinum gögnum eða rökum og mótmælir stefndi því
að meint tjón stefnanda geti verið sennileg afleiðing af háttsemi stefnda. Í
stefnu komi hins vegar ítrekað fram að fulltrúar FME, bráðabirgðastjórnar
Sparisjóðsins í Keflavík og endurskoðunarfyrirtækja, sem önnuðust framkvæmd
ákvörðunar FME frá 22. apríl 2010, hafi gert mistök við yfirfærslu
innlánsskuldbindinga frá Sparisjóðnum í Keflavík til SpKef. Af stefnu sé einnig
ljóst að stefnandi telji að meint tjón hans megi rekja til þess að innlán
stefnda hjá Sparisjóðnum í Keflavík hafi ranglega verið fært til SpKef. Í ljósi
þessa telur stefndi að stefnandi hafi með skýrum hætti lýst því yfir að það
hafi verið FME og þeir sem aðstoðuðu stofnunina við framkvæmd ákvörðunar
stofnunarinnar sem hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi sem valdið
hafi tjóni stefnanda. Í ljósi þess beinir stefnandi málinu ranglega að stefnda.
Af þeim sökum beri að sýkna stefnda vegna aðildarskorts á grundvelli 2. mgr.
16. gr. laga um meðferð einkamála.
Í
stefnu sé í löngu máli fjallað um möguleika á riftun kaupa Sparisjóðsins í
Keflavík á skuldabréfi því sem sparisjóðurinn keypti af stefnda, þann 19. mars
2009, á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.
Fyrir liggi að við skipti á búi Sparisjóðsins í Keflavík hafi ekki verið gerð
krafa um riftun umrædds gernings. Slitastjórn sparisjóðsins hafi farið með
forræði þrotabúsins og verið ein bær um að ráðstafa hagsmunum og svara fyrir
skyldur þess skv. 122. gr. laga nr. 21/1991 og tekið ákvarðanir um hvernig
eignum og réttindum þrotabúsins yrði ráðstafað, þar á meðal hvort halda ætti
uppi kröfu, mál yrði höfðað um hana eða hún gefin eftir, sbr. 124. gr. laga nr.
21/1991. Skiptum á búi Sparisjóðsins í Keflavík hafi lokið 2. september 2013 án
þess að búið rifti eða höfðaði mál vegna framangreinds gernings. Stefnandi hafi
ekki lagt fram gögn sem sýni með óyggjandi hætti að hægt hefði verið að rifta
umræddum gerningi, eða að skilyrðum 4. málsl. 7. tölul. ákvörðunar FME frá 22.
apríl 2010 hafi verið fullnægt, enda liggi afrit af umræddu skuldabréfi ekki
fyrir í málinu, né önnur gögn sem sýni með óyggjandi hætti að skuldabréfið hafi
verið greitt upp fyrir gjalddaga. Hvað sem öllu framangreindu líði hafi
stefnandi hvorki sýnt fram á né rökstutt hvernig hann leiði fram rétt sinn á
hendur stefnda á grundvelli heimilda sem skiptastjórn Sparisjóðsins í Keflavík
hafði samkvæmt ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti o.fl. til að mögulega rifta
framangreindum kaupum, en nýtti ekki.
Stefndi
hafnar því að stefnandi hafi ofgreitt stefnda fé. Stefndi áréttar í þessu
sambandi að ekki hafi verið sýnt fram á það með ótvíræðum hætti að SpKef hafi
ranglega greitt stefnda út hið umdeilda innlán þann 23. júní 2010. Verði talið
að SpKef hafi greitt innlánið út umfram skyldu sé ekki þar með sagt að stofnast
hafi krafa um endurheimtu. Til að slík krafa stofnist sé almennt talið að sá
sem greiðir út fjármunina þurfi að hafa verið í villu um staðreyndir eða
augljósar reglur. FME hafi tekið ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda
Sparisjóðsins í Keflavík til SpKef þann 22. apríl 2010, tveimur mánuðum áður en
hin umdeilda innstæða var greidd út. Í kjölfarið hafi farið fram ítarleg og
nákvæm skoðun á öllum eignum og skuldbindingum bæði Sparisjóðsins í Keflavík og
SpKef. Það sé því ljóst að starfsmenn SpKef hafi haft ítarlegar upplýsingar um
og þekkingu á innlánsskuldbindingum sjóðsins og tilurð þeirra. Þá hafi þeir
þekkt vel til stöðu innlána, flokkunar þeirra eftir eðli, upphæðum og binditíma
á hverjum tíma. Starfsmenn SpKef hafi einnig verið mjög vel meðvitaðir um
ákvörðun FME frá 22. apríl 2010 og ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðsins í
Keflavík til SpKef. Því sé ljóst að starfsmenn SpKef hafi ekki verið í villu um
staðreyndir eða augljósar reglur þegar þeir greiddu umrætt innlán út. Þvert á
móti hafi þeir verið vel upplýstir bæði um staðreyndir og ákvörðun FME. Stefndi mótmælir því að hann hafi verið í mun
betri stöðu en einstakir starfsmenn SpKef til þess að leggja mat á tilvist og
efni kröfunnar. Eins og allar innlánsstofnanir hafi SpKef reglulega þurft að
gera Seðlabankanum grein fyrri stöðu innlána bankans. Því hafi starfsmenn
sparisjóðsins þekkt vel til stöðu og tilurðar innlána sparisjóðsins. Þá verði
að hafa í huga að SpKef hafi verið fjármálafyrirtæki og borið ýmsar skyldur sem
slíkt, sbr. ákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Þá bendir stefndi á að SpKef hafi
greitt umrætt innlán út án nokkurs fyrirvara, en fyrirvaralaus greiðsla sé
almennt talin jafngilda uppgjöri, enda veki slík greiðsla það traust hjá
viðtakanda að hún sé endanleg einkum ef ekki sé leitað leiðréttingar fljótlega.
Í ljósi alls framangreinds telur stefnandi að skilyrðum reglna um endurgreiðslu
ofgreidds fjár sé ekki fullnægt og því beri að sýkna stefnda af endurgreiðslukröfum
stefnanda.
Stefndi
mótmælir því einnig að hann hafi auðgast á ólögmætan hátt, enda liggi ekki
fyrir að skilyrði stofnunar auðgunarkröfu séu fyrir hendi. Þannig hafi
stefnandi hvorki sýnt fram á að hann hafi beðið sannanlegt tjón né hvert meint
tjón hans sé. Þá liggi heldur ekki fyrir hvort stefndi geti haft uppi kröfu á
öðrum grundvelli. Ljóst sé að stefnandi hafi samið við fjármálaráðherra f.h.
íslenska ríkisins um yfirtöku stefnanda á SpKef og hafi endanleg niðurstaða
varðandi endurgjald til stefnanda fyrir yfirtöku á eignum og skuldum verið sú
að það skyldi vera samtals 19.198.000.000 kr. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á
að hann hafi ekki fengið meint tjón sitt bætt með umræddum greiðslum frá
íslenska ríkinu. Þá hafi stefnandi heldur ekki sýnt fram á að stefndi hafi
auðgast á kostnað annars aðila eða að orsakasamband sé á milli meintrar
auðgunar stefnda og meintrar skerðingar stefnanda. Stefnandi hafi hvorki sýnt
fram á að meint auðgun stefnda sé óréttmæt, né að fjárhæð kröfu hans samsvari
þeirri upphæð sem meint auðgun tekur til. Því verður ekki talið að skilyrði
stofnunar auðgunarkröfu séu fyrir hendi.
Verði
talið að stefnandi eigi kröfu á stefnda um greiðslu fjármuna byggir stefndi á
því að með aðgerðarleysi sínu hafi stefnandi fyrirgert öllum þeim rétti sem
hann kynni að hafa átt (tómlæti). Hið umdeilda innlán í mars 2009 hafi verið
greitt út í júní 2010. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við umrætt innlán
af hálfu bráðabirgðastjórnar eða slitastjórnar Sparisjóðsins í Keflavík. Þá
hafi skiptastjóri Sparisjóðsins í Keflavík aldrei gert neina athugasemd við
umrædd innlán, en skiptum á búi sjóðsins hafi lokið í september 2013. Þá hafi
aldrei borist athugasemdir eða tilkynningar um innlánið frá SpKef sparisjóði.
Því er mótmælt að í október 2010 hafi stefnda verið gerð grein fyrir því af
hálfu SpKef að hin umdeilda innlánsskuldbinding Sparisjóðsins í Keflavík, sem
stefndi hafði þá tekið út frá SpKef, væri til skoðunar hjá slitastjórn
Sparisjóðsins í Keflavík. Um þetta vísar stefnandi til tölvupóstsamskipta í
október og nóvember 2010. Sá tölvupóstur sýni ekki á neinn hátt að stefndi hafi
fengið tilkynningu um að málið væri til skoðunar. Í tölvupósti 27. október
2010, frá starfsmanni SpKef til stjórnarformanns og annars starfsmanns sparisjóðsins,
segi að búið sé að hafa samband við Festu lífeyrissjóð, en engin gögn hafi
verið lögð fram sem sýna fram á að það hafi í raun verið gert. Í tölvupósti 9.
nóvember 2010, frá framkvæmdastjóra stefnda til starfsmanns SpKef, komi fram að
framkvæmdastjóri stefnda hafi rætt við starfsmann sparisjóðsins um innlánsmál
og að starfsmaðurinn hafi ekkert vitað um málið, en haldið að það væri ennþá
verið að skoða málið. Í tölvupósti sama dag, 9. nóvember, milli starfsmanna
SpKef, komi fram að framkvæmdastjóri stefnda hafi óskað eftir upplýsingum um
innlán sjóðsins. Ekki hafi hins vegar verið lögð fram nein gögn um að þær
upplýsingar hafi verið veittar.
Á
tímabilinu apríl 2010 til mars 2011 hafi farið fram ítarleg og nákvæm skoðun á
öllum eignum og skuldbindingum bæði Sparisjóðsins í Keflavík og SpKef, í
kjölfar ákvörðunar FME um ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðsins til SpKef og
uppgjörs sem fara skyldi fram á milli sjóðanna. Það sé fráleitt að halda því
fram að starfsmenn SpKef og slitastjórnar Sparisjóðsins í Keflavík hafi ekki
haft vitneskju og þekkingu á efni, tilurð og tilvist innlánsskuldbindinga
sjóðanna og að stefndi hafi haft mun betri vitneskju um efni, tilurð og tilvist
innlánsskuldbindinganna en einstakir starfsmenn slitastjórnar og
endurskoðunarfyrirtækja, sem önnuðust framkvæmd ákvörðunar FME og fengnir voru
til að meta eignir og skuldir Sparisjóðsins í Keflavík. Eins og allar
innlánsstofnanir hafi Sparisjóðurinn í Keflavík, og síðar SpKef, þurft að gera
Seðlabankanum grein fyrri stöðu innlána bankans. Því hafi starfsmenn
sparisjóðsins þekkt vel til stöðu innlána, flokkunar þeirra eftir eðli,
upphæðum og binditíma á hverjum tíma. Ljóst sé að starfsmenn stefnda hafi ekki
komið með neinum hætti að umræddri yfirfærslu og því ekki verið í neinni
aðstöðu til að hafa áhrif á framkvæmd hennar. Því til stuðnings sé rétt að
árétta að á meðan umræddur innlánssamningur hafi verið í gildi hafi stefndi
fengið reglulegar tilkynningar frá SpKef um vaxtatekjur af umræddri innstæðu,
en aldrei hafi verið gerð nein athugasemd við tilurð eða tilvist innstæðunnar.
Stefnandi
hafi tekið yfir eignir og skuldir SpKef í byrjun mars 2011. Bankinn hafi þó
engar athugasemdir gert við umrætt innlán fyrr en tæpu ári síðar, eða í febrúar
2012, en þá hafi verið liðin tæp tvö ár frá því að innstæðan var greidd út af
innlánsreikningnum. Í bréfi stefnanda frá því í febrúar 2012 sé ekki krafist
greiðslu á umræddri innstæðu, heldur sé þar fjallað um að stefnandi hafni því
að stefndi eigi kröfur á hendur bankanum vegna tveggja innlána. Þá hafi
stefnandi áskilið sér rétt til að krefjast endurgreiðslu vegna úttektar á
riftanlegum innlánum. Stefndi hafi mótmælt athugasemdum stefnanda í maí 2012.
Ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða af hálfu stefnanda fyrr en 11.
október 2013, meira en einu og hálfu ári eftir að fyrsta bréfið hafi verið
sent, en þá hafi stefnda borist greiðsluáskorun frá stefnanda og greiðsluskyldu
alfarið verið hafnað með bréfi 4. nóvember s.á. Stefndi telur að verulega hafi
skort á að stefnandi gerði tafarlaust fyrirvara um meintan rétt sinn gagnvart
stefnda og verði ekki séð að þær ástæður hafi verið fyrir hendi sem réttlætt
geti að það hafi verið dregið svo lengi sem raun varð á.
Einnig
byggir stefndi á því að í stefnu séu hvorki færðar sönnur fyrir því að stefndi
hafi beðið tjón né sé það rökstutt með skýrum hætti hvert meint tjón stefnanda
eigi að hafa verið. Stefnandi telur að hann hafi orðið annars vegar fyrir beinu
tjóni, en hins vegar fyrir óbeinu tjóni vegna missis ávöxtunar fjármuna. Engin
nánari grein sé gerð fyrir beinu eða óbeinu tjóni í stefnu og telur stefndi því
að tjón stefnanda sé ósannað með öllu. Auk þess hafi stefnandi ekki sýnt fram á
hvernig hann hafi beðið tjón af ráðstöfunum sem fóru fram um ári áður en hann
yfirtók SpKef. Þá er sérstaklega mótmælt aðferðum við útreikning tjóns vegna
missis ávöxtunar og telur stefndi engin rök fyrir því að beita þeim viðmiðunum
við útreikninginn sem stefnandi gerir í stefnu.
Ef
ekki verður fallist á að sýkna stefnda af kröfum stefnanda gerir stefndi kröfu
um að dráttarvextir verði ekki dæmdir fyrr en í fyrsta lagi frá og með
uppkvaðningu endanlegs dóms. Byggir stefndi þessa kröfu sína á 7. gr. laga um
vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Það verði að telja óeðlilegt, í ljósi
tómlætis stefnanda, að stefndi verði dæmdur til greiðslu dráttarvaxta af
umræddri kröfu í samræmi við kröfugerð stefnanda.
Um
málskostnaðarkröfu stefnda er vísað til 129. og 131. gr. laga nr. 91/1991.
Vegna
áskorunar í stefnu, um að stefndi veiti upplýsingar um það hvort stefndi hafi
gripið til sérstakrar varúðarniðurfærslu í bókhaldi eða annarra svipaðra
aðgerða í tengslum við útgreiðslu hinnar umdeildu innstæðu þann 23. júní 2010,
upplýsir stefndi að hann hafi ekki fært varúðarniðurfærslu í reikningum sínum
vegna umrædds innláns. Stefndi mótmælir því að hægt sé að sjá það af
ársreikningum stefnda fyrir reikningsárin 2009 og 2010 að stefndi hafi sjálfur
litið svo á sem innlánsskuldbindingum Sparisjóðsins í Keflavík gagnvart stefnda
hafi ekki verið ráðstafað til SpKef. Í framlögðu dómskjali sé að finna
skýringar með ársskýrslu stefnda frá 2009, 2010 og 2011. Á þeim blaðsíðum sem
lagðar hafa verið fram sé gerð grein fyrir öllum innlánum sjóðsins, annars vegar
greint eftir fjármálafyrirtækjum og hins vegar sem heildartölu. Megi sjá af
ársskýrslunum að fjárhæð innlána breytist milli ára, en stefndi telur rétt að
taka fram að þær breytingar tengist ekki á neinn hátt því innláni sem deilt er
um í þessu máli og sýni umrætt dómskjal því ekki á neinn hátt afstöðu stefnda,
enda hafi hann ekki fært varúðarniðurfærslu í reikningum sínum vegna umrædds
innláns.
Þá
segir stefndi, vegna áskorunar í stefnu um að veita upplýsingar um ávöxtun
stefnda á útteknum fjármunum af reikningi nr. 1109-26-24000 frá 23. júní 2010
til þess dags, að stefnda sé ómögulegt að veita upplýsingar um ávöxtun umræddra
fjármuna, enda sé þeim ekki haldið sérgreindum frá öðrum fjármunum sem
sjóðurinn ávaxtar í samræmi við fjárfestingarstefnu sína frá einum tíma til
annars. Þeir hafi runnið saman við aðra fjármuni sjóðsins, sem til ráðstöfunar
séu hverju sinni til fjárfestinga. Fjárfestingar sjóðsins nemi milljörðum króna
á hverju ári og sé ómögulegt að tengja umrædda fjármuni við einhverja ákveðna fjárfestingu
sjóðsins.
V.
Eins og rakið hefur verið átti
stefndi skuldabréf útgefið af Sparisjóði Vestfirðinga að nafnverði 60.000 kr.,
sem var auðkennt SPVF 03 1. Gjalddagi bréfsins var 15. mars 2010. Sparisjóður
Vestfirðinga sameinaðist Sparisjóðnum í Keflavík sem keypti skuldabréfið af
stefnda fyrir gjalddaga þess, hinn 19. mars 2009, á 88.677.120 kr. Sama dag
gerðu stefndi og Sparisjóðurinn í Keflavík samkomulag um vaxtakjör á bundnum
innlánsreikningi stefnda hjá sparisjóðnum. Höfuðstóll í upphafi binditíma, sem
var til tólf mánaða, var 118.444.220 kr. Innlánið var óverðtryggt og fastir
vextir 12% á höfuðstól. Kaupverð framangreinds skuldabréfs, 88.677.120 kr., var
lagt inn á innlánsreikninginn auk frekari fjármuna frá stefnda, 29.767.100 kr.,
samtals 118.444.220 kr. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands frá 6.
október 2008 var innistæðan tryggð að fullu, sbr. og 6. gr. laga nr. 125/2008
um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á
fjármálamarkaði o.fl., er breytti 103. gr. laga nr. 161/2002 um
fjármálafyrirtæki.
Með ákvörðun FME 22. apríl 2010
var eignum og skuldum Sparisjóðsins í Keflavík ráðstafað til SpKef. Í ákvörðun
FME var sérstakt ákvæði í 7. tölul. um að SpKef tæki ekki yfir
innlánsskuldbindingar Sparisjóðsins í Keflavík sem stofnað hefði verið til með
þeim hætti að kröfueigandi samkvæmt skuldabréfi hefði fengið kröfu sína greidda
fyrir gjalddaga en á sama tíma hafi verið stofnað til innláns í Sparisjóðnum í
Keflavík „enda sé um riftanlegan gerning að ræða skv. lögum um gjaldþrotaskipti
o.fl. nr. 21/1991“. Framangreint innlán stefnda mun fyrir mistök hafa verið
flutt úr Sparisjóðnum í Keflavík yfir í SpKef. Stefndi tók út innistæðuna hinn
23. júní 2010 ásamt vöxtum, 135.985.604 kr. Hinn 5. mars 2011 tók FME yfir vald
stofnfjáreigenda SpKef og ákvað að NBI hf., nú Landsbankinn hf., tæki frá 7.
mars við rekstri, eignum og skuldbindingum SpKef, samkvæmt samningi íslenska
ríkisins og NBI hf. um yfirtökuna, dags. 5. mars 2011.
Í máli þessu byggir stefnandi í
fyrsta lagi á því að stefndi hafi með úttekt sinni á innlánsreikningnum hjá
SpKef hinn 23. júní 2010 valdið stefnanda tjóni sem stefndi beri ábyrgð á
gagnvart stefnanda á grundvelli sakarreglunnar. Nánar tiltekið hafi stefndi með
saknæmum og ólögmætum hætti hagnýtt sér mistök sem hafi orðið við framkvæmd
ákvörðunar FME frá 22. apríl 2010 og tekið út fjármunina gegn betri vitund.
Eignir SpKef hafi þannig rýrnað. Verði ekki fallist á skaðabótakröfu stefnanda
er í öðru lagi byggt á ólögfestri meginreglu um endurgreiðslu ofgreidds fjár.
Þá byggir stefnandi í þriðja lagi á ólögfestri meginreglu kröfuréttar um
óréttmæta auðgun. Stefnandi byggir aðild sína í málinu á því að hann hafi tekið
yfir rekstur, eignir og skuldbindingar SpKef með þeim hætti að sparisjóðurinn
var sameinaður stefnanda, sbr. samning þess efnis, dags. 5. mars 2011, og er
kröfu stefnanda um aðildarskort því hafnað.
Samkvæmt því sem fram kom fyrir
dómi hjá framkvæmdastjóra stefnda átti Sparisjóðurinn í Keflavík frumkvæði að
því að kaupa framangreint skuldabréf fyrir gjalddaga þess og að andvirði þess
var ráðstafað á innlánsreikning. Er ekkert í gögnum málsins sem bendir til
annars og í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir
erfiðleika og falls sparisjóðanna, sem lögmaður stefnanda lagði fram til
hliðsjónar fyrir dómara við aðalmeðferð málsins, kemur fram að Sparisjóðurinn í
Keflavík hafi á árinu 2008 hafið ákveðna sókn í innlánum vegna þröngrar
lausafjárstöðu sparisjóðsins. Ósannað er gegn mótmælum stefnda að stefndi hafi
þekkt sérstaklega vel til málefna Sparisjóðsins í Keflavík og þess hver staða
sparisjóðsins var þegar samkomulagið um innlánið var gert 19. mars 2009.
Ákvörðun FME tveimur dögum áður, 17. mars 2009, um ráðstöfun eigna og skulda
frá Straumi-Burðarási til Íslandsbanka og að Íslandsbanki
tæki ekki yfir innlánsskuldbindingar sem stofnað hafi verið til með þeim hætti
að kröfueigandi samkvæmt skuldabréfi hafi fengið kröfu greidda fyrir gjalddaga
en á sama tíma stofnað til innláns hjá Straumi, getur ekki leitt til þess að
skaðabótaábyrgð verði nú felld á stefnda, enda var ákvörðunin bundin við
Straum-Burðarás og ekki verður fullyrt að stefnda hafi verið eða mátt vera
kunnugt um hana.
Stefnandi
byggir skaðabótaábyrgð stefnda fyrst og fremst á því að í 7. tölul.
ákvörðunar FME frá 22. apríl 2010 hafi sérstaklega verið tekið fram að innlánsskuldbindingum,
sem hafi orðið til með þeim hætti að skuldabréf voru gerð upp fyrir gjalddaga
þeirra og uppgreiðsluverðmæti notað til að stofna í staðinn til innlána á sama
tíma, skyldi ekki ráðstafað frá Sparisjóðnum í Keflavík til SpKef, og vísar í
þessu sambandi til 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.
Umrædd greiðsla sem fór fram 23. júní 2010 er aðeins riftanleg á grundvelli 1.
mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 og þeirra málsmeðferðarreglna sem þar er að
finna, m.a. um málshöfðunarfrest 148. gr. Fyrir liggur að mál var ekki höfðað
til riftunar á umræddri greiðslu og getur stefnandi því ekki byggt á því hér að
greiðslan hafi verið riftanleg. Enn fremur verður í máli þessu að líta til þess
að fjöldi sérfræðinga kom að því að meta eignir og skuldir Sparisjóðsins í
Keflavík og framkvæma yfirtöku SpKef á eignum og skuldbindingum Sparisjóðsins í
Keflavík. Yfirfærslan á umræddri innlánsskuldbindingu var ekki á ábyrgð
stefnda og verður stefnandi að bera hallann af því að mistök voru gerð þegar
innlánið var flutt úr Sparisjóðnum í Keflavík yfir í SpKef. Ekki hefur verið
sýnt fram á að stefndi hafi samkvæmt ársreikningum sínum litið svo á að
innláninu hafi ekki verið ráðstafað yfir í SpKef eða að hann hafi framkvæmt varúðarniðurfærslu
í bókhaldi.
Þegar litið er til alls
framangreinds er skaðabótaskyldu stefnda hafnað. Auk þess verður að horfa til
þess að það var ekki fyrr en með bréfi 11. október 2013 sem stefnandi hafði
uppi endurgreiðslukröfu á hendur stefnda. Verður því að líta svo á að hann hafi
með tómlæti sínu glatað rétti til að bera fyrir sig bótaskyldu stefnda.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli
nr. 39/2003 hefur ekki verið talið að almenn auðgunarregla gildi í íslenskum
rétti en fallist hefur verið á að réttmætt geti verið að beita auðgunarreglu
við sérstakar aðstæður, þótt ekki sé til þess bein heimild í settum rétti.
Verður þá að meta kröfu af þessum toga eftir eðli máls í einstökum tilvikum með
hliðsjón af öllum atvikum. Þegar litið er til atvika í máli þessu, einkum þess
sem áður segir um að mistök við yfirfærslu á umræddri innlánsskuldbindingu úr
Sparisjóði Keflavíkur í SpKef hafi ekki verið á ábyrgð stefnda, og þess langa
tíma sem liðinn er frá því að greiðslan fór fram, er því hafnað að grundvöllur
sé fyrir kröfu stefnanda samkvæmt óskráðri reglu um óréttmæta auðgun.
Þá verður við mat þess hvort
stefnandi eigi kröfu á hendur stefnda á grundvelli reglna um endurheimtu
ofgreidds fjár að líta til atvika í máli þessu. Stefndi kveðst hafa treyst á
framkvæmd FME á ákvörðuninni frá 22. apríl 2010 og ítarlega skoðun sem
stefnandi hafi látið gera á eignum og skuldum SpKef, án þess að athugasemdir
væru gerðar við innlánið. Þannig hafi stefndi mátt ætla að greiðslan væri
endanleg. Eins og áður segir voru mistökin við yfirfærslu
innlánsskuldbindingarinnar úr Sparisjóðnum í Keflavík í SpKef ekki á ábyrgð
stefnda og verður stefnandi fremur að bera hallann af þeim. Þá hefur stefnandi
sýnt tómlæti í málinu. Verður því að hafna endurkröfu stefnanda.
Eftir atvikum og með vísan til 3.
mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þykir rétt að láta hvorn
aðila bera sinn kostnað af málinu.
Af hálfu stefnanda flutti málið
Jóhannes Eiríksson hdl. en af hálfu stefnda Hlynur Halldórsson hrl.
Dóm þennan kveður upp Sandra
Baldvinsdóttir héraðsdómari.
D
ó m s o r ð:
Stefndi,
Festa – lífeyrissjóður, er sýkn af kröfu stefnanda, Landsbankans hf.
Málskostnaður
fellur niður. |
Mál nr. 325/2015 | Skaðabætur | A hf. og Í hf. höfðuðu mál gegn G og kröfðust skaðabóta vegna þess sem þau töldu vanrækslu G á skyldum sínum sem lögmaður og fasteignasali við sölu fasteignarinnar S51. Töldu félögin að G hefði liðsinnt eigendum fasteignarinnar við að létta veðum af henni, gegn því að þau fengju greiddar 575 milljónir króna upp í áhvílandi skuldir, þegar hann vissi eða hefði mátt vita að þau væru í villu um söluandvirði fasteignarinnar og að það væri í raun mun hærra. Í héraðsdómi, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans í Hæstarétti, kom fram að ekki hefðu verið færðar nægar sönnur á það að G hefði vitað eða mátt vita að erindisrekstur hans væri liður í ólögmætri blekkingu eiganda fasteignarinnar við að fá veðum aflétt gegn greiðslu á mun lægri fjárhæð en í raun fékkst við sölu hennar. Var G því sýknaður af kröfum A hf. og Í hf. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Greta
Baldursdóttir og Viðar Már Matthíasson.
Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 5. maí 2015. Þeir krefjast þess að
stefnda verði gert að greiða áfrýjandanum Arion banka hf. 64.323.376 krónur og áfrýjandanum
Íslandsbanka hf. 41.748.312 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr.
38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. desember 2009 til 10. janúar 2014, en
dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags,
allt að frádregnum hlut áfrýjandans Arion banka hf., 41.618.675 krónur, og hlut
áfrýjandans Íslandsbanka hf., 27.012.099 krónur, í greiðslu 21. nóvember 2013.
Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um
annað en málskostnað, en rétt er að
aðilar beri hver sinn kostnað af rekstri málsins á báðum dómstigum.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað úr hendi áfrýjenda,
Arion banka hf. og Íslandsbanka hf.
Málskostnaður milli áfrýjenda og stefnda, Gísla Gíslasonar, í héraði og
fyrir Hæstarétti fellur niður.
Dómur
Héraðsdóms Reykjavíkur 6. febrúar 2015.
I.
Mál
þetta, sem var dómtekið 12. desember sl., er höfðað 8. janúar 2014 af Arion
banka hf., Borgartúni 19 í Reykjavík, Íslandsbanka hf., Kirkjusandi 2 í
Reykjavík og Glitni hf., Sóltúni 26 í Reykjavík, gegn Gísla Gíslasyni, Logafold
78 í Reykjavík.
Dómkröfur
stefnenda eru eftirfarandi:
Stefnandi,
Arion banki hf., krefst þess að stefndi, Gísli Gíslason, verði dæmdur til þess
að greiða bankanum skaðabætur að fjárhæð 64.323.376 krónur ásamt vöxtum
samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu, frá 28. desember 2009 til 10. janúar 2014, en með dráttarvöxtum
samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. vaxtalaga, frá þeim degi til greiðsludags,
allt að frádregnum hlut Arion banka hf. í greiðslu frá embætti sérstaks
saksóknara til stefnenda 21. nóvember 2013 að fjárhæð 41.618.675 krónur.
Stefnandi,
Íslandsbanki hf., krefst þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða
bankanum skaðabætur að fjárhæð 41.748.312 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr.
6. gr., sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 28.
desember 2009 til 10. janúar 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6.
gr., sbr. 9. gr. vaxtalaga, frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum
hlut Íslandsbanka hf. í greiðslu frá embætti sérstaks saksóknara til stefnenda
21. nóvember 2013 að fjárhæð 27.012.099 krónur.
Stefnandi,
Glitnir hf., krefst þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða sér
skaðabætur að fjárhæð 48.551.779 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.,
sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 28. desember 2009
til 10. janúar 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr.
vaxtalaga, frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum hlut Glitnis hf.
í greiðslu frá embætti sérstaks saksóknara til stefnenda 21. nóvember 2013 að
fjárhæð 31.414.096 krónur.
Þá
krefjast stefnendur þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða þeim
málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi.
Stefndi
krefst sýknu og að stefnendum verði gert að greiða honum málskostnað að mati
dómsins.
II.
Mál
þetta á rætur að rekja til sölu á fasteigninni að Skúlagötu 51 í desember 2009.
Eignarhaldsfélagið Vindasúlur ehf., áður Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf.,
var eigandi fasteignarinnar, en félag þetta mun hafa verið í eigu feðganna
Karls Steingrímssonar og Arons Péturs Karlssonar. Sá síðarnefndi var eini
stjórnarmaður félagsins og hafði heimild til þess að skuldbinda það. Á
fasteigninni hvíldu fjögur
tryggingarbréf á fyrsta veðrétti, sem öll voru til tryggingar á greiðslu
fjárskuldbindinga allt að 246 milljóna króna, eða samtals allt að 984 milljóna
króna, auk verðtryggingar, dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. Tvö bréfanna
munu hafa verið í eigu Arion banka hf. og tvö í eigu Glitnis banka hf. og
Íslandsbanka hf. Auk framangreindra tryggingarbréfa hvíldi á eigninni eitt
veðskuldabréf að nafnvirði 30 milljónir króna og tvö tryggingarbréf samtals að
fjárhæð 78 milljónir króna. Forveri Arion banka hf., Kaupþing banki hf., fékk
enn fremur þinglýst 12. september 2008 kvöð á eignina, en með henni varð
Eignarhaldsfélagið Vindasúlur ehf. skuldbundið til þess að selja hvorki né
veðsetja fasteignina nema með skriflegu samþykki bankans.
Stefndi
er héraðsdómslögmaður og hefur meðal annars haft milligöngu um að koma á
viðskiptum með fasteignir. Að hans sögn leitaði Bala Kamallakhran til hans á
árinu 2009 og óskaði eftir aðstoð við að finna hentugt húsnæði sem breyta mætti
í hótel. Hafi Bala greint honum frá því að hann ræki þetta erindi fyrir stórt
indverskt fyrirtæki. Í málinu liggur fyrir kauptilboð sem stefndi gerði 11.
september 2009 fyrir indverska félagið Aurostar Capital Group Ltd. í nafni
dótturfélags þess, Auro Investments Partners LLC, í fasteign að Sætúni 8 í
Reykjavík. Þau kaup gengu ekki eftir.
Að
sögn stefnda var honum kunnugt um að fasteignin að Skúlagötu 51 hefði verið í
sölumeðferð, en hann hafði sjálfur freistað þess, að beiðni Karls
Steingrímssonar, að selja eignina til Landsvirkjunar. Þegar fyrir lá að kaupin
á Sætúni 8 gengju ekki eftir leitaði stefndi til lögmanns Karls, Hróbjarts
Jónatanssonar hrl., til að athuga hvort fasteignin að Skúlagötu 51 væri enn þá
til sölu. Í málinu liggur fyrir tölvupóstur frá Hróbjarti til stefnda 17.
nóvember 2009 þar sem hann sendi honum söluyfirlit fasteignarinnar og bað
stefnda um að gera tilboð í eignina. Þeir áttu síðan í nokkrum tölvupóstsamskiptum
þar sem Hróbjartur sendi stefnda m.a. sýnishorn af kauptilboði í umrædda
fasteign. Með tölvuskeyti 30. nóvember 2009 spurðist Hróbjartur enn fremur
fyrir um stöðuna og skýrði frá því að það yrði að „koma tilboðinu á eftir í
bankann“.
Með
bréfi 2. desember 2009 til Eignarhaldsfélagsins Vindasúlna ehf. gerði stefndi
grein fyrir því að forsvarsmenn Aurostar Capital Group Ltd. hefðu falið honum
að gera tilboð í fasteignina að Skúlagötu 51 í nafni dótturfélags þess, Auro
Investments Partners LLC. Kom fram í bréfinu að Bala Kamallakharan, sem starfað
hefði á Íslandi um nokkurra ára skeið, kæmi fram fyrir hönd tilboðsgjafa, ef
ákveðið yrði að ganga til samninga á grundvelli tilboðsins. Meðfylgjandi var
kauptilboð á ensku í fasteignina, dagsett sama dag, þar sem Auro Investment
Partners LLC fyrir hönd „NewCo (privat limited compani EHF)“ var tilboðsgjafi.
Gilti tilboðið til 4. desember 2009. Kaupverð samkvæmt því var 550 milljónir
króna, sem greiða skyldi stefnda, Arion banka hf., annars vegar við undirritun kaupsamnings,
sem skyldi í síðasta lagi fara fram fyrir hádegi 11. desember 2009, og hins
vegar við útgáfu afsals. Miðað var við að bankinn myndi í kjölfarið aflétta
veðum af eigninni þegar allar greiðslur hefðu borist. Í tilboðinu var gert ráð
fyrir því að seljandinn aflétti af eigninni öðrum kvöðum en skipulagskvöð og
virðisaukaskattskvöð á grundvelli 2. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988 um
virðisaukaskatt. Í 13. gr. tilboðsins var kveðið á um að tilboðsgjafi áskildi
sér rétt til þess að hverfa, án bótaskyldu, frá samningi um kaup á eigninni
fyrir 3. desember 2009. Í 14. gr. tilboðsins kemur einnig fram að seljandi gæti
horfið frá sölu eignarinnar án bótaskyldu, áður en greiðsla kaupverðs bærist,
reyndist honum erfitt að uppfylla samningsskyldur sínar eða ef hann teldi
hagsmunum sínum betur borgið með því. Sérstakt samkomulag sama efnis var einnig
undirritað sama dag og kauptilboðið. Kauptilboð þetta er undirritað 2. desember
2009 af Bala Kamallakharan fyrir hönd tilboðsgjafa og Aroni Pétri Karlssyni
fyrir hönd seljanda. Stefndi var vottur að undirritun og dagsetningu hennar.
Tilboðið
var sent stefnendum, veðhöfum í fasteigninni. Stefndi mun hafa verið erlendis
frá 8. til 15. desember 2009. Hann átti símafund með starfsmönnum stefnenda 9. desember 2009,
þar sem farið var yfir einstök atriði hins samþykkta kauptilboðs og tilhögun
væntanlegra greiðslna frá Indlandi. Kom þar meðal annars fram að kaupendur
hefðu hug á að nota félag, sem stefndi kvaðst eiga, 2007 ehf., við kaupin.
Jafnframt kom fyrrgreind virðisaukaskattskvöð til umfjöllunar og var þess getið
að hún næmi um 100 milljónum króna á þeim tíma. Staðfesti stefndi að kaupandi
yfirtæki hana. Stefndi var í tölvupóstsamskiptum sama dag við starfsmann Arion
banka, þar sem áréttað var að ef bankarnir samþykktu greiðslutilhögun væri
nauðsynlegt að lýsa því skriflega yfir við kaupandanna, einkahlutafélagið 2007,
að gegn greiðslu á kaupverðinu, 550 milljónum króna, yrðu öllum lánum aflétt af
fasteigninni.
Í
tölvuskeyti frá starfsmanni Arion banka til stefnda föstudaginn 11. desember
2009 var upplýst að málið færi fyrir lánanefnd bankans á þriðjudagsmorgun.
Beindi starfsmaðurinn því til stefnda að nýtt tilboð yrði undirritað þar sem
fram kæmu tilteknar breytingar, sem samþykktar hefðu verið af fulltrúa
kaupanda, og hækkun kaupverðs í 575 milljónir króna, ásamt því að kaupandi
yfirtæki gjaldfallin fasteignagjöld. Þá var tekið fram í tölvuskeytinu að miða
þyrfti við að kaupsamningur yrði undirritaður 21. desember 2009.
Með
afsali 11. desember 2009 var fasteigninni Skúlagötu 51 afsalað frá
Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf. til 2007 ehf. Átti kaupverðið að greiðast
að fullu „m.a. með greiðslu til afléttingar veðlána“. Undir afsalið rituðu Aron
Pétur Karlsson fyrir hönd Eignarhaldsfélagsins Vindasúlna ehf. og Sighvatur Lárusson
fyrir hönd 2007 ehf., en hann var samkvæmt stofnskjölum félagsins varamaður í
stjórn þess. Afsalið var móttekið til þinglýsingar 11. desember 2009 og skráð í
þinglýsingarbók 14. desember 2009. Fyrir liggur að skráður eigandi félagsins
2007 ehf. var einkahlutafélagið Northern Lights Energy. Greiðsla fyrir hlutféð
var innt af hendi 16. desember sama ár. Tilkynningar um breytingu á stjórn og
framkvæmdastjórn 2007 ehf. barst fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra 17. desember
2009.
Nýtt
kauptilboð, undirritað af Bala Kamallakharan vegna Auro Investment Partners LLC
fyrir hönd 2007 ehf., var lagt fram 14. desember 2009. Kaupverðið var nú 575
milljónir króna, sem bar að greiða annars vegar við undirritun kaupsamnings 21.
desember 2009 og hins vegar við útgáfu afsals, auk þess sem tekið hafði verið
tillit til þeirra breytinga sem vikið hafði verið að í tölvuskeytinu 11.
desember 2009. Að öðru leyti virðist tilboðið vera óbreytt frá kauptilboðinu 2.
desember 2009. Það er undirritað af Bala Kamallakharan fyrir hönd tilboðsgjafa
og samþykkt af Aroni Pétri Karlssyni fyrir hönd seljanda.
Á fundi lánanefndar Arion banka 15.
desember 2009 var framangreint kauptilboð samþykkt. Þar kom fram að
heildarkrafa bankans næmi 406 milljónum króna og að endurheimtur yrðu 239,2
milljónir króna. Yrðu „umframkröfur“ áfram í lögfræðiinnheimtu og tekið fram að
farið yrði fram á gjaldþrotaskipti á Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf.
Stefnda var tilkynnt með tölvuskeyti sama dag um ákvörðun bankans um að
samþykkja tilboðið.
Hinn
16. desember 2009 gáfu stefnendur út yfirlýsingu þar sem fram kom að fyrir lægi
tilboð í fasteignina að Skúlagötu 51, dags. 14. desember 2009, að fjárhæð 575
milljónir króna. Lýstu stefnendur þar yfir að þeir hefðu samþykkt að aflétta
þeim veðskuldbindingum sem hvíldu á fyrsta veðrétti fasteignarinnar Skúlagötu
51 þegar 575 milljónir króna „vegna söluandvirðis ofangreindrar fasteignar
hefur að fullu verið greitt inn á handveðsettan reikning nr. 0358-22-322 hjá
Arion banka hf. í eigu Eignarhaldsfélagsins Vindasúla ehf.“ og bankinn
millifært hlutdeild Íslandsbanka og Glitnis banka inn á reikning í þeirra eigu.
Tekið var fram að yfirlýsingin gilti til loka dags 21. desember 2009. Af hálfu
seljanda fasteignarinnar samþykkti Aron Pétur Karlsson þessa ráðstöfun
kaupverðsins með undirritun sinni á yfirlýsinguna.
Nokkru
áður en framangreint átti sér stað hófust samningaviðræður um sölu á
fasteigninni að Skúlagötu 51 milli Eignarhaldsfélagsins Vindasúlna ehf. og
kínverska sendiráðsins á Íslandi. Í málinu liggja fyrir drög að kaupsamningi
milli þessara aðila frá nóvember 2009 þar sem gert var ráð fyrir að kaupverðið
yrði 7 milljónir Bandaríkjadala og að seljendur tækju meðal annars að sér að
gera upp áhvílandi virðisaukaskattskvöð. Kaupsamningur þessi ber með sér að
hafa verið saminn af Guðmundi Th. Jónssyni fasteignasala á fasteignasölunni
Fasteignamarkaðnum ehf. Kaupsamningur sama efnis var undirritaður 17. desember
2009 að öðru leyti en því að seljandi þar var einkahlutafélagið 2007, en ekki
Eignarhaldsfélagið Vindasúlur ehf. Kaupverðið var sem fyrr 7 milljónir
Bandaríkjadala eða um 854.840.000 krónur samkvæmt skráðu gengi Seðlabanka
Íslands á þeim tíma. Aron Pétur Karlsson undirritaði kaupsamninginn fyrir hönd
seljanda og undir afsal fasteignarinnar til kínverska sendiráðsins sem er
dagsett sama dag. Afsalið var móttekið til þinglýsingar 20. desember 2009. Á
kaupsamningnum er áritun dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins 22. desember
2009 þar sem samningurinn er staðfestur samkvæmt heimild í 2. mgr. 1. gr. laga
um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19/1966, sbr. lög nr. 30/1980.
Afsalið til kínverska sendiráðsins var fært í þinglýsingarbækur 30. desember
2009.
Samkvæmt
gögnum málsins leitaði Hróbjartur Jónatansson hrl. eftir því símleiðis 18.
desember 2009 að fyrrgreind yfirlýsing frá 16. sama mánaðar yrði framlengd þar
sem greiðsla næðist ekki að berast í tæka tíð. Í tölvuskeyti milli starfsmanna
stefnenda 21. desember 2009 var upplýst að engin greiðsla hefði borist frá
kaupendum fasteignarinnar eins og gert hefði verið ráð fyrir í yfirlýsingunni.
Hins vegar hefði stefndi komið á fund starfsmanns í Arion banka þennan sama
dag, ásamt Bala Kamallakharan, og óskað eftir því að greiðslu yrði frestað til
31. desember sökum þess að væntanlegir kaupendur væru ekki komnir með heimild
til að flytja peningana frá Indlandi. Hefði beiðnin verið samþykkt, en
samkomulag varð um að kaupendur myndu greiða dráttarvexti frá og með 21.
desember 2009. Sama dag var undirrituð ný yfirlýsing þar sem bankarnir
samþykktu að aflétta fyrrgreindum veðskuldbindingum af fasteigninni Skúlagötu
51 gegn greiðslu 575 milljóna króna ásamt áföllnum dráttarvöxtum frá 21.
desember 2009 til gjalddaga, „vegna söluandvirðis ofangreindrar fasteignar“.
Gilti yfirlýsingin til loka dags 31. desember 2009. Að öðru leyti var
yfirlýsingin samhljóða yfirlýsingunni frá 16. sama mánaðar.
Stefndi
kveðst fyrst hafa fengið vitneskju um það 22. desember 2009 að seljandinn,
Vindasúlur ehf., ætlaði að nýta sér rétt sinn samkvæmt samþykktu kauptilboði
til þess að hætta við að selja Auro Investment Partners LLC fasteignina. Hafi
stefndi í kjölfarið farið fram á að það fá greidda söluþóknun auk þess sem hann
hafi krafist þess að Auro Investment Partners LLC fengi skaðabætur. Hann kveðst
jafnframt hafa fallist á það að fylgja því eftir að áhvílandi veðskuldum yrði
aflétt í samræmi við yfirlýsingu bankanna.
Í
stefnu er því haldið fram að kaupverð fasteignarinnar að Skúlagötu 51 hafi
verið greitt inn á reikning Fasteignamarkaðarins ehf. 22. desember 2009. Ekki
liggja fyrir gögn um þessa greiðslu. Aftur á móti eru í málinu gögn sem sýna
ráðstöfun kaupverðsins af hálfu fasteignasölunnar 28. sama mánaðar. Voru
577.300.000 krónur millifærðar inn á reikning 0358-22-322 í eigu
Eignarhaldsfélagsins Vindasúlna ehf., 114.723.500 krónur inn á reikning í eigu
2007 ehf., tvær færslur að fjárhæð annars vegar 24.900.000 krónur og hins vegar
að fjárhæð 15.000.000 króna inn á reikning lögfræðistofu stefnda, GLF ehf., auk
þess sem millifært var á reikning fasteignasölu vegna söluþóknunar, til
Ríkissjóðs Íslands vegna uppgreiðslu virðisaukaskattskvaðar, sem og til
Orkuveitu Reykjavíkur auk þess sem fasteignagjöld voru greidd. Í málinu liggur
fyrir reikningur frá Auro Investment Partners, dags. 29. desember 2009, á
hendur 2007 ehf. að fjárhæð 15 milljónir króna, og reikningur á hendur sama
félagi, dags. 30. desember 2009, að fjárhæð 24.900.000 krónur frá GLF ehf., sem
er félag í eigu stefnda.
Starfsmaður
Arion banka færði til bókar 29. desember 2009 að greiðsla hefði komið „frá
Bala“ deginum áður að fjárhæð 577.300.000 krónur og að búið væri að millifæra
tilgreindar fjárhæðir til Glitnis banka og Íslandsbanka. Tvö af umræddum
tryggingarbréfum, sem hvort um sig var að fjárhæð 246 milljónir króna, voru
samkvæmt áritun á bréfin afhent til aflýsingar af hálfu Arion banka 29.
desember 2009, ásamt tryggingarbréfum að fjárhæð 53.500.000 krónur annars vegar
og hins vegar að fjárhæð 25 milljónir króna. Þessi bréf voru afmáð úr
þinglýsingarbók degi síðar. Íslandsbanki afhenti tvö tryggingarbréf, sem hvort
um sig var að fjárhæð 246 milljónir króna, til aflýsingar 30. desember 2009,
eins og áritanir á bréfin bera með sér, og voru þau afmáð úr þinglýsingarbókum
5. janúar 2010.
Nafni
félagsins 2007 ehf. var breytt í AK fasteignir ehf. með tilkynningu til
fyrirtækjaskrár 30. desember 2009. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 25.
janúar 2011 var Eignarhaldsfélagið Vindasúlur ehf. tekið til gjaldþrotaskipta.
Með
ákæru 16. apríl 2012 var Aron Pétur Karlsson ákærður, ásamt AK fasteignum ehf.,
fyrir fjársvik, en til vara fyrir skilasvik með því að hafa, sem stjórnarmaður
í Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf., blekkt stefnendur til þess að fallast á
það með yfirlýsingunum 16. og 21. desember 2009 að létta af fasteigninni
Skúlagötu 51 veðum á fyrsta veðrétti gegn greiðslu samtals 575 milljóna króna
upp í fjárkröfur bankanna á hendur Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf. Með dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur 19. nóvember 2012 var ákærði sakfelldur fyrir fjársvik
og hann dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Þá var hið ákærða félag gert að
sæta upptöku á 96.931.458 krónum, auk áfallinna vaxta að fjárhæð 1.292.419
krónur, á nánar tilgreindum bankareikningi félagsins hjá MP banka hf. Jafnframt
var ákærða, Aroni Pétri, gert að greiða Arion banka hf. 64.323.376 krónur,
Íslandsbanka hf. 48.748.312 krónur og Glitni banka hf. 48.551.779 krónur í
skaðabætur, auk dráttarvaxta. Með dómi Hæstaréttar Íslands frá 19. september
2013 í málinu nr. 755/2012 var niðurstaða um sakfellingu ákærða, Arons Péturs,
staðfest en refsing hans þyngd í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þá var fallist
á upptöku framangreindra fjármuna, auk áfallinna vaxta, í ríkissjóð og staðfest
niðurstaða um rétt stefnenda til skaðabóta. Hinn 21. nóvember 2013 innti
embætti sérstaks saksóknara af hendi greiðslu samtals að fjárhæð 100.044.870
krónur til stefnenda upp í skaðabótakröfur þeirra.
Með
bréfi 10. desember 2013 krafðist lögmaður stefnenda stefnda um skaðabætur
samtals að fjárhæð 82.177.099 krónur að teknu tilliti til framangreindrar
innborgunar. Höfuðstóll skaðbótakröfunnar nam 154.623.500 krónum, en við þá
fjárhæð bættust skaðabótavextir að fjárhæð 27.598.469 krónur og krafa vegna
kostnaðar við innheimtuviðvörun að fjárhæð 900 krónur. Stefndi hafnaði kröfunni
með bréfi 23. desember 2013.
III.
1.
Málsástæður og lagarök stefnenda
Stefnendur
byggja kröfur sínar
á því að stefndi, sem er héraðsdómslögmaður og hafi haft milligöngu sem
fasteignasali við kaup/sölu fasteignarinnar að Skúlagötu 51, hafi vitað að hún
yrði seld fyrir mun hærra verð en stefnendum hafi verið kynnt, en þær
upplýsingar hafi verið grundvöllur að yfirlýsingum þeirra um afléttingu veða.
Stefnendur telja að aðgerðir og aðgerðarleysi stefnda hafi verið saknæmt þar
sem honum hafi verið, eða hafi mátt vera ljóst, að þau viðskipti, sem fjallað
er um hér að framan, hafi falið það í sér að verið var að blekkja stefnendur
til þess að gefa út yfirlýsingar um afléttingu veða. Af hálfu stefnenda er á
því byggt að stefndi hafi bakað sér bótaábyrgð gagnvart stefnendum á grundvelli
sakarreglunnar, reglna um sérfræðiábyrgð og laga nr. 99/2004 um sölu fasteigna,
fyrirtækja og skipa.
Til
stuðnings því að stefndi hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta vanrækslu á
grundvelli sakarreglunnar vísa stefnendur til þess að stefndi hafi valdið þeim
tjóni með því að hafa fengið þá til þess að aflétta veðum, sem hvíldu á
fasteigninni, á sama tíma og honum hafi verið ljóst að yfirlýsingar þeirra væru
gefnar út á grundvelli tilboðs sem hafi verið lægra en raunverulegt kaupverð
fasteignarinnar. Stefnendur halda því fram að fyrir þetta hafi stefndi þegið
háa þóknun.
Stefnendur
benda á að ráðstafanir Arons Péturs í viðskiptum með fasteignina hafi verið
saknæmar, en þær hafi verið gerðar til þess að vekja og hagnýta á ólögmætan
hátt villu stefnenda um atvik í því skyni að hafa af þeim fé. Stefnendur telja
augljóst að stefndi hafi veitt Aroni Pétri liðsinni með því að (a) upplýsa
stefnendur ekki um raunverulegt kaupverð fasteignarinnar og (b) að leggja að
þeim að aflétta veðum á grundvelli kauptilboðs sem hafi verið lægra en
raunverulegt kaupverð fasteignarinnar. Stefndi hafi vitað eða mátt vita að
háttsemi hans var væri liður í blekkingum gagnvart stefnendum. Þannig hafi
framangreind háttsemi stefnda verið saknæm og til þess fallin að vekja og
hagnýta á ólögmætan hátt villu stefnenda um atvik varðandi viðskipti með
fasteignina.
Með
vísan til þessa telja stefnendur það liggja fyrir að hin saknæma og ólögmæta
háttsemi hafi leitt til þess að stefnendur hafi fengið minna í sinn hlut, sem
veðhafar fasteignarinnar, en ef raunverulegt kaupverð hennar hefði verið kynnt
þeim og lagt til grundvallar afléttingu veðanna. Þannig hafi stefnendur orðið
fyrir tjóni.
Stefnendur
reisa kröfur sínar jafnframt á reglum um sérfræðiábyrgð og lögum um sölu
fasteigna, eins og áður greinir. Þeir telja óumdeilt að stefndi hafi haft
milligöngu um að selja fasteignina til Auro Investment Partners LLC og að hann
hafi jafnframt komið fram gagnvart bönkunum fyrir hönd seljanda í því skyni að
fá veðum aflétt.
Stefnendur
vísa til þess að ákvæði laga um sölu fasteigna leggi ríkar skyldur á þá aðila
sem taki að sér milligöngu um fasteignaviðskipti, þar með talið að þau séu
framkvæmd í samræmi við góða viðskiptahætti. Þetta eigi ekki síst við um þá aðila
sem hafi að auki réttindi sem héraðsdómslögmenn og hafi starfað að viðskiptum í
langan tíma, eins og stefndi. Slíkir aðilar séu sérfræðingar og á þeim hvíli
sérfræðiábyrgð.
Stefnendur
telja að stefndi hafi ekki leyst störf sín af hendi í samræmi við góðar
viðskiptavenjur og ekki gætt réttmætra hagsmuna stefnenda við kaupin, eins og
boðið sé í 15. gr. laga um sölu fasteigna. Þá liggi fyrir að eignarhald
fasteignarinnar hafi um tíma verið í höndum stefnda í gegnum félagið 2007 ehf.
og að hann hafi haft upplýsingar um raunverulegt kaupverð fasteignarinnar sem
hann hafi vitað eða hafi mátt vita að væru stefnendum ekki kunnar. Með því að
upplýsa stefnendur ekki um raunverulegt kaupverð fasteignarinnar og leggja að
þeim að aflétta veðum á grundvelli kauptilboðs, sem hafi verið lægra, hafi
stefndi jafnframt brotið gegn 14. gr. laga um sölu fasteigna. Þar komi fram að
fasteignasala sé m.a. óheimilt að hafa milligöngu um kaup og sölu fasteignar
búi hann yfir sérstökum upplýsingum, sem hafi þýðingu við söluna sem aðrir hafi
ekki aðgang að. Þessi háttsemi stefnda hafi farið í bága við góðar venjur í
fasteignasölu og lögmannsstörfum og brotið gegn hagsmunum stefnenda. Stefndi
beri skaðabótaábyrgð á því tjóni sem orðið hafi vegna þeirrar saknæmu og
ólögmætu háttsemi sem lýst hafi verið hér að framan samkvæmt reglum
skaðabótaréttar, sbr. og 27. gr. laga um sölu fasteigna.
Um
tjón stefnenda er vísað til þess að ekki sé unnt að leggja annað til
grundvallar en að greiðslur til stefnenda hefðu hækkað hefðu þeir fengið réttar
upplýsingar um kaupverð fasteignarinnar. Stefnendur taka fram að krafan miðist
við það tjón sem þeir hafi beðið af saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda, sem
þeir telja að nemi samtals 114.723.500 krónum, auk greiðslna sem hafi runnið
til stefnda vegna kauptilboðs Auro Investment Partners LLC, samtals að fjárhæð
kr. 39.900.000. Samkvæmt því nemi tjón stefnenda samtals 154.623.500 krónum.
Hafi tjón Arion banka numið 64.323.376 krónum, tjón Íslandsbanka numið
41.748.312 krónum og tjón Glitnis numið 48.551.779 krónum, en fjárhæð þessara
bótakrafna hafi verið staðfest í dómi Hæstaréttar í máli nr. 755/2012.
Grundvöllur þessarar kröfugerðar sé m.a. sá að tilboð Auro Investment Partners
LLC í fasteignina hafi verið markleysa, en stefnendur halda því fram að það
hafi verið staðfest í sakamálinu.
Stefnendur
byggja á því að bótakrafa þeirra hafi stofnast á þeim degi sem kaup kínverska
sendiráðsins á fasteigninni hafi verið fullkomnuð með greiðslu kaupverðs 28.
desember 2009. Hún eigi því að bera vexti frá þeim degi þar til mánuður var
liðinn frá því að stefnendur sendu stefnda kröfubréf, eða til 10. janúar 2014,
en dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags, allt að teknu tilliti til
greiðslu frá embætti sérstaks saksóknara til stefnenda 21. nóvember 2013 að fjárhæð
100.044.870 krónur.
Stefnendur
geta þess í stefnu að þeir standi sameiginlega að máli þessu með vísan til
heimildar í 19. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Um lagarök að öðru
leyti taka þeir fram að þeir reisi kröfur sínar á sakarreglunni og reglum
skaðabótaréttar um sérfræðiábyrgð. Þá vísa þeir til laga nr. 99/2004 um sölu
fasteigna, fyrirtækja og skipa, einkum 1., 14., 15., 16. og 27. gr. laganna,
sem og til laga nr. 77/1998 um lögmenn. Jafnframt byggja þeir á lögum nr.
38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum 1. mgr. 6. gr., 1. mgr. 8. gr. og 1.
mgr. 9. gr. laganna. Að lokum kveða þeir kröfu sína um málskostnað byggjast á
129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
2.
Málsástæður og lagarök stefnda
Stefndi
mótmælir því alfarið að hann hafi vitað að fasteignin að Skúlagötu 51 yrði seld
fyrir mun hærra verð en stefnendum hafi verið gefið til kynna og hafi verið
grundvöllur að yfirlýsingum þeirra um afléttingu áhvílandi veðskulda. Ekkert í
gögnum málsins bendi til þess að stefndi hafi búið yfir vitneskju af þessu
tagi. Hann kveðst hafa verið að vinna fyrir Bala Karmallakharan og að það hafi
hann gert af fullum heilindum. Kveður hann aðra, en ekki hann, hafa vitað um
annað tilboð í fasteignina og búið svo um hnútana að eigendur fasteignarinnar
gætu gengið út úr samþykktu kauptilboði ef þeim hentaði svo.
Stefndi
mótmælir því einnig að honum hafi mátt vera það ljóst að fasteignin yrði seld
fyrir hærra verð en tilboð Auro Investment Partners LLC hljóðaði um. Allur
aðdragandi þeirra tilboða sýni, svo ekki verði um villst, að það hafi verið af
heilum hug sem Bala Karmallakharan hafi gert tilboð í fasteignina Skúlagötu 51.
Því til stuðnings vísar stefndi meðal annars til áhuga hans á fasteigninni
Sætúni 8 og síðari aðkomu hans að kaupum á fasteignum þar sem hótelbyggingar
séu fyrirhugaðar. Þá hafi aðkoma stefnda verið af heilum hug. Því til stuðnings
vísar hann til þess að hann hafi áður reynt að selja fasteignina til
Landsvirkjunar.
Í
tilefni af athugasemd stefnenda um að stefndi hafi þegið þóknun fyrir verk sín
tekur hann fram að hann hafi talið fyrrum eigendur fasteignarinnar ekki koma
heiðarlega fram við sig og Bala Karmallakharan. Eigendum eignarinnar hafi
tekist að koma á samningum við stefnendur um afléttingu áhvílandi veðskulda gegn
ákveðinni greiðslu. Hafi það verið reist á þeim samningi sem stefnda hafði
tekist að koma á milli Eignarhaldsfélagsins Vindasúlna ehf. og Auro Investment
Partners LLC. Sá samningur hafi síðan verið misnotaður af hálfu eigenda
fasteignarinnar. Þá hafi stefndi verið fenginn til að afsala félaginu 2007 ehf.
til eigenda fasteignarinnar, en hann hafi talið það vera lið í frágangi mála
við Auro Investment Partners LLC, sem hann hafi talið að ættu að kaupa félagið
af Karli Steingrímssyni og Aroni Karlssyni. Hann hafi því áskilið sér þóknun,
eins og hann kveður að um hafi verið samið. Á sama hátt hafi Auro Investment
Partners LLC fengið skaðabætur vegna málsins.
Stefndi
mótmælir því alfarið að stefndi hafi veitt Aroni Pétri Karlssyni liðsinni við
að hagnýta sér villu stefnenda um atvik í því skyni að hafa af þeim fé. Telur
stefndi að þessi staðhæfing stefnenda sé gjörsamlega tilhæfulaus og eigi sér í
raun enga stoð í gögnum málsins. Telur stefndi að stefnendur séu að búa sjálfir
til einhverja ímyndaða atburðarrás þar sem stefndi eigi að hafa verið gerandi í
misferli gagnvart stefnendum. Eins og áður hafi komið fram þá hafi stefndi
verið að vinna fyrir Bala Karmallakharan og Auro Investment Partners LLC. Hann
hafi leitað að eign fyrir þessa aðila sem nota mætti undir hótel. Það sé fjarri
lagi að stefndi hafi allt í einu, í þeirri leit sinni, farið að vinna gegn
hagsmunum þeirra, sem hann hafi verið að vinna fyrir, og farið að sinna
ólögmætum hagsmunum eigenda eignarinnar í þeim tilgangi að blekkja stefnendur.
Í
tilefni af umfjöllun í stefnu um sérfræðiábyrgð stefnda kveðst hann gera litlar
athugasemdir við þá staðhæfingu að hann hafi haft milligöngu um að selja
fasteignina til Auro Investment Partners LLC og komið fram gagnvart bönkunum
fyrir hönd seljanda í því skyni að fá veðum aflétt. Nákvæmara væri þó að orða
þetta með þeim hætti að stefndi hafi komið fram fyrir Auro Investment Partners
LLC og seljanda, enda hafi þetta verið nauðsynlegur liður í því að koma
samningi um kaup þess fyrrnefnda á.
Á
hinn bóginn mótmælir stefndi því harðlega að hann hafi haft upplýsingar um það
sem stefnendur kalli raunverulegt kaupverð fasteignarinnar. Stefndi hafi verið
í nákvæmlega sömu stöðu og stefnendur og ekki haft neina vitneskju um
samningaviðræður við kínverska sendiráðið.
Stefndi
kveður stefnendur byggja meðal annars á því að eignarhald fasteignarinnar hafi
um tíma verið í höndum stefnanda í gegnum félagið 2007 ehf. og að af þeim sökum
hafi hann átt að hafa vitneskju um allt það sem fram hafi farið í tengslum við
sölu fasteignarinnar. Þessu mótmælir hann alfarið. Stefndi heldur því fram að
það hafi verið hans hugmynd að selja Auro Investment Partners LLC allt hlutafé
í 2007 ehf. og að það félag keypti eignina af Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum
ehf. Það hafi byggst á því að nauðsynlegt hafi verið að innlendur kaupandi
yfirtæki virðisaukaskattskvöð þá sem á eigninni hafi hvílt. Meðan stefndi hafi
verið erlendis í desembermánuði 2009 hafi fasteigninni aftur á móti verið
afsalað frá Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf. til 2007 ehf. Þegar stefndi
hafi komið heim hafi því orðið að samkomulagi að stefndi seldi Aroni Pétri
Karlssyni og Karli Steingrímssyni, eða félagi í þeirra eigu, allt hlutafé í
2007 ehf. Því næst hafi Auro Investment Partners LLC átt að kaupa hlutafé 2007
ehf. af þeim feðgum eða félagi á þeirra vegum. Kirkjuhvoll sf. hafi greitt
kaupverð hlutafjár í 2007 ehf. 16. desember 2009 kl. 14:06:21. Kaupverðið hafi
verið 500.000 krónur og hafi það verið greitt inn á reikning Northern Lights
Energy ehf. sem hafi átt allt hlutafé í 2007 ehf. Um þetta hafi verið samið í
raun áður, og kauptilboð Auro Investment Partners LLC, dags. 14. desember 2009,
f.h. 2007 ehf., hafi byggst á því samkomulagi að Auro Investment Partners LLC
eignaðist 2007 ehf. með kaupum þess félags af þeim Aroni Pétri og Karli
Steingrímssyni eftir að aflétting lána hefði verið samþykkt og eftir að eignin
hefði verið flutt inn í félagið. Stefndi
hafi því ekki búið yfir neinum þeim upplýsingum sem honum hefði borið að veita
stefnendum, heldur hafi hann, eins og stefnendur, verið leyndur öllum
upplýsingum um aðkomu kínverska sendiráðsins að kaupunum.
Samkvæmt
öllu framanrituðu telur stefndi að sýkna beri hann af öllum kröfum stefnenda í
málinu.
Stefndi
reisir sýknukröfu sína einnig á því að það hafi verið félag í hans eigu, GLF
ehf., sem hafi séð um sölu á fasteigninni og fengið þóknun fyrir, en ekki hann
persónulega. Því hafi stefnendum borið að beina skaðabótakröfum sínum að því
félagi en ekki honum persónulega.
Stefndi
byggir sýknukröfu sína jafnframt á því að kröfur stefnenda á hendur honum séu
fyrndar hafi þær einhvern tímann verið til staðar. Krafa um skaðabætur fyrnist
á fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli hefur fengið nauðsynlegar upplýsingar
um tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga.
Af gögnum málsins megi sjá að stefnendur hafi aflað sér upplýsinga um AK
fasteignir ehf. og Northern Lights Energy ehf. 7. janúar 2010 kl. 00:51 of
00:53. Stefnendur hafi þá þegar haft vitneskju um sölu eignarinnar til
sendiráðs kínverska alþýðulýðveldisins og vitað um söluverðið enda
kaupsamningnum þinglýst. Um leið hafi þeir verið að skoða aðkomu stefnda að
málinu. Þeir kæri síðan málið í beinu framhaldi af þessari skoðun sinni.
Stefndi
byggir á því að þegar stefna hafi verið birt fyrir stefnda 8. janúar 2014 hafi
verið liðin rúmlega fjögur ár frá því að stefnendum varð ljóst það tjón sem
þeir höfðu orðið fyrir og hver eða hverjir gátu borið ábyrgð á því tjóni. Krafa
stefnenda hafi því verið fyrnd þegar mál þetta var höfðað, sbr. 1. mgr. 9. gr.
laga nr. 150/2007 um fyrningu. Því beri að sýkna stefnda af öllum kröfum
stefnenda.
Stefndi
gerir einnig athugasemd við kröfugerð stefnenda. Þar sé einvörðungu vísað til
þess að það tjón, sem stefnendur eigi að hafa orðið fyrir sökum saknæmrar og
ólögmætrar háttsemi stefnda, hafi numið 114.723.500 krónum, auk fjárhæðar sem
nemi greiðslum sem hafi runnið til stefnda vegna kauptilboðs Auro Investment
Partners LLC, samtals að fjárhæð 39.900.000 krónur. Tjónið nemi því alls
154.623.500 krónum sem síðan sé sundurliðað á hvern stefnenda. Á því sé byggt
að bótakrafa þessi hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar í málinu nr.
755/2012. Fullyrt sé að grundvöllur þessarar kröfugerðar hafi m.a. verið sá að
tilboð Auro Investment Partners LLC í fasteignina hafi verið markleysa og sé
það staðfest í sakamálinu. Stefndi mótmælir því alfarið að hann hafi átt þátt í
gerð tilboðs sem hafi verið marklaust. Hann hafi ekki verið aðili að því
sakamáli sem höfðað hafi verið á hendur Aroni Pétri Karlssyni og AK-Fasteignum
ehf., en hann hafi verið vitni í málinu. Ákæruvaldið hafi ekki séð ástæðu til
þess að ákæra stefnda vegna aðkomu hans að því, en hann hafi haft réttarstöðu
sakbornings um alllangt skeið. Stefndi hafi ekkert vitað um afsal
fasteignarinnar frá Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf. til 2007 ehf. fyrr en
nokkrum dögum eftir að frá því hafði verið gengið og fyrst séð skjalið við
yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Hann hafi verið erlendis á þeim tíma sem
eigninni hafi verið afsalað milli þessara félaga og hvergi komið þar nærri eins
og skjöl beri með sér.
Stefndi
telur að engin tilraun sé gerð til þess af hálfu stefnenda að sýna fram á það
hvernig stefnukrafan sé fundin. Einungis sé fullyrt að tjónið nemi þeim fjárhæðum
sem greini í stefnu, en engir útreikningar fylgi eins og nauðsynlegt sé svo
stefndi og dómurinn geti áttað sig á því hvernig hún sé fundin út. Þá sé
stefndi krafinn um greiðslur sem sagt er að hafi runnið til hans.
Stefndi
áréttar í þessu sambandi að engar greiðslur hafi runnið til hans. GLF ehf. hafi
fengið sölulaun, 24.900.000 krónur, en af þeim hafi Hróbjartur Jónatansson hrl.
eða Jónatansson & Co lögfræðistofa ehf. fengið 12.450.000 krónur og Auro
Investment Partners LLC fengið skaðabætur að fjárhæð 15.000.000 krónur.
Misskilnings gæti hjá stefnendum um að þessar greiðslur hafi runnið til
stefnda. Stefndi varpar fram þeirri spurningu af hverju stefnendur höfði ekki
mál gegn Auro Investment Partners LLC, telji þeir að tilboð félagsins hafi
verið markleysa, eins og haldið sé fram. Stefndi hafi ekki talið að um
markleysu væri að ræða og hafi hann unnið af heilindum að því að koma á
kaupsamningi um eignina fyrir Auro Investment Partners LLC.
Stefndi
tekur fram að á yfirliti bankareiknings AK fasteigna ehf. nr. 6303 í MP banka
hf. komi fram að innborgun að fjárhæð 114.723.360 krónur eigi sér stað 28.
desember 2009. Þar sé um að ræða greiðslu samkvæmt kaupsamningi um Skúlagötu 51
og myndi hún höfuðstól stefnukröfunnar í máli þessu ásamt þeim greiðslum sem stefnendur
telji að hafi runnið til stefnda.
Við
skoðun á þessu bankayfirliti komi í ljós að af reikningnum hafa verið greiddar
4.500.000 krónur til Karls Steingrímssonar og 12.450.000 krónur til Jónatansson
& co, lögfræðistofu ehf. Stefndi telur að rétt hefði verið af stefnendum að
krefja þessa aðila um endurgreiðslu þessa fjár enda geti vart verið um það að
ræða að kröfur þessara aðila um greiðslur frá AK fasteignum ehf. hafi stafað af
einhverju öðru en þeim viðskiptum sem hafi átt sér stað með fasteignina
Skúlagötu 51, enda hafi félagið 2007 ehf. (AK fasteignir ehf.) ekki verið í
eigu Karls Steingrímssonar og Arons Péturs Karlssonar nema frá 16. desember
2009.
Stefndi
tekur fram að til frádráttar skaðabótakröfu stefnenda komi greiðsla frá
sérstökum saksóknara 21. nóvember 2013 að fjárhæð 100.044.870 krónur til
stefnenda. Virðist stefnda sem sérstakur saksóknari hafi greitt þá fjárhæð sem
gerð hafi verið upptæk til ríkissjóðs með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr.
755/2012. Telur stefndi að ekki verði annað séð en að sérstakur saksóknari hafi
með því gerst sekur um brot gegn 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,
en ekki sé vitað til þess að heimilað hafi verið af Alþingi að ráðstafa eignum
ríkissjóðs með þessum hætti. Telur stefndi ekki ólíklegt að forsvarsmenn
stefnenda séu sekir um hlutdeild í broti sérstaks saksóknara, sbr. 22. gr.
almennra hegningarlaga nr. 19/1940, enda líklegt að þeir hafi með hvatningu
fengið sérstakan saksóknara til að greiða þeim þetta fé í eigu ríkissjóðs.
Stefndi
tekur fram í þessu sambandi að í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu gegn
Aroni Pétri Karlssyni hafi féð verið gert upptækt til þess að það yrði nýtt til
efnda á skaðabótakröfum stefnenda. Í dómi Hæstaréttar Íslands komi hins vegar
skýrt fram að lagastoð skorti til að gera féð upptækt í því skyni og hafi það
verið gert upptækt til ríkissjóðs. Því sé meðferð fjárins af hálfu sérstaks
saksóknara löglaus.
Þá
bendir stefndi á það að í stefnu sé engin grein gerð fyrir ráðstöfun á því fé
sem Arion banki hf. hafi haft handveð í og hafi verið til tryggingar á
virðisaukaskattskvöð sem hvílt hafi á eigninni. Þar komi fram að bankinn hafi
haft handveð í reikningi nr. 358-22-322 að fjárhæð rúmlega 100 milljónir króna.
Þar sem ekki hafi komið til þess að bankinn þyrfti að nota fjármuni þessa, þar
sem virðisaukaskattskvöðin hafi verið að fullu greidd af kaupverði eignarinnar,
hljóti þessi fjárhæð að eiga að koma til frádráttar á kröfum stefnenda þar sem
hún hafi verið eyrnamerkt þessari fasteign.
Stefndi
krefst þess að stefnendur verði dæmdir til þess að greiða honum ríflegan
málskostnað auk virðisaukaskatts. Um þá kröfu vísar stefndi til 130. gr. laga
nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Mikill tími hafi farið í það af hálfu
lögmanns stefnda að lesa og kynna sér öll gögn er varði mál þetta. Meðal þeirra
séu öll gögn sem legið hafi frammi í máli ákæruvaldsins gegn Aroni Pétri
Karlssyni. Stefndi krefst þess að dæmdur málskostnaður honum til handa verði
það ríflegur að hann komist skaðlaus frá máli þessu en hann hafi jafnframt sjálfur
þurft að eyða drjúgum tíma í málið.
IV.
Við
aðalmeðferð málsins gaf stefndi aðilaskýrslu. Jafnframt gáfu Bala Murughan Kamallakharan, Hróbjartur Jónatansson hrl. og
Guðmundur Th. Jónsson fasteignasali skýrslur sem vitni, en aðkomu þeirra að
þeim gerningum, sem mál þetta lýtur að, er lýst í kafla II. Jafnframt gáfu
Rebekka Jóelsdóttir, Hulda Pjetursdóttir og Einar Örn Davíðsson skýrslur fyrir
dómi, en þau áttu í samskiptum við stefnda sem starfsmenn stefnenda í tengslum
við fyrrgreinda gerninga. Auk þessara vitna gaf Einar Kristjánsson, starfsmaður
Landsvirkjunar, skýrslu og lýsti þar tilraunum stefnda til að selja fasteignina
Skúlagötu 51 til Landsvirkjunar á árinu 2009. Jafnframt hafa verið lagðar fram
í málinu ítarlegar skýrslur sem vitni og aðilar gáfu í sakamáli því sem rakið
er í kafla II og lauk með dómi Hæstaréttar Íslands frá 19. september
2013 í málinu nr. 755/2012.
Stefnendur reisa skaðabótakröfu sína á hendur stefnda í
meginatriðum á því að hann hafi liðsinnt eigendum fasteignarinnar að Skúlagötu
51 við að létta veðum af eigninni, gegn því að bankarnir fengju greiddar 575
milljónir króna upp í áhvílandi skuldir, þegar hann vissi eða mátti vita að
bankarnir væru í villu um söluandvirði fasteignarinnar og að það væri í raun
mun hærra. Á stefnendum hvílir að færa sönnur á þær staðhæfingar sem
skaðabótakrafan er reist á, þar á meðal að stefndi hafi vitað eða mátt vita að
raunverulegt söluandvirði fasteignarinnar væri mun hærra en stefnendur álitu,
og að hann hafi sýnt af sér saknæma vanrækslu með því að greina þeim ekki frá
því.
Ágreiningslaust er að stefndi samdi kauptilboð Auro
Investment Partners LLC 2. desember 2009, sem varð til þess að stefnendur gáfu
yfirlýsingu, fyrst 16. og að nýju 21. desember 2009, um að veðunum yrði aflétt
gegn því að fá greiddar 575 milljónir króna. Jafnframt liggur fyrir að stefndi
var í samskiptum við stefnendur, eftir að tilboðið hafði verið samþykkt af
eigenda fasteignarinnar, og leitaði eftir því að þeir gæfu út framangreindar
yfirlýsingar.
Í málinu hefur verið lagður fram mikill fjöldi gagna, sem
meðal annars var aflað við rannsókn á fyrrgreindu sakamáli, þar á meðal
tölvuskeyti sem send voru í aðdraganda þess að framangreint tilboð var gert í
eignina og áður en stefnendur gáfu fyrrgreindar yfirlýsingar. Þá hafa flestir,
sem komu að þessum gerningum, gefið skýrslu í máli þessu, auk þess sem gögn um
framburð sömu aðila, sem og Arons Péturs Karlssonar, í sakamálinu hafa verið
lagðir fram. Hvergi í þessum gögnum eða skýrslum fyrir dómi koma fram
vísbendingar sem styðja það að stefndi hafi, áður en yfirlýsingar stefnenda
voru gefnar, búið yfir vitneskju um að hærra tilboð hefði verið gert í eignina.
Staðhæfing um annað er því ósönnuð. Þá er ekkert fram komið í málinu sem styður
það að stefndi hafi fram að því haft annað í hyggju en að koma á samningi um
kaup Auro Investment Partners LLC á fasteigninni í samræmi við tilboð
félagsins. Því til stuðnings má meðal annars benda á það að ákvæði í tilboðinu,
þess efnis að seljandi gæti hætt við sölu eignarinnar af hvaða ástæðu sem væri
uns greiðsla kaupverðs bærist, var í sýnishorni af kauptilboði sem stefndi fékk
frá lögmanni eigenda fasteignarinnar. Stefndi átti því ekki frumkvæði að því að
seljandinn hefði slíka heimild. Þá ber jafnframt að hafa í huga, að til þess að
Auro Investment Partners LLC gæti keypt eignina, þurftu stefnendur að fallast á
afléttingu veða gegn því að fá kaupverðið greitt upp í áhvílandi kröfur.
Stefnendur hafa ekki hrakið þær skýringar, sem stefndi hefur gefið fyrir því,
að yfirlýsing stefnenda þess efnis hafi verið nauðsynleg til þess að fá peninga
fyrir kaupunum flutta frá Indlandi til Íslands. Ekki var því óeðlilegt að
stefndi leitaði eftir því að stefnendur gæfu slíka yfirlýsingu.
Miðað við framlögð gögn verður ekki annað ráðið en að
starfsmenn stefnenda hafi búið yfir vitneskju um að félagið 2007 ehf. ætti að
koma fram sem tilboðsgjafi í eignina fyrir hönd Auro Investment Partners LLC.
Stefndi hefur borið að hann hafi ekki vitað af afsali Vindasúlna ehf. á
eigninni til 2007 ehf. 11. desember 2009, en þá hafi hann verið erlendis. Við
því hafi verið brugðist með samkomulagi um að kaupin yrðu gerð með þeim hætti
að félag í eigu feðganna Karls Steingrímssonar og Arons Péturs Karlssonar
keypti 2007 ehf. sem síðan yrði framselt til Auro Investment Partners LLC. Ekki
er á það fallist að sú skylda hafi hvílt á stefnda að tilkynna stefnendum
sérstaklega um framangreinda ráðstöfun, eftir að hann fékk vitneskju um hana,
og það samkomulag sem á eftir fylgdi, eða að með henni hafi hann brotið gegn
14. eða 15. gr. laga nr. 99/2004 um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa.
Eins og rakið hefur verið var kaupsamningur gerður um sölu
fasteignarinnar að Skúlagötu 51 við kínverska sendiráðið 17. desember
2009, þar sem kaupverðið nam um 854.840.000 krónum miðað við gengi Bandaríkjadollars
á þeim degi. Í ljósi þess sem að framan er rakið, og
með vísan til þess sem fram kom í skýrslu stefnda fyrir dómi, verður að leggja
til grundvallar að stefndi hafi fyrst fengið vitneskju um að eigendur
fasteignarinnar að Skúlagötu 51 ætluðu að hætta við að selja eignina til Auro
Investment Partners LLC 22. desember 2009. Kemur það heim og saman við það sem
fram kom í framburði Arons Péturs Karlssonar í sakamálinu gegn honum, en hann
kvaðst þar hafa upplýst stefnda um þessa ákvörðun seljanda þegar staðfesting
dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á sölunni til sendiráðsins var í höfn.
Í lögregluskýrslum, sem liggja fyrir í málinu, greinir
stefndi frá því að Aron hafi í umrætt sinn sagt honum að betra tilboð hefði
borist fasteignina. Stefndi hefur hins vegar ávallt hafnað því að hafa vitað
hvers efnis það var eða frá hverjum það væri. Í skýrslu Bala Kamallakhran
fyrir dómi kvað hann stefnda einnig hafa útskýrt ákvörðun seljenda með því að
betra tilboð hefði borist í eignina. Hann hafi hins vegar ekki greint honum frá
efni þessa nýja tilboðs. Ekki liggja fyrir
vísbendingar í málinu um að stefndi hafi búið yfir frekari vitneskju á þessum
tíma um ástæður framangreindrar ákvörðunar eigenda fasteignarinnar. Gegn neitun
stefnda er ósannað að svo hafi verið og verður því að leggja til grundvallar að
honum hafi þá ekki verið kunnugt um sölu eignarinnar til kínverska
sendiráðsins, sem þá var í höfn, eða kaupverð eignarinnar.
Að
beiðni Arons Péturs Karlssonar hélt stefndi áfram að vinna að því að stefnendur
afléttu veðum af fasteigninni í samræmi við fyrirliggjandi yfirlýsingar þeirra
þó að horfið hafi verð frá sölu hennar til Auro Investment Partners LLC. Í
skýrslum, sem stefndi hefur gefið fyrir dómi, skýrir hann það með því að Aron
hafi gert það að skilyrði fyrir greiðslu söluþóknunar að hann héldi áfram
þeirri vinnu. Gögn málsins bera með sér að stefndi hafi verið í einhverjum
samskiptum við starfsmenn stefnenda í þessu skyni. Á sama tíma mátti stefnda
vera ljóst að seljendur hennar hygðust ekki skýra stefnendum frá breyttum
forsendum, heldur ætluðu að fá veðunum aflétt gegn greiðslu sem byggðist á
kauptilboði sem endurspeglaði ekki lengur rétt kaupverð. Stefndi greindi
stefnendum þó ekki frá þessari vitneskju sinni.
Hvað
sem þessu líður ber að líta til þess að stefnendur höfðu samþykkt að aflétta
veðum af eigninni gegn því að fá greiddar 575 milljónir króna. Ekki var því
óeðlilegt að stefndi gengi út frá því að stefnendur teldu það ásættanlega
greiðslu miðað við aðstæður og að ekki skipti þá máli hvaðan hún kæmi. Eins og
áður segir liggur heldur ekki fyrir að stefndi hafi vitað hversu hátt tilboð
nýja kaupandans væri. Því er ósannað að stefndi hafi verið meðvitaður um þá
verulegu, fjárhagslegu hagsmuni, sem voru í húfi fyrir stefnendur, þegar hann hélt
áfram að vinna að því að fá veðunum aflétt af fasteigninni.
Í
ljósi alls þess sem hér hefur verið rakið telur dómurinn að ekki hafi verið
færðar nægar sönnur á það að stefndi hafi vitað eða mátt vita að þessi
erindrekstur hans væri liður í ólögmætri blekkingu eiganda fasteignarinnar við
að fá veðunum aflétt gegn greiðslu á mun lægri fjárhæð en í raun fékkst við
sölu hennar. Þá verður ekki fram hjá því litið að stefnendum var vel kunnugt um
efni kauptilboðsins, sem lá til grundvallar yfirlýsingu þeirra, og mátti þeim
því vera ljóst að seljandi fasteignarinnar gæti horfið frá því að selja Auro
Investment Partners LLC eignina ef hærra tilboð bærist í hana. Með vísan til
þeirra atriða sem að framan eru rakin telur dómurinn að stefndi hafi ekki sýnt
af sér saknæma vanrækslu með því að greina ekki stefnendum frá því að það hafi
gerst. Gildir þá einu hvort atvik eru metin á grundvelli almennra reglna
skaðabótaréttar, fyrirmæla laga nr. 99/2004 eða ákvæða laga nr. 77/1998 um
lögmenn. Því ber að sýkna stefnda af skaðabótakröfum stefnenda.
Með
vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnendum að greiða stefnda
málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1.000.000 krónur.
Dómsuppkvaðning
hefur dregist fram yfir frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, en
aðilar og dómari töldu ekki efni til að málið yrði flutt að nýju.
Ásmundur
Helgason héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
D Ó M S O R Ð :
Stefndi,
Gísli Gíslason, er sýkn af kröfum stefnenda, Arion banka hf., Íslandsbanka hf.
og Glitnis hf.
Stefnendur
greiði stefnda 1.000.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 364/2015 | Fjármálafyrirtæki Skuldamál Skuldajöfnuður | Í hf. krafði G ehf. um greiðslu skuldar vegna yfirdráttar á tékkareikningi. G ehf. mótmælti ekki fjárkröfu Í hf. en taldi sig eiga gagnkröfur til skuldajafnaðar á móti kröfu Í hf. með vísan til þess að starfsmenn Í hf. hefðu millifært af reikningum félagsins án heimildar, inn á reikning og til greiðslu skulda annars félags, GH2 ehf. Í dómi Hæstaréttar kom fram að af framburði fyrirsvarsmanns, prókúruhafa og eiganda beggja félaganna fyrir héraðsdómi mætti ráða að G ehf. hefði greitt leigu til GH2 ehf. Þá hefði bókari G ehf. greint frá því að þær millifærslukvittanir, sem um ræddi í málinu, hefði verið að finna í bókahaldi félagsins. Loks hafði G ehf., sem væri fyrirtæki í atvinnurekstri og bókhalds- og ársreikningsskylt samkvæmt lögum nr. 145/1994 og lögum nr. 3/2006, ekki sýnt fram á að gerðar hefðu verið athugasemdir við millifærslurnar fyrr en félagið skilaði greinargerð í héraði, eða tæpum þremur árum eftir að síðasta færslan átti sér stað. Var því lagt til grundvallar að millifærslurnar hefðu verið framkvæmdar með vitund og vilja G ehf. og staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að hafna kröfu G ehf. um skuldajöfnuð.
|
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma
hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson.
Áfrýjandi skaut
málinu til Hæstaréttar 26. maí 2015. Hann krefst þess aðallega að til
skuldajafnaðar á móti kröfu stefnda að fjárhæð 16.979.066 krónur komi gagnkrafa
sín að fjárhæð 9.453.666 krónur, en til vara 3.362.577 krónur, hvort tveggja
með dráttarvöxtum af nánar tilgreindum fjárhæðum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga
nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. febrúar 2010 til greiðsludags. Þá
krefst hann aðallega málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að
málskostnaður verði látinn niður falla.
Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða
dóms að öðru leyti en því að til frádráttar kröfu sinni komi innborgun
áfrýjanda 24. apríl 2015 að fjárhæð 4.108.254 krónur.
Hinn 1. janúar 2007 yfirtók BYR sparisjóður
allar skyldur og réttindi Sparisjóðs Kópavogs, en með ákvörðun
Fjármálaeftirlitsins 22. apríl 2010 tók Byr hf. við eignum hins fyrrnefnda.
Stefndi tók síðan við réttindum og skyldum Byrs hf. samkvæmt samrunatilkynningu
sem birt var í Lögbirtingablaðinu 5. desember 2011.
Sönnunarbyrði hvílir á fjármálafyrirtækjum um
heimild starfsmanna sinna til einstakra ráðstafana fyrir hönd viðskiptamanna,
en um sönnun fer eftir almennum reglum, sbr. dóm Hæstaréttar 4. febrúar 2016 í
máli nr. 381/2015. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi fóru þær millifærslur
af reikningum áfrýjanda hjá BYR sparisjóði og Byr hf., sem áfrýjandi reisir
kröfur sínar um skuldajöfnuð við óumdeilda kröfu stefnda á, fram á tímabilinu
frá 9. febrúar til 9. nóvember 2010. Í skýrslu fyrirsvarsmanns áfrýjanda, sem
jafnframt var fyrirsvarsmaður GH2 ehf. og prókúruhafi á reikningum beggja
félaganna í BYR sparisjóði og síðar Byr hf., auk þess að vera aðaleigandi
þeirra, fyrir dómi kom fram að áfrýjandi greiddi leigu til GH2 ehf. vegna
reksturs síns í fasteign síðarnefnda félagsins. Þá greindi bókari áfrýjanda frá
því fyrir dómi að þær millifærslukvittanir, sem um ræðir í málinu, hafi verið
að finna í bókhaldi félagsins.
Áfrýjandi, sem er fyrirtæki í atvinnurekstri
og bókhalds- og ársreikningsskylt samkvæmt lögum nr. 145/1994 um bókhald og
lögum nr. 3/2006 um ársreikninga, hefur ekki sýnt fram á að gerðar hafi verið
af hans hálfu athugasemdir við áðurnefndar millifærslur fyrr en með greinargerð
hans í héraði, sem lögð var fram í þinghaldi 31. október 2013, eða tæpum þremur
árum eftir að sú síðasta átti sér stað. Af þeim sökum verður að leggja til
grundvallar að millifærslurnar hafi verið gerðar með vitund og vilja áfrýjanda,
eins og byggt er á af hálfu stefnda. Eftir að héraðsdómur gekk greiddi
áfrýjandi 4.108.254 krónur 24. apríl 2015 inn á kröfu stefnda.
Samkvæmt framansögðu, en að öðru leyti með
vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur á þann hátt sem í
dómsorði greinir.
Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda
málskostnað á báðum dómstigum, sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði
segir.
Dómsorð:
Áfrýjandi,
Gullhamrar veitingahús ehf., greiði stefnda, Íslandsbanka hf., 16.979.066
krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu frá 27. mars 2013 til greiðsludags, svo og samtals 1.200.000
krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, allt að frádreginni
innborgun á 4.108.254 krónum 24. apríl 2015.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 14. apríl 2015.
Mál þetta var höfðað
3. september 2013, þingfest 12. sama mánaðar og tekið til dóms 24. mars sl. að
loknum munnlegum málflutningi.
Stefnandi er Íslandsbanki hf., kt. [...], Kirkjusandi 2, Reykjavík.
Stefnt er Lúðvík Thorberg Halldórssyni, kt.
[...], Beykihlíð 25, Reykjavík, stjórnarformanni Gullhamra veitingahúss ehf.,
kt. [...], Þjóðhildarstíg 2-6, Reykjavík, fyrir hönd félagsins og Jónu Sigríði Þorleifsdóttur,
kt. [...] Beykihlíð 25, Reykjavík.
Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda Gullhömrum veitingahúsi
ehf., verði gert að greiða stefnanda 16.979.066 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt
1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. mars 2013 til greiðsludags. Einnig er
þess krafist að stefnanda verði heimilað að færa dráttarvexti upp á höfuðstól
skuldarinnar á 12 mánaða fresti, í fyrsta skipti 27. mars 2014, sbr. 12. gr.
laga nr. 38/2001. Stefnandi krefst að auki málskostnaðar úr hendi stefnda.
Stefndi, Gullhamrar veitingahús ehf., krefst þess aðallega að staðfest
verði, til skuldjafnaðar á móti kröfu stefnanda, gagnkrafa stefnda á hendur
stefnanda að fjárhæð 9.453.666 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt lögum nr.
38/2001 af 1.500.000 krónum frá 9. febrúar 2010 til 7. júní 2010, af 3.400.000
krónum frá þeim degi til 30. september 2010, en af 4.329.089 krónum frá þeim
degi til 7. október 2010, en af 6.991.089 krónum frá þeim degi til 18. október
2010, en af 7.991.089 krónum frá þeim degi til 26. október 2010, en af
8.591.089 krónum frá þeim degi til 9. nóvember 2010 og af 9.453.666 krónum frá
þeim degi til greiðsludags.
Til vara gerir stefndi þá dómkröfu að staðfest verði til skuldajafnaðar, á
móti kröfu stefnanda, gagnkrafa stefnda á hendur stefnanda að fjárhæð 3.362.577
krónur sem beri dráttarvexti samkvæmt 6. gr. laga nr. 38/2001 af 1.500.000
krónum frá 9. febrúar 2010 til 18. október 2010, af 2.500.000 krónum frá þeim
degi til 9.nóvember 2010, og varakröfunni til skuldajafnaðar, 3.362.577 krónum
frá þeim degi til greiðsludags.
Þá er þess krafist að stefnda verði heimilað að höfuðstólsfæra dráttarvexti
á 12 mánaða fresti, bæði í tilviki aðalkröfu og varakröfu sinnar, í fyrsta
skipti 9. nóvember 2011. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda.
Upphaflega beindi stefnandi málshöfðun þessari einnig að Jónu S.
Þorleifsdóttur, Beykihlíð 25, Reykjavík, en við upphaf aðalmeðferðar málsins
24. mars sl. felldi stefnandi niður kröfur sínar á hendur henni samhliða
breytingum á kröfugerð sinni.
I.
Málsatvik
Stefnandi hefur
höfðað mál þetta til innheimtu skuldar á
tékkareikningi nr. 1135-26-635 hjá stefnanda, en reikningur þessi mun hafa
verið stofnaður hjá stefnanda í nafni stefnda 12. janúar 2006. Samkvæmt
framlögðum skjölum nemur skuld á reikningnum alls 16.979.066 krónum. Stefndi
hefur tekið til varna, m.a. á þeim grundvelli að úttektir af reikningnum hafi
verið án leyfis stefnda og er krafa stefnda um skuldajöfnuð sett fram með vísan
til þessa.
II.
Málsástæður og lagarök stefnanda
Stefnandi krefst
greiðslu ofangreindrar skuldar og vísar til þess að stefnandi hafi ekki greitt
kröfuna þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir. Um lagarök vísar stefnandi
til almennra reglna kröfuréttar um skyldu til greiðslu fjárskuldbindinga.
Vaxtakröfu sína styður stefnandi við III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, sbr. 10.
og 12. gr. þeirra laga. Málskostnaðarkrafa stefnanda er reist á ákvæði 130.
gr., sbr. 129. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
III.
Málsástæður og lagarök stefndu
Varnir sínar
grundvallar stefndi á því að félagið hafi verið með tvo bankareikninga hjá
forvera stefnanda, Sparisjóði Kópavogs sem síðar varð hluti af Byr sparisjóði,
sem síðan var tekinn yfir af stefnanda, Íslandsbanka hf. Þetta hafi verið
reikningar númer 1135-26-17517 og 1135-26-635. Forverar stefnanda, fyrst
Sparisjóður Kópavogs í eitt skipti og síðan Byr í sjö skipti á árinu 2010 hafi
ráðstafað fjárhæðum út af þessum tveimur reikningum, alls 9.453.666 krónum, án
heimildar og án samþykkis stefnda GV. Hinn 9. febr. 2010 voru millifærðar
1.500.000 kr. af reikningi nr. 635 inn á reikning 1135-26-5312. Sá reikningur
hafi verið í eigu annars fyrirtækis, GH 2 ehf. Hinn 7. júní 2010 hafi 1.900.000
kr. verið færðar af reikningi nr. 17517 yfir á reikning nr. 5312. Hinn 30.
september 2010 hafi 929.089 kr. verið teknar út af reikningi nr. 17517 og
ráðstafað annars vegar inn á reikning nr. 5312 (500.000 kr.) og hins vegar upp
í greiðslu á skuldabréfi á nafni GH2 (429.089 kr.). Þá hafi 162.000 kr. verið
ráðstafað 1. október 2010 af reikningi nr. 17157 til greiðslu inn á skuldabréf
á nafni GH2 ehf. Hinn 7. október 2010 er 2.500.000 kr. ráðstafað af reikningi
stefnda, nr. 17517, inn á reikning GH2, nr. 5312. Hinn 18. október 2010 hafi
1.000.000 kr. verið millifærðar af reikningi stefnda inn á reikning GH2, nr.
5312. Enn hafi verið ráðstafað 600.000 kr. 26. október 2010 af reikningi
stefnda nr. 635 og lagt inn á reikning nr. 5312. Síðasta úttektin hafi verið
framkvæmd 9. nóvember 2010 þegar stefnandi færði samtals 862.577 kr. af
reikningi stefnda nr. 635 og ráðstafaði fjárhæðinni annars vegar inn á reikning
GH2, reikning nr. 5312,
(147.000 kr.) og hins vegar til greiðslu á skuldabréfi
vegna sama þriðja aðila, (715.477 kr.).
Af hálfu stefnda er
því haldið fram að allar framangreindar „ráðstafanir og úttektir“ af reikningum
á nafni stefnda hafi verið án heimildar stefnda og félagið hafi aldrei samþykkt
þær. Við hverja heimildarlausa úttekt hafi stofnast krafa stefnda á hendur
stefnanda um leið og viðkomandi úttekt hafði átt sér stað. Stefndi skuldi því
stefnda 9.453.666 krónur auk dráttarvaxta. Gagnkröfur stefnda til skuldjafnaðar
við kröfu stefnanda samsvari þessari fjárhæð, auk dráttarvaxta. Skilyrði til
skuldajafnaðar eru uppfyllt. Kröfur aðila eru gagnkvæmar, hvor á kröfu á hinn,
kröfur beggja séu gjaldkræfar, gildar og hæfar til að mætast. Loks eiga
kröfurnar sér sömu rót, stefnandi líkt og forverar hans SPK og BYR veiti bankaþjónustu
og stefndi hafi verið í viðskiptum við stefnanda á þeim grunni og af þeim
viðskiptum stafi kröfur beggja. Reikningur stefnda hjá stefnanda nr.
1135-26-17517 hafi verið veltureikningur vegna „kröfukaupaviðskipta“ aðila.
Stefndi hafi gert stefnanda grein fyrir tilteknum útistandandi kröfum sem hann
ætti á hverjum tíma vegna þeirrar þjónustu sem hann seldi og að greiðendum
krafnanna hefði verið tilkynnt um að þeim bæri að greiða þær inn á reikning
1135-26-17517. Á grundvelli þessa kveðst stefndi hafa notið tiltekinna
yfirdráttarheimilda hjá stefnanda en sjálfur ekki haft aðgang að reikningnum.
Það breyti þó ekki því að það sem var til ráðstöfunar á reikningnum á hverjum
tíma skyldi aðeins ráðstafað í þágu stefnda, sbr. millifærslur af reikningi nr.
17517 yfir á annan reikning stefnda hjá stefnanda eins og reikningsyfirlit
sýni. Önnur notkun á því sem til ráðstöfunar var á hverjum tíma á reikningi nr.
171517, hafi verið óheimil án leyfis stefnda.
Verði talið að
stefnanda hafi verið heimilar þær úttektir sem hann framkvæmdi af reikningi nr.
17517, byggir stefndi á því að hið sama hafi ekki gilt um reikning hans nr.
1135-26-635 sem hafi verið hefðbundinn viðskiptareikningur fyrirtækis sem
stefndi hafi einn haft óskoraðan rétt yfir og einn haft rétt til að ráðstafa
innstæðum og heimildum þar á hverjum tíma. Á þessu grundvallar stefndi
varakröfu sína, sem er sú að stefndi eigi gagnkröfur til skuldajafnaðar við
kröfu stefnanda á hendur sér, sem nemi alls 3.362.577 kr., (auk umkrafinna
dráttarvaxta), sem rekja megi til óheimilla og ósamþykktra úttekta stefnanda af
reikningi stefnda nr. 1135-26-635. Hluta hinnar meintu yfirdráttaskuldar sem
stefnandi hefur stefnt vegna sé því ekki að rekja til úttekta stefnda, heldur
úttekta stefnanda sjálfs af reikningi 1135-26-635 og ráðstöfunar á því sem
tekið var út í þágu annars aðila en stefnda, án samþykkis hans eða beiðni. Með
þeirri háttsemi hefur stefnandi stofnað til skuldar við stefnda sem stefndi á
kröfu á að fá endurgreidda frá stefnanda án tafar og öðlaðist stefndi rétt til
endurgreiðslu á útteknum fjárhæðum um leið og úttektirnar fóru fram.
Úttektirnar sem um er að ræða séu þessar: Hinn 9. febr. 2010, 1.500.000 kr.,
hinn 18. október 2010, 1.000.000 kr. og hinn 9. nóvember 2010 862.577 kr. eða
alls 3.362.577 kr. Skilyrði til skuldajafnaðar eru uppfyllt, sbr. það sem segir
um málsástæður aðalkröfu.
Stefndi
byggir dómkröfur sínar á almennum reglum kröfuréttar um greiðslu
fjárskuldbindinga. Um vaxtakröfu er vísað til laga nr. 38/2001. Krafa um
málskostnað er studd vísan til 130. gr., sbr. 129. gr. l. nr. 91/1991.
IV.
Skýrslur við aðalmeðferð
Lúðvík Thorberg
Halldórsson, fyrirsvarsmaður stefnda, Beykihlíð 25 í Reykjavík, kom fyrir dóm
og gaf aðilaskýrslu við aðalmeðferð málsins. Staðfesti hann að vera
stjórnarformaður og aðaleigandi stefnda. Jafnframt staðfesti hann að hann færi
með prókúruumboð fyrir hönd stefnda. Í skýrslu Lúðvíks kom að öðru leyti m.a.
fram að hann hefði á sama tíma jafnframt verið í fyrirsvari fyrir annað félag,
GH2 ehf., sem einnig hafi verið í reikningsviðskiptum hjá stefnanda. Fyrirtæki
þessi hafi verið rekin hvort undir sinni kennitölunni og löngum verið í farsælu
viðskiptasambandi við stefnanda og forvera þess fjármálafyrirtækis. Stefndi
hafi haft yfirdráttarheimild hjá bankastofnun þeirri þar sem stefndi var í
reikningsviðskiptum. Hitt félagið, GH2 ehf., hafi lent í skuldavanda við
bankahrunið 2008 og orðið gjaldþrota í kjölfarið. Rekstur þessara tveggja
félaga, þ.e. GH2 ehf. og stefnda, hafi verið alveg aðskilinn. Yfirdráttarskuld
hafi safnast upp á viðskiptareikningi stefnda nr. 1135-26-635. Kvaðst Lúðvík
hafa stjórnað úttektum af reikningnum í gegnum heimabanka og að aðrir hafi ekki
haft heimild til úttekta af greindum reikningi. Bankinn hafi þó skuldfært af
reikningnum vegna vaxta af yfirdráttarláni. Að sögn Lúðvíks var stefndi einnig
með vörslureikning í sama útibúi stefnanda, þ.e. reikning nr. 17517, og að
stefnandi hafi einn haft aðgang að þeim reikningi. Staðhæfði Lúðvík að á
grundvelli „kröfukaupasamnings“ við bankann hafi verið dregið á síðarnefnda
reikninginn samkvæmt kröfum sem Lúðvík kvaðst hafa stofnað á „viðskiptavini
sína.“ Bak við þetta hafi bæði verið samningur og veð í kröfunum. Lúðvík sagði
úttektum af þessum reikningi, nr. 17517, hafa verið „mest háttað þannig að það
var bara beðið um að það yrði millifært og það var gert.“ Að meginstefnu hafi
einungis átt að millifæra inn á reikning nr. 635, en ekki gat Lúðvík bent á
neitt í gögnum málsins þessu til staðfestingar. Lúðvík staðfesti að í framkvæmd
hafi einnig verið greitt inn á aðra reikninga. Lúðvík var spurður um dómskjöl
nr. 10 og 11 sem sýna millifærslur af öðrum bankareikningi stefnda, nr.
1135-26-17517. Staðfesti hann að gögn þessi væru úr bókhaldi stefnda og að þar
kæmi m.a. fram að 7. júní 2010 hafi 1.900.000 krónur verið greiddar inn á
reikning nr. 5312 sem verið hafi í eigu GH2 ehf. Einnig staðfesti hann greiðslu
til sama félags að fjárhæð 500.000 krónur 30. september 2010. Lúðvík sagðist
ekki hafa samþykkt þær úttektir af reikningnum sem fram koma á dómskjölum 10 og
11, en „tuðað“ við útibússtjórann og ekki talið sig hafa verið í stöðu til að
„hafa mjög hátt.“ Úttektirnar hafi verið ákveðnar og framkvæmdar af
starfsmönnum bankans. Ekki gat Lúðvík vísað til skriflegra gagna um mótmæli
hans við ráðstöfunum bankans. Hann staðfesti að hafa einnig verið með
prókúruumboð hjá GH2 ehf. Í ljósi þeirra ummæla Lúðvíks sem hér hefur verið
greint frá var hann spurður að því hvers vegna hann hefði ekki greitt til baka
af reikningi GH2 ehf. þá fjármuni sem þangað bárust af reikningi stefnda nr.
635 eða óskað eftir endurgreiðslu. Lúðvík viðurkenndi að hafa „ekki haft hugsun
á því“.
Þá kom fyrir dóm og
gaf vitnaskýrslu Ásta Hólm Birgisdóttir, starfsmaður hjá stefnanda, Dalseli 25,
Reykjavík. Voru henni einnig sýnd áðurnefnd dómskjöl nr. 10 og 11. Sagði hún
viðskiptin við stefnda hafa gengið þannig fyrir sig að Lúðvík hefði gert
samning við sparisjóðsstjórann um að keyptar yrðu viðskiptakröfur af stefnda.
Sérstakur tékkareikningur hafi verið stofnaður í þessu skyni, nr. 17517. Lúðvík
eða bókari félagsins hafi stofnað kröfur í heimabankanum og svo hringt til að
óska eftir greiðslu frá bankanum. Stofnaður hafi verið yfirdráttur á reikningi
17517 á þessum grunni og svo millifært yfir á reikning stefnda nr. 635.
Færslurnar hafi ávallt verið gerðar samkvæmt símtali og kvaðst Ásta ekki
minnast þess að tölvupóstar hafi gengið á milli aðila í þessu samhengi. Stundum
hafi Lúðvík falið henni að borga inn á reikning nr. 5312 sem var í eigu GH2
ehf. eða að borga inn á skuldabréf ef þau voru í vanskilum. Kvittanir vegna
millifærslna hafi alltaf verið prentaðar út og sendar í pósti til stefnda. Ásta
kvaðst ekki minnast þess að Lúðvík hafi nokkru sinni kvartað yfir millifærslum
þessum. Yfirlit hafi verið send út og þar veittur 30 daga athugasemdafrestur,
en engar athugasemdir borist frá Lúðvík á þeim árum sem þetta verklag var
viðhaft. Ásta kvaðst a.m.k. hafa gert ráð fyrir að yfirlit vegna reikninga
stefnda, væru póstlögð með reglubundnum hætti, en auk þess hafi Lúðvík haft
aðgang að þessum upplýsingum í gegnum heimabankann. Árlega hafi sjálfkrafa
verið send yfirlit yfir alla tékkareikninga. Ásta lýsti verklaginu nánar þannig
að peningar hefðu verið millifærðir á grundvelli símtala og leyninúmer
yfirleitt gefið upp nema fyrirtækjafulltrúi bankans hafi þekkt vel rödd og
símanúmer þess sem rætt var við. Stundum hafi hún þurft að neita bókara stefnda
um millifærslu þar sem hann hafi ekki haft prókúruumboð. Símtöl hafi ekki verið
hljóðrituð hjá Byr − sparisjóði. Fram kom í skýrslu Ástu að færslur á
dómskjölum 10 og 11 hafi verið gerðar að beiðni Lúðvíks. Sjálf hafi hún enga
hagsmuni haft af því að millifæra þessa fjármuni.
Fyrir dóminn kom og
gaf vitnaskýrslu Pétur Guðmundsson, Snælandi 4 í Reykjavík, en Pétur kvaðst
hafa starfað sem bókari fyrir bæði þau félög Lúðvíks Thorberg Halldórssonar,
sem áður voru nefnd. Fram kom m.a. í skýrslu hans að fjárhagur þessara félaga
hafi verið aðskilinn. Staðfesti Pétur að dómskjal nr. 10 væri úr bókhaldi
stefnda og að hann hafi sjálfur handskrifað inn á það skjal tölurnar 5312, en
það hafi verið númer þess bankareiknings sem viðkomandi millifærsla, þ.e.
1.900.000 kr. hafi verið lögð inn á 7. júní 2010.
Að lokum kom fyrir
dóm og gaf vitnaskýrslu Guðrún Katrín Jónína Gísladóttir, útibússtjóri hjá
stefnanda, Dynskógum 5, Reykjavík. Fram kom í skýrslu hennar að hún hafi áður
starfað sem útibússtjóri hjá Byr – sparisjóði í Kópavogi. Voru henni sýnd
dómskjöl nr. 10 og 11. Ekki kvaðst hún minnast þess að henni hefðu borist
athugasemdir eða mótmæli frá fyrirsvarsmanni stefnda vegna millifærslna af
reikningi félagsins. Stefndi hafi átt tengilið hjá útibúinu og hafi sá tengiliður,
öðru nafni fyrirtækjafulltrúi, annast um millifærslur samkvæmt erindum sem
þangað bárust. Að öðru leyti er ekki ástæða til að rekja framburð hennar.
V.
Niðurstaða
Óumdeilt er með
málsaðilum að stefnandi hefur sem bankastofnun tekið við bæði réttindum og
skyldum gagnvart stefnda.
Stefndi mótmælir
ekki fjárkröfum stefnanda, en telur sig eiga gagnkröfur til skuldajafnaðar með
vísan til þess að bankinn hafi í heimildarleysi tekið upp á því að millifæra af
tilgreindum tékkareikningi nr. 635 til greiðslu á skuldum félagsins GH2 ehf.
Við mat á þessu atriði verður ekki fram hjá því litið að fyrirsvarsmaður
stefnda, Lúðvík Thorberg Halldórsson, staðfesti í framburði sínum hér fyrir
dómi að hafa á þeim tíma sem hér um ræðir verið prókúruhafi bæði hjá stefnda og
GH2 ehf. Jafnframt liggur fyrir að GH2 ehf. var skráð fyrir áðurnefndum
reikningi nr. 5312 og staðfest hefur verið með framlögðum gögnum og skýrslum
við aðalmeðferð að það félag veitti viðtöku hluta þeirra fjármuna sem greiddir
voru út af bankareikningi stefnda nr. 635 sem mál þetta lýtur að.
Við aðalmeðferð komu
fyrir dóm og gáfu skýrslu tveir starfsmenn stefnda sem lýstu því verklagi sem
viðhaft hafði verið við millifærslur af hálfu stefnda. Stefndi hefur í
greinargerð sinni til héraðsdóms gert athugasemdir við alls átta millifærslur
af reikningum stefnda sem framkvæmdar voru á tímabilinu 9. febrúar 2010 til 9.
nóvember sama ár, samtals að fjárhæð 9.453.666 kr. Af hálfu stefnda hefur því
verið haldið fram að millifærslum þessum hafi verið mótmælt gagnvart stefnanda
og forverum hans. Þrátt fyrir að tímabil úttekta þeirra sem hér um ræðir nái
yfir alls níu mánuði á árinu 2010 verður ekki séð að leitast hafi verið við það
af hálfu stefnda að ná fram leiðréttingu, t.d. með skriflegum athugasemdum eða
mótmælum. Gögn málsins bera raunar með sér að sjónarmiðum í þessa veru hafi
fyrst verið sannanlega hreyft af hálfu stefnda með framlagningu greinargerðar í
máli þessu 31. október 2013. Með hliðsjón af þeim fjárhæðum sem fluttar voru af
reikningi nr. 635 á umræddu tímabili hafði stefndi þó fullt tilefni til að
hreyfa slíkum mótmælum fyrr, hafi félagið á annað borð eitthvað haft við
millifærslur þessar að athuga.
Í ljósi þess ábyrgðarhlutverks
sem títtnefndur Lúðvík gegndi í þeim félögum sem hér hafa verið nefnd til
sögunnar þykir verða að leggja til grundvallar að hann hafi vitað eða mátt vita
um þær millifærslur sem í máli þessu hafa verið gerðar að umtalsefni. Það að
hann hafi „ekki haft hugsun á“ að bregðast við með því að færa fjármuni til
baka með þeim hætti sem hann nú virðist telja rétt, leysir hann ekki undan
ábyrgð í þessu tilliti. Í þessu samhengi er til þess að líta að Lúðvík lýsti
því sjálfur yfir við aðalmeðferð málsins að hann hafi haft aðgang að
reikningsupplýsingum stefnda í gegnum heimabanka. Engin gögn hafa verið lögð
fram af hálfu stefnda sem stutt geta fullyrðingar stefnda í þá veru að andmælum
hafi verið komið á framfæri við stefnanda á fyrri stigum. Af framangreindu
leiðir að stefndi verður sjálfur að bera hallann af þessum sönnunarskorti.
Með því að stefndi
hefur ekki sýnt fram á að úttektir af tékkareikningi stefnda nr. 635 hafi verið
án samþykkis félagsins kemur ekki til álita að fallast á kröfu stefnda um skuldajöfnuð.
Verða kröfur stefnda því teknar til greina og stefnda gert að greiða stefnanda
málskostnað eins og í dómsorði greinir.
Arnar
Þór Jónsson, settur héraðsdómari, kveður upp dóm þennan.
Dómsorð:
Stefndi, Gullhamrar veitingahús ehf., greiði stefnanda, Íslandsbanka hf., 16.979.066
krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. mars
2013 til greiðsludags.
Stefndi greiði stefnanda 500.000 kr. í málskostnað.
|
Mál nr. 63/2016 | Kærumál Varnarþing Frávísunarúrskurður felldur úr gildi | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli L 7-9 á hendur L ehf. var vísað frá dómi á þeirri forsendu að það hefði verið höfðað á röngu varnarþingi. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 33. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála mætti höfða mál meðal annars í þeirri þinghá þar sem stjórnarstöð skrásetts firma væri. Samkvæmt gögnum málsins væri skráð aðsetur L ehf. og lögheimili fyrirsvarsmanna félagsins í Hafnarfirði. Hefði L ehf. hvorki andmælt þessum gögnum né fullyrðingum L 7-9 um að stjórnarstöð félagsins væri í fyrrgreindu sveitarfélagi. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur
Börkur Þorvaldsson, Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar
með kæru 22. janúar 2016, en kærumálsgögn bárust réttinum 27. sama mánaðar. Kærður
er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. janúar 2016, þar sem máli sóknaraðila á
hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr.
laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði
úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til
efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.
Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu
verði vísað frá Hæstarétti, en til vara staðfestingar hins kærða úrskurðar. Í
báðum tilvikum krefst hann kærumálskostnaðar.
Þrátt fyrir að fjárkrafa sóknaraðila á
hendur varnaraðila nái ekki áfrýjunarfjárhæð lýtur ágreiningur þessi að
réttarfarsatriði sem kemur til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Þá verður hvorki
fallist á með varnaraðila að aðild sóknaraðila né málatilbúnaður hans að öðru
leyti sé svo vanreifaður að leiða eigi til sömu niðurstöðu.
Málavöxtum er lýst í hinum kærða úrskurði.
Varnaraðili hefur um varnarþing vísað til 1. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 34. gr.
laga nr. 91/1991. Samkvæmt fyrri málsgreininni má sækja skrásett firma í þeirri
þinghá þar sem varnarþing þess er skráð. Ef stjórnarstöð þess er í annarri
þinghá en þar sem varnarþing er skráð má einnig sækja það í þeirri þinghá.
Samkvæmt gögnum málsins er skráð lögheimili varnaraðila að Hátúni 6a í Reykjavík,
en skráð aðsetur hans að Gauksási 17 í Hafnarfirði, sem mun einnig vera
lögheimili fyrirsvarsmanna varnaraðila. Telur sóknaraðili að umrædd gögn sýni
að stjórnarstöð varnaraðila sé í Hafnarfirði og því hafi verið heimilt að höfða
mál þetta fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Andmæli varnaraðila við því að 1. mgr.
33. gr. laga nr. 91/1991 eigi við um varnarþing hans lúta einvörðungu að því að
miða verði við skráð lögheimili hans. Á hinn bóginn hefur varnaraðili ekki
andmælt framkomnum gögnum og fullyrðingum sóknaraðila um að stjórnarstöð varnaraðila
sé í Hafnarfirði. Þegar af þessari ástæðu verður hinn kærði úrskurður
felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Varnaraðila
verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er felldur úr
gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Varnaraðili,
LE Investment ehf., greiði sóknaraðila, Lóðarfélaginu Stapahrauni 7-9, 350.000
krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12.
janúar 2016.
Mál
þetta, sem tekið var til úrskurðar 15. desember 2015 um frávísunarkröfu
stefnda, er höfðað 20. október 2014.
Stefnandi
er Lóðarfélagið Stapahrauni 7-9, Stapahrauni 7-9, Hafnarfirði.
Stefndi
er LE Investment ehf., Hátúni 6a, Reykjavík.
Stefnandi
krefst þess að stefndi greiði honum 112.600 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt
1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 56.300 krónum frá
1. nóvember 2013 til 1. apríl 2014 og af 112.600 krónum frá þeim degi til
greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að staðfestur verði lögveðsréttur í
eignarhluta stefnda í húsinu númer 7 við Stapahraun í Hafnarfirði, fastanúmer
207-9297, til tryggingar kröfu stefnanda og dráttarvöxtum. Loks krefst
stefnandi málskostnaðar.
Stefndi
krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi, en til vara að stefndi
verði sýknaður af dómkröfum stefnanda eða kröfur lækkaðar. Þá er krafist
málskostnaðar.
Af
hálfu stefnanda er þess krafist að frávísunarkröfu stefnda verði hafnað.
I
Í
máli þessu krefur stefnandi stefnda um svonefnt lóðarfélagsgjald vegna
fasteignar stefnda í fjöleignarhúsinu númer 7-9 við Stapahraun í Hafnarfirði,
fastanúmer 207-9297. Var gjaldið lagt á eign stefnda í nóvember 2013 og apríl
2014 á sama grundvelli og aðra eignarhluta í fjöleignarhúsinu samkvæmt lögum
nr. 26/1994 um fjöleignarhús, samtals að fjárhæð 112.600 krónur, auk
dráttarvaxta.
Á
stofnfundi sem haldinn var 11. september 2013 var ákveðið að árleg
lóðarfélagsgjöld yrðu 200.000 krónur. Eftir skiptingu á sameiginlegum
rekstrarkostnaði á eignarhluta fjöleignarhússins var gjald fyrir eignarhluta
stefnda reiknað 56.300 krónur fyrir árið 2013, en það féll í gjalddaga 1.
nóvember 2013. Sama upphæð var reiknuð fyrir árið 2014, sem gjaldféll 1. apríl
2014. Skipting gjaldsins var ákveðin samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu dagsettri
7. mars 2007. Þar segir að stefndi eigi matshluta 02 sem sé 28,15% hluti af
lóðinni. Krefst stefnandi samkvæmt þessu greiðslu á 112.600 krónum. Stefnandi
segir að gjaldið sé tilkomið vegna sameiginlegs reksturs lóðarinnar, meðal
annars hreinsunar. Einnig séu framkvæmdir fyrirhugaðar á lóðinni.
Stefndi
fékk senda innheimtuviðvörun 18. nóvember 2013 og 22. apríl 2014 vegna
vangreiddra lóðarfélagsgjalda og innheimtubréf 7. maí 2014. Skuldin var ekki
greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir stefnanda.
Stefndi
mætti ekki við þingfestingu málsins 11. nóvember 2014 þrátt fyrir lögmæta
birtingu stefnu og boðaði ekki forföll. Útivistardómur gekk í málinu 5. febrúar
2015 og var stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 70.000 krónur í málskostnað.
Málið var endurupptekið 25. júní 2015. Stefndi skilaði greinargerð í málinu 10.
júlí 2015.
II
Stefndi
byggir frávísunarkröfu sína á því að hið stefnda félag eigi lögheimili að
Hátúni 6a í Reykjavík og eigi félagið þar varnarþing. Samkvæmt 33. gr. laga nr.
91/1991 um meðferð einkamála megi sækja skrásett félag eða firma í þeirri
þinghá þar sem varnarþing þess sé skráð. Stefnandi vísi um varnarþing til 34.
gr. laga nr. 91/1991 en því sé hafnað að sú grein geti átt við í málinu, enda
varði málið ekki fasteign. Það snúist um afskiptarétt af sameiginlegri lóð
margra samkvæmt umdeildum samningi sem stefndi hafi alla tíð mótmælt og telji
sig ekki bundinn af.
Stefnanda
beri því að byggja á reglunni um heimilisvarnarþing og í samræmi við það sé
honum skylt að sækja málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem sé varnarþing
stefnda. Stefnandi byggi á því að skoðun fasteignar geti orðið nauðsynleg, en
svo sé ekki. III
Við
munnlegan flutning málsins um frávísunarkröfu stefnda vísaði lögmaður stefnanda
til þess að krafa stefnanda væri tilkomin vegna skuldar stefnda á
lóðarfélagsgjaldi vegna húsnæðis stefnda í fjöleignarhúsinu númer 7-9 við
Stapahraun í Hafnarfirði vegna gjalddaga í nóvember 2013 og apríl 2014. Ákveðið
hafi verið að árlegt lóðarfélagsgjald yrði 200.000 krónur sem ætti að skiptast
niður á eignarhluta í fjöleignarhúsinu. Í eignarskiptayfirlýsingu frá 7. mars
2007 komi fram að stefndi sé eigandi að 28,15% hluta lóðarinnar og beri að
greiða gjald samkvæmt því.
Stefndi
byggi frávísunarkröfu sína á þeim grundvelli að málið hafi verið höfðað á röngu
varnarþingi. Telji stefndi að stefnanda hafi borið að byggja á reglunni um
heimilisvarnarþing, sbr. 33. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og að
rétt hefði verið að sækja málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem skráð
lögheimili félagsins sé í Reykjavík. Þessu mótmæli stefnandi sem röngu og bendi
á að samkvæmt 34. gr. laga nr. 91/1991 megi sækja mál í þeirri þinghá þar sem
fasteign sé ef mál varði réttindi yfir fasteign og vegna mála sem rísa af
slíkum réttindum. Telji stefnandi að framangreint eigi við í þessu tilviki, en
um sé að ræða skuld stefnda við lóðarfélag sem stofnað hafi verið sérstaklega
utan um rekstur lóðarinnar sem staðsett sé í Hafnarfirði. Því telji stefnandi
að honum sé heimilt að sækja málið í þeirri þinghá þar sem lóðin sé. Það sama
ætti við ef málið snerist um kaupsamning vegna fasteignar. Í þeim tilvikum
myndi engu máli skipta þótt aðilarnir ættu lögheimili í öðru sveitarfélagi en
þar sem fasteignin sé staðsett. Málinu sé einfaldlega stefnt á því varnarþingi
þar sem fasteignin sé.
IV
Í
stefnu málsins er um varnarþing vísað til ákvæða 34. gr. laga nr. 91/1991 um
meðferð einkamála því til stuðnings að reka megi málið hér fyrir dómi. Óumdeilt
er að hið stefnda félag, LE Investment ehf., átti lögheimili að Hátúni 6a í
Reykjavík þegar málið var höfðað hinn 20. október 2014.
Stefndi
krefst frávísunar málsins á þeim grundvelli að það sé höfðað á röngu
varnarþingi og vísar til þess að hið stefnda félag eigi lögheimili í Reykjavík
og eigi þar varnarþing, sbr. 33. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Tilvísun stefnanda til 34. gr. laganna eigi ekki við í málinu.
Reglur
um heimilisvarnarþing lögpersóna eru í 1. mgr. 33. gr. laga nr. 91/1991 um
meðferð einkamála, en þar segir að skrásett félag eða firma megi sækja í þeirri
þinghá þar sem varnarþing þess er skráð. Hið stefnda félag er skráð félag, en
greint er á milli þess hvort félög eru skráð eða óskráð. Í athugasemdum með 33.
gr. í frumvarpi því er varð að fyrrnefndum lögum 91/1991 segir að samkvæmt
meginreglu sé byggt á því að mál gegn skrásettu félagi verði sótt þar sem
varnarþing þess er skráð í viðeigandi félaga- eða firmaskrá, en sá kostur sé
einnig heimilaður að mál verði sótt í þinghá þar sem stjórnarstöð félags eða
firma er, sé hún önnur en þar sem varnarþing er skráð.
Í
34. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála segir að ef skoðun fasteignar
geti orðið nauðsynleg í máli sem varði hana megi sækja málið í þeirri þinghá
þar sem fasteignin er. Eigi það sama við um önnur mál um réttindi yfir
fasteign, svo og mál þar sem sóttar eru kröfur sem rísa af slíkum réttindum.
Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að sækja mál á fasteignavarnarþingi við tvenns
konar aðstæður, annars vegar ef þörf er á skoðun fasteignar undir rekstri
málsins, en þá er haft í huga hagræði af því að mál sé sótt í nálægð við
fasteignina og er það háð mati hverju sinni. Hins vegar er heimilt að neyta
heimildar til fasteignavarnarþings ef mál varðar réttindi yfir fasteign eða
þegar mál er höfðað til að sækja kröfur sem eru sprottnar af slíkum réttindum
svo sem rakið er í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 91/1991.
Samkvæmt ákvæðinu er það þannig lagt í hendur stefnanda að meta það fyrir fram
hvort líklegt sé að skoðun eignar undir rekstri máls sé nauðsynleg. Við slíkt
mat verður stefnandi að taka mið af því að stefndi kunni að taka til varna í
málinu og að ágreiningur geti þá orðið um atriði sem gefa aðilum og dómara
tilefni til að skoða vettvang undir rekstri málsins. Mat stefnanda er ekki
bindandi fyrir dómara þannig að krefjist stefndi frávísunar verður dómari að
meta hvort það hafi verið raunhæft að gera ráð fyrir vettvangsskoðun og láta
niðurstöðu sína um það ráða því hvort máli verður vísað frá dómi eða ekki.
Fyrirsjáanleg
þörf á vettvangsgöngu er því háð sakarefninu sjálfu hverju sinni. Engu breytir
í því máli sem hér er til úrlausnar þótt dómur hafi áður verið lagður á málið
sem útvistamál á þingfestingardegi, sbr. 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð
einkamála, enda var ekki unnt á þeim tíma að útiloka að vettvangsganga væri
nauðsynleg undir rekstri málsins, allt eftir vörnum stefnda í málinu.
Krafa
stefnanda á hendur stefnda er fjárkrafa sem sögð er tilkomin vegna
lóðarfélagsgjalds sem lagt var á fasteign stefnda að Stapahrauni 7-9 í
Hafnarfirði fyrir mánuðina nóvember 2013 og apríl 2014. Er gjaldið lagt á vegna
sameiginlegs kostnaðar vegna lóðarinnar, svo sem vegna hreinsunar lóðarinnar og
framkvæmda við hana. Samkvæmt því sem greinir í stefnu er gjaldið lagt á
stefnda samkvæmt hlutfallslegri eign hans í fjöleignarhúsinu Stapahrauni 7-9 og
er um skiptingu gjaldsins á milli eigenda vísað til ákvörðunar á stofnfundi 11.
september 2013 og eignaskiptayfirlýsingu 7. mars 2007, þar sem eignarhluti stefnda,
matshluti 02, er tilgreindur 28,15% af heildareigninni.
Varnir
stefnda lúta einkum að því að málið varði ekki réttindi yfir fasteign. Ekki sé
verið að deila um réttindi af neinum toga yfir fasteigninni eins og skýr ákvæði
laganna hljóði um. Deilan snúist ekki um kröfu sem sé sprottin af réttindum
yfir fasteigninni. Krafist sé greiðslu skuldar, hússjóðsgjalds eða
lóðarsjóðsgjalds, og fari efni umdeildrar kröfu ekki saman við ákvæði 34. gr.
laga nr. 91/1991. Þá byggir stefndi á því að lög nr. 26/1994 um fjöleignarhús
eigi ekki við í málinu og að ekki liggi fyrir eignaskiptasamningur um skiptingu
lóðar á milli þeirra fasteigna sem séu á lóðinni Stapahrauni 7-9 og því sé ekki
til staðar lögmætur grundvöllur fyrir álagningu þeirra gjalda sem um ræði. Samkvæmt
þessu liggur fyrir að stefndi vefengir heimild stefnanda til að leggja gjaldið
á stefnda og að gjaldið njóti lögveðsréttar eða annars konar réttarfarshagræðis
sem byggir á lögum nr. 26/1994.
Ágreiningur
málsins snýst um greiðslu á svonefndu lóðarfélagsgjaldi. Gjaldið leiðir af
ákvörðun stofnfundar Lóðarfélagsins Stapahrauni 7-9 þann 11. september 2013.
Samkvæmt því og því sem fyrr er rakið verður hvorki séð að skoðun
fasteignarinnar sé nauðsynleg til að leysa úr þeim réttarágreiningi sem
stefnandi hefur lagt fyrir dóminn og varða gjaldið, né að krafan varði slík
réttindi yfir fasteigninni að skoðun hennar teljist nauðsynleg undir rekstri
málsins. Var því ekki raunhæft að gera ráð fyrir vettvangsskoðun við úrlausn
málsins og því ekki heimild fyrir því í 34. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð
einkamála að höfða mál þetta í þeirri þinghá sem fasteignin Stapahraun 7-9 er
staðsett. Er því fallist á aðalkröfu stefnda um að málinu verði vísað frá dómi.
Í
ljósi frávísunar málsins ber að gera stefnanda að greiða stefnda málskostnað,
sbr. 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ákvæði 3. mgr.
141. gr. laganna getur engu um þetta breytt. Verður stefnanda því gert að
greiða stefnda 200.000 krónur í málskostnað.
Úrskurð
þennan kveður upp Jón Höskuldsson héraðsdómari sem falin var meðferð málsins
16. júlí 2015.
Ú r s k u r ð a r o r ð:
Máli
þessu er vísað frá dómi.
Stefnandi,
Lóðarfélagið Stapahrauni 7-9, greiði stefnda, LE Investment ehf., 200.000
krónur í málskostnað. |
Mál nr. 69/2016 | Kærumál Sakarefni Lögvarðir hagsmunir Vanreifun Frávísunarúrskurður felldur úr gildi að hluta | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli Þ gegn Í var vísað frá dómi á þeim grundvelli að Þ hefði ekki sýnt fram á að hann ætti lögvarða hagsmuni af úrlausn um þær kröfur sem hann hafði uppi um viðurkenningu á skaðabótaskyldu Í, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ágreiningur aðila snerist um það hvenær ráðherra hafi verið skylt að lögum að ákveða þann heildarafla sem veiða mætti af gulllaxi. Taldi Þ að skylt hefði verið að úthluta heildarafla fyrr en gert var og að umrætt athafnaleysi hefði valdið honum tjóni. Í dómi Hæstaréttar kom fram að óumdeilt væri að aflahlutdeild í gulllaxi fæli í sér fjárhagsleg verðmæti fyrir útgerðir þeirra fiskskipa sem úthlutun fengju. Þá hefði Í ekki mótmælt útreikningum Þ á aflahlutdeild þeirri, sem hann taldi sig hafa átt rétt á að fá úthlutað, miðað við þau tímabil aflareynslu sem hann lagði til grundvallar kröfum sínum. Auk þessa mætti af málatilbúnaði Þ ráða að hann teldi fjárhagslegt tjón sitt nema mismuninum á framlegð þeirrar aflahlutdeildar, sem honum var úthlutað, og þeirri sem hann hefði notið ef ráðherra hefði ákveðið að úthluta henni fyrr en gert var. Með vísan til þessa taldi Hæstiréttur að aðalkrafa og tvær fyrri varakröfur Þ fullnægðu áskilnaði fyrrgreinds lagaákvæðis um lögvarða hagsmuni. Af þessum sökum var lagt fyrir héraðsdóm að taka þær kröfur til efnisúrlausnar. Þriðju varakröfu Þ var aftur á móti vísað frá dómi sökum vanreifunar.
|
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta
dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir og Karl
Axelsson.
Sóknaraðili
skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. janúar 2016, en kærumálsgögn bárust
réttinum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15.
janúar 2016 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild
er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili
krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir
héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í
héraði og kærumálskostnaðar.
Varnaraðili
krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
I
Í héraðsdómsstefnu krefst
sóknaraðili þess aðallega að viðurkennd verði skaðabótaskylda varnaraðila á
tjóni sem sóknaraðili telur sig hafa orðið fyrir vegna þess að aflahlutdeild í
gulllaxi hafi ekki verið úthlutað á grundvelli veiðireynslu sem hann hafi öðlast
frá 16. ágúst 2006 til 15. ágúst 2009. Þá hefur sóknaraðili uppi þrjár varakröfur
og eru tvær þeirra samhljóða aðalkröfunni að öðru leyti en því að vísað er til
veiðireynslu sem hann hafi öðlast annars vegar frá 28. maí 2007 til 27. maí
2010 og hins vegar frá 8. júní 2007 til 7. júní 2010. Með þriðju varakröfunni
er síðan krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu varnaraðila á tjóni
sóknaraðila „vegna vanrækslu ... á því að úthluta aflahlutdeild í gulllaxi á
tímabilinu eftir 7. júní 2010 og fram að því að aflahlutdeild í gulllaxi var
úthlutað þann 26. ágúst 2013.“ Í stefnunni er síðastgreinda krafan rökstudd á
svofelldan hátt: „Þriðja varakrafa stefnanda er sett fram ef dómurinn skyldi
ekki fallast á aðrar dómkröfur stefnanda, en þó komast að þeirri niðurstöðu að
ráðherra hafi borið að úthluta aflamarki á öðru tímamarki en því, sem aðrar
dómkröfur stefnanda taka til, en þó áður en ráðherra úthlutaði aflahlutdeild
26. ágúst 2013 með reglugerð nr. 662/2013. Byggir stefnandi þriðju varakröfu
sína á öllum sömu röksemdum og færðar eru fram fyrir öðrum dómkröfum stefnanda
og vísar til þeirrar umfjöllunar.“
Í hinum
kærða úrskurði var komist að þeirri niðurstöðu að sóknaraðili hefði ekki leitt
nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni, gert grein fyrir því í
hverju tjón hans fælist og hver tengsl þess væru við ætlað skaðaverk. Af þeim
sökum var málinu vísað frá héraðsdómi á þeim grundvelli að sóknaraðili hefði ekki
sýnt fram á að hann ætti lögvarða hagsmuni af úrlausn um framangreindar viðurkenningarkröfur
sínar, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991.
II
Ágreiningur málsaðila
snýst um það hvenær ráðherra hafi verið skylt að lögum að ákveða þann
heildarafla sem veiða mætti af gulllaxi.
Með 6. gr. reglugerðar nr. 768/2013 um breytingu á reglugerð nr.
662/2013 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2013/2014 var sett nýtt ákvæði
til bráðabirgða við síðarnefndu reglugerðina þar sem fiskiskipum, sem
aflareynslu höfðu meðal annars í gulllaxi innan íslenskrar fiskveiðilögsögu á tímabilinu
16. ágúst 2010 til 15. ágúst 2013, var úthlutað aflahlutdeild í þeirri tegund á
grundvelli aflareynslu þeirra, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn
fiskveiða. Í samræmi við bráðabirgðaákvæðið fengu fiskiskip sóknaraðila
úthlutað samtals um 10,8% aflahlutdeildar í heildarafla fyrir gulllax.
Samkvæmt
aðalkröfu sóknaraðila telur hann að ráðherra hafi borið skylda til þess, að
fengnum tillögum Hafrannsóknarstofnunar, að ákveða heildarafla á gulllaxi þegar
fyrir fiskveiðiárið 2009/2010 og úthluta aflahlutdeild til fiskiskipa á
grundvelli aflareynslu þeirra síðustu þriggja veiðitímabila þar á undan. Ef
aflahlutdeild hefði verið ákveðin með þessum hætti byggir sóknaraðili á því að
aflahlutdeild hans hefði orðið 26,1442% í stað um 10,8%. Varakröfur sóknaraðila
eru reistar á þeirri sömu forsendu að ráðherra hafi borið að ákveða heildarafla
fyrir gulllax fyrr en gert var, en í tveimur þeirra er sem fyrr segir vísað til
aflareynslu á öðrum og síðari tímabilum
og er sú aflahlutdeild, sem sóknaraðili telur að hefði átt að koma í sinn hlut,
þar af leiðandi lægri.
Skilja verður dómkröfur sóknaraðila
svo að í raun leiti hann ekki annars með þeim en viðurkenningar á
skaðabótaskyldu varnaraðila vegna fyrrgreinds athafnaleysis ráðherra. Þótt sóknaraðili
hafi að ástæðulausu gert fleiri kröfur en eina og fellt inn í orðalag þeirra
atriði, sem varða málsástæður um hvaða aflareynslu ráðherra hefði átt að leggja
til grundvallar ákvörðun sinni um úthlutun aflahlutdeildar, kemur það ekki að
sök ef frá er talin þriðja varakrafa sóknaraðila. Úr því að hann hefur kosið að
miða aðrar kröfur sínar við aflareynslu á öðrum tímabilum er sú krafa vanreifuð
og verður henni af þeim sökum vísað frá héraðsdómi, sbr. d. og e. liði 1. mgr.
80. gr. laga nr. 91/1991.
III
Samkvæmt 2.
mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 er heimilt að höfða mál til að leita
viðurkenningardóms um kröfu, enda hafi aðili lögvarða hagsmuni af því að skorið
sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands. Áskilnaður ákvæðisins um
lögvarða hagsmuni hefur í dómum Hæstaréttar verið skýrður á þann hátt að sá,
sem höfðar mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu, verði að leiða nægar líkur
að því að hann hafi orðið fyrir tjóni, gera grein fyrir því í hverju tjón hans
felist og hver tengsl þess séu við atvik máls.
Eins og áður
er rakið byggir sóknaraðili á því að fiskiskip hans hafi átt að fá umtalsvert
hærri hlutdeild við úthlutun aflaheimilda í gulllaxi. Óumdeilt er að slík aflahlutdeild
feli í sér fjárhagsleg verðmæti fyrir útgerðir þeirra fiskiskipa sem úthlutun
fá. Þá hefur varnaraðili ekki mótmælt útreikningum sóknaraðila á aflahlutdeild
þeirri, sem hann telur sig hafa átt rétt á að fá úthlutað, miðað við þau
tímabil aflareynslu sem hann leggur til grundvallar kröfum sínum. Af
málatilbúnaði sóknaraðila má ráða að hann telji fjárhagslegt tjón sitt nema
mismuninum á framlegð þeirrar aflahlutdeildar, sem honum var úthlutað, og
þeirri sem hann hefði notið ef ráðherra hefði ákveðið að úthluta henni fyrr en
gert var. Með þessu hefur sóknaraðili fært nægar líkur að því að hann hafi
orðið fyrir tjóni, gert grein fyrir í hverju það hafi verið fólgið og hver séu
tengsl þess við málsatvik. Vegna þess stendur 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991
því ekki í vegi að leyst verði úr aðalkröfu sóknaraðila og tveimur fyrri varakröfum
hans fyrir dómi. Verður því lagt fyrir héraðsdóm að taka þær kröfur til
efnisúrlausnar.
Úrlausn um
málskostnað í héraði bíður efnisdóms.
Varnaraðila
verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Vísað er frá
héraðsdómi þriðju varakröfu sóknaraðila, Þorbjörns hf., en að öðru leyti er
lagt fyrir héraðsdóm að taka kröfur hans til efnisúrlausnar.
Varnaraðili, íslenska ríkið, greiði sóknaraðila 300.000
krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15.
janúar 2016.
Mál þetta, sem var tekið til úrskurðar 11. janúar 2016, er
höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Þorbirni
hf., Hafnargötu 12, Grindavík, á hendur íslenska ríkinu, Arnarhvoli,
Reykjavík, með stefnu birtri 12. júní 2015.
Stefnandi
krefst þess aðallega að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda á tjóni
stefnanda vegna þess að aflahlutdeild í gulllaxi var ekki úthlutað til
stefnanda á grundvelli veiðireynslu sem hann öðlaðist frá 16. ágúst 2006 til
15. ágúst 2009.
Fyrsta
varakrafa stefnanda er að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda á tjóni
stefnanda vegna þess að aflahlutdeild í gulllaxi var ekki úthlutað til
stefnanda á grundvelli veiðireynslu sem hann öðlaðist frá 28. maí 2007 til 27.
maí 2010.
Önnur
varakrafa stefnanda er að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda á tjóni
stefnanda vegna þess að aflahlutdeild í gulllaxi var ekki úthlutað til
stefnanda á grundvelli veiðireynslu sem hann öðlaðist frá 8. júní 2007 til 7.
júní 2010.
Þriðja
varakrafa stefnanda er að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda á tjóni
stefnanda vegna vanrækslu stefnda á því að úthluta aflahlutdeild í gulllaxi á
tímabilinu eftir 7. júní 2010 og fram að því að aflahlutdeild í gulllaxi var
úthlutað þann 26. ágúst 2013.
Í
öllum tilvikum krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum
málskostnað.
Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum
stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans.
I
Stefnandi kveðst vera frumkvöðull í veiðum á gulllaxi og
hafði ráðstafað miklum tíma og fjármunum í slíkar veiðar. Hann hafi byggt upp
þekkingu og markaði fyrir afurðir gulllax og telur að hagsmunum sínum sé
verulega raskað í ljósi ákvörðunar ráðherra um að úthlutun aflahlutdeildar í
gulllaxi hafi ekki verið byggð á veiðireynslu þriggja síðustu ár. Með þessari
háttsemi hafi stefndi með saknæmum og ólögmætum hætti valdið stefnanda tjóni.
II
Stefnandi krefst þess aðallega að viðurkennd verði
skaðabótaskylda stefnda á tjóni stefnanda vegna þess að aflahlutdeild í
gulllaxi var ekki úthlutað til stefnanda á grundvelli veiðireynslu sem hann
öðlaðist frá 16. ágúst 2006 til 15. ágúst 2009. Stefnandi setur fram þrjár
varakröfur þar sem krafist er viðurkenningar skaðabótaskyldu á sama grunni
miðað við önnur tímamörk, í fyrsta lagi miðað við veiðireynslu stefnanda frá
28. maí 2007 til 27. maí 2010, í öðru lagi frá 8. júní 2007 til 7. júní 2010 og
í þriðja lagi „á tímabilinu eftir 7. júní og fram að því að aflahlutdeild í
gulllaxi var úthlutað þann 26. ágúst 2013“.
Stefnandi byggir kröfur sínar á
1. mgr. 3. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Samkvæmt því ákvæði hafi
stefnda verið skylt að hlutdeildarsetja gulllaxstofninn í síðasta lagi fyrir
fiskveiðiárið 2009/2010, sem er aðalkrafan. Í fyrstu varakröfu byggir stefnandi
á því að stefnda hafi verið skylt að hlutdeildarsetja gulllaxstofninn eftir að
hann tók ákvörðun um að stöðva veiðarnar með tilkynningu dags. 27. maí 2010, í
annarri varakröfu stefnanda er byggt á því að stefnda hafi borið að
hlutdeildarsetja stofninn frá því leyfi til veiða voru felld úr gildi hinn 7.
júní 2010 og þriðja varakrafa stefnanda byggir á því, ef dómurinn skyldi ekki
fallast á aðrar dómkröfur stefnanda, en þó komast að þeirri niðurstöðu að
stefnda hafi borið að úthluta aflahlutdeild á öðru tímamarki en því sem aðrar
dómkröfur stefnanda taka til, en þó áður en ráðherra úthlutaði aflahlutdeild
26. ágúst 2013. Í öllum tilvikum byggir stefnandi á því að stefnda hafi borið
að úthluta aflahlutdeild á grundvelli aflareynslu síðustu þriggja veiðitímabila
þar á undan, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 116/2006.
Stefnandi byggir á því að hann hafi haft veiðireynslu sem
hann telur að taka hefði átt tillit til fyrr en gert var, enda var hann
frumkvöðull í þessum veiðum. Með því háttalagi stefnda að miða við 2013/2014
(og veiðireynslu þriggja fiskveiðiára þar á undan) hafi aðrar útgerðir getað
hafið veiðar á gulllaxi og þannig skapað sér veiðireynslu. Það hafi komið þeim
útgerðum til góða er hlutdeildarsetningin hafi verið ákveðin fyrir árið
2013/2014. Stefnandi kveður að þetta hafi haft þá þýðingu að skip stefnanda
hafi fengið úthlutað samanlagt 10,8% aflahlutdeild fyrir fiskveiðiárið
2013/2014, en hefðu fengið úthlutað samanlagt 26,1442% aflahlutdeildar á
grundvelli aflareynslu á tímabilinu frá 16. ágúst 2006 til 15. ágúst 2009.
Samkvæmt fyrstu varakröfu hefði skip stefnanda fyrir fiskveiðiárið 2013/2014
fengið úthlutað samanlagt 20,8285% aflahlutdeildar í stað 10.8%. Samkvæmt
annarri varakröfu hefðu skip stefnanda fengið úthlutað samanlagt 19,8469%
aflahlutdeildar. Ekki er tilgreint í umfjöllum um þriðju varakröfu hvað
stefnandi hefði fengið úthlutað miðað þær forsendur sem þar eru tilgreindar.
Skaðabótakrafa
stefnanda byggir á því að stefndi hafi með saknæmum og ólögmætum hætti valdið
honum tjóni. Um tjón það sem stefnandi telur sig hafa orðið fyrir segir svo í
stefnu: „Tjón
stefnanda af háttsemi ráðherra felst í því að eftir úthlutun á aflahlutdeild í
gulllaxi eru veiðiheimildir hans aðeins hluti þess sem hlutdeild hans var í
veiðum áður en grípa þurfti til takmarkana á veiðum og ekki nægar til að halda
úti þeim veiðum eða tryggja hráefni fyrir þá markaði sem stefnandi hafði byggt
upp.“ Þá hefur stefnandi reiknað út hve mikla aflahlutdeild hann telji sig hafa
átt að fá og það sem hann fékk, samanber hér að framan. Þá segir stefnandi í
stefnu að hann telji „óumdeilanlegt að fjárhagsleg verðmæti felist í
aflaheimildum og aukinni aflahlutdeild. Leiddi þessi vanræksla til tjóns fyrir
stefnanda.“ Engin gögn voru lögð fram með stefnu málsins til rökstuðnings
ætluðu tjóni stefnanda.
III
Stefndi hafnar því að honum hafi
verið skylt að ákveða hlutdeildarsetningu gulllaxstofnsins fyrir fiskveiðiárið
2009/2010. Stefndi telur að honum hafi verið rétt að ákveða hlutdeildarsetningu
fyrst fyrir árið 2013/2014 og við þá hlutdeildarsetningu hafi borið að miða við
veiðireynslu þriggja fiskveiðiára þar á undan í samræmi við 1. mgr. 9. gr.,
sbr. 3. gr. laga nr. 116/2006.
IV
Stefnandi
reisir málatilbúnað sinn á heimild í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991.
Þar segir að hafi stefnandi lögvarða hagsmuni af
því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands geti hann
leitað viðurkenningardóms um kröfur sínar í þeim efnum. Áskilnaður ákvæðisins
um lögvarða hagsmuni hefur verið skýrður á þá leið að sá sem krefst
viðurkenningar á skaðabótaskyldu verði að leiða nægar líkur að því að hann hafi
orðið fyrir tjóni og gera grein fyrir því í hverju tjón hans felist og hver
tengsl þess séu við ætlað skaðaverk. Verður að gera kröfu um það að í stefnu sé
fjallað með skýrum hætti um þessi atriði þannig að rök séu færð fyrir því að
skilyrðum um lögvarða hagsmuni sé fullnægt, samanber til dæmis dóm Hæstaréttar
í málinu nr. 448/2015.
Við
aðalmeðferð málsins hélt stefnandi því fram að það skilyrði, hvort leiddar hafi
verið nægilegar líkur að tjóni, sé sönnunaratriði sem sé á forræði málsaðila og
vísaði til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 57/2011. Á það fellst dómurinn ekki
samanber til hliðsjónar meðal annars dóm Hæstaréttar í málinu nr. 361/1999, en
þar var krafist viðurkenningar skaðabótaskyldu vegna ólögmætis tilgreindra
stjórnvaldsákvarðana. Í því máli kom ekki fram frávísunarkrafa af hálfu
stefnda. Hæstiréttur vísaði sjálfkrafa frá héraðsdómi kröfunni um viðurkenningu
á skaðabótaskyldu stefnanda. Einnig vísast til dóms Hæstaréttar í málinu nr.
664/2014 sem verður að skýra svo að það sé ekki á forræði málsaðila hvort nægar
líkur hafi verið leiddar að því að skilyrðum 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð
einkamála sé fullnægt.
Því er ekki á móti mælt að
fjárhagsleg verðmæti felast í aflaheimildum. Hins vegar gerir ákvæði 2. mgr.
25. gr. laga um meðferð einkamála ráð fyrir því að stefnandi leiði nægar líkur að því að hann hafi
orðið fyrir tjóni og geri grein fyrir því í hverju tjón hans felist og hver
tengsl þess séu við ætlað skaðaverk. Að mati dómsins dugar ekki að tilgreina að
„óumdeilanlegt“ sé að fjárhagsleg verðmæti felist í aflahlutdeildum, frekar en
að gera kröfu um missi hagnaðar, án þess að frekari rökstuðningur fylgi því í
stefnu, samanber tilvitnaðan dóm. Þótt aflaheimildir séu fjárhagsleg réttindi sem
geta gengið kaupum og sölum er ekkert í stefnu málsins sem gefur það til kynna
að ætlunin hafi verið að selja aflaheimildirnar. Auk þess hefði þá ekki þurft
að höfða viðurkenningarmál þar sem unnt hefði verið að notast við markaðsverðið
og þannig gera fjárkröfu í málinu.
Til
þess að aflahlutdeildin, það er þessi fjárhagslegu verðmæti, skapi stefnanda
tekjur þarf stefnandi að leggja í kostnað. Í engu er gerð grein fyrir slíkum
kostnaði en eins og mál þetta liggur fyrir verður að telja það mikilvægt, þar
sem stefnandi hefur upplýst í stefnu að hann sé frumkvöðull í þessum veiðum og
hafi ráðstafað miklum fjármunum til að byggja upp þekkingu og aflað sérstakra
markaða fyrir afurðina. Verið getur að fjárfestingar stefnanda séu það miklar
að tekjur af aflahlutdeildinni dugi ekki til að mæta honum, en stefnandi
tilgreinir í stefnu að sú 10,8% aflahlutdeild sem hann fékk úthlutað „hafi ekki
verið nægar til að halda úti þeim veiðum eða tryggja hráefni fyrir þá markaði
sem stefnandi hafði byggt upp.“ Skilyrði 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð
einkamála er einungis að stefnandi leiði líkur að því að hann hafi orðið fyrir
tjóni, geri grein fyrir því í hverju tjón hans felist og hver tengsl þess séu
við ætlað skaðaverk. Dómur telur að það hafi ekki verið gert. Til hliðsjónar er
hér vísað til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 371/2005 þar sem krafist var
viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefnda, íslenska ríkisins, vegna
kvótasetningar á löngu og keilu, en í stefnu málsins er ætlað tjón sérstaklega
rökstutt.
Með
vísan til þess sem að framan greinir er það niðurstaða dómsins, að
málatilbúnaði stefnanda sé þannig háttað að skilyrðum 25. gr. laga um meðferð
einkamála sé ekki fullnægt, þ.e. að stefnandi hafi ekki leitt nægar líkur að
því að hann hafi orðið fyrir tjóni, gert grein fyrir því í hverju tjón hans
felist og hver tengsl þess séu við ætlað skaðaverk.
Með vísan til þess sem að framan
greinir er málinu vísað frá dómi án kröfu. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga um
meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað svo sem greinir í
úrskurðarorði.
Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari
kvað upp úrskurð þennan.
ÚRSKURÐARORÐ
Málinu er vísað frá dómi.
Stefnandi, Þorbjörn hf., greiði
stefnda, íslenska ríkinu, 500.000 kr. í málskostnað.
|
Mál nr. 93/2016 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi samkvæmt c. lið 1. mgr. 95. gr., sbr. 3. mgr. 97. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, þar til dómur gengi í Hæstarétti í máli ákæruvaldsins á hendur honum.
|
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma Benedikt
Bogason hæstaréttardómari og Guðrún Erlendsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir
settir hæstaréttardómarar.
Varnaraðili skaut málinu
til Hæstaréttar með kæru 5. febrúar 2016, sem barst réttinum ásamt
kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 5.
febrúar 2016 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til
dómur gengur í máli hans í Hæstarétti, en þó eigi lengur en til 31. mars 2016
klukkan 16. Kæruheimild er í b. lið 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um
meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður
verði felldur úr gildi, til vara að vægari úrræðum verði beitt, en að því
frágengnu að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili krefst
staðfestingar hins kærða úrskurðar.
Með dómi Héraðsdóms
Reykjaness [...] 2016 var varnaraðili sakfelldur fyrir brot gegn 248. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940 og dæmdur í sex mánaða fangelsi. Varnaraðili sætti
gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 28. júlí til 26. ágúst 2015, en frá þeim tíma
farbanni. Rannsókn hófst að nýju 31. október sama ár vegna gruns um önnur brot
varnaraðila og var honum með dómi Hæstaréttar 6. nóvember sama ár í máli nr.
754/2015 gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga
nr. 88/2008. Hefur sú gæsluvarðhaldsvist í þrígang verið staðfest með dómum
Hæstaréttar, síðast með dómi 11. janúar 2016 í máli nr. 28/2016, þegar
varnaraðili tók sér lögbundinn fjögurra vikna frest til ákvörðunar um
áfrýjun áðurgreinds héraðsdóms, en varnaraðili hefur nú lýst yfir áfrýjun dómsins
með tilkynningu til ríkissaksóknara.
Í 3. mgr. 97. gr. laga
nr. 88/2008 segir að gæsluvarðhaldi ljúki þegar héraðsdómur hefur verið kveðinn
upp í málinu, en eftir kröfu ákæranda getur dómari þó úrskurðað að
gæsluvarðhald skuli haldast meðan mál er til meðferðar fyrir Hæstarétti uns
dómur er þar upp kveðinn. Samkvæmt þessu og þar sem fullnægt er skilyrðum c.
liðar 1. mgr. 95. gr. laganna verður hinn kærði úrskurður staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 5. febrúar 2016.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur
krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að dómfelldi, X, fæddur [...], sæti áframhaldandi
gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir Hæstarétti Íslands, þó
eigi lengur en til fimmtudagsins 31. mars 2016, kl. 16:00.
Í
greinargerð með kröfunni segir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi höfðað
sakamál á hendur dómþola með ákæru dagsettri 4. nóvember 2015 í máli nr.
S-[...]/2015 og hafi dómur verið kveðinn upp 7. janúar sl. Hafi dómfeldi verið
dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir þau brot sem honum voru gefin að sök í
ákærunni. Þá segir í greinargerðinni að vegna alvarleika sakarefnisins þyki
nauðsynlegt, vegna almannahagsmuna, að dómfeldi sæti áfram gæsluvarðhaldi þar
til dómur gangi í máli hans. Þá sé dómþoli erlendur ríkisborgari sem hafi engin
tengsl við nokkurn mann hér á landi. Af þeim sökum telji lögregla einnig hættu
á að dómþoli muni reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér með örðum
hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar gangi hann laus meðan mál hans sé
til meðferðar innan dómkerfisins.
Einnig
segir í greinargerðinni að dómþoli hafi sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins frá
28. júlí 2015 til 26. ágúst 2015 er honum hafi þá verið gert að sæta farbanni.
Þann 3. nóvember sl. hafi verið gerð ný krafa um að dómþola yrði gert að sæta
gæsluvarðhaldi vegna endurtekinna brota. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness
sama dag hafi dómþola verið gert að sæta farbanni. Með dómi Hæstaréttar Íslands
í máli nr. 754/2015 hafi dómþola hins vegar verið gert að sæta gæsluvarðhaldi á
ný og hafi hann setið í gæsluvarðahaldi síðan þá, í upphafi vegna
rannsóknarhagsmuna skv. a-lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr.
88/2008 en síðar á grundvelli c-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Sakarefnið
sé talið varða við 248. og 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot
gegn þeim ákvæðum varði allt að sex ára fangelsi. Krafan nú sé byggð á b- og
c-lið 1. mgr. 95. gr., sbr. 3. mgr. 97. gr. laga nr. 88/2009.
Dómþoli
mótmælti kröfunni og kvaðst núþegar hafa setið í gæsluvarðhaldi í rúmar tólf
vikur og mótmælti því að skilyrði b- og c-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr.
88/2008 væru uppfyllt. Til vara krafðist hann þess að vægari úrræði yrði beitt.
Fyrir
liggur að dómþoli áfrýjaði dómi í máli
nr. S-[...]/2015, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness þann [...] sl.
til Hæstaréttar Íslands. Í því máli var ákærði sakfelldur fyrir fjársvik framin
26. júlí 2015. Var dómþoli úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna þeirra brota þann
26. júlí 2015 fram til 26. ágúst 2015. Í kröfugerð sækjanda í máli þessu er
tiltekið að dómþola hafi síðan verið gert að sæta farbanni og á ný verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna endurtekinna brota. Fyrir dóminum kvað sækjandi
síðari gæsluvarðhöld dómþola stafa af öðrum brotum en dæmt var fyrir í
ofangreindu sakamáli. Engin gögn voru lögð fram í málinu því til stuðnings.
Skilyrði b-liðar 1. mgr.
95. gr. sakamála eru að ætla megi að sakborningur muni reyna að koma sér úr
landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu
refsingar. Dómþoli, sem er erlendur ríkisborgari, virðist ekki eiga neina
tengingu við Ísland utan að hafa dvalið hér á landi í einhvern tíma án atvinnu
eða fjölskyldu. Dómþoli hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm og telur dómari að
skilyrði b-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt. Skilyrði
c-liðar 1. mgr. 95. gr. eru þau að ætla megi að sakborningur muni halda áfram
brotum meðan mál hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi
rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafi verið sett í skilroðsbundnum
dómum. Engin gögn hafa verið lögð fyrir dóminn nú til stuðnings þessari
málsástæðu.
Með
þeim úrskurðum sem greindir eru í greinargerð sækjanda hefur dómþoli sætt
gæsluvarðhaldi samtals í 109 daga. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en
að hann eigi ólokið, af refsingunni sem honum var gerð, 71 dag. Með vísan til
3. mgr. 97. gr. laga nr. 88/2008 og því að skilyrði b-liðar 1. mgr. 95. gr.
sömu laga eru uppfyllt verður krafa sækjanda tekin til greina.
Ástríður
Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð.
ÚRSKURÐARORÐ.
Dómfellda, X, fæddum [...], er gert að sæta
gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans nr. S-[...]/2015 í Hæstarétti
Íslands, þó eigi lengur en til 31. mars
2016, kl. 16:00.
|
Mál nr. 24/2016 | Kærumál Einkarefsimál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | Kærumál. Einkarefsimál. Vanreifun. Frávísunarúrskurður staðfestur.
K kærði úrskurð héraðsdóms þar sem máli hennar á hendur M var vísað frá dómi. Fyrir Hæstarétti krafðist K þess að einkarefsikröfur hennar á hendur M yrðu teknar til efnismeðferðar en þær voru hafðar uppi á þeim grunni að M hefði án vitundar og í óleyfi hennar gert upptöku á mynd með hljóði af kynlífsathöfnum þeirra og birt á internetinu. Í dómi Hæstaréttar kom fram að sú aðstaða að K hefði höfðað einkarefsimál á hendur M samhliða því að bera upp við lögreglu kæru vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi hans, sem gæti orðið efni til saksóknar af hálfu ákæruvaldsins, stangaðist ekki á við bann 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, við endurtekinni saksókn eða refsingu þannig að varðað gæti frávísun á einkarefsikröfum K. Á hinn bóginn hafði K hvorki lagt fram eintak af þeirri upptöku, sem hún kvað varnaraðila hafa gert, né gögn um hvað kynni að hafa komið fram á henni, en í greinargerð í héraði hefði M haldið því fram að sakir sem K hefði borið á sig væru með öllu tilhæfulausar. Án sönnungargagna um þetta meginatriði málsins var ófært að fella efnisdóm á það og var hinn kærði úrskurður því staðfestur um frávísun refsikrafnanna.
|
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma
hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson og Guðrún
Erlendsdóttir settur hæstaréttardómari.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar
með kæru 4. janúar 2016, en kærumálsgögn bárust
réttinum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur 21. desember 2015, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila
var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991
um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að fellt verði úr gildi ákvæði
hins kærða úrskurðar um frávísun málsins að því er varðar kröfur hennar um
refsingu á hendur varnaraðila og aðallega lagt fyrir héraðsdóm að taka þær til
efnismeðferðar en til vara „að fresta málinu að því leyti með vísan til 3. mgr.
102. gr. laga nr. 91/1991 ... þar til efnismeðferð í sakamáli hefst fyrir dómi
ellegar ... þar til fyrir liggur hvort kærði verði ákærður“. Þá krefst sóknaraðili
aðallega málskostnaðar í héraði, til vara að hann verði felldur niður en að því
frágengnu að hann verði lækkaður. Í öllum tilvikum krefst hún kærumálskostnaðar.
Varnaraðili
krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
Eins og greinir
í hinum kærða úrskurði höfðaði sóknaraðili mál þetta 24. júní 2015 og krafðist
þess að varnaraðili yrði dæmdur til refsingar, svo og að honum yrði gert að
sæta upptöku tiltekinna muna og ávinnings og greiða tilgreindar fjárhæðir í
skaðabætur, auk þess sem viðurkennd yrði skaðabótaskylda hans vegna varanlegrar
örorku og varanlegs miska sóknaraðila. Í héraðsdómsstefnu var því lýst að
kröfur þessar væru hafðar uppi á þeim grunni að varnaraðili hafi aðfaranótt 1.
janúar 2013 án vitundar sóknaraðila og í óleyfi hennar gert upptöku á mynd með
hljóði „af kynlífsathöfnum“ þeirra. Þessa upptöku, sem hafi verið 59 sekúndur
að lengd, hafi varnaraðili birt „opinberlega á netinu“ 13. sama mánaðar, en um
það hafi sóknaraðila á hinn bóginn ekki orðið kunnugt fyrr en „um jólin 2014“. Hafi
sóknaraðili borið upp við lögreglu 15. júní 2015 kæru á hendur varnaraðila
fyrir þetta athæfi. Ekki lægi fyrir hvort ákæruvaldið myndi höfða sakamál gegn
varnaraðila vegna þessa, en sökum sex mánaða frests, sem settur er í 1. mgr.
29. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 til að höfða einkarefsimál, væri
sóknaraðila nauðsynlegt að grípa þegar til málshöfðunar. Með hinum kærða
úrskurði var orðið við kröfu varnaraðila um að málinu yrði vísað í heild frá
héraðsdómi. Sóknaraðili unir við þá niðurstöðu um annað en kröfur sínar um að
varnaraðila verði gert að sæta refsingu og greiða málskostnað.
Sú aðstaða að
sóknaraðili hafi höfðað einkarefsimál á hendur varnaraðila samhliða því að bera
upp við lögreglu kæru vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi hans, sem gæti orðið
efni til saksóknar af hálfu ákæruvaldsins, stangast ekki á við bann 1. mgr. 4.
gr. 7. viðauka við samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr.
62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, við endurtekinni saksókn eða refsingu
þannig að varðað gæti frávísun þessa máls að því er varðar kröfur sóknaraðila
um að varnaraðila verði gert að sæta refsingu. Svo sem greinir í hinum kærða
úrskurði hefur sóknaraðili á hinn bóginn gert mál þetta þannig úr garði að
hvorki hefur hún lagt fram eintak af þeirri upptöku, sem hún kveður varnaraðila
hafa gert, né gögn um hvað kunni að hafa komið fram á henni, en í greinargerð
fyrir héraðsdómi hélt varnaraðili því fram að sakir, sem sóknaraðili hafi borið
á sig, væru „með öllu tilhæfulausar“. Án sönnunargagna um þetta meginatriði
málsins er ófært að fella efnisdóm á það og verður hinn kærði úrskurður því
staðfestur að því leyti sem honum hefur verið skotið til Hæstaréttar.
Sóknaraðila
verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Hinn kærði
úrskurður er staðfestur.
Sóknaraðili, K,
greiði varnaraðila, M, 350.000 krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur 21. desember 2015.
Mál
þetta, sem tekið var til úrskurðar þriðjudaginn 15. desember 2015, var höfðað
24. júní 2015 af K, [...], [...], á hendur M, [...], [...].
Dómkröfur
stefnanda eru eftirfarandi:
A. Refsitengdar
kröfur
1. Refsikröfur
Þess er
krafist að stefndi verði dæmdur til refsingar.
a. Aðallega er þess krafist að hann verði dæmdur til
fangelsisrefsingar allt að einu ári.
b. Til vara er þess krafist að honum verði gert að sæta sekt
sem nemi allt að lögbundnu hámarki samkvæmt almennum hegningarlögum nr. 19/1940
með síðari breytingum, eftir atvikum samhliða dæmdri fangelsisrefsingu, verði
hún skilorðsbundin.
2. Krafa um upptöku muna
Samhliða
refsikröfum er gerð krafa um upptöku eigna samkvæmt 1. mgr. 69. gr. almennra
hegningarlaga.
a. Aðallega er þess krafist að gerður verði upptækur með dómi
allur búnaður – vélbúnaður og hugbúnaður – í eigu eða vörslu stefnda sem
tengist brotum hans gegn stefnanda, hvort sem hlutir þessir „hafa verið
notaðir, ætlaðir eru til notkunar eða hætta þykir á að verði notaðir við
framningu brots [...] hafa orðið til við brot [eða] með öðrum hætti tengjast
framningu brots“.
b. Til vara er krafist upptöku fjárhæðar sem svarar til
andvirðis framangreindra muna í heild eða að hluta, sbr. 2. mgr. 69. gr. a
almennra hegningarlaga.
3. Krafa um upptöku ávinnings
Samhliða
framangreindu er þess krafist samkvæmt 69. gr. almennra hegningarlaga að
upptækur verði gerður með dómi ávinningur stefnda af brotum eða fjárhæð sem
svarar til hans í heild eða að hluta allt að 5.000.000 króna aðallega, en til
vara samkvæmt áætlun, sbr. niðurlagsákvæði 1. mgr. 69. gr. almennra
hegningarlaga.
B. Skaðabótakröfur
1. Miskabótakrafa
Stefnandi
krefst þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða sér bætur samkvæmt 26.
gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, aðallega að fjárhæð 3.000.000 króna, en til vara
að annarri og lægri fjárhæð að mati dómsins, í báðum tilvikum með vöxtum
samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá og með 1. janúar
2015, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla sömu laga, aðallega frá og með
2. maí 2015, en til vara frá og með 24. júní 2015.
2. Krafa um bætur vegna fjártjóns
Stefnandi
krefst skaðabóta úr hendi stefnda vegna fjártjóns, aðallega að fjárhæð
11.097.000 krónur, en til vara 6.097.000 krónur, og til þrautavara lægri
bótafjárhæðar að álitum, í öllum tilvikum ásamt dráttarvöxtum samkvæmt lögum um
vexti og verðtryggingu, aðallega frá og með 2. maí 2015, en til vara frá og með
24. júní 2015.
3. Viðurkenning á bótaábyrgð vegna varanlegrar örorku og
varanlegs miska.
Stefnandi
krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefndi beri bótaábyrgð vegna
varanlegrar örorku og varanlegs miska sem hún hafi hlotið sökum brota hans.
Þá krefst
stefnandi málskostnaðar í öllum tilvikum, auk virðisaukaskatts.
Dómkröfur
stefnda eru aðallega þær að kröfum stefnanda verði vísað frá dómi að öllu leyti
eða hluta, til vara að stefndi verði sýknaður af kröfum stefnanda, en til
þrautavara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Þá er krafist
málskostnaðar úr hendi stefnanda og lögmanns hennar sameiginlega.
Í þessum
þætti málsins krefst stefnandi þess að frávísunarkröfu verði hafnað og málið
tekið til efnismeðferðar.
I
Atvik málsins eru umdeild. Í stefnu er því
lýst að málið varði mynd- og hljóðupptöku af kynlífsathöfnum aðila sem stefndi
hafi gert í óleyfi og án vitundar stefnanda aðfaranótt 1. janúar 2013 og birt á
internetinu. Myndbandsupptaka sem lýst er í stefnu liggur ekki fyrir í málinu.
Stefnandi kveðst hafa fengið vitneskju um upptökuna eftir að hafa fengið sendan
tengil á hana frá fyrrverandi kærasta sínum um jól 2014. Í kjölfarið hafi hún
leitað til lögmanns síns vegna málsins. Að ráði lögmannsins hafi stefnandi átt
fund með stefnda 15. maí sl. þar sem honum hefði verið kynnt hugsanleg
sáttaleið í málinu, en þær umleitanir hafi ekki borið árangur. Þann 15. júní
2015 kærði stefnandi stefnda til lögreglu vegna meints brots hans, en rannsókn
málsins er ólokið. Við munnlegan málflutning kom fram að stefndi hafi nú verið
boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna framangreindrar kæru stefnanda á
hendur honum. Stefndi kveður þær sakir sem á hann eru bornar í málinu vera með
öllu tilhæfulausar.
II
Stefndi
reisir frávísunarkröfu sína í fyrsta lagi
á því að sakarefni málsins eigi ekki undir dóminn. Í stefnu komi fram að
stefnandi telji stefnda hafa brotið gegn henni með þeim hætti að varði við
ákvæði 229. gr. og 234. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo að hún eigi
sjálf sókn sakar, en jafnframt þannig að varði við 209. gr. sömu laga og fleiri
refsiákvæða. Meint brot stefnda hafi verið kærð til lögreglu, en í því felist
krafa um að lögregla rannsaki mál og að kærði verði sóttur til saka. Vísað er
til ákvæða laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 þar sem fram komi að rannsókn
sakamála sé í höndum lögreglu og að ákærendur taki ákvörðun um saksókn, sbr.
24. gr. og 52. gr. laganna. Mál sem handhafi ákæruvalds höfði til refsingar
lögum samkvæmt skuli sæta meðferð samkvæmt lögum um meðferð sakamála, sbr. 1.
og 2. gr. þeirra laga.
Stefndi bendir á að lög um meðferð einkamála
taki til dómsmála sem hvorki sæta sérstakri meðferð eftir fyrirmælum annarra
laga né heyri undir sérdómstóla lögum samkvæmt, sbr. 1. gr. laga nr. 91/1991.
Sérstaklega hafi verið tekið fram í greinargerð með frumvarpi að lögunum að
sakamál falli utan marka þeirra. Samkvæmt 24. gr. laganna beri dómara að vísa
máli frá dómi eigi sakarefni ekki undir dómstóla. Stefnda sé borið á brýn brot
gegn ýmsum ákvæðum hegningarlaga, sem sum séu sögð á forræði stefnanda sjálfs
að sækja en ákæruvaldið eigi sókn sakar vegna annarra. Stefndi byggir annars
vegar á því að sakarefni málsins, eins og því er lýst í stefnu, eigi undir 209.
gr. almennra hegningarlaga og sé rannsókn og ákvörðun um saksókn því á forræði
lögreglu og ákæruvalds. Hins vegar er á því byggt að sama brot, þótt talið sé
varða við mismunandi refsilagaákvæði, geti ekki sætt tvöfaldri málsmeðferð,
annars vegar í einkarefsimáli og hins vegar í sakamáli. Slíkt myndi jafnframt
horfa til stórkostlegra réttarspjalla fyrir stefnanda við þá sakamálarannsókn
sem stendur yfir.
Í öðru lagi er frávísunarkrafa á því
byggð að stefna í málinu uppfylli ekki lágmarksskilyrði samkvæmt 80. gr. laga
um meðferð einkamála. Krafa stefnanda um upptöku, sbr. lið II.A.2 í stefnu, sé
ódómtæk þar sem hún beinist ekki að neinu tilteknu andlagi. Þá sé vísun til 2.
mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga til stuðnings varakröfu óskiljanleg og
ódómtæk. Krafa um upptöku ávinnings sé engum rökum studd og hafi stefnandi
engar líkur leitt að því að stefndi hafi haft ávinning af þeirri háttsemi sem
honum sé borin á brýn.
Krafa um
bætur vegna fjártjóns, sbr. lið II.B.2 í stefnu, sé jafnframt órökstudd og hafi
engar líkur verið leiddar að því að tjón sem lýst er sé sennileg afleiðing hins
meinta tjónsverknaðar. Engin gögn hafi verið lögð fram um andlegt eða
fjárhagslegt tjón stefnanda. Þá hafi engar líkur verið leiddar að því í
málatilbúnaði stefnanda að hún búi við varanlegan miska eða örorku, sbr. lið
II.B.3 í stefnu. Því beri að vísa kröfum stefnanda að þessu leyti frá dómi.
Málið
byggi á því að stefndi hafi tekið kynlífsathafnir þeirra stefnanda upp á
myndband. Myndband eða skjáskot úr slíkri upptöku hafi ekki verið lögð fram í
málinu. Ekkert liggi fyrir um að myndbandið sé til eða að því hafi verið dreift
á internetinu. Þá liggi ekkert fyrir um hvort aðilar málsins sjáist á
myndbandinu, sé það til. Þannig hafi grundvallargögn málsins ekki verið lögð
fram fyrir dóminum og beri að vísa því frá dómi af þeim sökum.
Loks
telur stefndi að stefna sé þannig úr garði gerð að í henni felist skriflegur
málflutningur, sem enn fremur geti verið frávísunarástæða.
III
Stefnandi
telur stefnda hafa gert á hlut sinn með refsiverðum og ólögmætum hætti og með
því unnið sér til refsingar og skaðabótaábyrgðar. Háttsemi stefnda geti varðað
við 209. gr. almennra hegningarlaga, en einnig við 229. gr. og 234. gr. sömu
laga og eigi stefnandi sókn sakar vegna síðargreindu brotanna, sbr. 3. tölul.
242. gr. almennra hegningarlaga. Þessi þáttur málsins lúti að því hvort, hvenær
og hvernig stefnandi geti leitað réttar síns fyrir dómstólum samkvæmt því. Er
til þess vísað að dómari geti frestað meðferð málsins uns rannsókn lögreglu
vegna kæru á hendur stefnda um meint brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga
verður ráðið til lykta, sbr. 3. mgr. 102. laga um meðferð einkamála. Verði
stefndi ákærður í því máli myndi vera unnt að falla frá refsikröfu í
einkarefsimálinu sem nú hefur verið höfðað. Þá vísar stefnandi til 25. og 29.
gr. almennra hegningarlaga um rétt sinn til málshöfðunar og tímafrests í því
sambandi.
Um
meðferð einkarefsimála fari eftir lögum um meðferð einkamála og fari aðilar með
forræði málsins samkvæmt því. Málatilbúnaður í stefnu taki mið af því.
Stefnandi hafi ekki haft ástæðu til að ætla að bornar yrðu brigður á að stefndi
hafi framið þá háttsemi sem lýst er í stefnu eða að hún hafi hlotið tjón þar
af. Vísar stefnandi í því sambandi til sáttaumleitana og samskipta aðila á
facebook sem átt hafi sér stað áður en til málshöfðunar kom. Í stefnu sé á því
byggt að verknaðurinn hafi verið viðurkenndur og telur stefnandi sig búa yfir
sönnunargögnum um það. Hún hafi ekki talið nauðsynlegt að leggja fram gögn til
að sýna fram á atvik sem þau stefndi væru sammála um. Er jafnframt vísað til
g-liðar 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála þar sem fram komi að í stefnu
skuli greina helstu gögn sem
stefnandi hafi til sönnunar.
Loks er því andmælt af hálfu stefnanda að
dómkröfur og málatilbúnaður í stefnu séu svo óskýr að stefndi geti ekki tekið
til varna í málinu og dómur verði ekki á það lagður. Þannig séu fjárkröfur
ítarlegar og sundurliðaðar. Þá megi styðja kröfurnar frekari gögnum við
efnismeðferð málsins.
IV.
Stefnandi
hefur höfðað einkarefsimál á hendur stefnda vegna meintra brota hans gegn 229.
gr. og 234. gr., sbr. 3. tölulið 242. gr. almennra hegningarlaga. Þá hefur hún
lagt fram kæru hjá lögreglu á hendur stefnda vegna þeirrar háttsemi sem hún
sakar hann um og telur jafnframt varða við 209. gr. almennra hegningarlaga.
Samkvæmt 29. gr. almennra hegningarlaga fellur heimild til þess að höfða
einkamál til refsingar niður sé mál ekki höfðað áður en sex mánuðir eru liðnir
frá því að sá, sem heimildina hefur, fékk vitneskju um hinn seka. Verður
málatilbúnaður stefnanda skilinn svo að málið hafi verið höfðað áður en
málshöfðunarfrestur var liðinn, með það fyrir augum að farið verði fram á það
við dóminn að því verði frestað samkvæmt 3. mgr. 102. gr. laga um meðferð
einkamála, þar til meðferð kærumáls hennar verði ráðið til lykta hjá lögreglu
og ákæruvaldi. Verði það mál fellt niður af hálfu ákæruvalds muni reyna á refsikröfu
í einkarefsimáli þessu. Gengi sú ráðagerð eftir myndi stefnda gert að sæta
málsmeðferð að nýju vegna háttsemi sem ákærandi hefði látið niður falla í öðru
máli. Er það niðurstaða dómsins að slík málsmeðferð yrði andstæð meginreglunni
„ne bis in idem“, sbr. 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka og 1. mgr. 6. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þegar af þeirri ástæðu ber
að vísa frá dómi kröfum stefnanda um refsingu og refsikennd viðurlög í máli
þessu, sbr. liði II.A.1 og II.A.2 í stefnu.
Jafnframt
er til þess að líta að málsatvik eru mjög umdeild, eins og að framan greinir,
og verður að virða málatilbúnað stefnanda í því ljósi. Stefnandi byggir
dómkröfur sínar á því að stefndi hafi tekið upp myndband af kynlífsathöfnum
þeirra og dreift því opinberlega með því að birta það á internetinu, en stefndi
hefur hafnað því. Slíkt myndband hefur ekki verið lagt fram í málinu né heldur
önnur gögn sem af verði ráðið hvað komi fram á umræddri upptöku. Þá hafa engin
gögn verið lögð fram sem sýna fram á að slíku myndbandi hafi verið dreift á
internetinu. Samkvæmt framangreindu hafa hvorki verið lögð fram gögn sem sýna
fram á tilvist myndbandsins né dreifingu þess. Þannig hefur stefnandi ekki lagt
fram í málinu þau grundvallargögn sem málsókn hennar byggir á. Er það mat
dómsins að eins og málatilbúnaði stefnanda er háttað hafi stefnda verið gert
erfitt um vik að halda uppi viðhlítandi vörnum í málinu. Áskilnaður í stefnu um
að leggja umrædd gögn fram á síðari stigum málsmeðferðarinnar breytir ekki
þeirri niðurstöðu, enda hefur stefndi þegar lagt fram greinargerð sína þar sem
varnir hans koma fram.
Þá
skortir talsvert á að dómkröfur stefnanda og málatilbúnaður séu svo skýr sem
skyldi. Þannig er óljóst að hvaða munum upptökukrafa, sem í stefnu greinir
samkvæmt 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga, beinist og þar með hvaða
fjárhæð eigi að leggja til grundvallar varakröfu samkvæmt 2. mgr. sömu
lagagreinar. Krafa um upptöku ávinnings samkvæmt 69. gr. almennra hegningarlaga
er með öllu órökstudd enda verður því ekki fundinn staður í málatilbúnaði
stefnanda að stefndi hafi haft ávinning af meintum brotum. Loks eru
skaðabótakröfur í málinu vanreifaðar. Stefnandi hefur ekki lagt fram vottorð
sálfræðings sem vísað er til í stefnu til stuðnings miskabótakröfu. Þá hafa
ekki verið lögð fram gögn til rökstuðnings kröfu um bætur vegna fjártjóns.
Krafa um viðurkenningu bótaábyrgðar vegna varanlegrar örorku og varanlegs miska
er jafnframt með öllu órökstudd.
Samkvæmt
framangreindu er það niðurstaða dómsins að dómkröfur stefnanda um refsingu og
refsikennd viðurlög samrýmist ekki grundvallarreglu réttarfars um bann við
endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi. Enn fremur þykja
dómkröfur stefnanda í málinu vanreifaðar og málatilbúnaður hennar svo óglöggur
og óljós að óhjákvæmilegt er að vísa málinu frá dómi.
Með vísan
til 2. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála verður stefnanda gert að greiða
stefnda 150.000 krónur í málskostnað.
Ragnheiður
Harðardóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn.
Úrskurðarorð:
Máli þessu er vísað
frá dómi.
Stefnandi,
K, greiði stefnda, M, 150.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 62/2016 | Kærumál Ráðgefandi álit EFTA-dómstóllinn | Kærumál. Ráðgefandi álit. EFTA-dómstóllinn.
K ehf. krafðist þess að I ohf. yrði gert með beinni aðfarargerð að veita sér aðgang að tilteknum gögnum í samræmi við úrskurðarorð úrskurðarnefndar um upplýsingarmál. Undir rekstri málsins í héraði krafðist I ohf. þess að aflað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á fjórum spurningum í þeim tilgangi að varpa nánara ljósi á samkeppnisþátt málsins. Talið var að álit EFTA-dómstólsins, á þeim atriðum sem I ohf. vildi að leitað yrði ráðgefandi álits um, hefði ekki þýðingu við úrlausn málsins. Var kröfu I ohf. því hafnað. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma
hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Eiríkur Tómasson og
Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. janúar 2016 en
kærumálsgögn bárust réttinum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur 8. janúar 2016, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að leita
ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um nánar tiltekin atriði í tengslum við mál
varnaraðila á hendur sóknaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 1. gr. laga nr.
21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska
efnahagssvæðið. Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind krafa hans verði tekin
til greina.
Varnaraðili krefst þess aðallega að kæru
sóknaraðila verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður
verði staðfestur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.
Í 1. mgr. 1. gr. laga nr.
21/1994 segir að sé mál rekið fyrir héraðsdómstóli þar sem þurfi að taka
afstöðu til skýringar á samningi um Evrópska efnahagssvæðið, bókunum með honum,
viðaukum við hann eða gerðum sem í viðaukunum sé getið, geti dómari í samræmi
við 34. gr. samnings EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls,
kveðið upp úrskurð um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um
skýringu á því atriði málsins áður en málinu er ráðið til lykta. Samkvæmt
því breytir engu þótt spurningar sem
sóknaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt séu ekki að öllu leyti eins orðaðar og
þær spurningar sem hann setti fram í héraði, enda getur Hæstiréttur kveðið upp
úrskurð eins og lýst er í 1. mgr. 1. gr. laga 21/1994 í máli sem fyrir honum er
rekið, sbr. 3. gr. laganna. Verður því frávísunarkröfu varnaraðila hafnað.
Með vísan til forsendna
hins kærða úrskurðar er fallist á að álit
EFTA-dómstólsins á þeim atriðum, sem sóknaraðili vill að leitað verði
ráðgefandi álits um, hafi ekki þýðingu við úrlausn máls varnaraðila á hendur
honum. Verður hinn kærði úrskurður því
staðfestur.
Sóknaraðila verður gert
að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Sóknaraðili, Isavia ohf., greiði
varnaraðila, Kaffitári ehf., 350.000 krónur í kærumálskostnað.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. janúar 2016.
Mál þetta, sem barst dóminum með aðfararbeiðni 23. september
2015, var tekið til úrskurðar 15. desember sl. um kröfu varnaraðila hvort leita
skuli ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins.
Sóknaraðili er Kaffitár ehf, kt.
[...], Stapabraut 7, Reykjanesbæ og varnaraðili er Isavia ohf., kt.[...],
Reykjavíkurflugvelli, Reykjavík.
Í málinu gerir sóknaraðili þær
kröfur að úrskurðað verði að honum skuli með aðför veittur aðgangur að gögnum í
vörslum varnaraðila í samræmi við úrskurðarorð úrskurðarnefndar um upplýsingamál
í máli nr. 579/2015 frá 15. maí 2015. Sóknaraðili krefst þess jafnframt að
gerðin fari fram hið fyrsta, á ábyrgð sóknaraðila en á kostnað varnaraðila.
Varnaraðili krefst þess að kröfum
sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar að skaðlausu úr hendi
sóknaraðila að mati réttarins, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun.
Í þinghaldi 10. nóvember sl. hafði
varnaraðili uppi kröfu um að leitað skyldi ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í
málinu. Sóknaraðili mótmælti beiðninni, hann krafðist þess að henni yrði hafnað
og fór munnlegur málflutningur um kröfuna fram 15. desember sl. Sóknaraðili
krafðist málskostnaðar úr hendi varnaraðila vegna þessa þáttar málsins en
varnaraðili krafðist þess að tekið yrði tillit til greiðslu málskostnaðar við
endanlega úrlausn málsins.
I
Málavextir
Sóknaraðili, sem hefur rekstur te- og kaffivinnslu með
hendi, rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu og víðar í eigin nafni.
Varnaraðili er opinbert hlutafélag sem stofnað var 1. maí 2010 með sameiningu
opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Varnaraðili annast meðal annars rekstur og uppbyggingu allra
flugvalla á Íslandi. Hinn 19. mars 2014 efndi varnaraðili til samkeppni
vegna verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Varnaraðili
kom fram sem væntanlegur leigusali þátttakenda. Samskipti um ferlið fóru öll
fram á ensku en varnaraðili kynnti það undir nafninu „Commercial Opportunities
at Keflavik Airport“. Samkeppnin skiptist í tvö stig en á fyrra stiginu, sem
nefndist „Request for Qualification“, skyldi kannað hvort þátttakendur
uppfylltu þær kröfur um vörur, vörumerki, þekkingu, reynslu og fleira sem
varnaraðili gerði til þátttöku í samkeppninni. Þeim sem uppfylltu þessar kröfur
var síðan boðið að taka þátt á seinna stigi samkeppninnar, sem nefndist
„Request for Proposal“ og skila inn annars vegar tæknilegri og hins vegar
fjárhagslegri tillögu.
Sóknaraðili skilaði inn tvíþættum
tillögum og komst í gegnum fyrra stig samkeppninnar. Þá var bæði tæknilegur
hluti tillögu hans sem og fjárhagslegur hluti hennar metinn. Með bréfi 21.
ágúst 2014 tilkynnti varnaraðili sóknaraðila að tillaga hans væri ekki fyrsti
valkostur í samkeppninni. Með tölvupósti 29. ágúst 2014 óskaði sóknaraðili
eftir frekari upplýsingum og gögnum, bæði um eigin tillögu og tillögur annarra
þátttakenda. Þann 5. september 2014 sendi varnaraðili sóknaraðila útfyllt
einkunnablöð vegna tilboðsins sem hinn síðarnefndi gerði. Þar komu fram
einkunnir á bilinu einn til tíu vegna mismunandi matsþátta og voru einkunnirnar
ekki rökstuddar. Þá fékk sóknaraðili upplýsingar um hvar tillaga hans hefði
fallið í röð þeirra sem tóku þátt í sömu flokkum samkeppninnar og hann sjálfur.
Sóknaraðila var hvorki kynnt hverjir hinir þátttakendurnir væru né hvaða
einkunnir þeir fengu.
Með tölvupósti 16. september 2014
óskaði sóknaraðili eftir frekari gögnum frá varnaraðila. Í fyrsta lagi óskaði
sóknaraðili eftir því að honum yrðu afhent gögn sem rökstyddu nánar
einkunnagjöf tilboðs sóknaraðila sjálfs. Í öðru lagi óskaði sóknaraðili eftir
gögnum um það hverjir aðrir væru þátttakendur í samkeppninni, í þriðja lagi
eftir tillögum annarra bjóðenda og í fjórða lagi eftir gögnum um hvaða
einkunnir önnur tilboð hefðu fengið. Með bréfi varnaraðila til sóknaraðila 22.
september 2014 var beiðni þess síðarnefnda um fyrrnefnd gögn hafnað. Í ákvörðun
varnaraðila var vísað til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en það væri mat
hans að umbeðin gögn vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni
þátttakenda í samkeppninni. Hinn 1. október 2014 var sóknaraðila síðan tilkynnt
að ekki hefði verið gengið að tillögu hans í samkeppninni.
Hinn 20. október 2014 kærði
sóknaraðili afgreiðslu varnaraðila á beiðni sóknaraðila um aðgang að gögnum
varðandi áðurnefnda samkeppni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og leitaði
nefndin í kjölfarið eftir sjónarmiðum aðila. Með úrskurði nefndarinnar í máli
nr. 579/2015 féllst hún á að varnaraðila bæri að afhenda sóknaraðila lista yfir
þátttakendur í samkeppninni „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“ sem
og lista yfir einkunnir þeirra. Þá var jafnframt kveðið á um að varnaraðila
bæri að afhenda sóknaraðila tillögur og fylgigögn Lagardere Services, Joe
Ísland ehf., IGS ehf., og SSP the Food Travel Experts í sömu samkeppni, að
undanskildum glærum nr. 59 til 88 í glærukynningu Lagardere Services sem
innhéldu tæknilegan hluta tillögu fyrirtækisins.
Varnaraðili óskaði eftir
endurupptöku málsins hjá úrskurðarnefndinni á grundvelli 24. gr.
stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en til vara frestunar réttaráhrifa úrskurðarins
samkvæmt 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með úrskurði nefndarinnar 31.
júlí 2015 í máli nr. 586/2015 hafnaði hún bæði aðal- og varakröfu varnaraðila
þar sem lagaskilyrði fyrir kröfum hans voru ekki talin vera fyrir hendi.
Sóknaraðili skoraði á varnaraðila að afhenda umbeðin gögn í samræmi við
niðurstöðu fyrrgreindra úrskurða nefndarinnar með bréfum dagsettum 7. ágúst og
14. ágúst 2015. Með bréfi varnaraðila til sóknaraðila, dagsettu 17. ágúst 2015,
lýsti varnaraðili því yfir að hann myndi ekki afhenda gögnin. Í kjölfar þess
beindi sóknaraðili kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um aðgang að umræddum
gögnum með beiðni um aðför sem barst dóminum 23. september sl.
Í þessum þætti málsins er eingöngu
til úrlausnar ágreiningur aðila er lýtur að því hvort afla skuli ráðgefandi
álits EFTA-dómstólsins í málinu eður ei.
II
Málsástæður og lagarök varnaraðila
vegna kröfu um ráðgefandi álit
Varnaraðili byggir kröfu sína um að aflað verði ráðgefandi
álits EFTA-dómstólsins á 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 1. gr. laga nr.
21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska
efnahagssvæðið. Til stuðnings þeirri kröfu vísar varnaraðili til þess að
nauðsynlegt sé að leitað verði álits dómstólsins á því hvernig túlka beri
tilteknar réttarheimildir og að álit hans geti komið að miklu gagni við úrlausn
málsins. Fyrir hendi séu fjölmörg álitaefni sem lúti að túlkun, beitingu og
skilningi á allmörgum réttarheimildum EES-réttar og því sé héraðsdómi eflaust
mikilvægt að fá túlkun EFTA-dómstólsins á þeim.
Sem dæmi um slík álitaefni sé hvaða
þýðingu túlkun Framkvæmdastjórnar ESB og Evrópudómstólsins geti haft á
landfræðilegri skilgreiningu flugvalla sem séu í samkeppni, einkum þegar í hlut
eigi flugvöllur eins og Keflavíkurflugvöllur sem flugfélög nýti mikið fyrir
tengiflug. Varnaraðili haldi því fram að margir alþjóðaflugvellir keppi um hlut
í heildarflugsamgöngum, þ.e. að meðtöldu tengiflugi, en í tengiflugum hafi
farþegar viðkomu á fleiri en einum flugvelli og stundi þar verslun.
Þá þurfi að taka afstöðu til
markaðsskilgreininga í tilviki starfsemi varnaraðila, eins og þeirrar
markaðsskilgreiningar sem framkvæmd hafi verið í ákvörðun Framkvæmdastjórnar
ESB, COMP/M.4164 Ferrovial/Quebec/GIC/BAA frá 23. maí 2006 þar sem markaðurinn
hafi verið greindur í þrennt, sbr. 10. mgr. ákvörðunar framkvæmdastjórnar ESB í
Ferrovial málinu frá 23. maí 2006.
Að mati varnaraðila sé rétt að hafa hliðsjón
af þeim sjónarmiðum sem gildi í EB/EES-samkeppnisrétti um hugtakið
viðskiptaleyndarmál og því að undirréttur Evrópudómstólsins hafi skilgreint
hugtakið viðskiptaleyndarmál með hliðsjón af þeim afleiðingum sem það hefði í
för með sér fyrir viðkomandi fyrirtæki ef tilteknar upplýsingar yrðu gerðar
opinberar. Æskilegt sé að EFTA-dómstóllinn taki afstöðu til þess hvort fyrir
hendi sé viðskiptaleyndarmál í þessum skilningi samkvæmt reglu
EB/EES-samkeppnisréttar.
Rekstraraðilar flugvalla á
EES-svæðinu séu ýmist einkafyrirtæki eða opinber fyrirtæki eins og varnaraðili.
Varnaraðili fullyrðir að ef hann þurfi að afhenda upplýsingar umfram
samkeppnisaðila sína muni félagið ekki standa jafnfætis þeim á markaði. Í
réttarheimildum EES-réttar sé að finna þau sjónarmið sem gildi um þessi efni í
EB/EES-samkeppnisrétti. Varnaraðili heldur því meðal annars fram að sé honum
ómögulegt að nota sömu aðferðir og samkeppnisaðilar hans, hafi upplýsingalög
skekkt mjög möguleika félagsins á þessum samkeppnismarkaði og standi félagið þá
höllum fæti gagnvart öðrum rekstraraðilum flugvalla og fríhafnarsvæða á
EES-svæðinu.
Þá telur varnaraðili að dómstóllinn
þurfi að taka afstöðu til túlkunar 6. gr. tilskipunar 2003/6/EB sem hann vísar
til í málatilbúnaði sínum sem og leiðbeiningarreglna Framkvæmdastjórnar ESB
2011/C11/01, í tengslum við það hvaða upplýsingaskipti keppinauta teljist
ólögmæt, meðal annars um ólögmæti þess að skiptast á eða afhenda gögn sem eyði
óvissu milli keppinauta um áætlanir og framtíðarhegðun á markaði. Upplýsingaskiptin
þurfi ekki að vera gagnkvæm heldur geti einhliða afhending slíkra gagna raskað
samkeppni og leitt til samstilltra aðgerða. Ákvæðin séu túlkuð þannig að með
því að taka við upplýsingum keppinauta sinna taki fyrirtæki óhjákvæmilega mið
af þeim og lagi hegðun sína á markaði að þeim.
Í þinghaldi 10. nóvember sl. lagði
varnaraðili fram eftirfarandi tillögur að spurningum sem leggja mætti fyrir
EFTA-dómstólinn og rakti eftirfarandi álitaefni:
1. Varnaraðili vísar í málatilbúnaði
sínum til 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga sem heimilar að takmarka aðgang
almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau
að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða
sveitarfélaga, að því leyti sem þau séu í samkeppni við aðra. Varnaraðili
heldur því meðal annars fram að undirréttur Evrópudómstólsins hafi skilgreint
hugtakið viðskiptaleyndarmál með hliðsjón af þeim afleiðingum sem það hefði í
för með sér fyrir viðkomandi fyrirtæki ef tilteknar upplýsingar yrðu gerðar
opinberar. Af þessu tilefni er óskað álits EFTA-dómstólsins á:
„a. Hvort félag eins og Isavia ohf.
sem reki flugvöll eins og Keflavíkurflugvöll geti talist vera í samkeppni við
aðra flugvelli á Evrópska efnahagssvæðinu;
b. Hvert sé inntak hugtaksins viðskiptaleyndarmál
að EES rétti og að hvaða marki sé rétt að hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem
gildi að EES rétti um hugtakið viðskiptaleyndarmál við túlkun á 4. mgr. 10. gr.
upplýsingalaga.“
2. Félagið Lagardere Services sé
skráð á hlutabréfamarkað í Frakklandi og varnaraðili heldur því fram að með
úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi varnaraðila verið gert að
afhenda gögn varðandi framtíðar- og viðskiptaáætlanir Lagardere Services. Í 3.
mgr. 6. gr. tilskipunar 2003/6/EB sé kveðið á um að aðildarríki skuli fara fram
á að hvenær sem útgefandi eða aðili fyrir hans hönd eða fyrir hans reikning,
láti þriðja aðila í té innherjaupplýsingar og það sé eðlilegur liður í hans
starfi, starfsgrein eða hlutverki, eins og um geti í a-lið 3. gr., verði hann
að birta upplýsingarnar í heild sinni, samtímis því að þær séu látnar þriðja
aðila í té þegar birtingin sé áformuð og tafarlaust þegar birtingin hafi ekki
verið áformuð. Þess sé óskað að dómstóllinn veiti Héraðsdómi Reykjavíkur „á því
álit hvort rétt sé að túlka ákvæði tilskipunarinnar þannig að það takmarki rétt
aðila eins og Kaffitárs ehf. til að fá viðskiptaupplýsingar eins og það hugtak
sé skilgreint í EES rétti“.
3. Þá sé þess farið á leit við
dómstólinn að hann gefi „á því álit hvort Leiðbeiningarreglur
Framkvæmdastjórnar ESB 2011/C11/01 sem Isavia ohf. vísar til í málatilbúnaði
sínum geti haft áhrif á túlkun upplýsingalaga eða eftir atvikum skyldu Isavia
ohf. til að afhenda sóknaraðila viðskiptaupplýsingar. Einkum og sér í lagi sé
óskað eftir því að dómstóllinn tjái sig um hvort upplýsingaskipti milli
keppinauta geti verið ólögmæt á grundvelli leiðbeiningarreglnanna þar sem um sé
að ræða afhendingu gagna um áætlanir og framtíðarhegðun á markaði milli
keppinauta.“
Við munnlegan flutning um þennan
þátt ágreinings aðila hafði varnaraðili útfært nánar tillögur sínar og lagði
hann til að eftirfarandi spurningar yrðu lagðar fyrir EFTA-dómstólinn. Verða
þær þannig fram settar hafðar til hliðsjónar við úrlausn málsins. Spurningarnar
eru að mestu samhljóða við fyrri spurningar en rétt þykir að rekja þær hér
orðrétt:
Fyrsta spurningin lýtur að samkeppni
milli flugvalla og samkeppnishagsmunum varnaraðila til framtíðar litið og er
hún að efni til sambærileg við spurningu 1a hér að framan auk viðbótar er lýtur
að samkeppnisreglum EES-samningsins og er hún svohljóðandi:
„1. Telst félag eins og Isavia ohf.
sem rekur millilandaflugvöll eins og Keflavíkurflugvöll í samkeppni við aðra
flugvelli á Evrópska efnahagssvæðinu. Sé svo hafa samkeppnisreglur
EES-samningsins áhrif á skyldu félagsins til að afhenda þátttakendum í
samkeppni um útleigu á verslunar- og veitingaþjónusturými í flugstöðinni
viðskiptaupplýsingar sem þau afhentu félaginu vegna þátttökunnar í
samkeppninni.“
Önnur spurningin lýtur að samkeppni
milli þátttakenda í samkeppninni, hún er að efni til sú sama og sett er fram í
spurningu 3 hér að framan og er svohljóðandi:
„2. Isavia ohf. vísar í
málatilbúnaði sínum til Leiðbeiningarreglna framkvæmdastjórnar ESB 2011/C11/01.
Hafa leiðbeiningarreglurnar áhrif á skyldu félagsins til að afhenda
þátttakendum í samkeppni um útleigu á verslunar- og veitingaþjónusturými í
flugstöðinni viðskiptaupplýsingar sem þau afhentu félaginu vegna þátttökunnar í
samkeppninni. Sérstaklega er óskað eftir að dómstóllinn tjá sig um hvort upplýsingaskipti
milli keppinauta geti verið ólögmæt á grundvelli Leiðbeiningarreglnanna þar sem
um sé að ræða afhendingu gagna um áætlanir og framtíðarhegðun á markaði milli
keppinauta.“
Tillaga varnaraðila að þriðju
spurningunni lýtur að því hvort hægt sé að lesa inntak hugtaksins
viðskiptaleyndarmál út úr dómaframkvæmd Evrópudómstólsins. Hún er efnislega
samhljóða spurningu 1b hér að framan fyrir utan það að tekin hefur verið út
tilvísun til 4. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og er hún svohljóðandi:
„3. Hvert er inntak hugtaksins
viðskiptaleyndarmál að EES-rétti og að hvaða marki er rétt að hafa hliðsjón af
þeim sjónarmiðum sem gilda að EES-rétti um hugtakið viðskiptaleyndarmál við
túlkun á skyldu félagsins til að afhenda þátttakendum í samkeppni um útleigu á
verslunar- og veitingaþjónusturými í flugstöðinni viðskiptaupplýsingar sem þau
afhentu félaginu vegna þátttökunnar í samkeppninni.“
Tillaga varnaraðila að fjórða
álitaefninu er að efni til sú sama og sett er fram í spurningu 2 hér að framan og er hún svohljóðandi:
„4. Félagið Lagerdere Services er
skráð á hlutabréfamarkað í Frakklandi og Isavia ohf. heldur því fram að með
úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála hafi Isavia ohf. verið gert að afhenda
gögn varðandir framtíðar- og viðskiptaáætlanir Lagardere Services. Í 3. mgr. 6.
gr. tilskipunar 2003/6/EB er kveðið á um að aðildarríkin skuldi fara fram á að
hvenær sem útgefandi eða aðili fyrir hans hönd eða fyrir hans reikning lætur
þriðja aðila í té innherjaupplýsingar og það er eðlilegur liður í hans starfi,
starfsgrein eða hlutverki, eins og um getur í a-lið 3. gr., verði hann að birta
upplýsingarnar í heild sinni, samtímis því að þær er látnar þriðja aðla í té
þegar birtingin er áformuð og tafarlaust þegar birtingin hefur ekki verið
áformuð. Þess er óskað að dómstóllinn veiti Héraðsdómi Reykjavíkur á því álit
hvort rétt sé að túlka ákvæði tilskipunarinnar þannig að það takmarki rétt
aðila eins og Kaffitárs ehf. til að fá viðskiptaupplýsingar eins og það hugtak
er skilgreint í EES-rétti.“
Varnaraðili vísar til þess að
úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ekkert skoðað eða metið ýmis
grundvallaratriði á sviði samkeppnisréttar og Evrópuréttar. Varnaraðili telur
blasa við að um leið og gögnin komist í hendur sóknaraðila geti þau auðveldlega
komist í hendur samkeppnisaðila varnaraðila, þ.e. rekstrarfélaga annarra
flugvalla í Evrópu. Markmið varnaraðila með samkeppni um útleigu á húsnæðinu í
Leifsstöð sé að hámarka arðsemi húsnæðisins í þeim tilgangi að vera betur í
stakk búinn til að keppa við samkeppnisaðila sína um flugfarþega. Gögn sem
talin eru raska samkeppni geti samkvæmt ofangreindum leiðbeiningarreglum
Framkvæmdastjórnarinnar m.a fjallað um verð, lista yfir viðskiptavini,
framleiðslukostnað, magnupplýsingar, veltu og sölu, afkastagetu, eiginleika, markaðsáætlanir,
áhættu, fjárfestingar, vöruþróun, tæknilegar upplýsingar og rannsóknar- og
þróunarferla og niðurstöður þeirra. Mjög mikið magn upplýsinga um framangreint
sé að finna í þeim gögnum sem varnaraðila hafi verið gert að afhenda. Veruleg
hætta sé á því að afhending umræddra gagna muni bæði skerða verulega
viðskiptalega hagsmuni þeirra fyrirtækja sem í hlut eigi auk þess sem verulegar
líkur séu á því að afhending þeirra muni fela í sér brot á bannreglu 53. gr.
EES-samningsins, sbr. 10. gr. samkeppnislaga, sbr. áðurnefndar
leiðbeiningarreglur. Við slíku broti liggi þung stjórnsýsluviðurlög samkvæmt
37. gr. samkeppnislaga.
Varnaraðili heldur því fram að þar
sem um flókið og sérhæft réttarsvið sé að ræða geri EES-samningurinn ráð fyrir
að aflað sé álits EFTA-dómstólsins um túlkun ofangreindra réttarheimilda.
III
Málsástæður og lagarök sóknaraðila
vegna kröfu um ráðgefandi álit
Sóknaraðili mótmælir
því að kröfur varnaraðila nái fram að ganga enda hafi það enga þýðingu fyrir
úrlausn málsins að fá álit EFTA-dómstólsins.
Bendir
hann á að einkenni aðfararmála séu þau að verið sé að fullnusta réttindi og að
í þeim sé hröð málsmeðferð. Álitaefnið í þeim varði eingöngu það hvort heimild
sé fyrir hendi til að þvinga fram tiltekin réttindi eður ei en ekki hver
rétturinn sé. Ekki verði ráðið af lögunum að þau geri ráð fyrir að unnt sé að
afla ráðgefandi álits undir rekstri aðfararmála.
Í lögum
nr. 90/1989 sé útlistað hvernig aðfararbeiðni eigi að vera úr garði gerð, hvað
henni eigi að fylgja og hvað teljist gildar aðfararheimildir en þ. á m. sé
úrskurður stjórnvalds, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 1. gr. laganna, eins og um sé
deilt í máli þessu, sem aðfararhæfur er eftir fyrirmælum 3. mgr. 23. gr. laga
nr. 140/2015. Enginn ágreiningur sé um að fyrirmæli laga nr. 90/1989 séu
uppfyllt að þessu leyti.
Þá sé
kveðið á um málsmeðferð í 13. kafla laganna sæki gerðarþoli þing og taki til
varna. Öflun ráðgefandi álits sé í andstöðu við orðalag og tilgang laga nr.
90/1989, sbr. 83. gr. þeirra. Ráðgefandi álit sé hvorki greinargerð málsaðila
né sýnilegt sönnunargagn heldur lögskýringargagn. Þar að auki eigi öflun
sönnunargagna að vera á höndum málsaðila. Engin heimild sé til að fresta málinu
til að dómstóll geti aflað ráðgefandi álits eins og miðað sé við í 1. gr. laga
nr. 21/1994. Einungis eigi að veita skamman frest til að skila greinargerðum og
eftir það skuli málið sótt og varið munnlega. Næstu skref í málinu ættu því að
vera munnlegur flutningur þess.
Þá bendir sóknaraðili á að heimild
til sönnunarfærslu sé takmörkuð samkvæmt ákvæðum laga nr. 90/1989. Ekki sé gert
ráð fyrir dómkvaðningu matsmanna í málum af þessu tagi og óheimilt sé að taka
vitnaskýrslur, enda eigi réttur gerðarbeiðanda í slíkum málum að vera það skýr
að hann verði ráðinn af framlögðum gögnum. Öflun álits EFTA-dómstólsins fari
augljóslega gegn markmiðum laganna bæði hvað varðar sönnunarfærslu og hraða
málsmeðferð.
Samkvæmt 84. gr. laga nr. 90/1989
gildi lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála einungis ef sérákvæði um málsmeðferð
koma ekki fram í lögunum. Ákvæði 83. gr. laganna sé slíkt sérákvæði sem kveði á
um hraða málsmeðferð og takmarkaða sönnunarfærslu.
Reglur um öflun ráðgefandi álits sé
að finna í lögum nr. 21/1994. Samkvæmt 1. gr. þeirra og leiðbeiningum
EFTA-dómstólsins sjálfs þurfi beiðni að snúa að túlkun á EES-reglu þar sem
dómstóllinn hefur ekki vald til að túlka landslög viðkomandi ríkja. Þá verði
dómstóllinn sem setur fram beiðnina að beita viðkomandi reglu EES-réttar í því
tiltekna máli sem hann hafi til meðferðar. Þetta leiði til þess að halda verður
landsréttarreglum algerlega fyrir utan spurningar til EFTA-dómstólsins.
Dómstóllinn veiti ekki álit á því hvernig reglur horfi við staðreyndum máls sem
rekið sé fyrir landsréttardómstólum. Þá verði að vera þörf fyrir öflun
ráðgefandi álits samkvæmt 1. gr. laganna og túlkun verður að hafa raunverulega
þýðingu fyrir réttarágreining aðila.
Sóknaraðili telur því með vísan til
framangreinds að ráðgefandi álit sé sýnilega þýðingarlaust fyrir úrslit málsins
og skilyrði laga nr. 21/1994 fyrir öflun slíks álits ekki uppfyllt. Þá byggi
hvorki lög nr. 90/1989 né lög nr. 140/2012 á EES-rétti.
Telji dómurinn allt að einu heimilt
að afla ráðgefandi álits undir rekstri aðfararmáls telur sóknaraðili spurningar
varnaraðila eða tillögur hans að spurningum ekki tækar. Bendir sóknaraðili á að
varnaraðili hafi raunar breytt tillögum sínum að spurningum sem hann lagði fram
í þinghaldi 10. nóvember sl. og lagt fram betrumbættar tillögur í þinghaldi við
flutning þessa ágreiningsefnis 15. desember sl. Sjónarmið sóknaraðila eigi þó við
að öllu leyti.
Hvað varði það álitaefni hvort
varnaraðili geti talist í samkeppni við aðra flugvelli á Evrópska
efnahagssvæðinu eins og fram komi í spurningu 1 þá uppfylli hún ekki skilyrði
laga nr. 21/1994. Ekki sé nefnd sú EES-regla sem þarfnist skýringar. Spurningin
sé mjög almenn og vísað almennt til samkeppnisreglna EES-samningsins.
Varnaraðili geti auðveldlega fært rök fyrir því að hann sé í samkeppni við
þriðju aðila án aðkomu EFTA-dómstólsins, eins og hann geri raunar á bls. 9-12 í
greinargerð sinni, og dómurinn geti hæglega tekið afstöðu til þess án þess að
aflað sé ráðgefandi álits. Þá eigi sjónarmið um ólögmætt samráð, sem raunar séu
sett fram með mjög óljósum hætti af hálfu varnaraðila, ekki við í málinu sem
varði afhendingu gagna til sóknaraðila en ekki til neinna annarra aðila hvað þá
samkeppnisaðila varnaraðila. Spurningin sé þýðingarlaus. Þess utan kveðst
sóknaraðili benda á að 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 taki ekki til þess
þegar einn opinber aðili, eins og úrskurðarnefnd um upplýsingamál, skyldar
annan opinberan aðila, eins og varnaraðila máls þessa, til að afhenda gögn.
Gildissvið greinarinnar takmarkist við samráð „milli samkeppnisaðila“. Þá
bendir sóknaraðili á að nefndin hafi margoft skyldað útboðshaldara til að
afhenda þátttakendum í útboði gögn frá samkeppnisaðilum án þess að það verði
talið brjóta gegn 10. gr. laga nr. 44/2005. Auk þess sé það ítarlega útskýrt í
úrskurðum nefndarinnar í máli þessu að samkeppnislög eigi ekki við. Hagsmunir
sóknaraðila séu eingöngu þeir að geta gengið úr skugga um lögmæti
samkeppnisferlisins eins og í öðrum sambærilegum málum.
Hvað varði það álitaefni að
dómstóllinn gefi álit sitt á því hvort leiðbeiningarreglur Framkvæmdastjórnar
ESB 2011/C11/01 geti haft áhrif á túlkun upplýsingalaga og skyldu félagsins til
að afhenda umrædd gögn, eins og nánar komi fram í tillögu varnaraðila að
spurningu 2, bendir sóknaraðili á að þessi spurning uppfylli ekki skilyrði þess
að aflað verði ráðgefandi álits þar sem leiðbeinandi reglur af þessu tagi eigi
ekki undir 1. gr. laga nr. 21/1994. Leiðbeiningarreglur Framkvæmdastjórnarinnar
um túlkun frumheimilda séu ekki í meginmáli samningsins, ekki í viðauka við
hann eða í bókun við samninginn. Ekki sé um svokallaða „gerð“ að ræða sem getið
sé í viðaukum við samninginn. Þá sé ekki vísað til ákveðinna greina
leiðbeiningarreglnanna. Því sé óskýrt hvað sé beðið um og hvaða þýðingu það
hafi. Auk þess sé ekki um upplýsingaskipti milli keppinauta að ræða þegar einn
opinber aðili skyldi annan opinberan aðila til að afhenda þriðja aðla gögn. Þá
séu aðilar máls þessa ekki keppinautar. Þá geti afhending gagna ekki verið
samkeppnishamlandi heldur tryggi hún gagnsæi og jafnræði. Ekki sé hægt að líta
svo á að um ólögmætt samráð sé að ræða og sé sú hugmynd í raun gersamlega
fráleit og afar langsótt.
Hvað varði inntak hugtaksins
„viðskiptaleyndarmál“ sem fram kom í tillögu varnaraðila að spurningu 3 bendir
sóknaraðili á að ekki komi fram hvaða regla EES-réttar þarfnist skýringar að
þessu leyti heldur sé vísað almennt til EES-réttarins. Auk þess hafi hugtakið
enga þýðingu við úrlausn málsins.
Að lokum bendir sóknaraðili á hvað
varðar tillögu varnaraðila að spurningu 4, um hvort rétt sé að túlka a-lið 3.
mgr. 6. gr. tilskipunar 2003/6/EB þannig að það takmarki rétt sóknaraðila til
að fá viðskiptaupplýsingar, eins og hugtakið sé skilgreint í EES-rétti, að
óþarfi sé að afla álits hvað þetta varðar þar sem ákvæðið takmarki ekki rétt
til upplýsinga heldur rýmki hann. Umrædd tilskipun fjalli um
innherjaupplýsingar og markaðsmisnotkun og örðugt sé að sjá hvernig hún geti
átt við í málinu. Að því marki sem reyna kynni á slík sjónarmið hafi þessar
reglur verið innleiddar í lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 sem íslenskir
dómstólar beiti og túlki ef á þurfi að halda.
Með vísan til alls framangreinds
telur sóknaraðili ljóst að hafna beri beiðni varnaraðila enda sé beiðnin
tilefnislaus og beri að taka tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar.
IV
Niðurstaða
Krafa sóknaraðila í máli þessu er um afhendingu gagna úr
hendi varnaraðila og er hún reist á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál
frá 15. maí 2015, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, þar
sem segir að aðför megi gera til fullnustu kröfum samkvæmt úrskurðum yfirvalda
sem aðfararhæfir eru samkvæmt fyrirmælum laga. Í úrskurðarorðinu segir orðrétt:
„Isavia ohf. ber að afhenda Kaffitári ehf. lista yfir þátttakendur í sömu
samkeppni [„Commercial Opportunities at Kaflavik Airport“] sem og lista yfir
einkunnir þeirra. Isavia ohf. ber að afhenda Kaffitári ehf. tillögur og fylgigögn
Lagardere Services, Joe Ísland ehf., IGS ehf. og SSP the Food Travel Experts í
sömu samkeppni að undanskildum glærum 59 til 88 í glærukynningu Lagardere
Services sem inniheldur tæknilegan hluta tillögu fyrirtækisins.“
Krafa sóknaraðila er sem fyrr greinir
reist á stjórnvaldsúrskurði sem er aðfararhæfur samkvæmt 3. mgr. 21. gr.
upplýsingalaga og aðfararheimild, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 1. gr. laga nr.
90/1989. Í úrskurðinum er kveðið á um skyldu varnaraðila til að veita
sóknaraðila aðgang að tilgreindum gögnum, sbr. 73. gr. síðarnefndra laga. Lítur
dómurinn svo á að af þessum sökum beini sóknaraðli aðfararbeiðni sinni til
héraðsdóms eftir 1. tölulið 1. mgr. 11. gr. laganna en ekki með beiðni um
innsetningargerð samkvæmt 1. mgr. 78. gr. þeirra og fer um meðferð málsins
eftir 13. kafla laganna, sbr. 2 mgr. 14. gr. þeirra.
Varnaraðili hefur í aðfararmáli
þessu teflt fram ýmsum málsástæðum er lúta að efnislegum annmörkum á
stjórnvaldsúrskurðinum, sem varnaraðila er heimilt sbr. 60. gr.
stjórnarskrárinnar, og gildi hans sem aðfararheimildar. Einn af þeim annmörkum
er varnaraðili telur vera á umræddum úrskurði er að þar hafi ekki verið fjallað
efnislega um samkeppnishlið málsins og þýðingu þess fyrir bæði aðra
þátttakendur í umræddri samkeppni og varnaraðila sjálfan að gögnin verði afhent
sóknaraðila. Nefndin hafi þannig vikist undan því að taka afstöðu til
mikilvægra álitaefna á sviði samkeppnis- og Evrópuréttar. Hefur varnaraðili um
þetta vísað til 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þess efnis að
aðgangur að gögnum eigi ekki við um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um
mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara samkvæmt 10. gr. laganna.
Hefur varnaraðili nánar um þetta vísað til 4. töluliðar þeirrar lagagreinar um
að heimilt sé að takmarka aðgang þegar um er að ræða viðskipti stofnana og
fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni
við aðra. Varnaraðili hefur einnig vísað til þess að nefndin hefði átt að synja
um afhendingu gagnanna á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012
þar sem hagsmunir annarra af því að gögnin verði afhent vegi þyngra en
hagsmunir sóknaraðila af því að fá gögnin. Undantekningarákvæði 3. mgr. 14. gr.
áðurnefndra laga er svohljóðandi: „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að
gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda
vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra
en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.“ Samkvæmt orðanna hljóðan er
hér um að ræða heimild til að takmarka aðgang en ekki skyldu. Varnaraðili telur
þann galla vera á úrskurði nefndarinnar að umrætt hagsmunamat hafi ekki verið
framkvæmt með tilliti til samkeppnissjónarmiða sem áskilið sé í ákvæðinu áður
en nefndin kvað upp úrskurð sinn. Hefur varnaraðili af þessum sökum sett fram
kröfu um að undir rekstri málsins verði aflað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
og gert tillögu að fjórum spurningum í þeim efnum er varpa eiga nánara ljósi á
samkeppnisþátt málsins. Því var mótmælt af hálfu sóknaraðila og er sá þáttur
málsins einungis hér til úrlausnar.
Varnaraðili setti upphaflega fram
tillögur að tilteknum spurningum í þinghaldi 10. nóvember sl. en útfærði þær
svo nánar með tillögum sem hann gerði grein fyrir við munnlegan flutning
málsins. Sóknaraðili taldi þetta eiga að leiða til þess að kröfu varnaraðila
yrði hafnað. Dómurinn fellst ekki á það og bendir á að röksemdir sóknaraðila
vegna fyrri spurninganna eigi jafnt við um síðari spurningar varnaraðila sem um
margt eru efnislega sambærilegar auk þess sem dómurinn getur sjálfur gert
tillögu að spurningum telji hann það nauðsynlegt.
Í 1. gr. laga nr. 21/1994 um öflun
álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið
(EES-samningsins) segir að ef mál er rekið fyrir héraðsdómstóli þar sem þurfi
að taka afstöðu til skýringa á samningi um Evrópska efnahagssvæðið, bókunum með
honum, viðaukum við hann eða gerðum sem í viðaukunum sé getið, geti dómari í
samræmi við 34. gr. samnings EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og
dómstóls, kveðið upp úrskurð um að leitað verði ráðgefandi álits
EFTA-dómstólsins um skýringu á því. Samkvæmt 34. gr. samnings EFTA-ríkjanna
hefur EFTA-dómstóllinn lögsögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi túlkun á
ESS-samningnum.
Við mat á því hvort skilyrði 1. gr.
laga nr. 21/1994 séu uppfyllt er óhjákvæmilegt að dómari taki að einhverju
leyti afstöðu til þess hvaða þýðingu þær réttarheimildir sem tilgreindar eru í
1. gr. eigi að hafa í málinu þrátt fyrir að úrlausnin feli ekki í sér
niðurstöðu um efnisatriði máls. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar þarf að
liggja nægilega skýrt fyrir að skýring á ákvæðum EES-samningsins hafi
raunverulega þýðingu fyrir úrslit málsins og að staðreyndir málsins liggi
nægilega skýrt fyrir til þess að til greina komi að leita álits. Þá verður,
samkvæmt dómafordæmum, sú ályktun dregin af 34. gr. samnings milli
EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls, svo og af
EES-samningnum í heild, að dómari aðildarríkis skuli ekki óska eftir ráðgefandi
áliti nema fyrir hendi sé réttlætanlegur vafi um túlkun reglnanna með hliðsjón
af fyrirliggjandi sakarefni.
Í málinu hefur sóknaraðili á því
byggt að ekki sé unnt að afla ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna þeirrar
takmörkuðu sönnunarfærslu sem lög nr. 90/1989 heimila og málshraða sem einkenni
mál sem rekin eru samkvæmt ákvæðum þeirra laga. Dómurinn telur ekki unnt að
fallast á þessi sjónarmið og verður beiðninni ekki hafnað á þeim grundvelli að
álits verði ekki aflað undir rekstri máls sem rekið er eftir reglum laga nr.
90/1989, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 489/2013 sem rekið var samkvæmt
ákvæðum laga nr. 90/1989.
Þá hefur sóknaraðili bent á að til
þess að unnt sé að fallast á beiðni um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins verði
aðilar að byggja á EES-reglu í aðfararbeiðni og greinargerð, reglan verður að
vera leidd í innlendan rétt og á hana verður að reyna í í tilteknu dómsmáli.
Í þessum ágreiningsþætti hefur
varnaraðili gert grein fyrir nokkrum álitaefnum og gert tillögu að fjórum
spurningum, sem hann telur nauðsynlegt að leggja fyrir EFTA-dómstólinn þar sem
um flókið og sérhæft réttarsvið sé að ræða þar sem reyni á túlkun
réttarheimilda sem séu hluti af EES-réttinum. Er spurningum þessum og
álitaefnum nánar lýst hér framar og sjónarmiðum beggja aðila hvað það varðar.
Fyrsta spurningin lýtur að því hvort
varnaraðili sé í samkeppni við aðra millilandaflugvelli og hvaða áhrif
„samkeppnisreglur EES-samningsins“ hafa á skyldu félagsins til að afhenda
þátttakendum í umræddri samkeppni „viðskiptaupplýsingar“.
Önnur spurningin lýtur að því hvort
leiðbeiningarreglur Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 2011/C11/01 hafi áhrif
á skyldu félagsins til afhendingar slíkra upplýsinga og hvort slík
upplýsingaskipti geti verið ólögmæt á grundvelli þessara leiðbeininga.
Þriðja spurningin lýtur að inntaki hugtaksins
„viðskiptaleyndarmál að EES-rétti“ og að hvaða marki sé rétt að hafa hliðsjón
af þeim sjónarmiðum sem gilda að EES-rétti um hugtakið eins og það komi fram í
dómaframkvæmd Evrópuréttar við túlkun á skyldu félagsins til að afhenda umrædd
gögn.
Að lokum lýtur fjórða spurningin að
tilskipun 2003/6/EB um innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun og hvort rétt sé
að túlka ákvæði tilskipunarinnar svo að þau takmarki rétt aðila, eins og
sóknaraðila, til að fá viðskiptaupplýsingar eins og það hugtak er skilgreint í
EES-rétti.
Dómurinn tekur fram að í máli sem
þessu sem rekið er eftir ákvæðum laga nr. 90/1989 verði ekki kveðið á um
ógildingu úrskurðar stjórnvalds heldur eingöngu tekin afstaða til þess hvort
úrskurðurinn geti talist gild aðfararheimild sbr. 5. tölulið 1. mgr. 1. gr.
laga nr. 90/1989 og hvort aðför fari fram eða, eftir atvikum, hvort varhugavert
verði talið að gerðin nái fram að ganga, sbr. 3. mgr. 83. gr. laganna.
Málatilbúnað varnaraðila verður að skilja svo að hann telji úrskurð
úrskurðarnefndarinnar háðan slíkum annmörkum að hann geti ekki talist gild
aðfararheimild og því beri að hafna kröfu sóknaraðila.
Eins og mál þetta liggur nú fyrir
dóminum, eins og málið var lagt fyrir úrskurðarnefndina og úrskurður
nefndarinnar er að efni til verður ekki séð að svör EFTA-dómstólsins geti haft
þýðingu við úrlausn málsins. Fyrir það fyrsta telur dómurinn unnt að leggja
sjálfstætt mat á það, ef þörf krefur, hvort afhending umræddra gagna geti leitt
til röskunar á eðlilegri samkeppni á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir í
málinu og með beitingu þeirra lagareglna sem um þetta réttarsvið gilda eða
hvort slíkt mat hafi yfirleitt þýðingu við úrlausn málsins. Brestur því
skilyrði samkvæmt 1. gr. laga nr. 21/1994 til að óskað verði eftir ráðgefandi
áliti EFTA-dómstólsins í málinu hvað fyrstu spurninguna varðar. Dómurinn vekur
athygli á því að íslenskir dómstólar fjalla um öll þau álitaefni sem á kann að
reyna í tengslum við samkeppnismál, eins og skilgreiningu markaða o.fl. auk
atriða er leitt geta til röskunar á samkeppni, með hliðsjón af þeim
dómafordæmum sem fallið hafa á sviði íslensks réttar og eftir atvikum á sviði
Evrópuréttar. Verður því ekki séð að efni séu til að verða við kröfu
varnaraðila hvað varðar spurningu 1 eins og henni er lýst hér að framan og er
þessum þætti beiðninnar hafnað.
Hvað varðar leiðbeiningarreglur
Framkvæmdastjórnar ESB um upplýsingaskipti sem raskað geta samkeppni sem
varnaraðili hefur vísað til og fjallað er um í annarri spurningu er til þess að
líta að ekki verður séð að þær reglur geti fallið undir 1. gr. áðurnefndra laga
nr. 21/1994. Eru þær hvorki hluti meginmáls EES-samningsins, viðauka eða bókana
við hann né gerð sem getið er um í viðaukum við samninginn. Ekki getur því
komið til álita að leitað verði álits EFTA-dómstólsins á efni
leiðbeiningarreglnanna einna og sér og er þessum þætti beiðninnar hafnað.
Dómurinn bendir á að leiðbeiningar þessar varða beitingu reglna er innleiddar
hafa verið í íslenskan rétt m.a. með 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 sem á
sér efnislega samsvörun í 53. gr. EES-samningsins og 101. gr. stofnsáttmálans
um starfshætti Evrópusambandsins. Eins og dómurinn hefur þegar bent á leiðir
það af 1. mgr. 34. gr. samnings milli EFTA-ríkjanna um stofnun
eftirlitsstofnunar og dómstóls, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994, að
hlutverk EFTA-dómstólsins er að skýra EES-samninginn en íslenskir dómstólar
fara hins vegar með sönnunarfærslu um staðreyndir máls, skýringu innlends
réttar og beitingu EES-samningsins að íslenskum lögum. Hafa íslenskir dómstólar
því verið taldir til þess bærir að túlka og beita samkeppnisreglum sem uppruna
sinn eiga í evrópskum samkeppnisrétti.
Hvað varðar það álitaefni sem
tíundað er í þriðju spurningunni og lýtur að hugtakinu viðskiptaleyndarmál og
hvernig það hefur verið túlkað í dómafordæmum Evrópudómstólsins er til þess að
líta að samkvæmt 3. gr. laga nr.
2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið skal skýra lög og reglur, að svo miklu leyti
sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja.
Tekur slík lögskýring eðli máls samkvæmt til þess að orðum í íslenskum lögum
verði svo sem framast er unnt gefin merking, sem rúmast innan þeirra og næst
kemst því að svara til sameiginlegra reglna sem gilda eiga á Evrópska
efnahagssvæðinu. Þá verður ekki séð með óyggjandi hætti að hugtakið
viðskiptaleyndarmál hafi þýðingu við úrlausn málsins eins og það álitaefni er
sett fram í þriðju spurningunni en auk þess er þetta álitaefni sett fram af
hálfu varnaraðila án þess að getið sé um það á hvaða reglu eða ákvæði
EES-réttar reyni sérstaklega. Er framsetning varnaraðila því að þessu leyti
óljós. Er þessum þætti beiðninnar hafnað.
Að lokum hefur varnaraðili með
fjórðu spurningu óskað eftir því að beint verði spurningu til EFTA-dómstólsins
um túlkun 3. mgr. 6. gr. tilskipunar 2003/6/EB um innherjasvik og
markaðsmisnotkun og þýðingu þessa ákvæðis við afmörkun á rétti aðila eða
takmörkun á rétti aðila, eins og sóknaraðila, við að fá afhentar umræddar
upplýsingar. Hvað þetta álitaefni varðar lítur dómurinn svo á að túlkun á
hugtakinu innherjaupplýsingar geti trauðla haft þýðingu í málinu en að því
marki sem svo kann að vera sé til þess að líta að ákvæði tilskipunar 2003/6/EB
hafa verið innleidd í lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og hefur því ekki
verið haldið fram í málinu að misræmi sé milli þeirra ákvæða er varnaraðili
tiltekur í spurningunni og innlendrar löggjafar eða að vafi sé um túlkun
þessara ákvæða. Verður ekki séð að þörf sé á áliti EFTA-dómstólsins hvað þetta
álitaefni varðar og er þessum þætti beiðninnar hafnað.
Það er því niðurstaða dómsins þegar
á allt er litið að, að því marki sem reyna kann á hvort á úrskurðinum séu þeir
efnislegu annmarkar sem valdi því að hann geti ekki talist gild aðfararheimild,
að ekki verði séð að þörf sé á að aflað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
undir rekstri málsins enda varpi það ekki skýrara ljósi á ágreiningsefni aðila
um afhendingu gagna.
Rétt þykir að ákvörðun um
málskostnað í þessum þætti málsins bíði efnislegrar úrlausnar þess.
Úrskurð þennan kvað upp Hólmfríður
Grímsdóttir héraðsdómari. Dómarinn tók við meðferð málsins 3. nóvember sl.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð:
Kröfu varnaraðila, Isavia ohf., um
öflun ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, er hafnað.
Ákvörðun um málskostnað bíður
efnislegrar úrlausnar málsins.
|
Mál nr. 286/2015 | Aðild Samlagsaðild Frávísun frá héraðsdómi | F o.fl. kröfðu Ö, föður þeirra, óskipt um greiðslu fjárhæðar sem svaraði til helmings kaupverðs í fasteign. Hafði helmingshlutur í fasteigninni komið til skipta milli F o.fl. að jöfnu við einkaskipti á dánarbúi móður þeirra en eignin var að öðru leyti í eigu Ö. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ófrávíkjanlegt skilyrði þess að unnt væri að nýta sér heimild 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til aðildarsamlags væri að hver kröfuhafi gerði sjálfstæða aðgreinda kröfu um hagsmuni sína. Hefðu F o.fl. ekki gætt þessa skilyrðis í málatilbúnaði sínum. Var málinu því vísað af sjálfsdáðum frá héraðsdómi.
| Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi
I. Jónsson og Benedikt Bogason og Guðrún Erlendsdóttir settur
hæstaréttardómari.
Áfrýjendur skutu málinu til
Hæstaréttar 20. apríl 2015. Þeir krefjast þess að stefnda verði gert að greiða sér
7.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti
og verðtryggingu frá 20. september 2001 til 17. febrúar 2011, en dráttarvöxtum
samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast
þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar
héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Hæstiréttur hefur tekið málið til dóms
án undangengins málflutnings, sbr. 2. mgr. 161. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð
einkamála.
Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi gekk
stefndi, faðir áfrýjenda, í hjónaband með móður þeirra, F, 30. desember 1966.
Hjónunum var veittur lögskilnaður 9. mars 1983, en þau voru skráð í óvígðri
sambúð þegar konan lést 31. desember 1997. Áfrýjendum var veitt leyfi til
einkaskipta á búi móður sinnar 16. desember 1998 og lauk skiptunum 18. sama
mánaðar. Samkvæmt erfðafjárskýrslu og skiptayfirlýsingu kom helmingshlutur
hinnar látnu í fasteigninni að [...] í [...] til skipta að jöfnu milli
áfrýjenda, en eignin var að öðru leyti í eigu stefnda. Fasteignin var seld með
kaupsamningi 16. maí 2001 og var kaupverðið 14.000.000 krónur. Áfrýjendur vefengja
söluumboð 5. apríl 2001 til stefnda og halda því fram að hann hafi ekki staðið
þeim skil á söluandvirðinu.
Áfrýjendur gera í málinu óskipta
fjárkröfu á hendur stefnda sem svarar til helmings fyrrgreinds kaupverðs íbúðarinnar.
Í stefnu er sameiginleg aðild þeirra að fjárkröfunni ekki rökstudd. Verður því
að leggja til grundvallar að þeir hafi með málshöfðuninni nýtt sér heimild 1.
mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 til aðilasamlags. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur
verið talið að ófrávíkjanlegt skilyrði þess að unnt sé að nýta sér það réttarfarshagræði
sé að hver kröfuhafi geri sjálfstæða aðgreinda kröfu um sína hagsmuni. Gættu áfrýjendur
ekki þessa skilyrðis í málatilbúnaði sínum. Verður þegar af þeirri ástæðu að
vísa málinu af sjálfsdáðum frá héraðsdómi.
Samkvæmt 2. mgr. 130. gr., sbr. 166.
gr., laga nr. 91/1991 verður áfrýjendum gert að greiða stefnda málskostnað á
báðum dómstigum eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Máli
þessu er vísað frá héraðsdómi.
Áfrýjendur,
A, B, C og D, greiði stefnda, E, óskipt samtals 600.000 krónur í málskostnað í
héraði og fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. janúar 2015.
Mál
þetta, sem dómtekið var 16. janúar sl., er höfðað 27. maí sl. af A, [...],
[...], B, [...], C, [...], [...] og D, [...], [...] gegn E, [...], [...].
Stefnendur
gera þær dómkröfur að stefndi verði
dæmdur til að greiða stefnendum 7.000.000 króna, ásamt vöxtum skv. 8.
gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 20. september 2001 en
dráttarvöxtum skv. III. kafla laga 38/2001, frá 17. febrúar 2011 til
greiðsludags. Er kafist vaxtavaxta skv. 12. gr. laganna er leggist við
höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 20. september 2002 en síðan árlega
eftir þann dag. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar.
Stefndi
krefst aðallega sýknu en til vara að stefnukrafan verði lækkuð verulega. Þá
krefst hann þess að kröfum um vexti og dráttaravexti verði vísað frá dómi. Loks
krefst stefndi greiðslu málskostnaðar.
Málsatvik eru þau helst að
stefndi og móðir stefnenda, F, gengu í hjónaband 30. desember 1966. Var þeim
veittur lögskilnaður 9. mars 1983. F andaðist 31. desember 1997 og var hún þá
skráð í óvígrði sambúð með stefnda. Sýslumaðurinn í Reykjavík veitti stefnda
leyfi til setu í óskiptu búi, eftir F, þann 10. febrúar 1998. Með bréfi 25.
febrúar 1998 var stefnda tilkynnt að búsetuleyfi honum til handa hefði verið
gefið út á röngum forsendum og honum veittur frestur til að skila
búsetuleyfinu. Með beiðni 8. september 1998 óskuðu stefnendur eftir leyfi til
einkaskipta á búi móður sinnar. Samkvæmt einkaskiptabeiðni þeirra var eign
búsins helmingur fjögurra herbergja íbúðar að [...] í [...]. Var leyfi til
einkaskipta gefið út af sýslumanni 16. desember 1998. Erfðafjárskýrsla var
staðfest af sýslumanni 18. desember 1998. Fasteignin að [...] var seld með
kaupsamningi 16. maí 2001. Lögmaður stefnenda ritaði stefnda bréf 17. febrúar
2011 og fór þess á leit að stefndi léti stefnendum í té móðurarf sinn. Í máli
þessu krefja stefnendur stefnda um nefndan móðurarf.
Við aðalmeðferð málsins gáfu
aðilaskýrslu fyrir dóminum stefnendurnir A og D.
Stefnendur byggja á því að með
beiðni 8. september 1998 hafi stefnendur óskað eftir leyfi til einkaskipta á
búi móður sinnar. Samkvæmt beiðninni hafi helmingur fjögurra herbergja íbúðar
nr. [...], að [...] í [...], verið eign búsins. Erfingjar samkvæmt erfðafjárskýrslu
séu fjögur börn hinnar látnu, þ.e. stefnendur, og erfi þau eignir búsins að
jöfnu. Lögmaður stefnenda hafi 17. febrúar 2011 ritað bréf til stefnda. Í
niðurlagi bréfsins segi: „Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið og þeirri
staðreynd að börn þín hafa ekki fengið móður arf sinn greiddan er þeim
eindregnu tilmælum beint til þín að hafa samband við undirritaðan m.a. með það
fyrir augum að ganga til samninga og uppgjörs á móður arfi barnanna“. Þar sem
ekki hafi borist viðbrögð við bréfinu hafi lögmaðurinn sent stefnda
ítrekunarbréf, 29. mars 2011. Hafi faðir stefnenda, stefndi, ekki gengið frá
greiðslu móðurarfs þeirra. Stefnandinn, A, hafi viðurkennt að hafa, samkvæmt
beiðni stefnda, ritað nöfn systkina sinna á söluumboðið og skiptayfirlýsinguna,
án vitundar þeirra og samþykkis. Stefnendur haldi því fram að umboð sem þau
hafi gefið vegna sölu eignarinnar hafi verið falsað og að þeir hafi ekki fengið
afhent andvirði þeirra hluta í íbúðinni.
Íbúðin hafi veriðseld með kaupsamningi 16. maí 2001 fyrir 14.000.000
króna, en stefnendur átt helmings hlut í íbúðinni, sem séu stefnukröfur máls
þessa. Um það megi m.a. vísa til skiptayfirlýsingar, sem undirrituð sé af
stefnda og innfærð í þinglýsingarbækur 9. maí 2001. Stefndi hafi ekki staðið
stefnendum skil á söluandvirði þeirra hlut í íbúðinni samkvæmt framansögðu.
Skuld þessi hafi ekki fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé því
nauðsynlegt að höfða mál þetta til (endur)greiðslu hennar.
Stefnendur vísa til meginreglu
kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga, en regla þessi fái m.a. lagastoð í
VI. og VII. kafla laga nr. 50/2000. Um gjalddaga kröfunnar sé einkum vísað til
meginreglu 49. gr. sömu laga. Kröfur um vexti og dráttarvexti, þ.m.t.
vaxtavexti, styður stefnendur m.a. við 1. mgr. 6., 8. og 12. gr. sbr. III og
IV. kafla laga nr. 38/2001. Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr.
laga 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt af
málflutningsþóknun er reist á lögum nr. 50/1988. Um varnarþing vísast
til 32. gr. laga nr. 91/1991.
Stefndi lýsir því yfir að hann
mótmæli harðlega þeim fullyrðingum, sem fram komi í stefnu, að hann hafi beðið
stefnandann, A, um að falsa nöfn systkina sinna á söluumboð og
skiptayfirlýsingu vegna sölu á fasteigninni að [...] í [...]. Þessar
fullyrðingar í stefnu séu fráleitar.
Hafi stefnandinn, A, falsað einhver nöfn, sem stefnda sé algerlega
ókunnugt um, hafi hún gert það af eigin hvötum og á eigin ábyrgð og án
vitneskju stefnda þar um. Telji aðrir stefnenda að þeir eigi einhverjar kröfur
vegna falsana á nöfnum þeirra, verði þeir að beina þeim að þeim er falsaði, en
ekki stefnda.
Aðalkrafa
stefnda um sýknu sé byggð á því að krafa stefnenda sé fyrnd. Stefnendur hafi sjálfir í málatilbúnaði sínum
í stefnu lýst því yfir að þau telji sig eiga almenna fjárkröfu á föður sinn,
sem fallið hafi í gjalddaga 20. september 2001 eða tæpum þrettán árum áður en
mál þetta hafi verið höfðað. Þessi málatilbúnaður af þeirra hálfu sé bindandi
málflutningsyfirlýsing um eðli og gjalddaga kröfu þeirra. Á árinu 2001 hafi
verið í gildi lög nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda.
Hvort heldur þessi almenna fjárkrafa stefnenda hafi fyrnst á fjórum árum
samkvæmt 3. gr. þeirra laga, eða á tíu árum samkvæmt 2. mgr. 4. gr. þeirra
laga, sé ljóst að með málatilbúnaði sínum hafi þau lýst því yfir að krafa
þeirra hafi orðið gjaldkræf 20. september 2001. Samkvæmt 5. gr. laga nr.
14/1905 byrji fyrningarfrestur að líða frá þeim degi er krafa varð gjaldkræf.
Krafa stefnenda hafi því verið fyrnd 20. september 2005 eða í síðasta lagi 20.
september 2011 sem sé löngu áður en stefna í máli þessu hafi verið birt. Ljóst
sé að 7. gr. laga nr. 14/1905 eigi ekki við í málinu enda öllum stefnendum
fullljóst þegar á árinu 2001 að stefndi, faðir þeirra, hefði selt íbúðina að
[...], [...] og verið fluttur í [...] í [...], sbr. einnig grunnreglur
þinglýsingalaga nr. 39/1978.
Varakröfu
sína um lækkun byggi stefndi á því, fari svo ólíklega að ekki verði fallist á
aðalkröfu hans, að miða verði við raunverulegan eignarhlut í [...], [...], en
ekki bara söluverðið. Söluverð [...], [...], hafi verið 14.000.000 króna og að
frádregnum áhvílandi skuldum að fjárhæð 7.600.000 króna hafi aðeins verið
6.400.000 króna hrein eign í íbúðinni. Af þeirri fjárhæð hafi stefndi átt
sjálfur 3.200.000 krónur og því geti krafa stefnenda aldrei numið hærri fjárhæð
en 3.200.000 krónum. Þá séu allir vextir fyrir lengra tímbil en fjögur ár
fyrndir sbr. 2. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905 og 3. gr. laga um fyrningu
kröfuréttinda nr. 150/2007.
Stefndi
byggi frávísunarkröfu á vaxtakröfu stefnenda á því að aðeins sé vísað í
dómkröfum í stefnu til 8. gr. IV. kafla laga nr. 38/2001 og um
dráttarvaxtakröfuna til III. kafla laganna. Hæstiréttur hafi vísað vaxtakröfum
þar sem aðeins sé vísað í III. kafla. laga nr. 38/2001 frá dómi og sagt að krefjast
verði dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Af sömu ástæðu beri að
vísa frá dómi kröfu um vexti samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, þar sem
tilvísunina til 1. mgr. vanti.
Málskostnaðarkrafa
stefnda byggist á 130. gr. laga nr. 91/1991 og krafa um að tekið verði tillit
til 25,5% virðisaukaskatts á málflutningsþóknun við ákvörðun málskostnaðar
byggist á lögum nr. 50/1988.
IV.
Við
andlát móður stefnenda, F, sem lést 31. desember 1997, áttu stefndi og móðir
stefnenda, til helminga, fasteignina að [...] í [...]. Einkaskiptum á búi F
lauk 18. desember 1998, er sýslumaðurinn í [...] staðfesti erfðafjárskýrslu
vegna skiptanna. Eftir skiptin ákváðu stefnendur að láta arfshluta sinn vera
áfram í umráðum stefnda, en með því eignuðust stefnendur almenna fjárkröfu á
hendur stefnda. Verður að líta svo á að þetta hafi verið í samræmi við
erfðaskrá á milli stefnda og F frá því í febrúar 2005. Erfðaskráin er á meðal
framlagðra gagna í málinu, en samkvæmt 2. gr. hennar lýstu aðilar yfir að félli
F frá á undan stefnda, yrði heimili hans ekki raskað og að hann myndi meðal
annars halda umráðum fasteignar. Á árinu 2001 var fasteignin að [...] í [...]
seld. Í máli þessu krefja stefnendur stefnda um arfshluta sinn eftir móður
sína.
Stefndi
reisir varnir sínar á fyrningu. Byggir hann á því að stefnendur hafi lýst yfir
að krafa þeirra sé almenn fjárkrafa, sem fallið hafi í gjalddaga 20. september
2001. Krafan hafi verið fyrnd er stefnendur hafi höfðað mál þetta.
Í
stefnu krefjast stefnendur þess að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim
skuld að tilgreindri fjárhæð, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., IV. kafla, laga nr.
38/2001, frá 20. september 2001. Samkvæmt téðri 8. gr. skulu skaðabætur bera
vexti frá og með þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað. Samkvæmt
þessu líta stefnendur svo á að krafa stefnenda á hendur stefnda sé
skaðabótakrafa, með gjalddaga 20. september 2001. Ekki er unnt að líta fram hjá
því að með kröfugerðinni ráðstafa stefnendur sakarefni málsins.
Um
fyrningu kröfuréttinda gilda lög nr. 150/2007. Öðluðust lögin gildi 1. janúar
2008 og leystu af hólmi lög nr. 14/1905 um sama efni. Samkvæmt 28. gr. laga nr.
150/2007 gilda þau einvörðungu um þær kröfur sem stofnast eftir gildistöku
laganna. Stefnendur miða við að krafa þeirra hafi stofnast á árinu 2001. Fer
því um fyrningu kröfunnar eftir lögum nr. 14/1905. Samkvæmt 5. gr. laganna
telst fyrningarfrestur frá þeim degi er krafa varð gjaldkræf. Samkvæmt
áðursögðu varð krafan gjaldkræf 20. september 2001. Um kröfu þá sem hér er
deilt fer eftir 2. mgr. 4. gr. laga nr. 14/1905 og fyrnist hún samkvæmt því á
10 árum. Í máli þessu var fyrningu gagnvart stefnda fyrst slitið með birtingu
stefnu í málinu, en stefnan var birt fyrir stefnda sjálfum 27. maí 2014. Var
málið þá fyrnt gagnvart stefnda. Stefnendur hafa ekki leitt í ljós að atvik séu
með þeim hætti að ákvæði 7. gr. laga nr. 14/1905 eigi við í málinu. Verður
stefndi því sýknaður af kröfum stefnenda í málinu.
Í
ljósi atvika málsins þykir rétt að hver aðili beri sinn kostnað af málinu.
Mál þetta
flutti af hálfu stefnenda Sigmundur Hannesson hæstaréttarlögmaður en af hálfu
stefnda Sunna Magnúsdóttir héraðsdómslögmaður.
Dóm
þennan kveður upp Símon Sigvaldason héraðsdómari.
Dómsorð:
Stefndi,
E, er sýkn af kröfum stefnenda, A, B, C og D.
Málskostnaður
fellur niður.
|
Mál nr. 87/2016 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
|
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma
hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson og Ingveldur
Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.
Varnaraðili skaut málinu til
Hæstaréttar með kæru 2. febrúar 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum
degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. febrúar 2016, þar sem
varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 1. mars
2016 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um
meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega
að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að að gæsluvarðhaldi
verði markaður skemmri tími.
Sóknaraðili
krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.
Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2.
febrúar 2016.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist
þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta
gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 1. mars 2016 kl. 16.00.
Í
greinargerð lögreglustjóra kemur fram að kærði hafi verið handtekinn kl. 07.00
í morgun, grunaður um innbrot stuttu áður. Frá 18. ágúst sl. er kærði grunaður
um eftirfarandi brot:
„Mál nr. 007-2016-[...]
Þriðjudaginn
2.febrúar 2016 barst lögreglu tilkynning um mann í annarlegu ástandi á
Laugavegi og væri hann með sjónvarp með sér. Fyrir utan veitingastaðinn [...],
Laugavegi [...] lá kærði, við hlið hans var Philips sjónvarp og plastpoki með
bjór. Við leit á honum fannst flugmiði og sjónvarpsfjarstýring. Að Laugavegi [...]var
búið að spenna upp og brjóta glugga. Kærði hefur játað að hafa brotist inn og
stolið stolið sjónvarpi, fjarstýringu auk einhverra pappíra og áfengi.
Mál nr. 007-2016-[...]
Laugardaginn 30.
janúar 2016 barst lögreglu tilkynning um mann í annarlegu ástandi á göngu við
braggana að Þórðarhöfða. Höfð afskipti af kærða sem var nokkuð lyfjaður og á
reiðhjóli með fartölvu í bakpoka en auk þess fannst í bakpokanum krukka með
ætluðu amfetamíni. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði kærði að hafa farið inn
í ólæstan bragga nr. [...] og stolið þaðan fartölvu og reiðhjóli.
Mál nr. 007-2016-[...]
Laugardaginn 23.
janúar 2016 var farsíma stolið á [...] hostel, [...], Reykjavík, sést til kærða
á myndbandsupptökum. Kærði hefur viðurkennt brotið.
Mál nr. 007-2015-[...]
Þriðjudaginn 15.
desember 2015 var tilkynnt um þjófnað á snyrtivörum í verslun [...] samtals að
verðmæti kr. 11.748. Kærði neitar sök, en lögregla bíður þess að fá myndbandsupptökur
sendar úr versluninni.
Mál nr. 007-2015-[...]
Föstudaginn 27.
nóvember 2015, kærði var handtekinn við Hverfisgötu [...] með þýfi, verkfæri,
borvél, stingsög, hleðslubatterí, töng, koparkapal og vinnugalla sem hann
játaði að hafa í félagi við annan aðila stolið úr sendibifreið sem lagt var
þarna í nágrenninu.
Mál nr. 007-2015-[...]
Þriðjudaginn 24.
nóvember 2015, stolið tveimur hangikjötslærum úr kæli í verslun [...] við [...].
Kærði þekkir sjálfan sig af myndbandsupptökum úr versluninni og játar sök.
Mál nr. 007-2015-[...]
Miðvikudaginn 21.
september 2015, stolið peysu að verðmæti kr. 29.990 í verslun [...],
Bankastræti. Kærði játar sök.
Mál nr. 007-2015-[...]
Föstudaginn 21.
ágúst 2015, stolið fjórum tölvuleikjum úr verslun [...] í [...], að andvirði
kr. 41.480. Kærði játar sök.
Mál nr. 007-2015-[...]
Þriðjudaginn 18.
ágúst 2015, í félagi við annan aðila, brotist inn í bifreiðina [...]. Kærði
hefur játað sök.“
Þá hafi
Héraðssaksóknari eftirfarandi mál til afgreiðslu:
„Mál nr. 007-2014-[...] Þar er kærða gefið að sök glæfraakstur norður
Kringlumýrarbraut við gatnamót Háaleitisbrautar, með því að hafa ekið langt
yfir hámarkshraða og ekið á nokkar bifreiðar með því að aka á milli þeirra og
stofna með því umferðaröryggi í hættu, brotið kann að varða við 4. mgr. 220.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“
Lögreglustjóri
bendir á að kærði eigi að baki þó nokkurn sakaferil fyrir auðgunarbrot og
sérrefsilagabrot. Kærði hafi síðast hlotið dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur árið
2012 þar sem hann hafi verið dæmdur í 3 ára og 6 mánaða fangelsi fyrir þrjú rán
og ránstilraunir þar sem hann hafi beitt sömu aðferð, að ógna fólki með [...].
Kærði hafi lokið afplánun þann 15. júlí sl. Við meðferð málsins fyrir dómi hafi
farið fram geðrannsókn á kærða þar sem hann hafi verið metinn sakhæfur og
hvorki 15. né 16. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 talin eiga við í máli
hans. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. [...]2008 frá árinu 2008 hafi
kærði verið dæmdur í 3 ára fangelsi og hafi þá einnig farið fram geðrannsókn á
kærða þar sem hann hafi verið metinn sakhæfur, en að ástand hans væri slíkt að
1. mgr. 16. gr. almennra hegningarlaga ætti við hann. Í dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur nr. [...]/2007, upp kveðnum 5. júlí 2007 hafi kærði verið metinn
ósakhæfur skv. 15. gr. almennra hegningarlaga en sætt öryggisráðstöfunum á
grundvelli 62. gr. sömu laga.
Með vísan til brotaferils kærða sé það mat greglustjóra
að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari
hann frjáls ferða sinna en hann sé í mikilli neyslu lyfja. Það sé því að mati
lögreglu brýnt að kærði sæti gæsluvarðhaldi uns málum hans sé lokið hjá
lögreglu og eftir atvikum fyrir héraðsdómi. Með vísan til framangreinds,
framlagðra gagna og c.-liðar 1. mgr. 95. gr. laga 88/2008 um meðferð sakamála sé
þess krafist að krafan nái fram að ganga.
Um lagarök telji lögreglustjóri sakarefni málanna
varða við 244. gr. og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, auk
umferðarlaga nr. 50/1987 og laga um ávana- og fíkniefni en brot gegn ákvæðunum
geti varðað fangelsi allt að 6 árum ef sök sannist. Um heimild til
gæsluvarðhalds sé vísað til c-liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála
nr. 88/2008.
Niðurstaða:
Með
vísun til þess sem að framan var rakið úr greinargerð lögreglustjóra er fallist
á það með honum að ætla megi að kærði muni halda áfram brotum fái hann að ganga
laus. Til rannsóknar eru brot er varðað geta fangelsisrefsingu og er kærði
undir rökstuddum grun um að hafa framið þau, eins og fram er komið. Samkvæmt
þessu er fallist á með lögreglustjóra að skilyrði c-liðar 1. mgr. 95. gr. laga
88/2008 um meðferð sakamála, séu uppfyllt. Krafa lögreglustjóra um
gæsluvarðahald er því tekin til greina eins og nánar greinir í úrskurðarorði,
en vegna sakaferils kærða eru ekki efni til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri
tíma en krafist er.
Arngrímur
Ísberg héraðsdómari kveður upp
þennan úrskurð.
Ú R S K U R Ð A R O R Ð
Kærði, X, kt. [...], skal sæta gæsluvarðhaldi allt til
þriðjudagsins 1. mars 2016 kl. 16.00. |
Mál nr. 272/2015 | Samkeppni Stjórnsýsla Andmælaréttur Rannsókn Stjórnvaldssekt | Samkeppnisstofnun hóf í desember 2001 rannsókn á ætluðu ólögmætu samráði þriggja olíufélaga sem hefði brotið í bága við 10. gr. þágildandi samkeppnislaga nr. 8/1993. Á grundvelli rannsóknarinnar tók samkeppnisráð ákvörðun í október 2004, þar sem komist var að niðurstöðu um að félögin hefðu brotið gegn fyrrgreindu ákvæði með yfirgripsmiklu og óslitnu samráði með olíuvörur hér á landi á tímabilinu 1993 til 2001 og voru félögunum gerðar sektir. Félögin skutu ákvörðuninni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp úrskurð í málinu í janúar 2005 þar sem staðfestar voru allar helstu niðurstöður í ákvörðun samkeppnisráðs, en félögunum voru þó gerðar lægri sektir. S hf. höfðaði mál þetta til ógildingar á framangreindum úrskurði, en til vara niðurfellingar og til þrautavara lækkunar sektar, sem þar var ákveðin, svo og til endurgreiðslu fjárhæðar hennar. Í héraðsdómi, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans í Hæstarétti, var öllum málsástæðum S hf. til stuðnings framangreindum kröfum hafnað. Ekki var fallist á að 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, um bann við endurtekinni málsmeðferð til úrlausnar um refsiverða háttsemi, hafi staðið því í vegi að samkeppnisyfirvöld héldu áfram rannsókn sinni á samstarfi olíufélaganna eftir að rannsókn ríkislögreglustjóra á hinu ólögmæta samráði hófst. Var sérstaklega vísað til þess að S hf. hefði hvorki verið ákærður né sakfelldur fyrir brot á 10. gr. samkeppnislaga þegar samkeppnisyfirvöld tóku ákvörðun í málinu. Þá var ekki fallist á að málsmeðferð samkeppnisyfirvalda hafi brotið gegn andmælarétti S hf. samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Taldi dómurinn að Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð hefðu gert það sem í þeirra valdi stóð til þess að gefa S hf. færi á því að tjá sig um efni málsins áður en ákvörðun í því var tekin. Þá hefði S hf. ekki útskýrt hvernig upplýsingar, sem starfsmenn hans bjuggu yfir og gátu varpað sök á þá eða félagið við samhliða lögreglurannsókn, hefðu verið S hf. nauðsynlegar til þess að andmæla málavöxtum eins og Samkeppnisstofnun lýsti þeim. Dómurinn hafnaði einnig þeirri málsástæðu S hf. að brot félagsins væru fyrnd. Taldi dómurinn að samráð olíufélaganna hefði falið í sér samfellda brotastarfsemi sem hafi ekki lokið fyrr en í desember 2001. Á því tímamarki hafi fyrning á broti S hf. hafist og hefði fimm ára fyrningarfrestur 5. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 því ekki verið liðinn þegar samkeppnisráð tók ákvörðun sína í október 2004. Þá taldi dómurinn að samkeppnisyfirvöld hefðu sýnt fram á með viðhlítandi hætti að olíufélögin hefðu haft sannanlegan ábata af hinu ólögmæta samráði þannig að fullnægt hafi verið skilyrði 2. mgr. 52. gr. þágildandi samkeppnislaga til þess að ákvarða sektir allt að 10% af veltu S hf. vegna síðastliðins almanaksárs af hlutaðeigandi starfsemi. Loks var málsástæðum S hf. um brot á jafnræðis- og meðalhófsreglum hafnað. Í ljósi framangreinds voru SE og Í sýknuð af kröfum S hf. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús
Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur
Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 15.
apríl 2015. Hann krefst þess aðallega gagnvart stefnda Samkeppniseftirlitinu að
úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála 29. janúar 2005 í máli nr. 3/2004
verði felldur í heild úr gildi að því er áfrýjanda varðar. Til vara krefst hann
þess að sekt að fjárhæð 450.000.000 krónur, sem lögð var á hann með úrskurðinum,
verði felld niður og úrskurðinum breytt þannig að ákvæði hans um staðfestingu
3. og 4. greinar ákvörðunarorða í ákvörðun samkeppnisráðs 28. október 2004 í
máli nr. 21/2004 verði fellt úr gildi að því er áfrýjanda varðar. Að þessu
frágengnu krefst hann þess að áðurgreind sekt verði lækkuð. Áfrýjandi krefst
þess gagnvart stefnda íslenska ríkinu að því verði gert að greiða sér aðallega 450.000.000
krónur, en til vara mismuninn á þeirri fjárhæð og þeirri sekt, sem ákveðin verði
með dómi, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu frá 2. maí 2005 til greiðsludags. Loks krefst áfrýjandi þess að
stefndu verði gert að greiða sér málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms
og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms
verður hann staðfestur.
Áfrýjanda verður gert að greiða stefndu
málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Áfrýjandi, Skeljungur hf., greiði stefndu,
Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, hvorum fyrir sig 1.000.000 krónur í
málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19. janúar 2015.
I.
Mál þetta, sem var dómtekið 24.
nóvember sl., er höfðað 30. júlí 2013 af Skeljungi hf., Borgartúni 26 í
Reykjavík, gegn Samkeppniseftirlitinu, Borgartúni 26 í Reykjavík, og íslenska
ríkinu.
Á hendur stefnda Samkeppniseftirlitinu
gerir stefnandi eftirfarandi kröfur:
Aðallega að úrskurður áfrýjunarnefndar
samkeppnismála í máli nr. 3/2004 frá 29. janúar 2005 verði felldur úr gildi í
heild sinni að því er stefnanda varðar. Til vara að úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála í máli nr. 3/2004 frá 29. janúar 2005 verði breytt á þá leið að
felld verði úr gildi ákvæði hans um staðfestingu 3. og 4. gr. ákvörðunarorða
samkeppnisráðs í máli nr. 21/2004, að því er stefnanda varðar, og ákvæði
úrskurðarins um að stefnandi skuli greiða sekt í ríkissjóð að fjárhæð
450.000.000 króna. Til þrautavara að sektarfjárhæð sem stefnanda var gert að
greiða samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 frá
29. janúar 2005 verði lækkuð verulega.
Á hendur stefnda íslenska ríkinu gerir
stefnandi eftirtaldar kröfur:
Aðallega að stefndi endurgreiði
stefnanda 450.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001
um vexti og verðtryggingu frá 2. maí 2005 til greiðsludags. Fari svo að
stefnanda verði með dómi í máli þessu gert að greiða sekt er þess krafist til
vara að stefndi endurgreiði
stefnanda mismuninn á 450.000.000 króna og þeirri sekt sem þannig yrði ákvörðuð
með dómi auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu frá 2. maí 2005 til greiðsludags.
Í öllum tilvikum krefst stefnandi
málskostnaðar úr hendi stefndu.
Stefndu krefjast sýknu af kröfum
stefnanda og að honum verði gert að greiða þeim málskostnað.
II.
Stefnandi er félag sem hefur í meira en
hálfa öld annast sölu á eldsneyti og ýmsum olíuvörum hér á landi. Hinn 18.
desember 2001 hóf Samkeppnisstofnun, sem er forveri stefnda
Samkeppniseftirlitsins, rannsókn á því hvort stefnandi og tvö önnur félög á sama
markaði, Ker hf. (áður Olíufélagið hf.) og Olíuverzlun Íslands hf., hefðu haft
með sér ólögmætt samráð og brotið með því gegn 10. gr. þágildandi
samkeppnislaga nr. 8/1993. Rannsóknin hófst með húsleit á starfsstöðvum
olíufélaganna þar sem hald var lagt á mikinn fjölda gagna. Á næstu mánuðum áttu
sér stað bréfaskipti og fundahöld milli samkeppnisstofnunar og olíufélaganna
þar sem fjallað var um haldlögð tölvugögn og önnur gögn sem tengdust
rannsókninni. Stefnanda var meðal annars sendur listi 5. febrúar 2002 yfir þau
skjöl sem ljósrituð höfðu verið af gögnum sem haldlögð höfðu verið hjá
stefnanda og félaginu gefinn kostur á því að skoða þau.
Með
bréfi 1. mars 2002 mun Ker hf. hafa lýst yfir vilja félagsins til að ganga til
samstarfs um að upplýsa ætluð brot félagsins á samkeppnislögum og freista þess
að ná samkomulagi um lyktir málsins. Í svarbréfi Samkeppnisstofnunar 5. sama
mánaðar kom fram að ef til þess kæmi að beitt yrði stjórnvaldssektum vegna þess
samráðs sem til rannsóknar væri kæmi til álita að þær yrðu lækkaðar með
hliðsjón af samstarfvilja hins brotlega. Samkeppnisstofnun mun í kjölfarið hafa
átt samtals 19 fundi með starfsmönnum Kers hf. og lögmanni félagsins, þar sem
veittar voru ýmsar upplýsingar um samstarf félagsins við hin olíufélögin.
Olíuverzlun
Íslands hf. mun einnig hafa sent Samkeppnisstofnun bréf 5. mars 2002 þar sem
félagið lýsti vilja til samstarfs í því skyni að upplýsa málið. Á fundi 14.
sama mánaðar kom fram að félaginu stæði til boða hliðstæð málsmeðferð og Keri
hf. hafði verið boðin. Í kjölfarið munu starfsmenn og lögmaður félagsins hafa
átt samtals sjö fundi með Samkeppnisstofnun þar sem veittar voru ýmsar
upplýsingar um málið.
Með
bréfum Samkeppnisstofnunar í lok maí 2002 óskaði stofnunin með vísan til 39.
gr. samkeppnislaga eftir ýmsum upplýsingum og gögnum frá olíufélögunum sem
bárust í ágúst, september og október sama ár.
Um
miðjan október 2002 leitaði Samkeppnisstofnun eftir því að eiga fund með
tilteknum starfsmönnum stefnanda til að upplýsa nánar tilgreind atriði sem rannsókn
stofnunarinnar beindist að. Hinn 25. sama mánaðar mun forstjóri stefnanda ásamt
lögmönnum félagsins hafa átt fund með Samkeppnisstofnun þar sem fjallað var um
ýmis tilvik þar sem stofnunin taldi olíufélögin hafa haft samráð um gerð
tilboða í ákveðnum útboðum og verðkönnunum. Í kjölfar þessa fundar sendi
stofnunin lögmönnum stefnanda bréf þar sem bent var á að fyrirtæki gætu, að
tilteknum skilyrðum uppfylltum, fengið stjórnvaldssektir lækkaðar á grundvelli
II. kafla reglna samkeppnisráðs nr. 397/2002, en skrifleg ósk um það þyrfti að
berast stofnuninni. Jafnframt var upplýst að uppfyllti stefnandi þau skilyrði
sem kæmu fram í reglunum gæti stefnandi átt von á því að fá allt að 20% lækkun
á hugsanlegri stjórnvaldssekt í málinu.
Með
bréfi stefnanda 5. nóvember 2002 var vísað til þess að fyrirtækið hefði ítrekað
lýst yfir fullum vilja til þess að veita Samkeppnisstofnun upplýsingar um þau
tilvik sem rannsóknin beindist að. Óskaði stefnandi eftir því að upplýsingagjöf
hans yrði metin með hliðsjón af reglum II. kafla reglna nr. 397/2002. Í kjölfar
þessara bréfaskipta hélt Samkeppnisstofnun fjóra fundi með jafnmörgum
starfsmönnum félagsins í nóvember 2002. Lögmenn stefnanda voru ávallt
viðstaddir þessa fundi.
Með
bréfi Samkeppnisstofnunar til olíufélaganna 8. janúar 2003 fylgdi fyrri hluti
frumathugunar hennar. Þar var fjallað um samráð félaganna um gerð tilboða í
ýmsum útboðum frá 1993 til 2001, sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli og
Reykjavíkurflugvelli og sölu á eldsneyti til erlendra skipa í íslenskum höfnum.
Félögunum var veittur frestur til þess að gera athugasemdir við þennan hluta
frumathugunarinnar og leggja fram ný gögn. Olíufélögin óskuðu í kjölfarið eftir
viðræðum við Samkeppnisstofnun til að kanna hvort ljúka mætti málinu með sátt.
Þessar viðræður skiluðu ekki árangri. Með bréfi til Samkeppnisstofnunar 25.
apríl 2003 tilkynnti stefnandi að félagið myndi ekki skila athugasemdum sínum
fyrr en frumathugun stofnunarinnar lægi fyrir í heild sinni.
Í júní
2003 mun Samkeppnisstofnun hafa átt fund með ríkislögreglustjóra þar sem
fjallað var um hið ætlaða, ólögmæta samráð olíufélaganna. Með bréfi 21. ágúst
2003 fól ríkissaksóknari ríkislögreglustjóra að afla gagna hjá
Samkeppnisstofnun til að meta hvort hefja ætti sakamálarannsókn á ætluðum,
refsiverðum brotum félaganna og starfsmanna þeirra. Fyrir liggur að fjölmörg
gögn, sem þá lágu fyrir hjá Samkeppnisstofnun um ætlað samráð olíufélaganna,
voru í kjölfarið afhent ríkislögreglustjóra. Hinn 30. september 2003 tilkynnti
ríkislögreglustjóri olíufélögunum að hafin væri lögreglurannsókn á ætluðum
brotum forráðamanna þeirra á ákvæðum samkeppnislaga á grundvelli skýrslna og
gagna sem Samkeppnisstofnun hafði afhent ríkislögreglustjóra. Í bréfinu var
óskað svara við ákveðnum spurningum og að nánar tiltekin gögn yrðu látin
embættinu í té.
Með
bréfi ríkissaksóknara 23. október 2003 var Samkeppnisstofnun tilkynnt að
framangreind lögreglurannsókn væri hafin. Fram kom í bréfinu að þess væri vænst
að Samkeppnisstofnun tæki fullt tillit til hagsmuna lögreglurannsóknarinnar. Þá
lýsti ríkissaksóknari þeirri skoðun sinni að varhugavert væri að
samkeppnisyfirvöld legðu stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sættu
lögreglurannsókn vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum, enda gæti það girt
fyrir að unnt væri að fylgja fram kröfu um refsingu og önnur viðurlög á hendur
fyrirtækinu í refsimáli. Bréfi ríkissaksóknara var svarað með bréfi
Samkeppnisstofnunar 11. nóvember 2003. Í svarbréfinu var vísað til ákvæða
samkeppnislaga og til lögmælts hlutverks Samkeppnisstofnunar og upplýst að
rannsókn stofnunarinnar myndi halda áfram í samræmi við þau lög sem um það
giltu. Stofnunin myndi þó leitast við að taka tillit til hagsmuna
lögreglurannsóknarinnar.
Bréfaskipti
áttu sér stað milli Samkeppnisstofnunar og stefnanda 23. og 24. október 2003 um
áhrif lögreglurannsóknarinnar á upplýsingagjöf stefnanda um þau atvik sem
seinni frumathugun stofnunarinnar tók til. Þar var skírskotað til bréfs
stefnanda frá 5. nóvember 2002 og þeirra sjónarmiða sem félagið óskaði þar
eftir að tekið yrði tillit til í ljósi upplýsingagjafar félagsins. Í bréfi 24.
október 2003 lýsti stefnandi þeirri afstöðu sinni að sú aðferð sem beitt hefði
verið við rannsókn málsins væri í andstöðu við grundvallarregluna um réttláta
málsmeðferð og að stefnandi myndi því ekki leita eftir því við viðkomandi
starfsmenn sína að þeir tjáðu sig frekar um málsatvik hjá Samkeppnisstofnun.
Rannsókn
ríkislögreglustjóra tók til tímabilsins frá 1. janúar 1993 til 31. desember
2001. Gögn málsins gefa til kynna að í upphafi hafi hún lotið að ætluðum brotum
olíufélaganna og starfsmanna þeirra á 10. gr. samkeppnislaga, eins og rannsókn
Samkeppnisstofnunar. Teknar voru skýrslur af 22 starfsmönnum stefnanda í þágu
rannsóknarinnar, en þar af munu 13 starfsmenn hafa haft réttarstöðu sakbornings
auk stefnanda. Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur forstjórum olíufélaganna
19. desember 2006. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 9. febrúar 2007 var
málinu vísað frá dómi og með dómi Hæstaréttar 16. mars 2007 í málinu nr.
92/2007 var úrskurður héraðsdóms staðfestur.
Seinni
hluti frumathugunar Samkeppnisstofnunar var sendur olíufélögunum 5. desember
2003 og þeim gefinn kostur á því að andmæla því sem þar kom fram. Í
frumathuguninni er gerð ítarleg grein fyrir ætluðum brotum olíufélaganna á 10.
gr. samkeppnislaga sem birtist í samstarfi þeirra um verðlagningu á olíuvörum,
einkum á árunum 1996 til 2001, samstilltum aðgerðum þeirra, er miðuðu að því að
skipta upp markaðnum, og samstarfi í rekstri bensínstöðva. Enn fremur er í
frumathuguninni fjallað um atriði er lúta að viðurlögum við brotunum. Þar er
vikið að ákvæði 52. gr. samkeppnislaga eins og greinin hljóðaði fyrir og eftir
gildistöku laga nr. 107/2000. Tekið er fram að í ákvæðinu eins og það hljóðaði
fyrir gildistöku laganna hafi sektir getað numið allt að 10% af veltu
síðastliðins almanaksárs af þeirri starfsemi sem í hlut átti hjá viðkomandi
fyrirtæki ef sannanlegur ábati þess af broti hefur numið hærri fjárhæð en 40
milljónum króna. Eftir gildistöku laganna geti sektir hins vegar numið allt að
10% af veltu viðkomandi fyrirtækis án tillits til ábata af rekstrinum, en við
ákvörðun sekta skuli hafa hliðsjón af eðli og umfangi samkeppnishamlanna og
hvað þær hafi staðið lengi. Í frumathuguninni kemur fram að unnt sé að beita
ákvæðinu, eins og það varð eftir lagabreytinguna, um atvik sem áttu sér stað
eftir 6. desember 2000. Því næst er gerð ítarleg grein fyrir ályktun
Samkeppnisstofnunar um ávinning olíufélaganna af samráði þeirra. Þar er talið
að eðlilegast sé að líta til áhrifa hins ólögmæta samstarfs á framlegð af
vörusölu og/eða álagningu. Því næst er gerð grein fyrir þróun einingaframlegðar
í fljótandi eldsneyti hjá hverju olíufélagi fyrir sig á verðlagi ársins 2001.
Var fjárhagslegur ávinningur þeirra metinn út frá breytingum á framlegðinni
undanfarin ár samanborið við meðaltal næstu ára á undan. Fram kemur að hjá
stefnanda hafi einungis legið fyrir upplýsingar um einingaframlegð aftur til
ársins 1995. Í því ljósi hafi verið ákveðið að miða við meðaltal
einingaframlegðar á árunum 1995 til 1997 í samanburði við einingaframlegð
áranna 1998 til 2001 á föstu verðlagi. Heildarniðurstaða Samkeppnisstofnunar
varð sú að sannanlegur ávinningur olíufélaganna af hækkun einingaframlegðar að
raunvirði á árunum 1998 til 2001, samanborið við viðmiðunarárin 1995 til 1997,
hefði numið um 6.650 milljónum króna Í frumathuguninni er fjallað um önnur
atriði en samráð sem skýrt gætu hækkun framlegðar eða álagningar á
samráðstímanum. Þá er vikið að öðrum vísbendingum um hækkun
framlegðar eða álagningar, svo og að markmiðum félaganna sjálfra um að auka
einingarframlegð eða hækka álagningu. Voru færð að því rök að ekkert benti til
þess að fram væru komnar rekstrarlegar forsendur sem réttlættu alla þá hækkun
sem átt hefði sér stað á einingaframlegð olíufélaganna. Að lokum er athuguninni gerð grein fyrir
áhrifum þess á fyrirhugaða sektarákvörðun að olíufélögin höfðu lagt sitt af
mörkum til að upplýsa málið. Kemur þar fram að að svo stöddu geti stefnandi
ekki vænst lækkunar á sektinni á grundvelli þeirra upplýsinga sem veittar hefðu
verið.
Eftir að
síðari frumathugun Samkeppnisstofnunar lá fyrir óskuðu olíufélögin eftir því að
kannað yrði að nýju hvort unnt væri að ljúka málinu með sátt. Viðræður skiluðu
ekki árangri. Félögin óskuðu þá eftir því að frestur til andmæla yrði
framlengdur og var orðið við þeirri beiðni. Öll olíufélögin skiluðu andmælum á
vormánuðum 2004, en andmæli stefnanda eru dagsett 3. maí 2004. Þar kemur m.a.
fram að félagið telji sig ekki geta krafið þá einstaklinga, sem sæti
lögreglurannsókn sem sakborningar vegna ætlaðra brota gegn samkeppnislögum, um
upplýsingar til að byggja andmæli sín á. Því geti stefnandi ekki neytt
lögbundins andmælaréttar síns um lýsingu á atvikum málsins og láti við það
sitja að setja fram almenn mótmæli við lýsingu atvika í frumathuguninni. Í andmælunum
er því síðan haldið fram að dregið hafi úr samstarfi stefnanda og hinna
olíufélaganna eftir því sem á tímabilið leið. Þá er þar dregið í efa að færðar
hafi verið fram viðhlítandi sönnur á ætluð brot á síðari hluta tímabilsins. Þar
eru einnig færð rök fyrir því að þau brot sem hefðu verið fullframin fyrir 26.
maí 2000, eða fyrir gildistöku laga nr. 39/2000, væru fyrnd. Að lokum eru
gerðar alvarlegar athugasemdir við sjónarmið í frumathugun Samkeppnisstofnunar
um sektir. Því til stuðnings vísaði stefanandi meðal annars til greinargerðar
hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Jóns Þórs Sturlusonar, dags. 26.
apríl 2004, um mat Samkeppnisstofnunar á ávinningi olíufélaganna af hinu
ætlaða, ólögmæta samráði á tímabilinu 1998 til 2001.
Athugasemdir
olíufélaganna kölluðu á frekari gagnaöflun Samkeppnisstofnunar frá félögunum.
Afrit af nýjum gögnum sem þannig hafði verið aflað voru send olíufélögunum
haustið 2004. Félögunum var gefinn kostur á því að reifa málið munnlega fyrir
samkeppnisráði og kom lögmaður stefnanda fyrir ráðið 18. október 2004.
Samkeppnisráð
tók ákvörðun í máli olíufélaganna þriggja 28. október 2004. Var ákvörðunin
samtals 966 blaðsíður að lengd. Í ákvörðuninni er meðferð málsins rakin og
afstaða tekin til þeirra sjónarmiða olíufélaganna er lutu að áhrifum
lögreglurannsóknar á málsmeðferðina. Þar voru færð rök fyrir því að
áframhaldandi málsmeðferð samkeppnisyfirvalda færi ekki gegn 1. mgr. 4. gr.
samningsviðauka nr. 7 við mannréttindasáttmála Evrópu, en rannsókn lögreglu
væri ekki lokið. Þá hafnaði samkeppnisráð röksemdum stefnanda og annars
olíufélags þess efnis að andmælaréttur þeirra væri að engu gerður með því að
starfsmenn félaganna sættu samhliða lögreglurannsókn. Jafnframt hafnaði ráðið
þeim röksemdum að með rannsókn málsins væri farið í bága við þagnarrétt
félaganna eða starfsmanna þeirra sem varinn væri af 6. gr. mannréttindasáttmála
Evrópu.
Í
ákvörðun samkeppnisráðs var Ísland skilgreint sem sá landfræðilegi markaður sem
málið tæki til og að vörumarkaðurinn væri heildarmarkaður fyrir sölu á
olíuvörum. Komist var að þeirri niðurstöðu að olíufélögin þrjú réðu samanlagt
yfir um 99% þessa markaðar. Því næst var í ákvörðuninni fjallað um ætlað samráð
olíufélaganna. Þar er í ítarlegu máli farið yfir gögn sem að mati samkeppnisráðs
sýndu með skýrum hætti að olíufélögin þrjú hefðu frá og með gildistöku
samkeppnislaga haft með sér yfirgripsmikið og óslitið samráð í viðskiptum við
viðskiptavini sína. Tekið er fram að meginflokkar samráðsins hafi verið um gerð
tilboða í tengslum við útboð viðskiptavina, um verðlagningu á olíuvörum, sem og
um markaðsskiptingu og verðsamráð við sölu á eldsneyti til erlendra skipa í
íslenskum höfnum, við sölu á eldsneyti á Reykjavíkurflugvelli og
Keflavíkurflugvelli og við sölu til einstakra viðskiptavina eða á einstökum
landsvæðum. Í þessu sambandi voru rakin dæmi af samskiptum olíufélaganna í yfir
400 tilvikum og talið að líta yrði á þessar aðgerðir þeirra sem samfellt samráð
sem hafi varað frá gildistöku samkeppnislaga. Fælist brotið í þeim samstilltu aðgerðum
og/eða samningum sem lýst væri í ákvörðuninni og hefði það haft að markmiði að
raska samkeppni milli félaganna í viðskiptum aðallega með fljótandi eldsneyti,
smurolíu og gas. Að þessu búnu var samráðinu lýst í ítarlegu máli eftir
áðurgreindri flokkun og fjallað, innan hvers flokks, um einstök tilvik eftir
tímabilum. Í þeirri umfjöllun var jafnframt tekin afstaða til framkominna
andmæla olíufélaganna. Var ítarlega rökstutt að félögin hefðu með þessu brotið
gegn 10. gr. þágildandi samkeppnislaga í fjölmörgum nánar tilgreindum tilvikum.
Í
ákvörðuninni var komist að þeirri niðurstöðu að samfellt samráðsbrot
olíufélaganna væri ófyrnt. Að því búnu var fjallað um viðurlög. Þar var gerð
grein fyrir ýmsum almennum atriðum sem vörðuðu beitingu 52. gr. þágildandi
samkeppnislaga, þar á meðal um lagaskil vegna breytinga á því ákvæði með 17.
gr. laga nr. 107/2000. Komist var að þeirri niðurstöðu að beita ætti ákvæðinu
eins og það var eftir lagabreytinguna um allt hið samfellda samráð. Ekki væri
því gerð krafa um sönnun ávinnings umfram 40 milljónir króna. Eftir sem áður
þótti við ákvörðun viðurlaga í málinu rétt að leggja mat á sannanlegan ávinning
olíufélaganna af broti þeirra. Því til stuðnings vísaði samkeppnisráð til þess
að heimilt væri að hafa hliðsjón af ávinningi við ákvörðun sekta, gögn málsins
gerðu kleift að leggja mat á ávinning þeirra og olíufélögin hefðu lagt áherslu
á að ákvæðið, eins og það væri eftir lagabreytinguna, væri meira íþyngjandi í
þeirra garð.
Því næst
voru í ákvörðun samkeppnisráðs rakin atriði í tengslum við mat á ávinningi
olíufélaganna af samráðinu. Eins og nánar er rökstutt í ákvörðuninni þótti rétt
að byggja þetta mat á upplýsingum olíufélaganna sjálfra um einingaframlegð af
vörusölu. Tekið var fram að með einingaframlegð, eins og því hugtaki hefði
verið beitt af olíufélögunum, væri átt við mismun á söluverði að frádregnum
afsláttum og öllum breytilegum kostnaði við innkaup. Komst ráðið að þeirri
niðurstöðu að þróun framlegðar á hvern lítra eldsneytis á föstu verðlagi hefði
verið mjög sambærileg hjá félögunum þremur. Eftir að hafa staðið í stað á
árunum 1991 til 1997 hafi einingaframlegð af sölu á fljótandi eldsneyti hækkað
ár frá ári að raunvirði hjá öllum félögunum. Þessar tölur voru síðan notaðar
til að meta ávinning félaganna með því að bera saman raunverulega þróun
einingaframlegðar á tímabilinu 1996 til 2001 við meðaltal sömu stærða fyrir
árabilið 1993 til 1995. Voru rökin fyrir vali á viðmiðunartímabili þau að
fyrir lægju upplýsingar frá öllum
olíufélögunum, sem ekki hefðu legið fyrir áður, um einingaframlegð allt aftur
til ársins 1993 auk þess sem félögin voru ekki talin hafa haft eins markvisst
samráð á viðmiðunartímabilinu, í því skyni að auka álagningu og framlegð, og
síðar varð. Þar sem félögin hefðu einnig haft samráð á tímabilinu frá 1993 til
1995 var talið að allar líkur væru á því að aðferðin fæli í sér vanmat á
ávinningi félaganna. Niðurstaða útreikninga samkeppnisráðs, sem byggðu á
þessari aðferð, var sú að á tímabilinu 1996 til 2001 hefði samanlagður
fjárhagslegur ávinningur Kers hf. af því að einingaframlegð þess í fljótandi
eldsneyti hækkaði að raungildi miðað við meðaltal áranna 1993 til 1995 verið
alls um 2.750 milljónir króna, um 1.654 milljónir króna hjá stefnanda og um
2.083 milljónir króna hjá Olíuverzlun Íslands hf., eða samtals um 6.487
milljónir króna. Taldi samkeppnisráð að ekki hefðu komið fram neinar
rekstrarlegar forsendur hjá félögunum sem réttlætt gætu þessa hækkun að neinu
ráði. Þótt félögin kynnu að einhverju leyti að hafa haft réttmæta þörf fyrir hærri
framlegð breyti það engu um að aðgerðir þeirra í þessu skyni hafi verið
ólögmætar. Fram kom í niðurstöðu samkeppnisráðs að mat á ávinningi af slíku
ólögmætu athæfi hlyti að taka til allrar hækkunar sem leiddi af samráðinu, enda
þótt henni kynni að einhverju leyti að hafa verið ráðstafað til greiðslu aukins
kostnaðar félaganna. Með hliðsjón af því taldi ráðið að líta yrði svo á að
ávinningur olíufélaganna af aukinni framlegð samkvæmt framangreindum
útreikningi fæli í sér ávinning í skilningi 2. mgr. 52. gr. samkeppnislaga eins
og þau voru fyrir gildistöku laga nr. 107/2000. Jafnframt þessu var vísað til
upplýsinga sem lágu fyrir um ávinning félaganna af ólögmætri skiptisölu með
hliðsjón af þeim skiptihlutföllum sem giltu í þessum viðskiptum. Heildarumfang hennar
hafi numið 5,8 milljörðum króna á tímabilinu 1993 til 2001. Taldi samkeppnisráð
að þessar tekjur teldust til ábata eða ávinnings í skilningi 52. gr.
samkeppnislaga, í það minnsta lægi fyrir að ávinningur félaganna af
skiptisölunni væri langt umfram 40 milljónir króna.
Í
ákvörðun ráðsins var farið með rökstuddum hætti yfir sjónarmið olíufélaganna
sem byggðust á greinargerð hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Jóns
Þórs Sturlusonar. Þar var tekið tillit til athugasemda um gögn er lutu að framlegð
stefnanda sem og til athugasemda stefnanda og Olíuverzlunar Íslands hf. um
breytingar á fyrirkomulagi umboðs- og sölulauna á félögunum. Að öðru leyti
taldi samkeppnisráð að athugasemdir hagfræðinganna hefði enga þýðingu í málinu
og að þær hnekktu ekki mati samkeppnisráðs á ávinningi félaganna af vörusölu á
samráðstímanum.
Við
ákvörðun stjórnvaldssekta olíufélaganna vísaði samkeppnisráð að auki til þess
að brotin hefðu staðið lengi yfir og að þau vörðuðu mjög umfangsmikil viðskipti
með nauðsynjavöru. Brotin hefðu verið skipulögð og æðstu stjórnendur félaganna
hefðu tekið þátt í þeim. Þau hefðu verið framin með einbeittum ásetningi og
reynt hefði verið að hylma yfir þau. Hið ólögmæta samráð hefði að verulegu
leyti komið til framkvæmda og hafi því haft umtalsverð skaðleg áhrif á
markaðnum. Brotin hefðu því verið mjög alvarleg. Þá vísaði ráðið til
fyrirliggjandi útreikninga á ávinningi félaganna. Fram kom að velta stefnanda á
árinu 2003 hefði verið 14.226 milljónir króna. Var sekt félagsins ákveðin 1.100
milljónir króna. Sektarfjárhæð hinna olíufélaganna var í grunninn ákveðin sú
sama, enda væri ábyrgð félaganna á hinu ólögmæta samráð jöfn. Ker hf. þótti
hafa veitt mikilvæga viðbót við þau sönnunargögn sem samkeppnisyfirvöld höfðu
þegar í fórum sínum og var því veitt 45% lækkun frá álögðum stjórnvaldssektum.
Framlag Olíuverzlunar Íslands hf. þótti hafa verið talsvert og var því félagi
veittur 20% afsláttur af framangreindri sekt. Samvinna stefnanda þótti hins
vegar ekki uppfylla skilyrði 1. gr. reglna nr. 397/2002. Þá teldist framlag
stefnanda ekki mikilvæg viðbót við þau gögn sem fyrir lágu. Því var komist að
þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til þess að lækka sektir stefnanda.
Félaginu var því gert að greiða 1.100.000.000 króna í sekt í ríkissjóð en Keri
hf. gert að greiða 605.000.000 króna í sekt og Olíuverzlun Íslands hf.
880.000.000 króna sekt í ríkissjóð. Þá var nánar tilgreindum fyrirmælum beint
til olíufélaganna á grundvelli 2. mgr. 17. gr. samkeppnislaga.
Olíufélögin
skutu þessari ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála í lok nóvember 2004.
Kæra stefnanda var ítarleg eða 186 blaðsíður. Auk kæru lögðu stefnandi og hin
olíufélögin sem og samkeppnisstofnun fram ýmis frekari gögn, þ. á m.
greinargerðir og athugasemdir hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar, Jóns
Þórs Sturlusonar og Friðriks Más Baldurssonar sem og greinargerð og
athugasemdir Guðmundar Guðmundssonar tölfræðings.
Áfrýjunefndin
kvað upp úrskurð í málinu 29. janúar 2005. Í úrskurðinum, sem er 256 blaðsíður
að lengd, var lýst gangi málsins og röksemdum aðilanna, en því næst tekin
afstaða til atriða er lutu að vörnum olíufélaganna um formhlið málsins. Meðal
þeirra atriða voru álitaefni um lögmæti þess að málið hafði á tímabili verið
til rannsóknar bæði hjá Samkeppnisstofnun og ríkislögreglustjóra. Þessum
sjónarmiðum olíufélaganna var hafnað að öllu leyti. Þá fjallaði
áfrýjunarnefndin um röksemdir olíufélaganna er lutu að andmælarétti þeirra og
rannsókn málsins. Í öllum meginatriðum var komist að þeirri niðurstöðu að ekki
hefði verið brotið gegn rétti olíufélaganna að þessu leyti. Þó taldi
áfrýjunarnefndin að æskilegt hefði verið að gefa félögunum kost á að gera
athugasemdir við breytingar á viðmiðunartímabili við útreikning á áætluðum
ávinningi þeirra áður en ákvörðun samkeppnisráðs var tekin. Nefndin taldi þó
nægjanlegt að olíufélögin gætu gagnrýnt breytinguna og útreikninginn fyrir
áfrýjunarnefndinni.
Að þessu
búnu var fjallað um skil eldri laga og yngri vegna breytinga á 10. gr.
þágildandi samkeppnislaga með 3. gr. laga nr. 107/2000. Byggði áfrýjunarnefndin
alfarið niðurstöðu sína á upphaflegu ákvæði 10. gr. samkeppnislaga. Nefndin
komst því næst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt samráð olíufélaganna hefði
verið samfellt á árabilinu frá 1993 til 2001. Þá tók hún álitaefni um fyrningu
brotanna til umfjöllunar. Taldi nefndin eðlilegt að beita ákvæði 80. gr.
almennra hegningarlaga með áorðnum breytingum með lögjöfnun um það atriði.
Hefði fyrningu verið slitið við húsleit hjá félögunum 18. desember 2001. Á sama
tíma hefði hinu samfellda samráði verið lokið. Á þessum grunni komst
áfrýjunarnefndin að þeirri niðurstöðu að fyrning væri því ekki til fyrirstöðu
að stjórnvaldssektir yrðu lagðar á í málinu.
Í
úrskurðinum var því næst fjallað um einstök tilvik þar sem samkeppnisráð hafði
í ákvörðun sinni talið að olíufélögin hefðu gerst sek um brot gegn 10. gr.
þágildandi samkeppnislaga. Voru niðurstöður samkeppnisráðs um þetta í vel
flestum tilvikum staðfestar.
Í
umfjöllun um viðurlög fjallaði áfrýjunarnefndin meðal annars um aðferð samkeppnisráðs
til að komast að niðurstöðu um ávinning olíufélaganna af hinu ólögmæta samráði.
Þar kemur fram að grundvallaratriðið í aðferð samkeppnisráðs felist í því að
sýna fram á að einingaframlegð félaganna af sölu þeirra á fljótandi eldsneyti
hafi aukist verulega á árunum 1996 til 2001 í samanburði við meðaltal áranna
1993 til 1995. Með skilgreiningu sinni á einingaframlegð hefði samkeppnisráð
talið sig hafa tekið tillit til síbreytilegs og verulegs kostnaðarþáttar sem
olíufélögin hefðu haft litla möguleika til að hafa áhrif á. Þannig hefði verið
talið rökrétt að meta ávinning á þennan hátt og beina athyglinni þannig að
framlegð af vörusölu áður en tekið hefði verið tillit til þess hvernig tekjum
af henni væri ráðstafað. Í öllum aðalatriðum féllst áfrýjunarnefndin á þessa
aðferð samkeppnisráðs, meðal annars á val ráðsins á viðmiðunartímabilum.
Eðlilegt var talið að framreikna tímabilin til verðlags ársins 2001 til að gera
þau samanburðarhæf.
Áfrýjunarnefndin
taldi eftir sem áður að vafatilvik gætu risið við fyrrgreindan samanburð. Þótti
rétt að koma til móts við þau með því að beita varfærni í ákvörðun sekta.
Áfrýjunarnefndin taldi að þrjú atriði, sem nefnd höfðu verið í greinargerð
hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Jóns Þórs Sturlusonar, yllu vafa í
þessu sambandi og ættu að leiða til mildunar sektarákvörðunar. Fyrsta atriðið
laut að því að samfelldur og meiri hagvöxtur á síðara viðmiðunartímabilinu en
því fyrra skapaði skilyrði fyrir auknum ávinningi á fákeppnismarkaði eins og
þeim sem hér um ræði. Áfrýjunarnefndin taldi að taka þyrfti nokkurt tillit til
þessa sjónarmiðs sem þó yrði að vega á móti því að sannað væri að olíufélögin
hefðu haft með sér ólögmætt samráð. Annað atriðið laut að því gengistapi sem
olíufélögin hefðu orðið fyrir sérstaklega á árunum 2000 og 2001. Sá kostnaður
þótti svo tengdur olíuinnkaupunum sjálfum að rétt væri „að gera hér nokkra
leiðréttingu vegna þessa sjónarmiðs“. Fram kom í úrskurðinum að þetta tap hefði
numið 604 milljónum króna hjá Keri hf. og 777 milljónum króna hjá Olíuverzlun
Íslands hf. Hins vegar lægju ekki fyrir sambærilegar upplýsingar hjá stefnanda.
Þriðja atriðið sem áfrýjunarnefndin taldi gefa tilefni til mildunar á
sektarákvörðun laut að því að launavísitala hefði hækkað mun meira á
viðmiðunartímabilinu en hækkun neysluverðsvísitölu. Samkvæmt gögnum málsins
hefði þessi hækkun numið 640 milljónum króna hjá Keri hf. og 352 milljónum
króna hjá Olíuverzlun Íslands hf. Ekki lægju hins vegar sambærilegar
upplýsingar fyrir hjá stefnanda. Áfrýjunarnefndin vísaði því næst í niðurstöður
samkeppnisráðs um ávinning olíufélaganna af hækkun einingaframlegðar í
fljótandi eldsneyti sem og veltutölur félaganna á árinu 2003. Með hliðsjón af
þessari hækkun og þeim sjónarmiðum sem talið var að ættu að leiða til mildunar
sektarákvörðunar komst áfrýjunarnefndin að þeirri niðurstöðu að hæfileg
stjórnvaldssekt stefnanda væri 450 milljónir króna. Í tilviki Kers hf. þótti
hæfileg stjórnvaldssekt vera 900 milljónir króna og 700 milljónir króna í
tilviki Olíuverzlunar Íslands hf. Að teknu tilliti til afslátta, sem
síðargreindu félögin voru talin eiga tilkall, til var Keri hf. gert að greiða
495 milljónir króna í sekt og Olíuverzlun Íslands hf. 560 milljónir króna.
Í
framhaldi af úrskurðinum greiddu olíufélögin sektirnar hver fyrir sig með
fyrirvara um endurheimtu fjárins ef hann yrði með dómi felldur úr gildi eða
honum breytt. Ker hf. höfðaði 29. júní 2005 mál á hendur samkeppnisráði og
íslenska ríkinu, aðallega til ógildingar á framangreindum úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála, en til vara til niðurfellingar eða lækkunar á
sektinni sem þar var ákveðin, svo og til endurheimtu hennar. Það sama gerði
stefnandi og Olíuverslun Íslands hf. 27. og 28. júlí sama ár. Málin voru
sameinuð í eitt mál á dómþingi 28. febrúar 2006 að framkomnum greinargerðum um
varnir stefndu. Samkvæmt þremur beiðnum frá hverju olíufélaganna voru í
þinghaldi 5. apríl sama ár dómkvaddir tveir menn, Guðmundur Magnússon
hagfræðingur og Heimir Haraldsson, löggiltur endurskoðandi, til þess að leggja
mat á margvísleg atriði sem vörðuðu útreikning á ávinningi af brotum
olíufélaganna. Matsgerðir þeirra voru lagðar fram 16. janúar 2007.
Í
niðurstöðu framangreindrar matsgerðar um ávinning stefnanda segir orðrétt:
„„Fyrir og eftir“ – aðferðin nægir ekki ein og sér til þess að meta ávinning af
samráði við þær aðstæður sem hér eru til staðar. Tímabilin 1993-1995 annars
vegar og 1996-2001 hins vegar eru einfaldlega of ólík í því skyni. / Sú
forsenda Samkeppnisstofnunar að hinn reiknaði ávinningur sé eingöngu vegna
samráðs stenst ekki að okkar mati. / Hinn reiknaði ávinningur samanstendur af
ýmsum áhrifavöldum, þar sem samráð, fákeppni, hagvöxtur, launaþróun,
gengisþróun, verðbólga, vextir, arðsemiskrafa, hagræðing í rekstri og mörg
önnur atriði hafa áhrif. / Sé stuðst við „fyrir og eftir“ aðferðina verður að
tryggja að beitt sé sömu reikningsskilavenjum milli ára. Jafnframt þarf að taka
tillit til ólíkrar markaðshegðunar við sölu á mismunandi tegundum eldsneytis.
Auk þess koma til álita fjölmörg atriði sem hafa tekið breytingum í rekstrinum
frá einum tíma til annars. / Vegna skorts á nákvæmum upplýsingum um rekstur
Skeljungs hf. hefur okkur ekki verið gert kleift að svara öllum spurningum í
matsbeiðninni til hlítar.“
Stefndu
í máli þessu lögðu fram 19. mars 2007, annars vegar beiðni um dómkvaðningu
yfirmatsmanna vegna fyrrgreindrar matsgerðar og hins vegar beiðni um
dómkvaðningu manna til að leggja mat á tiltekin atriði um ávinning af brotum
olíufélaganna sem ekki komu til skoðunar í fyrri matsgerðum. Ágreiningur reis
um það hvort verða ætti við þessum beiðnum, en að honum leystum voru
hagfræðingarnir Guðrún Johnsen og Gylfi Zoëga og endurskoðandinn Þorsteinn
Haraldsson dómkvödd til að semja yfirmatsgerð og Guðrún Johnsen og Gylfi Zoëga
dómkvödd til að semja matsgerð. Yfirmatsmenn luku störfum með yfirmatsgerð,
dags. 28. september 2008. Þá skiluðu matsmenn af sér matsgerð 3. október 2008.
Þessar matsgerðir voru lagðar fram í fyrrgreindu máli 10. október 2008.
Í
yfirmatsgerðinni var matsspurningum svarað í tólf liðum. Lutu þessir liðir
einstökum þáttum í matsgerð þeirra Guðmundar og Heimis. Segja má að
meginniðurstöður yfirmatsgerðarinnar séu þær að rökrétt hafi verið fyrir
samkeppnisyfirvöld að nota þróun einingaframlegðar við útreikning á ávinningi
olíufélaganna af samráði. Val á samanburðartímabilum hafi falið í sér vanmat á
ávinningi þar sem samráð hafi einnig verið viðhaft á fyrra tímabilinu. Með
staðvirðingu hafi verið tekið tillit til kostnaðaráhrifa, áhrifa hagvaxtar á verðlagningu og almenna
verðlagsþróun til að gera framlegðina samanburðarhæfa milli ára. Ekki sé ástæða
til að ætla að niðurstöður um ávinning félaganna af samráði séu í veigamiklum
atriðum rangar eða gallaðar vegna þess að ekki hafi verið tekið tillit til þess
að markaðshegðun sé mismunandi eftir kaupendum og einstökum vöruflokkum. Ekki
sé heldur rétt að draga fastan kostnað svo sem fjármagnskostnað frá
einingaframlegð við mat á ávinningi af samráði. Sama gildi um kortaafslætti. Þá
segir í yfirmatsgerð að hækkun einingaframlegðar 1996 og 1997 og hærri einingaframlegð
á bensíni árin 1996-2001 hafi haft í för með sér að hagur viðskiptavina rýrnaði
og hagur fyrirtækjanna batnaði. Ekki sé hægt að tala um skekkjumörk í því
samhengi, eins og gert hafi verið í matsgerð. Útreikningur á einingaframlegð sé
gerður með þeim gögnum sem liggi fyrir og ekki sé um að ræða tölfræðilegar
ályktanir á grundvelli úrtaks. Þess vegna eigi að nota alla viðbótarframlegð á
tímabilinu 1996 til 2001, sem hafi verið staðvirt, við útreikning á ávinningi,
hvort sem viðbótin sé lítil eða mikil. Þá er vísað til þess að staðvirðing
einingaframlegðar með vísitölu neysluverðs leiðrétti fyrir áhrifum almennrar
efnahagsþróunar á einingaframlegð vegna þess að hagrænir þættir hafi áhrif á
verðlagningu á öllum mörkuðum. Samráð hafi hins vegar staðbundin áhrif og því
séu miklar líkur á því að hækkun einingaframlegðar á markaði fyrir bensín og
olíu á tímabilinu 1996 til 2001 eigi rætur að rekja til aukins samráðs. Að
lokum fjalla matsmenn um spurningu í matsbeiðni þar sem óskað var álits á því
hvort það væri hafið yfir vafa í ljósi atvika málsins og almennra niðurstaðna
fræðimanna um ábata af samráði að olíufélögin hafi haft ávinning af samráðinu.
Í svari yfirmatsmanna er vísað til almennra forsendna um að fyrirtæki stilli
ekki saman strengi nema að hafa af því ávinning. Með vísan til þessa, gagna
málsins sem og athugasemda lögmanna olíufélaganna var það mat yfirmatsmanna að
olíufélögin „hafi haft fjárhagslegan ávinning af samráði sín í milli“.
Í
undirmatsgerð Guðrúnar og Gylfa frá 3. október 2008 er leitast við að svara
matsspurningum stefndu í máli þessu í átta liðum. Meginniðurstöður matsmanna
voru á þá leið að kjöraðstæður til samráðs um verð hefðu ríkt á olíumarkaði á
Íslandi á tímabilinu 1993 til 2001. Ekki væri heldur unnt að koma auga á þætti
í rekstrarumhverfi olíufélaganna sem hafi gert þeim erfitt fyrir að ná
markmiðum samráðs sem hafi komið fram í hækkun einingaframlegðar vegna hærra
verðs. Þá sé ekki fræðilega forsvaranlegt að halda því fram að samráðið hefði
haldist svo lengi sem raun bar vitni ef ávinningurinn hafi verið minni háttar
eða óviss. Í matsgerðinni er síðan gerð grein fyrir niðurstöðu matsmanna um
ávinning olíufélaganna af sölu á bensíni annars vegar og gasolíu og svartolíu
hins vegar, sem fundin var út með því að bera saman framlegð þeirra við sölu á
þessum vörum á árunum 1993 til 2001 við þá framlegð sem samkeppnisverð hefði
fært þeim. Einingaframlegð á Alaskamarkaði var þá notuð við útreikning á
samkeppnisverði. Fram kemur í matsgerðinni að staðvirt framlegð sem olíufélögin
hafi haft af viðskiptum sínum með bensín á þessu tímabili, umfram þá framlegð
sem samkeppnisverð hefði fært þeim, fæli í sér ávinning af samráði þeirra. Varð
það niðurstaða matsmanna að einingaframlegð olíufélaganna allra vegna viðskipta
með bensín hefði verið 9,1 milljarður króna umfram þá 14 milljarða króna sem
samkeppnisverð hefði fært þeim á verðlagi ársins 2001. Á sama hátt komust
matsmennirnir að þeirri niðurstöðu að einingaframlegð félaganna vegna sölu á
gasolíu á tímabilinu hefði verið 6,8 milljarðar króna umfram þá 18,9 milljarða
sem samkeppnisverð hefði fært þeim. Þá hefði einingaframlegð við sölu á
svartolíu verið 2,99 milljarðar króna umfram þá 5,7 milljarða króna sem
samkeppnisverð hefði fært þeim.
Matsmenn
fjalla síðan um matsspurningu er laut að ávinningi olíufélaganna af skiptisölu
þar sem óskað var eftir mati á því hvort sá ávinningur hefði verið verulegur í
samanburði við umfang skiptisölu félaganna, hvort hún hefði leitt til hærri
framlegðar eða komið í veg fyrir lækkun hennar. Varð það niðurstaða matsmanna
að ávinningur olíufélaganna af skiptisölu hafi verið verulegur í samanburði við
umfang hennar og komið fram í hærri einingaframlegð vegna hærra verðs. Matsmenn
svara enn fremur spurningu um líkurnar á því, að ávinningur olíufélaganna af
samráði hafi ekki numið lægri fjárhæð en sektarárkvörðun áfrýjunarnefndar, á þá
leið að yfirgnæfandi líkur séu á því að ávinningur félaganna hafi ekki numið
lægri fjárhæðum en 900 milljónum króna í tilvik Kers hf., 700 milljónum króna í
tilviki Olíuverzlunar Íslands hf. og 450 milljónum króna í tilviki stefnanda.
Þá telja matsmenn að lokum að tjón samfélagsins í heild af samráði
olíufélaganna 1993 til 2001 hafi verið meira en sem nemur ávinningi félaganna
sjálfra af samráðinu. Það helgist ekki aðeins af hærra verði til neytenda,
heldur dragi yfirverðlagning úr velferð þeirra og neysla dragist saman. Þetta
komi t.d. niður á byggð í strjálbýli.
Á
dómþingi 21. janúar 2009 kröfðust olíufélögin þess sameiginlega að dómkvaddir
yrðu yfirmatsmenn vegna síðastnefndrar undirmatsgerðar. Samhliða þessu kröfðust
félögin dómkvaðningar á matsmönnum til þess að meta ávinning olíufélaganna af
ætluðu samráði ef tímabilið 1996 til 2001 hefði verið borið saman við tímabilið
2002 til 2004 miðað við útreikninga samkeppnisráðs. Hagfræðingarnir Gunnar
Haraldsson, Katrín Ólafsdóttir og Ólafur Ísleifsson voru dómkvödd 25. febrúar
2009 sem yfirmatsmenn. Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Haraldsson, löggiltur
endurskoðandi, voru dómkvaddir 29. apríl sama ár til að gera síðarnefndu
matsgerðina.
Yfirmatsgerð
er dagsett 11. mars 2011 og lögð fram í þinghaldi 10. maí sama ár. Þar er
einkum fjallað um þá aðferð, sem beitt var í undirmatsgerð, að styðjast við
olíumarkaðinn í Alaska til að finna samkeppnisverð í því skyni að bera saman
við framlegð olíufélaganna 1993 til 2001. Í lok yfirmatsgerðarinnar eru
meginniðurstöður hennar dregnar saman á eftirfarandi hátt:
Telja má að
olíumarkaðurinn í Alaska sé um suma þætti samanburðarhæfur við þann íslenska.
Það eru fleiri aðilar á markaði í Alaska en hér á landi, en í raun má segja að
markaðurinn sé nær fákeppnismarkaði en samkeppnismarkaði. Rannsóknir
bandarískra yfirvalda hafa ekki leitt í ljós verðsamráð á Alaskamarkaði. Þá er
flutningskostnaður þar tiltölulega hár líkt og hér á landi. Alaskamarkaður ber með
sér ýmsa þætti áþekka hinum íslenska, og má í því sambandi nefna dreifða byggð,
svipað tekjustig kaupenda olíunnar og norðlæga legu landsvæðanna beggja.
Veigamikill munur milli þessara tveggja markaða liggur m.a. í því að Alaska er
olíuframleiðsluríki en Ísland ekki. Fleiri þætti mætti nefna, t.d. er olía
notuð til húshitunar og ýmissar framleiðslu í Alaska en á Íslandi er notaður
jarðhiti og vatnsorka í því skyni.
Við mat á ávinningi af samráði kemur til
greina sem ein aðferð meðal annarra að bera samráðsmarkaðinn við sambærilegan
markað þar sem ekkert samráð á sér stað. Ekki þykir fært að ræða um „réttan“
eða „rangan“ samanburð í því sambandi, heldur snýst raunhæfur samanburður um að
velja markað þar sem aðstæður sem ráða verði eru sem líkastar auk þess að
tryggt sé að ekki sé um samráð að ræða á samanburðarmarkaðnum. Alaska verður
seint talinn fullkominn samanburðarmarkaður í ljósi þeirra þátta sem greina
hann frá íslenskum markaði, enda slíkur markaður ekki til. Samanburður milli
markaða hlýtur ávallt að sæta gagnrýni og heppilegast er að beita fleiri en
einni aðferð við mat á ávinningi af verðsamráði. Ef á annað borð er beitt
þeirri aðferð að bera saman markaði til að leitast við að finna áhrif samráðs á
verð kemur til álita að nota Alaska sem viðmiðun að því gefnu að unnt sé að
taka tillit til ólíkra aðstæðna og þátta sem áhrif hafa á verðmyndun. Það að
velja Alaska til samanburðar getur veitt vísbendingar um áhrif samráðsins án
þess að hægt sé að fullyrða að sá samanburður sé tölulega nákvæmur eða réttur í
þeim skilningi að ekki sé hægt að deila á niðurstöðuna sökum ólíkra aðstæðna á
mörkuðunum tveimur.
Matsgerð
Ólafs Ísleifssonar og Þorsteins Haraldssonar frá 17. nóvember 2011 var lögð
fram í þinghaldi 12. janúar 2012 ásamt yfirmatsgerð í öðru máli sem olíufélögin
áttu hlut að. Í matsgerðinni kemur fram að lagt hafi verið fyrir matsmenn að
gera sömu útreikninga og samkeppnisyfirvöld á grundvelli talnagagna
viðmiðunartímabilsins 2002 til 2004. Eins og gert hafi verið í skýrslu
samkeppnisráðs sé einingaframlegð reiknuð á föstu verðlagi ársins 2001 miðað
við vísitölu neysluverðs. Varð það niðurstaða matsmanna að með þeim aðferðum og
forsendum sem lagðar væru til grundvallar hefði reiknaður ávinningur af
samráði, þegar tímabilið 1996 til 2001 væri borið saman við tímabilið 2002 til
2004, verið neikvæður um 1.996 milljónir króna. Nánar tiltekið reyndist
ávinningurinn neikvæður um 2.634 milljónir króna hjá Keri hf. og um 550
milljónir króna hjá Olíuverzlun Íslands hf. en jákvæður um 1.188 milljónir króna
hjá stefnanda.
Aðalmeðferð
í fyrrgreindu máli olíufélaganna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu
fór fram 29. febrúar 2012. Dómur var kveðinn upp í málinu 22. mars sama ár. Þar
var fallist á kröfu olíufélaganna þess efnis að úrskurður áfrýjunarnefndar
samkeppnismála nr. 3/2004 yrði felldur úr gildi. Samkeppniseftirlitið og
íslenska ríkið áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar Íslands 21. júní 2012. Með dómi
réttarins 31. janúar 2013 í málinu nr. 437/2012 var málinu vísað frá héraðsdómi
vegna annmarka á málatilbúnaði olíufélaganna. Olíufélögin höfðuðu að nýju mál
gegn stefndu 30. júlí 2013.
III.
1.
Málsástæður og lagarök stefnanda
Til
stuðnings aðalkröfu stefnanda um ógildingu úrskurða áfrýjunarnefndar
samkeppnismála frá 29. janúar 2005 vísar stefanandi í fyrsta lagi til þess að
frá 30. september 2003 hafi ætluð brot stefnanda verið til rannsóknar hjá
tveimur embættum á sama tíma. Stefnandi byggir á því að Samkeppnisstofnun hafi
borið að hætta rannsókn málsins þegar lögreglurannsóknin hófst. Stefnandi
áréttar í því sambandi þær röksemdir sem hann tefldi fram þessu til stuðnings
fyrir samkeppnisyfirvöldum um að í þessu fælist brot á 1. mgr. 4. gr. 7.
samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Samkvæmt ákvæðinu eigi enginn að
sæta saksókn eða refsingu tvívegis vegna sama brots. Þá hafi þessi staða gert
stefnanda erfitt fyrir að nýta andmælarétt sinn. Stefnandi telur að þessi
sérkennilega staða sem hann hafi verið í haustið 2003 hafi verið afleiðing
óskýrrar og gallaðrar löggjafar. Engin fyrirmæli hafi verið í samkeppnislögum
nr. 8/1993 um skil á milli heimilda lögreglu annars vegar og
samkeppnisyfirvalda hins
vegar til rannsóknar á ætluðum brotum gegn bannákvæðum laganna. Í lögunum hafi
ekki verið mælt fyrir um áhrif lögreglurannsóknar, sem hafin væri, á rannsókn
samkeppnisyfirvalda, hvernig bæri að haga rannsókn væri málið þegar til
meðferðar hjá stjórnvaldinu eða um heimild til álagningar stjórnvaldssekta við
þær aðstæður að lögreglurannsókn væri hafin. Þá hafi ekki verið kveðið á um
aðgang lögreglu að gögnum sem aflað hafði verið af samkeppnisyfirvöldum eða
hvort slík gögn yrðu notuð sem sönnunargögn í sakamáli.
Stefnandi vísar til þess að í dómi
Hæstaréttar í máli nr. 92/2007 hafi verið fjallað um þessa annmarka á
löggjöfinni. Þar hafi verið talið að veruleg óvissa hafi ríkt um það hvort
bannreglu 10. gr. laga nr. 8/1993 yrði framfylgt með tvennum hætti og hvort
rannsókn gæti bæði farið fram á stjórnsýslustigi og hjá lögreglu. Var það meðal
annars talið eiga við um þá stöðu ákærðu í því máli, forsvarsmanna
olíufélaganna, að taka þátt í viðræðum og samningum við Samkeppnisstofnun og
veita stofnuninni upplýsingar en fella á sama tíma á sig sök með því að málið
var síðar tekið til refsimeðferðar. Þessi málsmeðferð var ekki talin í samræmi
við þau réttindi sakborninga sem tryggð væru með 70. gr. stjórnarskrár, sbr. 6.
gr. mannréttindasáttmála Evrópu, og meginreglur laga nr. 19/1991. Í kjölfar
dómsins hafi verið gerðar umtalsverðar breytingar á samkeppnislöggjöfinni, sbr.
lög nr. 52/2007, sem hafi sniðið þá vankanta af lögunum sem rétturinn hafi bent
á.
Stefnandi telur að heimfæra megi
umfjöllun og niðurstöðu í dómi Hæstaréttar í máli nr. 92/2007 á það tilvik sem
hér sé til umfjöllunar. Stefnandi telur ljóst að háttsemi sem lýst hafi verið í
10. gr. laga nr. 8/1993 teljist refsiverð í skilningi 6. og 7. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar. Um réttindi
stefnanda við rannsókn samkeppnisyfirvalda hafi farið samkvæmt þessum
grundvallarreglum. Stefnandi hafi þurft að sæta því frá hausti 2003 og fram
yfir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að vera í senn sakborningur í
lögreglurannsókn, ásamt fyrirsvarsmönnum félagsins og lykilstarfsmönnum, og til
rannsóknar í stjórnsýslumáli hjá samkeppnisyfirvöldum. Með sama hætti og lýst
sé í áðurgreindum dómi Hæstaréttar hafi stefnandi tekið þátt í viðræðum og
samningum við Samkeppnisstofnun og veitt stofnuninni margvíslegar upplýsingar
en fellt á sama tíma á sig sök með því að málið var síðar tekið til
refsimeðferðar hjá ríkislögreglustjóra. Að mati stefnanda var við meðferð
málsins brotið gegn þessum grundvallarreglum laga auk 1. mgr. 4. gr. 7.
samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Að mati stefnanda verði
stjórnvaldsákvörðun, sem felur í sér afar íþyngjandi inngrip í starfsemi
stefnanda og beitingu refsinga (sekta), ekki reist á málsmeðferð sem sé háð
þessum alvarlegu annmörkum. Ber af þeim sökum að fella úrskurð áfrýjunarnefndar
samkeppnismála úr gildi.
Í öðru lagi byggir stefnandi aðalkröfu
sína á því að andmælaréttur félagsins samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga nr.
37/1993 hafi ekki verið virtur við meðferð málsins hjá samkeppnisyfirvöldum.
Stefnandi rökstyður þessa málsástæðu á tvo vegu. Annars vegar heldur hann því
fram að félaginu hafi ekki verið unnt að tjá sig um efnisatriði málsins við
meðferð þess hjá samkeppnisyfirvöldum sökum þess að málið hafi verið á sama
tíma til rannsóknar hjá lögreglu. Hins vegar er á því byggt að brotið hafi
verið gegn andmælarétti félagsins með því að samkeppnisráð breytti forsendum
fyrir útreikningi á ávinningi stefnanda af samráðinu án þess að gefa félaginu
tækifæri til athugasemda.
Um fyrra atriðið vísar stefnandi til
þess að Samkeppnisstofnun hafi birt frumathugun sína í tveimur hlutum.
Stefnandi hafi gert stofnuninni grein fyrir því að athugasemdum við frumathugun
yrði skilað þegar frumathugun yrði lögð fram í heild sinni. Síðari hluti
frumathugunarinnar hafi verið birtur stefnanda 5. desember 2003. Á þeim tíma
hafi lögreglurannsókn verið hafin. Við það hafi möguleikar stefnanda til að
andmæla breyst í grundvallaratriðum. Hjá lögreglu hafi forsvarsmenn félagsins
nýtt sér þagnarrétt sinn og félagið sjálft notið sömu réttinda. Af þeim sökum
hafi starfsmenn félagsins augljóslega ekki getað mætt til skýrslutöku hjá
Samkeppnisstofnun, enda hafi þeir ekki getað nýtt sér við slíka skýrslutöku
rétt sinn til þess að fella ekki á sig sök. Þar hefðu þeir þurft að segja satt
og rétt frá öllum þáttum málsins, enda sé röng skýrslugjöf fyrir
samkeppnisyfirvöldum refsiverð samkvæmt 2. mgr. 57. gr. samkeppnislaga. Hafi
athygli Samkeppnisstofnunar verið vakin á þessari þröngvuðu þögn stefnanda sem
hlotist hafi af gallaðri löggjöf. Vísar stefnandi í þessu sambandi til þess að
stefnandi hafi ekki haft neina tryggingu fyrir því að upplýsingar sem færðar
yrðu fram um efnisatriði málsins yrðu ekki notaðar gegn þeim í sakamálinu.
Stefnandi byggir á því að þessi aðstaða
hafi valdið því að athugasemdir stefnanda við frumathugun Samkeppnisstofnunar
hafi einungis verið um lagaatriði en ekki efni málsins. Sama hafi átt við um
kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, en rannsókn lögreglu hafi ekki lokið
fyrr en á árinu 2006. Byggir stefnandi á því að hann hafi átt ótvíræðan rétt
til þess að koma á framfæri upplýsingum og gögnum um málið án þess að eiga á
hættu að það yrði notað gegn félaginu eða starfsmönnum þess í sakamálinu.
Réttur stefnanda til að tjá sig um frumathugun Samkeppnisstofnunar eða að koma
á framfæri athugasemdum við ákvörðun samkeppnisráðs á kærustigi hafi einungis
verið til málamynda – án innihalds.
Stefnandi leggur í þessu sambandi
áherslu á mikilvægi andmælaréttar aðila máls, enda þekki almennt enginn
málsatvik betur en hann. Málið sem hér sé til umfjöllunar sé gott dæmi um það
þar sem það geti skipt sköpum fyrir aðila máls að tjá sig um atvik máls og
leiðrétta rangfærslur. Í málinu hafi verið fjallað um gríðarlegan fjölda atvika
þar sem talið hafi verið að stefnandi hefði brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga.
Til grundvallar þeirri niðurstöðu liggi ályktanir sem reistar séu á rannsókn á
gögnum sem hafi verið tekin frá olíufélögunum þremur. Stefnandi telur að þessi
gögn hafi verið þess eðlis að nauðsynlegt hafi verið að leita atbeina
olíufélaganna og starfsmanna þess til að draga rétta ályktun af þeim.
Stefnandi byggir á því að um verulegan
annmarka á málsmeðferð samkeppnisyfirvalda hafi verið að ræða. Notast verði við
almennan mælikvarða, enda verði stefnanda ekki gert að sanna að andmælin hefðu
haft áhrif. Því til stuðnings vísar stefnandi til þess að í málinu hafi hann
verið sakaður um refsiverða háttsemi og til álita hafi komið að beita afar
íþyngjandi viðurlögum. Andmælarétturinn hafi verið tekinn af stefnanda þegar
félagið og allir lykilstarfsmenn hafi fengið réttarstöðu sakbornings við
lögreglurannsóknina. Annmarkinn hafi verið til staðar þegar stefnanda hafi
fyrst verið gefinn kostur á að skoða gögn málsins og ályktanir
Samkeppnisstofnunar og ekki verið aflétt fyrr en löngu eftir að málsmeðferð samkeppnisyfirvalda
hafi lokið.
Stefnandi byggir einnig á því að
umfjöllun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um samspil samhliða rannsóknar
samkeppnisyfirvalda og ríkislögreglustjóra standist ekki skoðun. Vegna
sérstakra sönnunarreglna í samkeppnismálum komi almenn mótmæli yfirleitt að
mjög takmörkuðu gagni. Sönnunarbyrði hafi í reynd verið velt yfir á stefnanda
með ályktunum samkeppnisyfirvalda. Þá stoði lítt að vísa til þess að félagið og
starfsmenn þess hefðu getað tjáð sig að einhverju marki. Stefnandi telur að það
hafi einfaldlega verið með öllu ótækt að félagið eða starfsmenn þess tjáðu sig
um efni máls þegar þeir voru á sama tíma undir lögreglurannsókn þar sem þeir
nutu þagnarréttar. Þá sé augljóst að stefnandi hafi ekki getað, án aðstoðar
þeirra starfsmanna sem í hlut áttu, sett fram rétta lýsingu á samskiptunum.
Ekki hafi heldur verið unnt að gera það með góðu móti án þess að vísa til
þeirra starfsmanna sem í hlut áttu.
Stefnandi telur enn fremur að við
úrlausn á þessu beri einungis að horfa til málsmeðferðar samkeppnisyfirvalda.
Atvik eftir það hafi engin áhrif. Hafa beri í huga að stefnandi hafi enga
raunhæfa möguleika á því í dag að varpa ljósi á einstök atvik, viðskipti,
minnisblöð, tölvupóstsamskipti eða önnur gögn sem haldlögð hafi verið á árinu
2001 og lutu að atvikum allt frá 1993.
Eins og áður segir byggir stefnandi
einnig á því að samkeppnisráð hafi brotið gegn andmælarétti stefnanda með því
að breyta forsendum að baki útreikningi á ætluðum ávinningi hans af samráði frá
frumathugun. Í stað þess að bera saman einingaframlegð stefnanda á tímabilinu
1995-1997 annars vegar og 1998-2001 hins vegar hafi samkeppnisráð notast við
tímabilin 1993-1995 annars vegar og 1996-2001 hins vegar. Stefnandi tekur fram
að tilgangur með frumathugun hafi verið að gefa stefnanda færi á því að koma á
framfæri sjónarmiðum sínum um þessa þætti áður en samkeppnisráð tæki ákvörðun.
Stefnandi telur ljóst að það skipti verulegu máli hvaða tímabil séu notuð til
samanburðar við mat á ætluðum ávinningi. Margvíslegir þættir í rekstri
félagsins og í efnahagslífinu séu mismunandi eftir tímabilum. Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hafi fundið að þessari framkvæmd hjá samkeppnisráði og talið að
æskilegra hefði verið að gefa stefnanda kost á að tjá sig um þessar breyttu
forsendur. Þessi annmarki gæfi hins vegar að mati áfrýjunarnefndar ekki tilefni
til að ógilda ákvörðun samkeppnisráðs. Stefnandi er ósammála þessu mati. Ekki
verði horft framhjá því að þetta atriði hafi varðað stefnanda mjög miklu, enda
hafi það verið forsenda þess, að stefnanda var beittur hærri sektum en 40
milljónum króna, að sannanlegur ávinningur stefnanda af samráði næmi hærri
fjárhæð.
Stefnandi byggir einnig á því að þar
sem félagið hafi ekki átt þess kost að koma að efnislegum athugasemdum við
málið hafi rannsókn þess verið verulega ábótavant. Sú skylda hvíli á
stjórnvaldi samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga að sjá til þess að mál sé nægilega
upplýst áður en ákvörðun er tekin. Þessi skylda sé nátengd þeirri mikilvægu
reglu sem felist í andmælaréttinum. Mál geti ekki talist nægilega upplýst í
tilvikum þar sem sjónarmið þess sem rannsókn beinist gegn komi ekki fram af
ástæðum sem aðilanum verði ekki um kennt.
Stefnandi byggir á því að stjórnvöldum
beri að staðreyna að upplýsingar, sem ákvörðun sé reist á, séu réttar. Enn
ríkari ástæða sé til þess þegar verið sé að taka jafn íþyngjandi ákvörðun og
raun beri vitni. Því telur stefnandi að gera þurfi mjög strangar kröfur til
rannsóknarinnar og að gengið verði úr skugga um sannleiksgildi þeirra gagna sem
vísað sé til. Þá leiði einnig af rannsóknarreglunni að stjórnvöldum sé óheimilt
að grípa til sönnunarreglna þar sem staðreyndir máls eru ekki nægilega vel
upplýstar.
Stefnandi telur enn fremur að aðferð
samkeppnisyfirvalda við sönnun ætlaðs ávinnings olíufélaganna af samráði hafi
falið í sér brot gegn rannsóknarreglunni. Því verði gerð nánari skil síðar í
umfjöllun um þrautavarakröfu. Stefnandi bendir þó að samkeppnisyfirvöld hafi
vanrækt með öllu að rannsaka nánar og taka tillit til þátta sem augljóslega
hafi borið að skoða við mat á ætluðum ávinningi af meintu verðsamráði. Vísar
stefnandi þar til atriða sem hafi áhrif á framlegð, eins og áhrifa hagvaxtar,
gengisáhrifa, kortaafslátta, vísitölu og krafna hins opinbera til aukinnar
umhverfisverndar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi tekið að einhverju marki
tillit til þessara þátta en þó án þess að tilraun væri gerð til þess að
rannsaka þá í þaula og leiða hið rétta í ljós. Þá gagnrýnir stefnandi þá aðferð
Samkeppnisstofnunar að bera saman þau tvö tímabil sem stofnunin lagði til
grundvallar, þar sem samráð eigi að hafa átt sér stað á báðum tímabilunum.
Eðlilegra og marktækara hefði verið að mati stefnanda að notast við upplýsingar
úr rekstri olíufélaganna á árunum 2002 til 2004 til samanburðar. Stefnandi
telur að með þessu hafi samkeppnisyfirvöld vanrækt rannsóknarskyldu sína um
afar mikilvægan og stóran þátt málsins. Þessir annmarkar á rannsókn málsins
eigi að mati stefnanda að leiða til ógildingar úrskurðar áfrýjunarnefndar.
Varakrafa stefnanda um niðurfellingu
sekta er aðallega á því reist að þau brot sem félagið hafi verið sakað um séu
öll fyrnd. Stefnandi kveðst jafnframt byggja varakröfuna á þeim sjónarmiðum sem
reifuð hafi verið hér að framan í umfjöllun um aðalkröfu málsins.
Stefnandi rökstyður málsástæðu sína um
að brot hans séu fyrnd í fyrsta lagi á því að reglur almennra hegningarlaga um
fyrningu eigi við um brot á 10. gr. samkeppnislaga. Því til stuðnings vísar
stefnandi til þess að tilgangur og eðli sekta samkvæmt 52. gr. laga nr. 8/1993
gefi til kynna að þær séu refsing í skilningi 69. og 70. gr.
stjórnarskrárinnar, 6. og 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 1. gr. almennra
hegningarlaga, enda sé þeim ætlað að refsa brotlegum fyrirtækjum og veita
almenn og sérstök varnaðaráhrif. Vísar stefnandi hér meðal annars til þess
hversu þungbær viðurlögin séu. Ekki séu ákvæði í samkeppnislögum um fyrningu
brota. Almenn ákvæði um fyrningu afbrota séu hins vegar í IX. kafla almennra
hegningarlaga. Samkvæmt 80. gr. laganna fyrnist sakir samkvæmt ákvæðum 81. og
82. gr. laganna. Eigi það einnig við um brot samkvæmt sérrefsilögum nema þar sé
á annan veg mælt. Af framangreindu leiði að um fyrningu brota stefnanda fari
eftir ákvæðum almennra hegningarlaga. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi í
úrskurði sínum talið rétt að beita ákvæðum hegningarlaga um fyrningu með
lögjöfnun. Stefnandi telur að ákvæðum hegningarlaga um þetta efni verði beitt
án þess að grípa þurfi til lögjöfnunar.
Stefnandi byggir á því að brot hans
hafi fyrnst á tveimur árum samkvæmt 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga,
enda hafi ekki legið þyngri refsing við broti gegn 52. gr. samkeppnislaga en
sekt. Þetta eigi í öllu falli við fram að því að nýrri málsgrein var bætt við
81. gr. almennra hegningarlaga með 5. gr. laga nr. 39/2000, þar sem kveðið hafi
verið á um að fyrningarfrestur vegna refsiábyrgðar lögaðila væri fimm ár. Af
þessu dregur stefnandi þá ályktun að brotin sem eigi að hafa átt sér stað fyrir
26. maí 2000 fyrnist á tveimur árum meðan þau sem sannanlega hafi átt sér stað
eftir þann tíma fyrnist á fimm árum.
Stefnandi tekur fram að rannsókn
samkeppnisyfirvalda hafi tekið til tímabilsins frá 1. janúar 1993 til 31.
desember 2001. Því sé ljóst að tveggja ára fyrningarfrestur hafi gilt mestan
hluta þess tímabils sem rannsóknin hafi tekið til. Hvorki samkeppnisráð né
áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi gert tilraun til þess að skipta meintum
brotum á milli tímabila þrátt fyrir þá áherslu sem olíufélögin hafi lagt á
þennan þátt málsins. Þessa vanrækslu verði að meta stefnanda í hag. Útilokað sé
að greina á milli umræddra tímabila nú, mörgum árum eftir að meðferð málsins á
stjórnsýslustigi lauk. Stefnandi telur að það leiði af 2. gr. almennra
hegningarlaga, 69. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 7. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, að beita beri vægari
reglunni fyrir allt tímabilið, þ.e. að umrædd brot fyrnist á tveimur árum.
Fyrningarreglur séu efnisreglur en ekki réttarfarsreglur og verði því ekki
beitt með afturvirkum hætti.
Stefnandi vísar enn fremur til þess að
samkvæmt 3. málslið 4. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga rofni
fyrningarfrestur í tilvikum þar sem lög heimili stjórnvaldi að kveða á um
refsingu þegar stjórnvaldið saki mann um slíkt brot. Í því máli sem hér sé til
umfjöllunar hafi fyrningarfrestur því rofnað þegar samkeppnisráð hafi sakað
stefnanda um brot gegn ákvæðum samkeppnislaga, enda hafi ráðið farið með vald
til þess að leggja á stjórnvaldssektir, ekki Samkeppnisstofnun. Stefnandi
mótmælir afstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að fyrning brota hans hafi
rofnað við húsleit Samkeppnisstofnunar. Í
því sambandi beri að hafa í huga að Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð hafi
verið aðskilin stjórnvöld og farið hvort um sig með afmarkaðar valdheimildir að
lögum. Samkeppnisráði hafi verið óheimilt samkvæmt almennum
reglum stjórnsýsluréttar að framselja vald sitt. Af þessum sökum hafi ásökun
Samkeppnisstofnunar gagnvart stefnanda um brot á samkeppnislögum ekki rofið
fyrningu. Því telur stefnandi að fyrning hafi í fyrsta lagi verið rofin með
ákvörðun samkeppnisráðs.
Verði fallist á þá niðurstöðu
áfrýjunarnefndar að fyrning hafi verið rofin við húsleit Samkeppnisstofnunar
18. desember 2001 þá byggir stefnandi á því að ætluð brot hans séu eftir sem
áður fyrnd. Vísar stefnandi þar til þess að meira en tvö ár liðu frá
húsleitinni fram að ákvörðun samkeppnisráðs 28. október 2004. Stefnandi telur
ljóst að brot geti fyrnst í höndum rannsóknaraðila sé þess ekki gætt að rjúfa
fyrningu að nýju. Slík fyrningarrof hafi fyrst átt sér stað gagnvart stefnanda
með birtingu ákvörðunar samkeppnisráðs. Stefnandi byggir á því að sá
fyrningarfrestur sé tvö ár með vísan til þess sem að framan greinir.
Þrautavarakrafa stefnanda um verulega
lækkun sektarinnar byggir á nokkrum málsástæðum. Í fyrsta lagi er hún reist á
því að sala olíufélaganna til erlendra skipa, sem samkeppnisyfirvöld hafi talið
fela í sér brot á samkeppnislögum, falli utan gildissviðs laganna. Samkvæmt 3.
gr. laganna taki þau til samninga, skilmála og athafna sem hafi verið eða sé
ætlað að hafa áhrif hér á landi. Þau taki hins vegar ekki til samninga,
skilmála og athafna sem aðeins sé ætlað að hafa áhrif utan Íslands. Í
greinargerð með frumvarpi til samkeppnislaga komi fram að lögin taki ekki til
útflutnings. Sala á olíuvörum til erlendra skipa sé útflutningur í skilningi
121. greinar tollalaga nr. 55/1987 og sé undanþegin virðisaukaskatti skv. 12.
gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Stefnandi hafi fengið staðfestingu
Tollstjórans í Reykjavík á því að þessi sala teljist til útflutnings. Stefnandi
telur því ljóst að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli samkeppnislaga
vegna þess samstarfs sem um sé fjallað í 5. kafla úrskurðar áfrýjunarnefndar
samkeppnismála. Taka beri tillit til þessa og lækka sektarfjárhæð.
Stefnandi byggir þrautavarakröfu einnig
á því að ávinningur stefnanda sé ósannaður. Stefnandi bendir á það að heimild
samkeppnisráðs til þess að leggja sektir á fyrirtæki, sem hafi brotið gegn
bannákvæðum samkeppnislaga, hafi verið að finna í 2. mgr. 52. gr.
samkeppnislaga. Samkvæmt ákvæðinu, eins og það hafi verið orðað í frumtexta
samkeppnislaga frá 1993, hafi við ákvörðun sekta borið að taka tillit til þess
skaða sem samkeppnishömlur hefðu valdið og ávinnings sem þær hefðu haft í för
með sér. Heimild til þess að veltutengja sektir hafi verið háð því að
sannanlegur ábati fyrirtækis af broti gegn samkeppnisreglum hafi numið hærri
fjárhæð en 40 milljónum króna. Ákvæðinu hafi verið breytt umtalsvert með lögum
nr. 107/2000 sem hafi tekið gildi 6. desember árið 2000. Eftir breytinguna hafi
það ekki lengur verið skilyrði veltutengingar að fyrirtæki hefði sannanlega
haft ávinning af broti gegn samkeppnislögum. Jafnframt hafi verið tekin út
tilvísun til þess að líta bæri til þess skaða sem samkeppnishömlur hefðu valdið
og ávinnings sem þær hefðu haft í för með sér.
Stefnandi bendir á að í ákvörðun
samkeppnisráðs og úrskurði áfrýjunarnefndar sé lagt til grundvallar að líta
verði á meint brot olíufélaganna gegn samkeppnislögum sem eitt samfellt brot. Í
ákvörðun samkeppnisráðs hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að beita bæri
nýrri reglunni fyrir allt tímabilið, þ.e. þeirri sem hafi verið meira
íþyngjandi fyrir félögin og einungis gilt 11% tímabilsins. Eftir sem áður hafi
í ákvörðun samkeppnisráðs verið gerð tilraun til þess að færa sönnur á ávinning
stefnanda af samráðinu. Áfrýjunarnefnd hafi hins vegar talið að af meginreglu
stjórnsýslu- og refsiréttar um beitingu íþyngjandi viðurlaga leiddi að beita
ætti ákvæði 52. gr. samkeppnislaga eins og það hafi verið fyrir breytingu með
lögum nr. 107/2000. Það sé í samræmi við kröfur stefnanda í málinu og bann
stjórnarskrárinnar við afturvirkni refsiheimilda.
Stefnandi tekur fram að ekkert fordæmi
sé í íslenskri lagaframkvæmd um að sekt vegna brots gegn samkeppnislögum hafi
verið ákveðin með veltutengingu á grundvelli þess að ábati hafi verið sannaður
af samkeppnislagabroti. Aðferðir Samkeppnisstofnunar, samkeppnisráðs og
áfrýjunarnefndar samkeppnismála við að meta meintan ábata af ætluðu samráði
styðjist því hvorki við dómafordæmi né skráða réttarreglu.
Stefnandi telur að augljósir ágallar
hafi verið á þeirri aðferð sem Samkeppnisstofnun hafi beitt, þar sem ávinningur
hins ólögmæta samstarfs hafi verið metinn með því að líta til áhrifa þess á
þróun einingaframlegðar á tímabilinu 1998 til 2001 samanborið við meðaltal
áranna 1995 til 1997. Stefnandi hafi meðal annars bent á það að á fyrrnefnda
tímabilinu hefði verið samfellt hagvaxtarskeið með aukinni kröfu í rekstri
fyrirtækja um arðsemi eigin fjár og hækkun launa. Hækkun framlegðar milli
tímabilanna hafi því verið almenn regla sem leitt hafi af markaðsaðstæðum án
þess að samráð hafi þar komið við sögu. Þá hafi verið á það bent að með
framsetningu sinni á gögnum og atvikum málsins ætluðu samkeppnisyfirvöld
olíufélögunum mun meiri samvinnu á fyrri hluta þess tímabils sem hafi verið til
rannsóknar (1993-1997) en hún hafi verið á síðustu árum tímabilsins
(1998-2001). Framlegðarútreikningar Samkeppnisstofnunar á fljótandi eldsneyti
hafi hins vegar sýnt lægri framlegð hjá stefnanda þann hluta tímabilsins sem
samvinnan hafi verið meiri, en hærri framlegð eftir að samvinna félaganna
minnkaði. Forsenda um að framlegðaraukning hafi stafað af samráði sé því að
mati stefnanda röng þegar af þessari ástæðu.
Eins og rakið hafi verið hafi
samkeppnisráð borið saman önnur tímabil við útreikning á ætluðum ávinningi
olíufélaganna. Framlegð áranna 1993 til 1995 hafi þar verið borin saman við
framlegð áranna 1996 til 2001. Engar skynsamlegar skýringar séu gefnar á þessum
breyttu vinnubrögðum að mati stefnanda. Telur stefnandi nærtækast að líta svo á
að ráðið kjósi að hagræða forsendum útreikninga sinna til þess að vega upp á
móti áhrifum þess að villur hafi verið í ávinningsútreikningum
Samkeppnisstofnunar. Með því móti hafi enn mátt halda því á lofti að
glannalegar ályktanir Samkeppnisstofnunar um ávinning olíufélaganna af ólögmætu
samráði hafi verið á sjöunda milljarð króna.
Í stefnu er síðan vikið að umfjöllun í
greinargerð hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Jóns Þórs Sturlusonar
og viðbrögð samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndar samkeppnismála við rökstuddri
gagnrýni þeirra á aðferðir Samkeppnisstofnunar við að meta ávinning
olíufélaganna af verðsamráði. Kemur þar fram að í skýrslu sérfræðinganna hafi
m.a. verið gagnrýnt að stofnunin hafi ekki tekið tillit til þess að á hverjum
tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og framlegð fyrirtækja,
þættir eins og heimsmarkaðsverð, arðsemiskrafa, þróun gengis, almennt
efnahagsástand, næmi neytenda fyrir verðbreytingum o.s.frv. Hafi
meginniðurstaða þeirra verið sú að það mat Samkeppnisstofnunar að stefnandi
hafi haft ávinning að fjárhæð 1.821 milljón króna á verðlagi ársins 2001 af
samráði væri algerlega órökstutt og að líkur væru á því að sú framlegðaraukning
ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar eins og rakið sé í skýrslunni.
Stefnandi telur að afstaða samkeppnisráðs
til sérfræðiálitsins hafi einkennst af útúrsnúningum eða hreinu skilningsleysi
á niðurstöðum sérfræðinganna, eins og nánar er fjallað um í stefnu.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi síðan í meginatriðum fallist á þá
aðferðarfræði sem samkeppnisráð hafi beitt við mat á ætluðum ávinningi
olíufélaganna. Nefndin hafi þó viðurkennt að ýmis vafatilvik gætu komið upp við
samanburð af þessu tagi. Hún hafi þó hafnað flestum sjónarmiðum olíufélaganna
en erfitt sé að henda reiður á þeim forsendum sem legið hafi til grundvallar
þeirri afstöðu. Nefndin hafi hins vegar víða í forsendum sínum vísað til þess
að það gefi eitt og sér vísbendingu um að ávinningur hafi orðið af samráði
félaganna að þau hafi gerst sek um umfangsmikið samráð. Þá noti nefndin það sem
viðbótarrök að gert sé ráð fyrir því í 52. gr. samkeppnislaga að ávinningur
geti orðið af ólögmætu samráði.
Stefnandi áréttar af þessu tilefni að
það sé grundvallarregla að samkeppnisyfirvöld verði að sanna með ótvíræðum
hætti að ávinningur hafi hlotist af ætluðu samráði. Gera verði ríkar kröfur til
samkeppnisyfirvalda í þessum efnum enda um einstaklega íþyngjandi viðurlög að
ræða. Jafnvel þótt talið yrði sannað að stefnandi hafi brotið gegn ákvæðum
samkeppnislaga þá leiði ekki af því að ávinningur hafi hlotist af brotunum.
Stefnandi telur að í röksemdafærslu áfrýjunarnefndar felist veruleg tilslökun á
sönnunarkröfum sem ekki fái staðist.
Stefnandi tekur fram að áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hafi að hluta tekið undir gagnrýni olíufélaganna á aðferðarfræði
samkeppnisráðs. Þannig hafi áfrýjunarnefndin talið að taka bæri tillit til þess
að samfelldur og meiri hagvöxtur hafi verið á síðara viðmiðunartímabilinu en á
því fyrra. Þá hafi nefndin talið að taka bæri tillit til gengistaps og að
launavísitala hafi hækkað verið umtalsvert meira á viðmiðunartímabilinu en
neysluvísitala. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar sé þó ekki gerð grein fyrir
því hvernig þessir þættir hafi hver um sig áhrif við ákvörðun sekta.
Stefnandi telur að ráðandi viðmið hjá
áfrýjunarnefndinni við ákvörðun sekta hafi sýnilega verið áætlaður ávinningur
olíufélaganna af ætluðu samráði. Þessi nálgun hafi verið í samræmi við kröfur
stefnanda fyrir áfrýjunarnefnd. Stefnandi telur að ef sannað þykir að
olíufélögin hafi hagnast á meintu samráði þá leiði af orðalagi 52. gr.
samkeppnislaga að fjárhæð sekta eigi að taka mið af umræddum ávinningi.
Stefnandi telur hins vegar að útreikningar á ávinningi standist engan veginn
skoðun.
Stefnandi bendir jafnframt á að í
úrskurði áfrýjunarnefndar séu veltutölur ársins 2003 lagðar til grundvallar,
þ.e. árið áður en samkeppnisráð hafi tekið ákvörðun í málinu. Stefnandi
mótmælir þessari nálgun og telur að skýra beri tilvísun 52. gr. samkeppnislaga
til veltu síðasta almanaksárs þannig að átt sé við veltu síðasta heila almanaksárs
sem rannsókn tók til þar sem brot teljist sönnuð. Engin skynsamleg rök geti
staðið til þess að ákveða sektir með viðmiðun við tímabil þar sem engin brot
séu sönnuð og þar sem engin rannsókn hafi átt sér stað. Samkvæmt því hefði
áfrýjunarnefnd borið að hafa veltutölur ársins 2000 til viðmiðunar við ákvörðun
sektarinnar.
Heimildin til veltutengingar sektar sé
auk þess bundin við þann hluta starfseminnar sem við eigi, sbr. eldri útgáfu 2.
mgr. 52. gr. Því beri að miða við þann hluta veltu stefnanda árið 2000 sem hafi
orðið af sölu á eldsneyti og olíuvörum. Stefnandi telur áfrýjunarnefnd fallast
á þessa framsetningu þótt ekki megi sjá neina tölulega meðferð á þessum þætti
málsins í úrskurði nefndarinnar.
Þá telur stefnandi ekki eðlilegt að
telja hlut opinberra gjalda í eldsneytisverði til veltu félagsins. Augljós rök
standi til þess að nota sem sektarstofn einungis þann hluta veltunnar sem eigi
rætur að rekja til starfsemi fyrirtækisins. Slíkt megi t.d. rökstyðja með því
að sum fyrirtæki, eins og t.d. olíufélög, hafi það hlutverk að innheimta
opinber gjöld í starfsemi sinni í ríkari mæli en önnur fyrirtæki. Séu opinberu
gjöldin notuð sem stofn til útreiknings sekta leiði slíkt til mismununar milli
fyrirtækja.
Stefnandi bendir á að heildarvelta
félagsins á árinu 2000 hafi verið 14.214 milljónir króna, þar af 10.971 milljón
króna vegna sölu eldsneytis og olíuvara. Af umræddum 10.971 milljón króna hafi
2.706 milljónir króna verið vegna bensíngjalds, flutningsjöfnunargjalds og
spilliefnagjalds. Að mati stefnanda hafi velta stefnanda, sem hafi átt að
leggja til grundvallar við ákvörðun sekta, því numið 8.265 milljónum króna.
Eins og fyrr segir telur stefnandi að
aðferðarfræði samkeppnisyfirvalda við útreikning á ætluðum ávinningi stefnanda
af samráði standist engan veginn. Sú aðferð sem notuð hafi verið verði ekki
lögð til grundvallar við sönnun þess að einhver ávinningur hafi verið fyrir
hendi. Úr þessum ágalla verði ekki bætt undir rekstri málsins fyrir dómstólum.
Þá telur stefnandi ljóst að veltutengdum sektum verði ekki beitt á grundvelli
einhvers konar líkindareglu, svo sem stefnanda virðist áfrýjunarnefnd hafa
gert.
Til stuðnings framangreindu vísar
stefnandi í fyrsta lagi til útreikninga KPMG endurskoðunar hf. sem hafi
yfirfarið útreikninga stefnanda á þáttum sem hafi stuðlað að aukinni framlegð
hjá stefnanda í sölu eldsneytis 1996 til 2001. Niðurstaða KPMG hafi verið að
samtala frádráttarliða væri hærri en metinn ávinningur stefnanda af ætluðu
samráði. Með öðrum orðum væru fyrir hendi atvik sem skýrðu að fullu
framlegðarbreytingu milli samanburðartímabilanna.
Stefnandi vísar enn fremur til
fyrirliggjandi matsgerðar Guðmundar Magnússonar prófessors og Heimis
Haraldssonar endurskoðanda, sem aflað var undir rekstri fyrra dómsmáls
stefnanda vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar. Matsmenn hafi þar dregið verulega í
efa áreiðanleika svokallaðrar fyrir og eftir aðferðar, eins og henni hafi verið
beitt af samkeppnisyfirvöldum við mat á ætluðum ávinningi, enda hafi orðið
miklar breytingar á ytri aðstæðum stefnanda á árabilinu 1993 til 2001 sem hafi
haft áhrif á verðlagningu og framlegð. Hafi matsmenn talið að þessi
aðferðarfræði væri ófullnægjandi til að mæla ætlaðan ávinning og sú forsenda
stæðist ekki að mismun á einingaframlegð milli viðmiðunartímabila væri alfarið
að rekja til samráðs. Mismuninn mætti rekja til fjölmargra þátta, svo sem
fákeppni, hagvaxtar, launaþróunar, gengisþróunar, verðbólgu, vaxta,
arðsemiskrafna, hagræðingar í rekstri o.fl.
Stefnandi bendir á að yfirmatsgerð
hagfræðinganna Guðrúnar Johnsen og Gylfa Zoëga og Þorsteins Haraldssonar
endurskoðanda, dags. 28. september 2008, hafi ekki falið í sér endurskoðun á
útreikningum eða niðurstöðum undirmatsmanna, sem alfarið hafi tekið mið af
forsendum við útreikninga samkeppnisyfirvalda. Þvert á móti hafi yfirmatsmönnum
verið falið að svara með almennum hætti leiðandi spurningum í yfirmatsbeiðni.
Telur stefnandi að matsbeiðnin, eins og hún hafi verið úr garði gerð, rýri
verulega gildi yfirmatsgerðarinnar.
Stefnandi telur að viðleitni stefndu
til að sýna fram á ætlaðan ávinning stefnanda með öðrum aðferðum en
samkeppnisyfirvöld hafi notað við meðferð málsins geti enga þýðingu haft.
Stefndu séu bundnir af þeim forsendum sem lagðar hafi verið til grundvallar
útreikningum á ávinningi í ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála. Af þeim sökum sé önnur matsgerð, sem stefndu öfluðu undir
rekstri dómsmálsins, matsgerð Guðrúnar Johnsen og Gylfa Zoëga, þar sem gripið
sé til samanburðar við eldsneytisverð í Alaska, þýðingarlaus.
Stefnandi telur ljóst af því sem
rakið hafi verið hér að framan um útreikning á ætluðum ávinningi af samráði að
sú aðferðarfræði sem samkeppnisyfirvöld hafi beitt geti aldrei orðið
grundvöllur þess að beitt verði veltutengdum sektum. Sektir geti af þeim sökum
að hámarki numið 40 milljónum króna. Jafnvel þótt notast væri við aðferðarfræði
samkeppnisyfirvalda við sönnun ætlaðs ávinnings sé ljóst að taka verði tillit
til fjölda frádráttarliða. Meintur ávinningur stefnanda sé því sannanlega
miklum mun minni en lagt hafi verið til grundvallar í úrskurði
áfrýjunarnefndar. Sé horft til orðalags 52. gr. laga nr. 8/1993 og forsendna
áfrýjunarnefndarinnar sé ljóst að ætlaður ávinningur hafi verið ráðandi við
ákvörðun fjárhæðar sektar. Því beri í öllu falli að lækka verulega þá sekt sem
kveðið hafi verið á um í úrskurði áfrýjunarnefndar.
Stefnandi styður þrautavarakröfu sína
einnig við það að jafnræðis hafi ekki verið gætt við ákvörðun sekta og brotið
hafi verið gegn meðalhófsreglu. Áfrýjunarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu
að Olíufélaginu hf. (Keri hf.) bæri að greiða sekt að fjárhæð 900 milljónir
króna, Olíuverzlun Íslands hf. ætti að greiða 700 milljónir króna og stefnandi
450 milljónir króna. Við mat á sektarfjárhæðum hafi einkum verið litið til þess
ávinnings sem áfrýjunarnefnd taldi að félögin hefðu haft af ólögmætu samstarfi.
Það sem hér sé til umfjöllunar er sú ákvörðun að mismuna félögunum með því að
veita Olíufélaginu hf. 45% afslátt af sektinni og Olíuverzlun Íslands hf. 20%
afslátt en stefnandi hafi ekki fengið neinn afslátt.
Stefnandi telur að niðurstaða
samkeppnisyfirvalda um að aðstoð stefnanda hafi ekki verið með þeim hætti að
ástæða væri til þess að veita afslátt standist ekki fyrir margra hluta sakir. Í
fyrsta lagi telur stefnandi með öllu óljóst hvernig og þá að hvaða marki
Olíuverzlun Íslands hf. eða Olíufélagið hf. hafi uppfyllt skilyrði reglna nr.
397/2002. Samkvæmt 13.
gr. reglnanna sé það forsenda lækkunar sekta að fyrirtæki láti
Samkeppnisstofnun í té gögn sem teljist mikilvæg viðbót við þau gögn sem
stofnunin hafi þegar í fórum sínum. Tilgangur þessa ákvæðis sé væntanlega að
hvetja fyrirtæki til að koma fram með gögn og upplýsingar sem
samkeppnisyfirvöld hafa ekki aðgang að. Í þessu máli liggi fyrir að við húsleit
Samkeppnisstofnunar hafi veið tekið afrit af öllum tölvutækum gögnum olíufélaganna, þar með talin bókhaldsgögn og
allur tölvupóstur. Að auki hafi verið haldlögð skjöl sem flutt hafi verið í
bílförmum frá félögunum og afrit tekin af þeim hjá Samkeppnisstofnun. Af þeirri
ástæðu hafi stefnandi, allt frá setningu umræddra reglna, talið óljóst hvaða
gögn hann gæti fært fram sem uppfyllt gætu umrædd skilyrði.
Stefnandi bendir jafnframt á að allt
frá því að rannsóknin hófst í desember 2001 og þar til henni hafi lokið með
ákvörðun samkeppnisráðs hafi starfsmenn stefnanda svarað skriflega og munnlega
fjölmörgum fyrirspurnum stofnunarinnar þar sem óskað hafi verið upplýsinga og
afrita fjölmargra gagna. Hafi umtalsverðum tíma starfsmanna og lögmanna
félagsins verið varið í að leita gagna og svara spurningum stofnunarinnar. Þá
hafi stefnandi ítrekað boðið upp á frekari aðstoð og skýringar á gögnum ef
Samkeppnisstofnun teldi þörf á því. Í þessu sambandi bendir stefnandi á það að
lögmenn olíufélaganna þriggja hafi allir átt fund með fulltrúum Samkeppnisstofnunar
19. desember 2001 þar sem þeir hafi lýst yfir vilja umbjóðenda þeirra til
samstarfs með stofnuninni við að upplýsa málið. Engu máli geti skipt í hvaða
formi slíkar yfirlýsingar séu gefnar. Þá vísar stefnandi til þess að aldrei
hafi komið til þess að starfsmenn stefnanda gæfu skýrslur hjá Samkeppnisstofnun
um síðari hluta rannsóknarinnar þar sem á þeim tíma hafi lögreglurannsókn verið
hafin, sbr. fyrri umfjöllun um þýðingu hennar. Á þeim tíma hafi skýrslur hins
vegar verið teknar af starfsmönnum Olíuverzlunar Íslands hf. og Olíufélagsins
hf. um atvik sem tengdust síðari hluta rannsóknarinnar. Með þessu hafi
stefnandi verið sviptur þeim möguleika að veita upplýsingar um meirihluta
þeirra tilvika sem til rannsóknar hafi verið vegna atvika sem stefnandi hafi
ekki borið neina ábyrgð á.
Stefnandi byggir á því að sá
gríðarlegi munur viðurlaga sem afsláttarákvarðanir áfrýjunarnefndarinnar leiði
til sé andstæður jafnræðisreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar. Slík
mismunun verði að byggjast á málefnalegum og hlutlægum sjónarmiðum en ekki
óljósu mati þess stjórnvalds sem í hlut eigi. Að mati félagsins sé engin leið
að réttlæta slíkan mun á viðurlögum með vísan til mismunandi samstarfsvilja
félaganna. Stefnandi hafi gert það sem í hans valdi hafi staðið til þess að
upplýsa málið með framlagningu gagna og skriflegri og munnlegri upplýsingagjöf
til Samkeppnisstofnunar. Þá geri samkeppnisráð alltof mikið úr samstarfsvilja
Olíufélagsins og Olís í þeim þætti ákvörðunarinnar sem fjalli um afslætti af
sektum, því á fjölmörgum stöðum í frumathugun Samkeppnisstofnunar og ákvörðun
samkeppnisráðs sé rakið að skýringar og útlistanir forsvarsmanna þeirra á
atvikum málsins séu ótrúverðugar eða beinlínis rangar og ekki í samræmi við
gögn málsins.
Stefnandi byggir einnig á því að ekki
leiki vafi á því að eftir að Olíufélag Íslands hf. (Ker hf.) hafi orðið stór
eigandi í Olíuverzlun Íslands hf. árið 1995 og eftir að náið samstarf þessara
félaga hafi hafist með stofnun Olíudreifingar ehf., hafi samskipti þessara
félaga orðið miklu meiri og á allt öðrum forsendum en samstarf þeirra hvors um
sig eða saman við stefnanda. Reyndar þurfi ekki mikla rannsókn til þess að
komast að slíkri niðurstöðu, þetta leiði af eðli máls. Umfjöllun í ákvörðun
samkeppnisráðs um svokallaða „Leyniþjónustu Olíudreifingar ehf.“, sem hafi
verið falið að miðla upplýsingum um stefnanda til Olíufélagsins og
Olíuverzlunar Íslands, segi meira en mörg orð um þennan þátt málsins.
Stefnandi telur að sá afsláttur sem
keppinautum stefnanda hafi verið veittur með úrskurði áfrýjunarnefndar verði
ekki af þeim tekinn með dómi. Hins vegar leiði af jafnræðisreglunni að
leiðrétta beri það misrétti sem stefnandi hafi verið beittur. Komi til þess að
stefnanda verði gert að greiða sektir í þessu máli telur hann því að færa beri
þær niður um sama hlutfall og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi ákveðið að
notast við gagnvart Olíufélaginu hf. Einungis með þeim hætti verði bætt úr
misréttinu.
Stefnandi byggir kröfur sínar um lækkun
sekta enn fremur á því að þau viðurlög sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi
ákveðið séu ekki í nokkru samræmi við úrskurði nefndarinnar í öðrum málum vegna
brota gegn sama lagaákvæði. Hæstu sektir sem fyrirtæki hafði verið gert að
greiða á grundvelli 52. gr. laga nr. 8/1993 hafi verið 25 milljónir króna í
svokölluðu grænmetismáli, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 37/2003. Telur
stefnandi viðurlagaákvörðun áfrýjunarnefndar af þessum ástæðum fara í bága við
reglur um jafnræði og meðalhóf. Vísast þar einkum til jafnræðisreglu 65. gr.
stjórnarskrárinnar og 11. og 12. greinar stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Stefnandi rökstyður kröfur sínar á
hendur ríkinu með vísan til þess að félagið hafi greitt sektina í ríkissjóð með
fyrirvara 2. maí 2005. Stefnandi gerir kröfu um endurgreiðslu þeirrar
fjárhæðar. Verði fallist á kröfur stefnanda um ógildingu úrskurðar
áfrýjunarnefndar eða niðurfellingar sektar sé ljóst að stefnda, íslenska
ríkinu, beri samkvæmt almennum reglum kröfuréttar og ólögfestum reglum um
endurheimtu ofgreidds fjár að endurgreiða stefnanda umrædda fjárhæð. Verði með
dómi í máli þessu talið að stefnanda beri að greiða sekt, lægri fjárhæðar en
ákveðin hafi verið í úrskurði áfrýjunarnefndar, krefst stefnandi þess til vara
að stefndi, íslenska ríkið, endurgreiði stefnanda mismun þeirrar fjárhæðar sem
stefnandi hafi þegar greitt og sektar samkvæmt dómi.
Stefnandi kveður kröfu sína um vexti
vera reista á 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.
Aðalkrafa stefnanda um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála sé á
því reist að brotið hafi verið gegn grundvallarreglum stjórnarskrár og
mannréttindasáttmála Evrópu, auk 10. og 13. gr. stjórnsýslulaga, við meðferð
málsins. Verði fallist á þá kröfu stefnanda sé ljóst að ákvörðun samkeppnisráðs
og úrskurður áfrýjunarnefndar hafi ekki verið í samræmi við lög. Virða verði
það umræddum yfirvöldum til sakar að hafa ekki farið að lögum í starfsemi sinni
og við framkvæmd opinbers valds. Þá beri að líta til þess í þessu sambandi að
stefnandi hafi vakið máls á umræddum annmörkum meðan á rannsókn málsins hafi
staðið og skorað á samkeppnisyfirvöld á öllum stigum málsmeðferðarinnar að
virða umrædd réttindi stefnanda. Hvorki samkeppnisráð né áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hafi orðið við þeim áskorunum og verði a.m.k. að virða þeim það
til gáleysis.
Varakrafa stefnanda sé með sama hætti
reist á því að málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar og að
sektum hafi verið beitt þrátt fyrir að meint brot væru fyrnd samkvæmt reglum
almennra hegningarlaga. Verði fallist á varakröfu stefnanda sé því að sama
skapi ljóst að niðurstaða áfrýjunarnefndar hafi ekki verið í samræmi við lög.
Því eigi sömu sjónarmið og rakin hafi verið hér að framan við um saknæmi og
ólögmæti þeirrar niðurstöðu nefndarinnar að gera stefnanda að greiða 450
milljóna króna sekt.
Sömu sjónarmið eigi að mati stefnanda
við um þrautavarakröfu hans. Hún sé m.a. reist á því að skort hafi lagaheimild
til að ákvarða hærri sekt en 40 milljónir króna, sem og að við ákvörðun
fjárhæðar sektarinnar hafi ranglega verið lagt til grundvallar að umtalsverður
ávinningur hafi orðið af meintu samráði. Þá hafi ekki verið heimilt að leggja
veltutölur ársins 2003 til grundvallar við ákvörðun fjárhæðar sektar, auk þess
sem brotið hafi verið gegn jafnræðisreglu og meðalhófsreglu við ákvörðunina.
Verði fallist á lækkun sektar á grundvelli einhverra þeirra málsástæðna sem
liggi til grundvallar þrautavarakröfu stefnanda sé skilyrðum um saknæmi og
ólögmæti sektarákvörðunar áfrýjunarnefndar fullnægt.
Stefnandi vísar til sakarreglunnar og
reglna um bótaábyrgð hins opinbera þessu til stuðnings. Stefnandi hafi verið
knúinn til greiðslu þeirrar sektar sem kveðið hafi verið á um í úrskurði
áfrýjunarnefndar. Greiðsluna hafi stefnandi innt af hendi 2. maí 2005. Verði
fallist á endurgreiðslu sektarinnar í heild eða að hluta sé að mati stefnanda
ljóst að umræddum fjármunum hafi verið haldið frá stefnanda með ólögmætum og
saknæmum hætti. Krafa stefnanda eigi því að bera vexti skv. 1. mgr. 8. gr. laga
nr. 38/2001 frá og með þeim degi er sektin hafi verið greidd, þ.e. 2. maí 2005.
Um
málskostnaðarkröfu sína vísar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991 um
meðferð einkamála.
2. Málsástæður
og lagarök stefndu
Krafa
stefndu um að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda er reist á því að
málsmeðferð og niðurstaða úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi verið
í samræmi við lög og reglur. Stefndu byggja á því að engir annamarkar hafi verið á meðferð málsins
hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála og samkeppnisráði sem leitt geti til
ógildingar á úrskurði nefndarinnar. Stefndu
mótmæla því öllum málsástæðum
stefnanda. Stefndu taka fram að þegar rætt er um stefnda er átt við stefnda
Samkeppniseftirlitið þegar rætt er um kröfur er beinast að úrskurði
áfrýjunarnefndar, en stefnda, íslenska ríkið, þegar fjallað er um
endurgreiðslukröfu sektarinnar.
Stefndi mótmælir röksemdum stefnanda er
lúta að því að samhliða rannsókn Samkeppnisstofnunar og lögreglu á brotum
stefnanda hafi ekki samrýmst grundvallarreglum 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6.
og 7. gr. sem og 1. mgr. 4. gr. viðauka
nr. 7 við mannaréttindasáttamála Evrópu. Stefndi tekur fram að rannsókn
Samkeppnisstofnunar á því hvort félögin hafi brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga
og ákvörðun samkeppnisráðs um að gera félögunum að greiða sektir vegna brotanna
hafi byggst á skýrum heimildum í lögunum. Af dómi Hæstaréttar í máli nr.
92/2007 verði ekki dregin sú ályktun að lögin eða framkvæmd samkeppnisyfirvalda
á þeim gagnvart stefnanda hafi brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár eða
mannréttindasáttmála Evrópu. Þar séu engar athugasemdir gerðar við rannsókn
Samkeppnisstofnunar eða ákvörðun samkeppnisráðs.
Stefndi vísar til þess að rannsókn
Samkeppnisstofnunar hafi verið reist á fyrirmælum samkeppnislaga, en í þeim
hafi Samkeppnisstofnun og samkeppnisráði verið falið að framfylgja banni 10.
gr. laganna við ólögmætu samráði fyrirtækja og ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi
aðgerðum þeirra, sbr. 8. gr. laganna. Í 52. gr. laganna hafi verið kveðið á um
að samkeppnisráð legði stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem
brytu gegn bannákvæðum laganna. Samkvæmt 57. gr. laganna hafi brot gegn þeim
varðað fésektum eða fangelsi allt að tveimur árum en fangelsi allt að fjórum
árum ef sakir voru miklar. Þannig hafi verið gert ráð fyrir því að brot gegn
lögunum gætu hvort tveggja leitt til stjórnsýsluviðurlaga gagnvart brotlegum
fyrirtækjum og varðað brotleg fyrirtæki og einstaklinga refsingu í opinberu
máli. Hliðstæð ákvæði séu í samkeppnislögum nr. 44/2005 að því frátöldu að
aðeins er gert ráð fyrir stjórnsýsluviðurlögum gagnvart brotlegum fyrirtækjum.
Þær breytingar sem hafi verið gerðar á síðastnefndu lögunum með lögum nr.
92/2007 staðfesti fremur en annað að það samræmist framangreindum ákvæðum
stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu að fyrirtæki sé gerð
stjórnvaldssekt en einstaklingur sæti refsingu fyrir brot á 10. gr.
samkeppnislaga.
Stefnandi telur að ekki verði ótvírætt
ráðið af málatilbúnaði stefnanda í hverju brot gegn rétti hans samkvæmt 70. gr.
stjórnarskrárinnar og 6. og 7. gr. mannréttindasáttamála Evrópu hafi falist.
Verði málsástæða stefnanda helst skilin þannig að brotið hafi verið gegn
ætluðum rétti stefnanda til að fella ekki á sig sök við meðferð stjórnsýslumálsins.
Stefndi mótmælir því að stefnandi njóti slíks réttar. Verði ekki á það fallist
mótmælir stefndi því að brotið hafi verið gegn slíkum rétti stefnanda. Enda
þótt stjórnsýsluviðurlög teljist ekki til refsinga í íslenskum rétti sé litið
svo á að stjórnvaldssekt fyrir brot gegn samkeppnislögum feli í sér viðurlög
við refsiverðu broti í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu,
sbr. dóm Mannréttindadómstóls
Evrópu 27. september 2011 í máli nr. 43509/08, Menarini gegn Ítalíu.
Þeim sem borinn sé sökum um refsivert brot í skilningi 1. mgr. 6. gr. sé því
óskylt að tjá sig eða láta í té upplýsingar sem leitt geti til sakfellingar
hans. Fyrirtæki njóti hins vegar ekki slíks réttar eins og skýrt sé bent á í
almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 52/2007.
Mannréttindadómstóll Evrópu hafi heldur ekki fallist á slíkan þagnarrétt
fyrirtækja. Þessu til stuðnings vísar stefndi enn fremur til dómaframkvæmdar
Evrópudómstólsins, en dómstólar ESB hafi litið svo á að réttur fyrirtækja til
að fella ekki á sig sök eigi aðeins við í þeim tilvikum þegar
samkeppnisyfirvöld þvingi fram slíkar upplýsingar, eins og nánar er fjallað um
í greinargerð stefndu. Fyrirtæki geti því ekki borið fyrir sig réttindi sem
starfsmenn þeirra njóti. Þannig geti þau ekki neitað að afhenda gögn á þeim
grundvelli að gögnin geti fellt sök á starfsmenn fyrirtækisins.
Þær upplýsingar sem starfsmenn
stefnanda hafi veitt á fundum með Samkeppnisstofnun hafi hvað sem framansögðu
líður ekki verið veittar að kröfu stofnunarinnar. Þvert á móti hafi
starfsmennirnir veitt upplýsingarnar af fúsum og frjálsum vilja á grundvelli
óskar stefnanda um að eiga samstarf við samkeppnisyfirvöld með það fyrir augum
að sekt hans yrði lækkuð. Umrædd upplýsingagjöf feli því ekki í sér brot á
ætluðum þagnarrétti stefnanda. Stefndi vísar að öðru leyti til umfjöllunar á
bls. 16-23 í ákvörðun samkeppnisráðs og bls. 36-37 í greinargerð samkeppnisráðs
til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Stefndi vísar jafnframt til þess að í
1. mgr. 4. gr. viðauka nr. 7 við mannréttindasáttmála Evrópu sé í íslenskri
þýðingu kveðið á um að enginn skuli sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli
innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hafi þegar verið sýknaður af eða
sakfelldur fyrir með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi
ríkis.
Samkeppnislögum hafi á þessum tíma gert
ráð fyrir að samkeppnisráð legði stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brytu gegn
bannákvæðum lagana sem og að dómstólar gætu dæmt fyrirtæki til fésektar fyrir
slík brot að undangenginni rannsókn lögreglu og útgáfu ákæru. Í dómi
Hæstaréttar í máli nr. 92/2007 sé hvergi vikið að því að samhliða rannsókn
Samkeppnisstofnunar og lögreglu brjóti í bága við rétt félaganna, þ. á m.
stefnanda, samkvæmt stjórnarskrá eða mannréttindasáttmála Evrópu. Í samræmi
við það sé í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 52/2007 bent
á að bann 1. mgr. 4. gr. viðauka nr. 7 við mannréttindasáttmála Evrópu komi
ekki í veg fyrir „að mál sæti á sama tíma málsmeðferð á tveimur eða fleiri
stigum (samhliða málsmeðferð)“.
Hvað sem framansögðu líður telur
stefndi ekki unnt að horfa fram hjá því að opinbert mál hafi ekki verið höfðað
á hendur félögunum. Bann 1. mgr. 4. gr. viðauka nr. 7 við mannréttindasáttmála
Evrópu eigi ekki við nema viðkomandi hafi verið sýknaður eða sakfelldur með
lokadómi. Samkvæmt því sé ekki um að ræða bann við samhliða málsmeðferð heldur
nýrri málsmeðferð gagnvart sama aðila í þeim tilvikum sem lokadómur á hendur
honum liggi fyrir, sbr. dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 10. febrúar 2009 í
máli Zolutukhin gegn Rússlandi og ákvörðun dómsins 30. maí 2000 í máli R.T.
gegn Sviss. Engin neikvæð réttarhrif slíks lokadóms hafi verið fyrir hendi er
áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi kveðið upp úrskurð í máli stefnanda.
Stefnandi bendir enn fremur á að
rannsókn Samkeppnisstofnunar hafi verið nauðsynleg til til að komast að
niðurstöðu um hvort olíufélögin hefðu brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga og til
að beina fyrirmælum til þeirra á grundvelli 17. gr. laganna. Slík fyrirmæli
feli í sér íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem verði ekki tekin án undangenginnar
rannsóknar og málsmeðferðar. Hafi niðurstaðan orðið sú að slíkum fyrirmælum
hafi verið beint til félaganna.
Stefndi byggir einnig á því að samhliða
rannsókn stjórnvalds og lögreglu á háttsemi lögaðila og starfsmanna hans sé
hvorki bönnuð í lögum né brjóti hún gegn andmælarétti stefnanda. Þannig telur
stefndi að lögaðili geti sætt stjórnsýsluviðurlögum en starfsmenn hans
refsiviðurlögum. Af dómi Hæstaréttar í máli nr. 92/2007 megi ráða að í
sakamáli, sem höfðað sé á hendur starfsmanni, geti verið takmarkanir á því að
byggja megi á upplýsingum sem starfsmaðurinn hafi veitt stjórnvaldi sem
rannsaki brot lögaðilans. Slíkar takmarkanir breyti því hins vegar ekki að
lögaðilinn beri sjálfur ábyrgð á því hvort hann nýti rétt sinn til þess að tjá
sig um efni stjórnsýslumálsins. Þannig verði hann að bera hallann af því ef
starfsmenn hans upplýsa ekki um hlut sinn í brotunum enda sé sú hætta fyrir
hendi óháð því hvort þeir hafi látið af störfum eða hvort langt sé um liðið frá
því brotin áttu sér stað.
Stefndi tekur fram að andmælaréttur
aðila stjórnsýslumáls feli í sér að aðili skuli eiga þess kost að kynna sér
gögn málsins og tjá sig um efni þess áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því. Í samræmi við það hafi stefnanda ítrekað
verið boðið að koma að athugasemdum og sjónarmiðum sínum við meðferð málsins. Í
þessu sambandi hafi Samkeppnisstofnun samið sérstök andmælaskjöl, svonefndar
frumathuganir, og veitt stefnanda aðgang að öllum gögnum málsins. Þá hafi
stofnunin orðið við öllum beiðnum stefnanda um fundi svo hann fengi komið að
skýringum sínum. Stefnanda hafi einnig verið veitt færi á að tjá sig
munnlega fyrir Samkeppnisstofnun, samkeppnisráði og áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Í ákvörðun samkeppnisráðs í máli
félaganna hafi verið tekin rökstudd afstaða til allra sjónarmiða stefnanda, en
það hafi auðveldað stefnanda að semja kæru til nefndarinnar og flytja mál sitt
fyrir henni. Með vísan til þessa byggir stefndi á því að stefnandi hafi notið
fullnægjandi andmælaréttar við meðferð málsins, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga
og reglur nr. 922/2001 um málsmeðferð samkeppnisyfirvalda. Stefnandi beri hins vegar sjálfur
ábyrgð á því hvernig hann nýtti andmælarétt sinn.
Af hálfu stefnda er einnig á því byggt
að brot á andmælarétti leiði almennt ekki til þess að stjórnvaldsákvörðun sé
felld úr gildi nema það hafi í reynd haft þau áhrif að aðili máls hafi ekki
komið að tilteknum sjónarmiðum eða gögnum sem hafi verið fallin til þess að
hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Í stefnu sé ekki reifað hvort og með hvaða
hætti lýsing á brotum stefnanda í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sé
röng. Því verði að leggja til grundvallar að stefnandi hafi notið fullnægjandi
andmælaréttar. Í þessu sambandi vekur stefndi athygli á því að stefnandi hafi
byggt á sömu málsástæðu í máli því sem hann höfðaði gegn stefndu á árinu 2006.
Með dómi Hæstaréttar 31. janúar 2013 í máli nr. 437/2012 hafi málinu verið
vísað frá héraðsdómi meðal annars af þeirri ástæðu að félögin hafi ekki tekið
afstöðu til þess að hvaða marki lýsing atvika varðandi ætluð brot kynni að vera
röng. Stefndi telur þessa málsástæðu enn þá vanreifaða af hálfu stefnanda.
Hvað sem framansögðu líður mótmælir
stefndi því að stefnandi hafi ekki átt þess kost að tjá sig um efni málsins
vegna rannsóknar lögreglu. Að beiðni stefnanda sjálfs hafi starfsmenn stefnanda
fjallað um og veitt af fúsum og frjálsum vilja upplýsingar um ýmis atvik og
sönnunargögn á fundum hjá Samkeppnisstofnun. Þessi upplýsingagjöf hafi farið
fram í viðurvist lögmanna stefnanda. Af fundargerðum vegna þessara funda verði
ráðið að starfsmenn stefnanda hafi ítrekað bent á að tiltekin gögn væru ekki
til vitnis um samráð og að tiltekið samráð væri ekki eins alvarlegt og annars
mætti ætla. Við það bætist að stefnandi hafi tjáð sig um „fjölda tilvika“ fyrir
samkeppnisráði og áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Þrátt fyrir fullyrðingar um
annað treysti stefnandi sér jafnframt til þess að leggja fram ítarlegt dómskjal
þar sem hann fjallaði um enn fleiri atvik málsins í máli því sem hann höfðaði á
hendur stefndu á árinu 2006. Umrætt skjal sé hins vegar ekki lagt fram í þessu
máli. Af því verði ekki dregin önnur ályktun en að hann hafi komið að öllum
sjónarmiðum sínum í málinu. Af framangreindu leiði að sú aðstaða sem stefnandi
vísi til geti ekki leitt til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála.
Stefndi bendir einnig á að eftir að
rannsókn lögreglu hófst hafi stefnandi haldið áfram að halda því fram að hann
hefði vilja og getu til þess að veita upplýsingar um málið. Vísar stefndi þar
til tiltekinna ummæla í kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Stefndi
kveður málsástæður stefnanda um brot á andmælarétta ekki samrýmast þessum
yfirlýsingum. Þá vísar stefndi til þess að rannsókn lögreglu hafi verið lokið á
árinu 2006 og sakamálinu á hendur forstjóra stefnanda hafi verið vísað frá dómi
í ársbyrjun 2007. Miðað við málatilbúnað stefnanda hafi eftir þetta tímamark
engin vandkvæði verið fyrir hann að afla upplýsinga frá starfsmönnum sínum og
benda á mikilvæg efnisatriði sem hann hafi ekki getað komið að fyrir
áfrýjunarnefnd samkeppnismála eða samkeppnisráði. Haldlaust sé fyrir hann að
vísa til þess að langt sé um liðið frá því að brot hans áttu sér stað.
Stefndi mótmælir því að stefnandi hefði
gert að engu þagnarrétt sinn við rannsókn lögreglu hefði hann tjáð sig í
stjórnsýslumálinu. Kjarni þagnarréttarins felist í því að vernda vilja þess sem
er borinn sökum um refsivert brot til að neita að tjá sig. Fyrirtæki og aðrir
lögaðilar búi ekki yfir slíkum vilja, sbr. meðal annars dóm dómstóls ESB 29.
júní 2006 í máli nr. C-301/04P Framkvæmdastjórnin gegn SGL Carbon. Andmælaréttur
stefnanda við meðferð stjórnsýslumálsins hafi því ekki getað valdið stefnanda
réttarspjöllum við rannsókn lögreglu. Þá hafi stefnandi borið ábyrgð á því
hvort hann nýtti andmælarétt sinn með tilliti til áhrifa þess á rannsókn
lögreglu. Stefndi áréttar í því sambandi að það fari ekki gegn
mannréttindasáttmála Evrópu að sami aðili sæti rannsókn á tveimur eða fleiri
stigum á sama tíma. Það fari því ekki gegn grundvallarréttindum sé aðili í þeirri
stöðu að þurfa að ákveða hvort það þjóni hagsmunum hans að tjá sig í stjórnsýslumáli
með tilliti til áhrifa þess á sakamál.
Stefndi mótmælir einnig þeirri
málsástæðu að brotið hafi verið gegn andmælarétti stefnanda með því að
samkeppnisráð hafi breytt forsendum við útreikning á ávinningi stefnanda af
samráðinu. Í frumathugun hafi komið fram að æskilegra hefði verið að byggja
viðmiðunina á eldra tímabili. Eftir að frumathugun hafði verið birt hafi komið
í ljós að stefnandi byggi yfir gögnum um einingaframlegð sína á árunum 1993 til
1995 öndvert við það sem félagið hafði áður upplýst. Það hafi fyrst verið eftir
að Samkeppnisstofnun hafi verið komin með þær upplýsingar í hendur að unnt hafi
verið að bera saman þróun einingaframlegðar olíufélaganna á árunum 1993 til
1995 samanborið við árin 1996 til 2001.
Með vísan til framangreinds byggir
stefndi á því að sú aðferð sem samkeppnisráð hafi lagt til grundvallar hafi
verið rökrétt í ljósi þeirra upplýsinga sem bæst höfðu við málið miðað við það
sem sagði í síðari hluta frumathugunar Samkeppnisstofnunar. Hér beri einnig að
líta til þess að með bréfi, dags. 27. ágúst 2004, hafi félögunum verið sendur
listi yfir þau gögn sem bæst höfðu við málið. Á listanum hafi verið bréf
Samkeppnisstofnunar, dags. 9. júlí 2004, og svarbréf stefnanda, dags. 27. ágúst
2004, með umbeðnum upplýsingum um framlegð. Stefnanda hafi því verið í lófa
lagið að bregðast við hinum nýju upplýsingum. Andmælaréttur stefnanda hafi því
verið virtur.
Stefndi vísar jafnframt til þess að til
grundvallar niðurstöðu samkeppnisráðs hafi legið sömu gögn og stefnandi hafi
haft undir höndum. Stefnandi hafi átt þess kost að tjá sig um gögnin auk þess
sem aðferðafræði við útreikningana hafi verið sambærileg og í frumathugun
Samkeppnisstofnunar. Þá hafi hann tjáð sig um útreikningana fyrir
áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Stefnandi hafi ekki bent á nein atriði sem hann
hafi ekki átt kost á að koma á framfæri vegna þessa. Þessi málsástæða hans sé
því vanreifuð. Auk þess vísar stefndi til þess að breytingin á
viðmiðunartímabilinu hafi verið málefnaleg og í samræmi við kröfur
stjórnsýsluréttar um að mál sé upplýst með fullnægjandi hætti. Þá hafi hún ekki
breytt neinu um að ávinningur félaganna hafi verið langt umfram fjárhæð þeirra
sekta sem félögunum hafi verið gert að greiða í ákvörðun samkeppnisráðs.
Stefndi vísar enn fremur til þess að í
ákvörðun samkeppnisráðs hafi verið tekin afstaða til sjónarmiða stefnanda um
sektir og ávinning. Þetta hafi auðveldað stefnanda að semja kæru til áfrýjunarnefndar
samkeppnismála og flytja mál sitt munnlega fyrir nefndinni. Stefnandi hafi því
fengið ítrekað tækifæri til að tjá sig um ávinning félaganna af samráðinu og
nýtt sér það. Jafnvel þótt talið yrði að gefa hefði mátt stefnanda kost á að
tjá sig frekar áður en ákvörðun samkeppnisráðs var tekin sé ljóst að bætt hafi
verið úr þeim annmarka við meðferð málsins fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála.
Stefnandi hafi heldur ekki bent á nokkurt atriði sem hann hafi ekki átt kost á
að koma á framfæri vegna þessa. Hvað sem öðru líður sé því ósannað að ætlað
brot á andmælarétti stefnanda eigi að leiða til ógildingar á úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Stefndi mótmælir málsástæðum stefnanda
er lúta að því að málið hafi ekki verið rannsakað nægjanlega. Ítarleg og vönduð
rannsókn hafi legið til grundvallar ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Enda þótt stefnandi sé ósammála niðurstöðu
nefndarinnar leiði það ekki til þess að rannsókn málsins hafi verið
ófullnægjandi. Stefndi hafnar því að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi átt að
nota upplýsingar úr rekstri olíufélaganna á árunum 2002 til 2004 til að leiða í
ljós áhrif samráðsins í stað þess að styðjast við framlegð áranna 1993 til
1995. Í því sambandi telur stefndi að staðhæfing stefnanda um að samráði hafi
lokið 18. desember 2001 eigi ekki við rök að styðjast. Þá byggir stefndi á því
að almennt sé ekki unnt að notast við samanburðartímabil eftir að rannsókn á
samráði hefst af þeirri ástæðu að fyrirtæki hafi þá augljósan hag af því að
lækka ekki verð eða álagningu á þeim tíma og sanna með því skaðleg áhrif
samráðsins. Að því er snerti áhrif hagvaxtar, gengis- og vísitölubreytinga
vísar stefndi til umfjöllunar um þau atriði til úrskurðar nefndarinnar, en
þessi atriði hafi horft til mildunar sektarákvörðunar.
Í tilefni af varakröfu stefnanda um
niðurfellingu sektarákvæða í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála tekur
stefndi fram að um fyrningu brotanna hafi gilt reglur almennra hegningarlaga
með lögjöfnun. Í 5. mgr. 81. gr. almennra hegningalaga, sbr. lög nr. 39/2000,
sé mælt fyrir um að fyrningarfrestur vegna refsiábyrgðar lögaðila sé fimm ár.
Þar sem um samfellt brot hafi verið að ræða hafi sami fyrningarfrestur gilt um
allt brotið. Samfelldu broti stefnanda hafi í fyrsta lagi lokið við húsleit
Samkeppnisstofnunar á starfsstöð stefnanda 18. desember 2001. Fyrningarfrestur
brotsins hafi því fyrst byrjað að líða þann dag, sbr. 4. mgr. 82. gr. laganna.
Með vísan til framangreinds byggir stefndi á því að fyrning hafi ekki staðið í
vegi fyrir sektarákvörðun samkeppnisráðs 28. október 2004. Þá mótmælir stefndi
því að tveggja ára fyrningarfrestur samkvæmt 1. mgr. 81. gr. almennra
hegningarlaga hafi gilt um brot stefnanda, enda hafi verið kveðið á um fimm ára
fyrningarfrest vegna refsiábyrgðar lögaðila á þeim tíma sem samfelldu broti
stefnanda hafi lokið.
Stefndi byggir enn fremur á því að
Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð hafi farið sameiginlega með rannsókn brota
á samkeppnislögum. Samkvæmt 8. gr. samkeppislaga hafi það verið hlutverk
Samkeppnisstofnunar að undirbúa mál sem lögð hafi verið fyrir samkeppnisráð og
annast dagleg störf ráðsins. Eftir húsleit á starfsstöð stefnanda hafi honum
því ekki getað dulist að hann var sakaður um brot gegn samkeppnislögum sem
lokið gæti með ákvörðun samkeppnisráðs þar sem honum yrði gert að greiða
stjórnvaldssekt fyrir brot á 10. gr. samkeppnislaga. Ítrekaðar beiðnir
félagsins um að ljúka málinu með sátt staðfesti þetta. Gögn málsins staðfesti
að fyrningarfresturinn hafi ítrekað verið rofinn við rannsókn Samkeppnisstofnunar.
Engu breyti um rof fyrningar þótt hluti af verkefnum samkeppnisráð hafi verið
unninn af Samkeppnisstofnun.
Verði ekki fallist á að ákvæðum
almennra hegningarlaga verði beitt með lögjöfnun byggir stefndi á því að
heimild samkeppnisráðs til að leggja stjórnvaldssekt á stefnanda hafi aðeins
takmarkast af fyrirmælum stjórnsýslulaga um málshraða auk almennra sjónarmiða
um réttaröryggi. Stefndi vísar til hliðsjónar um þetta atriði til dóms
dómstóls ESB 14. júlí 1972 í máli C-48/69, ICI gegn framkvæmdastjórninni, og
dóms undirréttar ESB 6. október 2005 í málum nr. T-22-23/02, Sumitomo Chemicals
gegn framkvæmdastjórninni.
Stefndi mótmælir þrautavarakröfu
stefnanda um lækkun sekta. Hann vísar til þess að í úrskurði áfrýjunarnefndar
séu á bls. 242-253 ítarlega rakin þau sjónarmið sem liggi að baki ákvörðun
sektarinnar sem lögð hafi verið á stefnanda, sbr. einnig bls. 798-958 í
ákvörðun samkeppnisráðs. Mat á fjárhæð sektarinnar hafi verið reist á lögmætum
og málefnalegum sjónarmiðum. Háttsemi stefnanda hafi falið í sér mjög alvarleg
brot gegn 10. gr. samkeppnislaga. Brotin hafi staðið yfir samfellt í níu ár og
varðað umfangsmikil viðskipti með nauðsynjavörur. Brotin hafi verið skipulögð
og hafi æðstu stjórnendur stefnanda átt þátt í þeim. Þá hafi verið um einbeittan
ásetning að ræða og reynt hafi verið að hylma yfir brotin. Brotin hafi að
verulegu leyti komið til framkvæmda og með því haft skaðleg áhrif á markaðinn
þar sem félögin höfðu samanlagt nær 100% markaðshlutdeild. Þá hafi stefnandi
haft verulegan ávinning af brotunum. Byggir stefndi á því að sekt stefnanda að
fjárhæð 450 milljónir króna hafi því verið í hóf stillt.
Af hálfu stefnda er því lýst yfir í
greinargerð að við ákvörðun sektarinnar hafi verið rétt að líta til 52. gr.
samkeppnislaga áður en breytingar voru gerðar á ákvæðinu með lögum nr.
107/2000. Um það vísar stefndi til umfjöllunar í úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála.
Stefndi vísar til þess að samkvæmt 52.
gr. laganna hafi við ákvörðun viðurlaga borið að líta til þess hversu alvarleg
brot væru og þess skaða sem þau hefðu valdið, til ávinnings af broti og hvað
brot hefðu staðið lengi yfir. Ekki sé um tæmandi talningu að ræða á þeim
sjónarmiðum sem líta megi til við ákvörðun um hæfilega sektarfjárhæð, sbr. til
hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. október 2003 í máli nr. 37/2003.
Stefndi byggir á því að markmið
stjórnvaldssekta vegna brota á samkeppnislögum sé að skapa almenn og sérstök
varnaðaráhrif og stuðla með því að og efla virka samkeppni. Stjórnvaldssektir
verði að hafa þau áhrif að sporna við frekari eða sambærilegum brotum með
almennum og sértökum hætti auk þess að vera hæfileg refsing við broti þess sem
í hlut á.
Stefndi byggir á því að ákvæði 52. gr.
laganna áskilji ekki að sektir séu ákveðnar í hlutfalli af ávinningi af broti.
Mat á ávinningi snúi fyrst og fremst að því hvort sektarhámark miðist við 40
milljónir króna eða 10% af veltu fyrirtækis. Á hinn bóginn geti verið
málefnalegt að líta til ólíks ávinnings fyrirtækja af samráði við ákvörðun
sektar hvers þeirra. Stefndi byggir á því að vafi um nákvæma fjárhæð ávinnings
stefnanda hafi að öðru leyti ekki áhrif á heimild samkeppnisyfirvalda til að
leggja sekt á hann.
Stefndi byggir á því að ávinningur
stefnanda af þátttöku í samráði félaganna hafi sannanlega numið hærri fjárhæð
en 40 milljónum króna. Því hafi verið rétt að miða sektarhámark við 10% af
veltu síðastliðins almanaksárs af þeirri starfsemi stefnanda sem í hlut átti.
Stefndi styður málatilbúnað sinn að
þessu leyti við eftirfarandi röksemdir: Gögn málsins hafi sýnt að tilgangur
olíufélaganna með samráðinu hafi verið að skapa þeim betri afkomu í formi
hækkaðrar framlegðar. Kjöraðstæður hafi verið á olíumarkaðnum að ná árangri í
ólögmætu samráði. Samtímagögn sýni að félögin hafi talið sig ná árangri við að
auka framlegð með samráðinu. Þau gögn sem samkeppnisyfirvöld hafi notað til að
mæla ávinning félaganna hafi verið samtímagögn úr rekstri þeirra sjálfra sem
þau hafi notað til að mæla árangur sinn af samráði sínu. Beitt hafi verið
svokallaðri fyrir/eftir aðferð eins og nánar sé lýst í ákvörðun samkeppnisráðs
og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til að meta ávinning félaganna. Til
hliðsjónar hafi verið horft til ávinnings félaganna af svokallaðri skiptisölu
sem og til þróunar á álagningu félaganna samanborið við þróun álagningar í
samanburðarlöndum. Aðferðafræði samkeppnisyfirvalda hafi verið yfirfarin og
metin af sérfræðingum og staðfest af þeim. Það sé samdóma álit alþjóðastofnana
og fræðimanna um víða veröld að samráð af því tagi sem félögin hafi ástundað
leiði til verulegs yfirverðs og þar með ávinnings í hendi samráðsfyrirtækja.
Undir rekstri fyrra máls félaganna á hendur stefndu hafi verið aflað mats- og
yfirmatsgerða þar sem komist sé að skýrum niðurstöðum um að samráð félaganna
hafi skapað þeim verulegan ávinning. Að lokum er á það bent að frá úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi gengið dómar Hæstaréttar Íslands sem
staðfesti að ólögmætt samráð félaganna um verðlagningu á bifreiðabensíni og í
skiptisölu til stærri viðskiptavina vegna útboða hafi skapað þeim verulegan
ávinning. Séu varfærnar ályktanir dregnar af þessum málum megi sjá að
ávinningur félaganna hafi verið verulega meiri en sem nemur fjárhæð álagðra
stjórnvaldssekta.
Í greinargerð stefndu er fjallað með
ítarlegum hætti um röksemdir þeirra fyrir því að aðferð samkeppnisyfirvalda
hafi verið til þess fallin að varpa skýru ljósi á ávinning olíufélaganna af
hinu ólögmæta samráði sem og mótmæli þeirra við málsástæðum stefnanda sem að
þessu lúta. Þar er aðferð samkeppnisráðs við mat á mismunandi framlegð af sölu
fljótandi eldsneytis á samanburðartímabilum útskýrð og vikið að því hvers vegna
ákveðið var að miða við þau tímabil sem lögð hafi verið til grundvallar. Nánar
er vikið að athugun samkeppnisráðs á ávinningi félaganna af skiptisölu og grein
gerð fyrir rannsóknum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um meðalhagnað
fyrirtækja af verðsamráði, sem samkeppnisráð hafi litið til, sem og
leiðbeininga framkvæmdastjórnar ESB frá 11. júní 2013 um mismunandi aðferðir
til að meta áhrif ólögmæts samráðs í tengslum við skaðabótakröfur af því
tilefni.
Stefndi mótmælir þeirri málsástæðu
stefnanda að sú aðferð, að bera saman tvö tímabil, hafi aðeins verið nothæf ef
engir aðrir þætti hafi haft áhrif á breytta einingaframlegð. Í því efni vísar
stefndi til þess að stærstu breyturnar hafi annað hvort verið teknar út eða
jafnaðar út með því að taka tillit til almennra verðlagsbreytinga. Þá hafi
áfrýjunarnefnd jafnframt litið til áhrifa hagvaxtar, gengistaps og hækkunar á
launavísitölu og lækkað sekt stefnanda verulega. Stefndi byggir á því að
athugun á einingaframlegð félaganna hafi gefið greinargóða mynd af verðáhrifum
sem hafi mátt rekja til samráðsbrota félaganna og ávinningi þeirra af brotunum.
Stefndi tekur fram að örðugt sé að meta
ávinning fyrirtækja af samráði með nákvæmum hætti. Af hans hálfu er talið að
samkeppnisyfirvöld hafi í mörgu tilliti beitt varfærnu mati á ávinningi
félaganna og við ákvörðun stjórnvaldssekta. Ekki hafi verið unnt að bera saman
arðsemi eigin fjár eða hagnaðar í stað framlegðar enda myndi slík aðferð leiða
til þess að ráðstöfun fyrirtækja á aukinni framlegð hefði áhrif og gæti ráðið
úrslitum við mat á ávinningi af brotunum.
Stefndi vísar til þess að stefnandi
telji að ekki sé unnt að beita sektum yfir 40 milljónum króna þar sem
aðferðafræði samkeppnisyfirvalda við mat á ætluðum ávinningi stefnanda geti
aldrei orðið grundvöllur þess að beitt verði „veltutengdum sektum“. Stefndi
bendir á í þessu sambandi að sekt stefnanda hafi ekki verið „veltutengd“ enda
þótt sektarhámark hafi numið 10% af veltu hans.
Stefndi tekur fram að með úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi sektir félaganna verið ákvarðaðar langt
undir mati nefndarinnar á varfærnislega metnum ávinningi þeirra af brotunum. Í
tilviki stefnanda hafi þessi ávinningur numið 1.654 milljónum króna. Samanlögð
velta félaganna á brotatímabilinu hafi numið 285 milljörðum króna á verðlagi
ársins 2001. Yfir 80% af veltu félaganna hafi stafað af þeim markaði sem mál
þetta taki til. Almennt sé viðurkennt að velta fyrirtækja á þeim markaði sem
samráð hafi átt sér stað gefi trausta vísbendingu um þann skaða og
fjárhagslegan ávinning sem hljótist af því, en almennt sé talið að ávinningur
sé að jafnaði a.m.k. 10% og skaði samfélagsins nemi a.m.k. 20% af andvirði
þeirra viðskipta sem um ræði. Hér sé um afar varfærið mat að ræða.
Í tilefni af röksemdum stefnanda er
lúti að því að með veltu síðasta almanaksárs samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga sé
átt við síðasta heila almanaksár sem rannsókn hafi tekið til þar sem brot
teljist sönnuð, tekur stefndi fram að sektarákvæði íslenskra samkeppnislaga
eigi sér fyrirmynd í hliðstæðum ákvæðum í EES/ESB-löggjöf. Hafa dómstólar
Evrópusambandsins skýrt orðin „preceding business year“ í sektarákvæði ESB-samkeppnisréttar sem síðasta rekstrarár fyrirtækis
sem fari á undan árinu þegar ákvörðun er tekin, sbr. meðal annars dóm
undirréttar ESB 15. mars 2000 í sameinuðum málum nr. T-25/95, Cimenteries CBR
gegn framkvæmdastjórninni. Þá mótmælir stefndi þeirri málsástæðu stefnanda að
opinber gjöld teljist ekki til veltu félagsins. Í því sambandi vekur stefndi
athygli á því að velta stefnanda í úrlausnum samkeppnisyfirvalda sé án
virðisaukaskatts. Að því er önnur gjöld og álögur snerti geri samkeppnislög
ekki ráð fyrir að þau séu dregin frá veltu fyrirtækja í tengslum við
sektarákvarðanir. Engin innlend eða erlend fordæmi styðji slíka niðurstöðu. Að
öðru leyti vísar stefndi til umfjöllunar í ákvörðun samkeppnisráðs.
Stefndi mótmælir því að skýrslur og
matsgerðir, sem stefnandi vísi til í málatilbúnaði sínum til stuðnings því að
mat samkeppnisyfirvalda á ávinningi stefnanda geti ekki verið grundvöllur
„veltutengdra sekta“, leiði í ljós að félögin hafi ekki haft ávinning af hinu
ólögmæta samráði. Hvað sem því líður byggir stefndi á því að mat
áfrýjunarnefndar samkeppnismála á ávinningi stefnanda sé reist á traustum
grunni.
Þessu til stuðnings vísar stefndi meðal
annars til þess að á árinu 1996 hafi olíufélögin farið að hafa auknar áhyggjur
af afkomu sinni af vörusölu. Kröfur viðskiptavina um afslátt hafi farið vaxandi
og stórir viðskiptavinir hafi í auknum mæli farið að notast við útboð til að ná
fram betri kjörum. Enn fremur hafi verið greint frá því að á
hlutabréfamarkaðnum hafi á þessum tíma verið rætt um slaka arðsemi félaganna. Í
stað þess að grípa til hagræðingar og/eða að setja aukinn kraft í samkeppni
hafi félögin haft samráð sín á milli um aðgerðir til þess að auka álagningu og
bæta framlegð sína. Í þessu skyni hafi félögin náð á árinu 1996 samkomulagi um
ýmis atriði til að ná þessu markmiði sínu. Þar vísar stefndi í fyrsta lagi til
ólögmæts samráðs olíufélaganna í nánar tilgreindum útboðum stórra viðskiptavina
á árinu 1996, eins og nánar sé rakið í úrskurði áfrýjunarnefndar. Þá hafi
félögin gert með sér samkomulag um að ræða saman í öllum útboðum til ársins
2001. Tilgangur þessa samráðs hafi verið að verjast auknum kröfum stærri
viðskiptavina um afslátt og „verja framlegðina“.
Í öðru lagi hafi félögin sammælst á
árinu 1996 um nýja aðferð til þess að viðhafa samráð um verð á eldsneyti sem
hafi falist í því að Ker hf. yrði verðleiðandi, eins og nánar sé lýst í
ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurðarnefndar samkeppnismála. Með þessu hafi
félögin komið sér saman um samráðsaðferð sem hafi gert þeim kleift að ná sem
mestu út úr markaðsgerð fákeppninnar. Olíumarkaðurinn sé skólabókardæmi um
markað þar sem árangursríkt sé fyrir fyrirtæki í ólögmætu samráði að sameinast
um verðforystu eins fyrirtækis til þess að hámarka ólögmætan ávinning af
samráðinu.
Í þriðja lagi hafi félögin náð á árinu
1996 samkomulagi um að grípa til almennra aðgerða til þess að auka álagningu og
bæta framlegð. Þetta komi skýrt fram í gögnum málsins frá þessum tíma og vísar
stefndi þar til umfjöllunar í ákvörðun samkeppnisráðs og í úrskurði áfrýjunarnefndar.
Stefndi lýsir því næst upplýsingum úr
nokkrum megingögnum málsins sem hann telur staðfesta framangreint og árangur
félaganna. Um er að ræða 27 tilvísanir úr tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum,
fundargerðum, dagbókum og öðrum gögnum málsins frá maí 1996 til nóvember 2001,
sem stefndi byggir á að sýni ótvírætt ólögmætt samráð milli félaganna, að
tilgangur þess hafi verið að auka álagningu og bæta framlegð og að olíufélögin
hafi talið sig ná árangri í þessari viðleitni sinni. Stefndi telur að þessi
tilvik séu fjarri því tæmandi. Töluleg gögn um framlegð félaganna, sem stafi
frá þeim sjálfum, sýni enn fremur að eftir 1996 hafi framlegð félaganna aukist verulega af sölu
eldsneytis. Sú hækkun hafi ekki verið í samræmi við almenna verðlagsþróun í
íslensku atvinnulífi. Hækkunin hafi þvert á móti verið afrakstur af samráði
félaganna. Verði þá jafnframt að hafa í huga að aðstæður á olíumarkaðnum hafi
verið kjörlendi fyrir árangursríkt samráð um verð og skiptingu markaða, eins og
fyrirliggjandi matsgerðir bendi á. Þegar framangreindar staðreyndir um samráð
félaganna og þann markað sem þau hafi starfað á séu virtar blasi við að
staðhæfingar stefnanda um að hann hafi ekki haft ávinning af samráðinu séu
rangar. Þá sýni þetta að eðlilegt sé að nota þróun framlegðar sem mælikvarða á
ólögmætan ávinning félaganna.
Vegna málatilbúnaðar stefnanda um þetta
atriði leggur stefndi áherslu á nokkur atriði. Af hans hálfu er á því byggt að
niðurstöður í skýrslu KPMG hf. um neikvæðan ávinning stefnanda af samráðinu
eigi ekki við nein rök að styðjast. Sama eigi við um niðurstöður matsgerðar
Ólafs Ísleifssonar og Þorsteins Haraldssonar. Nægilegt sé að líta til þess að
félögin hafi skipt á milli sín þeirri framlegð sem hafi verið til komin vegna
samráðs í útboðum og vísar stefndi um það meðal annars til umfjöllunar í ákvörðun
samkeppnisráðs og umfjöllunar um möguleikann á samráði án ávinnings í matsgerð
Guðrúnar Johnsen og Gylfa Zoëga.
Varðandi sönnunargildi matsgerðar Ólafs
Ísleifssonar og Þorsteins Haraldssonar tekur stefndi fram að eingöngu hafi
verið leitað mats á því hver ávinningur félaganna hefði verið ef stuðst hefði
verið við viðmiðunartímabilið 2002-2004. Í matsbeiðni sé sérstaklega óskað
eftir því að matsmenn hvorki túlki né tjái sig um niðurstöður eða forsendur
matsgerðarinnar. Í samræmi við það hafi matsmenn vikið sér undan að svara því
við aðalmeðferð í fyrra málinu hvaða ályktanir væri unnt að draga af niðurstöðu
matsgerðarinnar. Stefndi byggir á því að þetta rýri mjög gildi matsgerðarinnar.
Þá vísar stefndi til þess að í yfirmatsgerð Guðrúnar Johnsen, Gylfa Zoëga og
Þorsteins Haraldssonar komi fram að það feli í sér vanmat á ávinningi af
samráði sé stuðst við viðmiðunartímabil eftir að samráði lýkur. Þá bendir
stefndi einnig á að samkeppnisyfirvöld hefðu aldrei getað litið til ársins 2004
þar sem ákvörðun samkeppnisráðs hafi verið tekin áður en það var liðið.
Stefndi kveður stefnanda styðjast við
matsgerð Guðmundar Magnússonar og Heimis Haraldssonar um að hækkun
einingaframlegðar félaganna verði ekki alfarið skýrð með samráði félaganna. Af
því tilefni tekur stefndi fram að upplýst sé að matsmennirnir hafi í fyrra
málinu komið fyrir dóm og staðfest að þeir hefðu ekki haft aðgang að gögnum
málsins, m.a. um að félögin hafi haft með sér viðamikið og kerfisbundið samráð
árum saman. Sérstaklega aðspurðir hafi matsmenn talið að niðurstöður þeirra
kynnu að hafa orðið aðrar ef þeim hefðu verið ljós raunveruleg atvik málsins
varðandi samráð félaganna. Með vísan til þessa telur stefndi að matsgerðin hafi
takmarkað sönnunargildi. Auk þess telur stefndi að yfirmatsgerð Guðrúnar
Johnsen, Gylfa Zoëga og Þorsteins Haraldssonar hnekki þeim athugasemdum sem
undirmatsmenn hafi gert við mat samkeppnisyfirvalda á ávinningi félaganna og
styrki enn frekar réttmæti aðferðafræði samkeppnisyfirvalda.
Til frekari glöggvunar vísar stefndi
til matsgerðar Guðrúnar Johnsen og Gylfa Zoëga þar sem matsmenn hafi gefið álit
sitt á nánar tilteknum atriðum er lutu að fræðilegum forsendum aðferða við að
meta ávinning samráðsfyrirtækja af ólögmætu samáði. Í þessu sambandi vísar
stefndi jafnframt til álitsgerðar dr. Friðriks Más Baldurssonar prófessors,
dags. 30. janúar 2006, þar sem fram komi að sú aðferð „að bera saman verð
tveggja tímabila, eins og henni [sé] beitt af samkeppnisráði, [sé] góð og gild
til að reikna út ávinning af samráði við þær aðstæður sem um ræðir í þessu
máli“.
Með hliðsjón af framansögðu telur
stefndi það hafið yfir vafa að stefnandi hafi haft verulegan ávinning af hinu
ólögmæta samráði. Enda þótt talið yrði að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði
átt að líta til fleiri sjónarmiða breyti það ekki því að ávinningur félaganna,
þar á meðal stefnanda, af samráðinu hafi verið verulegur. Ekki sé rétt að tala
um sérstaka „frádráttarliði“ í því sambandi líkt og stefnandi geri í stefnu.
Stefndi styður sýknukröfu sína af
þrautavarakröfu stefnanda enn fremur með tilvísun til þess að í nokkrum dómum
Hæstaréttar hafi verið lagt til grundvallar að hið ólögmæta samráð félaganna
hafi skapað þeim verulegan ávinning. Þannig hafa félögin verði dæmd til
greiðslu skaðabóta, sbr. dóma réttarins 7. febrúar 2008 í máli nr. 142/2007,
Skeljungur o.fl. gegn Reykjavíkurborg og gagnsök, og 143/2007, Skeljungur
o.fl. gegn Strætó bs. og gagnsök, 30. apríl 2008 í máli nr. 309/2007, Ker hf.
gegn Sigurði Hreinssyni og gagnsök, og 6. maí 2010 í máli nr. 244/2009,
Skeljungur o.fl. gegn Vestmannaeyjabæ og gagnsök.
Í greinargerð stefnda er fjallað um
þessa dóma og lagt út af þeim. Í stuttu máli þá telur hann að draga megi þá
ályktun af dómi Hæstaréttar í máli nr. 309/2007, þar sem leyst hafi verið úr
skaðabótakröfu einstaklings sem hafi keypt bensín af Keri hf., að ávinningur
félagsins af samráðinu af sölu á bensíni hafi numið 1,18 krónum á hvern
bensínlítra. Miðað við að heildarmagn Kers hf. af seldum bensínlítrum 1996 til
2001 hafi verið 437,7 milljónir lítra næmi heildarávinningur félagsins í þessum
viðskiptum samtals u.þ.b. 512,9 milljónum króna.
Stefndi víkur einnig að dómum
Hæstaréttar 7. febrúar 2008 í málum nr. 142/2007 og 143/2007 þar sem fjallað
var um skaðabótakröfur svonefndra stórnotenda. Vísað er til forsendna í
dómunum þar sem bent er á að stefnandi, Skeljungur hf., hafi skuldbundið sig
til þess að greiða hinum olíufélögunum tilgreindar fjárhæðir. Var þar talið að
þessar fjárhæðir sýndu að lágmarki hvaða hag olíufélögin hefðu talið sig hafa af
því að hafa samráð um viðskiptin í stað þess að keppa um þau. Ekki væri ástæða
til annars en að ætla að tilboð, sem gefið hefði verið án slíks samráðs, hefði
orðið lægra en hagstæðasta boðið sem þar hafi fengist um að minnsta kosti
þrefalda fjárhæðina sem stefnandi tók á þennan hátt að sér að greiða hvorum
hinna. Varð það niðurstaða réttarins að ávinningur félaganna hafi numið 5,91
krónu af hverjum seldum bensínlítra og 3,93 krónur af hverjum seldum lítra af
gasolíu. Sé miðað við að ávinningur félaganna af öðrum skiptisölum hafi verið
sambærilegur telur stefndi að ávinningur félaganna hafi numið 940 milljónum
króna og sé þá ekki tekið tillit til verðbreytinga. Séu þessar fjárhæðir lagðar
til grundvallar allri sölu félaganna á bensíni og gasolíu nemi ávinningur
þeirra á árunum 1996 til 2001 6.655 milljónum króna annars vegar og 10.481
milljón króna hins vegar. Stefndi vísar einnig í þessu sambandi til dóms
Hæstaréttar frá 6. maí 2010 í máli nr. 244/2009.
Með hliðsjón af framangreindum dómum
Hæstaréttar telur stefndi að miða verði við að félögin hafi haft umtalsverðan
ávinning af hinu ólögmæta samráði. Engir dómar liggi fyrir um ávinning
félaganna af sölu á svartolíu og flugvélaeldsneyti. Engin ástæða sé þó til að
ætla annað en að félögin hafi haft sambærilegan ávinning af ólögmætu samráði um
verðlagningu þeirra eldsneytistegunda eins og þau hafi haft af sölu á bensíni
og gasolíu.
Stefndi hafnar því að skylt hafi verið
að lækka álagðar sektir á stefnanda á grundvelli jafnræðis. Í því sambandi
vísar stefndi til þess að samkvæmt reglum samkeppnisráðs um atvik sem leitt
geti til niðurfellingar sekta eða ákvarðana um að lækka sektir í málum er varði
ólögmætt samráð fyrirtækja nr. 397/2002, sbr. nú reglur nr. 890/2005, geti
samkeppnisyfirvöld lækkað sektir hjá fyrirtækjum, sem hafi átt þátt í ólögmætu
samráði, ef það hefur látið henni í té sönnunargögn sem að mati
Samkeppnisstofnunar eru talin mikilvæg viðbót við þau sönnunargögn sem
stofnunin hafi þegar haft í fórum sínum. Mælt hafi verið fyrir um skilyrði og
reglur fyrir lækkun sekta á þessum grundvelli í II. kafla reglnanna. Samkvæmt
reglunum hafi lækkun sekta verið bundin við það að fyrirtæki léti af hendi
sönnunargögn sem væru mikilvæg viðbót við þau sönnunargögn sem lægju fyrir í
málinu. Upplýsingaöflun sem fram fari á grundvelli skyldu 39. gr.
samkeppnislaga falli ekki undir slíka samvinnu og geti ekki réttlætt lækkun
sekta.
Stefndi bendir á að í ákvörðun
samkeppnisráðs sé á bls. 938-958 að finna ítarlega umfjöllun um framlag hvers
félaganna til að upplýsa málið og rökstuðning samkeppnisráðs fyrir því að veita
afslátt frá sektum. Afsláttur sem hafi verið veittur Keri hf. og Olíuverzlun
Íslands hf. hafi grundvallast á því að félögin hafi fullnægt skilyrðum reglna
nr. 397/2002 og afslátturinn ákveðinn í samræmi við 16. gr. þeirra. Samkeppnisyfirvöld
hafi hins vegar talið að aðkoma og aðstoð stefnanda gæfi ekki tilefni til þess að
lækka sektir hans. Stefndi telur að sá afsláttur sem veittur hafi verið Keri
hf. og Olíuverzlun Íslands hf. hafi byggst á málefnalegum og skýrum reglum.
Stefndi mótmælir því að mismunandi
fjárhæðir sekta geti eingöngu helgast af því að hlutur þeirra í samráðinu hafi
verið mismikill. Stefndi vísar til þess að reglur nr. 397/2002 geri ráð fyrir
mismunandi lækkun sekta eftir því hvenær fyrirtæki óski eftir samvinnu og hvað
felist í henni. Til viðbótar megi benda á að í EES/ESB-samkeppnisrétti sé talið
að það geti leitt til hærri sektar ef fyrirtæki hafi verið leiðandi í samráði,
sbr. t.d. dóm undirréttar ESB 29. apríl 2004 í máli T-236/01, Tokai Carbon gegn
framkvæmdastjórninni. Á móti geti
takmörkuð aðkoma að samráði verið fyrirtæki til málsbóta við ákvörðun sekta.
Það fyrirtæki, sem telji sig eiga rétt til lægri sekta af þessum sökum, verði
hins vegar að leggja fram sannanir fyrir því að þátttaka þess í brotinu hafi
verið lítil að umfangi og sýna fram á að það hafi komist hjá því að framfylgja
ólögmætum samningi með því að stunda samkeppni. Um þetta vísar stefndi meðal
annars til dóms undirréttar ESB 15. mars 2006 í máli T-26/02, Daiichi
Pharmaceutical gegn framkvæmdastjórninni.
Af augljósum ástæðum hafi stefnandi ekki haldið slíku fram.
Stefndi mótmælir enn fremur málsástæðu
fyrir þrautavarakröfu stefnanda þess efnis að sektarfjárhæðin sé ekki í samræmi
við úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála í öðru máli, þ.e. í máli
Sölufélags garðyrkjumanna svf. o.fl., sbr.
dóm Hæstaréttar 30. október 2003 í máli nr. 37/2003. Stefndi vísar til þess að
samkeppnismál séu í eðli sínu flókin og mjög ólík innbyrðis. Sektir í málunum
byggist á heildarmati á fjölmörgum sjónarmið sem horfi ólíkt við eftir atvikum
og aðstæðum í hverju máli fyrir sig. Mál stefnanda og það mál sem stefnandi
vísi til séu ekki sambærileg.
Að því er snerti samráð um sölu á
eldsneyti til erlendra skipa mótmælir stefndi því að brotin falli utan
gildissviðs samkeppnislaga. Því til stuðnings vísar stefndi til athugasemda við
3. gr. frumvarps þess er varð að samkeppnislögum, þar sem fram komi að
fyrirtæki í útflutningi sem geri samninga, beiti skilmálum eða viðhafi aðgerðir
sem séu samkeppnishamlandi á heimamarkaði og á útflutningsmarkaði, geti ekki
borið við útflutningsundanþágu á þeim hluta starfseminnar sem fari fram á
Íslandi. Samkvæmt þessu ráði úrslitum hvort háttsemi hafi haft áhrif hér á
landi í skilningi samkeppnislaga. Ljóst sé að samráð um sölu á eldsneyti til
erlendra skipa hafi átt sér stað í starfsemi félaganna hér á landi og hafi viðskiptin að
öllu leyti átt sér stað á Íslandi. Hafi brotin því óhjákvæmilega haft áhrif hér
á landi. Á bls. 529-547 í ákvörðun samkeppnisráðs sé sýnt fram á augljós áhrif
samráðsins hér á landi. Aðgerðir félaganna hafi því fallið undir gildissvið
samkeppnislaga samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laganna. Að öðru leyti vísar stefndi til
rökstuðnings á bls. 241-242 í ákvörðun samkeppnisráðs. Hvað sem framansögðu
líður byggir stefndi á því að ekki sé ástæða til að lækka sekt stefnanda enda
hafi henni verið í hóf stillt með hliðsjón af brotum hans.
Verði ekki fallist á að rétt hafi
verið að beita 52. gr. samkeppnislaga, eins og ákvæðið hafi verið fyrir þá
breytingu sem var gerð með lögum nr. 107/2000, heldur skuli beitt
viðurlagákvæði laganna eins og það hafi verið á þeim tíma sem brotastarfsemi
lauk, byggir stefndi á því að sekt stefnanda sé engu að síður hæfilega ákveðin
450 milljónir króna.
Stefndi kveður öll sjónarmið sem liggi
að baki ákvörðun samkeppnisyfirvalda um fjárhæð sektar stefnanda vera
málefnaleg og að eðlilegt sé að litið sé til þeirra. Með hliðsjón af eðli og
umfangi samkeppnisbrota stefnanda, brotatímabils og öðrum atvikum málsins, sé
fjárhæð sektar sem lögð hafi verið á hann hófleg. Engin rök séu til að lækka
sektarfjárhæðina.
Stefndi, íslenska ríkið, krefst þess að
það verði sýknað af kröfu stefnanda um endurgreiðslu sektarfjárhæðarinnar.
Verði stefnda aðeins gert að endurgreiða sektarfjárhæðina ef dómstólar fella úr
gildi það ákvæði úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála þar sem kveðið sé á
um greiðslu sektarinnar eða lækkun hennar. Að öðrum kosti beri að sýkna
stefnda. Krafa stefnda sé reist á öllum sömu málsástæðum og krafa stefnda
Samkeppniseftirlitsins um sýknu af kröfum stefnanda.
Stefndi krefst þess jafnframt að hann
verði sýknaður af kröfu stefnanda um vexti af sektarfjárhæðinni. Krafa
stefnanda um vexti sé reist á 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu sem fjalli um vexti af skaðabótakröfum. Ekki sé unnt að fallast á
að ákvörðun samkeppnisyfirvalda um að leggja sekt á stefnanda hafi falið í sér
saknæma og ólögmæta háttsemi þó svo að dómstólar komist að annarri niðurstöðu
um fjárhæð sektarinnar. Ekkert sé fram komið sem bendi til annars en að
ákvörðun samkeppnisyfirvalda hafi verið reist á málefnalegum sjónarmiðum. Af
þessum sökum beri að sýkna stefnda af kröfunni.
Stefndu styðja kröfu sína um málskostnað úr hendi stefnanda við 129. og
130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
IV.
Með úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála 29. janúar 2005, sem stefnandi gerir kröfu um að felldur verði
úr gildi, var stefnanda gert að greiða 450 milljónir króna í stjórnvaldssekt
vegna brota félagsins á 10. gr. þágildandi samkeppnislaga nr. 8/1993. Eins og
rakið hefur verið lagði áfrýjunarnefndin ákvæðið til grundvallar niðurstöðu sinni
eins og það hljóðaði fyrir breytingu sem varð á því með lögum nr. 107/2000.
Ágreiningslaust er milli aðila að ganga beri út frá þeirri niðurstöðu við
úrlausn á ógildingarkröfu stefnanda. Í ákvæðinu, eins og það hljóðaði á þeim
tíma, var lagt bann við samningum, samþykktum og samstilltum aðgerðum milli
fyrirtækja á sama sölustigi, þegar þær lytu að eða væri ætlað að hafa áhrif á
verð, afslætti eða álagningu, skiptingu markaða eftir svæðum, eftir
viðskiptavinum eða eftir sölu og magni og gerð tilboða.
Í úrskurði áfrýjunarnefndar er lýst
fjölþættri samvinnu stefnanda á árunum 1993 til 2001 við tvö önnur olíufélög,
Ker hf. (áður Olíufélagið hf.) og Olíuverzlun Íslands hf. Laut samvinna þessi
að gerð tilboða, verðlagningu á olíuvörum og skiptingu markaðar á fljótandi
eldsneyti o.fl. Háttsemi þessi var talin varða við fyrrgreinda 10. gr.
samkeppnislaga og stefnanda gerð sekt, ásamt hinum tveimur olíufélögunum, á
grundvelli heimildar í 52. gr. samkeppnislaga eins og ákvæðið var fyrir
breytingu sem gerð var á því með lögum nr. 107/2000. Ákvæði þetta mælti fyrir
um að Samkeppnisráð gæti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök
fyrirtækja sem brytu m.a. gegn 10. gr. laganna, eins og nánar greinir síðar.
Eins og fram hefur komið var sekt stefnanda ákveðin 450 milljónir króna í
úrskurði áfrýjunarnefndar, sem stefnandi greiddi skömmu síðar, með fyrirvara um
endurheimtu fjárins úr ríkissjóði.
Í ákvörðun Samkeppnisráðs og í úrskurði
áfrýjunarnefndar er meðal annars vikið að því hvaða augum samkeppnisyfirvöld
litu heimild sína til að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtæki með tilliti til
þess hvort um væri að ræða refsingu í skilningi almennra hegningarlaga sem og
hvort fyrirtækin gætu borið fyrir sig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu þar
sem fjallað er um rétt þess sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi. Varð
það niðurstaða áfrýjunarnefndar að stjórnvaldssektir samkvæmt 52. gr.
samkeppnislaga fælu í sér refsikennd viðurlög en væru ekki taldar til refsinga.
Því giltu þágildandi lög um meðferð opinberra mála ekki um málsmeðferð þegar
ákveðið væri hvort beita skyldi stjórnvaldssektum, heldur sérákvæði
samkeppnislaga og almennar reglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hins vegar gæti
6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu komið til álita við álagningu
stjórnvalssekta þó að réttarstaðan væri óljós á þessu sviði.
Áratugur er liðinn síðan úrskurður
áfrýjunarnefndar féll. Síðan þá hefur almenn afstaða til álagningar
stjórnvaldssekta með tilliti til réttinda þeirra sem bornir eru sökum um
refsiverða háttsemi, sbr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr.
stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, orðið skýrari. Mannréttindadómstóll Evrópu
hefur meðal annars lagt til grundvallar að háar stjórnvaldssektir
samkeppnisyfirvalda falli undir ákvæðið, sbr. dóm frá 27. september 2011 í máli
Menarini gegn Ítalíu og dóm EFTA-dómstólsins 18. apríl 2012 í máli Posten
Norgen gegn Eftirlitsstofnun EFTA. Ákvæði mannréttindasáttmálans og 70. gr.
íslensku stjórnarskrárinnar standa hins vegar ekki í vegi fyrir því að
stjórnvöldum sé falið að ákvarða sekt fyrir brot af þessu tagi að því gefnu að
dómstólar hafi fullt vald til þess að endurskoða sektarákvörðunina. Við úrlausn
á því hvort meðferð á samkeppnismáli samrýmist í þeim tilvikum framangreindum
mannréttindaákvæðum verður því fyrst og fremst að líta til þess hvernig
dómstóll fjallar um mál sem höfðað er til ógildingar eða til lækkunar á
sektarákvörðuninni. Samkeppnisyfirvöld eru eftir sem áður bundin af
stjórnsýslureglum samkeppnislaga og stjórnsýslulaga við meðferð mála sem kann
að verða lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Getur grunnregla 6. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu haft þýðingu við þá stjórnsýslumeðferð.
Stefnandi krefst ógildingar á úrskurði
áfrýjunarnefndar meðal annars á þeim grundvelli að samkeppnisyfirvöldum hafi
verið óheimilt að halda áfram rannsókn sinni á ætluðu samráði olíufélaganna
eftir að ríkislögreglustjóri hóf lögreglurannsókn á sömu atriðum haustið 2003.
Rök stefnanda fyrir þessari ályktun virðist byggjast öðrum þræði á fyrirmælum
1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Þar er
kveðið á um að enginn skuli sæta lögsókn eða refsingu að nýju í sakamáli innan
lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða
sakfelldur fyrir með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis.
Ekki verður séð að fyrrgreind regla
mannréttindasáttmálans komi í veg fyrir að mál, sem kann að leiða til
sakfellingar fyrir refsiverða háttsemi, sé til rannsóknar hjá tveimur
stjórnvöldum á sama tíma. Stefnandi, sem var um hríð til rannsóknar hjá ríkislögreglustjóra
sem sakborningur, hafði hvorki verið ákærður né sakfelldur fyrir brot á 10. gr.
samkeppnislaga þegar samkeppnisyfirvöld tóku ákvörðun í málinu. Sakamál var
raunar aldrei höfðað gegn stefnanda, einungis gegn forstjórum olíufélaganna. Það
var lögmælt hlutverk samkeppnisráðs að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt 52.
gr. samkeppnislaga fyrir brot á 10. gr. laganna og bar Samkeppnisstofnun að
rannsaka slík mál og leggja þau fyrir ráðið að rannsókn lokinni. Með vísan til
þess sem hér hefur verið rakið verður ekki á það fallist að fyrrgreint ákvæði
mannréttindasáttmálans hafi verið því til fyrirstöðu að samkeppnisyfirvöld
héldu áfram rannsókn sinni á samstarfi olíufélaganna eftir að rannsókn
ríkislögreglustjóra hófst.
Stefnandi reisir fyrrgreinda ályktun
einnig á því að sektarákvörðun samkeppnisyfirvalda verði ekki reist á
málsmeðferð sem byggist á rannsókn þar sem stefnandi hafi veitt
Samkeppnisstofnun ýmsar upplýsingar en fellt á sama tíma á sig sök við
lögreglurannsókn sem hafi hafist eftir að þessar upplýsingar höfðu verið
veittar. Þessu til stuðnings skírskotar stefnandi meðal annars til niðurstöðu í
dómi Hæstaréttar Íslands frá 16. mars 2007 í máli nr. 92/2007, þar sem ákæru á
hendur forstjórum olíufélaganna var vísað frá dómi. Í framangreindum
hæstaréttardómi var komist að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag, sem leiddi
af þágildandi samkeppnislögum, hafi ekki verið nægilega skýrt ef tilefni þætti
til sakamálarannsóknar vegna gruns um brot á lögunum samhliða rannsókn
samkeppnisyfirvalda. Þar var einkum skírskotað til þeirrar stöðu sem ákærðu
voru í, þar sem þeir hefðu tekið þátt í viðræðum og samningum við
Samkeppnisstofnun og veitt stofnuninni ýmsar upplýsingar, en á sama tíma fellt
á sig sök með því að málið var síðar tekið til refsimeðferðar. Með vísan til
þessa þótti ekki nægjanlega fram komið að forstjórarnir hefðu, í
lögreglurannsókninni sem fram fór í kjölfar rannsóknar samkeppnisyfirvalda,
notið þeirra réttinda sakborninga, sem mælt væri fyrir um í 70. gr.
stjórnarskrárinnar, sbr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, og samkvæmt
meginreglum þágildandi laga um meðferð opinberra mála.
Eins og framangreind lýsing ber með sér
fjallar hæstaréttardómurinn um þá óvissu sem ákærðu voru í við lögreglurannsókn
ríkislögreglustjóra er hlaust af óljósum lagafyrirmælum um skil milli
rannsóknar Samkeppnisstofnunar og lögreglu. Sú óvissa breytti hins vegar engu
um ótvíræða lagaskyldu Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs um að taka ætluð
brot olíufélaganna á 10. gr. samkeppnislaga til viðeigandi stjórnsýslumeðferðar.
Staða stefnanda við þá málsmeðferð var skýr, þar á meðal um upplýsingaskyldu
stefnanda gagnvart Samkeppnisstofnun, sbr. 39. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.
Stefnandi sem er lögaðili á ekki að öllu leyti sama rétt og einstaklingur, sem
borinn er sökum um refsiverða háttsemi, til að neita að tjá sig eða leggja fram
gögn sem eru til þess fallin að varpa sök á hann. Ekkert
er fram komið í málinu sem styður það að stefnandi hafi við rannsókn
Samkeppnisstofnunar verið með ólögmætum hætti þvingaður til þess að svara
spurningum sem vörpuðu sök á félagið. Niðurstaða samkeppnisyfirvalda var þvert
á móti reist á gögnum og upplýsingum sem aflað var með húsleit á vegum
Samkeppnisstofnunar á starfsstöðvum olíufélaganna, auk þess sem að einhverju
leyti var byggt á gögnum og upplýsingum sem Samkeppnisstofnun aflaði með því að
óska skriflega eftir þeim frá stefnanda á grundvelli 39. gr. samkeppnislaga.
Ýmis gögn sem þannig lágu fyrir við rannsóknina voru jafnframt borin undir
nokkra starfsmenn stefnanda á fundum sem haldnir voru með samþykki stefnanda
haustið 2002, þar sem starfsmennirnir gáfu tilteknar skýringar á tilurð
gagnanna og hvaða ályktun þeir teldu rétt að draga af þeim. Með því að haga
rannsókn málsins á þann hátt sem hér hefur verið lýst verður ekki talið að
farið hafi verið gegn þeim grundvallarreglum sem leiddar verða af 70. gr.
stjórnarskrárinnar eða 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki verður séð að
það geti haft nokkra þýðingu í því sambandi þó að rannsóknin hafi um tíma
skarast við rannsókn lögreglu á sömu atriðum.
Stefnandi byggir ógildingarkröfu sína
enn fremur á því að málsmeðferð samkeppnisyfirvalda hafi falið í sér brot á
andmælarétti stefnanda samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga sökum þess að félaginu
hafi vegna lögreglurannsóknarinnar ekki verið unnt að tjá sig um efni málsins
fyrir samkeppnisyfirvöldum. Þessu til stuðnings vísar stefnandi til þess að
félagið hafi ekki getað leitað upplýsinga frá starfsmönnum félagsins, sem voru
sakborningar við lögreglurannsóknina og báru þar fyrir sig þagnarrétt, um þau
atriði sem þannig voru til rannsóknar hjá tveimur stjórnvöldum.
Af þessu tilefni er rétt að leggja
áherslu á að 13. gr. stjórnsýslulaga leggur þá skyldu á stjórnvald að sjá til
þess að málsaðili eigi þess kost að tjá sig um efni málsins áður en ákvörðun er
tekin í máli hans, enda liggi afstaða hans og rök ekki þegar fyrir í gögnum
málsins eða slíkt er augljóslega óþarft. Almennt uppfyllir stjórnvald þessa
skyldu með því að veita málsaðila aðgang að gögnum málsins auk þess sem honum
ber að vekja athygli hans á því ef nýjar upplýsingar bætast við, sem honum er
ókunnugt um að liggi fyrir og kunna að hafa verulega þýðingu fyrir úrlausn
málsins, og veita honum hæfilegan frest til þess að tjá sig um efnisatriði
málsins. Tilgangur þessarar reglu er einkum sá að gefa málsaðila tækifæri til
þess að gæta réttar síns og hagsmuna með því að leiðrétta upplýsingar, sem hann
telur rangar, og benda á atriði sem geta verið honum til hagsbóta við úrlausn
málsins. Þegar stjórnvald á frumkvæði að því að hefja athugun á máli, sem kann
að ljúka með stjórnvaldsákvörðun, verður stjórnvaldið að gefa málsaðila
sérstakt tækifæri til að tjá sig um framangreind atriði. Hins vegar er það á
ábyrgð málsaðila að taka afstöðu til þess hvort og þá hvernig hann nýtir sér andmælarétt
sinn. Stjórnvaldi kann þá eftir atvikum að vera rétt að taka tillit til
óvenjulegra aðstæðna hjá málsaðila, sem eru sannanlega til þess fallnar að
torvelda honum að nýta sér andmælarétt sinn, með því að veita rýmri frest en
ella til að tjá sig. Við þær aðstæður ber þó að taka mið af þeirri skyldu, sem
hvílir á stjórnvöldum samkvæmt 9. gr. stjórnsýslulaga, að taka ákvarðanir svo
fljótt sem unnt er.
Í því máli sem hér er til úrlausnar
liggur fyrir að stefnandi hafði vitneskju um rannsókn Samkeppnisstofnunar frá
því að hún hófst með húsleit á starfsstöðvum olíufélaganna. Stefnandi hafði
aðgang að öllum þeim gögnum sem lágu fyrir í málinu, auk þess sem lögmenn
stefnanda voru í reglulegum samskiptum við Samkeppnisstofnun meðan á rannsókn
málsins stóð. Fundir voru haldnir með fimm starfsmönnum stefnanda á árinu 2002
þar sem ýmis gögn voru lögð fyrir þá um ætlað samráð olíufélaganna í
tengslum við tiltekin útboð og verðkannanir í því skyni að fá skýringar þeirra á tilurð og efni þeirra.
Samkeppnisstofnun sendi stefnanda því næst ítarlegar greinargerðir, svonefndar
frumathuganir, sem dagsettar eru 8. janúar og 5. desember 2003. Þar gerði
stofnunin ekki einungis ítarlega grein fyrir málavöxtum, heldur fjallaði einnig
um lagatúlkun og hvernig hún teldi að heimfæra ætti málsatvik til laga, sem og
þau sjónarmið sem ættu að vera ráðandi við ákvörðun viðurlaga. Stefnandi fékk
frest til þess að tjá sig um þessar greinargerðir og skilaði skriflegum
andmælum 4. maí 2004. Samkeppnisstofnun gaf stefnanda færi á því að tjá sig um
ný gögn sem aflað var í kjölfarið og lögmaður stefnanda reifaði málið munnlega
fyrir samkeppnisráði áður en ákvörðun var tekin.
Dómurinn telur að með þessu hafi
Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð gert það sem í þeirra valdi stóð til þess að
gefa stefnanda færi á því að tjá sig um efni málsins áður en ákvörðun
samkeppnisráðs var tekin. Stefnandi hefur aftur á móti ekki útskýrt hvernig
upplýsingar, sem starfsmenn hans bjuggu yfir, og gátu varpað sök á þá eða
félagið við lögreglurannsóknina, hafi verið stefnanda nauðsynlegar til þess að
andmæla málavöxtum eins og Samkeppnisstofnun lýsti þeim. Verður í því efni að
árétta fyrrgreindan megintilgang andmælareglunnar, sem er að gefa málsaðila
færi á að gæta réttar síns og hagsmuna við stjórnsýslumeðferð mála með því að
leiðrétta rangfærslur, benda á atriði sem geta verið honum til hagsbóta og
leggja fram ný gögn sem þjóna þessum tilgangi. Með vísan til þess sem hér hefur
verið rakið liggur ekki fyrir að lögreglurannsóknin hafi sannanlega torveldað
stefnanda að nýta sér andmælarétt sinn þannig að sérstök ástæða hafi verið til
þess að bregðast við af hálfu samkeppnisyfirvalda. Það var því alfarið á ábyrgð
og áhættu stefnanda hvernig hann nýtti sér andmælarétt sinn.
Stefnandi ber því einnig við að brotið
hafi verið gegn andmælarétti hans samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga með því að
viðmiðunartímabil við útreikning á ætluðum ávinningi olíufélaganna hafi verið
breytt í ákvörðun samkeppnisráðs frá því sem kynnt var í frumathugun
Samkeppnisstofnunar.
Eins og rakið er í kafla II gerði
Samkeppnisstofnun grein fyrir útreikningum sínum á ætluðum ávinningi
olíufélaganna af hinu ólögmæta samráði með því að bera saman meðaltal
einingaframlegðar áranna 1995 til 1997 við einingaframlegð áranna 1998 til
2001. Niðurstöður þessa útreiknings bentu til þess að ávinningur olíufélaganna
næmi samtals ríflega sex og hálfum milljarði króna. Stefnandi hafði tækifæri
til þess að gera athugasemdir við forsendur þessa útreiknings og það gerði hann
með andmælum sínum 4. maí 2004. Þar vísaði hann meðal annars til gagnrýni sem
fram kom í álitsgerð hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Jóns Þórs
Sturlusonar á aðferðafræði Samkeppnisstofnunar. Í ákvörðun samkeppnisráðs er
sömu aðferð beitt til þess að komast að niðurstöðu um ætlaðan ávinning
olíufélaganna af samráðinu. Hins vegar var annað viðmiðunartímabil lagt til
grundvallar, eins og rakið er í kafla II, sökum þess að nýjar upplýsingar lágu
þá fyrir um framlegð stefnanda allt aftur til ársins 1993. Ágreiningslaust er
að stefnanda ásamt hinum olíufélögunum var tjáð að þessar nýju upplýsingar
lægju fyrir og hvers efnis þær voru. Fyrrgreind breyting hafði þó ekki teljandi
áhrif á niðurstöðu um ávinning olíufélaganna í heild. Taldi samkeppnisráð
þannig að þessi ávinningur, sem rakinn var til hins ólögmæta samráðs, hefði á
árunum 1996 til 2001 numið í heild tæplega sex og hálfum milljarði króna.
Það leiðir ekki af andmælareglu 13. gr.
stjórnsýslulaga að stjórnvöldum beri skylda til þess að útskýra, áður en
ákvörðun er tekin, aðferðir sínar við að reikna út ætlaðan ávinning eða önnur
atriði út frá þeim tölulegu upplýsingum sem liggja fyrir í málinu. Þannig
fullnægir stjórnvald almennt skyldum sínum í þessu efni með því að tryggja að
málsaðili hafi aðgang að og geti tjáð sig um þær upplýsingar sem þýðingu geta
haft fyrir niðurstöðu málsins. Við meðferð á því máli sem hér er til úrlausnar
var hins vegar gengið lengra en lög áskildu með því að kynna stefnanda og öðrum
málsaðilum fyrrgreinda frumathugun Samkeppnisstofnunar. Þar var meðal annars gerð
grein fyrir útreikningum stofnunarinnar á ætluðum ávinningi félaganna af
samráðinu, eins og vikið hefur verið að. Þessi tilhögun var reist á 16. gr.
reglna nr. 922/2001 um málsmeðferð samkeppnisyfirvalda, þar sem mælt er fyrir
um að taka skuli saman sérstakar greinargerðir sem nefnast frumathuganir í
nánar tilgreindum samkeppnismálum. Í ákvæðinu kemur fram að í þessari
greinargerð skuli helstu atvikum málsins lýst, auk þess sem greint skuli frá
grundvelli þess í aðalatriðum að tilteknar aðstæður eða háttsemi kunni að fara
gegn ákvæðum samkeppnislaga. Sérstaklega er tekið fram að í frumathugun sé ekki
nauðsynlegt að fram komi tæmandi lýsing á atvikum málsins eða sjónarmiðum
samkeppnisyfirvalda. Þá segir í ákvæðinu að tilgangur frumathugunar sé að
stuðla að því að málið sé að fullu upplýst áður en ákvörðun er tekin og að
auðvelda málsaðila að nýta sér andmælarétt sinn.
Í ákvörðun samkeppnisráðs var útskýrt
af hvaða ástæðu samkeppnisráð lagði annað viðmiðunartímabil til grundvallar en
gert hafði verið í frumathuguninni. Ekki verður annað ráðið en að þær ástæður
hafi verið málefnalegar og til þess fallnar að leggja traustari grunn að
útreikningi á ætluðum ávinningi olíufélaganna. Þegar litið er til efnis 13. gr.
stjórnsýslulaga og 16. gr. reglna nr. 922/2001 fær dómurinn ekki séð að brotið
hafi verið gegn þessum fyrirmælum með fyrrgreindri breytingu. Þó kann að hafa
verið ástæða til þess að vekja athygli olíufélaganna á breyttri aðferð við
útreikning ávinnings félaganna, eins og vikið er að í úrskurði áfrýjunarnefndar.
Að mati dómsins getur það þó aldrei talist svo veigamikill annmarki að leitt
geti til ógildis úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála eins og krafist er.
Er þá jafnframt til þess að líta að stefnandi átti þess kost að gera
athugasemdir út frá þessum breyttu forsendum fyrir áfrýjunarnefndinni.
Stefnandi reisir kröfu sína um
ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar einnig á því að rannsókn
samkeppnisyfirvalda hafi verið ábótavant í málinu. Vísar stefnandi þar til 10.
gr. stjórnsýslulaga þar sem sú skylda er lögð á stjórnvöld að sjá til þess að
mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Stefnandi styður
þessa málsástæðu öðrum þræði við það að ekki hafi verið aflað nauðsynlegra
sjónarmiða og upplýsinga frá stefnanda áður en ákvörðun var tekin. Þá byggir
hann á því að ætlaður ávinningur olíufélaganna af samráðinu hafi ekki verið
rannsakaður nægjanlega.
Í tilefni af fyrra atriðinu, sem þessi
málsástæða styðst við, vísar dómurinn til þess sem þegar hefur verið rakið um
málsmeðferð samkeppnisyfirvalda. Umfangsmikil gögn, sem aflað var með húsleit
og frá félögunum á grundvelli upplýsingaskyldu þeirra samkvæmt 39. gr.
samkeppnislaga, og upplýsingar, sem gefnar voru á fundum með starfsmönnum
olíufélaganna, lágu til grundvallar ályktun samkeppnisyfirvalda. Stefnandi átti
þess kost að tjá sig um efnisatriði málsins og kaus að gera það í takmörkuðum
mæli á sína ábyrgð og áhættu. Stefnandi hefur ekki bent á tilteknar ályktanir
samkeppnisyfirvalda, sem ekki eigi sér stoð í fyrirliggjandi gögnum málsins,
nema að því er lýtur að mati á ávinningi olíufélaganna. Því ber að hafna
framangreindri málsástæðu stefnanda.
Síðara atriðið sem stefnandi vísar til
í þessu sambandi tengist ágreiningi aðila um það hvort fyrir liggi sannanlegur
ábati stefnanda af samráði olíufélaganna, sem var skilyrði fyrir því að sekt
stefnanda gæti orðið hærri en 40 milljónir króna samkvæmt 52. gr.
samkeppnislaga eins og greinin var fyrir gildistöku laga nr. 107/2000. Tekin
verður afstaða til þessarar málsástæðu í tengslum við umfjöllun um
þrautavarakröfu stefnanda um lækkun sekta.
Stefnandi gerir til vara kröfu um að
úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði breytt þannig að stefanda verði
ekki gert að greiða sekt í ríkissjóð. Þessi krafa er reist á þeirri málsástæðu
að brot stefnanda hafi verið fyrnd þegar samkeppnisráð tók ákvörðun í málinu.
Ágreiningslaust er að um fyrningu brotanna fari eftir fyrirmælum IX. kafla
almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt 5. mgr. 81. gr. þeirra laga, sbr.
5. gr. laga nr. 39/2000, er fyrningarfrestur vegna refsiábyrgðar lögaðila fimm
ár. Stefnandi telur að þetta ákvæði taki ekki til brota stefnanda þar sem
langflest samráðstilvikin áttu sér stað fyrir gildistöku laga nr. 39/2000.
Stefndi er á öndverðum meiði og vísar til þess að um samfellda brotastarfsemi
hafi verið að ræða sem ekki hafi lokið fyrr en eftir gildistöku laganna og hafi
fyrning brotsins ekki hafist fyrr en þá.
Í ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði
áfrýjunarnefndar var stefnandi fundinn sekur um aðild að fjölda samráðstilvika
á tímabilinu 1993 til 2001. Í ákvörðun samkeppnisráðs kemur fram að til þess að
framkvæma samráðið hafi olíufélögin átt í miklum samskiptum sín á milli þar sem
fjallað var um samráð um verð, samskipti um útboð og gerð tilboða sem og um
markaðsskiptingu félaganna. Eru þar rakin yfir fjögur hundruð tilvik um slík
samskipti frá apríl 1993 til desember 2001. Stefnandi var þátttakandi í þessum
samstilltu aðgerðum allt til loka þessara samskipta. Gögn málsins styðja það að
samráðið hafi því verið samfellt og átt að þjóna því sameiginlega markmiði
olíufélaganna að raska samkeppni á viðkomandi markaði í því augnamiði að auka
eða viðhalda framlegð af vörusölu félaganna. Ber að líta á þessa háttsemi
olíufélaganna sem samfellda brotastarfsemi sem braut gegn 10. gr. samkeppnislaga.
Þeirri brotastarfsemi lauk ekki fyrr en í desember 2001 og verður í samræmi við
almennar reglur að leggja til grundvallar að fyrning á broti stefnanda hafi
ekki hafist fyrr en þá. Um þá fyrningu fer eftir fyrirmælum 81. gr. almennra
hegningarlaga eins og greinin hljóðaði á þeim tíma sem fyrningin hófst. Er ekki
á það fallist að með þeirri niðurstöðu sé reglum um fyrningu viðurlaga beitt
afturvirkt þannig að í bága fari við stjórnlög. Á þeim tíma höfðu lög nr.
39/2000 tekið gildi og var fyrningarfrestur í málinu því fimm ár, sbr. 5. mgr.
81. gr. almennra hegningarlaga. Sá fyrningarfrestur var ekki liðinn þegar
samkeppnisráð komst að niðurstöðu í októberlok 2004 um að stefnandi hefði gerst
sekur um brot gegn 10. gr. samkeppnislaga. Þegar af þessari ástæðu er öllum
röksemdum stefnanda fyrir varakröfu hans hafnað.
Eins og rakið hefur verið krefst
stefnandi þess til þrautavara að sekt, sem félaginu var gert að greiða í
ríkissjóð að fjárhæð 450 milljónir króna, verði lækkuð. Styður stefnandi þessa
kröfu við ýmsar málsástæður. Meðal þess sem stefnandi ber við til stuðnings
þessari kröfu er að ekki hafi verið sýnt fram á það að stefnandi hafi
sannanlega haft yfir 40 milljóna króna ábata af samráði olíufélaganna. Því geti
sekt stefnanda hæst numið 40 milljónum króna í samræmi við ákvæði 52. gr.
samkeppnislaga eins og ákvæðið var fyrir gildistöku laga nr. 107/2000.
Stefnandi telur að ávinningur stefnanda hafi í öllu falli verið mun minni en
lagt hafi verið til grundvallar af samkeppnisyfirvöldum.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komst að
þeirri niðurstöðu að leggja bæri ákvæði 52. gr. samkeppnislaga í framangreindri
mynd til grundvallar við úrlausn málsins. Ágreiningslaust er í máli þessu að
fylgja beri þeirri niðurstöðu og verður við það miðað.
Samkvæmt fyrrgreindri 1. mgr. 52. gr.
samkeppnislaga gat samkeppnisráð lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök
fyrirtækja sem brutu gegn bannákvæðum laganna nema brotið teldist óverulegt eða
ekki var talin þörf á slíkum sektum til að stuðla að og efla virka samkeppni af öðrum ástæðum. Við ákvörðun sekta bar að hafa hliðsjón af eðli
og umfangi samkeppnishamla og hvað þær hefðu staðið lengi. Samkvæmt 2. mgr.
greinarinnar skyldi við ákvörðun sekta samkvæmt 1. mgr. taka tillit til þess
skaða sem samkeppnishömlur hefðu valdið og þess ávinnings sem þær hefðu haft í
för með sér. Þá kom þar fram að sektir gætu numið allt að 10% af veltu
síðastliðins almanaksárs af þeirri starfsemi sem í hlut ætti hjá hverju
fyrirtæki sem aðild ætti að samkeppnishömlum ef sannanlegur ábati þeirra af
broti gegn samkeppnisreglum hefði numið hærri fjárhæð en 40 milljónum króna.
Í athugasemdum við það frumvarp sem
varð að samkeppnislögum nr. 8/1993 kom fram að ákvæði 52. gr. laganna væru
sniðin að þeirri löggjöf sem væntanlega myndi gilda í ríkjum Evrópska
efnahagssvæðisins og þegar gilti í aðildarríkjum Evrópubandalagsins en af henni
leiddi að samkeppnisyfirvöldum EFTA-ríkjanna og Eftirlitsstofnun EFTA var ætlað
að vinna sameiginlega að framkvæmd sameiginlegra samkeppnisreglna efnahagssvæðisins
hér á landi. Samkvæmt 3. mgr. 23. gr. bókunar 4 við samning EFTA-ríkjanna um
stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls var Eftirlitstofnun EFTA, við ákvörðun
sekta vegna brota á bannákvæðum meginmáls samningsins um samráð fyrirtækja og
misbeitingu á markaðsráðandi stöðu, ætlað að hafa hliðsjón af bæði alvarleika
brots og hversu lengi það hefði staðið, en einnig var kveðið á um 10%
sektarhámark miðað við heildarveltu brotlegs fyrirtækis á undanförnu
almanaksári, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Verða fyrrgreind ummæli í athugasemdum
frumvarpsins ekki skilin á aðra leið en að sektarreglum laga nr. 8/1993 hafi
verið ætlað að leiða til þess að ákvörðun sekta af hálfu íslenskra
samkeppnisyfirvalda fylgdi í grundvallaratriðum sambærilegum sjónarmiðum og
giltu um Eftirlitsstofnun EFTA samkvæmt þessu ákvæði.
Að þessu gættu, svo og að teknu tilliti
til orðalags og innra samhengis 52. gr. laga nr. 8/1993, verður að skýra ákvæði
greinarinnar þannig að við ákvörðun sekta hafi samkeppnisyfirvöldum borið að
hafa hliðsjón af bæði eðli og umfangi samkeppnishamla og einnig hversu lengi
þær höfðu staðið, enda teldist brot ekki óverulegt eða ekki talin þörf á sektum
af öðrum ástæðum. Þá bar einnig að taka tillit til þess skaða sem
samkeppnishömlur höfðu valdið og þess ávinnings sem þær höfðu haft í för með
sér. Samkvæmt skýrum fyrirmælum 2. mgr. greinarinnar gat sekt þó ekki farið
yfir 40 milljónir króna nema fyrir lægi að ábati fyrirtækis af broti næmi hærri
fjárhæð. Í þeim tilvikum var sektarhámark miðað við 10% af veltu þeirrar starfsemi
fyrirtækisins sem brotið laut að, eins og rakið hefur verið. Í samræmi við 10.
gr. stjórnsýslulaga hvíldi á samkeppnisyfirvöldum að sýna fram á að fullnægt
væri lagaskilyrði fyrir því að unnt væri að leggja á hærri sektir en 40
milljónir króna.
Í dómum Hæstaréttar hefur ítrekað verið
gengið út frá því að dómstólar fari með óskorað endurskoðunarvald gagnvart
sektarákvörðunum samkeppnisyfirvalda með þeim takmörkunum einum sem leiða af
forræði aðila á sakarefninu, sbr. einnig fyrrgreindan dóm Mannréttindadómstóls
Evrópu 27. september 2011 í máli Menarini gegn Ítalíu. Í þessu felst að
dómstólar meta ekki einungis hvort ákvörðun samkeppnisyfirvalda um sektir
styðjist við fullnægjandi heimildir og lögmæt sjónarmið heldur er dómstólum
ætlað að meta til hlítar hvaða sekt telst hæfileg með vísan til þeirra lögmæltu
viðmiða sem áður greinir. Við þetta mat geta dómstólar stuðst við og vísað til
mats samkeppnisyfirvalda eftir því sem þeir telja rétt en eru hins vegar ekki
bundnir við þá afstöðu ef gögn málsins leiða til annars. Samkvæmt þessu getur
dóminum verið heimilt að líta til gagna sem aflað hefur verið eftir að
úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála var kveðinn upp og lögð hafa verið
fram við meðferð málsins með viðhlítandi hætti.
Í málinu er fyrst til þess að líta að
sektarákvörðun samkeppnisyfirvalda laut að fjölda alvarlegra samkeppnisbrota
stefnanda og samstarfsaðila hans á olíumarkaði. Með þessum brotum, sem framin
voru kerfisbundið yfir langt tímabil eða frá 1993 til desember 2001, misnotuðu
stefnandi og samstarfsaðilar hans sér nálega 100% hlutdeild þeirra á mörkuðum
fyrir eldsneyti og olíuvörur með því að stilla saman strengi um verð á þessum
vörum, skipta upp mörkuðunum og eiga samvinnu um gerð tilboða, líkt og ítarlega
er reifað í ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála. Dómurinn telur hafið yfir allan vafa að markmið stefnanda og
samstarfsaðila hans var að skapa sér ávinning og um leið hlaut þeim að vera
ljóst að háttsemi þeirra var til þess fallin að valda viðskiptavinum þeirra
tjóni, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 7. febrúar 2008 í málum nr.
142/2007 og 143/2007, dóm Hæstaréttar 30. apríl 2008 í máli nr. 309/2007 og dóm
réttarins 6. maí 2010 í máli nr. 244/2009. Er þá meðal annars litið til þess að
við þátttöku í ýmsum útboðum á eldsneyti og olíuvörum skilgreindu stefnandi og
samstarfsaðilar hans sjálfir þann hagnað sem þeir töldu sig öðlast með samráði
og ákváðu tiltekna skiptingu hans sín á milli.
Ekki er í lögskýringargögnum vikið að
því hvernig beri að skilja hugtakið ábata af broti í 52. gr. eins og ákvæðið
hljóðaði við setningu laga nr. 8/1993. Dómurinn tekur undir með
samkeppnisyfirvöldum að við mat á ábata í þessum skilningi sé ekki einungis
unnt að líta til þróunar á arðsemi eigin fjár eða hagnaðs fyrirtækja sem taka
þátt í broti á samkeppnislögum. Eðlilegra sé að horfa til þess hagnaðar sem þau
hafa haft af viðskiptum sem brotin lúta að áður en tillit er tekið til þess
hvernig honum hafi verið ráðstafað í breytilegan dreifingar- og
rekstrarkostnað, afskriftir, fjármagnskostnað og annan fastan kostnað, sem og í
hagnað til eigenda þeirra. Ella sé hætt við því að ávinningur af broti nái ekki
til óhagkvæmrar ráðstöfunar á hagnaði af ólögmætu samráði.
Allar aðferðir sem notaðar eru til þess
að meta ábata eða ávinning af samkeppnisbroti miðast við að bera saman
raunverulega þróun á verði með samráði við þróun sem hefði orðið við sömu
markaðsaðstæður án samráðs. Nærtækt er þá að bera saman raunverulegt verð þegar
samráðið átti sér stað við verð sömu aðila þegar samráð var ekki til staðar eða
þegar ætla má að það hafi haft minni áhrif á verðlagningu. Mat af þessu tagi er
ávallt háð ákveðinni óvissu. Draga má verulega úr henni með því að byggja á
traustum gögnum og taka tillit til þeirra atriða sem geta valdið skekkju í
samanburðinum. Þá eykur það áreiðanleika við mat á ávinningi ef byggt er á
fleiri aðferðum en einni þar sem niðurstöður styðja hverja aðra. Að þessu gættu
telur dómurinn að samanburður af þessu tagi geti gefið raunhæfa mynd af
ávinningi af samkeppnisbroti.
Eins og rakið hefur verið litu
samkeppnisyfirvöld fyrst og fremst til breytinga sem urðu á svonefndri
einingaframlegð af sölu á fljótandi eldsneyti á samráðstímabilinu þegar komist
var að niðurstöðu um ávinning eða ábata félaganna af hinu ólögmæta samráði. Þar
var stuðst við gögn frá olíufélögunum og skilgreiningu þeirra sjálfra á
einingaframlegð. Með einingaframlegð er þá átt við það sem félagið heldur eftir
af söluverði þegar kostnaður við aðföng eldsneytis hefur verið dreginn frá. Með
því að styðjast við þessa aðferð er kostnaður aðfanga dreginn frá, en hann er
mjög breytilegur í verði, bæði vegna sveiflu í heimsmarkaðsverði og
gengisbreytinga, og nær ekkert háður innlendri kostnaðarþróun.
Við samanburð samkeppnisyfirvalda á
einingaframlegð félaganna milli tímabila var miðað við verðlag ársins 2001. Með
því var almennt tekið tillit til þátta eins og hagvaxtaraukningar,
launaþróunar, framleiðniþróunar, hækkandi arðsemiskrafna, hækkunar á
fjármagnskostnaði og aukins kostnaðar vegna umhverfiskvaða, enda má reikna með
að hækkanir á þessum þáttum leiði út í almennt verðlag. Stefnandi hefur ekki
sýnt fram á að kostnaðarhækkun af þessum toga hafi komið harðar niður á sér en
öðrum atvinnufyrirtækjum hér á landi á sama tíma. Með því að miða við fast verðlag
ársins 2001 verður einnig að ætla tekið sé að stórum hluta tillit til þess
gengistaps sem olíufélögin hafi orðið fyrir á tímabilinu. Stefnandi virðist á
sama tíma ganga út frá því í málatilbúnaði sínum að kostnaðarlækkun vegna
hagræðingar í rekstri fyrirtækisins á samráðstímabilinu eigi að hafa áhrif á
framlegðarútreikninga þannig að ávinningur hans af samráði verði lægri en
samkeppnisyfirvöld gera ráð fyrir. Í því sambandi verður að líta til þess að
ekki hefur verið sýnt fram á að hagræðing í rekstri eða framleiðniaukning hafi
verið önnur hjá stefnanda en almennt í atvinnurekstri á tímabilinu. Hafi
stefnandi hins vegar lækkað kostnað sinn meira en í öðrum greinum, og að því
gefnu að það eigi að hafa áhrif á mat á ávinning af samráðinu, eins og stefnandi
byggir á, hljóta samkeppnisyfirvöld enn fremur að hafa vanmetið ávinninginn en
ekki ofmetið.
Eins og rakið hefur verið báru
samkeppnisyfirvöld einingaframlegð af sölu á fljótandi eldsneyti á tímabilinu
1996 til 2001 saman við meðaltal einingaframlegðar sömu viðskipta á árunum 1993
til 1995 á verðlagi ársins 2001. Rannsókn samkeppnisyfirvalda leiðir í ljós að
samráð átti sér einnig stað á samanburðartímanum auk þess sem það tók jafnframt
til viðskipta félaganna með aðrar vörur. Aðferðin fól að þessu leyti í sér
vanmat á ávinningi olíufélaganna af samráði. Þá fellst dómurinn á það með
stefndu að ótækt sé að miða samanburð af þessu tagi við tímabilið 2002 til
2004, þegar rannsókn á samráðinu stóð yfir, enda verður að ætla að áhrifa
samráðsins hafi þá gætt enn, þar sem þau hafi haft hagsmuni af því að víkja
ekki frá fyrri venjum í verðlagningu á olíuvörum.
Þegar litið er til framangreindra
atriða telur dómurinn að sá samanburður sem samkeppnisyfirvöld beittu til að
meta þróun einingaframlegðar á samráðstímanum hafi verið til þess fallinn að
varpa ljósi á ávinning olíufélaganna af því samráði sem rannsókn samkeppnisyfirvalda
hefur leitt í ljós. Ekki er á það fallist að breytingar á ytri aðstæðum á
samráðstímanum geti skýrt þá hækkun sem varð á einingaframlegð, enda má ætla að
tekið sé að verulegu leyti mið af slíkum þáttum með því að miða við fast
verðlag. Eins og rakið er í yfirmatsgerð 28. september 2008 er heldur ekki ástæða til að
ætla að niðurstöður um ávinning félaganna af samráði séu í veigamiklum atriðum
rangar vegna þess að ekki hafi verið tekið tillit til þess að markaðshegðun sé
mismunandi eftir kaupendum og einstökum vöruflokkum. Auk þess er á það fallist
að í kortaafsláttum felist útgjöld sem miða að því að kaupa tryggð
viðskiptavinarins, en fyrirtæki leggja einungis í slík útgjöld ef þau telja sig
hafa hag af því. Því er ekki rétt að taka tillit til slíkra kortaafslátta, eins
og rökstutt er í framangreindri yfirmatsgerð. Þá liggur ekki fyrir að
breytingar á reikningsskilum stefnanda milli tímabilanna, sem ekki hafi verið
tekið tillit til í niðurstöðu samkeppnisráðs, hnekki í meginatriðum þeim vísbendingum
sem samanburðurinn gefur til kynna. Þá tekur dómurinn undir þann varnagla sem
kemur fram í undirmatsgerð 3. janúar 2007 þess efnis að skýringarbreytur við
útreikning á ávinningi geti verið innbyrðis háðar sem kann að leiða til ofmats
á áhrifum þeirra.
Niðurstaða
framangreinds samanburðar leiddi í ljós að samanlagður ávinningur stefnanda af
samráði um verð á fljótandi eldsneyti á tímabilinu 1996 til 2001 hafi numið
1.654 milljónum króna. Í úrskurði áfrýjunarnefndar var við ákvörðun sekta horft
til tiltekinna ytri aðstæðna sem virðist hafa verið talið að gætu skýrt að
einhverju leyti hærri framlegð á tímabilinu, þ.e. til gengistaps, aukinnar
arðsemiskröfu og hækkunar á launum umfram neysluverðsvísitölu. Eins og áður
greinir verður að ætla að tekið sé að stórum hluta mið af þessum aðstæðum með
því að miða við fast verðlag ársins 2001 við útreikning samkeppnisráðs. Með því
að lækka ávinning á þessum grundvelli er einnig horft fram hjá því að
ávinningur af samráðinu kann meðal annars að hafa verið notaður til að standa
undir aukinni arðsemiskröfu og launahækkunum.
Eins og
fram hefur komið var markmið samráðs olíufélaganna að auka eða koma í veg fyrir
lækkun á framlegð af sölu þeirra á eldsneyti og auka þar með eða viðhalda
ávinningi félaganna. Miðað við gögn sem rakin eru í ákvörðun samkeppnisráðs um
samskipti starfsmanna félaganna á samráðstímanum má gera ráð fyrir að þetta
hafi tekist í meginatriðum. Almennt verður að ætla að fyrirtæki leggi ekki
stund á jafn umfangsmikið samráð í svo langan tíma og raun ber vitni nema að
hafa af því ávinning. Þá liggur fyrir að félögin lögðu stund á svonefnda
skiptisölu þar sem þau endurgreiddu hvert öðru hluta af álagningu sinni í
tilteknum viðskiptum, en heildarumfang þeirra viðskipta nam 5,8 milljörðum
króna á tímabilinu 1993 til 2001. Verður einnig að gera ráð fyrir að fyrirtæki
gangist ekki undir skuldbindingar af þessu tagi nema þau telji sig hafa hag af
því. Þá er til þess að líta að kjöraðstæður virðast hafa verið uppi á þessum
tíma til að samráð olíufélaganna skilaði þeim ávinningi. Samráðið snerist um
einsleita og samkynja nauðsynjavörur með lágri verðteygni. Erfitt var fyrir
nýja aðila að koma inn á markaðinn í ljósi kostnaðar við að koma upp
dreifikerfi og möguleika olíufélaganna, sem höfðu komið sér fyrir á markaðnum,
til að bregðast við samkeppni með því að lækka verðið. Þegar litið er til
þessara atriða, og jafnframt tekið mið af útreikningi samkeppnisyfirvalda á
ávinningi stefnanda af samráðinu með framangreindri aðferð, telur dómurinn
bersýnilegt að ábati stefnanda, sem rekja má til hins ólögmæta samráðs, hafi
numið mun hærri fjárhæð en 40 milljónum króna. Sterk rök hníga einnig að því að
ávinningur stefnanda af samráðinu hafi numið hærri fjárhæð en þeirri sekt sem
stefnanda var gert að greiða í ríkissjóð. Þær matsgerðir sem stefnandi hefur
aflað og hann vísar til í málatilbúnaði sínum hnekkja ekki þeirri niðurstöðu.
Samkvæmt
framansögðu sýndu samkeppnisyfirvöld fram á það með viðhlítandi hætti við
rannsókn málsins að
fullnægt hafi verið skilyrði 2. mgr. 52. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 til þess
að ákveða sektir allt að 10% af veltu stefnanda vegna síðastliðins almanaksárs
af hlutaðeigandi starfsemi. Leggja verður þann skilning í ákvæðið að þar hafi
verið vísað til veltu næsta heila almanaksárs áður en sektin var ákveðin. Þá
telur dómurinn ekki ástæðu til að víkja frá þeirri afstöðu samkeppnisyfirvalda
að einungis hafi borið að draga virðisaukaskatt frá veltu þeirra fyrirtækja sem
í hlut áttu en ekki ýmis önnur gjöld og opinberar álögur. Í ákvörðun samkeppnisráðs
kemur fram að velta stefnanda á árinu 2003 hafi numið 14.226 milljónum króna og
ber að leggja það til grundvallar við úrlausn málsins. Samráðið laut að
kjarnastarfsemi stefnanda og er ágreiningslaust að um 80% af veltu félagsins
hafi stafað frá þeim markaði sem um ræðir. Sekt að fjárhæð 450 milljónir króna,
sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála gerði stefnanda að greiða í ríkissjóð, var
því töluvert undir því hámarki sem fyrrgreint ákvæði samkeppnislaga mælti fyrir
um.
Samkvæmt þeim reglum 52. gr. samkeppnislaga
nr. 8/1993 sem áður greinir bar við nánari ákvörðun sekta að taka tillit til
þess skaða sem samkeppnishömlurnar ullu og þess ávinnings sem þær höfðu í för
með sér. Áður hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðum samkeppnisyfirvalda um
að olíufélögin hafi haft verulegan ávinning af brotunum og að sú niðurstaða
gefi sterka vísbendingu um að ávinningur stefnanda af þátttöku í samráði
félaganna hafi verið meiri en sem nam sekt hans í ríkissjóð. Að virtu eðli
þeirrar starfsemi sem hér var um að ræða, og margþættum áhrifum hennar á
viðskipti og atvinnulíf, telur dómurinn einnig að stefnanda og samstarfsaðilum
hans hafi hlotið að vera ljóst að um væri að ræða verulega skaðlega háttsemi
fyrir samfélagið allt. Þessu til stuðnings má vísa til áðurtilvitnaðrar yfirmatsgerðar.
Þá telur dómurinn rétt að líta til þess við ákvörðun sektar að brot
olíufélaganna stóð yfir í mörg ár og laut að umfangsmiklum viðskiptum þeirra
hér á landi með mikilvæga nauðsynjavöru. Auk þess ber að taka tillit til þess
að samráðið var þaulskipulagt og æðstu stjórnendur félaganna tóku þátt í því
gegn betri vitund.
Stefnandi byggir þrautavarakröfu sína
öðrum þræði á því að sala olíufélaganna til erlendra skipa hafi fallið utan
gildissviðs samkeppnislaga nr. 8/1993, en samkeppnisyfirvöld hafi talið að
samráð þeirra um þessi viðskipti væru hluti af brotlegri háttsemi félaganna. Í
2. mgr. 3. gr. laganna sagði að þau tækju ekki til samninga, skilmála og
athafna sem aðeins væri ætlað að hafa áhrif utan Íslands, sbr. þó ákvæði XI.
kafla og reglur um viðskipti á sameiginlegum markaði Evrópska
efnahagssvæðisins. Í frumvarpi því er varð að lögunum var framsetning
ákvæðisins önnur, þar sem ekki var vikið að gildissviði laganna um viðskipti á
EES-svæðinu, en aftur á móti kveðið á um að ráðherra gæti rýmkað landfræðilegt
gildissvið laganna í samræmi við samninga íslenska ríkisins við annað ríki eða
alþjóðastofnun. Í athugasemdum við frumvarpið kom fram að lögunum væri samkvæmt
ákvæðinu ekki ætlað að ná til útflutnings. Kom þar fram að útflutningur teldist
jöfnum höndum vera sala á vöru úr landi, flutningar frá landinu og þjónusta við
erlenda aðila ef hún væri greidd af erlendum aðilum. Síðan sagði í
athugasemdunum að fyrirtæki í útflutningi, sem gerði samninga, beitti skilmálum
eða viðhefði aðgerðir sem væru samkeppnishamlandi á heimamarkaði og á
útflutningsmarkaði, gætu samt sem áður ekki borið við útflutningsundanþágu á
þeim hluta starfseminnar sem færi fram á Íslandi. Dómurinn tekur fram að umrædd
viðskipti olíufélaganna lúta ekki að þjónustu við erlenda aðila heldur að
vörusölu sem átti sér stað í íslenskum höfnum. Bersýnilegt er að samráð um
verð, sem leiðir til hærra vöruverðs á eldsneyti til erlendra fyrirtækja í
íslenskum höfnum, getur haft skaðleg áhrif á viðskipti hér á landi. Að þessu
gættu telur dómurinn ekki ástæðu til að lækka sekt stefnanda með vísan til
framangreinds sjónarmiðs stefnanda.
Þegar á allt framangreint er litið
telur dómurinn að sekt að fjárhæð 450 milljónir króna, sem áfrýjunarnefnd
samkeppnismála ákvað að stefnanda bæri að greiða í ríkissjóð, sé í hóf stillt í
ljósi umfangs samráðsins og þátttöku stefnanda í því, sem og ávinnings hans af
brotinu og þess samfélagslega skaða sem það hefur valdið. Sú málsástæða
stefnanda að olíufélögin hafi sætt ólögmætri mismunun við ákvörðun sekta með
vísan til annarra, eldri úrlausna samkeppnisyfirvalda er haldlaus þegar af
þeirri ástæðu að þar lágu ekki fyrr gögn er sýndu fram á ávinning umfram 40
milljónir króna eins og í þessu máli. Í ljósi fyrirliggjandi gagna um misjafna
viðleitni olíufélaganna til að liðsinna Samkeppnisstofnun í því skyni að
upplýsa málið, og ítarlegs rökstuðnings samkeppnisyfirvalda um það atriði,
telur dómurinn ekki fram komið að brotið hafi verið gegn jafnræðisreglu eða
meðalhófsreglu með því að veita öðrum þátttakendum í samráðinu afslátt af
sektum meðan stefnandi naut ekki slíks afsláttar.
Þar sem öllum málsástæðum stefnanda
hefur samkvæmt framansögðu verið hafnað ber að sýkna stefndu af öllum kröfum
hans. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að
greiða stefndu málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1.500.000 króna.
Dómsuppkvaðning hefur dregist fram yfir
frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómarar og aðilar töldu ekki
þörf á því að málið yrði flutt að nýju.
Dóminn kveða upp héraðsdómararnir
Ásmundur Helgason og Skúli Magnússon og dr. Úlf Níelsson hagfræðingur.
D
Ó M S O R Ð :
Stefndu, Samkeppniseftirlitið og
íslenska ríkið, eru sýknaðir af öllum kröfum stefnanda, Skeljungs hf.
Stefnandi greiði stefndu óskipt 1.500.000
krónur í málskostnað. |
Mál nr. 381/2015 | Fjármálafyrirtæki Lánssamningur Gengistrygging | A hf. höfðaði mál gegn B ehf. til innheimtu eftirstöðva gjaldfallins lánssamnings. Aðilar deildu meðal annars um hvort lánið hefði verið í japönskum jenum eða í íslenskum krónum og bundið gengi japanskra jena með ólögmætum hætti. Talið var að umrætt lán hefði verið í japönskum jenum með vísan til tilgreiningar á lánsfjárhæð í samningnum, tilhögun útborgunar fjárhæðarinnar og greiðslu afborgana og vaxta sem oftast voru í erlendum gjaldmiðlum. Þá var ekki fallist á það með B ehf. að félagið hefði eignast skaðabótakröfu á hendur A hf. vegna þess að andvirði lánsins hefði verið myntbreytt í íslenskar krónur án fyrirmæla B ehf., einkum með vísan til þeirra tölvubréfssamskipta sem lágu fyrir í málinu og þess að B ehf. hafði, þremur dögum eftir að lánið var greitt út í japönskum jenum, undirritað samning um peningamarkaðsinnlán, þar sem andvirði lánsins var ávaxtað í íslenskum krónum. Var því lagt til grundvallar að myntbreytingin hefði verið með vitund og vilja B ehf. enda hefði félagið ekki gefið aðrar haldbærar skýringar á tilurð þeirra fjármuna sem ávaxtað var með peningamarkaðsinnláninu. Fékkst sú niðurstaða fyllilega samrýmst því að B ehf. hefði greitt athugasemdalaust afborganir og vexti af láninu í rúm tvö og hálft ár og ekki aðhafst þegar A hf. gjaldfelldi lánið og ráðstafaði andvirði handveðsettra reikninga B ehf. til greiðslu inn á það. Var í því sambandi jafnframt litið til þess að B ehf. væri fyrirtæki í atvinnurekstri sem væri bókhalds- og ársreikningsskylt samkvæmt lögum nr. 145/1994 og lögum nr. 3/2006. Loks var talið að B ehf. hefði ekki fært haldbær rök fyrir þeirri málsástæðu sinni að víkja bæri lánssamningnum til hliðar á grundvalli 36. gr. laga nr. 7/1936 eða annarra ákvæða III. kafla laganna. Var niðurstaða héraðsdóms um greiðsluskyldu B ehf. því staðfest að öðru leyti en varðaði upphafsdag dráttarvaxta.
| Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi
I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5.
júní 2015. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda, en til vara að hún
verði lækkuð. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaður í héraði og fyrir
Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og
málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
I
Eins og rakið er í héraðsdómi gerðu Kaupþing
banki hf. og áfrýjandi með sér lánssamning 26. ágúst 2008, þar sem stefndi var
lánveitandi og áfrýjandi lántaki. Í samningnum var kveðið á um að áfrýjanda yrðu
lánuð japönsk jen að jafnvirði 250.000.000 króna og skyldi greiða
lánsfjárhæðina inn á gjaldeyrisreikning hans hjá bankanum. Hinn 5. september 2008
var andvirði lánsins að frádregnum kostnaði, 300.469.766 japönsk jen, lagt inn
á gjaldeyrisreikning áfrýjanda hjá bankanum. Lánið skyldi endurgreiða með 48
mánaðarlegum greiðslum, í fyrsta sinn 1. september 2009, og bera LIBOR-vexti,
að viðbættu 3,5% vaxtaálagi. Þá var kveðið á um það í samningnum að vanefndi
lántaki skuldbindingu samkvæmt honum bæri honum að greiða dráttarvexti, auk
álags, að viðbættu dráttarvaxtaálagi er skyldi vera 10%. Samkvæmt ákvörðun
Fjármálaeftirlitsins 21. október 2008 var lánssamningnum ráðstafað til Nýja
Kaupþings banka hf., sem síðar fékk heiti stefnda. Hinn 19. október 2009 var
gerður viðauki við lánssamninginn, þar sem samið var um breytt lánskjör.
Samkvæmt viðaukanum skyldi greiða lánið mánaðarlega með 46 afborgunum, í fyrsta
sinn 1. nóvember 2009, og vaxtaálag vera 3,75%, en að öðru leyti skyldu
skilmálar lánssamningsins haldast óbreyttir. Í viðaukanum kom fram að um væri
að ræða lán í japönskum jenum að jafnvirði 250.000.000 króna.
Áfrýjandi innti á tímabilinu frá 3. nóvember
2008 til 1. júlí 2011 af hendi afborganir höfuðstóls og vaxta, þar af 26
greiðslur í erlendri mynt, oftast í sterlingspundum, og 14 í íslenskum krónum.
Þar sem ekki var staðið í skilum af hálfu áfrýjanda eftir gjalddaga 2. ágúst
2011 var lánið gjaldfellt í heild sinni samkvæmt heimild í lánssamningum með
því að áfrýjanda var send greiðsluáskorun 5. mars 2012, þar sem höfuðstóll skuldar áfrýjanda
var sagður vera 245.907.005 japönsk jen. Sagði í greiðsluáskoruninni að yrði
skuldin ekki greidd innan 15 daga yrði gengið að handveðum sem sett hefðu verið
til tryggingar greiðslu á öllum fjárskuldbindingum áfrýjanda við stefnda. Var
gengið að veðunum og nam andvirði þeirra 248.639.366 krónum, sem ráðstafað var
inn á lánið 4. maí 2012. Eftir þá ráðstöfun voru eftirstöðvar lánsins taldar
nema 112.361.543 japönskum jenum.
Sama dag og hin japönsku jen voru samkvæmt
framansögðu lögð inn á gjaldeyrisreikning áfrýjanda hjá Kaupþingi banka hf. var
249.450.000 íslenskum krónum ráðstafað inn á tékkareikning áfrýjanda hjá
bankanum. Þremur dögum síðar, eða 8. október 2008, voru 248.450.000 krónur
síðan teknar út af reikningnum og lagðar inn á reikning bankans til ávöxtunar
sem peningamarkaðsinnlán.
II
Í málinu er ágreiningur um hvort fyrrnefndur
lánssamningur sé um lán í japönskum jenum eða íslenskum krónum, bundið gengi
japanskra jena. Þá er deilt um hvort Kaupþing banki hf. hafi 5. september 2008,
án fyrirmæla áfrýjanda, skipt japönskum jenum hans fyrir íslenskar krónur og
með því valdið áfrýjanda skaðabótaskyldu tjóni. Loks er ágreiningur um hvort
skilyrði séu til þess að víkja til hliðar skuldbindingum áfrýjanda samkvæmt
umræddum lánssamningi á grundvelli III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð,
umboð og ógilda löggerninga, einkum 36. gr. þeirra.
III
Með vísan til
forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að fyrrnefndur
lánssamningur sé um lán í erlendum gjaldmiðli.
Eins og rakið hefur
verið voru 300.469.766 japönsk jen tekin 5. september 2008 út af
gjaldeyrisreikningi áfrýjanda hjá Kaupþingi banka hf. og þeim skipt fyrir
249.450.000 krónur, sem lagðar voru samdægurs inn á tékkareikning áfrýjanda hjá
bankanum.
Sönnunarbyrði hvílir
á fjármálafyrirtækjum um heimild starfsmanna sinna til einstakra ráðstafana
fyrir hönd viðskiptamanna, en um sönnun fer eftir almennum reglum.
Með tölvubréfi
áfrýjanda 15. september 2008 til viðskiptastjóra hans hjá Kaupþingi banka hf.
var eftirfarandi fyrirspurn beint til viðskiptastjórans: „Gott væri að sjá á
hvaða reikning og númer andvirði lánsins fór inn á.“ Af gögnum málsins verður
ekki ráðið að fyrirspurninni hafi verið svarað. Ekki var aðhafst frekar af
hálfu áfrýjanda af þessu tilefni fyrr en tæpum þremur árum síðar, eða 7. júlí
2011, en þann dag sendi þáverandi lögmaður áfrýjanda tölvubréf til stefnda þar
sem sagði eftirfarandi: „Gert er ráð fyrir því að umrædd JPY séu flutt án
samþykkis Bylgju VE. 75 ehf. af gjaldeyrisreikningi félagsins inna
gjaldeyrisreikning Kaupþings banki h.f. og félaga sem voru tengd eigendahópi
bankans.“ Þá kom fram í bréfinu að forsvarsmenn áfrýjanda hafi ekkert haft um
það að segja að „JPY var breytt úr JPY í íslenskar krónur sama dag og JPY voru
greidd inná JPY reikning félagsins.“ Í tölvubréfi viðskiptastjórans 5.
september 2008 til annars starfsmanns bankans sagði að áfrýjandi væri með „ca.
250 m.kr.“ á umræddum tékkareikningi, sem þyrfti að ávaxta til „1. okt.“, og
var þeirri fyrirspurn beint til starfsmannsins hver væri besta leiðin til þess.
Í svari bankans sama dag kom fram að hann gæti boðið „16,37“ í einn mánuð. Í
framhaldi af þessu var af hálfu áfrýjanda 8. september 2008 undirritaður
samningur hans við Kaupþing banka hf. um peningamarkaðsinnlán að höfuðstól
248.450.000 krónur, sem skyldi bera 16,37% vexti og bankinn átti að endurgreiða
1. október sama ár með 250.788.597,74 krónum.
Svo sem áður greinir
var andvirði framangreinds lánssamnings, 300.469.766 japönsk jen, greitt 5.
september 2008 inn á gjaldeyrisreikning áfrýjanda hjá Kaupþingi banka hf. Hinni
erlendu mynt var síðan sama dag skipt fyrir íslenskar krónur og sú fjárhæð,
249.450.000 krónur, lögð samdægurs inn á tékkareikning áfrýjanda hjá bankanum.
Þremur dögum síðar var 248.450.000 krónum ráðstafað út af reikningnum inn á
reikning bankans til ávöxtunar í formi peningamarkaðsinnláns samkvæmt samningi
þar um, sem undirritaður var sama dag af hálfu áfrýjanda. Verður að leggja til
grundvallar við úrlausn málsins að hinum japönsku jenum hafi með vitund og
vilja áfrýjanda verið skipt fyrir íslenskar krónur og þeim síðan ráðstafað af
hans hálfu til framangreindrar ávöxtunar hjá bankanum, enda hefur áfrýjandi
ekki gefið aðrar haldbærar skýringar á tilurð þeirra fjármuna sem hann lagði
til viðskiptanna. Fær sú niðurstaða fyllilega samrýmst því að áfrýjandi greiddi
athugasemdalaust afborganir og vexti af láninu allt frá 3. nóvember 2008 til 1.
júlí 2011 og hafðist heldur ekki að þegar stefndi gjaldfelldi það og ráðstafaði
248.639.266 krónum af fjármunum áfrýjanda, sem voru á handveðsettum reikningum
hans hjá bankanum, 4. maí 2012 til greiðslu inn á lánið. Verður í því sambandi
að líta til þess að áfrýjandi er fyrirtæki í atvinnurekstri, sem er bókhalds- og
ársreikningsskylt samkvæmt lögum nr. 145/1994 um bókhald og lögum nr. 3/2006 um
ársreikninga. Að öllu þessu virtu er hafnað málsástæðum áfrýjanda, sem reistar
eru á því að stefndi hafi á saknæman og ólögmætan hátt valdið áfrýjanda
skaðabótaskyldu tjóni. Þá hefur áfrýjandi engin haldbær rök fært fyrir þeirri
málsástæðu sinni að víkja beri fyrrgreindum lánssamningi til hliðar á
grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 eða annarra ákvæða III. kafla laganna.
Auk þeirra málsástæðna, sem afstaða hefur verið tekin til hér að framan,
tefldi áfrýjandi í greinargerð til
Hæstaréttar fram þeirri málsástæðu, yrði talið að áðurnefnd gjaldeyrisviðskipti
hafi komist á með samþykki hans, að Kaupþing banki hf. hafi valdið sér
skaðabótaskyldu tjóni með því að leggja til þau viðskipti. Sú málsástæða fær ekki komist að hér fyrir dómi, enda standa ekki til þess
skilyrði 2. mg. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Stefndi gjaldfelldi framangreint lán með greiðsluáskorun 5. mars 2012 og
verður því að miða upphafsdag dráttarvaxta sem krafist er við þann dag er
mánuður var liðinn frá þeim degi, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti
og verðtryggingu.
Samkvæmt framansögðu
verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur um annað en upphafsdag dráttarvaxta.
Eftir úrslitum
málsins verður áfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti
eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal
vera óraskaður að öðru leyti en því að upphafsdag dráttarvaxta ber að miða við
5. apríl 2012.
Áfrýjandi, Bylgja VE
75 ehf., greiði stefnda, Arion banka hf., 800.000 krónur í málskostnað fyrir
Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms
Reykjavíkur 12. mars 2015.
Mál þetta, sem var þingfest 13. september
2012 og dómtekið 4. mars 2015, er höfðað af Arion banka hf., Borgartúni 19,
Reykjavík, með stefnu birtri 3. september 2012, á hendur Bylgju VE 75 ehf.,
Illugagötu 4, Vestmannaeyjum.
Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði
dæmdur til að greiða stefnanda 246.757.297 japönsk jen ásamt dráttarvöxtum frá
2. ágúst 2011 til greiðsludags að frádregnum innborgunum, samtals að fjárhæð
248.639.366 krónur, hinn 4. maí 2012. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt
framlögðum málskostnaðarreikningi.
Stefndi krefst þess aðallega
að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Til vara er krafist lækkunar á
kröfum stefnanda. Loks er þess krafist að stefnanda verði gert að greiða
stefnda málskostnað að skaðlausu.
II
Hinn 26. ágúst 2008 var
undirritaður lánssamningur, nr. 8400, milli Kaupþings banka hf. og stefnda þar
sem Kaupþing banki hf. lánaði stefnda jafnvirði 250.000.000 króna í japönskum
jenum samkvæmt grein 2.1 í samningnum. Lánssamningum var síðan ráðstafað til
stefnanda með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dagsettri 21. október 2008.
Samkvæmt grein 2.2 í
lánasamningnum skyldi lánið, að uppfylltum útborgunarskilyrðum, borgað út í
einni greiðslu eftir skriflegri beiðni stefnda a.m.k. tveimur bankadögum fyrir
fyrirhugaða útborgun lánsins. Í samræmi við grein 2.2 og 2.3 í samningnum var
andvirði lánsins, að frádregnum kostnaði, lagt inn á gjaldeyrisreikning
stefnda, nr. 0358-38-678006, hinn 5. september 2008 og nam fjárhæðin
300.496.766 japönskum jenum. Tilgangur lánsins var samkvæmt grein 2.3 í
samningnum að fjármagna fjárfestingu stefnda í rekstrarfjármunum og samkvæmt
greininni skuldbatt stefndi sig til að ráðstafa láninu til þess verkefnis sem
það var veitt til.
Samkvæmt grein 2.4 í
samningnum skyldi fjárhæðin endurgreiðast með 48 greiðslum á eins mánaðar
fresti, í fyrsta sinn hinn 1. september 2009 og skyldi greiðsla
vaxtafjárhæðarinnar fara eftir 3. gr. samningsins. Hinn 19. október 2009 var
gerður viðauki við lánssamninginn þar sem stefnandi samþykkti lengingu lánstíma
og vaxtaálagshækkun. Samkvæmt viðaukanum skyldi greiða eftirstöðvar lánsins með
46 afborgunum á eins mánaðar fresti, í fyrsta sinn hinn 1. nóvember 2009.
Sérhver afborgun átti að nema 1/142 hluta af eftirstöðvum lánsins en á síðasta
gjalddaga skyldi greiða allar eftirstöðvar þess, nema lánið yrði framlengt.
Einnig var gerð breyting á vaxtaálagi lánsins en það skyldi eftirleiðis vera
3,75%. Að öðru leyti ættu skilmálar lánssamningsins að haldast óbreyttir.
Samkvæmt grein 3.1 í
lánssamningnum skyldu þeir hlutar lánsins sem voru í öðrum myntum en evrum og
íslenskum krónum bera LIBOR-vexti eins og þeir væru ákvarðaðir fyrir viðkomandi
gjaldmiðil hverju sinni, tveimur bankadögum fyrir upphaf hvers vaxtatímabils,
að viðbættu 3,5% vaxtaálagi.
Samkvæmt grein 3.3 í lánssamningnum
skyldu þeir hlutar lánsins sem voru í íslenskum krónum bera vexti REIBOR-vexti
eins og þeir væru ákvarðaðir fyrir viðkomandi gjaldmiðil hverju sinni, tveimur
bankadögum fyrir upphaf hvers vaxtatímabils, að viðbættu 3,5 % vaxtaálagi.
Samkvæmt grein 3.5 í
lánssamningnum skyldu vextirnir reiknast frá útborgunardegi lánsins og greiðast
eftir á á eins mánaðar fresti á lánstímanum, í fyrsta skipti hinn 1. nóvember
2008.
Samkvæmt grein 3.7 í
lánasamningnum skyldu dráttarvexti greiðast af gjaldfallinni fjárhæð frá
gjalddaga til greiðsludags. Vegna þess hluta lánsins sem var í íslenskum krónum
bar að greiða dráttarvexti samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma
um grunn dráttarvaxta og vanefndarálags. Vegna þess hluta lánsins sem var í
erlendum myntum bar að greiða dráttarvexti sem skyldu vera vaxtagrunnur, auk
viðkomandi vaxtaálags, sbr. gr. 3.1, 3.2 og 3.3, að viðbættu dráttarvaxtarálagi
sem skyldi vera 10%. Samkvæmt niðurlagi greinarinnar hafði Kaupþing banki hf.
val um það hvort krafist væri dráttarvaxta af fjárhæðinni í erlendri mynt eða
af skuldinni breyttri í íslenskar krónur.
Samkvæmt grein 4 í
lánasamningnum, sem ber fyrirsögnina ,,myntbreyting“, kemur fram heimild
lántaka til að óska eftir myntbreytingu á láninu, sé það í skilum. Við
útreikning á jafnvirði við slíka breytingu skyldi notað sölugengi þeirrar
myntar sem horfið væri frá og kaupgengi þeirrar myntar eða mynta sem taka áttu
við. Samkvæmt greininni kynni lánssamningurinn að fá nýtt lánsnúmer að öllu
leyti eða að hluta ef lántaki nýtti sér heimildina til myntbreytingar.
Stefnandi kveður að samtals
hafi verið greiddar af láninu 40 afborganir ásamt vöxtum, þar af 14 greiðslur
verið í íslenskum krónum og 26 greiðslur í erlendri mynt. Ekki hafi verið
greitt á gjalddaga lánsins hinn 2. ágúst 2011 og hafi skuldin því verið í
vanskilum frá þeim degi. Stefnandi hafi sagt upp láninu og þar með gjaldfellt
eftirstöðvar skuldarinnar með heimild í 8. gr. lánssamningsins. Hinn 2. ágúst
hafi eftirstöðvar skuldarinnar numið 246.757.297 japönskum jenum.
Stefnandi gekk að handveðum
sem sett höfðu verið til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum
skuldum og fjárskuldbindingum stefnanda vegna vanefnda stefnda, sbr. grein 5.1
og 5.2 í lánasamningnum. Stefnandi kveður að andvirði handveðanna hafi numið
samtals 248.639.366 krónum og hafi þeirri fjárhæð verið ráðstafað inn á
skuldina í tveimur greiðslum hinn 4. maí 2012.
Stefnandi kveður að hinn 7.
júlí 2011 hafi lögmaður stefnda sent tölvubréf til starfsmanna stefnanda, þar
sem staðhæft hafi verið að andvirði lánsins, sem hafi verið greitt inn á
gjaldeyrisreikning stefnda hinn 5. september 2008, hefði verið flutt af
gjaldeyrisreikningi stefnda án heimildar stefnda inn á ,,gjaldeyrisreikning
Kaupþings banka hf. og félaga sem voru tengd eigendahóp bankans“ og að
,,forsvarsmenn Bylgju VE 75 ehf. (hefðu) ekkert um (það) að segja, þegar JPY
var breytt úr JPY í íslenskar krónur sama dag og JPY voru greidd inná (sic) JPY
reikning félagsins“. Stefnandi kveður að þessum fullyrðingum hafi verið mótmælt
af hálfu stefnanda, sbr. til að mynda bréf bankans til lögmanns stefnda,
dagsett 8. febrúar 2012, og ódagsett bréf sem hafi verið sent í kjölfar bréfs
lögmanns stefnda til stefnanda hinn 17. febrúar 2012. Eftir að lánið hafi verið
greitt inn á gjaldeyrisreikning stefnda hafi fjárhæðin staðið þar til frjálsrar
ráðstöfunar stefnda. Stefndi hafi hins vegar óskað eftir því að fjárhæðin yrði
greidd út af nefndum gjaldeyrisreikningi inn á annan reikning félagsins hjá
lánveitanda, nánar tiltekið reikning í íslenskum krónum, og hafi fjárhæðinni
því verið myntbreytt í því skyni. Hinni íslensku fjárhæð hafi síðan verið
ráðstafað inn á safnreikning bankans en sú ráðstöfun hafi verið hluti af
samningi aðila um peningamarkaðsinnlán stefnda hjá Kaupþingi banka hf., nr.
449081, dagsettum 8. september 2008.
Stefndi kveður að það sé ekki
rétt sem stefnandi haldi fram að stefndi hafi óskað eftir því að japönsk jen
yrðu greidd inn á annan reikning í eigu stefnda. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir
stefnda til stefnanda um að hann skyldi leggja fram fyrirmæli stefnda, þess
efnis að stefndi hafi óskað eftir millifærslu af reikningi 0358-38-678006,
heildarupphæð sem lögð hafi verið inn á reikninginn, liggi ekkert fyrir sem
skýri hver hafi gefið fyrirmæli og hvort fyrirmæli hafi yfirhöfuð verið gefin.
Af framlögðum gögnum megi hins vegar ráða að hjá stefnanda hafi starfað sömu
starfsmenn og áður störfuðu hjá Kaupþingi banka hf., sem hefðu átt að þekkja
til viðskipta Kaupþings banka hf. og stefnda. Líkt og framlögð gögn stefnanda
beri með sér hafi starfsmenn stefnanda sagt á fundum með stefnda og í síma, að
unnið hafi verið að lausn vegna ágreinings aðila. Þá liggi fyrir að Arion banka
hafi verið sent bréf, dagsett 25. júlí 2011, þar sem tilkynnt hafi verið
formlega sú ákvörðun Bylgju VE. 75 ehf. að fresta greiðslum á afborgunum til
þess tíma að Arion banki myndi ljúka skoðun á umdeildu láni og tæki afstöðu til
sáttaboðs stefnda. Að virtum framlögðum bréfum megi sjá að ákvörðun stefnda sem
hafi verið tilkynnt stefnanda, um að bíða með frekari greiðslur af umdeildu
láni, sé ekki aðeins vegna óvissu um það hvort lánasamningur hefði í raun verið
gengistryggt lán í íslenskum krónum, heldur sé hún ekki síður til þess að fá
afstöðu stefnanda til bótaábyrgðar stefnanda sem fjármálafyrirtækis á ætluðu
tjóni stefnda, sem sé að mati stefnda dómkrafa þessa máls.
III
Stefnandi byggir kröfu sína á
því að umdeilt lán sé í erlendum myntum, bæði að því er varðar form og efni
samningsins. Ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu eigi því
ekki við um kröfuna. Lánið hafi verið greitt út í erlendri mynt, þ.e. japönskum
jenum, inn á gjaldeyrisreikning stefnda hjá lánveitanda, í samræmi við skilmála
lánasamningsins. Í grein 2.7 í lánasamningnum komi fram að lánið beri að
endurgreiða í þeim gjaldmiðlum sem það samanstandi af og ef inntar yrðu af
hendi í íslenskum krónum greiðslur sem greiða skyldi í erlendum myntum, skyldi
greiða samkvæmt sölugengi lánveitanda. Lánsfjárhæðin sé í gr. 2.1 í
lánssamningi tilgreind sem jafnvirði íslenskra króna.
Í grein 3.7 í lánssamningnum
segi að vanefni lántaki skuldbindingu samkvæmt lánssamningnum beri honum að
greiða dráttarvexti sem skuli vera vaxtagrunnur, auk viðkomandi álags, sbr.
grein 3.1, að viðbættu dráttarvaxtaálagi sem skyldi vera 10%. Hinn 31. júlí
2011 hafi mánaðarlegir LIBOR-vextir verið 0,14031%. Því sé krafist dráttarvaxta
af gjaldfallinni fjárhæð sem samanstandi af 0,14031% vaxtagrunni að viðbættu
3,75% vaxtaálagi og 10% dráttarvaxtaálagi, eða samtals 13,89031%.
Stefnandi kveður að þar sem stefndi
hafi ekki efnt, og þar með vanefnt, samninginn, sé stefnanda nauðugur sá kostur
að leita atbeina dómstóla við innheimtu kröfunnar.
Stefnandi vísar til almennra
reglna kröfuréttar og meginreglna um skuldbindingargildi loforða og skyldu til
að efna samninga, en reglur þessar fái m.a. stoð í lögum nr. 7/1936, um
samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga.
Kröfu um dráttarvexti byggir
stefnandi á ákvæðum laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.
IV
Stefndi byggir kröfu sína um
sýknu á því að hann eigi kröfu um skaðabætur úr hendi stefnanda.
Skaðabótakrafan sé a.m.k. jafnhá og hver sú fjárhæð sem stefnda kunni að verða
gert að greiða stefnanda. Krafa stefnda um skaðabætur lúti að því að gera
stefnda eins settan og ef þeir gerningar sem krafa stefnanda byggist á hefðu
aldrei verið gerðir. Stefndi krefst þess að skaðabótakröfu sinni á hendur
stefnanda ljúki sem gagnkröfu með skuldajöfnuði sérhverrar kröfu sem stefnandi
kunni í máli þessu að verða talinn eiga á stefnda, sbr. 28. gr. laga 91/1991.
Það sé mat stefnda að
stefnandi byggi dómkröfu sína á háttsemi sem hafi verið framin með saknæmum og
ólögmætum hætti af hálfu starfsmanna Kaupþings banka hf., sem Kaupþing banki
ábyrgist á grundvelli almennu skaðabótareglunnar og reglna skaðabótaréttar um
vinnuveitandaábyrgð. Samkvæmt 13. gr. ákvörðunar Fjármálaeftirlits hafi
skuldajöfnunarréttur haldist, þrátt fyrir framsal kröfuréttinda frá Kaupþingi
banka hf. til Nýja Kaupþings banka hf., nú Arion banka hf., stefnanda þessa
máls.
Stefndi kveður að Kaupþingi banka
hf., sem stefnandi leiði rétt sinn af, hafi verið sannanlega ljóst að lánið
hafi verið veitt til fjárfestingar í rekstrarfjármunum, nánar tilgreint
veiðiheimildum, sbr. lið 2.3 í lánasamningi. Ekki hafi orðið af fyrirhuguðum
kaupum á veiðiheimildum og sé óumdeilt að starfsmenn Kaupþings banka hf., þeir
sömu og starfi nú hjá stefnanda, hafi vitað að ekki hafi orðið af ætluðum
viðskiptum. Starfsmönnum Kaupþings banka hf. hafi einnig verið ljóst að mjög
óvarlegt hafi verið að breyta ætluðu erlendu láni í íslenskar krónur í
september 2008, nema því aðeins að verið væri að fjárfesta í rekstrarfjármunum
í íslenskum krónum.
Það að skipta erlendri mynt í
íslenskar krónur í september 2008, án samþykkis stefnda, á sama tíma og
Kaupþing banka hafi verið ljós „skortstaða“ á erlendum gjaldeyri, sbr. kafla
13.7 í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, sé að mati stefnda ákvörðun sem
uppfylli saknæmis- og ólögmætisskilyrði almennu skaðabótareglunnar. Milli
framgöngu bankans og tjóns stefnda sé beint orsakasamhengi og tjón stefnda
sennileg afleiðing skaðaverka stefnanda. Sú staðreynd að afleiddur vaxtamunur á
gjaldmiðlaskiptamarkaðnum hafi farið niður í núll í mars 2008 hafi verið skýrt
merki um þann verulega skort á erlendum gjaldeyri sem til staðar hafi verið hér
á landi. Boðið hafi verið upp á að ávaxta evrur nánast á krónuvöxtum sem hefði
undir venjulegum kringumstæðum átt að leiða til mikils innflæðis gjaldeyris,
sem ekki hafi orðið raunin. Krónan hafi á hinn bóginn fallið þegar erlendir
aðilar hafi tekið krónur sínar í auknum mæli út úr bönkunum þar sem afleiddir
vextir á þeim tíma hafi verið orðnir þeir sömu og evruvextir. Þessum krónum
hafi síðan verið skipt í evrur sem leitt hafi til falls íslensku krónunnar.
Seðlabanki Íslands hafi reynt að stemma stigu við þessari þróun með útgáfu
innistæðubréfa og telja megi líklegt að það hafi að einhverju leyti spornað við
frekari falli krónunnar.
Stefndi kveður að þetta brot
bankans varði Kaupþing banka hf., sem stefnandi leiði rétt sinn af, skaðabótum,
sem krafa sé gerð um hér að framan til skuldajöfnunar á móti kröfum stefnanda
og þar með sýknu stefnda af dómkröfum stefnanda.
Stefndi byggir varakröfu sína
um lækkun dómkrafna stefnanda á því að honum sé heimill skuldajöfnuður á
skaðabótakröfu sinni sem sé jafnhá eða lægri fjárhæð og hver sú fjárhæð sem
stefnda kunni að verða gert að greiða stefnanda, 246.757.297 japönsk jen, eða
lægri fjárhæð, auk dráttarvaxta allt í samræmi við dómkröfu stefnanda. Krafa
stefnda sé um skaðabætur, krafan eigi að gera stefnda eins settan og ef þeir
samningar, sem krafa stefnanda byggir á, hefðu aldrei verið gerðir. Á því sé
byggt, og þess krafist, að skaðabótakröfu stefnda á hendur stefnanda ljúki sem
gagnkröfu með skuldajöfnuði sérhverrar kröfu sem stefnandi kunni í máli þessu
að verða talinn eiga á stefnda, sbr. 28. gr. laga 91/1991. Varakrafa sé því
samhljóða aðalkröfu og málsástæður séu þær sömu að því virtu að varakrafa sé
ekki krafa um sýknu heldur krafa um skaðabætur sem skuli lækka dómkröfu
stefnanda að mati dómsins.
Stefndi gerir þá kröfu að
dómurinn neyti heimilda sem tilgreindar séu í III. kafla samningalaga nr.
7/1936, aðallega 36. og 36. gr. c og víki til hliðar þeim
samningsskuldbindingum stefnda sem hann verði talinn vera í gagnvart stefnanda.
Þess sé aðallega krafist að dómurinn leysi stefnda úr þeim skuldbindingum að
öllu leyti, eða að samningsskuldbindingum stefnda verði af dómnum vikið til
hliðar að hluta eða þær lækkaðar. Ósanngjarnt verði að telja og andstætt góðri
viðskiptavenju að bera kröfu fyrir sig sem hafi stofnast hjá fjármálastofnun,
án fyrirmæla stefnda. Erlendri mynt í eigu stefnda hafi verið breytt í
íslenskar krónur án heimildar. Stefndi áréttar þann aðstöðumun sem hafi verið
með stefnanda og stefnda, sem hafi reitt sig á ráð og ráðvendni starfsmanna
bankans.
Stefndi kveður að allt frá
því að Kaupþing banki hf. hafi fallið hafi birst fréttir af sakamálarannsóknum
á starfsháttum bankans fyrir hrun. Markaðsmisnotkun í útlánastarfsemi, með
gjaldeyri og hlutabréf sé á almennu vitorði nú, en hafi ekki verið það fyrir hrun.
Fyrir hrun hafi hins vegar orðið markaðsbrestur með gjaldeyri, þ.e.a.s.
markaðurinn hafi verið uppþornaður í þeim skilningi að ekkert framboð hafi
verið til staðar. Kaupþing banki hafi vitað í hvað stefndi og hafi allt að einu
farið fram með óábyrgum hætti.
Stefndi gerir þá kröfu að
dómurinn, með vísan til 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, breyti þeim
samningsskuldbindingum, sem stefndi kunni að verða talinn bundinn af, þannig að
lán stefnanda sé í raun í íslenskum krónum, sem beri almenna vexti sambærilegra
lána að teknu tilliti til innborgana og að það sé sama fjárhæð og sú innborgun
sem tilgreind sé í stefnu, sem hafi verið greidd 4. maí 2012.
Stefndi vísar til þess að
dómar hafi á undangengnum tveimur árum verið kveðnir upp þar sem skilmálum
lánssamninga um verðtryggingu hafi verið hafnað þar sem þeir hafi verið taldi
brjóta gegn fyrirmælum 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og
verðtryggingu, með því að verðtryggingin hafi verið miðuð við gengi erlendra
mynta. Hafi jafnvel verið talið að lánssamningar hafi verið færðir í
leigusamningsform gagngert til að komast fram hjá greindum fyrirmælum. Stefndi
kveður að rökstuðningur stefnanda fyrir dómkröfu hans sé haldinn sama
ógildingarannmarka. Hann telji til skuldar í íslenskum krónum sem breyta eigi með
gengi erlendrar myntar fram til gjalddaga, sem gefi efni til að víkja skilmálum
til hliðar.
Stefndi vísar til þess að á
annarri blaðsíðu lánasamningsins sé lánsfjárhæðin tilgreind í íslenskum krónum,
bæði með tölustöfum og bókstöfum. Hvorki þar né annars staðar í lánasamningnum
sé að finna ákvæði um hversu há lánsfjárhæðin sé í erlendri mynt en slíkt sé að
mati stefnda algjör forsenda þess að um erlenda skuldbindingu sé að ræða. Með
öðrum orðum að það sé hvergi staf að finna í lánasamningnum um fjárhæð hins
ætlaða erlenda láns. Þess í stað sé eingöngu tilgreint að lánsfjárhæð sé að
jafnvirði tilgreindrar fjárhæðar í íslenskum krónum ,,... í eftirfarandi myntum
JPY 100%.“ Stefndi kveður að þetta gefi bersýnilega til kynna að lánið sé í
raun og veru í íslenskum krónum og hafi verið bundið við gengi umrædds
gjaldmiðils í framangreindu hlutfalli, þ.e. að veitt hafi verið lán í íslenskum
krónum sem sé gengistryggt með viðmiðun við JPY, en slík gengistrygging sé
ólögmæt, sbr. 13. gr. laga 38/2001.
Stefndi vísar til laga nr.
87/1992, um gjaldeyrismál til stuðnings kröfu þess efnis að lánasamningur sé í
raun lán til stefnda í íslenskum krónum. Samkvæmt 2. tl. 1. mgr. laga nr.
87/1992 sé erlendur gjaldeyrir; erlendir peningaseðlar, slegnir peningar,
tékkar og aðrar ávísanir, víxlar og önnur greiðslufyrirmæli sem hljóða á um
greiðslu í erlendri mynt, minnispeningar, gull, silfur og aðrir dýrir málar ef
þeir eru notaðir sem gjaldmiðill í viðskiptum erlendis. Stefndi kveður að
millifærsla inn á svokallaðan IG-reikning (innlendan gjaldeyrisreikning) sé
ekki millifærsla á erlendum gjaldeyri, hvorki í skilningi laga nr. 87/1992 né
samkvæmt almennum skilningi. Stefndi kveður að fé í erlendum gjaldmiðli hafi í
reynd aldrei skipt um hendur, þrátt fyrir aðalskyldu forvera stefnanda, sem
stefnandi leiði rétt sinn af, samkvæmt ákvæðum lánasamningsins. Það hafi aldrei
staðið til hjá forvera stefnanda að lána stefnda erlendan gjaldeyri. Stefnda
hafi verið lánaðar gengistryggðar íslenskar krónur.
Til frekari stuðnings vísar
stefndi til greinar 2.7 í lánasamningi en greinin kveði á um að lánið beri að
endurgreiða í þeim gjaldmiðlum sem það samanstandi af en greiði lántaki í
íslenskum krónum skuli lántaki greiða samkvæmt sölugengi bankans. Af framlögðum
gögnum megi ráða að stefndi greiddi Kaupþingi banka hf., sem stefnandi leiði
rétt sinn af, aldrei í japönskum jenum. Stefndi hafi greitt íslenskar krónur,
eða ensk pund, sem ekki sé heimilt samkvæmt grein 2.7 í lánasamningi. Að mati
stefnda þjóni grein 2.7 í samningnum vart öðrum tilgangi en að binda
skuldbindinguna, sem sé íslenskar krónur, við gengi japanskra jena á þeim
tiltekna degi sem greiðslan hafi farið fram.
Í grein 2.5 í lánasamningi sé
fjallað um heimild til skuldfærslu til greiðslu afborgana og vaxta. Í þessari
grein lánasamningsins sé vísað til íslensks krónureiknings stefnda og til
reiknings stefnda í japönskum jenum, sem lánsfjárhæðin hafi verið lögð inn á og
færð af á sama degi án þess að nokkur fyrirmæli frá stefnda hafi legið fyrir.
Með öðrum orðum hafi lánasamningurinn heimilað lánveitanda skuldfærslu af
reikningi í japönskum jenum en lánveitandi hafi fært japönsk jen á sama degi,
mögulega á sömu mínútu, og japönsk jen hafi verið lögð inn á þann reikning.
Stefndi vísar til þess að í
4. gr. lánasamningsins sé fjallað um myntbreytingarheimild. Að mati stefnda
gefi þessi grein bersýnilega til kynna að hún snúist um að gengistryggja lán í
íslenskum krónum enda komi það beinlínis fram í ákvæðinu að miða eigi við
sölugengi myntar sem horfið sé frá, en kaupgengi þeirra myntar sem tekið sé
við. Að mati stefnda sé vandséð af hverju erlent lán ætti að miðast við
gengisskráningu íslenskrar krónu ef lánið sé í annarri mynt en íslenskri krónu.
Með þessari grein hafi lántaka verið veitt heimild til að óska þess að breyta
,,vísitölu“ lánsins meðan á lánstíma stóð. Sýni þetta glöggt að lánið hafi
aldrei verið í erlendri mynt heldur í íslenskum krónum með tengingu við gengi
erlendra gjaldmiðla. Hafi lánssamningur í reynd verið í erlendri mynt hefði
heimildarákvæði um breytingu á andlagi lánsfjárhæðar ekki kveðið á um breytingu
á viðmiðum heldur beinlínis um innbyrðis skipti milli þeirra gjaldmiðla sem
horfið sé frá og þess gjaldmiðils sem myntbreytt sé í. Að mati stefnda hefði
annars verið þýðingarlaust að vísa til gengisskráningar á íslensku krónunni við
slíka myntbreytingarheimild. Ekki sé með nokkru móti hægt að útskýra þetta
ákvæði samningsins með öðrum hætti, enda sé algerlega þýðingarlaust að umbreyta
t.d. samningi sem raunverulega hefði verið í japönskum jenum fyrst í íslenskrar
krónur, ef breyta ætti honum í evrur. Af þessu
ákvæði megi ráða að ekki sé gert ráð fyrir myntbreytingu í myntina
íslenska krónu, enda sé lánasamningurinn gengistryggður og miðist við gengi
íslenskrar krónu.
Til stuðnings varakröfu sinni
vísar stefndi til framlagðrar skýrslu Bjarna Kristjánssonar. Stefndi kveður að
skýrslan sanni það að Kaupþing banki hafi ekki farið fram með ábyrgum hætti sem
fjármálafyrirtæki með starfsleyfi. Forveri stefnanda sé þess valdur, með þeim
hætti að það valdi skaðabótaskyldu gagnvart stefnda, að gengi íslenskrar krónu
hafi fallið. Markviss háttsemi forvera stefnanda uppfylli saknæmis- og
ólögmætisskilyrði almennu skaðabótareglunnar. Milli framgöngu bankans og tjóns
stefnda sé beint orsakasamhengi og tjón stefnda sennileg afleiðing skaðaverka
stefnanda. Stefndi kveðst eiga skaðabótakröfu til skuldajöfnunar við dómkröfu
stefnanda. Uppkaup forvera stefnanda á erlendum gjaldeyri, vitandi að slík
háttsemi hefði áhrif til lækkunar á gengi íslenskrar krónu, hafi leitt til
ætlaðs tjóns stefnda, sem endurspeglist í dómkröfum stefnanda.
Um lagarök vísar stefndi til
meginreglna II. kafla laga nr. 108/2007, laga nr. 161/2002, laga nr. 7/1936,
laga nr. 87/1992, laga nr. 38/2001 og til meginreglna samningaréttar. Byggir
stefndi sérstaklega á 28. gr. laga nr. 91/1991 varðandi skuldajöfnuð og
varðandi málskostnað vísast til 130. gr. sömu laga.
V
Ágreiningur
máls þessa lýtur að greiðsluskyldu stefnda samkvæmt lánssamningi aðila,
dagsettum 26. ágúst 2008. Byggir stefnandi á því að umþrættur samningur sé um
lán í japönskum jenum og stefndi beri greiðsluskyldu samkvæmt honum.
Stefndi
byggir sýknukröfu sína, sem og kröfu um lækkun dómkrafna, á því að hann eigi
skuldajafnaðarkröfu á hendur stefnanda vegna tjóns sem forveri stefnda hafi
valdið honum með saknæmum og ólögmætum hætti með því að skipta japönskum jenum
í eigu stefnda í íslenskar krónur, án þess að stefnandi hafi gefið fyrirmæli
þess efnis. Einnig byggir stefndi á því að umdeilt lán sé í íslenskum krónum
bundið gengi erlendra gjaldmiðla með ólögmætum hætti. Þá byggir stefndi kröfu
sína á því að víkja eigi samningnum til hliðar og leysa hann undan
greiðsluskyldu á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og
ógilda löggerninga, þar sem það verði að teljast ósanngjarnt og andstætt góðri
viðskiptavenju að bera fyrir sig kröfuna.
Ákvæðum
umdeilds lánssamnings hefur verið lýst hér að framan. Í dómum sínum um hvort
lán sé í erlendri mynt eða íslenskum krónum bundið gengi erlendra gjaldmiðla
hefur Hæstiréttur fyrst og fremst lagt til grundvallar skýringar á texta
þeirrar skuldbindingar sem lántaki hefur gengist undir. Þegar sú textaskýring
tekur ekki af skarið um hvers efnis skuldbindingin er að þessu leyti, eins og á
við um þann lánssamning sem hér reynir á, hefur verið litið til atriða sem lúta
að því hvernig hún hefur verið efnd og framkvæmd að öðru leyti.
Samkvæmt samningnum sjálfum
er hann sagður vera að jafnvirði 250.000.000 íslenskra króna í japönskum jenum.
Í samningnum er kveðið á um að lánið skuli greitt inn á bankareikning stefnanda
í japönskum jenum, sem og varð reyndin. Fé í erlendum gjaldmiðlum skipti því í
reynd um hendur þegar Kaupþing banki hf., forveri stefnanda, efndi aðalskyldu
sína. Í viðauka við samninginn, dagsettum 19. október 2009, er lánsfjárhæðin
einnig tilgreind með sama hætti og í lánssamningi. Stefndi hefur innt af hendi
40 greiðslur afborgana og vaxta af láninu og greiddi hann þær oftast í erlendum
gjaldmiðlum. Lög um gjaldeyrismál nr. 87/1992 breyta ekki eðli
skuldbindingarinnar. Að þessu virtu verður
að leggja til grundvallar að lánið til stefnanda hafi verið í erlendum
gjaldmiðli og skiptir þá ekki máli í hvaða tilgangi hann tók það. Slíkt lán
fellur ekki undir reglur VI. kafla laga nr. 38/2001, um heimildir til
verðtryggingar lánsfjár í íslenskum krónum.
Stefndi byggir á því að hann
sé óbundinn af samningnum, þar sem það verði að teljast ósanngjarnt og andstætt
góðri viðskiptavenju að fjármálafyrirtæki beri fyrir sig kröfu sem stofnaðist
með því að fjármálafyrirtæki breytti eign stefnda í japönskum jenum í íslenskar
krónur, án hans fyrirmæla, til tjóns fyrir stefnda, sem og að hann eigi kröfu
vegna þess tjóns sem það hafi valdið honum, sem koma eigi til skuldajafnaðar
við kröfu stefnanda. Eru fullyrðingar stefnda um að starfsmenn Kaupþings banka hafi
breytt japönskum jenum, sem hann hafi átt, yfir í íslenskar krónur, á árinu
2008, án hans beiðni, með öllu ósannaðar, en stefndi átti ýmis önnur viðskipti
við bankann á þessum tíma og af gögnum málsins verður ekki séð að stefndi hafi
gert athugasemdir vegna þessa fyrr en löngu síðar. Þá getur niðurstaða sakamála
á hendur æðstu stjórnendum bankans ekki leitt til þess að stefndi þurfi ekki að
færa fram fullnægjandi sönnur fyrir málsástæðum sínum. Verður þessari kröfu
stefnda því hafnað.
Við mat á því hvort
ósanngjarnt sé eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera fyrir sig umræddan
samning skal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við
samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. Hrun íslensku bankanna sem varð
hér á landi í október 2008 getur eitt og sér ekki orðið til þess að losa
stefnda undan því að standa við skuldbindingar sínar. Rannsókn bankahrunsins og
háttsemi stjórnenda Kaupþings banka breytir því ekki að stefndi verður að
standa við skuldbindingar sínar. Af
málatilbúnaði stefnda verður ráðið að upplýsingar úr skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis og niðurstaða sakamála á hendur stjórnendum bankans sé ætlað að styðja
þær málsástæður sem byggja á 36. gr. laga nr. 7/1936. Atriði sem þar koma fram
geta hins vegar ekki talist sönnun á þeim staðhæfingum stefnda. Þá verður ekki
talið að þó svo að fyrir liggi að töluverður aðstöðumunur hafi verið á aðilum
nægi það ekki eitt og sér til að sýna fram á að skilyrðum 36. gr. laga nr.
7/1936 sé fullnægt. Veður því hafnað kröfu stefnda um að samningurinn verði
ógildur eða honum vikið til hliðar.
Samkvæmt því sem að framan
greinir er málsástæðum stefnda hafnað.
Stefnda ber að standa við skuldbindingar sínar og þann samning sem hann
gerði við forvera stefnanda. Samningurinn hefur verið í vanskilum frá 2. ágúst
2011. Krafa stefnanda verður því tekin til greina, eins og hún er fram sett,
þ.e.a.s. stefndi verður dæmdur til að greiða skuld sína við stefnanda, sem er í
japönskum jenum, ásamt dráttarvöxtum, að frádreginni innborgun, sem greidd var
hinn 4. maí 2012.
Eftir þessari niðurstöðu
verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega
ákveðinn 800.000 krónur.
Hervör Þorvaldsdóttir
héraðsdómari kvað upp dóm þennan.
D Ó M S O R Ð:
Stefndi, Bylgja VE-75, greiði
stefnanda, Arion banka hf., 246.757.297 japönsk jen ásamt 13,89031%
dráttarvöxtum frá 2. ágúst 2011 til greiðsludags, að frádregnum innborgunum
samtals að fjárhæð 248.639.366 krónur, sem greidd var hinn 4. maí 2012.
Stefndi greiði stefnanda
800.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 739/2015 | Ávana- og fíkniefni Tilraun | M og A voru ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, M með því að hafa staðið að ólögmætum innflutningi á 9.053,55 g af amfetamíni að 69 til 70% styrkleika, 194,81 g af kókaíni að 64% styrkleika og 10.027,25 g af MDMA að 78% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, en A fyrir að hafa tekið á móti pakkningum og tösku frá M sem hann hafði talið að innihéldu öll framangreind ávana- og fíkniefni og fyrir að hafa ætlað að koma þeim áleiðis til ótilgreindra aðila hér á landi. M játaði að hafa veitt fíkniefnunum viðtöku í Hollandi og flutt þau til Íslands með farþegaflugi, en neitaði að hafa haft ásetning til að flytja hingað til lands fíkniefnin sem voru í ferðatösku dóttur sinnar sem einnig var með í för. Að virtri frásögn M um aðdraganda ferðarinnar og með hliðsjón af hinu mikla magni fíkniefna var talið hafið yfir skynsamlegan vafa að hún hafi vitað eða að minnsta kosti hlotið gera sér grein fyrir að taska dótturinnar hefði að geyma nokkurn veginn sama magn fíkniefna og hennar eigin taska. Var hún því sakfelld samkvæmt ákæru og var brot hennar talið varða við 2. mgr. 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. A játaði að hafa tekið að sér það verkefni að sækja töskur M, en neitaði að hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða. Talið var hafið yfir allan vafa að A hefði mátt vera ljóst að hann væri að leggja fíkniefnainnflutningi lið og hefði hann látið sér í léttu rúmi liggja hvaða efni þetta væru og í hvaða magni. Var hann því einnig sakfelldur samkvæmt ákæru og var brot hans talið varða við 2. mgr. 173. gr. a. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 20. gr. þeirra. Við ákvörðun refsingar M var fyrst og fremst litið til þess að um var að ræða fádæma mikið magn sterkra fíkniefna sem hún flutti hingað til lands af yfirlögðu ráði, sbr. 1., 3. og 6. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þá var einnig höfð hliðsjón af því að hlutverk hennar var einvörðungu í því fólgið að koma efnunum hingað til lands og fá þau öðrum í hendur. Til refsilækkunar kom að hún bauð lögreglu aðstoð og tók síðan að undirlagi hennar þátt í aðgerð til að upplýsa málið frekar, sbr. 8. og 9. tölulið áðurnefndrar málsgreinar. Við ákvörðun refsingar A var litið til þess að þótt hlutur hans í flutningi efnanna á áfangastað hefði verið mun veigaminni en M, væri brot hans stórfellt vegna hins mikla magns sterkra fíkniefna. Var refsing M ákveðin fangelsi í 8 ár en A fangelsi í 4 ár. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur
Tómasson, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már
Matthíasson.
Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 22. október 2015 í samræmi
við yfirlýsingar ákærðu um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að héraðsdómur
verði staðfestur.
Ákærða Mirjam krefst þess að hún verði sýknuð af sakargiftum um að hafa
flutt hingað til lands 10.027,25 g af efninu MDMA, en að öðru leyti að refsing hennar
verði milduð.
Ákærði Atli Freyr krefst þess aðallega að hann verði sýknaður, en til
vara að refsing hans verði milduð.
I
Í málinu er ákærðu Mirjam gefið að sök að hafa 3. apríl 2015 „að beiðni
ótilgreindra aðila, flutt hingað til lands með flugi“ frá Amsterdam í Hollandi
„samtals 9.053,55 g af amfetamíni að 69 til 70% styrkleika, 194,81 g af kókaíni
að 64% styrkleika og 10.027,25 g af MDMA, að 78% styrkleika, ætluðu til
söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.“ Þá er ákærði Atli Freyr sakaður um að
hafa 7. sama mánaðar við Hótel Frón í Reykjavík „tekið á móti pakkningum og
tösku frá ákærðu Mirjam sem hann taldi að innihéldu öll framangreind ávana- og
fíkniefni, og fyrir að hafa ætlað að koma þeim áleiðis til ótilgreindra aðila
hér á landi til að hægt yrði að koma efnunum í söludreifingu, en lögreglan
hafði þá áður lagt hald á efnin og komið fyrir gerviefni í þeirra stað.“ Er háttsemi
ákærðu Mirjam talin varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og
háttsemi ákærða Atla Freys við þá grein, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga.
Málsatvikum er lýst stuttlega í hinum áfrýjaða dómi og þar er gerð
ítarleg grein fyrir framburði beggja ákærðu og vitna fyrir héraðsdómi. Við
komuna hingað til lands 3. apríl 2015 voru ákærða Mirjam og dóttir hennar
stöðvaðar við tolleftirlit, en hvor þeirra hafði meðferðis eina ferðatösku. Við
leit í töskunum kom í ljós mikið magn fíkniefna, sem vógu ásamt umbúðum rúmlega
10 kg í hvorri tösku um sig, og voru mæðgurnar handteknar í kjölfar þess. Við
skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir kvaðst ákærða ekki vita hvað hafi verið í
töskunum. Spurð hvort hún hafi verið að flytja fíkniefni kaus hún að svara því
ekki, en bætti við að hún vildi aðstoða lögregluna eftir bestu getu.
Fyrir héraðsdómi bar ákærða Mirjam að hollenskt par, karl og kona sem hún
nafngreindi, hefði beðið sig um að fara þessa ferð og taka með sér „tvo þrjá
litla pakka svona kíló hvern“ með einhverju efni sem hún hefði ekki vitað hvað
var. Fyrir þetta hafi hún átt að fá greiddar 20.000 evrur. Kvaðst ákærða hafa
látið parið fá föt sín og allt dót sitt og dóttur sinnar til ferðarinnar
fyrirfram og þau séð um að pakka ofan í ferðatöskurnar sem þeim mæðgum hafi
síðan verið afhentar skömmu fyrir innritun á flugvellinum ytra. Samkvæmt gögnum
málsins kom ákærða hingað til lands ásamt nafngreindum hollenskum manni í
byrjun desember 2014 og aftur í byrjun febrúar 2015. Í bæði skiptin dvöldu þau
hér í þrjá daga. Spurð um tildrög fyrri ferðarinnar við aðalmeðferð málsins
svaraði ákærða að hún hefði á þeim tíma verið í miklum fjárhagslegum vandræðum,
en svo hafi komið „einhver sem ég hélt að væri vinur minn og spurði hvort ég
vildi koma með honum til Reykjavíkur og þannig fór ég með í fyrsta skipti en ég
var sjálf ekki með neitt þá“. Aðspurð sagðist ákærða hafa fengið 5.000 evrur
greiddar fyrir þetta skipti, en var ekki beðin um að skýra frá því fyrir dómi
hvort og þá hve mikið hún hefði fengið greitt fyrir síðari ferðina. Hins vegar
var ákærða spurð hvort fíkniefni hefðu verið flutt inn í fyrri ferðinni og hvað
hún hafi haldið að þau tvö hafi verið að gera. Fyrri spurningunni svaraði hún
neitandi, en þeirri síðari þannig: „Fyrsta skipti vissi ég ekki neitt en svo
næsta skipti þá fór mig að gruna og þannig kynntist ég líka fólki sem kom til
mín seinna meir til þess að spyrja hvort ég vildi fara í þessa ferð.“ Síðar í
skýrslu sinni fyrir dómi lét ákærða svo um mælt að hún hafi verið spurð af
áðurnefndu pari hvort hún vildi taka með það sama og ferðafélagi hennar hafi
verið „búinn að taka tvisvar sinnum og þegar þar að kom vissi ég að hann hafði
tekið ... tvo þrjá litla pakka svona kíló hvern og ég vissi ekki hvaða efni það
var“.
Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi skýrði ákærða lögreglu frá því
strax eftir að hún var handtekin að hún ætti að fara á ákveðið hótel og hringja
í tiltekið símanúmer. Meðal gagna málsins er skýrsla lögreglu um aðgerðir, sem
gripið var til af hennar hálfu í kjölfarið til að leitast við að upplýsa málið
frekar, auk endurrits af því sem fram kom í símtölum ákærðu við aðra meðan hún
dvaldi á hótelinu næstu daga. Þá hefur verið lögð fyrir Hæstarétt samantekt um
umræddar aðgerðir. Í þessum skjölum kom meðal annars fram að ákærða hafi viljað
vinna með lögreglu og láta sem hún hefði ekki verið handtekin. Fíkniefnin voru
fjarlægð úr ferðatöskunum og gerviefni komið fyrir í annarri þeirra, svo og í
gjafapakka sem verið hafði í hinni. Mörg símtöl og smáskilaboð fóru milli
ákærðu og annarra á tímabilinu frá 3. til 7. apríl 2015, en síðastnefnda daginn
var henni skipað að fara með aðra töskuna og pakkann út í bifreið sem senn yrði
ekið að hótelinu. Ákærða fór að fyrirmælunum og í framhaldi af því var ökumaður
bifreiðarinnar, ákærði Atli Freyr, tekinn höndum af lögreglu. Einn af þeim
lögreglumönnum, sem kom að handtökunni, bar vitni fyrir dómi og var meðal
annars spurður hvort ákærði hefði verið undir áhrifum lyfja eða fíkniefna eða
hvort vitnið hefði tekið eitthvað eftir því. Vitnið svaraði: „Ég tók nú ekki
eftir því, en honum var bara brugðið og ... náfölnaði og var smeykur.“
Samkvæmt matsgerðum, sem lagðar hafa verið fram og gerð er grein fyrir í
héraðsdómi, var magn og styrkleiki fíkniefnanna, sem fundust í ferðatöskum
mæðgnanna, sá sami og greindur er í ákæru. Í matsgerð 30. apríl 2015 var tekið
fram að úr amfetamíninu, sem var falið í tösku ákærðu Mirjam, væri unnt að búa
til efni með venjulegum neyslustyrkleika sem væri tæplega 42 kg að þyngd. Þá
mætti búa til úr kókaíninu 430 g af efni með algengum neyslustyrkleika. Loks
væri þess kostur að framleiða um 85.000 töflur af MDMA úr því efni, sem komið
hafði verið fyrir í töskunni hjá dóttur ákærðu, miðað við meðalstyrkleika í
slíkum töflum sem seldar væru til neyslu. Má varlega ætla að verðmæti alls þess
magns fíkniefna, sem fannst í töskunum tveimur, hafi numið á bilinu frá 400.000.000
til 600.000.000 krónum.
II
Eins og áður greinir fannst fádæma magn fíkniefna með miklum styrkleika í
ferðatöskum þeim sem ákærða Mirjam og dóttir hennar höfðu meðferðis við komuna
hingað til lands 3. apríl 2015. Skipti verðmæti fíkniefnanna sem fyrr segir
hundruðum milljónum króna.
Ákærða heldur því fram að hún hafi aðeins haft ásetning til að flytja
hingað til lands fíkniefnin sem voru í ferðatösku sinni en ekki í tösku dóttur
sinnar. Svo sem að framan er rakið bar ákærða meðal annars fyrir héraðsdómi að
hún hafi þegið 5.000 evrur fyrir að fara fyrstu ferðina til landsins í byrjun
desember 2014. Kvaðst hún ekki hafa verið „með neitt þá“ og ekki vitað af því
að fíkniefni hefðu verið með í för í það skipti, en sig hafi farið að gruna að svo
hafi verið í næstu ferð sem farin var í byrjun febrúar 2015. Ákærða sagðist
hafa viljað taka með sér í ferðina, sem mál þetta er sprottið af, „tvo þrjá
litla pakka“ af fíkniefnum „svona kíló hvern“. Að sögn hennar lét hún hollenska
parið fá föt og aðra persónulega muni sína og dóttur sinnar og sá parið um að
pakka niður í töskurnar sem þeim mæðgum voru afhentar skömmu fyrir innritun í
flugið frá Amsterdam. Sé þessi frásögn ákærðu lögð til grundvallar og jafnframt
litið til þess hve fíkniefnin, sem fundust í hvorri tösku, voru þung og
fyrirferðarmikil er hafið yfir skynsamlegan vafa að hún vissi eða að minnsta
kosti hlaut að gera sér grein fyrir að taska dótturinnar hefði að geyma nokkurn
veginn sama magn fíkniefna og hennar eigin taska. Ennfremur að svo mikið magn
fíkniefna væri ætlað til sölu í ágóðaskyni. Samkvæmt því verður ákærða sakfelld
fyrir þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru og felur í sér brot gegn 2.
mgr. 173. gr. a. almennra hegningarlaga.
Í hinum áfrýjaða dómi var ranglega dregin sú ályktun af fyrrgreindum
vitnisburði lögreglumannsins, sem kom að handtöku ákærða Atla Freys, að ekki
hafi verið talið að ákærði hefði verið undir áhrifum lyfja eða annarra efna
þegar hann var handtekinn. Eins og rakið hefur verið kom einungis fram hjá
vitninu að hann hafi ekki tekið eftir því hvort ákærði hafi verið undir slíkum
áhrifum. Þótt ákærði hafi verið undir áhrifum nautnalyfja umrætt sinn, svo sem
hann sjálfur heldur fram, veldur það ekki refsileysi þeirrar háttsemi sem hann
er ákærður fyrir, sbr. 17. gr. almennra hegningarlaga. Að því gættu og með
vísan til forsendna héraðsdóms að öðru leyti verður ákærði sakfelldur fyrir
brot gegn 2. mgr. 173. gr. a. sömu laga, sbr. 1. mgr. 20. gr. þeirra.
Samkvæmt 2. mgr. 173. gr. a. almennra
hegningarlaga varðar það þann fangelsi allt að 12 árum sem gegn ákvæðum laga
nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni flytur inn eða tekur við slíkum efnum í því
skyni að afhenda þau gegn verulegu gjaldi eða á annan sérstaklega saknæman hátt.
Við ákvörðun refsingar ákærðu Mirjam verður fyrst og fremst að líta til þess að
um var að ræða fádæma mikið magn sterkra fíkniefna, sem hún flutti hingað til
lands af yfirlögðu ráði, sbr. 1., 3. og 6. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga.
Einnig ber að hafa hliðsjón af því að hlutverk hennar var einvörðungu í því
fólgið að koma efnunum hingað til lands og fá þau öðrum í hendur. Til
refsilækkunar kemur að ákærðu hefur ekki áður verið gerð refsing fyrir brot svo
að vitað sé. Einnig lýsti hún því yfir strax eftir handtöku að hún vildi veita
lögreglu aðstoð og tók síðan að undirlagi hennar þátt í aðgerð til að upplýsa
málið frekar, sbr. 8. og 9. tölulið áðurnefndrar málsgreinar. Þótt aðgerðin
bæri ekki tilætlaðan árangur verður ákærðu ekki um það kennt. Samkvæmt öllu þessu
er refsing hennar ákveðin fangelsi í 8 ár og kemur gæsluvarðhald, sem hún hefur
sætt, til frádráttar refsingunni eins og í dómsorði greinir. Vegna hins mikla
magns sterkra fíkniefna, sem um var að ræða, er brot ákærða Atla Freys
stórfellt þótt hlutur hans í flutningi efnanna á áfangastað hafi verið mun
veigaminni en ákærðu Mirjam. Að teknu tilliti til þess og að ákærði, sem á að
baki nokkurn sakaferil, á sér engar málsbætur er refsing hans ákveðin fangelsi
í 4 ár og kemur gæsluvarðhald, sem hann sætti um tíma, til frádráttar
refsingunni eins og fram kemur í dómsorði.
Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað verða staðfest.
Samkvæmt 1. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður
ákærðu gert að greiða helming af áfrýjunarkostnaði málsins, þar með talin af málsvarnarlaunum
skipaðra verjenda sinna sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og
nánar segir í dómsorði.
Dómsorð:
Ákærða Mirjam Foekje
van Twuijver sæti fangelsi í 8 ár, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem
hún hefur sætt frá 4. apríl 2015.
Ákærði Atli
Freyr Fjölnisson sæti fangelsi í 4 ár, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald
sem hann sætti frá 8. til 22. apríl 2015.
Héraðsdómur skal
að öðru leyti vera óraskaður.
Ákærða Mirjam
greiði 480.550 krónur af áfrýjunarkostnaði málsins, sem eru helmingur af málsvarnarlaunum
verjanda hennar, Björgvins Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 930.000 krónum og
ferðakostnaði hans 31.100 krónum. Ákærði Atli Freyr greiði 465.000 krónur af
áfrýjunarkostnaði málsins, sem eru helmingur af málsvarnarlaunum verjenda hans,
hæstaréttarlögmannanna Bjarna Haukssonar 558.000 krónum og Vilhjálms Hans
Vilhjálmssonar 372.000 krónum. Jafnframt
greiði ákærðu óskipt 35.979 krónur sem eru helmingur af öðrum áfrýjunarkostnaði.
Dómur Héraðsdóms
Reykjaness fimmtudaginn 8. október 2015.
Mál þetta, sem dómtekið var 29. september sl., er
höfðað með ákæru ríkissaksóknara, útgefinni 26. júní 2015, á hendur Mirjam
Foekje van Twuijver, hollenskum ríkisborgara, fæddri [...], og Atla Frey
Fjölnissyni, kennitala [...], Sundlaugavegi 12, Reykjavík, „fyrir að hafa bæði staðið að stórfelldu
fíkniefnalagabroti á árinu 2015:
1. Gegn ákærðu Mirjam, með því að hafa föstudaginn
3. apríl, á Keflavíkurflugvelli að beiðni ótilgreindra aðila, flutt hingað til
lands með flugi FI-501 frá Amsterdam Hollandi, samtals 9.053,55 g af amfetamíni
að 69 til 70% styrkleika, 194,81 g af kókaíni að 64% styrkleika og 10.027,25 g
af MDMA, að 78% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.
Efnin flutti ákærða hingað til lands falin í tveimur ferðatöskum.
2. Gegn ákærða Atla Frey, fyrir að hafa þriðjudaginn
7. apríl, við Hótel Frón, Laugavegi 22a, Reykjavík, tekið á móti pakkningum og
tösku frá ákærðu Mirjam sem hann taldi að innihéldu öll framangreind ávana- og
fíkniefni, og fyrir að hafa ætlað [að] koma þeim áleiðis til ótilgreindra aðila
hér á landi til að hægt yrði að koma efnunum í söludreifingu, en lögreglan
hafði þá áður lagt hald á efnin og komið fyrir gerviefni í þeirra stað.
Telst háttsemi ákærðu beggja varða við 173. gr. a.
almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 64/1974 og 1. gr. laga
nr. 32/2001 og sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga að því er varðar
ákærða Atla Frey.
Þess er krafist að ákærðu verði
dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess
krafist að gerð verði upptæk þau fíkniefni sem hald var lagt á, samkvæmt
heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr.
233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002.“
Ákærða Mirjam kom fyrir dóminn við þingfestingu
málsins og játaði að hafa flutt inn til landsins þau fíkniefni sem fundust í
farangri hennar en neitar að hafa átt þátt í því að hafa flutt inn þau
fíkniefni sem fundust í farangurstösku dóttur hennar sem kom með henni til
landsins. Ákærði Atli Freyr játaði fyrir dóminum að hafa verið á staðnum eins
og segir í ákæru en neitar sök að öðru leyti.
Krafðist ákærða Mirjam sýknu vegna þeirra fíkniefna
sem fundust í farangri dóttur hennar og vægustu refsingar sem lög leyfa vegna
þeirra efna sem hún hefur játað að hafa komið með til landsins. Ákærði Atli
Freyr krafðist sýknu en til vara vægustu refsingar er lög leyfa. Þá er gerð
krafa um málsvarnarlaun og að þau verði greidd úr ríkissjóði.
Málsatvik.
Upphaf máls þessa er að ákærða Mirjam Foekje van
Twujiver, ásamt dóttur sinni A, kom til Íslands með flugi frá Hollandi þann 3.
apríl sl. Voru þær með sína ferðatöskuna hvor og voru stöðvaðar við
tolleftirlit. Kom í ljós að umtalsvert magn fíkniefna var í hvorri tösku. Voru
þær handteknar í kjölfarið. Kvaðst ákærða Mirjam eiga að hringja í ákveðið
símanúmer og hitta mann sem myndi taka við töskunni hennar og neitaði að hafa
haft vitneskju um að fíkniefni hafi verið í tösku dóttur hennar. Í framhaldi
fylgdi lögreglan þeim á hótel þar sem Mirjam hitti ákærða Atla Frey og afhenti
honum fíkniefnin.
Skýrslur fyrir dómi.
Ákærði Atli Freyr kom fyrir dóminn og kvaðst hafa
verið í samkvæmi þar sem hann hafi hitt mann. Sá hafi kynnt sig sem B og sagst
vera hollenskur. Sá hafi beðið sig um að sinna ákveðnu verkefni. B hafi látið
sig hafa síma og 160.000 þúsund krónur fyrir viðvikið og síðan átti hann að fá
einhverja greiðslu þegar hann væri búinn að skila töskunni. Hann hafi átt að
fara að Hótel Frón á Laugavegi og taka á móti töskum. Ákærði kvaðst hafa hitt B
um viku áður en mæðgurnar komu. Ekki hafi hvarflað að sér eina mínútu að það
væru fíkniefni sem hann átti að sækja. Hann hefði aldrei farið á staðinn ef
hann hefði grunað að um fíkniefni væri að ræða, hann hafi talið þetta vera
stera. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki notað sinn eigin síma kvað hann
manninn hafa látið sig hafa síma sem hann hefði átt að nota. Maðurinn hafi sent
sér skilaboð í símann og m.a. um að tímaáætlun hefði breyst. Ákærði hafi átt að
taka upp á Hótel Frón mæðgur og töskurnar þeirra og fara með þær á Grand Hótel.
Alla vega hafi hann átt að sækja töskurnar og fara með þær á Grand Hótel en
hann mundi ekki hvað hann átti að gera við mæðgurnar. Ákærði hafi þar átt að fá
viðbótargreiðslu, gæti verið tvö til þrjú hundruð þúsund krónur. Ákærði kvaðst
ekkert muna eftir fyrstu skýrslutökunni hjá lögreglu. Aðspurður kvaðst ákærði
ekki geta sagt til um það hvers vegna hann hafi ekki sagt lögreglunni strax frá
því að hann hafi talið að um stera væri að ræða. Ákærði kvaðst [...]. Þá hafi
ákærði farið í margar meðferðir á Vog en hann hafi verið undir áhrifum ýmissa
lyfja þegar hann var handtekinn. Ákærði kvaðst vera atvinnulaus og ekki í skóla
en hann væri í sambúð með barnsmóður sinni.
Ákærða Mirjam kvaðst fyrir
dóminum játa að hafa vitað af fíkniefnum í farangurstösku sinni en ekki hafa
vitað að fíkniefni væru í tösku dóttur sinnar. Ákærða kvaðst hafa verið í mjög
erfiðum aðstæðum heima hjá sér. Hún hafi misst allt og ekki átt neitt þannig að
dóttir hennar hafi þurft að búa hjá vinkonu sinni. Ákærða hafi verið í erfiðu
sambandi með karlmanni. Þá hafi hún kynnst manni, C, sem
hafi boðið henni að koma með sér til Reykjavíkur, sem hún hafi gert í tvígang.
Hún hafi fengið um fimm þúsund evrur greiddar fyrir fyrri ferðina en tíu þúsund
evrur fyrir seinni ferðina. Ákærða hafi ekki vitað í fyrstu ferðinni að verið
væri að flytja fíkniefni til Íslands en í næstu ferð hafi hana farið að gruna
það. Ákærða kvaðst hafa pakkað sjálf farangri sínum í þeim ferðum.
Síðar hafi hún kynnst D og E, [...] sé viðurnefni,
sem hafi beðið hana að fara í þessa ferð. Þau hafi komið nokkrum sinnum heim
til ákærðu. Ákærða hafi verið í það miklum fjárhagsvandræðum að hún hafi bara
átt tvo kosti, annars vegar að fara í vændi og hins vegar að fara í svona ferð.
Þau hafi spurt hana hvort ákærða gæti tekið sama magn af fíkniefnum og hún
hafði þegar farið með í tvígang, þ.e. um tvö til þrjú kíló, en hún hafi ekki
vitað hvaða efni það voru. Ákærða hafi spurt þau hvort dóttir hennar mætti koma
með þar sem þær hefðu átt svo erfitt tímabil og aldrei farið tvær saman í frí.
Ákærðu hafi því langað til að nota ferðina sem einhvers konar lokun á erfiðu
tímabili. Ákærða kvaðst hafa bókað flugið fyrir þær sjálf en fengið peninga til
þess frá D og E. Ákærða hafi einnig valið hótelið sjálf. Ákærða kvaðst hafa átt
að fá tuttugu þúsund evrur fyrir ferðina. Ákærða kvað ferðina hafa verið
ákveðna með viku fyrirvara. D hafi komið heim til ákærðu í nokkur skipti í
þeirri viku. Ákærða hafi ekki átt neitt og ekki ferðatösku heldur. D hafi því
sagt að þau gætu séð um að pakka niður fyrir ákærðu og dóttur hennar og ákærða
þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því. Ákærða kvaðst hafa ítrekað spurt þau hvort
hún væri ekki að fara með sama magn og ákærða hafði farið með áður með C og hún
hafi einnig ítrekað að dóttir hennar ætti ekki að vera viðriðin innflutninginn.
D hafi komið kvöldið áður og ákærða látið hana hafa fatnað fyrir ferðina af sér
og dóttur sinni. Mikið hafi verið að gera hjá ákærðu á þessum tíma, þetta hafi
verið mjög skrítinn tími og hún hafi treyst D og E. E hafi komið seint um
morgun, sótt þær og ekið þeim á flugvöllinn. Hann hafi látið þær hafa töskurnar
á flugvellinum og tekið fram hvor átti hvaða tösku. Hún hafi því treyst því að
engin fíkniefni væru í tösku dóttur hennar. E hafi sagst ætla að fylgjast með
þeim í innritun og tíminn hafi verið naumur. Ákærða hafi því ekki haft tíma til
að skoða í tösku dóttur sinnar. Hún hafi ekki talið sig þurfa að spyrja E hvort
fíkniefni væru í tösku dótturinnar, hún hafi áður verið búin að segja honum að
dóttir hennar ætti að vera fyrir utan þetta. Hún hafi því treyst honum. Ákærða
lýsti erfiðu lífi sínu fyrir dóminum. Ákærða kvaðst hafa liðsinnt lögreglu eins
og hún gat við rannsókn málsins, fundið Facebook-síðu D og E auk þess að finna
út hvar þau bjuggu. Þá hafi hún tekið þátt sem tálbeita eftir að hún var
handtekin hér á landi. Ákærða kvað afleiðingar þess að hafa liðsinnt við
rannsókn málsins vera að hún gæti aldrei farið í heimabyggð sína aftur þar sem
hún óttist um líf sitt. Hún hafi fengið hótanir. Þá hafi vinir hennar snúið
baki við henni vegna málsins. Ákærða kvaðst aðspurð fyrst hafa séð töskurnar
þegar þær komu á flugvöllinn en rangt væri haft eftir dóttur hennar hjá
lögreglu að hún hafi séð töskuna fyrst heima hjá þeim. Ákærða kvaðst hafa látið
þau D og E hafa föt fyrir sig og dóttur sína fyrir helgarferðina en það hafi
ekki allt skilað sér í töskurnar. Dóttir hennar sé [...] ára og þurfi því mikið
af fötum. Ákærða kvaðst ekki muna hvor þeirra tók töskurnar af færibandinu í
Keflavík, þær hafi gert það saman. Þá hafi ákærða ekkert velt því fyrir sér að
hvor taska hafi verið um tíu kíló, þær voru bara svo fegnar að vera komnar til
Íslands og hlökkuðu til helgarinnar. Aðspurð um framburð ákærðu hjá lögreglu um
að hún hafi átt að fá þrjátíu til fimmtíu þúsund evrur fyrir ferðina, kvað
ákærða það vera rangt, hún hafi átt að fá þá greiðslu ef hún hefði farið til
landsins með húsbíl.
Vitnið A gaf símaskýrslu fyrir
dóminum. Vitnið nýtti sér rétt sinn um að svara ekki spurningum varðandi móður
sína. Aðspurt kvaðst vitnið staðfesta að rétt væri eftir því haft í
lögregluskýrslum sem liggi fyrir í málinu. Vitnið kvaðst ekki hafa séð
töskurnar fyrr en á flugvellinum, ekki væri rétt að það hafi séð þær heima hjá
sér.
Vitnið F, móðir ákærða Atla
Freys, kom fyrir dóminn og lýsti erfiðri æsku ákærða Atla og meðferðarúrræðum
sem hann hafi reynt að nýta sér.
Vitnið G, aðalvarðstjóri hjá
Tollstjóra, kom fyrir dóminn og kvaðst hafa haft afskipti af ákærðu eftir
gegnumlýsingu á töskunum. Vitnið hafi tekið stúlkuna og skoðað innihald tösku
hennar en annar tollvörður hafi skoðað innihald tösku ákærðu Mirjam. Stúlkan
hafi verið mjög hissa á því að vera stöðvuð og hafi orðið meira undrandi þegar
innihald töskunnar kom í ljós. Stúlkan hafi strax sagt að hún hafi ekki pakkað
sjálf í töskuna. Vitnið var í beinu sambandi við tollvörðinn sem skoðaði tösku
móðurinnar. Móðirin hafi verið í miklu uppnámi og kvaðst ekkert kannast við
innihald töskunnar. Vitnið kvaðst hafa reynt að róa móðurina niður og útskýrt
fyrir henni að enn sem komið var væri bara um grun að ræða. Þegar stikkprufa
hafi sýnt að um fíkniefni væri að ræða hafi lögreglan verið kölluð til. Stúlkan
hafi sagt móður sína hafa séð um að láta pakka niður. Stúlkan hafi sagt við
vitnið að hún tryði því ekki að móðir hennar væri að gera sér þetta. Stúlkan
kvaðst ekki hafa komið til Íslands áður. Móðirin hafi sagt tollverðinum sem
skoðaði innihald hennar tösku að þetta væri fyrsta ferð hennar til landsins en
við skoðun hafi komið í ljós að hún hafði komið tvisvar til landsins áður.
Vitnið H rannsóknarlögreglumaður
kom fyrir dóminn og kvað mæðgurnar hafa komið til landsins í byrjun apríl.
Þegar lögreglan kom að málinu hafi verið búið að finna mikið af fíkniefnum í
töskum þeirra. Ákærða hafi strax útskýrt að hún ætti að fara á ákveðið hótel og
ætti að hringja í ákveðið númer. Framburður þeirra beggja hafi verið á þá leið
að stúlkan hafi ekki vitað af efnunum en móðirin hafi ætlað að flytja inn
fíkniefni. Ákærða hafi sagst hafa komið tvisvar áður með C til Íslands en hann
hafi þá verið að flytja inn fíkniefni. Skýrsla hafi verið tekin af C í Hollandi
og hafi hann sagt að það hafi verið ákærða sem hafi flutt inn fíkniefni í þeim
ferðum sem hann fór með henni til Íslands. D og E hafi verið flutt til Spánar
þegar lögreglan reyndi að finna þau. Vitnið kvað töskurnar hafi verið
innritaðar í Amsterdam, önnur á stúlkuna og hin á ákærðu.
Vitnið I rannsóknarlögreglumaður
kom fyrir dóminn og kvaðst hafa komið að málinu eftir handtöku ákærðu. Vitnið
hafi tekið þátt í að skipta út fíkniefnum á hótelinu. Á hótelinu hafi verið
símasamskipti þannig að móðirin hafi verið beðin að koma út með pakkann og
tösku, sem hún hafi gert. Ákærði Atli Freyr hafi verið í bifreiðinni og tekið á
móti þessu. Þegar ákærða Mirjam hafi verið komin inn á hótelið aftur hafi
ákærði Atli verið handtekinn.
Vitnið J lögreglumaður kom fyrir dóminn og kvaðst
hafa komið að handtöku ákærða Atla. Honum var greinilega brugðið við
handtökuna. Ákærði hafi verið búinn að setja pakkann og töskuna í skottið á
bílnum sínum þegar hann var handtekinn. Vitnið kvaðst ekki hafa séð sérstaklega
að ákærði hafi verið undir áhrifum lyfja eða fíkniefna en honum hafi greinilega
verið brugðið.
Vitnið K kom fyrir dóminn og útskýrði þær matsgerðir
sem liggja fyrir í málinu. Kvað vitnið matsgerð II sýna aðferðarfræðina við að
reikna út hugsanlegan götustyrk efnanna og magn. Séu þessir útreikningar
byggðir á rannsóknum sem hafi verið gerðar, bæði hérlendis og erlendis. Vitnið
kvað amfetamínið sem kom til rannsóknar hafa verið mjög rakt en nánast hreint
amfetamín.
Matsgerðir.
Í gögnum málsins liggja
fyrir þrjár matsgerðir frá Rannsóknastofu í lyfja- og efnafræði við Háskóla
Íslands.
Í matsgerð frá 22. apríl
2015 kemur fram að eitt sýni af MDMA hafi verið sent til rannsóknar. Hafi
styrkur MDMA í því sýni verið 78% sem samsvaraði 93% af MDMA-klóríði. Tvö sýni
af amfetamíni voru send til greiningar. Reyndist innihald amfetamínbasa í
sýninu vera 69% sem samsvaraði 94% af amfetamínsúlfati. Eitt sýni af kókaíni
var tekið til rannsóknar og reyndist styrkur kókaíns vera 64% sem samsvaraði
72% af kókaínklóríði.
Í
matsgerð frá 16. júní 2015 kemur fram að tvö sýni af MDMA voru send til
rannsóknar. Reyndist styrkur efnisins vera 79%, sem samsvaraði 94% af
MDMA-klóríði. Sjö sýni af amfetamíni voru send til rannsóknar. Var styrkur
amfetamínbasa í sex sýnum 71% sem jafngilti 97% af amfetamínsúlfati. Eitt sýnið
innihélt 72% af amfetamínbasa sem samsvaraði 98% af amfetamínsúlfati.
Í matsgerð II frá 30.
apríl 2015 segir að úr því magni af MDMA-klóríði sem flutt var inn hafi mátt
framleiða 85.014 töflur sem innihaldi 92 mg af MDMA og er þá miðað við
meðalgildi styrkleika þeirra taflna sem komu til rannsóknar á tímabilinu 1.
janúar 2010 til ársloka 2014. Úr því magni af amfetamínsúlfati sem kom til
landsins mátti framleiða tæplega 42 kg af efni sem væri 5,8% að styrk. Í
forsendum þeirrar niðurstöðu var miðað við rannsókn lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu á götustyrk amfetamíns sem lagt var hald á á árunum 2005 og
2006. Úr því kókaínefni sem flutt var til landsins var reiknað út að úr mætti
framleiða 430 g af neysluskömmtum sem væru að meðaltali 29% að styrkleika. Í
þeim forsendum var gengið út frá dönskum rannsóknum á neyslustyrkleika kókaíns
árið 2013.
Forsendur og niðurstöður.
Eins og fram kemur í matsgerðum Rannsóknastofu í
lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands var MDMA-efnið sem ákærða flutti
til landsins mjög sterkt efni sem mátti framleiða rúmlega 85.000 töflur úr í
neysluskömmtum. Þá var amfetamínið nánast hreint amfetamínsúlfat eftir þurrkun
og mátti framleiða úr því rúmlega 42 kíló af efninu í neyslustyrk. Þá mátti
framleiða um 430 g af kókaíni í neysluskömmtum úr því efni sem ákærða flutti
inn. Var hér um að ræða mjög sterk efni sem framleiða mátti úr fjölmarga neysluskammta.
Ljóst þykir að slíkt magn er um að ræða að það hafi verið ætlað til sölu og
dreifingar.
Engin gögn liggja fyrir um sakaferil ákærðu erlendis
en hún hefur ekki áður gerst brotleg við íslensk lög. Ákærða játaði að hafa
komið með 9.053,55 g af amfetamíni og 194,81 g af kókaíni til landsins en
neitaði að hafa vitað um 10.027,25 g af MDMA-dufti í farangurstösku dóttur
sinnar. Ákærða hefur játað að hafa ætlað að flytja fíkniefni inn til Íslands
umrætt sinn en það hafi átt að vera tvö til þrjú kíló og hafi hún átt að fá
greiddar tuttugu þúsund evrur fyrir. Ákærða lýsti því svo að hún hafi ekki átt
neina ferðatösku til að pakka niður persónulegum eigum fyrir helgarferðina til
Íslands né fyrir dóttur sína og því látið D hafa föt til fararinnar en hún hafi
boðist til að pakka þeim niður fyrir þær. Hún hafi treyst henni og manni hennar
en þau hafi verið vinir sínir.
Ákærða kvaðst hafa séð farangurstöskur þeirra fyrst
á flugvellinum og treyst því að engin fíkniefni væru í tösku dóttur hennar.
Ákærða innritaði sig og dóttur sína á flugvellinum og lét töskurnar á færiband.
Hvor taska um sig, sem voru að svipaðri stærð samkvæmt ljósmyndum og leyfðar
eru í handfarangri, voru um tíu kíló. Ákærða gaf þá skýringu á vigt taskanna að
dóttir hennar hafi þurft mikið af snyrtivörum, hárblásara o.fl. sem henni hafi
verið næg skýring á þunga taskanna. Þó svo að „[...]“ hafi sagst ætla að
fylgjast með þeim þar til þær væru innritaðar, þá var hann vinur ákærðu og er
það engin skýring á því að ákærða gekk ekki úr skugga um innhald tösku dóttur
sinnar strax á flugvellinum. Mátti ákærðu vera ljóst að þyngd taskanna hafi
verið það mikil að annað og meira en tvö til þrjú kíló af fíkniefnum væru í
þeim auk klæða til helgarferðar. Ákærða Mirjam móttók efnin á flugvellinum án
þess að ganga úr skugga um hvers kyns fíkniefni um væri að ræða eða hversu
mikið magn. Þótt ásetningur hennar hafi ekki staðið til annars en að flytja tvö
til þrjú kíló af fíkniefnum til landsins, ber hún refsiábyrgð á flutningi
þeirra efna sem þær mæðgur voru með þar sem hún lét sér í léttu rúmi liggja
hvaða efni eða hversu mikið af efnum var í töskunum og gekk ekki úr skugga um
það sjálf. Mátti hún því gera ráð fyrir hverju sem er í þessum efnum. Tók hún
því áhættuna á því sem í töskunum var og bar ábyrgð á þeim.
Með vísan til þess að ákærða lét þriðja aðila pakka
niður í töskur fyrir bæði sig og dóttur sína, sem er [...] ára, ásamt því að
ákærða vissi að hún átti að flytja fíkniefni til landsins, hafði hún sérstaka
ástæðu til að kanna innihald tösku dóttur sinnar. Mátti henni vera ljóst eða í það minnsta hefur hún
látið sér það í léttu rúmi liggja hvort fíkniefni voru einnig í tösku dóttur
hennar. Telur dómurinn að með aðgerðarleysi sínu varðandi tösku dóttur hennar
og vitneskju hennar um að ákærða væri að fara að flytja fíkniefni í farangri
sínum, sé skilyrði 18. gr. almennra hegningarlaga um ásetning uppfyllt. Þó svo
að ákærða haldi því fram fyrir dóminum að hún hafi talið að um tvö til þrjú
kíló hafi verið að ræða, þá er það með ólíkindum að ákærðu hafi ekki orðið það
ljóst strax á flugvellinum í Amsterdam að um meira magn var að ræða þar sem
töskurnar voru báðar rúm tíu kíló. Er skýring ákærðu um að þyngdin hafi m.a.
legið í snyrtivörum, hárblásara og flíkum fyrir dóttur hennar að engu hafandi,
enda er það algjör firra að halda slíku fram og samræmist ekki lýsingu ákærðu á
fátækt þeirra og neyð í heimalandinu.
Telur dómurinn lögfulla sönnun fram komna um að
ákærðu hafi mátt vera ljóst, eða í öllu falli látið sér í léttu rúmi liggja,
hvort eða hversu mikið af fíkniefnum var í ferðatöskum hennar og dóttur hennar
en ákærða bar ábyrgð á dóttur sinni vegna ungs aldurs hennar. Verður ákærða því
sakfelld fyrir innflutning á þeim efnum sem lýst er í ákærulið 1. Ekkert annað
hefur sannast en að ákærða hafi verið burðardýr í umrætt sinn og átt að flytja
efnin frá einum aðila til annars. Ákærða lýsti fyrir dóminum fjárhagskröggum
sínum og öðrum vandamálum sem knúðu hana til að taka verkið að sér. Engin gögn
hafa verið lögð fram sem staðfesta þær
frásagnir. Til þess er litið, ákærðu til refsimildunar, að hún veitti
lögreglu liðsinni eftir að hún var handtekin og játaði að nokkru leyti, og ekki
er vitað um að hún hafi sakaferil að baki. Til refsiþyngingar verður hins vegar
að líta til einbeitts ásetnings ákærðu, en þessi ferð var þriðja ferð hennar
til landsins í þeim tilgangi að flytja inn fíkniefni eða aðstoða við það, og
þess mikla magns og styrkleika efnanna sem ákærða flutti til landsins.
Með hliðsjón af öllu því sem að framan er rakið og
með hliðsjón af þeim dómum sem gengið hafa um sambærileg sakarefni á liðnum
árum, er refsing ákærðu ákveðin fangelsi í ellefu ár. Gæsluvarðhald er ákærða
hefur sætt frá 4. apríl 2015 skal dragast frá refsingunni að fullri dagatölu.
Ákærði Atli Freyr játaði að hafa tekið að sér það
verkefni að sækja töskur á hótel í Reykjavík og gert það um viku áður en
mæðgurnar komu til landsins. Ákærði neitaði hins vegar að hafa vitað að um
fíkniefni væri að ræða. Ákærði fékk í þessum tilgangi sérstakan síma svo að
þriðji aðili, „B“, gæti haft samband við hann og gefið honum fyrirmæli. Þá átti
ákærði að fara með töskurnar á Grand Hótel og afhenda þær þriðja aðila þar. Tók
Atli við tösku og pakka fyrir utan Hótel Frón, sem hann mátti vita að væru
fíkniefni, sem ætluð væru til söludreifingar hér á landi, en lögreglan hafði
skipt þeim út fyrir gerviefni. Þá liggur fyrir að ákærði hafi tekið þátt í
undirbúningnum í um viku áður en hann var handtekinn og einnig að hann fékk
skilaboð um breyttan komutíma mæðgnanna sem frestaði komu hans á hótelið.
Ákærði talaði um það fyrir dóminum að hann ætti að hitta mæðgur. Var ákærða því
ekki ókunnugt um hluta af ferlinu. Þá fékk ákærði greiðslu fyrir þátt sinn
strax í upphafi og átti síðan að fá viðbótargreiðslu þó svo að ekki liggi fyrir
hversu mikla, þegar hann afhenti efnin. Fyrir dóminum kvaðst ákærði hafa talið
að hann væri að sækja stera og að refsilaust væri að hafa stera undir höndum.
Samrýmist ekki sú frásögn hans því að hann hafi á sama tíma fengið háar
greiðslur fyrir milligöngu sína og þá ekki þeim öryggisráðstöfunum að vera með
sérstakan síma til verksins. Er það seinni tíma skýring og að engu hafandi.
Fram kom fyrir dóminum að ákærði á sér langa sögu vegna neyslu fíkniefna og
ýmissa lyfja. Kvaðst hann hafa verið mjög lyfjaður umrætt sinn og ekki vitað
hvað hann var að gera. Samkvæmt vitninu J, sem stóð að handtöku Atla, var ekki
talið að Atli hafi verið undir áhrifum lyfja eða annarra efna þegar hann var
handtekinn. Telur dómurinn hafið yfir allan vafa að ákærða hafi mátt vera ljóst
að hann var að leggja fíkniefnaflutningi lið og lét hann sér í léttu rúmi
liggja hvaða efni hann ætlaði að flytja og í hvaða magni. Er framburður hans um
annað ótrúverðugur. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er
gefin að sök í ákæru og honum gerð refsing fyrir. Þrátt fyrir erfiðleika ákærða
og veikindi í langan tíma verður það ekki metið honum til refsilækkunar. Ákærði
á sér því engar málsbætur. Er brot ákærða réttilega heimfært til 173 gr. a
almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 20. gr. sömu laga, eins og kemur fram
í ákærunni. Þrátt fyrir að um tilraun sé að ræða af hálfu ákærða Atla, stóð
ásetningur hans til að sækja raunveruleg efni. Hefur það ekki áhrif við
ákvörðun refsingar að honum sé refsað fyrir tilraun.
Ákærði Atli Freyr á sér nokkurn sakaferil frá árinu
2008 en þá gekkst hann tvisvar undir sátt fyrir brot gegn lögum um ávana- og
fíkniefni. Á árinu 2009 var ákærði dæmdur í þrjátíu daga fangelsi,
skilorðsbundið í eitt ár, fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Ákærði
gekkst tvisvar á því ári undir sátt fyrir brot gegn lögum um ávana- og
fíkniefni og ölvunarakstur. Þá gekkst ákærði undir sátt í nóvember 2012 fyrir
brot gegn lögum um ávana-og fíkniefni og 8. október 2013 var ákærði dæmdur til
greiðslu sektar fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Hefur ákærða því
sex sinnum áður verið gerð refsing fyrir fíkniefnalagabrot. Með vísan til þess
sem að framan er rakið er refsing ákærða Atla Freys ákveðin fangelsi í fimm ár.
Skal gæsluvarðhald er ákærði sætti frá 7. apríl til 22. apríl 2015 dragast frá
refsingunni að fullri dagatölu.
Sakarkostnaður.
Með
vísan til 219. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærðu til
að greiða sakarkostnað. Samkvæmt yfirliti um sakarkostnað ber ákærðu að greiða
óskipt 1.013.198 krónur sem er vegna rannsóknar á efnunum, matsgerða og
rannsóknar á ákærðu Mirjam. Þá er ákærðu Mirjam gert að greiða málsvarnarlaun
skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Árnasonar hdl., samtals 2.598.420 krónur að
meðtöldum virðisaukaskatti, auk útlagðs kostnaðar vegna ferða og aksturs,
samtals 227.512 krónur.
Ákærði Atli Freyr greiði þóknun skipaðs verjanda
síns á rannsóknarstigi, Jóns Egilssonar hdl., 204.600 krónur að meðtöldum
virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar, 13.920 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs
verjanda síns á rannsóknarstigi og fyrir dóminum, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar
hrl., 613.800 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
Upptæk eru gerð 9.053,55 g af
amfetamíni, 10.027,25 g af MDMA og 194,81 g af kókaíni.
Dóm
þennan kveður upp Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari.
Dómsorð:
Ákærða,
Mirjam Foekje van Twujver, sæti fangelsi í ellefu ár. Til frádráttar
refsingunni dregst gæsluvarðhald sem ákærða hefur sætt frá 4. apríl 2015 að
fullri dagatölu.
Ákærði, Atli Freyr Fjölnisson,
sæti fangelsi í fimm ár. Til frádráttar refsingunni dregst gæsluvarðhald sem
ákærði sætti frá 7. apríl sl. til 22.
apríl 2015.
Ákærðu greiði óskipt 1.013.198
krónur í sakarkostnað.
Ákærða Mirjam greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda
síns, Jóhannesar Árnasonar hdl., 2.598.420 krónur að meðtöldum
virðisaukaskatti, og ferðakostnað, samtals 227.512 krónur.
Ákærði Atli Freyr greiði þóknun skipaðs verjanda
síns á rannsóknarstigi, Jóns Egilssonar hdl., samtals 204.600 krónur að
meðtöldum virðisaukaskatti, og ferðakostnað, 13.920 krónur. Ákærði greiði
málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl., 613.800
krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
Upptæk eru gerð 9.053,55 g af amfetamíni, 10.027,25
g af MDMA og 194,81 g af kókaíni. |
Mál nr. 277/2015 | Samkeppni Stjórnsýsla Andmælaréttur Rannsókn Stjórnvaldssekt | Samkeppnisstofnun hóf í desember 2001 rannsókn á ætluðu ólögmætu samráði þriggja olíufélaga sem hefði brotið í bága við 10. gr. þágildandi samkeppnislaga nr. 8/1993. Á grundvelli rannsóknarinnar tók samkeppnisráð ákvörðun í október 2004, þar sem komist var að niðurstöðu um að félögin hefðu brotið gegn fyrrgreindu ákvæði með yfirgripsmiklu og óslitnu samráði með olíuvörur hér á landi á tímabilinu 1993 til 2001 og voru félögunum gerðar sektir. Félögin skutu ákvörðuninni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp úrskurð í málinu í janúar 2005 þar sem staðfestar voru allar helstu niðurstöður í ákvörðun samkeppnisráðs, en félögunum voru þó gerðar lægri sektir. O hf. höfðaði mál þetta til ógildingar á framangreindum úrskurði, en til vara niðurfellingar og til þrautavara lækkunar sektar, sem þar var ákveðin, svo og til endurgreiðslu fjárhæðar hennar. Í héraðsdómi, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans í Hæstarétti, var öllum málsástæðum O hf. til stuðnings framangreindum kröfum hafnað. Ekki var fallist á að 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, um bann við endurtekinni málsmeðferð til úrlausnar um refsiverða háttsemi, hafi staðið því í vegi að samkeppnisyfirvöld héldu áfram rannsókn sinni á samstarfi olíufélaganna eftir að rannsókn ríkislögreglustjóra á hinu ólögmæta samráði hófst. Var sérstaklega vísað til þess að O hf. hefði hvorki verið ákærð né sakfelld fyrir brot á 10. gr. samkeppnislaga þegar samkeppnisyfirvöld tóku ákvörðun í málinu. Þá var ekki fallist á að málsmeðferð samkeppnisyfirvalda hafi brotið gegn andmælarétti O hf. samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Taldi dómurinn að Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð hefðu gert það sem í þeirra valdi stóð til þess að gefa O hf. færi á því að tjá sig um efni málsins áður en ákvörðun í því var tekin. Þá hefði O hf. ekki útskýrt hvernig upplýsingar, sem starfsmenn hennar bjuggu yfir og gátu varpað sök á þá eða félagið við samhliða lögreglurannsókn, hefðu verið O hf. nauðsynlegar til þess að andmæla málavöxtum eins og Samkeppnisstofnun lýsti þeim. Dómurinn hafnaði einnig þeirri málsástæðu O hf. að brot félagsins væru fyrnd. Taldi dómurinn að samráð olíufélaganna hefði falið í sér samfellda brotastarfsemi sem hafi ekki lokið fyrr en í desember 2001. Á því tímamarki hafi fyrning á broti O hf. hafist og hefði fimm ára fyrningarfrestur 5. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 því ekki verið liðinn þegar samkeppnisráð tók ákvörðun sína í október 2004. Þá taldi dómurinn að samkeppnisyfirvöld hefðu sýnt fram á með viðhlítandi hætti að olíufélögin hefðu haft sannanlegan ábata af hinu ólögmæta samráði þannig að fullnægt hafi verið skilyrði 2. mgr. 52. gr. þágildandi samkeppnislaga til þess að ákvarða sektir allt að 10% af veltu O hf. vegna síðastliðins almanaksárs af hlutaðeigandi starfsemi. Loks var málsástæðum O hf. um brot á jafnræðis- og meðalhófsreglum hafnað. Í ljósi framangreinds voru SE og Í sýknuð af kröfum O hf. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús
Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur
Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 17.
apríl 2015. Hann krefst þess aðallega gagnvart stefnda Samkeppniseftirlitinu að
úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála 29. janúar 2005 í máli nr. 3/2004
verði felldur í heild úr gildi að því er áfrýjanda varðar. Til vara krefst hann
þess að sekt að fjárhæð 560.000.000 krónur, sem lögð var á hann með
úrskurðinum, verði felld niður og úrskurðinum breytt þannig að ákvæði hans um
staðfestingu 3. og 4. greinar ákvörðunarorða í ákvörðun samkeppnisráðs 28.
október 2004 í máli nr. 21/2004 verði fellt úr gildi að því er áfrýjanda
varðar. Að þessu frágengnu krefst hann þess að áðurgreind sekt verði lækkuð.
Áfrýjandi krefst þess gagnvart stefnda íslenska ríkinu að því verði gert að
greiða sér aðallega 560.000.000 krónur, en til vara mismuninn á þeirri fjárhæð
og þeirri sekt, sem ákveðin verði með dómi, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr.
laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. maí 2005 til greiðsludags.
Loks krefst áfrýjandi þess að stefndu verði gert að greiða sér málskostnað í héraði
og fyrir Hæstarétti.
Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms
og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms
verður hann staðfestur.
Áfrýjanda verður gert að greiða stefndu
málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Áfrýjandi, Olíuverzlun Íslands hf., greiði
stefndu, Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, hvorum fyrir sig 1.000.000
krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19. janúar 2015.
I.
Mál þetta, sem var dómtekið 26.
nóvember sl., er höfðað 30. júlí 2013 af Olíuverzlun Íslands hf., Katrínartúni
2 í Reykjavík, gegn Samkeppniseftirlitinu, Borgartúni 26 í Reykjavík, og
íslenska ríkinu.
Á hendur stefnda,
Samkeppniseftirlitinu, gerir stefnandi eftirfarandi kröfur:
Aðallega að úrskurður áfrýjunarnefndar
samkeppnismála í máli nr. 3/2004, dags. 29. janúar 2005, verði felldur úr gildi
í heild sinni að því er varðar stefnanda. Til vara er þess krafist að úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 verði breytt á þá leið að
felld verði úr gildi ákvæði hans um staðfestingu 3. og 4. gr. ákvörðunarorða
samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs 28. október 2004 í máli nr. 21/2004 sem og að
stefnandi skuli greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 560.000.000 króna. Til
þrautavara er þess krafist að úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli
nr. 3/2004 verði breytt á lá leið að sektarfjárhæðin verði lækkuð verulega. Þá
krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda.
Á hendur stefnda, íslenska ríkinu,
gerir stefnandi eftirfarandi kröfur:
Aðallega, að stefndi endurgreiði
stefnanda 560.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001
um vexti og verðtryggingu frá 2. maí 2005 til greiðsludags. Til vara er gerð sú
krafa að stefndi endurgreiði stefnanda mismuninn á 560.000.000 króna og
endanlegri lægri fjárhæð héraðsdóms um stjórnvaldssekt úr hendi stefnanda, ef
henni verði til að dreifa, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001
um vexti og verðtryggingu frá 2. maí 2005 til greiðsludags. Þá er krafist
málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda.
Stefndu krefjast sýknu af kröfum
stefnanda og að honum verði gert að greiða þeim málskostnað.
II.
Stefnandi er félag sem hefur allt frá
fyrri hluta síðustu aldar annast sölu á eldsneyti og ýmsum olíuvörum hér á
landi. Hinn 18. desember 2001 hóf Samkeppnisstofnun, sem er forveri stefnda
Samkeppniseftirlitsins, rannsókn á því hvort stefnandi og tvö önnur félög á
sama markaði, Ker ehf. (áður Olíufélagið hf.) og Skeljungur hf., hefðu haft með
sér ólögmætt samráð og brotið með því gegn 10. gr. þágildandi samkeppnislaga
nr. 8/1993. Rannsóknin hófst með húsleit á starfsstöðvum olíufélaganna þar sem
hald var lagt á mikinn fjölda gagna. Á næstu mánuðum áttu sér stað bréfaskipti
og fundahöld milli samkeppnisstofnunar og olíufélaganna þar sem fjallað var um
haldlögð tölvugögn og önnur gögn sem tengdust rannsókninni. Stefnanda var meðal
annars sendur listi 5. febrúar 2002 yfir þau skjöl sem ljósrituð höfðu verið af
gögnum sem haldlögð höfðu verið hjá stefnanda og félaginu gefinn kostur á því
að skoða þau.
Með
bréfi 1. mars 2002 mun Ker ehf. hafa lýst yfir vilja félagsins til að ganga til
samstarfs um að upplýsa ætluð brot félagsins á samkeppnislögum og freista þess
að ná samkomulagi um lyktir málsins. Í svarbréfi Samkeppnisstofnunar 5. sama
mánaðar kom fram að ef til þess kæmi að beitt yrði stjórnvaldssektum vegna þess
samráðs sem til rannsóknar væri kæmi til álita að þær yrðu lækkaðar með
hliðsjón af samstarfvilja hins brotlega. Samkeppnisstofnun mun í kjölfarið hafa
átt samtals 19 fundi með starfsmönnum Kers ehf. og lögmanni félagsins, þar sem
veittar voru ýmsar upplýsingar um samstarf félagsins við hin olíufélögin.
Stefnandi
sendi Samkeppnisstofnun einnig bréf 5. mars 2002 þar sem félagið lýsti vilja
til samstarfs í því skyni að upplýsa málið. Á fundi 14. sama mánaðar var
væntanlegt samstarf milli aðila rætt, en samkvæmt fundargerð fundar 9. ágúst
sama ár, mun þar hafa komið fram að stefnandi gerði ráð fyrir því að samstarfið
kæmi fram í lækkun sekta vegna meintra brota á samkeppnislögum. Þar er þess
jafnframt getið að félaginu stæði þessi leið til boða og að gæti það fengið 20%
til 30% lækkun á hugsanlegum sektum ef skilyrði sem samkeppnisyfirvöld settu
fyrir slíku samstarfi yrðu uppfyllt. Í kjölfarið voru haldnir samtals sjö
fundir Samkeppnisstofnunar með starfsmönnum, stjórnarformanni og lögmanni
félagsins, sá fyrsti 9. ágúst 2002 og sá síðasti 4. desember sama ár. Þar
svöruðu starfsmenn félagsins ýmsum spurningum er lutu að þeim útboðum sem
Samkeppnisstofnun hafði til rannsóknar sem og samkomulagi olíufélaganna um svonefnda
skiptisölu.
Með
bréfum Samkeppnisstofnunar í lok maí 2002 óskaði stofnunin með vísan til 39.
gr. samkeppnislaga eftir ýmsum upplýsingum og gögnum frá olíufélögunum sem
bárust í ágúst, september og október sama ár.
Með
bréfi Samkeppnisstofnunar til olíufélaganna 8. janúar 2003 fylgdi fyrri hluti
frumathugunar hennar. Þar var fjallað um samráð félaganna um gerð tilboða í
ýmsum útboðum frá 1993 til 2001, sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli og
Reykjavíkurflugvelli og sölu á eldsneyti til erlendra skipa í íslenskum höfnum.
Félögunum var veittur frestur til þess að gera athugasemdir við þennan hluta
frumathugunarinnar og leggja fram ný gögn. Olíufélögin óskuðu í kjölfarið eftir
viðræðum við Samkeppnisstofnun til að kanna hvort ljúka mætti málinu með sátt.
Þessar viðræður skiluðu ekki árangri. Með bréfi til Samkeppnisstofnunar 25.
apríl 2003 tilkynnti stefnandi að félagið myndi ekki skila athugasemdum sínum
fyrr en frumathugun stofnunarinnar lægi fyrir í heild sinni.
Í júní
2003 mun Samkeppnisstofnun hafa átt fund með ríkislögreglustjóra þar sem
fjallað var um hið ætlaða, ólögmæta samráð olíufélaganna. Með bréfi 21. ágúst
2003 fól ríkissaksóknari ríkislögreglustjóra að afla gagna hjá
Samkeppnisstofnun til að meta hvort hefja ætti sakamálarannsókn á ætluðum,
refsiverðum brotum félaganna og starfsmanna þeirra. Fyrir liggur að fjölmörg
gögn, sem þá lágu fyrir hjá Samkeppnisstofnun um ætlað samráð olíufélaganna,
voru í kjölfarið afhent ríkislögreglustjóra. Hinn 30. september 2003 tilkynnti
ríkislögreglustjóri olíufélögunum að hafin væri lögreglurannsókn á ætluðum
brotum forráðamanna þeirra á ákvæðum samkeppnislaga á grundvelli skýrslna og
gagna sem Samkeppnisstofnun hafði afhent ríkislögreglustjóra. Í bréfinu var
óskað svara við ákveðnum spurningum og að nánar tiltekin gögn yrðu látin
embættinu í té.
Með
bréfi ríkissaksóknara 23. október 2003 var Samkeppnisstofnun tilkynnt að
framangreind lögreglurannsókn væri hafin. Fram kom í bréfinu að þess væri vænst
að Samkeppnisstofnun tæki fullt tillit til hagsmuna lögreglurannsóknarinnar. Þá
lýsti ríkissaksóknari þeirri skoðun sinni að varhugavert væri að
samkeppnisyfirvöld legðu stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sættu
lögreglurannsókn vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum, enda gæti það girt
fyrir að unnt væri að fylgja fram kröfu um refsingu og önnur viðurlög á hendur
fyrirtækinu í refsimáli. Bréfi ríkissaksóknara var svarað með bréfi
Samkeppnisstofnunar 11. nóvember 2003. Í svarbréfinu var vísað til ákvæða
samkeppnislaga og til lögmælts hlutverks Samkeppnisstofnunar og upplýst að
rannsókn stofnunarinnar myndi halda áfram í samræmi við þau lög sem um það
giltu. Stofnunin myndi þó leitast við að taka tillit til hagsmuna
lögreglurannsóknarinnar.
Rannsókn
ríkislögreglustjóra tók til tímabilsins frá 1. janúar 1993 til 31. desember
2001. Gögn málsins gefa til kynna að í upphafi hafi hún lotið að ætluðum brotum
olíufélaganna og starfsmanna þeirra á 10. gr. samkeppnislaga, eins og rannsókn
Samkeppnisstofnunar. Teknar voru skýrslur af 21 starfsmanni stefnanda í þágu rannsóknarinnar,
en þar af munu 9 starfsmenn hafa haft réttarstöðu sakbornings auk stefnanda.
Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur forstjórum olíufélaganna 19. desember
2006. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 9. febrúar 2007 var málinu vísað frá
dómi og með dómi Hæstaréttar 16. mars 2007 í málinu nr. 92/2007 var úrskurður
héraðsdóms staðfestur.
Seinni
hluti frumathugunar Samkeppnisstofnunar var sendur olíufélögunum 5. desember
2003 og þeim gefinn kostur á því að andmæla því sem þar kom fram. Í
frumathuguninni er gerð ítarleg grein fyrir ætluðum brotum olíufélaganna á 10.
gr. samkeppnislaga sem birtist í samstarfi þeirra um verðlagningu á olíuvörum,
einkum á árunum 1996 til 2001, samstilltum aðgerðum þeirra, er miðuðu að því að
skipta upp markaðnum, og samstarfi í rekstri bensínstöðva. Enn fremur er í
frumathuguninni fjallað um atriði er lúta að viðurlögum við brotunum. Þar er
vikið að ákvæði 52. gr. samkeppnislaga eins og greinin hljóðaði fyrir og eftir
gildistöku laga nr. 107/2000. Tekið er fram að í ákvæðinu eins og það hljóðaði
fyrir gildistöku laganna hafi sektir getað numið allt að 10% af veltu
síðastliðins almanaksárs af þeirri starfsemi sem í hlut átti hjá viðkomandi
fyrirtæki ef sannanlegur ábati þess af broti hefur numið hærri fjárhæð en 40
milljónum króna. Eftir gildistöku laganna geti sektir hins vegar numið allt að
10% af veltu viðkomandi fyrirtækis án tillits til ábata af rekstrinum, en við
ákvörðun sekta skuli hafa hliðsjón af eðli og umfangi samkeppnishamlanna og
hvað þær hafi staðið lengi. Í frumathuguninni kemur fram að unnt sé að beita
ákvæðinu, eins og það varð eftir lagabreytinguna, um atvik sem áttu sér stað
eftir 6. desember 2000. Því næst er gerð ítarleg grein fyrir ályktun
Samkeppnisstofnunar um ávinning olíufélaganna af samráði þeirra. Þar er talið
að eðlilegast sé að líta til áhrifa hins ólögmæta samstarfs á framlegð af vörusölu
og/eða álagningu. Því næst er gerð grein fyrir þróun einingaframlegðar í
fljótandi eldsneyti hjá hverju olíufélagi fyrir sig á verðlagi ársins 2001. Var
fjárhagslegur ávinningur þeirra metinn út frá breytingum á framlegðinni
undanfarin ár samanborið við meðaltal næstu ára á undan. Fram kemur að hjá
Skeljungi hf. hafi einungis legið fyrir upplýsingar um einingaframlegð aftur
til ársins 1995. Í því ljósi hafi verið ákveðið að miða við meðaltal
einingaframlegðar á árunum 1995 til 1997 í samanburði við einingaframlegð
áranna 1998 til 2001 á föstu verðlagi. Heildarniðurstaða Samkeppnisstofnunar
varð sú að sannanlegur ávinningur olíufélaganna af hækkun einingaframlegðar að
raunvirði á árunum 1998 til 2001, samanborið við viðmiðunarárin 1995 til 1997,
hefði numið um 6.650 milljónum króna Í frumathuguninni er fjallað um önnur
atriði en samráð sem skýrt gætu hækkun framlegðar eða álagningar á
samráðstímanum. Þá er vikið að öðrum vísbendingum um hækkun
framlegðar eða álagningar, svo og að markmiðum félaganna sjálfra um að auka
einingarframlegð eða hækka álagningu. Voru færð að því rök að ekkert benti til
þess að fram væru komnar rekstrarlegar forsendur sem réttlættu alla þá hækkun
sem átt hefði sér stað á einingaframlegð olíufélaganna. Að lokum er í
athuguninni gerð grein fyrir áhrifum þess á fyrirhugaða sektarákvörðun að
olíufélögin höfðu lagt sitt af mörkum til að upplýsa málið. Kom þar fram að
núverandi og fyrrverandi starfsmenn stefnanda hefðu að hans beiðni veitt
Samkeppnisstofnun upplýsingar sem væru mikilvæg viðbót við þau gögn sem
stofnunin hafi haft undir höndum. Væru því skilyrði uppfyllt til þess að
stefnandi gæti fengið lækkun á hugsanlegri stjórnvaldssekt.
Eftir að
síðari frumathugun Samkeppnisstofnunar lá fyrir óskuðu olíufélögin eftir því að
kannað yrði að nýju hvort unnt væri að ljúka málinu með sátt. Viðræður skiluðu
ekki árangri. Félögin óskuðu þá eftir því að frestur til andmæla yrði
framlengdur og var orðið við þeirri beiðni. Öll olíufélögin skiluðu andmælum á
vormánuðum 2004, en andmæli stefnanda eru dagsett 4. maí 2004. Þar kemur m.a.
fram að félagið telji sig ekki geta krafið þá einstaklinga, sem sæti
lögreglurannsókn sem sakborningar vegna ætlaðra brota gegn samkeppnislögum, um
upplýsingar til að byggja andmæli sín á. Því geti stefnandi ekki neytt
lögbundins andmælaréttar síns um lýsingu á atvikum málsins og láti við það
sitja að setja fram almenn mótmæli við lýsingu atvika í frumathuguninni.
Almennt er í athugasemdunum dregið í efa að olíufélögin hafi gerst sek um
ólögmætt samráð sem hafi leitt til tjóns fyrir neytendur. Í andmælunum er því
jafnframt haldið fram að sala til erlendra skipa og flugvéla falli utan
gildissviðs samkeppnislaga. Þar eru einnig færð rök fyrir því að þau brot sem
hefðu verið fullframin fyrir 26. maí 2000, eða fyrir gildistöku laga nr.
39/2000, væru fyrnd. Þá hafi „skýrslutökur Samkeppnisstofnunar“ brotið gegn
rétti stefnanda samkvæmt 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Jafnframt er þar
dregið í efa að færðar hafi verið viðhlítandi sönnur á að ætluð brot
olíufélaganna. Að lokum eru gerðar alvarlegar athugasemdir við sjónarmið í
frumathugun Samkeppnisstofnunar um sektir. Því til stuðnings vísaði stefanandi
meðal annars til greinargerðar hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og
Jóns Þórs Sturlusonar, dags. 3. maí 2004, um mat Samkeppnisstofnunar á
ávinningi olíufélaganna af hinu ætlaða, ólögmæta samráði á tímabilinu 1998 til
2001.
Athugasemdir
olíufélaganna kölluðu á frekari gagnaöflun Samkeppnisstofnunar frá félögunum.
Afrit af nýjum gögnum sem þannig hafði verið aflað voru send olíufélögunum
haustið 2004. Félögunum var gefinn kostur á því að reifa málið munnlega fyrir
samkeppnisráði og kom lögmaður stefnanda fyrir ráðið 18. október 2004.
Samkeppnisráð
tók ákvörðun í máli olíufélaganna þriggja 28. október 2004. Var ákvörðunin
samtals 966 blaðsíður að lengd. Í ákvörðuninni er meðferð málsins rakin og
afstaða tekin til þeirra sjónarmiða olíufélaganna er lutu að áhrifum
lögreglurannsóknar á málsmeðferðina. Þar voru færð rök fyrir því að
áframhaldandi málsmeðferð samkeppnisyfirvalda færi ekki gegn 1. mgr. 4. gr.
samningsviðauka nr. 7 við mannréttindasáttmála Evrópu, en rannsókn lögreglu
væri ekki lokið. Þá hafnaði samkeppnisráð röksemdum stefnanda og annars
olíufélags þess efnis að andmælaréttur þeirra væri að engu gerður með því að
starfsmenn félaganna sættu samhliða lögreglurannsókn. Jafnframt hafnaði ráðið
þeim röksemdum að með rannsókn málsins væri farið í bága við þagnarrétt
félaganna eða starfsmanna þeirra sem varinn væri af 6. gr. mannréttindasáttmála
Evrópu.
Í ákvörðun
samkeppnisráðs var Ísland skilgreint sem sá landfræðilegi markaður sem málið
tæki til og að vörumarkaðurinn væri heildarmarkaður fyrir sölu á olíuvörum.
Komist var að þeirri niðurstöðu að olíufélögin þrjú réðu samanlagt yfir um 99%
þessa markaðar. Því næst var í ákvörðuninni fjallað um ætlað samráð
olíufélaganna. Þar er í ítarlegu máli farið yfir gögn sem að mati
samkeppnisráðs sýndu með skýrum hætti að olíufélögin þrjú hefðu frá og með
gildistöku samkeppnislaga haft með sér yfirgripsmikið og óslitið samráð í
viðskiptum við viðskiptavini sína. Tekið er fram að meginflokkar samráðsins
hafi verið um gerð tilboða í tengslum við útboð viðskiptavina, um verðlagningu
á olíuvörum, sem og um markaðsskiptingu og verðsamráð við sölu á eldsneyti til
erlendra skipa í íslenskum höfnum, við sölu á eldsneyti á Reykjavíkurflugvelli
og Keflavíkurflugvelli og við sölu til einstakra viðskiptavina eða á einstökum
landsvæðum. Í þessu sambandi voru rakin dæmi af samskiptum olíufélaganna í yfir
400 tilvikum og talið að líta yrði á þessar aðgerðir þeirra sem samfellt samráð
sem hafi varað frá gildistöku samkeppnislaga. Fælist brotið í þeim samstilltu
aðgerðum og/eða samningum sem lýst væri í ákvörðuninni og hefði það haft að
markmiði að raska samkeppni milli félaganna í viðskiptum aðallega með fljótandi
eldsneyti, smurolíu og gas. Að þessu búnu var samráðinu lýst nánar í ítarlegu
máli eftir áðurgreindri flokkun og fjallað innan hvers flokks um einstök tilvik
eftir tímabilum. Í þeirri umfjöllun var jafnframt tekin afstaða til framkominna
andmæla olíufélaganna. Var ítarlega rökstutt að félögin hefðu með þessu brotið
gegn 10. gr. þágildandi samkeppnislaga í fjölmörgum nánar tilgreindum tilvikum.
Í
ákvörðuninni var komist að þeirri niðurstöðu að samfellt samráðsbrot
olíufélaganna væri ófyrnt. Að því búnu var fjallað um viðurlög. Þar var gerð
grein fyrir ýmsum almennum atriðum sem vörðuðu beitingu 52. gr. þágildandi
samkeppnislaga, þar á meðal um lagaskil vegna breytinga á því ákvæði með 17.
gr. laga nr. 107/2000. Komist var að þeirri niðurstöðu að beita ætti ákvæðinu
eins og það var eftir lagabreytinguna um allt hið samfellda samráð. Ekki væri
því gerð krafa um sönnun ávinnings umfram 40 milljónir króna. Eftir sem áður
þótti við ákvörðun viðurlaga í málinu rétt að leggja mat á sannanlegan ávinning
olíufélaganna af broti þeirra. Því til stuðnings vísaði samkeppnisráð til þess
að heimilt væri að hafa hliðsjón af ávinningi við ákvörðun sekta, gögn málsins
gerðu kleift að leggja mat á ávinning þeirra og olíufélögin hefðu lagt áherslu
á að ákvæðið, eins og það væri eftir lagabreytinguna, væri meira íþyngjandi í
þeirra garð.
Því næst
voru í ákvörðun samkeppnisráðs rakin atriði í tengslum við mat á ávinningi
olíufélaganna af samráðinu. Eins og nánar er rökstutt í ákvörðuninni þótti rétt
að byggja þetta mat á upplýsingum olíufélaganna sjálfra um einingaframlegð af
vörusölu. Tekið var fram að með einingaframlegð, eins og því hugtaki hefði
verið beitt af olíufélögunum, væri átt við mismun á söluverði að frádregnum
afsláttum og öllum breytilegum kostnaði við innkaup. Komst ráðið að þeirri
niðurstöðu að þróun framlegðar á hvern lítra eldsneytis á föstu verðlagi hefði
verið mjög sambærileg hjá félögunum þremur. Eftir að hafa staðið í stað á
árunum 1991 til 1997 hafi einingaframlegð af sölu á fljótandi eldsneyti hækkað
ár frá ári að raunvirði hjá öllum félögunum. Þessar tölur voru síðan notaðar
til að meta ávinning félaganna með því að bera saman raunverulega þróun
einingaframlegðar á tímabilinu 1996 til 2001 við meðaltal sömu stærða fyrir
árabilið 1993 til 1995. Voru rökin fyrir vali á viðmiðunartímabili þau að
fyrir lægju upplýsingar frá öllum
olíufélögunum, sem ekki hefðu legið fyrir áður, um einingaframlegð allt aftur
til ársins 1993 auk þess sem félögin voru ekki talin hafa haft eins markvisst
samráð á viðmiðunartímabilinu, í því skyni að auka álagningu og framlegð, og
síðar varð. Þar sem félögin hefðu einnig haft samráð á tímabilinu frá 1993 til
1995 var talið að allar líkur væru á því að aðferðin fæli í sér vanmat á
ávinningi félaganna. Niðurstaða útreikninga samkeppnisráðs, sem byggðu á
þessari aðferð, var sú að á tímabilinu 1996 til 2001 hefði samanlagður
fjárhagslegur ávinningur Kers ehf. af því að einingaframlegð þess í fljótandi
eldsneyti hækkaði að raungildi miðað við meðaltal áranna 1993 til 1995 verið
alls um 2.750 milljónir króna, um 1.654 milljónir króna hjá Skeljungi hf. og um
2.083 milljónir króna hjá stefnanda, eða samtals um 6.487 milljónir króna.
Taldi samkeppnisráð að ekki hefðu komið fram neinar rekstrarlegar forsendur hjá
félögunum sem réttlætt gætu þessa hækkun að neinu ráði. Þótt félögin kynnu að
einhverju leyti að hafa haft réttmæta þörf fyrir hærri framlegð breyti það engu
um að aðgerðir þeirra í þessu skyni hafi verið ólögmætar. Fram kom í niðurstöðu
samkeppnisráðs að mat á ávinningi af slíku ólögmætu athæfi hlyti að taka til
allrar hækkunar sem leiddi af samráðinu, enda þótt henni kynni að einhverju
leyti að hafa verið ráðstafað til greiðslu aukins kostnaðar félaganna. Með
hliðsjón af því taldi ráðið að líta yrði svo á að ávinningur olíufélaganna af
aukinni framlegð samkvæmt framangreindum útreikningi fæli í sér ávinning í
skilningi 2. mgr. 52. gr. samkeppnislaga eins og þau voru fyrir gildistöku laga
nr. 107/2000. Jafnframt þessu var vísað til upplýsinga sem lágu fyrir um ávinning
félaganna af ólögmætri skiptisölu með hliðsjón af þeim skiptihlutföllum sem
giltu í þessum viðskiptum. Heildarumfang hennar hafi numið 5,8 milljörðum króna
á tímabilinu 1993 til 2001. Taldi samkeppnisráð að þessar tekjur teldust til
ábata eða ávinnings í skilningi 52. gr. samkeppnislaga, í það minnsta lægi
fyrir að ávinningur félaganna af skiptisölunni væri langt umfram 40 milljónir
króna.
Í
ákvörðun ráðsins var farið með rökstuddum hætti yfir sjónarmið olíufélaganna
sem byggðust á greinargerð hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Jóns
Þórs Sturlusonar. Þar var tekið tillit til athugasemda Skeljungs og stefnanda
um breytingar á fyrirkomulagi umboðs- og sölulauna hjá félögunum. Að öðru leyti
taldi samkeppnisráð að athugasemdir hagfræðinganna hefði enga þýðingu í málinu
og að þær hnekktu ekki mati samkeppnisráðs á ávinningi félaganna af vörusölu á
samráðstímanum.
Við
ákvörðun stjórnvaldssekta olíufélaganna vísaði samkeppnisráð að auki til þess
að brotin hefðu staðið lengi yfir og að þau vörðuðu mjög umfangsmikil viðskipti
með nauðsynjavöru. Brotin hefðu verið skipulögð og æðstu stjórnendur félaganna
hefðu tekið þátt í þeim. Þau hefðu verið framin með einbeittum ásetningi og
reynt hefði verið að hylma yfir þau. Hið ólögmæta samráð hefði að verulegu leyti
komið til framkvæmda og hafi því haft umtalsverð skaðleg áhrif á markaðnum.
Brotin hefðu því verið mjög alvarleg. Þá vísaði ráðið til fyrirliggjandi
útreikninga á ávinningi félaganna. Fram kom að velta stefnanda á árinu 2003
hefði verið 12.413 milljónir króna. Var sekt félagsins ákveðin 1.100 milljónir
króna. Sektarfjárhæð hinna olíufélaganna var í grunninn ákveðin sú sama, enda
þótti ábyrgð félaganna á hinu ólögmæta samráð vera jöfn. Ker ehf. þótti hafa
veitt mikilvæga viðbót við þau sönnunargögn sem samkeppnisyfirvöld höfðu þegar
í fórum sínum og var því veitt 45% lækkun frá álögðum stjórnvaldssektum. Sekt
Kers ehf. var því ákveðin 605.000.000 króna. Framlag stefnanda þótti hafa verið
talsvert og var því félaginu veittur 20% afsláttur af framangreindri sekt. Sekt
stefnanda var því ákveðin 880.000.000 króna. Samvinna Skeljungs hf. þótti hins
vegar ekki uppfylla skilyrði 1. gr. reglna nr. 397/2002 og framlag félagsins
teldist ekki mikilvæg viðbót við þau gögn sem fyrir lægju. Því var sekt
Skeljungs hf. ekki lækkuð. Þá var nánar tilgreindum fyrirmælum beint til
olíufélaganna á grundvelli 2. mgr. 17. gr. samkeppnislaga.
Olíufélögin
skutu þessari ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála í lok nóvember 2004.
Kæra stefnanda var ítarleg eða 149 blaðsíður. Auk kæru lögðu stefnandi og hin
olíufélögin sem og samkeppnisstofnun fram ýmis frekari gögn, þ. á m.
greinargerðir og athugasemdir hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar, Jóns
Þórs Sturlusonar og Friðriks Más Baldurssonar sem og greinargerð og athugasemdir
Guðmundar Guðmundssonar tölfræðings.
Áfrýjunefndin
kvað upp úrskurð í málinu 29. janúar 2005. Í úrskurðinum, sem er 256 blaðsíður
að lengd, var lýst gangi málsins og röksemdum aðilanna, en því næst tekin
afstaða til atriða er lutu að vörnum olíufélaganna um formhlið málsins. Meðal
þeirra atriða voru álitaefni um lögmæti þess að málið hafði á tímabili verið
til rannsóknar bæði hjá Samkeppnisstofnun og ríkislögreglustjóra. Þessum
sjónarmiðum olíufélaganna var hafnað að öllu leyti. Þá fjallaði áfrýjunarnefndin
um röksemdir olíufélaganna er lutu að andmælarétti þeirra og rannsókn málsins.
Í öllum meginatriðum var komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið
gegn rétti olíufélaganna að þessu leyti. Þó taldi áfrýjunarnefndin að æskilegt
hefði verið að gefa félögunum kost á að gera athugasemdir við breytingar á
viðmiðunartímabili við útreikning á áætluðum ávinningi þeirra áður en ákvörðun
samkeppnisráðs var tekin. Nefndin taldi þó nægjanlegt að olíufélögin gætu
gagnrýnt breytinguna og útreikninginn fyrir áfrýjunarnefndinni.
Að þessu
búnu var fjallað um skil eldri laga og yngri vegna breytinga á 10. gr.
þágildandi samkeppnislaga með 3. gr. laga nr. 107/2000. Byggði áfrýjunarnefndin
alfarið niðurstöðu sína á upphaflegu ákvæði 10. gr. samkeppnislaga. Nefndin
komst því næst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt samráð olíufélaganna hefði
verið samfellt á árabilinu frá 1993 til 2001. Þá tók hún álitaefni um fyrningu
brotanna til umfjöllunar. Taldi nefndin eðlilegt að beita ákvæði 80. gr.
almennra hegningarlaga með áorðnum breytingum með lögjöfnun um það atriði.
Hefði fyrningu verið slitið við húsleit hjá félögunum 18. desember 2001. Á sama
tíma hefði hinu samfellda samráði verið lokið. Á þessum grunni komst
áfrýjunarnefndin að þeirri niðurstöðu að fyrning væri því ekki til fyrirstöðu
að stjórnvaldssektir yrðu lagðar á í málinu.
Í
úrskurðinum var því næst fjallað um einstök tilvik þar sem samkeppnisráð hafði
í ákvörðun sinni talið að olíufélögin hefðu gerst sek um brot gegn 10. gr.
þágildandi samkeppnislaga. Voru niðurstöður samkeppnisráðs um þetta í vel
flestum tilvikum staðfestar.
Í
umfjöllun um viðurlög fjallaði áfrýjunarnefndin meðal annars um aðferð
samkeppnisráðs til að komast að niðurstöðu um ávinning olíufélaganna af hinu
ólögmæta samráði. Þar kemur fram að grundvallaratriðið í aðferð samkeppnisráðs
felist í því að sýna fram á að einingaframlegð félaganna af sölu þeirra á
fljótandi eldsneyti hafi aukist verulega á árunum 1996 til 2001 í samanburði
við meðaltal áranna 1993 til 1995. Með skilgreiningu sinni á einingaframlegð
hefði samkeppnisráð talið sig hafa tekið tillit til síbreytilegs og verulegs
kostnaðarþáttar sem olíufélögin hefðu haft litla möguleika til að hafa áhrif á.
Þannig hefði verið talið rökrétt að meta ávinning á þennan hátt og beina athyglinni
þannig að framlegð af vörusölu áður en tekið hefði verið tillit til þess
hvernig tekjum af henni væri ráðstafað. Í öllum aðalatriðum féllst
áfrýjunarnefndin á þessa aðferð samkeppnisráðs, meðal annars á val ráðsins á
viðmiðunartímabilum. Eðlilegt var talið að framreikna tímabilin til verðlags
ársins 2001 til að gera þau samanburðarhæf.
Áfrýjunarnefndin
taldi eftir sem áður að vafatilvik gætu risið við fyrrgreindan samanburð. Þótti
rétt að koma til móts við þau með því að beita varfærni í ákvörðun sekta.
Áfrýjunarnefndin taldi að þrjú atriði, sem nefnd höfðu verið í greinargerð
hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Jóns Þórs Sturlusonar, yllu vafa í
þessu sambandi og ættu að leiða til mildunar sektarákvörðunar. Fyrsta atriðið
laut að því að samfelldur og meiri hagvöxtur á síðara viðmiðunartímabilinu en
því fyrra skapaði skilyrði fyrir auknum ávinningi á fákeppnismarkaði eins og
þeim sem hér um ræði. Áfrýjunarnefndin taldi að taka þyrfti nokkurt tillit til
þessa sjónarmiðs sem þó yrði að vega á móti því að sannað væri að olíufélögin
hefðu haft með sér ólögmætt samráð. Annað atriðið laut að því gengistapi sem
olíufélögin hefðu orðið fyrir sérstaklega á árunum 2000 og 2001. Sá kostnaður
þótti svo tengdur olíuinnkaupunum sjálfum að rétt væri „að gera hér nokkra
leiðréttingu vegna þessa sjónarmiðs“. Fram kom í úrskurðinum að þetta tap hefði
numið 604 milljónum króna hjá Keri ehf. og 777 milljónum króna hjá stefnanda.
Hins vegar lægju ekki fyrir sambærilegar upplýsingar hjá Skeljungi hf. Þriðja
atriðið sem áfrýjunarnefndin taldi gefa tilefni til mildunar á sektarákvörðun
laut að því að launavísitala hefði hækkað mun meira á viðmiðunartímabilinu en
hækkun neysluverðsvísitölu. Samkvæmt gögnum málsins hefði þessi hækkun numið
640 milljónum króna hjá Keri ehf. og 352 milljónum króna hjá stefnanda. Ekki
lægju hins vegar sambærilegar upplýsingar fyrir hjá Skeljungi hf.
Áfrýjunarnefndin vísaði því næst í niðurstöður samkeppnisráðs um ávinning
olíufélaganna af hækkun einingaframlegðar í fljótandi eldsneyti sem og
veltutölur félaganna á árinu 2003. Með hliðsjón af þessari hækkun og þeim
sjónarmiðum sem talið var að ættu að leiða til mildunar sektarákvörðunar komst
áfrýjunarnefndin að þeirri niðurstöðu að hæfileg stjórnvaldssekt stefnanda væri
700 milljónir króna. Í tilviki Kers ehf.
þótti hæfileg stjórnvaldssekt vera 900 milljónir króna og 450 milljónir króna í
tilviki Skeljungs hf. Að teknu tilliti til afslátta, sem stefnandi og Ker ehf.
voru talin eiga tilkall til, var stefnanda gert að greiða 560 milljónir króna í
sekt og Keri ehf. 495 milljónir króna.
Í
framhaldi af úrskurðinum greiddu olíufélögin sektirnar hver fyrir sig með
fyrirvara um endurheimtu fjárins ef hann yrði með dómi felldur úr gildi eða
honum breytt. Ker ehf. höfðaði 29. júní 2005 mál á hendur samkeppnisráði og
íslenska ríkinu, aðallega til ógildingar á framangreindum úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála, en til vara til niðurfellingar eða lækkunar á
sektinni sem þar var ákveðin, svo og til endurheimtu hennar. Það sama gerði
stefnandi og Skeljungur hf. 27. og 28. júlí sama ár. Málin voru sameinuð í eitt
mál á dómþingi 28. febrúar 2006 að framkomnum greinargerðum um varnir stefndu.
Samkvæmt þremur beiðnum frá hverju olíufélaganna voru í þinghaldi 5. apríl sama
ár dómkvaddir tveir menn, Guðmundur Magnússon hagfræðingur og Heimir
Haraldsson, löggiltur endurskoðandi, til þess að leggja mat á margvísleg atriði
sem vörðuðu útreikning á ávinningi af brotum olíufélaganna. Matsgerðir þeirra
voru lagðar fram 16. janúar 2007.
Í
niðurstöðu framangreindrar matsgerðar um ávinning stefnanda segir orðrétt:
„Eins og nánar kemur fram í matsgerðinni höfum við lagt mat á útreikning
Samkeppnisstofnunar sem er grundvöllur úrskurðar samkeppnisráðs og
áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Mat okkar byggir á þeim gögnum sem við höfum
fengið frá Olíuverslun Íslands hf. Við teljum að í ljós hafi komið að mat
Samkeppnisstofnunar á heildarávinningi sé 1.271 millj. kr. of hátt af ástæðum
sem telja verði vegna rangra forsendna í útreikningi og breytinga á
rekstrartilhögun eins og gerð er nánari grein fyrir í matsgerðinni. Því hafi
niðurstaða Samkeppnisstofnunar átt að vera 812 millj. kr. í stað 2.083 millj.
kr. miðað við óbreyttar forsendur stofnunarinnar. / Að auki teljum við að
reiknaður ávinningur af bensínsölu sé óverulegur og að ekki séu forsendur til
að telja neikvæð áhrif áranna 1996 og 1997 með í útreikningnum á reiknuðum
ávinningi. Gerð er nánari grein fyrir þessum liðum á bls. 36-39. /
Heildarávinningur sem eftir stendur nemur 701 millj. kr. og er þar um að ræða
reiknaðan hámarksávinning vegna gasolíutegunda, svartolíu og þotueldsneytis á
árunum 1998-2001. / Við teljum að út frá þeim gögnum sem við höfum undir höndum
sé ekki unnt að fullyrða afdráttarlaust hve stór hluti þessa ávinnings sé vegna
samráðs annars vega og vegna markaðshegðunar í fákeppni hins vegar. / Ástæður
þessa eru m.a. þessar: / a) Hinn reiknaði ávinningur samanstendur af ýmsum
áhrifavöldum, þar sem samráð, fákeppni, hagvöxtur, launaþróun, gengisþróun,
verðbólga, vextir, arðsemiskrafa, hagræðing í rekstri og mörg önnur atriði hafa
áhrif. Sú forsenda Samkeppnisstofnunar að hinn reiknaði ávinningur sé eingöngu
vegna samráðsaðgerða stenst ekki að okkar mati. / b) „Fyrir og eftir“ –
aðferðin nægir ekki ein og sér til þess að meta ávinning af samráði við þær aðstæður
sem hér eru til staðar. Tímabilin 1993-1995 annars vegar og 1996-2001 hins
vegar eru einfaldlega of ólík og gefa þarf sér viðbótarforsendur. / Niðurstaða
okkar er því sú að fjárhagslegur ávinningur Olíuverslunar Íslands hf. af
samráði hafi numið 0 – 701 millj. kr. á árunum 1996-2001 miðað við þau gögn sem
við höfum undir höndum og að ítarlegri upplýsingar þurfi til þess að komast að
niðurstöðu um hvar á þessu bili ábati af samráði hafi verið.“
Stefndu
í máli þessu lögðu fram 19. mars 2007,annars vegar beiðni um dómkvaðningu
yfirmatsmanna vegna fyrrgreindrar matsgerðar og hins vegar beiðni um
dómkvaðningu manna til að leggja mat á tiltekin atriði um ávinning af brotum
olíufélaganna sem ekki komu til skoðunar í fyrri matsgerðum. Ágreiningur reis
um það hvort verða ætti við þessum beiðnum, en að honum leystum voru
hagfræðingarnir Guðrún Johnsen og Gylfi Zoëga og endurskoðandinn Þorsteinn
Haraldsson dómkvödd til að semja yfirmatsgerð og Guðrún Johnsen og Gylfi Zoëga
dómkvödd til að semja matsgerð. Yfirmatsmenn luku störfum með yfirmatsgerð,
dags. 28. september 2008. Þá skiluðu matsmenn af sér matsgerð 3. október 2008.
Þessar matsgerðir voru lagðar fram í fyrrgreindu máli 10. október 2008.
Í
yfirmatsgerðinni var matsspurningum svarað í tólf liðum. Lutu þessir liðir
einstökum þáttum í matsgerðum þeirra Guðmundar og Heimis. Segja má að
meginniðurstöður yfirmatsgerðarinnar séu þær að rökrétt hafi verið fyrir
samkeppnisyfirvöld að nota þróun einingaframlegðar við útreikning á ávinningi
olíufélaganna af samráði. Val á samanburðartímabilum hafi falið í sér vanmat á
ávinningi þar sem samráð hafi einnig verið viðhaft á fyrra tímabilinu. Með
staðvirðingu hafi verið tekið tillit til kostnaðaráhrifa, áhrifa hagvaxtar á verðlagningu og almenna
verðlagsþróun til að gera framlegðina samanburðarhæfa milli ára. Ekki sé ástæða
til að ætla að niðurstöður um ávinning félaganna af samráði séu í veigamiklum
atriðum rangar eða gallaðar vegna þess að ekki hafi verið tekið tillit til þess
að markaðshegðun sé mismunandi eftir kaupendum og einstökum vöruflokkum. Ekki
sé heldur rétt að draga fastan kostnað svo sem fjármagnskostnað frá
einingaframlegð við mat á ávinningi af samráði. Sama gildi um kortaafslætti. Þá
segir í yfirmatsgerð að hækkun einingaframlegðar 1996 og 1997 og hærri einingaframlegð
á bensíni árin 1996-2001 hafi haft í för með sér að hagur viðskiptavina rýrnaði
og hagur fyrirtækjanna batnaði. Ekki sé hægt að tala um skekkjumörk í því
samhengi, eins og gert hafi verið í matsgerð. Útreikningur á einingaframlegð sé
gerður með þeim gögnum sem liggi fyrir og ekki sé um að ræða tölfræðilegar
ályktanir á grundvelli úrtaks. Þess vegna eigi að nota alla viðbótarframlegð á
tímabilinu 1996 til 2001, sem hafi verið staðvirt, við útreikning á ávinningi,
hvort sem viðbótin sé lítil eða mikil. Þá er vísað til þess að staðvirðing
einingaframlegðar með vísitölu neysluverðs leiðrétti fyrir áhrifum almennrar
efnahagsþróunar á einingaframlegð vegna þess að hagrænir þættir hafi áhrif á
verðlagningu á öllum mörkuðum. Samráð hafi hins vegar staðbundin áhrif og því
séu miklar líkur á því að hækkun einingaframlegðar á markaði fyrir bensín og
olíu á tímabilinu 1996 til 2001 eigi rætur að rekja til aukins samráðs. Að
lokum fjalla matsmenn um spurningu í matsbeiðni þar sem óskað var álits á því
hvort það væri hafið yfir vafa í ljósi atvika málsins og almennra niðurstaðna
fræðimanna um ábata af samráði að olíufélögin hafi haft ávinning af samráðinu.
Í svari yfirmatsmanna er vísað til almennra forsendna um að fyrirtæki stilli
ekki saman strengi nema að hafa af því ávinning. Með vísan til þessa, gagna
málsins sem og athugasemda lögmanna olíufélaganna var það mat yfirmatsmanna að
olíufélögin „hafi haft fjárhagslegan ávinning af samráði sín í milli“.
Í
undirmatsgerð Guðrúnar og Gylfa frá 3. október 2008 er leitast við að svara
matsspurningum stefndu í máli þessu í átta liðum. Meginniðurstöður matsmanna
voru á þá leið að kjöraðstæður til samráðs um verð hefðu ríkt á olíumarkaði á
Íslandi á tímabilinu 1993 til 2001. Ekki væri heldur unnt að koma auga á þætti í
rekstrarumhverfi olíufélaganna sem hafi gert þeim erfitt fyrir að ná markmiðum
samráðs sem hafi komið fram í hækkun einingaframlegðar vegna hærra verðs. Þá sé
ekki fræðilega forsvaranlegt að halda því fram að samráðið hefði haldist svo
lengi sem raun bar vitni ef ávinningurinn hafi verið minni háttar eða óviss. Í
matsgerðinni er síðan gerð grein fyrir niðurstöðu matsmanna um ávinning
olíufélaganna af sölu á bensíni annars vegar og gasolíu og svartolíu hins
vegar, sem fundin var út með því að bera saman framlegð þeirra við sölu á
þessum vörum á árunum 1993 til 2001 við þá framlegð sem samkeppnisverð hefði
fært þeim. Einingaframlegð á Alaskamarkaði var þá notuð við útreikning á
samkeppnisverði. Fram kemur í matsgerðinni að staðvirt framlegð sem olíufélögin
hafi haft af viðskiptum sínum með bensín á þessu tímabili, umfram þá framlegð
sem samkeppnisverð hefði fært þeim, fæli í sér ávinning af samráði þeirra. Varð
það niðurstaða matsmanna að einingaframlegð olíufélaganna allra vegna viðskipta
með bensín hefði verið 9,1 milljarður króna umfram þá 14 milljarða króna sem
samkeppnisverð hefði fært þeim á verðlagi ársins 2001. Á sama hátt komust
matsmennirnir að þeirri niðurstöðu að einingaframlegð félaganna vegna sölu á
gasolíu á tímabilinu hefði verið 6,8 milljarðar króna umfram þá 18,9 milljarða
sem samkeppnisverð hefði fært þeim. Þá hefði einingaframlegð við sölu á
svartolíu verið 2,99 milljarðar króna umfram þá 5,7 milljarða króna sem
samkeppnisverð hefði fært þeim.
Matsmenn
fjalla síðan um matsspurningu er laut að ávinningi olíufélaganna af skiptisölu
þar sem óskað var eftir mati á því hvort sá ávinningur hefði verið verulegur í
samanburði við umfang skiptisölu félaganna, hvort hún hefði leitt til hærri
framlegðar eða komið í veg fyrir lækkun hennar. Varð það niðurstaða matsmanna
að ávinningur olíufélaganna af skiptisölu hafi verið verulegur í samanburði við
umfang hennar og komið fram í hærri einingaframlegð vegna hærra verðs. Matsmenn
svara enn fremur spurningu um líkurnar á því, að ávinningur olíufélaganna af samráði
hafi ekki numið lægri fjárhæð en sektarárkvörðun áfrýjunarnefndar, á þá leið að
yfirgnæfandi líkur séu á því að ávinningur félaganna hafi ekki numið lægri
fjárhæðum en 900 milljónum króna í tilvik Kers ehf., 700 milljónum króna í
tilviki stefnanda og 450 milljónum króna í tilviki Skeljungs hf. Þá telja
matsmenn að lokum að tjón samfélagsins í heild af samráði olíufélaganna 1993
til 2001 hafi verið meira en sem nemur ávinningi félaganna sjálfra af
samráðinu. Það helgist ekki aðeins af hærra verði til neytenda, heldur dragi
yfirverðlagning úr velferð þeirra og neysla dragist saman. Þetta komi t.d.
niður á byggð í strjálbýli.
Á
dómþingi 21. janúar 2009 kröfðust olíufélögin þess sameiginlega að dómkvaddir
yrðu yfirmatsmenn vegna síðastnefndrar undirmatsgerðar. Samhliða þessu kröfðust
félögin dómkvaðningar á matsmönnum til þess að meta ávinning olíufélaganna af
ætluðu samráði ef tímabilið 1996 til 2001 hefði verið borið saman við tímabilið
2002 til 2004 miðað við útreikninga samkeppnisráðs. Hagfræðingarnir Gunnar
Haraldsson, Katrín Ólafsdóttir og Ólafur Ísleifsson voru dómkvödd 25. febrúar
2009 sem yfirmatsmenn. Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Haraldsson, löggiltur
endurskoðandi, voru dómkvaddir 29. apríl sama ár til að gera síðarnefndu
matsgerðina.
Yfirmatsgerð
er dagsett 11. mars 2011 og lögð fram í þinghaldi 10. maí sama ár. Þar er
einkum fjallað um þá aðferð, sem beitt var í undirmatsgerð, að styðjast við
olíumarkaðinn í Alaska til að finna samkeppnisverð í því skyni að bera saman
við framlegð olíufélaganna 1993 til 2001. Í lok yfirmatsgerðarinnar eru
meginniðurstöður hennar dregnar saman á eftirfarandi hátt:
Telja má að
olíumarkaðurinn í Alaska sé um suma þætti samanburðarhæfur við þann íslenska.
Það eru fleiri aðilar á markaði í Alaska en hér á landi, en í raun má segja að
markaðurinn sé nær fákeppnismarkaði en samkeppnismarkaði. Rannsóknir
bandarískra yfirvalda hafa ekki leitt í ljós verðsamráð á Alaskamarkaði. Þá er
flutningskostnaður þar tiltölulega hár líkt og hér á landi. Alaskamarkaður ber
með sér ýmsa þætti áþekka hinum íslenska, og má í því sambandi nefna dreifða
byggð, svipað tekjustig kaupenda olíunnar og norðlæga legu landsvæðanna beggja.
Veigamikill munur milli þessara tveggja markaða liggur m.a. í því að Alaska er
olíuframleiðsluríki en Ísland ekki. Fleiri þætti mætti nefna, t.d. er olía
notuð til húshitunar og ýmissar framleiðslu í Alaska en á Íslandi er notaður
jarðhiti og vatnsorka í því skyni.
Við mat á ávinningi af samráði kemur til
greina sem ein aðferð meðal annarra að bera samráðsmarkaðinn við sambærilegan
markað þar sem ekkert samráð á sér stað. Ekki þykir fært að ræða um „réttan“
eða „rangan“ samanburð í því sambandi, heldur snýst raunhæfur samanburður um að
velja markað þar sem aðstæður sem ráða verði eru sem líkastar auk þess að tryggt
sé að ekki sé um samráð að ræða á samanburðarmarkaðnum. Alaska verður seint
talinn fullkominn samanburðarmarkaður í ljósi þeirra þátta sem greina hann frá
íslenskum markaði, enda slíkur markaður ekki til. Samanburður milli markaða
hlýtur ávallt að sæta gagnrýni og heppilegast er að beita fleiri en einni
aðferð við mat á ávinningi af verðsamráði. Ef á annað borð er beitt þeirri
aðferð að bera saman markaði til að leitast við að finna áhrif samráðs á verð
kemur til álita að nota Alaska sem viðmiðun að því gefnu að unnt sé að taka
tillit til ólíkra aðstæðna og þátta sem áhrif hafa á verðmyndun. Það að velja
Alaska til samanburðar getur veitt vísbendingar um áhrif samráðsins án þess að
hægt sé að fullyrða að sá samanburður sé tölulega nákvæmur eða réttur í þeim
skilningi að ekki sé hægt að deila á niðurstöðuna sökum ólíkra aðstæðna á
mörkuðunum tveimur.
Matsgerð
Ólafs Ísleifssonar og Þorsteins Haraldssonar frá 17. nóvember 2011 var lögð
fram í þinghaldi 12. janúar 2012 ásamt yfirmatsgerð í öðru máli sem olíufélögin
áttu hlut að. Í matsgerðinni kemur fram að lagt hafi verið fyrir matsmenn að
gera sömu útreikninga og samkeppnisyfirvöld á grundvelli talnagagna
viðmiðunartímabilsins 2002 til 2004. Eins og gert hafi verið í skýrslu
samkeppnisráðs sé einingaframlegð reiknuð á föstu verðlagi ársins 2001 miðað
við vísitölu neysluverðs. Varð það niðurstaða matsmanna að með þeim aðferðum og
forsendum sem lagðar væru til grundvallar hefði reiknaður ávinningur af
samráði, þegar tímabilið 1996 til 2001 væri borið saman við tímabilið 2002 til
2004, verið neikvæður um 1.996 milljónir króna. Nánar tiltekið reyndist
ávinningurinn neikvæður um 2.634 milljónir króna hjá Keri ehf. og um 550
milljónir króna hjá stefnanda en jákvæður um 1.188 milljónir króna hjá
Skeljungi hf.
Aðalmeðferð
í fyrrgreindu máli olíufélaganna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu
fór fram 29. febrúar 2012. Dómur var kveðinn upp í málinu 22. mars sama ár. Þar
var fallist á kröfu olíufélaganna þess efnis að úrskurður áfrýjunarnefndar
samkeppnismála nr. 3/2004 yrði felldur úr gildi. Samkeppniseftirlitið og
íslenska ríkið áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar Íslands 21. júní 2012. Með dómi
réttarins 31. janúar 2013 í málinu nr. 437/2012 var málinu vísað frá héraðsdómi
vegna annmarka á málatilbúnaði olíufélaganna. Olíufélögin höfðuðu að nýju mál
gegn stefndu 30. júlí 2013.
III.
1.
Málsástæður og lagarök stefnanda
Stefnandi
byggir á því að sekt í úrskurði áfrýjunarnefndar sé svo há að hún teljist til
refsinga í skilningi 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Vísar hann til
tiltekinna dómsúrlausna mannréttindadómstóls Evrópu og EFTA dómstólsins þessu
til stuðnings. Hafi þetta í för með sér að öll meðferð og afgreiðsla málsins
verði að vera í samræmi við fyrirmæli 6. gr. mannréttindasáttmálans. Það eigi
meðal annars við um kröfur til sönnunar ávinnings. Stefnandi tekur í því
sambandi fram að hann telji útilokað að hlutast nú til um sönnunarfærslu vegna
þeirra brota sem talið
hafi verið sannað að hann hafi gerst sekur um samkvæmt lýsingu atvika í III.
hluta úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Stefnandi reisir aðalkröfu sína meðal
annars á því að andmælaréttur félagsins samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga nr.
37/1993 hafi ekki verið virtur við meðferð málsins hjá samkeppnisyfirvöldum.
Stefnandi rökstyður þessa málsástæðu á tvo vegu. Annars vegar heldur hann því
fram að félaginu hafi ekki verið unnt að tjá sig um efnisatriði málsins við
meðferð þess hjá samkeppnisyfirvöldum sökum þess að málið hafi verið á sama
tíma til rannsóknar hjá lögreglu. Hins vegar er á því byggt að brotið hafi
verið gegn andmælarétti félagsins með því að samkeppnisráð breytti forsendum
fyrir útreikningi á ávinningi stefnanda af samráðinu án þess að gefa félaginu
tækifæri til að gera athugasemdir við það.
Um fyrra atriðið vísar stefnandi til
þess að eftir að ákvörðun Ríkislögreglustjóra lá fyrir 30. september 2003 og
þar til lögreglurannsókn lauk árið 2006 hafi stefnandi ekki getað leitað til
þeirra starfsmanna sinna sem höfðu stöðu sakborninga um upplýsingar. Þá hafi
ekki verið vitað hvort staða einstakra starfsmanna myndi breytast við frekari
rannsókn. Alls hafi níu starfsmenn haft stöðu sakbornings við rannsókn málsins
auk stefnanda. Þá hafi 21 starfsmaður gefið skýrslu. Stefnandi kveðst hafa
ítrekað bent á þá annmarka sem þessi staða hefði í för með sér. Telur stefnandi
að við þessar aðstæður hafi réttindi stefnanda samkvæmt 6. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu ekki verið tryggð.
Sama staða hafi verið uppi þegar
ákvörðun samkeppnisráðs hafi verið kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, en
þar hafi sem fyrr verið bent á að andmælaréttur stefnanda væri innihaldslaus.
Þar var vísað til þess að umfjöllun stefnanda um einstök atvik málsins við
meðferð þess hjá samkeppnisyfirvöldum myndi óhjákvæmilega verða aðgengileg þeim
aðilum sem önnuðust lögreglurannsóknina. Telur stefnandi augljóst að réttur
stefnanda og starfsmanna hans til að tjá sig ekki um málið og varpa ekki sök á
sjálfan sig hefði orðið að engu ef stefnandi tjáði sig efnislega um málið fyrir
samkeppnisyfirvöldum.
Stefnandi byggir á því að ekki verði
lagt á aðila að sýna fram á að ofangreind aðstaða hafi leitt til þess að
athugasemdum hafi ekki verið komið á framfæri varðandi atvik málsins. Stefnandi
telur ljóst að andmælaréttur hans hafi verið
brotinn við meðferð stjórnsýslumálsins og að það hafi verið verulegur
annmarki á málsmeðferðinni sem leiði til þess að úrskurð áfrýjunarnefndar beri
að fella úr gildi. Þessi annmarki hafi verið til staðar frá því að stefnanda
hafi fyrst gefist færi á að skoða gögn málsins og ályktanir samkeppnisyfirvalda
og verið áfram til staðar uns lögreglurannsókn hafi verið lokið. Af þessum
sökum hafi athugasemdir stefnanda við frumathugun Samkeppnisstofnunar einungis
verið um lagaatriði en ekki efni málsins að öðru leyti. Sama eigi við um kæru
til áfrýjunarnefndarinnar.
Um síðara atriðið, til stuðnings
málsástæðu stefnanda um að andmælaréttur stefnanda hafi verið virtur að
vettugi, vísar hann til þess að í frumathugun Samkeppnisstofnunar hafi því
verið haldið fram að íslensku olíufélögin hefðu hagnast um allt að 6.650
milljónir króna vegna hækkunar einingarframlegðar í eldsneytissölu á árunum
1998-2001. Þetta tímabil hafi verið borið saman við viðmiðunarárin 1993-1995. Í
niðurstöðu samkeppnisráðs hafi hins vegar verið notast við tímabilin 1993-1995
annars vegar og 1996-2001 hins vegar án þess að stefnanda gæfist kostur á að
fjalla um þær forsendur áður en ráðið tók ákvörðun.
Stefnandi byggir á því að
samkeppnisyfirvöld hafi ekki getað breytt því viðmiðunartímabili sem samráð
eigi að hafa náð yfir án þess að láta hann vita og gefa honum kost á því að
koma með andmæli gegn hinni nýju framsetningu. Um það vísar stefnandi
sérstaklega til þess að það skipti hann gríðarmiklu máli að geta brugðist við
útreikningum um ætlaðan ávinning sinn þar sem samkeppnisyfirvöldum hafi verið
skylt að sanna að ávinningur hans næmi meira en 40 milljónum króna til að
leggja mætti veltutengdar sektir á hann. Vísar stefnandi til rökstuðnings fyrir
þrautavarakröfu stefnanda um þetta, þar sem ýmsar upplýsingar eru lagðar fram
til leiðréttingar vegna þessarar breytingar. Vegna tímaskorts hafi verið
ómögulegt að koma þessum athugasemdum að fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála.
Stefnandi telur þennan annmarka hafa verið alvarlegan sérstaklega með vísan til
þess að hér sé um refsingu að ræða. Hann eigi því að leiða til ógildingar
úrskurðarins.
Stefnandi byggir aðalkröfu sína enn
fremur á því að með samhliða rannsókn samkeppnisyfirvalda og lögreglu hafi
verið brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka
mannréttindasáttmála Evrópu. Telur stefnandi að með þessari málsmeðferð hafi
hann veitt samkeppnisyfirvöldum upplýsingar samkvæmt lagaskyldu sem síðan hafi
verið hægt að nota gegn honum sem sakborningi. Slík málsmeðferð leiði að mati
stefnanda til ógildingar stjórnvaldsákvörðunar, sérstaklega í ljósi þess að um
refsingu sé að ræða samkvæmt ofangreindu. Vísar stefnandi hér jafnframt til
Hæstaréttardóms nr. 92/2007 en stefnandi telur að heimfæra megi niðurstöðu þess
dóms yfir á atvik þessa máls.
Stefnandi telur jafnframt að brotið
hafi verið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga við meðferð málsins.
Stefnandi heldur því fram að ofangreind brot gegn andmælarétti leiði til þess
að málið geti ekki talist hafa verið nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var
tekin í því. Vísar stefnandi hér jafnframt til aðferða og útreikninga
samkeppnisyfirvalda til sönnunar á meintum ávinningi stefnanda vegna
samráðsins. Stefnandi telur ljóst að ekki hafi verið upplýst með nægjanlegum
hætti hver sá ávinningur hafi verið og vísar um það til röksemda fyrir
þrautavarakröfu stefnanda. Vísar stefnandi hér meðal annars til þess að stefndi
hafi látið dómkveðja matsmenn við meðferð héraðsdómsmálsins nr. 4965/2005 til
þess að reyna að sýna fram á umræddan ávinning. Telur stefnandi að stefndi hafi
með þessu sýnt að rannsókn á ætluðum ávinningi hafi verið ábótavant. Telur
stefnandi að þessir annmarkar leiði til ógildingar úrskurðar áfrýjunarnefndar
samkeppnismála.
Stefnandi rökstyður varakröfu sína með
því að brot hans hafi verið fyrnt þegar ákvörðun samkeppnisráðs hafi verið
tekin 29. október 2004. Í úrskurði áfrýjunarnefndar hafi verið lagt til
grundvallar að um samfellt brot hafi verið að ræða og einn og sami
fyrningarfresturinn gildi um allt brotið. Stefnandi mótmælir þeirri niðurstöðu.
Stefnandi tekur undir með
áfrýjunarnefnd að beita eigi ákvæðum hegningarlaga nr. 19/1940 um fyrningu í
máli þessu þó að ekki sé þörf á því að beita lögjöfnun. Samkvæmt 1. mgr. 81.
gr. almennra hegningarlaga fyrndist sökin á tveimur árum, en með lagabreytingu
26. maí árið 2000 hafi fresturinn verið lengdur í fimm ár. Stefnandi telur að
um brotið hafi gilt tveggja ára fyrningarfrestur í samræmi við lagaákvæðið
fyrir lagabreytinguna. Um það vísar stefnandi til þess að fyrningarreglur séu
efnisreglur en ekki réttarfarsreglur og að þeim verði ekki beitt með
afturvirkum hætti, sbr. 2. gr. almennra hegningarlaga og 69. gr.
stjórnarskrárinnar. Jafnframt væri slíkt skýrt brot gegn 7. gr. MSE. Þessi
niðurstaða sé jafnframt í samræmi við niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar um lagaskil
er varði beitingu ákvæðis 52. gr. samkeppnislaga, sbr. II.1 lið IV. hluta
úrskurðarins. Þá sé ekki gerður ágreiningur um að upphaf fyrningarfrests hafi
verið við húsleit Samkeppnisstofnunar 18. desember 2001.
Stefnandi er aftur á móti ósammála
þeirri niðurstöðu í úrskurðinum að fyrningarfresturinn hafi rofnað þegar
Samkeppnisstofnun sakaði stefnanda um brotið. Telur stefnandi að það hafi fyrst
getað orðið við birtingu ákvörðunar samkeppnisráðs 29. október 2004. Samkvæmt
þágildandi 4. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga hafi fyrning rofnað þegar
stjórnvald, sem hafði heimild til að kveða á um refsingu, sakaði aðila um slíkt
brot. Samkeppnisstofnun hafi ekki haft neinar heimildir til að kveða á um
refsingu í málinu. Óumdeilt sé að eina stjórnvaldið, sem hafi haft slíka
heimild, hafi verið samkeppnisráð, sbr. þágildandi ákvæði 52. gr.
samkeppnislaga.
Stefnandi byggir á því að
Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð hafi verið aðskilin stjórnvöld þegar kom að
ákvörðunum í samkeppnismálum. Í samkeppnislögum og lögskýringargögnum með þeim
sé alltaf greint á milli stofnunarinnar og samkeppnisráðs og þar komi ekkert
fram sem bendi til annars en að um aðskilið æðra og lægra sett stjórnvald sé að
ræða. Skýr aðgreining, verkaskipting og endurskoðunarheimildir séu á milli
Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs. Til að mynda hafi sérstaklega verið
tekið fram í samkeppnislögum að samkeppnisráð geti falið Samkeppnisstofnun
ákvörðunarvald sitt á afmörkuðum sviðum samkvæmt nánari reglum sem ráðið setji,
sbr. 8. gr. þágildandi samkeppnislaga. Stefnandi telur að þessi heimild hefði
verið óþörf hafi verið um sama stjórnvald að ræða. Þá liggi ekkert fyrir um að
slíkar reglur hafi verið settar eða um framsal í þessu máli.
Þar sem fyrning hafi ekki verið rofin
fyrr en með ákvörðun samkeppnisráðs 29. október 2004 telur stefnandi að brot
stefnanda sé fyrnt í skilningi þágildandi 81. gr. almennra hegningarlaga.
Þannig telur stefnandi að ekki sé unnt að beita sektarviðurlögum við hinu
samfellda broti og beri því að taka aðalkröfu stefnanda til greina um
niðurfellingu á sektarákvörðun í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Þrautavarakrafa stefnanda er á því
reist að í 52. gr. samkeppnislaga hafi verið áskilið að sanna þyrfti að
ávinningur af samkeppnislagabroti hafi numið hærri fjárhæð en 40 milljónum
króna til að sekt gæti farið yfir þá fjárhæð. Staðfest sé í úrskurðinum að
þetta ákvæði gildi í málinu. Stefnandi telur að sönnun um meintan ávinning
liggi ekki fyrir í málinu, hvað þá að ávinningur nemi hærri fjárhæð en 40
milljónum króna. Þannig verði, hvað sem öðru líði, ekki hægt að beita hærri
sektum en 40 milljónum króna.
Stefnandi mótmælir því að fullnægt sé
sönnunarbyrði samkvæmt 52. gr. þágildandi samkeppnislaga með því að taka
samráðsbrot annars vegar og hækkun einingarframlegðar hins vegar og fullyrða að
tenging sé þar á milli án tilskilinnar sönnunar, eins og gert sé í úrskurðinum.
Fullyrðingar og getgátur séu ekki fullgild sönnun í íslenskum rétti. Gera verði
þá kröfu til samkeppnisyfirvalda að þau sanni þessar fullyrðingar og sýni fram
á að einingarframlegðin hafi hækkað vegna einhverra tilgreindra aðgerða
stefnanda. Þannig verði samkeppnisyfirvöld að sanna með fullnægjandi hætti
orsakatengsl milli meints samráðs og hækkunar einingarframlegðar eða ávinnings
stefnanda. Í þessu samhengi áréttar stefnandi að sektir samkvæmt 52. gr.
samkeppnislaga eru refsing í skilningi 1. mgr. 6. gr. MSE. Það hafi í för með
sér að öll meðferð og afgreiðsla málsins verður að vera í samræmi við fyrirmæli
6. gr. MSE, þar á meðal kröfur til sönnunar.
Stefnandi telur að samkeppnisráð hafi
ekki fullnægt þessari sönnunarkröfu. Bendir hann á að þessi aðferð
samkeppnisyfirvalda geti ekki gengið upp þegar litið sé til afkomu stefnanda á
árunum 1998-2001 og meintur ávinnings samkvæmt niðurstöðu útreikninga
samkeppnisyfirvalda er dreginn frá þeim hagnaðartölum, eins og nánar er rakið í
stefnu. Miðað við þá niðurstöðu hefði verið mikill taprekstur öll árin hjá
stefnanda ef ávinningi samkvæmt útreikningum Samkeppnisstofnunar hefði ekki
notið við. Það hefði þýtt að engin grundvöllur hefði verið fyrir rekstrinum,
því án eðlilegrar álagningar, sem standi undir kostnaði og skili eðlilegri
ávöxtun eigin fjár, sé enginn tilgangur með starfseminni.
Stefnandi hafi talið að þessar
niðurstöður gengju ekki upp og því hafi hagfræðingarnir Jón Þór Sturluson og
Tryggvi Þór Herbertsson verið fengnir til að veita álit sitt á ætluðum
ávinningi sem Samkeppnisstofnun taldi sig hafa reiknað út. Í áliti sínu hafi
þeir komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að draga þá ályktun að
háttsemi olíufélaganna á árabilinu 1998 til 2002 hafi leitt til minni samkeppni
og aukinnar álagningar, að teknu tilliti til annarra þátta sem hefðu áhrif á
jaðarkostnað, svo sem þróunar gengis, heimsmarkaðsverðs, fjármagnskostnaðar og
efnahagsástands.
Stefnandi bendir einnig á að í matsgerð
hinna dómkvöddu matsmanna, Heimis Haraldssonar og Guðmundar Magnússonar, hafi
verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki væru tök á að sýna fram á að tiltekið
orsakasamband væri milli hugsanlegra samráðsaðgerða annars vegar og aukinnar
framlegðar hins vegar. Hafi þeir talið að sú forsenda að hinn reiknaði
ávinningur væri eingöngu vegna samráðsaðgerða stæðist ekki. Jafnframt sé tekið
fram að „fyrir og eftir“ aðferð samkeppnisyfirvalda nægi ekki ein og sér til að
meta ávinning af samráði og að tímabilin 1993-1995 annars vegar og 1996-2001
hins vegar séu of ólík.
Stefnandi vísar til þess að í úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála komi fram á bls. 246 að við þær aðstæður, þ.e.
að sanna þurfi ávinning, skuli einkum hafa í huga þann ávinning sem félögin
þrjú hafi sannanlega haft af hinu ólögmæta samráði. Neðar á sömu blaðsíðu komi
fram að áfrýjunarnefndin telji eðlilegt að sannaður ávinningur verði ráðandi
viðmið varðandi sektarákvörðun.
Stefnandi tekur fram að útreikningar
samkeppnisráðs sé grundvöllur þessa sannaða ávinnings. Útreikningarnir hafi
byggst á samanburði á einingaframlegð tveggja tímabila, þ.e. áranna 1993-1995
annars vegar og áranna 1996-2001 hins vegar. Stefnandi hafi gert fjölda
athugasemda við umrædda útreikninga sem ýmist hafi verið tekið tillit til eða
ekki. Stefnandi telur að þar sem úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála sé
byggður á þessum reiknaða ávinningi með tiltekinni aðferð verði sönnun
ávinnings ekki byggð á öðrum forsendum en þessum samanburði á einingaframlegð.
Stefnandi hafnar því að unnt sé að byggja á niðurstöðum matsgerðar, sem stefndi
hafi aflað við rekstur héraðsdómsmáls nr. E-4965/2005, sem hafi átt að leiða í
ljós ætlaðan ávinning stefnanda af samráði með öðrum aðferðum. Stefnandi vísar
hér jafnframt til rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, en eins og áður
segir telur stefnandi ljóst að málið geti ekki hafa verið fullrannsakað ef þörf
er á slíkri sönnunarfærslu.
Stefnandi mótmælir því sérstaklega að
við mat á sönnuðum ávinningi verði byggt á því sem fram komi í undirmatsgerð
Guðrúnar Johnsen og Gylfa Zoëga. Í liðum 4 og 5 í þessari matsgerð sé til að
mynda vísað til samanburðar á eldsneytisverði í Alaska sem sé alveg ný nálgun
og sé hvergi að finna í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála eða ákvörðun
samkeppnisráðs. Bendir stefnandi á að slíkur samanburður hafi áður komið til
kasta dómstóla í svokölluðu Dögunarmáli, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr.
151/2012. Í því máli hafi verið lögð fram undirmatsgerð Guðrúnar Johnsen, sem
gerð hafi verið í desember árið 2007, og byggi á sömu aðferðum og gögnum og í
umræddri matsgerð. Í héraðsdómnum hafi þessum samanburði verið hafnað auk þess
sem gögn og forsendur hafi verið talin ófullnægjandi. Var vísað til þess að
yfirmatsgerð í málinu hnekkti með öllu niðurstöðum undirmatsgerðar. Varðandi liði 1-3 og 7 og 8 í undirmati,
telur stefnandi að spurningar matsbeiðanda hafi verið svo óljósar, leiðandi og
gildishlaðnar að svör matsmanna geti ekki með nokkru móti verið sönnun á
ávinningi olíufélaganna. Varðandi lið 6 um skiptisölu sé vísað til niðurstöðu
yfirmatsmanna í yfirmatsgerð sem stefnandi hafi aflað við rekstur
héraðsdómsmáls nr. E-4965/2005, en þar komi skýrlega fram að til að meta upphæð
hugsanlegs fjárhagslegs ávinnings olíufélaganna af skiptisölu telji
yfirmatsmenn nauðsynlegt að leggja til grundvallar sjálfstæða athugun á þeim
tilvikum þar sem skiptisala kunni að hafa átt sér stað, umfangi þeirra
viðskipta og framlegð af þeim á grundvelli tölulegra upplýsinga, m.a. úr
bókhaldi félaganna. Slík sjálfstæð athugun hafi ekki farið fram hjá
undirmatsmönnum. Liður 6 í umræddri undirmatsgerð geti því ekki haft neitt
sjálfstætt gildi. Með vísan til þessa telur stefndi ljóst að ekkert í
undirmatsgerð þeirri sem stefndi hafi aflað samkvæmt ofangreindu veiti sönnun
fyrir því að stefnandi hafi notið ávinnings af samráði.
Um þá miklu óvissu sem ríki um
greiningu samkeppnisyfirvalda á hinum svokallaða reiknaða ávinningi vísar
stefnandi jafnframt til matsgerðar Ólafs Ísleifssonar og Þorsteins Haraldssonar
frá 17. nóvember 2011 sem aflað hafi verið við rekstur héraðsdómsmáls nr.
E-4965/2005. Í þeirri matsgerð sé staðfest að ef tímabilið 1996-2001 er borið
saman við tímabilið 2002-2004 í stað 1993-1995 og beitt er útreikningum
samkeppnisyfirvalda væri ávinningur stefnanda neikvæður um 550 milljónir króna.
Þessari matsgerð hafi ekki verið hnekkt með neinu móti.
Stefnandi telur þannig að engin haldbær
sönnun liggi fyrir um sannanlegan ávinning í skilningi þágildandi 52. gr.
samkeppnislaga og þannig sé ekki fullnægt skilyrðum ákvæðisins til að ákvarða
veltutengdar sektir eða sektir hærri en 40 milljónir króna. Þannig verði að
lækka sektir niður fyrir þá fjárhæð.
Af hálfu stefnanda er því jafnframt
haldið fram að þótt fallist yrði á að sannaður ávinningur næmi hærri fjárhæð en
40 milljónum króna sé ljóst að lækka beri bætur, enda sé niðurstaða úrskurðar
áfrýjunarnefndar samkeppnismála um hækkun einingaframlegðar röng.
Stefnandi kveðst hafa bent á fjölmargar
aðrar ástæður en samráð gætu skýrt það að einingaframlegð hefði hækkað á árunum
1996-2001 miðað við árin 1993-1995. Á grundvelli forsendna úrskurðar
áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi stefnandi því talið eðlilegt að fá
dómkvadda matsmenn til að yfirfara forsendur og útreikninga þessa. Niðurstöður
áðurnefndrar matsgerðar Guðmundar Magnússonar og Heimis Haraldssonar eru þær
meðal annars að nýjar upplýsingar um innihald einingarverðs á
viðmiðunartímabilinu 1993-1995 og leiðréttir útreikningar skýri að miklu leyti
hækkun einingaframlegðar á tímabilinu 1996-2001. Hér beri að taka fram að
umrædd matsgerð lúti beinlínis að mati á þeim útreikningum og forsendum
útreikninga um ávinning sem byggt sé á í hinum umþrætta úrskurði. Ekki hafi
verið farið út fyrir forsendur úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Í fyrsta lagi hafi bankakostnaður á
árunum 1993-1995, gengismunur og greiðslur í og úr Flutningsjöfnunarsjóði verið
reiknaðar sem hluti af einingarverði eldsneytis. Árið 1996 hafi sú
kerfisbreyting verið gerð að þessir liðir hafi verið reiknaðir sem almennur
rekstrarkostnaður sem framlegð þyrfti að standa straum af. Af þeim sökum hafi
reiknuð framlegð hækkað sem þessum kostnaði nam en almennur rekstrarkostnaður
hafi að sjálfsögðu hækkað á móti. Því sé samanburður á viðmiðunartímabilinu
1993-1995 og tímabilinu 1996-2001 ekki sambærilegur hvað þetta varðar. Í
matsgerðinni sé komist að þeirri niðurstöðu að skekkjan nemi 234 milljónum
króna. Stefnandi telur að taka beri tilliti til þessa við ákvörðun
sektarfjárhæðar og fer fram á lækkun á sekt með tilliti til þessa. Stefnandi
bendir á að samkeppnisráð hafi tekið til greina sambærilega útreikninga vegna
sölu- og umboðslauna, sem hafi á sama hátt verið dregin frá veltu áður en
framlegð hafi verið reiknuð á fyrra tímabilinu, en reiknuð sem hluti af
almennum rekstrarkostnaði á síðara tímabilinu.
Í öðru lagi bendir stefnandi á að
útreikningar samkeppnisyfirvalda hafi byggst á gögnum sem haldlögð hafi verið
við húsleit Samkeppnisstofnunar í desember 2001. Þar sem endanleg framlegð
fyrir árið 2001 hafi einungis verið í áætlunarformi á þeim tíma liggi fyrir að
ávinningsútreikningar samkeppnisyfirvalda hafi byggst á áætlun en ekki
raunverulegum tölum. Fyrir liggi að þessar áætlanir hafi verið of háar. Því
beri að lækka ávinningsútreikninga um 48 milljónir með vísan til þessarar
skekkju, sbr. niðurstöður ofangreindrar matsgerðar. Óhjákvæmilegt sé að lækka
sektarfjárhæð með tilliti þessa.
Í þriðja lagi er á það bent að tekið
hafi verið tillit til breytinga á því hvernig umboðslaun voru færð til bókar
milli tímabilanna. Í gögnum málsins hafi þó einungis verið lagðir fram
útreikningar er vörðuðu árin 1998 til 2001, en það hafi verið
viðmiðunartímabilið sem miðað hafi verið við í frumathugun. Stefnanda hafi
láðst að afla gagna um þetta atriði fyrir áfrýjunarnefnd, enda afar skammur
tími til kærugerðar. Í ákvörðun samkeppnisráðs hafi verið tekið tillit til 167
milljóna króna, en þá vanti 106 milljónir króna upp á samkvæmt útreikningum sem
staðfestir séu í ofangreindri matsgerð, en þar komi fram að mismunurinn hafi
verðið 273 milljónir. Þannig lækki reiknaður ávinningur vegna þessa um 106
milljónir króna og telur stefnandi að taka beri tillit til þessa við ákvörðun
sekta og þar með að lækka sektarfjárhæðina.
Í fjórða lagi hafi verið tekið tillit
til þess sjónarmiðs stefnanda að hækkun launavísitölu hafi verið mun meiri á
viðmiðunartímabilinu en hækkun neysluverðsvísitölu. Áfrýjunarnefndin hafi
sérstaklega tekið fram að hækkun á ávinningi hafi numið 352 milljónum króna hjá
stefnanda vegna þessa. Stefnandi hafi einungis lagt fram útreikninga varðandi
hluta tímabilsins fyrir áfrýjunarnefndinni eða vegna áranna 1998-2001, en sem
dæmi megi nefna að tekið sé tillit til tímabilsins 1995-2001 hvað varði Ker
ehf., en þar sé fjárhæðin 640 milljónir króna. Stefnandi hafi bætt úr þessu og
lagt fram útreikninga fyrir árin 1996-1998 sem skýri 328 milljónir af hækkaðri
einingaframlegð á árunum 1996-1998, sbr. skýrslu KPMG á bls. 11. Heildartalan
fyrir tímabilið 1996-2001 nemi þannig 680 milljónum króna. Telur stefnandi að
taka beri tillit til þessa við ákvörðun sektarfjárhæðar og þá ekki síst með
vísan til jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, enda hafi verið tekið fullt tillit
til þessa liðar við sektarákvörðun hjá málsaðilanum Keri.
Í fimmta lagi hafi verið gerð
leiðrétting á útreikningi á ávinningi vegna gengistaps á árunum 2000 og 2001,
enda sé slíkur fjármagnskostnaður mjög tengdur olíuinnkaupum. Í úrskurði
áfrýjunarnefndar sé nefnt að stefnandi hafi tapað 777 milljónum króna vegna
þessa. Þessar tölur kveður stefnandi vera miðaðar við tímabilið 1998-2001.
Stefnandi bendir hér á að hann hafi einungis lagt fram útreikninga um gengistap
sitt á árunum 1998-2001, en hinn reiknaði ávinningur sé miðaður við tímabilið
1996-2001. Stefnandi leggi nú fram útreikninga um gengistap á þessu tímabili
sem hafi samtals numið 930 milljónum króna, sbr. greinargerð KPMG á bls. 13, og
séu þessir útreikningar staðfestir í áðurnefndri matsgerð. Telur stefnandi að
taka beri tillit til réttra útreikninga og það hljóti að leiða til lækkunar
sektarfjárhæðar hjá stefnanda, enda hafi sektarákvörðun áfrýjunarnefndar miðast
við tölu sem sé 153 milljónum króna lægri.
Í sjötta lagi sé staðfest í matsgerð
Guðmundar Magnússonar og Heimis Haraldssonar að ekki sé unnt að telja að
reiknaður umframávinningur áranna 1996-2001 verði allur rakinn til samráðs,
enda hafi mörg önnur atriði haft áhrif á gang mála. Taki matsmenn undir að bætt
innkaupastýring sé eitt af þessum atriðum en í greinargerð KPMG, sem áður hafi
verið nefnd, sé talið á bls. 17 að bætt innkaupastýring á árunum 1996-2001 hafi
aukið ávinning stefnanda um 460 milljónir króna. Telur stefnandi að taka beri
tillit til þessa við útreikning á þeim ávinningi sem leggja eigi til
grundvallar sektarákvörðun í málinu.
Í sjöunda lagi kveður stefnandi
matsmenn staðfesta í matsgerð sinni að sparnaður af rekstri Olíudreifingar ehf.
skýri að verulegu leyti þann afkomubata sem hafi orðið á rekstri stefnda árið
1997 og síðar. Hafi sjónarmiðum um þessa skýringu á auknum ávinningi verið
komið á framfæri við samkeppnisráð og áfrýjunarnefnd samkeppnismála í samræmi
við athugasemdir stefnanda, dags. 25. nóvember 2004. Þar sé að finna
útreikninga á þeim sparnaði á bls. 13-14. Þessar tölur séu staðfestar í
greinargerð KPMG á bls. 5 og sagðar nema 960 milljónum króna. Telur stefnandi
að taka beri tillit til þessa við útreikning á þeim ávinningi sem leggja beri
til grundvallar sektarákvörðun í málinu.
Stefnandi tekur fram að niðurstaða
áfrýjunarnefndar samkeppnismála byggi á þeirri forsendu að framlegð stefnanda
hafi hækkað um 2.083 milljónir vegna samráðs. Að framan hafi verið verið gerð
grein fyrir röksemdum sem gefi til kynna að framlegðaraukningin hafi átt að
vera 2.289 milljónir króna. Þannig séu komnar fram tæmandi skýringar á
framlegðaraukningunni er bendi til þess að engin bein tenging sé milli hennar
og samráðsaðgerða. Þetta sýni að mati stefnanda jafnframt að sönnun á ávinningi
stefnanda, sem verði rakinn til samráðs, hafi ekki tekist. Vísar stefnandi á ný
til þess að sektir samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga eru refsing í skilningi 1.
mgr. 6. gr. MSE. Það hafi í för með sér að öll meðferð og afgreiðsla málsins
verði að vera í samræmi við fyrirmæli ákvæðisins, þar á meðal kröfur til
sönnunar.
Stefnandi byggir enn fremur á því að í
áðurnefndri matsgerð Guðmundar Magnússonar og Heimis Haraldssonar sé að finna
greiningu á aðferð og útreikningum Samkeppnisráðs á reiknuðum ávinningi vegna
hækkunar einingaframlegðar. Í greiningunni séu gerðar breytingar á útreikningum
eingöngu til að gæta samræmis í forsendum og til þess að ekki sé ósamræmi milli
rekstrarliða sem trufli samanburð milli tímabila. Samkvæmt þessum leiðréttingum
matsmanna á útreikningum Samkeppnisstofnunar sé ljóst að reiknaður ávinningur
geti í mesta lagi hafa numið 812 milljónum króna í stað 2.083 milljóna króna,
þ.e. lækkun að fjárhæð 1.271 milljón króna. Í matsgerð segi að þá hafi ekki
verið tekið tillit til annarra sjónarmiða um orsakir framlegðarmunar sem
fjallað sé um. Matsmenn telji síðan upp tvö atriði sem veki sérstaka athygli
þeirra varðandi reiknaðan ávinning, en það sé að neikvæður ávinningur sé til
staðar árin 1996 og 1997 um 103 milljónir króna. Auk þess komist þeir að þeirri
niðurstöðu að reiknaður ávinningur vegna bensínsölu sé innan skekkjumarka og að
ekki sé hægt að líta svo á að þessi reiknaði ávinningur geti talist afleiðing
samráðsaðgerða.
Samkvæmt öllu þessu er það niðurstaða
matsmanna að áhrif samráðs hafi að hámarki leitt til viðbótarávinnings sem nemi
fjárhæðinni 701 milljón króna. Þeir telji hins vegar ekki unnt að fullyrða
afdráttarlaust hve stór hluti þessa ávinnings sé vegna samráðs annars vegar og
vegna markaðshegðunar í fákeppni hins vegar. Niðurstaðan sé því sú að
ávinningur sé frá 0 krónum upp í 701 milljón króna. Þannig telja matsmenn að
reiknaður ávinningur geti í mesta lagi numið 33,7% af þeirri fjárhæð sem áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hafi lagt til grundvallar sektarákvörðun.
Stefnandi byggir á því að niðurstöður
yfirmatsgerðar sem stefndu hafi aflað við meðferð héraðsdómsmáls nr. 4965/2005
hnekki ekki þessum útreikningum. Telur stefnandi að taka beri tillit til þessa
við útreikning á þeim ávinningi sem leggja eigi til grundvallar sektarákvörðun
í málinu og beri því að lækka þá sekt sem ákvörðuð hafi verið í úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála til samræmis við ofangreinda niðurstöðu
matsmanna. Þetta sýni jafnframt það sem áður hafi verið haldið fram að sönnun á
ávinningi stefnanda af samráðinu hafi ekki tekist.
Stefnandi styður varakröfu sína um
lækkun sektarfjárhæðar einnig við lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og
jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga. Er því nánar tiltekið mótmælt að
forsendur séu til þess að grunnfjárhæð sekta sé hærri hjá stefnanda en hjá
Skeljungi hf.
Stefnandi áréttar að í úrskurði
áfrýjunarnefndar hafi hinn reiknaði ávinningur verið ráðandi við
sektarákvörðun. Þannig hafi grunnfjárhæð sektar hvers aðila ráðist að mestu
leyti af reiknuðum ávinningi hjá hverjum þeirra. Á þessum grunni hafi
áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvarðað olíufélögunum mismunandi grunnsektir.
Þetta atriði telur stefnandi vera alveg ljóst þegar hlutdeild hvers félags í
reiknuðum ávinningi er skoðuð og síðan hlutfall hvers félags af
heildargrunnsekt.
Stefanandi telur að beiting
áfrýjunarnefndar samkeppnismála á sektarákvæði með þeim hætti að mismunandi
útreikningur á ávinningi vegi þyngst við sektarákvörðun, er leiði til
mismunandi sekta aðila, feli í sér ólögmæta mismunun. Telur hann það vera í
andstöðu við lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og jafnræðisreglu 11. gr.
stjórnsýslulaga.
Stefanandi telur ljóst að stjórnvaldi
beri að gæta fyllsta jafnræðis, sérstaklega þegar tekin sé svo gríðarlega
íþyngjandi ákvörðun sem um ræði í þessu máli. Eins og áður hafi verið vikið að
séu jafn þungbærar fjársektir og hér um ræðir óumdeilanlega refsing í skilningi
mannréttindasáttmálans og stjórnarskrárinnar. Þegar beita eigi mismunandi
sektum af slíkri stærðargráðu og mismunur er eins mikill og raun beri vitni sé
ljóst að rökstuðningur fyrir honum þurfi að vera afar traustur og skýr. Að mati
stefnanda liggi ekkert fyrir í máli þessu sem réttlæti slíka mismunum með vísan
til reiknaðs ávinnings félaganna. Önnur atriði réttlæti heldur ekki slíka mismunun.
Þannig telur stefnandi að lækka beri grunnsekt stefnanda til samræmis við
grunnsekt Skeljungs hf.
Stefnandi bendir á að samanlagður
ávinningur aðila samkvæmt samkeppnisráði hafi numið um 6.487 milljónir.
Heildargrunnsekt hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi verið ákvörðuð 2.050
milljónir. Ker ehf. hafi verið með reiknaðan ávinning upp á 2.750 milljónir
króna samkvæmt útreikningum Samkeppnisráðs eða um 42% af meintum
heildarávinningi og grunnsekt Kers hafi verið ákvörðuð 900 milljónir króna sem
er 44% af heildargrunnsekt. Skeljungur hafi verið með reiknaðan ávinning upp á
1.654 milljónir króna samkvæmt útreikningum Samkeppnisstofnunar, eða um 25% af
meintum heildarávinningi, og grunnsekt félagsins hafi verið ákvörðuð 450
milljónir króna sem sé 22% af heildargrunnsekt. Stefnandi hafi verið með
reiknaðan ávinning upp á 2.083 milljónir samkvæmt útreikningum
Samkeppnisstofnunar, eða um 32% af meintum heildarávinningi, og grunnsekt hafi
verið ákvörðuð 700 milljónir sem er 34% af heildargrunnsekt.
Stefnandi telur að meginástæða þess að
grunnsekt Skeljungs hafi verið ákvörðuð 450 milljónir króna, eða 250 milljónum
krónum lægri en hjá stefnanda, hafi verið að reiknaður ávinningur hafi verið
talinn lægri. Stefnandi hafi farið yfir það hversu ótraustir þeir útreikningar
séu og að það sé fjarri lagi að þeir séu réttir. Hvað sem öðru líði sé ljóst að
umræddir útreikningar fela ekki í sér sönnun á meintum ávinningi olíufélaganna.
Stefanandi telur ekki hægt að átta sig
á því á hvaða grundvelli gerð sé leiðrétting á gengistapi hjá Skeljungi sem og
á hvaða grundvelli leiðrétt sé sökum launahækkana umfram hækkun á vísitölu
neysluverðs þar sem tölur hafi ekki legið fyrir frá Skeljungi.
Hér vísar stefnandi jafnframt til þess
sem fram komi í matsgerð Guðmundar Magnússonar og Heimis Haraldssonar að
grunnforsendur Samkeppnisstofnunar við útreikning á ávinningi olíufélaganna séu
mismunandi. Þar vísar stefnandi til þess segi í matsgerðinni að ekki hafi verið
„viðhafðar sömu aðferðir við framlegðarútreikninga á milli félaganna" sem
valdi því að sem valda því að
"reiknaður ávinningur einstakra félaga" byggi ekki á sömu
rekstrarforsendum. Þar er tekið dæmi um gengismun. Telja matsmenn ljóst að um
misræmi sé að ræða sem geti numið verulegum fjárhæðum. Þessu mati hafi ekki
verið hnekkt.
Stefnandi bendir jafnframt á að hæsta
sektin sé lögð á veltuminnsta félagið sem bendi sterklega til mistaka við
útreikning á reiknuðum ávinningi eða að reiknað sé samkvæmt ólíkum forsendum.
Um veltutölur vísar stefnandi sérstaklega til ákvörðunar samkeppnisráðs.
Stefnandi bendir jafnframt á að í ákvæði 52. gr. þágildandi samkeppnislaga hafi
sektarrammi verið veltutengdur.
Stefnandi telur af þessum ástæðum
fráleitt að mismuna aðilum með þeim hætti sem gert hafi verið í úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þegar einu félagi sé ákvörðuð grunnsekt að
fjárhæð 450 milljónir króna og öðrum félögum mun hærri sekt, með vísan til
framlegðarútreikninga sem síðan standist enga skoðun, sé að mati stefnanda
klárlega verið að brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins. Jafnframt
telur hann engin lög standa til þessarar mismununar. Vísar stefnandi hér
jafnframt til rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga.
Í þessu sambandi vísar stefnandi aftur
til nokkurra atriða sem hann telur skýra þann mun sem sé á reiknuðum ávinningi
Skeljungs og stefnanda. Í fyrsta lagi vísar hann til þess sem fram hafi komið
um bættan árangur stefnanda í innkaupum á eldsneyti sem nemi 460 milljónum
króna. Jafnframt vísar hann til þess sparnaðar sem hafi orðið á
dreifingarkostnaði stefnanda með tilkomu Olíudreifingar ehf., en í matsgerð
Guðmundar Magnússonar og Heimis Haraldssonar sé staðfest að ætla megi að
sparnaður af rekstri Olíudreifingar skýri að verulegu leyti þann afkomubata sem
hafi orðið á rekstri stefnda 1997 og síðar. Er þá jafnframt rétt að hafa í huga
að umfang eldsneytissölu stefnanda og Skeljungs hafi verið mjög svipað á
umræddu tímabili, ef undan sé skilin sala á flugvélaeldsneyti.
Stefnandi telur því að það vanti allar
forsendur og lögmætar ástæður til að mismuna aðilum með þeim hætti sem gert
hafi verið í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Af þeim sökum telur
stefnandi ljóst að lækka beri grunnsekt stefnanda til jafns við grunnsekt
Skeljungs sem hafi verið ákvörðuð 450 milljónir króna. Þegar tillit hafi verið
tekið til afsláttar telur stefndi að sekt, sem félaginu verði gert að greiða,
geti ekki numið hærri fjárhæð en 360 milljónum króna.
Þar sem reiknaður ávinningur sé ráðandi
við ákvörðun sekta sé þó ljóst að miða verði við rétt reiknaðan ávinning í
samræmi við réttar bókhaldstölur. Þessar skekkjur lækki reiknaðan ávinning
stefnanda um samtals 635 milljónir króna. Telur stefnandi að það hljóti að
verða að taka tillit þessa með vísan til jafnræðisreglu en annars sé
augljóslega verið mismuna aðilum gróflega. Ekki sé hægt að líta fram hjá
þessari staðreynd og því verði að lækka sektarfjárhæð stefnanda með tilliti til
þessa. Önnur niðurstaða væri jafnframt skýrt brot gegn meðalhófsreglu
stjórnsýslulaga og rannsóknarreglu.
Stefnandi vísar jafnframt til þeirra
niðurstöðu í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála að veita einum aðilanum,
Olíufélaginu hf., 45% afslátt af grunnsekt en stefnanda einungis 20% afslátt.
Telur stefnandi ljóst að með þessu hafi aðilum verið mismunað í andstöðu við
jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins. Stefnandi telur að ekki sé hægt að
réttlæta slíka mismunun með vísan til mismunandi samstarfsvilja aðila eða
upplýsingagjöf. Bendir stefnandi
jafnframt á þá staðreynd að þær reglur, sem séu grundvöllur þess afsláttar sem
veittur hafi verið, þ.e. reglur samkeppnisráðs nr. 397/2002, hafi verið settar
eftir að rannsókn málsins hófst og því geti mismunandi afsláttur ekki byggst á
þeim reglum. Vegna þessarar mismununar hafi Olíufélaginu hf. verið veittur
afsláttur að fjárhæð 405 milljónum króna meðan stefnanda hafi verið veittur
afsláttur að fjárhæð 140 milljónum króna en það sé mismunur um 265 milljónir
króna. Fyrir slíkri mismunun þurfi að vera lögmæt og gild rök sem að mati
stefnanda séu ekki fyrir hendi í máli þessu. Þar sem afslátturinn verði ekki tekinn
af Olíufélaginu hf. telur stefnandi einu færu leiðina til að leiðrétta þetta
ójafnfræði að færa niður sektarfjárhæð hans með sömu afsláttarprósentu og gert
hafi verið við Olíufélagið eða um 45% í stað 20%. Sektarfjárhæð stefnanda ætti
því að lækka niður í 385 milljónir króna vegna þessa.
Stefnandi telur jafnframt að umfjöllun
í 5. kafla úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála um samráð olíufélaganna um
sölu til erlendra skipa geti ekki orðið grundvöllur sektarákvörðunar í máli
þessu. Í 3. gr. þágildandi samkeppnislaga hafi komið skýrt fram að lögin taki
ekki til samninga, skilmála og athafna sem sé ætlað að hafa áhrif utan Íslands.
Í greinargerð með lögunum sé staðfest að þau taki ekki til útflutnings.
Útflutningur sé nánar skilgreindur með rúmum hætti, en þar segi meðal annars að
þjónusta við erlenda aðila, ef hún er greidd af erlendum aðila, sé
útflutningur. Stefnandi hafi jafnframt bent á það, að skilgreining
samkeppnislaga á því hvað sé útflutningur, sé í fullu samræmi við túlkun
hérlendra tollayfirvalda og hafi hann vísað til bréfa frá tollayfirvöldum
varðandi þá túlkun. Samkvæmt skýru orðalagi lagaákvæðisins og greinargerðar með
lögunum verði að telja að með sölu til erlendra skipa og erlendra flugvéla sé
um að ræða útflutning. Telur stefnandi ljóst að taka beri tillit til þessa og
lækka sektarfjárhæð.
Stefnandi telur að ef ekki verði
fallist á það að ógilda úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í samræmi við
aðalkröfu verði alltént að lækka sektir vegna umræddra brota á málsmeðferð.
Stefnandi mótmælir einnig þeirri
niðurstöðu í ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála að við sektarákvörðun á
grundvelli 52. gr. samkeppnislaga beri að miða við ársveltu ársins 2003. Telur
stefnandi réttara að miða við ársveltu ársins 2000, þ.e. ári áður en brotum
hafi verið lokið. Hafi 10% af veltu ársins 2003 verið 1.241 milljónir króna en
verið 1.142 milljónir króna árið 2000 eða um 8% lægri tala. Miðað við þessar
tölur ætti grunnfjárhæð sekta að lækka um a.m.k. 8%.
Stefnandi telur jafnframt að ekki sé
eðlilegt að telja hlut opinberra gjalda í eldsneytisverðinu til veltu
félagsins. Þannig beri einungis að miða við þann hluta veltunnar sem komi frá
starfsemi félagsins en ekki þau opinberu gjöld sem skylt sé að innheimta. Velta
ársins 2003 án innheimtra opinberra gjalda hafi numið 10.332 milljónum króna og
ætti sektarrammi því í mesta lagi að vera 10% af þeirri fjárhæð sem sé 17%
lægri en heildarvelta ársins 2003. Sé miðað við árið 2000 nemi sú tala 9.259
milljónum króna sem sé 25% lægri tala. Telur stefnandi því að lækka beri
grunnfjárhæð sekta til samræmis.
Stefnandi vísar hér jafnframt til þess
að þau viðurlög sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi ákveðið hafi ekki verið
í nokkru samræmi við úrskurði nefndarinnar í öðrum málum vegna brota gegn sama
lagaákvæði. Hæstu sektir, sem fyrirtæki hafi verið gert að greiða á grundvelli
52. gr. laga nr. 8/1993, hafi verið 25 milljónir króna í svokölluðu
grænmetismáli (dómur Hæstaréttar í máli nr. 37/2003). Telur stefnandi
viðurlagaákvörðun áfrýjunarnefndar af þessum ástæðum fara í bága við reglur um
jafnræði og meðalhóf. Vísar stefnandi þar einkum til jafnræðisreglu 65. gr.
stjórnarskrárinnar og 11. og 12. greinar stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Stefnandi reisir fjárkröfu sína á
hendur stefnda, íslenska ríkinu, á því að stefnandi hafi 4. maí 2005 greitt
560.000.000 króna í ríkissjóð í samræmi við úrskurðarorð í úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Hafi greiðslan verið innt af hendi með
fyrirvara um endurgreiðslu vegna niðurstöðu fyrirhugaðrar málshöfðunar á hendur
samkeppnisráði. Því er gerð krafa um endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar verði
aðalkrafa stefnanda á hendur stefnda samkeppniseftirlitinu tekin til greina, en
til vara sé gerð krafa um endurgreiðslu í samræmi við varakröfu stefnanda um
lækkun sektarfjárhæðar að því leyti sem sú krafa verði tekin til greina. Telur
stefnandi óumdeilt að slík greiðsluskylda hvíli á stefnda, íslenska ríkinu,
samkvæmt almennum reglum kröfuréttar og ólögfestum reglum um endurgreiðslu
ofgreidds fjár.
Stefnandi kveður vaxtakröfuna vera
reista á 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Telur stefnandi að verði aðalkrafa
hans tekin til greina sé ljóst að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála
hafi ekki verið í samræmi við lög og verði að virða það stefnda til sakar. Sama
eigi við um varakröfu og þrautavarakröfu. Vísar stefnandi um þetta til
sakarreglunnar og reglna um bótaábyrgð hins opinbera. Telur stefnandi að ef
fallist verði á endurgreiðslukröfu hans samkvæmt aðal- eða varakröfu sé ljóst
að umræddum fjármunum hafi verið haldið frá stefnanda með ólögmætum og saknæmum
hætti. Krafan beri því skaðabótavexti samkvæmt ofangreindu frá greiðsludegi 4.
maí 2005 til greiðsludags.
Um lagarök fyrir ógildingu úrskurðar
áfrýjunarnefndar samkeppnismála vísar stefnandi til almennra reglna
stjórnsýsluréttarins og stjórnskipunarréttarins um andmælarétt, sbr. 13. gr.
stjórnsýslulaga. Jafnframt vísar hann til rannsóknarreglu 10. gr.
stjórnsýslulaga. Einnig er af hans hálfu vísað til 6. og 7. gr. greinar
mannréttindasáttmála Evrópu og til 70. gr. stjórnarskrárinnar. Kröfuna um
niðurfellingu sekta byggir stefnandi m.a. á reglum 81. og 82. gr. almennra
hegningarlaga, hvort sem er með beinum hætti eða lögjöfnun, og leggur stefandi
sérstaka áhersla á 3. ml. 4. mgr. 82. gr. laganna. Þá vísar hann til 69. gr.
stjórnarskrárinnar og 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu í því samhengi. Um
varakröfuna vísar stefnandi til 52. gr. laga nr. 8/1993 eins og hún hljóðaði
fyrir gildistöku breytingarlaga nr. 107/2000. Jafnframt vísar stefnandi til
jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og meðalhófsreglu 12. gr.
sömu laga auk rannsóknarreglu 10. gr. laganna. Um endurgreiðslukröfu á hendur
stefnda, íslenska ríkinu, vísar stefnandi til almennra reglna kröfuréttar um
endurheimt ofgreidds fjár og um vaxtakröfur til 1. mgr. 8. gr. laga nr.
38/2001. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefnandi til laga um meðferð
einkamála nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. þeirra.
2. Málsástæður og lagarök stefnda
Krafa
stefndu um að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda er reist á því að
málsmeðferð og niðurstaða úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi verið
í samræmi við lög og reglur. Stefndu byggja á því að engir annamarkar hafi verið á meðferð málsins
hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála og samkeppnisráði sem leitt geti til
ógildingar á úrskurði nefndarinnar. Stefndu
mótmæla því öllum málsástæðum
stefnanda. Stefndu taka fram að þegar rætt er um stefnda er átt við stefnda
Samkeppniseftirlitið þegar rætt er um kröfur er beinast að úrskurði
áfrýjunarnefndar, en stefnda, íslenska ríkið, þegar fjallað er um
endurgreiðslukröfu sektarinnar.
Stefndi mótmælir þeirri málsástæðu
stefanda að öll meðferð málsins hafi þurft að samrýmast kröfum 6. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu, þar á meðal til að sanna ávinning. Stefnandi
bendir á að enda þótt stjórnsýsluviðurlög teljist ekki til refsinga í íslenskum
rétti sé litið svo á að stjórnvaldssekt fyrir brot á samkeppnislögum feli í
sér viðurlög við refsiverðu broti í skilningi 6. gr. mannréttindasáttmála
Evrópu, sbr. dóm Mannréttindadómstóls
Evrópu 27. september 2011 í máli nr. 43509/08, Menarini Diagnostics gegn
Ítalíu. Mál þar sem lögð er stjórnvaldssekt á fyrirtæki telst hins
vegar ekki alvarlegt sakamál í skilningi 6. gr. sáttmálans. Því séu ekki gerðar
jafn ríkar kröfur til málsmeðferðar í slíkum málum og í hefðbundnum sakamálum
gagnvart einstaklingum. Í þessu sambandi vísar stefndi til dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu 23. nóvember
2006 í máli nr. 73053/01, Jussila gegn Finnlandi (43. mgr.). Einnig
vísar stefndi til dóms dómstóls ESB 18. júlí 2013 í máli nr. C-501/11, Schindler
Holding gegn framkvæmdastjórninni (34.-35. mgr.) og álits Kokott aðallögsögumanns
í málinu frá 18. apríl 2013 (25.-27. mgr.).
Að
þessu gættu og því að stefnandi getur borið úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála
undir úrlausn dómstóla telur stefnandi ekki nauðsynlegt að málsmeðferð fyrir
samkeppnisyfirvöldum fullnægi öllum kröfum 6. gr. sáttmálans. Í máli Menarini Diagnostics hafi það
ekki brotið í bága við 6. gr. sáttmálans þótt ítölsk samkeppnisyfirvöld hefðu
bæði rannsakað háttsemi fyrirtækis og gert því að greiða stjórnvaldssekt af
þeirri ástæðu að fyrirtækið gat leitað úrlausnar dómstóla um ákvörðunina. Sú
málsástæða stefnanda að 6. gr. sáttmálans hafi gilt um meðferð málsins fyrir
samkeppnisráði og áfrýjunarnefnd eigi því ekki við rök að styðjast. Um þetta
vísar stefndi einnig til dóms EFTA-dómstólsins 18. apríl 2012 í máli nr.
E-15/10, Posten Norge gegn
Eftirlitsstofnun EFTA. Endurskoðun íslenskra dómstóla á ákvörðunum
samkeppnisyfirvalda sæti ekki takmörkunum. Þá mótmælir stefndi því að þótt stjórnvaldssekt fyrir brot á
samkeppnislögum feli í sér refsivert brot í skilningi 6. gr. sáttmálans leiði
það til þess að gera verði ríkari sönnunarkröfur í slíku máli.
Stefndi
tekur fram að aðalkrafa stefnanda sé í öðru lagi reist á því að hann hafi ekki
notið andmælaréttar í kjölfar þess að lögregla hóf rannsókn á brotum
olíufélaganna. Stefndi
Samkeppniseftirlitið tekur fram í þessu sambandi að samhliða rannsókn
stjórnvalds og lögreglu á háttsemi lögaðila og starfsmanna hans sé hvorki
bönnuð í lögum né brjóti hún gegn andmælarétti stefnanda. Þannig telur stefndi
að lögaðili geti sætt stjórnsýsluviðurlögum en starfsmenn hans
refsiviðurlögum. Af dómi Hæstaréttar í máli nr. 92/2007 megi ráða að í
sakamáli, sem höfðað sé á hendur starfsmanni, geti verið takmarkanir á því að
byggja megi á upplýsingum sem starfsmaðurinn hafi veitt stjórnvaldi sem
rannsaki brot lögaðilans. Slíkar takmarkanir breyti því hins vegar ekki að
lögaðilinn beri sjálfur ábyrgð á því hvort hann nýti rétt sinn til þess að tjá
sig um efni stjórnsýslumálsins. Þannig verði hann að bera hallann af því ef
starfsmenn hans upplýsa ekki um hlut sinn í brotunum enda sé sú hætta fyrir
hendi óháð því hvort þeir hafi látið af störfum eða hvort langt sé um liðið frá
því brotin áttu sér stað.
Stefndi tekur fram að andmælaréttur
aðila stjórnsýslumáls feli í sér að aðili skuli eiga þess kost að kynna sér
gögn málsins og tjá sig um efni þess áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því. Í samræmi við það hafi stefnanda ítrekað
verið boðið að koma að athugasemdum og sjónarmiðum sínum við meðferð málsins. Í
þessu sambandi hafi Samkeppnisstofnun samið sérstök andmælaskjöl, svonefndar
frumathuganir, og veitt stefnanda aðgang að öllum gögnum málsins. Þá hafi
stofnunin orðið við öllum beiðnum stefnanda um fundi svo hann fengi komið að
skýringum sínum. Stefnanda hafi einnig verið veitt færi á að tjá sig
munnlega fyrir Samkeppnisstofnun, samkeppnisráði og áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Í ákvörðun samkeppnisráðs í máli félaganna
hafi verið tekin rökstudd afstaða til allra sjónarmiða stefnanda, en það hafi
auðveldað stefnanda að semja kæru til nefndarinnar og flytja mál sitt fyrir
henni. Með vísan til þessa byggir stefndi á því að stefnandi hafi notið
fullnægjandi andmælaréttar við meðferð málsins, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga
og reglur nr. 922/2001 um málsmeðferð samkeppnisyfirvalda. Stefnandi beri hins vegar sjálfur
ábyrgð á því hvernig hann nýtti andmælarétt sinn.
Af hálfu stefnda er einnig á því byggt
að brot á andmælarétti leiði almennt ekki til þess að stjórnvaldsákvörðun sé
felld úr gildi nema það hafi í reynd haft þau áhrif að aðili máls hafi ekki
komið að tilteknum sjónarmiðum eða gögnum sem hafi verið fallin til þess að
hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Í stefnu sé ekki reifað hvort og með hvaða
hætti lýsing á brotum stefnanda í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sé
röng. Því verði að leggja til grundvallar að stefnandi hafi notið fullnægjandi
andmælaréttar. Í þessu sambandi vekur stefndi athygli á því að stefnandi hafi
byggt á sömu málsástæðu í máli því sem hann höfðaði gegn stefndu á árinu 2006.
Með dómi Hæstaréttar 31. janúar 2013 í máli nr. 437/2012 hafi málinu verið
vísað frá héraðsdómi, meðal annars af þeirri ástæðu að félögin hafi ekki tekið
afstöðu til þess að hvaða marki lýsing atvika varðandi ætluð brot kynni að vera
röng. Stefndi telur þessa málsástæðu ennþá vanreifaða af hálfu stefnanda.
Hvað sem framansögðu líður mótmælir
stefndi því að stefnandi hafi ekki átt þess kost að tjá sig um efni málsins
vegna rannsóknar lögreglu. Að beiðni stefnanda sjálfs hafi starfsmenn hans
fjallað um og veitt af fúsum og frjálsum vilja upplýsingar um ýmis atvik og
sönnunargögn á fundum hjá Samkeppnisstofnun. Þessi upplýsingagjöf hafi farið
fram í viðurvist lögmanna stefnanda. Af fundargerðum vegna þessara funda verði
ráðið að starfsmenn stefnanda hafi ítrekað bent á að tiltekin gögn væru ekki
til vitnis um samráð og að tiltekið samráð væri ekki eins alvarlegt og annars
mætti ætla. Þá hafi stefnandi engan reka gert að því að benda á sjónarmið eða
upplýsingar sem hann hafi ekki getað komið að í stjórnsýslumálinu. Af því verði
ekki dregin önnur ályktun en að hann hafi komið að öllum sjónarmiðum sínum í
málinu.
Stefndi tekur fram að stefnandi byggi
sem fyrr á því að sakamálið hafi gert honum ókleift að nýta sér andmælarétt
sinn. Stefndi vísar til þess að rannsókn lögreglu hafi lokið á árinu 2006 og
sakamálinu á hendur forstjóra stefnanda í ársbyrjun 2007. Miðað við
málatilbúnað stefnanda eigi eftir það engin vandkvæði að hafa verið fyrir hann
að afla upplýsinga frá starfsmönnum sínum og benda á mikilvæg efnisatriði sem
hann hafi ekki getað komið að fyrir áfrýjunarnefnd eða samkeppnisráði. Það
hafi hann ekki gert. Stefndi byggir á
því að þetta sýni að staðhæfingar um brot á andmælarétti eigi ekki við rök að
styðjast.
Stefndi mótmælir því að stefnandi hefði
gert að engu þagnarrétt sinn við rannsókn lögreglu hefði hann tjáð sig í
stjórnsýslumálinu. Kjarni þagnarréttarins felist í því að vernda vilja þess sem
er borinn sökum um refsivert brot til að neita að tjá sig. Fyrirtæki og aðrir
lögaðilar búi ekki yfir slíkum vilja, sbr. meðal annars dóm dómstóls ESB 29.
júní 2006 í máli nr. C-301/04P Framkvæmdastjórnin gegn SGL Carbon. Andmælaréttur
stefnanda við meðferð stjórnsýslumálsins hafi því ekki getað valdið stefnanda
réttarspjöllum við rannsókn lögreglu. Þá hafi stefnandi borið ábyrgð á því
hvort hann nýtti andmælarétt sinn með tilliti til áhrifa þess á rannsókn
lögreglu. Stefndi áréttar í því sambandi að það fari ekki gegn
mannréttindasáttmála Evrópu að sami aðili sæti rannsókn á tveimur eða fleiri
stigum á sama tíma. Það fer því ekki gegn grundvallarréttindum sé aðili í
þeirri stöðu að þurfa að ákveða hvort það þjóni hagsmunum hans að tjá sig í
stjórnsýslumáli með tilliti til áhrifa þess á sakamál.
Stefndi mótmælir einnig þeirri
málsástæðu að brotið hafi verið gegn andmælarétti stefnanda með því að
samkeppnisráð hafi breytt forsendum við útreikning á ávinningi stefnanda af
samráðinu. Í frumathugun hafi komið fram að æskilegra hefði verið að byggja
viðmiðunina á eldra tímabili. Eftir að frumathugun hafði verið birt hafi komið
í ljós að Skeljungur hf. byggi yfir gögnum um einingaframlegð sína á árunum
1993 til 1995 öndvert við það sem félagið hafði áður upplýst. Það hafi fyrst
verið eftir að Samkeppnisstofnun hafi verið komin með þær upplýsingar í hendur
að unnt hafi verið að bera saman þróun einingaframlegðar olíufélaganna á árunum
1993 til 1995 samanborið við árin 1996 til 2001.
Með vísan til framangreinds byggir stefndi
á því að sú aðferð sem samkeppnisráð hafi lagt til grundvallar hafi verið
rökrétt í ljósi þeirra upplýsinga sem bæst höfðu við málið miðað við það sem
sagði í síðari hluta frumathugunar Samkeppnisstofnunar. Hér beri einnig að
líta til þess að með bréfi, dags. 27. ágúst 2004, hafi félögunum verið sendur
listi yfir þau gögn sem bæst höfðu við málið. Á listanum hafi verið bréf
Samkeppnisstofnunar, dags. 9. júlí 2004, og svarbréf Skeljungs hf., dags. 27.
ágúst 2004, með umbeðnum upplýsingum um framlegð. Stefnanda hafi því verið í
lófa lagið að bregðast við hinum nýju upplýsingum. Andmælaréttur stefnanda hafi
því verið virtur.
Stefndi vísar jafnframt til þess að til
grundvallar niðurstöðu samkeppnisráðs hafi legið sömu gögn og stefnandi hafi
haft undir höndum. Stefnandi hafi átt þess kost að tjá sig um gögnin auk þess
sem aðferðafræði við útreikningana hafi verið sambærileg og í frumathugun
Samkeppnisstofnunar. Þá hafi hann tjáð sig um útreikningana fyrir
áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Stefnandi hafi ekki bent á nein atriði sem hann
hafi ekki átt kost á að koma á framfæri vegna þessa. Þessi málsástæða hans sé
því vanreifuð. Auk þess vísar stefndi til þess að breytingin á
viðmiðunartímabilinu hafi verið málefnaleg og í samræmi við kröfur
stjórnsýsluréttar um að mál sé upplýst með fullnægjandi hætti. Þá hafi hún ekki
breytt neinu um að ávinningur félaganna hafi verið langt umfram fjárhæð þeirra
sekta sem félögunum hafi verið gert að greiða í ákvörðun samkeppnisráðs.
Stefndi vísar enn fremur til þess að í
ákvörðun samkeppnisráðs hafi verið tekin afstaða til sjónarmiða stefnanda um
sektir og ávinning. Þetta hafi auðveldað stefnanda að semja kæru til áfrýjunarnefndar
samkeppnismála og flytja mál sitt munnlega fyrir nefndinni. Stefnandi hafi því
fengið ítrekað tækifæri til að tjá sig um ávinning félaganna af samráðinu og
nýtt sér það. Jafnvel þótt talið yrði að gefa hefði mátt stefnanda kost á að
tjá sig frekar áður en ákvörðun samkeppnisráðs var tekin sé ljóst að bætt hafi
verið úr þeim annmarka við meðferð málsins fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála.
Stefnandi hafi heldur ekki bent á nokkurt atriði sem hann hafi ekki átt kost á
að koma á framfæri vegna þessa. Hvað sem öðru líður sé því ósannað að ætlað
brot á andmælarétti stefnanda eigi að leiða til ógildingar á úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Stefndi mótmælir röksemdum stefnanda er
lúta að því að samhliða rannsókn Samkeppnisstofnunar og lögreglu á brotum
stefnanda hafi ekki samrýmst grundvallarreglum 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6.
og 7. gr. sem og 1. mgr. 4. gr. viðauka
nr. 7 við mannaréttindasáttamála Evrópu. Stefndi tekur fram að rannsókn
Samkeppnisstofnunar á því hvort félögin hafi brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga
og ákvörðun samkeppnisráðs um að gera félögunum að greiða sektir vegna brotanna
hafi byggst á skýrum heimildum í lögunum. Af dómi Hæstaréttar í máli nr.
92/2007 verði ekki dregin sú ályktun að lögin eða framkvæmd samkeppnisyfirvalda
á þeim gagnvart stefnanda hafi brotið gegn ákvæðum stjórnarskrár eða
mannréttindasáttmála Evrópu. Þar séu engar athugasemdir gerðar við rannsókn
Samkeppnisstofnunar eða ákvörðun samkeppnisráðs.
Stefndi vísar enn fremur til þess að í
þágildandi samkeppnislögum hafi verið gert ráð fyrir að samkeppnisráð legði
stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brytu gegn bannákvæðum lagana sem og að
dómstólar gætu dæmt fyrirtæki til fésektar fyrir slík brot að undangenginni
rannsókn lögreglu og útgáfu ákæru. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 92/2007 sé
hvergi vikið að því að samhliða rannsókn Samkeppnisstofnunar og lögreglu
brjóti í bága við rétt félaganna, þ. á m. stefnanda, samkvæmt stjórnarskrá eða
mannréttindasáttmála Evrópu. Í samræmi við það sé í athugasemdum með frumvarpi
því sem varð að lögum nr. 52/2007 bent á að bann 1. mgr. 4. gr. viðauka nr. 7
við mannréttindasáttmála Evrópu komi ekki í veg fyrir „að mál sæti á sama tíma
málsmeðferð á tveimur eða fleiri stigum (samhliða málsmeðferð)“.
Hvað sem framansögðu líður telur
stefndi ekki unnt að horfa fram hjá því að opinbert mál hafi ekki verið höfðað
á hendur félögunum. Bann 1. mgr. 4. gr. viðauka nr. 7 við mannréttindasáttmála
Evrópu eigi ekki við nema viðkomandi hafi verið sýknaður eða sakfelldur með
lokadómi. Samkvæmt því sé ekki um að ræða bann við samhliða málsmeðferð heldur
nýrri málsmeðferð gagnvart sama aðila í þeim tilvikum sem lokadómur á hendur
honum liggi fyrir, sbr. dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 10. febrúar 2009 í
máli Zolutukhin gegn Rússlandi og ákvörðun dómsins 30. maí 2000 í máli R.T.
gegn Sviss. Engin neikvæð réttarhrif slíks lokadóms hafi verið fyrir hendi er
áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi kveðið upp úrskurð í máli stefnanda.
Stefndi bendir enn fremur á að rannsókn
Samkeppnisstofnunar hafi verið nauðsynleg til til að komast að niðurstöðu um
hvort olíufélögin hefðu brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga og til að beina
fyrirmælum til þeirra á grundvelli 17. gr. laganna. Slík fyrirmæli feli í sér
íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem verði ekki tekin án undangenginnar
rannsóknar og málsmeðferðar. Hafi niðurstaðan orðið sú að slíkum fyrirmælum
hafi verið beint til félaganna.
Stefndi tekur jafnframt fram að enda
þótt stjórnsýsluviðurlög teljist ekki til refsinga í íslenskum rétti sé litið
svo á að stjórnvaldssekt fyrir brot gegn samkeppnislögum feli í sér viðurlög
við refsiverðu broti í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu,
sbr. dóm Mannréttindadómstóls
Evrópu 27. september 2011 í máli nr. 43509/08, Menarini gegn Ítalíu.
Þeim sem borinn sé sökum um refsivert brot í skilningi 1. mgr. 6. gr. sé því
óskylt að tjá sig eða láta í té upplýsingar sem leitt geti til sakfellingar
hans. Fyrirtæki njóti hins vegar ekki slíks réttar eins og skýrt sé bent á í
almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 52/2007.
Mannréttindadómstóll Evrópu hafi heldur ekki fallist á slíkan þagnarrétt
fyrirtækja. Þessu til stuðnings vísar stefndi enn fremur til dómaframkvæmdar
Evrópudómstólsins, en dómstólar ESB hafi litið svo á að réttur fyrirtækja til
að fella ekki á sig sök eigi aðeins við í þeim tilvikum þegar
samkeppnisyfirvöld þvingi fram slíkar upplýsingar, eins og nánar er fjallað um
í greinargerð stefndu. Fyrirtæki geti því ekki borið fyrir sig réttindi sem
starfsmenn þeirra njóti. Þannig geti þau ekki neitað að afhenda gögn á þeim
grundvelli að gögnin geti fellt sök á starfsmenn fyrirtækisins.
Þær upplýsingar sem starfsmenn
stefnanda hafi veitt á fundum með Samkeppnisstofnun hafi hvað sem framansögðu
líður ekki verið veittar að kröfu stofnunarinnar. Þvert á móti hafi
starfsmennirnir veitt upplýsingarnar af fúsum og frjálsum vilja á grundvelli
óskar stefnanda um að eiga samstarf við samkeppnisyfirvöld með það fyrir augum
að sekt hans yrði lækkuð. Umrædd upplýsingagjöf feli því ekki í sér brot á
ætluðum þagnarrétti stefnanda. Stefndi vísar að öðru leyti til umfjöllunar á
bls. 16-23 í ákvörðun samkeppnisráðs og bls. 36-37 í greinargerð samkeppnisráðs
til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Stefndi mótmælir málsástæðum stefnanda
er lúta að því að málið hafi ekki verið rannsakað nægjanlega. Ítarleg og vönduð
rannsókn hafi legið til grundvallar ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Enda þótt stefnandi sé ósammála niðurstöðu
nefndarinnar leiði það ekki til þess að rannsókn málsins hafi verið
ófullnægjandi. Stefndi hafnar því að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi átt að
nota upplýsingar úr rekstri olíufélaganna á árunum 2002 til 2004 til að leiða í
ljós áhrif samráðsins í stað þess að styðjast við framlegð áranna 1993 til
1995. Í því sambandi telur stefndi að staðhæfing stefnanda um að samráði hafi
lokið 18. desember 2001 eigi ekki við rök að styðjast. Þá byggir stefndi á því
að almennt sé ekki unnt að notast við samanburðartímabil eftir að rannsókn á
samráði hefst af þeirri ástæðu að fyrirtæki hafi þá augljósan hag af því að
lækka ekki verð eða álagningu á þeim tíma og sanna með því skaðleg áhrif
samráðsins. Að því er snerti áhrif hagvaxtar, gengis- og vísitölubreytinga
vísar stefndi til umfjöllunar um þau atriði til úrskurðar nefndarinnar, en
þessi atriði hafi horft til mildunar sektarákvörðunar.
Í tilefni af varakröfu stefnanda um
niðurfellingu sektarákvæða í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála tekur
stefndi fram að um fyrningu brotanna hafi gilt reglur almennra hegningarlaga
með lögjöfnun. Í 5. mgr. 81. gr. almennra hegningalaga, sbr. lög nr. 39/2000,
sé mælt fyrir um að fyrningarfrestur vegna refsiábyrgðar lögaðila sé fimm ár.
Þar sem um samfellt brot hafi verið að ræða hafi sami fyrningarfrestur gilt um
allt brotið. Samfelldu broti stefnanda hafi í fyrsta lagi lokið við húsleit
Samkeppnisstofnunar á starfsstöð stefnanda 18. desember 2001. Fyrningarfrestur
brotsins hafi því fyrst byrjað að líða þann dag, sbr. 4. mgr. 82. gr. laganna.
Með vísan til framangreinds byggir stefndi á því að fyrning hafi ekki staðið í
vegi fyrir sektarákvörðun samkeppnisráðs 28. október 2004. Þá mótmælir stefndi
því að tveggja ára fyrningarfrestur samkvæmt 1. mgr. 81. gr. almennra
hegningarlaga hafi gilt um brot stefnanda, enda hafi verið kveðið á um fimm ára
fyrningarfrest vegna refsiábyrgðar lögaðila á þeim tíma sem samfelldu broti
stefnanda hafi lokið.
Stefndi byggir enn fremur á því að
Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð hafi farið sameiginlega með rannsókn brota
á samkeppnislögum. Samkvæmt 8. gr. samkeppislaga hafi það verið hlutverk
Samkeppnisstofnunar að undirbúa mál sem lögð hafi verið fyrir samkeppnisráð og
annast dagleg störf ráðsins. Eftir húsleit á starfsstöð stefnanda hafi honum
því ekki getað dulist að hann var sakaður um brot gegn samkeppnislögum sem
lokið gæti með ákvörðun samkeppnisráðs þar sem honum yrði gert að greiða
stjórnvaldssekt fyrir brot á 10. gr. samkeppnislaga. Ítrekaðar beiðnir
félagsins um að ljúka málinu með sátt staðfesti þetta. Gögn málsins staðfesti
að fyrningarfresturinn hafi ítrekað verið rofinn við rannsókn
Samkeppnisstofnunar. Engu breyti um rof fyrningar þótt hluti af verkefnum
samkeppnisráð hafi verið unninn af Samkeppnisstofnun.
Verði ekki fallist á að ákvæðum
almennra hegningarlaga verði beitt með lögjöfnun byggir stefndi á því að
heimild samkeppnisráðs til að leggja stjórnvaldssekt á stefnanda hafi aðeins
takmarkast af fyrirmælum stjórnsýslulaga um málshraða auk almennra sjónarmiða
um réttaröryggi. Stefndi vísar til hliðsjónar um þetta atriði til dóms
dómstóls ESB 14. júlí 1972 í máli C-48/69, ICI gegn framkvæmdastjórninni, og
dóms undirréttar ESB 6. október 2005 í málum nr. T-22-23/02, Sumitomo Chemicals
gegn framkvæmdastjórninni.
Stefndi mótmælir þrautavarakröfu
stefnanda um lækkun sekta. Hann vísar til þess að í úrskurði áfrýjunarnefndar
séu á bls. 242-253 ítarlega rakin þau sjónarmið sem liggi að baki ákvörðun
sektarinnar sem lögð hafi verið á stefnanda, sbr. einnig bls. 798-958 í
ákvörðun samkeppnisráðs. Mat á fjárhæð sektarinnar hafi verið reist á lögmætum
og málefnalegum sjónarmiðum. Háttsemi stefnanda hafi falið í sér mjög alvarleg
brot gegn 10. gr. samkeppnislaga. Brotin hafi staðið yfir samfellt í níu ár og
varðað umfangsmikil viðskipti með nauðsynjavörur. Brotin hafi verið skipulögð
og hafi æðstu stjórnendur stefnanda átt þátt í þeim. Þá hafi verið um einbeittan
ásetning að ræða og reynt hafi verið að hylma yfir brotin. Brotin hafi að
verulegu leyti komið til framkvæmda og með því haft skaðleg áhrif á markaðinn
þar sem félögin höfðu samanlagt nær 100% markaðshlutdeild. Þá hafi stefnandi
haft verulegan ávinning af brotunum. Byggir stefndi á því að sekt stefnanda að
fjárhæð 560milljónir króna hafi því verið í hóf stillt.
Af hálfu stefnda er því lýst yfir í
greinargerð að við ákvörðun sektarinnar hafi verið rétt að líta til 52. gr.
samkeppnislaga áður en breytingar voru gerðar á ákvæðinu með lögum nr.
107/2000. Um það vísar stefndi til umfjöllunar í úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála.
Stefndi vísar til þess að samkvæmt 52.
gr. laganna hafi við ákvörðun viðurlaga borið að líta til þess hversu alvarleg
brot væru og þess skaða sem þau hefðu valdið, til ávinnings af broti og hvað
brot hefðu staðið lengi yfir. Ekki sé um tæmandi talningu að ræða á þeim
sjónarmiðum sem líta megi til við ákvörðun um hæfilega sektarfjárhæð, sbr. til
hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. október 2003 í máli nr. 37/2003.
Stefndi byggir á því að markmið
stjórnvaldssekta vegna brota á samkeppnislögum sé að skapa almenn og sérstök
varnaðaráhrif og stuðla með því að og efla virka samkeppni. Stjórnvaldssektir
verði að hafa þau áhrif að sporna við frekari eða sambærilegum brotum með
almennum og sértökum hætti auk þess að vera hæfileg refsing við broti þess sem
í hlut á.
Stefndi byggir á því að ákvæði 52. gr.
laganna áskilji ekki að sektir séu ákveðnar í hlutfalli af ávinningi af broti.
Mat á ávinningi snúi fyrst og fremst að því hvort sektarhámark miðist við 40
milljónir króna eða 10% af veltu fyrirtækis. Á hinn bóginn geti verið
málefnalegt að líta til ólíks ávinnings fyrirtækja af samráði við ákvörðun
sektar hvers þeirra. Stefndi byggir á því að vafi um nákvæma fjárhæð ávinnings
stefnanda hafi að öðru leyti ekki áhrif á heimild samkeppnisyfirvalda til að
leggja sekt á hann.
Stefndi byggir á því að ávinningur
stefnanda af þátttöku í samráði félaganna hafi sannanlega numið hærri fjárhæð
en 40 milljónum króna. Því hafi verið rétt að miða sektarhámark við 10% af
veltu síðastliðins almanaksárs af þeirri starfsemi stefnanda sem í hlut átti.
Stefndi styður málatilbúnað sinn að
þessu leyti við eftirfarandi röksemdir: Gögn málsins hafi sýnt að tilgangur olíufélaganna
með samráðinu hafi verið að skapa þeim betri afkomu í formi hækkaðrar
framlegðar. Kjöraðstæður hafi verið á olíumarkaðnum að ná árangri í ólögmætu
samráði. Samtímagögn sýni að félögin hafi talið sig ná árangri við að auka
framlegð með samráðinu. Þau gögn sem samkeppnisyfirvöld hafi notað til að mæla
ávinning félaganna hafi verið samtímagögn úr rekstri þeirra sjálfra sem þau
hafi notað til að mæla árangur sinn af samráði sínu. Beitt hafi verið
svokallaðri fyrir/eftir aðferð eins og nánar sé lýst í ákvörðun samkeppnisráðs
og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til að meta ávinning félaganna. Til
hliðsjónar hafi verið horft til ávinnings félaganna af svokallaðri skiptisölu
sem og til þróunar á álagningu félaganna samanborið við þróun álagningar í
samanburðarlöndum. Aðferðafræði samkeppnisyfirvalda hafi verið yfirfarin og
metin af sérfræðingum og staðfest af þeim. Það sé samdóma álit alþjóðastofnana
og fræðimanna um víða veröld að samráð af því tagi sem félögin hafi ástundað
leiði til verulegs yfirverðs og þar með ávinnings í hendi samráðsfyrirtækja.
Undir rekstri fyrra máls félaganna á hendur stefndu hafi verið aflað mats- og
yfirmatsgerða þar sem komist sé að skýrum niðurstöðum um að samráð félaganna
hafi skapað þeim verulegan ávinning. Að lokum er á það bent að frá úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi gengið dómar Hæstaréttar Íslands sem
staðfesti að ólögmætt samráð félaganna um verðlagningu á bifreiðabensíni og í
skiptisölu til stærri viðskiptavina vegna útboða hafi skapað þeim verulegan
ávinning. Séu varfærnar ályktanir dregnar af þessum málum megi sjá að
ávinningur félaganna hafi verið verulega meiri en sem nemur fjárhæð álagðra
stjórnvaldssekta.
Í greinargerð stefndu er fjallað með
ítarlegum hætti um röksemdir þeirra fyrir því að aðferð samkeppnisyfirvalda
hafi verið til þess fallin að varpa skýru ljósi á ávinning olíufélaganna af
hinu ólögmæta samráði sem og mótmæli þeirra við málsástæðum stefnanda sem að
þessu lúta. Þar er aðferð samkeppnisráðs við mat á mismunandi framlegð af sölu
fljótandi eldsneytis á samanburðartímabilum útskýrð og vikið að því hvers vegna
ákveðið var að miða við þau tímabil sem lögð hafi verið til grundvallar. Nánar
er vikið að athugun samkeppnisráðs á ávinningi félaganna af skiptisölu og grein
gerð fyrir rannsóknum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um meðalhagnað
fyrirtækja af verðsamráði, sem samkeppnisráð hafi litið til, sem og
leiðbeininga framkvæmdastjórnar ESB frá 11. júní 2013 um mismunandi aðferðir
til að meta áhrif ólögmæts samráðs í tengslum við skaðabótakröfur af því
tilefni.
Stefndi mótmælir þeirri málsástæðu
stefnanda að sú aðferð, að bera saman tvö tímabil, hafi aðeins verið nothæf ef
engir aðrir þætti hafi haft áhrif á breytta einingaframlegð. Í því efni vísar
stefndi til þess að stærstu breyturnar hafi annað hvort verið teknar út eða
jafnaðar út með því að taka tillit til almennra verðlagsbreytinga. Þá hafi
áfrýjunarnefnd jafnframt litið til áhrifa hagvaxtar, gengistaps og hækkunar á
launavísitölu og lækkað sekt stefnanda verulega. Stefndi byggir á því að
athugun á einingaframlegð félaganna hafi gefið greinargóða mynd af verðáhrifum
sem hafi mátt rekja til samráðsbrota félaganna og ávinningi þeirra af brotunum.
Stefndi tekur fram að örðugt sé að meta
ávinning fyrirtækja af samráði með nákvæmum hætti. Af hans hálfu er talið að
samkeppnisyfirvöld hafi í mörgu tilliti beitt varfærnu mati á ávinningi
félaganna og við ákvörðun stjórnvaldssekta. Ekki hafi verið unnt að bera saman
arðsemi eigin fjár eða hagnaðar í stað framlegðar enda myndi slík aðferð leiða
til þess að ráðstöfun fyrirtækja á aukinni framlegð hefði áhrif og gæti ráðið
úrslitum við mat á ávinningi af brotunum.
Stefndi tekur fram að með úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi sektir félaganna verið ákvarðaðar langt
undir mati nefndarinnar á varfærnislega metnum ávinningi þeirra af brotunum. Í
tilviki stefnanda hafi þessi ávinningur numið 2.083 milljónum króna. Samanlögð
velta félaganna á brotatímabilinu hafi numið 285 milljörðum króna á verðlagi
ársins 2001. Yfir 80% af veltu félaganna hafi stafað af þeim markaði sem mál
þetta taki til. Almennt sé viðurkennt að velta fyrirtækja á þeim markaði sem
samráð hafi átt sér stað gefi trausta vísbendingu um þann skaða og
fjárhagslegan ávinning sem hljótist af því, en almennt sé talið að ávinningur
sé að jafnaði a.m.k. 10% og skaði samfélagsins nemi a.m.k. 20% af andvirði
þeirra viðskipta sem um ræði. Hér sé um afar varfærið mat að ræða.
Stefndi mótmælir því að sú breyting sem
gerð hafi verið á forsendum útreiknings frá frumathugun geti haft þýðingu í
máli þessu. Um ástæðu þess að samkeppnisráð bar saman framlegð áranna 1993-1995
við framlegð áranna 1996-2001 í stað þess að bera saman framlegð áranna
1995-1997 við framlegð áranna 1998-2001 vísar stefnandi til þess sem þegar
hefur komið fram í greinargerð þessari, að í ljós hafi komið að Skeljungur hf.
hafi ekki greint rétt frá því hvaða upplýsingum félagið byggi yfir.
Stefndi byggir á því að mat
áfrýjunarnefndar á ávinningi stefnanda sé reist á traustum grunni. Því til
stuðnings vísar stefndi meðal annars til þess að á árinu 1996 hafi olíufélögin
farið að hafa auknar áhyggjur af afkomu sinni af vörusölu. Kröfur viðskiptavina
um afslátt hafi farið vaxandi og stórir viðskiptavinir hafi í auknum mæli farið
að notast við útboð til að ná fram betri kjörum. Enn fremur hafi verið greint
frá því að á hlutabréfamarkaðnum hafi á þessum tíma verið rætt um slaka arðsemi
félaganna. Í stað þess að grípa til hagræðingar og/eða að setja aukinn kraft í
samkeppni hafi félögin haft samráð sín á milli um aðgerðir til þess að auka
álagningu og bæta framlegð sína. Í þessu skyni hafi félögin náð á árinu 1996
samkomulagi um ýmis atriði til að ná þessu markmiði sínu. Þar vísar stefndi í
fyrsta lagi til ólögmæts samráðs olíufélaganna í nánar tilgreindum útboðum
stórra viðskiptavina á árinu 1996, eins og nánar sé rakið í úrskurði
áfrýjunarnefndar. Þá hafi félögin gert með sér samkomulag um að ræða saman í
öllum útboðum til ársins 2001. Tilgangur þessa samráðs hafi verið að verjast
auknum kröfum stærri viðskiptavina um afslátt og „verja framlegðina“.
Í öðru lagi hafi félögin sammælst á
árinu 1996 um nýja aðferð til þess að viðhafa samráð um verð á eldsneyti sem
hafi falist í því að Ker ehf. yrði verðleiðandi, eins og nánar sé lýst í
ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurðarnefndar samkeppnismála. Með þessu hafi
félögin komið sér saman um samráðsaðferð sem hafi gert þeim kleift að ná sem
mestu út úr markaðsgerð fákeppninnar. Olíumarkaðurinn sé skólabókardæmi um
markað þar sem árangursríkt sé fyrir fyrirtæki í ólögmætu samráði að sameinast
um verðforystu eins fyrirtækis til þess að hámarka ólögmætan ávinning af
samráðinu.
Í þriðja lagi hafi félögin náð á árinu
1996 samkomulagi um að grípa til almennra aðgerða til þess að auka álagningu og
bæta framlegð. Þetta komi skýrt fram í gögnum málsins frá þessum tíma og vísar
stefndi þar til umfjöllunar í ákvörðun samkeppnisráðs og í úrskurði áfrýjunarnefndar.
Stefndi lýsir því næst upplýsingum úr
nokkrum megingögnum málsins sem hann telur staðfesta framangreint og árangur félaganna.
Um er að ræða 27 tilvísanir úr tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum, fundargerðum,
dagbókum og öðrum gögnum málsins frá maí 1996 til nóvember 2001, sem stefndi
byggir á að sýni ótvírætt ólögmætt samráð milli félaganna, að tilgangur þess
hafi verið að auka álagningu og bæta framlegð og að olíufélögin hafi talið sig
ná árangri í þessari viðleitni sinni. Stefndi telur að þessi tilvik séu fjarri
því tæmandi. Töluleg gögn um framlegð félaganna, sem stafi frá þeim sjálfum,
sýni enn fremur að eftir 1996 hafi framlegð
félaganna aukist verulega af sölu eldsneytis. Sú hækkun hafi ekki verið í
samræmi við almenna verðlagsþróun í íslensku atvinnulífi. Hækkunin hafi þvert á
móti verið afrakstur af samráði félaganna. Verði þá jafnframt að hafa í huga að
aðstæður á olíumarkaðnum hafi verið kjörlendi fyrir árangursríkt samráð um verð
og skiptingu markaða, eins og fyrirliggjandi matsgerðir bendi á. Þegar
framangreindar staðreyndir um samráð félaganna og þann markað sem þau hafi
starfað á séu virtar blasi við að staðhæfingar stefnanda um að hann hafi ekki
haft ávinning af samráðinu séu rangar. Þá sýni þetta að eðlilegt sé að nota
þróun framlegðar sem mælikvarða á ólögmætan ávinning félaganna.
Vegna málatilbúnaðar stefnanda leggur
stefndi áherslu á nokkur atriði. Telur hann niðurstöðu matsgerðar Ólafs
Ísleifssonar og Þorsteins Haraldssonar um neikvæðan ávinning stefnanda af
samráðinu ekki eiga við rök að styðjast. Nægilegt sé að líta til þess að
félögin hafi skipt framlegð á milli sín af þeim viðskiptum sem hafi komið til
vegna útboðsverkefna. Stefndi vísar jafnframt til umfjöllunar um möguleikann á
samráði án ávinnings í matsgerð Guðrúnar Johnsen og Gylfa Zoëga.
Varðandi sönnunargildi matsgerðar Ólafs
Ísleifssonar og Þorsteins Haraldssonar tekur stefndi fram að eingöngu hafi
verið leitað mats á því hver ávinningur félaganna hefði verið ef stuðst hefði
verið við viðmiðunartímabilið 2002-2004. Í matsbeiðni sé sérstaklega óskað
eftir því að matsmenn hvorki túlki né tjái sig um niðurstöður eða forsendur
matsgerðarinnar. Í samræmi við það hafi matsmenn vikið sér undan að svara því
við aðalmeðferð í fyrra málinu hvaða ályktanir væri unnt að draga af niðurstöðu
matsgerðarinnar. Stefndi byggir á því að þetta rýri mjög gildi matsgerðarinnar.
Þá vísar stefndi til þess að í yfirmatsgerð Guðrúnar Johnsen, Gylfa Zoëga og
Þorsteins Haraldssonar komi fram að það feli í sér vanmat á ávinningi af
samráði sé stuðst við viðmiðunartímabil eftir að samráði lýkur. Þá bendir
stefndi einnig á að samkeppnisyfirvöld hefðu aldrei getað litið til ársins 2004
þar sem ákvörðun samkeppnisráðs hafi verið tekin áður en það var liðið.
Stefndi kveður stefnanda styðjast við
matsgerð Guðmundar Magnússonar og Heimis Haraldssonar um að hækkun
einingaframlegðar félaganna verði ekki alfarið skýrð með samráði félaganna. Af
því tilefni tekur stefndi fram að upplýst sé að matsmennirnir hafi í fyrra
málinu komið fyrir dóm og staðfest að þeir hefðu ekki haft aðgang að gögnum
málsins, m.a. um að félögin hafi haft með sér viðamikið og kerfisbundið samráð
árum saman. Sérstaklega aðspurðir hafi matsmenn talið að niðurstöður þeirra
kynnu að hafa orðið aðrar ef þeim hefðu verið ljós raunveruleg atvik málsins
varðandi samráð félaganna. Með vísan til þessa telur stefndi að matsgerðin hafi
takmarkað sönnunargildi. Auk þess telur stefndi að yfirmatsgerð Guðrúnar
Johnsen, Gylfa Zoëga og Þorsteins Haraldssonar hnekki þeim athugasemdum sem
undirmatsmenn hafi gert við mat samkeppnisyfirvalda á ávinningi félaganna og
styrki enn frekar réttmæti aðferðafræði samkeppnisyfirvalda.
Til frekari glöggvunar vísar stefndi
til matsgerðar Guðrúnar Johnsen og Gylfa Zoëga þar sem matsmenn hafi gefið álit
sitt á nánar tilteknum atriðum er lutu að fræðilegum forsendum aðferða við að
meta ávinning samráðsfyrirtækja af ólögmætu samáði. Í þessu sambandi vísar
stefndi jafnframt til álitsgerðar dr. Friðriks Más Baldurssonar prófessors,
dags. 30. janúar 2006, þar sem fram komi að sú aðferð „að bera saman verð
tveggja tímabila, eins og henni [sé] beitt af samkeppnisráði, [sé] góð og gild
til að reikna út ávinning af samráði við þær aðstæður sem um ræðir í þessu
máli“.
Með hliðsjón af framansögðu telur
stefndi það hafið yfir vafa að stefnandi hafi haft verulegan ávinning af hinu
ólögmæta samráði. Enda þótt talið yrði að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði
átt að líta til fleiri sjónarmiða breyti það ekki því að ávinningur félaganna,
þar á meðal stefnanda, af samráðinu hafi verið verulegur.
Stefndi styður sýknukröfu sína af
þrautavarakröfu stefnanda enn fremur með tilvísun til þess að í nokkrum dómum Hæstaréttar
hafi verið lagt til grundvallar að hið ólögmæta samráð félaganna hafi skapað
þeim verulegan ávinning. Þannig hafa félögin verði dæmd til greiðslu skaðabóta,
sbr. dóma réttarins 7. febrúar 2008 í máli nr. 142/2007, Skeljungur o.fl. gegn
Reykjavíkurborg og gagnsök, og 143/2007, Skeljungur o.fl. gegn Strætó bs. og
gagnsök, 30. apríl 2008 í máli nr. 309/2007, Ker ehf. gegn Sigurði Hreinssyni
og gagnsök, og 6. maí 2010 í máli nr. 244/2009, Skeljungur o.fl. gegn
Vestmannaeyjabæ og gagnsök.
Í greinargerð stefnda er fjallað um
þessa dóma og lagt út af þeim. Í stuttu máli þá telur hann að draga megi þá
ályktun af dómi Hæstaréttar í máli nr. 309/2007, þar sem leyst hafi verið úr
skaðabótakröfu einstaklings sem hafi keypt bensín af Keri ehf., að ávinningur
félagsins af samráðinu af sölu á bensíni hafi numið 1,18 krónum á hvern
bensínlítra. Miðað við að heildarmagn Kers ehf. af seldum bensínlítrum 1996 til
2001 hafi verið 437,7 milljónir lítra næmi heildarávinningur félagsins í þessum
viðskiptum samtals u.þ.b. 512,9 milljónum króna.
Stefndi víkur einnig að dómum
Hæstaréttar 7. febrúar 2008 í málum nr. 142/2007 og 143/2007 þar sem fjallað
var um skaðabótakröfur svonefndra stórnotenda. Vísað er til forsendna í
dómunum þar sem bent er á að Skeljungur hf., hafi skuldbundið sig til þess að
greiða hinum olíufélögunum tilgreindar fjárhæðir. Var þar talið að þessar
fjárhæðir sýndu að lágmarki hvaða hag olíufélögin hefðu talið sig hafa af því
að hafa samráð um viðskiptin í stað þess að keppa um þau. Ekki væri ástæða til
annars en að ætla að tilboð, sem gefið hefði verið án slíks samráðs, hefði
orðið lægra en hagstæðasta boðið sem þar hafi fengist um að minnsta kosti
þrefalda fjárhæðina sem stefnandi tók á þennan hátt að sér að greiða hvorum
hinna. Varð það niðurstaða réttarins að ávinningur félaganna hafi numið 5,91
krónu af hverjum seldum bensínlítra og 3,93 krónur af hverjum seldum lítra af
gasolíu. Sé miðað við að ávinningur félaganna af öðrum skiptisölum hafi verið
sambærilegur telur stefndi að ávinningur félaganna hafi numið 940 milljónum
króna og sé þá ekki tekið tillit til verðbreytinga. Séu þessar fjárhæðir lagðar
til grundvallar allri sölu félaganna á bensíni og gasolíu nemi ávinningur
þeirra á árunum 1996 til 2001 6.655 milljónum króna annars vegar og 10.481
milljón króna hins vegar. Stefndi vísar einnig í þessu sambandi til dóms
Hæstaréttar frá 6. maí 2010 í máli nr. 244/2009.
Með hliðsjón af framangreindum dómum
Hæstaréttar telur stefndi að miða verði við að félögin hafi haft umtalsverðan
ávinning af hinu ólögmæta samráði. Engir dómar liggi fyrir um ávinning
félaganna af sölu á svartolíu og flugvélaeldsneyti. Engin ástæða sé þó til að
ætla annað en að félögin hafi haft sambærilegan ávinning af ólögmætu samráði um
verðlagningu þeirra eldsneytistegunda eins og þau hafi haft af sölu á bensíni
og gasolíu.
Stefndi mótmælir því að lækka beri
sektir á þeim grundvelli að jafnræðis hafi ekki verið gætt við ákvörðun sekta.
Stefndi tekur fram að í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi verið
lagt til grundvallar að samanlagður ávinningur félaganna af hækkun einingaframlegðar
hafi numið 6.487 milljónum króna að raunvirði á árunum 1996-2001. Skiptist hann
þannig að í hlut Kers ehf. komu 2.750 milljónir króna, stefnanda 2.083
milljónir króna og Skeljungs hf. 1.654 milljónir króna. Hlutfall á milli
grunnsekta félaganna sé í samræmi við þessar fjárhæðir. Stefndi mótmælir
sönnunargildi matsgerðar Guðmundar Magnússonar og Heimis Haraldssonar með
vísan til yfirmatsgerðar Guðrúnar Johnsen, Gylfa Zoëga og Þorsteins
Haraldssonar. Þá hafi matsmennirnir Guðmundur og Heimir talið að niðurstöður
þeirra kynnu að hafa orðið aðrar ef þeim hefðu verið ljós raunveruleg atvik
málsins varðandi samráð félaganna.
Stefndi mótmælir staðhæfingum stefnanda
um að útreikningar áfrýjunarnefndar á ávinningi Skeljungs hf. hafi verið
rangur. Til viðbótar bendir stefndi á að aðili geti ekki á grundvelli
jafnræðisreglunnar krafist þess að sekt sín verði lækkuð þar sem sekt annars
aðila hafi verið lækkuð með óheimilum hætti, sbr. dóm undirréttar ESB frá 4.
júlí 2006 í máli nr. T-304/02, Hoek Loos
gegn framkvæmdastjórninn (112. mgr.).
Stefndi mótmælir því að að mismunandi
fjárhæðir sekta félaganna geti ekki helgast af mismunandi samstarfsvilja eða
upplýsingagjöf. Vísar hann til þess að gert sé ráð fyrir því í reglum
samkeppnisráðs nr. 397/2002 að sektir geti lækkað mismunandi mikið eftir því
hvenær fyrirtæki óski eftir samvinnu og hvað felist í henni. Hið sama kom fram
í bréfi Samkeppnisstofnun sem hafi verið afhent stefnanda á fundi 14. mars
2002. Samkvæmt reglunum hafi samkeppnisyfirvöld getað lækkað sektir hjá
fyrirtækjum sem áttu þátt í ólögmætu samráði ef þau höfðu að mati
samkeppnisráðs látið Samkeppnisstofnun í té sönnunargögn sem að mati
stofnunarinnar voru mikilvæg viðbót við þau sönnunargögn sem stofnunin hafði
þegar í fórum sínum. Mælt hafi verið fyrir um skilyrði og reglur fyrir lækkun
sekta á þessum grundvelli í II. kafla reglnanna. Í reglunum hafi lækkun sekta
verið bundin við það að fyrirtæki léti af hendi sönnunargögn sem væru mikilvæg
viðbót við þau sönnunargögn sem lægju fyrir í málinu. Hið sama hafi komið fram
í umræddu bréfi.
Stefndi vísar til þess að á bls.
938-958 í ákvörðun samkeppnisráðs sé að finna ítarlega umfjöllun um framlag
hvers félags til að upplýsa málið og rökstuðning fyrir því að tveimur þeirra
hafi verið veittur afsláttur frá sektum. Afslátturinn hafi grundvallast á því
að félögin hafi fullnægt skilyrðum reglna nr. 397/2002 og afslátturinn ákveðinn
í samræmi við 16. gr. þeirra. Samkeppnisyfirvöld hafi hins vegar talið að
aðkoma og aðstoð Skeljungs hf. gæfi ekki tilefni til þess að lækka sektir
félagsins.
Til viðbótar bendir stefndi á að í
EES/ESB-samkeppnisrétti sé talið að það geti leitt til hærri sektar ef
fyrirtæki hafi verið leiðandi í samráði, sbr. t.d. dóm undirréttar ESB 29.
apríl 2004 í máli T-236/01, Tokai Carbon gegn framkvæmdastjórninni. Á móti geti takmörkuð aðkoma að samráði
verið fyrirtæki til málsbóta við ákvörðun sekta. Það fyrirtæki, sem telji sig
eiga rétt til lægri sekta af þessum sökum, verði hins vegar að leggja fram
sannanir fyrir því að þátttaka þess í brotinu hafi verið lítil að umfangi og
sýna fram á að það hafi komist hjá því að framfylgja ólögmætum samningi með því
að stunda samkeppni. Um þetta vísar stefndi meðal annars til dóms undirréttar
ESB 15. mars 2006 í máli T-26/02, Daiichi Pharmaceutical gegn
framkvæmdastjórninni. Af augljósum
ástæðum hafi stefnandi ekki haldið slíku fram.
Að því er snerti samráð um sölu á
eldsneyti til erlendra skipa mótmælir stefndi því að brotin falli utan
gildissviðs samkeppnislaga. Því til stuðnings vísar stefndi til athugasemda við
3. gr. frumvarps þess er varð að samkeppnislögum, þar sem fram komi að
fyrirtæki í útflutningi sem geri samninga, beiti skilmálum eða viðhafi aðgerðir
sem séu samkeppnishamlandi á heimamarkaði og á útflutningsmarkaði, geti ekki
borið við útflutningsundanþágu á þeim hluta starfseminnar sem fari fram á
Íslandi. Samkvæmt þessu ráði úrslitum hvort háttsemi hafi haft áhrif hér á
landi í skilningi samkeppnislaga. Ljóst sé að samráð um sölu á eldsneyti til
erlendra skipa hafi átt sér stað í starfsemi félaganna hér á landi og hafi viðskiptin að
öllu leyti átt sér stað á Íslandi. Hafi brotin því óhjákvæmilega haft áhrif hér
á landi. Á bls. 529-547 í ákvörðun samkeppnisráðs sé sýnt fram á augljós áhrif
samráðsins hér á landi. Aðgerðir félaganna hafi því fallið undir gildissvið
samkeppnislaga samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laganna. Að öðru leyti vísar stefndi til
rökstuðnings á bls. 241-242 í ákvörðun samkeppnisráðs. Hvað sem framansögðu
líður byggir stefndi á því að ekki sé ástæða til að lækka sekt stefnanda enda
hafi henni verið í hóf stillt með hliðsjón af brotum hans.
Stefndi
kveður stefnanda byggja á því að sektarákvörðun áfrýjunarnefndar stríði gegn
meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga meðal annars sökum þess að leggja eigi
til grundvallar veltu síðasta almanaksárs áður en brotum lauk. Þá sé ekki rétt
að telja hlut opinberra gjalda í eldsneytisverðinu til veltu félagsins. Stefndi mótmælir
þessum málsástæðum stefnanda.
Stefndi bendir í þessu sambandi á að að
sektarákvæði íslenskra samkeppnislaga eigi sér fyrirmynd í hliðstæðum ákvæðum í
EES/ESB-löggjöf. Hafa dómstólar Evrópusambandsins skýrt orðin „preceding
business year“ í sektarákvæði
ESB-samkeppnisréttar sem síðasta rekstrarár fyrirtækis sem fari á undan árinu
þegar ákvörðun er tekin, sbr. meðal annars dóm undirréttar ESB 15. mars 2000 í
sameinuðum málum nr. T-25/95, Cimenteries CBR gegn framkvæmdastjórninni. Þá
mótmælir stefndi þeirri málsástæðu stefnanda að opinber gjöld teljist ekki til
veltu félagsins. Í því sambandi vekur stefndi athygli á því að velta stefnanda
í úrlausnum samkeppnisyfirvalda sé án virðisaukaskatts. Að því er önnur gjöld
og álögur snerti geri samkeppnislög ekki ráð fyrir að þau séu dregin frá veltu
fyrirtækja í tengslum við sektarákvarðanir. Engin innlend eða erlend fordæmi
styðji slíka niðurstöðu. Að öðru leyti vísar stefndi til umfjöllunar í ákvörðun
samkeppnisráðs.
Stefndi mótmælir að lokum þeirri
málsástæðu stefnanda að sektarfjárhæðin sé ekki í samræmi við niðurstöðu í öðru
máli, þ.e. í máli Sölufélags garðyrkjumanna
svf. o.fl., sbr. dóm Hæstaréttar 30. október 2003 í máli nr. 37/2003.
Bendir stefndi á að samkeppnismál séu í eðli sínu flókin og mjög ólík
innbyrðis. Sektir í málunum byggist á heildarmati á fjölmörgum sjónarmið sem
horfa ólíkt við eftir atvikum og aðstæðum í hverju máli fyrir sig. Mál
stefnanda og það mál sem stefnandi vísi til séu ekki sambærileg.
Verði ekki fallist á að rétt hafi verið
að beita 52. gr. samkeppnislaga, eins og ákvæðið hafi verið fyrir þá breytingu
sem var gerð með lögum nr. 107/2000, heldur skuli beitt viðurlagákvæði laganna
eins og það hafi verið á þeim tíma sem brotastarfsemi lauk, byggir stefndi á
því að sekt stefnanda sé engu að síður hæfilega ákveðin 450 milljónir króna.
Stefndi kveður öll sjónarmið sem liggi
að baki ákvörðun samkeppnisyfirvalda um fjárhæð sektar stefnanda vera
málefnaleg og að eðlilegt sé að litið sé til þeirra. Með hliðsjón af eðli og
umfangi samkeppnisbrota stefnanda, brotatímabils og öðrum atvikum málsins, sé
fjárhæð sektar sem lögð hafi verið á hann hófleg. Engin rök séu til að lækka
sektarfjárhæðina.
Stefndi, íslenska ríkið, krefst þess að
það verði sýknað af kröfu stefnanda um endurgreiðslu sektarfjárhæðarinnar.
Verði stefnda aðeins gert að endurgreiða sektarfjárhæðina ef dómstólar fella úr
gildi það ákvæði úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála þar sem kveðið sé á
um greiðslu sektarinnar eða lækkun hennar. Að öðrum kosti beri að sýkna
stefnda. Krafa stefnda sé reist á öllum sömu málsástæðum og krafa stefnda
Samkeppniseftirlitsins um sýknu af kröfum stefnanda.
Stefndi krefst þess jafnframt að hann
verði sýknaður af kröfu stefnanda um vexti af sektarfjárhæðinni. Krafa
stefnanda um vexti sé reist á 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu sem fjalli um vexti af skaðabótakröfum. Ekki sé unnt að fallast á
að ákvörðun samkeppnisyfirvalda um að leggja sekt á stefnanda hafi falið í sér
saknæma og ólögmæta háttsemi þó svo að dómstólar komist að annarri niðurstöðu
um fjárhæð sektarinnar. Ekkert sé fram komið sem bendi til annars en að
ákvörðun samkeppnisyfirvalda hafi verið reist á málefnalegum sjónarmiðum. Af
þessum sökum beri að sýkna stefnda af kröfunni.
Stefndu styðja kröfu sína um málskostnað úr hendi stefnanda við 129. og
130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
IV.
Með úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála 29. janúar 2005, sem stefnandi gerir kröfu um að felldur verði
úr gildi, var stefnanda gert að greiða 560 milljónir króna í stjórnvaldssekt
vegna brota félagsins á 10. gr. þágildandi samkeppnislaga nr. 8/1993. Eins og
rakið hefur verið lagði áfrýjunarnefndin ákvæðið til grundvallar niðurstöðu
sinni eins og það hljóðaði fyrir breytingu sem varð á því með lögum nr.
107/2000. Ágreiningslaust er milli aðila að ganga beri út frá þeirri niðurstöðu
við úrlausn á ógildingarkröfu stefnanda. Í ákvæðinu, eins og það hljóðaði á
þeim tíma, var lagt bann við samningum, samþykktum og samstilltum aðgerðum
milli fyrirtækja á sama sölustigi, þegar þær lytu að eða væri ætlað að hafa
áhrif á verð, afslætti eða álagningu, skiptingu markaða eftir svæðum, eftir
viðskiptavinum eða eftir sölu og magni og gerð tilboða.
Í úrskurði áfrýjunarnefndar er lýst
fjölþættri samvinnu stefnanda á árunum 1993 til 2001 við tvö önnur olíufélög,
Ker ehf. (áður Olíufélagið hf.) og Skeljung hf. Laut samvinna þessi að gerð
tilboða, verðlagningu á olíuvörum og skiptingu markaðar á fljótandi eldsneyti
o.fl. Háttsemi þessi var talin varða við fyrrgreinda 10. gr. samkeppnislaga og
stefnanda gerð sekt, ásamt hinum tveimur olíufélögunum, á grundvelli heimildar í
52. gr. samkeppnislaga eins og ákvæðið var fyrir breytingu sem gerð var á því
með lögum nr. 107/2000. Ákvæði þetta mælti fyrir um að Samkeppnisráð gæti lagt
stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brytu m.a. gegn 10. gr.
laganna, eins og nánar greinir síðar. Eins og fram hefur komið var sekt
stefnanda ákveðin 560 milljónir króna í úrskurði áfrýjunarnefndar, sem
stefnandi greiddi skömmu síðar, með fyrirvara um endurheimtu fjárins úr
ríkissjóði.
Í ákvörðun Samkeppnisráðs og í úrskurði
áfrýjunarnefndar er meðal annars vikið að því hvaða augum samkeppnisyfirvöld
litu heimild sína til að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtæki með tilliti til
þess hvort um væri að ræða refsingu í skilningi almennra hegningarlaga sem og
hvort fyrirtækin gætu borið fyrir sig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu þar
sem fjallað er um rétt þess sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi. Varð
það niðurstaða áfrýjunarnefndar að stjórnvaldssektir samkvæmt 52. gr.
samkeppnislaga fælu í sér refsikennd viðurlög en væru ekki taldar til refsinga.
Því giltu þágildandi lög um meðferð opinberra mála ekki um málsmeðferð þegar
ákveðið væri hvort beita skyldi stjórnvaldssektum, heldur sérákvæði
samkeppnislaga og almennar reglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hins vegar gæti
6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu komið til álita við álagningu
stjórnvalssekta þó að réttarstaðan væri óljós á þessu sviði.
Áratugur er liðinn síðan úrskurður
áfrýjunarnefndar féll. Síðan þá hefur almenn afstaða til álagningar
stjórnvaldssekta með tilliti til réttinda þeirra sem bornir eru sökum um
refsiverða háttsemi, sbr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr.
stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, orðið skýrari. Mannréttindadómstóll Evrópu
hefur meðal annars lagt til grundvallar að háar stjórnvaldssektir samkeppnisyfirvalda
falli undir ákvæðið, sbr. dóm frá 27. september 2011 í máli Menarini gegn
Ítalíu og dóm EFTA-dómstólsins 18. apríl 2012 í máli Posten Norgen gegn
Eftirlitsstofnun EFTA. Ákvæði mannréttindasáttmálans og 70. gr. íslensku
stjórnarskrárinnar standa hins vegar ekki í vegi fyrir því að stjórnvöldum sé
falið að ákvarða sekt fyrir brot af þessu tagi að því gefnu að dómstólar hafi
fullt vald til þess að endurskoða sektarákvörðunina. Við úrlausn á því hvort
meðferð á samkeppnismáli samrýmist í þeim tilvikum framangreindum
mannréttindaákvæðum verður því fyrst og fremst að líta til þess hvernig
dómstóll fjallar um mál sem höfðað er til ógildingar eða til lækkunar á
sektarákvörðuninni. Samkeppnisyfirvöld eru eftir sem áður bundin af
stjórnsýslureglum samkeppnislaga og stjórnsýslulaga við meðferð mála sem kann
að verða lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Getur grunnregla 6. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu haft þýðingu við þá stjórnsýslumeðferð.
Stefnandi krefst ógildingar á úrskurði
áfrýjunarnefndar meðal annars á þeim grundvelli að óheimilt hafi verið að
rannsaka málið samhliða hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Rök stefnanda
fyrir þeirri ályktun virðast öðrum þræði verið reist á fyrirmælum 1. mgr. 4.
gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu auk þess sem með því
hafi verið brotið gegn þagnarrétti stefnanda og starfsmanna hans. Um
síðargreinda atriðið vísar stefnandi meðal annars til niðurstöðu Hæstaréttar í
frá 16. mars 2007 í mál nr. 92/2007, þar sem ákæru á hendur forstjórum
olíufélaganna var vísað frá dómi.
Í fyrrgreindu ákvæði
mannréttindasáttmálans er kveðið á um að enginn skuli sæta lögsókn eða refsingu
að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar
verið sýknaður af eða sakfelldur fyrir með lokadómi samkvæmt lögum og
sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis.
Ekki er á það fallist að fyrrgreind
regla mannréttindasáttmálans komi í veg fyrir að mál, sem kann að leiða til
sakfellingar fyrir refsiverða háttsemi, sé til rannsóknar hjá tveimur
stjórnvöldum á sama tíma. Stefnandi, sem var um hríð til rannsóknar hjá
ríkislögreglustjóra sem sakborningur, hafði hvorki verið ákærður né sakfelldur
fyrir brot á 10. gr. samkeppnislaga þegar samkeppnisyfirvöld tóku ákvörðun í
málinu. Sakamál var raunar aldrei höfðað gegn stefnanda, einungis gegn
forstjórum olíufélaganna. Það var lögmælt hlutverk samkeppnisráðs að leggja á
stjórnvaldssektir samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga fyrir brot á 10. gr. laganna
og bar Samkeppnisstofnun að rannsaka slík mál og leggja þau fyrir ráðið að
rannsókn lokinni. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður ekki á
það fallist að fyrrgreint ákvæði mannréttindasáttmálans hafi verið því til
fyrirstöðu að samkeppnisyfirvöld héldu áfram rannsókn sinni á samstarfi
olíufélaganna eftir að rannsókn ríkislögreglustjóra hófst.
Í framangreindum dómi Hæstaréttar
Íslands í máli nr. 92/2007 var komist að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag,
sem leiddi af þágildandi samkeppnislögum, hafi ekki verið nægilega skýrt ef
tilefni þætti til sakamálarannsóknar vegna gruns um brot á lögunum samhliða
rannsókn samkeppnisyfirvalda. Þar var einkum skírskotað til þeirrar stöðu sem
ákærðu voru í, þar sem þeir hefðu tekið þátt í viðræðum og samningum við
Samkeppnisstofnun og veitt stofnuninni ýmsar upplýsingar, en á sama tíma fellt
á sig sök með því að málið var síðar tekið til refsimeðferðar. Með vísan til
þessa þótti ekki nægjanlega fram komið að forstjórarnir hefðu, í
lögreglurannsókninni sem fram fór í kjölfar rannsóknar samkeppnisyfirvalda,
notið þeirra réttinda sakborninga, sem mælt væri fyrir um í 70. gr.
stjórnarskrárinnar, sbr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, og samkvæmt
meginreglum þágildandi laga um meðferð opinberra mála.
Eins og framangreind lýsing ber með sér
fjallar hæstaréttardómurinn um þá óvissu sem ákærðu voru í við lögreglurannsókn
ríkislögreglustjóra er hlaust af óljósum lagafyrirmælum um skil milli
rannsóknar Samkeppnisstofnunar og lögreglu. Sú óvissa breytti hins vegar engu
um ótvíræða lagaskyldu Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs um að taka ætluð brot
olíufélaganna á 10. gr. samkeppnislaga til viðeigandi stjórnsýslumeðferðar.
Staða stefnanda við þá málsmeðferð var skýr, þar á meðal um upplýsingaskyldu
stefnanda gagnvart Samkeppnisstofnun, sbr. 39. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.
Stefnandi sem er lögaðili á ekki að öllu leyti sama rétt og einstaklingur, sem
borinn er sökum um refsiverða háttsemi, til að neita að tjá sig eða leggja fram
gögn sem eru til þess fallin að varpa sök á hann. Ekkert
er fram komið í málinu sem styður það að stefnandi hafi við rannsókn
Samkeppnisstofnunar verið með ólögmætum hætti þvingaður til þess að svara
spurningum sem vörpuðu sök á félagið. Niðurstaða samkeppnisyfirvalda var þvert
á móti reist á gögnum og upplýsingum sem aflað var með húsleit á vegum
Samkeppnisstofnunar á starfsstöðvum olíufélaganna, auk þess sem að einhverju
leyti var byggt á gögnum og upplýsingum sem Samkeppnisstofnun aflaði með því að
óska skriflega eftir þeim frá stefnanda á grundvelli 39. gr. samkeppnislaga.
Ýmis gögn sem þannig lágu fyrir við rannsóknina voru jafnframt borin undir
nokkra starfsmenn stefnanda á fundum sem haldnir voru með samþykki stefnanda
haustið 2002, þar sem starfsmennirnir gáfu tilteknar skýringar á tilurð
gagnanna og hvaða ályktun þeir teldu rétt að draga af þeim. Með því að haga rannsókn
málsins á þann hátt sem hér hefur verið lýst verður ekki talið að farið hafi
verið gegn þeim grundvallarreglum sem leiddar verða af 70. gr.
stjórnarskrárinnar eða 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki verður séð að
það geti haft nokkra þýðingu í því sambandi þó að rannsóknin hafi um tíma
skarast við rannsókn lögreglu á sömu atriðum.
Stefnandi byggir ógildingarkröfu sína
enn fremur á því að málsmeðferð samkeppnisyfirvalda hafi falið í sér brot á
andmælarétti stefnanda samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga sökum þess að félaginu
hafi vegna lögreglurannsóknarinnar ekki verið unnt að tjá sig um efni málsins
fyrir samkeppnisyfirvöldum. Þessu til stuðnings vísar stefnandi til þess að
félagið hafi ekki getað leitað upplýsinga frá starfsmönnum félagsins, sem voru
sakborningar við lögreglurannsóknina og báru þar fyrir sig þagnarrétt, um þau
atriði sem þannig voru til rannsóknar hjá tveimur stjórnvöldum.
Af þessu tilefni er rétt að leggja
áherslu á að 13. gr. stjórnsýslulaga leggur þá skyldu á stjórnvald að sjá til
þess að málsaðili eigi þess kost að tjá sig um efni málsins áður en ákvörðun er
tekin í máli hans, enda liggi afstaða hans og rök ekki þegar fyrir í gögnum
málsins eða slíkt er augljóslega óþarft. Almennt uppfyllir stjórnvald þessa
skyldu með því að veita málsaðila aðgang að gögnum málsins auk þess sem honum
ber að vekja athygli hans á því ef nýjar upplýsingar bætast við, sem honum er
ókunnugt um að liggi fyrir og kunna að hafa verulega þýðingu fyrir úrlausn
málsins, og veita honum hæfilegan frest til þess að tjá sig um efnisatriði
málsins. Tilgangur þessarar reglu er einkum sá að gefa málsaðila tækifæri til
þess að gæta réttar síns og hagsmuna með því að leiðrétta upplýsingar, sem hann
telur rangar, og benda á atriði sem geta verið honum til hagsbóta við úrlausn
málsins. Þegar stjórnvald á frumkvæði að því að hefja athugun á máli, sem kann
að ljúka með stjórnvaldsákvörðun, verður stjórnvaldið að gefa málsaðila
sérstakt tækifæri til að tjá sig um framangreind atriði. Hins vegar er það á
ábyrgð málsaðila að taka afstöðu til þess hvort og þá hvernig hann nýtir sér
andmælarétt sinn. Stjórnvaldi kann þá eftir atvikum að vera rétt að taka tillit
til óvenjulegra aðstæðna hjá málsaðila, sem eru sannanlega til þess fallnar að
torvelda honum að nýta sér andmælarétt sinn, með því að veita rýmri frest en
ella til að tjá sig. Við þær aðstæður ber þó að taka mið af þeirri skyldu, sem
hvílir á stjórnvöldum samkvæmt 9. gr. stjórnsýslulaga, að taka ákvarðanir svo
fljótt sem unnt er.
Í því máli sem hér er til úrlausnar
liggur fyrir að stefnandi hafði vitneskju um rannsókn Samkeppnisstofnunar frá
því að hún hófst með húsleit á starfsstöðvum olíufélaganna. Stefnandi hafði
aðgang að öllum þeim gögnum sem lágu fyrir í málinu, auk þess sem stefnandi og
lögmenn félagsins voru í reglulegum samskiptum við Samkeppnisstofnun meðan á
rannsókn málsins stóð. Fundir voru haldnir með nokkrum starfsmönnum stefnanda á
árinu 2002 þar sem ýmis gögn voru lögð fyrir þá um ætlað samráð olíufélaganna
í tengslum við tiltekin útboð og verðkannanir í því skyni að fá skýringar þeirra á tilurð og efni
þeirra. Samkeppnisstofnun sendi stefnanda því næst ítarlegar greinargerðir,
svonefndar frumathuganir, sem dagsettar eru 8. janúar og 5. desember 2003. Þar
gerði stofnunin ekki einungis ítarlega grein fyrir málavöxtum, heldur fjallaði
einnig um lagatúlkun og hvernig hún teldi að heimfæra ætti málsatvik til laga,
sem og þau sjónarmið sem ættu að vera ráðandi við ákvörðun viðurlaga. Stefnandi
fékk frest til þess að tjá sig um þessar greinargerðir og skilaði skriflegum
andmælum 4. maí 2004. Samkeppnisstofnun gaf stefnanda færi á því að tjá sig um
ný gögn sem aflað var í kjölfarið og lögmaður stefnanda reifaði málið munnlega
fyrir samkeppnisráði áður en ákvörðun var tekin.
Dómurinn telur að með þessu hafi
Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð gert það sem í þeirra valdi stóð til þess að
gefa stefnanda færi á því að tjá sig um efni málsins áður en ákvörðun
samkeppnisráðs var tekin. Stefnandi hefur aftur á móti ekki útskýrt hvernig
upplýsingar, sem starfsmenn hans bjuggu yfir, og gátu varpað sök á þá eða
félagið við lögreglurannsóknina, hafi verið stefnanda nauðsynlegar til þess að
andmæla málavöxtum eins og Samkeppnisstofnun lýsti þeim. Verður í því efni að
árétta fyrrgreindan megintilgang andmælareglunnar, sem er að gefa málsaðila
færi á að gæta réttar síns og hagsmuna við stjórnsýslumeðferð mála með því að
leiðrétta rangfærslur, benda á atriði sem geta verið honum til hagsbóta og
leggja fram ný gögn sem þjóna þessum tilgangi. Með vísan til þess sem hér hefur
verið rakið liggur ekki fyrir að lögreglurannsóknin hafi sannanlega torveldað
stefnanda að nýta sér andmælarétt sinn þannig að sérstök ástæða hafi verið til
þess að bregðast við af hálfu samkeppnisyfirvalda. Það var því alfarið á ábyrgð
og áhættu stefnanda hvernig hann nýtti sér andmælarétt sinn.
Stefnandi ber því einnig við að brotið
hafi verið gegn andmælarétti hans samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga með því að
viðmiðunartímabil við útreikning á ætluðum ávinningi olíufélaganna hafi verið
breytt í ákvörðun samkeppnisráðs frá því sem kynnt var í frumathugun
Samkeppnisstofnunar.
Eins og rakið er í kafla II gerði
Samkeppnisstofnun grein fyrir útreikningum sínum á ætluðum ávinningi
olíufélaganna af hinu ólögmæta samráði með því að bera saman meðaltal
einingaframlegðar áranna 1995 til 1997 við einingaframlegð áranna 1998 til
2001. Niðurstöður þessa útreiknings bentu til þess að ávinningur olíufélaganna
næmi samtals ríflega sex og hálfum milljarði króna. Stefnandi hafði tækifæri
til þess að gera athugasemdir við forsendur þessa útreiknings og það gerði hann
með andmælum sínum 4. maí 2004. Þar vísaði hann meðal annars til gagnrýni sem
fram kom í álitsgerð hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Jóns Þórs
Sturlusonar á aðferðafræði Samkeppnisstofnunar. Í ákvörðun samkeppnisráðs er
sömu aðferð beitt til þess að komast að niðurstöðu um ætlaðan ávinning
olíufélaganna af samráðinu. Hins vegar var annað viðmiðunartímabil lagt til
grundvallar, eins og rakið er í kafla II, sökum þess að nýjar upplýsingar lágu
þá fyrir um framlegð stefnanda allt aftur til ársins 1993. Ágreiningslaust er
að stefnanda ásamt hinum olíufélögunum var tjáð að þessar nýju upplýsingar
lægju fyrir og hvers efnis þær voru. Fyrrgreind breyting hafði þó ekki teljandi
áhrif á niðurstöðu um ávinning olíufélaganna í heild. Taldi samkeppnisráð
þannig að þessi ávinningur, sem rakinn var til hins ólögmæta samráðs, hefði á
árunum 1996 til 2001 numið í heild tæplega sex og hálfum milljarði króna.
Það leiðir ekki af andmælareglu 13. gr.
stjórnsýslulaga að stjórnvöldum beri skylda til þess að útskýra, áður en
ákvörðun er tekin, aðferðir sínar við að reikna út ætlaðan ávinning eða önnur
atriði út frá þeim tölulegu upplýsingum sem liggja fyrir í málinu. Þannig
fullnægir stjórnvald almennt skyldum sínum í þessu efni með því að tryggja að
málsaðili hafi aðgang að og geti tjáð sig um þær upplýsingar sem þýðingu geta
haft fyrir niðurstöðu málsins. Við meðferð á því máli sem hér er til úrlausnar
var hins vegar gengið lengra en lög áskildu með því að kynna stefnanda og öðrum
málsaðilum fyrrgreinda frumathugun Samkeppnisstofnunar. Þar var meðal annars
gerð grein fyrir útreikningum stofnunarinnar á ætluðum ávinningi félaganna af
samráðinu, eins og vikið hefur verið að. Þessi tilhögun var reist á 16. gr.
reglna nr. 922/2001 um málsmeðferð samkeppnisyfirvalda, þar sem mælt er fyrir
um að taka skuli saman sérstakar greinargerðir sem nefnast frumathuganir í
nánar tilgreindum samkeppnismálum. Í ákvæðinu kemur fram að í þessari
greinargerð skuli helstu atvikum málsins lýst, auk þess sem greint skuli frá
grundvelli þess í aðalatriðum að tilteknar aðstæður eða háttsemi kunni að fara
gegn ákvæðum samkeppnislaga. Sérstaklega er tekið fram að í frumathugun sé ekki
nauðsynlegt að fram komi tæmandi lýsing á atvikum málsins eða sjónarmiðum samkeppnisyfirvalda.
Þá segir í ákvæðinu að tilgangur frumathugunar sé að stuðla að því að málið sé
að fullu upplýst áður en ákvörðun er tekin og að auðvelda málsaðila að nýta sér
andmælarétt sinn.
Í ákvörðun samkeppnisráðs var útskýrt
af hvaða ástæðu samkeppnisráð lagði annað viðmiðunartímabil til grundvallar en
gert hafði verið í frumathuguninni. Ekki verður annað ráðið en að þær ástæður
hafi verið málefnalegar og til þess fallnar að leggja traustari grunn að
útreikningi á ætluðum ávinningi olíufélaganna. Þegar litið er til efnis 13. gr.
stjórnsýslulaga og 16. gr. reglna nr. 922/2001 fær dómurinn ekki séð að brotið
hafi verið gegn þessum fyrirmælum með fyrrgreindri breytingu. Þó kann að hafa
verið ástæða til þess að vekja athygli olíufélaganna á breyttri aðferð við
útreikning ávinnings félaganna, eins og vikið er að í úrskurði
áfrýjunarnefndar. Að mati dómsins getur það þó aldrei talist svo veigamikill
annmarki að leitt geti til ógildis úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála
eins og krafist er. Er þá jafnframt til þess að líta að stefnandi átti þess
kost að gera athugasemdir út frá þessum breyttu forsendum fyrir
áfrýjunarnefndinni.
Stefnandi reisir kröfu sína um
ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar einnig á því að rannsókn
samkeppnisyfirvalda hafi verið ábótavant í málinu. Vísar stefnandi þar til 10.
gr. stjórnsýslulaga þar sem sú skylda er lögð á stjórnvöld að sjá til þess að
mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Stefnandi styður
þessa málsástæðu öðrum þræði við það að ekki hafi verið aflað nauðsynlegra
sjónarmiða og upplýsinga frá stefnanda áður en ákvörðun var tekin. Þá byggir
hann á því að ætlaður ávinningur olíufélaganna af samráðinu hafi ekki verið
rannsakaður nægjanlega.
Í tilefni af fyrra atriðinu, sem þessi
málsástæða styðst við, vísar dómurinn til þess sem þegar hefur verið rakið um
málsmeðferð samkeppnisyfirvalda. Umfangsmikil gögn, sem aflað var með húsleit
og frá félögunum á grundvelli upplýsingaskyldu þeirra samkvæmt 39. gr.
samkeppnislaga, og upplýsingar, sem gefnar voru á fundum með starfsmönnum
olíufélaganna, lágu til grundvallar ályktun samkeppnisyfirvalda. Stefnandi átti
þess kost að tjá sig um efnisatriði málsins og kaus að gera það í takmörkuðum
mæli á sína ábyrgð og áhættu. Stefnandi hefur ekki bent á tilteknar ályktanir
samkeppnisyfirvalda, sem ekki eigi sér stoð í fyrirliggjandi gögnum málsins,
nema að því er lýtur að mati á ávinningi olíufélaganna. Því ber að hafna
framangreindri málsástæðu stefnanda.
Síðara atriðið sem stefnandi vísar til
í þessu sambandi tengist ágreiningi aðila um það hvort fyrir liggi sannanlegur
ábati stefnanda af samráði olíufélaganna, sem var skilyrði fyrir því að sekt
stefnanda gæti orðið hærri en 40 milljónir króna samkvæmt 52. gr.
samkeppnislaga eins og greinin var fyrir gildistöku laga nr. 107/2000. Tekin
verður afstaða til þessarar málsástæðu í tengslum við umfjöllun um
þrautavarakröfu stefnanda um lækkun sekta.
Stefnandi gerir til vara kröfu um að
úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði breytt þannig að stefanda verði
ekki gert að greiða sekt í ríkissjóð. Þessi krafa er reist á þeirri málsástæðu
að brot stefnanda hafi verið fyrnd þegar samkeppnisráð tók ákvörðun í málinu.
Ágreiningslaust er að um fyrningu brotanna fari eftir fyrirmælum IX. kafla
almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt 5. mgr. 81. gr. þeirra laga, sbr.
5. gr. laga nr. 39/2000, er fyrningarfrestur vegna refsiábyrgðar lögaðila fimm
ár. Stefnandi virðist byggja á því að þetta ákvæði taki ekki til brota
stefnanda þar sem langflest samráðstilvikin áttu sér stað fyrir gildistöku laga
nr. 39/2000. Stefndi er á öndverðum meiði og vísar til þess að um samfellda
brotastarfsemi hafi verið að ræða sem ekki hafi lokið fyrr en eftir gildistöku
laganna og hafi fyrning brotsins ekki hafist fyrr en þá.
Í ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði
áfrýjunarnefndar var stefnandi fundinn sekur um aðild að fjölda samráðstilvika
á tímabilinu 1993 til 2001. Í ákvörðun samkeppnisráðs kemur fram að til þess að
framkvæma samráðið hafi olíufélögin átt í miklum samskiptum sín á milli þar sem
fjallað var um samráð um verð, samskipti um útboð og gerð tilboða sem og um
markaðsskiptingu félaganna. Eru þar rakin yfir fjögur hundruð tilvik um slík
samskipti frá apríl 1993 til desember 2001. Stefnandi var þátttakandi í þessum
samstilltu aðgerðum allt til loka þessara samskipta. Gögn málsins styðja það að
samráðið hafi því verið samfellt og átt að þjóna því sameiginlega markmiði
olíufélaganna að raska samkeppni á viðkomandi markaði í því augnamiði að auka
eða viðhalda framlegð af vörusölu félaganna. Ber að líta á þessa háttsemi
olíufélaganna sem samfellda brotastarfsemi sem braut gegn 10. gr.
samkeppnislaga. Þeirri brotastarfsemi lauk ekki fyrr en í desember 2001 og
verður í samræmi við almennar reglur að leggja til grundvallar að fyrning á
broti stefnanda hafi ekki hafist fyrr en þá. Um þá fyrningu fer eftir
fyrirmælum 81. gr. almennra hegningarlaga eins og greinin hljóðaði á þeim tíma
sem fyrningin hófst. Er ekki á það fallist að með þeirri niðurstöðu sé reglum
um fyrningu viðurlaga beitt afturvirkt þannig að í bága fari við stjórnlög. Á
þeim tíma höfðu lög nr. 39/2000 tekið gildi og var fyrningarfrestur í málinu
því fimm ár, sbr. 5. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga. Sá fyrningarfrestur
var ekki liðinn þegar samkeppnisráð komst að niðurstöðu í októberlok 2004 um að
stefnandi hefði gerst sekur um brot gegn 10. gr. samkeppnislaga. Þegar af
þessari ástæðu er öllum röksemdum stefnanda fyrir varakröfu hans hafnað.
Eins og rakið hefur verið krefst
stefnandi þess til þrautavara að sekt, sem félaginu var gert að greiða í
ríkissjóð að fjárhæð 560 milljónir króna, verði lækkuð. Styður stefnandi þessa
kröfu við ýmsar málsástæður. Meðal þess sem stefnandi ber við til stuðnings
þessari kröfu er að ekki hafi verið sýnt fram á það að stefnandi hafi
sannanlega haft yfir 40 milljóna króna ábata af samráði olíufélaganna. Því geti
sekt stefnanda hæst numið 40 milljónum króna í samræmi við ákvæði 52. gr.
samkeppnislaga eins og ákvæðið var fyrir gildistöku laga nr. 107/2000.
Stefnandi telur að ávinningur stefnanda hafi í öllu falli verið mun minni en
lagt hafi verið til grundvallar af samkeppnisyfirvöldum.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komst að
þeirri niðurstöðu að leggja bæri ákvæði 52. gr. samkeppnislaga í framangreindri
mynd til grundvallar við úrlausn málsins. Ágreiningslaust er í máli þessu að
fylgja beri þeirri niðurstöðu og verður við það miðað.
Samkvæmt fyrrgreindri 1. mgr. 52. gr.
samkeppnislaga gat samkeppnisráð lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök
fyrirtækja sem brutu gegn bannákvæðum laganna nema brotið teldist óverulegt eða
ekki var talin þörf á slíkum sektum til að stuðla að og efla virka samkeppni af öðrum ástæðum. Við ákvörðun sekta bar að hafa hliðsjón af eðli
og umfangi samkeppnishamla og hvað þær hefðu staðið lengi. Samkvæmt 2. mgr.
greinarinnar skyldi við ákvörðun sekta samkvæmt 1. mgr. taka tillit til þess
skaða sem samkeppnishömlur hefðu valdið og þess ávinnings sem þær hefðu haft í
för með sér. Þá kom þar fram að sektir gætu numið allt að 10% af veltu
síðastliðins almanaksárs af þeirri starfsemi sem í hlut ætti hjá hverju
fyrirtæki sem aðild ætti að samkeppnishömlum ef sannanlegur ábati þeirra af
broti gegn samkeppnisreglum hefði numið hærri fjárhæð en 40 milljónum króna.
Í athugasemdum við það frumvarp sem
varð að samkeppnislögum nr. 8/1993 kom fram að ákvæði 52. gr. laganna væru
sniðin að þeirri löggjöf sem væntanlega myndi gilda í ríkjum Evrópska
efnahagssvæðisins og þegar gilti í aðildarríkjum Evrópubandalagsins en af henni
leiddi að samkeppnisyfirvöldum EFTA-ríkjanna og Eftirlitsstofnun EFTA var ætlað
að vinna sameiginlega að framkvæmd sameiginlegra samkeppnisreglna
efnahagssvæðisins hér á landi. Samkvæmt 3. mgr. 23. gr. bókunar 4 við samning
EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls var Eftirlitstofnun
EFTA, við ákvörðun sekta vegna brota á bannákvæðum meginmáls samningsins um
samráð fyrirtækja og misbeitingu á markaðsráðandi stöðu, ætlað að hafa hliðsjón
af bæði alvarleika brots og hversu lengi það hefði staðið, en einnig var kveðið
á um 10% sektarhámark miðað við heildarveltu brotlegs fyrirtækis á undanförnu
almanaksári, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Verða fyrrgreind ummæli í athugasemdum
frumvarpsins ekki skilin á aðra leið en að sektarreglum laga nr. 8/1993 hafi
verið ætlað að leiða til þess að ákvörðun sekta af hálfu íslenskra
samkeppnisyfirvalda fylgdi í grundvallaratriðum sambærilegum sjónarmiðum og
giltu um Eftirlitsstofnun EFTA samkvæmt þessu ákvæði.
Að þessu gættu, svo og að teknu tilliti
til orðalags og innra samhengis 52. gr. laga nr. 8/1993, verður að skýra ákvæði
greinarinnar þannig að við ákvörðun sekta hafi samkeppnisyfirvöldum borið að
hafa hliðsjón af bæði eðli og umfangi samkeppnishamla og einnig hversu lengi
þær höfðu staðið, enda teldist brot ekki óverulegt eða ekki talin þörf á sektum
af öðrum ástæðum. Þá bar einnig að taka tillit til þess skaða sem
samkeppnishömlur höfðu valdið og þess ávinnings sem þær höfðu haft í för með
sér. Samkvæmt skýrum fyrirmælum 2. mgr. greinarinnar gat sekt þó ekki farið
yfir 40 milljónir króna nema fyrir lægi að ábati fyrirtækis af broti næmi hærri
fjárhæð. Í þeim tilvikum var sektarhámark miðað við 10% af veltu þeirrar
starfsemi fyrirtækisins sem brotið laut að, eins og rakið hefur verið. Í
samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga hvíldi á samkeppnisyfirvöldum að sýna fram
á að fullnægt væri lagaskilyrði fyrir því að unnt væri að leggja á hærri sektir
en 40 milljónir króna.
Í dómum Hæstaréttar hefur ítrekað verið
gengið út frá því að dómstólar fari með óskorað endurskoðunarvald gagnvart
sektarákvörðunum samkeppnisyfirvalda með þeim takmörkunum einum sem leiða af
forræði aðila á sakarefninu, sbr. einnig fyrrgreindan dóm Mannréttindadómstóls
Evrópu 27. september 2011 í máli Menarini gegn Ítalíu. Í þessu felst að
dómstólar meta ekki einungis hvort ákvörðun samkeppnisyfirvalda um sektir
styðjist við fullnægjandi heimildir og lögmæt sjónarmið heldur er dómstólum
ætlað að meta til hlítar hvaða sekt telst hæfileg með vísan til þeirra lögmæltu
viðmiða sem áður greinir. Við þetta mat geta dómstólar stuðst við og vísað til
mats samkeppnisyfirvalda eftir því sem þeir telja rétt en eru hins vegar ekki
bundnir við þá afstöðu ef gögn málsins leiða til annars. Samkvæmt þessu getur
dóminum verið heimilt að líta til gagna sem aflað hefur verið eftir að
úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála var kveðinn upp og lögð hafa verið
fram við meðferð málsins með viðhlítandi hætti.
Í málinu er fyrst til þess að líta að
sektarákvörðun samkeppnisyfirvalda laut að fjölda alvarlegra samkeppnisbrota
stefnanda og samstarfsaðila hans á olíumarkaði. Með þessum brotum, sem framin
voru kerfisbundið yfir langt tímabil eða frá 1993 til desember 2001, misnotuðu
stefnandi og samstarfsaðilar hans sér nálega 100% hlutdeild þeirra á mörkuðum
fyrir eldsneyti og olíuvörur með því að stilla saman strengi um verð á þessum
vörum, skipta upp mörkuðunum og eiga samvinnu um gerð tilboða, líkt og ítarlega
er reifað í ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála. Dómurinn telur hafið yfir allan vafa að markmið stefnanda og
samstarfsaðila hans var að skapa sér ávinning og um leið hlaut þeim að vera
ljóst að háttsemi þeirra var til þess fallin að valda viðskiptavinum þeirra
tjóni, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 7. febrúar 2008 í málum nr.
142/2007 og 143/2007, dóm Hæstaréttar 30. apríl 2008 í máli nr. 309/2007 og dóm
réttarins 6. maí 2010 í máli nr. 244/2009. Er þá meðal annars litið til þess að
við þátttöku í ýmsum útboðum á eldsneyti og olíuvörum skilgreindu stefnandi og
samstarfsaðilar hans sjálfir þann hagnað sem þeir töldu sig öðlast með samráði
og ákváðu tiltekna skiptingu hans sín á milli.
Ekki er í lögskýringargögnum vikið að
því hvernig beri að skilja hugtakið ábata af broti í 52. gr. eins og ákvæðið
hljóðaði við setningu laga nr. 8/1993. Dómurinn tekur undir með
samkeppnisyfirvöldum að við mat á ábata í þessum skilningi sé ekki einungis
unnt að líta til þróunar á arðsemi eigin fjár eða hagnaðs fyrirtækja sem taka
þátt í broti á samkeppnislögum. Eðlilegra sé að horfa til þess hagnaðar sem þau
hafa haft af viðskiptum sem brotin lúta að áður en tillit er tekið til þess
hvernig honum hafi verið ráðstafað í breytilegan dreifingar- og
rekstrarkostnað, afskriftir, fjármagnskostnað og annan fastan kostnað, sem og í
hagnað til eigenda þeirra. Ella sé hætt við því að ávinningur af broti nái ekki
til óhagkvæmrar ráðstöfunar á hagnaði af ólögmætu samráði. Með vísan þessara
sjónarmiða verður enn fremur að hafna sem þýðingarlausum þeim röksemdum
stefnanda er lúta að því að mikill taprekstur hefði orðið hjá stefnanda ef
ávinnings samkvæmt útreikningi samkeppnisyfirvalda hefði ekki notið við.
Allar aðferðir sem notaðar eru til þess
að meta ábata eða ávinning af samkeppnisbroti miðast við að bera saman
raunverulega þróun á verði með samráði við þróun sem hefði orðið við sömu
markaðsaðstæður án samráðs. Nærtækt er þá að bera saman raunverulegt verð þegar
samráðið átti sér stað við verð sömu aðila þegar samráð var ekki til staðar eða
þegar ætla má að það hafi haft minni áhrif á verðlagningu. Mat af þessu tagi er
ávallt háð ákveðinni óvissu. Draga má verulega úr henni með því að byggja á
traustum gögnum og taka tillit til þeirra atriða sem geta valdið skekkju í
samanburðinum. Þá eykur það áreiðanleika við mat á ávinningi ef byggt er á
fleiri aðferðum en einni þar sem niðurstöður styðja hverja aðra. Að þessu gættu
telur dómurinn að samanburður af þessu tagi geti gefið raunhæfa mynd af
ávinningi af samkeppnisbroti.
Eins og rakið hefur verið litu
samkeppnisyfirvöld fyrst og fremst til breytinga sem urðu á svonefndri
einingaframlegð af sölu á fljótandi eldsneyti á samráðstímabilinu þegar komist
var að niðurstöðu um ávinning eða ábata félaganna af hinu ólögmæta samráði. Þar
var stuðst við gögn frá olíufélögunum og skilgreiningu þeirra sjálfra á
einingaframlegð. Með einingaframlegð er þá átt við það sem félagið heldur eftir
af söluverði þegar kostnaður við aðföng eldsneytis hefur verið dreginn frá. Með
því að styðjast við þessa aðferð er kostnaður aðfanga dreginn frá, en hann er
mjög breytilegur í verði, bæði vegna sveiflu í heimsmarkaðsverði og
gengisbreytinga, og nær ekkert háður innlendri kostnaðarþróun.
Við samanburð samkeppnisyfirvalda á
einingaframlegð félaganna milli tímabila var miðað við verðlag ársins 2001. Með
því var almennt tekið tillit til þátta eins og hagvaxtaraukningar,
launaþróunar, framleiðniþróunar, hækkandi arðsemiskrafna, hækkunar á
fjármagnskostnaði og aukins kostnaðar vegna umhverfiskvaða, enda má reikna með
að hækkanir á þessum þáttum leiði út í almennt verðlag. Stefnandi hefur ekki
sýnt fram á að kostnaðarhækkun af þessum toga hafi komið harðar niður á sér en
öðrum atvinnufyrirtækjum hér á landi á sama tíma. Með því að miða við fast
verðlag ársins 2001 verður einnig að ætla tekið sé að stórum hluta tillit til
þess gengistaps sem olíufélögin hafi orðið fyrir á tímabilinu. Stefnandi
virðist, með tilvísun sinni meðal annars til matsgerðar 22. desember 2006, á
sama tíma ganga út frá því að kostnaðarlækkun vegna hagræðingar í rekstri
fyrirtækisins á samráðstímabilinu eigi að hafa áhrif á framlegðarútreikninga
þannig að ávinningur hans af samráði verði lægri en samkeppnisyfirvöld gera ráð
fyrir. Í því sambandi verður að líta til þess að ekki hefur verið sýnt fram á
að hagræðing í rekstri eða framleiðniaukning hafi verið önnur hjá stefnanda en
almennt í atvinnurekstri á tímabilinu. Hafi stefnandi hins vegar lækkað kostnað
hjá sér meira en í öðrum greinum, og að því gefnu að það eigi að hafa áhrif á
mat á ávinning af samráðinu, hljóta samkeppnisyfirvöld enn fremur að hafa
vanmetið ávinninginn en ekki ofmetið.
Eins og rakið hefur verið báru
samkeppnisyfirvöld einingaframlegð af sölu á fljótandi eldsneyti á tímabilinu
1996 til 2001 saman við meðaltal einingaframlegðar sömu viðskipta á árunum 1993
til 1995 á verðlagi ársins 2001. Rannsókn samkeppnisyfirvalda leiðir í ljós að
samráð átti sér einnig stað á samanburðartímanum auk þess sem það tók jafnframt
til viðskipta félaganna með aðrar vörur. Aðferðin fól að þessu leyti í sér
vanmat á ávinningi olíufélaganna af samráði. Þá fellst dómurinn á það með
stefndu að ótækt sé að miða samanburð af þessu tagi við tímabilið 2002 til
2004, þegar rannsókn á samráðinu stóð yfir, enda verður að ætla að áhrifa
samráðsins hafi þá gætt enn, þar sem þau hafi haft hagsmuni af því að víkja
ekki frá fyrri venjum í verðlagningu á olíuvörum.
Þegar litið er til framangreindra
atriða telur dómurinn að sá samanburður sem samkeppnisyfirvöld beittu til að
meta þróun einingaframlegðar á samráðstímanum hafi verið til þess fallinn að
varpa ljósi á ávinning olíufélaganna af því samráði sem rannsókn
samkeppnisyfirvalda hefur leitt í ljós. Ekki er á það fallist að breytingar á
ytri aðstæðum á samráðstímanum geti skýrt þá hækkun sem varð á einingaframlegð,
enda má ætla að tekið sé að verulegu leyti mið af slíkum þáttum með því að miða
við fast verðlag. Eins og rakið er í yfirmatsgerð 28. september 2008 er heldur
ekki ástæða til að ætla að niðurstöður um ávinning félaganna af samráði séu í
veigamiklum atriðum rangar vegna þess að ekki hafi verið tekið tillit til þess
að markaðshegðun sé mismunandi eftir kaupendum og einstökum vöruflokkum. Enn
fremur getur niðurstaða um ávinningi af samráði ekki talist innan skekkjumarka,
eins byggt er á í matsgerð 22. desember 2006 og stefnandi reisir málatilbúnað
sinn á, enda er útreikningur samkeppnisyfirvalda á einingaframlegð gerður með
þeim gögnum sem lágu fyrir og því ekki verið að draga tölfræðilegar ályktanir á
grundvelli úrtaks. Þá er rétt að taka undir þann varnagla sem fram kemur í
matsgerðinni 22. desember 2006 þess efnis að skýringarbreytur við útreikning á
ávinningi geti verið innbyrðis háðar sem kann að leiða til ofmats á áhrifum
þeirra.
Í
fyrrgreindri matsgerð er því lýst að kerfisbreyting hafi verið gerð í
reikningsskilum hjá stefnanda árið 1996 þannig að bankakostnaður, gengismunur,
verðjöfnunarsjóður, rannsóknarkostnaður og tiltekinn annar kostnaður var færður
undir almennan gjaldalið rekstrar í stað þess að vera hluti af vörunotkun
félagsins. Hafi þetta misræmi milli samanburðartímabila leitt til þess að
reiknaður ávinningur hafi verið ofmetinn af hálfu samkeppnisyfirvalda og telja
matsmenn að „heildarleiðrétting“ af þessum sökum við mat á ávinningi eigi að
nema 234 milljónum króna. Í matsgerðinni kemur einnig fram að við skoðun á
raunupplýsingum um framlegð ársins 2001 hafi komið í ljós að hún hafi verið
ofmetin um 48 milljónir króna í áætluninni sem samkeppnisyfirvöld studdust við.
Þá er á það bent í matsgerðinni að breytingar hafi verið gerðar á því hvernig
umboðslaun voru færð til bókar milli tímabilanna er leiði til ofmats á
ávinningi. Samkeppnisráð hafi lækkað mat sitt á ávinningi í því ljósi en
einungis að hluta þannig að enn vanti að taka tillit til 106 milljóna króna.
Þessum
breytingum á framlegðarútreikningnum, sem leiða af breyttum aðferðum við
reikningsskil fyrirtækisins, hefur ekki verið hnekkt með yfirmatsgerð 28.
september 2008. Ekki er hægt að útiloka að samkeppnisyfirvöld hefðu tekið
tillit til þessara atriða til lækkunar á reiknuðum ávinningi hefðu viðhlítandi
upplýsingar úr rekstri stefnanda legið fyrir við sektarákvörðun.
Niðurstaða
framangreinds samanburðar samkeppnisyfirvalda leiddi í ljós að samanlagður
ávinningur stefnanda af samráði um verð á fljótandi eldsneyti á tímabilinu 1996
til 2001 hafi numið 2.083 milljónum króna. Í ljósi niðurstöðu framangreindrar
matsgerðar 22. desember 2006 kann mögulega að vera unnt að lækka þetta mat um 388
milljónir króna. Í úrskurði áfrýjunarnefndar var við ákvörðun sekta horft til
tiltekinna ytri aðstæðna sem virðist hafa verið talið að gætu skýrt að
einhverju leyti hærri framlegð á tímabilinu, þ.e. til gengistaps, aukinnar
arðsemiskröfu og hækkunar á launum umfram neysluverðsvísitölu. Eins og áður
greinir verður að ætla að tekið sé að stórum hluta mið af þessum aðstæðum með
því að miða við fast verðlag ársins 2001 við útreikning samkeppnisráðs. Með því
að lækka metinn ávinning á þessum grundvelli er einnig horft fram hjá því að
ávinningur af samráðinu kann meðal annars að hafa verið notaður til að standa
undir aukinni arðsemiskröfu og launahækkunum. Að þessu gættu fellst dómurinn
ekki á sjónarmið stefnanda um áhrif þessara þátta við mat á ávinningi olíufélaganna.
Í ljósi þess sem hér
hefur verið rakið ber enn fremur að hafna öðrum sjónarmiðum stefnanda sem horfa
til lækkunar á mati Samkeppnisstofnunar á ávinningi sem rekja má til samráðs
olíufélaganna.
Eins og
fram hefur komið var markmið samráðs olíufélaganna að auka eða koma í veg fyrir
lækkun á framlegð af sölu þeirra á eldsneyti og auka þar með eða viðhalda
ávinningi félaganna. Miðað við gögn sem rakin eru í ákvörðun samkeppnisráðs um
samskipti starfsmanna félaganna á samráðstímanum má gera ráð fyrir að þetta
hafi tekist í meginatriðum. Almennt verður að ætla að fyrirtæki leggi ekki
stund á jafn umfangsmikið samráð í svo langan tíma og raun ber vitni nema að
hafa af því ávinning. Þá liggur fyrir að félögin lögðu stund á svonefnda
skiptisölu þar sem þau endurgreiddu hvert öðru hluta af álagningu sinni í
tilteknum viðskiptum, en heildarumfang þeirra viðskipta nam 5,8 milljörðum
króna á tímabilinu 1993 til 2001. Verður einnig að gera ráð fyrir að fyrirtæki
gangist ekki undir skuldbindingar af þessu tagi nema þau telji sig hafa hag af
því. Þá er til þess að líta að kjöraðstæður virðast hafa verið uppi á þessum
tíma til að samráð olíufélaganna skilaði þeim ávinningi. Samráðið snerist um
einsleita og samkynja nauðsynjavörur með lágri verðteygni. Erfitt var fyrir
nýja aðila að koma inn á markaðinn í ljósi kostnaðar við að koma upp
dreifikerfi og möguleika olíufélaganna, sem höfðu komið sér fyrir á markaðnum,
til að bregðast við samkeppni með því að lækka verðið. Þegar litið er til
þessara atriða, og jafnframt tekið mið af útreikningi samkeppnisyfirvalda á
ávinningi stefnanda af samráðinu með framangreindri aðferð, telur dómurinn
bersýnilegt að ábati stefnanda, sem rekja má til hins ólögmæta samráðs, hafi
numið mun hærri fjárhæð en 40 milljónum króna. Sterk rök hníga einnig að því að
ávinningur stefnanda af samráðinu hafi numið hærri fjárhæð en þeirri sekt sem
stefnanda var ákvörðuð í grunninn. Þær matsgerðir sem stefnandi hefur aflað og
hann vísar til í málatilbúnaði sínum hnekkja ekki þeirri niðurstöðu.
Samkvæmt
framansögðu sýndu samkeppnisyfirvöld fram á það með viðhlítandi hætti við
rannsókn málsins að
fullnægt hafi verið skilyrði 2. mgr. 52. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 til þess
að ákveða sektir allt að 10% af veltu stefnanda vegna síðastliðins almanaksárs
af hlutaðeigandi starfsemi. Leggja verður þann skilning í ákvæðið að þar hafi
verið vísað til veltu næsta heila almanaksárs áður en sektin var ákveðin. Þá
telur dómurinn ekki ástæðu til að víkja frá þeirri afstöðu samkeppnisyfirvalda
að einungis hafi borið að draga virðisaukaskatt frá veltu þeirra fyrirtækja sem
í hlut áttu en ekki ýmis önnur gjöld og opinberar álögur. Í ákvörðun
samkeppnisráðs kemur fram að velta stefnanda á árinu 2003 hafi numið 12.413
milljónum króna og ber að leggja það til grundvallar við úrlausn málsins.
Samráðið laut að kjarnastarfsemi stefnanda og er ágreiningslaust að um 80% af
veltu félagsins hafi stafað frá þeim markaði sem um ræðir. Grunnsekt að fjárhæð
700 milljónir króna, sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvarðaði stefnanda, var
því undir því hámarki sem fyrrgreint ákvæði samkeppnislaga mælti fyrir um.
Samkvæmt þeim reglum 52. gr.
samkeppnislaga nr. 8/1993 sem áður greinir bar við nánari ákvörðun sekta að
taka tillit til þess skaða sem samkeppnishömlurnar ullu og þess ávinnings sem
þær höfðu í för með sér. Áður hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðum
samkeppnisyfirvalda um að olíufélögin hafi haft verulegan ávinning af brotunum
og að sú niðurstaða gefi sterka vísbendingu um að ávinningur stefnanda af
þátttöku í samráði félaganna hafi verið meiri en sem nam þeirri sekt sem honum
var ákvörðuð í úrskurði áfrýjunarnefndar. Að virtu eðli þeirrar starfsemi sem
hér var um að ræða, og margþættum áhrifum hennar á viðskipti og atvinnulíf,
telur dómurinn einnig að stefnanda og samstarfsaðilum hans hafi hlotið að vera
ljóst að um væri að ræða verulega skaðlega háttsemi fyrir samfélagið allt.
Þessu til stuðnings má vísa til áðurtilvitnaðrar yfirmatsgerðar. Þá telur
dómurinn rétt að líta til þess við ákvörðun sektar að brot olíufélaganna stóð yfir
í mörg ár og laut að umfangsmiklum viðskiptum þeirra hér á landi með mikilvæga
nauðsynjavöru. Auk þess ber að taka tillit til þess að samráðið var
þaulskipulagt og æðstu stjórnendur félaganna tóku þátt í því gegn betri vitund.
Stefnandi byggir þrautavarakröfu sína
öðrum þræði á því að sala olíufélaganna til erlendra skipa hafi fallið utan
gildissviðs samkeppnislaga nr. 8/1993, en samkeppnisyfirvöld hafi talið að
samráð þeirra um þessi viðskipti væru hluti af brotlegri háttsemi félaganna. Í
2. mgr. 3. gr. laganna sagði að þau tækju ekki til samninga, skilmála og
athafna sem aðeins væri ætlað að hafa áhrif utan Íslands, sbr. þó ákvæði XI.
kafla og reglur um viðskipti á sameiginlegum markaði Evrópska
efnahagssvæðisins. Í frumvarpi því er varð að lögunum var framsetning
ákvæðisins önnur, þar sem ekki var vikið að gildissviði laganna um viðskipti á
EES-svæðinu, en aftur á móti kveðið á um að ráðherra gæti rýmkað landfræðilegt
gildissvið laganna í samræmi við samninga íslenska ríkisins við annað ríki eða
alþjóðastofnun. Í athugasemdum við frumvarpið kom fram að lögunum væri samkvæmt
ákvæðinu ekki ætlað að ná til útflutnings. Kom þar fram að útflutningur teldist
jöfnum höndum vera sala á vöru úr landi, flutningar frá landinu og þjónusta við
erlenda aðila ef hún væri greidd af erlendum aðilum. Síðan sagði í
athugasemdunum að fyrirtæki í útflutningi, sem gerði samninga, beitti skilmálum
eða viðhefði aðgerðir sem væru samkeppnishamlandi á heimamarkaði og á
útflutningsmarkaði, gætu samt sem áður ekki borið við útflutningsundanþágu á
þeim hluta starfseminnar sem færi fram á Íslandi. Dómurinn tekur fram að umrædd
viðskipti olíufélaganna lúta ekki að þjónustu við erlenda aðila heldur að
vörusölu sem átti sér stað í íslenskum höfnum. Bersýnilegt er að samráð um
verð, sem leiðir til hærra vöruverðs á eldsneyti til erlendra fyrirtækja í
íslenskum höfnum, getur haft skaðleg áhrif á viðskipti hér á landi. Að þessu
gættu telur dómurinn ekki ástæðu til að lækka sekt stefnanda með vísan til
framangreinds sjónarmiðs stefnanda.
Stefnandi byggir að öðru leyti á því að
í málinu beri að gæta jafnræðis milli olíufélaganna við ákvörðun sekta. Miðað
við þau gögn sem liggja fyrir er ekki efni til að gera afgerandi greinarmun á
ábyrgð félaganna á hinu ólögmæta samráði. Eins og rakið hefur verið átti við
ákvörðun sekta meðal annars að líta til ávinnings af samráði, sbr. 52. gr. laga
nr. 8/1993, eins og ákvæðið hljóðaði áður en lög nr. 107/2000 voru sett. Í því
ljósi og með skírskotun til almennra refsivörslusjónarmiða er á það fallist að heimilt
sé að ákvarða samstarfsaðilum, með nokkuð jafna hlutdeild í ólögmætu samráði,
breytilegar sektir eftir mati á mismunandi ávinningi þeirra af samráðinu.
Upplýsingar og gögn sem samkeppnisyfirvöld höfðu undir höndum gáfu til kynna að
stefnandi hefði haft meiri ávinning af samráði olíufélaganna en Skeljungur hf.,
eins og rakið hefur verið, þó að velta stefnanda af vörusölu væri lítið eitt
minni. Gaf það tilefni til að ákvarða stefnanda hærri sekt en Skeljungi hf. Í
ljósi þess sem rakið hefur verið um umfang samráðsins og þátttöku stefnanda í
því, sem og þess sem ætla má um ávinning stefnanda af samráðinu og þess
samfélagslega skaða sem það hefur valdið, telur dómurinn að grunnsekt stefnanda
að fjárhæð 700 milljónir króna hafi verið hæfilega ákveðin. Ekki er á það
fallist að niðurstaða matsgerðar 22. desember 2006 raski í verulegu þessu mati
á hæfilegri grunnsekt stefnanda.
Sú málsástæða stefnanda að olíufélögin
hafi sætt ólögmætri mismunun, við ákvörðun sekta, með vísan til annarra, eldri
úrlausna samkeppnisyfirvalda, er haldlaus þegar af þeirri ástæðu að þar lágu
ekki fyrir upplýsingar er sýndu fram á ávinning umfram 40 milljónir króna eins
og í þessu máli. Í ljósi fyrirliggjandi gagna um misjafna viðleitni
olíufélaganna til að liðsinna Samkeppnisstofnun í því skyni að upplýsa málið,
og ítarlegs rökstuðnings samkeppnisyfirvalda um það atriði, telur dómurinn ekki
fram komið að brotið hafi verið gegn jafnræðisreglu eða meðalhófsreglu með því
að Keri ehf. var veittur meiri afsláttur af grunnsekt en stefnanda.
Þar sem öllum málsástæðum stefnanda
hefur samkvæmt framansögðu verið hafnað ber að sýkna stefndu af öllum kröfum
hans. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að
greiða stefndu málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1.500.000 króna.
Dómsuppkvaðning hefur dregist fram yfir
frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómarar og aðilar töldu ekki
þörf á því að málið yrði flutt að nýju.
Dóminn kveða upp héraðsdómararnir
Ásmundur Helgason og Skúli Magnússon og dr. Úlf Níelsson hagfræðingur.
D
Ó M S O R Ð :
Stefndu, Samkeppniseftirlitið og
íslenska ríkið, eru sýknaðir af öllum kröfum stefnanda, Olíuverzlunar Íslands
hf.
Stefnandi greiði stefndu óskipt
1.500.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 278/2015 | Samkeppni Stjórnsýsla Rannsókn Stjórnvaldssekt | Samkeppnisstofnun hóf í desember 2001 rannsókn á ætluðu ólögmætu samráði þriggja olíufélaga sem hefði brotið í bága við 10. gr. þágildandi samkeppnislaga nr. 8/1993. Á grundvelli rannsóknarinnar tók samkeppnisráð ákvörðun í október 2004, þar sem komist var að niðurstöðu um að félögin hefðu brotið gegn fyrrgreindu ákvæði með yfirgripsmiklu og óslitnu samráði með olíuvörur hér á landi á tímabilinu 1993 til 2001 og voru félögunum gerðar sektir. Félögin skutu ákvörðuninni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp úrskurð í málinu í janúar 2005 þar sem staðfestar voru allar helstu niðurstöður í ákvörðun samkeppnisráðs, en félögunum voru þó gerðar lægri sektir. K ehf. höfðaði mál þetta til ógildingar á framangreindum úrskurði, en til vara niðurfellingar og til þrautavara lækkunar sektar, sem þar var ákveðin, svo og til endurgreiðslu fjárhæðar hennar. Í héraðsdómi, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans í Hæstarétti, var öllum málsástæðum K ehf. til stuðnings framangreindum kröfum hafnað. Ekki var fallist á að 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, um bann við endurtekinni málsmeðferð til úrlausnar um refsiverða háttsemi, hafi staðið því í vegi að samkeppnisyfirvöld héldu áfram rannsókn sinni á samstarfi olíufélaganna eftir að rannsókn ríkislögreglustjóra á hinu ólögmæta samráði hófst. Var sérstaklega vísað til þess að K ehf. hefði hvorki verið ákært né sakfellt fyrir brot á 10. gr. samkeppnislaga þegar samkeppnisyfirvöld tóku ákvörðun í málinu. Þá var ekki fallist á að málsmeðferð samkeppnisyfirvalda hafi brotið gegn andmælarétti K ehf. samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Taldi dómurinn að Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð hefðu gert það sem í þeirra valdi stóð til þess að gefa K ehf. færi á því að tjá sig um efni málsins áður en ákvörðun í því var tekin. Þá hefði K ehf. ekki útskýrt hvernig upplýsingar, sem starfsmenn þess bjuggu yfir og gátu varpað sök á þá eða félagið við samhliða lögreglurannsókn, hefðu verið K ehf. nauðsynlegar til þess að andmæla málavöxtum eins og Samkeppnisstofnun lýsti þeim. Dómurinn hafnaði einnig þeirri málsástæðu K ehf. að brot félagsins væru fyrnd. Taldi dómurinn að samráð olíufélaganna hefði falið í sér samfellda brotastarfsemi sem hafi ekki lokið fyrr en í desember 2001. Á því tímamarki hafi fyrning á broti K ehf. hafist og hefði fimm ára fyrningarfrestur 5. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 því ekki verið liðinn þegar samkeppnisráð tók ákvörðun sína í október 2004. Þá taldi dómurinn að samkeppnisyfirvöld hefðu sýnt fram á með viðhlítandi hætti að olíufélögin hefðu haft sannanlegan ábata af hinu ólögmæta samráði þannig að fullnægt hafi verið skilyrði 2. mgr. 52. gr. þágildandi samkeppnislaga til þess að ákvarða sektir allt að 10% af veltu K ehf. vegna síðastliðins almanaksárs af hlutaðeigandi starfsemi. Loks var málsástæðum K ehf. um brot á jafnræðis- og meðalhófsreglum hafnað. Í ljósi framangreinds voru SE og Í sýknuð af kröfum K ehf. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús
Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur
Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 17.
apríl 2015. Hann krefst þess aðallega gagnvart stefnda Samkeppniseftirlitinu að
úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála 29. janúar 2005 í máli nr. 3/2004
verði felldur í heild úr gildi að því er áfrýjanda varðar. Til vara krefst hann
þess að sekt að fjárhæð 495.000.000 krónur, sem lögð var á hann með
úrskurðinum, verði felld niður og úrskurðinum breytt þannig að ákvæði hans um staðfestingu
3. og 4. greinar ákvörðunarorða í ákvörðun samkeppnisráðs 28. október 2004 í
máli nr. 21/2004 verði fellt úr gildi að því er áfrýjanda varðar. Að þessu
frágengnu krefst hann þess að áðurgreind sekt verði lækkuð. Áfrýjandi krefst
þess gagnvart stefnda íslenska ríkinu að því verði gert að greiða sér aðallega
495.000.000 krónur, en til vara mismuninn á þeirri fjárhæð og þeirri sekt, sem
ákveðin verði með dómi, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um
vexti og verðtryggingu frá 3. maí 2005 til greiðsludags. Loks krefst áfrýjandi
þess að stefndu verði gert að greiða sér málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms
og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms
verður hann staðfestur.
Áfrýjanda verður gert að greiða stefndu
málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Áfrýjandi, Ker ehf., greiði stefndu,
Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu, hvorum fyrir sig 1.000.000 krónur í
málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19. janúar 2015.
I.
Mál
þetta, sem var dómtekið 28. nóvember sl., er höfðað 30. júlí 2013 af Ker ehf.,
Kjalarvogi 7 til 15 í Reykjavík, gegn Samkeppniseftirlitinu, Borgartúni 26 í
Reykjavík, og íslenska ríkinu.
Dómkröfur
stefnanda eru eftirfarandi:
A. Á hendur stefnda, Samkeppniseftirlitinu:
Aðallega
að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 3/2004, dags. 29. janúar 2005,
verði felldur úr gildi í heild sinni að því er varðar stefnanda. Til vara er
þess krafist að úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 3/2004 verði
breytt á þá leið að felld verði úr gildi ákvæði hans um staðfestingu 3. og 4.
gr. ákvörðunarorða samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs 28. október 2004 í máli
nr. 21/2004 að því er varðar stefnanda og að stefnandi skuli greiða sekt í
ríkissjóð að fjárhæð 495.000.000 króna. Til þrautavara krefst stefnandi þess að
sektarfjárhæð sem stefnanda var gert að greiða samkvæmt úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 frá 29. janúar 2005 verði
lækkuð verulega.
B. Á hendur stefnda, íslenska ríkinu:
Aðallega
að stefndi endurgreiði stefnanda 495.000.000 króna, auk vaxta frá 3. maí 2005
til greiðsludags samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu. Til vara er gerð sú krafa að stefndi endurgreiði stefnanda
mismun á 495.000.000 króna og endanlegri fjárhæð héraðsdóms um stjórnvaldssekt
úr hendi stefnanda, ef henni verður til að dreifa, auk vaxta frá 3. maí 2005
til greiðsludags samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti
og verðtryggingu.
Stefnandi
krefst enn fremur málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu.
Stefndu
krefjast sýknu af kröfum stefnanda og að honum verði gert að greiða þeim
málskostnað.
II.
Stefnandi
er einkahlutafélag sem áður bar heitið Olíufélagið hf. Það félag annaðist um
margra áratuga skeið sölu á eldsneyti og ýmsum olíuvörum hér á landi. Hinn 18.
desember 2001 hóf Samkeppnisstofnun, sem er forveri stefnda
Samkeppniseftirlitsins, rannsókn á því hvort stefnandi og tvö önnur félög á
sama markaði, Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljungur hf., hefðu haft með sér
ólögmætt samráð og brotið með því gegn 10. gr. þágildandi samkeppnislaga
nr. 8/1993. Rannsóknin hófst með húsleit á starfsstöðvum olíufélaganna þar sem
hald var lagt á mikinn fjölda gagna. Á næstu mánuðum áttu sér stað bréfaskipti
og fundahöld milli samkeppnisstofnunar og olíufélaganna þar sem fjallað var um
haldlögð tölvugögn og önnur gögn sem tengdust rannsókninni. Stefnanda var meðal
annars sendur listi 5. febrúar 2002 yfir þau skjöl sem ljósrituð höfðu verið af
gögnum sem haldlögð höfðu verið hjá stefnanda og félaginu gefinn kostur á því
að skoða þau.
Með bréfi 1. mars 2002 lýsti stefnandi
yfir vilja félagsins til að ganga til samstarfs um að upplýsa ætluð brot
félagsins á samkeppnislögum og freista þess að ná samkomulagi um lyktir
málsins. Í svarbréfi Samkeppnisstofnunar 5. sama mánaðar kom fram að ef til
þess kæmi að beitt yrði stjórnvaldssektum vegna þess samráðs sem til rannsóknar
væri kæmi til álita að þær yrðu lækkaðar með hliðsjón af samstarfvilja hins
brotlega. Samkeppnisstofnun mun í kjölfarið hafa átt samtals 19 fundi með
starfsmönnum Kers hf. og lögmanni félagsins á tímabilinu frá 2. apríl til 13. nóvember 2002, þar sem veittar voru
ýmsar upplýsingar um samstarf félagsins við hin olíufélögin.
Með bréfum Samkeppnisstofnunar í lok
maí 2002 óskaði stofnunin með vísan til 39. gr. samkeppnislaga eftir ýmsum
upplýsingum og gögnum frá olíufélögunum sem bárust í ágúst, september og
október sama ár.
Með bréfi Samkeppnisstofnunar til
olíufélaganna 8. janúar 2003 fylgdi fyrri hluti frumathugunar hennar. Þar var
fjallað um samráð félaganna um gerð tilboða í ýmsum útboðum frá 1993 til 2001,
sölu eldsneytis á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli og sölu á
eldsneyti til erlendra skipa í íslenskum höfnum. Félögunum var veittur frestur
til þess að gera athugasemdir við þennan hluta frumathugunarinnar og leggja
fram ný gögn. Olíufélögin óskuðu í kjölfarið eftir viðræðum við Samkeppnisstofnun
til að kanna hvort ljúka mætti málinu með sátt. Þessar viðræður skiluðu ekki
árangri. Með bréfi til Samkeppnisstofnunar 25. apríl 2003 gerði stefnandi
ákveðnar athugasemdir við lýsingu á málavöxtum í frumathuguninni. Jafnframt var tekið fram að fyllri
greinargerð yrði send síðar auk umfjöllunar um lagaleg álitaefni, sem yrði
látin í té þegar síðari hluti frumathugunar lægi fyrir.
Í júní 2003 mun Samkeppnisstofnun hafa
átt fund með ríkislögreglustjóra þar sem fjallað var um hið ætlaða, ólögmæta
samráð olíufélaganna. Með bréfi 21. ágúst 2003 fól ríkissaksóknari
ríkislögreglustjóra að afla gagna hjá Samkeppnisstofnun til að meta hvort hefja
ætti sakamálarannsókn á ætluðum, refsiverðum brotum félaganna og starfsmanna
þeirra. Fyrir liggur að fjölmörg gögn, sem þá lágu fyrir hjá Samkeppnisstofnun
um ætlað samráð olíufélaganna, voru í kjölfarið afhent ríkislögreglustjóra.
Hinn 30. september 2003 tilkynnti ríkislögreglustjóri olíufélögunum að hafin
væri lögreglurannsókn á ætluðum brotum forráðamanna þeirra á ákvæðum
samkeppnislaga á grundvelli skýrslna og gagna sem Samkeppnisstofnun hafði
afhent ríkislögreglustjóra. Í bréfinu var óskað svara við ákveðnum spurningum
og að nánar tiltekin gögn yrðu látin embættinu í té.
Með bréfi ríkissaksóknara 23. október 2003
var Samkeppnisstofnun tilkynnt að framangreind lögreglurannsókn væri hafin.
Fram kom í bréfinu að þess væri vænst að Samkeppnisstofnun tæki fullt tillit
til hagsmuna lögreglurannsóknarinnar. Þá lýsti ríkissaksóknari þeirri skoðun
sinni að varhugavert væri að samkeppnisyfirvöld legðu stjórnvaldssektir á
fyrirtæki sem sættu lögreglurannsókn vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum,
enda gæti það girt fyrir að unnt væri að fylgja fram kröfu um refsingu og önnur
viðurlög á hendur fyrirtækinu í refsimáli. Bréfi ríkissaksóknara var svarað með
bréfi Samkeppnisstofnunar 11. nóvember 2003. Í svarbréfinu var vísað til ákvæða
samkeppnislaga og til lögmælts hlutverks Samkeppnisstofnunar og upplýst að
rannsókn stofnunarinnar myndi halda áfram í samræmi við þau lög sem um það
giltu. Stofnunin myndi þó leitast við að taka tillit til hagsmuna
lögreglurannsóknarinnar.
Rannsókn ríkislögreglustjóra tók til
tímabilsins frá 1. janúar 1993 til 31. desember 2001. Gögn málsins gefa til
kynna að í upphafi hafi hún lotið að ætluðum brotum olíufélaganna og
starfsmanna þeirra á 10. gr. samkeppnislaga, eins og rannsókn
Samkeppnisstofnunar. Teknar munu hafa verið skýrslur af 27 starfsmönnum
stefnanda í þágu rannsóknarinnar, en þar af munu 12 starfsmenn hafa haft
réttarstöðu sakbornings auk stefnanda. Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur
forstjórum olíufélaganna 19. desember 2006. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur
9. febrúar 2007 var málinu vísað frá dómi og með dómi Hæstaréttar 16. mars 2007
í málinu nr. 92/2007 var úrskurður héraðsdóms staðfestur.
Seinni hluti frumathugunar
Samkeppnisstofnunar var sendur olíufélögunum 5. desember 2003 og þeim gefinn
kostur á því að andmæla því sem þar kom fram. Í frumathuguninni er gerð ítarleg
grein fyrir ætluðum brotum olíufélaganna á 10. gr. samkeppnislaga sem birtist í
samstarfi þeirra um verðlagningu á olíuvörum, einkum á árunum 1996 til 2001,
samstilltum aðgerðum þeirra, er miðuðu að því að skipta upp markaðnum, og
samstarfi í rekstri bensínstöðva. Enn fremur er í frumathuguninni fjallað um atriði
er lúta að viðurlögum við brotunum. Þar er vikið að ákvæði 52. gr.
samkeppnislaga eins og greinin hljóðaði fyrir og eftir gildistöku laga nr.
107/2000. Tekið er fram að í ákvæðinu eins og það hljóðaði fyrir gildistöku
laganna hafi sektir getað numið allt að 10% af veltu síðastliðins almanaksárs
af þeirri starfsemi sem í hlut átti hjá viðkomandi fyrirtæki ef sannanlegur
ábati þess af broti hefur numið hærri fjárhæð en 40 milljónum króna. Eftir
gildistöku laganna geti sektir hins vegar numið allt að 10% af veltu viðkomandi
fyrirtækis án tillits til ábata af rekstrinum, en við ákvörðun sekta skuli hafa
hliðsjón af eðli og umfangi samkeppnishamlanna og hvað þær hafi staðið lengi. Í
frumathuguninni kemur fram að unnt sé að beita ákvæðinu, eins og það varð eftir
lagabreytinguna, um atvik sem áttu sér stað eftir 6. desember 2000. Því næst er
gerð ítarleg grein fyrir ályktun Samkeppnisstofnunar um ávinning olíufélaganna
af samráði þeirra. Þar er talið að eðlilegast sé að líta til áhrifa hins
ólögmæta samstarfs á framlegð af vörusölu og/eða álagningu. Því næst er gerð
grein fyrir þróun einingaframlegðar í fljótandi eldsneyti hjá hverju olíufélagi
fyrir sig á verðlagi ársins 2001. Var fjárhagslegur ávinningur þeirra metinn út
frá breytingum á framlegðinni undanfarin ár samanborið við meðaltal næstu ára á
undan. Fram kemur að hjá Skeljungi hf. hafi einungis legið fyrir upplýsingar um
einingaframlegð aftur til ársins 1995. Í því ljósi hafi verið ákveðið að miða
við meðaltal einingaframlegðar á árunum 1995 til 1997 í samanburði við
einingaframlegð áranna 1998 til 2001 á föstu verðlagi. Heildarniðurstaða
Samkeppnisstofnunar varð sú að sannanlegur ávinningur olíufélaganna af hækkun
einingaframlegðar að raunvirði á árunum 1998 til 2001, samanborið við
viðmiðunarárin 1995 til 1997, hefði numið um 6.650 milljónum króna Í
frumathuguninni er fjallað um önnur atriði en samráð sem skýrt gætu hækkun
framlegðar eða álagningar á samráðstímanum.
Þá er vikið að öðrum vísbendingum
um hækkun framlegðar eða álagningar, svo og að markmiðum félaganna sjálfra um
að auka einingarframlegð eða hækka álagningu. Voru færð að því rök að ekkert
benti til þess að fram væru komnar rekstrarlegar forsendur sem réttlættu alla
þá hækkun sem átt hefði sér stað á einingaframlegð olíufélaganna. Að lokum er í
athuguninni gerð grein fyrir áhrifum þess á fyrirhugaða sektarákvörðun að
olíufélögin höfðu lagt sitt af mörkum til að upplýsa málið. Kom þar fram að
núverandi og fyrrverandi starfsmenn stefnanda hefðu að hans beiðni veitt
Samkeppnisstofnun mikilvægar upplýsingar og gögn sem fælu í sér mikilvæg viðbót
við þær upplýsingar sem stofnunin hafi haft undir höndum. Væru því skilyrði
uppfyllt til þess að stefnandi gæti fengið umtalsverða lækkun á hugsanlegri
stjórnvaldssekt.
Eftir að síðari frumathugun Samkeppnisstofnunar
lá fyrir óskuðu olíufélögin eftir því að kannað yrði að nýju hvort unnt væri að
ljúka málinu með sátt. Viðræður skiluðu ekki árangri. Félögin óskuðu þá eftir
því að frestur til andmæla yrði framlengdur og var orðið við þeirri beiðni. Öll
olíufélögin skiluðu andmælum á vormánuðum 2004, en andmæli stefnanda eru
dagsett 3. maí 2004. Þar er í fyrstu gerð grein fyrir því að stefnandi hafi
allt frá upphafi sýnt vilja til þess að upplýsa málið og gengist
undanbragðalaust við brotum þegar það hefur átt við. Féllst hann á að
málavaxtalýsing í frumathugun Samkeppnisstofnunar væri að hluta til rétt, en
hann gerði þó athugasemdir við einstök tilvik eftir því sem hann taldi tilefni
til. Hélt hann því fram að margfalt fleiri tilvik væru talin brjóta í bága við
samkeppnislög í frumathuguninni en stefnandi gæti samþykkt að fælu í sér
samkeppnislagabrot. Þá taldi hann sig eiga ýmsar málsbætur sem ekki væri tekið
tillit til í frumathuguninni. Andmælin voru síðan ítarlega rökstudd á yfir 300
blaðsíðum. Þar var því haldið fram að rannsókn Samkeppnisstofnunar hefði verið
ábótavant. Þá voru færð rök fyrir því að beita ætti 10. gr. samkeppnislaga eins
og þau voru fyrir lögfestingu laga nr. 107/2000, en þá hafi ákvæðið verið
þrengra að því leyti að gerð hefði krafa um að aðgerðir hefðu skaðleg áhrif á
samkeppni. Því næst er fjallað um sögulegan aðdraganda að samstarfi
olíufélaganna og styrk þeirra á markaðnum. Að því loknu er vikið að einstökum
tilvikum og gerð grein fyrir afstöðu stefnanda til þess hvort ólögmætt samráð
hafi átt sér stað milli félaganna. Þá hafnar stefnandi því að um samfellt
samráð hafi verið að ræða. Því næst eru færð rök fyrir því í andmælunum að
brotin séu fyrnd. Að lokum voru gerðar alvarlegar athugasemdir við sjónarmið í
frumathugun Samkeppnisstofnunar um sektir. Því til stuðnings vísaði stefanandi
meðal annars til greinargerðar hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og
Jóns Þórs Sturlusonar, dags. 3. maí 2004, um mat Samkeppnisstofnunar á
ávinningi olíufélaganna af hinu ætlaða, ólögmæta samráði á tímabilinu 1998 til
2001.
Athugasemdir olíufélaganna kölluðu á
frekari gagnaöflun Samkeppnisstofnunar frá félögunum. Afrit af nýjum gögnum sem
þannig hafði verið aflað voru send olíufélögunum haustið 2004. Félögunum var
gefinn kostur á því að reifa málið munnlega fyrir samkeppnisráði og kom
lögmaður stefnanda fyrir ráðið 18. október 2004.
Samkeppnisráð tók ákvörðun í máli
olíufélaganna þriggja 28. október 2004. Var ákvörðunin samtals 966 blaðsíður að
lengd. Í ákvörðuninni er meðferð málsins rakin og afstaða tekin til þeirra
sjónarmiða olíufélaganna er lutu að áhrifum lögreglurannsóknar á
málsmeðferðina. Þar voru færð rök fyrir því að áframhaldandi málsmeðferð
samkeppnisyfirvalda færi ekki gegn 1. mgr. 4. gr. samningsviðauka nr. 7 við
mannréttindasáttmála Evrópu, en rannsókn lögreglu væri ekki lokið. Þá hafnaði
samkeppnisráð röksemdum tveggja olíufélaga þess efnis að andmælaréttur þeirra
væri að engu gerður með því að starfsmenn félaganna sættu samhliða
lögreglurannsókn. Jafnframt hafnaði ráðið þeim röksemdum að með rannsókn
málsins væri farið í bága við þagnarrétt félaganna eða starfsmanna þeirra sem
varinn væri af 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.
Í ákvörðun samkeppnisráðs var Ísland
skilgreint sem sá landfræðilegi markaður sem málið tæki til og að vörumarkaðurinn
væri heildarmarkaður fyrir sölu á olíuvörum. Komist var að þeirri niðurstöðu að
olíufélögin þrjú réðu samanlagt yfir um 99% þessa markaðar. Því næst var í
ákvörðuninni fjallað um ætlað samráð olíufélaganna. Þar er í ítarlegu máli
farið yfir gögn sem að mati samkeppnisráðs sýndu með skýrum hætti að
olíufélögin þrjú hefðu frá og með gildistöku samkeppnislaga haft með sér
yfirgripsmikið og óslitið samráð í viðskiptum við viðskiptavini sína. Tekið er
fram að meginflokkar samráðsins hafi verið um gerð tilboða í tengslum við útboð
viðskiptavina, um verðlagningu á olíuvörum, sem og um markaðsskiptingu og
verðsamráð við sölu á eldsneyti til erlendra skipa í íslenskum höfnum, við sölu
á eldsneyti á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli og við sölu til
einstakra viðskiptavina eða á einstökum landsvæðum. Í þessu sambandi voru rakin
dæmi af samskiptum olíufélaganna í yfir 400 tilvikum og talið að líta yrði á
þessar aðgerðir þeirra sem samfellt samráð sem hafi varað frá gildistöku
samkeppnislaga. Fælist brotið í þeim samstilltu aðgerðum og/eða samningum sem
lýst væri í ákvörðuninni og hefði það haft að markmiði að raska samkeppni milli
félaganna í viðskiptum aðallega með fljótandi eldsneyti, smurolíu og gas. Að
þessu búnu var samráðinu lýst nánar í ítarlegu máli eftir áðurgreindri flokkun
og fjallað innan hvers flokks um einstök tilvik eftir tímabilum. Í þeirri
umfjöllun var jafnframt tekin afstaða til framkominna andmæla olíufélaganna.
Var ítarlega rökstutt að félögin hefðu með þessu brotið gegn 10. gr. þágildandi
samkeppnislaga í fjölmörgum nánar tilgreindum tilvikum.
Í ákvörðuninni var komist að þeirri
niðurstöðu að samfellt samráðsbrot olíufélaganna væri ófyrnt. Að því búnu var
fjallað um viðurlög. Þar var gerð grein fyrir ýmsum almennum atriðum sem
vörðuðu beitingu 52. gr. þágildandi samkeppnislaga, þar á meðal um lagaskil
vegna breytinga á því ákvæði með 17. gr. laga nr. 107/2000. Komist var að
þeirri niðurstöðu að beita ætti ákvæðinu eins og það var eftir lagabreytinguna
um allt hið samfellda samráð. Ekki væri því gerð krafa um sönnun ávinnings
umfram 40 milljónir króna. Eftir sem áður þótti við ákvörðun viðurlaga í málinu
rétt að leggja mat á sannanlegan ávinning olíufélaganna af broti þeirra. Því
til stuðnings vísaði samkeppnisráð til þess að heimilt væri að hafa hliðsjón af
ávinningi við ákvörðun sekta, gögn málsins gerðu kleift að leggja mat á
ávinning þeirra og olíufélögin hefðu lagt áherslu á að ákvæðið, eins og það
væri eftir lagabreytinguna, væri meira íþyngjandi í þeirra garð.
Því næst voru í ákvörðun samkeppnisráðs
rakin atriði í tengslum við mat á ávinningi olíufélaganna af samráðinu. Eins og
nánar er rökstutt í ákvörðuninni þótti rétt að byggja þetta mat á upplýsingum
olíufélaganna sjálfra um einingaframlegð af vörusölu. Tekið var fram að með
einingaframlegð, eins og því hugtaki hefði verið beitt af olíufélögunum, væri
átt við mismun á söluverði að frádregnum afsláttum og öllum breytilegum
kostnaði við innkaup. Komst ráðið að þeirri niðurstöðu að þróun framlegðar á
hvern lítra eldsneytis á föstu verðlagi hefði verið mjög sambærileg hjá
félögunum þremur. Eftir að hafa staðið í stað á árunum 1991 til 1997 hafi
einingaframlegð af sölu á fljótandi eldsneyti hækkað ár frá ári að raunvirði
hjá öllum félögunum. Þessar tölur voru síðan notaðar til að meta ávinning
félaganna með því að bera saman raunverulega þróun einingaframlegðar á
tímabilinu 1996 til 2001 við meðaltal sömu stærða fyrir árabilið 1993 til 1995.
Voru rökin fyrir vali á viðmiðunartímabili þau að fyrir lægju upplýsingar frá
öllum olíufélögunum, sem ekki hefðu legið fyrir áður, um einingaframlegð allt
aftur til ársins 1993 auk þess sem félögin voru ekki talin hafa haft eins
markvisst samráð á viðmiðunartímabilinu, í því skyni að auka álagningu og
framlegð, og síðar varð. Þar sem félögin hefðu einnig haft samráð á tímabilinu
frá 1993 til 1995 var talið að allar líkur væru á því að aðferðin fæli í sér
vanmat á ávinningi félaganna. Niðurstaða útreikninga samkeppnisráðs, sem byggðu
á þessari aðferð, var sú að á tímabilinu 1996 til 2001 hefði samanlagður
fjárhagslegur ávinningur stefnanda af því að einingaframlegð þess í fljótandi
eldsneyti hækkaði að raungildi miðað við meðaltal áranna 1993 til 1995 verið
alls um 2.750 milljónir króna, um 1.654 milljónir króna hjá Skeljungi hf. og um
2.083 milljónir króna hjá Olíuverzlun Íslands hf., eða samtals um 6.487
milljónir króna. Taldi samkeppnisráð að ekki hefðu komið fram neinar
rekstrarlegar forsendur hjá félögunum sem réttlætt gætu þessa hækkun að neinu
ráði. Þótt félögin kynnu að einhverju leyti að hafa haft réttmæta þörf fyrir
hærri framlegð breyti það engu um að aðgerðir þeirra í þessu skyni hafi verið
ólögmætar. Fram kom í niðurstöðu samkeppnisráðs að mat á ávinningi af slíku
ólögmætu athæfi hlyti að taka til allrar hækkunar sem leiddi af samráðinu, enda
þótt henni kynni að einhverju leyti að hafa verið ráðstafað til greiðslu aukins
kostnaðar félaganna. Með hliðsjón af því taldi ráðið að líta yrði svo á að
ávinningur olíufélaganna af aukinni framlegð samkvæmt framangreindum
útreikningi fæli í sér ávinning í skilningi 2. mgr. 52. gr. samkeppnislaga eins
og þau voru fyrir gildistöku laga nr. 107/2000. Jafnframt þessu var vísað til
upplýsinga sem lágu fyrir um ávinning félaganna af ólögmætri skiptisölu með
hliðsjón af þeim skiptihlutföllum sem giltu í þessum viðskiptum. Heildarumfang
hennar hafi numið 5,8 milljörðum króna á tímabilinu 1993 til 2001. Taldi
samkeppnisráð að þessar tekjur teldust til ábata eða ávinnings í skilningi 52.
gr. samkeppnislaga, í það minnsta lægi fyrir að ávinningur félaganna af
skiptisölunni væri langt umfram 40 milljónir króna.
Í ákvörðun ráðsins var farið með
rökstuddum hætti yfir sjónarmið olíufélaganna sem byggðust á greinargerð
hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Jóns Þórs Sturlusonar. Þar var
tekið tillit til athugasemda Skeljungs hf. og Olíuverzlunar Íslands hf. um
breytingar á fyrirkomulagi umboðs- og sölulauna hjá félögunum. Að öðru leyti
taldi samkeppnisráð að athugasemdir hagfræðinganna hefði enga þýðingu í málinu
og að þær hnekktu ekki mati samkeppnisráðs á ávinningi félaganna af vörusölu á
samráðstímanum.
Við ákvörðun stjórnvaldssekta
olíufélaganna vísaði samkeppnisráð að auki til þess að brotin hefðu staðið
lengi yfir og að þau vörðuðu mjög umfangsmikil viðskipti með nauðsynjavöru.
Brotin hefðu verið skipulögð og æðstu stjórnendur félaganna hefðu tekið þátt í
þeim. Þau hefðu verið framin með einbeittum ásetningi og reynt hefði verið að
hylma yfir þau. Hið ólögmæta samráð hefði að verulegu leyti komið til
framkvæmda og hafi því haft umtalsverð skaðleg áhrif á markaðnum. Brotin hefðu
því verið mjög alvarleg. Þá vísaði ráðið til fyrirliggjandi útreikninga á
ávinningi félaganna. Fram kom að velta stefnanda á árinu 2003 hefði verið
16.525 milljónir króna. Var sekt félagsins ákveðin 1.100 milljónir króna. Sektarfjárhæð
hinna olíufélaganna var í grunninn ákveðin sú sama, enda væri ábyrgð félaganna
á hinu ólögmæta samráð jöfn. Stefnandi þótti hafa veitt mikilvæga viðbót við
þau sönnunargögn sem samkeppnisyfirvöld höfðu þegar í fórum sínum og var því
veitt 45% lækkun frá álögðum stjórnvaldssektum. Sekt félagsins var því ákveðin
605.000.000 króna. Framlag Olíuverzlunar Íslands hf. þótti hafa verið talsvert
og var því félaginu veittur 20% afsláttur af framangreindri sekt. Endanleg sekt
félagsins var því ákveðin 880.000.000 króna. Samvinna Skeljungs hf. þótti hins
vegar ekki uppfylla skilyrði 1. gr. reglna nr. 397/2002 og framlag félagsins
var ekki talin mikilvæg viðbót við þau gögn sem fyrir lægju. Því var sekt
félagsins ekki lækkuð. Þá var nánar tilgreindum fyrirmælum beint til
olíufélaganna á grundvelli 2. mgr. 17. gr. samkeppnislaga.
Olíufélögin skutu þessari ákvörðun til
áfrýjunarnefndar samkeppnismála í lok nóvember 2004. Kæra stefnanda var ítarleg
eða 136 blaðsíður. Auk kæru lögðu stefnandi og hin olíufélögin sem og
samkeppnisstofnun fram ýmis frekari gögn, þ. á m. greinargerðir og athugasemdir
hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar, Jóns Þórs Sturlusonar og Friðriks
Más Baldurssonar sem og greinargerð og athugasemdir Guðmundar Guðmundssonar
tölfræðings.
Áfrýjunefndin kvað upp úrskurð í málinu
29. janúar 2005. Í úrskurðinum, sem er 256 blaðsíður að lengd, var lýst gangi
málsins og röksemdum aðilanna, en því næst tekin afstaða til atriða er lutu að
vörnum olíufélaganna um formhlið málsins. Meðal þeirra atriða voru álitaefni um
lögmæti þess að málið hafði á tímabili verið til rannsóknar bæði hjá
Samkeppnisstofnun og ríkislögreglustjóra. Þessum sjónarmiðum olíufélaganna var
hafnað að öllu leyti. Þá fjallaði áfrýjunarnefndin um röksemdir olíufélaganna
er lutu að andmælarétti þeirra og rannsókn málsins. Í öllum meginatriðum var
komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn rétti olíufélaganna
að þessu leyti. Þó taldi áfrýjunarnefndin að æskilegt hefði verið að gefa
félögunum kost á að gera athugasemdir við breytingar á viðmiðunartímabili við
útreikning á áætluðum ávinningi þeirra áður en ákvörðun samkeppnisráðs var
tekin. Nefndin taldi þó nægjanlegt að olíufélögin gætu gagnrýnt breytinguna og
útreikninginn fyrir áfrýjunarnefndinni.
Að þessu búnu var fjallað um skil eldri
laga og yngri vegna breytinga á 10. gr. þágildandi samkeppnislaga með 3. gr.
laga nr. 107/2000. Byggði áfrýjunarnefndin alfarið niðurstöðu sína á upphaflegu
ákvæði 10. gr. samkeppnislaga. Nefndin komst því næst að þeirri niðurstöðu að
ólögmætt samráð olíufélaganna hefði verið samfellt á árabilinu frá 1993 til
2001. Þá tók hún álitaefni um fyrningu brotanna til umfjöllunar. Taldi nefndin
eðlilegt að beita ákvæði 80. gr. almennra hegningarlaga með áorðnum breytingum
með lögjöfnun um það atriði. Hefði fyrningu verið slitið við húsleit hjá
félögunum 18. desember 2001. Á sama tíma hefði hinu samfellda samráði verið
lokið. Á þessum grunni komst áfrýjunarnefndin að þeirri niðurstöðu að fyrning
væri því ekki til fyrirstöðu að stjórnvaldssektir yrðu lagðar á í málinu.
Í úrskurðinum var því næst fjallað um
einstök tilvik þar sem samkeppnisráð hafði í ákvörðun sinni talið að
olíufélögin hefðu gerst sek um brot gegn 10. gr. þágildandi samkeppnislaga.
Voru niðurstöður samkeppnisráðs um þetta í vel flestum tilvikum staðfestar.
Í umfjöllun um viðurlög fjallaði
áfrýjunarnefndin meðal annars um aðferð samkeppnisráðs til að komast að
niðurstöðu um ávinning olíufélaganna af hinu ólögmæta samráði. Þar kemur fram
að grundvallaratriðið í aðferð samkeppnisráðs felist í því að sýna fram á að
einingaframlegð félaganna af sölu þeirra á fljótandi eldsneyti hafi aukist
verulega á árunum 1996 til 2001 í samanburði við meðaltal áranna 1993 til 1995.
Með skilgreiningu sinni á einingaframlegð hefði samkeppnisráð talið sig hafa
tekið tillit til síbreytilegs og verulegs kostnaðarþáttar sem olíufélögin hefðu
haft litla möguleika til að hafa áhrif á. Þannig hefði verið talið rökrétt að
meta ávinning á þennan hátt og beina athyglinni þannig að framlegð af vörusölu
áður en tekið hefði verið tillit til þess hvernig tekjum af henni væri
ráðstafað. Í öllum aðalatriðum féllst áfrýjunarnefndin á þessa aðferð
samkeppnisráðs, meðal annars á val ráðsins á viðmiðunartímabilum. Eðlilegt var
talið að framreikna tímabilin til verðlags ársins 2001 til að gera þau
samanburðarhæf.
Áfrýjunarnefndin taldi eftir sem áður
að vafatilvik gætu risið við fyrrgreindan samanburð. Þótti rétt að koma til
móts við þau með því að beita varfærni í ákvörðun sekta. Áfrýjunarnefndin taldi
að þrjú atriði, sem nefnd höfðu verið í greinargerð hagfræðinganna Tryggva Þórs
Herbertssonar og Jóns Þórs Sturlusonar, yllu vafa í þessu sambandi og ættu að
leiða til mildunar sektarákvörðunar. Fyrsta atriðið laut að því að samfelldur
og meiri hagvöxtur á síðara viðmiðunartímabilinu en því fyrra skapaði skilyrði
fyrir auknum ávinningi á fákeppnismarkaði eins og þeim sem hér um ræði.
Áfrýjunarnefndin taldi að taka þyrfti nokkurt tillit til þessa sjónarmiðs sem
þó yrði að vega á móti því að sannað væri að olíufélögin hefðu haft með sér
ólögmætt samráð. Annað atriðið laut að því gengistapi sem olíufélögin hefðu
orðið fyrir sérstaklega á árunum 2000 og 2001. Sá kostnaður þótti svo tengdur
olíuinnkaupunum sjálfum að rétt væri „að gera hér nokkra leiðréttingu vegna
þessa sjónarmiðs“. Fram kom í úrskurðinum að þetta tap hefði numið 604
milljónum króna hjá stefnanda og 777 milljónum króna hjá Olíuverzlun Íslands
hf. Hins vegar lægju ekki fyrir sambærilegar upplýsingar hjá Skeljungi hf.
Þriðja atriðið sem áfrýjunarnefndin taldi gefa tilefni til mildunar á
sektarákvörðun laut að því að launavísitala hefði hækkað mun meira á
viðmiðunartímabilinu en hækkun neysluverðsvísitölu. Samkvæmt gögnum málsins
hefði þessi hækkun numið 640 milljónum króna hjá stefnanda og 352 milljónum
króna hjá Olíuverzlun Íslands. Ekki lægju hins vegar sambærilegar upplýsingar
fyrir hjá Skeljungi hf. Áfrýjunarnefndin vísaði því næst í niðurstöður
samkeppnisráðs um ávinning olíufélaganna af hækkun einingaframlegðar í
fljótandi eldsneyti sem og veltutölur félaganna á árinu 2003. Með hliðsjón af
þessari hækkun og þeim sjónarmiðum sem talið var að ættu að leiða til mildunar
sektarákvörðunar komst áfrýjunarnefndin að þeirri niðurstöðu að hæfileg
stjórnvaldssekt stefnanda væri 900 milljónir króna meðan hæfileg stjórnvaldssekt
var ákveðin 700 milljónir króna í tilviki Olíuverzlunar Íslands hf. og 450
milljónir króna í tilviki Skeljungs hf. Að teknu tilliti til afslátta, sem
stefnanda og Olíuverzlun Íslands hf. þóttu eiga tilkall til, var stefnanda gert
að greiða 495 milljónir króna í sekt og Olíuverzlun Íslands hf. 560 milljónir
króna.
Í framhaldi af úrskurðinum greiddu
olíufélögin sektirnar hver fyrir sig með fyrirvara um endurheimtu fjárins ef
hann yrði með dómi felldur úr gildi eða honum breytt. Stefnandi höfðaði mál á hendur
samkeppnisráði og íslenska ríkinu 29. júní 2005, aðallega til ógildingar á
framangreindum úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála, en til vara til
niðurfellingar eða lækkunar á sektinni sem þar var ákveðin, svo og til
endurheimtu hennar. Það sama gerði Olíuverzlun Íslands og Skeljungur hf. 27. og
28. júlí sama ár. Málin voru sameinuð í eitt mál á dómþingi 28. febrúar 2006 að
framkomnum greinargerðum um varnir stefndu. Samkvæmt þremur beiðnum frá hverju
olíufélaganna voru í þinghaldi 5. apríl sama ár dómkvaddir tveir menn,
Guðmundur Magnússon hagfræðingur og Heimir Haraldsson, löggiltur endurskoðandi,
til þess að leggja mat á margvísleg atriði sem vörðuðu útreikning á ávinningi
af brotum olíufélaganna. Matsgerðir þeirra voru lagðar fram 16. janúar 2007.
Í niðurstöðu framangreindrar matsgerðar
um ávinning stefnanda segir orðrétt: „Eins og nánar kemur fram í skýrslunni
höfum við lagt mat á útreikning Samkeppnisstofnunar sem er grundvöllur
úrskurðar samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Við teljum að í
ljós hafi komið að mat Samkeppnisstofnunar á heildarávinningi sé 685 millj. kr.
of hátt af ástæðum sem telja verði vegna rangra forsendna í útreikningi, og
gerð er nánari grein fyrir í skýrslunni. Því hafi niðurstaða
Samkeppnisstofnunar átt að vera 1.885 millj. kr. í stað 2.750 millj. kr. miðað
við óbreyttar forsendur stofnunarinnar. / Auk þess teljum við að reiknaður
ávinningur áranna 1996 og 1997 sé það lítill að ekki séu aðstæður til að líta
svo á, miðað við að „fyrir og eftir“ aðferð sé beitt, að frávik frá
viðmiðunarárum eigi sér skýringar í samráðsaðgerðum. Sama á við um alla
bensínsölu félagsins, en við teljum að hinn reiknaði ávinningur sé einnig
óverulegur þegar tekið er tillit til aðstæðna á þessum markaði. Reiknaður
ávinningur vegna áranna 1996 og 1997 auk bensínsölu áranna 1998-2001 nemur
samtals 571 millj. kr. / Heildarávinningur sem eftir stendur nemur 1.341 millj.
kr. og er þar um að ræða reiknaðan hámarksávinning vegna gasolíutegunda,
svartolíu og þotueldsneytis á árunum 1998-2001. / Við teljum að út frá þeim
gögnum sem við höfum undir höndum sé ekki unnt að fullyrða afdráttarlaust hve
stór hluti þessa ávinning sé vegna samráðs annars vegar og vegna
markaðshegðunar í fákeppni hins vegar. / Ástæður þessa eru m.a. þessar: / a.
Hinn reiknaði ávinningur samanstendur af ýmsum áhrifavöldum, þar sem samráð,
fákeppni, hagvöxtur, launaþróun, gengisþróun, verðbólga, vextir, arðsemiskrafa,
hagræðing í rekstri og mörg önnur atriði hafa áhrif. Sú forsenda
Samkeppnisstofnunar að hinn reiknaði ávinningur sé eingöngu vegna
samráðsaðgerða stenst ekki að okkar mati. / b. „Fyrir og eftir“ – aðferðin
nægir ekki ein og sér til þess að meta ávinning af samráði við þær aðstæður sem
hér eru til staðar. Tímabilin 1993-1995 annars vegar og 1996-2001 hins vegar
eru einfaldlega of ólík og gefa þarf sér viðbótarforsendur. / Niðurstaða okkar
er því sú að fjárhagslegur ávinningur Kers hf. af samráði hafi numið 0 – 1.314
millj. kr. á árunum 1996-2001 miðað við þau gögn sem við höfum undir höndum og
að ítarlegri upplýsingar þurfi til þess að komast að niðurstöðu um hvar á þessu
bili ábati af samráði hafi verið.“
Stefndu í máli þessu lögðu fram 19.
mars 2007, annars vegar beiðni um dómkvaðningu yfirmatsmanna vegna
fyrrgreindrar matsgerðar og hins vegar beiðni um dómkvaðningu manna til að
leggja mat á tiltekin atriði um ávinning af brotum olíufélaganna sem ekki komu
til skoðunar í fyrri matsgerðum. Ágreiningur reis um það hvort verða ætti við
þessum beiðnum, en að honum leystum voru hagfræðingarnir Guðrún Johnsen og Gylfi
Zoëga og endurskoðandinn Þorsteinn Haraldsson dómkvödd til að semja
yfirmatsgerð og Guðrún Johnsen og Gylfi Zoëga dómkvödd til að semja matsgerð.
Yfirmatsmenn luku störfum með yfirmatsgerð, dags. 28. september 2008. Þá
skiluðu matsmenn af sér matsgerð 3. október 2008. Þessar matsgerðir voru lagðar
fram í fyrrgreindu máli 10. október 2008.
Í yfirmatsgerðinni var matsspurningum
svarað í tólf liðum. Lutu þessir liðir einstökum þáttum í matsgerðum þeirra
Guðmundar og Heimis. Segja má að meginniðurstöður yfirmatsgerðarinnar séu þær
að rökrétt hafi verið fyrir samkeppnisyfirvöld að nota þróun einingaframlegðar
við útreikning á ávinningi olíufélaganna af samráði. Val á samanburðartímabilum
hafi falið í sér vanmat á ávinningi þar sem samráð hafi einnig verið viðhaft á
fyrra tímabilinu. Með staðvirðingu hafi verið tekið tillit til kostnaðaráhrifa,
áhrifa hagvaxtar á verðlagningu og
almenna verðlagsþróun til að gera framlegðina samanburðarhæfa milli ára. Ekki
sé ástæða til að ætla að niðurstöður um ávinning félaganna af samráði séu í
veigamiklum atriðum rangar eða gallaðar vegna þess að ekki hafi verið tekið
tillit til þess að markaðshegðun sé mismunandi eftir kaupendum og einstökum
vöruflokkum. Ekki sé heldur rétt að draga fastan kostnað svo sem
fjármagnskostnað frá einingaframlegð við mat á ávinningi af samráði. Sama gildi
um kortaafslætti. Þá segir í yfirmatsgerð að hækkun einingaframlegðar 1996 og
1997 og hærri einingaframlegð á bensíni árin 1996-2001 hafi haft í för með sér
að hagur viðskiptavina rýrnaði og hagur fyrirtækjanna batnaði. Ekki sé hægt að
tala um skekkjumörk í því samhengi, eins og gert hafi verið í matsgerð.
Útreikningur á einingaframlegð sé gerður með þeim gögnum sem liggi fyrir og
ekki sé um að ræða tölfræðilegar ályktanir á grundvelli úrtaks. Þess vegna eigi
að nota alla viðbótarframlegð á tímabilinu 1996 til 2001, sem hafi verið
staðvirt, við útreikning á ávinningi, hvort sem viðbótin sé lítil eða mikil. Þá
er vísað til þess að staðvirðing einingaframlegðar með vísitölu neysluverðs
leiðrétti fyrir áhrifum almennrar efnahagsþróunar á einingaframlegð vegna þess
að hagrænir þættir hafi áhrif á verðlagningu á öllum mörkuðum. Samráð hafi hins
vegar staðbundin áhrif og því séu miklar líkur á því að hækkun
einingaframlegðar á markaði fyrir bensín og olíu á tímabilinu 1996 til 2001
eigi rætur að rekja til aukins samráðs. Að lokum fjalla matsmenn um spurningu í
matsbeiðni þar sem óskað var álits á því hvort það væri hafið yfir vafa í ljósi
atvika málsins og almennra niðurstaðna fræðimanna um ábata af samráði að
olíufélögin hafi haft ávinning af samráðinu. Í svari yfirmatsmanna er vísað til
almennra forsendna um að fyrirtæki stilli ekki saman strengi nema að hafa af
því ávinning. Með vísan til þessa, gagna málsins sem og athugasemda lögmanna
olíufélaganna var það mat yfirmatsmanna að olíufélögin „hafi haft fjárhagslegan
ávinning af samráði sín í milli“.
Í undirmatsgerð Guðrúnar og Gylfa frá
3. október 2008 er leitast við að svara matsspurningum stefndu í máli þessu í
átta liðum. Meginniðurstöður matsmanna voru á þá leið að kjöraðstæður til
samráðs um verð hefðu ríkt á olíumarkaði á Íslandi á tímabilinu 1993 til 2001.
Ekki væri heldur unnt að koma auga á þætti í rekstrarumhverfi olíufélaganna sem
hafi gert þeim erfitt fyrir að ná markmiðum samráðs sem hafi komið fram í
hækkun einingaframlegðar vegna hærra verðs. Þá sé ekki fræðilega forsvaranlegt
að halda því fram að samráðið hefði haldist svo lengi sem raun bar vitni ef
ávinningurinn hafi verið minni háttar eða óviss. Í matsgerðinni er síðan gerð
grein fyrir niðurstöðu matsmanna um ávinning olíufélaganna af sölu á bensíni
annars vegar og gasolíu og svartolíu hins vegar, sem fundin var út með því að
bera saman framlegð þeirra við sölu á þessum vörum á árunum 1993 til 2001 við
þá framlegð sem samkeppnisverð hefði fært þeim. Einingaframlegð á Alaskamarkaði
var þá notuð við útreikning á samkeppnisverði. Fram kemur í matsgerðinni að
staðvirt framlegð sem olíufélögin hafi haft af viðskiptum sínum með bensín á
þessu tímabili, umfram þá framlegð sem samkeppnisverð hefði fært þeim, fæli í
sér ávinning af samráði þeirra. Varð það niðurstaða matsmanna að einingaframlegð
olíufélaganna allra vegna viðskipta með bensín hefði verið 9,1 milljarður króna
umfram þá 14 milljarða króna sem samkeppnisverð hefði fært þeim á verðlagi
ársins 2001. Á sama hátt komust matsmennirnir að þeirri niðurstöðu að
einingaframlegð félaganna vegna sölu á gasolíu á tímabilinu hefði verið 6,8
milljarðar króna umfram þá 18,9 milljarða sem samkeppnisverð hefði fært þeim.
Þá hefði einingaframlegð við sölu á svartolíu verið 2,99 milljarðar króna
umfram þá 5,7 milljarða króna sem samkeppnisverð hefði fært þeim.
Matsmenn fjalla síðan um matsspurningu
er laut að ávinningi olíufélaganna af skiptisölu þar sem óskað var eftir mati á
því hvort sá ávinningur hefði verið verulegur í samanburði við umfang
skiptisölu félaganna, hvort hún hefði leitt til hærri framlegðar eða komið í
veg fyrir lækkun hennar. Varð það niðurstaða matsmanna að ávinningur
olíufélaganna af skiptisölu hafi verið verulegur í samanburði við umfang hennar
og komið fram í hærri einingaframlegð vegna hærra verðs. Matsmenn svara enn
fremur spurningu um líkurnar á því, að ávinningur olíufélaganna af samráði hafi
ekki numið lægri fjárhæð en sektarárkvörðun áfrýjunarnefndar, á þá leið að
yfirgnæfandi líkur séu á því að ávinningur félaganna hafi ekki numið lægri
fjárhæðum en 900 milljónum króna í tilviki stefnanda, 700 milljónum króna í
tilviki Olíuverzlunar Íslands hf. og 450 milljónum króna í tilviki Skeljungs
hf. Að lokum telja matsmenn að tjón samfélagsins í heild af samráði
olíufélaganna 1993 til 2001 hafi verið meira en sem nemur ávinningi félaganna
sjálfra af samráðinu. Það helgist ekki aðeins af hærra verði til neytenda,
heldur dragi yfirverðlagning úr velferð þeirra og neysla dragist saman. Þetta
komi t.d. niður á byggð í strjálbýli.
Á dómþingi 21. janúar 2009 kröfðust
olíufélögin þess sameiginlega að dómkvaddir yrðu yfirmatsmenn vegna
síðastnefndrar undirmatsgerðar. Samhliða þessu kröfðust félögin dómkvaðningar á
matsmönnum til þess að meta ávinning olíufélaganna af ætluðu samráði ef
tímabilið 1996 til 2001 hefði verið borið saman við tímabilið 2002 til 2004
miðað við útreikninga samkeppnisráðs. Hagfræðingarnir Gunnar Haraldsson, Katrín
Ólafsdóttir og Ólafur Ísleifsson voru dómkvödd 25. febrúar 2009 sem
yfirmatsmenn. Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Haraldsson, löggiltur
endurskoðandi, voru dómkvaddir 29. apríl sama ár til að gera síðarnefndu
matsgerðina.
Yfirmatsgerð er dagsett 11. mars 2011
og lögð fram í þinghaldi 10. maí sama ár. Þar er einkum fjallað um þá aðferð,
sem beitt var í undirmatsgerð, að styðjast við olíumarkaðinn í Alaska til að
finna samkeppnisverð í því skyni að bera saman við framlegð olíufélaganna 1993
til 2001. Í lok yfirmatsgerðarinnar eru meginniðurstöður hennar dregnar saman á
eftirfarandi hátt:
Telja má að
olíumarkaðurinn í Alaska sé um suma þætti samanburðarhæfur við þann íslenska.
Það eru fleiri aðilar á markaði í Alaska en hér á landi, en í raun má segja að
markaðurinn sé nær fákeppnismarkaði en samkeppnismarkaði. Rannsóknir
bandarískra yfirvalda hafa ekki leitt í ljós verðsamráð á Alaskamarkaði. Þá er
flutningskostnaður þar tiltölulega hár líkt og hér á landi. Alaskamarkaður ber
með sér ýmsa þætti áþekka hinum íslenska, og má í því sambandi nefna dreifða
byggð, svipað tekjustig kaupenda olíunnar og norðlæga legu landsvæðanna beggja.
Veigamikill munur milli þessara tveggja markaða liggur m.a. í því að Alaska er
olíuframleiðsluríki en Ísland ekki. Fleiri þætti mætti nefna, t.d. er olía
notuð til húshitunar og ýmissar framleiðslu í Alaska en á Íslandi er notaður
jarðhiti og vatnsorka í því skyni.
Við mat á ávinningi af samráði kemur til
greina sem ein aðferð meðal annarra að bera samráðsmarkaðinn við sambærilegan
markað þar sem ekkert samráð á sér stað. Ekki þykir fært að ræða um „réttan“
eða „rangan“ samanburð í því sambandi, heldur snýst raunhæfur samanburður um að
velja markað þar sem aðstæður sem ráða verði eru sem líkastar auk þess að
tryggt sé að ekki sé um samráð að ræða á samanburðarmarkaðnum. Alaska verður
seint talinn fullkominn samanburðarmarkaður í ljósi þeirra þátta sem greina
hann frá íslenskum markaði, enda slíkur markaður ekki til. Samanburður milli
markaða hlýtur ávallt að sæta gagnrýni og heppilegast er að beita fleiri en
einni aðferð við mat á ávinningi af verðsamráði. Ef á annað borð er beitt
þeirri aðferð að bera saman markaði til að leitast við að finna áhrif samráðs á
verð kemur til álita að nota Alaska sem viðmiðun að því gefnu að unnt sé að
taka tillit til ólíkra aðstæðna og þátta sem áhrif hafa á verðmyndun. Það að
velja Alaska til samanburðar getur veitt vísbendingar um áhrif samráðsins án
þess að hægt sé að fullyrða að sá samanburður sé tölulega nákvæmur eða réttur í
þeim skilningi að ekki sé hægt að deila á niðurstöðuna sökum ólíkra aðstæðna á
mörkuðunum tveimur.
Matsgerð Ólafs Ísleifssonar og
Þorsteins Haraldssonar frá 17. nóvember 2011 var lögð fram í þinghaldi 12.
janúar 2012 ásamt yfirmatsgerð í öðru máli sem olíufélögin áttu hlut að. Í
matsgerðinni kemur fram að lagt hafi verið fyrir matsmenn að gera sömu
útreikninga og samkeppnisyfirvöld á grundvelli talnagagna viðmiðunartímabilsins
2002 til 2004. Eins og gert hafi verið í skýrslu samkeppnisráðs sé
einingaframlegð reiknuð á föstu verðlagi ársins 2001 miðað við vísitölu
neysluverðs. Varð það niðurstaða matsmanna að með þeim aðferðum og forsendum
sem lagðar væru til grundvallar hefði reiknaður ávinningur af samráði, þegar
tímabilið 1996 til 2001 væri borið saman við tímabilið 2002 til 2004, verið
neikvæður um 1.996 milljónir króna. Nánar tiltekið reyndist ávinningurinn
neikvæður um 2.634 milljónir króna hjá stefnanda og um 550 milljónir króna hjá
Olíuverzlun Íslands hf. en jákvæður um 1.188 milljónir króna hjá Skeljungi hf.
Aðalmeðferð í fyrrgreindu máli
olíufélaganna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu fór fram 29.
febrúar 2012. Dómur var kveðinn upp í málinu 22. mars sama ár. Þar var fallist
á kröfu olíufélaganna þess efnis að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála
nr. 3/2004 yrði felldur úr gildi. Samkeppniseftirlitið og íslenska ríkið
áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar Íslands 21. júní 2012. Með dómi réttarins 31.
janúar 2013 í málinu nr. 437/2012 var málinu vísað frá héraðsdómi vegna
annmarka á málatilbúnaði olíufélaganna. Olíufélögin höfðuðu að nýju mál gegn
stefndu 30. júlí 2013.
III.
1. Málsástæður og lagarök stefnanda
Stefnandi reisir aðalkröfu sína um að
fella beri úrskurð áfrýjunarnefndar úr gildi á því að málsmeðferð
samkeppnisyfirvalda hafi verið háð slíkum annmörkum að óhjákvæmilegt sé að
fallast á þá kröfu. Stefnandi rökstyður kröfuna í fyrsta lagi með því að brotið
hafi verið á andmælarétti stefnanda við meðferð málsins, í öðru lagi að
málsmeðferðin hafi verið andstæð reglum um réttláta málsmeðferð þar sem málið
hafi verið í senn til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu, og í
þriðja lagi að rannsókn málsins hafi verið ábótavant, einkum að því er lúti að
mati á ávinningi olíufélaganna af samráðinu.
Um fyrstu málsástæðuna vísar stefnandi
til þess að í frumathugun Samkeppnisstofnunar hafi ávinningur olíufélaganna af
samráði verið fundinn út með svokallaðri „fyrir og eftir“ aðferð þar sem tvö viðmiðunartímabil hafi verið
borin saman. Stefnandi kveðst hafa kannað tölulegan útreikning og forsendur sem
samkeppnistofnun hafi lagt til grundvallar. Niðurstaðan hafi orðið sú að
samanburður á tímabilunum 1995-1997 annars vegar og 1998-2001 hins vegar benti
ekki til ávinnings af samráði. Samkeppnisráð hafi ákveðið einhliða að lengja
eldra tímabilið aftur til ársins 1993, en yngra tímabilið til ársins 1996.
Stefnanda hafi ekki gefist tækifæri á því að koma að andmælum sínum við hinar
breyttu forsendur áður en samkeppnisráð tók ákvörðun í málinu.
Stefnandi
telur að áfrýjunarnefndin hafi ekki tekið með réttum hætti á þessum annmarka á
meðferð málsins. Hafi nefndin leitast við að réttlæta þá breytingu sem gerð
hafi verið á aðferðinni með ófullnægjandi rökstuðningi. Þar hafi meðal annars
verið á því byggt að breytingin hafi ekki falið í sér grundvallarbreytingu á
þeirri aðferðafræði sem beitt hafi verið í frumathugun. Stefnandi telur að
öllum ætti að vera ljóst að andmælarétturinn varði ekki einungis aðferðafræðina
sem slíka. Þá blasi við að val á viðmiðunartímabilum sé ekki eingöngu útfærsla
á aðferðafræði sem engu máli hafi skipt fyrir andmæli stefnanda. Andmælin
ráðist að miklu leyti af því hvaða tvö tímabil séu borin saman enda forsendur í
rekstri félaganna mismunandi eftir tímabilum. Á því er byggt af hálfu stefnanda
að samkeppnisráð hafi tekið ákvörðun í málinu án þess að stefnandi hafi fengið
að tjá sig um aðferðir samkeppnisyfirvalda við útreikninga á meintum ávinningi
af samráði. Það feli í sér augljóst brot á andmælareglu stjórnsýsluréttarins.
Stefnandi telur engu máli skipta í því sambandi þótt stefnanda hafi gefist
kostur á að gagnrýna breytinguna og útreikninginn fyrir áfrýjunarnefndinni.
Ákvörðunin sé eftir sem áður haldin efnislegum annmarka og úr honum verði ekki
bætt. Annmarki á stjórnsýslumeðferð máls leiði til ógildingar úrlausna
stjórnvalda. Því beri að fella úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr.
3/2004 úr gildi að því er stefnanda varði.
Stefnandi
byggir jafnframt á því að 1. mars 2002 hafi hann tilkynnt Samkeppnisstofnun að
hann væri fús til að ganga til samstarfs við stofnunina með það að markmiði að
upplýsa, án tillits til afleiðinga, alla málavexti um ætluð brot félagsins á
samkeppnislögum. Með bréfi 5. sama mánaðar hafi verið fallist á þá beiðni. Í
bréfinu hafi stefnanda jafnframt verið tilkynnt að hann gæti vænst allt að 50%
afsláttar af hugsanlegri sekt að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Fyrir
liggi að fjöldi starfsmanna stefnanda hafi komið að málinu með einum eða öðrum
hætti. Meðan sumir starfsmenn hafi gefið munnlegar skýrslur hjá
samkeppnisyfirvöldum hafi aðkoma annarra takmarkast við upplýsingagjöf.
Stefnandi hafi hins vegar haft réttarstöðu sakbornings í lögreglurannsókn sem
hófst í september 2003 vegna ætlaðra brota gegn samkeppnislögum ásamt 12
starfsmönnum félagsins. Stefnandi bendir á að þegar rannsókn lögreglunnar hófst
hafi stefnandi ekki verið búinn nema að afar takmörkuðu leyti að tjá sig um
efnisatriði málsins á stjórnsýslustigi. Þrátt fyrir mikla réttaróvissu hafi
stjórnvöld ákveðið að rannsaka málið á tveimur stöðum samtímis án þess að gæta
að þessu. Ekki hafi verið lagt bann við því í þágildandi samkeppnislöggjöf að
gögn eða upplýsingar, sem samkeppnisyfirvöld höfðu aflað, yrðu afhent lögreglu.
Fyrir vikið telur stefnandi að réttur til sanngjarnrar og réttlátrar
málsmeðferðar í stjórnsýslumálinu hafi verið fótum troðinn. Nánar er á því
byggt að þessi aðstaða hafi leitt til þess að útilokað hafi verið fyrir hann að
nýta sér rétt sinn til andmæla að því marki sem lög geri ráð fyrir. Máli sínu
til stuðnings bendir stefndi á að upplýsingar, sem hann veitti
samkeppnisyfirvöldum í tengslum við rannsókn þeirra, hafi verið lagðar til
grundvallar ákæru á hendur forstjóra stefnanda auk forstjórum hinna
olíufélaganna. Slík málsmeðferð standist enga skoðun. Enda hafi Hæstiréttur
Íslands staðfest úrskurð héraðsdóms um frávísun máls á hendur forstjórunum,
sbr. dóm Hæstaréttar 16. mars 2007, í máli nr. 92/2007.
Um
aðra málsástæðu stefnanda fyrir aðalkröfu hans um ógildingu úrskurðar
áfrýjunarnefndar vísar stefnandi til þess að ætluð brot stefnanda hafi verið
rannsökuð samtímis af samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Stefnandi telur að það
fái ekki staðist þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við
mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, þar sem lagt sé bann við
tvöfaldri saksókn. Byggir hann á því að samkeppnisyfirvöldum hafi borið að
hætta rannsókn málsins þegar lögreglurannsókn hafi hafist. Bendir stefnandi á að
í báðum tilvikum sé markmið rannsóknanna að ná fram refsingu eða refsikenndum
viðurlögum, sem verði að fullu jafnað til refsingar á hendur þolendum
rannsóknanna. Stefnandi bendir á að vegna inntaks 7. gr. samningsviðauka
mannréttindasáttmála Evrópu geti einungis annar rannsóknaraðilinn náð fram
refsingu. Af því leiði að samhliða rannsókn tveggja opinberra rannsóknaraðila á
sama máli feli í sér hættu á tvöfaldri saksókn og tvöfaldri refsingu. Þá leiði
fyrirsjáanlega af því að margvísleg vandamál komi upp í framkvæmdinni. Hvað sem
öðru líði telur stefnandi alveg ljóst að sú málsmeðferð sem viðhöfð hafi verið
í máli þessu hafi brotið í bága við rétt stefnanda til réttlátrar málsmeðferðar
og því hafi borið að fella málið niður áður en til ákvörðunar kom.
Stefnandi
rökstyður þá málsástæðu sína, að rannsókn samkeppnisyfirvalda hafi verið
ábótavant, með tilvísun til þess að nauðsynlegt hafi verið að beita nákvæmari
aðferðum til að komast að réttri niðurstöðu um hvort og þá hve mikill
ávinningur stefnanda af samráði við hin olíufélögin hafi verið. Nefndin hafi
kveðið upp úrskurð á árinu 2005 og því verið í lófa lagið að kanna hver
reiknaður ávinningur hafi verið ef meint samráðstímabil 1996-2001 væri borið
saman við tímabil að samráði loknu, t.d. 2002-2004, eða styttra tímabil, í stað
þess að nota sömu aðferð með viðmiðunartímabilið 1993-1995. Áfrýjunarnefnd
samkeppnimála hafi komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að leiðrétta
útreikning á reiknuðum ávinningi með tilliti til þriggja þátta. Í ljósi þessa
hafi nefndinni að sjálfsögðu borið að kanna þessa þætti til hlítar og meta
hvaða áhrif hver þeirra hefði til leiðréttingar fyrir sérhvern stefnanda. Í
forsendum nefndarinnar sé ekki unnt að sjá merki þess að þetta hafi verið
skoðað sérstaklega þó fram komi að tekið hafi verið tillit til þessa. Að þessu
leyti hafi samkeppnisyfirvöld brugðist rannsóknarskyldu sinni í málinu.
Varakrafa
stefnanda um niðurfellingu sekta er á því reist að brot hans séu fyrnd. Bendir
hann á að ekki hafi verið ákvæði um fyrningu brota í samkeppnislögum nr.
8/1993. Af því leiði að reglur um fyrningu í almennum hegningarlögum nr.
19/1940, með síðari breytingum, eigi við í málinu. Samkvæmt 1. mgr. 81. gr.
laganna fyrnist sök á tveimur árum þegar ekki liggi þyngri refsing við broti en
eins árs fangelsi eða refsing sem til er unnið fari ekki fram úr sektum. Þar
sem ekki liggi þyngri refsing við broti gegn ákvæði 52. gr. laga nr. 8/1993 en
sekt, fyrnist brot gegn bannákvæðum laganna, á tveimur árum.
Stefnandi
tekur fram að með 5. gr. laga nr. 39/2000 hafi verið bætt inn nýju ákvæði, þ.e.
4. tölulið þar sem kveðið hafi verið á um að fyrningarfrestur vegna
refsiábyrgðar lögaðila væri fimm ár. Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 82. gr.
almennra hegningarlaga teljist fyrningarfrestur frá þeim degi er refsiverðum
verknaði eða refsiverður athafnaleysi hafi lokið. Fyrir liggi að rannsókn
samkeppnisstofnunar hafi náð aftur til ársins 1993. Miðað sé við að brotunum
hafi lokið við húsleit samkeppnisstofnunar 18. desember 2001. Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hafi lagt til grundvallar að þá hafi fyrning brotanna rofnað.
Stefnandi lýsir sig alfarið ósammála túlkun nefndarinnar og telur fyrningu ekki
hafa getað rofnað fyrr en honum hafi verið tilkynnt um ákvörðun samkeppnisráðs
hinn 29. október 2004. Máli sínu til stuðnings bendir stefnandi á að í
íslenskum rétti sé gert ráð fyrir því að í undantekningartilvikum geti
stjórnvöld kveðið á um refsiviðurlög, þ.e. sektir. Í slíkum tilvikum gildi ekki
almennar reglur um rof í opinberum málum enda aðstaðan ólík að því leyti að hvorki
sé um að ræða sjálfstæðan rannsóknaraðila og saksóknara né heldur hlutlausa
dómstóla, heldur taki stjórnvaldið sjálft endanlega ákvörðun um refsingu. Í
þeim tilvikum gildir sérregla 3. málsl. 4. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga
þar sem segi að þegar lög heimili stjórnvaldi endranær að kveða á um refsingu
fyrir brot rofni fresturinn þegar stjórnvaldið saki mann um slíkt brot.
Stefnandi
telur að túlka beri regluna svo að þegar stjórnvaldi hefur verið falið að
ákveða viðurlög í formi sekta geti einungis hlutaðeigandi stjórnvald rofið
fyrningarfrest gagnvart þeim er stjórnvaldið hyggst refsa. Önnur stjórnvöld,
hversu nátengd sem þau kunna að vera hinu valdbæra stjórnvaldi, geti ekki rofið
fyrningarfrestinn. Stefnandi mótmælir alfarið túlkun áfrýjunarnefndar um þetta
atriði sem hafi lagt til grundvallar að fyrning rofni þegar stjórnvald á
samkeppnissviði saki viðkomandi með skýrum og sannanlegum hætti um tiltekið
brot. Stefnandi undirstrikar að í hinu tilvitnaða ákvæði sé ekki gert ráð fyrir
að aðgerðir annarra stjórnvalda en þess sem tekur endanlega ákvörðun um
refsingu geti rofið fyrningu. Aðkoma samkeppnisráðs hafi því verið nauðsynleg
til að rjúfa fyrningarfrestinn. Um tvö aðskilin stjórnvöld sé að ræða sem hafi
lögum samkvæmt ólíku hlutverki að gegna. Samkeppnisráð sé sjálfstætt
stjórnvald, en mælt sé fyrir um hlutverk þess í 2. mgr. 5. gr. samkeppnislaga
nr. 8/1993 sem og reglugerð nr. 922/2001 um málsmeðferð samkeppnisyfirvalda.
Því sé meðal annars falið að taka ákvarðanir um fjárhæð og álagningu stjórnvaldssekta,
sbr. 52. gr. laganna. Heimildir ráðsins til að leggja sektir á lögaðila séu
óframseljanlegar. Samkeppnisstofnun sé sjálfstæð ríkisstofnun sem hafi heyrt
undir viðskiptaráðherra. Hafi stofnunin margvíslegu hlutverki að gegna á sviði
samkeppnismála, sbr. 8. gr. samkeppnislaga. Samkeppnisstofnun sé þó aldrei
heimilt að leggja stjórnvaldssektir á aðila máls. Leggur stefnandi áherslu á að
náin samvinna ráðsins og stofnunarinnar geri það ekki að verkum að um eitt og
sama stjórnvaldið sé að ræða í skilningi 4. mgr. 82. gr. almennra
hegningarlaga.
Stefnandi
kveður einu aðkomu samkeppnisráðs að máli stefnanda hafa verið þegar ráðið tók
ákvörðun nr. 21/2004 28. október 2004. Í ákvörðuninni hafi stefnandi verið
sakaður um að hafa gerst brotlegur gegn 10. gr. samkeppnislega og honum gert að
greiða sekt á grundvelli 52. gr. samkeppnislaga. Á því er byggt í málinu að
fyrning hafi fyrst rofnað þegar ákvörðunin barst til vitundar stefnanda daginn
eftir eða 29. sama mánaðar.
Í
þrautavarakröfu stefnanda er þess krafist að sektin verði lækkuð verulega.
Krafan byggist einkum á því að samkvæmt gildandi sektarheimildum hafi borið að
sanna ávinning af samráði ef samkeppnisyfirvöld höfðu hug á því að beita
veltutengdum viðurlögum eða sektum umfram 40 milljónir. Stefnandi telur þá
sönnun ekki hafa tekist enda hafi Samkeppnisstofnun, í tilraunum sínum til þess
að sanna ávinning, beitt röngum forsendum og gert umfangsmikil mistök við
útreikninga sína. Ávinningur sé því með öllu ósannaður og verði stefndi,
Samkeppniseftirlitið, að bera hallann af þeim sönnunarskorti. Stefnandi telur
að meintur ávinningur sé hið minnsta mun lægri en samkeppnisyfirvöld hafi
haldið fram og því verði að lækka sektarfjárhæðina verulega. Lögð sé áhersla á
ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í málinu
hafi verið afar íþyngjandi gagnvart stefnanda í skilningi stjórnsýsluréttar og
því hafi borið að beita vægasta úrræði sem völ hafi verið á til þess að ná
markmiði sektanna á grundvelli meðalhófsreglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ekki
verði séð að tekið hafi verið mið af reglunni við ákvörðunartökuna.
Til
nánari rökstuðnings á þessari málsástæðu vísar stefnandi til þess í fyrsta lagi
að þeir alvarlegu annmarkar sem hafi verið á rannsókn samkeppnisyfirvalda og
brot þeirra á málsmeðferðarreglum eigi að leiða til lækkunar á sektunum.
Stefnandi áréttar að ákvæði 52. gr. laga nr. 8/1993 hafi gilt um ákvörðun sekta
í málinu, en ekki sama grein eins og henni hafði verið breytt með lögum nr.
107/2000. Sú niðurstaða sé í samræmi við afstöðu samkeppnisyfirvalda. Í 52. gr.
laga nr. 8/1993 hafi verið gerðar gríðarlega ríkar kröfur til
samkeppnisyfirvalda um skilyrði og þau takmörk sem því voru sett við
sektarákvörðun. Við sektarákvörðun á grundvelli ákvæðisins skyldi til að mynda tekið
tillit til þess skaða sem samkeppnishömlur hefðu valdið og þess ávinnings sem
þær höfðu haft í för með sér. Bar samkeppnisyfirvöldum jafnframt að sanna ábata
af samráðinu og sér í lagi að hann hafi numið hærri fjárhæð en 40 milljónum.
Á
grundvelli þessa og þeirrar aðferðafræði áfrýjunarnefndar samkeppnismála að
sannaður ávinningur væri ráðandi viðmið við sektarákvörðum telur stefnandi
alveg ljóst að samkeppnisyfirvöld hafi þurft að sanna ávinning af samráði með
óyggjandi hætti hafi þau ætlað að beita heimild til að veltutengja viðurlög.
Máli sínu til stuðnings bendir stefnandi á að séu ákvarðanir sem teknar hafi
verið í gildistíð 52. gr. laga nr. 8/1993 skoðaðar megi glögglega sjá hversu
ríkar sönnunarkröfur hafi hvílt á samkeppnisyfirvöldum á grundvelli ákvæðisins.
Sem dæmi um það tilgreinir stefnandi sérstaklega ákvörðun samkeppnisráðs í máli
nr. 13/2001. Stefnandi telur af og frá að samkeppnisyfirvöld hafi leitt að
fullu í ljós ávinning af samráði í máli þessu og því hafi ekki verið fyrir
hendi skilyrði til að beita veltutengdum viðurlögum.
Stefnandi
vísar til þess að við mat á ávinningi stefnanda hafi verið stuðst við samanburð
á einingaframlegð tímabila, þ.e. árin 1993-1995 voru borin saman við árin
1996-2001. Stefnandi gerir alvarlegar athugasemdir við þá aðferðafræði
samkeppnisyfirvalda, þ.e. að taka samráðið annars vegar og hækkun
einingaframlegðar hins vegar á milli þessara tímabila og fullyrða að tenging sé
þar á milli án tilskilinnar sönnunar. Samkeppnisyfirvöld fullyrði að bein
tenging og orsakasamhengi sé á milli hækkunar einingaframlegðar og meints
samráðs. Gera verði þá kröfu til samkeppnisyfirvalda að þau sanni þessar
fullyrðingar og sýni fram á að einingaframlegðin hafi hækkað vegna einhverra
ákveðinna tilgreindra aðgerða stefnanda í samræmi við kröfur 52. gr. laga nr.
8/1993.
Fjallað
hafi verið um þessi orsakatengsl á bls. 18 í matsgerð Guðmundar Magnússonar og
Heimis Haraldssonar. Hafi það verið niðurstaða þeirra að ekki sé unnt að sýna
fram á að tiltekið orsakasamband væri milli hugsanlegra samráðsaðgerða annars
vegar og aukinnar framlegðar hins vegar. Töldu matsmenn þá aðferðafræði að miða við að öll framlegð
umfram viðmið væri til komin vegna samráðs fæli í sér of mikla einföldun. Í
þessu samhengi megi ekki heldur gleyma því að sektir samkvæmt 52. gr.
samkeppnislaga nr. 8/1993 séu refsing í skilningi 1. mgr. 6. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu. Af því leiði að öll meðferð og afgreiðsla málsins
verði að vera í samræmi við fyrirmæli 6. gr. sáttmálans, þar á meðal kröfur til
sönnunar.
Stefnandi
telur að hækkun á einingaframlegð eigi sér aðrar skýringar. Hann hafnar því
alfarið fullyrðingum þess efnis að það sé samdóma álit fræðimanna að samráð
leiði til verulegs yfirverðs. Nægi að nefna í því sambandi að fræðimennirnir
Jón Þór Sturluson og Tryggvi Þór Herbertsson hafi bent á að þeir fengju ekki
séð að framlegðaraukning, sem eigi að hafa orðið í kjölfar meints samráðs, hafi
leitt til verðhækkana olíuvara á Íslandi umfram almennar verðlagshækkanir. Þá
vísar stefnandi til rits Simon Bishop og Mike Walker, The Economics of EC
Competition Law. Stefnandi kveður framangreint jafnframt vera í samræmi við
niðurstöðu matsgerðar Guðmundar Magnússonar og Heimis Haraldssonar. Skoðun
þeirra á einingaframlegð hafi leitt í ljós að reiknaður ávinningur af bensínsölu
væri innan skekkjumarka, þar sem um 7,8% hlutfall reiknaðs ávinnings yrði að
teljast óverulegt miðað við grunnforsendur „fyrir
og eftir“ aðferðarinnar. Hafi ávinningur því í raun verið á bilinu frá 0
krónum til 1.314.000.000 króna fyrir árin 1996-2001. Stefnandi tekur fram að
umrædd matsgerð hafi lagt beint mat á útreikninga og forsendur ávinnings sem
byggt var á af hálfu stefnda.
Stefnandi
kveður matsmennina hafa staðfest í vitnaleiðslum fyrir héraðsdómi í máli nr.
E-4965/2005 að ómögulegt væri að segja til um hversu stór hluti af
framangreindri tölu væri kominn til vegna samráðs eða af öðrum ástæðum er áhrif
hafi. Þá bendir stefnandi á að tekið hafi verið sérstaklega fram í matsgerð
þeirra að sú forsenda Samkeppnisstofnunar, að hinn reiknaði ávinningur væri
eingöngu vegna samráðs, standist ekki. Hinn reiknaði ávinningur samanstandi af
ýmsum áhrifavöldum, sem samráð, fákeppni, hagvöxtur, launaþróun, gengisþróun,
verðbólga, vextir, arðsemiskrafa, hagræðing í rekstri og mörg önnur atriði hafi
áhrif á. Þetta sé jafnframt í samræmi við niðurstöður dr. Jóns Þórs Sturlusonar
og dr. Tryggva Þórs Herbertssonar sem hafi gagnrýnt að við mat á ætluðum
ávinningi af meintu samráði hafi ekki verið tekið tillit til margra annarra
þátta sem hafi áhrif á framlegðina eins og heimsmarkaðsverð, arðsemiskröfu,
þróun gengis, hagsveiflu o.fl. Hafi þeir sérstaklega tekið fram að mikill munur
gæti verið á framlegð einstakra ára vegna þróunar gengis íslensku krónunnar.
Bentu þeir á að á tímabilinu 1995-1997 hafi framlegð verið nokkuð stöðug en
farið svo óðum hækkandi á síðara tímabilinu og hrapað svo með gengi dollars á
árunum 2002-2003.
Af þessu dregur stefnandi þá ályktun
að sú forsenda, að ávinning stefnanda megi að öllu leyti rekja til samráðs,
standist enga skoðun. Samráð sé einn þáttur af mörgum sem mögulega hafi getað
haft áhrif á aukna einingaframlegð eins og samkeppnisyfirvöld hafi reiknað
hana. Það að telja aukna einingaframlegð alla stafa af ólögmætu samráði sé í
raun órökrétt og fjarstæðukennt.
Á
grundvelli þess sem rakið hafi verið telur stefnandi að hækkun
einingaframlegðar eigi sér aðrar skýringar en samráð. Þetta sjáist best þegar
borið sé saman seinna samráðstímabilið frá 1996-2001, sem er það tímabil sem
bæði samkeppnisráð og áfrýjunarnefnd samkeppnismála halda því fram að
samráðstilvik hafi verið mun alvarlegri, skipulagðari og tíðari, við tímabilið
2002-2004. Á því tímabili hafi samráði verið sannarlega lokið og nýr aðili,
Atlantsolía, kominn inn á markaðinn. Með gildum rökum megi halda því fram að
markaðsaðstæður hafi verið nær virkri samkeppni á því tímabili en öðrum. Þrátt
fyrir þetta sé framlegð félaganna mun meiri eftir að samráði lýkur, sbr.
niðurstöðu matsgerðar Ólafs Ísleifssonar lektors og Þorsteins Haraldssonar,
löggilts endurskoðanda. Af þessu eigi að vera ljóst að aðferðafræði
samkeppnisyfirvalda við útreikning á ávinningi gangi ekki upp.
Stefnandi telur að yfirmatsgerð
Guðrúnar Johnsen, Gylfa Zoëga og Þorsteins Haraldssonar hnekki á engan hátt
niðurstöðum matsgerðar þeirra Guðmundar Magnússonar og Heimis Haraldssonar.
Matsbeiðni er yfirmatið hafi byggst á hafi verið sett fram með afar leiðandi
hætti. Í matinu sé eingöngu að finna afar stutt svör sem séu almenn og nánast
órökstudd og byggð á óljósum líkum. Þá sé yfirmatið því marki brennt að hvergi
sé að finna mat á útreikningum Guðmundar Magnússonar og Heimis Haraldssonar.
Verður að skoða sönnunargildi skjalsins í því ljósi.
Að því er varði tilraunir stefnda til
að sanna ávinning með nýrri matsgerð þeirra Guðrúnar Johnsen og Gylfa Zoëga, þá
kveðst stefnandi gefa lítið fyrir þær. Stefnandi telur að það standist enga
skoðun að stefndi reyni að byggja sönnun á ávinningi eftir á, miðað við allt
aðrar forsendur en gert hafi verið í ákvörðun nr. 21/2004 og úrskurði nr.
3/2004, og feli í sér brot á stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Stjórnvald geti ekki
bætt úr annmörkum á rannsókn sinni eftir að það hafi úrskurðað í máli. Þá hafi
hinni nýju Alaskanálgun verið hafnað bæði af dómstólum og fræðimönnum. Vísar
stefnandi til dóms Hæstaréttar í svonefndu „Dögunarmáli“ nr. 151/2012 sem og
yfirmatsgerðar í svonefndu „Alcanmáli“, þar sem samanburði á íslenskum
olíumarkaði við Alaskamarkað hafi verið hafnað með öllu enda talið að
markaðirnir væru ekki samanburðarhæfir.
Á
grundvelli þess sem að framan er rakið telur stefnandi augljóst að ávinningur
sé með öllu ósannaður. Vel rökstudd niðurstaða matsmanna liggi fyrir um að
ávinningur stefnanda hafi verið 0 til 1.314 milljónir króna og hafi þeirri
niðurstöðu ekki verið hnekkt. Ekki liggi því fyrir sönnun á því að ávinningur
sé umfram 40 milljónir og því telur stefnandi ekki skilyrði til að beita
veltutengdum viðurlögum á grundvelli 52. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.
Stefnandi
rökstyður framangreinda ályktun sína nánari rökum í stefnu. Þar kemur í fyrsta
lagi fram að hin svonefnda „fyrir og eftir“ aðferð sé ekki ein og sér tæk til
að sanna ávinning stefnanda af samráðinu, enda hafi sú aðferð verið gagnrýnd
harðlega af fræðimönnum. Bendir stefnandi á niðurstöðu matsmannanna Heimis
Haraldssonar og Guðmundar Magnússonar. Undir þessa gagnrýni sé tekið í skýrslu
Emily Clark, Matt Hughes and David Wirth, „Study on the conditions of claims
for damages in case of infringement of EC competition rules“, eða svonefndri
„Ashurst skýrslu“, en um sé að ræða skýrslu sem hafi verið unnin fyrir
Evrópusambandið og samkeppnisyfirvöld hafi m.a. vísað sjálf til í
sektarákvörðunum sínum á hendur stefnanda og hinum olíufélögunum. Samkvæmt
skýrslunni sé „fyrir og eftir“ aðferðin í besta falli nothæf til að styðja
aðrar og fullkomnari aðgerðir, eins og nánar er fjallað um í stefnu.
Stefnandi
tekur fram að í þessum sérfræðigögnum komi fram þrjú atriði um „fyrir og eftir“
aðferðina sem stefnandi telji rétt að vekja athygli héraðsdóms á. Í fyrsta lagi
sé aðferðin talin henta þegar samráð vari einungis í stuttan tíma. Samráð í
þessu máli hafi verið talið vara frá 1993 til 2001, eða í 9 ár, sem
samkeppnisyfirvöld telji sjálf hafa verið mjög langan tíma. Í öðru lagi henti
þessi aðferð ekki vel nema skýr skil séu á milli brotatímabils og annars
viðmiðunartímabils. Þetta eigi engan veginn við í þessu máli, þar sem engin
skýr skil séu á milli brotatímabils og viðmiðunartímabils, enda tímabilin bæði
innan meints brotatímabils. Í þriðja lagi sé aðferðin fyrst og fremst talin
gagnast til stuðnings öðrum og fullkomnari aðferðum, en síður ein og sér.
Samkeppnisyfirvöld hafi hins vegar kosið að beita aðferðinni einni og sér.
Verði þau að bera hallann af ónákvæmni í þessu sambandi.
Til
að sýna enn frekar fram á hversu „fyrir og eftir“ aðferðin henti illa í málinu
bendir stefnandi á að ef aðferðin, miðað við forsendur samkeppnisyfirvalda, er
notuð óbreytt að öðru leyti en því að tímabilið 2002-2004 er notað til
viðmiðunar samráðstímabilinu í stað áranna 1993-1995, komi í ljós að reiknaður
ávinningur af samráði verði neikvæður hjá stefnanda um 2,6 milljarða króna á
tímabilinu. Þessi niðurstaða sé staðfest af matsmönnunum Ólafi Ísleifssyni og
Þorsteini Haraldssyni. Þetta eitt og sér sýni að mati stefnanda hversu mjög
aðferðafræði samkeppnisyfirvalda við sönnun á ávinningi sé gölluð. Heimir
Haraldsson og Guðmundur Magnússon hafi fjallað um þetta atriði í matsgerð sinni
og talið niðurstöðuna sýna hve ómarkviss aðferðin geti verið í samanburði á
tveimur ólíkum tímabilum.
Stefnandi telur að
viðmiðunartímabilið 2002-2004 sé marktækari við samanburð við tímabilið
1996-2001 en tímabilið 1993-1995, jafnvel þótt í báðum tilvikum kunni útkoman
að gefa fjarstæðukennda niðurstöðu að einhverra mati. Því til stuðnings bendir
stefnandi á að þá sé verið að bera saman þróun álagningar og framlegðar á
samráðstímabili við tímabil eftir að samráði hafi lokið, en þannig eigi að nota
„fyrir-eftir“ aðferðina.
Í
öðru lagi telur stefnandi að sú breyting sem gerð hafi verið á tímabilum í
forsendum samkeppnisráðs fyrir útreikningum sínum hafi verið sérstaklega
ámælisverð. Tölur sem kynntar hafi verið stefnendum við frumathugun, hafi verið
vegna tímabilanna 1995-1997 og svo 1998-2001 og kveður stefnandi að þær hafi
ekki bent til ávinnings af samráði. Tímabilunum hafi verið breytt í 1993-1995
og 1996-2001 að því er stefnanda virðist í þeim eina tilgangi að sýna fram á að
ávinningur væri langt umfram það sem samkeppnisstofnun hafði reiknað út og
kynnt stefnanda og hinum olíufélögunum.
Stefnandi
telur að þetta verði að telja sérstaklega alvarlegt í ljósi stóraukinnar
þýðingar sem reiknaður ávinningur hafi fengið við ákvörðun sektar hjá
áfrýjunarnefnd og enn frekar í ljósi meðalhófsreglu stjórnsýslulaga nr.
37/1993, en samkvæmt henni beri samkeppnisyfirvöldum að beita vægasta úrræði
sem völ sé á til þess að ná markmiði sekta. Einsýnt sé að vægasta úrræðinu hafi
ekki verið beitt í málinu af hálfu samkeppnisyfirvalda. Telur stefnandi að með
þessu hafi þau gerst sek um gróft brot á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar.
Í
þriðja lagi bendir stefnandi á að mistök hafi verið gerð við útreikninga
samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndar samkeppnismála á ávinningi stefnanda. Í
matsgerð Heimis Haraldssonar og Guðmundar Magnússonar hafi verið farið mjög
nákvæmlega yfir forsendur útreikninga og mat samkeppnisyfirvalda á ætluðum
ávinningi stefnanda. Hafi matsmennirnir komist að þeirri niðurstöðu að
alvarlegar villur væru í útreikningum samkeppnisyfirvalda. Vísast að mestu til
matsgerðarinnar um þessi atriði, en stefnandi telur þó rétt að gera grein fyrir
helstu mistökum:
1)
Breytingar á uppgjörsaðferðum leiði til þess að ársreikningar áranna 1993-1995
eru ekki samanburðarhæfir við nýrri ársreikninga (frá 1996-2001) sem leiðir til
umtalsverðrar skekkju, sbr. bls. 12. í matsgerð.
2)
Breyting hafi verið gerð á færslu gengismunar á árinu 2000. Ekki hafi verið
tekið tillit til þessa í útreikningum áfrýjanda sem leiði af sér umtalsverða
skekkju á niðurstöðum og ofmati á reiknuðum ávinningi, sbr. bls. 13 í matsgerð.
3)
Fjárhæðir í skýrslu Samkeppnisstofnunar hafi ekki verið bornar saman við
ársreikninga með þeim afleiðingum að nokkuð vanti upp á að allir bókhaldsliðir
sem tilheyri viðkomandi tekjuliðum séu meðtaldir, sbr. bls. 12 í matsgerð.
4)
Samkeppnisstofnun hafi tilgreint tekjur af sölu fljótandi eldsneytis of lágar
og þar af leiðandi hafi framlegð verið vanmetin á árunum 1993-1995: Þetta
vanmat leiði síðan til ofmats á reiknuðum ávinningi áranna 1996-2001, sbr. bls.
12-13 í matsgerð.
5) Ekki hafi verið tekið tillit til þess að
sölulaun á milli deilda félagsins hafi á árunum 1993-1995 verið færð til
lækkunar á tekjum af seldum vörum, en þetta hafi þýtt að tekjur hafi verið
færðar á bensínstöðvarnar sjálfar, en umræddar tekjur hafi verið færðar til
lækkunar tekna hjá stefnanda. Af því leiði að tölurnar fyrir tímabilið
1993-1995 séu engan veginn sambærilegar við tölur frá seinna tímabili.
6)
Ekki hafi verið tekið tillit til kortaafslátta til viðskiptavina fyrir seinna
tímabil, sem veki furðu þar sem tekið hafi verið tillit til sambærilegs
afsláttar fyrir fyrra tímabil, sem verði að teljast algjörlega óskiljanlegt,
enda hafi matsmenn gert athugasemd við þetta, sbr. bls. 13-14 í matsgerð.
7)
Rekstur stefnanda hafi tekið miklum breytingum á matstímabili og því ekki unnt
að leggja ávöxtun eigin fjár fyrirtækis til grundvallar eins og hún birtist í
ársreikningi, sbr. bls. 8 í matsgerð.
Matsmenn
benda á að mat á heildarávinningi sé 685 milljónum króna of hátt eingöngu á
grundvelli þessara mistaka miðað við óbreyttar forsendur áfrýjanda. Stefnandi
telur að ef stefndi, Samkeppniseftirlitið, ætli sér að sanna meintan ávinning
þá verði að minnsta kosti að leiðrétta þessi augljósu mistök.
Stefnandi
byggir þrautavarakröfu sína einnig á því að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi
átt að veita sér helmingsafslátt af grunnsekt, kæmi til sekta á annað borð,
vegna veittrar aðstoðar við að upplýsa málið. Vísar stefnandi um þetta til
heimildar í 2. málsl. 2. mgr. 52. mgr. þágildandi samkeppnislaga, sbr. 17. gr.
laga nr. 107/2000 og reglna nr. 397/2002. Á því er byggt að stefnandi hafi
uppfyllt öll skilyrði til að fá afslátt af grunnfjárhæð sekta. Stefnandi hafi
gert allt sem í hans valdi hafi staðið til að upplýsa málið í samvinnu við
Samkeppnisstofnun. Áfrýjunarnefnd taki fram í forsendum sínum að aðstoð
stefnanda hafi fullnægt skilyrðum fyrir lækkun sekta auk þess sem fram komi að
félagið hafi gert sitt ítrasta til að tryggja sem besta upplýsingagjöf
starfsmanna. Þrátt fyrir þetta hafi stefnanda ekki verið veittur
helmingsafsláttur af grunnfjárhæð sektar líkt og reglur heimili. Rökstuðningur
stefnda fyrir því að veita ekki hærri afslátt hafi verið að fyrir hendi væru
„viss tilvik þar sem starfsmenn OHF hafi ekki gefið fullnægjandi skýringar á
gögnum“. Ekki sé leitast við að rökstyðja þetta frekar í úrskurðinum. Stefnandi
telur framangreint sjónarmið við ákvörðun afsláttar ómálefnalegt. Hvað sem öðru
líði eigi sjónarmiðið hvorki stoð í lögum né lögskýringargögnum. Áherslan sé
fyrst og fremst á samvinnu fyrirtækis sem lögaðila, hvenær fyrirtækið leggi
fram sönnunargögn og þýðingu gagnanna. Ekki sé minnst einu orði á að einstaka
ófullnægjandi skýringar einstakra starfsmanna á einstaka gögnum geti valdið því
að afsláttur sektar minnki. Nánar sé á því byggt að áfrýjunarnefndin hafi lagt
ómálefnalegt sjónarmið til grundvallar sektarákvörðun að því er varði þann þátt
hennar er lúti að afslætti af grunnfjárhæð. Leiði annmarkinn ekki til
ógildingar á ákvörðun stjórnvaldssektar beri að veita stefnanda helmingsafslátt
af grunnfjárhæð sektar komi til hennar í málinu.
Stefnandi
rökstyður fjárkröfu sína á hendur stefnda, íslenska ríkinu, á þann veg að hann
hafi greitt sekt samkvæmt úrskurðarorði áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr.
3/2004 frá 29. janúar 2005 með fyrirvara um lögmæti hennar. Verði fallist á
aðalkröfu stefnanda um ógildingu úrskurðar eða varakröfu um niðurfellingu
sektar beri stefnda, íslenska ríkinu, með vísan til almennra reglna kröfuréttar
og ólögfestra reglna um endurgreiðslu ofgreidds fjár, að endurgreiða stefnanda
umrædda fjárhæð. Í báðum tilvikum sé þess krafist að fjárhæðin beri vexti
samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu með
lögjöfnun frá ákvæðum laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og
gjalda. Í því sambandi bendir stefnandi á að enda þótt lagafyrirmæli séu ekki
skýr um það með hvaða hætti beri að haga endurgreiðslu í þeim tilvikum þegar
stjórnvaldssekt hefur verið ofgreidd, vegna atvika sem varði stjórnvöld, eigi
þau sjónarmið sem búi að baki lögum nr. 29/1995 fullum fetum við í málinu. Af
því leiði að beita beri ákvæðum 1. og 2. gr. laganna með lögjöfnun varðandi
skyldu stefnda, íslenska ríkisins, til að greiða vexti af því fé sem stefnandi
hefur greitt í stjórnvaldssekt umfram lagaskyldu.
Til
stuðnings þessu sjónarmiði bendir stefnandi á að dómstólum sé heimilt að beita
þeirri efnisreglu sem leidd verði af lagaákvæði með túlkun um eðlislík eða
sambærileg tilvik, sem ekki falli undir regluna, enda verði talið að aðrar
réttarheimildir geti ekki átt við um tilvikið og ljóst þyki að ekki standi
mikilvæg lagarök eða meginreglur til þess að um tilvikið sé fjallað í öðrum
réttarheimildum, einkanlega í settum lögum. Vísar stefnandi enn fremur til
frumvarps sem varð að lögum nr. 29/1995, en þar segi að með lögunum sé lögfest
sú meginregla að gjaldandi, sem hafi ofgreitt skatta eða gjöld, eigi rétt á
endurgreiðslu óháð því hvort hann hafi greitt með fyrirvara eða ekki. Samkvæmt
1. mgr. 1. gr. laganna beri stjórnvöldum að endurgreiða skatta og gjöld sem
reynast ofgreidd lögum samkvæmt. Þá beri jafnframt að greiða vexti frá þeim
tíma þegar ofgreitt hefur verið og þar til endurgreiðsla eigi sér stað, þ.e.
allan þann tíma sem féð er í vörslu ríkissjóðs, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna.
Stefnandi
byggir á því að sömu sjónarmið og liggi til grundvallar 1. og 2. gr. laganna
eigi við um rétt þeirra aðila sem greitt hafi stjórnvaldssektir sem reynast
ofgreiddar lögum samkvæmt. Hann leggur áhersla á að staða stefnanda sé í engu
frábrugðin stöðu þeirra sem öðlist rétt til endurgreiðslu ásamt vöxtum samkvæmt
lögum nr. 29/1995. Samkvæmt því eigi stefndi, íslenska ríkið, að greiða vexti
af því fé sem stefnandi hafi greitt í stjórnvaldssekt þannig að hið ofgreidda
fé beri vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim tíma sem
greiðslan var innt af hendi 3. maí 2005. Sanngirnisrök leiði til sömu
niðurstöðu.
Komi
til þess að stefnanda verði gert að greiða sekt en lægri fjárhæðar en ákveðin
hafi verið í úrskurði áfrýjunarnefndar gerir stefnandi þá kröfu til vara að
íslenda ríkið endurgreiði mismun þeirrar fjárhæðar sem stefnandi hafi þegar
greitt og þeirrar fjárhæðar sem þannig yrði ákvörðuð með dómi. Í því tilviki er
þess enn fremur krafist að fjárhæðin beri vexti skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr.
38/2001. Varakrafa stefnanda er reist á því að málsmeðferðarreglur
stjórnsýsluréttarins hafi verið brotnar og að sektum hafi verið beitt þrátt
fyrir að meint brot væru fyrnd samkvæmt reglum almennra hegningarlaga. Verði
fallist á varakröfu stefnanda verði að virða það samkeppnisyfirvöldum til sakar
að hafa ekki farið að lögum í starfsemi sinni og við framkvæmd opinbers valds.
Þegar mat sé lagt á saknæmi verði að horfa til þess að stefnandi hafi ítrekað
bent á þá annmarka sem hafi verið á málsmeðferð við rannsókn þess og skorað á
samkeppnisyfirvöld að fara að lögum og stjórnsýslureglum. Líkt og málsgögn beri
með sér hafi samkeppnisyfirvöld skellt skollaeyrum við aðvörunum og ábendingum
stefnanda í þessu sambandi. Verði a.m.k. að virða þeim óvönduð vinnubrögð til
gáleysis.
Um
lagarök fyrir ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála kveðst
stefnandi byggja á meginreglu stjórnsýsluréttar um ógildanleika
stjórnvaldsákvarðana sem haldnar séu verulegum annmörkum, sbr. 10. gr. og 13.
gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá kveðst hann byggja á meginreglunni um bann
við tvöfaldri saksókn sem komi m.a. fram í 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við
mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Kröfu sína um niðurfellingu
sekta byggir stefnandi m.a. á 80. til 81. gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940 um fyrningu og með sérstakri áherslu á 3. málsl. 4. mgr. 82. gr.
laganna. Þá sé vísað til 69. gr. stjórnarskrárinnar og 7. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Krafa um lækkun sekta sé auk
framangreinds reist á 52. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og reglum
samkeppnisráðs nr. 397/2002. Þá kveður hann kröfu um endurgreiðslu úr hendi
stefnda, íslenska ríkinu, vera reista á almennum reglum kröfuréttar. Krafa um
vexti sé reist á lögjöfnun frá 1. og 2. gr. laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu
oftekinna skatta og gjalda, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu. Þá sé málskostnaðarkrafa byggð á 130. gr. laga nr. 91/1991 um
meðferð einkamála.
2. Málsástæður og lagarök stefndu
Krafa stefndu um að þeir verði sýknaðir
af kröfum stefnanda er reist á því að málsmeðferð og niðurstaða úrskurðar
áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi verið í samræmi við lög og reglur. Stefndu byggja á því að engir
annamarkar hafi verið á meðferð málsins hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála og
samkeppnisráði sem leitt geti til ógildingar á úrskurði nefndarinnar. Stefndu mótmæla því öllum málsástæðum stefnanda. Stefndu
taka fram að þegar rætt er um stefnda er átt við stefnda Samkeppniseftirlitið
þegar rætt er um kröfur er beinast að úrskurði áfrýjunarnefndar, en stefnda,
íslenska ríkið, þegar fjallað er um endurgreiðslukröfu sektarinnar.
Stefndi
mótmælir því að brotið hafi verið gegn andmælarétti stefnanda við meðferð
málsins. Hann tekur fram að andmælaréttur aðila stjórnsýslumáls feli í sér að
aðili skuli eiga þess kost að kynna sér gögn málsins og tjá sig um efni þess
áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því.
Í samræmi við það hafi stefnanda ítrekað verið boðið að koma að athugasemdum og
sjónarmiðum sínum við meðferð málsins. Í þessu sambandi hafi Samkeppnisstofnun
samið sérstök andmælaskjöl, svonefndar frumathuganir, og veitt stefnanda
aðgang að öllum gögnum málsins. Þá hafi stofnunin orðið við öllum beiðnum
stefnanda um fundi svo hann fengi komið að skýringum sínum. Stefnanda
hafi einnig verið veitt færi á að tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisstofnun,
samkeppnisráði og áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Í ákvörðun samkeppnisráðs í máli félaganna hafi verið tekin
rökstudd afstaða til allra sjónarmiða stefnanda, en það hafi auðveldað
stefnanda að semja kæru til nefndarinnar og flytja mál sitt fyrir henni. Með
vísan til þessa byggir stefndi á því að stefnandi hafi notið fullnægjandi
andmælaréttar við meðferð málsins, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga og reglur nr.
922/2001 um málsmeðferð samkeppnisyfirvalda. Stefnandi beri hins vegar sjálfur ábyrgð á því hvernig hann nýtti
andmælarétt sinn.
Að
því er snerti þá málsástæðu stefnanda að samkeppnisráð hafi breytt forsendum
við útreikning á ávinningi tekur stefndi fram að í andmælarétti felist ekki að
aðili skuli eiga þess kost að tjá sig um þær röksemdir eða lagasjónarmið sem
stjórnvald kunni að leggja til grundvallar ákvörðun sinni. Allt að einu sé
ljóst að stefnandi hafi vitað að ávinningur hans af samráðinu gæti haft áhrif á
fjárhæð sektarinnar sem kynni að vera lögð á hann.
Stefndi
tekur fram að í frumathugun hafi komið fram að æskilegra hefði verið að byggja
viðmiðunina á eldra tímabili. Eftir að frumathugun hafði verið birt hafi komið
í ljós að stefnandi byggi yfir gögnum um einingaframlegð sína á árunum 1993 til
1995 öndvert við það sem félagið hafði áður upplýst. Það hafi fyrst verið eftir
að Samkeppnisstofnun hafi verið komin með þær upplýsingar í hendur að unnt hafi
verið að bera saman þróun einingaframlegðar olíufélaganna á árunum 1993 til
1995 samanborið við árin 1996 til 2001.
Með
vísan til framangreinds byggir stefndi á því að sú aðferð sem samkeppnisráð
hafi lagt til grundvallar hafi verið rökrétt í ljósi þeirra upplýsinga sem bæst
höfðu við málið miðað við það sem sagði í síðari hluta frumathugunar Samkeppnisstofnunar.
Hér beri einnig að líta til þess að með bréfi, dags. 27. ágúst 2004, hafi
félögunum verið sendur listi yfir þau gögn sem bæst höfðu við málið. Á listanum
hafi verið bréf Samkeppnisstofnunar, dags. 9. júlí 2004, og svarbréf stefnanda,
dags. 27. ágúst 2004, með umbeðnum upplýsingum um framlegð. Stefnanda hafi því
verið í lófa lagið að bregðast við hinum nýju upplýsingum. Andmælaréttur
stefnanda hafi því verið virtur.
Stefndi
vísar jafnframt til þess að til grundvallar niðurstöðu samkeppnisráðs hafi
legið sömu gögn og stefnandi hafi haft undir höndum. Stefnandi hafi átt þess
kost að tjá sig um gögnin auk þess sem aðferðafræði við útreikningana hafi
verið sambærileg og í frumathugun Samkeppnisstofnunar. Þá hafi hann tjáð sig um
útreikningana fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Stefnandi hafi ekki bent á
nein atriði sem hann hafi ekki átt kost á að koma á framfæri vegna þessa. Þessi
málsástæða hans sé því vanreifuð. Auk þess vísar stefndi til þess að breytingin
á viðmiðunartímabilinu hafi verið málefnaleg og í samræmi við kröfur
stjórnsýsluréttar um að mál sé upplýst með fullnægjandi hætti. Þá hafi hún ekki
breytt neinu um að ávinningur félaganna hafi verið langt umfram fjárhæð þeirra
sekta sem félögunum hafi verið gert að greiða í ákvörðun samkeppnisráðs.
Stefndi
vísar enn fremur til þess að í ákvörðun samkeppnisráðs hafi verið tekin afstaða
til sjónarmiða stefnanda um sektir og ávinning. Þetta hafi auðveldað stefnanda
að semja kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og flytja mál sitt munnlega
fyrir nefndinni. Stefnandi hafi því fengið ítrekað tækifæri til að tjá sig um
ávinning félaganna af samráðinu og nýtt sér það. Jafnvel þótt talið yrði að
gefa hefði mátt stefnanda kost á að tjá sig frekar áður en ákvörðun samkeppnisráðs
var tekin sé ljóst að bætt hafi verið úr þeim annmarka við meðferð málsins
fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Stefnandi hafi heldur ekki bent á nokkurt
atriði sem hann hafi ekki átt kost á að koma á framfæri vegna þessa. Hvað sem
öðru líður sé því ósannað að ætlað brot á andmælarétti stefnanda eigi að leiða
til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Stefndi
mótmælir einnig þeirri málsástæðu stefnanda að hann hafi ekki notið
andmælaréttar eftir að lögregla hóf rannsókn á brotum olíufélaganna þar sem
hann ahfi ekki haft tryggingu fyrir því að upplýsingar sem þannig væru gefnar
yrðu ekki notaðar í sakamáli sem höfðað yrði gegn stefnanda og starfsmönnum
hans. Stefndi tekur fram að samhliða rannsókn stjórnvalds og lögreglu á
háttsemi lögaðila og starfsmanna hans sé hvorki bönnuð í lögum né brjóti hún
gegn andmælarétti stefnanda. Þannig telur stefndi að lögaðili geti sætt
stjórnsýsluviðurlögum en starfsmenn hans refsiviðurlögum. Af dómi Hæstaréttar
í máli nr. 92/2007 megi ráða að í sakamáli, sem höfðað sé á hendur starfsmanni,
geti verið takmarkanir á því að byggja megi á upplýsingum sem starfsmaðurinn
hafi veitt stjórnvaldi sem rannsaki brot lögaðilans. Slíkar takmarkanir breyti
því hins vegar ekki að lögaðilinn beri sjálfur ábyrgð á því hvort hann nýti
rétt sinn til þess að tjá sig um efni stjórnsýslumálsins.
Af
hálfu stefnda er einnig á því byggt að brot á andmælarétti leiði almennt ekki
til þess að stjórnvaldsákvörðun sé felld úr gildi nema það hafi í reynd haft
þau áhrif að aðili máls hafi ekki komið að tilteknum sjónarmiðum eða gögnum sem
hafi verið fallin til þess að hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Í stefnu sé ekki
reifað hvort og með hvaða hætti lýsing á brotum stefnanda í úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála sé röng. Því verði að leggja til grundvallar að stefnandi hafi
notið fullnægjandi andmælaréttar. Í þessu sambandi vekur stefndi athygli á því
að stefnandi hafi byggt á sömu málsástæðu í máli því sem hann höfðaði gegn
stefndu á árinu 2006. Með dómi Hæstaréttar 31. janúar 2013 í máli nr. 437/2012
hafi málinu verið vísað frá héraðsdómi meðal annars af þeirri ástæðu að
félögin hafi ekki tekið afstöðu til þess að hvaða marki lýsing atvika varðandi
ætluð brot kynni að vera röng. Stefndi telur þessa málsástæðu enn þá vanreifaða
af hálfu stefnanda.
Hvað
sem framansögðu líður mótmælir stefndi því að stefnandi hafi ekki átt þess kost
að tjá sig um efni málsins vegna rannsóknar lögreglu. Að beiðni stefnanda
sjálfs hafi starfsmenn stefnanda fjallað um og veitt af fúsum og frjálsum vilja
upplýsingar um ýmis atvik og sönnunargögn á fundum hjá Samkeppnisstofnun.
Þessi upplýsingagjöf hafi farið fram í viðurvist lögmanna stefnanda. Af
fundargerðum vegna þessara funda verði ráðið að starfsmenn stefnanda hafi
ítrekað bent á að tiltekin gögn væru ekki til vitnis um samráð og að tiltekið
samráð væri ekki eins alvarlegt og annars mætti ætla. Af þessu verði ekki dregin
önnur ályktun en að hann hafi komið að öllum sjónarmiðum sínum í málinu. Af
framangreindu leiði að sú aðstaða sem stefnandi vísi til geti ekki leitt til
ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Þá
telur stefndi ekki unnt að horfa fram hjá því að stefnandi hafi óskað eftir því
að eiga samvinnu við Samkeppnisstofnun um að upplýsa málið. Í þessu skyni hafi
félagið leitað eftir því við starfsmenn sína að þeir veittu stofnuninni
upplýsingar og hafi þeir orðið við því af fúsum og frjálsum vilja. Í
athugasemdum stefnanda við síðari hluta frumathugunar komi fram að stefnandi
hafi átt í „fullu samstarfi“ við Samkeppnisstofnun., auk þess sem þar er
fjallað um „greinargóðar játningar umbj. okkar og gott samstarf við
Samkeppnisstofnun við að upplýsa málið.“ Voru athugasemdirnar ítarlegar bæði um
form og efni málsins. Í þeim sé hvergi vikið að því að rannsókn lögreglu hafi
gert stefnanda ókleift að tjá sig í stjórnsýslumálinu. Í ítarlegri kæru
stefnanda til áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi heldur ekki verið byggt á
því að rannsókn lögreglu hafi gert að engu eða takmarkað andmælarétt félagsins.
Málsástæða stefnanda felur því í sér eftiráskýringu og sé í ósamræmi við fyrri
afstöðu hans.
Stefndi
vísar til þess að rannsókn lögreglu hafi lokið á árinu 2006 og sakamálinu á
hendur forstjóra stefnanda í ársbyrjun 2007. Miðað við málatilbúnað stefnanda
hafi eftir þetta tímamark engin vandkvæði verið fyrir hann að afla upplýsinga
frá starfsmönnum sínum og benda á mikilvæg efnisatriði sem hann hafi ekki getað
komið að fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála eða samkeppnisráði.
Stefndi
mótmælir því að stefnandi hefði gert að engu þagnarrétt sinn við rannsókn
lögreglu hefði hann tjáð sig í stjórnsýslumálinu. Kjarni þagnarréttarins felist
í því að vernda vilja þess sem er borinn sökum um refsivert brot til að neita
að tjá sig. Fyrirtæki og aðrir lögaðilar búi ekki yfir slíkum vilja, sbr. meðal
annars dóm dómstóls ESB 29. júní 2006 í máli nr. C-301/04P Framkvæmdastjórnin
gegn SGL Carbon. Andmælaréttur stefnanda við meðferð stjórnsýslumálsins hafi
því ekki getað valdið stefnanda réttarspjöllum við rannsókn lögreglu. Þá hafi
stefnandi borið ábyrgð á því hvort hann nýtti andmælarétt sinn með tilliti til
áhrifa þess á rannsókn lögreglu. Stefndi áréttar í því sambandi að það fari
ekki gegn mannréttindasáttmála Evrópu að sami aðili sæti rannsókn á tveimur eða
fleiri stigum á sama tíma. Það fari því ekki gegn grundvallarréttindum sé aðili
í þeirri stöðu að þurfa að ákveða hvort það þjóni hagsmunum hans að tjá sig í
stjórnsýslumáli með tilliti til áhrifa þess á sakamál.
Stefndi
mótmælir röksemdum stefnanda er lúta að því að samhliða rannsókn
Samkeppnisstofnunar og lögreglu á brotum stefnanda hafi ekki samrýmst
grundvallarreglum 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. og 7. gr. sem og 1. mgr. 4. gr. viðauka nr. 7 við
mannaréttindasáttamála Evrópu. Stefndi tekur fram að rannsókn
Samkeppnisstofnunar á því hvort félögin hafi brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga
og ákvörðun samkeppnisráðs um að gera félögunum að greiða sektir vegna brotanna
hafi byggst á skýrum heimildum í lögunum. Hafi rannsókn Samkeppnisstofnunar
verið reist á fyrirmælum samkeppnislaga, en í þeim hafi Samkeppnisstofnun og
samkeppnisráði verið falið að framfylgja banni 10. gr. laganna við ólögmætu
samráði fyrirtækja og ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi aðgerðum
þeirra, sbr. 8. gr. laganna. Í 52. gr. laganna hafi verið kveðið á um að
samkeppnisráð legði stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem
brytu gegn bannákvæðum laganna. Samkvæmt 57. gr. laganna hafi brot gegn þeim
varðað fésektum eða fangelsi allt að tveimur árum en fangelsi allt að fjórum
árum ef sakir voru miklar. Þannig hafi verið gert ráð fyrir því að brot gegn
lögunum gætu hvort tveggja leitt til stjórnsýsluviðurlaga gagnvart brotlegum
fyrirtækjum og varðað brotleg fyrirtæki og einstaklinga refsingu í opinberu
máli. Hliðstæð ákvæði séu í samkeppnislögum nr. 44/2005 að því frátöldu að
aðeins er gert ráð fyrir stjórnsýsluviðurlögum gagnvart brotlegum fyrirtækjum.
Þær breytingar sem hafi verið gerðar á síðastnefndu lögunum með lögum nr.
92/2007 staðfesti fremur en annað að það samræmist framangreindum ákvæðum
stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu að fyrirtæki sé gerð
stjórnvaldssekt en einstaklingur sæti refsingu fyrir brot á 10. gr.
samkeppnislaga.
Stefndi
vísar jafnframt til þess að í 1. mgr. 4. gr. viðauka nr. 7 við
mannréttindasáttmála Evrópu sé í íslenskri þýðingu kveðið á um að enginn skuli
sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot
sem hann hafi þegar verið sýknaður af eða sakfelldur fyrir með lokadómi
samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis.
Samkeppnislögum
hafi á þessum tíma gert ráð fyrir að samkeppnisráð legði stjórnvaldssektir á
fyrirtæki sem brytu gegn bannákvæðum lagana sem og að dómstólar gætu dæmt
fyrirtæki til fésektar fyrir slík brot að undangenginni rannsókn lögreglu og
útgáfu ákæru. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 92/2007 sé hvergi vikið að því að
samhliða rannsókn Samkeppnisstofnunar og lögreglu brjóti í bága við rétt
félaganna, þ. á m. stefnanda, samkvæmt stjórnarskrá eða mannréttindasáttmála
Evrópu. Í samræmi við það sé í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum
nr. 52/2007 bent á að bann 1. mgr. 4. gr. viðauka nr. 7 við mannréttindasáttmála
Evrópu komi ekki í veg fyrir „að mál sæti á sama tíma málsmeðferð á tveimur eða
fleiri stigum (samhliða málsmeðferð)“.
Hvað
sem framansögðu líður telur stefndi ekki unnt að horfa fram hjá því að opinbert
mál hafi ekki verið höfðað á hendur félögunum. Bann 1. mgr. 4. gr. viðauka nr.
7 við mannréttindasáttmála Evrópu eigi ekki við nema viðkomandi hafi verið
sýknaður eða sakfelldur með lokadómi. Samkvæmt því sé ekki um að ræða bann við
samhliða málsmeðferð heldur nýrri málsmeðferð gagnvart sama aðila í þeim
tilvikum sem lokadómur á hendur honum liggi fyrir, sbr. dóm Mannréttindadómstóls
Evrópu 10. febrúar 2009 í máli Zolutukhin gegn Rússlandi og ákvörðun dómsins
30. maí 2000 í máli R.T. gegn Sviss. Engin neikvæð réttarhrif slíks lokadóms
hafi verið fyrir hendi er áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi kveðið upp
úrskurð í máli stefnanda.
Stefnandi
bendir enn fremur á að rannsókn Samkeppnisstofnunar hafi verið nauðsynleg til
til að komast að niðurstöðu um hvort olíufélögin hefðu brotið gegn 10. gr.
samkeppnislaga og til að beina fyrirmælum til þeirra á grundvelli 17. gr.
laganna. Slík fyrirmæli feli í sér íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem verði
ekki tekin án undangenginnar rannsóknar og málsmeðferðar. Hafi niðurstaðan
orðið sú að slíkum fyrirmælum hafi verið beint til félaganna.
Stefndi
telur að stefnandi hafi ekki reifað með fullnægjandi hætti í hverju brot gegn
rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar hafi falist. Verði þessi málsástæða
helst skilin þannig að brotið hafi verið gegn ætluðum rétti félagsins til að
fella ekki á sig sök við meðferð stjórnsýslumálsins. Stefndi mótmælir því að
stefnandi njóti slíks réttar. Verði ekki á það fallist mótmælir stefndi því að
brotið hafi verið gegn slíkum rétti stefnanda. Enda þótt stjórnsýsluviðurlög
teljist ekki til refsinga í íslenskum rétti sé litið svo á að stjórnvaldssekt
fyrir brot gegn samkeppnislögum feli í sér viðurlög við refsiverðu broti í
skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 27.
september 2011 í máli nr. 43509/08, Menarini gegn Ítalíu. Þeim sem
borinn sé sökum um refsivert brot í skilningi 1. mgr. 6. gr. sé því óskylt að
tjá sig eða láta í té upplýsingar sem leitt geti til sakfellingar hans.
Fyrirtæki njóti hins vegar ekki slíks réttar eins og skýrt sé bent á í almennum
athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 52/2007. Mannréttindadómstóll
Evrópu hafi heldur ekki fallist á slíkan þagnarrétt fyrirtækja. Þessu til
stuðnings vísar stefndi enn fremur til dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins, en
dómstólar ESB hafi litið svo á að réttur fyrirtækja til að fella ekki á sig
sök eigi aðeins við í þeim tilvikum þegar samkeppnisyfirvöld þvingi fram slíkar
upplýsingar, eins og nánar er fjallað um í greinargerð stefndu. Fyrirtæki geti
því ekki borið fyrir sig réttindi sem starfsmenn þeirra njóti. Þannig geti þau
ekki neitað að afhenda gögn á þeim grundvelli að gögnin geti fellt sök á starfsmenn
fyrirtækisins.
Þær
upplýsingar sem starfsmenn stefnanda hafi veitt á fundum með Samkeppnisstofnun
hafi hvað sem framansögðu líður ekki verið veittar að kröfu stofnunarinnar.
Þvert á móti hafi starfsmennirnir veitt upplýsingarnar af fúsum og frjálsum
vilja á grundvelli óskar stefnanda um að eiga samstarf við samkeppnisyfirvöld
með það fyrir augum að sekt hans yrði lækkuð. Umrædd upplýsingagjöf feli því
ekki í sér brot á ætluðum þagnarrétti stefnanda. Stefndi vísar að öðru leyti
til umfjöllunar á bls. 16-23 í ákvörðun samkeppnisráðs og bls. 36-37 í
greinargerð samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Stefndi
mótmælir málsástæðum stefnanda er lúta að því að málið hafi ekki verið
rannsakað nægjanlega. Ítarleg og vönduð rannsókn hafi legið til grundvallar
ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Enda þótt
stefnandi sé ósammála niðurstöðu nefndarinnar leiði það ekki til þess að
rannsókn málsins hafi verið ófullnægjandi. Stefndi hafnar því að áfrýjunarnefnd
samkeppnismála hafi átt að nota upplýsingar úr rekstri olíufélaganna á árunum
2002 til 2004 til að leiða í ljós áhrif samráðsins í stað þess að styðjast við
framlegð áranna 1993 til 1995. Almennt sé ekki unnt að notast við
samanburðartímabil eftir að rannsókn á samráði hefst af þeirri ástæðu að
fyrirtæki hafi þá augljósan hag af því að lækka ekki verð eða álagningu á þeim
tíma og sanna með því skaðleg áhrif samráðsins. Að því er snerti áhrif
hagvaxtar, gengis- og vísitölubreytinga vísar stefndi til umfjöllunar um þau
atriði til úrskurðar nefndarinnar, en þessi atriði hafi horft til mildunar
sektarákvörðunar. Er því mótmælt að nefndin hafi ekki rannsakað áhrif þessara
þátta með fullnægjandi hætti.
Í
tilefni af varakröfu stefnanda um niðurfellingu sektarákvæða í úrskurði
áfrýjunarnefndar samkeppnismála tekur stefndi fram að um fyrningu brotanna hafi
gilt reglur almennra hegningarlaga með lögjöfnun. Í 5. mgr. 81. gr. almennra
hegningalaga, sbr. lög nr. 39/2000, sé mælt fyrir um að fyrningarfrestur vegna
refsiábyrgðar lögaðila sé fimm ár. Þar sem um samfellt brot hafi verið að ræða
hafi sami fyrningarfrestur gilt um allt brotið. Samfelldu broti stefnanda hafi
í fyrsta lagi lokið við húsleit Samkeppnisstofnunar á starfsstöð stefnanda 18.
desember 2001. Fyrningarfrestur brotsins hafi því fyrst byrjað að líða þann
dag, sbr. 4. mgr. 82. gr. laganna. Með vísan til framangreinds byggir stefndi á
því að fyrning hafi ekki staðið í vegi fyrir sektarákvörðun samkeppnisráðs 28.
október 2004. Þá mótmælir stefndi því að tveggja ára fyrningarfrestur samkvæmt
1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga hafi gilt um brot stefnanda, enda hafi
verið kveðið á um fimm ára fyrningarfrest vegna refsiábyrgðar lögaðila á þeim
tíma sem samfelldu broti stefnanda hafi lokið.
Stefndi
byggir enn fremur á því að Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð hafi farið
sameiginlega með rannsókn brota á samkeppnislögum. Samkvæmt 8. gr.
samkeppislaga hafi það verið hlutverk Samkeppnisstofnunar að undirbúa mál sem
lögð hafi verið fyrir samkeppnisráð og annast dagleg störf ráðsins. Eftir
húsleit á starfsstöð stefnanda hafi honum því ekki getað dulist að hann var
sakaður um brot gegn samkeppnislögum sem lokið gæti með ákvörðun samkeppnisráðs
þar sem honum yrði gert að greiða stjórnvaldssekt fyrir brot á 10. gr.
samkeppnislaga. Ítrekaðar beiðnir félagsins um að ljúka málinu með sátt
staðfesti þetta. Gögn málsins staðfesti að fyrningarfresturinn hafi ítrekað
verið rofinn við rannsókn Samkeppnisstofnunar. Engu breyti um rof fyrningar
þótt hluti af verkefnum samkeppnisráð hafi verið unninn af Samkeppnisstofnun.
Verði
ekki fallist á að ákvæðum almennra hegningarlaga verði beitt með lögjöfnun
byggir stefndi á því að heimild samkeppnisráðs til að leggja stjórnvaldssekt á
stefnanda hafi aðeins takmarkast af fyrirmælum stjórnsýslulaga um málshraða auk
almennra sjónarmiða um réttaröryggi. Stefndi vísar til hliðsjónar um þetta
atriði til dóms dómstóls ESB 14. júlí 1972 í máli C-48/69, ICI gegn
framkvæmdastjórninni, og dóms undirréttar ESB 6. október 2005 í málum nr.
T-22-23/02, Sumitomo Chemicals gegn framkvæmdastjórninni.
Stefndi
mótmælir þrautavarakröfu stefnanda um lækkun sekta. Hann vísar til þess að í
úrskurði áfrýjunarnefndar séu á bls. 242-253 ítarlega rakin þau sjónarmið sem
liggi að baki ákvörðun sektarinnar sem lögð hafi verið á stefnanda, sbr. einnig
bls. 798-958 í ákvörðun samkeppnisráðs. Mat á fjárhæð sektarinnar hafi verið
reist á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum. Háttsemi stefnanda hafi falið í
sér mjög alvarleg brot gegn 10. gr. samkeppnislaga. Brotin hafi staðið yfir
samfellt í níu ár og varðað umfangsmikil viðskipti með nauðsynjavörur. Brotin
hafi verið skipulögð og hafi æðstu stjórnendur stefnanda átt þátt í þeim. Þá
hafi verið um einbeittan ásetning að ræða og reynt hafi verið að hylma yfir
brotin. Brotin hafi að verulegu leyti komið til framkvæmda og með því haft
skaðleg áhrif á markaðinn þar sem félögin höfðu samanlagt nær 100%
markaðshlutdeild. Þá hafi stefnandi haft verulegan ávinning af brotunum. Byggir
stefndi á því að sekt stefnanda að fjárhæð 495 milljónir króna hafi því verið í
hóf stillt.
Af
hálfu stefnda er því lýst yfir í greinargerð að við ákvörðun sektarinnar hafi
verið rétt að líta til 52. gr. samkeppnislaga áður en breytingar voru gerðar á
ákvæðinu með lögum nr. 107/2000. Um það vísar stefndi til umfjöllunar í
úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Stefndi
vísar til þess að samkvæmt 52. gr. laganna hafi við ákvörðun viðurlaga borið að
líta til þess hversu alvarleg brot væru og þess skaða sem þau hefðu valdið, til
ávinnings af broti og hvað brot hefðu staðið lengi yfir. Ekki sé um tæmandi
talningu að ræða á þeim sjónarmiðum sem líta megi til við ákvörðun um hæfilega
sektarfjárhæð, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. október 2003 í máli nr.
37/2003.
Stefndi
byggir á því að markmið stjórnvaldssekta vegna brota á samkeppnislögum sé að
skapa almenn og sérstök varnaðaráhrif og stuðla með því að og efla virka
samkeppni. Stjórnvaldssektir verði að hafa þau áhrif að sporna við frekari eða
sambærilegum brotum með almennum og sértökum hætti auk þess að vera hæfileg
refsing við broti þess sem í hlut á.
Stefndi
byggir á því að ákvæði 52. gr. laganna áskilji ekki að sektir séu ákveðnar í
hlutfalli af ávinningi af broti. Mat á ávinningi snúi fyrst og fremst að því
hvort sektarhámark miðist við 40 milljónir króna eða 10% af veltu fyrirtækis.
Á hinn bóginn geti verið málefnalegt að líta til ólíks ávinnings fyrirtækja af
samráði við ákvörðun sektar hvers þeirra. Stefndi byggir á því að vafi um
nákvæma fjárhæð ávinnings stefnanda hafi að öðru leyti ekki áhrif á heimild
samkeppnisyfirvalda til að leggja sekt á hann.
Stefndi
byggir á því að ávinningur stefnanda af þátttöku í samráði félaganna hafi
sannanlega numið hærri fjárhæð en 40 milljónum króna. Því hafi verið rétt að
miða sektarhámark við 10% af veltu síðastliðins almanaksárs af þeirri starfsemi
stefnanda sem í hlut átti.
Stefndi
styður málatilbúnað sinn að þessu leyti við eftirfarandi röksemdir: Gögn
málsins hafi sýnt að tilgangur olíufélaganna með samráðinu hafi verið að skapa
þeim betri afkomu í formi hækkaðrar framlegðar. Kjöraðstæður hafi verið á
olíumarkaðnum að ná árangri í ólögmætu samráði. Samtímagögn sýni að félögin
hafi talið sig ná árangri við að auka framlegð með samráðinu. Þau gögn sem
samkeppnisyfirvöld hafi notað til að mæla ávinning félaganna hafi verið samtímagögn
úr rekstri þeirra sjálfra sem þau hafi notað til að mæla árangur sinn af
samráði sínu. Beitt hafi verið svokallaðri fyrir/eftir aðferð eins og nánar sé
lýst í ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til
að meta ávinning félaganna. Til hliðsjónar hafi verið horft til ávinnings
félaganna af svokallaðri skiptisölu sem og til þróunar á álagningu félaganna
samanborið við þróun álagningar í samanburðarlöndum. Aðferðafræði
samkeppnisyfirvalda hafi verið yfirfarin og metin af sérfræðingum og staðfest
af þeim. Það sé samdóma álit alþjóðastofnana og fræðimanna um víða veröld að
samráð af því tagi sem félögin hafi ástundað leiði til verulegs yfirverðs og
þar með ávinnings í hendi samráðsfyrirtækja. Undir rekstri fyrra máls félaganna
á hendur stefndu hafi verið aflað mats- og yfirmatsgerða þar sem komist sé að
skýrum niðurstöðum um að samráð félaganna hafi skapað þeim verulegan ávinning.
Að lokum er á það bent að frá úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi
gengið dómar Hæstaréttar Íslands sem staðfesti að ólögmætt samráð félaganna um
verðlagningu á bifreiðabensíni og í skiptisölu til stærri viðskiptavina vegna
útboða hafi skapað þeim verulegan ávinning. Séu varfærnar ályktanir dregnar af
þessum málum megi sjá að ávinningur félaganna hafi verið verulega meiri en sem
nemur fjárhæð álagðra stjórnvaldssekta.
Í
greinargerð stefndu er fjallað með ítarlegum hætti um röksemdir þeirra fyrir
því að aðferð samkeppnisyfirvalda hafi verið til þess fallin að varpa skýru
ljósi á ávinning olíufélaganna af hinu ólögmæta samráði sem og mótmæli þeirra
við málsástæðum stefnanda sem að þessu lúta. Þar er aðferð samkeppnisráðs við
mat á mismunandi framlegð af sölu fljótandi eldsneytis á samanburðartímabilum
útskýrð og vikið að því hvers vegna ákveðið var að miða við þau tímabil sem
lögð hafi verið til grundvallar. Nánar er vikið að athugun samkeppnisráðs á
ávinningi félaganna af skiptisölu og grein gerð fyrir rannsóknum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD) um meðalhagnað fyrirtækja af verðsamráði, sem
samkeppnisráð hafi litið til, sem og leiðbeininga framkvæmdastjórnar ESB frá
11. júní 2013 um mismunandi aðferðir til að meta áhrif ólögmæts samráðs í
tengslum við skaðabótakröfur af því tilefni.
Stefndi
mótmælir þeirri málsástæðu stefnanda að sú aðferð, að bera saman tvö tímabil,
hafi aðeins verið nothæf ef engir aðrir þætti hafi haft áhrif á breytta
einingaframlegð. Í því efni vísar stefndi til þess að stærstu breyturnar hafi
annað hvort verið teknar út eða jafnaðar út með því að taka tillit til almennra
verðlagsbreytinga. Þá hafi áfrýjunarnefnd jafnframt litið til áhrifa hagvaxtar,
gengistaps og hækkunar á launavísitölu og lækkað sekt stefnanda verulega.
Stefndi byggir á því að athugun á einingaframlegð félaganna hafi gefið
greinargóða mynd af verðáhrifum sem hafi mátt rekja til samráðsbrota félaganna
og ávinningi þeirra af brotunum.
Stefndi
tekur fram að örðugt sé að meta ávinning fyrirtækja af samráði með nákvæmum
hætti. Af hans hálfu er talið að samkeppnisyfirvöld hafi í mörgu tilliti beitt
varfærnu mati á ávinningi félaganna og við ákvörðun stjórnvaldssekta. Ekki hafi
verið unnt að bera saman arðsemi eigin fjár eða hagnaðar í stað framlegðar enda
myndi slík aðferð leiða til þess að ráðstöfun fyrirtækja á aukinni framlegð
hefði áhrif og gæti ráðið úrslitum við mat á ávinningi af brotunum.
Stefndi
mótmælir því að ekki verði beitt sektum yfir 40 milljónum króna þar sem
samkeppnisyfirvöld hafi ekki „leitt að
fullu í ljós ávinning“ af samráðinu og því séu „ekki fyrir hendi skilyrði til beitingar veltutengdum viðurlögum“, svo
vitnað sé til stefnu. Stefndi bendir á í þessu sambandi að sekt stefnanda hafi
ekki verið „veltutengd“ enda þótt sektarhámark hafi numið 10% af veltu hans.
Stefndi
tekur fram að með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi sektir
félaganna verið ákvarðaðar langt undir mati nefndarinnar á varfærnislega metnum
ávinningi þeirra af brotunum. Í tilviki stefnanda hafi þessi ávinningur numið
2.750 milljónum króna. Samanlögð velta félaganna á brotatímabilinu hafi numið
285 milljörðum króna á verðlagi ársins 2001. Yfir 80% af veltu félaganna hafi
stafað af þeim markaði sem mál þetta taki til. Almennt sé viðurkennt að velta
fyrirtækja á þeim markaði sem samráð hafi átt sér stað gefi trausta vísbendingu
um þann skaða og fjárhagslegan ávinning sem hljótist af því, en almennt sé
talið að ávinningur sé að jafnaði a.m.k. 10% og skaði samfélagsins nemi a.m.k.
20% af andvirði þeirra viðskipta sem um ræði. Hér sé um afar varfærið mat að
ræða.
Stefndi
hafnar því að brotið hafi verið gegn meðalhófsreglu með því að samkeppnisráð
breytti forsendum við útreikning á ávinningi stefnanda af samráðinu. Um ástæður
þessarar breytingar vísar stefndi til þess, sem þegar hafi verið gerð grein
fyrir, að í ljós hafi komið að Skeljungur hf. hafi ekki greint rétt frá því
hvaða upplýsingar félagið hefði um einingaframlegð sína.
Stefndi
kveður stefnanda byggja á því að ávinningur olíufélaganna sé ósannaður og að
því til stuðnings vísi félagið til matsgerðar Guðmundar Magnússonar og Heimis
Haraldssonar sem gefi til kynna að ávinningur stefnanda af samráðinu hafi verið
á bilinu 0 til 1.314 milljónir króna. Stefndi mótmælir því að matsgerðin feli í
sér sönnun á ávinningi stefnanda. Mat áfrýjunarnefndar samkeppnismála á
ávinningnum sé hins vegar reistur á traustum grunni.
Stefndi
tekur fram í þessu sambandi að olíufélögin hafi haft með sér margvíslegt
samstarf og samskipti sem hafi brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga. Árið 1996
hafi félögin haft áhyggjur af viðskiptaumhverfi sínu og afkomu. Kröfur
viðskiptavina um afslátt hafi farið vaxandi og stórir viðskiptavinir hafi í
auknum mæli farið að notast við útboð til að ná fram betri kjörum. Enn fremur
hafi verið greint frá því að á hlutabréfamarkaðnum hafi á þessum tíma verið
rætt um slaka arðsemi félaganna. Í stað þess að grípa til hagræðingar og/eða að
setja aukinn kraft í samkeppni hafi félögin haft samráð sín á milli um
aðgerðir til þess að auka álagningu og bæta framlegð sína. Í þessu skyni hafi
félögin náð á árinu 1996 samkomulagi um ýmis atriði til að ná þessu markmiði
sínu. Þar vísar stefndi í fyrsta lagi til ólögmæts samráðs olíufélaganna í nánar
tilgreindum útboðum stórra viðskiptavina á árinu 1996, eins og nánar sé rakið í
úrskurði áfrýjunarnefndar. Þá hafi félögin gert með sér samkomulag um að ræða
saman í öllum útboðum til ársins 2001. Tilgangur þessa samráðs hafi verið að
verjast auknum kröfum stærri viðskiptavina um afslátt og „verja framlegðina“.
Í öðru lagi hafi félögin sammælst á
árinu 1996 um nýja aðferð til þess að viðhafa samráð um verð á eldsneyti sem
hafi falist í því að Ker hf. yrði verðleiðandi, eins og nánar sé lýst í ákvörðun
samkeppnisráðs og úrskurðarnefndar samkeppnismála. Með þessu hafi félögin komið
sér saman um samráðsaðferð sem hafi gert þeim kleift að ná sem mestu út úr
markaðsgerð fákeppninnar. Olíumarkaðurinn sé skólabókardæmi um markað þar sem
árangursríkt sé fyrir fyrirtæki í ólögmætu samráði að sameinast um verðforystu
eins fyrirtækis til þess að hámarka ólögmætan ávinning af samráðinu.
Í
þriðja lagi hafi félögin náð á árinu 1996 samkomulagi um að grípa til almennra
aðgerða til þess að auka álagningu og bæta framlegð. Þetta komi skýrt fram í
gögnum málsins frá þessum tíma og vísar stefndi þar til umfjöllunar í ákvörðun
samkeppnisráðs og í úrskurði áfrýjunarnefndar.
Stefndi
lýsir því næst upplýsingum úr nokkrum megingögnum málsins sem hann telur
staðfesta framangreint og árangur félaganna. Um er að ræða 27 tilvísanir úr
tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum, fundargerðum, dagbókum og öðrum gögnum
málsins frá maí 1996 til nóvember 2001, sem stefndi byggir á að sýni ótvírætt
ólögmætt samráð milli félaganna, að tilgangur þess hafi verið að auka álagningu
og bæta framlegð og að olíufélögin hafi talið sig ná árangri í þessari
viðleitni sinni. Stefndi telur að þessi tilvik séu fjarri því tæmandi. Töluleg
gögn um framlegð félaganna, sem stafi frá þeim sjálfum, sýni enn fremur að
eftir 1996 hafi framlegð félaganna
aukist verulega af sölu eldsneytis. Sú hækkun hafi ekki verið í samræmi við
almenna verðlagsþróun í íslensku atvinnulífi. Hækkunin hafi þvert á móti verið
afrakstur af samráði félaganna. Verði þá jafnframt að hafa í huga að aðstæður á
olíumarkaðnum hafi verið kjörlendi fyrir árangursríkt samráð um verð og
skiptingu markaða, eins og fyrirliggjandi matsgerðir bendi á. Þegar
framangreindar staðreyndir um samráð félaganna og þann markað sem þau hafi
starfað á séu virtar blasi við að staðhæfingar stefnanda um að hann hafi ekki
haft ávinning af samráðinu séu rangar. Þá sýni þetta að eðlilegt sé að nota
þróun framlegðar sem mælikvarða á ólögmætan ávinning félaganna.
Vegna
málatilbúnaðar stefnanda um þetta atriði leggur stefndi áherslu á nokkur
atriði. Í fyrsta lagi styðjist stefnandi við matsgerð Guðmundar Magnússonar og
Heimis Haraldssonar um að hækkun einingaframlegðar félaganna verði ekki alfarið
skýrð með samráði félaganna. Af því tilefni tekur stefndi fram að upplýst sé að
matsmennirnir hafi í fyrra málinu komið fyrir dóm og staðfest að þeir hefðu
ekki haft aðgang að gögnum málsins, m.a. um að félögin hafi haft með sér
viðamikið og kerfisbundið samráð árum saman. Sérstaklega aðspurðir hafi
matsmenn talið að niðurstöður þeirra kynnu að hafa orðið aðrar ef þeim hefðu
verið ljós raunveruleg atvik málsins varðandi samráð félaganna. Með vísan til
þessa telur stefndi að matsgerðin hafi takmarkað sönnunargildi. Auk þess telur
stefndi að yfirmatsgerð Guðrúnar Johnsen, Gylfa Zoëga og Þorsteins Haraldssonar
hnekki þeim athugasemdum sem undirmatsmenn hafi gert við mat samkeppnisyfirvalda
á ávinningi félaganna og styrki enn frekar réttmæti aðferðafræði samkeppnisyfirvalda.
Í
öðru lagi telur stefndi að niðurstöður matsgerðar Ólafs Ísleifssonar og
Þorsteins Haraldssonar ekki eiga við nein rök að styðjast. Nægilegt sé að líta
til þess að félögin hafi skipt á milli sín þeirri framlegð sem hafi verið til
komin vegna samráðs í útboðum og vísar stefndi um það meðal annars til umfjöllunar
í ákvörðun samkeppnisráðs og umfjöllunar um möguleikann á samráði án ávinnings
í matsgerð Guðrúnar Johnsen og Gylfa Zoëga.
Varðandi
sönnunargildi matsgerðar Ólafs Ísleifssonar og Þorsteins Haraldssonar tekur
stefndi í þriðja lagi fram að eingöngu hafi verið leitað mats á því hver
ávinningur félaganna hefði verið ef stuðst hefði verið við viðmiðunartímabilið
2002-2004. Í matsbeiðni sé sérstaklega óskað eftir því að matsmenn hvorki
túlki né tjái sig um niðurstöður eða forsendur matsgerðarinnar. Í samræmi við
það hafi matsmenn vikið sér undan að svara því við aðalmeðferð í fyrra málinu
hvaða ályktanir væri unnt að draga af niðurstöðu matsgerðarinnar. Stefndi
byggir á því að þetta rýri mjög gildi matsgerðarinnar. Þá vísar stefndi til
þess að í yfirmatsgerð Guðrúnar Johnsen, Gylfa Zoëga og Þorsteins Haraldssonar
komi fram að það feli í sér vanmat á ávinningi af samráði sé stuðst við
viðmiðunartímabil eftir að samráði lýkur. Þá bendir stefndi einnig á að
samkeppnisyfirvöld hefðu aldrei getað litið til ársins 2004 þar sem ákvörðun
samkeppnisráðs hafi verið tekin áður en það var liðið.
Að
endingu vísar stefndi til niðurstöðu yfirmatsgerðar Gylfa Zoëga, Guðrúnar
Johnsen og Þorsteins Haraldssonar. Yfirmatsbeiðnin hafi snúið að því að veita
álit að nýju á ýmsum forsendum í matsgerð Guðmundar Magnússonar og Heimis
Haraldssonar. Að mati stefnda hnekki yfirmatsgerðin þeim athugasemdum sem
undirmatsmenn hafi gert við mat samkeppnisyfirvalda á ávinningi félaganna og
styrki enn frekar réttmæti þeirrar aðferðarfræði samkeppnisyfirvalda.
Til frekari glöggvunar vísar stefndi
til matsgerðar Guðrúnar Johnsen og Gylfa Zoëga þar sem matsmenn hafi gefið álit
sitt á nánar tilteknum atriðum er lutu að fræðilegum forsendum aðferða við að
meta ávinning samráðsfyrirtækja af ólögmætu samáði. Í þessu sambandi vísar
stefndi jafnframt til álitsgerðar dr. Friðriks Más Baldurssonar prófessors,
dags. 30. janúar 2006, þar sem fram komi að sú aðferð „að bera saman verð
tveggja tímabila, eins og henni [sé] beitt af samkeppnisráði, [sé] góð og gild
til að reikna út ávinning af samráði við þær aðstæður sem um ræðir í þessu
máli“.
Með
hliðsjón af framansögðu telur stefndi það hafið yfir vafa að stefnandi hafi
haft verulegan ávinning af hinu ólögmæta samráði. Enda þótt talið yrði að
áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefði átt að líta til fleiri sjónarmiða breyti
það ekki því að ávinningur félaganna, þar á meðal stefnanda, af samráðinu hafi
verið verulegur.
Stefndi
styður sýknukröfu sína af þrautavarakröfu stefnanda enn fremur með tilvísun til
þess að í nokkrum dómum Hæstaréttar hafi verið lagt til grundvallar að hið
ólögmæta samráð félaganna hafi skapað þeim verulegan ávinning. Þannig hafa
félögin verði dæmd til greiðslu skaðabóta, sbr. dóma réttarins 7. febrúar 2008
í máli nr. 142/2007, Skeljungur o.fl. gegn Reykjavíkurborg og gagnsök, og
143/2007, Skeljungur o.fl. gegn Strætó bs. og gagnsök, 30. apríl 2008 í máli
nr. 309/2007, Ker hf. gegn Sigurði Hreinssyni og gagnsök, og 6. maí 2010 í máli
nr. 244/2009, Skeljungur o.fl. gegn Vestmannaeyjabæ og gagnsök.
Í
greinargerð stefnda er fjallað um þessa dóma og lagt út af þeim. Í stuttu máli
þá telur hann að draga megi þá ályktun af dómi Hæstaréttar í máli nr. 309/2007,
þar sem leyst hafi verið úr skaðabótakröfu einstaklings sem hafi keypt bensín
af Keri hf., að ávinningur félagsins af samráðinu af sölu á bensíni hafi numið
1,18 krónum á hvern bensínlítra. Miðað við að heildarmagn Kers hf. af seldum
bensínlítrum 1996 til 2001 hafi verið 437,7 milljónir lítra næmi
heildarávinningur félagsins í þessum viðskiptum samtals u.þ.b. 512,9 milljónum
króna.
Stefndi
víkur einnig að dómum Hæstaréttar 7. febrúar 2008 í málum nr. 142/2007 og
143/2007 þar sem fjallað var um skaðabótakröfur svonefndra stórnotenda. Vísað
er til forsendna í dómunum þar sem bent er á að stefnandi, Skeljungur hf., hafi
skuldbundið sig til þess að greiða hinum olíufélögunum tilgreindar fjárhæðir.
Var þar talið að þessar fjárhæðir sýndu að lágmarki hvaða hag olíufélögin hefðu
talið sig hafa af því að hafa samráð um viðskiptin í stað þess að keppa um þau.
Ekki væri ástæða til annars en að ætla að tilboð, sem gefið hefði verið án
slíks samráðs, hefði orðið lægra en hagstæðasta boðið sem þar hafi fengist um
að minnsta kosti þrefalda fjárhæðina sem stefnandi tók á þennan hátt að sér að
greiða hvorum hinna. Varð það niðurstaða réttarins að ávinningur félaganna hafi
numið 5,91 krónu af hverjum seldum bensínlítra og 3,93 krónur af hverjum seldum
lítra af gasolíu. Sé miðað við að ávinningur félaganna af öðrum skiptisölum
hafi verið sambærilegur telur stefndi að ávinningur félaganna hafi numið 940
milljónum króna og sé þá ekki tekið tillit til verðbreytinga. Séu þessar
fjárhæðir lagðar til grundvallar allri sölu félaganna á bensíni og gasolíu nemi
ávinningur þeirra á árunum 1996 til 2001 6.655 milljónum króna annars vegar og
10.481 milljón króna hins vegar. Stefndi vísar einnig í þessu sambandi til dóms
Hæstaréttar frá 6. maí 2010 í máli nr. 244/2009.
Með
hliðsjón af framangreindum dómum Hæstaréttar telur stefndi að miða verði við að
félögin hafi haft umtalsverðan ávinning af hinu ólögmæta samráði. Engir dómar
liggi fyrir um ávinning félaganna af sölu á svartolíu og flugvélaeldsneyti.
Engin ástæða sé þó til að ætla annað en að félögin hafi haft sambærilegan
ávinning af ólögmætu samráði um verðlagningu þeirra eldsneytistegunda eins og
þau hafi haft af sölu á bensíni og gasolíu.
Stefndi
mótmælir því að niðurfelling stjórnsýsluviðurlaga verði byggð á því að
annmarkar hafi verið á meðferð samkeppnisyfirvalda á málinu. Að öðru leyti
vísar hann til þeirra málsástæðna sem að framan greinir.
Stefndi
telur ekki unnt að fallast á að stefnandi hafi átt að njóta helmingsafsláttar
af sektarfjárhæðinni og að sú niðurstaða hafi verið reist á ómálefnalegu
sjónarmiði. Stefndi bendir á að samkvæmt reglum samkeppnisráðs um atvik sem
leiði til niðurfellingar sekta eða ákvarðana um að lækka sektir í málum sem
lúta að ólögmætu samráði fyrirtækja nr. 397/2002, sbr. nú reglur nr. 890/2005,
hafi samkeppnisyfirvöld getað lækkað sektir hjá fyrirtækjum sem áttu þátt í
ólögmætu samráði hafi viðkomandi fyrirtæki látið Samkeppnisstofnun í té
sönnunargögn sem að mati stofnunarinnar voru mikilvæg viðbót við þau
sönnunargögn sem stofnunin þegar hafði í fórum sínum. Mælt hafi verið fyrir um
skilyrði og reglur fyrir lækkun sekta á þessum grundvelli í II. kafla
reglnanna. Á grundvelli reglnanna hafi stefnandi getað vænst 30-50% lækkunar á
sekt sinni með hliðsjón af samstarfsvilja og vægi gagna. Að öðru leyti en
kveðið var á um í umræddum reglum hafi mat samkeppniráðs og áfrýjunarnefndar samkeppnismála
verið frjálst, meðal annars um það hvort stefnandi hafi gefið fullnægjandi
skýringar á gögnum.
Verði
ekki fallist á að rétt hafi verið að beita 52. gr. samkeppnislaga, eins og
ákvæðið hafi verið fyrir þá breytingu sem var gerð með lögum nr. 107/2000,
heldur skuli beitt viðurlagákvæði laganna eins og það hafi verið á þeim tíma
sem brotastarfsemi lauk, byggir stefndi á því að sekt stefnanda sé engu að
síður hæfilega ákveðin 495 milljónir króna.
Stefndi
kveður öll sjónarmið sem liggi að baki ákvörðun samkeppnisyfirvalda um fjárhæð
sektar stefnanda vera málefnaleg og að eðlilegt sé að litið sé til þeirra. Með
hliðsjón af eðli og umfangi samkeppnisbrota stefnanda, brotatímabils og öðrum
atvikum málsins, sé fjárhæð sektar sem lögð hafi verið á hann hófleg. Engin rök
séu til að lækka sektarfjárhæðina.
Stefndi,
íslenska ríkið, krefst þess að það verði sýknað af kröfu stefnanda um
endurgreiðslu sektarfjárhæðarinnar. Verði stefnda aðeins gert að endurgreiða
sektarfjárhæðina ef dómstólar fella úr gildi það ákvæði úrskurðar
áfrýjunarnefndar samkeppnismála þar sem kveðið sé á um greiðslu sektarinnar eða
lækkun hennar. Að öðrum kosti beri að sýkna stefnda. Krafa stefnda sé reist á
öllum sömu málsástæðum og krafa stefnda Samkeppniseftirlitsins um sýknu af
kröfum stefnanda.
Stefndi
krefst þess jafnframt að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda um vexti af
sektarfjárhæðinni. Krafa stefnanda um vexti sé reist á 1. mgr. 8. gr. laga nr.
38/2001 um vexti og verðtryggingu sem fjalli um vexti af skaðabótakröfum. Ekki
sé unnt að fallast á að ákvörðun samkeppnisyfirvalda um að leggja sekt á
stefnanda hafi falið í sér saknæma og ólögmæta háttsemi þó svo að dómstólar
komist að annarri niðurstöðu um fjárhæð sektarinnar. Ekkert sé fram komið sem
bendi til annars en að ákvörðun samkeppnisyfirvalda hafi verið reist á málefnalegum
sjónarmiðum. Af þessum sökum beri að sýkna stefnda af kröfunni.
Stefndu
styðja kröfu sína um málskostnað úr
hendi stefnanda við 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
IV.
Með
úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 29. janúar 2005, sem stefnandi gerir
kröfu um að felldur verði úr gildi, var stefnanda gert að greiða 495 milljónir
króna í stjórnvaldssekt vegna brota félagsins á 10. gr. þágildandi
samkeppnislaga nr. 8/1993. Eins og rakið hefur verið lagði áfrýjunarnefndin
ákvæðið til grundvallar niðurstöðu sinni eins og það hljóðaði fyrir breytingu
sem varð á því með lögum nr. 107/2000. Ágreiningslaust er milli aðila að ganga
beri út frá þeirri niðurstöðu við úrlausn á ógildingarkröfu stefnanda. Í
ákvæðinu, eins og það hljóðaði á þeim tíma, var lagt bann við samningum,
samþykktum og samstilltum aðgerðum milli fyrirtækja á sama sölustigi, þegar þær
lytu að eða væri ætlað að hafa áhrif á verð, afslætti eða álagningu, skiptingu
markaða eftir svæðum, eftir viðskiptavinum eða eftir sölu og magni og gerð
tilboða.
Í
úrskurði áfrýjunarnefndar er lýst fjölþættri samvinnu stefnanda á árunum 1993
til 2001 við tvö önnur olíufélög, Skeljung hf. og Olíuverzlun Íslands hf. Laut
samvinna þessi að gerð tilboða, verðlagningu á olíuvörum og skiptingu markaðar
á fljótandi eldsneyti o.fl. Háttsemi félaganna var talin varða við fyrrgreinda
10. gr. samkeppnislaga og stefnanda gerð sekt, ásamt hinum tveimur
olíufélögunum, á grundvelli heimildar í 52. gr. samkeppnislaga eins og ákvæðið
var fyrir breytingu sem gerð var á því með lögum nr. 107/2000. Ákvæði þetta mælti
fyrir um að Samkeppnisráð gæti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök
fyrirtækja sem brytu m.a. gegn 10. gr. laganna, eins og nánar greinir síðar.
Eins og fram hefur komið var sekt stefnanda ákveðin 495 milljónir króna í
úrskurði áfrýjunarnefndar, sem stefnandi greiddi skömmu síðar, með fyrirvara um
endurheimtu fjárins úr ríkissjóði.
Í
ákvörðun Samkeppnisráðs og í úrskurði áfrýjunarnefndar er meðal annars vikið að
því hvaða augum samkeppnisyfirvöld litu heimild sína til að leggja
stjórnvaldssekt á fyrirtæki með tilliti til þess hvort um væri að ræða refsingu
í skilningi almennra hegningarlaga sem og hvort fyrirtækin gætu borið fyrir sig
6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu þar sem fjallað er um rétt þess sem borinn
er sökum um refsiverða háttsemi. Varð það niðurstaða áfrýjunarnefndar að
stjórnvaldssektir samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga fælu í sér refsikennd
viðurlög en væru ekki taldar til refsinga. Því giltu þágildandi lög um meðferð
opinberra mála ekki um málsmeðferð þegar ákveðið væri hvort beita skyldi
stjórnvaldssektum, heldur sérákvæði samkeppnislaga og almennar reglur
stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hins vegar gæti 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu
komið til álita við álagningu stjórnvalssekta þó að réttarstaðan væri óljós á
þessu sviði.
Áratugur
er liðinn síðan úrskurður áfrýjunarnefndar féll. Síðan þá hefur almenn afstaða
til álagningar stjórnvaldssekta með tilliti til réttinda þeirra sem bornir eru
sökum um refsiverða háttsemi, sbr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 70.
gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, orðið skýrari. Mannréttindadómstóll Evrópu
hefur meðal annars lagt til grundvallar að háar stjórnvaldssektir
samkeppnisyfirvalda falli undir ákvæðið, sbr. dóm frá 27. september 2011 í máli
Menarini gegn Ítalíu og dóm EFTA-dómstólsins 18. apríl 2012 í máli Posten
Norgen gegn Eftirlitsstofnun EFTA. Ákvæði mannréttindasáttmálans og 70. gr.
íslensku stjórnarskrárinnar standa hins vegar ekki í vegi fyrir því að
stjórnvöldum sé falið að ákvarða sekt fyrir brot af þessu tagi að því gefnu að dómstólar
hafi fullt vald til þess að endurskoða sektarákvörðunina. Við úrlausn á því
hvort meðferð á samkeppnismáli samrýmist í þeim tilvikum framangreindum
mannréttindaákvæðum verður því fyrst og fremst að líta til þess hvernig
dómstóll fjallar um mál sem höfðað er til ógildingar eða til lækkunar á
sektarákvörðuninni. Samkeppnisyfirvöld eru eftir sem áður bundin af
stjórnsýslureglum samkeppnislaga og stjórnsýslulaga við meðferð mála sem kann
að verða lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Getur grunnregla 6. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu haft þýðingu við þá stjórnsýslumeðferð.
Stefnandi
krefst ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar meðal annars á þeim grundvelli að
samkeppnisyfirvöldum hafi verið óheimilt að halda áfram rannsókn sinni á ætluðu
samráði olíufélaganna eftir að ríkislögreglustjóri hóf lögreglurannsókn á sömu
atriðum haustið 2003. Rök stefnanda fyrir þessari ályktun virðist byggjast
öðrum þræði á fyrirmælum 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við
mannréttindasáttmála Evrópu. Þar er kveðið á um að enginn skuli sæta lögsókn
eða refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann
hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur fyrir með lokadómi samkvæmt lögum
og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis.
Ekki
verður séð að fyrrgreind regla mannréttindasáttmálans komi í veg fyrir að mál,
sem kann að leiða til sakfellingar fyrir refsiverða háttsemi, sé til rannsóknar
hjá tveimur stjórnvöldum á sama tíma. Stefnandi, sem var um hríð til rannsóknar
hjá ríkislögreglustjóra sem sakborningur, hafði hvorki verið ákærður né
sakfelldur fyrir brot á 10. gr. samkeppnislaga þegar samkeppnisyfirvöld tóku
ákvörðun í málinu. Sakamál var raunar aldrei höfðað gegn stefnanda, einungis
gegn forstjórum olíufélaganna. Það var lögmælt hlutverk samkeppnisráðs að
leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga fyrir brot á 10. gr.
laganna og bar Samkeppnisstofnun að rannsaka slík mál og leggja þau fyrir ráðið
að rannsókn lokinni. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður ekki á
það fallist að fyrrgreint ákvæði mannréttindasáttmálans hafi verið því til
fyrirstöðu að samkeppnisyfirvöld héldu áfram rannsókn sinni á samstarfi
olíufélaganna eftir að rannsókn ríkislögreglustjóra hófst.
Stefnandi
virðist einnig byggja aðalkröfu sína á því að við samhliða rannsókn lögreglu og
Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna hafi gögn sem aflað hafi verið við
rannsókn stofnunarinnar verið afhent lögreglu og lögð til grundvallar við
útgáfu ákæru á hendur forstjórum olíufélaganna, en slík málsmeðferð standist „enga
skoðun“. Vísar stefnandi í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar Íslands frá 16.
mars 2007 í máli nr. 92/2007. Í framangreindum hæstaréttardómi var komist að
þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag, sem leiddi af þágildandi
samkeppnislögum, hafi ekki verið nægilega skýrt ef tilefni þætti til
sakamálarannsóknar vegna gruns um brot á lögunum samhliða rannsókn
samkeppnisyfirvalda. Þar var einkum skírskotað til þeirrar stöðu sem ákærðu
voru í, þar sem þeir hefðu tekið þátt í viðræðum og samningum við Samkeppnisstofnun
og veitt stofnuninni ýmsar upplýsingar, en á sama tíma fellt á sig sök með því
að málið var síðar tekið til refsimeðferðar. Með vísan til þessa þótti ekki
nægjanlega fram komið að forstjórarnir hefðu, í lögreglurannsókninni sem fram
fór í kjölfar rannsóknar samkeppnisyfirvalda, notið þeirra réttinda
sakborninga, sem mælt væri fyrir um í 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 6. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu, og samkvæmt meginreglum þágildandi laga um meðferð
opinberra mála.
Eins
og framangreind lýsing ber með sér fjallar hæstaréttardómurinn um þá óvissu sem
ákærðu voru í við lögreglurannsókn ríkislögreglustjóra er hlaust af óljósum
lagafyrirmælum um skil milli rannsóknar Samkeppnisstofnunar og lögreglu. Sú
óvissa breytti hins vegar engu um ótvíræða lagaskyldu Samkeppnisstofnunar og
samkeppnisráðs um að taka ætluð brot olíufélaganna á 10. gr. samkeppnislaga til
viðeigandi stjórnsýslumeðferðar. Staða stefnanda við þá málsmeðferð var skýr,
þar á meðal um upplýsingaskyldu stefnanda gagnvart Samkeppnisstofnun, sbr. 39.
gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Stefnandi sem er lögaðili á ekki að öllu leyti
sama rétt og einstaklingur, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi, til að
neita að tjá sig eða leggja fram gögn sem eru til þess fallin að varpa sök á
hann. Ekkert er fram komið í málinu sem styður
það að stefnandi hafi við rannsókn Samkeppnisstofnunar verið með ólögmætum
hætti þvingaður til þess að svara spurningum sem vörpuðu sök á félagið.
Niðurstaða samkeppnisyfirvalda var þvert á móti reist á gögnum og upplýsingum
sem aflað var með húsleit á vegum Samkeppnisstofnunar á starfsstöðvum
olíufélaganna, auk þess sem að einhverju leyti var byggt á gögnum og
upplýsingum sem Samkeppnisstofnun aflaði með því að óska skriflega eftir þeim
frá stefnanda á grundvelli 39. gr. samkeppnislaga. Ýmis gögn sem þannig lágu
fyrir við rannsóknina voru jafnframt borin undir nokkra starfsmenn stefnanda á
fundum sem haldnir voru með samþykki stefnanda haustið 2002, þar sem
starfsmennirnir gáfu tilteknar skýringar á tilurð gagnanna og hvaða ályktun
þeir teldu rétt að draga af þeim. Með því að haga rannsókn málsins á þann hátt
sem hér hefur verið lýst verður ekki talið að farið hafi verið gegn þeim
grundvallarreglum sem leiddar verða af 70. gr. stjórnarskrárinnar eða 6. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki verður séð að það geti haft nokkra þýðingu í
því sambandi þó að rannsóknin hafi um tíma skarast við rannsókn lögreglu á sömu
atriðum.
Stefnandi
byggir ógildingarkröfu sína enn fremur á því að málsmeðferð samkeppnisyfirvalda
hafi falið í sér brot á andmælarétti stefnanda samkvæmt 13. gr.
stjórnsýslulaga. Þessi málsástæða er rökstudd annars vegar með því að
samkeppnisráð hafi lagt annað tímabil til grundvallar útreikningi á ávinningi
en upplýst hafði verið um í frumathugun Samkeppnisstofnunar og hins vegar með
því að honum hafi verið torveldað að neyta andmælaréttar síns í ljósi þess að
málið var einnig til rannsóknar hjá lögreglu.
Af
þessu tilefni er rétt að leggja áherslu á að 13. gr. stjórnsýslulaga leggur þá
skyldu á stjórnvald að sjá til þess að málsaðili eigi þess kost að tjá sig um
efni málsins áður en ákvörðun er tekin í máli hans, enda liggi afstaða hans og
rök ekki þegar fyrir í gögnum málsins eða slíkt er augljóslega óþarft. Almennt
uppfyllir stjórnvald þessa skyldu með því að veita málsaðila aðgang að gögnum
málsins auk þess sem honum ber að vekja athygli hans á því ef nýjar upplýsingar
bætast við, sem honum er ókunnugt um að liggi fyrir og kunna að hafa verulega
þýðingu fyrir úrlausn málsins, og veita honum hæfilegan frest til þess að tjá
sig um efnisatriði málsins. Tilgangur þessarar reglu er einkum sá að gefa
málsaðila tækifæri til þess að gæta réttar síns og hagsmuna með því að
leiðrétta upplýsingar, sem hann telur rangar, og benda á atriði sem geta verið
honum til hagsbóta við úrlausn málsins. Þegar stjórnvald á frumkvæði að því að
hefja athugun á máli, sem kann að ljúka með stjórnvaldsákvörðun, verður
stjórnvaldið að gefa málsaðila sérstakt tækifæri til að tjá sig um framangreind
atriði. Hins vegar er það á ábyrgð málsaðila að taka afstöðu til þess hvort og
þá hvernig hann nýtir sér andmælarétt sinn. Stjórnvaldi kann þá eftir atvikum
að vera rétt að taka tillit til óvenjulegra aðstæðna hjá málsaðila, sem eru
sannanlega til þess fallnar að torvelda honum að nýta sér andmælarétt sinn, með
því að veita rýmri frest en ella til að tjá sig. Við þær aðstæður ber þó að
taka mið af þeirri skyldu, sem hvílir á stjórnvöldum samkvæmt 9. gr.
stjórnsýslulaga, að taka ákvarðanir svo fljótt sem unnt er.
Í
því máli sem hér er til úrlausnar liggur fyrir að stefnandi hafði vitneskju um
rannsókn Samkeppnisstofnunar frá því að hún hófst með húsleit á starfsstöðvum
olíufélaganna. Stefnandi hafði aðgang að öllum þeim gögnum sem lágu fyrir í
málinu, auk þess sem lögmenn stefnanda voru í reglulegum samskiptum við
Samkeppnisstofnun meðan á rannsókn málsins stóð. Fundir voru haldnir með fimm
starfsmönnum stefnanda á árinu 2002 þar sem ýmis gögn voru lögð fyrir þá um ætlað
samráð olíufélaganna í tengslum við tiltekin útboð og verðkannanir í því skyni að fá skýringar þeirra á
tilurð og efni þeirra. Samkeppnisstofnun sendi stefnanda því næst ítarlegar
greinargerðir, svonefndar frumathuganir, sem dagsettar eru 8. janúar og 5.
desember 2003. Þar gerði stofnunin ekki einungis ítarlega grein fyrir
málavöxtum, heldur fjallaði einnig um lagatúlkun og hvernig hún teldi að
heimfæra ætti málsatvik til laga, sem og þau sjónarmið sem ættu að vera ráðandi
við ákvörðun viðurlaga. Stefnandi fékk frest til þess að tjá sig um þessar
greinargerðir og skilaði skriflegum andmælum 4. maí 2004. Samkeppnisstofnun gaf
stefnanda færi á því að tjá sig um ný gögn sem aflað var í kjölfarið og
lögmaður stefnanda reifaði málið munnlega fyrir samkeppnisráði áður en ákvörðun
var tekin.
Dómurinn
telur að með þessu hafi Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð gert það sem í
þeirra valdi stóð til þess að gefa stefnanda færi á því að tjá sig um efni
málsins áður en ákvörðun samkeppnisráðs var tekin. Stefnandi hefur aftur á móti
ekki útskýrt hvernig upplýsingar, sem starfsmenn hans bjuggu yfir, og gátu
varpað sök á þá eða félagið við lögreglurannsóknina, hafi verið stefnanda
nauðsynlegar til þess að andmæla málavöxtum eins og Samkeppnisstofnun lýsti
þeim. Verður í því efni að árétta fyrrgreindan megintilgang andmælareglunnar,
sem er að gefa málsaðila færi á að gæta réttar síns og hagsmuna við
stjórnsýslumeðferð mála með því að leiðrétta rangfærslur, benda á atriði sem
geta verið honum til hagsbóta og leggja fram ný gögn sem þjóna þessum tilgangi.
Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið liggur ekki fyrir að
lögreglurannsóknin hafi sannanlega torveldað stefnanda að nýta sér andmælarétt
sinn þannig að sérstök ástæða hafi verið til þess að bregðast við af hálfu
samkeppnisyfirvalda. Það var því alfarið á ábyrgð og áhættu stefnanda hvernig
hann nýtti sér andmælarétt sinn. Þá verður heldur ekki ráðið af gögnum málsins
að sú réttaróvissa sem stefnandi heldur fram að uppi hafi verið, og fjallað er
um í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 92/2007, hafi í raun haft áhrif á andmæli
stefnanda.
Eins
og rakið er í kafla II gerði Samkeppnisstofnun grein fyrir útreikningum sínum á
ætluðum ávinningi olíufélaganna af hinu ólögmæta samráði með því að bera saman
meðaltal einingaframlegðar áranna 1995 til 1997 við einingaframlegð áranna 1998
til 2001. Niðurstöður þessa útreiknings bentu til þess að ávinningur
olíufélaganna næmi samtals ríflega sex og hálfum milljarði króna. Stefnandi
hafði tækifæri til þess að gera athugasemdir við forsendur þessa útreiknings og
það gerði hann með andmælum sínum 3. maí 2004. Þar vísaði hann meðal annars til
gagnrýni sem fram kom í álitsgerð hagfræðinganna Tryggva Þórs Herbertssonar og
Jóns Þórs Sturlusonar á aðferðafræði Samkeppnisstofnunar. Í ákvörðun
samkeppnisráðs er sömu aðferð beitt til þess að komast að niðurstöðu um ætlaðan
ávinning olíufélaganna af samráðinu. Hins vegar var annað viðmiðunartímabil
lagt til grundvallar, eins og rakið er í kafla II, sökum þess að nýjar
upplýsingar lágu þá fyrir um framlegð Skeljungs hf. allt aftur til ársins 1993.
Ágreiningslaust er að stefnanda ásamt hinum olíufélögunum var tjáð að þessar
nýju upplýsingar lægju fyrir og hvers efnis þær voru. Fyrrgreind breyting hafði
þó ekki teljandi áhrif á niðurstöðu um ávinning olíufélaganna í heild. Taldi
samkeppnisráð þannig að þessi ávinningur, sem rakinn var til hins ólögmæta
samráðs, hefði á árunum 1996 til 2001 numið í heild tæplega sex og hálfum
milljarði króna.
Það
leiðir ekki af andmælareglu 13. gr. stjórnsýslulaga að stjórnvöldum beri skylda
til þess að útskýra, áður en ákvörðun er tekin, aðferðir sínar við að reikna út
ætlaðan ávinning eða önnur atriði út frá þeim tölulegu upplýsingum sem liggja
fyrir í málinu. Þannig fullnægir stjórnvald almennt skyldum sínum í þessu efni
með því að tryggja að málsaðili hafi aðgang að og geti tjáð sig um þær
upplýsingar sem þýðingu geta haft fyrir niðurstöðu málsins. Við meðferð á því
máli sem hér er til úrlausnar var hins vegar gengið lengra en lög áskildu með
því að kynna stefnanda og öðrum málsaðilum fyrrgreinda frumathugun
Samkeppnisstofnunar. Þar var meðal annars gerð grein fyrir útreikningum
stofnunarinnar á ætluðum ávinningi félaganna af samráðinu, eins og vikið hefur
verið að. Þessi tilhögun var reist á 16. gr. reglna nr. 922/2001 um málsmeðferð
samkeppnisyfirvalda, þar sem mælt er fyrir um að taka skuli saman sérstakar
greinargerðir sem nefnast frumathuganir í nánar tilgreindum samkeppnismálum. Í
ákvæðinu kemur fram að í þessari greinargerð skuli helstu atvikum málsins lýst,
auk þess sem greint skuli frá grundvelli þess í aðalatriðum að tilteknar
aðstæður eða háttsemi kunni að fara gegn ákvæðum samkeppnislaga. Sérstaklega er
tekið fram að í frumathugun sé ekki nauðsynlegt að fram komi tæmandi lýsing á
atvikum málsins eða sjónarmiðum samkeppnisyfirvalda. Þá segir í ákvæðinu að
tilgangur frumathugunar sé að stuðla að því að málið sé að fullu upplýst áður
en ákvörðun er tekin og að auðvelda málsaðila að nýta sér andmælarétt sinn.
Í
ákvörðun samkeppnisráðs var útskýrt af hvaða ástæðu samkeppnisráð lagði annað
viðmiðunartímabil til grundvallar en gert hafði verið í frumathuguninni. Ekki
verður annað ráðið en að þær ástæður hafi verið málefnalegar og til þess
fallnar að leggja traustari grunn að útreikningi á ætluðum ávinningi
olíufélaganna. Þegar litið er til efnis 13. gr. stjórnsýslulaga og 16. gr.
reglna nr. 922/2001 fær dómurinn ekki séð að brotið hafi verið gegn þessum
fyrirmælum með fyrrgreindri breytingu. Þó kann að hafa verið ástæða til þess að
vekja athygli olíufélaganna á breyttri aðferð við útreikning ávinnings
félaganna, eins og vikið er að í úrskurði áfrýjunarnefndar. Að mati dómsins
getur það þó aldrei talist svo veigamikill annmarki að leitt geti til ógildis
úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála eins og krafist er. Er þá jafnframt
til þess að líta að stefnandi átti þess kost að gera athugasemdir út frá þessum
breyttu forsendum fyrir áfrýjunarnefndinni.
Stefnandi
reisir kröfu sína um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar einnig á því að
rannsókn samkeppnisyfirvalda hafi verið ábótavant í málinu. Vísar stefnandi þar
til 10. gr. stjórnsýslulaga þar sem sú skylda er lögð á stjórnvöld að sjá til
þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Stefnandi
styður þessa málsástæðu einkum við það að ætlaður ávinningur olíufélaganna af
samráðinu hafi ekki verið rannsakaður nægjanlega.
Í
tilefni af þessari málsástæðu stefnanda tekur dómurinn fram að umfangsmikil
gögn, sem aflað var með húsleit og frá félögunum á grundvelli upplýsingaskyldu
þeirra samkvæmt 39. gr. samkeppnislaga, og upplýsingar, sem gefnar voru á
fundum með starfsmönnum olíufélaganna, lágu til grundvallar ályktun
samkeppnisyfirvalda. Ágreiningur er uppi um það hvort fyrir liggi sannanlegur
ábati stefnanda af samráði olíufélaganna, sem var skilyrði fyrir því að sekt
stefnanda gæti orðið hærri en 40 milljónir króna samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga
eins og greinin var fyrir gildistöku laga nr. 107/2000. Tekin verður frekari
afstaða til þessarar málsástæðu í tengslum við umfjöllun um þrautavarakröfu
stefnanda um lækkun sekta.
Stefnandi
gerir til vara kröfu um að úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði
breytt þannig að stefanda verði ekki gert að greiða sekt í ríkissjóð. Þessi
krafa er reist á þeirri málsástæðu að brot stefnanda hafi verið fyrnd þegar
samkeppnisráð tók ákvörðun í málinu. Ágreiningslaust er að um fyrningu brotanna
fari eftir fyrirmælum IX. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt 5.
mgr. 81. gr. þeirra laga, sbr. 5. gr. laga nr. 39/2000, er fyrningarfrestur
vegna refsiábyrgðar lögaðila fimm ár. Málatilbúnaður stefnanda virðist taka mið
af því að þetta ákvæði taki ekki til brota stefnanda. Stefndi er á öndverðum
meiði og vísar til þess að um samfellda brotastarfsemi hafi verið að ræða sem
ekki hafi lokið fyrr en eftir gildistöku laganna og hafi fyrning brotsins ekki
hafist fyrr en þá.
Í
ákvörðun samkeppnisráðs og úrskurði áfrýjunarnefndar var stefnandi fundinn
sekur um aðild að fjölda samráðstilvika á tímabilinu 1993 til 2001. Í ákvörðun
samkeppnisráðs kemur fram að til þess að framkvæma samráðið hafi olíufélögin
átt í miklum samskiptum sín á milli þar sem fjallað var um samráð um verð,
samskipti um útboð og gerð tilboða sem og um markaðsskiptingu félaganna. Eru
þar rakin yfir fjögur hundruð tilvik um slík samskipti frá apríl 1993 til
desember 2001. Stefnandi var þátttakandi í þessum samstilltu aðgerðum allt til
loka þessara samskipta. Gögn málsins styðja það að samráðið hafi því verið
samfellt og átt að þjóna því sameiginlega markmiði olíufélaganna að raska
samkeppni á viðkomandi markaði í því augnamiði að auka eða viðhalda framlegð af
vörusölu félaganna. Ber að líta á þessa háttsemi olíufélaganna sem samfellda
brotastarfsemi sem braut gegn 10. gr. samkeppnislaga. Þeirri brotastarfsemi
lauk ekki fyrr en í desember 2001 og verður í samræmi við almennar reglur að
leggja til grundvallar að fyrning á broti stefnanda hafi ekki hafist fyrr en
þá. Um þá fyrningu fer eftir fyrirmælum 81. gr. almennra hegningarlaga eins og
greinin hljóðaði á þeim tíma sem fyrningin hófst. Er ekki á það fallist að með
þeirri niðurstöðu sé reglum um fyrningu viðurlaga beitt afturvirkt þannig að í
bága fari við stjórnlög. Á þeim tíma höfðu lög nr. 39/2000 tekið gildi og var
fyrningarfrestur í málinu því fimm ár, sbr. 5. mgr. 81. gr. almennra
hegningarlaga. Sá fyrningarfrestur var ekki liðinn þegar samkeppnisráð komst að
niðurstöðu í októberlok 2004 um að stefnandi hefði gerst sekur um brot gegn 10.
gr. samkeppnislaga. Þegar af þessari ástæðu er öllum röksemdum stefnanda fyrir
varakröfu hans hafnað.
Eins
og rakið hefur verið krefst stefnandi þess til þrautavara að sekt, sem félaginu
var gert að greiða í ríkissjóð að fjárhæð 495 milljónir króna, verði lækkuð.
Styður stefnandi þessa kröfu við ýmsar málsástæður. Meðal þess sem stefnandi
ber við til stuðnings þessari kröfu er að ekki hafi verið sýnt fram á það að
stefnandi hafi sannanlega haft yfir 40 milljóna króna ábata af samráði
olíufélaganna. Því geti sekt stefnanda hæst numið 40 milljónum króna í samræmi
við ákvæði 52. gr. samkeppnislaga eins og ákvæðið var fyrir gildistöku laga nr.
107/2000. Stefnandi telur að ávinningur stefnanda hafi í öllu falli verið mun
minni en lagt hafi verið til grundvallar af samkeppnisyfirvöldum.
Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála komst að þeirri niðurstöðu að leggja bæri ákvæði 52. gr.
samkeppnislaga í framangreindri mynd til grundvallar við úrlausn málsins.
Ágreiningslaust er í máli þessu að fylgja beri þeirri niðurstöðu og verður við
það miðað.
Samkvæmt
fyrrgreindri 1. mgr. 52. gr. samkeppnislaga gat samkeppnisráð lagt
stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brutu gegn bannákvæðum
laganna nema brotið teldist óverulegt eða ekki var talin þörf á slíkum sektum
til að stuðla að og efla virka samkeppni af öðrum ástæðum. Við
ákvörðun sekta bar að hafa hliðsjón af eðli og umfangi samkeppnishamla og hvað
þær hefðu staðið lengi. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar skyldi við ákvörðun
sekta samkvæmt 1. mgr. taka tillit til þess skaða sem samkeppnishömlur hefðu
valdið og þess ávinnings sem þær hefðu haft í för með sér. Þá kom þar fram að
sektir gætu numið allt að 10% af veltu síðastliðins almanaksárs af þeirri
starfsemi sem í hlut ætti hjá hverju fyrirtæki sem aðild ætti að
samkeppnishömlum ef sannanlegur ábati þeirra af broti gegn samkeppnisreglum
hefði numið hærri fjárhæð en 40 milljónum króna.
Í
athugasemdum við það frumvarp sem varð að samkeppnislögum nr. 8/1993 kom fram
að ákvæði 52. gr. laganna væru sniðin að þeirri löggjöf sem væntanlega myndi
gilda í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og þegar gilti í aðildarríkjum
Evrópubandalagsins en af henni leiddi að samkeppnisyfirvöldum EFTA-ríkjanna og
Eftirlitsstofnun EFTA var ætlað að vinna sameiginlega að framkvæmd
sameiginlegra samkeppnisreglna efnahagssvæðisins hér á landi. Samkvæmt 3. mgr.
23. gr. bókunar 4 við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og
dómstóls var Eftirlitstofnun EFTA, við ákvörðun sekta vegna brota á bannákvæðum
meginmáls samningsins um samráð fyrirtækja og misbeitingu á markaðsráðandi
stöðu, ætlað að hafa hliðsjón af bæði alvarleika brots og hversu lengi það
hefði staðið, en einnig var kveðið á um 10% sektarhámark miðað við heildarveltu
brotlegs fyrirtækis á undanförnu almanaksári, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Verða
fyrrgreind ummæli í athugasemdum frumvarpsins ekki skilin á aðra leið en að
sektarreglum laga nr. 8/1993 hafi verið ætlað að leiða til þess að ákvörðun
sekta af hálfu íslenskra samkeppnisyfirvalda fylgdi í grundvallaratriðum
sambærilegum sjónarmiðum og giltu um Eftirlitsstofnun EFTA samkvæmt þessu
ákvæði.
Að
þessu gættu, svo og að teknu tilliti til orðalags og innra samhengis 52. gr.
laga nr. 8/1993, verður að skýra ákvæði greinarinnar þannig að við ákvörðun
sekta hafi samkeppnisyfirvöldum borið að hafa hliðsjón af bæði eðli og umfangi
samkeppnishamla og einnig hversu lengi þær höfðu staðið, enda teldist brot ekki
óverulegt eða ekki talin þörf á sektum af öðrum ástæðum. Þá bar einnig að taka
tillit til þess skaða sem samkeppnishömlur höfðu valdið og þess ávinnings sem
þær höfðu haft í för með sér. Samkvæmt skýrum fyrirmælum 2. mgr. greinarinnar
gat sekt þó ekki farið yfir 40 milljónir króna nema fyrir lægi að ábati
fyrirtækis af broti næmi hærri fjárhæð. Í þeim tilvikum var sektarhámark miðað
við 10% af veltu þeirrar starfsemi fyrirtækisins sem brotið laut að, eins og
rakið hefur verið. Í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga hvíldi á
samkeppnisyfirvöldum að sýna fram á að fullnægt væri lagaskilyrði fyrir því að
unnt væri að leggja á hærri sektir en 40 milljónir króna.
Í
dómum Hæstaréttar hefur ítrekað verið gengið út frá því að dómstólar fari með
óskorað endurskoðunarvald gagnvart sektarákvörðunum samkeppnisyfirvalda með
þeim takmörkunum einum sem leiða af forræði aðila á sakarefninu, sbr. einnig
fyrrgreindan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 27. september 2011 í máli Menarini
gegn Ítalíu. Í þessu felst að dómstólar meta ekki einungis hvort ákvörðun
samkeppnisyfirvalda um sektir styðjist við fullnægjandi heimildir og lögmæt
sjónarmið heldur er dómstólum ætlað að meta til hlítar hvaða sekt telst hæfileg
með vísan til þeirra lögmæltu viðmiða sem áður greinir. Við þetta mat geta
dómstólar stuðst við og vísað til mats samkeppnisyfirvalda eftir því sem þeir
telja rétt en eru hins vegar ekki bundnir við þá afstöðu ef gögn málsins leiða
til annars. Samkvæmt þessu getur dóminum verið heimilt að líta til gagna sem
aflað hefur verið eftir að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála var
kveðinn upp og lögð hafa verið fram við meðferð málsins með viðhlítandi hætti.
Í
málinu er fyrst til þess að líta að sektarákvörðun samkeppnisyfirvalda laut að
fjölda alvarlegra samkeppnisbrota stefnanda og samstarfsaðila hans á
olíumarkaði. Með þessum brotum, sem framin voru kerfisbundið yfir langt tímabil
eða frá 1993 til desember 2001, misnotuðu stefnandi og samstarfsaðilar hans sér
nálega 100% hlutdeild þeirra á mörkuðum fyrir eldsneyti og olíuvörur með því að
stilla saman strengi um verð á þessum vörum, skipta upp mörkuðunum og eiga
samvinnu um gerð tilboða, líkt og ítarlega er reifað í ákvörðun samkeppnisráðs
og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Dómurinn telur hafið yfir allan
vafa að markmið stefnanda og samstarfsaðila hans var að skapa sér ávinning og um
leið hlaut þeim að vera ljóst að háttsemi þeirra var til þess fallin að valda
viðskiptavinum þeirra tjóni, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 7. febrúar
2008 í málum nr. 142/2007 og 143/2007, dóm Hæstaréttar 30. apríl 2008 í máli
nr. 309/2007 og dóm réttarins 6. maí 2010 í máli nr. 244/2009. Er þá meðal
annars litið til þess að við þátttöku í ýmsum útboðum á eldsneyti og olíuvörum
skilgreindu stefnandi og samstarfsaðilar hans sjálfir þann hagnað sem þeir
töldu sig öðlast með samráði og ákváðu tiltekna skiptingu hans sín á milli.
Ekki
er í lögskýringargögnum vikið að því hvernig beri að skilja hugtakið ábata af
broti í 52. gr. eins og ákvæðið hljóðaði við setningu laga nr. 8/1993. Dómurinn
tekur undir með samkeppnisyfirvöldum að við mat á ábata í þessum skilningi sé
ekki einungis unnt að líta til þróunar á arðsemi eigin fjár eða hagnaðs
fyrirtækja sem taka þátt í broti á samkeppnislögum. Eðlilegra sé að horfa til
þess hagnaðar sem þau hafa haft af viðskiptum sem brotin lúta að áður en tillit
er tekið til þess hvernig honum hafi verið ráðstafað í breytilegan dreifingar-
og rekstrarkostnað, afskriftir, fjármagnskostnað og annan fastan kostnað, sem
og í hagnað til eigenda þeirra. Ella sé hætt við því að ávinningur af broti nái
ekki til óhagkvæmrar ráðstöfunar á hagnaði af ólögmætu samráði.
Allar
aðferðir sem notaðar eru til þess að meta ábata eða ávinning af samkeppnisbroti
miðast við að bera saman raunverulega þróun á verði með samráði við þróun sem
hefði orðið við sömu markaðsaðstæður án samráðs. Nærtækt er þá að bera saman
raunverulegt verð þegar samráðið átti sér stað við verð sömu aðila þegar samráð
var ekki til staðar eða þegar ætla má að það hafi haft minni áhrif á
verðlagningu. Mat af þessu tagi er ávallt háð ákveðinni óvissu. Draga má
verulega úr henni með því að byggja á traustum gögnum og taka tillit til þeirra
atriða sem geta valdið skekkju í samanburðinum. Þá eykur það áreiðanleika við
mat á ávinningi ef byggt er á fleiri aðferðum en einni þar sem niðurstöður
styðja hverja aðra. Að þessu gættu telur dómurinn að samanburður af þessu tagi
geti gefið raunhæfa mynd af ávinningi af samkeppnisbroti.
Eins
og rakið hefur verið litu samkeppnisyfirvöld fyrst og fremst til breytinga sem
urðu á svonefndri einingaframlegð af sölu á fljótandi eldsneyti á samráðstímabilinu
þegar komist var að niðurstöðu um ávinning eða ábata félaganna af hinu ólögmæta
samráði. Þar var stuðst við gögn frá olíufélögunum og skilgreiningu þeirra
sjálfra á einingaframlegð. Með einingaframlegð er þá átt við það sem félagið
heldur eftir af söluverði þegar kostnaður við aðföng eldsneytis hefur verið
dreginn frá. Með því að styðjast við þessa aðferð er kostnaður aðfanga dreginn
frá, en hann er mjög breytilegur í verði, bæði vegna sveiflu í
heimsmarkaðsverði og gengisbreytinga, og nær ekkert háður innlendri
kostnaðarþróun.
Við
samanburð samkeppnisyfirvalda á einingaframlegð félaganna milli tímabila var
miðað við verðlag ársins 2001. Með því var almennt tekið tillit til þátta eins
og hagvaxtaraukningar, launaþróunar, framleiðniþróunar, hækkandi
arðsemiskrafna, hækkunar á fjármagnskostnaði og aukins kostnaðar vegna
umhverfiskvaða, enda má reikna með að hækkanir á þessum þáttum leiði út í
almennt verðlag. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að kostnaðarhækkun af þessum
toga hafi komið harðar niður á sér en öðrum atvinnufyrirtækjum hér á landi á
sama tíma. Með því að miða við fast verðlag ársins 2001 verður einnig að ætla
tekið sé að stórum hluta tillit til þess gengistaps sem olíufélögin hafi orðið
fyrir á tímabilinu. Stefnandi virðist á sama tíma ganga út frá því í
málatilbúnaði sínum að kostnaðarlækkun vegna hagræðingar í rekstri
fyrirtækisins á samráðstímabilinu eigi að hafa áhrif á framlegðarútreikninga
þannig að ávinningur hans af samráði verði lægri en samkeppnisyfirvöld gera ráð
fyrir. Í því sambandi verður að líta til þess að ekki hefur verið sýnt fram á
að hagræðing í rekstri eða framleiðniaukning hafi verið önnur hjá stefnanda en
almennt í atvinnurekstri á tímabilinu. Hafi stefnandi hins vegar lækkað kostnað
sinn meira en í öðrum greinum, og að því gefnu að það eigi að hafa áhrif á mat
á ávinning af samráðinu, eins og stefnandi virðist byggja á, hljóta
samkeppnisyfirvöld enn fremur að hafa vanmetið ávinninginn en ekki ofmetið.
Eins
og rakið hefur verið báru samkeppnisyfirvöld einingaframlegð af sölu á
fljótandi eldsneyti á tímabilinu 1996 til 2001 saman við meðaltal
einingaframlegðar sömu viðskipta á árunum 1993 til 1995 á verðlagi ársins 2001.
Rannsókn samkeppnisyfirvalda leiðir í ljós að samráð átti sér einnig stað á
samanburðartímanum auk þess sem það tók jafnframt til viðskipta félaganna með
aðrar vörur. Aðferðin fól að þessu leyti í sér vanmat á ávinningi olíufélaganna
af samráði. Þá fellst dómurinn á það með stefndu að ótækt sé að miða samanburð
af þessu tagi við tímabilið 2002 til 2004, þegar rannsókn á samráðinu stóð
yfir, enda verður að ætla að áhrifa samráðsins hafi þá gætt enn, þar sem þau
hafi haft hagsmuni af því að víkja ekki frá fyrri venjum í verðlagningu á
olíuvörum.
Þegar
litið er til framangreindra atriða telur dómurinn að sá samanburður sem
samkeppnisyfirvöld beittu til að meta þróun einingaframlegðar á samráðstímanum
hafi verið til þess fallinn að varpa ljósi á ávinning olíufélaganna af því
samráði sem rannsókn samkeppnisyfirvalda hefur leitt í ljós. Ekki er á það
fallist að breytingar á ytri aðstæðum á samráðstímanum geti skýrt þá hækkun sem
varð á einingaframlegð, enda má ætla að tekið sé að verulegu leyti mið af
slíkum þáttum með því að miða við fast verðlag. Eins og rakið er í yfirmatsgerð
28. september 2008 er heldur ekki ástæða til að ætla að niðurstöður um
ávinning félaganna af samráði séu í veigamiklum atriðum rangar vegna þess að
ekki hafi verið tekið tillit til þess að markaðshegðun sé mismunandi eftir
kaupendum og einstökum vöruflokkum. Auk þess er á það fallist að í
kortaafsláttum felist útgjöld sem miða að því að kaupa tryggð
viðskiptavinarins, en fyrirtæki leggja einungis í slík útgjöld ef þau telja sig
hafa hag af því. Því er ekki rétt að taka tillit til slíkra kortaafslátta, eins
og rökstutt er í framangreindri yfirmatsgerð. Enn fremur getur niðurstaða um
ávinning af samráði ekki talist innan skekkjumarka, eins og byggt er á matsgerð
11. október 2006 sem stefnandi reisir málatilbúnað sinn á, enda er útreikningur
samkeppnisyfirvalda á einingaframlegð gerður með þeim gögnum sem lágu fyrir og
því ekki verið að draga tölfræðilegar ályktanir á grundvelli úrtaks. Þá er rétt
að taka undir þann varnagla sem fram kemur í matsgerðinni þess efnis að
skýringarbreytur við útreikning á ávinningi geti verið innbyrðis háðar sem kann
að leiða til ofmats á áhrifum þeirra.
Í fyrrgreindri matsgerð er lýst
tilgreindum breytingum á reikningsfærslu á „sölulaunum milli deilda“, milli
þeirra tímabila sem Samkeppnisstofnun lagði til grundvallar í
framlegðarútreikningum sínum. Í matsgerðinni virðist talið að þessar breytingar
hafi leitt til vanmats á framlegð af vörusölu fljótandi eldsneytis á árunum
1993 til 1995 og ofmats á reiknuðum ávinningi áranna 1996 til 2001. Af töflum
sem fylgir matsgerð verður helst ráðið að þessir þættir nemi samtals tæpum 654
milljónum króna sem matsmenn telja að eigi að koma til lækkunar á reiknuðum
ávinningi stefnanda. Í matsgerð er því einnig haldið fram að breytingar hafi
orðið á færslu gengismunar í reikningsskilum stefnanda árið 2000 þannig að í
stað þess að vera hluti af kostnaðarverði seldrar vöru þá er hann færður meðal
fjármagnsliða. Fullyrt er að Samkeppnisstofnun hafi ekki tekið tillit til
þessarar breytingar við útreikning á framlegð áranna 2000 og 2001, en samkvæmt
matsgerð á það að hafa leitt til ofmats á ávinningi um 614,6 milljónir króna. Á
móti kemur að í matsgerð er því lýst að Samkeppnisstofnun hafi vanáætlað sölu
og framlegð ársins 2001, sem hafi verið reist á áætlun af hálfu stofnunarinnar.
Af sömu töflu og að framan greinir má ráða að þessi vanáætlun á framlegð þess
árs hafi numið 635 milljónum króna sem leiðir til samsvarandi hækkunar á
reiknuðum ávinningi stefnanda á samráðstímabilinu. Með vísan til þess sem fram
hefur komið um kortaafslætti þykir hins vegar ekki liggja fyrir að taka hafi átt
tillit til þeirra við útreikning á ávinningi eins og gert er í matsgerðinni.
Framangreindum breytingum á útreikningum á framlegð stefnanda, sem leiða af
breyttum aðferðum við reikningsskil fyrirtækisins, hefur ekki verið hnekkt með
yfirmatsgerð 28. september 2008.
Niðurstaða framangreinds samanburðar
samkeppnisyfirvalda leiddi í ljós að samanlagður ávinningur stefnanda af
samráði um verð á fljótandi eldsneyti á tímabilinu 1996 til 2001 hafi numið
2.750 milljónum króna. Í ljósi niðurstöðu matsgerðar 11. október 2006 kann
mögulega að vera unnt að lækka þetta mat um rúmar 630 milljónir króna. Í
úrskurði áfrýjunarnefndar var við ákvörðun sekta horft til tiltekinna ytri
aðstæðna sem virðist hafa verið talið að gætu skýrt að einhverju leyti hærri
framlegð á tímabilinu, þ.e. til gengistaps, aukinnar arðsemiskröfu og hækkunar
á launum umfram neysluverðsvísitölu. Eins og áður greinir verður að ætla að
tekið sé að stórum hluta mið af þessum aðstæðum með því að miða við fast
verðlag ársins 2001 við útreikning samkeppnisráðs. Með því að lækka metinn
ávinning á þessum grundvelli er einnig horft fram hjá því að ávinningur af
samráðinu kann meðal annars að hafa verið notaður til að standa undir aukinni
arðsemiskröfu og launahækkunum. Að þessu gættu fellst dómurinn ekki á sjónarmið
stefnanda um áhrif þessara þátta við mat á ávinningi olíufélaganna.
Eins og fram hefur komið var markmið
samráðs olíufélaganna að auka eða koma í veg fyrir lækkun á framlegð af sölu
þeirra á eldsneyti og auka þar með eða viðhalda ávinningi félaganna. Miðað við
gögn sem rakin eru í ákvörðun samkeppnisráðs um samskipti starfsmanna félaganna
á samráðstímanum má gera ráð fyrir að þetta hafi tekist í meginatriðum. Almennt
verður að ætla að fyrirtæki leggi ekki stund á jafn umfangsmikið samráð í svo
langan tíma og raun ber vitni nema að hafa af því ávinning. Þá liggur fyrir að
félögin lögðu stund á svonefnda skiptisölu þar sem þau endurgreiddu hvert öðru
hluta af álagningu sinni í tilteknum viðskiptum, en heildarumfang þeirra
viðskipta nam 5,8 milljörðum króna á tímabilinu 1993 til 2001. Verður einnig að
gera ráð fyrir að fyrirtæki gangist ekki undir skuldbindingar af þessu tagi
nema þau telji sig hafa hag af því. Þá er til þess að líta að kjöraðstæður
virðast hafa verið uppi á þessum tíma til að samráð olíufélaganna skilaði þeim
ávinningi. Samráðið snerist um einsleita og samkynja nauðsynjavörur með lágri
verðteygni. Erfitt var fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn í ljósi
kostnaðar við að koma upp dreifikerfi og möguleika olíufélaganna, sem höfðu komið
sér fyrir á markaðnum, til að bregðast við samkeppni með því að lækka verðið.
Þegar litið er til þessara atriða, og jafnframt tekið mið af útreikningi
samkeppnisyfirvalda á ávinningi stefnanda af samráðinu með framangreindri
aðferð, telur dómurinn bersýnilegt að ábati stefnanda, sem rekja má til hins
ólögmæta samráðs, hafi numið mun hærri fjárhæð en 40 milljónum króna. Sterk rök
hníga einnig að því að ávinningur stefnanda af samráðinu hafi numið hærri
fjárhæð en þeirri sekt sem stefnanda var ákvörðuð í grunninn. Þær matsgerðir
sem stefnandi hefur aflað og hann vísar til í málatilbúnaði sínum hnekkja ekki
þeirri niðurstöðu.
Samkvæmt framansögðu sýndu
samkeppnisyfirvöld fram á það með viðhlítandi hætti við rannsókn málsins að fullnægt hafi verið skilyrði 2.
mgr. 52. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 til þess að ákveða sektir allt að 10% af
veltu stefnanda vegna síðastliðins almanaksárs af hlutaðeigandi starfsemi.
Leggja verður þann skilning í ákvæðið að þar hafi verið vísað til veltu næsta
heila almanaksárs áður en sektin var ákveðin. Þá telur dómurinn ekki ástæðu til
að víkja frá þeirri afstöðu samkeppnisyfirvalda að einungis hafi borið að draga
virðisaukaskatt frá veltu þeirra fyrirtækja sem í hlut áttu en ekki ýmis önnur
gjöld og opinberar álögur. Í ákvörðun samkeppnisráðs kemur fram að velta
stefnanda á árinu 2003 hafi numið 16.525 milljónum króna og ber að leggja það
til grundvallar við úrlausn málsins. Samráðið laut að kjarnastarfsemi stefnanda
og er ágreiningslaust að um 80% af veltu félagsins hafi stafað frá þeim markaði
sem um ræðir. Grunnsekt að fjárhæð 900 milljónir króna, sem áfrýjunarnefnd
samkeppnismála ákvarðaði stefnanda, var því undir því hámarki sem fyrrgreint
ákvæði samkeppnislaga mælti fyrir um.
Samkvæmt
þeim reglum 52. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 sem áður greinir bar við nánari
ákvörðun sekta að taka tillit til þess skaða sem samkeppnishömlurnar ullu og
þess ávinnings sem þær höfðu í för með sér. Áður hefur verið gerð grein fyrir
niðurstöðum samkeppnisyfirvalda um að olíufélögin hafi haft verulegan ávinning
af brotunum og að sú niðurstaða gefi sterka vísbendingu um að ávinningur
stefnanda af þátttöku í samráði félaganna hafi verið meiri en sem nam þeirri
sekt sem honum var ákvörðuð í úrskurði áfrýjunarnefndar. Að virtu eðli þeirrar
starfsemi sem hér var um að ræða, og margþættum áhrifum hennar á viðskipti og
atvinnulíf, telur dómurinn einnig að stefnanda og samstarfsaðilum hans hafi
hlotið að vera ljóst að um væri að ræða verulega skaðlega háttsemi fyrir
samfélagið allt. Þessu til stuðnings má vísa til áðurtilvitnaðrar
yfirmatsgerðar. Þá telur dómurinn rétt að líta til þess við ákvörðun sektar að
brot olíufélaganna stóð yfir í mörg ár og laut að umfangsmiklum viðskiptum
þeirra hér á landi með mikilvæga nauðsynjavöru. Auk þess ber að taka tillit til
þess að samráðið var þaulskipulagt og æðstu stjórnendur félaganna tóku þátt í
því gegn betri vitund.
Með
vísan til þess sem áður greinir telur dómurinn að hafna beri þeirri málsástæðu
að fyrrgreind breyting, sem gerð var á viðmiðunartímabilum í útreikningum
samkeppnisyfirvalda, feli í sér brot á meðalhófsreglu. Í ljósi þess sem rakið
hefur verið um umfang samráðsins og þátttöku stefnanda í því, sem og þess sem
ætla má um ávinning stefnanda af samráðinu og þess samfélagslega skaða sem það
hefur valdið, telur dómurinn að grunnsekt stefnanda að fjárhæð 900 milljónir
króna hafi verið hæfilega ákveðin. Þá er ekki unnt að fallast á það með
stefnanda að það mat samkeppnisyfirvalda að veita stefnanda 45% afslátt af
grunnsekt, en ekki 50% hámarksafslátt samkvæmt reglum nr. 397/2002, hafi byggst
á ómálefnalegum sjónarmiðum, en um það var vísað til þess að starfsmenn
stefnanda hefðu í vissum tilvikum ekki gefið fullnægjandi skýringar á gögnum.
Þar
sem öllum málsástæðum stefnanda hefur samkvæmt framansögðu verið hafnað ber að
sýkna stefndu af öllum kröfum hans. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr.
91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefndu málskostnað sem þykir hæfilega
ákveðinn 1.500.000 krónur.
Dómsuppkvaðning
hefur dregist fram yfir frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991.
Dómarar og aðilar töldu ekki þörf á því að málið yrði flutt að nýju.
Dóminn
kveða upp héraðsdómararnir Ásmundur Helgason og Skúli Magnússon og dr. Úlf
Níelsson hagfræðingur.
D
Ó M S O R Ð :
Stefndu,
Samkeppniseftirlitið og íslenska ríkið, eru sýknaðir af öllum kröfum stefnanda,
Kers ehf.
Stefnandi
greiði stefndu óskipt 1.500.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 757/2015 | Málskostnaðartrygging Frávísun frá Hæstarétti | Máli L ehf. gegn L hf. var vísað frá Hæstarétti þar sem L ehf. afhenti ekki skilríki fyrir málskostnaðartryggingu innan þess frests sem félagið hafði til þess að setja hana.
|
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason
og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. nóvember
2015. Hann krefst þess að viðurkennt verði að tilteknir samningar milli sín og
stefnda sem bera heitið „fjármögnunarleigusamningar“ séu að efni til samningar
um lán í íslenskum krónum og að ákvæði þeirra um tengingu greiðslna við gengi
erlendra gjaldmiðla séu ólögmæt og í andstöðu við 13., sbr. 14. gr., laga nr.
38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og
fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og
málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Samkvæmt gögnum, sem lögð hafa verið fyrir
Hæstarétt, var gerð árangurslaus löggeymsla hjá áfrýjanda 6. september 2015.
Auk þess lagði stefndi fram endurrit úr þingbók Héraðsdóms Reykjavíkur, sem bar
með sér að krafa um gjaldþrotaskipti á búi áfrýjanda hafi verið tekin til
úrskurðar 16. desember sama ár. Af því tilefni krafðist stefndi þess að
áfrýjanda yrði gert með vísan til b. liðar 1. mgr. 133. gr., sbr. 166. gr.,
laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að setja tryggingu fyrir greiðslu
málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi dró ekki í efa að framangreindar
upplýsingar gæfu rétta mynd af fjárhag hans. Var því fallist á kröfu stefnda og
áfrýjanda veittur tveggja vikna frestur til að afhenda skilríki fyrir
tryggingunni, sem var ákveðin 1.000.000 krónur. Sú trygging hefur ekki verið
sett og ber því samkvæmt 3. mgr. 133. gr., sbr. 166. gr., sömu laga að vísa
málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti.
Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað
fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
Áfrýjandi, Leiguvélar ehf., greiði stefnda, Lýsingu
hf., 400.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur
Héraðsdóms Reykjavíkur 28. september 2015.
Mál þetta sem tekið var til dóms
18. september 2015 var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 6. janúar 2014 af
Leiguvélum ehf., Járnhálsi 2, Reykjavík, á hendur Lýsingu hf., Ármúla 3,
Reykjavík.
Kröfur aðila
Við upphaf aðalmeðferðar í máli
þessu, 18. september 2015, ákvað dómari, að undangenginni tilkynningu til
lögmann aðila, með heimild í 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð
einkamála, sbr. 4. gr. laga nr. 78/2015, að skipta sakarefni í málinu þannig að
fyrst yrði dæmt um varakröfu stefnanda þess efnis að viðurkennt verði að
tilgreindir samningar stefnanda og stefnda séu að efni til samningar um lán í
íslenskum krónum og að ákvæði þeirra um tengingu greiðslna við gengi erlendra
gjaldmiðla séu ólögmæt og í andstöðu við 13., sbr. 14. gr. laga nr. 38/2001 um
vexti og verðtryggingu en aðrar kröfur stefnanda, að undanskilinni
málskostnaðarkröfu, bíði þess að verða dæmdar.
Með vísan til framangreinds eru
dómkröfur stefnanda í þessum þætti málsins eftirfarandi:
Að viðurkennt verði að
eftirfarandi samningar milli stefnanda og stefnda sem bera allir heitið
„fjármögnunarleigusamningur“, séu að efni til lánssamningar um lán í íslenskum
krónum og að ákvæði þeirra um tengingu greiðslna við gengi erlendra gjaldmiðla séu
ólögmæt og í andstöðu við 13., sbr. 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu:
Samningur nr. 120646-648 dags.
3.10.2005
Samningur nr. 120649-651 dags.
3.10.2005
Samningur nr. 120652-654 dags.
3.10.2005
Samningur nr. 120655-657 dags.
3.10.2005
Samningur nr. 120658-660 dags.
3.10.2005
Samningur nr. 120661-663 dags.
3.10.2005
Samningur nr. 120664-666 dags.
3.10.2005
Samningur nr. 120667-669 dags.
3.10.2005
Samningur nr. 120670-672 dags.
3.10.2005
Samningur nr. 120824-826 dags.
3.10.2005
Samningur nr. 139512-515 dags.
06.3.2007
Samningur nr. 139787-790 dags.
19.3.2007
Samningur nr. 139791-794 dags.
19.3.2007
Samningur nr. 140098-101 dags.
10.4.2007
Samningur nr. 140237-240 dags.
11.04.2007
Samningur nr. 140241-244 dags.
11.04.2007
Samningur nr. 140249-252 dags.
11.04.2007
Samningur nr. 140253-256 dags.
11.04.2007
Samningur nr. 140746-749 dags.
21.5.2007
Samningur nr. 141934-937 dags.
26.6.2007
Samningur nr. 142415-418, ódags.,
en með samningsdag 11.07.2007
Samningur nr. 142481-484 dags.
18.07.2007
Samningur nr. 143657-664 dags.
26.9.2007
Samningur nr. 144016-019 dags.
23.10.2007
Þá krefst stefnandi málskostnaðar
úr hendi stefnda að skaðlausu samkvæmt mati dómsins.
Af hálfu stefnda er krafist sýknu
af dómkröfum stefnanda og að stefnandi
verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins.
Atvik máls
Stefnandi máls þessa er verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í
útleigu á vinnuvélum til fyrirtækja.
Stefndi er eignaleigufyrirtæki í merkingu 3. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr.
161/2002 um fjármálafyrirtæki. Stefnandi og stefndi hafa um langt árabil átt í
umfangsmiklum eignaleiguviðskiptum og
gert með sér u.þ.b. 200 eignaleigusamninga frá árinu 2002. Kröfur stefnanda í
máli þessu varða 24 þessara samninga sem undirritaðir voru á tímabilinu 3. október
2005 til og með 23. október 2007. Af
þeim voru tveir samningar upphaflega milli Vélaborgar ehf. og stefnda en
yfirteknir í desember 2007 af stefnanda.
Samningarnir 24 eru allir á
samningsformi stefnda vegna fjármögnunarleigu og eru skilmálar samninganna
tvíþættir. Annars vegar er um að ræða sérstaka skilmála í greinum 1-10 og hins
vegar almenna skilmála í greinum 11-35. Í sérstaka hlutanum er gerð grein fyrir
samningsandlaginu, seljanda hins leigða, samningstíma, afborgunum, vöxtum,
greiðslutilhögun og vátryggingum. Í hinum almenna hluta eru almennir staðlaðir
samningsskilmálar. Í 2. gr. samninganna er að finna
ákvæði um leigugrunn. Er hann í öllum samningunum tilgreindur í íslenskum
krónum en tengdur gengi evru, japanskra
jena og bandaríkjadals og auk þess hvað 14 samninga varðar gengi svissneskra
franka. Samkvæmt 5. gr. samninganna og 2. mgr. 14. gr. tók umsamin leigufjárhæð
breytingum í samræmi við breytingar á hinum tilgreindu erlendu gjaldmiðlum í
samræmi við skráð sölugengi þeirra hjá Seðlabanka Íslands. Í 12. gr.
samninganna er tekið fram að leigutaki geti ekki sagt leigusamningi upp á
grunnleigutíma og að þeim tíma loknum framlengist hann ótímabundið skv. 6. gr..
Leigutaki geti þó sagt hinum framlengda leigusamningi upp, skriflega, með eins mánaðar
fyrirvara enda skili hann þá tafarlaust hinu leigða. Í 15. gr. kemur m.a. fram
að leigusali sé einn eigandi hins leigða og leigutaka sé óheimilt að stofna til
hvers kyns löggerninga um hið leigða. Í 16. gr. kemur fram að leigutaki velji
hið leigða og annist skoðun þess eins og kaupanda sé skylt samkvæmt lögum. Þá
segir að leigusali taki enga ábyrgð á leigumun og að leigugreiðslur skuli
greiddar enda þótt hið leigða hafi ekki þá eiginleika sem leigutaki hafi
reiknað með. Í 17. gr. kemur fram að leigutaki beri áhættuna ef hið leigða
farist, skemmist eða rýrni eftir að seljandi hafi afhent hið leigða eða áhættan
færst frá seljanda til kaupanda, samkvæmt lögum. Þá segir í 18. gr. að
kostnaður sem falli til við pökkun og flutning hins leigða frá seljanda til
leigutaka sem og allur kostnaður við uppsetningu og frágang hins leigða á
notkunarstað hjá leigutaka sé á ábyrgð og kostnað hans. Þá greiði leigutaki
allan kostnað sem falli til vegna skráningar og eigendaskipta jafnt við upphaf
sem lok samningsins. Í 19. gr. kemur fram að leigutaka beri að greiða leigu
enda þótt seljandi hlutar vanefni samning sinn við leigusala og/eða leigutaka.
Þá segir í ákvæðinu að leigutaki geti átt rétt til afsláttar af kaupverði eða
til skaðabóta eða endurgreiðslu ef vanefndir seljanda leiði til afsláttar á
kaupverði eða til skaðabóta úr hans hendi. Þá skuli sú fjárhæð koma leigutaka
að fullu til góða í formi lækkaðrar leigu. Samkvæmt 20. gr. skal leigutaki
annast allt viðhald og viðgerðir á leigumun á sinn kostnað. Í 23. gr. er m.a.
mælt fyrir um skyldu til að vátryggja hið leigða á leigutímanum og að leigusali
hafi heimild til að kaupa nauðsynlegar vátryggingar á kostnað leigutaka.
Samkvæmt 26. gr. skal leigutaki greiða alla skatta og opinber gjöld sem kunni
að vera lögð á hið leigða. Í 30. gr. eru settar
fram reglur um uppgjör milli leigusala og leigutaka sem fela m.a. í sér skyldu
leigutaka til að greiða bæði gjaldfallna og ógjaldfallna leigu komi til
riftunar e.a. að frádregnu söluverði hins leigða. Þá er í 34. gr.
samninganna tekið fram að breytingar á þeim megi einungis gera með skriflegum
viðaukum, undirrituðum af samningsaðilum.
Ágreiningur
máls þessa lýtur að því hvort framangreindir 24
fjármögnunarleigusamningar aðila séu
leigusamningar eða lánssamningar, sem óheimilt hafi verið að binda gengi
erlendra gjaldmiðla skv. 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu.
Málsástæður
stefnanda og tilvísun til réttarheimilda
Af hálfu stefnanda er á því byggt
að þeir samningar sem um sé deilt í málinu séu
í reynd lánssamningar en ekki leigusamningar í skilningi VI. kafla laga
um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 og brjóti því gengistryggingarákvæði
þeirra í bága við 13. og 14. gr. laganna. Þessu til stuðnings vísi stefnandi
til dóma Hæstaréttar í málum nr. 282/2011, nr. 652/2011, auk fleiri dóma sem
hafi fordæmisgildi fyrir mál þetta. Af téðum dómum megi ráða að við úrlausn
málsins þurfi að greina á milli kaupleigusamninga annars vegar og
fjármögnunarleigusamninga hins vegar, en niðurstaða þeirrar aðgreiningar ráði því
hvort heimilt sé að gengistryggja endurgreiðslur samkvæmt samningi eða ekki.
Hæstiréttur tilgreini að munurinn á þessum tveimur tegundum samninga sé sá, að
með kaupleigusamningi eignist leigutaki samningsandlagið við lok samningstíma
eða eignist kauprétt að honum, en við lok fjármögnunarleigusamninga verði
leigutaki ekki eigandi hlutarins án þess að til frekari samninga komi. Samkvæmt
dómum Hæstaréttar í málum nr. 153/2010 og nr. 92/2010 liggi fyrir að óheimilt
sé að gengistryggja greiðslur samkvæmt kaupleigusamningum þar sem líta beri á
slíka samninga sem lánssamninga sem heyri undir VI. kafla laga nr. 38/2001.
Samkvæmt framangreindu ráðist ákvörðun þess hvort um sé að ræða lánssamning sem
óheimilt sé að gengistryggja skv. ákvæðum VI. kafla laga nr. 38/2001 af því
hvort stefnandi og stefndi hafi samið þannig að stefnandi myndi í lok
grunnleigutíma annað hvort eignast „hið leigða“ eða öðlast kauprétt að því.
Telji stefnandi ótvírætt að svo hafi verið. Ákvæði fyrirliggjandi
fjármögnunarleigusamninga renni mörg hver stoðum undir það að um lánssamning sé
að ræða frekar en leigusamning. Til dæmis undirgangist stefnandi skyldur og
ábyrgðir sem öllu jöfnu hvíla á lántakendum (eigendum lausafjár) en ekki á
leigutökum með ákvæðum 16., 17., 19., 20., 23., 26. og 30. gr. Samningarnir
hafi verið einhliða samdir af hálfu stefnda og með vísan til andskýringarreglu
samningaréttarins beri að túlka samning aðila, að því leyti sem hann kunni að
þykja óljós, stefnanda í hag. Þegar um leigusamninga sé að ræða þurfi ekki að
tilgreina höfuðstól en slíkt þurfi eðli málsins samkvæmt að gera í
lánssamningum. Í samningum máls þessa sé ávallt í 2. gr. tilgreindur
„leigugrunnur“ sem sé í raun samningsfjárhæðin eða höfuðstóllinn. Þá sé
höfuðstóllinn sérstaklega tilgreindur í reglulegum yfirlitum yfir stöðu
samninganna sem stefndi hafi sent stefnanda. Að sama skapi bendi fyrirkomulag
vaxtaákvörðunar og afborgana, sbr. 5. og 10. gr. samningana, til þess að um
lánssamning sé að ræða, en leigugreiðslur beri almennt ekki vexti. Með hverjum
samningi hafi fylgt greiðsluyfirlit þar sem greiðslum stefnanda hafi verið
skipt upp í vexti, afborgunarhluta og eftirstöðvar hverju sinni. Ávallt hafi
verið tiltekið sérstaklega hið umsamda lokaverð sem hafi verið lokagreiðsla
fyrir hvern samning á síðasta gjalddaga grunnleigutímans. Lokagreiðslan hafi
ekki verið valkvæð fyrir stefnanda né þurft sérstakt samþykki stefnda til,
heldur þvert á móti hafi verið um ræða skyldubundna greiðslu sem stefnanda hafi
borið að inna af hendi. Þá skipti máli að umsamdar greiðslur stefnanda til
stefnda hafi eingöngu tekið mið af upphaflegum leigugrunni (höfðuðstól) að
viðbættum samningsvöxtum og vaxtaálagi. Þetta fyrirkomulag svari til
endurgreiðslu á láni, en ekki leigu þar sem leigugreiðslur miðist almennt við
raunverulegt verðmæti hins leigða og markaðsaðstæður hverju sinni. Staðreyndin
sé sú að fyrirkomulag viðskipta milli stefnanda og stefnda hafi haft þann
megintilgang að fjármagna kaup stefnanda á vinnuvélum sem hann hafi ætlað að
leigja eða selja til annarra fyrirtækja. Út á það hafi starfsemi stefnanda
gengið og hafi stefnda að sjálfsögðu verið um það kunnugt. Það væri því alger
rökleysa og í raun fráleitt að ætla, að aðilar hafi samið þannig að stefndi
myndi halda hlutaðeigandi vélum í sinni eigu eftir lok grunnleigutíma þrátt
fyrir að stefnandi hefði endurgreitt að fullu þá lánveitingu sem fjármögnun
stefnda hafi falið í sér. Þvert á móti hafi samningsbundin skylda hvílt á
stefnanda til að leysa hlutaðeigandi vél til sín með því að greiða upp
fjármögnunarleigusamninginn, í síðasta lagi á síðasta gjalddaga
grunnleigutímans hverju sinni. Ákvæði 6. gr. og 12. gr.
fjármögnunarleigusamninganna um framhaldsleigu hafi verið markleysa sem aldrei
hafi reynt á og með réttu hafi ekki átt að koma fram í hinum stöðluðu samningum
og beri að horfa framhjá við úrlausn þessa máls. Í málinu liggi fyrir
tölvupóstsamskipti aðila til stuðnings því að um lánsviðskipti hafi verið að
ræða fremur en leiguviðskipti, og að stefnandi hafi sannarlega átt rétt á því
að eignast hlutaðeigandi vél gegn uppgreiðslu samnings eða í lok
grunnleigutíma. Líta verði til þess um hvað hafi raunverulega verið samið en
ekki eingöngu til orðalags hinna stöðluðu samningsforma sem notuð hafi verið.
Viðskiptasaga og samskipti aðila árum saman, sýni fram á að stefnandi hafi bæði
átt rétt og borið skylda til að greiða eftirstöðvar samninganna í síðasta lagi
í lok grunnleigutíma, og að það hafi ávallt verið raunin án þess að það hafi
nokkru sinni sætt athugasemdum af hálfu stefnda fyrr en á árinu 2012. Regluleg
yfirlit stefnda til stefnanda um stöðu óuppgerðra fjármögnunarleigusamninga
tilgreini höfuðstól og eftirstöðvar samnings, en lokagjald sé tiltekið kr. 0.
Sýni það að stefnandi hafi ekki þurft að semja sérstaklega við stefnda um rétt
til að eignast „hið leigða“ heldur hafi beinlínis verið gert ráð fyrir því í
samningi aðila að eftirstöðvar samnings hverju sinni fælu í sér
fullnaðargreiðslu. Í samningum aðila hafi fjárhæð lokaverðs, það er síðasta
greiðslan á grunnleigutímabili, verið ákveðin með þeim hætti að hún endurspeglaði
markaðsverð hlutaðeigandi tækis á þeim tíma sem greiðslan hafi farið fram.
Fráleitt sé að ætla að aðilar hafi samið þannig að stefnandi myndi greiða
markaðsverð fyrir tæki á þeim degi en fá það ekki til eignar á móti. Til
stuðnings því að kaupskylda stefnanda hafi verið til staðar á hlutaðeigandi
tæki, sé enn fremur vísað til þess að stefndi hafi stundum farið fram á
ábyrgðaryfirlýsingu frá erlendum framleiðendum hlutaðeigandi véla þar sem þeir
hafi ábyrgst að kaupa vélarnar af stefnda í lok grunnleigutíma á sama verði og
stefnandi hafði skuldbundið sig til að gera, ef stefnandi hefði af einhverjum
ástæðum ekki fjárhagslegt bolmagn til að gera það. Stefnandi vísi til skýrslna
sem starfsmenn stefnda hafi gefið í máli nr. E-3286/2012 hjá Héraðsdómi Reykjavíkur,
að því leyti sem þær eigi við, um eðli fjármögnunarleigusamninga stefnda. Þar
staðfesti fjölmargir starfsmenn stefnda, þar á meðal þrír fyrrverandi
framkvæmdastjórar félagsins, að við lok grunnleigutíma
fjármögnunarleigusamninga stefnda, hafi leigutakar átt rétt á því að eignast
hið leigða gegn greiðslu fyrirfram ákveðinnar fjárhæðar. Jafnframt vísist til
umfjöllunar í sama dómi þar sem því er sé slegið föstu að á heimasíðu stefnda á
árunum 2006, 2008, 2009 og 2010 hafi komið fram að leigutakar samkvæmt
fjármögnunarleigusamningum ættu þess kost í lok grunnleigutíma að kaupa hið
leigða á fyrirfram ákveðnu verði. Þessi texti hafi nú verið fjarlægður af
heimasíðu stefnda. Líkt og að framan sé rakið, hafi kaupskylda verið til staðar
af hálfu stefnanda við lok grunnleigutíma, en ekki einungis kaupréttur. Í
samræmi við það hafi stefnandi eignfært hið leigða í bókhaldi sínu og
ársreikningum. Í fyrirliggjandi ársreikningum stefnanda sjáist hvernig vélar
sem heyrt hafi undir fjármögnunarleigusamninga, þar á meðal samninga máls
þessa, séu ávallt tilgreindir sem eign stefnanda (fjárfestingaeignir).
Ársreikningarnir hafi árum saman verið kynntir og afhentir stefnda sem hafi
aldrei gert athugasemdir við þessa eignfærslu stefnanda. Þá vísi stefnandi til
ársreikninga stefnda þar sem útlán og kröfur samkvæmt
fjármögnunarleigusamningum hafi verið færð til eignar hjá stefnda, en vélarnar
sjálfar, þ.e. andlag samninganna, hafi ekki verið eignfærðar. Þetta bendi til
þess að formleg skráning eignarhalds hjá stefnda skv. 15. gr. samninganna hafi
aðeins verið til tryggingar á réttum efndum, en að raunverulegt eignarhald hafi
verið hjá stefnanda. Í ljósi alls framangreinds telji stefndi sannað að aðilar
hafi samið þannig, við gerð fjármögnunarleigusamninga aðila að stefnandi ætti
að eignast hið leigða við lok grunnleigutíma á fyrirfram umsömdu lokaverði. Með
hliðsjón af dómum Hæstaréttar í málum nr. 92/2010, nr. 153/2010, nr. 282/2011
og nr. 652/2011 teljist því fjármögnunarleigusamningar máls þessa lánssamningar
í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001 sem óheimilt hafi verið að
gengistryggja. Lög nr. 38/2001 heimili ekki að lán í íslenskum krónum séu
verðtryggð með því að binda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Ákvæði 13. og
14. gr., sbr. 2. gr. laganna, séu ófrávíkjanleg og því óheimilt að semja um
grundvöll verðtryggingar sem ekki sé stoð fyrir í lögum. Verðtryggingarákvæði
samninganna séu því óskuldbindandi fyrir stefnanda. Í ljósi framangreindra
dómafordæma Hæstaréttar liggi fyrir að samningar máls þessa feli í sér skuldbindingu
í íslenskum krónum miðað við gengi erlendra gjaldmiðla. Sérstaklega sé tekið
fram af hálfu stefnda á forsíðu samninganna að þeir séu „gengistryggðir“.
Höfuðstóll eða „leigugrunnur“ sé tilgreindur í 2. gr. í íslenskum krónum en
síðan sé sundurliðað í nánar tilgreindum hlutföllum hvernig krónufjárhæðin sé
bundin við gengi viðeigandi erlends gjaldmiðils. Þá vísist enn fremur til 14.
gr. samninganna til stuðnings því að um gengistryggðan samning sé að ræða.
Hvað
lagarök varði vísi stefnandi til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 912/1991 um meðferð
einkamála. Þá sé vísað til almennra meginreglna veðréttar, samningaréttar og
kröfuréttar. Varðandi málskostnaðarkröfu sé vísað til 130. gr. laga
nr. 91/1991.
Málsástæður stefnda
og tilvísun til réttarheimilda
Stefndi
byggir á því að sú aðalmálsástæða stefnanda að umþrættir
fjármögnunarleigusamningar aðila séu lánssamningar en ekki leigusamningar
standist engan veginn. Þannig hafi í dómum Hæstaréttar í málinu nr. 652/2011
frá 24. maí 2012 („Smákranamál“) og máli nr. 638/2013, frá 13. mars 2014
(Suðurverksmál) verið fjallað um samskonar samningsform fyrir fjármögnunarleigu
og hafi niðurstaða Hæstaréttar verið sú að um væri að ræða leigusamning. Í dómi
Hæstaréttar í Smákranamálinu hafi verið komið inn á það að stöðluð ákvæði
samningsins væru skýr og ættu eingöngu við um fjármögnunarleigusamninga. Einnig
hafi komið fram í dóminum að í samningi aðila væri fjallað um leigu og væri
Lýsing hf. þar ítrekað nefnd leigusali. Tekið skuli fram að ekki verði annað
séð en stefnandi byggi nær eingöngu á sömu
málsástæðum í þessu máli og hafðar hafi verið uppi af hálfu stefnanda í
fyrrgreindum málum Hæstaréttar nr. 652/2011 og telji stefndi því að beinst liggi
við að sýkna hann í þessu máli. Fjármögnunarleiga sé ein tegund
eignaleigusamninga en eignaleiga feli í sér leigustarfsemi á lausafé eða
fasteignum þar sem leigusali selji leigutaka hið leigða gegn umsömdu
leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma samkvæmt sérstökum skilmálum um
eignar- eða afnotarétt að lágmarksleigutíma liðnum. Í 3. tl. 1. mgr. 3. gr.
laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki komi fram að með eignaleigu sé
átt við leigustarfsemi með lausafé eða fasteignir þar sem leigusali selji
leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma. Í fjármögnunarleigu felist að leigugjald og
lágmarks-leigutími sé ákvarðað með hliðsjón af því, að í lok lágmarksleigutíma
hafi leigusali fengið í sinn hlut upphaflegt kaupverð leigumunar, auk vaxta og
kostnaðar, en eftir það tímamark hafi leigutaki að jafnaði rétt til
áframhaldandi leigu munar gegn lækkuðu leigugjaldi. Þannig sé gert ráð fyrir
því að stefnandi geti haft leigumunina á framhaldsleigu allt þar til að
leigumunirnir séu orðnir úr sér gengnir eða ónothæfir. Þetta sé einmitt eitt af
grunneinkennum fjármögnunarleigusamninga og eitt af því sem aðgreini þá frá
kaupleigusamningum þar sem leigutaki verði að jafnaði sjálfkrafa eigandi hins
leigða í lok leigutímans, án sérstakrar greiðslu eða frekari samninga. Stefndi
vísi hér einnig til c-liðar 11. gr. í IAS 17 reikningsskilastaðalsins þar sem
fram komi að það sé einkenni fjármögnunarleigusamninga að þá megi framlengja um
annað tímabil gegn leigu, sem sé töluvert lægri en markaðsleiga. Í lögum um
eignarleigustarfsemi nr. 19/1989, sem nú hafi verið afnumin, sé
fjármögnunarleiga skilgreind sem sú starfsemi skv. eignarleigusamningi að
leigusali hafi afsalað að verulegu leyti áhættu og rétti til arðs sem tengist
eignarrétti leigusala en eignarréttur haldist þó hjá leigusala. Í athugasemdum
með frumvarpi því sem orðið hafi að lögum nr. 19/1989 komi fram að þær
skilgreiningar sem byggt væri á í forminu, tækju mið af IAS 17 (International
Accounting Standard 17). Í 4. gr. IAS 17 – Alþjóðlegum reikningsskilastaðli um
leigusamninga sé fjármögnunarleiga skilgreind á þann hátt að um sé að ræða
leigusamning þar sem svo til öll áhætta og ávinningur, sem fylgi eignarhaldi á
eign, sé yfirfærð og að eignarréttur ýmist færist eða færist ekki á milli aðila
að lokum. Samningsform
stefnda eigi eingöngu við um fjármögnunar-leigusamninga og sé mjög skýrt
fjármögnunarleigusamningsform þar sem allt innihald samningsins bendi til að um
leigusamning sé að ræða. Samningsformið hafi upphaflega verið samið eftir
norskri fyrirmynd um fjármögnunarleigusamninga og byggi á alþjóðlegum
viðmiðunum um fjármögnunarleigusamninga. Stefndi hafi lagt fram í málinu
sýnishorn af dönskum og norskum fjármögnunarleigusamningum. Þessi erlendu
fjármögnunarleigusamningsform byggi á sömu grunnsjónarmiðum og form Lýsingar
hf. og séu þetta þau form sem almennt séu notuð af eignaleigufyrirtækjum í
þessum tveimur löndum, enda séu þessi form gefin út af samtökum
eignaleigufyrirtækja í Danmörku og Noregi. Þeir
fjármögnunarleigusamningar sem um sé deilt í þessu máli hafi öll einkenni fjármögnunarleigusamninga
bæði hvað varði form, hugtakanotkun og efnislegt innihald. Eins og síðar verði
vikið nánar að sé ljóst að stefnandi hafi kosið að tryggja sér afnot af
umræddum tækjum með fjármögnunarleigusamningum við stefnda en ekki annars konar
fjármögnun. Val á þessari samningstegund hafi byggst á fjölmörgum öðrum þáttum
en beinum útgjöldum, svo sem þeim mun sem lögum samkvæmt sé á bókhaldslegri og
skattalegri meðferð mismunandi samningstegunda. Því verði að skoða í heild
réttaráhrif þess ef lagaákvæðum um önnur samningsform en leigu verði beitt um
þessa fjármögnunarleigusamninga. Stefndi byggi á því að samningsform hans uppfylli öll skilyrði fyrir því
að teljast leigusamningur skv. alþjóðlegum reikningsskilastaðli IAS 17, sem
hafi lagagildi hér á landi. Á þessum staðli hafi verið byggt hér á landi, hvað
leigusamninga varði, í áratugi, og hafi skilgreiningar á fjármögnunarleigu skv.
honum verið notaðar í lögum nr. 19/1989 um eignarleigustarfsemi. Í 88. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga komi fram að ákvæði
reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002 frá 19. júlí 2002, um
beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla, skuli hafa lagagildi hér á landi í
samræmi við bókun I um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska
efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari
breytingum, þar sem bókunin sé lögfest. Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar séu
skilgreindir í 12. tl. 2. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga sem:
,,reikningsskilastaðlar (IAS/IFRS) samkvæmt skilgreiningu 2. gr. reglugerðar
(EB) nr. 1606/2002) sem framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt skv. 3. gr.
reglugerðar (EB) nr. 1606/2002“. Reglugerð (EB) nr. 1606/2002, um beitingu
alþjóðlegra reikningsskilastaðla, sé prentuð sem fylgiskjal með lögunum. Í 7.
tl. reglugerðarinnar sé fjallað um IAS alþjóðlegu reikningsskilastaðlana. IAS
staðlarnir byggi á alþjóðlegum viðmiðunum. Í 7. gr. EES samningsins, sbr. fylgiskjal I með lögum nr. 2/1993 um
Evrópska efnahagssvæðið, komi fram að gerðir sem vísað sé til eða sé að finna í
viðaukum við samninginn, eða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, bindi
samningsaðila og skuli þær teknar upp í landsrétt sem hér segi: a) gerð sem
samsvari reglugerð EBE skuli sem slík tekin upp í landsrétt samningsaðila. Í
reglugerð (EB) nr. 1606/2002, um beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla komi
fram markmiðið með reglugerðinni sem sé eftirfarandi: ,,Markmiðið með þessari
reglugerð er að taka upp og beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum í
bandalaginu í því augnamiði að samræma fjárhagsupplýsingar, sem félög sem getið
er í 4. gr. setja fram, til að tryggja mikið gagnsæi og samanburðarhæfi
reikningsskila og þar með skilvirka starfsemi fjármagnsmarkaðar bandalagsins og
innri markaðarins.“ Í 1. mgr. 127. gr. laga nr. 3/2006 komi fram að ráðherra geti
sett reglugerð um framkvæmd laganna, þar á meðal um alþjóðlega
reikningsskilastaðla, sem samþykktir hafi verið, skv. 3. gr. reglugerðar
Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002. Á grundvelli 1. mgr. 127. gr.
laga nr. 3/2006 hafi ráðherra sett fjölda reglugerða um alþjóðlega
reikningsskilastaðla, þar á meðal reglugerð nr. 1133/2007 að því er varði m.a.
alþjóðlegan reikningsskilastaðal IAS 17 um leigusamninga. IAS 17
staðallinn, sem lagagildi hafi hér á landi, fjalli um leigusamninga. Í 4. gr.
staðalsins sé fjármögnunarleiga skilgreind á eftirfarandi hátt: ,,Fjármögnunarleiga er leigusamningur sem
yfirfærir svo til alla áhættu og allan ávinning sem fylgir eignarhaldi á eign.
Eignarréttur kann eða kann ekki að færast á milli aðila að lokum.“
Stefndi byggi á því að fjölmörg atriði staðalsins sýni fram á það ótvírætt
að fjármögnunarleigusamningur Lýsingar hf. sé leigusamningur en ekki
lánssamningur. Þessu til viðbótar megi nefna að túlkanir með
reikningsskilastöðlum, frá túlkunarnefnd um
alþjóðlega reiknisskilastaðla, þ.e. IFRS Interpretations Committee, bendi einnig til þess að fjármögnunarleigusamningsform
Lýsingar hf. sé leigusamningur og megi í því sambandi nefna: túlkunina
IFRIC 4 – Ákvörðun um hvort samningur inniheldur leigusamning og túlkunina SIC
27 – Mat á inntaki viðskipta þegar um leigusamning sé að ræða í lagalegum
skilningi. Stefndi byggi á því að tilvísun ársreikningalaga í reglugerð og
alþjóðlega reikningsskilastaðla sé samhangandi heild sem hafi lagagildi á
Íslandi. Í því sambandi vísi stefndi til 3. gr. laga 2/1993 um Evrópska
efnahagssvæðið þar sem fram komi að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu
leyti sem við eigi, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum
byggi. Út frá þessu ákvæði verði ekki komist hjá því að túlka hugtökin
,,leigusamningur” og ,,fjármögnunarleigusamningur” í samræmi við ákvæði IAS 17
í íslenskum rétti. Það leiði síðan tvímælalaust til þess að
fjármögnunarleigusamningur Lýsingar teljist vera leigusamningur. Í þessu
sambandi vísi stefndi ennfremur til reglunnar um einsleitni í EB rétti, sem
komi fram í 1. gr. EES samningsins, um að meginforsenda þess að framkvæmd
samningsins takist vel sé sú að ekki skuli aðeins sömu reglur gilda, heldur
skuli túlkun og beiting sameiginlegra reglna vera samræmd á EES svæðinu öllu.
Þetta hafi ennfremur í för með sér skyldu allra eininga ríkisvaldsins til að ná
fram lagaáhrifum EES reglnanna í landsrétti EFTA-ríkjanna, sbr. 3. gr. EES
samningsins um skyldur samningsaðila til að tryggja framgang markmiða
samningsins, sbr. fylgiskjal I með lögum nr. 2/1993. Stefndi byggi á því að
meginreglan um einsleitni og sjónarmið Evrópuréttarins um samræmda skýringu
hugtaka eigi að leiða til þess að á Íslandi verði notast við þá skilgreiningu á
hugtakinu ,,leigusamningi” sem sé að finna í alþjóðlegum reikningsskilastaðli
IAS 17. Með þessu sé hugtakinu ,,leigusamningur” gefin merking sem rúmist innan
EES samningsins og þeirra reglna sem á honum byggi. Í dómi Hæstaréttar í máli
nr. 79/2010 sé komið inn á framangreind sjónarmið og tekið fram að slík
lögskýring taki eðli máls samkvæmt til þess að orðum í íslenskum lögum verði
svo sem framast sé unnt gefin merking, sem rúmist innan þeirra og næst komist
því að svara til sameiginlegra reglna sem gilda eigi á Evrópska
efnahagssvæðinu. Í tengslum við rekstur hæstaréttarmálsins nr. 652/2011 hafi
Lýsing hf. látið nokkrar af stærstu endurskoðunarstofum landsins vinna fyrir
sig álit um það hvort fjármögnunarleigusamningsform Lýsingar hf. gæti talist
vera fjármögnunar-leigusamningur í samræmi við IAS 17 – Alþjóðlegan staðal um
leigusamninga. Álit allra endurskoðunarfyrirtækjanna hafi verið á þá leið að
fjármögnunarleigu-samningsform Lýsingar hf. félli undir staðalinn um
leigusamninga og væri þannig leigusamningur. Þegar erlendir bankar og
fjárfestar eigi viðskipti hér á landi eigi þeir að geta treyst því að hér sé
farið eftir alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sem Ísland hafi innleitt á
grundvelli EES samningsins og að þeir geti tekið viðskiptalegar ákvarðanir út
frá því. Í stefnu sé reynt að færa fyrir því rök að hinir
umþrættu fjármögnunarleigusamningar aðila séu lánssamningar en ekki
leigusamningar. Stefndi mótmæli því að nokkur af þeim atriðum sem stefnandi
bendi á, styðji það að hinir umþrættu
samningar aðila séu lánssamningar frekar en leigusamningar. Leigusamningur sé
gagnkvæmur samningur, þar sem annar aðilinn, leigusali, heimili gagnaðilanum,
leigutaka, tiltekin afnot af leigumun, gegn greiðslu endurgjalds sem kallist
leiga eða leigugjald. Um sé að ræða gagnkvæman samning þar sem báðir samningsaðilar
eigi rétt og beri skyldur. Lánssamningur sé það kallað þegar lánveitandi veiti
eða lofi að veita lántaka lán í formi greiðslufrests eða svipaðrar
fjárhagslegrar fyrirgreiðslu og lántaki lofi að greiða lánið til baka skv.
ákvæðum lánssamningsins. Þeir lánssamningar, sem falli undir vaxtalögin nr.
38/2001, séu lánssamningar um peninga eins og skýrt komi fram í 1. gr. laganna
en þar komi fram að lögin gildi um vexti af peningakröfum á sviði
fjármunaréttar. Af mismunandi skilgreiningum á leigusamningum og lánssamningum
megi ráða að hinir umþrættu fjármögnunarleigusamningar aðila séu leigusamningar
en ekki lánssamningar. Fjölmörg önnur atriði megi nefna því til stuðnings að um
sé að ræða leigusamninga en ekki lánssamninga og megi í því sambandi m.a. nefna
eftirfarandi atriði:
Heiti
samninganna, þ.e. ,,fjármögnunarleigusamningar“ bendi til þess að um sé að ræða leigusamninga en ekki lánssamninga.
Í
gegnum alla samningana sé talað um ,,leigusala“ og leigutaka“ og bendi það til
þess að um sé að ræða leigusamninga en ekki lánssamninga. Orðnotkun í
samningunum bendi einnig eindregið til að um sé að ræða leigusamninga en ekki lánssamninga. Sem dæmi
um þetta megi nefna að gerð sé grein fyrir leigumun sem hinu leigða í 1. gr.
samninganna og leigugrunni í 2. gr. samninganna. Í 4. gr. sé fjallað um
grunnleigutíma og í 5. gr. um greiðslutilhögun leigu. Í 6. gr. sé gerð grein
fyrir grunnleigutíma og framhaldsleigu. Í öðrum greinum samninganna sé sama
orðnotkun og þannig ávallt gengið út frá
því að um leigusamninga sé að ræða. Það skuli ítrekað í þessu sambandi að í
máli nr. 652/2011 hafi Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að stöðluð
ákvæði samningsins væru skýr og ættu eingöngu við um fjármögnunarleigusamninga.
Virðisaukaskattur
leggst ofan á einstakar leigugreiðslur fjármögnunarleigu-samninga en slíkt
tíðkist aldrei í lánssamningum. Skattayfirvöld geri skýran greinarmun á
meðhöndlun virðisaukaskatts í kaupleigusamningum annars vegar og
fjármögnunarleigusamningum hins vegar. Ákvarðandi bréf RSK gefi skýrt til kynna
að skv. réttum skilningi laga um virðisaukaskatt skuli innheimta
virðisaukaskatt af heildarfjárhæð reikninga í fjármögnunarleigusamningum en
líta skuli á greiðslur skv. kaupleigusamningum á sama hátt og afborganir í
almennum afborgunarviðskiptum, sbr. fyrirliggjandi bréfi RSK nr. 273/1991. Stefndi hafi greitt virðisaukaskatt af kaupverðinu í upphafi og gengið út
frá því að innheimta virðisaukaskattinn til baka í gegnum leigugreiðslur út
grunnleigutímann. Gangi það ekki eftir sé það breyting á þeim forsendum sem
gengið hafi verið út frá við samningsgerðina en aðilar hafi verið sammála um að
þar sem um leigusamninga væri að ræða skyldi greiða virðisaukaskatt af
leigugreiðslum. Til viðbótar við þær virðisaukaskattsgreiðslur sem hér hafi
verið lýst megi nefna að stefnandi hafi innskattað virðisaukaskatt af
leigugreiðslum í bókhaldi sínu. Allar þær virðisaukaskattsgreiðslur sem hér
hafi verið lýst miðist við þann gagnkvæma skilning aðila að um leigusamninga
hafi verið að ræða. Í Danmörku gildi sömu reglur og hér um það að
virðisaukaskattur leggist ofan á leigugreiðslur af fjármögnunarleigusamningum. Í því sambandi megi vísa í 1. tl. 4. gr. í danska samningsforminu, sem
fyrir liggi í málinu. Þegar leiga sé innheimt séu sendir út ,,reikningar fyrir
leigu“ og sé það sá háttur sem stefndi hafi haft á. Slíkt eigi ekki við þegar
um lán sé að ræða. Á leigureikningunum komi einnig skýrt fram að við leiguna
bætist virðisaukaskattur en sama eigi ekki við um lán eins og áður hafi komið
fram. Það verði að teljast harla langsótt hjá stefnanda að halda því fram að um
lánssamning sé að ræða í ljósi þess að hann hafi greitt reikninga án
athugasemda, þar sem fram hafi komið að um leigureikninga væri að ræða og á
reikningunum komi einnig skýrt fram að virðisaukaskattur bættist við leigugreiðsluna.
Þegar um lánssamning sé að ræða
eignist viðkomandi hið keypta gegn greiðslu kaupverðs. Grundvallarmunur sé á
skattalegri meðferð kaupverðs og leigu. Kaupverð beri að eignfæra og gjaldfæra,
á þeim árum sem eign sé notuð við öflun tekna, sem fyrningu, en leigu megi
gjaldfæra um leið og notkunin eigi sér stað. Leigugjaldið sé frádráttarbært til
skatts sem hver annar rekstrarkostnaður og skapi það leigutaka að jafnaði
talsvert hærri skattfrádrátt en afskriftir af keyptum hlut, þ.e. þegar leigutíminn
sé styttri en afskriftartími hlutar. Hvað fjármögnunarleigusamninga varði
haldist eignarréttur hjá leigusala og því teljist fjármögnunarleiga vera leiga.
Gjaldfærsluleiðin sé einmitt einn helsti kostur leigusamninga, þ.e. að geta
gjaldfært leigugreiðslur í gegnum rekstrarreikning og að fjármögnunin geti
verið utan efnahagsreiknings. Hvað fjármögnunarleigusamninga varði haldist
eignarréttur hjá leigusala, í raun og skv. skattskilum og því teljist
fjármögnunarleiga vera leiga. Framangreinda kosti fjármögnunarleigusamninga
hafi stefnandi þekkt vel enda hafi hann haft margra ára reynslu af þessu
leiguformi þegar hann undirritaði hinn umþrætta fjármögnunar-leigusamning.
Í
ársreikningum stefnanda séu fjármögnunarleigusamningar skilgreindir sem
leigusamningar. Í ársreikningi stefnanda vegna ársins 2005, sem sé það ár sem
stofnað hafi verið til hluta þeirra fjármögnunarleigusamninga sem mál þetta
fjalli um, sé á bls. 8 að finna eftirfarandi í skýringu nr. 2:
„Leigusamningar:
Leigusamningar
eru flokkaðir sem fjármögnunarleigusamningar þegar samningsskilmálar gera ráð
fyrir að verulegur hluti áhættunnar og hagur af eignarréttindunum er framseldur
leigukaupa. Eignir samkvæmt fjármögnunar- og kaupleigusamningum eru færðar
meðal varanlegra rekstrarfjármuna og afskrifaðar á líftíma þeirra. Skuldbinding
við leigusala er færð til skuldar í efnahagsreikningi.“
Ljóst sé að umræddur
ársreikningur bendi eindregið til að þegar aðilar hafi gert með sér umrædda
fjármögnunarleigusamninga hafi stefnandi litið á þá sem leigusamninga en ekki
lánssamninga. Fyrri hluti fyrrgreindrar skilgreiningarinnar í reikningsskilum í
ársreikningi stefnanda sé í samræmi við 4. gr. IAS 17 – Alþjóðlega
reiknings-skilastaðalsins um leigusamninga en þar komi fram að
fjármögnunarleiga sé leigusamningur þar sem svo til öll áhætta og ávinningur
sem fylgi eignarhaldi á eign sé yfirfærð til leigutaka. Síðari hluti
skilgreiningarinnar í reikningsskilum stefnanda sé í samræmi við 20. gr. IAS
17. Rökin fyrir því að færa þetta á þennan hátt í reikningsskilum koma fram í
21. gr. staðalsins en þar sé tiltekið að í tilviki fjármögnunarleigu fái
leigutakinn efnahagslega ávinninginn af notkun leigðu eignarinnar megnið af
hagrænum endingartíma hennar gegn því að skuldbinda sig til að greiða fyrir
þennan rétt fjárhæð sem svari, þegar leigusamningurinn sé gerður, u.þ.b. til
gangvirðis eignarinnar og tengds fjármagnskostnaðar. Þetta þýði með öðrum orðum
að með fjármögnunarleigusamningana sé farið sem leigusamninga í reikningsskilum
og skattskilum stefnanda. Í stefnu sé því haldið fram af stefnanda að hann hafi
fengið lán og að um dulbúinn lánssamning sé að ræða en ekki leigusamning. Þessi
málsástæða hans standist engan veginn í ljósi þess að hann færi samningana sem
leigusamninga í ársreikningi sínum og gjaldfæri leigugreiðslurnar í skattalegu
uppgjöri sínu. Stefndi byggi á því að í lögskýringarfræðum sé horft til slíkrar
hegðunar aðila eftir að samningur hafi verið gerður við skýringu á viðkomandi
samningi. Stefnandi byggi á því að fjármögnunarleigusamningarnir séu
lánssamningar gagnvart stefnda í þeirri von að það skapi honum rétt til
endurreiknings og lækkunar á leigu, en hins vegar byggi hann á því gagnvart
skattayfirvöldum að fjármögnunar-leigusamningarnir séu leigusamningar. Stefnandi
eigi ekki að geta komist upp með það að kalla fjármögnunarleigusamningana ýmist
leigusamninga eða lánssamninga eftir því hvað honum henti hverju sinni. Komist
hann upp með það auðgist hann á ólögmætan hátt. Í þessu sambandi verði að hafa í
huga að reglur um bókhald og ársreikninga séu opinberar reglur sem eigi að
tryggja festu og öryggi í viðskiptum. Þær veiti upplýsingar um starfsemi og
fjárhagsstöðu fyrirtækja til hagsbóta fyrir viðskiptavini og hið opinbera. Af
þeim sökum sé markmið slíkra reglna að segja til um hvert sé inntak viðskipta
og hlutast til um að þau séu bókuð á réttan hátt, þannig að rekja megi þau og
notkun fjármuna, sbr. 6. gr. laga um bókhald nr. 145/1994. Þá eigi bókhald og
ársreikningar að veita glögga mynd af afkomu og efnahag, sbr. 5. gr.
ársreikningalaga nr. 3/2006. Eignarréttur
haldist hjá leigusala fjármögnunarleigu-samnings allan grunnleigutímann og á
framhaldsleigutímabilinu og því sé ekki um lánssamning að ræða. Auk þess hafi
leigusali sem eigandi hins leigða þær heimildir sem teljist til
grunneignarréttar eins og að geta selt eða veðsett eignarrétt sinn. Þessi
atriði bendi til þess að um leigusamning sé að ræða en ekki lánssamning.
Löggjafinn líti á eignaleigu sem leigustarfsemi en ekki lánastarfsemi, sbr. 3.
tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 en þar komi fram að með eignaleigu
sé átt við leigustarfsemi með lausafé
eða fasteignir þar sem leigusali selji leigutaka hið leigða gegn umsömdu
leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma. Í 1. mgr. 20. gr. sömu laga komi
skýrt fram að löggjafinn líti ekki á fjármögnunarleigu sem útlánastarfsemi. Í
1. mgr. 20. gr. sé fjallað um ýmsar tegundir af starfsemi viðskiptabanka og
sparisjóða. Í 2. tl. séu taldir upp þættir sem falli undir útlánastarfsemi og
sé fjármögnunarleiga ekki talin þar á meðal. Í 3. tl. sé fjármögnunarleiga hins
vegar tilgreind sérstaklega sem ein tegund af starfsemi viðskiptabanka og
sparisjóða, sem sýni að löggjafinn telji fjármögnunarleigustarfsemi ekki vera
lánastarfsemi. Sama aðgreining sé gerð á útlánum og fjármögnunarleigu í viðauka
I við Bankatilskipun Evrópusambandsins nr. 2006/48/EC (Directive 2006/48/EC of
the European Parliament and of the Council of 14 June 2006 relating to the
taking up and pursuit of the business of credit institution). Framangreindar
tilvitnanir í lög um fjármálafyrirtæki bendi skýrlega til þess að
fjármögnunarleigusamningur sé leigusamningur en ekki lánssamningur. Forsaga
laganna styðji einnig við þetta sjónarmið. Við túlkun og mat á því hvort hinir umþrættu fjármögnunarleigusamningar
aðila séu leigusamningar eða lánssamningar beri að horfa á samningana
heildstætt og varast að láta einstök atriði hafa úrslitaáhrif hvað þetta varði.
Af framangreindu leiði að um leigusamninga sé að ræða frekar en lánssamninga,
en það sé einnig stutt af framkvæmd í nágrannalöndum Íslands og alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum sem lagagildi hafa á Íslandi. Í málsástæðukafla í stefnu
nefni stefnandi ýmis atriði sem hann telji að styðji það að hinn umþrætta
fjármögnunarleigusamning eigi frekar að flokka sem lánssamning en leigusamning.
Þau atriði sem stefnandi byggi þetta á séu m.a. eftirfarandi: Stefnandi
byggi á því að ákvæði fjármögnunarleigusamninganna renni mörg hver stoðum undir
það að um lánssamninga sé að ræða frekar en leigusamninga. Vísi hann í þeim
efnum einkum til 16., 17., 19., 20., 23., 26. og 30. gr. Stefndi bendi á að hér
er um að ræða sambærilegar málsástæður og hafðar hafi verið uppi í
Smákranamálinu og Suðurverksmálinu og ekki hafi verið taldar benda til þess að
um lánssamning væri að ræða. Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu í
Smákranamálinu að stöðluð ákvæði samningsins væru skýr og ættu eingöngu við um
fjármögnunarleigusamninga. Þannig sé til dæmis ekkert
óeðlilegt við ákvæði 19. gr. fjármögnunarleigusamninga aðila um að stefnandi
þurfi að greiða leigu jafnvel þó seljandi vanefni samning sinn við stefnanda.
Rétt sé að benda á að stefnanda virðist hafa sést yfir að þetta geti leitt til
lækkunar á leigu eins og skýrt komi fram í 19. gr. Það sé heldur ekkert
óeðlilegt við ákvæði 16. gr. fjármögnunarleigusamninga aðila um að leigusali
taki ekki ábyrgð á hinu leigða, svo sem í þeim tilvikum sem leigutaki sé ekki
ánægður með leigumuninn, enda sé það leigutaki sjálfur sem velji leigumuninn en
ekki leigusali. Í þessu sambandi sé einnig rétt að benda á að 16. og 19. gr.
séu í samræmi við skilgreiningu á fjármögnunar-leiguhugtakinu í 4. og 8. gr.
IAS 17 þar sem fram komi að fjármögnunarleiga sé leigusamningur þar sem svo til
öll áhætta sem fylgi eignarhaldi á eign sé yfirfærð til leigutaka. Í þessu sambandi
megi einnig vísa til norrænna fjármögnunarleigu-samninga, sbr. 5. tl. 4. gr. og
7. gr. danska fjármögnunarleigusamningsformsins. Stefnandi bendi á að í
skilmálum samninga aðila sé gengið út frá því að við vanefndir geti stefndi
rift samningunum og allt að einu krafið stefnanda um fullar greiðslur til loka
samningstímans. Telji stefnandi að þetta bendi til þess að um lánssamninga sé
að ræða. Ákvæðið um að við riftun af hálfu leigusala geti hann krafið leigutaka
um alla ógjaldfallna leigu sé að finna í 1. tl. 30. gr. samninganna. Jafnvel þó
að slíkt ákvæði sé óhefðbundið í leigusamningum sé ekkert sem banni að hafa
slíkt ákvæði í leigusamningum. Horfa þurfi á þetta ákvæði í tengslum við önnur
ákvæði í 30. gr. samninganna og það að við riftun fari fram heildaruppgjör á
milli aðila. Þannig sé t.d. kveðið á um það í 4. tl. 30. gr. samninganna að frá
skuld leigutaka við Lýsingu skv. tl. 1-3 skuli draga verðmat hins leigða. Taka
þurfi mið af því við skýringu á þessu ákvæði að oft á tíðum séu leiguhlutir
sérhæft lausafé sem úreldist hratt og erfitt sé að endurleigja og því sé
nauðsynlegt að hafa inni ákvæði í samningum á þá leið að leigutaki verði að
greiða ógjaldfallna leigu til að minnka líkur á því að leigusali verði fyrir
verulegu fjárhagstjóni vegna vanefnda leigutaka. Uppgjörsreglur vegna vanskila
í umræddum fjármögnunarleigusamningum séu þær sömu og uppgjörsreglur í kjölfar
riftunar í norrænum fjármögnunarleigusamningum. Í því sambandi megi vísa í 15.
gr. í danska samningsforminu og í 7. gr. í norska samningsforminu.
Uppgjörsreglurnar byggi á því að í framhaldi af riftun
fjármögnunarleigusamnings fari fram heildaruppgjör á milli aðila. Inn í þetta
spili einnig að í mörgum tilvikum sé hið leigða í mjög slæmu ástandi við riftun
og vörslusviptingu og leiga til þriðja aðila því ómöguleg. Hugsunin á bak við
1. tl. 30. gr. samningsskilmálanna hjá stefnda sé því að geta krafið um
áframhaldandi leigu sem ígildi skaðabóta í formi efndabóta innan samninga vegna
samningsrofa. Í efndabótakröfunni felist að gera stöðu leigusalans þá sömu og
samningarnir hafi verið efndir að fullu á þann hátt að leigusalinn fái ígildi
framtíðarleigugreiðslna að frádregnu verðmæti leiguandlagsins. Líta megi á
heimildarákvæðið í 1. tl. 30. gr. samninganna og uppgjör skv. henni sem
mögulegar skaðabætur innan samninga vegna samningsrofa. Undir þá túlkun sé
tekið í ákvarðandi bréfi Ríkisskattstjóra nr. 656/1994. Stefndi telji að með
því að beita heildstæðu mati á 30. gr. samningsins, standist sú fullyrðing
stefnanda ekki að 1. tl. 30. gr. bendi til þess að um lánssamninga sé að ræða. Stefnandi vísi einnig til 17. gr. skilmála fjármögnunarleigusamninganna en þar sé tekið fram að leigutaki
beri áhættuna af því ef hið leigða farist, skemmist eða rýrni eftir að seljandi
hafi afhent hið leigða. Stefnandi telji að þetta bendi til þess að fremur sé um
lánssamninga að ræða heldur en leigusamninga sökum þess að slíkt tíðkist ekki í
leigusamningum. Stefndi mótmæli þessari túlkun og bendi á að frá framangreindri
meginreglu verði að sjálfsögðu vikið með samkomulagi aðila eins og gert sé í
þessu tilviki. Í fjármögnunarleigusamningum sem þessum sé mun nærtækara að
umráðamaður leigumunar beri ábyrgðina á framangreindum þáttum og leiði þetta
til þess að hann passi betur upp á leigumuninn. Í þessu sambandi sé einnig rétt
að benda á það að leigutaki beri ábyrgð á því að greiða vátryggingariðgjöld af
tækinu sbr. 23. gr. samninganna og að hann beri ábyrgð á meðferð leigumunar
skv. 20. gr. samninganna. Stefndi fullyrði að áhættureglur 17. gr. samninga
aðila séu eðlilegar og bendi á að hér sé um hefðbundið ákvæði að ræða í
fjármögnunarleigusamningum þar sem leigusali hafi í frjálsum samningi aðila,
afsalað sér að verulegu leyti áhættu af hinu leigða. Í þessu sambandi megi
benda á að þetta atriði komi skýrt fram í 1. gr. í skilgreiningu á
fjármögnunarleigu í lögum nr. 19/1989 sem nú hafi verið niðurfelld. Hér sé
einnig rétt að benda á að í IAS 17 reikningsskilastaðlinum um leigusamninga sé
fjármögnunarleiga skilgreind þannig í 4. gr. staðalsins að um sé að ræða
leigusamning sem yfirfæri svo til alla áhættu og allan ávinning sem fylgi
eignarhaldi á eign. Samkvæmt þessu sé ljóst að áhættureglan á milli aðila eins
og hún sé sett fram í fjármögnunarleigusamningum þeirra sé í fullu samræmi við
alþjóðlegt fyrirkomulag og reikningsskilastaðal sem innleiddur hafi verið með
reglugerð sem hafi lagagildi hér á landi. Áhættureglurnar í samningnum séu sambærilegar við áhættureglur í norrænum
fjármögnunarleigusamningum. Í því sambandi megi vísa í 9. og 10. gr. í danska
samningsforminu og í 5. mgr. 12. gr. í norska samningsforminu. Um sé að ræða
leigu á lausafé sem taki til mikils hluta af endingartíma tækisins, áhættu
varðandi viðhald og meðferð verði þannig miklu meiri en varðandi fasteignir,
þar sem leigusali beri ábyrgð á meiriháttar viðhaldi. Það gefi auga leið að
ekki sé hægt að hafa þetta á annan veg en gengið sé út frá í 17. gr. í
samningum aðila. Sem dæmi megi nefna að á framhaldsleigutíma sé leigugjald oft
tólf sinnum lægra en á grunnleigutíma. Það myndi aldrei ganga upp, ef leigusali
ætti að fá þessa lágu leigu á framhaldsleigutímanum en bæri alla ábyrgð á
ástandi úr sér gengins leigumunar. Ef leigusali ætti að bera áhættuna þyrfti
leigugjaldið einfaldlega að vera miklu hærra en aðilar hafi samið um að fara
ekki þá leið. Til samanburðar megi nefna að samskonar reglur um ábyrgð á
skemmdum sé að finna í ákvæðum staðlaðra samninga bílaleigufyrirtækjanna þar
sem leigutaki beri ábyrgð á skemmdum en slíkir samningar séu óumdeilanlega
leigusamningar. Hvað varði tilvísun stefnanda í 26. gr. fjármögnunarleigusamninga
aðila þá sé ekkert óeðlilegt við það ákvæði enda umsamið á milli aðila. Í
ákvæðinu komi m.a. fram að leigutaki eigi að greiða lögreglusektir og engan
veginn sé hægt að réttlæta að slíkar sektir eigi leigusali að greiða. Stefnandi
byggi ennfremur á að í 2. gr. samninganna sé tilgreindur leigugrunnur sem sé í
raun samningsfjárhæðin eða höfuðstóllinn. Stefnandi byggi á að í leigusamningum
þurfi ekki að tilgreina höfuðstól en slíkt þurfi eðli máls samkvæmt að gera í
lánssamningum. Í raun þurfi ekki að fara frekari orðum um þessa málsástæðu
stefnanda þar sem hún falli í raun um sig sjálfa. Í samningum aðila sé í fyrsta
lagi ekki tilgreindur höfuðstóll heldur leigugrunnur og þó svo að það þurfi
ekki að tilgreina leigugrunn í leigusamningum þá sé það alþekkt í fjármögnunarleigusamningum á alþjóðavísu að
leigugjaldið taki mið af fjármögnunarkostnaði leigusala sem haldist í hendur
við upphaflegt kaupverð leiguandlagsins. Í þessu sambandi megi vísa til
norrænna fjármögnunarleigusamninga, sbr. e-lið 2. gr. danska
fjármögnunar-leigusamningsformsins. Stefndi fullyrði því að ofangreind túlkun
stefnanda á 2. gr. samninganna sé alröng. Þessu tengt byggi stefnandi ennfremur
á að þar sem í skilmálum samninga aðila séu ákvæði um vexti, bendi það til þess
að um lánssamninga sé að ræða. Stefndi mótmæli þessu og byggi það á
eftirfarandi rökum. Hinir umþrættu fjármögnunarleigusamningar aðila beri alls
ekki vexti og því er hér um misskilning að ræða hjá stefnanda. Tilvísun til
vaxta í fjármögnunar-leigusamningum sé einungis sett fram sem viðmiðun fyrir
ákvörðun leigugreiðslna en breyti ekki skýru inntaki samninganna sem séu
samkvæmt formi og efni dæmigerðir fjármögnunarleigusamningar. Þessi málsástæða
um vextina hafi verið höfð uppi í hrd. 652/2011 (Smákranamál) og hrd. 638/2013
en þar hafi ekki verið tekið undir hana af hálfu Hæstaréttar og verði því ekki
meira fjallað um hana í greinargerð þessari. Í stefnu vísi stefnandi til
skyldubundinnar lokagreiðslu sem honum hafi borið að inna af hendi. Ekki sé
ljóst hvað stefnandi eigi við með þeirri tilvísun enda sé það ekki útskýrt
nánar. Hér sé stefnandi þó væntanlega að vísa til umsaminnar greiðslutilhögunar
á leigugreiðslum en aðilar hafi almennt samið svo um að stefnandi greiddi lægri
leigugreiðslur yfir tiltekið tímabil grunnleigutímans og svo eina hærri
greiðslu í lok grunnleigutíma. Miðist umrædd greiðslutilhögun við leigugrunn
samninganna sem byggi á að við lok grunnleigutímans hafi stefndi fengið í sinn hlut upphaflegt
kaupverð leigumuna, auk vaxta og kostnaðar sem hafi þurft að greiða á
leigutímanum vegna eigin fjármögnunar á leiguandlaginu hjá erlendum
fjármögnunaraðilum sínum. Að grunnleigutíma loknum tæki svo við
framhaldsleigutímabil, sbr. 6. gr. samninganna þar sem leigugreiðslur lækkuðu
umtalsvert. Sé því vissulega um skyldubundna leigugreiðslu að ræða líkt og
stefnandi bendi á en hafi ekki áhrif á það hvort samningur teljist
leigusamningur eða lánssamningur. Í stefnu fjalli stefnandi í löngu máli
um fyrirkomulag á fyrri viðskiptum milli aðila og telji að þau viðskipti bendi
til þess að samið hafi verið um það í upphafi viðskipta að stefnandi myndi
eignast leigumunina við lok samninga. Stefndi mótmæli þessari fullyrðingu
stefnanda sem rangri og ósannaðri enda komi ekkert fram um þetta í gögnum
málsins. Þá beri að benda á að flest þau tölvusamskipti sem stefnandi vísi í og
fyrir liggi í málinu séu gerð í nafni Vélaborgar ehf. sem sé ekki aðili að því
máli sem hér sé til umfjöllunar og séu tilvísanir í samninga og önnur viðskipti
í flestum tilvikum milli stefnda og þess félags en ekki stefnanda þessa máls.
Geti umrædd gögn því ekki haft þýðingu fyrir niðurstöðu þessa máls. Þó svo að
stefnandi gæti sýnt fram á að hann hefði í fyrri viðskiptum aðila eignast
leigumuni við lok samningstíma bendi stefndi á að það sé ekkert óeðlilegt við
það að fjármögnunarleigusamningum aðila hafi lokið með því að stefnandi hafi
keypt viðkomandi búnað af stefnda. Það sé hins vegar röng ályktun hjá stefnanda
að það hafi verið gert á grundvelli samkomulags við upphaf samnings aðila. Samningar
aðila séu skýrir að því leyti að við lok grunnleigutíma fari samningurinn á
framhaldsleigu nema leigutaki skili leigumunum til leigusala. Þetta komi mjög
skýrt fram í 12. gr. samninganna þar sem gerð sé grein fyrir réttarstöðunni við
lok samnings á tæmandi hátt og þar sé
ekki gert ráð fyrir neinum kauprétti. Tekið skuli fram að í mörgum tilvikum
hafi stefndi neitað beiðni stefnanda um sölu við lok grunnleigutímans enda hafi
stefndi það ætíð í hendi sér hvort hann samþykki sölu við lok grunnleigutímans
eða ekki. Stefndi bendi einnig á að í hinum umþrættu fjármögnunarleigusamningum
aðila sé hvorki um kaupskyldu, kauprétt, söluskyldu, né sjálfkrafa
eignayfirfærslu að ræða og því verði leigutaki ekki eigandi við lok
grunnleigutímans nema til frekari samninga komi. Að loknum grunnleigutíma geti
leigusali tekið einhliða ákvörðun um að veita leigutaka þriðja möguleikann og
bjóða honum leigumunina til kaups. Leigutaka sé þá í sjálfsvald sett að ákveða
hvort hann taki tilboðinu eða hafni því og eftir atvikum þá haldið áfram að
leigja leigumunina á framhaldsleigu gegn umtalsvert lægra leigugjaldi eða
skilað leigumununum til leigusala. Það sé því á engan hátt sjálfgefið að
leigutaki eignist leigumuni að grunnleigutíma loknum og í raun þvert á móti því
samningurinn fer sjálfkrafa á framhaldsleigu nema leigutaki skili leigumunum
eða aðrir samningar komi til. Það breyti því ekki innihaldi og eðli
fjármögnunarleigusamninganna þótt stefnandi hafi fengið að kaupa leigumuni
vegna eldri fjármögnunarleigusamninga á milli aðila. Framangreind rök stefnda
hafi verið staðfest í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 638/2013
(Suðurverksmál). Í umræddu máli hafi áfrýjandi vísað til þess að hann hefði í
lok 77 fjármögnunarleigusamninga fengið leigumunum afsalað til sín. Í niðurstöðu
dóms Hæstaréttar segir að það ráði ekki úrslitum um sönnun fyrir því að samið
hafi verið um kaup í upphafi þótt óumdeilt sé að áfrýjandi hafi alltaf keypt
þær vélar eða tæki sem hann hafði gert fjármögnunarleigusamning um og
samningunum lokið á þann hátt. Ekkert í samningum aðila bendir til þess að á
stefnanda hafi hvílt samningsbundin skylda til að leysa leigumuni til sín líkt
og stefnandi haldi fram í stefnu. Þvert á móti komi skýrt fram að samningurinn
fari sjálfkrafa á framhaldsleigu við lok grunnleigutíma og eina undantekningin
frá því hafi verið ef leigutaki skilaði leigumun til leigusala. Það sé alveg
ljóst að ef stefndi hefði ætlað að tryggja það að stefnandi keypti leigumunina
í lok grunnleigutíma þá hefði ákvæði þess efnis komið fram í samningum eins og
til dæmis sé gert í kaupleigusamningum. Stefndi mótmælir fullyrðingum stefnanda
þess efnis að ákvæði 6. og 12. gr. fjármögnunar-leigusamninganna um
framhaldsleigu séu markleysa sem hafi í raun ekki átt að koma fram í hinum
stöðluðu samningum. Stefndi bendi á að
fjármögnunarleigusamningar aðila séu undirritaðir af fyrirsvarsmanni stefnanda
á bls. 2 í samningunum þar sem ákvæði 12. gr. sé m.a. að finna og er stefnandi
því bundinn af því ákvæði. Undirritunin sé í reit sem auðkenndur sé með heitinu
,,leigutaki“. Hefði stefnandi talið að 12. gr. ætti ekki við hefði hann átt að
óska eftir því að sú grein yrði strikuð út og ný grein sett í hennar stað en
það hafi hann ekki gert. Í 35. gr. samningsins sé sérstaklega tekið fram með
feitu letri að leigutaki hafi kynnt sér og hafi ekkert við að athuga alla
skilmála samningsins en þar komi eftirfarandi fram með feitu letri:
,,Undirritaður
leigutaki og ábyrgðarmenn hafa kynnt sér og hafa ekkert við að athuga alla
skilmála samnings þessa, greinar 1-35 ....“
Stefndi byggi á því að
stefnandi sé bundinn af þessari staðfestingu sinni á endanlegu innihaldi
samninga aðila. Í 34. gr. fjármögnunarleigusamninga aðila komi skýrlega fram að
breytingar á samningunum megi aðeins gera með skriflegum viðauka, undirrituðum
af samningsaðilum. Með 34. gr. hafi leikreglurnar verið ákveðnar á milli aðila
um það hvernig hægt væri að breyta samningunum síðar meir, þ.e.a.s. að gerð var
krafa um skriflegan viðauka. Aðilar hafi virt
ákvæði 34. gr. við framkvæmd samninganna. Í þessu sambandi hafi verið gengið
frá skriflegum viðaukum á grundvelli 34. gr. þegar stefnandi hafi lent í
vandræðum með leigugreiðslurnar og óskaði eftir tilhliðrun. Finna megi dæmi um
þetta varðandi framkvæmd samninganna í fyrirliggjandi dómskjölum. Enginn skriflegur viðauki hafi verið útbúinn á milli aðila sem breyti
réttarstöðunni við lok grunnleigutímans frá því sem ákveðið hafi verið í 12.
gr. í hinum umþrættu fjármögnunarleigusamningum aðila. Tilvísanir
stefnanda í yfirlit þar sem greiðslum hafi verið skipt upp í ,,höfuðstól“, ,,lokagjald“ og ,,eftirstöðvar“
hafi enga þýðingu í þessum efnum. Hér sé um að ræða samskonar málsástæðu og
byggt haf verið á í Smákranamálinu en ekki hlotið brautargengi í því máli. Um
höfuðstól hafi áður verið fjallað. Eftirstöðvatalan sýni núvirði eftirstöðva af
heildarleigugreiðslum á grunnleigutíma skv. fjármögnunarleigusamningum aðila,
áður en framhaldsleiga hefjist og telji stefndi að slík upplýsingagjöf sé
ekkert óeðlileg í tilviki leigusamninga og bendi í því sambandi á 20. gr. IAS 17
þar sem gengið sé út frá því að þessa fjárhæð þurfi að tilgreina í
efnahagsreikningi í reikningsskilum leigutaka. Á umræddu yfirliti sé lokagjald
samninganna tilgreint „0“. Vilji stefnandi meina að þetta sýni fram á að
eftirstöðvar samnings hverju sinni fælu í sér fullnaðargreiðslu en leggi þó
ekkert fram máli sínu til stuðnings. Um sé að ræða staðlað yfirlit úr kerfum
stefnda sem eigi jafnt við um kaupleigu, jafngreiðslulán, víxla og handveð eins
og sjá megi á umræddu yfirliti á dómskjali nr. 5. Hér sé um heildaryfirlit yfir
viðskipti aðila að ræða og til einföldunar fyrir viðskiptavini sína sé skjalið
sett upp með þessum hætti. Tilgreining á tölunni „0“ undir liðnum „lokagjald“ á
yfirlitinu bendi einfaldlega til þess að ekki er um lokagjald að ræða á samningnum.
Það geti á engan hátt verið túlkað á þann veg að stefndi myndi eignast tækið
við lok grunnleigutíma án þess að til frekari samninga eða greiðslu kæmi, þvert
á ákvæði samninganna. Stefndi mótmæli, sem röngum og ósönnuðum, fullyrðingum
stefnanda um að stefndi hafi í einhverjum tilvikum farið fram á
ábyrgðaryfirlýsingu frá erlendum framleiðendum leigumuna þess efnis að þeir
ábyrgðust að kaupa vélar af stefnda í lok grunnleigutíma á sama verði og
stefnandi hafði skuldbundið sig til að greiða. Stefnandi vísi til þess að
færslur leigusamninganna í bókhaldi hans og ársreikningum bendi til þess að
kaupskylda hafi verið til staðar af hálfu leigutaka við lok grunnleigutíma en
ekki einungis kaupréttur. Þessi staðhæfing stefnanda eigi ekki við nokkur rök
að styðjast enda séu leigusamningar aðila færðir í bókhaldi stefnanda í samræmi
við 20.-21. gr. IAS-17, alþjóðlegs reikningsskilastaðals um leigusamninga, sbr.
fyrirliggjandi ársreikning stefnanda vegna reikningsársins 2005. Stefnandi vísi
einnig til ársreikninga stefnda og telji þá benda til þess að formleg skráning
eignarhalds hafi einungis verið til tryggingar á réttum efndum, en að
raunverulegt eignarhald hafi verið hjá stefnanda. Þessu mótmæli stefndi sem
röngu og bendi á að í tengslum við Smákranamálið hafi stefndi fengið álit frá KPMG um það hvernig haga ætti
framsetningu eigna og tekna af fjármögnunarleigusamningum í efnahagsreikningi
og rekstrarreikningi leigusala samkvæmt reglum alþjóðlegra
reikningsskilastaðla. Niðurstaða minnisblaðsins sé sú að rétt sé að færa
fjármögnunarleigusamninga á þann hátt sem Lýsing geri í ársreikningum sínum og
að það sé í samræmi við IAS 17 – alþjóðlegan staðal um leigusamninga. Stefndi
vilji í þessu sambandi einnig benda á að sambærileg málsástæða hafi verið höfð
uppi af hálfu áfrýjanda í hrd. 638/2013 (Suðurverk) en ekki fengið þar
brautargengi. Ákvæði samninganna, framkvæmd þeirra og skattaleg
meðferð þeirra bendi allt til þess að stefndi og stefnandi hafi alla tíð litið
svo á að um leigusamninga væri að ræða. Í ljósi framangreinds
rökstuðnings liggi fyrir að ósannað sé í málinu að samið hafi verið um að
stefnandi myndi eignast hið leigða gegn ákveðinni greiðslu við lok
grunnleigutímans og liggi því ekki annað fyrir en að á því tímamarki stofnist
ótímabundinn leigumáli gegn verulega lægra gjaldi, sem stefnanda sé heimilt að
segja upp með eins mánaðar fyrirvara ásamt því að skila hinu leigða, svo sem
nánar sé mælt fyrir um í samningum aðila. Samkvæmt þessu sé því ljóst að
stefnandi verði ekki eigandi að leigðum tækjum án þess að til frekari samninga
komi á milli aðila og ef til þess komi verði um sjálfstæðan samning að ræða. Stefnandi byggi á því í stefnu að samningar stefnda við
stefnanda séu lánssamningar og gengistrygging þeirra sé brot á 13. og 14. gr.
vaxtalaga nr. 38/2001.
Stefndi mótmæli
þessu og bendi m.a. á að honum sé heimilt að láta leigugreiðslur af
fjármögnunarleigusamningum taka mið af gengi erlendra mynta vegna þess að um sé
að ræða leigusamninga en þeir falli ekki undir ákvæði vaxtalaga nr. 38/2001.
Stefndi byggi á því að til þess að samningsskuldbinding geti fallið undir 1.
mgr. 13. gr. vaxtalaga þurfi að vera um hefðbundin peningalánaviðskipti að
ræða. Fjármögnunarleigusamningur feli í sér leigu á tækjum en ekki afhendingu á
peningum og geti því ekki fallið undir ákvæði VI. kafla laganna. Lagaákvæði um
verðtryggingu fjárskuldbindinga hafi í dómum ekki verið talin ná til þeirra
gagnkvæmu samninga, sem hér sé vitnað til. Í þessu sambandi megi nefna dóm
Hæstaréttar Íslands nr. 98/1978 (1980:1291) og áður nefnda dóma í málum nr.
652/2011 (Smákranamál) og 638/2013 (Suðurverksmál). Stefndi byggi í máli þessu
á reglunni um samningsfrelsi. Í þeirri reglu felist m.a. að aðilar samnings
eigi forræði á því, hvers efnis sá samningur sé, sem þeir gera, þ.e. hvernig
þeir ráðstafi réttindum sínum með samningum og undir hvaða skuldbindingar þeir
gangist. Af sama meiði sé meginregla leiguréttar um að aðilum samnings sé
frjálst að semja um fjárhæð leigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skuli
breytast á leigutímanum. Meginregla þessi komi m.a. fram í 37. gr.
húsaleigulaga nr. 36/1994. Meginreglan um samningsfrelsi aðila í viðskiptum
geri það að verkum að gengisviðmiðun sé heimil nema skýrt sé tekið fram í lögum
að svo sé ekki. Ekkert lagaákvæði sé í íslenskum lögum sem banni slíka gengisviðmiðun
í leigusamningum og sé hún því heimil. Stefndi telji að við túlkun á því hvort
að um leigusamninga eða lánssamninga sé að ræða verði að taka mið af forsendum
samningsaðila við samningsgerðina. Stefndi byggi á því að við gerð
fjármögnunar-leigusamninganna hafi báðum aðilum verið það ljóst að gengisáhrif
fylgdu því að hafa samningana gengistryggða fjármögnunarleigusamninga. Það hafi
verið forsenda að hálfu stefnda að þar sem um gengistryggða leigusamninga væri
að ræða, að þá skyldu endurgreiðslur bundnar gengi á hinni erlendu mynt sem
stefnandi hafi valið og að við ákvörðun leigugreiðslna skyldi taka mið af LIBOR
vöxtum með nánar tilgreindu álagi. Stefnanda hafi mátt vera þessi forsenda
ljós. Því hafi verið um verulega forsendu að ræða sem verið hafi
ákvörðunarástæða af hálfu stefnda fyrir því að ganga til samningsgerðarinnar.
Gengisviðmiðunin hafi haft úrslitaáhrif á samninga aðila um vaxtaviðmiðun.
Sjáist það vel á þeirri staðreynd að mun hærri vaxtaviðmiðun hafi ávallt verið
hjá stefnda á þeim samningum sem ekki séu með gengisviðmið. Hvað forsendur
varði sé í öðru lagi á því byggt að stefnandi hafi þekkt forsenduna hvað varði
gengistrygginguna og vitað að hún hafi verið ákvörðunarástæða fyrir
vaxtaviðmiði samninganna. Verði að telja að góður og gegn leigutaki hafi
fyllilega gert sér grein fyrir því að gengistrygging
fjármögnunarleigusamninganna væri forsenda þeirrar vaxtaviðmiðunar sem í boði
hafi verið. Hvað forsendur varði sé í þriðja lagi byggt á því að það sé
sanngjarnt og eðlilegt með hliðsjón af skiptingu áhættu að gengistrygging sé
reiknuð á fjármögnunarleigusamninga aðila. Önnur niðurstaða leiði til þess að
gæðum verði mjög misskipt á milli aðila samningssambandsins. Eins og fram hafi
komið hafi gengistryggingin verið forsenda þess að hægt væri að hafa jafn lága
vaxtaviðmiðun og raun hafi orðið á og verði niðurstaðan sú að bannað verði að
reikna gengistryggingu á samningana fái stefnandi leigukjör sem engum öðrum
hafi boðist, á kostnað stefnda. Þá yrði um óeðlilega auðgun stefnanda að ræða
sem færi þvert gegn sanngirnissjónarmiðum. Þegar framangreindar forsendur séu
hafðar í huga og með því að beita sanngirnismælikvarða við túlkun á samningum
aðila, telji stefndi rétt að miða við að fjármögnunarleigusamningar aðila séu
leigusamningar eins og efni þeirra bendi til, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að
reikna upp með gengisviðmiðun þeirri sem aðilar sömdu um. Verði ekki fallist á
það að hinir umþrættu fjármögnunarleigusamningar aðila séu leigusamningar og
talið að um lánssamninga sé að ræða byggi stefndi á því að samningarnir séu
ekki íslenskir lánssamningar með ólögmætum gengistryggingarákvæðum, sem fari
gegn ákvæðum vaxtalaga nr. 38/2001, heldur sé um lögmæta samninga í erlendum
myntum að ræða, en lán í erlendri mynt falla ekki undir bannreglur VI. kafla
vaxtalaganna og því byggi stefndi á því að gengisviðmiðun
fjármögnunarleigusamninganna sé lögmæt.
Varðandi
lagatilvísanir vísi stefndi til ákvæða laga um vexti og
verðtryggingu nr. 38/2001, einkum 1. gr., 13. gr. og 14. gr. þeirra laga. Stefndi vísi til
þeirrar meginreglu í leigurétti að aðilum samnings sé frjálst að semja um
fjárhæð leigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skuli breytast á leigutímanum.
Stefndi byggi hér einnig á meginreglu laga um að gerða samninga eigi að efna að
fullu skv. efni sínu. Vísað sé til 37.
gr. húsaleigulaga nr. 36/1994 um samningsfrelsi í leigusamningum. Varðandi
kröfu um málskostnað vísi stefndi til 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991 og
ákvæða 21. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Vísað sé til 3. tl. 1.
mgr. 3. gr. l. nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og 1. mgr. 20. gr. sömu laga
varðandi skilgreiningu á eignaleigu og þess að fjármögnunarleiga feli ekki í
sér útlánastarfsemi. Einnig er vísað til viðauka I við Bankatilskipun
Evrópusambandsins nr. 2006/48/EC (Directive 2006/48/EC of the European
Parliament and of the Council of 14 June 2006 relating to the taking up and
pursuit of the business of credit institution). Vísað sé til þess að í 88. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga komi fram
að ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002 frá
19. júlí 2002, um beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla, skuli hafa
lagagildi hér á landi í samræmi við bókun I um altæka aðlögun við samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, með
síðari breytingum, þar sem bókunin sé lögfest. Einnig sé vísað til 12. tl. 2.
gr. og 127. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga og reglugerðar Evrópuþingsins
og ráðsins (EB) nr. 1606/2002 um beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla og
að þeir skuli hafa lagagildi hér á landi. Þá sé vísað til reglugerðar 1133/2007
um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra
reikningsskilastaðla.
Forsendur og niðurstaða
Ágreiningur
aðila lýtur að því hvort tilgreindir 24 fjármögnunarleigusamningar þeirra,
undirritaðir á tímabilinu 3. október 2005 til 23. október 2007, séu leigusamningar eða lánssamningar, sem óheimilt hafi verið að binda
gengi erlendra gjaldmiðla skv. 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og
verðtryggingu.
Þeir
samningar sem hér um ræðir eru hver um sig í 35 greinum og bera þeir ýmist
yfirskriftina „Samningur um fjármögnunarleigu“ eða
„Fjármögnunarleigu-samningur“. Samningarnir skiptast annars vegar í sértæka
skilmála í 10 tölusettum samningsákvæðum, sem gert er ráð fyrir að séu nánar
fyllt út við gerð einstakra samninga og hins vegar almenn stöðluð ákvæði í
greinum 11-35.
Í 2. gr.
samninganna eru sértæk ákvæði um leigugrunn. Er hann í öllum samningunum
tilgreindur í íslenskum krónum en tengdur gengi evru, Bandaríkjadals og
japanskra jena og að auki í 14 samninganna gengi svissneskra franka. Samkvæmt
5. gr. samninganna og 2. mgr. 14. gr. tók leigufjárhæð samkvæmt samningunum
breytingum í samræmi við breytingar á hinum tilgreindu erlendu gjaldmiðlum, í samræmi
við skráð sölugengi þeirra hjá Seðlabanka Íslands.
Fyrir
liggur að a.m.k. 10 framangreindra samninga var breytt eftir undirritun þeirra
með svonefndum greiðsluraðabreytingum. Fólu þær í sér m.a. lengingu leigutíma,
breytingu á vaxtaálagi og lokagreiðslu. Eru samningarnir að öðru leyti
óbreyttir frá undirritun nema hvað aðilaskipti að tveimur samninganna varðar
en stefnandi yfirtók skuldbindingar
Vélaborgar ehf. skv. tveimur samninganna í desember 2007.
Af hálfu stefnanda er á því byggt
að framangreindir samningar séu samkvæmt efni sínu lánssamningar í skilningi
VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og því hafi
gengistryggingarákvæði þeirra verið ólögmæt, sbr. 13. og 14. gr. laganna. Þessu
til stuðnings hefur stefnandi fært fram eftirgreindar málsástæður:
Tilgreindur leigugrunnur skv.
samningunum og reglulegum yfirlitum, sem stefndi hafi sent stefnanda, hafi í
reynd verið höfuðstóll láns.
Stefnandi
hafi skv. umræddum 24 samningum undirgengist skyldur og ábyrgðir sem öllu jöfnu
hvíli á lántakendum en ekki á leigutökum. Þetta komi fram í ákvæðum 16., 17.,
19., 20., 23., 26. og 30. gr. samninganna, sem m.a. leggi alla áhættu af hinu
leigða á herðar leigutaka m.a. vegna mögulegra vanefnda seljanda og
greiðsluskyldu, óháða afnotum leigutaka af hinu leigða.
Fyrirkomulag
vaxtaákvörðunar og afborgana skv. 5.
og 10. gr. samninganna, bendi ótvírætt til þess að um lánssamninga sé að ræða
en ekki leigugreiðslur enda beri leigugreiðslur almennt ekki vexti.
Samið hafi verið um sérstakt
lokaverð, sem fram komi í 5. gr. samninganna, en það hafi verið umsamin
lokagreiðsla á síðasta gjalddaga grunnleigutímans. Lokagreiðslan hafi ekki
verið valkvæð heldur hafi verið um skyldubundna greiðslu að ræða. Þannig hafi sú skylda hvílt á stefnanda að
leysa viðkomandi leiguandlag til sín með því að greiða
fjármögnunarleigusamninginn upp ekki síðar en á síðasta gjalddaga
grunnleigutímans. Ákvæði 6. gr. og 12. gr. fjármögnunarleigusamninganna um
framhaldsleigu hafi verið markleysa sem aldrei hafi reynt á og beri með réttu
að líta fram hjá þeim ákvæðum við úrlausn málsins. Fjárhæð lokaverðsins hafi
verið ákveðin með þeim hætti að hún
endurspeglaði markaðsverð hlutaðeigandi leiguandlags á þeim tíma sem greiðslan
hafi farið fram.
Regluleg
yfirlit stefnda til stefnanda um stöðu óuppgerðra fjármögnunar-leigusamninga
tilgreini höfuðstól og eftirstöðvar samnings, en lokagjald sé tiltekið kr. 0.
Viðskiptasaga aðila sýni að
stefnandi hafi sannarlega átt rétt á því að eignast hlutaðeigandi leiguandlag
gegn uppgreiðslu viðkomandi samnings eða í lok grunn-leigutíma og reyndar hafi
stefnanda verið skylt að kaupa hið leigða í lok grunnleigutíma. Sjáist það m.a.
af því að stefndi hafi stundum farið fram á ábyrgðaryfirlýsingu frá erlendum
framleiðendum hlutaðeigandi leiguandlags þar sem þeir ábyrgðust að kaupa
leiguandlagið af stefnda í lok grunnleigutíma á sama verði og stefnandi hefði
skuldbundið sig til að gera, ef stefnandi hefði, af einhverjum ástæðum, ekki
fjárhagslegt bolmagn til kaupanna.
Á heimasíðu stefnda á árunum 2006,
2008, 2009 og 2010 hafi komið fram að leigutakar samkvæmt
fjármögnunarleigusamningum ættu þess kost í lok grunnleigutíma að kaupa hið
leigða á fyrirfram ákveðnu verði.
Stefnandi hafi eignfært
samningana í bókhaldi sínu og ársreikningum. Þá vísi stefnandi til ársreikninga
stefnda þar sem útlán og kröfur samkvæmt fjármögnunar-leigusamningum hafi verið
færðar til eignar hjá stefnda, en leiguandlagið sjálft ekki verið eignfært.
Þetta bendi til þess að formleg skráning eignarhalds hjá stefnda skv. 15. gr.
samninganna hafi aðeins verið til tryggingar á réttum efndum, en að
raunverulegt eignarhald hafi verið hjá stefnanda.
Af hálfu
stefnda er öllum framangreindum málsástæðum stefnanda hafnað og á því byggt að
umræddir samningar séu samkvæmt formi sínu og efni leigusamningar og ákvæði
þeirra um gengistryggingu umsamins leigugjalds brjóti því ekki í bága við
ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.
Við mat
á því hvort þeir 24 fjármögnunarleigusamningar sem um er deilt í máli þessu séu
leigusamningar eða lánssamningar er að mati dómsins rétt að líta til
eftirfarandi:
Heiti
samninganna, sbr. „Samningur um fjármögnunarleigu“ eða
„Fjármögnunarleigusamningur“, bendir til þess að um leigusamninga sé að ræða og
er öll orðnotkun í ákvæðum þeirra í samræmi við það. Þannig er stefnandi í
samningunum nefndur „leigutaki“ og stefndi „leigusali“. Þá er í samningunum
talað um hið leigða, leigugrunn,
grunnleigutíma og framhaldsleigu.
Þá er
ljóst að samningarnir bera skv. efni sínu öll megineinkenni fjármögnunarleigusamninga
eins og það hugtak hefur verið skilgreint í lögum hér á landi, sbr.
athugasemdir í frumvarpi til fyrstu laganna hér á landi um eignarleigu nr.
19/1989, sbr. nú 3. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki,
sbr. áður 1. mgr. 9. gr. laga nr. 123/1993 um lánastofnanir aðrar en
viðskiptabanka og sparisjóði. Ekki verður séð að með lögum nr. 161/2002 hafi
verið stefnt að breytingum á þeim grunnskilgreiningum sem fram komu í lögum nr.
19/1989 og athugasemdum með frumvarpi til laganna, hvað varðar m.a. eðli og
sérkenni fjármögnunarleigu. Eru þær grunnskilgreiningar í samræmi við viðteknar skýringar og skilgreiningar á
þessari samningstegund líkt og rakið var í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24.
september 2013 í máli Suðurverks hf. gegn Lýsingu hf., sbr. dóm Hæstaréttar frá
13. mars 2014 í máli nr. 638/2013. Er þá einkum vísað til ákvæða um að
leigutaki velji hið leigða og semji um kaupverð þess við seljanda, að
samningurinn sé óuppsegjanlegur á umsömdum grunnleigutíma, að leigusali endurheimti
kaupverð hins leigða ásamt vöxtum, þóknun og kostnaði á grunnleigutímanum, að
leigutaka gefist kostur á ótímabundinni framhaldsleigu í lok grunnleigutíma,
gegn verulega lækkaðri leigu, að eignarréttur haldist hjá leigusala meðan á
leigu stendur, að leigutaki beri áhættu af hinu leigða meðan á leigu stendur og
komi til riftunar á leigusamningi greiði leigutaki leigusala alla gjaldfallna
og ógjaldfallna leigu að frádregnu verðmæti hins leigða.
Í dómum
Hæstaréttar frá 24. maí 2012, í máli nr. 652/2011, 13. mars 2014, í máli nr.
638/2013, og frá 3. apríl 2014, í máli nr. 717/2013, komst rétturinn að þeirri
niðurstöðu að samningar aðila væru leigusamningar en ekki samningar um lán.
Verður að telja efni samninganna í þessu máli í meginatriðum vera það sama og
þeirra sem um var deilt í fyrrgreindum málum. Hafa dómarnir því ótvírætt
fordæmisgildi við úrlausn máls þessa.
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir
þeim málsástæðum sem stefnandi byggir á í máli þessu því til stuðnings að
samningar aðila séu að efni til lánssamningar en ekki leigusamningar. Flestar
þessara málsástæðna voru hafðar uppi í áður tilvitnuðum Hæstaréttarmálum nr.
638/2013 og nr. 717/2013, sbr. einnig dóm réttarins frá 13. október 2014 í máli
nr. 648/2014. Hefur rétturinn því þegar tekið afstöðu til þeirra málsástæðna
stefnanda sem lúta að því að svonefndur leigugrunnur hafi verið ákvarðaður út
frá fjármögnunarkostnaði stefnda og greiðslur stefnanda því falið í sér
endurgreiðslu á upphaflegum höfuðstól, leigugreiðslur hafi verið tengdar
breytingum á Libor vöxtum og borið vexti, sem greiða skyldi samhliða
leigugreiðslum, að ekkert samhengi hafi verið milli greiðslna stefnanda og
afnota af viðkomandi samningsandlagi, að öll áhætta af samningsandlaginu hafi
verið lögð á herðar leigutaka þ.e. stefnanda m.a. vegna mögulegra galla og hafi
leigutaka verið skylt að greiða leigu, þótt seljandi vanefndi samning sinn við
stefnda. Hafnaði Hæstiréttur því að
fyrrgreindar málsástæður hefðu úrslitaáhrif um það hvort samningar aðila
teldust lánssamningar. Þá hefur þeirri málsástæðu stefnanda að eignfærsla
leigumuna í ársreikningum hans sýni per se að um lán sé að ræða en ekki leigu
ítrekað verið hafnað í dómum Hæstaréttar enda er sú uppgjörsregla að færa hið
leigða til eignar í reikningum leigutaka en ekki í reikningum leigusala, í
þessu tilviki stefnda, í samræmi við viðurkennd megineinkenni fjármögnunarleigu
og góða reikningsskilavenju, sbr. t.d. áður tilvitnaða dóma Hæstaréttar í málum
nr. 638/2013 og 717/2013. Með vísan til alls framangreinds verður því einnig
hafnað hér að tilgreindar málsástæður stefnanda leiði til þess að skýra beri þá
samninga sem um er deilt í máli þessu sem lánssamninga en ekki leigusamninga.
Auk
þeirra málsástæðna sem að framan eru raktar teflir stefnandi fram þeim málsástæðum
að umsamið hafi verið að stefnandi yrði eigandi hins leigða gegn greiðslu
umsaminnar lokagreiðslu þ.e. síðustu leigugreiðslu skv. 5. gr. samninganna.
Lokagreiðslan og fjárhæð hennar sanni að samið hafi verið um kauprétt stefnanda
til handa auk þess sem samkomulagið hafi falið í sér kaupskyldu af hans hálfu.
Viðskiptasaga aðila styðji þessa staðreynd auk upplýsinga á heimasíðu stefnda
um rétt leigutaka til að kaupa leigumuni í lok grunnleigutíma
fjármögnunarleigusamninga gegn greiðslu lokagjalds. Sama eigi við um regluleg
yfirlit stefnda sem send hafi verið stefnda og sýnt höfuðstól og eftirstöðvar
umræddra samninga en lokgjald verið sagt 0 krónur.
Af
hálfu stefnda er því hafnað sem röngu og ósönnuðu að samið hafi verið um það
við upphaf fjármögnunarleigusamninga aðila að stefnandi myndi eignast hið
leigða við lok umsamins grunnleigutíma. Samningar aðila séu skýrir m.a. að því
leyti að við lok grunnleigutíma fari samningarnir á framhaldsleigu nema
leigutaki skili leigumunum til leigusala að undangenginni uppsögn. Þetta komi
skýrt fram í 12. gr. samninganna.
Samningarnir hafi þannig hvorki falið í sér kauprétt eða kaupskyldu né
sjálfkrafa eignayfirfærslu hins leigða og stefnandi því ekki getað orðið
eigandi hins leigða í lok grunnleigutímans eða áður nema til frekari samninga
kæmi milli stefnanda og stefnda. Þeirri fullyrðingu stefnanda að 6. og 12. gr.
fjármögnunar-leigusamninganna um framhaldsleigu hafi verið markleysa sé
sérstaklega mótmælt. Í 34. gr.
fjármögnunarleigusamninga aðila komi skýrt fram að breytingar á samningunum
megi aðeins gera með skriflegum viðauka, undirrituðum af samningsaðilum. Enginn
skriflegur viðauki hafi verið gerður sem breytt hafi réttarstöðunni við lok
grunnleigutímans frá því sem samið hafi verið um skv. 12. gr. samninganna og
áður sé rakið. Þá mótmæli stefndi, sem röngum og ósönnuðum, þeim fullyrðingum
stefnanda að stefndi hafi í einhverjum tilvikum farið fram á ábyrgðaryfirlýsingu
frá erlendum framleiðendum leigumuna þess efnis að þeir ábyrgðust að kaupa
leigumuni af stefnda í lok grunnleigutíma á sama verði og stefnandi hefði
skuldbundið sig til að greiða.
Gunnar Viðar Bjarnason, stjórnarmaður í stefnanda gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Aðspurður svaraði hann því
til að eina leiðin til að fá 100% fjármögnun hjá stefnda hafi verið í gegnum
fjármögnunarleigusamninga. Umsamið hafi verið að stefnandi gæti gert samningana
upp á grunnleigutímanum. Aldrei hafi komið
til greina að setja leigumuni á framhaldsleigu enda hefði alltaf legið
fyrir að stefndi ætti hið leigða og stefnandi venjulega selt hið leigða til
þriðja aðila áður en samningarnir hefðu verið gerðir upp við stefnda. Lokaverð
samkvæmt samningunum hafi verið ákveðið út frá áætluðu markaðsverði hins leigða
í lok frumleigutímans.
Ólafur Helgi Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri stefnda, gaf skýrslu við
aðalmeðferð málsins. Aðspurður svaraði hann því til að leigugreiðslur samkvæmt
fjármögnunarleigusamningum stefnanda hafi getað verið ójafnar hafi leigutakar
óskað þess sérstaklega. Stefnandi hafi almennt verið eigandi hins leigða skv.
fjármögnunarleigusamningum félagsins þar til endanlegt afsal hafi verið gefið
út. Aðspurður svaraði hann því til að ákvæðum 34. gr. í
fjármögnunarleigusamningunum hafi verið fylgt í einu og öllu. Þá svaraði hann
því til að stefndi hafi alltaf haft það í hendi sér hvort af sölu hins leigða
hafi orðið í lok frumleigutíma eða ekki. Hvort kaup hafi verið heimiluð eða
ekki hafi farið eftir eignastöðu og eða skuldastöðu viðkomandi leigutaka. Ekki
hafi verið um kaupskyldu að ræða. Aðspurður svaraði hann því til að engin
sérsjónarmið hafi verið í gildi hvað þetta varðaði gagnvart stefnda.
Sigurbjörg Þóra Leifsdóttir, rekstrarstjóri stefnda, gaf skýrslu við aðalmeðferð
málsins. Aðspurð svaraði hún því til að almennt hafi fjármögnunarleigusamningum
stefnda lokið í samræmi við 12. gr. samninganna. Ef til þess hafi komið að tæki
hafi verið seld hafi það alltaf verið í hendi stefnda á hvaða verði það væri
gert. Þá hafi það alltaf verið ákvörðun stefnda hvort tæki væri selt eða ekki
enda aldrei um kaupskyldu að ræða. Aðspurð svaraði hún því til að allar
breytingar sem gerðar hafi verið á fjármögnunarleigusamningum stefnda hafi
verið gerðar skriflega í samræmi við 34.
gr. samninganna.
Guðmundur Sigurjónsson, forstöðumaður útlánagreiningar stefnda, gaf skýrslu við
aðalmeðferð málsins. Aðspurður svaraði hann því til að reynt hafi á
framhaldsleigu í tilviki stefnanda vegna fjármögnunarleigusamninga, sem verið
hafi í vanskilum við lok grunnleigutíma.
Pétur Bjarni Magnússon, fyrrverandi yfirlögfræðingur stefnda, gaf skýrslu við
aðalmeðferð málsins. Aðspurður svaraði hann því til að 12. gr.
fjármögnunarleigu-samninga stefnda hafi alltaf verið fylgt í framkvæmd. Sama
hafi átt við um ákvæði 34. gr. Það hafi alltaf verið háð samþykki stefnda hvort
leigutaki fengi að kaupa hið leigða. Við mat á því hafi verið horft á
heildarstöðu leigutaka gagnvart stefnda.
Arnar Snær Kárason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs stefnda, gaf skýrslu við
aðalmeðferð málsins. Aðspurður svaraði hann því til að kaup leigutaka á hinu
leigða hafi alltaf verið háð samþykki stefnda. Við mat á því hvort leigutaka
hafi verið heimilað að kaupa hafi verið litið til mögulegra vanskila og
heildareignastöðu stefnda gagnvart leigutaka. Enginn kaupréttur hafi verið til
staðar nema að undangengnu samþykki stefnda.
Eins og
áður er rakið kemur fram í 6. gr. þeirra 24 fjármögnunarleigu-samninga sem mál
þetta snýst um að mánaðarleg framhaldsleiga hefjist frá lokum tilgreinds
grunnleigutíma. Samkvæmt 12. gr. samninganna getur leigutaki ekki sagt
samningunum upp á grunnleigutíma en að honum loknum framlengjast þeir
ótíma-bundið skv. 6. gr. Þó geti leigutaki sagt hinum framlengdu leigusamningum
upp, skriflega, með eins mánaðar fyrirvara, enda skili hann þá tafarlaust hinu
leigða. Samkvæmt 34. gr. samninganna má einungis gera breytingar á þeim með
skriflegum viðaukum, undirrituðum af samningsaðilum.
Eins og
rakið hefur verið er á því byggt af hálfu stefnanda að tilvitnaðir
fjármögnunarleigusamningar hafi frá upphafi, þrátt fyrir framangreind ákvæði 6.
og 12. gr., falið í sér kauprétt og kaupskyldu, hvað hið leigða varðaði. Þannig
hafi stefnandi orðið eigandi hins leigða gegn uppgreiðslu leigusamninganna
þ.á.m. umsaminnar lokagreiðslu skv. 5. gr. samninganna. Því hafi ekki verið um fjármögnunarleigusamninga
að ræða heldur lánssamninga. Upplýsingar á heimasíðu stefnda styðji að umræddur
kaupréttur hafi verið til staðar.
Af hálfu
stefnda er framangreindum sjónarmiðum stefnanda mótmælt með vísan til 12. gr.
leigusamninganna enda hafi kaup leigumuna ávalt verið háð sérstöku samþykki
stefnda. Þá hafi aldrei verið samið um kaupskyldu stefnanda hvað hið leigða
varðaði.
Framangreind
ákvæði 6. og 12. gr. fjármögnunarleigusamninga aðila eru skýr og verður ekki af
þeim ráðið að eignarréttur yfir hinu leigða flytjist til stefnanda við lok
umsamins grunnleigutíma eða fyrr. Í 34. gr. samninganna er, eins og rakið hefur
verið, mælt svo fyrir að breytingar á þeim megi einungis gera með skriflegum
viðauka, undirrituðum af samningsaðilum. Óumdeilt er að
fjármögnunarleigu-samningum aðila, var ekki breytt að því leyti sem hér skiptir
máli og ennfremur að þær breytingar sem gerðar voru á hluta samninganna og
nefndar voru greiðsluraðabreytingar voru allar gerðar með skriflegum viðaukum í
samræmi við 34. gr. samninganna.
Eins og
rakið hefur verið og fyrir liggur í skjölum málsins varð stefnandi í mörgum
tilvikum eigandi umsaminna leigumuna, bæði meðan á grunnleigutíma stóð og í lok
grunnleigutímans gegn uppgreiðslu samninganna. Sú framkvæmd verður hins vegar ekki,
með hliðsjón af framangreindum ákvæðum fjármögnunarleigusamninga aðila, gegn
eindregnum andmælum stefnda, talin hafa veitt stefnanda fyrirvaralausan rétt
til að kaupa hið leigða í lok grunnleigutíma eða meðan á grunnleigutíma stóð,
án þess að til kæmi sérstakt samþykki stefnda. Því síður verður talið að
stefnandi hafi sýnt fram á skyldu sína til að kaupa hið leigða. Framburður
vitnanna Arnars Snæs Kárasonar, Sigurbjargar Þóru Leifsdóttur, Péturs Bjarna
Magnússonar, Ólafs Helga Ólafssonar og Guðmundar Sigurjónssonar, fyrir dómi,
styður þessa niðurstöðu en í skýrslum þeirra kom fram, eins og áður er rakið,
að samþykki stefnda hefði alltaf þurft til að leigutaki fengi að kaupa hið
leigða samkvæmt fjármögnunarleigusamningum félagsins þ.m.t. samningum stefnanda
og stefnda. Þeirri staðhæfingu stefnda að kaup leigumuna hafi verið háð
sérstöku samþykki stefnda hefur ekki verið hrundið. Verður meintur umræddur
kaupréttur stefnanda ekki reistur á almennum upplýsingum á heimasíðu stefnda
eða tilgreiningu svonefnds lokagjalds í ársyfirlitum stefnda.
Með vísan
til alls framangreinds verður fallist á það með stefnda að þeir 24 samningar,
sem um er deilt í máli þessu, brjóti ekki í bága við ákvæði VI. kafla laga nr.
38/2001 um vexti og verðtryggingu og því hafi aðilum máls þessa verið heimilt
að semja um að greiðslur samkvæmt samningunum tækju mið af breytingum á gengi
þeirra erlendu gjaldmiðla sem tilgreindir eru í samningunum. Verður stefndi því
sýknaður af öllum kröfum stefnanda í þessum þætti máls þessa.
Með
hliðsjón af framangreindri niðurstöðu og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga
nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnanda gert að greiða stefnda
málskostnað og telst hann hæfilega ákveðinn 1.900.000 krónur.
Þórður S.
Gunnarsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
Dómsorð
Stefnda,
Lýsing hf., er sýknuð af kröfum stefnanda, Leiguvéla ehf., í máli þessu.
Stefnandi greiði stefndu 1.900.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 456/2015 | Börn Forsjá Umgengni | K og M deildu um forsjá tveggja barna þeirra, umgengnisrétt og lögheimili. Taldi héraðsdómur, með tilliti til þess að þau væru bæði hæf til að fara með forsjána, að það væri börnunum fyrir bestu að forsjá þeirra væri sameiginleg en lögheimili þeirra hjá M. Var sú niðurstaða meðal annars reist á því að líklegra væri að börnin næðu námsárangri í samræmi við greind og fengju það aðhald sem nauðsynlegt væri hjá M. Voru K og M sammála um að fyrri skipan á umgengni, aðra hverja helgi, hentaði ekki lengur þörfum barnanna vegna fjarlægðar milli foreldra. Var því kveðið á um að börnin hefðu umgengni við K í öllum lengri skólafríum svo og fjórar vikur á sumrin. Þá var K gert að greiða einfalt meðlag með börnunum til 18 ára aldurs þeirra. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um annað en umgengi þannig að til viðbótar því sem þar var kveðið á um skyldu börnin hafa umgengni við K eina helgi í mánuði, sbr. 1. mgr. 46. gr. barnalaga nr. 76/2003. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi
I. Jónsson og Benedikt Bogason og Guðrún Erlendsdóttir settur
hæstaréttardómari.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 9. júlí
2015. Hún krefst þess aðallega að sér verði falin forsjá barnanna A og B, en
til vara að forsjá barnanna verði sameiginleg og lögheimili þeirra hjá sér. Þá
krefst hún í báðum tilvikum að kveðið verði á um inntak umgengnisréttar og
stefnda verði gert að greiða sér einfalt meðlag með börnunum frá 1. október
2012 til 18 ára aldurs þeirra. Loks krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir
Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og
málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms
verður hann staðfestur um annað en umgengnina.
Í forsendum héraðsdóms kemur fram að aðilar
séu sammála um að fyrri skipan á umgengni, aðra hverja helgi, henti ekki lengur
þörfum barnanna vegna fjarlægðar milli foreldra. Í hinum áfrýjaða dómi var
kveðið á um það að börnin hefðu umgengni við áfrýjanda í öllum lengri skólafríum
svo og fjórar vikur á sumrin en ekkert um reglulega umgengni. Fyrir Hæstarétti
krefst áfrýjandi þess að ákveðin verði regluleg umgengni eina helgi í mánuði
auk þeirrar umgengni, sem kveðið er á um í héraðsdómi.
Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. barnalaga nr.
76/2003 á barn rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna
sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Mikilvægt er að
börn haldi góðum tengslum við það foreldri sem þau eiga ekki lögheimili hjá og
er því rétt að fallast á kröfu áfrýjanda um aukna umgengni, þannig að auk
þeirrar umgengni sem ákveðin var í héraðsdómi bætist við ein helgi í hverjum
mánuði.
Rétt er að málskostnaður fyrir
Hæstarétti falli niður.
Dómsorð:
Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en umgengni, en til viðbótar því
sem þar er kveðið á um skulu börnin hafa umgengni við áfrýjanda, K, eina helgi
í mánuði.
Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.
Dómur Héraðsdóms Reykjaness 12. júní
2015.
Mál
þetta var þingfest 3. september 2014 og tekið til dóms 28. maí sl. Stefnandi er
K, [...], [...], en stefndi er M,
[...], [...].
Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur: Að stefnanda
verði falin forsjá barna aðila, A, kt. [...], og B, kt. [...]. Að með dómi
verði kveðið á um inntak umgengnisréttar þess foreldris sem ekki fær forsjá
barnanna. Til vara krefst stefnandi þess að forsjáin verði sameiginleg og að
lögheimili barnanna verði hjá stefnanda. Stefnandi gerir í báðum tilvikum kröfu
um greiðslu meðlags frá 1. október 2012 til 18 ára aldurs barnanna. Þá er að auki krafist málskostnaðar
að skaðlausu úr hendi stefnda.
Stefndi gerir þær dómkröfur að kröfum
stefnanda um forsjá barna aðila verði hafnað og að honum verði einum dæmd
forsjá barna aðila og að stefnandi verið dæmd til að greiða lágmarksmeðlag með
börnunum frá dómsuppsögu til fullnaðs 18 ára aldurs þeirra. Ennfremur er þess krafist
að kveðið verði á um inntak umgengnisréttar þess foreldris sem ekki fær forsjá.
Til vara krefst stefndi þess að forsjá verði dæmd sameiginleg og að lögheimili
barnanna verði hjá honum. Þá er þess krafist að stefnandi verði dæmd til
greiðslu málskostnaðar að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
I
Stefnandi
er fædd í [...] og kom til Íslands 1996 sem skiptinemi. Í framhaldi af því
settist hún hér að og eignaðist dóttur sína C árið 1997. Barnsfaðir hennar og
stefnandi fara sameiginlega með forsjá hennar. Aðilar þessa máls hófu sambúð
2004 og fluttu til [...] 2008 og ári síðar til [...]. Þau slitu samvistum í
október 2012 og dvöldu bæði börnin þá hjá stefnanda en fóru í umgengni til
stefnda. Í mars 2013 flutti fjölskyldan til Íslands. Flutti stefndi þá til
[...] en stefnandi fékk íbúð á leigu í [...]. Flutti hún einu sinni innan [...]
en í mars 2014 flutti hún í [...] og hefur búið þar síðan.
Eftir að aðilar fluttu til
landsins í mars 2013 fóru börnin til [...] með föður sínum og dvöldu þar fram
yfir páska. Sumarið 2013 dvöldu börnin fyrir norðan hjá stefnda en komu suður
til stefnanda þegar skóli byrjaði í ágúst 2013. Dvöldu þau hjá henni allt
skólaárið fram í júní 2014 er þau fóru norður til stefnda. Dvöldu þau hjá honum
allt sumarið en þegar kom að skólabyrjun 22. ágúst sl. neitaði stefndi að skila
börnunum og skráði þau í skóla á [...]. Með úrskurði héraðsdóms 2. október 2014
voru stefnanda fengin umráð barnanna með beinni aðfarargerð. Úrskurðurinn var
staðfestur í Hæstarétti 17. október 2014.
Samkvæmt vottorði Þjóðskrár áttu
börnin lögheimili hjá stefnanda frá komu þeirra til landsins 28. mars 2013 til
6. ágúst 2014 en þá flutti stefndi lögheimili þeirra að [...], [...].
Stefnandi leitaði til
sýslumannsins í [...] 19. apríl 2013 og óskaði eftir slitum á skráðri sambúð
aðila. Aðilar mættu hjá sýslumanni 26. apríl 2013 þar sem stefnandi fór fram á
að forsjá yrði sameiginleg, lögheimili hjá henni og að stefndi greiddi meðlag
með börnunum. Stefndi féllst ekki á þessa tilhögun og var málið því sent til
sáttameðferðar samkvæmt 33. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þann 10. mars 2013 gaf
sýslumaður út vottorð um að ekki hefði náðst sátt.
Undir rekstri aðfararmálsins var
D sálfræðingur fenginn til þess að kanna viðhorf barnanna til málsins. Ræddi
hann einu sinni við þau hvort í sínu lagi um afstöðu þeirra til búsetu og
skólagöngu. Segir í skýrslu D að bæði börnin, A, 9 ára, og B, 7 ára, séu
ráðvillt í þessum aðstæðum og í greinilegri hollustuklemmu á milli foreldra
sinna. Tíminn frá skilnaði hafi verið þeim erfiður. Helst vildu þau búa hjá
báðum foreldrum. Þegar rætt sé um að það sé ekki mögulegt velji þau bæði að
vera í skóla á [...]. Báðum líði greinilega vel þar. Þar eigi þau vini og hafi
margt fyrir stafni. B sé óþroskaðri en A og vilji greinilega þóknast öllum.
Eins og staðan sé í dag sé þó vilji hans skýr þó að rök A séu meiri og sterkari
fyrir því að vera í skóla á [...].
Í vetur hafa börnin dvalið í
umgengni hjá stefnda aðra hverja helgi.
II
E
sálfræðingur var dómkvödd til þess að gera sálfræðilega matsgerð í málinu og er
matsgerð hennar dagsett 13. mars 3015. Matsmaður ræddi m.a. við kennara
barnanna á [...] en þar gengu þau í skóla frá ágúst til októberloka 2014.
Kennari A sagði að hún hafi staðið illa námslega og verið á eftir í öllum
námsgreinum.
Hún
hafi ekki getað lesið og því sæti allt annað eftir. Telpan væri hins vegar klár
og gæti vel lært. Heimanámi hennar væri vel sinnt og framfarir hafi orðið hjá
henni þann stutta tíma sem hún hafi sótt skólann. Lesturinn hjá B hafi líka
verið tekinn föstum tökum og hann náð framförum. Heimanámi hans hafi einnig
verið mjög vel sinnt af föður.
Matsmaður hafði eftir kennara A
í [...] í [...], F, sem kennt hefur telpunni frá því í nóvember síðastliðinn,
að námsleg staða hennar væri slæm. Hún sé næstum því ólæs og sé því stödd eins
og nemandi sem er að hefja skólagöngu. Ólæsið komi niður á öðrum fögum. Öruggt
sé að telpan sé ekki seinfær og geti lært. Ekki sé unnt að greina lesblindu að
svo stöddu því að hún verði fyrst að læra að lesa. Heimanámi sé ekki sinnt,
t.d. hafi ekki verið kvittað fyrir heimavinnu frá 2. febrúar sl. A segi að ekki
sé tími heima til þess að sinna heimanámi. F staðfesti þessa frásögn sína fyrir
dómi.
Kennari B, G skýrði svo frá hjá
matsmanni og einnig fyrir dómi að hún hafi kennt B frá því í nóvember sl.
Námsleg stað hans sé mjög slök. Hann sé mjög mikið á eftir í lestri sem hái
honum í öðrum fögum. Hann lesi sjaldan heima og skili aldrei unninni
heimavinnu. G sagðist hafa rætt það við stefnanda en ekkert hafi breyst.
Í niðurstöðum matsmanns segir
m.a. að fram hafi komið í tengslaprófum að báðir foreldrar sýni börnunum
ástríki og gæti öryggis þeirra. Líkamlegri umönnun barnanna sé vel sinnt og
börnin búi við gott atlæti á báðum heimilum. Börnin séu á eftir í námi.
Matsmaður álítur að báðir foreldrar hafi vanrækt þær skyldur sínar og beri
nokkuð jafna ábyrgð á því að börnin skuli ekki vera orðin læs. Faðir telji að
móðir beri ein ábyrgð á ólæsi barnanna. Matsmaður telur það ómaklegt því að
börnin hafi dvalið vikum og mánuðum saman hjá föður sínum eftir sambúðarslit.
Eðlilegt sé að læsi barnanna sé ekki síst á ábyrgð föður þar sem íslenskan sé
hans móðurmál.
Samkvæmt persónuleikaprófi sé
stefnandi ekki haldinn neinum geðrænum kvillum. Stefndi hafi hins vegar svarað
persónuleikaprófi á þann hátt að varasamt sé að túlka það. Hann dragi upp
jákvæða mynd af sjálfum sér og gangist ekki við minni háttar veikleikum sem
allar venjulegar manneskjur búi yfir. Greina hafi mátt innsæisskort í eigin
hegðun. Það að blanda börnunum í deilur foreldra beri vott um stórlega skert
innsæi. Með því móti hafi hann sett börnin í erfiða stöðu þar sem þau hafa
verið tilneydd að taka afstöðu með öðru foreldri gegn hinu.
Matsmaður álítur að systkinin
hafi ekki sætt líkamlegu harðræði af hendi móður en hún hafi engu að síður
slegið til þeirra. Það komi ekki fram í tali þeirra og hegðun að þau óttist
móður sína.
Tengsl barnanna voru metin með
viðtölum, athugunum og tengslaprófum. Samkvæmt prófum eru tengslin sterkari við
föður en móður. Niðurstaða matsmanns er að báðir foreldrar séu hæfir til að
fara með forsjá barnanna.
III
Stefnandi byggir á að í 2. mgr. 34.
gr. barnalaga nr. 76/2003 komi fram sú grundvallarregla að það skuli ráða
niðurstöðu um hverju foreldri skuli dæmd forsjá barns, hvað sé barni fyrir
bestu. Í ákvæðinu sjálfu og lögskýringargögnum með ákvæðinu sé kveðið á um þau
atriði sem skipta máli við mat á því hvoru foreldri skuli dæmd forsjá barns. Stefnandi byggir kröfu sína um að
henni verði dæmd forsjá barnanna fyrst og fremst á því að það sé börnunum fyrir bestu að henni verði einni
falin forsjá þeirra.
Stefnandi byggir á því að hún sé
hæfari en stefndi til þess að fara með forsjá barnanna. Hún telur að hún sé
bæði hæfari en stefnandi og betur til þess fallin að veita börnunum þann
stuðning sem þau eigi rétt á og þarfnist. Hún telur að hún geti tryggt þeim góð
uppeldisskilyrði. Stefnandi byggir einnig á því að tengsl hennar og barnanna
séu mjög sterk. Það sé stefnandi sem hafi alla tíð borið hitann og þungann af
umönnun þeirra og stutt þau í námi og leik. Hún hafi verið aðalumönnunaraðili
barnanna frá fæðingu þeirra. Stefnandi geti veitt börnunum ást, umhyggju og
gott heimili. Einnig geti hún tryggt þeim öryggi sem nauðsynlegt sé að þau
hafi. Þá bendir hún á að verði henni dæmd forsjáin mun hún stuðla að eðlilegri
og reglulegri umgengni barnanna við stefnda. Aðstæður stefnanda séu góðar. Hún
leigi rúmgóða íbúð í [...] og hafi gert langtímaleigusamning um hana. Hún sé menntaður
ferðamálráðgjafi frá [...]. Þá sé hún búin með eitt ár í viðskiptafræði við
[...]. Hún hafi unnið ýmis störf í gegnum tíðina auk þess að reka sitt eigið
fyrirtæki. Í dag vinni hún sem matráður við leikskólann [...] í [...].
Stefnandi sé reglusöm, hvorki reyki né drekki. Hún sé félagslynd og vinamörg.
Áhugamál hennar snúi að fjölskyldunni, matseld, ferðalögum og veiðiferðum. Hún
búi í dag með H en þau hafi kynnst í maí 2013. Hann starfi sem skólaliði við
[...] og sé samband hans við börnin mjög gott.
Börnin gangi í [...] og gangi
ágætlega en hafi þurft stuðning við íslenskuna, bæði við málfræði og lestur.
Hafi þau fengið mjög góða þjónustu og aðstoð í skólanum. Börnin séu
spænskumælandi og tali auk þess íslensku og ensku. Þeim gangi mjög vel
félagslega og eigi marga vini.
Að öllu
framangreindu virtu sé það börnunum fyrir bestu að þau eigi heimili sitt hjá
stefnanda og að henni verði með dómi falin forsjá þeirra allt til 18 ára aldurs
þeirra.
Verði ekki
fallist á kröfu stefnanda um að henni verði einni falin forsjá barnanna gerir
hún til vara þá kröfu að dómari dæmi að forsjáin verði sameiginleg og að
lögheimilið verði hjá henni. Fallist dómari á að dæma sameiginlega forsjá gerir
stefnandi kröfu um að lögheimili barnanna verði hjá henni. Til stuðnings kröfu
sinni um að lögheimilið verði hjá henni vísar hún til þess sem komið hefur fram
hér fyrr. Hún telur mjög mikilvægt að tryggt verði að lögheimili barnanna verði
áfram hjá henni og að tryggt verði að þau búi á höfuðborgarsvæðinu og geti
haldið áfram í því skólaumhverfi sem þau eru nú í.
Stefnandi telur nauðsynlegt að dómur
kveði á um meðlag með börnunum. Kröfu sína um meðlag úr hendi stefnda byggir
stefnandi á framfærsluskyldu foreldra, sbr. 53. gr. barnalaga nr. 76/2003, og
lágmarksmeðlagsskyldu forsjárlauss foreldris samkvæmt 57. gr., sbr. 55. gr.,
sömu laga. Um heimild dómara til að kveða á um meðlagsskyldu í málinu vísar stefnandi
til 4. mgr. 34. gr. laganna. Verði fallist
á varakröfu stefnanda um sameiginlega forsjá og að lögheimilið verði hjá henni
sé með vísan til framangreindra lagaákvæða gerð krafa um greiðslu meðlags úr
hendi stefnanda.
Kröfu sína um málskostnað styður stefnandi
við 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um
virðisaukaskatt af málflutningsþóknun sé reist á lögum númer 50/1988.
IV
Stefndi telur að það þjóni hagsmunum
barna hans best að forsjá þeirra sé hjá honum. Hann hafi fasta búsetu á Sauðárkróki
þar sem hann ætli sér að búa áfram. Þar eigi hann stóra samhenta fjölskyldu.
Hann hafi trygga vinnu og góðar aðstæður að öllu leyti. Hann hafi aldrei átt
við nein áfengisvandamál eða geðræn vandamál að stríða og hann telur sig betur
fallinn til að fara með forsjá barnanna en stefnandi. Stefndi hafi allt frá
fæðingu barna aðila gætt þeirra a.m.k. til jafns á við stefnanda. Þegar hann
hafi ekki verið að vinna hafi hann sinnt börnum sínum og verið til staðar fyrir
þau.
Börn aðila séu náttúrubörn sem vilji helst
dvelja á [...] hjá föður sínum. Þar séu allar aðstæður fyrir börnin eins og
best verður á kosið.
Mikil óreiða hafi verið á lífi stefnanda.
Stefndi hafi miklar áhyggjur af því að börnin geti ekki sótt neina
aðstoð við heimanám sitt, hvorki til móður sinnar eða sambýlismanns
hennar.
Stefndi muni ekki koma í veg fyrir að börn
aðila umgangist móður sína og hennar fjölskyldu fái hann forsjá barnanna. Hins
vegar hafi hann miklar áhyggjur af því að móðir barnanna muni koma í veg fyrir
að þau umgangist og þekki hans stórfjölskyldu, lendi forsjá barnanna hjá henni.
Stefndi byggir kröfu sína um forsjá barnanna á 34. gr. barnalaga nr. 76/2003,
enda telur hann allar forsendur vera til þess að forsjá barnanna sé betur komið
hjá honum en stefnanda.
Hver sem úrslit máls þessa verða fyrir
dómi telur stefndi nauðsynlegt að kveðið verði á um það hvernig umgengni þess
foreldris, sem ekki fær forsjá, við börnin verði hagað, enda hafi samskipti
hans við stefnanda verið með þeim hætti allt frá sambúðarslitum að stefndi hafi
ekki getað rætt nokkur málefni við hana. Krafa stefnda vegna umgengni byggist á
4. mgr. 34. gr. barnalaga. Krafa um greiðslu meðlags byggist á sama ákvæði.
Krafa stefnda um málskostnað byggist á
XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 130. gr.
V
Eins og að framan er rakið hófu aðilar sambúð 2004 og eignuðust A
2005 og B 2006. Þau slitu sambúð í október 2012 og fluttu hingað til lands í
mars 2013. Frá þeim tíma hefur stefndi búið á [...] en stefnandi fyrir sunnan,
nú í [...]. Sumarið 2013
dvöldu börnin fyrir norðan hjá stefnda en komu suður til stefnanda þegar skóli
byrjaði í ágúst 2013. Dvöldu þau hjá henni allt skólaárið fram í júní 2014 er
þau fóru norður til stefnda og voru hjá honum allt sumarið. Þegar kom að
skólabyrjun 22. ágúst sl. neitaði stefndi að skila börnunum og skráði þau í
skóla á [...]. Með úrskurði héraðsdóms 2. október 2014 voru stefnanda fengin
umráð barnanna með beinni aðfarargerð. Í vetur hafa börnin dvalið hjá stefnda í
umgengni aðra hverja helgi.
Samkvæmt 2. mgr. 34. gr. barnalaga
nr. 76/2003 kveður dómari á um hvernig forsjá barns eða lögheimili verði háttað
eftir því sem barni er fyrir bestu. Í greinargerð með þessu ákvæði barnalaga
segir að þau atriði sem komi til skoðunar við ákvörðun um forsjá barns séu m.a.
tengsl barns við hvort foreldri um sig, dagleg umönnun og umsjá, persónulegir
eiginleikar og hagir hvors foreldris um sig og svo barnsins, óskir barns, kyn
og aldur, systkinahópur, húsnæðismál, liðsinni vandamanna hvors um sig,
breytingar á umhverfi og umgengni barns forsjárlauss foreldis.
Fram
kemur hjá hinum dómkvadda matsmanni að báðir foreldrar eru hæfir uppalendur. Að
dómi matsmanns sýna báðir foreldrar börnunum ástríki og gæta öryggis þeirra.
Líkamlegri umönnun barnanna er vel sinnt af báðum foreldrum og börnin búa við
gott atlæti á báðum heimilum. Fram kemur í matsgerð að foreldrar eru um margt
ólíkir, enda frá ólíkum menningarheimum. Þannig sé faðir duglegur að gera
ýmislegt með börnunum utandyra eins og að fara í göngutúra og út að hjóla.
Móðir sé aftur á móti heimakær og búi börnum reglusamt og gott heimilislíf.
Foreldrar
standa ekki jafnt að vígi varðandi stuðning frá ættingjum. Fjölskylda stefnanda
býr í [...] og tengslanet hennar á Íslandi er byggt á vinum og fjölskyldu sem
hún tengdist þegar hún kom til Íslands sem skiptinemi. Hún býr með portúgölskum
manni sem hefur ekki fjölskyldutengsl á Íslandi. Stefndi á stóra fjölskyldu á
[...] sem hann og börnin eru mjög vel tengd og þau geta leitað til hvenær sem
er.
Matsmaður
telur að tengsl barnanna við foreldrana séu góð. Í tengslaprófi kemur fram að
telpan er í nánum og góðum tengslum við sitt nánasta fólk. Sterkustu tengslin
samkvæmt prófinu eru við föður. Í tengslaprófi hjá drengnum bendir niðurstaða
til þess að hann sé í góðum og nánum tengslum við foreldra sína. Tengslin við
föður drengsins mælast sterkust.
Dómurinn
telur að tveir góðir kostir séu í boði nú þegar ákveða þarf börnunum
uppeldisstað. Virðast báðir foreldrarnir vel færir um að mæta margvíslegum
þörfum barnanna. Við úrskurð í málinu skal hafa það eitt til hliðsjónar sem
telja verður að sé börnunum fyrir bestu. Verður þá að líta til tengsla- og
uppeldissögu barnanna, stöðu þeirra í dag og framtíðarþarfa og hafa í huga að
þau munu í nánustu framtíð ekki geta notið jafnra návista við foreldra sína. Ræður
þar miklu að annað foreldrið býr í [...] og hitt á [...]. Báðir aðilar gera
kröfu um að fara einir með forsjá barnanna en til vara gera þeir kröfu um að
forsjá þeirra verði sameiginleg hjá báðum aðilum. Að ofansögðu, og með tilliti
til þess að aðilar eru báðir taldir hæfir til að fara með forsjá, telur
dómurinn að það henti börnunum betur að forsjá þeirra sé sameiginleg hjá báðum
aðilum.
Þegar
litið er til stöðu barnanna í dag kemur fram að námsleg staða þeirra er mikið
áhyggjuefni. Samkvæmt framburði kennara er telpan skörp en námsleg staða hennar
er slæm. Hún sé næstum ólæs og sé stödd eins og barn sem sé að hefja skólagöngu
og sé því þremur árum á eftir jafnöldrum sínum. Hún sé í sérkennslu í 10 tíma á
viku en framfarir séu litlar. Heimanámi sé ekki nægilega vel sinnt og ekki hafi
verið kvittað fyrir heimavinnu í langan tíma. Skólinn hafi bent móður á að
sinna úrbótum en því hafi ekki verið sinnt. Varðandi drenginn segir kennari
hans námslega stöðu hans vera slaka. Drengurinn sé mikið á eftir jafnöldrum í
lestri sem hái honum í öðrum námsgreinum þar sem allt byggist á að geta lesið.
Fram komi hjá kennara við [...] að drengurinn lesi sjaldan heima og skili
aldrei unninni heimavinnu. Kennari hafi bent móður á mikilvægi heimavinnu en
ekkert hafi breyst. Framfarir hjá drengnum séu engar og að undanförnu hafi
honum farið aftur en ekki fram á við. Þegar horft er til þess að kennarar
barnanna telja að þau geti vel lært, en orsökina fyrir slæmri stöðu þeirra sé
að leita í slöku aðhaldi og of litlum stuðningi, telur dómurinn að í þessum
efnum halli meira á móður en föður. Verulega virðist skorta á innsæi móður í
þessar grunnþarfir barnanna. Má í því sambandi vísa í tíð skólaskipti og getu-
og skilningsleysi móður í að styðja við nám barnanna. Þann stutta tíma sem
börnin dvöldu hjá föður síðastliðið haust og voru í Árskóla var heimanámi aftur
á móti vel sinnt og greinilegar framfarir urðu.
Fyrst
velja þarf á milli foreldra er það niðurstaða dómsins að það þjóni betur
hagsmunum barnanna að dvelja hjá stefnda og ganga í skóla á [...]. Einna þyngst
vegur alvarleg námsleg staða barnanna og dómurinn telur að þegar horft sé til
framtíðar sé líklegra að börnin nái námsárangri í samræmi við greind og fái
aðhald sem nauðsynlegt er ef þau hafa lögheimili hjá föður. Hjá föður þekkja
þau vel til umhverfisins, þar hefur þeim líkað vel að vera, eiga vini og eru í
reglulegum og góðum tengslum við föðurfjölskyldu. Einnig er litið til þess sem
fram kemur í tengslaprófi að börnin séu tengd báðum aðilum en tengsl þeirra við
föður séu meiri og sterkari.
Þegar
allt framangreint er virt verður talið með vísan til 2. mgr. 34. gr. barnalaga
nr. 76/2003 að það sé börnunum fyrir bestu að aðilar fari sameiginlega með
forsjá þeirra en að þau hafi lögheimili hjá stefnda.
Samkvæmt 1. mgr. 46. gr.
barnalaga á barn rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldri sitt
sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Við skilnað eða
slit á sambúð hvílir sú skylda á báðum foreldrum að grípa til þeirra ráðstafana
sem við verður komið til að tryggja að sá réttur barnsins sé virtur. Í málinu
hefur komið fram að aðilar eru sammála um að fyrri skipan á umgengni, aðra
hverja helgi, henti ekki lengur þörfum barnanna vegna fjarlægðar milli
foreldra. Verður því dæmt að börnin hafi umgengni við stefnanda í öllum lengri
skólafríum. Um jól dvelji þau hjá stefnda en fari til stefnanda annan dag jóla
og verði fram að skólabyrjun eftir áramót. Í vetrarleyfi og um páska dvelji þau
hjá stefnanda. Á sumrin dvelji börnin samtals fjórar vikur hjá stefnanda
samkvæmt nánara samkomulagi aðila sem þau geri fyrir 15. maí ár hvert. Á meðan
víki regluleg umgengni um helgar.
Samkvæmt 6. mgr. 57. gr.
barnalaga verður fallist á kröfu stefnda um að stefnandi greiði einfalt meðlag
með börnunum frá dómsuppsögu til 18 ára aldurs þeirra.
Með vísan til 1. mgr. 44. gr.
barnalaga ákveðst að áfrýjun dóms þessa fresti ekki réttaráhrifum hans.
Rétt þykir að málskostnaður
falli niður milli aðila. Stefnda hefur gjafsókn í málinu. Allur
gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns
stefnanda, Sonju Maríu Hreiðarsdóttur hdl. Af hálfu lögmannsins var lagður fram
málskostnaðarreikningur ásamt tímaskýrslu. Þykir þóknun lögmannsins að teknu
tilliti til umfangs málsins og framlagðs málskostnaðarreiknings hæfilega
ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti 1.800.000 krónur.
Með vísan til 1. mgr. 44. gr.
barnalaga frestar áfrýjun dóms ekki réttaráhrifum hans.
Gunnar Aðalsteinsson
héraðsdómari kveður upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Guðfinnu Eydal og
Helga Viborg sálfræðingum.
Dómsorð
Stefnandi, K, og stefndi, M, skulu fara sameiginlega með forsjá
barnanna A og B. Börnin skulu eiga lögheimili hjá stefnda.
Stefnandi greiði einfalt meðlag
með börnunum frá dómsuppsögu til 18 ára aldurs þeirra.
Stefnandi skal hafa
umgengnisrétt við börnin í öllum lengri skólafríum. Um jól dvelji þau hjá
stefnda en fari til stefnanda annan dag jóla og verði fram að skólabyrjun eftir
áramót. Í vetrarleyfi og um páska dvelji þau hjá stefnanda. Á sumrin dvelji
börnin samtals fjórar vikur hjá stefnanda samkvæmt nánara samkomulagi aðila sem
þau geri fyrir 15. maí ár hvert. Á meðan víki regluleg umgengni um helgar.
Málskostnaður fellur niður milli
aðila. Allur gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun
lögmanns stefnanda, Sonju Maríu Hreiðarsdóttur hdl., 1.800.000 krónur.
Áfrýjun dóms frestar ekki
réttaráhrifum hans.
|
Mál nr. 320/2015 | Óvígð sambúð Stjórnvaldsúrskurður Stjórnsýsla Skattur Tekjuskattur Álag Gjöf | K krafðist þess að úrskurður yfirskattanefndar, þar sem gerðar voru breytingar á opinberum gjöldum hennar gjaldárin 2007-2009, yrði felldur út gildi að hluta og breytt þannig að tekjuviðbót fyrir gjaldárin 2007 og 2008 félli niður eða yrði lækkuð og að álag á tekjuviðbót vegna framangreindra gjaldára félli niður eða yrði lækkað. Hafði í úrskurðinum verið komist að þeirri niðurstöðu að fasteign og peningagreiðsla sem féllu í skaut K samkvæmt fjárskiptasamningi hennar og fyrrum sambúðarmanns hennar skyldu skattlagðar sem gjafir samkvæmt 4. tölulið A. liðar 7. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Í dómi Hæstaréttar kom fram að K hefði ekki lagt fram gögn um framlög sín til eignamyndunar í sambúð þeirra og ekkert komið fram um tekjur hennar á þeim tíma sem rennt gæti stoðum undir að hún hefði með beinum eða óbeinum framlögum skapað grundvöll fyrir hlutdeild í eignarrétti að umræddri fasteign og peningagreiðslu. Var því talið að fjárskiptasamningur þeirra hefði falið í sér yfirfærslu eignarréttar án nokkurs endurgjalds og hefði því verið um gjöf að ræða samkvæmt framangreindu ákvæði. Hefði endurákvörðun skatta K því átt sér stoð í lögum og hefði K ekki sýnt fram á að með henni hefði verið brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Þá var ekki talið að málsmeðferð skattyfirvalda hefði brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, 12. gr. laganna um meðalhóf eða 13. gr. þeirra um andmælarétt. Loks var ekki talið að skilyrði 3. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003 væru uppfyllt til þess að fella niður álag samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laganna. Var Í því sýknað af kröfum K. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma Karl Axelsson
hæstaréttardómari og Guðrún Erlendsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settir
hæstaréttardómarar.
Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til
Hæstaréttar 22. september 2014. Var málið fellt niður og skaut áfrýjandi því
öðru sinni til réttarins 4. maí 2015. Hún krefst þess að úrskurður
yfirskattanefndar 12. september 2012 í máli nr. 495/2012 verði felldur úr gildi
að hluta og breytt þannig að tekjuviðbót að fjárhæð 40.000.000 krónur á gjaldárinu
2007 og 76.989.948 krónur á gjaldárinu 2008 falli niður eða verði lækkuð
verulega og að 25% álag á tekjuviðbót að fjárhæð 29.247.487 krónur vegna
framangreindra gjaldára falli niður eða verði lækkað verulega. Þá krefst hún
málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og
málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
I
Mál þetta lýtur að lögmæti úrskurðar
yfirskattanefndar 12. september 2012 í máli nr. 495/2012, en í niðurstöðu hans
fólst að eignir sem féllu áfrýjanda í skaut samkvæmt fjárskiptasamningi hennar
og fyrrverandi sambúðarmanns hennar, M, skyldu skattlagðar sem gjafir samkvæmt
2. málslið 4. töluliðar A. liðar 7. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.
Fyrir liggur að áfrýjandi var í sambúð í [...] með M frá árinu 2000 og
eignuðust þau saman son árið 2004. Sambúðinni sýnist hafa lokið endanlega um
áramótin 2005 til 2006. Þá er ágreiningslaust að M keypti fasteignina að [...]
í árslok 2003 og var einn skráður eigandi hennar í þinglýstum heimildum vegna
kaupa eignarinnar. Eftir slit sambúðarinnar gerðu þau með sér fyrrnefndan
fjárskiptasamning 18. júlí 2007. Samkvæmt honum skyldi áfrýjandi fá í sinn hlut
fasteignina að [...] auk peningagreiðslu að fjárhæð 40.000.000 krónur. Var
tekið fram í samningnum að fasteignin væri veðbandalaus og hún hafi upphaflega
verið keypt sem ,,eign K og telst nú ISK 50.000.000.-virði“. Í samningnum sagði
einnig að í hlut M kæmu allar aðrar sameiginlegar eignir en að framan greindi,
án tilgreiningar á þeim. Áfrýjandi og M gerðu með sér annan samning 27. janúar
2010, þar sem M eða sjóður í eigu fjölskyldu hans gekkst undir greiðslu [...] á
mánuði til framfærslu sonar áfrýjanda til 18 ára aldurs með tilgreindum
fyrirvörum.
II
Af hálfu áfrýjanda er á því byggt að við meðferð skattyfirvalda hafi
verið brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, 12. gr.
laganna um meðalhóf og 13. gr. þeirra um andmælarétt.
Til stuðnings þeirri málsástæðu að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu
laganna vísaði áfrýjandi meðal annars til þess að ekki hafi sætt nægri rannsókn
af hálfu skattrannsóknarstjóra hvort hún og fyrrgreindur M hafi verið í óvígðri
sambúð. Þá er á því byggt að viðkomandi stjórnvöld grundvalli niðurstöður sínar
á mismunandi forsendum. Ríkisskattstjóri hafi við það miðað að ekki lægi fyrir
að áfrýjandi og M hefðu verið í sambúð en yfirskattanefnd á hinn bóginn talið
að svo hefði verið en ekki talið sýnt fram á sameiginlega eignamyndun á
sambúðartímanum.
Í gögnum málsins er vottorð þjóðskrár 27. október 2010, sem lagt var fram
við rannsókn skattrannsóknarstjóra, þar sem fram kom að áfrýjandi hafi aldrei
átt lögheimili erlendis. Þá lá jafnframt fyrir vottorð skattyfirvalda í [...]
4. október 2010 um að áfrýjandi hafi aldrei talið fram til skatts þar. Enn
fremur verður ráðið af vottorði Þjóðskrár 24. nóvember 2009 að M átti ekki
heimilisfesti á Íslandi á þeim tíma er sambúð þeirra stóð, en hann er breskur
ríkisborgari. Þá taldi áfrýjandi fram sem einstætt foreldri frá og með
tekjuárinu 2004. Þau voru því aldrei skráð í sambúð hér á landi sbr. 3. mgr. 7.
gr. laga nr. 21/1990 um lögheimili. Með hliðsjón af framangreindu verður þeirri
málsástæðu áfrýjanda hafnað að ekki hafi verið rannsakað hvort þau hafi verið í
óvígðri sambúð. Breytir engu í því sambandi að í niðurstöðu yfirskattanefndar
hafi verið lagt til grundvallar að þau hafi verið í óvígðri sambúð, öndvert því
sem lagt var til grundvallar í niðurstöðum skattrannsóknarstjóra og í úrskurði
ríkisskattstjóra enda laut skoðun skattyfirvalda á báðum stigum fyrst og fremst
að því að meta hvort að um einhverja þá sameiginlegu eignamyndun hefði verið að
ræða sem grundvallað gæti þá eignatilfærslu sem fram fór með
fjárskiptasamningnum án þess að til skattlagningar kæmi með þeim hætti sem
raunin varð.
Um brot gegn andmælareglu 13. gr. stjórnsýslulaga hefur áfrýjandi meðal
annars vísað til þess að henni hafi ekki gefist tækifæri til að andmæla boðuðum
breytingum ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum áfrýjanda gjaldárin 2007, 2008
og 2009, þar sem henni hafi ekki borist bréf ríkisskattstjóra 5. ágúst 2011,
þar sem fyrrgreindar breytingar voru boðaðar. Ágreiningslaust er að
boðunarbréfið var sent í ábyrgðarpósti á skráð lögheimili áfrýjanda, en það var
endursent ríkisskattstjóra 9. september 2011 eftir að úrskurður hans um
endurákvörðun opinberra gjalda lá fyrir. Bréfið var sent með lögboðnum hætti,
sbr. 4. mgr. 96. gr. laga nr. 90/2003 og var það á ábyrgð áfrýjanda að hún
móttók ekki bréfið. Þá verður af framangreindu ráðið að ríkisskattstjóri hafi
ekki haft vitneskju um að bréfið hefði ekki borist henni, þegar úrskurður hans
var kveðinn upp. Er samkvæmt framangreindu ekki fallist á að farið hafi verið á
svig við lögmæltan andmælarétt áfrýjanda, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga.
Þá hefur að öðru leyti ekki komið fram í málinu að þeir annmarkar hafi
verið á gagnaöflun fyrir skattyfirvöldum, málsmeðferð þeirra eða mati, sbr.
meðal annars 12. gr. stjórnsýslulaga, að varðað geti ógildingu úrskurðar
yfirskattanefndar.
III
Áfrýjandi hefur teflt fram nýjum málsástæðum fyrir Hæstarétti um að mál
áfrýjanda hafi ekki hafi verið rannsakað nægilega með tilliti til erlendra
réttarreglna og að brotið hafi verið gegn 74. gr. stjórnarskrárinnar með
úrskurði yfirskattanefndar í málinu.
Sama tilefni var til að byggja á fyrrgreindum málsástæðum fyrir
héraðsdómi og nú, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð
einkamála. Að því gættu er ekki fullnægt skilyrðum 2. mgr. 163. gr. sömu laga
til að taka þessar málsástæður til frekari umfjöllunar og koma þær því ekki til
álita við úrlausn málsins fyrir Hæstarétti. Á hinn bóginn verður litið svo á að
aðrar málsástæður áfrýjanda hér fyrir dómi felist í þeim sem hann hafði uppi í
héraði og koma þær því til úrlausnar við endurskoðun héraðsdóms.
IV
Samkvæmt 40. gr. og 77. gr. stjórnarskrárinnar skal skattamálum skipað
með lögum. Í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 90/2003 er mælt fyrir um að skattskyldar
tekjur teljist, með þeim undantekningum og takmörkunum sem sérstaklega eru þar
tilgreindar, hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem skattaðila hlotnast
og metin verða til peningaverðs og skiptir ekki máli hvaðan þær stafa eða í
hvaða formi þær eru. Í 4. tölulið A. liðar 7. gr. laganna er kveðið á um að
beinar gjafir í peningum eða öðrum verðmætum séu skattskyldar.
Af hálfu stefnda hefur ekki verið dregið í efa einkaréttarlegt gildi
fjárskiptasamningsins 18. júlí 2007, enda hafa skattyfirvöld enga heimild að
lögum til að fella einkaréttarlegan samning áfrýjanda og fyrrum sambúðarmanns
hennar úr gildi. Þau hafa hins vegar heimild til að leggja sjálfstætt mat á það
hvort í samningi þeirra hafi falist gjöf sem skattskyld er samkvæmt
tekjuskattslögum.
Í málinu liggur fyrir yfirlýsing M 8. mars 2013, þar sem fram kemur að
eignir hans hafi aukist umtalsvert á sambúðartíma hans og áfrýjanda. Þar kemur
á hinn bóginn ekkert fram um að áfrýjandi hafi stuðlað að þeirri eignaaukningu.
M var, eins og fyrr er rakið, breskur ríkisborgari og aldrei heimilisfastur á
Íslandi og átti áfrýjandi aldrei lögheimili á [...]. Hin óvígða sambúð þeirra
hefur því ekki verið með hefðbundnum hætti, en á áfrýjanda hvílir sönnunarbyrði
um hvers konar fjárfélag hafi verið með henni og fyrrum sambúðarmanni hennar og
að á sambúðartíma hafi hún stuðlað að þeirri eignamyndun sem deilt er um í málinu.
Hún hefur ekki lagt fram gögn um framlög sín til eignamyndunar í sambúð þeirra
og ekkert komið fram um tekjur hennar á þeim tíma sem rennt getur stoðum undir
að hún hafi með beinum eða óbeinum framlögum á sambúðartíma skapað grundvöll
fyrir hlutdeild í eignarrétti að fasteigninni við [...] og í greiðslu M til
hennar að fjárhæð 40.000.000 krónur. Er þess þá jafnframt að gæta að áfrýjandi
eignaðist ekki barnið fyrr en á árinu 2004 og hvað sem líður endanlegu
tímamarki sambandsslita þá taldi áfrýjandi fram til skatts sem einstætt
foreldri hér á landi þegar vegna þess tekjuárs. Af framangreindu verður ekki
dregin önnur ályktun en að samningur aðila hafi falið í sér yfirfærslu
eignarréttar án nokkurs endurgjalds og var því um gjöf að ræða sem skattskyld
er samkvæmt 4. tölulið A. liðar 7. gr. laga nr. 90/2003. Samkvæmt framangreindu
átti endurákvörðun skatta áfrýjanda sér stoð í lögum og hefur áfrýjandi ekki
sýnt fram á að með henni hafi verið brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr.
stjórnarskrárinnar.
Sú málsástæða áfrýjanda að meta beri afsal á fasteigninni og fyrrgreinda
40.000.000 króna greiðslu sem framfærsluframlag í þágu sonar hennar og M er í
beinni andstöðu við gögn málsins og verður ekki á hana fallist.
V
Samkvæmt 16. gr. A. reglugerðar nr. 245/1963 um tekjuskatt og eignarskatt
skal skattstjóri meta til peningaverðs gjafir sem ekki eru í peningum. Féllst
ríkisskattstjóri á mat skattrannsóknarstjóra á verðmæti fasteignarinnar að [...]
þegar eignaskipti áttu sér stað. Í úrskurði ríkisskattstjóra sagði að ,,Í ljósi
þess að framangreind fasteign hefur ekki markaðsverð þegar eignaskipti eiga sér
stað er ... óhjákvæmilegt að áætla raunverulegt markaðsvirði eignarinnar út frá
fyrirliggjandi upplýsingum, sbr. áðurnefnt ákvæði A-liðar 16. gr. reglugerðar
nr. 245/1963.“ Við meðferð málsins hjá yfirskattanefnd hafði áfrýjandi ekki
uppi athugasemdir við mat ríkisskattstjóra á verðmæti fasteignarinnar að öðru
leyti en því að áfrýjandi mótmælti því að kostnaði við endurbætur hennar yrði
bætt við matsverð hennar. Var fallist á þau mótmæli áfrýjanda en matið kom að
öðru leyti ekki til endurskoðunar þar. Það var fyrst við meðferð málsins fyrir
hinum áfrýjaða dómi að áfrýjandi hafði uppi andmæli við verðmat
ríkisskattstjóra á fasteigninni. Hún hefur þó engan reka gert að því að hnekkja
matinu og ber því hallann af skorti á sönnun um að eignin hafi verið minna
virði á afsalsdegi en lagt var til grundvallar í úrskurði ríkisskattstjóra sem
staðfestur var að þessu leyti fyrir yfirskattanefnd, með þeirri lækkun er
stafaði af kostnaði vegna endurbóta.
Engin rök standa til ómerkingar hins áfrýjaða dóms á þeim grundvelli að
ekki hafi verið tekin afstaða til þeirrar kröfu áfrýjanda að fella niður eða
lækka álag samkvæmt 2. mgr. 108 gr. laga nr. 90/2003, en samkvæmt því ákvæði má
bæta við 25% álagi við áætlaða eða vantalda skattstofna, enda var tekin afstaða
til þeirrar kröfu í héraðsdómi. Af gögnum málsins verður ráðið að skilyrði 3.
mgr. 108. gr. laganna eru ekki uppfyllt til þess að fella niður álag.
Samkvæmt öllu framangreindu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur.
Eftir þessum málsúrslitum verður
áfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar
greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.
Áfrýjandi, K, greiði stefnda, íslenska ríkinu, 800.000 krónur í málskostnað
fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 26. júní
2014.
I.
Mál
þetta var höfðað 27. júní 2013 og dómtekið 10. júní 2014 að loknum munnlegum
málflutningi.
Stefnandi er K, til heimilis að
[...], [...], en stefndi er íslenska ríkið.
Stefnandi krefst þess að
úrskurður yfirskattanefndar nr. 495/2012, verði felldur úr gildi að hluta og
breytt þannig:
a)
Að tekjuviðbót að fjárhæð 40.000.000
króna fyrir gjaldárið 2007, falli niður eða verði lækkuð verulega.
b)
Að tekjuviðbót að fjárhæð 76.989.948 krónur fyrir gjaldárið 2008, falli niður
eða verði lækkuð verulega.
c)
Að 25% álag, sbr. 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, að fjárhæð
29.247.487 krónur á tekjuviðbót samkvæmt a- og b-liðum, falli niður eða verði
lækkað verulega. Þá krefst stefnandi málskostnaðar.
Stefndi krefst sýknu af öllum
kröfum stefnanda. Stefndi krefst jafnframt málskostnaðar.
II.
Málsatvik
Í
máli þessu er þessu er deilt um það hvort 40.000.000 króna peningagreiðsla og
afsal fasteignar að [...], Reykjavík, til stefnanda, samkvæmt samningi hennar
og fyrrverandi sambýlismanns, skuli skattlagt sem gjafir, sbr. 4. tölul.
A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Atvik málsins eru þau að í
kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum stefnanda, sem
lauk með skýrslu embættisins, dags. 23. desember 2010, endurákvarðaði
ríkisskattstjóri opinber gjöld stefnanda gjaldárin 2007, 2008 og 2009 með
úrskurði, dags. 2. september 2011. Var það m.a. niðurstaða ríkisskattstjóra að
þau verðmæti sem komu í hlut stefnanda með eignaskiptasamningi milli stefnanda
og M, dags. 18. maí 2007, hefðu í raun verið gjöf M til stefnanda.
Stefnandi kærði úrskurð
ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar með kæru, dags. 1. desember 2011. Með
úrskurði yfirskattanefndar nr. 495/2012, dags. 12. september 2012, var kröfum
stefnanda hafnað. Með úrskurði þessum voru stefnanda færðar til tekna annars
vegar peningagreiðsla að fjárhæð 40.000.000 króna í skattframtali hennar 2007
og hins vegar fasteign að [...], [...] sem metin var að fjárhæð 76.989.948
krónur í skattframtali stefnanda 2008. Yfirskattanefnd féllst á það með
ríkisskattstjóra að virða bæri afhendingu fasteignarinnar til stefnanda á árinu
2007 sem beina gjöf til hennar samkvæmt 4. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr.
90/2003. Taldi yfirskattanefnd ótvírætt að afsal fasteignarinnar frá
fyrrverandi sambýlismanni stefnanda M gæti ekki talist tækifærisgjöf í
skilningi ákvæðisins. Þá taldi nefndin með sömu rökum að telja bæri greiðslu
sambýlismanns stefnanda að fjárhæð 40.000.000 króna á árinu 2006 skattskylda í
hendi stefnanda á grundvelli fyrrgreinds ákvæðis. Fram kemur í forsendum
úrskurðarins að fasteignina að [...] hafi M keypt í árslok 2003 og að hann hafi
einn verið skráður eigandi hennar í þinglýstum heimildum, sbr. m.a.
kaupsamning, dags. 20. desember 2003. Þá er það rakið í úrskurðinum að
stefnandi hafi greint frá því við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra
ríkisins, dags. 17. mars 2010 að M hefði greitt fyrir fasteignina að fullu.
Taldi yfirskattanefnd þess vegna óumdeilt í málinu að allt fé til
fasteignakaupanna hefði komið frá M og ekkert frá stefnanda. Tók nefndin fram
að í íslenskum rétti hefði verið lagt til grundvallar að við slit óvígðar
sambúðar tæki hvor aðili um sig sínar eignir, þ.e. eignir sem aðili átti við
upphaf sambúðar eða eignaðist á meðan á sambúðinni stóð, án þess að eiga
tilkall til eigna hins, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 487/2005, frá
6. desember 2005. Til þess gæti þó komið að sambúðaraðili öðlaðist hlutdeild í
eignum hins sem orðið hefðu til á sambúðartímanum ef skilyrði til þess lægju
fyrir. Í tilviki stefnanda og M lægi fyrir að þau hefðu eignast barn saman í
febrúar 2004 eða um það leyti sem M hafi fest kaup á fasteigninni við [...]. Á
hinn bóginn hefði ekkert komið fram af hálfu stefnanda um sérstök framlög
hennar til eignamyndunar í sambúð og engin gögn verið lögð fram því til
stuðnings. Tilefni hefði þó verið til að gera nánari grein fyrir slíkum framlögum
í ljósi vefengingar ríkisskattstjóra. Tók yfirskattanefnd fram að samkvæmt
skattframtölum stefnanda árin 2004, 2005 og 2006 hefðu tekjur hennar á árunum
2003, 2004 og 2005 verið óverulegar, þ.e. launatekjur frá [...] að fjárhæð
708.000 krónur á árinu 2005, og ekki öðrum eignum til að dreifa en bifreið sem
stefnandi mun hafa keypt á árinu 2004. Þá hafi stefnandi greint frá því við
skýrslutöku 17. mars 2010, aðspurð um viðfangsefni og störf á árunum 2005 til
2008, að hún hafi aðallega fengist við barnauppeldi, auk þess að taka að sér
smávægileg verkefni fyrir [...]. Með vísan til þess taldi yfirskattanefnd að
stefnandi hefði ekki leitt líkur að því að hún hefði með beinum eða óbeinum
framlögum á sambúðartíma skapað grundvöll fyrir hlutdeild í eignarrétti að
fasteigninni við [...] þannig að til álita kæmi að fella niður hina kærðu
skattlagningu í heild eða að hluta á slíkum grundvelli. Þá taldi nefndin, eins
og áður segir og með sömu rökum að greiðsla M til stefnanda að fjárhæð
40.000.000 króna á árinu 2006 væri skattskyld í hendi stefnanda á grundvelli 4.
tölul. a-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003.
Fram kemur í úrskurði
yfirskattanefndar á bls. 12 að ekki sé ágreiningur um að kærandi hafi borið
ótakmarkaða skattskyldu hér á landi gjaldárin 2007, 2008 og 2009, sbr. 1. mgr.
1. gr. laga nr. 90/2003, og 19. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna
sveitarfélaga. Þá kemur fram á bls. 6 í kæru stefnanda til yfirskattanefndar
að: „Umbjóðanda mínum sem er heimilisfastur á Íslandi bar engin skylda til að
gefa umræddar greiðslur upp í [...]“
Samkvæmt gögnum málsins hefur
stefnandi alltaf verið með skráð lögheimili á Íslandi, en var í óskráðri sambúð
með M í [...]. Samkvæmt samkomulagi stefnanda og M um framfærslu vegna sonar
þeirra, dags. 27. janúar 2010, bjuggu þau saman frá árinu 2001 til desember
2005. Stefnandi skilaði skattframtölum á Íslandi frá tekjuárinu 2003, og frá
tekjuárinu 2004 hefur hún talið fram til skatts sem einstætt foreldri. Samkvæmt
skattframtölum stefnanda 2004 og 2005 hafði hún engar tekjur, en samkvæmt
skattframtali 2006 vegna tekjuársins 2005 hafði hún 708.000 krónur í laun frá
[...].
Í eignaskiptasamningi á milli
stefnanda og M, dags. 18. júlí 2007, segir að fasteignin [...], [...] komi í
hlut stefnanda. Fasteignin hafi upphaflega verið keypt sem eign hennar og
teljist nú 50.000.000 króna virði. Þá muni koma í hlut stefnanda 40.000.000
króna sem þegar hafi verið afhentar. Í hlut M komi allar aðrar sameiginlegar
eignir en að framan greini og þær skuldir sem á þeim eignum hvíli. Var
fasteigninni afsalað til stefnanda sama dag. Samkvæmt gögnum málsins var
áðurgreind fjárhæð lögð inn á bankareikning stefnanda þann 20. janúar 2006.
Við meðferð málsins á
stjórnsýslustigi var einnig á því byggt af hálfu stefnanda að málsmeðferð
skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra í máli stefnanda hefði verið
áfátt og fella bæri niður breytingar ríkisskattstjóra á þeim grundvelli, sbr.
9., 12. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í úrskurði yfirskattanefndar er
málsmeðferðin rakin ítarlega. Kemur þar fram að skattrannsóknarstjóri ríkisins
hafi sent stefnanda skýrslu embættisins um rannsókn málsins og niðurstöður
hennar með bréfi, dags. 25. nóvember 2010, sbr. ákvæði 1. og 2. mgr. 32. gr.
reglugerðar nr. 373/2001, um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna. Í
bréfinu hafi stefnanda verið veittur frestur til 9. desember 2010 til að koma á
framfæri athugasemdum, gögnum og skýringum við efni og niðurstöður skýrslunnar
áður en ákvörðun yrði tekin um framhald málsins. Að beiðni þáverandi
umboðsmanns stefnanda hafi fresturinn síðar verið framlengdur til 17. desember
2010, sbr. tölvuskeyti, dags. 8. desember 2011. Beiðni umboðsmanns stefnanda um
frekari frest til 7. janúar 2011 hafi verið hafnað með tölvupósti
skattrannsóknarstjóra, dags. 20. desember 2010, en fresturinn framlengdur til
22. desember 2010. Skattrannsóknarstjóri hafi síðan tekið saman nýja skýrslu um
rannsóknina, dags. 23. desember 2010, þar sem fram kom að engin andmæli hefðu
borist frá stefnanda, og með bréfi sama dag hafi skattrannsóknarstjóri sent
ríkisskattstjóra málið til meðferðar með vísan til 6. mgr. 103. gr., sbr. 3.
mgr. 101. gr. laga nr. 90/2003. Hinn 27. desember 2010 hafi
skattrannsóknarstjóra síðan borist bréf umboðsmanns stefnanda, þar sem gerðar
hafi verið athugasemdir í tilefni af niðurstöðum rannsóknarinnar. Bréf þetta
hafi skattrannsóknarstjóri framsent ríkisskattstjóra, dags. 3. janúar 2011. Var
það niðurstaða yfirskattanefndar að stefnanda hefði verið veittur hæfilegur
frestur til að koma á framfæri andmælum við skýrslu skattrannsóknarstjóra, sbr.
2. mgr. 32. gr. reglugerðar nr. 373/2001. Tók nefndin fram að mál stefnanda
væri ekki umfangsmikið, og sakarefnið að mestu leyti lotið að afmörkuðum þætti
í skattskilum hennar, þ.e. afsali fasteignar í eigu M til stefnanda og meðferð
greiðslna frá honum. Að því er varðar þá athugasemd stefnanda að
ríkisskattstjóri hafi ekki leitast við að tryggja að boðunarbréf embættisins,
dags. 5. ágúst 2011, bærist í hendur stefnanda, var það niðurstaða nefndarinnar
að boðunarbréfið hefði í samræmi við 4. mgr. 96. gr. laga nr. 90/2003, verið
sent í ábyrgðarpósti á skráð lögheimili stefnanda að [...] í [...]. Samkvæmt
þessu yrði úrskurður ríkisskattstjóra ekki felldur úr gildi á þeim grundvelli
að farið hefði verið á svig við lögmæltan andmælarétt, sbr. 4. mgr. 96. gr.
laga nr. 90/2003 og 13. gr.
stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
III.
1. Helstu málsástæður og lagarök
stefnanda
Stefnandi
byggir í fyrsta lagi á því að málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga hafi verið
brotnar gagnvart stefnanda, þar sem ekki hafi verið gætt að andmælarétti
stefnanda. Yfirskattanefnd hafi byggt niðurstöður sínar á öðrum grundvelli en
ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri, þ.e. að stefnandi hafi ekki sýnt
fram á að eignamyndun á sambúðartíma og hlutdeild stefnanda í þeirri eignamyndun
hafi átt að leiða til þess að hún fengi eignir á grundvelli fjárskiptasamnings
við sambúðarslit. Stefnandi hafi undir rekstri málsins ekki átt þess kost að
koma að andmælum vegna þessa eða fjalla um í kæru til yfirskattanefndar.
Skattrannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri hafi byggt málið á allt öðrum
grundvelli. Sjónarmið þess efnis að fjárskiptasamningurinn væri gildur en
efnislega rangur hafi fyrst komið fram hjá yfirskattanefnd án þess að stefnanda
hafi gefist kostur á að andmæla þeim sjónarmiðum eða setja fram gögn og
upplýsingar þar um með kæru sinni á síðari stigum. Yfirskattanefnd hafi átt að
ógilda úrskurð ríkisskattstjóra ef hann hefði verið byggður á röngum
lagagrundvelli.
Þá hafi yfirskattanefnd ranglega
ákvarðað opinber gjöld stefnanda gjaldárið 2007. Fjárskiptasamningurinn á milli
stefnanda og M hafi verið gerður á árinu 2007 og geti samkvæmt því ekki leitt
til tekna á árinu 2006. Sú tilfærsla fjármuna sem yfirskattanefnd lagði til
grundvallar úrskurði sínum hafi verið innt af hendi í janúar 2006 á þeim tíma
sem stefnandi hafi enn verið í sambúð og búsett í [...].
Enn fremur telur stefnandi að
skort hafi á rannsókn skattyfirvalda um raunverulega búsetu hennar.
Í öðru lagi er á því byggt að
andvirði þeirra eigna sem stefnandi hafi fengið á grundvelli
fjárskiptasamningsins geti ekki orðið grundvöllur skattstofns og að ekki beri
að skattleggja andvirði þeirra. Hvorki stjórnvöld né dómstólar, séu bær til að
víkja til hliðar löglegum fjárskiptasamningi. Samningsfrelsi gildi um
fjárskiptasamninga eins og aðra samninga. Efni samningsins hafi verið
sanngjarnt og eðlilegt með hliðsjón af heildareignum og eignamyndun á
sambúðartíma og framfærslusjónarmiðum. Stefnandi mótmælir sjónarmiðum
yfirskattanefndar um eðli sambúðar og þeirri ályktun að stefnandi hafi
„aðallega fengist við barnauppeldi“.
Í þriðja lagi er á því byggt, ef
komist er að þeirri niðurstöðu að fjárskiptasamningurinn sé ekki eiginlegt
fjárskiptasamkomulag, að þá hafi verið um að ræða afhendingu eigna til
stefnanda til framfærslu hennar og sonar til framtíðar, sem ekki beri að skattleggja
hér á landi eins og yfirskattanefnd hafi réttilega komist að niðurstöðu um í
úrskurði sínum, sbr. 3. tölul. 18. gr. í tvísköttunarsamningi milli Íslands og
[...]. Enginn eðlismunur sé á afsali fasteignarinnar og þeirri fjárhæð sem
stefnandi fékk greidda í janúar 2006 annars vegar og þeim greiðslum sem
yfirskattanefnd hafi fellt undir 3. tölul. 18. gr. greinds
tvísköttunarsamnings. Byggir sú afstaða stefnanda á því að orðalag 3. tölul.
18. gr. samningsins sé mjög opið og á þeim sjónarmiðum að ríki semji sín á
milli um að sérhver greiðsla framfærslulífeyris eða annarra meðlaga sé ekki
skattlögð hjá móttakanda en greiðandinn, þ.e. M, hafi þegar greitt tekjuskatt
af tekjum sínum. Að öðrum kosti væri um að ræða tvískattlagningu sömu tekna.
Í fjórða lagi byggir stefnandi á
því að við endurákvörðun opinberra gjalda gjaldárið 2008, hafi ekki verið lagt
til grundvallar skráð fasteignamat ríkisins eins og lög mæli fyrir um, heldur
stuðst við meðalfermetraverð fjölbýlishúsa á sama svæði og fasteignin að [...] standi
á til að finna út markaðsverðmæti fasteignarinnar. Telur stefnandi það
gegnumgangandi í skattalögum að miða við skráð fasteignamat ríkisins þegar
fasteignir séu metnar í skattalegu tilliti. Vísar stefnandi í því sambandi til
73. gr. laga nr. 90/2003 og 3. mgr. 4. gr. laga nr. 14/2004 um erfðafjárskatt.
Verð fasteignarinnar samkvæmt fasteignamati 2007 hafi verið 44.750.000 krónur.
Samkvæmt því ætti að lækka tekjuviðbót úr 76.989.948 krónum í 44.750.000
krónur.
Í fimmta lagi er á því byggt að
stefnandi hafi ekki verið skattalega heimilisföst á Íslandi á tekjuárinu 2006,
en hún hafi flutt til Íslands í október 2006 og verið í sambúð í [...] frá
árinu 2000 fram til þess tíma. Tekjuviðbót að fjárhæð 40.000.000 króna hafi
verið innt af hendi í janúar 2006 á meðan stefnandi hafi verið búsett í [...].
Í úrskurði yfirskattanefndar komi fram á bls. 12 að ekki sé ágreiningur um að
stefnandi hafi borið ótakmarkaða skattskyldu hér á landi gjaldárið 2007. Það
stangist á við kæru stefnanda til yfirskattanefndar, enda komi þar fram að hún
hafi verið búsett í [...], [...] frá árinu 2000 til haustsins 2006. Þann 26.
október 2006 hafi stefnandi skráð lögheimili sitt að [...], en þá hafi hún
flutt búsetu sína til Íslands. Heimili stefnanda hafi fram til þess tíma verið skráð
að [...] þar sem vinkona stefnanda hafi verið búsett en stefnandi hafi haft þar
skráð heimili sitt til þess að taka við pósti og hafa skráð póstfang. Fram til
þess tíma hafi hún verið með skráð heimili að [...] sem hún hafi fyrst og
fremst litið á sem póstfang enda hafi hún ekki heldur haft þar búsetu, en um
hafi verið að ræða heimilisfang móður hennar.
Að lokum er mótmælt
álagsbeitingu yfirskattanefndar, sem stefnandi telur að engin rök hafi verið
færð fyrir í úrskurði nefndarinnar.
Stefnandi vísar máli sínu til
stuðnings til meginreglna laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, 3. tölul. 18. gr.
tvísköttunarsamnings Íslands og [...], stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og
meginreglna þeirra, laga um skráningu og mat fasteigna og ákvæða 65. gr., 40.
gr. og 77. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.
2. Helstu málsástæður og lagarök
stefnda
Stefndi byggir á því að um skattskyldu
stefnanda fari samkvæmt 4. tl. a-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Sá lagagrundvöllur hafi verið kynntur stefnanda í niðurstöðum rannsóknar
skattrannsóknarstjóra, og úrskurði ríkisskattstjóra. Yfirskattanefnd hafi
fallist á það með ríkisskattstjóra að virða bæri afhendingu fasteignarinnar við
[...] til stefnanda á árinu 2007 sem beina gjöf til hennar samkvæmt greindu lagaákvæði,
og að greiðsla M til stefnanda að fjárhæð 40.000.000 króna á árinu 2006 væri,
með vísan til sama lagaákvæðis, einnig bein skattskyld gjöf. Er því mótmælt að
úrskurður yfirskattanefndar hafi grundvallast á öðrum lagagrunni en þeim sem
skattrannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri byggðu á.
Stefndi mótmælir því
að málsmeðferðin hafi farið í bága við rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga
nr. 37/1993. Upplýst hafi verið og óumdeilt að stefnandi og M hafi verið skráð
með lögheimili hvort í sínu landinu á sambúðartímanum og að stefnandi hafi
talið fram til skatts hér á landi sem einstætt foreldri tekjuárin 2004 og 2005.
Þá hafi verið upplýst að stefnandi hafi aldrei talið fram til skatts í [...].
Kreditkortanotkun
stefnanda á Íslandi árin 2006 til 2008 hafi verið rannsökuð, sem og allar
tekjur og skráðar eignir, þ. á m. þær eignir sem komu í hlut stefnanda við
eignaskiptasamning hennar og M, dags. 18. júlí 2007. Skattrannsóknarstjóri hafi
kannað sérstaklega hvaða forsendur lágu að baki matsverði því sem tiltekið var
að fasteignin hefði í þeim samningi. Í framfærslusamningi með syni stefnanda,
dags. 27. janúar 2010, hafi komið fram að sambúðinni hafi lokið í desember
2005. Þá sé óumdeilt að stefnandi hafi fengið afhentar 40.000.000 króna inn á
reikning sinn í janúar 2006, eftir að samvistum hennar M lauk. Gjöld stefnanda
fyrir gjaldárið 2007 hafi því verið réttilega endurákvörðuð. Andmælaréttar
stefnanda hafi verið gætt. Stefnanda hafi verið veittur hæfilegur frestur til
að koma á framfæri andmælum við niðurstöðu rannsóknar skattrannsóknarstjóra
ríkisins, sbr. 13. gr. laga nr. 37/2001 og 32. gr. rgl. nr. 373/2001 um
framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna. Þann 25. nóvember 2010 hafi
stefnandi fengið skýrsluna senda og veittur hafi verið frestur til 9. desember
2010 til að koma á framfæri athugsemdum, gögnum og skýringum við efni og
niðurstöður hennar. Að beiðni umboðsmanns stefnanda hafi fresturinn verið
framlengdur til 17. desember 2010. Að þeim fresti liðnum, þann 20. desember
2010, hafi beiðni hans um frekari frest til 7. janúar 2011 verið hafnað. Þann
23. desember 2010 hafi ríkisskattstjóri fengið mál stefnanda til meðferðar í
samræmi við lög nr. 90/2003. Síðbúin andmæli stefnanda við skýrslu
skattrannsóknarstjóra hafi verið send ríkisskattstjóra án tafar. Þann 5. ágúst
2011 hafi ríkisskattstjóri sent stefnanda bréf í ábyrgðarpósti þar sem
stefnanda hafi verið tilkynnt um fyrirhugaða endurákvörðun opinberra gjalda á
grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Hafði þá verið tekið tillit til
framkominna andmæla. Stefnanda hafi verið veittur andmælafrestur til 22. ágúst
2011, í samræmi við fyrirmæli 4. mgr. 96. gr. laga nr. 90/2003. Þar sem engin
andmæli bárust hafi, þann 2. september 2011, verið kveðinn upp úrskurður í máli
stefnanda. Óumdeilt sé að ríkisskattstjóri hafi sent stefnanda boðunarbréf og
úrskurð sinn í ábyrgðarpósti og að tilkynning um að stefnandi hafi ekki sótt
fyrra bréfið hafi borist ríkisskattstjóra þann 8. september 2011. Það sé á
ábyrgð stefnanda að bréf ríkisskattstjóra hafi ekki borist henni í hendur.
Engar forsendur endurupptöku úrskurðar ríkisskattstjóra hafi verið fyrir hendi,
þar sem kröfunni um endurupptöku fylgdu hvorki nýjar upplýsingar né ný gögn.
Meðalhófs hafi verið
gætt. Fyrir liggi að
stefnandi og M hafi aldrei verið skráð í sambúð, hvorki á Íslandi né í [...].
Stefnandi hafi hagað sínum málum eins og hún væri ekki í sambúð, bæði hvað
varðar lög nr. 21/1990, um lögheimili, og lög nr. 90/2003, um tekjuskatt. Þá
hafi fjárhagur stefnanda og M verið aðskilinn auk þess sem þau hafi haft hvort
sitt lögheimili, hvort í sínu landinu.
Samkvæmt 6. mgr. 103. gr., sbr.
96. gr. laga nr. 90/2003 sé ríkisskattstjóra heimilt að endurákvarða áður álögð
opinber gjöld skattaðila og bæta við þá endurákvörðun 25% álagi á vantalinn
skattstofn skv. 2. mgr. 108. gr. laganna.
Stefnandi hafi talið
fram til skatts eins og hún væri heimilisföst og bæri fulla og ótakmarkaða
skattskyldu hér á landi. Stefnandi hafi hvorki lagt fram gögn því til stuðnings
að hún hafi fellt niður heimilisfesti sitt hér á landi né hafi verið lögð fram
gögn sem sanni heimilisfesti og skattskyldu í öðru ríki.
Samkvæmt 2. mgr. 1.
gr. laga nr. 90/2003 hafi ríkisskattstjóri einn úrskurðarvald um hverjir skuli
teljast heimilisfastir hér á landi. Við ákvörðun á heimilisfesti skuli miðað
við reglur laga um lögheimili, eftir því sem við á, sbr. og 2. og 4. mgr. 1.
gr. rgl. nr. 245/1963. Að virtu öllu þessu sé ótvírætt að stefnandi hafi verið
heimilisföst og borið fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi samkvæmt 1.
tölulið 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 tekjuárin 2006 og 2007. Í því felist að
stefnanda hafi borið að greiða tekjuskatt og útsvar af öllum tekjum sínum hvar
sem þeirra væri aflað, þar með taldar þær gjafir sem stefndi álítur fólgnar í
eignaskiptasamningi hennar og M, dags. 18. júlí 2007.
Það sé rangt að
stefnandi hafi verið tvískattlögð. Í tvísköttunarsamningi milli Íslands og
[...] frá árinu 1991, sbr. [...], séu ekki sérstök ákvæði um gjafir. Því beri
að heimfæra umræddar tekjur undir ákvæði um aðrar tekjur í 21. gr. samningsins.
Samkvæmt 1. tl. 21. gr. skulu slíkar tekjur sem aðili, sem er raunverulegur
rétthafi þeirra og er heimilisfastur í aðildarríki, aflar einungis skattlagaðar
í því ríki og skiptir ekki máli hvar þeirra er aflað. Skattlagningarréttur
teknanna sé því á Íslandi.
Þá er því mótmælt að
stefndi hafi brotið gegn ákvæðum 40. og 77. gr. stjórnarskrár lýðveldisins
Íslands. Gjafir, hvort sem eru í peningum eða öðrum verðmætum, séu skattskyldar
tekjur skv. 4. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, og gjafir sem ekki séu í
peningum skuli ríkisskattstjóri, meta til peningaverðs, sbr. A-lið 16. gr.
reglugerðar nr. 245/1963, um tekjuskatt og eignaskatt.
Samkvæmt gögnum málsins hafi
peningagreiðsla að fjárhæð 40.000.000 króna, sem tilgreind er í eignaskiptasamningi
dags. 18. júlí 2007, verið innt af hendi inn á nýstofnaðan bankareikning
stefnanda hjá [....] þann 20. janúar 2006. Sé því um tekjur ársins 2006 að
ræða.
Yfirlýsing M, dags. 8. mars
2013, sé í ósamræmi við samtímagögn um lok sambúðar stefnanda og M. Auk þess
sem hún hafi samræmst framfærslusamningi hans og stefnanda sem dagsettur sé 27.
janúar 2010, um framfærslu sonar stefnanda, en þar komi fram að sambúð þeirra
hafi lokið ári fyrr, eða í desember 2005.
Stefnandi hefur ekki
lagt fram gögn til stuðnings framlögum hennar til eignamyndunar í sambúðinni.
Samkvæmt íslenskum rétti hafi verið lagt til grundvallar að við slit óvígðrar
sambúðar taki hvor aðili um sig sínar eignir, þ.e. þær eignir sem aðili átti
við upphaf sambúðar eða eignaðist á meðan á sambúðinni stóð, án þess að eiga
tilkall til eigna hins. Stefnandi ber sönnunarbyrðina fyrir því að breskar
lagareglur um fjárskipti við sambúðarslit séu að þessu leyti frábrugðnar reglum
íslensks réttar.
Í dómaframkvæmd hefur
skattyfirvöldum verið viðurkennd heimild
til að leggja sjálfstætt mat á það hvort einkaréttarlegir gerningar hafi í raun
leitt til einhverra þeirra aðstæðna sem byggt verður á við skattlagningu
og eru skattyfirvöld þá ekki bundin við mat skattaðila á sömu atvikum.
Stefndi telur óumdeilt
að M hafi keypt fasteignina [...] í árslok 2003 og verið einn þinglesinn
eigandi hennar. Óumdeilt sé að hann hafi greitt kaupverðið að fullu. Stefnandi
hafi ekki leitt að því líkur að hún hafi á sambúðartímanum, með beinum eða
óbeinum framlögum, skapað grundvöll fyrir hlutdeild í eignarrétti að
fasteigninni.
Í
eignaskiptasamningi, frá 18. júlí 2007, sé virði fasteignarinnar sagt vera
50.000.000 króna. Það mat hafi verið órökstutt og þrátt fyrir áskorun hafi
stefnandi ekki lagt fram nein gögn sem staðfestu það verðmat, eða hvernig það
var fengið. Samkvæmt A-lið 16. gr. reglugerðar nr. 245/1963, um tekjuskatt og
eignarskatt, skulu gjafir sem ekki eru í peningum metnar til peningaverðs og ef
um aðrar eignir er að ræða skal meta þær á áætluðu matsverði. Lög um
tekjuskatt, nr. 90/2003, mæli ekki fyrir um að notast eigi við skráð
fasteignamat eins og stefnandi haldi fram. Þvert á móti sé í 6. málsl. 4. mgr.
71. gr. laganna tekið fram að við ákvörðun á stofnverði eigna sem
almenningsheillafélög eignast við gjöf skuli við sölu miðað við að stofnverðið
sé markaðsverð á yfirtökudegi félagsins á eigninni.
Stefndi mótmælir því
að afhending eigna til stefnanda hafi verið til framfærslu hennar og sonar
hennar til framtíðar. Syni stefnanda hafa verið tryggð framfærsla frá föður
hans til 18 ára aldurs með sérstökum samningi milli stefnanda og M, dags. 27.
janúar 2010. Engum sambærilegum samningi sé til að dreifa varðandi framfærslu
stefnanda.
Að lokum telur stefndi
engin efni til þess að falla frá beitingu 25% álags á skattstofna stefnanda
eins og málið sé vaxið. Stefnandi hafi hvorki sýnt fram á að atvikum sé svo
farið að 3. mgr. 108. gr. laga nr. nr. 90/2003 eigi við né að tilefni sé til
þess að falla frá álagsbeitingu að öðru leyti.
IV.
Niðurstaða
Í
máli þessu eru deilt um úrskurð yfirskattanefndar nr. 495/2012, þar sem
stefnanda voru færðar til tekna 40.000.000 króna í skattframtali árið 2007 og
76.989.948 krónur í skattframtali 2008, sem skattskyldar gjafir samkvæmt 4.
tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Var sú ákvörðun byggð á
því að virða bæri greiðslu M til hennar að fjárhæð 40.000.000 króna á
tekjuárinu 2006 og afsal M á fasteign við [...] í Reykjavík til stefnanda á
tekjuárinu 2007, sem beinar gjafir í skilningi fyrrgreinds ákvæðis. Er þess
krafist að úrskurður yfirskattanefndar verði felldur úr gildi að þessu leyti
auk álags, samtals að fjárhæð 29.247.487 krónur, sbr. 2. mgr. 108. gr. laga nr.
90/2003.
Stefnandi byggir málatilbúnað
sinn annars vegar á því að meðferð málsins á stjórnsýslustigi hafi verið áfátt.
Hins vegar er mótmælt efnisatriðum málsins.
Stefnandi heldur því fram að
andmælaréttur hafi verið brotinn gagnvart henni við meðferð málsins hjá
skattyfirvöldum með þeim hætti sem áður greinir. Í andmælaréttinum felst að
aðili eigi rétt til aðgangs að gögnum málsins og þeim upplýsingum sem fram hafa
komið. Í réttinum felst einnig að svo sé um hnúta búið að aðili eigi þess kost
að kynna sjónarmið sín nægjanlega. Andmælarétturinn nær hins vegar almennt ekki
til hugsanlegra röksemda sem stjórnvöld beita við töku ákvörðunar eða til þess
að aðili skuli fyrir fram fá vísbendingar um hvernig stjórnvöld muni túlka lög
eða fyrri ákvarðanir í niðurstöðum sínum. Af þessu leiðir að andmælaréttur
telst ekki brotinn á stefnanda þótt yfirskattanefnd hafi byggt niðurstöður
sínar á öðrum grundvelli en ríkisskattstjóri. Þar við bætist að stefnandi hefur
átt þess kost að koma öllum vörnum að hér fyrir dómi sem að þessu lúta.
Málsálstæðu stefnanda sem lýtur að þessu verður því ekki sinnt.
Stefnandi byggir á því að skort
hafi á rannsókn skattyfirvalda um raunverulega búsetu hennar. Óumdeilt er að
stefnandi hafi alltaf verið með skráð lögheimili á Íslandi, en að hún hafi
verið í óskráðri sambúð með M í [...] frá árinu 2001 til desember 2005.
Stefnandi skilaði skattframtölum á Íslandi frá tekjuárinu 2003 að minnsta
kosti, og frá tekjuárinu 2004 hefur hún talið fram til skatts hér á landi sem
einstætt foreldri. Stefnandi hefur að vísu haldið því fram að hún hafi dvalist
erlendis á tekjuárunum 2001- 2006, en hefur ekki lagt fram nein viðhlítandi
gögn sem styðja þá fullyrðingu. Þar sem þannig stendur á voru greindar
forsendur nægjanlegar til að unnt væri að endurákvarða opinber gjöld hennar á
grundvelli fyrirliggjandi gagna.
Því
er haldið fram að yfirskattanefnd hafi ranglega ákvarðað opinber gjöld
stefnanda gjaldárið 2007 þar sem fjárskiptasamningurinn á milli stefnanda og M
hafi verið gerður á árinu 2007 og geti samkvæmt því ekki leitt til tekna á
árinu 2006. Engu að síður er því ekki mótmælt að sú tilfærsla fjármuna sem
yfirskattanefnd lagði til grundvallar úrskurði sínum hafi verið innt af hendi í
janúar 2006. Er óumdeilt að umrædd peningafjárhæð var greidd inn á
bankareikning stefnanda í [...] þann 20 janúar 2006 og að fasteignin að [...], [...]
hafi verið afsalað til stefnanda á árinu 2007. Í úrskurði yfirskattanefndar var
komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi hefði vantalið tekjur sínar vegna
umræddrar fasteignar í skattframtali 2008, þ.e. gjaldárið 2008, en að
peningagjöfin að fjárhæð 40.000.000 króna hefði verið vantalin í skattframtali
2007, þ.e. gjaldárið 2007. Af breytingarblaði því sem fylgdi úrskurði
yfirskattanefndar sést að peningagreiðslan hefur verið ákvörðuð til skatts
gjaldárið 2007, en fasteignin gjaldárið 2008. Samkvæmt þessu verður ekki
fallist á að umræddir gjafagerningar hafi komið til skattlagningar á röngum
gjaldárum.
Stefnandi heldur því fram að
andvirði þeirra eigna sem stefnandi hafi fengið á grundvelli
fjárskiptasamningsins geti ekki orðið grundvöllur skattstofns. Hvorki
stjórnvöld né dómstólar, séu bær til að víkja til hliðar löglegum
fjárskiptasamningi. Samkvæmt gögnum málsins hófu málsaðilar óvígða sambúð á
árinu 2001 sem stóð til desember 2005. Þau eignuðust barn árið 2004. Stefnandi
var þó alltaf með skráð lögheimili á Íslandi. Telja verður meginregluna í íslenskum rétti vera þá
að við slit óvígðrar sambúðar teljist hvor aðili eiga þau verðmæti sem hann
kemur með inn í sambúðina og þau verðmæti sem hann eignast á sambúðartímanum,
sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 487/2005. Hafa dómstólar vald til þess að skera
úr um það hvort eignaskipti við slit óvígðrar sambúðar hafi farið fram að
réttum lögum, m.a. í samræmi við fyrrgreinda meginreglu. Af því leiðir að
fyrrgreindum málsástæðum stefnanda ber að hafna.
Þá heldur stefnandi því fram að
verði komist að þeirri niðurstöðu að fjárskiptasamningurinn sé ekki eiginlegt
fjárskiptasamkomulag, þá hafi verið um að ræða afhendingu eigna til stefnanda
til framfærslu hennar og sonar til framtíðar, sem ekki beri að skattleggja hér
á landi. Hér er þess að geta að þessi málsástæða virðist ekki hafa verið höfð
uppi við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum. Í málatilbúnaði stefnanda að
þessu leyti felst að stefnandi eigi lögvarða kröfu á hendur sambýlismanni sínum
sem hann hafi verið að inna af hendi með þeim fjárskiptasamningi sem um getur í
málinu og sem hafi átt að skattleggja í [...], eins og önnur barnsmeðlög sem
þegar hafa verið innt af hendi með sérstökum greiðslum. Ekki er unnt að fallast
á þetta. Í úrskurði yfirskattanefndar kemur fram að stefnandi hafi fengið skatt
sinn leiðréttan hér á landi vegna framfærslu með barni hennar. Engin rök eru nú
til þess að telja að umrætt fjárskiptasamkomulag hafi falið í sér greiðslu á
lögmætri kröfu stefnanda eða barns hennar í framtíðinni enda hafa engin
fullnægjandi gögn verið lögð fram um að svo sé. Verður því að hafna umræddri
málsástæðu.
Stefnandi heldur því fram að við
endurákvörðun opinberra gjalda gjaldárið 2008, hafi ekki verið lagt til
grundvallar skráð fasteignamat ríkisins heldur stuðst við meðalfermetraverð
fjölbýlishúsa á sama svæði og fasteignin að [...] standi á, til að finna út
markaðsverðmæti fasteignarinnar. Stefnandi telur þetta ekki standast heldur
beri að miða við skráð fasteignamat ríkisins þegar fasteignir séu metnar í
skattalegu tilliti.
Samkvæmt a-lið 16. gr.
reglugerðar nr. 245/1963, um tekjuskatt og eignarskatt, skulu gjafir sem ekki
eru í peningum metnar til peningaverðs og ef um aðrar eignir er að ræða skal
meta þær á áætluðu matsverði. Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003, mæla ekki fyrir
um að notast eigi við skráð fasteignamat eins og stefnandi heldur fram. Í máli
þessu hafa ekki verið gerðar rökstuddar athugasemdir við mat ríkisskattstjóra á
verðmæti umræddrar fasteignar sem slíkrar. Umrædd málsástæða styðst því ekki
við rök og er því hafnað.
Að lokum reisir stefnandi kröfur
sínar á því að hún hafi ekki haft skattalega heimilisfesti á Íslandi á
tekjuárinu 2006, en hún hafi flutt til Íslands í október 2006 og verið í sambúð
í [...] frá árinu 2001 fram til þess tíma. Tekjuviðbót að fjárhæð 40.000.000
króna hafi hins vegar verið innt af hendi í janúar 2006 á meðan stefnandi hafi
verið búsett í [...]. Fram til ársins 2006 hafi hún verið með skráð heimili á
Íslandi sem hún hafi fyrst og fremst litið á sem póstfang án þess að vera þar
búsett.
Fyrir liggur í málinu að
stefnandi var með skráð lögheimili hér á landi, þar með talið tekjuárið 2006.
Þá liggur enn fremur fyrir að stefnandi skilaði skattframtölum hér á landi að
minnsta kosti frá árinu 2004. Loks segir í framfærslusamningi milli stefnanda
og M með syni þeirra, sem dagsettur er 27. janúar 2010, að þau K og M hafi búið
saman eins og hjón þar til í desember 2005. Nákvæm greinargerð stefnanda, eða
önnur gögn um dvöl hennar og ætlað heimilisfang í [...] á þeim tíma sem hér
skiptir máli, liggur ekki fyrir. Með hliðsjón af þessu þykir stefnandi ekki
hafa leitt nægjanlegar líkur að því að hún hafi verið heimilisföst í [...] árið
2006. Samkvæmt þessu má ganga út frá því að hún hafi haft skattlegt
heimilisfesti hér á landi á þessum tíma, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr.
90/2003. Hún var því réttilega skattlögð hér á landi vegna tekna þess árs. Ber
því að hafna málsástæðum hennar að þessu leyti.
Stefnandi krefst þess að 25%
álag, samtals að fjárhæð 29.247.487 krónur, sbr. 2. mgr. 108. gr. laga nr.
90/2003, falli niður eða verði lækkað verulega þar eð engin rök hafi verið færð
fyrir álagsbeitingu í úrskurði yfirskattanefndar. Stefnandi sem kærði úrskurð
ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar á stjórnsýslustigi, hefur ekki sett fram
kröfu um ómerkingu úrskurðar yfirskattanefndar að þessu leyti hér fyrir dómi.
Af þeim sökum telur dómurinn ekki unnt að verða við kröfu stefnanda um
niðurfellingu álags að fjárhæð 10.000.000 króna gjaldárið 2007 og að fjárhæð
kr. 19.247.487 króna gjaldárið 2008.
Samkvæmt framangreindu telur
dómurinn að greiðslur M til stefnanda að fjárhæð 40.000.000 króna og afhending
fasteignar að [...], [...] hafi falið í sér gjöf í skilningi 4. tölul. A. liðar
7. gr. laga nr. 90/2003 og hafi verið réttilega skattlögð hér á landi með þeim
hætti sem nánar greinir í úrskurði yfirskattanefndar. Með þeim rökum sem að
framan greinir verður úrskurður yfirskattanefndar í máli nr. 495/2012, hvorki
úr gildi felldur að hluta né honum breytt.
Með vísan til 3. mgr. 130. gr.
laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, þykir rétt að hvor aðili beri sinn hluta af þeim kostnaði sem
hlotist hefur af rekstri málsins.
Samkvæmt framangreindu er
stefndi, íslenska ríkið, sýknað af öllum kröfum stefnanda, K.
Ragnheiður Snorradóttir
héraðsdómari kveður upp dóm þennan.
DÓMSORÐ:
Stefndi,
íslenska ríkið, er sýkn af dómkröfum stefnanda, K.
Málskostnaður
milli aðila fellur niður. |
Mál nr. 190/2015 | Kynferðisbrot Málshraði Ómerkingu héraðsdóms hafnað Sératkvæði | X var ákærður fyrir kynferðisbrot samkvæmt 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft samræði og endaþarmsmök við A sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga auk þess að hafa beitt hana ofbeldi. Í héraði komst meiri hluti dómenda að þeirri niðurstöðu á grundvelli framburðar fyrir dómi með tilliti til annarra gagna að sök X væri ekki sönnuð. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að samkvæmt 2. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála gæti Hæstiréttur ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar nema hlutaðeigandi vitni eða ákærði gæfu skýrslu þar fyrir dómi. Kom því aðalkrafa ákæruvaldsins um sakfellingu X ekki frekar til athugunar heldur einungis hvort önnur gögn málsins gætu leitt til ómerkingar héraðsdómsins, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008. Með hliðsjón af því að ekki nýtu við haldbærra sýnilegra sönnunargagna í málinu og að virtum öðrum gögnum var talið að ákæruvaldið hefði ekki fært líkur fyrir því að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kynni að vera röng svo að einhverju skipti um málsúrslit né að frekari sönnunarfærsla þar fyrir dómi fengi breytt þeirri niðurstöðu. Var X því sýknaður. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Benedikt
Bogason, Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir og Karl Axelsson.
Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar af hálfu ákæruvaldsins 20. febrúar
2015 og krefst þess aðallega að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru og
dæmdur til refsingar, en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur.
Ákærði krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms, en til vara að hann
verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa.
I
Í málinu er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn 1. og 2. mgr. 194.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins
11. september 2011 á heimili sínu haft samræði og endaþarmsmök við brotaþola sem
ekki hafi getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga auk þess
að hafa beitt hana ofbeldi. Fyrir Hæstarétti reisir ákæruvaldið kröfu sína um
sakfellingu ákærða einkum á því að héraðsdómur hafi ekki fellt dóm á málið með
tilliti til allra fyrirliggjandi gagna og að auki hafi mat hans á sönnunargildi
framburða ekki verið rétt. Eigi það að leiða til sakfellingar ákærða en ella að
hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur.
Samkvæmt 2. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála getur
Hæstiréttur ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs
framburðar nema hlutaðeigandi vitni eða ákærði gefi skýrslu hér fyrir dómi.
Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um atvik á heimili ákærða umrætt sinn
en hann hefur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi staðfastlega neitað því að hafa
haft kynmök við brotaþola. Í hinum áfrýjaða dómi komst meiri hluti dómenda að
þeirri niðurstöðu á grundvelli framburðar fyrir dómi með tilliti til annarra
gagna að sök ákærða væri ekki sönnuð. Þegar af þessum ástæðum getur aðalkrafa
ákæruvaldsins ekki komið frekar til álita.
Ríkissaksóknara hefði samkvæmt c. lið 2. mgr. 201. gr. laga nr. 88/2008 verið
rétt að tilgreina þegar í áfrýjunarstefnu varakröfu sína um ómerkingu
héraðsdóms og heimvísun málsins. Þótt þess hafi ekki verið gætt stendur það
ekki því í vegi að til athugunar komi hvort ómerkja eigi hinn áfrýjaða dóm,
sbr. 1. mgr. 204. gr. og 3. mgr. 208. gr. sömu laga.
II
Fyrir liggur í málinu að brotaþoli hafði samskipti í tölvu við vini sína
á svonefndri Facebook í framhaldi af ætluðum atvikum fyrrgreinda nótt, en brotaþoli
bar fyrir dómi að hún hafi eytt öllum slíkum gögnum, líklega í lok árs 2012. Þá
kvaðst hún hafa hent sokkabuxum og nærbuxum sem hún hafi klæðst þá nótt. Ekki
er útilokað að framangreind gögn hefðu getað varpað skýrara ljósi á atvik
málsins. Ekki verður heldur fram hjá því litið að sönnunargögn eru takmarkaðri
en ella kynni að hafa verið vegna tafa á því að brotaþoli leitaði til
Neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis, svo og að hún kærði
ekki atvik til lögreglu fyrr en 16. janúar 2013. Þannig kom fram í niðurstöðum M
læknis, sem skoðaði brotaþola á neyðarmóttöku að kvöldi 12. september 2011, að „þar
sem málið er gamalt er ekki hægt að leita eftir byrlun eða sæðisfrumum.“
Í niðurstöðu dómkvadds matsmanns, B, sérfræðings í kvensjúkdómum,
staðfesti hún að einhvers konar kynmök hafi átt sér stað um leggöng brotaþola innan
72 klukkustunda áður en hún sætti læknisskoðun á neyðarmóttöku. Byggði matsmaður
þessa niðurstöðu á sári sem blæddi frá í meyjarhafti brotaþola við skoðun. Ekki
væri unnt að sýna fram á hvort um hafi verið að ræða fullar samfarir með lim í
leggögnum og sáðláti þar sem sýnum hafi verið fargað. Þá taldi matsmaðurinn hugsanlegt
að annað hvort fingri eða aðskotahlut hafi verið stungið upp í leggöng brotaþola
og áverki orðið þess vegna. Aðrir áverkar á brotaþola, svo sem mar, rispur og
sár við endaþarm, gætu hafa orðið til við kynmök án samþykkis en ekki væri unnt
að sanna það út frá útliti eða staðsetningu áverkanna. Þessi niðurstaða
matsmannsins fær nokkra stoð í framburði M læknis en hann bar fyrir dómi að á
kynfærum brotaþola hafi verið ferskir áverkar sem tákni að samræði hafi átt sér
stað. Nánar aðspurður sagði hann þó að raunverulega gæti „maður ekki leyft sér
að staðhæfa að endilega hafi verið samræði.“ Kvað hann áverkana á kynfærum og við endaþarm geta
hafa verið innan við eins eða tveggja sólarhringa gamlir en hann héldi að aðrir
áverkar á brotaþola hafi verið innan við þriggja daga gamlir.
Framangreind matsgerð og framburður M rennir stoðum undir að brotaþoli
hafi haft einhvers konar kynmök um leggöng innan þriggja sólarhringa áður en
hún kom til skoðunar á neyðarmóttöku að kvöldi 12. september 2011. Á hinn
bóginn staðfesta gögn þessi ekki að ákærði hafi haft kynmök við hana.
Af því sem nú hefur verið rakið nýtur ekki við haldbærra sýnilegra
sönnunargagna í málinu. Verður að þessu virtu að gæta að því hvort í málinu
liggi fyrir önnur atriði sem áhrif geta haft við mat á því hvort niðurstaða
héraðsdóms um sönnun kunni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit máls,
sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008.
III
Vitnið F, sem var vinur ákærða og var með honum á veitingastaðnum [...] að
kvöldi 10. september 2011, bar hjá lögreglu að ákærði hafi sagt sér daginn
eftir að brotaþoli hafi farið með sér heim um nóttina og þau sofið saman. Fyrir
dómi dró hann úr því að ákærði hafi sagt sér að hann og brotaþoli hafi sofið
saman. Ákærði hafi ekki sagt þetta beinum orðum, heldur hafi vitnið dregið þá
ályktun af því að brotaþoli hafi farið heim með honum.
Í hinum áfrýjaða dómi var komist að þeirri niðurstöðu að framburður
ákærða væri eindreginn um að kynferðismök hafi ekki átt sér stað umrætt sinn. Þá
væri framburður brotaþola um að ákærði hafi haft við hana kynferðismök í greint
sinn „í sjálfu sér ekki ótrúverðugur, einkum þegar litið er til þeirra ummerkja
sem í ákæru greinir og kunna að hafa komið til vegna kynmaka við ákærða“. Á
hinn bóginn væri framburður brotaþola um ölvun sína misvísandi og ótrúverðugur
að því leyti.
Gögn málsins bera ekki með sér að framburður brotaþola um ölvun sína hafi
verið misvísandi, en henni og ákærða bar saman um að hún hafi ekki verið mikið
drukkin á veitingastaðnum [...] og er það í samræmi við framburð vitna. Hún lýsti
því á hinn bóginn að hún hafi fundið fyrir vanlíðan þegar hún var stödd í
verslun þar sem hún og ákærði hafi komið við á leiðinni heim til hans. Þá bar
henni og ákærða saman um að hún hafi þegar heim til ákærða var komið fallið í
djúpan svefn. Taldi brotaþoli líklegt að sér hafi verið byrlað einhverju sem
skýrt hafi svefndrungann þar sem hún hafi ekki drukkið það mikið af áfengi.
Ekki liggja fyrir óyggjandi gögn um hversu mikið áfengi brotaþoli drakk umrætt
sinn og engin sönnun liggur fyrir um að henni hafi verið byrlað einhverju sem
olli því að hún sofnaði svo þungum svefni heima hjá ákærða sem bæði hún og
ákærði lýsa. Á hinn bóginn er ljóst að ölvun hennar gat haft áhrif á hvað hún mundi
og hversu trúverðugur framburður hennar var í því ljósi en hegðun brotaþola í
kjölfar þess að hún fór frá ákærða, svo sem samskipti hennar við vinkonur sínar
daginn eftir, það sem haft var eftir henni á neyðarmóttöku, grein hennar á
vefmiðli og framburður hennar hjá lögreglu og fyrir dómi bera þess glögg merki
að hún var ekki alls kostar samkvæm sjálfri sér.
Vitnið H, kunningi brotaþola, kvaðst fyrir dómi hafa hitt hana á [...]
umrætt sinn og strax morguninn eftir um klukkan 6 eða 7 hafi þær talað saman á
Facebook. Hafi þá komið fram hjá brotaþola að hún hafi farið heim með ákærða en
aðspurð um hvort þau hafi sofið saman hafi brotaþoli sagt eitthvað í þá áttina
„nei, ha, ha, ég er ekki drusla“. Hins vegar hafi brotaþoli um tveimur vikum
seinna sagt sér frá því að ákærði hafi nauðgað henni. Í skýrslu um
réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola á neyðarmóttöku var haft eftir henni
að hún hafi farið á Facebook eftir að hún kom heim til sín frá ákærða og sagt þar
að hún hafi farið heim með honum en ekkert hafi gerst. Þá var í sömu skýrslu
haft eftir brotaþola að hún myndi að þau ákærðu hafi verið að kyssast þótt hún
myndi ekki hvar það hafi verið. Þá kom fram hjá brotaþola í Facebook samskiptum
við vinkonu hennar, C, að brotaþoli hafi farið heim með „einhverjum gaur“ og hafi
hún verið „fyrst að kyssa hann og svona en ég var bara dauð“. Fyrir dómi kvaðst
brotaþoli á hinn bóginn halda að hún hafi ekki kysst ákærða.
Í málinu liggja fyrir útprentuð Facebook samskipti brotaþola við C, sem
sú síðarnefnda mun hafa afhent lögreglu. Fyrri samskiptin munu hafa átt sér
stað eftir hádegi 11. september 2011. Þar kom meðal annars fram hjá brotaþola
að hún myndi eftir því að ákærði hafi sett á sig verju því hún hafi sagt við
hann „þú ert ekki einu sinni með smokk, ég þarf að fara ég er að deita annan“. Fyrir
dómi kannaðist brotaþoli ekki við þetta, enda hafi hún aldrei sagt „við hann
neitt.“ Þegar vinkonan spurði hana í Facebook samskiptunum hvort hún væri „á
pillunni“ kvaðst brotaþoli vera hætt en fyrir dómi bar hún á hinn bóginn að á
þessum tíma hafi hún aldrei verið á pillunni. Þá kom fram hjá brotaþola í Facebook
samskiptum hennar og C, að því er
virðist daginn eftir, að hún hafi farið til læknis og hafi fundist smjörsýra í
blóði hennar. Aðspurð um það fyrir dómi kvaðst brotaþoli hafa sagt þetta til að
komast hjá því að þurfa að ræða þennan atburð. Fyrir liggur sem fyrr segir að
blóðsýni var ekki tekið úr brotaþola á neyðarmóttöku í þeim tilgangi að leita
efnis sem þessa.
Brotaþoli skrifaði grein í október 2014 í veftímariti og lýsti þar
ætlaðri nauðgun. Þar kom fram að þegar hún væri spurð út í atburðinn segðist hún
ekkert muna þar sem henni hafi verið byrlað nauðgunarlyf. Sannleikurinn væri
hins vegar sá að hún myndi miklu meira en hún hafi sagst gera. Í grein þessari
lýsti hún þeirri nauðgun sem ákærði er sakaður um og að hann hafi byrlað henni
smjörsýru.
Eins og að framan er rakið er ósannað að brotaþola hafi verið byrlað
smjörsýru eða annarri ólyfjan umrætt skipti. Í fyrrgreindum Facebook samskiptum
spurði vinkona hennar hvort hún héldi að ákærði hafi sett eitthvað í drykkinn
hennar og því svaraði brotaþoli „ekki hann sko“. Fyrir dómi bar brotaþoli að
hún vissi ekki hver hafi sett eitthvað í drykk hennar.
Þegar allt framangreint er virt hafa hvorki verið
færðar líkur fyrir því af hálfu ákæruvaldsins að niðurstaða héraðsdóms um
sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kunni að vera röng svo að
einhverju skipti um málsúrslit né að frekari sönnunarfærsla þar fyrir dómi fái
breytt þeirri niðurstöðu. Verður hinn áfrýjaði dómur því látinn standa
óraskaður og áfrýjunarkostnaður málsins felldur á ríkissjóð, þar með talin
málsvarnarlaun verjanda ákærða, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti
eins og greinir í dómsorði.
Það athugast að af gögnum málsins verður ráðið að
rannsókn lögreglu hafi legið niðri frá því í lok júní 2013 þar til um miðjan
maí 2014. Á því hefur engin skýring fengist.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.
Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin
málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Evu B. Helgadóttur hæstaréttarlögmanns,
1.736.000 krónur.
Sératkvæði
Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara
Ég er sammála meirihluta dómenda
um að ekki komi til álita aðalkrafa ákæruvaldsins um að ákærði verði sakfelldur
fyrir það brot sem honum er gefið að sök. Að því er varðar varakröfuna um að
héraðsdómur verði ómerktur og málinu heimvísað er ég ósammála meirihlutanum af
eftirfarandi ástæðum:
Ákærða er gefin að sök nauðgun
með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 11. september 2011 á heimili sínu að [...]
í [...] haft samræði og endaþarmsmök við brotaþola. Er ákæran reist á því að
hann hafi notfært sér að brotaþoli gat ekki spornað við kynferðismökunum sökum
ölvunar og svefndrunga, en hann hafi einnig beitt hana ofbeldi með því meðal
annars að ýta höfði hennar niður er hún reyndi að komast undan honum. Er þetta
talið varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Ákæran er í samræmi við frásögn brotaþola við rannsókn málsins hjá lögreglu og
fyrir dómi bar hún á sama veg. Ákærði hefur frá upphafi rannsóknar málsins
neitað því að hafa haft kynmök við brotaþola, en kannast við að hún hafi dvalið
á heimili hans um nóttina.
Brotaþoli gekkst undir
réttarlæknisfræðilega skoðun á Landspítalanum 12. september 2011. Í skýrslu um
þá skoðun kom fram að 1 cm sprunga hefði verið í meyjarhafti hennar sem blætt
hefði úr við skoðun, auk þess sem svæðið hefði verið aumt við snertingu. Einnig
hefði verið um 0,5 cm sprunga við endaþarmsop. Þá hefðu fundist áverkar víða á
líkama brotaþola eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi. Undir rekstri
málsins í héraði var aflað matsgerðar sérfræðings í kvensjúkdómum. Í
niðurstöðum matsgerðarinnar kom fram að áverkar á handleggjum bentu til að
brotaþola hefði verið haldið niðri og að hún hefði reynt að verja sig. Einnig
geti marblettir á innanverðum fótleggjum verið af völdum þess að fótleggjum
hefði verið ýtt í sundur eða brotaþoli reynt að setja fótleggi saman til að
verja sig. Þá taldi matsmaður að sumir áverkar væru „á stöðum eða með merki
þess“ að mögulega hefði verið beitt valdi en erfitt væri að segja um það með
vissu. Sprungu í meyjarhafti taldi matsmaður án efa merki um að einhvers konar
samræði hefði átt sér stað þar sem áverki á þessu svæði kæmi ekki nema
einhverju væri stungið upp í leggöng. Jafnframt taldi matsmaður að áverkinn
hefði komið til innan 72 klukkustunda fyrir læknisskoðun. Þessi niðurstaða
matsmanns fær stoð í vætti M læknis, en hann taldi að ferskir áverkar hefðu
verið á kynfærum brotaþola, sem táknaði að samræði hefði átt sér stað. Einnig
sagði vitnið að áverki við endaþarm brotaþola benti til „að það hafi verið
einhvers konar atferli við endaþarm sem hafi skapað áverka því hann var ferskur
að sjá.“
Í niðurstöðu hins áfrýjaða dóms
er ekki vikið að því hvernig afdráttarlaus neitun ákærða um kynmök við brotaþola
umrætt sinn horfir við með hliðsjón af læknisfræðilegum gögnum sem benda
eindregið til að kynmök hafi verið höfð við hana. Jafnframt er til þess að líta
að brotaþoli ræddi við vinkonu um samskiptin við ákærða strax um morguninn og
fór sama dag og daginn eftir á neyðarmóttöku Landspítalans. Hefur ekkert komið
fram sem bendir til að öðrum en ákærða sé til að dreifa sem gæti hafa haft
kynmök við brotaþola. Allt þetta rennir stoðum undir framburð hennar. Þótt
héraðsdómur hafi metið framburð brotaþola trúverðugan um að ákærði hafi haft
við hana kynferðismök var ekki á honum byggt af öðrum ástæðum. Í þeim efnum var
vísað til þess að framburður brotaþola hafi verið ótrúverðugur um ölvunarástand
sitt. Svo sem nánar er rakið í dómi meirihluta dómenda bera gögn málsins ekki
með sér að framburður brotaþola um ölvun sína hafi verið misvísandi. Þá tel ég
engu verulegu geta breytt um sönnunargildi framburðar brotaþola þótt hún hafi
lýst þeirri grunsemd sinni að einhverju hafi verið byrlað í drykk hennar á
skemmtistað fyrr um kvöldið. Ég tel heldur ekki að gögn málsins um hegðun
brotaþola eftir að hún yfirgaf heimili ákærða geti haft afgerandi vægi við
sönnunarmatið. Þau gögn bera aftur á móti greinilega með sér að hún hafi orðið
fyrir áfalli, en að auki er þess að gæta að brotaþoli átti meðal annars í
samskiptum við vini og jafnaldra sem getur haft áhrif á hvernig hún kaus að
greina frá atvikum. Misræmi að því leyti og um annað en atburðinn sjálfan tel
ég ekki geta skipt sköpum um niðurstöðuna. Loks verður ekki vísað á bug
skýringu brotaþola á því af hverju hún dró að leggja fram kæru sína.
Samkvæmt því sem hér hefur verið
rakið tel ég líkur á að niðurstaða meirihluta héraðsdóms um sönnunargildi
munnlegs framburðar fyrir dómi kunni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit
máls, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þá var því
hreyft við vörn málsins að ekki hefði verið tekin skýrsla af tveimur
nafngreindum vitnum sem brotaþoli hefði greint frá atvikum í kjölfar þeirra.
Verði héraðsdómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar
væri unnt að leiða þessi vitni fyrir dóminn, eftir atvikum með ábendingu
dómara, sbr. 2. mgr. 110. gr. laganna. Með því móti væri gætt að þeirri skyldu
sem hvílir á dómurum að sjá til þess að sakamál sé upplýst svo sem kostur er
áður en dómur verður á það lagður.
Samkvæmt niðurlagi 2. mgr. 209.
gr. laga nr. 88/2008 ber mér að greiða atkvæði um efni málsins. Eins og áður
greinir kemur ekki til álita að sakfella ákærða, enda getur Hæstiréttur ekki
endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar nema
hlutaðeigandi vitni eða ákærði gefi skýrslu þar fyrir dómi, sbr. 2. mgr. 208.
gr. laganna. Samkvæmt því ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm.
Dómur
Héraðsdóms Reykjavíkur 11. febrúar 2015.
Mál
þetta, sem dómtekið var föstudaginn 16. janúar 2015, er höfðað með ákæru,
útgefinni af ríkissaksóknara 30. maí 2014, á hendur X, kt. [...], [...], [...],
fyrir nauðgun, með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 11. september 2011, á
heimili ákærða að [...], [...], haft samræði og endaþarmsmök við A, en ákærði
notfærði sér það að A gat ekki spornað við kynferðismökunum sökum ölvunar og
svefndrunga, og beitti hana einnig ofbeldi, með því meðal annars að ýta höfði
hennar niður er hún reyndi að komast undan ákærða. Af þessu hlaut A 1 cm
sprungu í meyjarhafti sem blæddi úr, 0,5 cm sprungu við endaþarmsop, bitfar á
hægri upphandlegg og mar- og hrufláverka á útlimi, bak og bringu.
Telst þetta
varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Þess er krafist að ákærði verði
dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Af hálfu A er krafist miskabóta
úr hendi ákærða að fjárhæð 2.500.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta samkvæmt
lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
Verjandi krefst þess aðallega að
ákærði verði sýknaður af kröfum ákæruvalds, en til vara að hann verði dæmdur
til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá er aðallega krafist frávísunar
bótakröfu, til vara sýknu, en til þrautavara að bætur verði stórlega lækkaðar.
Loks krefst verjandi hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr
ríkissjóði.
Málsatvik
Miðvikudaginn
16. janúar 2013 mætti brotaþoli í máli þessu, A, hjá lögreglu til að leggja
fram kæru á hendur ákærða, X, fyrir kynferðisbrot. Brotaþoli kvaðst hafa farið
út að skemmta sér með vinkonu sinni laugardagskvöldið 10. september 2011. Þær
hefðu hitt fólk sem þær þekktu úr [...] á veitingastaðnum [...] og hefði ákærði
verið í hópnum. Hún kvaðst hafa farið að spjalla við ákærða, en fundist hann
skrýtinn, hann hefði verið þegjandalegur og horft í kringum sig. Brotaþoli
kvaðst hafa farið frá í skamma stund og skilið drykkinn sinn eftir, en ekki
vera viss um hvort henni hefði verið byrlað einhverri ólyfjan. Hún kvaðst næst
muna eftir sér í íbúð ákærða, en ekki vita hvernig hún komst þangað. Hún myndi
eftir því að ákærði hefði verið ofan á henni og hefði hún reynt að rísa upp, en
hann hefði ýtt höfði hennar niður. Þetta hefði verið vont og sársaukafullt og
hefði hún verið klístruð í andlitinu. Hún kvaðst ekki hafa gefið honum leyfi
til þess að gera þetta. Ákærði hefði verið „rosalega röff“ og haldið henni
niðri. Hún hefði vaknað stundum upp og hefði hann þá enn verið að. Síðast þegar
hún vaknaði upp hefði hún verið í kjólnum sem þá hefði verið tekinn niður fyrir
brjóst, hún hefði aðeins verið í öðrum skónum, sokkabuxurnar hennar hefðu verið
rifnar og nærbuxurnar alblóðugar. Ákærði hefði þá sagt við hana að hún mætti
fara núna og hefði hún hlaupið út. Hún hefði setið nokkurn tíma úti á götu, en
síðan hringt á leigubifreið og farið heim. Brotaþoli lýsti nánar því sem hefði
verið að gerast þegar hún rankaði við sér og sagðist hafa verið mjög þurr,
þetta hefði verið sárt og hún hefði reynt að koma sér í burtu. Hún hefði beðið
ákærða um að hætta og spurt hann af hverju hann væri að þessu. Hún hefði verið
öll klístruð í andliti og taldi sig hafa verið grátandi. Hún kvaðst hafa verið
með bitfar næsta dag og mar eftir fingur, en ákærði hefði haldið fast í hana.
Hún kvaðst minnast þess að ákærði hefði verið að kyssa eða narta í brjóst
hennar. Hún kvaðst hins vegar ekki minnast þess að hann hefði sett lim eða
fingur í endaþarm hennar. Hún kvaðst hafa drukkið þrjá til fimm bjóra og tvö
til þrjú skot um kvöldið og hefði hún fundið til mikilla ölvunaráhrifa.
Brotaþoli kvaðst hafa hringt í vinkonu sína daginn eftir og sagt henni hvað
hefði gerst. Hefði móðir vinkonunnar sagt henni að leita á Neyðarmóttöku, sem
hún hefði í kjölfarið gert. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu að nýju 20.
febrúar 2013 og var þá framburður ákærða borinn undir hana.
Ákærði var yfirheyrður af
lögreglu 11. febrúar 2013. Hann kvaðst hafa hitt brotaþola og tvær vinkonur
hennar á reykingasvæði við [...] þetta kvöld. Hefði brotaþoli gengið með honum
heim. Þegar þangað kom hefði hún farið á salerni, en síðan „algjörlega rotast“
og hefði hann ekki getað vakið hana. Hann hefði sofnað sjálfur og vaknað þegar
hún var að yfirgefa íbúðina morguninn eftir. Ákærði kvað ekkert kynferðislegt
hafa átt sér stað á milli þeirra brotaþola.
Meðal rannsóknargagna málsins er
skýrsla Neyðarmóttöku frá 12. september 2011 um réttarlæknisfræðilega skoðun á
brotaþola. Í skýrslunni er frásögn brotaþola skráð og kemur þar m.a. fram að
hún hafi leitað á Neyðarmóttöku kvöldið áður og rætt við hjúkrunarfræðing, en
hætt við að fara í læknisskoðun. Ástandi brotaþola er lýst svo að hún hafi
verið leið, en verið róleg, yfirveguð og samvinnuþýð. Hún hafi beygt lítillega
af er hún ræddi um atburðinn og hugsanir eftir á. Í skýrslunni kemur fram að
brotaþoli telji að árásarmaðurinn hafi farið í leggöng og endaþarm. Við skoðun
hafi hún verið með tvo nýlega marbletti á hægri framhandlegg, 4 x 3 og 2 x 2
cm, sem gætu verið eftir fingur. Þá hafi verið marblettir aftan á vinstri
upphandlegg, vinstri öxl og innan á vinstri kálfa. Innanvert ofan við hægra hné
og neðan við vinstra hné hafi verið sinn hvor marbletturinn, ½ til 1 cm, sem
gætu verið eftir fingur, auk þess sem ferskt hrufl hafi verið ofan við hægra
hné. Innan á hægri upphandlegg hafi verið marblettir, um 5 cm, sem hafi líkst
tannfari. Á baki og vinstra megin á bringu hafi verið rispur, sem gætu verið
eftir að brjóstahaldari hafi verið dreginn niður og hringfar ofan við brjóst,
sem gæti verið eftir sog. Eins cm sprunga hafi verið í meyjarhafti, klukkan 18,
sem blætt hafi úr við skoðun og hafi svæðið verið aumt við snertingu. Þá hafi
verið u.þ.b. 0,5 cm sprunga, klukkan 18, við endaþarmsop. Í skýrslunni kemur
fram að sýni hafi verið tekin úr leggöngum, en blóð- og þvagsýni hafi ekki
verið tekin. Tekið er fram að ekki hafi verið unnt að leita að sæðisfrumum eða
rannsaka hvort brotaþola hefði verið byrlað ólyfjan, vegna þess tíma sem liðinn
væri frá atvikinu. Þá kemur fram að brotaþoli hafi ekki haft föt meðferðis, sem
hún hefði klæðst í umrætt sinn, en hún hafi verið beðin um að geyma nærföt og
sokkabuxur. Meðal gagna málsins eru ljósmyndir af brotaþola teknar á
Neyðarmóttöku, sem sýna áverka hennar.
Í þinghaldi 20. júní 2014 óskaði
verjandi ákærða eftir því að dómkvaddur yrði matsmaður til að yfirfara og meta
gögn Neyðarmóttöku, einkum kafla í skýrslunni um „Áverka og önnur verksummerki“
og „Grindarbotnsskoðun/Kvenskoðun“, auk ljósmynda sem fylgdu skýrslunni. Var
þess sérstaklega óskað að eftirfarandi yrði metið:
Aldur áverka, þ.e. á
marblettum, rispum og meintu tannfari, sem ljósmyndir liggja fyrir af og
hvernig þeir geti verið til komnir. Í því sambandi var óskað eftir að
sérstaklega yrði metið hvort umræddir áverkar gætu hafa orðið til við
hefðbundin kynmök með samþykki beggja og einnig hvort umræddir áverkar
væru í samræmi við framburð brotaþola um að hafa verið sofandi þegar
kynmök hafi farið fram.
Hvort líklegt væri að blæði
úr sprungu í meyjarhafti einum og hálfum sólarhring eftir að sprungan hafi
myndast.
Hvort 1 cm sprunga í
meyjarhafti bendi til þess að brotaþoli hafi haft samfarir um leggöng.
Hvort hægt væri að segja til
um hvort meintur brotaþoli hefði áður haft samfarir, miðað við það sem
fram kemur í gögnum Neyðarmóttöku um 1 cm sprungu í meyjarhafti.
Hvort 0,5 cm sprunga á
endaþarmi gæti verið til komin af öðrum orsökum en að kynmök um endaþarm
hafi átt sér stað.
Dómari kvaddi B kvensjúkdómalækni
til að framkvæma umbeðið mat og liggur fyrir matsgerð hennar, dagsett 15.
janúar 2015. Í matsgerðinni er framangreindum spurningum svarað með
eftirfarandi hætti:
„1.
Áverkar eru sýnilegir á brotaþola víðs vegar um líkamann. Ekki er um
alvarlega eða hættulega áverka að ræða. Mar á handleggjum s.s. upphandlegg
getur bent til þess að brotaþola hafi verið haldið niðri. Marblettir á
framhandlegg utanverðum og rispur á handarbaki geta einnig bent til þess að
brotaþoli hafi verið að reyna að verja sig, ber handlegg fyrir sig, reynir að
ýta frá. Marblettir á innanverðum fótleggjum geta verið orsakaðir af því að
fótleggjum hafi verið ýtt í sundur eða að brotaþoli hafi reynt að leggja
fótleggi saman til að verja sig. Rispur á baki og bringu geta verið vegna þess
að eitthvað hvasst svo sem spöng eða krækja á brjóstahaldara hafi rifið eða
jafnvel nögl, en þetta gæti líka komið við það að klæða sig úr og reka óvart um
leið skarpa hluti fatnaðar í sig. Hringlaga áverki á bringu gæti mögulega verið
lítið sogmerki en einnig merki eftir þrýsting af einhverjum hringlaga hlut s.s.
hálsmeni. Sumir áverkanna eru því á stöðum eða með merki þess að mögulega hafi
verið beitt valdi en erfitt er að segja það með vissu. Mismunandi litur er á
marblettum og getur það verið merki um að marblettir séu misgamlir eða að um
mismikinn þrýsting hafi verið að ræða þegar áverkinn myndaðist og er það háð
því hvort blæðingin sem marblettinum valdi sé vegna rofs á yfirborðsæðum eða
æðum sem liggja dýpra í vefnum og komi því seinna fram á yfirborði húðar og því
litarmunur þ.a. allir marblettirnir gætu hafa orðið til á sama/svipuðum
tímapunkti. Því er ekki hægt að segja til um nákvæman aldur marbletta […].
Hvort þessir áverkar sem nefndir eru hér að
framan hafi getað komið við hefðbundin kynmök með samþykki beggja er ómögulegt
að meta þar sem kynhegðun fólks er mjög misjöfn.
Hvort að áverkarnir geti verið tilkomnir
vegna kynmaka sem hafi verið höfð á meðan meintur brotaþoli var sofandi er
einnig erfitt að segja til um en í framburði meints brotaþola kemur fram að hún
hafi verið með einhverri meðvitund inn á milli og reynt að verja sig og geta
áverkar t.d. á framhandlegg og innanverðum fótleggjum mögulega samræmst því.
2. Blætt getur úr sprungu í
meyjarhafti á sólarhringum eftir að áverki á sér stað. Þeim mun dýpri sem
áverkinn er því lengur er hann að gróa og getur því auðveldar rifnað upp t.d.
við skoðun. Meyjarhaft er mjög blóðríkur vefur og blæðir gjarnan þaðan ef áverki
verður.
3. Sprunga í meyjarhafti er án efa
merki um að einhvers konar samræði hafi átt sér stað þar sem áverki á þessu
svæði kemur ekki nema að einhverju sé stungið upp í leggöng, s.s. lim, fingrum
eða aðskotahlut. Rannsóknir sýna að allt að helmingur kvenna sem verða fyrir
nauðgun eru með rifur á meyjarhafti eða í leggöngum. [...] Sértaklega er algengt að sjá þetta hjá
stúlkum/konum sem eru hreinar meyjar og/eða hafa ekki fætt barn um leggöng.
Þessar rifur verða oftast vegna ónógs raka á svæðinu þegar kynmök eiga sér
stað. Orsök ónógs raka er oft vegna lítils/einskis undirbúnings fyrir kynmökin,
þ.e. forleiks, og því mun algengara að sjá hjá þeim sem þvingaðar eru til
samræðis en hjá þeim sem eru hliðhollar því. Áverkar af þessu tagi sjást best
ef að einstaklingur sem verður fyrir nauðgun kemur til skoðunar innan 72ja
klst. frá því að nauðgunin átti sér stað, en rannsóknir sýna að eftir þann tíma
getur verið erfitt að greina áverkana með berum augum.
4. Hvort að meintur brotaþoli hafi áður haft
samfarir er ekki hægt að segja með vissu, þó er mun algengara að sjá áverka á
leggöngum/meyjarhafti hjá konum sem ekki hafa haft samfarir áður en þeim sem
stunda kynlíf reglulega og/eða hafa fætt barn um leggöng. Sérstaklega er áverki
á meyjarhafti algengur hjá þeim sem ekki hafa haft samfarir áður. [...]
5. Áverki við endaþarm getur verið
orsakaður vegna samfara um endaþarm eða að fingrum eða aðskotahlut hafi verið stungið þar upp en
einnig geta verið aðrar orsakir fyrir rifu á þessum stað s.s. við harðar hægðir
sem geta rifið upp slímhúð í endaþarmi. Til að hægt sé að sanna samfarir um
endaþarm þarf að hafa sýni þar sem sjást sæðisfrumur og til að hægt sé að taka
slíkt sýni þarf meintur brotaþoli að koma til skoðunar innan við 24. klst.
eftir að brotið á sér stað. Ef meintur brotaþoli er búin að hafa hægðir eftir
brotið (sem kemur fram í skýrslu Neyðarmóttöku að meintur brotaþoli hafi haft)
þá er mjög sjaldgæft að finnist sæðisfrumur i endaþarmi.“
Í matsgerðinni kemur m.a. fram að
matsmaður hafi látið grennslast fyrir um það á Neyðarmóttöku hvað orðið hafi um
sýni, sem tekin voru frá leggöngum brotaþola, en fengið þau svör að slík sýni
væru eingöngu geymd í þrjá til sex mánuði frá skoðun.
Niðurstaða matsgerðarinnar er sú
að staðfest sé með gögnum Neyðarmóttöku að einhvers konar kynmök hafi átt sér
stað um leggöng innan 72 klukkustunda áður en brotaþoli kom til skoðunar á
Neyðarmóttöku. Sú niðurstaða sé byggð á sári í meyjarhafti, sem blætt hafi frá
við skoðun. Ekki verði sýnt fram á hvort um var að ræða fullar samfarir með lim
í leggöngum og sáðláti, þar sem sýnum sem tekin voru við skoðun hafi verið
fargað samkvæmt reglum Neyðarmóttöku um að þau verði ekki geymd lengur en í
þrjá til sex mánuði. Einnig sé mögulegt að annaðhvort fingri/fingrum eða
aðskotahlut hafi verið stungið upp í leggöng og áverki orðið þess vegna. Aðrir
áverkar á líkama brotaþola, s.s. mar, rispur og sár við endaþarm, geti hafa
orðið til við kynmök án samþykkis brotaþola, en ekki sé hægt að sanna það út
frá útliti eða staðsetningu áverkanna.
Í málinu liggja fyrir útprentuð
facebook-samskipti brotaþola og C frá 11. og 12. september, sem C afhenti
lögreglu. Í samskiptunum, sem hefjast klukkan 14:51 11. september, kemur fram
hjá brotaþola að hún sé hrædd um að einhverju hafi verið smyglað í drykkinn hennar
kvöldið áður. Hún hafi farið heim með einhverjum gaur, X, og dáið þar. Síðan
segir: „hann reið mér mér var fokking nauðgað“ og lýsir því nánar, m.a.: „hann
ýtti hausnum mínum niður“ og „reið mér í rassinn líka“, „mér er illt alls
staðar“. Þá kemur fram að C hvetur brotaþola til að leita til læknis og hringja
í lögreglu, en hún færist undan og kemur ítrekað fram hjá henni að hún sé ekki
viss hvort þetta teljist nauðgun.
Þá liggur fyrir skýrsla D
sálfræðings, dagsett 27. mars 2013, um viðtöl við ákærða vegna rannsóknar
málsins, sbr. 2. mgr. 54. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Jafnframt
liggur fyrir vottorð E sálfræðings, dagsett 15. janúar 2015, um meðferðarviðtöl
við ákærða.
Verður
nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna við aðalmeðferð málsins.
Ákærði kvaðst hafa verið á
skemmtistaðnum [...] kvöldið sem um ræðir ásamt tveimur vinum sínum, F og G, og
hefði hann hitt brotaþola úti í reykingaporti. Þau hefðu ákveðið að fara heim
til hans og kvaðst ákærði hafa átt frumkvæði að því. Hefðu þau áreiðanlega
ætlað að „gera eitthvað saman“, „sofa saman“. Þau hefðu gengið að heimili hans
á [...], með viðkomu í verslun í [...], þar sem þau hefðu keypt sígarettur.
Þegar heim til ákærða kom hefðu þau kysst aðeins inni í herbergi hans, en síðan
hefði brotaþoli farið á salernið. Þegar hún kom aftur þaðan hefði hún varpað
sér á rúmið og legið þar „alveg out“, þ.e. hún hefði bara sofnað. Hann hefði
hrist hana og reynt þannig að vekja hana, en án árangurs. Hún hefði verið
fullklædd þegar þetta var. Ákærði kvaðst hafa farið að sofa og vaknað um
morguninn við að brotaþoli var á leiðinni út og hefði hún verið að loka dyrunum
á eftir sér. Hann kvaðst hafa drukkið sex til sjö bjóra um kvöldið og fundist
hann hafa drukkið of mikið, og því verið búinn að drekka vatn í einhvern tíma
þegar hann hitti brotaþola. Honum hefði fundist hún vera í eðlilegu ástandi,
allt þar til hún kom fram af salerninu heima hjá honum. Þá hefði ekkert verið
athugavert við klæðnað hennar og hefði hann ekki tekið eftir því að sokkabuxur hennar
væru rifnar.
A kvaðst hafa
farið með C, vinkonu sinni, á [...] þetta kvöld og hefðu þær hitt þar stelpur
sem þær þekktu úr [...] og síðan strákahóp úr sama skóla, en ákærði hefði verið
þeirra á meðal. Þær H hefðu verið að ræða við þessa stráka og hefðu þau verið
úti á reykingasvæði staðarins. Hún hefði verið að drekka flöskubjór og kvaðst
minnast þess að hafa farið á salerni og komið aftur út, en ekki muna hvort hún
skildi bjórinn eftir á meðan. Um klukkan tvö eða þrjú um nóttina hefði hana
verið farið að langa heim og hefði hún ætlað að koma við í verslun [...] við
[...] til að kaupa sér sígarettur. Ákærði hefði boðist til að fylgja henni.
Brotaþoli kvað sér hafa farið að líða illa í versluninni. Hún kvaðst muna eftir
sér þar sem hún var að ganga upp einhverja brekku. Það næsta sem hún myndi væri
að ákærði lá ofan á henni og hún var að reyna að rísa upp, en hann hefði alltaf
ýtt höfði hennar niður. Hann hefði verið að nauðga henni og hún hefði fundið að
hann var með getnaðarliminn í leggöngum hennar. Þetta hefði verið vont og
andlit hennar hefði verið klístrað af tárum. Þá kvaðst hún muna eftir því að
hann hefði verið að kyssa eða narta í brjóstin á henni. Hún hefði síðan vaknað
aftur upp og umlað: „Láttu mig í friði“ og „af hverju ég?“, en hann hefði ýtt
höfðinu á henni niður. Hún kvaðst síðan hafa vaknað liggjandi á bakinu með
fætur sundur og hefðu ljósin þá verið kveikt. Hún hefði séð að nærbuxur og
sokkabuxur hennar hefðu verið alveg niður um hana og hefðu sokkabuxurnar verið
í tætlum. Þá hefði hún aðeins verið í öðrum skónum. Ákærði hefði staðið þarna á
nærbuxunum og hefði hann komið aftur upp í rúmið, en hún hefði risið á fætur og
hefði hann þá sagt við hana að hún mætti fara núna. Hún hefði yfirgefið húsið
og áttað sig á að hún var stödd á [...]. Hún hefði hringt eftir leigubifreið og
farið heim. Eftir að heim kom hefði hún farið í sturtu. Hún hefði farið á
salernið og þar hafi hún pissað blóði. Þá hefðu nærbuxurnar verið allar í
blóði. Hún kvaðst ekki minnast þess að ákærði hefði haft við hana endaþarmsmök,
en hún hefði verið með verk í rassinum á eftir og þar hefði fundist sprunga við
læknisskoðun.
Brotaþoli kvaðst ekki hafa áttað
sig á því alveg strax hvað hefði gerst, en hún hefði ekki átt eiginleg kynmök
áður og því ekki vitað hvort þetta væri kynlíf. Hún hefði átt í samskiptum við
C á facebook þegar hún vaknaði daginn eftir og hefði hún sagt henni frá þessu.
Hún hefði síðan hringt í I, vinkonu sína, og mælt sér mót við hana í [...]. Hún
hefði sagt henni frá þessu og hefði I hvatt hana til að fara á bráðamóttöku og
láta lögreglu vita, en hún hefði ekki viljað það. Hún kvaðst hafa sagt I að
henni hefði verið byrlað einhverju og að hún myndi ekkert eftir því sem hefði
gerst. Hún hefði síðan farið heim, en I hefði haldið áfram að leggja að henni að
fara á bráðamóttökuna og einnig hefði móðir I rætt við hana í síma og hvatt
hana til þess sama. Hún hefði síðan leitað á Neyðarmóttökuna um kvöldið og rætt
við hjúkrunarfræðing, en ekki treyst sér í læknisskoðun og farið aftur heim.
Hún hefði sofið til klukkan 14 daginn eftir og verið heima þann dag, að því
frátöldu að hún skrapp í verslun til að kaupa sér sígarettur. Hún hefði svo
farið aftur á Neyðarmóttökuna undir kvöldið og gengist þar undir læknisskoðun.
Systir hennar hefði fylgt henni á Neyðarmóttökuna og kvaðst hún hafa sýnt henni
sokkabuxurnar og nærbuxurnar. Þetta hefðu verið svartar nælonsokkabuxur með
hvítum saumi og ljóssægrænar nærbuxur með hvítum doppum. Hún hefði geymt þessi
föt í um tvær vikur, en síðan hent þeim.
Brotaþoli kvaðst ekki hafa lagt
fram kæru á hendur ákærða hjá lögreglu eftir atvikið þar sem hún hefði viljað
„loka á þetta“. Hún hefði verið hrædd við ákærða, sem hefði verið með henni í
skóla og hefði þetta mál frést í skólanum. Síðan hefði H sagt henni að ákærði
hefði nauðgað öðrum stúlkum en henni. Hún kvaðst þá hafa fengið samviskubit og
ákveðið að kæra.
Spurð
um áfengisneyslu þetta kvöld kvaðst hún hafa fengið sér skot og hvítvín eða
bjór á [...]. Hún kvaðst muna eftir flöskubjór og hvítvínsglasi. Þetta hefðu
verið um þrír eða fjórir drykkir og hefði hún aðeins verið farin að finna á
sér. Hins vegar myndi hún eftir því að hafa svimað þegar þau ákærði voru í
verslun [...] eftir að hafa yfirgefið staðinn.
C, sem var með brotaþola þetta kvöld,
kvað hana hafa fengið sér hvítvín eða bjór á veitingastað áður en þær fóru á
[...]. Þar hefði hún sennilega fengið sér bjór. Kvaðst hún telja að brotaþoli
hefði drukkið þrjá til fjóra drykki áður en leiðir þeirra skildi. Vitnið kvaðst
hafa farið heim um klukkan 2 um nóttina og hefði brotaþoli þá verið hress og
ekki áberandi ölvuð. Daginn eftir hefði hún haft samband á facebook og sagt sér
að henni hefði verið nauðgað um nóttina.
I kvað brotaþola
hafa hringt til sín daginn eftir og hefðu þær mælt sér mót í [...]. Þar hefði
brotaþoli reynt að segja henni hvað hefði gerst. Hún hefði verið niðurbrotin og
útskýrt að hún væri ekki viss um að þetta hefði verið nauðgun. Þá hefði hún
sýnt vitninu marbletti á sér. Vitnið kvaðst hafa sannfært hana um að þetta
hefði verið nauðgun og hvatt hana til að fara á bráðamóttöku. Vitnið og móðir
hennar hefðu rætt við brotaþola síðar um daginn og hefði móðir hennar sannfært
hana um að hún yrði að fara á bráðamóttökuna.
H kvaðst hafa
hitt brotaþola á [...] og hefðu þær komið auga á ákærða úti í svonefndu
reykingaporti. Þær hefðu farið að spjalla við F, félaga ákærða, en ákærði hefði
verið þögull. Vitnið kvaðst hafa brugðið sér inn til að kaupa bjór, en þegar
hún kom út aftur hefði F sagt henni að brotaþoli hefði farið heim með ákærða.
Vitnið kvað brotaþola hafa verið að drekka bjór þarna á staðnum og hefði hún
verði „létt á því“, en alls ekki ofurölvi. Þær hefðu verið í samskiptum á
facebook daginn eftir og hefði hún þá spurt brotaþola hvort hún hefði sofið hjá
ákærða, en hún neitað því. Um tveimur vikum síðar hefði brotaþoli sagt henni
hvað hefði gerst. Vitnið kvaðst hafa verið dálítið hrifin af þessum strák og
hefði brotaþoli verið að vara hana við honum. Hún hefði sagt henni að ákærði
hefði nauðgað sér og lýst því. Um ári síðar kvaðst vitnið hafa frétt að
einhverjar stúlkur hefðu kært ákærða og hefði hún látið brotaþola vita af því.
F kvaðst hafa
verið með ákærða á [...] þetta kvöld og hefðu þeir verið að ræða við einhverjar
stúlkur úti í porti. Síðan hefði ákærði gengið burt með einni stúlkunni, án
þess að segja neitt. Ákærði hefði sagt honum daginn eftir að þau hefðu farið
heim saman. Kvaðst vitnið hafa dregið þá ályktun að ákærði hefði sofið hjá
stúlkunni. Hann kvaðst minna að stúlkan hefði verið minna drukkin en ákærði
þetta kvöld. G, sem var með ákærða og
F í umrætt sinn, kvaðst hafa séð ákærða spjalla við stúlku og hefðu þau síðan
horfið á brott saman. Þau hefðu virst vera ölvuð.
J, systir
brotaþola, kvað hana hafa hringt til sín um kvöldmatarleytið sunnudaginn 11.
september, og beðið sig um að aka sér á Neyðarmóttöku. Brotaþoli hafi rætt við
hjúkrunarfræðing þar, en síðan farið heim. Hún hefði síðan hringt aftur á
mánudeginum og hefði hún einnig fylgt henni á Neyðarmóttökuna í það skipti.
Þann dag hefði brotaþoli sýnt henni fatnað sem hún hefði verið í, skærgrænar
nærbuxur, sem hefðu verið blóðugar, og þunnar nælonsokkabuxur, sem hefðu verið
rifnar hér og þar, m.a. í klofinu. Vitnið kvað brotaþola hafa breyst eftir
þetta atvik og verið erfið í skapi. Þá hefði hún hætt að mæta í skólann þar sem
hún hræddist ákærða sem einnig var nemandi þar.
K, faðir
brotaþola, lýsti því að hún hefði verið gjörbreytt í háttum daginn eftir
atvikið. Hún hefði verið taugaveikluð og hefði hann ekki náð neinu sambandi við
hana. Systir hennar hefði greint honum frá því á mánudeginum hvað hefði gerst.
Vitnið kvað brotaþola hafa gjörbreyst eftir þetta atvik. Hún hefði verið
afburðanemandi fyrir þetta, en flosnað upp úr skóla tveimur árum síðar. Þá
hefði áfengisneysla hennar aukist, hún hefði orðið mjög uppstökk og lokað sig
af. Hefði hún þurft að leita aðstoðar sálfræðinga og geðlækna á göngudeild
eftir þetta.
L hjúkrunarfræðingur
og M, kvensjúkdómalæknir, starfsmenn
Neyðarmóttöku, gerðu grein fyrir læknisskoðun sem brotaþoli gekkst undir þar.
Kom fram hjá vitninu M að áverkar á kynfærum og við endaþarm hefðu verið
ferskir og gætu samrýmst því að vera eins til tveggja sólarhringa gamlir. Eins
cm sprunga hefði verið við meyjarhaft og tók vitnið fram að þetta væri viðkvæmt
svæði og gæti slíkur áverki verið til kominn án þess að beitt hefði verið
ofbeldi. Vitnið kvaðst ekki geta staðhæft að samræði hefði verið haft við brotaþola,
þar sem ekki hefðu verið til staðar sýni því til staðfestingar, en einhver
innþrenging hefði orðið í leggöng. Þá kvað hann sprungu við endaþarm geta hafa
komið við mikið harðlífi, en ekkert hefði komið fram í sögu brotaþola sem benti
til þess að orsökin væri önnur en kynmök. Vitnið kvað aðra áverka brotaþola
hafa komið heim og saman við tímasetningar sem hún gaf upp. Magn þessara áverka
benti til þess að einhvers konar átök hefðu átt sér stað. Þá benti staðsetning
þeirra ekki til þess að þeir hefðu komið við fall, heldur hefðu þeir frekar
verið eins og eftir tak. Vitnið kvað áverka á innanverðum hægri upphandlegg
hafa litið út eins og hann gæti verið eftir tennur, hefði áverkinn líkst
tannfari, en ekki bitfari. Marblettir á fótleggjum gætu hafa verið eftir tak og
taldi hann þá hafa verið innan við þriggja daga gamla. Sérstaklega spurt
svaraði vitnið því til að marblettir innanvert á hnjám báðum megin gætu hafa
verið eftir fall. Hann kvað rispur á baki geta hafa verið eftir að
brjóstahaldari hefði verið dreginn niður og far á bringu gæti hafa verið eftir
sogblett. Vitnið kvað það hafa verið mistök að þvagsýni skyldi ekki hafa verið
sent í eiturefnarannsókn, því að hugsanlega hefði verið hægt að greina hvort
brotaþola hefði verið byrlað ólyfjan.
B
kvensjúkdómalæknir staðfesti matsgerð sína fyrir dóminum. Vitnið kvað
sprungu við meyjarhaft tilkomna við að eitthvað hefði farið inn í leggöng
brotaþola og væru kynmök oftast orsök slíkra áverka. Það að sprungan rifnaði
upp við kvenskoðun benti til þess að kynmök hefðu átt sér stað tveimur til
þremur sólarhringum áður en skoðun fór fram. Þá væru meiri líkur á því að rof
yrði ef þurrkur væri í kynfærunum, þ.e. ef konan væri óundirbúin fyrir kynmök.
Vitnið kvað erfiðara að meta orsök sprungu við endaþarm. Slíkur áverki gæti
stafað af kynmökum eða einhvers konar innþrengingu, en einnig því að viðkomandi
hefði haft harðar hægðir. Hún kvað það vera meginniðurstöðu mats síns að kynmök
hefðu verið höfð við brotaþola, a.m.k. um leggöng. Marblettir á utanverðum
handleggjum brotaþola hefðu getað komið við að hún hafi reynt að verjast.
Marblettir á innanverðum hnjám eða lærum komi yfirleitt ekki nema fótum hafi
verið ýtt í sundur eða við samfarir. Marblettir sem komi við það að viðkomandi
reki sig á séu yfirleitt staðsettir á utanverðum fótleggjum. Vitnið kvaðst
telja óvíst um orsök áverka sem í skýrslu Neyðarmóttöku var talið vera tannfar
og kvaðst hún hafa talið það far vera eftir fingur. Loks kom fram hjá vitninu
að hægt væri að finna leifar af lyfjum eins og rohipnol og ketamín í þvagi í
allt að sjö daga eftir inntöku.
N sálfræðingur
gerði grein fyrir viðtölum sínum við brotaþola, sem hefði leitað til hennar
fyrir jól 2011 vegna vanlíðunar.
Þá kom faðir ákærða, O, fyrir dóminn sem vitni og lýsti líðan
ákærða eftir að málið kom upp.
Niðurstaða
Ákærða er gefin að sök nauðgun
með því að hafa haft samræði og endaþarmsmök við brotaþola sem ekki á að hafa
getað spornað við kynferðismökunum sökum ölvunar og svefndrunga eins og nánar
er rakið í ákærunni. Eru ákæruatriðin í
samræmi við frásögn brotaþola hjá lögreglu, en ákærði hefur frá upphafi neitað
sök. Hann og brotaþoli hafi ekki haft kynmök heldur hafi brotaþoli, sem ekki
hafi verið mikið undir áhrifum áfengis, sofnað á heimili hans og ekki vaknað
fyrr en undir morgun og þá farið á brott.
Eftir
að brotaþoli fór frá ákærða hafði hún fyrst samskipti við aðra er hún ræddi við
vinkonu sína á facebook klukkan 14:51 sama dag. Þau samskipti voru rakin hér að
framan. Um kvöldmatarleytið hringdi hún í systur sína og fór með henni á Neyðarmóttökuna.
Þar ræddi brotaþoli við hjúkrunarfræðing en vildi ekki láta skoða sig. Daginn
eftir fór hún aftur með systur sinni á Neyðarmóttökuna og var þar skoðuð, eins
og rakið var. Þann sama dag kveðst systir hennar einnig hafa séð sokkabuxur og
nærbuxur brotaþola á heimili hennar, sem hafi verið blóðugar. Á
Neyðarmóttökunni var brotaþoli beðin um að afhenda fötin, sem hún var í umrædda
nótt. Það gerði hún á hinn bóginn ekki heldur fargaði þeim um tveimur vikum
síðar, að eigin sögn. Samkvæmt vottorði
frá Neyðarmóttöku var brotaþoli við skoðun með tveggja cm rifu við meyjarhaft,
0,5 cm sár við endaþarm og þá áverka aðra sem í ákæru greinir. Samkvæmt
framangreindri matsgerð kvensjúkdómalæknis er líklegt að áverkana hafi hún
hlotið innan 72 klukkustunda. Þótt álykta megi að líklega hafi rifan komið til
umrædda nótt verður af læknisfræðilegum gögnum ekkert frekar um það fullyrt
hvenær rifan kom til. Síðan liðu 16 mánuðir þangað til brotaþoli kærði ákærða
til lögreglu. Gaf hún þá skýringu að hún hefði viljað „loka á þetta“, en hún
hefði síðan frétt að ákærði hefði nauðgað öðrum stúlkum og þá hefði hún fengið
samviskubit og ákveðið að kæra.
Það
er niðurstaða dómsins að framburður brotaþola við aðalmeðferð málsins, um það
að ákærði hafi haft við hana kynferðismök í greint sinn, sé í sjálfu sér ekki
ótrúverðugur, einkum þegar litið er til þeirra ummerkja sem í ákæru greinir og
kunna að hafa komið til vegna kynmaka við ákærða, auk þess sem brotaþoli hafði
samband við Neyðarmóttöku og hún og systir hennar báru að blóð hefði verið í
nærbuxum, sem brotaþoli hafi sýnt systur sinni.
Á
hinn bóginn verður að líta til þess að ákærði og brotaþoli eru ein til
frásagnar um hvað gerðist á heimili ákærða umrætt sinn. Er framburður ákærða
eindreginn um að kynferðismök hafi ekki átt sér stað. Fleira kemur þó til. Í
fyrsta lagi var framburður brotaþola annars vegar hjá lögreglu og hins vegar
fyrir dómi misvísandi um ölvunarástand sitt. Þannig bar hún hjá lögreglu 16.
janúar 2013 að hún hefði neytt „3,4,5“ drykkja áður en hún fór heim með ákærða.
Hún var þá spurð hvort hún ætti við bjór og jánkaði hún því en bætti við að hún
hefði líklega tekið skot „um 3 eða 2-3“. Hún bætti svo við að hún myndi ekki
mikið eftir þessu þar sem svo langt væri um liðið. Þá sagði lögreglumaðurinn: „En
þú ert alla vega með það á hreinu að þú hafir verið mjög ölvuð.“ Brotaþoli
svaraði játandi. Þá sagði lögreglumaðurinn: „Þú hefur fundið til mikilla svona
ölvunaráhrifa.“ Brotaþoli svaraði þessu einnig játandi. Fyrir dómi bar
brotaþoli á hinn bóginn að hún hefði einungis drukkið þrjá til fjóra drykki og
hefði hún aðeins verið farin að finna á sér.
Þá
styður framburður vitna, sem rakinn hefur verið, ekki framburð brotaþola um
mikla ölvun hennar heldur framburð ákærða um hið gagnstæða. Það gerir heldur
ekki frásögn sem skráð er eftir henni á Neyðarmóttökunni, þar sem haft er eftir
henni að kvöldi 12. september 2011 að hún hafi ekki verið búin að drekka mikið,
ef til vill tvo og hálfan bjór. Loks er haft eftir brotaþola í vottorði læknis
daginn eftir atvik að hún hafi allt í einu orðið drukknari en samsvaraði því
áfengismagni sem hún hefði drukkið. Hafi hana grunað að einhverju hefði verið
byrlað í drykk hennar á skemmtistaðnum umrætt kvöld. Hefur ekkert komið fram
við rannsókn og meðferð málsins sem styður þessar fullyrðingar brotaþola. Eins
og nú hefur verið rakið hefur framburður brotaþola um ölvun sína verið
misvísandi og styðst ekki við framburð vitna. Dómurinn metur því framburð
hennar ótrúverðugan að þessu leyti.
Loks
styður hegðun brotaþola eftir að hún fór frá ákærða ekki að henni hafi verið
nauðgað. Þannig virtist brotaþoli í áðurnefndum facebook-samskiptum sínum ekki
vera viss um hvort henni hefði verið nauðgað eða henni „riðið“, eins og rakið
var. Þá fargaði brotaþoli ætluðum sönnunargögnum og dró það svo í 16 mánuði að
kæra ákærða.
Á
ákæruvaldinu hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í
óhag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Af því sem að framan
hefur verið rakið er það niðurstaða dómsins að uppi sé slíkur vafi um sekt
ákærða að ekki sé hafið yfir skynsamlegan vafa, eins og áskilnaður er gerður um
í 1. mgr. 109. gr. laganna. Samkvæmt þessu verður að sýkna ákærða af kröfu um
sakfellingu, vísa einkaréttarkröfu frá dómi og leggja sakarkostnað á ríkissjóð.
Einn
dómenda, Ragnheiður Harðardóttir, er ósammála niðurstöðu meirihluta dómsins.
Telur hún framburð ákærða um að hann hafi ekki haft kynferðismök við brotaþola
í umrætt sinn ótrúverðugan, enda fái frásögn hennar að þessu leyti stoð í
læknisfræðilegum gögnum og vitnisburði kvensjúkdómalæknanna M og B, sem rakið
hefur verið. Hafi það verið niðurstaða matsgerðar B að áverki á meyjarhafti
brotaþola væri til marks um að einhvers konar kynmök hefðu átt sér stað um
leggöng innan 72 klukkustunda áður en hún gekkst undir réttarlæknisfræðilega
skoðun á Neyðarmóttöku. Þá hafi brotaþoli sýnt systur sinni blóðugar nærbuxur,
sem hún hefur borið að hafa klæðst þegar þetta var. Með vísan til framangreinds
telur dómarinn sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi haft kynferðismök við
brotaþola. Ákærða og brotaþola beri saman um að hún hafi sofnað þungum svefni á
heimili hans og telur dómarinn að leggja eigi til grundvallar frásögn þeirra um
að svo hafi verið. Þá styðji læknisfræðileg gögn í málinu og vitnisburður
kvensjúkdómalæknanna tveggja framburð brotaþola um að ákærði hafi beitt hana
harðræði við kynmökin. Í facebook-samskiptum við C daginn eftir atvikið hafi
brotaþoli lýst því að henni hafi verið „fokking nauðgað“ og komi fram í
lýsingum hennar í þeim samskiptum að ákærði hafi beitt hana ofbeldi. Þá hafi
brotaþoli lýst því að sokkabuxur hennar hefðu verið í tætlum eftir atvikið og
fái sá framburður stuðning í framburði systur hennar, sem kvað þær hafa verið
rifnar, m.a. í klofinu. Framburður vitna um líðan brotaþola eftir atvikið,
einkum föður hennar, systur og vinkonunnar I, þyki vera til marks um að hún
hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli í umrætt sinn. Loks þyki brotaþoli hafa gefið
trúverðugar skýringar á því fyrir dóminum hvers vegna hún dró að leggja fram
kæru í málinu. Að mati dómarans er framburður brotaþola trúverðugur, auk þess
að fá stoð í læknisfræðilegum gögnum og framburði vitna, sem rakið hafi verið.
Að sama skapi þykir framburður ákærða ótrúverðugur og í andstöðu við gögn
málsins um veigamikil atriði. Því eigi að leggja framburð brotaþola til
grundvallar í málinu. Samkvæmt framansögðu telur dómarinn sannað að ákærði hafi
haft kynferðismök við brotaþola og við það notfært sér að þannig var ástatt um
hana að hún gat ekki spornað við þeim og jafnframt beitt hana ofbeldi, svo sem
í ákæru greinir. Því beri að sakfella ákærða samkvæmt ákæru, gera honum
refsingu og dæma hann til að greiða brotaþola miskabætur.
Með
vísan til 2. mgr. 218. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 greiðist allur
sakarkostnaður úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða,
Guðrúnar Sesselju Arnardóttur hrl., 1.125.300 krónur, þóknun réttargæslumanns
brotaþola, Kolbrúnar Garðarsdóttur hdl., 306.900 krónur, og réttargæslumanns
við lögreglurannsókn málsins, Helgu Völu Helgadóttur hdl., 286.440 krónur. Við
ákvörðun þóknunar lögmanna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatt.
Með
vísan til 2. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála ber að vísa
einkaréttarkröfu A frá dómi.
Af
hálfu ákæruvaldsins flutti málið Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari.
Málið
dæmdu héraðsdómararnir Ragnheiður Harðardóttir, sem dómsformaður, Arngrímur
Ísberg og Hervör Þorvaldsdóttir.
Dómsorð:
Ákærði,
X, er sýkn af kröfum ákæruvaldsins.
Allur sakarkostnaður málsins,
þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur
hrl., 1.125.300 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola, Kolbrúnar
Garðarsdóttur hdl., 306.900 krónur, og
réttargæslumanns á rannsóknarstigi málsins, Helgu Völu Helgadóttur hdl.,
286.440 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Einkaréttarkröfu A er vísað frá
dómi. |
Mál nr. 298/2015 | Gjaldþrotaskipti Riftun Gjöf Óvenjulegur greiðslueyrir Skuldajöfnuður Skaðabætur | Þrotabú S ehf. krafðist riftunar á 19 nánar tilgreindum ráðstöfunum S ehf. til K ehf. sem fram fóru á síðustu sex mánuðum fyrir gjaldþrot S ehf. Þá gerði þrotabúið skaðabótakröfu á hendur K ehf., S, sem var stjórnarmaður og framkvæmdastjóri S ehf. en jafnframt eigandi K ehf., og J sem var stjórnarformaður S ehf. Var ekki talið að lagaskilyrði stæðu til þess, sbr. 131. gr., 134. gr. og 136. gr. sbr. 100. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., að rifta þeim 13 ráðstöfunum sem fóru fram á tímabilinu 30. apríl til 18. ágúst 2010. Þá var ekki talið að stjórnendur K ehf. hefðu mátt vera grandsamir um ógjaldfærni S ehf. fyrr en félagið hefði verið krafið um greiðslu gengistryggðs láns 30. ágúst 2010. Væri því skilyrði 141. gr. laganna um grandsemi um ógjaldfærni ekki uppfyllt fram að því tímamarki og kæmi af þeirri ástæðu ekki til greina að beita þeirri riftunarreglu um framangreindar ráðstafanir. Hvað varðaði þær sex ráðstafanir sem fóru fram eftir umrætt tímamark var, meðal annars með vísan til þess hvernig viðskiptasambandi aðilanna var háttað, hvorki talið að í þeim hefði falist gjöf í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991 né að þær hefðu verið inntar af hendi með óvenjulegum greiðslueyri, sbr. 134. gr. laganna. Af sömu ástæðum gætu þær ekki talist ótilhlýðilegar í skilningi 141. gr. laganna. Þá voru ekki talin uppfyllt þau skilyrði greinarinnar að ráðstafanirnar leiddu til þess að eignir þrotamanns væru ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiddu til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns. Voru K ehf., S og J því sýknaðir af kröfum þrotabús S ehf. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt
Bogason og Karl Axelsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar
22. apríl 2015. Endanlegar dómkröfur hans fyrir Hæstarétti eru þær að rift
verði eftirtöldum ráðstöfunum Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.,
samtals að fjárhæð 12.952.380 krónur: Gjöf með skuldajöfnuði 30. apríl 2010 að
fjárhæð 135.000 krónur, ráðstöfun 17. maí sama ár að fjárhæð 26.700 krónur, greiðsla
með skuldajöfnuði 20. maí sama ár að fjárhæð 1.602.142 krónur, gjöf með
skuldajöfnuði 20. maí sama ár að fjárhæð 9.397 krónur, ráðstöfun 3. júní sama
ár að fjárhæð 100.000 krónur, ráðstöfun 9. júní sama ár að fjárhæð 750.000
krónur, ráðstöfun 9. júní sama ár að fjárhæð 200.000 krónur, ráðstöfun 23. júní
sama ár að fjárhæð 2.555.207 krónur, ráðstöfun 28. júní sama ár að fjárhæð
302.535 krónur, ráðstöfun með skuldajöfnuði 1. júlí sama ár að fjárhæð 47.891
króna, ráðstöfun með skuldajöfnuði 1.
júlí sama ár að fjárhæð 225.900 krónur, ráðstöfun 19. júlí sama ár að fjárhæð
2.833.670 krónur, ráðstöfun 18. ágúst sama ár að fjárhæð 296.180 krónur,
ráðstöfun 2. september sama ár að fjárhæð 42.514 krónur, ráðstöfun 10.
september sama ár að fjárhæð 48.415 krónur, ráðstöfun 13. september sama ár að
fjárhæð 323.141 króna, ráðstöfun 16. september sama ár að fjárhæð 843.360
krónur, ráðstöfun 17. september sama ár að fjárhæð 975.000 krónur og ráðstöfun
með skuldajöfnuði 30. september sama ár að fjárhæð 1.635.328 krónur.
Þá krefst áfrýjandi þess að stefnda,
K.B. Umbúðum ehf., verði gert að greiða sér 12.952.380 krónur með dráttarvöxtum
samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. maí
2011 til greiðsludags. Einnig krefst hann þess að stefndu, Sigurði L.
Sævarssyni og Jóni Snorra Snorrasyni, verði óskipt gert að greiða sér 5.814.454
krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. maí
2011 til greiðsludags. Loks krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir
Hæstarétti óskipt úr hendi stefndu.
Stefndu krefjast staðfestingar
héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
I
Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi
var bú áfrýjanda, sem þá hét Sigurplast ehf., tekið til gjaldþrotaskipta 30.
september 2010 og var frestdagur 27. september sama mánaðar. Skiptastjóri
höfðaði mál þetta 8. desember 2011 til riftunar á grundvelli XX. kafla laga nr.
21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. á tuttugu og sjö nánar tilgreindum
ráðstöfunum sem fram fóru á síðustu sex mánuðunum fyrir gjaldþrotið. Þá gerði
áfrýjandi skaðabótakröfu á hendur stefnda K.B. Umbúðum ehf., stefnda Sigurði L.
Sævarssyni, sem var stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Sigurplasts ehf. fram að
upphafi gjaldþrotaskipta en jafnframt einn eigandi hlutafjár í stefnda K.B.
Umbúðum ehf. á sama tíma og stefnda Jóni Snorra Snorrasyni, sem var
stjórnarformaður Sigurplasts ehf. á sama tíma. Í hinum áfrýjaða dómi voru
stefndu sýknaðir af öllum kröfum áfrýjanda. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi
breytt kröfugerð sinni með framangreindum hætti og standa nú eftir 19
kröfuliðir þar sem krafist er riftunar. Þá hefur áfrýjandi lækkað fjárkröfur
sínar.
II
Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp
28. janúar 2015. Málinu var síðan áfrýjað 22. apríl 2015. Sameiginlegum
gagnaöflunarfresti fyrir Hæstarétti lauk 12. ágúst sama ár og málinu frestað samdægurs
til flutnings. Hinn 19. febrúar og 18. mars 2015 lagði áfrýjandi fram beiðnir
um að dómkvaddur yrði matsmaður til þess að meta nánar tiltekin atriði sem lutu
meðal annars að gjaldfærni Sigurplasts ehf. á árinu 2010 og verðlagningu á
vörum í viðskiptum málsaðila á síðustu sex mánuðum fyrir gjaldþrotið. Stefndu í máli þessu, sem voru matsþolar,
mótmæltu því að matsbeiðnirnar næðu fram að ganga. Gengu úrskurðir vegna beggja
matsbeiðna í Héraðsdómi Reykjavíkur 5. júní 2015 sem heimilaði dómkvaðningu
matsmanna. Staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu með dómum sínum 24. ágúst 2015 í málum nr. 431/2015 og
432/2015. Var matsmaður síðan dómkvaddur 30. september 2015. Skilaði hann
matsgerðum 15. og 19. janúar 2016 og sendi lögmaður áfrýjanda Hæstarétti þær
með bréfi 21. janúar sama mánaðar. Við munnlegan flutning málsins fyrir
réttinum 26. janúar 2016 mótmælti lögmaður stefndu því að þær fengju komist að
í málinu. Ekki eru uppfyllt skilyrði 1. mgr. 160. gr. laga nr. 91/1991 um
meðferð einkamála til framlagningar umræddra matsgerða. Koma þær því ekki til álita
við úrlausn þess.
III
Við munnlegan flutning málsins hefur
áfrýjandi teflt fram þeirri nýju málsástæðu að ráðstöfun sem fram fór með
skuldajöfnuði 30. september 2010 verði rift á grundvelli 139. gr. laga nr.
21/1991. Sú málsástæða fær ekki komist að í málinu, vegna skilyrða 2. mgr. 163.
gr. laga nr. 91/1991.
IV
Með vísan til forsendna hins áfrýjaða
dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að ekki standi lagaskilyrði til þess,
sbr. 131. gr., 134. gr. og 136. gr., sbr. 100. gr. laga nr. 21/1991, að rifta
þeim ráðstöfunum sem fram fóru 30. apríl, 17. og 20. maí, 3., 9., 23. og 28.
júní, 1. og 19. júlí og 18. ágúst 2010 en riftunarkröfur áfrýjanda byggja á
tilvitnuðum ákvæðum 131. gr. og 134. gr. og þá ýmist báðum eða stökum ákvæðum í
einstökum tilvikum, sbr. 100. gr. og 136. gr. vegna þeirra ráðstafana sem fram
fóru 30. apríl, 20. maí og 1. júlí 2010. Hvað varðar skilyrðið til beitingar
riftunarreglu 141. gr. sömu laga er til þess að líta að héraðsdómur, sem skipaður
var sérfróðum meðdómsmanni, komst að þeirri niðurstöðu, sem jafnframt samræmist
matsgerð 12. febrúar 2014, að stjórnendur stefnda K.B. Umbúða ehf., hafi ekki mátt
vera grandsamir um ógjaldfærni Sigurplasts ehf. fyrr en Arion banki hf. hafi
krafið félagið um greiðslu gengistryggðs láns með bréfi 30. ágúst 2010. Því
mati hefur ekki verið hnekkt og af því leiðir að skilyrði 141. gr. laganna um grandsemi
um ógjaldfærni er ekki uppfyllt fram að því tímamarki og kemur þegar af þeirri
ástæðu ekki til álita að þeirri riftunarreglu verði beitt um framangreindar
ráðstafanir.
Þær sex ráðstafanir sem fram fóru
eftir umrætt tímamark áttu sér stað á tímabilinu frá 2. til 30. september 2010
en síðastgreindan dag voru liðnir þrír dagar frá því að stjórnendur Sigurplasts
ehf. höfðu beðist gjaldþrotaskipta. Í
öllum tilvikum nema einu skiptu vörur um hendur gegn greiðslu peninga. Með
síðustu ráðstöfuninni sem fram fór 30. september 2010 greiddi Sigurplast ehf.
fyrir vöruúttekt 15. september sama ár með því að skuldajafna kröfu vegna
lagerþjónustu mánuðina janúar til september 2010. Með vísan til þess hvernig
viðskiptasambandi aðilanna var háttað og nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi,
sem og forsendna dómsins að öðru leyti verður hvorki á það fallist að í umræddum
ráðastöfunum hafi falist gjöf í skilningi 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 né eftir atvikum að þær hafi
verið inntar af hendi með óvenjulegum greiðslueyri, sbr. 1. mgr. 134. gr. sömu
laga. Af sömu ástæðum geta umræddar ráðstafanir ekki skoðast ótilhlýðilegar í
skilningi 141. gr. laganna. Stendur það mat héraðsdóms jafnframt óhaggað að
eignir Sigurplasts ehf. hafi ekki sannanlega rýrnað vegna þeirra viðskipta sem um
ræðir og bjuggu að baki þeim ráðstöfunum sem krafist er riftunar á. Að auki
hefur áfrýjandi því ekki sýnt fram á það að eignir þrotamannsins hafi ekki
verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða umræddar ráðstafanir leitt til
skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, sbr. 141. gr. laga nr. 21/1991.
Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið
verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Áfrýjandi greiði stefndu, hverjum fyrir
sig, málskostnað eins og nánar greinir í dómsorði.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur skal vera
óraskaður.
Áfrýjandi, Þrotabú Splasts ehf.,
greiði stefndu, K.B. Umbúðum ehf., Sigurði L. Sævarssyni og Jóni Snorra
Snorrasyni, hverjum fyrir sig, 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. janúar 2015.
Mál þetta, sem var dómtekið 9.
desember sl., var höfðað 8. desember 2011.
Stefnandi er þrotabú Splasts
ehf. (áður Sigurplast ehf.), Borgartúni 26 í Reykjavík.
Stefndu eru K.B. Umbúðir ehf.,
Barrholti 33 í Mosfellsbæ, Sigurður L. Sævarsson, Suðurmýri 4 á Seltjarnarnesi og Jón Snorri Snorrason, Suðurhlíð 38c í
Reykjavík.
Stefnandi krefst þess að rift
verði með dómi eftirfarandi ráðstöfunum stefnanda (þá Sigurplast ehf.) til
stefnda, K.B. Umbúða ehf., samtals að fjárhæð 15.959.518 krónur:
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
158.175 krónur.
Ráðstöfun Sigurplasts
ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð 135.033
krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
413.918 krónur.
[...]
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
739.383 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
51.233 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
162.675 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
26.408 krónur.
Gjöf Sigurplasts
ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð 201.825 krónur með skuldajöfnuði
þann 30. apríl 2010 að fjárhæð 2.500.299 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B Umbúða ehf., þann 17. maí 2010 að fjárhæð
65.886 krónur.
Greiðslu
Sigurplasts ehf. á skuld við stefnda, K.B. Umbúðir ehf., að fjárhæð 1.602.142
krónur með skuldajöfnuði þann 20. maí 2010 að fjárhæð 2.000.000 króna.
Gjöf Sigurplasts
ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð 60.599 krónur sem fólst í
skuldajöfnuði þann 20. maí 2010 að fjárhæð 2.000.000 króna.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 3. júní 2010 að fjárhæð
100.000 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 9. júní 2010 að fjárhæð
750.000 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 9. júní 2010 að fjárhæð
200.000 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 23. júní 2010 að fjárhæð
2.734.503 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 28. júní 2010 að fjárhæð
302.535 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., með skuldajöfnuði þann 1. júlí
2010 að fjárhæð 47.891 króna.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., með skuldajöfnuði þann 1. júlí
2010 að fjárhæð 225.900 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 19. júlí 2010 að fjárhæð
2.833.670 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 18. ágúst 2010 að fjárhæð
296.180 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 2. september 2010 að
fjárhæð 42.514 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 10. september 2010 að
fjárhæð 48.415 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 13. september 2010 að
fjárhæð 323.141 króna.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 16. september 2010 að fjárhæð
843.360 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 17. september 2010 að
fjárhæð 1.958.804 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., með skuldajöfnuði þann 30.
september 2010 að fjárhæð 1.635.328 krónur.
Þess er jafnframt krafist að
stefnda, K.B. Umbúðum ehf., verði gert að greiða stefnanda 6.671.360 krónur með
dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu
frá 26. maí 2011 til greiðsludags. Þess er einnig krafist að öllum stefndu
verði gert að greiða stefnanda óskipt (in solidum) 9.288.158 krónur með
dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu
frá 26. maí 2011 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi
stefndu sameiginlega.
Stefndu kröfðust þess aðallega
að málinu yrði vísað frá dómi en með úrskurði upp kveðnum 4. desember 2012 var
frávísunarkröfunni hafnað.
Stefndu krefjast nú sýknu af
öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar.
I
Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur
30. september 2010 var bú Sigurplasts ehf. tekið til gjaldþrotaskipta og var
Grímur Sigurðsson hrl. skipaður skiptastjóri búsins. Þann 30. október 2010 var
nafni félagsins breytt í Splast ehf. Frestdagur við skiptin er 27. september
2010, en þá barst dóminum beiðni fyrirsvarsmanna
félagsins um að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í beiðninni kemur fram að
stjórn félagsins hafi á fundi sínum 24. sama mánaðar ákveðið að gefa það upp
til gjaldþrotaskipta. Félagið geti ekki staðið í skilum við aðalkröfuhafa sinn,
Arion banka hf., sem telji sig eiga yfir eins milljarðs króna gjaldfallna kröfu
á hendur félaginu, en um sé að ræða lán með ólögmætri gengistryggingu sem hafi
valdið því að lánið margfaldaðist. Með bréfi 30. ágúst 2010 hafi bankinn skorað
á félagið að lýsa því yfir að það gæti greitt skuldina innan þriggja vikna en
ella gefa sig upp til gjaldþrotaskipta. Félagið eigi ekki fyrir skuldum miðað
við útreikninga bankans eða þá vexti sem nýlegur dómur Hæstaréttar mæli fyrir
um að greiða eigi af sambærilegum lánum, þrátt fyrir jákvætt tekjustreymi
félagsins, ágæta EBIDTu og góða framtíðarmöguleika.
Sigurplast og stefndi, K.B.
Umbúðir ehf., áttu í nokkrum viðskiptum á árinu 2010. Stefndi var með tvo
viðskiptareikninga í bókhaldi Sigurplasts ehf. þar sem sjá má færslur vegna
ýmissa viðskipta milli félaganna sem öll áttu sér stað á síðustu mánuðum fyrir
gjaldþrot Sigurplasts ehf. Heildarvelta umræddra viðskipta var um 20 milljónir
króna.
Skiptastjóri stefnanda fékk
endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young hf. til þess að fara yfir
framangreind viðskipti milli félaganna. Í skýrslu þess frá 31. janúar 2011 er
m.a. að finna yfirlit yfir viðskiptareikninga stefnda, K.B. Umbúða ehf. Þar
kemur fram að viðskipti aðila hafi í fyrsta lagi lotið að sölu Sigurplasts ehf.
á vörum til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þar sem vörur hafi verið seldar á
kostnaðarverði og í einhverjum tilvikum undir kostnaðarverði til stefnda
samkvæmt birgðabókhaldi Sigurplasts ehf. Þessar vörur hafi, samkvæmt fyrri
sölureikningum, verið seldar öðrum viðskiptavinum Sigurplasts ehf. með allt að
250% álagningu. Þannig hafi stefndi, K.B. Umbúðir ehf., verið gerður að
millilið í viðskiptasambandi Sigurplasts ehf. og viðskiptavina félagsins. Um
hafi verið að ræða viðskipti 21. apríl 2010 þegar Sigurplast ehf. hafi selt
stefnda, K.B. Umbúðum ehf., ýmsar vörur fyrir 2.500.299 krónur. Álagning
Sigurplasts ehf. á þessum vörum samkvæmt fyrri sölureikningum til ótengdra
viðskiptavina hafi verið frá 30% og upp í 250%, en vörurnar hafi verið seldar
stefnda á kostnaðarverði og í sumum tilvikum undir kostnaðarverði. Þann 17. maí
2010 hafi Sigurplast ehf. selt vörur til stefnda, K.B. Umbúða ehf., fyrir
284.822 krónur. Álagning Sigurplasts ehf. á þessar vörur samkvæmt fyrri
sölureikningum til ótengdra viðskiptavina hafi verið um 40% en einungis numið
um 8% til stefnda. Þann 10. september 2010 hafi Sigurplast ehf. enn selt vörur
til stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð 155.276 krónur. Álagning Sigurplasts
ehf. á þessa vöru samkvæmt fyrri sölureikningum til ótengdra viðskiptavina hafi
numið um 60% en einungis verið um 15% til stefnda.
Í öðru lagi hafi viðskiptin
lotið að kaupum Sigurplasts ehf. á vörum frá stefnda, K.B. Umbúðum ehf., þar
sem sams konar vörur hefðu áður verið fluttar inn beint af Sigurplasti ehf.
allt til haustmánaða 2009. Stefnda hafi hér einnig verið skotið inn á milli
viðskiptanna en við það hafi innkaupsverð varanna hækkað töluvert fyrir
Sigurplast ehf. Um hafi verið að ræða vörukaup 23. apríl 2010 fyrir 2.598.641
krónu, þann 17. maí 2010 fyrir 3.503.800 krónur, þann 23. júní 2010 fyrir
995.074 krónur, þann 19. júlí 2010 fyrir 2.833.670 krónur, þann 13. september
2010 fyrir 1.645.567 krónur, þann 15. september 2010 fyrir 1.653.328 krónur og
þann 16. september 2010 fyrir 843.360 krónur.
Í þriðja lagi sé um að ræða
viðskipti milli Sigurplasts ehf. og stefnda, K.B. Umbúða ehf., með svokallaða
ROPP tappa. Sigurplast ehf. hafi keypt 97.500 stk. af slíkum töppum af stefnda
fyrir 1.958.804 krónur, en þessir sömu tappar hafi áður verið í eigu
Sigurplasts ehf. og horfið af lager félagsins eftir að færð hefði verið 100.000
tappa birgðaminnkun í bókhaldi Sigurplasts ehf. Þegar tapparnir hafi upphaflega
borist Sigurplasti ehf. hafi komið í ljós að þeir væru ónothæfir.
Í fjórða lagi hafi stefndi, K.B.
Umbúðir ehf., gefið út reikning, dags. 27. maí 2010, að fjárhæð 3.520.000
krónur, stílaðan á Sigurplast ehf., vegna húsaleigu fyrir Völuteig 6 árið 2008
og sex mánaða tímabil árið 2009.
Í fimmta lagi sé svo um að ræða
viðskipti milli Sigurplasts ehf. og stefnda, K.B. Umbúða ehf., frá apríl til
júní 2010, en allar kröfur stefnda á hendur félaginu hafi verið greiddar fyrir
lok júnímánaðar 2010. Frá þeim tíma og til gjaldþrots Sigurplasts ehf. hafi
allar kröfur stefnda verið greiddar nær samstundis, með reiðufé. Sigurplast ehf.
hafi samtals greitt stefnda, K.B. Umbúðum ehf., 20.466.322 krónur á þessu
tímabili.
Skiptastjóri sendi stefnda, K.B.
Umbúðum ehf., bréf 26. apríl 2011, þar sem framangreindum viðskiptum var lýst
og krafist riftunar á greiðslum Sigurplasts ehf., auk endurgreiðslu þeirra
fjárhæða. Með bréfi stefnda, K.B. Umbúða ehf., dags. 16. maí 2011, var kröfum
stefnanda hafnað.
Í þinghaldi í máli þessu 24. maí
2013 lögðu stefndu, Sigurður og Jón Snorri, fram beiðni um dómkvaðningu
matsmanns í því skyni að afla mats á gjaldfærni Sigurplasts ehf. Stefnandi
mótmælti því að orðið yrði við beiðninni. Með úrskurði dómsins 5. júní sama ár
var fallist á að dómkvaddur skyldi matsmaður. Í þinghaldi 23. september sama ár
var Klemens Arnarson viðskiptafræðingur dómkvaddur til starfans og er matsgerð
hans dagsett 12. febrúar 2014.
Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu stefndu,
Sigurður L. Sævarsson og Jón Snorri Snorrason, auk vitnanna Klemens Arnarsonar
matsmanns, Guðjóns Norðfjörð, Hrólfs Þórs Valdimarssonar, Rögnvaldar Pálmasonar,
Kjartans H. Bragasonar, Sigríðar Súsönnu Friðriksdóttur, Baldurs Jónssonar,
Ragnars Þórs Ragnarssonar, Fannars Ólafssonar og Jóhönnu Gunnarsdóttur.
II
Málsástæður
stefnanda:
Kröfuliðir
1-8, 10 og 23
Stefnandi byggir á því að þær
ráðstafanir sem greint er frá í kröfuliðum nr. 1-8, 10 og 23, sem hafi átt sér
stað dagana 21. apríl, 17. maí og 10. september 2010, hafi verið gjafir
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., í skilningi 131. gr. laga nr.
21/1991. Þá taki almenna riftunarreglan í 141. gr. sömu laga einnig til
ráðstafananna.
Sigurplast ehf. hafi selt
stefnda, K.B. Umbúðum ehf., vörur ýmist á eða undir kostnaðarverði, en félagið
hafi samkvæmt fyrri sölureikningum selt viðskiptavinum sínum sömu vörur með
töluverðri álagningu. Gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.,
felist í mismun á söluverði félagsins til stefnda og því verði sem það hafi
selt öðrum viðskiptavinum sömu vörur á og verði þar af leiðandi að teljast
eðlilegt. Um eftirfarandi viðskipti hafi verið að ræða:
1. Sala Sigurplasts ehf. á
„180ml dósum IIC“ til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 fyrir
samtals 79.107 krónur. Kostnaðarverð sömu vara hafi verið 79.094 krónur.
Sigurplast ehf. hafi áður selt sömu vörur í svipuðu magni með 200% álagningu sem
myndi samsvara 237.282 krónum fyrir þann fjölda vara sem félagið hafi selt
stefnda. Mismunurinn á söluverði Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða
ehf., og söluverði félagsins til annarra viðskiptavina sé því áætlaður 158.175
krónur. Stefnandi byggi á því að þessi mismunur feli í sér gjöf Sigurplasts
ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.
2. Sala Sigurplasts ehf. á
„210ml dósum IIC“ til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 fyrir
samtals 435.410 krónur. Kostnaðarverð sömu vara hafi verið 435.453 krónur.
Sigurplast ehf. hafi áður selt sömu vörur í svipuðu magni með 31% álagningu sem
myndi samsvara 570.443 krónum fyrir þann fjölda vara sem félagið hafi selt
stefnda. Mismunurinn á söluverði Sigurplasts ehf. til stefnda og söluverði
félagsins til annarra viðskiptavina sé því áætlaður 135.033 krónur. Stefnandi
byggi á því að þessi mismunur feli í sér gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda,
K.B. Umbúða ehf.
3. Sala Sigurplasts ehf. á
„280ml dósum IIC“ til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 fyrir samtals
702.404 krónur. Kostnaðarverð sömu vara hafi verið 702.089 krónur. Sigurplast
ehf. hafi áður selt sömu vörur í svipuðu magni með 59% álagningu að meðaltali sem myndi samsvara 1.116.322 krónum
fyrir þann fjölda vara sem félagið hafi selt stefnda. Mismunurinn á söluverði
Sigurplasts ehf. til stefnda og söluverði félagsins til annarra viðskiptavina
sé því áætlaður 413.918 krónur. Stefnandi byggi á því að þessi mismunur feli í
sér gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.
5. Sala Sigurplasts ehf. á
„180-330ml lokum“ til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 fyrir
samtals 369.600 krónur. Kostnaðarverð sömu vara hafi verið 369.661 króna.
Sigurplast ehf. hafi áður selt sömu vörur með um 200% álagningu sem myndi svara
til 1.108.983 króna fyrir þann fjölda vara sem félagið hafi selt stefnda.
Mismunurinn á söluverði Sigurplasts ehf. til stefnda og söluverði félagsins til
annarra viðskiptavina sé því áætlaður 739.383 krónur. Stefnandi byggir á því að
þessi mismunur feli í sér gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.
6. Sala Sigurplasts ehf. á
„500ml lokum“ til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 fyrir samtals
18.865 krónur. Kostnaðarverð sömu vara hafi verið 23.366 krónur. Sigurplast
ehf. hafi ekki áður selt sömu vörur, en algengt gangverð varanna hafi verið með
200% álagningu sem myndi svara til 70.098 króna fyrir þann fjölda vara sem
félagið hafi selt stefnda. Mismunurinn á söluverði Sigurplasts ehf. til stefnda
og gangverði varanna sé því áætlaður 51.233 krónur. Stefnandi byggi á því að
þessi mismunur feli í sér gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.
7. Sala Sigurplasts ehf. á
„280ml dósum IIC“ til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 fyrir
samtals 184.467 krónur. Kostnaðarverð sömu vara hafi verið 228.383 krónur.
Sigurplast ehf. hafi áður selt sömu vörur í svipuðu magni með 52% álagningu að
meðaltali sem myndi svara til 347.142 króna fyrir þann fjölda vara sem félagið
hafi selt stefnda. Mismunurinn á söluverði Sigurplasts ehf. til stefnda og söluverði
félagsins til annarra viðskiptavina sé því áætlaður 162.675 krónur. Stefnandi
byggi á því að þessi mismunur feli í sér gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda,
K.B. Umbúða ehf.
8. Sala Sigurplasts ehf. á
„280ml lokum“ til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 fyrir samtals
69.414 krónur. Kostnaðarverð sömu vara hafi verið 69.436 krónur. Sigurplast
ehf. hafi áður selt sömu vörur í svipuðu magni með 38% álagningu að meðaltali
sem myndi svara til 95.822 króna fyrir þann fjölda vara sem félagið hafi selt
stefnda. Mismunurinn á söluverði Sigurplasts ehf. til stefnda og söluverði
félagsins til annarra viðskiptavina sé því áætlaður 26.408 krónur. Stefnandi
byggi á því að þessi mismunur feli í sér gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda,
K.B. Umbúða ehf.
10. Sala Sigurplasts ehf. á
„Hands. filmum“ til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 17. maí 2010 fyrir samtals
223.773 krónur. Kostnaðarverð sömu vara hafi verið 210.471 króna. Sigurplast
ehf. hafi áður selt sömu vörur í svipuðu magni með um 40% álagningu, sem myndi
svara til 294.659 króna fyrir þann fjölda vara sem félagið hafi selt stefnda.
Mismunurinn á söluverði Sigurplasts ehf. til stefnda og söluverði félagsins til
annarra viðskiptavina sé því áætlaður 65.886 krónur. Stefnandi byggi á því að
þessi mismunur feli í sér gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.
23. Sala Sigurplasts ehf. á
„100ml PET POWER“ til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 10. september 2010 fyrir
samtals 123.726 krónur. Kostnaðarverð sömu vara hafi verið 107.588 krónur.
Sigurplast ehf. hafi áður selt sömu vörur í svipuðu magni með 60% álagningu,
sem myndi svara til 172.141 krónu fyrir þann fjölda vara sem félagið hafi selt
stefnda. Mismunurinn á söluverði Sigurplasts ehf. til stefnda og söluverði
félagsins til annarra viðskiptavina sé því áætlaður 48.415 krónur. Stefnandi
byggi á því að þessi mismunur feli í sér gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda,
K.B. Umbúða ehf.
Fjárhæð þeirra verðmæta sem hafi
verið gefin stefnda, K.B. Umbúðum ehf., og þar með tap stefnanda, vegna þessara
liða hafi numið samtals 1.801.126 krónum.
Samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laga
nr. 21/1991 megi krefjast riftunar á gjafagerningi ef gjöfin var afhent á
síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Framangreindar ráðstafanir hafi átt sér
stað dagana 21. apríl, 17. maí og 10. september 2010, á síðustu sex mánuðum
fyrir frestdag. Öll önnur skilyrði riftunar samkvæmt ákvæðinu séu uppfyllt.
Gjafirnar hafi rýrt eignir skuldara. Af ráðstöfununum hafi leitt að eignir
stefnanda hafi rýrnað um mismuninn á söluverði Sigurplasts ehf. á vörunum til
stefnda, K.B. Umbúða ehf., og söluverði Sigurplasts ehf. til annarra
viðskiptavina, samtals að fjárhæð 1.801.126 krónur. Gjafirnar hafi leitt til
auðgunar móttakanda. Með þeim hafi stefndi, K.B. Umbúðir ehf., komist hjá því
að greiða eðlilegt gangverð fyrir vörur sem hann hafi fengið ýmist á eða undir
kostnaðarverði. Með gjöfunum hafi stefndi auðgast um mismuninn á eðlilegu
gangverði varanna og því verði sem þær hafi verið seldar honum, eða um samtals
1.801.126 krónur. Þá hafi gjafatilgangur verið fyrir hendi. Ljóst sé að það
þjóni engum viðskiptalegum eða rekstrarlegum tilgangi að selja vörur á eða
undir kostnaðarverði. Vörurnar hafi því verið seldar í gjafatilgangi. Því beri,
samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991, að rifta framangreindum ráðstöfunum
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð 1.801.126 krónur
Skilyrði riftunar samkvæmt 141.
gr. laga nr. 21/1991 sé einnig uppfyllt hvað greiðslurnar í kröfuliðum 1-8, 10
og 23 varði. Samkvæmt greininni megi krefjast riftunar ráðstafana sem á
ótilhlýðilegan hátt séu kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiði til
þess að eignir þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða
leiði til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, ef þrotamaðurinn var ógjaldfær
eða varð það vegna ráðstöfunarinnar og sá sem hafði hag af henni vissi eða
mátti vita um ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að
ráðstöfunin væri ótilhlýðileg.
Skilyrði riftunar samkvæmt
ákvæðinu séu fjögur: 1. að ráðstöfunin hafi verið ótilhlýðileg, 2. að
ótilhlýðilega ráðstöfunin falli í einn af þremur upptöldum flokkum í ákvæðinu,
3. að skuldari hafi verið ógjaldfær og 4. að sá sem hag hefði af ráðstöfuninni
hafi vitað eða mátt vita um ógjaldfærni og þær aðstæður sem leitt hafi til
ótilhlýðileika ráðstöfunarinnar. Stefnandi telji framangreind skilyrði vera
uppfyllt. Ráðstafanir Sigurplasts ehf. hafi verið ótilhlýðilegar. Með þeim hafi
félagið selt stefnda, K.B. Umbúðum ehf., vörur ýmist á eða undir kostnaðarverði
á sama tíma og það hefði getað selt sömu vörur á gangverði með hefðbundinni
álagningu. Mismunurinn á söluverði Sigurplasts ehf. til stefnda og söluverði
þess til annarra viðskiptavina sé áætlaður samtals 1.801.126 krónur. Á sama
tíma hafi félagið verið ógjaldfært og í miklum lausafjárvanda. Þessi
ótilhlýðilega ráðstöfun hafi leitt til þess að verðmæti að andvirði 1.801.126
krónur hafi ekki verið til fullnustu fyrir aðra kröfuhafa stefnanda. Stefnandi
og kröfuhafar hans hafi því orðið fyrir tjóni sem nemi tilgreindri fjárhæð. Um
ógjaldfærni Sigurplasts ehf. verði nánar fjallað síðar. Þá byggi stefnandi á
því að vegna sömu tengsla og valdi því að stefndi, K.B. Umbúðir ehf., teljist
nákominn stefnanda, sbr. 3. gr. laga nr. 21/1991, hafi fyrirsvarsmenn stefnda
vitað eða mátt vita um ógjaldfærni félagsins og þær aðstæður sem leitt hafi til
þess að ráðstöfunin hafi verið ótilhlýðileg. Af framangreindu leiði að
fyrrnefndar ráðstafanir, samtals að fjárhæð 1.801.126 krónur, séu riftanlegar
samkvæmt 141. gr. laga nr. 21/1991.
Kröfuliður
9
Stefnandi telji að í
skuldajöfnuði frá 30. apríl 2010 milli Sigurplasts ehf. og stefnda, K.B. Umbúða
ehf., að fjárhæð 2.500.299 krónur, sbr. kröfulið nr. 9, hafi falist gjöf
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð 201.825 krónur, sbr.
131. gr. laga nr. 21/1991. Þá telji stefnandi að almenna riftunarreglan í 141.
gr. sömu laga taki til ráðstöfunarinnar. Með skuldajöfnuðinum hafi kröfu
Sigurplasts ehf., að fjárhæð 2.500.299 krónur, sem tilkomin hafi verið vegna
sölu á ýmsum vörum til stefnda þann 21. apríl 2010, verið skuldajafnað við
kröfu stefnda að fjárhæð 2.598.641 króna, sem hafi verið tilkomin vegna
vörukaupa Sigurplasts ehf. þann 23. apríl 2010.
Samkvæmt 136. gr. laga nr.
21/1991 gildi ákvæði um riftun greiðslu einnig um skuldajöfnuð ef ekki mætti
beita honum samkvæmt 100. gr. sömu laga. Í síðastnefndri grein segi að hver sá
sem skuldi þrotabúinu geti dregið það frá sem hann eigi hjá því hvernig sem
skuld og gagnkröfu sé varið ef lánardrottinn hefur eignast kröfuna áður en þrír
mánuðir voru til frestdags, hvorki vitað né mátt vita að þrotamaðurinn átti
ekki fyrir skuldum og ekki fengið kröfuna til að skuldajafna, enda hafi krafa
þrotabúsins á hendur honum orðið til fyrir frestdag.
Stefnandi byggi á því að
skuldajöfnuðurinn frá 30. apríl 2010 hafi ekki uppfyllt skilyrði skuldajafnaðar
samkvæmt 100. gr. laga nr. 21/1991. Stefnandi telji annars vegar að skilyrði
100. gr., um að lánardrottinn hafi hvorki vitað né mátt vita að þrotamaðurinn
ætti ekki fyrir skuldum, sé ekki uppfyllt. Þegar skuldajöfnuðurinn hafi farið
fram hafi Sigurplast ehf. löngu verið orðið ógjaldfært og það hafi stefndi,
K.B. Umbúðir ehf., og fyrirsvarsmenn þess mátt vita, enda sé stefndi, K.B.
Umbúðir ehf., nákominn þrotamanni í skilningi 3. gr. laga nr. 21/1991. Um
ógjaldfærni Sigurplasts ehf. og tengsl þess við stefnda, K.B. Umbúðir ehf.,
verði nánar fjallað síðar. Hins vegar telji stefnandi ekki uppfyllt það
skilyrði 100. gr. að stefndi hafi ekki fengið kröfu sína til að skuldajafna.
Augljóst sé að krafa stefnda, K.B Umbúða ehf., frá 23. apríl 2010, sem stofnast
hafi tveimur dögum á eftir kröfu Sigurplasts ehf., hafi eingöngu verið stofnuð
í þeim tilgangi að skuldajafna, enda sé fjárhæð krafnanna nánast hin sama. Af
þessum sökum sé ráðstöfunin sem falist hafi í skuldajöfnuðinum frá 30. apríl
2010 riftanleg, sbr. 136. gr. laga nr. 21/1991.
Stefnandi byggi á því að í
skuldajöfnuðinum frá 30. apríl 2010 hafi falist gjöf að fjárhæð 201.825 krónur
og krefjist hann þess að þeirri fjárhæð verði rift á grundvelli 1. mgr. 131.
gr. laga nr. 21/1991. Líkt og fyrr greini hafi Sigurplast ehf. árið 2010 hafið
að kaupa vörur af stefnda, K.B. Umbúðum ehf., sem félagið hafi flutt beint inn
til landsins allt til haustmánaða ársins 2009. Við þetta hafi innkaupsverð
þeirra vörutegunda sem Sigurplast ehf. hafi keypt af stefnda orðið um 100-300%
hærra en í viðskiptum félagsins með sömu vörutegundir áður en stefnda hafi
verið skotið inn í viðskiptasambandið sem millilið. Skuldajöfnuðurinn frá 30.
apríl 2010 hafi m.a. verið notaður til að greiða fyrir kaup Sigurplasts ehf. á
13.500 einingum af „úðadælu 35/410“ frá stefnda, K.B. Umbúðum ehf., þann 23.
apríl 2010 fyrir samtals 405.000 krónur. Sigurplast ehf. hafi áður keypt inn
sömu vörur og þá greitt 203.175 krónur fyrir sama magn. Mismunurinn á kaupverði
Sigurplasts ehf. frá stefnda, K.B. Umbúðum ehf., og því verði sem félagið hafi
áður keypt vörurnar á sé því áætlaður 201.825 krónur. Stefnandi byggi á því að
í þessum mismun hafi falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.
Skuldajöfnuðurinn hafi átt sér
stað á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Öll önnur áðurnefnd skilyrði
riftunar samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 séu einnig uppfyllt. Af
skuldajöfnuðinum hafi leitt að eignir stefnanda hafi rýrnað um mismuninn á
kaupverði Sigurplasts ehf. á vörunum frá stefnda og því verði sem félagið hafi
áður keypt sömu vörur á, samtals að fjárhæð 201.825 krónur. Með gjöfinni hafi
stefndi, K.B. Umbúðir ehf., auðgast um sömu fjárhæð. Þá sé ljóst að það þjóni
að óbreyttu engum viðskiptalegum eða rekstrarlegum tilgangi að skjóta þriðja
aðila inn í viðskiptasambönd félags þannig að innkaupsverð þess á vörum hækki
umtalsvert. Vörurnar hafi því verið seldar í gjafatilgangi. Beri því, skv. 1.
mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991, að rifta framangreindri ráðstöfun Sigurplasts
ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð 201.825 krónur.
Öll skilyrði riftunar samkvæmt
141. gr. laga nr. 21/1991, sem áður hafi verið rakin, séu uppfyllt hvað
ráðstöfunina varði. Stefnda, K.B. Umbúðum ehf., hafi verið skotið inn í
viðskiptasamband Sigurplasts ehf. og þeirra aðila sem félagið hafi áður keypt
sömu vörur af. Þannig hafi stefndi, K.B. Umbúðir ehf., notfært sér
viðskiptasambönd Sigurplasts ehf. til að auðgast um talsverða framlegð af
þessum vörum. Með ráðstöfuninni hafi Sigurplast ehf. greitt fyrir þessa auðgun
stefnda sem hafi verið samtals að fjárhæð 201.825 krónur. Á sama tíma hafi
Sigurplast ehf. verið ógjaldfært og í miklum lausafjárvanda. Þessi
ótilhlýðilega ráðstöfun hafi leitt til þess að 201.825 krónur hafi ekki verið
til fullnustu fyrir aðra kröfuhafa stefnanda. Stefnandi og kröfuhafar hans hafi
því orðið fyrir tjóni sem nemi tilgreindri upphæð. Stefnandi telji því að
skilyrði um ótilhlýðilega ráðstöfun sé uppfyllt, enda augljóst að greiðslan
hafi verulega raskað jafnræði kröfuhafa. Um ógjaldfærni Sigurplasts ehf. og
vitneskju stefnda verði fjallað síðar. Af framangreindu leiði að ráðstöfunin að
fjárhæð 201.825 krónur sé riftanleg samkvæmt 141. gr. laga nr. 21/1991.
Kröfuliðir
11 og 12
Varðandi kröfu um riftun
ráðstafana í kröfuliðum 11 og 12 byggi stefnandi á því að í skuldajöfnuði frá
20. maí 2010 að fjárhæð 2.000.000 króna hafi falist 60.599 króna gjöf
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., sem rifta skuli á grundvelli 1.
mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Þá hafi í skuldajöfnuðinum falist greiðsla á
1.602.142 króna skuld Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., fyrr en
eðlilegt hafi verið og í óeðlilegum greiðslueyri. Stefnandi krefjist þess að
þeirri fjárhæð verði rift á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991, sbr.
136. gr. sömu laga. Að lokum telji stefnandi að almenna riftunarreglan í 141.
gr. laga nr. 21/1991 taki til allra framangreindra ráðstafana.
Með skuldajöfnuðinum hafi kröfu
stefnda á hendur Sigurplasti ehf. að fjárhæð 1.602.142 krónur, sem hafi verið
tilkomin vegna kaupa Sigurplasts ehf. á ýmsum vörum hjá stefnda 17. maí 2010,
verið skuldajafnað við kröfu Sigurplasts ehf. á hendur stefnda að fjárhæð
2.000.000 króna, sem hafi verið tilkomin vegna greiðslu Sigurplasts ehf. á skuld
stefnda við TVG Zimsen ehf. þann 20. maí 2010.
Framangreindur skuldajöfnuður
hafi ekki uppfyllt skilyrði skuldajafnaðar samkvæmt 100. gr. laga nr. 21/1991
og sé því riftanlegur á framangreindum grundvelli, sbr. 136. gr. laganna. Þegar
hann hafi farið fram hafi Sigurplast ehf. löngu verið orðið ógjaldfært. Það
hafi stefndi, K.B. Umbúðir ehf., mátt vita, enda nákominn þrotamanni. Þar af
leiðandi hafi skilyrði 100. gr. laga nr. 21/1991, um að lánardrottinn hafi
hvorki vitað né mátt vita að þrotamaðurinn ætti ekki fyrir skuldum, ekki verið
uppfyllt hvað skuldajöfnuðinn varði. Þá byggi stefnandi jafnframt á því að
þegar í skuldajöfnuði felist greiðsla á skuld í óvenjulegum greiðslueyri séu
skilyrði 100. gr. þegar af þeim ástæðum ekki uppfyllt.
Skuldajöfnuðurinn hafi m.a.
verið notaður til að greiða fyrir kaup Sigurplasts ehf. á 1.530 einingum af
„tappa 61mm UN“ af stefnda þann 17. maí 2010 fyrir 66.007 krónur. Sigurplast
ehf. hafi áður keypt inn sömu vörur og hafi þá greitt 29.636 krónur fyrir sama
magn. Mismunurinn á kaupverði Sigurplasts ehf. frá stefnda og því verði sem
félagið hafi áður keypt vörurnar á sé því áætlaður 36.371 króna. Stefnandi
byggi á því að í þessum mismun hafi falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda.
Einnig hafi verið um að ræða kaup Sigurplasts ehf. á 340 einingum af „tappa
61mm klór“ frá stefnda 17. maí 2010 fyrir 43.598 krónur. Sigurplast ehf. hafi
áður keypt inn sömu vörur og hafi þá greitt 19.370 krónur fyrir sama magn.
Mismunurinn á kaupverði félagsins frá stefnda og því verði sem það hafi áður
keypt vörurnar á sé því áætlaður 24.228 krónur. Stefnandi byggi á því að í
þessum mismun hafi falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.
Tap stefnanda vegna
framangreindra viðskipta hafi verið samtals 60.599 krónur. Stefnandi byggi á því að í viðskiptunum hafi falist gjöf
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., en þau hafi átt sér stað á
síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Öll önnur áðurnefnd skilyrði riftunar
samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 séu einnig uppfyllt. Með gjöfunum
hafi stefndi auðgast um mismuninn á kaupverði Sigurplasts ehf. á vörunum frá
stefnda og því verði sem félagið hafi áður keypt sömu vörur á. Auðgun stefnda
vegna gjafarinnar hafi því verið samtals 60.599 krónur. Þá sé ljóst að eignir
stefnanda hafi rýrnað um sömu fjárhæð. Að lokum sé ljóst að það þjóni ekki
viðskiptalegum eða rekstrarlegum tilgangi að skjóta þriðja aðila inn í
viðskiptasambönd félags þannig að innkaupsverð þess á vörum hækki umtalsvert.
Ráðstafanirnar hafi því verið viðhafðar í gjafatilgangi. Beri því skv. 1. mgr.
131. gr. laga nr. 21/1991 að rifta 60.599 krónum af framangreindum
skuldajöfnuði milli Sigurplasts ehf. og stefnda, K.B. Umbúða ehf.
Samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga
nr. 21/1991 megi krefjast riftunar á greiðslu skuldar á síðustu sex mánuðum
fyrir frestdag ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri, fyrr en eðlilegt var
eða greidd var fjárhæð sem hefur skert greiðslugetu þrotamannsins verulega,
nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum.
Sigurplast ehf. hafi verið í
reikningi hjá stefnda, K.B. Umbúðum ehf. Fyrir lok júnímánaðar 2010 hafi
félagið greitt allar kröfur stefnda, K.B. Umbúða ehf., á hendur sér. Sigurplast
ehf. hafi notað framangreindan skuldajöfnuð til að greiða útistandandi skuld
við stefnda, K.B. Umbúðir ehf., að fjárhæð 1.602.142 krónur. Þegar umræddur
skuldajöfnuður hafi farið fram hafi Sigurplast ehf. verið byrjað að vanefna
gjaldfallnar skuldir sínar, enda hafi félagið þá verið orðið ógjaldfært. Á
þessum tíma hafi þannig verið fyrirséð að Sigurplast ehf. gæti ekki greitt
allar skuldir sínar þegar þær féllu í gjalddaga. Sigurplast ehf. hafi m.a.
skuldað Arion Banka hf. þrjú lán, með gjalddaga fyrstu afborgana 10. ágúst
2008, 10. apríl 2009 og 10. júní 2009. Gjalddagar síðari afborgana skyldu síðan
vera á þriggja mánaða fresti. Fyrir liggi að Sigurplast ehf. hafi einungis
greitt lítinn hluta af þessum afborgunum. Þannig sé ljóst að Sigurplast ehf.
hafi vanefnt verulegar skuldbindingar sem allar hafi fallið í gjalddaga
talsvert löngu áður en Sigurplast ehf. hafi greitt kröfur stefnda enda hafi
félagið þá verið orðið ógjaldfært. Þrátt fyrir þetta hafi framangreind krafa
stefnda verið greidd að fullu. Krafa stefnda hafi þannig verið meðhöndluð með
allt öðrum hætti en meginþorri skuldbindinga Sigurplasts ehf. við aðra
lánardrottna. Framangreindur skuldajöfnuður félagsins við stefnda, K.B. Umbúðir
ehf., hafi verið stefnda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa. Með
skuldajöfnuðinum hafi kröfuhöfum Sigurplasts ehf. augljóslega verið mismunað.
Þá sé ljóst að Sigurplast ehf. hafi ekki verið gjaldfært þegar félagið hafi
ráðstafað greiðslunni til K.B. Umbúða ehf. Í ljósi alls framangreinds hafi
skuld Sigurplasts ehf. við stefnda, K.B. Umbúðir ehf., verið greidd fyrr en
eðlilegt hafi verið.
Þá sé til þess að líta að
framangreind krafa stefnda, K.B. Umbúða ehf., hafi verið greidd með kröfu
Sigurplasts ehf. á hendur stefnda sem hafi verið tilkomin vegna greiðslu
Sigurplasts ehf. á skuld stefnda við þriðja mann. Ekki sé gögnum til að dreifa
sem sýni fram á að samið hafi verið fyrir fram um að viðskiptum milli aðila
skyldi háttað á þennan veg. Þá fáist heldur ekki séð að háttur viðskiptanna
eigi sér hliðstæðu í viðskiptum Sigurplasts ehf. við aðra aðila. Verði því að
líta svo á að í framangreindum skuldajöfnuði hafi einnig falist greiðsla í
óvenjulegum greiðslueyri, sbr. 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.
Þegar framangreindar greiðslur
séu metnar saman með greiðslunum í kröfuliðum nr. 13-22 og 24-27 sé ljóst að um
verulega fjárhæð sé að ræða. Þótt hið gjaldþrota félag hafi fyrir löngu verið
orðið ógjaldfært í ágúst og september 2010 sé samt sem áður ljóst að greiðslur
að fjárhæð samtals 12.293.826 krónur hafi skert greiðslugetu hins gjaldþrota
félags verulega frá því sem fyrir hafi verið. Ráðstafanirnar séu því einnig riftanlegar
á grundvelli þess skilyrðis 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 að fjárhæðin hafi
skert greiðslugetu þrotamannsins verulega. Beri því skv. 1. mgr. 134. gr. laga
nr. 21/1991 að rifta framangreindri ráðstöfun sem hafi falist í skuldajöfnuði
milli Sigurplasts ehf. og stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð samtals
1.602.142 krónur.
Þá séu öll skilyrði riftunar
samkvæmt 141. gr. laga nr. 21/1991 uppfyllt hvað ráðstöfunina í kröfulið nr. 11
að fjárhæð 60.599 krónur varði, með sömu rökum og vísað sé til að framan
varðandi það lagaákvæði. Beri því að rifta þeirri fjárhæð á grundvelli þess
ákvæðis. Þá hafi Sigurplast ehf. notað óvenjulegan greiðslueyri með
skuldajöfnuðinum til að greiða skuld við stefnda, K.B. Umbúðir ehf., að fjárhæð
samtals 1.602.142 krónur, á sama tíma og félagið hafi verið ógjaldfært og í
miklum lausafjárvanda. Beri því einnig, með vísan til sömu röksemda, að rifta
þeirri fjárhæð á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991.
Kröfuliðir 13-16
Stefnandi telji ráðstafanir í
kröfuliðum 13-16, samtals að fjárhæð 3.784.503 krónur, riftanlegar, en um sé að
ræða greiðslur Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 3. júní
2010 að fjárhæð 100.000 krónur, þann 9. júní 2010 að fjárhæð 750.000 krónur,
þann 9. júní 2010 að fjárhæð 200.000 krónur og þann 23. júní 2010 að fjárhæð
2.734.503 krónur. Stefnandi byggi á því að í framangreindum ráðstöfunum hafi
falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., sbr. 131. gr. laga
nr. 21/1991. Þá hafi í ráðstöfununum einnig falist greiðsla fyrr en eðlilegt
hafi verið, sbr. 1. mgr. 134. gr. sömu laga. Að lokum telji stefnandi að
almenna riftunarreglan í 141. gr. laganna taki til ráðstafananna.
Framangreindar ráðstafanir,
samtals að fjárhæð 3.784.503 krónur, hafi allar verið notaðar til að greiða fyrir
viðskipti Sigurplasts ehf. við stefnda, K.B. Umbúðir ehf., að fjárhæð samtals
3.787.677 krónur. Þann 27. maí 2010 hafi stefndi gefið út reikning fyrir
húsaleigu vegna Völuteigs 6, vegna ársins 2008 og sex mánaða tímabils vegna
ársins 2009. Reikningurinn hafi verið stílaður á Sigurplast ehf. og verið að
fjárhæð 3.520.000 krónur. Þessi leiga hafi áður verið gjaldfærð af Sigurplasti
ehf. og færð til skuldar við RP Consulting ehf. sem hafi verið úrskurðað
gjaldþrota 3. febrúar 2010. Skuldin hafi engu að síður verið færð af
viðskiptareikningi RP Consulting ehf. yfir á viðskiptareikning stefnda 27. maí
2010. Svo virðist sem átt hafi sér stað kröfuhafaskipti á kröfu RP Consulting
ehf. tæpum fjórum mánuðum eftir gjaldþrot þess félags, en án aðkomu þrotabús
þess. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Sigurplasts ehf. sé krafan til komin
vegna leigu fyrir húsnæði sem RP Consulting ehf. hafi haft undir sinn lager.
Framangreindur reikningur virðist ekki hafa tengst rekstri Sigurplasts ehf. með
neinum hætti. Upphafleg skuld Sigurplasts ehf. við RP Consulting ehf. sé því
tilhæfulaus og framsal kröfunnar frá þrotabúi RP Consulting ehf. til stefnda sé
ólögmætt. Stefnandi telji því að greiðsla reikningsins hafi verið gjöf
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.
Þá sé um að ræða kaup
Sigurplasts ehf. á 10.350 einingum af „tappa 61mm UN“ frá stefnda, K.B. Umbúðum
ehf., þann 23. júní 2010 fyrir samtals 468.157 krónur. Kaupin hafi verið hluti
af stærri pöntun að fjárhæð samtals 995.074 krónur. Sigurplast ehf. hafi áður keypt
inn sömu vörur og þá greitt 200.480 krónur fyrir sama magn. Mismunurinn á
kaupverði Sigurplasts ehf. frá stefnda og því verði sem félagið hafi áður keypt
vörurnar á sé því áætlaður 267.677 krónur. Stefnandi byggi á því að í þessum
mismun hafi einnig falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.
Tap stefnanda vegna
framangreindra viðskipta hafi verið samtals 3.787.677 krónur. Ekki sé með góðu
móti hægt að tilgreina nákvæmlega með hvaða greiðslu frá Sigurplasti ehf. hafi
verið greitt fyrir ofangreind viðskipti en stefnandi leggi til grundvallar að
ráðstöfunum hafi ávallt verið varið til greiðslu á skuld vegna elstu
viðskiptanna. Vart þurfi að taka fram að einstökum ráðstöfunum hafi ekki verið
varið til greiðslu á viðskiptum sem hafi átt sér stað eftir að greiðslum hafi
verið ráðstafað. Eins og sjáist sé gjöfin 3.174 krónum hærri en greiðslurnar
sem hafi verið inntar af hendi fyrir hana. Stefnandi geti ekki með góðu móti
fundið í hvaða greiðslum þessar 3.174 krónur felist og verði því hvorki gerð
krafa um riftun né endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar.
Framangreindar ráðstafanir hafi
verið gjöf stefnanda til stefnda, K.B. Umbúða ehf., en þær hafi allar átt sér
stað á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Öll önnur áðurnefnd skilyrði
riftunar skv. 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 séu einnig uppfyllt. Með
gjöfunum hafi stefndi auðgast um annars vegar mismuninn á kaupverði Sigurplasts
ehf. á vörunum frá stefnda og því verði sem Sigurplast ehf. hafi áður keypt
sömu vörur á og hins vegar með því að fá greitt upp í tilhæfulausa kröfu sem
stefndi virðist hafa fengið framselda frá gjaldþrota félagi án atbeina þrotabús
þess. Auðgun stefnda vegna gjafarinnar hafi því samtals verið 3.787.677 krónur.
Þá sé ljóst að eignir stefnanda hafi rýrnað um sömu fjárhæð. Að lokum sé ljóst
að það þjóni hvorki viðskiptalegum eða rekstrarlegum tilgangi að skjóta þriðja
aðila inn í viðskiptasambönd félags þannig að innkaupsverð þess á vörum hækki
umtalsvert né að greiða tilhæfulausa kröfu sem virðist hafa verið framseld frá
gjaldþrota félagi. Ráðstafanirnar hafi því verið viðhafðar í gjafatilgangi.
Beri því skv. 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 að rifta framangreindum
greiðslum Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð samtals
3.784.503 krónur sem hafi farið í að greiða framangreinda gjöf að fjárhæð
3.787.677 krónur.
Þegar framangreindar greiðslur
hafi farið fram hafi Sigurplast ehf. verið byrjað að vanefna verulegar
skuldbindingar sem fallið hafi í gjalddaga talsvert löngu áður en greiðslurnar
til stefnda, K.B. Umbúða ehf., hafi átt sér stað, enda hafi félagið þá verið
orðið ógjaldfært. Þrátt fyrir þetta hafi framangreindar greiðslur verið notaðar
til að greiða að fullu kröfur stefnda, K.B. Umbúða ehf., sem hafi ýmist
stofnast sama dag eða fáeinum dögum áður en greiðslunum hafi verið ráðstafað.
Kröfur stefnda hafi þannig verið meðhöndlaðar með allt öðrum hætti en
meginþorri skuldbindinga Sigurplasts ehf. við aðra lánardrottna. Af þessum
sökum hafi skuldir Sigurplasts ehf. við stefnda verið greiddar fyrr en eðlilegt
hafi verið, sbr. 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Þá séu ráðstafanirnar
einnig riftanlegar á grundvelli þess skilyrðis ákvæðisins að fjárhæðin hafi
skert greiðslugetu þrotamannsins verulega. Beri því skv. 1. mgr. 134. gr. laga
nr. 21/1991 að rifta framangreindum ráðstöfunum Sigurplasts ehf. til stefnda,
K.B. Umbúða ehf., samtals að fjárhæð 3.784.503 krónur.
Þá verði, með sömu rökum og fyrr
greini, að telja öll áðurnefnd skilyrði riftunar samkvæmt 141. gr. laga nr.
21/1991 uppfyllt hvað varði ráðstafanirnar sem greitt hafi fyrir viðskiptin frá
23. júní 2010. Með ráðstöfununum hafi Sigurplast ehf. greitt upp í tilhæfulausa
kröfu sem stefndi, K.B. Umbúðir ehf., virðist hafa fengið framselda frá
gjaldþrota félagi. Beri að öðru leyti með vísan til framkominna röksemda að
rifta framangreindum ráðstöfunum samtals að fjárhæð 3.784.503 krónur á
grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991.
Kröfuliðir 17, 21, 22 og 24
Stefnandi telji að í ráðstöfunum
frá Sigurplasti ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., í kröfuliðum 17, 21, 22 og
24, samtals að fjárhæð 964.370 krónur, hafi falist riftanlegir gerningar. Um sé
að ræða greiðslur Sigurplasts ehf. til stefnda 28. júní 2010 að fjárhæð 302.535
krónur vegna vörukaupa félagsins 27. júní 2010, greiðslu 18. ágúst 2010 að
fjárhæð 296.180 krónur vegna vörukaupa félagsins sama dag, greiðslu 2.
september 2010 að fjárhæð 42.514 krónur vegna vörukaupa félagsins sama dag og
greiðslu 13. september 2010 að fjárhæð 323.141 króna vegna vörukaupa félagsins
sama dag. Í framangreindum ráðstöfunum hafi falist greiðsla fyrr en eðlilegt
hafi verið, sbr. 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Þá telji stefnandi að
almenna riftunarreglan í 141. gr. sömu laga taki til allra framangreindra
ráðstafana.
Þegar framangreindar greiðslur
hafi farið fram hafi Sigurplast ehf. verið byrjað að vanefna verulegar
skuldbindingar sem hafi fallið í gjalddaga talsvert löngu áður en greiðslurnar
til stefnda hafi átt sér stað, enda hafi félagið þá verið orðið ógjaldfært.
Þrátt fyrir þetta hafi framangreindar greiðslur verið notaðar til að greiða að
fullu kröfur stefnda sem hafi ýmist stofnast sama dag eða deginum áður en
greitt hafi verið. Kröfur stefnda hafi þannig verið meðhöndlaðar með allt öðrum
hætti en meginþorri skuldbindinga Sigurplasts ehf. við aðra lánardrottna. Þá hafi
kröfurnar frá 18. ágúst, 2. september og 13. september 2010, sem greiddar hafi
verið samdægurs, einnig verið meðhöndlaðar með öðrum hætti en meginþorri
annarra skuldbindinga Sigurplasts ehf. við stefnda, K.B. Umbúðir ehf., þar sem
félögin hafi einungis farið að stunda staðgreiðsluviðskipti á síðustu mánuðum
fyrir gjaldþrot Sigurplasts ehf. Af þessum sökum hafi skuldir Sigurplasts ehf.
við stefnda, K.B. Umbúðir ehf., verið greiddar fyrr en eðlilegt hafi verið. Þá
séu ráðstafanirnar einnig riftanlegar á grundvelli þess skilyrðis 1. mgr. 134.
gr. laga nr. 21/1991 að fjárhæðin hafi skert greiðslugetu þrotamanns verulega.
Beri því að rifta framangreindum greiðslum Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B.
Umbúða ehf., samtals að fjárhæð 964.370 krónur, skv. 1. mgr. 134. gr. laga nr.
21/1991.
Kröfuliðir 18 og 19
Stefnandi telji að í ráðstöfunum
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., í kröfuliðum 18 og 19, samtals
að fjárhæð 273.791 króna, hafi falist riftanlegir gerningar. Um sé að ræða
annars vegar greiðslu félagsins á kröfu stefnda með skuldajöfnuði 1. júlí 2010
að fjárhæð 47.891 króna. Krafa stefnda hafi verið tilkomin vegna útistandandi
skulda Sigurplasts ehf. vegna fjölmargra viðskipta á tímabilinu 21. apríl 2010
til 28. júní sama ár, samtals að fjárhæð 47.891 króna. Krafa félagsins hafi
stofnast 1. júlí 2010 með útgáfu reiknings á hendur stefnda að sömu fjárhæð
vegna birgðahalds og dreifingar. Kröfunum hafi verið skuldajafnað sama dag.
Hins vegar sé um að ræða greiðslu Sigurplasts ehf. á kröfu stefnda með
skuldajöfnuði 1. júlí 2010 að fjárhæð 225.900 krónur. Krafa stefnda hafi verið
tilkomin vegna vörukaupa Sigurplasts ehf. þann 29. júní 2010 að fjárhæð 225.900
krónur. Krafa Sigurplasts ehf. hafi stofnast samdægurs með útgáfu reiknings á
hendur stefnda að sömu fjárhæð vegna aksturs í apríl til júní 2010. Stefnandi
telji að í framangreindum ráðstöfunum hafi falist greiðsla fyrr en eðlilegt
hafi verið og greiðsla í óvenjulegum greiðslueyri, sbr. 1. mgr. 134. gr. laga
nr. 21/1991. Þá telji stefnandi að almenna riftunarreglan í 141. gr. laganna
taki til framangreindra ráðstafana. Heimild til að rifta skuldajöfnuði á
framangreindum grundvelli sé í 136. gr. sömu laga.
Stefnandi byggi á því að
skuldajöfnuðurinn hafi ekki uppfyllt skilyrði 100. gr. laga nr. 21/1991 og sé
því riftanlegur, sbr. 136. gr. laga nr. 21/1991. Þegar framangreindur
skuldajöfnuður hafi farið fram hafi Sigurplast ehf. fyrir löngu verið orðið
ógjaldfært og það hafi stefndi, K.B. Umbúðir ehf., mátt vita, enda nákominn
þrotamanni. Þar af leiðandi hafi skilyrði 100. gr. laga nr. 21/1991, um að
lánardrottinn hafi hvorki vitað né mátt vita að þrotamaðurinn ætti ekki fyrir
skuldum, ekki verið uppfyllt hvað skuldajöfnuðinn varði. Þá sjáist á bókhaldi
Sigurplasts ehf. að krafa stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð 225.900 krónur,
sem notuð hafi verið til að skuldajafna við kröfur Sigurplasts ehf. þann 1.
júlí 2010, hafi orðið til 29. júní 2010, þ.e. á síðustu þremur mánuðum fyrir
frestdag, sem hafi verið 27. september 2010. Skilyrði skuldajafnaðar skv. 100
gr. laga nr. 21/1991 séu þegar af þeim ástæðum ekki uppfyllt hvað þann
skuldajöfnuð varði.
Þegar framangreindur
skuldajöfnuður, samtals að fjárhæð 273.791 króna, hafi farið fram hafi
Sigurplast ehf. verið byrjað að vanefna verulegar skuldbindingar sem hafi
fallið í gjalddaga talsvert löngu áður en kröfum félagsins hafi verið
skuldajafnað við kröfur stefnda enda hafi félagið þá verið orðið ógjaldfært.
Þrátt fyrir þetta hafi framangreindar kröfur stefnda verið greiddar að fullu
með skuldajöfnuði og þannig meðhöndlaðar með allt öðrum hætti en meginþorri
skuldbindinga Sigurplasts ehf. Af þeim sökum hafi skuldir Sigurplasts ehf. við
stefnda, K.B. Umbúðir ehf., verið greiddar fyrr en eðlilegt hafi verið í
skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Þá sé til þess að líta að
framangreindar kröfur stefnda hafi verið greiddar með kröfum Sigurplasts ehf. á
hendur stefnda vegna vinnu og þjónustu. Stefndi hafi því í reynd fengið skuldir
Sigurplasts ehf. við sig greiddar með þjónustu. Ekki sé til að dreifa gögnum sem
sýni fram á að samið hafi verið fyrir fram um að viðskiptum milli aðila skyldi
háttað á þennan veg. Þá fáist ekki heldur séð að háttur viðskiptanna eigi sér
hliðstæðu í viðskiptum Sigurplasts ehf. við aðra aðila. Stefnandi telji að líta
verði svo á að í framangreindum skuldajöfnuði hafi einnig falist greiðsla í
óvenjulegum greiðslueyri, sbr. 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Þá séu
ráðstafanirnar einnig riftanlegar á grundvelli þess skilyrðis ákvæðisins að
fjárhæðin hafi skert greiðslugetu þrotamannsins verulega. Beri því að rifta
framangreindum ráðstöfunum milli Sigurplasts ehf. og stefnda, K.B. Umbúða ehf.,
samtals að fjárhæð 273.791 króna, skv. 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.
Með sömu rökum og áður hafi
komið fram séu öll áðurnefnd skilyrði riftunar samkvæmt 141. gr. laga nr.
21/1991 uppfyllt hvað varði framangreindar ráðstafanir að fjárhæð 273.791 króna
og beri að rifta þeim á grundvelli ákvæðisins.
Kröfuliður 20
Varðandi kröfulið nr. 20 telji
stefnandi að í greiðslu Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann
19. júlí 2010 að fjárhæð 2.833.670 krónur, vegna vörukaupa Sigurplasts ehf.
sama dag, hafi falist greiðsla fyrr en eðlilegt hafi verið í skilningi 1. mgr.
134. gr. laga nr. 21/1991. Þá hafi í hluta greiðslunnar einnig falist gjöf Sigurplasts
ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., í skilningi 131. gr. laga sömu laga. Að
lokum telji stefnandi að almenna riftunarreglan í 141. gr. laganna taki til
greiðslunnar.
Stefnandi byggi á því að í
framangreindri greiðslu hafi falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda að
fjárhæð 466.566 krónur og krefjist hann þess að þeirri fjárhæð verði rift á
grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Greiðslan hafi verið notuð til
þess að greiða fyrir vörukaup Sigurplasts ehf. af stefnda sama dag. Meðal
þeirra viðskipta hafi verið kaup Sigurplasts ehf. á 5.400 einingum af „tappa
61mm klór“ frá stefnda fyrir samtals 774.204 krónur. Sigurplast ehf. hafi áður
keypt inn sömu vörur og hafi þá greitt 307.638 krónur fyrir sama magn. Eins og
áður hafi komið fram hafi stefnda verið skotið inn í viðskipti Sigurplasts ehf.
sem millilið án þess að fyrir því liggi einhver rökræn skýring. Mismunurinn á
kaupverði Sigurplasts ehf. frá stefnda og því verði sem félagið hafi áður keypt
vörurnar á sé því áætlaður 466.566 krónur. Stefnandi byggi á því að í þessum
mismun hafi falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.
Greiðslan hafi átt sér stað á
síðustu sex mánuðum fyrir frestdag og öll önnur skilyrði riftunar samkvæmt 1.
mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 séu uppfyllt. Af gjöfinni hafi leitt að eignir
stefnanda hafi rýrnað um mismuninn á kaupverði Sigurplasts ehf. á vörunum frá
stefnda og því verði sem Sigurplast ehf. hafi áður keypt sömu vörur á, samtals
að fjárhæð 466.566 krónur. Með gjöfunum hafi stefndi jafnframt auðgast um sömu
fjárhæð. Þá sé ljóst að það þjóni engum viðskiptalegum eða rekstrarlegum
tilgangi að skjóta þriðja aðila inn í viðskiptasambönd félags þannig að
innkaupsverð þess á vörum hækki umtalsvert. Ráðstöfunin hafi því verið viðhöfð
í gjafatilgangi. Beri því að rifta 466.566 krónum af framangreindri greiðslu
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf. á grundvelli 1. mgr. 131. gr.
laga nr. 21/1991.
Þegar umrædd greiðsla, samtals
að fjárhæð 2.833.670 krónur, hafi farið fram hafi Sigurplast ehf. verið byrjað
að vanefna verulegar skuldbindingar sem fallið hafi í gjalddaga talsvert löngu
áður en greiðslan til stefnda hafi átt sér stað, enda hafi félagið þá verið
orðið ógjaldfært. Þrátt fyrir þetta hafi krafa stefnda vegna ráðstöfunarinnar
verið greidd að fullu og þannig meðhöndluð með allt öðrum hætti en meginþorri
skuldbindinga Sigurplasts ehf. Þá hafi krafan einnig verið meðhöndluð með öðrum
hætti en meginþorri skuldbindinga Sigurplasts ehf. við stefnda, en þeir hafi
ekki stundað staðgreiðsluviðskipti fram að þessari greiðslu. Af þeim sökum hafi
skuld Sigurplasts ehf. við stefnda, K.B. Umbúðir ehf., verið greidd fyrr en
eðlilegt hafi verið. Þá sé ráðstöfunin einnig riftanleg á grundvelli þess
skilyrðis 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 að fjárhæðin hafi skert
greiðslugetu þrotamannsins verulega. Beri því skv. 1. mgr. 134. gr. laga nr.
21/1991 að rifta framangreindri greiðslu Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B.
Umbúða ehf., samtals að fjárhæð 2.833.670 krónur.
Með sömu rökum og áður hafi
komið fram séu öll skilyrði riftunar samkvæmt 141. gr. laga nr. 21/1991
uppfyllt hvað varði hluta ráðstöfunarinnar, þ.e. gjöf að fjárhæð 466.566
krónur, og beri því að rifta þeirri fjárhæð á grundvelli ákvæðisins.
Kröfuliður 25
Varðandi kröfulið nr. 25 telji
stefnandi að í staðgreiðslu Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.,
þann 16. september 2010 að fjárhæð 843.360 krónur, vegna vörukaupa sama dag,
hafi falist greiðsla fyrr en eðlilegt hafi verið í skilningi 1. mgr. 134. gr.
laga nr. 21/1991. Þá hafi í hluta greiðslunnar einnig falist gjöf Sigurplasts
ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991. Að
lokum telji stefnandi að almenna riftunarreglan í 141. gr. sömu laga taki til
greiðslunnar.
Stefnandi byggi á því að í
framangreindri greiðslu hafi falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda að
fjárhæð 454.160 krónur og krefjist þess að þeirri fjárhæð verði rift á
grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Greiðslan hafi verið notuð til að
greiða fyrir vörukaup Sigurplasts ehf. af stefnda sama dag. Meðal þeirra
viðskipta hafi verið kaup Sigurplasts ehf. á 8.000 einingum af „úðadælu m/hærri
ró“ frá stefnda 16. september 2010 fyrir samtals 672.000 krónur. Sigurplast
ehf. hafi áður keypt inn sömu vörur og hafi þá greitt 217.840 krónur fyrir sama
magn. Eins og áður hafi komið fram hafi stefnda verið skotið inn í viðskipti
Sigurplasts ehf. sem millilið án þess að fyrir því liggi einhver rökræn
skýring. Mismunurinn á kaupverði Sigurplasts ehf. frá stefnda og því verði sem
félagið hafi áður keypt vörurnar á sé 454.160 krónur. Stefnandi byggi á því að
í þessum mismun hafi falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda. Greiðslan hafi
átt sér stað á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Öll önnur skilyrði riftunar
samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 séu uppfyllt. Af gjöfinni hafi leitt
að eignir stefnanda hafi rýrnað um mismuninn á kaupverði Sigurplasts ehf. á
vörunum frá stefnda og því verði sem félagið hafi áður keypt sömu vörur á,
samtals að fjárhæð 454.160 krónur. Með gjöfinni hafi stefndi jafnframt auðgast
um sömu fjárhæð. Þá sé ljóst að það þjóni engum viðskiptalegum eða
rekstrarlegum tilgangi að skjóta þriðja aðila inn í viðskiptasambönd félags
þannig að innkaupsverð þess á vörum hækki umtalsvert. Ráðstöfunin hafi því
verið viðhöfð í gjafatilgangi. Beri því að rifta 454.160 krónum af
framangreindri greiðslu Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., á
grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991.
Þegar framangreind greiðsla, að
fjárhæð 843.360 krónur, hafi farið fram hafi Sigurplast ehf. verið byrjað að
vanefna verulegar skuldbindingar sem fallið hafi í gjalddaga talsvert löngu
áður en greiðslan til stefnda, K.B. Umbúða ehf., hafi átt sér stað, enda hafi
félagið þá verið orðið ógjaldfært. Þrátt fyrir þetta hafi krafa stefnda vegna
ráðstöfunarinnar verið greidd að fullu og þannig meðhöndluð með allt öðrum
hætti en meginþorri skuldbindinga Sigurplasts ehf. Þá hafi krafan einnig verið
meðhöndluð með öðrum hætti en meginþorri skuldbindinga Sigurplasts ehf. við
stefnda en þeir hafi ekki stundað staðgreiðsluviðskiptviðskipti fram að þessari
greiðslu. Þá sé ráðstöfunin einnig riftanleg á grundvelli þess skilyrðis 1.
mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 að fjárhæðin hafi skert greiðslugetu
þrotamannsins verulega. Samkvæmt þessu beri að rifta framangreindri greiðslu
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð 843.360 krónur, sbr.
1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.
Með sömu rökum og áður hafi
komið fram séu öll skilyrði riftunar samkvæmt 141. gr. laga nr. 21/1991
uppfyllt hvað varði hluta ráðstöfunarinnar, þ.e. gjöf að fjárhæð 454.160
krónur, og beri því að rifta þeirri fjárhæð á grundvelli ákvæðisins.
Kröfuliður 26
Kröfuliður nr. 26 sé reistur á
kaupum Sigurplasts ehf. þann 16. september 2010 á 97.500 stk. af svokölluðum
ROPP töppum á tveimur brettum af stefnda, K.B. Umbúðum ehf., fyrir 1.958.804
krónur. Í birgðabókhaldi Sigurplasts ehf. komi fram að 100.000 tappar á tveimur
brettum hafi verið fluttir inn af Sigurplasti ehf. þann 5. júní 2009 fyrir
636.568 krónur. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna Sigurplasts ehf. hafi þessir
tappar ekki passað á neitt sem félagið hafi verið að selja. Þann 10. nóvember
2009 hafi verið færð 100.000 stk. birgðaminnkun á þessa tappa. Samkvæmt
upplýsingum starfsmanna Sigurplasts ehf. hafi tapparnir verið fluttir til
Viðarsúlu ehf. Samkvæmt framgreindu virðist Sigurplast ehf. hafa keypt sömu
vörur af stefnda 16. september 2010 og félagið hafi flutt inn 5. júní 2009.
Sigurplast ehf. hafi greitt fyrir kaupin daginn eftir, þann 17. september 2010.
Stefnandi telji að í þessari ráðstöfun frá 17. september 2010 hafi falist gjöf
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., í skilningi 131. gr. laga nr.
21/1991. Þá telji stefnandi að í framangreindri ráðstöfun hafi einnig falist
greiðsla fyrr en eðlilegt hafi verið í skilningi 1. mgr. 134. gr. laganna. Að
lokum telji stefnandi að almenna riftunarreglan í 141. gr. sömu laga taki til
ráðstöfunarinnar.
Stefnandi byggi á því að
framangreind greiðsla sé riftanlegur gjafagerningur samkvæmt 1. mgr. 131. gr.
laga nr. 21/1991. Greiðslan hafi átt sér stað 17. september 2010 og hafi því
verið afhent á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Öll önnur skilyrði riftunar
samkvæmt ákvæðinu séu uppfyllt. Af ráðstöfununum hafi leitt að eignir stefnanda
hafi rýrnað um samtals 1.958.804 krónur vegna kaupa á vörum sem stefnandi hafi
þegar átt og hafi þar að auki verið ónothæfar. Með gjöfinni hafi stefndi fengið
greiðslu frá Sigurplasti ehf. fyrir vörur sem hann hafi ekki með réttu átt. Með
gjöfinni hafi stefndi því auðgast um kaupverð varanna, eða samtals um 1.958.804
krónur. Þá sé ljóst að það þjóni engum viðskiptalegum eða rekstrarlegum
tilgangi að greiða fyrir ónothæfar vörur sem viðkomandi eigi nú þegar. Greiðsla
fyrir vörurnar hafi því verið í gjafatilgangi. Beri því samkvæmt 1. mgr. 131. gr.
laga nr. 21/1991 að rifta framangreindum ráðstöfunum Sigurplasts ehf. til
stefnda, að fjárhæð 1.958.804 krónur.
Þegar umrædd greiðsla, að
fjárhæð 1.958.804 krónur, hafi farið fram hafi Sigurplast ehf. verið byrjað að
vanefna verulegar skuldbindingar sem fallið hafi í gjalddaga talsvert löngu
áður en ráðstöfunin til stefnda hafi átt sér stað, enda hafi félagið þá verið
orðið ógjaldfært. Þrátt fyrir þetta hafi krafa stefnda vegna ráðstöfunarinnar
verið greidd að fullu og þannig meðhöndluð með allt öðrum hætti en meginþorri
skuldbindinga Sigurplasts ehf. Þá hafi krafan einnig verið meðhöndluð með öðrum
hætti en meginþorri skuldbindinga félagsins við stefnda. Af þeim sökum hafi
skuld félagsins við stefnda verið greidd fyrr en eðlilegt hafi verið. Þá sé ráðstöfunin
einnig riftanleg á grundvelli þess skilyrðis 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991
að fjárhæðin hafi skert greiðslugetu þrotamannsins verulega. Beri því samkvæmt
1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 að rifta framangreindri greiðslu Sigurplasts
ehf., að fjárhæð 1.958.804 krónur, til stefnda.
Með ráðstöfuninni hafi stefnandi
greitt fyrir vörur sem hann hafi verið réttur eigandi að. Skilyrði 141. gr.
laga nr. 21/1991 um ótilhlýðileika sé því uppfyllt. Beri að öðru leyti með
vísan til fyrri röksemda að rifta framangreindri ráðstöfun á grundvelli þess
ákvæðis.
Kröfuliður 27
Varðandi kröfulið nr. 27 telji
stefnandi að í skuldajöfnuði frá 30. september 2010 milli Sigurplasts ehf. og
stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð 1.635.328 krónur, hafi að hluta til
falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991.
Þá hafi í skuldajöfnuðinum einnig falist greiðsla fyrr en eðlilegt hafi verið
og greiðsla í óvenjulegum greiðslueyri í skilningi 1. mgr. 134. gr. sömu laga.
Að lokum telji stefnandi að almenna riftunarreglan í 141. gr. laganna taki til
skuldajafnaðarins. Með framangreindum skuldajöfnuði hafi kröfu stefnda að
fjárhæð 1.635.328 krónur, sem hafi stofnast 15. september 2010 með vörukaupum
Sigurplasts ehf., verið skuldajafnað við kröfu félagsins á hendur stefnda frá
30. september 2010 að fjárhæð 1.694.250 krónur, vegna vinnu við lagerþjónustu í
janúar til september 2010.
Stefnandi byggi á því að
skuldajöfnuðurinn hafi ekki uppfyllt skilyrði skuldajafnaðar samkvæmt 100. gr.
laga nr. 21/1991 og sé því riftanlegur á áðurgreindum grundvelli, sbr. 136. gr.
laganna. Í fyrsta lagi hafi Sigurplast ehf. löngu verið orðið ógjaldfært þegar
framangreindur skuldajöfnuður hafi farið fram og það hafi stefndi, K.B. Umbúðir
ehf., mátt vita, enda nákominn þrotamanni. Þar af leiðandi hafi skilyrði 100.
gr. laga nr. 21/1991, um að lánardrottinn hafi hvorki vitað né mátt vita að
þrotamaðurinn ætti ekki fyrir skuldum, ekki verið uppfyllt. Í öðru lagi sjáist
á bókhaldi Sigurplasts ehf. að krafa stefnda, sem notuð hafi verið til að
skuldajafna við kröfur Sigurplast ehf., hafi orðið til á síðustu þremur mánuðum
fyrir frestdag og skilyrði skuldajafnaðar sé þegar af þeim ástæðum ekki
uppfyllt. Í þriðja lagi
telji stefnandi að ekki sé uppfyllt skilyrði ákvæðisins um að stefndi hafi ekki
fengið kröfu sína til að skuldajafna. Stefnandi telji augljóst að krafa stefnda
hafi eingöngu verið stofnuð í þeim tilgangi að skuldajafna, enda sé fjárhæð
krafnanna nánast hin sama.
Stefnandi byggi á því að í
skuldajöfnuðinum frá 30. september 2010 hafi falist gjöf Sigurplasts ehf. til
stefnda að fjárhæð 560.575 krónur. Stefnandi krefjist þess að þeirri fjárhæð
verði rift á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Skuldajöfnuðurinn
hafi verið notaður til að greiða fyrir vörukaup Sigurplasts ehf. af stefnda
sama dag. Meðal þeirra viðskipta hafi verið kaup á 8.500 einingum af „úðadælu
m/hærri ró“ frá stefnda fyrir samtals 792.030 krónur. Sigurplast ehf. hafi áður
keypt inn sömu vörur og hafi þá greitt 231.455 krónur fyrir sama magn. Stefnda
hafi verið skotið inn í viðskipti Sigurplasts ehf. sem millilið, án þess að
fyrir því liggi einhver rökræn skýring. Mismunurinn á kaupverði Sigurplasts
ehf. frá stefnda og því verði sem félagið hafi áður keypt vörurnar á sé því
áætlaður 560.575 krónur. Stefnandi byggi á því að í þessum mismun hafi falist
gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda.
Skuldajöfnuðurinn hafi átt sér
stað á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag og öll önnur skilyrði riftunar
samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 séu uppfyllt. Af gjöfinni hafi leitt
að eignir stefnanda hafi rýrnað um mismuninn á kaupverði Sigurplasts ehf. á
vörunum frá stefnda og því verði sem félagið hafi áður keypt sömu vörur á,
samtals að fjárhæð 560.575 krónur. Með gjöfinni hafi stefndi jafnframt auðgast
um sömu fjárhæð. Þá sé ljóst að það þjóni engum viðskiptalegum eða
rekstrarlegum tilgangi að skjóta þriðja aðila inn í viðskiptasambönd félags
þannig að innkaupsverð þess á vörum hækki umtalsvert. Ráðstöfunin hafi því
verið viðhöfð í gjafatilgangi. Beri af þeim sökum að rifta 560.575 krónum af
framangreindum skuldajöfnuði milli Sigurplasts ehf. og stefnda, K.B. Umbúða
ehf., á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991.
Þegar framangreindur
skuldajöfnuður hafi farið fram hafi Sigurplast ehf. verið byrjað að vanefna
verulegar skuldbindingar sem fallið hafi í gjalddaga talsvert löngu áður en
kröfum stefnda hafi verið skuldajafnað við kröfu Sigurplasts ehf., enda hafi
félagið þá verið orðið ógjaldfært. Þrátt fyrir þetta hafi kröfur stefnda verið
greiddar að fullu með skuldajöfnuði og þannig meðhöndlaðar með allt öðrum hætti
en meginþorri skuldbindinga Sigurplasts ehf. Af þeim sökum hafi skuldir
Sigurplasts ehf. við stefnda verið greiddar fyrr en eðlilegt hafi verið í
skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Þá sé til þess að líta að
Sigurplast ehf. hafi greitt kröfu stefnda með kröfu sinni á hendur honum sem
hafi verið til komin vegna vinnu við lagerþjónustu í janúar til september 2010.
Þannig sé ljóst að stefndi hafi í reynd fengið skuld Sigurplasts ehf. við sig
greidda með þjónustu. Ekki sé til að dreifa gögnum sem sýni fram á að samið
hafi verið fyrir fram um að viðskiptum milli aðila skyldi háttað á þennan veg.
Þá fáist heldur ekki séð að þessi háttur viðskiptanna eigi sér hliðstæðu í
viðskiptum Sigurplasts ehf. við aðra aðila. Stefnandi telji að líta verði svo á
að í skuldajöfnuðinum milli Sigurplasts ehf. og stefnda, K.B. Umbúða ehf., hafi
einnig falist greiðsla í óvenjulegum greiðslueyri í skilningi 1. mgr. 134. gr.
laga nr. 21/1991. Beri því að rifta framangreindum skuldajöfnuði að fjárhæð
1.635.328 krónur á grundvelli framangreinds ákvæðis.
Áðurnefnd skilyrði riftunar
samkvæmt 141. gr. laga nr. 21/1991 séu uppfyllt, sbr. áður fram komin rök vegna
ákvæðisins, hvað varði framangreinda ráðstöfun að fjárhæð 1.635.328 krónur og
beri að rifta henni á grundvelli ákvæðisins.
Ógjaldfærni stefnanda
Stefnandi byggi á því að
Sigurplast ehf. hafi verið ógjaldfært þegar hinir riftanlegu gerningar hafi átt
sér stað. Þrátt fyrir að stefndi, K.B. Umbúðir ehf., beri sönnunarbyrðina fyrir
gjaldfærni Sigurplasts ehf. þegar beita eigi ákvæði 141. gr. laga nr. 21/1991
vilji stefnandi benda á ýmis atriði sem sýni að Sigurplast ehf. hafi ekki verið
gjaldfært þegar framangreindar ráðstafanir hafi farið fram. Á þeim tíma hafi eignir
Sigurplasts ehf. verið minni en skuldir félagsins, auk þess sem fyrirséð hafi
verið að félagið gæti ekki greitt skuldir sínar þegar þær féllu í gjalddaga.
Endurskoðunarfyrirtækið Ernst
& Young hf. hafi verið fengið til að kanna ítarlega bókhald Sigurplasts
ehf. og rannsaka rekstur félagsins frá árinu 2007 til úrskurðardags 30.
september 2010. Meðal þess sem kannað hafi verið hafi verið hvenær félagið
hefði orðið ógjaldfært. Eftir útkomu skýrslu Ernst & Young hf. 31. janúar
2011 hafi viðskiptabanki félagsins, Arion banki hf., fallist á endurútreikning
lána félagsins í erlendum myntum á grundvelli 18. gr. laga nr. 38/2001 um vexti
og verðtryggingu. Þess hafi því verið farið á leit við Ernst & Young hf. að
gera nýja rannsókn vegna sama tímabils sem byggði á áhrifum endurútreiknings
langtímaskulda félagsins á ógjaldfærni þess. Í niðurstöðum skýrslu Ernst &
Young hf. frá 14. október 2011 komi fram að þeir telji Sigurplast ehf. hafa
verið komið í veruleg fjárhagsleg vandræði í byrjun árs 2008, sem sé sama niðurstaða
og í fyrri skýrslunni. Þá hafi verið ljóst í hvað stefndi, þannig að félagið
myndi ekki geta staðið við skuldbindingar sínar og að það hafi ekki verið
líklegt að úr rættist um fjárhag þess í náinni framtíð, nema með niðurfellingu
og/eða eftirgjöf skulda. Þannig hafi Sigurplast ehf. verið orðið ógjaldfært á
fyrstu mánuðum ársins 2008.
Í skýrslunni komi m.a. fram að
að teknu tilliti til endurútreikninga lána félagsins hafi eigið fé verið 24,3
milljónir króna í árslok 2007 og eiginfjárhlutfall 5,3%. Í árslok 2008 hafi
eigið fé verið neikvætt um 92,3 milljónir króna og eiginfjárhlutfall hafi verið
neikvætt. Sjóðstreymi (EBITDA) félagsins á árunum 2007 og 2008 hefði ekki dugað
til að standa skil á vaxtagreiðslum eftir endurútreikning erlendra lána. Nettóstaða
handbærs fjár félagsins hafi verið neikvæð um 1,1 milljón króna í árslok 2007
og um rúmar 55,5 milljónir króna í lok árs 2008. Heildarskuldir hafi verið
tvöfalt hærri en seljanlegar eignir á tímabilinu janúar 2008 til september
2010.
Hinir riftanlegu gerningar hafi
allir átt sér stað fáeinum mánuðum áður en félagið hafi óskað eftir
gjaldþrotaskiptum. Félagið hafi þá fyrir löngu verið byrjað að vanefna
skuldbindingar sínar. Eignir þess hafi þá verið miklum mun minni en skuldir og
fyrirséð að félagið gæti ekki greitt skuldir sínar þegar þær féllu í gjalddaga.
Af framangreindu sé ljóst að Sigurplast ehf. hafi verið orðið ógjaldfært þegar
hinir riftanlegu gerningar hafi átt sér stað.
Stefndi, K.B. Umbúðir ehf., nákominn stefnanda, skv. 3. gr. laga nr.
21/1991
Stefnandi byggi á því að
stefndi, K.B. Umbúðir ehf., sé nákominn stefnanda í skilningi 3. gr. laga nr.
21/1991. Sé þar sérstaklega vísað til 4.-6. tl. ákvæðisins. Stefndi hafi
skrifað reikninga sína úr reikningakerfi Viðarsúlu ehf., sem hafi verið staðsett
á starfsstöð Sigurplasts ehf. á árinu 2010 og nátengt félaginu. Enn þann dag í
dag sé starfsstöð stefnda sú sama og Viðarsúlu ehf. Þá muni Kjartan H.
Bragason, stjórnarformaður stefnda, vera starfsmaður Viðarsúlu ehf. Þau
viðskipti milli félaganna sem lýst hafi verið veiti ein og sér löglíkur fyrir
því að félögin hafi verið nátengd, enda engar viðskiptalegar eða rekstrarlegar
forsendur á bak við þau.
Krafa um greiðslu úr hendi stefnda, K.B. Umbúða ehf.
Stefnandi byggi kröfu sína um
greiðslu 15.959.518 króna úr hendi stefnda, K.B. Umbúða ehf., á 1. og 3. mgr.
142. gr. laga nr. 21/1991. Í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991 segi að í
kjölfar riftunar með stoð í 131.–138. gr. skuli sá sem hafði hag af riftanlegri
ráðstöfun eða fullnustugerð greiða þrotabúinu fé sem svari til þess sem
greiðsla þrotamannsins hafi orðið riftunarþolanum að notum. Þó skuli ekki
greiða hærri fjárhæð en sem nemi tjóni þrotabúsins. Af þessu leiði að ef
fallist verður á riftun ráðstafana samkvæmt 131., 134. eða 136. gr. laga nr. 21/1991,
líkt og stefnandi krefjist, eigi stefnandi rétt á að krefja stefnda um
endurgreiðslu á auðgun hans, en tjón stefnanda sé það sama. Ef talið verði að
141. gr. laga nr. 21/1991 eigi við um riftun greiðslunnar beri stefnda að
endurgreiða þá fjárhæð sem hann hafi auðgast um vegna greiðslunnar á grundvelli
3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991, enda hafi stefndi, K.B. Umbúðir ehf., verið
grandsamur um riftanleika hennar.
Auðgun stefnda, K.B. Umbúða
ehf., hafi annars vegar falist í þeim gjöfum sem Sigurplast ehf. hafi ráðstafað
til hans og hins vegar í fullum greiðslum á kröfum sínum gagnvart félaginu sem
hefðu orðið almennar kröfur í þrotabúið ef ekki hefði verið fyrir hina
riftanlegu ráðstöfun. Um leið felist tjón stefnanda í rýrnun á eignum búsins
vegna hinna riftanlegu ráðstafana Sigurplasts ehf. til stefnda. Verði fallist á
riftun framangreindra ráðstafana beri stefnda, K.B. Umbúðum ehf., að
endurgreiða stefnanda þá fjárhæð sem hann hafi orðið af svo hún geti staðið
öllum kröfuhöfum þrotabúsins til fullnustu.
Rakni ráðstafanir, aðrar en
peningagreiðslur, við vegna riftunar þeirra byggi stefnandi kröfu sína um
endurgreiðslu einnig á meginreglum samninga- og kröfuréttar um
skuldbindingagildi loforða. Verði ekki fallist á endurgreiðslu þeirra á
grundvelli 142. gr. laga nr. 21/1991 beri stefnda, K.B. Umbúðum ehf., þannig
t.d. að greiða kröfur stefnanda, sem notaðar hafi verið til að skuldajafna við
kröfur stefnda, K.B. Umbúðir ehf., enda séu þær fyrir löngu orðnar gjaldkræfar.
Krafa um greiðslu skaðabóta úr hendi stefndu, Sigurðar og Jóns Snorra
Stefnandi byggi jafnframt á því
að stefndu, Sigurður og Jón Snorri, beri óskipta ábyrgð með stefnda, K.B.
Umbúðum ehf., á greiðslu 9.288.158 króna, af 15.959.518 krónum sem stefndi,
K.B. Umbúðir ehf., sé krafinn um, á grundvelli 1. mgr. 108. gr. laga nr.
138/1994 um einkahlutafélög og almennra reglna skaðabótaréttar, einkum
sakarreglunni. Við gjaldþrotaskiptin hafi stefnandi eignast skaðabótakröfur
Sigurplasts ehf. á hendur stjórnarmanni og framkvæmdastjóra félagsins, sbr.
XII. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Krafan sé reist á því að
stefndu, Sigurður og Jón Snorri, hafi, sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður
Sigurplasts ehf., vitað eða mátt vita um eftirfarandi ráðstafanir og að þær
myndu valda Sigurplasti ehf. tjóni:
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
158.175 krónur;
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
135.033 krónur;
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
413.918 krónur;
[...]
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
739.383 krónur;
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
51.233 krónur;
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
162.675 krónur;
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 21. apríl 2010 að fjárhæð
26.408 krónur;
Ráðstöfun Sigurplasts
ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., með skuldajöfnuði þann 30. apríl 2010 að
fjárhæð 201.825 krónur;
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 17. maí 2010 að fjárhæð
65.886 krónur;
Gjöf Sigurplasts
ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð 60.599 krónur sem fólst í
skuldajöfnuði þann 20. maí 2010 að fjárhæð 2.000.000 krónur.
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 3. júní 2010 að fjárhæð
100.000 krónur;
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 9. júní 2010 að fjárhæð
750.000 krónur;
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 9. júní 2010 að fjárhæð
200.000 krónur;
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 23. júní 2010 að fjárhæð
2.734.503 krónur;
Gjöf að fjárhæð
466.566 krónur í ráðstöfun Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann
19. júlí 2010 að fjárhæð 2.833.670 krónur;
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 10. september 2010 að
fjárhæð 48.415 krónur;
Gjöf að fjárhæð
454.160 krónur í ráðstöfun Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann
16. september 2010 að fjárhæð 843.360 krónur:
Ráðstöfun
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 17. september 2010 að
fjárhæð 1.958.804 krónur.
Gjöf að fjárhæð
560.575 krónur í ráðstöfun Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., með
skuldajöfnuði þann 30. september 2010 að fjárhæð 1.635.328 krónur.
Stefnandi telji ljóst að
stefndu, Sigurður og Jón Snorri, hafi brotið gegn skyldum sínum sem stjórnendur
Sigurplasts ehf. Þeir hafi sýnt af sér bótaskylda vanrækslu og/eða tekið
ákvarðanir varðandi þá gerninga sem fjallað sé um að framan, án þess að hafa
hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Þá sé ljóst að stefndu hafi með umræddum
ákvörðunum brotið gegn 51. gr. laga nr. 138/1994, enda hafi ráðstafanirnar
klárlega verið til þess fallnar að afla öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað
félagsins.
Skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð
stefndu, Sigurðar og Jóns Snorra, sem lúti að huglægri afstöðu þeirra séu
uppfyllt, en telja verði háttsemi þeirra í það minnsta fela í sér gáleysi, ef
ekki ásetning. Stefndu hafi þannig sýnt af sér saknæma háttsemi og einnig
ólögmæta, enda hafi þeir valdið félaginu tjóni með ólöglegri og skaðlegri
háttsemi. Orsakatengsl séu milli tjóns Sigurplasts ehf. og ólögmætra athafna
og/eða athafnaleysis stefndu. Tjón félagsins sé einnig sennileg afleiðing
athafna og/eða athafnaleysis þeirra. Með vísan til framangreinds beri stefndu,
Sigurður og Jón Snorri, skaðabótaábyrgð á því tjóni sem Sigurplasti ehf. hafi
verið valdið með framangreindum ráðstöfunum. Þeir beri því óskipta ábyrgð með
stefnda, K.B. Umbúðum ehf., á greiðslu 9.288.158 króna sem svari til tjóns
stefnanda vegna framangreindra ráðstafana.
Málshöfðunarfrestur o.fl.
Bú Sigurplast ehf. hafi verið
tekið til gjaldþrotaskipta 30. september 2010. Kröfulýsingarfresti í búið hafi
lokið 11. desember 2010. Samkvæmt 2. mgr. 194. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 1.
gr. laga nr. 31/2010, sé málshöfðunarfrestur samkvæmt XX. kafla laganna tólf
mánuðir frá því skiptastjóri hafi átt þess kost að gera riftunarkröfu.
Fresturinn byrji þó aldrei að líða fyrr en við lok kröfulýsingarfrests.
Málshöfðun þessi sé því vel innan marka sem kveðið sé á um í 148. gr. laga nr.
21/1991, sbr. 2. mgr. 194. gr. laganna og 1. gr. laga nr. 31/2010.
Stefnandi krefjist dráttarvaxta
samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. maí 2011, þ.e. mánuði frá því
stefnandi hafi krafið stefnda um greiðslu með kröfubréfi, sbr. 3. mgr. 5. gr.
laga nr. 38/2001.
Málskostnaðarkrafa stefnanda
eigi sér stoð í 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um
varnarþing vísist til 1. mgr. 32. gr., 1. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 42. gr. sömu
laga, um samlagsaðild til 1. mgr. 19. gr. og um kröfusamlag til 1. mgr. 27. gr.
laganna.
III
Sýknukrafa stefndu er m.a. reist
á því að Sigurplast ehf. hafi verið gjaldfært á þeim tíma er um ræði. Arion
banki hf. hafi gjaldfellt rekstrarlán Sigurplasts ehf., sem hafi verið í skilum
frá lántökudegi. Bankinn hafi viljað þvinga eigendur félagsins til að gangast
við ólöglegum erlendum lánum. Rekstrarfyrirgreiðsla viðskiptabanka félagsins
hafi fallið niður á sama tíma og erlendir birgjar hafi krafist staðgreiðslu frá
íslenskum fyrirtækjum eftir hrun. Lausafjárstaða félagsins hafi ekki leyft sömu
umsvif í innflutningi og áður, en hann hafi verið aðalástæða veltuaukningar
félagsins milli ára. Allir fjármunir félagsins hafi farið til greiðslu hráefna
og annars kostnaðar við að halda verksmiðju gangandi. Skaði Sigurplasts ehf. sé
því til kominn vegna aðgerða Arion banka hf. en ekki vegna eigenda og
stjórnenda félagsins. Unnið hafi verið hart að því að tryggja rekstur
verksmiðjunnar og bjarga verðmætum. Þegar tekið hafi verið tillit til þess að
erlend lán félagsins hafi reynst ólögleg hafi eigið fé félagsins verið jákvætt.
Reksturinn hafi verið í mjög góðu jafnvægi og félagið skilað mjög jákvæðri
afkomu fyrir fjármagnsliði.
Í skýrslu
endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young hf. frá ársbyrjun 2010 komi ekki
fram að félagið sé ógjaldhæft. Lánveitingar
Arion banka hf. á árinu 2008 bendi heldur ekki til þess, þó svo að bókfært
virði hafi verið neikvætt. Á þeim tíma hafi ekki verið búið að dæma gengislán
ólögmæt. Þetta staðfesti að félagið hafi verið að fullu gjaldhæft, metið út frá
fjárflæði, en ekki bókfærðu mati eigin fjár, sem sé sú aðferð sem almennt sé
lögð til grundvallar. Í skýrslunni sé sérstaklega vikið að því að áætlanir hafi
alltaf staðist og þess vegna sé félagið í góðum málum með áframhaldandi vexti
tekna og afkomu og kostnaðarhlutföll séu öll að lækka. Skýrslan beri þessu glöggt vitni,
en hún lýsi rekstri og horfum á árunum 2007 til 2011.
Í skýrslunni komi m.a. fram að
mikil aukning hafi verið á veltu rekstrarárin 2007 og 2008. Heildarvelta
félagsins hafi aukist um 180 milljónir króna milli ára eða úr 131 milljón króna
árið 2007 í 310 milljónir króna árið 2008. Þá segi að gert sé ráð fyrir því að
veltan verði um 400 milljónir króna árið 2009 og að hún verði komin í um 460
milljónir króna árið 2011. Áætlað sé að EBITDA nái um 50 milljónum króna árið
2009, um 63,5 milljónum króna árið 2010 og um 71 milljón króna árið 2011. Gert
sé ráð fyrir að frjálst sjóðsflæði verði um 36,2 milljónir króna árið 2010 og
um 54 milljónir króna árið 2011. Hvergi í skýrslunni sé efast um forsendur
áætlana, en frekar vikið að því hve varkárar þær séu og lögð blessun yfir
áreiðanleika þessara gagna. Framlegð sé áætluð 45% en núllpunktur sé við 30%.
Af umfjöllun um skuldsetningu félagsins sé ljóst að neikvæð eiginfjárstaða sé
eingöngu reikningsfærsla vegna útreiknings á erlendum lánum, en með afnámi
ólögmætra erlendra lána væri staða félagsins sterk og félagið fullfært um að
standa við skuldbindingar sínar. Fram komi að veltufé frá rekstri sé jákvætt um
annars vegar 14,3 milljónir króna og hins vegar 10 milljónir króna fyrir árin
2007 og 2008 og handbært fé sé í árslok, bæði árin. Frjálst sjóðstreymi sé 7
milljónir króna fyrir árið 2008, 55 milljónir króna fyrir árið 2009, 36
milljónir króna fyrir árið 2010 og loks 54 milljónir króna fyrir árið 2011.
Í skýrslunni komi fram að
stærstu birgjar Sigurplasts ehf. væru almennt ekki mjög mikilvægir fyrir
áframhaldandi rekstur þar sem hægt væri að fá þessar vörur hjá fleiri aðilum.
Félagið hafi engin einkaumboð lengur hjá neinum birgjum og njóti ekki neinna
sérkjara, aðeins almennra kjara. Þá segi að almennur greiðslufrestur hafi í
ljósi aðstæðna fallið niður eða styst verulega gagnvart flestum viðskiptavinum.
Þetta eigi sérstaklega við um erlenda viðskiptamenn þar sem greiðslufrestur sé
enginn. Það eigi því ekki við rök að styðjast að umboð hafi verið tekin frá
félaginu.
Framangreind skýrsla hafi verið
afhent Arion banka hf. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young hf. hafi með
henni gefið stöðu félagsins og rekstri bestu meðmæli fyrir 2009 og talið horfur
góðar fyrir árið 2010. Í kjölfarið, í febrúar 2010, hafi bankinn gert tillögu
um 300 milljón króna skuldastöðu og viljað eignast 80% félagsins, en eignarhald
bankans hafi verið 33%. Varla geti verið að bankinn hafi metið félagið
ógjaldhæft á þessum tíma í ljósi ofangreindrar skýrslu.
Eftir gjaldþrot Sigurplasts ehf.
hafi Ernst & Young hf. skilað nýrri skýrslu í ársbyrjun 2011. Það sé meginforsenda skýrslunnar að Sigurplast ehf. hafi skuldað
1.100 milljónir króna og verið ógjaldfært frá árinu 2008 vegna uppreiknings
erlendra lána, þrátt fyrir að þá hafi legið fyrir dómar Hæstaréttar um ólögmæti
lánanna. Niðurstaða skýrslunnar sé sú að félagið sé ógjaldhæft og hafi verið
það nánast frá upphafi. Byggt sé á bókfærðu virði eigna og skulda. Árinu áður
hafi Ernst & Young hf. hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að rekstur
félagsins væri góður og framtíð félagsins björt samkvæmt hefðbundnum og viðurkenndum aðferðum um greiðslu- og
gjaldhæfi. Þá hafi, í framhaldi af dómi Hæstaréttar í júní 2010, verið sett lög
sem staðfest hafi 300 milljóna króna skuldastöðu félagsins, en Arion banki hf.
hafi nokkrum mánuðum áður talið félagið geta staðið undir þeirri skuld. Við
gerð skýrslunnar hafi ekki verið leitað skýringa hjá eigendum félagsins.
Vinnubrögð Ernst & Young hf. við gerð skýrslunnar séu félaginu til vansa. Ekki
standi steinn yfir steini í röksemdafærslu og málatilbúnaði í skýrslunni og
útreikningum sé hagrætt að vild. Fram komi í skýrslunni að félagið hafi verið í
skilum við bankann og samið hafi verið um lánamál. Varðandi samanburð eigna og
skulda við mat á ógjaldhæfi sé rétt að vitna til álits réttarfarsnefndar um að
eignastaða gagnstætt skuldum hafi minna vægi. Ógreiðslufærni félagsins hafi
verið tímabundin.
Skiptastjóri hafi óskað nýrrar
skýrslu frá Ernst & Young hf. þar sem lánin séu endurútreiknuð með óverðtryggðum vöxtum eins og lög hafi
kveðið á um. Þetta hafi verið gert, en þó hafi ekki verið gerð frekari grein
fyrir endurútreikningnum. Skuldastaðan hafi farið úr 1.100 milljónum króna í rúmar 300 milljónir króna. Niðurstaða skýrslunnar
frá hausti 2011 hafi verið sú að félagið hafi þrátt fyrir þetta verið ógjaldhæft. Stefndu telji skýrsluna byggja á röngum
forsendum og útreikningum. Þá sé hún í andstöðu við fyrstu skýrsluna frá árinu
2010.
Í
þessari síðastgreindu skýrslu séu áhrif gengismunar felld út og reiknaðir
vextir til gjalda langt umfram t.d. dráttarvexti til þess að gera eigið fé
neikvætt. Greiddir vextir áranna 2007 og 2008 séu færðir út úr rekstri og
reiknaðir nýir og hærri innlendir vextir, þrátt fyrir að félagið hafi verið í
skilum og fyrir liggi dómur Hæstaréttar sem geri slíka útreikninga ólögmæta. Í
engu sé tekið tillit til þessa, enda bresti þá allar forsendur fyrir niðurstöðu
skýrslunnar.
Í
ársbyrjun 2012 hafi verið kveðinn upp dómur í Hæstarétti um að ekki megi reikna
óverðtryggða vexti á lán eins og Sigurplast ehf. hafi verið með. Staða skulda
félagsins hafi því enn verið rúmlega 300 milljónir króna. Það liggi því fyrir
að félagið hafi allan tímann verið gjaldhæft. Sú niðurstaða byggist á tveimur
Hæstaréttadómum um réttan útreikning á skuldastöðu og vöxtum. Séu raunverulegar
tölur fyrir utan gengismun í vaxtagjöldum skoðaðar, með sama hætti og gert hafi
verið í skýrslunni með óverðtryggðu vextina, komi í ljós að vaxtagreiðslur nemi
17 milljónum króna fyrir árið 2007 og 41 milljón króna fyrir árið 2008 eða
samtals 58 milljónum króna en ekki 162 milljónum króna eins og fram komi í
lokaskýrslunni. Á þessu byggist fullyrðing Ernst & Young hf. um það að eigið fé sé neikvætt, sem verði síðan aðalforsenda
fullyrðingar um ógjaldhæfi. Þannig muni rúmum 100 milljónum króna. Að teknu
tilliti til þessara stærða sé félagið með jákvætt bókfært eigið fé í árslok
2008. Að engu sé vikið að útreikningum fyrir 2009, en þá sé EBITDA jákvæð um 53
milljónir króna. Áætlanir fyrir árið 2010 hafi verið 63 milljónir króna og 70
milljónir króna fyrir árið 2011. Félagið hafi greitt 7 milljónir króna í vexti
árið 2007 og tæpar 18 milljónir króna árið 2008. Þetta hafi allt komið fram í
fyrstu skýrslunni.
Við
kaup á Sigurplasti ehf. hafi virði félagsins verið metið út frá frjálsu
fjárflæði, en ekki bókfærðu verði eigna og skulda, enda sé það ávallt lagt til
grundvallar við alla útreikninga á virði, þar sem fyrirtæki séu metin, þ.e. út
frá því verðmæti sem þau skapi. Þannig hafi virðismat bankans við kaupin og
fjármögnun þess tekið tillit til þessara forsendna. Við kaupin hafi óefnislegar
eignir félagsins verið 220 milljónir króna og virði félagsins verið metið um
350 milljónir króna. Ernst & Young hf. leggi
þessa viðurkenndu matsaðferð til hliðar og kjósi þess í stað að leggja til
grundvallar að bókfærðar eignir dugi ekki fyrir skuldum. Um mjög óvenjulega
leið sé að ræða.
Umsvif Sigurplasts ehf. hafi
aukist á árunum 2007 og 2008, en veltan
hafi tvöfaldast, úr 131 milljón króna í 310 milljónir króna. Við það hafi reynt mjög á greiðsluflæði þar sem velta
hafi tekið til sín aukið fjármagn, þannig að lagerar og viðskiptakröfur hafi
tvöfaldast. Þetta hafi allt verið gert með samþykki og vitund Arion banka hf.,
enda hafi hann átt mann í stjórn félagsins og fengið allar upplýsingar um
reksturinn. Þá hafi allt sem staðið hafi fyrir dyrum verið bókað á
stjórnarfundum. Ef félagið hefði verið
ógjaldhæft hefði bankinn ekki verið að skoða nýja 40 milljóna króna lánveitingu til félagsins á haustmánuðum 2008. Lánið hafi
verið hugsað til að fjármagna aukin umsvif félagsins. Enginn banki hefði tekið
í mál að lána félagi sem hann teldi ekki geta greitt af lánum. Mikill munur sé
á því hvort bankar fjármagni tap eða vöxt. Ástæðan sé sú, eins og fram hafi
komið í fyrstu skýrslunni, að allar áætlanir sem settar hafi verið fram við
kaupin hafi staðist og rúmlega það, þrátt fyrir gífurlega erfið ytri skilyrði.
Hafa
þurfi í huga að skuldastaða félagsins árið 2007 hafi verið um 2,7 ársveltur,
fyrir árið 2008 um 1,2 ársveltur og fyrir árið 2009 1,08 ársveltur. Félagið hafi
staðið undir tæpri 500 milljón króna skuld. Það sé byggt á skuldaþekju, þ.e.
sjóðstreymi úr rekstri til greiðslu vaxta og afborgana lána. Sú tala sé að
meðaltali yfir 1,2, sem skýrsluhöfundar Ernst & Young hf. hafi staðfest í
fyrstu skýrslu sinni sem mjög raunhæfa. Virðismat á félaginu miðað við mat á
frjálsu fjárflæði gefi virði langt umfram ofangreinda skuldastöðu. Virðið hafi
verið 350 milljónir króna þegar velta hafi verið 150 milljónir króna við kaupin
árið 2007, en á árinu 2009 hafi veltan verið 370 milljónir króna.
Til einföldunar sé sett fram
tafla er sýni að eigið fé félagsins hafi verið jákvætt miðað við þá
hæstaréttardóma sem hafi fallið að undanförnu um ólögmæti gengislána og
vaxtaútreikninga:
2007 2008 2009
Eigið fé ársbyrjun
66.900
56.655
51.083
Tap skv. rekstarreikningi
28.882
566.669
84.325
Gengismunur ólöglegra lána færður út
18.637
552.581
38.064
-10.245
-14.088
-46.261
Vextir ólöglegra lána færðir út
0
25.666
50.950
Samningsvextir gengisbundinna lána færðir inn
0
-17.150
-18.463
Leiðrétt tap ársins
-10.245
-5.572
-13.774
Eigið fé í árslok
56.655
51.083
37.309
Innflutningur Sigurplasts ehf.
hafi minnkað þegar rekstrarfyrirgreiðsla viðskiptabanka félagsins hafi fallið
niður, á sama tíma og erlendir birgjar hafi krafist staðgreiðslu frá íslenskum
fyrirtækjum eftir hrun. Aðgerðir Arion banka hf., að fella fyrirvaralaust niður
rekstrarlán, hafi leitt til vanskila við hráefnisbirgja, sem hafi hætt að lána
félaginu og fært það yfir í staðgreiðslu. Útstreymi á vormánuðum 2010 vegna
þessa hafi verið 10 til 12 milljónir króna. Aðgerðir bankans í málum Mjallar
hafi aukið vanda félagsins um 16 milljónir króna. Lausafjárstaða félagsins hafi
því ekki leyft sömu umsvif í innflutningi og áður. Til að verja hagsmuni
Sigurplasts ehf. hafi félagið leitað til stefnda, K.B. Umbúða ehf., um að það
félag myndi flytja inn og greiða fyrir þessar vörur og stefndi myndi selja
Sigurplasti ehf. jafnharðan og sala til viðskiptavinar ætti sér stað.
Sigurplast ehf. hafi ekki aðeins fengið framlegð af þessum viðskiptum, heldur
haldið viðskiptavild sinni gagnvart viðskiptavinum sínum. Það sé öllum ljóst
sem eitthvað þekki til vöruskipta að ábati stefnda, K.B. Umbúða ehf., hefði
orðið meiri ef hann hefði selt vörurnar beint. Sigurplast ehf. hafi selt allar
þessar vörur jafnharðan fyrir hærra verð en það hafi keypt þær á.
Öll vörukaup stefnda, K.B. Umbúða
ehf., af Sigurplasti ehf. hafi verið til ábata fyrir Sigurplast ehf. Vörurnar
hafi verið seldar fyrir hærra verð en þær hafi verið keyptar á. Þannig hafi
félagið fengið af þeim góða framlegð og fyrir þær hafi verið greitt
skilvíslega.
Ásökun um tilhæfulausa reikninga
frá stefnda, K.B. Umbúðum ehf., sé hafnað. Reikningar þessir séu til komnir
vegna húsaleigu fyrir fasteignina að Völuteigi 6, 270 Mosfellsbæ.
Eins og áður hafi komið fram
hafi Sigurplast ehf. ekki haft fjármuni til að stunda innflutning í sama mæli
og áður. Til að bæta lausafjárstöðu félagsins hafi vörur verið seldar með
miklum afslætti gegn staðgreiðslu. Það hafi gilt um öll viðskipti á þessum
tíma, ekki einungis til stefnda, K.B. Umbúða ehf. Þær vörur sem keyptar hafi
verið af stefnda hafi félagið ekki haft bolmagn til að flytja inn. Til þess að
verja viðskiptahagsmuni og viðskiptasambönd hafi þær vörur sem Sigurplast ehf.
hafi mest þurft á að halda verið keyptar inn. Þær hafi yfirleitt verið seldar
fyrir fram og því ekki setið inni á lagerum Sigurplasts ehf. Með þessu hafi
verksmiðjan verið varin og þær innfluttu vörur sem tengdust framleiðslu, en
mismunur á framlegð skýrist af nokkrum þáttum. Félagið hafi verið að verja
stóra viðskiptavini sem ekki hafi borgað mikið fyrir innflutta vöru, en hafi
borið uppi mikla framlegð og sölu félagsins. Innfluttar vörur hafi oft ekki
skilað miklu, en stutt mikla framlegð í framleiddum vörum. Sigurplast ehf. hafi
enga áhættu borið af viðskiptunum. Á tímum mikilla gengisbreytinga minnki
framlegð af vörum, litlir fjármunir leiði til þess að vörur séu keyptar inn í
litlu magni, sem þýði hærra verð. Í ljósi þess að Sigurplast ehf. hafi verið
gjaldfært sé ljóst að ekkert óeðlilegt sé við framangreind viðskipti.
Sigurplast ehf. hafi verið í staðgreiðsluviðskiptum við stefnda, K.B. Umbúðir
ehf., eins og alla aðra birgja sína. Stefndi hafi notið staðgreiðslukjara og
staðgreitt öll sín innkaup og náð niður verðum með þeim hætti. Þetta sé í
samræmi við þau viðskipti sem félagið hafi við önnur fyrirtæki á þessum tíma.
Lausafjárstaða flestra fyrirtækja hafi verið mjög slæm á þessum tíma. Stefndi
hafi nýtt sér það til að ná niður verðum frá sínum birgjum. Vegna þessara
viðskipta og þeirra afsláttarkjara sem stefndi hafi notið hafi félagið ákveðið
að aðstoða Sigurplast ehf. við að viðhalda viðskiptasamböndum sínum, en auk
þess hafi félagið fengið ábata af viðskiptunum. Ábati félagsins hefði orðið
miklu meiri ef þessi háttur hefði ekki verið viðhafður.
Kröfuliðir 1-10
Varðandi 1. til 10. lið
riftunarkröfu stefnanda sé vísað til þess að umræddar vörur hafi verið seldar
stefnda, K.B. Umbúðum ehf., til að fjármagna vörukaup Sigurplasts ehf. á töppum
og skyldum vörum sem tengdust framleiðslu félagsins. Þetta hafi verið gert til
að viðhalda viðskiptasamböndum Sigurplasts ehf. til þess að félagið gæti selt
framleiðsluvörur sínar ásamt eðlilegum fylgihlutum. Engir gjafagerningar eða
nokkuð slíkt hafi falist í þessu. Stefndi hafi engan ábata haft af umræddum
viðskiptum og sitji uppi með stóran hluta af vörunum. Viðskiptin hafi ekki rýrt
eignir Sigurplasts ehf. eða leitt til auðgunar móttakanda. Ósannað sé að
óeðlilegt verð hafi verið greitt fyrir vörurnar miðað við þær aðstæður er verið
hafi eftir hrun á Íslandi. Því sé mótmælt að um gjafatilgang hafi verið að
ræða, en eins og fram hafi komið hafi umrædd viðskipti verið gerð í þágu
Sigurplasts ehf. vegna áframhaldandi framleiðslu félagsins og til að viðhalda
viðskiptasamböndum þess.
Skilyrði til riftunar samkvæmt
141. gr. laga nr. 21/1991 séu ekki fyrir hendi. Ekki sé um að ræða
ótilhlýðilegar ráðstafanir, en eins og lýst hafi verið hafi félagið verið að
verja verksmiðju og viðskiptavild sína. Framlegðartap félagsins hefði orðið mun
meira ef ekki hefði verið hægt að framleiða og selja vörur þess, en álagning
þar hafi verið um 60-100%. Þá hafi félagið ekki verið ógjaldfært, eins og sýnt
hafi verið fram á. Þar af leiðandi hafi stefnda, K.B. Umbúðum ehf., ekki getað
verið ljóst að félagið væri ógjaldfært.
Kröfuliður 9
Varðandi riftun á ráðstöfun í 9.
lið sé í fyrsta lagi bent á að ekki sé um sambærilegar vörur að ræða. Í öðru
lagi hafi orðið veruleg hækkun á heimsmarkaðsverði og í þriðja lagi hafi gengi
krónunnar veikst. Þetta skýri umræddan verðmun. Loks megi geta þess að
Sigurplast ehf. hafi enga áhættu borið af innflutningi þessara vara þar sem þær
hafi þegar verið seldar viðskiptavini, þegar þær hafi verið keyptar af stefnda,
K.B. Umbúðum ehf. Sigurplast ehf. hafi selt vörurnar með góðri framlegð. Þannig
hafi verið um augljósan ávinning fyrir félagið að ræða af þessum viðskiptum.
Þetta hafi allt verið gert í þeim tilgangi að viðhalda viðskiptasamböndum
Sigurplasts ehf. Ekkert óeðlilegt sé við það að reikningar milli félaganna séu
að svipaðri fjárhæð, en vegna fjárskorts hafi Sigurplast ehf. greitt fyrir
vörur frá stefnda með vörum frá sér og magn af vörum eða fjárhæðir látnar
mætast eins og mögulegt hafi verið. Þessar upphæðir hafi aldrei getað mæst
alveg að krónutölu þar sem vörur hafi verið afhentar í brettavís eða í
kassavís. Aldrei hafi verið um það að ræða að vörur væru seldar í gjafatilgangi
heldur hafi Sigurplast ehf. ávallt selt þær vörur með framlegð er félagið hafi
fengið frá stefnda þannig að kröfuhafar þess hafi notið góðs af. Því sé mótmælt
sem röngu og ósönnuðu að skilyrði riftunar samkvæmt 1. mgr. 131. gr. eða 141.
gr. laga nr. 21/1991 eigi við.
Kröfuliðir
11 og 12
Varðandi riftunarkröfu í
kröfuliðum 11 og 12 sé í fyrsta lagi vísað til þess að ekki sé um sambærilegar
vörur að ræða. Framleiðandi sé ekki sá sami, ekki sé um sama magn í innkaupum
að ræða og þar af leiðandi ekki sömu viðskiptakjör. Þá hafi orðið veruleg
hækkun á heimsmarkaðsverði, auk þess sem gengi krónunnar hafi veikst. Þetta
skýri umræddan verðmun. Loks megi geta þess að Sigurplast ehf. hafi enga áhættu
borið af innflutningi þessara vara, þar sem þær hafi þegar verið seldar
viðskiptavini, þegar þær hafi verið keyptar af stefnda, K.B. Umbúðum ehf.
Vörurnar hafi verið seldar af Sigurplasti ehf. með góðri framlegð. Þannig hafi
verið um augljósan ávinning að ræða hjá félaginu af þessum viðskiptum. Eins og
áður hafi verið lýst hafi þetta allt verið gert í þeim tilgangi að viðhalda
viðskiptasamböndum félagsins. Fullyrðingum um tap félagsins af umræddum
viðskiptum sé algjörlega hafnað.
Á þessum tíma hafi lán félagsins
hjá Arion banka hf. verið fryst og félagið hafi verið í viðræðum við bankann um
fjárhagslega endurskipulagningu. Það sé viðtekin venja að ekki sé gerð krafa
til greiðslu skulda meðan viðræður við banka standi yfir. Félagið hafi því í
sjálfu sér ekki verið í vanskilum á þessum tíma, eins og stefnandi haldi nú
fram, vegna frystingar umræddra lána. Öll framangreind viðskipti hafi í raun
verið staðgreiðsluviðskipti. Eini kröfuhafinn sem hafi getað verið mismunað
hafi verið Arion banki hf. Lán bankans hafi hins vegar verið í frystingu og
þessi viðskipti til hagsbóta fyrir Sigurplast ehf. Vegna viðræðna um
fjárhagslega endurskipulagningu hafi bankanum verið fullkunnugt um staðgreiðslu
og skuldajöfnunarviðskipti Sigurplasts ehf., en engar athugasemdir hafi verið
gerðar við það.
Hvað varði skuldajöfnuð vegna
TVG Zimsen þá hafi verið um að ræða greiðslu Sigurplasts ehf. til TVG Zimsen
vegna annars vegar eigin viðskipta og hins vegar skuldar stefnda, K.B. Umbúða
ehf., við TVG Zimsen. Um heildarskuldajöfnuð hafi verið að ræða í
hagræðingarskyni. Sigurplast ehf. hafi skuldað stefnda, K.B. Umbúðum ehf. Þetta
hafi ekki verið gert í ágóðaskyni fyrir stefnda. Færslur í bókhaldi vegna þessa
hafi verið eðlilegar. Skuldajöfnuðurinn hafi því verið eðlilegur og ekki um
óeðlilegan greiðslueyri að ræða. Riftun sé því mótmælt á þeim grundvelli að
félagið hafi ekki verið ógjaldfært og að um eðlilegar færslur í viðskiptum hafi
verið að ræða.
Kröfuliðir
13-16
Varðandi riftun ráðstafana í
kröfuliðum 13-16 sé vísað til þess að Sigurplast ehf. hafi nýtt húsnæðið að
Völuteigi 6 í Mosfellsbæ og greitt fyrir það húsaleigu, enda hafi félagið keypt
rekstur RPC árið 2008, en stefndi, K.B. Umbúðir ehf., yfirtekið
húsaleigusamninginn og framleigt Sigurplasti ehf. húsnæðið. Húsnæðið hafi verið
notað undir lager RPC sem Sigurplast ehf. hafi keypt reksturinn af. Umræddir
reikningar séu því réttir.
Þá sé bent á að stefnandi sé að
bera saman ósambærilegar vörur. Þótt verið sé að bera saman sama magn sé ekki
sami framleiðandi og ekki sé um sama magn í innkaupum að ræða. Þar af leiðandi
sé stefnandi ekki að bera saman sömu viðskiptakjör. Þá hafi orðið veruleg
hækkun á heimsmarkaðsverði, auk þess sem veiking á gengi krónunnar skýri
umræddan verðmun. Sigurplast ehf. hafi enga áhættu borið af innflutningi
þessara vara þar sem þær hafi þegar verið seldar viðskiptavini, þegar þær hafi
verið keyptar af stefnda og verið seldar af Sigurplasti ehf. með góðri
framlegð. Þannig hafi verið um augljósan ávinning af viðskiptunum fyrir félagið
að ræða. Þetta hafi allt verið gert í þeim tilgangi að viðhalda viðskiptasamböndum
þess. Fullyrðingum um tap stefnanda af umræddum viðskiptum sé algjörlega
hafnað. Um staðgreiðsluviðskipti hafi verið að ræða. Sigurplast ehf. hafi
eingöngu verið í staðgreiðsluviðskiptum við sína birgja og því ekkert óeðlilegt
við umræddar færslur við stefnda. Engum kröfuhöfum hafi verið mismunað, enda
hafi það sama átt við um alla birgja félagsins, eins og bókhald félagsins sýni.
Að auki hafi félagið verið í viðræðum við viðskiptabanka sinn og með lán í
frystingu. Þá hafi skiptastjóri þrotabús RPC engar athugasemdir gert við umrædd
viðskipti
Kröfuliðir 17, 21, 22 og 24
Varðandi kröfu um riftun
ráðstafana í liðum 17, 21, 22 og 24 sé vísað til þess að um
staðgreiðsluviðskipti hafi verið að ræða, en Sigurplast ehf. hafi eingöngu
verið í staðgreiðsluviðskiptum við sína birgja. Því hafi ekkert óeðlilegt verið
við umræddar færslur við stefnda, K.B. Umbúðir ehf. Engum kröfuhöfum hafi verið
mismunað, enda hafi það sama átt við um alla birgja félagsins, eins og bókhald
félagsins sýni. Að auki hafi félagið verið í viðræðum við viðskiptabanka sinn
og með lán í frystingu. Það sé rangt að skuldbindingar Sigurplasts ehf. við
stefnda hafi verið meðhöndlaðar með öðrum hætti en skuldbindingar við aðra
birgja. Ekki hafi verið um tilhæfulausar kröfur að ræða og riftun sé því
alfarið hafnað.
Kröfuliðir 18 og 19
Varðandi riftun ráðstafana í
liðum 18 og 19 sé bent á að í þeim fjárhæðum sem krafist sé riftunar á liggi
fyrir að samið hafi verið um að viðskiptum milli þessara aðila skyldi háttað á
þann veg að stefndi, K.B. Umbúðir ehf., nytu þjónustu Sigurplasts ehf. vegna
aksturs og lagerþjónustu. Því sé eðlilegt að skuldjöfnun eigi sér stað milli
þessara aðila um þessi viðskipti. Varðandi ógjaldfærni sé vísað til þess sem
áður hafi komið fram um það. Það sé rangt að skuldbindingar Sigurplasts ehf.
við stefnda hafi verið meðhöndlaðar með öðrum hætti en skuldbindingar við aðra
birgja.
Kröfuliður 20
Varðandi kröfulið 20 sé í fyrsta
lagi bent á að ekki sé um sambærilegar vörur að ræða. Þetta sé sama magn en
ekki sami framleiðandi. Ekki sé um að ræða sama magn í innkaupum og þar af
leiðandi ekki sömu viðskiptakjör. Þá hafi orðið veruleg hækkun á
heimsmarkaðsverði, auk þess sem gengi krónunnar hafi veikst. Þetta skýri
umræddan verðmun. Loks megi geta þess að Sigurplast ehf. hafi enga áhættu borið
af innflutningi þessara vara þar sem þær hafi þegar verið seldar viðskiptavini,
þegar þær hafi verið keyptar af stefnda, K.B. Umbúðum ehf. Vörurnar hafi verið
seldar af Sigurplasti ehf. með góðri framlegð. Þannig hafi verið um augljósan
ávinning að ræða hjá Sigurplasti ehf. af þessum viðskiptum. Þetta hafi allt
verið gert í þeim tilgangi að viðhalda viðskiptasamböndum Sigurplasts ehf.,
eins og áður hafi verið lýst. Fullyrðingum um tap stefnanda af umræddum
viðskiptum sé algjörlega hafnað. Um ógjaldfærni sé vísað til þess sem áður hafi
komið fram. Þá sé það rangt að skuldbindingar Sigurplasts ehf. við stefnda hafi
verið meðhöndlaðar með öðrum hætti en skuldbindingar við aðra birgja.
Kröfuliður 25
Varðandi kröfu um riftun greiðslu
í 25. lið sé í fyrsta lagi vísað til þess að ekki sé um sambærilegar vörur að
ræða. Um sama magn sé að ræða en framleiðandi sé ekki sá sami. Ekki sé sama
magn í innkaupunum og þar af leiðandi ekki sömu viðskiptakjör. Þá hafi orðið
veruleg hækkun á heimsmarkaðsverði, auk þess sem gengi krónunnar hafi veikst,
sem skýri umræddan verðmun. Loks megi geta þess að Sigurplast ehf. hafi enga
áhættu borið af innflutningi þessara vara þar sem þær hafi þegar verið seldar
viðskiptavini, þegar þær hafi verið keyptar af stefnda, K.B. Umbúðum ehf.
Vörurnar hafi verið seldar af Sigurplasti ehf. með góðri framlegð. Þannig hafi
verið um augljósan ávinning af viðskiptunum að ræða hjá félaginu. Þetta hafi
allt verið gert í þeim tilgangi að viðhalda viðskiptasamböndum Sigurplasts
ehf., eins og áður hafi verið lýst. Fullyrðingum um tap stefnanda af umræddum
viðskiptum sé algjörlega hafnað. Um ógjaldfærni sé vísað til þess sem áður hafi
komið fram. Þá sé það rangt að skuldbindingar Sigurplasts ehf. við stefnda,
K.B. Umbúðir ehf., hafi verið meðhöndlaðar með öðrum hætti en skuldbindingar
við aðra birgja.
Kröfuliður 26
Varðandi riftun greiðslu í
kröfulið nr. 26 sé málsatvikum mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Stefndu kannist
ekki við þessar vörur eða ætlaða lýsingu starfsmanna Sigurplasts ehf. Rétt sé
að taka fram að ógerningur sé að bera saman innkaup á samheitavörunni „tappi“
frá júní 2009 til september 2010 í ljósi þess sem áður hafi komið fram um
gengisþróun, hækkun á erlendum mörkuðum, mismunandi gæði vara, ólíka framleiðendur
og ólík viðskiptakjör miðað við innkaup.
Kröfuliður 27
Varðandi riftun greiðslu í lið
27 sé vísað til þess í fyrsta lagi að ekki sé um sambærilegar vörur að ræða.
Magnið sé það sama en framleiðandi sé ekki sá sami. Ekki sé um sama magn að
ræða í innkaupum og þar af leiðandi séu ekki sömu viðskiptakjör. Í öðru lagi
hafi orðið veruleg hækkun á heimsmarkaðsverði og í þriðja lagi hafi gengi
krónunnar veikst, sem skýri umræddan verðmun. Loks megi geta þess að Sigurplast
ehf. hafi enga áhættu borið af innflutningi þessara vara þar sem þær hafi þegar
verið seldar viðskiptavini, þegar þær hafi verið keyptar af stefnda, K.B.
Umbúðum ehf. Félagið hafi selt vörurnar með góðri framlegð. Þannig hafi verið
um augljósan ávinning félagsins að ræða af þessum viðskiptum. Þetta hafi allt
verið gert í þeim tilgangi að viðhalda viðskiptasamböndum Sigurplasts ehf.,
eins og áður hafi verið lýst. Fullyrðingum um tap stefnanda af umræddum
viðskiptum sé algjörlega hafnað. Um ógjaldfærni sé vísað til þess sem áður hafi
komið fram. Þá sé það rangt að skuldbindingar Sigurplasts ehf. við stefnda hafi
verið meðhöndlaðar með öðrum hætti en skuldbindingar við aðra birgja.
Í þeim fjárhæðum sem krafist sé
riftunar á í ofangreindum lið liggi fyrir að samið hafi verið um að viðskiptum
milli þessara aðila skyldi háttað á þann veg að stefndi, K.B. Umbúðir ehf.,
nytu þjónustu Sigurplasts ehf. vegna aksturs og lagerþjónustu. Því hafi verið
eðlilegt að skuldjöfnun ætti sér stað milli þessara aðila um þessi viðskipti.
Það sé rangt að stefndi, K.B.
Umbúðir ehf., hafi notað reikningakerfi Viðarsúlu ehf. Viðskiptalegar og
rekstrarforsendur milli Sigurplasts ehf. og stefnda hafi, eins og áður hafi
komið fram, verið til ábata fyrir Sigurplast ehf. og eingöngu í viðskiptalegum
tilgangi til að verja iðnaðarframleiðslu og viðskiptasambönd því tengdu.
Skaðabótakrafa á hendur stefndu, Sigurði og Jóni Snorra
Skaðabótaábyrgð stefndu,
Sigurðar og Jóns Snorra, sé alfarið hafnað þar sem öll viðskipti sem hér um
ræði hafi verið eðlileg og til hagsbóta fyrir Sigurplast ehf. til þess að verja
iðnaðarframleiðslu félagsins og viðskiptasambönd í kjölfar efnhagshruns á
Íslandi. Ljóst sé að stefndu, Sigurður og Jón Snorri, hafi með umræddum
ákvörðunum haft hagsmuni félagsins að leiðarljósi, enda hafi öll fyrrgreind viðskipti
skilað félaginu ábata og tryggt viðskiptasambönd sem að öðrum kosti hefðu
glatast og færst til þriðja aðila.
Stefndi, Jón Snorri, hafi verið
stjórnarformaður Sigurplasts ehf. Hann hafi ekki sinnt neinum daglegum störfum
hjá félaginu, heldur haft með höndum ráðsmennsku vegna stjórnarstarfa og
sérverkefni sem oftast tengdust erlendum viðskiptamönnum, samskiptum við
lánastofnanir og stefnumótun. Honum hafi því verið ókunnugt um dagleg samskipti
að svo miklu leyti sem þau hafi ekki komið á borð stjórnar. Framkvæmdastjóri
hafi haft umsjón með daglegum rekstri og haft fullt umboð til þess. Þannig hafi
stefnda, Jóni Snorra, verið með öllu ókunnugt um þær fjárhagslegu ráðstafanir
sem um sé fjallað í málarekstri þessum, enda hafi þær verið þess eðlis og af þeirri
stærðargráðu að eiga ekki erindi á borð stjórnar. Þetta eigi einnig við um
stöðu birgða félagsins, sem ekki hafi verið ræddar í stjórn. Stefndi, Jón
Snorri, hafni því að hann beri hlutlæga ábyrgð samkvæmt lögum um hlutafélög eða
öðrum lögum og reglum á ráðstöfunum og rekstri Sigurplasts ehf. sem
stjórnarformaður félagsins, enda hafi hann á alla lund staðið við skyldur sínar
í félaginu sem eftirlits- og yfirumsjónarmaður.
Stefndu vísi til laga nr.
21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., einkum IX., XII. og XX. kafla, þ.m.t. 3.,
131., 134., 141., 142. og 194. gr. Þá sé vísað til almennra skaðabótareglna,
laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, m.a. 44., 73., 79. og 108. gr. Einnig sé
vísað til laga nr. 145/1994 um bókhald, einkum 8. og 9. gr. og laga nr. 38/2001
um vexti og verðtryggingu. Krafa um málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr.
laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt af
málflutningsþóknun styðjist við lög nr. 50/1988. Stefndu séu ekki
virðisaukaskattsskyldir og beri þeim því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti
þessum úr hendi stefnanda.
IV
Bú Splast ehf., áður Sigurplast
ehf., var tekið til gjaldþrotaskipta 30. september 2010. Frestdagur við skiptin
var 27. september 2010. Þrotabúið krefst í máli þessu riftunar á 26 nánar
tilgreindum ráðstöfunum. Í fyrsta lagi er um að ræða sölu Sigurplasts ehf. á vörum
til stefnda, K.B. Umbúða ehf., á eða nálægt kostnaðarverði. Í öðru lagi er um
að ræða kaup Sigurplasts ehf. á vörum frá stefnda, K.B. Umbúðum ehf., á hærra
verði en Sigurplast ehf. hafði áður flutt inn sams konar vörur. Í þriðja lagi
er um að ræða viðskipti milli Sigurplasts ehf. og stefnda, K.B. Umbúða ehf.,
með svokallaða ROPP tappa, en stefnandi byggir á því að Sigurplast ehf. hafi
keypt 97.500 stk. af töppum af stefnda en þessir sömu tappar hafi áður verið í
eigu Sigurplasts ehf. og horfið af lager félagsins eftir að færð hafi verið
100.000 tappa birgðaminnkun í bókhaldi Sigurplasts ehf. Í fjórða lagi telur
stefnandi að stefndi, K.B. Umbúðir ehf., hafi gefið út reikning fyrir
húsaleigu, stílaðan á Sigurplast ehf., sem engar rekstrarlega forsendur séu
fyrir. Þá er í fimmta lagi um að ræða kröfur stefnda, K.B. Umbúða ehf., á
hendur Sigurplasti ehf. sem greiddar voru nær samstundis, með reiðufé.
Kröfuliðir 1-3, 5-8, 10 og 23
Stefnandi reisir riftunarkröfu
sína vegna kröfuliða 1-3, 5-8, 10 og 23 á því að um hafi verið að ræða gjafir
Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf. í skilningi 131. laga nr.
21/1991. Þá taki almenna riftunarreglan í 141. gr. sömu laga einnig til
ráðstafananna. Sigurplast ehf. hafi selt stefnda, K.B. Umbúðum ehf., vörur, ýmist
á eða undir kostnaðarverði. Félagið hafi hins vegar samkvæmt fyrri
sölureikningum selt viðskiptavinum sínum sömu vörur með töluverðri álagningu.
Gjöfin felist í mismun á söluverði varanna til stefnda, K.B. Umbúða ehf., og
því verði sem sama vara hafi verið seld öðrum viðskiptavinum á. Fjárhæð þeirra
verðmæta sem stefnda, K.B. Umbúðum ehf., hafi verið gefin með þessum hætti, og
þar með tap stefnanda, nemi samtals 1.801.126 krónum.
Samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 má krefjast riftunar á gjafagerningi
ef gjöfin var afhent á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Ákvæðið hefur verið
skýrt þannig að undir það falli hver sú ráðstöfun sem rýri eignir þrotamanns og
leiði til eignaaukningar hjá þeim er nýtur góðs af henni, enda búi
gjafatilgangur að baki ráðstöfuninni og hún falli ekki undir 3. mgr. sömu
greinar sem tekur til venjulegra tækifærisgjafa og svipaðra smærri ráðstafana.
Undir örlætisgerninga í þessum skilningi geta fallið gagnkvæmir samningar eins
og kaupsamningar ef umtalsverður munur er á greiðslu þrotamanns og því
gagngjaldi sem hann hefur fengið í staðinn.
Óumdeilt
er að allar þær ráðstafanir sem fjallað er um í framangreindum kröfuliðum fóru
fram innan sex mánaða tímamarks ákvæðisins. Stefndi telur skilyrðum til
riftunar á grundvelli framangreinds ákvæðis ekki fullnægt þar sem ekki hafi verið
um gjafir að ræða. Vörurnar hafi verið seldar stefnda, K.B. Umbúðum ehf., til
að fjármagna vörukaup Sigurplasts ehf. og viðhalda viðskiptasamböndum þess. Þá
hafi ráðstafanirnar hvorki rýrt eignir þrotamanns eða leitt til eignaaukningar
stefnda.
Af
gögnum um sölu Sigurplasts ehf. á umræddum vörum til stefnda, K.B. Umbúða ehf.,
má sjá að vörurnar voru keyptar inn á tímabilinu frá maí 2008 til október 2009,
flestar í apríl og maí 2009. Slík gögn hafa þó ekki verið lögð fram vegna
fyrsta kröfuliðarins. Framangreind sala Sigurplasts ehf. fór hins vegar fram í
apríl, maí og september 2010. Þá höfðu vörurnar setið á lager félagsins í marga
mánuði, en einungis mjög takmarkað selst af þeim og í einu tilviki ekkert.
Fyrir liggur að á þessum tíma átti Sigurplast ehf. erfitt með að nálgast
fjármagn vegna aðstæðna á fjármálamarkaði. Stefndu, Sigurður og Jón Snorri,
lýstu því báðir fyrir dóminum að þessi viðskipti hefðu verið til ágóða fyrir
Sigurplast ehf., en með þeim hefði tekist að útvega fjármagn til þess að halda
rekstri félagsins gangandi. Ekkert mat liggur fyrir í málinu sem sýnir fram á
hvert hæfilegt endurgjald fyrir vörurnar hefði verið miðað við verðlag þegar
þær voru seldar stefnda, K.B. Umbúðum ehf. Er því ekki sannað að viðkomandi
vörur hefði mátt selja á því verði sem stefnandi miðar við eða að um rýrnun á
eignum Sigurplasts ehf. hafi verið að ræða. Þegar af þessum sökum eru skilyrði
fyrir riftun vegna þessara kröfuliða á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr.
21/1991 ekki uppfyllt.
Kemur
þá til athugunar hvort uppfyllt séu skilyrði riftunar samkvæmt 141. gr. laga
nr. 21/1991 hvað framangreinda kröfuliði varðar. Samkvæmt ákvæðinu er unnt að
krefjast riftunar ráðstafana sem á ótilhlýðilegan hátt eru
kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiða til þess að eignir
þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum eða leiða til
skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns, ef þrotamaðurinn var ógjaldfær eða varð
það vegna ráðstöfunarinnar og sá sem hafði hag af henni vissi eða mátti vita um
ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin
væri ótilhlýðileg.
Stefnandi
telur ráðstafanirnar hafa verið ótilhýðilegar þar sem Sigurplast ehf. hafi selt
stefnda, K.B. Umbúðum ehf., vörur ýmist á eða undir kostnaðarverði á sama tíma
og félagið hefði getað selt vörurnar á gangverði með hefðbundinni álagningu.
Félagið hafi á sama tíma verið ógjaldfært og í miklum lausafjárvanda. Þá hafi
ráðstöfunin leitt til þess að verðmæti að andvirði 1.801.126 krónur hafi ekki
verið til fullnustu fyrir aðra kröfuhafa stefnanda. Þar sem líta verði á
félögin sem nákomin í skilningi 3. gr. laga nr. 21/1991 hafi fyrirsvarsmenn
félagsins vitað eða mátt vita um ógjaldfærni stefnanda og þær aðstæður sem
leiddu til þess að ráðstöfunin var ótilhlýðileg. Stefndi hafnar því að
framangreindar ráðstafanir hafi verið ótilhlýðilegar þar sem tilgangur þeirra
hafi verið að vernda viðskiptasambönd félagsins. Þá hafi félagið verið
gjaldfært og skilyrði ákvæðisins því ekki uppfyllt. Við aðalmeðferð málsins kom
frá hjá stefnda, Sigurði, að hann hafi í mars 2010 keypt stefnda, K.B. Umbúðir
ehf., og því verið eigandi þess á þeim tíma sem málsatvik áttu sér stað. Er því
óumdeilt að Sigurplast ehf. og stefndi, K.B. Umbúðir ehf., voru nákomin í
skilningi 3. gr. laga nr. 21/1991. Með hliðsjón af framangreindri niðurstöðu um
að ekki hafi verið sýnt fram á rýrnun eigna stefnanda verður heldur ekki
fallist á að upplýst sé að framangreindar ráðstafanir hafi verið ótilhlýðilegar
og verður því jafnframt hafnað riftun þeirra á grundvelli 141. gr. laga nr.
21/1991.
Kröfuliður 9
Krafa stefnanda um riftun vegna
9. kröfuliðar er reist á því að í skuldajöfnuði frá 30. apríl 2010 að fjárhæð
2.500.299 krónur hafi falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða
ehf., að fjárhæð 201.825 krónur, sbr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Þá eigi
almenna riftunarreglan í 141. gr. sömu laga við um ráðstöfunina. Með
framangreindum skuldajöfnuði var kröfu Sigurplasts ehf. að fjárhæð 2.500.299
krónur, sem til komin var vegna sölu á ýmsum vörum til stefnda, K.B. Umbúða
ehf., skuldajafnað við kröfu stefnda að fjárhæð 2.598.641 króna, sem var til
komin vegna vörukaupa Sigurplasts ehf. þann 23. apríl 2010. Stefnandi telur
skilyrði 100. gr. laga nr. 21/1991 fyrir skuldajöfnuði ekki vera uppfyllt.
Ráðstöfunin sé því riftanleg, sbr. 136. gr. laganna. Í skuldajöfnuðinum hafi
falist gjöf að fjárhæð 201.825 krónur. Gjöfin sé þannig til komin að Sigurplast
ehf. hafi keypt 13.500 einingar af „úðadælu 35/410“ af stefnda, K.B. Umbúðum
ehf., þann 23. apríl 2010 fyrir samtals 405.000 krónur. Sigurplast ehf. hafi
áður keypt inn sömu vörur og þá greitt 203.175 krónur fyrir sama magn.
Stefnandi áætli mismuninn því 201.825 krónur.
Framangreind greiðsla
Sigurplasts ehf. fór fram með skuldajöfnuði 30. apríl 2010. Samkvæmt 136. gr.
laga nr. 21/1991 gilda ákvæði laganna um riftun greiðslu einnig um skuldajöfnuð
ef ekki mætti beita honum samkvæmt 100. gr. þeirra. Samkvæmt því ákvæði getur hver sá sem skuldar þrotabúinu dregið það frá sem hann á hjá
því hvernig sem skuld og gagnkröfu er varið ef lánardrottinn hefur eignast
kröfuna áður en þrír mánuðir voru til frestdags, hvorki vitað né mátt vita að
þrotamaðurinn átti ekki fyrir skuldum og ekki fengið kröfuna til að
skuldajafna, enda hafi krafa þrotabúsins á hendur honum orðið til fyrir
frestdag. Stefndi, K.B. Umbúðir ehf., eignaðist kröfu sína á hendur
Sigurplasti ehf. áður en þrír mánuðir voru til frestdags 27. september 2010.
Stefnandi heldur því hins vegar fram að stefndi hafi vitað eða mátt vita að
félagið ætti ekki fyrir skuldum og að hann hafi fengið kröfuna til að
skuldajafna. Sönnunarbyrði um að svo hafi verið hvílir á stefnanda.
Kemur þá til athugunar hvort
stefndi, K.B. Umbúðir ehf., var grandsamur um ógjaldfærni Sigurplasts ehf. Eins
og að framan greinir er óumdeilt í málinu að stefndi og Sigurplast ehf. voru
nákomnir í skilingi 3. gr. laga nr. 21/1991. Aðila greinir hins vegar á um
hvort Sigurplast ehf. hafi verið gjaldfært. Við mat á því hvort félagið hafi
verið gjaldfært ber að líta til þess hvort það gat staðið í skilum við
lánardrottna sína þegar kröfur þeirra féllu í gjalddaga eða innan skamms tíma
frá því. Eins og greint hefur verið frá hér að framan liggja fyrir í málinu
þrjár skýrslur endurskoðunarfyrirtækisins Ernst og Young hf. um fjárhag
Sigurplasts ehf., auk matsgerðar dómkvadds matsmanns. Í tveimur skýrslum Ernst
og Young hf., dags. 31. janúar og 14. október 2011, sem skiptastjóri stefnanda
aflaði, er komist að þeirri niðurstöðu að Sigurplast ehf. hafi verið ógjaldfært
þegar á árinu 2008. Stefndu hafa lagt fram verðmat Dögunar Capital á rekstri
Sigurplasts ehf., dags. í apríl 2012, sem byggir á ársuppgjöri félagsins
2007-2009 og rekstraráætlunum 2010-2014. Það er niðurstaða þess að verðmæti
félagsins hafi verið 390.000.000 króna, að frádregnum 370.000.000 króna í
vaxtaberandi langtímaskuldum. Þá lögðu stefndu fram uppreikning
endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte á fjárhagsætlun Sigurplasts ehf. út frá
forsendum um endurreikning erlendra lána, dags. 17. apríl 2013.
Í matsgerð dómkvadds matsmanns,
Klemens Arnarsonar viðskiptafræðings, frá 12. febrúar 2014, er komist að þeirri
niðurstöðu að félagið hafi verið í jákvæðu fjárstreymi og þar af leiðandi
rekstrarhæft. Það skipti meira máli en virðismötin sem slík. Greiðslugeta
félagsins fram til ársins 2016 „skipti öllu máli“. Félagið hafi haft alla burði
til þess að greiða niður umtalsverðan hluta af þeim lánum sem á félaginu hafi
hvílt. Það hafi því „klárlega“ verið „hæft til þess að falla inn í beinu
brautina“ samkvæmt lögum nr. 107/2009 um fjárhagslega endurskipulagningu
fyrirtækja. Þetta hefði þýtt að samkvæmt verklagi beinu brautarinnar hefði
fjármálafyrirtæki átt, að mati matsmanns, að búa til lánafyrirkomulag þar sem
félaginu væri gert fært að borga niður eins mikið af höfuðstól lána og því var
unnt á tilteknu tímabili án þess að vera íþyngjandi félaginu.
Í málinu liggja frammi
ársreikningar áranna 2007, 2008 og 2009. Ársreikningur vegna ársins 2007 er
endurskoðaður. Þar er enginn fyrirvari gerður í áritun endurskoðanda við
rekstrarhæfi fyrirtækisins eða umfjöllun um óvissu í rekstrarumhverfi.
Ársreikningur vegna ársins 2008 er ekki endurskoðaður en áritaður af löggiltum
endurskoðanda með áritun á óendurskoðuð reikningsskil. Í árituninni er ekki
gerður fyrirvari um rekstrarhæfi fyrirtækisins eða ábending um óvissu um
rekstrarhæfi. Þá er ekki fjallað um rekstrarhæfi fyrirtækisins í skýrslu
stjórnar eða skýringum með ársreikningi, eins og eðlilegt er að gera ef óvissa
ríkir um þessi atriði eða um einstaka liði reikningsskilanna. Með framlögðum
ársreikningi 2009 fylgja engar áritanir, hvorki frá stjórn né endurskoðanda og
er hann ekki dagsettur. Þrátt fyrir að bókfært eigið fé hafi verið neikvætt
samkvæmt ársreikningum áranna 2007-2009 má ekki ráða af þeim að grunnforsenda um
rekstrarhæfi hafi ekki verið til staðar og óvissa hafi ríkt um rekstrarhæfi
fyrirtækisins. Enn fremur var ekki tekið tillit til endurútreiknings
gengistryggðra lána félagsins og áhrifa hans á bókfært eigið fé þess.
Þá liggur fyrir að Sigurplast
ehf. gerði svokallaðan kyrrstöðusamning við viðskiptabanka sinn, Arion banka
hf., um frestun á gjalddögum lána, sem var í gildi á þessum tíma og var í
viðræðum við bankann um fjárhagslega endurskipulagingu. Eins og málið liggur
fyrir verður jafnframt að byggja á því að félagið hafi verið í skilum við
lánardrottna sína, eins og stefndu greindu frá fyrir dóminum.
Að virtum þeim gögnum sem hér
hefur verið gerð grein fyrir og öðrum framlögðum gögnum málsins er það
niðurstaða dómsins að stjórnendur stefnda, K.B. Umbúða ehf., hafi, eins og
atvikum var háttað, ekki verið grandsamir um að félagið væri ógjaldfært fram
til þess að Arion banki hf. krafðist greiðslu
gengistryggðs láns með bréfi, dags. 30. ágúst 2010.
Eins og að framan greinir hvílir
sönnunarbyrðin um það að stefndi, K.B. Umbúðir ehf., hafi fengið kröfu sína í
þeim tilgangi að skuldajafna á stefnanda. Stefnandi hefur ekki rennt stoðum
undir þá fullyrðingu sína og verður því ekki talið sannað að svo hafi verið. Er
það því niðurstaða dómsins að Sigurplasti ehf. hafi verið framangreindur
skuldajöfnuður 30. apríl 2010 heimill og verður riftun vegna hans því hafnað.
Kröfuliðir 11 og 12
Krafa stefnanda um riftun
greiðslna í kröfuliðum 11 og 12 byggir á því að í skuldajöfnuði frá 20. maí
2010 að fjárhæð 2.000.000 króna hafi falist annars vegar gjöf að fjárhæð 60.599
krónur og hins vegar greiðsla á 1.602.142 krónum fyrr en eðlilegt geti talist
og í óvenjulegum greiðslueyri. Þá telur stefnandi að almenna riftunarreglan í
141. gr. laga nr. 21/1991 taki til beggja ráðstafananna.
Þær greiðslur sem um er að ræða
fóru fram með skuldajöfnuði 20. maí 2010. Eins og að framan greinir gilda
ákvæði laga nr. 21/1991 um riftun greiðslu einnig um skuldajöfnuð ef ekki mætti
beita honum samkvæmt 100. gr. þeirra, sbr. 136. gr. Ákvæði 100. gr. er rakið
hér að framan. Stefnandi byggir á því að Sigurplasti ehf. hafi ekki verið
skuldajöfnuðurinn heimill þar sem félagið hafi verið ógjaldfært og stefndi,
K.B. Umbúðir ehf., hafi mátt vita það. Þá teljist skilyrði ákvæðisins ekki
uppfyllt þegar um sé að ræða greiðslu í óvenjulegum greiðslueyri.
Þegar hefur verið komist að
þeirri niðurstöðu í umfjöllun um 9. kröfulið að stjórnendur stefnda, K.B.
Umbúða ehf., hafi, eins og atvikum var háttað, ekki verið grandsamir um að
félagið væri ógjaldfært allt fram til 30. ágúst 2010. Verður því hafnað að
skuldajöfnuðurinn hafi verið óheimill á þeim grundvelli að félagið hafi verið
ógjaldfært og stefnda hafi mátt vera það ljóst. Þá verður ekki fallist á að
sjónarmið um óvenjulegan greiðslueyri eigi að leiða til þess að
skuldajöfnuðurinn teljist óheimill, en skilyrðin eru eins og að framan greinir
rakin í 100. gr. laga nr. 21/1991. Þegar af framangreindum sökum verður hafnað
riftun vegna kröfuliða 11 og 12.
Kröfuliðir 13-16
Í kröfuliðum 13-16 krefst
stefnandi riftunar á fjórum greiðslum Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða
ehf., 3.-23. júní 2010 samtals að fjárhæð 3.784.503 krónur. Stefnandi telur að
í þeim hafi falist gjöf til stefnda, sbr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Þá sé um
að ræða greiðslu fyrr en eðlilegt hafi verið, sbr. 1. mgr. 134. gr. laganna,
auk þess sem almenna riftunarreglan í 141. gr. laganna taki til allra
framangreindra ráðstafana. Þær greiðslur sem um sé að ræða hafi allar farið til
þess að greiða fyrir viðskipti að fjárhæð samtals 3.787.677 krónur. Þau
viðskipti hafi annars vegar verið vegna húsaleigu og hins vegar vegna vörukaupa
Sigurplasts ehf.
Stefnandi byggir á því að
reikningur stefnda, K.B. Umbúða ehf., að fjárhæð 3.520.000 krónur vegna
húsaleigu fyrir Völuteig 6 í Mosfellsbæ sé tilhæfulaus. Því hafi verið um að
ræða gjöf til stefnda. Leigan hafi áður verið gjaldfærð af Sigurplasti ehf. og
færð til skuldar við RP Consulting ehf. Það félag hafi verið úrskurðað
gjaldþrota 3. febrúar 2010. Skuldin hafi engu að síður verið færð af viðskiptareikningi
RP Consulting ehf. yfir á viðskiptareikning stefnda, K.B. Umbúða ehf., þann 27.
maí 2010. Því virðist hafa átt sér stað kröfuhafaskipti á kröfu RP Consulting
ehf., án aðkomu þrotabús þess.
Stefndu hafa skýrt framangreind
viðskipti á þann hátt að Sigurplast ehf. hafi nýtt húsnæðið, en félagið hafi
keypt rekstur RP Consulting ehf. á árinu 2008 og lager þess hafi verið að
Völuteigi 6. Félagið hafi því greitt húsaleigu. Stefndi, K.B. Umbúðir ehf.,
hafi yfirtekið húsaleigusamninginn og framleigt Sigurplasti ehf. húsnæðið.
Framangreindur reikningur að
fjárhæð 3.520.000 krónur er vegna húsaleigu í nóvember og desember 2008 og
janúar til apríl 2009. Með framlögðum kaupsamningi, dags. 11. apríl 2008,
keypti Sigurplast ehf. RPC, sem er innflutnings- og rekstrareining í eigu RPC
ehf. Samkvæmt 4. gr. samningsins skyldi RPC leggja til lagerhúsnæði að
Völuteigi 6 út apríl, en yrði dráttur á tæmingu skyldi Sigurplast ehf. greiða
fyrir. Stefndi, Sigurður, skýrði svo frá fyrir dóminum að Sigurplast ehf. hefði
haft húsnæðið til leigu, en enginn leigusamningur hefði verið gerður þar sem um
skammtímaráðstöfun hafi verið að ræða. Jóhanna Gunnarsdóttir, bókari
Sigurplasts ehf., lýsti því að mistök hefðu verið gerð við bókun húsaleigunnar.
Hún hefði fyrir mistök slegið inn „RPC“ fyrir RP Consulting ehf. í stað „RP“
sem hafi verið Rögnvaldur Pálmason. Færslan hafi verið bakfærð. Hún hafi talið
að reikningarnir kæmu frá Rögnvaldi, en þeir hafi ekki verið komnir og hún því
áætlað húsaleigu. Síðar hafi komið í ljós að reikningarnir hafi átt að koma frá
stefnda, K.B. Umbúðum ehf. Þá greindi Rögnvaldur Pálmason frá því að hann hefði
selt rekstur RP Consulting ehf. til Sigurplasts ehf. Hluti af kaupunum hafi
verið lager að Völuteigi 6. Innifalið hafi verið leiga í u.þ.b. mánuð, áður en
Sigurplast ehf. skyldi greiða leigu. Hann hafi síðan átt viðskipti við stefnda,
K.B. Umbúðir ehf., og það félag hafi eignast kröfuna. Með hliðsjón af
framangreindu þykja komnar fram nægilegar skýringar á tilurð framangreinds
reiknings og verður ekki fallist á riftun á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga
nr. 21/1991.
Stefnandi reisir kröfurnar í
liðum 13-16 einnig á kaupum Sigurplasts ehf. á töppum frá stefnda, K.B. Umbúðum
ehf. Félagið hafi keypt 10.350 einingar á 468.157 krónur, en áður keypt inn sömu
vörur á 200.480 krónur. Gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda hafi falist í
mismuninum, 267.677 krónum. Framangreind kaup Sigurplasts ehf. fóru fram í júní
2010, innan sex mánaða tímamarks 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Stefndu
halda því fram að stefnandi sé ekki að miða við sömu vörur, en samkvæmt
yfirliti úr birgðabókhaldi virðast innkaup á sömu vörutegund hafa farið fram í
mars til nóvember 2009. Ekkert liggur hins vegar fyrir í málinu um hvert
hæfilegt innkaupsverð varanna hefði verið miðað við verðlag í júní 2010.
Stefndu hafa borið því við að vörurnar hafi í raun þegar verið seldar þriðja
aðila þegar þær hafi verið keyptar af stefnda, K.B. Umbúðum ehf. Stefnandi
hefur ekki lagt fram nein gögn um hvort sú sala hafi farið fram og þá fyrir
hvaða fjárhæð. Hann hefur því ekki sýnt fram á að eignir Sigurplasts ehf. hafi
rýrnað vegna framangreindra innkaupa. Þegar af þessum sökum eru skilyrði fyrir
riftun á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 ekki uppfyllt.
Stefnandi byggir einnig á því að
framangreindar greiðslur séu riftanlegar á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr.
21/1991, en samkvæmt þeirri grein má krefjast riftunar á greiðslu skuldar á
síðustu sex mánuðum fyrir frestdag ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri,
fyrr en eðlilegt var eða greidd var fjárhæð sem hefur skert greiðslugetu
þrotamannsins verulega, nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum.
Stefnandi reisir kröfuna á því
að skuldirnar hafi verið greiddar fyrr en eðlilegt hafi verið. Skuldbindingar
Sigurplasts ehf. gagnvart stefnda, K.B. Umbúðum ehf., hafi verið meðhöndlaðar
með öðrum hætti en meginþorri skuldbindinga við aðra lánardrottna, þar sem þær
hafi verið greiddar ýmist sama dag og þær hafi stofnast eða nokkrum dögum
síðar. Framangreindu ákvæði 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 er einkum ætlað
að ná til þeirra tilvika þegar greiðsla hefur farið fram fyrir gjalddaga. Það
getur þó einnig átt við þegar greiðsla hefur farið fram á gjalddaga eða eftir
hann, t.d. þegar ákveðin venja hefur myndast um aðra tilhögun á greiðslu. Af
gögnum málsins virðist sem staðgreiðsluviðskipti hafi verið meginreglan í
viðskiptum Sigurplasts ehf. og stefnda, K.B. Umbúða ehf. Þá virðist sem slíkt
hafi einnig verið meginreglan í viðskiptum félagsins við aðra birgja. Verður
því ekki fallist á að umræddar greiðslur hafi átt sér stað fyrr en eðlilegt
hafi verið.
Stefnandi telur einnig að
framangreind fjárhæði hafi skert greiðslugetu Sigurplasts ehf. verulega. Eins
og að framan greinir telur dómurinn að félagið hafi á þessum tíma verið
gjaldfært. Um er að ræða húsaleigu um sex mánaða skeið vegna lagerhúsnæðis að
fjárhæð 3.520.000 krónur og 267.677 krónur, en krafan er þó 3.174 krónum lægri.
Með hliðsjón af fjárhag og starfsemi Sigurplasts ehf. verður ekki fallist á að
framangreindar greiðslur hafi skert greiðslugetu félagins verulega þannig að
þær séu riftanlegar á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.
Stefnandi
telur skilyrði riftunar á grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991 einnig vera
uppfyllt varðandi kröfuliði 13-16. Með vísan til framangreindrar niðurstöðu
varðandi 1. mgr. 131. gr. og 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 verður ekki
fallist á að framangreindar ráðstafanir hafi verið ótilhlýðilegar í skilningi
ákvæðisins og verður því jafnframt hafnað riftun þeirra á grundvelli 141. gr.
laga nr. 21/1991.
Kröfuliðir 17, 21, 22 og 24
Stefnandi reisir kröfu sína um
riftun á fjórum greiðslum Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf. í
kröfuliðum 17, 21, 22 og 24, samtals að fjárhæð 964.370 krónur, á því að í þeim
hafi falist greiðsla fyrr en eðlilegt hafi verið, sbr. 1. mgr. 134. gr. laga
nr. 21/1991. Þá eigi almenna riftunarreglan í 141. gr. sömu laga einnig við. Um
er að ræða greiðslur 28. júní 2010 að fjárhæð 302.535 krónur vegna vörukaupa
27. júní 2010, þann 18. ágúst 2010 að fjárhæð 296.180 krónur vegna vörukaupa
sama dag, þann 2. september 2010 að fjárhæð 42.514 krónur vegna vörukaupa sama
dag og þann 13. september 2010 að fjárhæð 323.141 króna vegna vörukaupa sama
dag.
Með vísan til röksemda varðandi
kröfuliði 13 til 16 verður ekki fallist á að framangreind staðgreiðsluviðskipti
hafi falið í sér greiðslu fyrr en eðlilegt hafi verið, þau hafi skert
greiðslugetu verulega eða að þau hafi verið ótilhlýðileg, sbr. 1. mgr. 134. gr.
og 141. gr. laga nr. 21/1991.
Kröfuliðir 18 og 19
Í kröfuliðum 18 og 19 krefst
stefnandi riftunar á greiðslum Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.,
samtals að fjárhæð 273.791 króna. Er þar um að ræða tvær greiðslur með
skuldajöfnuði 1. júlí 2010. Annars vegar er um að ræða greiðslu á 47.891 krónu.
Krafa stefnda var vegna viðskipta á tímabilinu 21. apríl til 28. júní 2010, en
krafa Sigurplasts ehf., sem stofnaðist sama dag, var vegna birgðahalds og
dreifingar. Hins vegar er um að ræða greiðslu að fjárhæð 225.900 krónur. Krafa
stefnda er vegna vörukaupa 29. júní 2010, en krafa Sigurplasts ehf. stofnaðist
sama dag með útgáfu reiknings vegna aksturs í apríl til júní 2010.
Stefnandi byggir riftunarkröfu
sína á því að í framangreindum skuldajöfnuðum hafi falist greiðsla fyrr en
eðlilegt hafi verið, auk þess sem um greiðslu í óvenjulegum greiðslueyri hafi
verið að ræða, sbr. 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Jafnframt eigi almenna
riftunarreglan í 141. gr. sömu laga við. Þá sé heimilt að rifta
skuldajöfnuðunum á grundvelli 136. gr. laganna.
Stefnandi telur framangreinda
skuldajöfnuði ekki uppfylla skilyrði skuldajafnaðar samkvæmt 100. gr. laga nr.
21/1991. Þeir séu því riftanlegir, sbr. 136. gr. laganna. Eins og að framan
greinir er það skilyrði þess að beita megi skuldajöfnuði samkvæmt 100. gr. laga
nr. 21/1991 að lánardrottinn hafi eignast kröfuna áður en þrír mánuðir voru til
frestdags. Frestdagur var 27. september 2010. Krafa stefnda vegna vörukaupa að
fjárhæð 225.900 krónur myndaðist 29. júní 2010, en þá voru innan við þrír
mánuðir til frestdags. Var skuldajöfnuðurinn að fjárhæð 225.900 krónur því ekki
heimill. Stefnandi byggir hins vegar á því varðandi skuldajöfnuðinn að fjárhæð
47.891 króna að Sigurplast ehf. hafi verið orðið ógjaldfært og stefnda hafi
verið það kunnugt, eða mátt vera það. Með vísan til niðurstöðu um gjaldfærni
félagsins í kröfulið nr. 9 verður talið að skuldajöfnuðurinn 1. júlí 2010, að
fjárhæð 47.891 króna, hafi verið Sigurplasti ehf. heimill og verður riftun
vegna hans því hafnað.
Þar sem skuldajöfnuður að
fjárhæð 225.900 krónur þann 1. júlí 2010 var ekki heimill, samkvæmt 100. gr.
laga nr. 21/1991, er unnt að beita riftunarreglum laganna, sbr. 136. gr.
Stefnandi telur í fyrsta lagi að 1. mgr. 134. gr. laganna eigi við þar sem
greiðslan hafi átt sér stað fyrr en eðlilegt hafi verið og greitt hafi verið
með óvenjulegum greiðslueyri. Framangreind skuld við stefnda, K.B. Umbúðir
ehf., stofnaðist 29. júní 2010, en var greidd með skuldajöfnuði 1. júlí sama
ár. Með vísan til framangreindrar niðurstöðu varðandi kröfuliði nr. 13-16
verður að hafna því að greiðslan hafi átt sér stað fyrr en eðlilegt var.
Stefnandi hefur jafnframt vísað til þess að um óvenjulegan greiðslueyri hafi
verið að ræða. Kröfur stefnda, K.B. Umbúða ehf., voru í þessu tilviki greiddar
með kröfu Sigurplasts ehf. vegna aksturs. Stefnandi telur að stefndi hafi í
raun fengið kröfu sína greidda með þjónustu. Ekki liggi fyrir að samið hafi
verið um að viðskiptunum skyldi háttað á þann veg. Stefndu byggja hins vegar á
því að svo hafi verið. Í framburði Baldurs Jónssonar lagerstarfsmanns kom fram
að Sigurplast ehf. og stefndi, K.B. Umbúðir ehf., hafi um tíma haft lager á
sama stað. Er því ljóst að fyrirtækin samnýttu aðstöðu að einhverju leyti. Við
það er ekki óeðlilegt að krafa myndist vegna gagnkvæmrar þjónustu. Með hliðsjón
af framangreindu, og því hvernig viðskiptasambandi aðilanna var háttað, verður
ekki talið að um óvenjulegan greiðslueyri hafi verið að ræða. Þá byggir
stefnandi að lokum á því að framangreindur skuldajöfnuður hafi valdið verulegri
skerðingu á greiðslugetu Sigurplasts ehf. Fjárhæðin sem til umfjöllunar er í
þessum lið er 225.900 krónur. Með hliðsjón af fjárhag Sigurplasts ehf. verður
ekki talið að um slíka fjárhæð sé að ræða að hún geti talist hafa skert fjárhag
félagsins verulega og verður riftun á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr.
21/1991 því hafnað.
Stefnandi telur einnig að
skilyrði 141. gr. laga nr. 21/1991 séu uppfyllt vegna framangreindrar
ráðstöfunar. Með hliðsjón af framangreindri niðurstöðu varðandi 134. gr. þykir
ekki unnt að líta svo á að um ótilhlýðilega ráðstöfun hafi verið að ræða.
Kröfuliður 20
Stefnandi krefst þess í 20.
kröfulið að rift verði greiðslu Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.,
þann 19. júlí 2010, að fjárhæð 2.833.670 krónur. Um er að ræða greiðslu vegna
vörukaupa sama dag. Stefnandi byggir á því að í þessu hafi falist greiðsla fyrr
en eðlilegt hafi verið, sbr. 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Í hluta
greiðslunnar hafi einnig falist gjöf til stefnda í skilningi 131. gr. sömu
laga. Þá eigi almenna riftunarreglan í 141. gr. laganna einnig við.
Stefnandi telur gjöf Sigurplasts
ehf. hafa falist í því að greiðslan hafi meðal annars verið fyrir kaup á 5.400
einingum af tilteknum töppum á verðinu 774.204 krónur. Félagið hafi áður keypt
sömu vörur á 307.638 krónur. Mismunurinn, sem áætlaður sé 466.566 krónur, sé
því gjöf. Framangreind kaup fóru fram í júlí 2010, innan sex mánaða tímamarks
ákvæðisins. Stefndu halda því fram að stefnandi sé ekki að miða við sömu vörur,
en samkvæmt yfirliti úr birgðabókhaldi virðast innkaup á sömu vörutegund hafa
farið fram í apríl 2008 til maí 2010. Stefnandi miðar mismuninn við ein
tiltekin innkaup í nóvember 2009. Ekkert liggur hins vegar fyrir í málinu um
hvert hæfilegt innkaupsverð varanna hefði verið miðað við verðlag í júlí 2010.
Stefndu hafa borið því við að vörurnar hafi í raun þegar verið seldar þriðja
aðila þegar þær hafi verið keyptar af stefnda, K.B. Umbúðum ehf. Stefnandi
hefur ekki lagt fram nein gögn um það hvort sú sala hafi farið fram og þá fyrir
hvaða fjárhæð. Hann hefur því ekki sýnt fram á að eignir Sigurplasts ehf. hafi
rýrnað vegna framangreindra innkaupa. Þegar af þessum sökum eru skilyrði fyrir
riftun á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 ekki uppfyllt.
Stefnandi telur jafnframt að
umrædd greiðsla, að fjárhæð 2.833.670 krónur, sé riftanleg á grundvelli 1. mgr.
134. gr. laga nr. 21/1991 þar sem í henni hafi falist greiðsla fyrr en eðlilegt
hafi verið. Með vísan til áður fenginnar niðurstöðu um að í
staðgreiðsluviðskiptum aðila hafi ekki falist greiðsla fyrr en eðlilegt hafi
verið verður því hafnað að greiðslan hafi verið riftanleg af þeim sökum. Þá
þykir ekki unnt að líta svo á að um hafi verið að ræða fjárhæð sem skert hafi
greiðslugetu Sigurplasts ehf. verulega og verður því ekki fallist á riftun
vegna 20. kröfuliðar á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991.
Þá telur stefnandi að rifta beri
þeim hluta greiðslunnar sem hann telji gjöf, að fjárhæð 466.566 krónur, á
grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991. Í samræmi við ofangreinda niðurstöðu um
1. mgr. 131. gr. er ekki unnt að fallast á að framangreind greiðsla hafi verið
ótilhlýðileg og verður riftun á grundvelli þessa ákvæðis því jafnframt hafnað.
Kröfuliður 25
Riftunarkrafa stefnanda í 25.
lið byggist á því að í staðgreiðslu Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf.,
þann 16. september 2010, að fjárhæð 843.360 krónur, hafi falist greiðsla fyrr
en eðlilegt hafi verið í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Í hluta
greiðslunnar hafi einnig falist gjöf til stefnda í skilningi 131. gr. sömu
laga. Þá eigi 141. gr. laganna við.
Stefnandi telur gjöf Sigurplasts
ehf. hafa falist í því að með framangreindri greiðslu hafi meðal annars verið
greitt fyrir kaup á 8.000 einingum af úðadælum á verðinu 672.000 krónur.
Félagið hafi áður keypt sömu vörur á 217.840 krónur. Mismunurinn, 454.160
krónur, sé því gjöf. Framangreind kaup fóru fram í september 2010, innan sex
mánaða tímamarks ákvæðisins. Stefndu halda því fram að stefnandi sé ekki að
miða við sömu vörur, en samkvæmt yfirliti úr birgðabókhaldi virðast innkaup á
sömu vörutegund hafa farið fram allt frá október 2007. Stefnandi miðar
mismuninn við ein tiltekin innkaup í maí 2010. Ekkert liggur hins vegar fyrir í
málinu um hvert hæfilegt innkaupsverð varanna hefði verið miðað við verðlag í
september 2010. Stefndu hafa borið því við að vörurnar hafi í raun þegar verið
seldar þriðja aðila þegar þær hafi verið keyptar af stefnda, K.B. Umbúðum ehf.
Stefnandi hefur ekki lagt fram nein gögn um það hvort sú sala hafi farið fram
og þá fyrir hvaða fjárhæð. Hann hefur því ekki sýnt fram á að eignir
Sigurplasts ehf. hafi rýrnað vegna framangreindra innkaupa. Þegar af þessum
sökum eru skilyrði fyrir riftun á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991
ekki uppfyllt.
Stefnandi byggir riftunarkröfu
sína á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 á því að greiðslan hafi
farið fram fyrr en eðlilegt hafi verið og því að fjárhagur Sigurplasts ehf.
hafi skerst verulega vegna hennar. Með vísan til niðurstöðu varðandi 20.
kröfulið verður jafnframt hafnað riftun á grundvelli þessarar greinar. Þá
verður riftun á grundvelli 141. gr. laganna jafnframt hafnað þar sem ekki hefur
verið sýnt fram á að um ótilhlýðilega greiðslu hafi verið að ræða.
Kröfuliður 26
Í 26. kröfulið krefst stefnandi
riftunar á greiðslu 17. september 2010 að fjárhæð 1.958.804 krónur þar sem í
henni hafi falist gjöf Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B. Umbúða ehf., í
skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991. Þá hafi falist í henni greiðsla fyrr en
eðlilegt hafi verið í skilningi 1. mgr. 134. gr. sömu laga, auk þess sem 141.
gr. laganna taki til greiðslunnar. Stefnandi byggir kröfuna á því að Sigurplast
ehf. hafi keypt 97.500 stk. af svokölluðum ROPP töppum á tveimur brettum af
stefnda, K.B. Umbúðum ehf., þann 16. september 2010. Í birgðabókhaldi
Sigurplasts ehf. komi fram að 100.000 tappar á tveimur brettum hafi verið
fluttir inn af félaginu 5. júní 2009 fyrir 636.568 krónur. Stefnandi vísar til
upplýsinga frá ótilgreindum starfsmönnum félagsins um að þessir tappar hafi
ekki passað á neitt sem félagið hafi verið að selja. Þann 10. nóvember 2009
hafi verið færð 100.000 stk. birgðaminnkun á þessa tappa, en starfsmennirnir
hafi sagt tappana hafa verið flutta til Viðarsúlu ehf. Stefnandi telur að
félagið hafi 16. september 2010 keypt sömu vörur af stefnda og það hafi flutt
inn 5. júní 2009.
Stefnandi telur öll skilyrði
riftunar samkvæmt 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 uppfyllt. Greiðslan hafi
átt sér stað á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Eignir Sigurplasts ehf. hafi
rýrnað þar sem það hafi greitt fyrir vörur sem það hafi þegar átt og hafi verið
ónothæfar. Stefndi hafi því hagnast um kaupverðið og ljóst sé að greiðslan hafi
farið fram í gjafatilgangi. Stefndu hafna framangreindri lýsingu stefnanda.
Þeir telja að ekki sé um sömu vöru að ræða, auk þess sem bent sé á ýmis atriði
sem valdi breyttu verði.
Í málinu liggja fyrir tveir
reikningar vegna viðskiptanna, annars vegar reikningur frá stefnda, K.B.
Umbúðum ehf., vegna 97.500 stykkja af „tappi 28 mm hv. ROPP m/innleggi“ og hins
vegar reikningur Gramss Gmbh & Co vegna 100.000 stykkja af „0361/0319a
Alkozelleinlage“. Þær vörur sem um er að ræða hafa sama vörunúmer. Það veitir
þó ekki fullvissu þess að um sömu vöru sé að ræða. Enginn starfsmaður
Sigurplasts ehf., Viðarsúlu ehf., eða stefnda, K.B. Umbúða ehf., gat staðfest
fyrir dóminum að viðskiptin hefðu farið fram með þeim hætti sem stefnandi
heldur fram. Liggur því ekki fyrir sönnun þess að með kaupum sínum á töppum 16.
september 2010 hafi Sigurplast ehf. keypt aftur sömu tappa og 5. júní 2009.
Verður riftun greiðslunnar á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 því
hafnað.
Stefnandi telur riftun einnig
eiga að fara fram á grundvelli 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 þar sem
greiðslan hafi farið fram fyrr en eðlilegt hafi verið, auk þess sem fjárhæðin
hafi skert greiðslugetu félagsins verulega. Með vísan til niðurstöðu varðandi
20. kröfulið verður jafnframt hafnað riftun á grundvelli þessarar greinar. Þá
verður riftun á grundvelli 141. gr. laganna jafnframt hafnað þar sem ekki þykir
sannað að Sigurplast ehf. hafi keypt sömu vöruna tvisvar sinnum og stefnandi
hefur því ekki sýnt fram á að um ótilhlýðilega greiðslu hafi verið að ræða.
Kröfuliður 27
Að síðustu krefst stefnandi, í
27. kröfulið, þess að rift verði ráðstöfun Sigurplasts ehf. til stefnda, K.B.
Umbúða ehf., 30. september 2010 með skuldajöfnuði að fjárhæð 1.635.328 krónur.
Stefnandi telur að í framangreindum skuldajöfnuði hafi að hluta til falist gjöf
til stefnda í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991. Þá hafi falist í honum
greiðsla fyrr en eðlilegt hafi verið og greiðsla í óvenjulegum greiðslueyri í
skilningi 1. mgr. 134. gr. sömu laga, auk þess sem almenna riftunarreglan í
141. gr. laganna taki til skuldajafnaðarins.
Krafa stefnda á hendur
Sigurplasti ehf., sem notuð var til að skuldajafna við kröfu félagsins varð,
samkvæmt bókhaldi þess, til 15. september 2010. Þar sem krafan varð til á
síðustu þremur mánuðum fyrir frestdag eru skilyrði skuldajafnaðar samkvæmt 100
gr. laga nr. 21/1991 ekki uppfyllt. Eiga riftunarreglur laganna því við, sbr.
136. gr.
Framangreindri kröfu stefnda, að
fjárhæð 1.635.328 krónur, var skuldajafnað við kröfu Sigurplasts ehf. að
fjárhæð 1.694.250 krónur sem var vegna vinnu við lagerþjónustu í janúar til
september 2010. Stefnandi telur að í þessu hafi falist gjöf Sigurplasts ehf.
til stefnda að fjárhæð 560.575 krónur. Félagið hafi m.a. keypt 8.500 einingar
af tiltekinni úðadælu fyrir 792.030 krónur. Félagið hafi áður keypt sömu vörur
á 231.455 krónur. Mismunurinn, sem sé áætlaður 560.575 krónur, sé því gjöf til
stefnda. Framangreind kaup fóru fram í september 2010, innan sex mánaða
tímamarks ákvæðisins. Stefndu halda því fram að stefnandi sé ekki að miða við
sömu vörur, en samkvæmt yfirliti úr birgðabókhaldi virðast innkaup á sömu
vörutegund hafa farið fram allt frá október 2007. Stefnandi miðar mismuninn við
ein tiltekin innkaup í maí 2010. Ekkert liggur hins vegar fyrir í málinu um
hvert hæfilegt innkaupsverð varanna hefði verið miðað við verðlag í september
2010. Stefndu hafa borið því við að vörurnar hafi í raun þegar verið seldar
þriðja aðila þegar þær hafi verið keyptar af stefnda, K.B. Umbúðum ehf.
Stefnandi hefur ekki lagt fram nein gögn um það hvort sú sala hafi farið fram
og þá fyrir hvaða fjárhæð. Hann hefur því ekki sýnt fram á að eignir
Sigurplasts ehf. hafi rýrnað vegna framangreindra innkaupa. Þegar af þessum
sökum eru skilyrði fyrir riftun á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991
ekki uppfyllt.
Stefnandi telur greiðslu
Sigurplasts ehf. hafa farið fram fyrr en eðlilegt hafi verið og að um
óvenjulegan greiðslueyri hafi verið að ræða í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga
nr. 21/1991. Svo sem að framan greinir verður ekki talið að
staðgreiðsluviðskipti aðilanna eða skuldajöfnuður hafi falið í sér greiðslu
fyrr en eðlilegt hafi verið. Stefnandi telur greiðslueyrinn hafa verið
óvenjulegan þannig að rifta beri greiðslunni. Sigurplast ehf. greiddi kröfu
stefnda, K.B. Umbúða ehf., með kröfu sinni vegna lagerþjónustu. Eins og að
framan greinir kom fram í framburði Baldurs Jónssonar lagerstarfsmanns að
Sigurplast ehf. og stefndi, K.B. Umbúðir ehf., hafi um tíma haft lager á sama
stað. Er því ljóst að fyrirtækin samnýttu aðstöðu að einhverju leyti. Við það
er ekki óeðlilegt að krafa myndist vegna gagnkvæmrar þjónustu. Með hliðsjón af
framangreindu og því hvernig viðskiptasambandi aðilanna var háttað verður ekki
talið að um óvenjulegan greiðslueyri hafi verið að ræða.
Með hliðsjón af framangreindri
niðurstöðu varðandi þennan kröfulið þykir ekki unnt að fallast á að
framangreind ráðstöfun hafi verið ótilhlýðileg og verður riftun hennar á
grundvelli 141. gr. laga nr. 21/1991 því einnig hafnað.
Samkvæmt öllu framangreindu ber
að sýkna stefnda, K.B. Umbúðir ehf., af riftunarkröfum stefnanda. Með hliðsjón
af þeirri niðurstöðu kemur ekki til álita fjárkrafa stefnanda á hendur stefnda,
K.B. Umbúðum ehf., eða skaðabótakrafa á hendur stefndu, Sigurði og Jóni Snorra,
og verður því jafnframt sýknað af þeim.
Samkvæmt þessari niðurstöðu og
með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnandi dæmdur til að
greiða stefndu málskostnað. Við ákvörðun málskostnaðar er litið til þess að
málið var flutt um frávísunarkröfu stefndu og til útlagðs matskostnaðar. Í
ljósi framangreinds og umfangs málsins þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn
3.800.000 krónur.
Dómsuppkvaðning
hefur dregist fram yfir frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991.
Dómarar og aðilar töldu ekki þörf á því að málið yrði flutt að nýju.
Dóminn kveða upp
héraðsdómararnir Barbara Björnsdóttir og Ásmundur Helgason og Sigrún
Guðmundsdóttir, löggiltur endurskoðandi.
D
Ó M S O R Ð :
Stefndu, K.B. Umbúðir ehf.,
Sigurður L. Sævarsson og Jón Snorri Snorrason, eru sýknir af kröfum stefnanda,
þrotabús Splasts ehf.
Stefnandi greiði stefndu
3.800.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 842/2014 | Fjármálafyrirtæki Markaðsmisnotkun Hegningarauki | Í málinu voru SÞÁ, sem bankastjóri L hf., ÍG, sem forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, og JSH og W, sem starfsmenn sömu deildar, ákærðir fyrir markaðsmisnotkun samkvæmt 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti með því að hafa í sameiningu í störfum sínum með tilboðum og viðskiptum fyrir eigin reikning L hf. með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í viðskiptakerfi kauphallarinnar á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, samtals 228 viðskiptadaga, tryggt óeðlilegt verð og búið til verð á hlutabréfunum sem gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Í ákærunni var markaðsmisnotkunin sögð hafa verið framkvæmd af JSH og W að undirlagi ÍG og SÞÁ. Í dómi Hæstaréttar var því hafnað að verknaðarlýsing í ákæru hefði ekki verið svo skýr sem áskilið væri í c.lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála með vísan til þess að verknaðarlýsing í ákæru ætti að vera gagnorð á sama hátt og þær röksemdir sem málsóknin væri byggð á, sbr. d. lið sömu málsgreinar. Talið var að L hf. sem fjármálafyrirtæki hefði verið óheimilt samkvæmt lögum nr. 108/2007 að stunda viðskipti með eigin hluti á skipulegum verðbréfamarkaði í þeim tilgangi að mynda markað með hlutina eins og um viðskiptavakt hefði verið að ræða. Umrædd viðskipti hefðu því verið ólögmæt og gæti þar engu breytt að fjallað hefði verið á jákvæðan hátt um L hf., bankakerfið eða önnur atriði á þeim tíma. Talið var að ekki hefði leikið neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem JSH og W hefðu gert, og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir höfðu átt þátt í að koma á, hefðu gefið eða verið í það minnsta líkleg til að hafa gefið eftirspurn og verð hlutabréfa í L hf. ranglega eða misvísandi til kynna. Með þeirri háttsemi hefðu þeir því af ásettu ráði og á refsiverðan hátt brotið gegn a. lið 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga nr. 108/2007, enda yrði slík háttsemi, ekki skýrð með því að lögmætar ástæður hefðu búið að baki henni eða hún verið í samræmi við viðurkennda markaðsframkvæmd á skipulegum verðbréfamarkaði. Þá var talið sannað að ÍG hefði gefið JSH og W fyrirmæli um hvernig þeir hefðu almennt átt að standa að viðskiptunum með hluti í L hf. í kauphöllinni og hefði fylgst náið með þeim. Var talið að ÍG hefði af ásettu ráði gerst sekur um brot gegn a. lið 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007. Þá var SÞÁ jafnframt sakfelldur fyrir brot gegn a. lið 1. mgr. 117. gr. laganna vegna framangreindra viðskipta þar sem hann hefði, sem annar af bankastjórum L hf. og formaður fjármálanefndar bankans, haft yfirsýn yfir hin umfangsmiklu kaup hans á eigin hlutabréfum og að hin umfangsmiklu kaup á eigin hlutum í L hf. hefðu ekki getað farið fram án vilja hans og vitundar. Samkvæmt framansögðu voru allir ákærðu dæmdir til fangelsisrefsingar, SÞÁ í eitt ár og sex mánuði, ÍG í tvö ár, JSH í eitt ár og W í níu mánuði. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál
þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson, Helgi
I. Jónsson og Viðar Már Matthíasson og Gunnlaugur Claessen fyrrverandi
hæstaréttardómari.
Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 12.
desember 2014 af hálfu ákæruvaldsins og í samræmi við yfirlýsingu ákærða Sigurjóns
Þorvalds Árnasonar um áfrýjun. Af hendi ákæruvaldsins er gerð krafa um að allir
ákærðu verði sakfelldir fyrir þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru og
að refsing ákærðu Sigurjóns, Ívars Guðjónssonar og Júlíusar Steinars Heiðarssonar
verði þyngd auk þess sem ákærði W verði dæmdur til refsingar.
Ákærði Sigurjón krefst þess aðallega að hann verði
sýknaður, en til vara að refsing hans verði milduð.
Ákærði Ívar krefst aðallega sýknu, en til vara að refsing
hans verði milduð.
Ákærði Júlíus krefst sýknu.
Ákærði W krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms.
I
1
Með bréfi 19. október 2010 beindi Fjármálaeftirlitið
kæru til sérstaks saksóknara „vegna meintrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í
Landsbanka Íslands hf.“ á tímabilinu frá maí 2003 til október 2008. Í hinum
áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir efni kærunnar. Í henni kom meðal annars fram
að Kauphöll Íslands hafi í október 2008 vakið athygli Fjármálaeftirlitsins „á
grunsamlegum viðskiptum í aðdraganda falls viðskiptabankanna þriggja“ og sent
síðan minnisblað til stofnunarinnar í janúar 2009 „þar sem þessi viðskipti voru
nánar útlistuð.“ Þegar Fjármálaeftirlitið hóf rannsókn á málinu hafi verið
„komnar fram vísbendingar um afmörkuð tilvik meintrar markaðsmisnotkunar ... í
aðdraganda bankahrunsins.“ Hins vegar hafi fljótlega vaknað grunur um að deild
eigin fjárfestinga í Landsbanka Íslands hf. „hafi verið beitt með skipulögðum
hætti í þeim tilgangi að hækka eða styðja við gengi hlutabréfa sem gefin voru
út af Landsbankanum, yfir margra ára tímabil en ekki einungis í aðdraganda
bankahrunsins.“ Í kæru Fjármálaeftirlitsins til saksóknara voru 18 fyrrverandi
starfsmenn Landsbanka Íslands hf., þeirra á meðal ákærðu í máli þessu, sakaðir
um brot á lögum um verðbréfaviðskipti vegna framangreindrar háttsemi.
Að lokinni lögreglurannsókn gaf sérstakur saksóknari út
ákæru 15. mars 2013 á hendur ákærðu auk SES og SG. Þær sakargiftir, sem fjallað
er um í þessu máli, komu fram í I. kafla ákærunnar. Þar var ákærða Sigurjóni
sem bankastjóra Landsbanka Íslands hf., ákærða Ívari sem forstöðumanni eigin
fjárfestinga bankans og ákærðu Júlíusi og W sem starfsmönnum þeirrar deildar
gefin að sök „markaðsmisnotkun í sameiningu í störfum sínum fyrir bankann í
tilboðum og viðskiptum fyrir eigin reikning Landsbankans með hlutabréf útgefin
af bankanum sjálfum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í viðskiptakerfi Kauphallar
Íslands hf. ... á tímabilinu frá og með 1. nóvember 2007 til og með 3. október
2008, samtals 228 viðskiptadaga, sem tryggðu óeðlilegt verð og bjuggu til verð
á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð
hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.“ Í ákærunni var
markaðsmisnotkunin sögð „framkvæmd af ákærðu Júlíusi og [W] að undirlagi ákærðu
Sigurjóns og Ívars.“ Hefðu þeir fyrrnefndu, sem önnuðust fjárfestingar fyrir
bankann, lagt fram fyrir hans hönd „í upphafi hvers viðskiptadags á tímabilinu,
röð stórra kauptilboða með litlu innbyrðis verðbili í hlutabréf í Landsbankanum
í tilboðabók Kauphallarinnar. Þegar framboð á hlutabréfum í Landsbankanum í
tilboðabók Kauphallarinnar varð meira en eftirspurn annarra markaðsaðila en
Landsbankans“ hefðu ákærðu Júlíus og W að jafnaði mætt „auknu framboði með því
að bæta við nýjum kauptilboðum jafnharðan og fyrri tilboðum þeirra var tekið“
og þannig komið ýmist í veg fyrir eða hægt á verðlækkun bréfanna. Þá hafi
hlutfall kaupa þeirra á hlutabréfunum í umræddum viðskiptum að jafnaði hækkað
við lok viðskiptadags og þeir þannig haft áhrif á dagslokaverð þeirra. Síðan
sagði í ákærunni: „Kaup eigin fjárfestinga Landsbankans á hlutabréfum í
Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á áðurgreindu tímabili voru
umfangsmikil og kerfisbundin, enda voru þau verulegur hluti af heildarveltu með
hlutabréf í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á tímabilinu ... Með
þessum umfangsmiklu kauptilboðum og kaupum, en óverulegu magni sölutilboða og
sölu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, komu ákærðu ýmist í veg fyrir eða hægðu á
lækkun á verði hlutabréfa í Landsbankanum og mynduðu þannig gólf í verðmyndun á
hlutabréfunum. Um var að ræða ólögmætt inngrip í gangverk markaðarins sem hafði
áhrif á markaðsgengi hlutabréfa í Landsbankanum, tryggði óeðlilegt verð á
hlutabréfunum á tímabilinu, bjó til verð á hlutabréfunum og gaf eða var líklegt
til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.
Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki
eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa
í Landsbankanum með ólögmætum hætti.“ Í niðurlagi ákærukaflans sagði: „Hin
miklu kaup eigin fjárfestinga Landsbankans á hlutabréfum í Landsbankanum í
sjálfvirkum pörunarviðskiptum umfram sölu leiddu til þess að hlutabréfin söfnuðust
upp hjá bankanum. Vegna lögbundinna takmarkana á eignarhaldi fjármálafyrirtækja
á eigin hlutabréfum, reglna um flöggunarskyldu og neikvæðra áhrifa á
eiginfjárhlutfall Landsbankans þurfti að losa Landsbankann við hlutabréfin til
þess að unnt væri að halda áfram umfangsmiklum kaupum á hlutabréfum í
Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Það var meðal annars gert með
sölu á þeim í stórum utanþingsviðskiptum, fyrir tilstilli verðbréfamiðlunar
Landsbankans“. Var háttsemi ákærðu, sem að framan er greind, talin varða við a.
og b. liði 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga nr.
108/2007 um verðbréfaviðskipti.
Í II. kafla ákærunnar voru ákærða Sigurjóni ásamt SES
gefin að sök umboðssvik með því að hafa veitt einkahlutafélaginu Imon lán 30.
september 2008 til að fjármagna kaup þess á hlutum í Landsbanka Íslands hf. án
fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins. Jafnframt voru þau sökuð um
markaðsmisnotkun við sölu bankans á hlutunum þar sem með viðskiptunum og
tilkynningu þeirra sem utanþingsviðskipta til kauphallarinnar 1. október 2008
hafi verið ranglega látið líta svo út að fjárfestir hefði lagt fé til kaupa á
rúmlega 2% útgefins hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. og borið af þeim fulla
markaðsáhættu. Í III. og IV. kafla ákærunnar var ákærða Sigurjóni ásamt SG
gefin að sök markaðsmisnotkun við sölu bankans á eigin hlutum 3. október 2008,
annars vegar til Imon ehf. og hins vegar Azalea Resources Ltd., sem samtals hafi numið rúmlega 3,5% útgefins
hlutafjár í Landsbanka Íslands hf., án þess að gengið hafi verið frá fjármögnun
hlutabréfakaupanna. Með því hafi eftirspurn bréfanna verið gefin ranglega og
misvísandi til kynna eða verið líkleg til að gera það og viðskiptin falið í sér
blekkingu og sýndarmennsku þar sem með þeim og tilkynningu þeirra sem
utanþingsviðskipta til kauphallarinnar hafi verið ranglega látið líta svo út að
fjárfestar hefðu lagt fé til kaupa á bréfunum og borið fulla markaðsáhættu af
viðskiptunum.
2
Héraðsdómur ákvað 12. júní 2013 að skilja sakarefni
samkvæmt II., III. og IV. kafla ákærunnar frá þessu máli. Hæstaréttardómur í
því máli, nr. 456/2014, var kveðinn upp 8. október 2015 þar sem ákærði
Sigurjón, SES og SG voru sakfelld fyrir þá háttsemi sem þeim var gefin að sök í
ákæruköflunum þremur.
Með hinum áfrýjaða dómi voru ákærðu Sigurjón, Ívar og
Júlíus sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun samkvæmt I. kafla ákærunnar, þó aðeins
að því er varðaði tímabilið frá 29. september 2008 til 3. október sama ár. Á
hinn bóginn voru ákærðu sýknaðir af öðrum sakargiftum sem þar greindi.
II
Ákærðu Sigurjón, Ívar og Júlíus hafa gert margvíslegar athugasemdir
við rannsókn málsins. Meðal þess er að brotið hafi verið gegn lögmæltum
réttindum þeirra með því að hlusta á símtöl þeirra, auk þess sem ekki hafi
verið gætt hlutlægni við rannsóknina.
Fyrir liggur að hlustað var á símtöl ákærðu við
verjendur meðan á rannsókn málsins stóð án þess að upptökum af þeim væri eytt
þegar í stað, svo sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 85. gr. laga nr. 88/2008 um
meðferð sakamála. Upptökur þessar hafa ekki verið lagðar fram, enda lagt bann
við því í 4. mgr. 134. gr. laganna. Aftur á móti eru meðal málsgagna upptökur
af símtölum og öðrum samskiptum ákærðu við aðra skömmu eftir að þeir höfðu
gefið skýrslu hjá lögreglu þar sem þeir höfðu réttarstöðu sakborninga og var
því óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun, sem þeim var gefin
að sök, sbr. 2. mgr. 64. gr. laga nr. 88/2008. Með því að hlusta á símtöl
ákærðu við þessar aðstæður, þótt það væri gert á grundvelli dómsúrskurða, var
brotið gegn rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 70. gr.
stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. samnings um verndun mannréttinda og
mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Því verður
horft framhjá upptökunum við úrlausn málsins.
Samkvæmt 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 53. gr. laga nr.
88/2008 skulu ákærendur og þeir, sem rannsaka sakamál, vinna að því að hið
sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu
eða sektar. Af hálfu ákærða Júlíusar hefur því verið haldið fram að
lögreglumaður, sem tók skýrslu af honum í tiltekið skipti, hefði augljóslega
gengið út frá að hann væri sekur. Þótt lögreglumaðurinn hafi látið óviðeigandi
ummæli falla umrætt sinn verður ekki séð að það hafi haft áhrif á svör ákærða
við spurningum hans, auk þess sem verjandi ákærða var viðstaddur skýrslutökuna
og átti þess kost að bera fram mótmæli teldi hann þess þörf, sbr. 4. mgr. 64.
gr. laga nr. 88/2008.
Aðrar athugasemdir, sem ákærðu hafa gert við rannsókn
málsins, eru haldlausar.
III
1
Landsbanki Íslands var settur á
stofn með sérstökum lögum, nr. 14/1885, og var hann í eigu íslenska ríkisins. Á
grundvelli laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og
Búnaðarbanka Íslands tók Landsbanki Íslands hf. til starfa 1. janúar 1998 og var
hann í upphafi að fullu eign ríkisins. Þeim lögum var breytt með 1. gr. laga
nr. 70/2001 á þann hátt að ríkinu var heimilað að selja þann hlut, sem það átti
þá enn í Landsbanka Íslands hf., og var það sem eftir stóð af þeim eignarhlut
selt 31. desember 2002. Kaupandinn var Samson eignarhaldsfélag ehf. sem var
óbeint í eigu BG, BTB og MÞ, en sá síðastnefndi mun síðar hafa selt hlut sinn í
félaginu. Samkvæmt ársskýrslu Landsbanka Íslands hf. 2007 átti umrætt
einkahlutafélag liðlega 40% hlutafjár í félaginu í lok þess árs og hélst það
hlutfall óbreytt til hausts 2008 eins og greinir í dómi Hæstaréttar í máli nr.
456/2014. Hluthafar voru alls 27.753 talsins í árslok 2007 og skiptist hlutaféð
þannig að 30 stærstu hluthafarnir áttu samtals rúm 83% þess, en aðrir innan við
17%.
Ákærði Sigurjón var ráðinn bankastjóri
Landsbanka Íslands hf. með samningi 21. apríl 2003. Í tilkynningu bankans til Kauphallar
Íslands daginn eftir kom fram að ákærði hafi verið ráðinn bankastjóri við hlið HJK
sem hafði einn gegnt starfi bankastjóra um nokkurt skeið. Í tilkynningunni
sagði jafnframt: „Bankastjórarnir munu fara sameiginlega með stjórnun allra
málefna bankans. Verkaskipting samkvæmt nýju skipuriti er þannig að HJK fer
fyrir alþjóðasviði, viðskiptabankasviði og eignastýringarsviði en Sigurjón
fyrir fyrirtækjasviði, verðbréfasviði og stoðsviðum. Báðir munu fara með
viðskiptatengsl og viðskiptamál.“ Þá var greint í tilkynningunni frá breytingum
„á stjórnskipan bankans“ og að þrír nýir framkvæmdastjórar hafi verið ráðnir
til starfa, þeirra á meðal YÖK sem framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans.
Ákærði Ívar var ráðinn
forstöðumaður „eiginfjárfestingadeildar á verðbréfasviði“ Landsbanka Íslands
hf. með samningi 22. apríl 2003. Þar var tekið fram að yfirmaður hans væri
framkvæmdastjóri verðbréfasviðs. Í samningnum sagði ennfremur: „Starfsmaðurinn
ber ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar, framþróun hennar og uppbyggingu.
Auk þess sinnir starfsmaðurinn stjórnunarstörfum og öðrum þeim störfum sem
honum kunna að vera falin af yfirmanni eða bankastjórn hverju sinni.“ Ákærði
Júlíus hafði ráðist til starfa hjá Landsbréfum hf. samkvæmt samningi 11.
febrúar 2000 til að sinna erlendri verðbréfamiðlun fyrir viðskiptavini þess
félags og veita þeim ráðgjöf, en árið 2003 hóf hann störf í deild eigin
fjárfestinga hjá Landsbanka Íslands hf. undir stjórn ákærða Ívars og fékkst þar
einkum við kaup og sölu á innlendum hlutabréfum. Með samningum 25. apríl og 18.
október 2005 var ákærði W ráðinn til starfa sem sérfræðingur við deildina og
var tekið fram í samningunum að yfirmenn hans væru framkvæmdastjóri verðbréfasviðs
og ákærði Ívar sem forstöðumaður eigin fjárfestinga.
Svo sem rakið er í dómi Hæstaréttar í máli nr. 456/2014 áttu bankastjórar
Landsbanka Íslands hf., HJK og ákærði Sigurjón, símafund með forstjóra breska
fjármálaeftirlitsins og tveimur öðrum starfsmönnum þess sunnudaginn 5. október
2008. Á fundinum var ítrekað það, sem áður hafði komið fram í samskiptum eftirlitsins
og bankans, að hann yrði að senda til útibús síns í London tiltekna fjárhæð í
sterlingspundum áður en viðskipti
hæfust morguninn eftir. Ef þetta yrði ekki gert yrði eftirlitið knúið til þess
að stöðva starfsemi útibúsins þegar í stað. Að auki þyrfti bankinn fyrir lok
næsta dags að leggja dótturfélagi sínu í Bretlandi til lægri fjárhæð í
sterlingspundum þar sem lausafjárstaða þess væri komin á hættulegt stig. Að
morgni næsta dags, 6. október 2008, gaf ríkisstjórn Íslands út yfirlýsingu þar
sem fram kom að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum
þeirra hér á landi yrðu tryggðar að fullu. Degi síðar ákvað Fjármálaeftirlitið að
taka yfir vald hluthafafundar í Landsbanka Íslands hf., víkja stjórn bankans
frá og setja yfir hann skilanefnd. Af þessum sökum varð föstudagurinn 3. október
2008 síðasti dagurinn þar sem viðskipti með hlutabréf í félaginu fóru fram í kauphöllinni.
2
Eins og fram kemur í fyrrgreindum
dómi Hæstaréttar var kveðið á um það í 20. grein samþykkta fyrir Landsbanka
Íslands hf. að stjórn félagsins, svonefnt bankaráð, skyldi setja reglur um
verkaskiptingu ráðsins og bankastjóra, svo og setja sér starfsreglur þar sem
meðal annars skyldi fjallað um heimildir þess til að taka ákvarðanir um einstök
viðskipti. Samkvæmt 21. grein samþykktanna báru bankastjórar sem framkvæmdastjórar
félagsins ábyrgð á daglegum rekstri bankans og fóru með ákvörðunarvald í öllum
málefnum hans sem ekki væru öðrum falin í lögum, reglugerðum eða samþykktum. Bar
þeim að sjá um að bankareksturinn væri í samræmi við lög, reglugerðir eða
samþykktir og ákvarðanir bankaráðs. Samkvæmt 8.1 grein áðurnefndra starfsreglna
fyrir bankaráðið mynduðu bankastjórar bankastjórn og í upphafi 9.3 greinar reglnanna
sagði: „Bankastjórn hefur heimild til að ákveða kaup og sölu hlutabréfa í
veltubók bankans.“
Í máli þessu liggur fyrir útgáfa af
áhættureglum fyrir Landsbanka Íslands hf. frá því í október 2005, merkt 2.0.4,
og önnur útgáfa af reglunum frá september 2006, merkt 2.0.5. Samkvæmt 3. grein
síðarnefndu reglnanna hafði fjármálanefnd bankans meðal annars „það hlutverk að
fylgjast með áhættuþáttum í starfsemi bankans og að ákveða áhættumörk.“ Í grein
9.5 sagði: „Stefnumótandi ákvarðanir er varða markaðsáhættu eru teknar af
Fjármálanefnd.“ Þá var svofellt ákvæði í 14. grein: „Óheimilt er að fara út í
nýjar tegundir viðskipta eða samninga við viðskiptavini eða í eigin reikning án
samþykkis Fjármálanefndar.“ Í 21. grein sagði að verkefni eigin fjárfestinga
fælust „í umsjón með öllum veltubókarviðskiptum bankans með hlutabréf og að sjá
um fjárfestingar í skráðum og óskráðum bréfum.“ Einnig sæi deildin „um
sölutryggingar og viðskiptavakt á hlutabréfum.“ Í grein 21.1.5.1 var fjallað um
„færsluheimildir eigin fjárfestinga“. Í greininni var viðskiptum skipt í fjóra
flokka og kom þar meðal annars fram að starfsmenn deildarinnar hefðu heimild
til viðskipta fyrir allt að 250.000.000 krónum, en þyrftu að afla samþykkis
forstöðumanns hennar fyrir viðskiptum að 500.000.000 krónum, samþykkis
framkvæmdastjóra verðbréfasviðs fyrir viðskiptum að 1.000.000.000 krónum, en
samþykkis fjármálanefndar eða bankastjórnar ef viðskiptin næmu hærri fjárhæð. Í
bréfi þáverandi yfirmanns áhættustýringar Landsbanka Íslands hf. 16. mars 2015,
sem lagt hefur verið fyrir Hæstarétt af hálfu ákærða Sigurjóns, skýrði hann svo
frá að áhættureglur bankans hafi verið skrifaðar undir sinni ritstjórn og
tilgangur þeirra hafi verið „að skrá vilja bankastjórnar hvernig áhættutaka
færi fram fyrir áhættuþætti verðbréfasviðs bankans og starfsemi henni tengdri.“
Þá hefur verið lagt fram í málinu tölvubréf frá framkvæmdastjóra lögfræðisviðs
Landsbanka Íslands hf. 27. september 2006 þar sem tilkynnt var að nýjar reglur
um rekstraráhættu, sem bankastjórn hafi nýverið samþykkt, hafi tekið gildi. Þar
kæmi meðal annars fram „að yfirmenn starfssviða (framkvæmdastjórar) skulu bera
ábyrgð á að vakta rekstraráhættu á sínu starfssviði og sjá til þess að til staðar
séu viðeigandi og aðgengilegar reglur og verkferlar er varða
rekstraráhættuþætti í starfsemi bankans.“
Samkvæmt gögnum málsins voru oftast nær
haldnir fundir í fjármálanefnd Landsbanka Íslands hf. einu sinni í viku á þeim
tíma, sem ákæran tekur til, þótt fyrir kæmi að fundir féllu niður. Ákærði
Sigurjón var formaður nefndarinnar, en meðal annarra, sem sátu fundi hennar,
voru HJK bankastjóri, YÖK framkvæmdastjóri verðbréfasviðs og ákærði Ívar sem
forstöðumaður eigin fjárfestinga. Dagskrá fundanna var yfirleitt þannig að
fyrst fór fram kynning greiningadeildar, verðbréfamiðlunar og gjaldeyris- og
afleiðumiðlunar bankans, að öllum fundarmönnum viðstöddum. Eftir að forstöðumenn
þeirra þriggja deilda höfðu vikið af fundi fór fram kynning fjárstýringar,
alþjóðasviðs, eigin fjárfestinga og áhættustýringar bankans. Var það ákærði
Ívar sem annaðist kynningu eigin fjárfestinga og vék hann síðan af fundi eins
og forstöðumenn hinna þriggja deildanna áður en kynning fyrirtækjaráðgjafar
bankans fór fram sem var að jafnaði síðasti dagskrárliðurinn. Samkvæmt
fyrirliggjandi gögnum stjórnaði ákærði Sigurjón öllum fundum fjármálanefndar á
tímabilinu frá 31. október 2007 til 1. október 2008, alls 32 talsins, og sat ákærði
Ívar þá alla, að undanskildum þremur fundum sem haldnir voru 19. og 26. mars
2008 og 23. júlí sama ár.
Á þeim 32 fundum fjármálanefndar,
sem haldnir voru frá því í lok október 2007 og fram í byrjun október árið
eftir, mun ákærði Ívar hafa dreift 24 sinnum skýrslu sem tekin hafði verið
saman af eigin fjárfestingum Landsbanka Íslands hf. og bar yfirskriftina
„Report 4:15/Prop Trading Total/Prop Trading“. Í hverri skýrslu komu fram
breytingar á eign eigin fjárfestinga í einstökum verðbréfaflokkum síðustu viku
eða frá því að síðasti fundur fjármálanefndar hafði verið haldinn, miðað við
nafnverð og markaðsverð verðbréfanna, svo og hagnaður eða tap vegna viðskipta
með bréfin. Samkvæmt fundargerðum af fundum fjármálanefndar, sem lagðar hafa
verið fram, var dreift yfirliti yfir stöðu Landsbanka Íslands hf. í eigin hlutabréfum
á fundum nefndarinnar 9. apríl, 16. apríl, 14. maí, 2. júlí, 23. júlí, 6.
ágúst, 20. ágúst og 1. október 2008, undir dagskrárliðnum „Umfjöllun um stöðu
Landsbankans í eigin bréfum“. Mun útlánaeftirlit bankans hafa tekið þessi
yfirlit saman á grundvelli 29. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
Meðal gagna málsins eru skýrslur sem teknar voru nánast vikulega saman á
tímabilinu frá 5. nóvember 2007 til 30. september 2008 og báru yfirskriftina:
„Yfirlit yfir eign bankans í sjálfum sér skv. 29. gr. laga nr. 161 um
fjármálafyrirtæki“. Af þessum skýrslum eru átta sem bera með sér að hafa verið
lagðar fram á áðurnefndum fundum fjármálanefndar þar sem þær voru dagsettar einum
eða tveimur dögum áður en fundirnir voru haldnir. Þá hafa verið lögð fram 19
tölvubréf sem send voru ákærða Ívari frá starfsmanni útlánaeftirlits Landsbanka
Íslands hf. á tímabilinu frá 27. febrúar til 30. september 2008 þar sem fram
komu upplýsingar um „eign bankans í sjálfum sér“.
Samkvæmt fundargerðum af þeim
fundum fjármálanefndar, sem ákærði Ívar sat frá því í lok október 2007 og fram
í byrjun október árið eftir, gerði hann grein fyrir starfsemi eigin
fjárfestinga og fór yfir stöðuna á verðbréfamarkaði. Á fundi nefndarinnar 19.
desember 2007 var meðal annars bókað eftir ákærða: „Lækkun á síðustu tveimur
vikum eru 631 m.kr., sé ekki tekið tillit til LAIS er lækkunin 500 m.kr. ...
Þessi vika er búin að vera erfið á mörkuðum en náðist að selja í LAIS á ágætu
verði“. Á fundi 27. sama mánaðar var auk annars fært til bókar þegar fjallað
var um kynningu ákærða: „Staða þróast jákvætt frá síðasta fundi. Innan við 100
m.kr. niður á Q4 að teknu tilliti til LAIS. Markaðir opna upp í dag og stefnir
í að verðum réttu megin við núllið um áramótin.“ Hinn 23. janúar 2008 var
eftirfarandi skráð í fundargerð eftir ákærða: „Heildarstaða niður um 5,4 ma.kr.
... frá áramótum, 4,8 ma.kr. ef LAIS staða er tekin út. Staða niður um 3,8
ma.kr. síðustu tvær vikur.“ Í fundargerð 6. febrúar sama ár var haft eftir
ákærða: „Stóra myndin er sú að síðustu tvær vikur hafa komið ágætlega til baka.
Fyrir utan LAIS bréf er staðan 2,4 ma.kr. niður á árinu.“ Á fundi viku síðar
var fært til bókar eftir ákærða: „Síðasta vika var erfið á öllum mörkuðum.
Staða niður um 1300 m.kr. síðustu vikuna ef tekið er tillit til Landsbanka
bréfa. Frá áramótum er staðan niður um 3,9 ma.kr.“ Í fundargerð 27. sama
mánaðar var frásögn ákærða af stöðunni lýst svo: „Síðustu tvær vikur eru í
heild niður 82 m.kr. ... fyrir utan Landsbankann. Staðan á árinu er niður um 4
ma.kr. ef tekið er tillit til LAIS.“ Á fundi viku síðar, 5. mars 2008, var haft
eftir ákærða: „Lækkun í vikunni er um 246 m.kr. án LAIS. Á árinu 4,2 ma.
niður.“ Hinn 9. apríl sama ár var gerð svofelld grein fyrir umfjöllun ákærða um
stöðuna: „Farið yfir niðurstöðu síðasta ársfjórðungs en staða er niður um 4,2
ma.kr. ... Draga verður 977 m.kr. frá vegna Landsbankabréfa.“ Í fundargerð 14.
maí 2008 var skráð þegar fjallað var um kynningu ákærða á stöðunni: „Farið í
þróun síðustu viku sem var viðunandi. Vika upp um 366 m.kr. ef ekki er tekið
tillit til LAIS, ársfjórðungur upp um ca. 900 m.kr. þegar allt er tekið saman“.
Á fundi hálfum mánuði síðar var bókað um umfjöllun ákærða um stöðuna: „Síðasta
vika var mjög erfið á mörkuðum ... Vikan er niður um 548 m.kr. ef leiðrétt er
fyrir Landsbankanum.“ Hinn 11. júní sama ár var kynningu ákærða á stöðunni lýst
svo í fundargerð: „Síðustu tvær vikur er niður um rúmar 1,5 ma.kr. ef tekið er
tillit til Landsbankabréfa og ársfjórðungur er því um 200 m.kr. í plús.“ Á
fundi hálfum mánuði síðar var fært til bókar þegar gerð var grein fyrir
kynningu ákærða: „Farið yfir síðustu tvær vikur. Niður um 1 ma.kr. sem er það
sama og ársfjórðungurinn en án LAIS er staðan niður um 500 m.kr. á ársfjórðungnum.“
Í fundargerð 20. ágúst 2008 var haft eftir ákærða: „Síðasta vika upp um rúmar
800 m.kr. sé ekki tekið tillit til Landsbanka bréfa. Þessi ársfjórðungur er þá
niður um 3,8 ma.kr. ... LAIS hefur verið að hækka síðustu vikuna en framboð
hefur þornað upp og eftirspurn leiddi til hækkunar.“ Á fundi 24. september sama
ár var bókað eftir ákærða: „Mikið magn af Landsbankabréfum hefur verið að fara
inn á markaðinn.“ Í síðustu fundargerðinni, 1. október 2008, var meðal annars
fært til bókar eftir ákærða: „Síðasta vika erfið á mörkuðum ef ekki tekið
tillit til LAIS. Ársfjórðungur niður í heild um 8,3 ma.kr.“
Af málsgögnum verður ráðið að á
tímabilinu frá 13. júní 2001 til 3. október 2008 hafi „eftir hvern bankadag“,
eins og komist var að orði í bréfi þáverandi regluvarðar Landsbanka Íslands hf.
til Fjármálaeftirlitsins 26. apríl 2010, verið tekin saman svonefnd „4–15
skýrsla“ sem send var ákærða Sigurjóni og HJK sem bankastjórum og nokkrum öðrum
stjórnendum og starfsmönnum bankans með tölvupósti. Mun deild áhættustýringar í
bankanum hafa tekið þessa skýrslu saman á ákærutímabilinu. Í bréfi
regluvarðarins sagði: „Tilgangur skýrslunnar var að gefa mynd af þeirri
markaðsáhættu sem bankinn hafði tekist á hendur hverju sinni.“
3
Meðal málsgagna eru tölvubréf, sem
ákærðu Ívar, Júlíus og W hafa ýmist sent eða fengið, svo og upptökur af
símtölum þeirra, sem stafa frá ákærutímabilinu og varða með einum eða öðrum
hætti kaup eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. á hlutum í félaginu og
skyldu bankans til flöggunar vegna þeirra viðskipta samkvæmt 93. gr. laga nr.
108/2007.
Að kvöldi 20. nóvember 2007 sendi
ákærði Júlíus ákærða Ívari svofellt tölvubréf: „Keyptum netto 17,4 m að nv í
LAIS í dag (meðalverð 37,05) og heildar eignin er þá 150 m að nv í lok dags.
Lokagengið var 37,90. Hvaða svigrúm höfum við í framhaldinu í LAIS ef mkt heldur
áfram í ræpu á morgun?“ Að kvöldi 27. febrúar 2008 framsendi ákærði Júlíus í
tölvupósti til ákærða Ívars tölvubréf sem honum og ákærða W hafði rétt áður
borist frá starfsmanni áhættustýringar Landsbanka Íslands hf. með
fyrirsögninni: „Nálgumst flöggunarmörk í LAIS“. Upphaf tölvubréfsins var
svohljóðandi: „Nálgumst flöggunarmörkin í eigin bréfum. Staðan við lok dags var
523 milljónir hluta eða 4,67% af útgefnu hlutafé, um 36 milljón hlutum frá
flöggun.“ Af þessu tilefni lét Júlíus eftirfarandi orð fylgja um leið og hann
framsendi tölvubréfið til Ívars: „Thad er ahyggjuefni hvernig stada mala er i
lais. Verdum ekki lengi ad na floggunarmorkunum mv hvernig overhangid er og
almenn stemmning a markadi. Hversu stift eigum vid ad taka a moti eigin brefum
afram?“ Í símtali sama starfsmanns áhættustýringar við W að morgni 5. mars 2008
ræddu þeir um að hafa verið mjög nálægt flöggunarmörkum við lok markaðar daginn
áður. Undir lok símtalsins spurði sá fyrrnefndi: „Er ekki ætlunin að flagga
ekki eða?“ Því svaraði W: „Jú jú, það er, geri allt til að komast hjá því.“
Viðmælandinn svaraði: „Já já, mig grunaði það“. Síðdegis föstudaginn 14. mars
2008 sendi sami starfsmaður áhættustýringar tölvubréf til Júlíusar og W með
fyrirsögninni: „Staðan í LAIS 4,85%“, þar sem sagði meðal annars: „Staðan í
LAIS er 542,6 milljón hlutir, 4,85% eða 17 milljón hlutum frá flöggun ...
Miðlun á eitthvað eftir að klára í dag. Veit samt ekki hvort það lækkar stöðuna.
Veit að 3 milljónir eiga að fara yfir á valréttina. Skilst einnig að þessar 10 sem
SG var með séu enn ófarnar út.“ Þremur dögum síðar, að morgni mánudagsins 17.
sama mánaðar, sendi sami starfsmaður þeim Júlíusi og W tölvubréf með
fyrirsögninni: „Staðan í LAIS 4,86%“, og hófst það þannig: „Update á þessu. EOD
var 544,1 milljón hlutir eða 4,86%. 15,5 milljón hlutum frá flöggun.“ Þetta
tölvubréf framsendi Júlíus til Ívars sem svaraði að bragði: „Sendu þetta líka
ávallt á mig“. Annar starfsmaður áhættustýringar hringdi til Júlíusar skömmu
eftir hádegi 11. september 2008 og sagði: „Þið eruð komnir hérna yfir 5% inn í
LAIS.“ Því svaraði Júlíus: „Uhh við vitum allt um það.“ Viðmælandinn: „Þið
vitið allt um það?“ Júlíus: „Já.“ Viðmælandinn: „Okei, hérna verður þetta
flaggað eða er þetta að fara út aftur eða hvernig er þetta?“ Júlíus: „Uh ... þessu
verður ekki flaggað.“ Síðan bætti hann við: „Og ... það er bara verið að vinna
í því að koma þessu út.“ Fyrir hádegi 29. sama mánaðar ræddust W og sami starfsmaður
áhættustýringar tvívegis við. Í fyrra símtalinu spurði W: „Heyrðu hérna,
flöggunarmörk ... eigum við að flagga í Landsbankanum eða?“ Því svaraði
viðmælandi hans: „Erum við ekki komnir yfir bara eftir þessar hreyfingar þarna
í morgun?“ Í því síðara, sem átti sér stað tæpum tveimur klukkustundum síðar,
spurði starfsmaður áhættustýringar: „Heyrðu hafið þið litið eitthvað á stöðuna
hvað þið ætlið að gera?“ W: „Já hérna, við þurfum bara að sjá hvernig dagurinn
spilast. Annars verðum við þá bara að flagga í lok dags ef ...“ Viðmælandinn:
„Já. Nægir það eða? Hefðuð þið ekki þurft að gera þetta fyrir tíu eða?“ W: „Ég
veit það ekki.“ Nokkru síðar í símtalinu sagði hann: „En þú veist þetta kom
óvænt upp á sko. Þetta eru viðskipti sem gengu til baka. Þannig að það er alveg
hægt að, hérna þú veist, við vissum ekkert af þessu.“ Viðmælandinn: „Nei, það
er hægt að færa rök fyrir því að þetta hafi gerst líka í dag sko.“ W: „Já ...
þú sendir meilið til okkar, eða eitthvað svoleiðis, 10 mínútur 10 eða eitthvað
þannig. Þannig að, það hefði heldur ekki verið skynsamlegt að senda út flöggun
án þess að vera búinn að átta sig á hvað staðan var sko.“ Viðmælandinn: „Nei
nákvæmlega.“ W: „Það verður bara að meta stöðuna núna og, og það verður bara
flaggað í lok dags ... ef þess þarf.“ Síðdegis sama dag sendi sami starfsmaður
áhættustýringar tölvubréf til Júlíusar og W með fyrirsögninni: „LAIS staða yfir
flöggunarmörkum – lokastaða dagsins“. Í tölvubréfinu var greint frá
flöggunarstöðunni í lok dagsins sem væri alls „705,127,218 eða 6,3% af útgefnu
hlutafé.“ Í svari Júlíusar sem sent var í tölvupósti með afriti til Ívars sagði:
„Það verður trade á eftir. Munum ekki flagga.“ Síðdegis daginn eftir, 30.
september 2008, kom meðal annars fram í tölvubréfi frá Júlíusi til Ívars: „Erum
53,6 að nv. yfir flöggunarmörkum m.v. að miðlun sé óbr. frá því í gær.“
Þá hefur verið lögð fram upptaka af
símtali milli SG forstöðumanns verðbréfamiðlunar Landsbanka Íslands hf. og ákærða
Júlíusar sem átti sér stað fyrir hádegi 14. mars 2008. Í símtalinu spurði SG:
„Hvernig er staðan?“ Júlíus svaraði: „Þetta er að gappa aðeins upp, upp um tæpt
prósent.“ Stuttu síðar sagði SG: „Já já, þetta verður fínt. Þetta, við erum að
fara með þetta yfir 30 núna.“ Júlíus: „Eigum við ekki bara að stefna á að setja
það yfir það?“ SG: „Jú 32-3. Það er fínt. Eða 35, bara eins og árslokagengið.
Ef þú ert sáttur við það.“ Júlíus: „Já, er ekki fínt að fá þetta í eitthvað
svoleiðis. Ég held það ... við þurfum að fá þá færri svona viðbjóðslega daga
eins og í gær. Þetta var hræðilegur dagur maður.“ SG: „Já, en samt engin velta
samt.“ Júlíus: „En, það er ... nei engin velta. En það sem er jákvætt í þessu
og það sem maður er svona að skynja. Sjáðu fyrir 6 mánuðum ef að krónan hefði
fallið um 4% hvað hlutabréfamarkaðurinn hefði gjörsamlega misst fæturna.“
Í málsgögnum er að finna tölvubréf
frá forstöðumanni á lögfræðisviði Landsbanka Íslands hf. til ákærða Sigurjóns
13. mars 2008 með minnisblaði, sem forstöðumaðurinn og tveir aðrir starfsmenn
bankans höfðu tekið saman 5. sama mánaðar um eigin hluti hans, en þar kom fram
„niðurstaða af skoðun á möguleikanum að lækka hlutafé og hækka á einum og sama
hluthafafundi.“ Í upphafi minnisblaðsins sagði: „Landsbanki Íslands hf. á
talsvert stóran hlut af eigin hlutabréfum um þessar mundir. Talsverðar
hræringar hafa verið á fjármálamörkuðum og hætt er við að ef reynt verður að
losa umrædda hluti út á markað muni það valda talsverðri verðlækkun á gengi
bankans með tilheyrandi auknum óróa. Leita þarf leiða til að losna við hlutina
með öðrum aðferðum en sölu ... Spurning er hvort unnt er að lækka hlutafé
Landsbankans með ákvörðun hluthafafundar og hækka það síðan aftur með útgáfu
jöfnunarhluta þannig að heildarhlutafé eftir fundinn sé hið sama og fyrir
fundinn. Meta þarf hvort slík aðferð sé tæk eftir hlutafélagalögum annars vegar
og hver skattaleg áhrif hennar eru hins vegar.“
Þá hafa verið lögð fram tvö
tölvubréf sem ákærði Sigurjón sendi BTB í ágúst og september 2008. Með fyrra
tölvubréfinu 22. ágúst 2008 fylgdi kynning á því í formi glæra hvernig haga
mætti hugsanlegri sameiningu Landsbanka Íslands hf. og Straums-Burðaráss
Fjárfestingabanka hf., en sá banki mun að stórum hluta hafa verið í eigu félaga
sem BTB og BG réðu yfir. Síðara tölvubréfinu 17. september 2008 fylgdi minnisblað
sem ákærði hafði tekið saman um þennan hugsanlega samruna bankanna tveggja. Þar
sagði meðal annars: „Kjarni málsins er að það er of mikið flot á bréfum hvors
banka fyrir sig, þ.e. okkur vantar í endakaupendur af bréfum sem og
fjármögnunaraðila á bréfin almennt ... Landsbankinn á erfitt með að kaupa meira
af eigin bréfum án eiginfjáraukningar ... Sameining við Landsbanka býður hins
vegar upp á að færa eiginfjárhlutfallið sameinaðs banka í c.a. 11% en við það losnar
um ríflega 600 milljónir evra af eigin fé. Þetta er einmitt það eigið fé sem
við höfum gert ráð fyrir að nota annars vegar í að þurrka upp eigin bréf og
hins vegar til að leysa ákv. mál ... Jafnframt verður að hafa í huga að skv.
reglum eru báðir bankarnir takmarkaðir af því að fjármagna eigin bréf við 10%
af nafnverði hlutafjár. Það eru hins vegar minni takmarkanir á að fjármagna
bréf hvors annars beint og óbeint ... Þetta hafa bankarnir verið að gera í
töluverðum mæli. Þannig að það er umtalsvert magn af rými til fjármögnunar
hlutabréfa sem fellur út við sameiningu þar sem lán út á Straumsbréf koma til
með að flokkast sem lán út á eiginbréf eftir sameiningu og lán út á
Landsbankabréf í Straumi verða lán út á eigin bréf í sameinuðum banka ... Þegar
þetta er skoðað þá verður niðurstaðan sú að lán út á Straumsbréf/Samson Global
í Landsbanka sem verði áfram til eftir sameininguna og lán í Straumi út á
Landsbanka/Samson ehf. verða um 10% af hlutafé sameinaðs banka. Þetta er
auðvitað vandamál þar sem til viðbótar eru auðvitað núverandi lán Landsbankans
út á eigin bréf sem verða eftir sameininguna um 7-8% af heildarbréfum bankans
þrátt fyrir að ég geri ráð fyrir að fella niður umtalsvert magn bréfa. Samtals
er þetta um 17-18% sem auðvitað er nokkuð yfir 10% mörkunum. Þetta verður ekki
leyst nema í samvinnu við KB og Glitni. En í því samhengi er rétt að muna að
við erum núna að semja við Glitni um að taka 27 milljarða á Samson ehf. sem
ekki er meðtalið í þessari umræðu.“
4
Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi
kom fram í bréfi kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins 27. janúar 2009 að
hún hafi haft til athugunar verðmyndun með hlutabréf stærstu viðskiptabanka
landsins, þar á meðal Landsbanka Íslands hf. Í bréfinu sagði: „Kauphöllin hefur
veitt því athygli að þegar skoðuð eru viðskipti þeirra miðlara innan bankanna
sem áttu viðskipti fyrir hönd eigin reiknings (eigin viðskipti) á sl. mánuðum
virðist sem það magn hlutabréfa sem keypt var í eigin félagi hafi verið
umtalsvert meira heldur en það sem var selt. Á stundum þar sem mikill almennur
söluþrýstingur var á hlutabréfamarkaði, innlendum sem erlendum, sérstaklega
gagnvart bönkum og fjármálafyrirtækjum, og í kjölfar birtingar á fréttum sem
undir eðlilegum kringumstæðum teldust neikvæðar, allt að því einokuðu eigin
viðskipti bankanna kauphlið tilboðabókar eigin félags. Slíkur kaupþrýstingur
getur eðli málsins samkvæmt haft talsverð áhrif á verðmyndun hlutabréfanna. Til
þess að kanna viðskiptahætti eigin viðskipta bankanna nánar voru tekin saman
öll viðskipti í Kauphöllinni með hlutabréf hvers banka fyrir sig, yfir
tímabilið 02.05.2008 – 03.10.2008. Tímabilið var valið með hliðsjón af þeim
hremmingum sem höfðu átt sér stað á fjármálamörkuðum auk mikillar
veltuhlutdeildar bankanna í hlutabréfum eigin félags á tímabilinu. Þó skal þess
getið að þátttaka eigin viðskipta bankanna í tilboðabókum sinna félaga var
einnig umtalsverð á fyrrihluta ársins. Að mati Kauphallarinnar fæst í þessu
tilviki skýrust mynd af hegðun viðkomandi kauphallaraðila með því fyrst og
fremst að skoða viðskipti sem verða til við sjálfvirka pörun tilboða í
viðskiptakerfi Kauphallarinnar (e. autotrades), eða m.ö.o. þegar horft er
framhjá tilkynntum viðskiptum. Tilkynnt viðskipti hafa ekki áhrif á síðasta
viðskiptaverð nema þau séu innan verðbils og eru verðáhrif slíkra viðskipta því
takmörkuð ... Vankanturinn á þessari aðferðarfræði er sá að þegar skoða á nettó
kaup eða sölu á tímabilinu er vantalið það magn sem keypt er, eða selt, utan
tilboðabókarinnar og tilkynnt síðan í viðskiptakerfið. Nánar verður þó vikið að
þessum þætti hér á eftir.“ Í bréfi kauphallarinnar var síðan gerð grein fyrir
viðskiptum hvers banka um sig, þar á meðal Landsbanka Íslands hf., í sjálfvirkum
pörunarviðskiptum á umræddu tímabili og þar að auki sérstaklega viðskiptum
þeirra í opnunar- og lokunartilboðum. Að því búnu var tekið fram í bréfinu:
„Til þess að fá heilsteypta mynd af viðskiptaháttum eigin viðskipta bankanna er
nauðsynlegt að líta ekki aðeins til viðskipta sem verða til við pörun tilboða í
viðskiptakerfi Kauphallarinnar heldur einnig til tilkynntra viðskipta. Eins og
fram hefur komið hér að framan eru kaup bankanna umfram sölu umtalsverð, þegar
einungis eru skoðuð viðskipti sem orðið hafa við pörun tilboða. Sá möguleiki er
aftur á móti fyrir hendi að eigin viðskipti bankanna hafi smám saman, eða í
nokkrum stórum viðskiptum, selt þá hluti sem keyptir voru á tímabilinu með því
að semja við aðra aðila, hvort sem um viðskiptavini eða aðra kauphallaraðila er
að ræða, utan tilboðabókanna og tilkynna viðskiptin í kjölfar þess í
viðskiptakerfið ... Þegar viðskipti eru tilkynnt í viðskiptakerfi
Kauphallarinnar kemur ekki fram hver sé kaupandi og seljandi heldur einungis
auðkenni miðlarans. Í tilvikum þar sem mótaðili viðskiptanna er einnig
kauphallaraðili og samið er um að hvor aðilinn tilkynni sinn legg viðskiptanna
er aftur á móti hægt að sjá auðkenni hvors miðlara fyrir sig, en ekki
upplýsingar um hinn endanlega viðskiptavin – sem getur allt eins verið annar
miðlari. Tilkynni starfsmaður eigin viðskipta viðskipti eru því mjög takmarkaðar
leiðir til þess að sjá hvort um kaup eigin viðskipta eða sölu sé að ræða. Að
auki geta aðrir kauphallaraðilar, eða miðlarar hjá sama kauphallaraðila, tilkynnt
viðskipti þar sem eigin viðskipti bankanna eru hinn endanlegi kaupandi eða
seljandi, m.ö.o. þar sem eigin viðskipti bankanna væru viðskiptavinur
viðkomandi miðlara.“
Þess hefur áður verið getið að 19.
október 2010 beindi Fjármálaeftirlitið kæru til sérstaks saksóknara vegna
ætlaðrar markaðsmisnotkunar 18 fyrrverandi starfsmanna Landsbanka Íslands hf.,
þar á meðal ákærðu, með hlutabréf félagsins á tímabilinu frá maí 2003 til
október 2008. Í kærunni kom fram að Fjármálaeftirlitið hóf rannsókn á málinu í
kjölfar framangreinds erindis frá kauphöllinni. Rannsóknin hafi meðal annars
leitt í ljós að starfsmenn eigin fjárfestinga bankans hafi á þessu tæplega fimm
og hálfs árs tímabili keypt samtals 3,3 milljarða hlutabréfa sem útgefin voru
af bankanum „nettó á markaði með sjálfvirkri pörun ... eða um 30% af útgefnu
hlutafé bankans.“
Í kæru Fjármálaeftirlitsins var
gerð svofelld grein fyrir sjálfvirkum pörunarviðskiptum: „Sjálfvirk pörun
verður til í viðskiptakerfi kauphallar þegar samsvörun verður milli tilboða kaupenda
og seljenda í tilboðabók. Í kerfinu verða til skrár yfir æskilegt verð (e.
desired price) og magn í mismunandi kaup- og sölutilboðum sem miðlarar, sem
hafa aðgang að kerfinu, setja inn. Þegar samsvörun verður milli tilboða
kaupanda og seljanda verður til sjálfvirk pörun viðskiptanna og verðbréfin
skipta um hendur. Sjálfvirk pörun viðskipta er því drifkrafturinn í að til
verði markaðsverð verðbréfa á skipulegum verðbréfamarkaði. Þegar sjálfvirk
pörun tekst verður til síðasta viðskipta- eða markaðsverð verðbréfsins og þar
með einnig það verð sem notað er til útreikninga í verðbréfavísitölum. Í raun
verður markaðsverð verðbréfa til við sjálfvirka pörun ... Til að hafa áhrif á
markaðinn með sjálfvirkri pörun í kauphöll, þarf verðbréfasalinn stöðugt að uppfæra
kauptilboð sitt svo það samsvari næsta sölutilboði í tilboðabókinni. Með því
verður alltaf til kauptilboð sem samsvarar næsta sölutilboði og markaðsverðið,
sem er síðasta greidda verð, ýmist hækkar, stendur í stað eða lækkar hægar en
það hefði ella gert ef verðbréfasalinn hefði ekki verið til staðar. Án
verðbréfasalans hefðu aðrir væntanlegir kaupendur að öllum líkindum ekki keypt
hlutabréfin á því verði sem seljandinn bauð og verðið hefði lækkað til að mæta
lægri kauptilboðum.“ Þá var í kærunni eftirfarandi lýsing á ferli viðskipta sem
talið var að eigin fjárfestingar og verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands hf.
hefðu staðið að: „Það er álit Fjármálaeftirlitsins að fyrrgreind svið ... hafi
á tímabilinu maí 2003 – október 2008 unnið saman og búið til feril viðskipta í
þeim tilgangi að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa útgefnum af bankanum sjálfum.
Fjármálaeftirlitið telur að ferillinn hafi falist í því að kaupa stöðugt
hlutabréf á markaði og selja þau síðan utan markaðar. Þessi aðferð sem var bæði
skipulögð og kerfisbundin virðist hafa verið notuð í þeim tilgangi að hafa
áhrif á verð hlutabréfanna ... Algengt var að verðbréfasalar EFL fóru af krafti
inn á markaðinn. Þeir voru á kauphliðinni í mörgum viðskiptum og notuðu til
þess fjármuni bankans, að því er virðist í þeim tilgangi að hækka verð eða
viðhalda verði hlutabréfa í Landsbankanum. Þessi aukna eftirspurn varð til þess
að styðja við verðið (þegar verð lækkaði á markaði) eða hækka verðið (þegar
verð var stöðugt eða hækkandi) þar sem það er fyrst og fremst við sjálfvirka
pörun viðskipta í Kauphöll sem markaðsverð verður til. Áhrifaríkasta leið
verðbréfasala, sem vill styðja við eða hreyfa við hlutabréfaverði, er að vera á
kauphliðinni í eins mörgum viðskiptum og hann getur í viðskiptakerfi
kauphallar. Með því styður hann við verðið í hverjum viðskiptum fyrir sig. Það
er álit Fjármálaeftirlitsins að verðbréfasalar EFL hafi haft þennan háttinn á
... Vandamálið við að kaupa ítrekað hlutabréf útgefið af fjármálafyrirtækinu
sjálfu er að því er óheimilt að eiga eða taka að veði meira en 10% af nafnverði
innborgaðs hlutafjár fyrirtækisins ... Þegar reynt er að hafa áhrif á
hlutabréfaverð með miklum kaupum á hlutabréfum er því oftast sjálfhætt, þar sem
líklegast er að tap myndist þegar reynt er að selja uppsöfnuðu hlutabréfin í
kauphöll. Miðlun Landsbankans var að mati Fjármálaeftirlitsins hjálparhöndin í
þessu ferli. Miðlunin hafði aðgang að viðskiptavinum sem sumir fengu óeðlilegar
lánafyrirgreiðslur frá lánadeildum bankans. Miðlararnir gátu því selt mikið af þessum
hlutabréfum til „útvalinna“ viðskiptavina. Margir þeirra tóku litla eða enga
áhættu við kaupin þar sem kaupin voru fjármögnuð að fullu með lánum frá
bankanum og voru án annarra trygginga en veða í sjálfum hlutabréfunum ... Hér
virðist því vera um tvenns konar óeðlileg áhrif að ræða, fyrst umfangsmikil
kaup á opnum markaði til að styðja við hlutabréfaverðið og síðan losun á þessum
bréfum með sýndarviðskiptum á verði sem var undir áhrifum af kaupum EFL.“
Í kærunni var því nánar lýst
hvernig hin ætlaða markaðsmisnotkun hefði verið upp byggð, bæði með kaupum og
sölu Landsbanka Íslands hf. á hlutabréfum útgefnum af félaginu sjálfu. Þar
sagði meðal annars um kauphliðina á grundvelli upplýsinga um kaup eigin
fjárfestinga bankans á slíkum hlutabréfum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í
kauphöllinni umfram sölu í þeim viðskiptum: „Fjármálaeftirlitið telur að EFL
hafi stutt við verð hlutabréfa Landsbankans með því að auka kaup sín á bréfunum
svo um munar þegar verð þeirra tók að lækka ... Eðlilegt verð á bréfum Landsbankans
var aldrei vitað sökum verðstuðnings EFL við bréfin. Verð bréfanna hefði samkvæmt
lögmálinu um framboð og eftirspurn lækkað mun hraðar og fyrr hefði ekki verið
fyrir tilstilli falskrar eftirspurnar EFL ... Viðskipti með sjálfvirkri pörun
geta verið á tvo vegu: sá aðili sem kaupir gengur að sölutilboði þess sem vill
selja eða öfugt ... Allt þar til í lok árs 2007 voru flest viðskipti að
frumkvæði mótaðila og telur Fjármálaeftirlitið að EFL hafi verið að dempa
verðsveiflur bréfanna, þ.e.a.s. EFL var alltaf tilbúið með kauptilboð rétt
undir síðasta viðskiptaverði. Frá nóvember 2007 og fram að falli bankans var
verðið í frjálsu falli. „Gólf“ ... EFL réðu ekki við að halda verðinu uppi og
telur Fjármálaeftirlitið að þá hafi EFL reynt að hækka verð bréfanna með því að
ganga á sölutilboðahliðina, þ.e.a.s. EFL fór að kaupa meira að eigin frumkvæði
til þess að hækka verðið. Þegar framboð er meira en eftirspurn á verð undir
eðlilegum kringumstæðum að lækka. EFL beitti ákveðinni aðferð til þess að koma
í veg fyrir þessa eðlilegu þróun. Aðferðin var sú að þegar framboð á bréfum var
mikið röðuðu EFL inn kauptilboðum á verði nálægt síðasta viðskiptaverði og voru
alltaf tilbúnir að kaupa bréfin á því gengi sem þeir vildu halda bréfunum á.
Þannig gátu þeir komið í veg fyrir verðlækkun eða a.m.k. hægt á henni ... EFL
voru virkir í viðskiptum með eigin hlutabréf og voru þátttakendur í um 14 – 20%
af heildarveltu þeirra hvert ár frá 2003 – 2007 en árið 2008 var hlutfallið mun
hærra eða u.þ.b. 53%. Árið 2006 var metár hvað varðar veltu með hlutabréf
Landsbankans en árið eftir dróst veltan mikið saman. Það sama hefði að öllum
líkindum gerst árið 2008 ef ekki hefði verið fyrir tilstilli EFL ... Þar sem
EFL var svo stór aðili á markaði með hlutabréf Landsbankans á þessum árum gaf
magn og seljanleiki bréfanna ranga mynd af raunverulegu virði þeirra.“
5
Í skýrslu sérstaks saksóknara um
rannsókn málsins, sem sakargiftir á hendur ákærðu eru reistar á, er línurit sem
sýnir kaup eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. á hlutabréfum útgefnum af
félaginu, umfram sölu, sem hlutfall af heildarveltu í sjálfvirkri pörun í Kauphöll
Íslands á tímabilinu frá 1. maí 2003 til 3. október 2008. Á línuritinu eru sýnd
nettóviðskipti í sjálfvirkri pörun í hverjum mánuði, auk gengis hlutabréfanna í
lok hvers mánaðar. Í nýju skjali, sem lagt hefur verið fyrir Hæstarétt af hálfu
ákæruvaldsins og endurspeglar línuritið, koma fram nettó viðskipti eigin
fjárfestinga með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. í sjálfvirkri pörun í
kauphöllinni í hverjum mánuði frá maí 2003 til október 2008, miðað við nafnverð
hlutabréfanna eða fjölda hluta í félaginu, svo og lokagengi bréfanna í lok hvers
mánaðar á sama tímabili. Á þessu skjali sést að kaup eigin fjárfestinga á
hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. umfram sölu í sjálfvirkum
pörunarviðskiptum voru oft lítil frá miðju ári 2003 fram í október 2007 í samanburði
við þann tíma, sem ákært er fyrir, og í einstaka mánuði voru hlutirnir, sem
keyptir voru, færri en þeir sem seldir voru. Það átti sér síðast stað í október
2007 þegar sá mismunur nam 1.502.012 hlutum. Nettó kaup eigin fjárfestinga voru
óvenju mikil í október 2004, 88.021.633 hlutir, þegar gengi hlutabréfanna
lækkaði úr 14,00 krónum á hlut frá lokum september í 12,65 krónur í októberlok.
Sama gerðist í mars 2006, en þá námu kaupin 86.966.733 hlutum meðan gengið
lækkaði úr 28,90 í 24,50. Reyndar voru nettó kaup á öllu árinu 2006 miklum mun
meiri en árin áður sem sést á því að árið 2005 námu þau samtals 192.696.536
hlutum, en 438.541.388 hlutum árið 2006. Á því síðarnefnda lækkaði gengi
hlutabréfanna ört framan af árinu, úr 25,30 frá árslokum 2005 í 20,20 í lok
júní 2006, en á þeim tíma voru keyptir samtals 349.349.966 hlutir umfram þá sem
seldir voru. Fyrstu tíu mánuði ársins 2007, þegar gengið hækkaði úr 26,50 frá
árslokum 2006 í 43,80 í lok október 2007, voru nettó kaup eigin fjárfestinga í
lágmarki þar sem þau námu samtals 83.018.767 hlutum. Þetta breyttist hins vegar
í nóvember og desember þetta ár þegar nettókaup í hvorum mánuði um sig voru um
80% af því sem þau námu samtals á tíu mánaða tímabilinu á undan. Í nóvember
2007 tók gengi hlutabréfanna að lækka. Það lækkaði svo enn meira þegar kom fram
á árið 2008, en að sama skapi jukust kaupin eftir því sem á árið leið og náðu
hámarki í september og október það ár. Þó dró nokkuð úr kaupunum í apríl og
ágúst eftir að gengið hafði hækkað lítillega frá lokum febrúar annars vegar og
lokum júlí hins vegar. Þegar horft er á línuritið sést glöggt eins og lýst
hefur verið að á öllu því árabili, sem það nær yfir, er augljós fylgni milli
þess hvernig gengi hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. hreyfðist og þess hvernig
eigin fjárfestingar bankans höguðu viðskiptum sínum í sjálfvirkri pörun í
kauphöllinni. Þegar gengið hækkaði var dregið úr kaupunum, en þegar það lækkaði
jukust kaupin og urðu þeim mun meiri eftir því sem gengið féll meira.
Samkvæmt ákæru keyptu eigin fjárfestingar Landsbanka Íslands hf. 2.325.395.153
hluti af þeim 4.801.255.966 hlutum í félaginu sem viðskipti voru gerð með í
sjálfvirkum pörunarviðskiptum í kauphöllinni á tímabilinu frá 1. nóvember 2007
til 3. október 2008 eða 48,4% af heildarveltu með hlutina í þeim viðskiptum á
þessum liðlega ellefu mánuðum. Á sama tíma hafi deildin aðeins selt 57.213.029
hluti í félaginu eða 1,2% af heildarveltunni. Sagði í ákærunni að kaup umfram
sölu hafi því samtals numið 47,2% af heildarveltu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum
með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf., samtals 2.268.182.124 hlutum eða
56.240.113.876 krónum að markaðsvirði. Þar af hafi kaup umfram sölu verið 46% af
heildarveltu með hlutabréf í félaginu í opnunaruppboðum og kaup umfram sölu 63%
af heildarveltunni í lokunaruppboðum. Nafnverð kauptilboða eigin fjárfestinga
bankans í hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. hafi á fyrrgreindu tímabili numið
43% af heildarnafnverði kauptilboða í hlutabréfin, en nafnverð sölutilboða
deildarinnar í þau hlutabréf aðeins um 3% af heildarnafnverði sölutilboða.
Samtals hafi kaup eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. á hlutabréfum í
félaginu, umfram sölu, á tímabilinu verið um 20% af öllu útgefnu hlutafé þess.
Í töflu í ákærunni var að finna skiptingu á framangreindum nettóviðskiptum á
umræddu tímabili eftir mánuðum. Þar kom fram að þau hafi tekið til 67.705.455
hluta eða 15% af heildarveltu í þeim viðskiptum í nóvember 2007, 67.214.212
hluta eða 33% af heildarveltunni í desember sama ár, 195.885.014 hluta eða 39%
af heildarveltunni í janúar 2008, 171.587.476 hluta eða 44% af heildarveltunni
í febrúar sama ár, 154.885.306 hluta eða 42% af heildarveltunni í mars,
57.700.747 hluta eða 19% af heildarveltunni í apríl, 137.995.707 hluta eða 43%
af heildarveltunni í maí, 241.609.648 hluta eða 57% af heildarveltunni í júní,
125.348.530 hluta eða 50% af heildarveltunni í júlí, 64.867.026 hluta eða 48%
af heildarveltunni í ágúst, 569.989.300 hluta eða 61% af heildarveltunni í
september og loks 413.393.703 hluta eða 79% af heildarveltunni í október 2008,
en þann mánuð stóðu viðskiptin sem fyrr segir aðeins þrjá fyrstu dagana. Í
tveimur öðrum töflum í ákærunni var gerð grein fyrir viðskiptum og tilboðum
ákærðu Júlíusar og W fyrir hönd eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. í
hlutabréf í félaginu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í kauphöllinni á því
tímabili sem um ræðir, skipt eftir mánuðum. Ákærðu sáu um slík viðskipti þar
sem kaup umfram sölu námu í tilviki Júlíusar samtals 1.696.804.179 hlutum eða
35% af heildarveltu viðskiptanna og hjá W samtals 537.937.956 hlutum eða 11% af
heildarveltunni. Í fjórðu töflunni, sem er að finna í ákærunni, voru umrædd
viðskipti sundurliðuð eftir viðskiptadögum sem voru alls 228 talsins á
tímabilinu sem hún spannar. Flesta dagana keypti annar hvor ákærðu eða báðir
hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. Yfirleitt var um að ræða kaup umfram sölu á
bréfunum og oftast nær munaði þar miklu. Í töflunni voru einnig upplýsingar um skráð
gengi hlutabréfanna í lok hvers viðskiptadags. Þar kom meðal annars fram að
gengið var 43,40 krónur á hlut 1. nóvember 2007, 37,60 krónur 30. sama mánaðar,
35,50 krónur 28. desember sama ár, 30,80 krónur 31. janúar 2008, 26,80 krónur
29. febrúar sama ár, 29,60 krónur 31. mars, 29,90 krónur 30. apríl, 25,20
krónur 30. maí, 23,10 krónur 30. júní, 22,80 krónur 31. júlí, 24,00 krónur 29.
ágúst, 20,40 krónur 30. september og loks 19,90 krónur 3. október 2008 þegar
viðskiptum með hlutabréf í félaginu var hætt. Af gögnum, sem lögð hafa verið
fram í málinu, verður ráðið að ákærðu Júlíus og W hafi samtals komið að um
5.400 viðskiptum með hluti í Landsbanka Íslands hf. í sjálfvirkri pörun í
kauphöllinni á ákærutímabilinu.
Svo sem áður er fram komið var vísað til þess í ákærunni að hin miklu
kaup eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. á hlutabréfum í félaginu, sem rakin
hafa verið, hafi leitt til þess að hlutabréfin söfnuðust upp hjá bankanum.
Meðal annars vegna skyldu til flöggunar hafi þurft að losa bankann við bréfin
til að unnt væri að halda áfram kaupunum. Í röksemdum fyrir málsókninni var
greint frá því að gripið hefði verið til ýmissa ráða í því skyni. Í fyrsta lagi
með því að skipta við Straum-Burðarás Fjárfestingabanka hf. á eigin hlutabréfum
á tímabilinu frá 17. til 31. mars 2008 þar sem eigin fjárfestingar Landsbanka
Íslands hf. hafi selt 201.000.000 hluti í félaginu til Straums-Burðaráss
Fjárfestingabanka hf. og keypt í staðinn 507.000.000 hluti í því félagi í
utanþingsviðskiptum. Í öðru lagi hafi hlutafé í Landsbanka Íslands hf. verið
lækkað um 300.000.000 hluti með ákvörðun aðalfundar félagsins 23. apríl 2008. Í
þriðja lagi hafi Landsbanki Íslands hf. selt 91.000.000 hluti í félaginu til
Hunslow S.A. í utanþingsviðskiptum 12. september 2008 og hafi þau kaup verið að
fullu fjármögnuð með því að hinu erlenda félagi hafi verið veitt lán frá
dótturfélagi bankans í Luxembourg, en bankinn sjálfur ábyrgst endurgreiðslu
lánsins. Í fjórða lagi hafi Landsbanki Íslands hf. skipst á eigin hlutabréfum
við Glitni banka hf. á tímabilinu 17. til 30. september 2008 þar sem eigin
fjárfestingar fyrrnefnda bankans hafi selt 168.000.000 eigin hluti og keypt
þess í stað 462.000.000 hluti af Glitni banka hf. í því félagi í
utanþingsviðskiptum. Í fimmta lagi hafi Landsbanki Íslands hf. selt 210.000.000
hluti í félaginu til Pro-Invest Partners Corp. í utanþingsviðskiptum 30.
september 2008 og hafi kaupin verið að fullu fjármögnuð með því að hinu erlenda
fyrirtæki hafi verið veitt lán frá dótturfélagi bankans í Luxembourg, en
bankinn sjálfur ábyrgst endurgreiðslu lánsins. Í sjötta lagi hafi Landsbanki
Íslands hf. selt 250.000.000 hluti í félaginu til Imon ehf. í
utanþingsviðskiptum 30. september 2008 og hafi kaupin verið að fullu fjármögnuð
með láni frá bankanum sjálfum. Í sjöunda lagi hafi Landsbanki Íslands hf. selt
200.000.000 hluti í félaginu til sama einkahlutafélags í utanþingsviðskiptum 3.
október 2008, en fyrirhugað hafi verið að viðskiptin yrðu að fullu fjármögnuð
með láni frá bankanum sjálfum. Loks í áttunda lagi hafi Landsbanki Íslands hf.
sama dag selt 199.000.000 hluti í félaginu til Azalea Resources Ltd. í
utanþingsviðskiptum, en fyrirhugað hafi verið að viðskiptin væru að fullu
fjármögnuð með láni frá bankanum sjálfum. Með þessum hætti hafi Landsbanki
Íslands hf. losnað við 1.619.000.000 eigin hluti sem numið hafi 71% af þeim 2.268.182.124
hlutum í félaginu er eigin viðskipti bankans hafi keypt umfram sölu í
sjálfvirkum pörunarviðskiptum í kauphöllinni á tímabilinu sem ákæran nær yfir.
Þar af hafi bankinn losað sig við 1.319.000.000 hluti í utanþingsviðskiptum
þeim sem að framan greinir.
Ákærðu hafa lagt fyrir Hæstarétt skjal með línuriti, áþekku því sem áður
er lýst, þar sem fram koma viðskipti eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf.
með hlutabréf í félaginu á tímabilinu frá 1. maí 2003 til 3. október 2008 og
þróun gengis bréfanna á sama tíma. Munurinn er sá að á hinu nýja línuriti eru
sýnd öll kauphallarviðskipti deildarinnar með eigin hluti bankans á tímabilinu,
ekki aðeins í sjálfvirkum pörunarviðskiptum þar sem miðað er við kaup umfram
sölu, heldur einnig í utanþingsviðskiptum sem tilkynnt voru til
kauphallarinnar. Í skýringum með skjalinu er tekið fram að sjálfvirk
pörunarviðskipti hafi að jafnaði verið um eða innan við helmingur kauphallarviðskiptanna
í heild. Í töflu, sem fylgir línuritinu, koma fram kaup eigin fjárfestinga á
hlutum í Landsbanka Íslands hf., umfram sölu, í heildarviðskiptunum skipt eftir
mánuðum. Ef tekin eru saman viðskiptin á tímabilinu frá 1. nóvember 2007 til 3.
október 2008, sem ákæran tekur til, hefur deildin keypt 170.196.480 hluti
umfram þá sem hún seldi á þeim tíma.
6
Í hinum áfrýjaða dómi er rakinn í megindráttum framburður ákærðu fyrir
héraðsdómi. Hér á eftir verður vitnað til einstakra ummæla ákærðu Sigurjóns,
Ívars og Júlíusar fyrir dómi til að varpa skýrara ljósi á atvik málsins.
Í upphafi skýrslu sinnar vék
ákærði Sigurjón meðal annars að því að Landsbanki Íslands hf. hefði haft
viðskiptavakt í eigin hlutabréfum áður hann hafi ráðist til starfa sem bankastjóri
2003, en þangað kom hann úr starfi hjá Búnaðarbanka Íslands hf. Sagði ákærði að
það hefði verið „viðskiptavakt á bréfum Búnaðarbankans. Og ég held meira að
segja að Ívar hafi séð um hana ... og hans menn. Hann var að vinna í
Búnaðarbankanum. Og það var viðskiptavakt í Landsbankanum sem aðrir sáu um og
hann tók seinna við, þegar hann byrjaði að vinna og hans menn. Hvort að þessi
viðskiptavakt var skráð eða hefur verið tilkynnt ... það var bara aldrei nokkru
sinni ... rætt. En ég held til dæmis í Búnaðarbankanum hafi hún aldrei formlega
verið tilkynnt.“ Spurður síðar hvort honum hafi verið kunnugt um að Landsbanki
Íslands hf. hefði verið með viðskiptavakt í eigin bréfum svaraði ákærði að sér
hafi verið „kunnugt um það. Ég tel að allir bankar á Íslandi hafi verið með
vakt í eigin bréfum.“ Hann kvaðst halda að „allir stórir fjárfestar“ hefðu örugglega
vitað það, allir „sem eru kallaðir fagfjárfestar. Ég skal ekki fullyrða að ...
hver einasti Íslendingur hafi verið með það á hreinu.“ Aðspurður hvernig aðrir
hafi átt að átta sig á þessu svaraði ákærði: „Ég held að konan í Vesturbænum
... myndi ekki hafa vitað þetta. En allir svona þessir stóru fagfjárfestar ...
þeir áreiðanlegu vissu af því, vegna þess að ... þeir eru alltaf að tala við
miðlarana og allir miðlararnir vissu þetta.“ Fyrir dómi sagðist ákærði hafa þekkt
ákærða Ívar ágætlega þar sem þeir hafi unnið saman í […] hf. Eftir að þeir hófu
störf í Landsbanka Íslands hf. hafi samskipti þeirra fyrst og fremst verið í
fjármálanefnd bankans sem haldið hafi vikulega fundi. Spurður nánar um samstarf
þeirra tveggja sagði ákærði að þeir hafi þurft að ræða saman milli þeirra funda,
til dæmis um „allar óskráðar stöður“ sem leggja hafi þurft fyrir fundi nefndarinnar.
Þá kvaðst ákærði hafa verið stjórnarformaður í þeim verðbréfafyrirtækjum sem
bankinn hafi átt á erlendri grundu, þar með talið í Frakklandi, og hafi hann
verið með ákærða Ívari „í því að byggja upp þá frönsku einingu“.
Ákærði Ívar kvaðst hafa séð „um að
stýra öllum hlutabréfafjárfestingum Landsbankans ... það voru öll hlutabréf,
bæði skráð og óskráð. Það voru innlend, erlend hlutabréf.“ Eins og rakið er í
hinum áfrýjaða dómi sagðist ákærði hafa gefið starfsmönnum sínum almenn
fyrirmæli, en þeir hefðu að öðru leyti verið mjög sjálfstæðir í störfum sínum.
Spurður hvort undirmenn hans hefðu þurft að bera undir hann ákvarðanir um
viðskipti, sem farið hafi fram úr tilteknum fjárhæðamörkum, svaraði ákærði
meðal annars: „Þeir báru oft ... hluti undir mig. Enda ... þá kom ég að stærri
viðskiptum.“ Síðar bar ákærði aðspurður um samskipti sín við ákærðu Júlíus og W:
„Þá ráðfærðu þeir sig oft við mig ... spurðu um mína skoðun“. Um samskiptin við
þessa undirmenn sína að því er varðaði þau viðskipti, sem þeir voru að gera
hverju sinni, fórust ákærða meðal annars svo orð: „Þá var svona í stærri
viðskiptum, kom ég að þeim ... og ef ég var nálægur ... þá báru þeir oft undir
mig verð í kannski magn í einhverjum svona tilkynntum viðskiptum og það gat
auðvitað sveiflast í ... upphæðum. Og ef ég var nálægur þá spurðu þeir mig
stundum um álit eða raunverulega létu mig ... vita eða ... spurðu mig álits um
verðið í viðkomandi viðskiptum.“ Í héraðsdómi kemur fram að ákærði Ívar hafi
borið að sú regla að eign Landsbanka Íslands hf. í eigin hlutabréfum mætti ekki
fara yfir 5% hafi komið frá fjármálanefnd bankans. Fyrir dómi kvað ákærði starfsmenn
sína hafa verið „með skýr fyrirmæli frá mér um það að þeir ættu ekki að fara
yfir 5%.“ Að sögn ákærða bar áhættustýring bankans ábyrgð á því að „fylgjast
með flöggunum og gerði strákunum viðvart ef ... það var eitthvað tæpt.“ Spurður
hvort hann hafi gert eitthvað þegar borist hafi upplýsingar um að eign bankans
í eigin bréfum væri jafnvel komin yfir flöggunarmörk svaraði ákærði: „Nei ...
ég gerði ekkert sérstakt sjálfur. Ekki annað en það að tryggja það að ... menn
respekteruðu þetta, bara almennt. Þeir voru mjög vel meðvitaðir um það að það
var ekki ... eitthvað sem átti að gerast. Þeir áttu ekki að fara yfir ... 5%.
En þetta var auðvitað svolítið erfitt stundum vegna þess að þegar þú ert að
stýra einhverri afleiddri stærð af því hvað einhverjir aðrir gera ... og þess
vegna er það áhættustýringin sem að horfir yfir allar bækur sem að ber ábyrgð á
því. Hún er eina unitið sem getur borið ábyrgð á því að menn flaggi ef að það
er orðin staðan.“ Undir lok skýrslutökunnar var ákærði inntur eftir því hvernig
samskiptum hans við ákærða Sigurjón hafi verið háttað. Svaraði hann því til að
bankastjórinn hafi verið mjög upptekinn og því erfitt að ná í hann, en þó mundi
ákærði eftir að hann hafi nokkrum sinnum hringt til sín.
Í héraðsdómi er vísað til þess
framburðar ákærða Júlíusar fyrir dómi að komið hafi fyrir að hann hafi fengið
bein fyrirmæli frá ákærða Ívari um að setja fram ákveðinn fjölda kauptilboða í
tilboðabók kauphallarinnar. Spurður hvernig hann hafi upplýst þennan yfirmann
sinn um kaup sín á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. svaraði ákærði Júlíus:
„Við vorum líka að selja Landsbankabréf, við vorum ekki bara að kaupa. Við
vorum stanslaust að kaupa og selja og upplýsingagjöf til Ívars hún var
annaðhvort munnlega eða í gegnum tölvupóst eða síma. Auk þess sem Ívar fékk
senda skýrslu frá áhættustýringu daglega.“ Ákærði sagði að eigin fjárfestingar
Landsbanka Íslands hf. hafi verið að mynda markað með eigin hlutabréf bankans.
Aðspurður hvort deildin hafi verið með viðskiptavakt í bréfunum svaraði hann:
„Við vorum að mynda markað með hlutabréfum og þessi framkvæmd ... hafði verið
til staðar áður en ég hóf störf í bankanum ... Við vorum að mynda markaðinn með
bréfum, við vorum með tilboðin í tilboðabókinni, svo vorum við sífellt að taka
afstöðu til framboðs og eftirspurnar sem voru að berast okkur á símamarkaði.“
IV
1
Sakargiftir á hendur ákærðu, sem til úrlausnar eru í þessu máli, koma
fram í upphafi I. kafla ákæru þar sem þeir eru í störfum sínum fyrir Landsbanka
Íslands hf. sakaðir um „markaðsmisnotkun í sameiningu ... í tilboðum og
viðskiptum fyrir eigin reikning Landsbankans með hlutabréf útgefin af bankanum
sjálfum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands hf.
... á tímabilinu frá og með 1. nóvember 2007 til og með 3. október 2008, samtals
228 viðskiptadaga, sem tryggðu óeðlilegt verð og bjuggu til verð á
hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð
hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.“ Eins og áður greinir er því
haldið fram í ákærunni að markaðsmisnotkunin hafi verið „framkvæmd af ákærðu
Júlíusi og [W] að undirlagi ákærðu Sigurjóns og Ívars.“ Síðan er gerð grein
fyrir viðskiptahegðun þeirra fyrrnefndu á hverjum viðskiptadegi á tímabilinu.
Að því búnu er háttseminni sem ákært er fyrir lýst svo: „Kaup eigin
fjárfestinga Landsbankans á hlutabréfum í Landsbankanum í sjálfvirkum
pörunarviðskiptum á áðurgreindu tímabili voru umfangsmikil og kerfisbundin,
enda voru þau verulegur hluti af heildarveltu með hlutabréf í Landsbankanum í
sjálfvirkum pörunarviðskiptum á tímabilinu.“ Þessu fylgir lýsing á því hvert
umfang þessara viðskipa var, en síðan segir að háttsemi ákærðu hafi haft
svofelldar afleiðingar í för með sér: „Með þessum umfangsmiklu kauptilboðum og
kaupum, en óverulegu magni sölutilboða og sölu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum,
komu ákærðu ýmist í veg fyrir eða hægðu á lækkun á verði hlutabréfa í
Landsbankanum og mynduðu þannig gólf í verðmyndun á hlutabréfunum. Um var að
ræða ólögmætt inngrip í gangverk markaðarins sem hafði áhrif á markaðsgengi hlutabréfa
í Landsbankanum, tryggði óeðlilegt verð á hlutabréfunum á tímabilinu, bjó til
verð á hlutabréfunum og gaf eða var líklegt til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna
ranglega og misvísandi til kynna. Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum
og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum
verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í Landsbankanum með
ólögmætum hætti.“
Enginn vafi leikur á því að þessi lýsing á ætlaðri refsiverðri háttsemi
ákærðu tekur til þess hvernig almennt var staðið af þeirra hálfu að viðskiptum
í Kauphöll Íslands á ákærutímabilinu. Jafn ljóst er að ákæran beinist ekki að
einstökum viðskiptum eða viðskiptadögum á tímabilinu, enda þótt viðskiptin séu
rakin þar frá degi til dags til skýringar á eðli og umfangi þeirra.
Því hefur verið borið við af ákærða Ívari að verknaðarlýsing í ákæru sé
ekki svo skýr sem áskilið er í c. lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 þar sem
segir að í ákæru skuli meðal annars greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi
er sem ákært er út af. Í flutningi málsins fyrir Hæstarétti var sérstaklega
talið að það orðalag, sem notað er í ákærunni, að hin ætlaða markaðsmisnotkun
hafi verið framkvæmd af ákærðu Júlíusi og W „að undirlagi“ ákærðu Sigurjóns og
Ívars lýsi ekki nægilega hver hlutur þess síðastnefnda hafi verið í broti því
sem ákært sé fyrir. Orðalag þetta merkir að eitthvað sé gert að ráði eða
frumkvæði annars þannig að ekki fer milli mála að ákærða Ívari er gefið að sök
að hafa tekið ákvörðun og lagt á ráðin um hvernig almennt skyldi staðið að
viðskiptunum sem ákærðu Júlíus og W önnuðust í kauphöllinni á ákærutímabilinu
fyrir deild eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. er hann veitti forstöðu.
Sökum þess að verknaðarlýsing í ákæru á að vera gagnorð á sama hátt og þær
röksemdir, sem málsóknin er byggð á, sbr. d. lið áðurnefndrar málsgreinar,
fullnægir hún þeim kröfum um skýrleika sem þar eru gerðar.
Ákærðu neita allir sök. Þótt þeir vefengi ekki að þau viðskipti, sem gerð
er grein fyrir í ákærunni, hafi átt sér stað og þær tölur, sem þar eru fram
settar, séu út af fyrir sig réttar telja þeir að aðkoma sín að viðskiptunum
hafi ekki falið í sér ólögmæta, hvað þá refsiverða háttsemi. Einnig mótmæla
þeir framsetningu sakargiftanna á hendur sér sem villandi og þar með þeim
ályktunum sem dregnar eru af þeirri framsetningu í ákærunni.
2
Lög nr. 108/2007 tóku gildi 1. nóvember 2007. Eitt af helstu markmiðum
þeirra er að stuðla að eðlilegri verðmyndun á markaðstorgi fjármálagerninga eða
skipulegum verðbréfamarkaði, þar á meðal í kauphöll, en reglur um þá markaði er
einkum að finna í IV. og XII. kafla laganna. Samkvæmt því á lögmál um framboð
og eftirspurn að ráða þar ríkjum þannig að sé framboð á tilteknum hlutabréfum
meira en eftirspurn lækki verð þeirra, en sé eftirspurnin meiri en framboðið
hækki verðið. Í samræmi við fyrrgreint markmið laganna beinast mörg af ákvæðum
þeirra, svo og laga nr. 110/2007 um kauphallir, að því að koma í veg fyrir að
fjárfestar og aðrir, sem hagsmuna hafa að gæta, láti freistast til að hafa
áhrif á þessa verðmyndun með ótilhlýðilegum hætti og geri þeir það eru lögð
ströng viðurlög við þeim brotum.
Í III. kafla laga nr. 108/2007 er fjallað um gagnsæi verðbréfaviðskipta
og taka ákvæði þess kafla til fjármálafyrirtækja sem hafa heimild til þeirra
viðskipta, sbr. 27. gr. laganna. Samkvæmt 29. gr. þeirra skal fjármálafyrirtæki
sem á viðskipti utan skipulegra verðbréfamarkaða eða markaðstorga fjármálagerninga,
annaðhvort fyrir eigin reikning eða fyrir hönd viðskiptavina, með hlutabréf sem
tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði gera opinberar
upplýsingar um verð, umfang og tímasetningu viðskiptanna. Þá er í 93. gr.
laganna mælt fyrir um flöggunarskyldu vegna eigin hluta. Í 1. mgr. segir að ef
útgefandi aflar eða ráðstafar eigin hlutum skuli hann birta opinberlega
hlutfall eigin hluta ef öflunin eða ráðstöfunin leiðir til þess að hlutfallið
nær, hækkar yfir eða lækkar niður fyrir 5% eða 10% atkvæðisréttar. Skuli
hlutfallið reiknað út á grundvelli heildarfjölda hluta sem atkvæðisréttur
fylgir, jafnvel þótt nýting atkvæðisréttarins falli niður. Samkvæmt 2. mgr.
skulu upplýsingarnar birtar opinberlega eins fljótt og auðið er og eigi síðar
en fyrir klukkan 12 næsta viðskiptadag eftir öflunina eða ráðstöfunina. Í XII.
kafla laganna er fjallað um verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði. Þar er í
116. gr. kveðið á um viðskiptavaka. Eftir 1. mgr. getur fjármálafyrirtæki sem
hefur heimild til verðbréfaviðskipta með samningi við útgefanda
fjármálagerninga skuldbundið sig til að vera viðskiptavaki, það er kaupa og
selja fyrir eigin reikning eða reikning útgefanda tiltekna fjármálagerninga, í
því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim. Skal viðskiptavaki
tilkynna um samninginn til skipulegs verðbréfamarkaðar þar sem viðkomandi
fjármálagerningar hafa verið teknir til viðskipta, svo sem nánar er kveðið á um
í 2. mgr. Geri fjármálafyrirtæki viðskiptavakasamning um viðskipti fyrir reikning
útgefanda skal samkvæmt 4. mgr. tryggt að útgefanda sé ekki unnt að hafa áhrif
á ákvarðanir um viðskipti á grundvelli samningsins. Í 117. gr. laganna eru
ákvæði um markaðsmisnotkun sem lýst er óheimil í upphafi 1. mgr. þeirrar
greinar. Samkvæmt 1. tölulið málsgreinarinnar er meðal annars með
markaðsmisnotkun átt við að eiga viðskipti eða gera tilboð sem gefa eða eru
líkleg til að gefa framboð, eftirspurn eða verð fjármálagerninga ranglega eða
misvísandi til kynna, sbr. a. lið, eða tryggja óeðlilegt verð eða búa til verð
á einum eða fleirum fjármálagerningum, nema aðilinn sem átti viðskiptin eða gaf
fyrirmæli um þau geti sýnt fram á að ástæður að baki þeim séu lögmætar og að
viðskiptin eða fyrirmælin hafi verið í samræmi við viðurkennda markaðsframkvæmd
á viðkomandi skipulegum verðbréfamarkaði, sbr. b. lið. Þó er tekið fram í 1.
tölulið 3. mgr. 115. gr. laganna að ákvæði 117. gr. þeirra eigi ekki við þegar
um er að ræða viðskipti með eigin hluti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun
fjármálagerninga, enda hafi viðskiptin farið fram í samræmi við reglugerð sem
sett skuli á grundvelli 118. gr. laganna Í 4. gr. viðauka við reglugerð nr.
630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik er mælt svo fyrir að áður en
viðskipti hefjast með eigin hluti í endurkaupaáætlun skuli birta almenningi
ítarlega lýsingu á áætluninni. Með hliðstæðum hætti segir í 9. gr. viðaukans að
birtar skuli opinberlega upplýsingar varðandi fyrirhugaða verðjöfnun
fjármálagerninga.
Þegar eldri lög um verðbréfaviðskipti, nr. 33/2003, tóku gildi var í
fyrsta skipti kveðið á um viðskiptavakt í lögum á sama hátt og gert er í 116.
gr. núgildandi laga. Gagngerar breytingar voru síðan gerðar á lögum nr.
33/2003, þar á meðal ákvæðum þeirra um verðmyndun á skipulegum
verðbréfamarkaði, með lögum nr. 31/2005 þegar tilskipun Evrópusambandsins, nr.
2003/6/EB, um innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun (markaðssvik) var innleidd
hér á landi. Við það var skilgreiningunni á markaðsmisnotkun breytt í það horf,
sem nú er kveðið á um í 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007, auk þess sem tekið
var fram eins og nú er gert í 1. tölulið 3. mgr. 115. gr. laganna að ákvæðin um
markaðsmisnotkun ættu ekki við þegar um væri að ræða viðskipti með eigin hluti
í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga. Eftir þessar breytingar
á lögum um verðbréfaviðskipti verða ákvæði XII. kafla laga nr. 108/2007 um
verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði skýrð á þann hátt með gagnályktun frá
1. tölulið 3. mgr. 115. gr. og 116. gr. þeirra að fjármálafyrirtækjum, sem hafa
heimild til verðbréfaviðskipta, sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti
á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim,
sbr. niðurlag 1. mgr. 116. gr., nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun
eða við verðjöfnun fjármálagerninga, sbr. 1. tölulið 3. mgr. 115. gr. Í a. lið
2. töluliðar 1. gr. fyrrgreindrar tilskipunar, þar sem hugtakið
markaðsmisnotkun er skilgreint, eru ákvæði sem svara til a. og b. liða 1.
töluliðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007. Þó er sá munur á að eftir tilskipuninni
nær undantekningarákvæðið, sem er í síðari hluta b. liðarins, til þeirrar háttsemi
sem lýst er í báðum stafliðunum. Af þeim sökum er rétt að skýra 1. tölulið svo
að það að eiga viðskipti eða gera tilboð, sem gefa eða eru líkleg til að gefa
framboð, eftirspurn eða verð fjármálagerninga ranglega eða misvísandi til
kynna, teljist ekki markaðsmisnotkun ef sá, sem í hlut á, getur sýnt fram á að
ástæður að baki viðskiptunum eða fyrirmælum um þau séu lögmætar og að
viðskiptin eða fyrirmælin hafi verið í samræmi við viðurkennda markaðsframkvæmd
á skipulegum verðbréfamarkaði. Samkvæmt 13. tölulið 2. gr. laga nr. 108/2007 er
um viðurkennda markaðsframkvæmd að ræða í skilningi laganna ef eðlilegt er að
gera ráð fyrir að hún sé viðhöfð á einum eða fleiri fjármálamörkuðum og
Fjármálaeftirlitið hefur viðurkennt hana með þeim hætti sem kveðið er á um í
reglugerð sem sett skal á grundvelli 118. gr. þeirra. Slíkt reglugerðarákvæði
hafði ekki verið sett á þeim tíma sem ákæran í máli þessu tekur til.
Samkvæmt 19. gr. laga nr. 110/2007 skal kauphöll setja reglur um aðild að
skipulegum verðbréfamarkaði þar sem gerð er grein fyrir þeim skyldum sem hvíla
á markaðsaðilum. Skulu reglurnar vera gagnsæjar, hlutlægar og byggðar á
jafnræði. Á grundvelli þessarar lagagreinar hafa verið settar aðildarreglur sem
taka til Kauphallar Íslands. Í þeim reglum, sem giltu á þeim tíma er ákæran
tekur til, var sjálfvirk pörun tilboða skilgreind þannig að með henni væri átt
við „ferli í tilboðabók þar sem kaup- og sölutilboð eru pöruð sjálfkrafa þegar
verð, magn og önnur skilyrði í tilteknu tilboði samsvara tilboði sem áður hefur
verið skráð í tilboðaskrá.“ Í grein 4.6.1 í reglunum sagði að tilboð, sem skráð
væru í tilboðaskrá, viðskipti sem parast sjálfkrafa og tilkynnt
kauphallarviðskipti skyldu „endurspegla gildandi markaðsverð viðkomandi
verðbréfa og ... samanstanda af raunverulegum tilboðum og viðskiptum.“
3
Eins og að framan er rakið liggja fyrir upplýsingar um kaup eigin
fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. á hlutabréfum útgefnum af félaginu, umfram
sölu, sem hlutfall af heildarveltu í
sjálfvirkri pörun í Kauphöll Íslands á tímabilinu frá 1. maí 2003 til 3.
október 2008. Ef fyrri hluti tímabilsins frá maí 2003 til október 2007 er
borinn saman við síðari hlutann frá nóvember 2007 fram í október 2008, en það
er sá tími sem ákæran spannar, liggur fyrir að kaup umfram sölu í sjálfvirkum
pörunarviðskiptum voru oft lítil á fyrri hlutanum miðað við það sem síðar varð.
Á hinn bóginn var allt frá upphafi og fram í október 2008 augljós fylgni milli
þess hvernig gengi hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. hreyfðist og þess
hvernig eigin fjárfestingar bankans höguðu viðskiptum sínum í kauphöllinni.
Þegar gengið hækkaði var dregið úr kaupunum, en þegar það lækkaði jukust kaupin
og urðu þeim mun meiri eftir því sem gengið féll meira. Af þessu verður dregin
sú ályktun að eðli viðskiptanna, sem hér um ræðir, hafi verið það sama allt frá
2003 þótt umfangið hafi aukist til mikilla muna frá og með nóvember 2007.
Samkvæmt ákæru keyptu eigin fjárfestingar Landsbanka Íslands hf.
2.325.395.153 hluti af þeim 4.801.255.966 hlutum í félaginu, sem viðskipti voru
gerð með í sjálfvirkum pörunarviðskiptum í kauphöllinni á ákærutímabilinu, eða
48,4% af heildarveltu með hlutina í þess háttar viðskiptum. Í ákærunni segir að
deildin hafi á þessum liðlega ellefu mánuðum aðeins selt 57.213.029 hluti í
félaginu eða 1,2% af heildarveltunni og kaup umfram sölu hafi því verið 47,2%
af heildarveltu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum með hlutina. Samkvæmt þessu
hafi kaup deildarinnar á tímabilinu umfram sölu numið samtals 2.268.182.124
hlutum eða 56.240.113.876 krónum að markaðsvirði. Svari fjöldi keyptra hluta
umfram selda til um 20% af öllu útgefnu hlutafé Landsbanka Íslands hf. Í
ákærunni eru jafnframt upplýsingar um skráð gengi hlutabréfanna í lok hvers
viðskiptadags þar sem fram kemur að gengið var 43,40 krónur á hlut 1. nóvember
2007, en lækkaði síðan og var komið niður í 19,90 krónur 3. október 2008 þegar
viðskiptum með þau var hætt.
Ákærðu vefengja sem fyrr segir ekki þær upplýsingar, sem fram koma í
ákærunni, en telja að framsetning hennar sé villandi. Halda þeir því meðal
annars fram að veltuhlutföllin, sem þar eru greind, gefi ekki rétta mynd af
hlutdeild eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. í umræddum viðskiptum þar
sem miðað sé við hlutföll keyptra hluta umfram selda af heildarfjölda keyptra
hluta. Réttara væri að miða við hlutföll keyptra hluta af heildarfjölda jafnt
keyptra sem seldra hluta.
Ef síðarnefndu aðferðinni væri beitt og hver viðskipti tvítalin fengist
augljóslega röng mynd af því hver hlutdeild eigin fjárfestinga í viðskiptunum
hafi verið vegna þess að deildin gat aðeins verið kaupandi eða seljandi í einum
og sömu viðskiptunum. Þvert á móti væri rökréttara að miða við hlutföll keyptra
hluta einna saman af heildarfjölda keyptra hluta, en sú aðferð væri óhagstæðari
fyrir ákærðu. Verða því lögð til grundvallar við úrlausn sakargifta á hendur
þeim þau hlutföll sem fram koma í ákærunni.
4
Helsta gagnrýni ákærðu á framsetningu sakargifta á hendur sér er að sá
málatilbúnaður ákæruvaldsins að líta einvörðungu til sjálfvirkra
pörunarviðskipta eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands hf. með hluti í
félaginu, án þess að taka jafnframt tillit til þeirra viðskipta bankans með
hlutina sem fram fóru með öðrum hætti, gefi alranga mynd af aðkomu þeirra að
viðskiptunum. Því til stuðnings hafa ákærðu bent á að stór hluti viðskiptanna
hafi átt sér stað „utan þings“. Þau viðskipti hafi verið tilkynnt jafnharðan
til kauphallarinnar og þar með ekki síður haft áhrif á markaðsverð hlutabréfanna
en fyrrgreindu viðskiptin.
Þótt gögn málsins bendi til að viðskipti með hlutabréf í sjálfvirkri
pörun í kauphöllinni hafi haft meiri áhrif á skráð gengi þeirra í lok dags en
önnur hlutabréfaviðskipti er fallist á með ákærðu að síðargreindu viðskiptin
hafi einnig haft áhrif á markaðsverð bréfanna, að minnsta kosti til lengri tíma
litið. Hins vegar verður ekki framhjá því horft að sjálfvirk pörunarviðskipti í
kauphöllinni eru annars eðlis en viðskipti, sem gerð eru annars staðar, jafnvel
þótt þau viðskipti séu tilkynnt þangað um leið eða skömmu eftir að frá þeim er
gengið. Það stafar af því að í fyrrnefnda tilvikinu geta margir komið að
viðskiptunum í einu án þess að vita hver af öðrum og þau komast á við það að
kaup- og sölutilboð, sem skráð hafa verið í tilboðaskrá, eru pöruð sjálfkrafa
ef þau samsvara tilboði sem áður hefur verið þar skráð. Með þessu móti er
leitast við að tryggja að viðskiptin séu gerð milli ótengdra aðila þannig að
verð á hlutabréfum ráðist af raunverulegu framboði og spurn eftir þeim á
markaði. Engin þvílík umgjörð er um kaup og sölu hlutabréfa utan kauphallar eða
skipulegs verðbréfamarkaðar. Slík viðskipti geta að vísu verið milli ótengdra
aðila og endurspeglað raunverulegt framboð og eftirspurn bréfanna, en aftur á
móti er engin trygging fyrir því að sú sé reyndin. Af þessum sökum getur verið
réttlætanlegt að gera greinarmun á þessum tvenns konar viðskiptum þegar skorið
er úr því hvort markaðsmisnotkun hafi átt sér stað.
Þegar tekin er afstaða til sakargiftanna á hendur ákærðu skiptir ekki
aðeins máli hvert var umfang viðskipta eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands
hf. með hluti í félaginu í hinum sjálfvirku pörunarviðskiptum á þeim tíma, sem
ákæran tekur til, heldur einnig sú staðreynd að þar var um að ræða kaup að
langmestu leyti. Hlutirnir voru síðan seldir af bankanum í viðskiptum utan
skipulegs verðbréfamarkaðar, en í ákærunni er því lýst að bankinn hafi á árinu
2008 í sjö slíkum viðskiptum losað sig við 1.319.000.000 hluti af þeim
2.268.182.124 hlutum sem keyptir voru. Þar af voru tvenn viðskipti fólgin í
skiptum á alls 369.000.000 hlutum í Landsbanka Íslands hf. gegn hlutum í
Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf. annars vegar og Glitni banka hf. hins
vegar. Ekkert liggur fyrir um hvernig verð á hlutunum var ákveðið í þessum viðskiptum,
en ljóst er að sú ákvörðun var ekki háð raunverulegu framboði og eftirspurn á markaði.
Þá seldi Landsbanki Íslands hf. samtals 649.000.000 hluti í félaginu í þrennum
viðskiptum til Imon ehf. og Azalea Resources Ltd. þar sem ætlunin var að fjármagna
kaupin að fullu með lánum frá bankanum gegn tryggingu í hinum seldu
hlutabréfum. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 456/2014 var því slegið föstu að í
engu þessara tilvika hafi kaupendurnir í raun lagt fram frekari tryggingar
fyrir greiðslu lánanna en bréfin og því hafi bankinn borið fulla markaðsáhættu
af viðskiptunum. Í þessum tilvikum var bankanum því í lófa lagið að ráða
verðinu á hlutunum án tillits til framboðs og eftirspurnar á markaði. Af gögnum
máls þessa verður ekki ráðið hvernig staðið var að kaupum Hunslow S.A. og
Pro-Invest Partners Corp. á samtals 301.000.000 hlutum í Landsbanka Íslands hf.
af bankanum. Þá liggur fyrir að hlutafé í félaginu var lækkað um 300.000.000
hluti í apríl 2008 í því skyni að losna við eigin hluti, sem bankinn hafði eignast,
í stað þess að selja þá á markaði eins og fram kom í áðurgreindu minnisblaði
sem sent var ákærða Sigurjóni í mars það ár.
Stjórnendur Landsbanka Íslands hf. báru ábyrgð á þeirri tilhögun á
viðskiptum bankans með eigin hluti, sem gerð hefur verið grein fyrir, enda
hefði mátt selja þá hluti, sem keyptir höfðu verið í kauphöllinni, aftur á þeim
vettvangi. Eins og rakið hefur verið gerði þetta bankanum kleift að losna við
hlutina, sem hann hafði áður eignast með hinum umfangsmiklu kaupum í
sjálfvirkum pörunarviðskiptum, án þess að bjóða þá til sölu á skipulegum
verðbréfamarkaði og koma þannig í veg fyrir að verð þeirra réðist af
raunverulegu framboði og eftirspurn. Með skírskotun til þessa er rétt að horfa
framhjá öðrum viðskiptum en hinum sjálfvirku pörunarviðskiptum þegar leyst er
úr því hvort viðskipti eigin fjárfestinga bankans með eigin bréf á
ákærutímabilinu hafi falið í sér markaðsmisnotkun samkvæmt a. og b. liðum 1.
töluliðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007.
5
Ákærðu hafa allir borið fyrir héraðsdómi að Landsbanki Íslands hf. hafi
stundað viðskipti með hluti í félaginu með „óformlegri viðskiptavakt“ eða með
því að mynda markað með hlutabréfin. Halda ákærðu því fram að aðrir
viðskiptabankar hér á landi hafi stundað slík viðskipti með eigin hluti og
allir stórir fagfjárfestar og miðlarar hafi vitað af þeim eins og ákærði
Sigurjón komst að orði fyrir dómi. Vegna þessarar útbreiddu viðskiptahegðunar
og almennrar vitneskju um viðskipti bankanna með eigin bréf beri að sýkna þá af
refsikröfu ákæruvaldsins.
Eins og fyrr greinir getur fjármálafyrirtæki, sem hefur heimild til
verðbréfaviðskipta, skuldbundið sig samkvæmt 116. gr. laga nr. 108/2007 með samningi
við útgefanda fjármálagerninga til að vera viðskiptavaki í því skyni að greiða
fyrir að markaðsverð skapist á þeim. Skal viðskiptavaki tilkynna um samninginn
og sé samið um viðskipti fyrir reikning útgefanda skal tryggt að honum sé ekki
unnt að hafa áhrif á ákvarðanir um viðskipti á grundvelli samningsins. Með
gagnályktun frá þessari lagagrein er fjármálafyrirtæki, sem annast
verðbréfaviðskipti, óheimilt að takast á hendur viðskiptavakt með eigin hluti.
Þá verða ákvæði laga nr. 108/2007 skýrð með þeim hætti, svo sem áður hefur
komið fram, að lagt sé bann við því að slíkt fyrirtæki stundi skipuleg viðskipti
með eigin hluti í þeim tilgangi að greiða fyrir því að markaðsverð skapist á
hlutunum nema í þeim tilvikum, sem vísað er til í 1. tölulið 3. mgr. 115. gr.
laganna, og þá með því að tilkynna þær fyrirhuguðu ráðstafanir opinberlega.
Ekkert er fram komið í málinu um að Landsbanki Íslands hf. hafi tilkynnt,
hvort sem er með formlegum eða óformlegum hætti, að hann stundaði skipulega
kaup á eigin hlutabréfum í fyrrgreindum tilgangi. Þvert á móti benda skjöl
málsins og framburður ákærðu fyrir héraðsdómi til þess að leitast hafi verið
við af hálfu bankans að halda hinum umfangsmiklu kaupum hans á eigin hlutum
leyndum fyrir þeim sem komu að viðskiptum með hlutina á skipulegum
verðbréfamarkaði. Eins og greinir í héraðsdómi bar ákærði Sigurjón að þeir HJK
hafi sem bankastjórar mælt fyrir um að ekki mætti án heimildar þeirra kaupa
yfir 5% í félagi þannig að skylt væri að flagga á grundvelli 78. eða 93. gr.
laga nr. 108/2007. Tölvubréf og upptökur af símtölum ákærðu Ívars, Júlíusar og W
gefa ótvírætt til kynna að ítrekað hafi það gerst að hlutfall eigin hlutafjár í
eigu Landsbanka Íslands hf. af heildarhlutafé félagsins hafi verið komið nálægt
þeim 5% mörkum sem hefði kallað á flöggun. Virðist hlutfallið hafa oftar en
einu sinni farið yfir mörkin, að minnsta kosti í skamman tíma, svo sem ráðið
verður af símtölum ákærðu Júlíusar og W við starfsmann áhættustýringar bankans
11. og 29. september 2008. Engu að síður virðist það hafa verið einbeittur
vilji ákærða Ívars og undirmanna hans, ákærðu Júlíusar og W, að hlíta
fyrirmælum bankastjóranna og forðast flöggun í lengstu lög. Engin haldbær skýring
hefur fengist á því hvers vegna lögð var svo rík áhersla á að forðast flöggun,
en með því móti var komið í veg fyrir að stórfelld kaup Landsbanka Íslands hf.
á eigin hlutum í kauphöllinni kæmust til vitundar almennings, þar á meðal
þeirra þúsunda manna sem áttu hlutabréf í félaginu.
6
Samkvæmt skjölum málsins og framburði ákærðu Júlíusar og W fyrir
héraðsdómi er sannað að þeir lögðu fram í kauphöllinni fyrir hönd Landsbanka
Íslands hf. mikinn fjölda kauptilboða í hluti í félaginu og komu jafnframt á
fjölmörgum viðskiptum með þá hluti flesta viðskiptadagana sem ákæran tekur til.
Þá hafa ennfremur allir ákærðu borið að þetta hafi verið gert í þeim tilgangi
að mynda markað með hlutina eins og um viðskiptavakt hefði verið að ræða. Eins
og áður greinir var bankanum sem fjármálafyrirtæki, er hafði með höndum verðbréfaviðskipti,
óheimilt samkvæmt lögum nr. 108/2007 að stunda viðskipti með eigin hluti á
skipulegum verðbréfamarkaði eins og í kauphöllinni í þessum tilgangi nema í
undantekningartilvikum sem ekki eiga við hér. Umrædd viðskipti voru því ólögmæt
og getur þar engu breytt að fjallað hafi verið á jákvæðan hátt um Landsbanka
Íslands hf., bankakerfið eða önnur atriði á sínum tíma, jafnvel þótt sú
umfjöllun hefði verið til þess fallin að styrkja stöðu bankans og þar með hækka
markaðsverð á hlutum í félaginu.
Í hinum áfrýjaða dómi komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að
framburður ákærða W við aðalmeðferð málsins í héraði væri „ekki ótrúverðugur“
þegar hann færði fram skýringar á viðskiptahegðun sinni með vísan til
samtímaheimilda og leitaðist jafnframt við að gera grein fyrir ástæðum að baki
einstökum tilboðum og viðskiptum. Þá þótti sama eiga við um skýringar ákærða
Júlíusar á viðskiptahegðun sinni allt til 29. september 2008. Samkvæmt 2. mgr.
208. gr. laga nr. 88/2008 sætir þessi niðurstaða ekki endurskoðun Hæstaréttar.
Sem fyrr segir breytir það hins vegar engu um ólögmæti viðskiptanna þótt ákærðu
vísi til umfjöllunar eins og þeirrar, sem að framan greinir, eða leitist á
annan hátt við að réttlæta einstök tilboð sín og viðskipti. Af þeirri ástæðu
hafa skýringar ákærðu, sem hér um ræðir, enga þýðingu fyrir úrlausn um sekt eða
sýknu af þeim sökum sem þeir eru bornir og beinast sem áður segir að því
hvernig almennt var staðið af þeirra hálfu að viðskiptum fyrir Landsbanka
Íslands hf. með hluti í félaginu allt ákærutímabilið.
Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu Júlíus og
W gerðu, og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu
eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í
Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna. Með þessari háttsemi
brutu þeir því af ásettu ráði og á refsiverðan hátt gegn a. lið 1. töluliðar 1.
mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga nr. 108/2007, enda verður slík
háttsemi ekki skýrð með því að lögmætar ástæður hafi búið að baki henni ellegar
hún verið í samræmi við viðurkennda markaðsframkvæmd á skipulegum
verðbréfamarkaði.
Ákærði Ívar, sem var forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbanka Íslands
hf., bar fyrir dómi að hann hafi séð um að stýra öllum fjárfestingum bankans í
hlutabréfum. Einnig hafi hann gefið undirmönnum sínum, ákærðu Júlíusi og W,
almenn fyrirmæli, auk þess sem þeir hafi oft ráðfært sig við hann. Eins og rakið
hefur verið sat ákærði fundi fjármálanefndar bankans, sem yfirleitt voru
haldnir vikulega, og gerði þar grein fyrir starfsemi deildar sinnar og fór yfir
stöðuna á verðbréfamarkaði. Af fundargerðum nefndarinnar verður ráðið að hann
hafi að minnsta kosti af og til á ákærutímabilinu fjallað um eignarhald bankans
á eigin bréfum. Þá fékk ákærði, alla vega frá því í lok febrúar 2008 og til
enda tímabilsins, sendar upplýsingar um „eign bankans í sjálfum sér“. Með
þessum skjölum og framburði ákærða sjálfs, sem vísað hefur verið til að framan,
svo og skýrslum ákærðu Júlíusar og W fyrir dómi um samskipti þeirra við hann
sem gerð er grein fyrir í héraðsdómi, er sannað að ákærði hafi gefið þeim
tveimur fyrirmæli um hvernig þeir skyldu standa almennt að viðskiptunum með
hluti í Landsbanka Íslands hf. í kauphöllinni og fylgst náið með þeim. Samkvæmt
því og með vísan til þess, sem áður greinir, hefur hann af ásettu ráði gerst
sekur um brot gegn a. lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007.
Samkvæmt gögnum málsins fóru bankastjórar Landsbanka Íslands hf. með
daglega stjórnun bankans og var ákærði Sigurjón annar þeirra. Undir hann heyrði
verðbréfasvið bankans, þar á meðal deild eigin fjárfestinga. Ákærði var
jafnframt formaður fjármálanefndar bankans og fékk því reglulega upplýsingar um
verðbréfaviðskipti hans og eignarhald á eigin bréfum, bæði á fundum
nefndarinnar og í skýrslum sem teknar voru saman eftir hvern bankadag. Þessi
staða ákærða veitti honum yfirsýn yfir starfsemi verðbréfasviðsins og gátu hin
umfangsmiklu kaup eigin fjárfestinga á hlutum í Landsbanka Íslands hf. eins og
að þeim var staðið ekki farið fram án vilja hans og vitundar, en ákærði bar
fyrir héraðsdómi að bankinn hafi verið með „viðskiptavakt“ í eigin bréfum.
Samkvæmt því verður ákærði sakfelldur fyrir brot af ásetningi gegn a. lið 1.
töluliðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007.
V
Samkvæmt framansögðu voru brot ákærðu, sem þeir hafa verið sakfelldir
fyrir, mjög umfangsmikil, þaulskipulögð og stóðu yfir í langan tíma. Brotin
leiddu til alvarlegrar röskunar á verðbréfamarkaði með víðtækum afleiðingum
fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi og allan almenning, en tjónið, sem af þeim
hlaust, verður ekki metið til fjár.
Við ákvörðun refsingar verður horft til þess hve alvarleg brotin voru.
Jafnframt ber að líta til þess að ákærði Sigurjón gegndi starfi bankastjóra og
var yfirmaður ákærða Ívars. Undir hann heyrðu ákærðu Júlíus og W og var brot
þess fyrrnefnda sýnu alvarlegra en þess síðarnefnda. Það horfir ákærðu til
hagsbóta að enginn þeirra hafði brotið af sér þegar brotin voru framin þannig
að áhrif hafi á ákvörðun refsingar. Þótt rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi
hafi samanlagt tekið langan tíma verður ekki litið svo á að hún hafi dregist úr
hófi fram. Stafar það meðal annars af því að nauðsyn bar til að rannsaka það
sakarefni, sem leyst er úr að þessu sinni, samhliða sakarefnum samkvæmt II.,
III. og IV. kafla ákæru. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 456/2014 var ákærði
Sigurjón dæmdur í fangelsi í 3 ár og 6 mánuði. Refsing hans nú verður
hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eins og
brotin hefðu verið dæmd í einu lagi, sbr. 77. gr. sömu laga. Að teknu tilliti
til þessa er refsing hans ákveðin fangelsi í 1 ár og sex mánuði. Refsing ákærða
Ívars er ákveðin fangelsi í 2 ár, en til frádráttar henni kemur gæsluvarðhald
sem hann sætti vegna rannsóknar málsins, svo sem í dómsorði greinir. Refsing
ákærða Júlíusar er ákveðin fangelsi í 1 ár og ákærða W fangelsi í níu mánuði.
Vegna þess hve brotin eru alvarleg kemur ekki til álita að binda refsinguna
skilorði.
Ákvörðun héraðsdóms um fjárhæð sakarkostnaðar verður staðfest. Vegna
málsúrslita verður ákærðu gert að greiða hann að öllu leyti eins og nánar segir
í dómsorði.
Ákærðu verða dæmdir til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með
talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna sem ákveðin verða að meðtöldum
virðisaukaskatti eins og fram kemur í dómsorði.
Dómsorð:
Ákærði Sigurjón Þorvaldur Árnason sæti fangelsi í 1 ár og sex mánuði.
Ákærði Ívar Guðjónsson sæti fangelsi í 2 ár, en til frádráttar
refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 14. til 17. janúar 2011.
Ákærði Júlíus Steinar Heiðarsson sæti fangelsi í 1 ár.
Ákærði W sæti fangelsi í níu mánuði.
Ákvæði héraðsdóms um fjárhæð sakarkostnaðar er staðfest. Ákærðu greiði
hver um sig málsvarnarlaun verjenda sinna í héraði, en annan sakarkostnað
greiði þeir óskipt.
Hver ákærði fyrir sig greiði af áfrýjunarkostnaði málsins 7.440.000
krónur, sem eru málsvarnarlaun verjenda þeirra, hæstaréttarlögmannanna Sigurðar
G. Guðjónssonar, Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, Helga Sigurðssonar og Reimars
Péturssonar. Annan áfrýjunarkostnað, 1.420.084 krónur, greiði ákærðu óskipt.
Dómur Héraðsdóms
Reykjavíkur 19. nóvember 2014.
Mál þetta, sem dómtekið var
fimmtudaginn 16. október 2014, er höfðað með ákæru, útgefinni af sérstökum
saksóknara 15. mars 2013, samkvæmt I. kafla ákæru, á hendur Sigurjóni Þorvaldi
Árnasyni, kt. […], Ívari Guðjónssyni, kt. […], Júlíusi Steinari Heiðarssyni, kt.
[…], og W, kt. […], fyrir eftirtalin brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti:
„Á hendur ákærðu Sigurjóni sem bankastjóra Landsbanka Íslands
hf., kt. 540291-2259, Austurstræti 11, Reykjavík, (hér eftir Landsbankinn),
Ívari sem forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans og Júlíusi og W sem
starfsmönnum eigin fjárfestinga Landsbankans, fyrir markaðsmisnotkun í sameiningu
í störfum sínum fyrir bankann í tilboðum og viðskiptum fyrir eigin reikning
Landsbankans með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum í sjálfvirkum
pörunarviðskiptum í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands hf. (NASDAQ OMX Iceland
hf., hér eftir Kauphöllin) á tímabilinu frá og með 1. nóvember 2007 til og með
3. október 2008, samtals 228 viðskiptadaga, sem tryggðu óeðlilegt verð og
bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn
og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna.
Markaðsmisnotkunin var framkvæmd af ákærðu Júlíusi og W að
undirlagi ákærðu Sigurjóns og Ívars. Ákærðu Júlíus og W, sem önnuðust
fjárfestingar fyrir bankann sjálfan, lögðu fram, fyrir hönd Landsbankans, í
upphafi hvers viðskiptadags á tímabilinu, röð stórra kauptilboða með litlu
innbyrðis verðbili í hlutabréf í Landsbankanum í tilboðabók Kauphallarinnar.
Þegar framboð á hlutabréfum í Landsbankanum í tilboðabók Kauphallarinnar varð
meira en eftirspurn annarra markaðsaðila en Landsbankans mættu ákærðu Júlíus og
W að jafnaði auknu framboði með því að bæta við nýjum kauptilboðum jafnharðan
og fyrri tilboðum þeirra var tekið og komu þannig ýmist í veg fyrir eða hægðu á
verðlækkun hlutabréfanna. Þá hækkaði að jafnaði hlutfall kaupa þeirra á hlutabréfunum
í sjálfvirkum pörunarviðskiptum við lok viðskiptadags, þ.e. við lok samfellda viðskiptatímabilsins
og í lokunaruppboðum í Kauphöllinni, og höfðu ákærðu þannig áhrif á dagslokaverð
hlutabréfanna.
Kaup eigin fjárfestinga Landsbankans á hlutabréfum í
Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á áðurgreindu tímabili voru
umfangsmikil og kerfisbundin, enda voru þau verulegur hluti af heildarveltu með
hlutabréf í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á tímabilinu. Eigin
fjárfestingar Landsbankans keyptu 2.325.395.153 hluti af þeim 4.801.255.966
hlutum í Landsbankanum sem viðskipti voru með í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á
tímabilinu, eða 48,4% af heildarveltunni, en seldu aðeins 57.213.029 hluti, eða
1,2% af heildarveltunni. Kaup umfram sölu námu því samtals 47,2% af
heildarveltunni í sjálfvirkum pörunarviðskiptum með hlutabréf í Landsbankanum,
samtals 2.268.182.124 hlutum eða 56.240.113.876 krónum að markaðsvirði. Þar af
voru kaup umfram sölu í opnunaruppboðum 46% af heildarveltunni með hlutabréf í
Landsbankanum í opnunaruppboðum og kaup umfram sölu í lokunaruppboðum 63% af heildarveltunni
í lokunaruppboðum. Nafnverð kauptilboða eigin fjárfestinga Landsbankans í
hlutabréf í Landsbankanum nam á fyrrgreindu tímabili 43% af heildarnafnverði kauptilboða
í hlutabréfin en nafnverð sölutilboða eigin fjárfestinga Landsbankans í hlutabréf
í Landsbankanum aðeins um 3% af heildarnafnverði sölutilboða í hlutabréfin.
Samtals námu kaup eigin fjárfestinga Landsbankans á hlutabréfum í bankanum
umfram sölu á tímabilinu um 20% af öllu útgefnu hlutafé hans.
Með þessum umfangsmiklu kauptilboðum og kaupum, en óverulegu
magni sölutilboða og sölu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, komu ákærðu ýmist í
veg fyrir eða hægðu á lækkun á verði hlutabréfa í Landsbankanum og mynduðu
þannig gólf í verðmyndun á hlutabréfunum. Um var að ræða ólögmætt inngrip í
gangverk markaðarins sem hafði áhrif á markaðsgengi hlutabréfa í Landsbankanum,
tryggði óeðlilegt verð á hlutabréfunum á tímabilinu, bjó til verð á
hlutabréfunum og gaf eða var líklegt til að gefa eftirspurn og verð
hlutabréfanna ranglega og misvísandi til kynna. Með háttsemi sinni röskuðu
ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á
skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa í
Landsbankanum með ólögmætum hætti.
Framangreindum viðskiptum og tilboðum eigin fjárfestinga
Landsbankans með hlutabréf í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum á
tímabilinu er lýst í eftirfarandi töflu (neikvæð gildi merkja nettó sölu eða sölu
umfram kaup, eigin fjárfestingar Landsbankans er skammstafað EFL):
Tímabil
Nettó viðskipti EFL
(Fjöldi hluta)
Nettó viðskipti EFL sem
hlutfall af heildarveltu
Nettó viðskipti EFL í opnunaruppboðum
sem hlutfall af heildarveltu
Nettó viðskipti EFL í
lokunaruppboðum sem hlutfall af heildarveltu
Nafnverð kauptilboða
EFL sem hlutfall af heildarnafnverði kauptilboða
Nafnverð sölutilboða
EFL sem hlutfall af heildarnafnverði sölutilboða
Nóv. 2007
67.705.455
15%
-8%
30%
20%
9%
Des. 2007
67.214.212
33%
40%
59%
37%
13%
Jan. 2008
195.885.014
39%
48%
50%
36%
4%
Feb. 2008
171.587.476
44%
40%
78%
39%
3%
Mar. 2008
154.885.306
42%
25%
51%
38%
2%
Apríl 2008
57.700.747
19%
28%
39%
22%
5%
Maí 2008
137.995.707
43%
0%
69%
35%
1%
Júní 2008
241.609.648
57%
73%
85%
47%
0%
Júlí 2008
125.348.530
50%
61%
59%
50%
2%
Ágúst 2008
64.867.026
48%
67%
53%
58%
1%
Sept. 2008
569.989.300
61%
46%
77%
56%
0%
Okt. 2008
413.393.703
79%
94%
82%
73%
0%
Alls
2.268.182.124
47%
46%
63%
43%
3%
Viðskiptum og tilboðum ákærða Júlíusar (JSH í töflu) fyrir
hönd eigin fjárfestinga Landsbankans í hlutabréf í Landsbankanum á framangreindu
tímabili er lýst í eftirfarandi töflu:
Tímabil
Nettó viðskipti JSH
(fjöldi hluta)
Nettó viðskipti JSH sem
hlutfall af heildarveltu
Nettó viðskipti JSH í
opnunaruppboðum sem hlutfall af heildarveltu
Nettó viðskipti JSH í
lokunaruppboðum sem hlutfall af heildarveltu
Nafnverð kauptilboða
JSH sem hlutfall af heildarnafnverði kauptilboða
Nafnverð sölutilboða
JSH sem hlutfall af heildarnafnverði sölutilboða
Nóv. 2007
53.648.100
12%
-26%
30%
15%
5%
Des. 2007
27.159.365
13%
22%
30%
17%
5%
Jan. 2008
114.829.808
23%
15%
30%
21%
2%
Feb. 2008
129.555.064
33%
13%
30%
28%
2%
Mar. 2008
146.713.003
40%
35%
47%
34%
1%
Apríl 2008
34.195.247
11%
9%
8%
14%
4%
Maí 2008
81.641.688
25%
0%
55%
20%
0%
Júní 2008
171.382.690
40%
50%
59%
32%
0%
Júlí 2008
63.390.689
25%
32%
14%
29%
0%
Ágúst 2008
29.096.239
22%
0%
12%
22%
0%
Sept. 2008
470.701.384
50%
25%
61%
42%
0%
Okt. 2008
374.490.902
72%
94%
82%
65%
0%
Alls
1.696.804.179
35%
26%
43%
30%
1%
Viðskiptum og tilboðum ákærða W (W í töflu) fyrir hönd eigin
fjárfestinga Landsbankans í hlutabréf í Landsbankanum á framangreindu tímabili
er lýst í eftirfarandi töflu:
Tímabil
Nettó viðskipti W
(fjöldi hluta)
Nettó viðskipti W sem
hlutfall af heildarveltu
Nettó viðskipti W í
opnunaruppboðum sem hlutfall af heildarveltu
Nettó viðskipti W í
lokunaruppboðum sem hlutfall af heildarveltu
Nafnverð kauptilboða W
sem hlutfall af heildarnafnverði kauptilboða
Nafnverð sölutilboða W
sem hlutfall af heildarnafnverði sölutilboða
Nóv. 2007
14.057.355
3%
18%
0%
5%
4%
Des. 2007
40.054.847
20%
18%
29%
21%
8%
Jan. 2008
81.055.206
16%
33%
20%
15%
3%
Feb. 2008
42.032.412
11%
26%
49%
10%
2%
Mar. 2008
8.172.303
2%
-10%
4%
4%
1%
Apríl 2008
23.505.500
8%
19%
31%
7%
1%
Maí 2008
56.354.019
17%
0%
14%
15%
0%
Júní 2008
70.226.958
16%
23%
26%
15%
0%
Júlí 2008
31.362.653
13%
0%
27%
14%
1%
Ágúst 2008
32.925.986
25%
67%
41%
33%
1%
Sept. 2008
99.287.916
11%
21%
16%
14%
0%
Okt. 2008
38.902.801
7%
0%
0%
8%
0%
Alls
537.937.956
11%
19%
19%
13%
1%
Viðskiptum eigin fjárfestinga Landsbankans með hlutabréf í
Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum ásamt sundurliðun viðskipta ákærðu
Júlíusar og W fyrir hvern viðskiptadag á því tímabili sem ákært er fyrir, er
lýst í eftirfarandi töflu:
Dagsetning
Heildarvelta
Kaup EFL
Nettó viðskipti
Júlíusar
Nettó viðskipti W
Nettó viðskipti EFL
Nettó viðskipti EFL
sem hlutfall af heildarveltu
Nettó-viðskipti
EFL í lokunar
uppboðum
Dagsloka gengi
1.11.2007
29.277.097
1.500.000
755.000
0
755.000
3%
0%
43,4
2.11.2007
6.109.472
0
0
0
0
0%
-
43
5.11.2007
35.864.375
3.070.000
0
2.570.000
2.570.000
7%
0%
42,6
6.11.2007
19.659.301
4.054
0
-995.946
-995.946
-5%
-
42
7.11.2007
43.056.554
5.000.000
2.000.000
3.000.000
5.000.000
12%
0%
40,8
8.11.2007
24.556.951
2.185.000
1.260.000
185.000
1.445.000
6%
0%
40,6
9.11.2007
20.652.254
4.225.000
412.500
1.000.000
1.412.500
7%
-
40
12.11.2007
13.273.903
5.500.000
1.000.000
3.000.000
4.000.000
30%
-
40
13.11.2007
19.958.877
3.730.000
2.230.000
0
2.230.000
11%
100%
39,6
14.11.2007
15.224.833
0
-500000
0
-500.000
-3%
0%
40
15.11.2007
13.722.992
2.517.500
2.517.500
0
2.517.500
18%
0%
39,5
16.11.2007
20.524.639
3.572.500
3.072.500
-487.500
2.585.000
13%
0%
39
19.11.2007
14.134.376
7.000.000
6.500.000
500.000
7.000.000
50%
0%
38
20.11.2007
51.152.837
8.890.000
5.890.000
1.500.000
7.390.000
14%
-
37,9
21.11.2007
15.724.279
6.000.000
4.500.000
1.500.000
6.000.000
38%
100%
36,6
22.11.2007
30.088.837
8.500.000
5.000.000
3.500.000
8.500.000
28%
0%
36,3
23.11.2007
25.429.819
19.538.100
19.538.100
0
19.538.100
77%
89%
36,6
26.11.2007
14.857.031
0
-1000000
0
-1.000.000
-7%
0%
37,1
27.11.2007
7.782.571
3.225.000
3.197.500
-800.000
2.397.500
31%
-100%
36,4
28.11.2007
15.142.255
1.687.500
-222.500
-136.699
-359.199
-2%
-100%
37
29.11.2007
9.996.655
1.232.500
-990.000
-277.500
-1.267.500
-13%
9%
37,2
30.11.2007
8.337.139
500.000
-1.512.500
0
-1.512.500
-18%
100%
37,6
3.12.2007
5.717.287
1.000.000
1.000.000
0
1.000.000
17%
0%
37,2
4.12.2007
17.243.427
2.500.000
0
2.500.000
2.500.000
14%
-
36,1
5.12.2007
31.621.869
6.527.380
5.527.380
1.000.000
6.527.380
21%
0%
35,9
6.12.2007
14.074.882
3.520.782
-494.218
1.500.000
1.005.782
7%
50%
35,4
7.12.2007
13.720.561
4.083.700
3.083.700
500.000
3.583.700
26%
-
35,7
10.12.2007
5.853.002
500.000
500.000
0
500.000
9%
-
35,8
11.12.2007
10.512.007
2.525.000
-1.180.000
0
-1.180.000
-11%
100%
36,8
12.12.2007
11.155.431
1.287.500
287.500
500.000
787.500
7%
-
37
13.12.2007
9.217.984
500.000
0
0
0
0%
0%
37
14.12.2007
13.195.195
1.429.258
0
1.429.258
1.429.258
11%
-
36,9
17.12.2007
5.932.371
3.833.163
0
3.833.163
3.833.163
65%
-
36,2
18.12.2007
12.590.189
7.719.166
2.552.500
5.166.666
7.719.166
61%
71%
36,3
19.12.2007
15.154.259
11.537.400
3.100.000
8.437.400
11.537.400
76%
-
35,6
20.12.2007
12.150.160
9.655.000
8.655.000
1.000.000
9.655.000
79%
100%
35,5
21.12.2007
5.607.657
2.772.503
2.012.503
760.000
2.772.503
49%
-
35,7
27.12.2007
3.309.039
2.115.000
2.115.000
0
2.115.000
64%
76%
35,4
28.12.2007
16.877.613
13.523.360
0
13.428.360
13.428.360
80%
100%
35,5
3.1.2008
15.390.345
11.505.000
11.505.000
0
11.505.000
75%
100%
34,9
4.1.2008
18.586.694
8.702.500
5.700.000
3.002.500
8.702.500
47%
100%
33,7
7.1.2008
23.202.354
7.460.250
2.000.000
5.460.250
7.460.250
32%
0%
32,5
8.1.2008
12.474.092
8.802.081
2.984.689
5.817.392
8.802.081
71%
50%
32,3
9.1.2008
59.444.514
40.900.907
20.835.907
20.065.000
40.900.907
69%
100%
31,6
10.1.2008
34.617.412
14.490.000
11.000.000
1.990.000
12.990.000
38%
100%
32,1
11.1.2008
12.987.062
8.139.108
7.639.108
0
7.639.108
59%
100%
32,2
14.1.2008
7.617.467
5.425.500
5.425.500
0
5.425.500
71%
-
32
15.1.2008
15.380.596
6.697.500
5.697.500
500.000
6.197.500
40%
-
31,8
16.1.2008
18.881.979
8.935.691
8.435.691
500.000
8.935.691
47%
46%
31,6
17.1.2008
4.338.365
0
-500000
0
-500.000
-12%
-
31,9
18.1.2008
3.374.861
1.492.500
1.492.500
0
1.492.500
44%
-
32,2
21.1.2008
19.352.071
8.650.000
5.150.000
3.500.000
8.650.000
45%
100%
31,2
22.1.2008
42.134.957
10.241.435
0
9.741.435
9.741.435
23%
0%
31,1
23.1.2008
35.924.005
17.351.589
0
17.351.589
17.351.589
48%
100%
30
24.1.2008
19.795.432
2.560.000
1.060.000
1.500.000
2.560.000
13%
100%
30,7
25.1.2008
41.781.339
9.535.391
9.535.391
0
9.535.391
23%
22%
31,9
28.1.2008
20.465.063
2.005.000
2.005.000
0
2.005.000
10%
0%
31,5
29.1.2008
14.121.360
4.754.500
1.779.500
2.475.000
4.254.500
30%
0%
31,9
30.1.2008
54.189.741
17.194.862
9.172.822
6.022.040
15.194.862
28%
100%
31,4
31.1.2008
23.468.702
9.541.200
3.911.200
3.130.000
7.041.200
30%
-
30,8
1.2.2008
15.033.383
8.654.500
5.954.500
2.690.000
8.644.500
58%
100%
30,8
4.2.2008
5.619.491
2.960.555
1.120.000
1.840.555
2.960.555
53%
100%
30,6
5.2.2008
16.245.747
8.222.500
7.222.500
1.000.000
8.222.500
51%
19%
29,9
6.2.2008
36.117.079
18.221.450
15.721.450
2.500.000
18.221.450
50%
-
29
7.2.2008
26.219.392
5.000.000
5.000.000
0
5.000.000
19%
0%
28,8
8.2.2008
27.211.598
13.559.250
8.2.2008
27.211.598
13.559.250
50%
100%
28,5
11.2.2008
29.546.673
20.481.017
19.809.257
671.760
20.481.017
69%
0%
27,5
12.2.2008
34.007.427
11.864.643
11.860.419
4.224
11.864.643
35%
0%
28,4
13.2.2008
22.989.685
717.500
0
717.500
717.500
3%
100%
28,8
14.2.2008
8.135.354
1.310.000
0
1.310.000
1.310.000
16%
0%
28,7
15.2.2008
17.508.010
6.472.427
0
6.472.427
6.472.427
37%
100%
28,8
18.2.2008
6.752.151
520.484
0
-479.516
-479.516
-7%
-
29,2
19.2.2008
10.187.145
5.004.600
0
5.004.600
5.004.600
49%
100%
28,6
20.2.2008
26.060.334
18.425.484
18.425.484
0
18.425.484
71%
100%
28,3
21.2.2008
10.250.511
8.233.969
7.816.969
417.000
8.233.969
80%
100%
28,1
22.2.2008
14.469.217
9.051.321
9.051.321
0
9.051.321
63%
-
28
25.2.2008
8.020.659
1.522.689
0
1.522.689
1.522.689
19%
-
28,2
26.2.2008
9.792.107
4.810.000
4.200.000
610.000
4.810.000
49%
-
28,2
27.2.2008
11.966.598
5.128.800
2.528.800
2.600.000
5.128.800
43%
0%
27,6
28.2.2008
37.194.973
17.204.364
8.314.364
8.890.000
17.204.364
46%
100%
26,9
29.2.2008
15.853.112
5.231.923
0
5.231.923
5.231.923
33%
76%
26,8
3.3.2008
23.316.451
16.871.642
14.389.670
2.481.972
16.871.642
72%
100%
26,4
4.3.2008
20.862.050
10.095.000
9.855.000
-760.000
9.095.000
44%
100%
26,2
5.3.2008
18.745.093
10.507.500
7.007.500
2.500.000
9.507.500
51%
100%
26,5
6.3.2008
8.669.313
5.585.000
4.632.500
0
4.632.500
53%
0%
26,6
7.3.2008
32.452.244
18.946.500
18.946.500
0
18.946.500
58%
-
27,4
10.3.2008
10.913.583
5.842.026
5.659.526
182.500
5.842.026
54%
100%
27,4
11.3.2008
10.245.102
1.102.500
650.000
452.500
1.102.500
11%
-
28
12.3.2008
12.151.188
7.736.485
7.236.485
500.000
7.736.485
64%
100%
28,5
13.3.2008
12.246.813
8.102.500
8.102.500
0
8.102.500
66%
100%
28,2
14.3.2008
17.733.057
8.530.000
7.985.000
545.000
8.530.000
48%
63%
28,3
17.3.2008
20.760.514
11.801.500
10.801.500
1.000.000
11.801.500
57%
-
27,1
18.3.2008
16.784.442
5.850.000
5.850.000
0
5.850.000
35%
-
27
19.3.2008
53.722.677
16.072.831
15.802.500
270.331
16.072.831
30%
0%
27,5
25.3.2008
21.140.757
546.779
546.779
0
546.779
3%
0%
28,9
26.3.2008
16.282.892
10.316.100
9.816.100
500.000
10.316.100
63%
100%
29,4
27.3.2008
35.226.500
7.595.000
7.095.000
500.000
7.595.000
22%
79%
29,7
28.3.2008
27.350.359
11.177.500
10.177.500
0
10.177.500
37%
100%
29,4
31.3.2008
6.692.363
2.158.943
2.158.943
0
2.158.943
32%
0%
29,6
1.4.2008
22.163.922
7.132.500
7.017.500
115.000
7.132.500
32%
100%
29,5
2.4.2008
22.557.394
4.891.360
386.360
0
386.360
2%
-
30,2
3.4.2008
24.644.163
2.332.500
1.332.500
0
1.332.500
5%
0%
30,4
4.4.2008
7.752.791
1.195.000
195.000
1.000.000
1.195.000
15%
0%
30,2
7.4.2008
13.720.781
5.738.000
0
5.238.000
5.238.000
38%
0%
30,6
8.4.2008
21.952.815
4.300.000
3.300.000
1.000.000
4.300.000
20%
0%
31
9.4.2008
24.881.275
8.842.500
6.700.000
1.642.500
8.342.500
34%
-
31,2
10.4.2008
23.897.808
7.720.000
6.000.000
1.720.000
7.720.000
32%
-
30,8
11.4.2008
19.481.824
7.188.181
7.188.181
0
7.188.181
37%
-
30,4
14.4.2008
4.607.599
1.235.794
235.794
1.000.000
1.235.794
27%
0%
29,8
15.4.2008
7.944.936
2.500.000
1.000.000
1.500.000
2.500.000
31%
100%
29,8
16.4.2008
15.870.745
1.157.412
657.412
-1000000
-342.588
-2%
0%
30,5
17.4.2008
15.831.453
3.172.500
1.000.000
2.172.500
3.172.500
20%
0%
30,9
18.4.2008
9.661.683
17.500
-3000000
17.500
-2.982.500
-31%
0%
31,3
21.4.2008
3.247.114
1.000.000
0
1.000.000
1.000.000
31%
0%
31,1
22.4.2008
6.322.329
2.197.500
2.182.500
15.000
2.197.500
35%
100%
30,6
23.4.2008
17.277.575
0
0
0
0
0%
0%
30,8
25.4.2008
10.565.777
1.585.000
0
1.085.000
1.085.000
10%
83%
31
28.4.2008
3.897.434
0
0
0
0
0%
0%
31
29.4.2008
12.476.290
4.500.000
0
4.500.000
4.500.000
36%
60%
30
30.4.2008
13.316.408
2.500.000
0
2.500.000
2.500.000
19%
83%
29,9
2.5.2008
5.651.047
3.525.000
0
3.525.000
3.525.000
62%
-
29,7
5.5.2008
13.576.192
4.769.113
0
4.769.113
4.769.113
35%
-
28,6
6.5.2008
24.827.761
3.492.190
0
3.492.190
3.492.190
14%
3%
27,8
7.5.2008
26.087.139
8.492.500
307.500
7.185.000
7.492.500
29%
98%
27,9
8.5.2008
11.057.402
8.003.979
3.008.000
4.995.979
8.003.979
72%
-
27,6
9.5.2008
16.333.591
8.889.603
2.612.500
6.277.103
8.889.603
54%
-
27,4
13.5.2008
19.848.933
6.522.500
6.522.500
0
6.522.500
33%
100%
27,1
14.5.2008
11.428.042
5.333.345
3.000.000
2.333.345
5.333.345
47%
0%
26,6
15.5.2008
30.437.420
16.771.500
10.771.500
6.000.000
16.771.500
55%
100%
25,9
16.5.2008
35.453.153
13.972.203
13.972.203
0
13.972.203
39%
-
26
19.5.2008
6.056.660
40.000
0
40.000
40.000
1%
0%
26,1
20.5.2008
17.844.541
11.885.000
11.885.000
0
11.885.000
67%
0%
26
21.5.2008
24.245.706
4.500.000
1.000.000
3.500.000
4.500.000
19%
0%
26,1
22.5.2008
5.123.674
125.000
120.000
5.000
125.000
2%
100%
26
23.5.2008
11.330.161
7.130.850
7.130.850
0
7.130.850
63%
100%
25,7
26.5.2008
13.866.722
5.228.789
1.997.500
3.231.289
5.228.789
38%
-
25,5
27.5.2008
6.281.918
2.000.000
2.000.000
0
2.000.000
32%
0%
25,7
28.5.2008
13.314.584
6.000.000
6.000.000
0
6.000.000
45%
-
25,6
29.5.2008
8.019.541
6.910.785
3.910.785
3.000.000
6.910.785
86%
-
25,5
30.5.2008
22.059.068
15.403.350
7.403.350
8.000.000
15.403.350
70%
100%
25,2
2.6.2008
32.149.167
19.529.711
18.529.711
1.000.000
19.529.711
61%
-
24,9
3.6.2008
33.544.008
19.460.426
19.460.426
0
19.460.426
58%
100%
24,7
4.6.2008
28.453.521
18.328.016
15.321.911
3.006.105
18.328.016
64%
0%
24,7
5.6.2008
14.238.503
4.089.069
4.000.000
89.069
4.089.069
29%
-
24,8
6.6.2008
9.635.383
5.992.869
3.916.157
2.076.712
5.992.869
62%
70%
24,6
9.6.2008
8.202.362
3.000.000
0
3.000.000
3.000.000
37%
-
24,2
10.6.2008
27.308.776
19.494.778
13.617.391
5.877.387
19.494.778
71%
100%
23,6
11.6.2008
40.788.498
27.535.323
20.535.323
7.000.000
27.535.323
68%
100%
23,2
12.6.2008
75.834.506
44.533.271
38.533.271
6.000.000
44.533.271
59%
100%
22,8
13.6.2008
18.834.571
7.289.071
6.009.868
1.279.203
7.289.071
39%
0%
22,9
16.6.2008
11.883.450
4.897.511
0
4.897.511
4.897.511
41%
8%
23,5
18.6.2008
14.240.344
7.409.853
6.393.908
1.015.945
7.409.853
52%
0%
23,5
19.6.2008
10.924.966
6.273.386
6.273.386
0
6.273.386
57%
100%
23,1
20.6.2008
8.573.084
6.097.159
0
6.097.159
6.097.159
71%
0%
23,1
23.6.2008
7.484.055
2.000.000
1.000.000
1.000.000
2.000.000
27%
23,1
24.6.2008
9.312.593
2.032.294
2.032.294
0
2.032.294
22%
100%
23
25.6.2008
13.785.809
7.248.344
7.248.344
0
7.248.344
53%
23,3
26.6.2008
11.921.214
7.289.128
1.000.000
6.289.128
7.289.128
61%
23,3
27.6.2008
18.525.810
11.100.057
7.510.700
3.589.357
11.100.057
60%
100%
23,4
30.6.2008
30.460.382
18.009.382
0
18.009.382
18.009.382
59%
100%
23,1
1.7.2008
27.499.851
11.922.404
11.922.404
0
11.922.404
43%
0%
22,9
2.7.2008
8.639.266
4.045.819
4.045.819
0
4.045.819
47%
-
22,9
3.7.2008
17.503.674
11.257.388
11.257.388
0
11.257.388
64%
-
22,8
4.7.2008
3.187.561
1.154.147
1.154.147
0
1.154.147
36%
-
22,9
7.7.2008
13.550.513
3.026.512
3.026.512
0
3.026.512
22%
-
23,3
8.7.2008
13.311.735
6.619.918
6.619.918
0
6.619.918
50%
98%
23
9.7.2008
6.031.475
2.676.475
2.676.475
0
2.676.475
44%
100%
23,2
10.7.2008
6.670.849
2.301.643
2.301.643
0
2.301.643
35%
-
23,1
11.7.2008
15.621.550
12.825.954
7.332.073
0
12.825.954
82%
-
22,8
14.7.2008
4.233.396
2.548.410
0
0
2.548.410
60%
100%
22,8
15.7.2008
32.582.897
22.552.897
0
0
22.552.897
69%
100%
22,6
16.7.2008
15.492.063
5.300.000
5.300.000
0
5.300.000
34%
-
22,7
17.7.2008
11.704.519
4.000.000
4.000.000
0
4.000.000
34%
0%
23
18.7.2008
11.064.036
2.406.849
2.406.849
0
2.406.849
22%
0%
23,1
21.7.2008
3.365.213
1.347.461
1.347.461
0
1.347.461
40%
-
23,1
22.7.2008
6.003.861
1.000.000
0
1.000.000
1.000.000
17%
0%
22,8
23.7.2008
4.824.589
664.662
0
664.662
664.662
14%
76%
23
24.7.2008
1.173.661
622.389
0
622.389
622.389
53%
50%
23
25.7.2008
4.321.080
2.099.405
0
2.099.405
2.099.405
49%
0%
22,8
28.7.2008
13.795.284
6.474.661
0
6.474.661
6.474.661
47%
0%
22,4
29.7.2008
14.853.942
10.200.000
0
10.200.000
10.200.000
69%
0%
22,9
30.7.2008
11.325.478
8.091.902
0
8.091.902
8.091.902
71%
92%
22,7
31.7.2008
3.222.666
2.209.634
0
2.209.634
2.209.634
69%
100%
22,8
1.8.2008
10.189.000
2.000.000
0
2.000.000
2.000.000
20%
-
23,1
5.8.2008
2.601.066
193.034
0
193.034
193.034
7%
100%
23,1
6.8.2008
5.368.982
82.622
0
82.622
82.622
2%
0%
23,1
7.8.2008
18.301.323
12.083.591
0
12.083.591
12.083.591
66%
100%
23
8.8.2008
2.584.004
1.017.403
0
1.017.403
1.017.403
39%
-
23,2
11.8.2008
4.109.562
3.149.282
0
3.149.282
3.149.282
77%
0%
23,1
12.8.2008
4.831.770
1.786.938
0
0
1.786.938
37%
-
23,6
13.8.2008
8.292.497
1.057.863
0
0
1.057.863
13%
0%
23,2
14.8.2008
5.784.487
3.570.057
3.570.057
0
3.570.057
62%
0%
23,2
15.8.2008
8.740.494
4.943.837
4.943.837
0
4.943.837
57%
50%
23,9
18.8.2008
8.079.461
5.029.528
1.475.400
3.554.128
5.029.528
62%
100%
24,4
19.8.2008
6.540.467
2.085.154
2.085.154
0
2.085.154
32%
-
24,1
20.8.2008
9.486.432
5.823.280
5.623.280
200.000
5.823.280
61%
100%
23,9
21.8.2008
11.158.363
5.778.008
0
5.519.178
5.519.178
49%
-
23,7
22.8.2008
4.570.070
3.510.070
3.010.070
500.000
3.510.070
77%
100%
24
25.8.2008
3.008.065
1.342.073
0
1.342.073
1.342.073
45%
58%
23,9
26.8.2008
5.392.932
3.600.000
1.600.000
2.000.000
3.600.000
67%
-
23,9
27.8.2008
9.799.665
5.145.486
3.860.811
1.284.675
5.145.486
53%
100%
24
28.8.2008
1.479.320
403.717
403.717
0
403.717
27%
-
24
29.8.2008
3.684.683
2.523.913
2.523.913
0
2.523.913
68%
0%
24
1.9.2008
4.888.169
3.080.688
2.000.000
1.080.688
3.080.688
63%
-
23,9
2.9.2008
6.103.061
3.157.159
1.115.000
2.042.159
3.157.159
52%
100%
24
3.9.2008
4.866.100
3.233.562
3.000.000
233.562
3.233.562
66%
-
23,7
4.9.2008
23.562.260
19.531.426
19.531.426
0
19.531.426
83%
-
23,5
5.9.2008
27.996.758
16.354.355
9.000.000
6.354.355
15.354.355
55%
100%
23
8.9.2008
25.284.193
12.000.000
8.000.000
4.000.000
12.000.000
47%
50%
23,1
9.9.2008
30.505.489
14.325.567
3.325.567
11.000.000
14.325.567
47%
100%
22,3
10.9.2008
44.782.172
16.719.565
11.600.000
5.119.565
16.719.565
37%
64%
21,9
11.9.2008
28.084.836
13.000.484
8.000.000
5.000.484
13.000.484
46%
100%
21,7
12.9.2008
57.314.234
45.193.778
45.193.778
0
45.193.778
79%
50%
22,1
15.9.2008
45.469.200
21.707.998
3.000.000
18.707.998
21.707.998
48%
94%
21,8
16.9.2008
41.236.962
20.384.839
15.284.839
5.100.000
20.384.839
49%
0%
21,6
17.9.2008
40.543.912
26.549.687
22.547.580
4.002.107
26.549.687
65%
96%
21,2
18.9.2008
40.468.590
10.861.504
8.758.750
2.102.754
10.861.504
27%
43%
21,7
19.9.2008
70.242.120
36.387.108
32.368.940
4.018.168
36.387.108
52%
93%
22,7
22.9.2008
21.780.007
5.813.592
5.659.417
-845.825
4.813.592
22%
0%
23,1
23.9.2008
24.030.774
10.729.350
10.729.350
0
10.729.350
45%
92%
22,8
24.9.2008
15.498.822
5.078.234
3.000.000
2.078.234
5.078.234
33%
-
23
25.9.2008
18.111.931
9.017.334
8.842.280
175.054
9.017.334
50%
100%
23,4
26.9.2008
15.700.720
7.197.346
7.197.346
0
7.197.346
46%
0%
23,1
29.9.2008
194.737.388
165.031.863
141.913.250
23.118.613
165.031.863
85%
100%
21,5
30.9.2008
153.290.193
106.633.861
100.633.861
6.000.000
106.633.861
70%
86%
20,4
1.10.2008
97.861.092
76.740.325
63.369.646
13.370.679
76.740.325
78%
75%
20
2.10.2008
261.975.553
220.534.697
203.063.198
17.471.499
220.534.697
84%
89%
19,1
3.10.2008
161.458.820
117.118.681
108.058.058
8.060.623
116.118.681
72%
0%
19,9
Hin miklu kaup eigin fjárfestinga Landsbankans á hlutabréfum
í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum umfram sölu leiddu til þess að
hlutabréfin söfnuðust upp hjá bankanum. Vegna lögbundinna takmarkana á
eignarhaldi fjármálafyrirtækja á eigin hlutabréfum, reglna um flöggunarskyldu
og neikvæðra áhrifa á eiginfjárhlutfall Landsbankans þurfti að losa
Landsbankann við hlutabréfin til þess að unnt væri að halda áfram umfangsmiklum
kaupum á hlutabréfum í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Það var
meðal annars gert með sölu á þeim í stórum utanþingsviðskiptum, fyrir tilstilli
verðbréfamiðlunar Landsbankans, en ákært er fyrir þrenn slík hlutabréfaviðskipti
í köflum II-IV. [...]“
Er háttsemi ákærðu talin varða
við a- og b-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga um
verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.
Þess er krafist að ákærðu verði
dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Verjendur ákærðu krefjast þess aðallega að ákærðu verði
sýknaðir af kröfum ákæruvalds, en til vara að þeim verði dæmd vægasta refsing
er lög leyfa. Þá krefjast verjendur málsvarnarlauna sér til handa, sem greiðist
úr ríkissjóði.
Með ákærunni var jafnframt
höfðað mál á hendur ákærða Sigurjóni Þorvaldi, SES, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs
Landsbankans, og SG, forstöðumanni verðbréfamiðlunar bankans, fyrir
markaðsmisnotkun samkvæmt a-lið 1. töluliðar og 2. tölulið 1. mgr. 117. gr., sbr.
1. tölulið 146. gr. laga um verðbréfaviðskipti, og jafnframt gegn þeim tveimur
fyrrnefndu fyrir umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga, svo sem í
II. til IV. kafla ákæru greinir. Í þinghaldi 12. júní 2013 var sá þáttur
skilinn frá málinu, sbr. 2. mgr. 169. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.
Var það mál rekið undir málsnúmerinu S-553/2013 og kveðinn upp í því dómur 5.
júní 2014.
Málsatvik
Ákærðu er gefin að sök markaðsmisnotkun í störfum sínum fyrir
Landsbanka Íslands hf. í tilboðum og viðskiptum fyrir eigin reikning
Landsbankans með hlutabréf í bankanum á tímabilinu frá 1. nóvember 2007 til 3.
október 2008. Samkvæmt áhættureglum Landsbankans, sem giltu á þeim tíma sem um
ræðir, fólust verkefni deildar eigin fjárfestinga bankans í umsjón með öllum
veltubókarviðskiptum bankans með hlutabréf og að sjá um fjárfestingar í skráðum
eða óskráðum bréfum. Þá skyldi deildin sjá um sölutryggingar og viðskiptavakt á
hlutabréfum. Deild eigin fjárfestinga heyrði undir verðbréfasvið bankans, en
samkvæmt verkaskiptingu bankastjóra fór ákærði Sigurjón Þorvaldur Árnason fyrir
því sviði. Ákærði Ívar Guðjónsson var forstöðumaður deildarinnar, en ákærðu
Júlíus Steinar Heiðarsson og W voru starfsmenn þar. Framkvæmdastjóri
verðbréfasviðs var YÖK.
Í málinu liggja fyrir drög að áhættureglum bankans, en
samkvæmt þeim var færsluheimildum eigin fjárfestinga skipt í fjóra flokka, A-,
B-, C- eða D-mál, eftir umfangi viðskipta, sem hér greinir:
D-mál: öll mál sem þarfnast samþykki starfsmanna eigin fjárfestinga.
C-mál: D-mál + samþykki forstöðumanns eigin fjárfestinga.
B-mál: C-mál + samþykki framkvæmdastjóra verðbréfasviðs.
A-mál: B-mál + samþykki fjármálanefndar eða bankastjórnar.
Til D-mála
töldust viðskipti sem höfðu í för með sér breytingar á heildar gnótt eða
skortstöðu milli funda fjármálanefndar sem námu 250 milljónum króna, til C-mála
viðskipti sem höfðu í för með sér breytingar sem námu 500 milljónum króna, til
B-mála breytingar sem námu 1.000 milljónum króna, en önnur mál töldust til A-mála.
Fjármálanefnd bankans var skipuð
bankastjórunum, ákærða Sigurjóni og HJK, auk framkvæmdastjórum verðbréfasviðs,
fyrirtækjasviðs og alþjóðasviðs. Samkvæmt áhættureglum og svokölluðum ICAAP-reglum
(Internal Capital Adequacy Assessment Process) hafði fjármálanefnd það hlutverk
að fylgjast með áhættuþáttum í starfsemi bankans og ákveða áhættumörk. Allar
stefnumarkandi ákvarðanir vegna markaðsáhættu bankans voru teknar af nefndinni.
Þar voru einnig teknar ákvarðanir um allar nýjar gerðir af samningum og
viðskiptum áður en bankinn bauð þau viðskiptavinum sínum og teknar ákvarðanir
vegna eigin stöðutöku. Fjármálanefndin hafði mikið að segja um
lausafjárstýringu og veitti ráðgjöf um samsetningu eigna og skulda bankans.
Forstöðumenn mættu á fundi nefndarinnar og gerðu grein fyrir stöðu sinna
deilda. Nefndin fundaði vikulega, síðast miðvikudaginn 1. október 2008.
Samkvæmt gögnum málsins gaf bjalla í eftirlitskerfi
Kauphallarinnar merki 9. janúar 2008 vegna viðskipta eigin fjárfestinga
Landsbankans með hlutabréf í bankanum. Starfsmaður Kauphallarinnar skráði
eftirfarandi athugasemd vegna bjöllunnar: „Eigin viðskipti keyra upp verðið í
lok dags. LAIS nánast sá eini á kauphlið þó EVK sjáist þarna í einstökum
viðskiptum. Setjum þetta á Watch í ljósi þess að það er augljóst að LAIS eru
þarna að keyra upp verðið.“ Bjalla gaf aftur merki 3. júní og kemur eftirfarandi
fram í skráðum athugasemdum starfsmanns: „Lækkanir á markaðnum við opnun
markaðar, eigin viðskipti LAIS stórir. Gengi aðeins að koma til baka. Lækkanir
í LAIS nokkuð í takt við markaðinn. Margir að selja og eigin viðskipti LAIS að
kaupa stóran hluta“. Hinn 29. september gaf bjalla í eftirlitskerfinu enn merki
og kemur eftirfarandi fram í skráðum athugasemdum starfsmanns: „Nokkur tilvik
þar sem eigin viðskipti Landsbankans ganga gegn markaðnum og keyra verðið upp.
Er til skoðunar. Höfum á watch. Sterkar vísbendingar þess efnis að eigin
viðskipti félagsins séu að halda uppi verðinu. Svipað með Kaupþing. Munum rannsaka
þetta nánar, taka saman gögn og áframsenda til FME teljum við þörf á því.“
Bjalla gaf aftur merki daginn eftir, 30. september og eftirfarandi athugasemd
var skráð: „Margt sem bendir til þess að eigin viðskiptin séu að reyna að halda
verðinu uppi á óeðlilegan hátt, sbr. þróun sl. daga. Tökum saman og sendum til
FME ef þörf er talin á.“ Hinn 2. október gáfu bjöllur merki í tvígang. Í
athugasemdum starfsmanna er skráð: „Almennar lækkanir. Bankarnir að fá lækkun á
lánshæfismati. Verðið að koma til baka – eigin viðskipti LAIS á kauphliðinni –
í skoðun“ og síðar: „Miklar almennar lækkanir, en vísbendingar um að hugsanlega
séu eigin viðskipti LAI að auka óþarflega mikið við [kaupþrýstinginn] þar á
móti. Mál til skoðunar og verður sent til FME.“ Daginn eftir, 3. október, gáfu
bjöllur í Kauphöllinni merki í tvígang. Í athugasemd starfsmanns vegna fyrri
bjöllunnar kemur eftirfarandi fram: „Mikil kaup EV LÍ og miðlunar vekja athygli
í dag eins og síðustu daga. EV LÍ-JULHEI straujar söluhliðina í tilboðabókinni
og keyrir verðið upp um 5% rétt fyrir lok dags. Verðið endar í +4,2%. Haft var
samband við miðlarann og hann sagði að hann teldi lækkunina sem hefði átt sér
stað vera óeðlilega og að menn væru að reyna að keyra niður verðið. Hann taldi
einnig líkur vera á því að menn væru ekki að sinna best execution skyldu sinni
þegar þeir væru að eiga viðskipti á svo lágu verði, þ.e. að hægt væri að fá
betra verð með öðrum hætti en í bókinni. Hann sagði að um væri að ræða
stöðutöku bankans og að bankinn teldi svo lágt verð óeðlilegt. Höfum þetta á
investigate og sendum upplýsingar um þetta til FME.“ Síðar um daginn er skráð:
„Sama athugasemd og fyrri bjallan 3.10.2008.“ Meðal gagna málsins eru endurrit
símtals sem starfsmaður Kauphallarinnar átti við ákærða Júlíus klukkan 15:10
þennan dag og endurrit símtals ákærða Júlíusar, er hann hringdi til
starfsmannsins 15 mínútum síðar, til að gefa frekari skýringar á kauphegðun
sinni.
Þá eru í gögnum málsins tölvupóstsamskipti ákærða Ívars við
regluvörð Landsbankans 3. október 2008 klukkan 11:41 vegna umsóknar ákærða um
heimild til að selja hlut í bankanum að nafnverði 1.000.000 á genginu 19,05.
Svar regluvarðar er eftirfarandi: „Það er ekki hægt að veita starfsmönnum í
Innsta hring heimild til að selja núna eins og staðan er nú og ekki þeim sem
sitja í fjármálanefnd. Slíkt yrði ávallt gagnrýnt af FME.“ Einnig er í málinu
tölvupóstur regluvarðar til ákærða Júlíusar þennan dag kl. 12:47, þar sem
staðfest er móttaka umsóknar um að selja hlut í bankanum að nafnverði 115.737.
Klukkan 13:20 sendi ákærði síðan tölvupóst til regluvarðar svohljóðandi:
„Vinsaml. afgr. ekki þessa umsókn.“ Regluvörður svaraði með tölvupósti skömmu
síðar: „Ekkert mál. Eyði þessu skjali.“
Föstudagurinn 3. október 2008
var síðasti viðskiptadagur Landsbankans. Mánudaginn 6. október voru svonefnd
neyðarlög samþykkt á Alþingi. Daginn eftir tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur
Landsbankans og tók skilanefnd við stjórn hans.
Í bréfi Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins, dagsettu
27. janúar 2009, kemur fram að Kauphöllin hafi haft til athugunar verðmyndun
með hlutabréf stærstu viðskiptabankanna, þ. á m. Landsbanka Íslands hf. Hafi
Kauphöllin veitt því athygli, þegar skoðuð voru viðskipti miðlara innan
bankanna sem átt hafi viðskipti fyrir hönd eigin reiknings (eigin viðskipta) á
síðustu mánuðum að svo virtist sem það magn hlutabréfa sem keypt var í eigin
félagi hafi verið umtalsvert meira en það sem var selt. Á stundum þegar mikill
almennur söluþrýstingur hafi verið á hlutabréfamarkaði, innlendum sem erlendum,
sérstaklega gagnvart bönkum og fjármálafyrirtækjum, og í kjölfar þess að
fréttir birtust, sem undir eðlilegum kringumstæðum teldust neikvæðar, hafi
eigin viðskipti bankanna allt að því einokað kauphlið tilboðabókar eigin
félags. Slíkur kaupþrýstingur geti eðli málsins samkvæmt haft talsverð áhrif á
verðmyndun hlutabréfanna. Að mati Kauphallarinnar fáist skýrust mynd af hegðun
kauphallaraðila með því að skoða viðskipti sem verða til við sjálfvirka pörun
tilboða í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Í bréfinu kemur m.a. fram að dagana
29. september til 3. október 2008 hafi kaup eigin viðskipta Landsbankans numið
70 til 85% af heildarveltu með hlutabréf í bankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum.
Auk þess hafi velta með hlutabréf í bankanum þessa daga verið talsvert meiri en
mánuðina á undan. Í niðurlagi bréfsins kemur fram að Kauphöllin telji ástæðu
til að kanna nánar hvort viðskiptahættir eigin viðskipta bankanna hafi verið í
samræmi við lög. Nánar tiltekið telji Kauphöllin vert að taka til skoðunar
hvort bankarnir hafi með viðskiptaháttum sínum verið að tryggja óeðlilegt verð
á markaði með því að halda verði félaganna uppi eða koma í veg fyrir eðlilega
lækkun og með því brotið gegn 1. mgr. 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr.
108/2007.
Með bréfi, dagsettu 19. október 2010, kærði
Fjármálaeftirlitið 18 fyrrverandi starfsmenn Landsbankans til sérstaks
saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum frá maí 2003
til október 2008. Kemur þar fram að Fjármálaeftirlitið hafi hafið rannsókn
málsins í kjölfar tilkynningar Kauphallarinnar. Hafi þá verið komnar fram vísbendingar
um afmörkuð tilvik meintrar markaðsmisnotkunar sem hefðu átt sér stað í aðdraganda
bankahrunsins. Fljótlega hefði hins vegar vaknað grunur um að deild eigin
fjárfestinga bankans (EFL) hefði verið beitt með skipulögðum hætti í þeim
tilgangi að hækka eða styðja við gengi hlutabréfa sem gefin voru út af
Landsbankanum, yfir margra ára tímabil. Rannsókn Fjármálaeftirlitsins hafi
leitt í ljós að starfsmenn EFL hafi keypt á tímabilinu 1. maí 2003 til 3.
október 2008 umtalsvert af hlutabréfum útgefnum af Landsbankanum. Umfang
kaupanna hafi verið stór hluti af veltu bréfanna í marga mánuði á tímabilinu sem
um ræði. Fjármálaeftirlitið telji að hin umfangsmiklu kaup EFL á hlutabréfum
útgefnum af bankanum hafi leitt til þess að röng mynd hafi verið gefin af eftirspurn,
veltu og verði hlutabréfanna. Talið sé að þessi umfangsmiklu kaup EFL hafi verið
vel skipulögð og kerfisbundin og haft þann tilgang í fyrstu að hækka gengi
hlutabréfanna, en síðan styðja við það og að lokum að tefja fyrir falli þess.
Þá geti viðskipti EFL með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum ekki talist
eðlilegir viðskiptahættir sviðsins. Hlutabréf í Landsbankanum sem EFL keypti
hafi því næst verið seld í gegnum verðbréfamiðlun bankans, oft á tíðum í stórum
utanþingsvipskiptum til viðskiptavina bankans. Í mörgum tilvikum hafi
viðskiptin verið fjármögnuð af bankanum sjálfum. Loks kemur fram að talið sé að
auk EFL og miðlunar hafi fleiri deildir innan bankans tengst hinni meintu
markaðsmisnotkun með beinum eða óbeinum hætti og verið meðvitaðar um háttsemina
sem viðgengist hefði. Þá komi fram í fundargerðum fjármálanefndar bankans að
yfirstjórnendum hafi verið fullkunnugt um kaup EFL á hlutum í Landsbankanum.
Ekki hafi þó fundist gögn sem sýni að bankaráð Landsbankans hafi verið upplýst
um umfang viðskiptanna.
Í framhaldi af kæru
Fjármálaeftirlitsins hratt embætti sérstaks saksóknara af stað viðamiklum
rannsóknaraðgerðum í janúarmánuði 2011. Voru teknar skýrslur af 58
einstaklingum við rannsókn málsins, auk þess sem aflað var gagna á grundvelli dómsúrskurða
sem heimiluðu húsleit og símahlustun hjá sakborningum. Þá sættu ákærðu Sigurjón
og Ívar gæsluvarðhaldi við upphaf rannsóknarinnar.
Í skýrslu sérstaks saksóknara um rannsókn málsins kemur fram
að ákveðið hafi verið að miða rannsókn embættisins við tímabilið frá 1.
nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem komið hefði í ljós að kaup Landsbankans
á eigin hlutabréfum hefðu aukist mjög á því tímabili. Greining rannsakenda
byggist á gögnum Kauphallarinnar um viðskipti með bréfin. Er viðskiptum eigin
fjárfestinga og ákærðu Júlíusar og W með hlutabréf í bankanum í sjálfvirkum
pörunarviðskiptum lýst í fjórum töflum í ákæru. Kemur þar fram að hlutfall
viðskipta eigin fjárfestinga í heildarveltu hafi aukist er leið á
ákærutímabilið. Á sama tíma fór gengi bréfanna lækkandi, skráð dagslokagengi 1.
nóvember 2007 var 43,4 en 19,9 á síðasta viðskiptadegi 3. október 2008.
Í þágu rannsóknar málsins var TPR, prófessor í verkfræði,
fenginn til að útbúa svokallaðan kauphallarhermi til að skoða hvernig viðskiptum
starfsmanna eigin fjárfestinga með hlutabréf í Landsbankanum í sjálfvirkri
pörun hefði verið háttað á þeim tíma sem ákæra tekur til. Við gerð forritsins
var byggt á gögnum fengnum frá Kauphöllinni um öll viðskipti og tilboð í
hlutabréf í bankanum, sem tölulegar upplýsingar í ákæru eru jafnframt byggðar
á. Gögnin sem um ræðir er jafnframt að finna í tölvutæku formi í málinu. Með
herminum er dregin upp mynd af hverjum viðskiptadegi á ákærutímabilinu og
reyndar allt aftur til ársins 2003. Koma þar fram upplýsingar um hvenær kaup-
og sölutilboð voru sett fram, hvenær þingviðskipti og utanþingsviðskipti áttu
sér stað og um gengi hlutabréfanna. Unnt er að velja ákveðna flokka viðskipta
og rekja tilboð til einstakra miðlara. Í skýrslu sem höfundur forritsins ritaði
um gerð þess kemur fram að herminum sé ætlað að sýna með myndrænum hætti
atburði hvers viðskiptadags, kaup- og sölutilboð og viðskipti með hlutabréf og
sé það gert með því að spila allar færslur í réttri tímaröð og birta á
tölvuskjá. Skjámyndinni svipi til þess sem sést í eftirlitskerfi
Kauphallarinnar. Kauphallarhermirinn var notaður við aðalmeðferð málsins,
einkum við skýrslutökur af ákærðu Júlíusi og W, og var leitað eftir skýringum
þeirra á tilboðum sem þeir settu fram í viðskiptakerfi Kauphallarinnar.
Í röksemdum með ákæru kemur fram
að utanþingsviðskipti, sem vísað er til í niðurlagi I. kafla ákæru, séu
eftirfarandi:
a)
Skipti Landsbankans og Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka
hf. á eigin hlutabréfum á tímabilinu frá 17. mars til 31. mars 2008. Nánar
tiltekið seldu eigin fjárfestingar Landsbankans 201.000.000 hluta í Landsbankanum
til Straums fyrir 5.727.700.000 krónur og keyptu 507.000.000 hluta í Straumi af
Straumi fyrir 5.660.410.000 krónur í utanþingsviðskiptum.
b)
Lækkun hlutafjár Landsbankans um 300.000.000 hluta, sem
samþykkt var á aðalfundi Landsbankans 23. apríl 2008. Á sama fundi var samþykkt
að hækka hlutafé bankans um 300.000.000 hluta með útgáfu jöfnunarhlutabréfa til
hluthafa bankans í formi arðgreiðslu.
c)
Sala Landsbankans á 91.000.000 hluta í bankanum til Hunslow
S.A. í utanþingsviðskiptum 12. september 2008.
d)
Skipti Landsbankans og Glitnis banka hf. á eigin hlutabréfum
á tímabilinu 17. september til 30. september 2008. Nánar tiltekið seldu eigin
fjárfestingar Landsbankans 168.000.000 hluta í Landsbankanum til Glitnis fyrir
3.656.000.000 króna og keyptu 462.000.000 hluta í Glitni af Glitni fyrir
3.667.750.000 krónur í utanþingsviðskiptum.
e)
Sala Landsbankans á 210.000.000 hluta í bankanum til
Pro-Invest Partners Corp. í utanþingsviðskiptum 30. september 2008.
f)
Sala Landsbankans á 250.000.000 hluta í bankanum til Imon ehf.
í utanþingsviðskiptum 30. september 2008.
g)
Sala Landsbankans á 200.000.000 hluta í bankanum til Imon
ehf. í utanþingsviðskiptum 3. október 2008.
h)
Sala Landsbankans á 199.000.000 hluta í bankanum til Azalea
Resources Ltd. 3. október 2008.
Í II. til IV. kafla ákæru var ákært vegna þriggja
síðastgreindra viðskipta, en sem áður greinir féll dómur í þeim hluta málsins
5. júní sl.
Í 93. gr. laga um veðbréfaviðskipti er að finna ákvæði um
flöggunarskyldu vegna eigin hluta. Samkvæmt ákvæðinu skal útgefandi, ef hann
aflar eða ráðstafar eigin hlutum, birta opinberlega hlutfall eigin hluta ef
öflunin eða ráðstöfunin leiðir til þess að hlutfallið nær, hækkar yfir eða
lækkar niður fyrir 5% eða 10% atkvæðisréttar. Þá er þess að geta að samkvæmt
þágildandi ákvæði 1. mgr. 29. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 mátti
fjármálafyrirtæki ekki, án samþykkis Fjármálaeftirlitsins, eiga eða taka að
veði eigin hlutabréf sem nam hærri fjárhæð að nafnverði en 10% af nafnverði
innborgaðs hlutafjár fyrirtækisins. Loks gat eigin hlutabréfaeign haft neikvæð
áhrif á eiginfjárstöðu bankans, sbr. 4. og 5. mgr. 84. gr. laga um
fjármálafyrirtæki.
Af hálfu útlánaeftirlits og áhættustýringar Landsbankans var
eftir lok hvers bankadags unnið yfirlit yfir stöðu bankans í eigin bréfum, samkvæmt
fyrrgreindri 1. mgr. 29. gr. laga um fjármálafyrirtæki, þ.e. svokölluð 4:15
skýrsla. Skýrslan í heild var send ákærða Sigurjóni, og hluti hennar ákærða
Ívari, í tölvupósti. Á vikulegum fundum fjármálanefndar var síðan dreift
skýrslu sem sýndi m.a. heildareign bankans í sjálfum sér. Enn fremur kynnti
Ívar á fundunum sérstaklega stöðu deildar eigin fjárfestinga í hlutabréfum,
þ.m.t. hluti í bankanum. Af málsgögnum verður ráðið að á ákærutímabilinu hafi
bankinn alltaf verið nálægt eða yfir umræddum 10% mörkum. Ekki liggur fyrir að
til þess hafi komið að bankinn hafi „flaggað“ þótt farið hafi verið yfir
flöggunarmörk samkvæmt 93. gr. laga um verðbréfaviðskipti, en af tölvupóstum og
endurritum símtala milli starfsmanna bankans má ráða að beðið hafi verið með að
„flagga“ þótt umræddum mörkum hafi verið náð, ef fyrir lá að sala hlutabréfa
væri fram undan.
Verður nú gerð grein fyrir
framburði ákærðu við aðalmeðferð málsins að því leyti sem nauðsynlegt þykir til
úrlausnar málsins.
Ákærði, Júlíus Steinar Heiðarsson, gerði grein fyrir menntun sinni og
starfsreynslu. Hann kvaðst hafa lokið BSc-gráðu í hagfræði og alþjóðaviðskiptum
frá háskóla í Bandaríkjunum. Hann kvaðst ekki hafa hafa lokið prófi í
verðbréfaviðskiptum á þeim tíma sem ákæra tekur til. Ákærði kvaðst hafa starfað
í deild eigin fjárfestinga Landsbankans frá árinu 2003 til október 2008 og
fólst starf hans í því að eiga viðskipti fyrir eigin reikning bankans í innlendum
hlutabréfum. Kvaðst ákærði hafa haft það hlutverk að sinna stöðutöku og viðskiptavakt
á innlendum markaði. Ákærði bar að samkvæmt óskráðri reglu hefði hann þurft að
bera allar stærri viðskiptaákvarðanir, sem hefðu numið um eða yfir 100
milljónum króna, undir yfirmann sinn, meðákærða Ívar Guðjónsson. Hann kvaðst
aldrei hafa tekið við fyrirmælum frá öðrum en Ívari. Hann hefði ekki átt nein
samskipti við ákærða Sigurjón, en kvaðst vita til þess að Sigurjón og Ívar
hefðu átt í einhverjum samskiptum.
Ákærði kvað það hafa komið fyrir að hann hefði fengið bein
fyrirmæli frá Ívari um að setja fram ákveðið magn kauptilboða í tilboðabók
Kauphallarinnar. Hefði Ívar ýmist gefið honum bein fyrirmæli eða almenn um
framkvæmd starfans. Hefðu samskipti þeirra Ívars verið mun tíðari þegar mikið
var að gera. Hann hefði þó aldrei fengið fyrirmæli frá Ívari um að gæta þess að
verð bréfa í bankanum lækkaði ekki.
Ákærði kvað engar breytingar hafa orðið á starfsháttum sínum
í viðskiptum með hlutabréf í bankanum við upphaf ákærutímabilsins, en
starfsmenn eigin fjárfestinga hefðu starfað með sama hætti allt frá því bankinn
var skráður á markað árið 1998. Um þetta fyrirkomulag hefðu allir verið
upplýstir. Á kvittunum til viðskiptavina hefði sérstaklega verið tekið fram ef
bankinn var mótaðili í viðskiptum, heimild til kaupa á eigin hlutabréfum hefði
verið birt í Kauphöllinni, viðskiptin hefðu komið fram í árshlutareikningum og
ársreikningum bankans, viðskiptahreyfingar með bréfin hefðu birst í hlutaskrá
og yfirliti Kauphallar yfir stærstu hluthafa auk þess sem upplýsingar hefðu
reglulega verið sendar til Fjármálaeftirlitsins.
Að því er varðar sölu hlutabréfa í stórum
utanþingsviðskiptum, sem lýst er í ákæru, kvaðst ákærði ekkert umboð hafa haft
til að samþykkja slíkt og hefði hann ekki haft yfirsýn yfir þau viðskipti. Hann
bar þó að eigin fjárfestingar hefðu fljótlega fullnýtt heimildir ef bréfin
hefðu ekki verið seld og þar með ekki átt frekari viðskipti. Ákærði kvað
utanþingsviðskiptin hafa horft þannig við sér að um raunveruleg viðskipti hefði
verið að ræða, byggð á viðskiptalegum grunni.
Ákærði kvaðst aldrei hafa reynt að hafa áhrif á dagslokaverð
í lokunartilboðum í tilboðabókinni. Samkvæmt þeim viðmiðum sem eftirlitskerfi
Kauphallarinnar og norrænar kauphallir störfuðu eftir hefðu heldur ekki orðið
marktækar verðbreytingar í lokunaruppboðum á ákærutímabilinu. Þá hefði verðþróun
bréfa bankans í lokunaruppboðum í engu verið frábrugðin verðþróun annarra
sambærilegra félaga á markaði.
Fram kom hjá ákærða að hann teldi eigin fjárfestingar hafa
haft meira svigrúm í hinni óformlegu viðskiptavakt en ef um samningsbundna
viðskiptavakt hefði verið að ræða þar sem samið hefði verið um hámarksfjárhæð
viðskipta fyrir hvern dag. Þá áréttaði hann að allir markaðsaðilar hefðu verið
upplýstir um þessa framkvæmd, Kauphöllin, viðskiptavinir og Fjármálaeftirlitið.
Það hefðu hins vegar verið skýr fyrirmæli frá Ívari að fara ekki yfir 5%
flöggunarmörkin og hefði áhættustýring bankans fylgst með því og gert viðvart
ef svo var. Ef það gerðist hefði verið brugðist við með því að selja hlutabréf.
Hefðu eigin fjárfestingar frekar verið kaupandi bréfa í þingviðskiptum, en
seljandi í utanþingsviðskiptum.
Ákærði var spurður um kaup- og sölutilboð sem hann setti fram
í viðskiptakerfi Kauphallarinnar með hluti í Landsbankanum hvern þann dag sem
ákæra tekur til. Hann gaf ýmsar skýringar á viðskiptahegðun sinni, s.s. að hann
hefði séð kauptækifæri í Landsbankabréfum eða að breytingar hefðu orðið á gengi
annarra íslenskra fjármálafyrirtækja sem hefðu haft áhrif á ákvarðanatöku hans.
Þá hefðu utanþingsviðskipti, hlutverk eigin fjárfestinga sem viðskiptavaka með bréf
bankans og opinber umfjöllun um bankann eða önnur íslensk fjármálafyrirtæki
getað mótað hegðun hans. Hann bar að alla viðskiptadaga hefðu ákvarðanir starfsmanna
eigin fjárfestinga verið teknar út frá þeim upplýsingum sem hefðu legið fyrir, s.s.
um framboð og eftirspurn á símamarkaði, þróun hlutabréfaverðs í sambærilegum
félögum á markaði og fréttaflutningi. Ákærði var jafnframt spurður sérstaklega
um kauptilboð sem hann hefði sett fram á hærra verði en hefði verið í næstu
viðskiptum á undan. Hann hafnaði því að hafa með þessu verið að gefa til kynna
óeðlilega eftirspurn eftir bréfunum, en taldi sig einfaldlega hafa verið að
ganga að hagstæðustu sölutilboðum í umrædd sinn. Ekki þykja efni til að rekja
svör ákærða um einstaka viðskiptadaga nánar nema að því er varðar síðasta hluta
ákærutímabilsins.
Ákærði var spurður um viðskipti 29. september 2008, en þann
dag áttu eigin fjárfestingar viðskipti með 165.031.863 hluti í bankanum í
sjálfvirkum pörunarviðskiptum, sem nam 85% af veltu í sjálfvirkri pörun. Nettóviðskipti
ákærða námu 141.913.250 hlutum, eða 73% veltunnar. Ákærði sagðist hafa tekið
mið af öllum fyrirliggjandi upplýsingum þegar hann hefði tekið ákvarðanir um að
setja fram tilboð og eiga viðskipti. Vísaði hann til þess að þennan dag hefði
gengi bréfanna lækkað um 6,7% og hefði Landsbankinn þannig lækkað meira en
Kaupþing banki. Tilkynnt hefði verið um að ríkið hefði eignast meirihluta í
Glitni banka og aukið hlutafé bankans um 84 milljarða króna. Haft hefði verið
eftir forsætisráðherra í fjölmiðlum að aðrir bankar en Glitnir stæðu vel og
þyrftu ekki að leita aðstoðar ríkisins. Þá hefði daginn áður verið fjallað í
fjölmiðlum um hugsanlega sameiningu Straums og Landsbankans. Ákærði vísaði
jafnframt til þess að þennan dag hefðu verið seld bréf í Landsbankanum að
nafnvirði 53 milljónir króna í tilkynntum viðskiptum. Hefði hann talið að í
Landsbankabréfunum gætu falist verulega góð kauptækifæri. Ákærði var sérstaklega
spurður hvort starfsmenn eigin fjárfestinga hefðu ekki séð sambærileg kauptækifæri
í Kaupþingi banka. Svaraði hann því til að út frá framtíðarhorfum í rekstri
hefðu þeir talið Landsbankann betri fjárfestingarkost.
Þá var ákærði spurður út í viðskipti 30. september, en þann
dag námu nettóviðskipti eigin fjárfestinga í sjálfvirkri pörun 153.290.193
hlutum eða 70% af veltu í sjálfvirkri pörun og viðskipti ákærða 106.633.861
hlut eða 66% veltunnar. Ákærði vísaði til þess að þennan dag hefðu eigin fjárfestingar
keypt bréf á lægra verði en bankinn hefði selt á. Hefði sambærileg þróun verið
á gengi bréfa í Landsbankanum, Kaupþingi banka og Straumi Fjárfestingarbanka.
Þá hefði komið fram hjá viðskiptaráðherra í fjölmiðlum að ríkisvaldið myndi
freista þess að vernda stöðugleika og viðskiptavini bankanna, ættu aðgerðirnar
að styrkja fjármálakerfið í heild sinni og koma í veg fyrir gjaldþrot
fjármálafyrirtækja. Ákærði kvaðst ekki þekkja til viðskipta með hluti í
bankanum sem hefðu átt sér stað þennan dag, þ.e. sölu til félaganna Imon og Pro
Invest.
Ákærði var spurður út í viðskipti 1. október og vísaði hann
til þess að daginn áður hefðu verið seld hlutabréf í bankanum að nafnvirði 460
milljónir króna. Þá hefði gengi bréfa í Landsbankanum lækkað meira en gengi bréfa
í Kaupþingi banka og Straumi Fjárfestingarbanka og mátti skilja ákærða þannig
að það hefði verið talið skapa kauptækifæri.
Ákærði var spurður út í viðskipti 2. október, en þann dag
námu nettóviðskipti eigin fjárfestinga með bréf í bankanum 84% af veltu í
sjálfvirkri pörun, þar af námu nettóviðskipti ákærða 78%. Ákærði átti 173 af
199 kauptilboðum í tilboðabókinni þennan dag, en ekkert sölutilboð var sett
fram. Hann vísaði til þess að þennan dag hefði Straumur Fjárfestingarbanki til
að mynda yfirtekið þrjú dótturfélög Landsbankans og hefði verið haft eftir
bankastjóra Landsbankans að kaupin styrktu eiginfjárstöðu bankans verulega. Þá
hefði gengi bréfa í Landsbankanum þróast með svipuðum hætti og gengi annarra
félaga á markaði. Ákærði lýsti því jafnframt að eigin fjárfestingar hefðu haft
tvíþætt hlutverk, annars vegar að „mynda markað“ með hlutabréfin og hins vegar
að sinna stöðutöku. Ef starfsmenn hefðu skynjað eftirspurn eftir bréfunum á
markaði hefði verið keypt í þeirri von að unnt væri að selja bréfin á hærra
verði síðar.
Ákærði var spurður um tölvupóst sem hann sendi meðákærða
Ívari þennan dag, þar sem var að finna yfirlit yfir breytingar á stöðu bankans
í eigin bréfum. Ákærði sagðist þarna hafa verið að áframsenda Ívari upplýsingar
sem honum hefðu borist frá áhættustýringu bankans, en Ívar hefði viljað vera upplýstur
um það sem átti sér stað í deildinni.
Loks var ákærði spurður út í viðskipti 3. október, en þann
dag námu nettó viðskipti eigin fjárfestinga með bréf í bankanum 72% af veltu í sjálfvirkri
pörun og námu nettóviðskipti ákærða 67%. Fjöldi kauptilboða eigin fjárfestinga
var 125 af 195, en þar af átti ákærði 110 tilboð. Hann setti hins vegar ekki
fram sölutilboð. Ákærði kvað eigin fjárfestingar hafa fundið fyrir mikilli
eftirspurn eftir bréfum í bankanum þennan dag. Þá hefði birst frétt á CNN um
stærsta björgunarpakka sögunnar til handa bandarískum fjármálafyrirtækjum.
Hefðu eigin viðskipti keypt bréfin sem um ræðir í von um að geta ávaxtað
fjárfestinguna. Ákærði var spurður um tölvupóstsamskipti þennan dag, þ.e.
tölvupóst starfsmanns áhættustýringar bankans með fyrirsögninni „Flöggunarmörk“,
sem ákærði framsendi til meðákærða Ívars. Ákærði sagðist telja að bankinn hefði
ekki verið yfir flöggunarmörkum í raun, þar sem bréf í bankanum hefðu verið
seld, þótt ekki hefði verið búið að ganga frá viðskiptunum. Hann bar þó að
honum hefði ekki verið kunnugt um sölu bankans á eigin bréfum til félaganna
Imon og Azalea Resources þennan dag.
Ákærði var einnig spurður um tölvupóstsamskipti hans við
regluvörð bankans þennan dag, þar sem hann leitaði eftir heimild til að selja
hlutabréf sín í Landsbankanum, sem að framan er rakið. Hann kvað það hafa
hvarflað að sér að fá heimild til sölu, en hann hefði afturkallað beiðnina áður
en hún var afgreidd, þar sem hann hefði síðar talið að markaðurinn gæfi ekki
tilefni til sölu.
Þá var ákærði spurður um tvö símtöl sem hann átti við
lögfræðing á eftirlitssviði Kauphallarinnar, sem að framan er rakið, þar sem
m.a. kom fram hjá ákærða að eigin fjárfestingar fyndu fyrir mikilli eftirspurn
eftir Landsbankabréfum og verið væri að leita að kauptækifærum. Ákærði kvað það
hafa verið rétt og vísaði m.a. til þess að yfirmaður hans hefði borið honum
skilaboð um þetta, auk þess sem stór utanþingsviðskipti hefðu verið að eiga sér
stað. Hefðu eigin fjárfestingar því litið svo á að kauptækifæri væri í bréfum
Landsbankans. Þá staðfesti ákærði það sem komið hafði fram hjá honum við
yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara að þennan dag hefði Ívar staðið fyrir
aftan hann þar sem hann sat við borð sitt og sagt honum að taka sölutilboðum
sem voru í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Hefðu þeir talið að unnt yrði að hagnast
á þessari fjárfestingu.
Loks var ákærði spurður út í tölvupóst sem hann sendi
meðákærða Ívari þennan dag og kvaðst hann hafa verið að upplýsa um breytingar á
stöðu bankans í eigin bréfum.
Borið var undir ákærða að nettóviðskipti eigin fjárfestinga
af veltu í sjálfvirkri pörun á tímabilinu frá 29. september til 3. október 2008
hefðu numið 685.059.427 hlutum og hann spurður hvort hann hefði fengið heimild
frá meðákærða Ívari til viðskipta þessa daga. Ákærði svaraði því til að þau
viðskipti sem hann hefði átt hefðu verið í samræmi við heimildir og fyrirmæli
sem hann hefði fengið frá yfirmanni sínum.
Ákærði, W, kvaðst
vera menntaður […]. Hann kvaðst ekki hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Ákærði kvaðst hafa starfað í deild eigin fjárfestinga frá […]
2005 til […] 2008, við hlið ákærða Júlíusar. Hann hefði haft það verkefni
að annast viðskipti með íslensk hlutabréf. Hefði það falið í sér að annast
stöðutöku í bréfum, til lengri og skemmri tíma, og viðskiptavakt. Hann hefði
haft með höndum að setja fram tilboð í viðskiptakerfi Kauphallarinnar sem
viðskiptavaki í þeim félögum sem bankinn hefði samið um að þjónusta. Þá hefði
hann jafnframt haft það verkefnið að annast óformlega viðskiptavakt í hlutabréfum
í Landsbankanum. Ákærði kvaðst hafa tekið við fyrirmælum frá yfirmönnum sínum
við framkvæmd starfs síns, en ákærði Ívar var hans næsti yfirmaður. Ákærði kvað
Ívar hafa lagt línur um hvernig hann hagaði sér með bréf í bankanum á markaði,
ýmist fyrir einhverja daga í einu eða hluta dags. Stundum hefði Ívar gefið
fyrirmæli um kaup eða sölu á einstökum bréfum. Þá hefði hann oft gefið
fyrirmæli um kaup með tilteknum hætti í sjálfvirkum pörunarviðskiptum. Ákærði
kvaðst jafnframt hafa þurft að leita til yfirmanns síns ef hann ætlaði að eiga
í stórum viðskiptum. Auk ákvæða í áhættureglum bankans um heimild hans til
fjárfestinga hefði gilt sú óskráða regla að hann hefði þurft heimild til
einstakra viðskipta, eða viðskipta innan dags, sem námu 100 milljónum króna eða
meira. Ákærði kvaðst aldrei hafa haft samskipti við bankastjóra, en vita til
þess að ákærðu Sigurjón og Ívar hefðu hist og rætt saman, þótt hann vissi ekki
um efni þeirra samtala.
Ákærði kvað áherslu hafa verið
lagða á að ekki væri keypt svo mikið af hlutabréfum í bankanum að bankinn
þyrfti að „flagga“. Þá lýsti hann því að þótt kaup eigin fjárfestinga á
hlutabréfum í bankanum hefðu verið mun meiri en sala deildarinnar í sjálfvirkum
pörunarviðskiptum á ákærutímabilinu hefðu bréf mjög oft verið seld í
utanþingsviðskiptum. Verð bréfanna hefði farið lækkandi á tímabilinu, sem hefði
haft í för með sér að mun oftar var gengið að kauptilboðum. Þá kvað ákærði það
hafa verið eðlilega og þekkta framkvæmd á erlendum mörkuðum að aðili væri með
mörg kaup- og sölutilboð inni á tilboðabók á mismundandi verði og gerði grein
fyrir ástæðum þess. Ákærði kvað það hafa verið háð mati hverju sinni hvernig
verðbili milli tilboða var háttað og hversu mörg kaup- eða sölutilboð hefðu
verið inni í kerfinu. Spilað hefði verið á þá sveiflu sem hefði verið á markaði
og kaup- og sölutækifæri myndast á víxl. Þá hefðu opnunar- og lokunartilboð
verið eðlilegur hluti af markaðsdeginum. Ákærði rakti að eigin viðskipti hefðu
átt viðskipti með bréf í bankanum í lokauppboðum á 100 dögum á ákærutímabilinu.
Þar af hefði verð hækkað í lok 35 daga, en um afar litlar verðbreytingar hefði
verið að ræða, og hefði verð í lok 23 daga verið lægra en við upphaf dags.
Fram kom hjá ákærða að bankinn
hefði ekki aðeins verið óformlegur viðskiptavaki í eigin bréfum, heldur hefði
einnig verið um að ræða stöðutöku bankans í bréfunum. Hann kvaðst hafa haft
vitneskju um stöðu bankans í þeim bréfum sem verið hefðu inni á söfnum
deildarinnar, en þær upplýsingar hefðu komið fram í Voginni, bókhaldskerfi
bankans. Þá hefði hann daglega fengið senda svokallað 4:15 skýrslu, þar sem
staða eigin fjárfestinga kom fram. Áhættustýring bankans hefði gert
starfsmönnum eigin fjárfestinga viðvart ef komið var nálægt flöggunarmörkum.
Ákærði kvað sér ekki hafa verið kunnugt um skipti bankans á hlutafé við Glitni
og Straum Fjárfestingarbanka í mars og september 2008 og ekki hafa vitað um
lækkun hlutafjár bankans sem samþykkt var á aðalfundi í apríl 2008 fyrr en
tilkynning um þá aðgerð barst Kauphöllinni.
Ákærði gaf skýringar á kaup- og sölutilboðum sem hann setti í
viðskiptakerfi Kauphallarinnar með hluti í Landsbankanum hvern dag á því
tímabili sem ákæra tekur til og gerði grein fyrir þeim, s.s. að hann hefði séð
kauptækifæri í bréfunum, keypt bréf á lægra gengi en hann hefði síðan selt á, keypt
á sama verði og verið hefði í öðrum viðskiptum sama dag, gengi annarra
fjármálafyrirtækja hefði hreyfst á svipaðan hátt, stór viðskipti utan verðbils
kynnu að hafa haft áhrif á verð, fréttaumfjöllun eða tilkynnt viðskipti hefðu
gefið tilefni til hækkunar. Þá kom fram hjá ákærða að ávallt væru hlutfallslega
flest viðskipti við upphaf og lok dags.
Ákærði var spurður út í viðskipti sem hann átti í kerfinu 29.
september 2008, en þann dag átti hann nettóviðskipti með 23.118.613 hluti. Hann
kvaðst telja að þetta hefðu verið umfangsmestu viðskipti sem hann hefði átt á
ákærutímabilinu og hefðu þau verið umfram heimildir sem hann hafði. Hefðu þessi
viðskipti verið unnin í samræmi við fyrirmæli frá Ívari. Hann var spurður um
viðskipti sem hann átti klukkan tvö þennan dag sem hefðu horft til hækkunar
miðað við næsta tilboð á undan, auk þess sem hann virtist hafa keypt nánast öll
bréf í bankanum sem framboð var af undir lok dags. Hann gaf þá skýringu að
þennan dag hefði verð bréfanna lækkað um 6,7% og hefðu menn hugsanlega metið
það svo að um væri að ræða meiri lækkun en eðlilegt gæti talist. Vísaði ákærði
til þess að þekkt væri að þegar óþolinmóðir fjárfestar vildu selja hlutabréf
skapist tækifæri fyrir fjárfesta sem horfi til lengri tíma. Þetta hefði gerst
er markaðir féllu árið 2006. Hefðu stærri fjárfestar þá nýtt sér tækifæri sem
fylgdu þeim óróa og það reynst þeim afar arðbært. Ákærði kvað deild eigin
fjárfestinga m.a. hafa litið á sig sem langtímafjárfesti og haft háa grunnstöðu
í bréfum í bankanum.
Borin voru undir ákærða tvö símtöl sem hann átti þennan dag
við starfsmann áhættustýringar bankans. Hann kvaðst ekki hafa vitað hver staða
bankans í eigin bréfum var á þessum tíma og því leitað eftir upplýsingum um
það. Hann kvaðst þó alltaf hafa talið að staðan væri undir flöggunarmörkum.
Ákærði var spurður um tölvubréf sama starfsmanns áhættustýringar til þeirra
Júlíusar þennan dag þar sem kom fram að staða bankans í eigin bréfum væri 6,3%
af útgefnu hlutafé, en Júlíus svaraði með tölvupósti þar sem fram kom að ekki
ætti að flagga þar sem það yrði „trade“ síðar. Ákærði skýrði þetta svo að
líklega hefðu einhver viðskipti átt sér stað sem hefðu fært stöðuna niður fyrir
flöggunarmörkin, en hann kvaðst þó ekki þekkja viðskiptin.
Ákærði var einnig spurður út í viðskipti sem hann átti með
bréf bankans 30. september, en þann dag keypti hann 6.000.000 hluta í bankanum
en setti ekki fram nein sölutilboð. Ákærði vísaði til þeirra skýringa sem hann
hafði gefið á hegðun sinni daginn áður og bætti því við að viðskiptin gætu
ýmist hafa verið vegna stöðutöku eða viðskiptavakahlutverksins. Hann kvaðst
ekki hafa komið að sölu verðbréfamiðlunar bankans og Landsbankans í Lúxemborg á
bréfum til félaganna Pro Invest og Imon þennan dag.
Ákærði var spurður um viðskipti sem hann átti 1. október,
einkum viðskipti eftir klukkan hálffjögur, en þá setti ákærði fram 11
kauptilboð. Ákærði kvaðst þarna hafa verið að kaupa eftir miklar lækkanir, en
vísaði að öðru leyti til fyrri skýringa.
Ákærði var jafnframt spurður út í viðskipti sem hann átti 2.
október, en þann dag settu eigin fjárfestingar fram 199 af 266 kauptilboðum í
tilboðabókinni en ekkert sölutilboð. Ákærði kvaðst þarna hafa endurnýjað
tilboð, eftir að gengið hefði verið að tilboðum sem sett hefðu verið fram fyrr
um daginn. Þá tók hann fram að viðskipti hans þennan dag, kaup á rúmlega 17
milljónum hluta, hefðu ekki rúmast innan heimilda hans, en fyrirmæli hefðu
komið frá yfirmanni um að eiga viðskiptin. Hann var spurður um símtal sem hann
átti þennan dag við starfsmann verðbréfafyrirtækis og kvaðst hann hafa verið að
spyrja út í orðróm um að einhverjir lífeyrissjóðir væru að selja bréf í
bankanum, en hann hefði talið að lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar ættu
að vera að kaupa bréf á þessum tíma.
Ákærði var spurður út í viðskipti sem hann átti 3. október,
en þann dag keypti hann rúmlega 8 milljónir hluta, en nettó viðskipti eigin
fjárfestinga námu rúmlega 116 milljónum hluta. Hann var m.a. spurður hvers
vegna Júlíus hefði keypt mun meira. Svaraði ákærði því til að heimildir
Júlíusar hefðu verið umfram heimildir hans. Þá kvaðst hann ekkert hafa komið að
sölu bankans á hlutum til félaganna Azalea Resources og Imon þennan dag.
Loks kvaðst ákærði aldrei hafa verið hvattur til að reyna að
halda uppi verði hluta í bankanum eða missa verðið ekki niður. Þá hefðu aldrei
verið gerðar athugasemdir við hversu mikið hann keypti af hlutabréfum í
bankanum.
Ákærði, Ívar Guðjónsson,
kvaðst vera menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hafa lokið
MBA-gráðu frá bandarískum háskóla. Hann kvaðst jafnframt hafa lokið prófi í
verðbréfaviðskiptum á þeim tíma sem ákæra tekur til. Ákærði kvaðst hafa hafið
störf hjá Landsbankanum vorið 2003. Hann hafi verið forstöðumaður deildar eigin
fjárfestinga bankans, sem hafi haft með höndum hlutabréfafjárfestingar bankans,
jafnt í skráðum sem óskráðum bréfum, innlendum sem erlendum. Þá hafi deildin
annast viðskiptavaktir og sölutryggingar. Markmið deildarinnar hafi verið að
hámarka afkomu í fjárfestingum. Starfsemin hefði verið umfangsmikil, en ellefu
starfsmenn hefðu starfað í deildinni á Íslandi, tveir í London, sjö í París og
einn í Dublin.
Ákærði kvað allar stöðutökur bankans og afkomu hafa verið
kynntar yfirstjórn á vikulegum fundum fjármálanefndar og hefði það einnig átt
við um viðskipti með Landsbankabréf. Þá hafi yfirstjórn bankans haft aðgang að
daglegum upplýsingum um starfsemi deildarinnar, sem hafi jafnframt verið undir
stöðugu eftirliti áhættustýringar.
Ákærði kvaðst ekki hafa haft markaðsaðgang að Kauphöll
Íslands og hefði hann ekki framkvæmt nokkur þeirra viðskipta sem ákæra lýtur
að. Hann kvaðst aldrei hafa gefið fyrirmæli um tiltekna kauphegðun, svo sem um
hvernig tilboðum skyldi háttað í opnunar- og lokunaruppboðum í Kauphöll. Þá
hefði hann ekki haft nokkra vitneskju um hverjir væru kaupendur þeirra bréfa
sem deild eigin fjárfestinga seldi eða hverjir væru seljendur þeirra bréfa sem
deildin keypti. Enn síður hefði hann haft vitneskju um fjármögnun þeirra
viðskipta. Hann kvaðst aldrei hafa reynt að hafa óeðlileg áhrif á verð hlutabréfa,
hvorki eigin bréfa bankans né annarra bréfa. Ákærði kvaðst hafa fengið almennar
upplýsingar hjá starfsmönnum sínum til að halda yfirsýn um starfsemi
deildarinnar og hefði hann lagt línur um starfsemina og upplýst næsta yfirmann
sinn um stöðu mála á grundvelli þeirra upplýsinga. Hann hefði gefið
starfsmönnum sínum almenn fyrirmæli, en þeir hefðu að öðru leyti verið mjög
sjálfstæðir í störfum sínum. Hefði hann borið traust til þeirra, sem hefði
aukist eftir því sem á leið, enda hefðu þeir staðið sig mjög vel að hans mati.
Hann kvaðst þó hafa komið að stærri ákvörðunum starfsmanna deildarinnar. Þá
hefðu þeir oft borið undir hann viðskipti. Ákærði kvaðst sjálfur hafa látið
yfirmann sinn, YÖK, vita af mjög stórum viðskiptum.
Ákærði kvað viðskipti bankans með eigin bréf hafa hafist
löngu fyrir sína tíð í bankanum. Sú staðreynd að bankinn stundaði viðskipti með
eigin bréf hefði verið öllum kunn, jafnt öðrum markaðsaðilum sem yfirvöldum,
þ.m.t. bæði Kauphöllinni og Fjármálaeftirlitinu. Hefðu eðlileg viðskiptaleg
sjónarmið ávallt ráðið ferðinni í þessum viðskiptum og allt verið uppi á
borðum. Eftirlitsaðilar hefðu ekki hreyft andmælum eða gert athugasemdir við
viðskiptin. Hann kvaðst því ekki geta séð að undirmenn hans hefðu gerst
brotlegir við lög í viðskiptum með bréf í bankanum, en jafnvel þótt svo væri
gæti hann ekki borið ábyrgð á háttsemi þeirra á grundvelli þess að hann hefði
verið yfirmaður þeirra.
Ákærði kvaðst reglulega hafa haldið fundi með starfsmönnum
deildarinnar til að taka stöðuna. Þegar á leið hefði starfsemin orðið deildaskiptari
og hefði hann tilnefnt ábyrgðarmenn á hverju sviði fyrir sig. Þannig hefðu
fjárfestingar í innlendum hlutabréfum verið á ábyrgðarsviði Júlíusar. Þegar starf
Júlíusar hefði aukist að umfangi hefði hann fengið meðákærða W sér til
aðstoðar. Ákærði orðaði það svo að Júlíus hefði verið „mentor“ W.
Ákærði kvaðst kannast við að hafa gefið undirmönnum sínum
almenn fyrirmæli, en ekki sérstök fyrirmæli um einstök viðskipti eða tilboð.
Eftir því sem starfsemin varð umfangsmeiri og alþjóðlegri hefði hann gefið
fyrirmælin með óreglulegri hætti. Þá hefðu undirmenn hans útbúið skýrslu, sem
hann hefði farið með á vikulega fundi fjármálanefndar. Hann kvaðst ekki kannast
við að hafa gefið fyrirmæli um kauphegðun á markaði. Hann hefði einna helst
komið að stærri viðskiptum deildarinnar, en ekki kvaðst hann kannast við viðmið
um að bera hefði þurft undir hann viðskipti sem hefðu numið yfir 100 milljónum
króna. Lagði ákærði áherslu á að hann hefði aðallega skoðað nettóbreytingar á veltubókinni
til að leggja mat á stöðuna. Þá kom fram hjá ákærða að ákvæði áhættureglna um
heimildir hefðu verið orðnar úreltar, enda hefði heildarsafn bankans í öllum
hlutabréfum margfaldast frá því þær voru settar.
Ákærði kvað bankastjóra helst hafa haft afskipti af starfi
sínu í gegnum fjármálanefnd bankans. Þar hafi verið skipst á skoðunum, farið
yfir hreyfingar á eignasafninu og afkomu og meginlínur verið lagðar. Hefði
reglan um að ekki mætti fara yfir 5% í eigin bréfum komið frá fjármálanefndinni.
Honum hefði þótt þetta góð regla, sem veitti hæfilegt svigrúm, og hefði hann
komið henni áfram til Júlíusar og W. Ákærði kvað það hafa verið hendingu ef
hann hefði verið í samskiptum við bankastjórana utan fjármálanefndarfunda.
Ákærði Sigurjón hefði örsjaldan komið niður í deildina og þeir þá rætt saman.
Hefði Sigurjón þá meira verið að ganga um og spjalla við fólk, en ekki átt
neitt sérstakt erindi við sig.
Ákærði kvað það hafa verið markmið bankans að vera „market
maker“ í eigin bréfum. Starfsmenn eigin fjárfestinga hefðu átt að tryggja
seljanleika og sjá til þess að skilvirkni í verðmyndun væri eðlileg. Það hafi
til dæmis verið gert með því að gæta þess að ekki væri of mikið verðbil og með
því að mynda tiltekna dýpt á markaði, en með dýpt á markaði kvaðst ákærði eiga
við að unnt væri að eiga einhver lágmarksviðskipti með bréfin. Flestir eða
allir innan bankans hefðu vitað af þessari viðskiptavöktun og hefði þetta
fyrirkomulag verið til staðar þegar hann kom þangað til starfa.
Ákærði var beðinn um að skýra hvers vegna kaup eigin
fjárfestinga á bréfum í Landsbankanum hefðu numið 48,4% af veltunni í
sjálfvirkum pörunarviðskiptum á ákærutímabilinu, en sala á bréfum aðeins 1,2%
af veltunni á sama tíma. Ákærði kvaðst ekki hafa haft hugmynd um hver hlutdeild
deildarinnar hefði verið í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, enda hefði hann ekki
gert greinarmun á þeim og tilkynntum viðskiptum. Hann kvaðst aðeins hafa gefið
undirmönnum sínum almenn fyrirmæli um að „mynda markað“ með bréf bankans og
tryggja skilvirka verðmyndun. Jafnframt hafi þeir átt að hafa hagnaðarmarkmið
að leiðarljósi. Ekki hefði verið lagt upp með neitt sérstakt varðandi opnunar-
og lokunaruppboð í Kauphöllinni. Ákærði áréttaði að hann hefði ekki átt í
þessum viðskiptum sjálfur og vísaði til skýringa Júlíusar og W á
viðskiptahegðun þeirra.
Ákærði kvaðst ekki telja það hafa verið nauðsynlegt að
tilkynna til Fjármálaeftirlitsins að Landsbankinn væri viðskiptavaki í eigin
bréfum. Hver sem er geti tekið ákvörðun um að mynda markað fyrir tiltekin hlutabréf
og taldi ákærði ekki þurfa sérstakt leyfi til þess. Þar fyrir utan hefði öðrum
markaðsaðilum, Kauphöllinni og Fjármálaeftirlitinu verið kunnugt um
viðskiptavaktina. Ákærði var beðinn um að skýra hvers vegna Landsbankinn hefði
keypt mun minna af bréfum í Kaupþingi og Glitni banka, sem bankinn hafði gert
formlega samninga við um viðskiptavakt. Vísaði ákærði til þess að um
fjárfestingarákvörðun hefði verið að ræða, en þetta hefði ekki verið
sérstaklega rætt innan deildarinnar. Ákærði kvaðst hafa vitað um stöðutöku
eigin fjárfestinga í Landsbankanum. Hefði hann verið Júlíusi og W sammála um að
Landsbankinn væri góður fjárfestingarkostur. Bankinn hefði fengið góðar
einkunnir frá matsfyrirtækinu Moody´s. Hann hefði verið metinn sterkari en
hinir bankarnir og ekki jafn áhættusamt að fjárfesta í honum. Þá hefði bankinn
verið með betri fjármögnun og meiri innlánafjármögnun en hinir
viðskiptabankarnir og skilað góðri afkomu.
Ákærði kvað ákærða Sigurjón hafa átt frumkvæði að skiptum
Landbankans og Straums Fjárfestingarbanka á eigin hlutabréfum í mars 2008 og
skiptum bankans og Glitnis banka á eigin bréfum í september sama ár. Hefði
ákærði verið beðinn um að ganga í þessi mál og hann falið starfsmönnum
deildarinnar það verk. Hann kvaðst fyrst hafa vitað um fyrirhugaða lækkun
hlutafjár bankans um 300 milljónir að nafnverði þegar hann sá getið um það í
auglýsingu um hluthafafund í apríl þetta ár. Hann kvaðst ekki muna hvort hann
kom að sölu bankans á 210 milljónum hluta til félagsins Pro Invest 30.
september 2008, en taldi mjög líklegt að hann hefði „gefið go“ á þessa sölu.
Hann kvað sér aldrei hafa verið kunnugt um hvernig fjármögnun viðskipta af
þessu tagi var háttað. Ákærði var spurður um aðkomu hans að sölu bankans á 250
milljónum hluta til Imon ehf. sama dag. Hann kvaðst hafa verið kallaður inn á
fund á fyrirtækjasviði bankans eftir að viðskiptin höfðu komist á. Þar hefði
kaupandi bréfanna verið fyrir og hefði hann verið beðinn um álit á markaðnum.
Hann hefði staldrað þarna við í um fimm mínútur, en síðan yfirgefið fundinn. Ákærði
var spurður hvort hann hefði þessa síðustu daga verið í beinu sambandi við SG,
forstöðumann verðbréfamiðlunar bankans, í því augnamiði að losna við eigin bréf
bankans. Kvað ákærði það hafa komið fyrir að SG hefði samband við hann ef um
stór viðskipti var að ræða. Hann kvaðst ekki hafa vitað að Imon ehf. væri
kaupandi að 200 milljónum hluta sem bankinn seldi 3. október 2008. Þá kvaðst
hann ekki þekkja til félagsins Azalea Resources Ltd. sem keypt hefði 200
milljón hluta í bankanum sama dag.
Ákærði kvað stöðu bankans í eigin bréfum hafa verið lága við
upphaf ákærutímabilsins, en á þeim tíma hefði verð hlutabréfanna verið hátt, sem
leitt hafi til þess að staðan var lækkuð. Þegar gengi bréfanna fór lækkandi
hefðu eigin fjárfestingar hins vegar hafið kaup þeirra að nýju. Þannig hefði
deildin bætt við sig bréfum þegar gengi þeirra fór lækkandi, en selt þau þegar
gengið fór hækkandi.
Ákærði kvað mjög annasamt hafa verið síðustu daga bankans.
Hann hefði sjálfur lítinn tíma haft til að einbeita sér að stöðu Landsbankans á
markaði, en á þessum tíma hefði hann verið að vinna að mati á tiltekinni eign bankans
og sölu á annarri, auk annarra verkefna. Hann kvað undirmenn sína hafa ráðfært
sig við hann vegna kaupa á bréfum í bankanum dagana 29. september til 3.
október og hefði hann vitað að þeir væru að kaupa nokkurt magn bréfa. Á sama
tíma hefðu þeir fengið vitneskju um eftirspurn eftir bréfunum. Ákærði vísaði
til skýringa sem Júlíus og W hefðu gefið á kaupum sínum á bréfum bankans í
tilboðabókinni þessa daga. Menn hefðu metið það svo að kauptækifæri væru að
myndast á markaði. Hann áréttaði að hann hefði ekki átt þessi viðskipti
sjálfur, en kvaðst hafa lagt áherslu á það við undirmenn sína að fara ekki yfir
5% mörkin. Þá kvaðst ákærði ekki muna sérstaklega eftir umræðu á fundi
fjármálanefndar 1. október. Hann myndi þó að fundarmenn hefðu haft áhyggjur af
þróun markaða og hefðu umræður snúist um það, en ekki sérstaklega um uppsafnað
tap bankans vegna eigin bréfa.
Ákærði kvaðst minnast þess að hafa staðið hjá Júlíusi og W síðasta
daginn, þ.e. 3. október, og fylgst með viðskiptum þeirra í nokkrar mínútur. Það
hefði verið eftir að stór sala hefði átt sér stað með hluti í bankanum í
tilkynntum viðskiptum. Hefðu Júlíus og W ráðfært sig við hann og þeir hefðu
reynt að meta markaðsaðstæður. Kvaðst ákærði því hafa verið meðvitaður um að
tilboðum hefði verið tekið í tilboðabókinni sem ollu verðhækkun.
Ákærði var spurður um tölvupóstsamskipti hans við regluvörð
bankans 3. október, þar sem fram kom að hann hefði óskað eftir heimild til að
selja 1.000.000 hluta af bréfum sem hann átti í bankanum. Ákærði kvaðst ekki
hafa verið búinn að taka ákvörðun um að selja bréfin, en hann hefði viljað hafa
heimildina ef til þess kæmi. Hann hefði staðið í húsbyggingarframkvæmdum á
þessum tíma og þurft að standa skil á skuldbindingum í því sambandi.
Ákærði kvað forstöðumann verðbréfasviðs bankans hafa kvartað
yfir því á fundum fjármálanefndar að eigin fjárfestingar væru ekki nógu virkar
á kauphliðinni. Kvaðst ákærði hafa komið því til Júlíusar að vera vakandi yfir
því að vera með virka verðmyndun í bréfunum. Nánar spurður út í þetta orðalag
kvaðst ákærði hafa litið svo á að það væri hlutverk deildarinnar að mynda
markað, þ.e. eiga viðskipti og við það myndaðist verð. Að „mynda markað“ og
„mynda verð“ væri þannig hvor sín hliðin á sama peningi.
Ákærði, Sigurjón Þorvaldur Árnason, gerði grein fyrir menntun sinni og
starfsreynslu. Hann kvaðst hafa útskrifast með BSc-gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla
Íslands og lokið MBA-gráðu frá bandarískum háskóla. Þá hefði hann stundað nám í
hagverkfræði við háskóla í Þýskalandi. Hann kvaðst ekki hafa lokið prófi í
verðbréfaviðskiptum. Ákærði kvaðst hafa verið ráðinn bankastjóri Landsbankans í
apríl 2003, en fram kemur í gögnum málsins að hann hafi áður starfað hjá
Búnaðarbanka Íslands frá 1995 og verið framkvæmdastjóri þar frá árinu 1998.
Ákærði gerði grein fyrir skipulagi bankans og verkaskiptingu
bankastjóra, m.a. með vísan til tilkynningar bankans til Kauphallarinnar 22. apríl
2003, sem liggur fyrir í gögnum málsins. Í tilkynningunni kemur fram að
bankaráð Landsbankans hafi ráðið ákærða sem bankastjóra við hlið HJK. Síðan
segir: „Bankastjórarnir munu fara sameiginlega með stjórnun allra málefna
bankans. Verkaskipting samkvæmt nýju skipuriti er þannig að HJK fer fyrir
alþjóðasviði, viðskiptabankasviði og eignastýringarsviði en Sigurjón fyrir
fyrirtækjasviði, verðbréfasviði og stoðsviðum. Báðir munu fara með
viðskiptatengsl og viðskiptamál.“
Þá gerði ákærði grein fyrir hlutverki fjármálanefndar og því
hvernig fundir nefndarinnar gengu fyrir sig, m.a. aðkomu ákærða Ívars þar.
Ákærði kvað Ívar hafa lagt fram skýrslu á fundunum, með yfirliti um innlend og
erlend hlutabréf í eigu bankans, skráð og óskráð. Hefði kynning Ívars aðallega
falist í yfirferð um það hvort hefði verið hagnaður eða tap hjá deild eigin
fjárfestinga. Ívar hefði þó sérstaklega tekið fram ef miklar sveiflur hefðu
orðið á verði hluta í Landsbankanum, enda hefði hagnaður eða tap af eigin
bréfum haft bein áhrif á eigið fé bankans. Ákærði vék að síðasta fundi
nefndarinnar 1. október 2008 og benti á að umfjöllun um Landsbankabréf hefði
aðeins verið lítill hluti af skýrslu Ívars á þessum fundi. Hann kvað fundi
fjármálnefndar einkum hafa verið haldna í upplýsingarskyni, en bankastjórum
hefði þar verið kynnt staða mála. Sérstaklega hefði verið skráð í fundargerð þegar
ákvarðanir voru teknar um einhver málefni. Aldrei hefði verið tekin um það
ákvörðun á þessum fundum að kaupa eða selja eitthvert ákveðið magn hlutabréfa. Þá
hefði heldur aldrei verið rætt um viðskiptavakt í eigin bréfum. Kvaðst ákærði
þó telja að öllum sem sátu í fjármálanefnd hefði verið kunnugt um að bankinn
væri viðskiptavaki í eigin bréfum. Slík viðskiptavakt hefði verið við lýði í
bankanum þegar ákærði kom þar til starfa árið 2003 og enginn hefði gert
athugasemd við það fyrirkomulag.
Ákærði kvaðst ekki hafa horft mikið
til svokallaðra 4:15 skýrslna, sem honum hefðu verið sendar í tölvupósti, enda
hefði honum þótt skýrslugjöf sem fram fór á fundum fjármálanefndar
fullnægjandi. Hann kvað ritara sinn þó hafa prentað út fyrir sig skýrslurnar
þegar þær bárust á tölvupósti og hefði hann lesið þær framan af, en hætt því
einhvern tíma á árinu 2005. Þá taldi hann að ritarinn hefði hætt að prenta út
þessar skýrslur þegar á leið, þar sem hann hefði ekki talið sig þurfa að kynna
sér þær.
Ákærði gerði grein fyrir því
hvaða heimildir eigin fjárfestingar hefðu haft til stöðutöku í hlutabréfum. Annars
vegar hefði heildarstaða eigin fjárfestinga ekki mátt fara umfram 3% af
heildareignum bankans og hinsvegar hefði svokallað VaR gildi („Value at Risk“)
ekki mátt fara yfir þrjá milljarða króna. Jafnframt vísaði ákærði til þeirrar
óskráðu reglu, sem bankastjórarnir tveir hefðu mælt fyrir um, að ekki mætti án
heimildar þeirra kaupa yfir 5% hlut í félagi, þannig að skylt væri að „flagga“
samkvæmt ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti. Ályktanir væru dregnar af því á
markaði ef banki „flaggaði“. Því hefðu bankastjórarnir ekki viljað að það væri
gert nema samkvæmt ákvörðun þeirra.
Ákærði kvað það hafa verið hlutverk eigin fjárfestinga að
ávaxta ákveðið magn af fé bankans og annast viðskiptavöktun. Hefði það hlutverk
náð til eigin bréfa bankans, sem annarra hlutabréfa. Starfsmenn eigin
fjárfestinga hefðu mátt breyta heildargnóttstöðu og heildarskortstöðu bankans
um 250 milljónir króna á milli vikna og forstöðumaður sviðsins um 500
milljónir, samkvæmt áhættureglum bankans. Reglurnar hefðu þó ekkert sagt til um
hvernig staðan mátti vera innan hverrar viku, aðeins hvernig hún átti að vera í
vikulok.
Ákærði kvaðst hafna því að
utanþingsviðskipti sem væru utan verðbils hefðu takmörkuð áhrif á verð hlutabréfa,
eins og fram komi í ákæru, enda væri þar verið að rugla saman verðmyndun og
verðmælingu. Rakti ákærði þetta ítarlega og
áréttaði að því stærri sem viðskipti með hlutabréf væru og því lengra
sem þau væru frá verði síðustu viðskipta, því meiri verðmótandi áhrif hefðu
þau, sem kæmi fram í viðskiptum með bréfin sem fylgdu í kjölfarið. Þá benti
ákærði á að gengi bréfa í Landsbankanum hefði þróast með svipuðum hætti og
gengi bréfa annarra banka hér á landi og hefði gengi bréfa í bankanum jafnvel
fallið ívið meira en gengi bréfa í öðrum bönkum. Þá hefði gengi íslenskra
fjármálafyrirtækja þróast á svipaðan veg og gengi fjármálafyrirtækja á Norðurlöndum
og í öðrum Evrópulöndum. Væri það ekki vísbending um að myndað hefði verið
svokallað verðgólf, sem vísað er til ákæru.
Ákærði kvaðst ekki hafa haft
afskipti af viðskiptum eigin fjárfestinga. Hefðu starfsmenn deildarinnar verið
sjálfstæðir í störfum sínum. Hann kvaðst þó hafa haft frumkvæði að skiptum
Landsbankans og Glitnis banka á eigin bréfum í september 2008. Á þessum tíma
hefði bankinn verið kominn yfir 10% mörkin svokölluðu samkvæmt 29. gr. laga um
fjármálafyrirtæki og hefði hann talið æskilegt að losna við eitthvað af eigin
bréfum bankans. Hann hefði þá fengið þá hugmynd að skipta á hlutabréfum við
Glitni og rætt það við bankastjóra Glitnis, sem hefði litist vel á. Kvaðst
ákærði síðan hafa rætt við ákærða Ívar og lagt fyrir hann að framkvæma
viðskiptin.
Ákærði kvaðst hvorki hafa
sjálfur, né heldur fjármálanefnd bankans, gefið bein eða óbein fyrirmæli um að
eigin fjárfestingar skyldu auka kaup á bréfum bankans eftir því sem verð þeirra
lækkaði. Hefðu engin fyrirmæli verið gefin um kauphegðun starfsmanna
deildarinnar yfirhöfuð. Þá hefði aldrei í umræðum á fundum fjármálanefndar
verið gerður greinarmunur á pöruðum viðskiptum og utanþingsviðskiptum.
Ákærði var spurður hvort gripið
hefði verið til einhverra ráða til að halda eignarhlut bankans undir
fyrrgreindum 10% mörkum. Hann kvað erfitt hafa verið að átta sig á því hvernig
þetta hlutfall ætti að reikna og gerði ítarlega grein fyrir því. Kvaðst ákærði
ekki hafa verið sáttur við útreikninga áhættustýringar bankans á hlutfallinu,
einkum þar sem þar hefðu eignir dótturfélaga verið teknar með í reikninginn.
Ákærði áréttaði að hann hefði átt hugmynd að skiptum bankans og Glitnis banka á
eigin bréfum í september 2008, en á þeim tíma hefði bankinn verið yfir 10%
mörkunum. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa átt hugmynd að sams konar
viðskiptum við Straum Fjárfestingarbanka í mars sama ár, en kvaðst þó ekki vilja
hafna framburði Ívars þar um. Þá kvaðst ákærði hafa átt frumkvæði að því að
lækka hlutafé bankans og hækka aftur með útgáfu jöfnunarhlutabréfa sem
arðgreiðslu til hluthafa, sem samþykkt var á aðalfundi bankans í apríl þetta
ár. Kvaðst ákærði hafa fengið þá hugmynd að með þessari aðgerð mætti „leysa
þessi 10% vandamál“. Ákærði kannaðist við að hafa ritað undir millifundasamþykkt
um lánveitingu til félagsins Hunslow S.A. í september 2008 vegna fyrirhugaðra
kaupa á hlut í bankanum, en tók fram að ekki hefði komið til lánveitingarinnar
þar sem viðskiptavinurinn hefði ekki reitt fram 400 milljóna króna eigið fé til
kaupanna, eins og ætlast hefði verið til. Hann kvaðst ekkert vita um sölu á
hlut í bankanum til félagsins Pro-Invest 30. sama mánaðar. Þá tjáði ákærði sig
ekki um viðskipti með bréf í bankanum við félögin Imon ehf. og Azalea Resources
30. september og 3. október 2008 og vísaði til þess að hann hefði gert grein
fyrir þeim málum í öðru dómsmáli. Hann vísaði því á bug að utanþingsviðskipti
sem áttu sér stað á síðustu viðskiptadögum bankans hefðu verið í því skyni að
lækka stöðu eigin bókarinnar í bréfum í bankanum.
Við aðalmeðferð málsins komu
eftirfarandi vitni fyrir dóm til skýrslugjafar: SRÞ, EDB, OI, HMÞ,
BH og SMJ, starfsmenn deildar eigin fjárfestinga Landsbankans, TT, fyrrverandi starfsmaður
deildarinnar, SG, forstöðumaður
verðbréfamiðlunar bankans, AA, BMJ, GVG,
ÍJH og VH starfsmenn verðbréfamiðlunar, YÖK framkvæmdastjóri verðbréfasviðs, sem jafnframt átti sæti í
fjármálanefnd, ÞÖI, forstöðumaður
áhættustýringar bankans, EÞÞ, EE og SÓ starfsmenn áhættustýringar, AL,
starfsmaður útlánaeftirlits, ÞÖ,
regluvörður, HJH, deildarstjóri lögfræðiráðgjafar
og fundaritari fjármálanefndar, HJK, bankastjóri, SES, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og BRH, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs, sem öll áttu sæti í
fjármálanefnd bankans, BG, formaður
bankaráðs, og bankaráðsmennirnir SVG,
ÞB, KG og AS, BTB,
eigandi Samson eignarhaldsfélags, SIG
innri endurskoðandi bankans, ÁH,
framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, GV,
forstöðumaður lögfræðiráðgjafar, ÁM,
forstöðumaður á fyrirtækjasviði, BÞ,
ritari bankastjóra, SH, forstöðumaður
Verðbréfaþings, ÁJ, dósent víð Háskóla
Íslands, starfsmenn Kauphallar Íslands hf., þau MKÁ, BT, FRJ og ÍÖB, TBR, prófessor í
verkfræði við Háskóla Íslands, ESB
verkfræðingur, GG yfirlögregluþjónn, ÁEÓ lögreglufulltrúi og JÓÓ, fyrrverandi starfsmaður embættis
sérstaks saksóknara.
Verður framburður vitnanna ekki rakinn, en vikið að honum hér
á eftir að því leyti er þykir varða niðurstöðu dómsins um sönnunar- og sakarmat.
Niðurstaða
Í máli þessu er ákærðu gefin að sök markaðsmisnotkun í
sameiningu í störfum sínum fyrir Landsbankann í tilboðum og viðskiptum fyrir
eigin reikning bankans með hlutabréf útgefin af bankanum sjálfum í sjálfvirkum
pörunarviðskiptum í viðskiptakerfi Kauphallarinnar á tímabilinu frá og með 1.
nóvember 2007 til og með 3. október 2008, samtals 228 viðskiptadaga, sem samkvæmt
ákæru tryggðu óeðlilegt verð og bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða
voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna ranglega og misvísandi
til kynna. Ákærðu neita alfarið sök. Áður en vikið verður að sönnunarmati um
þátt hvers og eins ákærðu í málinu þykir rétt að fjalla um varnir ákærðu sem
lúta annars vegar að málatilbúnaði ákæruvaldsins og hins vegar að sjónarmiðum
um viðskiptavaka og viðurkennda markaðsframkvæmd.
Af hálfu ákærðu hafa ýmsar athugasemdir verið gerðar við
málatilbúnað ákæruvaldsins. Þannig byggja ákærðu á því að ákæra gefi ekki rétta
mynd af umfangi viðskipta eigin fjárfestinga með hlutabréf í bankanum þar sem
ekki sé horft til utanþingsviðskipta eða tilkynntra viðskipta. Telja ákærðu að
hlutfallstölur sem miðað er við í ákæru séu ekki réttar, þar sem við útreikning
þeirra hafi ekki verið horft til heildarviðskipta með bréfin. Í reglum
Kauphallarinnar, aðildarreglum Norex, er sjálfvirk pörun tilboða skilgreind sem
ferli í tilboðabók þar sem kaup- og sölutilboð eru pöruð sjálfkrafa þegar verð,
magn og önnur skilyrði í tilteknu tilboði samsvara tilboði sem áður hefur verið
skráð í tilboðaskrá. Sem að framan er rakið kom fram í bréfi Kauphallarinnar
til Fjármálaeftirlitsins 27. janúar 2009 að skýrust mynd af hegðun kauphallaraðila
fáist með því að skoða viðskipti sem verða til við sjálfvirka pörun tilboða í
viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Starfmenn Kauphallarinnar, MKÁ lögfræðingur og BT
hagfræðingur, röktu þetta nánar í skýrslum sínum við aðalmeðferð málsins og
lýstu því hvernig verðmyndun í Kauphöllinni væri drifin áfram af sjálfvirkum
pörunarviðskiptum. Hins vegar hafi tilkynnt viðskipti ekki áhrif á síðasta
viðskiptaverð nema þau séu innan verðbils, þ.e. bils milli hæsta kauptilboðs og
lægsta sölutilboðs, og séu verðáhrif slíkra viðskipta því takmörkuð. Þótt við
framangreint verði miðað í niðurstöðum dómsins er til þess að líta að í málinu
liggja fyrir upplýsingar um utanþingsviðskipti með hlutabréf í bankanum á því
tímabili sem um ræðir og verður jafnframt horft til þeirra gagna til að fá
heildarsýn á viðskipti eigin fjárfestinga Landsbankans með bréf í bankanum á
þeim tíma sem ákæra tekur til.
Af hálfu ákærðu hafa einnig verið gerðar athugasemdir við
útreikning veltuhlutfalla í ákæru, þar sem ekki hafi verið stuðst við svokallaða
tvítalningu, en ákærðu halda því fram að hlutfall kaupa eigi að reikna af
tvöföldum heildarviðskiptum. Í ákæru er að finna upplýsingar um kaup á bréfum í
bankanum umfram sölu, þ.e. nettókaup sem hlutfall af veltu í sjálfvirkum pörunarviðskiptum.
Eins og fram kemur í bréfi Kauphallarinnar til sérstaks saksóknara, dagsettu 8.
janúar 2013, og BT staðfesti jafnframt í vitnisburði sínum fyrir dóminum,
styðst Kauphöllin við þá aðferð að reikna út hlutdeild kaupa á eigin
hlutabréfum sem hlutfall af einfaldri veltu. Ekki er notuð tvítalin velta þegar
einungis er verið að skoða kauphliðina, en ekki söluhliðina. Ef hlutdeild hvers
aðila á kauphlið væri reiknuð sem hlutfall af tvítalinni veltu myndi samanlögð
hlutdeild allra kauphallaraðila ná 50% en ekki 100% hlutdeild. Með vísan til
framangreinds verður ekki fallist á það með ákærðu að útreikningar sem byggi á
tvítalningu gefi rétta mynd af veltuhlutföllum sem ákæra lýtur að.
Að öðru leyti lýtur gagnrýni ákærðu á tölulegan málatilbúnað
ákæruvaldsins einkum að því að byggt hafi verið á svokölluðum 4:15 skýrslum um
dagslokastöðu og afkomu, en skýrslurnar hafi oft þurft að leiðrétta eftir á. Þá
hafi ekki verið aflað frumgagna úr bókhaldi Landsbankans um viðskipti eigin
fjárfestinga með bréf í bankanum. Varðandi þessi atriði er til þess að líta að
ekki hefur verið bent á villur í útreikningum á dagslokastöðu og afkomu, sem
málið varða. Þá fengu ákærðu aðgang að upplýsingum úr bókhaldskerfi bankans og
hafa lagt fram gögn byggð á útreikningum sem á þeim byggja.
Af hálfu ákærðu hafa einnig
verið gerðar athugasemdir við framsetningu tölulegra upplýsinga í svokölluðum
kauphallarhermi, sem þeir telja villandi. Þá taki framsetning hermisins ekki
mið af samtíma upplýsingum, sem skipt geti máli um mat á viðskiptunum sem um
ræðir, s.s. fréttaflutningi, greiningum, tilkynningum ráðamanna o.fl., en af
hálfu ákærðu hafa verið lögð fram gögn sem þetta varða. Við ítarlega skoðun
kauphallarhermisins undir aðalmeðferð málsins komu ákærðu á framfæri
athugasemdum um framangreint, auk þess sem ákærðu Júlíus og W gáfu skýringar á
viðskiptahegðun sinni, sem ákæra lýtur að. Koma þau atriði til skoðunar við
sönnunarmat dómsins. Þá er til þess að líta að hermirinn byggir á upplýsingum
frá Kauphöllinni sem liggja fyrir í gögnum málsins á tölvutæku formi og felst
notkun hans einvörðungu í því að varpa upp tölum úr excel-skjölum á myndrænan
hátt.
Því hefur verið borið við af hálfu ákærðu að
Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum og hafi viðskipti eigin
fjárfestinga sem ákæra lýtur að verið liður í slíkri vakt. Samkvæmt 1. og 2.
mgr. 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti getur fjármálafyrirtæki sem hefur
heimild til verðbréfaviðskipta með samningi við útgefanda fjármálagerninga
skuldbundið sig til að vera viðskiptavaki, þ.e. kaupa og selja fyrir eigin
reikning eða reikning útgefanda tiltekna fjármálagerninga, í því skyni að
greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, og skal tilkynna um slíkan samning
til Kauphallarinnar. Fyrir liggur að Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki og
Kaupþing banki höfðu gert slíka samninga við Landsbankann á þeim tíma sem ákæra
tekur til. Í 3. mgr. lagagreinarinnar kemur fram að viðskiptavaki skuli setja
fram kaup- og sölutilboð í viðskiptakerfi skipulegs verðbréfamarkaðar, þ.e. í
rafrænu kerfi Kauphallarinnar, samkvæmt aðildarreglum Norex, áður en
markaðurinn er opnaður. Verði tilboði viðskiptavaka tekið eða það fellt niður
af hans hálfu skal hann setja fram nýtt tilboð eins fljótt og mögulegt er þar
til umsaminni hámarksfjárhæð viðskipta fyrir dag hvern hefur verið náð. Þá
kemur fram í 4. mgr. lagagreinarinnar að geri fjármálafyrirtæki
viðskiptavakasamning um viðskipti fyrir reikning útgefanda skuli tryggt að
útgefanda sé ekki unnt að hafa áhrif á ákvarðanir um viðskipti á grundvelli
samningsins. Samkvæmt framansögðu samrýmist það ekki ákvæðum laga um
verðbréfaviðskipti að útgefandi fjármálagernings sé viðskiptavaki í eigin
hlutabréfum. Er jafnframt til þess að líta að samkvæmt gögnum málsins
samrýmdust viðskiptahættir eigin fjárfestinga Landsbankans með bréf bankans
ekki lögmæltu hlutverki viðskiptavaka sem felur í sér að setja fram jafnt
hlutfall kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi Kauphallarinnar.
Þá hefur því verið borið við af
hálfu ákærðu að viðskiptin sem um ræðir hafi verið í samræmi við viðurkennda
markaðsframkvæmd og þeim því refsilaus, sbr. b-lið 1. mgr. 117. gr. og 13.
tölulið 1. mgr. 2. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Samkvæmt framangreindum
lagaákvæðum og 10. gr. reglugerðar um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr.
630/2005, sbr. 118. gr. laga um verðbréfaviðskipti, skal Fjármálaeftirlitið
ákveða viðurkennda markaðsframkvæmd og skal sú ákvörðun birt opinberlega, sbr.
12. gr. reglugerðar nr. 630/2005. Ákvæði um viðurkennda markaðsframkvæmd kom í
lög um verðbréfaviðskipti með lögum nr. 31/2005. Í athugasemdum í greinargerð
með frumvarpi sem varð að þeim lögum kemur fram að viðurkenning á markaðsframkvæmd
sem ella teldist markaðsmisnotkun feli í sér undantekningu sem skýra verði
þröngt. Fyrir liggur að Fjármálaeftirlitið hefur ekki viðurkennt tiltekna
markaðsframkvæmd um viðskipti eða fyrirmæli á skipulegum verðbréfamarkaði á
grundvelli laga um verðbréfaviðskipti. Þegar af þeirri ástæðu ber að hafna vörn
ákærðu á þessum grunni. Jafnframt er til þess að líta að jafnvel þótt talið yrði
sýnt fram á að viðskipti starfsmanna eigin fjárfestinga með hlutabréf í
bankanum sem ákæra tekur til hefði verið í samræmi við viðskiptahætti sem tíðkast
hefðu um árabil á markaði, þá myndi sú venjubundna framkvæmd ekki firra þá
refsiábyrgð, teldist sök sönnuð í málinu, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar Íslands í
málunum nr. 491/2007 og 359/2014.
Ákærðu er gefin að sök markaðsmisnotkun
með hlutabréf í Landsbankanum á tímabilinu frá og með 1. nóvember 2007 til og
með 3. október 2008. Er því lýst í ákæru að markaðsmisnotkunin hafi verið
framkvæmd af ákærðu Júlíusi og W að undirlagi ákærðu Sigurjóns og Ívars. Ákærðu
Júlíus og W hafi lagt fram fyrir hönd Landsbankans, í upphafi hvers
viðskiptadags á tímabilinu, röð stórra kauptilboða með litlu innbyrðis verðbili
í hlutabréf í Landsbankanum í tilboðabók Kauphallarinnar. Þegar framboð á
hlutabréfum í Landsbankanum í tilboðabókinni hafi orðið meira en eftirspurn
annarra markaðsaðila hefðu Júlíus og W að jafnaði mætt auknu framboði með því
að bæta við nýjum kauptilboðum jafnharðan og fyrri tilboðum þeirra hefði verið
tekið og komið þannig ýmist í veg fyrir eða hægt á verðlækkun hlutabréfanna. Þá
hafi að jafnaði hækkað hlutfall kaupa þeirra á hlutabréfunum í sjálfvirkum
pörunarviðskiptum við lok viðskiptadags og hafi ákærðu þannig haft áhrif á
dagslokaverð hlutabréfanna.
Þótt dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptahættir
eigin fjárfestinga Landsbankans hafi ekki samrýmst lögmæltu hlutverki
viðskiptavaka er til þess að líta að bankanum var heimilt samkvæmt lögum að
eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Ákærðu Júlíus, W og Ívar báru við
aðalmeðferð málsins að deild eigin fjárfestinga hefði á þeim tíma sem ákæra
tekur til tekið stöðu í hlutabréfum í bankanum, með viðskiptum í tilboðabók
Kauphallarinnar, auk þess að sinna óformlegri viðskiptavakt eða „mynda markað“
fyrir bréfin. Framangreind verknaðarlýsing í ákæru byggir á greiningu
rannsakenda á gögnum Kauphallarinnar um viðskiptahegðun Júlíusar og W. Þykir
rétt að sú háttsemi þeirra komi til skoðunar áður en vikið verður að meintri
refsiverðri háttsemi meðákærðu. Við aðalmeðferð málsins var ítarlega farið yfir
gögn sem lúta að viðskiptahegðun ákærðu með bréf í bankanum, m.a. með því að
bera undir þá myndir úr títtnefndum kauphallarhermi. Komu ákærðu á framfæri
skýringum sínum á tilboðum sem þeir höfðu sett fram í tilboðabókinni, m.a. með
vísan til ýmissa samtímaheimilda, s.s. greininga matsfyrirtækja,
fréttaflutnings og upplýsinga um þróun hlutabréfaverðs á markaði, sem hefðu getað
haft áhrif á ákvarðanir þeirra. Þá kom fram hjá ákærðu að utanþingsviðskipti,
sem átt hefðu sér stað á tímabilinu, hefðu getað haft áhrif á viðskiptahegðun
þeirra. Hefur framburður ákærðu að þessu leyti verið rakinn. Við mat á háttsemi
þessara tveggja ákærðu er til þess að líta að mikill munur var á hlutdeild
þeirra í tilboðum og viðskiptum sem um ræðir. Þá er jafnframt til þess að líta
að þótt gögn málsins beri með sér að nettóviðskipti ákærðu með bréf í bankanum
í tilboðabók Kauphallarinnar hafi aukist þegar leið á ákærutímabilið urðu mikil
umskipti dagana 29. september til 3. október 2008, eins og nánar verður vikið
að. Skáru viðskipti ákærða Júlíusar sig mjög úr á því tímabili, en ekki verður
ráðið að verulegar breytingar hafi orðið á viðskiptahegðun ákærða W.
Samkvæmt 108. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 hvílir
sönnunarbyrði um sekt ákærðs manns og atvik, sem telja má honum í óhag á
ákæruvaldinu. Þá metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki hefur
verið vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem
varðar sekt og ákvörðun viðurlaga, þ. á m. hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða
hafi, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Að mati dómsins var framburður ákærða W við
aðalmeðferð málsins ekki ótrúverðugur, en ákærði færði fram skýringar á
viðskiptahegðun sinni með vísan til samtímaheimilda og leitaðist jafnframt við að gera grein fyrir
ástæðum að baki einstökum tilboðum og viðskiptum. Eru skýringar ákærða ekki í
andstöðu við fyrirliggjandi gögn um viðskipti hans í tilboðabók
Kauphallarinnar. Þá þykir ekkert hafa komið fram í framburði meðákærðu og vitna
sem valdi því að framburður hans um þessi atriði verði ekki lagður til
grundvallar í málinu. Þótt skýringar ákærða Júlíusar á viðskiptahegðun sinni
hafi verið almennari þykir hið sama eiga við, þar til kemur að framburði hans
um tímabilið frá 29. september til 3. október 2008. Að undanskildu síðastgreindu
tímabili að því er ákærða Júlíus varðar þykir ákæruvaldinu ekki hafa tekist að
hnekkja framburði ákærðu svo að sýnt hafi verið fram á að ólögmætar ástæður
hafi legið að baki ákvörðunum þeirra um viðskipti með bréf í bankanum. Þykir óvarlegt
að slá því föstu að ákærðu hafi hagað viðskiptum sínum með þeim hætti að það
hafi verið til þess fallið að gefa framboð eða eftirspurn hlutabréfa í bankanum
ranglega eða misvísandi til kynna, tryggja óeðlilegt verð eða búa til verð á
bréfunum, svo að varði ákærðu refsingu samkvæmt a- og b-lið 1. mgr. 117. gr.
laga um verðbréfaviðskipti. Verður ákærði W því alfarið sýknaður af kröfum
ákæruvaldsins, en ákærði Júlíus af þeim hluta ákæru sem lýtur að tilboðum og
viðskiptum hans frá 1. nóvember 2007 til og með 26. september 2008. Síðar
verður vikið að meintri refsiverðri háttsemi ákærða Júlíusar sem honum er gefin
að sök á tímabilinu frá og með 29. september til og með 3. október 2008.
Ákærði Ívar Guðjónsson hefur hafnað því að markaðsmisnotkun
hafi verið framin að undirlagi hans, eins og í ákæru greinir. Hefur ákærði
annars vegar vísað til þess að háttsemi ákærðu Júlíusar og W með hlutabréf í
bankanum hafi ekki falið í sér markaðsmisnotkun. Komist dómurinn hins vegar að
þeirri niðurstöðu að svo hafi verið ber ákærði fyrir sig að háttsemin hafi ekki
verið að hans undirlagi og beri hann því ekki refsiábyrgð á henni. Framburður
ákærðu um aðkomu Ívars að störfum Júlíusar og W hefur verið rakinn. Hafa Júlíus
og W borið að Ívar hafi gefið þeim almenn fyrirmæli um framkvæmd starfa þeirra,
auk þess að hafa lagt fyrir þá að setja fram tilboð og taka ákvörðun um einstök
viðskipti. Bar ákærðu jafnframt saman um að þeir hefðu fylgt þeirri óskráðu
reglu að leita heimildar Ívars til að eiga viðskipti, ýmist einstök viðskipti
eða innan dags, sem námu 100 milljónum króna eða meira, en Ívar hefur ekki
viljað við þetta kannast. Þá báru Júlíus og W að þeim hefði verið vel kunnugt
um heimildir sínar samkvæmt áhættureglum bankans. Hefðu þeir ávallt hagað
störfum sínum í samræmi við heimildir sínar og þau fyrirmæli sem þeir fengu frá
yfirmanni sínum, ákærða Ívari. Er framburður Júlíusar og W í samræmi við
framburð annarra starfsmanna deildarinnar, sem báru við aðalmeðferð málsins að
Ívar hefði fylgst vel með því sem fram fór og gefið þeim fyrirmæli um framkvæmd
starfa þeirra. Þannig bar SRÞ að við úthlutun verkefna hefði ákærði lagt línur
um hvernig þau yrðu unnin, s.s. „hvar ætti að staðsetja sig í stöðum“, auk þess
sem leita hefði þurft samþykkis hans vegna viðskipta sem voru umfram heimildir
starfsmanna samkvæmt áhættureglum. OI kvað Ívar hafa fylgst vel með því sem
gerðist í deildinni og hefði hann leitað heimildar ákærða til að eiga viðskipti
sem námu hærri upphæð en 100 til 200 milljónum króna innan dags. SMJ kvaðst hafa
borið undir ákærða viðskipti sem hefðu numið hærri fjárhæð en nokkrum hundruðum
milljóna króna. Þá hefði Ívar reglulega haldið fundi með starfsmönnum, þar sem
farið var yfir frammistöðu þeirra. Var það jafnframt í samræmi við starfsskyldur
Ívars sem forstöðumanns deildarinnar að hafa eftirlit með störfum undirmanna
sinna, s.s. fram kemur í áhættureglum bankans. Með vísan til framangreinds
verður lagt til grundvallar að ákærði Ívar hafi gefið Júlíusi og W fyrirmæli og
haft samráð við þá um framkvæmd þeirrar háttsemi sem ákæra lýtur að. Er einnig
til þess að líta að ákærðu störfuðu saman í opnu rými, og var sætaskipan þeirra
þannig að Ívari gat ekki dulist hvað Júlíus og W aðhöfðust í starfi sínu. Í
samræmi við niðurstöðu dómsins um sönnun að því er háttsemi meðákærðu varðar
kemur einvörðungu til skoðunar hvort Ívar hafi átt þátt í markaðsmisnotkun á
tímabilinu 29. september til 3. október 2008, en sýkna ber ákærða af ákæru að
öðru leyti. Verður nú vikið að háttsemi ákærðu Ívars og Júlíusar lokadagana,
sem um ræðir.
Að morgni mánudagsins 29. september 2008 var tilkynnt að
íslenska ríkið myndi taka yfir 75% hlut í Glitni banka. Samkvæmt gögnum málsins
var velta með hlutabréf í Landsbankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum þennan dag
194.737.388 hlutir, sem var 1140% aukning frá næsta viðskiptadegi á undan.
Þennan dag keyptu eigin fjárfestingar Landsbankans 165.031.863 hluti í
bankanum, sem nam 85% veltu í sjálfvirkri pörun. Þar af námu nettóviðskipti
ákærða Júlíusar 141.913.250 hlutum. Á tímabilinu frá 29. september til 3.
október keypti deild eigin fjárfestinga samtals nettó 685.059.427 hluti í
Landsbankanum í sjálfvirkri pörun að markaðsvirði 13.861.904.361 krónu, eða
74,3% af veltunni. Þar af námu nettókaup ákærða Júlíusar 617.038.013 hlutum.
Ákærði setti fram 577 kauptilboð í tilboðabók Kauphallarinnar þessa daga, en
ekkert sölutilboð. Dagslokagengi hlutabréfa í Landsbankanum lækkaði á
tímabilinu frá 21,5 29. september niður í 19,1 2. október og fór enn lækkandi
framan af degi 3. október. Á tímabilinu frá klukkan 14:54 til 15:08 þann dag
átti Júlíus hins vegar 23 viðskipti með bréf í bankanum og fóru kauptilboð hans
stighækkandi. Á tímabilinu hækkaði gengi bréfanna úr 18,9 í 19,8, eða um 4,7%.
Klukkan 15:10 hringdi starfsmaður Kauphallarinnar í ákærða og leitaði skýringa
hans á viðskiptunum, eftir að bjalla hafði gefið merki, eins og fyrr greinir.
Þá verður ráðið af gögnum málsins að í þeim tilvikum sem bjöllur gáfu merki í
Kauphöllinni þessa lokadaga hafi það ávallt verið í tengslum við viðskipti
Júlíusar.
Svo sem rakið hefur verið áttu sér stað viðskipti á milli Landsbankans
og Glitnis banka dagana 17. til 30. september 2008, sem fólu í sér skipti á
eigin hlutabréfum. Í þessum viðskiptum seldu eigin fjárfestingar Landsbankans
168.000.000 hluta í bankanum fyrir 3.656.000.000 króna. Ákærði Ívar hefur
kannast við að hafa annast þessi viðskipti. Dagana 30. september og 3. október
áttu sér síðan stað fern umfangsmikil utanþingsviðskipti með hlutabréf í
bankanum, en í öllum tilvikum voru bréf seld úr eigin bókinni bankans. Um var
að ræða sölu á 210.000.000 hluta í bankanum til Pro-Invest Partners Corp. 30.
september 2008 á genginu 21,5, sölu sama dag á 250.000.000 hluta á genginu 20,6
til Imon ehf., sölu 3. október á 200.000.000 hluta á genginu 19,11 til Imon
ehf. og sölu sama dag á 199.000.000 hluta á genginu 19,0 til Azalea Resources
Ltd. Svo sem gerð hefur verið grein fyrir lúta II. til IV. kafli ákæru að
síðastgreindum viðskiptum og var dómur héraðsdóms í því máli kveðinn upp 5. júní
sl. Ákærði Ívar kom að viðskiptunum af hálfu eigin fjárfestinga, en bréfin voru
seld fyrir milligöngu miðlunar bankans. Því verður þó ekki slegið föstu að Ívar
hafi haft vitneskju um hvernig fjármögnun viðskiptanna skyldi háttað. Þá liggur
ekkert fyrir um að ákærði Júlíus hafi haft upplýsingar um fjármögnunina.
Ákærðu Júlíus og W báru fyrir dóminum að Ívar hefði haft bein
afskipti af störfum þeirra þessa síðustu viðskiptadaga. Hefðu þeir hagað
viðskiptum með bréf í bankanum í samræmi við fyrirmæli hans. Staðfesti Júlíus
m.a. það sem hann hafði áður borið um við skýrslutöku við rannsókn málsins, að
síðasta daginn hefði Ívar staðið fyrir aftan hann þar sem hann sat við borð
sitt og sagt honum að taka sölutilboðum í tilboðabókinni. Hefðu utanþingsviðskiptin
þá nýverið átt sér stað og þeir talið að unnt yrði að selja bréfin aftur á
hærra verði. Hefur Ívar jafnframt kannast við að hafa fylgst með viðskiptum
Júlíusar og W í kjölfar þess að tilkynnt var um utanþingsviðskiptin og hefðu
þeir ráðfært sig við hann í því sambandi. Þá er til þess að líta að eigin
fjárfestingar áttu gríðarlega umfangsmikil viðskipti með bréf í bankanum þessa
daga, einkum ákærði Júlíus, sem keypti bréf að andvirði milljarða króna.
Útilokað verður að telja að Júlíus hafi tekið ákvörðun um slík viðskipti án
heimildar frá yfirmanni sínum. Samkvæmt framansögðu þykir sýnt fram á að Ívar
hafi komið að viðskiptum Júlíusar síðustu daga bankans og að þau hafi verið að
hans undirlagi, svo sem í ákæru greinir.
Ákærðu gáfu þær skýringar á viðskiptum eigin fjárfestinga með
hlutabréf í bankanum þessa síðustu daga að þeir hefðu annars vegar verið að
„mynda markað“ fyrir bréfin, en hins vegar hefði verið um stöðutöku að ræða.
Kom fram hjá ákærðu að þeir hefðu séð mikil kauptækifæri í bréfum bankans og
talið að unnt yrði að selja þau bréf sem keypt voru síðar á hærra verði.
Skýringar ákærðu fá ekki staðist að því virtu að þessa daga voru bréf seld úr
eigin bók bankans í fjórum umfangsmiklum utanþingsviðskiptum á lægra gengi en
þau höfðu verið keypt, með tilheyrandi tapi. Eru atvik sem rakin hafa verið í
lok dags 3. október enn fremur til marks um að viðskiptaleg sjónarmið hafi ekki
búið að baki viðskiptum ákærðu, en þá keypti ákærði Júlíus, að undirlagi ákærða
Ívars, hlutabréf á síhækkandi gengi. Þá er til þess að líta að þennan dag
leituðu ákærðu heimildar regluvarðar til að selja hlutabréf sín í bankanum, sem
samrýmist illa staðhæfingum þeirra um að þeir hafi haft mikla trú á bréfunum
sem fjárfestingarkosti. Ákærðu voru algjörlega ráðandi í viðskiptum með bréf
bankans í tilboðabók Kauphallarinnar á þessum tíma. Er það niðurstaða dómsins
að umfangsmikil kaup þeirra á bréfunum hafi verið liður í því að hafa áhrif á
gengi þeirra. Þykir sýnt að ákærðu hafi hagað kauptilboðum þannig að þeir hafi
hægt á verðlækkun bréfanna. Að mati dómsins skiptir ekki máli í því sambandi
hvort með háttsemi þeirra var myndað svokallað gólf í verðmyndun, sem vísað er
til í ákæru. Þá höfðu kaup ákærðu á bréfum í bankanum við lok dags 3. október
þau áhrif að gengi þeirra hækkaði frá deginum áður. Samkvæmt framansögðu, og
með vísan til b-liðar 7. gr. og a- og g-liða 8. gr. reglugerðar um
innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, þykir sannað að ákærðu hafi,
dagana 29. september til og með 3. október 2008, í sameiningu átt viðskipti og
gert tilboð í viðskiptakerfi Kauphallarinnar, sem tryggt hafi óeðlilegt verð og
búið til verð á hlutabréfum í Landsbankanum og jafnframt gefið eða verið líkleg
til að gefa framboð, eftirspurn eða verð bréfanna ranglega eða misvísandi til kynna.
Verða ákærðu sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og varðar brot þeirra við a- og
b-lið 1. töluliðar 1. mgr. 117. gr., sbr. 1. tölulið 146. gr. laga um
verðbréfaviðskipti, sem í ákæru greinir.
Kemur þá að þætti ákærða Sigurjóns Þorvaldar Árnasonar, en samkvæmt
ákæru var markaðsmisnotkun sú sem þar er lýst framin að hans undirlagi. Með vísan
til sömu röksemda og raktar voru varðandi þátt ákærða Ívars kemur einvörðungu
til skoðunar hvort Sigurjón hafi orðið uppvís að refsiverðri háttsemi á
tímabilinu 29. september til 3. október 2008, en sýkna ber ákærða af ákæru að
öðru leyti. Sem fyrr greinir sat ákærði vikulega fundi fjármálanefndar og var
jafnframt fundastjóri. Þótt bankastjórarnir bæru sameiginlega ábyrgð á stjórnun
málefna bankans fór ákærði fyrir verðbréfasviði samkvæmt verkaskiptingu þeirra,
eins og fram kom í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar 22. apríl 2003.
Ákærði Ívar bar fyrir dóminum að stefna í fjárfestingum deildar eigin
fjárfestinga hefði verið mótuð á fundum fjármálanefndar. Þar hefðu línurnar
verið lagðar og hefði hann kynnt undirmönnum sínum ákvarðanir nefndarinnar. Hefði
hann kynnt stöðutökur og afkomu deildarinnar á fundum fjármálanefndar, þ.m.t.
það sem laut að viðskiptum með bréf í bankanum. Fyrir liggur að yfirliti
áhættustýringar um stöðu bankans í eigin bréfum var dreift á fundum
nefndarinnar. Þá fékk ákærði Sigurjón sendar svokallaðar 4:15 skýrslur í
tölvupóstum, þótt hann hafi borið að hann hafi ekki lesið þær. Fundargerðir
fjármálanefndar bera með sér að rætt hafi verið um stöðu bankans í eigin
bréfum. Ákærði kvaðst hafa lagt áherslu á að starfsmenn eigin fjárfestinga
héldu sig innan flöggunarmarka, en neitaði að hafa gefið fyrirmæli um kaup á
bréfum í bankanum. YÖK bar um það fyrir dóminum, að á fundum fjármálanefndar
hefði verið rætt um kaup eigin fjárfestinga á bréfum í bankanum og tap sem
orðið hefði á þeim viðskiptum. Þá bar YÖK að ákærði Sigurjón hefði tvívegis á
árinu 2008 beðið hann um að koma þeim boðum til Ívars að minnka stöðu
veltubókarinnar og hefði hann komið þeim skilaboðum áfram.
Svo sem rakið hefur verið áttu sér stað nokkur
utanþingsviðskipti á ákærutímabilinu sem leiddu til þess að staða bankans í
eigin bréfum lækkaði. Hefur verið gerð grein fyrir skiptum Landsbankans og
Glitnis banka á eigin hlutabréfum 17. til 30. september 2008 og sölu eigin
fjárfestinga á bréfum í bankanum í fjórum stórum utanþingsviðskiptum dagana 30.
september og 3. október 2008. Ákærði kannast við að hafa átt frumkvæði að
viðskiptunum við Glitni banka og hafi það verið í því skyni að lækka stöðu
eigin bókarinnar í bréfum bankans, sem þá hafi verið yfir 10% viðmiði því sem
mælt var fyrir um í þágildandi 1. mgr. 29. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Hann
hefur hins vegar alfarið hafnað því að hafa komið að sölu á 210.000.000 hluta í
bankanum til félagsins Pro-Invest 30. september og hafa ekki verið lögð fram
gögn er sýni fram á að svo hafi verið. Þá var það niðurstaða dómsins í máli nr.
S-553/2013 að ósannað væri að ákærði hefði tekið ákvörðun um sölu á 199.000.000
hluta til félagsins Azalea Resources 3. október. Á hinn bóginn var lagt til
grundvallar í málinu að ákærði hefði tekið ákvörðun um sölu á 250.000.000 hluta
til Imon ehf. 30. september og 200.000.000 hluta til sama félags 3. október.
Verður sú niðurstaða jafnframt lögð til grundvallar við úrlausn þessa máls.
Niðurstaða í framangreindum dómi tók jafnframt mið af því að bréfin, sem seld voru,
hefðu áður verið keypt af bankanum með tilheyrandi fjárútlátum. Verður ekki
horft fram hjá því að bréfin voru seld á lækkandi markaði með talsverðu tapi.
Þykir sýnt að sala bréfanna og framangreind viðskipti við Glitni banka hafi
verið liður í að losa bankann við uppsafnaða hlutafjáreign til að komast hjá
flöggunarskyldu samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og til að ekki yrði farið
fram úr takmörkunum á eignarhaldi eigin hlutabréfa samkvæmt lögum um
fjármálafyrirtæki. Gerðu viðskiptin eigin fjárfestingum kleift að halda áfram
umfangsmiklum kaupum á hlutabréfum í bankanum.
Af því sem rakið hefur verið verður ráðið að ákærði var vel
upplýstur um stöðu bankans í eigin bréfum og lagði áherslu á það við meðákærðu
að viðskiptum með bréfin yrði hagað þannig að ekki yrði farið yfir
flöggunarmörk. Lagði ákærði sitt af mörkum í því efni með aðkomu sinni að
umfangsmikilli sölu hlutabréfa til Imon ehf. og Glitnis banka á síðustu
viðskiptadögum bankans. Svo sem rakið hefur verið keypti deild eigin fjárfestinga
samtals nettóhlut í Landsbankanum að markaðsvirði 13.861.904.361 krónu í
sjálfvirkum pörunarviðskiptum dagana 29. september til 3. október 2008 og átti
ákærði Júlíus þorra þeirra viðskipta. Var það langt umfram heimildir ákærðu
Ívars og Júlíusar samkvæmt áhættureglum bankans og þykir sýnt að þeir hefðu
ekki ráðstafað fjármunum bankans með þessum hætti án samþykkis bankastjóra.
Samkvæmt framansögðu þykir sannað að viðskiptin sem um ræðir hafi verið að
undirlagi ákærða Sigurjóns eins og í ákæru greinir. Verður ákærði sakfelldur
fyrir markaðsmisnotkun og er háttsemin rétt færð til refsiákvæða í ákæru.
Ákærði Sigurjón er fæddur árið
1966. Sakaferill hans hefur ekki áhrif á refsingu. Ákærði Ívar er fæddur árið
1968 og ákærði Júlíus árið 1974. Þeir hafa ekki sætt refsingu. Ákærði Sigurjón
var bankastjóri Landsbankans. Ákærði Ívar var forstöðumaður deildar eigin
fjárfestinga bankans, en ákærði Júlíus starfsmaður þeirrar deildar. Ákærðu
bjuggu allir yfir sérþekkingu og höfðu áralanga starfsreynslu á sínu sviði. Starfa
sinna vegna báru þeir ríkar skyldur gagnvart aðilum markaðarins, einstaklingum
sem lögaðilum, sem áttu að geta treyst því að verð og eftirspurn hlutabréfa í
Landsbankanum lyti eðlilegum markaðslögmálum. Brot ákærðu var stórfellt og varði
dögum saman. Þá varðaði það fjárhagsmuni fjölmargra fjárfesta, sbr. 1. tölulið
1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Jafnframt horfir til
refsiþyngingar að ákærðu unnu brotið í sameiningu, sbr. 2. mgr. 70. gr.
almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn er til þess að líta að þegar ákærðu
frömdu brot sitt voru viðsjárverðir tímar á fjármálamarkaði og má ætla að
háttsemi þeirra hafi verið viðleitni í að verja bankann falli. Þá eru sex ár
liðin frá því brotið var framið. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærða
Sigurjóns hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði, en ákærðu Ívars og Júlíusar
fangelsi í 9 mánuði. Þykir rétt að binda hluta fangelsisrefsingar ákærðu
skilorði, sem í dómsorði greinir, auk þess sem frá refsingu ákærðu Sigurjóns og
Ívars dregst gæsluvarðhald sem þeir sættu við rannsókn málsins.
Málsvarnarlaun verjenda ákærða W
greiðast úr ríkissjóði, sem í dómsorði greinir. Ákærðu Sigurjón, Ívar og Júlíus
greiði málsvarnarlaun verjenda sinna að hálfu, en að hálfu greiðist þau úr ríkissjóði,
eins og nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið
tekið tillit til virðisaukaskatts.
Dómsuppsaga hefur dregist umfram
fjögurra vikna frest samkvæmt 1. mgr. 184. gr. laga um meðferð sakamála nr.
88/2008, vegna umfangs málsins, en málflytjendur töldu ekki þörf á
endurflutningi þess.
Dóminn kváðu upp
héraðsdómararnir Ragnheiður Harðardóttir, sem dómsformaður, Kolbrún
Sævarsdóttir og Ólafur Ásgeirsson viðskiptafræðingur.
Dómsorð:
Ákærði, W, er sýkn af kröfum
ákæruvaldsins.
Ákærði, Sigurjón Þorvaldur
Árnason, sæti fangelsi í 12 mánuði, en fresta skal fullnustu 9 mánaða af
refsingunni og falli sá hluti hennar niður að liðnum 2 árum frá birtingu
dómsins, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Gæsluvarðhald ákærða frá 14. til 21.
janúar 2011 kemur til frádráttar refsingu.
Ákærðu, Ívar Guðjónsson og
Júlíus Steinar Heiðarsson, sæti hvor um sig fangelsi í 9 mánuði, en fresta skal
fullnustu 6 mánaða af refsingu ákærðu og falli sá hluti hennar niður að liðnum
2 árum frá birtingu dómsins, haldi þeir almennt skilorð 57. gr. almennra
hegningarlaga. Gæsluvarðhald ákærða Ívars frá 14. til 17. janúar 2011 kemur til
frádráttar refsingu.
Málsvarnarlaun skipaðs verjanda
ákærða W, Reimars Péturssonar hrl., 14.512.820 krónur, og verjenda ákærða á
rannsóknarstigi málsins, Brynjólfs Eyvindssonar hdl., 140.560 krónur, og Einars
Þórs Sverrissonar hrl., 175.700 krónur, greiðast úr ríkissjóði.
Ákærði Sigurjón greiði að hálfu málsvarnarlaun skipaðs
verjanda síns, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl., 39.075.680 krónur, en að hálfu
skulu þau greidd úr ríkissjóði. Ákærði Ívar greiði að hálfu málsvarnarlaun
skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar, 43.925.000 krónur, en að
hálfu skulu þau greidd úr ríkissjóði. Ákærði Júlíus greiði málsvarnarlaun
skipaðs verjanda síns, Helga Sigurðssonar hrl., 19.362.140 krónur, og þóknun
verjenda sinna á rannsóknarstigi málsins, Sveins Andra Sveinssonar hrl.,
245.980 krónur og Eiríks Svavarssonar hrl., 597.380 krónur, að hálfu en að
hálfu skulu þau greidd úr ríkissjóði. |
Mál nr. 12/2016 | Kærumál Kröfugerð Frávísunarúrskurður staðfestur | Staðfest var ákvæði í dómi héraðsdóms um frávísun varakröfu D gegn T og Í. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að með varakröfu sinn hefði D ekki afmarkað hvaða réttindi hún taldi sig njóta á grundvelli 76. gr. stjórnarskrárinnar heldur hafi aðeins leitað viðurkenningar á því að þeim réttindum hefði ekki verið fullnægt. Fullnægði þessi málatilbúnaður ekki áskilnaði d. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. |
Dómur
Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús
Sigurbjörnsson, Benedikt Bogason og Viðar Már Matthíasson.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar
með kæru 3. janúar 2016 en kærumálsgögn bárust réttinum 15. sama mánaðar. Kært
er ákvæði í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2015 um að vísa frá dómi fyrsta
lið varakröfu sóknaraðila í máli hennar á hendur varnaraðilum. Kæruheimild er í
c. lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili
krefst að ákvæði dómsins um frávísun fyrrgreindrar kröfu verði fellt úr gildi
og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnisdóms að því leyti. Þá krefst hún
kærumálskostnaðar.
Varnaraðilar krefjast þess að ákvæði
héraðsdóms um frávísun kröfunnar verði staðfest og þeim dæmdur
kærumálskostnaður.
Í málinu gerði sóknaraðili aðallega þá
kröfu að varnaraðilum yrði gert óskipt að greiða sér 2.135.080 krónur með
dráttarvöxtum. Eins og greinir í héraðsdómi svarar sú fjárhæð til mismunar á
tímabilinu frá janúar til og með nóvember 2012 á annars vegar neysluviðmiðum úr
skýrslu sérfræðingahóps, sem félags- og tryggingamálaráðuneytið kom á fót í
júní 2010, og hins vegar því sem sóknaraðili fékk greitt í bætur frá
varnaraðilanum Tryggingarstofnun ríkisins, á grundvelli laga nr. 99/2007 um
félagslega aðstoð og laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Með fyrrgreindri
varakröfu krafðist sóknaraðili viðurkenningar á því að bætur almannatrygginga á
þessu sama tímabili hefðu ekki fullnægt þeim rétti sem hún ætti til aðstoðar
samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Varnaraðilar voru með héraðsdómi sýknaðir
af aðalkröfunni en varakröfunni vísað frá dómi, eins og áður greinir.
Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991
getur aðili, sem hefur lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða
efni réttinda eða réttarsambands, leitað viðurkenningardóms um kröfu sína. Af d.
lið 1. mgr. 80. gr. laganna leiðir að kröfugerð í slíkri málsókn verður að taka
til viðurkenningar á tilteknum réttindum. Með fyrrgreindri varakröfu sinni
afmarkar sóknaraðili ekki hvaða réttinda hún telur sig njóta á grundvelli 76.
gr. stjórnarskrárinnar heldur leitar aðeins viðurkenningar á því að þeim réttindum
hafi ekki verið fullnægt. Þótt krafan yrði tekin til greina fæli sú niðurstaða
ekki í sér að ráðið hefði verið til lykta ágreiningi um þau réttindi sem
sóknaraðili telur sig njóta á þessum grundvelli. Fullnægir þessi málatilbúnaður
því ekki fyrrgreindum áskilnaði d. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um
ákveðna kröfugerð. Verður því staðfest ákvæði héraðsdóms um frávísun kröfunnar.
Rétt er að aðilarnir beri hver sinn
kærumálskostnað.
Dómsorð:
Ákvæði
héraðsdóms um að vísa frá dómi fyrsta lið varakröfu sóknaraðila, Dagrúnar
Jónsdóttur, á hendur varnaraðilum, Tryggingastofnun ríkisins og íslenska
ríkinu, er staðfest.
Kærumálskostnaður
fellur niður.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2015.
Mál þetta var
höfðað 26. nóvember 2012 og dómtekið 3. desember 2015.
Stefnandi er
Dagrún Jónsdóttir, Oddsparti, Hellu en stefndu eru íslenska ríkið og
Tryggingastofnun ríkisins.
Stefnandi
gerir þær dómkröfur aðallega að
stefndu greiði stefnanda sameiginlega 2.135.080 krónur, með dráttarvöxtum skv.
1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 6. janúar 2013
til greiðsludags.
Stefnandi
krefst þess til vara í fyrsta lagi að
viðurkennt verði að bætur almannatrygginga sem stefnandi fékk greiddar á
tímabilinu 1. janúar 2012 til 1. nóvember 2012 hafi ekki fullnægt þeim rétti
sem stefnandi á til aðstoðar samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar.
Stefnandi
krefst þess í öðru lagi að viðurkennt verði að stefndu hafi frá 30. maí 2007
verið óheimilt að ákvarða bætur stefnanda samkvæmt lögum nr. 100/2007, um
almannatryggingar, án þess að fara eftir 69. gr. laganna sem kveður á um að við
ákvörðun bóta skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að bætur hækki aldrei
minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.
Stefnandi
krefst þess í þriðja lagi að viðurkennt verði að réttur stefnanda til bóta
almannatrygginga skuli hækka árlega miðað við launaþróun, þó þannig að bætur
hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.
Þá krefst
stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu, sameiginlega.
Stefndi
krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að henni verði gert að greiða stefndu
málskostnað. Til vara krefjast stefndu að fjárkrafa stefnanda verði lækkuð og
málskostnaður felldur niður.
Kröfu stefndu um frávísun málsins var
hafnað með úrskurði dómsins þann 25. október 2013. Með úrskurðinum var
kröfugerð stefnanda skýrð á þann veg sem nánar verður gerð grein fyrir í
niðurstöðukafla. Dómkrafa stefnanda hér að ofan tekur þannig mið af því.
Kröfu stefndu um frávísun málsins var
hafnað með úrskurði dómsins þann 25. október 2013. Með úrskurðinum var
kröfugerð stefnanda skýrð á þann veg sem nánar verður gerð grein fyrir í
niðurstöðukafla. Dómkrafa stefnanda hér að ofan tekur þannig mið af því.
I.
Málavextir
Stefnandi
varð fyrir slysi á árinu 1993 og var örorka hennar metin af Tryggingastofnun
ríkisins til hæsta örorkustigs, eða 75%, frá 1. júní 2000 og var endurmetin
reglulega eftir það. Í síðasta örorkumati stefnanda kemur fram að
læknisfræðileg skilyrði hæsta örorkustigs séu uppfyllt en gildistími
örorkumatsins sé frá 1. júní 2011 til 31. maí 2016 en þá fari endurmat fram.
Stefnandi
hefur þegið greiðslur á grundvelli laga nr. 100/2007 um almannatryggingar og
reglugerða sem settar eru með stoð í lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007.
Samkvæmt gögnum Tryggingastofnunar ríkisins námu mánaðarlegar brúttógreiðslur
til stefnanda að jafnaði 202.956 krónum fyrir árið 2012. Nánar tiltekið er um
að ræða örorkulífeyri samkvæmt 18. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar,
aldurstengda örorkuuppbót samkvæmt 21. gr. laganna og tekjutryggingu samkvæmt
22. gr. laganna. Þá fékk stefnandi heimilisuppbót samkvæmt 8. gr. laga nr.
99/2007 um félagslega aðstoð og sérstaka uppbót til framfærslu samkvæmt 2. mgr.
9. gr. þeirra laga.
Persónulegar
aðstæður stefnanda, sem er fædd árið 1970, eru þær að hún er einstæð og
barnlaus. Fram kemur í stefnu að greiðslur frá stefnda Tryggingastofnun
ríkisins séu einu tekjur hennar. Þá sé ekki fyrirséð að staða hennar muni
breytast til framtíðar. Skattframtöl stefnanda fyrir árin 2010-2012 eru á meðal
gagna málsins. Samkvæmt skattframtali ársins 2012 verður ráðið að hún býr á
eigin jörð á Hellu og á þrjú bifhjól og tvær bifreiðar. Virðist hluti þeirra
eigna þó hafa verið afskrifaður. Hún greiðir af íbúðalánasjóðsláni og gerði
bílasamning vegna fjármögnunar á bifreið. Af gögnum verður ekki annað ráðið en
að stefnandi hafi verið í skilum með afborganir á lánum og greiðslu trygginga á
þessum árum.
II.
Málsástæður og lagarök stefnanda
Stefnandi reisir málatilbúnað sinn í meginatriðum á því að greiðslur til hennar frá
Tryggingastofnun ríkisins nægi henni ekki til framfærslu. Sé henni ókleift að
lifa mannsæmandi lífi eins og hún eigi rétt til.
Stefnandi
byggir kröfur sínar á því að dómstólar séu bærir til að endurskoða ákvarðanir
um rétt til aðstoðar frá ríkinu en sá réttur njóti verndar 76. gr.
stjórnarskrárinnar. Feli ákvæðið í sér lágmarksréttindi fyrir einstaklinga og
um leið lágmarkskröfur til lagasetningar. Lágmarksréttindin sem felist í
ákvæðinu miðist við einstaklinga með þeim hætti að hver og einn fái þá aðstoð
sem fullnægir hans þörfum. Verði skipulag framfærslu að fullnægja
lágmarksréttindum þeim sem felist í 76. gr. stjórnarskrárinnar svo og skilyrðum
65. gr. stjórnarskrárinnar.
Stefnandi bendir á að ríkið hafi
sjálft skilgreint þann mánaðarlega kostnað sem einstaklingar og fjölskyldur
þurfi að greiða til að lifa eðlilegu lífi. Liggi þær upplýsingar fyrir í
skýrslu sérfræðingahóps um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi, sem velferðarráðuneytið
hafi gefið út, en engar aðrar upplýsingar eða viðmið um lágmarksframfærslu
liggi fyrir. Þá telur stefnandi það einnig brjóta gegn jafnræðisreglu 65. gr.
stjórnarskrárinnar að henni sé gert að lifa á tekjum sem séu langt undir þeim
tekjum sem stefndi hafi sjálfur metið nauðsynlegar fyrir alla aðra í
sambærilegri stöðu. Stefnandi telur að framangreind sjónarmið fái einnig stoð í
þjóðréttarlegum skuldbindingum sem hafi áhrif á túlkun 1. mgr. 76. gr.
stjórnarskrárinnar og er það rakið frekar í stefnu.
Stefnandi byggir á því að hún eigi rétt
á því að bætur hennar hækki í samræmi við launaþróun eða a.m.k. verðlag. Í 69.
gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, sé kveðið á um að bætur
almannatrygginga, greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr. laganna
skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Í ákvæðinu segi að
við þá ákvörðun skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að hækkunin sé aldrei
minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samhljóðandi regla hafði verið
í 65. gr. eldri útgáfu laga um almannatryggingar nr. 117/1993, allt frá 1.
janúar 1998. Eftir gildistöku reglunnar hafa verið sett ákvæði til bráðabirgða
í lög um almannatryggingar, sem hafa afnumið tímabundið reglu 69. gr. um
hækkanir bóta. Með því að hækka bætur ekki í samræmi við þróun verðlags hafi
bætur til öryrkja þannig verið skertar að raunvirði.
Með gildistöku 65. gr. eldri laga um
almannatryggingar sem síðan varð 69. gr. laga nr. 100/2007 hafi stefnandi
öðlast réttmætar væntingar til þess að bætur myndu fylgja launaþróun eða a.m.k.
vísitölu neysluverðs. Réttur stefnanda til hækkunar bóta eftir launaþróun eða
a.m.k. verðlagi hafi þannig verið orðinn til en síðan skertur afturvirkt með
bráðabirgðaákvæðum. Með því að afnema rétt til hækkunar bóta hafi eignarréttur
stefnanda verið skertur og brjóti afnámið þar með í bága við 72. gr.
stjórnarskrárinnar, sbr. 1. gr. 1. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu.
Auk alls framangreinds telur stefnandi að ekki hafi verið gætt jafnræðis við
tekjuskerðingu enda hafi raunhækkun orðið á tekjum annarra hópa sem hafi þurft
að sæta tekjuskerðingu.
Þá byggir stefnandi á því að réttindi
samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar beri að ákveða með lögum hverju sinni.
Síðustu tvö ár hafi ákvörðunarvald um réttindin verið framselt til stjórnvalda
með ólögmætum hætti. Nákvæma tilgreiningu bóta fyrir árin 2011 og 2012 sé ekki
að finna í lögum um almannatryggingar. Fjárhæðirnar hafa verið ákvarðaðar með
reglugerðum nr. 565/2011, um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegrar
aðstoðar fyrir árið 2011, og nr. 1233/2011, um fjárhæðir bóta almannatrygginga
og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2012. Í reglugerðunum sé vísað til 69. gr.
laga um almannatryggingar og 70. gr. sömu laga. Í 69. gr. sé ekki heimild til
valdframsals en í 70. gr. sé ráðherra heimilað með reglugerð að kveða á um
nánari framkvæmd laganna. Slík einföld lagaheimild sé langt frá því að vera
fullnægjandi sem framsal valds til að ákvarða rétt samkvæmt 76. gr.
stjórnarskrárinnar. Þá hafi ákvæðin í 15. og 17. tl. til bráðabirgða í lögum um
almannatryggingar, sem tímabundið hafi verið ætlað að afnema 69. gr. laga um
almannatryggingar, ekki verið sett með stjórnskipulega réttum hætti.
Afleiðingin sé sú að ákvæði 69. gr. laga um almannatryggingar er í gildi í dag
og hefur verið allt frá 1. janúar 2011. Er túlkun á ofangreindum ákvæðum að
finna í stefnu og þar ítarlega rakin. Í stefnu er auk þess kafli um kröfugerð
máls þessa þar sem frekari rökstuðning er að finna.
III.
Málsástæður og lagarök stefndu
Stefndu
byggja sýknukröfu sína á því að kröfur stefnanda um greiðslu fjár og
viðurkenningu á tilkalli bóta séu umfram það sem lög og stjórnvaldsfyrirmæli
kveði á um. Að mati stefndu séu ekki skilyrði fyrir því að taka til greina
kröfur stefnanda á grundvelli 76. gr. stjórnarskrárinnar. Frumskilyrði
ákvæðisins sé þörf fyrir aðstoð og sé slík aðstoð ekki bundin við
peningagreiðslur. Ákvæðið mæli fyrir um rétt til aðstoðar en
almannatryggingakerfi ríkisins sé einn þáttur þess ásamt öðrum úrræðum, svo sem
sjúkratryggingakerfi, aðstoð sveitarfélaga eftir lögum 40/1991 um
fjárhagsaðstoð sveitarfélaga o.fl. Það sé hlutverk löggjafans og á valdi hans
að mæla fyrir um þessa aðstoð sem og réttindi til lífeyris og greiðslna til
öryrkja.
Í greinargerð
er að finna ítarlega umfjöllun um íslenska velferðarkerfið og á það bent að
almannatryggingakerfið sé aðeins hluti af því kerfi. Þá er hlutverk og
tilgangur laga um almannatryggingar og laga um félagslega aðstoð skýrt frekar.
Á það er bent að almannatryggingakerfinu sé fyrst og fremst ætlað að bæta við
þær tekjur sem viðkomandi hafi sér til framfærslu og varna fátækt.
Fjárhagsaðstoð sveitafélaga og almannatryggingakerfið myndi helsta kerfi
fjárhagslegrar aðstoðar fyrir þá sem á þurfi að halda. Komi það í hlut
sveitafélaga að meta þörf fyrir frekari aðstoð. Mánaðarleg lífeyrisgreiðsla
almannatrygginga geti því verið mismunandi eftir einstaklingsbundnum aðstæðum.
Kröfur stefnanda sem aðeins byggi á greiðslum frá stefnda Tryggingastofnun
ríkisins séu ekki raunhæfar gagnvart 76. gr. stjórnarskrárinnar.
Stefndu
mótmæla því að neysluviðmið samkvæmt framlagðri skýrslu sérfræðingahóps um
neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi frá 2011, sem stefnandi styðji fjárkröfu
sína við, geti haft þýðingu í þessu sambandi. Viðmið þessi feli að mati stefndu
ekki í sér skuldbindingu af hálfu ríkisins enda taki þau ekki mið af þörf
heldur sýni raunverulega neyslu einstaklings og fjölskyldna þar sem helmingur
heimilanna sé með lægri útgjöld og helmingur með hærri útgjöld. Telja stefndu
því ljóst að neysluviðmiðin séu ekki grunnframfærsluviðmið. Stefndu hafna því
að íslenska ríkið hafi með ofangreindri skýrslu sjálft skilgreint mánaðarlegan
kostnað sem einstaklingar og fjölskyldur þurfi að greiða til að lifa eðlilegu
lífi. Frá því að skýrslan var gefin út hafi viðmiðin breyst eins og fram komi í
útgáfu fyrir árið 2012.
Stefndu
byggja á að greiðslur til stefnanda séu í námunda við heildarlaun verkafólks og
raunar hærri en eftir mörgum töxtum kjarasamninga á þeim árum sem til skoðunar
séu. Engin rök séu færð fyrir þeirri fullyrðingu stefnanda að hún sem öryrki
greiði töluvert meira í heilbrigðisþjónustu en „dæmigerður einstaklingur“.
Jafnframt benda stefndu á að stefnandi byggi á að hún hafi ekki nægar tekjur
til að geta lifað dæmigerðu, eðlilegu lífi eins og aðrir í sambærilegri stöðu.
Enga skilgreinda viðmiðun sé að finna í þessu sambandi. Mótmæla stefndu því að
þau gögn sem stefnandi byggi á sanni að hún geti ekki staðið undir útgjöldum
til framfærslu eða að hún geti ekki lifað mannsæmandi lífi þegar horft sé til
eðlis 76. gr. stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar.
Stefndu telja
það á valdi löggjafans að ákveða hve miklu af fjármunum ríkisins sé varið til
velferðarmála og bóta almannatrygginga og verði í því sambandi að horfa til
ákvæða laga og fjárlaga, sbr. 41. gr. stjórnarskrárinnar.
Þá rekja
stefndu það í greinargerð að þeir telji kröfur stefnanda ekki eiga stoð í
ákvæðum alþjóðasamninga þó íslenska ríkið hafi fullnægt ákvæðum þeirra.
Samningarnir hafi mismunandi stöðu eins og nánar er rakið í greinargerð.
Stefndu hafna
viðurkenningarkröfum stefnanda um bætur miðað við launaþróun og verðlag og
telja þær hvorki nægilega afmarkaðar né settar fram miðað við tiltekinn tíma.
Telja stefndu tilkall til verðlagshækkana ekki verndað af 72. gr. eða 76. gr.
stjórnarskrárinnar. Réttur til bóta sé háður fyrirmælum laga, bráðabirgðaákvæða
og reglugerða á hverjum tíma en allt frá setningu laga nr. 100/2007 hafi verið
gerðar breytingar á 69. gr. laganna. Vísa stefndu í greinargerð sinni til
bráðabirgðaákvæða laganna, einkum 15. og 17. töluliðar, ákvæða laga nr.
120/2009, nr. 164/2010, nr. 51/2011 og nr. 178/2011, öll um breytingar á lögum
nr. 100/2007. Stefnandi og aðrir í sambærilegri stöðu sæti breytingum á rétti
til bóta og nánara tilkalli til þeirra. Að mati stefndu sé hvergi brotið gegn
jafnræðisreglum. Telja stefndu að ljóst sé að viðbrögð löggjafans hafi verið
málefnaleg og í fullu samræmi við stjórnlög og innan marka 76. gr.
stjórnarskrár.
Stefndu vísa
jafnframt til þeirra hækkana sem hafi komið til samkvæmt fjárlögum 2011, um 8,1%
frá 1. júní, verðbætur samkvæmt fjárlögum 2012 um 3,5% og hækkun bóta
almannatrygginga um 3,9% eftir fjárlögum 2013. Um sé að ræða meiri hækkanir
umfram launaþróun og verðbólguspá Hagstofu.
Stefndu
mótmæla því að lagasetningarvald hafi verið framselt enda komi bætur fram í
lögum og séu ákveðnar þar, svo og í fjárlögum hvers árs. Sé um að ræða
greiðslur eftir 18., 21. og 22. gr. laga nr. 100/2007 og 2. mgr. 9. gr. laga
nr. 99/2007 um félagslega aðstoð. Greinin vísi sérstaklega til fjárlaga þar sem
fjárhæðir bóta sæti hækkunum. Þá vísa stefndu til 15. og 17. töluliðar ákvæðis
til bráðabirgða, sbr. áðurnefnd lög um breytingar á lögum nr. 100/2007.
Reglugerðir séu settar með stoð í 69. gr. og 70. gr. laganna, sbr. ákvæði
fjárlaga sem ákvæði 69. gr. vísi til. Telja stefndu ljóst að ákvörðun bóta
hverju sinni samræmist í öllu tilliti meðalhófsreglu.
Stefndu
hafna því að unnt sé að taka kröfur stefnanda til greina eftir reglum
skaðabótaréttar og telja að skilyrði fébótareglna séu ekki fyrir hendi. Þá er
dráttarvaxtakröfum mótmælt.
IV.
Niðurstaða
Með
úrskurði dómsins frá 25. október 2013 var kröfugerð stefnanda skýrð á þann veg
að aðalkrafan, sem upphaflega var samsett af fjórum liðum, væri nú einungis
einn liður, þ.e. krafa stefnanda um greiðslu 2.135.080 króna, sem er mismunur
þeirrar fjárhæðar sem stefnandi fékk greitt í bætur frá stefnda
Tryggingastofnun ríkisins fyrstu 11 mánuði ársins 2012 og þeirrar fjárhæðar sem
stefnandi telur að henni hafi borið að fá. Annar liður aðalkröfu hefði í raun
verið forsenda fyrir fjárkröfunni enda krafist viðurkenningar á því að
mánaðargreiðslur bóta úr almannatryggingum næmu tiltekinni fjárhæð. Þriðji og
fjórði liður fólu í sér viðurkenningakröfur, hinar sömu og er að finna í
varakröfu. Taldi dómurinn það því skýrari framsetningu dómkrafna að samsama þær
undir varakröfunni. Var við svo búið hafnað kröfu stefndu um frávísun málsins.
Eins og fram
kemur í fyrrgreindum úrskurði telst fjárkrafa stefnanda og þær málsástæður sem
hún byggir á í tengslum við hana nægilega skýrar. Ljóst er á hvaða grunni hún
er reist og hvernig hin umkrafða fjárhæð er fundin. Stefnandi telur að greiddar
bætur frá stefnda Tryggingastofnun ríkisins vegna sjúkleika og örorku hennar
nægi henni ekki til að standa undir eðlilegum útgjöldum. Reisir hún kröfu sína
á því að hún eigi stjórnarskrárvarinn rétt á lágmarksframfærslu sem dugi henni
til mannsæmandi lífs.
Af stefnu
málsins verður ráðið að fjárkrafa stefnanda sé byggð á 76. gr.
stjórnarskrárinnar sem og á 11. og 12. gr. alþjóðasamnings um efnahagsleg,
félagsleg og menningarleg réttindi, sem fullgiltur var af Íslands hálfu 22.
ágúst 1979, sbr. auglýsingu nr. 10/1979 sem birt er í C-deild Stjórnartíðinda
28. ágúst 1979, sem og 12. og 13. gr. félagsmálasáttmála Evrópu sem fullgiltur
var af Íslands hálfu 15. janúar 1976, og birtur með auglýsingu nr. 3/1976 í
C-deild Stjórnartíðinda.
Um forsendur
fjárkröfu sinnar vísar stefnandi til upplýsinga úr skýrslu sérfræðingahóps um
neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi frá 2011 sem unnin var af stýrihópi sem
félags- og tryggingaráðuneytið setti á fót í júní 2010. Í inngangi skýrslunnar
kemur fram að um hafi verið að ræða rannsóknarverkefni með það að markmiði að
þróa neysluviðmið fyrir helstu gerðir heimila á Íslandi. Neysluviðmiðin séu
þrenns konar og sundurliðuð á 15 útgjaldaflokka. Í fyrsta lagi sé um að ræða
dæmigert viðmið sem lýsi hóflegri neyslu og er þá ekki lagt mat á hvort neyslan
sé nauðsynleg. Í öðru lagi skammtímaviðmið sem sé byggt á sömu forsendum en þar
sé gert ráð fyrir að fólk geti dregið úr neyslu og frestað útgjaldaliðum
tímabundið. Og að lokum grunnviðmið sem gefa eigi vísbendingar um hvað fólk
þurfi að lágmarki til að framfleyta sér og er þá lagt mat á hvort að neyslan sé
nauðsynleg. Öll viðmiðin eru aðgengileg á vefreiknivél á vef velferðarráðuneytisins
þar sem hver og einn einstaklingur getur kallað fram viðmið að teknu tilliti
til stærðar fjölskyldu og heimilisaðstæðna. Fram kemur í skýrslunni að hin
dæmigerðu viðmið eigi að gefa sem heilstæðasta mynd af dæmigerðum útgjöldum
íslenskra heimila og sé enginn útgjaldaflokkur undanskilinn. Sé hvorki um
lágmarks- né lúxusviðmið að ræða. Í inngangi skýrslunnar er lögð á það áhersla
að neysluviðmiðin séu hvorki endanlegur mælikvarði á hvað teljist nægileg
neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfi sér til
framfæris. Tilgangurinn sé að veita heimilunum í landinu aðgang að viðmiðunum
til hliðsjónar við áætlun eigin útgjalda. Auk þess geti slík viðmið komið að
notum við fjárhagsráðgjöf fyrir einstaklinga og verið til hliðsjónar þegar
teknar eru ákvarðanir um fjárhæðir sem tengjast framfærslu.
Stefnandi
byggir fjárkröfu sína á upplýsingum úr skýrslunni um að dæmigert viðmið fyrir
mánaðarleg útgjöld barnslauss einstaklings sem búi í eigin húsnæði á
höfuðborgarsvæðinu séu 291.932 krónur nettó. Til þess að hafa slíkt fé til
ráðstöfunar mánaðarlega þyrftu bótagreiðslur til stefnanda að nema 399.482
krónum brúttó. Reiknast stefnanda því til að henni hafi borið að fá samtals
4.394.302 krónur í bótagreiðslur frá stefnda Tryggingastofnun ríkisins fyrstu
ellefu mánuði ársins 2012 en hún hafi aðeins fengið 2.259.222 krónur. Beri
stefndu því að greiða stefnanda mismuninn sem nemi stefnufjárhæðinni eins og
áður greinir.
Í 76. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um að öllum, sem þess þurfa,
skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli,
atvinnuleysis, örbirgðar eða sambærilegra tilvika. Með dómi Hæstaréttar nr.
125/2000 var ákvæðið túlkað svo að íslenska ríkinu væri skylt að tryggja að
lögum rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmarks
framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi, sem ákveðið væri á málefnalegan
hátt. Yrði slíkt skipulag að uppfylla skilyrði 65. gr. stjórnarskrárinnar um að
hver einstaklingur nyti samkvæmt því jafnréttis á við aðra sem réttar njóta,
svo og almennra mannréttinda.
Með nefndum dómi Hæstaréttar svo og dómum réttarins nr. 549/2002 og nr.
61/2013 er fjallað um 76. gr. stjórnarskrárinnar m.a. út frá valdmörkum
dómsvaldsins. Í dómunum kemur skýrt fram að Alþingi fari með fjárstjórnarvaldið
samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar sem mæli fyrir um það að ekkert gjald megi
inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Þannig sé
það verkefni löggjafans að ákveða hvernig háttað skuli þeirri opinberu aðstoð
sem öryrkjum er látin í té. Svigrúmi löggjafans í þessu efni sé sett þau
takmörk að dómstólar séu bærir til að meta hvort lagasetning um þau málefni
samrýmist grundvallareglum stjórnarskrárinnar.
Eins og ítarlega er rakið í ofangreindum dómum hefur löggjafinn samkvæmt
2. gr. stjórnarskrárinnar komið á fót velferðarkerfi í því skyni að uppfylla
skyldur sínar samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar og þeim þjóðréttarsamningum
sem Ísland er aðili að. Ljóst er að
löggjafinn hefur í III. kafla laga nr. 100/2007 tekið afstöðu til þess hvaða
hvaða greiðslur komi til úr ríkissjóði vegna örorku. Þar er þörf einstaklinga
fyrir aðstoð metin og er löggjafanum heimilt að skerða hana svo lengi sem slík
skerðing samrýmist 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar.
Það leiðir af
þeirri grundvallarreglu um að stjórnsýslan sé lögbundin, sbr. 2. gr.
stjórnarskrárinnar, að ákvarðanir stjórnvalda eða hópa sem starfa á þeirra
vegum víkja ekki til hliðar ákvörðunum löggjafans um rétt manna til bóta úr
ríkissjóði. Af þeim sökum er ljóst að íslenska ríkið, við ákvörðun um
fjárhagslega aðstoð á grundvelli 76. gr. stjórnarskrárinnar, er engan veginn
bundið við þau viðmið sem sett eru fram af hálfu sérfræði- og stýrihóps
ráðherra og stefnandi hefur vísað til í málatilbúnaði sínum.
Stefnandi
telur að framfærsla sú er íslenska ríkið tryggi henni verði að samræmast þeim
viðmiðum sem stýrihópur og sérfræðihópur ráðherra hafa sett fram, og stefnandi
hefur haldið fram að samsvari kr. 399.482 í mánaðarlegar tekjur í hennar
tilviki. Dómurinn telur að hafa verði í huga að þau viðmið sem stefnandi vísar
til fjalla efni sínu samkvæmt ekki um hvaða fjárhæðir einstaklingum eru
nauðsynlegar til lágmarksframfærslu heldur er þeim einungis ætlað að
endurspegla dæmigerð útgjöld íslenskra heimila. Ákvæði 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar,
eins og það hefur verið skýrt í dómum Hæstaréttar, með hliðsjón af þeim
alþjóðlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist, fjallar hins
vegar aðeins um lágmarksframfærslu. Af þessu og 41. gr. stjórnarskrárinnar
leiðir að það er að meginstefnu í verkahring Alþingis að taka afstöðu til þess
hvað sé hæfileg fjárhagsleg aðstoð til einstaklinga vegna örorku umfram
lágmarksframfærslu. Í því sambandi verður að hafa í huga að ákvörðun af þessu
tagi lýtur í meginatriðum að sjónarmiðum um forgangsröðun við úthlutun þeirra
takmörkuðu gæða sem fjármunir hins opinbera eru. Telja verður að í lýðræðislegu
þjóðfélagi sé löggjafinn almennt betur umkominn til þess að taka slíkar
ákvarðanir í skjóli lýðræðislegs umboðs síns, heldur en dómstólar.
Að mati
dómsins hefur stefnandi ekki sýnt fram á að þau viðmið um neyslu sem hann hefur
vísað til séu nauðsynleg til lágmarksframfærslu samkvæmt 1. mgr. 76. gr.
stjórnarskrárinnar, enda þessum viðmiðum ekki ætlað að endurspegla slíkar
þarfir. Með vísan til þess og þess svigrúms sem játa verður löggjafanum til
mats á því hvað sé hæfileg fjárhæð þegar lágmarksframfærslu einstaklinga
sleppir verður að sýkna stefndu af aðalkröfu stefnanda.
Samkvæmt
fyrsta lið varakröfu krefst stefnandi að viðurkennt verði að þær bætur sem hún
fékk greiddar frá stefnda Tryggingastofnun á tímabilinu 1. janúar 2012 til 1.
nóvember 2012 hafi ekki fullnægt þeim rétti sem hún eigi til aðstoðar samkvæmt
76. gr. stjórnarskrárinnar. Stefnandi
hefur einkum haldið því fram í tengslum við þennan lið að sú fjárhagsaðstoð sem
hún fái nægi henni ekki til framfærslu, þ.e. til að standa undir
„eðlilegum útgjöldum“ hennar og vísað í því sambandi til þeirra neysluviðmiða
sem byggt hefur verið á til stuðnings aðalkröfu. Í ljósi þess að ekki verður
leyst úr þessari kröfu án þess að taka afstöðu til þess hvort neysluviðmið
sérfræði- og stýrihópa ráðherra endurspegli lágmarksframfærslu sem allir eigi
rétt til samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar verður ekki séð að
stefnandi hafi hagsmuni að lögum af því að fá sérstaklega leyst úr
viðurkenningarkröfu sem að þessu lýtur, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991.
Verður þessum hluta kröfugerðarinnar því vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi.
Samkvæmt
öðrum lið varakröfu krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að stefndu hafi
frá 30. maí 2007 verið óheimilt að ákvarða bætur til hennar með þeim hætti sem
gert var enda hafi það verið í andstöðu við 69. gr. nr. 100/2007.
Í
69. gr. laga nr. 100/2007 segir að bætur almannatrygginga, svo og greiðslur
samkvæmt 63. gr. og fjárhæðir samkvæmt 22. gr., skuli breytast árlega í samræmi
við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó
þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.
Samkvæmt
þessu er bætur almannatrygginga tengdar við fjárlög og framlög til
málaflokksins á hendi fjárstjórnarvaldsins, sbr. 41. gr.
stjórnarskrárinnar. Forsendur
fjárlagafrumvarpsins ráða því bótum almannatrygginga hvert fjárlagaár.
Löggjafinn
hefur vikið ofangreindu ákvæði 69. gr. laga nr. 100/2007 til hliðar tímabundið
með setningu ákvæða til bráðabirgða í lögum þar sem kveðið er á um að bætur
almannatrygginga hækki ekki til samræmis við launaþróun eða vísitölu
neysluverðs eða kveði á um minni hækkanir.
Stefnandi
telur að löggjafanum hafi verið óheimilt að hækka ekki bætur í samræmi við
þróun verðlags en með því hafi bætur hennar verið skertar að raunvirði. Byggir
hún í fyrsta lagi á því að hún hafi allt frá setningu lagaákvæðisins haft
réttmætar væntingar til þess að bætur myndu fylgja launaþróun eða a.m.k.
vísitölu neysluverðs. Í öðru lagi byggir hún á því að eignarréttur hennar
samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar hafi í reynd verið skertur sem jafnframt
brjóti í bága við 76. gr. stjórnarskrárinnar. Í þriðja lagi hafi ekki verið gætt
jafnræðis við tekjuskerðinguna í samræmi við 65. gr. stjórnarskrárinnar en
aðrir hópar samfélagsins hafi fengið raunhækkun á tekjum sínum.
Þessum
málsástæðum hafnar dómurinn. Ákvæði til bráðabirgða eru ákvæði í settum lögum
sem ætlaður er ákveðinn gildistími. Í þeim tilvikum sem hér um ræðir bjuggu að
baki málefnaleg sjónarmið en í lögskýringargögnum er skírskotað til þeirrar
nauðsynjar að ná árangri í ríkisfjármálum með margþættum aðgerðum til lækkunar
á útgjöldum ríkisins. Komu þær aðgerðir með einhverjum hætti niður á öllum
þjóðfélagshópum og var gætt jafnræðis innan þeirra hópa sem eins var ástatt um.
Stefnandi gat ekki haft væntingar um að 69. gr. laga nr. 100/2007 kæmi til með
að standa óbreytt án tillits til efnahagslegra aðstæðna. Með ákvæðinu stofnaðist
því ekki eignarréttur hennar sem verndaður er af 72. gr. stjórnarskrárinnar,
enda er þar kveðið á um rétt til greiðslna úr ríkissjóði sem stofnað hefur
verið til með einhliða ákvörðun löggjafans en ekki sérgreindra framlaga þeirra
sem njóta slíks réttar. Þá tryggir 76. gr. stjórnarskrárinnar stefnanda ekki
hækkun bóta í samræmi við launaþróun eða verðlag, heldur er það hlutverk
löggjafans að taka ákvörðun fjárhæð bóta eins og áður segir.
Stefnandi
byggir á því að ákvörðunarvald um fjárhæð bóta hafi verið framselt með
ólögmætum hætti vegna áranna 2011 og 2012
þegar bætur hafi verið ákvarðaðar með reglugerðum um fjárhæðir bóta
almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, annars vegar nr. 565/2011 og hins
vegar nr. 1233/2011. Hafi annars vegar með lögum nr. 120/2009 verið bætt við
15. tl. í ákvæði til bráðabirgða, sem kvað á um að þrátt fyrir ákvæði 69. gr.
skuli bætur almannatrygginga ekki hækka til samræmis við launaþróun eða
vísitölu neysluverðs á árinu 2010, og hins vegar með lögum nr. 164/2010 sem bætti
við 17. tl. í ákvæði til bráðabirgða, með sömu breytingu fyrir árið 2011. Vísa
fyrrgreindar reglugerðir til þessara ákvæða til bráðabirgða svo og til 69. og
70. gr. laga nr. 100/2007.
Þá hafi með
lögum nr. 51/2011 verið gerðar breytingar þar sem að við ofangreindan 15. tl.
bættist heimild ráðherra að hækka fjárhæðir, að fengnu samþykki
ríkisstjórnarinnar, ef verulegar breytingar yrðu á launaþróun og
þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga. Skyldi ráðherra breyta þeim með
reglugerð og var slík breyting gerð til hækkunar árið 2012 með reglugerð nr.
1233/2011.
Eins
og áður segir kemur það í hlut löggjafans að ákveða fjárhæð bóta. Bætur
stefnanda breytast ár hvert í samræmi við fjárlög. Forsendur og fjárhæðir bóta
sem stefnandi þiggur eiga stoð í lögum nr. 100/2007 og 99/2007 en ekki
tilvitnuðum reglugerðum sjálfum þó þar sé að finna frekari útfærslu á
fyrirkomulagi er ákveðið hafði verið af löggjafanum.
Með vísan til
ofangreinds er það niðurstaða dómsins að heimilt hafi verið að ákveða bætur
stefnanda með þeim hætti sem gert var enda hafi það verið gert með stjórnskipulegum
hætti. Verða stefndu því sýknaðir af þessum lið varakröfu stefnanda.
Samkvæmt
þriðja lið varakröfu krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að réttur hennar
til bóta almannatrygginga skuli hækka árlega miðað við launaþróun, þó þannig að
bætur hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, eins og
kveðið er á um í ofangreindu ákvæði. Krafa stefnanda lýtur þannig að því að
viðurkennt verði að bætur til hennar beri að ákveða í samræmi við 69. gr. til
framtíðar litið en dómsorð sem skírskotar til atvika sem síðar koma fram er í
andstöðu við 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991.
Krafa
stefnanda verður ekki skilin á annan veg en svo að hún leiti eftir því að
dómurinn kveði á um réttindi henni til handa sem ekki er á valdi dómstóla að ákveða
heldur löggjafans eins og kveðið er á um í 41. gr. stjórnarskrárinnar. Ljóst er að það er hlutverk löggjafans að
meta hvort forsendur séu til að breyta lagaákvæðum eða eftir atvikum fella þau
úr gildi. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 ber því að vísa þessum
kröfulið sjálfkrafa frá dómi.
Niðurstaða
dómsins er því sú að stefndu eru sýknaðir af aðalkröfu stefnanda. Þá er fyrsta
lið varakröfu stefnanda vísað sjálfkrafa frá dómi, stefnu eru sýknaðir af öðrum
lið varakröfu og þriðja lið varakröfu er vísað sjálfkrafa frá dómi.
Rétt
þykir að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Stefnandi nýtur gjafsóknar
samkvæmt gjafsóknarleyfi innanríkisráðuneytisins frá 19. febrúar 2013 og er hún
takmörkuð við rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Greiðist gjafsóknarkostnaður
stefnanda úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar,
Daníels Isebarn Ágústssonar sem þykir hæfilega ákveðin 700.000 krónur.
Sigríður Hjaltested, Hólmfríður Grímsdóttir og Kjartan Bjarni
Björgvinsson héraðsdómarar kveða upp dóm þennan.
D Ó M S O R Ð:
Stefndu,
íslenska ríkið og Tryggingastofnun ríkisins, eru sýknaðir af aðalkröfu
stefnanda, Dagrúnar Jónsdóttur.
Fyrsta lið
varakröfu er vísað sjálfkrafa frá dómi.
Stefndu eru
sýknaðir af öðrum lið varakröfu.
Þriðja lið
varakröfu er vísað sjálfkrafa frá dómi.
Málskostnaður
fellur niður.
Allur
gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns
hennar, Daníels Isebarn Ágústssonar hrl. 700.000 krónur, greiðist úr
ríkissjóði.
|
Mál nr. 41/2016 | Kærumál Gjafsókn | M og K kærðu úrskurð héraðsdóms og kröfðust þess að fjárhæð málflutningsþóknunar lögmanna þeirra vegna gjafsóknar í héraði yrði ákveðin hærri en gert var í hinum kærða úrskurði. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annar fram að umtalsverð vinna hefði legið að baki niðurstöðu í málinu sem hefði verið tekið fyrir alls 11 sinnum í héraði, þar af tvívegis með þátttöku sálfræðings. Þá hefðu sættir ítrekað verið reyndar, bæði með milligöngu lögmanna og aðstoð sérfræðings. Sálfræðingur hefði verið dómkvaddur til að leggja mat á forsjárhæfi aðila en sættir náðust ekki fyrr en að loknum skýrslutökum við aðalmeðferð málsins. Að þessu virtu, svo og framlögðum tímaskýrslum lögmanna aðila, var fallist á kröfu M og K um að hækka bæri málflutningsþóknunina. |
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Karl Axelsson og
Guðrún Erlendsdóttir settur hæstaréttardómari.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. janúar 2016, en
kærumálsgögn bárust réttinum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur 5. janúar 2016, þar sem leyst var úr ágreiningi aðila um
málskostnað og kveðið á um gjafsóknarkostnað í máli þeirra sem að öðru leyti
var lokið með dómsátt. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr.
91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að málflutningsþóknun
lögmanns síns vegna reksturs málsins í héraði verði ákveðin 2.228.750 krónur,
en til vara þóknunin verði ákveðin að mati réttarins.
Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar fyrir sitt leyti með
kæru 18. janúar 2016. Hann krefst þess aðallega að málflutningsþóknun lögmanns
síns vegna reksturs málsins í héraði verði ákveðin 1.850.550 krónur, en til
vara að þóknunin verði ákveðin að mati réttarins.
Varnaraðili höfðaði mál þetta 14. nóvember 2014 á hendur sóknaraðila og
krafðist þess að sér yrði falin forsjá dóttur þeirra, en til vara að aðilum
yrði dæmd sameiginleg forsjá og að lögheimili barnsins yrði hjá varnaraðila. Þá
krafðist hann þess að með dómi yrði mælt fyrir um inntak umgengnisréttar
barnsins. Málinu lauk með dómsátt 22. desember 2015 um að sóknaraðili færi
áfram ein með forsjá barnsins og samkomulagi um umgengni varnaraðila við það. Ágreiningur
um málskostnað var lagður í úrskurð héraðsdóms, sem felldi niður málskostnað
milli aðila, en ákvað gjafsóknarkostnað þeirra úr ríkissjóði.
Í málinu liggja fyrir málskostnaðarreikningar lögmanna málsaðila og er
ljóst að umtalsverð vinna liggur að baki niðurstöðu í málinu. Málið var tekið
fyrir alls 11 sinnum í héraði, þar af tvívegis með þátttöku sálfræðings. Meðan
á málarekstrinum stóð voru ítrekað reyndar sættir, bæði fyrir milligöngu lögmanna
aðila og með aðstoð sérfræðings. Þá var dómkvaddur sálfræðingur til að leggja
mat á forsjárhæfi aðila. Að loknum skýrslutökum við aðalmeðferð málsins 22.
desember 2015 tóku við sáttaumleitanir dómara, er lauk sem fyrr segir með sátt
um annað en málskostnað.
Aðilar, sem báðir nutu gjafsóknar í máli þessu, hafa lagt fram
málskostnaðarreikninga ásamt tímaskýrslum, þar sem grein er gerð fyrir
vinnustundum lögmanna þeirra við rekstur málsins. Styðja málsaðilar kröfur
sínar um hækkun á málflutningsþóknun við tímaskýrslurnar. Að þeim virtum verður
fallist á með málsaðilum að hækka beri málflutningsþóknun lögmanna svo sem í
dómsorði greinir.
Dómsorð:
Gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, K, í héraði
greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Þorbjargar I. Jónsdóttur
hæstaréttarlögmanns, 1.400.000 krónur.
Gjafsóknarkostnaður varnaraðila, M, í héraði
greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur
héraðsdómslögmanns, 1.300.000 krónur.
Úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur 5. janúar 2016.
Mál þetta var höfðað með stefnu birtri hinn 14. nóvember 2014.
Málið var tekið til úrskurðar um málskostnaðarkröfu aðila hinn 22. desember sl.
Stefnandi er M, [...], Reykjavík, en stefnda
er K, [...], Reykjavík.
Dómkröfur stefnanda voru þær, að honum yrði
dæmd forsjá dóttur hans A til 18 ára aldurs hennar, en til vara að málsaðilum
yrði dæmd sameiginleg forsjá barnsins og að lögheimili barnsins yrði hjá
stefnanda. Þá krafðist stefnandi þess að með dómi yrði mælt fyrir um inntak
umgengnisréttar barnsins og þess aðila er ekki fengi dæmt lögheimili barnsins.
Einnig krafðist stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu, auk virðisaukaskatts
á málflutningsþóknun, eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál.
Stefnda gerði kröfu um sýknu af kröfum
stefnanda, en til vara að lögheimili barnsins yrði ákveðið hjá stefndu og að
umgengni föður við barnið yrði þannig: Regluleg umgengni aðra hvora helgi frá
leikskóla/skólalokum á föstudegi til upphafs skóla á mánudagsmorgni þar á
eftir. Sumarumgengni í fjórar vikur í skólaleyfi á sumri, 2 og 2 vikur í senn.
Páskaumgengni hverja páska í fimm daga í páskaleyfi skóla, annað hvert ár á
páskadag. Jólaumgengni í alls fjóra daga í jólaleyfi skóla, en barnið verði
ávallt á aðfangadag hjá móður. Þá krafðist stefnda málskostnaðar.
Máli þessu var úthlutað dómara þann 1.
janúar 2015. Málið var fyrst tekið fyrir þann 16. febrúar 2015 og síðan þann
24. febrúar, 20. maí, 11. september, 5. október og 15. október 2015. Til
þinghalda þann 20. maí, 11. september og 5. október 2015 var boðað með þátttöku
sérfræðings, B sálfræðings, sbr. 2. mgr. 40. gr. barnalaga nr. 76/2003 með
síðari breytingum.
Að loknum skýrslutökum þegar aðalmeðferð
málsins fór fram þann 22. desember 2015, varð sátt með aðilum um annað en
málskostnað.
II.
Mál þetta höfðaði stefnandi til þess að fá dæmda forsjá dóttur
aðila, A.
Eins og
áður greinir var sátt með aðilum um annað en málskostnað. Með sáttinni er
samkomulag um að móðir fari áfram ein með forsjá barnsins. Þá komust aðilar að
samkomulagi um umgengni stefnanda við barnið í sumarleyfi, um jól og áramót og
um páska.
Með
hliðsjón af því að sátt náðist um forsjá og umgengni þykir rétt að
málskostnaður milli aðila falli niður.
Innanríkisráðherra
veitti stefnanda gjafsókn, 15. júní 2015, til að reka málið fyrir héraðsdómi.
Var gjafsóknin takmörkuð við réttargjöld, þóknun lögmanns og undirmatsgerð.
Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði þar með talin þóknun
lögmanns hans, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur hdl. sem þykir með hliðsjón af
umfangi málsins hæfilega ákveðin 900.000 krónur.
Innanríkisráðherra
veitti stefndu gjafsókn, 1. september 2015, til að reka málið fyrir héraðsdómi.
Gjafsóknarkostnaður stefndu greiðist úr ríkissjóði þar með talin þóknun
lögmanns hennar, Þorbjargar Ingu Jónsdóttur hrl. sem þykir með hliðsjón af
umfangi málsins hæfilega ákveðin 900.000 krónur.
Ragnheiður
Snorradóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn ásamt meðdómsmönnunum
Aðalsteini Sigfússyni sálfræðingi og Rögnu Ólafsdóttur sálfræðingi.
ÚRSKURÐARORÐ:
Málskostnaður
fellur niður.
Gjafsóknarkostnaður
stefnanda, M, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Ingu
Lillýjar Brynjólfsdóttur hdl., 900.000 krónur.
Gjafsóknarkostnaður
stefndu, K, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar,
Þorbjargar Ingu Jónsdóttur hrl., 900.000 krónur.
|