Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/framtid-atvinnulifsins-a-akureyri | Framtíð atvinnulífsins á Akureyri
Í síðustu viku var haldin hér á Akureyri ráðstefna um Akureyri og atvinnulífið. Sex frummælendur fjölluðu, hver á sinn hátt, um stöðu atvinnulífsins og framtíðarhorfur. Markmið ráðstefnunnar var að stilla saman strengi til nýrrar sóknar. Á ráðstefnunni var: Farið yfir stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar til eflingar byggðar á Akureyri, kynnt stefna og aðgerðir Akureyrarbæjar til að ná settu marki í byggðaþróun, varpað ljósi á samspili menntunar og atvinnulífs, gerð grein fyrir sjónarmiðum hagsmunaaðila atvinnulífsins, og rætt um nauðsyn samræmdra aðgerða. Ráðstefnan tókst mjög vel og á hana mættu tæplega 100 manns. Margt áhugavert kom fram í ræðum frummælenda, en þeir voru: Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri Akureyrar, Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Þorsteinn Gunnarsson rektor HA, Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Ásgeir Magnússon forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi. Erindi og glærur fyrirlesaranna er að finna á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ekki-segja-fra | Ekki segja frá...
Undanfarna daga hafa verið á ferðinni á Akureyri ungar konur sem tilheyra áhugahópi sem kallar sig "Ekki segja frá" en markmið hópsins er að fara herferð gegn heimilis- og kynferðisofbeldi. Herferðin byggist á fyrirlestrum og er markmið hennar fyrst og fremst fræðsla og forvarnir.
Fulltrúar hópsins sem námu land á Akureyri heita Hrafnhildur Víglundsdóttir háskólanemi og Iris Anita Hafsteinsdóttir rithöfundur. Þær héldu fræðslufundi í Verkmenntaskólanum og Háskólanum á Akureyri. Þá komu þær og spjölluðu í kaffisamsæti í Ráðhúsi Akureyrar sem jafnréttisfulltrúi bauð starfskonum til í tilefni Kvennafrídagsins. Herferðin á Akureyri í þetta sinn endaði með fundi í Deiglunni en þar flutti einnig erindi Katrín Björg Ríkarðsdóttir sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Óhætt er að segja að fundirnir voru almennt vel sóttir og miklar umræður urðu í kjölfar erindanna.
Áhugasamir áheyrendur í Ráðhúsi Akureyrar.
Konunum sem standa að herferðinni hefur fundist skorta á opnari umræðu í þjóðfélaginu um þessi mál og fannst að það þyrfti tæpitungulaust að bera þau á borð fyrir þjóðina þar sem þau snerta hana alla á einn eða annan hátt. Víst er að ungu konurnar sem á Akureyri önnuðust fræðslu um heimilis- og kynferðisofbeldi töluðu tæpitungulaust en þær höfðu líka alveg sérstakt lag á því að setja þetta háalvarlega málefni þannig fram að almennt var létt yfir fundunum.
Slóðin er www.herferdin.tk og netfangið er herferd@hotmail.com fyrir áhugasama. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidtalstimar-baejarfulltrua | Viðtalstímar bæjarfulltrúa
Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru hafnir að nýju og eru nú hafðir sídegis frá kl. 17 til 19 en ekki á kvöldin eins og áður var. Almenningi er frjálst að koma í Ráðhúsið, Geislagötu 9, á áðurnefndum tíma og tjá sig við bæjarfulltrúana. Hér að neðan má sjá áætlun um viðtalstíma veturinn 2002-2003.
Fundarstaður: Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi - Geislagötu 9
Tímasetning: 17.00 - 19.00
28. október
2002
Þórarinn B. Jónsson
Marsibil Fjóla
Snæbjarnardóttir
11. nóvember
2002
Oktavía Jóhannesdóttir
Þóra Ákadóttir
25. nóvember
2002
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes G. Bjarnason
9. desember
2002
Kristján Þór Júlíusson
Gerður Jónsdóttir
13. janúar
2003
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
27. janúar
2003
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla
Snæbjarnardóttir
10. febrúar
2003
Oktavía Jóhannesdóttir
Þóra Ákadóttir
24. febrúar
2003
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir
10. mars
2003
Þórarinn B. Jónsson
Jóhannes G. Bjarnason
24. mars
2003
Jakob Björnsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
7. apríl
2003
Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson
28. apríl
2003
Oktavía Jóhannesdóttir
Jóhannes G. Bjarnason
12. maí
2003
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Fyrirvari er gerður um viðtalstímana í janúar - möguleiki á breytingu vegna tilfærslu á fundi bæjarstjórnar í mánuðinum! |
https://www.akureyri.is/is/frettir/upp-um-360-prosent | Upp um 360 prósent!
Enginn þettbýliskjarni á landinu, hvorki bær né borg, státar af jafn vinsælli heimasíðu og Akureyrarbær, samkvæmt upplýsingum frá Modernus, Samræmdri vefmælingu. Ný og endurbætt heimasíða bæjarins var opnuð í seinni hluta júnímánaðar og síðan hefur orðið gríðarleg fjölgun á heimsóknum og flettingum. Í maí voru flettingar á síðunni um 14.000 en í ágúst síðastliðnum voru þær komnar í rúm 50.000. Gestum hefur fjölgað heldur minna í hundraðshlutum talið, sem sýnir að þeir sem á annað borð heimsækja síðuna eru ánægðari með það sem þeir finna þar og nota vefsíðuna mun meira en áður. Gestum hefur þó fjölgað umtalsvert.
Vefstjóri á www.akureyri.is segir að þessi mikla fjölgun flettinga sé í hæsta máta skiljanleg þar sem heimasíðan hafi verið útfærð frá því að þjóna eingöngu þeim sem áttu eitthvað til bæjarkerfisins að sækja yfir í að þjóna öllum þeim sem hafa eitthvað til Akureyrar að sækja, hvort sem um er að ræða húsaleigubætur, skíðaferð, kaffibolla eða myndlistarsýningar. Heimasíðan geymi gríðarlegt magn upplýsinga og endurspegli þá staðreynd að Akureyri sé bær allra lífsins gæða. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-deild-vid-haskolann-a-akureyri | Ný deild við Háskólann á Akureyri
Háskólaráð samþykkti í dag, á 200. fundi sínum, stofnun nýrrar deildar, félagsvísinda- og lagadeildar, við Háskólann á Akureyri. Nám í deildinni fer af stað haustið 2003. Sérstakir heiðursgestir á fundinum voru Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands, Eiríkur Tómasson deildarforseti lagadeilar HÍ og Ólafur Þ. Harðarson deildarforseti félagsvísindadeildar HÍ og sjást þeir á myndinni hér að neðan. Á myndinni með þeim eru Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri, Guðmundur H. Frímannsson deildarforseti kennaradeildar HA, sem jafnframt leiddi undirbúningsvinnu við laganám og Ingi Rúnar Eðvarðsson prófessor í rekstrar- og viðskiptadeild, en hann leiddi undirbúningsvinnu við félagsvísindanámið.
Tvær skorir, félagsvísindaskor og lagaskor
Eins og áður sagði skiptist hin nýja deild í tvær skorir, félagsvísindaskor og lagaskor. Greinar innan félagsvísindaskorar eru alþjóða- og evrópufræði, félagsfræði, fjölmiðlafræði, mannfræði, nútímafræði og stjórnsýslu- og byggðafræði. Haustið 2004 bætast svo við sálfræði og félagsráðgjöf. Innan lagaskorar verður kennd lögfræði til B.A. prófs.
Sérstaða Íslands og tengsl við atvinnulífið
Í ávarpi sem menntamálaráðherra flutti í tilefni dagsins kom fram, að hann teldi æskilegt að Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri legði áherslu á að draga fram sérstöðu Íslands í námsframboði sínu og jafnframt mynda öflug tengsl við atvinnulífið. Undir þetta tóku rektor HÍ sem og deildarforsetar lagadeildar og félagsvísindadeildar HÍ. Gert er ráð fyrir þessu í tillögum frá undirbúningshópum þar sem lagt er til að sérstök áhersla verði lögð á samfélagslegt notagildi námsins án þess þó að slegið sé af akademískum kröfum.
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um námið
Þeim sem hafa áhuga á að afla sér frekari upplýsinga um námið og uppbyggingu þess er bent á að hafa samband við námsráðgjafa Háskólans á Akureyri í síma 463 0552 eða senda fyrirspurn í tölvupósti. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolskyldan-saman-gaman-mikid-um-ad-vera-naesta-laugardag | Fjölskyldan saman, gaman - Mikið um að vera næsta laugardag
Næstkomandi laugardag er komið að öðrum áfanga í heilsuræktarverkefninu "Fjölskyldan saman, gaman!". Fjölbreytt dagskrá verður í boði á Akureyri fyrir alla fjölskylduna. Margar og ólíkar tegundir íþrótta og heilsuræktar verða kynntar og boðið upp á leiðsögn og aðstoð fyrir alla fjölskylduna. Akureyrarbær og Íþróttabandalag Akureyrar styðja verkefnið.
Jóga, fimleikar, slökun, dans og Tae-kwon-do
Árný Jóhannesdóttir ætlar að bjóða upp á jógaiðkun og kirtan hugleiðsludans í Glerárgötu 32, 3. hæð (gengið inn að austan). Jógatímarnir verða kl. 9.00-9.30 og kl. 11.00-11.30 en í millitíðinni, kl. 10.00-10.30, verður boðið upp á kirtan hugleiðsludans fyrir alla aldurshópa. Fimleikaráð Akureyrar stendur fyrir kynningu á fimleikum í Íþróttahúsinu í Glerárskóla kl. 9.00-11.45 þar sem allir geta fengið að prófa fimleika undir leiðsögn þjálfara. Tae-kwon-do deild Þórs kynnir sína íþrótt og kennd verður grunntækni í Tae-kwon-do í Íþróttahúsinu við Laugargötu kl. 9.00-10.00 og 10.00-11.00 og verður sú kennsla við allra hæfi. Anna Breiðfjörð aðstoðar fólk og segir því til við dans í Bjargi við Bugðusíðu (gengið inn að austan) kl. 16.00, 16.30, 17.00 og 17.30.
Tvöföld afmælisveisla hjá skátunum
Skátafélagið Klakkur býður til fjölbreyttrar afmælisveislu á laugardag í tilefni þess að skátastarf á Íslandi á 90 ára afmæli og að á þessu ári eru 70 ár liðin frá því að Fálkafell var reist. Það er því sannarlega tilefni fyrir alla fjölskylduna að fagna með skátunum.
Fjölskyldudagur verður að Hömrum, útilífs og umhverfismiðstöð skáta, kl. 11.00-13.00. Farið verður í léttan ratleik, fjölskyldubrun á snjóþotum, sleðum eða slöngum og efnt til snjólistaverkakeppni. Mögulegt verður að kaupa léttan málsverð á staðnum. Þá verður boðið upp á skíðagönguferð upp í Fálkafell með viðkomu í Gamla. Lagt verður af stað frá Sundlaug Akureyrar, eins og áður tíðkaðist, kl. 13.00 en þeim sem vilja koma í hópinn er ofar dregur er það velkomið. Skátunum þætti skemmtilegt ef sem flestir gætu komið með gamla bakpokann sinn.
Opið hús verður síðan í Fálkafelli kl. 15.00-17.00 og boðið upp á kakó og kringlur í tilefni af 70 ára afmæli skálans. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa staðið vaktina í fellinu að koma og rifja upp gamla tíma og fyrir þá sem ekki hafa séð skálann áður að gera það í þetta skipti. Á laugardagskvöldið ætla skátar síðan að fjölmenna í Fálkafell því þá fer hin árlega Fálkafellsveisla fram. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/siduskoli-vid-bugdusidu-breyting-a-adalskipulagi-og-deilis | Síðuskóli við Bugðusíðu - Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag lóðar
Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag lóðar
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Skv. tillögunni stækkar lóð Síðuskóla (stofnanasvæði) til vesturs og norðurs á kostnað opins, græns svæðis.
(Skoða tillöguuppdrátt á pdf-formi)
Jafnframt er auglýst skv. 25. gr. sömu laga tillaga að deiliskipulagi skólalóðarinnar. Tillagan felur auk lóðarstækkunar m.a. í sér að byggð verði tengibygging og íþróttahús norðan núverandi byggingar og að byggja megi eina álmu til viðbótar vestan hennar.
(Skoða tillöguuppdrátt - skýringaruppdrátt á pdf-formi)
Tillögu- og skýringaruppdrættir munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 13. desember 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 föstudaginn 13. desember 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/klappir-10-ara | Klappir 10 ára
Laugardaginn 2. nóvember verða 10 ár síðan Leikskólinn Klappir tók til starfa. Haldið var upp á afmælið í dag og var mikið um dýrðir á leikskólanum þegar börnum, foreldrum, starfsfólki og öðrum góðum gestum var boðið til veislu. Eins og sést á meðfylgjandi mynd höfðu börn og starfsfólk í nógu að snúast við að undirbúa veisluhöldin.
Stefna leikskólans birtist í einkunnarorðum hans: "Allir eru einstakir" og miðast hún við að leikskólin miði þroskakosti sína við hvert og eitt barn. Leikskólinn hefur á líftíma sínum tekið þátt í allmörgum þróunarverkefnum m.a. evrópuverkefni sem snerist um samskipti leikskóla frá 5 löndum í Evrópu og um þessar mundir er unnið að verkefni sem kallast "UT í starfi leikskóla" og snýst það um að útfæra notkun upplýsingatækni í starfi skólans. Nánari upplýsingar um þetta má finna á heimasíðu hans www.klappir.akureyri.is. Síðan geymir einnig upplýsingar um flesta þætti í starfseminni m.a. vinsælustu uppskriftir matráðs Klappa og söngtexta við öll helstu leikskólalögin, myndir og frásagnir af hópastarfi svo fátt eitt sé nefnt. Aðalheiður Hreiðarsdóttir er leikskólastjóri á Klöppum og hefur verið frá upphafi. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nybygging-vid-giljaskola-vigd | Nýbygging við Giljaskóla vígð
Í gær var formlega tekin í notkun nýbygging við Giljaskóla og er þar með lokið öðrum áfanga af þremur við byggingu skólans. Skólafólk, gestir og nemendur voru í hátíðarskapi við þessa athöfn. Undirbúningur að byggingu Giljaskóla hófst árið 1995 og það sama ár hóf skólinn starfsemi sína í húsnæði leikskólans Kiðagils. Í upphafi var ákveðið að byggja skólann í þremur áföngum og tók hönnun mið af því. Í fyrsta áfanga var byggð kennsluálma og stjórnunarhluti skólans. Í öðrum áfanga var byggður salur skólans, bókasafn og sérgreinastofur, en síðasta áfanganum, sem er íþróttahús, er ólokið. Með fylgjandi myndir voru teknar við vígslu annars áfanga.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, og Halldóra Haraldsdóttir, skólastjóri.
Guðríður Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar, Sigurður Sigurðsson frá SS Byggi og Fanney Hauksdóttir arkitekt.
Brugðið á leik með bæjarstjóranum. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-um-styrktarverkefni | Samstarf um styrktarverkefni
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri (HA), og Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, samvinnufélags (svf.), hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um styrktarverkefni. Í yfirlýsingunni lýsir KEA vilja félagsins til að kosta skilgreind verkefni innan háskólans. Um getur verið að ræða tímabundna fjármögnun á stöðugildum prófessora, dósenta, lektora eða rannsóknarmanna við HA. Einnig geta umrædd verkefni tekið til reksturs þróunarsetra og/eða afmarkaðra eininga innan HA eða verið beinn stuðningur við rannsóknir starfsmanna eða framhaldsnámsnemendur við háskólann.
Samkvæmt yfirlýsingunni lýsir KEA vilja til að verja árlega, næstu fimm árin, fjármagni til verkefna innan Háskólans á Akureyri, eða samstarfsstofnana, sem svarar til launakostnaðar við eina prófessorsstöðu á ári.
Til að undirbúa einstök verkefni koma aðilar á fót samstarfsnefnd sem skipuð skal fjórum mönnum, rektor HA, stjórnarformanni KEA og einum einstaklingi tilnefndum af hvorum aðila fyrir sig. Hlutverk samstarfsnefndar skal einkum vera að afla hugmynda um styrktarverkefni og beina þeim í þann farveg að unnt verði að ganga frá formlegum skilgreiningum og samningum um hvert og eitt verkefni. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/norraenn-skjaladagur-9-november | Norrænn skjaladagur 9. nóvember
Héraðsskjalasafnið á Akureyri tekur þátt í samnorrænum skjaladegi næsta laugardag. Markmið með skjaladeginum er að vekja athygli á starfsemi skjalasafna og hvetja fólk til að afhenda söfnunum skjöl til varðveislu. Í tilefni dagsins setur Héraðsskjalasafnið á Akureyri upp sýninguna "Þegar saman safnast var" en þar eru sýnd skjöl nokkurra félaga á Akureyri og í nærsveitum. Safnið geymir nú skjöl frá um það bil 225 félögum á safnasvæðinu sem sýnir að félagsstarfsemin er mjög fjölskrúðug.
Starfsfólk Héraðsskjalasafnsins á Akureyri býður fólk sérstaklega velkomið í tilefni skjaladagsins og hefur opið laugardaginn 9. nóv. kl. 10.00-15.00 sem og aðra laugardaga yfir veturinn. Gefst mönnum þá kostur á að skoða sýninguna, kynna sér starfsemi safnsins og húsakynni, og þiggja kaffisopa. Sýningin stendur út nóvember. Sjá einnig www.skjalasafn.is/skjaladagur |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hus-a-ferd-um-gotur-baejarins | Hús á ferð um götur bæjarins
Akureyringar hafa eflaust margir tekið eftir því að stórt hús var í dag flutt með miklum tilfæringum af Oddeyrinni og inn á Krókeyri. Þarna var verið að flytja hið svokallaða Wathne-hús af athafnasvæði Norlenska á Oddeyrinni og að sögn Hönnu Rósu Sveinsdóttur, deildarstjóra Munadeildar Minjasafnsins á Akureyri, var um eins konar björgunaraðgerð að ræða.
Hún segir að í ljós hafi komið að húsið hafi mikið sögulegt gildi. Það hafi verið byggt af Otto Wathne, líklega um 1895, en Otto þessi var athafnamaður hér um slóðir með aðalbækistöðvar sínar á Seyðisfirði. Húsið var byggt sem síldartökuhús á Oddeyrartanga og notað sem slíkt þegar síldveiðar voru hvað mestar við Eyjafjörð. Frá því fyrir miðja síðustu öld var skipasmíðastöð KEA þarna til húsa og seinna meir skipaafgreiðsla KEA. Húsið er því mjög samgróið atvinnusögu Akureyrar. Ekki er búið að friða Wathne-hús en húsafriðunarnefnd ríkisins hefur lagt fram álit um varðveislugildi þess og veitti styrk til flutnings á húsinu. Það verður flutt inn á Krókeyri til bráðabirgða en eftir á að finna því starfsemi við hæfi. Að sögn Hönnu Rósu er líklegt að húsið verði nýtt til sýningar á sögulegum munum sem tengjast atvinnusögu staðarins. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/helgarsportid-heldur-afram-fjolskyldan-saman-gaman-3 | Helgarsportið heldur áfram - Fjölskyldan saman, gaman 3
Þriðji hluti af fjórum í heilsuræktarátakinu "Fjölskyldan saman, gaman" fer fram næsta laugardag en þátttaka fór fram úr björtustu vonum um síðustu helgi.
Á laugardagsmorgun kl. 9.00 hefst kynning á badminton í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar geta allir fengið að prófa, ókeypis, undir leiðsögn þjálfara og félaga í Tennis- og badmintonfélagi Akureyrar. Badmintonkynningin stendur til kl. 11.00.
Vaxtarræktin á Akureyri býður upp á þrekmælingar, fitumælingar og leiðbeiningar fyrir alla aldurshópa. Öllum 14 ára og eldri er boðið að prófa spinning, hnefaleika og tækjasal Vaxtarræktarinnar milli kl. 10 og 13. Leikfimi verður fyrir börn kl. 10-12.
Sjúkraþjálfarar frá Eflingu verða í Íþróttahöllinni og Vaxtarræktinni kl. 10-16 með þrek- og þolmælingar auk þess að bjóða öllum fræðslu og ráðgjöf um heilsuþjálfun almennings, forvarnir, liðleika og meiðsl barna og fullorðinna. Hjúkrunarfræðinemar við Háskólann á Akureyri bjóða öllum upp á blóðþrýstingsmælingar milli kl. 11 og 13 í Íþróttahöllinni. Iðjuþjálfanemar við Háskólann á Akureyri kynna sitt fag í Íþróttahöllinni kl. 11-13.
Átakið fer einnig fram úti undir beru lofti því Haraldur Guðmundsson á Hestaleigunni í Stjörnugötu 1, í hesthúsahverfinu í Breiðholti við Akureyri, býður alla velkomna að kynnast hestum og hestaíþróttinni á laugardag kl. 13-15.
Í Skautahöllinni verður fjör frá hádegi fram að kvöldmat. Frá kl. 13 til 17 verður 50% afsláttur af aðgangseyri og skautaleigu í Skautahöllinni og kl. 17-19 verður kynning á Curling íþróttinni fyrir alla.
Aðstandendur verkefnisins vilja hvetja sem flesta til að taka þátt í þessu skemmtilega heilsuræktar- og heilsuverndarátaki og slá þannig margar flugur í einu höggi. Fjölskyldan getur verið saman, fengið holla hreyfingu og kynnst nýjum íþróttagreinum og nýjum möguleikum til heilsuræktar. Jafnframt er vakin athygli á þörfinni á að laga heilsurækt og heilsuvernd, íþróttaiðkun og hvers kyns möguleika á hreyfingu að þörfum fjölskyldunnar allrar og íþróttafélög, sveitarfélagið og aðrir sem að þessum málum koma eru hvött til dáða. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/stofnun-hverfisnefndar-a-oddeyri | Stofnun hverfisnefndar á Oddeyri
Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að hafa forgöngu um stofnun hverfisnefnda í bænum og verður sú fyrsta stofnuð á Oddeyri næsta þriðjudagskvöld. Hverfisnefndir starfa sjálfstætt og á eigin ábyrgð en hlutverk þeirra er að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á nánasta umhverfi sitt.
Þau mál sem hverfisnefndir geta látið til sín taka eru m.a.:
· málefni barna og ungmenna
· skipulagsmál
· umgengnismál
· umhverfismál
· umferðarmál
Starfsemi hverfisnefnda lýtur meðal annars að eftirfarandi:
Hverfisnefnd getur vakið athygli á því sem vel er gert í hverfinu og staðið fyrir fundum og uppákomum því tengt.
Hverfisnefnd getur þrýst á um að bætt verði úr þar sem eru óþrifalegir staðir og lóðir í hverfinu.
Hverfisnefnd getur virkjað íbúana til átaks um fegrun einstakra staða í hverfinu.
Hverfisnefnd getur gert athuganir í umferðarmálum (t.d. hvort umferðarhraði í hverfinu sé almennt skv. lögum) o.s.frv.
Þar sem svæði hverfisnefndar fellur saman við skólahverfi og foreldrafélag er starfandi er rétt að "málefni barna og ungmenna" sé fremur verkefni félagsins en nefndarinnar. Sé þessu ekki þannig farið getur hverfisnefnd látið þau til sín taka. Samvinna þessara aðila getur í mörgum tilvikum átt vel við.
Skylt er að tilkynna hverfisnefnd um skipulagstillögur, sem varða hverfið, sem er í vinnslu hjá bænum, ekki síðar en þegar auglýsing um þær birtist í fjölmiðlum.
Á fundinum sem haldinn verður í Oddeyrarskóla næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20.00 mun Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, kynna hugmyndina sem liggur að baki stofnun hverfisnefnda, fjallað verður um skipulagsmál Oddeyrar og kosið í nýja hverfisnefnd, þá fyrstu sem stofnuð er á Akureyri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidtalstimar-baejarfulltrua-3 | Viðtalstímar bæjarfulltrúa
Bæjarfulltrúarnir Oktavía Jóhannesdóttir og Þóra Ákadóttir verða til viðtals í dag milli kl. 17.00 og 19.00 í Ráðhúsinu Geislagötu 9. Almenningi er frjálst að koma í Ráðhúsið og tjá sig við bæjarfulltrúana. Að hálfum mánuði liðnum, 25. nóvember, verða Oddur Helgi Halldórsson og Jóhannes G. Bjarnason með viðtalstíma á mánudegi. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/storvidburdur-i-tonlistarlifinu | Stórviðburður í tónlistarlífinu
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á Akureyri sunnudaginn 17. nóvember kl. 16.00. Á efnisskrá að þessu sinni eru tvö stórverk frá 19. öld. Fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms og Sinfónía nr. 3 í Es-dúr op. 55, "Eroica" eftir Ludwig van Beethoven.
Einleikari á tónleikunum er Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari. Sigrúnu er reyndar óþarfi að kynna því hún er löngu landsþekkt fyrir sinn frábæra fiðluleik. Hún hóf fiðlunám 5 ára gömul og útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1984. Síðan hélt hún til Bandaríkjanna og lauk B.M gráðu frá tónlistarháskólanum í Fíladedfíu 1988. Sigrún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra keppna m.a. unnið 2. verðlaun í Leopold Mozart keppninni árið 1987 og bronsverðlaun í Síbelíusar keppninni árið 1990. Árið 1998 var hún sæmd riddarakrossi hinnar Íslensku fálkaorðu fyrir störf sín á sviði tónlistar. Hún er nú annar af tveimur fyrstu konsertmeisturum Sinfóníuhljómsveitar Íslands en með henni hefur hún margoft komið fram sem einleikari. Sigrún lék einleik með Kammerhljómsveit Akureyrar 1992, en hefur ekki leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands áður. Þetta er því viðburður sem enginn tónlistarunnandi má láta fram hjá sér fara.
Mikill vinur Brahms, fiðlusnillingurinn Joseph Joachim hafði lengi lagt hart að honum að semja fiðlukonsert. Brahms sem var mjög gagnrýninn á eigin verk taldi sig þurfa að kynna sér fiðlutæknina betur fyrst, en veturinn 1878 hóf hann að skrifa konsertinn. Hann sendi einleikspartinn til fyrrnefnds vinar síns og bað hann að fara yfir og færa inn athugasemdir eins og "erfitt", "óþægilegt" eða "óspilandi". Þetta gerði Joachim samviskusamlega, Brahms tók því vel, en breytti nánast engu ! Það þarf því e.t.v. engan að undra að fyrir aðeins 50 árum var því haldið fram í mikilsvirtum tónlistarfræðibókum að fiðlukonsertinn, sem nú telst hátindur fiðlutónlistar, væri of erfiður til að leika svo vel færi. Konsertinn var frumfluttur í Leipzig á nýársdag 1879 undir stjórn Brahms með vin hans Joseph Joachim sem einleikara.
Þriðja sinfónía Beethovens, "Sinfonia eroica" eða "Hetjusinfónían" var frumflutt 7. apríl 1805. Beethoven sem var mikill lýðræðissinni og baráttumaður fyrir jafnrétti og frelsi hreifst mjög af franska herforingjanum Napóleon Bónaparte og hugðist tileinka honum þessa sinfóníu og gefa henni nafnið "Buonaparte". En þegar hann frétti að Napóleon hefði látið krýna sig keisara reiddist hann mjög og þegar verkið var gefið út bar það heitið "Sinfonia eroica" eða "Hetjusinfónían". Sinfónían er stór í sniðum og er það samdóma álit flestra tónlistarunnenda að hún sé ein af merkilegustu tónsmíðum hins mikla tónjöfurs.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er skipuð hljóðfæraleikurum af Norðurlandi. Í þetta sinn koma einnig til leiks tónlistarmenn frá Reyðarfirði, Hvolsvelli og Reykjavík. Stjórnandi á tónleikunum í Glerárkirkju er aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, Guðmundur Óli Gunnarsson. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/djass-og-aftur-djass | Djass og aftur djass
Laugardaginn 16. nóvember n.k. verða haldnir tvennir djasstónleikar á Græna hattinum og verða þessir tónleikar, sem bera yfirskriftina Hvítur stormsveipur, tileinkaðir minningu Finns Eydal, tónlistarmanns, sem lést þennan dag fyrir fimm árum, langt fyrir aldur fram. Efnisskrá tónleikanna er mjög í anda Finns, því þar verður sveifludjassinn allsráðandi. Fjölmargir tónlistarmenn koma fram; frá Akureyri - Inga Eydal, söngkona, Snorri Guðvarðsson, gítarleikari, Árni Ketill, trommari, og Helena Eyjólfsdóttir, söngkona. Frá Reykjavík koma Akureyringarnir Gunnar Gunnarsson, píanóleikari, og Ingvi Rafn Ingvason, trommuleikari, og Sunnlendingarnir Jón Rafnsson, kontrabassaleikari, og Björn Thoroddsen, gítarleikari. Að auki kemur svo danski klarinettuleikarinn, Jörgen Svare, en hann hefur til margra ára verið talinn einn allrabesti djassklarinettuleikari Evrópu. Tónleikarnir verða sem fyrr segir á Græna hattinum, og hefjast fyrri tónleikarnir kl. 20.30, en þeir seinni kl. 23.30. Miðaverði er stillt í hóf, aðeins 1.200 kr. og er forsala á veitingahúsinu Bláu könnunni, Hafnarstræti 96, Akureyri, og hjá Jóni Rafnssyni í síma 863 3177 og á netfanginu jrbass@mmedia.is.
Finnur Eydal fæddist á Akureyri 25. mars 1940. Hann hóf ungur tónlistarnám, lauk einleikaraprófi á klarinett frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1956. Hann lék í áraraðir í ýmsum hljómsveitum, bróður síns, Ingimars Eydal, Svavars Gests, Atlantic Kvartetts auk sinnar eigin hljómsveitar í mörg ár. Hann var kennari í Tónlistarskólanum á Akureyri frá 1981 til dánardags. Leikur hans á klarinett og barítonsaxófón er til á fjölmörgum plötum. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/jakobsvegurinn-til-santiago-de-compostela | Jakobsvegurinn til Santiago de Compostela
Fyrirhugað er á vegum Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri og Gilfélagsins að standa fyrir námskeiði með Jóni Björnssyni sálfræðingi um ofangreinda leið frá Pýreneafjöllum til Santiago á Spáni.
Árið 2001 fór Jón pílagrímaleiðina til Santiago frá Vézelay í Mið-Frakklandi. Á námskeiðinu rekur hann leiðina, söguna og hugmyndirnar sem tengjast henni. Námskeiðið er öðrum þræði ætlað fólki sem hyggst fara þessa vinsælu leið að hluta eða alla og þeim sem hafa gaman af hugmyndasögu almennt. Námskeiðið getur einnig gagnast fólki sem starfar við eða hefur hagsmuni af menningartengdri ferðaþjónustu. Bók Jóns um ferðalagið mun koma út nú í nóvember.
Námskeiðið verður haldið í 2 lotum síðdegis á sunnudögum og mánudögum, fyrst 17. og 18. nóvember og svo viku síðar þann 24. og 25. nóvember. Kennt verður í 2-3 stundir í senn. Skráning fer fram í síma 461 2478 á milli kl. 19 og 21 öll kvöld eða í síma 461 2609 (Gilfélagið) alla virka daga milli kl. 10 og 12. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-hverfisnefndin-a-akureyri | Fyrsta hverfisnefndin á Akureyri
Fyrsta hverfisnefndin á Akureyri var stofnuð á Oddeyri í gærkvöldi. Um 50 manns komu á stofnfundinn þar sem fóru fram lífleg skoðanaskipti. Bæjarstjórinn á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson, stýrði fundinum og hóf hann með stuttri kynningu á þeirri hugmynd um íbúalýðræði sem býr að baki stofnun hverfisnefnda. Því næst fjallaði Bjarni Reykjalín, deildarstjóri umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, um skipulagsmál á Oddeyri í ljósi fortíðar og framtíðar.
Eftir stutt kaffihlé spunnust fjörmiklar umræður meðal fundarmanna um umferðarmál, græn svæði og fleira viðvíkjandi Oddeyri, en undir lok fundar var fyrsta hverfisnefndin á Akureyri, hverfisnefnd Oddeyrar, kjörin. Í henni sitja Hallgrímur Skaptason, Hjalti Jóhannesson, Jón Einar Jóhannsson, Katrín Björg Ríkharðsdóttir og Sólveig Jóhannsdóttir. Varamenn eru Hólmar Svansson, Jón Ingi Cæsarsson og Ragnheiður Jakobsdóttir.
Hverfisnefnd Oddeyrar ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra. Sitjandi er Sigríður Stefánsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ad-bua-til-mold-namskeid-fyrir-baejarbua-um-naestu-helgi | Að búa til mold - Námskeið fyrir bæjarbúa um næstu helgi
Námskeið fyrir bæjarbúa um næstu helgi
Það hefur færst mikið í vöxt að garðeigendur komi sér upp safnhaugum í görðum sínum og jarðgeri lífrænan úrgang, s.s. gras, greinar og lauf. Næstkomandi laugardag býðst bæjarbúum að sækja námskeið í heimajarðgerð, sem haldið verður í gróðrarstöðinni við Krókeyri.
Lífrænn úrgangur fellur til allan ársins hring í eldhúsum okkar. Afskurður grænmetis, skemmdir ávextir, brauðmeti, kjöt- og fiskafgangar gera u.þ.b. 40 % af rúmmáli þess sorps sem frá heimilunum kemur. Þennan úrgang, sem annars er urðaður og verður engum til gagns, má nýta til jarðgerðar í lokuðum ílátum og breyta í úrvals moltu. Moltan er góður áburður og jarðvegsbætir í garðinn eða raunar í alla ræktun og kemur fyllilega í stað tilbúins áburðar ? og meira til. Vistfræðilegir og samfélagslegir kostir jarðgerðar eru ótvíræðir. Með því að skila aftur í jarðveginn þeim næringarefnum sem bundin eru í lífrænu leifunum, viðhelst hin eðlilega hringrás vistkerfanna. Aukin endurvinnsla, eins og jarðgerð sannarlega er, minnkar magn þess úrgangs sem frá heimilum kemur. Minna magn frá heimilum skilar sér í minni mengun en ella vegna flutnings, urðunar eða brennslu úrgangsins.
Námskeiðið á laugardaginn samanstendur af stuttri bóklegri yfirferð og sýnikennslu í gróðurhúsi Framkvæmdamiðstöðvar en þar gefst þátttakendum færi á að spyrja og miðla af reynslusögum eða jafnvel spreyta sig sjálfir. Tíminn sem valinn er fyrir þetta námskeið undirstrikar það sem hér að ofan er sagt þ.e.a.s. að jarðgerðin getur farið fram á veturna en ekki bara á sumrin. Námskeiðið stendur frá kl. 13.00-16.00 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Leiðbeinendur eru þeir Baldur Gunnlaugsson kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins og Jóhann Thorarensen hjá Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar. Hægt er að skrá sig í síma 863 1452 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gudm@akureyri.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/modurmalid-a-morgun-dagur-islenskrar-tungu-2002 | Móðurmálið á morgun - Dagur íslenskrar tungu 2002
Dagur íslenskrar tungu 2002
Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.
Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Fjölmargir aðilar lögðu hönd á plóg og efndu til viðburða af þessu tilefni. Má þar nefna fjölmiðla, skóla, stofnanir og félög. Menntamálaráðuneytið hélt hátíðarsamkomu og veitti þar í fyrsta sinn Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskunnar. Dagur íslenskrar tungu hefur síðan verið haldinn hátíðlegur með svipuðu sniði og sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt í honum með ýmsu móti. Íslendingar hafa verið hvattir til að draga íslenska fánann að húni á degi íslenskrar tungu.
Vert er að vekja hér athygli á ágætum vef um Jónas Hallgrímsson og ljóð hans á ensku sem Dick Ringler við University of Wisconsin í Madison hefur sett upp. Slóðin er www.library.wisc.edu/etext/Jonas/Jonas.html. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/songkeppni-framhaldsskolanna-urslitin-a-akureyri | Söngkeppni framhaldsskólanna - Úrslitin á Akureyri!
Úrslitin á Akureyri!
Nú hefur verið upplýst að úrslitakeppni Söngkeppni framhaldsskólanema vorið 2003 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri 29. mars. Þátttökurétt í úrslitakeppninni hafa þeir sem standa uppi sem sigurvegarar í undankeppni, sem haldin er í framhaldsskólunum fyrr á skólaárinu. Úrslitin verða í beinni útsendingu í sjónvarpi.
Unnið hefur verið að undirbúningi þess að úrslitakeppnin fari fram hér fyrir norðan síðan á miðju sumri. Það er Félag framhaldsskólanema sem stendur að keppninni en sérstök framkvæmdastjórn sér um hana. Í framkvæmdastjórn keppninnar nú eru Örlygur Hnefill Örlygsson, sem er framkvæmda- og kynningarstjóri, Hlynur Þór Jensson, sem sér um útsendingu í sjónvarpi og hannar vef keppninnar www.songkeppni.is Birkir Baldvinsson, sem er tengiliður við stuðningsaðila, Benedikt Þorri Sigurjónsson, sem er fjármálastjóri, Sveinbjörn Gunnlaugsson er yfirsmiður, Andri Gunnarsson verður ljósa- og hljóðstjóri og Róbert Lee Evensen tæknistjóri.
Sem fyrr segir fer keppnin fram í Íþróttahöllinni, en þar verður útbúið
mikið svið. Hópur nemenda úr VMA hefur tekið að sér að hanna og smíða sviðsmyndina í samvinnu við ljósa- og tæknifólk keppninnar. Yfirumsjón með smíði sviðsins hefur Sveinbjörn Gunnlaugsson, nemi í VMA og stjórnarmaður í Iðnnemasambandi Íslands, en hann tók þátt í smíði sviðsmyndar fyrir síðustu keppni, sem fram fór í Kópavogi. Söngkeppni framhaldsskólanema er mjög mikið fyrirtæki. Gera má ráð fyrir að þátttakendur verði nálægt 100 og þátttökuskólarnir hátt á þriðja tug. Þá er gert ráð fyrir að 30-40 manna lið tæknimanna, hljóðfæraleikara og annarra starfsmanna vinni að keppninni. Frekari upplýsingar er að finna á www.songkeppni.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/almenn-thatttaka-og-anaegja-fjolskyldan-saman-gaman-lokahluti | Almenn þátttaka og ánægja - Fjölskyldan saman, gaman - lokahluti
Fjölskyldan saman, gaman - lokahluti
Laugardaginn 16. nóvember er komið að fjórðu og síðustu lotunni í heilsuræktar- og heilsuverndarátakinu "Fjölskyldan saman, gaman!" Þátttakan hefur verið mjög góð og eru aðstandendur verkefnisins ánægðir með viðtökurnar og þann árangur sem þetta verkefni virðist ætla að skila.
Flestir skipulagðir viðburðir og kynningar sem fram hafa farið í tengslum við átakið "Fjölskyldan saman, gaman!" á Akureyri hafa verið vel sótt og er ekki annað að heyra en að almenn ánægja sé með þetta heilsusamlega átak. Átakið hefur án efa þegar náð tilgangi sínum. Athygli forsvarsmanna íþróttafélaga, sveitarfélagsins og annarra sem að þessum málum koma hefur verið vakin á mikilvægi þess að skipulag og framboð á hvers kyns möguleikum til heilsuræktar miðist að nokkru við þarfir fjölskyldunnar. Afar jákvæð viðbrögð hafa verið hjá íþróttafélögum og öðrum sem haft var samband við um að halda utan um dagskrárliði. Svo virðist sem náðst hafi að miðla góðri þekkingu til almennings og gaman er að geta þess að nokkuð er um að fólk sem hefur undanfarna laugardaga prófað og kynnt sér íþróttagreinar sem það þekkti nær ekkert til áður hafi nú ákveðið að hefja ástundun þeirra með reglulegum æfingum.
Dagskráin næsta laugardag verður fjölbreytt eins og fyrri laugardaga og margar greinar íþrótta, heilsuræktar og heilsuverndar verða kynntar almenningi víða um bæinn.
Borðtennis, boccia og bogfimi eru á meðal þess sem Íþróttafélagið Akur ætlar að kynna almenningi á laugardaginn kl. 10-13. Kynningin fer fram í íþróttahúsinu Bjargi í Bugðusíðu 1. Auk áðurnefndra íþróttagreina verður önnur starfsemi félagsins kynnt.
Ungmennafélag Akureyrar býður upp á frjálsar íþróttir, leiki, ratleik og ýmislegt fleira skemmtilegt á Akureyrarvelli kl. 12-14.
Júdódeild KA býður alla velkomna í KA-heimilið, júdósal á efri hæð, milli kl. 13 og 14 á laugardag. Þar munu júdóþjálfarar félagsins kynna íþróttina.
Skíðafélag Akureyrar verður með kennslu fyrir alla fjölskylduna í skíðagöngu kl. 13-15. Mæting er við þjónustuhúsið í Kjarnaskógi.
Dilla ætlar að lauma fróðleiksmolum til okkar varðandi mikilvægi nudds og leiðbeina um andlits- og höfuðnudd í stofu 1, a-álmu, í Glerárskóla kl. 13.30-14.30. Gengið er inn að sunnan, austari álma. Þar þarf að lágmarki að vera saman einn fullorðinn og eitt barn.
Það er hægt að spila golf í nóvember - þótt ekki verði það gert útivið að þessu sinni. Golfklúbbur Akureyrar ætlar hins vegar að bjóða til kynningar og kennslu í golfi í Golfbæ kl. 13-16, þar sem hægt verður að prófa sveifluna, pútta og fara í golfhermi. Kennarar frá GA munu veita tilsögn og útvega réttu áhöldin á staðnum. Golfbær er í Endurhæfingarstöðinni Bjargi í Bugðusíðu 1, gengið inn að austan í kjallara.
Aðstandendur verkefnisins vilja hvetja sem flesta til að taka þátt í þessu skemmtilega heilsuræktar- og heilsuverndarátaki. Fjölskyldan getur verið saman, fengið holla hreyfingu og kynnst nýjum íþróttagreinum og nýjum möguleikum til heilsuræktar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarsport-2003-a-akureyri | Vetrarsport 2003 á Akureyri
Dagana 23. og 24. nóvember verður útilífssýningin Vetrarsport 2003 haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri. Sýningin hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess meðal þeirra fjölmörgu sem stunda vetrarsport af einhverju tagi enda er þar mikið úrval alls kyns búnaðar, tækja og varnings sem viðkemur vetrarsporti hvers konar.
Þetta er í sextánda sinn sem sýningin Vetrarsport er haldin á Akureyri og hefur hún fyrir löngu unnið sér fastan sess meðal vélsleðamanna og margra annarra, enda hefur verið reynt að hafa sýninguna eins fjölbreytta og áhugaverða og kostur er hverju sinni þótt vissulega setji vélsleðar hvað stærstan svip á sýninguna nú eins og jafnan áður. Fyrirtæki á ýmsum sviðum munu kynna þjónustu sína og varning á sýningunni. Öll vélsleðaumboðin sýna 2003 árgerðina af vélsleðum sem væntanlega munu vekja verðskuldaða athygli. Einnig er vert að geta þess að flottasti eðalvagn landsins verður á sýningunni.
Það er von þeirra sem standa að sýningunni að með því að halda hana á þessum tíma í síðari hluta nóvember verði margar flugur slegnar í einu höggi. Vélsleðaumboðin, sem jafnan eru áberandi á sýningunni, eru þá komin með nýju sleðana til landsins og sýna þá, mörgum góðum drengnum til mikillar ánægju. Jafnframt er tímasetningin miðuð við það að mesta annríkið við jólaundirbúninginn sé ekki hafið en þó er liðið það nálægt jólum að sýningargestir geta haft jólagjafalistann meðferðis í leit að jólagjöf útivistarmannsins.
Markmiðið með Vetrarsportsýningunni er fyrst og fremst að auka áhuga fólks á útivist að vetrarlagi og vekja athygli á þeim fjölmörgu og skemmtilegu möguleikum sem landið okkar og hinn íslenski vetur bjóða upp á. Það er auðvelt að njóta hins íslenska vetrar ef rétt er að farið í stað þess að sitja heima og bíða eftir sumrinu sem við vitum síðan alls ekkert um hvernig verður þegar á reynir.
Það er Félag vélsleðamanna í Eyjafirði sem stendur fyrir sýningunni Vetrarsport 2003 eins og jafnan áður. Sýningin verður opin kl. 10-18 laugardaginn 23. nóvember og kl. 13-18 sunnudaginn 24. nóvember. Félagið heldur síðan árshátíð sína í Sjallanum laugardagskvöldið 23. nóvember. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/skipulag-stigakerfis-fyrir-akureyri-kynning-a-vinnslustigi | Skipulag stígakerfis fyrir Akureyri - Kynning á vinnslustigi
Nú stendur yfir á Umhverfisdeild vinna að áætlun um samræmt kerfi stíga/leiða á Akureyri fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur. Fyrstu drög að áætluninni hafa verið kynnt fyrir Umhverfisráði, og geta þeir sem áhuga hafa skoðað hér PowerPoint-sýningu, sem sett var upp af því tilefni. Rétt er að taka skýrt fram að málið er enn á vinnslu- og hugmyndastigi og að enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um það sem fram kemur í kynningunni.
Það er Sveinn Traustason landslagsarkitekt, sem vinnur að þessu verki, og er þeim sem áhugasamir eru um málefnið velkomið að senda honum athugasemdir og ábendingar á netfangið sveinnr@akureyri.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/kjarnalundur-deiliskipulag-framlenging-frests | Kjarnalundur, deiliskipulag - framlenging frests
Hér með tilkynnist að áður auglýstur frestur til að gera athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi lóðar Náttúrulækningafélagsins við Kjarnaskóg, þar sem byggingin Kjarnalundur stendur, hefur verið framlengdur.
Framlengdur frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 mánudaginn 2. desember 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, til loka þessa frests. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Akureyri, 19. nóvember 2002
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodastofa-formlega-opnud | Alþjóðastofa formlega opnuð
Starfsemi Alþjóðastofunnar á Akureyri var formlega hleypt af stokkunum í dag. Kristín Kjartansdóttir, verkefnisstjóri Alþjóðastofunnar, ávarpaði gesti í tilefni dagsins, því næst sagði Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar nokkur orð, og loks tók til máls Páll Pétursson, félagsmálaráðherra. Alþjóðastofan er til húsa að Glerárgötu 28, 3. hæð, og er fyrst og fremst hugsuð sem staður fyrir fólk af erlendu bergi brotið, útlendinga og nýbúa. Hún er rekin af Akureyrarbæ, en er í samstarfi við fjölda aðila og stofnana á Akureyri og á landsvísu um einstök verkefni og mál.
Kristín Kjartansdóttir, verkefnisstjóri.
Gestir við opnunina. Fremst sitja f.v. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar, og Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatred-a-radhustorgi | Jólatréð á Ráðhústorgi
Jólatréð frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku, er komið í bæinn og ljósin verða tendruð við hátíðlega athöfn næsta laugardag. Athöfnin hefst kl. 15.00 á Ráðhústorgi og er dagskráin svohljóðandi:
Kl. 15.00 Lúðrasveit Akureyrar leikur létt lög.
Kl. 15.20 Barnakór Lundarskóla syngur.
Kl. 15.30 Ávörp:
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri.
Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri.
Kl. 15.40 Ljósin tendruð á jólatrénu.
Kl. 15.45 Söngur. Friðrik Ómar.
Kl. 15.55 Jólasveinarnir Hurðaskellir, Kjötkrókur og Kertasníkir kíkja í bæinn og syngja
nokkur lög eins og þeim einum er lagið.
Kl. 16.15 Jólasveinar ganga að kirkjutröppum þar sem kveikt verður á
jólaljósum Kaldbaks.
Kynnir: Skúli Gautason. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntun-sjukraflutningamanna-fsa-tekur-ad-ser-rekstur-sjukraflutningaskolans | Menntun sjúkraflutningamanna - FSA tekur að sér rekstur sjúkraflutningaskólans
FSA tekur að sér rekstur sjúkraflutningaskólans
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirritaði á Akureyri í dag samning við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri um rekstur FSA á sjúkraflutningaskóla. Í samningnum felst að FSA tekur að sér að sjá um skipulag og umsjón náms fyrir sjúkraflutningamenn. Halldór Jónsson, forstjóri FSA, undirritaði samninginn fyrir hönd Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Samningur ráðuneytisins og FSA þýðir að sjúkrahúsið kemur á fót sjúkraflutningaskóla og ræður til hans skólastjóra. Að höfðu samráði við sjúkraflutningaráð og landlæknisembættið gerir skólastjóri tillögu að námskrá fyrir grunn-, endur-, og sérmenntun sjúkraflutningamanna og sendir hana til staðfestingar hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
FSA gerir samninga við þá sem sjá um menntun sjúkraflutningamanna og mun í þessu sambandi leita eftir samstarfi við Háskólann á Akureyri á grundvelli rammasamnings aðila með gagnkvæma hagsmuni að leiðarljósi. Þetta er gert til að hægt sé að samnýta tæki, búnað og sérfræðinga til kennslu.
Sjúkraflutningaskólinn verður hluti af rekstri FSA og gerir sjúkrahúsið sérstaka ársáætlun vegna rekstrar skólans. Í henni skal fjalla um helstu viðfangsefni komandi árs og setja starfseminni markmið. Miða skal við að skóla- og námskeiðsgjöld standi undir rekstrarkostnaði skólans, þ.m.t. launum kennara og kostnaði vegna námsgagna.
Samningurinn um sjúkraflutningaskólann er gerður í samræmi við lög nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu með síðari breytingum, reglugerð nr. 503/1986 um sjúkraflutninga og reglugerð nr. 504/1986 um menntun, réttindi og skyldur sjúkraflutningamanna, ásamt síðari breytingu, sbr. reglugerð nr. 39/1989.
Við ákvörðun um staðsetningu sjúkraflutningaskólans var tekið tillit til þess almenna vilja ríkisstjórnarinnar og Alþingis að setja nýjar stofnanir á laggirnar utan höfuðborgarsvæðisins að svo miklu leyti sem hentugt þykir og samrýmanlegt starfsemi viðkomandi stofnunar. Heimild: www.fsa.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/felag-um-vardveislu-wathnehuss | Félag um varðveislu Wathnehúss
Stefnt er að því að stofna sérstakt félag um varðveislu Wathnehússins svokallaða kl. 20.30 annað kvöld í Minjasafninu á Akureyri. Eins margir bæjarbúar muna eflaust var Wathnehúsið flutt í tvennu lagi af Oddeyrartanga inn á Krókeyri í upphafi nóvembermánaðar. Það hefur nú verið sett niður á Krókeyri til tímabundinnar varðveislu. Þeir aðilar sem stóðu að að flutningi hússins hafa sammælst um að stofna félag sem hefur það hlutverk að stuðla að varðveislu hússins og finna því framtíðarhlutverk og staðsetningu. Tillaga að nafni á félagið er "Vinir Wathneshúss - áhugamannafélag um varðveislu Wathnehússins á Akureyri". Stofnfundur félagsins verður haldinn í húsakynnum Minjasafnsins á Akureyri, Aðalstræti 58, þriðjudagskvöldið 26. nóvember kl. 20.30. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/konur-i-laeri | Konur í læri
Í dag hittu þrjár áhugasamar og upprennandi stjórnmálakonur stöllur sínar sem sæti eiga í bæjarstjórn Akureyrar í bæjarstjórnarsal Ráðhússins. Fundur þeirra var hluti átaks sem ráðherraskipuð nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum hefur hrundið af stað. Nýliðarnir á hálum brautum stjórnmálanna fá með þessum hætti tækifæri til að kynnast beint og milliliðalaust störfum stjórnmálamanna og stöðu kvenna á þessum vettvangi. Smellið hér til að lesa nánar um átakið.
Á myndinni eru talið frá vinstri: Þóra Ákadóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir, Margrét Melstað, Valgerður H. Bjarnadóttir, María Stefánsdóttir og Oktavía Jóhannesdóttir. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/islandsklukkunni-hringt-6 | Íslandsklukkunni hringt
Sunnudaginn 1. desember nk. verður Íslandsklukkunni sem stendur við húsnæði Háskólans á Akureyri hringt í tilefni af fullveldisdeginum og boðið verður upp á hátíðardagskrá þar sem tvö erindi verða flutt. Björn Ingólfsson, skólastjori í Grenivíkurskóla, kynnir nýútgefna bók sína, "Bein úr sjó. Um fisk og fólk í Grýtubakkahreppi" og fjallar um mikilvægi sjávarútvegsins fyrir sjálfstæði Íslendinga og Elín Díanna Gunnarsdóttir, sálfræðingur og lektor við HA, flytur stutt erindi um streitu og tekur sérstaklega fyrir þá streitu sem fylgir jólaundirbúningnum. Eftir að erindunum lýkur mun Hermann Óskarsson, dósent og varaforseti háskólaráðs, flytja ávarp við Íslandsklukkuna sem síðan verður hringt tvisvar sinnum fyrir árið 2002. Dagskráin hefst klukkan 14.00 í hátíðarsal Háskólans og allir eru velkomnir. Þegar dagskrá lýkur er gestum boðið að njóta léttra veitinga. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosin-tendrud-a-radhustorgi | Ljósin tendruð á Ráðhústorgi
Fjölmenni var á Ráðhústorgi í dag þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu frá danska vinabænum Randers. Í upphafi lék Lúðrasveit Akureyrar jólalög og Barnakór Lundarskóla söng. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, ávarpaði Akureyringa og konsúll Dana á Akureyri, Helgi Jóhannesson, sagði nokkur orð áður kveikt var á ljósunum á trénu. Að því loknu tók Friðrik Ómar lagið og jólasveinarnir birtust meðal gesta. Loks var kveikt á jólaljósunum við kirkjutröppurnar að Akureyrarkirkju. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventutonleikar-sn | Aðventutónleikar SN
Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða að þessu sinni í Íþróttahúsi Glerárskóla sunnudaginn 8. desember kl. 16.00. Á efnisskránni eru Fagottkonsert í B-dúr K 191 eftir W. A. Mozart, Konsert fyrir tvær fiðlur og hljómsveit í d-moll eftir J. S. Bach, Menúettar eftir L.v. Beethoven og L. Boccherini, jólalög og jólaævintýrið "Snjókarlinn" eftir H. Blake.
Aðventutónleikar SN hafa unnið sér fastan sess í jólaundirbúningi Akureyringa. Þeir hafa alltaf verið í samvinnu við börn. Hingað til hafa það verið barnakórar en á þessum tónleikum koma fram með hljómsveitinni um 60 suzukinemendur frá Akureyri, Borgarnesi, Kópavogi, Reykjanesbæ og Reykjavík. Nemendurnir leika einleikshlutverkin í fyrsta kafla úr Konsert fyrir tvær fiðlur og strengjasveit í d-moll eftir J. S. Bach, tveimur menúettum eftir L. v. Beethoven og L. Boccherini og nokkrum jólalögum.
Johann Sebastian Bach er að sjálfsögðu þekktastur fyrir sín kirkjulegu verk en einnig eru til heimildir fyrir því að hann hafi efnt til vikulegra tónleika í heimaborg sinni, Leipzig, þar sem flutt voru ýmis kammerverk eftir hann, þar á meðal konsertinn fyrir tvær fiðlur og hljómsveit sem við heyrum á þessum aðventutónleikum.
Einleikari í Fagottkonsert Mozarts er Pál Barna Szabó. Pál er ungverskur en flutti til Íslands árið 1996 og settist að á Sauðárkróki þar sem hann hefur starfað sem tónlistarkennari. Hann hefur spilað með SN síðan hann kom til landsins og er það okkur mikil ánægja að hafa hann á einleikarapallinum í þetta skiptið. Fagottkonsertinn K 191 er sagður hafa verið meðal fyrstu einleikskonserta Mozarts, saminn 1774 þegar Mozart var 18 ára. Talið er að Mozart hafi samið fleiri konserta fyrir þetta hljóðfæri, en þessi er sá eini sem varðveist hefur.
Síðasta verkið á efnisskránni er jólaævintýrið "Snjókarlinn" eftir Howard Blake. Verkið samdi Blake 1982 við samnefnda barnasögu eftir Raymond Briggs. Það varð strax mjög vinsælt og er flutningur þess orðinn fastur liður um hver jól í Englandi. Verkið er til í ýmsum útgáfum: sem ballett, sviðsverk, tónlist við samnefnda teiknimynd og í konsertútfærslu með sögumanni eins og það verður flutt á þessum tónleikum. Sögumaður er Skúli Gautason, leikari og einsöngvari er 11 ára gömul stúlka, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir.
Aðventutónleikarnir eru þriðju tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á þessu starfsári. Hljómsveitina skipa að vanda nær eingöngu hljóðfæraleikarar af Norðurlandi, en þó koma nokkrir frá Reykjavík og Hvolsvelli. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/sterk-fjarhagsstada-baejarins | Sterk fjárhagsstaða bæjarins
Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003 var afgreitt í fyrri umræðu í bæjarstjórn nú síðdegis. Veltufjárhlutfall samstæðureiknings er 1,09 og eiginfjárhlutfall er 40%. Fjárhagsstaða bæjarins verður því að teljast afar sterk. Heildartekjur Akureyrarbæjar verða tæpir 7,9 milljarðar króna en heildargjöld rétt um 7,4 milljarðar skv. samstæðureikningi. Fjárhagsáætlun ársins 2003 gerir áfram ráð fyrir miklum fjárfestingum í grunngerð samfélagsins og er það í samræmi við málefnasamning meirihlutaflokkanna.
Samkvæmt framkvæmdayfirliti Akureyrarbæjar eru framkvæmdir A-hluta rúmir 1,4 milljarðar. Þar af eru 220 milljónir vegna öldrunarþjónustu, rúmar 500 milljónir vegna fræðslu- og uppeldismála, 250 milljónir vegna menningarmála og 268 milljónir vegna æskulýðs- og íþróttamála. Í B-hluta eru 685 milljónir áætlaðar til framkvæmda og munar þar mestu um framkvæmdir á vegum Norðurorku fyrir tæpar 400 milljónir og Fráveitu Akureyrarbæjar fyrir rúmar 100 milljónir.
Skatttekjur aðalsjóðs eru áætlaðar tæpir 3,5 milljarðar króna og framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 360 milljónir. Aðrar tekjur Akureyrarbæjar eru rúmir 4 milljarðar skv. samstæðureikningi. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hverfisnefnd-i-giljahverfi | Hverfisnefnd í Giljahverfi
Á fimmtudagskvöldið kemur verður stofnuð hverfisnefnd í Giljahverfi á Akureyri en það afmarkast af Borgarbraut að norðan og Hlíðarbraut að austan.
Þetta er önnur hverfisnefndin sem stofnuð er. Sú fyrsta var stofnuð á Oddeyri í nóvember og var stofnfundurinn afar vel sóttur. Hverfisnefndir starfa sjálfstætt og á eigin ábyrgð en hlutverk þeirra er að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á nánasta umhverfi sitt.
Þau mál sem hverfisnefndir geta látið til sín taka eru m.a.:
· málefni barna og ungmenna
· skipulagsmál
· umgengnismál
· umhverfismál
· umferðarmál
Á fundinum sem hefst í Giljaskóla á fimmtudagskvöld kl. 20.00 mun Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, kynna hugmyndina sem liggur að baki stofnun hverfisnefnda, fjallað verður um sögu, þjónustu og umhverfismál í Giljahverfi og kosið í nýja hverfisnefnd.
Meðfylgjandi mynd var tekin á stofnfundi fyrstu hverfisnefndarinnar á Akureyri í Oddeyrarskóla 12. nóvember sl. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/leifur-breidfjord-i-glerarkirkju | Leifur Breiðfjörð í Glerárkirkju
Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð vinnur þessa dagana að því, með hjálp iðnaðarmanna, að setja upp glerlistaverk sín í glugga Glerárkirkju á Akureyri. Verkin verða sett upp í vesturglugga kirkjuskipsins og vesturglugga litlu kapellunnar í suðurálmunni.
Glerárkirkja var upphaflega tekin í notkun 15. febrúar 1987 en formlega vígð fyrir réttum 10 árum. Nú er unnið kappsamlega að því að ljúka lokaáfanga við frágang kirkjunnar innandyra og verður allt að klárast fyrir næstu helgi. Það var kvenfélagið Baldursbrá sem gaf glerlistaverkin en séra Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur segir að kvenfélagið hafi tekið kirkjuna í fóstur frá fyrsta degi og hafi þar aðstöðu sína. Kvenfélagið hóf að safna fyrir glerlistaverkunum fyrir 8 árum þegar stofnaður var sjóður til minningar um Júdith Sveinsdóttur.
Séra Gunnlaugur Garðarsson, Sigríður Jóhannsdóttir samstarfskona Leifs, og listamaðurinn sjálfur, Leifur Breiðfjörð.
Í tilefni þessarar gjafar kvenfélagsins og 10 ára vígsluafmælis verður haldin sýning á verkum listamannsins Leifs Breiðfjörð í Glerárkirkju og hefst hún kl. 14.00 á laugardag. Yfirskrift sýningarinnar er "Sigur lífsins" og verða þar til sýnis 15 nýjar vatnslita- og pastelmyndir. Við opnun sýningarinnar verður tónlistarflutningur og Pétur Pétursson prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands flytur erindi.
Leifur Breiðfjörð og Svanur Eiríksson, arkitekt kirkjunnar.
Nýju glerlistaverkin eftir Leif Breiðfjörð verða helguð og formlega afhent í hátíðarmessu á sunnudaginn kemur. Þá verður einnig litla kapellan í suðurálmunni vígð af biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni.
Um verk og feril Leifs Breiðfjörð og Sigríðar Jóhannsdóttur má fræðast á heimasíðu þeirra www.breidfjord.com.
Leifur Breiðfjörð með eitt verkanna sem verða á sýningu hans sem hefst í Glerárkirkju næstkomandi laugardag kl. 14.00. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytingar-a-adalskipulagi-a-v-helgamstraeti-og-vidilund | Breytingar á aðalskipulagi: a) v/Helgam.stræti og Víðilund, b) Ákvæði um næturklúbba. Breyting á deiliskipulagi við Víðilund
Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018, og skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga neðangreinda tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
1. Við Helgamagrastræti og við Þingvallastræti/Víðilund
Tvíþætt tillaga að breytingum á aðalskipulagi: A) Austasti hluti iðnaðarsvæðis við Þingvallastræti þar sem spennistöð Norðurorku stendur breytist í íbúðarsvæði og leggst við lóð íbúða nr. 20-24 við Víðilund. Lóðarstækkunin verði nýtt til að stækka bílastæði við þjónustumiðstöð og íbúðir aldraðra. B) Reitur milli Helgamagrastrætis og Þórunnarstrætis, þar sem áður var gæsluvöllur, breytist úr stofnanasvæði og óbyggðu svæði í íbúðarsvæði.
Skoða tillöguuppdrátt (pdf) ...
2. Ákvæði um næturklúbba
Tillaga um nýtt ákvæði í aðalskipulagi, þess efnis að rekstur næturklúbba sé óheimill nema þar sem gert sé ráð fyrir honum í deiliskipulagi.
Lesa tillögu (pdf) ...
3. Víðilundur, breyting á deiliskipulagi.
Breytingin felst í því að lóð nr. 20-24 stækkar til norðurs, sbr. lið 1. Á lóðarstækkuninni komi bílastæði.
Skoða tillöguuppdrátt (pdf) ...
Tillöguuppdrættir og önnur gögn munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 17. janúar 2003, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 föstudaginn 17. janúar 2003 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Akureyri, 6. desember 2002,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-deiliskipulagi-orlofshus-i-budargili | Tillaga að deiliskipulagi: Orlofshús í Búðargili
Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir ofangreint svæði, sem er sunnan lóðar Fjórðungssjúkrahússins og nær frá botni Búðargils upp að Þórunnarstræti.
Tillagan gerir ráð fyrir því að svæðið allt verði ein lóð, um 2,3 ha að stærð. Á gilbrúninni og vestan hennar verði byggð 22 orlofshús ásamt þjónustuhúsum, með aðkomu norðan lóðarinnar um götu út úr Þórunnarstræti, sem jafnframt verði tenging við lóð FSA. Á þeim hluta orlofshúsalóðarinnar sem er niðri í gilinu er skipulagningu frestað þar til ákvarðanir liggja fyrir um framtíðarlegu Lækjargötu.
(Skoða tillöguuppdrátt - skýringaruppdrátt (pdf-skjöl))
Tillöguuppdrættir munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 17. janúar 2003, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 föstudaginn 17. janúar 2003 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Akureyri, 6. desember 2002,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gagnlegur-stofnfundur-hverfisnefndar | Gagnlegur stofnfundur hverfisnefndar
Í gærkvöldi var hverfisnefnd stofnuð í Giljahverfi á Akureyri. Þrátt fyrir fremur dræma mætingu þótti fundurinn afar gagnlegur og góður. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, setti fundinn og hélt stutta tölu um hlutverk og eðli hverfisnefnda. Því næst var komið að fulltrúum bæjarins að flytja erindi um umhverfismál, frágang gatna, skólamál og fleira sem lýtur að Giljahverfi. Eftir stutt kaffihlé spunnust síðan líflegar umræður um allt milli himins og jarðar, og loks var kjörið í nýja hverfisnefnd fyrir Giljahverfi. Í henni eiga sæti Aðalsteinn Helgason, Bergur Þorri Benjamínsson, Guðlaug Kristinsdóttir, Gunnar Árnason og Hafdís B. Hjálmarsdóttir. Varamenn eru Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, Birgir Stefánsson og Jón Birgir Guðmundsson.
Hverfisnefnd Giljahverfis á Akureyri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyskopunarmidstod-hefur-starfsemi-a-akureyri | Nýsköpunarmiðstöð hefur starfsemi á Akureyri
Starfsemi Impru nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri hófst með formlegum hætti í gær. Nýsköpunarmiðstöðin er hluti af starfsemi Iðntæknistofnunar og mun starfa á Akureyri og í Reykjavík. Nýsköpunarmiðstöðinni er ætlað að auka og efla nýsköpun og frumkvöðlastarf í landinu í samstarfi við aðra stuðningsaðila atvinnulífsins. Þannig mun nýsköpunarmiðstöðin starfa í nánum tengslum við atvinnuþróunarfélögin vítt og breitt um landið, með það að markmiði að þessir aðilar geti í sameiningu eflt nýsköpun og frumkvöðlastarf, atvinnulífinu í heild til framdráttar.
Frá hægri: Sigurður, Aðalheiður og Björn.
Nýsköpunarmiðstöðin verður staðsett að Glerárgötu 34 á Akureyri og Keldnaholti í Reykjavík. Þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa við miðstöðina á Akureyri, en þau eru: Björn Gíslason, sjávarútvegsfræðingur, sem annast mun þjónustu við atvinnuþróunarfélög, Arnheiður Jóhannsdóttir, markaðsfræðingur, sem vinnur að stuðningsverkefnum fyrir frumkvöðla og Sigurður Steingrímsson, rekstrarfræðingur, sem vinnur að stuðningsverkefnum fyrir fyrirtæki. Áætlað er að strax á öðru starfsári verði starfsmönnum fjölgað í fimm. Forstöðumaður nýsköpunarmiðstöðvarinnar er Berglind Hallgrímsdóttir, en einn af starfsmönnunum á Akureyri verður staðgengill hennar.
Stofnun nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri er að tillögu starfshóps sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skipaði á miðju þessu ári. Í hópnum áttu sæti þau Valur Knútsson, stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við rekstrar- og viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar og Berglind Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Impru. Hópurinn skilaði ráðherra tillögum sínum í októbermánuði og er þar lögð mikil áhersla á að nýsköpunarmiðstöðin á Akureyri verði viðbót við það starf sem unnið er á þessu sviði í landinu. Sérstaklega verði horft til atvinnuþróunarfélaganna og að samstarf við þau verði náið og árangursríkt.
Verkefnum nýsköpunarmiðstöðvarinnar má skipta í eftirtalin svið:
· Stuðningsverkefni fyrir frumkvöðla
· Stuðningsverkefni fyrirtækja
· Þjónusta við atvinnuþróunarfélög
Mótuð hefur verið stefna um verkefnauppbygginu nýsköpunarmiðstöðvarinnar og er ætlunin að á fyrsta árinu vinni hún m.a. að gagnvirkri handleiðslu á Internetinu, standi fyrir samstarfi um frumkvöðlaskóla, vinni að nýsköpunarverkefnum í starfandi fyrirtækjum, veiti leiðbeiningar í vöruþróunarverkefnum og virðisstjórnun innan fyrirtækja og vinni að auknu netsamstarfi fyrirtækja.
Í ljósi þeirrar samvinnu sem ætlað er að verði við atvinnuþróunarstarf í landinu er gert ráð fyrir að atvinnuþróunarfélög geti orðið samstarfsaðilar í einstökum verkefnum nýsköpunarmiðstöðvarinnar og geri aðilarnir sérstaka samninga um slík verkefni. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir að hlutur nýsköpunarmiðstöðvarinnar fari ekki yfir 50% heildarkostnaðar við hvert verkefni.
Vegna nálægðar sinnar við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Frumkvöðlasetur Norðurlands ehf. verður lögð áhersla á að nýsköpunarmiðstöðin eigi samstarf við þessa aðila til að tryggja sem bestan ávinning af staðsetningu starfseminnar á Akureyri. Við undirbúning og skipulag nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri er horft til uppbyggingar og starfsemi Impru. Nýsköpunarmiðstöðin mun hafa breiðan og góðan bakhjarl af annarri starfsemi Iðntæknistofnunar eins og á sviði matvæla, efnistækni, umhverfismála og fræðslu. Við verkefnauppbyggingu verður líka haft náið samstarf við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, en Impra hefur unnið í nánu samstarfi við sjóðinn frá stofnun. Áhersla verður lögð á að efna til samstarfs við þekkingarstofnanir víða um land í því skyni efna til samstarfsverkefna og efla atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.
Áætlaður heildarkostnaður á fyrsta starfsári nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri nemur um 107 milljónum króna. Þar af verður 82 milljónum króna veitt til stuðningsverkefna. Ljóst er því að með stofnun Impru nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri er aukið bæði við faglegan stuðning við nýsköpunarstarf í landinu, sem og fjárhagslegan. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gaf-barnadeild-fsa-550000-kr | Gaf barnadeild FSA?550.000 kr.
Nína Arnarsdóttir, 12 ára Akureyringur, gaf barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 550.000 kr. en upphæðina vann Nína í s.k. Barnamessu í þættinum "Viltu vinna milljón?" á Stöð 2 í gærkvöldi. Nína ákvað að hætta í leiknum þegar hún var komin með fyrrnefnda upphæð og átti þemur spurningum ósvarað. Þannig tryggði hún barnadeild FSA rúmlega hálfa milljón króna en eins og hún sagði í þættinum þá "...vantar barnadeildina pening." Frétt af www.local.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/raud-jol-a-akureyri | Rauð jól á Akureyri?
Veðurstofa Íslands spáir Norðlendingum rauðum jólum samkvæmt fyrstu spám og jafnvel er gert ráð fyrir rigningu á landinu á aðfangadag. Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík er ekki sammála Veðurstofunni. Helstu spámenn klúbbsins telja að það fari að kólna upp úr miðjum mánuðinum, í kringum 20. desember fari að snjóa og það muni snjóa nógu mikið til að við fáum hvít jól. Að öðru leyti muni jóla- og áramótaveðrið verða ágætt. Þess má geta að meðlimir klúbbsins byggja spár sínar nær eingöngu á draumum. Fleiri spámenn virðast vera sammála þessum spádómum og veðurálfarnir á Djúpavogi hafa gefið það út að það fari að snjóa 18. desember. Frétt af www.aksjon.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/staedi-fyrir-500-bila-vid-skidastadi | Stæði fyrir 500 bíla við Skíðastaði
Guðmundur Karl bíður eftir snjónum
Framkvæmdum við Skíðastaði í Hlíðarfjalli er að mestu lokið. Bílastæðum hefur verið fjölgað um nær helming og rúma þau nú um 500 bíla. Nýtt bílaplan hefur verið gert suðaustan við Skíðastaði og planið austan við hótelið hefur verið stækkað til mikilla muna. Stallurinn vestan við Skíðastaði hefur verið fjarlægður og þar verða settir upp fleiri bekkir fyrir skíðafólk sem vill spóka sig í góða veðrinu og gæða sér á nestisbitanum.
Ný og betri bílastæði við Skíðastaði
Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Skíðastaða, segir að stefnt sé að því að byggja eins konar hringleikahús úr snjó ofan hótelsins og hafa þar uppákomur af ýmsu tagi. Einnig er unnið að framkvæmdum í hótelinu sjálfu en þar á efri hæðinni á til að mynda að útbúa fundarsal fyrir 10-15 manns, góða setustofu og vinnuherbergi með ISDN-tengingu fyrir þá sem alltaf þurfa að vera í sambandi.
Þarna verður fundarsalur og setustofa handan gangsins
Veturinn 2001-2002 seldust 29.675 lyftumiðar í Hlíðarfjalli sem er nýtt met. Guðmundur Karl segist eiga von á ennþá meiri aðsókn nú í vetur og bendir á að Hlíðarfjall hafi ótrúlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hann gerði sér það til gamans 19. maí í fyrra, síðustu helgina sem var opið í Hlíðarfjalli, að telja bílana á svæðinu og athuga hvaðan þeir væru komnir. Þetta var um hvítasunnuhelgina og af 45 bílum á stæðinu voru 35 skráðir á höfuðborgarsvæðinu eða um 78 %! |
https://www.akureyri.is/is/frettir/frumsyning-a-fostudagskvold | Frumsýning á föstudagskvöld
Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikritið Hversdagslegt kraftaverk í Samkomuhúsinu kl. 20.00 annað kvöld. Hér er á ferðinni ævintýraleg og töfrandi skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sagan hefst upp til fjalla á sveitabýli. Töframaður nokkur hefur breytt birni í ungan mann með þeim álögum að verði hann kysstur af prinsessu breytist hann aftur í björn. Auðvitað hittir ungi maðurinn svo prinsessu og auðvitað fella þau hugi saman. Þorir ungi maðurinn að afhjúpa eðli sitt með því að kyssa prinsessuna? Leikstjóri sýningarinnar er Vladimir Bouchler en leikendur eru Ívar Örn Sverrisson, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Sigurður Karlsson, Aðalsteinn Bergdal, Þráinn Karlsson, Skúli Gautason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, Saga Jónsdóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, Ívar Örn Björnsson, Jón Lúðvíksson, Lilja Guðmundsdóttir, Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Ingimar Davíðsson. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolskyldudagur-i-sundlauginni-a-morgun | Fjölskyldudagur í sundlauginni á morgun
Fjölskyldudagur verður í Sundlaug Akureyrar á morgun, laugardaginn 14. desember. Ókeypis verður í sundlaugina og þar verður ýmislegt um að vera. Inga Magnúsdóttir íþróttakennari verður með ungbarnasund, krakkasund og sundskóla fyrir 4-5 ára á tímabilinu frá kl. 13 til 14.30. Þá verður hún með vatnsleikfimi fyrir fullorðna í innilaug kl. 15.35 og vatnsþrek í útilaug kl. 16.30. Unglingar frá sundfélaginu Óðni verða á staðnum, fyrirtæki kynna vörur sínar og börn eru hvött til að taka mér sér leiktæki. Þá geta gestir átt von á að hitta jólasveininn við sundlaugina.
Jólasveinarnir koma í heimsókn á svalirnar ofan við Pennann-Bókval á morgun, laugardaginn 14. desember kl. 15. Rithöfundarnir Anna Valdimarsdóttir og Andri Snær Magnason verða í versluninni þann dag. Anna les upp úr bók sinni "Leggðu rækt við ástina" og Andri Snær les úr bók sinni "Lovestar". Þau verða í versluninni kl. 16. Frétt af www.mbl.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/seinni-umraeda-um-fjarhagsaaetlun | Seinni umræða um fjárhagsáætlun
Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003 verður lagt fram til seinni umræðu í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Þá verður einnig lögð fram til fyrri umræðu Áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir á árunum 2004-2006.
Af þessu tilefni var boðað til blaðamannafundar í Ráðhúsinu kl. 14.00 í dag þar sem Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, og Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs, kynntu fjárhagsáætlunina ásamt 3ja ára áætlun, og sátu síðan fyrir svörum.
Jakob Björnsson og Kristján Þór Júlíusson svara fyrirspurnum blaðamanna.
Fjárhagsáætlunin er að þessu sinni 153 bls. og tekur til rekstrar aðalsjóðs, sem að uppistöðu er bæjarsjóðurinn sem áður var, og 16 fyrirtækja, stofnana og sjóða í eigu hans. Fjárhagsstaða bæjarins verður að teljast afar sterk. Áfram er gert ráð fyrir miklum fjárfestingum í grunngerð samfélagsins og er það í samræmi við málefnasamning meirihlutaflokkanna.
Áætlað er að tekjur ársins 2003 aukist um rúm 6 % frá endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2002 eða úr tæpum 7,4 milljörðum í tæpa 7,9 milljarða. Gjöld aukist einnig á sama tímabili um tæp 2 % eða úr tæpum 7,3 milljörðum í rúma 7,4 milljarða króna. Rekstrarniðurstaða ársins 2003 er áætluð jákvæð um rúmar 253 milljónir. Félagsþjónusta, þ.m.t öldrunarmál, fræðslu- og uppeldismál, menningarmál, ásamt íþrótta- og tómstundamálum, eru þeir þættir sem vega þyngst í fjárhagsáætlun.
Gert er ráð fyrir óbreyttri álagningu opinberra gjalda en að hækkun á þjónustugjöldum skili 40 milljónum í bæjarsjóð. Þar munar mest um nýtt sorpgjald á fyrirtæki og gjaldskrárbreytingum hjá leikskóla, Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar.
Framkvæmdir í A-hluta nema rúmum 1,3 milljarði króna. Í áætluninni er gert ráð fyrir að verulegum fjárhæðum verði varið til verkefna sem þegar hafa verið ákveðin, svo sem vegna margvíslegra framkvæmda í skóla-, menningar- og íþróttamálum. Af einstökum fjárfestingum eru stærstu framkvæmdaliðir Brekkuskóli með 200 milljónir, fjölnota íþróttahús með 193 milljónir, Amtsbókasafnið með 186 milljónir, Síðuskóli með 130 milljónir og leikskóli að Hólmatúni með 126 milljónir króna. Ennfremur er gert ráð fyrir fyrir að verja 50 milljónum í uppbyggingu öldrunarstofnunar við Hlíð.
Þriggja ára áætlun sem lögð verður fyrir bæjarstjórn byggir á þeim forsendum að íbúum fjölgi árlega um 200 og reiknað er með samningsbundnum launahækkunum. Mest verður magnaukning í rekstri árið 2004 eða rúmar 127 milljónir, 88 milljónir 2005 og 62 milljónir 2006. Fræðslumál, þ.m.t. leikskóli að Hólmatúni, stækkun Amtbókasafns og breytingar tengdar tónlistarskóla vega þyngst í magnaukningu rekstrar ársins 2004.
Vert er að benda á að áætlað er að magnaukning í rekstri sem og fjárfestingar Akureyrarbæjar minnki stöðugt á næstu árum, enda er búið að strykja grunngerð bæjarfélagsins mikið á síðustu árum. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hrokurinn-gefur-skakbaekur | Hrókurinn gefur skákbækur
Krakkar í 3. bekk Brekkuskóla á Akureyri fengu í morgun gefna bókina Skák og mát eftir Anatolí Karpov sem er sagður hafa skrifað bókina með fulltingi Andrésar Andar.
Krakkarnir gleðjast yfir nýju skákbókinni sinni.
Í Fréttablaðinu í morgun segir orðrétt: "Skáktrúboðinn öflugi Hrafn Jökulsson fer mikinn um þessar mundir og þeytist nú landshornanna á milli og boðar fagnaðarerindið með því að afhenda 3. bekkingum bókina Skák og mát. Heimsmeistarinn Anatolí Karpov skrifaði bókina með fulltingi Andrésar Andar og þykir takast einkar vel að miðla leyndardómum skáklistarinnar til ungviðisins. Skákfélagið Hrókurinn gefur krökkunum bókina með stuðningi Eddu." Sjá www.frett.is
Hrafn Jökulsson afhendir Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra Akureyrar, bókina góðu, Skák og mát. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vimuefnaneysla-ungs-folks | Vímuefnaneysla ungs fólks
Áfengis- og vímuvarnarnefnd Akureyrarbæjar hefur fengið í hendur skýrslu þar sem fram koma niðurstöður rannsóknar á vímuefnaneyslu ungs fólks á Akureyri. Rannsóknin var unnin af fyrirtækinu Rannsóknir og greining og var framkvæmd meðal nemenda í 8. - 10. bekk grunnskóla á Akureyri árin 1997 - 2002.
Frá blaðamannafundi í morgun þar sem Hera Hallbera Björnsdóttir frá Rannsóknum og greiningu kynnti skýrsluna.
Í skýrslunni kemur fram að daglegar reykingar unglinga á Akureyri hafa dregist talsvert saman frá árinu 1997, en hlutfall 10. bekkinga sem reykja daglega hefur farið úr 24% árið 1997 og niður í 12% árið 2002. Talsvert hefur dregið úr tíðni ölvunar unglinga frá árinu 1998 á Íslandi. Þetta á ekki síður við á Akureyri þar sem tíðnin hefur dregist verulega saman frá árinu 2000 og er árið 2002 töluvert undir landsmeðaltali. Þannig segjast um 17% 10. bekkinga á Akureyri vorið 2002 hafa orðið ölvaðir síðastliðna 30 daga samanborið við um 26% á landinu öllu.
Hlutfall 10. bekkinga á Akureyri sem hafa neytt hass einu sinni eða oftar um ævina er svipað og á landsvísu vorið 2002. Aftur á móti eru nemendur í 8. og 9. bekk Akureyrarbæjar síður líklegir til þess að hafa neytt hass en jafnaldrar þeirra á landsvísu. Athygli vekur að neysla á sveppum meðal unglinga á Akureyri jókst töluvert vorið 2002. Árið 2001 sögðust um 3% 10. bekkinga á Akureyri hafa notað sveppi einu sinni eða oftar um ævina borið saman við um 9% vorið 2002. Niðurstöður gefa til kynna að árin 1998 - 2002 hafi hlutfallslega færri tíundu bekkingar á Akureyri notað sniff einu sinni eða oftar um ævina en á landinu í heild. Þá fer hlutfall unglinga á Akureyri ekki yfir 2% í neyslu annarra ólöglegra vímuefna eins og LSD, kókaíns og E-taflna vorið 2002.
Áfengis- og vímuvarnarnefnd Akureyrarbæjar hyggst nota niðurstöður skýrslunnar til að skilgreina áhersluatriði í forvarnarstarfi sem unnið er á vegum bæjarins svo það megi vera sem markvissast. Mikilvægt er að hafa í huga að langflest akureysk ungmenni lifa heilbrigðu og innihaldsríku lífi en betur má ef duga skal. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonatan-thor-magnusson-i-landslidshopinn | Jónatan Þór Magnússon í landsliðshópinn
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik valdi Jónatan Þór Magnússon, fyrirliða íslandsmeistara KA í handknattleik, í 26 manna landsliðshóp sinn vegna undirbúnings fyrir HM í Portúgal sem hefst 20. janúar. Annars er hópurinn skipaður eftirfarandi leikmönnum:
Markverðir eru Guðmundur Hrafnkelsson, Conversano, Elvar Guðmundsson, Ajax, Roland Eradse, Val og Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum. Horna- og línumenn verða: Guðjón Valur Sigurðsson, Essen, Gústaf Bjarnason, Minden, Einar Örn Jónsson, Wallau-Massenheim, Sigfús Sigurðsson, Magdeburg, Róbert Sighvartsson, Wetzlar, Róbert Gunnarsson Aarhus, Logi Geirsson, FH, Bjarki Sigurðsson, Val, Alexander Arnarson, HK og Bjarni Fritzson, ÍR. Útileikmenn eru: Gunnar Berg Viktorsson, PSG, Rúnar Sigtryggsson, Ciudad Real, Heiðmar Felixsson, Bidasoa, Snorri Steinn Guðjónsson, Val, Aron Kristjánsson, Haukum, Sigurður Bjarnason, Wetzlar, Patrekur Jóhannesson, Essen, Ólafur Stefánsson, Magdeburg, Dagur Sigurðsson, Wakunaga, Markús Máni Mikaelsson, Val, Einar Hólmgeirsson, ÍR og Jónatan Magnússon, KA.
Á heimasíðu KA-manna, www.ka-sport.is, kemur ennfremur fram að fimm KA-strákar hafa verið valdir í unglingalandsliðið. Þar segir orðrétt:
Fimm strákar úr KA-liðinu í handbolta hafa verið valdir til æfinga með unglingalandsliði Íslands dagana 27. til 30. desember. Þetta eru Stefán Guðnason markvörður, Baldvin Þorsteinsson, Ingólfur R Axelsson, Einar Logi Friðjónsson og Arnar Sæþórsson. Að sjálfsögðu ætti Arnór Atlason einnig að vera í þessum hópi, en ætli hann verði ekki hjá foreldrum sínum í Þýskalandi yfir hátíðarnar. Þetta sýnir vel hina óþrjótandi uppsprettu efnilgra handboltamanna sem frá KA koma og er einnig góður vitnisburður fyrir þjálfara drengjanna, Jóhannes Bjarnason sem er með þá í meistaraflokki og Reynir Stefánsson sem ásamt því að vera aðstoðarmaður Jóhannesar sér um þjálfun þeirra í 2.-flokki. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarrad-stydur-framkvaemdir-vid-karahnjuka | Bæjarráð styður framkvæmdir við Kárahnjúka
Bæjarráð Akureyrar samþykkti í morgun að styðja fyrirhugaðar framkvæmdir Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Á fund ráðsins mættu til viðræðna Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri orkusviðs. Þeir gerðu grein fyrir stöðu mála og lýstu fyrirhuguðum framkvæmdum. Að loknum umræðum gerði bæjarráð eftirfarandi samhljóða samþykkt:
Bæjarráð Akureyrar er samþykkt því að Landsvirkjun hrindi áformum um Kárahnjúkavirkjun í framkvæmd að uppfylltum þeim markmiðum sem fram hafa verið sett af eigendum um arðsemi af starfsemi Landsvirkjunar. Aðkoma eignaraðila verði samkvæmt lögum um Landsvirkjun.
Myndin hér að ofan er fengin af vef Landsvirkjunnar og sýnir svokölluð aðkomugöng við Karahnjúkavirkjun sem verða ríflega 700 metra löng. Þeim er ætlað að flýta fyrir gerð annarra og öllu meiri jarðganga undir stíflustæðinu við Fremri-Kárahnjúk, þ.e. ganga sem veita eiga Jökulsá á Dal fram hjá stíflustæði virkjunarinnar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringum-fjolgar-um-1-31 | Akureyringum fjölgar um 1,31%
Akureyringar voru 15.840 hinn 1. desember sl. og hafði fjölgað um 208 eða 1,31% frá því á sama tíma í fyrra. Á Norðurlandi eystra fjölgar samtals um 0,53%. Mest er fjölgunin á Laugum í Reykdælahreppi en á bak við 10,20% fjölgun þar standa raunar bara 10 manns. Fólki fækkar í Grímsey, Hrísey, á Húsavík, Kópaskeri, Raufarhöfn og almennt í strjálbýli.
Í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands, dagsettri 20. desember 2002, segir orðrétt:
Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár hinn 1. desember 2002 voru íbúar á Íslandi 288.201. Sambærileg endanleg tala 2001 var 286.250 og er fjölgunin milli ára því 0,68%. Þetta er töluvert minni fólksfjölgun en verið hefur undanfarin ár.
Eins og vænta mátti fjölgaði fólki mest á höfuðborgarsvæðinu, en þar fjölgaði um 1% frá síðasta ári (úr 178.000 í 179.781). Langmest var fólksfjölgun í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, að undanskildu Seltjarnarnesi en þar fækkaði íbúum um nær 1%. Í sjálfri höfuðborginni var fólksfjölgun fremur lítil, 0,2%. Í stærri þéttbýlisstöðum utan höfuðborgarsvæðisins fjölgaði íbúum í Grindavík, á Akranesi, Akureyri, Dalvík, Hveragerði og í Sveitarfélaginu Árborg en fækkaði á flestum öðrum stærri þéttbýlisstöðum, mest á Siglufirði, í Blönduóssbæ og á Seyðisfirði.
Íbúum fækkaði yfirleitt í dreifbýli, einkum á norðvestan- og austanverðu landinu. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra fækkaði íbúum um meira en 1% á árinu og á Austurlandi fækkaði um 0,4%. Í öðrum landshlutum var nokkur fjölgun, en þó umtalsvert minni en á höfuðborgarsvæðinu.
Fólksfjölgunin sem varð á árinu, er fyrst og fremst tilkomin vegna náttúrlegrar fjölgunar. Endanlegar tölur um fædda, dána og búferlaflutninga liggja ekki fyrir, en bráðabirgðatölur benda til þess að fæddir hafi verið rúmlega 2.100 fleiri en dánir. Brottfluttir frá landinu voru um 200 fleiri en aðfluttir. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur á undanförnum árum, en um nokkurra ára skeið hafa mun fleiri flust til landsins en frá því. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/byggingarhaefi-reglur-um-byggingarhaefi-loda | Byggingarhæfi (Reglur um byggingarhæfi lóða)
Eftirfarandi tillögur að verklagsreglum er ætlað að vera nefndum og starfsmönnum til leiðbeininga um byggingarhæfi reita eða lóða. Jafnframt eiga þær að skýra fyrir lóðahöfum í hvaða ástandi lóðir eru afhentar og hvernig frágangi og uppbyggingu nýrra hverfa verði háttað.
Byggingarhæfi svæða
Aðal- og deiliskipulag verði unnið með þeim hætti að byggingasvæði verði metin með tilliti til byggingarhæfi, þ.e. jarðvegsdýptar, stærðar og hagkvæmni. Samhliða skipulagsvinnunni verði gerð heildar áætlun um framkvæmdakostnað við uppbyggingu hverfisins ásamt tekju- og framkvæmdaáætlun.
Byggingarhæfi reita
Við úthlutun byggingarreita verði skilgreind kostnaðarhlutdeild bæjarfélagsins við gerð stíga, gatna og frágang opinna svæða, auk reksturs þeirra.
Byggingarhæfi lóða
Lóð telst byggingarhæf þegar;
undirbyggingu götu er lokið
fráveitulagnir lagðar inn fyrir lóðarmörk
mæliblað liggur fyrir
Þá skulu einnig liggja fyrir;
tímasetningar um tengingar við aðrar veitur, hvenær bæjarfélagið stefni að því að ljúka framkvæmdum á viðkomandi svæði s.s. malbikun gatna, gangstíga og frágang opinna svæða
áætlun um byggingu skóla og leikskóla, sé gert ráð fyrir þeim í skipulagi
Framangreindar upplýsingar skulu liggja fyrir þegar lóðir eru auglýstar í fyrsta sinn.
Samþykkt í bæjarstjórn 20. mars 2001 |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinnureglur-umhverfisrads-vid-lodaveitingar | Vinnureglur umhverfisráðs við lóðaveitingar
1. gr.
Umhverfisráði er falið það verkefni, í umboði bæjarstjórnar, að sjá um úthlutun byggingalóða, samkvæmt þessum reglum, með þeim undantekningum sem greinir í 2. gr.
2. gr.
2.0.1 Áður en byggingarsvæði er tilbúið til úthlutunar, skal umhverfisráð /umhverfisdeild halda opinn fund þar sem bygginga- og skipulagsskilmálar svæðisins og aðrir hlutir er tengjast viðkomandi svæði eru kynntir. Slíkan fund skal halda áður en viðkomandi byggingasvæði er auglýst laust til umsóknar.
2.0.2 Allar lóðir sem skipulagðar eru skulu auglýstar áður en þeim er úthlutað fyrsta sinn, sjá þó gr. 3.4. Umsóknarfrestur skal ekki vera skemmri en tvær vikur.
2.0.3 Hafi engar umsóknir borist um auglýsta lóð, auglýstri lóð ekki verið úthlutað, hún fallið aftur til bæjarins eftir úthlutun eða umhverfisráð hafi ekki talið rök til að úthluta henni til umsækjanda, ber að skrá slíka lóð strax lausa til umsóknar að nýju. Lóðin verði þá auglýst á heimasíðu Akureyrarbæjar, í afgreiðslu umhverfisdeildar og í þjónustuandyri. Tilgreina skal tveggja vikna umsóknarfrest í fyrsta sinn sem lóð er auglýst á þennan hátt. Verði umsækjendur fleiri en einn um slíka lóð, skal eftir því sem við á, fylgja reglum þessum . Sé hins vegar aðeins einn umsækjandi um tilgreinda lóð, er skipulags- og byggingafulltrúa heimilt að úthluta honum lóðinni, enda sé umsókn hans tæk til úthlutunar. Berist engin umsókn innan framangreinds frest skal skipulags- og byggingafulltrúi taka umsókn til afgreiðslu, eftir atvikum úthluta lóð, þegar hún berst. Þessar afgreiðslur skulu skráðar í gerðabók umhverfisráðs.
3. gr.
Við úthlutun lóða skal beita eftirfarandi reglum. Þó er heimilt er að taka tillit til sérstakra aðstæðna umsækjenda, enda séu þær rökstuddar.
3.0. Almennar reglur.
Sé ekki annað tekið fram í þessum reglum, telst umsókn aðeins gild ef:
· hún er rétt útfyllt á þar til gert eyðublað
· henni skilað innan tilskilins umsóknarfrests
· umsækjandi sé fjárráða
· umsækjandi skal vera skuldlaus við bæjarsjóð eða hafa samið um greiðslur og þær séu í skilum
· Umsækjanda ber að leggja fram staðfestingu frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun, sem viðurkennd er af Íbúðalánasjóði, á greiðslugetu sinni fyrir fjárfestingu í húsnæði af þeirri stærð sem tilgreind er í auglýsingu. Ef slíkt er ekki gert, telst umsókn ekki fullgild.
3.0.1 Greiði lóðarhafi ekki staðfestingargjald bundið lóðarveitingu innan tilskilins tíma fellur lóðin aftur til bæjarins, án sérstakrar tilkynningar.
3.0.2 Skýrt skal tekið fram við lóðarúthlutun um byggingarfrest á viðkomandi lóð eða byggingarsvæði.
3.0.3 Byggingarfrestur verður ekki framlengdur á íbúðarhúsalóðum, nema sterk rök mæli með slíku, enda berist beiðni um það áður en byggingarfrestur rennur út.
3.0.4 Lóðarhafa er óheimilt að afhenda lóð sem hann hefur fengið úthlutað til þriðja aðila fyrr en lóðarsamningur hefur verið gefinn út.
Sjá handbók húsbyggjandans (leiðbeiningar fyrir húsbyggjendur).
3.0.5 Umsókn hjóna/sambýlisfólks skal vera sameiginleg.
3.1. Einbýlishúsalóðir og lóðir fyrir par- og tvíbýlishús.
3.1.1 Einstaklingar skulu njóta forgangs við úthlutun þessara lóða, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
3.1.3 Umsækjendur taka þátt í útdrætti um viðkomandi lóðir. Útdráttur fer fram á fundi sem umhverfisdeild boðar til, þar sem dregið er um í hvaða röð umsækjendur velja sér lóð. Einstaklingar sem á s.l. fimm árum hafa fengið úthlutað lóð fyrir þessar gerðir húsa, verða ekki þátttakendur í fyrsta útdrætti.
3.2. Aðrar íbúðahúsalóðir.
Íbúðahúsalóðum til byggingar par-, rað- og fjölbýlishúsa er úthlutað til einstaklinga, framkvæmdaraðila eða byggingarfélaga. Þegar lóðum er úthlutað, að loknum umsóknarfresti, ber að hafa hliðsjón af eftirtöldum þáttum:
· Fjölda umsókna og möguleikum til að bregðast við þeim
· Hvernig umsækjandi er staddur gagnvart byggingalóðum
· Greiðslustöðu umsækjanda við bæjarsjóð og stofnanir hans
· Hugmyndum umsækjanda um nýtingu svæða og áætlaðan framkvæmdatíma
· Gæði byggðra íbúða umsækjanda, þ.m.t. hönnun
· Reynsla af starfi viðkomandi framkvæmdaraðila/byggingarfyrirtækis
Verði ekki skorið úr um forgang skv. reglum þessum, skal grípa til útdráttar skv. gr. 3.1. milli jafngildra umsókna.
3.3. Aðrar lóðir en íbúðahúsalóðir.
Við úthlutun lóða, annarra en íbúðahúsalóða, skulu umsækjendur tilgreina með glöggum hætti byggingaáform sín og framkvæmdahraða. Leggja ber mat á þarfir umsækjanda til lóðar, en verði ekki hægt að greina á milli umsækjenda á þeim forsendum, skal beita reglum þessum eftir því sem við á hverju sinni
3.4. Annað.
Umhverfisráði er í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, öðrum en einbýlishúsalóðum, án undangenginna auglýsinga, þegar sótt er um lóðir innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum, sem ekki hafa verið auglýstar sem byggingalóðir. Endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf og að fengnu samþykki bæjarstjórnar.
Samþykkt í bæjarstjórn 16.12.2003 |
https://www.akureyri.is/is/frettir/byggingarleyfis-thjonustu-og-gatnagerdargjold | Byggingarleyfis-, þjónustu- og gatnagerðargjöld
Uppfært 27. september 2011
Byggingarleyfisgjöld - Gjöld miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta. Þá er innifalið í gjaldinu byggingarleyfisgjald, gjald vegna útmælingar og hæðarsetningar, byggingareftirlits, lögbundinna úttekta, fokheldisvottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar. Einnig eru gjöld vegna grenndarkynninga og yfirferðar séruppdrátta.
Afgreiðslu- og þjónustugjöld - ýmiss gjöld vegna þjónustu og afgreiðslu. Upphæðir breytast 1. janúar ár hvert í takt við vísitölu byggingarkostnaðar. Sjá nánar samþykkt bæjarstjórnar 15. mars 2011.
Gatnagerðargjöld Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar 1. mars 2011. Upphæðir breytast mánaðarlega í takt við vísitölu byggingarkostnaðar.
Bílastæðagjald - Ef ekki næst tilskilinn fjöldi bílastæða innan lóðar, sbr. samþykkt um þátttöku lóðarhafa í greiðslu kostnaðar við gerð bílastæða á Akureyri. Upphæð breytist mánaðarlega í takt við vísitölu byggingarkostnaðar.
Eldri gjaldskrá gatnagerðargjalda Uppfærð til núgildandi verðlags. Gildir gagnvart eldri samningum, sbr. 15. gr. gjaldskrár um gatnagerðargjald, og um viðbyggingar á lóðum, sem greidd voru af lóðargjöld skv. eldri gjaldskrá. Upphæðir breytast mánaðarlega í takt við vísitölu byggingarkostnaðar.
Byggingarleyfisgjöld
Íbúðarhúsnæði:
Einbýlishús
pr. hús
kr.
123.647
Parhús, tvíbýlishús, raðhús á einni hæð,
pr. íbúð
kr.
103.041
Raðhús á fleiri en einni hæð, fjölbýlishús
með þremur íbúðum
pr. íbúð
kr.
86.554
Fjölbýlishús, tvær hæðir, með fjórum íbúðum
eða fleiri
pr. íbúð
kr.
74.188
Fjölbýlishús, þrjár hæðir og hærri með
fjórum íbúðum og fleiri
pr. íbúð
kr.
61.824
Yfirferð sérteikninga skv. reikningi - hámark
kr.
200.000
Atvinnu- og þjónustuhús og stofnanir, -einnig
sama húsnæði með íbúðum:
- gólfflötur allt að 500 fermetrar
kr.
123.647
- gólfflötur 500 - 1000 fermetrar
kr.
223.788
- gólfflötur 1001 - 2000 fermetrar
kr.
331.539
- gólfflötur 2001 - 5000 fermetrar
kr.
497.309
- gólfflötur stærri en 5000 fermetrar
kr.
663.078
Yfirferð sérteikninga skv. reikningi - hámark
kr.
200.000
Ýmis hús og hverskonar viðbyggingar:
Sólstofur, garðhús, bílgeymslur fyrir mest 2 bíla, gripahús, viðbyggingar allt að 20 ferm
kr.
51.520
Viðbyggingar 20 - 100 fermetrar
kr.
72.127
Yfirferð sérteikninga skv. reikningi - hámark
kr.
100.000
Viðbyggingar stærri en 100 fermetrar = Sömu gjöld og af því húsnæði sem byggt er við.
Gjöld vegna stöðuleyfa:
Stöðuleyfi gáma, húsa, báta, hjólhýsa, sumarhúsa o.fl. veitt til allt að eins árs
kr.
15.000
Stöðuleyfi söluvagna og söluskúra 1 - 6 mánuðir
kr.
35.000
Stöðuleyfi söluvagna og söluskúra 7 - 12 mánuðir
kr.
60.000
Gjöld vegna aðalskipulagsbreytinga:
Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 36. gr.
kr.
125.000
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr.
kr.
120.000
Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 36. gr. v. óverul. br
kr.
70.000
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr.
kr.
50.000
Gjöld vegna deiliskipulagsbreytinga:
Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. Aðkeypt vinna
skv. reikn
Breyting á deiliskipulagsuppdr., sbr. 1. mgr. 43 gr. Aðkeypt vinna
skv. reikn
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 38. gr.
kr.
120.000
Breyting á deiliskipulagsuppdr., sbr. 2. mgr. 43 gr. v.óverul. br.
kr.
70.000
Umsýslu- og auglýsingakostnaður v. óverul. br.,sbr. 2. mgr. 43.gr.
kr.
50.000
Umsýslu- og auglýsingakostnaður v. óverul. br.,sbr. 3. mgr. 44.gr.
kr.
20.000
Gjald vegna grenndarkynningar:
Grenndarkynning, sbr. 1. mgr. 44. gr. - deilisk. ekki til
kr.
25.000
Gjöld vegna framkvæmdaleyfis:
Framkvæmdaleyfi - framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
kr.
100.000
Framkæmdaleyfi - aðrar framkvæmdir
kr.
50.000
Afgreiðslu- og þjónustugjöld
Staðfestingargjald vegna lóðarúthlutunar
kr.
99.462
Hver endurskoðun aðaluppdrátta
kr.
12.718
Endurnýjun leyfis án breytinga á teikningum
kr.
9.084
Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt
kr.
20.894
Úttekt og umsögn vegna vín- og veitingaleyfa
kr.
20.894
Úttekt vegna leiguhúsnæðis
kr.
20.894
Úttekt, leyfi og umsagnir vegna gistileyfa
kr.
20.894
Eignaskiptayfirlýsingar, hver umfjöllun pr. eignarhluta 2-4
kr.
6.000
Eignaskiptayfirlýsingar, hver umfjöllun pr. eignarhluta 5-10
kr.
4.800
Eignaskiptayfirlýsingar, hver umfjöllun pr. eignarhluta 11-20
kr.
4.370
Eignaskiptayfirlýsingar, hver umfjöllun pr. eignarhluta 21 og fleiri
kr.
4.170
Eignaskiptayfirlýsingar, breyting á samningi
25%
af fullu gj
Ástandsskoðun húss
kr.
5.044
Lóðarsamningur nýrrar lóðar
kr.
36.500
Lóðarsamningur vegna eldri lóðar eða breytingar á samingi
kr.
15.000
Gjaldskrá gatnagerðargjalds frá 01.10.2011 - 31.10.2011
Verð pr. m2 í vísitöluhúsinu - 20% er kr. 126.456 hækkun: frysting
Bæjarstjórn samþykkti þann 1. mars 2011, 20% afslátt af gatnagerðargjaldi tímabundið frá 1. janúar
2011 til 30. júní 2012. Búið er að reikna afsláttinn inn í gjaldskrána hér að neðan.
Til upplýsingar, má geta þess að breytingar urðu á gjaldskrá gatnagerðargjald í apríl 2010:
Vegna stækkunar íbúðarhúss sem er a.m.k. 15 ára skal greiða 40% af venjulegu gatnagerðargjaldi
skv. 1.? 5. tl. greinar 4.3 enda nemi stækkunin ekki meira en 30 fermetrum á hverja íbúð á hverju
10 ára tímabili. Tilheyri stækkunin sameign fjöleignarhúss skal meta hana eins og ef um stækkun
vegna einnar íbúðar væri að ræða.
Ef stækkunin er meiri en 30 fermetrar skal greiða fullt gatnagerðargjald af því sem umfram er.
gj.fl.
Notkun/húsgerð
Íbúðarlóðir
Hlutfall
Gatnagerðargjald
1
Einbýlishús
13,0%
16.439 kr/m2 húss
2
Parhús
11,5%
14.542 kr/m2 húss
3
Tvíbýlishús og raðhús á einni hæð
9,5%
12.013 kr/m2 húss
4
Raðhús á tveimur hæðum og
fjölbýlishús á tveimur hæðum
6,5%
8.220 kr/m2 húss
5
Fjölbýlishús þrjár hæðir og hærri
4,0%
5.058 kr/m2 húss
Lóðir til annarra nota:
gj.fl.
Notkun/húsgerð
Hlutfall
Gatnagerðargjald
6
Aðrar lóðir
7,5%
9.484 kr/m2 húss
7
Gripahús
5,0%
6.323 kr/m2 húss
8
Frístundahús
15,0%
18.968 kr/m2 húss
Til flokks 6, "Aðrar lóðir," teljast allar iðnaðar- og athafnalóðir, lóðir og hús á miðbæjar- og miðsvæð-
um, svo og á stofnana- og þjónustulóðum, þ.m.t. lóðir og hús þar sem eru bæði íbúðir og atvinnuhús-
næði. Sbr. gjaldskrá gatnagerðargjalda á Akureyri samþ. 1. mars 2011 Gatnagerðargjöld - smelltu hér
Bílastæðagjald
Gjald pr. stæði *
kr.
278.981
* Ef ekki næst tiltekinn fjöldi bílastæða innan lóðar
Sbr. samþykkt um þátttöku lóðarhafa í greiðslu kostnaðar við gerð blílastæða á Akureyri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gjaldskra-gatnagerdargjalda-i-akureyrarkaupstad | Gjaldskrá gatnagerðargjalda í Akureyrarkaupstað
1. grein
Almenn heimild
Greiða skal gatnagerðargjald af öllum fasteignum eftir því sem nánar segir til um í gjaldskrá þessari. Um gatnagerðargjald fer að öðru leyti eftir lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 og reglugerð um gatnagerðargjald.
2. grein
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds
Lóðarhafi, eða eftir atvikum byggingarleyfishafi, ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds samkvæmt gjaldskrá þessari til bæjarsjóðs Akureyrar.
3. grein
Ráðstöfun gatnagerðargjalds
Gatnagerðargjaldi skv. 1. gr. skal varið til gatnagerðar og viðhalds gatna og gatnagerðarmannvirkja í sveitarfélaginu, sem felur m.a. í sér greiðslu kostnaðar við undirbyggingu gatna og tilheyrandi fráveitulagnir, lagningu bundins slitlags, götulýsingu, gerð gangstétta, stíga og umferðareyja, umhverfisfrágang, brúargerð og önnur umferðarmannvirki.
4. grein
Gjaldstofn og grunnur gatnagerðargjalds
4.1. Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er heimilað byggingarmagn á lóð skv. skipulagi.
4.2. Gatnagerðargjald skal leggja á fasteignir á eftirfarandi hátt:
a. Þegar sveitarstjórn úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð skal leggja á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
b. Ef veitt er byggingarleyfi fyrir stærri byggingu en álagning skv. a-lið var upphaflega miðuð við, skal við útgáfu byggingarleyfis leggja á gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.
c. Gatnagerðargjald skal innheimt vegna stækkunar byggingar sem nemur fermetrafjölda stækkunar.
d. Gatnagerðargjald skal innheimt ef reist er ný og stærri bygging í stað annarrar á sömu lóð sem stækkuninni nemur. Gildir þessi regla um byggingar sem samþykkt er byggingarleyfi fyrir allt að fimm árum eftir að leyfi er gefið fyrir niðurrifi byggingar. Að öðrum kosti skal greiða fullt gatnagerðargjald.
e. Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun byggingar þannig að hún færist í hærri gjaldflokk sbr. 4.3. gr. skal greiða gatnagerðargjald af fermetrafjölda viðkomandi húsnæðis sem svarar til mismunar hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu.
4.3. Grunnur gatnagerðargjalds er byggingarkostnaður fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Álagning gatnagerðargjalds er mismunandi eftir húsgerð/notkun fasteignar. Hún er reiknuð sem ákveðinn hundraðshluti af grunni gatnagerðargjalds skv. eftirfarandi töflu:
Notkun / húsgerð:
Íbúðarlóðir: Hlutfall af fermetraverði fjölbýlishúss
1) Einbýlishús 13,0%
2) Parhús 11,5%
3) Tvíbýlishús og raðhús á einni hæð 9,5%
4) Raðhús á tveimur hæðum og fjölbýlishús á tveimur hæðum 6,5%
5) Fjölbýlishús þrjár hæðir og hærri 4,0%
Lóðir til annarra nota:
6) Aðrar lóðir 7,5%
7) Gripahús 5,0%
8) Frístundahús 15,0%
Til flokks 6, ?Aðrar lóðir,? teljast allar iðnaðar- og athafnalóðir, lóðir og hús á miðbæjar- og miðsvæðum, svo og á stofnana- og þjónustulóðum, þ.m.t. lóðir og hús þar sem eru bæði íbúðir og atvinnuhúsnæði.
5. grein
Niðurfelling gatnagerðargjalds og lækkunar- og hækkunarheimildir
5.1. Almennar niðurfellingar- og lækkunarheimildir.
Gatnagerðargjald skal lækkað eða fellt niður þegar svo stendur á, sem í a-e lið þessarar málsgreina segir:
a. Þegar grafið er út kjallararými eldri íbúðarhúsa enda sé húsrýmið gluggalaust og aðeins gengt í það innan frá greiðist ekki gatnagerðargjald.
b. Af yfirbyggðum göngugötum eða léttum tengibyggingum í eða á milli verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæðis sem teljast til sameignar viðkomandi húsnæðis og eru til almenningsnota á afgreiðslutíma að uppfylltum skilyrðum skv. 2. tl. 3. mgr. 5. gr. laga um gatnagerðagjald nr. 153/2006, greiðist ekki gatnagerðargjald.
c. Vegna stækkunar íbúðarhúss sem er a.m.k. 15 ára skal greiða 40% af venjulegu gatnagerðargjaldi skv. 1 ? 5 tl. greinar 4.3 enda nemi stækkunin ekki meira en 30 fermetrum á hverja íbúð á hverju 10 ára tímabili. Tilheyri stækkunin sameign fjöleignarhúss skal meta hana eins og ef um stækkun vegna einnar íbúðar væri að ræða. Ef stækkunin er meiri en 30 fermetrar skal greiða fullt gatnagerðargjald af því sem umfram er.
d. Vegna svalaskýla íbúðarhúsa sem eru 20 fermetrar eða minni greiðist ekki gatnagerðargjald.
e. Vegna óeinangraðra smáhýsa sem eru minni en 10 fermetrar greiðist ekki gatnagerðargjald.
5.2. Sérstakar hækkunar- eða lækkunarheimildir.
Bæjarstjórn getur ákveðið að af tilteknum lóðum/reitum í miðbæ, þar sem gert verður sérstakt átak til uppbyggingar, verði gatnagerðargjald allt að 15% af byggingarkostnaði á fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis..
Bæjarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður gatnagerðargjald af einstökum lóðum í sveitarfélaginu við sérstakar aðstæður, svo sem vegna þéttingar byggðar, sérstakrar atvinnuuppbyggingar eða lítillar ásóknar í viðkomandi lóð.
Bæjarstjórn getur ákveðið gatnagerðargjald í þeim tilvikum þegar einstakar byggingar eða mannvirki falla ekki undir ákvæði gjaldskrár þessarar.
5.3. Sérstök lækkun vegna jarðvegsdýpis.
Sé meðaldýpt jarðvegs nýskipulagðra og óúthlutaðra íbúðarhúsalóða á burðarhæfan jarðveg neðar en 3,5 metrar frá botnplötu (lægsta gólf) húss, er veitur afsláttur af gatnagerðargjöldum skv. neðangreindu:
Dýpt undir gólfplötu
3,5 m 0%
4 m 8%
4,5 m 18%
5,0 m og dýpra 29%
Afsláttur reiknast línulega milli flokka.
Við ákvörðun jarðvegsdýptar niður á burðarhæfan jarðveg skal miða við upplýsingar um leiðsögukóta húss og jarðvegsdýpt á mæliblaði.
5.4. Ákvæði til bráðabirgða.
Bæjarstjórn samþykkir að frá 1. janúar 2011 til 30. júní 2012 verði veittur 20% afsláttur frá gatnagerðargjaldi skv. gjaldskrá þessari.
6. grein
Greiðsla gatnagerðargjalds
Gatnagerðargjald fellur í gjalddaga við úthlutun lóðar. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Gatnagerðargjald skv. liðum b-e, greinar 4.2, fellur í gjalddaga við veitingu byggingarleyfis. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Heimilt er að veita lengri gjaldfrest á gatnagerðagjaldi. Óski lóðarhafi eftir lengri gjaldfresti skal hann sækja um gjaldfrestinn til fjármálaþjónustu bæjarins innan 30 daga frá úthlutun lóðar. Heimilt er að lengja frestinn um allt að 12 mánuði frá gjalddaga.
Sé lóð ekki byggingarhæf við úthlutun skal greiða helming gatnagerðargjaldsins innan mánaðar frá dagsetningu úthlutunar til lóðarhafa og eftirstöðvar gjaldsins skulu greiðast innan mánaðar frá því lóð telst byggingarhæf. Óski lóðarhafi að hefja framkvæmdir áður en lóð telst byggingarhæf skal gatnagerðargjald greiðast að fullu fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Bæjarstjórn getur ákveðið þrengri tímamörk en að framan greinir fyrir greiðslu gatnagerðargjalds og skulu þeir skilmálar þá koma fram í auglýsingu um úthlutun viðkomandi lóðar eða byggingarréttar.
Þegar byggt er á lóð í einkaeign sem ekki er úthlutað af hálfu Akureyrarbæjar skal allt gatnagerðargjaldið greiðast í tengslum við veitingu byggingarleyfis.
7. grein
Endurnýjun byggingarleyfis
Hafi byggingarleyfi fallið eða verið fellt úr gildi, en áður greitt gatnagerðargjald ekki verið endurgreitt, skal við endurnýjun byggingarleyfisins greiða gatnagerðargjald skv. gildandi gjaldskrá að frádregnu áður greiddu gatnagerðargjaldi, verðbættu í samræmi við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar en án vaxta.
8. grein
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds
Ef lóðarhafi skilar lóð eða úthlutun lóðar er afturkölluð, ber að endurgreiða gatnagerðargjald af viðkomandi lóð innan 30 daga.
Ef byggingarleyfi fellur eða er fellt úr gildi eða er ekki nýtt af lóðarhafa, skal endurgreiða gatnagerðargjald sem greitt hefur verið vegna þeirrar framkvæmdar sem leyfið tók til. Frestur til endurgreiðslu er þá 1 mánuður frá því að hennar var krafist.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt með verðbótum í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs en án vaxta.
9. grein
Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjöld
Samningar um gatnagerðargjöld sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafa gert við Akureyrarbæ fyrir gildistöku gjaldskrár þessarar, svo og skilmálar um gatnagerðargjöld sem bæjaryfirvöld hafa sett fyrir þann tíma og lóðarhafi eða lóðareigandi undirgengist, halda gildi sínu.
10. grein
Lögveðsréttur
Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í lóð og fasteign þeirri sem það er lagt á í tvö ár frá gjalddaga og gengur ásamt vöxtum og kostnaði fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla.
11. grein
Aðili máls getur skotið ákvörðun samkvæmt samþykkt þessari til úrskurðar innanríkisráðherra. Kærufrestur er þrír mánuðir frá því að aðili fékk vitneskju um ákvörðunina.
12. grein
Samþykkt og gildistaka
Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af bæjarstjórn Akureyrar í samræmi við lög um gatnagerðargjald nr. 153/2006 og öðlast hún gildi við birtingu.
Við gildistöku þessarar gjaldskrár fellur úr gildi eldri gjaldskrá nr. 590 frá 20. júní 2007 með síðari breytingum.
Gjaldskrá þessa skal endurskoða í desember ár hvert.
Gjaldskráin samþykkt í bæjarstjórn 1. mars. 2011.
f.h. Akureyrarkaupstaðar
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
bæjarlögmaður |
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-med-i-evropumeistaralidinu-i-handbolta | Akureyringar með í Evrópumeistaraliðinu í handbolta
Þrír Akureyringar voru í liði íslenska unglingalandsliðsins í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, sem varð Evrópumeistari í Slóvakíu á dögunum. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/almenn-bjartsyni-i-atvinnulifinu | Almenn bjartsýni í atvinnulífinu
Í könnun sem Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar lét Gallup vinna fyrir sig á fyrirtækjamarkaði í Eyjafirði kom í ljós að forsvarsmenn 74% fyrirtækja segja veltu hafa aukist undanfarin tvö ár. Algengara er að velta stærri fyrirtækja hafi aukist en þeirra minni. Könnunin náði til allra fyrirtækja í Eyjafirði með a.m.k. 4 starfsmenn. Þar kemur fram að tæp 60% búast við meiri verkefnum á yfirstandandi ári en því síðasta. Um 23% fyrirtækja búa við miklar árstíðabundnar sveiflur í starfsmannafjölda, en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir ári var það hlutfall 15%. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-heimasida-eyjarfjardarsveitar-formlega-opnud | Ný heimasíða Eyjarfjarðarsveitar formlega opnuð
Ný heimasíða Eyjarfjarðarsveitar hefur verið formlega opnuð. Síðan hefur að geyma ýmsar upplýsingar um sveitarfélagið, nefndir þess og starf. Allar fundargerðir verða nú birtar jafnóðum og á þann hátt geta íbúar fylgst náið með þeim málefnum sem nefndir og sveitarstjórn fást við hverju sinni. Á heimasíðunni verða birtar fréttir af störfum sveitarstjórnar og því sem helst er fréttnæmt í sveitarfélaginu. Þá er er einnig gert ráð fyrir að fyrirtæki og félög fái upplýsingasíður á vefsvæðinu. www.eyjafjardarsveit.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-heimasida-eyjarfjardarsveitar-opnud-1 | Ný heimasíða Eyjarfjarðarsveitar opnuð
Ný heimasíða Eyjarfjarðarsveitar hefur verið formlega opnuð |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-heimasida-eyjarfjardarsveitar-opnud | Ný heimasíða Eyjarfjarðarsveitar?opnuð
Ný heimasíða Eyjarfjarðarsveitar hefur verið formlega opnuð. Síðan hefur að geyma ýmsar upplýsingar um sveitarfélagið, nefndir þess og starf. Allar fundargerðir verða nú birtar jafnóðum og á þann hátt geta íbúar fylgst náið með þeim málefnum sem nefndir og sveitarstjórn fást við hverju sinni. Á heimasíðunni verða birtar fréttir af störfum sveitarstjórnar og því sem helst er fréttnæmt í sveitarfélaginu. Þá er er einnig gert ráð fyrir að fyrirtæki og félög fái upplýsingasíður á vefsvæðinu. www.eyjafjardarsveit.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/landshlutautvarp-eda-landsutvarp | Landshlutaútvarp eða landsútvarp
Á morgun miðvikudaginn 24.september verður haldinn fyrirlestur á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri undir yfirskriftinni Landshlutaútvarp eða landsútvarp. Fyrirlesturinn verður í húsakynnum Háskólans við Þingvallastræti 23, í stofu 14 klukkan 16.30.
Jóhann Hauksson, dagskrá stjóri Rásar 2 og yfirmaður svæðisútvarps RÚV, fjallar um meinta togstreitu milli landsmála og landshlutamála í fjölmiðlum.
Á liðnum árum hefur staða íslenskra fjölmiðla tekið miklum breytingum. Á sama tíma sem stórstígar tækniframfarir hafa orðið á sviði fjölmiðlunar hefur dagblöðum fækkað en útvarps- og sjónvarpsstöðvum og netmiðlum fjölgað. Ekkert dagblað er gefið út utan Reykjavíkur og allar stærri útvarps- og sjónvarpsstöðvar landsins eru með aðsetur í höfuðborginni að Rás 2 undanskilinni. Sú spurning hlýtur að vakna hvort um innbyggða togstreitu sé að ræða milli landsmála og landshlutamála í fjölmiðlum. Hverju breytir það fyrir Rás 2 að heimkynni stöðvarinnar eru á Akureyri? Í erindi sínu mun Jóhann Hauksson leita svara við þessum spurningum auk þess sem hann mun fjalla um markmið Ríkisútvarpsins, og þá sérstaklega Rásar 2, sem ríkisrekins fjölmiðils sem á að sinna bæði landinu sem heild sem og einstökum landshlutum. Jóhann mun einning fjalla um störf frétta- og dagskrárgerðamanna og áhrif tækniþróunar á ljósvaka- og netmiðla. Fyrirlestur Jóhanns Haukssonar verður haldinn miðvikudaginn 24. september kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14 og er opinn öllum almenningi.
Jóhann Hauksson, er menntaður félagasfræðingur frá Háskóla Íslands og MA/Ph. Lic. frá Háskólanum í Lundi (1986). Jóhann kenndi félagsfræði og mannfræði við Menntaskólann í Hamrahlíð 1980-1985, fréttamaður við Ríkisútvarpið 1987-91. PR-störf hjá Kynning og markaður (KOM) 1991-92. Fréttmaður á Fréttastofu RÚV 1992-99. Forstöðumaður RÚV á Austurlandi (útvarp/sjónvarp) 1999-2002. Dagskrástjóri Rásar 2 og yfirmaður svæðisstöðva RÚV 2002
Ritstörf:
Ritstjóri fjölda blaða og tímarita fyrir félagasamtök 1991-1993
Hugur ræður hálfri sjón - ritstjórn og höfundur að hluta (rit um fræðistörf dr. Guðmundar Finnbogasonar)
Acta Sociologica 2000 - fræðigrein um dr. Guðmund Finnbogason |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenning-fyrir-throunarverkefni | Viðurkenning fyrir þróunarverkefni
Í september síðastliðnum fengu leikskólarnir Krógaból, Síðusel og Sunnuból á Akureyri viðurkenningu fyrir verkefnið "Lífsleikni í leikskóla" á Ráðstefnu Íslensku menntasamtakanna. Það er mikils virði fyrir starfsmenn leikskólanna þriggja að fá viðurkenningu á því þróunarstarfi sem þeir vinna og það er ekki síður jákvætt fyrir skólabæinn Akureyri. Viðurkenningarskjalið og verðlaunagripurinn hafa verið afhent Skóladeild Akureyrar til varðveislu.
Lífsleikni í leikskóla er þriggja ára þróunarverkefni sem leikskólarnir Krógaból, Síðusel og Sunnuból á Akureyri vinna að. Farið var af stað með verkefnið árið 2001 og mun því ljúka árið 2004. Markmið með þróunarverkefninu er að efla siðferðisvitund barna og fullorðinna, í þeim tilgangi að verða bæði góð og fróð manneskja. Rannsóknarspurningin sem gengið er út frá er: Hefur skipuleg siðferðisumræða með leikskólabörnum áhrif á aga í leikskólastarfi? Leitast verður við að svara spurningum eins og: Hvernig tala börn saman? Hvernig leysa börn úr ágreiningi? Hvernig þróast samskipti milli barna?
Sú leið sem hefur verið valin er að kenna siðfræðina í gegnum dygðir, þar sem unnið er með hverja dygð í tvo mánuði. Leitast er við að tengja dygðina við allt starf leikskólanna. Vingjarnleiki, virðing, hjálpsemi og þolinmæði eru dæmi um dygðir sem unnið hefur verið með.
Við afhendingu viðurkenningar á Skóladeild.
Efri röð f.v. Jakobína Áskelsdóttir, leikskólastjóri á Sunnubóli, Snjólaug Pálsdóttir, leikskólastjóri á Síðuseli, Gunnar Gíslason, deildarstjóri Skóladeildar, Anna Árnadóttir, leikskólastjóri á Krógabóli, Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi, Sigríður Sita Pétursdóttir, verkefnastjóri frá Skólaþróunarsviði HA. Neðri röð, f.v. Hanna Berglind Jónsdóttir, verkefnastjóri á Sunnubóli, Guðrún Óðinsdóttir, verkefnastjóri á Síðuseli, Sonja Kro, verkefnastjóri á Krógabóli |
https://www.akureyri.is/is/frettir/aramotaavarp-baejarstjora | Áramótaávarp bæjarstjóra
Gleðilegt nýjár, ágætu Akureyringar.
Við áramót horfa menn um öxl, leggja dóm á það sem liðið er og hugleiða hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Á nýjársdegi er ætíð margs að minnast og í dag þökkum við hvert öðru fyrir liðið ár. Persónulega hef ég margt að þakka, en það sem ég vil nefna sérstaklega í þessu stutta ávarpi er það mikla traust sem mér hefur verið sýnt með því að trúa mér áfram fyrir starfi bæjarstjóra Akureyringa. Það traust er hvorutveggja í senn, hvatning og styrkur.
Það er sígilt umræðuefni hér í bæ sem annarsstaðar hvað þurfi til svo bæjarfélagið okkar megi vaxa og dafna. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um það enda margar leiðir að sama marki. Ég hef þá skoðun og deili henni örugglega með miklum meirihluta Akureyringa að kostir þess að búa hér í bæ séu umtalsvert meiri en gallarnir. Ég hef hvatt fólk til þess að gera samanburð á búsetukostum Akureyrar við sérhvert samfélag í veröldinni fullviss um það að bærinn okkar komi ákaflega vel út úr þeim samanburði.
Vissulega eru alltaf einhver atriði sem betur mega fara í bæjarfélaginu enda skoðanir og væntingar einstaklinga misjafnar. Það er hins vegar álit mitt að það sem oftast ber hæst í umræðu sem "vandamál Akureyrar" sé heimatilbúinn "vandi" huglægs eðlis. Það á rætur að rekja til þeirrar allt of algengu afstöðu að virðing og sjálfsmynd bæjarfélagins okkar sé undir einhverjum öðrum komin en okkur sjálfum. Það sé ekki fyrst og fremst verkefni mitt og þitt að styrkja sjálfsmynd bæjarfélagins heldur ráði aðrir þar um. Ég tel ekki málum þannig komið, heldur muni gróskan í bænum og sú virðing sem Akureyri mun njóta einfaldlega ráðast af því að hve miklu leyti og á hvern hátt bæjarbúar sjálfir taka þátt í að móta þá mynd sem Akureyri skipar í hugum fólks. Styrk sjálfsmynd er og verður alltaf helsta vopn okkar í frekari uppbyggingu og vexti Akureyrar.
Auðvitað eru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir við viljum fara að settu marki og skoðanaágreiningi fylgja oft átök, en það frelsi sem við höfum, til að deila og skiptast á skoðunum, má aldrei verða til þess að draga úr tiltrú fólks á kostum þess að búa hér. Ég vil í þessu sambandi undirstrika rækilega að hverjum gagnrýnanda er hollt, þegar hann segir öðrum til syndanna, að hafa um leið gát á sjálfum sér.
Í bæjarstjórnarkosningunum í vor tókust frambjóðendur flokkanna á um þær áherslur sem þeir vildu leggja í störfum sínum fyrir bæjarfélagið næstu fjögur árin. Í þeirri baráttu takast á þau öfl sem í bæjarfélaginu búa og bæjarbúar endurspelga með atkvæði sínu. Bæjarstjórn Akureyrar er skipuð hópi fólks sem er tilbúið til þess að vinna að framgangi bæjarfélagsins.
Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa sett fram í málefnasamningi kjörtímabilsins afar metnaðarfullar hugmyndir um áframhaldandi vöxt Akureyrar á komandi árum. Þau verkefni sem hér er um ræðir munu í framtíðinni skapa ný tækifæri til sóknar fyrir höfuðborg hins bjarta norðurs. Það mun að sjálfsögðu taka nokkurn tíma að vinna þessi framfaramál Akureyringa til enda, en til að ná þeim í höfn þarf fleiri til en 11 einstaklinga í bæjarstjórn. Það er verkefni hvers einasta Akureyrings og velunnara þessa bæjarfélags að leggja sitt af mörkum til velferðar þess.
Þegar ég lít til baka yfir árið 2002 er það mat mitt að við Akureyringar getum verið nokkuð sáttir við afraksturinn. Við höfum komið mörgum góðum málum í höfn á árinu en jafnframt sýnt kjark til að taka erfiðar og á stundum óvinsælar ákvarðanir. Mér er ofarlega í huga ný byggðaáætlun þar sem Alþingi Íslendinga undirstrikaði forystuhlutverk okkar á landsbyggðinni og ennfremur það hversu vel Akureyri hefur styrkt stöðu sína á sviði verslunar, þjónustu og sjávarútvegs.
Staðfesting þessa kom berlega í ljós á síðustu vikum ársins þegar fólk víðsvegar af Norður- og Austurlandi sótti hingað verslun og þjónustu. Höfuðstöðvum sjávarútvegsfyrirtækisins Brimis, var fundinn staður hér í bæ en stærsta afrek ársins á sjávarútvegssviðinu var svo unnið þann 13. desember s.l. þegar nýtt og glæsilegt fjölveiðiskip Samherja hf., Baldvin Þorsteinsson, kom til heimahafnar. Einnig hefur Háskólinn á Akureyri haldið áfram að vaxa og dafna og ljóst er að hann mun halda áfram á þeirri braut. Loks vil ég lýsa ánægju minni með góðan árangur íþróttafólks á nýliðnu ári. 239 íslandsmeistaratitlar í fjölmörgum greinum íþrótta bera hróður Akureyrar víða og er þessi árangur glæsilegur vitnisburður um gríðarlega gott starf félagasamtaka hér í bæ.
Sá tími er liðinn að fólk flytji unnvörpum nauðugt burt úr bænum til að leita tækifæra annars staðar. Nýbirtar tölur um íbúafjölda í einstökum landshlutum staðfesta þetta. Akureyringum fjölgaði á nýliðnu ári um 1.31%, þriðja árið í röð langt umfram hið margfræga landsmeðaltal. Íbúar Akureyrar voru 15.840 þann 1. desember s.l. og fjölgaði milli ára um 208. Ég er þess fullviss að hið langþráða 16.000 íbúa mark muni nást á haustmánuðum 2003.
Stundum tala menn sem svo að hlutirnir gerist af sjálfu sér, hér sé fólki búið það umhverfi frá náttúrunnar hendi að öðruvísi geti þetta ekki þróast. Verkefnið sé ekki annað en að bíða þess að mál gangi nánast sjálfkrafa okkur í hag. Hvorki hér né annarsstaðar í víðri veröld gerast hlutirnir með þvílíkum hætti. Það þurfa að vera fyrir hendi þau skilyrði í bæjarfélaginu að sá kraftur og sköpunarmáttur sem alla jafnan býr í hverjum einstaklingi fái notið sín, honum sjálfum og öðrum Akureyringum til góðs. Grundvallaratriði er þó það að almennt efnahagsástand í landinu sé gott og atvinnulíf og fyrirtæki gangi með þeim hætti að sérhver fái notið afraksturs erfiðis síns.
Atvinnulíf Akureyrarbæjar er byggt á traustum atvinnugreinum og á hverjum degi koma fram ný tækifæri til viðskipta og vaxtar. Þess sjást merki í í íbúafjölgun bæjarins á síðustu tveimur til þremur árum að tugir nýrra starfa hafa orðið til á vinnumarkaði hér. Margt ungt fólk hefur sest hér að í þeirri fullvissu að það eigi hér jafna ef ekki betri möguleika en jafningjar þess hvar sem er í landinu eða ef því er að skipta í veröldinni til þess að búa sér og fjölskyldu sinni umhverfi sem hæfir þörfum þess. Þetta er gott, það er okkar kappsmál að þannig geti hlutirnir þróast.
Uppsveiflan hefur verið mikill undanfarin ár og eðlilegt er að við horfum bjartsýn fram á veginn. Að sjálfsögðu ber okkur um leið að sýna fulla aðgát og taka alvarlega ábendingar um þá veikleika sem kunna að leynast. En höfum það hugfast að úrtöluraddir og svartsýnistal er ekki besti áttavitinn, hvorki við siglingu í lélegu skyggni né heiðríkju. En rétt eins og það er nauðsynlegt að hafa vara á, þá er áríðandi að menn hlaupi ekki upp til handa og fóta og magni upp vandann með röngum og ótímabærum aðgerðum eða illa grunduðu glamri.
Við þurfum ætíð að vera viðbúin því að þurfa að taka til hendi í þeirri viðleitni okkar að búa einstaklingum og atvinnulífi þau skilyrði sem duga til að stuðla að æskilegri þróun í samfélaginu. Þar eiga allir möguleika á að leggja lóð sín á vogarskálarnar til þess að samfélagið, í okkar tilfelli Akureyrarbær, sé ekki aðeins samkeppnisfært bæjarfélag heldur og skari fram úr. Undanfarið ár hefur verið unnið að því að byggja grunnþjónustu sveitarfélagsins upp með þeim hætti að til fyrirmyndar sé. Við það verk hefur verið reynt að horfa til lengri tíma en nokkurra nátta.
Sterk staða Akureyrarbæjar á sviði fræðslu-, menningar - og tómstundamála eru þeir þættir í samfélagsgerðinni hér í bæ sem munu tvímælalaust skapa okkur sóknarfæri fyrir enn öflugri uppbyggingu á komandi árum. Þess sér stað í nýlegum könnunum að mikil ánægja er meðal bæjarbúa með þá uppbyggingu sem t.d. hefur hefur sér stað í grunn- og leikskólum bæjarins. Viðhorf notenda til hinna mörgu þjónustustofnana bæjarfélagsins er afar gott og má í því sambandi nefna sérstaklega Hlíðarfjall og Sundlaug Akureyrar ásamt Amtsbókasafsninu. Ef forsendur þeirrar fjárhagsáætlunar standast, sem bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum þann 17. desember s.l., er ljóst að við bæði getum og munum koma til móts við þarfir bæjarbúa og viljum halda höfuðborg hins bjarta norðurs í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga.
Listasafnið á Akureyri sýndi á síðasta ári mikinn metnað og frumkvæði í starfi sínu og er þó ekki lítið gert úr starfi annarra bæjarstofnana. Með sýningunum "Rembrandt og samtímamenn hans" og ennfremur með sýningunni "Milli goðsagnar og veruleika -nútímalist frá arabaheiminum" sýndi Listasafnið á Akureyri og sannaði að máttarstólpar menningarninnar eru ekki einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti staðfesti Listasafnið á Akureyri með starfi sínu á nýliðnu ári að við getum fyllilega haldið úti blómstrandi starfsemi hér á Akureyri á okkar eigin forsendum og veitt umsvifameiri rekstri annarsstaðar á landinu nauðsynlega samkeppni með metnaðarfullu og ábyrgu starfi.
Bæjarstjórn Akureyrar mun á komandi árum vinna markvisst að því að styrkja sjálfsmynd bæjarfélagsins og auka tiltrú fólks og fyrirtækja á gæði búsetuskilyrða hér. Það er í mínum huga ljóst að Akureyri hefur alla burði til þess að vera sterkur þjónustukjarni vegna stærðar sinnar og miðstöðvarhlutverks á sviði mennta-, menningar-, íþrótta- og heilbrigðismála. Hér er einnig að finna fjölbreytt úrval verslana og þjónustu auk öflugs menningarstarfs með tengsl við sögu og umhverfi bæjarins. Smátt og smátt munu fyrirtæki þróa framleiðslu sína og þjónustu á þann veg að krafan um sérhæft vinnuafl mun ráða mestu um staðarval þeirra. Þetta starfsfólk á vinnumarkaði framtíðarinnar mun í auknum mæli leita eftir búsetu á stöðum sem bjóða því bestu möguleika á að fullnægja kröfum þess til lífsins gæða.
Höfuðborg hins bjarta norðurs býður fólki þau búsetuskilyrði sem eru talin með þeim bestu í landinu. Þar liggur okkar styrkur.
Góðir Akureyringar.
Flest okkar hafa notið gæfu á nýliðnu ári og það ber að þakka. Sumir hafa aftur á móti upplifað sorgir og þrengingar og ég veit að þessi hátíðisdagur sækir misjafnt að. Öllum þeim sem eiga um sárt að binda votta ég samúð mína en legg áherslu á að kveðjan um gleðilegt nýjár ber með sér jákvæða afstöðu til lífsins. Hún er í senn þakklætisvottur og vinarkveðja. Við þökkum það að lifa nýjan dag og gleðjumst yfir því að eiga góða að - eiga í vændum samfylgd þeirra á komandi árum.
Ég og fjölskylda mín þökkum samfylgdina á liðnu ári og óskum Akureyringum öllum gjöfuls og góðs árs. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagny-linda-ithrottamadur-akureyrar-2002 | Dagný Linda íþróttamaður Akureyrar 2002
Dagný Linda Kristjánsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður Akureyrar 2002.
Niðurstaðan var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttabandalags Akureyrar, þar sem m.a. allir Íslandsmeistarar bæjarins á árinu eru heiðraðir, en að þessu sinni urðu alls 239 Akureyringar Íslandsmeistarar í 83 íþróttagreinum.
Fimm efstu í kjörinu urðu Dagný Linda sem varð Íslandsmeistari bæði í svigi og stórsvigi á síðasta vetri, og keppti á Ólympíuleikunum í Salt Lake City, Sigurpáll Geir Sveinsson, Golfklúbbi Akureyrar, en hann varð Íslandsmeistari í golfi, Einar Birgisson, Bílaklúbbi Akureyrar, sem varð Íslandsmeistari í kvartmílu, Sigrún Benediktsdóttir úr Sundfélaginu Óðni, sem m.a. varð í fjórða sæti á Norðurlandamóti og Ásta Árnadóttir knattspyrnukona úr Þór, sem m.a. lék með landsliði 21 árs og yngri.
Í hófinu í gær voru þrír íþróttafrömuðir heiðraðir sérstaklega fyrir óeigingjörn störf að íþrótta-, æskulýðs- og félagsmálum; þeir Stefán Gunnlaugsson, KA, Þór Valtýsson, Skákfélagi Akureyrar, og Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þór.
(Frétt og mynd frá Mbl.) |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinartonleikar-salonhljomsveitar-sinfoniuhljomsveitar-nordurlands | Vínartónleikar Salonhljómsveitar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands
Vínartónleikar Salonhljómsveitar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar nýju ári með Vínartónleikum í Laugarborg laugardaginn 11. janúar kl. 20.30 og í Dalvíkurkirkju sunnudaginn 12. janúar kl. 16.00.
Það er Salonhljómsveit SN sem leikur, en einsöngvari með hljómsveitinni verður Hanna Dóra Sturludóttir og tónlistarstjóri Sigurður Ingvi Snorrason.
Tónleikarnir hefjast í anda álfa og dísa, enda þrettándinn rétt liðinn. Atli Heimir Sveinsson samdi fyrir nokkrum árum nýtt lag við Álfareiðina, þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á ljóði Heines og einnig tengjast álfarnir þeim Strauss-feðgum í gegnum Álfapolka eftir Jósef Strauss.
Jóhann Strauss yngri á drjúgan hluta efnisskrár þessara tónleika enda afkastamikið tónskáld. Faðir hans, Jóhann eldri, lagði ásamt Josef Lanner grunninn að vinsældum vínarvalsins. Hann hafði um tíma 200 hljóðfæraleikara á sínum snærum, en stjórnaði sjálfur hljómsveit með 50 færustu mönnunum. Jóhann yngri stundaði tónlistarnám í óþökk föður síns og samdi sinn fyrsta vals sex ára gamall. Hann tók við hljómsveit föður síns að honum látnum 1849.
Hanna Dóra Sturludóttir er fædd og uppalin í Búðardal. Að loknu 8. stigi við Söngskólann í Reykjavík hélt hún utan til náms við Listaháskólann í Berlín þar sem kennari hennar var Prof. Anke Eggers. Haustið 1995 vann hún ljóðakeppni Paula Lindberg-Salomon sem haldin er annað hvert ár í Berlín.
Hanna Dóra hefur verið gestasöngvari við óperuhús víðsvegar um Þýskaland og frá 1998-2001 var hún fastráðin við óperuna í Neustrelitz og söng þar mörg þekktustu sópranhlutverk óperubókmenntanna.
Sumarið 2002 var Hanna Dóra gestur á tónlistarhátíðinni í Chiemgau í Suður-Þýskalandi þar sem hún söng hlutverk Desdemonu í óperu Verdis Otello og hlaut hún mikið lof fyrir frammistöðu sína.
Sigurður Ingvi Snorrason hóf tónlistnám 9 ára gamall hjá Karli Ottó Runólfssyni í Barnalúðrasveitum Reykjavíkurborgar. Hann hélt til Vínarborgar til framhaldsnáms 17 ára gamall og lauk prófi frá Tónlistarháskólanum með láði árið 1971.
Á námsárunum lék hann um tveggja missera skeið Vínartónlist í Salonhljómsveit Borgargarðsins (Stadtpark) í Vín, en þar lék Johann Strauss á ofanverðri 19. öld og þar stendur hið gyllta minnismerki um valsakónginn.
Sigurður var ráðinn til Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1973 þar sem hann hefur starfað síðan að undanteknum árunum 1981-1985 þegar hann vann að stofnun, og var fyrsti skólastjóri Tónlistaskóla F.Í.H.
Sigurður kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík og er deildarstjóri blásaradeildar skólans. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/boginn-skal-husid-heita | Boginn skal húsið heita
Á fundi ÍTA sem haldinn var 30. des sl. var samþykkt nafnið "Boginn" á nýja fjölnota íþróttahúsið á Akureyri. Alls bárust 48 nafnatillögur frá 29 einstaklingum. Höfundur sigurnafnsins er Haraldur Ingólfsson, Smárahlíð 7 L, 603 Akureyri, og hlýtur hann að launum árskort í Hlíðarfjall. Dregið var svo úr innsendum hugmyndum og hljóta þau Ásgeir Valdemarsson Lyngholti 22, 603 Akureyri, og Kristín Pálsdóttir Eiðsvallagötu 1, 600 Akureyri, 3 mánaða kort í Sundlaug Akureyrar. Viðkomandi aðilar geta vitjað vinninganna hjá starfsmönnum Sundlaugar Akureyrar og Hlíðarfjalls.
Nöfnin sem stungið var upp á voru þessi:
Álfaborg
Goðheimar
Skarðaborg
Ás
Hamar
Skelin
Ásaborg
Hamar og fjalir
Spyrna
Ásgarður
Hamarsfjalir
Steðji
Bilskirnir
Hamarshöggið
Steðjinn
Blomm
Hamraborg
Uppsalir
Boginn
Hít
Valhóll
Breiðhús
Jötunheimar
Valhöll
Byrgi
Kaþórska knattspyrnuhúsið
Vitaskuld
Draumahöllin
Knatthóll
Þorpið
Fjölhús
Kúpan
Þórshamar
Fjölnir
Kvisturinn
Þóraka
Glerárborg
Lundgarður
Þórsbúðir
Glerhóll
Sigurboginn
Þórsvellir
Glæsivellir
Sjónarhóll |
https://www.akureyri.is/is/frettir/endurvinnum-jolatren-1 | Endurvinnum jólatrén!
Söfnun jólatrjáa endurvinnslu stendur yfir
Nú stendur yfir söfnun jólatrjáa sem lokið hafa hlutverki sínu á heimilum og í fyrirtækjum bæjarins. Starfsmenn framkvæmdamiðstöðvarinnar fara um bæinn dagana 7. - 10. jan. og safna saman jólatrjám, sem hafa verið sett út að götu við lóðarmörk. Einnig er hægt að koma með jólatrén á gámasvæðið við Réttarhvamm og setja þau í sérstakan gám þar. Þangað þurfa jólatré frá fyrirtækjum og stofnunum að berast.
Fyrir utan það að auðvelda bæjarbúum að losna við jólatrén eftir notkun er markmiðið með söfnuninni er að minnka úrgang til urðunar og að endurnýta trén. Þau eru m.a. notuð til ræktunarstarfa hjá framkvæmdamiðstöðinni. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/veidimenn-i-utnordri | Veiðimenn í útnorðri
Laugardaginn 11. janúar kl. 14.00 verður opnuð í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri sýningin Veiðimenn í útnorðri. Sýningin fjallar um löndin þrjú, Grænland, Ísland og Færeyjar, þar sem fólk hefur öldum saman búið við og í veiðimannamenningu og gerir það enn þrátt fyrir sín nútímalegu hátæknisamfélög. Sýningin byggist á þremur þáttum, listum, þjóðfræði og tækni, á grundvelli veiðimannamenningar í löndunum þremur. Kjarni sýningarinnar er texti eftir prófessor Jóan Pauli Joensen og hún er hönnuð af listamanninum Edward Fuglø. Einnig var gefin út bók þar sem dýpra er kafað ofan í þema sýningarinnar. Vestnorræna ráðið átti frumkvæði að sýningunni og Norðurlandahúsið í Færeyjum sá um sýningarstjórn í samstarfi við NAPA, Norrænu stofnunina á Grænlandi og Norræna húsið í Reykjavík.
Sýningin er farandsýning. Hún var opnuð í Færeyjum s.l. sumar, fór þaðan til Orkneyja, síðan þjóðminjasafnsins í Dublin, þá til Norræna hússins í Reykjavík og kemur þaðan til Akureyrar með liðsinni Akureyrarbæjar. Frá Akureyri fer hún til Grænlands og verður að endingu sett upp á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.
Samstarfsráðherra Norðurlanda í Noregi Sven Ludviksen, sem jafnframt er sjávarútvegsráðherra Noregs, mun opna sýninguna á laugardag. Sýningin stendur til 9. febrúar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/haengsmenn-afhenda-heimahjukrun-hak-minningargjof | Hængsmenn afhenda heimahjúkrun HAK minningargjöf
Félagar í Lionsklúbbnum Hæng afhentu í dag heimahjúkrun Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri minningargjöf um Níels Halldórsson f. 15. júlí 1924, d. 14. desember 2002. Með gjöfinni vilja Hængsmenn minnast stuðnings hans við blaðaútgáfu klúbbsins. Í rúma tvo áratugi veitti Níels Hængsmönnum liðsinni sitt með því að semja myndagátuna í jólablað þeirra, Leó.
Á myndinni sem tekin var á Heilsugæslustöðinni þegar gjöfin var afhent, má sjá f.v. Baldur Dýrfjörð, Dan Brynjarsson, Rut Petersen, deildarstjóra heimahjúkrunar, og Kristin Ketilsson. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntasmidja-unga-folksins-a-akureyri | Menntasmiðja unga fólksins á Akureyri
Þann 15. janúar næstkomandi hefur Menntasmiðja unga fólksins á Akureyri starfsemi sína annað árið í röð á vegum Menntasmiðjunnar á Akureyri sem Þorbjörg Ásgeirsdóttir (myndin) veitir forstöðu. Upphaflega var verkefnið sett af stað sem tilraunaverkefni innan Menntasmiðjunnar á Akureyri sem var stofnuð haustið 1994. Námið er ætlað einstaklingum á aldrinum 17-25 ára sem hafa ekki fundið sig í vinnu eða námi og lögð er áhersla á samþættingu námsþátta. Í náminu er kennslan löguð að þörfum þeirra einstaklinga sem námið sækja og lögð áhersla á að hver og einn fái að njóta sín. Fjölbreyttir námsþættir eru í boði, má þar nefna sjálfsstyrkingu, myndlist, tölvuleikni, dansspuna, leikræna tjáningu, ensku, íslensku, persónurækt og handverk.
Sl. vor útskrifuðust 12 nemendur frá Menntasmiðju unga fólksins, en gert er ráð fyrir að nemendafjöldi verði svipaður í ár. Nú þegar hefur mikill fjöldi umsókna borist og ljóst að færri komast að en vilja. Í Menntasmiðjunni á Akureyri eru 4 starfsmenn í 2,5 stöðugildum ásamt fjölmörgum stundakennurum, en nálgast má frekari upplýsingar um starfsemina og námið á heimsíðu Menntasmiðjunnar: www.menntasmidjan.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/a-vaktinni-i-50-ar-slokkvilid-akureyrar | Á vaktinni í 50 ár - Slökkvilið Akureyrar
Nú eru 50 ár síðan teknar voru upp fastar vaktir hjá Slökkviliði Akureyrar. Þá voru fastráðnir 4 brunaverðir ásamt varaslökkviliðsstjóra og gengu þeir vaktir allan sólarhringinn, einn á vakt í senn en auk þess varaslökkviliðsstjóri á daginn. Þá nýverið hafði slökkviliðið flutt í nýtt glæsilegt húsnæði á neðstu hæð að Geislagötu 9, þar sem Ráðhús bæjarins er nú. Fyrst um sinn hafði slökkviliðið aðeins hálfa hæðina en seinna hana alla. Árið 1954 kom nýr slökkvibíll sem var á þeim tíma sá fullkomnasti á landinu. Hann var fyrsti útkallsbíll slökkviliðsins allt til ársins 1997 eða í 43 ár. Slökkviliðið tók við akstri sjúkrabíla árið 1968 fyrir Rauða Krossinn og hefur það síðan verið vaxandi þáttur í starfsemi liðsins. Fyrstu árin fór aðeins einn slökkviliðsmaður í sjúkraútköll og var þá reynt að fá einhvern nærstaddan til að sitja yfir sjúklingnum.
Seinna var fjölgað í tvo á vakt en 1. janúar árið 1975 var fjölgaði í 3 á vakt. Árið 1993 flutti Slökkviliðið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Árstíg 2. Þá hafði slökkviliðið löngu sprengt utan af sér neðstu hæðina í Ráðhúsinu. Árið 1998 var fjölgað í 4 á vakt og með því stórbatnaði þjónusta slökkviliðsins í bruna- og sjúkraútköllum. Árið 1999 ljúka fyrstu menn slökkviliðsins svokallaðri neyðarflutningamenntun en nú hefur tæplega helmingur slökkviliðsins slíka menntun. Það ár fékk Slökkviliðið nýjan fullkominn slökkvibíl sem leysti úr brýnni þörf. Árið 2000 tók Slökkviliðið að sér rekstur Slökkviliðs Akureyrarflugvallar og bættust þá við 7 starfsmenn sem ganga vaktir á flugvelli. Ennfremur tók Slökkviliðið að sér fræðslu flugvallarvarða á landsbyggðarflugvöllum.
Fróðlegt er að bera starfsemi slökkviliðsins 1953 saman við starfsemina nú. Þá voru starfsmenn 5 auk slökkviliðsstjóra. Meginhlutverk slökkvliðsins var að fást við eldsvoða en þeir voru tíðir á þessum árum, margir stórbrunar og manntjón í eldsvoðum nánast árlega. Í dag eru um 30 starfsmenn í Slökkviliði Akureyrar. Brunaútköll eru svipuð að fjölda en miklu oftar tekst að ráða niðurlögum elds áður en hann veldur miklu tjóni og manntjón í eldsvoðum sjaldgæf. Því má þakka bættum brunavörnum, betri tækjakosti slökkviliðs, en ekki síður betra viðbragði með fleiri mönnum þannig að hægt er að hefja slökkvistarf fyrr en áður. Öðrum verkefnum slökkviliðsins hefur stórfjölgað, svo sem vatnsdælingu, hreinsun hættulegra efna en einnig ýmiskonar björgun, t.d. úr bílflökum. Með sameiningu við slökkvilið Akureyrarflugvallar og samningi við Flugmálastjórn um þjálfun flugvallarvarða á landsbyggðarflugvöllum hefur áhersla aukist á viðbrögð við flugslysum og flugóhöppum og er fyrirhuguð frekari þjálfun slökkviliðsmanna á því sviði. Einnig hefur slökkviliðið tekið að sér eldvarnareftirlit og slökkvistörf í nágrannasveitarfélögum Akureyrar. Þá hafa verkefni liðsins á sviði sjúkraflutninga stóraukist. Nú eru fimm sjúkrabílar í umsjón slökkviliðsins og þjónusta á því sviði gjörbreyst frá því sem áður var. Meiri áhersla er lögð á fyrstu meðferð sjúklinga og eru tveir bílanna útbúnir með hjartastuðtækjum ásamt öðrum búnaði til endurlífgunar. Á Akureyri er nú miðstöð sjúkraflugs í landinu og fara neyðarflutningamenn liðsins í öll sjúkraflug frá Akureyri. Einnig hefur FSA tekið að sér rekstur sjúkraflutningaskólans og munu nokkrir neyðarflutningamenn liðsins koma að kennslu í skólanum.
Það er ljóst að mikilvægi slökkviliðs Akureyrar nær langt út fyrir bæjarmörk Akureyrar. Slökkvilið Akureyrar er eina atvinnuslökkviliðið á Norðurlandi og hefur á að skipa tækjum og þjálfuðum mönnum til að bregðast við slysum og eldsvoðum langt út fyrir sitt starfssvæði. Með samvinnu við Flugfélag Íslands á sviði sjúkraflugs er einnig hægt að senda mannskap og búnað hvort sem er vegna slysa eða eldsvoða hvert á land sem er. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vissu-hvorugur-af-hinum | Vissu hvorugur af hinum
Þrennt hlaut verðlaun í samkeppni Leikfélags Akureyrar í skapandi skrifum undir yfirskriftinni Uppistand um jafnréttismál. Þar af voru tveir bræður sem vissu hvorugir að hinn hefði sent inn leikþátt í keppnina.
Halldór E. Laxness leikstjóri og Þorsteinn Bachmann leikhússtjóri.
Fjórtán handrit bárust í keppnina en óskað var eftir einleiksverkum í formi uppistands sem tækju 20-30 mínútur í flutningi og fjölluðu á einn eða annan hátt um samskipti kynjana og jafnréttismál. Í dómnefnd sátu Sigurður Hróarsson, Þorsteinn Bachmann, Valgerður Bjarnadóttir og Sigrún Jakobsdóttir. Öllum handritum var skilað inn undir dulnefni.
Dómnefndin hefur valið þrjú verk til sýningar en þau eru:
Maður og kona: egglos. Höfundur Sigurbjörg Þrastardóttir. Sigurbjörg er nú stödd í London en hún vann m.a. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2002.
Hve langt er vestur. Höfundur Hallgrímur Oddsson.
Olíuþrýstingsmæling díselvéla. Höfundur Guðmundur Kr. Oddssson.
Bræðurnir Guðmundur Kr. og Hallgrímur Oddssynir.
Athygli vakti að allir höfundarnir eru á aldrinum 29-33 ára og ekki þótti síður athyglisvert að Guðmundur og Hallgímur eru bræður og vissu hvorugur að hinn hefði sent inn handrit í keppnina. Allir hafa höfundarnir lýst yfir áhuga á að fylgjast með uppsetningu verkanna.
Leikararnir sem munu fara með hlutverk í sýningunni "Uppistand um jafnréttismál" eru Aðalsteinn Bergdal, Hildigunnur Þráinsdóttir og Skúli Gautason en leikstjóri verður Halldór E. Laxnes. Nú er verið að leita eftir kostunaraðilum en frumsýning er ráðgerð í febrúar næstkomandi í Samkomuhúsinu en eftir það er gert ráð fyrir að sýningin verði sett upp á fleiri stöðum og jafnvel kemur til greina að verkin verði notuð stök sé þess óskað. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/a-skidi-i-naestu-viku | Á skíði í næstu viku?
Talsvert hefur snjóað á Akureyri síðustu sólarhringa og ef fram fer sem horfir er líklegt að hægt verði að opna skíðabrautirnar í Hlíðarfjalli seinnihluta næstu viku. Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Skíðastaða, er brosmildur þessa dagana, enda er nú skyndilega orðið vetrarlegt um að litast efra eftir einmuna verðurblíðu undanfarna mánuði.
Guðmundur er ekki í nokkrum vafa um að hægt verði að setja allt í gang eftir um það bil viku, eða í síðasta lagi laugardaginn 25. janúar. Ekki er annað að sjá í kortunum en að vonir hans muni rætast. Veðurspáin fyrir næstu daga er svohljóðandi skv. Veðurstofu Íslands:
Á laugardag, sunnudag og mánudag: Austan- og norðaustanátt, víða 10-15 m/s. Él norðan- og austantil á landinu, en skýjað með köflum og þurrt að mestu SV- og V-lands. Frost 0 til 8 stig.
Á þriðjudag: Norðlæg átt og talsvert frost. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands.
Á miðvikudag: Austlæg átt og snjókoma eða él. Áfram kalt í veðri.
Á heimasíðu Skíðastaða, www.hlidarfjall.is er að finna ýmsar upplýsingar um þessa vinsælu skíðaparadís og vefmyndavél sem sýnir stöðu mála frá degi til dags. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/aftokur-og-utrymingar | Aftökur og útrýmingar
Laugardaginn 18. janúar kl. 15 hefur Listasafnið á Akureyri sitt 10. starfsár með trukki og dýfu en þá verða opnaðar þrjár sýningar sem bera yfirskriftina Aftökur & útrýmingar. Verkin á sýningunum koma frá Manhattan, Indiana-fylki, Berlín og Bochum í Þýskalandi. Af þessu tilefni hefur verið gefin út 70 síðna bók með umfjöllun um verkin og listamennina á sýningunum, ásamt sögulegri úttekt á dauðarefsingum á Íslandi og baráttu íslenskra homma og lesbía fyrir fullum mannréttindum.
Sýningin Hitler og hommarnir fjallar um útrýmingu samkynhneigðra á nasistatímanum. Myndlistarparið David McDermott og Peter McGough frá New York horfast hér í augu við óbærilegar staðreyndir nasistatímans og umbreyta þeim á persónulegan hátt, m.a. með því að endurgera opinberar myndir af Hitler og skrifa nöfn og númer samkynhneigðra fórnarlamba inn á myndirnar. McDermott og McGough eru miklir sérvitringar sem lifa hálfpartinn á 19. öld og líta svo á að tíminn sé í rauninni ekki til nema sem hugtak. Í málverkum sínum flétta þeir sífellt saman nútíð og fortíð og fá áhorfandann til að mynda sér sína eigin skoðun á samhengi sögunnar.
Aftökuherbergi samanstendur af 30 ljósmyndum eftir Lucindu Devlin sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda áratugnum. Áhorfandinn fær að skyggnast inn í það rými og þrúgandi andrúmsloft sem umlykur hina dauðadæmdu fanga. Þessi sýning var framlag Bandaríkjamanna á Feneyjatvíæringnum 2001 og vakti mikla athygli.
Hinstu máltíðir er döpur veisla sem þó vekur upp djúpar tilfinningar. Hér teflir Barbara Caveng, Svisslendingur búsettur í Berlín, fram sjónrænum matseðlum dauðafanga sem mega kýla á sér vömbina áður en þeir eru líflátnir svo fremi sem máltíðin kostar ekki meira en 50 dollara. Til hliðar við þessa innsetningu má svo draga fram skýrslur hvers fanga fyrir sig og upplifa það ferli sem fangarnir ganga í gegnum áður en stundin rennur upp. Dauðafangar verða oftast að bíða árum saman eftir aftökunni meðan mál þeirra velkjast um í dómskerfinu.
Sýningin stendur til 9. mars 2003. Nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins: www.listasafn.akureyri.is. Listasafnið á Akureyri er opið frá 12-17 alla daga nema mánudaga. Aðgangseyrir er 350 kr. Frítt á fimmtudögum. Frítt fyrir börn og eldri borgara. Aðrar upplýsingar í síma 461 2610. Safnfræðsla eftir samkomulagi: listasafn@akureyri.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlidarfjall-opid-um-helgina | Hlíðarfjall opið um helgina!
Skjótt skipast veður í lofti. Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Skíðastaða, hefur tilkynnt að stólalyftan í Hlíðarfjalli verði ræst kl. 11 í fyrramálið og að opið verði alla helgina.
Mikil snjókoma undanfarna daga gerir mönnum kleift að opna strax og setja nýju stólalyftuna, Fjarkann, í fullan gang. Opið verður til kl. 16 á morgun og á sunnudag verður sömuleiðis opið frá kl. 11-16. Reiknað er með að opið verði í Hlíðarfjalli frá kl. 17-19 virka daga í næstu viku og síðan verði opnun með hefðbundnu vetrarsniði. Sá varnagli er þó sleginn að veður verði þokkalegt. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vigsla-bogans | Vígsla Bogans
Nýtt fjölnota íþróttahús á Akureyri, Boginn, var formlega tekið í notkun í dag. Þetta stórglæsilega mannvirki mun gjörbreyta allri aðstöðu til íþróttaiðkana í bænum. Margt var um manninn í Boganum og allir í hátíðarskapi.
Þórarinn B. Jónsson, formaður verkefnisliðs um byggingu hússins, afhendir Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra, lykil að Boganum.
Eftir stutt ávörp og tónlistaratriði var efnt til vítaspyrnukeppni þar sem oddvitar bæjarstjórnarflokkanna öttu kappi. Það var Oddur Helgi Halldórsson sem sýndi bestu taktana og skoraði tvívegis hjá Atla Eðvaldssyni, landsliðsþjálfara, sem stóð í markinu.
Oddur Helgi kom, sá og sigraði í vítaspyrnukeppninni.
Markmið Akureyrarbæjar með byggingunni var að koma upp aðstöðu innanhúss fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Undirbúningur hófst í september árið 2000. Efnt var til alútboðs um verkið í maí 2001 og var tilboði Íslenskra aðalverktaka hf. tekið. Verksamningur var undirritaður þann 20. október 2001 og sama dag var fyrsta skóflustungan tekin. Framkvæmdir hófust með því að knattspyrnuvöllurinn var fergður haustið 2001, til þess að flýta eðlilegu jarðsigi. Vinna við sjálft húsið hófst vorið 2002 og skilaði verktaki því til verkkaupa í desember sl. Íþrótta- og tómstundaráð leigir húsið af Fasteignum Akureyrarbæjar og var húsið afhent ÍTA í byrjun árs 2003. Auglýst var eftir nafni á húsið og var nafnið Boginn valið úr innsendum tillögum.
Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, var meðal þeirra sem ávörpuðu gesti við formlega opnun hússins.
Brúttóstærð fjölnota íþróttarhússins er 9.505,6 m2 og um 108.049,8 m3, þar af er tengigangur við Hamar sem er 67,4 m2. Heildarkostnaður við byggingu á fjölnotahúsi og tengigangi er um 520 milljónir króna.
Ljósmyndir: BFE |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmenni-vid-opnun-syningar | Fjölmenni við opnun sýningar
Sýningin Aftökur og útrýmingar var opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag að viðstöddu fjölmenni. Hér er á ferðinni mögnuð sýning sem vekur undarlegar tilfinningar með áhorfandanum. Það ríkti sérkennilegt andrúmloft í Listasafninu við opnunina, enda hér fjallað um viðfangsefni sem vekur alla jafna viðurstyggð og andúð með venjulegu fólki, en verkin eru þó klædd í einhvern seiðmagnaðan og jafnvel fallegan búning.
Sýningin stendur til 9. mars 2003. Nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins: www.listasafn.akureyri.is. Listasafnið á Akureyri er opið frá 12-17 alla daga nema mánudaga. Aðgangseyrir er 350 kr. Frítt á fimmtudögum. Frítt fyrir börn og eldri borgara. Aðrar upplýsingar í síma 461 2610. Safnfræðsla eftir samkomulagi: listasafn@akureyri.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorskeldisdagurinn-a-akureyri | Þorskeldisdagurinn á Akureyri
Föstudaginn 24. janúar næstkomandi verður efnt til ráðstefnu á Akureyri þar sem gerð verður grein fyrir stefnumótunarvinnu vegna framtíðar þorskeldis á Íslandi. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 í matsal Útgerðarfélags Akureyringa hf.
Fyrir réttu ári var haldinn umræðufundur á Akureyri um þorskeldi og sýndi aðsókn hversu mikill áhugi er á greininni hér á landi. Einnig var efnt til samstarfsverkefnis sjávarútvegsráðuneytisins, sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri, Hafrannsóknastofnunarinnar og sjávarútvegsfyrirtækja í þeim tilgangi að leggja mat á samkeppnishæfni þorskeldis á Íslandi og benda á leiðir sem eru vænlegar til árangurs. Starfsmaður verkefnisins, Þorskeldi á Íslandi; stefnumótun og upplýsingabanki, er Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur, og á ráðstefnunni á Akureyri munu hann og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims og formaður verkefnisstjórnarinnar, kynna stöðu verkefnisins og þá framtíð sem þorskeldi er talið eiga hér á landi.
Dagskrá ráðstefnunnar er svohljóðandi:
13.00 Ávarp sjávarútvegsráðherra, Árna Mathiesen
13.15 Stefnumótun í rannsókna- og þróunarvinnu í þorskeldi, Valdimar Ingi Gunnarsson
13.45 Þorskeldi á krossgötum, Guðbrandur Sigurðsson
14.05 Fyrirspurnir til frummælenda
14.30 Staða þorskeldis í Noregi, Jørgen Borthen
15.00 Kaffi
15.20 Almennar umræður
16.20 Ráðstefnuslit
Sem kunnugt er hefur orðið mikil vakning í þorskeldi á undanförnum mánuðum hér á landi og nokkur af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins hafa hrint af stað athyglisverðum tilraunaverkefnum á þessu sviði. Sömuleiðis eru nokkrir minni aðilar í tilraunaverkefnum um þessar mundir þannig að segja má að vel á annan tug fyrirtækja komi að þorskeldistilraunum með einum eða öðrum hætti nú um stundir.
Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, mun flytja ávarp við upphaf ráðstefnunnar á Akureyri. Eins og áður segir verða framsögumenn þeir Valdimar Ingi Gunnarsson og Guðbrandur Sigurðsson en að auki verður Norðmaðurinn Jørgen Borthen sérstakur gestur ráðstefnunnar. Borthen er framkvæmdastjóri átaksverkefnis í norsku þorskeldi og mun hann gera grein fyrir stöðu greinarinnar í Noregi og þeim árangri sem þegar hefur náðst þar í landi. www.unak.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/samherji-kaupir-hlut-i-fjord-seafood-asa | Samherji kaupir hlut í Fjord Seafood ASA
Samið hefur verið um kaup Samherja hf. á eignarhlut í norska sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækinu Fjord Seafood ASA sem er eitt af stærstu fyrirtækjum á sínu sviði í heiminum. Samherji hf. kaupir um 2,6% hlut í Fjord Seafood í lokuðu hlutafjárútboði. Nafnverð hlutabréfanna er 11,2 milljónir norskra króna og kaupir Samherji hf. þau á genginu 2,5. Heildarfjárfesting Samherja í þessum viðskiptum er því 28 milljónir norskra króna eða um 320 milljónir íslenskra króna. Jafnframt hefur Samherji gert víðtækan samstarfssamning við Fjord Seafood, sem m.a. tekur til samstarfs félaganna í fiskeldi og sölu sjávarafurða.
Samningur Samherja og Fjord Seafood tekur til fjögurra meginþátta:
Kaupa Samherja á um 2,6% hlut í Fjord Seafood fyrir um 320 milljónir ísl. króna og kaupréttar Fjord Seafood á allt að 50% hlut í fiskeldisstarfsemi Samherja hf.
Víðtæks samstarfs Samherja hf. og Fjord Seafood og þekkingarmiðlunar í fiskeldi, sem tryggir Samherja aðgang að þekkingar-, innkaupa- og söluneti hjá einu stærsta fskeldis- og sölufyrirtæki sjávarafurða í heiminum.
Samstarfs fyrirtækjanna í markaðssetningu á ferskum bolfiski og laxi.
Samstarfs um þróun og þekkingarmiðlun í framleiðslu á fiskifóðri, auk þess sem Samherji hf. hefur rétt til afhendingar á fiskimjöli og lýsi á markaðsverði inn í fóðursamninga Fjord Seafood.
Starfsmenn Fjord Seafood út um allan heim eru á fjórða þúsund. Áætluð velta fyrirtækisins á árinu 2003 er 4 milljarðar norskra króna eða um 46 milljarðar íslenskra króna. Fyrirtækið annast alla þætti fiskeldis, allt frá klaki hrogna til dreifingar og markaðssetningar fullunninna afurða. Markaðsvirði Fjord Seafood er um 11 milljarðar ísl. króna. Auk umfangsmikillar starfsemi í Noregi rekur Fjord Seafood fiskeldisstöðvar í Chile, Bandaríkjunum og Skotlandi og er þar að auki víða með sölu- og markaðsskrifstofur. Heildarframleiðslugeta eldisstöðva fyrirtækisins á laxi er um 120 þúsund tonn á ári.
Fjord Seafood ASA er með höfuðstöðvar í Brönnöysund í Noregi. Fyrirtækið er þriðja stærsta fyrirtæki heims í laxeldi í dag, á síðasta ári var framleiðsla þess á laxfiskum 87 þúsund tonn. Á árinu 2002 var hlutdeild Fjord Seafood í heimsframleiðslu á Atlantshafslaxi um 10%.
Nánar á heimasíðu Samherja - www.samherji.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-taka-a-moti-24-flottamonnum | Akureyringar taka á móti 24 flóttamönnum
Fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins hefur Akureyrarbær í samvinnu við Rauða kross Íslands ákveðið að taka á móti 24 flóttamönnum frá fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Fólkið hefur búið í flóttamannabúðum síðastliðin 6-8 ár án allra nútímaþæginda. Um er að ræða 6 fjölskyldur, 13 fullorðna og 11 börn. Flóttafólkið bjó upphaflega í Króatíu en er af serbneskum uppruna og hefur þess vegna þurft að yfirgefa heimili sín vegna þjóðernishreinsana og ofsókna í þeirra garð.
Nöturlegar aðstæður í flóttamannabúðunum.
Sendinefnd á vegum Flóttamannaráðs fór utan um miðjan janúar þar sem tekin voru viðtöl við nokkrar fjölskyldur í samvinnu við Flóttamannaráð Sameinuðu þjóðanna UNHCR í Belgrad. Gert er ráð fyrir að flóttafólkið komi til landsins í lok mars eða byrjun apríl ef undirbúningur vegna komu þeirra gengur að óskum.
Flóttafólkið fær ýmsa aðstoð til að koma undir sig fótum í nýju landi en verkefnið stendur yfir í eitt ár og er þá fólkinu frjálst að gera það sem það vill. Félagsmálaráðuneytið stendur undir kostnaði vegna þessa verkefnis. Mikil áhersla er lögð á íslenskunám og almenna fræðslu um íslenskt samfélag ásamt atvinnumálum, sem er grundvöllur þess að fólkið geti staðið á eigin fótum er verkefninu lýkur. Verkefnisstjóri er Pétur Bolli Jóhannesson. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gong-undir-vadlaheidi | Göng undir Vaðlaheiði
Bæjarráð Akureyrar samþykkti í gær að bærinn taki þátt í stofnun undirbúningsfélags vegna fyrirhugaðra Vaðlaheiðarganga. Fyrir fundi ráðsins lá erindi dagsett 16. janúar 2003 frá Eyþingi þar sem kynnt er skýrsla nefndar um Vaðlaheiðargöng og óskað eftir að bæjarráð taki afstöðu til stofnunar undirbúningsfélags með aðild allra sveitarfélaga á svæðinu og nokkurra lykilfyrirtækja.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi síðasta vor að Akureyrarbær skyldi beita sér fyrir stofnun undirbúningsfélags sem kanna skyldi til hlítar alla möguleika á að ráðast í gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar samþykkti bæjarráð aðild Akureyrarbæjar að stofnun undirbúningsfélags sem stjórn Eyþings hyggst gangast fyrir og fól bæjarstjóra að fara með umboð bæjarins á stofnfundi þess. Umboð bæjarstjóra felur í sér heimild til að skrá Akureyrarbæ fyrir hlutafé í félaginu. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/margt-i-fjallinu | Margt í Fjallinu
Hlíðarfjall var opið frá kl. 11 til 17 í dag og var talsverður fjöldi fólks þar saman kominn í góðu skíðafæri. Í dag var milt veður á Akureyri og veðurspáin gefur fyrirheit um áframhaldandi gott skíðafæri og nægan snjó. Smellið ykkur inn á www.hlidarfjall.is og lesið um opnunartíma og skíðafæri. Þar er einnig að finna vefmyndavélar.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Fremur hæg austlæg átt og skýjað en úrkomulítið í kvöld. Gengur í austan og suðaustan 10-18 m/s með slyddu eða rigningu í nótt, en lægir heldur með morgninum. Suðvestan 8-15 og skúrir sunnan- og vestanlands síðdegis, en hægari vindur og léttir til á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður og hiti 2 til 8 stig á morgun.
Veðurhorfur næstu daga:
Vestlæg eða breytileg átt og skúrir eða slydduél á mánudag. Vestan 10-15 m/s og slydda eða rigning sunnan- og vestanlands á þriðjudag, en norðan 8-13 og él norðaustan til. Norðlæg átt og éljagangur norðan og austan til á miðvikudag og fimmtudag, en lægir og léttir heldur til á föstudag. Hiti 0 til 5 stig á mánudag, en kólnar síðan í veðri.
www.vedur.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennalid-sa-islandsmeistari | Kvennalið SA Íslandsmeistari
Kvennalið Skautafélags Akureyrar (SA) sigraði lið Skautafélags Reykjavíkur (SR) örugglega síðastliðið laugardagskvöld með 18 mörkum gegn engu á Íslandsmótinu í íshokkí en leikurinn fór fram í Skautahöllinni á Akureyri.
Með sigrinum hampaði SA Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Skautafélag Reykjavíkur sendi nú í fyrsta skipti lið í kvennaflokki á Íslandsmótið í íshokkí en fyrir leikinn voru SA og Björninn jöfn að stigum; hvort lið með fimm stig. Frétt af www.local.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-slokkvilidsstjori | Nýr slökkviliðsstjóri
Erling Þór Júlínusson, nýráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, var staddur á Akureyri í gær og heimsótti m.a. væntanlega samstarfsmenn á slökkvistöðinni. Erling sagði í samtali við Morgunblaðið að nýja starfið legðist vel í sig, "þetta er spennandi starf og spennandi lið". Erling Þór hefur starfað sem slökkviliðsmaður í 10 ár, hjá Slökkviliði Reykjavíkur og svo Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, og verið stöðvarstjóri í á þriðja ár. Hann er 38 ára gamall, húsasmíðameistari að mennt og hefur auk þess numið þau fræði sem tengjast starfinu í slökkviliðinu.
Eins og komið hefur fram hefur verið töluverð ólga innan Slökkviliðs Akureyrar. Í skýrslu um rekstur slökkviliðsins frá sl. hausti kom fram hörð gagnrýni á stjórnun liðsins, m.a. að menn í stjórnunarstöðum væru ekki samstiga og mikil togstreita til staðar. Þetta vandamál hefði skaðað slökkviliðið og ekki minnst út á við. Í kjölfarið var ákveðið að skipta um bæði slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra og báðar stöðurnar auglýstar lausar til umsóknar í síðasta mánuði. Erling sagðist hafa heyrt af því sem þarna hafi verið að gerast en sagðist ekki kvíða því að taka við þessu nýja starfi. "Þetta er gott lið og með góða menn en ég ætla mér ekki að hafa neina skoðun á því sem á undan er gengið."
Ekki hefur verið ráðið í stöðu aðstoðarslökkviliðsstjóra en Erling sagði að hann myndi koma að því að ráða í stöðuna. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær Erling kemur til starfa en hann sagði að það yrði væntanlega fljótlega. Hann á konu og tvö börn og sagði að fjölskyldan kæmi til Akureyrar með vorinu. Frétt og ljósmynd af www.mbl.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/tvaer-frumsyningar-um-naestu-helgi | Tvær frumsýningar um næstu helgi
Leikfélag Akureyrar frumsýnir tvö verk um næstu helgi. Leyndarmál rósanna eftir Manuel Puig verður frumsýnt kl. 20 á föstudagskvöld og á laugardagskvöld verður boðið upp á Uppistand um jafnréttismál.
Leyndarmál rósanna gerist á sjúkrahúsi í Suður-Ameríku en fer vítt og breytt um lendur hugans. Hjúkrunarkona af lágstétt og eldri kona af yfirstétt eiga í tilfinningaþrungnum átökum. Með hlutverk þeirra fara Laufey Brá Jónsdóttir og Saga Jónsdóttir en verkið er eftir Manuel Puig sem er líklega þekktastur fyrir verkið Koss kóngulóarkonunnar.
Uppistand um jafnréttismál samanstendur af þremur einleiksverkum sem valin voru úr innsendum handritum í samkeppni sem LA efndi til. Höfundar verkanna eru Guðmundur Kr. Oddsson, Hallgrímur Oddsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Samskipti kynjanna eru brotin til mergjar og skoðuð í léttu ljósi.
Halldór E. Laxness er leikstjóri beggja sýninga.
Laufey Brá Jónsdóttir og Saga Jónsdóttir í hlutverkum sínum í Leyndarmálum rósanna. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/eistnaskortur-a-islandi | Eistnaskortur á Íslandi?
Þorrinn er hafinn og fregnir af hugsanlegum skorti á hrútspungum hérlendis virðast hafa vakið athygli út fyrir landsteinana.
Eftirfarandi er af heimasíðu Norðlenska hér á Akureyri:
Fréttir af vefsvæði Norðlenska berast víða en frétt um hugsanlegan skort á eistum hefur vakið athygli í Bandaríkjunum. Þó nokkuð af fyrirspurnum og óskir um viðtöl hafa borist til Gunnars Níelssonar aðstoðarsölustjóra Norðlenska, aðallega frá útvarpsstöðvum í New York.
Á vefsvæðinu www.ncbuy.com/news/wireless_news.html?qdate=2003-01-30&nav=VIEW&id=617271YWT8L030130 má nálgast alla fréttina, en þar er meðal annars sagt frá því að á Íslandi standi Þorrinn yfir og á þeim tíma borði íslendingar mikið af pungum. Vitnað er í áðurnefndan Gunnar Níelsson " að erfitt sé að anna eftirspurn þar sem hrútar hafi aðeins tvö eistu."
Heimild: www.nordlenska.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottamadur-arsins-hja-thor | Íþróttamaður ársins hjá Þór
Val á Íþróttamanni Þórs fyrir árið 2002 verður kunngjört í hófi í Hamri, félagsheimili Þórs á morgun, laugardaginn 1. febrúar kl. 14.00. Við sama tækifæri verður kunngjört val á bestu íþróttamönnum einstakra deilda innan félagsins. Átta íþróttamenn félagsins, tveir frá hverri deild, hlutu útnefningu að þessu sinni. Þeir eru:
Aigars Lazdins handbolti
Ásta Árnadóttir knattspyrna
Helgi Þór Leifsson taekwondo
Hermann Daði Hermannsson körfubolti
Jóhann Þórhallsson knattspyrna
Óðinn Ásgeirsson körfubolti
Páll Viðar Gíslason handbolti
Rut Sigurðardóttir taekwondo
Þórsarar og aðrir velunnarar félagsins á öllum aldri eru hvattir til að mæta í Hamar, fylgjast með útnefningunni og þiggja veitinar að henni lokinni. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/afleitt-vedur-a-akureyri | Afleitt veður á Akureyri
Í dag hefur gengið á með dimmum éljum á Akureyri. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er lokað, skyggni mjög takmarkað og ekkert ferðaveður. Útlit er fyrir að veðrið gangi ekki niður að gagni fyrr en á þriðjudag. Veðurspá er svohljóðandi skv. Veðurstofu Íslands:
Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á annesjum norðaustan- og austanlands.
Norðanátt, víða 13-18 m/s og éljagangur norðan og austantil, en norðvestan 18-23 á annesjum síðdegis og fram á morgundaginn. Norðan 10-15 m/s sunnan- og suðvestanlands og víða bjartviðri. Fer að draga úr vindi og úrkomu vestantil síðdegis og í nótt. Norðan 13-18 allra austast á morgun og heldur hægari vindur síðdegis, en norðan 5-13 annars staðar. Él norðanlands, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Frost 4 til 15 stig, kaldast á morgun.
Veðurhorfur næstu daga:
Minnkandi norðanátt og él norðaustantil á þriðjudag, en annars hæg breytileg átt og yfirleitt bjartviðri og talsvert frost. Stíf suðaustanátt og slydda sunnantil á miðvikudag, en annars hægari vindur, úrkomulítið og minnkandi frost. Á fimmtudag og föstudag má búast við suðlægri átt, slyddu eða rigningu víðast hvar og hiti 0 til 5 stig. Á laugardag er gert ráð fyrir suðvestlægri átt með éljum eða skúrum sunnan- og vestantil, en annars skýjuðu með köflum.
Heimild: www.vedur.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ua-hlytur-vidurkenningu | ÚA hlýtur viðurkenningu
Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) hlaut í dag viðurkenningu jafnréttis- og fjölskyldunefndar Akureyrarbæjar fyrir árið 2002. ÚA rekur metnaðarfulla starfsmannastefnu og setur sér að tryggja hverjum einstaklingi sem starfar hjá fyrirtækinu jafnræði í samskiptum og tækifærum óháð kynferði, uppruna, starfssviði eða skoðunum.
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, tekur við viðurkenningu úr hendi Björns Snæbjörnssonar, formanns Jafnréttis- og fjölskyldunefndar.
ÚA vill styðja allt sitt starfsfólk til að taka ábyrgan þátt í fjölskylduhlutverkum sínum og bregðast við áföllum og stórfelldri röskun á fjölskylduhögum. Einnig styður fyrirtækið einstaklinga sem eru að undirbúa starfslok sín. Launstefna fyrirtækisins hefur undanfarin ár verið í endurskoðun og þróun. Bæði hefur verið unnið að launajöfnun ákveðinna hópa og hækkun launa umfram launavísitölu meðfram styttingu vinnutíma sem hefur haft í för með sér að ÚA er eftirsóttari vinnustaður en áður og starfsmannavelta lítil.
ÚA hefur skilgreinda stefnu í fræðslumálum sem miðar að því að styrkja einstaklingana. Í því skyni hefur fyrirtækið rekið eigin skóla fyrir starfsfólk sitt frá árinu 2001, ÚA skólann, sem hefur það að markmiði að bjóða öllu landvinnslufólki fyrirtæksins upp á úrval af námskeiðum og gefa því þannig tækifæri til þess auka færni sína í leik og starfi. Þá er í skoðun hvernig mæta má þörfum sjómanna fyrir sí- og endurmenntun.
ÚA er einn af burðarásum atvinnulífs á Akureyri. Starfsmenn eru tæplega 400 af báðum kynjum á sjó og landi.
Jafnréttisnefnd Akureyrar hefur árlega veitt styrki til ýmissa jafnréttisverkefna sem unnin hafa verið í bæjarfélaginu bæði af einstaklingum og félagasamtökum. Styrkir hafa þá verið auglýstir og lysthafendur sótt um til ákveðinna verkefna. Á síðastliðnu ári tók nefndin upp þá nýbreytni að veita viðurkenningu fyritæki, stofnun eða félagsamtökum í bæjarfélaginu sem hefur unnið vel að jafnréttismálum og sýnt gott fordæmi á þeim vettvangi. Það var fyrirtækið Blikkrás ehf sem hlaut hana fyrir árið 2001. Við síðustu kosningar fékk nefndin aukið hlutverk og nýtt nafn og heitir nú jafnréttis- og fjölskyldunefnd. Með breyttu hlutverki nefndarinnar var ákveðið við veita viðurkenninguna fyritæki eða stofnun sem legði áherslu á jafnréttis- og fjölskyldumál í starfsmannastefnu sinni og ynni samkvæmt því með það að markmiði að jafn hlut starfsfólks og auðvelda því að samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/faerri-flytja-til-hofudborgarsvaedisins | Færri flytja til höfuðborgarsvæðisins
Hagstofa Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu um búferlaflutninga árið 2002 þar sem kemur meðal annars fram að flutningar fólks til höfuðborgarsvæðisins voru talsvert færri en á síðustu árum. Aðfluttir umfram brottflutta til höfuðborgarsvæðis voru aðeins 293 samanborið við 1.319 árið 2001. Það vekur líka athygli að nú voru brottfluttir fleiri en aðfluttir í tveimur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Utan höfuðborgarsvæðis var flutningsjöfnuður alls staðar neikvæður nema á Suðurlandi. Árið 2001 hafði flutningsjöfnuður einnig verið jákvæður á Suðurnesjum og Vesturlandi, en frá báðum þessum landsvæðum fluttust nú talsvert fleiri en til þeirra. Eins og árin á undan var fólksflótti mestur frá Vestfjörðum en þar var flutningstíðnin neikvæð um nær 20 af 1.000 íbúum. Norðurland vestra fylgdi fast í kjölfarið og á Austurlandi voru brottfluttir umfram aðflutta ennfremur talsvert margir.
Ef Akureyri er skoðuð sérstaklega kemur í ljós að aðfluttir umfram brottflutta eru 72. Til bæjarins fluttu 1.162 en frá bænum fluttu 1.090.
Eins og annars staðar í heiminum er algengast að fólk flytjist búferlum snemma á fullorðisárunum. Langalgengast er að fólk skipti um lögheimili á aldrinum 20-29 ára, hvort sem um er að ræða flutninga innanlands eða flutninga milli landa og eftir að 35 ára aldrinum er náð dregur hratt úr fólksflutningum. Þetta er vísbending um að fjölskyldur með stálpuð börn flytjast síður búferlum en smábarnafjölskyldur. Þetta sést líka á því að fjöldi smábarna í flutningum er mun meiri en unglinga.
Nokkur munur er á hlut kynjanna bæði í innanlandsflutningum og flutningum á milli landa. Konur á aldrinum 15-24 ára eru mun líklegri að flytjast búferlum en jafnaldrar þeirra karlkyns. Á þetta bæði við um innanlandsflutninga og flutninga milli landa. Eftir þrítugt er fjöldi karla og kvenna jafn í innanlandsflutningum, en karlar á þessum aldri eru hins vegar líklegri en konur að flytjast búferlum til útlanda.
Heimild: www.hagstofa.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-met-i-januar | Nýtt met í janúar
Nýliðinn janúar reyndist vera metmánuður í flettingum og gestakomum á heimasíðu Akureyrarbæjar. Flettingar ruku úr 34.899 í desember upp í 60.094 eða um næstum 42% og gestir heimasíðunnar voru 6.007. Þeir höfðu flestir orðið 4.617 árið 2002 en voru einungis 3.845 í desember. Gestum hefur því fjölgað um 36 hundraðshluta frá því í desember.
Mest sóttu síðurnar eru þær sem lúta að fréttum á vefnum og einnig er áberandi hversu mikil sókn er í fundargerðir nefnda og ráða. Gefur það glöggt til kynna að bæjarbúar sem og aðrir fylgjast náið með störfum pólitískra fulltrúa sinna og framvindu mála í kerfinu. Þess má að lokum geta að akureyri.is er nú í 41. sæti á lista Samræmdrar vefmælingar yfir vinsælustu vefi landsins. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/schubert-beethoven-og-mozart | Schubert, Beethoven og Mozart
Sunnudaginn 9. febrúar kl. 16.00 heldur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tónleika í Glerárkirkju á Akureyri. Efnisskráin er í klassískum stíl: Forleikur eftir Franz Schubert, Píanókonsert nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven og Sinfónía nr. 40 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Einleikari á tónleikunum er ungverski píanóleikarinn Aladár Rácz. Aladár er fæddur í Rúmeníu og nam píanóleik við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Á námsárunum lék hann oft í Rúmenska útvarpinu og sjónvarpinu og hefur að loknu námi leikið á tónleikum víðs vegar í Evrópu. Hann hefur unnið til verðlauna í alþjóðakeppnum á Spáni, Ítalíu og í Tékklandi. Aladár starfar sem tónlistarkennari á Húsavík, en þangað flutti hann 1999. Hann hefur m.a. leikið með ýmsum söngvurum hér á landi og tekið þátt í leiksýningum á Norður- og Austurlandi.
Fyrsta verkið á efnisskránni, Forleik í ítölskum stíl, samdi F. Schubert árið 1817 eftir að hafa lent í rökræðum við ítalska óperutónskáldið Rossini. Schubert fullyrti að slíka forleiki (eins og Rossini samdi við óperur sínar) gæti hann hrist fram úr erminni hvenær sem væri og færi létt með það. Hann sannaði mál sitt með því að semja tvo forleiki í einni striklotu og heppnaðist býsna vel. Forleikirnir eru báðir nánast skopstæling á stíl Rossinis því Schubert var skarpskyggn á stíl hans eins og glöggt má heyra.
Píanókonsertinn nr. 1 í C-dúr sem Aladár Rácz ætlar að leika á þessum tónleikum samdi L. v. Beethoven 1790 og kom sjálfur fram sem einleikari í honum. Alls samdi Beethoven fimm píanókonserta og má fullyrða að áhugi hans á samningu slíkra konserta hafi tengst því tímskeiði í lífi hans þegar heyrnin gerði honum kleift að koma sjálfur fram sem einleikari. Í bréfi til vinar síns segir Beethoven: "Í mínum huga er ekkert sem gleður meira en að geta samið list og eiga þess kost að leika hana fyrir aðra."
Af þeim fjölda tónverka sem Mozart skrifaði á sinni stuttu ævi urðu nokkur ástsælli en önnur vegna hinnar guðlegu fegurðar sem í þeim býr. Sinfónían nr. 40 í g-moll er eitt þessara verka. Þetta tilfinningaþrungna verk samdi Mozart í júlímánuði 1788. Þetta sumar hafði hver ógæfan af annarri dunið á þessari litlu og fátæku fjölskyldu. Hjónin, bæði heilsuveil og févana, misstu sex mánaða gamla dóttur sína og má ætla að sú örvænting sem greina má í verkinu tengist þeim sorgarviðburðum. Yfirbragð sinfóníunnar er ýmist harmrænt eða friðsælt og þar kemst Mozart hvað næst rómantískri tjáningu í djörfum hljómum og ryþmískum andstæðum.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er skipuð hljóðfæraleikurum af Norðurlandi. Á þessum tónleikum koma nokkrir hljóðfæraleikarar frá Reykjavík til liðs við hljómsveitina. Stjórnandi á tónleikunum í Glerárkirkju er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Guðmundur Óli Gunnarsson. Guðmundur Óli lauk prófi í hljómsveitarstjórn frá Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi og stundaði síðan framhaldsnám hjá Jorma Panula í Helsinki. Hann hefur starfað sem hljómsveitarstjóri með Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og við upptökur. Einnig hefur hann komið fram sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitarinnar og er fastur stjórnandi CAPUT. Hann hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda. Guðmundur Óli hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/beint-flug-a-milli-akureyrar-og-koben | Beint flug á milli Akureyrar og Köben
Stjórn Grænlandsflugs hefur samþykkt að gengið verði til samninga um beint áætlunarflug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Að sögn Hólmars Svanssonar, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, á nú einungis eftir að ganga frá nokkrum tæknilegum atriðum til þess að málið geti talist í höfn. Stefnt er að því að beint áætlunarflug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar verði tvisvar í viku og hefjist 28. apríl nk. Á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, www.afe.is, segir orðrétt:
"Stjórn Grænlandsflugs fól starfsmönnum sínum, eftir stjórnarfund 6. febrúar, að ganga frá þeim samningum sem þarf að ganga frá svo hægt verði að hefja flug hingað þann 28. apríl næstkomandi. Um er að ræða áætlunarflug allt árið tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum. Flogið er á Boeing 757-200 vél (sams konar vél og Flugleiðir nota) með 168 sæta uppsetningu sem er mjög rúmgott fyrirkomulag. Félagið er í eigu Danska ríkissins, heimastjórnar Grænlands og SAS. Fyrirtækið er með tvær þotur í rekstri Airbus og Boeing en svo er umsvifamikið innanlandsflug rekið í Grænlandi.
Upphaf þessarar hugmyndar má rekja aftur til ársins 2000 en þá hafði Njáll Trausti samband við AFE og benti á að beint yfir höfðum okkar væri að fljúga vél frá Grænlandsflugi á leið sinni til Syðri Straumfjarðar. Nú við fórum strax af stað í málið sendum þeim bréf og buðum þeim að koma hingað og kynna sér möguleikana á millilendingu á Akureyri. Hingað komu nokkrir fulltrúar félagsins sem kynntu sér aðstæður og hittu lykilmenn í ferðaþjónustu og sveitarstjórnum og landsmálapólitík. Eftir mikla skoðun kom í ljós að ekki var raunhæft að millilenda og var þá málinu lokað.
Á Vest-Norden ferðakaupstefnunni á Akureyri í september var málið opnað aftur nú með breyttum formerkjum þar sem var verið að tala um beina tengingu við CPH frá Akureyri án viðkomu í Grænlandi.
Aftur var tekið á móti lykilstarfsmönnum félagins hér og stjórnamanni nú fyrir skömmu þar sem þeir voru kynntir fyrir helstu fyrirtækjum og ráðmönnum. Að því búnu var farið á stjórnarfund í Kaupmannahöfn þar sem þessi ákvörðun var staðfest. Að þessu verkefni hafa komið fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki sem hafa stutt okkur með ráð og dáð og kunnum við þeim sérstakar þakkir fyrir. Af öllum ólöstuðum sem hafa lagt hönd á plóginn í gegnum langan feril, hefur Njáll Trausti Friðbertsson verið þar fremstur meðal jafningja.
Stuðningur sem þessi er okkur sem vinnum í atvinnuþróunarstarfi ómetanlegur og staðfestir bara það sem við höfum oft sagt að Atvinnuþróunafélag er verkfæri í höndum heimamanna sem hafa frumkvæði og þrautsegju. Það hefur verið sönn ánægja fyrir okkur að vinna með öllum þessum aðilum að gera þetta mögulegt.
En ef við nú lítum fram á veginn þá er verkefnið rétt að hefjast. Um næstu mánaðarmót mun liggja fyrir hvernig endanleg verð koma til með að líta út en ljóst er að menn ætla sér að vera samkeppnishæfir við það sem nú gerist á íslenskum markaði. Þá mun líka verða kynnt hvar verður hægt að bóka sig og nánari upplýsingar veittar. Tímasetning á slíkum kynningum hefur ekki verið staðfest en miðað er við fyrstu viku mars mánaðar.
Að lokum: Augljóst er að þegar hafið er áætlunarflug til Akureyrar frá Kaupmannahöfn með jafn skömmum fyrirvara og nú er gert er ljóst að mikið er lagt undir og treyst verður á heimamenn af norður- og austurlandi að nýta sér þennan valkost. Ef þessi tilraun um beint áætlunarflug til Akureyrar misheppnast er mitt mat að þetta verður ekki reynt aftur næstu tíu árin að minnsta. Hvetjum við því íbúa hér til að standa vel við bakið á okkur og ferðaþjónustunni hér með því að leitast við að beina viðskiptum sínum í þennan nýja farveg. Við treystum á ykkur!!" |
https://www.akureyri.is/is/frettir/dansi-dansi-dukkan-min | Dansi, dansi dúkkan mín
Í suðurstofum Minjasafnsins á Akureyri stendur nú yfir sýning á brúðusafni Guðbjargar Ringsted. Við söfnunina hefur Guðbjörg fyrst og fremst í huga leikföng sem segja sögu, dúkkur sem börn hafa leikið sér að og leitað trausts hjá. Hún setur ekki fyrir sig þó dúkkurnar beri þess einhver merki í útliti.
Guðbjörg er fædd og upp alin á Akureyri, stundaði þar nám í barna-, unglinga- og menntaskóla en fór síðan til framhaldsnáms við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og brautskráðist þaðan 1982. Síðan hefur hún búið á Dalvík, Ísafirði og á Akureyri, eignast stóra fjölskyldu, haldið myndlistarsýningar og safnað leikföngum, aðallega þó dúkkum. Sá áhugi hennar vaknaði í Reykjavík þegar hún rakst endur fyrir löngu inn á fornsölu. Þar voru ýmis barnaleikföng sem minntu hana á leikföngin sem hún átti í gamla daga en voru nú týnd. Nokkru síðar skoðaði hún leikfangasafn í Finnlandi og síðan hefur draumurinn verið að opna slíkt safn og söfnunin miðast að því að það geti orðið að veruleika. Brúður Guðbjargar hafa verið á sýningu í Hafnarfirði og bangsasafn hennar á Amtsbókasafninu á Akureyri. Brúðurnar skipta nú orðið hundruðum og þeim fylgja vitanlega þeir munir sem prýða hvert myndarlegt dúkkuhús, enda byggðu þær Guðbjörg og systir hennar Ingibjörg mörg slík þegar þær voru litlar.
Minjasafnið á Akureyri er opið á laugardögum frá kl. 14. - 16 og virka daga eftir samkomulagi fram til 1. júní nk. Frá 1. júní til 15. september
verður opið alla daga kl. 11 - 17. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/erling-thor-bodinn-velkominn | Erling Þór boðinn velkominn
Á fundi framkvæmdaráðs Akureyrarbæjar síðastliðinn föstudag var nýr slökkviliðsstjóri, Erling Þór Júlínusson, boðinn velkominn til starfa. Jafnframt voru Tómasi Búa Böðvarssyni, fráfarandi slökkviliðsstjóra, þökkuð störf hans á löngum og farsælum ferli hjá slökkviliði Akureyrar og honum óskað velfarnaðar í öðrum trúnaðarstörfum hjá Akureyrarbæ. Tómas Búi hóf störf hjá Slökkviliði Akureyrar árið 1966, þá sem aðstoðarslökkviliðsstjóri.
Frá vinstri: Erling Þór Júlínusson, Jakob Björnsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir, Jón Erlendsson, Þórarinn B. Jónsson og Tómas Búi Böðvarsson.
Alls hafa 7 menn sinnt starfi slökkviliðsstjóra frá upphafi eða í nær eina öld, fyrst Ragnar Ólafsson, þá Axel Schiöth, Eggert Melstað, Ásgeir Valdimarsson, Sveinn Tómasson, Tómas Búi Böðvarsson og nú Erling Þór Júlínusson. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasta-ljodakvoldid | Síðasta ljóðakvöldið
Föstudaginn 14. febrúar lætur Erlingur Sigurðarson af forstöðu Húss skáldsins: Sigurhæða - Davíðshúss. Af því tilefni heldur hann sitt síðasta ljóðakvöld á Sigurhæðum þann dag kl. 20.30. Ljóðakvöldin hófust upp með stofnuninni fyrir tæpum 6 árum undir titlinum "Íslands þúsund ljóð" og spurt var: "Hvert er fegursta ljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu?" Síðan hafa þau verið eitt megineinkenni starfseminnar - haldin í báðum húsum frá því að Davíðshúsi var aukið við fyrir þremur árum og skipta nú orðið nokkrum tugum. Enn er þó spurningunni stóru ósvarað - kannski verður það loks gert núna þegar Erlingur spjallar um nokkur öndvegsskáld okkar og flytur uppáhaldsljóð sín með sínum hætti.
Allir eru velkomnir í þessa ljóðaveislu sem haldin verður á Sigurhæðum. Brekkan neðan við húsið er að vísu illfær en hliðarstígurinn úr kirkjutröppunum verður væntanlega vel sandborinn. Dagskráin hefst kl. hálfníu en Húsið verður opið og heitt á könnunni frá því fyrir átta. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarhus-a-akureyri | Menningarhús á Akureyri
Ríkisstjórn Íslands samþykkti í gær að veita 6,3 milljörðum króna til framkvæmda á næstu 18 mánuðum til að bregðast við auknu atvinnuleysi og örva efnahagslífið. Þar af er gert ráð fyrir að einn milljarður fari til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar þessum áformum ríkisstjórnarinnar og leggur höfuðáherslu á að framkvæmdir við menningarhús í bænum hefjist sem fyrst. Hann mun eiga fund með Tómasi Inga Olrich, menntamálaráðherra, vegna málsins strax á morgun til að ræða og skipuleggja framvindu málsins. Fundur þeirra verður haldinn í Ráðhúsinu á Akureyri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyttur-utivistartimi | Breyttur útivistartími
Sérstakar undanþágur sem gilt hafa á Akureyri um útivistartíma 13 til 15 ára eru nú fallnar úr gildi. Af því tilefni hafa lögreglan og forvarnarfulltrúi bæjarins tekið höndum saman í kynningarátaki á reglum um útivistartíma og dreifa á næstunni póstkortum með hinum nýju reglum til allra nemenda í grunnskólum á Akureyri.
Lögregla og foreldrar í hinu svokallaða foreldrarölti munu einnig efna til átaks í því skyni að tryggja að reglunum sé fylgt eftir. Bryndís Arnarsdóttir, forvarnarfulltrúi Akureyrarbæjar, leggur áherslu á að foreldrar axli ábyrgð sína og bendir á að besta forvörnin sé að lög um útivistartíma séu virt.
Póstkortið sem dreift verður til allra grunnskólanema á Akureyri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/drog-ad-samkomulagi-um-menningarhus | Drög að samkomulagi um menningarhús
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri lagði fram drög að samkomulagi um nýtt menningarhús á Akureyri á fundi með Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra í dag. Auk þeirra tveggja sátu fundinn Jakob Björnsson formaður bæjarráðs, Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður menningarmálanefndar, fólk frá menntamálaráðuneytinu og fulltrúar frá Flugleiðum, en félagið vill skoða möguleika á því að reisa hótel á miðbæjarsvæðinu í tengslum við verkefnið.
Kristján Þór segir að fundurinn hafi verið afar gagnlegur og að farið hafi verið yfir helstu þætti málsins. Lögð voru fram drög að samkomulagi milli Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins um byggingu menningarhúss þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að um verði að ræða eitt hús sem rísi á miðbæjarsvæðinu, nánar tiltekið á uppfyllingunni við Torfunefsbryggju.
Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tók drögunum vel og verða þau lögð fyrir ríkisstjórnarfund á næstunni. Ekkert liggur enn sem komið er fyrir um stærð hússins eða önnur tæknileg atriði því tengd. Kristján Þór er bjartsýnn og vonar að verkefnið verði komið á framkvæmdastig innan 12-15 mánaða.
Tómas Ingi Olrich fagnar 60 ára afmæli sínu í dag og hér er hann í viðtali hjá sjónvarpsstöðinni Aksjón vegna áforma um menningarhús á Akureyri. |