Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinabaejarmot-a-akureyri
Vinabæjarmót á Akureyri Í dag hefst á Akureyri vinabæjarmót og stendur fram á sunnudag. Fulltrúar vinabæja okkar, Álasunds í Noregi, Lahti í Finnlandi, Randers í Danmörku og Vasteras í Svíþjóð, fara vítt og breitt um bæinn, funda með bæjarfulltrúum og heimsækja næsta nágrenni. Markmið með vinabæjarsamskiptum er að efla samvinnu á öllum sviðum, miðla reynslu og læra af reynslu annarra. Í tilefni af komu gestanna til bæjarins eru þjóðfánar þeirra dregnir að hún á Ráðhústorgi dagana sem vinabæjarmótið stendur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/endurvinir
Endurvinir Í kvöld kl. 20 verður visthópurinn "Endurvinir" með kynningarkvöld fyrir þá sem áhuga hafa á að kynnast visthópum á Café Amour (efri hæð). Allir eru velkomnir. Yfir 300 fjölskyldur í landinu hafa tekið þátt í visthópum og þannig lagt sitt af mörkum til að bæta umhverfið. Í morgun komu frá Landvernd fyrstu niðurstöður vetrarins um sparnað í heimilisrekstri hjá þeim sem taka þátt í visthópum. Dæmi: Bensínnotkun minnkaði um 13% (að meðaltali 23.400 kr. á ári). Rafmagnsminnkun var 18% (6.000 kr.). Hitaveita 27% (16.300 kr. að meðaltali). Sorp minnkar um 38%. Niðurstöðurnar verða nánar kynntar á Café Amour í kvöld.
https://www.akureyri.is/is/frettir/setning-listasumars-2003
Setning Listasumars 2003 Listasumar á Akureyri 2003 var sett ellefta sinni í Ketilhúsinu í dag kl. 17. Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarmálanefndar, flutti setningarræðu og því næst sagði Valdís Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Gilfélagsins, nokkur orð. Boðið var upp á góða dagskrá í tilefni dagsins: Jóhann Árelíuz, bæjarlistamaður á Akureyri, las úr "Akureyrarbókinni" svokölluðu, Hjálmar Sigurbjörnsson lék á trompet, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, söng tvö lög við undirleik Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Jón Laxdal Halldórsson opnaði sýningu sína "Tilraun um prentað mál" og Sif Ragnhildardóttir og Michael Jón Clark sungu við undirleik Daníels Þorsteinssonar. Þorsteinn Gylfason, prófessor, kynnti síðastnefnda atriðið. Fjölmennt var við setninguna. Dagskrá Listasumars 2003 hefst með brúðuleikhúshátíð á morgun, föstudag. Smellið hér til að fræðast nánar um brúðuleikhúshátíðina.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skutuveisla-a-pollinum
Skútuveisla á Pollinum Siglingakeppnin Skippers d'Islande stendur nú sem hæst og skúturnar koma hver af annarri að bryggju á Akureyri. Þær eru alls ellefu og kemur sú síðasta inn á Pollinn seint í kvöld eða nótt. Áhugasömum er bent á heimasíðu keppninnar þar sem meðal annars er hægt að skoða kort sem sýna staðsetningu keppenda. Stefnt er að því að skúturnar verði ræstar aftur af stað frá Akureyri um hádegisbil á sunnudag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skuturnar-raestar-kl-1230
Skúturnar ræstar kl. 12.30 Seglskúturnar sem legið hafa við bryggju á Akureyri, héldu af stað aftur til Paimpol í Frakklandi í hádeginu í dag í blíðskaparveðri. Frakkarnir hafa verið afar ánægðir með dvöl sína hér á Akureyri og í gærkvöldi var þeim haldin dálítil veisla á uppfyllingunni við Torfunefsbót. Um miðnættið nutu ferðamennirnir sólsetursins á sumarsólstöðum. Myndirnar hér að neðan voru teknar í hófinu í gærkvöldi og einnig þegar skúturnar 11 sigldu út Eyjafjörð á einum albesta degi sumarsins hér á Akureyri. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, setur girnilegan saltfisk á diskinn hjá bæjarstjóranum í Paimpol. Þjóðlegur skrautbúningur kvenna í Paimpol.
https://www.akureyri.is/is/frettir/22-gradur-og-skyjad
22 gráður og skýjað Mikill og góður lofthiti hefur verið á Akureyri í dag. Mælirinn á Ráðhústorgi sýndi 22 gráður um hádegi og hefði eflaust farið langleiðina í 30 gráður ef sólin hefði skinið glatt. Síðustu daga hefur verðurfarið á Akureyri yfirleitt verið þó nokkuð mikið betra en veðurspáin hefur gert ráð fyrir og við skulum vona að svo verði áfram. Veðurhorfur næstu daga, skv. Veðurstofu Íslands eru eftirfarandi: Á laugardag og sunnudag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Súld öðru hverju við strönd landsins, en víða bjart veður vestanlands og í innsveitum í öðrum landshlutum. Hiti 12 til 21 stig, hlýjast inn til landsins. Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum norðan- og austanlands og súld eða þokuloft við ströndina, en annars fremur bjart veður. Áfram hlýtt í veðri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/arctic-open-2003
Arctic Open 2003 Arctic Open miðnæturgolfmótið hefur verið haldið árlega frá því árið 1986. Mótið í ár var sett í golfskálanum á Jaðri síðastliðið miðvikudagskvöld. Sjálf keppnin hófst í gær kl. 16 og og var spilað fram á nótt. Keppninni verður svo fram haldið í kvöld og lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu á laugardagskvöld. Árni Már Harðarson, einn af þeim sem eru í mótsstjórn, sagði í samtali við Morgunblaðið að í ár væru 122 golfarar skráðir til leiks, þar af 20 útlendingar. "Þetta er fækkun frá því í fyrra en þá voru um 140 skráðir í mótið. Það vantar til dæmis flestalla Bandaríkjamenn í ár en aðeins fimm þátttakendur eru þaðan. Þetta á sér einna helst þá skýringu að golfmótið Icelandic open er haldið á sama tíma í Reykjavík, en það er boðsmót þar sem um 250 manns, aðallega útlendingum, er boðið. Nú er lengsti dagur ársins og menn vilja nýta sér nætursólina. Þetta er einnig aukin samkeppni og því verðum við bara að auglýsa okkar mót betur en við höfum gert. Veðrið er frábært og spáin góð svo það er bara um að gera að hafa gaman af þessu," sagði Árni. Heimild: www.mbl.is Sjá einnig: www.arcticopen.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungmenni-a-vinabaejarmoti-i-v-ster-s
Ungmenni á vinabæjarmóti í Västerås Nu stendur yfir i Västerås i Svíþjóð vinabæjarmót þar sem ungmenni frá vinabæjum Akureyrar á hinum Norðurlöndunum hittast. Vinabæir Akureyrar auk Västerås, eru Lathi i Finnlandi, Ålesund i Noregi og Randers i Danmorku. Árlega koma ungmenni a aldrinum 16-20 ara saman i einhverjum vinabæjanna og vinna saman i eina viku og jafnframt hittast stjórnmalamenn og embæettismenn á þessum mótum. Þema mótsins að þessu sinni er víkingar og víkingatímar. Krakkarnir hafa unnið að margvíslegum verkefnum í 4 hópum þar sem þau fást við íþróttir, dans og leiki, búninga- og skartgripahönnun, mat og matargerd. Mótinu lýkur í dag, laugardag, með mikilli víkingahátíð sem stendur frá hádegi og langt fram á kvöld. Starfið hefur gengið mjög vel og krakkarnir frá Akureyri verið til fyrirmyndar í einu og öllu. Hópurinn biður fyrir bestu kveðjur til vina og vandamanna heima á Íslandi. Komið verður heim með Grænlandsflugi frá Kaupmannahöfn á mánudag og nánar sagt frá mótinu hér eftir heimkomuna. Myndirnar hér að neðan eru teknar við Badelunda þar sem gefur að líta merkar minjar frá víkingatímanum en hópurinn var í skoðunarferð þar á miðvikudag. - Þórgnýr Dýrfjörð
https://www.akureyri.is/is/frettir/samvera-fjolskyldunnar-besta-forvornin
Samvera fjölskyldunnar - besta forvörnin Þessa dagana er verið að ýta úr vör átaki þar sem áherslan er á gildi samverustunda fjölskyldunnar. Að átakinu stendur Saman-hópurinn, samstarfshópur um forvarnir sem stuðla að velferð barna og ungmenna, og vill hópurinn hvetja til þess að fjölskyldan verji sem mestum tíma saman. Helstu skilaboðin með átakinu eru þau að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að eiga góðar stundir saman. Að foreldrar og börn (allt til 18 ára aldurs) horfi saman á sjónvarp, borði saman, ferðist saman hér heima eða bara njóti þess að vera saman, getur orðið að ógleymanlegri og dýrmætri stund. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að samvera foreldra og barna dregur verulega úr líkum á því að unglingar neyti vímuefna. Því meiri tíma sem unglingur ver með fjölskyldu sinni því minni líkur eru á því að hann neyti vímuefna. Óhætt er því að segja að samvera foreldra með börnum sínum sé besta forvörnin. Sumarið er tíminn þegar foreldrar, börn og unglingar eiga mestan frítíma. Hins vegar hefur reynslan sýnt að sumarið er líka oft sá tími sem unglingar byrja að nota tóbak og/eða vímuefni. Mikilvægt er því að minna á forvarnagildi samverustunda fjölskyldunnar nú í upphafi sumars; hvetja til þess að foreldrar og börn verji tíma saman í fríinu og að samverustundirnar stuðli að jákvæðum og sterkum tengslum. En því miður er það oft svo að í stað þess að ferðast og gera eitthvað skemmtilegt saman þá sundrast fjölskyldan ? oft vegna þess að unglingarnir vilja ekki vera með. Þá má minna á að foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum allt til 18 ára aldurs. Frá og með mánaðamótunum júní-júlí munu veggspjöld með þessum skilaboðum birtast um allt land og jafnvel einnig auglýsingar í fjölmiðlum. Á veggspjöldunum er bent á vefslóðina www.vimuvarnir.is þar sem m.a. má lesa meira um átakið, niðurstöður rannsókna um gildi samvista fjölskyldunnar auk þess sem þar er fjölmargt annað efni sem tengist ungmennum og fjölskyldum. Hér að neðan eru myndir af tveimur veggspjöldum sem dreift verður vítt og breitt um landið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikil-stemmning-fyrir-esso-moti
Mikil stemmning fyrir Essó móti Essó mót KA hefst á miðvikudag og eru um 1.420 ungir fótboltagarpar skráðir til leiks. Þetta er því stærsta knattspyrnumót landsins þar sem 34 félög senda 136 keppnislið í slaginn. Mikið verður um að vera á Akureyri alveg fram á sunnudag og er búist við miklu fjölmenni til bæjarins því á sama tíma stendur Þór fyrir sínu árlega Pollamóti "fullorðnu strákanna". Á Essó mótinu keppa hins vegar 11 og 12 ára strákar og dagskráin er í grófum dráttum þessi: Miðvikudagur 2. Júlí · Velkomin til Akureyrar. · Forsvarsmenn liðanna koma í KA-heimilið og ganga frá mótsgjöldum og fá þá afhent armbönd sem gilda fyrir þátttakendur, farastjóra og þjálfara meðan á mótinu stendur. · Liðin koma sér fyrir í gistiaðstöðu sinni. · Leikir hefjast kl. 15.00 á völlum 1. til 8. og enda síðustu leikir kl. 21.20. · Kvöldmatur frá kl 17.00 -20.00 ath. að skoða vel leikjaniðurröðun liðanna með tilliti hvenær best er að koma í kvöldmat. · Farastjórafundur verður í KA-heimilinu kl. 23.00 og er mælst til þess að a.m.k. einn forsvarsmaður frá hverju liði komi á fundinn. Fimmtudagur 3. Júlí · Morgunverður kl. 07.00 - 10.00 · Fyrstu leikir hefjast kl. 08.00 og verður spilað til kl. 19.35 · Kvöldmatur frá kl. 17.00 - 20.00 · Setning mótsins fer fram kl 20.15 ath. verður kynnt nánar síðar og endanlega á farastjórafundi á miðvikudeginum · Farastjórafundur í KA-heimilinu kl 23.00 Föstudagur 4. Júlí · Morgunverður kl. 7.00 - 10.00 · Fyrstu leikir hefjast kl. 08.00 og verður spilað til kl. 19.20 · Kvöldmatur frá kl 17.00 - 20.00 · Öllum þátttakendum verður boðið í Nýja-bíó niðurröðun fyrir hvert lið verður send til ykkar fljótlega. · Hátíð í miðbæ Akureyrar hefst kl. 20.30 þar sem ýmsir landsþekktir skemmtikraftar troða upp og jafnframt verður frábær grillveisla þar sem boðið verður upp á Goða-pylsur, gos og ís. · Farastjórafundur og náttverður kl. 23.00 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar fyrir þjálfara og farastjóra á huggulegum stað í rólegu umhverfi. Laugardagur 5. Júlí · Morgunverður kl. 07.00 - 10.00 · Fyrstu leikir hefjast kl. 08.00 og endað á úrslitaleik u.þ.b. kl 18.30 · Úrslitaleikir fara fram seinnpart laugardags. · Kvöldmatur frá kl. 17.00 - 19.45. · Lokahóf kl. 20.30. í KA-heimilinu. Verðlaunaafhending glens og gaman?líkur um kl. 22.00. Sunnudagur 6. Júlí · Morgunverður kl. 08.00 - 10.00 · Tæma skólastofur og haldið heim á leið... glaðir í bragði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/liflegt-i-minjasafninu
Líflegt í Minjasafninu Starfsemi Minjasafnsins á Akureyri verður lífleg um helgina þegar sögupersónur frá fyrri tíð stíga fram í dagsljósið. Á laugardag kl. 15.00 leiða Guðjón Tryggvason og Þráinn Karlsson gesti safnsins um sýninguna "Akureyri - bærinn við Pollinn". Þar fær fólk meðal annars einstakt tækifæri til að kynnast "handelassistent" Bernharð Ágúst Steincke sem var mikill áhrifamaður í bæjarlífinu á 19. öld. Á sunnudag verður hins vegar farið í sögugöngu um Innbæinn og Fjöruna undir leiðsögn Margrétar Björgvinsdóttur. Fjallað verður um hús og mannlíf á Akureyri og er lagt upp frá Laxdalshúsi kl. 14.00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytingar-a-adal-og-deiliskipulagi-skessugil-einholt-su
Breytingar á aðal- og deiliskipulagi: Skessugil, Einholt, Sunnan Reynilundar og Háskólasvæðið Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018, og skv. 25. gr. og 1. mgr. 26. gr. sömu laga neðangreindar tillögur að deiliskipulagi / breytingum á deiliskipulagi. 1. Ný fjölbýlishúslóð við Skessugil Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felur í sér að opnu svæði við enda Skessugils verði breytt í íbúðarsvæði. ...skoða tillöguuppdrátt (pdf) Í tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis III, sem auglýst er samhliða, er gert ráð fyrir að í stað áformaðs hverfisvallar á þessum stað við Skessugil komi lóð fyrir tvö tveggja hæða fjölbýlishús með samtals 8 íbúðum. ...skoða tillöguuppdrátt (jpg) 2. Nýjar einbýlishúslóðir við Einholt Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felur í sér að óbyggt, almennt útivistarsvæði norðan Einholts breytist í íbúðarsvæði. Svæðið er vestan lóðarinnar nr. 16 við Einholt og nær til móts við vesturmörk lóðar nr. 26. ...skoða tillöguuppdrátt (pdf) Í tillögu að deiliskipulagi svæðisins, sem auglýst er samhliða, er gert ráð fyrir að því verði skipt upp í þrjár einbýlishúsalóðir sem ætlaðar verði fyrir 1½ hæðar bjálkahús. Einnig er lagt til að lóðin nr 26 stækki lítillega til norðurs. ...skoða tillöguuppdrátt ...skýringaruppdrátt (jpg) 3. Íbúðarbyggð sunnan Reynilundar, breyting á deiliskipulagi Tillagan tekur til suðvesturhluta svæðisins, þar sem skv. gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir tveimur lóðum fyrir 3 sambyggð fjölbýlishús á hvorri, auk óbyggðs, opins svæðis. Lagt er til að húsin verði stakstæð, svæðið skiptist í þrjár lóðir með tveimur húsum á hverri, en opna svæðið falli út. Einnig er lagt til að kvöð um almennar gangstéttar innan lóða verði felld út. ...skoða tillöguuppdrátt (jpg) 4. Háskólinn á Akureyri, breyting á deiliskipulagi Samkvæmt tillögunni er háskólasvæðinu skipt upp í 3 lóðir, en í gildandi skipulagi er það ein óskipt lóð. Flatarmál lóða minnkar lítillega við þetta þar sem hluti óbyggðra svæða og götustæði breytast í bæjarland. Meðalnýtingarhlutfall hækkar að sama skapi. Tillaga er gerð um breytingu á skilmálaákvæði 4.3 um hæð bygginga á lóð rannsóknarhúss, og byggingarreitur, bílastæði og fleiri skipulagsatriði á þeirri lóð eru útfærð nákvæmar en í gildandi skipulagi. ...lesa greinargerð (pdf) ...skoða tillöguuppdrátt (jpg) Tillöguuppdrættir og önnur gögn munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá föstudeginum 4. júlí til föstudagsins 15. ágúst 2003, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á heimasíðu bæjarins. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 föstudaginn 15. ágúst 2003 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/trompetsystur-i-ketilhusinu
Trompetsystur í Ketilhúsinu Á föstudaginn munu systurnar, Ingibjörg, Hjördís Elín og Þórunn Lárusdætur halda hádegistónleika í Ketilhúsinu kl. 12.00. Undirleikari systranna er hinn landskunni Jón Ólafsson. Þess má geta að systurnar lærðu að spila á trompet hjá föður sínum Lárusi Sveinssyni, trompetleikara og hafa þær látið mikið að sér kveða að undanförnu og verið áberandi í tónlistarlífinu. Á laugardaginn munu systurnar einnig syngja og spila á trompet í boði Landsvirkjunar kl. 15.00 í Laxárvirkjun.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjor-i-fotboltanum
Fjör í fótboltanum Mikið fjölmenni var á Akureyri um helgina í tengslum við knattspyrnumót. Eins og venja er þá voru haldin Essó mót KA og Pollamót Þórs. Það var mikið líf í bænum og til að mynda var öllum liðunum á Essó móti KA boðið í bíó á föstudeginum og síðan í grillveislu á Ráðhústorginu. Fjölmargir komu sér fyrir á tjaldsvæðinu í bænum sem og á tjaldsvæðinu við Hamra í Kjarnaskógi. Jafnframt var góð þátttaka á Pollamóti Þórs og talið er að um 900 manns hafi verið þar að leik. Á Pollamóti voru það “fullorðnu stákarnir og stelpurnar” sem náðu að etja saman kappi og sýna gamla takta. Þessi mót hafa jafnan farið vel fram og alltaf fjölgar keppendum með hverju ári sem líður.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leirlistaverk-i-thjonustuanddyrinu
Leirlistaverk í Þjónustuanddyrinu Í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9 eru til sýnis nokkur af leirlistaverkum Regins B. Árnasonar. Reginn er fæddur á Akureyri 22. júlí árið 1924. Hann hefur búið á Akureyri alla sín tíð og stundað afgreiðslustörf og verkamannavinnu. Fyrir nokkrum árum fór hann á leirlistarnámskeið og hefur síðan mótað mörg af gömlu húsum Akureyrar í leir. Gaman er að geta þess að Reginn lærði ýmislegt um sögu þessara gömlu húsa af föður sínum meðan hann lifði. Meðfylgjandi ljósmynd er af Minjasafnskirkju en Reginn hefur mótað þá byggingu í leir og það verk er til sýnis ásamt nokkrum fleiri. Þess má geta að hægt að fá allar upplýsingar er varða deildir og stofnanir á vegum Akureyrarbæjar og þjónustu á þeirra vegum í Þjónustuanddyrinu. Afgreiðslutími Þjónustuanddyrisins er frá kl. 8-16 og það er alltaf heitt á könnunni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skoflustunga-tekin-vid-solborg
Skóflustunga tekin við Sólborg Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tók fyrstu skólfustungu að Rannsókna- og nýsköpunarhúsi Háskólans á Akureyri sem taka á í notkun 1. október 2004. Tilboð ÍAV, Landafls og ISS á Íslandi fékk hæstu einkunn í útboðinu en verkið er einkaframkvæmd og mun ríkið leigja aðstöðu í húsinu af eigenda þess, Landsafli. Samningurinn sem gerður var á milli Fasteigna ríkisins og eigenda er til 25 ára. Margar stofnanir ríkisins verða með aðsetur í húsinu en með tilkomu þessa húss verður til á Akureyri fyrsta flokks aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir í raunvísindum. Húsið mun einnig verða miðstöð rannsókna- og þróunarstarfs á Norðurlandi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillogur-um-breytingar-a-adalskipulagi-grodararstod-og-safn
Tillögur um breytingar á aðalskipulagi: Gróðararstöð og safnasvæði við Krókeyri og á deiliskipulagi: Naustahverfi, 1. áfangi Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreinda tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018, og skv. 25. gr. og 1. mgr. 26. gr. sömu laga neðangreinda tillögu að breytingum á deiliskipulagi. Safnasvæði á Krókeyri, breyting á aðalskipulagi Bæjarstjórn Akureyrar leggur til að aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018 verði breytt þannig að á svæði við Krókeyri sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota, gróðrarstöð, verði einnig gert ráð fyrir stofnunum.. Miðað er við að svæðinu verði söfn, ma.a. Iðnaðarsafnið á Akureyri. Skoða tillöguuppdrátt af Krókeyri Fyrirhugað er að nýta fyrrum áhaldageymslur Umhverfisdeildarinnar fyrir Iðnaðarsafnið en einnig er gert ráð fyrir að á svæðinu geti verið önnur söfn. Stefnt er að því að flytja á svæðið gamlar, varðveisluverðar byggingar sem flytja þarf til vegna framkvæmda. 1. áfangi Naustahverfis, breytingar á deiliskipulagi Tillagan er um ýmsar breytingar á skipulagsuppdrætti og skilmálum frá maí 2002. M.a. er um að ræða breytingu á ákvæði um hæð þaka á einbýlishúsum, byggingareitum og lóðamörkum er hnikað til á nokkrum stöðum, á lóðum austan Tjarnartúns breytist húsgerð úr tveggja hæða tvíbýlishúsum í einnar hæðar raðhús og á lóð við Hæðartún breytist húsgerð úr tveggja hæða tvíbýlishúsum í 1-2 hæða raðhús. Kvaðir um almennar gönguleiðir á íbúðarlóðum falli allsstaðar brott. Einnig er gerð tillaga um lóð og hús fyrir símstöð nálægt miðju hverfisáfangans. Lesa greinargerð um Naustahverfi (16,7MB). Skoða tillöguuppdrátt ... (4MB) Tillöguuppdrættir og önnur gögn munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá föstudeginum 18. júlí til föstudagsins 15. ágúst 2003 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstudaginn 29. ágúst 2003 og skal athugasemdum skilað til umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem gerir ekki athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingafulltrúi Akureyrarbæjar
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringum-fjolgar-enn
Akureyringum fjölgar enn Hagstofa Íslands hefur birt nýjar tölur um búferlaflutninga innanlands frá apríl til júní á heimasíðu sinni. Þar kemur meðal annars fram að aðfluttir umfram brottflutta á Akureyri eru 66 á tímabilinu. Orðrétt segir á heimasíðu Hagstofu Íslands: Á öðrum fjórðungi ársins voru skráðar 13.474 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 7.948 innan sama sveitarfélags, 4.099 milli sveitarfélaga, 730 til landsins og 697 frá því. Á þessu tímabili fluttust því 33 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Brottfluttir Íslendingar voru 82 fleiri en aðfluttir. Aftur á móti voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar 115 fleiri en brottfluttir. Til höfuðborgarsvæðisins voru aðfluttir 136 fleiri en brottfluttir. Af landsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins voru tvö með fleira aðkomufólk en brottflutt; Norðurland eystra (22) og Austurland (63). Flestir fluttu frá Vesturlandi (84) og Vestfjörðum (41). Af einstökum sveitarfélögum fluttust flestir til Reykjavíkur (83) og Hafnarfjarðar (73) en flestir frá Stykkishólmi (33), Garðabæ (32) og Kópavogi (30).
https://www.akureyri.is/is/frettir/fornleifafundur-ad-gasum
Fornleifafundur að Gásum Útskorinn munur fannst við fornleifauppgröft á Gásum í Eyjafirði en þetta er þriðja sumarið í röð sem notað er til uppgraftar af þessu tagi. Munurinn sem fannst í gær og talinn er vera frá 13. eða 14. öld er einhvers konar vafningsdýr með hests- eða drekahöfuð útskorið í tönn eða bein. Munurinn er komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands og mun verða þar áfram til frekari rannsókna í sumar. Vonast er til að hægt verði að sjá þennan fallega mun á sýningu Minjasafns Akureyrar í byrjun ágúst en nú þegar eru fjölmargir munir á sýningunni Eyjafjörður frá öndverðu á Minjasafninu. Minjasafnið er opið frá kl. 11.00 til 17.00 frá 1. júní til 15. september. Margir ferðamenn íslenskir og erlendir heimsækja nú þegar verslunarstaðinn á Gásum, enda er hans getið í ferðabókum. Heimamenn leggja gjarna leið sína þangað í fjöruferð og almennur áhugi á staðnum hefur farið mjög vaxandi. Hægt er að fara í gönguferð með leiðsögn í júlí og ágúst á meðan uppgreftri stendur og fer leiðsögnin fram á íslensku og ensku á eftirtöldum tímum og er aðgangseyrir 300 krónur: Alla virka daga kl. 13.00, 14.00 og 15.30 Laugardaga: 11.30, 13.00, 14.00 og 15.30
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvoldganga-og-dagsferd-med-leidsogn-a-gasum
Kvöldganga og dagsferð með leiðsögn á Gásum Ferðamálasetur Íslands og Minjasafnið á Akureyri standa fyrir gönguferðum með leiðsögn um uppgraftarsvæðið á Gásum, kaupstaðarins frá miðöldum og þann 24. júlí næstkomandi klukkan 20.00 verður farin kvöldferð. Þátttökugjald eru 300 krónur. Ein af nýjungum sumarsins á Gásum verður sunnudaginn 27. júlí kl. 11.00 en þá verður farið í dagsgönguferð frá Gásum að Möðruvöllum með viðkomu á tveimur öðrum sögufrægum stöðum þ.e. Skipalóni og Hlöðum. Farið verður af stað frá bílastæðinu við Gáseyri. Gengið verður fyrst um uppgraftarsvæði kaupstaðarins undir leiðsögn Dagbjartar Ingólfsdóttur en eftir það tekur Bjarni Guðleifsson, náttúrufræðingur, við leiðsögninni. Gengið verður að Skipalóni og Hlöðum og endað á Möðruvöllum þar sem rúta bíður til að ferja göngufólk aftur að bílastæðinu. Fólk er hvatt til að vera vel skóað og hafa með sér nesti. Þátttökugjald eru 1000 krónur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-ollu-a-akureyri
Ein með öllu á Akureyri Fjölskylduhátíðin "Ein með öllu" verður haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Meðal hljómsveita sem skemmta bæjarbúum og gestum þeirra eru Papar, Í svörtum fötum, Írafár, Land og synir, Gis & The Big City Band, Douglas Wilson, XXX-Rottweiler, Bent & 7Berg, Brain Police, Úlfarnir, Hundur í óskilum, og sjálfir Stuðmenn verða einnig á ferli. Þetta er þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin undir sömu formerkjum, sem fjölbreytt skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Val á skemmtikröftum, skipulag dagskrár og afþreyingar og öll umgjörð hátíðarinnar miða að því að allir aldurshópar geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki þarf að greiða aðgangseyri þegar komið er til Akureyrar né heldur á Ráðhústorg eða Akureyrarvöll þar sem skemmtidagskrá hátíðarinnar fer fram. Fjölbreytt dagskrá verður á Ráðhústorgi á föstudagskvöld, eftir hádegi á laugardag, laugardagskvöld og eftir hádegi á sunnudag, þar sem blandað verður saman skemmtiatriðum fyrir alla fjölskylduna og tónleikum margra af vinsælustu hjómsveitum landsins. Unglingadansleikur verður í KA-heimilinu á laugardagskvöld og DJ-partý á sunnudagskvöld (aldurstakmark 16 ár). Að sjálfsögðu verða síðan dansleikir og diskótek á skemmtistöðum bæjarins öll kvöldin. Meðal skemmtikrafta sem fram koma á hátíðinni sjálfri, það er á Ráðhústorgi og/eða Akureyrarvelli eru hljómsveitirnar Papar, Í svörtum fötum, Írafár, Land og synir, Gis & The Big City Band, Douglas Wilson, XXX-Rottweiler, Bent & 7Berg, Brain Police, Úlfarnir og Hundur í óskilum. Þá má nefna atriði úr hinum vinsælu barnaleikritum Benedikt búálfi og Stígvélaða kettinum og Fílinn, Sigurvin Jónsson, fyndnasta mann Íslands. Að auki munu margar áðurnefndra hljómsveita koma fram á skemmtistöðum bæjarins en þar bætast fleiri sveitir og skemmtikraftar í hópinn, þeirra á meðal ekki ómerkari sveit en sjálfir Stuðmenn. Hápunktur hátíðarinnar verður á sunnudagskvöldinu. Hann hefst með grillveislum í hverfum bæjarins en lýkur með skemmtun og flugeldasýningu á Akureyrarvelli. Auk skipulagðrar dagskrár er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu í tengslum við hátíðina, svo sem leiktæki, klifurvegg, go-kart bíla, siglingar á Pollinum, götuleikhús, ratleik og fleira og er þá ótalið allt það sem Akureyri hefur upp á að bjóða að jafnaði. Má þar nefna fjölbreytt úrval safna og sýningarsala, tónlistarviðburði í tengslum við Listasumar, sumartónleika í Akureyrarkirkju, tónleika og leiksýningu í Hlöðu að Litla-Garði, vatnakross á snjósleðum á Leirutjörn, torfærukeppni á motocross hjólum ofan við bæinn, Dj-veislur í suðurenda Göngugötunnar frá miðvikudagskvöldi fram á sunnudagskvöld, sýningar í kvikmyndahúsum bæjarins, frábærar sundlaugar á Akureyri og í nágrenni, Lystigarðinn og útivistarsvæðið í Kjarnaskógi, frábær veitingahús af öllum stærðum og gerðum, fagra náttúru, skemmtilegt fólk og gott veður! Að auki verða fjölmargar verslanir opnar alla helgina. Í fáum orðum sagt: Akureyri er "Ein með öllu". Markmiðið er að halda fjölskylduhátíð af bestu gerð þar sem allir aldurshópar geta fundið fjölbreytta skemmtun og afþreyingu við sitt hæfi. Fólk á öllum aldri er velkomið til bæjarins og að sjálfsögðu er einnig vonast eftir virkri þátttöku bæjarbúa. Ekkert aldurstakmark er á hátíðina en landslögum verður að sjálfsögðu fylgt á Akureyri um verslunarmannahelgina eins og á öðrum tímum árs. Áhersla er lögð á góða samvinnu við bæjaryfirvöld, lögreglu og aðra sem að öryggismálum og eftirliti koma þannig að sem flestir geti skemmt sér sem best á Akureyri þessa helgi. Næg tjaldsvæði eru á Akureyri. Skátafélagið Klakkur rekur hið landsþekkta tjaldsvæði við Þórunnarstræti og jafnframt eitt glæsilegasta tjaldsvæði landsins sem byggt hefur verið upp að Hömrum í suðurjaðri bæjarins, rétt norðan Kjarnaskógar. Þar er skemmtilegt útivistarsvæði og bátaleiga. Vegna hættu á slysum eru glerflöskur bannaðar á tjaldsvæðunum. Strætisvagnar Akureyrar verða með ferðir milli miðbæjar Akureyrar og tjaldsvæðisins að Hömrum. Hátíðarhaldarar víða um land hafa jafnan, í samvinnu við fjölmiðla, haldið mjög á lofti fjölda gesta á hverri hátíð fyrir sig. Fjölskylduhátíðin "Ein með öllu" er frábrugðin öðrum hátíðum að því leyti að mjög erfitt er að áætla fjölda gesta þar sem enginn aðgangseyrir er innheimtur við bæjarmörkin eða þegar fólk kemur á Ráðhústorg eða Akureyrarvöll. Því til viðbótar má nefna að fjöldi gesta á tjaldsvæðum bæjarins segir heldur ekki alla söguna vegna þess mikla fjölda hótela, gistiheimila og orlofsíbúða sem eru í bænum, auk þess sem íbúar Akureyrar eru hátt í 16 þúsund og ómögulegt að giska á hve margir þeirra taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt gestum sínum með einum eða öðrum hætti. Þegar allt kemur til alls eru það enda gæðin sem Vinir Akureyrar leggja áherslu á í tengslum við hátíðina, óháð fjölda gesta eða þátttakenda. Markmiðið er að þeir sem koma til Akureyrar um verslunarmannahelgina fari ánægðir heim eftir góða dvöl í bænum og komi aftur að ári, því stefnan er að festa hátíðina í sessi sem fjölskylduhátíð og halda hana árlega. Reynslan undanfarin ár hefur verið góð og má segja að "Ein með öllu" hafi þegar fest sig í sessi sem ein af stóru hátíðíðunum um verslunarmannahelgina - og það sem er ekki síður mikilvægt: Ein sú besta og fjölskylduvænsta sem haldin er á landinu. Fremri kynningarþjónusta hefur skipulagt hátíðina og heldur utanum framkvæmd hennar, fyrir hönd Vina Akureyrar. Hagsmunafélagið Vinir Akureyrar stendur fyrir hátíðinni með fulltingi Akureyrarbæjar og þátttöku fjölmargra fyrirtækja heima og að heiman. Stærstu bakhjarlar hátíðarinnar eru verslanir Baugs á Akureyri; Bónus, Hagkaup og 10-11; Vífilfell, Og Vodafone og Norðurmjólk. Að auki koma fjölmörg fyrirtæki á Akureyri að hátíðinni með ýmsum hætti, einkum veitinga-, þjónustu- og verslunarfyrirtæki.
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverk-2003
Handverk 2003 Hin árlega Handverkshátíð á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit verður haldin dagana 7.- 10. ágúst nk. Handverk 2003 er sölusýning handverksfólks sem haldin er á vegum Eyjafjarðarsveitar og hefur þessi sýning fest sig í sessi sem árviss viðburður í sveitarfélaginu Þema sýningarinnar er að þessu sinni “Kýrin” og verður leitast við að móta umgjörðina með þemað í huga. Það er því viðeigandi að landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson mun setja hátíðina. Hulda Björk Garðarsdóttir, óperusöngkona mun syngja á opnunni. Ýmsar uppákomur verða á hátíðinni. Búnaðarasamband Eyjafjarðar, Norðurmjólk og Landssamband Kúabænda standa fyrir kúasýningunni “Kýrin 2003”. Alla sýninguna verða kýr og kálfar í túni á svæðinu. Til gamans munu gestir og gangandi geta spreytt sig á að lyfta steinum á þyngd við kálfa en gamalt húsráð er að lyfta sama kálfinum einu sinni á dag og þá eykst styrkur manns í samræmi við aukna þyngd kálfsins. Hægt verður að fylgjast með mjólkurvinnslu upp á gamla mátan en við hliðina á því gefur svo að líta nútímalegri mjólkurvinnslu. Keppt verður í spunakeppni sem er orðin að hefð á hátíðinni en einnig verður á staðnum blásið til einstaklingsspunakeppninnar “Taktu hár úr hala mínum”. Annað sem í boði er má nefna skemmtiatriði í hátíðartjaldinu á laugardeginum 9. ágúst þar sem listamenn spila og syngja, þar á meðal Anna Katrín Guðbrandsdóttir sem vann framhaldsskólasöngkeppnina í ár. Uppskeruhátíð handverksfólks verður svo á laugardagskvöldinu þar sem afhentar verða viðurkenningar og ýmis skemmtiatriði verða í boði. Það verður líka ýmislegt á boðstólunum fyrir börnin. Meðal annars gefur að líta sýninguna “Börn og Handverk 2003” en það eru myndir af kúm eftir leikskólabörn. Boðið er upp á barnabás þar sem börnum gefst tækifæri á að vinna með íslenskt handverk. Barnastund verður á sunnudeginum 10. ágúst þar sem sagan af Búkollu verður lesin upp, verðlaun veitt tengd “Börn og Handverk 2003” og lagið verður tekið. Alla sýningardagana verður torgstemning á útisvæðinu þar sem seldar verða veitingar, grillað á kvöldin og ljúfir tónar óma hér og þar. Í tengslum við hátíðiðina verður boðið upp á þrjú námskeið, blöndukönnugerð hjá Curt Bengtson, útskurð á spæni hjá Siggu á Grund og síðast en ekki síst eldsmíðanámskeið sem kennt er af Therese Johanson nýkrýndum norðurlandameistara í eldsmíði. Vert er að vekja athygli á nýjum og glæsilegum vef hátíðarinnar www.handverkshatid.is en þar er að finna allar helstu upplýsingar og fylgjast með gangi mála fram að hátíðinni. Krakkarnir fá að vinna með íslenskt handverk Handverksmaður að störfum
https://www.akureyri.is/is/frettir/songvaka-i-minjasafnskirkjunni-8
Söngvaka í Minjasafnskirkjunni Föstudaginn 25. júlí verður söngvaka í Minjasafnskirkjunni á Akureyri kl. 20.30. Söngvökur eru hefðbundinn þáttur í starfi Minjasafnsins sem hafa notið mikilla vinsælda. Á föstudaginn fara þau Þuríður Vilhjálmsdóttir og Þórarinn Hjartarson með áheyrendur í söngferðalag og leiða þau um íslenska tónlistarsögu í tali og tónum. Verkefnaskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum og trúarlegum söng til söngva frá nítjándu og tuttugusta öld. Aðgangseyrir er kr. 1000.
https://www.akureyri.is/is/frettir/songvaka-a-fostudag
Söngvaka á föstudag Söngvökur Minjasafnsins hafa vakið verðskuldaða athygli enda hvergi hægt að finna svipaða skemmtidagskrá. Í sérstakri en viðeigandi umgjörð Minjasafnskirkjunnar eru áheyrendur leiddir í söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld. Föstudaginn 8. ágúst verður söngvaka í Minjasafnskirkjunni á Akureyri kl 20.30. Flytjendur eru þau Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Aðgangseyrir er kr. 1000.
https://www.akureyri.is/is/frettir/spa-vedurklubbsins-fyrir-helgina
Spá Veðurklúbbsins fyrir helgina Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík hefur gefið út spá sína fyrir verslunarmannahelgina og ef hún gengur eftir þá mega Akureyringar og gestir þeirra vel við una. Orðrétt er útsend spá veðurklúbbsins svohljóðandi: "Við höldum okkur nokkurn veginn við það sem við sögðum í júlíspánni í byrjun júlí. Það má í raun segja að heilt yfir verði hvergi vont veður eða einhver illindi, það verður nokkuð sanngjörn skipting á þessu en í heildina best norðan- og austanlands, þ.e.a.s hlýjast og mest af blessaðri sólinni, þó við verðum ekki laus við rigninguna, veðrið verður síst sunnan- og suðaustan lands og það er þá helst vætan sem gæti angrað ferðalanga þar. Hann tók tunglinu þriðjudaginn 29.7 þannig að við getum búist við ágætu veðri hér norðanlands, það er spurning með hluta af föstudeginum, en seinni hluti hans, laugardagurinn og sunnudagurinn verða með besta móti, og stærsti hluti laugardagsins verður afbragðs góður, í heildina verður veðrið á okkar svæði milt, hlýtt og sól á köflum en smá væta þess á milli. Fariði varlega í umferðinni og elskið náungann."
https://www.akureyri.is/is/frettir/gestalaeti-2003
Gestalæti 2003 "Gestalæti 2003" er heitið á verkefni sem Kompaníið og Menningardeild Akureyrarbæjar standa að en það gengur út á það að blása nýju lífi í miðbæinn með allskonar uppátækjum sem líkja mætti við götuleikhús. Verkefni þetta er í höndum hóps af ungu fólki og hafa þau verið áberandi í miðbænum síðustu vikur. Ferðamenn jafnt sem heimamenn hafa skemmt sér vel yfir söngnum, trúðslátunum og öllu því sem þau hafa haft fram að færa. Ungmennin hafa jafnframt tekið á móti ferðamönnum sem koma hingað með þeim fjölmörgu skemmtiferðaskipum sem leggjast hér að bryggju þetta sumarið. Á daginn halda þau til í miðbænum en þessi frábæri hópur er undir dyggri stjórn Skúla Gautasonar og hann skipa: Íris Berglind Clausen, Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir, Elvar Guðmundsson, Brynjar Ólafsson, Fannar Hólm Halldórsson, Sigrún Dóra Bergsdóttir og Bjarney Inga Óladóttir. Þeir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum og fara ekki í skipulagðar rútufeðir hafa m.a fengið hlýlegar móttökur á bryggjunni "Segðu fiiiiskkkuurr" Barist í blíðskaparviðri
https://www.akureyri.is/is/frettir/djangojazz-festival-a-akureyri
Djangojazz festival á Akureyri Robin Nolan og félagar eru komnir aftur til þess að taka þátt í Django-djasshátíðinni á Akureyri. En nú standa yfir námskeið undir stjórn Robin Nolan Tríó í Deiglunni og hafa þessi námskeið verið vinsæl meðal ungra og efnilegra djassleikara í bænum. Þetta er sjötta árið í röð sem þessi hátíð er haldin og hefur hún verið vinsæl meðal djassunnenda sem og annarra bæjarbúa. Robin Nolan er í hópi bestu djassgítarleikara heims og er nýkomin til Akureyrar frá New York. Þar var hann í Lincolncenter að spila á minningartónleikum um Django Rheinhardt. En þann 16. maí sl. voru 50 ár liðin frá fráfalli hans. Hátíðin á Akureyri er einnig tileinkuð Django Reinhardt og tónlist hans, en sígauninn Django Reinhardt er af mörgum talinn einn snjallasti djassgítarleikari og djasstónskáld sem uppi hefur verið. Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld í Ketilhúsinu kl. 21.30. Á laugardaginn verða tónleikar á Glerártorgi kl. 21.00-01.00 og þar kemur fjöldinn allur af snjöllum djassleikurum fram, td. Hrafnaspark frá Akureyri, Tríó m. Georg Washingmachine, Fan Tale og Jan Brouwer, Randy Greer, Paul Weaden, Tríó Björns Thoroddsen en það tríó er skipað þeim Birni Thoroddsen, Dan Cassidy og Jóni Rafnssyni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvoldferd-um-gasir
Kvöldferð um Gásir 14. ágúst kl. 20:00 standa Ferðamálasetur Íslands og Minjasafnið á Akureyri fyrir kvöldferð með leiðsögn um uppgraftarsvæðið á Gásum, verslunarstaðnum frá miðöldum. Þátttakendur í ferðinni munu fræðast um sögu staðarins, fornleifarannsóknirnar og gróðurfar svæðisins. Þátttökugjald er 300 krónur. Farið verður af stað frá bílastæðinu við Gáseyrina. Í lok þessa mánaðar lýkur uppgreftri sumarsins á Gásum en rannsóknir munu halda áfram í vetur á því sem fundist hefur. Uppgröfturinn á Gásum er mjög flókinn þar sem mannvistarlög eru örþunn og mörg. Rannsókninni miðar hins vegar vel áfram og fundist hafa bökunarhellur, mörg brot af kopar og bronsi auk brota af miðaldarkeramiki, nokkuð af járnhlutum eins og t.d nöglum, hnífsblöðum og rónöglum. Auk þess hafa fundist brennisteinsmolar og sérstaklega velvarðir hlutar úr leðri og klæðum. Svipaða hluti, sem fundust í fyrra á Gásum, er hægt að berja augum á Minjasafninu á Akureyri á opnunartíma þess. Uppgreftinum á Gásum miðar vel áfram og mun halda áfram til 22 ágúst en þá munu mannvistarleifar nokkurra annarra bygginga verða rannsökuð. Leiðsagðar gönguferðir verða um svæðið til og með 22. ágúst alla daga nema sunnudaga. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins www.gasir.is. Myndin hér að ofan sýnir torfhlaðið herbergi með 3 eldstæðum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/afram-flogid-til-koben
Áfram flogið til Köben Stjórn Air Greenland kom saman til fundar sl. mánudag og ákvað að halda áfram flugi á flugleiðinni milli Kaupmannahafnar og Akureyrar. Flugleyfi til Air Greenland er veitt með fyrirvara um að samningaviðræður Íslendinga og Dana um nýjan loftferðasamning sem fram fara í haust beri árangur fyrir 1. maí 2004.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brim-fiskeldi-ehf-stofnad
Brim-fiskeldi ehf. stofnað Stofnað hefur verið sérstakt félag um fiskeldisþróun Brims og ber það nafnið Brim?fiskeldi ehf. Óttar Már Ingvason, framkvæmdastjóri félagsins, segir að tilgangur félagsins sé að stunda þróun á matfiskeldi í sjó hér á landi. Félagið mun helst einbeita sér að eldi á þorski en einnig verður horft á aðrar tegundir s.s. ýsu og lúðu. Á síðastliðnum tveimur árum hefur verið unnið mikið brautryðjandastarf í þorsk- og ýsueldi á vegum Útgerðarfélags Akureyringa og hefur hið nýja félag nú tekið við þeim verkefnum. Í dag eru fast að 230 tonnum af þorski og ýsu í kvíum Brims?fiskeldis í Eyjafirði. Þá er Brim-fiskeldi með um 20 tonn af fiski í kvíum í Steingrímsfirði. Uppistaðan af þessum fiski er í svokölluðu áframeldi þ.e. smáfiskur sem er fangaður til eldis. Frá því í vor er alls búið að veiða til eldis um 94 tonn eða 82 tonn af þorski og 12 tonn af ýsu. Óttar Már segir að sem fyrr sé þorsk- og ýsueldið tilraunaverkefni og því sé unnið að fjölmörgum tilraunum í eldinu. Nýverið var komið fyrir lýsingu í eldiskvíunum og eru hafnar tilraunir við ljósastýringar en með lýsingu má bæði seinka ótímabærum kynþroska og auka vöxt. Sem fyrr segir eru sjókvíar Brims-fiskeldis við Þórsnes í Eyjafirði, en í haust er fyrirhugað að eldið verði flutt utar í fjörðinn. Slátrun mun hefjast í haust. “Á komandi vetri er stefnt að því að slátra allt að 350 tonnum af þorski og ýsu úr eldinu,” segir Óttar Már. Frétt af www.ua.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-med-i-evropumeistaralidi-i-handknattleik
Akureyringar með í Evrópumeistaraliði í handknattleik Þrír Akureyringar voru í liði íslenska unglingalandsliðsins í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, sem varð Evrópumeistari í Slóvakíu á dögunum. Arnór Atlason úr KA og Ásgeir Hallgrímsson úr Haukum voru í aðalhlutverkum og báðir valdir í lið mótsins að því loknu. Árni Björn Þórarinsson vinstri hornamaður úr KA lék vel og kom mikið við sögu í öllum leikjum. Árni Þór Sigtryggsson örvhenta skyttan úr Þór kom mjög sterkur inn undir lokin og átti mjög góðan leik gegn Svíum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolabyrjun
Skólabyrjun Nú hallar sumri og skólarnir byrja að nýju. Tæplega 2600 börn munu sækja skóla í grunnskólum Akureyrar á næsta skólaári og eiga þau að mæta í sinn skóla föstudaginn 22. ágúst næstkomandi. Nemendur í 2., 3. og 4. bekk klukkan 9:00. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk klukkan 10:00. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk klukkan 11:00. Sérdeild Giljaskóla ? Nemendur mæti klukkan 09:00 Hlíðarskóli ? Nemendur mæti klukkan 10:00 Nemendur Brekkuskóla mæti á sal skólans í efra húsi. Börn sem fara í 1. bekk verða boðuð sérstaklega með bréfi til viðtals í skólunum ásamt aðstandendum sínum. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum fyrsta skóladaginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fostudagshadegi-i-ketilhusinu
Föstudagshádegi í Ketilhúsinu Á morgun föstudag býður Listasumar upp á tangó á föstudagshádegi í Ketilhúsinu klukkan 12. Salonhljómsveitin L'amor fou mun þar leika skemmtitónlist í anda 3. og 4. áratugar síðustu aldar, argentínska tangóa og kvikmyndatónlist ásamt vel þekktum íslenskum dægurlögum. Hljómsveitina skipa Hrafnhildur Atladóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, Selló, Gunnlaugur T. Stefánsson, kontrabassi og Tinna Þorsteinsdóttir, píanó.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagskra-helgarinnar-1
Dagskrá helgarinnar Um helgina heldur dagskrá Listasumars á Akureyri áfram með klæðaburðasýningu fatahönnuða í Ketilhúsinu á morgun laugardag klukkan 17. Þáttakendur eru 6 talsins og hafa þeir það sameiginlegt að vera allir í eða hafa lokið myndlistarnámi. Tónlist og myndbönd verða í takt við fötin sem mun setja svip á þessa annars áhugaverðu sýningu. Á sunnudag verður söngdagskrá í Akureyrarkirkju klukkan 17. Dagskráin nefnist Líkfylgd Jóns Arasonar ? minningartónleikar. Flytjendur eru Gerður Bolladóttir, sópran, Kári Þormar, orgel og Hjörtur Pálsson, upplestur. Á laugardag stendur ferðafélag Akureyrar fyrir tveimur gönguferðum. Önnur er að Gljúfurárjökli og er talinn vera mjög erfið en hin er um Gönguskarð ytra og telst miðlungs erfið. Gönguferðin að Gljúfurárjökli hefst klukkan 8 en ferðin um gönguskarð ytra hefst klukkan 9. Lagt verður af stað í báðar ferðirnar frá húsi Ferðafélgasins, Strandgötu 23
https://www.akureyri.is/is/frettir/aldrei-fleiri-nemendur-i-haskolanum-a-akureyri
Aldrei fleiri nemendur í Háskólanum á Akureyri Í haust eru 1.417 nemendur skráðir til náms við Háskólann á Akureyri og hafa þeir aldrei verið fleiri. Síðastliðið ár voru skráðir nemendur 1.090 talsins og er því um tæplega 30% aukningu að ræða. Fjölgun nemenda má að einhverju leyti útskýra með tilkomu nýrrar deildar, en nú í vetur er í fyrsta skipti boðið upp á nám í félagsvísinda- og lagadeild. Rúmlega hundrað nemendur eru skráðir til náms við deildina. Í dag hefst svokölluð velgengisvika tilhanda nýnemum í Háskólanum á Akureyri. Velgengnisvika er sérstök kynningarvika sem hefur það að markmiði að undirbúa nýnema fyrir nám og starf í háskóla. Þar er tölvuumhverfi og stoðþjónusta háskólans kynnt jafnframt því sem nemendur nota tímann til að vinna saman og kynnast eldri nemendum og starfsfólki. Boðið er upp á hnitmiðuð og hagnýt undirbúningsnámskeið auk hópeflis og ætlast er til að allir nýnemar noti sér þessa þjónustu. Með þessu móti er reynt að gera nýnemum aðlögun að háskólanámi auðveldari og leggja grunn að enn betri námsárangri. Þetta er í þriðja sinn sem velgengnisvikan er haldin, en hugmyndin er fengin frá erlendum háskólum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-2003-sett-i-lystum-lystigardi
Akureyrarvaka 2003 sett í lýstum Lystigarði Laugardaginn 30. ágúst verður haldinn Akureyrarvaka en hátíðin er arftaki Menningarnætur á Akureyri eins og hátíðin hét. Hátíðin sem verður afar fjölbreytt verður sett á afmælisdegi Akureyrarbæjar á föstudeginum 29. ágúst í Lystigarðinum á Akueyri. Garðurinn verður lýstur með ljósakeðjum og þar verður boðið upp á leiksýningu, kórsöng, leiðsögn um sýninguna 13+3 og fleira. Á laugardeginum hefst hátíðin með afar fjölskylduvænum hætti því að Akureyringum verður boðið í sund í Sundlaug Akureyrar milli kl. 10 og 12. Eftir hádegið verður svo stigvaxandi dagskrá um allan bæ - börnin fá að lita Listagilið í öllum regnbogans litum, íþróttafélög bjóða börnum á hestbak og í ýmsa leiki á flötinni við Samkomuhúsið. Fjölmargir viðburðir af ýmsu tægi verða í boði víða um bæinn fram á kvöld og má þar nefna afmælissýningu Listasafnsins á Akureyri, kyndilreið hestamanna í rökkrinu og hönnunarsýningu í Listagilinu undir lok dagskrárinnar. Hátíðin endar svo á ómissandi flugeldasýningu. Það eru eins og í fyrra Miðbæjarsamtökin, Akureyrarbær og Gilfélagið sem standa að Akureyrarvöku en hátíðin markar afmæli bæjarins og lok Listasumars. Dagskrá Akureyrarvöku verður kynnt í fjölmiðlum næstu daga og henni dreift með "Dagskránni" auk þess sem hún mun birtast hér á akureyri.is Akvak2003 Dagskrá
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntasmidjan-a-akureyri
Menntasmiðjan á Akureyri Nú, að loknum sumarleyfum er starfsemi Menntasmiðjunnar á Akureyri að fara í gang af fullum krafti og mikill erill eins og í flestum menntastofnunum á þessum tíma árs. Líkt og undanfarin ár er helsta verkefnið Menntasmiðja kvenna, sem var upphafsverkefni Menntasmiðjunnar haustið 1994 og því er varla til sú manneskja hér í bæ sem ekki þekkir einhverja konu sem hefur stundað nám í Menntasmiðju kvenna, eða hefur numið þar sjálf, en þar hafa numið nálægt 270 konur. Námið í Menntasmiðju kvenna er þríþætt: Sjálfsstyrking, hagnýt fög og skapandi fög. Starfs-og námskynning er hluti námsins. Námið er sérstaklega sniðið að þörfum kvenna og miðar að því að auka lífshæfni. Það nýtist vel fyrir þær konur sem standa á tímamótum eða eru að takast á við krefjandi breytingar í lífinu. Einnig er Menntasmiðjan góður undirbúningur fyrir hvers konar starf eða frekara nám. Atvinnulausar konur, öryrkjar, ungar mæður og barnshafandi konur hafa forgang, en þess utan er námið opið öllum konum. Námið hefst 3. september n.k. og stendur til 10. desember. Kynningarfundur verður haldinn í Menntasmiðjunni, Glerárgötu 28, 3. hæð, mánudaginn 25. ágúst kl. 16:00, og er öllum opinn. Innan vébanda Menntasmiðjunnar á Akureyri er nú rekin Alþjóðastofa, sem er fræðslu- og þjónustumiðstöð fólks af erlendum uppruna. Alþjóðastofa sér m.a. um skipulagningu námskeiða og fræðslu, ráðgjöf og margt fleira sem viðkemur málefnum nýbúa og útlendinga á Akureyri. Á vorönn 2003 varð u.þ.b. 100% aukning á aðsókn á íslenskunámskeið frá haustönn 2002 og er búist við enn frekari aukningu nú á haustönn. Menntasmiðjan sér einnig um fullorðinsfræðslu fyrir þá flóttamenn sem til Akureyrar komu í mars s.l. og er hópurinn vel á veg kominn í íslenskunámi. Á árinu 2003 verða tvær gerðir af Menntasmiðjum í boði; Menntasmiðja kvenna sem hefst 3. september og Menntasmiðja unga fólksins en það er smiðja fyrir fólk á aldrinum 17-25 ára. Í maí s.l. útskrifuðust 10 nemendur úr þessari smiðju og mun hún aftur verða haldin á vorönn 2004. www.menntasmidjan.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/spellvirkjar-a-ferd
Spellvirkjar á ferð Þegar bæjarbúar fóru á kreik í morgunsárið kom í ljós að einhverjir hafa málað á veggi húsa nærri miðbænum mótmæli gegn hvalveiðum í vísindaskyni. Lögreglan hefur ekki komist að því hver eða hverjir voru þarna að verki. Veggjakrotinu hefur verið úðað á veggi í gegnum þar til gert skapalón. Textinn er einfaldur: "Stop killing" og mynd af hval á milli orðanna. Meðfylgjandi mynd sýnir krotið á norðurvegg Upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri en einnig varð gamli góði Sjallinn fyrir barðinu á mótmælendum, þá nýmálaður.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brettafolk-a-hrakholum
Brettafólk á hrakhólum Fyrir fáeinum dögum gengu sjö brettastrákar á fund bæjarstjóra Akureyrar og sögðu farir sínar ekki sléttar. Þessir bráðhressu ungu menn gerðu á skilmerkilegan hátt grein fyrir því aðstöðuleysi sem þeir og aðrir hjólabrettaiðkendur búa við. Þeir sögðust alls staðar vera hornreka og hraktir burt hvar sem þeir koma. Strákarnir spurðu bæjarstjóra hvort ekki væri að finna í bænum autt húsnæði sem þeir gætu nýtt sér. Ýmislegt var nefnt í því sambandi og verður kannað hvort ekki megi koma upp aðstöðu fyrir brettafólk í tilraunaskyni í vetur. Ákveðið var að íþrótta- og tómstundafulltrúi bæjarins tæki málið til skoðunar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/i-upphafi-var-leikskoli
Í upphafi var leikskóli... Naustahverfi er nýjasta hverfið í bænum og þar hefur nýr leikskóli þegar tekið til starfa þótt íbúana vanti. Naustatjörn nefnist leikskólinn og getur hann tekið við 96 börnum á aldrinum 2ja til 6 ára. Er gott til þess að hugsa að þessi þáttur í þjónustu bæjarfélagsins sé til staðar þegar nýir íbúar flytja í hverfið. Naustatjörn tók til starfa 18. ágúst. Þetta er einsetinn leikskóli sem er opinn alla virka daga frá kl. 7.30 til 17.15. Leikskólastjóri er Jónina Hauksdóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Inda Björk Gunnarsdóttir. Síminn á Naustatjörn er 462 3676. Þess má að lokum geta að Naustatjörn verður opin gestum og gangandi á laugardaginn kemur milli kl. 13 og 15 í tilefni af Akureyrarvöku.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokadjass-a-listasumri-2003
Lokadjass á Listasumri 2003 Á morgun, fimmtudaginn 28. ágúst, er komið að lokadjassi á Heitum fimmtudegi í Deiglunni. Djassinn hefst klukkan hálf tíu og verða miðarnir seldir við innganginn. Að þessu sinni syngur Kristjana Stefánsdóttir, Agnar Már leikur á píanó, Erik Qvick á trommur og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Kvartettinn mun flytja lög úr Söngbókum Ellu Fitzgerald, Söruh Vaughan og Nancy Wilson. Þau Kristjana, Agnar, Erik og Gunnar hafa áður flutt þessa dagskrá og fengið mikið lof fyrir. Miðar verða seldir við innganginn á 800 kr.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-flotbryggja-i-sandgerdisbot
Ný flotbryggja í Sandgerðisbót Á morgun, föstudag, klukkan 12.00 verður ný 32 báta flotbryggja vígð í Sandgerðisbót við smábótahöfnina á Akureyri. Mikil eftirspurn hefur verið eftir plássum við flotbryggju hjá Akureyrarhöfn síðustu misserin og er þessari bryggju ætlað að anna þeirri eftirspurn að hluta því yfir 40 aðilar sóttu um þessi 32 pláss við bryggjuna. Því má telja líklegt að innan ekki langs tíma verði hafist handa við byggingu nýrrar bryggju. Flotbryggjan er byggð hjá Sandblæstri og málmhúðun á Akureyri og er ein fullkomnasta flotbryggja á landinu. Rafeyri á Akureyri sáu um að leggja rafmagn í bryggjuna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/seamus-heaney-heimsaekir-akureyri
Seamus Heaney heimsækir Akureyri Gengið hefur verið frá því að írska Nóbelsskáldið Seamus Heaney komi til Akureyarar í lok maí á næsta ári í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Heimsóknin verður hluti af samstarfi Listahátíðar og Akureyrarbæjar sem snýst um að viðburðir af hátíðinni komi hingað og að Akureyri verði einnig þátttakandi í Listahátíð, en samningur þar um er í burðarliðnum. Stefnt er að því að sýning sem Listasafnið á Akureyri vinnur að verði einn dagskrárliða Listahátíðar en enn er of snemmt að upplýsa um innihald þeirrar sýningar. Með Seamus í för til Íslands verður pípusnillingurinn Liam Flynn sem leikur á írska olnbogapípu, sem er ættingi sekkjapípunnar skosku. Á dagskránni sem kallast "The Poet and the Piper" les Heaney minningarbrot og ljóð frá árum sínum á Norður-Írlandi. Milli lesinna atriða leikur Liam Flynn írsk þjóðlög.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjod-i-motun
Þjóð í mótun Á morgun kl. 15 verður blásið í afmælislúðra í Listagilinu á Akureyri. Tilefnið er tvöfalt. Listasafnið á Akureyri, eitt hið yngsta sinnar tegundar á landinu, verður tíu ára, og Þjóðminjasafn Íslands, elsta safn lýðveldisins, er hvorki meira né minna en 140 ára. Opnaðar verða tvær sýningar. Annars vegar sýning sem unnin er í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og ber heitið "Þjóð í mótun: Ísland og Íslendingar fyrri alda". Í vestursal safnsins sýna hins vegar Erla S. Haraldsdóttir, nýjasti verðlaunahafi Listasjóðs Pennans, og Bo Melin hvernig Akureryarbær gæti litið út í óræðri framtíð ef þar byggju í kringum 700 þúsund manns, en sú sýning ber heitið "Abbast uppá Akureyri". Hugmyndin að stofnun listasafns á Akureyri kom upphaflega frá Jónasi Jónssyni frá Hriflu í blaðagrein sem hann skrifaði árið 1960. Það tók þrjá áratugi að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, en þann 29. ágúst 1993 opnaði safnið með pomp og prakt í gamla Mjólkursamlagi KEA, tignarlegri byggingu sem reist var árið 1937 undir sterkum áhrifum Bauhaus-skólans og hinni alþjóðlegu funkis-hreyfingu. Markmið Listasafnsins á Akureyri hefur frá upphafi verið að efla myndlistarlíf á Akureyri og stuðla að framgangi sjónlista og listmenntunar. Þannig hefur Listasafnið lagt sig fram um að vera gluggi á umheiminn, alþjóðlega myndlist, fjarlæga menningarheima og listir fyrri tíma, án þess þó að missa sjónar á menningararfleifð Íslendinga. Þetta mun í fyrsta skipti sem verk í eigu Þjóðminjasafnsins eru sýnd í listasafni og í fyrsta sinn sem þessir munir eru sýndir norðan heiða. Eins og kunnugt er hefur Þjóðminjasafnið verið lokað almenningi undanfarin fimma ár vegna umfangsmikilla breytinga. Norðlendingar fá því forskot á sæluna og gefst hér einstakt tækifæri til að kynnast ýmsu af því besta sem Þjóðminjasafnið hefur að geyma. Margt af því sem minjasöfn sýna og varðveita flokkast ekki til listmuna heldur margvíslegra minja sem bera lifnaðarháttum fyrri tíma vitni. Með því að sýna þessa gripi í Listasafninu á Akureyri er reynt að blása sagnarykinu af þeim og skoða þá í öðru samhengi en menn eiga að venjast, sem sérstaka listmuni. Flest þessara merku verka eru frá 17. og 18. öld, en þau elstu er frá miðri 16. öld. Listasafnið er opið frá kl. 15 til 23 á opnunardaginn í tilefni af Akureyrarvöku, menningarnótt Akureyringa. Boðið verður upp á freyðivín og harðfisk í Listasafninu við opnun, en um kvöldið geta gestir og gangandi gætt sér á kleinum og kaffi í boði Kristjánsbakarís og Kaffibrennslu Akureyrar. 1000 blöðrur með afmælismerki Listasafnsins verða blásnar upp og getur fólk tekið þær með sér meðan birgðir endast. Sýningin stendur til 2. nóvember 2003. Listasafnið á Akureyri er opið frá 12 til 17 alla daga nema mánudaga. Aðgangseyrir er kr. 350. Frítt á fimmtudögum. Frítt fyrir börn og eldri borgara.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarkaupstadur-141-ars
Akureyrarkaupstaður 141 árs Í dag föstudaginn 29. ágúst fagnar Akureyrarkaupstaður 141 árs afmæli. Að því tilefni verður haldin Akureyrarvaka sem einnig markar lok Listasumars á Akureyri 2003. Margt verður um að vera í bænum en hátíðin verður formlega sett í kvöld klukkan 21 í Lystigarðinum. Hægt er að nálgast upplýsingar um dagskrána hjá sólinni hér til vinstri og einnig í viðburðadagatalinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungir-listamenn-i-myndlistaskolanum
Ungir listamenn í Myndlistaskólanum Í tilefni af Akureyrarvöku verður opnuð sýning í sal Myndlistaskólans á Akureyri laugardaginn 30. ágúst kl. 16.00. Listamennirnir sem sýna verk sín eru Hörður Thors, Friðrikur, Stefán Boulter, Arnfríður Arnardóttir, Birgir Rafn Friðriksson og Rannveig Helgadóttir. Sýningin er aðeins opin þessa helgi fram að miðnætti báða dagana. Allir hjartanlega velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/myndbrot-a-akureyrarvoku
Myndbrot á Akureyrarvöku Bærinn við Pollinn heitir kvikmynd með myndbrotum frá Akureyri. Þau elstu eru frá því upp úr 1940 og fengin úr safni Eðvarðs Sigurgeirssonar, ljósmyndara. Ómetanlegar heimildir um mannlíf á Akureyri um og fyrir miðja síðustu öld. Auk þess eru myndir frá siðari tímum, t.d. frá 125 ára afmæli bæjarins 1987, þáttur um heimsókn til tveggja kvenskörunga, sem báðir höfðu öld að baki og bjuggu saman í gömlu húsi við Aðalstræti til skamms tíma. Margt forvitnilegt kemur fram í þessari mynd sem Akureyringar á öllum aldri ættu að hafa gaman af að sjá. Myndin tekur um 50 mínútur í sýningu. Gerð myndarinnar er samstarfsverkefni Ríkisútvarpsins á Akureyri, menningarmálanefndar Akureyrarbæjar og Borgarbíós. Gísli Sigurgeirsson fréttamaður hefur stjórnað gerð hennar. Sýningar verða í Borgarbíói klukkan 16, 17 og 18. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/asprent-og-still-sameinast
Ásprent og Stíll sameinast Fyrirtækin Ásprent ehf. og Stíl ehf. verða sameinuð frá og með deginum í dag undir nafninu Ásprent - Stíll hf. Með sameiningu fyrirtækjanna verður til stærsta fyrirtæki landsins á sviði prentþjónustu og auglýsingagerðar utan höfuðborgarsvæðisins með um 400 milljónir króna í ársveltu. Um 50 starfsmenn starfa hjá hinu sameinaða félagi. Ásprent ? Stíll hf. hefur sterka stöðu á landsbyggðinni en stefnir jafnframt að því að sækja aukin verkefni inn á stærsta markaðssvæði landsins, höfuðborgarsvæðið. Starfsemi fyrirtækisins verður á tveimur stöðum, annars vegar í núverandi húsnæði Ásprents að Glerárgötu 28 og hins vegar í núverandi húsnæði Stíls að Óseyri 2. Hjónin Rósa Guðmundsdóttir og Kári Þórðarson keyptu prentsmiðjuna Ásprent 31. október árið 1979. Til að byrja með var fyrirtækið til húsa við Kaupvangsstræti ? í Listagilinu, en síðan var það í fjögur ár í húsnæði við Brekkugötu. Árið 1988 fluttist Ásprent að Glerárgötu 28. Rekstur prentsmiðjunnar POB keypti Ásprent árið 1995 og voru fyrirtækin sameinuð í langöflugustu prentsmiðju utan höfuðborgarsvæðisins. Núverandi eigendur Ásprents eru þau Rósa og Kári með 50% hlut og synir þeirra, Þórður, Alexander og Ólafur, eiga til samans 50%. Ásprent er mjög vel tækjum búin alhliða prentsmiðja, sem tekur að sér stór og smá prentverkefni út um allt land. Auk prentþjónustu hefur fyrirtækið m.a. gefið út og dreift auglýsingablaðinu Dagskránni, sem hefur til fjölda ára verið einn öflugasti auglýsingamiðill á Norðausturlandi. Stíll ehf varð til árið 1980 og hefur alla tíð verið með rekstur á Akureyri í auglýsinga- og skiltagerð, fatamerkingum, auk annarrar þjónustu sem tengist auglýsinga- og markaðsmálum. Stíll keypti rekstur auglýsingastofunnar Vinnandi menn ehf. á Akureyri í júní sl. Stíll ehf. hefur opnað verslun þar sem eru á boðstólum rekstrarvörur og þjónusta fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Eigendur Stíls ehf. eru Sjöfn hf., með 80% hlut og G. Ómar Pétursson með 20% hlut. Í hinu nýja sameinaða fyrirtæki eiga Þórður, Alexander og Ólafur Kárasynir 50% og Stíll ehf. 50%. Rósa Guðmundsdóttir og Kári Þórðarson selja hlut sinn í fyrirtækinu. Jafnframt mun Rósa hætta sem forstjóri prentsmiðjunnar en því starfi hefur hún gegnt frá upphafi. Eftir sem áður mun Rósa Guðmundsdóttir þó reka fyrirtækisins Ferðakorts ehf , sem er einnig í eigu fjölskyldunnar, sem og Ásútgáfuna, en hún hefur m.a. gefið út kiljubækur í hartnær tvo áratugi. Í stjórn Ásprents ? Stíls hf. verða Baldur Guðnason, stjórnarformaður, Steingrímur Pétursson, Þórður Kárason og Ólafur Kárason. Framkvæmdastjórar fyrirtækisins verða Þórður Kárason og G. Ómar Pétursson. Markmið með sameiningu fyrirtækjanna í Ásprent ? Stíl hf. er að byggja upp stærsta og öflugasta þjónustufyrirtæki í prentiðnaði, útgáfustarfsemi, auglýsingahönnun, birtingum, skiltagerð og fatamerkingum á landsbyggðinni. Auk þess verður fyrirtækið sem fyrr segir með verslun með rekstrarvörur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Sameinað fyrirtæki leggur áherslu á að auka enn frekar og bæta þá þjónustu sem fyrirtækin hafa til þessa veitt sínum viðskiptavinum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/logfraeditorg-felagsvisindatorg
Lögfræðitorg & félagsvísindatorg Nýstofnuð félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri mun í vetur bridda upp á nýjung í háskólanámi þar sem hvort tveggja í senn er boðið upp á aukin tengsl við almenning og nemendur deildarinnar fá þjónustu og vettvang sem ekki hefur verið fyrir hendi í íslenskum háskóla til þessa. Nýjung þessi hefur fengið heitið lögfræðitorg annars vegar og félagsvísindatorg hins vegar, en þetta eru reglubundnir fyrirlestrar opnir almenningi, sem nemendur er lesa lögfræði og félagsvísindi við skólann sitja. Með torgunum fá nemendur innsýn í þau fjölbreytilegu störf sem fólk tekur sér fyrir hendur að loknu námi. Þá er torgunum einnig ætlað að hjálpa nemendum við að velja sér leið í gegnum námið. Á torgunum tala fræðimenn, embættismenn og aðrir sem starfa á viðkomandi sviðum. Fyrirlestrar á lögfræðitorgi verða haldnir á þriðjudögum klukkan 16.30 á skólaárinu en fyrirlestur á félagsvísindatorgi verða á miðvikudögum á sama tíma. Ármann Snævarr, fyrrum prófessor við lagadeild Háskóla Íslands,verður fyrsti fyrirlesari lögfræðitorgs, þriðjudaginn 2. september. Hann mun flytja erindi um mikilvægi almennrar lögfræði í laganámi. Birgir Guðmundsson, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, verður fyrsti fyrirlesari félagsvísindatorgs 3. september og mun hann ræða um starf og menntun blaðamannsins. Torgin eru eins og áður segir opin almenningi og er það von forsvarsmanna hinnar nýju deildar að sem flestir Norðlendingar og aðrir landsmenn leggi leið sína í húsnæði Háskólans á Akureyri, Þingvallastræti 23. Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu 14 (salnum).
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnud-akureyrarvaka
Vel heppnuð Akureyrarvaka Akureyrarvakan var haldin með mikilli prýði nú um helgina. Hátíðin var sett á föstudag í Lystigarðinum og þangað var vel mætt. Dagskráin hélt áfram á laugardeginum og gátu gestir og gangandi valið úr atburðum. Afmælissýningin í Listasafninu var vel sótt og það sama má segja um aðrar sýningar svo sem kvikmyndasýninguna í Borgarbíói þar sem færri komust að en vildu. Um kvöldið mátti sjá ungar akureyskar hljómsveitir spila í göngugötunni við mikinn fögnuð bæjarbúa. Lögreglan hafði ekki meira að gera enn á venjulegum laugardagskvöldum en hún telur að mörg þúsund hafi verið saman komin í miðbænum á þegar mest var um kvöldið. Hátíðin gekk í alla staði vel og bæjarbúar virðast vera ánægðir með Akureyrarvökuna sína. Myndirnar tala sínu máli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/handboltamenn-heidradir
Handboltamenn heiðraðir Í seinustu viku heiðraði Akureyrarbær þá akureyrsku handknattleikskappa sem voru í liði Evrópumeistara 18 ára og yngri með móttöku og afhendingu ávísunar sem á að fara upp í ferðakostnaðinn. Þeir Arnór Atlason, Árni Björn Þórarinsson og Árni Þór Sigtryggsson stóðu sig með prýði á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Slóvakíu í seinasta mánuði. Arnór var valinn í lið mótsins og voru þeir félagar að vonum ánægðir með styrkinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibualydraedi-a-akureyriis
Íbúalýðræði á Akureyri.is Tekið hefur verið í notkun spjallkerfi á heimasíðu Akureyrarbæjar þar sem íbúar og gestir bæjarins geta komið skoðunum sínum á framfæri. Tengil á spjallkerfið er að finna hér á hægri væng síðunnar undir "Ýmislegt nytsamlegt". Fylgst verður náið með því sem fram kemur í spjalli netverja og því komið áleiðis til þeirra sem málið varðar og svara leitað ef um spurningar er að ræða. Þetta nýja spjallkerfi er liður í því að framfylgja málefnasamningi meirihlutans í bæjarstjórn Akureyrar en þar segir meðal annars í kaflanum um íbúalýðræði: "Einnig verði heimasíða Akureyrarbæjar nýtt til þess að íbúar geti komið skoðunum sínum á framfæri og fengið svör við spurningum sem á þeim brenna". Nú er tækifærið að skrá sig inn á spjallið og láta sína skoðun í ljós. Þegar hefur einn gestur tjáð sig um hátíðina "Eina með öllu" undir þræðinum "Almennar upplýsingar". Þessi stúlka velkist ekki í vafa um að það er gaman á fjölskylduhátíðinni "Ein með öllu."
https://www.akureyri.is/is/frettir/atvinnuleikhus-a-akureyri-30-ara
Atvinnuleikhús á Akureyri 30 ára Í gær, mánudag, hélt atvinnuleikhúsið á Akureyri upp á 30 ára afmæli sitt. Velunnurum þess var í því tilefni boðið til kaffisamsætis á Græna Hattinum í gærkvöldi en frá og með þeim degi, fyrir 30 árum, voru fyrstu atvinnuleikararnir ráðnir til starfa við Leikhúsið. Þráinn Karlsson, leikari, er einn af þeim leikurum sem voru fastráðnir hjá Leikfélaginu 1973 en þar má einnig nefna Sögu Jónsdóttur leikkonu. Vegna viðgerða á Samkomuhúsinu mun fyrsta frumsýning Leikfélags Akureyrar á nýhöfnu leikári verða í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit 11. september. Viðgerðunum á Samkomuhúsinu á þó að ljúka fyrir jól og áætluð fyrsta frumsýning í endurbættu samkomuhúsi gæti orðið í byrjun febrúar. Meðal þeirra verka sem Leikfélagið hyggst setja upp á þessu leikári er Draumalandið efttir Ingibjörgu Hjartardóttur sem á að vera sér norðlenskt samtímaverk og fjallar um sauðinn í okkur sjálfum og landið sem við erfum. Þar að auki verður boðið upp á barnaleikritið Búkollu sem er áframhald á sýningu sem frumsýnd var síðastliðið vor og hlaut góðar viðtökur. Meira um Leikfélag Akureyrar og leiksýningar á þessu leikári á www.leikfelag.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/kennaradeild-vid-haskolann-a-akureyri-10-ara
Kennaradeild við Háskólann á Akureyri 10 ára Nú í haust eru liðin 10 ár frá stofnun kennaradeildar við Háskólann á Akureyri, en hún tók til starfa haustið 1993 er 75 nemendur innrituðust í grunnskólakennaranám. Frá stofnun hefur deildinni vaxið hratt fiskur um hrygg, en hún er í dag fjölmennasta deild Háskólans á Akureyri en við hana stunda 507 nemar nám eða um 35% af heildarnemafjölda skólans. Í dag skiptist kennaradeild í þrjár brautir, leikskólabraut, grunnskólabraut og framhaldsbraut, auk þess sem við deildina er starfrækt skólaþróunarsvið. Leikskólabraut tók til starfa haustið 1996 en háskólinn var fyrstur skóla hér á landi til að taka upp formlegt B.Ed. nám fyrir leikskólakennara. Framhaldsdeild er yngsta braut deildarinnar en hún býður upp á 15-30 eininga nám í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og nám til meistaraprófs í menntunarfræðum. Þegar hafa fjórir kandítatar brautskráðst frá kennaradeild með meistarapróf. Hlutverk skólaþróunarsviðs lýtur að ráðgjöf við kennara og skólastjóra leik- og grunnskóla við hvers konar rannsóknar-, þróunar- og umbótastarf í skólum. Kennaradeild hefur frá fyrstu tíð haft til boða fjarnám, ýmist lotubundið nám eða nám stutt með fjarfundabúnaði og tölvusamskiptum. Í upphafi var eingöngu um fjarnám að ræða í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda sem skipulagt var sem lotubundið nám. Á síðasta vori brautskráðust svo fyrstu nemarnir úr fjarnámi af leikskólabraut en námi þeirra, 90 námseiningum, var deilt á fjögur ár. Í haust innrituðust fyrstu nemarnir í fjarnám í grunnskólafræðum en alls eru 202 nemar skráðir í fjarnám við kennaradeild á haustönn 2003. Í tilefni af afmæli kennaradeildar Háskólans á Akureyri hefur verið ákveðið að bjóða til hátíðardagskrár í húsnæði deildarinnar að Þingvallastræti 23, laugardaginn 6. september n.k. undir yfirskriftinni Mennt er máttur. Dagskráin hefst kl. 10:00 með ávarpi menntamálaráðherra, rektors Kennaraháskóla Íslands, forseta félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, bæjarstjóra Akureyrar og rektors Háskólans á Akureyri. Að ávörpum loknum mun Anna Þóra Baldursdóttir lektor og brautarstjóri framhaldsbrautar við kennaradeild flytja erindið Framlag kennaradeildar til fræða- og starfsumhverfis kennara. Í húsnæði kennaradeildar verður komið upp lítilli sögu- og listsýningu í tilefni afmælisins. Eftir hádegi kl 14:00 stendur kennaradeild fyrir málstofu þar sem fimm brautskráðir M.Ed. og B.Ed nemar kynna lokaverkefni sín. Að lokinni málstofu mun Ásta Magnúsdóttir nemi á tónlistarsviði kennaradeildar syngja nokkur lög undir stjórn Roberts Faulkner tónlistarkennara við kennaradeild.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurlandameistarar-i-skak
Norðurlandameistarar í skák Menntaskólinn á Akureyri varð á sunnudag Norðurlandameistari framhaldsskóla í skák 2003. Sigurinn var í höfn eftir æsispennandi úrslitaviðureign við Wenströmska Gymnasiet frá Svíþjóð. Akureyringar urðu að vinna Svíana í síðustu umferð. Á 1. borði hafði Halldór Brynjar Halldórsson hvítt gegn Johan Norberg og sigraði örugglega. Á 4. borði tefldu Jakob Sævar Sigurðsson og Andreas Backman og sigraði Svíinn eftir misheppnaða mannsfórn hjá Jakobi. Þá var staðan orðin 1 - 1 og ljóst að M.A. þurfti einn og hálfan vinning úr þeim tveimur skákum sem eftir voru. Á 2. borði tefldi Björn Ívar Karlsson við Erik Norbeg og á þriðja borði tefldi Stefán Bergsson við Anders Ylönen.Þessar skákir voru nokkuð jafnteflislegar en eftir misheppnaða kóngsókn Svíans náði Stefán óverjandi mátsókn og sigraði. Þegar þetta var ljóst tók Björn Ívar jafnteflisboði frá sínum andstæðingi og sigurinn var í höfn. Ísland hefur nú sigrað í 18 mótum af 30. M.H. hefur unnið 14 sinnum, M.R. tvisvar, Verslunarskólinn einu sinni og nú sigrar sveit utan Reykjavíkur í fyrsta sinn á Norðurlandamóti. Heimild: www.strik.is/ithrottir/skak
https://www.akureyri.is/is/frettir/5-flokkur-thors-islandsmeistari
5. flokkur Þórs Íslandsmeistari Stákarnir í 5. flokki Þórs urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki í seinustu viku. Þeir spiluðu við ÍA um titilinn á Valbjarnarvellinum en spilað var bæði í A og B flokki. B liðið hóf leik og átti ekki mikla möguleika gegn sterku liði Skagamanna og urðu lokatölur 6-1. Það var því nokkur pressa á A liðinu því fyrirkomulagið er þannig að B liðin gefa 2 stig fyrir sigur en A liðin 3 stig. ÍA nægði því jafntefli til að tryggja sér sigur. Er skemmst frá því að segja að strákarnir fóru á kostum og spiluðu andstæðinganna sundur og saman og sigruðu örugglega að lokum 5-0 og þar með var titilinn í höfn. Strákarnir sem eru á aldrinum 10 til 12 ára stóðu sig með prýði og geta verið ánægðir með árangurinn. Þess má geta að þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill sem Þórsarar vinna sér inn á þessu sumri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/grytubakkahreppur-eignast-heimasidu
Grýtubakkahreppur eignast heimasíðu Hreppsnefnd Grýtubakkahrepps tók í vikunni í notkun heimasíðu fyrir sveitarfélagið. Síðunni er ætlað að vera í senn upplýsingaveita um störf sveitarfélagsins sem og þjónustutæki við íbúana þar sem þeir geta skráð netföng, birt smáauglýsingar og skráð upplýsingar um þjónustufyrirtæki í byggðarlaginu. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri, segir þetta gott skref í þjónustu við íbúa Grýtubakkahrepps. "Nú geta íbúar t.d. fylgst með fundargerðum sveitarstjórnar og nefnda og fengið fréttir af því sem er að gerast hverju sinni á vettvangi sveitarstjórnar. Auk þess gefur uppsetning síðunnar okkur tækifæri til að birta upplýsingar um helstu viðburði í sveitarfélaginu, safna netföngum og birta smáauglýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Að mínu mati er þetta bæði framför fyrir íbúana en ekki síður fagnaðarefni fyrir burtflutta," segir Guðný. Hægt er að skoða heimasíðuna hér www.grenivik.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-fyrir-fallegar-og-vel-hirtar-lodir-2003
Viðurkenningar fyrir fallegar og vel hirtar lóðir 2003 Á setningu Akureyrarvöku á laugardaginn síðastliðinn voru afhentar viðurkenningar fyrir fallegar og vel hirtar lóðir á árinu. Viðurkenningarnar voru í mismunandi flokkum og samtals sex að tölu. Í flokki parhúsa fékk garðurinn í Hörpulundi 19 og 21 viðurkenningu fyrir smekklega og vel hirta lóð með fallegum hellulögnum, hleðsluveggjum og skjólveggjum, eins og segir í umsögn dómnefndar. Eigendur eru María Soffía Ólafsdóttir, Arnar Freyr Jónsson, Sigurður Pétur Ólafsson og Ragnheiður Júlíusdóttir. Í flokki eldri garða hlaut garðurinn að Þingvallastræti 27 viðurkenningu fyrir að halda eldi garði vel við. Þar er að finna fjölbreyttar trjáa og runnategundir ásamt fjölærum plöntum og tjörn með gullfiskum í. Einnig er góður safnkassi í garðinum þar sem jarðgert er það sem til fellur af lóðinni. Að auki er þar að finna athyglisverðan asparstofn þar sem klifurplanta (humall) hefur verið gróðursett og þekur hún stofinn. Eigendur eru Einar Örn Gunnarsson og María Jóhannsdóttir. Í flokki fyrirtækja fékk Baldurnes 1 viðurkenningu fyrir mjög snyrtilega og vel gerða nýlega lóð. Umgengni og umhirða er einnig mjög góð. Eigendi er P. Samúelsson. Í flokki nýrri garða fékk Huldugil 74 viðurkenningu fyrir mjög fallegan og vel skipulagðan garð sem er til sóma fyrir eigendur hans. Fjölbreytt úrval plantna er í garðinum, hellulagnir, tjarnir og skjólveggir. Þarna er einnig að finna safnkassa fyrir garðúrgang. Eigendur eru Jóhann G. Sigurðsson og Jóhanna A. Hartmannsdóttir. Í flokki fjölbýlishúsa fékk húsfélagið í Mýrarvegi 111 ? 113 viðurkenningu fyrir nýlega gerðar og vel hirtar lóðir, fjölbreytt gróðurval, hellulagnir og malarstíga sem tengjast við stíg bæjarins. Í flokki sérstaka garða fékk Hindarlundur 9 viðurkenningu fyrir óvenjulega lóð sem er malbikuð að hluta. Fallegar hellulagnir, hleðslur og tjörn er að finna á lóðinni. Þessi lóð er góð fyrir þá sem kæra sig ekki um mikla umhirðu lóðar. Eigendur eru Ari Axel Jónsson og Hólmfríður G. Þórleifsdóttir. Í dómnefnd að þessu sinni voru Guðmundur Jóhannesson, formaður umhverfisráðs, Jóhann Thorarenssen, umhverfisfræðingur og Jón Birgir Gunnlaugsson, verkefnastjóri umhverfismála.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sveitarfelog-i-soknarhug
Sveitarfélög í sóknarhug Fjögur norræn sveitarfélög hafa tekið upp samstarf um ímyndarsköpun, styrkingu byggðar og markaðssetningu bæjanna. Sveitarfélögin eru Akureyri, Sortland og Steinkjer í Noregi og Sollefteå í Svíþjóð, sem jafnframt leiðir samstarfið. Verkefnið heitir BRANDR, það er hluti af sameiginlegu Evrópuverkefni og stendur yfir í þrjú ár, að sögn Sigríðar Stefánsdóttur hjá Akureyrarbæ. Hún sagði að sveitarfélögin myndu vinna sína vinnu hvert fyrir sig en að þau yrðu með sameiginlega vefsíðu. Fulltrúar sveitarfélaganna munu hittast einu sinni á hverjum stað á umræddu tímabili og miðla upplýsingum en að því loknu verður árangurinn metinn. Sigríður sagði að Akureyri væri fámennast þessara sveitarfélaga en íbúafjöldi þeirra er frá um 16.000 og upp í um 35.000 manns. Hún sagði að sveitarfélögin ættu það sameiginlegt að vera í sóknarhug og að hér væri ekki um neina varnarvinnu að ræða. Þau stefna að því að fjölga íbúum og fyrirtækjum, auka fjölbreytni í atvinnulífi og afþreyingu og efla ferðaþjónustu. Auk þess sem kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna og starfsmenn þeirra koma að verkefninu, verður það einnig tengt atvinnulífinu. Verkefnið hefur verið samþykkt en þó er enn fyrirvari af hálfu Akureyrar vegna fjármögnunar verkefnisins. Hvert erlendu sveitarfélaganna hefur fengið um 13,5 milljónir króna í styrk til verkefnisins en Akureyri aðeins um 6 milljónir króna frá ríkisvaldinu. Sigríður sagði að unnið væri að því að leita leiðréttingar á þessu og hún er bjartsýn á jákvæða niðurstöðu. Á meðal vekefna Akureyrar er að sækja fram á fyrirtækjamarkaði, efla upplýsingatækni, ná til ungs fólks varðandi nám og störf í bænum og gera bæinn enn fjölskylduvænni. Einnig verður unnið að því að miðstöð norðurslóðastarfs verði á Akureyri. Frétt af www.mbl.is Hópurinn hélt fundi á Akureyri og í Mývatnssveit um helgina. Fulltrúar sveitarfélaganna f.v.: Viggo Hagan, Magnús Ásgeirsson, Trond Stenhaug, Ragnar Hólm Ragnarsson, Staffan Sjölund, Kerstin Brandelius-Johansson, Erik Schöning, Sigríður Stefánsdóttir, Johann Mörkved og Marcus Olsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/100-ara-afmaeli-tryggva-jonatanssonar
100 ára afmæli Tryggva Jónatanssonar Tryggvi Jónatansson, fyrrverandi bóndi á Litla-Hamri í Eyjafirði, er 100 ára í dag. Tryggvi býr nú á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, sjónin er orðin léleg og heyrnin sömuleiðis en hann er hins vegar andlega hress. Hann segist ekki vera mikið kalkaður og hlær þegar Morgunblaðið heimsótti hann á dögunum. Tryggvi hefur gaman af því að kasta fram vísum, en sagði það reyndar há sér að hann væri farinn að gleyma. "Maður er misjafn. Ég þreytist stundum svo fljótt og er eiginlega með verra móti í dag," sagði Tryggvi. Hann fór reyndar með einn fyrripart, og sagði blaðamann vessgú verða að botna, en ekkert varð úr því. "Ég var með blandað bú - ég var nú enginn stórbóndi," segir Tryggvi þegar hann er spurður út í búskapinn. Hann var sem sagt með kýr og kindur "og svo átti ég góð hross". Tryggvi hefur orð á því að margt gamalt fólk telji heiminn fara versnandi en tekur hins vegar ekki svo djúpt í árinni. Segir þó slæmt hve gæðunum er misskipt "og það eru svo margir sem stela af því sem þeim er trúað fyrir". Tryggvi reyndi sitthvað annað en búskapinn; var til dæmis í eyrarvinnu í Reykjavík á sínum tíma og segir það erfiðustu vinnu sem hann hafi lent í. "Það tók allt upp í sólarhring að losa togarana þegar þeir komu fullir af fiski. Karlarnir voru svo gigtveikir sumir að þeir sögðust liggja í rúminu heilan sólarhring á eftir." Þá kveðst hann hafa verið á Korpúlfsstöðum þegar húsið þar var byggt. "Ég vann reyndar ekki við bygginguna heldur úti. Ég var talinn verkstjóri og man að kaupið var 25 krónur á mánuði." Tryggvi var tvö ár syðra, þá var hann um tíma á Siglufirði en hefur lengst af dvalið í Eyjafirði. Þegar Tryggi er spurður hvort hann hafi verið heilsuhraustur í gegnum tíðina svarar hann: "Ja, ég veit ekki hvað ég á að kalla það. Ég hef líklega verið fjórtán sinnum á sjúkrahúsi. Ég varð fyrir slysi og hrundi bæði á líkama og sál. Það fór í sundur görn og ég fékk lífhimnubólgu og þurfti þá að vera lengi á sjúkrahúsi. Ég var lengi að ná mér." Hann segir langt síðan þetta var en kveðst sannfærður um að hann hafi fengið lækningu þessa meins frá þeim fyrir handan, eins og hann segir. "Einu sinni kvaddi ég hjúkrunarkonuna og þegar ég sleppti á henni hendinni var eins og einhver straumur færi um mig." Þá var hann á sínum tíma á Landspítalanum í fótaðgerðum. Tryggvi er nefnilega með staurfót og búið er að skipta um lið í hinum. "Það er býsna mikil bæklun að vera með staurfót. Ég var hestamaður og við tamningar og eftir að ég fékk staurfótinn var erfitt að fara á bak. Ég átti að vísu góðan hest sem var eins og hugur manns og hann gat ég teymt að þúfu og komst þannig á bak. En ég hætti að keyra bíl, sem var auðvitað vitleysa." Tryggvi segist lengi hafa fylgst með fréttum. Nú getur hann hins vegar ekki lengur horft á sjónvarp en hann hlustar á útvarp og spólur. Eiginkona Tryggva var Rósa Kristjánsdóttir frá Hrísey og varð þeim fjögurra barna auðið. Eldri sonurinn er látinn, sá yngri býr á Akureyri og tvær dætur búa í sveit, önnur meira að segja á Litla-Hamri. "Hin býr í Grænuhlíð sem er lengst frammi í Saurbæjarhreppi. Nei, ég má víst ekki taka svona til orða lengur - þetta er allt orðið sameinað," segir gamli maðurinn og hlær hátt. En hvers vegna skyldi hann vera orðinn svona gamall? Tryggvi svarar því: "Ja, hver veit það? Maður var hraustur, ég var grenjaskytta og lá úti; var mikið úti og svo át ég líka góðan mat í gamla daga. Það var nú ekki verið að neita fitunni þá!" Tryggvi segist alltaf hafa gengið mikið og þakkar því meðal annars hve gamall hann er orðinn. "Ég hef nú verið talinn hálfsérvitur. Hef til dæmis stundum verið í óbyggðum á afmælum mínum; á sjötíu ára afmælinu var ég inni í Grána, hann er við Geldingsá. Ég vildi bara komast burt frá heimsins glaumi! Það veit enginn hve mikil hvíld er í því að vera laus frá öllum hávaðanum." Frétt af www.mbl.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-frumsyning-vetrarins
Fyrsta frumsýning vetrarins Fyrsta frumsýning vetrarins er Erling e. norska leikskáldið Axel Hallstenius unnið eftir samnefndum skáldsögum Ingvar Ambjörnsen. Þetta er samvinnuverkefni við Sögn ehf. í Reykjavík. Verkið verður frumsýnt 11.september í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og í Loftkastalanum í Reykjavík tveimur dögum síðar. Verkið verður sýnt eins og aðsókn leyfir á hvorum stað fyrir sig. Skáldsögurnar, leikritið og nú síðast kvikmyndin sem gerð var um Erling hafa notið mikilla vinsælda í heimalandinu Noregi og víða um heim, ekki síst kvikmyndin sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin 2002. Leikritið segir frá manni um fertugt sem hefur nákvæmlega engan áhuga á að mynda tengsl við umheiminn. Eftir fráfall móður er hann bókstaflega dreginn í hnipri út úr skápnum heima hjá sér af lögreglu og sendur á sambýli. Þar kynnist hann manni sem verður sambýlismaður hans og síðar eru þeir sendir til borgarinnar til að freista þess að fá þá til að lifa sjálfstæðu lífi. Aðlögun þessara tveggja heimóttalegu manna að borgarlífinu er umfjöllunarefni leikverksins og nálgunin er í senn hugljúf og meinfyndin. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson. Þýðing og staðfærsla Hallgrímur Helgason. Aðalhlutverk: Stefán Jónsson og Jón Gnarr. Önnur hlutverk:Hildigunnur Þráinsdóttir og Skúli Gautason. Gísli Pétur Hinriksson leikur félagsráðgjafann í Reykjavík en Skúli fyrir norðan. Leikmynd og búningar: Axel Hallsteinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordlensk-fyrirtaeki-sameinast
Norðlensk fyrirtæki sameinast Nýja Kaffibrennslan ehf. á Akureyri, Akva ehf. smjörlíkis- og safagerð og Búbót ehf. sultu- og sósugerð á Húsavík hafa sameinað 100% eignarhald félaganna undir merkjum AKRA ehf. og tók sameiningin gildi 1. september 2003. Í hinu nýja sameinaða eignarhaldsfélagi mun Sjöfn hf. eiga 50% hlut og Ó. Johnsson & Kaaber ehf. 50%. Ársvelta sameinaðs fyrirtækis nemur um 400 milljónum króna. Nýja kaffibrennslan ehf. hóf starfsemi um mitt ár 2000 þegar rekstur Kaffibrennslu Akureyrar hf. og Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber var sameinaður í nýju félagi, m.a. til að efla samkeppnisgetu félaganna og er öll framleiðsla fyrirtækisins á Akureyri. Ársframleiðsla fyrirtækisins hefur verið 450 tonn en það hefur selt ýmsar tegundir af kaffi undir þremur vörumerkjum; Braga-, Kaaber- og Rúbínkaffi. Akva framleiðir ýmiskonar feitivörur auk safa. Helstu vörumerki Akva eru Frissi Fríski, Blanda, AKRA smjörlíki og Gula bandið. Akva hefur verið með verktakasamning við Norðurmjólk á Akureyri um framleiðslu, sölu og markaðssetningu á vörum félagsins. Búbót ehf. á Húsavík framleiðir sultur, saftir, borðedik og ediksýru undir vörumerkinu „Mömmu", ávaxtaþykkni undir vörumerkinu „Náttúra og ýmsar sósur undir vörumerkinu KEA, ásamt annarri matvælaframleiðslu. Síðastliðið haust gerði fyrirtækið samstarfssamning við Íslensk fjallagrös ehf. um framleiðslu á hálsmixtúru og nú hefur verið ákveðið að móttaka og úrvinnsla á öllum fjallagrösum verði hjá Búbót ehf. á Húsavík. Einnig er Búbót með samstarfssamning við Sólbrekku ehf. á Húsavík, sem framleiðir berjavínið Kvöldsól. Stefnt er að því að sameina rekstur og framleiðslu Akva ehf og Búbótar ehf. fyrir lok árs 2003. Í stjórn eignarhaldsfélagsins AKVA verða Baldur Guðnason og Steingrímur H. Pétursson frá Sjöfn og Ólafur Johnsson og Kristinn Gylfi Jónsson frá Ó. Johnson & Kaaber. Baldur Guðnason verður stjórnarformaður sameinaðs félags. Stjórn nýja félagsins mun jafnframt verða framkvæmdastjórn félagsins og sitja sömu aðilar í stjórnum dótturfélaganna; Nýju Kaffibrennslunnar, Akva og Búbótar. Jakob S. Bjarnason verður framkvæmdastjóri Búbótar og AKVA. Úlfar Hauksson, framkvæmdastjóri Nýju Kaffibrennslunnar lætur af störfum af eigin ósk en mun næstu mánuði sinna ráðgjöf í tilteknum sérhæfðum verkum þar til þeim hefur verið fundinn nýr farvegur. Frétt af www.mbl.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/atvinnumalanefnd-haettir-storfum
Atvinnumálanefnd hættir störfum Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar hélt sinn síðasta fund í dag og hætti þar með formlega störfum. Um leið var verkefnum sem nefndin hafði unnið að flestum vísað til nýstofnaðrar Kynningar- og markaðsstofu Akureyrarbæjar (KOMA) sem mun fylgja þeim eftir. Það að nefndin skuli vera lögð niður er í samræmi við tillögur um breytingar á aðkomu bæjarins að atvinnumálum sem hún átti sjálf drjúgan þátt í að móta. Einnig var á fundinum samþykkt tillaga um að skipaður verði starfshópur sem fylgi eftir þeim tillögum og hugmyndum sem hafa komið fram vegna vinnu að Byggðaáætlun 2002-2005 og geta stuðlað að eflingu byggðar á Akureyri. Atvinnumálanefnd heyrir nú sögunni til. Myndin var tekin að loknum síðasta fundi. F.v. Bjarni Jónasson, formaður, Oktavía Jóhannesdóttir, varamaður í stað Inga Rúnars Eðvarðssonar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Guðmundur Ó. Guðmundsson og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stada-jafnrettisradgjafa-akureyrarbaejar
Staða jafnréttisráðgjafa Akureyrarbæjar Fimmtán umsóknir bárust um starf jafnréttisráðgjafa Akureyrarbæjar sem auglýst var laust til umsóknar í síðasta mánuði. Af þessum fimmtán umsóknum voru 7 frá körlum. Staða jafnréttisfulltrúa er 100% og verður á stjórnsýslusviði og ein af sex stöðum sem heyra beint undir bæjarstjóra. Umsækjendur um stöðuna eru: Ásta María Sverrisdóttir, Reykjavík, Dögg Matthíasdóttir, Akureyri, Gísli Þór Gunnarsson, Reykjavík, Guðmundur Björn Eyþórsson, Kópavogi, Haukur Hauksson, Reykjavík, Helga Rún Viktorsdóttir, Reykjavík, Hildur Fjóla Antonsdóttir, Reykjavík, Hulda Sigríður Guðmundsdóttir, Akureyri, Katrín Björg Ríkarðsdóttir, Akureyri, Kristín Ólafsdóttir, Reykjavík, Linda Hrönn Ríkharðsdóttir, Akureyri, Ragnar Þór Pétursson, Dalvík, Sigfús Aðalsteinsson, Akureyri, Steinar Almarsson, Akranesi, og Þórður Björn Sigurðsson Reykjavík. Stefnt er að því að ráða í stöðuna eftir miðjan þennan mánuð. Undanfarin fjögur ár hefur Elín Antonsdóttir verið í 50% stöðu sem jafnréttisfulltrúi bæjarins en hún lét af störfum í byrjun júlí sl. Frétt af www.mbl.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/lendingarkeppni-svifflugsfelags-akureyrar
Lendingarkeppni Svifflugsfélags Akureyrar Svifflugfélag Akureyrar stóð fyrir árlegri lendingarkeppni á Melgerðismelum s.l. laugardag og var þetta í 29. sinn sem keppnin er haldin. Alls voru 10 keppendur skráðir til keppni en sigurvegari varð Snæbjörn Erlendsson. Í öðru sæti varð Valdimar Jónsson og Baldur Vilhjálmsson í þriðja sæti. Að keppni lokinni var efnt til grillveislu og sungnir voru félagssöngvar fram eftir kvöldi. Frétt af www.local.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/morgunverdarfundur-um-uppbyggingu-visindagards-a-akureyri
Morgunverðarfundur um uppbyggingu vísindagarðs á Akureyri Morgurnverðarfundur verður haldinn um uppbyggingu vísindagarðs á Akureyi mánudaginn 15. september nk. kl. 9.00 í húsnæði háskólans á Sólborg. Ronald C. Kysiak, forsvarsmaður Evanston Inventure vísindagarðsins í Northwerstern University í Bandaríkjunum mun fjalla um uppbyggingu vísindagarðs á Akureyri og Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA fjallar um uppbyggingu og þróun Háskólans á Akureyri. Að umfjöllun lokinni verða umræður og framsögumenn munu svara spurningum fundarmanna. Það er Impra nýsköpunarmiðstöð, rekstrar-og viðskiptadeild Háskólans á Akureyri og KEA sem bjóða til þessa morgunverðarfundar en hann fer fram í húsnæði skólans að Sólborg í stofu B 217. Fundurinn er öllum opinn en nánari upplýsingar veitir Jónína Guðmundsdóttir, kynningarstjóri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aframhaldandi-starfsemi-lautar-er-tryggd
Áframhaldandi starfsemi Lautar er?tryggð Samningur sem tryggir framtíð Lautar, athvarfs Rauða krossins fyrir geðfatlaða á Akureyri var undirritaður í dag. Samningurinn er milli Akureyrardeildar Rauða krossins, Akureyrarbæjar og Geðverndarfélags Akureyrar. Með samningnum er starfsemi Lautar tryggð til næstu þriggja ára, en samkvæmt honum er gert ráð fyrir verulega auknum framlögum bæjarins til athvarfsins. "Laut hefur svo sannarlega sannað gildi sitt síðan hún var stofnuð sem tilraunaverkefni haustið 2000," segir Sigurður Ólafsson formaður Akureyrardeildar Rauða kross Íslands. "Hingað geta geðfatlaðir leitað og fengið félagsskap og aðstoð, auk þess sem hægt er að borða hádegisverð við vægu gjaldi." Laut var stofnuð í kjölfar skýrslu sem Rauði kross Íslands birti árið 1999 og var nefnd "Hvar þrengir að?" Skýrslan byggði á rannsókn sem leiddi í ljós að mikill fjöldi geðfatlaðra einstaklinga býr við einangrun og kröpp kjör. Aðsókn að Laut hefur verið vaxandi allt frá stofnun og var í hámarki í sumar. Auk Lautar á Akureyri starfrækir Rauði krossinn athvörfin Vin í Reykjavík, Dvöl í Kópavogi og Læk í Hafnarfirði. Markmið með athvörfunum er að rjúfa félagslega einangrun geðfatlaðra, draga úr endurinnlögnun á geðdeildir og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkja og tillit er tekið til hvers og eins. Með samningnum sem verður undirritaður í dag verður stofnuð verkefnisstjórn sem í verða fulltrúar bæjaryfirvalda, Geðverndarfélagsins og Rauða krossins. Gert er ráð fyrir að Akureyrarbær leggi fjórar milljónir króna til verkefnisins, Rauði krossinn fjórar milljónir og Geðverndarfélagið tvær milljónir, sem er framlag frá Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Fv. Kristján Jósteinsson frá Geðverndarfélagi Akureyrar, Kristján Júlíusson bæjarstjóri og Sigurður Ólafsson frá Akureyrardeild Rauða krossins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/felagasvisindatorg-i-haskolanum-a-akureyri
Félagasvísindatorg í Háskólanum á Akureyri Á félagsvísindatorgi á morgun, miðvikudaginn 17. september, mun Þóroddur Bjarnason, félagsfræðingur, fjalla um framtíðarsýn íslenskra unglinga og viðhorf þeirra til heimahaganna. Búferlaflutningar ungs fólks frá landsbyggðinni til Reykjavíkur hafa lengi verið nokkurt áhyggjuefni. Rannsóknir benda til að búsetuáform unglinga hafi talvert forspárgildi um slíka þróun í einstökum byggðarlögum. Í erindi sínu mun Þóroddur kynna breytingar á búsetuóskum og búsetuvæntingum íslenskra unglinga frá 1992 til 2003 og ræða um þá þætti sem slíkum viðhorfabreytingum tengjast. Til dæmis er leitað eftir því hvort unglingar búist við því að flytja nauðugir eða viljugir frá heimahögum sínum og spurt hvort flutningar af landi brott kunni að verða stærra vandamál en flutningar innanlands í framtíðinni. Þóroddur Bjarnason lauk BA námi í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 1991, MA námi í aðferðafræði við University of Essex árið 1995 og doktorsprófi í félagsfræði frá University of Notre Dame í Bandaríkjunum árið 2000. Hann starfar nú sem lektor í félagsfræði við State University of New York í Bandaríkjunum. Þóroddur hefur stundað margvíslegar rannsóknir á viðhorfum og hegðun íslenskra unglinga og ritað fjölda fræðigreina um þau efni á innlendum og erlendum vettvangi. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 14 í húsnæði háskólans að Þingvallastræti 23 og hefst klukkan 16:30. Frétt af www.unak.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/vma-faer-starfsmenntaverdlaun-2003
VMA fær starfsmenntaverðlaun 2003 Starfsmenntaverðlaunin voru afhent í fjórða skiptið föstudaginn 12. september síðastliðinn. Verðlaunin hlutu; Eimskip í flokki fyrirtækja, Endurmenntun vélstjóra í flokki fræðsluaðila og Verkmenntaskólann á Akureyri í opnum flokki. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin en athöfnin fór fram í húsi Atvinnulífsins. Starfsmenntaráð og Mennt standa að afhendingu Starfsmenntaverðlaunanna og eru þau hugsuð sem hvatning fyrir aðila sem þykja vera að vinna framúrskarandi starf á sviði starfsmenntunar. Í umsögn dómnefndar segir: Skólinn er frumkvöðull í fjarkennslu og hefur með því stuðlað að auknum möguleikum fólks í dreifbýli til starfsmenntunar. Haustið 1994 fékk VMA heimild Menntamálaráðuneytisins til að setja á fót tilraunaverkefni í fjarkennslu. Verkefnið var smátt í sniðum í upphafi og náði til nokkurra áfanga í ensku og nokkurra tuga nemenda. Upphafsmaður að verkefninu var Haukur Ágústsson og stýrði hann fjarkennslu VMA til ársins 2002 en þá tók Ingimar Árnason við stjórninni. Sú stefna var mörkuð í upphafi að fjarkennslan skyldi byggja á traustum tengslum og tíðum samskiptum á milli kennara og nemenda. Námið byggist að miklu leyti á tölvupóstssamskiptum þar sem rík áhersla er lögð á skilaskyldu nemenda og leiðbeiningarskyldu kennara. Auk tölvupóstsins er mikil áhersla lögð á notkun vefsíða og gagnvirkra æfinga af ýmsu tagi. Hluti námsins fer nú fram í vefumhverfi WebCT en þess má geta að Adam Óskarsson kerfisstjóri VMA átti frumkvæði að því að það var tekið í notkun á Íslandi. Fljótlega kom í ljós að þessi valkostur í námi höfðaði til fjölda fólks og ekki síst þeirra sem áttu ekki kost á að stunda nám með öðrum hætti vegna búsetu sinnar. Til að koma betur til móts við þarfir þessa fólks var af hálfu VMA tekin sú ákvörðun að auka umfang starfseminnar til að fá meiri reynslu og þekkingu út úr verkefninu. Námsframboðið hefur eflst mjög með árunum og nú eru í boði fjölmargir bóklegir áfangar starfsnámsbrauta. Þá hefur nám fyrir iðnsveina til meistaraprófs notið mikilla vinsælda Frétt af www.vma.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/frumkvodlasetur-a-timamotum
Frumkvöðlasetur á tímamótum Ottó Biering Ottósson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður hjá Frumkvöðlasetri Norðurlands ásamt því að sinna kennslu við Háskólann á Akureyri. Ottó er vélfræðingur, rekstrarfræðingur frá HA og er að ljúka M.Sc. námi í hagfræði. Á næstu misserum verður unnið að stefnumótun og áætlunum fyrir starfsemi FN innan HA - samhliða kynningu á frumkvöðlanámi og þeim möguleikum sem felast í þessarri breytingu fyrir nemendur HA og nánasta umhverfi. Samkvæmt samningi Frumkvöðlaseturs og Háskólans mun skólinn reka setrið til loka árs 2005, en þá munu forsendur um áframhaldandi rekstur verða skoðaðar með hliðsjón af árangri setursins. Í undirbúningi er formlegt þriggja anna diplómanám í frumkvölafræðum við HA. Námið verður byggt upp á hefðbundnum rekstrargreinum s.s. vöruþróun, fjármálum, markaðsmálum, stefnumótun auk námskeiða í frumkvöðlafræðum í samráði við Nýsköpunarmiðstöð IMPRU . Nemendur munu vinna stórt verkefni við hugmyndir sínar á Frumkvöðlasetri Norðurlands. Námið mun að öllum líkindum hefjast á vorönn 2004. HA mun með námi í frumkvöðlafræðum og rekstri frumkvöðlaseturs styrkja forsendur fyrir starfrækslu og stofnun Vísindagarðs við HA og tryggja markvissa starfsemi í nýju rannsóknarhúsi. Bakhjarlar Frumkvöðlaseturs eru IMPRA- nýsköpunarmiðstöð, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Tækifæri ehf, KEA samvinnufélag, Sparisjóður á Dalvík og viðskipta og iðnaðarráðuneytið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/31000-gistinaetur-a-tjaldsvaedum-akureyrar
31.000 gistinætur á tjaldsvæðum Akureyrar Gistinætur tjaldsvæðanna á Akureyri voru 31.000 talsins þetta sumarið og fleiri en nokkru sinni fyrr. Gistinætur að Hömrum vour um 14.000 og er það fjölgun um ríflega helming á milli ára. Á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti voru taldar um 17.000 gistinætur en það er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Tjaldsvæðið að Hömrum var tekið í notkun sumarið 2000 og hefur gistináttum þar fjölgar jafnt og þétt frá þeim tíma. Fyrsta árið voru gistinætur þar um 3000, árið 2001 um 4500 og um 6000 í fyrrasumar. Gistinætur á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hafa verið á bilinu 16- 18 þúsund undanfarin ár og því er um hreina fjölgun gistinátta í bænum að ræða með tilkomu tjaldsvæðisins að Hömrum. Þessa dagana er verið að loka tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti en gestir eiga þess enn kost að gista að Hömrum, enda er aðstaða til að taka á móti fólki mun betri en við Þórunnarstræti. Verið er að kanna að taka á móti gestum þar lengur en venjulegt þykir og lengja þar með ferðamannatímabilið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/framhaldsskolarnir-komnir-af-stad
Framhaldsskólarnir komnir af stað Verkmenntaskólinn á Akureyri er kominn á fullt skrið og hafa nýnemar verið busaðir á hefðbundinn hátt. Nú eru 20 ár liðin frá stofnun skólans og verður þess minnst með ýmsum hætti á árinu. Af því tilefni reið SBA-Norðurleið á vaðið, skipulagði haustferð nýnema um Eyjafjörð í samvinnu við skólann og gaf honum aksturinn. Alls tóku 250 nemendur þátt í ferðunum auk 30 kennara. Menntaskólinn á Akureyri var settur í 124 skiptið um helgina. Nýr skólameistari, Jón Már Héðinsson, hélt sína fyrstu setningarræðu og sagði meðal annars að sameiginlegir nemendagarðar Menntaskólans og Verkmenntaskólans myndu treysta félagslíf í báðum skólunum og að þeir verði skref í áttina að því að auka samstarf skólanna og þegna þeirra. Nýju Nemendagarðarnir munu hýsa alls 334 nemendur, þar af 218 frá Menntaskólanum og um 117 frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/visindavefur-idavallar
Vísindavefur Iðavallar Vísindavefur leikskólans Iðavallar á Akureyri er kominn í úrslit í evrópskri samkeppni um nýtingu upplýsingatækni í skólum. 720 skólar voru með í upphafi en smátt og smátt hefur hópurinn þrengst og nú eru einungis 10 skólar eftir. Iðavöllur er þeirra á meðal og hefur fulltrúa frá skólanum verið boðið að vera við verðlaunaafhendingu í Genf í Sviss í næsta mánuði. Þá kemur í ljós í hvaða sæti vísindavefur Iðavallar lendir. Vefurinn sem hefur verið kallaður vísindavefurinn heitir á heimasíðu leikskólans "Þar er leikur að læra". Heitið er sótt í einkunnarorð skólans en leitast er við að hafa nám og starf bæði skemmtilegt og áhugavert. Vefurinn varð til fyrr á þessu ári og megin markmið hans er að halda utanum verkefni barnanna og vera þannig einskonar myndaalbúm. Textinn á vefnum hefur það hlutverk að tengja verkefnin við hugmyndafræði skólans og útskýra ögn sumt af því sem á bak við verkefnin liggur. Vefurinn hefur margskonar gildi, hann gefur börnum tækifæri til að skoða verkefnin sín, jafnvel eftir að þau eru komin í grunnskóla. Hann gefur foreldrum færi á að fylgjast með og fá aukna innsýn í daglegt starf barna þeirra í leikskólanum. Vefurinn getur einnig nýst öðrum kennurum eða hverjum þeim sem hefur áhuga á að kynna sér hvernig yngri börn rannsaka og læra. Anna Elísa og Arnar Yngvason leikskólakennarar og höfundar vefsins segja það hafa verið mest til gamans gert að senda vefinn inn í ecshola keppnina, forsendan helst sú að gaman væri að vekja athygli á því starfi sem fram fer í leikskólanum. Árangurinn er bónus og gleðiefni um leið og hann er hvatning til að halda áfram að vinna að faglegu og metnaðarfullu leikskólastarfi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thekking-hf-og-fridrik-skulason-ehf-i-samstarf
Þekking hf. og Friðrik Skúlason ehf. í samstarf Friðrik Skúlason ehf. og Þekking hf. hafa gert með sér samning um endursölu á F-Prot AVES póstsíunarþjónustu Friðriks Skúlasonar ehf. til viðskiptavina Þekkingar hf. Hjá Þekkingu starfa á fjórða tug starfsmanna á tveimur starfsstöðum á landinu, í Kópavogi og á Akureyri. Um er að ræða SecureActive þjónustuleiðina sem er sveigjanleg áskriftarleið innan F-Prot AVES póstsíunarkerfisins. Í SecureActive þjónustunni er allur tölvupóstur yfirfarinn og sýkt viðhengi hreinsuð áður en þau berast til viðtakanda, ásamt því að allur ruslpóstur er annað hvort merktur, svo viðtakandi geti síað hann í sérstakt pósthólf, eða honum er hafnað. Þau viðhengi sem ekki er hægt að hreinsa eru geymd í sóttkví svo og allur ruslpóstur. Þekking hf. leggur áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum bestu lausnir sem til eru til að tryggja þeim öruggan rekstur tölvukerfa og er þessi samningur liður í þeirri stefnu. Auk þess að vírushreinsa allan tölvupóst er öflug ruslpóstsíun í F-Prot AVES sem ver notendur fyrir óæskilegum ruslpósti (SPAM) og eykur þannig afköst og framleiðni starfsmanna. F-Prot AVES þjónustan er sjálfkrafa uppfærð af veirusérfræðingum Friðriks Skúlasonar ehf. jafnóðum og nýjar ógnir steðja að tölvunotendum og því er viðbragðstími uppfærslna á F-Prot AVES þjónustunni alla jafna mun skemmri en hjá almennum notendum veiruvarna. Kostir þessa komu bersýnilega í ljós í síðustu viku þegar W32/Sobig.F@mm ormurinn byrjaði að dreifa sér með miklum hraða. Notendur F-Prot AVES þjónustunnar voru aldrei í neinni hættu þar sem þjónustan hafði verið uppfærð innan við 20 mínútum eftir að veirusérfræðingar Friðriks Skúlasonar ehf. fengu fyrsta sýnieintakið af orminum. Þess má geta að fyrsta eintak ormsins barst ekki til almennra notenda hér á landi fyrr en 47 mínútum eftir að F-Prot AVES þjónustan hafði verið uppfærð. Notendur hennar voru því vel tryggðir og áttu aldrei á hættu að smitast.
https://www.akureyri.is/is/frettir/norraen-radstefna-um-leikskolamal-a-akureyri
Norræn ráðstefna um leikskólamál á Akureyri Í morgun var norræn ráðstefna um leikskólamál sett í Íþróttahöllinni á Akureyri en hún mun standa yfir í dag og á morgun. Að ráðstefnunni standa vinarbæirnir Akureyrarbær, Randers í Danmörku, Álasund í Noregi og Västerås í Svíþjóð. Á ráðstefnunni verða meðal annars fyrirlestrar, vinnuverksmiðjur/workshop frá hverju landi svo og leiskskólaheimsóknir og menningarganga. Fyrirlesarar eru Guðrún Alda Harðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og Stig Broström frá Danska Uppeldisháskólanum. Í vinnuverksmiðjunum verður margt í boði og meðal annars fjallar Arnar Yngvason, deildarstjóri við Leikskólann Iðavöll um börn og tölvunotkun og Morten Jahren frá Noregi mun fjalla um nýja kynslóð af foreldrum. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Den moderne barndom som udfordring" og fer hún að öllu leyti fram dönsku, norsku eða sænsku. Þátttakendur eru yfir 200 manns.
https://www.akureyri.is/is/frettir/amtsbokasafnid-opnar-a-ny
Amtsbókasafnið opnar á ný Vegna framkvæmda við Amtsbókasafnið hefur það verið lokað að undanförnu. Nú er það hinsvegar opið á ný og er inngangurinn aðeins norðar en sá gamli. Þessi aðstaða er þó aðeins til bráðabirgða en reynt verður að veita eins góða þjónustu og mögulegt er. Ekki verður hægt að komast í prentskil og gömul dagblöð fyrr en eftir áramót. Þrátt fyrir að safnkosturinn sé minni í bráðabirgðaaðstöðunni, þá er hægt að nálgast allar útlánabækur sem eru í geymslu með því að biðja um að þær séu sóttar. Þetta er gert á klukkustundar fresti frá kl. 11.00 ? 17.00. Afgreiðslutíminn er sá sami og venjulega: Mánudaga - föstudaga: 10.00-19.00 Laugardaga: 10.00-15.00 Ný símanúmer safnsins: Afgreiðsla: 460-1250 Amtsbókavörður: 460-1253 Bréfasími: 460-1251 Heimsendingar: 460-1252 Meira um Amtsbókasafnið er að finna á heimsíðu þess www.amtsbok.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/halka-a-gotum
Hálka á götum Það var í rauninni sjálfgefið fyrir Akureyringa að skilja bílana eftir heima í morgun á hinum svokallaða "bíllausa degi". Fljúgandi hálka var á götum bæjarins og fæstir komnir á vetrardekk. Með bíllausa deginum lýkur evrópskri umferðarviku en tilgangurinn með henni var að vekja athygli á þeirri mengun og auðlindasóun sem fylgir óhóflegri bílnotkun. Í tilefni dagsins kom út fyrir helgi á vegum Akureyrarbæjar og Staðardagskrár 21 lítill bæklingur um orkuna og umferðina sem dreift var í öll hús í bænum. En það lögðust sem sagt allir á eitt, bæði veðurguðir og menn, um að sem minnst yrði farið um á bílum þennan ágæta mánudag. Veður hefur skánað eftir því sem liðið hefur á daginn og hálkan eitthvað látið undan síga. Veðurhorfur næstu daga eru þessar samkvæmt Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag: Norðaustan og norðan 8-13 m/s og rigning með köflum. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðvestanlands. Á fimmtudag: Norðanátt og víða él, en léttir til sunnanlands. Heldur kólnandi veður. Á föstudag: Norðvestlæg átt og víða bjart veður, en stöku él með austurströndinni. Hiti 1 til 6 stig að deginum. Á laugardag og sunnudag: Suðvestlæg átt og súld með köflum vestanlands, en annars bjart veður. Hlýnar í veðri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tharf-ad-auka-personuvernd
Þarf að auka persónuvernd? Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér á Lögfræðitorgi HA á morgun hvort óvægin umfjöllun fjölmiðla kalli á aukna persónuvernd. Á liðnum árum hafa fjölmiðlar gerst æ ágengari í umfjöllun sinni um málefni einstaklinga. Deilt er um hvort fjölmiðlar hafi með breyttum starfsháttum rofið varnarmúra friðhelgi einkalífsins með þeim hætti að ekki verði úr bætt. Á móti koma hugmyndir og lög um tjáningarfrelsið og sú skoðun að fjölmiðlum beri að upplýsa almenning um það sem miður fer í samfélaginu. Sú tilhneiging áhrifamikilla fjölmiðla í nágrannalöndum Íslendinga að birta fyrirvaralítið alvarlegar ásakanir á hendur einstaklingum hefur verið gagnrýnd harðlega og bent hefur verið á að jafnvel þótt enginn einn fjölmiðill gangi of langt í umfjöllun sinni geti heildaráhrifin valdið þeim sem í hlut á óbætanlegum skaða. Fjölmiðlar eru gjarnan kallaðir fjórða vald hins vestræna lýðræðisríkis. Sú spurning hlýtur að vakna hvort máttur þeirra sé orðin slíkur að nauðsynlegt sé að takmarka þetta vald með svipuðum hætti og vald ríkisins. Fyrirlestur Styrmis Gunnarssonar verður fluttur þriðjudaginn 23. september kl. 16.30 við Lögfræðitorg Félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri að Þingvallarstræti 23, stofu 14. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/faekkun-gistinatta-a-nordurlandi-eystra
Fækkun gistinátta á Norðurlandi eystra Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fjölgaði gistinóttum á hótelum og gistiheimilum landsins frá janúar til apríl 2003 um 6% milli ára. Mest varð hlutfallsleg aukning á Norðurlandi vestra, 47%, en á Norðurlandi eystra fækkaði gistinóttum um 200 eða 1%. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum fyrstu 4 mánuði ársins voru 245 þúsund en þær voru 231 þúsund fyrir sama tímabil árið 2002. Útlendingum fjölgaði þá um 10% meðan Íslendingum fækkaði um 1%. Á þessum fyrsta ársþriðjungi voru gistinætur á höfuðborgarsvæðinu 175 þúsund en töldust 166 þúsund árið áður (5%). Á Suðurnesjum fjölgaði gistinóttum um 11% og fóru úr 8.700 í 9.700. Á Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum um 400 eða 21%. Á Norðulandi vestra töldust gistnæturnar tæplega 1.800 en voru rúmlega 1.200 árið 2002 sem gerir aukningu um 47%. Á Suðurlandi fóru gistinætur úr 21 þúsundum í 28 þúsund sem er 31% aukning milli ára. Annars staðar á landinu átti sér stað fækkun milli ára. Á Vesturlandi fækkaði gistinóttum um rúmlega 1.100 (-17%), á Austurlandi fækkaði þeim um 1.900 (-21%) og á Norðurlandi eystra fækkaði gistinóttum um 200 (-1%). Ef skoðaður er hver mánuður fyrir sig má sjá að fyrir landið í heild sinni fækkar gistinóttum lítillega í janúar (-5%) og febrúar (-1%). Þeim fjölgar hinsvegar í mars um 7% og í apríl um 17%. Í ljós kemur einnig að útlendingum fer fjölgandi á hótelum og gistiheimilum á þessum árstíma en Íslendingum fækkar. Frá árinu 1997 hefur gistináttafjöldinn aukist um 42% á þessum fyrstu mánuðum ársins. Á þeim tíma hefur gistinóttum Íslendinga fjölgað um 2% en útlendinga um 72%. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega. www.hagstofa.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/castor-midlun-a-akureyri-mun-sja-um-frettathjonustu-fyrir-stod-2
Castor miðlun á Akureyri mun sjá um fréttaþjónustu fyrir Stöð 2 Castor miðlun ehf. á Akureyri hefur tekið að sér fréttaþjónustu fyrir Stöð 2 á Akureyri veturinn 2003-2004. Hjá Castor vinna 10 starfsmenn og eru þeir á aldrinum 18 til 23 ára. Hópurinn sem stendur í kringum fyrirtækið varð til í kringum Söngkeppni framhaldsskólanema sem haldin var á Akureyri í vor. Castor miðluntekur að sér fjölþætt verkefni á sviði margmiðlunar og skipulagningar viðburða. Meðal annarra verkefna er vefsíðugerð, hugbúnaðargerð, auglýsingahönnun, umbrot og uppsetning fyrir prentun svo og myndatökur, klipping, fjölföldun og yfirfærsla myndbanda. Einnig býður Castor miðlun upp á skipulagningu ýmiskonar viðburða, svo sem tónleika og árshátíðir. Fyrirtækið var stofnsett í mai 2003 og er til húsa í Kaupvangsstræti 4 en einnig er starfsstöð í Hólmaslóð 4 í Reykjavík. Stjórnarformaður er Benedikt Þorri Sigurjónsson og framkvæmdastjóri er Örlygur Hnefill Örlygsson. Meira um Castor miðlun ehf. á heimasíðu þeirra www.castor.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/katrin-bjorg-rikardsdottir-jafnrettisradgjafi
Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisráðgjafi Á fundi jafnréttis- og fjölskyldunefndar í morgun var tillaga bæjarstjóra um ráðningu Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur í stöðu jafnréttisfulltrúa samþykkt einróma. Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur lokið BA prófi í sagnfræði auk prófs í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda. Hún hefur síðastliðin ár starfað sem sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Helstu verkefni nýráðins jafnréttisráðgjafa verða að hafa umsjón með framkvæmd og eftirfylgni jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar í samvinnu við jafnréttis- og fjölskyldunefnd og bæjaryfirvöld, vinna að stefnumótun ásamt samræmingu málaflokksins hjá Akureyrarbæ, umsjón með úttektum og rannsóknum á stöðu og kjörum kynjanna í bæjarkerfinu og í sveitarfélaginu ásamt umsjón með fræðslustarfi um jafnréttismál fyrir bæjarbúa, bæjarstofnani, stjórnendur, kjörna fullltrúa og starfsmenn bæjarins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/themavika-i-hlidarskola
Þemavika í Hlíðarskóla Á föstudag í seinustu viku lauk þemaviku í Hlíðarskóla þar sem íslenski hesturinn var viðfangsefnið. Þá var skóanefnd og skólastjórum bæjarins boðið að koma og sjá afraksturinn ásamt foreldrum og þeim sem höfðu aðstoðað á einn eða annan veg. Keppt var í leikjum eins og skeifnakasti og hlustað á drengina syngja og flytja brot af því sem unnið var með ásamt því að skoða ljóð og sögur eftir þá sjálfa. Alls eru 16 drengir í skólanum og fóru þeir á hestbak á hverjum degi að Björgum í Hörgárdal þar sem kokkurinn í Hlíðarskóla býr. Drengjunum var kennd almenn umgengni og hirðing við hestana ásamt því að ýmis verkefni voru unnin sem tengdust hestum á einhvern hátt. Lesin voru ljóð, sögur, þjóðsögur og hesturinn í myndlistinni kynntur. Málverk af hestum voru fengin að láni og einnig heilmikið af gömlum munum sem voru kynntir. Starfsmenn og nemendur Hlíðarskóla voru sjálfum sér samkvæmir og borðuðu hrossakjöt alla vikuna, matreitt á hina ýmsu vegu. Hlíðarskóli er staðsettur 5 kílómetra norðan við Akureyri og er hann sérskóli innan grunnskóla Akureyrar fyrir nemendur með verulegan aðlögunarvanda. Skólinn er í skemmtilegu og fallegu umhverfi sem býður upp á náttúrutengd verkefni eins og þetta þemaverkefni. Meira um skólann á heimasíðu hans www.hlidarskoli.akureyri.is Hér eru drengirnir að bleyta hestana í Hörgá.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vertu-til
Vertu til! Á aðalfundi Eyþings sem haldinn verður á föstudag á Ólafsfirði verður samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis-og vímuvarnarráðs, Vertu til! kynnt. Megininntak verkefnisins er fólgið í ráðgjöf og upplýsingamiðlun um skipulag og framkvæmd forvarnastarfs gagnvart ungu fólki. Nafngift verkefnisins, Vertu til, er tilkomin vegna þess að aðstandendur þess vilja leggja áherslu á hið góða og jákvæða í lífinu; það er að segja á nauðsyn þess að ungt fólk sé einfaldlega til og njóti lífsins án aðstoðar vímugjafa. Bryndís Arnars forvarnarfulltrúi Akureyrarbæjar er í stjórn verkefnisins vertu til. Á fundinum sem byrjar kl. 13:00 verður meðal annars farið í gegnum það hvernig hægt er að styðja við það forvarnarstarf sem þegar er unnið hjá sveitarfélögunum eða aðstoðað við að koma af stað markvissu forvarnarstarfi sem tekur mið af aðstæðum á hverjum stað. Að lokinni kynningu á aðalfundi Eyþings hefst sérstakur fundur um forvarnir í félagsheimilinu Tunglinu sem er í sama húsi. Hægt er að skoða nánar um verkefnin á vefslóðinni: http://www.vertutil.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/heradsskjalasafnid-komid-i-nybygginguna
Héraðsskjalasafnið komið í nýbygginguna Héraðsskjalsafnið hefur nú flutt aðsetur sitt af 2. hæð í gamla húsinu í Brekkugötu 17 yfir á 3. hæð í nýbyggingunni. Endanleg mynd verður þó ekki komin á safnið fyrr en öllum framkvæmdum verður lokið, því ennþá vantar eitthvað af húsgögnum og tækjum og einnig geymslu í eldri byggingunni sem nú er í endurnýjun. Safnið hefur fengið sérstaka lestraraðstöðu fyrir sína gesti, þar sem hægt er að skoða það efni sem safnið hefur að geyma. Má þar nefna skjöl frá Akureyrarbæ og öðrum sveitarfélögum í héraðinu, skjöl frá félögum, stofnunum, verslunum og einstaklingum. Aðstaða til ættfræðirannsókna verður mjög góð, því kirkjubækur og manntöl af öllu landinu eru aðgengileg á filmum og við flutningana fékk safnið öll ættfræðirit sem áður voru á lestrarsal Amtsbókasafnsins. Afgreiðslutími er sá sami og verið hefur: Mánudaga - föstudaga: 10.00-19.00 Laugardaga: 10.00-15.00 Ný símanúmer safnsins: Héraðsskjalasafnið á Akureyri: 460-1290 Héraðsskjalavörður: 460-1292 Bréfasími: 460-1291
https://www.akureyri.is/is/frettir/umraedan-a-akureyri
Umræðan á Akureyri Opnaður hefur verið spjallvefur hér á Akureyrarsíðunni sem á að vekja til umræðna um málefni er varða Akureyrarbæ. Þetta er liður í að framfylgja málefnasamning meirihlutans í bæjarstjórn Akureyrar og er það er von manna að nú hefjist málefnamiklar og skemmtilegar umræður.Fylgst verður náið með því sem fram kemur í spjallinu og verður skrifunum komið áfram til þeirra er málið varðar og óskað eftir viðbrögðum. Akureyringar eru hvattir til að kíkja inn á spjallið og vera svo duglegir að skrifa um það sem betur mætti fara en einnig um það sem er þegar gott og jákvætt. Til að geta skrifað pistil inn á spjallið er nauðsynlegt að notendur skrái sig, en til að lesa það sem aðrir hafa skrifað er það ekki nauðsynlegt. Umræðuhnappinn er að finna á forsíðu Akureyrarsíðunnar, efst til vinstri. Einfaldlega smellið á hnappinn og takið þátt í umræðunni!
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaldbakur-eykur-hlut-sinn-i-sildarvinnslunni
Kaldbakur eykur hlut sinn í Síldarvinnslunni Fjárfestingafélagið Kaldbakur hf. á Akureyri keypti í gær hlut í Síldarvinnslunni í Neskaupstað (SVN) fyrir rúmlega 66,5 milljónir króna að nafnverði. Fyrir átti Kaldbakur tæplega 4% hlut í SVN en á nú tæp 8%. Hlutinn keypti Kaldbakur á genginu 4,05 og greiddi því um 270 milljónir króna fyrir hlutinn. Stærsti eigandinn að Síldarvinnslunni er Samherji hf. á Akureyri með ríflega 20% hlut en Samherji er næst stærsti eigandinn að Kaldbaki, á eftir KEA, með tæplega 13% hlut. Eiríkur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks hf., er varamaður í stjórn Síldarvinnslunnar og Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar og forstjóri Samherja, er varamaður í stjórn Kaldbaks hf. Samkvæmt tilkynningu sem Síldarvinnslan sendi Kauphöll Íslands í júlí síðast liðnum, um 15 stærstu eigendur Síldarvinnslunnar, var Samherji hf. stærsti eigandinn með ríflega 20% hlut. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN), Fjarðabyggð og Olíusamlag útvegsmanna í Neskaupstað (OÚN) áttu samtals rúm 13,6% í Síldarvinnslunni. Af 15 stærstu hluthöfum í Síldarvinnslunni voru fjögur félög skráð á Akureyri: Samherji, Kaldbakur, Fjárfestingafélagið Fjörður og Rauðavík. Samtals áttu þessi félög í júlí 31.25% í Síldarvinnslunni. Af 15 stærstu hluthöfunum voru fjórir þeirra skráðir í Fjarðabyggð: Snæfugl, Samvinnufélag útgerðarmanna, Fjarðabyggð og Olíusamlag útvegsmanna. Eignarhlutur þessara aðila í Síldarvinnslunni var samtals 26,58% en þar að auki átti Lífeyrissjóður Austurlands 2,62% í Síldarvinnslunni í júlí. Frétt af www.local.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/aevintyraleikhus-barnanna-i-gongugotunni-i-dag
Ævintýraleikhús barnanna í göngugötunni í dag Í dag klukkan 17 munu krakkar sem taka þátt í Ævintýraleikhúsi barnanna vegum Önnu Richardsdóttur og Örnu Valsdóttur sýna spuna í búðarglugga verslunarinnar Centró í göngugötunni á Akureyri. Krakkarnir ætla að sýna leikþátt sem verður ekki fullsaminn heldur munu krakkarnir spynna sig áfram. Markmið þeirra Önnu og Örnu er að þetta verði mánaðarlegur viðburður en staðsetningin mun breytist hverju sinni. Krakkarnir eru á aldrinum 7 til 9 ára og er þetta í raun spunaleikhús og vísindasmiðja. "Þetta er áhættuleikhús í leiðinni," segir Anna, "svolítið eins og lífið, maður veit ekki alveg hvað gerist." Anna sér um hreyfiþáttinn og dansinn en Arna um vísindasmiðjuna. Ævintýraleikhúsið ætlar sér að vera í göngugötunni seinasta föstudag í hverjum mánuði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sogugongur-minjasafnsins
Sögugöngur Minjasafnsins Minjasafnið á Akureyri mun á næstu misserum bjóða upp á gönguferðir með leiðsögn um Akureyri fyrir hópa. Í gönguferðum safnsins gefst tækifæri til að fræðast um sögu Akureyrar á einstakan hátt. Gengið er um elstu hverfi bæjarins, staldrað við merkileg hús og er göngufólk frætt um sögu húsanna og íbúa fyrr á tíð. Minjasafnið hóf skipulagðar sögugöngur fyrir nokkrum árum og hefur þátttaka í þeim farið vaxandi með hverju árinu. Bæjarbúar hafa verið mjög duglegir að mæta í auglýstar göngur en undanfarin misseri hefur færst í vöxt að slíkar göngur séu pantaðar af hópum sem leggja leið sína til Akureyrar. Slíkar göngur hafa verið vinsælar sem hluti af dagskrá árshátíða eða ráðstefna. Boðið er upp á nokkrar sögugöngur til dæmis Innbæjargöngu um gömlu Akureyri, gönguferð um Oddeyrina, Frá kirkju til kirkju, þar sem gengið er frá Akureyrarkirkju að Minjasafnskirkjunni, og Nonnagöngu í samstarfi við Nonnahús. Leiðsögn getur farið fram á íslensku, ensku eða skandinavísku. Sögugöngur fyrir hópa kosta kr. 10.000 og þarf að panta með um það bil tveggja vikna fyrirvara.
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppgroftur-og-fyllingar-reglur-um-thatttoku-akureyrarbaejar-v
Uppgröftur og fyllingar (Reglur um þátttöku Akureyrarbæjar við uppgröft og fyllingar á lóðum) 1. gr. Markmið með reglum þessum er að auka nýtingu lands í þegar byggðum og grónum hverfum á þeim lóðum sem ekki hafa þótt byggilegar sökum jarðdýpis. 2. gr. Samkvæmt reglum þessum styrkir Akureyrarbær byggjendur einbýlishúsa við uppgröft og fyllingar á úthlutuðum lóðum í þegar byggðum og grónum hverfum skv. nánari skilgreiningu í reglum þessum. 3. gr. Akureyrarbær mun auglýsa þær lóðir sem eiga undir reglur þessar. Í auglýsingu um úthlutun lóðanna skal koma fram að lóðirnar séu styrkhæfar samkvæmt reglum þessum. 4. gr. Sé meðaldýpi á burðarhæfan jarðveg neðar en 3,5 metrar frá botnplötu (lægsta gólf) húss, styrkir Akureyrarbær lóðarhafa sem svarar til kostnaðar við útgröft niður á burðarhæfan botn og malarfyllingu í grunninn, allt að 5,0 metrum neðar en botnplata (lægsta gólf). Að útgreftri loknum skulu fulltrúar lóðarhafa og Akureyrarbæjar mæla sameiginlega dýpt á burðarhæfan botn. 5. gr. Lóðarhafi skal áður en framkvæmdir hefjast, kanna sjálfur með viðurkenndum aðferðum dýpt í grunni. Reynist jarðvegsdýpi við slíka mælingu meira en fram kemur á mæliblaði skal hann tilkynna það til Tækni- og umhverfissviðs. 6. gr. Styrkur er eingreiðsla og greiðist þegar lóðarhafi leggur fram vottorð byggingarfulltrúa um að jarðvegsskiptum sé lokið samkvæmt samþykktri bygginganefndarteikningu og gengið hafi verið frá greiðslu vegna gatnagerðargjalda. Styrkur er án tillits til hússtærðar og reiknast skv. eftirfarandi töflu: m kr. 3,5 0 4 430.000 4,5 915.000 5,0 og dýpra 1.450.000 Greiðsla reiknast línulega milli flokka. 7. gr. Upphæðir breytast fyrsta dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarvísitölu, sem er við gildistöku 286,8 stig. 8. gr. Með samþykkt þessara reglna falla úr gildi reglur um óbyggðar lóðir í Síðuhverfi, samþykktar í bæjarstjórn 6. apríl 1993. Samþykkt í bæjarstjórn 16. september 2003
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinber-heimsokn-landstjora-kanada
Opinber heimsókn landstjóra Kanada Þann 10. október næstkomandi mun landstjóri Kanada, frú Adrienne Clarkson ásamt 70 manna fylgdarliði, koma í opinbera heimsókn til Íslands. Tveimur dögum síðar kemur hópurinn Akureyrar og verður móttaka á Akureyrarflugvelli klukkan 18.00. Um kvöldið verður kvöldverður í boði bæjarstjóra og daginn eftir verður meðal annars Háskólinn á Akureyri heimsóttur og Útgerðarfélag Akureyringa. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímson verður í fylgdarliði landsstjórans og býður hann einnig til kvöldverðar á Akureyri. Seinna fer hluti fylgdarliðsins til Mývatns en aðrir verða eftir á Akureyri. Það verður því margt um manninn þessa daga á Akureyri, eða frá 12. til 15.október.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-heldur-samfelaginu-saman
Hvað heldur samfélaginu saman? Hvað heldur samfélaginu saman? er heiti fyrirlestrar sem verður á Félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri á miðvikudaginn 8. október klukkan 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Fyrirlesari er Ingvill Plesner, félagsfræðingur, og mun hún fjalla um tilraunir fræðimanna til að svara hinu sígilda viðfangsefni félagsfræðinnar; spurningunni um það „hver sé grundvöllur samfélagsins"? Til að varpa ljósi á umræðuna mun hún m.a. skoða þau gildi sem liggja til grundvallar starfi grunnskóla á Norðurlöndum. Í lögum um íslenska grunnskóla segir að: „Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið." Það er eilífðarvandi þeirra sem fást við stjórn mannlegs samfélags að finna hinn gullna meðalveg milli frelsi einstaklingsins og „nauðsynlegs" undirbúnings undir líf og starf í þjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi mun Ingvill fjalla um ólíkar skoðanir fræðimanna á því hvað haldi samfélaginu saman (e. integration). Til að varpa ljósi á umræðuna mun hún skoða þau gildi sem liggja til grundvallar starfi grunnskóla á Norðurlöndum eins og þau koma fram í gildandi lögum og námskrá skólastigsins. Ingvill fjallar einnig um þau samfélagslegu gildi sem lesa má út úr afstöðu ríkisvaldsins til trúarbragða með sérstakri hliðsjón af stjórnarskrárákvæðum og lögum. Ingvill mun sérstaklega beina sjónum sínum í átt til Noregs þar sem málum er í flestu skipað með svipuðum hætti og á Íslandi sbr. ákvæðið hér að ofan og greinar 62 og 63 í stjórnarskrá lýðveldisins. Ingvill Thorson Plesner lauk Cand. Polit. gráðu í félagsfræði frá Háskólanum í Ósló vorið 1998 og Cand. Mag. í opinberum rétti við sama skóla. Hún vinnur nú að doktorsritgerð um trúfrelsi við Norsku mannréttindaskrifstofuna sem heyrir undir lagadeild Óslóarháskóla. Meðal nýlegra viðfangsefna Ingvillar má nefna rannsókn og samanburð á afstöðu einstakra Evrópuríkja til trúarbragða (2002) og rannsókn og samanburði á því hvaða gildi liggi til grundvallar starfi norrænna grunnskóla (2001). Ingvill vann einnig að úttekt á virkni nýrrar námskrár um kristindómsfræðslu, trúarbrögð og lífsskoðanir (2000). Ingvill var gestafræðimaður við lagadeild Emoryháskóla veturinn 2001/2002 með styrk frá sendiráði Bandaríkjanna í Ósló. Hún var gestanemandi við Die Freie Universität í Berlín veturinn 1999/2000 með styrk frá DAAD.
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsstjori-kanada-heldur-minningarfyrirlestur
Landsstjóri Kanada heldur minningarfyrirlestur Mánudaginn 13. október mun landsstjóri Kanada, frú Adrienne Clarkson, flytja fjórða minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar. Landstjórinn kemur til Íslands í opinberri heimsókn í boði forseta Íslands og er á ferðalagi um norðurslóðir Rússlands, Finnlands og Íslands.Fyrirlesturinn er á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og verður í fyrirlestrasal Háskólans á Akureyri í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg. Áætlað er að fyrirlesturinn hefjist kl. 10:00 (nánar auglýst síðar) og er hann opinn almenningi. Fólk er beðið um að mæta tímanlega. Fyrirlestur landstjórans ber heitið "A Threshold of the Mind: The Modern North"
https://www.akureyri.is/is/frettir/gelatinframleidsla-til-akureyrar
Gelatínframleiðsla til Akureyrar Líftæknifyrirtæki á vegum Brims, dótturfélags Eimskips, verður að líkindum stofnað á Akureyri innan skamms með fulltingi spænskra fjárfesta. Gelatín er er prótein sem er aðallega notað við matvælaframleiðslu, lyfjaframleiðslu, snyrtivöruframleiðslu, en einnig í matvæla og prentiðnaði. Eftirspurn eftir gelatíni hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Efnið er fyrst og fremst unnið úr svína- og nautgripahúðum og beinum sláturdýra, en framleiðendur gelatíns hafa verið að svipast um eftir öðru hráefni til vinnslu og beinist kastljósið því nú að sjávarfangi. Í fyrirhugaðri verksmiðju verður unnið gelatín úr fiskroði og er ársvelta fyrirhuguð um 400 miljónir króna. Útgerðarfélag Akureyringa hefur um margra ára skeið starfað að undirbúningi verksmiðjunnar og tók m.a. þátt í verkefni árið 1998 sem Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar leiddi um gerð hagkvæmniathugunar fyrir slíka verksmiðju, úttekt á markaði erlendis og rekstraráætlunar. Aðrir samstarfsaðilar um það verkefni voru Iðtæknistofnun og Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Frétt af www.afe.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-hja-tonlistarskolanum
Opið hús hjá Tónlistarskólanum Í dag 9. október kl. 18.00 verður húsnæði Tónlistarskólans á Akureyri að Hvannavöllum 14 (Linduhúsið) tekið formlega í notkun. Kennsla hófst í húsinu þann 25. ágúst sl. og hefur starfsfólk skólans verið að koma sér fyrir og kynnast húsinu á þeim tíma sem nú er liðinn. Mikil breyting er á allri starfsaðstöðu kennara og nemenda frá því sem var og aðgengi fyrir fatlaða orðið nokkuð gott. Í húsinu eru 12 hljóðfærakennslustofur, 3 hópkennslustofur, tónleikasalur, bókasafn, vinnuaðstaða fyrir kennara, og biðrými fyrir nemendur. Vígslan hefst sem áður segir með tónleikum nemenda kl 18:00 og húsið verður svo opið öllum til að skoða frá kl 18:00 til 21:00. www.tonak.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/endurgreidsla-flutningskostnadar-eftir-svaedum
Endurgreiðsla flutningskostnaðar eftir svæðum Iðnaðarráðuneytið hefur annast gerð endurgreiðslureglnanna í samráði við hlutaðeigandi aðila og er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin taki reglurnar til afgreiðslu síðar í haust. Í byrjun febrúar var kynnt í ríkisstjórn skýrsla nefndar um flutningskostnað. Ríkisstjórnin fól Byggðastofnun að meta umfang flutningagreina sem eiga undir högg að sækja staðsetningar vegna og meta hver styrkþörfin gæti verið. Byggðastofnun hefur unnið að málinu síðan þá og safnað upplýsingum um flutningamagn og kostnað sem til greina gæti komið að styrkja. Samkvæmt þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram verður landinu skipt upp í svæði og síðan verður tekin ákvörðun um hversu hátt hlutfall flutningskostnaðar kemur til endurgreiðslu á hverju svæði fyrir sig. Gert er ráð fyrir að á þennan hátt fari endurgreiðsluhlutfallið hækkandi eftir því sem lengd frá markaði er meiri. Fram kemur í máli Kristjáns Skarphéðinssonar, ráðuneytisstjóra í iðnarðarráðuneytinu, í Morgunblaðinu í gær að svipað fyrirkomulag sé við lýði í Svíþjóð. Með reglum af þessu tagi sé hugmyndin að koma til móts við þau sjónarmið að fyrirtæki á landsbyggðinni standi höllum fæti á markaði vegna fjarlægðar frá honum. Frétt af www.afe.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/drog-ad-deiliskipulagi-2-afanga-naustahverfis
Drög að deiliskipulagi 2. áfanga Naustahverfis 8. október s.l. var haldinn á Hótel KEA kynningarfundur með hönnuðum , verktökum í byggingariðnaði og öðrum áhugasömum, þar sem Kanon-arkitektar gerðu grein fyrir hugmyndum sínum um 2. áfanga Naustahverfis. Um er að ræða svæði vestan og sunnan 1. áfangans sem nú er að byrja að byggjast upp. Unnið er að skipulaginu á grundvelli rammaskipulags sem byggist á verðlaunatillögu Kanon-arkitekta frá 1997 um skipulag alls hverfisins. Hér á vefnum er hægt að skoða myndefnið, sem arkitektarnir höfðu meðferðis og sýndu fundarmönnum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/syslumannsembaettid-ad-fornu-og-nyju
Sýslumannsembættið að fornu og nýju Veigalítið umferðarlagabrot á Akureyri varð til þess að starfssvið sýslumanna breyttist í grundvallaratriðum. Í erindi sínu á Lögfræðitorgi ætlar Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri, að fjalla um sýslumannsembættið að fornu og nýju og þær breytingar sem urðu á embættinu með nýrri löggjöf árið 1992.Björn rekur sögu sýslumannsembættisins frá öndverðu en samkvæmt heimildum nær hún allt aftur til 13. aldar. Þá gerir hann grein fyrir hlutverki sýslumanna til forna og hvernig það hefur þróast og breyst allt fram á okkar daga. Í umfjöllun sinni fjallar Björn um þær veigamiklu breytingar sem urðu á sýslumannsembættinu árið 1992 þegar dómsvaldið var skilið frá framkvæmdavaldinu. Þá skýrir Björn frá því hvaða verkefni það eru sem nú eru á ábyrgð embættisins . Björn lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 1975. Framhaldsnám í skaðabótarétti við Oslóarháskóla 1975-76. Héraðsdómslögmaður 1979. Löggiltur fasteigna- og skipasali 1988. Björn var fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Akureyri og Dalvík og sýslumanninum í Eyjafjarðarsýslu 1976-79. Hann rak eigin málflutningsstofu og fasteignasölu á Akureyri 1979-1996. Skipaður sýslumaður á Akureyri frá 1996. Kjörinn í stjórn Íslandspósts hf. 1997 formaður stjórnar frá 1998. Kjörinn í stjórn Sýslumannafélags Ísland 1997 formaður stjórnar frá 1998. Björn var varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri 1982-86 og bæjarfulltrúi 1986-96. Hann hefur gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa m.a. fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Akureyrarbæ og stjórnvöld. Fyrirlesturinn hefst klukkan 16.30 og er í húsnæði Háskólans á Akureyri í Þingvallastræti 23, stofu 14.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hadegistonleikar-i-ketilhusinu
Hádegistónleikar í Ketilhúsinu Hádegistónleikar verða í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun, þriðjudaginn 14.október klukkan 12.15. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópransöngkona og Francisco Javier Jáuregui gítarlekari munu flytja tónsmíðar eftir Manuel de Falla, Enrique Granados, Herbert Hughes og fleiri erlenda og íslenska höfunda. Guðrún Jóhanna lauk meistaragráðu í söng frá Guildhall School of Music and Drama í London árið 2001 og námi í óperudeild skólans tveimur árum seinna. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1500 og kr. 1000 fyrir börn, námsmenn, (sem sýna skírteini) ellilífeyrisþega og öryrkja.
https://www.akureyri.is/is/frettir/frabaer-arangur-leikskolans-idavalla
Frábær árangur leikskólans Iðavalla Leikskólinn Iðavöllur á Akureyri hlaut bronsið eða 3. sæti í eLearning Awards keppninni sem er hluti af Eschola saminnuverkefni evrópska skólanetsins, menntamálaráðuneyta 26 Evrópuríkja og evrópsku ráðherranefndarinnar. Markmið keppninnar er að verðlauna framúrskarandi upplýsinga- og samskiptaverkefni í leikskólum og voru alls 600 verkefni víðs vegar að úr heiminum skráð til þátttöku í keppninni. Verðlaunaathöfnin fór fram í Genf í Sviss 9. október sl. og voru höfundar vefjarins Arnar Yngvason og Anna Elísa Hreiðarsdóttir, ásamt leikskólastjóra Iðavalla Kristlaugu Svavarsdóttur, viðstaddir afhendingu verðlaunanna í Grand Théatre. Í ummælum dómnefndar segir meðal annars um vefinn að það sé "endurnærandi að sjá svo vandaðan vef sem sé sérstaklega ætlaður börnum." Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu Iðavallar, www.idavollur.akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/haustannir-i-laufasi-a-laugardaginn
Haustannir í Laufási á laugardaginn Á laugardaginn kemur 18. október verða haustannir við Gamla bæinn í Laufási, þar sem ýmis gömul handtök haustverka verða sýnd. Dagskráin hefst með barnasamveru í Laufásskirkju kl. 13.30, en síðan verður ýmislegt um að vera, bæði á hlaði Gamla bæjarins og eins innan dyra. Sláturafurðir verða hanteraðir með gamla laginu, og hausar sviðnir við smiðjueld. Í baðstofu verður tóvinna, en í stofu dunar danstónlistin frá þeim Hauki og Einari. Ýmislegt holt og bragðgott verður gefið að smakka, en einnig verður markaður með ýmsan varning til sölu úr ríki náttúrunnar. Í Gamla prestshúsinu verður hægt að tylla sér niður og kaupa sér lummukaffi. Reiknað er með að dagskráin standi allt til kl. 16. Aðgangseyrir er kr. 400, en þeir sem eru yngri en 16 ára þurfa ekki að greiða aðgangseyri. Búsetu að Laufási má rekja allt til landnáms en þar hefur einnig staðið kirkja frá fyrstu krinstni. Viðburðir hafa verið haldnir í Laufási allt árið umkring og hafa þeir verið vel sóttir. Ábúendur í Laufási eru séra Pétur Þórarinsson og Ingibjörg S. Siglaugsdóttir.